Greinar þriðjudaginn 30. desember 1997

Forsíða

30. desember 1997 | Forsíða | 215 orð

Ásakanir um kosningasvik

FORSETA-, þing- og bæjarstjórnarkosningar hófust í Kenýa í gær og forsetaefni stjórnarandstöðunnar sökuðu stjórnarflokkinn um kosningasvik og hótuðu að viðurkenna ekki úrslit kosninganna. Loka átti kjörstöðum seinni hluta dags en kjörstjórnin ákvað að fresta lokun þeirra um einn sólarhring vegna veðurs og samgönguerfiðleika af völdum flóða. Meira
30. desember 1997 | Forsíða | 211 orð

Friðarviðræðurnar í hættu

MO Mowlam, sem fer með málefni Norður-Írlands í bresku stjórninni, efndi í gær til skyndifunda með lögreglustjórum og yfirmönnum norður-írskra fangelsa vegna tveggja manndrápa um helgina sem hafa stefnt friðarviðræðunum í Belfast í hættu. Meira
30. desember 1997 | Forsíða | 121 orð

Innfæddum Svíum fækkar

INNFÆDDUM Svíum fækkaði á árinu sem er að líða í fyrsta sinn í tæp 190 ár, að sögn sænsku hagstofunnar í gær. Samkvæmt bráðabirgðatölum hagstofunnar fæddust 91.000 börn í Svíþjóð í ár og 4.000 færri en árið áður. 94.000 Svíar dóu hins vegar og þetta er í fyrsta sinn frá 1809 sem tala látinna er hærri en fæðingartalan. Íbúar Svíþjóðar eru nú 8,85 milljónir og þeim fjölgaði um 3. Meira
30. desember 1997 | Forsíða | 271 orð

Rúmri milljón alifugla slátrað

YFIRVÖLD í Hong Kong hófust í gær handa við að drepa rúma milljón kjúklinga og annarra alifugla til að freista þess að útrýma veirunni, sem veldur "fuglaflensunni" svokölluðu, og afstýra því að sjúkdómurinn breiddist út. Meira
30. desember 1997 | Forsíða | 187 orð

Skattar færeyskra sjómanna lækkaðir

FÆREYSKA þingið hefur samþykkt að létta skattaálögur á sjómenn, til að koma í veg fyrir að þeir flytji búferlum til útlanda, þar sem skattahlutfallið er hagstæðara. Verður skattur á sjómenn lækkaður um 15% í þessu skyni, verkalýðsfélögum til sárrar gremju. Meira

Fréttir

30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Árekstur á Arnarnesvegi

NOKKUÐ harður árekstur varð á Arnarnesvegi í Garðabæ um hálftíu á sunnudagskvöld þegar tveir bílar rákust saman. Þrír piltar voru í öðrum bílnum, allir ölvaðir, líka sá þeirra sem ók. Piltarnir óku bíl sínum austur Arnarnesveg þegar öðrum bíl var ekið í veg fyrir þá og varð árekstri ekki forðað. Þeir skrámuðust eitthvað en hlutu ekki alvarleg meiðsli. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 257 orð

Bensíni var blandað við steinolíuna

NIÐURSTÖÐUR rannsókna á sýnishornum af steinolíu frá bensínstöð umboðsmanns Olíufélagsins hf. á Vopnafirði staðfesta að bensín hefur blandast saman við steinolíu í steinolíutanki stöðvarinnar. Þeir sem hafa keypt steinolíu á bensínstöð umboðsmanns Olíufélagsins hf. á Vopnafirði á síðustu sex mánuðum og hafa hana enn í vörslu sinni eru varaðir við notkun hennar. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Biskupaskipti um áramót

VIÐHÖFN verður á Biskupsstofu föstudaginn 2. janúar kl. 10 þegar Karl Sigurbjörnsson, verðandi biskup Íslands, tekur við embættinu af Ólafi Skúlasyni. Karl Sigurbjörnsson kvaddi söfnuð sinn með messu í Hallgrímskirkju síðastliðinn sunnudag og á gamlársdag messar Ólafur Skúlason í Bústaðakirkju kl. 18. Fyrsta messa Karls sem biskups verður í Dómkirkjunni á nýársdag kl. 11. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 770 orð

Borgarbúar farnir að sækja brennur á ný

Það stefnir í að áramótabrennur verði sextán talsins á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík, þar af eru borgarbrennurnar tvær, við Ægissíðu og við Suðurfell hjá Nönnufelli. Þetta er svipuð tala og í fyrra en talsverð aukning hefur á hinn bóginn orðið í skoteldasölu og þeim fjölgar sem sækja um söluleyfi þetta árið. Meira
30. desember 1997 | Erlendar fréttir | 263 orð

Byggja kjarnorkuver RÚSSAR og Kínverjar skrifuðu

RÚSSAR og Kínverjar skrifuðu í gær undir 22 milljarða króna samning sem kveður á um að Rússar hanni og byggi kjarnorkuver í Jiangsu-héraði í austurhluta Kína. Bæði Li Peng, forseti Kína, og Boris Nemtsov, fyrsti aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, voru viðstaddir undirritun samningsins. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð

Dagatal MS komið út

DAGATAL Mjólkursamsölunnar í Reykjavík fyrir árið 1998 er komið út. Eins og undanfarin ár er viðfangsefnið sótt í íslenskuátak Mjólkursamsölunnar. Kristín Þorkelsdóttir, myndlistarkona, myndskreytti dagatalið sem er dreift til viðskiptavina Mjólkursamsölunnar og í skóla landsins. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 2155 orð

Danskur lýðháskóli tengdur umdeildri hreyfingu leitar nemenda á Ís

DANSKUR lýðháskóli, sem hefur auglýst á Íslandi námskeið til undirbúnings þróunarvinnu í Afríku, stendur ekki undir þeim fyrirheitum sem gefin voru áður en námið hófst. Þetta er reynsla tveggja íslenskra nemenda, sem verið hafa í skólanum í haust. Meira
30. desember 1997 | Erlendar fréttir | 546 orð

Deilt um ástæður morðanna

ÞÚSUNDIR índíána í Chiapas-héraði í suðurhluta Mexíkó hafa flúið heimili sín af ótta við árásir vopnaðra hersveita eftir að 45 manns voru myrtir í þorpinu Acteal í byrjun síðustu viku. Mireille Racatti, formaður mexíkönsku mannréttindasamtakanna, sagði að 3. Meira
30. desember 1997 | Miðopna | 2156 orð

ÐUmdeild lausafjárkvöð banka og sparisjóða

ÚTBOÐ Seðlabanka Íslands á endurhverfum verðbréfakaupum í liðinni viku vakti mikla athygli enda var þetta í fyrsta sinn sem bankinn greip inn í verðbréfamarkað með þessum hætti. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 375 orð

Ekki vitnað í gildandi lög á nýjum seðlum

Í LJÓS hefur komið að ekki er vitnað í gildandi lög á nýrri prentun 5 þúsund króna seðla sem settir voru í umferð nýlega. Á þeim stendur að þeir séu sé gefnir út samkvæmt lögum frá árinu 1961 en þau lög eru ekki lengur í gildi og er því af sumum talið eðlilegra að vísa til nýrra laga um Seðlabanka Íslands frá árinu 1986. Meira
30. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 168 orð

Engar olíubirgðir í Grímsey

ENGAR olíubirgðir hafa verið til í Grímsey frá því fyrri hluta desembermánaðar. Um miðjan mánuðinn tók Stapafellið niðri í innsiglingunni að höfninni þegar það var að koma til að losa olíu. Ekki var hægt að skipa olíunni í land, en ferjan Sæfari hefur komið með 8.500 lítra af olíu í þrígang frá því skipið tók niðri. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Enginn fasteignaskattur af friðlýstum húsum

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu umhverfismálaráðs um að fasteignaskattur verði felldur niður af friðlýstum húsum. Samkvæmt skrá borgarminjavarðar eru rösklega 30 hús í einkaeign í Reykjavík friðuð. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Festu jeppa í Steinholtsá

LÖGREGLAN á Hvolsvelli dró jeppa tveggja Þjóðverja úr Steinholtsá við Þórsmörk í fyrrinótt. Hafði jeppinn fest í ánni og voru ferðamennirnir á gangi í eina fimm tíma áður en þeim barst hjálp. Veður var gott og ekkert amaði að mönnunum, en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar hafði orðið misskilningur milli Þjóðverjanna og annarra ferðalanga sem þeir hittu varðandi kall eftir hjálp. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 636 orð

Fimm styrkir til menningar, líknarmála og vísinda

ÚTHLUTUN úr menningarsjóði VISA fór fram við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í gær. Verðlaunahafar að þessu sinni voru þau Camilla Söderberg flautuleikari á sviði tónlistar, Gunnar Dal, skáld og heimspekingur, á sviði ritlistar, Róbert Arnfinnsson leikari á sviði leiklistar, Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fjöldi skilaði jólagjöfunum

MIKIL örtröð var fyrir utan verslun Hagkaups í Kringlunni í Reykjavík í gær og biðraðir mynduðust þegar fólk kom til þess að að skipta bókum og öðrum hlutum sem það hafði fengið í jólagjöf en hentuðu af ýmsum ástæðum ekki. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Flugeldur inn um glugga

FLUGELDUR fór inn um glugga á húsi við Rósarima í Reykjavík í gær og kveikti þar í gluggatjöldum og olli meiri skemmdum á baðherbergi. Engin slys urðu þó á fólki. Lögreglan í Reykjavík brýnir fyrir fólki að fara með gát þegar skoteldar eru annars vegar og að fylgjast með að börn séu ekki að fikta við heimagerðar sprengjur. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 442 orð

Flutti sjúka stúlku til Hollands

ÁSTÞÓR Magnússon, stofnandi samtakanna Friðar 2000, flaug frá Írak á sunnudag og lenti í Amsterdam snemma í gærmorgun. Með sér flutti hann fimm ára gamla íraska stúlku, sem þjáist af alvarlegum sjúkdómi, og hyggjast samtökin Friður 2000 leita henni lækninga á sjúkrahúsi í Amsterdam. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Fólk leiti ekki til slysadeilda

VEGNA manneklu á bráðamóttöku Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur héraðslæknirinn í Reykjavík beint þeim tilmælum til fólks að leita til heilsugæslustöðva á daginn og til Læknavaktarinnar í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur um kvöld, nætur og helgar með þau vandamál sem hægt er að sinna þar. Meira
30. desember 1997 | Landsbyggðin | 79 orð

Gamall Willys í nýju hlutverki

Neskaupstað-Jólaskreytingar aukast hér á hverju ári bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Á og við sum húsin í bænum má segja að heilu listaverkin séu búin til úr ljósaseríum. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Geir íþrótta maður ársins

GEIR Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, var útnefndur Íþróttamaður ársins 1997 í hófi Samtaka íþróttafréttamanna í gærkvöldi. Geir fékk 331 stig í kjörinu, Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður, var í öðru sæti með 264 og Kristinn Björnsson, skíðamaður, varð þriðji með 263 stig. 30 íþróttamenn fengu stig í kjörinu. Meira
30. desember 1997 | Erlendar fréttir | 275 orð

Greiða niður skuldir við Dani

BREYTING hefur orðið til batnaðar á færeyskum efnahag og er þess nú vænst að Færeyingar geti á næsta ári byrjað að greiða niður milljarðaskuldir sínar við Dani. Meirihluti fjárlaganefndar færeyska Lögþingsins hefur lagt til að á næsta ári verði greiddar um 200 milljónir danskra kr., um 2,12 milljarðar ísl., af dönskum lánum. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 151 orð

Harður árekstur á brúnni yfir Vatnsdalsá

HARÐUR árekstur tveggja bíla varð á brúnni yfir Vatnsdalsá um miðjan dag sl. laugardag. Fimm manns voru í bílunum og var það fært til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Blönduósi, en meiðsl á fólki voru ekki talin alvarleg samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Blönduósi. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Haustútskrift Iðnskólans í Reykjavík

HAUSTÚTSKRIFT Iðnskólans í Reykjavík fór fram í Hallgrímskirkju föstudaginn 19. desember sl. Að þessu sinni luku 93 nemendur burtfararprófi, 9 í hársnyrtiiðn, 4 í húsgagnasmíði, 6 í húsasmíði, 9 af hönnunarbraut, 1 í málaraiðn, 1 í veggfóðrun, 1 í skósmíði, 11 í kjötiðn, 19 í rafeindavirkjun, 2 í rafvélavirkjun, 4 í rafvirkjun, 8 í tækniteiknun, 9 af tölvufræðibraut og 9 í meistaranámi. Meira
30. desember 1997 | Erlendar fréttir | 64 orð

Hákarlsuggar í pakka

KÍNVERSKA þjónustustúlkan Li Pingbo kemur hákarlsuggum fyrir í gluggum veitingahúss í Peking. Staðurinn sérhæfir sig í gerð súpu úr hákarlsuggum, en það tekur um sólarhring að útbúa slíkt hnossgæti. Hefur veitingastaðurinn nú sett á markað pakkasúpu með hákarlsuggabragði, sem aðeins þarf að sjóða í tíu mínútur. Súpan er ekki ókeypis, fjögurra manna skammtur kostar ríflega 198 yuan, um 1. Meira
30. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Hátíðartónleikar Tjarnarkvartettsins

TJARNARKVARTETTINN heldur hátíðartónleika í Akureyrarkirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 30. desember og hefjast þeir kl. 21. Á efnisskránni er íslensk kirkjutónlist frá ýmsum tímum og jólalög, íslensk og erlend. Meðal verka má nefna gamla sálma í útsetningum Hallgríms Helgasonar og Marteins H. Meira
30. desember 1997 | Erlendar fréttir | 182 orð

Herforingi skipaður formaður

EINN af áhrifamestu mönnum innan víetnamska hersins hefur verið skipaður formaður víetnamska kommúnistaflokksins en það er valdamesta pólitíska staða landsins. Undirhershöfðinginn Le Kha Phieu, tekur við af hinum áttræða Do Muoi sem hefur sagt af sér stöðu sinni í miðstjórn og forsætisnefnd flokksins. Meira
30. desember 1997 | Miðopna | 510 orð

"Hér vil ég lifa og hér vil ég deyja

Hornafirði - Í ágúst sl. komu fimm þreyttar fjölskyldur til Hornafjarðar. Var þar um að ræða flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu, alls 17 manns, sem komu hingað fyrir tilstuðlan Rauða kross Íslands. Þau hafa síðan verið í ströngu íslenskunámi og margir eru einnig byrjaðir að vinna með. Lífið er aftur farið að brosa við þeim. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 256 orð

Hætt við lokun Goethe-stofnunar?

Á AÐALFUNDI þýsk íslenska menningarfélagsins Germaníu, sem haldinn var fyrr í þessum mánuði, kom fram að lífleg starfsemi var á árinu sem er að líða. Á aðalfundinum kom fram hörð viðbrögð við þeirri ákvörðun þýskra stjórnvalda að loka Goethe-stofnuninni á Íslandi. Meira
30. desember 1997 | Landsbyggðin | 107 orð

Í golfi á aðfangadag

Hrunamannahreppi-Allir hér um slóðir, sem annarsstaðar á landinu, hafa lofað þá góðu veðráttu sem verið hefur í nóvember og desember. Auk þess að notfæra sér góðar samgöngur í blíðunni hafa menn sést fram að þessu sinna jarðræktarstörfum og húsabyggingum. Það notfæra sér einnig margir góða veðráttu til útivistar. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Í varðhald til febrúarloka

MAÐURINN sem réðst á fullorðinn mann snemma að morgni annars jóladags hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til loka febrúar. Atburðurinn varð á heimili annars þeirra en mennirnir eru skyldir. Yngri maðurinn veitti hinum talsverða áverka með hnífi og var hann fluttur til aðgerðar á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur en síðan á Landspítalann. Meira
30. desember 1997 | Landsbyggðin | 208 orð

Jólablað Fréttabúa

ÚT ER komið jólablað Fréttabúa, héraðsblaðs Vestur-Skaftfellinga 1997. Meðal efnis í blaðinu er greinin "Skaftfellskt atvinnulíf" sem er um sumarheimsókn að Eystra- Hrauni og er það fjórði hluti. Þá er þáttur í samantekt Guðgeirs Sumarliðasonar frá feðgum í Meðallandi, sem hann nefnir "Hólmasel, kirkjustaður Meðallendinga 1751­1783. Meira
30. desember 1997 | Landsbyggðin | 256 orð

Jólavaka unglinganna

Hofsósi-Á síðasta sunnudegi aðventu stóðu nemendur 8., 9. og 10. bekkjar Grunnskólans á Hofsósi fyrir hátíðlegri jólavöku í félagsheimilinu Höfðaborg og var sá háttur nýbreytni í samkomuhaldi á svæðinu. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Jörð skalf í Hveragerði

JARÐSKJÁLFTI af stærðinni 3,5 á Richter-kvarða varð kl. 10.37 rétt norðaustur af Hveragerði í gær. Barði Þorkelsson jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að þetta sé með stærri atburðum á þessu svæði þau þrjú og hálft ár sem jarðskjálftavirkni hefur verið þar. Þarna hafa reyndar orðið stærri skjálftar, eða allt upp undir 4,5. Meira
30. desember 1997 | Erlendar fréttir | 223 orð

Kaunda í hungurverkfalli

KENNETH Kaunda, fyrrverandi forseti Zambíu og leiðtogi UNIP, helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, er sagður veikburða vegna hungurverkfalls. Kaunda, sem er 73 ára og var handtekinn á jóladag, hefur sagt lögfræðingum sínum og fjölskyldu að hann hyggist hvorki bragða vott né þurrt fyrr en ákæra hafi verið lögð fram á hendur sér. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 1212 orð

Knýjandi að losa um 100% eignarhald ríkisins á símanum

ÁÆTLANIR gera ráð fyrir að velta Landssíma Íslands hf. verði um tólf milljarðar króna á næsta ári og velta Íslandspósts verði um 3,5 milljarðar króna. Hlutafélögin tvö taka formlega til starfa um áramótin í kjölfar samþykktar hluthafafundar hjá Pósti og síma hf. sl. laugardag um að aðskilja rekstur símans og póstsins og færa rekstur póstsins yfir í sérstakt hlutafélag, Íslandspóst hf. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Kona féll í höfnina

KONA féll í Reykjavíkurhöfn aðfaranótt sl. laugardags og var henni náð upp eftir nokkra stund. Hún var flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur til aðhlynningar en henni varð ekki meint af volkinu. Meira
30. desember 1997 | Erlendar fréttir | 368 orð

Kona lézt og 83 slösuðust

FARÞEGAR, flugfreyjur og matarbakkavagnar þeyttust upp í loft júmbóþotu United Airlines-flugfélagsins á sunnudagskvöld þegar vélin tók skyndilega 300 m dýfu er hún lenti í ókyrrð í lofti. Ung japönsk kona hlaut svo alvarleg meiðsl er þetta gerðist að hún beið bana af en 83 slösuðust, þar á meðal níu flugfreyjur. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Kveikt í brennu í Árbæ

KVEIKT var í áramótabrennu á Fylkisvelli í Árbæjarhverfi í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þeir sem voru að verki hlupust á brott. Slökkvilið var kallað til og var reynt að slökkva í brennunni en nokkru síðar var ákveðið að láta hana loga, þar sem ástæðulaust var talið að aka vatni um langan veg til þess að slökkva í rusli sem hvort eð er ætti að kveikja í, Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Kynnir ferð til Kína

UNNUR Guðjónsdóttir ballettmeistari hefur skipulagt ferðir til Kína síðan árið 1992 og kynnir nú 11. hópferð sína þangað. Kynningin verður sunnudaginn 4. janúar kl. 16 að Reykjahlíð 12. Á kynninguni mun Unnur sýna myndir sem hún hefur tekið í fyrri ferðum sínum. Allir eru velkomnir á Kínakynningu Kínaklúbbs Unnar meðan húsrúm leyfir. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Landi upptækur á Flúðum

LÖGREGLAN á Selfossi gerði upptæka um 140 lítra af gambra, 15 lítra af landa og fullkomin suðutæki í húsi á Flúðum í gær. Einn maður er grunaður um að eiga landann og tækin. Ekki er ljóst hvað hann hefur lengi stundað iðju sína. Meira
30. desember 1997 | Erlendar fréttir | 318 orð

Landsbergis ekki aftur fram

VYTAUTAS Landsbergis, forseti litháíska þingsins, segir í samtali við Morgunblaðið að hann eigi ekki von á að hann gefi aftur kost á sér í kosningum til embættis forseta. Landsbergis lenti í þriðja sæti og hlaut einungis 16% atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna, hinn 21. desember sl. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 349 orð

Lauk doktorsprófi í veðurfarsfræði

HALLDÓR Björnsson varði nýlega doktorsritgerð við haf- og veðurfræðideild McGill háskóla í Montreal, Kanada. Ritgerðin ber á ensku heitið "A Coupled Zonally Averaged Ocean Sea Ice Atmosphere Model with Applications to Quaternary Climate Variability", og fjallar hún um rannsóknir á sviði veðurfarsfræði. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Laumufarþegi úr landi

FARÞEGI, sem laumaði sér um borð í Stuðlafoss í Lettlandi, fannst á öðrum degi siglingarinnar til Íslands. Við komuna til Helguvíkur tóku fulltrúar frá útlendingaeftirlitinu á móti manninum og var hann sendur úr landi í fyrradag. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 481 orð

Laun flestra hækka um 4% um áramót

ÖLL laun og launataxtar flestra launþega landsins hækka um 4% um næstu áramót samkvæmt ákvæðum kjarasamninga sem gerðir voru á árinu. Frá sama tíma hækka einnig allar bætur almannatrygginga og bætur félagslegrar aðstoðar um 4%, skv. reglugerð sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út. Um áramót lækkar tekjuskattshlutfallið í staðgreiðslu um tæp 1,9%. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 797 orð

Lausn ekki í sjónmáli

JÓHANNES Gunnarsson, lækningaforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, segir að lausn sé ekki í sjónmáli í kjaradeilu ungra lækna. Verið sé að skoða hvaða leiðir sé hægt að fara til að leysa málið og flest bendi til að sú skoðun taki nokkra daga. Ungir læknar hafa óskað eftir fundi með Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra til að skýra sjónarmið sín. Meira
30. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Losaði landfestar skipa

SKIPVERJI á grænlenskum togara sem nú er í viðgerð hjá Slippstöðinni tók sig til snemma á sunnudagsmorgun og losaði landfestar á þremur skipum sem lágu í Fiskihöfninni. Vaktmaður kom að manninum þar sem hann var í óða önn að losa landfestarnar og tilkynnti um atburðinn til lögreglu. Hafði honum þá tekist af losa þrjár af fjórum landfestum þriggja skipa. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Lögreglan leitar Steiners

LÖGREGLAN í Reykjavík leitar nú Franklíns Steiners, sem Fangelsismálastofnun kvaddi á Þorláksmessu til afplánunar refsingar, en hann sinnti því ekki. Að sögn lögreglunnar hefur verið haldið uppi fyrirspurnum og mannsins leitað en til hans hefur ekki náðst enn. Hefur lögreglan fengið beiðni um að handtaka hann hvar sem til hans næst. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Löngum laugardegi frestað

FYRSTI laugardagur hvers mánaðar hefur verið nefndur Langur laugardagur í miðborg Reykjavíkur og hafa verslanir þá verið opnar til kl. 17. Þar sem að fyrsti laugardagur í janúar er þriðji dagur ársins hefur verið ákveðið að Langur laugardagur verði hinn 10. janúar 1998. Meira
30. desember 1997 | Erlendar fréttir | 166 orð

Málamiðlun í sjónmáli?

FRANSKA fjármálaráðuneytið neitaði í gær að tjá sig um fregnir þess efnis, að þýzk stjórnvöld séu reiðubúin að bjóða Frökkum málamiðlunarsamkomulag í deilunni um það hver skuli skipaður fyrsti aðalbankastjóri Evrópska seðlabankans (ECB), sem verður stofnaður um leið og Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU, kemst á laggirnar. Meira
30. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 200 orð

MESSUR

AKUREYRARKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta í Hlíð kl. 16 á gamlársdag. Kór aldraðra syngur undir stjórn Sigríðar Schiöth. Aftansöngur í Akureyrarkirkju kl. 18, félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Sigríður Elliðadóttir syngur einsöng. Hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni kl. 14 á nýársdag. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Michael Jón Clarke syngur einsöng. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 242 orð

Mikið álag á slysadeild

MIKIÐ álag var á læknum á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur um jólin. Sérfræðingar af öðrum deildum spítalans hafa gengið vaktir í fjarveru ungra lækna, en samt hafa vaktirnar ekki verið fullmannaðar læknum. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Nýársganga á Ásfjall og þrettándaganga í Öskjuhlíð

FERÐAFÉLAG Íslands kvaddi gamla árið með áramótaferð í Þórsmörk og fjölmennri blysför og fjölskyldugöngu um Elliðaárdal síðustu helgi. Nýja árinu er einnig fagnað með blysför og verður farin að venju þrettándaganga um álfabyggðir í Öskjuhlíð. Brottför er kl. 20 frá Perlunni að kvöldi þrettándans 6. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 269 orð

Of hlýtt til að bora

OF hlýtt hefur verið á Suðurskautslandinu undanfarna daga til þess að bora í ísinn eins og ráðgert var. Íslensku þátttakendurnir í leiðangrinum láta vel af sér og fóru dagarnir milli jóla og nýárs að mestu í að setja upp loftnet og í ýmis önnur verk. 2­5 gráða frost hefur verið á slóðum leiðangursmanna síðustu daga, sól og stinningskaldi. Meira
30. desember 1997 | Erlendar fréttir | 265 orð

Olíutekjur til pílagríma

ÍRAKAR hafa fallist á að selja Jórdönum um 4,8 milljónir tonna af hráolíu á næsta ári fyrir helming markaðsverðs, að sögn jórdanskra yfirvalda. Þá hafa Írakar óskað eftir því að að Sameinuðu þjóðirnar gefi leyfi til þess að hluti tekna Íraka af olíusölu renni til pílagríma sem hyggjast halda til hinnar heilögu borgar Mekka. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

Ófriður á heimilum

LÖGREGLAN í Reykjavík átti nokkuð annríkt um helgina í kjölfar jólahátíðarinnar og var víða kölluð til að stilla til friðar á heimilum. Sagði Ómar Smári Ármansson aðstoðaryfirlögregluþjónn að svo virtist sem ekki hefðu allir náð að tileinka sér boðskap jólanna um frið og náungakærleika. Meira
30. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 247 orð

Ómar Halldórsson kylfingur íþróttamaður Akureyrar

ÓMAR Halldórsson kylfingur í Golfklúbbi Akureyrar var kjörinn Íþróttamaður Akureyrar við athöfn sem efnt var til í Íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudag. Ómar þykir með efnilegri kylfingum á landinu, en hann er núverandi Evrópumeistari unglinga í golfi. Meira
30. desember 1997 | Landsbyggðin | 129 orð

Óvæntur jólaglaðningur

Egilsstöðum-Tuttugu og sex Egilsstaðabúar urðu skemmtilega toginleitir síðasta laugardag fyrir jól þegar bankað var upp á hjá þeim og þeim færður jólapakki, ekki af einum af þessum venjulegu jólasveinum, heldur Helga Halldórssyni bæjarstjóra. Þessir bæjarbúar áttu það allir sameiginlegt að verða fimmtugir á árinu eins og Egilsstaðabær. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Pakkað fyrir Frið 2000

KRAKKARNIR á myndinni hjálpuðust að við að pakka inn gjöfum sem fóru með jólaflugi Friðar 2000 til Írak. Inga Holdö á Selfossi hóaði krökkunum saman og þau pökkuðu inn ýmsum varningi sem þau sjálf komu með og sem fyrirtæki á Selfossi og Suðurlandi gáfu. Á myndinni eru frá vinstri: Sigurður, Daði Már, Ragnar, Gísli, Inga Holdö, Elín, Andrea og Marinó. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 348 orð

Ráðning í stöðu brot gegn jafnréttislögum

KÆRUNEFND jafnréttismála telur að brotið hafi verið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna við ráðningu í stöðu aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi. Einn karl og tvær konur sóttu um stöðuna. Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar í júní sl. fékk karlinn 5 atkvæði, önnur konan 4 atkvæði og hin konan ekkert. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð

Samkomulag í deilu Kirkjugarðanna og Líkkistuvinnustofunnar

SAMKOMULAG var í gær undirritað milli Davíðs Ósvaldssonar fyrir hönd Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar annars vegar og stjórnar Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma hins vegar og er þar með lokið málarekstri vegna deilna sem risið hafa milli þessara fyrirtækja á undanförnum árum. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 662 orð

Segir afstöðu ráðherra ávísun á óðaverðbólgu

VINNUVEITENDASAMBAND Íslands sendi iðnaðarráðherra og forystumönnum ríkisstjórnarinnar bréf í gær þar sem því er lýst að haldi iðnaðarráðherra við þá stefnumörkun í málefnum Landsvirkjunar sem hann hefur kynnt þá feli það í sér grundvallarfráhvarf frá þeirri stefnu stöðugleika sem fylgt hefur verið frá árinu 1990. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Spáð bálhvössu veðri um land allt

VEÐURSTOFAN spáir miklu hvassviðri um land allt í dag, 9-10 vindstigum og sumstaðar jafnvel 11 vindstigum á austan og suðaustan, að sögn Unnar Ólafsdóttur, veðurfræðings. "Það má búast við bálhvössu veðri um allt land og það má alveg reikna með því að innanlandsflug falli niður," sagði Unnur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
30. desember 1997 | Erlendar fréttir | 447 orð

Spáð jöfnum slag frambjóðenda

ÞAR SEM ekki varð úr því skorið í fyrri umferð forsetakosninga í Litháen sem fram fóru 21. þ.m. hver tekur við sem forseti Litháens af Algirdas Brazauskas verður næstkomandi sunnudag, 4. janúar, efnt til annarrar umferðar kosninganna þar sem kjósendur gera upp á milli Arturas Paulauskas, sem er 44 ára og fyrrverandi saksóknari, og Valdas Adamkus, Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 511 orð

Tekinn á 153 km hraða

TÖLUVERT annríki var hjá lögreglu um jólahátíðina. Mörg verka lögreglu eru hefðbundin og ganga almennt vel fyrir sig. Meðal þeirra má nefna umferðarstjórnun og aðstoð við vegfarendur sem leggja leið sína í kirkjugarða borgarinnar. Þá voru það á fjórða hundrað yngstu nemenda grunnskóla sem fengu heimsókn lögreglu er þeim voru afhent verðlaun í jólagetraun lögreglu og Umferðarráðs. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

TR veitir ekki viðurkenningar í ár

Þrátt fyrir að aðbúnaður sé almennt betri í dag en hann var fyrir áratug varð það niðurstaða aðbúnaðarnefndar Trésmiðafélags Reykjavíkur að enginn staður sem hún skoðaði skaraði svo fram úr að hann verðskuldaði viðurkenninguna. Það er því ákvörðun nefndarinnar að viðurkenning fyrir góðan aðbúnað verður ekki veitt í ár. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Tveir skiptu 30 milljónum

TVEIR heppnir eigendur miða í Happdrætti Háskóla Íslands skiptu með sér 29,8 milljónum þegar dregið var í Heita pottinum í gærkvöldi. Fékk annar þeirra 13,2 milljónir, þar sem hann átti fjóra einfalda miða með sama númerinu, en hinn fékk 16,6 milljónir á trompmiða. Vinningsmiðarnir voru seldir í Reykjavík. Meira
30. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Tvær áramótabrennur

TVÆR áramótabrennur verða á Akureyri líkt og venja hefur verið síðustu ár. Önnur við Réttarhvamm og hin á Bárufellsklöppum, þar sem þessi mynd var tekin af tveimur ungum piltum sem ásamt öðrum börnum í hverfinu hafa safnað saman eldsmat á brennuna síðustu vikur. Kveikt verður í brennunum kl. 20 á gamlárskvöld. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Uppsagnir hjá FÍ

BÆÐI Flugfélag Íslands og Íslandsflug ætla að hækka fargjöld í innanlandsflugi á næsta ári en hafa ekki viljað upplýsa enn sem komið er hve hækkunin verður mikil. Fram kom í fréttum sjónvarpsstöðvanna í gærkvöldi að starfsfólk Flugfélags Íslands hefði fengið afhent uppsagnarbréf vegna endurskipulagningar á rekstri félagsins. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 349 orð

Útilokar breytingar á gerðum samningi

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir ekki koma til greina að breyta nýgerðum kjarasamningi lækna vegna óánægju ungra lækna með hann. Til greina komi hins vegar að breyta starfsfyrirkomulagi á spítulunum. Hann útilokar ekki að ríkissjóður muni reiða fram þá fjármuni sem slík lausn kostar. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Verð á bensíni lækkar

OLÍS og Skeljungur lækkuðu verð á 95 og 98 oktana bensíni í gær um 1,10 kr. á lítrann en Olíufélagið hf. lækkaði lítraverðið um samsvarandi upphæð á Þorláksmessu. Bensínorkan lækkaði verðið í gær um 1,10 kr. lítrann af 95 oktana bensíni en 2,20 kr. 98 oktana. Verðlækkunina má rekja til lækkandi heimsmarkaðsverðs. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 303 orð

"Verum gáfuleg með gleraugu um áramótin"

BLINDRAFÉLAGIÐ hefur gefið öllum tólf ára grunnskólanemum á landinu hlífðargleraugu og vill með því framtaki leggja sitt af mörkum til þess að hvetja alla sem umgangast flugelda til að sýna aðgæslu um áramótin, m.a. með því að nota hlífðargleraugu. Yfirskrift þessa átaks Blindrafélagsins er "Verum gáfuleg með gleraugu um áramótin. Meira
30. desember 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Vitni vantar

EKIÐ var á kyrrstæðan bíl við Fjarðarvídeó við Lækjargötu 30 í Hafnarfirði um klukkan 23.30 á laugardagskvöld. Þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að árekstrinum eru beðnir að láta lögregluna í Hafnarfirði vita. Meira

Ritstjórnargreinar

30. desember 1997 | Leiðarar | 596 orð

EINKAVÆÐING PÓSTS OG SÍMA

LEIDARI EINKAVÆÐING PÓSTS OG SÍMA ERK TÍMAMÓT verða nú um áramótin í síma- og póstsögu þjóðarinnar, þegar Pósti og síma verður skipt upp í tvö sjálfstæð hlutafélög, Landssíma Íslands hf. og Íslandspóst hf. Segja má, að þróunin í alþjóðaviðskiptum, fyrst og fremst í fjarskiptaþjónustu, hafi rekið á eftir þessari breytingu. Meira
30. desember 1997 | Staksteinar | 299 orð

»Stóraukið samstarf eldri borgara ELDRI borgarar þessa lands hafa stóraukið

ELDRI borgarar þessa lands hafa stóraukið samstarf sín á milli, segir Davíð Oddsson forsætisráðherra í "Listin að lifa", fréttabréfi Félags eldri borgara. Engum blöðum er um það að fletta, segir forsætisráðherra, "að það hefur orðið þeim bæði sem heild og einstaklingum mjög til framdráttar". Aukin samkennd Meira

Menning

30. desember 1997 | Bókmenntir | 479 orð

Að vera ungur

Að halda sér ungum og heilbrigðum með réttu mataræði, bætiefnum og jurtum. Eftir Jean Carper. Þýðandi Ari Halldórsson. Útgefandi Urður 1997. HÆTTUM að eldast er fyrirferðarmeiri bók en stallsystur hennar aðrar, hátt á fjórða hundrað síður, með skýru letri. Í inngangi segir að yngingarefni séu til og innan seilingar. Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 260 orð

Að vita hvað maður vill Jude (Jude)

Framleiðandi: Steeleworks Films og Thomas G. Smith. Leikstjóri og handritshöfundur: David Twohy byggt á skáldsögu Tomas Hardy. Kvikmyndataka: Hiro Narita. Tónlist: Arthur Kempel. Aðalhlutverk: Christopher Eccleston, Kate Winslet og Rachel Griffiths. 117 mín. Bretland. Polygram/Háskólabíó. Útgáfud.: 2. des. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 215 orð

Áramótasprengja í Stapa

Áramótasprengja í Stapa "OKKUR langaði til að slá upp góðu balli fyrir okkar fólk á gamlárskvöld og þetta var niðurstaðan," sagði Kristján Ingi Helgason, skemmtanastjóri Stapans, sem hefur fengið nokkra meðlimi úr þrem af þekktustu hljómsveitum landsins sem ætla þá að halda uppi fjörinu í Stapa. Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 507 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbja

Starship Troopers Undarleg stjörnustríðsmynd, því miður meira í anda Mars Attack en Total Recall. Góð tölvuvinna. Gröf Rósönnu Það er ekki heiglum hent að gera grín að dauðanum. Það sannar þessi kolsvarta gamanmynd um endalokin sem gengur ekki nógu langt. Á þó sína spretti, þökk sé hr. Reno. Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 233 orð

Brautryðjandi deyr DAWN Steel, sem var fyrst kvenna til

DAWN Steel, sem var fyrst kvenna til að vera í forsæti stóru kvikmyndaveranna í Hollywood, lést 20. desember sl. Steel stjórnaði Columbia Pictures í tvö ár í lok níunda áratugsins en hætti þegar kvikmyndaverið var keypt af Sonyveldinu. Steel, sem hafði barist við krabbamein síðustu tvö árin, var 51 árs. Steel fæddist í New York 19. ágúst 1946. Meira
30. desember 1997 | Kvikmyndir | 331 orð

Drengurinn er alltaf einn

Leikstjóri: Raja Gosnell. Handrit: John Hughes. Kvikmyndatökustjóri: Julio Mestres. Tónlist: Nick Glennie- Smith. Aðalhlutverk: Alex D. Linz, Haviland Morris, Olek Krupa, Rya Kihlstedt, David Thornton og Lenny Von Dohlen. 20th Century Fox. 1997. Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 305 orð

Ekki mikill kryddkraftur

Leikstjóri: Bob Spiers. Kvikmyndataka: Clive Tickner. Handrit: Kim Fuller og Jennifer Saunders. Aðalhlutverk: Victoria Addams, Melanie Brown, Emma Bunton, Melanie Chisholm, Geri Haliwell, og Richard E. Grant. 90 mín. Bresk. Polygram Filmed Entertainment. 1997. Meira
30. desember 1997 | Menningarlíf | 1075 orð

Fjórir "höfðingjar" saman á svið

LEIKRITIÐ Fjögur hjörtu er það fyrsta sem Ólafur Jóhann sendir frá sér og þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem leikararnir fjórir koma saman fram í stórum hlutverkum. Leikstjóri er Hallur Helgason. Leikmynd og búningar eru eftir Sigurjón Jóhannsson og lýsing er Björns Bergsteins Guðmundssonar. Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 50 orð

Fjölskylda í jafnvægi

RÚSSINN Anatoly Zinchenko og börnin hans, Egor 9 ára og Emilia 12 ára, eru hér í miðju atriði sínu á sirkussýningu sem var haldin í Brussel í Belgíu um helgina. Sirkusinn er samansettur af listafólki frá Austur-Evrópu og sýnir fjölbreytt skemmtiatriði sem sum hver eru spunnin á staðnum. Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 148 orð

Gengu yfir sjó og land...

VIKTORÍURNAR kallast félag glaðra kvenna sem stofnað var fyrir nokkrum árum. Aðspurðar segja þær tilefnið ekki hafa verið annað en það hvað þær væru skemmtilegar. Þær segjast djamma annan hvern mánuð og svo séu snúrufundir hina mánuðina svona til þess að "hittast líka edrú". Þær brugðu undir sig betri fætinum fyrir skömmu og fóru á jólahlaðborð úti í Viðey. Meira
30. desember 1997 | Skólar/Menntun | 830 orð

Góð áhrif á framburðinn í málanáminu

ÞAÐ var lygilegt að vera í enskutíma í 8. SA í Álftamýrarskóla. Framburður nemenda var skínandi góður þrátt fyrir ungan aldur og enginn talaði íslensku. Kennarinn Andrea Bateman hafði umsjón með jóladagskrá í enskutímunum og nemendur tóku virkan þátt í kennslustundinni, Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 516 orð

Grín eða alvara? Fangaflug (Con Air)

Framleiðandi: Jerry Bruckheimer. Leikstjóri: Simon West. Handritshöfundur: Scott Rosenberg. Kvikmyndataka: David Tattersall. Tónlist: Mark Mancina og Trevor Rabin. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, John Cusack, John Malkovich, Steve Buscemi, Colm Meany, Ving Rhames. 111 mín. Bandaríkin. Touchstone Pictures/SAM myndbönd. Útgáfud: 15. des. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 358 orð

Hátíð í Park City LITLU jólin eru haldin í janúar

LITLU jólin eru haldin í janúar fyrir óháða kvikmyndagerðarmenn í Bandaríkjunum. Þá fara allir sem vettlingi geta valdið til Park City í Utah til þess að vera viðstaddir Sundance kvikmyndahátíðina. Hátíð Roberts Redfords vekur æ meiri athygli með hverju árinu sem líður. Meira
30. desember 1997 | Skólar/Menntun | 515 orð

Hér þykir kennurum vænt um nemendur

ANDREA Bateman er 22 ára og lauk háskólaprófi á síðasta ári í sögu og þýsku. Hún á heima í nágrenni Manchester á Englandi, en það finnst nemendum hennar mörgum ekki slæmt, að minnsta kosti ekki þeim er halda með fótboltaliðinu þaðan. Andrea mætir líka á alla fótboltaleiki skólans og tekur virkan þátt í flestu sem um er að vera í skólanum. Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 220 orð

Hótað í fangelsi

LEIKARINN Robert Downey Jr. afplánar um þessar mundir sex mánaða fangelsisdóm í Los Angeles innan um harðsvíraða glæpamenn. Eftir aðeins tveggja vikna afplánun bárust fréttir af því að Downey hefði verið hótað líkamsmeiðingum af öðrum föngum. Hann ku vera í svokölluðum "almenningi" ásamt 35 öðrum föngum sem sumir hverjir hafa hótað Hollywood-stjörnunni og gert líf hans fremur óþægilegt. Meira
30. desember 1997 | Myndlist | 913 orð

Innvortis, útvortis

Til 11. janúar 1998. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14­18. Aðgangur ókeypis. HARALDUR Jónsson hefur um árabil tekist á við þann hluta veruleikans, sem okkur er að jafnaði hulinn. Þetta eru skilningarvit líkama okkar, sem nema allt fyrir utan okkur og skila skilmerkilega rétta boðleið svo að við getum innbyrt tilveruna eins vel og okkur er frekast unnt. Meira
30. desember 1997 | Menningarlíf | 129 orð

Íslendingur hannar eftirmynd reikistjarna

BERGSTEINN Ásbjörnsson, sem búsettur er Näsbyen í Svíþjóð, hefur verið fenginn til að hanna eftirmynd reikistjörnunnar Plútó og fylgitunglsins Karon, sem sett verður upp í Dellenbygden, sem er um 300 km frá Stokkhólmi. Verkið er hluti risastórs verkefnis sem verður tilbúið á næsta ári, er Stokkhólmur verður menningarhöfuðborg Evrópu. Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 198 orð

Kvikmyndahátíð á Kúbu

Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI í Havana gefst tækifæri til að sjá hvað suður-amerískir kvikmyndagerðarmenn eru að gera. Hátíðin var haldin í byrjun desember og fyrstu verðlaun sem besta kvikmynd fékk argentínska kvikmyndin "Martin (Hache)", leikstýrt af Adolfo Aristarain, en hann fékk einnig verðlaun sem besti leikstjóri. Meira
30. desember 1997 | Skólar/Menntun | 174 orð

Nám í forritun og kerfisfræði

HEILS ÁRS námskeið í forritun og kerfisfræði hefst hjá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum í Hafnarfirði eftir áramót og er markmiðið að mæta vaxandi þörf atvinnulífsins fyrir starfsfólk á þessu sviði. Námið fer fram á kvöldin og verður kerfisgreining, gagnagrunnsfræði og forritun í Pascal, Delphi og Java kennd. Einnig Lotus Notes forritun og kerfisstjórnun. Meira
30. desember 1997 | Bókmenntir | 1428 orð

"Óár til lands og sjóar"?

Byltingin að ofan. Eftir Vilborgu Auði Ísleifsdóttur. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1997, 393 bls. SIÐBÓTIN eða siðbreytingin er merkilegt tímabil í sögu Íslands. Þau viðhorf sem lúterstrúin flutti með sér hafa mótað sýn Íslendinga og annarra íbúa Norður-Evrópu á stöðu sína í samfélaginu og heiminum í ríkara mæli en maður áttar sig oft á. Meira
30. desember 1997 | Kvikmyndir | 485 orð

Rambó á brjóstahaldara

Leikstjóri Ridley Scott. Handritshöfundur. Danielle Alexandra, David W. Twohy. Kvikmyndatökustjóri Hugh Johnson. Tónlist Trevor Jones. Aðalleikendur Demi Moore, Viggo Mortensen, Anne Bancroft, Scott Wilson, Jason Beghe. 124 mín. Bandarísk. Largo Entertainment 1997. Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 552 orð

Skemmtilegar fléttur og mikil tilfinning

Geisladiskur J.J. Soul Band. Hljómsveitina skipa: J.J. Soul söngur, Ingvi Þór Kormáksson hljómborð, Eðvarð Lárusson gítar, Stefán Ingólfsson bassi og Steingrímur Óli Sigurðarson trommur og slagverk. Aðrir hljóðfæraleikarar: Haukur Gröndal saxafónn, Guðjón Guðmundsson trompet, Árni Scheving harmonikka. Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 196 orð

Skötukvöld í Eyjum HREKKJALÓMAFÉL

HREKKJALÓMAFÉLAGIÐ í Vestmannaeyjum hélt hið árlega Skötukvöld sitt fyrir skömmu. Vinsældir Skötukvöldsins hafa farið vaxandi með hverju árinu og fer gestum sífellt fjölgandi. Að þessu sinni var það haldið á veitingahúsinu Hertoganum og var matseldin í höndum Tómasar Sveinssonar. Meira
30. desember 1997 | Menningarlíf | 229 orð

Tímamótasamningur við New Yorkfílharmóníuna

STJÓRN Fílharmóníunnar í New York og fulltrúar hljóðfæraleikara hafa komist að samkomulagi, sem sérfræðingar segja að kunni að leiða til meiri sáttar í tónlistarheiminum, þar sem verkföll og launadeilur eru daglegt brauð, að því er segir í The New York Times. Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 163 orð

Vann málsóknina

LEIKKONUNNI Hunter Tylo voru á dögunum dæmdar um 350 milljónir króna í skaðabætur vegna tilfinningalegs og fjárhagslegs skaða sem hún hlaut vegna brottreksturs frá sjónvarpsþættinum Melrose Place. Tylo náði ekki að leika í einum einasta þætti áður en samningi hennar var rift eftir að hún tilkynnti framleiðendum þáttanna að hún væri þunguð. Meira
30. desember 1997 | Fólk í fréttum | 143 orð

Woody Allen búinn að gifta sig

LEIKSTJÓRINN og leikarinn Woody Allen gekk í það heilaga með unnustu sinni og stjúpdóttur Soon-Yi Previn á Þorláksmessu. Skötuhjúin völdu Feneyjar fyrir stóra daginn og það var borgarstjórinn, Massimo Cacciari, sem gifti hinn 62 ára gamla leikstjóra og hina 27 ára gömlu námsmey. Meira

Umræðan

30. desember 1997 | Aðsent efni | 1298 orð

Er Kópavogur betri bær en Reykjavík?

ÞAÐ hefur vakið athygli manna undanfarnar vikur hvað meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í broddi fylkingar hefur lagt mikla vinnu í það að sýna fram á hvað það sé ómögulegt að búa í Kópavogi. Þó ekki sé vitað að þeir hafi reynslu af því að búa þar sjálfir. Ályktanir hafa verið gerðar á borgarstjórnarfundum í þessa veru. Meira
30. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 717 orð

Frípunktar og kvótar í Kyoto

ÞAÐ má segja að strákarnir okkar hafi tapað 2:0 á útivelli í Kyoto. Forsætisráðherra telur þetta mikilsverðan áfangasigur, en ekki nægan, þegar tekið er tillit til þess, að við þurftum að fá að auka mengun um 85% en ekki 10%, til að geta uppfyllt skilyrði um stóriðju á Íslandi, sem nú eru í framkvæmd eða í farvatninu. Meira
30. desember 1997 | Aðsent efni | 566 orð

Fækkum prestaköllum og um leið prestum

Í SKÝRSLU Árbókar kirkjunnar 1996 kemur fram íbúafjöldi í hverri sókn og prófastdæmi. Mannfjöldinn á Íslandi er 269.727 skv. skýrslu Hagstofunnar 1. desember 1996. Af þeim eru innan þjóðkirkjunnar 244.060 eða um 90,5%. Í skýrslu Árbókar kemur fram eftirfarandi fjöldi prestakalla með íbúafjölda allt að 1000 manns: Meira
30. desember 1997 | Aðsent efni | 869 orð

Gerir maður svona?

Á ÞORLÁKSMESSU birtust fréttir í fjölmiðlum um lokanir á geðdeildum sjúkrahúsanna yfir hátíðarnar. Í Morgunblaðinu sagði Tómas Zo¨ega, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans, að lokanir þar yrðu ekki minni en um fyrri jól og í framhaldi var í fréttinni eftirfarandi tíundað: 6 deildum yrði lokað, þar af væru tvær móttökudeildir og barnageðdeild. Alls væri um að ræða 62 pláss. Meira
30. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 576 orð

Virtir bandarískir vísindamenn mæla gegn drottningarhunangi og frjókornum

HINN 18. desember síðastliðinn birtist í Mbl. grein eftir Ragnar Þjóðólfsson, áhugamann um sjálfslækningar og náttúruefni, sem svar við grein undirritaðs þar sem greint var frá stofnun samtaka til að veita fræðslu og vinna gegn ósönnum fullyrðingum um hollustu náttúruefna, ­ það er að vinna gegn auglýsingaskruminu sem lengi hefur fylgt mörgum þessara efna. Meira

Minningargreinar

30. desember 1997 | Minningargreinar | 1077 orð

Árni Árnason

Fyrir réttum 100 árum, 30. desember 1897, fæddist kær frændi minn Árni Árnason fyrrum bóndi í Stóra Klofa í Landsveit. Nokkuð var öðruvísi um að litast þá í landi okkar en nú á tímum velmegunar og ofneyslu á flestum sviðum. Þó margt hafi breyst til batnaðar erum við enn að berjast við landeyðinguna sem átti eftir að verða ævistarf Árna. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 118 orð

ÁRNI ÁRNASON

ÁRNI ÁRNASON Árni Árnason, fyrrum bóndi í Stóra-Klofa í Landsveit, fæddist í Látalæti í Landsveit 30.12. 1897. Hann lést á heimili sínu í Stóra-Klofa 11.9. 1979. Foreldrar hans voru Árni Árnason, bóndi í Látalæti, f. 9.8. 1864, d. 29.4. 1912, og Þórunn Magnúsdóttir, f. 6.8. 1864, d. 6.12. 1901. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 62 orð

Gunnar Ragnar Jónsson

Kveðja frá vini Á gömlum gulum blöðum ég geymi ár og tíð. Sem flugu fótum hröðum í fjarlægð, minning blíð. Þegar kveð ég kæran vin hverfur sniðill af mér. Í garði undir grænum hlyn hann græðum seinna hjá þér. Þitt ljósið skæra lýsir mér það ljómar um heiðaskörðin. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 352 orð

Gunnar Ragnar Jónsson

"Gunnar á Þingeyri", "Gunnsi Ragg", eða bara "Gunnar hennar Júllu" eins og hann var oftast kallaður innan fjölskyldunnar var hluti af okkar lífi í tæp 30 ár. Þær eru ófáar ferðirnar sem farnar voru frá Ísafirði til Þingeyrar að heimsækja þau Gunnar og Júllu og fjölskyldu á þessu tímabili. Alltaf voru móttökurnar höfðinglegar og ekkert til sparað þegar svo bar undir. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 132 orð

Gunnar Ragnar Jónsson

Hann afi er farinn frá okkur. Frá því ég var fimm ára hef ég á hverju sumri dvalið hjá Gunnari afa og Júllu ömmu í Hafnarfirði. Við afi áttum margar góðar stundir saman sem ég á eftir að sakna mikið. Ég fór oft með afa og ömmu í ferðalög og keyrðum við þá m.a. til Þingeyrar þaðan sem afi var og bjó mest alla sína ævi. Þar sem ég bý á Reyðarfirði hef ég ekki getað heimsótt afa síðustu mánuðina. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 160 orð

GUNNAR RAGNAR JÓNSSON

GUNNAR RAGNAR JÓNSSON Gunnar Ragnar Jónsson fæddist á Þingeyri 16. ágúst 1930. Hann lést á Landspítalanum 23. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Jóhanna Bjarnadóttir og Jón Sigurðsson frá Þingeyri. Gunnar giftist Júlíönu Pálsdóttur frá Bolungarvík 29. maí 1965. Börn þeirra eru: 1) Jón, f. 28.2. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 531 orð

Magnús Marteinsson

Í dag 30. desember kveðjum við elskulegan föðurbróður minn Magnús Marteinsson frá Sjónarhól í Norðfirði. Faðir minn Guðjón kallaði Magnús alltaf "Manga bróður" svo við systurnar fjórar kölluðum hann alltaf Manga frænda. Það var mjög kært með þeim bræðrum enda bara eitt ár á milli þeirra. Mangi flutti ungur frá Neskaupstað til Sandgerðis. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 456 orð

Magnús Marteinsson

Okkur langar til að minnast frænda, sem nú er látinn eftir erfið veikindi. Við fjölskyldan vorum í lokaundirbúningi jólanna á Þorláksmessu þegar við fengum þær fregnir að frændi væri farinn. Í allri ösinni var sem tíminn stæði í stað og margar minningar komu upp í huga okkar. Þó að tími ljóss og friðar væri að nálgast fáum við því víst ekki ráðið hvenær ættvinir kveðja. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 215 orð

Magnús Marteinsson

Í fáeinum orðum langaði mig að minnast mágs föður míns, Magnúsar. Fyrstu minningarnar eru frá því að ég var krakki og farnar voru dagsferðir í Sandgerði að heimsækja Jóhönnu og Sólveigu, systur pabba og Sigríði ömmu mína, en þá voru vegalengdirnar miklu lengri en núna. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 194 orð

Magnús Marteinsson

Á Þorláksmessu hvarf Magnús til framhaldsstarfa handan sjónarsviðs okkar. Magnús, eða frændi eins og konan mín kallaði hann, reyndist henni ávallt mjög góður og var dóttur okkar sem afi. Að koma á Arnarhól til Sólveigar og Magnúsar hefur alltaf verið eins og að koma heim í foreldrahús, ekki aðeins fyrir frænkuna, konu mína, heldur einnig fyrir mig. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 769 orð

Magnús Marteinsson

Stund sorgarinnar er alltaf erfiðust, þegar minningar um gleðistundirnar hafa verið margar. Sorgin er einkennileg að því leyti að söknuðurinn byggist á væntumþykju. Mér finnst notalegt að eldast, það kemst jafnvægi á lífssláttinn, en erfiðast er að hafa fylgt föður og skyldfólki sínu til grafar sem hefur átt stóran hlut í lífi mínu. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 757 orð

Magnús Marteinsson

Jólaundirbúningur var með hefðbundum hætti á heimili hjónanna Sólveigar Óskarsdóttur og Magnúsar Marteinssonar í ár. Skuggi þungra veikinda Magnúsar skyggði þó á, en þau hjónin héldu uppteknum hætti, heimilið var hreinsað í hólf og gólf, smákökur bakaðar, vinir komu við í kaffi. Það kom þó engum á óvart þegar Magnús lést á Þorláksmessumorgun. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 706 orð

Magnús Marteinsson

Í dag er til moldar borinn Magnús Marteinsson, sem kvæntur var Sólveigu Óskarsdóttur, frænku minni. Ég vil kveðja þann öðling með fáum minningarbrotum. Það fyrsta sem kemur í hugann er hversu samrýnd þau Solla og Maggi voru allt sitt líf og hversu mikinn stuðning þau höfðu hvort af öðru, enda að jafnaði nefnd í sömu andrá. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 353 orð

MAGNÚS MARTEINSSON

MAGNÚS MARTEINSSON Magnús Marteinsson fæddist í Neskaupstað 21. júlí 1921 og ólst upp ásamt 12 systkinum sínum á Sjónarhóli hjá foreldrum sínum, Marteini Magnússyni, f. á Sandvíkurseli í Sandvík 19.4. 1887, d. 17.12. 1964, og Maríu Steindórsdóttur, f. á Suðurbæjum í Norðfirði 20.3. 1898, d. 29.12. 1959. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 1487 orð

Ólafur Jensson

Árið 1941 neyddu brezk yfirvöld íslenzku ríkisstjórnina til þess að dæma nokkra menn fyrir landráð, af því að þeir höfðu átt í útistöðum við brezka herinn. Þetta gerðist í erfiðu Dagsbrúnarverkfalli. Ólafur Jensson var þá tæplega 17 ára gamall og var í Bretavinnunni. Eftir það varð hann sósíalisti. Sögubækur skýra ekki fyrir fólki nú til dags ástæðurnar fyrir átökunum á Austurvelli 30. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 27 orð

ÓLAFUR JENSSON

ÓLAFUR JENSSON Ólafur Jensson fæddist í Reykjavík 16. júní 1924. Hann lést á heimili sínu 31. október 1996 og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 7. nóvember. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 121 orð

Pálína Guðmundsdóttir

Pálína Guðmundsdóttir Pálína Guðmundsdóttir fæddist á Efri-Steinsmýri í Meðallandi í V-Skaftafellssýslu 15. júlí 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Bjarnason frá Hnappavöllum í Öræfum og Emilía Pálsdóttir frá Hofi í Öræfum. Pálína átti tíu systkini. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 701 orð

Pálína Guðmundsdóttir

Mig langar að minnast móður minnar með örfáum orðum. Mínar fyrstu minningar eru tengdar Skólavörðuholtinu, þar sem við bjuggum í nokkur ár. Þar fæddumst við þrjú systkinin. Faðir okkar starfaði hjá Vegagerð ríkisins og móðir okkar vann heima við prjónaskap og hannyrðir. Síðar vann hún sem verkakona í Arnarhváli. Árið 1957 fluttumst við inn á Réttarholtsveg 49 og þar fæddust yngri systkinin tvö. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 82 orð

Örn Eiðsson

Örn Eiðsson Hátíðin var að ganga í garð, Guð hafði boðað heilög jól. Friðar og gleði var að vænta, von um ástríki heims um ból. Stjarna hvarf í skugga á himni, sorg í ranni í gleði stað. Óvænt mér að minnsta kosti sem mara fregnin sótti að. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 465 orð

Örn Eiðsson

Í dag kveður íslenskt frjálsíþróttafólk mikilhæfan leiðtoga og forystumann, en þó umfram allt góðan félaga margra kynslóða íþróttafólks. Ævi Arnar Eiðssonar er eins nátengd Frjálsíþróttasambandi Íslands og hugsast getur því frjálsum íþróttum og sambandinu helgaði hann sína starfskrafta og dró þar í engu af sér, Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 556 orð

Örn Eiðsson

Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur á dimmgrænum heimaslopp. Það var komið kvöld og við höfðum truflað hann frá sjónvarpsáhorfinu með uppáhringingunni. Oft var þörf en nú var brýn nauðsyn. Vestmannaeyjagosið hafði hafist um nóttina og mikið um að vera á svarthvítum skjánum. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 298 orð

Örn Eiðsson

Íþróttahreyfingin á Íslandi hefur átt því láni að fagna að eignast marga ötula og óeigingjarna forystumenn. Leiðtogar eru jafn nauðsynlegir íþróttafólkinu sjálfu, menn sem hafa yfirsýn, atorku og úrræði, þegar fátækt og fábrotið íþróttastarf rís úr öskustónni. Örn Eiðsson var einn þessara manna. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 321 orð

Örn Eiðsson

Örn Eiðsson var um margt eftirtektarverður áhugamaður um frjálsíþróttir. Hann var virkur þátttakandi, sat í nefndum og ráðum á vegum íþróttahreyfingarinnar og var íþróttafréttaritari og blaðamaður um árabil. Nær tvo áratugi gegndi Örn formennsku í FRÍ og var það frjósamur tími í sögu sambandsins. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 523 orð

Örn Eiðsson

Félagar í frjálsíþróttadeild ÍR kveðja í dag hinstu kveðju Örn Eiðsson, kæran félaga og velgjörðarmann sem um hálfrar aldar skeið helgaði félagi sínu ÍR og frjálsíþróttastarfseminni í landinu flestar tómstundir sínar. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 542 orð

Örn Eiðsson

Við útför Arnar Eiðssonar, fyrrverandi starfsmanns við Tryggingastofnun ríkisins, viljum við nokkrir vinir og samstarfsmenn minnast hans með örfáum kveðjuorðum og sendum eftirlifandi eiginkonu hins látna vinar Hallfríði Freysteinsdóttur, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur á sorgarstundu. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 455 orð

Örn Eiðsson

Melavöllurinn, þar sem nú stendur Þjóðarbókhlaða, var höfuðból íþrótta á Íslandi um miðja öldina. Þar æfðu og kepptu allir bestu íþróttamenn landsins og þar komu forustumennirnir, fylgdust með og réðu ráðum sínum. Við þessar aðstæður, fyrir rúmum 40 árum, man ég fyrst eftir Erni Eiðssyni. Faðir minn Jakob V. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 219 orð

Örn Eiðsson

Skarð er nú fyrir skildi þegar elsti bróðir okkar, Örn, er fallinn frá. Margs er að minnast frá liðnum árum og eru þar bjartastar minningarnar frá æskuárunum austur á Fáskrúðsfirði. Örn fór snemma að heiman til náms, fyrst í Gagnfræðaskólann á Akureyri og síðan í Verslunarskóla Íslands í Reykjavík. Það urðu alltaf fagnaðarfundir þegar Örn kom heim um jól eða í sumarleyfi. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 206 orð

ÖRN EIÐSSON

ÖRN EIÐSSON Örn Eiðsson fæddist á Búðum á Fáskrúðsfirði 7. júlí 1926. Hann lést á St. Jósefsspítala 19. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiður Albertsson skólastjóri og Guðríður Sveinsdóttir organisti. Systkini hans eru Sveinn, Ragnhildur, Kristmann, Berta, Bolli og Albert. Áttu þau eina hálfsystur sem var elst, Þórunni Evu Eiðsdóttur. Meira
30. desember 1997 | Minningargreinar | 494 orð

Örn Eiðsson Kveðja frá Frjálsíþróttasambandi Íslands

Með Erni Eiðssyni er genginn einn mesti forystumaður frjálsíþróttanna á Íslandi. Örn var sívakandi um málefni íþróttarinnar allt þar til illvíg veikindi báru hann ofurliði. Hann var í forystusveit hreyfingarinnar í um hálfa öld, fyrst í stjórn frjálsíþróttadeildar ÍR og aðalstjórnar félagsins og síðar í stjórn Frjálsíþróttasambandsins og sem formaður þess í 16 ár. Meira

Viðskipti

30. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 131 orð

Commerzbank á von á tilboði frá Deutsche

EINN framkvæmdastjóra þriðja stærsta banka Þýzkalands, Commerzbank AG, telur að stærsti bankinn, Deutsche Bank, sé þess albúinn að gera tilboð um að taka við stjórn hans að sögn blaðsins Bild. Meira
30. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 199 orð

ÐEvrópsk hlutabréf hækka

»EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu nokkuð í verði í gær, mánudag, í kjölfar viðræðna banka í Bandaríkjunum og Evrópu sem miðuðu að því að tryggja að Suður-Kórea geti staðið við skuldbindingar sínar. Ný met voru slegin í hækkunum bæði á hlutabréfamörkuðum á Ítalíu og í Sviss. Þá hækkuðu hlutabréfavísitölur á Spáni og í Hollandi um meira en 3%. Meira
30. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 98 orð

ÐMenn ársins í viðskiptalífinu

FEÐGARNIR Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hjá verslunarkeðjunni Bónusi voru útnefndir menn ársins 1997 í viðskiptalífinu af tímaritinu Frjálsri verslun. Val tímaritsins byggðist m.a. á því að þeir feðgar hefðu boðið upp á nýja tegund afsláttarverslana sem hefðu á undanförnum árum laðað að sér tugþúsundir viðskiptavina og verið leiðandi í því að halda vöruverði niðri. Meira
30. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 97 orð

ÐÓskað eftir tilboðum í húsnæðisbréf

HÚSNÆÐISSTOFNUN hefur óskað eftir tilboðum verðbréfafyrirtækja í sölu á húsnæðisbréfum í 1. og 2. flokki 1996 að fjárhæð 1,5 milljarðar króna að söluverðmæti. Tilboðum á að skila þann 29. desember næstkomandi og verður þeim svarað þann 30. desember. Sala bréfanna mun síðan hefjast mánudaginn 5. janúar 1998. Meira
30. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 152 orð

ÐViðskiptaverðlaunin 1997

DV, STÖÐ 2 og Viðskiptablaðið hafa sameinast um útnefningu Viðskiptaverðlaunanna 1997. Útnefningarnar eru tvær, annars vegar maður ársins í íslensku viðskiptalífi og hins vegar frumkvöðull ársins í íslensku viðskiptalífi. Finnbogi Jónsson, framkvæmastjóri Síldarvinnslunna hf., er maður ársins í íslensku viðskiptalífi. Meira
30. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 221 orð

Eignast bankadeild Hambros

FRANSKA bankasaamsteypan Societé Générale SA hefur samþykkt að kaupa bankadeild Hambros Plc og þar með hefur brezkum fjárfestingarbönkum fækkað í aðeins þrjú fjölskyldufyrirtæki. Hambros hyggst selja Societé Générale Hambros Banking Group fyrir 300 milljónir punda og ætlar einnig að losa sig við tryggingar- og fasteignafyrirtæki sín. Meira
30. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 125 orð

El Al kaupir af Boeing í stað Airbus

ÍSRAELSKA ríkisflugfélagið El Al hefur ákveðið að kaupa fimm þotur frá Boeing Co í stað Airbus Industrie fyrir 170-180 milljónir dollara að því er talið er að sögn umboðsaðilia Boeings í Ísrael. Fulltrúar hafa lagt hart að sér til að mæta þörfum Ísraelsmanna," sagði Aaron Shavit, framkvæmdastjóri umboðsaðila Boeings í Ísrael, Elul Technologies. Meira
30. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 455 orð

Mest ásókn í hlutabréfasjóði

HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI blómstruðu hjá verðbréfafyrirtækjum í gær enda líður nú að áramótum og komin síðustu forvöð fyrir einstaklinga að fjárfesta í hlutabréfum til að tryggja sér skattaafslátt. Sala hlutabréfa í desember virðist ætla að verða nokkru minni en í sama mánuði í fyrra en minni sölu má rekja til mikilla hlutabréfakaupa almennings fyrr á árinu. Meira
30. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Seðlabankinn með heimasíðu á alnetinu

Seðlabankinn með heimasíðu á alnetinu SEÐLABANKI Íslands hefur opnað heimasíðu á alnetinu og er slóðin http://www.sedlabanki.is. Á síðunni verða helstu fréttir hverju sinni frá Seðlabankanum ásamt upplýsingum af ýmsu tagi um starfsemi bankans og íslenskan fjármagnsmarkað. Meira
30. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 314 orð

Sjóðinn á ekki að byggja upp að bandarískri fyrirmynd

SAMTÖK iðnaðarins hafa lýst yfir andstöðu við þau áform sem uppi eru um að Nýsköpunarsjóður muni gegna hlutverki sínu með hlutafjárþátttöku í fyrirtækjum. Telja samtökin að sjóðinn eigi ekki að byggja upp að bandarískri fyrirmynd því það muni þjóna illa örsmáum íslenskum fyrirtækjum. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi sjóðsins. Meira
30. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 197 orð

Starfsemi samhæfð og stjórnir sameinaðar

BRYNJÓLFUR Helgason var kjörinn formaður Fransk-íslenska verslunarráðsins á aðalfundi þess, sem haldinn var hinn 4. desember síðastliðinn. Á fundinum var samþykkt að vinna að breytingum á ráðinu, þannig að það starfi í einu lagi og hafi eina stjórn í stað tveggja nú. Meira

Daglegt líf

30. desember 1997 | Neytendur | 377 orð

Flugeldum fyrir hálfan milljarð skotið á loft?

VERÐ á skoteldapökkum sem í boði eru fyrir þessi áramót er svipað og í fyrra. Í einstaka tilvikum hafa pakkar lækkað í verði en einnig hækkað. Að sögn þeirra sem selja skotelda er skýringin þegar um hækkun er að ræða sú að stórum blysum eða kökum hefur verið bætt í pakkana. Meira

Fastir þættir

30. desember 1997 | Fastir þættir | 1677 orð

Almáttugi, eilífi Guð, þú sem hefur verið oss athvarf á liðnu ári: Vér felum oss f

Almáttugi, eilífi Guð, þú sem hefur verið oss athvarf á liðnu ári: Vér felum oss forsjón þinni á hinu komanda, svo að líf vort megi vegsama þig. »ÁSKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Jóhann Smári Sævarsson syngur einsöng. 4. jan.: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Meira
30. desember 1997 | Fastir þættir | 869 orð

Anand eða Adams gegn Karpov

Indverjinn Anand og Englendingurinn Michael Adams tefla til úrslita um það hvor mætir Karpov í heimsmeistaraeinvígi FIDE. Þeir gerðu fjögur jafntefli og í dag ráðast úrslitin í styttri skákum. Meira
30. desember 1997 | Dagbók | 3119 orð

APÓTEK

»»» Meira
30. desember 1997 | Fastir þættir | 228 orð

AV

Sunnudagskvöldið 14. desember 1997 var spilaður eins kvölds Mitchell-tvímenningur. 19 pör mættu til leiks og er það met á þessu ári. Spilaðar voru 9 umferðir, 3 spil á milli para. Meðalskor var 216 og röð efstu para varð eftirfarandi: NS Sturla Snæbjörnsson - Friðrik Egilsson260Halldór Þorvaldsson - Baldur Bjartmarsson246Þórhallur Tryggvason - Leifur Meira
30. desember 1997 | Í dag | 504 orð

Á ERU blessuð jólin afstaðin. Gjafaflóðið, sem fylgir þe

Á ERU blessuð jólin afstaðin. Gjafaflóðið, sem fylgir þeim, er að baki, en krítarkortin bíða hinum megin áramóta. Svoddan smámunir teljast vart til tíðinda hjá þjóð, sem talar í gemsa daginn langan ­ og hefur marga fjöruna sopið. Átveizlur eru á hinn bóginn ekki úr sögu, guði sé lof! Landinn á m.ö.o. eftir að drekka út gamla árið. Meira
30. desember 1997 | Í dag | 153 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Níræður er á morgun, 31.

Árnað heilla ÁRA afmæli. Níræður er á morgun, 31. desember, Jóhannes Björnsson, Ytri-Tungu, Tjörnesi. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Sjötugur verður á morgun, gamlársdag, Daníel Emilsson, húsgagnameistari, Safamýri 93, Reykjavík. Meira
30. desember 1997 | Dagbók | 588 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
30. desember 1997 | Í dag | 549 orð

Hver er sá Árni? MEÐ jólapósti mínum barst mér svohljóðandi

MEÐ jólapósti mínum barst mér svohljóðandi bréf frá Bergen, Noregi. "Ef þú ert sá Árni, sem gafst út ljóðabók þegar þú varst ungur, þá vinsamlegast skrifaðu til: Guðbjartar Heimlys, Manikollen 10, Mjelkeraaen, 5088 Bergen, Norge. Meira
30. desember 1997 | Fastir þættir | 735 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 933. þáttur

933. þáttur SOFFÍA (eða Sofía) er komið úr grísku spohia=viska. Í Nöfnum Íslendinga (1991) er þetta talið eitt nafn, en í skrám mannanafnanefndar (Hagstofu Íslands) 1994 er Sofía talið sér. Í öllum tölum hér á eftir verður þetta tekið sem eitt nafn. Meira
30. desember 1997 | Fastir þættir | 479 orð

Lausnir á jólaskákþrautum

Jólaskákþrautirnar í ár, sex að tölu, voru allar eftir Bandaríkjamanninn Sam Loyd. ÞEIR skákáhugamenn sem ekki þekktu verk þrautakóngsins mikla, hafa örugglega haft gaman af þeim. Við skulum nú líta á lausnirnar: 1. Saturday Press 1857 Hvítur mátar í öðrum leik. Meira
30. desember 1997 | Fastir þættir | 320 orð

Magnús Eiður og Jón Baldursson unnu minningarmótið

28. desember. 146 þátttakendur. Aðgangur ókeypis. MAGNÚS Eiður Magnússon og Jón Baldursson sigruðu í minningarmóti Bridsfélags Reykjavíkur og SPRON sem fram fór sl. sunnudag. Þeir hlutu 58,8% skor eða 260 stig yfir meðalskor. Hjónin María Ásmundsdóttir og Steindór Ingimundarson komu skemmtilega á óvart og höfnuðu í öðru sæti. Meira
30. desember 1997 | Fastir þættir | 180 orð

Safnaðarstarf Helgihald um áramót í Fr

31. DESEMBER, gamlársdag, verður aftansöngur kl. 18. Einsöngur Valgerður G. Guðnadóttir. Á nýársdag verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík syngur við athafnirnar. Flutt verður hátíðartónn sr. Bjarna Þorsteinssonar. Organisti er Pavel Smid og prestur sr. Magnús B. Björnsson. Dr. Meira
30. desember 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Svör við jólabridsþrautum

HUGTÖKIN rétt og rangt eiga ekki alltaf við í glímu við bridsvandamál, því oft koma margar leiðir til álita og árangurinn getur ráðist af dyntóttri legu spilanna eða viðbrögðum andstæðinganna. Stundum fer því betur á að tala um vel og illa heppnaðar ákvarðanir. "Lausnirnar" á jólaþrautum Morgunblaðsins sem hér fara á eftir eru því ekki endilega þær einu réttu, a.m. Meira

Íþróttir

30. desember 1997 | Íþróttir | 130 orð

Borðtennis

Reykjavíkurmótið Mótið fór fram í TBR-húsinu á sunnudaginn og keppt var í tólf flokkum. Keppnisfólk frá Víkingi voru sigursæl og sigruðu í tíu flokkum. Í meistaraflokki karla sigraði Guðmundur Stephensen Víkingi Kjartan Briem, KR, í úrslitaleik 2:0 og Lilja Rós Jóhannesdóttir lagði Líneyju Árnadóttur í úrslitum í meistaraflokki kvenna einnig með 2 vinningum gegn engum. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 761 orð

Coventry stöðvaði sigurgöngu United

EFTIR því sem sigrum fjölgar styttist í það að komi að tapi. Þetta sannaðist enn einu sinni um helgina er Manchester United tapði óvænt fyrir Coventry í ensku úrvalsdeildinni en United hafði sigrað í sex leikjum í röð. J¨urgen Klinsmann lék á ný með Tottenham og liðið náði einu stigi í leik við nágranna sína í Arsenal. Guðni Bergsson skoraði fyrir Bolton en það dugði ekki til gegn Everton. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 23 orð

Einherjaklúbburinn

FÉLAGSLÍFEinherjaklúbburinn Í kvöld afhendir Einherjaklúbburinn þeim kylfingum sem fóru holu í höggi á árinu viðurkenningar í hófi sem hefst á Hótel Borg kl. 18. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 479 orð

England

Úrvalsdeildin: Barnsley - Derby1:0 Ashley Ward 67. 18.686. Blackburn - Crystal Palace2:2 Kevin Gallacher 27., Chris Sutton 78. - Bruce Dyer 12., Paul Warhurst 48. 23.872. Coventry - Manchester United3:2 Noel Whelan 12., Dion Dublin 86. vsp., Darren Huckerby 88. - Ole Gunnar Solskjær 30., Teddy Sheringham 47. 23. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 71 orð

Gjafir frá samherjum MÁL og M

MÁL og Menning og Hótel Loftleiðir voru helstu samherjar Samtaka íþróttafréttamanna vegna kjörsins í ár eins og undanfarin ár. Sigurður Svavarsson, framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar, færði 10 efstu íþróttamönnunum glæsilega bókagjöf, annars vegar bókina Saga listarinnar og hins vegar Merkisdagar á mannsævinni eftir Árna Björnsson, þjóðháttafræðing. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 139 orð

Handknattleikur Mizuno-mótið Æfingamót kvennalandsliðana: A-landsliðið - 21 árs landsliðið21:16 A-landsliðið - 18 ára

Æfingamót kvennalandsliðana: A-landsliðið - 21 árs landsliðið21:16 A-landsliðið - 18 ára landsliðið26:10 21 árs landsliðið - 18 ára landsliðið21:15 A-landsliðið - 18 ára landsliðið21:14 A-landsliðið - 21 árs landsliðið12:11 18 landsliðið - 21 árs landsliðið20:15 Besti leikmaður A-liðs: Herdís SigurbergsdóttirStjörnunni. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 877 orð

Heimsbikarkeppnin

Lienz, Austurríki, laugardagur: Svig kvenna: 1. Ylva Nowen (Svíþjóð)1.35,42 (46,12/49,30)2. Deborah Compagnoni (Ítalíu)1.35,70 (46,59/49,11)3. Urska Hrovat (Slóveníu)1.36,19 (47,11/49,08)4. Kristina Koznick (Bandaríkj.)1. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 463 orð

Hugsuður á heimspekilegum nótum

GUÐRÚN Helga Arnarsdóttir, eiginkona Geirs, hefur staðið eins og stytta með honum í handboltanum og stutt hann af fremsta megni. "Geir er mjög traustur og heill í gegn," sagði hún spurð um hvernig maður Geir væri. "Hann er mikill hugsuður á heimspekilegu nótunum, alltaf á undan sinni samtíð. Hann leynir rosalega á sér, á margar skemmtilegar hliðar og kemur stöðugt á óvart. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 143 orð

Ísland neðst í 4. styrkleikaflokki

ÍSLAND er neðst í 4. styrkleikaflokki knattspyrnulandsliða Evrópu fyrir dráttinn 18. janúar í Evrópukeppni landsliða, er í hópi með Póllandi, Ungverjalandi, Norður-Írlandi, Bosníu, Lettlandi, Makedóníu, Kýpur og Wales, og lendir því ekki í riðli með þessum þjóðum. Dregið verður í fimm fimm liða riðla og fjóra sex liða riðla. Raðað var í 1. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 128 orð

Ísland sigraði Lúxemborg Íslenska landsliðið í kö

Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann Lúxemborg 58:53 í gærkvöldi. Í fyrsta leiknum vann Ísland Austurríki 88:80. Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari sagði að þá hefði íslenska liðið átt undir högg að sækja í fyrri hálfleik en náð að sækja í sig veðrið er á leið, þegar þriggja stiga skytturnar náðu sér á strik. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 858 orð

Íslenskir afreksmenn hvetja æskuna til dáða

Skapti Hallgrímsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, lýsti kjöri Íþróttamanns ársins á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Hann sagði fjölskrúðugt íþróttalíf hafa sett svip sinn á árið, "jafnvel sem aldrei fyrr þegar þáttur Íslendinga er skoðaður. Afrek landans eru mörg og raun ótrúleg miðað við þann mælikvarða sem Íslendingar nota oft ­ höfðatöluna. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 148 orð

Landsliðið á mót á Kýpur

KSÍ hefur þegið boð um að senda landsliðið í sex þjóða mót á Kýpur í byrjun febrúar. Ísland er í B-riðli með Slóvakíu og Slóveníu en í A- riðli eru Kýpur, Noregur og Finnland. Leikið verður í riðlunum 5., 6. og 7. febrúar en um sæti 9. febrúar. "Mjög gott er fyrir okkur að fá þetta tækifæri," sagði Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, við Morgunblaðið. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 350 orð

PATREKUR Jóhannesson

PATREKUR Jóhannessonskoraði sex mörk og var markahæstur leikmanna Essen í tveggja marka sigri 27:25 á Gummersbach á útivelli á sunnudaginn. RÓBERT Julian Duranonagerði 9 mörk er Eisenach tapaði 33:30 fyrir Rheinhausen. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 471 orð

PETER Schmeichel

PETER Schmeichel markvörður lék ekki með Manchester United á öðrum degi jóla gegn Everton né á móti Coventry á sunnudaginn vegna veikinda. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 3113 orð

Sigurvegari og leiðtogi

Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, var útnefndur Íþróttamaður ársins 1997 í hófi Samtaka íþróttafréttamanna í gærkvöldi. Steinþór Guðbjartsson ræddi við línumanninn og leiðtogann af því tilefni. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 417 orð

STYRKUR »Eitt mesta afrek ííslenskri íþróttasöguvannst í Kumamoto

Styrkur flokkaíþróttamanna er liðsheildin undir stjórn trausts þjálfara. Þá er það styrkur fyrir öll keppnislið að hafa sterkan og kappsfullan fyrirliða ­ jafnt utan vallar sem innan. Handknattleikslandsliðið hefur notið þess að hafa Geir Sveinsson í hlutverki leiðtogans ­ mann sem gefst ekki upp þótt á móti blási, leggur sig allan fram til að fagna sigri. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 189 orð

"Útnefningin hefur mjög mikla þýðingu fyrir mig"

Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, var útnefndur Íþróttamaður ársins 1997 í hófi Samtaka íþróttafréttamanna í gærkvöldi að Hótel Loftleiðum. "Þessi útnefning hefur mjög mikla þýðingu fyrir mig," sagði hann spurður um gildi viðurkenningar íþróttafréttamanna á afrekunum en hann stýrði landsliðinu m.a. Meira
30. desember 1997 | Íþróttir | 196 orð

Þau hlutu stig í kjörinu

1. Geir Sveinsson, handknattleiksmaður - Wuppertal331 2. Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður - Tindastóli264 3. Kristinn Björnsson, skíðamaður - Leiftri263 4. Guðrún Arnardóttir, frjálsíþróttamaður - Ármanni167 5. Meira

Úr verinu

30. desember 1997 | Úr verinu | 202 orð

Fiskaflinn um 116 millj. tonn

HEIMSAFLINN á árinu 1996 var tæplega 116 milljónir tonna eða 2,7 milljónum tonna meiri en 1995. Kemur þetta fram í skýrslu frá FAO, Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, en þar segir, að aukningin stafi aðallega af meiri framleiðslu í Kína. Meira
30. desember 1997 | Úr verinu | 194 orð

Fiskhausar þurrkaðir á Stokkseyri

NÝTT útflutningsfyrirtæki, Mír hf., hefur hafið starfsemi á Stokkseyri og verður framleiðsla þess þurrkaðir fiskhausar og hugsanlega einnig hryggir og loðna. Að sögn Jens Valdimarssonar, aðaleiganda Mírs, er ráðgert að þurrka 1.000 til 1.500 tonn af fiskhausum árlega og hefur fyrirtækið fest kaup á 500 fermetra iðnaðarhúsnæði. Meira
30. desember 1997 | Úr verinu | 362 orð

Undirrita viljayfirlýsingu um smíði fiskiskipa í Kína

UNDIRRITAÐAR hafa verið viljayfirlýsingar milli tveggja íslenskra útgerða og Guangzhou Huangpu skipasmíðastöðvarinnar í Kína um smíði fullkominna nóta- og togskipa. Á næstu mánuðum verður unnið að lokahönnun og fjármögnun skipanna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.