Greinar þriðjudaginn 4. nóvember 1997

Forsíða

4. nóvember 1997 | Forsíða | 142 orð | ókeypis

Árangurslaus fundur á Krít

Simitis og Yilmaz ræddust við á grísku eyjunni Krít en þar stendur nú yfir leiðtogafundur ríkja á Balkanskaga. Fundinn sækja ráðamenn frá Grikklandi, Júgóslavíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Albaníu, Bosníu og Makedóníu en honum verður fram haldið í dag. Í gær sagði í yfirlýsingu leiðtoganna að þeir stefndu að auknu samstarfi á sviði efnahags- og stjórnmála. Meira
4. nóvember 1997 | Forsíða | 286 orð | ókeypis

Bandaríkin setja Írak tímamörk

BANDARÍSK yfirvöld vöruðu Íraka við því í gær að sá frestur, sem þeim hefði verið gefinn til að komast hjá "hörðum aðgerðum" væri að renna út. Írakar neita því enn að leyfa Bandaríkjamönnum í vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna að starfa í Írak, komu í gær í veg fyrir að þeir hæfu störf að nýju. Meira
4. nóvember 1997 | Forsíða | 79 orð | ókeypis

Dregur úr drykkju á Grænlandi

Dregur úr drykkju á Grænlandi MJÖG hefur dregið úr drykkju á Grænlandi á undanförnum áratug og drekka Grænlendingar nú helmingi minna en fyrir tíu árum. Þetta kemur fram í frétt Politiken. Á níunda áratugnum drukku Grænlendingar 12 lítra af vínanda á mann á ári en drekka nú jafnmikið og Danir, um 6 lítra. Meira
4. nóvember 1997 | Forsíða | 112 orð | ókeypis

Kvæntist rangri konu

Kvæntist rangri konu Kaíró. The Daily Telegraph. UNGUR egypskur brúðgumi féll í yfirlið af skelfingu að kvöldi brúðkaupsdagsins er hann komst að því að hann hafði kvænst 45 ára konu, sem hann hafði aldrei augum litið, í stað átján ára unnustu sinnar. Meira
4. nóvember 1997 | Forsíða | 76 orð | ókeypis

Málsverður í verkfalli

LANGAR bílalestir mynduðust í gær um allt Frakkland vegna verkfalls franskra vörubílstjóra. Á annað hundrað vegatálmum hafði verið komið upp í gær og var talið að 1.500 vörubifreiðar frá nágrannaríkjum Frakklands væru innlyksa í landinu. Meira
4. nóvember 1997 | Forsíða | 167 orð | ókeypis

Mótmæla sakfellingu

"GUÐ hjálpi okkur ef við fangelsum Louise," segir á einu skiltanna sem stuðningsfólk bresku barnfóstrunnar Louise Woodwards bar í gær er mótmælt var úrskurði dómstóls í Massachusetts er dæmdi Louise í lífstíðarfangelsi fyrir morð á Matthew Eappen, átta mánaða dreng er hún gætti í Bandaríkjunum. Í gær kröfðust verjendur Woodward þess að Hiller B. Meira
4. nóvember 1997 | Forsíða | 381 orð | ókeypis

Þorskkvótinn minnki um 300.000 tonn

Ráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins leggur til niðurskurð í Barentshafi Þorskkvótinn minnki um 300.000 tonn SAMÞYKKT var í ráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins,ICES, á fundi hennar í Kaupmannahöfn fyrir helgi, að leggja til, að þorskkvótinn í Barentshafi á næsta ári yrði 514.000 tonn eða rúmlega 300. Meira

Fréttir

4. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 407 orð | ókeypis

143 vegartálmar settir upp fyrsta sólarhringinn

FRANSKIR vöruflutningabílstjórar hófu verkfall aðfaranótt gærdagsins, eftir að síðasta lota kjaraviðræðna fór út um þúfur um helgina. Strax í gær höfðu verkfallsmenn komið upp 143 vegartálmum um allt Frakkland, sem hindruðu umferð um landamæri, helztu þjóðvegi og aðgengi að eldsneytisbirgðastöðvum. Verkfallið hefur þegar nær stöðvað dreifingu íslenzkra sjávarafurða á Frakklandsmarkaði. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð | ókeypis

3 þúsund erindi bárust

AÐALFUNDUR Leigjendasamtakanna var haldinn laugardaginn 25. október sl. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. "Í skýrslu formanns kom fram að um 3 þúsund erindi bárust til skrifstofu samtakanna á starfsárinu og þar af voru 89 erindi sem þörfnuðust lögfræðilegrar meðhöndlunar. Eru þá ótalin þau erindi sem bárust lögfræðingi samtakanna beint. Erindin hafa því verið nokkuð á fjórða þúsund alls. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Atvinnurekendur ræða samstarf

FORMENN aðildarfélaga Vinnuveitendasambands Íslands, Verslunarráðs og Vinnumálasambandsins ákváðu á fundi í gær að hefja formlegar viðræður um skipulagsmál samtaka atvinnurekenda. Ekki er útilokað að þessar viðræður leiði til stofnunar nýrra heildarsamtaka atvinnurekenda. Meira
4. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 186 orð | ókeypis

Á ferð með frú Daisy

ÆFINGAR eru hafnar á jólaverkefni Leikfélags Akureyrar, bandaríska leikritinu Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry. Leikritið gerist í Atlanta í Georgíu á árunum 1948-1973 og segir frá frú Daisy Werthan, bandarískri konu af gyðingaættum, og þeldökkum bílstjóra hennar, Hoke Coleburn, en einnig kemur Boolie, sonur Daisyar, við sögu. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 325 orð | ókeypis

Áhöfninni bjargað

NORTHERN Voyager, 53 metra frystiskip sem var að hluta í eigu Samherja, Síldarvinnslunnar og SR-mjöls, sökk skammt undan Gloucester norðaustur af Boston á sunnudag. Fimmtán manna bandarískri áhöfn skipsins var bjargað og engin slys urðu á mönnum. Ekki er vitað hvers vegna leki kom að skipinu. Meira
4. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 345 orð | ókeypis

Bolger steypt af stóli

JENNY Shipley, ein skærasta stjarna flokks íhaldsmanna á Nýja- Sjálandi, Þjóðarflokksins, verður líklega tilnefnd forsætisráðherra landsins í dag. Yrði hún fyrsta konan til að gegna því starfi á Nýja-Sjálandi en Shipley er 45 ára. Meira
4. nóvember 1997 | Miðopna | 1328 orð | ókeypis

Bretar binda vonir við Hiller Zobel dómara Dómarinn í máli bresku barnfóstrunnar er þekktur fyrir að fara eigin leiðir í

HILLER B. Zobel, dómari í máli bresku barnfóstrunnar Loise Woodward, hefur ekkert látið uppi um hvort hann muni í einhverju breyta úrskurði kviðdóms og dómi sínum í málinu eftir að hann hlýðir á málflutning verjenda og saksóknara í málinu í dag. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð | ókeypis

Bygging skautahallar hafin

FRAMKVÆMDIR við byggingu húss yfir skautasvellið í Laugardal eru komnar á fullan skrið. Áætlað er að bygging hússins kosti 180-190 milljónir króna. Reykjavíkurborg hefur gert samning við Íþróttabandalag Reykjavíkur um rekstur skautasvellsins og er hann hliðstæður samningi sem gerður var við KSÍ um rekstur Laugardalsvallar. Steinunn V. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 356 orð | ókeypis

Byrjunarlaun 100 þúsund á mánuði í lok samningstíma

ÞROSKAÞJÁLFAR hafa frestað boðuðu verkfalli sínu til 24. nóvember, í kjölfar þess að samningar tókust í kjaradeilu þeirra og ríkisins aðfaranótt sunnudags. Í lok samningstímabilsins í október árið 2000 verða byrjunarlaun þroskaþjálfa komin í 100 þúsund krónur á mánuði. Ekki skýrist strax hvort þeir tæplega fimmtíu þroskaþjálfar, sem hafa sagt upp störfum, muni draga uppsagnir sínar til baka. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð | ókeypis

Dómkirkjan kirkja biskups

HERRA Ólafur Skúlason, biskup Íslands, segir að það hafi verið stórt skref að flytja biskupsvígslu séra Karls Sigurbjörnssonar úr Dómirkjunni í Hallgrímskirkju. "Það er eðlilegt að það sé einhver viðkvæmni sem fylgir þessu en ég held að þegar menn horfa á heildarmyndina sjái þeir að það er eðlilegt að rjúfa hefð einstöku sinnum. Dómkirkjan verður eftir sem áður kirkja biskupsins. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 257 orð | ókeypis

ÐÞriðjungur símanotkunar heimila staðarsímtöl

RÉTT rúmur þriðjungur af símanotkun heimila í landinu miðað við skrefatalningu er vegna staðarsímtala, en 28,1% vegna símtala til útlanda, samkvæmt upplýsingum Pósts og síma hf. 15,5% eru langlínusímtöl innanlands, rúm 14% vegna notkunar farsíma í GSM- og NMT-kerfinu og 8,6% vegna notkunar símatorgs, upplýsingasímans 118 og ýmislegs annars. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð | ókeypis

Erfiðleikar í gagnagrunni

HRAÐBANKAR og þjónustusími bankanna lokuðust upp úr kl. 13 í gær eftir að erfiðleikar gerðu vart við sig í gagnagrunni Reiknistofu bankanna. Bilunin íþyngdi jafnframt afgreiðslu í bönkum þar til þeir lokuðust. Að sögn Helga H. Steingrímssonar, forstjóra Reiknistofu bankanna, voru hraðbankar komnir í gang á ný um kl. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð | ókeypis

Erindi um Einar Benediktsson

FÉLAGSFUNDUR Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn þriðjudagskvöldið 4. nóvember kl. 20.30 í húsakynnum Sögufélags í Fischersundi. Fyrirlesari kvöldsins er Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur. Hann vinnur að ævisögu Einars Benediktssonar skálds og framkvæmdamanns. Fyrri hluti verksins kemur út núna fyrir jólin og nær til ársins 1907. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð | ókeypis

Esperantistar vilja kynningu á bréfanámskeiði

ÍSLENSKA esperantosambandið hélt aðalfund sinn laugardaginn 25. október sl. "Á dagskrá auk venjulegra aðalfundarstarfa var flutningur Gísla Halldórssonar bónda í Króki í Gaulverjabæjarhreppi á nokkrum ljóða hans, frumsömdum og þýddum á esperanto auk frásöguþáttar. Meira
4. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 85 orð | ókeypis

Fá aðgang að skjölum

HÆSTIRÉTTUR Danmerkur úrskurðaði í gær að stjórnarskrárnefndin svokallaða, hópur manna sem hefur höfðað mál til að fá aðild Dana að Evrópusambandinu dæmda sem stjórnarskrárbrot, skyldi fá aðgang að leynilegum skjölum ríkisins sem sönnunargögnum í málinu. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð | ókeypis

Fjórir sóttu um Skálholt

FJÓRAR umsóknir hafa borist um embætti sóknarprests í Skálholti og tvær um Hallgrímssókn. Þeir sem sækja um Skálholt eru séra Axel Árnason, Stóra-Núpi, séra Baldur Kristjánsson biskupsritari, séra Egill Hallgrímsson, Skagaströnd, og séra Hörður Þ. Ásbjörnsson. Meira
4. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 295 orð | ókeypis

Fleiri líkamsleifa leitað

BELGÍSKA lögreglan færði í gær Andras Pandy, prest af ungverskum uppruna sem grunaður er um að hafa banað tveimur fyrrverandi eiginkonum og fjórum dætrum sínum, á vettvang í einu þriggja íbúðarhúsa í Brussel, þar sem meintir glæpir eru taldir hafa átt sér stað. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 32 orð | ókeypis

Formannaskipti hjá ÆSÍ

GYLFI Þ. Gíslason frá Sambandi ungra jafnaðarmanna lét af formennsku Æskulýðssambandsins eftir 5 ára setu. Nýr formaður ÆSÍ er Sigvarður Ari Huldarsson frá Verðandi, samtökum ungs alþýðubandalagsfólks og óháðra. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 442 orð | ókeypis

Fullyrðingum fjármálaráðherra vísað á bug

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vísar í bréfi til fjármálaráðherra á bug fullyrðingum hans um að ekki hafi verið gerð minnsta tilraun til að efna samkomulag um aðgerðir í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur. Stjórn og framkvæmdastjórn sjúkrahússins hafa verið reiðubúnar til þess að stuðla að framgangi samkomulagsins. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

Fyrirtæki ráði ekki öllu í veiðum á einstökum fisktegundum

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða á Alþingi í gær. Samkvæmt frumvarpinu er lagt til að sett verði hámark á leyfilega aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila og tengdra aðila. Er gerð tillaga um að tiltekið hámark verði sett á átta fisktegundir sem sæta ákvörðun um leyfilegan heildarafla. Meira
4. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 134 orð | ókeypis

Fyrsta hjálp getur ráðið úrslitum

Blönduósi-Námskeið í skyndihjálp var haldið á Blönduósi fyrir skömmu. Kennari á námskeiðinu var Oddur Eiríksson sjúkraflutnings- og slökkviliðsmaður í Reykjavík. Námskeiðið sem var samstarfsverkefni Odds og svæðisskrifstofu Rauða kross Íslands á Norðurlandi tók á mörgum þáttum skyndihjálpar. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð | ókeypis

Fyrsti vinningur og verðið hækkar

ÞRJÁR breytingar hafa verið gerðar á Víkingalottóinu. Vikulegt framlag aðildarlandanna til 1. vinnings verður aukið og leiðir það til hækkunar í þeim vinningsflokki, í fyrsta sinn næstkomandi miðvikudag, 5. nóvember. Í stað þriggja bónustalna verða framvegis dregnar tvær. Þá hefur verð á hverri röð í Víkingalottói hækkað í öllum aðildarlöndunum og er hún mismikil milli landa. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 479 orð | ókeypis

Gengið frá ráðningum um næstu áramót

YFIR þúsund umsóknir hafa borist um 120­130 störf í nýju álveri Norðuráls sem taka á til starfa 4. júní á næsta ári. Öllum umsækjendum hefur verið sendur spurningalisti um viðhorf til ýmissa þátta starfsins til að fá fram hvers væntanlegt starfsfólk óskar. Verða þessar óskir hafðar til hliðsjónar við mótun starfsmannastefnu Norðuráls. Meira
4. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 254 orð | ókeypis

Grímsnes og Grafningur sameinast

ÍBÚAR Grafnings- og Grímsneshrepps í Árnessýslu samþykktu sameiningu hreppanna tveggja í atkvæðagreiðslu sem fram fór sl. laugardag. Á kjörskrá í Grafningi var 31 og kusu 30. Af þeim voru átján hlynntir sameiningunni en tólf mótfallnir. Í Grímsnesi voru 193 á kjörskrá en af þeim greiddi 91 atkvæði. 80 sögðu já og 10 nei. Einn seðill var auður. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 251 orð | ókeypis

GUNNAR H. BLÖNDAL

GUNNAR H. Blöndal, fyrrv. bankafulltrúi og skólastjóri Bankamannaskólans, lést á Landakotsspíta laugardaginn 1. nóvember sl. Gunnar fæddist á Eyrarbakka 14. júní 1921. Foreldrar hans voru Haraldur L. Blöndal ljósmyndari og Margrét Auðunsdóttir. Gunnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944 og lauk framhaldsnámi í ensku við University of London 1949. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð | ókeypis

Handrita- og skjalalestur

MÁR Jónsson, sagnfræðingur og stundakennari í Háskóla Íslands, heldur námskeið sem nefnist: Lestur skriftar frá siðaskiptum til 1900. Námskeiðið verður aðallega æfingar í lestri og ráðningu skriftar. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 583 orð | ókeypis

Hollendingurinn dæmdur í 6 árs fangelsi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær þrjá karlmenn og tvær konur í fangelsi fyrir aðild að fíkniefnamáli. Þyngsta dóminn hlaut 56 ára Hollendingur, Albart Jan van Houten, 6 árs fangelsi. Hann var dæmdur fyrir innflutning á miklu magni af hassi, amfetamíni og e- pillum. Meira
4. nóvember 1997 | Landsbyggðin | -1 orð | ókeypis

Hornsteinn lagður að hjúkrunarheimili

Hveragerði-Hornsteinn var lagður að hinu nýja hjúkrunarheimili í Hveragerði síðastliðinn miðvikudag. Það var Gerhard Haag, varaforseti EURAG, samtaka aðila í öldrunarþjónustu í Evrópu, sem lagði hornstein hinnar nýju byggingar. Gerhard hefur af miklum áhuga fylgst með uppbyggingu öldrunarþjónustu á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu í fjöldamörg ár. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Hrútaréttir í Eyjum

FJÁREIGENDUR í Vestmannaeyjum héldu hrútaréttir síðastliðinn laugardag. Þá var smalað kindum sem hafa gengið lausar á suðurhluta Heimaeyjar frá því féð var sótt af fjöllum og úr úteyjum í haust. Venjan er að hafa hrútaréttir fyrstu helgi í gormánuði og eru þá hrútar teknir úr safninu. Ánum var aftur sleppt og verða þær teknar á hús í byrjun ýlis. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð | ókeypis

Ísafoldarhús í Aðalstræti?

RÆTT hefur verið um að flytja Ísafoldarhúsið í Austurstræti 8­10 á lóð sunnan við Aðalstræti 10. Í deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir uppbyggingu á horni Túngötu 2­4 og Aðalstrætis 12­18. Samkvæmt tillögum verður þar torg á horninu. Meira
4. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 271 orð | ókeypis

Jeltsín og Hashimoto lofa friðarsamningi

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Ryutaro Hashimoto, forsætisráðherra Japans, lofuðu að ganga frá friðarsamningi milli ríkjanna ekki síðar en árið 2000 eftir óformlegar viðræður í Síberíu um helgina. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð | ókeypis

Kappakstursbifreið til sýnis

RENAULT Williams Formula 1 kappakstursbíll kemur til landsins fimmtudaginn 4. nóvember á vegum B&L. Renault Williams varð heimsmeistari í ár í Formula 1 og hefur Renault nú unnið 6 heimsmeistaratitla í röð í Formúla 1. Meira
4. nóvember 1997 | Miðopna | 2321 orð | ókeypis

Kemur fram sem hroki að neita um upplýsingar Póstur og sími hf. hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu vegna

ÐPétur Reimarsson, stjórnarformaður P&S Kemur fram sem hroki að neita um upplýsingar Póstur og sími hf. hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu vegna gjaldskrárbreytinga nú um mánaðamótin. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Kynning á starfi djákna og sjálfboðaliða

KYNNING á starfi djákna og sjálfboðaliða verður haldin í safnaðarheimili Neskirkju miðvikudaginn 5. nóvember kl. 15­17. Í fréttatilkynningu segir að starfssvið djákna tengist einkum tveimur sviðum í starfi safnaðarins; líknarmálum og fræðslumálum. Undir þjónustu djákna á sviði líknarmála falli skipulagning á heimsóknarþjónustu. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 298 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT Nafn forlaga féllu úr upptalningu

Í FRÉTT frá Bókastefnunni í Gautaborg í síðustu Lesbók, þar sem nöfn íslenskra útgefenda með bækur á sýningunni voru talin upp, var ógetið forlaganna Arnar og Örlygs og Þjóðsögu. Beðist er velviringar á þessum mistökum. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 680 orð | ókeypis

Leitað til fyrirtækja og stofnana með námsstyrki

Stjórn Rannsóknanámssjóðs og Rannsóknarráð Íslands gerðu tilraun á þessu ári með að leita samstarfs um styrki sem auglýstir voru nýlega. Með þessu framtaki var verið að stuðla að aukinni samvinnu í rannsóknum og þróun milli fyrirtækja, stofnana og háskóla. Anna Soffía Hauksdóttir er formaður stjórnar Rannsóknanámssjóðs. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

Lítið eftirlit með söfnunarkössum

Lítið eftirlit með söfnunarkössum GUÐRÚN Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalags, mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um að felld verði úr gildi lög um íslenska söfnunarkassa. Meira
4. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 460 orð | ókeypis

Lögbann lagt á framkvæmdir

LÖGBANN var lagt á framkvæmdir ábúenda í Hvammi í Eyjafjarðarsveit í gærmorgun, en þeir hófu að jafna út gamla þjóðveginn sem liggur um land þeirra og var jarðýta notuð til verksins. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkru tók bóndinn í Hvammi hóp hrossa, sem gengið höfðu í ógirtu heimalandi hans, í sína vörslu, Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð | ókeypis

Lögregla leitar vitna

LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af þeim sem sáu árekstur Suzuki-bifhjóls og Toyota Corolla fólksbíls á Hofsvallagötu við Vesturbæjarapótek. Nokkuð er liðið frá árekstrinum, því hann varð fimmtudaginn 18. september sl. um kl. 11.45 fyrir hádegi. Vitni eru beðin um að hafa samband við rannsóknadeild lögreglunnar, 4. deild. Sveigði undan og á bíl Meira
4. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 187 orð | ókeypis

Maður staðinn að áfengiskaupum fyrir unglinga

LÖGREGLA á Akureyri hafði afskipti af nokkrum unglingum sem voru inni á vínveitingastað án þess að hafa til þess aldur og voru þeir látnir yfirgefa staðinn. Stúlka ein, sem ekki hafði náð tilskildum aldri til að vera á vínveitingastað, ærðist þegar dyraverðir spurðu hana um skilríki og gerði sér lítið fyrir og sló dyravörðinn. Má hún búast við að verða kærð fyrir líkamsárás. Meira
4. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 340 orð | ókeypis

Mannskaði í fellibyl ÍBÚAR í suðurhluta Tælands

ÍBÚAR í suðurhluta Tælands voru í gær hvattir til að fara af strandsvæðum þar sem hætta var á flóðum vegna fellibylsins Lindu, sem stefndi að landinu eftir að hafa valdið miklu tjóni í Víetnam um helgina. Allt að 200 sjómanna var saknað í Víetnam vegna fellibylsins, sem sökkti að minnsta kosti 1.000 bátum og eyðilagði rúmlega 2.000 hús í héraðinu Kien Giang. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð | ókeypis

Málefni Pósts og síma

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Fyrst verður utandagskrárumræða um málefni Pósts og síma. Því næst verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Vopnalög. Framhald 1. umræðu. (Atkvgr.) 2. Dómstólar. Frh. 1. umræðu. (Atkvgr.) 3. Söfnunarkassar. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 4. Happdrætti Háskóla Íslands. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 5. Stjórn fiskveiða. Frh. 1. umr. (Atkvgr. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð | ókeypis

Málstofa um dóm- stóla og réttaröryggi

JÓN Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður flytur fyrirlestur á síðustu málstofu Samvinnuháskólans á þessu hausti miðvikudaginn 5. nóvember. Mun Jón Steinar í fyrirlestrinum fjalla um dómstóla og réttaröryggi á Íslandi. Málstofan fer fram í Hátíðarsal Samvinnuháskólans á Bifröst og hefst kl. 15.30. Allir sem áhuga hafa eru boðnir velkomnir. Meira
4. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 152 orð | ókeypis

Mega fella öspina

BYGGINGAFULLTRÚI á Akureyri hefur að höfðu samráði við formann bygginganefndar samþykkt erindi frá íbúum hússins númer 29 við Hamarstíg en þeir sóttu um leyfi til að fjarlæga ösp sem stendur framan við hús þeirra. Ástæða beiðnarinnar er sú að öspin hindrar gott aðgengi að inngangi, rótarkerfi er úti um allt og bílastæði er ónothæft hluta úr ári þegar öspin fellir límkennt hismi. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð | ókeypis

Mögnuð byrjun á stífri tónleikaferð

FYRSTU tónleikar Bjarkar í mikilli yfirreið til kynningar á geislaplötunni Homogenic voru í Brussel á sunnudagskvöld. Blaðamaður Morgunblaðsins sótti tónleikana og ræddi við nokkra gesti í troðfullu 2.000 manna húsi og svo hljóðfæraleikara nýkomna af sviðinu. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð | ókeypis

Mörg umferðaróhöpp í fyrstu hálkunni á Suðvesturlandi

HÁLKA sem varð í slyddu og snjókomu á suðvesturhorni landsins á sunnudagskvöld gerði ökumönnum víða erfitt fyrir. Voru rúmir tveir tugir bíla skildir eftir á Hellisheiði og Þrengslavegi og allmargir árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu. Lítið var um slys á fólki. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð | ókeypis

Nefnd um mat á umhverfisáhrifum

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur skipað nefnd til þess að endurskoða lög um mat á umhverfisáhrifum. Skal nefndin endurskoða lögin með hliðsjón af fenginni reynslu frá því lögin öðluðust gildi 1. maí 1994. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð | ókeypis

Nokkrir teknir með fíkniefni

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók tvö ungmenni í vesturborginni á laugardag. Annað þeirra var flutt í athvarf lögreglu fyrir unglinga og síðan komið í heimahús. Í fórum hins fundust ætluð fíkniefni og var hann því vistaður í fangageymslu. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 306 orð | ókeypis

Opin bók Grósku kynnt á fundum

FORSVARSMENN Grósku, áhugafólks um sameiningu jafnaðarmanna og félagshyggjufólks, afhentu Margréti Frímannsdóttur, formanni Alþýðubandalags, Sighvati Björgvinssyni, formanni Alþýðuflokksins, Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Þjóðvaka, og Guðnýju Guðbjörnsdóttur, talsmanni þeirra Kvennalistakvenna sem vinna að sameiningunni, Opna bók Grósku, Meira
4. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 616 orð | ókeypis

Rannsaka samspil Indlandshafs og El Nino

ÁSTRALSKIR vísindamenn hafa uppgötvað breytileg áhrif frá hinu alræmda El Nino- veðrakerfi á Indlandshafið, sem sum ár kemur í veg fyrir þurrka í Ástralíu en eykur á öðrum líkurnar á loftslagshamförum. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 215 orð | ókeypis

Ráðherra staðfesti úrskurð skipulagsstjóra

HREPPSNEFND Reykholtsdalshrepps hefur með fimm samhljóða atkvæðum samþykkt að biðja umhverfisráðherra um að staðfesta sem allra fyrst úrskurð skipulagsstjóra ríkisins þar sem hann fellst á tillögu Vegagerðar ríkisins og Hönnunar hf. um lagningu Borgarfjarðarbrautar samkvæmt svokallaðri efri leið, sem einnig hefur verið kölluð leið 3 eða sáttaleið. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 742 orð | ókeypis

Reynt verður að finna aðrar leiðir til að styrkja tengslin

"ÞVÍ miður virðist svo sem Norður- Evrópa sé ekki eins pólitískt spennandi núna í augum þýskra stjórnmálamanna og t.d. Austur- Evrópa, Bandaríkin og ýmsir aðrir heimshlutar. Þetta er rólegt svæði og þeim finnst það greinilega ekki mikilvægt," segir Christoph Werr, svæðisstjóri Goethe-stofnananna á Norðurlöndum, aðspurður um rök fyrir fyrirhugaðri lokun Goethe- stofnunarinnar á Íslandi. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð | ókeypis

Samvinna heyrnarlausra og Skeljungs

FÉLAG heyrnarlausra og Skeljungur hf. hafa gert með sér samning um samvinnu í auglýsingaátaki undir slagorðinu Íslenskt táknmál er okkar mál, sem birtist m.a. í auglýsingum í strætisvagnaskýlum í Reykjavík. Starfsmenn afgreiðslustöðva Skeljungs munu sækja námskeið hjá Félagi heyrnarlausra en markmið þeirra er að gera starfsmenn hæfa til að taka á móti heyrnarlausum viðskiptavinum. Meira
4. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 147 orð | ókeypis

Samvinnunefnd um málefni norðurslóða

ÓLAFUR Halldórsson, framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar, hefur verið skipaður formaður samvinnunefndar um málefni norðurslóða. Skipunartími nefndarinnar er til 1. nóvember 2001. Hlutverk nefndarinner er, samkvæmt lögum um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 288 orð | ókeypis

Sextán ökumenn grunaðir um ölvun í borginni

UM helgina voru 16 ökumenn stöðvaðir í Reykjavík vegna gruns um ölvun við akstur og á þriðja tug fyrir hraðakstur. Í síðasta mánuði hefur lögreglan haft sérstakar gætur á hvernig bifreiðum er lagt og hafa rúmlega 1.200 ökumenn verið sektaðir vegna þess, þar af hafa 60 orðið fyrir því að bifreið þeirra var fjarlægð með krana. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 521 orð | ókeypis

Skortur á langtímarannsóknum á heilsu iðkenda

SKORTUR er á langtímarannsóknum á áhrifum ólympískra hnefaleika á heilsu þátttakenda. Slys eru þó algengari og alvarlegri í ýmsum öðrum íþróttum, til dæmis ákveðnum hestaíþróttum, ísknattleik, kappakstri og fótbolta. Þetta var meðal þess sem fram kom á umræðufundi sem Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla Íslands, hélt í gær. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð | ókeypis

Slökkviliðsstjórar þinguðu

NÝLEGA var haldinn á Akureyri aðalfundur Félags slökkviliðsstjóra og mættu 40 slökkviliðsstjórar til fundarins. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra ávarpaði fundinn og greindi frá því að hann vildi fræðast sem mest um slökkvilið og málefni þeirra. Umhverfisráðuneytið mun um næstu áramót taka við málefnum brunamála í landinu af félagsmálaráðuneytinu. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 787 orð | ókeypis

Smáfyrirtæki sinni sérþörfum

KAMFJORD skýrði m.a. frá samhæfðu, fjölþjóðlegu þjónustukerfi í ferðamálum, sem verið er að setja á laggirnar og taka mun til starfa á næstu árum. Upprunalega var um að ræða rannsókna- og þróunarverkefni er efnt var til árið 1992 og var þá einkum hugað að tæknilegum þáttum. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð | ókeypis

Sótt um atvinnuleyfi fyrir 60 Rúmena

HUGSANLEGT er að 60 rúmenskir járniðnaðarmenn verði fengnir til að vinna við uppsetningu reykhreinsivirkis við álver Norðuráls á Grundartanga sem hefjast á um næstu áramót. Einn undirverktakanna hefur ásamt Norðuráli sótt um leyfi til að fá þetta vinnuafl til landsins en það hefur ekki verið afgreitt enn. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð | ókeypis

Sveitarfélögin hafa stutt íþróttafélögin

VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögin hafi stutt dyggilega við bakið á íþróttahreyfingunni á undanförnum árum. Ellert Schram, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, lagði það til í setningarræðu á þingi sambandsins sl. Meira
4. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 166 orð | ókeypis

Svikaprins afhjúpaður

MAÐUR sem sannfærði leiðtoga Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um að hann myndi gefa stofnuninni milljarð dollara til fátækrahjálpar reyndist vera misheppnaður ástralskur byggingameistari. Með langvinnu lófataki var maðurinn, sem heitir Bep van Eldik, hylltur sem hetja á alþjóðlegri ráðstefnu SÞ sl. föstudag um viðskipti um tölvunet. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð | ókeypis

Svínakjötshækkun í farvatninu

SVÍNAKJÖT hefur hækkað í verði undanfarna daga. Verðið til bænda hefur hækkað um 5­6% og búast má við hækkunum á útsöluverði í kjölfarið. Ástæðan er aukin eftirspurn eftir svínakjöti. Verð á svínakjöti til bænda hefur hækkað úr nálægt 255 kr. á kíló í 269 kr. að meðaltali síðustu tvær vikur. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 364 orð | ókeypis

Tekjur ríkisins námu 530 millj.

RÍKISSJÓÐUR hafði samtals um 530 milljóna króna tekjur af framkvæmd samningsins um Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) vegna innflutnings á landbúnaðarvörum á tímabilinu 1. júlí 1995 til ársloka 1996. Þetta kemur fram í svari landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar á Alþingi um framkvæmd GATT-samningsins. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð | ókeypis

Tíu mál hjá sáttasemjara

TÍU mál eru enn óútkljáð hjá embætti ríkissáttasemjara. Á sunnudag var fundað í deilu Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur vegna sjúkrahúslækna og fundað verður aftur í dag. Þá eru samningar sjómanna á borði sáttasemjara, sem og vélstjóra á fiskiskipum og skipum Hafrannsóknastofnunar. Af öðrum málum má nefna kjaradeilu Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitarinnar. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð | ókeypis

Tveggja manna leitað

Tveggja manna leitað BÍLL frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu hélt inn í Landmannalaugar í gærkvöld til að svipast um eftir tveimur mönnum, sem ekki höfðu komið fram. Mennirnir lögðu af stað úr Reykjavík síðdegis á föstudag og var talið að ferðinni væri heitið í Landmannalaugar. Að sögn lögreglu er talið líklegast að bíllinn hafi bilað. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð | ókeypis

Umræðu um utan-ríkismál frestað

FYRIRHUGAÐ var að umræða um utanríkismál færi fram í dag en þeirri umræðu hefur verið frestað vegna utandagskrárumræðu um gjaldskrárbreytingar Pósts og síma. Talsverð umræða varð á þingi í gær um þingsköp og gagnrýndu stjórnarandstæðingar að umræða um málefni Pósts og síma hefði ekki fengist í gær eins og þeir óskuðu eftir. Samgönguráðherra sagðist fagna beiðni um þessa umræðu. Meira
4. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 150 orð | ókeypis

"Útför friðarins"

PALESTÍNSKUR drengur mundar eftirlíkingu af hríðskotabyssu í yfirstærð á útifundi herskárra Palestínumanna undir merkjum "heilags stríðs" (jihad), sem fór fram í Hebron á Vesturbakkanum í gær í formi táknrænnar útfarar friðarumleitananna við botn Miðjarðarhafs. Friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna hófust á ný í Washington í gær, eftir langt hlé. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 274 orð | ókeypis

Verslunum í miðborginni fækkar

VERSLUNUM í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 18 eða 5% milli áranna 1996 og 1997. Þetta kemur fram þegar bornar eru saman niðurstöður kannana sem gerðar voru í september 1996 og í september sl. fyrir Þróunarfélag Reykjavíkur. Í fyrra voru 372 verslanir í miðborginni en nú eru þær 354. Fram kemur að 1.200 fyrirtæki og stofnanir eru í miðborginni með 8 þús. starfsmenn. Íbúar eru um 3 þús. Meira
4. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 142 orð | ókeypis

Vetrardekkin undir bílana

FLJÚGANDI hálka var á götum Akureyrar í gærmorgun, en fyrsti snjór vetrarins sem eitthvað kveður að heilsaði árrisulum bæjarbúum. Fyrsta verk margra ökumanna var að koma við á hjólbarðaverkstæðum, fjarlægja sumardekkin undan bílum sínum og setja vetrardekk í þeirra stað. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 413 orð | ókeypis

Vilja að konur móti nýtt stjórnmálaafl

KONUR úr Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki, Kvennalista og Þjóðvaka boða til fundar á morgun um hvernig megi bæta hlut kvenna í stjórnmálum morgundagsins. Guðrún Jónsdóttir úr Kvennalista segir að framundan sé einstakt tækifæri fyrir konur til að taka frumkvæði og auka hlut sinn í stjórnmálum og Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður þingflokks jafnaðarmanna, Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð | ókeypis

Vilja eyða fordómum um alnetsnotendur

NÝ HAGSMUNASAMTÖK fólks sem notar alnetið, Félag íslenskra netverja, voru stofnuð síðastliðin sunnudag. Á stofnfundinum voru um fimmtíu manns, en að sögn Sigrúnar Ólafsdóttur, vefstjóra netþjónustufyrirtækisins Ægis, hafa hundruð manna skráð sig í félagið á alnetinu síðan. Meira
4. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð | ókeypis

Vilja versla og skoða sveitirnar og fossana

80 MANNA hópur bandarískra ferðamanna kom til landsins í gær í þriggja daga verslunar- og skoðunarferð. Þetta er fyrsti hópurinn af nokkrum sem væntanlegir eru í slíkar innkaupaferðir yfir vetrarmánuðina. Haldin var tískusýning fyrir ferðalangana í hádeginu í gær á Hótel Loftleiðum þar sem kynntar voru vörur frá íslenskum verslunum. Meira
4. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 276 orð | ókeypis

Vill geyma sæti í stofnunum EMU fyrir Breta

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, hefur reitt stjórnvöld á Ítalíu og Spáni til reiði með því að leggja til að eitt sæti í framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu verði autt þangað til Bretar ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Með þessu vill Kohl tryggja að þótt EMU-aðild Bretlands seinki geti það gerzt aðili að myntbandalaginu og fengið sömu áhrif og það hefði fengið sem stofnríki EMU. Meira
4. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 450 orð | ókeypis

Ýjar að því að Kínverjum hafi orðið á mistök

JIANG Zemin, forseti Kína, gaf til kynna eftir ræðu sem hann flutti í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum á laugardag að kínverskum stjórnvöldum kynnu að hafa orðið á mistök með því að fyrirskipa blóðuga árás á lýðræðissinna á Torgi hins himneska friðar í Peking 1989. Meira
4. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 214 orð | ókeypis

Þak verði sett á gjald fyrir fjölskyldur

BÆJARYFIRVÖLD í Vestmannaeyjum hafa átt í viðræðum við Halldór Blöndal samgönguráðherra og Einar K. Guðfinnsson, formann samgöngunefndar Alþingis, um nauðsynlegar breytingar á rekstrarsamningi Herjólfs, sem ætti að geta skapað svigrúm til að lækka fargjöld fyrir fjölskyldur sem ferðast með Herjólfi. Meira
4. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 270 orð | ókeypis

Önnur afsögn í skuggaráðuneyti

ENN var sótt að William Hague, leiðtoga brezka Íhaldsflokksins, á sunnudag er það gerðist í annað sinn á nokkrum dögum að þingmaður sagði sig úr skuggaráðuneyti hans vegna stefnu flokksins varðandi Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Meira

Ritstjórnargreinar

4. nóvember 1997 | Staksteinar | 322 orð | ókeypis

»Auðlindaskattur FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti yfir því í viðta

FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti yfir því í viðtali við Viðskiptablaðið nýlega, að hann væri til viðræðu um auðlindaskatt að því tilskildu, að hann gengi yfir allt atvinnulífið. Hlutabréf Meira
4. nóvember 1997 | Leiðarar | 575 orð | ókeypis

LeiðariÍÞRÓTTIR OG JAFNRÉTTI IÐURSTÖÐUR starfs nefndar me

LeiðariÍÞRÓTTIR OG JAFNRÉTTI IÐURSTÖÐUR starfs nefndar menntamálaráðherra um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna hljóta að vekja bæði stjórnvöld og forystufólk í íþróttahreyfingunni, svo og fjölmiðla, til umhugsunar um það hvernig jafnréttismálum er skipað í íþróttastarfi hér á landi. Meira

Menning

4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 193 orð | ókeypis

ÁSTFÓSTUR er eftir Rúnar Helga Vignisson og

ÁSTFÓSTUR er eftir Rúnar Helga Vignisson og er þetta fjórða skáldsaga hans. Ástfóstur segir frá stúlkunni Teklu, mönnunum sem hún elskaði og afkvæminu sem aldrei fæddist. Fóstrið sjálft segir söguna af tilurð sinni, eyðingu og áratuga flakki um hugarkima foreldra og siðmenningar. Í kynningu segir m.a. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 598 orð | ókeypis

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðas

Air Force One Topp hasarspennumynd með Harrison Ford í hlutverki Bandaríkjaforseta sem tekst á við hryðjuverkamenn í forsetaflugvélinni. Fyrirtaks skemmtun. Conspiracy Theory Laglegasti samsæristryllir. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 326 orð | ókeypis

Bowie loðinn um lófana

DAVID BOWIE virðist vera loðnari um lófana en Paul McCartney ef marka má nýja mælingu á ríkidæmi poppara í Bretlandi. Aðeins þrjú fyrirtæki kvenna eru á lista yfir hina fimmtíu ríkustu: Spice Girls, Annie Lennox og Kate Bush. Bowie er klókur í viðskiptum og tók arðbæra áhættu með því að setja lögin sín á verðbréfamarkað og þénaði á því um það bil fjóra milljarða. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 276 orð | ókeypis

Eignir Dietrich á uppboði

ÁGÓÐI af uppboði á eignum kvikmyndastjörnunnar Marlene Dietrich á laugardag var um 50 milljónir króna. Þar af seldist stafur með skreytingu úr fílabeini á um 330 þúsund krónur. Boðnar voru upp dýrindis gjafir til Dietrich sem höfðu safnað ryki í íbúð hennar í New York síðan hún lést árið 1992. Meira
4. nóvember 1997 | Tónlist | 358 orð | ókeypis

Einlæg trúarfegurð

Flutt voru verk eftir Jón Þórarinsson, Henry Purcell og tvö verk eftir Mist Þorkelsdóttur. Flytjendur voru Helga Ingólfsdóttir, Marteinn H. Friðriksson og Dómkórinn. Laugardagurinn 1. nóvember 1997. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 41 orð | ókeypis

Elsta górillan dáin

BUL BUL, elsta górilla í dýragörðum heimsins, dó í Ueno- dýragarðinum í Tókíó 1. nóvember. Hún var 44 ára að aldri. Bul Bul hafði verið í dýragarðinum frá 1957 og lést af náttúrulegum orsökum að sögn talsmanna dýragarðsins. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 39 orð | ókeypis

Fjölnota líkkista

LEIÐSÖGUMAÐURINN Heinz Riedel kynnir fjölnota líkkistu á jarðarfarasafni í Vín. Á safninu er einstakt safn útbúnaðar sem notaður er við jarðarfarir og sýnir það nýja hlið á þessari "borg tónlistarinnar" eins og hún hefur oft verið nefnd. Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 150 orð | ókeypis

Flauta og píanó á háskólatónleikum

Flauta og píanó á háskólatónleikum HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag kl. 12.30. Guðrún Birgisdóttir, flautuleikari og Peter Maté píanóleikari leika Stef og tilbrigði um "Trockne Blumen" úr Malarastúlkunni fögru eftir Franz Schubert. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 159 orð | ókeypis

Heimsfrumsýning Titanic í Japan

DÝRASTA kvikmynd sögunnar var frumsýnd í Japan á mánudag og hóf þar með siglingu sína um heiminn. Þetta er að sjálfsögðu mynd James Camerons, "Titanic", sem fjallar um eitt frægasta sjóslys sögunnar. Aðalhlutverkin eru höndum Lenardo DiCaprio og Kate Winslet og er myndarinnar með með eftirvæntingu í Bandaríkjunum þar sem hún verður frumsýnd um miðjan desember. Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 299 orð | ókeypis

Hjól tímans

ÚT ER komin ljóðabókin "The Wheel of Time", eftir Þórgunni Jónsdóttur. Það er bókaforlagið Janus í London sem gefur bókina út. Bókin er pappírskilja og inniheldur 41 ljóð. Ljóðin eru ort á árunum 1980­ 1997 í Kaliforníu og á Íslandi. Þórgunnur segist ekki hafa neina eina skýringu á því hvers vegna hún yrkir á ensku. Hún hafi alltaf lesið mikið á ensku og enskan sé henni svo töm. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 43 orð | ókeypis

Innileg Oprah

OPRAH Winfrey var kynnir í tveggja tíma sjónvarpsþætti sem var gerður til heiðurs Sameinuðum háskólasjóði blökkumanna og verður sýndur á ABC sjónvarpsstöðinni síðar í mánuðinum. Tónlistarmaðurinn Quincy Jones, sem einnig vann að þættinum, fékk innilegt faðmlag frá Oprah þegar upptökum lauk. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 322 orð | ókeypis

Í fylgd forseta og prinsa

NÝJA Spice Girls platan kom út á mánudag og búist er við að hún verði ein af söluhæstu plötunum fyrir jólin í Bretlandi. Fyrri plata stúlknanna hefur selst í tæplega tuttugu milljónum eintökum og lög af henni hafa náð toppsætum vinsældalista í um 40 löndum. Meira
4. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 340 orð | ókeypis

Leiðin langa heim

ÍTALSKI leikstjórinn Francesco Rosi hefur kvikmyndað endurminningar ítalska gyðingsins og rithöfundarins Primo Levis, Sáttmálann, frá 1963 með bandaríska leikaranum John Turturro í hlutverki höfundarins. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 433 orð | ókeypis

Leynilega skemmtileg lyftutónlist

SAMÚEL J. Samúelsson yngri er hljómsveitarstjóri hinnar stílhreinu hljómsveitar Casino sem vakið hefur athygli hér á landi undanfarið. Margir sáu til þeirra í Dagsljósi og aðrir hafa heyrt í þeim í myndinni "Perlur og svín", ef ekki á einhverjum skemmtistaðnum. Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 105 orð | ókeypis

Léttsveitin til Írlands

80 KONUR úr Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur héldu í gær, mánudag, til Sligo á Írlandi, ásamt stjórnanda sínum, Jóhönnu Þórhallsdóttur og Aðalheiði Þorsteinsdóttur píanóleikara. Með í för er fiðluleikarinn Wilma Young. Hópurinn mun taka þátt í alþjóðlegri kórakeppni sem hófst í gær, og lýkur á fimmtudag. 40 kórar munu taka þátt í keppninni og taka þátt í ýmsum flokkum. Meira
4. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 556 orð | ókeypis

Lífskraftur söngsins RegnboginnPARADÍSARVEGURI

Lífskraftur söngsins RegnboginnPARADÍSARVEGURINN "Paradise Road" "Paradise Road" minnir um margt á sjónvarpsþættina "A Town Like Alice" sem voru byggðir á skáldsögu Nevils Shutes. Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 73 orð | ókeypis

LOKAORRUSTAN er sjöunda og síðasta bókin í

LOKAORRUSTAN er sjöunda og síðasta bókin í hinum heimsþekkta bókaflokki C.S. Lewis um töfralandið Narníu. Hana þýddi Kristín R. Thorlacius, ein og fyrri bækurnar sex sam allar hafa notið vinsælda íslenskra barna og unglinga. "Brátt hefst í Narníu lokaorrustan milli góðs og ills. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 121 orð | ókeypis

Lok lok og læs fyrir málstaðinn

GERARDO Rodriguez-Bruzzesi stendur í "klefa" sínum í listasafni í Sydney í Ástralíu. Hann verður lokaður innan álrimla í sýningarsalnum næstu tvær vikurnar til þess að vekja athygli á málstað pólitískra fanga. Hann er einnig blaðamaður og ljósmyndari og var neyddur til að leita hælis í Ástralíu frá ríki í Suður-Ameríku af pólitískum ástæðum árið 1978. Meira
4. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 343 orð | ókeypis

Lúðar í Las Vegas

ALEX Cox er bandarískur jaðarmyndaleikstjóri sem er góður þegar honum tekst upp (Sid and Nancy) og óþolandi þegar hann er vondur (Walker). Sigurvegari hangir einhversstaðar þarna á milli, á sína góðu og vondu spretti en er auðgleymd þegar upp er staðið. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 214 orð | ókeypis

Með eða á móti Ef veggirnir gætu talað (If These Walls Could Talk)

Framleiðandi: Moving Pictures. Leikstjóri: Nancy Savoca og Cher. Handritshöfundur: Wallace, Nanus, Savoca, og King. Tónlist: Cliff Eidelman. Aðalhlutverk: Demi Moore, Sissi Spacek, Anne Heche og Cher. 93 mín. Bandaríkin. HBO NYC/Háskólabíó. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
4. nóvember 1997 | Bókmenntir | -1 orð | ókeypis

Með samtíð í augsýn

eftir Hilmar Jónsson. 169 bls. Útg. Bókmenntaklúbbur Suðurnesja. Prentun: Oddi hf. Keflavík, 1997. HILMAR Jónsson hefur margt vel gert og sumt prýðilega en dreift kröftunum sér til óhagræðis. Meira
4. nóvember 1997 | Skólar/Menntun | 869 orð | ókeypis

Nemendur agaðir með "kúlum"

Í AGAKERFINU í Tjarnarskóla í Reykjavík eru þrjár gerðir af kúlum; grænar ástundunarkúlur, svartar stundvísikúlur og rauðar hegðunar- og umgengniskúlur. Nemandi fær til dæmis græna kúlu komi hann ekki undirbúinn í kennslustund, svarta kúlu komi hann of seint í fyrstu kennslustund að morgni og rauða kúlu mæti hann í útiskóm og úlpu/yfirhöfn í kennslustund. Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 175 orð | ókeypis

Nýjar bækur ARKITEKTATAL er ge

ARKITEKTATAL er gefið út að frumkvæði Arkitektafélags Íslands og í samvinnu við félagið. Ritstjóri er Haraldur Helgason arkitekt og ritnefnd með honum skipa arkitektarnir Ferdinand Alfreðsson og Málfríður Kristjánsdóttir. Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 60 orð | ókeypis

Nýjar bækur BORGFIRZKAR æviskrár,

BORGFIRZKAR æviskrár, tíunda bindi er komið út. Æviskrár þessa bindis byrjar með Sigurði og enda við Stefán Eykdal. Munu þá vera eftir tvö bindi þessa mikla ritverks auk viðbóta og leiðréttinga. Útgefandi er Sögufélag Borgarfjarðar. Bindið er tæpar 600 síður með hátt á sjöunda hundrað mynda. Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 193 orð | ókeypis

Nýjar bækur VATNSFÓLKIÐ er smá

VATNSFÓLKIÐ er smásagnasafn eftir Gyrði Elíasson. Bókin hefur að geyma 25 nýjar smásögur. Í kynningu segir: "Sameiginlegan eiga þær þann heim trega og vonar sem einkennir jafnan sögur Gyrðis, þar sem svo margt er í senn kunnuglegt og spennandi. Ekkert er sem sýnist og undir kyrru yfirborði kraumar kynleg spenna. Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 139 orð | ókeypis

Nýjar bækur VIÐEYJARSTOFA og kir

Nýjar bækur VIÐEYJARSTOFA og kirkja ­ byggingarsaga, annáll og endurreisn er eftir Þorstein Gunnarsson, sem var arkitekt endurbyggingarinnar í Viðey. Bókin er samin að ósk Viðeyjarnefndar, sem hafði yfirumsjón með verkinu f.h. Reykjavíkurborgar. Í bókinni er fjallað um hin sögufrægu hús, sem bæði eru frá 18. öld. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 1451 orð | ókeypis

Óður til einhvers konar ástar Ást hefur löngum verið Steinunni Sigurðardóttur hugleikin og Tímaþjófurinn, bók hennar sem kom út

Frakkar gera kvikmynd eftir bók Steinunnar Sigurðardóttur Óður til einhvers konar ástar Ást hefur löngum verið Steinunni Sigurðardóttur hugleikin og Tímaþjófurinn, bók hennar sem kom út fyrir 11 árum, fjallar mestmegnis um þessa margslungnu tilfinningu. Meira
4. nóvember 1997 | Bókmenntir | 455 orð | ókeypis

PUNKTUR OG HRINGUR

eftir Steinar Vilhjálm Jóhannsson, eigin útgáfa, 1997. TRÚARLÍF vestrænna manna og ekki síður okkar Íslendinga hefur tekið miklum breytingum á 20. öld. Ótal nýjar trúarhreyfingar hafa komið til skjalanna, ekki síst vegna austurlenskra áhrifa. Fátítt hefur þó verið að skáld hafi ort í anda þessara stefna trúarleg ljóð enda þótt slíkrar reynslu gæti í stöku ljóðabókum. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 772 orð | ókeypis

Rík af kímni og krafti

Lof mér að falla að þínu eyra, geisladiskur hljómsveitarinnar Maus. Mausverjar eru Birgir Örn Steinarsson gítarleikari og söngvari, Daníel Þorsteinsson trommuleikari, Eggert Gíslason bassaleikari og Páll Ragnar Pálsson gítarleikari. Lög á plötunni eru öll eftir Maus og textar eftir Birgi Örn. Útsetningar á sveitin í sameiningu. Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 426 orð | ókeypis

Sálmar á atómöld í þýskri útgáfu

Wilhelm Friese er prófessor í norrænum fræðum og sérfræðingur í norrænum barokkskáldskap og íslenskum nútímabókmenntum. Hann hefur ritað fjölda bóka og greina um sérsvið sitt, meðal annars "Halldór Laxness: Die Romane" sem kom út árið 1985 og vakti mikla athygli og ánægju unnenda verka Laxness í Þýskalandi. Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 164 orð | ókeypis

SKÁLDSAGAN Eldfórnin er eftir Vilborgu Davíðsdóttur.

SKÁLDSAGAN Eldfórnin er eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Í kynningu segir: "Árið 1343 var ung nunna á Kirkjubæjarklaustri, systir Katrín, brennd á báli og ber annálum ekki saman um sakir sem bornar voru á hana. Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 101 orð | ókeypis

Skólatilboð hjá Íslensku óperunni

ÍSLENSKA óperan hefur ákveðið að bjóða skólafólki miða á óperuna Cosi fan tutte eftir Mozart á sérstökum kjörum gegn framvísun skólaskírteinis. Verða sérstakir "skólabekkir" teknir frá á hverri sýningu. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 324 orð | ókeypis

Smábæ blæðir út Öskur (Scream)

Framleiðandi: Woods Entertainment. Leikstjóri: Wes Craven. Handritshöfundur: Kevin Williamson. Kvikmyndataka: Mark Irwin. Tónlist: Marco Beltrami. Aðalhlutverk: Neve Campbell, Skeet Ulrich og Drew Barrymore, Courtney Cox. 117 mín. Bandaríkin. Miramax Int./Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
4. nóvember 1997 | Tónlist | 590 orð | ókeypis

Sópandi sönglist

Kammerverk, söngvar og óperuaríur eftir Händel, Brahms, Áskel Másson, Vaughan Williams, Dvorák, Mozart, Puccini og Rossini. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Tríó Reykjavíkur (Guðný Guðmundsdóttir, fiðla; Gunnar Kvaran, selló; Peter Máté, píanó), Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnudaginn 1. nóvember kl. 20.30. Meira
4. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 35 orð | ókeypis

Stjörnugjöf

Stjörnugjöf SLaugarásbíó Byttur Sigurvegarinn Að hafa eða ekki Endalok ofbeldis Sáttmálinn Sumarið í Goulette Regnboginn Meira
4. nóvember 1997 | Leiklist | -1 orð | ókeypis

Sumar hefðu nú kært...

Höfundur: Hlín Agnarsdóttir. Leikstjóri: Viðar Víkingsson. Stjórn upptöku: Sigurður Snæberg Jónsson. Myndataka: Dana F. Jónsson, Einar Páll Einarsson, Einar Rafnsson, Jón Víðir Hauksson og Gylfi Vilberg Árnason. Hljóð: Gunnar Hermannsson og Vilmundur Þór Gíslason. Hljóðsetning: Agnar Einarsson. Lýsing: Árni Baldvinsson og Ellert Ingi Harðarson. Förðun: Málfríður Ellertsdóttir og Ragna Fossberg. Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 614 orð | ókeypis

Sænskt táknmáls leikhús hjá heyrnarlaus

SÆNSKI leikhópurinn Tyst Teater flytur þrjár leiksýningar hér á landi í tilefni af menningardögum heyrnarlausra. Leikhópurinn hefur þá sérstöðu að allar sýningar hans eru á táknmáli og er hópurinn sá eini sinnar tegundar á Norðurlöndum. Í gærkvöldi flutti hópurinn revíuna Lilla Mahagonny eftir Bertholt Brecht og í kvöld sýnir hann valda kafla úr verkum Shakespeares í Loftkastalanum. Meira
4. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 404 orð | ókeypis

Söngur frá fjarlægu landi

Leikstjóri: Ken Loach. Aðalhlutverk: Robert Carlyle, Oyanka Gabezas, Scott Glenn. Bretland. 1996. EINN af höfuðpostulum hinnar vinsælu raunsæisstefnu í breskri kvikmyndagerð samtímans er Ken Loach. Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 121 orð | ókeypis

Tímarit HAUSTHEFTI Fjölnis ­ tímarits

HAUSTHEFTI Fjölnis ­ tímarits handa Íslendingum, er komið út. Í blaðinu er fjallað um menningu, listir og þjóðfélagsmál. "Meðal efnis þessa heftis má nefna greinar Jóns Viðars Jónssonar um vanda Borgaleikhússins, Hannesar Sigurðssonar um hvernig íslenska landslagshefðin í myndlist og abstraktið þjónuðu undir þjóðernishugmyndir valdamanna í þjóðfélaginu, Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 289 orð | ókeypis

Tímarit NÍUNDI árgangur Nýrrar sögu

NÍUNDI árgangur Nýrrar sögu, tímarits Sögufélags, er kominn út. Fyrsta greinin í tímaritinu að þessu sinni er frásögn Jóns Ólafssonar af dvöl ungra Íslendinga í kommúnistaskólum Komintern, Alþjóðasambands kommúnista, í Moskvu um og eftir 1930. Um 20­30 Íslendingar fóru "í læri" til Komintern og lýsir Jón Ólafsson hvernig námi og þjálfun þeirra var háttað. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 106 orð | ókeypis

Tíska götubarna

SÉRSTÖK tískusýning var haldin í Búkarest í Rúmeníu um síðustu helgi þegar rúmensk götubörn sýndu óvenjulega hönnun sína. Tískusýningin var haldin í fjáröflunarskyni til handa þeim 1500 heimilislausu börnum sem búa á götum Búkarest. Hugmyndir að hönnuninni eru sprottnar úr daglegu lífi barnanna sem auk þess að hanna fatnaðinn gengu sjálf niður sýningarpallinn og sýndu hann. Meira
4. nóvember 1997 | Menningarlíf | 131 orð | ókeypis

Tónleikar í YtriNjarðvíkurkirkju

SÖNGSVEITIN Fílharmonía heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju á morgun, miðvikudag, kl. 20.30. Á efnisskrá eru kirkjuleg og veraldleg verk, íslensk og erlend frá ýmsum tímum sem ýmist eru flutt án undirleiks eða með píanói. Í kórnum eru 60 manns. Stjórnandi er Bernharður S. Wilkinson og píanóleikari Guðrún S. Sigurðardóttir. Meira
4. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 170 orð | ókeypis

Ungæðisást Abbott áráttan (Inventing the Abbotts)

Framleiðandi: Imagine Entertainment. Leikstjóri: Pat O´Connor. Handritshöfundur: Ken Hixon eftir sögu Sue Miller. Kvikmyndataka: Kenneth MacMillan. Tónlist: Michael Kamen. Aðalhlutverk: Liv Tyler, Joaquin Phoenix, Billy Crudup og Jennifer Connelly. 116 mín.Bandaríkin. 20th Cent. Fox/Skífan. Myndin er öllum leyfð. Meira
4. nóvember 1997 | Skólar/Menntun | 789 orð | ókeypis

Vanur maður óskast til starfa

MIKILVÆGT er að taka tillit til hæfni starfsmanna og starfsreynslu og að meta þekkingu þeirra. Og nauðsynlegt er að launafólk og atvinnurekendur ræði saman um stefnu í starfsmenntun, að mati Jørgens Andersen, fulltrúa danskra járniðnaðarmanna. Meira

Umræðan

4. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 205 orð | ókeypis

Árið 1900 og næstu aldamót

FYRIR nokkru ritaði okkar vinsæli sjónvarpsmaður og gleðigjafi Ómar Ragnarsson grein í Morgunblaðið, "Hvenær byrjar október?", og leiddi að því rök að öldin okkar hafi í raun byrjað árið 1901. Að ég nú rita um sama efni er ekki gert til að bera brigður á þessa staðreynd heldur langar mig til að sameina þá sem þessu halda fram og hina sem því eru andsnúnir. Meira
4. nóvember 1997 | Aðsent efni | 523 orð | ókeypis

Feðgarnir og Þorsteinarnir

ÞAÐ HEFUR verið tízka hér um nokkurt skeið að gera látnum mönnum upp skoðanir og setja þá inn í hlutverk í umræðu dagsins rétt eins og þeir væru í fulli fjöri ennþá. Um tíma var Jón Sigurðsson, forseti, þannig skráður í ýmsa stjórnmálaflokka á Íslandi að honum forspurðum og löngu látnum. Þetta er ákaflega hvimleiður siður og ósmekklegur í mesta máta. Meira
4. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 914 orð | ókeypis

Kristin trú eða spíritismi ­ þitt er valið

MIKIL umfjöllun hefur verið í þjóðfélaginu síðustu daga um spíritisma og kirkjuna. Mig langar að leggja orð í belg þar sem ég hef verið á báðum stöðum og þekki muninn af eigin reynslu. Ég var aðeins unglingur þegar ég byrjaði leitina. Leitina að sannleikanum, leitina að því hvað biði mín í framtíðinni, leit að kærleika og ýmsar spurningar vöknuðu. Meira
4. nóvember 1997 | Aðsent efni | 653 orð | ókeypis

Kvennalistinn og biðlarnir

MIKIÐ var gaman að íslenskum sameiningarsinnum fyrr á þessu ári þegar þeir töldu sér trú um að sigur Tony Blairs og Verkamannaflokksins í Bretlandi gæfi þeim byr í seglin við að selja hugmyndina um sameiningu "vinstrimanna" og "félagshyggjufólks" á Íslandi. Það var ekki annað hægt en brosa. Meira
4. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 352 orð | ókeypis

Plataðir gamlingjar

ÉG HEFI farið margar ferðir með Úrval-Útsýn um dagana og yfirleitt líkað vel. Því gein ég við flugu þeirra í haust, þar sem boðið var uppá Mallorka-ferð, en þangað hefi ég ekki áður komið. Upp á Skaga kom vildarvinur okkar og útmálaði ferðina, svo að hún fékk 17 menn með í ferðalagið. Okkur valdist hótel Ca's Sabones, 3-lykla hótel, nýlegt með vistleg herbergi. Meira
4. nóvember 1997 | Aðsent efni | 577 orð | ókeypis

Stúdentar mótmæla ekki að ástæðulausu!

ÞANN 14. október sl. birtist hér á síðum þessa blaðs grein eftir Gunnar Birgisson stjórnarformann LÍN þar sem hann segir málflutning stúdenta í "klásusmálinu" svokallaða hafa í meginatriðum verið "eins og stundum áður byggður á misskilningi " svo haft sé orðrétt eftir honum. Meira
4. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 223 orð | ókeypis

Tölvuöngþveiti 2000?

"ALDAMÓTASPRENGJAN" nefnist vandamál sem nú er orðið helsti höfuðverkur tölvudeilda fyrirtækja um allan heim og af og til hefur verið varað við (en ekki nógu oft). Tölvukerfi geyma dagsetningu eftir reglunni ár-ár-mán-mán-dag- dag. Sem dæmi skráir tölva dagsetninguna 23. ágúst 1996 sem 960823. Þetta þýðir að þegar árið 2000 rennur upp verða allar tímabreytur á milli dagsetninga 20. og 21. Meira
4. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1223 orð | ókeypis

Undarleg vinnubrögð Lyfjaeftirlits ríkisins Ég á ekki annarra kosta völ, segir Ragnar Þjóðólfsson, en að hefja skaðabótamál á

GREIN hér í Morgunblaðinu lýsir samskiptum manna sem sækja um innflutningsleyfi við Guðrúnu Eyjólfsdóttur hjá Lyfjaeftirliti ríkisins. Sjálfur hef ég orðið fyrir barðinu á ótrúlegum starfsaðferðum hennar og hef nú í hyggju að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna frumhlaups hennar gagnvart mér sem heilbrigðisráðuneytið hefur þegar viðurkennt að hafi verið gangstætt öllum lögum og reglum. Meira
4. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1132 orð | ókeypis

Vísbending um Snæfellsbæ

Í 37. tbl. Vísbendingar, tímarits um viðskipti og efnahagsmál, er birt ýtarleg og fróðleg grein um stöðu 34 bæjarsjóða í landinu. Er fjallað um þær kennitölur sem segja til um afkomu þessara sveitarfélaga og þær birtar í 17 töflum sem sýna stöðu þeirra. En þegar búið er að fjalla um þessar stærðir á vandaðan hátt er í 18. Meira
4. nóvember 1997 | Aðsent efni | 887 orð | ókeypis

Vonbrigði

ALLT frá síðustu alþingiskosningum hefur staðið yfir mikil umræðu í þjóðfélaginu um nauðsyn sameiningar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Eftir því sem líður á kjörtímabilið sér fólk betur og betur hvernig þessi ríkisstjórn vinnur í þágu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum og hvernig hún gengur í hverju málinu á fætur öðru fyrst og fremst erinda stóreignafólks og fjármagnseigenda. Meira
4. nóvember 1997 | Aðsent efni | 899 orð | ókeypis

Þjóðin, Þingvellir og þorskurinn

Í 1. GR. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða er kveðið á um að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Samsvarandi lagaákvæði um eignarhald þjóðarinnar má einnig finna í lögum um friðun Þingvalla frá 1928 og í lögum um þjóðsöng Íslendinga frá 1983. Meira
4. nóvember 1997 | Aðsent efni | 998 orð | ókeypis

Þjónusta við einhverfa og fjölskyldur þeirra

Á ÞESSU ári eru 20 ár frá því að Umsjónarfélag einhverfra var stofnað. Á þeim tímamótum er vert að líta yfir farinn veg og skoða hvernig þjónusta við einhverfa hefur þróast fram til dagsins í dag. Við getum ekki í þessari grein gert þessu efni tæmandi skil, en komum til með að stikla á stóru. Stofnendur félagsins voru foreldrar og fagfólk, sem vann að þessum málaflokki. Meira

Minningargreinar

4. nóvember 1997 | Minningargreinar | 265 orð | ókeypis

Lilja G. Oddgeirsdóttir

Mig langar að minnast góðrar konu, Lilju Oddgeirsdóttur. Ég kom fyrst inn á heimili hennar og manns hennar Heiðars veturinn 1970. Hún tók á móti mér með sínu hlýja brosi sem einkenndi hana alla æfi. Það var alveg með eindæmum hvað Lilja var jákvæð kona, hún var fordómalaus enda tengdust allir sem hún umgekkst henni mjög fljótt, hún hafði svo fallega útgeislun. Meira
4. nóvember 1997 | Minningargreinar | 238 orð | ókeypis

Lilja G. Oddgeirsdóttir

Vertu sæl, elsku Stúlla mín. Mig langar með þessum fátæklegu orðum að þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér í gegnum árin. Það er vissulega sárt að sjá á eftir þér kæra frænka og horfast í augu við orðinn hlut, en þú mátt vita að þó að þú sért ekki lengur með okkur þá lifa eftir ótal góðar minningar um nærveru þína. Meira
4. nóvember 1997 | Minningargreinar | 177 orð | ókeypis

Lilja Goðmunda Oddgeirsdóttir

Fallin er frá einstaklega glaðlynd og góð kona, elskuleg tengdamamma mín, hún Stúlla, er dáin eftir löng veikindi. Mig langar að minnast hennar hér í fáum orðum. Ég var einn af þeim heppnu sem fengu að kynnast þessari vel gerðu konu. Það var þegar við dóttir hennar kynntumst sem unglingar. Ég var ungur þegar ég kom inn á heimili tengdaforeldra minna og var mér strax tekið einstaklega vel. Meira
4. nóvember 1997 | Minningargreinar | 451 orð | ókeypis

Lilja Goðmunda Oddgeirsdóttir

Þriðjudaginn 4. nóvember verður til moldar borin Lilja Goðmunda Oddgeirsdóttir, kölluð Stúlla, og langar mig að minnast þessarar elskulegu frænku (systur) minnar með nokkrum orðum. Stúlla var fædd í Vestmannaeyjum og var þriðja barn foreldra sinna, þeirra Oddgeirs Hjartarsonar rafvirkja og konu hans frú Ástu Ólafsdóttur. Eldri eru Guðbjörg og Ólafur, en yngri Hjördís, sem er látin. Meira
4. nóvember 1997 | Minningargreinar | 333 orð | ókeypis

Lilja Goðmunda Oddgeirsdóttir

Þegar við hugsum til þín, elsku Stúlla frænka, sjáum við þig fyrir okkur skælbrosandi og hressa eins og þú alltaf varst. Þú geislaðir svo fallega af gleði og miklum lífskrafti sem því miður slokknaði alltof snemma. Það er eitthvað svo táknrænt að þú skulir kveðja þennan heim á fyrsta vetrardag. Þegar við vorum lítil þá tengdum við nefnilega sumarið við Stúllu frænku. Meira
4. nóvember 1997 | Minningargreinar | 132 orð | ókeypis

LILJA GOÐMUNDA ODDGEIRSDÓTTIR

LILJA GOÐMUNDA ODDGEIRSDÓTTIR Lilja Goðmunda Oddgeirsdóttir fæddist 3. júní 1931 í Vestmannaeyjum. Hún var dóttir hjónanna Oddgeirs Hjartarsonar rafvirkja f. 15. júní 1902, d. 11. ágúst 1959, og Ástu Sigríðar Ólafsdóttur f. 8. september 1904, d. 13. desember 1985. Lilja kvæntist þann 25. desember 1956 Ólafi Heiðari ólafssyni f. 12. Meira
4. nóvember 1997 | Minningargreinar | 784 orð | ókeypis

Þorsteinn Jónsson

Hann var af íslensku bergi brotinn hann Þorsteinn sem við kveðjum hér í dag. Ættmenn hans hafa stundað sjóinn mann fram af manni. Afi hans fékk viðurnefnið "Hákarla-Jörundur" og í móðurættinni er hinn þekkti skipstjóri Guðmundur Jörundsson. Hreinn Pálsson söngvari er einnig skyldmenni Þorsteins. Meira
4. nóvember 1997 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

ÞORSTEINN JÓNSSON

ÞORSTEINN JÓNSSON Þorsteinn Jónsson fæddist á Kambi í Ólafsfirði 9. janúar 1918. Hann lést í Reykjavík 12. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 17. október. Meira

Viðskipti

4. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 232 orð | ókeypis

»Bati í Hong Kong - ný hækkun í Wall Street GENGI evróps

GENGI evrópskra hlutabréfa hækkaði verulega í gær vegna bata í Hong Kong og nýrrar hækkunar í Wall Street, sem drógu úr efasemdum um að verð muni hækka á ný. Kaupendur voru óstyrkir í fyrstu eftir órólegustu viku kauphallaviðskipta síðan 1987, en hresstust nokkuð þegar Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 6% og Dow Jones vísitalan um 2% skömmu eftir opnun í New York. Meira
4. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 120 orð | ókeypis

Belgar handtaka yfirmann banka í Lux

BELGAR hafa handtekið Damien Wigny, aðalframkvæmdastjóra Kredietbank Luxembourg og ákært hann fyrir fjársvik. Wigny er sakaður um skattsvik og brot á lögum um efðaskatt. Margt bendir einnig til þess að hann hafi verið viðriðinn peningaþvætti og hann virðist hafa verið höfuðpaur" í glæpsamlegum samsæri" að sögn rannsóknardómara sem stjórnar rannsókninni. Meira
4. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 95 orð | ókeypis

ÐFramkvæmdastjóraskipti hjá Afurðasölunni í Borgarnesi

ÍVAR Ragnarsson, framkvæmdastjóri Afurðasölunnar í Borgarnesi, hefur sagt starfi sínu lausu. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ívar að fjölmargar ástæður lægu að baki þessari ákvörðun. "Ég hef starfað á þessum vettvangi undanfarin 8 ár og mér finnst orðið tímabært að flytja mig um set. Meira
4. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 471 orð | ókeypis

Endurmeta þarf stöðu sparisjóðanna

ÞÆR umfangsmiklu breytingar á fjármagnsmarkaði sem orðið hafa á þessu ári kalla á endurmat á stöðu sparisjóðanna. Að þessu verki er nú unnið hjá Sambandi íslenskra sparisjóða (SÍSP) í tengslum við stefnumótunarvinnu sem fram fer á vegum sambandsins. Þetta kom fram á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða sem haldinn var á föstudag í Keflavík. Meira
4. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 349 orð | ókeypis

Hagnaður nam 24,3 milljónum króna

HAGNAÐUR Skýrr hf. fyrstu 9 mánuði þessa árs nam 24,3 milljónum króna. Þetta er ívið betri afkoma en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun fyrirtækisins fyrir þetta tímabil. Á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins hins vegar tæplega 21 milljón króna. Rekstrartekjur Skýrr á tímabilinu voru einnig lítillega hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir eða 683 milljónir. Þetta er u.þ.b. Meira
4. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 52 orð | ókeypis

Hagnaður VW eykst

VOLKSWAGEN AG hefur skýrt frá því að vegna aukinar sölu og meiri skilvirkni hefði nettóhagnaður fyrirtækisins aukizt um 83% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn nam 852 milljónum marka á tímabilinu og sala jókst á sama tíma um 13% í 84 milljarða marka að sögn fyrirtækisins. Meira
4. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 567 orð | ókeypis

Ófyrirsjáanleg gengisþróun rýrði afkomuna

HAGNAÐUR ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða-Landsýnar hf. fyrstu níu mánuði ársins nam alls 8,5 milljónum króna, en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 26,7 milljónum. Í tilkynningu félagsins til Verðbréfaþings í síðustu viku segir m.a. Meira
4. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 208 orð | ókeypis

Vill aukinn kraft í einkavæðingu

VERSLUNARRÁÐ Íslands hvetur stjórnvöld til að setja aukinn kraft í einkavæðingu opinberra fyrirtækja og segir að færa megi rök fyrir því að kröftug einkavæðing hefði getað haft áhrif til stöðugleika á hlutabréfamarkaði. Meira

Daglegt líf

4. nóvember 1997 | Neytendur | 328 orð | ókeypis

Fjölbreytt lína fiskrétta

FYRIRTÆKIÐ Víðir í Garðinum hefur selt fullunna sjávarrétti í fjögur ár og vakti athygli dómnefndar "fyrir fjölbreytta línu fiskrétta þar sem umbúðir eru vandaðar og vel merktar". Árið 1993 stofnaði Gunnar Guðmundsson fyrirtækið Víði og skömmu síðar kom inn í reksturinn Jóhannes Sigurður Guðmundsson. Meira
4. nóvember 1997 | Neytendur | 68 orð | ókeypis

Fyrirtæki sem fengu viðurkenningu á matvæladegi MNÍ

Á matvæladegi Matvæla- og næringarfræðingafélags Íslands sem haldinn var fyrir skömmu var veittur verðlaunagripurinn Fjöregg MNÍ sem gefinn var af Samtökum iðnaðarins. Verðlaunin í ár hlaut Lýsi hf. fyrir vöruna "Krakkalýsi" en sérstaka athygli vöktu einnig fyrirtækin Víðir hf. fyrir fiskisælu, fiskirúllur og sjávarréttasúpur, Fiskafurðir-lýsisfélag hf. Meira
4. nóvember 1997 | Neytendur | 310 orð | ókeypis

Fyrst lýsið ­ svo vítamínblandan

FISKAFURÐIR ­ lýsisfélag hlaut athygli dómnefndar fyrir Orkulýsi ­ Orkufjör en það er lýsi og vítamín sem ætlað er börnum og kemur saman í einum pakka. "Margir foreldrar gefa börnum sínum Sanasól eða Frískamín eftir að þau hafa tekið inn lýsi til að eyða lýsisbragðinu. Meira
4. nóvember 1997 | Neytendur | 395 orð | ókeypis

Hraustari sjómenn

"ÁRIÐ 1994 var byrjað að skoða fæðið um borð í skipum Samskipa og við komum með almennar ráðleggingar þar að lútandi," segir Anna Elísabet Ólafsdóttir matvæla- og næringarfræðingur. "Í kjölfarið breyttist margt til hins betra en árangurinn var samt ekki nægilega góður. Meira
4. nóvember 1997 | Neytendur | 227 orð | ókeypis

Sérhannað fyrir börn

LÝSI hf. setti á markað Krakkalýsi fyrir skömmu. Lýsið hlaut fjöreggið sem er viðurkenning veitt á matvæladegi Matvæla- og næringarfræðingafélags Íslands sem var fyrir skömmu. "Við settum umfangsmikla markaðskönnun af stað og gerðum bragðkannanir. Meira

Fastir þættir

4. nóvember 1997 | Dagbók | 3051 orð | ókeypis

APÓTEK

»»» Meira
4. nóvember 1997 | Í dag | 27 orð | ókeypis

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sextug er í dag, 4. nóve

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sextug er í dag, 4. nóvember Emma Hansen Jóhannesson, sjúkraliði. Eiginmaður hennar er Sævar Þ. Jóhannesson, lögreglufulltrúi hjá embætti ríkislögreglustjórans. hún verður að heiman. Meira
4. nóvember 1997 | Í dag | 26 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. september í Grensáskirkju af sr. Halldóri Gröndal Bryndís Björk Karlsdóttir og Ingvar Magnússon. Heimili þeirra er að Vesturfold 11. Meira
4. nóvember 1997 | Í dag | 25 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

Pétur Pétursson, ljósmyndastúdíó. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. maí í Dómkirkjunni af sr. Hjalta Guðmundssyni Margrét Elíasdóttir og Hermann Hauksson. Heimili þeirra er að Reynimel 90. Meira
4. nóvember 1997 | Í dag | 20 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

Pétur Pétursson, ljósmyndastúdíó. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. ágúst í Víðistaðakirkju af sr. Ágústi Einarssyni Drífa Atladóttir og Kári Valur Sigurðsson. Meira
4. nóvember 1997 | Dagbók | 656 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
4. nóvember 1997 | Fastir þættir | 700 orð | ókeypis

Frakkar unnu Bermúd· askálina

Heimsmeistaramótið í brids var haldið í Túnis dagana 18. október til 1. nóvember. FRAKKAR unnu Bandaríkjamenn í úrslitaleik um Bermúdaskálina á laugardag og eru nú handhafar tveggja helstu heimsmeistaratitla í brids, en þeir eru einnig Ólympíumeistarar. Þetta er þó aðeins í annað skipti sem Frakkar vinna Bermúdaskálina. Meira
4. nóvember 1997 | Í dag | 357 orð | ókeypis

FYRRADAG sýndi ríkissjónvarpið upptöku frá tónleikum í Met

FYRRADAG sýndi ríkissjónvarpið upptöku frá tónleikum í Metrópólitanóperunni í New York, sem efnt var til vegna 25 ára starfsafmælis James Levine, sem aðalstjórnanda óperunnar. Á tónleikum þessum komu fram margir af fremstu óperusöngvurum heims og þarf ekki að hafa mörg orð um, hve glæsilegir þeir voru. Meira
4. nóvember 1997 | Fastir þættir | 572 orð | ókeypis

Glæsilegur sigur Símons Símonarsonar og Sverris Kristinssonar

Dagana 1. og 2. nóvember. Fjörutíu pör. Aðgangur ókeypis. SÍMON Símonarson og Sverrir Frank Kristinsson sigruðu með yfirburðum í Íslandsmótinu í tvímenningi, sem fram fór um helgina. Þeir félagar voru í 7. sæti eftir fyrstu 24 umferðirnar, sem spilaðar voru á laugardag og á sunnudag spiluðu þeir mjög vel og gáfu ekki út slag eins og Sverrir orðaði það í mótslok. Meira
4. nóvember 1997 | Fastir þættir | -1 orð | ókeypis

Hestaþing I

ÚT ER komin bókin Hestaþing, áttunda bókin sem Jónas Kristjánsson ritstjóri gefur út sem hefur að geyma skrá yfir sýnd kynbótahross líðandi árs. Framan til í bókinni bryddar Jónas upp á nýjum skrám ár hvert sem hann byggir á þeim gagnagrunni sem hann hefur safnað í ógrynni upplýsinga varðandi kynbótahross. Meira
4. nóvember 1997 | Fastir þættir | -1 orð | ókeypis

HM í Seljord á myndbandi ÚT ER komin mynbandsspóla sem hefur að geyma mynd frá heimsmeistaramótinu í Seljord þar sem unnust

ÚT ER komin mynbandsspóla sem hefur að geyma mynd frá heimsmeistaramótinu í Seljord þar sem unnust eftirminnilegir sigrar. Það er Plús film sem framleiðir myndina í samvinnu við Eiðfaxa. Handrit gerði Rafn Jónsson en þulur er Sveinn M. Sveinsson. Myndin er 94 mínútur að lengd. Meira
4. nóvember 1997 | Fastir þættir | 554 orð | ókeypis

Jón Viktor náði öðrum áfanga

Þjóðverjarnir Keitlinghaus og Hickl og Svíinn Jonny Hector urðu efstir. Jón Viktor Gunnarsson náði sínum öðrum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. 24. okt.­1. nóv. HELLISMÓTINU lauk á laugardaginn var. Þótt enginn Íslendingur hafi náð að blanda sér í toppbaráttuna þá náði Jón Viktor Gunnarsson þeim mikilvæga árangri að hreppa annan áfanga sinn að alþjóðlegum meistaratitli. Meira
4. nóvember 1997 | Fastir þættir | 201 orð | ókeypis

Lyft í slemmu Síðasta lotan byrjaði vel hjá

Við annað borðið sátu Mari og Levy NS og Hamman og Wolff AV: BW AL BH CM pass pass 1 spaði2 lauf 3 tíglar 4 lauf 4 tíglar5 lauf pass pass 5 spaðar/ 3 tíglar var geimáskorun með spaðastuðning og tígulstyrk en Mari í suður taldi samt eitthvað vanta á slemmustyrkinn og lét 5 spaða nægja. Meira
4. nóvember 1997 | Fastir þættir | -1 orð | ókeypis

Reiðkennarapróf og fundaherferð

FÉLAG tamningamanna og Bændaskólinn á Hólum gangast fyrir reiðkennaraprófum seinni partinn í nóvember n.k. Er þar um að ræða próf sem veita réttindi reiðkennara C og B. Kennsla vegna prófanna hefst 16. nóvember n.k. en prófum lýkur 28. nóvember. Rétt til þátttöku í prófum til C réttinda hafa félagsmenn í F.T. Meira
4. nóvember 1997 | Í dag | 194 orð | ókeypis

Stuðningur við þroskaþjálfa ÉG VONA að samninganefnd og alm

ÉG VONA að samninganefnd og almenningur skilji og meti betur starf þroskaþjálfa og mér finnst mikið óréttlæti að meta þroskaþjálfa ekki til jafns við fóstrur. Skólstæðingar þroskaþjálfa þurfa jafnvel aðstoð alla sína ævi og það hlýtur að reyna á andlegu hliðina hjá þroskaþjálfum, og öðrum sem annast þá. Meira
4. nóvember 1997 | Í dag | 25 orð | ókeypis

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 480 til styrktar Rauða kro

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 480 til styrktar Rauða kross Íslands. Þeir heita Bergdís Rún Jónasdóttir, Andrea Laufey Hauksdóttir og Sigrún Sesselía Bergþórsdóttir. Meira
4. nóvember 1997 | Í dag | 33 orð | ókeypis

ÞESSIR duglegu krakkar á Drangsnesi héldu tombólu nú nýverið og alla peningana

ÞESSIR duglegu krakkar á Drangsnesi héldu tombólu nú nýverið og alla peningana sem þau fengu inn sendu þau Rauða krossi Íslands. Það voru þau Eyleif Þóra, Halldóra, Valgerður og Sigurgeir sem stóðu að tombólunni. Meira

Íþróttir

4. nóvember 1997 | Íþróttir | 53 orð | ókeypis

1. deild karla KA - Þróttur R0:3 (5:15, 11:15, 8:15) KA - Þróttur0:3 (11:15, 5:15, 13:15) Stjarnan - ÍS1:3 (13:15, 14:16, 15:5,

1. deild karla KA - Þróttur R0:3 (5:15, 11:15, 8:15) KA - Þróttur0:3 (11:15, 5:15, 13:15) Stjarnan - ÍS1:3 (13:15, 14:16, 15:5, 7:15) Staðan: Þróttur R. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 95 orð | ókeypis

1. deild kvenna

ÍS - ÍR60:41 Íþróttahús Kennaraháskólans, 5. umferð, mánudaginn 3. nóvember 1997. Gangur leiksins: 6:4, 16:12, 24:19, 33:21, 40:25, 45:34, 50:37, 60:41. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 372 orð | ókeypis

ANGHEL Iordanescu

ANGHEL Iordanescu endurnýjaði í gær samning sinn við knattspyrnusamband Rúmeníu og þjálfar landslið þjóðarinnar fram yfir HM í Frakklandi næsta sumar. Fréttir herma að Iordanescu fái rúmar 7 milljónir króna fyrir þennan 10 mánaða samning. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 258 orð | ókeypis

Antwerpen í efsta sæti Antwerpen, lið Her

Antwerpen, lið Herberts Arnarsonar í belgísku 1. deildinni, lagði um helgina lið Brussel með 14 stiga mun í mjög sveiflukenndum leik. Liðin voru jöfn fyrir leikinn en með sigrinum skaust Antwerpen í efsta sætið ásamt Quaregnon, hvort lið hefur sigrað í 17 leikjum en tapað tveimur. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 298 orð | ókeypis

Arnar lék vel með Aþenu

Ég lék allan tímann og var ánægður með minn hlut," sagði Arnar Grétarsson leikmaður AEK Aþenu, en félagið lagði Paniliakos Pirgos 4:2 á útivelli um helgina. "Til að byrja með var ég hægra megin á miðjunni en síðasta hálftímann var ég aftarlega á miðjunni." Pirgos, sem hefur verið á meðal neðstu liða, byrjaði leikinn betur og komst yfir, 2:0, í fyrri hálfleik. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 91 orð | ókeypis

Asíuriðill B

Asíuriðill B Seoul, Suður-Kóreu: Suður-Kórea - Japan0:2 -Hiroshi Nanami (2.), Wagner Lopes (37.) Abu Dhabi: Sam. arab. furstad. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 281 orð | ókeypis

Ágætis skotnýting

SKOTNÝTING íslensku landsliðsmannanna var einnig nokkuð góð, eða 49%. Leikmenn skutu 51 sinni að marki Litháa og gerðu 25 mörk. Litháar fengu knöttinn eftir 20 þeirra skota sem ekki rötuðu rétta leið, en sex sinnum náði íslenska liðið knettinum. Bjarki Sigurðsson var sá eini sem var með 100% nýtignu, skoraði fyrsta mark Íslands úr einu skottilraun sinni. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 294 orð | ókeypis

Áhorfendur frábærir

Sjö marka sigur er ljómandi gott," sagði Geir Sveinsson fyrirliði íslenska landsliðsins ljómandi ánægður að leikslokum. "Við vorum að leika allt aðra vörn núna en í Kaunas á miðvikudaginn og markvarslan fylgdi með. Við tókum dálitla áhættu með að leika vörnina svona framarlega. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 229 orð | ókeypis

Árni vann þrefalt

Afmælismót TBR í badminton var haldið í TBR-húsum um helgina og bar það helst til tíðinda að Árni Þór Hallgrímsson TBR sigraði í þremur greinum. Hann vann Tryggva Nielsen TBR, Íslandsmeistarann, 15/12 og 15/11 í einliðaleik karla. Þeir Tryggvi og Árni Þór lentu báðir í erfiðleikum í undanúrslitum. Árni sigraði Njörð Ludvigsson í oddalotu, og Tryggvi sigraði Svein Sölvason, einnig í oddalotu. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 419 orð | ókeypis

ÁSGEIR Þór Þórðarson

ÁSGEIR Þór Þórðarson sigraði í Freyjumótinu í keilu sem fram fór í Keilusalnum í Mjódd á sunnudaginn. Í öðru sæti varð Freyr Bragason og Jón Ásgeir Ríkharðsson hreppti þriðja sætið. Meðaltal Ásgeirs var 202. Sigurinn tryggði honum keppnisrétt á heimsbikarmótinu í Kaíró 15. til 22. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 419 orð | ókeypis

Bayern í kröppum dans

Kaiserslautern er enn í efsta sæti þýsku deildarinnar fjórum stigum á undan Bayern M¨unchen eftir 2:2 jafntefli við Dortmund á föstudaginn. Þótt jafnteflið hafi ekki komið illa við stöðu efsta liðsins bætti það harla lítið úr skák fyrir Evrópumeisturunum sem eru í fjórða neðsta sæti og þurfa liðsmenn að fara að bíta í skjaldarrendur ef ekki á illa að fara. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 257 orð | ókeypis

Biðröð í skafrenningnum ÞEGAR stundarfjór

ÞEGAR stundarfjórðungur var þar til leikur Íslands og Litháen átti að hefjast í Kaplakrika var löng biðröð fyrir utan íþróttahúsið. Áhorfendur flykktust að þrátt fyrir leiðinlegt veður, fyrsti snjór vetrarins var fallinn og talsvert sterkur vindur var þannig að skafrenningur var nokkur. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að áhorfendur fylltu áhorfendastæðin í Kaplakrika. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 177 orð | ókeypis

Bjarni í 18 manna hóp Newcastle

"ÉG var í átján manna hópnum fyrir leikinn gegn Leicester, en var ekki í lokahópnum sem tók þátt í leiknum og var þar af leiðandi ekki á varamannabekknum," sagði Bjarni Guðjónsson hjá Newcastle. "Ég hef verið í þessum átján manna hóp upp á síðkastið, en ekki náð að komast lengra ennþá, en það kemur einn daginn. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 173 orð | ókeypis

Björgvin tvíkjálkabrotnaði í leiknum

BJÖRGVIN Björgvinsson, hornamaður landsliðsins og KA, meiddist í landsleiknum við Litháen á sunnudagskvöld og verður frá keppni í minnst fjórar vikur. Hann fékk olnbogaskot frá andstæðingi sínum þegar tæpar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og lék ekki meira með eftir það. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 612 orð | ókeypis

Chicago tapaði fyrsta leiknum

BANDARÍSKA NBA deildin í körfuknattleik hófst um helgina og bar þar helst til tíðinda að meistarar Chicago Bulls töpuðu í Boston fyrir Celtics en Larry Bird, fyrrum stjörnuleikmaður Boston, tapaði fyrsta leik sínum sem þjálfari. Bird fór með lið sitt, Indiana Pacers, til New Jersey og tapaði með tveimur stigum. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 352 orð | ókeypis

Ellert B. fékk 170 atkvæði ELLERT B. Schram fékk mj

ELLERT B. Schram fékk mjög afgerandi kosningu til forseta ÍSÍ, hlaut 170 atkvæði en Einar Óli Pedersen, formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar, aðeins 26, en hann bauð sig óvænt fram á móti sitjandi formanni. Þegar úrslitin voru kunngjörð reis þingheimur úr sætum og klappaði fyrir nýjum forseta. "Ég er nú svo hógvær maður að ég gerði mér í rauninni engar vonir um svona kosningu. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 191 orð | ókeypis

Enn eitt jafnteflið hjá Bolton

Þetta byrjaði ekki gæfulega því Fowler skoraði eftir aðeins 49 sekúndur og það var dálítið slæmt að byrja leikinn í rauninni einu marki undir," sagði Guðni Bergsson, varnarmaður hjá Bolton, en lið hans gerði 1:1 jafntefli við Liverpool á laugardaginn. "Við komumst þó inní leikinn og fengum okkar færi. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 607 orð | ókeypis

Er skagfirski bakvörðurinnARNAR SNÆR KÁRASONekki áhugamaður um hesta?Nóg af hestamönnum hér

KÖRFUKNATTLEIKSLIÐI Tindastóls á Sauðárkróki hefur gengið vel í upphafi keppnistímabilsins, liðið er komið í undanúrslit eggjabikarsins og í DHL-deildinni er liðið í þriðja sæti, hefur aðeins tapað einum leik. Leikstjórnandi Tindastóls, Arnar Snær Kárason, hefur leikið vel og á ekki hvað minnstan þátt í velgengni liðsins. Hann er fæddur í Keflavík 21. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 369 orð | ókeypis

Ég hélt að þetta væri sýning eftir markið

Hermann Hreiðarsson var í sviðsljósinu hjá Crystal Palace sem sótti West Ham heim í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Neil Shipperley gerði tvö mörk fyrir gestina í fyrri hálfleik, en John Hartson minnkaði muninn með skallamarki fljótlega eftir hlé og Frank Lampard jafnaði metin 25 mínútum fyrir leikslok. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 968 orð | ókeypis

Felldir á eigin bragði

ÍSLENSKA landsliðið sýndi að viðstöddum vel á þriðja þúsund áhorfendum í Kaplakrika að það hefur engu gleymt frá ævintýradögum sínum í Kumamoto í vor. Liðsandinn frá Japan kveiktur og Litháar lagðir, 25:18, og lífi þannig haldið í von um sæti í lokakeppni Evrópumótsins næsta vor. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 222 orð | ókeypis

Fer Pétur til Wednesday

Pétur Marteinsson æfði í síðustu viku með enska úrvalsdeildarfélaginu Sheffield Wednesday og lék m.a. einn leik með varaliði félagsins, en Pétur hefur undanfarin misseri leikið við góðan orðstír með Hammarby í Svíþjóð. "Ég veit ekki hvort eitthvert framhald verður á áhuga þeirra hjá Wednesday," sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 559 orð | ókeypis

Frábær tilþrif á Bernabeu

Barcelona hefur sex stiga forystu í spænsku deildarkeppninni eftir sigur á Real Madrid, 3:2, í stórskemmtilegum leik í Madrid. Barcelona er með 25 stig og Espanyol ­ "litla liðið" frá höfuðstað Katalóníu ­ er í öðru sæti með 19, eftir 3:0 sigur á Salamanca. Stórliðin tvö frá höfuðborginni, Real og Atletico, kom svo næst með 18 og 17 stig. Frábær leikur Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 182 orð | ókeypis

Graham efstur á óskalista Rangers

George Graham, knattspyrnustjóri Leeds, er nú sagður efstur á óskalista forráðamanna Glasgow Rangers sem eru farnir að svipast um eftir arftaka Walters Smiths, sem hættir í vor. Ráðamenn á Ibrox voru sagðir renna hýru auga til Kennys Dalglish, Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 100 orð | ókeypis

Ingólfur til Vals

INGÓLFUR Ingólfsson, knattspyrnumaður úr Stjörnunni, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Val. Hann er 27 ára og hefur leikið rúmlega 100 leiki í efstu deild með Fram og Stjörnunni. Hann á 5 leiki að baki með U-21 árs landsliðinu, 13 leiki með 18 ára liðinu og 17 með 16 ára landsliðinu. Baldur í Fram Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 151 orð | ókeypis

Ísland - Litháen25:18

Íþróttahúsið Kaplakrika, undankeppni Evrópukeppninnar í handknattleik, sunnudaginn 2. nóvember 1997. Gangur leiksins: 3:0, 3.2, 6:3, 6.5, 8:5, 11:7, 13:9, 13:10, 17.10, 17:12, 18:15, 22:17, 25:18. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 571 orð | ókeypis

Ísland úr leik

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik tapaði báðum leikjunum fyrir Búlgaríu í forkeppni að undankeppni Evrópumótsins í handknattleiks sem fram fór ytra á laugardag og sunnudag. Þar með er íslenska liðið úr leik í keppninni. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 258 orð | ókeypis

ÍS skellti Stjörnunni

Stúdentar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Stjörnunna í 1. deild karla á laugardaginn í þremur hrinum gegn einni. Fyrstu tvær hrinurnar voru keimlíkar; ÍS náði strax afgerandi forystu en það vantaði að reka smiðshöggið á til að ljúka þeim og það tókst ekki fyrr en eftir nokkurt brölt hjá gestunum. ÍS vann fyrstu tvær, 15:13 og 16:14. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 514 orð | ókeypis

Íþróttahreyfingin er ekki eyland

Ellert B. Schram, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, var ánægður með þing nýrra sameinaðra samtaka, sem fram fór um helgina. "Þetta er búið að vera gott þing. Það hefur verið fjölmenni og það sést best á því að 212 höfðu atkvæðisrétt og í kjörinu til forseta greiddu 210 atkvæði. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 517 orð | ókeypis

Konur hlutu glæsilega kosningu

FJÓRAR konur hlutu glæsilega kosningu í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á sunnudaginn. Tíu manns eiga sæti í framkvæmdastjórninni og buðu fimmtán sig fram til þeirra starfa þannig að þingheimur þurfti að kjósa. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 41 orð | ókeypis

Kristján þjálfar Völsung

KRISTJÁN Olgeirsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildar liðs Völsungs í knattspyrnu næsta árið. Kristján, sem tekur við af Ómari Rafnssyni, hefur áður þjálfað lið Húsvíkinga og leikið með því en hann lék einnig með Skagamönnum á árum áður. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 184 orð | ókeypis

Lauflétt hjá Keflvíkingum

EKKI þurftu Keflvíkingar að hafa mikið fyrir því að komast í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Þeir léku á móti úrvalsdeildarliði Þórs á Akureyri og mættu ekki teljandi fyrirstöðu nema í byrjun leiks. Munurinn í lokin var ríflega 50 stig, Keflavík sigraði 125:72. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 265 orð | ókeypis

Lárus Orri ekki ánægður

Ég lék illa, eflaust minn lélegasti leikur á tímabilinu," sagði Lárus Orri Sigurðsson, leikmaður Stoke, sem tapaði á laugardaginn öðrum leik sínum í röð í 1. deildinni. Að þessu sinni voru það liðsmenn Huddersfield sem á heimavelli lögðu Stoke 3:1. "Huddersfield hafði ekki unnið leik þegar að þessum kom og hungraði í sigur og voru einfaldlega betri," sagði Lárus. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 377 orð | ókeypis

Lögðum allt í vörnina

"ÞAÐ að var allt annar og meiri andi yfir þessu hjá okkur," sagði Ólafur Stefánsson, einn besti leikmaður íslenska landsliðsins eftir að það hafði tryggt sér góðan sigur á Litháum í Kaplakrika. Ég veit ekki af hverju Litháar léku ekki eins vörn núna og þeir gerðu í Kaunas á miðvikudaginn. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 283 orð | ókeypis

Magdeburg vill Ólaf Stefánsson

Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur staðið sig mjög vel með Wuppertal í Þýskalandi og vakið athygli annarra þýskra liða en samningur hans rennur út í vor. Nokkur lið hafa sýnt áhuga á að fá örvhentu skyttuna fyrir næsta tímabil og hefur þegar borist óformlegt tilboð frá Magdeburg. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 175 orð | ókeypis

Margir möguleikar

ÞEGAR öll liðin í 2. riðli undankeppni Evrópukeppninnar í handknattleik eiga tvo leiki eftir er riðillinn galopinn. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari segir mikilvægt að leggja Júgóslava hér heima í fyrri leiknum því þá sé nokkuð víst að Ísland komist áfram. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 255 orð | ókeypis

Mexíkómenn á HM LANDSLIÐ Mexíkó tryggði sér þátttöku

LANDSLIÐ Mexíkó tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM í tíunda skipti, er liðið gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin á heimavelli. 120 þúsund áhorfendur voru þrátt fyrir það óánægðir með frammistöðu sinna manna og bauluðu á þá í leikslok. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 178 orð | ókeypis

Montgomerie enn bestur

SKOTINN Colin Montgomerie tryggði sér um helgina titilinn Besti kylfingur Evrópu fimmta árið í röð og það hefur enginn gert áður. Montgomerie varð í áttunda sæti á síðasta stigamótinu sem fram fór á Spáni og hlaut alls 95 milljónir króna í verðlaunafé í ár en Bernhard Langer frá Þýskalandi varð annar með rúmar 82 milljónir. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 114 orð | ókeypis

NBA-deildin Fyrstu leikir bandarísku NBA-deildarinnar fóru fram

Fyrstu leikir bandarísku NBA-deildarinnar fóru fram á föstudag: Orlando - Atlanta99:105 Miami - Toronto114:101 New Jersey - Indiana97:95 Philadelhpia - Milwaukee88:103 Boston - Chicago92:85 Charlotte - New York85:97 Detroit - Washington92:79 Minnesota - Golden State129:113 Houston - Cleveland94:86 Denver - San Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 118 orð | ókeypis

NHL-deildin Leikið aðfararnótt laugardags: Carolina

Leikið aðfararnótt laugardags: Carolina - Buffalo2:3 Detroit - Los Angeles1:5 Carolina - Buffalo2:3 Washington - Philadelphia2:2 Chicago - San Jose5:3 Leikið aðfaranótt sunnudags: Boston - Edmonton3:1 NY Islanders - Los Angeles4:2 Pittsburgh - Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 245 orð | ókeypis

Ótrúlegir yfirburðir KFÍ Ísfirðingar hö

Ísfirðingar höfðu ótrúlega yfirburði þegar þeir tóku á móti Sauðkrækingum í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik á sunnudaginn. Gestirnir virkuðu þreyttir og heimamenn gengu á lagið og sigruðu 89:67. Leikurinn var í járnum í byrjun og jafnt var á öllum tölum fyrstu tíu mínúturnar. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 162 orð | ókeypis

Pleat sagt upp störfum DAVID Pleat, knattspyrn

DAVID Pleat, knattspyrnustjóra Sheffield Wednesday, var sagt upp störfum í gærmorgun. Liði hans hefur gengið afleitlega í vetur, er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og kornið sem fyllti mælinn var 1:6 tapið gegn Manchester United á Old Trafford á laugardag. Pleat, sem er 52 ára, hefur stýrt liði Wednesday í tæplega tvö og hálft ár. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 227 orð | ókeypis

Sætur sigur hjá Grindavíkurstúlkunum

KÖRFUKNATTLEIKUR KVENNASætur sigur hjá Grindavíkurstúlkunum Lið Keflavíkur hafði ekki erindi sem erfiði þegar það mætti nágrönnum sínum í Grindavík í 1. deild kvenna á laugardaginn. Þeim voru ærið mislagðar hendur svo ekki sé meira sagt. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 440 orð | ókeypis

UPPELDI»"Fóstrur félaganna"ekki síður mikilvægaren hins opinbera

Ellert B. Schram, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ræddi m.a. um fjármál íþróttahreyfingarinnar í setningarræðu sinni á Íþróttaþingi á laugardag, og hlutverk hennar í samfélaginu. Sagði hann stærsta vanda hreyfingarinnar þann að félög ættu við vaxandi erfiðleika að etja við að standa undir hlutverki sínu, m.a. vegna fjárskorts. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 1189 orð | ókeypis

Úrvalsdeildin: Aston Villa - Chelsea0:2

Úrvalsdeildin: Aston Villa - Chelsea0:2 -Hughes (38.), Flo (82.) Áhorfendur: 39.372. Barnsley - Blackburn1:1 Bosancic (79.) - Sherwood (30.) 18.665. Bolton - Liverpool1:1 Blake (84.) - Fowler (1.) 25.000. Rautt spjald: Fowler (Liverpool 75. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 786 orð | ókeypis

Við lékum mjög vel

MEISTARAR Manchester United eru á fljúgandi ferð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þeir burstuðu Barnsley 7:0 um fyrri helgi og á laugardag gjörsigruðu þeir Sheffield Wednesday, 6:1, á Old Trafford. Á sama tíma tapaði Arsenal fyrsta deildarleiknum í vetur, 0:3 í Derby, og Blackburn gerði aðeins jafntefli í Barnsley, þannig að United hefur nú fjögurra stiga forskot í deildinni. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 579 orð | ókeypis

"Vona að nú verðum við látnir í friði"

Brasilíski framherjinn frábæri, Ronaldo, tryggði Internazionale sigur, 1:0, á Parma í toppslag helgarinnar á Ítalíu, á laugardaginn. Þetta var sjötta mark Ronaldos í deildinni í vetur; hann skoraði þegar á 15. mín., með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu og Inter er enn á toppnum. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 299 orð | ókeypis

Þetta er hernaður

"ÞAÐ má kannski segja að við höfum fellt þá á eigin bragði," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari spurður að því hvað það hefði átt að þýða að leika með vörnina eins framarlega og raun bar vitni. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 132 orð | ókeypis

Þórður meiddur

ÞÓRÐUR Guðjónsson lék ekki með félögum sínum hjá Genk um helgina vegna meiðsla, en liðið tapaði á útivelli 2:0 fyrir Harelbeke. Liðin eru nú jöfn í fjórða til fimmta sæti með 17 stig að loknum 10. umferðum. "Það eru álagsmeiðsl í báðum nárum sem eru að gera mér lífið leitt," sagði Þórður í samtali við Morgunblaðið. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 381 orð | ókeypis

Þór - Keflavík72:125 Íþróttahöllin á Akureyri, bikarkeppni KKÍ og Ren

Íþróttahöllin á Akureyri, bikarkeppni KKÍ og Renault - 32ja liða úrslit, sunnudaginn 2. nóvember 1997. Gangur leiksins: 0:2, 13:13, 14:24, 25:45, 27:50, 35:60, 41:81, 55:95, 59:109, 72:125. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 51 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Glatt á hjallaÞAÐ var glatt á hjalla í íþróttahúsinu í Kaplakrika á sunnudaginn er íslenska landsliðið lagðiLitháa, 25:18, að viðstöddum á þriðja þúsund áhorfendum sem studdu vel við bakið heimamönnum. Hér gleðjast að leikslokum f.v. Meira
4. nóvember 1997 | Íþróttir | 44 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Mynd/Action Images EYJAPEYINN Hermann Hreiðarsson, varnarmaður Crystal Palace, togar hér í handlegg IansDowie, leikmanns West Ham, í leiknum í gærkvöldi. Palace komst í 2:0 en West Ham náðiað jafna þegar 25 mínútur voru eftir ­ en þá slokknaði á flóðljósunum og leiknum var hætt. Meira

Fasteignablað

4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 42 orð | ókeypis

Eldhúsáhöld á einum stað

Eldhúsáhöld á einum stað ÞAÐ getur verið þægilegt þar sem lítið pláss er að hafa eldhúsáhöldin hangandi upp á vegg eins og hér er sýnt. Það er líka gott að hafa þau á einum stað þar sem handhægt er að ná til þeirra. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 154 orð | ókeypis

Endurnýjuð sérhæð í Hlíðunum

HJÁ Húsakaupum er nú til sölu sérhæð í Skaftahlíð 9 í Reykjavík. Þetta steinhús, byggt árið 1947, en íbúðin var nánast öll endurnýjuð fyrir átta árum. Hæðin er að flatarmáli 127 fermetrar, auk herbergis í kjallara og 28 fermetra bílskúrs. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 39 orð | ókeypis

Falleg málning

MÁLNINGIN í þessum gangi er sérstök og falleg. Áður fyrr var í tísku að hafa ramma í herbergjum og veggfóðra þá eða mála í öðrum lit en aðra hluta herbergisins. Hér er ramminn málaður gulur með fíngerðri skrautmálningu. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 44 orð | ókeypis

Framleiða ofna í sveit

TIL sveita er barist við kvótann ekki síður en til sjávar, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í Lagnafréttum. Greinir hann frá heimsókn í nýtt iðnfyrirtæki á Skeiðum þar sem hafin er framleiðsla á Runtal ofnum í samvinnu við Ofnasmiðju Suðurnesja. /6 Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 34 orð | ókeypis

Frumskógarstóll

HLÉBARÐAR hafa löngum þótt athyglisverð dýr, stóllinn hér hefur á vissan hátt þegið svipmót frá þessum villidýrum frumskógarins þótt hann sé að hinu leyinu afar þróaður og fínlega unninn hlutur. Stólinn hannaði Stephen Tomar. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 200 orð | ókeypis

Gistiheimili og verslunarpláss í sama húsi

FREMUR sjaldgæft er að í sölu komi á höfuðborgarsvæðinu hús sem nýtt er bæði sem gistiheimili og verslunarpláss, en nú er eitt slíkt hús til sölu hjá Kjöreign. Þetta er Strandgata 21 í Hafnarfirði og stendur það við svokallað Thorsplan. Þetta er steinhús, reist árið 1940 og er verslunarhæðin 94,3 fermetrar en gistiheimilið er skráð 161,3 fermetrar. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 226 orð | ókeypis

Glæsilegt einbýlishús í Víðihlíð

HJÁ Fasteignamarkaðinum er til sölu einbýlishús í Víðihlíð 6 í Reykjavík. Þetta hús er kjallari og tvær hæðir, það er úr steini, byggt árið 1983 og er flatarmál þess alls 428 fermetrar en bílskúrinn er 44,3 fermetrar að stærð. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 933 orð | ókeypis

Gróðurskálar

Nafngiftir á þessum viðaukum eru fjölbreyttar, en í flestum tilfellum koma liðirnir "sól", "gróður" eða "garður" fyrir í nöfnunum. Það er t.d. talað um sólskála, sólstofu, gróðurskála eða garðstofu. Einstaka sinnum bregður fyrir nafninu "vetrargarður". Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 623 orð | ókeypis

Hvaða efni er í tunglinu?

ÞEGAR ekið er út af hringveginum til vinstri skömmu áður en komið er að Þjórsárbrú erum við komin á Skeið, litla sveit sem afmarkast af Hvítá í vestri þar sem hún liðast um Hestfjall, af Þjórsá í austri og Vörðufell er sem varðhundur í norðri. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 903 orð | ókeypis

Listiðja

Margir hafa þegar gert sér grein fyrir því mikla misvægi sem orðið er í menntun fólks á ýmsum sviðum hugvísinda og verklegrar menntunar á mörgum sviðum. Skóla- og menntamál eru málaflokkar sem mikið er rætt um þar sem fólk hittist og ræðir saman. Um er að ræða mál sem varða okkur öll, unga sem gamla. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 195 orð | ókeypis

Listir og verkmenntun

LISTIR á mörgum sviðum hafa vaxið og þroskast með þjóðinni á seinni árum en jafnframt hefur dregið mátt úr mörgum iðngreinum og sumar jafnvel horfið. Þetta gerir Bjarni Ólafsson að umtalsefni í Smiðjunni og fjallar þar vítt og breitt um listir og verkmenntir. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 579 orð | ókeypis

Lítil umfjöllun - góðar fréttir

ÞEGAR stór mál eru lítið í opinberri umræðu er hugsanlegt að ástæða þess sé sú, að staðan í viðkomandi málaflokki sé ekki svo slæm, eða jafnvel að hún sé góð. Yfirleitt er ekki verið að fjalla um það sem er í lagi. Því er það engin vitleysa þegar sagt er, að engar fréttir séu góðar fréttir. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 45 orð | ókeypis

Mikilvægar upplýsingar

FJALLAÐ er um ávöxtunarkröfu húsbréfa í þættinum Markaðurinn og skýrt hvernig hún getur verið ábending til húsbyggjenda, seljenda og kaupenda um hvaða ákvörðun beri að taka í þessum mikilvægu málum. Þar kemur einnig fram að vanskil í húsnæðislánakerfinu hafi minnkað að undanförnu. /11 Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 39 orð | ókeypis

Rauðu skórnir

BARNASKÓR eru stundum gerðir að skrautmunum með því að gylla þá. Sumir eiga kannski í fórum sínum gamla skó og sérstaka eins og þessa hér, það mætti kannski nota þá í svipuðum tilgangi þar sem það á við. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 33 orð | ókeypis

Sígildur stóll

Sígildur stóll FRANK Lloyd Wright hannaði þennan stól sem er gerður úr eik og með leður- eða ullaráklæði. Hann er kallaður Barrel Chair og þykir sígildur eins og fleiri húsgögn frá þessum fræga hönnuði. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 266 orð | ókeypis

Spáð 5% aukningu í íbúðafjárfestingum næsta ár

SPÁÐ er áframhaldandi aukningu í fjárfestingum í íbúðarhúsnæði á næsta ári eins og verið hefur síðustu þrjú árin samkvæmt yfirliti í Hagtölum mánaðarins sem Seðlabanki Íslands gefur út. Þannig er gert ráð fyrir um 22 milljarða króna fjárfestingu á næsta ári en á yfirstandandi ári verður hún um 20,7 milljarðar samkvæmt sömu spá. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 38 orð | ókeypis

Vagga með rauðu

Vagga með rauðu GAMLAR vöggur eru oft mjög fallegar en hægt er að gera þær enn fallegri með því að setja utan um þær efni. Hér er ein gömul með rauðköflóttum himni sem fer afar vel við hvítmálaða vögguna. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 20 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 16 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 22 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 12 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 18 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 22 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

4. nóvember 1997 | Úr verinu | 277 orð | ókeypis

Vélstjórar þinga

VÉLSTJÓRAÞING verður haldið að Grand Hóteli í Reykjavík næstkomandi fimmtudag, föstudag og laugardag. Helztu málefni þingsins verða menntunarmál, umhverfismál, öryggismál, framtíðarskipulag félagsmála vélstjóra, stjórnun fiskveiða, fækkun í farmannastétt og önnur málefni vélstjóra á sjó og í landi. Meira
4. nóvember 1997 | Úr verinu | 213 orð | ókeypis

Öruggari varðskip eftir breytingar

VARÐSKIPIÐ Ægir er komið heim eftir breytingar, sem gerðar voru á því í Póllandi, en lokið var við endurbætur á Tý í júlí sl. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir, að skipin fari nú mun betur í sjó en fyrr og taki lítið inn á sig en áður var talsverð hætta á því. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.