Greinar laugardaginn 3. janúar 1998

Forsíða

3. janúar 1998 | Forsíða | 150 orð

Dómarinn aflétti nafnleyndinni

JACK Straw, innanríkisráðherra Bretlands, var í gær nefndur sem faðir unglingsdrengs, sem sakaður hefur verið um fíkniefnasölu. Samkvæmt enskum lögum er bannað að skýra opinberlega frá nöfnum sakborninga, sem eru yngri en 18 ára, en enskur dómari ákvað í gær að víkja frá þessari reglu. Meira
3. janúar 1998 | Forsíða | 119 orð

Hlíft vegna ástar á Ginu

ÍTALSKIR friðargæsluliðar, sem voru í Líbanon 1983, urðu aldrei fyrir neinum árásum og nú hefur verið upplýst hvers vegna. Ástæðan er sú, að þáverandi varnarmálaráðherra Sýrlands var hrifinn af ítölsku leikkonunni Ginu Lollobrigida. Meira
3. janúar 1998 | Forsíða | 58 orð

Karpov sigraði Anand

ANATOLÍ Karpov sigraði Viswanathan Anand í fyrstu skákinni af sex, sem þeir tefla um heimsmeistaratitil FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. Karpov var með hvítt og svaraði Anand drottningarpeðsbyrjun hans með slavneskri vörn. Stóð skákin í sex klukkustundir og var 108 leikir en skáksérfræðingar segja, að Karpov hafi í raun gert út um hana eftir 20 leiki. Meira
3. janúar 1998 | Forsíða | 448 orð

Stefnir friðarumleitunum í hættu

DAVID Levy, utanríkisráðherra Ísraels, hélt í gær fast við fyrri hótanir um að hann hygðist segja af sér vegna fjárlagafrumvarps þessa árs. Með þessu kann hann að stefna friðarumleitunum í Mið- Austurlöndum í voða auk þess sem líf stjórnarinnar hangir á bláþræði, láti hann verða af hótunum sínum. Meira
3. janúar 1998 | Forsíða | 274 orð

Stjórnarandstæðingar krefjast nýrra kosninga

DANIEL arap Moi, forseti Kenýa, er talinn fullviss um sigur í forsetakosningum sem fram fóru í landinu um helgina. Samkvæmt fyrstu opinberu tölum, sem birtar voru í gær, hafði Moi hlotið ríflega 1,5 milljónir atkvæða þegar talningu var lokið í 126 af 210 kjördæmum en helsti andstæðingur hans, Mwai Kibaki, hafði hlotið tæplega 1,3 milljónir atkvæða. Meira
3. janúar 1998 | Forsíða | 36 orð

Við upphaf föstumánaðar

TUGIR þúsunda Palestínumanna báðust fyrir í gær við Klettahofið á Móríafjalli í Jerúsalem en þá hófst hinn helgi föstumánuður múslima eða ramadan. Þar á Múhameð að hafa stigið til himna samkvæmt íslamskri trú. Meira

Fréttir

3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Aurskriður á Austurlandi

SKRIÐUR féllu á nokkrum stöðum í Fljótsdal daginn fyrir gamlársdag. Fóru þær yfir skógræktarsvæði og á nokkrum stöðum niður á veg. Rafmagnslaust varð á tveimur bæjum um tíma. Mikið vatnsveður hefur verið á Austurlandi síðustu daga en heldur var að þorna í gær. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 482 orð

Áskorun að taka við nýju starfi

KARL Sigurbjörnsson tók við lyklavöldum á Biskupsstofu við athöfn þar í gærmorgun. Ólafur Skúlason afhenti Karli þá lykla að kirkjuhúsinu við Laugaveg og embættiskirkju biskupsins, Dómkirkjunni, að viðstöddum eiginkonum þeirra og nokkrum starfsmönnum embættisins. Að því loknu heilsaði Karl upp á nýtt samstarfsfólk sitt á Biskupsstofu. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Ásta Ragnheiður í Alþýðuflokkinn

ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður hefur gengið í Alþýðuflokkinn, en hún var kjörin á þing fyrir Þjóðvaka í alþingiskosningunum 1995. Hún sagði að þessi ákvörðun kæmi í rökréttu framhaldi af samstarfi Þjóðvaka og Alþýðuflokksins í þingflokki jafnaðarmanna. Ásta Ragnheiður er annar þingmaður Þjóðvaka til að ganga í Alþýðuflokkinn, en í haust gekk Ágúst Einarsson í flokkinn. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Á suðurpólnum á nýársdagskvöld

ÍSLENSKU suðurskautsfararnir komu á áfangastað eftir 1.086 kílómetra göngu á nýársdagskvöld. Skeyti barst frá Argos- sendi þeirra rétt eftir klukkan níu um kvöldið þar sem fram komu hnit suðurskautsins og merki sem táknaði að þeir væru komnir á leiðarenda. Vegna veðurs tefst flugferð þeirra frá pólnum til bækistöðvarinnar Patriot Hills, þaðan sem þeir hófu gönguna. Meira
3. janúar 1998 | Landsbyggðin | 58 orð

Barnakór Víkurskóla syngur í kaupfélaginu

Barnakór Víkurskóla syngur í kaupfélaginu Fagradal-Það er orðinn árviss viðburður að barnakórinn syngi í kaupfélaginu í Vík á Þorláksmessu. Þetta er skemmtilegt og kemur fólki í jólaskap enda var þröng á þingi í búðinni meðan börnin sungu. Meira
3. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 574 orð

Bjartsýni á Vesturlöndum en efnahagsáhyggjur í A-Asíu

Í NÝÁRSÁVÖRPUM sínum lýstu leiðtogar Evrópu og annarra Vesturlanda bjartsýni á horfur ársins 1998, en ávörp leiðtoga Austur- Asíuríkja einkenndust af áhyggjum af þróun efnahagsmála í þeim heimshluta. Meira
3. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 357 orð

Blair vill sýna Evrópu jákvæða hlið Bretlands

UM ÁRAMÓTIN tók Bretland við forsæti í ráðherraráði Evrópusambandsins, samtímis því að landið fagnar 25 ára aðildarafmæli að sambandinu. Tony Blair forsætisráðherra minntist þessara tímamóta í áramótaávarpi sem gefið var út á nýársdag með því að lýsa forsætistímabilinu sem nú er hafið sem tækifæri til að "sýna Bretum jákvæðar hliðar Evrópu og Evrópu jákvæðar hliðar Bretlands." Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Blys og flugeldar við áramót

BLYS loguðu víða glatt og flugeldum var skotið af kappi þegar ungir sem gamlir kvöddu gamla árið og heilsuðu því nýja. Talsvert var um meiðsli af völdum handblysa en víðast hvar fóru áramótin þó vel og skikkanlega fram. Meira
3. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 515 orð

Deilt um nafngreiningu ráðherrasonar

DAGBLÖÐ í Skotlandi og á Írlandi greindu í gær frá nafni þess ráðherra í brezku ríkisstjórninni, sem er faðir unglings sem var handtekinn rétt fyrir jól vegna gruns um eiturlyfjasölu. Enskir fjölmiðlar gátu hins vegar ekki birt nafn ráðherrasonarins vegna lögbanns sem enskur dómstóll hafði sett. En síðdegis í gær tók dómari í Lundúnum málið fyrir og hnekkti banninu. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Dómsmála gjöld hækka

DÓMSMÁLAGJÖLD hækkuðu um áramótin um 20%. Dómsmálagjöld eru greidd vegna aðgerða sýslumannsembætta og dómstóla, t.d. vegna nauðungarsölu og fjárnáms. Hækkunin er ekki vísitölubundin heldur er hún gerð með beinum hætti. Gjöldin eru misjafnlega há eftir aðgerðum en verðlagshækkunin var um 20%. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 366 orð

Dregið verður úr ferðum starfsmanna

STURLAUGUR Þorsteinsson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði, segir að dregið verði úr ferðum starfsmanna bæjarins sem nemur hækkun á flugfargjöldum. Hann segir að bæjarbúar hafi almennt verið mjög ánægðir með lækkun fargjalda en á sama hátt óánægð með hækkun fargjalda. Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að það geti orðið erfitt að átta sig á öllum þeim flokkum sem nú er boðið upp á. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Engir fýlar í hömrum í Mýrdal

HÉR hefur verið óvenju milt tíðarfar yfir alla jóladagana, hvergi snjódíll né frost í jörðu, oft þokuslæðingur og væta. Segja má að hér hafi verið kjörveður fyrir allar þær tegundir af lífverum er lifa sínu lífi undir berum himni. Meira
3. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 175 orð

ESB-aðild nauðsynleg

FLAVIO Cotti, sem tók við embætti forseta Sviss um áramótin, hefur lýst því yfir að hann hyggist leggja sitt af mörkum til að sannfæra landsmenn sína um að aðild Sviss að Evrópusambandinu væri framtíðarhag landsins lífsnauðsynleg. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

Fjörutíu manns í golfi á gamlársdag

GOLFKLÚBBUR Borgarness efndi til móts á Hamarsvelli á gamlársdag er gengur undir nafninu Áramótið. Mun þetta vera í sjötta sinn sem þar fer fram mót á síðasta degi ársins. Að þessu sinni var þátttakan mjög góð. Fjörutíu kylfingar mættu til leiks í SA-kalda og eins stigs frosti. Greinilegt var að þetta mót er þóknanlegt þeim er stjórnar veðri og vindum. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 509 orð

Flugeldar, brennur og snjór helsta aðdráttaraflið

BRENNUR, flugeldar og snjór segir Haukur Birgisson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs Íslands, að hafi trúlega laðað að um 1500 erlenda ferðamenn til að fagna nýju ári á Íslandi. Endanlega tölu segir hann þó ekki liggja fyrir, en telur líklegt að fjöldinn sé svipaður og í fyrra. "Bandaríkjamenn, Svisslendingar, Þjóðverjar og Japanir eru í miklum meirihluta. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 245 orð

Flugmálastjórn semur við Sjóvá-Almennar

FLUGMÁLASTJÓRN hefur undirritað samning við Sjóvá-Almennar hf. um vátryggingavernd fyrir flugumferðarþjónustu á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Vátryggingarfjárhæðin er einn milljarður Bandaríkjadala eða um 70 milljarðar íslenskra króna, en sú upphæð jafngildir um helmingi fjárlaga íslenska ríkisins þetta árið. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 252 orð

Friður 2000 vill í Reykholt

ÁSTÞÓR Magnússon, forsvarsmaður Friðar 2000, telur allt benda til að ganga eigi framhjá umsókn Friðar 2000 um að setja á stofn alþjóðlegt friðarsetur og skóla í Reykholti í Borgarfirði. Hann segist vera mjög undrandi á afstöðu séra Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti, sem hafi lýst andstöðu við hugmyndina. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fundur á þriðjudag um þróunaraðstoð

DAVID Steel lávarður flytur fyrirlestur um þróunaraðstoð og áhrif hennar í Afríku, á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og utanríkisráðuneytisins, þriðjudaginn 6. janúar. Fundurinn verður haldinn í stofu 101, Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og hefst með ávarpi Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra kl. 17. Fundarstjóri verður dr. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Fyrsta barn ársins

FYRSTA barn ársins var drengur sem tekinn var með keisaraskurði kl. 2.33 aðfaranótt nýársdags. Hann var 3.588 gr. að þyngd eða rúmar 14 merkur og 50 cm. Er hann fyrsta barn Álfs Þórs Þráinssonar og Hörpu Maríu Hreinsdóttur, sem hér eru með drenginn á milli sín en hans hefur verið beðið frá 16. desember. Sagði Harpa að fæðingin hefði verið nokkuð erfið. Meira
3. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Fyrsta Norðlendingsins beðið

FÆÐINGAR á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri urðu alls 410 á árinu 1997, eða 18 færri en árið áður. Alls fæddust 419 börn á nýliðnu ári, 216 stúlkur og 203 drengir og voru tvíburafæðingarnar 9. Nýársbarn hafði ekki komið í heiminn á Norðurlandi um miðjan dag í gær, hvorki á Akureyri, Húsavík, Siglufirði né Sauðárkróki. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 466 orð

Galli í kínverskum handblysum veldur slysum

GALLI hefur komið fram í ákveðnum tegundum handblysa, bengalblysum, sem framleidd eru í Kína og voru seld á tveimur stöðum í Reykjavík fyrir áramót. Hafa blysin sprungið í höndum fólks og valdið bruna og meiðslum. Sala þeirra hefur verið stöðvuð. Innflytjandi blysanna telur ýmislegt benda til að raki hafi komist í blysin og skemmt þau. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 235 orð

Gjaldheimtan lögð niður

UM ÁRAMÓTIN tók Tollstjórinn í Reykjavík við innheimtu staðgreiðslu af Gjaldheimtunni í Reykjavík sem þá var lögð niður. Starfsmenn Gjaldheimtunnar, en þeir voru um 30 um áramót, hafa allir verið ráðnir til embættis Tollstjóra utan tveir sem láta af störfum fyrir aldurs sakir. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Greiðslur til Eyja ofreiknaðar um 61 milljón

VEGNA meinlegrar villu í forriti hjá Skýrr hf. var hlutdeild Vestmannaeyjabæjar í skilaskyldri staðgreiðslu ofreiknuð um rúma 61 milljón á tímabilinu september 1995 til október 1997. Að sögn Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra hefur verið samið um að bæjarsjóður endurgreiði upphæðina á næstu fjórum árum. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð

Grjótnám samþykkt eftir frestun

BORGARSTJÓRN samþykkti í gær á sérstökum aukafundi tillögu borgarráðs um grjótnám í Geldinganesi. Sjálfstæðismenn lögðu fram bókun þar sem meðferð þessa máls var gagnrýnd harðlega. Á síðasta borgarstjórnarfundi, 18. desember sl., var þetta mál einnig til umfjöllunar og var þá fellt á jöfnum atkvæðum. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 482 orð

Grunsemdir um sýndarviðskipti

VERÐBRÉFAÞING hefur tekið til athugunar viðskipti með hlutabréf nokkurra hlutafélaga síðustu daga ársins. Beinist athugunin einkum að því hvort ætlunin með þessum viðskiptum hafi verið að hafa áhrif á lokaverð ársins. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 256 orð

Heimskautasvæði Norðurlanda

Í TILEFNI 15 ára afmælis Hollustuverndar ríkisins á þessu ári hefur stofnunin gefið öllum framhaldsskólum landsins eintak af skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um "Heimskautasvæði Norðurlanda", en stofnunin tók þátt í gerð hennar. Stofnunin vonast til að skýrslan nýtist til fróðleiks um auðlindir, mengun og ástand umhverfismála í þessum heimshluta. Meira
3. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 247 orð

Hnattflug Fossetts gengur að óskum

ÆFINTÝRAMAÐURINN Steve Fossett lauk á nýjársdag fyrsta flugdegi loftbelgsferðar sinnar sem hann ætlar að fara umhverfis hnöttinn. Hyggst Fossett nýta sér sterka háloftavinda til þess að fá byr yfir Atlantshafið til Evrópu. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Hvetja til samninga við lækna

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: "Fundur lækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur haldinn 30. desember 1997 biður stjórnvöld að gera nú þegar samkomulag við unglækna. Það er ljóst að sérfræðingar geta ekki sinnt störfum unglækna nema önnur starfsemi skerðist. Því er fyrirséð að kennsla, rannsóknir og sérhæfð læknaþjónusta, s.s. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 298 orð

Hækkanir eiga að draga úr tóbaksneyslu

HEILDSÖLUVERÐ á tóbaki hækkar að meðaltali um 10,1% samkvæmt nýrri verðskrá Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins sem tók gildi 1. janúar sl. og verð á áfengi hækkar að meðaltali um 0,42% miðað við selt magn undanfarna 12 mánuði. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Ítreka ályktun um jólabónus

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem var samþykkt á stjórnarfundi í Verkamannafélaginu Hlíf, föstudaginn 2. janúar 1998: "Þar sem ekkert bitastætt svar hefur borist frá stjórnvöldum um jólauppbót á atvinnuleysisbætur eins og Verkamannafélagið Hlíf lagði til 13. desember sl. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 336 orð

Jeppamenn á suðurleið

JEPPAMENNIRNIR Freyr Jónsson og Jón Svanþórsson lögðu af stað frá sænsku bækistöðinni Wasa á nýársdag áleiðis til Svea stöðvarinnar á brún hásléttu Suðurskautslandsins. Leiðangursmenn, sem komnir voru til Svea á undan þeim sem voru í Wasa, lentu í vandræðum með ísborinn og urðu að hætta störfum. Meira
3. janúar 1998 | Landsbyggðin | 179 orð

Jólatrésskemmtun á Djúpavogi

Djúpavogi-Árlegt jólaball yngstu kynslóðarinnar á Djúpavogi var haldið í íþróttahúsinu 28. desember sl. Að þessu sinni var brugðið út af hefðbundnu jólaballi og ýmsar uppákomur tengdar jólunum voru þar nú ásamt dansi í kringum jólatréð. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Kirkjuferð Útivistar að Stóra-Dal

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir til kirkjuferðar við upphaf nýs árs og verður farið frá Umferðarmiðstöðinni sunnudaginn 4. janúar kl. 9. "Kirkjuferðin í ár verður farin í þá kirkjusókn sem er næst skálum Útivistar í Básum á Goðalandi. Ekið verður sem leið liggur austur yfir Markarfljót og gamla leiðin gengin frá gömlu brúnni heim að Stóra-Dal. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Kominn í afplánun

FRANKLÍN Steiner hefur hafið afplánun sem hann var kvaddur til á Þorláksmessu en þá skilaði hann sér ekki. Lögreglan hafði leitað hans að beiðni Fangelsismálastofnunar en ekkert fréttist af honum fyrr en lögreglunni í Hafnarfirði var bent á að hann hefði verið fluttur á spítala á nýársdag. Fulltrúar Fangelsismálastofnunar tóku þá við málinu og hefur hann nú hafið afplánun. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 665 orð

Kristín og Kristján hlutu rithöfundastyrk Ríkisútvarpsins

ÁRLEG styrkveiting úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins fór fram á gamlársdag við athöfn í Bláfjallasal útvarpshússins að viðstöddum forseta Íslands, menntamálaráðherra, útvarpsstjóra og fleiri gestum. Sjóðinn mynda m.a. höfundalaun sem höfundar finnast ekki að og var heildarfjárhæðin nú ein milljón króna, sem skiptist til helminga milli tveggja höfunda. Meira
3. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 334 orð

Kúrdar til Ítalíu RÚMLEGA 1000 manns, þ.

RÚMLEGA 1000 manns, þ.ám. Kúrdar frá Tyrklandi, Íran og Írak, hafa komið sjóleiðis frá Tyrklandi til Ítalíu á undanförnum dögum, og bárust fregnir síðast í gærmorgunn af skipi sem var sagt hafa lagt upp skammt frá Istanbúl á leið til Ítalíu eða Grikklands með um 300 manns innanborðs. Segja Ítalir flóttafólkið vera velkomið, því ekki væri vafi á að Kúrdar væru ofsótt þjóð. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð

Kært vegna nauðgunar og líkamsárása

EIN nauðgun og þrettán líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar í Reykjavík um áramótin. Heldur rólegra var hjá lögreglunni nú en fyrir ári, að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Mestur erill var vegna afskipta af ölvuðu fólki og erjum í heimahúsum. Færri voru þó teknir grunaðir um ölvun við akstur um þessi áramót eða 21 á móti 29. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

LEIÐRÉTT Röng mynd MEÐ

MEÐ frétt á bls. 20 í blaðinu á gamlársdag birtist röng mynd af afhendingu styrks Menningarsjóðs Íslandsbanka til Vesturfarasetursins. Myndin var tekin af því tilefni er Valgeir Þorvaldsson framkvæmdastjóri tók við bókinni "Nýja Ísland" frá höfundinum, Guðjóni Arngrímssyni, er hann færði Vesturfarasetrinu að gjöf. Meira
3. janúar 1998 | Miðopna | 669 orð

Lokatakmarkinu náð

ÍSLENSKU suðurskautsfararnir Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason náðu lokatakmarki sínu klukkan 21:05 að kvöldi nýársdags. Ættingjar þeirra og vinir komu saman á heimili Ólafs og fögnuðu ákaflega þegar fréttir bárust af því að suðurpólshnitin hefðu borist frá Argos-sendi leiðangursmanna. Meira
3. janúar 1998 | Landsbyggðin | 219 orð

Með litla jólaskreytingu en mikla athygli

Með litla jólaskreytingu en mikla athygli Selfossi-"Eftir að ég fékk áskorun frá einum nágranna mínum í götunni, Snorra Sigurfinnssyni, Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 800 orð

Með viljann að vopni tekst það

Eflaust tóku margir þá ákvörðun að drepa í síðustu sígarettunni á gamlárskvöld. Ingileif Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, segir að það reynist fólki lítill vandi að hætta að reykja ef vilji sé fyrir hendi. "Nikótín er sterkt fíkniefni en ef fólk hefur viljann að vopni getur það hætt að reykja án mikilla erfiðleika. Meira
3. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14 á morgun, sunnudag. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 17.15 næstkomandi fimmtudag, bænarefnum má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14 á morgun, Barnakór Glerárkirkju syngur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma á morgun, sunnudag, kl. 17, Majórarnir Turid og Knut Gamst stjórna og tala. Meira
3. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 330 orð

Michael Kennedy deyr af slysförum

MICHAEL Kennedy, sonur Roberts Kennedys, lést af völdum meiðsla á höfði og hálsi sem hann varð fyrir í skíðaslysi á gamlársdag. Kennedy, sem var 39 ára, lést eftir að hafa rennt sér á skíðum á tré í Aspen-fjöllum í Colorado. Hann hafði verið þar í skíðaferð með fjölskyldu sinni, m.a. þremur börnum sínum. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Mikið að gera á slysadeild á nýársnótt

MUN meira var að gera hjá slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur um nýliðin áramót en þau síðustu og leituðu 80 manns til deildarinnar frá miðnætti á gamlárskvöld til morguns á nýársdag. Jón Baldursson yfirlæknir segir það um 20 fleiri en um mörg undanfarin áramót. Meira
3. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Mikill fjöldi fólks á ferð um áramót

FJÖLDI fólks var á ferðinni á Akureyri um áramótin. Margir fóru að áramótabrennum og urðu nokkrar tafir á umferð einkum í kringum brennu við Réttarhvamm. Eftir að dansleikjum lauk kl. fjögur um nóttina safnaðist mikill mannfjöldi saman á Ráðhústorgi en ölvun var ekki áberandi mikil, að sögn varðstjóra lögreglunnar. Meira
3. janúar 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Nemendur útskrifaðir í Eyjum

Vestmannaeyjum-Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum útskrifaði nemendur er haustönn skólans lauk skömmu fyrir jól. Brautskráning nemenda nú var sú 25. frá því skólinn brautskráði fyrst nemendur árið 1984. Að þessu sinni útskrifuðust ellefu stúdentar frá skólanum, sjö af náttúrufræðibraut, tveir af félagsfræðibraut og tveir af hagfræðibraut. Meira
3. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 168 orð

Njósnuðu um bandamenn í ESB

BIRTING upplýsinga um að Bretar hafi notað leyniþjónustuna MI6 til að njósna um bandamenn sína í Evrópusambandinu þykja einkar vandræðalegar fyrir brezk stjórnvöld, einkum í ljósi þess að aðeins þrír dagar eru frá því Bretland tók við forsætinu í ráðherraráði ESB. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Nýársbrenna Vals

ÁRLEG nýársbrenna Vals verður á félagssvæði Vals að Hlíðarenda sunnudaginn 4. janúar nk. Sem fyrr hefst dagskráin með blysför og fjölskyldugöngu frá Perlunni að brennunni og hefst hún kl. 17. Þátttaka er ókeypis en göngublys verða seld við upphaf göngunnar við Perluna. Veitingar, flugeldar, blys, stjörnuljós o.þ.h. verður selt við brennuna. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Ný lyfjabúð í Kringlunni

Í umsögn borgarlögmanns er lagt til að borgarráð samþykki að gera ekki fyrir sitt leyti athugasemd við umsókn Páls Guðmundssonar lyfjafræðings um lyfsöluleyfið enda uppfylli hann öll skilyrði lyfjalaga og að leyfið verði í samræmi við þá heilbrigðisstefnu sem þar er mörkuð. Fram kemur að staðsetning lyfjabúðarinnar sé í samræmi við gildandi aðalskipulag. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Nýr staður í Hafnarstræti fær vínveitingaleyfi

BORGARRÁÐ hefur samþykkt umsögn félagsmálastjóra um að mæla ekki gegn vínveitingaleyfi fyrir skemmtistaðinn Kaffi Thomsen í Hafnarstræti 17. Í umsögn Gunnars Þorlákssonar, skrifstofustjóra Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, segir að í viðræðum við forsvarsmenn staðarins hafi komið fram að áhersla verði lögð á matar- og kaffiveitingar. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Orðuveitingar á nýársdag

Á FUNDI ríkisráðs á Bessastöðum 31. desember var sr. Karli Sigurbjörnssyni veitt embætti biskups Íslands frá 1. janúar 1998. Þá staðfesti forseti Íslands fjárlög fyrir árið 1998 á fundinum og lög um breytingu á skaðabótalögum nr. 50 frá 19. maí 1993. Meira
3. janúar 1998 | Miðopna | 1571 orð

Ólíkar áramótaræður

LEIÐTOGAR ríkisstjórnar, þjóðar og kirkju voru sammála um sumt í áramótaræðum sínum, en í öðrum málum voru þeir á öndverðum meiði eða að minnsta kosti með ólíkar áherzlur. Sá, sem bráðlega þarf að leggja verk sín í dóm kjósenda, Davíð Oddsson forsætisráðherra, var bjartsýnn fyrir hönd þjóðarinnar og lagði áherzlu á það, sem áunnizt hefði, einkum í efnahagsmálum. Meira
3. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 388 orð

Píanókonsert eftir Beethoven og sinfónía eftir Dvorák

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands fagnar nýju ári með tónleikum í Glerárkirkju á morgun, sunnudaginn 4. janúar kl. 17. Á efnisskránni eru tvö verk, 8. sinfónía tékkneska tónskáldsins Antoníns Dvoráks og Píanókonsert nr. 3 eftir Ludwig van Beethoven. Einleikari á tónleikunum er Daníel Þorsteinsson píanóleikari. Meira
3. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 177 orð

Próf gerð á hundum og köttum

HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Hong Kong láta nú skoða hunda og ketti til að kanna hvort dýrin séu sýkt af fuglaflensu, sem hefur vakið skelfingu í borginni. Um einni milljón kjúklinga hefur verið slátrað til að koma í veg fyrir útbreiðslu veikinnar sem hefur orðið fjórum mönnum að bana. Meira
3. janúar 1998 | Landsbyggðin | 114 orð

Rauð jól og rafmagnsleysi í Árneshreppi

Árneshreppi-Annan í jólum var norðan kaldi hér um slóðir og snjókoma. Gífurlegur snjór hlóðst á rafmagnslínur og slitnuðu þær og staurar brotnuðu. Rafmagnslaust varð því á öllum bæjum í 8 klukkustundir en á Kjörvogi og Gjögri í um sólarhring. Gjögursflugvöllur fékk ekki rafmagn fyrr en um miðjan dag á sunnudag því þar höfðu brotnað þrír staurar. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Reyklausir Bessastaðir

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá því í áramótaávarpi sínu á nýársdag að forsetasetrið á Bessastöðum væri nú reyklaust. Forsetinn fjallaði í ávarpi sínu um skaðsemi reykinga og sagði stjórnvöld víða hafa hafið baráttu gegn reykingum til að bjarga heilsu einstaklinga og komast hjá milljarða útgjöldum í heilbrigðiskerfinu. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Sameiginlegt framboð fengi 38,7% fylgi

FRAMBOÐSLISTI jafnaðarmanna fengi 38,7% fylgi í alþingiskosningum ef einungis þrír listar væru í kjöri, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir jafnaðarmenn. Sjálfstæðisflokkur fengi 42,1% fylgi og Framsóknarflokkur 19%. Úrtakið í könnuninni nú, sem gerð var 11.­18. desember, var 1.080 manns á aldrinum 15 til 75 ára af öllu landinu og var nettósvörun 72%. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Samningur um kaup og sölu á stoðtækjum

Í KJÖLFAR útboðs á spelkum, gervilimum og bæklunarskóm undirrituðu Stoðtækni Gísli Ferdinandsson ehf. og Tryggingastofnun ríkisins samning um kaup og sölu á stoðtækjum og tóku samningar gildi 1. janúar 1998. "Samningurinn felur í sér að Stoðtækni Gísli Ferdinandsson ehf. smíði og útvegi stoðtæki svo og þjónustu einstaklinga sem eru slysa­ eða sjúkratryggðir skv. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 380 orð

Samskip bjóða fjórum mönnum af sex ný störf

HELGAFELL, leiguskip Samskipa, sigldi úr höfn á nýársdag. Um borð voru sex íslenskir hásetar sem ráðnir höfðu verið í stað sex háseta sem sagt var upp störfum eftir að þeir neituðu að standa gæsluvaktir í Reykjavíkurhöfn um hátíðarnar. Samskip hafa boðið fjórum mönnum, af þeim sex sem sagt var upp, störf á öðrum skipum félagsins. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Sandsíli bárust með sjávarflóði

MIKIL sjávarflóð urðu nú um áramótin í Vík í Mýrdal en sjávarhæð var óvenjumikil og mikið brim. Sjór flæddi meðal annars inn í kjallara Víkurprjóns. Að sögn Þóris Kjartanssonar framkvæmdastjóra Víkurprjóns urðu skemmdir vonum minni en í kjallaranum eru m.a. rafmótorar. Með sjónum sem flæddi inn komu meðal annars nokkur sandsíli. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Sáttafundir eftir helgi

BOÐAÐ hefur verið til næsta sáttafundar í deilu vélstjóra og útvegsmanna næstkomandi mánudag 5. janúar og til fundar í deilu Sjómannasambandsins, Farmanna- og fiskimannasambandsins og Alþýðusambands Vestfjarða, fyrir hönd sjómanna innan þess, við útvegsmenn 7. janúar. Úrslit í atkvæðagreiðslu meðal sjómanna í Sjómannasambandinu og yfirmanna í FFSÍ um boðun verkfalls 2. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 177 orð

Sjö milljarða viðskipti með kreditkortum á 24 dögum

VIÐSKIPTI með kreditkortum voru um sjö milljarðar frá 1. til 24. desember sl., ef frá eru taldar raðgreiðslur og greiðslur í handvirkum vélum. Velta á kreditkortum hjá Visa- Ísland nam 5,7 milljörðum króna á tímabilinu, sem er um 19% aukning frá sama tímabili í fyrra og velta á kreditkortum hjá Kreditkortum hf. nam 1,3 milljörðum á þessu tímabili sem er um 16,5% aukning frá því í fyrra. Meira
3. janúar 1998 | Miðopna | 169 orð

Skálað í kampavíni fyrir suðurskautsförum

FJÖLDI vina og ættingja safnaðist saman á heimili Sigrúnar Richter, eiginkonu Ólafs Arnar Haraldssonar, í fyrrakvöld og beið eftir skilaboðum um að leiðangursmennirnir hefðu náð áfangastað. Þegar fréttirnar bárust var skálað fyrir ferðalokum þeirra þremenninga eins og sést á myndinni. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Skipaviðgerðir um jólin

STÆRSTUR hluti fiskiskipaflotans var í höfn um jól og áramót og notuðu margir tímann til að dytta að skipunum. Siglingastofnun tekur allmörg skip til skoðunar á þessum tíma og útgerðarmenn leggja áherslu á að þau séu í fullkomnu ástandi þegar skipaskoðunarmaður kemur um borð. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Suðurheimskautsfarar

ÞRÍR Íslendingar, Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason, komust á suðurpólinn að kvöldi nýársdags. Fyrstur á pólinn varð hins vegar Norðmaðurinn Roald Amundsen (1872- 1928). Hann stýrði leiðangri, sem náði pólnum á hundasleðum í lok ársins 1911. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 389 orð

Talið að fjöldi "burðardýra" sleppi í gegn með efni

LAGT var hald á mun meira af e-töflum, LSD, marijuana, kókaíni og ýmsum lyfjum, svo sem sterum og megrunarlyfjum, á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári en fyrri ár. Alls voru 24 handteknir og/eða kærðir vegna ólöglegra efna, þar sem þeir voru með áhöld til neyslu eða af öðrum orsökum. Fjórir erlendir ríkisborgarar voru með stóran hluta þeirra efna sem lagt var hald á. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Talið að gáshnall hafi rekið á land

TVEIR hvalir fundust reknir vestan við Kálk þar sem er mikið sandflæmi úti á Búlandsnesi við Djúpavog. Stærri hvalurinn er um 7,5 metrar og nýrekinn. Hann er með smátrýni, tannlaus og með sporðblöðku með skarði í miðju. Heimamönnum sýnist að honum svipi mjög til gáshnalls eins og honum er lýst í bók Sigurðar Ægissonar, Íslenskir hvalir fyrr og nú. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 1606 orð

Talið stefna í illindi og verkföll Forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi sínu flest benda til að kjaradeilur sjómanna og

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi sínu á gamlárskvöld að flest benti til að kjaradeilur sjómanna og útvegsmanna endi í illindum og verkföllum. "Það gæti leitt til þess að milljarðaverðmæti sigli framhjá íslensku Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 261 orð

Umræða um rafmagnsöryggi

MORGUNBLAÐINU hefur borsit eftirfarandi yfirlýsing frá Samorku: "Vegna fréttaflutnings undanfarna daga um ástand rafmagnsöryggismála landinu óskar Samorka, Samtök raforku, hita- og vatnsveitna, eftir að eftirfarandi komi fram: Þar til fyrir einu ári önnuðust rafveiturnar rafmagnseftirlit á heimilum og í fyrirtækjum. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 450 orð

Unglæknar telja lausn geta verið í sjónmáli

UNGLÆKNAR telja ekki útilokað að lausn geti verið í sjónmáli í kjaradeilu þeirra, en undanfarna daga hafa verið ræddar tillögur frá stjórnum sjúkrahúsanna um breytta vinnutilhögun sem unglæknar telja að geti orðið grunnur að lausn kjaradeilunnar. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Útskrift hjá Flugmennt

ÚTSKRIFT nemenda af einkaflugmannsnámskeiði frá Flugskólanum Flugmennt fór fram 29. nóvember sl. og náði þessi hópur að útskrifast með hæstu aðaleinkunn meðal flugskóla. Ásókn í flugnám hefur aukist verulega milli ára og einnig leggja fleiri stúlkur stund á flugnám. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 245 orð

Vefsíða Stofnunar Sigurðar Nordals

STOFNUN Sigurðar Nordals hefur opnað heimasíðu á alnetinu og er slóðin http: //www.rhl.hl.is/HI/Stofn/Nordals. Þar er að finna almennar upplýsingar um stofnunina á íslensku og ensku. Einnig er þar gerð grein fyrir starfsemi hennar: ráðtefnum, námskeiðum, bókaútgáfu og styrkjum, sem hún veitir. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Veiðikort hækka

VEIÐIKORT hækkuðu um áramótin um 100 kr., úr 1.500 kr. í 1.600. Ásbjörn Dagbjartsson veiðistjóri segir að það sé bundið í lög að verð á veiðikortum fylgi breytingum á framfærsluvísitölu. Ásbjörn segir að veiðikort hafi ekki hækkað í verði frá gildistöku laganna sumarið 1994. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð

Verðlækkun undir lok ársins

VERÐ á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu virðist hafa lækkað nokkuð í lok síðasta árs, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins en annars var fasteignaverð nokkuð stöðugt á síðasta ári á höfuðborgarsvæðinu. Meira
3. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 238 orð

Viljayfirlýsing um leigu á Kjarnalundi

FYRIR liggur viljayfirlýsing frá stjórn Náttúrulækningafélags Íslands sem á Kjarnalund í Kjarnaskógi og bæjaryfirvalda á Akureyri um að leita samninga um flutning á starfsemi dvalarheimilisins í Skjaldarvík í Kjarnalund. Vilhjálmur Ingi Árnason í stjórn NFLÍ sagði að Hótel Harpa hefði Kjarnalund á leigu næstu árin og eftir ætti að ræða við forsvarsmenn þess um málið. Kjarnalundur er 2. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 599 orð

Vinningshafar í James Bond leiknum Eftirfarandi aðilar unnu í James Bond

Eftirfarandi aðilar unnu í James Bond leiknum sem var samvinnuverkefni Morgunblaðsins, B&L, FM 957, Sambíóanna og Háskólabíós. Hver vinningshafi hlýtur James Bond húfu og þátttökurétt í spennandi spurningaleik sem fram fer á Hótel Íslandi í kvöld kl. 21.30. Þeir vinningshafar sem eru yngri en 18 ára þurfa að mæta í fylgd forráðamanns. Sigurvegarinn í keppninni hlýtur að launum glæsilegan BMW 316i. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Vínveitingaleyfi í Víðidal í sex mánuði

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Hestamannafélaginu Fáki, Víðivöllum í Víðidal, almennt vínveitingaleyfi til sex mánaða. Leyfið er veitt með því skilyrði að hávaði frá hljómflutningstækjum á veitingastaðnum valdi nágrönnum ekki ónæði. Í umsögn skrifstofustjóra Félagsmálastofnunar segir að um almennt vínveitingaleyfi fyrir félagsheimili sé að ræða. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Vínveitingaleyfi í þrjá mánuði

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Nelly's café vínveitingaleyfi í þrjá mánuði, en afgreiðslu leyfisins var frestað á fundi borgarráðs í lok október sl. Í umsögn skrifstofustjóra Félagsmálastofnunar segir að afgreiðsla umsóknarinnar hafi verið frestað vegna athugasemda, Meira
3. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 135 orð

Það á að gefa börnum bók

SIGRÚN Klara Hannesdóttir flytur fyrirlestur við Háskólann á Akureyri næstkomandi þriðjudag 6. janúar kl. 16 í húsnæði háskólans á Sólborg, gengið inn um aðaldyr frá bílastæði. Fyrirlesturinn nefnist Það á að gefa börnum bók ­ jólabækur, lestrarvenjur, Netnotkun barna og unglinga á Íslandi. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

Þjónustudeildir flytja

ÞJÓNUSTUDEILDIR Verslunarmannafélags Reykjavíkur hafa verið fluttar á jarðhæð af níundu hæð í Húsi verslunarinnar við Kringluna 7. Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, formanns VR, eru það kjaramáladeild, sjúkrasjóður, afgreiðsla atvinnuleysisbóta ásamt þjónustu vegna orlofshúsa sem verða á jarðhæðinni en stjórnunar-, fjármála- og tölvudeild verða áfram á áttundu hæð. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Þrettándagleði á Ásvöllum

JÓLIN verða kvödd með dansi og söng á Þrettándahátíð á Ásvöllum þriðjudaginn 6. janúar. "Dagskráin hefst kl. 19.15 með blysför álfakóngs og drottningar, trölla, púka, álfa og jólasveina frá Suðurbæjarsundlauginni á Ásvöllum. Skemmtidagskrá hefst á Ásvöllum kl. 19.45. Jólasveinar, Grýla, Leppalúði, eldspúandi risar, dans og söngur. Flugeldasýning, álfabrenna og óvæntar uppákomur. Meira
3. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 38 orð

Þrjú núll af rúblunni

ÞRJÚ núll voru skorin af rússnesku rúblunni um áramótin, þegar gjaldmiðilsbreyting sem lengi hafði verið í undirbúningi gekk í gildi. Hér sést nýi 100 rúblu-seðillinn og 100.000 rúblu- seðillinn sem hann leysir af hólmi. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Þyrluáhöfnin í efsta sæti

ÁHÖFN björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, hlaut titilinn maður ársins á Rás 2 á gamlársdag og fékk hún 40% greiddra atkvæða hlustenda Rásar 2 eða 810. Þar af fékk Auðunn Kristinsson sigmaður 84 atkvæði. Meira
3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

3. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

3. janúar 1998 | Staksteinar | 342 orð

»Áramótaleiðarar ÁRAMÓTALEIÐARAR Dags og DV í síðasta tölublaði ársins 1997 fj

ÁRAMÓTALEIÐARAR Dags og DV í síðasta tölublaði ársins 1997 fjalla annars vegar í Degi um "Jól í Bagdað" og hins vegar er í DV fjallað um val DV, Stöðvar 2 og Viðskiptablaðsins á manni ársins, Finnboga Jónssyni framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Meira
3. janúar 1998 | Leiðarar | 568 orð

ÞÖRF ER ÞJÓÐARVAKNINGAR ITT í efnahagslegri hagsæld þjóðar

ÞÖRF ER ÞJÓÐARVAKNINGAR ITT í efnahagslegri hagsæld þjóðarinnar blasir við vandi, sem ógnar friðsemd og öryggi samfélagsins. Forseti landsins, herra Ólafur Ragnar Grímsson, vék að þessari ógn, vaxandi fíkniefnaneyzlu, einkum ungs fólks, í nýársávarpi til þjóðarinnar: "Á fáeinum árum hefur hún vaxið svo að við blasir alvarlegt þjóðfélagsmein, Meira

Menning

3. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 311 orð

Á bak við tjöldin í Hollywood Leyndardómar Hollywood (Hollywood Confidential)

Framleiðendur: James Herbert. Leikstjóri: Reynaldo Villalobos. Handritshöfundar: Anthony Henden Yerkovich. Kvikmyndataka: Reynaldo Villalobos. Tónlist: Mark Bonilla. Aðalhlutverk: Edward James Olmos, Ricky Aiello, Angela Alvarado, Christine Harnos, Charlize Theron. 88 mín. Bandaríkin. Cic Myndbönd 1997. Útgáfudagur: 16.desember. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
3. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 126 orð

Frábiður sér fleiri tilboð

RALPH Fiennes var nýlega inntur eftir því í viðtali hvort líf hans hefði tekið miklum stakkaskiptum eftir að hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Lista Schindlers og "The English Patient". "Ég verð ekki var miklar breytingar," svaraði hann, - þótt hann viðurkenndi að hann fengi mun fleiri tilboð um að leika í kvikmyndum. Meira
3. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 171 orð

Gleði á gamlárskvöld Fyrstu stundir

Gleði á gamlárskvöld Fyrstu stundir nýja ársins Áramótum var fagnað á götum og skemmtistöðum miðborgarinnar á gamlárskvöld og rakst ljósmyndari blaðsins á gleðinnar menn og konur á næturferð sinni. Ef marka má myndirnar byrjaði nýja árið líflega hjá landsmönnum nú sem endranær. Meira
3. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 182 orð

Heiti potturinn vinsæll hjá "gæsunum"

Heiti potturinn vinsæll hjá "gæsunum" HEITI potturinn og nuddstofan á Hótel Loftleiðum er vinsæll viðkomustaður þeirra sem halda "gæsapartý" fyrir vinkonur sínar á leið upp að altarinu. Í desember rakst ljósmyndari blaðsins á tvo slíka hópa sem nýttu sér aðstöðu hótelsins og slettu ærlega úr klaufunum. Meira
3. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 333 orð

Í gönguferð með Sigurbirni biskup á aðfangadag

SIGURBJÖRN Einarsson biskup hefur löngum haft það fyrir sið að fara í göngutúr með börnum sínum að morgni aðfangadags. Hann tók fyrst upp á þessum sið með börnum sínum en síðan hafa barnabörn og "langömmubörn" tekið við. Meira
3. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 136 orð

Kryddpíur vinsælar vestanhafs

Kryddpíur vinsælar vestanhafs SÖNGVARINN Garth Brooks er fyrstur tónlistarmanna til að tróna fimm vikur í röð í efsta sæti bandaríska vinsældalistans síðan No Doubt sló í gegn í ársbyrjun 1997. Nýjasta skífa hans "Sevens" seldist í tæplega 700 þúsund eintökum í síðustu viku. Meira
3. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 558 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð221.00 Það er Harold Ramis sem leikstýrir myndinni Með fjölskylduna á heilanum (Stuart Saves His Family, '95), og er ein ástæðan fyrir því að hún er forvitnileg þrátt fyrir að hafa mislukkast gjörsamlega hvað aðsókn snerti á sínum tíma. Ramis á margar góðar myndir að baki sem handritshöfundur, (Ghostbusters, N.L. Meira
3. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 40 orð

Pappírsáramót í New York

HUNDRUÐ þúsunda fögnuðu nýju ári á Time Square í New York og var mikið um dýrðir. Ríflega 1.500 kílóum af mislitum pappír var varpað úr byggingum sem standa við torgið þegar klukkan sló tólf á miðnætti. Meira
3. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 324 orð

Sannleikurinn um geimverur

Sannleikurinn um geimverur FYRIR flesta eru kvikmyndir og sjónvarpsþættir um geimverur og fljúgandi furðuhluti skemmtilegt afþreyingarefni en til eru sjálfskipaðir sérfræðingar sem rannsaka slík mál af fullri alvöru og þeir eru mishrifnir af slíku skemmtiefni. Meira
3. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 149 orð

Skrifar leikrit fyrir eiginkonuna

WOODY Allen ku vera að skrifa leikrit með hlutverk fyrir hina nýbökuðu eiginkonu sína, Soon-Yi, sérstaklega í huga. Allen vill ekkert láta uppi um nafn leikritsins eða söguþráð en það mun gerast í New York og að sögn New York Post hefur Soon-Yi sótt leiklistartíma síðan í október. Meira
3. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 303 orð

Vinaleg drottning hryllingsmynda

COURTENEY Cox vakti fyrst athygli árið 1984 þegar hún dansaði við sjálfan Bruce Springsteen í myndbandinu við lagið "Dancing in the Dark" sem komst á toppinn það ár. Það var leikstjórinn Brian De Palma sem valdi Courteney úr stórum hópi umsækjenda og í kjölfarið fékk hún hlutverk í sjónvarpsmyndum. Hún lék kærustu Michael J. Meira
3. janúar 1998 | Fólk í fréttum | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞAÐ er greinilegt að margir hafa áhuga á því sem unga fólkið er að fást við í kvikmyndum í dag, því Tjarnarbíó var stútfullt og inn á milli aðstandenda og vina nemendanna mátti sjá marga af helstu "kvikmyndagúrúum" Íslands. Meira

Umræðan

3. janúar 1998 | Aðsent efni | 1066 orð

200 námsmenn í vinnu við nýsköpun

NÝSKÖPUNARVERÐLAUN forseta Íslands verða afhent nk. fimmtudag. Rannsóknarverkefnin sem keppa um verðlaunin eru unnin á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Átta nemendur standa að verkefnunum sem eru sex en alls unnu 200 nemendur á háskólastigi að verkefnum á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna sl. sumar. Meira
3. janúar 1998 | Aðsent efni | -1 orð

Deila sem verður að leysa

DEILA ungra lækna við ríkið hefur nú staðið í rúmar 2 vikur. Enn sem komið er gætir áhrifa hennar mest meðal sérfræðinga og yfirlækna, sem hafa orðið að manna vaktir spítalanna yfir hátíðirnar. Hefur það verið lítið tilhlökkunarefni manna, sem sumir eru komnir á sjötugsaldur, að standa í eldlínunni í rúman sólarhring og fást við verk sem þeir eru orðnir óvanir, Meira
3. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 392 orð

Erfingjar Passíusálmahandritsins

Í MORGUNBLAÐINU á aðfangadag jóla var að finna ágæta og fróðlega lesningu um sr. Hallgrím Pétursson og Passíusálmana. Ég fékk hins vegar ekki betur séð en að í umfjöllun um sögu handritsins, þ.e. eiginhandritsins sem sr. Hallgrímur gaf Ragnheiði Brynjólfsdóttur árið 1661 og er hið eina sem varðveist hefur með hans hendi, hafi á einum stað gæti örlítillar ónákvæmni. Meira
3. janúar 1998 | Aðsent efni | 722 orð

Eru málefni aldraðra undir röngum hatti?

Í LOK aldarinnar standa málefni aldraðra á krossgötum. Annarsvegar blasir við stöðnun. Hinsvegar möguleikar á nýrri sókn. Það má líkja rekstri félagslegrar þjónustu fyrir aldraða við þekkt fyrirbæri í sveitum landsins. Það er smalað af fjalli og dregið í dilka. Síðan eru þarfir aldraðra oft leystar með einhverskonar geymslum í útjöðrum þjóðfélgsins. Meira
3. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 350 orð

Fréttamat Ríkissjónvarpsins

TILDRÖG þessara skrifa minna eru þau, að ég get ekki orða bundist yfir því sem Ríkissjónvarp allra landsmanna dembdi yfir gervallan landslýð skömmu fyrir jólahátíðina, þann 22. desember að mig minnir. Það sem ég á við er að í aðalfréttatíma Ríkissjónvarpsins, sem yfirleitt hefur verið talinn með vandvirkustu og metnaðarfyllstu fréttamiðlum landsins, var viðtal við Franklín nokkurn Steiner, Meira
3. janúar 1998 | Aðsent efni | 992 orð

Góður árangur í baráttu gegn spilliefnum

Á SÍÐASTA ári voru samþykkt á Alþingi lög um spilliefni, sem höfðu að geyma nokkur nýmæli í íslenskri umhverfislöggjöf. Þessum lögum var síðan breytt á Alþingi nú í þessum mánuði til þess að taka á nýjum viðfangsefnum, sem upp hafa komið við framkvæmd laganna. Meira
3. janúar 1998 | Aðsent efni | 1936 orð

Hér þarf þjóðarvakningu

Góðir Íslendingar. Á fyrsta degi nýs árs færum við hér á Bessastöðum ykkur öllum óskir um farsæld og gleði og þökkum samhug og auðsýnda vináttu sem verið hafa okkur mikils virði. Um jól og áramót, hátíðir fjölskyldunnar, leitar hugurinn til æskuára með foreldrum, afa og ömmu, og góðar óskir og vonir fylgja börnum að leik. Meira
3. janúar 1998 | Aðsent efni | 1496 orð

Laun hækka ­ skattar lækka

GÓÐIR Íslendingar. Það hefur blásið dálítið á okkur síðustu daga og það blæs enn í kvöld. En við kvörtum ekki, enda hefur haustið verið milt og notalegt, og ástæðulaust að bölva, þótt það blási nokkuð nú í árslok. Á hinn bóginn minnir það okkur ef til vill á, að þjóð okkar virtist eiga við óendanlegan andbyr að búa öldum saman. Meira
3. janúar 1998 | Aðsent efni | 896 orð

Melankólía og viðreisnarvíma

ÁRÁTTA sorgarinnar er að reyna að bjarga hin horfna. Kynslóðir okkar tíma standa frammi fyrir kveðjustund tálvonar skynsamrar veraldar sem og þeirri reynslu að út úr þessum heimi er engin bein leið lengur. Meira
3. janúar 1998 | Aðsent efni | 1474 orð

Siðgæðisþroskinn varðar mestu

HÉR fer á eftir predikun herra Karls Sigurbjörnssonar í Dómkirkjunni á nýársdag 1998: Guð gefi oss öllum gleðilegt ár í Jesú nafni. Þegar átta dagar voru liðnir var hann umskorinn og gefið nafn. Skerandi grátur barnsins gall við, og gleðihrópið: "Hann skal heita Jesús!" Jesús. Joshwa með tungutaki þjóðar hans ­ nafn hetjunnar fornu og frægu, sem leiddi Ísrael inn í fyrirheitna landið. Jesús. Meira
3. janúar 1998 | Aðsent efni | 926 orð

Upplýsingar varðandi frétt um Hæstaréttardóm

AF TILEFNI umfjöllunar á dómi Hæstaréttar máli nr. 200/1977: "Kristinn Traustason gegn íslenska ríkinu", hér í blaði 18. þ.m. vil ég sem lögmaður Kristins Traustasonar óska eftir að fá að birta eftirfarandi: Málið snerist um bótakröfu vegna rifbeinsbrots, sem Kristinn Traustason hafði hlotið í höndum lögreglu. Meira
3. janúar 1998 | Aðsent efni | 570 orð

Vald ráðherra yfir háskólunum aukið

Í VÍÐLESNU dagblaði nokkru fyrir jól birtist þversíðufyrirsögn á áberandi stað inni í blaðinu þar sem fullyrt var að vald menntamálaráðherra hefði verið minnkað við afgreiðslu nýju háskólalaganna. Í tilvísun á forsíðu er þess einnig getið að vald menntamálaráðherra hafi verið minnkað með samþykkt laganna. Hvað er hæft í þessu? Staðreyndin er sú að þetta er þvættingur. Meira
3. janúar 1998 | Aðsent efni | 601 orð

Viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna á Írak

UNDANFARIÐ hefur mikið verið rætt í íslenskum fjölmiðlum um það hlutverk sem Bandaríkin gegna með stuðningi sínum við viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna á Írak. Þessi stuðningur byggist á yfirveguðu mati á öllum hliðum ástandsins þar. Meira
3. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 1034 orð

Ægifegurð menningararfsins

Freyr, sem er ástin og kærleikurinn í guðs mynd, sendir Skírni, sem er hin hækkandi sól um vetrarsólhvörf ár hvert, til að biðja Gerðar, sem er gróðurinn og vorið sem mun koma, og von okkar um mat handa börnum og skepnum: lífsvonin okkar. Jól eru hjól, hringur, ferill hvers árs, vegna veltu móður Jarðar. - Nú er hún í nýrri sveiflu með okkur norðurhjaramenn í átt til gyðjunnar Sólar. Meira

Minningargreinar

3. janúar 1998 | Minningargreinar | 581 orð

Aðalheiður Jónsdóttir

"Auðvitað hefði það verið enn þá erfiðara að vera glöð í svörtum fötum." Glöð! Kallaði Nanna uppyfir sig. "Já, þegar pabbi er farinn til himna til mömmu og allra hinna, skilurðu? Hann sagði að ég yrði að vera glöð. En það var örðugt, þó að ég væri í rauðköflóttum kjól, af því að ég sá svo eftir honum, mig langaði svo mikið að hafa hann hjá mér. Og mér fannst að ég ætti að hafa hann. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 278 orð

Aðalheiður Jónsdóttir

Elsku amma mín, ég kveð þig nú og ég veit að þú ert komin til betri heima þar sem þér líður vel. Þegar ég sé litlu barnabörnin þín, þá átta ég mig á því, hve heppin ég var að fá að njóta þín svona lengi. Þú varst alltaf að þakka mér fyrir að vera svona trygg og að heimsækja þig og pabba á spítalann, ég skildi þetta aldrei og mér fannst þú hafa gert svo miklu meira fyrir mig og okkur systkinin. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 106 orð

AðALHEIðUR JÓNSDÓTTIR

AðALHEIðUR JÓNSDÓTTIR Aðalheiður Jónsdóttir fæddist á Akranesi hinn 3. október 1921. Hún lést á Landspítalanum 16. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Pétursson, vigtarmaður, Akranesi, d. 9.10. 1963, og Guðrún Jóhannesdóttir, húsmóðir, Akranesi, d. 30.10. 1979. Aðalheiður var fjórða barn þeirra hjóna af sjö. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 246 orð

Áslaug Sigurðardóttir

Elsku amma mín. Í tæp 30 ár varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga þig sem ömmu. Fyrstu minningarnar sem ég rifja upp eru úr eldhúsglugganum á Miklubrautinni. Þar sat ég oftar en ekki og taldi bíla sem óku upp og niður Miklubrautina. "Dósalausu" bílarnir voru náttúrulega taldir sérstaklega vegna hávaðans. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 604 orð

Áslaug Sigurðardóttir

Þegar jólin voru að ganga í garð kvaddi þennan heim móðursystur mín Áslaug Sigurðardóttir. Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast hennar nú að leiðarlokum. Ekki datt mér í hug að ég væri að kveðja hana í síðasta sinn, þegar ég kom við hjá henni nú rétt fyrir jólin með sendingu fyrir mömmu. Minningar sem tengjast þér, kæra frænka, eru allar ljúfar og skemmtilegar. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 283 orð

Áslaug Sigurðardóttir

Ég hitti hana fyrst fyrir fimm árum í afmælisveislu uppi í Borgarfirði og kunni strax vel við hana. Hún var úr Miklaholtshreppnum en Sveinbjörn maður hennar úr Staðarsveitinni og hafði þekkt foreldra mína fyrir meira en hálfri öld. Það fylgdi henni notaleg glaðværð og áhugi á velferð manns, enda var ég um það leyti að tengjast fjölskyldu hennar. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 660 orð

Áslaug Sigurðardóttir

Elsku frænka mín. Þú kvaddir þennan heim á Þorláksmessu eftir nokkra daga á gjörgæslu Landspítalans. Ég náði því að koma, halda í hönd þína og kyssa þig á ennið í kveðjuskyni. Hugurinn reikar, margar myndir, minningar og hugsanir streyma í gegn. Ég veit ekki hvernig þessi ætt fer að án þín. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 576 orð

Áslaug Sigurðardóttir

Kraftakonan hún amma mín er dáin, erfið staðreynd en víst óhagganleg. Fá orð lýsa konu eins og henni ömmu enda var hún einn af máttarstólpum fjölskyldunnar okkar sem var alltaf til staðar fyrir okkur öll, rétti alltaf hjálparhönd og sá til þess að við gátum notið þess besta í lífinu. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR

ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR Áslaug Sigurðardóttir fæddist á Hofstöðum í Miklaholtshreppi 30. ágúst 1926. Hún andaðist á hjartadeild Landspítalans 23. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 2. janúar. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 436 orð

Baldur Jónsson

Aðfaranótt 20. desember lést á Landspítalanum föðurbróðir minn Baldur Jónsson. Eftir situr minning um góðan og traustan mann sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu. Mínar fyrstu minningar um frænda eru þegar hann var að koma heim í Ormsstaði í sumarfríinu sínu nánast á hverju sumri. Á þessum árum voru ferðalög ekki jafn algeng og í dag og því sumargestirnir afar kærkomnir. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 378 orð

Baldur Jónsson

Látinn er í Reykjavík, vinur minn, Baldur Jónsson frá Ormsstöðum í Norðfirði. Baldur fluttist ungur að árum til Reykjavíkur og átti þar heimili alla tíð eftir það. Við hjónin kynntumst honum fyrir um það bil 40 árum, og varð sú viðkynning hin besta og bar aldrei skugga á. Fáum mönnum hef ég kynnst á ævinni jafn grandvörum og hann var. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 318 orð

Baldur Jónsson

Elsku frændi. Þú kvaddir okkur fjórum dögum fyrir jólahátíðina og fékkst loks hvíld frá veikindum þínum. Þó að þú byggir öll þín fullorðinsár hér í bænum þá á ég fleiri minningar um þig fyrir austan á Norðfirði heldur er hér fyrir sunnan. Oftar en ekki flugum við saman austur, við vorum hálfgerðir vorboðar sumarsins. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 168 orð

BALDUR JÓNSSON

BALDUR JÓNSSON Baldur Jónsson var fæddur á Ormsstöðum í Norðfirði 13. október 1912. Hann lést á hjartadeild Landspítalans hinn 20. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi og búfræðingur, f. 1876, d. 1956, og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir, f. 1876, d. 1935. Systkini Baldurs voru: Jón Aðalsteinn, f. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 157 orð

Bergþóra Guðmundsdóttir

Elsku amma. Ég kveð þig með þakklæti í huga og hlýju í hjarta. Þú kenndir mér að bera virðingu fyrir öllum, háum sem lágum, og hjá þér fann ég hvað manngæskan er mikils virði. Þú hafðir mikla og ríka tilfinningu fyrir mannfólki og gast einatt af mildileika opnað hug minn gagnvart því. Oft ræddum við um liðna tíð, hvort heldur góðar sem og erfiðar stundir. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 33 orð

BERGÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR

BERGÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR Bergþóra Guðmundsdóttir fæddist á Hrauni í Keldudal í Dýrafirði 26. maí 1910. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 13. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 22. desember. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 363 orð

Björgmundur Guðmundsson

Kveðja frá barnabörnum "Passið ykkur, elskurnar mínar," sagði afi oft þegar við vorum að ærslast í sveitinni hjá honum. Þessi orð lýsa vel því hversu vænt honum þótti um okkur öll. Afi var ríkur maður því sá er ríkur er elskar alla sína samferðamenn og er elskaður til baka. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 395 orð

BJÖRGMUNDUR GUÐMUNDSSON

BJÖRGMUNDUR GUÐMUNDSSON Björgmundur Guðmundsson fæddist í Bæ í Árneshreppi á Ströndum 31. janúar 1921. Hann lést 25. desember síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Foreldrar hans voru Steinunn Hjálmarsdóttir, f. 24. janúar 1886 í Kjós, Árneshreppi, og Guðmundur Guðmundsson, f. 24 sept. 1883 í Bæ, Árneshreppi. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 899 orð

Emma Kristín Guðnadóttir

Á aðventu bíða menn og undirbúa komu frelsarans. Menn lýsa upp skammdegið með ljósum og skreytingum. Þrátt fyrir spennu sem tilheyrir vitfirrtu kaupæði og lífsgæðakapphlaupi nútímans er tilhlökkun í hjörtum margra. Enn eru margir sem gleyma ekki tilgangi helgra jóla þótt ýmis öfl vinni þar að. Á aðventu og jólum knýr dauðinn dyra eins og í annan tíma. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 317 orð

Emma Kristín Guðnadóttir

Elsku systir. Mig langar að minnast þín örfáum orðum, nú þegar komið er að leiðarlokum. Emma var elst átta systkina sem upp komust, hún var vel gefin. Ef tækifæri hefðu boðist hefði hún gengið menntaveginn. Snemma fór hún að vinna fyrir sér. Mér fannst hún falleg kona, skemmtileg og orðheppin var hún. Hún giftist Gústa og börnin komu fljótt hvert af öðru. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 370 orð

Emma Kristín Guðnadóttir

Emma Kristín Guðnadóttir Ég horfi yfir hafið um haust af auðri strönd, í skuggaskýjum grafið það skilur mikil lönd. Sú ströndin strjála' og auða, er stari' eg héðan af, er ströndin stríðs og nauða, er ströndin hafsins dauða og hafið dauðans haf. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 228 orð

Emma Kristín Guðnadóttir

Elsku amma. Eftir viðburðaríka ævi ertu farin frá okkur, loksins laus undan sjúkdómum og þjáningum sem hafa hrjáð þig seinustu árin, og komin á betri stað þar sem við vonum að þér líði vel. Þú hafðir mikil áhrif á okkur, sérstaklega tvö seinustu sumur sem þú lifðir. Þá var ég á Löngumýri og upplifðum við þá margt saman, bæði góða hluti og miður góða. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 308 orð

Emma Kristín Guðnadóttir

Kveðjustund. Í dag kveðjum við móðursystur mína Emmu Kristínu Guðnadóttur. Hún var elsta dóttir þeirra Þorbjargar Einarsdóttur og Guðna Þorsteinssonar. Hún var augasteinninn hans afa. Sem ung stúlka austur á Reyðarfirði þótti hún bera af ungum stúlkum, fríð sýnum, hárprúð og með góða söngrödd. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 334 orð

Emma Kristín Guðnadóttir

Elsku amma. Nú er þjáningum þínum loks lokið. Það var erfiðara en orð fá lýst að horfa upp á þig svona mikið veika og geta ekkert gert til að láta þér líða betur og við huggum okkur við það, nú þegar þú ert farin frá okkur, að nú líður þér vel. Þó þú værir svona mikið veik, varstu samt með snöggu og hnyttnu tilsvörin þín á reiðum höndum. Það þótti okkur svo vænt um. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 356 orð

EMMA KRISTÍN GUÐNADÓTTIR

EMMA KRISTÍN GUÐNADÓTTIR Emma Kristín Guðnadóttir var fædd á Eyri við Reyðarfjörð 8. mars 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Einarsdóttir, f. í Bakkagerði við Reyðarfjörð 6.4. 1894, d. 21.6. 1984, og Guðni Þorsteinsson, f. á Bæ í Lóni 27.1. 1897, d. 27.2. 1985. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 122 orð

Guðrún Jóhanna Einarsdóttir

Guðrún Jóhanna Einarsdóttir Mér andlátsfregn að eyrum berst og út í stari bláinn og hugsa um það, sem hefur gerst til hjarta mér sú fregnin skerst: hún móðir mín er dáin! Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn, mitt athvarf lífs á brautum, Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 271 orð

Guðrún Jóhanna Einarsdóttir

Það getur oft verið erfitt að koma orðum að þeim tilfinningum sem leika um hugann þegar sárt er saknað. Á þeirri stundu liggja orðin dýpra en svo að þau verði sögð eða skráð á blað. En í gegnum hugann framkallast margar lífsmyndir liðins tíma, sem líða hjá, kristallast og geymast. Og víst er margs að minnast, sem gott er og gleðilegt, þótt skuggi saknaðar grúfi yfir. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 177 orð

Guðrún Jóhanna Einarsdóttir

Elsku Hanna, ekki hvarflaði það af mér síðast þegar við hittumst, að ég ætti ekki eftir að sjá þig aftur nema til þess að kveðja þig hinstu kveðju. Það er svo ótalmargt sem hefur komið upp í huga minn síðustu daga, minningar um öll þau ár sem við höfum þekkst og allar þær samverustundir sem við áttum saman. Það sem mér er efst í huga nú er ég kveð þig er þakklæti. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 234 orð

GUÐRÚN JÓHANNA EINARSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓHANNA EINARSDÓTTIR Guðrún Jóhanna Einarsdóttir var fædd á Stöðvarfirði 25. febrúar 1938. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 18. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Unnur Pétursdóttir, f. 24. júlí 1915, d. 12. okt. 1980, og Einar Eiríksson sjómaður, nú vistmaður í Seljahlíð í Reykjavík, f. 25. ágúst 1905. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 602 orð

Hjördís Þórarinsdóttir

Veðurblíða haustsins hefur verið einstök. Móðir jörð hefur farið mjúkum og líknandi höndum um allt líf og veitt af auðlegð sinni. Loftsvalinn hefur borið með sér gróanda, rétt eins og vorverkin væru í nánd. Sérhver árstíð ber einnig í vængjum sér skugga. Laufskrúð bjarkarinnar er minning ein um sumar. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 621 orð

Hjördís Þórarinsdóttir

Hér sit ég og fer yfir minningar mínar. Lít til baka með söknuð í hjarta, en jafnframt gleði yfir þeim myndum sem lýsa upp huga minn þegar ég hugsa um þig, elsku amma mín. Hugsa um litla telpu sem með stjörnur í augum var að leggja upp í ævintýraferð til ömmu og afa á "Prató" eins og ég sagði alltaf. Sé fyrir mér þegar fyrstu húsin í plássinu birtast. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 183 orð

Hjördís Þórarinsdóttir

"Því að hvað er það að deyja annað en standa nakin í blænum og hverfa inn í sólskinið" (Spámaðurinn). Mér finnst það svo ótrúlegt að hún Dísa okkar hafi kvatt þetta jarðneska líf, þrátt fyrir margar spítalalegur datt mér aldrei dauðinn í hug í sambandi við hana. Hún var ein sú lífsglaðasta manneskja, sem ég hef kynnst. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 154 orð

Hjördís Þórarinsdóttir

Sofðu rótt, kæra systir. Ég er alvaldinu þakklát að hafa gefið mér styrk til þess að komast til þín og kvatt daginn áður en þú varst öll. Hönd í hönd sátum við saman systur, þá einar núlifandi barna Þórarins Ólafssonar, og hurfum á vit minninganna. Orð voru óþörf. Báðar vissu hvað hin hugsaði. Hugurinn reikaði til bernskustöðvanna, Rauðsstaða í Arnarfirði. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 172 orð

HJÖRDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR

HJÖRDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR Hjördís Þórarinsdóttir var fædd á Rauðsstöðum í Arnarfirði 30. maí 1918. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Þórarinn Ólafsson og Kristín Jónsdóttir. Hún ólst upp hjá föður sínum og konu hans, Sigurrós Guðmundsdóttur. Hjördís átti 13 systkini og eru fimm þeirra á lífi. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 364 orð

Jóhanna Einarsdóttir

Elsku Hanna. Nú þegar hátíð ljósanna gengur í garð, ert þú horfin yfir móðuna miklu meira að starfa Guðs um geim. Hvern hefði órað fyrir því að þú yrðir kölluð burt frá okkur svo skjótt? Það sannar aðeins það, sem við oft ræddum um, hversu mjó sú taug er sem aðskilur líf og dauða, og hversu óviðbúin við oftast erum þegar kallið kemur. Ég mun ætíð minnast þín sem góðs vinnufélaga og vinar. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 289 orð

Jóhanna Einarsdóttir

Hún Jóhanna Einarsdóttir er dáin. Hún fór frá okkur þegar við ætluðum að fara að fagna jólunum. Hún, sem var svo mikið jólabarn í sér, var að keppast við að ljúka öllu sem fyrst. Nú skil ég af hverju henni lá svona mikið á, hún þurfti að fara til jólafagnaðar með frelsara sínum en vildi vera búin að ljúka sem flestu áður en hún færi. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 475 orð

Jóna Ragnheiður Vilhjálmsdóttir

Þegar okkur systkinunum barst sú frétt nú um hátíðarnar að Jóna hans Hinna frænda hefði látist um eftirmiðdag á aðfangadag, var okkur efst í huga þakklæti fyrir okkar góðu kynni í rúm 40 ár sem við fengum að vera samferðafólk Jónu Vilhjálmsdóttur, þeirrar góðu konu sem nú hefur kvatt jarðvist eftir 88 ára lífsgöngu. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 146 orð

JÓNA RAGNHEIðUR VILHJÁLMSDÓTTIR

JÓNA RAGNHEIðUR VILHJÁLMSDÓTTIR Jóna Ragnheiður Vilhjálmsdóttir fæddist á Eystra Skorholti 20. ágúst 1909. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 24. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Jónsson, f. 13.9. 1867, d. 8.5. 1964, og Eyrún Guðmundsdóttir, f. 14.6. 1876, d. 9.9. 1962. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 860 orð

Jónas Ólafsson

Þessi vísa leitar á hugann þegar Jónasar á Kjóastöðum er minnst, svo oft sem hann söng hana á gleðistundum, með sinni voldugu rödd, sem hann beitti líkt og Carúsó, svo það leyndi sér aldrei þegar Jónas tók lagið. Jónas var afar vel á sig kominn og gjörvilegur á yngri árum, sem meðal annars kom fram í mikilli kvenhylli og nýttist honum til hins ágæta kvonfangs. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 111 orð

Jónas Ólafsson

Hvar er afi, spurði Díana þegar við komum í Lóurimann á sunnudeginum og hún sá að afi lá ekki í rúminu sínu og sat ekki við eldhúsborðið og lagði kapal. Ég reyndi að útskýra fyrir henni hvar afi væri og sáttust var hún þegar ég sagði að afi væri á himnum að syngja fyrir stjörnurnar. Elsku pabbi og afi, við kveðjum þig með söknuði í dag. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 279 orð

Jónas Ólafsson

Hinn 20. desember síðastliðinn fengum við systkinin sorglegar fréttir, hann afi Jónas hafði yfirgefið þennan heim okkar. Tilhugsunin um að afi verði ekki heima hjá henni ömmu þegar við komum næst í heimsókn fær svo á okkur að það er ekki hægt að lýsa því. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 495 orð

JÓNAS ÓLAFSSON

JÓNAS ÓLAFSSON Jónas Ólafsson fæddist á Tortu í Biskupstungum í Árnessýslu 5. desember 1912 en ólst upp að Hólum á sama stað. Hann lést 20. desember síðastliðinn. Hann stundaði búskap á Kjóastöðum í Biskupstungum allan sinn starfsaldur en þau hjónin brugðu búi 1984 og fluttust til Selfoss þar sem hann bjó til æviloka. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 180 orð

Jón J. Brynjólfsson

Nú er elsku Nonni frændi dáinn. Það er skrýtið að hugsa til þess að fá hann aldrei aftur í heimsókn til okkar og spjalla við hann um daginn og veginn. Nonni frændi var alltaf svo góður við okkur systurnar. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 472 orð

Jón J. Brynjólfsson

Jón ólst upp á ástríku heimili foreldra sinna og tveggja systkina Grétars Kristins og Guðrúnar þar sem gleði og öryggi æskunnar réðu ríkjum. En þessi fagra veröld hrundi skyndilega, er faðir hans varð bráðkvaddur mánuði eftir fermingu Jóns árið 1947. Þessi harmur varð hinum viðkvæma unglingi ofraun og mótaði lífsviðhorf hans upp frá því. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 61 orð

JÓN J. BRYNJÓLFSSON

JÓN J. BRYNJÓLFSSON Jón Jónsson Brynjólfsson fæddist í Reykjavík 30. júní 1933. Hann lést 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson Brynjólfsson sútunarmeistari og kona hans Ásta Árný Guðmundardóttir. Hann var frumburður þeirra hjóna. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 186 orð

Jón K. Kristinsson

Þar sem ég virði fyrir mér myndir sem listamaðurinn Jón Kristinsson teiknaði fyrir mig til nota í kennslugögn hvarflar hugurinn til hans og mér er sem ég heyri karlmannlega bassarödd hans raula stef fyrir munni sér og fara síðan með smellna vísu um leið og hann lýkur teikningunni. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 553 orð

Jón K. Kristinsson

Á aðfangadagsmorgun var mér tilkynnt lát Jóns Kristinssonar. Þótt ég vissi vel að hann ætti skammt eftir fylltist hugur minn söknuði sem var blandinn nokkurri eigingirni. Ég átti erfitt með að hugsa mér að eiga ekki eftir að njóta notalegra stunda með Jóni. Það eru um það bil 20 ár síðan okkar kynni hófust og lengi störfuðum við saman við Fullorðinsfræðslu fatlaðra. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 328 orð

Jón K. Kristinsson

Þegar ég daginn fyrir Þorláksmessu talaði við Jón í síma datt mér ekki í hug að það yrði okkar síðasta samtal. Fráfall hans olli mér sárum harmi þó naumast sé hægt að segja að það hafi komið á óvænt. Ég kynntist Jóni fyrst er ég réðst til starfa sem skólastjóri Þjálfunarskóla ríkisins á Kópavogshæli þar sem Jón hafði starfað, fyrst sem skólastjóri og síðan yfirkennari. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 579 orð

Jón K. Kristinsson

Jón Kristján Kristinsson er látinn. Friður sé með honum. "Margs er að minnast, margt er hér að þakka." Íslendingasögurnar eru ríkar af djúpum persónulýsingum í knöppum stíl. Til að varpa ljósi á litríkan persónuleika Jóns væri trúlega best að fletta í gegnum sögurnar til að finna meitlaða lýsingu á einhverjum fornkappanum. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 520 orð

Jón K. Kristinsson

Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta. úr dufti lætur spretta lífsins rós. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 352 orð

JÓN KRISTINSSON

JÓN KRISTINSSON Jón Kristján Kristinsson fæddist á Húsavík í Suður- Þingeyjarsýslu 17. maí 1925. Hann lést að morgni aðfangadags síðastliðins. Foreldrar hans voru Kristinn Sigurpálsson verkstjóri (f. 30. júní 1878, d. 6. okt 1961) og Guðrún Bjarnadóttir (f. 19. nóv. 1887, d. 19. okt. 1981). Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 306 orð

Jón Kristján Kristinsson

Elsku Nonni minn, með þessum fáu línum vil ég kveðja þig. Þrátt fyrir veikindi þín vonaði ég að þú fengir lengri tíma, og að þú fengir að halda jól með fjölskyldu þinni, en svo varð ekki. Þegar þeir sem manni þykir vænt um hverfa úr þessum heimi, reikar hugurinn til baka og maður fer að hugsa um liðinn tíma. Hjá þér og Mæju átti ég margar góðar stundir. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 503 orð

Sigurgeir Jóhannsson

Þegar lífið fór að kvikna á vorin og leið að skólalokum kom alltaf austurfiðringur í mig og þær eru ófáar ljósmyndirnar til þar sem ég stend, í öllum stærðum, við hlið ömmu minnar á rútuplaninu við BSÍ á leiðinni í sveitina. Aðalsportið þegar Klaustur nálgaðist var að reyna að finna út hvar bíllinn hans Sigurgeirs stóð og beið eftir að ferja mann suður úr. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 525 orð

Sigurgeir Jóhannsson

Það hefur stundum verið haft á orði að með þeim sem starfa undir merkjum Slysavarnafélags Íslands, myndist einhvers konar tengsl eða samkennd. Þetta hefur verið áberandi augljóst á landsþingum og landsfundum félagsins. Á þessum fundum er einhvern veginn allt annað andrúmsloft en á öðrum fundum. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 163 orð

SIGURGEIR JÓHANNSSON

SIGURGEIR JÓHANNSSON Sigurgeir Jóhannsson var fæddur í Bakkakoti í Meðallandi 26. nóvember 1918. Hann lést í bílslysi 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Sigurðsson bóndi þar, f. 23.5. 1882 í Fjósakoti í Meðallandi, d. 19.8. 1959 í Bakkakoti, og kona hans Margrét Stefánsdóttir, f. 7.12. 1883 í Svínadal í Skaftártungu, d. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 303 orð

Sigurunn Konráðsdóttir

Hjarta mitt er harmi slegið er ég sest niður til þess að skrifa um þá stórbrotnu sál, hina glæstu konu, sem fyrir gæsku guðs var móðir mín. Hennar kærleiksríka hjarta er hætt að slá, en ylurinn frá því umvefur ástvini hennar um ókomin ár. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 221 orð

Sigurunn Konráðsdóttir

Nú er hún horfin okkur líka, nú er ekki hægt að fá vísuspón eða eftirmæli eins og margir nutu góðs af eða góða leiðbeiningu, það er erfitt að kveðja en það kveður þig enginn í raun því ljóð lifa og þú í þeim. Það er margs að minnast, gleði og tára. Guð geymi þig, mamma mín, og þakka þér allar stundir með mér og börnum mínum og barnabörnum þínum. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 237 orð

Sigurunn Konráðsdóttir

Okkur langar til að minnast móðursystur okkar Sigurunnar Konráðsdóttur, sem lést hinn 18. desember. Á kveðjustund leita margar minningar á hugann. Við eigum góðar minningar um Sigurunni sem munu fylgja okkur á lífsleiðinni. Og ef til vill hefur hún haft meiri áhrif og átt meiri þátt í að koma okkur til manna á okkar yngri árum en við gerum okkur grein fyrir. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 209 orð

SIGURUNN KONRÁÐSDÓTTIR

SIGURUNN KONRÁÐSDÓTTIR Sigurunn Konráðsdóttir var fædd á Kurfi undir Brekku á Skagaströnd hinn 22. ágúst 1917. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 18. desember síðast liðinn. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 267 orð

Sveinn Kristjánsson

Þú kemur með baggabönd til mín þegar þú kemur aftur heim, Bogga mín, var það síðasta sem Svenni sagði við mig þegar ég hringdi til að kveðja hann áður en ég fór í jólafrí. Baggaböndin ætlaði hann að nota til að flétta ýmis þarfabönd, en í rauninni var ævi hans ein samfelld flétta réttlætis og samviskusemi, hjálpsemi við menn og málleysingja. Með Svenna er farinn einn hinna sönnu íslensku bænda. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 499 orð

Sveinn Kristjánsson

Elsku frændi, mig langar til að minnast þín með örfáum orðum og þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég minnist þeirra stunda þegar þú komst í heimsókn að Drumboddsstöðum á útmánuðum til föður míns, alnafna þíns og bróður. Þá þótti sjálfsagt að kíkja í fjós og fjárhús, meta fóðrun búfjárins og spá í hvern grip, aldur, ætterni, holdafar og síðast en ekki síst byggingarlag. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 796 orð

Sveinn Kristjánsson

Þorláksmessa hófst með öðrum brag þessi jól. Svenni gamli, eins og við nefndum Svein Kristjánsson dags daglega, var látinn. Hafði látist í svefni um nóttina. Hann fékk þá ósk sína uppfyllta að mega hverfa úr jarðvistinni hljóðlega. Svenni og Jóhann Einarsson, tengdafaðir minn, ólust upp hjá hjónunum Sveini Sveinssyni og Jóhönnu V. Jónsdóttur í Efra-Langholti í Hrunamannahreppi. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 233 orð

SVEINN KRISTJÁNSSON

SVEINN KRISTJÁNSSON Sveinn Kristjánsson, bóndi Efra-Langholti í Hrunamannahreppi, fæddist í Langholtsparti í Flóa 18. janúar 1910. Hann lést á heimili sínu 23. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Diðriksson frá Króki Hraungerðishreppi, f. 16.4. 1861, d. 17.12. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 228 orð

Sveinrún Árnadóttir

"Á sjötta áratugnum, þegar ég var við nám í náttúrufræðum í Lundi á Skáni, kynntist ég ýmsum íslenskum læknum sem þar voru við sérnám og fjölskyldum þeirra. Nánust og lengst urðu kynni mín við Stefán Haraldsson og konu hans Sveinrúnu Árnadóttur. Framan af hokraði ég einn og var þá tíður gestur á heimili þeirra hjóna. Meira
3. janúar 1998 | Minningargreinar | 28 orð

SVEINRÚN ÁRNADÓTTIR

SVEINRÚN ÁRNADÓTTIR Sveinrún Árnadóttir fæddist á Felli í Biskupstungum 7. september 1925. Hún lést á Landspítalanum 21. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 31. desember. Meira

Viðskipti

3. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 418 orð

Aukningin nam rúmlega 58% á milli ára

HEILDARVIÐSKIPTI ársins á Verðbréfaþingi námu tæpum 189 milljörðum króna og er aukningin rúmlega 58% frá árinu 1996. Viðskipti á Verðbréfaþingi Íslands í desember síðastliðnum urðu hin mestu í einum mánuði í sögu þingsins eða alls 27,7 milljarðar króna. Það er 1,5 milljörðum meira en í fyrri metmánuði, október síðastliðnum. Meira
3. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 133 orð

Daewoo kaupir 53,5% í SsangYong

SSANGYONG Motor Company, framleiðandi Musso og Korando jeppanna, hefur staðfest við umboðsaðila sinn á Íslandi, Bílabúð Benna, að selt hafi verið allt að 53,5% hlutafjár í SsangYong Motor til annarra fjárfesta. Kaupandinn er Daewoo Motor Corp., annar stærsti bílaframleiðandi í Kóreu. Daewoo var fyrir sameininguna eitt af 24 stærstu fyrirtækjum í heimi samkvæmt lista Fortune Magazine. Meira
3. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 130 orð

ÐAldur ökutækja miðast við skráningardag

ALDUR ökutækja hér á landi mun frá og með 1. janúar miðast við fyrsta skráningardag í stað framleiðsluárs eða árgerðar, eins og nú tíðkast í öðrum Evrópulöndum. Þetta er í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem kveðið er á um að öllum aðildarlöndum beri að nýskrá nýjar fólksbifreiðar með sambærilegum hætti, skv. evrópsku samræmisvottorði frá 1. janúar 1998. Meira
3. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 97 orð

ÐMastur keypti 10% hlut Húsavíkurbæjar

MASTUR hf., eignarhaldsfélag Olíufélagsins, Íslenskra sjávarafurða og Samvinnulífeyrissjóðsins, var kaupandi að 10% hlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf., sem Húsavíkurbær og félagið sjálft seldu skömmu fyrir jól. Þetta eignarhaldsfélag er jafnframt einn stærsti hluthafinn í Samskipum hf. Meira
3. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 142 orð

Ernst & Young og KPMG sameinast

ERNST & Young og KPMG hafa farið þess á leit við samkeppnisyfirvöld í Brüssel að þau samþykki sanruna þeirra í eitt helzta endurskoðenda- og ráðgjafarfyrirtæki Evrópu. Fyrirtækin starfa víða um heim og aðalstöðvar þeirra verða í Amsterdam eftir sameininguna. Meira
3. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Evrópsk bréf hækka og dollar eflist

ÁRIÐ byrjaði með hækkunum í evrópskum kauphöllum og gengi dollars gegn jeni var með því hæsta í sex ár. Viðskipti voru með minna móti og ekki er talið víst að framhald verði á hækkunum á mánudag þegar kraftur færist í viðskiptin. Meira
3. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Halli á vöruskiptum 100 millj.

FLUTTAR voru út vörur fyrir 118,9 milljarða króna fyrstu ellefu mánuðina á nýliðnu ári, en fluttar inn vörur fyrir um 119 milljarða. Halli var því á vöruskiptunum að fjárhæð 100 milljónir króna á tímabilinu, en á sama tíma árið áður stóðu þau í járnum. Meira
3. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Lágmarksbinditími inn- og útlána lengist

LÁGMARKSBINDITÍMI verðtryggðra útlána banka og sparisjóða lengdist nú um áramótin úr þremur árum í fimm ár og lágmarksbinditími verðtryggðra innlána lengist úr einu ári í þrjú. Þessi breyting byggir á reglum Seðlabankans frá því í júní 1995 og er áfangi að því marki að draga úr notkun verðtryggingar til skamms tíma. Meira
3. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 408 orð

Navís og Landsteinar ÍS sameinast

GENGIÐ hefur verið frá sameiningu hugbúnaðarfyrirtækjanna Navís hf. og Landsteina ÍS ehf. og hófst starfsemi í sameinuðu félagi þann 1. janúar síðastliðinn. Hluthafar í nýja félaginu eru Landsteinar International, sem eiga helmingshlut, Tæknival hf, sem á ríflega 30% og starfsmenn sem eiga tæp 20%. Heiti nýja félagsins er Navís-Landsteinar hf. Meira
3. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 414 orð

Umrótasamt og sögulegt ár í Wall Street 1997

ÁRIÐ í fyrra var umrótasamt í Wall Street og nokkur met voru slegin. Sérfræðingar höfðu spáð hóflegum hækkunum árið 1997, en á árinu varð mesta lækkun, sem orðið hefur á Dow Jones vísitölunni á einum degi, og síðan mesta hækkun, sem orðið hefur á henni einum degi. Árið var umrótasamt, en hagstætt venjulegum fjárfestum að sögn markaðssérfræðings J.C. Bradford. Meira

Daglegt líf

3. janúar 1998 | Neytendur | 402 orð

Borgar sig að semja um skil

ÚTSÖLUR eru að hefjast þessa dagana. Misjafnt er hvort inneignarnótur gilda sem greiðsla fyrir vöru á útsölu og einnig hvort hægt sé að skila vöru þegar útsala er hafin. "Viðskiptavinir þurfa að ganga úr skugga um að heimilt sé að skila vöru þegar útsala hefst í versluninni. Meira
3. janúar 1998 | Neytendur | 545 orð

Erfitt að uppræta hambjölluna

UNDANFARIN ár hefur færst í vöxt að hambjöllur geri sig heimakomnar í hús landsmanna. Meindýraeyðar segja hambjölluna eitt algengasta meindýrið á heimilum hérlendis, hún getur verið ofnæmisvaldur og það er erfitt að uppræta hana ef hún er á annað borð komin í hús. Fólk er oft feimið við að viðurkenna heimsókn þessara óboðnu gesta, tengir hana gjarnan óþrifnaði. Meira
3. janúar 1998 | Neytendur | 66 orð

Flísfatnaður

Á SAUMASTOFU verslunarinnar Bianco y Negro er hafin framleiðsla á sparifötum fyrir börn sem framleidd eru úr flísefnum. Í fréttatilkynningu frá Bianco y Negro segir að um sé að ræða buxur og vesti fyrir drengi en skokka fyrir stúlkur. Þá hefur fyrirtækið líka hafið framleiðslu á svokölluðum BEST úlpum úr flísefnum með endurskini. Meira
3. janúar 1998 | Neytendur | 39 orð

Sumarlisti Kays

SUMARLISTI Kays er kominn. Í fréttatilkynningu frá B. Magnússyni segir að í listanum sé að finna tískufatnað í sumarlitunum sem fáanlegur sé bæði í litlum og stórum stærðum. Um er að ræða fatnað fyrir börn, karla og konur. Meira

Fastir þættir

3. janúar 1998 | Fastir þættir | 2442 orð

Af diskum drottningar Það er japanski kokkurinn Takashi Kondo, sem matreiðir ofan í konungsfjölskylduna dönsku. Sigrún

ÞÓ DÖNSK matargerð einkennist af þungum mat eins og síld, svínasteik og rauðgraut með rjóma nærist danska konungsfjölskyldan ekki á slíkum mat. Japanski kokkurinn Takashi Kondo eldar ofan í fjölskylduna og danskur matur er ekki efst á vinsældalistanum, heldur léttur og einfaldur matur úr góðum dönskum hráefnum. Asískur og franskur matur er oft á borðum. Meira
3. janúar 1998 | Fastir þættir | 588 orð

Alfræðibók á geisladisk

FÁTT hentar betur fyrir geisladiskaútgáfu en alfræðibækur. Tölvutæknin gerir að verkum að auðvelt er að fletta upp og leita í gögnum, aukinheldur sem hægt er að vista hljóð og hreyfimyndir ef vill og þannig gefa ýtarlegri mynd af viðfanginu en ef bara væri stuðst við prentað mál. Meira
3. janúar 1998 | Dagbók | 3119 orð

APÓTEK

»»» Meira
3. janúar 1998 | Í dag | 35 orð

ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 4. janúar, verður fimmtug

ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 4. janúar, verður fimmtug Ásdís Kjartansdóttir, Suðurgötu 56, Siglufirði. Eiginmaður hennar er Björn Jónsson. Þau taka á móti gestum, bæði stórum og smáum, á milli kl. 15 og 18 á afmælisdaginn. Meira
3. janúar 1998 | Fastir þættir | 677 orð

Bond, James Bond

007 er nafn sem við könnumst líklega flest við, enda er það nafn á frægasta njósnara allra tíma sem heitir í raun Bond, James Bond. Þrátt fyrir miklar vinsældir Bond-myndanna hefur aldrei verið gerður leikur eftir myndunum fyrir leikjatölvur. Meira
3. janúar 1998 | Fastir þættir | 289 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Svæðamót Norðurland

Svæðamót Norðurlands vestra ­ parakeppni í brids ­ verður haldið laugardaginn 10. janúar 1998 á Kaffi Króki Sauðárkróki. Spilaður verður Barómeter með forgefnum spilum og hefst spilamennskan kl. 10. Mótið er öllum opið og er spilað um silfurstig. Skráningu þarf að vera lokið fyrir fimmtudaginn 8. janúar nk. Keppnisgjald er kr. 3.000 fyrir parið. Mótið er í umsjón Bridsfélags Sauðárkróks. Meira
3. janúar 1998 | Fastir þættir | 113 orð

Civilization verður Civ

EINN helsti leikur tölvusögunnar er Civilization eftir Sid Meier sem flestir kannast við. Sá seldist gríðarlega vel og gat af sér óteljandi afbrigði ýmissa framleiðenda. Upphaflegur útgefandi Civilization og síðar Civilization II var MicroProse, sem GT gleypti fyrir skemmstu, Meira
3. janúar 1998 | Dagbók | 468 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
3. janúar 1998 | Fastir þættir | 1170 orð

Draumur á nýársnótt

Í ÞJÓÐSÖGUNUM eru nýársnóttin og þrettándanóttin sérstakar sakir fjölkynngi. Sagan segir að þá hafi menn öðlast aukna sýn á það sem að venju var hulið, fengið aukinn mátt til stórra verka og andlegan kraft til að mæta því óþekkta. Meira
3. janúar 1998 | Fastir þættir | 598 orð

Glæsilegur gallagripur

Shadow of the Empire krefst Pentium örgjörva, 16 MB innra minnis, fjögurra hraða geisladrifs, sextán bita hljóðkorts og þrívíddarskjákorts. Hann styður allar helstu gerðir skjákorta, 3Dfx Voodoo, Rendition Vérité og 3Dlabs Permedia 2, en einnig þarf til DirectX 5, sem fylgir. Meira
3. janúar 1998 | Fastir þættir | 870 orð

Hvernig er hægt að verjast geðsjúkdómum?

Forvarnir Spurning: Það geta væntanlega allir verið sammála um að betra er að koma í veg fyrir geðsjúkdóma en að þurfa að lækna þá, þegar þeir dynja yfir. Með því má koma í veg fyrir miklar mannlegar þjáningar og mér kæmi ekki á óvart þótt mikið mætti draga úr kostnaði við geðheilbrigðisþjónustuna, ef meiri vinna væri lögð í fyrirbyggjandi starf. Meira
3. janúar 1998 | Fastir þættir | 948 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 934. þáttur

934. þáttur VETURLIÐI Óskarsson málfræðingur sýnir þættinum enn ræktarsemi sem umsjónarmanni þykir vænt um: "Kæri Gísli. Nú er ég sestur að í Uppsölum og farinn að kenna sænskum íslensku. Ég fæ Morgunblaðið reglulega og les það nokkurra daga gamalt, þá gjarnan 3 blöð í einu. Meira
3. janúar 1998 | Fastir þættir | 670 orð

KIRKJUSTARF

KYRRÐARSTUNDIR í hádegi hefjast í Grensáskirkju þriðjudaginn 6. janúar næstkomandi og verða framvegis á þriðjudögum. Stundin hefst um kl. 12.10. Hún byggist upp á ritningarlestri, altarisgöngu og fyrirbænastund. Að stundinni lokinni er unnt að kaupa einfalda máltíð á sanngjörnu verði. Meira
3. janúar 1998 | Fastir þættir | 130 orð

Klassískur glæsileiki

TÍSKUKÓNGINN Oscar de la Renta þarf vart að kynna enda á hann áratuga feril að baki sem einn helsti hönnuður hátískunnar. Oscar telst einn af klassísku tískuhönnuðunum og er vinsæll meðal heldri kvenna sem kjósa glæsileika umfram frumleika. Kjólar Oscars de la Renta þykja sérstaklega kvenlegir og gjarnan skreyttir á ýmsan hátt. Meira
3. janúar 1998 | Fastir þættir | 193 orð

Miðheimadiskur

MIÐHEIMAR gáfu fyrir skemmstu út geisladisk með safni af helsta hugbúnaði sem nýtist netvinum, en á disknum er að auki að finna kynningarútgáfur nokkurra leikja og veffræðslu. Guðmundur Hannesson hjá Skímu segir að diskurinn sé helst ætlaður viðskiptavinum Miðheima, enda sé uppsetning miðuð við tengingu við Miðheima og diskurinn fylgir nýjum netáskriftum hjá Miðheimum. Meira
3. janúar 1998 | Í dag | 306 orð

RAMÓTASKAUP Ríkissjónvarpsins var óvenjulega vel heppnað að

RAMÓTASKAUP Ríkissjónvarpsins var óvenjulega vel heppnað að áliti Víkverja. Skaupið var vel skrifað, leikstjórnin með ágætum og öflugur hópur ungra leikara stóð sig frábærlega vel. Gamanið hitti í mark án þess að vera rætið eða subbulegt og þegar upp var staðið skildi þátturinn eftir fremur notalega áramótatilfinningu, ólíkt því sem oft hefur verið. Meira
3. janúar 1998 | Fastir þættir | 628 orð

Þrá vélmenni rafær? Í kvikmyndinni Blade Runner er þeirri spurningu velt upp hvað það sé sem geri okkur mennsk. Fyrir stuttu kom

Blade Runner, leikur fyrir Windows 95 sem gerir kröfu um 90 MHz Pentium hið minnsta, með 16 Mb innra minni, 2 MB hljóðkort sem styður DirectX 5.0, fjögurra hraða geisladrif og 150 Mb rými á hörðum diski. Westwood framleiðir. Meira

Íþróttir

3. janúar 1998 | Íþróttir | 203 orð

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að hann vilji að Ian Wright verði í herbúðum liðsins þar til samningur hans rennur út eftir tvö ár. Nokkur lið hafa sýnt áhuga á að kaupa Wright, eins og Middlesbrough og Everton. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 135 orð

Árni og Alex Trúfan hafa hlutverkaskipti

ÁRNI Indriðason var í gær ráðinn þjálfari 1. deildar liðs Víkings í handknattleik. Alex Trúfan verður honum til aðstoðar en fyrir tímabilið var Alex ráðinn þjálfari og gerður samningur við hann til þriggja ára. Sigurður Björnsson, formaður handknattleiksdeildar Víkings, sagði að Alex gegndi víðtæku hlutverki hjá Víkingi og hann yrði áfram hjá félaginu. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 201 orð

Birkir til liðs við Norrköping

Birkir Kristinsson, fyrrum aðalmarkvörður landsliðsins í knattspyrnu, hefur ákveðið að ganga til liðs við sænska 1. deildarliðið Norrköping og skrifar undir samning við liðið í dag ­ samning sem gildir til lok nóvember. "Þá tek ég ákvörðun um hvort ég verð áfram hjá liðinu, eða fari eitthvað annað," sagði Birkir, sem hefur verið tvö sl. ár í herbúðum norska liðsins Brann. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 39 orð

Bubka sá besti

STANGARSTÖKKVARINN snjalli Sergei Bubka var útnefndur meistari meistaranna 1997 af franska blaðinu L'Equipe í gær. Þetta er í annað sinn sem hann fær þessa útnefningu. Körfuknattleikskappinn Michael Jordan var í öðru sæti og tennismaðurinn Pete Sampras þriðji. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 69 orð

Butulja til liðs við Essen

JÚGÓSLAVINN Igor Butulja, sem var Íslendingum afar erfiður á dögunum, er orðinn leikmaður með Tusem Essen og leikur við hlið Patreks Jóhannessonar í þýsku 1. deildarkeppninni. Butulja, sem skoraði sjö mörk í Laugardalshöllinni, lék áður með Sporting Lissabon. Lothar Doering, þjálfari Magdeburg, fékk hjartaslag á nýársdag og mun hann taka sér hvíld frá þjálfun út janúar. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 197 orð

Celtic opnaði allt upp á gátt

CELTIC kom á óvart í gær þegar liðið vann Rangers 2:0 í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var fyrsti sigur Celtic í 11 viðureignum við nágranna sína, Rangers, meistara í 10 ár, en sigurinn var sanngjarn. Rangers hefur tapað tveimur leikjum og er með 42 stig á toppnum en Celtic er með 41 stig eins og Hearts en betri markatölu. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 70 orð

Daníel og Bryndís fyrst í mark D

DANÍEL Smári Guðmundsson, Ármanni, varð sigurvegari í karlaflokki í gamlárshlaupi ÍR. Hann hljóp 10 km á 31,52 mín. Finnbogi Gylfason, FH, kom annar í mark á 32,28 mín. Bryndís Ernstdóttir, ÍR, kom fyrst í mark í flokki kvenna á 37,11 mín. Laufey Stefánsdóttir, FH, varð önnur á 38,03 mín. Metþátttaka var í hlaupinu, alls 270 manns. 203 tóku þátt í karlaflokki og 67 í kvennaflokki. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 484 orð

Góð markvarsla og vörn á móti Egyptum

ÍSLAND og Svíþjóð sigruðu örugglega á fjögurra þjóða mótinu í handknattleik sem hófst í Svíþjóð í gærkvöldi og lýkur á morgun. Íslendingar sigruðu Egypta með 10 marka mun í fyrsta leik keppninnar en síðan höfðu gestgjafar Svíþjóðar betur á móti Túnis og munurinn var 12 mörk þegar yfir lauk. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 186 orð

Gull og kona efst á lista Alberto Tomba

ALBERTO Tomba verður í sviðsljósinu í brekkunum í Kranjska Gora í Slóveníu um helgina. Þar fer fram heimsbikarmót í svigi og stórsvigi og á Ítalinn góðar minningar frá svæðinu, varð meistari í svigi 1988, 1992 og 1996 og í stórsvigi 1991 og 1995. "Eftir að hafa keppt á skíðum vítt og breitt um heiminn í áratug er kominn tími til að finna draumakonuna," sagði Tomba sem er 31 árs. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 98 orð

HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Einar Falur G

HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Einar Falur GÚSTAF Bjarnason er fyrirliði liðsins. Hann lék mjög vel og skoraði sex mörk. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 491 orð

Hefur ekki misst úr leik í 11 ár

Ron Kirk, borgarstjóri í Dallas, tilkynnti í hálfleik í leik Dallas og Golden State í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik 20. nóvember sl. að borgin tileinkaði A.C. Green vikuna. Framherjinn var að leika 907. leik sinn í röð í NBA-deildinni, sem er met, en Randy Smith lék 906 leiki í röð 1972 til 1983. "Hann er fullkominn atvinnumaður, á metið skilið og ég tek ofan fyrir A.C. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 133 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin leikir aðfaranótt miðvikudags Indiana - New Jersey109:91 Cleveland - Miami78:90 Detroit -

NBA-deildin leikir aðfaranótt miðvikudags Indiana - New Jersey109:91 Cleveland - Miami78:90 Detroit - Toronto100:95 Minnesota - Chicago99:95 Orlando - New york79:84 Milwaukee - Dallas105:98 Eftir framlengingu. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 101 orð

Negri hefur skorað mest

ÍTALSKI leikmaðurinn Marco Negri hjá Glasgow Rangers er markahæsti leikmaður Evrópu og efstur á lista í baráttunni um gullskó Adidas. Negri hefur skorað 30 deildarmörk í Skotlandi á keppnistímabilinu. Nikos Mahlas, sem leikur með hollenska liðinu Vitesse Arnhem er í öðru sæti með 22 mörk, Rússinn Oleg Veretennikov (Rotor Volgugrad) hefur einnig skorað 22 mörk. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 487 orð

Noregur stökkpallur til Englands

MIKIL ásókn er á meðal knattspyrnumanna víða að úr heiminum að leika með norskum félagsliðum og er aðsóknin slík að sum þeirra hafa ekki undan að afþakka liðsstyrkinn. Úrvalsdeildarliðið Strömsgodset hefur á síðustu vikum afþakkað um 50 fyrirspurnir frá erlendum knattspyrnumönnum og fleiri félög í efstu deild segja sömu sögu. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 708 orð

Tilhlökkun og lærdómsríkt

Haukur Ingi Guðnason, miðherji bikarmeistara Keflvíkinga í knattspyrnu á liðnu tímabili, fór til Liverpool á Englandi í gær og skrifar undir samning við samnefnt félag, samning sem gildir út tímabilið 2001. Steinþór Guðbjartsson ræddi við nýstúdentinn, sem er fyrsti Íslendingurinn til að gera samning við Liverpool. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 477 orð

TOM Finney, fyrrverandi landsliðsmaður

TOM Finney, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í knattspyrnu, var aðlaður um helgina og er nú sir eins og Sir Bobby Charlton og Sir Alf Ramsey. Sir Tom , sem er 75 ára, lék með Preston í 22 ár og gerði 30 mörk í 76 landsleikjum. Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 120 orð

UM HELGINAHandknattleikur 1. deild kvenn

Handknattleikur 1. deild kvenna Laugardagur: Valsheimili:Valur - ÍBV16.30 Sunnudagur: Ásgarður:Stjarnan - FH20 Framhús:Fram - Haukar20 Seltjn.:Grótta-KR - Víkingur20 Knattspyrna Meira
3. janúar 1998 | Íþróttir | 39 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Golli Raj Bonifacius sigraðiRAJ Bonifacius í Fjölni var meistari í meistarakeppni Tennissambands Íslands um áramótin. Hann vann Gunnar Einarsson, TFK, 6:4, 6:4 í undanúrslitum og Arnar Sigurðsson,TFK, 6:3, 6:4 í úrslitum. Arnar vann Einar Sigurgeirsson,TFK, 7:5, 6:1 í undanúrslitum. Meira

Sunnudagsblað

3. janúar 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Skósmiður með stórt hjarta

LEO Tolstoy ritaði jólasögu sem fjallar um fátæka skósmiðinn Pavon afa. Hann óskaði þess að frelsarinn vitjaði hans í einsemdinni á aðfangadagskvöld. Hann ætlaði að gefa honum litlu barnaskóna sem hann hafði smíðað fyrir löngu og voru þeir bestu sem hann hafði nokkru sinni gert. Meira
3. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 764 orð

Öllum tryggð störf en útibúum gæti fækkað

LANDSBANKANUM og Búnaðarbankanum var breytt í hlutafélög um áramótin og sögðu ráðamenn að hvorki almenningur né starfsmenn myndu verða varir við miklar breytingar fyrst í stað. Öllum starfsmönnum var sagt upp í sumar en tekið fram að þeim yrðu tryggð sambærileg störf áfram og munu nær allir hafa tekið því boði. Meira
3. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 321 orð

(fyrirsögn vantar)

STAÐA forstöðumanns Listasafns Árnesinga á Selfossi er laus til umsóknar. Um er að ræða 50% stöðu. Forstöðumaðurinn þarf að hafa reynslu og þekkingu á starfsemi listasafna eða menntun á sviði listasögu, listfræði eða menningarsögu. Hann annast daglegan rekstur safnsins, skipuleggur innra starf þess, sér um sýningarhald, annast fjárreiður, hefur einnig umsjón með húseignum og öðrum eignum. Meira

Úr verinu

3. janúar 1998 | Úr verinu | 113 orð

Banna allar veiðar milli lands og Eyja

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út reglugerð um bann við veiðum milli lands og Vestmannaeyja og tók bannið gildi á áramótum. Samkvæmt reglugerðinni eru veiðar með öllum veiðarfærum bannaðar á tilgreindu svæði til þess að koma í veg fyrir skemmdir á vatnsleiðslum og rafstrengjum sem þar liggja. Samskonar ákvæði, sem voru í lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, falla úr gildi. Meira
3. janúar 1998 | Úr verinu | 863 orð

Ólíkir hagsmunir innan útvegsins

MIKILL styr stendur um rekstur verksmiðjutogara í Bandaríkjunum um þessar mundir en það var fyrir nærri hálfu öðru ári, að samtök grænfriðunga skáru upp herör gegn þeim. Síðan hafa blandast inn í þetta stríð aðrir hagsmunir, til dæmis landvinnslunnar í Alaska, en helsti talsmaður hennar er Ted Stevens, öldungadeildarþingmaður repúblikana fyrir Alaska. Meira

Lesbók

3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 76 orð

ÁRNI RÚNAR Í GALLERÍ HORNINU

ÁRNI Rúnar Sverrisson opnar sýningu á nýjum verkum í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15 í dag kl. 15­17. Árni Rúnar lauk sveinsprófi í húsasmíði 1977 og stundaði eftir það nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlista­ og handíðaskóla Íslands. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar á verkum sínum. Sýningin verður opin alla daga kl. 11­23.30, en sérinngangur er opinn kl. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 233 orð

BADMINTON OG HNIT

Badminton er heiti á íþrótt og hefur verið kallað hnit á íslensku, en erlenda orðið er þó meira notað. Íþróttin er komin frá Indlandi, barst til Evrópu með enskum liðsforingjum sem gegndu herþjónustu austur þar. Hnit var fyrst leikið á Englandi árið 1873 undir heitinu poona. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 231 orð

efni 3. jan

Heimskona Hér birtist síðari hluti greinar Sólveigar K. Einarsdóttur um Rannveigu Kristínu Þorvarðardóttur. Byggir Sólveig að verulegu leyti á bréfum en Rannveig var mjög pennaglöð og svaraði bréfum jafnan samdægurs og með þeim hélt hún tengslum við fjölskyldu sína á Íslandi og vini sína í Danmörku, en Rannveig bjó lengst af í Kaliforníu. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 644 orð

EINANGRAÐ ÍSLAND

Það var mikið gert af því á árum áður að halda því fram að við landarnir værum eitthvað sér á parti. Líklega erum við það. En tæplega þó eins og margir héldu Þeir virtust telja að það væri eitthvað í erfðaefninu sem gerði okkur öðruvísi en aðrar þjóðir. Við erum að vísu ekki ein um slíkt. Svipað má finna t.d. meðal Englendinga. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 435 orð

ENGUM ER ALLS VARNAÐ (NÉ ALLS LÉÐ) EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON

Yfirskrift þessa pistils er málsháttur sem kunnur er úr fornu máli í svolítið breyttri mynd: Öngum er alls léð né alls varnað (Nikulás saga). Styttri myndin Engum er alls varnað er kunn úr Maríu sögu. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 405 orð

FIÐLUVEISLA

NÝÁRSTÓNLEIKAR Tríós Reykjavíkur og menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, Hafnarborgar, verða haldnir í Hafnarborg á morgun, sunnudaginn 4. janúar, kl. 20. Í tilefni af fimmtugsafmæli Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðluleikara 11. janúar nk. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 133 orð

GEIMFERÐ

Ég heyrði bylgjóttan nið af norðurljósum. Nóttin var svöl og heið: ég brunaði meðfram gulum og rauðum, grænum og bláum fossum, geystist svo fram úr þeim á leið til tungls. Á öðrum fæti fór ég umhverfis skjöldinn og fékk ekki hamið mig, kunni mér ekki læti, skautaði hálfboginn himinsins glæru ísa hraðara en fugl ­ og blés þó ekki úr nös. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 74 orð

GÍTARTÓNLEIKAR Í SELTJARNARNESKIRKJU

KRISTJÁN Eldjárn gítarleikari heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju í dag, laugardag kl. 16. Á efnisskrá eru verk eftir J.S. Bach, Fernando Sor, Leo Brouwer og Einojuhani Rautavaara. Kristján lauk burtfararprófi í djassgítarleik frá Tónlistarskóla FÍH vorið 1995 og burtfararprófi í klassískum gítarleik frá Tónskóla Sigursveins vorið 1996 þar sem hann naut leiðsagnar Einars Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3486 orð

GUÐS LÖG OG MANNA

Í"Aðalnámsskrá grunnskóla" frá því í maímánuði 1989, segir. "Í stjórnarskránni, 64. grein er kveðið á um trúfrelsi hér á landi en engu að síður er, samkvæmt 62. grein stjórnarskrárinnar, hin evangelíska lúterska kirkja þjóðkirkja Íslendinga. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3594 orð

HOLLYWOOD OG STURLUNGA Í EINUM POTTI EFTIR SÓLVEIGU KRISTÍNU EINARSDÓTTUR Rannveig var ákaflega pennaglöð. Skrifaði fjölda

Við vitum að Sveinn Björnsson fékk ósk sína uppfyllta um að fara heim í gömlu átthagana. Rannveig minnist á hann í bók sinni "Hugsað heim": "Hve Sveinn Björnsson, sendiherra var framúrskarandi Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1975 orð

HVAÐ GERÐIST Á UNDAN MIKLAHVELLI?

Ja, hvað gerðist á undan miklahvelli? Flest skólabörn hafa gert foreldrum sínum gramt í geði með svona spurningum. Það byrjar oft með vangaveltum um hvort rúmið "sé endalaust" eða hvaðan manneskjur hafi komið eða hvernig plánetan jörð hafi myndast. Að lokum virðist spurningarunan alltaf komast aftur til hinsta upphafs hlutanna: miklahvells. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 86 orð

Í DÖGUN

Hendurnar byrgja náfölt andlit þvöl augnhárin vísa í allar áttir vot rúmklæðin vafin um kreppta fætur hversdagslegt hljóð vekur litla athygli en þó kannski bréfið sé að koma sem ég aldrei sendi. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 153 orð

Í HÚMI NÆTUR

Um þögul strætin þokan læðist, þungbúin og köld í senn, ­ á ferli sjást í fölu skini forynjur og fallnir menn. Úr skúmaskotum skuggar gægjast, skima eftir eigin mynd, en eyðast er í fjarska fanga forðum drýgða dauðasynd. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1297 orð

LÍF OG VETVANGUR TRÚÐANNA

Trúðar hafa skemmt og glatt fólk í margar aldir og hefur nafnið haft þá þýðingu að skemmta og vera með fíflagang. Orðið trúður kemur mjög snemma fyrir hér á landi m.a. í Njálu. Konungar höfðu um tíma eigin skemmtikraft sem var kallaður Jester. Á tímum Shakesepeares hétu þeir Fools og komu m.a. fram í tveimur leikritum hans Lér konungi og Þrettánda kvöldi. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4202 orð

MALAWI HIÐ HEITA HJARTA AFRÍKU

Malawi var síðasta viðkomulandið í tæplega þriggja mánaða hnattferð minni. Ein ástæðan fyrir heimsókn minni þangað var sú að þar var í vinnu Ásgerður Kjartansdóttir sem unnið hefur fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) þar í landi og hana þekkti ég vel frá fyrri tíð. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 759 orð

MUNURINN Á HÁTÍÐ OG AFÞREYINGU

Jólakvíði var nýlega fréttaefni í fjölmiðlum. Einkum var rætt um ungt fólk í þessu sambandi og ástæðan talin vera upplausn á heimilum í tengslum við jólaundirbúninginn, minnst var á skemmtanahald foreldra í desember, mikil fjárútlát og spennu í samfélaginu. Þetta kemur niður á ungu fólki, misjafnlega eftir fjölskylduaðstæðum. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 59 orð

NÓTT

Máninn vakir og hellir silfri yfir borgina, sem sefur. Lugtir Himnaríkis skína inn í hjörtun. Stjörnublik. Hafræna við ströndina. Fuglar í björgum nátta. Frumskógur Frumskógur glæta hér og þar en mest myrkur. Ljónið öskrar hýenan vælir og snákarnir hringa sig. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 289 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

Nýárstónleikar í Seltjarnarneskirkju

SELKÓRINN á Seltjarnarnesi efnir til nýárstónleika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 4. janúar kl. 20.30. Á efnisskrá eru íslensk og erlend tónverk, m.a. eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Báru Grímsdóttur, raddsetningar Jóns Þórarinssonar, J.S. Bach, Berlioz og Mendelssohn. Tónlistin er að mestu tengd jólum. Einsöng með kórnum syngur Þuríður G. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2637 orð

RÉTTLÆTIÐ SIGRAR

Ítímanna rás höfðu flest gömlu húsanna við götuna verið rifin og ný byggð í þeirra stað. Eitt stóð þó eftir, ef til vill vegna þess að það stóð spölkorn frá götunni hálffalið bak við tvö nýleg hús. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 277 orð

SINFÓNÍAN SEMUR UM LAUNAHÆKKUN

SAMKOMULAG náðist á gamlársdag í kjaraviðræðum hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands við samninganefnd ríkisins og framkvæmdastjórn Sinfóníunnar. Nýir kjarasamningar hljóða upp á 25 ­ 30% launahækkun. Gengið var að kröfu hljóðfæraleikara um breyttan vinnutíma. Samningurinn verður borinn undir atkvæði hljóðfæraleikara SÍ í byrjun næstu viku. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 107 orð

VÍSA UM VORIÐ

Það eru alltaf liljur í nánd við veginn þinn þar sem þú ferð og öll þín verund komin í þröng og skrefin þungu þyngri en himinninn þá kveða þær hvatningsstefið með ástæðulausri angan sinni með bænhvítri birtu sinni beint í sárleik hjartans og gatan er góð og ný Höfundurinn stundar M.A.-nám í bókmenntum við Háskóla Íslands. Meira
3. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2037 orð

ÖRLAGASAGA FRÁ HRÍFUNESI

Fyrsta landnám Íslendinga í Norður-Ameríku var í Útah þar sem trúflokkur mormóna Krists kirkju heilagra manna, nam land, á þá óbyggðu landi. Ástæður þessa landnáms voru einkum ofsóknir sem mormónar sættu vegna trúar sinnar, meðal annars vegna þess að trú þeirra leyfði fleirkvæni og jafnvel hvatti til þess. Foringi mormóna var Brigham Young. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.