Greinar föstudaginn 19. desember 1997

Forsíða

19. desember 1997 | Forsíða | 192 orð

Carlos sagður hafa stært sig af morðinu

FRANSKI rithandarsérfræðingurinn Pierre Feydeau sagði í gær að "Sjakalinn Carlos" hefði skrifað bréf þar sem hann stærði sig af því að hafa myrt einn af mönnunum þremur sem hann hefur verið ákærður fyrir að ráða af dögum í skotárás í París árið 1975. Meira
19. desember 1997 | Forsíða | 325 orð

Flaug undir fjallahæð

GRÍSKUM leitar- og björgunarsveitum hafði fyrir myrkur í gærkvöldi hvorki tekist að finna tangur né tetur af úkraínskri farþegaflugvél sem saknað var eftir að hún hafði gert misheppnaða aðflugstilraun að flugvellinum í Þessaloníku í norðausturhluta Grikklands í fyrrinótt. Talið er að hún hafi farist á fjallstindum suðvestur af borginni, en meðal fjalla þar er Ólympsfjall. Meira
19. desember 1997 | Forsíða | 88 orð

Flóð og fimbulfrost í Evrópu

TUGIR manna hafa látið lífið af völdum fimbulfrosts í Austur- Evrópu síðustu daga en flóð hafa gert óskunda á Spáni og fleiri löndum í vesturhluta álfunnar. Um 1.000 íbúar bæjarins Ecija í Andalúsíu á Spáni, þar sem myndin var tekin, voru fluttir þaðan þegar áin Genil flæddi yfir bakka sína. Meira
19. desember 1997 | Forsíða | 98 orð

Jeltsín aftur til starfa

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kvaðst í gær ætla að hefja störf í Kreml í dag og hlakka til þess að takast á við andstæðinga sína á þinginu. Jeltsín ræddi við Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra á heilsuhæli nálægt Moskvu þar sem hann hefur dvalið vegna kvefs og veirusýkingar að undanförnu. Meira
19. desember 1997 | Forsíða | 296 orð

Kim Dae-jung kjörinn forseti S-Kóreu

KIM Dae-jung, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Suður-Kóreu, var í gær öruggur um að verða næsti forseti landsins eftir mjög tvísýnar kosningar. Hann fær það vandasama verkefni að koma á efnahagsumbótum til að binda enda á fjármálakreppuna í landinu. Meira

Fréttir

19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 578 orð

Aðstoða við rannsóknir og greiningu

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að veita samtals þremur milljónum króna á þessu og næsta ári til að barnadeild háskólasjúkrahússins í Litháen geti átt samstarf við barnaspítala Hringsins og sýklafræðideild Landspítala. Munu íslenskir sérfræðingar aðstoða við að bæta greiningartækni vegna margháttaðra smitsjúkdóma sem þar herja til að meðferð sjúkdómanna geti orðið markvissari. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Aðventuvaka KFUM og KFUK

AÐVENTUVAKA KFUM og KFUK í Reykjavík verður sunnudagskvöldið 21. desember kl. 20 í húsi félaganna á Holtavegi 28, gengt Langholtsskóla. Þorvaldur Halldórsson leiðir aðventusöng og lofgjörð, vitnisburðir verða fluttir og boðið upp á fyrirbæn. Samveran er öllum opin. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Afkoma Búlandstinds versnar

TÆPLEGA 55 milljóna króna tap varð á rekstri Búlandstinds á Djúpavogi á nýafstöðnu rekstrarári sem lauk 31. ágúst sl. Þetta er talsvert lakari afkoma en rekstrarárið '95/'96 þegar rúmlega 21 milljónar króna hagnaður varð af rekstri félagsins. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði breyttist hins vegar lítið á milli ára. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Afmælið innsiglað í Iðnó

LEIKFÉLAG Reykjavíkur efndi til hátíðarsýningar á Dómínó, leikriti Jökuls Jakobssonar, í Iðnó í gærkvöldi af því tilefni að nákvæmlega eitt hundrað ár voru liðin frá fyrstu sýningu leikfélagsins í leikhúsinu við Tjörnina. Með sýningunni lauk jafnframt afmælisári LR sem minnst hefur verið með ýmsum hætti. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 555 orð

Akrahreppur vill tengjast hitaveitunni

ÁHUGI er á því í Akrahreppi að fá hitaveitu lagða um hreppinn. Hreppsnefndin hefur látið gera athugun á málinu og óskað eftir samstarfi við nýstofnaða Hitaveitu Skagafjarðar. Undirskriftalistar hafa gengið í hreppnum þar sem skorað er á hreppsnefnd að beita sér í málinu. Meira
19. desember 1997 | Erlendar fréttir | 202 orð

Áfram í Bosníu BILL Clinton Bandaríkjaforseti tilkyn

BILL Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Bandarískir hermenn muni taka þátt í friðargæslu í Bosníu fram yfir þau tímamörk sem áður hafa verið ákveðin. "Við höfum lært það á þessari öld að öryggi Bandaríkjanna og stöðugleiki Evrópu eru samtvinnuð," sagði forsetinn er hann tilkynnti ákvörðun sína. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð

Áfrýjar til mannréttindanefndarinnar

RAGNAR Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur ákveðið, fyrir hönd skjólstæðings síns, Sævars Marinós Ciesielski, að áfrýja úrskurði Hæstaréttar í Geirfinns- og Guðmundarmálum til mannréttindanefndarinnar í Strassborg. Kæran mun snúast um það hvernig Hæstiréttur mat hin nýju gögn og um þær áður óupplýstu staðreyndir sem Ragnar Aðalsteinsson og Sævar Marinó Ciesielski segjast hafa bent á. Meira
19. desember 1997 | Erlendar fréttir | 409 orð

Ánægjulegur fundur en lítill árangur

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagðist ætla að kynna "gangverk næsta skrefs friðarumleitana" fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir ríkisstjórn sinni eftir fund með Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í París í gærmorgun. Meira
19. desember 1997 | Miðopna | 2831 orð

Barist um stjórnun á aðþrengdum spítala Greiðslustaða Sjúkrahúss Reykjavíkur er afar slæm um þessar mundir eftir langvarandi

Barist um stjórnun á aðþrengdum spítala Greiðslustaða Sjúkrahúss Reykjavíkur er afar slæm um þessar mundir eftir langvarandi hallarekstur. Ekki er útlit fyrir að tekið verði á vandanum með afgerandi hætti í fjárlögum fyrir næsta ár. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð

Beðizt afsökunar

Í VIÐSKIPTABLAÐI Morgunblaðsins í gær birtist auglýsing um vindla. Slíkar auglýsingar hafa verið bannaðar með lögum í áratugi. Auglýsingin var birt vegna mistaka og biðst Morgunblaðið afsökunar á birtingu hennar. Ritstj. Meira
19. desember 1997 | Erlendar fréttir | 327 orð

Berjast fyrir sjálfstæði Tsjetsjníu

TSJETSJENAR hafa á undanförnum árum linnulítið haldið áfram tilraunum til að fá umheiminn til að viðurkenna sjálfstæði Tsjetsjníu, sem hið þjóðernissinnaða þing Tsjetsjena lýsti yfir í nóvember 1991, er Sovétríkin voru leyst upp og rússneska sambandsríkið var stofnað í staðinn. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Bíleigendur aðvaraðir áður en klippt er af

FRAMVEGIS verða eigendur ökutækja aðvaraðir af lögregluyfirvöldum áður en skráningarnúmer verða klippt af ökutækjum þeirra hafi þau t.d. ekki verið færð til skoðunar. Mun embætti ríkislögreglustjóra senda sýslumannsembættum um allt land tilkynningu um breyttar verklagsreglur í þessu sambandi á næstunni. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Blysför friðarhreyfinga á Þorláksmessu

SAMSTARFSHÓPUR friðarhreyfinga stendur fyrir blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman kl. 17.30 á Hlemmi og lagt af stað kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og Barnakór Flataskóla taka þátt í blysförinni sem endar með stuttum fundi á Ingólfstorgi. Þar mun Eyvindur P. Eiríksson, rithöfundur, flytja ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga og kórarnir syngja saman. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 316 orð

Bogi Nilsson skipaður ríkissaksóknari frá áramótum

DÓMSMÁLARÁÐHERRA skipaði í gær Boga Nilsson ríkislögreglustjóra til þess að vera ríkissaksóknari frá og með 1. janúar næstkomandi, en frá og með þeim tíma hefur Hallvarði Einvarðssyni ríkissaksóknara verið veitt lausn frá embætti. Fjórir sóttu um starf ríkissaksóknara, en auk Boga voru það þeir Páll Arnór Pálsson hæstaréttarlögmaður, Sigurður Gizurarson sýslumaður og Valtýr Sigurðsson Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Bubbi á Hótel Borg

HINIR árlegu Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða haldnir 23. desember á Hótel Borg. Í fréttatilkynningu segir að Bubbi hafi undanfarið unnið tónlist og stemmningar í kringum gamlar íslenskar þulur og kvæði og muni afrakstur þess líta dagsins ljós á næsta ári en Bubbi muni gefa smjörþefinn á Þorláksmessu. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 1098 orð

Deilt um raunverulegan halla og aukningu skulda

ODDVITAR Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur deildu hart um það á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi hver væri í raun hallinn á borgarsjóði og hver skuldaaukning borgarsjóðs hefði verið. Fram fór síðari umræða um frumvarp að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Meira
19. desember 1997 | Erlendar fréttir | 1004 orð

Dregið úr samkeppni og áhersla lögð á samvinnu

Breska stjórnin boðar róttækar breytingar á heilbrigðiskerfinu Dregið úr samkeppni og áhersla lögð á samvinnu RÍKISSTJÓRN breska Verkamannaflokksins hefur kynnt nýja 10 ára áætlun, sem hún lýsir sem róttækri tilraun til að bæta bresku heilbrigðisþjónustuna og koma henni í nútímahorf. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

ÐHlutabréf í Man. United seld hér á landi

VERÐBRÉFASTOFAN hf. hyggst bjóða íslenskum fjárfestum hlutabréf í enska knattspyrnuliðinu Manchester United til sölu á næstunni. Að sögn Viggós Hilmarssonar, verðbréfamiðlara hjá Verðbréfastofunni, hafa aðdáendur liðsins sýnt þessu máli mikinn áhuga og segir hann ekki ósennilegt að keypt verði hlutabréf fyrir a.m.k. nokkrar milljónir króna. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 244 orð

Fallið eða frestað?

Á FUNDI borgarstjórnar í gær var m.a. til afgreiðslu tillaga borgarráðs um grjótnám í Geldinganesi. Að lokinni umræðu kallaði forseti borgarstjórnar, Guðrún Ágústsdóttir (R), eftir atkvæðum borgarfulltrúa. Þegar atkvæðagreiðsla var hafin gaf Pétur Jónsson (R) merki um að hann vildi taka til máls en var tilkynnt af forseta að atkvæðagreiðsla væri hafin. Meira
19. desember 1997 | Landsbyggðin | 191 orð

Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar lögð fram

Húsavík-Fjarhagsáætlun Húsavíkurbæjar var lögð fram til fyrri umræðu 16. þessa mánaðar og í framsöguræðu bæjarstjórans, Einars Njálssonar, kom m.a. eftirfarandi fram. Heildartekjur bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja eru áætlaðar 616,5 millj. kr. Þær hafa hækkað um 7,8 millj. kr. eða um 1,3% frá síðustu áætlun. Heildarrekstrargjöld eru áætluð 475,3 millj. kr. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 948 orð

Fjölda verkefna til eflingar dönsku hrint í framkvæmd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá danska sendiráðinu varðandi árangur styrkveitingar danska menntamálaráðuneytisins til eflingar danskrar tungu á Íslandi: "Til að koma til móts við áhuga Íslendinga veitti Þjóðþing Dana árið 1996 3 millj. d.kr. (ca 35 millj. ísl. kr.) menntamálaráðuneytinu til styrktar dönskukennslu og kynningar á danskri menningu á Íslandi. Meira
19. desember 1997 | Landsbyggðin | 199 orð

Frá saumavélum upp í stærstu togara

"ÞÖRFIN krefst þess. Við búum í 5000 manna byggðarlagi og til þess að halda þjónustunni heima höfum við þurft að sinna þessu, þó við getum ekki talist sérfræðingar á öllum sviðum," segir Viggó Jónsson, framkvæmdastjóri RKS-Raftækni á Sauðárkróki. RKS er stytting á rafmagnsverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga og er fyrirtækið deild í kaupfélaginu. Strarfsemi þess er óvenju fjölþætt. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 350 orð

Fresta verkfallinu til 16. janúar

VÉLSTJÓRAFÉLAG Íslands ákvað í gær að fresta áður boðuðu verkfalli, sem hefjast átti á miðnætti 1. janúar næstkomandi, til 16. janúar. Að sögn Friðriks Hermannssonar, lögfræðings félagsins, var þetta ákveðið meðal annars til að draga úr líkum á því, að verkfallið yrði stöðvað með bráðabirgðalögum. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Frumvarp um þjóðlendurlagt fram á Alþingi

LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Er með frumvarpinu lagt til að íslenska ríkið sé eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki séu háð einkaeignarrétti. Meira
19. desember 1997 | Miðopna | 1003 orð

Greitt úr öngþveitinu með gjaldtöku

FÁ ástarævintýri hafa brunnið jafn heitt á þessari öld og það, sem staðið hefur á milli mannsins og bílsins. Bíllinn hefur gefið mönnunum frelsi, gert þeim kleift að fara ferða sinna á þægilegan og öruggan hátt og þegar þeir sjálfir vilja - eða með öðrum orðum: Bíllinn hefur valdið byltingu í lífi mannanna. Meira
19. desember 1997 | Landsbyggðin | 193 orð

"Guðskista" gefin

Húsavík-Á aðventuhátíð barnanna í sunnudagaskóla Húsavíkurkirkju fyrir skömmu afhenti Lilja Skarphéðinsdóttir fyrir hönd Kvenfélags Húsavíkur börnunum það sem hún nefndi Guðskistu sem taka ætti við gjöfum til líknarmála. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 193 orð

Götusmiðjan með athvarf yfir hátíðirnar

GÖTUSMIÐJAN, félagsmiðstöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16 ára til rúmlega tvítugs, hefur fengið til afnota húsnæði í Skeifunni 11 í Reykjavík og yfir hátíðirnar verður opið þar athvarf allan sólarhringinn fyrir ungt fólk á þessum aldri sem þá býr við slæmar aðstæður. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 309 orð

Heilbrigðisráðherra gagnrýndur fyrir óskýr svör

STJÓRNARANDSTÆÐINGAR gagnrýndu Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra harðlega við utandagskrárumræðu á Alþingi í gær fyrir að veita ekki skýr svör við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, Þingflokki jafnaðarmanna, um það hvernig hún ætlaði að bregðast við því neyðarástandi sem skapaðist við uppsagnir unglækna. Meira
19. desember 1997 | Erlendar fréttir | 155 orð

Heldur enn tveimur börnum

BYSSUMAÐUR sem tók fjölda fólks í gíslingu á barnaheimili í fyrradag hélt enn eftir tveim börnum, en hafði slitið viðræðum við lögregluna vegna óánægju með umfjöllun um gíslatökuna. Maðurinn réðst inn á barnaheimili í Plano, útborg Dallas í Texas, upp úr klukkan 15 að staðartíma á miðvikudag eftir að hafa rænt mann fyrir utan banka í nágrenninu, að því er lögregla greindi frá. Meira
19. desember 1997 | Landsbyggðin | 99 orð

Hjón úr Sandgerði duttu í lukkupottinn

Keflavík-Hjón úr Sandgerði duttu í lukkupottinn þegar dregið var í Lukkuleik Samkaups um utanlandsferð að eigin vali fyrir 100 þúsund krónur. Lukkuleikurinn var af tilefni 15 ára afmælis Samkaups og stóð hann í 4 vikur í Samkaupsverslunum Kaupfélags Suðurnesja í Njarðvík, Hafnarfirði og á Ísafirði. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 196 orð

Hvar ertu, ormur?

Egilsstöðum-Bæjarstjórn Egilsstaðabæjar stóð fyrir allsérstæðri samkeppni á liðnu sumri í tilefni af 50 ára afmæli bæjarins. Hét hún hverjum þeim hálfri milljón króna sem gæti fest á filmu svo óyggjandi væri hinn dularfulla Lagarfljótsorm. Það urðu því mikil vonbrigði að engin hinna 14 mynda sem bárust dómnefnd stóðst gerðar kröfur. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 194 orð

Hækkun dómsmálagjalda gagnrýnd

ÞINGMENN stjórnarandstöðu gagnrýndu einkum fyrirhugaða hækkun dómsmálagjalda um 15% í annarri umræðu um frumvarp til laga um aukatekjur ríkissjóðs sem fram fór á Alþingi í gærkvöldi. Bentu stjórnarandstæðingar m.a. á að dómsmálagjöld hefðu skilað um 660 milljónum króna í ríkissjóð á árinu 1996 og að á sama tíma hefði kostnaður við rekstur héraðsdómstóla verið liðlega 300 milljónir króna. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Ingvar Hjálmarsson forstöðumaður

INGVAR Hjálmarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður netdeildar Morgunblaðsins. Hann hefur starfað á Morgunblaðinu frá árinu 1965, fyrst og fremst við framleiðslu- og tæknimál. Undanfarin misseri hefur Ingvar Hjálmarsson verið verkefnisstjóri við uppsetningu á nýju auglýsingakerfi Morgunblaðsins. Ingvar er kvæntur Arndísi Gná Theodórs og eiga þau tvær dætur. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 29 orð

Jólasöngur í Tryggingastofnun

Morgunblaðið/Kristinn Jólasöngur í Tryggingastofnun ÞAÐ var slegið á létta strengi í húsakynnum Tryggingastofnunar í gær. Jólasöngvar voru sungnir við undirleik harmonikku og þótti mönnum þetta góð tilbreyting frá erli dagsins. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 38 orð

Jólin koma

Morgunblaðið/Golli JÓLIN eru hátíð barnanna ogþau iða flest í skinninu af eftirvæntingu eftir helgri tíð.Biðin getur verið löng og eftirvæntingin mikil eins og skínúr andlitum barnanna á leikskóla í borginni sem sáu tilferða jólasveins út umgluggann. Meira
19. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 205 orð

Kór tónlistarskólans flytur Messías

KÓR Tónlistarskólans á Akureyri ásamt kammerhljómsveit flytur Messías eftir H¨andel í Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 20. desember, kl. 17. Alls taka um 65 manns þátt í flutningi verksins. Einsöngvarar eru Björg Þórhallsdóttir sópran, Sigríður Elliðadóttir alt, Björn Jónsson tenór og Michael Jón Clarke barítón, en hann er jafnframt stjórnandi tónleikanna. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 501 orð

Leikfimikennsla í líkamsræktarstöð

KVENNASKÓLINN hefur undanfarna mánuði haft aðstöðu fyrir leikfimikennslu 3. og 4. bekkjar skólans í líkamsræktarstöðinni World Class. Leikfimikennari á vegum skólans, sem jafnframt er leiðbeinandi hjá World Class, sinnir kennslunni. Meira
19. desember 1997 | Landsbyggðin | 90 orð

Leikskólabörn heimsækja Landakirkju

Vestmannaeyjum-Undirbúningur jólanna stendur nú sem hæst og leikskólabörn í Vestmannaeyjum gera ýmislegt í tilefni jólanna. Einn af föstu liðunum í jólaundirbúningnum er heimsókn í Landakirkju. Fyrir skömmu heimsóttu leikskólabörnin kirkjuna þar sem sóknarprestarnir, séra Bjarni Karlsson og séra Jóna Hrönn Bolladóttir, tóku á móti þeim. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Lægsta verðið og diskur í kaupbæti

"VIÐ könnum verð á bókum í öðrum verslunum á hverjum degi, til að tryggja að við getum ávallt boðið ódýrustu bækurnar. Að auki fylgir geisladiskur með jólalögum öllum bókum sem keyptar eru hjá okkur," sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við Morgunblaðið. Ýmis afsláttartilboð eru í gangi í jólabókasölunni. Hagkaup hefur auglýst 21 bók á 1. Meira
19. desember 1997 | Landsbyggðin | 72 orð

Mannbroddar og endurskinsmerki

SLYSAVARNADEILDIN Björg og Tryggvi hf. hafa ákveðið að færa öllum íbúum á Eyrarbakka 67 ára og eldri mannbrodda og endurskinsmerki að gjöf. Undanfarna daga hafa félagar slysavarnadeildarinnar gengið í hús og afhent þessa þörfu gjöf. Gunnlaugur Helgason festi mannbrodda undir skó Helga Guðnasonar frá Þorkelsgerði í Selvogi. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

Markaður á Ingólfstorgi

SÍÐASTA helgi jólarmarkaðarins á Ingólfstorgi er um helgina. Ýmsir listamenn sýna og selja handunna íslenskar jólavörur. Listafólkið kemur víða að m.a. úr Kvosinni t.d. Kogga og Kirsuberjatréð. Ýmis skemmtiatriði verða á Ingólfstorgi meðan á markaðinum stendur m.a. hljómsveitin Gleðigjafarnir og Helga Möller e.h. á laugardag og lifandi tónlist á sunnudag. Jólasveinar verða á svæðinu. Meira
19. desember 1997 | Erlendar fréttir | 317 orð

Mbeki þykir siðfágaður en er mörgum ráðgáta

LJÓST er að framtíð Afríska þjóðarráðsins, ANC, svo og suður- afrísku þjóðarinnar mun að miklu leyti hvíla á Thabo Mbeki eftir að hann tekur formlega við forystu í ráðinu af þjóðhetjunni Nelson Mandela á laugardag. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Með brákaðan hryggjarlið eftir fall

SMIÐUR slasaðist talsvert er hann féll af þaki nýbyggingar í Sandgerði í gærmorgun. Farið var með hann til aðhlynningar á Sjúkrahúsið í Keflavík. Slysið varð um klukkan 8 í gærmorgun er vinna var að hefjast en þakið var þá hrímað og því hált. Verið er að klæða þak nýs fiskvinnsluhúss með járni. Talið er að fallið hafi verið um 6 metrar. Meira
19. desember 1997 | Erlendar fréttir | 267 orð

Meintir stríðsglæpamenn handteknir í Bosníu

GLÆPADÓMSTÓLL Sameinuðu þjóðanna (SÞ) vegna Júgóslavíu fyrrverandi greindi frá því í gær að tveir meintir stríðsglæpamenn, er handteknir voru í Bosníu í fyrrnótt, hefðu verið fluttir til Hollands síðdegis. Mennirnir, Anto Furundzija og Vlatko Kupreskic, voru færðir í varðhaldsfangelsi dómstólsins í Scheveningen, nærri Haag. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Merki Djáknafélags Íslands

DJÁKNAFÉLAG Íslands var stofnað 5. apríl 1995 af sjö starfandi djáknum. Þá strax var farið að ræða merki fyrir djákna. Ingibjörg Eldon Logadóttir, tækniteiknari, var fengin til að hanna merkið sem hefur verið tekið í notkun. Meira
19. desember 1997 | Landsbyggðin | 230 orð

Móttökuathöfn geimvera við Snæfellsjökul

Hellissandi-Sl. föstudag fór fram undir rótum Snæfellsjökuls mikil móttökuathöfn geimfara. Fjöldi fólks safnaðist saman uppi í Eysteinsdal undir Hreggnasa, ofan Rauðhóls, í mikilfenglegri náttúru sem þar er. Skotið var upp öflugum eldflaugum og sungin voru álfalög. Formaður Félags áhugamanna um geimverur, Magnús Skarphéðinsson, stjórnaði athöfninni. Meira
19. desember 1997 | Erlendar fréttir | 336 orð

Möguleiki á þátttöku EFTA-ríkja á síðari stigum

STJÓRNVÖLD í norrænum aðildarríkjum Evrópusambandsins túlka niðurstöður leiðtogafundar Evrópusambandsins í Lúxemborg svo að möguleiki sé á því að EFTA-ríkin fái aðild að svokallaðri Evrópuráðstefnu, sem á að fjalla um og undirbúa stækkun ESB. Þetta segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra eftir fundi sína með evrópskum ráðamönnum í vikunni. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Nafn konunnar sem lést

KONAN sem beið bana er hún varð fyrir bíl í Reykjavík á miðvikudagsmorgun hét Stefanía Guðnadóttir, 73 ára, til heimilis að Kirkjubraut 3 á Seltjarnarnesi. Hún lætur eftir sig uppkominn son. Stefanía var fædd 7. mars 1924 og var hún gift Sigurði Jóhannssyni vegamálastjóra sem lést árið 1976. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

Námsstyrkir veittir í verkfræði og raunvísindum

MINNINGARSJÓÐUR Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar hefur ákveðið að veita í ár alls 2,7 milljónir króna í námsstyrki til 9 einstaklinga sem stunda framhaldsnám í verkfræði og raunvísindum en alls barst sjóðnum 41 umsókn um styrki. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 754 orð

Nonnabækurnar áhrifavaldur í þýsk-íslenskum samskiptum

Þýsk-íslenska félagið í Köln hefur síðastliðin 24 ár staðið fyrir árlegu málþingi um Ísland í samvinnu við norrænudeild Háskólans í Köln. Nýlega var Kölnarmálþingið um Ísland haldið og meðal fyrirlesara var Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur. -Hver stofnaði þýsk íslenska félagið í Köln? "Það var stofnað í Köln árið 1955. Það var dr. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

Nýr slökkvibíll til Reykjavíkur í mars-apríl

NÝR slökkvibíll er væntanlegur í flota Slökkviliðs Reykjavíkur í mars eða apríl á næsta ári. Á fundi stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkur í vikunni var samþykkt að kaupa ýmsan búnað fyrir bílinn fyrir alls um 7,5 milljónir króna. Meira
19. desember 1997 | Landsbyggðin | 150 orð

Nýr öflugur slökkvibíll

Keflavík-Slökkviliðið í Grindavík eignaðist nýlega öflugan slökkvibíl sem keyptur var frá Þýskalandi. Ásmundur Jónsson slökkviliðstjóri segir að allir séu ákaflega ánægðir með nýja bílinn enda sé hann bæði vel útbúinn og í fyrsta flokks standi. Meira
19. desember 1997 | Smáfréttir | 53 orð

NÝTT íslenskt hönnunargallerí Neðanjarðar var opnað 1.

NÝTT íslenskt hönnunargallerí Neðanjarðar var opnað 1. desember sl. en það er staðsett í kjallara Hverfisgötu 26 (undir Dýrinu). Að galleríinu standa sjö ungar konur sem hanna og sauma fatnað allt frá undirfötum að yfirhöfnum, Ragna Fróða, Bebba, Hildur Hafstein, Magga, Lilla, Soffía og Gunna Stína. Meira
19. desember 1997 | Erlendar fréttir | 445 orð

Nýtt tilfelli bendir til smits milli manna

KJÚKLINGAFLENSA í Hong Kong veldur heilbrigðisyfirvöldum um heim allan vaxandi áhyggjum, en í gær greindist nýtt tilfelli veikinnar og eykur það áhyggjur af að faraldur kunni að brjótast út. Læknar þar í landi telja sig jafnvel ekki í stakk búna til að glíma við faraldur. Yfirvöld kanna hvort veiran hafi náð fótfestu sem gæti verið undanfari faraldurs. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Opið fram á kvöld í Kringlunni

AFGREIÐSLUTÍMI Kringlunnar hefur nú verið lengdur og verða verslanir í Kringlunni opnar frá kl. 10­22 alla daga fram að jólum nema á Þorláksmessu en þá verður opið frá kl. 10­23 og á aðfangadag frá kl. 9­12. Meira
19. desember 1997 | Erlendar fréttir | 99 orð

Óeirðir í Bonn

UM 30.000 þýskir námsmenn komu saman í Bonn í gær til að krefjast þess að stjórnin veitti meira fé til háskóla í Þýskalandi og hundruð þeirra börðust við óeirðalögreglumenn skammt frá skrifstofum Helmuts Kohls kanslara. Námsmennirnir köstuðu reyksprengjum, grjóti, eggjum og blöðrum fylltum málningu á lögreglumennina og reyndu hvað eftir annað að ryðjast að kanslarabyggingunni. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð

Prufugos í Öskjuhlíð

GERVIGOSHVERINN, sem Hitaveita Reykjavíkur hefur látið gera í Öskjuhlíð, var prufukeyrður í gær. Ísleifur Jónsson vélaverkfræðingur, sem hannaði hverinn, var ánægður með árangurinn. "Hann gaus átta til tíu metra," sagði Ísleifur. Meira
19. desember 1997 | Erlendar fréttir | 181 orð

Rannsakað hvort Brown var myrtur?

LEIÐTOGAR blökkumanna í Bandaríkjunum leggja hart að Bill Clinton forseta að hefja rannsókn á vísbendingum um að Ron Brown, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hafi verið myrtur. Brown fannst látinn í kjölfar flugslyss í fyrra. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Rannsóknastöð reist að Kvískerjum

ÚTLIT er fyrir að á næsta ári geti hafist undirbúningsframkvæmdir við að koma upp rannsóknastöð að Kvískerjum í Öræfasveit en í fjárlagafrumvarpinu, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir fimm milljóna króna framlagi. Þá hefur sveitarfélagið einnig gefið vilyrði fyrir framlagi. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 292 orð

Ríkið sýknað en sett ofan í við lögreglu

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað ríkið af kröfum manns, sem krafðist bóta vegna meiðsla sem hann hefði orðið fyrir við handtöku í mars 1993. Hæstiréttur sagði að þegar litið væri til ótrausts framburðar mannsins, hegðunar hans fyrir handtöku, Meira
19. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 337 orð

Rússneskur togari eitt helsta verkið

SEX listamenn taka þátt í samsýningu sem nú stendur yfir í Deiglunni og ber yfirskriftina Omnya 6N- 0621. Sýningin er tileinkuð samnefndum rússneskum togara sem legið hefur við Torfunefsbryggju síðustu vikur. Togarinn er eitt af verkum sýningarinnar. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 389 orð

SDæmdur fyrir veiðar innan landhelgi

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands dæmdi í gær skipstjóra til að greiða 400 þúsund krónur í sekt og til að sæta upptöku alls afla og veiðarfæra, sem samtals eru metin á tæpar 1,2 milljónir króna. Veiðar skipstjórans innan þriggja sjómílna línu töldust sannaðar, Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 1254 orð

Segjast hafa sýnt sveigjanleika í lengstu lög

Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur gefið út yfirlýsingu vegna máls Hanes-hjónanna Segjast hafa sýnt sveigjanleika í lengstu lög Sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík hefur gefið út yfirlýsingu vegna máls Hanes-hjónanna, sem eru eftirlýst vegna barnsráns. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Sekt fyrir löndun framhjá hafnarvog

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt tvo menn til að greiða hvor um sig 400 þúsund króna sekt í ríkissjóð fyrir að brjóta gegn ákvæðum laga um vigtun afla. Annar maðurinn ók með rúm 7 tonn af slægðum þorski frá skipshlið í Þorlákshöfn að fiskverkunarhúsi, sem er í eigu útgerðar skipsins, í stað þess að fara með aflann að hafnarvog. Eftirlitsmaður kom að þegar byrjað var að losa aflann af bílnum. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

Settur í embætti prófasts

VIÐ messu í Eyrarbakkakirkju nk. sunnudag kl. 14 mun biskup Íslands, hr. Ólafur Skúlason, setja sr. Úlfar Guðmundsson inn í embætti sem prófast Árnesinga. Kór Eyrarbakkakirkju syngur við athöfnina og organisti og stjórnandi er Haukur Gíslason. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Skartgripaverslun í Grafarvogi

NÝLEGA var opnuð skartgripaverslun í Grafarvogi, Gull og grænir skógar. Eigandi er Hilmar Einarsson gullsmiður. Hann hefur starfað við gull- og silfursmíði síðastliðin 24 ár og hefur nú opnað verkstæði og verslun á Hverafold 46. Þar eru til sölu gull- og silfurskartgripir og einnig veitir hann alhliða viðgerðarþjónustu og sérsmíðar eftir óskum, hvort heldur sem er skartgripi eða skúlptúra. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 322 orð

Skattar verði lækkaðir á metangasframleiðslu

KRISTJÁN Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um innlenda metangasframleiðslu sem nú hefur verið lögð fram á Alþingi. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela fjármálaráðherra að undirbúa breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt og á tollalögum sem heimili að fella niður eða lækka aðflutningsgjöld og skatta á innlenda Meira
19. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 240 orð

Skólinn flytur í nýtt húsnæði í febrúar

FLUTNINGI grunnskólans í nýbyggingu Giljaskóla hefur verið frestað til mánaðamótanna janúar febrúar, en ráðgert hafði verið að flytja inn í skólann nú um miðjan þennan mánuð. Um 130 börn eru í skólanum, í yngstu bekkjardeildunum, og verða þau áfram í húsnæði sem skólinn hefur til umráða í leikskólanum Kiðagili. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Steingrímur hættir 1. júlí

STEINGRÍMUR Hermannsson seðlabankastjóri hefur tilkynnt viðskiptaráðherra og bankaráði Seðlabankans að hann muni hætta störfum sem seðlabankastjóri 1. júlí næstkomandi, en Steingrímur verður sjötugur 22. júní. Steingrímur tók við stöðu seðlabankastjóra 1. maí 1994. Meira
19. desember 1997 | Smáfréttir | 51 orð

UNGIR sósíalistar og aðstandendur vikublaðsins The Militanthaf

UNGIR sósíalistar og aðstandendur vikublaðsins The Militanthafa opið hús í Pathfinder bóksölunni, Klapparstíg 26, 2. hæð t.v. laugardaginn 20. desember. Kl. 16 verða flutt þrjú stutt erindi. Félagar í verkalýðsfélaginu Dagsbrún/ Framsókn þau Sigurður J. Haraldsson, Bjarki Már Magnússon og Sigurlaug S. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Úthlutun jólastyrks Hjálpræðishersins

JÓLASTYRK Hjálpræðishersins í Reykjavík verður úthlutað milli kl. 10­16 í dag, föstudaginn 19. desember. Fulltrúar fjölskyldna komi milli kl. 10­12 og einstaklingar milli kl. 13­16. Aðeins þeir sem hafa sótt um geta komið og fengið styrk. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Vitni vantar

EKIÐ var utan í kyrrstæðan bíl á bílastæðinu við innganginn í Laugardalslaugina í Reykjavík milli kl. 14.30 og 15 í gær. Biður lögreglan þá sem kynnu að hafa orðið vitni að árekstrinum að hafa samband við sig. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð

Vonbrigðum lýst með niðurstöðu Hæstaréttar

BANDARÍSK stjórnvöld sendu íslenzka utanríkisráðuneytinu harðorða orðsendingu í lok október, eftir að Hæstiréttur hafði komizt að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að framselja Hanes-hjónin til Bandaríkjanna, en þau eru eftirlýst þar fyrir brottnám barns. Í orðsendingunni er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lýst vonbrigðum með niðurstöðu dómsins. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 777 orð

Vottur um uppgjöf gagnvart loforðum

BORGARSTJÓRNARFLOKKUR sjálfstæðismanna telur fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998 fulla af bókhaldsblekkingum og bera vott um uppgjöf gagnvart helstu kosningaloforðum Reykjavíkurlistans. Þannig hafi t.d. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 317 orð

Þarf að greiða tíu millj. í dráttarvexti

JÓHANNES Pálmason, forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að SHR eigi við alvarlegan greiðsluvanda að stríða. Hann lýsi sér m.a. í því að spítalinn hafi orðið að auka yfirdrátt í viðskiptabanka sínum m.a. til að geta greitt laun. Reikningar séu ekki greiddir sem endurspeglist í því að spítalinn þurfi á þessu ári að greiða 10 milljónir í dráttarvexti. Meira
19. desember 1997 | Erlendar fréttir | 1201 orð

Þáttaskil í evrópskum öryggismálum

VERUM ekkert að skafa utan af því; þetta ár, sem nú er að kveðja, hefur verið gott ár fyrir Atlantshafsbandalagið, NATO. Þeir, sem spáðu því fyrir nokkrum árum, að dagar bandalagsins væru taldir, verða að finna sér eitthvað annað til. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð

Þingfundur hefst kl. 10

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10 í dag. Fyrir hádegi verður önnur umræða um ýmis þingmál. Kl. 13 hefst atkvæðagreiðsla en að því loknu hefst þriðja umræða um fjárlög fyrir árið 1998. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Þriðja bátnum náð upp

LAUST eftir hádegi í gær tókst að ná upp þriðja bátnum sem brann í höfninni á Rifi aðfaranótt miðvikudags. Eldur grandaði þremur bátum og sukku þeir allir. Í fyrradag tókst að ná tveimur bátanna upp. Lögreglan í Ólafsvík hefur rannsakað brunann og von var á fulltrúum frá Tryggingamiðstöðinni og Bátatryggingum Breiðafjarðar til að skoða flökin í gær. Meira
19. desember 1997 | Innlendar fréttir | 547 orð

Þriðji hver íslenskur læknir starfar erlendis

ÓLAFUR Ólafsson landlæknir segir horfur á að skortur verði á læknum hér á landi á komandi árum. Hann telur nauðsynlegt að skoða hvort ekki verði að útskrifa fleiri lækna. Forseti læknadeildar segir að Háskólinn geti það ekki með óbreyttum fjárveitingum. Lausnin á læknaskortinum felist frekar í því að búa læknum þannig starfsumhverfi að fleiri vilji starfa hér á landi. Meira

Ritstjórnargreinar

19. desember 1997 | Leiðarar | 580 orð

RÉTTURBORGARANNA

LEIDARI RÉTTURBORGARANNA AÐ mætti gerast oftar að alþingismenn standi upp til að standa vörð um lögbundin réttindi borgaranna. Á miðvikudag vakti Tómas Ingi Olrich alþingismaður athygli á því í fyrirspurn til dómsmálaráðherra að slíkur réttur kynni að vera brotinn er lögregla klippir skráningarnúmer af bifreiðum vegna þess að ökutæki h Meira
19. desember 1997 | Staksteinar | 330 orð

»Skattamál VEF-ÞJÓÐVILJINN gerir á dögunum skattamál að umræðuefni og þá yfirl

VEF-ÞJÓÐVILJINN gerir á dögunum skattamál að umræðuefni og þá yfirlýsingu, sem forsætisráðherra gaf um daginn, að hann teldi fulla ástæðu til að skoða hvort stofna bæri embætti umboðsmanns skattgreiðenda. Nefndi hann sem skýringu, að algengt væri að skattborgarar teldu sig hafa orðið fyrir ofríki af hálfu skattyfirvalda og möguleikar þeirra til að verja sig væru takmarkaðir. Meira

Menning

19. desember 1997 | Menningarlíf | 352 orð

Aðskilnaður á rekstri LR og Borgarleikhússins

SAMKOMULAG hefur náðst innan samstarfsnefndar Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur um að kanna leiðir til að skilja að rekstur Borgarleikhússins og starfsemi LR. Tillagan var borin fram af Þórhildi Þorleifsdóttur, leikhússtjóra, á framhaldsaðalfundi nefndarinnar í byrjun mánaðarins. Fjárframlög til starfseminnar á þessu ári voru 140 milljónir og verða óbreytt á fjárhagsáætlun næsta árs. Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | 630 orð

Að skrifa í sálarbókina

GUÐJÓN Sveinsson hefur sent frá sér þriðja bindi Sögunnar af Daníel, Á bárunnar bláu slóð. Í þessu bindi er sögu af ungum dreng í litlu sjávarþorpi fram haldið, en að sögn höfundar verða bindin fjögur. "Þegar við skildum við Daníel síðast var hann á ellefta ári, en í upphafi þessa bindis er hann á því fjórtánda. Meira
19. desember 1997 | Tónlist | 385 orð

ÁSTIR SKÁLDSINS

Norræn sönglög ­ Jean Sibelius, Hugo Alfvén, C.L. Sjöberg, W. Peterson-Berger, Edvard Grieg og sænsk þjóðlög. Ástir skáldsins / Dichterliebe op. 48 ­ Robert Schumann. Hljóðritað í Gerðubergi í ágúst 1997. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Framleiðsla: Sonic, London. Gunnar Guðbjörnsson, Fermata 1997. Meira
19. desember 1997 | Tónlist | 255 orð

BETRA EN JÓLAKONFEKT

Short Pieces for Solo Flute/stutt verk fyrir flautu. Hljóðritað í apríl 1997 í Furubæjarkirkju í Svíþjóð. Framleiðandi: Hans Kipfer. Grammofon AB BIS, Djursholm. Dreifing: JAPIS. Á ÞESSUM fína hljómdiski höfum við stutt verk (stundum þætti úr stærri verkum) eftir þekkt tónskáld, allt frá 18. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 124 orð

Ein kvöldstund fyrir jólin

ARNAR Jónsson leikari les Markúsarguðspjall í Hallgrímskirkju sunnudaginn 21. desember kl. 20. Lesturinn tekur u.þ.b. 1,5 klst. Hörður Áskelsson leikur á orgel á undan og eftir lestrinum og í leshléi. Hið íslenska Biblíufélag, Listvinafélag Hallgrímskirkju og Reykjavíkurprófastsdæmi vestra standa saman að þessum viðburði. Meira
19. desember 1997 | Fólk í fréttum | 521 orð

Ennþá aleinn heima Frumsýning

RITHÖFUNDURINN, leikstjórinn og kvikmyndaframleiðandinn John Hughes hefur nú sent frá sér þriðju myndina í Home Alone seríunni en að þessu sinni hefur gulldrengurinn Macauley Caulkin orðið að víkja vegna aldurs fyrir ungum leikara að nafni Alex D. Linz, sem fyrst sást á hvíta tjaldinu í myndinni Cable Guy með Jim Carrey og síðan í myndinni One Fine Day með þeim George Clooney og Michelle Pfeiffer. Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | 806 orð

Ferð milli heima

eftir Amy Tan. Þýðandi Súsanna Svavarsdóttir. Mál og menning 1997 ­ 326 síður. AMY Tan er upprennandi metsöluhöfundur af kínverskum ættum, sem vakti athygli fyrir nokkrum árum með fyrstu bókum sínum, Leik hlæjandi láns og Konu Eldhúsguðsins. Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | 236 orð

Frá fjarlægu landi

eftir Sólveigu Kr. Einarsdóttur. Evelyn Barber myndskreytti. Mál og menning, 1997 -26 s. Í BÓK Sólveigar erum við kynnt fyrir fjarlægum heimi, landi sólskinsins, Ástralíu. Lítil stúlka, Snædís, kemur svífandi á bleiku skýi frá landinu kalda og hafnar þar í skóginum. Hún er greinilega ókunnug öllu og kemur inn í þennan skóg með sín viðhorf, klæðaburð og spurningar. Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | 380 orð

Fæddur kennari

Anatolíj Karpov kennir þér að tefla til sigurs. Þýtt og staðfært: Helgi Ólafsson Útgefandi: Vaka ­ Helgafell hf. 1997, ­ 120 síður. ÉG hefi heyrt þá mannlýsingu, að þessi eða hinn sé fæddur kennari. Í því felst að sá, er slíkan dóm hlýtur, ráði yfir þeim galdri að geta gert öðrum flókið einfalt, ­ auðskilið. Meira
19. desember 1997 | Kvikmyndir | 353 orð

Goðafræði að hætti Disney

Leikstjóri: Ron Clements. Handritshöfundar: Ron Clements, Barry Jones, Don McEnry. Tónlist: Alan Menken. Leikraddir: Valur Freyr Einarsson, Selma Björnsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Egill Ólafsson, Pétur Einarsson, Ragnar Bjarnason, Þórhallur Sigurðsson o.fl. 92 mín. Bandarísk. Buena Vista Pictures 1997. Meira
19. desember 1997 | Fólk í fréttum | 67 orð

Góðgerðarjólatré

LEIKKONAN Traci Bingham stillti sér upp við jólatréð sem hún skreytti á fjórðu "Christmas Tree Lane" samkomunni á Beverly Hilton hótelinu í Beverly Hills nú á dögunum. Traci er þekktust fyrir að leika strandvörðinn Jordan Tate í sjónvarpsþáttunum "Baywatch". Rúmlega fimmtíu stjörnur Hollywood skreyttu tré sem verða boðin upp til styrktar Share Inc. Meira
19. desember 1997 | Fólk í fréttum | -1 orð

Guðdómleg vítisviska! Óþelló (Othello)

Framleiðandi: Castle Rock Entertainment. Leikstjóri: Oliver Parker. Handritshöfundur: Oliver Parker eftir samnefndu leikriti William Shakespeares. Kvikmyndataka: David Johnson. Tónlist: Charlie Mole. Aðalhlutverk: Laurence Fishburne, Irene Jacob og Kenneth Branagh. 119 mín. Bandaríkin. Castle Rock Ent./Skífan. Útgáfud: 10. des. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 79 orð

Handverk í Skotinu

NÚ stendur yfir sýning á hannyrðum Sigríðar Erlendsdóttur í Skotinu, Félagsmiðstöð aldraðra í Hæðargarði 31. Á sýningunni eru dúkar ísaumaðir með krosssaumi, klaustri og harðangri og ýmiss konar hekl. Frá unga aldri vandist Sigríður á saumaskap og segir hún að það hafi þótt jafn sjálfsagt á heimilinu að geta saumað harðangur og klaustur og kunna til annarra verka. Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | 265 orð

Hanna og kýrin

Saga og myndir: Olga Bergmann. Mál og menning, 1997 ­ [26] s. HANNA frænka tekur þá ákvörðun að fara í bílnum sínum einn góðan veðurdag upp í sveit. Kisan hennar, hún Hulda, er löt og nennir ekki með. Hanna býr sig vel með nesti og nýja skó og leggur af stað. Ferðalagið hefur óvæntan endi og Hanna lendir í óhappi og árekstri við kúna Rósu. Meira
19. desember 1997 | Fólk í fréttum | 288 orð

Hugðist nauðga Spielberg

DAGBLÖÐ í Los Angeles sögðu frá því í vikunni að maður sem var handtekinn fyrir að hafa ofsótt leikstjórann Steven Spielberg hafi ráðgert að handjárna hann og nauðga honum. Þetta kemur fram í dómsskjölum en þar er nafn fórnarlambsins ekki gefið upp. Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | 222 orð

Hvað er klukkan?

eftir Bergljótu Arnalds. Teikningar: Ómar Örn Hauksson. Bókaútgáfan Skjaldborg, 1997 ­ 37 s. ÖLL börn þurfa að læra að þekkja á klukku og í þessari bók er búin til skemmtileg saga um Tótu og tímann. Rakinn er einn dagur í lífi lítillar stúlku frá því þær mæðgurnar vakna að morgni og þar til þær fara að sofa. Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | 349 orð

"Hvílík fegurð, drottinn minn"

eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson í þýðingu Jóns Daníelssonar. Myndir: Sonja Härdin. Bókaútgáfan Skjaldborg 1997. 219 síður. ÞETTA er sjöunda bókin um Bert, og af umsögn í Bókatíðindum dreg eg þá ályktun, að vinir kappans hérlendis muni ekki láta þessa bók framhjá sér fara. Bert, nú 15 ára, hefir ákveðið að verja sumarfríi sínu í kvennarannsóknir. Meira
19. desember 1997 | Fólk í fréttum | 855 orð

Hörkukvendi í karlaveröld Frumsýning

Í NÝJUSTU mynd leikstjórans Ridley Scott leikur Demi Moore liðsforingjann O'Neil, sem er fyrsta konan sem leyft er að taka þátt í þjálfun til að verða meðlimur í sérsveit bandaríska sjóhersins, en hún hefur verið valin vegna sérstaks hugrekkis og hæfileika. Meira
19. desember 1997 | Myndlist | 450 orð

Í tilefni jólanna

Opið kl. 14 til 18. Sýningin stendur til 21. desember. JÓLIN eru hápunktur vetrarins og í þeim kristallast viðhorf okkar til þessarar árstíðar, segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir í bæklingi sem fylgir sýningu hennar í Stöðlakoti. Meira
19. desember 1997 | Fólk í fréttum | 36 orð

Jólafjör forseta

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, leikur sér að fjöður á hatti trúðsins þegar hann stillti sér upp með eiginkonu sinni Bernadette og meðlimum í sirkus í lok jólahátíðar sem var haldin í Elysee höllinni í vikunni. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 122 orð

Jólasöngvar í Langholtskirkju

SEINASTA föstudag í aðventu hefur Kór Langholtskirkju sungið jólalög til margra ára, svo verður einnig nú föstudaginn 19. desember, að venju kl. 23. Einsöngvarar eru Eiríkur Hreinn Helgason og Ólöf Kolbrún Harðardóttir auk kórfélaga. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 65 orð

Jólasöngvar Skólakórs Kársness

SKÓLAKÓR Kársness, eldri og yngri deild, flytur jólasöngva við kertaljós í Kópavogskirkju sunnudagskvöldið 21. desember kl. 22. Á efnisskrá er tónverkið Söngvasveigur, eftir B. Britten í íslenskri þýðingu Heimis Pálssonar. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga og Monika Abendroth leikur á hörpu. Einnig syngur kórinn jólalög frá ýmsum löndum. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 151 orð

Jólatónleikar Sinfóníunnar

UM TVÖ hundruð manns koma fram á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói á morgun, laugardag, kl. 15. Auk hljómsveitarinnar verða þar á ferð þrír barnakórar, Kór Kársnesskóla, Kór Öldutúnsskóla og Gradualekór Langholtskirkju, og einsöngvararnir Einar og Kári Jónssynir, sem eru tíu ára gamlir tvíburar, og Árný Ingvarsdóttir. Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | 156 orð

KAREN - Í viðjum Alzheimers er eftir Helje

KAREN - Í viðjum Alzheimers er eftir Helje Solberg í þýðingu Bergþóru Skarphéðinsdóttur og Guðmundar Þorsteinsson. "Þetta er sagan af lækninum Karen Sofie Mørstad og baráttu hennar við alzheimers-sjúkdóminn. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 117 orð

Kvartettinn Rúdolf í Kaffileikhúsinu

SÖNGKVARTETTINN Rúdolf heldur tónleika í Kaffileikhúsinu sunnudaginn 21. desember kl. 22. Efnisskrá tónleikanna verður að hluta til jólatónlist þar sem m.a. verður sungið um Grýlu og Leppalúða. Seinni hluti tónleikanna verður helgaður jólalögum frá Ameríku, Bretlandi og meginlandi Evrópu. Söngkvartettinn Rúdolf er skipaður Sigrúnu Þorgeirsdóttur, Skarphéðni Hjartarsyni, Jóhönnu S. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 800 orð

Leikur allar átta raddirnar í verki Villa-Lobos

STEFÁN Örn Arnarson sellóleikari hefur gefið út hljómdiskinn Selló en á honum er að finna nokkrar af fegurstu perlum klassískrar tónlistar leiknar á selló við undirleik kammersveitar. "Þetta er mjúkur og þægilegur diskur, hugmyndin að baki honum er í raun ósköp einföld, þetta er falleg tónlist sett fram á aðgengilegan hátt. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 43 orð

Listakonur í Ráðhúsinu

NÚ stendur yfir kynning á verkum nokkurra listakvenna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Listakonurnar sem eru Emily Lawlor, Helga Lára Haraldsdóttir, Isabelle Locket og Louise Gardener eiga það sameiginlegt að hafa unnið að umhverfislist (public art) í London. Sýningunni lýkur 24. desember nk. Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | 357 orð

Ljós og skuggar skiptast á

eftir Arnheiði Borg. Mál og menning, 1997 ­ 31 s. Í LÍFINU skiptast á ljós og skuggar og mönnum hættir stundum til að láta skuggana skyggja á lífsgleði sína. Í þessu fallega ævintýri Arnheiðar Borg kynnumst við tveim persónum, annars vegar Birtu sem kemur frá Venusi, Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | 482 orð

Lögreglan á Íslandi

Stéttartal og saga, eftir Þorsteinn Jónsson og Guðmundur Guðjónsson. Reykjavík 1997, 668 bls. RIT þetta, sem gefið er út í samvinnu við Landssamband lögreglumanna með tilstyrk dómsmálaráðuneytisins, er ógnvænlega stórt, liggur mér við að segja. Tæpar 700 bls. er það í stóru broti, barmafullt af hvers konar fróðleik. Meira
19. desember 1997 | Fólk í fréttum | 463 orð

Metnaður og einlægni

Stuttskífa tónlistarmannsins Svans Kristbergssonar. Lög, textar og útsetningar eru eftir hann, en Jens Hansson sá um upptökustjórn ásamt Svani. Svanur syngur og leikur á gítar, hljómborð og bjöllur. Lárus Sigurðsson leikur á gítar, Jens Hansson leikur á hljómborð og forritar, Birgir Baldursson spilar á trommur og Friðrik Sturluson á bassa. Ígildi gefur út. 999 kr. 24 mín. Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | 396 orð

Mjallhvít í ljóði

Ljóð eftir Tómas Guðmundsson. Myndir eftir Maribel Gonzalez Sigurjóns. Mál og menning, 1997 -[32] s. ÆVINTÝRIÐ um Mjallhvíti kóngdóttur hefur komið út í ótal útgáfum en sérstakt er að birta þessa sögu í bundnu máli. Tómas Guðmundsson gerði þessi ljóð og í kynningartexta segir að þau hafi fyrst komið út árið 1941 með myndum eftir Walt Disney. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 156 orð

Mozart við kertaljós

KAMMERHÓPURINN Camerarctica heldur kertaljósatónleika með tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart í þremur kirkjum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Kópavogskirkju, Hafnarfjarðarkirkju og í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir í Kópavogskirkju verða sunnudaginn 21. desember kl. 17, en kl. 21. í Hafnarfjarðarkirkju þann sama dag. Mánudaginn 22. Meira
19. desember 1997 | Myndlist | 399 orð

Myndir úr rússnesku leikhúsi

Opið frá 14 til 18. Til 21. desember. STANISLAV Benediktov vinnur nú að uppsetningu í Borgarleikhúsinu, en hann á að baki langt starf í heimalandi sínu og hefur meðal annars skreytt fleiri en hundrað uppfærslur í Bolshoi-leikhúsinu fræga og tekið þátt í fjölmörgum myndlistarsýningum. Í MÍR-salnum má líka glugga í bækur þar sem verk hans eru til umfjöllunar. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 105 orð

Nýjar bækur

ÚT er komið Niðjatal Gísla Stefánssonar og Önnu Jónsdóttur frá Flatatungu í Skagafirði. Bókin er rúmar 300 síður að stærð með nafnaskrá og útgefandi er Gísli Pálsson á Hofi í Vatnsdal. Í bókinni er fjallað um ættir sem komnar eru af þeim hjónum, en Gísli var fæddur 22. janúar 1800 og dáinn 2. júlí 1881 og Anna var 5. október 1813 og dáin 17. september 1880. Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | 184 orð

Nýjar bækur GREINASAFNIÐ Við og hinir: Ra

GREINASAFNIÐ Við og hinir: Rannsóknir í mannfræði er í ritstjórn Gísla Pálssonar, Haraldar Ólafssonar og Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur. Flestar greinanna eru að stofni til fyrirlestrar frá ráðstefnu, sem haldin var í september 1996 til að minnast tímamóta í sögu mannfræðiiðkunar á Íslandi. Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | 204 orð

Nýjar bækur Út er komin bókin

Út er komin bókin "Af silunga- og laxaslóðum, Íslenska stangaveiðiárbókin 1997". Þetta er þriðja árið í röð sem árbók um stangaveiði kemur út undir þessu nafni, tíunda árið sem árbækur um stangaveiði koma út, en fyrirrennari þessarar bókar kom fyrst úr 1988. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 138 orð

Nýjar plötur HÁTÍÐ hljómar er

HÁTÍÐ hljómar er með söng Barnakórs Biskupstungna undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar organista Skálholtsdómkirkju.. Á plötunni syngur kórinn jólalög þar sem áhersla er lögð á íslensk lög og frumsamda og þýdda texta, t.d. eftir Jón Arason, Matthías Jochumsson, Árna Thorsteinsson og Ingólf Jónsson frá Prestbakka. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 139 orð

Nýjar plötur LILLY er með har

LILLY er með harmoníkuleik Karls Jónatanssonar. Á plötunni eru 18 lög, þar af 10 eftir Karl sjálfan sem annast útsetningar allra laganna. 12 laganna voru tekin upp á þessu ári en sex þeirra eru eldri en hafa verið stafrænt hreinsuð og endurhljóðblönduð. Má þar nefna Austangjóla og Krossanesminni, Bærinn okkar Akureyri og Bóndavalsinn. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 117 orð

Nýjar plötur SVIPMYNDIR og

SVIPMYNDIR og Glettur eru smáverk fyrir píanó samin í ólíkum stíltegunum og spanna alla tónsmíðaævi Páls Ísólfssonar tónskálds og eru í flutningi Arnars Magnússonar píanóleikara. Meira
19. desember 1997 | Fólk í fréttum | 442 orð

Propellerheads sem plötusnúðar á tónleikum

BRESKA hljómsveitin Propellerheads munu hita upp fyrir tónleika Wu-Tang Clan í Laugardagshöllinni næstkomandi laugardag. Sveitin hefur notið mikillar hylli fyrir taktfasta danstónlist, meðal annars hérlendis og á um þessar mundir lag í öðru sæti íslenska vinsældalistans. Meira
19. desember 1997 | Fólk í fréttum | 48 orð

Sir Elton John

SAMKVÆMT nýjustu fregnum mun Elísabet Bretadrottning slá Elton John til riddara í næsta mánuði fyrir glæsilegan tónlistarferil og framlag hans til góðgerðarmála. Hinn fimmtugi söngvari sagðist hæstánægður og að þetta væri mikill heiður en hann mun fá nafnbótina Sir fyrir framan nafn sitt Reginald Kenneth Dwight. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 137 orð

Skírnismál við sólhvörf

STÚDENTALEIKHÚSIÐ og Freysleikar flytja Skírnismál við sólhvörf, laugardaginn 20. desember kl. 16.30. Hornablásarar blása inn jólin og leika jólalög frá kl. 16. Helgileikurinn um Skírni og bónorðsför hans, fyrir hönd Freys, til jötunmeyjarinnar Gerðar Gymisdóttur er að margra mati einn elsti varðveitti helgileikur Evrópu, ef undan eru skilin grísku leikritin, Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | -1 orð

Slaufur veislustjórans

VEISLUSTJÓRINN heitir ný skáldsaga eftir Garðar Sverrisson. Veislustjórinn er fyrsta skáldsaga höfundar. Áður hafa komið út eftir hann ævisögurnar: Býr Íslendingur hér? árið 1988 og Kristján, ævisaga Kristjáns Jóhannssonar, árið 1990. Einnig hefur Garðar skrifað smásagnasafn á ensku "Under northern lights". Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 164 orð

SÓL eg sá eru kórverk með trúarlegum texta

SÓL eg sá eru kórverk með trúarlegum texta eftir Jón Nordal í flutningi Hljómeykis og Mótettukórs Hallgrímskirkju. Verkin eru Aldasöngur, Requiem og Óttusöngvar á vori. Einsöngvarar í Óttusöngvum eru Þóra Einarsdóttir og Sverrir Guðjónsson. Aldasöngur var saminn fyrir Sumartónleika í Skálholti 1986 og frumfluttur af Hljómeyki. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 86 orð

Sýningum lýkur

Listasafn Íslands ÚR smiðju listamannsins heitir sýning á verkum Gunnlaugs Schevings og er í öllum sölum safnsins. Sýningunni lýkur sunnudaginn 21. desember. Safnið er opið alla daga kl. 11­17, nema mánudaga. Listasafn Íslands verður lokað frá 22. desember til laugardagsins 17. janúar 1998. Meira
19. desember 1997 | Fólk í fréttum | 32 orð

Tíska morgundagsins?

FRAMÚRSTEFNULEGT kvöld var hluti af tískusýningu sem var haldin í Sofiu höfuðborg Búlgaríu nú á dögunum. Það er fatahönnuðurinn Mariela Gemisheva sem hannaði þennan óhefðbundna klæðnað sem var sýndur í Menningarhöllinni. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 79 orð

Tónar hljóma á Súfistanum

LIFANDI tónlist verður leikin um helgina fyrir gesti Súfistans og bókabúðar Máls og menningar, Laugavegi 18. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari kynna nýja plötu sína í kvöld kl. 20. Laugardaginn 20. desember kl. 13 syngur Kór Flensborgarskóla í Hafnarfirði undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg aðventu- og jólalög og kl. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 55 orð

Upplestur á Kirkjubæjarklaustri

FÉLAGAR úr leikdeild Ungmennafélagsins Ármanns flytja einn þátt úr nýju leikriti um séra Jón Steingrímsson eldklerk eftir Hilmar Jónsson. Upplesturinn verður á Hótel Eddu, Kirkjubæjarklaustri, föstudaginn 19. desember kl. 20.30. Flytjendur eru Jóna Sigurbjartsdóttir, Hjalti Þór Júlíusson og Gunnar Þór Jónsson. Leikritið er í öðru bindi ritsafns Hilmars Jónssonar um séra Jón Steingrímsson. Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | 447 orð

Úr Siglufjarðarbyggðum

eftir Þ. Ragnar Jónasson. Vaka- Helgafell, 1997, 287 bls. EINS og sum önnur bygðarlög hefur Siglufjörður átt sína fræðimenn. Í hugann koma Jón Jóhannesson frá Heiði og Sigurjón Sigtryggsson. Eftir þann síðarnefnda kom út fyrir nokkrum árum þriggja binda ritverk, Frá Hvanndölum til Úlfsdala. En einmitt það svæði er talið "Siglufjarðarbyggðir". Meira
19. desember 1997 | Bókmenntir | -1 orð

Veiðitöfrar og vatnablik

eftir Guðmund Guðjónsson. 205 bls. Útg. Sjónarrönd. Prentun: Oddi hf. 1997. Verð kr. 2.950. ÍSLENSKA stangaveiðibókin ´97 er undirtitill þessarar bókar. Höfundur er sem fyrr sá ágæti blaðamaður, Guðmundur Guðjónsson. Svo lengi er hann búinn að skrifa um lax- og silungsveiði í íslenskum ám og vötnum að fáir munu fróðari um þau efni nú um tíðir. Meira
19. desember 1997 | Menningarlíf | 1480 orð

Vel nestaður til ferðar

"ÞAÐ ER ljóst, að Rúnar Óskarsson er frábær klarínettuleikari, ekki aðeins tæknilega vel nestaður til ferðar, heldur og gæddur sterkri tilfinningu fyrir blæbrigðum og formskipan verka, svo að leikur hans verður sérlega lifandi. Meira
19. desember 1997 | Fólk í fréttum | 72 orð

Öldungaráð með frúrnar

Á síðasta ári stofnuðu fyrrverandi starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands og Sjómælinga Íslands með sér félagsskap sem nefnist Öldungaráðið. Meðlimir eru sextán og hittast þeir einu sinni á mánuði og snæða hádegisverð, - þó ekki yfir sumarmánuðina. Á jólaföstu er eiginkonunum boðið til jólahlaðborðs á Hótel Loftleiðum og var meðfylgjandi mynd tekin við það tilefni. Meira
19. desember 1997 | Fólk í fréttum | 474 orð

(fyrirsögn vantar)

Stöð 213.00 Kynslóðabilið er umfjöllunarefni Ungs í anda ­ (Roommates, '95,) nýjustu myndar Peters Yates. Aðalpersónurnar eru háaldraður bakari, Rocky (Peter Falk), og barnabarnið hans, Michael (D.B. Sweeney), sem karlinn hefur alið upp frá barnæsku og komið í gegnum læknanám. Meira

Umræðan

19. desember 1997 | Aðsent efni | 634 orð

Almannatryggingar

ÉG VIL byrja á því, að þakka stjórnvöldum fyrir að þau ætla nú að tengja bætur almannatrygginga aftur við launaþróun í landinu og þær eiga aldrei að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þó er tekið fram, að ekki verði séð, að breytingin hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs á næsta ári, þar sem í forsendum fjárlaga er gert ráð fyrir, að bætur hækki um 4% í upphafi árs 1998. Meira
19. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 266 orð

Áfengisauglýsendur og smakkarar

ÁFENGISAUGLÝSENDUM, sem hvorki virða lög né rétt, hefur heldur betur bæst liðsauki. Svokallaður vínsmakkari fyllti gúlana í fréttum Sjónvarpsins 20. nóvember og viðhafði einhverja furðulega takta, ásamt spekingslegri en innihaldslítilli orðræðu eins og kvað heyra til slíkum persónum. Meira
19. desember 1997 | Aðsent efni | 740 orð

Er afsláttur allra hagur?

ENN á ný hefur blossað upp neikvæð umræða um fríðindi og sérkjör sem ýmis fyrirtæki veita viðskiptavinum sínum nú í auknum mæli. Það er ljóst að fríðinda-, punkta- og afsláttarkortum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og sífellt fleiri fyrirtæki nota þessa leið til að afla sér aukinna viðskipta. Meira
19. desember 1997 | Aðsent efni | 1042 orð

Er írska leiðin betri en okkar?

ÞEGAR deilt er um skiptingu þjóðarkökunnar vakna spurningar eins og hvort skipting þjóðarteknanna sé réttlát og þá hvernig skipta eigi þeim? Sama má segja þegar deilt er um okkar stærstu mál svo sem sjávarútvegsstefnuna. Meira
19. desember 1997 | Aðsent efni | 973 orð

Hvernig væri að sameina Dagsbrún fyrst?

HINN 19. nóvember fengu 75 verkamenn hjá Ísal, sem búa á félagssvæði Dagsbrúnar og eru í Dagsbrún, bréf frá félaginu. Í bréfi þessu, undirrituðu af Halldóri Björnssyni, formanni Dagsbrúnar, eru áðurnefndir aðilar sviptir fyrirvaralaust félagslegum réttindum og gerðir að aukafélögum. Hlíf hefur samningsréttinn fyrir verkamenn hjá Ísal. Meira
19. desember 1997 | Aðsent efni | 437 orð

Hvers vegna ekki ölvunarakstur?

ER EKKI í lagi að aka ef ég er búinn að fá mér einn, er ég bara ekki betri ökumaður? Mér finnst það að minnsta kosti stundum. Þessar raddir heyrast stundum og er ekki óeðlilegt að þeim sem aka eftir að hafa neytt áfengis finnist það sjálfum eða að þeir reyni að réttlæta hegðun sína með þessum rökum. Meira
19. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 523 orð

Nokkrir góðir dagar án...

ÞÁ ER að baki ráðstefnan í Japan. Eitt lítið hænufet hefur verið stigið á hinni langförnu leið, sem framundan hlýtur að vera í baráttunni við skítinn. Flestar þjóðir heims virðast fagna niðurstöðunum, þó á misjöfnum forsendum. Fyrirfram bjuggust flestir við miklu meiri niðurskurði á eiturútblæstri en raunin varð á og kætast nú yfir því, að fyrsta skrefið varð þó ekki stærra en þetta. Meira
19. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 621 orð

Strætisvagnar Akureyrar ­ Fyrir hverja?

AÐ GEFNU tilefni langar mig að vekja athygli á því sem mér finnst vera skortur á þjónustu SVA (Strætisvagnar Akureyrar). Fyrir hverja eru þeir? Er það ekki fyrir fólkið sem þarf á þeim að halda til þess að komast leiðar sinnar innan bæjarins? Á þá ekkert að taka tillit til þarfa þeirra? Akstur um helgar á að vera jafn sjálfsagður og akstur virka daga. Meira
19. desember 1997 | Aðsent efni | 962 orð

Til varnar íslenskum almenningi

MÉR verður oft hugsað til þess í hvaða raunveruleika þeir menn lifa, sem nú vinna markvisst að því að ráðast gegn öllu náttúrulegu á næringarmarkaðinum. Markmiðið er greinilega að heilaþvo íslenskan almenning vegna markaðshagsmuna, en látið í það skína, að þetta sé neytendavernd! ­ Þetta er mér umhugsunarefni því ekki vil ég gera neinum það upp, Meira

Minningargreinar

19. desember 1997 | Minningargreinar | 512 orð

Björn Stefánsson

Nú þegar Björn Stefánsson er allur er mér bæði ljúft og skylt að setja nokkur minningarorð á blað. Fyrstu kynni mín af Birni og hans fjölskyldu voru þegar þau fluttu til Siglufjarðar árið 1954 og hann tók við rekstri Kaupfélags Siglfirðinga, þar sem hann starfaði næstu sjö til átta árin. Við unnum lengst af bara tvö á skrifstofunni. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 30 orð

BJÖRN STEFÁNSSON

BJÖRN STEFÁNSSON Björn Stefánsson fæddist á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð 7. apríl 1910. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 5. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stöðvarfjarðarkirkju 15. ágúst. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 924 orð

Einar Ingimundarson

Nú er fallinn frá einn af mínum beztu vinum og sú vinátta varað frá því að við kynntumst í Handíða- og myndlistaskólanum hér í bæ á árunum 1945-8, þá báðir á táningsaldri. Einar fór svo í iðnskóla og varð húsamálari. Vann framan af hjá Ósvaldi Knudsen, en stofnaði svo sjálfstæðan atvinnurekstur og hlóðust á hann verkefni. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 227 orð

Einar Ingimundarson

Margir ástvinir mínir, kunningjar og félagar hafa undanfarna mánuði verið að safnast til feðra sinna. Ekkert lát virðist vera á því. Leiðir okkar Einars heitins lágu fyrst saman í Barnaskólanum í Borgarnesi, síðar norður á Akureyri er við unglingarnir vorum herbergisfélagar og nemendur í málaraiðn hjá Hauki Stefánssyni. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 145 orð

Einar Ingimundarson

Við leiðarlok vil ég þakka Einari Ingimundarsyni góð kynni. Einar var fæddur í Borgarnesi 24. júní 1929 og lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. desember. Kynni okkar voru ekki löng, en þau hófust er dóttir mín, Kristín Ösp, og sonur hans, Ingimundur, hófu sambúð. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 394 orð

Einar Ingimundarson

Nú hefur hann Einar frændi minn lokið lífsgöngu sinni. Hann ólst upp á stóru heimili á árum kreppunnar við þau kjör sem alþýða manna þurfti á þeim tímum að gera sér að góðu. Eflaust hafa þessar aðstæður markað hann og verið honum hvati að því að verða sjálfstæður og bjargálna maður sem gæti staðið á eigin fótum og látið drauma sína rætast. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 267 orð

EINAR INGIMUNDARSON

EINAR INGIMUNDARSON Einar Ingimundarson fæddist í Borgarnesi 24. júní 1929. Hann lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingimundur Einarsson, f. 21.3. 1898, d. 4.2. 1992, og Margrét Helga Guðmundsdóttir, f. 21.7. 1893, d. 7.2. 1977. Einar var næstelstur sex bræðra. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 131 orð

Finnbogi Ásgeir Ásgeirsson

Elsku Bimbi föðurbróðir minn. Það eru rétt rúm þrjú ár síðan við kvöddum ömmu Rósu móður þína. Nú veit ég að hún og afi Ásgeir og litli bróðir þinn hafa tekið á móti þér. Ég veit líka að þar finnur þú ró og yl í faðmi horfinna ástvina. Ég kveð þig með orðum Valdimars Briem: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 145 orð

Finnbogi Ásgeir Ásgeirsson

Elsku afi, okkur langar til að kveðja þig með þessum orðum. Afi Finnbogi var okkur alltaf svo góður. Þegar við fórum suður til Reykjavíkur fórum við alltaf í Grafarvoginn til ömmu og afa. Um leið og við komum inn um dyrnar kyssti hann okkur og faðmaði. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 25 orð

FINNBOGI ÁSGEIR ÁSGEIRSSON

FINNBOGI ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Finnbogi Ásgeir Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1945. Hann lést 8. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 18. desember. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 313 orð

Finnbogi Ásgeirsson

Skyndilega og fyrirvaralítið er hann allur, horfinn fyrir fullt og allt. Eftir lifir minning um góðan dreng sem nóttin tók til sín þegar dagur var hvað skemmstur. Við söknum vinar sem hefur gefið okkur af örlátu hjarta sínu, ætíð boðinn og búinn að leggja sitt af mörkum til að lina þjáningar annarra og benda öðru fólki á morgunljósið sem fylgir dimmustu nóttum. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 1502 orð

Helga Kristmundardóttir

Mamma hlaut ekki aðra menntun en barnaskólamenntun heima í Vestmannaeyjum og eftir það mun hún hafi stundað alla þá vinnu sem hægt var að fá. Hún fór unglingur fyrir tvítugt austur á Norðfjörð og vann þar í síld nokkur sumur. Líklega hafa pabbi og mamma fyrst kynnst þar en hann var þá sjómaður. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 222 orð

HELGA KRISTMUNDARDÓTTIR

HELGA KRISTMUNDARDÓTTIR Helga Kristmundardóttir, húsmóðir og verkakona, fæddist á Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum 19. desember 1897. Hún lést í Reykjavík 3. maí 1977. Foreldrar hennar voru Þóra Einarsdóttir ekkja og Kristmundur Árnason, bæði vinnuhjú í Nýjabæ. Móðir Helgu dó 6.3. 1898. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 396 orð

Helgi Kristján Vigfússon

Þegar ég varð framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga árið 1988 kynntist ég Helga, en hann var þar stjórnarmaður ásamt öðrum valinkunnum mönnum. Þar starfaði ég í fjögur og hálft ár og lagði hverja hugmyndina á fætur annarri fyrir þá. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 108 orð

HELGI KRISTJÁN VIGFÚSSON

HELGI KRISTJÁN VIGFÚSSON Helgi Kristján Vigfússon fæddist á Húsavík 9. október 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík 12. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Freyja Kristjánsdóttir og Vigfús Hjálmarsson, Ásgarði á Húsavík. Helgi lærði húsgagnasmíði og starfaði lengst af á Trésm. Fjalar hf. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 462 orð

Helgi Vigfússon

Svo langt sem ég man hefur Helgi verið hluti af minni fjölskyldu en það er eiginlega ekki fyrr en nú, þegar hann hefur kvatt okkur sem ég geri mér grein fyrir hvað hann hefur haft mikil áhrif á mig gegnum tíðina. Á bernskuárum mínum voru Unnur og Helgi dæmi um það sem var flott og spennandi. Þau bjuggu á Húsavík, áttu flott föt, og ýmsa hluti sem voru merkilegir í mínum augum. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 458 orð

Jón Konráð Kristjánsson

Loksins fékk hann Nonni hvíldina. Það er allsérstakt að upplifa gleði og sorg samtímis. Dauðinn getur verið, og er oft, lausn, fallegur og langþráður, eins og hjá Nonna, þá er dauðinn stóri bróðir svefnsins eins og einhver skilgreindi dauðann. Nonni er elstur af okkur sex systkinunum sem fæddust á árunum 1954-1962. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 78 orð

JÓN KONRÁÐ KRISTJÁNSSON

JÓN KONRÁÐ KRISTJÁNSSON Jón Konráð Kristjánsson fæddist í Reykjavík 5. október 1954. Hann lést í Landspítalanum í Kópavogi 12. desember 1997. Foreldrar Jóns Konráðs eru Ásdís G. Konráðsdóttir og Kristján H. Jónsson. Systkini hans eru 1) Sólveig kennari, f. 1956, 2) Sigríður, þroskaþjálfi, f. 1957, 3) Kristján Rúnar, umsjónarmaður, f. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 264 orð

Judith Jónsdóttir

Elsku besta amma mín. Nú ert þú farin frá okkur í blóma lífsins. Þú ert lögð af stað í ferðina löngu. Mikið sakna ég þín. Mér þótti svo vænt um þig og mun alltaf þykja vænt um þig. Ég mun aldrei gleyma þér heldur geyma minningarnar í hjarta mínu. Ég mun ætíð sakna þín. Ég man hve góð þú varst altlaf við okkur. Þú sagðir aldrei nei heldur alltaf já. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 110 orð

Judith Jónsdóttir

Mér finnst það sorglegt þegar fólk deyr svona snögglega eins og hún amma, 70 ára. Ég mun minnast þessara góðu stunda í eldhúsinu hjá henni og ég og Þorbjörg systir mín munum sakna hennar mjög mikið. Þegar við komum í heimsókn fengum við alltaf eitthvað að drekka og góðgæti með. Hún var líka opin fyrir alls kyns hlutum, og þegar aðrir voru eitthvað óánægðir með það sem ég tók upp á, (t.d. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 134 orð

Judith Jónsdóttir

Mig langaði að skrifa nokkur orð til minningar um Judith Jónsdóttur sem andaðist 10. desember síðastliðinn. Judith var amma eiginkonu minnar, Friðborgar Jónsdóttur, og bjó Friðborg hjá henni um það leyti sem við kynntumst. Það var alltaf gott að koma á heimili Judithar í Skipholtinu og voru ýmis málefni rædd þar, við litla eldhúsborðið hennar yfir kaffibolla. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 579 orð

Judith Jónsdóttir

Núna þegar sólin er hvað lægst á lofti er lífssól móður minnar til viðar gengin í hinsta sinn. Það sannast hér enn og aftur að enginn ræður sínum næturstað. Móðir mín Judith Jónsdóttir var fædd 25. febrúar í Klakksvík í Færeyjum, dóttir hjónanna Jörgínu Mörköre og Jóns Benjamíns Símonarsonar er sautján ára gamall yfirgaf heimahagana á Dalvík frostaveturinn mikla 1918 og sigldi til Færeyja. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 261 orð

Judith Jónsdóttir

Elsku amma mín. Ég vildi óska þess að ég hefði vitað að þú ættir ekki eftir að lifa til hárrar elli, og ég vildi að ég hefði sagt þér oftar hvað mér þykir vænt um þig. Ég reiknaði bara einhvernveginn með því að við ættum eftir meiri tíma saman. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 380 orð

JUDITH JÓNSDÓTTIR

JUDITH JÓNSDÓTTIR Judith Jónsdóttir fæddist 25. febrúar 1927 í Klakksvík í Færeyjum. Hún lést á heimili sínu, Skipholti 26, Reykjavík, 10. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Jörgína Mörköre frá Færeyjum, f. 14. nóvember 1902, d. 1984, og Jón Benjamín Símonarson frá Dalvík, f. 11. september 1901, d. 1940. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 145 orð

Sigrún Finnsdóttir

Elsku amma. Þú varst fastur punktur í tilveru okkar allra, nú ertu farin en minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar um alla eilífð. Það var lýsandi fyrir þig að þegar þú lást veik uppi á sjúkrahúsi, þá varstu ekki að hafa áhyggjur af veikindum þínum heldur því að ekki væri búið að ganga frá öllum gjöfunum fyrir þessi jól. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 133 orð

Sigrún Finnsdóttir

Elsku amma! Okkur langar að kveðja þig með þessum fáu orðum og þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Þú áttir alltaf eitthvað gott handa okkur, kúlur í skúffunni eða ís í frystikistunni. Þú hugsaðir fyrir öllu. Við söknum þín mikið en þessi orð færa okkur þig ekki til baka. Við vitum að þér líður núna vel og guð geymir þig. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 347 orð

Sigrún Finnsdóttir

Minningagreinar eru virðingarvottur við látinn ættingja eða vin og því er það mér sönn ánægja og löngun að votta Sigrúnu Finnsdóttur þá virðingu. Ég kynntist henni fyrst árið 1980 þegar ég fór að vinna í Brauðgerð Kr. Jónssonar en þar var hún verkstjóri. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 348 orð

Sigrún Finnsdóttir

Mig langar í nokkrum orðum að minnast móður minnar sem nú er farin heim, eins og hún orðaði það. Í fáum línum er vart hægt að orða allar þær hugsanir og minningar, sem leita á hugann þessa dimmu desemberdaga. Allt er svo óraunverulegt og ótrúlega dimmt. En minningin um þig og það sem þú varst og gafst er mér það ljós sem allir er missa ástvin þurfa á að halda. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 385 orð

Sigrún Finnsdóttir

Mig langar að minnast móður minnar sem lést 11. desember eftir stutta sjúkdómslegu. Ekki hvarflaði sú hugsun að mér þegar ég fylgdi henni á sjúkrahús nokkrum dögum áður að hún ætti ekki afturkvæmt. Oft hafði hún verið mikið veik, en með dugnaði sínum og þrautseigju sigrast á erfiðleikunum. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 434 orð

SIGRÚN FINNSDÓTTIR

SIGRÚN FINNSDÓTTIR Sigrún Finnsdóttir var fædd í Torfufelli, Eyjafjarðarsveit, 3. júní 1920. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 11. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Finnur Marinó Kristjánsson, f. 8. jan. 1891, d. 2. maí 1977, og Indiana Sigurðardóttir, f. 23. maí 1892, d. 1. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 336 orð

Sigurlaug Jónsdóttir

Hún amma okkar hefur fengið hvíldina, komin til afa sem hún var farin að bíða eftir að hitta. Síðustu mánuði var hún oft mjög veik, þrátt fyrir það var yndislegt að sjá þegar við komum til hennar með börnin okkar hvað lifnaði yfir henni. Hún gladdist alltaf yfir börnum. Amma var amma með stóru A, hún gaf okkur af sjálfum sér. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 404 orð

Sigurlaug Jónsdóttir

Mig langar að minnast móðursystur minnar, Sigurlaugar Jónsdóttur, því að hún var mér einstaklega kær. Foreldrar Sigurlaugar voru Guðrún Sveinsdóttir og Jón Rögnvaldur Jónsson útvegsbóndi á Staðarbjörgum, Hofsósi. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 181 orð

SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR

SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR Sigurlaug Jónsdóttir fæddist á Nýlendi á Höfðaströnd hinn 1. desember 1905. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 13. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Rögnvaldur Jónsson, útvegsbóndi og Guðrún Sveinsdóttir, húsmóðir. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 652 orð

Tryggvi Halldór Tryggvason

Í dag er til moldar borinn elskulegur móðurbróðir minn, Tryggvi Halldór. Hann lést eftir erfið veikindi aðeins 56 ára að aldri. Hann var næstyngstur systkina sinna og ótímabær dauði hans minnir okkur öll á hverfulleika lífsins og hvers virði það er að lifa því til fulls. Meira
19. desember 1997 | Minningargreinar | 81 orð

TRYGGVI HALLDÓR TRYGGVASON

TRYGGVI HALLDÓR TRYGGVASON Tryggvi Halldór Tryggvason var fæddur að Ytri- Skógum, Kolbeinsstaðahreppi, 29. apríl 1941. Hann lést á Landspítalanum hinn 13. desember síðastliðinn. Lengst af bjó hann að Syðri-Hraundal á Mýrum þar sem hann hélt bú ásamt móður sinni. Síðustu misserin bjó hann á Leifsgötu í Reykjavík eða þar til hann lést. Meira

Viðskipti

19. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 283 orð

Annar smábíll frá Benz fellur á prófi

DAIMLER-BENZ AG, sem hefur verið í vandræðum síðan nýja Mercedes-Benz A-gerðin fór á hliðina í reynsluakstri, hefur ákveðið að fresta markaðssetningu annars nýs smábíls til október 1998 til að kippa alvarlegum öryggisatriðum í lag. Meira
19. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 348 orð

Býður hlutabréf í Manchester United

VERÐBRÉFASTOFAN hf. mun innan skamms bjóða hlutabréf í enska knattspyrnuliðinu Manchester United til sölu hérlendis. Gengi bréfanna ræðst að miklu leyti af gengi liðsins en það er nú efst að stigum í ensku úrvalsdeildinni. Síðastliðna tólf mánuði nam ávöxtun hlutabréfanna rúmlega 50%. Meira
19. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 215 orð

»Dollar sterkari gegn jeni

DOLLARINN treysti stöðu sína gegn jeni í gær eftir lækkun á þriðjudag, en uggur um nýjar ráðstafanir yfirvalda í Tókýó komu í veg fyrur fullan bata. Verðbréfaviðskipti í Evrópu voru með daufara móti, sumpart vegna niðursveiflu í Tókýó í fyrrinótt, og neikvæð byrjun í Wall Street bætti ekki úr skák. Meira
19. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 193 orð

Fjárfestingarbankinn sækir um aðild að RB

FJÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins hf., sem tekur til starfa um næstu áramót, hefur sótt um aðild að Reiknistofu bankanna. Bjarni Ármannsson, forstjóri Fjárfestingarbankans, segir það þó ekki ætlunina að bankinn fari út í hefðbundin reikningsviðskipti. "Tilgangur okkar með þessu er fyrst og fremst sá að geta boðið fyrirtækjum alhliða lausnir í fjármögnun þeirra. Meira
19. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Launavísitala hækkar

LAUNAVÍSITALA miðað við meðallaun í nóvember hækkaði um 0,3% frá því í október samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Vísitalan fyrir nóvember er 159,8 stig. Undanfarna 3 mánuði hefur launavísitala hækkað um 1,1% og undanfarna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 7,7%. Vísitala byggingakostnaðar mældist hins vegar óbreytt í nóvember. Meira
19. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 256 orð

Næsthæsta einkunn vegna langtímaskuldbindinga

LANDSVIRKJUN hefur fengið lánshæfiseinkunn frá bandaríska matsfyrirtækinu Moody's Investors Service. Lánshæfið er talið vera mjög gott og fær Landsvirkjun hæstu einkunn vegna skuldbindinga til skamms tíma en næsthæstu einkunn vegna skuldbindinga til langs tíma. Meira
19. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 573 orð

SH skráð á aðallista VÞÍ í lok janúar

FORSVARSMENN Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. og Kaupþings hf. undirrituðu í gær samstarfssamning um skráningu SH á aðallista Verðbréfaþings Íslands. Gert er ráð fyrir að af skráningu verði í lok janúar að fengnu samþykki stjórnar Verðbréfaþings. Meira
19. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 410 orð

Tap nam 55 milljónum

TÆPLEGA 55 milljóna króna tap varð af rekstri Búlandstinds á Djúpavogi á nýafstöðnu rekstrarári sem lauk 31. ágúst sl. Þetta er talsvert lakari afkoma en rekstrarárið '95/'96 er rúmlega 21 milljónar króna hagnaður varð af rekstri félagsins. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði breyttist hins vegar lítið á milli ára eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Meira

Fastir þættir

19. desember 1997 | Í dag | 37 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, laugarda

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 20. desember, verður áttræð Sveinbjörg Davíðsdóttir frá Þverfelli í Lundarreykjadal, Hvassaleiti 42, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu, Hvassaleiti 42, á milli kl. 14 og 17 á afmælisdaginn. Meira
19. desember 1997 | Fastir þættir | 94 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsdeild Barðst

Bestu skor í A/V: Una Árnad. ­ Kristján Jónasson255Axel Lárusson ­ Jón Axelsson247Ólína Kjartansd. ­ Dúa Ólafsdóttir240Gróa Guðnad. ­ Lilja Halldórsd.226Meðalskor 216. Þetta var síðasta spilakvöld fyrir jól. Við hefjum starfsemi á nýju ári hinn 5. jan. nk. Meira
19. desember 1997 | Fastir þættir | 336 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyra

SÍÐARI umferð í hangikjötstvímenningi BA og kjötiðnaðarstöðvar KEA var spiluð 16.12. Páll Þórsson og Skúli Skúlason sem höfðu forystu eftir fyrri umferð héldu sínu og sigruðu af öryggi. Páll Pálsson og Þórarinn B. Jónsson/Frímann Frímannsson héldu einnig sínu öðru sæti þrem stigum á undan Magnúsi Magnússyni og Sigurbirni Haraldssyni sem urðu þriðju. Meira
19. desember 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. nóvember í Háteigskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Kristín Benný Grétarsdóttir og Davíð Héðinsson. Heimili þeirra er að Flúðaseli 91, Reykjavík. Meira
19. desember 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. nóvember í Kristskirkju af sr. Jakobi Rolland Jacqueline Becker og Guðmundur Ásmundsson. Heimili þeirra er að Jöklafold 37, Reykjavík. Meira
19. desember 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. október í Seljakirkju af sr. Ágústi Einarssyni Elín Margrét Jóhannsdóttir og Þórhallur Ottesen. Heimili þeirra er að Kambaseli 35, Reykjavík. Meira
19. desember 1997 | Dagbók | 371 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
19. desember 1997 | Dagbók | 201 orð

Jólakötturinn

JÓLAKÖTTURINN hefur lengi vakið ótta í brjóstum landsmanna. En hver er þessi köttur? Jón Árnason sagði í þjóðsagnasafni sínu að menn hefðu ekki getað notið jólagleðinnar með öllu áhyggjulausir, því auk jólasveinanna hafi menn haft trú á að óvætturin jólakötturværi á ferð. Meira
19. desember 1997 | Fastir þættir | 610 orð

Jón Viktor nálgast toppinn

13.­21. des. 1997 FIMM umferðum er lokið á þriðja alþjóðlega Guðmundar Arasonar skákmótinu, sem nú stendur yfir í Hafnarfirði. Fyrirkomulag mótsins er þannig, að keppendum er skipt í tvo níu manna hópa, A og B. Hóparnir keppa síðan sín á milli, þótt ekki sé beinlínis um liðakeppni að ræða. Meira
19. desember 1997 | Í dag | 305 orð

Ljóð um Esjuna VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Einu sinni h

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Einu sinni heyrði ég um arkitekt sem málaði í frístundum málverk af Esjunni, aftur og aftur. Nú hef ég ákveðið að safna ljóðum um Esjuna eða tilvitnunum eftir skáld sem fjalla um þetta fallega fjall. Ég er aðeins búin að finna ljóð eftir Stephan G. sem hann mun hafa ort þegar hann kom í heimsókn til Íslands í byrjun aldarinnar. Einnig texta eftir Sigurð Þórarinsson. Meira
19. desember 1997 | Fastir þættir | 338 orð

Safnaðarstarf Jólakvíði ­ erindi, umræðu

HÁTÍÐ ljóss og friðar er ekki öllum jafn gleðileg. Atburðir í lífi fólks móta tilfinningarnar. Í nánd jólanna magnast þessar tilfinningar og sækja fastar á hugann en í annan tíma. Sé maðurinn glaður í hjarta sínu vex gleðin við skin jólaljósanna. En búi sorg og vanlíðan í hjartanu þá geta jólin verið ýmsum fyrirkvíðanlegur tími. Meira
19. desember 1997 | Fastir þættir | 265 orð

Tamningamenn vilja fet í kynbótadóma

TAMNINGAMENN vilja að tekið verði upp fet í kynbótadómum en áskorun þess efnis að Bændasamtök Íslands beiti sér fyrir þessu var samþykkt á aðalfundi Félags tamningamanna sem haldinn var á laugardag. Tillagan var borin upp af þeim Eyjólfi Ísólfssyni, Sigurbirni Bárðarsyni, Benedikt Þorbjörnssyni og Reyni Aðalsteinssyni sem allir hafa hlotið meistaragráðu félagsins. Meira
19. desember 1997 | Í dag | 615 orð

UNNINGI Víkverja, sem sat flokkráðsfund Sjálfstæðisflok

UNNINGI Víkverja, sem sat flokkráðsfund Sjálfstæðisflokksins á dögunum, hringdi til Víkverja og vildi þakka fyrir þær upplýsingar, sem komið hefðu fram í Víkverjapilsti fyrir nokkru, að fundurinn hafi verið lokaður blaðamönnum, nema á meðan ræða formanns flokksins var flutt. Sér sem fulltrúa á fundinum hafi ekki verið það ljóst. Meira

Íþróttir

19. desember 1997 | Íþróttir | 396 orð

Árni Gautur til Rosenborg og Gunnlaugur til Örebro

Gunnlaugur Jónsson hefur komist að samkomulagi við sænska 1. deildar félagið Örebro, sem bauð honum samning til þriggja ára, og gerir hann ráð fyrir að skrifa undir í dag. Árni Gautur Arason, samherji hans á Akranesi þar til á liðnu tímabili, Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 93 orð

Bora stjórnar Nígeríumönnum í HM

JÚGÓSLAVINN Bora Milutinovic mun stjórna landsliði Nígeríu í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi næsta sumar. Nígeríumenn leika þar í riðli með Spáni, Búlgaríu og Paraguay. Bora, sem er 53 ára, er enginn viðvaningur í sambandi við HM ­ hann var þjálfari Mexíkó 1986 í Mexíkó, Costa Rica á Ítalíu 1990 og Bandaríkjanna 1994 í Bandaríkjunum. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 117 orð

Englendingar mæta Chile og Saudi-Arabíu

GLENN Hoddle, landsliðsþjálfari Englands, hefur ákveðið tvo vináttulandsleiki á næsta ári ­ leiki sem eru liður í uppbyggingu fyrir HM í Frakklandi. Báðir mótherjarnir eru lið sem leika í HM ­ Chile, sem leikur á Wembley 11. febrúar og Saudi-Arabía, sem leikur á sama stað 23. maí. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 504 orð

FRANK Clark

FRANK Clark, knattspyrnustjóri Manchester City, óttast að Uwe Rösler geri samning við annað enskt félag áður en samningur hans við Manchesterliðið rennur út. Honum er heimilt samkvæmt Bosman dómnum að gera samning við annað lið utan Englands á síðustu 6 mánuðum samningstímans. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 267 orð

Grindvíkingar efstir í jólafríið Boðið var uppá s

Grindvíkingar efstir í jólafríið Boðið var uppá stórleik í Grindavík. Gestirnir úr Hafnarfirði, Haukar, byrjuðu betur en heimamenn náðu smám saman yfirhöndinni og höfðu 11 stiga forskot í hálfleik, 45:34. Í seinni hálfleik héldu heimamenn áfram á sömu braut og virtust búnir að klára leikinn þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 192 orð

Guðni meiddur en Arnar minnti á sig með mörkum

Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, meiddist í leiknum við Derby sl. sunnudag og hefur ekki æft síðan en ætlar að láta reyna á öklann á æfingu í dag. "Vonandi get ég spilað í Leeds en það kemur í ljós," sagði Guðni við Morgunblaðið í gærkvöldi. Guðni hefur ekki misst úr leik með Bolton á tímabilinu. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 171 orð

ÍR-ingar rótburstaðir Við lékum ekki vel í kvöld

ÍR-ingar rótburstaðir Við lékum ekki vel í kvöld eins og úrslitin bera með sér, en við eigum að geta gert betur en þetta," sagði Antonio Vallejo þjálfari ÍR- inga eftir að lið hans hafði verið rótburstað, 102:71, í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 16 orð

Knattspyrna Frakkland Le Havre - Nantes1:0Metz - Mónakó3:0Staða efstu liða Metz21126334:1842Mónakó21132634:2141Paris St

Le Havre - Nantes1:0Metz - Mónakó3:0Staða efstu liða Metz21126334:1842Mónakó21132634:2141Paris St Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 661 orð

Meistarinn skyggði á lærisveininn

Kobe Bryant hefur verið kallaður næsti Michael Jordan en þessi 19 ára lærisveinn komst að því í fyrrinótt, eins og fleiri, að hann á langt í land til að ná meistaranum. Jordan "stal" senunni í Chicago frá byrjun, gerði níu af 36 stigum sínum í fyrsta leikhluta og var maðurinn á bak við 104:83 sigur Chicago á LA Lakers, sjöundi heimasigur liðsins í röð. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 351 orð

Miklar breytingar hjá Wuppertal

Stjórn þýska handknattleiksliðsins LTV-WSV Wuppertal kallaði leikmenn liðsins á sinn fund í gærkvöldi og í kjölfarið var haldinn fundur með fréttamönnum, þar sem tilkynntar voru breytingar hjá liðinu næsta keppnistímabil. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 56 orð

NBA-deildin Indiana - New York87:80Toronto - Boston83:80 Washington - Miami88:74 Atlanta - Cleveland94:83 Charlotte -

NBA-deildin Indiana - New York87:80Toronto - Boston83:80 Washington - Miami88:74 Atlanta - Cleveland94:83 Charlotte - Milwaukee99:90 New Jersey - Detroit105:101 Philadelphia - Minnesota90:94 Chicago - LA Lakers104:83 San Antonio - Vancouver98:87 Íshokkí NHL-deildin Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 138 orð

Níu tíma bið á hraðbraut

"ÞAÐ voru glaðir en þreyttir leikmenn sem komu heim í morgun klukkan sjö, eftir níu tíma bið á hraðbraut," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Wuppertal, en hann og leikmenn hans voru níu tíma á leiðinni heim frá Hameln, vegalengd sem tekur um tvo tíma að fara. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 333 orð

Óvæntur baráttusigur Vals

VALSMENN unnu mikinn og góðan baráttusigur á Ísfirðingum á heimavelli sínum að Hlíðarenda í gærkvöldi, 85:80. Leikstjórnandi þeirra, Warren Peebles, átti frumkvæði að mjög góðum leikkafla heimamanna í síðari hálfleik og kom þeim yfir, 51:50. Var það neistinn sem kveikti bálið. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | -1 orð

Redbergslid í sér- flokki í Svíþjóð

Redbergslid í sér- flokki í Svíþjóð Fyrsta hluta sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik lauk á miðvikudag. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 244 orð

Ronaldo bestur annað árið í röð

Lesendur knattspyrnutímaritsins World Soccer völdu brasilíska snillinginn Ronaldo knattspyrnumann ársins annað árið í röð en greint er frá kjörinu í janúarblaðinu 1998 sem reyndar var að koma út. Ronaldo, sem leikur með Inter á Ítalíu, fékk 27% atkvæða að þessu sinni en 16,56% í fyrra. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 53 orð

Seizinger jafnaði met Killy

ÞÝSKA skíðadrottningin Katja Seizinger, 25 ára, vann sinn sjötta sigur í röð í heimsbikarkeppninni, er hún varð sigurvegari í risastórsvigi í Val D'Isere í Frakklandi í gær. Þar með setti hún met í kvennaflokki og jafnaði met Frakkans Jean- Claude Killy karlaflokki ­ hann vann sex heimsbikarmót í röð 1967. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 189 orð

Tindastólssigur á Þór Tindastóll sótti þr

Tindastólssigur á Þór Tindastóll sótti þrjú stig til Akureyrar í gærkveldi er liðið lagði Þór að velli, 73:85. Jafnt var á með liðunum í upphafi leiksins og allt þar til staðan var 25:25 um miðjan hálfleikinn. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 617 orð

Valur - KFÍ85:80 Valsheimilið að Hlíðarenda, Íslandsmótið í

Valsheimilið að Hlíðarenda, Íslandsmótið í körfuknattleik, DHL-deildin, 11. umferð, fimmtudaginn 18. desember. Gangur leiksins: 2:6, 2:14, 8:21, 21:27, 30:39, 45:48, 51:50, 59:55, 72:60, 72:70, 77:75, 85:80. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 184 orð

Við suðumark í lokin Leikur Skagamanna og Keflvík

Við suðumark í lokin Leikur Skagamanna og Keflvíkinga var jafn og spennandi allan tímann. Liðin skiptust á um að hafa forystu og mikil spenna og titringur var á fjölunum undir lokin. Þá gerðu Keflvíkingar heimamönnum lífið léttara með fádæma klaufalegri framkomu sem ekki á að sjást hjá jafn leikreyndu liði. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 47 orð

Vinirnir í atvinnumennsku á sama tíma

ÆSKUFÉLAGARNIR Gunnlaugur Jónsson og Árni Gautur Arason eru á leið í atvinnumennsku í knattspyrnu og gera ráð fyrir að skrifa undir samninga í dag til þriggja ára. Gunnlaugur fer til Örebro í Svíþjóð en Árni Gautur til Rosenborg í Noregi. Meira
19. desember 1997 | Íþróttir | 255 orð

(fyrirsögn vantar)

Stórleikur Hermanns Jón Sigurðsson, nýráðinn þjálfari KR, byrjar vel með sitt gamla lið í úrvalsdeildinni. Vesturbæjarstrákarnir mættu baráttuglaðir í Borgarnes og áttu ekki í erfiðleikum með lið Skallagríms sem lék ekki með hjartanu að þessu sinni. Lokatölur urðu 82:98. Baráttan var mikil strax í upphafi. Meira

Sunnudagsblað

19. desember 1997 | Sunnudagsblað | 1411 orð

Á AÐ HUNSA VILJA NÆR 100 FYRIRTÆKJA?

Á UNDANFÖRNUM mánuðum hefur mikið verið rætt og ritað um átök tveggja aðila sem áforma að halda sjávarútvegssýningu hérlendis haustið 1999. Þróunin síðustu vikur hefur verið þannig að ég get ekki lengur orða bundist og hlýt að spyrja þeirrar spurningar, sem brennur reyndar í hugum fjölmargra sýnenda, Meira
19. desember 1997 | Sunnudagsblað | 3127 orð

Listmálara þankar Mál og menning hefur gefið út bókina Listamannaþanka eftir Hjörleif Sigurðsson, einn af frumkvöðlum

HÉR á eftir er gripið á nokkrum stöðum niðri í kaflanum Parísartíminn en millifyrirsagnir eru blaðsins: Hörður Ágústsson kom fyrstur á vettvanginn í París eftir námsdvöl í Kaupmannahöfn við Listaakademíuna og síðan í Lundúnum. Meira

Úr verinu

19. desember 1997 | Úr verinu | 234 orð

Sigurður VE með mest af loðnunni

SIGURÐUR VE var aflahæstur loðnuskipa í upphafi vikunnar samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva. Sigurður var þá kominn með um 25.700 tonn. Tvö skip koma fast á hæla Sigurði, Beitir NK og Víkingur AK. Meira
19. desember 1997 | Úr verinu | 416 orð

(fyrirsögn vantar)

Úthlutun Úthlutun Milli- Kvóti Heildar- Eftir- tonn % færsla alls veiði stöðvarJúpiter ÞH 61 38.578 3,9186 -8.191 30.387 17.013 13.374Jón Kjartansson SU 111 22. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

19. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 250 orð

Armbandsúr sem minna á handjárn

BRAGI Valgeirsson er vanur að falla gersamlega í stafi ef fyrir augu hans ber fallegt armbandsúr. "Þetta er alveg dagsatt. Ég er mjög veikur fyrir úrum og það veit konan mín sem yfirleitt á ekki í nokkrum vandræðum með að velja jólagjafir handa mér." Það kom að því að Bragi tók að hanna úr en undanfarið hefur hann stundað nám í hönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði. Meira
19. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1350 orð

Atferli manneskjunnar lýtur alls ekki einföldum lögmálum

ÚTGÁFA kennslubóka í mannlegum samskiptum hefur færst í vöxt á undanförnum árum og skemmst að minnast skrifa um venus og mars, bæði í svefnherberginu og almennt, sem slógu svo eftirminnilega í gegn í fyrra og hittifyrra. Meira
19. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 907 orð

Eru bækur í jólapökkum unglinganna?

GOÐSÖGNIN um þá hefð Íslendinga að gefa bækur í jólagjöf var, að sögn Sólveigar og Svövu, hvatinn að því að könnunin var gerð. "Það er alltaf verið að tala um þessa hefð en miðað við þær niðurstöður að aðeins 58% 14 og 16 ára unglinga fái bækur í jólagjöf er nú líklega á mörkunum að hægt sé að taka þannig til orða. Meira
19. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1223 orð

Í æsku var margt á annan hátt Sigga, Óli og Guðrún María eru börn síns tíma og fulltrúar þriggja kynslóða á sýningunni Fyrr var

SIGGA í rauða bárujárnshúsinu við Nýlendugötuna er heppin. Hún fær alltaf nóg að borða, á leikföng, sem keypt eru í búð, sum meira að segja í útlöndum. Og svo á hún líka sérherbergi - eða næstum því. Halldór, bróðir hennar, á það með henni, en Sigga er eldri og ræður auðvitað öllu. Óli í næsta húsi er rosalega hress strákur, en ekki eins heppinn og Sigga. Meira
19. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1324 orð

Lífssáttin og vegur hamingjunnar

Er ráðið til að vera hamingjusamur að bera sigurorð af löngunum sínum og ánægjugöfunum sem eru allt um kring? Gunnar Hersveinn spurði Vilhjálm Árnason prófessor hvort nægjusemi og þakklæti væru ekki úrelt fyrirbæri. Meira
19. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 401 orð

Nýbakaðurmálari meðsýningu

ÍSLENSK landslagsmálverk hafa verið til sýnis í ráðhúsi borgarinnar Visbek í norðurhluta Þýskalands undanfarnar vikur en sýningunni lýkur í dag. Málarinn er alls óþekktur í myndlistarheiminum, heitir Ingigerður Karlsdóttir og er ríflega sjötug að aldri. Meira
19. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 573 orð

Skírnarkjóll sem gengur í ættir

Í BRIEMSÆTTINNI hefur skírnarkjóll gengið manna á milli allt frá árinu 1912. "Kjóllinn er ægilega fínt bróderaður og úr óskaplega fallegu efni," hafði Guðrún Briem Björnsson að orði um kjólinn sem amma hennar Frederikke Caroline Jakobine Claessen saumaði á sínum tíma. Fyrir 85 árum var fyrsta barnið skírt í kjólnum en það var Anna Margrét Þuríður, elsta systir Guðrúnar. Meira
19. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 665 orð

Stúlka og búin saga

Guðný frá Klömbrum, Ólöf frá Hlöðum, Theódóra og Júlíana eru lifandi nöfn látinna skáldkvenna og Gunnar Hersveinn skoðaði muni, bréf og handrit þeirra á sýningu Kvennasögusafnsins og þjóðdeildar Landsbókasafns í Þjóðarbókhlöðu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.