Greinar laugardaginn 17. janúar 1998

Forsíða

17. janúar 1998 | Forsíða | 86 orð

Forskot Schröders á Kohl

GERHARD Schröder, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna, nýtur tvöfalt meira trausts kjósenda en Helmut Kohl Þýskalandskanslari, samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í gærkvöldi. Niðurstaðan sýnir að byrlega blæs fyrir Schröder, sem nýtur stuðnings 61% kjósenda í embætti kanslara, en 31% vill að Kohl sitji áfram. Meira
17. janúar 1998 | Forsíða | 568 orð

Færeyingar vilja skaðabætur og íhuga málssókn

POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, viðurkennir að Færeyingar hafi verið hlunnfarnir í Færeyjabankamálinu svokallaða en fullyrðir að orðrómur um samsæri dönsku stjórnarinnar og Den Danske Bank gegn Færeyingum eigi ekki við nein rök að styðjast. 2. Meira
17. janúar 1998 | Forsíða | 102 orð

Samstarfssamningur bandamanna

FORSETAR Eistlands, Lettlands og Litháens undirrituðu í gær samstarfssamning við Bandaríkin í Washington. "Öryggi Bandaríkjanna er tengt Evrópu og Evrópa verður aldrei að fullu örugg ef vafi leikur á öryggi Eystrasaltsríkjanna," sagði Bill Clinton Bandaríkjaforseti við undirritunina. Meira
17. janúar 1998 | Forsíða | 145 orð

Vekur áhyggjur á Vesturlöndum

NECMETTIN Erbakan, leiðtogi Velferðarflokksins í Tyrklandi, sagðist í gær myndi áfrýja til Mannréttindadómstóls Evrópu þeim úrskurði stjórnlagadómstóls í Ankara sem lagði bann við starfsemi flokksins í gær. Meira
17. janúar 1998 | Forsíða | 228 orð

WHO telur upptökin ekki í Kína

EINN sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), sem eru í Kína til kanna hvar fuglaflensan á upptök sín, sagðist í gær telja að þeirra væri að leita í Hong Kong, en ekki Kína eins og yfirvöld í Hong Kong hafa talið. Þá tilkynnti WHO í gær að fuglaflensuveiran hefði fundist í öndum og gæsum í borginni. Meira

Fréttir

17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

3.000 bókanir á þremur og hálfum degi

GÍFURLEG eftirspurn hefur verið hjá Flugleiðum síðustu daga eftir pakkaferðum frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu, að sögn Símonar Pálssonar, yfirmanns sölustjórnar Flugleiða. Hann segir að á þremur og hálfum degi eða frá mánudegi og fram á fimmtudag sl. hafi 3.000 manns bókað sæti hjá félaginu í þessar ferðir. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 290 orð

66N styrkir rekstur björgunarskipa Slysavarnafélags Íslands

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands og 66N Sjóklæðagerðin hf. gerðu í ágúst 1997 með sér samkomulag um að ákveðinn hluti söluverðs selds sjófatnaðar, flotvinnufatnaðar, frystihúsafatnaðar og Bláa vinylglófans, rynni til reksturs björgunarskipanna. Á þennan hátt vill Sjóklæðagerðin hf. styðja við þennan rekstur. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Afnám skilmála kortafyrirtækja Kaupmenn mega að hæ

KAUPMENN eru farnir að hækka vöruverð til þeirra sem greiða með greiðslukortum vegna ákvörðunar samkeppnisráðs um að banna skilmála greiðslukortafyrirtækja í samningum við verslanir og þjónustufyrirtæki. Er kaupmönnunum þetta heimilt, en yfirlýsing Visa um að áfrýjun úrskurðarins fresti gildistöku á ekki við rök að styðjast. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 1323 orð

Afskrifa má róttækustu útfærsluna Jafnvel þótt Viðar Már Matthíasson lagaprófessor taki síst of djúpt í árinni kemst hann ekki

Krafa sjómanna um allan afla á markað hljómar kunnuglega. Sú krafa á sér þá skýringu að kjör sjómanna ráðast mjög af fiskverði. Sjómenn eru að jafnaði ekki á föstum launum heldur fá aflahlut greiddan. Fjárhæð aflahlutar ræðst auðvitað af því verði sem útgerðin fær fyrir aflann. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 298 orð

Afturköllun brottvísunar ekki tekin alvarlega

FJÓRIR bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, Alda Andrésdóttir, Hafsteinn Bjarnason, Aldís Hafsteinsdóttir og Gísli Páll Pálsson, funduðu um það í gær hvernig bregðast skyldi við afturköllun brottrekstrar þeirra úr Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi. Meira
17. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 141 orð

Aldursmörk gjaldtöku hjá Akureyrarbæ

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt tillögu frá fræðslumálastjóra um aldursmörk gjaldtöku hjá þeim stofnunum Akureyrarbæjar, þar sem greiða þarf aðgangseyri og er um að ræða samræmdar tillögur sem gilda hjá strætisvögnum, skíðastöðum, sundlaugum bæjarins og söfnum, Davíðshúsi, Sigurhæðum og Náttúrugripasafni. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð

Árekstrarvari í allar Flugleiðaþotur

FLUGLEIÐIR hafa lokið við að setja árekstrarvara í allar flugvélar sínar í samræmi við ákvörðun sem Sigurður Helgason, forstjóri félagsins, tók í desember 1996. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Flugleiðir sendu frá sér í gær. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 207 orð

Baráttudagur gegn viðskiptabanni á Írak

ALÞJÓÐLEGUR baráttudagur gegn almennu viðskiptabanni á Írak er laugardaginn 17. janúar og hefst hann með kirkjuklukknahljómi á hádegi. Kl. 16 hefst borgarafundur í Ráðhúsi Reykjavíkur undir kjörorðinu "Hættið að drepa börnin okkar". Meira
17. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 259 orð

Breskt flugmóðurskip sent á Persaflóa

BRESKA stjórnin sendi í gær flugmóðurskipið Invincible á Persaflóa og George Robertson, varnarmálaráðherra Bretlands, kvaðst ekki geta útilokað að Írakar yrðu beittir hervaldi. Eftirlitshópur undir stjórn Bandaríkjamannsins Scotts Ritters, sem Írakar saka um njósnir, fór frá Bagdad í gær en Ritter sagði að það þýddi ekki að Sameinuðu þjóðirnar létu undan kröfum Íraka um breytingar á eftirlitinu. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 618 orð

Breti spáir í veðrið yfir Íslandi

John Gray er rúmlega fimmtugur og þegar hann réð sig til Veðurstofu Íslands var hann búinn að vera á eftirlaunum í tvö ár eftir um það bil 30 ára farsælan og fjölbreyttan starfsferil sem veðurfræðingur í þágu breska flughersins og varnarmálaráðuneytisins. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Börn kynnist hafinu

BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti síðastliðið fimmtudagskvöld að vinna að fræðslu- og kynningarátaki meðal reykvískra skólabarna í tilefni af "Ári hafsins 1998". Sigrún Magnúsdóttur og Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans, fluttu tillöguna og lögðu til að sett yrði á fót sérstök verkefnisstjórn með fulltrúum frá Reykjavíkurhöfn, Meira
17. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 454 orð

Camdessus spáir kreppulokum um aldamótin

MICHEL Camdessus, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, spáði því í gær, að kreppan í Indónesíu og Tælandi yrði liðin hjá eftir tvö ár. Sagði hann, að Malasía þyrfti ekki á aðstoð að halda en hvatti til, að stjórnvöld þar hækkuðu vexti. Meira
17. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 121 orð

Dregið í Akraleiknum

DREGIÐ hefur verið í Akraleik Smjörlíkisgerðar KEA sem efnt var til fyrir jólin. Í boði voru 5 tölvuvogir frá Tefal og 10 sett af Ekko bökunarformum. Alls tóku um 400 manns þátt í leiknum. Þeir sem hlutu tölvuvogir eru Ólöf Sigurvinsdóttir, Keflavík, Sigrún Pálsdóttir, Reykjavík, Ólafía G. Meira
17. janúar 1998 | Smáfréttir | 70 orð

DREGIÐ var í Rauðubókarhappdrætti Ferðaskrifstofu stúdenta

DREGIÐ var í Rauðubókarhappdrætti Ferðaskrifstofu stúdenta 31. desember sl. Allir sem eiga eintak af Rauðu bókinni Farðu að heiman eru þátttakendur í happdrættinu og er númerið prentað innan á baksíðu bókarinnar. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 213 orð

Ekki algjört reykingabann

EKKI stendur til að banna reykingar algjörlega í Alþingishúsinu. Áfram verður leyft að reykja á skrifstofum og kaffistofu stjórnarráðsins. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í vikunni að gera aðsetur borgarstjórnar reyklaust. Framvegis verður bannað að reykja í fundarsal borgarstjórnar, í fundaherbergi, á göngum og í matsal. Meira
17. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 415 orð

Ekki í samræmi við GATT-samning

ÚRSKURÐARNEFND Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, hefur komizt að þeirri niðurstöðu að bann Evrópusambandsins við innflutningi svokallaðs hormónakjöts samræmist að nokkru leyti ekki skilyrðum GATT-samninganna. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Enn í lífshættu

ENN er óbreytt líðan mannsins sem fékk raflost í rafmagnsmastri við Vesturlandsveg í byrjun vikunnar og slasaðist verulega. Honum er enn haldið sofandi og liggur hann á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
17. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 109 orð

ESB-nefnd til Alsír

MANUEL Marin, sem sæti á í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), sagði í gær að hann væri sannfærður um að alsírsk stjórnvöld hefðu engan þátt tekið í fjöldamorðunum er framin hafa verið á allt að 1.400 manns í landinu frá því föstumánuður múslíma, ramadan, hófst 30. desember. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fjörugangaá Álftanesi FERÐAFÉLAG Íslands fer sunnudaginn 18. j

FERÐAFÉLAG Íslands fer sunnudaginn 18. janúar í fjölskyldugöngu á Álftanes. Gengið verður um ströndina á utanverðu nesinu. Fyrst verður farið að Skansinum hjá Bessastöðum en síðan gengið hjá Hrakhólmum og Skógtjörn. Brottför er kl. 13 og allir eru velkomnir í ferðina. Næsta ferð á eftir er þorraganga hjá Ferðafélagshúsinu, Mörkinni 6, um Fossvogsdal í Perluna laugardagskvöldið 24. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 493 orð

Formaður samgöngunefndar um ferð til Brussel í boði fyrirtækja

"VIÐ fengum boð frá samgönguráðherra um ferð til Brussel þar sem aðalerindið væri að nefndin gæti kynnt sér breytingar sem eru að verða á starfsumhverfi fjarskipta í heiminum og sérstaklega í Evrópu. Til þessarar vinnuferðar var algjörlega stofnað af hálfu stjórnsýslunnar og miðaðist dagskráin eingöngu við það að upplýsa okkur um þessi atriði," sagði Einar K. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Foss í Dalalæk

Morgunblaðið/Jónas Erlendsson FOSSINN í Dalalæk var að hluta bundinn klakaböndum í frostviðrinu sem verið hefur á landinu. Í myndinni mætast vatn, jörð og himinn í allri sinni litadýrð en rofabarðið minnir okkur á forgengileika landsins. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Fræðsluferðir Útivistar

ÚTIVIST hyggst bjóða upp á nokkrar fræðsluferðir á þessu ári. Þar er gert ráð fyrir að fólki gefist kostur á að kynnast einhverju áhugaverðu í atvinnulífinu sem annars er ekki opið öllum almenningi. Ferðirnar verða þannig að inn í gönguferð verður fléttað heimsókn í atvinnufyrirtæki eða stofnun sem sinnir þjónustu eða rannsóknum við atvinnulífið, segir í fréttatilkynningu. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Fundur með fulltrúum 6 lista

FULLTRÚAR Alþýðubandalagsins í prófkjöri Reykjavíkurlistans verða á skrifstofu flokksins í Austurstræti 10 sunnudaginn 18. janúar nk. frá kl. 16­17.30. Listamenn koma fram og fulltrúarnir halda örstutt ávörp og svara spurningum. Meira
17. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 64 orð

Glenn aftur út í geim

FYRSTI bandaríski geimfarinn, John Glenn, sem fór þrjá hringi um jörðu árið 1962, verður í áhöfn bandarísku geimferjunnar í október næstkomandi, standist hann læknispróf, að því er tilkynnt var í gær. Verður hann þá 78 ára og þar með elsti maðurinn sem skotið hefur verið út í geiminn. Hér er Glenn eftir komuna til jarðar úr leiðangrinum með Mercury-farinu. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð

Hagstofan gefur út rit um neyslukönnun HAGSTO

HAGSTOFAN hefur gefið út ritið Neyslukönnun 1995, þar sem skýrt er ítarlega frá niðurstöðum neyslukönnunar frá árinu 1995. Í ritinu eru ýmsar upplýsingar um útgjöld heimila flokkuð eftir útgjaldaflokkum, heimilisstærð, búsetu og tekjum, að því er segir í frétt frá stofnuninni. Alls tóku 1.375 heimili, alls staðar á landinu, þátt í könnuninni. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 272 orð

Handbók um umhverfisstjórnun komin út ÚT ER komin Ha

ÚT ER komin Handbók um umhverfisstjórnun: Hreinni framleiðslutækni ... grænn gróði. Handbókin lýsir því hvernig fyrirtæki geta haldið mengun og úrgangi í lágmarki og um leið náð fram umtalsverðum sparnaði í rekstri. Iðntæknistofnun, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og Framtíðarsýn hf. gefa bókina út en umhverfisráðuneytið og Iðnlánasjóður styrktu gerð hennar. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Happdrættisauglýsingar fyrir samkeppnisráð

SAMKEPPNISRÁÐ og auglýsinganefnd Samkeppnisstofnunar munu fjalla um auglýsingar Happdrættis Háskóla Íslands þar sem gerður var samanburður á vinningum hjá happdrættinu og Vöruhappdrætti SÍBS. Auglýsingastofan Hér og nú kvartaði yfir auglýsingunum til Samkeppnisstofnunar, og í kjölfarið kærði Happdrætti Háskóla Íslands auglýsingar sem birtust á vegum Vöruhappdrættis SÍBS, Meira
17. janúar 1998 | Landsbyggðin | 227 orð

Héraðsdómur staðfestir nauðasamning

Ísafirði-Héraðsdómur Vestfjarða staðfesti á föstudag nauðasamning Fiskiðjunnar Freyju hf. á Suðureyri við lánardrottna á grundvelli frumvarps er samþykkt var á fundi atkvæðismanna sem haldinn var 19. desember sl. Samkvæmt frumvarpinu mun fyrirtækið greiða 15% samningskrafna og kröfur allt að 75.000 kr. verða greiddar til fulls. Meira
17. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 375 orð

Hugsanlegt að bóluefni finnist

VÍSINDAMENN hafa uppgötvað vísbendingu um hvað gerir veiruna sem veldur hinni svokölluðu fuglaflensu eins banvæna og hún hefur reynzt. Telja vísindamennirnir mögulegt að hægt verði að búa til bóluefni gegn sjúkdómnum eftir að þeim tókst að greina erfðafræðilega byggingu veirunnar. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 2818 orð

Hörð gagnrýni á fundi um skattamál

HÖRÐ gagnrýni á yfirskattanefnd og Hæstarétt Íslands kom fram á ráðstefnu um skattamál, sem haldin var á vegum Félags löggiltra endurskoðenda og Lögfræðingafélags Íslands á Hótel Loftleiðum í gær. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Íslandsmyndir finnast í Frakklandi

NÝLEGA fundust í Frakklandi Íslandsmyndir frá árinu 1771, eftir teiknarann Pierre Ozanne. Þetta kemur fram í grein í Lesbók Morgunblaðsins í dag, eftir Æsu Sigurjónsdóttur listfræðing í París og dr. Gisele Jónsson. Meira
17. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Íþróttamaður Þórs útnefndur

ÍÞRÓTTAMAÐUR Þórs árið 1997 verður útnefndur í hófi í Hamri næstkomandi sunnudag, 18. janúar kl. 15. Jafnframt verður tilkynnt um val á besta leikmanni einstakra deilda, þ.e. knattspyrnu-, handknattleiks-, körfuknattleiks- og skíðadeilda. Alls bárust nöfn átta íþróttamanna í kjörinu, tveir frá hverri deild. Meira
17. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 110 orð

Khamenei andvígur öllum samskiptum

KAMAL Kharrazi, utanríkisráðherra Írans, sagði í gær, að ekki yrði leitað eftir neinum viðræðum við Bandaríkjastjórn fyrr en hún léti af "fjandskap" sínum við írönsk stjórnvöld. Erkiklerkurinn Ali Khamenei og einn valdamesti maður í Íran sagði hins vegar, að engin samskipti yrðu höfð við Bandaríkin þar sem þau myndu skaða sjálfstæði Írana og hagsmuni múslima um allan heim. Meira
17. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 181 orð

Króatinn kveðst saklaus

BOSNÍU-Króatinn Vlatko Kupreskic kom fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í gær og kvaðst vera saklaus af ákærum um að hafa myrt múslimska konu árið 1993 þegar hún reyndi að flýja frá heimabæ sínum í Bosníu til að bjarga lífi sínu. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

LEIÐRÉTT Íslenskan og upplýsingin

Í BLAÐINU í gær birtist fréttatilkynning um málstefnu Íslendinga 1700­1850. Þar var sagt frá erindi sem Svavar Sigmundsson flytur og segir að erindið heiti Íslenskan og upplýsingar en átti að vera Íslenskan og upplýsingin. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Lækkun Skeljungs og Olís einnig 1,20

OLÍUFÉLAGIÐ hf, Olís og Skeljungur lækkuðu verð á 95 oktana bensíni um 1,20 krónur í gær. Olíufélagið tilkynnti fyrst um lækkunina á fimmtudag en við opnum bensínstöðva í gær höfðu Olís og Skeljungur einnig lækkað verð að sama skapi. Ýmis tilboð í gangi Meira
17. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 420 orð

Lögreglan lokar landamærunum

LÖGREGLAN í Svartfjallalandi lokaði í gær landamærum landsins og handtók nokkra stuðningsmenn Momirs Bulatovic, fyrrverandi forseta, til að koma í veg fyrir frekari óeirðir eftir valdatöku andstæðings hans. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

MATTHÍAS GUÐMUNDSSON

MATTHÍAS Guðmundsson, fyrrverandi póstmeistari í Reykjavík, lézt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, síðastliðinn fimmtudag. Hann var 84 ára að aldri. Matthías fæddist 15. júlí 1913 í Reykjavík, sonur hjónanna Guðmundar Kristmundssonar sjómanns og Guðríðar Davíðsdóttur. Meira
17. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 269 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Fyrsti sunnudagaskólinn á nýju ári í Safnaðarheimilinu kl. 11 á morgun. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14. Molasopi í Safnaðarheimili eftir messu þar sem rætt verður um prédikunartexta dagsins sem er úr Matteusarguðspjalli, fjallað verður um merkingu textans og gildi hans í samtíðinni og fengist við spurningar sem hann kveikir. Aðalfundur æskulýðsfélagsins kl. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 305 orð

Mikið um kvefpestir en ekki flensufaraldur

ÞÓTT flensufaraldur hafi enn ekki komið til landsins hefur mikið verið um veikindi að undanförnu. Lúðvík Ólafsson, héraðslæknir í Reykjavík, segir að töluvert hafi verið um kvefpestir sem lýsi sér þannig að fólk verði ekki mikið veikt en sé þó lengi að ná sér. Einnig hafi verið heilmikið um streptókokkahálsbólgu frá því í desember. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

MORGUNBLAÐINU í dag fylgir Lesbók Morgunblaðsins ­ menning/listir/þjóðfræði. Meðal ef

MORGUNBLAÐINU í dag fylgir Lesbók Morgunblaðsins ­ menning/listir/þjóðfræði. Meðal efnis eru greinar um Brasilíufarana, nýfundnar Íslandsmyndir og hella undir Jökli og kynntar eru sýningar á verkum Kjarvals og blaðaljósmyndum ársins 1997. Meira
17. janúar 1998 | Landsbyggðin | 401 orð

Mótmæla launalækkun hjá Heilbrigðisstofnun

Ísafirði-Stjórn Verkalýðsfélgsins Baldurs á Ísafirði hefur sent frá sér hörð mótmæli vegna þeirra aðferða og aðgerða sem stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar hafa beitt almennt starfsfólk í ræstingu og eldhúsi með lækkun launa og meira vinnuálagi sem samkomulag hefur gilt um undanfarin ár eins og segir í frétt frá félaginu. Meira
17. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 237 orð

Mýflug sýnir áhuga á sjúkraflugi en ekki áætlunarflugi

LEIFUR Hallgrímsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins Mýflugs í Mývatnssveit, segir ekki ólíklegt að félagið geri tilboð í sjúkraflug, annað hvort frá Egilsstöðum eða Ísafirði þegar það verður boðið út. Hann sagði hins vegar ekki áhugaverðan kost að standa að áætlunarflugi til Raufarhafnar, Grímseyjar eða Gjögurs, þrátt fyrir ríkisstyrk. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð

Námskeið um skattalagabreytingar 1997 ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskól

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands mun mánudaginn 19. janúar standa fyrir námskeiði um ofangreint efni, ætlað öllum sem hafa með skatta- og fjármál fyrirtækja að gera. Sams konar námskeið verður haldið á Akureyri 24. janúar nk. Á námskeiðunum verða kynntar nýlegar breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 353 orð

Nota hvert tækifæri til að koma höggi á Íslendinga

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að ummæli norsks starfsbróður hans, Peters Angelsens, í útvarpsfréttum í gær, bendi til að norsk stjórnvöld noti sérhvert tækifæri til að koma höggi á Íslendinga. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 760 orð

Ofnæmi og astmi í vexti á Vesturlöndum

Unnur Steina Björnsdóttir læknir flytur í dag klukkan 14 fyrirlestur á vegum Hollvinasamtaka Háskóla Íslands um vaxandi tíðni ofnæmis og astma á Vesturlöndum. Fyrirlesturinn verður fluttur í Háskólabíói og er öllum opinn. ­Hvað er ofnæmi? "Ofnæmi er viðbrögð ónæmiskerfis líkamans við utanaðkomandi ofnæmisvaka. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Opið hús hjá samtökum um þjóðareign

OPIÐ hús verður hjá Samtökum um þjóðareign mánudaginn 19. janúar kl. 18­21. Þar gefst félögum samtakanna kostur á að hittast, ræða málið og fylgjast með hvað er að gerast hjá samtökunum. Þeir sem hafa hug á að gerast félagar í samtökunum eru einnig velkomnir. Samtökin hafa aðsetur í Brautarholti 4 í austasta uppgangi hússins á 2. hæð. Ætlunin er að hafa opið hús alla mánudaga kl. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Ólympíuliðið í fatnaði frá 66N

ÍSLENSKU ólympíufararnir, sem fara á Vetrarleikana í Nagano í Japan, verða í fatnaði frá Sjóklæðagerðinni 66N. Fatnaðurinn var kynntur á blaðamannafundi hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands í gær. Átta íslenskir skíðamenn verða sendir á leikana. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 447 orð

Ómögulegt að kynna sér fjárhagsstöðu fyrirhugaðs sveitarfélags

ALMENNUR sveitafundur íbúa Skorradalshrepps með hreppsnefndinni, sem haldinn var í fyrrakvöld, skorar á hreppsnefnd Skorradalshrepps að gera ráðstafanir til að eignir hreppsins gangi ekki til sameiginlegs sveitarfélags verði sameining samþykkt. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 239 orð

R-listinn opnar prófkjörsmiðstöð

PRÓFKJÖRSMIÐSTÖÐ Reykjavíkurlistins við Pósthússtræti verður opnuð í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, kynnti miðstöðina í gær ásamt frambjóðendum. Þar geta frambjóðendur listans haft aðsetur en þar verður einnig hægt að kjósa utankjörstaðar. Tvíþætt prófkjör Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 375 orð

Rúmlega 1,4 milljónir farþega fluttar í fyrra

VELTA flugfélagsins Atlanta var á síðasta ári um sjö milljarðar króna og eru um 8% hennar tengd verkefnum á Íslandi en starfsemin fer aðallega fram erlendis. Árið 1996 var veltan tæpir fimm milljarðar. Meira
17. janúar 1998 | Landsbyggðin | 317 orð

Samvinna um byggingu leikskóla

Hveragerði-Ný álma var nýlega tekin í notkun við leikskólann Undraland í Hveragerði. Á nýju deildinni verður boðið upp á heilsdagsvistun og er það nýjung í bæjarfélaginu. Í ávarpi við opnun deildarinnar sagði Einar Mathiesen, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 384 orð

Segja launamun of mikinn

MIKILL óróleiki og óánægja er meðal hjúkrunarfræðinga vegna nýgerðs kjarasamnings lækna og þróunar launamála að undanförnu, að sögn Ástu Möller, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Enn er ósamið um nýtt launakerfi hjúkrunarfræðinga, sem á að taka gildi 1. febrúar næstkomandi skv. kjarasamningum sem gerðir voru á síðasta ári. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Sjö sóttu um embætti ríkislögreglustjóra

SJÖ sóttu um embætti ríkislögreglustjóra, en umsóknarfrestur um embættið rann út 15. þessa mánaðar. Umsækjendur um embættið eru Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, Georg Kr. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð

Skattborgarar hundsaðir?

ÞUNG orð féllu um yfirskattanefnd á ráðstefnu um skattamál í gær og var því haldið fram að þar væri jafnræðisregla ítrekað virt að vettugi á kostnað skattborgara. Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi, sagði á ráðstefnunni, sem haldin var á vegum Félags löggiltra endurskoðenda og Lögmannafélags Íslands á Hótel Loftleiðum, að lögum samkvæmt ætti nefndin að vera óháð, Meira
17. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 1695 orð

Skýrsla dönsku lögfræðinganefndarinnar um Færeyjabankamálið birt í gær

Í KJÖLFAR skýrslu lögfræðinganefndar um Færeyjabankamálið, sem birt var í Kaupmannahöfn í gær, segir Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra að Færeyingar hafi ástæðu til að vænta bóta á einhvern hátt þar sem þeir hafi yfirtekið mun stærri bagga en ætlað var, er þeir tóku yfir Færeyjabanka í mars 1993. Meira
17. janúar 1998 | Miðopna | 3242 orð

Stjórnmálamaðurinn Davíð Oddsson Davíð Odd

ÞEGAR ungur og efnilegur maður féll frá í blóma lífsins árið 1833, sagði Bjarni Thorarensen í frægum vísuorðum, að Ísalands óhamingju yrði allt að vopni. Þá var missir að hverju mannsefni með hinni fámennu íslensku þjóð. Þá var dauft í sveitum, hnípin þjóð í vanda. Fimmtíu árum síðar orti Hannes Hafstein í svipuðum anda: Oss vantar menn! Oss vantar menn! Þetta voru þá enn orð að sönnu. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Strandaði við Sandgerði

RÚSSNESKT saltflutningaskip strandaði á sandeyri fyrir utan innsiglinguna í Sandgerðishöfn laust fyrir kl. 22 í gærkvöldi. Skipið losnaði af strandstað um klukkustundu síðar og lagðist það að bryggju í Sandgerði. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Svamlað í síldinni

SÍLDVEIÐAR hafa gengið afar illa frá áramótum vegna þrálátrar brælu. Engin veiði hefur verið fyrir austan, en nokkur skip hafa náð blandaðri síld við Eldey. Eitt þeirra er Háberg GK, sem landaði í Grindavík í gær. Grímseyingurinn í áhöfn skipsins, Svavar Gylfason, brá á leik og fékk sér "síldarbað". Nákvæmlega ekkert/20 Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Sýningin Vetrarlíf '98 hefst í dag UM helgina verður haldin hi

UM helgina verður haldin hin árlega sýning Vetrarlíf '98 í húsnæði Ingvars Helgasonar ehf. við Sævarhöfða. Hér er á ferðinni sýning á vélsleðum og fjölbreyttum búnaði tengdum vélsleðasporti og vetrarútivist. Alls sýna 24 aðilar og er sýningarsvæðið alls 1.500 fermetrar. Í fyrra var sýningin haldin á sama stað og sóttu hana u.þ.b. 9.000 manns. Sýningin verður opin kl. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 442 orð

Telja tölvuvædd afgreiðslukerfi ekki hagkvæm

BIFREIÐASTÖÐ Reykjavíkur og Bæjarleiðir hyggjast koma upp rafrænum posum í öllum bílum sínum með vorinu, til þess að bílstjórar stöðvanna geti afgreitt greiðslukort á rafrænan hátt. Forsvarsmenn stöðvanna segjast hins vegar ekki hafa áhuga á rafrænu afgreiðslukerfi eins og því sem Hreyfill hyggst setja upp á næstunni. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 402 orð

Umhugað að halda frið næstu árin

STJÓRNENDUR Norðuráls hf. eru ánægðir með nýgerðan kjarasamning fyrirtækisins við sex stéttarfélög en samningurinn gildir til loka ársins 2004. Tekur hann til framleiðslu-, viðhalds-, skrifstofu- og annarra þjónustustarfa í álbræðslu félagsins. Alls verða ráðnir 120­130 starfsmenn til fyrirtækisins og þar af munu 60­70 starfsmenn vinna á framleiðslusviði álbræðslunnar. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð

Uppfærsla af Tölvuorðabókinni á vefnum NÝ uppf

NÝ uppfærsla af Tölvuorðabókinni er kominn á vefinn og er hana að finna á slóðinni http://www.alnet.is. Eigendum Orðabókar Aldamóta og Tölvuorðabókarinnar stendur til boða að sækja uppfærsluna án endurgjalds í gegnum Internetið. Þessa uppfærslu geta allir notað sér sem eiga útgáfu 2.0 eða nýrri. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð

Valda ekki mismunun sem kalli á aðgerðir

SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki verði sýnt fram á að ákvæði reglugerðar landbúnaðarráðuneytisins um undanþágur frá skyldu um útflutning á kindakjöti valdi mismunun á milli bænda af því tagi að það kalli á aðgerðir samkeppnisyfirvalda, en Samkeppnisstofnun barst síðastliðið vor erindi frá bónda sem taldi reglurnar ekki standast samkeppnislög. Meira
17. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 219 orð

Vélsleðamenn valda ónæði

LÖGREGLAN á Akureyri hafði afskipti af vélsleðamönum vegna aksturs innanbæjar í fyrrakvöld og var skýrsla tekin af nokkrum þeirra. Í kjölfar þessa atviks sendi stjórn Félags vélsleðamanna í Eyjafirði frá sér fréttatilkynningu, þar sem slíkur akstur er fordæmdur og eigendur vélsleða jafnframt hvattir til að halda settar reglur. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 288 orð

Viðræður tefjast vegna klofnings sjómanna ENGINN árangur varð á st

ENGINN árangur varð á stuttum fundi útgerðarmanna og sjómanna í sjómannadeilunni hjá ríkissáttasemjara í gær. Næsti fundur er boðaður nk. þriðjudag. Fulltrúar allra sjómannasamtakanna þriggja mættu á fundinn. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 33 orð

Vökul augu vinnandi manns

Morgunblaðið/Golli Vökul augu vinnandi manns VÖKUL augu þessa manns, sem var að vinna við nýbyggingu í Smárahvammslandi í Kópavogi, fylgdust með því að allt væri eins og það ætti að vera á vinnupöllunum. Meira
17. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 292 orð

Ævintýraþráin óbilandi

FJÓRAR íslenskar konur, María Dögg Hjörleifsdóttir, Anna María Geirsdóttir, Þórey Gylfadóttir og Dagný Indriðadóttir, stefna að því að vera fyrstar íslenskra kvenna til að fara á gönguskíðum yfir Grænlandsjökul. Ferðalagið, sem er um 600 km, verður farið í lok apríl og er áætlað að það taki fjórar til fimm vikur. Mikið frost Meira
17. janúar 1998 | Landsbyggðin | 152 orð

Örk og Tröð Prenthús sameinast

Húsavík-Á Húsavík hafa undanfarin ár starfað tvær prentsmiðjur, Tröð Prenthús og Örk Prentstofa, sem nú hafa verið sameinaðar og nefnist nú fyrirtækið Örk-Tröð Prenthús. Meira
17. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 71 orð

Ötzi fluttur til Ítalíu

SÉRFRÆÐINGAR fornleifasafnsins í Bolzanó á Ítalíu rekja umbúðir utan af leifum hins forsögulega manns, sem gengur undir nafninu Ötzi og fannst á Similaunjökli í Alpafjöllum árið 1991. Verður líkið haft til sýnis í safninu sem reist hefur verið sérstaklega til að hýsa það. Meira

Ritstjórnargreinar

17. janúar 1998 | Leiðarar | 645 orð

leiðariFÆREYJASKÝRSLAN DREGUR DILK Á EFTIR SÉR KÝRSLA lögfræ

leiðariFÆREYJASKÝRSLAN DREGUR DILK Á EFTIR SÉR KÝRSLA lögfræðinganefndar um Færeyjabankamálið í Danmörku mun augljóslega draga dilk á eftir sér. Upplýsingar þær, sem fram koma í skýrslunni, munu hafa áhrif á samband Færeyja og Danmerkur, stöðu dönsku stjórnarinnar og álit á dönsku fjármálalífi. Meira
17. janúar 1998 | Staksteinar | 326 orð

»Samstaða um lífeyrissjóði LEIÐARI nýútkomins VR-blaðs, sem er málgagn Verzlun

LEIÐARI nýútkomins VR-blaðs, sem er málgagn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, fjallar um samstöðu þá, sem náðist um endurskoðun laga um lífeyrissjóðina í landinu. Því er fagnað að breið samstaða náðist um þetta mál, sem verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir, rammalöggjöf um starfsemi lífeyrissjóða. Meira

Menning

17. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 169 orð

Barn í vændum

LEIKARAPARIÐ Uma Thurman og Ethan Hawke eiga von á sínu fyrsta barni saman í maí næstkomandi. Þetta kemur fram í bandaríska dagblaðinu Daily News og eru skötuhjúin sögð himinlifandi. Uma og Ethan, sem bæði eru 27 ára gömul, Meira
17. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 146 orð

Bassey sýknuð

SÖNGKONAN Shirley Bassey hefur verið sýknuð af ákæru þess efnis að hafa löðrungað fyrrverandi samstarfskonu sína, kallað hana "júðatík" og því næst rekið hana. Bassey, sem er nú 61 árs, grét af gleði er dómurinn var kveðinn upp og sagði að það hefði valdið sér miklu hugarangri að fyrrverandi vinkona skuli hafa borið hana slíkum sökum. Meira
17. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 163 orð

Bruce og Demi stefna slúðurblaði

HJÓNAKORNIN Bruce Willis og Demi Moore búa sig nú undir hatrömm málaferli við slúðurfregnablaðið The Star sem hefur sér til saka unnið að birta fregn þess eðlis að hjónaband þeirra Bruce og Demi væri ekki aðeins í alvarlegri niðurníðslu, heldur stefndi í svívirðileg skilnaðarmálaferli. Meira
17. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 661 orð

Dagskrár í þykjustunni

ÞEGAR horft er lengi á sjónvarp kemur í ljós að dagskrá þeirra stöðva sem völ er á, en þær geta verið nokkuð margar, er næsta fábrotin. Þetta á líka við um kvikmyndir. Gerð þeirra hefur tilhneigingu til að falla í ákveðna farvegi sem síðan standa óbreyttir í áratug eða svo. Meira
17. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 259 orð

Don Johnson með gráan fiðring?

LEIKARINN Don Johnson er nú laus úr snörunni eftir að samkomulag náðist milli lögfræðinga hans annars vegar og lögfræðinga tveggja kvenna hins vegar. Stúlkurnar höfðu sakað Johnson um kynferðislega áreitni, en hann sakaði þær á móti um fjárkúgun. Meira
17. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 360 orð

Format fyrir Ég mæli með, 17,7

Format fyrir Ég mæli með, 17,7 Meira
17. janúar 1998 | Fólk í fréttum | -1 orð

Kerfið á móti þegnunum? Á snúrunni (Gridlock'd)

Framleiðandi: Interscope Communications. Leikstjóri og handritshöfundur: Vondie Curtis Hall. Kvikmyndataka: Bill Pope. Tónlist: Stewart Copeland. Aðalhlutverk: Tim Roth, Tupac Shakur og Thandie Newton. 117 mín. Bandaríkin. Polygram/Háskólabíó. Útgáfud.: 13. janúar. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
17. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 131 orð

Krydd á Planet Hollywood

KRYDDPÍURNAR ungu frá Bretlandi, Spice Girls, eru í Bandaríkjunum um þessar mundir m.a. til að kynna kvikmynd sína "Spice World" og í miðri vikunni hófust herlegheitin í New York með heimsókn þeirra á veitingastaðinn Planet Hollywood, sem er í eigu nokkurra þekktra stórleikara á borð við Arnold Schwarzenegger og Bruce Willis. Meira
17. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 643 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð213.10 Hádegismyndin er að venju fyrir alla fjölskylduna. Ævintýri Sinbads (The Golden Voyage of Sinbad, '74), er prýðileg sem slík. Efnið er sótt í Þúsund og eina nótt, um sæfara sem finnur landakort er færir hann á vit ævintýranna. Meira
17. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 592 orð

MÓA UM ALLAN HEIM

ÞETTA er poppplata þar sem áherslan er meiri á röddina heldur en oft áður hjá mér. Platan er mjög fjölbreytt og ég fer víða í lagavali. Platan heitir: "Cool, As in Hot" og kemur út í Japan í mars en annars staðar í maí. Áætlað er að fyrsta smáskífan verði gefin út í mars en ekki hefur verið ákveðið hvaða lag það verður. Meira
17. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 471 orð

Viktoría krónprinsessa kýs frið og ró

FRÉTTIN um að Viktoría krónprinsessa Svía hefði haldið til náms til Bandaríkjanna kom Svíum í opna skjöldu. Ákvörðunin er afleiðing þess að þó konungsfjölskyldan hafi beðið fjölmiðla að láta krónprinsessuna í friði eftir að í ljós kom að hún þjáðist af lystarstoli, þá hafa ekki allir fjölmiðlar orðið við tilmælunum. Meira

Umræðan

17. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 213 orð

Dagblaðakaup og lágkúra þingflokksformanna

ÉG VIL vekja athygli landsmanna á tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu í Morgunblaðinu laugardaginn 10. janúar 1998, á bls. 6, þar sem segir að sagt hafi verið upp áskrift að Morgunblaðinu, DV og Degi, um er að ræða 100 eintök af hverju blaði sem dreift hafi verið til sjúkrahúsa, sendiráða og ráðuneyta o.fl. Meira
17. janúar 1998 | Aðsent efni | 432 orð

Ekki heil Gullinbrú í stefnu R-listans

GULLINBRÚ er helsti flöskuhálsinn í Reykjavíkurumferðinni og umferðaröngþveitið sem þar myndast á morgnana og svo aftur síðdegis er orðið fastur hluti af lífi Grafarvogsbúa. Á brúnni er ein akrein í hvora átt en yfir hana fara a.m.k. 22 þúsund bílar á sólarhring. Langt er síðan Gullinbrú hætti að bera svo mikinn umferðarþunga. Meira
17. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 614 orð

Hafa skal það er sannara reynist

TILEFNI þessara skrifa eru þau að rithöfundarnir Thor Vilhjálmsson og Vigfús Björnsson hafa báðir í bókum sínum, Raddir í garðinum sem kom út 1992 og Huldulandið sem kom út 1997, getið um atburð sem átti sér stað á Brettingsstöðum á Flateyjardal árið 1931, en það var þegar mágur minn Óli Brettingur Gunnarsson týndist. Frásagnir beggja höfunda eru rangar og vil ég í þessari grein leiðrétta þær. Meira
17. janúar 1998 | Aðsent efni | 714 orð

Lífeyrissjóðirnir bregðast

EFTIR allt sem á hefur gengið hjá okkur gamlingjunum eftir að ellilaun og bætur voru tekin úr sambandi við launataxta verkamanna í desember 1995 og þau umskipti þegar ákveðið var í des. ´97 að tengja þetta við neysluvöruvísitölu og launaþróun, var tilefni til að skoða hvað gerst hafði þau tvö ár sem ellilaunum hafði verið haldið í "herkví" stjórnvalda. Ellilaunin hækkuðu frá des. Meira
17. janúar 1998 | Aðsent efni | 809 orð

Með kveðju til ritstjóra DV

OFT hef ég undrast óþrjótandi og öflugar uppsprettur fúkyrðaflaumsins í leiðurum Jónasar Kristjánssonar ritstjóra DV. Nokkur síðustu ár virðist hann hvorki hafa séð til sólar, né litið glaðan dag. Meira
17. janúar 1998 | Aðsent efni | 643 orð

Sérstaða Framsóknarflokksins

ÞAÐ VERÐUR að teljast all sérstök staða sem komin er upp hjá mörgum flokksmönnum vinstri flokkanna. Ýmist hafa flokkar þeirra gefist upp og eru að leggja sig niður eða eru að smáeyðast út í áföngum og enn aðrir telja eina bjargráðið vera að sameinast öðrum flokki. Líklegt er að þessir flokkar sem nú standa frammi fyrir innbyrðisátökum muni í náinni framtíð reyna að sameinast í einn flokk. Meira
17. janúar 1998 | Aðsent efni | 621 orð

Skrökvaði deildarstjórinn?

Í FRÉTTUM á rás eitt, 17. desember 1997, var haft eftir Jóhanni Ólafssyni, deildarstjóra rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu, ýmislegt sem vekur furðu þeirra sem þekkja til mála rafmagnseftirlits í nágrannalöndum okkar. Í fréttinni segir: "Jóhann segir rafmagnseftirlitið hér á landi með nákvæmlega sama hætti og verið sé að taka upp á Norðurlöndunum. Meira
17. janúar 1998 | Aðsent efni | 1196 orð

Trú í heimi framtíðar

ALÞJÓÐLEGI trúarbragðadagurinn var fyrst haldinn árið 1950. Hann er haldinn þriðja sunnudag í janúar ár hvert. Dagurinn á upphaf sitt í Bandaríkjunum en er nú haldinn um allan heim. Tilgangur hans er að vekja athygli á sameiginlegum andlegum gildum og einingu trúarbragða heimsins og að leggja áherslu á að heimstrúarbrögðin eru hvetjandi afl til heimseiningar. Meira

Minningargreinar

17. janúar 1998 | Minningargreinar | 757 orð

Eyjólfur Ellert Júlíusson

Það er mikilsvert að verða samferða góðu fólki á lífsleiðinni og eignast vináttu þess. Góður vinur og velgjörðarmaður kvaddi þennan heim, rétt áður en hátíð ljóss og friðar gekk í garð. Eyjólfur Ellert Júlíusson var einmitt maður þeirrar gerðar, að geislar góðvildar, ljóss og friðsældar stöfuðu frá honum, og stutt var í góðlátlega brosið hans. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

EYJÓLFUR ELLERT JÚLÍUSSON

EYJÓLFUR ELLERT JÚLÍUSSON Eyjólfur Ellert Júlíusson var fæddur að Hóli í Bolungarvík 26. október 1908. Hann lést 19. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólskirkju í Bolungarvík 27. desember. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 312 orð

Garðar Hall Brynhildur Jónatansdóttir Hall

Mig langar með nokkrum fátæklegum orðum að minnast tengdaforeldrar minna, Brynhildar og Garðars Hall. Garðar hefði orðið 91 árs í dag, 17. janúar, en Brynhildur eða Billie eins og hún var alltaf nefnd, lést langt um aldur fram á 63. æviári. Þau eignuðust fjögur börn; Guðrúnu, Jónatan, Jónas og Hjördísi. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 49 orð

GARÐAR HALL BRYNHILDUR JÓNATANSDÓTTIR HALL

Hjónaminning GARÐAR HALL BRYNHILDUR JÓNATANSDÓTTIR HALL Garðar Hall var fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð 17. janúar 1910. Hann lést í Reykjavík 20. desember 1997 og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 29. desember. Brynhildur Jónatansdóttir Hall var fædd í Reykjavík 3. september 1910. Hún lést í Reykjavík 24. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 257 orð

Guðmundur Þórðarson

Guðmund Þórðarson sá ég fyrst í desember 1939 á námskeiði Einars Magnússonar undir inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík, sem haldið var í gamla Stýrimannaskólanum. Frásagnargleði hans og skopskyn, auk tengsla við Akranes, höfðuðu til mín. Heim á leið héldum við oftast saman, ósjaldan ásamt með tilvonandi ráðuneytisstjóra heilbrigðismála. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 93 orð

GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON

GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON Guðmundur Þórðarson fæddist 6. apríl 1927. Hann lést 27. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þórðar Guðmundssonar, skipstjóra á Laxfossi og síðan Akraborginni, frá Kúludalsá í Innra- Akraneshreppi, og eiginkonu hans, Maríu Sigurjónsdóttur frá Bakkagerði í Reyðarfirði. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 260 orð

Guðrún Þórðardóttir

Elsku besta amma. Við viljum minnast þín með þessum fáu orðum og þakka þér fyrir hversu góð amma þú varst. Þótt margt sé hægt að taka frá okkur er ekki hægt að taka minninguna um hana ömmu okkar. Þegar við komum í heimsókn til þín áttirðu alltaf eitthvað handa okkur sem kom okkur í gott skap og þú gafst okkur alla þá ást og umhyggju sem við þurftum. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 438 orð

Guðrún Þórðardóttir

Elsku tengdamamma. Ekki átti ég von á að ég væri að sjá þig í síðasta sinn þegar ég heimsótti ykkur núna um jólin. Þá varstu hress og kát og fórst strax að hugsa um að gefa okkur eitthvað gott að borða. Mér hugkvæmdist ekki að við værum að útbúa síðustu máltíðina sem við myndum eiga saman. En þannig varst þú og þú hélst því fram á síðustu stundu. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 178 orð

Guðrún Þórðardóttir

Með nokkrum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar sem lést eftir stutt veikindi. Leiðir okkar lágu saman fyrir 24 árum er ég kynnist dóttur þeirra Guðrúnar og Vilhjálms. Alltaf var gott að koma til Húsavíkur og á ég þaðan margar góðar minningar. Guðrún var afskaplega gestrisin og ekki sviku terturnar margrómuðu og oft var setið fram eftir nóttu við góðgerðir og spjall. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 103 orð

Guðrún Þórðardóttir

Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur. Frá því ég man eftir mér hef ég komið til ykkar afa á sumrin. Ég á eftir að sakna þessara stunda sm ég átti með þér. Þú kenndir mér að spila og einnig að mála á dúka sem þú varst algjör listamaður í. Ég gat alltaf talað við þig um allt sem mér lá á hjarta og ég gat treyst þér fyrir öllu. Ég kveð þig nú með sárum söknuði. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 194 orð

Guðrún Þórðardóttir

Amma þín er dáin, voru fréttirnar sem ég fékk á sunnudaginn. Ég trúði því varla, því mér fannst amma alltaf vera mikið yngri en hún í raun var. Þegar svona stendur á fer maður ósjálfrátt að hugsa aftur í tímann. Það var alltaf svo spennandi þegar amma kom suður í heimsókn og ekki var minna spennandi að fara til Húsavíkur og vera hjá þeim. Alltaf nóg að gera og amma að stjana við mann. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 161 orð

Guðrún Þórðardóttir

Jesús, bróðir vor og frelsari. Þú þekktir dánarheiminn. Fylgdu vini vorum þegar vér getum ekki fylgst með honum lengur. Miskunnsami faðir, tak á móti henni. Heilagi andi, huggarinn, vertu með oss. Amen. Með þessum orðum vil ég kveðja tengdamóður mína, sem ég kynntist fyrir 25 árum, þá aðeins tæplegasautján ára gömul. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 305 orð

GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR

GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR Guðrún Þórðardóttir fæddist á Ísafirði 18. ágúst 1915. Hún lést á heimili sínu sunnudaginn 11.1. síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Þórðar Þórðarsonar vélsmiðs og Kristínar Sæmundsdóttir húsmóður. Guðrún átti þrjár systur og er ein þeirra á lífi, Þórhildur, og er hún búsett á Akureyri. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 571 orð

Hannes Þórðarson

Elsku afi minn, nú hefurðu loksins fengið hvíldina. Ég var ekki hissa þegar ég heyrði að þú værir dáinn. Þú varst búinn að vera svo mikið veikur, en þó þú hafir verið svona mikið veikur vildi líkaminn ekki gefast upp, því þú hefur alltaf verið svo hraustur, afi minn, en það hlaut að koma að því. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 30 orð

HANNES ÞÓRÐARSON

HANNES ÞÓRÐARSON Hannes Þórðarson fæddist í Jórvík í Breiðdal í S-Múl. 4. febrúar 1902. Hann andaðist á Droplaugarstöðum 4. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey 12. janúar. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 322 orð

Helga S. Einarsdóttir

Þegar fregnin um lát Helgu Einarsdóttur barst mér hvarf ég á vit minninga um flokksstarf og kvennabaráttu á áttunda og níunda áratugnum. Minninga um óteljandi samverustundir á vettvangi Sambands alþýðuflokkskvenna og þær ósérhlífnu konur sem sameinuðust í bjartsýni og trú á betra og fjölskylduvænna samfélag ­ þjóðfélag jafnaðarmanna, sem við vildum vera með í að skapa. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 348 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Ávallt er maður óviðbúinn þeim fréttum þegar einhver sem maður þekkir leggur í sína síðustu ferð og flyst yfir á nýtt tilverustig. Nú var það elskuleg vinkona okkar hún Helga sem brá sér í þessa ferð sem við vinahópurinn hefðum heldur viljað að hefði verið ferð til Kanaríeyja. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 300 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Það er mikil gæfa að eiga góða nágranna. Stuttu eftir að við hjónin fluttum á Móaflötina með sonum okkar fyrir 13 árum tókst góður kunningsskapur við þau Helgu og Eggert sem bjuggu í húsinu fyrir ofan okkur. Oft áttum við eftir að hlæja yfir því hvernig hann hófst. Yngsti sonur okkar hafði bankað uppá hjá þeim og óskað eftir því að fá að vera í pössun þar til einhver kæmi heim. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 310 orð

Helga Soffía Einarsdóttir

Rétt í þessu bárust mér þau sorglegu tíðindi hingað til Noregs að Helga væri látin. Enda þótt ég hafi vitað að hún gengi ekki heil til skógar síðastliðið ár, komu þessar fréttir mér mjög á óvart. Þrátt fyrir að illvígur sjúkdómur tæki sig upp á ný, fannst mér Helga í samtölum okkar og bréfaskriftum vera staðráðin í að berjast gegn þessum vágesti einu sinni enn. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 28 orð

HELGA SOFFÍA EINARSDÓTTIR

HELGA SOFFÍA EINARSDÓTTIR Helga Soffía Einarsdóttir fæddist á Akureyri 22. nóvember 1924. Hún lést á Landspítalanum 9. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 16. janúar. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 336 orð

Ingibjörg Kristófersdóttir

Elskuleg föðursystir okkar, Ingibjörg Kristófersdóttir, lést á Landspítalanum 9. janúar síðastliðinn á 96. aldursári. Við viljum minnast hennar í örfáum fátæklegum orðum, með þakklæti fyrir liðna tíð og allt það sem hún liðsinnti okkur systkinunum á margan hátt. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 220 orð

Ingibjörg Kristófersdóttir

Elsku Imba frænka. Nú ertu horfin frá okkur og farin yfir móðuna miklu. Það var okkur mikið áfall þegar þú sofnaðir þessum langa svefni en við vitum að þér líður vel, þú ert komin til foreldra og systkina sem þér þótti svo vænt um. Þú varst alltaf svo góð og alltaf svo hress og kát. Alltaf gastu látið okkur hlæja, þú áttir svo auðvelt með að koma fólki í gott skap. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 176 orð

INGIBJÖRG KRISTÓFERSDÓTTIR

INGIBJÖRG KRISTÓFERSDÓTTIR Ingibjörg Kristófersdóttir fæddist í Stóra-Dal í Vestur-Eyjafjöllum 1. ágúst 1902. Hún lést á Landspítalanum 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Auðbjörg Ingvarsdóttir frá Neðra- Dal og Kristófer Þorleifsson frá Króktúni. Þeim hjónum varð tólf barna auðið sem öll komust til fullorðinsára. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 605 orð

Ingigerður Pétursdóttir

Í desember síðastliðnum, þegar faðir minn og eini bróðir Gæu lést, hittumst við frænka síðast. Hún leit svo vel út og var kát og hress að vanda. Þótt ég vissi að Gæa væri veik, grunaði mig ekki að svo skammt yrði milli þeirra systkina. Hér forðum, þegar við bræður vorum í sveit í Skagafirði, komum við nokkrum sinnum með pabba og mömmu á Vindheima. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 460 orð

Ingigerður Pétursdóttir

Það voru þungbær sorgartíðindi sem móðir okkar flutti okkur miðvikudaginn 7. janúar sl. Ingigerður frænka var dáin. Gæa eins og hún var ávallt kölluð, er farin frá okkur. Horfin af þessum vettvangi yfir í annan heim. Svo tengdar æsku okkar systkinanna og uppeldi voru fáar konur, og í endurminningunni skipar Gæa sérstakan sess. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 420 orð

Ingigerður Pétursdóttir

Mig langar í fáum orðum að minnast móðursystur minnar Ingigerðar Pétursdóttur (Gæu) frá Vindheimum í Skagafirði sem nú er látin eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Enn hafði maðurinn með ljáinn verið á ferð og höggvið skarð í systkinahópinn með aðeins fárra vikna millibili. Það er stutt á milli gleði og sorgar og skammt á milli lífs og dauða. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 662 orð

Ingigerður Pétursdóttir

Í heyönnum í júní 1953 kom stúlka í Vindheima. Við bræður vorum fjögurra og sex ára og skildum það ráðslag ekki að fá vinnukonu á bæinn í stað vinnumanns, enda botnuðum við víst lítið í gangi lífsins á þeim árum. Við heyrðum af tali fólks að það þyrfti að vinna á túni, reka skepnur á fjall og sinna búverkum. Allt voru þetta karlmannsverk í okkar huga. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 175 orð

INGIGERÐUR PÉTURSDÓTTIR

INGIGERÐUR PÉTURSDÓTTIR Ingigerður Pétursdóttir fæddist á Sauðárkróki 21.12. 1931. Hún lést 7.1. 1998 á heimili dóttur sinnar í Garðabæ. Foreldrar hennar voru Pétur Jónsson verkstjóri, Sauðárkróki, og kona hans Ólafía Sigurðardóttir húsmóðir frá Dýrafirði. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 28 orð

JÓN HJÖRTURGUNNARSSON

JÓN HJÖRTURGUNNARSSON Jón Hjörtur Gunnarsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 12. janúar. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 362 orð

Jón Hjörtur Gunnarsson Elsku afi minn. Það vissi enginn að þitt

Elsku afi minn. Það vissi enginn að þitt kall væri komið svona snemma, þú varst svo hress daginn áður og þú varst svo glaður, þú varst að byrja nýtt líf eftir veikindi þín. Þú varst alltaf svo hjálpsamur ef ég bað um hjálp við eitthvað t.d. í orðskýringum fyrir skólann og með heimalærdóminn. Afi minn, þú stóðst alltaf við þitt. Þú unnir öllum börnum og barnabörnum þínum. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 1160 orð

Jón Hjörtur Gunnarsson Æ, elsku pabbi. Hver hefði trúað að kall

Æ, elsku pabbi. Hver hefði trúað að kallið þitt væri komið, þú sem rétt varst að byrja að njóta lífsins, hætta að vinna og verða gamall eins og þú orðaðir það sjálfur, er við spjölluðum saman kvöldið áður en þú hvarfst á braut. Hugur minn reikaði víða með þér og margar minningar stóðu upp úr. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 283 orð

Jón Þór Kristjánsson

Í dag kveðjum við með miklum söknuði eitt okkar mesta heljarmenni. Heljarmennafélag Blindrafélagsins byggir starfsemi sína á kjörorðunum ÉG GET og ef einhver gat þá var það okkar aðaldriffjöður Jón Þór. Hann kom með hverja hugmyndina á fætur annarri og ekki nóg með það heldur kom hann hugmyndunum líka í framkvæmd sem er nú sjaldgæfara hjá svona miklum hugmyndasmiðum. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 364 orð

Jón Þór Kristjánsson

Vinur minn og vinnufélagi Jón Þór Kristjánsson er látinn. Honum kynntist ég árið 1985 þegar fyrirtækin sem við unnum hjá, Bæjarútgerð Reykjavíkur og Ísbjörninn hf., sameinuðust í fyrirtækið Granda hf. Jón hafði unnið lengi hjá Ísbirninum og séð um viðhald á búnaði fyrirtækisins til lands og sjávar. Mér þótti það mjög merkilegt við okkar fyrstu kynni að Jón hafði enga "tæknimenntun", þ.e.a.s. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 30 orð

JÓN ÞÓR KRISTJÁNSSON

JÓN ÞÓR KRISTJÁNSSON Jón Þór Kristjánsson fæddist í Hvammi í Dýrafirði 23. ágúst 1933. Hann lést á Grensásdeildinni 10. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 16. janúar. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 1040 orð

Kristófer Helgi Jónsson

Kristófer Helgi Jónsson í Hólabrekku dó í Sjúkrahúsi Keflavíkur á 92. aldursári 9. janúar. Hann var fæddur í vikunni fyrir Kristófersmessu 1906, 19. júlí. Nafnið, sem hann hlaut úr móðurætt, þýðir Kristberi því dýrlingurinn Kristófer helgi bar lítið barn á háhesti yfir fljót eitt mikið og vissi ekki, að það var Jesúbarnið og með því sköpunin öll. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 179 orð

KRISTÓFER HELGI JÓNSSON

KRISTÓFER HELGI JÓNSSON Kristófer Helgi Jónsson fæddist 19. júlí 1906. Hann lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón H. Einarsson, bóndi á Rauðasandsmel syðra í Kolbeinsstaðahreppi og síðar á Miðhúsum á Mýrum, og kona hans Helga Jónsdóttir af Galtarholtsætt. Kristófer ólst upp á Miðhúsum. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 401 orð

Óskar Logason

Mig langar í fáum orðum að minnast vinar míns sem er farinn frá okkur. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir einhverjum sem manni þykir vænt um kveðja þennan heim. Samt held ég að þrautin sé enn þyngri þegar þeir sem við kveðjum eru ungir og rétt að byrja lífið. Ég kynntist Óskari í vinnunni, við unnum saman í Bakarameistaranum. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

ÓSKAR LOGASON

ÓSKAR LOGASON Óskar Logason fæddist í Reykjavík 30. maí 1980. Hann lést mánudaginn 5. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá ríkissal Votta Jehóva við Sogaveg í Reykjavík 12. janúar. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 488 orð

Pálmi Friðriksson

Hinn 8. janúar sl. andaðist í Sjúkrahúsi Skagfirðinga frændi minn, Pálmi Friðriksson framkvæmdastjóri á Sauðárkróki, eftir harða baráttu við sjúkdóm sem fellir svo marga í valinn um okkar daga. Er ég frétti andlát hans kom í hugann vísa Jónasar Jónassonar frá Hofdölum sem hann orti við fráfall bróður. Það ei urðu örlög þín elli við að glíma. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 379 orð

Pálmi Friðriksson

Pálmi Friðriksson er látinn, ungur maður. Enn einn fallinn frá í blóma lífsins. Hvar er raunsæið í ákvörðunum Guðs um það hverjir eiga að fá að lifa fram á tíræðisaldur við góða heilsu eða deyja ungir? Þetta er spurning sem seint fæst svar við. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 368 orð

Pálmi Friðriksson

Ljóð allsherjargoðans horfna kemur mér í hug er ég minnist Pálma Friðriks, sem við kveðjum hér í dag, óþægilega minnt á að hvað sem við gerum og viljum þá ráða æðri öfl. Oft þarf vinum eftir sjá allir kveðja senn. Í blóma lífsins falla frá flestir afbragðsmenn. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 735 orð

Pálmi Friðriksson

Sumir menn virðast fæddir til að leysa vandamál. Það, sem venjulegu fólki virðist óleysanlegar flækjur og botnlaus vandræði, leysa þessir menn með brosi á vör og sjá lausnir, stundum einfaldar lausnir, þar sem aðrir sjá engar. Því miður eru slíkir menn alltof fáir og okkar fámennu þjóð því afar dýrmætir. Pálmi Friðriksson frá Svaðastöðum var einn slíkra manna. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 697 orð

Pálmi Friðriksson

Pálmi Friðriksson frá Svaðastöðum er látinn, nýorðinn 54 ára. Í dauða hans svo langt fyrir aldur fram felst mikil andstæða. Hans aðalsmerki var styrkurinn til líkama og sálar og hann geislaði frá sér krafti og lífsorku svo ekki fór fram hjá neinum sem nálægur var. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 361 orð

Pálmi Friðriksson

Látinn er nú langt um aldur fram, vinur minn Pálmi Friðriksson frá Svaðastöðum, eftir snarpa glímu við krabbamein, þann sjúkdóm sem enginn virðist óhultur fyrir. Þegar ég hitti Pálma stuttu eftir að hann greindist með þennan sjúkdóm var engan bilbug á honum að finna, Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 361 orð

Pálmi Friðriksson

Fallinn er frá kær vinur. Mig setti hljóðan þegar ég frétti lát Pálma vinar míns, þó að ég hefði mátt vita að hverju stefndi eftir erfiða og hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Mín fyrstu kynni af Pálma voru þegar ég tók að mér uppbyggingu laxeldisstöðvarinnar Fljótalax í Fljótum árið 1982. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 101 orð

PÁLMI FRIÐRIKSSON

PÁLMI FRIÐRIKSSON Pálmi Friðriksson var fæddur á Svaðastöðum í Viðvíkursveit í Skagafirði 21. desember 1943. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ásta Hansen og Friðrik Pálmason, bændur þar. Pálmi var kvæntur Svölu Jónsdóttur frá Molastöðum í Fljótum, f. 22.2. 1945. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 231 orð

Sigrún Ósk Ásgrímsdóttir

Elsku Sigrún. Þó að þú hafir verið mikil baráttukona, þá þurftir þú að lúta í lægra haldi fyrir þessum illvíga sjúkdómi sem þú barðist svo hetjulega við. Minningarnar hrannast upp í huga okkar. Kökugerðin var þínar ær og kýr, þar varst þú á heimavelli. Við áttum saman yndislegar stundir í bakstrinum. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 240 orð

Sigrún Ósk Ásgrímsdóttir

Sigrún Ásgrímsdóttir var kraftmikil kona sem tekið var eftir hvar sem hún kom. Hún hafði í mörg ár starfrækt Kökugerð Sigrúnar á Ólafsfirði og selt sínar vinsælu heimabökuðu kökur í Kolaportinu. Það var mikil upplyfting þegar hún mætti sjálf á staðinn og byrjaði að kalla á viðskiptavinina. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 671 orð

Sigrún Ósk Ásgrímsdóttir

Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. Meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm. Meira
17. janúar 1998 | Minningargreinar | 212 orð

SIGRÚN ÓSK ÁSGRÍMSDÓTTIR

SIGRÚN ÓSK ÁSGRÍMSDÓTTIR Sigrún Ósk Ásgrímsdóttir fæddist á Blönduósi hinn 3. maí árið 1948. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Ragnheiður Konráðsdóttir og Ásgrímur Agnarsson, bæði látin. Meira

Viðskipti

17. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Asíukreppan dregur úr olíueftirspurn

UMRÓTIÐ á fjármálamörkuðum Asíu mun hægja á aukningu eftirspurnar eftir olíu í heiminum þar sem það mun draga úr eldsneytisnotkun í heimshlutanum og ef til vill valda skakkaföllum á hagkerfum annarra landa að sögn Alþjóðaorkustofnunarinnar, IEA. Stofnunin hefur lækkað spá um eftirspurn í heiminum 1998 um 280. Meira
17. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 288 orð

Ericsson Ör þróun í fjarskiptum

JAN Wennerholm, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Ericsson og aðalhöfundur framtíðarskýrslunnar 2005 - Ericsson entering the 21st Century (2005 - Ericsson stígur inn í 21. öldina), hélt erindi á morgunverðarfundi samgönguráðuneytisins og Skýrslutæknifélags Íslands í gær. Meira
17. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Ford fjárfestir í Rússlandi

FORD Motor Co. hyggur á um 150 milljóna dollara fjárfestingu í rússneskri bílaverksmiðju og vonast til að geta skýrt frá stofnun sameignarfélags á fyrri hluta þessa árs að sögn samningamanns Fords. Samningamaðurinn, Len Meany, sagði að viðræður hefðu farið fram í rúmlega eitt ár við yfirvöld í Leningrad fylki í grennd við St Pétursborg. Meira
17. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Íslandsflug semur við Vildarklúbbinn

ÍSLANDSFLUG hf. og Vildarklúbbur Flugleiða hafa gengið frá samstarfssamningi um ferðapunkta. Samkvæmt honum munu félagar í Vildarklúbbi Flugleiða safna punktum þegar þeir fljúga með Íslandsflugi. Hægt er að innleysa punktana við greiðslu fargjalds hjá Íslandsflugi og Flugleiðum eða við þjónustu annarra samstarfsaðila Vildarklúbbsins. Samningurinn tekur gildi þriðjudaginn 20. janúar. Meira
17. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 110 orð

Rússar leggja niður rúml. 250 flugfélög

RÚSSAR hafa kveðið upp dauðadóm yfir flestum litlu flugfélögunum, sem tóku við af Aeroflot, og verða rúmlega 250 þeirra lögð niður fyrir aldamót. Samkvæmt góðum heimildum mun skráðum flugfélögum fækka í 53 úr 315 á næstu þremur árum. Lögð verða niður flugfélög, sem fullnægja ekki nýjum og ströngum kröfum um fjármál og öryggi. Meira
17. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 383 orð

Vextir á verðtryggðum bréfum lækka áfram á verðbréfamarkaði

HEILDARVIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi Íslands í gær námu 3,44 milljörðum króna og eru það mestu viðskipti á einum degi í sögu þingsins en fyrra met var frá 15. desember síðastliðnum. Þriðji stærsti dagurinn frá upphafi var hins vegar sl. fimmtudag. Viðskipti þessarar viku hafa því verið mjög lífleg og námu heildarviðskipti vikunnar 10,4 milljörðum króna. Meira

Daglegt líf

17. janúar 1998 | Neytendur | 217 orð

Hagkaup opnar fyrstu Hraðkaupsbúðina

Í DAG, laugardag, verður opnuð verslun Hagkaups í Borgarnesi undir nafninu Hraðkaup þar sem verslun JS var áður til húsa. Örn Kjartansson, sölustjóri hjá Hagkaupi, segir að áhersla verði lögð á ferskleika, gott úrval og skjóta afgreiðslu í þessari nýju verslun fyrirtækisins. "Verslunin er í 300 fermetra húsnæði og hún er því minni en Hagkaupsverslanirnar. Meira
17. janúar 1998 | Neytendur | 1359 orð

Hversu hitaeiningasnauðar eru "léttar" matvörur?

Eru "léttar" matvörur hollar og orkusnauðar? Guðbjörg R. Guðmundsdóttir bað Brynhildi Briem matvæla- og næringarfræðing að koma með sér í stórmarkað og skoða nánar þær "léttu" vörur sem standa neytendum til boða. Meira

Fastir þættir

17. janúar 1998 | Fastir þættir | 240 orð

AGP í stað PCI

Gamli VGA-staðallinn, sem flestir þekkja, var upplausn uppá 648x480 pixel, eða myndeiningar, sem þýddi að 307.200 pixel þurfti til að þekja skjáinn. Í 16 litum þurfti 156.600 bæti af minni. Meira
17. janúar 1998 | Dagbók | 3140 orð

APÓTEK

»»» Meira
17. janúar 1998 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. maí '97 af sr. Einari Eyjólfssyni Erna Lúðvíksdóttir og Viktor Rúnar Sigurðsson. Heimili þeirra er í Traðarbergi 5, Hafnarfirði. Meira
17. janúar 1998 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. nóvember á Hvolsvelli Antje Lorenz og Dr. Karl Helmut Br¨uckner- Kortsson til heimilis að Freyvangi 11, Hellu. Meira
17. janúar 1998 | Dagbók | 509 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
17. janúar 1998 | Í dag | 675 orð

ETURLIÐI Guðnason þýðandi skrifar lesendabréf í Morgunbl

ETURLIÐI Guðnason þýðandi skrifar lesendabréf í Morgunblaðið á fimmtudag og sparar ekki stóryrðin í garð Víkverja. Skrif Víkverja síðastliðinn laugardag um þýðingu á þættinum Hjartaskurðlækninum í Ríkissjónvarpinu eru að sögn Veturliða "nafnlaust níð" og bera aukinheldur vott um "sjálfbirgingshátt, fáfræði og hreina mannvonzku". Meira
17. janúar 1998 | Fastir þættir | 77 orð

Fjórði bekkur C 1973 - 1974

Röð að ofan frá vinstri: Hörður Þór Hafsteinsson, Magnús Guðjónsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Helga Sigurjónsdóttir. Önnur röð f.v: Ólafur Bjarni Guðnason, Snorri Sigfús Birgisson, Oddrún Jónasdóttir, Markús Sigurbjörnsson. Þriðja röð f.v: Unnur Bjarnadóttir, Vilborg Aðalsteinsdóttir, María Ingimarsdóttir, Gísli Árni Eggertsson, Helgi Eiríksson. Meira
17. janúar 1998 | Fastir þættir | 1311 orð

Guðspjall dagsins: Brúðkaupið í Kana. (Jóh. 2) »ÁS

Guðspjall dagsins: Brúðkaupið í Kana. (Jóh. 2) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala safnaðarfélagsins eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Meira
17. janúar 1998 | Fastir þættir | 1045 orð

Haf draumsins DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns

ÁRIÐ í ár er tileinkað hafinu, upphafsreit okkar og forðabúri í víðum skilningi. Tilvera okkar er tilkomin vegna hafsins, við lifum fyrir hafið, í hafinu og á því. Þessi mikla vitund jarðar bíður með gnægtahorn sitt fullt af möguleikum til stórstígra framfara í vísindum og matvælaiðnaði, þar eru draumalönd nýrrar tækni og skilnings á lífinu, lífi hafsins. Meira
17. janúar 1998 | Fastir þættir | 840 orð

Húsgögn inngreypt blómamynstri Húsgagnastíll á Niðurlöndum á 17. og 18. öld er viðfangsefni Sigríðar Ingvarsdóttur í þættinum í

SEXTÁNDA öldin færði kaupsiglingum Niðurlendinga meiri umsvif en nokkurn hafði órað fyrir. Áttu landafundirnir þar drýgstan þátt, en kaupmenn Niðurlanda sóttu til Spánar nýlenduvörur sem þeir fengu í skiptum fyrir kniplinga og annan listiðnað, vefnaðarvarning og ýmis konar vörur frá löndunum við Eystrasalt og Rússland. Þannig varð verslun þeirra í sífellt ríkari mæli milliverslun. Á 17. Meira
17. janúar 1998 | Í dag | 543 orð

IKAN 18. til 24 janúar geymir merka afmælisdaga. 19. jan

IKAN 18. til 24 janúar geymir merka afmælisdaga. 19. janúar árið 1892 fæddist Ólafur Thors, lengi, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fimm ríkisstjórnum. Fyrst myndaði Ólafur ríkisstjórn 1942. Önnur stjórn hans, nýsköpunarstjórnin, var mynduð stofnár lýðveldisins 1944. Meira
17. janúar 1998 | Fastir þættir | 759 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 936. þáttur

936. þáttur Það aldin út er sprungið og ilmar sólu mót, sem fyrr var fagurt sungið, af fríðri Jesse rót, og blómstrið það á þrótt að veita vor og yndi um vetrar miðja nótt. Meira
17. janúar 1998 | Fastir þættir | 1326 orð

Leikvöllur fyrir nýjar hugmyndir

UNDIRTÓNAR komu fyrst út fyrir einu ári og voru þá í litlu broti en síðustu blöð hafa verið í fullri dagblaðsstærð. Upphaflega átti blaðið að vera kynningarbæklingur á hljóðfæra- og tónlistarsýningu sem Hitt húsið hugðist standa fyrir. Meira
17. janúar 1998 | Fastir þættir | 999 orð

Margt merkilegra sauða

"Þessi mynd var tekin á tröppum gamla Miðbæjarbarnaskólans árið l974. Við útskrifuðumst þá um vorið. Það hafði einn bekkur útskrifast á undan okkur. Þetta er fyrsti árgangurinn sem var alla fjóra bekkina í Menntaskólanum við Tjörnina. Á þeim árum hafði menntaskólinn aðsetur í þessu gamla skólahúsi. Meira
17. janúar 1998 | Fastir þættir | 724 orð

Óhagstæð lega felldi slemmuna

Hertogenbosch UNGMENNAMÓT Hollendingar buðu ungmennasveitum frá Evrópu og víðar til árlegs bridsmóts í Hertogenbosch dagana 4.­11. janúar. ÍSLENSKT ungmennalið stóð sig með mikilli prýði á stórmóti landsliða 25 ára og yngri sem haldið var í Hollandi í síðustu viku. Í mótinu tóku þátt lið frá 19 Evrópuþjóðum auk Bandaríkjanna og Indónesíu. Meira
17. janúar 1998 | Fastir þættir | 429 orð

Safnaðarstarf Samkirkjuleg bænavika hefst á morgun

Á MORGUN, sunnudag 18. janúar, hefst hin árlega samkirkjulega og alþjóðlega bænavika um einingu kristinna manna. Bænavikan hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni á morgun kl. 11 og prédikar þar Björgvin Snorrason, prestur Aðventkirkjunnar í Reykjavík. Síðan verða nokkrar kvöldsamkomur, sem allar hefjast kl. 20.30. Miðvikudagskvöldið 21. Meira
17. janúar 1998 | Fastir þættir | 1222 orð

Stökk inn í þrívíðan tölvuheim Þrívíddargrafík er á allra vörum en erfitt getur verið að átta sig á tækninni og hvert stefnir.

ÞRÍVÍDDARGRAFÍK skiptir æ meira máli og þá ekki bara til þess að gera leiki raunverulegri. Hingað til hefur tölvan verið látin líkja eftir þrívíðu umhverfi á tvívíðum skjá með gluggaumhverfi meðal annars, en framundan er stökk inn í þrívíðan tölvuheim þar sem menn nýta þriðju víddina til að flýta fyrir greiningu gagna og allskyns teiknivinnu, Meira
17. janúar 1998 | Í dag | 612 orð

Um móðurmálið VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Hafi

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Hafið þið heyrt annað eins! Ungur menntamaður kemur fram í sjónvarpi og bar á borð fyrir þjóðina að með því að leggja niður móðurmálið okkar getum við sparað svo og svo marga milljarða króna. Heppinn er þessi ungi maður að vera Íslendingur, annarsstaðar hefði hann verið dæmdur fyrir landráð. Meira
17. janúar 1998 | Í dag | 498 orð

Um stefgjöld GUNNAR hafði samband við Velvakanda og sagðist

GUNNAR hafði samband við Velvakanda og sagðist hann undrandi á því sem hann hefði lesið í frétt í Morgunblaðinu á aðfangadag. Þar segir frá því að bílaumboð hafi verið dæmt til að greiða stefgjöld því spiluð hafi verið tónlist í húsakynnum þess. Er Gunnar undrandi á hljómplötuframleiðendum og tónskáldum að krefjast gjalda af leikinni tónlist í verslunum, bílasölum o.s.frv. Meira
17. janúar 1998 | Fastir þættir | 357 orð

Viðnám og tilfinning JAÐARTÆKI

Microsoft Force Feedback, stýripinni frá Microsoft með innbyggðum mótorum. Hægt er að nota pinnann við tölvu sem er að minnsta kosti 75 MHz Pentium, keyrir Windows 95, hefur 8 Mb innra minni hið minnsta, tveggja hraða geisladrif fyrir innsetningu og hljóðkort með leikja- eða MIDI- tengi. Pinnanum fylgir sérstök útgáfa af Interstate 76 og kynningareintök af Shadows of the Empire og MDK. Meira
17. janúar 1998 | Fastir þættir | 184 orð

Windows 95 ­ á eigin spýtur

WINDOWS 95 ­ á eigin spýtur heitir handbók sem PC World Ísland, útgefandi Tölvuheims, hefur gefið út í samvinnu við International Data Group. Bókin er hin fyrsta í ritröð Tölvuheims ­ PC World Ísland sem bera mun heitið Á eigin spýtur. Windows 95 ­ á eigin spýtur segir frá stýrikerfinu Windows 95 sem er það algengasta á einkatölvum nú um stundir. Höfundur bókarinnar, Michael B. Meira
17. janúar 1998 | Fastir þættir | 308 orð

(fyrirsögn vantar)

BÆKUR eru víða vistaðar á netinu, til að mynda á slóð Netútgáfunnar, http://www.snerpa.is/net, sem gaf fyrir skemmstu út á netinu bókina Nostradamus og spádómarnir um Ísland, Pilt og stúlku, Grettlu og níu íslenskar þjóðsögur en fyrir er fjöldi annarra bóka á vef Netútgáfunnar, þar á meðal Biblían, nokkrar Fornaldasagna Norðurlanda, talsvert Íslendingasagna, grúi af íslenskum þjóðsögum, Meira

Íþróttir

17. janúar 1998 | Íþróttir | 78 orð

Akstursíþróttir

París-Dakar rallið 15. áfangi Eknir 456 km, frá Atar til Boutilimit.klst. 1. Jean-Pierre Fontenay (Fra.) Mitsubishi4:33.39 2. Kenjiro Shinozuka (Japan) Mitsubishi2,16 mín. á eftir 3. Jean-Louis Schlesser (Frakkl.) Buggy 7,11 4. Philippe Alliot (Frakkl.) Nissa 24,29 5. Jutta Kleinschmidt (Þýskal. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 364 orð

Alþjóða mót í Tennishöllinni

Tennis Laugardagur Alþjóða mót í Tennishöllinni Alþjóða tennismóti kvenna, Icelandic Open, lýkur í Tennishöllinni í Kópavogi í dag með úrslitaleik í einliðaleik sem hefst kl. 13.30. Handknattleikur Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 366 orð

Átta keppendur til Nagano

ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti á fundi með fréttamönnum í gær að átta íslenskir keppendur yrðu sendir til þátttöku á Vetrarólympíuleikunum í Nagano í Japan í næsta mánuði. Allir keppa þeir í alpagreinum, svigi og stórsvigi. Áætlaður kostnaður við för íslenska ólympíuliðsins til Japan er um 17 milljónir króna. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 142 orð

Áttundi sigur Maiers

Austurríkismaðurinn Hermann Maier er óstöðvandi í skíðabrekkunum um þessar mundir. Í gær sigraði hann í bruni heimsbikarsins í Wengen í Sviss og var það jafnframt áttundi sigur hans á tímabilinu. Austurríkismenn höfðu mikla yfirburði í gær eins og svo oft áður í vetur, áttu fjóra af fyrstu fimm. "Í gær gat ég ekki séð sjálfan mig á verðlaunapalli. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 114 orð

Barist um Kluivert

ÞRJÚ lið í Englandi hafa mikinn hug á að fá hollenska landsliðsmanninn Patrick Kluivert hjá AC Milan til liðs við sig á næstu dögum ­ Arsenal, Newcastle og Chelsea. Rætt hefur verið um að kaupverð sé um sex millj. punda. Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Newcastle, vill fá hann til sín í staðinn fyrir Faustino Asprilla, sem er líklega á förum til Parma á Ítalíu á nýjan leik. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 101 orð

Dalglish aftur til Liverpool?

STERKUR orðrómur er uppi um það í Englandi að Liverpool vilji fá Kenny Dalglish aftur til Anfield Road til að taka við stjórninni þar, en "Rauði herinn" hefur ekki náð að vinna meistaratitilinn í átta ár, eða síðan 1990 er Dalglish var "stjóri" liðsins. Dalglish hefur ekki náð árangri með lið Newcastle síðan hann tók við af Kevin Keegan, er greinilega á villigötum með liðið. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 151 orð

Fædd:

Fædd: 5. janúar 1970 í Frösön, sem er rétt utanvið Östersund í Svíþjóð. Hæð: 172 cm Þyngd: 69 kg Foreldrar: Karin (61 árs) og Jan-Erik (57). Húná eina systur, Ásu, sem er 30 ára. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 61 orð

Grunnskólanemar í jólaskapi

HIÐ árlega Grunnskólamót í borðtennis fór fram í TBR-húsinu á dögunum. Auk þess var haldið sérstakt Jólaforgjafarmót Grunnskóla Reykjavíkur hinn 20. desember sl. Drengirnir á myndinni unnu til verðlauna í því síðarnefnda. F.v.: Magnús F. Magnússon, Matthías Stephensen, Tryggvi Rósmundsson og Þórólfur B. Guðjónsson. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 142 orð

Hafði aldrei heyrt um Crystal Palace

FRANSKI knattspyrnumaðurinn Valerien Ismael hafði aldrei heyrt nafn Crystal Palace getið áður en hann gekk til liðs við liðið í vikunni, en hann var keyptur á metfé ­ 2,75 millj. pund frá Strasbourg. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 691 orð

Heimamaðurinn Klim fagnaði þriðju gullverðlaununum sínum

MICHAEL Klim var hetja heimamanna í heimsmeistarakeppninni í sundi í Perth í Ástralíu í gær. Hann kom fyrstur í mark í 100 metra flugsundi á næst besta tíma sem náðst hefur og var nálægt heimsmeti sínu, 52,15, synti á 52,25. Millitími hans var 24,29 en 24,61 þegar hann setti heimsmetið í Brisbane í október sem leið. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 299 orð

Heppnin ekki með HK

SJALDAN eða aldrei hefur 1. deildarkeppnin í handknattleik verið eins jöfn og spennandi og í vetur ­ flestir leikir vinnast með minnsta mun, eða tveimur til þremur mörkum. Fimm leikir hafa endað með jafntefli, sautján leikjum hefur lokið með minnsta mun ­ einu marki. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 193 orð

ÍA sterkari á endasprettinum

Skagamenn gerðu góða ferð til Sauðárkróks í gærkvöldi er þeir unnu Tindastól 75:69 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Heimamenn voru með undirtökin í leiknum í fyrri hálfleik en góður endasprettur gestanna færði þeim sigurinn. Staðan í hálfleik var 40:37 fyrir Tindastól. Tindastólsmenn hittu betur í byrjun og gerðu fyrstu átta stig leiksins. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 15 orð

Knattspyrna Spánn Bikarkeppnin (4. umferð, fyrri leikur) Barcelona - Valencia2:1

Knattspyrna Spánn Bikarkeppnin (4. umferð, fyrri leikur) Barcelona - Valencia2:1 England 1. deild: Stoke - B Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 59 orð

KRISTINN Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, ver

KRISTINN Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, verður helsta von Íslands á Ólympíuleikunum í Nagano, sem verða settir 7. febrúar. Hann mun keppa á tveimur heimsbikarmótum í svigi í Veysonnaz í Sviss á sunnudag og mánudag. Síðasta heimsbikarmót hans fyrir Ólympíuleika verður í Kitzb¨uhel 24. janúar. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 277 orð

Körfuknattleikur Tindast. - ÍA69:75

Tindast. - ÍA69:75 Sauðárkrókur, Íslandsmótið í körfuknattleik - úrvalsdeild (DHL), 16. janúar 1998. Gangur leiksins: 8:0, 13:10, 23:14, 40:37,46:43, 56:56, 62:61, 66.68, 69:75. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 135 orð

Met Stenmarks stendur enn Ylva Nowén átti möguleika á að jafna sænskt met Ingemars Stenmark frá 1976-1977 með því að sigra á

Stenmark (1976-1977) 1. Laax, Sviss 2. Berchtesgarden, Þýskalandi 3. Wengen, Sviss 4. KitzbÜhel, Austurríki 5. St. Anton, Austurríki Ylva Nowén Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 356 orð

MIKLAR líkur eru á að Marc

MIKLAR líkur eru á að Marcelo Salas, miðherji Chile, gangi til liðs við ítalska liðið Lazio á næstu dögum ­ kaupverð 13 millj. punda. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 30 orð

NBA-deildin Boston - Vancouver97:93 Detroit - Charlotte95:94 New Jersey - LA Clippers116:119 Philadelphia - Chicago106:96

NBA-deildin Boston - Vancouver97:93 Detroit - Charlotte95:94 New Jersey - LA Clippers116:119 Philadelphia - Chicago106:96 Seattle - Miami103:85 Íshokkí NHL-deildin Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 996 orð

Ný sænsk skíðastjarna

SÆNSK íþróttastjarna hefur skotist upp á himininn. Hún heitir Ylva Nowén og er 28 ára gömul skíðakona. Fyrir þetta keppnistímabil var besti árangur hennar fimmta sæti í heimsbikarnum og hún var alvarlega að hugsa um að hætta. En hún tók ákvörðun um að halda áfram og hefur slegið eftirminnilega í gegn í vetur ­ vann fjögur svigmót í röð í desember og janúar. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 32 orð

Skautar EM í listhlaupi Mílanó, Ítalíu: Ísdan

EM í listhlaupi Mílanó, Ítalíu: Ísdans, úrslit: 1. P. Grishuk/E. Platov (Rússl.)2.6 2. A. Krylova/O. Ovsiannikov (Rússl.)3.4 3. M. Anissina/G. Peizerat (Frakkl.)6.0 4. Irina Lobacheva/I. Averbukh (Rússl.)8.0 5. B. Fusar-Poli/M. Margaglio (Ítalíu)10. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 205 orð

Skemmtileg

ÁSTA S. Halldórsdóttir, fyrrverandi skíðadrottning Íslands úr Bolungarvík, þekkir Ylvu Nowén og æfði nokkrum sinnum með henni í Östersund. "Ylva er rosalega hress og skemmtileg stelpa. Hún er mikil félagsvera og það er gaman að vera í kringum hana. Það gleðjast allir yfir velgengni hennar nú því fólk var búið að bíða lengi eftir þessu. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 99 orð

Skíði Wengen: Brun karla: 1. Hermann Maier

Wengen: Brun karla: 1. Hermann Maier (Austurr.)1:44.89 2. Nicolas Burtin (Frakkl.)1:45.57 3. Andreas Schifferer (Austurr.)1:45.61 4. Hans Knauss (Austurr.)1:46.02 5. Stephan Eberharter (Austurr.)1:46.16 6. Werner Franz (Austurr.)1:46.17 7. Bruno Kernen (Sviss)1:46.20 8. Kjetil Andre Aamodt (Noregi)1:46. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 154 orð

Sund

Heimsmeistarakeppnin Perth, Ástralíu 200 metra bringusund karla 1.Kurt Grote (Bandaríkin) 2.13,40 2.Jean-Christophe Sarnin (urakkl.) 2.13,42 3.Norbert Rozsa (Ungverjalandi) 2.13,59 4.Simon Cowley (Ástralíu) 2u13,84 5.Ryan Mitchell (Ástralíu) 2.14,43 6. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 273 orð

Svíar keppa ekki í Kína

Sundsamband Svíþjóðar hefur tilkynnt að vegna lyfjamisnotkunar Kínverja í sundi yrðu Svíar ekki með á heimsbikarmóti í Kína í næsta mánuði. Þjóðverjar eru einnig að hugsa um að mótmæla lyfjamisnotkuninni á sama hátt. Meira
17. janúar 1998 | Íþróttir | 55 orð

Tennis

Alþjóðlega mótið, Icelandic open, í Tennishöllinni Kópavogi. Einliðaleikur kvenna, undanúrslit: Corolina Jagieniak (Frakklandi) vann Nikolu Hubnerovu (Tékklandi)6:0, 6:1. Gabrela Navratilova (Tékklandi) vann Athinu Briegel (Þýskalandi) 6:2, 4:6, 7:6. Úrslit í einliðaleik kvenna verða í dag kl. 13.30. Meira

Sunnudagsblað

17. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 338 orð

(fyrirsögn vantar)

LÝSI hf. óskar eftir að ráða verkamenn til mjölframleiðslu. Vaktavinna. Æskilegt að viðkomandi hafi iðnmenntun eða reynslu af vélgæslu í fiskimjölsiðnaði. Upplýsingar gefur yfirverkstjóri á staðnum milli 16 og 20 á mánudag eða þriðjudag, ekki í síma. Heimilistæki vantar vana rafeindavirkja ÞJÓNUSTUDEILD Heimilistækja hf. Meira

Úr verinu

17. janúar 1998 | Úr verinu | 518 orð

"Nákvæmlega ekkert að frétta"

"ÞAÐ er nákvæmlega ekkert að frétta," sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri á Bjarna Friðrikssyni, sem nú leitar loðnu úti fyrir suðausturhorni landsins, en rannsóknaskipið hefur ekkert getað athafnað sig á miðunum undanfarna daga vegna veðurs. Síldin hefur hins vegar veiðst við Eldeyna og hafa nokkur skip landað blandaðri síld, sem þar fékkst. Meira
17. janúar 1998 | Úr verinu | 288 orð

Tekjur H.B. 5,2 milljarðar í fyrra

HEILDARTEKJUR Haraldar Böðvarssonar hf. voru um 5,2 milljarðar króna á síðasta ári. Fiskimjölsverksmiðja fyrirtækisins tók á móti meira hráefni en nokkru sinni áður eða um 110.000 tonnum og voru tekjur af rekstri hennar tæplega 1,3 milljarðar króna. Skip fyrirtækisins öfluðu meðal annars 150.000 tonna af uppsjávarfiski og hefur sá afli aldrei verið meiri. Meira
17. janúar 1998 | Úr verinu | 294 orð

Um 100.000 tonn á land í desember

MIKIL afli barst á land í desembermánuði síðastliðnum. Alls veiddust þá um 104.300 tonn, sem er um 30.000 tonnum meira en í sama mánuði í fyrra. Botnfiskafli varð nánast sá sami bæði tímabilin, eða um 35.000 tonn, en það er loðnan sem gerir útslagið eins og svo oft áður. Nú veiddust tæplega 52.000 tonn af loðnu, en um 17.500 tonn í fyrra. Síldarafli bæði tímabilin var um 10.000 tonn. Meira

Lesbók

17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 416 orð

3.tölublað ­ 73. árgangur Efni Brasilíufarar

Brasilíufarar Á 19. öldinni var svo að Þingeyingum þrengt sökum harðinda að margir sásu þann kost vænstan að koma sér úr landi. Áður en fólksflutningar hófust til Norður-Ameríku var stofnað Útflutningsfélag og beindist áhuginn einkum að Brasilíu. Þangað fór fyrst einn maður, sem gekk ævintýralega vel, síðan þrír og loks fór 30 manna hópur 1873. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 200 orð

ÁSTARDRYKKURINN Í GERJUN

ÍSLENSKA Óperan frumsýnir Ástardrykkinn eftir ítalska tónskáldið G. Donizetti föstudaginn 6. febrúar næstkomandi. Í hlutverkum eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson, Cesare Zamparino, Loftur Erlingsson og Hrafnhildur Björnsdóttir. Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar leikur og syngur. Stjórnandi Robin Stapleton. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 220 orð

BERNARDEL-KVARTETTINN Í KAMMERMÚSÍKKLÚBBNUM

FJÓRÐU tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á starfsárinu verða á morgun, sunnudag, kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Fram kemur Bernardel-kvartettinn, sem skipaður er Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Gretu Guðnadóttur fiðluleikurum, Guðmundi Kristmundssyni víóluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, en á efnisskrá verða verk eftir Mozart, Beethoven og Jón Nordal. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 234 orð

BESTUBLAÐALJÓSMYNDIRNAR1997

ÁRLEGA standa Blaðaljósmyndarafélag Íslands og Blaðamannafélag Íslands að sýningu á úrvali blaðaljósmynda hvers árs. Ljósmyndaverkunum er skipað niður í sjö efnisflokka; myndasyrpur, íþróttamyndir, fréttamyndir, skopmyndir, portrett, daglegt líf og "feature"- myndir og dómnefnd, skipuð fulltrúum félaganna tveggja, Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2962 orð

BRASILÍUFARARNIR

ÍLESBÓK 22. nóvember sl. birtist grein eftir Björgvin Sigurðsson um hreyfingu Þingeyinga á síðustu öld í þá veru að flytja úr landi vegna þrengsla og harðinda. Menn höfðu haft augastað á Grænlandi vegna þess að þangað var ekki löng sjóferð og hægt að búa þar með sauðfé, en Einar Ásmundsson í Nesi, sjálfmenntaður gáfumaður, Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 452 orð

BRASS Í HÁTEIGSKIRKJU

TÓNLISTARHÓPURINN Serpent sérhæfir sig í flutningi blásaratónlistar og í dag kl. 17 gengst hópurinn fyrir kammertónleikum 16 blásara og 3ja slagverksleikara í Háteigskirkju. Fyrirferðarmesta verkið á efnisskránni er tónverkið Myndir á sýningu eftir rússneska tónskáldið Modest Musorgsky. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1145 orð

DRAUMABORG CEAUSESCUS EFTIR PÁL BJÖRNSSON Á árunum 1977­1988 lét Ceausescu jafna fimmtung af Búkarest við jörðu og íbúarnir

VIÐ erum stödd í hraðlestinni frá Búdapest til Búkarest en ferðin tekur ríflega hálfan sólarhring. Við landamæri Rúmeníu seinka farþegar klukkunni um einn tíma. Sú seinkun er táknræn því að brátt fær maður það á tilfinninguna að járnbrautarlestin hafi breytt sér í tímavél sem flytji farþega áratugi aftur í tímann. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 532 orð

ÉG ER LUKKUNNAR PAMFÍLL SIGRÚN

SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari mun standa í ströngu um helgina en, eins og fram kemur í fréttum hér á síðunni, mun hún koma fram á tvennum ólíkum tónleikum, í Kirkjuhvoli í Garðabæ í dag og í Bústaðakirkju annað kvöld. Mun hún glíma þar við kvartetta og sónötur eftir Mozart, Beethoven, Brahms og Jón Nordal. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 320 orð

FRAMTÍÐARLAUSN Á HÚSNÆÐISVANDA SAFNSINS

MENNTAMÁLARÁÐHERRA Björn Bjarnason skýrði frá því í ræðu sinni við opnun sýningarinnar Ný aðföng í Listasafni Íslands í gærkvöldi að gengið hefði verið frá kaupum á húsnæðinu Laufásvegi 12 undir starfsemi Listasafnsins. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, segir að kaupin á þessu 850 fermetra húsi fælu í sér framtíðarlausn á húsnæðisvanda safnsins hvað alla vinnuaðstöðu varðaði. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1183 orð

GLEIÐLINSUNA Á MENNINGUNA

ÍSLENSK menningarumræða stjórnast af tilviljunum og vitanlega stendur það henni fyrir þrifum. Það þekkist varla að umræða um grundvallarspurningar í menningarmálum sé stöðug hér eins og nauðsynlegt væri. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1266 orð

HAPPDRÆTTISVINNINGURINN SMÁSAGA EFTIR GÍSLA H. KOLBEINS Fjármálaráðherrann er orðinn smáhás af að hálfhrópa fyrri vinningsnúmer

Það var glatt á hjalla hjá Jóni kaupmanni. Hann var að fagna farsælu verslunarstarfi í hálfa öld. Ungur hafði hann byrjað smátt en vegnað vel. Enda var hann hagsýnn og hafði glöggt auga fyrir flestu, sem að verslun laut. Nú sagði hann fyrir verkum og skoðaði tölvuskjáinn. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1227 orð

HIN FRJÓA NÆRVERA

"ÞAÐ VAR einhver að spyrja um þema sýningarinnar," segir Thor, "eins og alltaf er verið að gera núna. Ég sagðist nú ekki vita hvað ég ætti að segja um það en við höfum leitast við að velja myndirnar saman þannig að það væri sátt með þeim, að þær kölluðu til sín athygli án þess að taka fram í hvor fyrir annarri. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 166 orð

Ingibjörg Helgadóttir

Kvæði sem Ingibjörg orti í hrifningu yfir fögru útsýni á Austfjörðum fyrir nokkrum árum. Nú er hún látin, rétt fyrir miðnætti á fyrsta vetrardegi hinn 25. okt. síðastliðinn. Fjarðarheiði Fór ég niður Fjarðarheiði fagnandi þar sá fjöllin háu, tigna tinda teygja' í loftin blá. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 74 orð

LAUSN Á VERÐLAUNAGÁTUM

LAUSNIN er: Íslenska þjóðin var stolt af löndunum þremur er unnu það afrek að klífa hæsta fjall jarðar. Varpaði hún öndinni léttar er takmark fjallgöngugarpanna hafði náðst. Verðlaun hlutu: Kr.20.000:Gunnar Marmundsson, Stóragerði 15, 860 Hvolsvöllur. Kr.15.000:Kristján Örn Kristjánsson, Sporhömrum 8, 112 Reykjavík. Kr.10. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 515 orð

LEITIN AÐ FULLKOMNU MÁLI

Umberto Eco: Die Suche nach der vollkommenen Sprache. Aus dem Italienischen von Burkhart Kroeber. Deutscher Taschenbuch Verlag 1997. Draumurinn um hina fullkomnu frumtungu mannkynsins, sem talin hefur verið tunga manna og Guðs fyrir Babel var lengi viðfangsefni málfræðinga og guðfræðinga í kristindóminum og einnig á öðrum menningarsvæðum. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2243 orð

LÍFSSAGA ÓÁNÆGJUMANNS Breski kvikmyndaleikstjórinn Lindsay Anderson féll í valinn árið 1994. Anderson vann til tvennra

AFSKIPTI Lindsays Andersons af kvikmyndagerð hófust þegar hann tók að skrifa kvikmyndagagnrýni fyrir breska kvikmyndatímaritið Sequence að námi loknu. Skrif hans í kvikmyndablaðið fræga Sight and Sound á þessum árum voru að mestu leyti vægðarlaust níð um kvikmyndagerð samtímans, Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 435 orð

MENNING/ LISTIR Í NÆSTU VIKU

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning vetrarins, Svífandi form. Verk Sigurjóns Ólafssonar. Safnið verður opið samkvæmt samkomulagi í janúar. Listasafn Íslands Ný aðföng. Salur 1­3. Til 3. mars. Salur 4: Ásgrímur Jónsson, Þórarinn B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 186 orð

MYND FRÁ NAZARET

Hann ríður asna í áttina að bænum undurhægt fet fyrir fet. Höfuðskýlan hans blaktir í blænum og bærinn er Nazaret. Konan hans gengur kippkorn á eftir með körfu á höfði sér. Hún er kúfuð af laukum og kannski jafn þung, og konan, sem hana ber. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2008 orð

NÝLEGA FUNDNAR ÍSLANDSMYNDIR FRÁ 18. ÖLD EFTIR ÆSU SIGURJÓNSDÓTTUR OG GISÉLE JÓNSSON

NÝLEGA komu í ljós í Frakklandi nokkrar áður óþekktar myndir frá Íslandi, gerðar af þekktum frönskum listamanni Pierre Ozanne (1737­1813). Þær birtast nú í fyrsta sinn. Hinn 1. júlí árið 1772 sigldi franska freigátan "La Flore" inn á Patreksfjörð og akkerum var varpað hjá verslunarstaðnum Vatneyri. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 294 orð

NÝRRI TÓNLEIKARÖÐ HLEYPT AF STOKKUNUM Í GARÐABÆ

KAMMERTÓNLEIKAR í Garðabæ er yfirskrift tónleikaraðar sem hleypt verður af stokkunum í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, í dag kl. 17. Þar munu Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari, sem jafnframt er listrænn stjórnandi hátíðarinnar, leika verk eftir Mozart, Beethoven og Brahms. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1869 orð

SAXI OG ÖNNUR HOLRÝMI UNDIR JÖKLI EFTIR BJÖRN HRÓARSSON OG GUÐMUND ÞORSTEINSSON Sighæðin reyndist hálfur fjórtándi metri og við

SUMARIÐ 1997 rakst Guðmundur Brynjar Þorsteinsson á gat í hraunbreiðunni norðvestan Snæfellsjökuls. Útbúnaður til niðurgöngu var ekki með í för en með því að kasta steini niður taldi Guðmundur gjótuna djúpa en fyrst lenti steinninn á hellisvegg eða syllu á nokkru dýpi en rúllaði síðan niður um langan veg. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1525 orð

SJÁLFBÆR ÞRÓUN Á íSLANDI

ÍSLAND er í einstakri stöðu hvað viðvíkur sjálfbærri þróun. Landið er að umtalsverðu leyti sjálfu sér nægt hvað viðvíkur orkubúskap, miklar birgðir eru til af kristalstæru vatni og þjóðin hefur getað forðast þau erfiðu vandamál sem margar aðrar þjóðir eiga við að stríða hvað viðvíkur skorti á hráefnum og mengun. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

VINDHARPAN

Ómar hörpunnar eru djúpir og dökkir Stormurinn fyllir mig lamandi frelsi Meðan grasið leggur eyra að moldinni og hlustar eftir fótataki eilífðarinnar. Andrá Fingurnir runnu hægt yfir andlitið þú sagðir ég hlýt að elska þig og hjartað þorði varla að hreyfa sig. Meira
17. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 86 orð

ÖRLÖG

Þú áttir allt lífið og framtíðin beið þín unga drengsins með bjarta brosið. Ég horfði á þig vaxa þroskast, sá óráðnar gátur birtast í spurulum augum þínum og gáska vorsins í fótsporum. En dimmur skuggi beið eftir auðveldri bráð og gáski vorsins hvarf úr sporum þínum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.