Greinar miðvikudaginn 19. nóvember 1997

Forsíða

19. nóvember 1997 | Forsíða | 433 orð

Ferðamenn yfirgefa Egyptaland

FERÐASKRIFSTOFUR hófu í gær brottflutning mörg hundruð ferðamanna frá Egyptalandi eftir að herskáir heittrúarmenn myrtu rúmlega 60 evrópska og japanska ferðamenn við Lúxorhofið, einn helsta ferðamannastað landsins, á mánudag. Meira
19. nóvember 1997 | Forsíða | 396 orð

Írakar vilja finna pólitíska lausn deilunnar

JEVGENÍ Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að Saddam Hussein, forseti Íraks, hefði sent Borís Jeltsín Rússlandsforseta bréf þar sem hann lýsti sig reiðubúinn til að vinna að pólitískri lausn á deilu Íraka og Sameinuðu þjóðanna og taka mið af hagsmunum allra deiluaðila. Meira
19. nóvember 1997 | Forsíða | 172 orð

Netanyahu gagnrýnir uppreisnarmenn

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem stendur frammi fyrir uppreisn innan Likud- bandalagsins, gagnrýndi andstæðinga sína í gær og kvaðst vongóður um að standast atlögu þeirra. Skýrt var frá því á mánudag að "mjög atkvæðamiklir" stjórnmálamenn í Likud-bandalaginu hefðu fengið sig fullsadda á forystu Netanyahus og ynnu nú að því að hrekja hann frá völdum. Meira
19. nóvember 1997 | Forsíða | 182 orð

Tilgangslaust að þrýsta á Jeltsín

STJÓRNVÖLD í Kreml gerðu rússneska þinginu það ljóst í gær að tilgangslaust væri að reyna að þvinga Borís Jeltsín Rússlandsforseta til að víkja Anatólí Tsjúbajs, aðstoðarforsætisráðherra og helsta ráðgjafa hans í efnahagsmálum, frá. Kommúnistum er í nöp við Tsjúbajs, einn höfunda umbótastefnunnar, og hafa reynt með öllum ráðum að koma honum frá. Meira

Fréttir

19. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 113 orð

28 skólabörn drukknuðu

TUTTUGU og átta börn drukknuðu og 58 slösuðust er skólabifreið ók út af brú og féll niður í fljót skammt frá Nýju Delhi í gær. Bifreiðin var á leið til Ludlow kastala þar sem börnin gengu í skóla. Bílstjórinn slapp ómeiddur. Að sögn vitna missti hann stjórn á rútunni í sandi í vegkantinum og féll rútan um tíu metra niður af brúnni. 112 börn voru í rútunni er slysið varð. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð

85.000 tonn af þorski flutt milli fiskiskipa

ALLS voru 85.000 tonn af þorski flutt á milli fiskiskipa á síðasta ári, en leyfilegur heildarafli til kvóta var 186.000 tonn. Flutningur aflaheimilda er með fernum hætti. Flutningur milli skipa innan sömu útgerðar, flutningur milli skipa frá sömu verstöð, flutningur milli skipa, þar sem um jöfn skipti er að ræða og loks flutningur veiðiheimilda milli skipa, Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 417 orð

Afgreiðslutími bensínstöðva breytist

BREYTINGAR eru að verða á afgreiðslutíma bensínstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Hefðbundnar bensínstöðvar verður lokað kl. 19:30 í stað kl. 20. Stöðvarnar verða einnig opnaðar seinna á laugardagsmorgnum en verið hefur. Bensínstöðvar, sem eru með mikla smásöluverslun, verða hins vegar opnar til kl. 23:30. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 265 orð

Allir þeir grunuðu handteknir

ÞRÍR menn réðust inn á heimili 56 ára gamals manns í Reykjavík í fyrrinótt, misþyrmdu honum, bundu hann og stálu verðmætum úr íbúð hans. Manninum tókst að losa sig, komast fram á stigagang til að sækja hjálp og er hann ekki í lífshættu. Mennirnir, sem grunaðir eru um árásina, hafa allir verið handteknir, sá síðasti í gærkvöldi. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Alþjóðlegar sumarbúðir barna

KYNNINGARFUNDUR Alþjóðlegra sumarbúða barna verður haldinn á starfsemi félagsins fimmtudaginn 20. nóvember í Garðaskóla í Garðabæ kl. 20 og eru allir velkomnir. CISV, Childrens International Summer Villages, Alþjóðlegar sumarbúðir barna eru friðarsamtök, óháð stjórnmálum og trúarbrögðum. Árlega senda samtökin börn frá 11 ára aldri til sumarbúða erlendis. Meira
19. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 101 orð

Andstað an meðal Dana eykst

STUÐNINGURINN meðal Dana við Amsterdam-sáttmála Evrópusambandsins hefur minnkað og andstaðan aukist síðasta mánuðinn, ef marka má skoðanakönnun sem danska viðskiptadagblaðið Børsenbirti á fimmtudag. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 260 orð

Bjóða endurval og fjölgun sóknardaga

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur náð samkomulagi við forystumenn Félags smábátaeigenda. Það er fólgið í frumvarpi um breytingar á fiskveiðistjórnun smábáta, sem felur í sér umtalsverða fjölgun sóknardaga, kost á endurvali á milli kerfa og áframhaldandi úreldingu smábáta á sóknardagakerfi. Meira
19. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 228 orð

Botha hyggst kvænast að nýju

P.W. BOTHA, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, hyggst ganga að eiga konu sem er 35 árum yngri en hann. Botha er 81 árs og hefur verið kallaður Krókódíllinn mikli vegna andstöðu sinnar við frelsisbaráttu blökkumanna. Hann varð að víkja fyrir F.W. de Klerk, fyrrverandi forseta, árið 1989 þegar heilsu hans hrakaði. "P.W. Botha og Reinette te Water-Naude tilkynna hér með trúlofun sína. Meira
19. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 208 orð

Dalvík, Árskógshreppur og Svarfaðardalur

BÆJARSTJÓRN Dalvíkur fjallaði í gær um fjárhagsáætlun fyrir árið 1998, álagningarreglur og afslátt af fasteignagjöldum lífeyrisþega. Á samráðsfundi fulltrúa þeirra sveitarfélaga sem samþykkt hafa sameiningu Dalvíkur, Árskógshrepps og Svarfaðardalshrepps, sem haldinn var nýlega, var samþykkt að samræma álagningarreglur sveitarfélaganna og var ákveðið að miða við gildandi reglur á Dalvík. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Eldsneytissagan í gönguferð

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni 19. nóvember frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengur um Þingholtin suður í Vatnsmýri síðan niður á Austurbakka í Gömlu höfninni. Þaðan með hafnarbörkkum og bryggjum út í Örfirisey og til baka að Hafnarhúsinu. Meira
19. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 284 orð

Erbakan ver Velferðarflokkinn

LEIÐTOGI tyrkneskra heittrúarmanna og fyrrum forsætisráðherra, Necmettin Erbakan, kom fyrir stjórnarskrárdómstól landsins í gær og varði Velferðarflokk sinn gegn ákæru um að hafa ætla að koma á múslímskum lögum í landinu, byggðum á Kóraninum. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Erindi um Einar Ben.

NÆSTI fræðslufundur Minja og sögu verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands miðvikudaginn 19. nóvember nk. og hefst kl. 17.30. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur flytur erindi um Einar Benediktsson, heimildaöflun og ævisöguritun. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Erindi um orðabók Guðmundar Andréssonar

FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Gunnlaugi Ingólfssyni, orðabókarritstjóra, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 20.30 í Skólabæ, Suðurgötu. 26 Gunnlaugur flytur erindi um Guðmund Andrésson og orðabók hans. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Evrópskur sálfræðingadagur

SÁLFRÆÐINGAFÉLAG Íslands heldur upp á Evrópskan sálfræðingadag laugardaginn 22. nóvember. Af því tilefni verður efnt til dagskrár í Gerðubergi kl. 13.30­16. Á dagskránni flytja eftirfarandi erindi: Fátækt ­ firring. Ingvar Guðnason sálfræðingur, Að vera útlendingur. Aðlögun og fordómar. Margrét Einarsdóttir sálfræðingur. Tilfinningaleg vanræksla. Einar Ingi Magnússon sálfræðingur. Meira
19. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 197 orð

Fáir bændur í Eyjafirði settir í vanda

Nýjar reglur um frumutölu í mjólk Fáir bændur í Eyjafirði settir í vanda Arnarneshreppi. Morgunblaðið MJÓLKURSAMLAG KEA kynnti bændum á samlagssvæðinu nýjar gæðakröfur til hrámjólkur úr nýrri mjólkurreglugerð á fundi í Hlíðarbæ. Þórarinn E. Meira
19. nóvember 1997 | Smáfréttir | 36 orð

FÉLAG áhugafólks um Downs heilkenni hefur opið hús fyrir aðstandendur

FÉLAG áhugafólks um Downs heilkenni hefur opið hús fyrir aðstandendur fimmtudaginn 20. nóvember að Suðurlandsbraut 22 kl. 20.30. Foreldrar yngri og eldri einstaklinga hvattir til að mæta, nýjar bækur og myndbönd, kaffi og veitingar í boði félagsins. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 176 orð

Félagsmálaráðuneyti samþykkir sameiningu

Félagsmálaráðuneyti samþykkir sameiningu Vaðbrekku. Morgunblaðið. Félagsmálaráðuneytið hefur samþykkt sameiningu Jökuldalshrepps, Hlíðarhrepps og Tunguhrepps í eitt sveitarfélag. Auglýsing þar að lútandi hefur birst í Stjórnartíðindum. Í auglýsingunni er kveðið á um að sameiningin taki gildi 27. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 380 orð

Fiskifæla á Skaga

"UMSVIF útgerðarfyrirtækis foreldra minna hafa aukist og ég ætla að liðsinna þeim við reksturinn. Ég er að vísu lífeðlisfræðingur að mennt, en alin upp við útgerðina og var í ýmsum snúningum á sumrin. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Foss-hótel leigja rekstur Hótels KEA

HÓTELKEÐJAN Foss-hótel ehf. hefur leigt Hótel KEA á Akureyri af Kaupfélagi Eyfirðinga til fimm ára. Mun hótelkeðjan taka við rekstrinum um næstu áramót. Hótel KEA er stærsta hótelið á Akureyri og nam velta þess nærri 200 milljónum kr. á síðasta ári. Rekstur þess hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi síðustu ár og tap verið á honum, skv. heimildum Morgunblaðsins. Foss-hótel reka nú m.a. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Frágangi lóðar að ljúka

LOKIÐ verður við að ganga frá lóð Hallgrímskirkju fyrir biskupsvígslu í kirkjunni á sunnudag. Framkvæmdirnar, sem eru á vegum Reykjavíkurborgar, ríkisins og kirkjunnar, eru þó ekki vegna vígslunnar, heldur hefur verið unnið að þeim undanfarna mánuði. Verktakar eiga að skila verkinu af sér á næstu dögum. "Einhverjar milljónir" Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð

Fyrirlestur um börn alkóhólista

ÓLÖF Ásta Farestveit, afbrota- og uppeldisfræðingur, flytur fyrirlestur sem ber heitið Börn alkóhólista á mömmu- og pabbamorgni í safnaðarheimilinu miðvikudaginn 19. nóvember nk. kl. 10.30. Erindið er öllum opið. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

Fyrsta prófkjörið síðan árið 1978

OPIÐ prófkjör vegna næstu sveitarstjórnakosninga verður haldið á vegum Sjálfstæðisfélags Garðabæjar 6. og 7. febrúar næstkomandi og er þetta fyrsta prófkjörið sem haldið er þar vegna sveitarstjórnakosninga frá því árið 1978. Framboðsfrestur rennur út 9. janúar. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 422 orð

Föst risna hefur hækkað í öllum bönkunum

FÖST risna, sem greidd er yfirmönnum í ríkisbönkunum, hefur hækkað verulega á undanförnum tveimur árum. Þetta kemur fram í svari Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra við fyrirspurn á Alþingi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, þingflokki jafnaðarmanna, um risnu-, bifreiða- og ferðakostnað Landsbankans, Búnaðarbankans og Seðlabankans. Meira
19. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 201 orð

Hádegisverðarfundur á föstudag

ÞÝZK-íslenzka verzlunarráðið og viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins bjóða til hádegisverðarfundar með Gerhard Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands og líklegu kanslaraefni jafnaðarmannaflokksins, í Víkingasal Hótel Lofleiða næstkomandi föstudag 21. nóvember 1997 kl. 11.30­13.15. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 1798 orð

Hefur auðnast að gera okkur gildandi

-HVERNIG lýsir þú stöðu þessa félags á aldarafmælinu? "Ég held að staða Blaðamananfélagsins sé sterk og ég finn að það er mikill hugur í félagsmönnum, sem finna samkennd í því að vera í félaginu. Blaðamannafélagið fær góða einkunn hjá félagsmönnum. Það kemur glögglega í ljós í viðhorfskönnun sem við höfum látið gera. Meira
19. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 792 orð

Heittrúarmenn lýsa yfir ábyrgð

ÍSLÖMSK strangtrúarsamtök lýstu í gær ábyrgð á blóðbaðinu í Lúxor í fyrradag á hendur sér. Málgagn egypsku stjórnarinnar, al-Ahram,sagði að 60 erlendir ferðamenn hefðu týnt lífi og fjórir Egyptar auk tilræðismannanna sex sem féllu eftir skotbardaga við lögreglu. Breyttu þeir sólbökuðu 4.500 ára drottningarhofi, Hatshepsut eða öðru nafni Deir al-Bahri, í blóðvöll. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 196 orð

Hlutafé deilt út til landsmanna

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segir að hann telji koma til greina að um leið og Landsíminn verði einkavæddur verði nokkrum hluta hlutafjárins skipt endurgjaldslaust milli landsmanna. Með þessu væri hægt að tryggja dreifða eignaraðild að Landsímanum. Hann telur jafnframt nauðsynlegt að inn í fyrirtækið komi erlendir samstarfsaðilar. Meira
19. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 1278 orð

Hvatvís og metnaðarfullur

GERHARD Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands, og einn helzti forystumaður þýzka jafnaðarmannaflokksins, SPD, hefur á Akureyri í dag þriggja daga opinbera heimsókn sína til Íslands. Í för með Schröder eru um þrjátíu manns, fylgdarlið, viðskiptasendinefnd og blaðamenn. Meira
19. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 301 orð

Hörð gagnrýni á Ísraelsstjórn

HÖRÐ gagnrýni á Ísraelsstjórn setti mark sitt á þriggja daga efnahagsráðstefnu Norður-Afríkuríkja og Miðausturlanda sem lauk í Qatar í gær. Hamad bin Khalifa al-Thani Qatarprins ávarpaði gesti við upphaf ráðstefnunnar og sagði m.a. að aðgerðir Ísraela hefðu kallað hættur yfir heimshlutann sem sjái enn ekki fyrir endann á. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 337 orð

Íslandsflug hefur fraktflug með þotu

ÍSLANDSFLUG tók í gær í notkun fyrstu þotu sína, Boeing 737-200 fraktþotu sem breyta má til farþegaflugs á skömmum tíma. Vélin kom í gærmorgun með frakt frá Brussel eftir viðkomu í Englandi og fór um kvöldmat í gær aðra fraktferð sína. Þá er farþegaflug einnig í undirbúningi, leiguflug fyrir íslenskar og hugsanlega erlendar ferðaskrifstofur. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Jazz á Fógetanum

BJÖRN Thoroddsen og Egill Ólafsson eru að leggja land undir fót á næstunni og munu heimsækja Dani og Svía. Þeir koma fram í Konsthallen í Lundi í Svíþjóð 30. nóvember og í Copenhagen Jazzhouse 2. desember nk. Þar munu þeir leika með dönskum og sænskum kollegum. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 29 orð

Jólakort Hvunndagsleikhússins

HVUNNDAGSLEIKHÚSIÐ framleiðir nú jólakort til styrktar starfsemi sinni. Jólakortasalan er liður í fjármögnun uppsetningar á nýrri óperu eftir Leif Þórarinsson. Jólakortin eru öll handunninn af starsfólki Hvunndagsleikhússins. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Jólastjörnur í breiðum

ANDRÉS Úlfarsson, garðyrkjumaður hjá garðyrkjumiðstöðinni Fagrahvammi í Hveragerði, vökvar breiðu af jólastjörnum, sem væntanlega munu innan skamms prýða fjölda íslenzkra heimila fyrir jólin. Andrés segir græðlingana koma til landsins um mitt sumar. Stundum sé erfitt að koma þeim til, en plönturnar dafni vel í ár. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

Kostnaður við flutninga 960 milljónir

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur veitt Ríkisútvarpinu skriflega heimild til að flytja starfsemi stofnunarinnar á einn stað í útvarpshúsið í Efstaleiti. Pétur Guðfinnsson útvarpsstjóri segir að hafist verði handa við að flytja starfsemi Sjónvarps mjög fljótlega af Laugaveginum. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 131 orð

Lagst gegn nýjum tekjuskatti

BORGARRÁÐ leggst alfarið gegn samþykkt frumvarps til nýrra laga um tekju- og eignarskatt en í umsögn borgarlögmanns kemur fram að samkvæmt frumvarpinu þyrfti borgarsjóður að greiða um 372 milljónir í eignarskatt. Ljóst sé að slíkum álögum yrði að mæta með beinni skattheimtu sveitarfélagsins, að mati borgarlögmanns. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Laugavegur milli Vita- og Barónsstígs endurbættur

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um að ráðist verði í endurbætur á Laugavegi frá Vitastíg að Barónsstíg á næsta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í mars og að þeim verði lokið í júlí. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 158 orð

LEIÐRÉTT Aldraðir við 67 ára aldur

Í VIÐTALI við Pál Gíslason, lækni og formann Félags eldri borgara í Reykjavík í Mbl. í gær var sagt að við 75 ára aldurinn teldust fatlaðir og öryrkjar eingöngu aldraðir. Þarna átti talan að vera 67 og er beðist velvirðingar á mistökunum. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð

Lést af brunasárum

KONAN sem brenndist illa á heimili sínu á miðvikudagskvöld í síðustu viku lést á gjörgæsludeild Landspítalans í fyrrakvöld. Hún hét Hildur Svava Jordan, flugfreyja, fimmtug að aldri, til heimilis að Laugateigi 23. Hún var ógift og barnlaus en á móður á lífi. Meira
19. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 508 orð

Matthías Eiðsson fær Möðrufell afhent Á

MATTHÍAS Eiðsson, hrossabóndi á Brún á Akureyri, fékk jörðina Möðrufell í Eyjafjarðarsveit afhenta í gær. Stefán Árnason, starfsmaður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, mætti að Möðrufelli fyrir hönd hreppsnefndar og með honum í för var Guðmundur Steindórsson ráðunautur Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Málstofa um mannréttindi

MÁLSTOFA verður haldin um mannréttindi miðvikudaginn 19. nóvember kl. 20:30 í Litlu-Brekku, sal veitingahússins Lækjarbrekku. Mannréttindaskrifstofa Íslands boðar til málstofu um réttindi samkynhneigðra til að gegna foreldrahlutverki. Framsögumaður verður Hrefna Friðriksdóttir, héraðsdómslögmaður og starfsmaður Barnaverndarstofu. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð

Meirihluti kúabænda á landinu hafnar innflutningi á nýju kúakyni

YFIR 62% kúabænda, sem tóku þátt í skoðanakönnun um afstöðu til innflutnings á erfðaefni til kynbóta á íslenska kúastofninum, lýstu sig andvíga innflutningi. 34% voru fylgjandi innflutningnum. Bændur, sem styðja innflutning, ætla sér að sækja um leyfi til að flytja inn erfðaefni þrátt fyrir þessa niðurstöðu. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Morgunblaðið/Golli FÁMENNT var í þingsalnum þegar 1. umræða fór f

Morgunblaðið/Golli FÁMENNT var í þingsalnum þegar 1. umræða fór fram um lífeyrissjóðafrumvarpið í gær. Hér másjá Svavar Gestsson í ræðustól. Fækkaði þingmönnum eftir því sem á daginn leið og í lok þingfundar, klukkan rétt rúmlega 19, voru tveir orðnir eftir, þeir Hjörleifur Guttormsson og GuðmundurBjarnason umhverfisráðherra. Meira
19. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 268 orð

Norðmenn vonsviknir

NORSKA utanríkisráðuneytið hefur orðið fyrir vonbrigðum með afstöðu Bandaríkjamanna, sem hafa ekkert gert til að koma í veg fyrir að Paul Watson og samtök hans, Sea Shepherd, stundi skemmdarverk í Noregi, að sögn talsmanns ráðuneytisins, Ingvard Havnen, í dagblaðinu Nordlys. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Nýr stjórnandi ráðinn

ÞÓRUNN Sigurðardóttir leikstjóri hefur verið ráðin stjórnandi verkefnisins "Reykjavík ­ menningarborg Evrópu árið 2000", en Þorgeir Ólafsson listfræðingur hefur látið af störfum. Þórunn útskrifaðist sem leikari árið 1967 og var við framhaldsnám í Stokkhólmi 1970­71. Meira
19. nóvember 1997 | Smáfréttir | 60 orð

OPNAÐ hefur verið fyrir skráningu í forval Alþýðuflokksins

OPNAÐ hefur verið fyrir skráningu í forval Alþýðuflokksins fyrir prófkjör Reykjavíkurlistans. Allir þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í forvalinu skili inn skriflegri yfirlýsingu um það á skrifstofu Alþýðuflokksins fyrir kl. 22 föstudaginn 5. desember. Kjörgengi er ekki bundin flokksaðild í Alþýðuflokknum. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 726 orð

Ógiftar konur reyndu að falla að kvenímyndinni

ÁMORGUN, fimmtudaginn 20. nóvember flytur Sigríður Þorgrímsdóttir sagnfræðingur fyrirlestur um ógiftar konur um síðustu aldamót sem hún nefnir Misstu þær marksins rétta? Sigríður er að vinna M.A. ritgerð um þetta efni. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Rabb um rannsóknir og kvennafræði

SIGRÍÐUR Þorgrímsdóttir sagnfræðingur flytur rabb fimmtudaginn 20. nóvember sem hún nefnir Misstu þær marksins rétta? Ógiftar konur um aldamótin. Rabbið er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands. Það fer fram í stofu 201 í Odda kl. 12­13 og er öllum opið. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Ráðstefna um gróðurhúsalofttegundir og atvinnulífið

VERKFRÆÐINGAFÉLAG Íslands og Framtíðarstofnun standa fyrir ráðstefnu í dag, miðvikudaginn 19. nóvember, sem ber heitið Gróðurhúsalofttegundir ­ hvað getur atvinnulífið gert? Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 10 með ávarpi umhverfisráðherra Guðmundar Bjarnasonar. Ráðstefnunni lýkur kl. 17. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 299 orð

Ráðstefna um nýsköpun og byggðaþróun

ÍSLENSKA RITTS verkefnið stendur fyrir ráðstefnu um nýsköpun og byggðaþróun í Skíðaskálanum í Hveradölum föstudaginn 21. nóvember. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og er öllum opin. "RITTS stendur fyrir Regional Innovation and Technology Transfer Strategies og gengur út á svæðisbundna nýsköpun og tækniyfirfærslu. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Reykháfurinn er af Goth

BRESKUR sérfræðingur í sögu togaraútgerðar hefur staðfest að áletrunin á reykháfnum sem Helga RE fékk í troll á laugardag sé skrásetningarnúmer togarans Goth frá Fleetwood sem fórst í desember 1948 með 21 manns áhöfn. Hann og aðrir Bretar sem rætt hefur verið við telja að fundurinn muni vekja töluverða athygli í bresku útgerðarbæjunum þaðan sem sótt var á Íslandsmið. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 26 orð

Ritstjóri í önnum

Ritstjóri í önnum VALTÝR Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, við vinnu sína ásamt starfsstúlku á bókhaldi blaðsins, Gyðu Einarsdóttur. Myndin er að öllum líkindum tekin um eða eftir 1936. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

Rætt um stofnun Fjölmiðlasambands

LÚÐVÍK Geirsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að viðræður hafi verið í gangi milli Blaðamannafélagsins, Félags bókagerðarmanna, félags grafískra hönnuða og fleiri aðila um að mynda Fjölmiðlasamband, samtök allra sem starfa við fjölmiðlun hér á landi. "Ég hef fulla trú á því að ef menn einhenda sér í málið verði þess ekki langt að bíða," segir hann aðspurður um stofnun sambandsins. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 1727 orð

Sátt um flest atriði en málamiðlun um önnur Fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda

FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Friðrik Sophusson, sagði á Alþingi í gær að þrátt fyrir mikilvægi frumvarpsins og langan aðdraganda væri eðlilegt að líta á afgreiðslu þess sem áfanga fremur en endastöð. Fjölmörg atriði frumvarpsins væru vissulega þess eðlis að vænta mætti að þau stæðu óhögguð um langa framtíð enda hefði náðst um þau víðtæk samstaða. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 273 orð

Segja tilboðið ekki svara vert

NÝ stjórn Landmælinga ríkisins hélt fund með starfsfólki stofnunarinnar í gær um fyrirhugaðan flutning hennar til Akraness, en þar á hún að taka til starfa 1. janúar 1999. Á fundinum setti stjórnin fram tilboð um ferðastyrk, en Ingvar Magnússon, trúnaðarmaður náttúrufræðinga sem starfa hjá Landmælingum, segir tilboðið ekki svara vert. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 591 orð

Siðanefnd hefur starfað samfellt frá 1965

SIÐANEFND hefur starfað samfellt á vegum Blaðamannafélags Íslands síðan árið 1965. Siðareglur og störf siðanefndar hafa orðið tilefni nokkurra deilna á fundum félagsins undanfarin ár en meirihluti blaðamanna hefur þó ávallt talið að félagið eigi að hafa siðamál stéttarinnar á sinni könnu. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 620 orð

Siðareglur Blaðamannafélags Íslands

Hér fara á eftir gildandi siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Þær voru samþykktar á aðalfundi félagsins árið 1991. "Í starfi sínu hafa blaðamenn allra fjölmiðla jafnan í huga grundvallarreglur mannlegra samskipta og rétt almennings til upplýsinga, tjáningarfrelsis og gagnrýni. 1. grein. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 646 orð

Skráningarnúmer sannar upprunann

STAÐFESTING hefur fengist á því að reykháfurinn sem Helga RE fékk í troll síðastliðinn laugardag og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, er af togaranum Goth frá Fleetwood sem fórst árið 1948 með 21 manns áhöfn. Hannes Þ. Hafstein, fyrrverandi forstjóri Slysavarnafélags Íslands, hafði getið sér til um að reykháfurinn væri af Goth vegna áletrunar á honum. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 508 orð

Snúið við þegar enn var barist við hofið

Tveir Íslendingar nærri vettvangi hryðjuverksins í Egyptalandi Snúið við þegar enn var barist við hofið HÓLMFRÍÐUR Harðardóttir myndlistarmaður og Magdalena Ásgeirsdóttir læknir hafa verið í viku í Lúxor í Egyptalandi og voru á leið til Hatshepsut-hofsins þar sem hryðjuverkamenn myrtu 61 ferðamann á mánudag þegar þ Meira
19. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 236 orð

Spáð í stöðuna

KIWANISSKÁKMÓTIÐ, sem Kiwanisklúbburinn Kaldbakur á Akureyri efnir til árlega meðal barna og unglinga í grunnskólum bæjarins var haldið um liðna helgi og var þátttaka góð. Úrslit í flokki eldri stúlkna urðu þau að Inga Kristín Jónsdóttir varð í fyrsta sæti, Anna Kristín Þórhallsdóttir í öðru og Valdís Jónsdóttir í þriðja. Meira
19. nóvember 1997 | Miðopna | 95 orð

Stofnendurnir

BRÍET Bjarnhéðinsdóttir, útgefandi og ritstjóri Kvennablaðaðsins, átti hugmyndina að stofnun Blaðamannafélags Íslands og var það síðan Jón Ólafsson, ritstjóri Nýrrar aldar, sem gekkst í því að félagið yrði stofnað. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

Telur leigukjör skerða samkeppnisstöðu

STÁLSMIÐJAN hf. í Reykjavík hefur óskað eftir því við Samkeppnisstofnun að kannað verði hvort leigukjör sem Slippstöðin á Akureyri fær á rekstri flotkvíar í eigu Akureyrarhafnar skerði samkeppnisstöðu Stálsmiðjunnar. Meira
19. nóvember 1997 | Miðopna | 3177 orð

Til að "auka veg og gengi heiðvirðrar blaðamennsku" Fyrir réttum 100 árum var Blaðamannafélag Íslands stofnað. Það var í raun

FYRSTA dagblaðið, sem kom út í veröldinni, sá dagsins ljós á fyrsta áratug 17. aldar og því er unnt að segja að saga dagblaða sé brátt 400 ára. Hvar eða hvenær þetta átti sér stað er ekki vitað með vissu, Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 292 orð

Tumi Tómasson ráðinn forstöðumaður

STJÓRN Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að ráða dr. Tuma Tómasson fiskifræðing í stöðu forstöðumanns skólans. Samningur milli Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó, utanríkisráðuneytisins og Hafrannsóknastofnunarinnar um stofnun skólans hér á landi var undirritaður í júní síðastliðnum. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Tveir heiðursfélagar

ÁRIÐ 1985 voru tveir af elstu félögum Blaðamannafélags Íslands heiðraðir af félaginu, þeir Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, og Þorbjörn Guðmundsson, ritstjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu. Þórarinn var þá handhafi blaðamannaskírteinis nr. 1 og Þorbjörn skírteinis nr. 2. Þorbjörn er nú handhafi skírteinis nr. 1, eftir lát Þórarins. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 2237 orð

Umdeild tölvuvæðing sjúkraskráa Nýtt sjúkraskrárkerfi Gagnalindar og tilboð Íslenskrar erfðagreiningar um kaup á fyrirtækinu

Umdeild tölvuvæðing sjúkraskráa Nýtt sjúkraskrárkerfi Gagnalindar og tilboð Íslenskrar erfðagreiningar um kaup á fyrirtækinu hefur vakið athygli og beint kastljósinu að verndun persónuupplýsinga.Þorsteinn Víglundsson kynnti sér þetta mál. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Undur líkamans ­ furður fræðanna

ÁRNI Björnsson fyrrverandi yfirlæknir og formaður Hollvinafélags læknadeildar hélt fyrirlestur um skottulækningar laugardaginn 8. nóvember. Á þriðja hundrað manns hlýddi á. Líflegar fyrirspurnir og umræður urðu að erindinu loknu, segir í fréttatilkynningu. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Valt á Grindavíkurvegi

BÍLL valt við Melhól á Grindavíkurvegi, skammt norðan við bæinn í gærmorgun. Hálka og ísing var á veginum. Hjón með tvö börn voru í bílnum og hlutu þau minni háttar meiðsli og fór því betur en á horfðist, að sögn lögreglunnar í Grindavík. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Vextir hækkaðir til að hamla gegn þenslu

BANKASTJÓRN Seðlabankans ákvað í gær að hækka vexti sína um 0,3 prósentustig. Með þessari hækkun er bankinn að bregðast við lækkandi vaxtamun gagnvart útlöndum, horfum um aukna verðbólgu á fyrri hluta næsta árs og ýmsum merkjum um aukna spennu í þjóðarbúskapnum. "Það eru ýmis þenslumerki sem ástæða er til að bregðast við að okkar mati. Meira
19. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Vilja betri skautamannvirki SKAUTAÞING sem haldi

SKAUTAÞING sem haldið var á Akureyri nýlega beinir því til aðstandenda Vetraríþróttamiðstöðvar í ályktun, að tryggt verði að fulltrúi Skautasambandsins sitji í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvarinnar. Jafnframt beinir Skautaþingið því til stjórnar Vetraríþróttamiðstöðvarinnar að hafist verði handa við uppbyggingu skautamannvirkja á Akureyri sem allra fyrst. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Vistfræði klónplantna á norðlægum slóðum

INGIBJÖRG Svala Jónsdóttir grasafræðingur heldur fyrirlestur miðvikudaginn 19. nóvember á vegum Líffræðistofnunar HÍ sem nefnist: Vistfræði klónplantna á norðlægum slóðum. Erindið verður haldið í húsakynnum Líffræðistofnunar, Grensásvegi 12 í stofu G-6 klukkan 12.20. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 242 orð

Vímuvarnaskólinn í alla grunnskóla á landinu

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum, (FRÆ), SÁÁ og Rauða kross Íslands um starfrækslu Vímuvarnaskóla. Markmið skólans er að efla og styrkja forvarnastarf grunnskóla um allt land með því að fræða og upplýsa kennara og annað starfsfólk skólanna um ávana- og fíkniefnamál og að vera skólunum til ráðgjafar við gerð vímuvarnaáætlana og framkvæmd forvarnaverkefna. Meira
19. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 310 orð

Ýja að lausn fleiri andófsmanna

KÍNVERJAR ýjuðu að því í gær að andófsmaðurinn Wang Dan kynni að verða látinn laus af heilsufarsástæðum, svo hann geti leitað lækninga í Bandaríkjunum. Á sunnudag var andófsmaðurinn Wei Jiangsheng látinn laus af sömu ástæðu og liggur hann nú á sjúkrahúsi í Detroit í Bandaríkjunum. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Þingmenn úr öllum flokkum taka höndum saman

HJÖRLEIFUR Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalags, mælti í gær fyrir tillögu til þingsályktunar á Alþingi þar sem ríkisstjórninni er falið að leita eftir því við þýsk stjórnvöld að Goethe-stofnunin verði starfrækt áfram í Reykjavík. Þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi eru meðflutningsmenn að tillögunni. Meira
19. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Fyrst eru teknar fyrir eftirfarandi fyrirspurnir til ráðherra: 1. Til umhverfisráðherra: Förgun mómoldar og húsdýraáburðar. 2. Til umhverfisráðherra: Losun koldíoxíðs í andrúmsloft. 3. Til landbúnaðarráðherra: Landbrot af völdum Þjórsár. 4. Meira

Ritstjórnargreinar

19. nóvember 1997 | Leiðarar | 666 orð

LEIDARI BLAÐAMANNAFÉLAG Í 100 ÁR LAÐAMANNAFÉLAG Íslands er a

LEIDARI BLAÐAMANNAFÉLAG Í 100 ÁR LAÐAMANNAFÉLAG Íslands er aldargamalt í dag. Það var stofnað föstudaginn 19. nóvember 1897 á Hótel Íslandi að forgöngu Jóns Ólafssonar ritstjóra og stofnendurnir voru 9 ritstjórar og útgefendur þeirra blaða, sem þá voru gefin út í Reykjavík. Tilgangur félagsins var, eins og sagði í lögum þess, sem samþykkt voru 4. Meira
19. nóvember 1997 | Staksteinar | 288 orð

»Velferðarkerfið "TRYGGINGAKERFIÐ er hornsteinn velferðarkerfisins hér á lan

"TRYGGINGAKERFIÐ er hornsteinn velferðarkerfisins hér á landi og mikilvægt öryggisnet fyrir allan almenning," segir í grein í Vísbendingu. Tekjutengdar bætur VÍSBENDING segir: "Hin síðari ár hefur það aukizt að bæturnar séu skilyrtar þannig ef tekjur viðkomandi einstaklinga fara yfir einhver fyrirfram ákveðin mörk þá eru bæturnar skertar með einhverjum hætti. Meira

Menning

19. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 330 orð

Allir vildu þeir eiga hann

Leikstjóri Ivan Reitman. Handritshöfundar Lowell Ganz og Babaloo Mandell, byggt á handritinu Los Compéres e. Francis Veber. Kvikmyndatökustjóri Stephen H. Burum. Aðalleikendur Robin Williams, Billy Cristal, Julia Louis-Dreyfuss, Nastassja Kinski, Charlie Hoffheimer, 98 mín. Bandarísk. Warner Bros.1997. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 485 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnar

Marvin's Room Meryl Streep og Diane Keaton í fínu formi í tilfinningadrama um fjölskyldutengsl, ábyrgð og ást. Air Force One Topp hasarspennumynd með Harrison Ford í hlutverki Bandaríkjaforseta sem tekst á við hryðjuverkamenn í forsetaflugvélinni. Fyrirtaks skemnmtun. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 123 orð

Cat Stevens á tónleikum

FYRRVERANDI breska poppstjarnan Cat Stevens, eða Yusuf Islam eins og hann kallar sig í dag, söng fyrir áhorfendur í Sarajevó um síðustu helgi. Uppákoman var haldin í Skenderija íþróttahöllinni í Sarajevó þar sem Yusuf flutti í fyrsta sinn lög sem hann samdi undir áhrifum frá þjóðlagatónlist bosnískra múslima. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 137 orð

Frumburðurinn fæddur

LEIKKONAN Elisabeth Shue eignaðist sitt fyrsta barn nú á dögunum. Frumburðurinn var sonur og hefur verið gefið nafnið Miles William Guggenheim og heilsast móður og barni vel. Faðirinn, sjónvarpsleikstjórinn David Guggenheim, var viðstaddur fæðinguna sem fór fram í Los Angeles. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 198 orð

Gagnleg heimsókn

FÉLAGSSTARF aldraðra í Neskirkju hefur verið öflugt síðustu ár og á hverjum laugardegi er farið í heimsóknir út í bæ eða gestir fengnir í heimsókn. Tilgangurinn er gjarnan sá að fræða félagsmenn um eitthvert tiltekið mál og nú á dögunum fór hópur á vegum félagsstarfsins í heimsókn á Slökkvistöðina í Reykjavík. Meira
19. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 389 orð

GALLAGRIPUR

Leikstjóri: Jerru Zaks. Kvikmyndataka: Piotr Sobocinski. Handrit: Scott McPherson. Byggt á leikriti hans. Aðalhlutverk: Meryl Streep, Diane Keaton, Leonardo DiCaprio, Gwen Verdon, Hal Scardino, Hume Fonyn, og Robert DeNiro. 98 mín. Bandarísk. Tribeca Productions. 1996. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 193 orð

Halloween 7 undirbúin

JAMIE Lee Curtis hefur ákveðið að takast á við hinn morðóða félaga sinn úr "Halloween" eina ferðina enn. Það var Kevin Williamson sem fékk hana til samstarfs en hann skrifaði handritin að "Scream" og "I Know What You Did Last Summer". Meira
19. nóvember 1997 | Menningarlíf | 556 orð

Heimildir sem ekki hafa komið fram áður

GUÐJÓN Friðriksson sagnfræðingur hefur undanfarin ár fengist við að skrifa ævisögu Einars Benediktssonar skálds og er fyrsta bindi hennar nú að koma út. Í bókinni styðst Guðjón við mikið af nýjum heimildum um Einar, bréfasöfn, dagbækur, veðmála- og afsalsbækur og annað sem ekki hefur verið dregið fram í dagsljósið áður. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 282 orð

Hættulegur sannleikur Skuggasamsærið (Shadow Conspiracy)

Framleiðendur: Terry Collis. Leikstjóri: George P. Cosmatos. Handritshöfundar: Adi Kasan og Bic Gibbs. Kvikmyndataka: Buzz Fettshanks IV. Tónlist: Bruce Broughton. Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Linda Hamilton, Donald Sutherland, Ben Gazzara. Stephen Lang, Sam Waterston. 100 mín. Bandaríkin. Myndform 1997. Útgáfudagur: 11. nóvember. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
19. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 167 orð

Í gegnum súrt og sætt Skotheldur (Bulletproof)

Framleiðandi: Gray, Brillstein, Wernick og Gold.. Leikstjóri: Dickerson. Handritshöfundar: Joe Gayton og Lewis Colick. Kvikmyndataka: Steven Bernstein. Tónlist: Elmer Bernstein. Aðalhlutverk: Damon Wayans, Adam Sandler, James Farentino og James Caan. 85 mín. Bandaríkin. Universal Pictures/CIC myndbönd. Útgáfud: 11. nóv. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
19. nóvember 1997 | Menningarlíf | 429 orð

Klemma milli listarinnar og markaðarinns

GALLERÍ dADa, Kirkjuhvoli, hóf göngu sína þann 12. september sl. Eigendurnir, þau Kristín Petersen og Hans Kristján Árnason, segja að það hafi lengi blundað í þeim að reyna fyrir sér með sölu á samtímamyndlist. Meira
19. nóvember 1997 | Myndlist | 1115 orð

Kolaport myndlistarinnar

Opin frá kl. 10­24 til 23. nóvember. Aðgangseyrir 100 kr. SÚ óvenjulega staða er komin upp að hægt er að sjá hátt í 500 listaverk eftir um það bil 140 listamenn á þremur samsýningum á sama tíma. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 318 orð

Launmorðingi slær í gegn

AÐSTANDENDUR "The Jackal" eru glaðir nú eftir að myndin þeirra fór beint í fyrsta sæti á miðasölulistanum í Bandaríkjunum. "Starship Trooper" féll í annað sæti og er því um kennt að konur og eldri borgarar hafa ekki áhuga á myndinni og unglingssveinar yngri en 18 ára komast ekki á hana þar sem hún er stranglega bönnuð. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 216 orð

Madonna í öðrum söngleik

MADONNA virðist eiga níu líf eins og kötturinn. Allavega nær hún sér alltaf á strik og skiptir þá engu máli hversu neikvæða umfjöllun hún hefur fengið í fjölmiðlum. Síðast fékk hún verðskuldað hrós fyrir túlkun sína á Evítu eftir að heldur hafði hallað undan fæti í tónlistinni. Meira
19. nóvember 1997 | Bókmenntir | -1 orð

Með góðu fólki

Minningar Kristins Hallssonar söngvara eftir Pál Kristin Pálsson. 311 bls. Útg. Forlagið. Prentun: Grafík hf. Reykjavík, 1997. ÞEGAR ég hugsa aftur til æskuáranna finnst mér sem alltaf hafi verið sólskin og blíða á sumrin - og mátulegur snjór á veturna, segir Kristinn Hallsson. Hann ólst upp í Reykjavík. Kreppa lá þá í landi. En fjölskyldan var vel stæð; átti t.d. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 320 orð

Milli tveggja elda Borgari Ruth (Citizen Ruth)

Framleiðendur: Cary Woods og Cathy Konrad. Leikstjóri: Alexander Payne. Handritshöfundar: Alexander Payne og Jim Taylor. Kvikmyndataka: James Glennon. Tónlist: Rolfe Kent. Aðalhlutverk: Laura Dern, Swoosie Kurtz, Kurtwood Smith, Mary Kay Place, Kelly Preston, Burt Reynolds. 101 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 12. nóvember. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
19. nóvember 1997 | Menningarlíf | 595 orð

Myndlistarmenn sem hafa engan áhuga á myndlist Í fjórða og síðasta hluta umfjöllunar um stöðu myndlistar á Íslandi leitar Hulda

Menningarstarfsemi í ógöngum? Myndlistarmenn sem hafa engan áhuga á myndlist Í fjórða og síðasta hluta umfjöllunar um stöðu myndlistar á Íslandi leitar Hulda Stefánsdóttirálits tveggja aðila sem gangast fyrir myndlistarstarfsemi af ólíkum toga. Meira
19. nóvember 1997 | Bókmenntir | 168 orð

Nýjar bækur AUÐLEGÐ þjóðanna

AUÐLEGÐ þjóðannaer eftir Adam Smith og er í þýðingu Þorbergs Þórssonar sem einnig ritaði skýringar. Inngang ritaði dr. Hannes H. Gissurarson. Auðlegð þjóðanna, sem fyrst kom út í Lundúnum árið 1776, er eitt áhrifamesta og merkilegasta ritverk allra tíma. Meira
19. nóvember 1997 | Bókmenntir | 75 orð

Nýjar bækur ÁFRAM Herkúles! Það

ÁFRAM Herkúles! Það gengur mikið á þegar Herkúles æfir sig er í þýðingu Svölu Þormóðsdóttur. Lesandinn getur tekið þátt í ævintýrinu því að honum er gefið merki í texta bókarinnar um að ýta á ákveðin tákn á hljóðtölvu sem er áföst við bókina og heyrast þá viðeigandi hljóð. Meira
19. nóvember 1997 | Bókmenntir | 100 orð

Nýjar bækur BETRUN eftir

BETRUN eftir bandaríska spennusagnahöfundinn Stephen King. Þetta er þrettánda bókin eftir King sem út kemur á íslensku en King er mjög vinsæll og afkastamikill rithöfundur og hafa fjölmargar kvikmyndir verið gerðar eftir sögum hans. Í bókinni eru tvær sögur sem birtust í ritsafninu Different Seasons. Meira
19. nóvember 1997 | Bókmenntir | 69 orð

Nýjar bækur LIND

LINDA hittir Vetur konunger eftir Harald Sonesson. Sagan segir frá þeim ævintýrum sem Linda lendir í þegar hún ákveður að leita uppi Vetur konung til að biðja hann að losa eyjuna þar sem hún býr úr klakaböndum. Í kynningu segir: "Linda hittir Vetur konung er einkar hugljúf og hrífandi saga." Útgefandi er Vaka-Helgafell. Meira
19. nóvember 1997 | Bókmenntir | 86 orð

Nýjar bækur PRINSESSAN

PRINSESSAN afbrýðisama er eftir Hiawyn Oram og Tony Ross. Í bókinni segir frá tveimur prinsessum sem báðar vilja vera aðalprinsessurnar í höllinni. Sú eldri er ánægð með lífið og tilveruna en sú yngri er óánægð með að vera alltaf í skugga eldri systur sinnar og ákveður að grípa til sinna ráða. Meira
19. nóvember 1997 | Bókmenntir | 75 orð

Nýjar bækur RASMUS Klum

RASMUS Klumpur og Móri er eftir Harald Sonesson. Rasmus Klumpur er íslenskum börnum að góðu kunnur úr sjónvarpi en bækur um hann hafa ekki verið fáanlegar á íslensku um árabil. Í kynningu segir: "Rasmus Klumpur og Móri er ný og skemmtileg bók um ævintýri þessarar vinsælu teiknimyndapersónu þar sem Rasmus Klumpur og vinir hans fara í tívolí. Meira
19. nóvember 1997 | Bókmenntir | 136 orð

Nýjar bækur SKÁLDSAGAN Konan sem

SKÁLDSAGAN Konan sem gekk á hurðir er eftir írska verðlaunahöfundinn Roddy Doyle. Sagan segir frá Paulu Spencer, 39 ára írskri konu, sem reynir að raða saman brotakenndu lífi sínu en það hefur svo sannarlega ekki verið neinn dans á rósum. Meira
19. nóvember 1997 | Bókmenntir | 110 orð

Nýjar bækur ÞRIÐJI

ÞRIÐJI tvíburinn er eftir Ken Follett. Ung vísindakona gerir ótrúlega uppgötvun þegar hún kemst í gagnagrunn FBI. Þar finnur hún upplýsingar um tvo unga menn sem virðast vera eineggja tvíburar en eiga þó ekki sömu móður og fæddust hvor á sínum staðnum. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 135 orð

Skeiðað um víðan völl

UPPSKERUHÁTÍÐ hestamanna var haldin á Hótel Sögu á föstudaginn var. Það var mikill fagnaður að venju og úrval skemmtiatriða. Ræðumaður kvöldsins var Össur Skarphéðinsson og skeiðaði hann um víðan völl eins og gæðingum sæmir. Veislustjóri var Kristinn Hugason. Diddú heillaði hestamennina upp úr ístöðunum með söng sínum við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 143 orð

Smáð leikkona

LEIKKONAN Hunter Tylo höfðaði mál gegn framleiðendum sjónvarpsþáttarins Melrose Place vegna samningsriftunar. Tylo hafði í sex ár leikið í sjónvarpsþáttunum "The Bold and the Beautyful", Glæstar vonir, þegar henni bauðst hlutverk í Melrose Place. Meira
19. nóvember 1997 | Menningarlíf | 523 orð

Sólar megin

eftir Jón R. Hjálmarsson. 192 bls. Suðurlandsútgáfan. Prentun: Prentsm. Suðurlands ehf. Selfossi, 1997. JÓN R. Hjálmarsson heldur áfram að skrásetja frásagnir af Suðurlandi. Er þetta tólfta bók hans með slíku efni. Það eru einkum menn á efra aldri sem hann ræðir við. Að vanda hafa þeir frá mörgu að segja. Fyrst og fremst er rakið það sem á dagana hefur drifið. Meira
19. nóvember 1997 | Myndlist | 830 orð

Stofnað til haustsýningar

Opið virka daga frá 11.30 til 22, um helgar frá 11.30 til 23.30. Til 23. nóvember. Aðgangur 200 kr. HVERAGERÐI hefur heldur betur átt sinn þátt í listasögu þjóðarinnar, þótt hennar sé hvergi getið í lærðum ritum. Ég býst við að flestir höfuðborgarbúar kannist við ferðir austur fyrir fjall í leit að ódýrum tómötum og pottaplöntum fyrir gluggakistur bæjarins. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 249 orð

Syndir föðurins Hættuleg eftirför (Deadly Pursuit)

Framleiðendur: Frank Konigsberg og Robet Levison. Leikstjóri: Felix Enriquez Alcala. Handritshöfundar: Michael Ahnemann. Kvikmyndataka: Herbert Davies. Tónlist: Tom Brice. Aðalhlutverk: Tori Spelling, Patrick Muldoon, Richard Belzer, Reginald Veljohnson. 92 mín. Bandaríkin. Myndform 1997. Útgáfudagur: 4. nóvember. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
19. nóvember 1997 | Menningarlíf | 204 orð

Úr bók í mynd

Á 95. AMÆLISÁRI Halldórs Laxness hefur verið efnt til umfjöllunar um skáldið og verk hans á vegum Vöku­Helgafells og Laxnesklúbbsins. Þar á meðal er röð fyrirlestra í Norræna húsinu og á fimmtudaginn, 20. nóvember, heldur Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarmaður fyrirlestur sem hún nefnir: Úr bók í mynd. Þar fjallar hún um það hvernig er að gera kvikmynd eftir verkum Halldórs Laxness. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 296 orð

Vigdís forseti ráðs þjóðarleiðtoga

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, heimsótti Harvard á dögunum og hélt ræðu þegar alþjóðlegum samtökum þjóðarleiðtoga var komið á fót, en þau verða til staðar í Stjórnsýslu- og leiðtogaskóla Harvard, sem kenndur er við John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Í ráðinu sitja Bennazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistan, Kim Campbell, fyrrv. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 545 orð

Villtur Wilde

ÁRIÐ 1883 kom hinn írskættaði Oscar Wilde geislandi af gleði til London úr vel heppnaðri fyrirlestraferð um Bandaríkin og Kanada sem staðið hafði í eitt ár. Hæfileikaríkur, ástríðufullur og sjálfumglaður gekk hann að eiga hina fögru Constance Lloyd, og nokkrum árum síðar voru andríki Wildes, íburður og sköpunargáfa á allra vitorði, Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 163 orð

Vinkonur James Bond

BOND-stúlkurnar eru ekki síður vinsælar en njósnarinn sjálfur James Bond. Á þeim 35 árum sem myndirnar hafa verið framleiddar hefur hver fegurðardísin á fætur annarri leikið aðalkvenhlutverkið í Bond-myndunum. Margar hafa skotist upp á stjörnuhimininn í kjölfarið en aðrar fallið í gleymskunnar dá. Á myndunum má sjá nokkrar af Bond-stúlkunum vinsælu. Meira
19. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 136 orð

Öskubuska vinsælt sjónvarpsefni

ÆVINTÝRIÐ um Öskubusku naut gríðarlegra vinsælda þegar ný sjónvarpsmynd sem gerð er eftir ævintýrinu var sýnd í Bandaríkjunum á sunnudaginn var. Hvorki meira né minna en 60 milljónir áhorfenda fylgdust með myndinni, sem er með Brandy og Whitney Houston í aðalhlutverkum. En það segir ekki alla söguna. Meira

Umræðan

19. nóvember 1997 | Aðsent efni | 887 orð

Arkitektaskóli á Íslandi

INNAN vébanda Arkitektafélags Íslands hefur á undanförnum árum verið unnið að mótun stefnu varðandi menntun arkitekta hérlendis. Á félagsfundi í Arkitektafélagi Íslands árið 1985 var samþykkt að hefja undirbúning að kennslu í byggingarlist. Meira
19. nóvember 1997 | Aðsent efni | 892 orð

Eykur sölu, hagkvæmni, gæði og öryggi matvæla

LANGFLESTUM aðilum í matvælaiðnaði er vel kunnugt um hið gífurlega aukna vægi sem hitamælingar hafa í rekstri fyrirtækja í framleiðslu, sölu og dreifingu matvæla og áhrif hitastigs á rekstraröryggi og gæði matvæla. Það er ekki einungis vegna nýrra reglugerða sem kröfur um hitamælingar hafa aukist. Meira
19. nóvember 1997 | Aðsent efni | 907 orð

Hvers virði er tónlist?

Í sunnudagsþætti Páls Heiðars Jónssonar, "Sú dýra list", þar sem gestir velja tónlist og spjalla um hana, er ævinlega endað á þessari spurningu: "Hvers virði er tónlistin?" Og þar sem svarendur eru tónlistarunnendur, er svarið alltaf nokkurn veginn á eina lund. Menn geta ekki hugsað sér að vera án tónlistar. Og ég hygg að svo muni í raun vera um alla menn sem á annað borð hafa heyrn. Meira
19. nóvember 1997 | Aðsent efni | 657 orð

Lykillinn að framtíð Austurlands

AUSTURLAND eins og flestir aðrir landshlutar leita nú m.a. lausnar á þeim mikla vanda sem skapast vegna stöðugrar fólksfækkunar í fjórðungnum. Sjávarútvegurinn "stóðiðja Austurlands sem á liðnum áratugum hefur að stærstum hluta skapað þá sókn framfara og uppbyggingu sem hér hefur verið, Meira
19. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 506 orð

Mataræði á villigötum

Á FERÐUM mínum um heiminn hef ég keypt og lesið fjöldann af bókum um helstu áhugamál mín, þar á meðal um næringarefnafræði og líffræði, sem vekja fleiri spurningar en svör. Það er svo margt sem við ekki vitum enn þá. En heilsuleysið og biðraðirnar eftir að komast að eru staðreynd á Vesturlöndum. Enda lítið um fyrirbyggjandi aðgerðir. Athyglin beinist nú einkum að frumefnunum og þætti þeirra. Meira
19. nóvember 1997 | Aðsent efni | 688 orð

Og sumt féll meðal þyrna...

ERU spíritismi og kristin trú samrýmanleg? Eitthvað á þessa lund var spurt í Dagsljósi Sjónvarpsins nýlega og sýndist sitt hverjum eins og vænta mátti. Símakönnun sem gerð var meðal landslýðs um leið, sýndi fram á að u.þ.b. 60 af hundraði almennings álíti að spíritismi og kristni geti gengið hönd í hönd eða séu jafnvel eitt og hið sama. Meira
19. nóvember 1997 | Aðsent efni | 830 orð

Opið bréf til alþingismanna

UNDIRRITAÐUR var einn þeirra fimm hæstaréttarlögmanna sem árið 1993 gerðu athugasemdir við skaðabótalög nr. 50/1993 er tóku gildi 1. júlí 1993. Hinir voru: Jón Steinar Gunnlaugsson, Atli Gíslason, Viðar Már Matthíasson og Sigurður G. Guðjónsson. Beindist gagnrýni okkar einkum að því, að margföldunarstuðull 1. mgr. 6. gr. laganna, 7. Meira
19. nóvember 1997 | Aðsent efni | 669 orð

Til hvers er gagnrýni?

ÞANN 7. nóvember síðastliðinn skrifaði Hildur Hermóðsdóttir beinskeytta grein hér í Morgunblaðið þar sem hún skammar mig fyrir ritdóm sem ég skrifaði um bók eina sem út kom hjá Máli og menningu í haust, en eins og allir vita er Hildur ritstjóri barna- og unglingabóka hjá því forlagi. Meira
19. nóvember 1997 | Aðsent efni | 350 orð

Tvískinnungur Morgunblaðsins

Í SÍÐUSTU viku skrifaði ég grein í Morgunblaðið um flutning þróunarsviðs Byggðastofnunar til Sauðárkróks. Þar fór ég nokkrum orðum um mismunandi afstöðu leiðarahöfunda Morgunblaðsins til flutnings starfa frá Reykjavík út á land. Meira
19. nóvember 1997 | Aðsent efni | 799 orð

Um framleiðni í sjávarútvegi

ÞANN 5. nóv. sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Benedikt Valsson, framkvæmdastjóra Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Í greininni er fjallað um þróun framleiðni í sjávarútvegi með vönduðum hætti. Ástæða er til að fagna þessari grein. Hlutlægar greinar um stjórnkerfi fiskveiða og áhrif þess eru því miður alltof sjaldséðar á síðum Morgunblaðsins. Meira
19. nóvember 1997 | Aðsent efni | 371 orð

Umhverfismál sveitarfélaga

UMHVERFISMÁL verða tvímælalaust efst á baugi hjá sveitarfélögunum næstu ár og eflaust mikið rætt um þau fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það verður þó að segjast eins og er að umhverfismál sveitarfélaga hér á landi eru víða skammt á veg komin miðað við í nágrannalöndum okkar. Meira

Minningargreinar

19. nóvember 1997 | Minningargreinar | 1014 orð

Gunnar Sigurður Jósepsson

Hann Gunnar er dáinn. Þessi orð komu flatt upp á mig er ég kom heim frá vinnu að kvöldi þriðjudagsins 11. nóvember síðastliðins. Þó að hann hafi verið orðinn 76 ára virkaði hann alltaf á mig svo hraustur og yfirvegaður. Síst af öllu grunaði mig, þegar ég kvaddi hann á flugvellinum í sumar, að ég myndi ekki hitta hann aftur á Grensás eins og venjulega þegar líða tæki á nóvember. Meira
19. nóvember 1997 | Minningargreinar | 208 orð

GUNNAR SIGURÐUR JÓSEPSSON

GUNNAR SIGURÐUR JÓSEPSSON Gunnar Sigurður Jósepsson fæddist á Seli í Sandvík í Norðfjarðarhreppi 4. mars 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 11. nóvember síðastliðinn. Gunnar Sigurður var sonur hjónanna Jóseps Halldórssonar frá Þuríðarstöðum í Eiðaþinghá og Sigurbjargar Halldórsdóttur frá Gerði í Norðfirði. Meira
19. nóvember 1997 | Minningargreinar | 357 orð

Haukur Þorsteinsson

"Deyr fé/deyja frændur/en orðstír deyr aldregi/hveim sér góðan getur," og nú ert þú kæri bróðir allur og farinn yfir móðuna miklu, þá hinstu ferð sem við förum öll að lokum. Mikill er söknuður okkar systkina Hauks, barna hans og barnabarna og annarra ættingja. Alltaf kemur hann okkur að óvörum, dauðinn, og alltaf er jafn erfitt að sætta sig við hann. Meira
19. nóvember 1997 | Minningargreinar | 27 orð

HAUKUR ÞORSTEINSSON

HAUKUR ÞORSTEINSSON Haukur Þorsteinsson fæddist á Höfðabrekku í Mýrdal 23. september 1923. Hann andaðist á heimili sínu 6. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram 18. nóvember. Meira
19. nóvember 1997 | Minningargreinar | 78 orð

Haukur Þorsteinsson Nú hafa orðið mikil straumhvörf í lífi okkar. Traustur vinur og frændi er fallinn frá. Haukur Þorsteinsson

Nú hafa orðið mikil straumhvörf í lífi okkar. Traustur vinur og frændi er fallinn frá. Haukur Þorsteinsson var maður athafna og áræðis. Hann hafði mikið gaman af útiveru og unni náttúrufegurð. Fiskveiðar voru honum alltaf í huga, svo og fiskirækt. Nú á seinni árum sóttu sjúkdómar hart að honum en aldrei gaf hann upp vonina og barðist ótrauður áfram að áhugamálum sínum allt fram undir það síðasta. Meira
19. nóvember 1997 | Minningargreinar | 488 orð

Nína Mathiesen

Haustið 1956. Það var í þá tíð, þegar Kvennaskólinn í Reykjavík var kvennaskóli og andi Viktoríutímabilsins sveif þar enn yfir vötnum, svo strangur skóli, að það mátti heyra saumnál detta í tímum og engum datt í hug að mæta ólesinn. Jólaleyfin voru ekki frí, heldur vinnutími notaður til að lesa Egilssögu eða Njálu og taka síðan nákvæmt próf í efninu eftir áramót. Meira
19. nóvember 1997 | Minningargreinar | 73 orð

NÍNA MATHIESEN

NÍNA MATHIESEN Nína Mathiesen fæddist í Hafnarfirði 29. janúar 1943. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sigurðsson vélstjóri og Svava Mathiesen. Systkini hennar voru Arnfríður sem var eldri og Matthías sem er yngstur og lifir systur sínar. Hinn 23. Meira
19. nóvember 1997 | Minningargreinar | 814 orð

Pétur Símonarson

Hann Pétur frændi er farinn. Eftir sitjum við og látum hugann reika til liðinna samverustunda. Þær voru margar og ánægjulegar. Margir kenndu hann við æskustöðvarnar, Vatnskot í Þingvallasveit, fram á þennan dag, þó hann hefði ekki átt þar heimili síðan á stríðsárunum. Meira
19. nóvember 1997 | Minningargreinar | 602 orð

Pétur Símonarson

Mér dettur þetta í hug þegar ég hugsa um Pétur móðurbróður minn. Nú síðustu árin þurfti ég að aðstoða hann vegna veikinda hans og kynntist ég honum þá betur en áður. Ég sagði Pétri að hann hefði kennt mér að "eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir". Eftir því lifði hann sjálfur. Það var mikið samband á milli Helgu móður minnar og hans. Þau ferðuðust mikið saman, fóru t.d. Meira
19. nóvember 1997 | Minningargreinar | 902 orð

Pétur Símonarson

Hugvitsmaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Pétur Síimonarson frá Vatnskoti í Þingsvallasveit er genginn á vit feðra sinna. Símon, faðir hans var víðkunnur fyrir smíðar sínar og hagleik og smíðaði meðal annars flesta sumarbústaðina við Þingvallavatn, sem á hans tíð voru byggðir. Pétur átti því ekki langt að sækja hæfileika sína, hugvit og handlagni. Meira
19. nóvember 1997 | Minningargreinar | 497 orð

Pétur Símonarson

Pétur í Vatnskoti, Pétur frændi, Pétur bróðir eða Pétur Karl. Sennilega á fyrstnefnda nafnið best við hann, þó oftast höfum við kallað hann Pétur frænda eða Pétur gamla til aðgreiningar frá öðrum Pétri í fjölskyldunni. Pétur frændi var sérstakur karl. Fyrir það fyrsta áttum við það sameiginlegt að hafa gaman af því að stunda vetraríþróttir þ.m.t. Meira
19. nóvember 1997 | Minningargreinar | 236 orð

PÉTUR SÍMONARSON

PÉTUR SÍMONARSON Karl Pétur Símonarson fæddist á Þingvöllum 4. ágúst 1911. Hann lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 11. nóvember síðastliðinn. Móðir hans var Jónína Guðrún Sveinsdóttir, f. 7.12. 1885, d. 29.4. 1958, fædd á Torfastöðum í Grafningi. Faðir hans var Símon Daníel Pétursson, f. 2.2. 1882, d. 27.4. Meira

Viðskipti

19. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Allianz stefnir að forystu í heiminum

ALLIANZ AG, þriðji helzti vátryggjandi heims, stefnir að fyrsta sætinu í heiminum á sínu sviði með vinsamlegu tilboði í AGF í Frakklandi. Ef gengið verður að tilboðinu verður hér um að ræða mestu fyrirtækjakaup, sem þýzkt fyrirtæki hefur ráðizt í. Meira
19. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 145 orð

BA býður ódýrar ferðir með nýju félagi

BREZKA flugfélagið British Airways hefur skýrt frá því að það ætli að koma á fót flugfélagi, sem muni bjóða lág fargjöld og á rekstur þess að hefjast í Evrópu á næsta ári. Framboð á lágum fargjöldum hefur aukizt í Evrópu og BA vill hasla sér völl á þessum vaxandi markaði. Meira
19. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 144 orð

ÐHans Petersen tekur við Polaroid-umboðinu

HANS Petersen hf. hefur tekið við umboði fyrir fyrirtækið Polaroid hér á landi. Polaroid er þekktast fyrir framleiðslu á myndavélum og filmum sem framkalla sjálfkrafa myndir strax eftir að þær hafa verið teknar. Fyrirtækið veltir árlega yfir 2,2 milljörðum Bandaríkjadala og er leiðandi á þessu sviði. Meira
19. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 83 orð

ÐRáðin framkvæmdastjóri hjá ÍSAGA

ANNA K. Jónsdóttir lyfjafræðingur hefur verið ráðin einn þriggja framkvæmdastjóra hjá ÍSAGA hf. Anna stýrir heilbrigðissviði fyrirtækisins og ber m.a. ábyrgð á sölu og þjónustu til sjúkrahúsa, rannsóknarstofa og einkaaðila, en þessir aðilar nota ýmsar lofttegundir. Anna K. Meira
19. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 79 orð

Fundur um tækifæri á alþjóðamarkaði

Fundur um tækifæri á alþjóðamarkaði ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks stendur fyrir hádegisverðarfundi í dag um framtíðarsýn og tækifæri fiskútflutningsfyrirtækja á alþjóðlegum markaði. Meira
19. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Sabena kaupir 34 Airbus

SABENA flugfélagið í Belgíu ætlar að kaupa 34 Airbus Industrie flugvélar til að endurnýja flugvélaflota sinn og er hér um að ræða mestu flugvélapöntun í sögu félagsins. Sabena segir að 28 af nýju flugvélunum muni leysa af hólmi 13 Boeing 737-200 og 15 Boeing 737-300, -400, -500. Sex flugvélar til viðbótar verða pantaðar til að bæta áætlunarkerfi félagsins í Evrópu. Meira
19. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 328 orð

Shell og BP semja við Rússa um olíu og gas

BÁGBORINNN olíu- og gasiðnaður fær langþráða vestræna fjármögnun með samningum um sameignarfélög við tvö brezk olíufélög sama daginn. Ensk-hollenzki olíurisinn Royal Dutch/Shell og RAO Gazprom í Rússlandi hafa skýrt frá stofnun sameiginlegs þróunarfélags, sem mun stefna að því að framleiða 500.000 tonn af olíu á dag ­ 8% olíuframleiðslu Rússa 1996. Meira
19. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 261 orð

Skil á ársreikningum fyrir 1996 komin yfir 80%

ÁRSREIKNINGAR hlutafélaga hafa að undanförnu streymt inn til ríkisskattstjóra í kjölfar þess að áminningarbréf stofnunarinnar um skilaskyldu reikninganna var sent út nú í haust. Að sögn Guðmundar Guðbjarnasonar hjá ríkisskattstjóra hafa nú borist yfir 90% af ársreikningum hlutafélaga í landinu fyrir árið 1995 og yfir 80-85% reikninga fyrir árið 1996. Meira
19. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Stofnfélagar yfir 190

YFIR 190 fyrirtæki hafa gerst aðilar að Bresk-íslenska verslunarráðinu sem sett var á stofn í síðustu viku. Stofnfundurinn var bæði haldinn í London og Reykjavík og mættu um 130 manns til fundarins í Reykjavík, en um 200 manns í London. Meira
19. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 328 orð

Taka við rekstri Hótels KEA af kaupfélaginu

HÓTELKEÐJAN Foss-hótel ehf. hefur leigt Hótel KEA af Kaupfélagi Eyfirðinga til fimm ára. Mun hótelkeðjan taka við rekstrinum um áramót og verður þar með komin með meirihluta hótelgistingar í bænum. Meira
19. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 231 orð

»Varkárni í Evrópu órólegt í New York

ÓSTÖÐUG byrjun í Wall Street hafði lítl áhrif á deyfð á evrópskum mörkuðum í gær eftir góða útkomu á mánudag. Gengi dollars versnaði gegn marki þegar bandarískar hagtölur sýndu lítinn verðbólguþrýsting og minni líkur á bandarískri vaxtahækkun. Staðan gegn jeni var óbreytt þrátt fyrir japanskar ráðstafanir til að örva efnahagslífið. Meira
19. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 357 orð

Ýmis merki um aukna spennu í þjóðarbúskapnum

BANKASTJÓRN Seðlabankans ákvað í gær að hækka vexti sína um 0,3 prósentustig. Með þessari hækkun er bankinn að bregðast við lækkandi vaxtamun gagnvart útlöndum, horfum um aukna verðbólgu á fyrri hluta næsta árs og ýmsum merkjum um aukna spennu í þjóðarbúskapnum. Meira

Fastir þættir

19. nóvember 1997 | Í dag | 462 orð

AÐ vakti sérstaka ánægju Víkverja á sunnudagskvöldið, hve

AÐ vakti sérstaka ánægju Víkverja á sunnudagskvöldið, hversu fljótt Ríkissjónvarpið brást við og tryggði sér sýningarrétt á þætti bresku sjónvarpsstöðvarinnar ITV um Björk Guðmundsdóttur. Meira
19. nóvember 1997 | Dagbók | 3107 orð

APÓTEK

»»» Meira
19. nóvember 1997 | Í dag | 28 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudagi

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 19. nóvember, er sextugur Ingvi Rúnar Einarsson, skipstjóri, Klettagötu 8, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Magnea Jóhannesdóttir. Ingvi er að heiman vegna starfa. Meira
19. nóvember 1997 | Í dag | 37 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst í Bessastaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Sigríður Þorfinnsdóttir og Elías Guðmundsson. Heimili þeirra er að Eyrarholti 3, Hafnarfirði. Með þeim á myndinni eru börn þeirra Helga Guðný og Vilhjálmur Grétar. Meira
19. nóvember 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júní í Háteigskirkju af sr. Tómasi Sveinssyni Rósamunda Sævarsdóttir og Sveinn Þórarinsson. Heimili þeirra er að Funalind 3, Kópavogi. Meira
19. nóvember 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst í Árbæjarkirkju af sr. Guðmundi Þorsteinssyni Eva Baldursdóttir og Hjörleifur Gunnarsson. Heimili þeirra er að Jöklaseli 21, Reykjavík. Meira
19. nóvember 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst í Þóroddsstaðakirkju af sr. Arnaldi Bárðarsyni Svanhildur Kristjánsdóttir og Arngrímur Páll Jónsson. Heimili þeirra er á Granastöðum í Köldukinn. Meira
19. nóvember 1997 | Dagbók | 665 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
19. nóvember 1997 | Í dag | 183 orð

Í spili dagsins eru tólf slagir á borðinu, hvort h

Í spili dagsins eru tólf slagir á borðinu, hvort heldur í hjörtum eða gröndum. En það er ævintýri líkast að sjá hvernig þrettándi slagurinn myndast: 1065 D1083 ÁK8 ÁG2 KG84 7 DG104 K875 D732 5 7532 10932 Á9 ÁKG9642 96 D4 Útspil: Tíguldrottning. Meira
19. nóvember 1997 | Í dag | 236 orð

Kannast einhvervið fólkið ámyndinni? ER einhver sem

ER einhver sem kannast við fólkið á þessari mynd? Myndin er tekin við kirkjuna á Sauðárkróki, líklega um aðkomufólk að ræða. Ef svo er hafið samband við Svein Guðmundsson, Sauðárkróki, í síma 453-5192. Gerd leitarHrefnu Gerd Fellslad, nú búsett í Gjøvik, óskar að hafa samband við Hrefnu Guðmundsdóttur. Meira
19. nóvember 1997 | Fastir þættir | 613 orð

Kristþyrnir ­ Ilex aquifolium

EITT af eftirtektarverðu lauf- og aldinskrúði gróðurríkisins sem notað er víða á heimilum um jól til hátíðabrigða tilheyrir KRISTÞYRNI. Nafnið er bein þýðing á danska, norska og reyndar sænska heitinu á trjátegundinni Ilex aquifolium. Á ensku nefnist trjátegund þessi HOLLY, en á Bretlandi og eins í Ameríku er það rótgróinn siður að prýða heimili á jólum með kristþyrni. Meira

Íþróttir

19. nóvember 1997 | Íþróttir | 202 orð

Bandminton Opið alþjóðlegt badmintonmót, haldið í TBR-húsinu 15.

Opið alþjóðlegt badmintonmót, haldið í TBR-húsinu 15. og 16. nóvember 1997. Einliðaleikur karla: 1. Niels Chr. Kaldau, Danmörku. 2. Joachim Fisher, Danmörku. 3.-4. Broddi Kristjánsson og Guðmundur Adolfsson, Íslandi. Einliðaleikur kvenna: 1. Christina B. Sörensen, Danmörku. 2. Elsa Nielsen, Íslandi. 3.-4. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 733 orð

Danir hirtu allt gullið

BADMINTONFÓLK hélt sitt stærsta alþjóðlega mót um helgina þegar rúmlega 50 keppendur mættu til leiks í TBR-húsin við Gnoðarvog. Þar af komu fjórir Danir, sem unnu í öllum flokkum, og sex Færeyingar en margra augu beindust að Tómasi Viborg, Íslendingi, sem býr í Svíþjóð og stendur nú á krossgötum því hann má spila fyrir hönd Íslands eða Svíþjóðar. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 24 orð

Drátturinn

Drátturinn Þessi lið mætast Afturelding - IFK Skövde SC Pick Szeged - TuS Nettelstedt Octavio Vigo - Benfica Lissabon SSV Forst Brixen - W. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 100 orð

Francis látinn fara fráTottenham

SVISSNESKI knattspyrnuþjálfarinn Christian Gross verður næsti þjálfari Tottenham Hotspur. Hann tekur við af Gerry Francis sem hefur ekki náð góðum árangri í vetur. Hann tók við Tottenham af Ossie Ardiles í nóvember 1994 og hefur eytt um 30 milljónum punda í kaup á leikmönnum á þessum tíma. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 71 orð

Fyrirlestur hjá skíðadeild Ármanns

Á morgun, fimmtudag, verður Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, með fyrirlestur fyrir foreldra barna sem æfa hjá skíðadeild Ármanns í samkomusal ÍSÍ í Laugardal kl. 20.00. Á eftir fyrirlestri Jóhanns Inga svarar hann fyrirspurnum og tekur þátt í almennum umræðum. Dómaranámskeið KKÍ Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 77 orð

Færeyingar með í fyrsta sinn

FÆREYINGAR tóku í fyrsta sinn þátt í Opna íslenska alþjóðamótinu en liðin eru 30 ár síðan hópur af íslensku badmintonfólki heimsótti Eyjarnar. "Við erum að reyna að byggja upp áhuga hjá yngra fólkinu þar sem badminton hefur verið í lægð undanfarin fimm ár," sagði Heðin Joansen, badmintonspilari og fararstjóri Færeyinganna. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 182 orð

Glíma

Ingibergur í sérflokki Ingibergur Sigurðsson, glímukóngur úr Víkverja sigraði af öryggi í karlaflokki í 2. Landsglímu Glímusambandsins sem fram fór að Laugarvatni um helgina (laugardag). Ingibergur glímdi yfirvegað en féll ekki með viðfangsmanni í gólfið eins og vildi henda suma af viðfangsmönnum hans. Helgi Kjartansson HSK varð annar og sýndi góða takta. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 109 orð

Grikkinn kominn með leikheimild

GRIKKINN í Grindavíkurliðinu í körfuknattleik, Konstantionos Tsartsaris, mætti á æfingu í gærkvöldi með leikheimild uppá vasann. Grindavíkurliðið er því orðið nokkrum sentimetrum hærra og verður líklega erfitt við að eiga á fimmtudagskvöld þegar það sækir Keflvíkinga heim. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 167 orð

Hef ekki gert upp hug minn

Margir fylgdust grannt með Tómasi Viborg ­ Íslendingi, sem búið hefur í Svíþjóð í 7 ár og er því gjaldgengur í hvort landsliðið sem er. Tómas hafði ekki heppnina með sér þegar dregið var í einliðaleiknum því í þriðja leik mætti hann Niels Chr. Kaldau, sem er talinn einn af 61 bestu badmintonspilurum í heiminum en Tómas náðu engu að síður að vinna af honum lotu. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 147 orð

Heimsliðið gegn Evrópu

ÞAÐ verður mikið um hátíðarhöld í Marseille 4. desember þegar dregið verður í riðla í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 1998. Heimsliðið í knattspyrnu undir stjórn Brasilíumannsins Carlos Alberto Parreira mun þá leika gegn Evrópuliðinu, sem Franz Beckenbauer stjórnar. Búið er að velja leikmenn í liðin, en ákveðið var að velja einn leikmann frá hverri þjóð, sem leika á HM. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 282 orð

Heimsmeistarakeppnin færð fram í janúar

Framkvæmdastjórn Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, kom saman til fundar í Moskvu um síðustu helgi. Þar var meðal annars samþykkt að heimsmeistarakeppnin í handknattleik verði færð fram, frá maí-júní til janúar- febrúar. Þessi breyting tekur gildi frá og með HM 2001. Ástæða breytinganna er fyrst fremst sú að auðveldara er að selja sjónvarpsréttinn frá keppninni á þessum tíma. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 496 orð

Helmingsmöguleikar gegn Skövde

Ég veit ennþá ekki mikið um lið Skövde, en miðað við það litla sem ég veit held ég að við eigum helmingsmöguleika," sagði Einar Einarsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Aftureldingar, en í gær var dregið í átta liða úrslitum í Borgarkeppni Evrópu. Mótherji Aftureldingar er sænska félagið Skövde frá samnefndum bæ norðaustur af Gautaborg. Fyrri leikurinn verður í Mosfellsbæ 22. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 32 orð

Í kvöld Handknattleikur Nissan-deild karla: Ásgarður:Stjarnan - Breiðablik20 Framhús:Fram - Valur20 Kaplakriki:FH - UMFA20

Handknattleikur Nissan-deild karla: Ásgarður:Stjarnan - Breiðablik20 Framhús:Fram - Valur20 Kaplakriki:FH - UMFA20 Seljaskóli:ÍR - Haukar20 Körfuknattleikur Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 104 orð

Jamaíkumenn ætla að safna liði

ENSKA knattspyrnusambandið varð ekki við ósk Jamaíkumanna um landsleik á Wembley fyrir HM í Frakklandi. Englendingar hafa hug á að leika leiki við Argentínu og Írland. Jamaíkumenn eru með fjóra leikmenn í liði sínu, sem eru fæddir á Bretlandseyjum ­ Robbie Erle hjá Wimbledon, Deon Burton, Derby og Portsmouth-leikmennina Fitzroy Simpson og Paul Hall. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 122 orð

Jóhannes B. byrjar vel

JÓHANNES B. Jóhannesson byrjaði vel á heimsmeistaramótinu í snóker sem hófst í Zimbabwe í gær. Hann vann tvo fyrstu andstæðinga sína nokkuð örugglega, Svisslendinginn F. Hollenvanger 4:1 og Saleemoosa frá Márítaníu 4:0 og tók leikur þeirra aðeins 45 mínútur. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 189 orð

Jón Kr. velur landsliðshópinn

Landsliðsþjálfarinn í körfuknattleik, Jón Kr. Gíslason, tilkynnti í gær fjórtán manna leikmannahóp, sem mætir Hollendingum í fyrsta leik í D-riðli Evrópukeppni landsliða, sem fram fer í Laugardalshöll miðvikudaginn 26. nóvember. Um helgina verður fækkað um fjóra í hópnum. Næstu EM-leikir verða við Eistland ytra 29. nóvember og síðan Króatíu í Laugardalshöllinni 3. desember. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 462 orð

JUAN Lopez, leikmaður Atletico Madrid,

JUAN Lopez, leikmaður Atletico Madrid, mun ekki leika meira með liðinu í vetur og heldur ekki með Spánverjum á HM. Hann var skorinn upp fyrir meiðslum í hné í gær. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 64 orð

Júlíus og félagar fara til Noregs

ST. OTTMAR frá Sviss, liðið sem Júlíus Jónasson landsliðsmaður í handknattleik leikur með drógst á móti Víking frá Stavangri í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa er dregið var í gær. St. Otmar á fyrri leikinn á heimavelli. Viking sendi spænska félagið Bidasoa út í kuldann í síðustu umferð keppninnar, vann báða leikina ­ á Spáni 31:30 og heima 26:19. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 154 orð

Karlsruhe óheppið Heppnin var ekki með lei

Karlsruhe óheppið Heppnin var ekki með leikmönnum Karlsruhe í Þýskalandi, sem áttu að vera búnir að gera út um leikinn gegn Bochum áður en gestirnir náðu að jafna á síðustu mín. leiksins, 1:1. Nyarko skoraði mark heimamanna, sem fengu þrjú dauðafæri uppi við mark Bochum á síðustu tveimur mín. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 154 orð

Knattspyrna England Deildarbikarkeppnin, fjórða umferð: Arsenal - Coventry1:0 Bergkamp (99.). 30.199. Derby - Newcastle0:1

England Deildarbikarkeppnin, fjórða umferð: Arsenal - Coventry1:0 Bergkamp (99.). 30.199. Derby - Newcastle0:1 -Thomasson (71.). 27.364. Leeds - Reading2:3 Wetherall (16.), Bowyer (54.) ­ Asaba (9.), Williams (66.), Morley (85.). 15.069. Liverpool - Grimsby3:0 Owen 3 (28. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 47 orð

KNATTSPYRNAReuters MICHAEL Owens, hinn 17 ára

KNATTSPYRNAReuters MICHAEL Owens, hinn 17 ára leikmaður Liverpool, nýtti sér heldur betur tækifærið er hann tókstöðu Robbie Fowlers, sem er í leikbanni, í gærkvöldi. Hann skoraði öll mörk Liverpool sem vannGrimsby í 16-liða úrslitum deildarbikarkeppninnar í Englandi, 3:0. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | -1 orð

KR 6

KR 6 5 0 1 347 305 10KEFLAVÍK 5 3 0 2 336 266 6GRINDAVÍK 6 3 0 3 379 315 6ÍS 5 3 0 2 277 277 6ÍR 6 0 0 6 301 477 0 Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 79 orð

Kraftlyftingar

Reykjanesmótið Fyrst er nafn síðan, lyft þyngt í hnébeygju, þá bekkpressu, síðan í réttstöðulyftu og loks samtals. 75 kg flokkur: Halldór Eyþórsson232,5110225567,5 Valur Björnsson100105150355 90 kg flokkur: Haukur Guðmunds. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 20 orð

Körfuknattleikur

Körfuknattleikur NBA-deildin Portland - Dallas120:75 Íshokkí Montreal - Tampa Bay4:1 Ottawa - Boston2:4 Toronto - St. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 254 orð

Körfuknattleikur

Grindavík ­ ÍR89:59 Grindavík, Íslandsmót ­ 1. deild kvenna, þriðjudaginn 18. nóvember 1997. Gangur leiksins: 11:0, 22:9, 33:18, 37:27, 39:32, 54:37, 63:38, 70:42, 78:54 89:59. Stig Grindavíkur: Birna Valgarðsdóttir 26, Sólveig Gunnlaugsdóttir 21, Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 14, Svanhildur Káradóttir 10, Sólný I. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 48 orð

Landsliðshópurinn Guðjón Skúlason,

Guðjón Skúlason, Keflavík106 Falur Harðarson, Keflavík68 Birgir Örn Birgisson, Keflavík12 Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík20 Teitur Örlygsson, Njarðvík104 Jón Arnar Ingvarsson, Haukum81 Pétur Ingvarsson, Haukum18 Sigfús Gizurarson, Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 100 orð

Magnús skoraði þrettán mörk

MAGNÚS Sigurðsson, handknattleiksmaður úr Stjörnunni, hefur staðið sig mjög vel með þýska liðinu Willst¨att. Magnús byrjaði að leika með liðinu í 3. deild í fyrra og átti stóran þátt í að liðið komst í 2. deild í fyrsta skipti í 80 ár. Liðinu hefur gengið vel í suðurriðli 2. deildar og er nú í fimmta sæti. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 187 orð

Mikið til Tómasar koma EINS og við

EINS og við var að búast sigraði Daninn Niels Chr. Kaldau einliðaleikinn en hann er 11. besti badmintonspilari Danmerkur og sagður í 61. sæti á lista yfir þá bestu í greininni í heiminum. Niels var ánægður með mótið. "Þetta er ágæt aðstaða og ágætt mót en ég hef aldrei áður spilað við Íslendinga. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 173 orð

Pele vill Platini forseta FIFA

BRASILÍSKI knattspyrnusnillingurinn Pele lýsti því yfir á fundi með blaðamönnum á dögunum að Frakkinn Michael Platini væri einn hæfasti maðurinn til þess að taka við starfi forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Landi Peles, Joao Havelange, sem hefur verið forseti FIFA undanfarin ár hefur í hyggju að láta af störfum að loknu heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á næsta ári. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 114 orð

Sprakk

ÞÓ að Elsa Nielsen hefði fætt son fyrir rúmum fjórum mánuðum, Kjartan Sævarsson, var ljóst að hún hafði engu gleymt þegar hún nældi sér í silfur í einliðaleiknum ­ tapaði fyrir dönsku stúlkunni Christinu B. Sörensen í úrslitum en vann reyndar fyrstu lotuna. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 285 orð

Stefnir í enn eitt einvígi

Fastur liður eins og venjulega, er hægt að segja þegar rætt er um knattspyrnuna á Spáni. Það er ljóst að nú stefnir í enn eitt einvígi Barcelona og Real Madrid um meistaratitilinn á Spáni, en aðeins eitt skilja liðin eftir að Real Madrid vann Valladolid á mánudagskvöldið. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 412 orð

Táningurinn Owen með þrennu á Anfield Road

MICHAEL Owen, sem er aðeins 17 ára gamall, gerði öll þrjú mörk Liverpool gegn Grimsby í 3:0 sigri í 4. umferð ensku deildarbikarkeppninnar í gærkvöldi. Þetta er fyrsta þrennan sem hann skorar með aðalliði Liverpool, en hann lék í stöðu Robbie Fowlers, sem var í leikbanni. Meira
19. nóvember 1997 | Íþróttir | 175 orð

TERTNES, liðið sem Fanney Rúnarsdóttir

TERTNES, liðið sem Fanney Rúnarsdóttir leikur með í norsku úrvalsdeildinni, sigraði um helgina Lunner, 29:22, á útivelli eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik, 14:13. Fanney og félagar leika ekki aftur í deildinni fyrr en á nýju ári. Meira

Úr verinu

19. nóvember 1997 | Úr verinu | 211 orð

Bakaður þorskur að hætti Dumas

ÞORSKURINN hefur verið mörgum hugleikinn í aldaraðir og margan svangan munninn hefur hann satt. Einn þeirra, sem hafði mikið dálæti á þorski, var franska skáldið Alexander Dumas. Hann kunni til dæmis vel að velja þorsk í matinn. "Veljið fallegan blettóttan þorsk frá Ostende eða úr Ermarsundi. Sá bezti er með hvítt roð og gula bletti. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 162 orð

Bryggjusmíði á Rifi

NÚ ER verið að ljúka smíði á nýrri trébryggju á Rifi á Snæfellsnesi. Smíði hennar hófst í byrjun okt. sl. og samkvæmt áætlun á henni að ljúka 15. des. nk. Samkvæmt lægstu tilboðum í verkið kostar bryggjan með efni um 11,5 milljónir. Verktakinn Guðlaugur Einarsson ehf. sem sér um bryggjusmíðina gerði tilboð að upphæð tæpar 5,8 milljónir en BYKO bauð lægst í efnið, rétt rúmlega 5,7 milljónir. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 26 orð

EFNI Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Fiskvinnsla 5 Stakkavík í Grindavík byggir hráefnisöflun á kaupum á

Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Fiskvinnsla 5 Stakkavík í Grindavík byggir hráefnisöflun á kaupum á smábátum Markaðsmál 6 Útflutningur sjávarafurða frá Víetnam fer vaxandi Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 378 orð

FishTech Iceland kynnt á sýningum víða erlendis

ALÞJÓÐLEGT markaðs- og söluátak fyrir íslensku sjávarútvegssýninguna FishTech Iceland '99 hófst formlega á afrísku sjávarútvegssýningunni Fish Africa '97, sem haldin var í Höfðaborg í sl. mánuði. Þar var Fishing News International með sérstakan sölu- og markaðsbás. Unnið var að því að fá aðila í sjávarútvegi í Afríku til að fjölmenna á FishTech '99 í Reykjavík í september 1999. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 96 orð

Guðjón sér um fjármál Básafells

GUÐJÓN Jóhannesson, 28 ára viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn fjármálastjóri Básafells. Hann tekur til starfa 1. desember nk. Guðjón var valinn úr hópi tíu umsækjenda. Hann hóf nám við Menntaskólann á Ísafirðiárið 1986 og útskrifaðist þaðan árið 1990. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 187 orð

Horft til framtíðar

EITT ár er nú liðið síðan fjögur vestfirsk sjávarútvegsfyrirtæki sameinuðu rekstur sinn undir nafni Básafells hf. Á fyrstu mánuðum þessa árs bættust tvö ný fyrirtæki í hópinn. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 161 orð

Hækkar fiskverð töluvert í vetur?

LAGT hefur verið til innan Evrópusambandsins, ESB, að allmörgum fyrirtækjum í Rússlandi og Kína verði bannað að selja afurðir sínar í Evrópu vegna þess, að þau uppfylla ekki þær kröfur, sem sambandið gerir til fiskvinnsluhúsa. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 207 orð

Í rækjunni í þrjátíu ár

SIGRÍÐUR Sigurðardóttir, sem er elsti starfsmaður Básafells, fagnaði sjötugsafmælinu sínu 1. mars síðastliðinn. Sigríður er kynnt í fyrsta fréttabréfi fyrirtækisins, en hún hefur starfað í rækjuvinnslu í þrjá áratugi, fyrst í Niðursuðuverksmiðjunni, síðan Rit hf. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 181 orð

Meltuskip á miðunum

SKIP, sem getur tekið á móti 1.000 tonnum af úrgangi og aukaafla á dag, verður á miðinum við Alaska á næsta ári. Úr úrganginum verður síðan unnið prótein í fóður og lýsi. Það er norska fóðurfyrirtækið Hørdafór, sem stendur að þessu. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 111 orð

Mest af fiski selt til ESB

EVRÓPUSAMBANDIÐ er langmikilvægasti markaður okkar Íslendinga fyrir sjávarafurðir. Í verðmætum talið fara þangað meira en tveir þriðju hlutar alls sjávarafurðaútfutnings okkar eða um 64,5 milljarðar króna miðað við síðasta ár. Heildarútflutningur nam þá um 95,3 milljörðum króna. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 174 orð

Mikið fryst hjá Tanga hf.

TANGI hf. á Vopnafirði hefur nú unnið og fryst rúmlega 6.000 tonn af síld og loðnu fyrir markaði í Rússlandi á þessu ári. Nær öll framleiðslan er seld. Í haust hafa 11 skip frá Rússlandi komið til Vopnafjarðar til að sækja þessar afurðir. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 820 orð

Rannsóknaverkefnið Botndýr á Íslandsmiðum ­ Bioice - fimm ára

ÞEKKTAR eru tæplega 2.000 tegundir íslenskra botndýra en áætlaður fjöldi er nálægt 4.000. Í verkefninu Botndýr á Íslandsmiðum hefur áhersla verið lögð á að gera grein fyrir áður óþekktum tegundum eða nýjum upplýsingum um útbreiðslu tegunda sem ekki var áður vitað um á Íslandsmiðum. Einnig er sérstaklega skoðuð almenn tilhneiging varðandi útbreiðslu tegundanna og leitað líklegra skýringa. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 149 orð

Ránargull

ÚT er komin hjá bókaútgáfunni Skerplu bókin Ránargull, yfirlit yfir sögu fiskveiða á Íslandi frá landnámsöld til skuttogaraaldar, eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing. Ritinu er ætlað að svala fróðleiksfýsn þeirra sem vilja lesa sér til um öll meginskeið fiskveiðisögunnar, kynnast helstu þáttum hennar og meginatriðunum í þróun fiskveiða á Íslandi frá upphafi og fram undir vora daga. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 353 orð

Rækjuvinnsla hafin hjá Herði hf. í Fellabæ

Egilsstöðum-Hafin er vinnsla í þeirri rækjuverksmiðju sem fjærst er sjó á Íslandi; nýrri rækjuvinnslu Herðis í Fellabæ á Héraði. Í vor keypti fyrirtækið hús Plastverksmiðjunnar Yls, sem var að hætta starfsemi, og rækjuverksmiðju sem stóð ónotuð á Eskifirði. Framkvæmdir við breytingar á húsnæði og uppsetningu verksmiðjunnar hafa staðið yfir síðan og er nú að mestu lokið. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 166 orð

Samið um kvótann í Barentshafinu

NORÐMENN og Rússar hafa orðið ásáttir um þorskkvótann fyrir næsta ár og skiptingu hans. Verður heildarkvótinn 654.000 tonn og 40.000 tonn af norskum strandþorski að auk. Er samdrátturinn milli ára 196.000 tonn. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 165 orð

Skipaskrá með myndum

BÓKIN "ÍSLENSK skipaskrá með ljósmyndum" er komin út. Útgefandinn er Forma ehf. á Akureyri. Í bókinni eru litljósmyndir af skipum og bátum sem ná 20 brúttólesta stærð samkvæmt skrám Siglingastofnunar. Einnig er þar að finna upplýsingar um kvóta allra skipa, farsímaskrá skipa og útgerða frá tilkynningaskyldunni, kort af öllum höfnum í landinu og upplýsingar um alls 2.490 skip og báta. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 404 orð

Stefnir í metafla

FISKAFLI okkar Íslendinga var um síðustu mánaðamót kominn í rúmlega 1,9 milljónir tonna. Því bendir allt til þess að hann fari á þessu ári yfir tvær milljónir í annað sinn í sögunni, en í fyrra fór fiskaflinn í fyrsta sinn yfir þetta mark. Fiskafli eftir þessa fyrstu 10 mánuði árins var orðinn 1.709. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 531 orð

Tangi hefur fryst 6.000 tonn af síld og loðnu í ár

TANGI hf. á Vopnafirði hefur nú unnið og fryst rúmlega 6.000 tonn af síld og loðnu fyrir markaði í Rússlandi á þessu ári. Nær öll framleiðslan er seld og fer hún utan nánst jafnóðum og hún er til. Nú í haust hafa 11 skip frá Rússlandi komið til Vopnafjarðar til að sækja þessar afurðir. Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tanga hf., segir vinnsluna ganga vel þrátt fyrir erfiða síldarvertíð. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 189 orð

Útflutningur eykst mikið

ÚTFLUTNINGUR sjávarafurða hefur farið vaxandi undanfarin ár og virði útflutningsins sömuleiðis. Á síðasta ári nam útflutningur sjávarafurða rúmlega 780.000 tonnum og hefur hann aldrei verið meiri undanfarin ár. Þetta var aukning um 27% frá árinu 1995, en afli á árinu jókst um tæp 29%. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 662 orð

Útflutningur sjávarafurða frá Víetnam fer vaxandi

VAXANDI fiskvinnsla er í Víetnam en hún fer aðallega fram í 180 vinnslustöðvum úti við ströndina. Hefur framboð á hráefni aukist ár frá ári, fór yfir milljón tonna markið seint á síðasta áratug og var 1.363.000 tonn á síðasta ári. Af því var sjávarfang 962.550 tonn og frá ýmiss konar eldi komu 411.000 tonn. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 437 orð

Verð á mjöli og lýsi sjaldan verið jafn hátt

VERÐ á mjöl og lýsi hefur sjaldan eða aldrei verið jafn hátt og nú og raunar það hæsta, sem um getur, á lýsinu. Á einu ári hefur lýsisverðið rokið upp eins og sést á því, að í nóvember fyrir ári var það 475 dollarar tonnið, rúmlega 33.700 ísl. kr., en er nú komið í 705 dollara eða rúmlega 50.000 kr. Verð á mjöli til afhendingar fljótlega er 500 sterlingspund, um 59.000 kr. Meira
19. nóvember 1997 | Úr verinu | 923 orð

Vildum gjarnan fá meira af þorskinum frá ykkur

FISKMARKAÐURINN í Grimsby í Englandi hefur nú verið endurbyggður frá grunni og var um 1,5 milljörðum króna varið til þess. Samtök allra sviða sjávarútvegsins í borginni tóku sig saman, mynduðu fyrirtæki og tóku höfnina á leigu. Byggt var nýtt hús með góðri aðstöðu fyrir kaupendur og seljendur og aðstaða til að taka á móti skipum var einnig endurbyggð. Meira

Barnablað

19. nóvember 1997 | Barnablað | 74 orð

Á snúrunni

HÉR er skemmtilegur samkvæmisleikur, góðir lesendur. Þið þurfið eina snúru, sem er strengd á milli t.d. tveggja stóla, og sex þvottaklemmur. Nú skiptist þið á, með bundið fyrir augun, að festa klemmurnar á snúruna, en ekki er leyfilegt að snerta snúruna með höndunum. Og leikurinn felst í því hver er fljótastur að koma klemmunum sex á snúruna. Meira
19. nóvember 1997 | Barnablað | 66 orð

Efni í jólablað Myndasagna Moggans óskast

KRAKKAR mínir, komið þið sæl, ég er jóla... Já, nú er ekki nema rúmur mánuður til jóla og hvernig væri nú að bretta upp ermarnar og búa til efni, myndir, sögur, ljóð, skreytingar og hvaðeina, sem tengist jólunum og senda Myndasögum Moggans. Við munum svo birta jólaefnið í jólablaði Myndasagna Moggans á aðfangadag, 24. desember. Meira
19. nóvember 1997 | Barnablað | 339 orð

Hvað er í matinn? - Soðið hangikjöt og pokabaunir

Ríkissjónvarpið á sunnudögum kl. 18.30, á eftir Stundinni okkar 800 g beinlausir bitar af hangikjöti, helst úr læri (fituminnst) 200 g gular baunir 50 g smjör 200 g gulrætur 200 g spergilkál 300 g kartöflur salt Aðferð: Látið gulu baunirnar liggja í bleyti í köldu vatni í a.m.k. 12 klst. Meira
19. nóvember 1997 | Barnablað | 132 orð

Kátir krakkar

ÞAU eru lífsglöð, krakkarnir á myndinni, og öll eru þau að gera eitthvað. Að hafa eitthvað fyrir stafni er stór hluti vellíðunar okkar í dagsins amstri. Þeir sem eru latir og gera lítið annað en hangsa og slugsa, leggja grunn að vanlíðan og vesöld. Annars var nú ætlunin að spyrja ykkur hvort þið nenntuð (!) að skoða myndina í eina mínútu og hylja hana síðan. Meira
19. nóvember 1997 | Barnablað | 80 orð

Litaleikur ­ Sam-myndbönd ­ Myndasögur Moggans

ALVEG er þetta makalaust! Enn og aftur er ykkur boðið til litaleiks, nú í tilefni þess að Sam-myndbönd gáfu í gær út sölumyndbandið 101 dalmatíuhundur. Það þarf nú varla að segja ykkur hvað gera þarf, Meira
19. nóvember 1997 | Barnablað | 61 orð

Loki geimengill

KÆRA barnablað. Ég gerði þessa mynd um daginn, hún er uppi í geimnum. Ég vil setja myndina í barnablaðið. Ég heiti Sindri og er 7 ára, en pabbi hjálpaði mér að skrifa bréfið á tölvuna sína og barnapían, sem heitir Guðrún Dröfn, hjálpaði mér að skrifa textann á teikninguna. Ég bið að heilsa ykkur öllum. Bless, bless. Sindri, 7 ára. Meira
19. nóvember 1997 | Barnablað | 78 orð

Sjónarspil

FLJÓTT á litið er ekki að sjá að bilið á milli löngu þverstrikanna á myndinni sé jafnt. En ef þið mælið bilið með t.d. reglustiku komist þið að raun um, að bilið er nákvæmlega jafnt. Ef þið pírið augun þannig að lóðréttu og láréttu smástrikin dofna og sjást varla, er hægt að sjá að löngu strikin eru með jöfnu bili. Meira
19. nóvember 1997 | Barnablað | 42 orð

Stelpan í markinu

KÆRU Myndasögur Moggans. Ég heiti Silja Margrét og er 10 ára. Ég gerði myndina með stelpunni í markinu. Ég á heima á Strandgötu 19, 220 Hafnarfjörður. Ég yrði mjög glöð ef myndin mín birtist í blaðinu. Kær kveðja, Silja Margrét. Meira
19. nóvember 1997 | Barnablað | 92 orð

Stærsta kaka í heimi

FINNST ykkur gott að narta í kökur? Árið 1982 lét kökugerð í borginni Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna baka stærstu afmælistertu í heimi. Hún vó ekki nema 11 tonn (11.000 kíló), var 7 metrar á hæð og 18 metrar í þvermál. Hvernig væri nú að vera rausnarleg næst þegar þið eigið afmæli og baka þokkalega afmælistertu. Uppskriftin er svohljóðandi: 18.000 egg 4. Meira
19. nóvember 1997 | Barnablað | 55 orð

Úrslit litaleiks

LÝSI hf. og Myndasögur Moggans þakka öllum þeim mörgu krökkum sem tóku þátt í litaleik Þorra þorsks. Dregið hefur verið í litaleiknum og vinningar ættu að hafa borist til vinningshafa. Einnig var valin fallegasta myndin (sjá meðfylgjandi mynd) og var hún lituð af Valgerði Guðmundsdóttur, Hólabraut 20, 545 Skagaströnd. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.