Greinar sunnudaginn 23. nóvember 1997

Forsíða

23. nóvember 1997 | Forsíða | 296 orð

OK tapaði en var "í lagi" BANDARÍK

BANDARÍKJAMENN tóku að nota skammstöfunina "OK", sem hefur verið notuð í merkingunni "allt í lagi", fyrir rúmum 150 árum og hún á rætur að rekja til gælunafns áttunda forseta Bandaríkjanna, ef marka má nýja bandaríska bók. Sagnfræðingar hafa lengi velt fyrir sér uppruna skammstöfunarinnar og ýmsar tilgátur hafa komið fram. Meira
23. nóvember 1997 | Forsíða | 123 orð

Talinn hafa svipt sig lífi

ÁSTRALSKA poppstjarnan Michael Hutchence, aðalsöngvari rokkhljómsveitarinnar INXS, fannst látinn á hóteli í Sydney í gærmorgun og ástralskir fjölmiðlar sögðu að hann hefði hengt sig með leðurbelti. Meira
23. nóvember 1997 | Forsíða | 305 orð

Vopnaleit hefst að nýju í Írak

UM 75 eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna, þeirra á meðal sex Bandaríkjamenn, hófu í gær leit að hugsanlegum gjöreyðingarvopnum í Írak eftir þriggja vikna hlé vegna banns Íraka við þátttöku Bandaríkjamanna í vopnaeftirlitinu. Meira

Fréttir

23. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 428 orð

58 ferðamenn myrtir í Egyptalandi A.M.K

A.M.K. sex múslimskir öfgamenn myrtu 58 erlenda ferðamenn í Hatsepsut-hofinu í Lúxor í Egyptalandi á mánudag. Þetta er blóðugasta tilræðið í landinu frá því heittrúaðir múslimar hófu uppreisn gegn stjórn Hosnis Mubaraks forseta árið 1992 til að stofna íslamskt ríki. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Aðalfundur Hollvinasamtaka HÍ

AÐALAFUNDUR Hollvinasamtaka Háskóla Íslands verður haldinn fimmtudaginn 27. nóvember nk. í Skólabæ, Suðurgötu 26. Fundurinn hefst kl. 17. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf, endurskoðun stofnskrár og kynning ársskýrslu. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Almanak Kristniboðssambandsins

ÚT ER komið í tólfta sinn almanak Kristniboðssambandsins. Kristniboðsalmanakið 1998 er skreytt með myndum frá Eþíópíu og Kenýa og selt til ágóða fyrir starf Kristniboðssambandsins. "Nú eru átta kristniboðar að störfum í Afríkulöndunum Eþíópíu og Kenýa. Þá tekur Kristniboðssambandið þátt í kostnaði vegna útsendinga á kristilegum útvarpsþáttum til Kína. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 505 orð

Árni Þór setti reglurnar sjálfur

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir að Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi og formaður stjórnar Dagvistar barna, hafi sjálfur komið að því að móta gildandi reglur um greiðslur kostnaðar vegna stuðnings við fötluð börn í leikskólum. Hann hafi setið í starfshópi sem var sammála um að frá 1. janúar á þessu ári yrði greiðsluskylda ríkissjóðs vegna fatlaðra barna á leikskólastigi felld niður. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Benz eyðilagðist í bruna

MERCEDES Benz bíll er talinn ónýtur eftir að bílskúr við Hörgshlíð í Reykjavík brann í fyrrinótt. Eldurinn kom upp laust fyrir klukkan þrjú á laugardagsmorgun. Slökkvistarf tók skamma stund. Að sögn lögreglu var inni í skúrnum Mercedes Benz station bíll, u.þ.b. 10 ára gamall og er hann talinn ónýtur. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Borgarafundur um forvarnir í Grafarvogshverfi

FYRIRHUGAÐ er að halda borgarafund um unglinga og forvarnir í Grafarvogshverfi. Fundurinn verður haldinn í Húsaskóla þann 26. nóvember kl. 20­22. Að fundinum stendur samstarfshópur, foreldra, stofnana, félagasamtaka og annarra aðila sem koma að uppeldi barna og unglinga í hverfinu. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Borgarafundur um stöðu listamanna

FJÖLNIR, tímarit handa Íslendingum, boðar til opins borgarafundar um stöðu listamanna í samfélaginu sunnudaginn 23. nóvember kl. 20.30 í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, þar sem sýningin Myndlist '97 stendur nú yfir. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 261 orð

Búist við örtröð hjá lífeyrissjóðnum

MIKIÐ álag hefur verið á skrifstofu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í vikunni, en frestur sjóðsfélaga til að færa sig yfir í nýtt lífeyriskerfi rennur út 1. desember. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, sagði að þrisvar sinnum fleiri umsóknir um flutning hefðu borist í vikunni en allt þetta ár. Yfir 500 hefðu þegar flutt sig yfir í nýja kerfið. Meira
23. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 192 orð

Clinton styður úrskurðinn

BRESKA barnfóstran Louise Woodward kemur út af skrifstofu lögfræðinga sinna í Boston í Bandaríkjunum sl. miðvikudagskvöld ásamt foreldrum sínum og fylgdarmönnum. Woodward hefur haldið sig innandyra á hóteli frá því dómur yfir henni var mildaður 10. nóvember sl. Hafa fjölmiðlar setið um hótelið. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 765 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 23.­29. nóvember 1997. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudagurinn 24. nóvember: Robert Magnus fræðimaður á Raunvísindastofnun flytur fyrirlestur í málstofu í stærðfræði í stofu 248 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar Hjarðarhaga 2-6 kl. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Erindi um ást og aga í uppeldinu

SÆMUNDUR Hafsteinsson sálfræðingur verður gestur í hjónastarfi Neskirkju nk. sunnudagskvöld, 23. nóvember. Hann ætlar að ræða efnið: "Ást og agi í uppeldinu" ­ um nauðsyn ástar ­ og aga fyrir börnin og tengslin þar á milli. Þá ræðir hann hvernig treysta megi fjölskylduböndin, um foreldra sem fyrirmyndir barna sinna og hvernig má vekja með börnum og unglingum eðlilegt sjálfstraust. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fiskúrgangur fluttur út í loðdýrafóður

FLUTNINGASKIP lestaði í gær 1.400 tonn af fiskúrgangi í Sandgerði og fer úrgangurinn til Danmerkur þar sem hann verður notaður í minkafóður. Það er fyrirtækið Skinnfiskur í Sandgerði sem flytur fiskúrganginn út, en fyrirtækið er mánaðargamalt og safnar fiskúrgangi á Suðurnesjunum til útflutnings. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Heimili og skóli verðlaunuð

SAMTÖKIN Heimili og skóli fengu bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins í gær, er þau voru veitt í fyrsta sinn. Formaðurinn Jónína Bjartmarz veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd samtakanna. Rökin fyrir verðlaunaveitingunni eru m.a. þau, að samtökin hafi staðið fyrir vakningu meðal foreldra fyrir nauðsyn góðs samstarfs heimilis og skóla. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Hlýindi auðvelda framkvæmdir

HLÝINDIN að undanförnu hafa gert mönnum auðveldara fyrir með ýmsar framkvæmdir utandyra, svo sem byggingar, vegagerð og garðyrkju. Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Reyðarfirði, Guðjón Þórarinsson, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þrátt fyrir vöxt í ám og mikil hlýindi, 6-7 stiga hita dag eftir dag, hefðu enn engar skemmdir orðið á vegum á Austurlandi. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Hugað að Hólsfjallahangikjötinu

REYKHÚS landsins eru full af hangikjöti þessar vikurnar enda aðal sölutíminn framundan. Haraldur Smári Haraldsson, kjötiðnaðarmaður hjá Fjallalambi hf. á Kópaskeri, sem hér sést huga að jólahangikjötinu, segir að kjötið sé byrjað að seljast og síðan verði stígandi í sölunni fram að jólum. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 36 orð

Jeppaferðir með Útivist

FERÐAÁÆTLUN Jeppadeildar Útivistar verður kynnt þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20.30 á Hallveigarstíg 1. Á fundinum verður einnig kynnt aðventuferð jeppadeildar í Bása 6.­7. desember nk. Allir áhugamenn um útivist og jeppaferðir eru velkomnir. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Jólakort Rauða kross hússins

RAUÐA KROSS HÚSIÐ, neyðarathvarf fyrir börn og unglinga, hefur gefið út jólakort í fjáröflunarskyni. Rauði kross Íslands og deildir hans standa að rekstri Rauða kross hússins. Rauða kross húsið veitir börnum og unglingum um land allt þrenns konar þjónustu: Neyðarathvarf sem er opið allan sólarhringinn, allan ársins hring, Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Jólakort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna

STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna hefur gefið út jólakort í fjáröflunarskyni. Er þetta þriðja árið í röð sem félagið gefur stuðningsmönnum sínum kost á jólakortakaupum til að leggja börnum með krabbamein lið. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Kjarni í Mosfellsbæ opnaður

KJARNI, ný verslunar- og þjónustumiðstöð við Þverholt í Mosfellsbæ, var opnaður í gærmorgun við hátíðlega athöfn. Miðstöðin er um 4.400 fermetrar að stærð en samtengd henni er 3.600 fermetra skrifstofubygging, sem tekin var í notkun árið 1993. Saman mynda þessar byggingar átta þúsund fermetra miðbæjarhús, Kjarna. Með opnun Kjarna lýkur Álftarós hf. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 375 orð

Kostnaður við orkuflutning útilokar Keilisnes

VERÐI álverð, sem Norsk Hydro áformar að reisa hér á landi, staðsett á Keilisnesi þarf að byggja tvær 400 kV hálendislínur. Kostnaður við það er áætlaður 20-25 milljarðar. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra segir að kostnaður við þetta sé það mikill að það leiði til þess að ekki verði hægt að bjóða raforkuna á samkeppnishæfu verði. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 454 orð

Mat fólks á búsetuskilyrðum skýrir tilflutning

MAT fólks á búsetuskilyrðum á landsbyggðinni skýrir nær fullkomlega tilflutning fólks af höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina. Þetta er meginniðurstaða skýrslu, sem Stefán Ólafsson prófessor hefur gert fyrir Byggðastofnun um orsakir og eðli íbúaþróunar á Íslandi síðustu árin. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í gær. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð

Málstofa í guðfræði

MÁLSTOFA í guðfræði verður haldin þriðjudaginn 25. nóvember. Þá flytur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson erindi um efnið: Lúther og rétttrúnaðurinn. Fyrirlesturinn verður haldinn í Skólabæ, Suðurgötu 26, og hefst kl. 16. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Morgunverðarfundur um auðlindagjald

VERSLUNARRÁÐ Íslands gengst fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 25. nóvember kl. 8­9.30 í Sunnusal Hótels Sögu. Umfjöllunarefni fundarins er hvort álagning auðlindagjalds í sjávarútvegi sé skynsamleg. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Nær tvöfaldur hagnaður SÍF

HAGNAÐUR SÍF fyrstu níu mánuði ársins var um 126 milljónir króna eftir skatta, samkvæmt óendurskoðuðu innra uppgjöri. Endurskoðað níu mánaða uppgjör á síðasta ári sýndi 65 milljóna króna hagnað. Velta þessa fyrstu níu mánuði ársins var 8,3 milljarðar króna, en eftir sama tímabil í fyrra var veltan 6,9 milljarðar króna. SÍF var skráð á Verðbréfaþingi Íslands fyrr á þessu ári. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Ólafur Haukur Símonarson hlaut verðlaun í Caen

ÓLAFUR Haukur Símonarson rithöfundur hlaut í gær aðalverðlaun norrænnar bókmenntahátíðar í háskólaborginni Caen í Normandí í Frakklandi. Um tíu norrænar bækur eru tilnefndar til verðlauna vegna hátíðarinnar, sem haldin er annað hvert ár. Líkið í rauða bílnum, eftir Ólaf Hauk, var tilnefnd fyrir Íslands hönd að þessu sinni. Hún kom út hérlendis árið 1992. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Píanótónleikar í Gerðarsafni

HALLDÓR Haraldsson píanóleikari heldur einleikstónleika í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, mánudaginn 24. nóvember kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Schubert og Brahms, en á þessu ári eru liðin 200 ár frá fæðingu hins fyrrnefnda og 100 ár frá dauða hins síðarnefnda. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 188 orð

Sameinast um félagsþjónustu

FÉLAGSÞJÓNUSTA Þingeyinga tekur til starfa um næstu áramót með því að héraðsnefnd yfirtekur lagaskyldu sveitarfélaganna um félagsþjónustu, barnavernd og þjónustu við fatlaða. Ekki hefur áður gerst að svona mörg sveitarfélög sameinist um félagsþjónustu. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 38 orð

Samskipti við ástvini

VILHELMÍNA Magnúsdóttir heldur tvo fyrirlestra í Gerðubergi þriðjudagana 25. nóvember og 2. desember kl. 20. Fyrri fyrirlesturinn fjallar um heilbrigð samskipti við ástvini og sá seinni um tilfinningar og tjáningu þeirra. Aðgangseyrir er 1000 kr. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Segir frá Grænlandsdvöl

GUÐMUNDUR Bjarnason læknir, sem starfað hefur í Scoresbysund í Grænlandi, segir frá dvöl sinni þar og sýnir litskyggnur á fundi Grænlensk-íslenska félagsins Kalak í Norræna húsinu þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20.30. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 751 orð

Smellur einblínir á jákvæð viðfangsefni

SMELLUR heitir nýtt unglingatímarit sem Æskan gefur út. Elín Jóhannsdóttir er ritstjóri blaðsins. "Í tilefni afmælis Æskunnar var ákveðið að kanna þörfina fyrir sérstakt unglingablað," segir Elín. "Í ljós kom að markaður var talinn fyrir slíkt tímarit og því var farið að undirbúa útgáfuna. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Stúlkur með betri árangur en piltar

STÚLKUR í fjórða og sjöunda bekk grunnskóla náðu að jafnaði betri árangri en piltar í samræmdum könnunarprófum í íslensku sem fram fóru 14. og 15. október sl. Lítill munur er hins vegar á árangri kynjanna í stærðfræði Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Tónleikar Tónlistarskóla Ísafjarðar

TÓNLEIKAR eldri nemenda í Tónlistarskóla Ísafjarðar verða haldnir í Frímúrarasalnum kl. 17 á sunnudag. Á tónleikunum koma fram nokkrir nemendur sem lengst eru komnir áleiðis í tónlistarnámi. Flutt verða m.a. verk eftir Mozart, Chopin, Mendelssohn, verk í léttum dúr frá 20. öld og einn nemandi flytur frumsamið verk. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 538 orð

Um 160 tonn af fatnaði hafa safnast

"VIÐ höfum varið kringum 10 milljónum króna á þessu ári til að kosta húsaleigu, pökkun og sendingu á fatnaði frá Íslandi til bágstaddra í nokkrum löndum í Afríku, Asíu og Evrópu," segir Jónas Þ. Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, en nú hafa um 140 tonn af fatnaði verið send frá Íslandi. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 445 orð

VIKAN 16/11­22/11

HLUTABRÉF í Flugleiðum lækkuðu um 15% í kjölfar þess að félagið birti tölur yfir afkomu sína fyrstu níu mánuði þessa árs. Hagnaður félagsins af reglulegri starfsemi nam 341 milljón króna og minnkaði hann um 547 milljónir milli ára. Þetta er lakasta afkoma Flugleiða frá árinu 1993. Meira
23. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 323 orð

Vilja rannsaka háhita, gas og olíu í Öxarfirði

HREPPSNEFND Öxarfjarðarhrepps hefur fengið nokkur nágrannasveitarfélög og opinberar stofnanir í lið við sig í því verkefni að hefja að nýju rannsóknir á háhitasvæðinu í Öxarfirði. Byrjað verður á hönnun rannsóknarholu. Ingunn St. Meira

Ritstjórnargreinar

23. nóvember 1997 | Leiðarar | 1457 orð

MORGUNBLAÐIÐ hefur sagt ítarlega frá erindi Þorgeirs Örlygssonar,

MORGUNBLAÐIÐ hefur sagt ítarlega frá erindi Þorgeirs Örlygssonar, prófessors, á fundi Sjávarútvegsstofnunar Íslands 8. nóvember sl. Erindi hans bar nafnið Hver á kvótann? Í erindinu var ekki talið útilokað, að atvinnuréttindi gætu talizt til eignarréttinda og þannig notið verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Meira
23. nóvember 1997 | Leiðarar | 464 orð

VAXANDI ANDSTAÐA

VAXANDI ANDSTAÐA AXANDI andstaða er við kvótakerfið í óbreyttri mynd meðal forystumanna í sjávarútvegi og stjórnvalda. Þetta kom skýrt fram á Fiskiþingi svo og í ræðu Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundi flokksins í fyrrakvöld. Meira

Menning

23. nóvember 1997 | Menningarlíf | 594 orð

Á næturvaktinni með Ed McBain

Ed McBain: "Nocturne". Hodder og Stoughton 1997. 291 síða. HVER sá sem skrifað hefur meira en 80 skáldsögur eins og bandaríski rithöfundurinn Evan Hunter, sem einnig er þekktur undir nafninu Ed McBain, er orðinn ansi sjóaður höfundur. Meira
23. nóvember 1997 | Menningarlíf | 386 orð

Bandamenn flytja elsta leikrit á íslensku

LEIKHÓPURINN Bandamenn flytur í fyrsta sinn svo vitað sé elsta leikrit sem til er á íslensku, Belíalsþátt, í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á morgun, mánudagskvöld kl. 20.30. Belíalsþáttur er til á handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns í fjórum uppskriftum og hefur það verið mönnum mikil ráðgáta hvaðan hann er ættaður. Meira
23. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 84 orð

Barbí gegn brjóstakrabba

ALLSÉRSTÆÐ söfnun fór fram í Mílanó nú á dögunum þegar helstu fatahönnuðir heims sýndu hönnun sína á 81 Barbídúkku. Dúkkurnar voru klæddar upp og sýndar í fjáröflunarskyni vegna forvarna gegn brjóstakrabbameini. Það voru tímaritið Vogue Italia og leikfangafyrirtækið Mattel sem stóðu að átakinu ásamt uppboðsfyrirtækinu Christies sem mun halda uppboð á dúkkunum. Meira
23. nóvember 1997 | Menningarlíf | 771 orð

BASSABÁTURINN Gunnlaugur Scheving

Það sem gerir þetta málverk merkilegt, jafnvel einstakt í íslenzkri myndlist, er hve allt vinnuferlið segir þeim mikla sögu sem í myndina rýnir. Ekki einungis af ungum samviskusömum og leitandi listamanni er var að ljúka löngu og sígildu námi við listaskóla erlendis, og rétt að þreifa fyrir sér í sjálfstæðri listsköpun, heldur einnig í listsögulegum skilningi. Meira
23. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 72 orð

Bette Midler á skjáinn

BETTE Midler er víst að hugleiða að fara með aðalhlutverkið í eigin sjónvarpsþætti. Midler sem hefur átt góðar stundir á hvíta tjaldinu hefur starfað áður fyrir sjónvarpsskjáinn. Hún kom t.d. fram í einum þætti um Seinfeld, og hefur leikið í sjónvarpsmyndum. Meira
23. nóvember 1997 | Bókmenntir | 134 orð

BLÓÐIÐ rennur til skyldunnar nefni

BLÓÐIÐ rennur til skyldunnar nefnist skáldsaga eftir Hafliða Vilhelmsson. Hafliði hefur áður sent frá sér nokkrar skáldsögur og kom sú fyrsta, Leið 12 Hlemmur-Fell, út fyrir um það bil tuttugu árum. Sögusvið er Reykjavík nútímans. Höfundur teflir fram tveimur ólíkum heimum. Meira
23. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 201 orð

Costner vefengdur

KEVIN Costner lýsti því yfir á dögunum að Díana prinsessa hefði sýnt áhuga á að leika með honum í kvikmynd áður en hún lést. Costner var því ekki ánægður þegar talsmaður konungsfjölskyldunnar neitaði því alfarið að nokkuð væri til í þessum fullyrðingum leikarans. Meira
23. nóvember 1997 | Menningarlíf | 621 orð

Einleikur á fagott

FAGOTTTÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu á mánudagskvöld, 24. nóvember, kl. 20.30. Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Brynhildur Ásgeirsdóttir leika klassísk verk fyrir fagott og píanó ásamt þeim Sigurði Halldórssyni sellóleikara og Ármanni Helgasyni klarínettleikara. Meira
23. nóvember 1997 | Bókmenntir | 552 orð

Einsemd sálarinnar

eftir Sigurjón Magnússon. Bjartur. Reykjavík 1997. 120 bls. GÓÐA nótt, Silja er athyglisverð saga um sálarkreppu fólks í Reykjavík samtímans. Sagan tekur á þema sem hefur verið algengt í borgarskáldsögum fyrr og síðar, þema sem mætti lýsa með orðatvenndinni einsemd/samvera. Meira
23. nóvember 1997 | Menningarlíf | 89 orð

"EINSÖNGUR í útvarpssal"heitir hljóm

"EINSÖNGUR í útvarpssal"heitir hljómplata þar sem Inga María Eyjólfsdóttir syngur 31 lag; íslenska, norræna, enska og þýska ljóðsöngva. Á píanó með Ingu Maríu leika Ólafur Vignir Albertsson, Guðrún A. Kristinsdóttir, Agnes Löve og Diana Wright. Meira
23. nóvember 1997 | Bókmenntir | 153 orð

ERTA er fyrstu skáldsaga Diddu (Sigurlaug

ERTA er fyrstu skáldsaga Diddu (Sigurlaug Jónsdóttir). Erta er frásögn í dagbókarformi, sagt er frá ýmsum atburðum, lífsreynslu og hugrenningum Reykjavíkurstúlku. Frásögnin spannar eitt ár, hver dagur hefur sín sérkenni og þekkt umhverfið ljær frásögninni veruleikablæ. Meira
23. nóvember 1997 | Menningarlíf | 78 orð

FANTASÍA er með leik Guðrúnar Birgisdóttur

FANTASÍA er með leik Guðrúnar Birgisdóttur flautuleikara og Peters Mátés píanóleikara. Þau hafa leikið mikið saman hér heima og erlendis á síðastliðnum árum. Á plötunni er að finna úrval nokkurra sígildra verka sem samin hafa verið fyrir flautu og píanó, m.a. eftir Schubert, Saint-Saëns, Fauré, Ravel o.fl. Meira
23. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 157 orð

Frostrokk á Akranesi

SPÚTNIKVIKA var haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fyrir skömmu. Lista- og heimspekikvöld voru haldin og útvarpsstöðin Blómið var starfrækt í nokkra daga. Spútnikvikunni lauk með tónlistarkeppninni Frostrokk þar sem sjö hljómsveitir skólans spiluðu af innlifun í Bíóhöll Akraness. Mikil stemmning var fyrir keppninni og fóru nemendur skólans létt með að fylla höllina. Meira
23. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 535 orð

Gjöf til borgarfulltrúa Hún Reykja

BJARNI Hafþór Helgson gaf borgarfulltrúum Reykjavíkur fimmtán eintök af nýútkomnum geisladiski sínum "Með á nótunum" fyrir fund borgarstjórnar í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veitti diskunum viðtöku. Á geisladisknum er afmælislag Reykjavíkur "Hún Reykjavík" og hefur það ekki verið gefið út fyrr. Meira
23. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 232 orð

GÓÐ MYNDBÖND Ruby Jean og Joe (Ruby

Ruby Jean og Joe (Ruby Jean and Joe) Útjaskaður nútíma kúreki finnur tilgang með lífinu þegar hann kynnist ungri konu sem hann tekur upp í bílinn hjá sér. Tom Selleck og Rebekah Johnson eru frábær í aðalhlutverkunum. Meira
23. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 46 orð

Kjötsprengja sest í helgan stein

JAPANSKI súmóglímukappinn Konishiki sem jafnan hefur verið kallaður Kjötsprengjan, ákvað að setjast í helgan stein eftir að hafa tapað glímu sem kom honum af toppnum. Myndin er tekin í Ástralíu þegar Konishiki og ungur skóladrengur horfast í augu við setningu súmóglímumóts. Meira
23. nóvember 1997 | Menningarlíf | 68 orð

Lesið úr nýjum ævisögum

FÉLAGSSKAPURINN Besti vinur ljóðsins stendur fyrir upplestri úr nýjum endurminningabókum og ævisögum á kaffistofu Gráa kattarins, Hverfisgötu 16a (gegnt Landsbókasafninu), sunnudaginn 23. nóvember kl. 15. Lesið verður úr bókunum Sálumessa syndara, endurminningar dr. Meira
23. nóvember 1997 | Bókmenntir | 74 orð

LEYNIFÉLAGIÐ er eftir Kristján Jón

LEYNIFÉLAGIÐ er eftir Kristján Jónsson. Í þessari nýjustu bók þessa höfundar segir frá baráttu Jóa og stelpnanna í Tígrissveitinni við dularfullan félagsskap stráka sem kallar sig leynifélagið Hefnd Gula skuggans. Meira
23. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 80 orð

McManaman er bestur

LIVERPOOL klúbburinn á Íslandi valdi enska landsliðsmanninn Steve McManaman besta leikmann liðsins síðasta keppnistímabil. Liverpool- aðdáendur í klúbbnum fóru í "pílagrímsferð" til Liverpool fyrir skömmu, þar sem þeir fylgdust með leik liðsins gegn Chelsea á Anfield Road, og komu einnig við á Melwood- æfingavellinum. Meira
23. nóvember 1997 | Bókmenntir | 129 orð

Nýjar bækur Í ÖÐRUM heimi

Í ÖÐRUM heimi er barnabók eftir Hildi Einarsdóttur. Þetta er önnur barnabók Hildar en árið 1994 kom út eftir hana bókin Dekurdrengur á dreifbýlisbomsum. Aðalsöguhetjan er ellefu ára strákur. Hann hefur mjög frjótt ímyndunarafl og segir oft ýkjusögur af sjálfum sér og öðrum. Meira
23. nóvember 1997 | Bókmenntir | 123 orð

Nýjar bækur NEMA

NEMA ástin er fyrsta skáldsaga Friðriku Benónýs en áður hefur hún skrifað bók um Ástu Sigurðardóttur, skáld og listamann Minn hlátur er sorg og kom út árið 1992. Nema ástin er saga um unga konu sem stendur á tímamótum. Meira
23. nóvember 1997 | Menningarlíf | 56 orð

Nýjar plötur SÖNGVAR

SÖNGVAR er með Gunnari Guðbjörnssyni tenórsöngvara og Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. Á plötunni er að finna lög eftir Sibelius, Hugo Alfvén, Sjöberg, Grieg, sænsk þjóðlög og lagaflokkinn Ástir skáldsins (Dichterliebe) eftir Schumann. Upptökum stjórnaði Halldór Víkingsson í Gerðubergi í sumar. Útgefandi er Fermata­hljóðritun. Meira
23. nóvember 1997 | Bókmenntir | 88 orð

SAGAN af Daníel ­ Á bárunnar bláu slóð þri

SAGAN af Daníel ­ Á bárunnar bláu slóð þriðja bindið er eftir Guðjón Sveinsson. Í upphafi þessa þriðja bindis er sögumaðurinn Daníel orðinn 13 ára. Sakleysi bernskunnar er smátt og smátt að víkja, en bein þátttaka hans í veröld hinna fullorðnu að taka við, með vissum væntingum æskumannsins. Meira
23. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 61 orð

Stjarna Kenny G.

TÓNLISTARMAÐURINN Kenny G. stillti sér upp með saxófón sem hann fékk lánaðan hjá aðdáanda sínum þegar stjarna hans var vígð í göngugötunni frægu í Hollywood á dögunum. Kenny G. er þekktur fyrir sérstakan saxófónleik sinn og hefur selt yfir 60 milljónir platna í heiminum. Nýjasta plata hans kom út núna í nóvember og kallast "Kenny G. Greatest Hits". Meira
23. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 429 orð

TERRY GILLIAM

ÞEGAR nafn leikstjórans Terry Gilliam kemur upp í hugann er það gjarna í samhengi við ærsl, fáránleika og fína skemmtun. Hún er að segja má undantekningarlaust tryggð þegar þessi einstaki gleðigjafi á í hlut. Meira
23. nóvember 1997 | Menningarlíf | 88 orð

TSJAJKOVSKÍJ er með píanóleik Eddu Erlends

TSJAJKOVSKÍJ er með píanóleik Eddu Erlendsdóttur. Á plötunni leikur hún Árstíðirnar og önnur verk tónskáldsins. Edda Erlendsdóttir nam píanóleik á Íslandi og í Frakklandi. Hún hefur haldið tónleika víða um heim og komið fram á ýmsum tónlistarhátíðum hér heima og erlendis. Meira
23. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 44 orð

Ungfrú Heimur

UNGFRÚ Ísrael Mirit Grinberger æfir sig hér í að koma fram í kvöldklæðnaði. Hún er ein fjölmargra ungmeyja sem munu vera með hjartað í buxunum (sundbolnum) á sunnudagskvöld þegar ungfrú heimur verður kosin með pomp og prakt á Seychelleseyjum austur af Afríku. Meira
23. nóvember 1997 | Menningarlíf | 89 orð

UPP með þúsund radda brager plata með söng

UPP með þúsund radda brager plata með söng Kórs Menntaskólans að Laugarvatni undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Er þessi plata tileinkuð söngstarfi og minningu Þórðar Kristleifssonar, kennara og kórstjóra. Á plötunni eru m.a. Meira
23. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 55 orð

"Velkomin til Sarajevó"

KVIKMYNDIN "Welcome To Sarajevo" var frumsýnd í Los Angeles í vikunni. Myndin fjallar um fréttamenn í stríðshrjáðri borginni en meðal leikara eru þau Woody Harrelson og Marisa Tomei. Hin tólf ára gamla Emira Nusevic, sem leikur munaðarlausa stúlku í myndinni, mætti hreykin til frumsýningarinnar og stillti sér upp með vöðvabúntinu Sylvester Stallone. Meira
23. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 501 orð

(fyrirsögn vantar)

EITT minna uppáhaldsatriða í gamanmynd er að finna í þessari kolrugluðu en ómótstæðilegu mynd sem Gilliam leikstýrði og skrifaði árið 1981. Sex dvergar eru að róla sér á hvítum kössum í óútskýranlegu, niðdimmu tómarúmi austan við sól og vestan við mána. Einn framkvæmir mestar hundakúnstirnar í þessu útgeimsróleríi og kallar til hinna "Sjáið mig núna!". Meira
23. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 248 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið22.05 Forvitnilegt leikaraval virðist að óséðu það áhugaverðasta við Bresku gamanmyndina Hæpin heilræði (Deadly Advice 1996).Gamanið er grátt. Tvær systur búa í skugga ráðríkrar móður í smábæ í Wales. Önnur þeirra er ofantekin af því hvernig hún geti kálað kerlingunni og komist upp með það. Frumsýning. Meira

Umræðan

23. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 540 orð

Ábyrgð vegagerðarmanna

FLESTUM er kunn sú staðreynd að í hálku leita ökutæki gjarnan út úr beygju. Á Íslandi getum við átt von á hálku 8 til 9 mánuði ársins. Þrátt fyrir þessar staðreyndir virðast hönnuðir umferðarmannvirkja á höfuðborgarsvæðinu miða mannvirkin við veðurfar í suðrænum sólarlöndum, því ekki er hægt að sjá að hönnunin vinni gegn hálkuslysum. Meira
23. nóvember 1997 | Aðsent efni | 921 orð

Englendingurinn

Englendingurinn ÞEGAR Óskarsverðlaunum var úthlutað í ár fór eins og spáð hafi verið, kvikmyndin Englendingurinn þótti bera af og fékk mörg verðlaun. Kvikmyndin er byggð á sögunni "The English Paitent", eftir Michael Ondaatje, sem kom út árið 1992 og fékk Booker-verðlaunin bresku á sínum tíma. Meira
23. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 336 orð

Internet ­ millinet

FIMMTUDAGINN þegar þetta er ritað hefur rithöfundurinn Kristján Jóhann Jónsson nýskrifað grein um nauðsyn hreintungustefnu í DV og Össur tileinkar meðal annars tungunni leiðarann í því sama blaði undir heitinu "Alnetið og íslensk menning". Nýlokið er málþingi um íslenska tungu í nútíð og framtíð, þar sem meðal annars var rætt um notkun orðabanka á "Netinu", og rétt í þessu er Steingrímur J. Meira
23. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 447 orð

Lyfjasala og lyfjafölsun

RÍKISSJÓNVARPIÐ sýndi í gær (18. nóvember) fyrri þátt hasarmyndar úr flokki mynda um bresku tollvörsluna, en slíkar myndaraðir hafa verið sýndar þar áður. Þessar hasarmyndir hafa yfirleitt snúist um baráttu tollaranna við eiturlyfjabófa, með misjöfnum árangri, en í þessari mynd var tekið á nýju viðfangsefni, sem vert er að vekja athygli á. Meira

Minningargreinar

23. nóvember 1997 | Minningargreinar | 249 orð

Arnljótur Baldursson

Elskulegur frændi minn Arnljótur Baldursson lést á Kanaríeyjum daginn fyrir fimmtugsafmæli sitt. Arnljótur bar nafn langafa síns, Arnljóts prests og alþingismanns, Ólafssonar. Foreldrar Arnljóts voru þau Baldur Jónsson, sem um langt bil rak Véla- og raftækjaverslunina í Bankastræti, og móðursystir mín Hansína Helgadóttir, Eiríkssonar frá Karlsskála á Reyðarfirði. Meira
23. nóvember 1997 | Minningargreinar | 344 orð

Arnljótur Baldursson

Ég man þá stund eins og það hafi verið í gær, þegar Edda frænka mín hringdi í mig kvöld eitt í nóvember fyrir 3 árum og tilkynnti mér að þú værir að koma til landsins eftir 2 daga frá Suður-Afríku. Það kom ekki til af góðu, þú varst alvarlega veikur. Þú varst að koma eftir 2 daga og ég sem hafði ekki séð þig í 18 ár og þá aðeins í fáa daga. Ég var svo kvíðin og stressuð. Meira
23. nóvember 1997 | Minningargreinar | 508 orð

Arnljótur Baldursson

Hann Arnljótur frændi minn er dáinn. Við þessa frétt brá mér, en það mátti samt búast við þessu, þar sem hann hafði átt við illvígan smáæðasjúkdóm að stríða undanfarin þrjú ár sem hafði gert nýrun hans óstarfhæf og einnig tekið frá honum alla heyrn. Ég minnist Arnljóts fyrst er ég var 8 ára, þegar ég kom í heimsókn til afa og ömmu á Ægissíðuna, hann var orðinn unglingur þá. Meira
23. nóvember 1997 | Minningargreinar | 173 orð

ARNLJÓTUR BALDURSSON

ARNLJÓTUR BALDURSSON Arnljótur Baldursson var fæddur í Reykjavík hinn 15. október 1947. Hann lést af völdum hjartaslags á Grand Kanarí hinn 14. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Hansínu Helgadóttur, húsmóður, sem var fædd á Ísafirði, d. Meira
23. nóvember 1997 | Minningargreinar | 684 orð

Ásgeir Kröyer

Ég var rétt nýfæddur þegar Ásgeir og Helga tóku mig að sér, og gengu mér í móður og föður stað. Ásgeir hefur þá verið rúmlega þrítugur og mamma á svipuðum aldri. Ekki hefði ég getað fengið betri foreldra en þau Ásgeir og Helgu, veittu þau mér alltaf hlýju og yl, í lífsins sjó. Meira
23. nóvember 1997 | Minningargreinar | 185 orð

ÁSGEIR KRÖYER

ÁSGEIR KRÖYER Ásgeir Kröyer var fæddur á Stórabakka á Fljótsdalshéraði í Hróarstungu 24.2. 1914. Hann lést á Landspítalanum 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Antonia Jónsdóttir frá Svínabökkum í Vopnafirði, og Benedikt Kristjánsson Kröyer, smiður frá Stórabakka á Fljótsdalshéraði. Meira
23. nóvember 1997 | Minningargreinar | 322 orð

Sigurður G. Sigurðsson

Þrátt fyrir það, að Sigurður hafi síðustu þrjú árin átt við erfiðan sjúkdóm að etja þá kom andlátsfregnin jafn mikið á óvart. Við fráfall Sigurðar G. Sigurðssonar hrannast upp minningar um liðnar samverustundir sem við áttum saman í starfi okkar í prentsmiðjunni, því að margs er að minnast af þrjátíu ára samstarfi, Meira
23. nóvember 1997 | Minningargreinar | 209 orð

Sigurður G. Sigurðsson

Mig langar til að minnast tengdaföður míns Sigurðar G. Sigurðssonar. Sú sorgarfrétt barst til okkar í Svíþjóð að Sigurður væri látinn eftir erfið veikindi. Sigurður var traustur og góður maður. Kynni okkar hófust þegar ég og fjölskylda mín fluttumst til Íslands. Meira
23. nóvember 1997 | Minningargreinar | 321 orð

Sigurður G. Sigurðsson

Í vetrarbyrjun, þegar skammdegismyrkrið sækir á og verður senn alls ráðandi, andaðist mágur minn Sigurður G. Sigurðsson hálf sjötugur að aldri. Hann var prentari að mennt. Guðmundur afi hans var einn af stofnendum prentsmiðjunnar Gutenberg, seinna ríkisprentsmiðja, en þar lærði Sigurður prentverk. Þar lærði einnig og vann um skeið Guðmundur móðurbróðir hans. Meira
23. nóvember 1997 | Minningargreinar | 299 orð

Sigurður G. Sigurðsson

Sigurður hóf prentnám á unga aldri, sem síðar átti eftir að verða hans ævistarf. Mestallan hluta starfsævi sinnar starfaði hann í prentsmiðjunni Gutenberg og Steindórsprenti-Gutenberg. Er undirritaður kom til starfa í Gutenberg fyrir mörgum árum, voru að eiga sér stað ákveðin kynslóðaskipti í setjarasalnum. Eldri menn voru að láta af störfum og yngri að taka við. Meira
23. nóvember 1997 | Minningargreinar | 251 orð

SIGURÐUR G. SIGURÐSSON

SIGURÐUR G. SIGURÐSSON Sigurður G. Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 21. apríl 1932. Hann lést á Landspítalanum 13. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Breiðfjörð Jónsson, stýrimaður í Reykjavík, f. 14. okt. 1896 á Brunnastöðum, Vatnsleysustrandarhr., Gull., d. 20. sept. Meira
23. nóvember 1997 | Minningargreinar | 62 orð

Sigurður G. Sigurðsson Við árbakkann ég sá minningarnar fljóta hjá tárin saman runnu seytlandi áþekka slóð þá lífsleið sem hann

Við árbakkann ég sá minningarnar fljóta hjá tárin saman runnu seytlandi áþekka slóð þá lífsleið sem hann tróð. Á barmi gljúfurs sá ég fallegan vetrarfoss frosin eilífðartár kristallaður farvegur í gegnum hjartans sprungusár. Meira
23. nóvember 1997 | Minningargreinar | 731 orð

Sveinn Ólafsson

Vinur minn Sveinn Ólafsson hefur kvatt okkur, hafði verið veikur síðustu mánuði. Við Guðrún söknum hans sárlega, og svo mun um marga. Þau hjónin Sveinn og Ásta Lóa Bjarnadóttir hafa dvaldið í Kaliforníu hvað lengst allra Íslendinga aðfluttra þangað um og eftir stríð. Meira
23. nóvember 1997 | Minningargreinar | 181 orð

SVEINN ÓLAFSSON

SVEINN ÓLAFSSON Sveinn Ólafsson var fæddur á Eskifirði 18. september 1919. Hann lést í Kaliforníu 18. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Ingvarsdóttir Pálmasonar alþm. og Ólafur Sveinsson, sonur Sveins Ólafssonar alþm. frá Firði í Mjóafirði. Meira

Daglegt líf

23. nóvember 1997 | Ferðalög | 96 orð

10% starfa viðferðaþjónustu

UM 262 milljónir manna hafa á einn eða annan hátt atvinnu af ferðaþjónustu, samkvæmt því sem fram kemur í gögnum frá Alþjóða ferðamálaráðinu. Þessi fjöldi svarar til 10,6% vinnandi fólks í heiminum. Það þarf ekki að koma á óvart að það er á Spáni sem hlutfallslega flestir hafa atvinnu af ferðaþjónustunni, eða 17,7% vinnuaflans. Meiri furðu vekur að Belgía er í öðru sæti með 16,4%. Meira
23. nóvember 1997 | Ferðalög | 1228 orð

Afslappað og barnavænt sumarfrí

Þegar ætlunin er að fara í sumarfrí og vera viss um að slá í gegn hjá afkomendunum er sumarhús í Hollandi óbrigðult. Það var að minnsta kosti reynslaHelgu Magnúsdóttur og fjölskyldu hennar. Meira
23. nóvember 1997 | Ferðalög | 639 orð

Baráttanum plássið

ÞÓTT flest bandarísk flugfélög hafi reglur um hámark tvær töskur sem handfarangur, er þeim sjaldnast framfylgt fyrr en um borð þegar allt er komið í óefni vegna þrengsla. Fyrstu farþegar eru stundum búnir að sölsa undir sig allt rými í hillunum fyrir ofan sætin og þá verða þeir sem á eftir koma að afhenda handfarangurinn, jafnvel þótt þeir hafi bara eina tösku, og sjá af honum niður í lest. Meira
23. nóvember 1997 | Bílar | 668 orð

Fiat með GDI-vélar og tvinnvélar Bílaframleiðendur um allan heim keppast við að þróa nýjar vélar sem taka mið af auknum kröfum

FIAT hefur sett sér það takmark að meðaleyðsla allra fólksbíla sem fyrirtækið framleiðir verði fyrir árið 2005 undir 0,59 lítrar á hverja tíu kílómetra eða 5,9 lítrar á hverja 100 km. Þetta á jafnt við dísil- og bensínvélar fyrirtækisins. Núna er þetta meðaltal 0,68 lítrar, eða 6,8 lítrar á 100 km (í blönduðum akstri, þ.e. bæjar- og þjóðvegaakstri). Meira
23. nóvember 1997 | Bílar | 46 orð

Fjórðungur í endurskoðun

77.618 aðalskoðanir á fólksbílum voru gerðar fyrstu tíu mánuði ársins. 18.871 bíll, eða tæplega fjórðungur þeirra fólksbíla sem færðir voru til aðalskoðunar voru dæmdir í endurskoðun. Þetta kemur fram í bifreiðatölum Skráningarstofunnar. 28.790 bílar fengu skoðun án athugasemda en 27.183 bílar fengu ábendingu. Meira
23. nóvember 1997 | Bílar | 427 orð

Fjöðrun Corolla of mjúk við of mikla hleðslu

Í VIKURITINU Automotive News Europe er grein um nýjan Toyota Corolla. Þar segir að við prófun á bílnum í Danmörku hafi komið í ljós að hann sé óstöðugur við vissar aðstæður. Prófunin er kölluð akreinaskipta próf og svipar mjög til prófunar á Mercedes-Benz A bílnum í Svíþjóð, svokölluðu elgsprófi. Eins og kunnugt er valt A-bíllinn við prófunin. Björn Víglundsson, auglýsingastjóri hjá P. Meira
23. nóvember 1997 | Bílar | 107 orð

Formula 1 við OLÍS stöð

FORMULA 1 bíllinn sem hefur verið til sýnis hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum undanfarið var fluttur úr landi í síðustu viku. OLÍS átti þátt í því að bíllinn var fluttur hingað til lands og brugðu starfsmenn fyrirtækisins á leik við eina af bensínstöðvum OLÍS. Meira
23. nóvember 1997 | Ferðalög | 392 orð

Handfarangureilífðarvandamál

Í BYRJUN árs tóku Flugleiðir í notkun sérútbúna kassa til að mæla umfang leyfilegs handfarangurs. Trausti Tómasson aðstoðarstöðvarstjóri í Leifsstöð segir að þeir séu einungis til bráðabirgða því verið sé að framleiða fullkomnari og mun fallegri kassa, sem vonandi verða teknir í notkun fljótlega eftir áramótin. Meira
23. nóvember 1997 | Ferðalög | 579 orð

Í arabísku kvennabúri

ÞAÐ kemur engum á óvart þótt sagt sé að New York sé suðupottur. En það er bara rétta orðið til að lýsa borginni. Í þessari metrópólís vesturheims bráðna saman ólíkir menningarstraumar svo að úr verður einn magnaðasti og ilmbesti grautur sem um getur. Meira
23. nóvember 1997 | Bílar | 1069 orð

Knár Mercedes Benz A 140

HANN er hár, mjósleginn, óvenjulegur í útliti, vel búinn, vandaður og nokkuð dýr Mercedes Benz A 140 og 160 sem nýlega var kynntur hjá umboðinu, Ræsi í Reykjavík. Hvað svo sem segja má um þær umræður sem framleiðandinn hefur lent í eftir veltu í bílaprófun í Svíþjóð er A-bíllinn skemmtilegur vagn og áhugaverður sem sést m.a. Meira
23. nóvember 1997 | Bílar | 289 orð

Líknarbelti frá Honda

HONDA hefur kynnt byltingarkenndan öryggisbúnað í bíla, svokallað líknarbelti. Um er að ræða öryggisbelti með loftpúða í þeim hluta beltisins sem leggst yfir axlir. Öryggisbelti eru talin vera áhrifaríkasti öryggisbúnaðurinn í bílum. Í Japan var Honda fyrst fyrirtækja til að bæta forstrekkjara við hefðbundin öryggisbelti til að varna enn frekar hreyfingu á líkamanum við árekstur. Meira
23. nóvember 1997 | Ferðalög | 663 orð

Menningarborg ognáttúra innan seilingar

FERÐAMÁLAFULLTRÚAR borganna níu, sem ráðherraráð menningarmála Evrópusambandsins sæmdi menningarborgatitlinum árið 2000, héldu sameiginlegan blaðamannafund í Lundúnum síðastliðinn mánudag. Fundurinn markaði upphafið að sameiginlegu kynningarstarfi borganna í tengslum við menningarborgartilnefninguna og lagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti áherslu á í setningarræðu sinni að ferðalög ýttu Meira
23. nóvember 1997 | Bílar | 141 orð

Met í bensínnotkun í Bandaríkjunum

BENSÍNNOTKUN í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meiri en á þessu ári og Bandaríkjamenn kaupa í auknum mæli stóra bíla í stað sparneytinna, þ.e. jeppa, fjölnotabíla og pallbíla. Nærri einn af hverjum tveimur bílum í Bandaríkjunum eru af þessum gerðum. Þetta kemur fram í Los Angeles Times. Meira
23. nóvember 1997 | Ferðalög | 428 orð

Síaukin áhersla lögð á framboð afþreyingar

MAGNÚS Oddsson ferðamálastjóri segir afþreyingu fyrir ferðalanginn fá sífellt meira vægi á ferðasýningum erlendis. Árlegri fjögurra daga kaupstefnu ferðaþjónustunnar lauk í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag og telur Magnús að stórum ferðasýningum af því tagi muni fara fækkandi. Meira
23. nóvember 1997 | Bílar | 66 orð

Subaru Forester fyrstu á torgið

SILFURTORG á Ísafirði var opnað með pomp og prakt um síðustu helgi. Fyrsti bíllinn sem ók inn á torgið var af gerðinni Subaru Forester og skráningarnúmerið er Í 1. Eins og sjá má á myndinni horfðu Ísfirðingar rannsakandi augum á þennan nýja bíl og virtist sem fæstir hefðu séð þessa bílgerð áður enda stutt síðan hún var frumkynnt hér á landi. Meira
23. nóvember 1997 | Ferðalög | 90 orð

Vilja líka ferðamenn til Vestur-Ástralíu

FERÐAMÁLASAMTÖK í vesturhluta Ástralíu hafa hafið alþjóðlega auglýsingaherferð til þess að laða ferðamenn að þessum hluta landsins. Herferðin mun standa fram á vor og nemur fjármagnið sem veitt hefur verið til hennar 2,2 milljónum punda eða um 265 milljónum íslenskra króna. Andlit herferðarinnar verður ástralska súpermódelið Elle MacPherson. Meira
23. nóvember 1997 | Ferðalög | 823 orð

Vínberjatínsla íSuður Frakklandi

ER íslenskir bændur halda upp á hálendið til að smala, vinna vínbændurnir í Ardeche héraði í sunnanverðu Frakklandi baki brotnu við vínberjauppskeruna. Áður fyrr vann hver sem vettlingi gat valdið og þá sérstaklega unga fólki, enda byrja háskólarnir ekki fyrr en í lok tímabilsins. Meira
23. nóvember 1997 | Bílar | 95 orð

VW með V12 vél

VOLKSWAGEN hefur kynnt fyrsta bílinn sem fyrirtækið hefur smíðað með tólf strokka vél, svokallaða W12. Vélin er í sportbíl, hugmyndabíl, sem VW hannaði í samstarfi við hönnunarmiðstöðina ItalDesign. Tvöfalda vaffið í W12 er þannig tilkomið að vélin er gerð með því að sjóða saman tvær sex strokka línuvélar með 72 gráðu halla. Vélin sem út úr því er eins og tvöfalt vaff. Meira

Fastir þættir

23. nóvember 1997 | Dagbók | 3100 orð

APÓTEK

»»» Meira
23. nóvember 1997 | Dagbók | 3100 orð

APÓTEK

»»» Meira
23. nóvember 1997 | Í dag | 115 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 23. nóvember, er áttræður Sverrir Guðmundsson, Freyjugötu 5, Reykjavík. Eiginkona hans er Björgheiður Eiríksdóttir. Þau hjónin taka á móti ættingjum og vinum í Hreyfilshúsinu, Fellsmúla 26, 3. hæð, frá klukkan 17.30­21. ÁRA afmæli. Meira
23. nóvember 1997 | Fastir þættir | 314 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonÓli Björn Gunnars

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonÓli Björn Gunnarsson og Gísli Ólafsson efstir á Norður-löndunum í samnorræna tvímenningnum 1997 Óli Björn Gunnarsson og Gísli Ólafsson urðu efstir á Norðurlöndunm með +102 impa í AV, eftir að kominn er samanburður frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Meira
23. nóvember 1997 | Dagbók | 665 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
23. nóvember 1997 | Í dag | 430 orð

Frábærblaðagrein:Útkeyrðarofurkonur

HÓPI kvenna, sem hittust á fimmtudaginn sl., varð tíðrætt um grein Katrínar Óskarsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu þann sama dag. Við vorum sammála Katrínu um að erfitt væri að uppfylla þær væntingar sem gerðar væru til kvenna og að erfitt væri að standa undir þeim væntingum sem gerðar væru til okkar og þau viðmið sem glanstímarit settu fram væru óraunhæf og mannskemmandi. Meira
23. nóvember 1997 | Í dag | 540 orð

MORGUN, mánudag, hefst ýlir, annar mánuður vetrar að

MORGUN, mánudag, hefst ýlir, annar mánuður vetrar að fornu tímatali, sem og 48. vika ársins. Annað nafn þessa mánaðar var frermánuður [frostmánuður]. Við skulum rétt vona, að hann beri ekki nafn með rentu að þessu sinni. Næsti sunnudagur, 30. nóvember, er síðan fyrsti sunnudagur í aðventu, öðru nafni jólaföstu. Meira

Íþróttir

23. nóvember 1997 | Íþróttir | 2104 orð

Gaman að kljást við þá stóru

Guðmundur Bragason, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfuknattleik, er á öðru ári sínu sem atvinnumaður í íþróttinni. Hann leikur með Hamborg í Þýskalandi, eða BC Johanneum Hamborg Tigers eins og liðið heitir fullu nafni, og er einn af burðarásum liðsins. Meira
23. nóvember 1997 | Íþróttir | 254 orð

Loks útisigur hjá Chicago

Michael Jordan var heldur betur í sviðsljósinu þegar meistarar Chicago Bulls unnu sinn fyrsta útisigur, 111:102. Til þess þurfti að framlengja leik liðsins við Los Angeles Clippers í tvígang. Leikmenn Clippers voru yfir 102:100 og höfðu knöttinn þegar 20,5 sek. voru eftir af fyrri framlengingunni. Þegar 15,7 sek. voru eftir var brotið á Jordan og hann fékk tvö vítaskot. Meira
23. nóvember 1997 | Íþróttir | 38 orð

NBA

Leikir í fyrrinótt: Charlotte - Miami 119:102 Washington - New York 82:104 Minnesota - Cleveland 80:103 Boston - New Jersey 101:93 Seattle - San Antonio 94:74 Vancouver - Denver 99:96 La Clippers - Chicago 102:111 Í tvíframlengdum Meira
23. nóvember 1997 | Íþróttir | 321 orð

Tólf æfingar á viku LEIKMENN BCJ Ham

Tólf æfingar á viku LEIKMENN BCJ Hamborg æfa tólf sinnum í viku. Æft er á hverju kvöldi, nema hvað menn eiga frí á sunnudagskvöldum. Skotæfingar eru þrisvar í viku og svo er ætlast til að menn fari í lyftingasalinn þrisvar í viku og ráða menn hvenær það er gert. Meira

Sunnudagsblað

23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 429 orð

Allskyns tilraunir

SÚREFNI sendi frá sér stuttskífu í sumar og var vel tekið. Enn betur gekk sveitinni með lag sem hún setti í útvarpsspilun síðsumars og í framhaldi af því réðust sveitarrmenn í upptökur á breiðskífu sem kemur út í næstu viku. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1491 orð

Andófsmenn sem skiptimynt? Þekktasta andófsmanni Kína hefur verið sleppt úr haldi. Ásgeir Sverrisson segir ljóst að Kínverjar og

NOKKUÐ ljóst virðist hvaða samningar leiddu til þess að Wei Jingsheng, þekktasta andófsmanni Kína, var sleppt úr fangelsi um liðna helgi og leyft að halda í útlegð til Bandaríkjanna. Óskhyggja er hins vegar að ætla að kínversk yfirvöld hyggist nú slaka á klónni og sýna andófsmönnum og lýðræðissinnum umburðarlyndi. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1605 orð

Á ÚTGERÐIN PENING FYRIR AUÐLINDAGJALDI?

UNDANFARIÐ hefur farið fram mikil umræða um auðlindagjald í sjávarútvegi. Margir hafa geyst fram á ritvöllinn og útlistað sínar skoðanir á þessu máli. Þarf ekki að koma neinum á óvart að sitt sýnist hverjum um réttlæti þess að útgerðarmenn séu rukkaðir um aðgangseyri að þeirri auðlind sem fiskistofnarnir við Ísland eru. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 805 orð

Biskup Íslands vígður

SENN eru þúsund ár liðin frá því er Íslendingur tóku kristni á Þingvöllum við Öxará. Þennan tíma allan hefur hinn hvíti seiður helgrar trúar átt sér griðland í hjörtum þjóðarinnar. Kirkja Krists nam landið áratugina eftir kristnitöku og guðshús risu í sveit og við sjó, hvarvetna. Kristinn siður mótaði hugi manna, lagasetningu þeirra, bókmenntir og listir. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1076 orð

Böndum komið á Yangtze-fljót Þriggja gljúfra-áætlunin, stíflugerð í Yangtze og risastórar virkjanir, er framkvæmd, sem jafnast

ÞETTA ár, sem nú fer senn að kveðja, hefur verið merkilegt fyrir margra hluta sakir fyrir Kínverja. Þeir fylgdu Deng Xiao-ping, arftaka Maós, til grafar snemma á árinu og um mitt árið buðu þeir velkomnar sex milljónir manna þegar breska krúnunýlendan Hong Kong sameinaðist gamla landinu. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2769 orð

Dollý er engin frétt fyrir mig Í hefðbundnu gráu steinhúsi komst Anna G. Ólafsdóttir að því að Einar Ingi Siggeirsson var aldrei

UTAN úr myrkrinu banka ég upp á hjá Einari Inga Siggeirssyni dr. rer. hort. einn dimman vetrarmorgun fyrir skömmu. Inni er allt upp ljómað og fyrr en varir kemur Einar léttstígur til dyranna. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 184 orð

Erfðaefni úr norskum kúm?

EINAR er spurður að því hvert álit hans sé á því að flytja til landsins erfðaefni úr norskum kúm. "Hvers vegna notum við ekki erfðaefni úr íslenskum hámjólkurkúm? Í landinu hljóta að vera til menn sem hafa nægilega mikla þekkingu í frumufræði og fósturfræði til að frjóvga eggfrumuna með sæði frá Noregi. Norðmenn gefa Íslendingum ekki erfðaefnið. Efnið hlýtur að vera mjög dýrt. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 337 orð

Framleiðni vinnuafls veitna minnkað

Í SKÝRSLU Hagfræðistofnunar fyrir VR um framleiðni kemur fram að framleiðni vinnuafls veitna hefur minnkað um ríflega 12% á árabilinu frá 1973 til 1994. Framleiðni hefur aukist í öðrum atvinnugreinum á sama tímabili. Mest hefur aukningin á framleiðni orðið í smásöluverslun eða um 114,3%. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 123 orð

Gjálp

Það er samkvæmt uppástungu Guðrúnar Larsens jarðfræðings að gosstöðvarnar í Vatnajökli heita Gjálp en nafnið er komið úr norrænu goðafræðinni. Frá Gjálp segir svo í Snorra-Eddu. Hún var dóttir Geirröðar jötuns og olli miklu flóði í ánni Vimur einhverju sinni þá er Þór var að vaða ána. "Og þá er Þór kom á miðja ána þá óx svo mjög áin að uppi braut á öxl honum. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 3047 orð

Gosið í Gjálp og myndun móbergsfjalla Þegar eldsumbrotum í Vatnajökli og hlaupinu í kjölfarið lauk höfðu jarðvísindamennirnir

GOSIÐ í Gjálp á síðasta ári er einstætt í sinni röð. Í fyrsta skipti gafst jarðvísindamönnum færi á að fylgjast með átökum elds og íss og myndun móbergsfjalls inni í stórum jökli. Gosið hófst að Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 984 orð

Heimili 1,2 millj. manna fara á kaf

Hvert sem litið er má sjá hús, sem búið er að yfirgefa, og í bænum Zi Gui, sem er í 37 km fjarlægð frá stíflunni, er heldur draugalegt um að litast. Hann var áður miðstöð og stjórnarsetur í sínu héraði en nú er þar enginn nema verkamennirnir, sem vinna við að rífa niður húsin og hirða úr þeim allt nýtilegt. Fólkið, 35. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 231 orð

Helmingur á of miklum hraða í Belgíu

TÆPLEGA helmingur ökumanna í Belgíu ekur á meiri hraða en leyfilegur er og þar af aka tveir þriðju á töluvert meiri hraða, samkvæmt könnun félags belgískra bifreiðaeigenda. Framkvæmdastjóri félagsins, Marc De Bräkeleer, sagði um þessa fyrstu könnun af þessu tagi í Belgíu, að mælt yrði með því að hámarkshraði yrði aukinn til samræmis við veruleikann á vegum landsins. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 395 orð

Í hæsta gæðaflokki

NÝKOMIN er út breiðskífan Asking for Love, sem á er safn laga úr sjóði Jóhanns G. Jóhannssonar. Jón Ólafsson hafði veg og vanda af útgáfunni, átti hugmyndina, valdi lögin og flytjendur og stýrði skútunni í höfn. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 3541 orð

Í landi óreiðunnar Íslendingar stunda fiskveiðar víða um heim; í austri og vestri, suðri og norðri. Ýmist eru skipin skráð hér á

ÍSLENDINGAR hafa löngum verið ævintýragjarnir. Siglingar um heimsins höf eru hluti af eirðarleysinu, flakkinu og veraldarforvitninni. Þar sem aðrir nema lönd, nemum við haf. Þegar aðrir grafa upp málma, viljum við moka upp fiski. Þannig hefur það verið og er enn. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1861 orð

Íslendingum vegnar vel Með samningnum um Evrópskt efnahagssvæði opnaðist Íslendingum aðgangur að fjölbreyttum samstarfsverkefnum

EIN viðamesta áætlunin er einmitt rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróun. Af hálfu ESB hefur rammaáætluninni verið skipt í fjögurra ára rammaáætlanir og var þriðja rammaáætlunin að renna út sama ár og Íslendingar Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2223 orð

Kínverskir skuggar Kínverskir skuggar er örlagasaga Oddnýjar Erlendsdóttur frá Breiðabólsstöðum á Álftanesi sem átti

ODDNÝ Erlendsdóttir dvelur rúman áratug í Edinborg við nám og störf og þar kynnist hún kínverskum námsmanni, Kwei Ting Sen, sem hún giftist árið 1917. Fimm árum síðar flytja þau til Kína með Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 379 orð

Kveikjan óþolandi hvinur og slit

"KVEIKJAN að harðkornadekkjunum fólst í því að mér fannst ekki lengur hægt að bjóða upp á að ekki væri hægt að stöðva bíl í hálku án umtalsverðs hvins frá dekkjunum og með tilheyrandi sliti á götunni. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 873 orð

Lengi lifi fiskurinn

AF HVERJU leggjum við það á okkur að fá okkur lýsissopa á morgnana? Hann virðist kannski ekki fýsilegur kostur oft á dimmum, morgunfúlum vetrarmorgnum, en þá skulum við minna okkur á ævintýrið um litla, ljóta andarungann og fleiri í þeim dúr. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 824 orð

Leyfð'onum að róa pínulítið!

BÓKAVERTÍÐ flæðir fram. Spennandi tími ár hvert. Oft koma mest á óvart bækur sem hljóta bókmenntaverðlaun, eftir höfunda sem fyrr hafa lítt náð að vekja athygli eða nýliða. Þannig gefa slík verðlaun þeim tækifæri, sem ekki eru í meginstraumum eða fljóta þar ofan á, og lesendum til að uppgötva þá. Bókafólk veit yfirleitt þegar von er á nýrri bók frá þeim höfundum sem hafa byr í seglin. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 3337 orð

Með bros í bland Fyrrverandi borgarlögmaður rifjar upp kynni sín af skemmtilegum mönnum og spaugilegum og sérkennilegum atvikum

ÍFORMÁLA höfundar segir: "Hér eru aðeins tíndar nokkar rúsínur úr ævigraut; svipmyndir af samferðamönnum og upprifjun á skemmtilegum atvikum eða minnistæðum af öðrum ástæðum. Nefndir eru til sögunnar margir menn sem ættu skilið ítarlegri og betri frásögn, Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 458 orð

Misræmi í heimtum og sleppingum

VISSULEGA er reiknað með því að samanlögð laxveiði í Rangánum tveimur ásamt Hólsá og Þverá verði sú langmesta yfir landið á næsta sumri. Þær væntingar byggjast á feikilegum gönguseiðasleppingum. Vorið 1996 var 450.000 gönguseiðum sleppt á svæðin og uppskeran var rétt tæplega 2.000 laxar í veiði. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 3136 orð

OTTÓ

ÞAÐ GEKK sem sé hvorki né rak að losa sig úr starfi í Þýskalandi, ekki með eðlilegum hætti. En þá var að láta krók koma á móti bragði. Ég átti inni þriggja vikna sumarleyfi og þá lá næst við að nota það til að stinga af. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 489 orð

Óttast afleiðingar stíflugerðar

VÍÐA um heim hafa menn lýst áhyggjum vegna hugsanlegra áhrifa risastíflunnar á umhverfið en þeir svartsýnustu segja að hún kunni að bresta og verða milljónum manna að bana. Formælendur stíflugerðarinnar segja hana hins vegar svara brýnni orkuþörf og gera mönnum mögulegt að beisla fljótið. Það er einmitt hugmyndin um það að ná stjórn á flæði Yangtze sem er einna umdeildust. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 174 orð

PLÖTUÚTGAFA er hættuspil og fáir sem hagnast á slíkri ið

PLÖTUÚTGAFA er hættuspil og fáir sem hagnast á slíkri iðju. Þrátt fyrir það færist hún enn í aukana, því ljóst er að nálægt 100 plötur koma út fyrir þessi jól og er þá átt við tímabilið frá því í október og fram að jólum. Gefur augaleið að ekki geta allar þessar plötur selst fyrir útgáfukostnaði, en salan virðist þó vera jafnari en oft áður. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 397 orð

Rauðvín og ostar

HLJÓMSVEITIN Sóldögg hefur notið verulegrar hylli á ballmarkaði, ekki síst fyrir kraft og hamagang. Sveitin hefur sent frá sér stuttskífur og átt lög í útvarpsspilun, en það er ekki fyrr en nú í vikunni sem hún sendir frá sér fyrstu breiðskífuna, Breyt' um lit. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2772 orð

Reykjavík ­ borg eftir uppskrift Björn Ólafs arkitekt hefur getið sér góðan orðstír í löngu starfi sínu í Frakklandi og víðar um

BJÖRN Ólafs arkitekt er einn af þeim Íslendingum sem leitað hafa til annarra landa að hasla sér völl á vettvangi starfsgreinar sinnar vegna þess að honum buðust þar betri tækifæri til að takast á við verkefni sem hæfðu menntun hans, stórhug og sköpunargleði. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1229 orð

RIPLEY snýr aftur Upprisan eða "Alien: Resurrection" er fjórða myndin um geimfarann Ellen Ripley með Sigourney Weaver í

EINS og þeir vita allir sem fylgjast með í heimi framtíðartrylla og geimhrollvekja, lést geimfarinn Ellen Ripley í þriðju Alienmyndinni, féll niður í vítisloga um það bil sem nýtt skrýmsli var að brjótast út um brjóstkassann á henni. Ripley týndi lífi vegna þess m.a. að leikkonan Sigourney Weaver var orðin dauðleið á að leika hana og hét því að gera það aldrei aftur. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1002 orð

»Smitaður af umhverfinu HELGI Björnsson sendi fyrir ske

HELGI Björnsson sendi fyrir skemmstu frá sér sína fyrstu sólóskífu þar sem kveður nokkuð við annan og nýstárlegri tón en áður hefur heyrst frá honum. Skífuna, sem er að uppistöðu lög frá því hann dvaldi á Ítaliu þar sem Vilborg kona hans var við nám, vann hann með Valgeiri Sigurðssyni, Ununarkappa og Birthmarkmanni. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1110 orð

Stikkfrí, Lína og heimsfrumsýning á Bond Á meðal jólamynda kvikmyndahúsanna í ár er íslenska bíómyndin Stikkfrí, nýjasta James

EIN íslensk bíómynd verður frumsýnd um jólin, Stikkfrí eftir Ara Kristinsson. Hann skrifar handritið og leikstýrir en um er að ræða fjölskyldumynd í gamansömum tón að hans sögn. Handritið er byggt á hugmynd Hrafns Gunnlaugssonar og segir af tveimur vinkonum, önnur á engan pabba en hin fjóra, Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 836 orð

Tannvernd aldraðra

TIL SKAMMS tíma voru vandamál vegna eigin tanna lítt þekkt meðal aldraðra, þar eð þorri þjóðarinnar varð tannlaus á miðjum aldri. Með bættri fræðslu, betri og almennari tannlæknisþjónustu hefur ástandið þó batnað verulega. Ljóst er að stórkostlegur árangur hefur náðst í tannverndarmálum þjóðarinnar. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2184 orð

Taumlaust eða tjóðrað

GREIÐ fjarskipti eru forsenda margvíslegra framfara. Fyrirtæki fjölga starfsstöðvum og setja upp útibú í mörgum löndum; fólk stundar nám eða vinnu heima ­ með aðstoð fjarskipta. Sífellt eru gerðar kröfur um aukna flutningsgetu, gæði og öryggi. Hinn almenni neytandinn lætur sér í léttu rúmi liggja hvaða tækni liggur að baki, svo lengi sem hann fær umbeðna fjarskiptaþjónustu. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1983 orð

VERSLA ÞEGAR ÞEIR SJÁ EITTHVAÐ FALLEGT Edda Sverrisdóttir er fædd á Siglufirði 1953. Hún fluttist til Kópavogs níu ára gömul og

Edda Sverrisdóttir er fædd á Siglufirði 1953. Hún fluttist til Kópavogs níu ára gömul og lauk þar barna- og gagnfræðaskóla. Hún lauk námi í kvikmyndagerð frá San Francisco Art Institute 1984 og starfaði á Stöð tvö og í lausamennsku við kvikmynda- og auglýsingagerð til ársins 1991, þegar hún keypti verslunina Flex og hefur rekið hana síðan. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 3644 orð

Það hefur aldrei verið auðvelt að vera kristinn... Á beitilöndum gömlu Breiðholtsjarðarinnar, þar sem nú er Seljahverfi, gefur

HVAÐAN bar þið hingað norður í Dumbshaf, séra Denis? Ég er Íri, fæddur í Cork 14. febrúar 1961. Cork er stór hafnarborg fyrir miðri suðurströnd Írlands. Þetta er önnur stærsta borg lýðveldisins, næst á eftir Dublin. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 75 orð

(fyrirsögn vantar)

MJÖLIÐ er smyglvara, hendurnar sem elta deigið eru starfsmanna sem ekki eru á starfsmannaskrá, og þegar pizzurnar eru bornar fram eða réttar yfir afgreiðsluborðið er salan ekki alltaf skráð. Þetta er sú mynd sem lögreglan, toll- og skattyfirvöld og Atvinnutryggingasjóður gerðu sameiginlega skoðun á 18 pizzastöðum í Kaupmannahöfn á sunnudag. Meira
23. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 393 orð

(fyrirsögn vantar)

VEITINGAHÚSIÐ Reykjavík í Prag auglýsir eftir ungum, frískum og hugmyndaríkum matreiðslumanni, Hann þarf að hafa til að bera m.a. frumkvæði í starfi, góða samskiptahæfileika, ágæta málakunnáttu og reglusemi, en í boði er sagt starf á einum þekktasta veitingastað í Prag í Tékklandi. Umsækjandi þarf að tilgreina fyrri störf, annað sem skiptir máli ásamt nöfnum amk. tveggja meðmælenda. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.