Greinar fimmtudaginn 27. nóvember 1997

Forsíða

27. nóvember 1997 | Forsíða | 185 orð

Fleiri gjaldþrot í Japan

RYUTARO Hashimoto, forsætisráðherra Japans, sagði á fréttamannafundi í Vancouver að loknum leiðtogafundi APEC-ríkjanna að Japanar hefðu ekki efnahagslegt bolmagn til þess að takast einir síns liðs á við þann vanda sem nú steðjaði að fjármálakerfum í ríkjum Suðaustur-Asíu. Meira
27. nóvember 1997 | Forsíða | 396 orð

Hallir Saddams opnaðar fyrir vopnaeftirlitsmönnum

ÍRAKAR tilkynntu í gær að vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) væri velkomið að skoða hallir Saddams Husseins forseta til þess að sannreyna hvort þar væru geymd ólögleg vopn eða annað sem bryti í bága við skilmála viðskiptabannsins sem sett var 1990. Opinber fréttastofa Íraks, INA, greindi frá þessu í gærkvöldi. Meira
27. nóvember 1997 | Forsíða | 199 orð

Málshöfðun gegn Winnie Mandela

BRESKA stjórnmálakonan Emma Nicholson, sem aðstoðað hefur mann er segir Winnie Madikizela- Mandela hafa myrt 14 ára suður- afrískan dreng, Stompie Seipei, kvaðst í gær ætla að aðstoða móður drengsins við að höfða einkamál gegn henni. Meira
27. nóvember 1997 | Forsíða | 117 orð

Mótmæla háskólasparnaði

NÁMSMENN í Bonn halda á lofti mótmælaborða með slagorðinu "Háskóli í neyð". Tugþúsundir námsmanna í þýzkum háskólum efndu í gær til mótmæla gegn niðurskurði til háskólastigsins og slæmum aðbúnaði háskólanna í landinu. Um 9.000 stúdentar úr öllum þremur helztu háskólum Berlínar fóru í kröfugöngu um miðborgina í gær. Meira
27. nóvember 1997 | Forsíða | 69 orð

Viðunandi niðurstöðu krafizt

STUART Eizenstat, sem nýlega var útnefndur aðalsamningamaður Bandaríkjanna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kyoto, lýsti því yfir í gær að Bandaríkin myndu þrýsta mjög fast á um að niðurstaða næðist á ráðstefnunni, sem hefst í næstu viku. Meira

Fréttir

27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 30 orð

Aðgengi fyrir alla

Morgunblaðið/Þorkell Aðgengi fyrir alla FJÖLMENNI sótti ráðstefnu á Hótel Sögu í gær, þar sem fjallað var um aðgengi fyrir alla. Flutt voru fjölmörg erindi. Voru þau túlkuð jafnóðum fyrir heyrnarskerta. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 246 orð

Afskriftir aflaheimilda verði bannaðar

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði í gær að brátt yrði lagt fram frumvarp um að afskriftir aflaheimilda verði bannaðar, en gengið yrði frá tillögum þar að lútandi í desember. "Þar verður lagt til að afskriftir verði ekki heimilaðar," sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. "Um þetta var á sínum tíma ágreiningur og fór í dómsmál. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 251 orð

Algerlega háð SHR um viðhald húsnæðis

STJÓRN Heilsugæslunnar í Reykjavík getur ekki gefið Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur ákveðin svör við fyrirspurnum um áætlanir til úrbóta á húsnæði heilsugæslustöðvarinnar í Fossvogi, af þeirri ástæðu að heilsugæslan er algerlega háð Sjúkrahúsi Reykjavíkur um viðhald húsnæðisins, að sögn Gísla Teitssonar, framkvæmdastjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 339 orð

Aspir skulu fjarlægðar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur kveðið upp dóm þess efnis að sextán alaskaaspir sem standa á mörkum tveggja lóða í vesturbæ Kópavogs skuli fjarlægðar innan 30 daga að viðlögðum dagsektum. Vísað er til þess að rætur trjánna hafi valdið skaða á frárennslislögn og að hætta sé á því að þær eigi eftir að brjóta upp stétt og malbik í heimreið. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Atvinnuleysi 3,8%

ATVINNULEYSI er nú 3,8% ef marka má vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Þetta jafngildir því að 5.700 einstaklingar hafi verið án atvinnu um miðjan nóvember. Í sams konar könnun fyrir ári mældist atvinnuleysið 3,7%. Í apríl 1997 mældist atvinnuleysið 3,9%. Atvinnuleysi meðal kvenna mældist 4,6% en 3,1% meðal karla. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 364 orð

Á annað þúsund ætla að flytja sig yfir í A-deildina

Á ANNAÐ þúsund félagar í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins hafa tilkynnt að þeir ætli að flytja sig úr B-deild sjóðsins yfir í A-deild. Frestur til að tilkynna flutning rennur út á sunnudag. Skrifstofu sjóðsins verður opin um helgina. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 176 orð

Áheitasöfnun suðurskautsfara hafin

ÓLAFUR Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason sem taka þátt í suðurskautsleiðangrinum buðu Íþróttasambandi fatlaðra að safna áheitum vegna þessarar ferðar og er áheitasöfnun nú hafin. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Árvélar með lægsta tilboð

ÁRVÉLAR ehf. á Selfossi voru með lægsta tilboð í gerð Kiðjabergsvegar frá Biskupstungnabraut að Hraunborgum. Tilboðið hljóðaði upp á 6,7 milljónir króna, en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var rúmlega 9,6 milljónir. Sjö tilboð bárust í verkið. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Átta tilkynntu þátttöku

ÁTTA höfðu gefið kost á sér í prófkjör Framsóknarflokksins til borgarstjórnar Reykjavíkur þegar frestur rann út síðdegis á þriðjudag. Að sögn Sævars Sigurgeirssonar, formanns uppstillinganefndar, er ekki hægt að útiloka að enn eigi eftir að berast tilkynningar um framboð með pósti. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Beðið eftir húsbóndanum

HANN beið alveg sallarólegur og þolinmóður eftir húsbónda sínum, þessi fallegi hundur sem hafði verið "lagt" við reiðhjólagrind fyrir utan Hótel Loftleiðir. Við hliðina á honum gefur að líta farskjóta á tveimur hjólum sem sjálfsagt hefur verið að bíða eftir einhverjum líka. Meira
27. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 130 orð

Biskupsheimsókn og tónleikar

Ólafsvík-Í tilefni af 30 ára afmæli Ólafsvíkurkirkju kom biskup Íslands, herra Ólafur Skúlason, í heimsókn til Ólafsvíkur og þjónaði fyrir altari í afmælismessu sunnudaginn 16. nóvember. Að því loknu var haldin afmælisveisla í Félagsheimilinu Klifi þar sem sýndar voru ljósmyndir af byggingu kirkjunnar og hátíðlegum athöfnum á síðastliðnum 30 árum. Meira
27. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 196 orð

Björgunarsveit Hornafjarðar eignast nýjan bíl

Höfn-Nýverið eignaðist Björgunarsveit Hornafjarðar nýjan bíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Er hann hið öflugasta torfærutröll, mikið breyttur, kominn á 44 tommu dekk auk þess sem fjölmargar aðrar breytingar hafa verið gerðar á honum. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Bretar ánægðir með ákvörðun bæjarstjórnar

ROY Bentham, fulltrúi bresku bæjarfélaganna fjögurra, Grimsby, Hull, Fleetwood og Aberdeen, sem hyggjast reisa minnisvarða um breska sjómenn sem drukknað hafa hér við land, hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem hann lýsir yfir ánægju þeirra með þá ákvörðun bæjarstjórnar Vesturbyggðar að mæla með því að minnisvarðinn verði reistur á Patreksfirði. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Brýtur gegn jafnræðisreglu

SLÁTURFÉLAG Suðurlands vefengir réttmæti þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að verða ekki við undanþágubeiðni félagsins frá reglum um aukefni í matvælum. Sláturfélagið, sem er aðaldreifingaraðili M&M-sælgætis hér á landi, sótti fyrr á þessu ári um undanþágu frá þessum reglum til þess að hægt yrði að markaðssetja vöruna, Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 196 orð

Byrgið tekur Hlíðardalsskóla á leigu

BYRGIÐ er kristilegt líknarfélag sem stofnað var 1. desember 1996 af kristnum einstaklingum sem sjálfir hafa losnað frá fíkn og öðrum vandamálum sem áfengi og fíkniefnum fylgir. "Megintilgangur Byrgisins er að boða kristna trú og hjálpa þeim sem minnst mega sín í samfélaginu. Byrgið rekur í dag tvö meðferðarheimili í Hafnarfirði, á Hvaleyrarbraut 23 og á Vesturgötu 18. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Danskur konditormeistari í heimsókn

Börge hefur rekið Jörgensen konditoríið í Gentofte í Kaupmannahöfn í 45 ár og útskrifað marga af þekktari konditormeisturum í Danmörku sem hafa náð langt á sýningum og á mótum í iðngreininni, segir í fréttatilkynningu. Þar á meðal Tine Buur Hansen sem á og rekur Café Konditori Copenhagen ásamt Þormari Þorbergssyni. Meira
27. nóvember 1997 | Miðopna | 1065 orð

Eistland eygir ESB-viðræður Velgengni Eistlands við að Evrópuvæðast hefur dregið að sér athygli undanfarið, eftir að

HANN er lágvaxinn, lætur lítið yfir sér og hefur ekki hátt, þótt hann hafi ríka ástæðu til að gleðjast yfir velgengni lands síns, nú síðast er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti með að Eistland yrði eitt fimm landa, sem hafið gætu aðildarviðræður í fyrstu umferð. Mart Siimann er nýorðinn forsætisráðherra Eistlands. Meira
27. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 196 orð

ESB krefst meiri útblástursminnkunar

RITT Bjerregaard, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir í viðtali sem birtist í þýzka blaðinu Die Zeit í dag að ESB muni áfram þrýsta á Bandaríkin að samþykkja metnaðarfyllra markmið um minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda á loftslagsráðstefnunni, sem hefst í Kyoto í næstu viku. Meira
27. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 185 orð

ESB vill nýjar fríverzlunarviðræður

EVRÓPUSAMBANDIÐ lýsti því yfir í gær að það vildi efna til nýrra fríverzlunarviðræðna á heimsvísu í byrjun nýrrar aldar. Sambandið hvetur ríkisstjórnir í ríkjum heims til að eyða meiri kröftum í að útskýra ágæti fríverzlunar fyrir þegnum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu, sem ESB lagði fyrir Heimsviðskiptastofnunina (WTO) í Genf í gær. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 381 orð

Fáist íslenskir iðnaðarmenn verður umsóknum hafnað

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segir að ef hægt verði að útvega nægilega marga íslenska iðnaðarmenn til starfa muni félagsmálaráðuneytið ekki veita rúmenskum iðnaðarmönnum atvinnuleyfi hér á landi. Þetta sé í samræmi við stefnu ráðuneytisins, að veita ekki atvinnuleyfi fyrir útlendinga þegar íslenskt vinnuafl sé fyrir hendi. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Félagið Beinvernd stofnað á Suðurlandi

FÉLAGIÐ Beinvernd á Suðurlandi var stofnað fimmtudaginn 20. nóvember sl. í Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Aðsetur félagsins er á Selfossi. Félagið er þriðja svæðadeildin í landssamtökunum Beinvernd sem stofnuð voru í Reykjavík 12. mars 1997. Formaður landssamtakanna er Ólafur Ólafsson landlæknir. Meira
27. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 481 orð

Fimm þeirra lausir úr öndunarvél

LÆKNAR, sem annast sjöburana sem fæddust á sjúkrahúsi í Des Moines fyrir átta dögum, segjast ánægðir með framfarir þeirra. Einungis tvö barnanna Alexis May og Nathanier Roy eru enn í öndunarvél. Kenneth Robert var fyrstur til að losna úr öndunarvél, því næst losnaði næstléttasta barnið, Natalie Sue, en hún var aðeins 1,2 kíló er hún fæddist. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

Fjögur ríki hafa staðfest

ÍSLAND er í hópi fjögurra fiskveiðiríkja, sem forsvarsmenn náttúruverndarsamtakanna World Wide Fund for Nature (WWF) hrósuðu á blaðamannafundi í New York á þriðjudag fyrir að hafa staðfest úthafsveiðisamning Sameinuðu þjóðanna. Meira
27. nóvember 1997 | Miðopna | 875 orð

Fjölmennt félag sem ekki lætur deigan síga Afmælis Ferðafélags Íslands verður minnst með ýmsum hætti næstu daga, svo sem með

STARFSEMI Ferðafélags Íslands hefur aldrei verið fjölþættari en á afmælisári en í dag eru sjötíu ár liðin frá stofnun þess. "Ferðafélagið hefur vaxið hratt og dafnað á tímabilinu en árlega eru farnar um 250 ferðir með um 7.000 þátttakendum," segir Haukur Jóhannesson forseti Ferðafélagsins. Um 8. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 326 orð

Flugþing um umhverfismál

FLUGMÁLASTJÓRN efnir hinn 4. desember nk. til málþings undir heitinu Flugþing 97 ­ Flugið í sátt við umhverfið. Flugþing '97 hefst kl. 9 með ávörpum Hilmars B. Baldurssonar, formanns Flugráðs, og Halldórs Blöndal samgönguráðherra. Frá kl. 9 til 11 verður fjallað um stefnur og sjónarmið í flugumhverfismálum. Meira
27. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 194 orð

Forysta ESB til Ankara

FULLTRÚAR forsætisríkis Evrópusambandsins halda í dag til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, til að leita lausna á óánægju þarlendra stjórnvalda með tengsl sín við Evrópusambandið. Tyrkir hafa hótað að draga mjög úr samskiptum við ESB, viðurkenni leiðtogar sambandsins ekki á fundi sínum í Lúxemborg í næsta mánuði að Tyrkland eigi rétt á aðild að sambandinu. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Fundi slitið og nýr ekki boðaður

SAMNINGAFUNDI lækna og ríkisins lauk í gærkvöldi án þess að deiluaðilar færðust nær lausn. Ingunn Vilhjálmsdóttir, formaður samninganefndar lækna, sagði að læknar ætluðu að halda að sér höndum í samningamálum um hríð. "Við höfum samband við ríkissáttasemjara þegar við erum reiðubúin," sagði hún. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fundur um kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna

MANNRÉTTINDASTOFNUN Háskóla Íslands gengst fyrir fundi fimmtudaginn 27. nóvember um samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Á fundinum verður fjallað um efni samningsins og um það hvort hann komi að tilætluðu gagni og áhrif hans hér á landi. Fundurinn verður haldinn í Odda, stofu 101, og hefst kl. 17. Framsögur flytja: Elsa S. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fundur um ráðstefnuna í Kyoto

ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN Háskólans efnir til almenns fundar í dag, fimmtudaginn 27. nóvember, um efnið: Hver á að vera afstaða Íslands í Kyoto? Þar verður haldin í desemberbyrjun ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um áhrif gróðurhúsalofttegunda og loftslagsbreytingar af mannavöldum. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Fylgi Sjálfstæðisflokks 44,5%

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN nýtur nú stuðnings 44,5% kjósenda, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið. Í könnuninni nefna 10,9% að fyrra bragði "jafnaðarmannaflokk" eða sameiginlegt framboð vinstri manna þegar spurt er hvaða flokk eða lista þeir kysu ef kosið yrði til alþingis nú. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fyrirlestur um trúaruppeldi barna

TRÚARUPPELDI barna er heiti fyrirlestrar sem sr. Guðný Halldórsdóttir flytur fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20 í Hjallakirkju, Kópavogi. Fyrirlesturinn er fluttur í tengslum við starf foreldramorgna í kirkjunni. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að mæta og fræðast um mikilvægi kristinnar trúar á uppeldi barna. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Fyrsta leyfisveiting hækkar um 17%

GJALD fyrir fyrstu leyfisveitingu vegna hundahalds í Reykjavík hækkar á næsta ári úr 8.440 kr. í 9.800 kr, eða um 16,7%, og gjald fyrir leyfisveitingu eftir að frestur til að skrá hund er útrunninn hækkar úr 12.600 kr. í 14.900 kr., eða um 18,3%. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt gjaldskrána, en eftir er að staðfesta hana í borgarráði og borgarstjórn. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Föndrað fyrir jólin

UNDIRBÚNINGUR jólanna er kominn á fullt hjá mörgum. Mömmumorgnar, eða foreldramorgnar eins og sumir vilja kalla þá, eru í flestum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Þar er verið að undirbúa jólin, t.d. hjá Dómkirkjusöfnuðinum, þar sem myndin er tekin. Það er Birna Ólafsdóttir sem er fremst á myndinni með son sinn Hilmar Má Gunnlaugsson. Meira
27. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 94 orð

Gáfu kross á Setbergskirkju

Grundarfirði-Við messu sunnudaginn 2. nóvember sagði sr. Karl V. Matthíasson sóknarprestur frá minningargjöf þeirra systkina, Dagbjartar og Hreins á Berserkseyri, en þau gáfu smíði og uppsetningu kross á Setbergskirkju og er hann endurgerð þess trékross sem var á kirkjunni fram yfir miðja öldina. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 1718 orð

Gegn samþjöppun og til verndar smærri hluthöfum

Frumvarp til laga um yfirtökutilboð nær ekki til þeirra sem þegar eru skráðir á Verðbréfaþingi Gegn samþjöppun og til verndar smærri hluthöfum Umræður um reglur um yfirtökutilboð í viðskiptum með hlutabréf eiga sér nokkurra ára sögu hér á landi. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Geymsla og flutningur frosinna matvæla

RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins heldur námskeið þriðjudaginn 2. desember um geymslu og flutning frosinna matvæla í samvinnu við Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Háskóla Íslands. Námskeiðið er ætlað þeim sem framleiða, selja og flytja frosin matvæli, einnig kaupendum og útflytjendum sem og öðrum sem hafa áhuga á því að fylgjast með hvað gerist við flutning og geymslu matvæla. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Góðgerðardansleikur Sniglanna

BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldisins, Sniglar, minna á hinn árlega góðgerðardansleik sem haldinn verður í Risinu, Hverfisgötu, 13. desember nk. Eins og undanfarin ár mun allur ágóði af dansleiknum renna til barna sem eiga um sárt að binda. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Gróðurframvinda í Surtsey

BORGÞÓR Magnússon, líffræðingur, heldur fyrirlestur föstudaginn 28. nóvember á vegum Líffræðistofnunar Háskólans sem nefnist "Gróðurframvinda í Surtsey". Erindið verður haldið í húsakynnum Líffræðistofnunar, Grensásvegi 12 í stofu G-6 klukkan 12.20. Meira
27. nóvember 1997 | Smáfréttir | 108 orð

HAUSTFUNDUR fulltrúaráðs Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði, h

HAUSTFUNDUR fulltrúaráðs Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði, haldinn 20. nóvember 1997, minnir á fyrri samþykktir sínar þar sem fjárveitingavaldið er hvatt til að veita fjármagni til viðhalds og lagfæringar á sjómannaskólahúsinu. Meira
27. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 437 orð

Hleypur ríkið undir bagga?

ÁKVÖRÐUNAR er að vænta innan tíðar um það hvort gengið verði í opinbera sjóði til þess að styrkja stoðir japansks fjármálalífs, en fréttaskýrendur segja að endanleg niðurstaða muni væntanlega ekki liggja fyrir fyrr en í ljós komi hvernig ætlunin sé að haga aðstoðinni. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 316 orð

Hyggjast flytja hrútasæði til Bandaríkjanna

TVEIR bandarískir bændur hafa farið fram á að kaupa sæði úr hrútum hér á landi og sagði Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, í gær að stefnt væri að því að senda sæðið út í febrúar. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

ITC deildin Ísafold stofnuð

NÝ deild innan Landssamtaka ITC á Íslandi var stofnuð 31. október sl. ITC eru samtök sem beita sér fyrir þjálfun í fundarsköpum, ræðumennsku, skipulagningu og mannlegum samskiptum. Nýja deildin sem samanstendur af reyndum ITC aðilum hlaut nafnið Ísafold. Þessi deild er þannig frábrugðin öðrum ITC deildum að hún mun ekki vera með nýliðaþjálfun. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Jólakort Íslandsdeildar Amnesty International

ÍSLANDSDEILD Amnesty International er nú að hefja sölu á jólakortum ársins 1997. Mörg undanfarin ár hefur Íslandsdeild Amnesty International gefið út listaverkakort og hefur sala þeirra verið ein helsta fjáröflunarleið deildarinnar. Íslandsdeildin hefur leitast við að fá verk viðurkenndra íslenskra listamanna til að prýða kortin. Meira
27. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Jólatáknið 1997

JÓLAGARÐURINN í Eyjafjarðarsveit er að hluta til vettvangur fyrir íslenskt handverk, en í fyrir jólin í fyrra höfðu eigendur hans forgöngu um gerð fyrsta jólatáknsins og nú hefur annað litið dagsins ljós. Meira
27. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Jólatónleikar

JÓLATÓNLEIKAR á vegum Tónlistarskólans á Akureyri eru að hefjast, en alls munu hinar ýmsu deildir skólans efna til níu tónleika á aðventunni, á tímabilinu frá 29. nóvember til 20. desember næstkomandi. Fyrstu tónleikarnir verða á vegum blásaradeildar í Glerárkirkju kl. 15.30 á laugardag, 29. nóvember, alþýðutónlistardeild verður með tónleika í sal tónlistarskólans miðvikudaginn 3. Meira
27. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 273 orð

Kauphækkanir verða í lágmarki

RÍKISSTJÓRN Tonys Blairs kom þeim skilaboðum skýrt til skila til verkalýðsfélaga Bretlands í gær, að hún myndi gera sitt til að halda kauphækkunum í lágmarki þrátt fyrir vaxandi merki um batnandi fjárhagsstöðu ríkisins. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 220 orð

Kaupum á Norðurtangahúsi hafnað

Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI sem haldinn var í gærkvöldi á Ísafirði var samþykkt að hafna kaupum á húsi Norðurtangans fyrir grunnskóla bæjarins með sex atkvæðum gegn fjórum. Einn sat hjá. Hvorki oddviti Alþýðuflokks né Sjálfstæðisflokks kváðust í nótt líta svo á að meirihlutinn í bæjarstjórn væri sprunginn vegna þessa máls. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 229 orð

Kjalarneshreppur áfram í Reykjaneskjördæmi

SAMKVÆMT frumvarpi til laga um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er gert ráð fyrir að sameiningin hafi ekki áhrif á skipan kjördæma við alþingiskosningar þannig að Kjalarnes verður áfram í Reykjaneskjördæmi eftir að hafa sameinast Reykjavík. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 449 orð

Kjósendur fram úr flokkum í sameiningu

AF NIÐURSTÖÐUM könnunar Félagsvísindastofnunar er augljóst að hin mikla umræða undanfarið um sameiningu eða sameiginlegt framboð núverandi stjórnarandstöðuflokka hefur haft áhrif á kjósendur. Þegar spyrlar Félagsvísindastofnunar spurðu "ef alþingiskosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa?" svöruðu 10,9% af þeim, sem á annað borð nefndu flokk eða lista, Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 318 orð

Komið verði á veiðiskyldu

GUÐJÓN A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, sagði á sambandsþingi FFSÍ, sem sett var í gær, að stjórnkerfi fiskveiða blandaðist verulega inn í kjör fiskimanna, eins og dómsmál bæði úr Hæstarétti og Félagsdómi sanni svo eigi verði um villst. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 244 orð

Leggja til 1.265.000 tonna loðnukvóta

HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur lagt til að heildarloðnukvóti á yfirstandandi vertíð verði 1.265.000 tonn. Upphafskvóti var 850.000 tonn og eru nú um 600.000 tonn af heildarkvótanum óveidd. Þetta magn mun nánast allt koma í okkar hlut, þar sem kvóti Norðmanna hefur allur verið veiddur, en lítilsháttar mun eftir af kvóta Grænlendinga. Hlutur okkar í heildarkvótanum er 78%, eða um 987. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

LEIÐRÉTT Ekki bæjarstjóri

Í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um andlát Björgvins Jónssonar, útgerðarmanns og fyrrverandi alþingismanns, segir ranglega, að hann hafi verið bæjarstjóri á Seyðisfirði á árunum 1954 til 1961. Er þessi villa einnig í fyrsta bindi af Æviskrám samtíðarmanna en rétt er, að Björgvin sat í bæjarstjórn og bæjarráði á Seyðisfirði á þessum tíma. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
27. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 422 orð

Lífseigasti einvaldur Afríku látinn

KAMUZU Banda, fyrrverandi einræðisherra Malaví, lést seint á þriðjudagskvöld eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús í Suður-Afríku vegna lungnabólgu. Hann var lengur við völd en nokkur annar einræðisherra Afríku, stjórnaði Malaví með harðri hendi í rúma þrjá áratugi þar til hann beið ósigur í fyrstu fjölflokkakosningum landsins árið 1994. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Málstofa um íslenska blaðamennsku á 20. öld

NEMAR í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands standa fyrir málstofu laugardaginn 29. nóvember í Odda, stofu 201, kl. 14­16. Umræðuefnið verður blaðamennska á 21. öld og eru frummælendur fimm. Meira
27. nóvember 1997 | Smáfréttir | 94 orð

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: "Fundur lífeyrisþega

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: "Fundur lífeyrisþega innan Sjúkraliðafélags Íslands 11. nóvember sl. skorar á ríkisstjórn Íslands og Alþingi lýðveldisins að koma aftur á tengingu eftirlauna og krefst þess að misvægi milli launatekna og eftirlauna verði að fullu leiðrétt. Meira
27. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 46 orð

Mótmælt í tilefni afmælis

VICTOR Hugo Robles, sjálfskipuð byltingarhetja eða "Che Guevara" samkynhneigðra, hrópar slagorð gegn Augusto Pinochet, hershöfðingja í Chile. A.m.k. 26 manns slösuðust og 120 voru handteknir er þúsundir söfnuðust saman á götum Santiago í gær í mótmælaskyni við Pinochet á 82 ára afmæli hans. Meira
27. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 336 orð

Netanyahu kynnir nýjar tillögur sínar

Ísraelskir fjölmiðlar segja að tilboðið feli í sér að Ísraelsmenn kalli herlið sitt frá 6­8% þeirra svæða á Vesturbakkanum sem enn eru undir stjórn Ísraelsmanna. Palestínumenn gera hins vegar tilkall til 20­25% þeirra svæða sem um ræðir. Tillögurnar voru ræddar á fundinum en síðan var ákveðið að fresta afgreiðslu málsins fram á sunnudag. Meira
27. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 329 orð

Norræn bókasafnsvika haldin í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Amtsbókasafnið, grunnskólinn og Norræna félagið í Stykkishólmi tóku þátt í norrænu bókasafnsvikunni "Í ljósaskiptunum ­ Orðið í norðri", sem haldin var á Norðurlöndunum fyrir skömmu. Dagskrá vikunnar hófst á mánudag. Þá las Jón Júlíusson leikari kafla úr Egilssögu við kertaljós og gestum var síðan boðið upp á kaffi, smákökur og söl. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 207 orð

Óvíst að rætt verði við Ísland og Noreg í ár

FUNDI starfshóps Evrópusambandsins, sem hefur það hlutverk að undirbúa nýjar viðræður við Ísland og Noreg um aðlögun ríkjanna að breyttu Schengen-vegabréfasamstarfi, lauk án niðurstöðu í Brussel og er óvíst að ESB hefji viðræður við ríkin fyrr en á næsta ári. Vonazt hafði verið til að viðræður gætu hafizt í þessum mánuði eða næsta. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Rannsókn lokið en án árangurs

Í SVARBRÉFI sem varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur sent vegna fyrirspurna Verslunarmannafélags Suðurnesja kemur fram að rannsókn á vörurýrnun sem uppgötvaðist í verslun varnarliðsins, "Navy Exchange" í fyrra er lokið án þess að fullnægjandi skýringar hafi fundist. Vörurýrnunin var upp á 800 þúsund dollara, eða tæpar sextíu milljónir króna. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Reykjalundur fær þolprófunarhjól að gjöf

REYKJALUNDI var 16. nóvember sl. afhent mjög sérhæft þolprófunarhjól að gjöf. Það var Lionsklúbbur Mosfellsbæjar sem afhenti gjöfina. Í frétt frá klúbbnum kemur fram að mjög árangursríkt og ánægjulegt samstarf hafi tekist með Lionsklúbbi Mosfellbæjar og Sambíóunum sl. þrjú ár. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Réttur lánþegi, röng bifreið

NÁMSMAÐUR á Egilsstöðum uggði ekki að sér þegar hann settist upp í bifreið, sem hann taldi að hann hefði fengið lánaða, og ók af stað. Eiganda bifreiðarinnar varð hins vegar ekki um sel þegar hann sá á eftir henni og tilkynnti umsvifalaust að bifreið sinni hefði verið stolið. Eftir um hálftíma leit lögreglunnar á Austurlandi dró til tíðinda. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 241 orð

Ríkisspítölum send krafa um áminningu

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur vísað til forstjóra Ríkisspítalanna kröfu lögmanns Ewu Klonowski meinafræðings, sem sagt var upp störfum á Rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði í fyrra, um að fyrrum yfirmanni hennar, Gunnlaugi Geirssyni, verði veitt áminning vegna meintra ummæla hans um störf Ewu. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 172 orð

Samningaþref sálfræðinga árangurslaust

SAMNINGAVIÐRÆÐUM launanefndar sveitarfélaganna og samninganefndar Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi hefur verið hætt, en þær hafa staðið í u.þ.b. eitt ár og hefur lítið þokast í samkomulagsátt að mati sálfræðinga. Viðræðunum var hætt að frumkvæði samninganefndar sveitarfélaganna. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 21 orð

Saumnálin flytur

Saumnálin flytur SAUMNÁLIN EHF. flutti nýlega frá Grettisgötu 46 á Klapparstíg 5 á Völundarlóðinni. Fyrirtækið býður upp á sömu þjónustu og áður. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Settur sérstakur lögreglustjóri

SETTUR verður sérstakur lögreglustjóri vegna kæru sem borist hefur embætti lögreglustjórans í Reykjavík þar sem hinn kærði er sonur lögreglustjórans. Böðvar Bragason lögreglustjóri segir að hér sé um venjubundna málsmeðferð að ræða í máli sem þessu. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Síbrotamanns enn leitað

LEIT stendur enn yfir að síbrotamanni sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald til 22. desember. Tveir menn voru teknir eftir innbrot í Hafnarfirði snemma í nóvember og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Héraðsdómur féllst ekki á framlengt gæsluvarðhald nema annars þeirra en Hæstiréttur staðfesti síðan varðhaldið til 22. desember. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

Símum og myndbandstæki stolið

BROTIST var inn í Nýlistasafnið við Vatnsstíg í Reykjavík í fyrrinótt og stolið þaðan fax- og símatæki og myndbandstæki. Tjónið er tilfinnanlegt þar sem tækin voru að litlu leyti tryggð. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 608 orð

Sjálfstæðisflokkur bætir við sig og fær 44% fylgi

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN bætir við sig fylgi og fengi 44,5%% atkvæða ef gengið yrði til þingkosninga nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið 12.­23. nóvember. Í könnun stofnunarinnar í maí fékk flokkurinn 36% stuðning en í síðustu þingkosningum var kjörfylgi hans 37,1%. Fylgisaukningin frá síðustu könnun er vel tölfræðilega marktæk. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Sjóvarnir styrktar á Suðureyri

NÚ standa yfir framkvæmdir við lengingu sjóvarnargarðs neðan byggðarinnar á Suðureyri. Garðurinn, sem byggður hefur verið í áföngum á liðnum árum, verður í þessari verklotu lengdur um 110 metra. Það er verktakafyrirtækið Jón og Magnús hf. á Ísafirði sem sér um framkvæmdina, en til verksins eru áætlaðar 5 milljónir króna og eru áætluð verklok 15. desember. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

Skemmtan í skammdegi

ÞRÁTT fyrir að veður sé oft napurt í nóvember, þá hefur Vetur konungur verið blíður að undanförnu og því fagna bæði menn og dýr. Boltaleikur tryggir að hundurinn og eigandi hans njóti útivistar og góðrar hreyfingar. Innan skamms verður boltinn ef til vill úr snjó. Meira
27. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 276 orð

Sóknarprestur kveður

Geitagerði-Nýlega kvaddi séra Bjarni Guðjónsson sóknarprestur á Valþjófsstað í Fljótsdal söfnuð sinn með messu í Valþjófsstaðakirkju. Mikið fjölmenni var við athöfnina, sem staðfesti þær vinsældir er þau hjón hafa notið hér í sveit. Meira
27. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 80 orð

Sprenging í Alsír

FJÓRIR létust er sprengja sprakk í Jijel-héraði í Alsír á þriðjudag. Óttast er að tilræðið geti markað endalok vopnahlés herskárra bókstafstrúarmanna frá 1. október síðastliðnum. Tvær sveitir þeirra hafa ásakað stjórnvöld um að ráðast gegn stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir vopnahléð og hótað að binda enda á það haldi stjórnarherinn uppteknum hætti. Rúmlega 65. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð

Stórafell bauð lægst í Árbæjarveg

ELLEFU tilboð bárust Vegagerðinni í styrkingu og mölburð á Árbæjarvegi, en vegurinn liggur út frá hringveginum að Landeyjavegi og nær verkið til tveggja kafla á veginum. Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á tæplega 13,6 milljónir króna og barst lægsta tilboðið frá Stórafelli ehf., 6.367.100 kr. Næstlægsta tilboðið var frá Jóni og Tryggva ehf. á Hvolsfelli sem bauð 7.242.800 kr. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 757 orð

Strákum líður verr í skóla en stelpum

Efnt verður til málþings undir yfirskriftinni strákar í skóla á vegum Karlanefndar jafnréttisráðs og menntamálaráðuneytisins á Grand hóteli í dag. Málþingið stendur frá 13-17 og tilgangurinn sá að auka umræðu um stöðu stráka í íslenskum skólum. Meira
27. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Sýningu lýkur

SÝNINGU Kristínar Sigfríðar Garðarsdóttur í Galleríi Svartfugli í Grófargili á Akureyri lýkur um næstu helgi. Kristín teflir saman andstæðum í verkum sínum, annars vegar ljósum þunnum og viðkvæmum formum úr postulíni og hins vegar dökkum, þungum og grófum formum sem unnin eru í jarðleir. Opið er á föstudag frá kl. 15 til 18 og laugardag og sunnudag frá kl. 14 til 18. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Tískusýning á Kaffi Reykjavík

TÍSKUSÝNING verður á Kaffi Reykjavík í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21.30 þar sem sýndur verður fatnaður frá versluninni Lótus, Álftamýri 7. Á sýningunni verður kynntur fatnaður frá Episode og eru það Módelsamtökin sem sýna. Kynnir er Heiðar Jónsson. Um kvöldið verður tilboð á mat á 950 kr. og hljómsveitin Karma leikur til kl. 1. Allir velkomnir. Meira
27. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 193 orð

Tónleikar í Þingeyjar sýslum

HINIR landsfrægu söngbræður frá Álftagerði í Skagafirði ætla að bregða sér austur í Þingeyjarsýslur um helgina og halda tónleika á Þórshöfn, Raufarhöfn og Húsavík. Með þeim í för verða bræðurnir og undirleikararnir Stefán og Jón Gíslasynir. Fyrstu tónleikarnir verða í Þórsveri á Þórshöfn föstudagskvöldið 28. nóvember kl. 21. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 554 orð

Tugir óskráðra skipa bíða þess að verða fargað

TUGIR skipa sem tekin hafa verið af skipaskrá bíða nú förgunar hér á landi, og að sögn Davíðs Egilssonar, forstöðumanns mengunardeildar sjávar hjá Hollustuvernd ríkisins, er um að ræða skip af ýmsum stærðum og gerðum. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Umdæmisstjóraskipti hjá Kiwanisumdæminu

UMDÆMISSTJÓRASKIPTI urðu hjá Kiwanisumdæminu Ísland-Færeyjar 1. október sl. Við starfi umdæmisstjóra tók Björn Ágúst Sigurjósnson úr Kiwanisklúbbnum Heklu í Reykjavík og gegnir hann starfinu í eitt ár. Hann tók við af Örnólfi Þorleifssyni úr Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Uppsagnir vegna hagræðingar

OLÍUFÉLAGIÐ Skeljungur hefur tilkynnt hluta starfsmanna, á lager og við dreifingu, að til uppsagna komi á næstunni. Þær gætu tekið til tuga manna. Gunnar Kvaran upplýsingafulltrúi sagði að Skeljungur væri að bregðast við harðnandi samkeppni og draga úr kostnaði. Meira
27. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 265 orð

Úrbeinað í akkorði

ÞEIR úrbeina allt upp í tvö og hálft tonn af hangikjöti á dag, strákarnir í Kjötiðnaði KEA, en þeir byrja að loknum vinnudegi kl. 16 og standa vaktina í um tvo klukkutíma. Þetta er fimmtán manna hópur, vaskir menn sem ganga hraustlega til verks og segir verksmiðjustjórinn, Leifur Ægisson "að þeir vinni alveg gríðarlega vel. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Útför Ólafs K. Magnússonar

ÓLAFUR K. Magnússon, fyrrverandi ljósmyndari á Morgunblaðinu, var jarðsunginn frá Kristskirkju, Landakoti, í gær. Prestar voru séra Patrick Breen og séra Jakob Rolland. Steingrímur Þórhallsson var organisti, Sigríður Gröndal söng einsöng og félagar úr kór Kristskirkju sungu. Meira
27. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 234 orð

Valdabaráttu spáð

Talsmenn Palestínumanna segja ekkert til í þeim orðrómi. Arafat hafi einungis verið undir miklu vinnuálagi auk þess sem hrun efnahags sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna og friðarumleitana við Ísraelsmenn hafi tekið á hann. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 439 orð

Vantar 414 milljónir á næsta ári

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur fundað með Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra og Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra um málefni Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún segir að miðað við fjárlagafrumvarpið vanti 414 milljónir kr. til rekstrar sjúkrahússins á næsta ári. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Vitni að árekstri

VITNI óskast að árekstri sem varð á gatnamótum Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar, þriðjudagskvöldið 25. nóvember kl. 19.55. Dökkblárri Hondu Civic var ekið aftan á svartan VW Golf sem var kyrrstæður. Vitni að árekstrinum eru beðin um að hafa sambandi við lögregluna í Reykjavík. Meira
27. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 181 orð

Vongóðir um málamiðlun

OLÍURÁÐHERRAR frá aðildarríkjum Samtaka olíuframleiðsluríkja (OPEC) komu saman til fundar í gær í þeim tilgangi að freista þess að finna lausn á deilu um nýja framleiðslukvóta. Andstæðingar aukinnar framleiðslu óttast að nýir kvótar leiði til verðlækkunar á olíu. Áður en ráðherrarnir settust niður freistuðu embættismenn frá OPEC-ríkjunum þess að finna málamiðlun á bak við tjöldin. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Völdu sýninguna FishTec '99

SAMTÖK seljenda skipatækja hafa samþykkt að lýsa yfir stuðningi við FishTech '99 sjávarútvegssýninguna sem til stendur að halda hér á landi, að því er segir í frétt frá samtökunum. Á fundi sínum sl. Meira
27. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 156 orð

Þetta er alveg stórkostlegt

"ÞETTA er alveg stórkostlegt," sagði Skúli Ágústsson, einn eigenda Hölds, sem var við fjórða mann að spila golf á Jaðarsvelli á Akureyri í hádeginu í gær. "Við vorum að vísu að tala um það áðan, að fyrir nokkrum árum hittumst við hér nokkrir í hádeginu á Þorláksmessu og spiluðum golf og það var alveg toppurinn," sagði Skúli ennfremur. Meira
27. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 256 orð

Þjóðþrifamál að halda starfseminni áfram

ENDURVINNSLAN hf. hefur tekið við rekstri Úrvinnslunnar á Akureyri af þrotabúi fyrirtækisins og er stefnt að því að hefja framleiðslu á brettakubbum á ný í næstu viku. Rekstur Úrvinnslunar hefur gengið erfiðlega frá upphafi og fyrir skömmu var fyrirtækið lýst gjaldþrota. Framleiðsla hefur legið niðri síðustu mánuði, eða frá því að Endurvinnslan sagði upp samningi um leigu á rekstrinum. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Þjónustumiðstöð við Gullsmára

NÝ þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara í Gullsmára verður formlega tekin í notkun 5. desember nk. kl. 15. Þjónustumiðstöðin er um 600 fm að stærð og er inni á milli háhýsanna nr. 7, 9 og 11 við Gullsmára en í þeim húsum eru um 120 íbúðir fyrir aldraða. Byggingarfyrirtækið Viðar hf. sá um byggingu þjónustumiðstöðvarinnar. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

Þóra í Atlanta kona ársins

TÍMARITIÐ Nýtt líf valdi í gær konu ársins 1997. Nafnbótina hlaut Þóra Guðmundsdóttir, annar eigenda og forsvarsmanna flugfélagsins Atlanta. Þóra, sem situr í stjórn félagsins og er yfirmaður flugfreyju- og flugþjónadeildar þess, stofnaði Atlanta ásamt eiginmanni sínum, Arngrími Jóhannssyni, í febrúar árið 1986. Meira
27. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Þrjú ný listaverkakort

ÚT eru komin hjá Listasafni Íslands þrjú ný litprentuð listaverkakort eftir íslenska listamenn, af verkum í eigum safnsins. Kortin eru til sölu í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7, opið alla daga kl. 11­17 nema mánudaga. Einnig er tekið á móti pöntunum á skrifstofu safnsins sem er opin á virkum dögum kl. 8­16, í síma 5621000. Meira

Ritstjórnargreinar

27. nóvember 1997 | Staksteinar | 412 orð

»Heimsend hlutabréf MEÐ því að senda landsmönnum hlutabréf í Pósti og síma mun ríkið fá h

MEÐ því að senda landsmönnum hlutabréf í Pósti og síma mun ríkið fá hærra verð fyrir þau bréf, sem það selur í kjölfarið, og mun meira en vinna upp "tapið" af gjöfinni. Þetta segir í Öðrum sálmum Vísbendingar. Gjafasending Meira
27. nóvember 1997 | Leiðarar | 647 orð

ÞÁTTASKIL

leiðariÞÁTTASKIL FYRRADAG gerðist tvennt, sem líklegt er til að valda ákveðnum þáttaskilum í umræðum um veiðileyfagjald og auðlindagjald, ef rétt er á haldið. Meira

Menning

27. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 112 orð

Allan daginn í náttfötum

BÖRNIN á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði voru óneitanlega spennt þegar þau mættu í skólann í síðustu viku. Ástæðan var sú að þá gátu þau mætt í náttfötunum í skólann og þurftu ekkert að klæða sig. Það var nefnilega komið að hinu árlega náttfataballi. Það er árviss viðburður og alltaf tilhlökkunarefni því bara það að mæta í náttfötum er skemmtilegt. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 619 orð

Ást og aðdáun á íslenskri tónlist kveikjan að bókinni

MAREK Podhajski, píanókennari við Tónlistarskólann á Akureyri, hefur skrifað bókina "Dictonary of Icelandic Composers" en í henni fjallar hann um 250 íslensk tónskáld og lagasmiði, lífs og liðin. Í bókinni er nánari umfjöllun um 80 þessara tónskálda, helstu verka þeirra er getið og birt skrá yfir fáanlegar hljóðritanir. Akademia Muzyenzna im. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 86 orð

Áttunda upplestrarkvöldið á Súfistanum

MÁL og menning og Súfistinn halda áttunda upplestrarkvöld bókahaustsins 1997 í kaffihúsinu í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Að venju verður lesið úr fjórum nýútkomnum bókum. Þeir sem kynna bækur sínar eru eftirtaldir. Einar Már Guðmundsson les úr skáldsögunni Fótspor á himnum; Ragna Sigurðardóttir les úr skáldsögunni Skot; Sigurður A. Meira
27. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 35 orð

Bresk drottning og finnsk list

ELÍSABET Bretlandsdrottning og Martti Antisaari forseti Finnlands skoðuðu listaverk, ekki öll hefðbundin, þegar þau fóru á finnska listasýningu í Barbican Centre í London. Sýningin er liður í finnskri listahátíð í London. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 80 orð

Dagskrá um Dario Fo

FYRIR skömmu var tilkynnt að ítalski rithöfundurinn, leikskáldið og leikstjórinn Dario Fo hefði hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels. Af því tilefni boðar Stofnun Dante Alighieri, ítalska menningarfélagið á Íslandi, til samkomu í Skemmtihúsinu, Laufásvegi 22, föstudaginn 28. nóvember kl. 20.30. Meira
27. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 315 orð

Draugasaga í útgeimi

Leikstjóri: Paul Anderson. Aðalhlutverk: Laurence Fishburne, Sam Neill, Joely Richardson, Kathleen Quinlan. Paramount. 1997. GEIMTRYLLAR eru ein af skemmtilegri tegundum bíómynda og sá nýjasti, "Event Horizon", gerir margt gott úr forminu, einangruninni í útgeimi, óttanum við hið óþekkta, björgunartilraunum aumra jarðarbúa frammi fyrir ókunnu ægivaldi, Meira
27. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 58 orð

Drottningarklæði

SYLVIA Svíadrottning virti vandlega fyrir sér kjólinn sem leikkonan Greta Garbo klæddist í myndinni "Christina, Queen of Sweden" sem var gerð árið 1933. Sylvia kom sérstaklega til Osnabr¨uck í Þýskalandi til að skoða sýninguna sem er hluti af hátíðarhöldum í tilefni þess að á næsta ári eru 350 ár liðin frá því þrjátíu ára stríðinu lauk. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 896 orð

Drottning sakamálasagnanna

ÞRÁTT fyrir að margt bendi til þess að Anastasía Kamenskaja sé vinsælasta kona Rússlands, er hún hvorki sérlega glæsileg kona né sjálfumglöð. Hún málar sig ekki nema þegar starfið krefst þess, klæðnaður hennar er fábrotinn, með sömu undantekningu. Hún er vinnusöm og eldklár. "Hún er nútímaleg ung kona, dálítið til baka en ósköp viðkunnanleg. Meira
27. nóvember 1997 | Tónlist | 577 orð

Fagotterí

Verk eftir Mozart, Martinu, Saint- Saëns, Schumann og Mendelssohn. Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagott; Brynhildur Ásgeirsdóttir, píanó; Ármann Helgason, klarínett; Sigurður Halldórsson, selló. Mánudaginn 24. nóvember kl. 20.30. Meira
27. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 55 orð

Fegurð í Suður-Ameríku

ELAINE Cristina Denkeweski frá Brasilíu, Claudia Fernandez frá Uruguay, Veronica Larrieu frá Bólivíu, Nazarena Almada frá Argentínu og Daniela Cubillos frá Chile stilla sér upp fyrir ljósmyndara í bátsferð um vatnið Titicaca í Bólivíu. Þær taka allar þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Suður-Ameríka, sem verður haldin 4. desember í Santa Cruz de la Sierra. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 306 orð

Fjárhagsvandræði í leikhúsi og óperu

KONUNGLEGA breska Shakespeare-leikfélagið sér fram á mikinn niðurskurð eftir að ljóst varð að skuldir þess nema nú um einni milljón punda, um 120 milljónum ísl. kr. Talsmenn leikfélagsins, sem er eitt hið stærsta í heimi, kenna um sex ára samfelldum niðurskurði á opinberum framlögum til þess. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 522 orð

Fórn til frelsunar

eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Útg. Mál og menning 1997. 195 bls. VILBORG Davíðsdóttir er skáldlega þenkjandi ungur grúskari því sögur hennar leita til fyrri tíða. Hún leitar nú fanga í gamalli sögu um að nunna á Kirkjubæjarklaustri hafi verið brennd á báli á fjórtándu öld og var gefið að sök að hafa gengist djöflinum á vald með skrifum sínum. Meira
27. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 496 orð

Frábær barnaplata

Dr. Gunni og vinir hans syngja og leika fyrir börnin. Öll lög eftir Dr. Gunna (Gunnar Hjálmarsson), nema eitt eftir Paul Caporino og annað eftir Ragnheiði Eiríksdóttur (Heiðu). Textar eru líka eftir Gunnar, utan tveir eftir Jón Gnarr. Smekkleysa 1.999 kr. 35 mín. Meira
27. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 749 orð

Frumsýning í AþenuOdysseifur á hvíta tjaldinu

LÖNG og ströng var ferð Odysseifs konungs heim til Íþöku úr Trójustríði; ógnvænlegir og undraverðir voru þeir atburðir, sem urðu á leiðum hans um hafið þann áratug og ótrúleg staðfesta og hetjulund konungsins. Heim komst hann þó að lokum til sinnar elskuðu Penelópu drottningar, sonarins Telemakkusar og tryggra þegna sinna. Meira
27. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 341 orð

Geldof tjáir sig ekki um lát Hutchence BOB G

BOB Geldof vill ekki láta draga sig inn í deilur við fyrrverandi eiginkonu sína vegna andláts áströlsku rokkstjörnunnar Michael Hutchence sem fannst hengdur á hótelherbergi í Sydney. Enn stendur yfir rannsókn á því hvort um sjálfsmorð hafi verið að ræða, en ekki er talið að brögð hafi verið í tafli, að sögn lögreglu. Lyfseðill að þunglyndislyfinu Prozac fannst á herbergi Hutchence. Meira
27. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 60 orð

Guðlast?

ÍSRAELSKA söngkonan Dana stillir sér upp fyrir viðtal í beinni útsendingu síðastliðinn þriðjudag. Dana fæddist fyrir 26 árum sem Yaron Cohen í verkamannahverfi í Tel Aviv og gekkst undir kynskiptaaðgerð fyrir fjórum árum í Englandi. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 115 orð

HALLÓ, Depill! og

HALLÓ, Depill! og Gættu þín, Herkúles! eru í þýðingu Svölu Þormóðsdóttur. Bækurnar tengjast báðar nýjum myndum frá Walt Disney, annars vegar kvikmyndinni 101 dalmatíuhundur og hins vegar teiknimyndinni Herkúles. Bækurnar eru í flokki nýrra harðspjaldabóka með ýlubrúðum fyrir yngstu lesendurna. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 821 orð

Háskóli fyrir almenning Bókastefnunni í Gautaborg er nýlokið og komu Íslendingar og íslenskar bókmenntir þar við sögu að vanda.

Bertil Falck og Bókastefnan BÓKASTEFNAN í ár var sú 13. í röðinni. Veðurguðirnir voru hliðhollir. Einstaklega gott veður þótt haustþoka legðist yfir fyrsta sólarhringinn. Aðsetur stefnunnar er Kongresshuset A.B. við M¨assans Gata í Gautaborg. Það er stærsta og fullkomnasta ráðstefnuhús á Norðurlöndum. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 476 orð

Heimildir og sannfræði

eftir Pál Bergþórsson. 261 bls. Mál og menning. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1997. FRÓÐLEG er bók þessi fyrir margra hluta sakir. Höfundurinn byggir á Eiríks sögu rauða, Grænlendinga sögu, fornum og nýjum rannsóknum og loks á eigin athugun. Fornar heimildir metur hann svo að í þeim kunni margt að vera missagt og brenglað. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 632 orð

Hnoð

eftir Diddu. Forlagið. Reykjavík 1997. 124 bls. VIÐ lifum á öld þegar allir hafa eitthvað að segja, allir eiga eitthvað merkilegt í pokahorninu sem þeir verða að koma á framfæri við heiminn, ef ekki á prent þá í útvarp, sjónvarp eða, þar sem nú er sagt auðveldast að fanga athygli fjöldans, á alnetið; möguleikarnir eru nánast óþrjótandi. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 323 orð

Íslenskt listhús opnað í Edinborg

Í EDINBORG, höfuðborg Skotlands, býr nú tæplega hálf milljón manna. Á þessu ári vaknaði hugmynd hjá Maríu Hilmarsdóttur um að opna listhús sem byði eingöngu upp á íslenska listmuni. María er borin og barnfæddur Íslendingur sem búið hefur í Edinborg í sex ár. María stundaði nám við Edinborgarháskóla og lauk þaðan prófi í listfræðum og klassískri fornleifafræði árið 1996. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 53 orð

Jólatónleikar kórs Menntaskólans við Sund

KÓR Menntaskólans við Sund heldur árlega Aðventutónleika sína fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20, í Langholtskirkju. Á efnisskrá eru m.a. íslensk og erlend jólalög. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng og Mónika Abendroth leikur á hörpu og Bjarni Þór Jónatansson á orgel, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Kolbrún B. Grétarsdóttur leika á þverflautur. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 230 orð

Jólin hennar ömmu

FURÐULEIKHÚSIÐ frumsýnir fjölskylduleikritið Jólin hennar ömmu í leikskólanum Laugarborg föstudaginn 28. nóvember kl. 11. Einnig verður almenn sýning á fyrsta degi aðventu, sunnudaginn 30. nóvember, kl. 16 í Möguleikhúsinu við Hlemm. Miðaverð er kr. 700. Í leikritinu segir Sigríður amma okkur frá því þegar hún var ung stúlka og Grýla tók Ólaf, besta vin hennar, og ætlaði að éta hann. Meira
27. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 232 orð

Keppnin um herra Ísland 1997

KEPPNIN um herra Ísland 1997 verður haldin í kvöld á Hótel Íslandi. Þetta er annað árið í röð sem fegursti karlmaður ársins verður valinn en forkeppni fór fram í öllum landshlutum. Að þessu sinni keppa 18 herrar á aldrinum 19 til 26 ára um titilinn. Meira
27. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 273 orð

Listamaðurinn Patric

Leikstjóri: John Badham. Aðalhlutverk: Jason Patric, Iréne Jacobs, Rod Steiger. Warner Bros. 1997. VELKIST einhver í vafa um hvort Jason Patric sé einn lélegasti kvikmyndaleikari Bandaríkjanna ætti sá hinn sami að gera sér ferð á bíómyndina "Incognito" og fylgjast með honum í hlutverki listaverkafalsara. Meira
27. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 387 orð

Ljúfir sveitatónar

Söngsveitin Snörurnar flytur lög af ýmsum toga. Hana skipa: Eva Ásrún Albertsdóttir, Erna Þórarinsdóttir og Helga Möller. Gestasöngvari: Ragnar Bjarnason. Ýmsir valinkunnir tónlistarmenn sjá um hljóðfæraleik. Mifa gefur út. 1.999 kr. 32 mín. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 23 orð

Myndlist '97 framlengd

Myndlist '97 framlengd MYNDLISTARSÝNINGIN Myndlist '97 í Hafnarhúsinu verður framlengd um viku, eða til sunnudagsins 30. nóvemer. Sýningin er opin daglega frá kl. 14­22. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 47 orð

Nýjar bækur ÁSTIN sigrar er eftir

ÁSTIN sigrar er eftir danska höfundinn Bodil Forsberg í þýðingu Skúla Jenssonar. Bókin fjallar um Camilu og John Ström og hvernig þeim tekst að leysa úr þeim vandamálum sem á vegi þeirra verða. Hörpuútgáfan gefur út. Bókin er 168 bls. Prentvinnsla: Oddi hf. Verð: 2.180 kr. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 94 orð

Nýjar bækur BARNABÓKIN

BARNABÓKIN Sossa skólastúlka er eftir Magneu frá Kleifum. Sossa er að vaxa úr grasi snemma á öldinni og verður nú skólastúlka. Hún aðstoðar við uppeldi yngstu systkina sinna og tekur þátt í harðri lífsbaráttu fjölskyldunnar. Sossa er fjörug stelpa sem kemur stöðugt á óvart með óvæntum uppátækjum. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 100 orð

Nýjar bækur BARNABÓKIN

BARNABÓKIN Elsku besta Binna mín er eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur fréttamann. Binna er fjörug níu ára stelpa og býr við Silfurgötu sem er heimur út af fyrir sig. Þar eru flestar mömmur heima og hugsa um börnin á daginn en Binna þarf að bjarga sér sjálf. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 96 orð

Nýjar bækur BESTI jólaleikur allra tíma

BESTI jólaleikur allra tíma er eftir Barböru Robinson í þýðingu Jóns Daníelssonar. Bókin er framhald Besta skólaárs allra tíma sem kom út á síðasta ári. Í kynningu segir: "Herdman- systkinin eru án efa verstu börn sem uppi hafa verið. Þau skrökva, stela og reykja vindla (líka stelpurnar). Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 84 orð

Nýjar bækur ÉG er kölluð Día

ÉG er kölluð Día er barnabók eftir Sigrúnu Björgvinsdóttur. Þegar Día flytur úr borginni og byrjar í skóla úti í sveit bíður hennar nýtt umhverfi, ný viðhorf, ókunnugir krakkar. En fljótlega samlagast hún hópnum, eignast góða vinkonu og upplifir ótal ævintýri. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 120 orð

Nýjar bækur FALIÐ vald eiturlyfjakrabbans

FALIÐ vald eiturlyfjakrabbans er eftir Jóhannes Björn. Í kynningu segir: "Eiturlyfjasala er ein arðvænlegasta "atvinnugrein" heimsins í dag og margar ríkisstjórnir taka beinan þátt í henni. Bankar og aðrar virðulegar peningastofnanir græða líka gífurlegar upphæðir á að ráðstafa eiturlyfjagróða sem hljóðar upp á meira en 500 milljarða dollara. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 139 orð

Nýjar bækur FRANK og Jói á Íslandi er

FRANK og Jói á Íslandi er nýjasta bókin í flokknum um spæjarabræðurna knáu í þýðingu Jóns Birgis Péturssonar. Bókin er 138 bls. Leiðbeinandi verð er 1.580 kr. NANCY og gamla eikin er í þýðingu Gunnars Sigurjónssonar og segir frá því er Nancy vinnur sigur í samkeppni um nafn á skáldsögu og hlýtur að launum landskika í Kanada. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 93 orð

Nýjar bækur HEFND er eftir Si

HEFND er eftir Sidney Sheldon. OLIVER Russell, ríkisstjóri í Kentucky, er glæsimenni með sterka útgeislun og hann ætlar sér mikinn frama í stjórnmálum, hefur tekið stefnuna á Hvíta húsið. En hann á eftir að komast að því að hefnd konu sem hefur verið svikin í ástum getur verið skelfilegri en hægt er að ímynda sér. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 47 orð

Nýjar bækur Í FJÓRUM línum er

Í FJÓRUM línum er vísna- og ljóðasafn sem Auðunn Bragi Sveinsson hefur tekið saman. Í bókinni eru birt 830 erindi eftir 212 höfunda. Hér er á ferð alþýðukveðskapur. Skýrt er frá því í hvaða tækifæri flest ljóðanna eru ort. Útgefandi er Vestfirska forlagið. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 74 orð

Nýjar bækur LITLA barnið okkar

LITLA barnið okkar er harðspjaldabók eftir Gunilla Hansson, í þýðingu Hildar Hermóðsdóttur. Það er barn í maganum á mömmu. Sindra finnst erfitt að bíða og margar spurningar vakna. Loks fæðist lítil systir og þá þarf stóri bróðir að vera duglegur og skilningsríkur. Bókin svarar ýmsum spurningum barna sem eiga von á litlu systkini. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 98 orð

Nýjar bækur LÍFIÐ eftir lífið ­ Hvers er að

LÍFIÐ eftir lífið ­ Hvers er að vænta á nýju tilverustigi er eftir Gunnar Dal. Í kynningu segir: "Lesandinn slæst í för með fólki sem kvatt hefur þennan heim á leið til ÍS- landsins handan landsins, þar sem helgistjórn jarðar hefur aðsetur. Lokakafli bókarinnar er lýsing á því hvað gerist þegar menn snúa aftur til jarðarinnar. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 101 orð

Nýjar bækur LÍNDAL og Lorca e

LÍNDAL og Lorca er ljóðabók eftir Tryggva V. Líndal. Áður hafa komið út eftir hann ljóðabækurnar Næturvörðurinn (1989) og Trómet og fíól (1992), einnig hefur fjöldi ljóða birst eftir hann í blöðum og tímaritum. Í kynningu segir: "Federico García Lorca (f. 1889, d. 1936), hefur verið ástsælasta ljóðskáld Spánverja á alþjóðavettvangi síðustu áratugina. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 129 orð

Nýjar bækur REIÐARSLAG heitir

REIÐARSLAG heitir Black Lightning á frummálinu og er eftir bandaríska rithöfundinn John Saul í íslenskri þýðingu Björns Jónssonar. Þetta er fyrsta bókin eftir Saul sem út kemur á íslensku en hann hefur notið mikilla vinsælda í heimalandi sínu allt frá því að fyrsta bók hans kom út árið 1977. Aðalsöguhetjan er Anne Jeffers blaðakona í Seattle. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 87 orð

Nýjar bækur RISARNIR í Gullskógala

RISARNIR í Gullskógalandi er litmyndabók fyrir börn. Í Gullskógalandi spretta ávextir sem glóa eins og gull. Enginn hættir sér samt þangað því landið byggja ógurlegir risar. Einn þeirra rænir Helgu kóngsdóttur en hver veit nema hennar bíði þrátt fyrir allt gull og grænir skógar. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 126 orð

Nýjar bækur SPOR eftir göngumann ­ Í slóð

SPOR eftir göngumann ­ Í slóð Hjartar á Tjörn er ævisaga Hjartar Þórarinssonar á Tjörn í Svarfaðardal, skráð af tveimur börnum hans, þeim Ingibjörgu og Þórarni. Hjörtur Eldjárn Þórarinssonar bjó búi sínu á Tjörn í 40 ár og átti traustar rætur í sveit sinni, Svarfaðardal. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 153 orð

Nýjar bækur ÚTKALL TF-Líf ­ Sextíu manns

ÚTKALL TF-Líf ­ Sextíu manns í lífshættu er eftir Óttar Sveinsson. Þetta er fjórða Útkallsbók Óttars og lýsa fjölmargir viðmælendur hans fjórum atburðum þar sem um sex tugir manna lenda í bráðri lífshættu. Fólkið greinir frá staðreyndum sem ekki hafa komið fram áður; segir söguna bakvið söguna, segir í kynningu. Í bókinni er m.a. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 128 orð

Nýjar bækur ÞÁ flugu ernir ­ Lítil flugsa

ÞÁ flugu ernir ­ Lítil flugsaga að vestan er eftir Jónas Jónasson. Í bókinni er rakin flugsaga Harðar Guðmundssonar sem ásamt eiginkonu sinni stofnaði og rak Flugfélagið Erni á Ísafirði í rúman aldarfjórðung. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 72 orð

Nýjar plötur DING dong er bar

DING dong er barnaplata með Eddu Borg og barnakór þar sem flutt eru 26 lög ásamt hreyfisöngvum og dönsum. Á plötunni eru m.a. lögin Ding dong; fyrst með fingrum gerum smell; Litla froska... (... er skemmtilegt að sjá), Hægri hönd og vinstri hönd, og Afmælislagið (ósungið). Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 98 orð

Nýjar plötur NÁTTÚRUNNAR börn

NÁTTÚRUNNAR börn er með söng Jóns Rósmann Mýrdal, "lögin þeirra afa, ömmu, pabba og mömmu". JónRósmann lauk 8.stigi frá SöngskólaReykjavíkur vorið1995 og hefurkomið fram ogsungið við ýmistækifæri bæði áskemmtunun og íútvarpi. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 43 orð

Ritlistarhópurinn í Kópavogi

RITLISTARHÓPUR Kópavogs heldur að venju upplestur, fimmtudagsupplestur, í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs. Nokkrir félagar úr Ritlistarhópnum, þau Eyvindur P. Eiríksson, Geirlaugur Magnússon, Gylfi Gröndal og Hjörtur Pálsson, lesa eigin þýðingar á ljóðum úr ýmsum áttum. Dagskráin stendur frá kl. 17­18. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 35 orð

Rökkurkonsert í Hafnarborg

Rökkurkonsert í Hafnarborg RÖKKURKONSERT Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í Hafnarborg í dag, fimmtudag, kl. 20.30. Flutt verða tónverk eftir ýmsa höfunda, þ.ám. Clare Grundman, Sibelius, Handel o.fl. Stjórnandi tónleikanna er Stefán Ómar Jakobsson. Aðgangur er ókeypis. Meira
27. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 1096 orð

Safnfréttir, 105,7

TILKYNNINGAR í skemmtanarammann þurfa að berast í síðastalagi á þriðjudögum. Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar, í bréfsíma5691181 eða á netfang frettþmbl.is. Meira
27. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 410 orð

Samsæri á brauðfótum

Leikstjóri David Glenn Hogan. Handritshöfundur Keenan Ivory Wayans. Aðalleikendur Keenan Ivory Wayans, John Voight, Jill Hennessy, Eric Roberts, Paul Sorvino, Robert Culp. Kvikmyndatökustjóri Marc Reshovsky. Tónlist Paul Buckmaster. 99 mín. Bandarísk. Nes Line 1997. Meira
27. nóvember 1997 | Tónlist | 360 orð

Schubert, Schuil og Rannveig Fríða

RANNVEIG FRÍÐA BRAGADÓTTIR OG GERRIT SCHUIL Franz Schubert, söngljóð. Rannveig Fríða Bragadóttir, mezzo-sopran. Gerrit Schuil, píanó. Hljóðritað í Kirkjuhvoli í Garðabæ 27.8.­2.9. 1997. Tæknideild Ríkisútvarpsins annaðist hljóðvinnslu. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Upptaka og úrvinnsla: Hreinn Valdimarsson Mál og menning 1997. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 76 orð

Síðustu sýningar

Söngleikurinn er eftir Benóný Ægisson með tónlist eftir KK og Jón Ólafsson og var frumsýndur 29. ágúst sl. Síðasta sýning verður laugardaginn 29. nóvember kl. 20. Íslenska óperan Cosi fan tutte Óperan er eftir Mozart og var frumsýnd 10. október. Allra síðasta sýning verður föstudaginn 28. nóvember. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | -1 orð

Skáldkona á fyrri öld

eftir Guðrúnu P. Helgadóttur. 152 bls. Hörpuútgáfan. Prentun: Oddi hf. Akranesi, 1997. GUÐRÚN P. Helgadóttir segir í formála: Hljótt hefur verið um Júlíönu Jónsdóttur skáldkonu, þótt hún marki tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Hún er fyrst íslenskra kvenna, sem fær gefna út ljóðabók. Hún er einnig fyrsta íslenska konan, sem skrifar leikrit og fær það sýnt á sviði. Meira
27. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 74 orð

Stallone og Flavin eiga von á barni

SYLVESTER Stallone og eiginkona hans Jennifer Flavin, sem var áður með eftirsóttustu fyrirsætum í heimi, fylgdust af áhuga með leik Miami Heat og Los Angeles Lakers í Miami á þriðjudaginn var. Ef til vill eru þau að brosa að óförum leikmanna Los Angeles Lakers sem biðu lægri hlut. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 121 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU Tryggva Ólafssonar lýkur sunnudaginn 30. nóvember. Sýningin er opin kl. 14-18. Í anddyri eru sýningarnar Á norrænni slóð og Líkamsskreytingar, þeim lýkur einnig sunnudaginn 30. nóvember og eru opnar frá kl. 9-18. Gallerí Borg Sýningu Péturs Gauts lýkur sunnudaginn 30. nóvember. Sýningin er opin föstudag kl. 10­18, laugardag kl. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 2369 orð

Tími/líf/nútíð Í tilefni sýningar Tryggva Ólafssonar í Norræna húsinu rifjar Bragi Ásgeirsson upp kynni sín við hann. Þeir hafa

LISTAMAÐURINN er Íslendingur sem búið hefur í Kaupmannahöfn gott betur en hálft æviskeið sitt, er einlægur aðdáandi danskrar menningar og mannlífs. Hefur flestum betur sökkt sér niður í sögu þjóðarinnar, vel fróður á listir, jafnt bókmenntir sem myndlist, Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 97 orð

Tríó Tómasar R. í Múlanum

Tríó Tómasar R. í Múlanum TRÍÓ Tómasar R. Einarssonar leikur á djassklúbbnum Múlanum sem starfræktur er á Jómfrúnni, Lækjargötu 4, föstudaginn 28. nóvember kl. 21. Meðlimir tríósins eru, auk Tómasar sem leikur á kontrabassa, Eyþór Gunnarsson á píanó og Gunnlaugur Briem á trommur. Meira
27. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 230 orð

Tvístígandi prestur Endurlausnin (Garden of Redemption)

Framleiðandi: Showtime Pictures. Leikstjóri: Thomas Michael Donnelly. Handritshöfundur: Leikstjórinn eftir smásögu Anthony DiFranco. Kvikmyndataka: Jacek Laskus. Tónlist: John Altman. Aðalhlutverk: Anthony La Paglia, Embeth Davidtz, Dan Hedaya og John Firth. 99 mín. Bandaríkin. Paramount Pictures/CIC myndbönd. Útgáfud.: 18. nóv. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
27. nóvember 1997 | Menningarlíf | 114 orð

Upplestur úr skáldverkum fyrir börn

Upplestur úr skáldverkum fyrir börn FYRSTA sunnudag á jólaföstu, hinn 30. nóvember, heldur Íslandsdeild IBBY samkomu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Samkoman hefst kl. 14 í sýningarsal á annarri hæð. Meira
27. nóvember 1997 | Leiklist | 643 orð

Þrautaganga Trítils

Ævintýri með söngvum eftir Hilmi Jóhannesson og Huldu Jónsdóttur. Tónlist og útsetningar eftir Eirík Hilmisson. Leikstjóri: Ingunn Ásdísardóttir. Tónlistarstjóri: Rögnvaldur Valbergsson. Lýsing: Páll Arnar Ólafsson. Hönnun búninga: Sigríður Snjólaug Vernharðsdóttir og Fríða Oddsdóttir. Meira
27. nóvember 1997 | Bókmenntir | 601 orð

Ævisaga Einars H. Kvaran

eftir Gils Guðmundsson. Setberg 1977, 320 bls. EINAR Hjörleifsson Kvaran (1859­1938) var einn af hinum áhrifamestu menntamönnum þessa lands frá því á síðasta hluta nítjándu aldar og til dánardægurs. Hann var mikilsvirtur ritstjóri blaða og tímarita vestanhafs og austan um langt skeið, áhrifamaður í stjórnmálum, mikilsvirtur fyrirlesari og eitt helsta skáld sinnar samtíðar. Meira

Umræðan

27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 821 orð

Alþýðan og gereyðingarstefna stjórnvalda

ÞAÐ ER löngu vitað mál að uppblástur veldur eyðingu á gróðri landsins. Ég vil raunar líkja því saman við þau áhrif sem stjórnmálaflokkar landsins, þ.e. fjórflokkarnir, hafa á stöðu alþýðufólks í þessu landi. Þar er ég að tala um þá sem vansælir eru af kjörum sínum: stóran hluta fjölskyldna, sjúklinga, öryrkja og fleiri. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 620 orð

Athugasemd við grein Arnar Ólafssonar

Í GREIN um íslenskar bókmenntir á dönsku eftir Örn Ólafsson, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins hinn 15. nóv. s.l., var fjallað um samskipti Guðmundar Kamban við þýska hernámsliðið í Danmörku með þeim hætti, að ekki verður hjá því komist að gera athugasemd. Eftir að Örn hefur fjallað um þýðingar Kambans á íslenskum úrvalsljóðum, sem birtust í bókinni Hvide Falke. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1020 orð

Búmannsklukka, lífsklukkur og siglfirskur sumartími

LANGT fram á 19. öld voru úr og klukkur óvíða til sveita á Íslandi. Frá þessu greinir Jónas Jónasson frá Hrafnagili í Íslenskum þjóðháttum: "Dagtímana taldi fólkið af einhverri vanatilfinningu, þegar ekki sá til sólar eða stjarna; má ráða þá af mörgu: Þegar fólk fór að svengjast milli máltíða, hvað mikið hafði verið slegið, rakað eða bundið, hvað margir hestar barðir á túninu, Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 625 orð

Börn, unglingar og tónlistarhöll

ÞEIR SEM síst eiga hrós skilið frá íslensku þjóðinni eru þingmenn hennar. Það er bókstaflega ógerningur að koma því að hvernig sem reynt er. En auðvitað eru þeir starfsmenn þjóðarinnar sem ég vildi helst geta hælt. Allir vilja það. En þau, sem við kusum til að sjá hagsmunum okkar borgið, hafa með undarlegum hætti skotið sér undan ábyrgð og þjóðhagslegum ákvarðannatökum. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 628 orð

Djöfla- gen?

ÝMISLEGT er til umræðu á Íslandi í dag, sem fólk telur sig almennt hafa vit á, en því miður er raunin önnur. Flestir trúa fréttum í fjölmiðlum og standa í ströngu við að sannfæra bæði mig og aðra um hve rangt við höfum fyrir okkur þegar við notum reynslu okkar til að vega og meta mál sem við þekkjum til fullnustu. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1059 orð

Dyslexia ­ eða bara heimska?

DYSLEXIA er alþjóðlegt orð sem merkir að einstaklingur á í erfiðleikum með lestur borið saman við aðra námsgetu og þá kennslu sem hann hefur hlotið. Íslensku orðin sem notuð eru um börn með dyslexiu eru lestrar- og skriftarörðugleikar, leshömlun, orðblinda, treglæsi, lestregða, lesblinda o.s.frv. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 503 orð

Evróið og verslunin

NÚ styttist óðum í að Evrópusambandsþjóðirnar taki upp evróið, þ.e. sameiginlegan gjaldmiðil, sem taka mun við af gjaldmiðlum þeirra þjóða sem uppfylla skilyrði myntbandalagsins. Í augnablikinu er ekki víst hversu margar þjóðir verða með frá byrjun en þó er talið líklegt að það verði allar þjóðir Evrópusambandsins að undanskildu Bretlandi, Grikklandi, Danmörku og Svíþjóð, þ.e. 11 þjóðir. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 838 orð

Framleiðniminnkun í sjávarútvegi

Í BÆKLINGI þeim um starf og stefnu ríkisstjórnarinnar sem borinn hefur verið inn á hvert heimili er fullyrt að gjafakvótakerfið hafi valdið 60% framleiðniaukningu í útgerð á aðeins þremur árum eftir að því var komið á. Er þar vitnað til línurits Ragnars Árnasonar um að aflaverðmæti á hverja rúmlest fiskiflotans hafi aukist úr 5000$ árið 1990 í 8000$ árið 1993. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 668 orð

Hefur íslenska þjóðin ekki efni á því að eiga góða háskóla?

UNDANFARIN ár hefur Háskóli Íslands mátt búa við niðurskurð og fjársvelti. Nú er svo komið að Háskólinn er við hættumörk og ef ekkert verður að gert mun Háskóli Íslands engan veginn standast alþjóðlegan samanburð. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 906 orð

Íþróttafélögin verða sjálf að bæta reksturinn

KASTLJÓSI fjölmiðla hefur að undanförnu verið beint að rekstri íþróttafélaga og virðist sem rekstur margra þeirra sé á brauðfótum. Það dylst þó engum að sveitarfélög hafa lagt verulega fjármuni í uppbyggingu og starfsemi íþróttamannvirkja, enda er hæfileg íþróttaiðkun hverjum holl. Meira
27. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 594 orð

Já, það þarf að velja

ÉG LAS grein Guðjóns Baldvinssonar í Mbl. 15. nóvember sl. Þar er í fyrirsögninni varpað fram eftirfarandi spurningu: Kristin trú og spíritismi ­ þarf að velja? Mig langar að svara þessari spurningu, m.a. með tilvitnunum í Biblíuna. "Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 672 orð

Kínversk menning og mannréttindi

UM mánaðamótin júní ­ júlí sl. varð sá heimssögulegi og ánægjulegi atburður, að Hong Kong sameinaðist aftur Kína og má segja að með því hafi endanlega verið lokið þeirri smán og niðurlægingu, sem þetta mikla og aldna menningarríki varð að þola af vestrænum ríkjum og þeim, Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 649 orð

Rýrnandi ritaöflun Háskóla Íslands

EITT af veigamestu verkefnum Landsbókasafns Íslands ­ Háskólabókasafns er uppbygging ritakosts í þágu Háskóla Íslands. Þeir sem fást við hinar fjölmörgu greinar sem kenndar eru innan Háskólans þurfa að hafa aðgang að nýjum tímaritum, bókum og öðru efni í safninu. Undanfarin ár hafa fjárveitingar engan veginn nægt til þess að mæta réttmætum kröfum sem gerðar eru til safnsins í þessu efni. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1023 orð

Seinheppinn lýðskrumari

NÁNAST allir hugsandi menn landsins, nema þeir sem eiga ósanngjarnra hagsmuna að gæta, eru orðnir sammála um að úthlutun veiðiheimilda eins og hún hefur verið framkvæmd, er spilling af verstu tegund eða ótrúleg grunnhyggni og skammsýni. Vandséð er hvor ástæðan væri alvarlegri, ­ spilling eða skammsýni og heimska hjá stjórnvöldum. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 421 orð

Sláum skjaldborg um Háskóla Íslands

FYRIR skömmu gerðu Félag háskólakennara og Háskóli Íslands og stofnanir hans með sér samkomulag í kjölfar kjarasamninga við ríkið þar sem m.a. var ákveðið að taka upp nýtt launakerfi. Launakerfið gefur Háskólanum meira svigrúm en hið gamla til að bæta kjör starfsmanna sinna ef fjármagn er fyrir hendi. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 463 orð

Sóun á landi - sóun á sjó

KVÓTAKERFIÐ myndaðist til þess að stöðva sóun á sjó. Á meðan aðgangur var ótakmarkaður að Íslandsmiðum, sóttu útgerðarmenn sjó, þangað til kostnaður af sókninni var orðinn jafnmikill og hagnaðurinn. Þannig ást hugsanlegur hagnaður af fiskveiðum upp. Tveir bátar kepptu um afla, sem einn gat landað. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 432 orð

Strákar í skóla

KARLANEFND Jafnréttisráðs og menntamálaráðuneytið gangast í sameiningu fyrir málþingi á Grand hótel 27. nóvember undir yfirskriftinni Strákar í skóla. Ástæðan er meðal annars sú að staða drengja í íslenska skólakerfinu virðist heldur bágborin, þrátt fyrir þá staðreynd, sem oft er hampað, að þeir njóta drýgsta hlutans af athygli kennara. Sú athygli virðist því miður oftast vera neikvæð. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1091 orð

Um lénsherra og lénsþræla

UM SKELFILEGA eiginleika og afleiðingar þess fiskveiðistjórnunarkerfis, sem hér er við lýði, hef ég marga greinina skrifað og frá ýmsum sjónarhornum. Fyrr á árinu sagði ég í slíkri grein hér í Mbl. frá manni, sem mér reiknaðist til, að hefði 15­18 mkr. í árstekjur af kvótaleigu fyrir það aðalstarf að aka jeppanum sínum. Einhverjir skriffinnar efuðust um það á prenti, að þessi maður sé til. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 794 orð

"Uppgjör við fortíðina"

FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 21. nóv. sl. var ég viðstaddur fund á vegum Félags sagnfræðinema um efnið "Ísland og Austurblokkin". Árni Snævarr blaðamaður gat þess í umræðu að sér þættu vinstri menn oft fara í hálfgerða varnarstöðu þegar þeir væru krafðir um svokallað uppgjör við fortíðina. Þetta er að líkindum rétt hjá Árna, en ástæður geta verið ýmsar. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 874 orð

"Þungur" þungaskattur

FYRIR stuttu kom út skáldsaga eftir einn ástsælasta rithöfund þjóðarinnar sem fjallar um sendibílstjóra sem heldur að hann sé dáinn. Þó að um skáldsögu sé að ræða velta nú sendibílstjórar fyrir sér hvort þessi rithöfundur reynist forspár ­ en í þá veru að sendibílstjórastéttin, eins og hún er í dag, muni deyja út. Meira
27. nóvember 1997 | Aðsent efni | 747 orð

(fyrirsögn vantar)

FÉLAGSRÁÐGJÖF er fjögurra ára háskólanám til starfsréttinda og hefur verið kennd við Háskóla Íslands frá árinu 1981. Félagsráðgjafar, sem lokið hafa framhaldsnámi til meistara- eða doktorsgráðu, hafa útskrifast frá erlendum háskólum. Félagsráðgjafar tilheyra mikilvægri starfstétt í æ flóknara samfélagi sem er í stöðugri mótun og tekur örum breytingum. Meira

Minningargreinar

27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 389 orð

Ásgeir Kröyer

Ásgeir Kröyer átti ættir að rekja til sterkra stofna og bar hann því jafnan vitni. Ásgeir fór til náms í Menntaskólann á Akureyri, eftir það var hann barnakennari um tíma í Hjaltastaðaþinghá og var honum þar vel tekið. Brátt hélt Ásgeir alfarinn burt úr heimahögunum með gott veganesti frá sínu góða æskuheimili. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 31 orð

ÁSGEIR KRÖYER

ÁSGEIR KRÖYER Ásgeir Kröyer var fæddur á Stórabakka á Fljótsdalshéraði í Hróarstungu 24. febrúar 1914. Hann lést á Landspítalanum 16. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 24. nóvember. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 109 orð

Ásgeir Kröyer Elsku afi. Þau voru ófá skiptin sem þú komst til okkar í kaffi og vöfflur, stundir sem í dag eru okkur

Elsku afi. Þau voru ófá skiptin sem þú komst til okkar í kaffi og vöfflur, stundir sem í dag eru okkur ómetanlegar minningar. Það voru forréttindi að fá að þekkja þig, þú lumaðir á ýmsum fróðleik af viðburðaríkri ævi og opnaðir okkur sýn í gamla tíma. Umhyggja þín og væntumþykja var einlæg, fjölskyldan var þér ávallt svo mikils virði. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 733 orð

Ásta Jónsdóttir

Eitt af því undarlegasta sem ég get hugsað mér er tíminn. Ég lít til baka um tugi ára og "það er sem gerst hafi í gær". Og ég horfi jafnlangt til baka og það er líkt og að sjá inn í annan heim, svo margt hefur breyst, svo margt hefur gerst, kannski ekki neinir heimsviðburðir, og þó ­ lífsbarátta og hversdagslíf venjulegs fólks eru líka heimsviðburðir í hnotskurn. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 310 orð

Ásta Jónsdóttir

Elsku amma, mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég átti svo margar góðar stundir með þér og það var svo margt sem við gerðum saman. Hátún var alltaf eins og mitt annað heimili. Ekki leið sá dagur sem ég skrapp ekki aðeins í Hátún til ömmu og afa. Þar dvaldi ég oft heilu dagana þar sem við gátum alltaf fundið okkur eitthvað að gera. Það var alltaf svo yndislegt að koma í Hátún. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 28 orð

ÁSTA JÓNSDÓTTIR

ÁSTA JÓNSDÓTTIR Ásta Jónsdóttir fæddist í Ystahvammi, Aðaldal 29. mars 1926. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Húsavíkur 22. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Húsavíkurkirkju 27. september. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 188 orð

Hafsteinn Guðmundsson

Elsku Hafsteinn frændi. Ég á margar góðar minningar og margar af þeim eru einmitt um þig. Ég man sérstaklega eftir því hvað þú passaðir upp á mig þegar ég var lítil og amma átti heima á Bústaðavegi 103. Þaðan á ég einungis góðar minningar. Þú hefur alltaf skipt mig miklu máli og gerir enn. Þó ég sjái þig í raun ekki aftur í þessu lífi þá loka ég bara augunum og hugsa til þín og þá sé ég þig. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 155 orð

HAFSTEINN GUÐMUNDSSON

HAFSTEINN GUÐMUNDSSON Hafsteinn Guðmundsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1957. Hann lést 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Hafsteins voru Guðmundur Jónsson, f. 18. október 1915, d. 5. febrúar 1979, og Lenóbía Bjarnadóttir, f. 14. febrúar 1914, d. 18. október 1990. Systkini Hafsteins eru: Bjarni Bender, f. 14. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 385 orð

Halldór M. Sigurgeirsson

Öðlingur var það orð sem mér fannst ávallt eiga best við hann. Um skapferli hans og mannkosti mátti líka nota mörg kraftmikil lýsingarorð því að hann var einstakur maður. Ég átti því láni að fagna að fá að kynnast honum þegar ég kom til starfa í SÍF og vinna þar með honum í tólf ár þegar ég fór til annarra starfa. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 30 orð

HALLDÓR M. SIGURGEIRSSON

HALLDÓR M. SIGURGEIRSSON Halldór M. Sigurgeirsson fæddist í Hafnarfirði 27. október 1902. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 14. nóvember. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 1006 orð

Hallgerður Jónasdóttir

Hinn 27. nóvember árið 1927 leit dagsins ljós á Akureyri stúlkubarn, dökkt á brún og brá með skær greindarleg augu. Foreldrar þess voru hjónin Ingibjörg Hallgrímsdóttir og Jónas Sveinsson og var þetta þriðja barn þeirra, fyrir voru bræðurnir Sverrir og Sveinn, en tveimur árum seinna bættist það fjórða, Áslaug, í hópinn. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 32 orð

HALLGERÐUR JÓNASDÓTTIR

HALLGERÐUR JÓNASDÓTTIR Hallgerður Jónasdóttir, talsímavörður, fæddist 27. nóvember 1927 í Bandagerði við Akureyri. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 8. ágúst. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 308 orð

Málfríður Sigfúsdóttir

Málfríður Sigfúsdóttir er látin, nær 100 ára að aldri. Þrátt fyrir háan aldur hélt hún sér vel til líkama og sálar þar til undir hið síðasta. Við systkinin kynntumst Málfríði fyrir tæplega þrjátíu árum þegar faðir okkar, Eggert Loftsson, hóf sambúð með henni. Faðir okkar hafði þá verið ekkjumaður um skeið og hún búið ein um árabil, hún komin fast að sjötugu og hann rúmlega sextugur. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 340 orð

Málfríður Sigfúsdóttir

Málfríður Sigfúsdóttir frænka mín er látin og mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Jæja, elsku frænka mín, nú er komið að kveðjustundinni, þú varst alltaf svo góð við mig og ég á margar góðar minningar um þig. Efst er mér í huga þegar ég 12 ára gömul fór í vist í Búðardal og átti að passa vöggubarn en það átti ekki við mig, þannig að ég strauk. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 525 orð

MÁLFRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR

MÁLFRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR Málfríður Sigfúsdóttir fæddist á Hólmalátri á Skógarströnd, Snæfellsnessýslu, hinn 11. júlí 1898. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 16. nóvember síðastliðinn og vantaði þá aðeins átta mánuði í að hafa náð 100 ára aldri. Hún átti ekki afkomendur. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 239 orð

Ólafur K. Magnússon

Í dag kveðjum við elsku Óla afa. Þó að það sé sárt að kveðja hann þá eigum við margar góðar minningar sem koma til með að lifa með okkur áfram. Það var alltaf gaman að vera í kringum afa því hann hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Það var sama hvort það var frá námsárunum í Hollywood eða einhverjum ævintýralegum ljósmyndaleiðangri fyrir Morgunblaðið. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 32 orð

ÓLAFUR K. MAGNÚSSON

ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Ólafur K. Magnússon fæddist í Reykjavík 12. mars 1926. Hann lést á heimili sínu hinn 15. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kristskirkju í Landakoti 26. nóvember. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 502 orð

Pétur Símonarson

Fjallaljónið er fallið. Elli kerlingu hefur nú loksins tekist að knésetja Pétur frá Vatnskoti. Hann fæddist fyrir fyrri heimsstyrjöldina að Vatnskoti í Þingvallasveit og ólst þar upp. Snemma fór hann að fást við vélar og samgöngutæki. Fyrst eignaðist hann mótorhjól sem hann endurbætti þannig að hann komst alla leið upp á Skjaldbreið á því. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 382 orð

Pétur Símonarson

Mig langar að minnast móðurbróður míns, Péturs Símonarsonar, sem lést 11. nóvember síðastliðinn. Pétur var fyrir margar sakir óvenjulegur maður. Hann bjó yfir miklum hæfileikum og hugviti sem hann nýtti sér til að búa til þá hluti sem hann vantaði. Meira
27. nóvember 1997 | Minningargreinar | 28 orð

PÉTUR SÍMONARSON

PÉTUR SÍMONARSON Karl Pétur Símonarson fæddist á Þingvöllum 4. ágúst 1911. Hann lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 11. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 19. nóvember. Meira

Viðskipti

27. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 231 orð

(fyrirsögn vantar)

EVRÓPSK bréf hækkuðu í gærmorgun eftir bata í Asíu og treystu sig síðan í sessi, en stuðningsyfirlýsing yfirvalda við fjármálakerfið í Japan hafði takmörkuð áhrif og lækkun á verði olíu og gulls bitnaði á mokkrum hlutabréfum. Sameiginleg yfirlýsing fjármálaráðuneytisins og seðlabankans í Japan veitti vissa huggun á verðbréfa- og gjaldeyrismarkaði, en enga á málmmarkaði. Meira

Daglegt líf

27. nóvember 1997 | Neytendur | 207 orð

Baunabæklingur með uppskriftum

KOMINN er út baunabæklingur með upplýsingum um suðutíma bauna, hvaða baunir þarf að leggja í bleyti og þyngdaraukingu þeirra við suðu. Þá eru almennar upplýsingar um það í hvers konar matargerð hinar mismunandi baunir eru notaðar og að lokum fjallað um meðhöndlun þeirra. Meira
27. nóvember 1997 | Neytendur | 115 orð

Hlutu GÁMES-viðurkenningu

FRAMLEIÐSLUELDHÚS öldrunarþjónustudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar við Lindargötu hefur hlotið viðurkenningu fyrir fullkomið GÁMES-kerfi og gott innra eftirlit. Framleiðsla heitra máltíða hófst í þessu framleiðslueldhúsi í ágúst í fyrra en þar eru framleiddar um 126.000 heitar máltíðir á ársgrundvelli. Meira
27. nóvember 1997 | Neytendur | 72 orð

Íþróttasápa með jurtaolíum

FYRIRTÆKIÐ Jurtagull hefur í samvinnu við samtökin Íþróttir fyrir alla sett á markaðinn sérstaka íþróttasápu. Hún er mild, með ph-gildi 5,5 og því hentug til daglegrar notkunar. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að engin ilm-, litar- eða rotvarnarefni séu í sápunni en mikið af hreinum jurtaolíum. Meira
27. nóvember 1997 | Neytendur | -1 orð

Ný húsgagna- og gjafavöruverslun

HEIMA er best heitir ný húsgagna- og gjafavöruverslun sem var opnuð á Selfossi 1. nóv. síðastliðin. Verslunin er til húsa að Tryggvagötu 8. "Heima er best" er nokkurs konar umboðssali fyrir verslanirnar Delí og Sía sem eru húsgagna- og gjafavöruverslanir. Meira
27. nóvember 1997 | Neytendur | 69 orð

Svínakjöt með 20-40% afslætti

ÞESSA dagana er boðið upp á svínakjöt með 20-40% afslætti hjá 10-11 verslununum. Svínabógur sem áður kostaði 525 krónur kílóið kostar núna 394 krónur kílóið. Svínahamborgarhryggur kostar nú frá 898 krónum kílóið en var áður á frá 1.284 krónum. Þá er skinka á 698 krónur kílóið og svínarifjasteik á 398 krónur kílóið. Svínakjötið kemur frá ýmsum framleiðendum m.a. Meira

Fastir þættir

27. nóvember 1997 | Dagbók | 3125 orð

APÓTEK

»»» Meira
27. nóvember 1997 | Í dag | 128 orð

Ánægja meðviðtöl ÉG VIL leyfa mér að láta í ljósi ánægj

ÉG VIL leyfa mér að láta í ljósi ánægju mína og þakklæti til Ingu Bjarnason fyrir viðtöl sem hafa verið tekin við hana í ríkisútvarpinu, nú síðast í þættinum "Á milli mjalta og messu" sl. sunnudag. Inga talar mannamál, hún er einlæg og hreinskilin. Mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar. Marta Ragnarsdóttir. Meira
27. nóvember 1997 | Fastir þættir | 112 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Félags e

Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjudaginn 18. nóvember 1997. 30 pör mættu og urðu úrslit N­S: Sæm. Björnsson ­ Böðvar Guðmundsson403Bragi Salómonsson ­ Garðar Sigurðsson395Halla Ólafsdóttir ­ Lárus Hermannsson387Hörður Davíðsson ­ Þórhallur Árnason352Bergs. Breiðfjörð ­ Kjartan Guðmundsson336A­V: Meira
27. nóvember 1997 | Fastir þættir | 334 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveit Svölu vann pa

Parasveitakeppni Bridssambands Austurlands var haldin á Reyðarfirði laugard. 22. nóv. 1997. Til leiks mættu 10 sveitir og voru spiluð 7 spil milli sveita, allir við alla. Úrslit urðu sem hér segir: Sveit Svölu Vignisdóttur161 Svala Vignisdóttir / Aðalsteinn Jónsson ­ Ragna Hreinsdóttir / Kristján Kristjánsson Sveit Jónínu S. Meira
27. nóvember 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. apríl í Landakirkju af sr. Bjarna Karlssyni Guðný Einarsdóttir og Sigurður Hlöðversson. Þau eru til heimilis í Vestmannaeyjum. Meira
27. nóvember 1997 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

Svipmyndir ­ Fríður. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. október af fulltrúa borgardómara Kristbjörg Ágústsdóttir og Hafsteinn Þór Pétursson. Heimili þeirra er í Lyngmóum 11, Garðabæ. Meira
27. nóvember 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofan Nærmynd. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Guðrún Eva Guðmundsdóttir og Bjarki Elíasson. Heimili þeirra er að Sigurhæð 7. Meira
27. nóvember 1997 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

Svipmyndir ­ Fríður. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. september af fulltrúa sýslumanns Dýrleif Bjarnadóttir og Jökull Knútsson. Heimili þeirra er í Furulundi 5, Garðabæ. Meira
27. nóvember 1997 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofan Nærmynd. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí á Hveravöllum af sr. Stínu Gísladóttur Sigrún Þórólfsdóttir og Magnús Björnsson. Heimili þeirra er í Bandaríkjunum. Meira
27. nóvember 1997 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofan Nærmynd. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. september í Dómkirkjunni af sr. Jóni Helga Silja Svavarsdóttir og Arnar Halldórsson. Heimili þeirra er að Hæðargarði 6. Meira
27. nóvember 1997 | Dagbók | 714 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
27. nóvember 1997 | Fastir þættir | 576 orð

Fitusnauðar smákökur

ÞAÐ er í takt við tímann og umræður um hollt fæði að minnka smjör og smjörlíki í smákökum. Þótt sykur sé fitandi er vert að hafa í huga að smjör og smjörlíki er u.þ.b. helmingi meira fitandi ­ að maður tali ekki um óhollustuna af hörðu fitunni. Varla er hægt að búa til góðar sykurlausar smákökur, en fitunni má alveg sleppa. Meira
27. nóvember 1997 | Fastir þættir | 499 orð

Íslendingar í fremstu röð í St. Louis

Íslenskir spilarar eru í sviðsljósinu á haustþingi norðurameríska bridssambandsins, sem haldið er 20.­30. nóvember í Saint Louis, í Missourifylki í Bandaríkjunum. Aðalsteinn Jörgensen og Sigurður Sverrisson taka nú þátt í haustþinginu í Bandaríkjunum og byrjuðu vel þegar þeir náðu 3. Meira
27. nóvember 1997 | Fastir þættir | 1183 orð

Kramnik ekki með á HM?

Útsláttarmótið um heimsmeistaratitilinn hefst eftir tæpar tvær vikur. Kasparov verður ekki með og nú leikur vafi á þátttöku Kramniks. 8. desember 1997 til 9. janúar 1998. VLADÍMIR Kramnik er næststigahæsti skákmaður heims á eftir Kasparov og óneitanlega setur mótið talsvert niður ef hann ákveður að vera ekki með. Meira
27. nóvember 1997 | Í dag | 533 orð

TARFSEMI leikhúsa felst í fleiru en leiksýningum. Um þessar mund

TARFSEMI leikhúsa felst í fleiru en leiksýningum. Um þessar mundir standa yfir heimsóknir grunnskólanema í Borgarleikhúsið, sem eru nú orðnar fastur liður í starfseminni, því þetta er þriðja árið í röð, sem grunnskólunum er boðið að senda nemendur sína í leikhúsið. Meira

Íþróttir

27. nóvember 1997 | Íþróttir | 228 orð

Auðvelt hjá KA

KA vann auðveldan sigur, 32:20, á Víkingum er þeir mættust í Nissandeildinni á Akureyri í gærkveldi. Leikurinn verður ekki í minnum hafður fyrir góðan handknattleik því bæði liðin voru mjög mistæk og oft á tíðum var um algjöra leikleysu að ræða á báða bóga. Eftir sigurinn eru KA í 2. til 3. sæti ásamt FH með 15 stig. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 509 orð

Á hraðri siglingu

Aragrúi unglingameta ver settur í Bikarkeppni Sundsambands Íslands, sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. Skagastúlkan Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir setti fjögur telpnamet. Á laugardag synti hún 100 m baksund tvívegis og setti met í bæði skiptin. Í fyrra sundinu kom hún í mark á 1.04,86 mín og bætti þannig sitt eigið met, 1.05,54 mín. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 74 orð

Bara leikið við Sáda HÆTT hefur verið við

HÆTT hefur verið við landsleikinn við Sameinuðu arabísku furstadæmin sem átti að fara fram ytra 3. desember og leikur Íslands því aðeins einn landsleik í ferð sinni ­ við Sádi-Arabíu 7. desember. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari sagði í gær að sér væri ekki ljóst hvers vegna arabarnir hefðu kippt að sér hendinni. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 270 orð

Bartova stefnir á heimsmet í Höllinni

FRJÁLSÍÞRÓTTIR/ÍR-MÓTIÐBartova stefnir á heimsmet í Höllinni Daniela Bartova, fyrrum heims- og Evrópumethafi í stangarstökki kvenna, hefur samþykkt að mæta til leiks á frjálsíþróttamóti ÍR í Laugardalshöll 24. janúar nk. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 66 orð

Best B-liða SVARTHVÍTIR Hafnfirðingar úr FH létu ek

SVARTHVÍTIR Hafnfirðingar úr FH létu ekki aðeins sigur í keppni A-liða nægja, heldur urðu þeir auk þess hlutskarpastir í keppni B-liðanna. Efri röð f.v. Ásgeir M. Ólafsson þjálfari, Jón Þór Eiríksson, Hörður R. Þórðarson, Jón H. Jónsson, Karl B. Björnsson, Hjörtur Brynjarsson og Óskar Auðunsson liðsstjóri. Neðri röð f.v. Einar Einarsson, Baldur Halldórsson, Kritinn S. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 512 orð

Birgir Leifur verður að bíða

Ég er mjög ánægður með árangurinn en um leið feginn að þetta er búið því satt best að segja var þetta mót orðið hálfleiðinlegt vegna veðursins. Samt hefði ég gjarnan viljað leika einn hring í viðbót og ég tala nú ekki um tvo," sagði Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, í samtali við Morgunblaðið í gær, Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 93 orð

FÉLAGSLÍFAðalfundur NK AÐALFUNDUR Nesklúbb

AÐALFUNDUR Nesklúbbsins verður haldinn í A-sal Hótels Sögu (gengið inn að norðanverðu) á laugardaginn 29. nóvember og hefsthann kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. Ný aðstaða hjá GKG GOLFKLÚBBUR Kópavogs og Garðabæjar er um þassar mundir að opna nýja æfingaaðstöðu þar sem meðlimir klúbbsins geta æft í vetur. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 201 orð

FH-ingar sigursælir

Önnur umferð Íslandsmóts 5. flokks karla og kvenna í handknattleik fór fram um síðustu helgi. Drengirnir léku á Póst og símamótinu, sem var í höndum ÍR- inga og var haldið í íþróttahúsum Seljaskóla, Fellaskóla og Breiðholtsskóla. 490 ungir handknattleiksmenn kepptu á mótinu. Stúlkurnar reyndu með sér í Fylkishúsinu í Árbæ frá föstudegi til sunnudags. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 85 orð

Fimm koma til greina FIMM knattspyrnumen

FIMM knattspyrnumenn koma til greina að verða fyrir valinu knattspyrnumaður ársins 1996 hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, en alls greiddu 120 landsliðþjálfarar atkvæði að þessu sinni en þeir einir hafa kosningarétt í valinu ár hvert. Í gær var upplýst hvaða fimm leikmenn kæmu til greina en kjörinu verður lýst 12. janúar nk. í Disneylandi í nágrenni Parísar. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 597 orð

Góður leikur lofar góðu um framhaldið

GÓÐUR leikur íslenska landsliðsins í körfuknattleik dugði ekki alveg gegn Hollendingum í fyrsta leik landsliðsins í D-riðli Evrópukeppninnar. Eftir jafnan og skemmtilegan leik frá fyrstu mínútu urðu smávægileg mistök á lokasekúndunum til þess að ekki náðist framlenging og Hollendingarnir fögnuðu 87:83 sigri. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 485 orð

GREAME Souness

GREAME Souness hefur gefið frá sér þá von að fá Savo Milosevic leikmann Aston Villa í raðir Benfica þar sem Souness er þjálfari nú um stundir. Hann sá Milosevic skora í 2:1 sigurleik Villa á Everton sl. laugardag. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 831 orð

Handknattleikur

Mótið fór fram á vegum ÍR í Íþróttahúsum Seljaskóla, Fellaskóla og Breiðholtsskóla um síðustu helgi, fyrir 5. flokk karla, A- B- og C-lið. A-LIÐA-riðill: KR - HK14:14 Fram - Stjarnan20:4 Grótta - KR11:14 HK - Fram18:6 Stjarnan - Grótta6:25 KR - Fram21:11 HK - Stjarnan20:4 Fram - Grótta12:11 Stjarnan - Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 76 orð

Hjörtur og Örn bættu um betur

ÖRN Arnarson, SH, og Hjörtur Már Reynisson, Ægi, settu hvor sitt metið á Metamóti SH í Sundhöll Hafnarfjarðar á mánudag. Örn setti piltamet í 200 m flugsundi, synti á 2.08,70 mín. og bætti þannig sjö ára gamalt met Gunnars Ársælssonar um tæpar þrjár sekúndur. Hjörtur Már sló eigið drengjamet í 50 m flugsundi er hann synti á 27,79 sek., en "gamla" metið hans var 28,25 sek. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 140 orð

Ísland - Holland83:87

Laugardalshöll, Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik, D-riðill, miðvikudaginn 26. nóvember 1997. Gangur leiksins: 2:0, 2:4, 16:6, 17:11, 17:17, 19:23, 33:30, 35:41, 42:41, 44:43,47:43, 54:51, 56:59, 65:63, 65:69, 70:69, 72:75, 81:80, 81:83, 83:83, 83:87. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 124 orð

Júgóslavar komu með einkavél

LANDSLIÐ Júgóslavíu kom til Reykjavíkurflugvallar kl. 20.10 í gærkvöldi ­ í einkavél, Boeing 737, í beinu flugi frá Belgrad. Aðeins voru 25 manns í vélinni, sem tekur 150. Ástæðan fyrir því að landslið Júgóslavíu kom með einkavél, var að leikmönnum var vísað frá í London á þriðjudag, þar sem þeir voru ekki með vegabréfaáritun til Danmerkur, Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 65 orð

KA lék vel KA-MENN sendu fjögur lið t

KA-MENN sendu fjögur lið til keppni og öll luku þau leik á meðal átta efstu liða, hvort sem það var í keppni A-, B- eða C- liða. Lið KA 1, sem sigraði í keppni C-liða, var þannig skipað: Stefán Guðnason, Magnús F. Magnússon, Jónas Þór Guðmundsson, Sigurður Helgason, Óðinn Stefánsson, Guðmundur Traustason, Gunnar Björnsson, Gunnar Valdimarsson og Halldór Halldórsson. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 137 orð

KA - Víkingur32:20 KA-heimilið: Íslandsmótið í handknatt

KA-heimilið: Íslandsmótið í handknattleik, Nissandeildin, 1. deild karla, frestaður leikur úr 9. umferð, 26. nóvember 1997. Gangur leiksins: 1:0, 4:1, 8:4, 12:5, 15:9, 20:10, 25:11, 25:15, 29:16, 32:18, 32:20. Mörk KA: Karim Yala 7, Sævar Árnason 5, Jóhann G. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 146 orð

Knattspyrna

Knattspyrna Meistaradeild Evrópu B-riðill: Feyenoord - Juventus2:0 Julio Cruz 66., 88. - 45.000. Staðan: Man. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 52 orð

Komu ekki til Ísafjarðar

FJÖLLIÐAMÓT í 7. flokki karla, sem fara átti fram á Ísafirði um síðustu helgi, féll niður vegna þess að þrjú lið frá höfuðborgarsvæðinu komu ekki. Var Körfuknattleikssambandinu gefin sú skýring að foreldrar leikmanna hefðu ekki viljað senda svo ung börn á mótsstað, en leikmenn 7. flokks eru 12 ára. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 267 orð

Körfuknattleikur Úrslit leikja í 2. umferð Íslandsmóts yngri flokka í körfuknattleik, sem fram fór að hluta um síðustu helgi.

Drengjaflokkur 2. deild, Reykjanes: Valsheimilinu: Stjarnan - KR B64:70 Valur B - Afturelding104:48 Þróttur Vatnsl. - Keflavík B64:67 Stjarnan - Valur B54:87 KR B - Þróttur Vatnsl.82:55 Afturelding - Keflavík B73:58 Þróttur Vatnsl. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 259 orð

LANDSLEIKURINN við Hollendinga

LANDSLEIKURINN við Hollendinga í gær hófst 14 mínútum of seint og virðist sem menn ætli seint að læra að þegar leikur er auglýstur kl. 20 þá á hann að hefjast kl. 20 en ekki klukkan 20.14. ÁHORFENDUR, sem voru allt of fáir, voru vel með á nótunum og létu vel í sér heyra. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 17 orð

NBA-deildin Charlotte - Detroit90:85Miami - LA Lakers1

NBA-deildin Charlotte - Detroit90:85Miami - LA Lakers103:86Dallas - San Antonio91:102Seattle - Chicago91:90Golden State - New Jersey87:101Sacramento - D Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 571 orð

Púff! Ég átti alls ekki að skjóta

Púff! Ég átti alls ekki að skjóta Teitur átti að fá boltann á vinstri kantinum en því miður náði einhver að slá í boltann hjá Helga Jónasi. Því var ekki um neitt annað að ræða fyrir Guðmund en að skjóta. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 29 orð

Reuters ALESSANDRO Birindelli hefur hér betur í

Reuters ALESSANDRO Birindelli hefur hér betur í baráttunni við Henk Vos varnarmanna Feyenoorden það hafði mikið að segja því leikmenn Juventus urðu að sætta sig við 2:0 tap í Rotterdam. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 155 orð

SNÓKERJóhannes B. í 16-manna úrs

JÓHANNES B. Jóhannesson sigraði í gær írska meistarann Joe Canny í 32-manna úrslitum á heimsmeistaramótinu í snóker sem nú stendur yfir í Zimbawe. Jóhannes lenti undir, 2:4, en með mikilli baráttu náði hann að knýja fram sigur, 5:4. Leikurinn stóð yfir í rúmar þrjár klukkustundir. "Þetta var rosalega spennandi. Það héldu flestir að ég ætti enga möguleika í stöðunni 2:4. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 75 orð

Sýn með beinar skíðaútsendingar

SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn hefur tryggt sér sýningarrétt á fjórum beinum útsendingum frá heimsbikarkeppninni í alpagreinum í desember og janúar. Næsta heimsbikarmót í svigi verður í Sestriere á Ítalíu, að kvöldi mánudagsins 15. desember, í flóðljósum, og mun Sýn verða með beina útsendingu frá Ítalíu. Síðan verður sýnt beint frá Madonna di Campiglio 22. desember, Schladming í Austurríki 10. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 217 orð

Tryggvi skrifar líklega undir hjá Tromsö

SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins mun knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson skrifa undir samning við norska liðið Tromsö í dag. Hann mun hitta forráðamenn félagsins í Þrándheimi í dag, fyrir Evrópuleik Rosenborgar og Real Madrid í kvöld. Tryggvi vildi sjálfur ekki staðfesta þetta í samtali við blaðið í gær, en þá var hann staddur í Osló. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 59 orð

Unnu Hauka í úrslitum A-L

A-LIÐ FH-inga, sem sigraði á Póst og símamótinu fyrir 5. flokk karla í handknattleik í Seljaskólanum um helgina. Efri röð f.v. Ásgeir M. Ólafsson þjálfari, Guðjón Ö. Helgason, Davíð Þ. Viðarsson, Heimir Guðmundsson, Pétur Sigurðsson, Vignir Sigfússon, Sverrir Garðarsson og Óskar Auðunsson liðsstjóri. Neðri röð f.v. Hjörleifur Þórðarson, Kári F. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 158 orð

Valsmenn taplausir

VALSMENN unnu alla fimm leiki sína í Reykjanesriðli 2. deildar drengjaflokks um síðustu helgi, en þeir voru á heimavelli að Hlíðarenda. Áfanganum náði liðið með góðum sigri á KR-ingum, 60:57, sem reyndist hreinn úrslitaleikur um toppsætið, því KR hafnaði í öðru sæti með fjóra sigra og einn tapleik. Leikið var í sams konar riðli í 11. flokki karla í Austurbergi um helgina. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 251 orð

Var ekki heppni ÞJÁLFARI hollenska liðsins, Lucien

ÞJÁLFARI hollenska liðsins, Lucien Van Kerschaever, tók ekki í sama streng og leikmenn og þjálfari Íslands, að heppni hefði ráðið úrslitum í lokin. "Þetta snerist ekki um heppni. Við vissum alveg hvað við vorum að gera. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 631 orð

Vonir Juventus hanga á bláþræði

LEIKMENN Feyenoord settu strik í reikninginn hjá ítölsku meisturunum í Juventus er þeir sigruðu í viðureign liðanna í Rotterdam í gærkvöldi, lokatölur 2:0. Það var Juilo Cruz sem var örlagavaldur Ítalana að þessu sinni, en hann gerði bæði mörk heimaliðsins. Þar með hangir von Juventus um áframhaldandi sæti í keppninni á bláþræði. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 329 orð

Það eru allir klárir í slaginn

EF VIÐ náðum að laða fram okkar besta leik, ætti það að duga gegn Júgóslövum. Það eru allir klárir í slaginn og mjög afslappaðir og yfirvegaðir fyrir átökin," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sem sleppti æfingu hjá landsliðinu í gærkvöldi, boðaði leikmenn sína á video-fund þar sem þeir fóru yfir jafnteflisleik Júgóslava og Litháa á dögunum. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 424 orð

ÆTLUM »Ítalía! Við verðum aðfara þangað! Við ætl-um okkur þangað!

Einu sinni var... Þannig byrja mörg ævintýri og svo var það einnig um Kumamoto-ævintýri íslenska landsliðsins í handknattleik. Enn einu sinni eru "strákarnir okkar" í sviðsljósinu, eins og þeir voru fyrir HM-orrusturnar gegn Dönum fyrir ári, þegar þeir komu, sáu og sigruðu í Reykjavík ­ fóru, sáu og sigruðu í Álaborg í Danmörku á fullveldisdegi Íslendinga, 1. desember. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 53 orð

(fyrirsögn vantar)

Evrópukeppni landsliða A-riðill: Grikkland - Slóvenía76:79 Belgía - Slóvakía75:68 Þýskaland - Búlgaría76:73 B-riðill: Rússland - Júgóslavía116:73 Pólland - Ungverjaland60. Meira
27. nóvember 1997 | Íþróttir | 58 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Golli HERBERT Arnarson reynir hér að komast að körfu Hollendinga, en Íslendingar áttu oft í erfiðleikum þegar komið var inn í vítateig gestanna enda eru þeir mun hávaxnari en íslensku strákarnir. Herbert lék vel og það sama má segja um flesta leikmenn íslenska liðsins. Meira

Úr verinu

27. nóvember 1997 | Úr verinu | 470 orð

Aðilar komist að sameiginlegri niðurstöðu

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra ávarpaði 38. þing FFSÍ og vék meðal annars að stöðunni í kjaramálum sjómanna. Sagði hann, að til að stjórnvöld gætu komið að því máli yrðu deiluaðilar fyrst að koma sér saman um einhverja niðurstöðu. Kom hann einnig inn á umræðuna um veiðileyfagjald og sagði, að engin ein ráðstöfun myndi koma verr við kjör sjómanna en skattlagning af því tagi. Meira
27. nóvember 1997 | Úr verinu | 915 orð

Komið að ögurstund í kjarabaráttu sjómanna

KJARAMÁL voru ofarlega á baugi á 38. þingi Farmanna- og fiskimannasabands Íslands, sem hófst í gær á Grand Hótel í Reykjavík, enda hafa samningar sjómanna verið lausir í 11 mánuði. Síðustu fréttir af samningamálunum gefa heldur ekki vonir um að lausn sé í sjónmáli. Gerði Guðjón A. Meira

Viðskiptablað

27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 91 orð

50 Rafveitumenn í bókaklúbb

RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur hefur skráð alla stjórnendur og millistjórnendur sína sem félaga í nýjum bókaklúbbi Vöku-Helgafells, Betri árangur, alls um fimmtíu starfsmenn og greiðir fyrirtækið áskriftina. Fyrstu eintök starfsmanna Rafmagnsveitunnar voru afhent formlega í vikunni en næstu mánaðarbækur verða sendar beint heim til hvers klúbbfélaga eins og venja er. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 132 orð

Alfa Romeo 156 kosinn bíll ársins" 1998

ALÞJÓÐLEG dómnefnd hefur valið Alfa Romeo 156 frá Fiat Auto fyrirtækinu í Torino bíl ársins 1998" að þess sögn. Næstir komu Volkswagen Golf og Audi A6 samkvæmt úrskurði dómnefndarinnar, sem var skipuð 56 sérhæfðum blaðamönnum frá 21 Evrópulandi. Þar með hefur Fiat unnið verðlaunin níu sinnum. Fiat Punto sigraði 1995 og Bravo/Brava 1996. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 445 orð

Aukin fjárfesting erlendis

ÍSLENSK fyrirtæki hafa sótt umtalsvert í sig veðrið erlendis á undanförnum árum og hafa þau í auknum mæli fjárfest í atvinnurekstri í viðskiptalöndum sínum í stað þess að skipta við milliliði. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 153 orð

ÐHlutabréf lækka um 0,4% á VÞÍ

HLUTABRÉFAVÍSITALA Verðbréfaþings lækkaði í gær um nær 0,4% þegar bréf fyrir um 36 milljónir skiptu um hendur. Mest lækkun varð á bréfum Samvinnusjóðs eða 3,9% og bréfum Hampiðjunnar sem lækkuðu um 3,3%. Viðskipti urðu með bréf í Íslandsbanka að fjárhæð 15 milljónir og lækkaði gengi þeirra um 0,6% eða í 3,27. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 940 orð

ÐÍslenskt handbragð flutt til Ísraels Gólflagnir hf.

GÓLFLAGNIR hf. eru ungt fyrirtæki sem verið hefur í örum vexti á undanförnum árum. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í sölu og lagningu gólfefna, hefur margfaldað veltu sína á innanlandsmarkaði frá stofnun fyrir rúmum 10 árum og á síðastliðnu ári hefur það verið að feta sín fyrstu spor í útflutningi. Baldur Björnsson hóf þessa starfsemi fyrir rúmum áratug. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 111 orð

ÐÍS með Navision Financials

ÍSLENSKAR sjávarafurðir hafa tekið Navision Financials-upplýsingakerfið í þjónustu sína og tengt það við söluskrifstofur fyrirtækisins í Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og á Spáni. Um er að ræða stærstu uppsetningu á kerfinu hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá hugbúnaðarfyrirtækinu Tölvumyndum, sem sá um uppsetninguna. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 1417 orð

ÐKögun leitar á ný mið Kögun hf. hefur búið við góðan vöxt

KÖGUN hf. vakti mikla athygli hér á landi á síðari hluta síðasta árs og fyrri hluta þessa árs, er hlutabréf þess hækkuðu ævintýralega í verði. Hækkuðu þau úr 11 í um 50 á fáeinum mánuðum og hluthöfum fjölgaði Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 831 orð

ÐNorrænir neytendur líkir

HENRIK Dahl hefur vakið mikla athygli að undanförnu í Danmörku, fyrst með útgáfu bókar um markaðsrannsóknir sínar sem ber hið frumlega nafn Hvis din nabo var en bil. Bókin er þegar orðin metsölubók, nokkuð sem vekur athygli í hópi fræðibóka af þessu tagi. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 1190 orð

ÐSELJA RÁÐGJAFARÞJÓNUSTU Í SUÐUR-AMERÍKU

MEÐAL þeirra fyrirtækja sem unnið hafa ötulllega að því að breiða út þekkingu Íslendinga á sjávarútvegi á fjarlægum mörkuðum á undanförnum árum er Verkfræðistofan Meka. Starfsmenn Meka hafa reyndar einungis verið 2­4 en þar er fyrir hendi sérþekking sem stór sjávarútvegsfyrirtæki t.d. í Suður-Ameríku sækjast eftir. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 149 orð

ÐTveir nýir staðlar á íslensku

TVEIR staðlar úr ISO 14.000 röðinni frá Alþjóðlegu staðlasamtökunum, ISO, eru komnir út á íslensku. Þessi staðlaflokkur fjallar um stjórnun umhverfismála í fyrirtækjum og er talinn mesta átak sem nokkru sinni hefur verið gert á því sviði að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Staðlaráði Íslands. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 134 orð

ÐÞrjú tilboð í Hótel Óðinsvé

EITT tilboð hefur þegar borist í eignir þrotabús Hótels Óðinsvéa og vitað er að tvö önnur tilboð eru væntanleg. Að sögn Sigurmars K. Albertssonar, bústjóra, er líklegt að tilboðin verði fleiri, en frestur til að skila þeim inn rennur út nú um mánaðamótin. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 196 orð

Gull lækkar vegna ummæla Eddies George

GULLVERÐ lækkaði nokkuð á mánudag þegar yfirmaður Englandsbanka, Eddie George, sagði að sér "mundi koma á óvart" ef seðlabanki Evrópu, ECB, ætti miklar birgðir af málminum. Verðið lækkaði um einn dollara í 303,90 dollara únsan. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 550 orð

Gömul lausn og ný Tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki sverja mörg af sér áhuga á nettölvum en keppast í laumi við að þróa eigin

MEÐAL merkishluta sem kynntir voru á Comdex-tölvustefnunni í Las Vegas í síðustu viku var nýtt og þó gamalt útspil Microsoft í átökum um netvinnslu sem fyrirtækið kýs að kalla Hydra. Það byggir á þrautreyndri lausn sem Wyse kynnti fyrir tveimur árum og kallast WinTerm, Windows útstöð, og annarri lausn frá öðru smáfyrirtæki, Citrix, og kallast WinFrame. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 106 orð

Heimasíða Selfoss sett upp á ensku

ATVINNU - og ferðamálanefnd Selfoss hefur sett upp enska útgáfu af heimasíðu fyrir kaupstaðinn. Hún inniheldur m.a. almennar upplýsingar um Selfoss og myndir, en megináhersla er þar lögð á kynningu á fyrirtækjum á Selfossi og þeirri ferðaþjónustu sem þar er í boði. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 400 orð

Héraðsdómur staðfestir úrskurð samkeppnisráðs

HÉRAÐSDÓMUR hefur staðfest það skilyrði samkeppnisyfirvalda fyrir samruna Flugfélags Norðurlands og Innanlandsflugs Flugleiða í Flugfélag Íslands að stjórnarmenn og starfsmenn Flugleiða eða dótturfyrirtækja annarra en Flugfélags Íslands, eða aðilar sem talist geti mjög tengdir fyrirtækinu megi ekki sitja í stjórn Flugfélags Íslands. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 326 orð

Hluthafar fá bætur vegna rangfærslna í bókhaldi

KÆLISMIÐJAN Frost hf. hyggst bæta þeim hluthöfum, sem keyptu hlutabréf í félaginu í góðri trú á grundvelli rangra upplýsinga, hugsanlegan skaða með nýjum hlutabréfum. Er stefnt að því að ganga frá málinu í næstu viku eða fyrir væntanlegt hlutafjárútboð fyrirtækisins. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 159 orð

Hollinger selur blöð fyrir 310 millj. dala

HOLLINGER International Inc. útgáfufyrirtækið hefur samið um að selja Leonard Green & Partners LP 80 blöð, eða 40 af hundraði landsbyggðarblaða sinna í Bandaríkjunum, fyrir 310 milljónir dollara. Að sögn Hollingers eru blöðin, sem verða seld, gefin út fyrir lítinn markað -- dagblöð, vikublöð og ókeypis rit -- og er upplag þeirra 900.000 eintök á viku. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 431 orð

Hvatt til byggingar ráðstefnumiðstöðvar

NAUÐSYNLEGT er að ráðast í byggingu ráðstefnuhúss eða ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík. Það yrði gífurleg lyftistöng fyrir ferðaþjónustu hér á landi að byggja upp slíka miðstöð, þar sem bjóða mætti upp á fyrsta flokks aðstöðu. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 95 orð

Innkaupastofnun semur við Sindra hf.

SINDRI hf. og innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur staðfestu nýlega samning um kaup á stálmöstrum vegna Nesjavallalínu. Samningur þessi var gerður í kjölfar útboðs og var tilboð Sindra lægst, en möstrin eru keypt hjá Potila Oy í Finnlandi og eru að verðmæti kr. 29 milljónir. Möstrin eru úr hágæðastáli, heitagalvanhúðuð og vega tæp 200 tonn. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 63 orð

Kerkorian eykur hlut sinn í MGM

Tracinda Corp., fyrirtæki Kerkorians sem á meirihluta í MHM, hefur eignazt rúmlega 1,2 milljónir hlutabréfa í kvikmyndaverinu síðan hlutabréf voru boðin til sölu 13. nóvember. Að viðbótarbréfum meðtöldum á Tracinda 63,24% hlut í MGM. Hlutur Tracinda var áður um 61,9%. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 1182 orð

LANDSVIRKJUN BYRGIR BRUNNINN

Á undanförnum þremur árum hefur Landsvirkjun gert átak í stjórnun öryggismála með því að taka upp ISRS staðla- og úttektarkerfi (International Safety Rating System) norska ráðgjafarfyrirtækisins Det Norske Veritas. Markmiðið með kerfinu er að koma á markvissri öryggisstjórnun og mæla og meta gæði hennar. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 123 orð

Námstefna um fjármálaþjónustu og áhættumat

UPPLÝSINGAÞJÓNUSTAN ehf. (Credit Information Iceland), efnir til ráðstefnu um áhættumat og fjármálaþjónustu miðvikudaginn 3. desember nk. kl. 9.30­12 á Hótel Sögu. Frummælendur verða þeir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Agnar Kofoed-Hansen, framkvæmdastjóri Upplýsingaþjónustunnar ehf., Sverrir Sverrisson hagfræðingur, Yngvi Harðarson, hagfræðingur, Páll Kr. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 71 orð

Ný stjórn FLE

FÉLAG löggiltra endurskoðenda hélt nýlega hina árlegu haustráðstefnu sína. Að þessu sinni voru fengnir fyrirlesarar frá systurfélagi FLE í Danmörku til að flytja fyrirlestur um skipulag endurskoðunar. Auk þess var fjallað um tölvur og árið 2000 og alnetið og endurskoðendur. Nýja stjórn félagsins skipa (f.v. við borðið) Símon Á. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 51 orð

Ráðin til Navision Software Ísland

KRISTJÁN A. Óskarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Navision Software Ísland. Hann útskrifaðist sem rafmagnstæknifræðingur frá Danmörku 1986. Kristján starfaði áður hjá Tækinvali og Opnum kerfum. SOFFÍA I. Guðmundsdóttirhefur verið ráðin markaðsfulltrúi hjá Navision Software Ísland. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 302 orð

Sérstök tækni notuð við mat á umsækjendum

GALLUP hefur opnað ráðningarþjónustu á Smiðjuvegi 72 í Kópavogi. Ráðningarþjónustan starfar undir einkunnarorðunum "Sniðin í starfið" þar sem beitt er Styrkleikamati Gallup (GES) til að meta styrkleika umsækjenda og hversu vel þeir falla að "menningu" þess fyrirtækis sem um ræðir hverju sinni. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 1091 orð

Skyndibitamarkaður vex ört um allan heim

ÞEGAR við Íslendingar fréttum af fólki sem hefur hug á að leggja heiminn að fótum sér, hristum við höfuðið. Minnumst þess að einu sinni var maður sem ætlaði að gera slíkt hið sama en skorti hinn eina sanna tón. Síðan höfum við ekki trú á neinu. Engu að síður erum við í eðli okkar ævintýragjarnir landbrjótar, haldnir forvitinni útþrá og dreymir stjarnfræðilega stóra drauma. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 402 orð

Tapið um 97 milljónir fyrstu 9 mánuðina

LJÓST er að árið í ár verður tiltölulega erfitt hjá Íslenskum sjávarafurðum hf. og dótturfélögum og mun afkoma félaganna ekki standast samanburð við árið 1996, þegar afkoma samstæðunnar var betri en nokkru sinni fyrr. Samkvæmt níu mánaða uppgjöri ÍS er afkoma móðurfélagsins í járnum, þ.e. hagnaður er um 1 milljón króna. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 132 orð

Tölvupenni fær evrópsk verðlaun

TÆKI sem lítur út eins og kúlupenni og virkar eins, en er reyndar smækkuð eftirmynd tölvukerfis, hefur hlotið aðalverðlaun á evrópskri tækniráðstefnu. LCI-SMARTpen" nefnist undrapenninn og er framleiddur af hollenzku fyrirtæki, LCI Computer Group NV. Tölvupenninn er notaður til að staðfesta undirskriftir í tölvuviðskiptum. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 1692 orð

Uppskrift að meiri nýsköpun Sjónarhorn Framkvæmdastjórn ESB ætlar að koma á innra skipulagi sem tryggir samræmingu milli

Evrópusambandið kynnti nýlega aðgerðir sem verður ráðist í á næstu árum til að efla nýsköpun í atvinnulífi Evrópu. Íslendingar ættu að geta fært sér flestar þessara aðgerða í nyt jafnt og aðrar þjóðir sem eiga aðild að EES samningnum. Sumum aðgerðanna hefur þegar verið hrundið í framkvæmd, aðrar eru að hefjast nú eða munu hefjast á næsta ári. Meira
27. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 304 orð

Verð á raforku hækkað í Venesúela

HUGSANLEGT er, að norska stórfyrirtækið Elkem hætti við að kaupa kísiljárnfyrirtækið Fesilven í Venesúela eftir að stjórnvöld þar tilkynntu um mikla hækkun á raforkuverði. Er það stefna þeirra, að orkuverðið verði sambærilegt við það, sem almennt gerist annars staðar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.