Greinar þriðjudaginn 20. janúar 1998

Forsíða

20. janúar 1998 | Forsíða | 204 orð

Adams hafnar sáttatillögum

GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, pólitísks arms Írska lýðveldishersins, gerði í gær að engu vonir um að nýjar sáttatillögur brezkra og írskra stjórnvalda um frið á Norður- Írlandi skiluðu árangri, með því að hafna með öllu lykilatriðum í þeim. Meira
20. janúar 1998 | Forsíða | 433 orð

Danski bankinn býður Færeyingum bætur

TILBOÐ Den Danske Bank um einhvers konar uppbætur til Færeyinga í kjölfar yfirtöku þeirra 1993 á Færeyjabanka, fær misjafnar undirtektir í dönsku stjórninni og sérfræðingar segja erfitt að reikna dæmið. Um leið undirstrikar bankinn að hann álíti ekki að rangt hafi verið staðið að málum 1993, en að bankinn vilji freista þess að málið dragist ekki á langinn. Meira
20. janúar 1998 | Forsíða | 93 orð

Hyggst knýja fram tilslakanir

BILL Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst gera sér góðar vonir um árangur í viðræðum í dag við Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels í Washington. Clinton hyggst freista þess að rjúfa sjálfhelduna sem friðarumleitanir í Miðausturlöndum hafa verið í undanfarna sjö mánuði en hann mun eiga fund með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, á fimmtudag. Meira
20. janúar 1998 | Forsíða | 238 orð

Reynir að tala Íraka til

RICHARD Butler, yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna (SÞ), ræddi við ráðamenn í Írak í gær um skorður sem reistar hafa verið við starfsemi eftirlitssveita SÞ. Vildi hann ekki tjá sig um viðræðurnar að þeim loknum en frekari fundir eru ráðgerðir í írösku höfuðborginni í dag. Meira

Fréttir

20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 282 orð

116 kvótalaus skip eru með veiðileyfi

FYRSTA september sl. voru 116 skip með veiðileyfi en engan kvóta. Þetta er 14,1% af öllum skipum sem voru inni í aflamarkskerfinu. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að þetta endurspegli umfang kvótaleigumarkaðarins. Stærri útgerðir hafi keypt mörg þessara skipa og selt þau aftur án kvóta til manna sem geri þau út með því að láta sjómenn taka þátt í kvótaleigu. Meira
20. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 216 orð

71% á móti EMUaðild Þýzkalands

ANDSTAÐA þýzkra kjósenda við aðild Þýzkalands að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) og upptöku evrósins í stað þýzka marksins hefur aukizt skyndilega, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Fátt bendir þó til að gildistaka EMU verði hindruð úr þessu. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 245 orð

93,7% félagsmanna í LÍÚ samþykktu verkbann

93,7% félagsmanna í LÍÚ samþykktu tillögu um verkbann frá og með 9. febrúar hefðu samningar ekki tekist. Verkbannið nær til sjómanna sem felldu tillögu um verkfall 2. febrúar og vélstjóra á minni skipum, sem ekki hafa boðað verkfall. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Aðsendar prófkjörsgreinar

MORGUNBLAÐIÐ mun birta nú, er prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninga fara fram, aðsendar greinar undir sérstökum flokki, "Aðsendar greinar/prófkjör". Prófkjörsgrein má ekki vera lengri en 2.500 slög með orðabilum. Henni skal fylgja mynd og kynning á höfundi og sé greinin skrifuð á tölvu, er höfundur vinsamlegast beðinn að afhenda hana á tölvudisklingi og í útprentun. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 394 orð

A-flokkarnir í Hafnarfirði kanna sameiginlegt framboð

SAMÞYKKT var síðastliðinn laugardag, annars vegar á fulltrúaráðsfundi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og hins vegar hjá félagsfundi Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði, að kanna möguleika á sameiginlegu framboði A-flokkanna. Verði það kannað á grundvelli hugmynda sem kynntar voru á fundunum. Meira
20. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 78 orð

Afsagnar Suhartos krafist

AÐ MINNSTA kosti 200 manns efndu til mótmæla við þinghús Indónesíu í gær til að krefjast þess að Suharto, forseti landsins, segði af sér og að stjórnin gerði ráðstafanir til að draga úr hækkun matvælaverðs vegna fjármálakreppunnar í landinu. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Baráttumaður fyrir afvopnun og mannréttindum

LLOYD Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, á að baki langan feril í stjórnmálum. Hann hefur lengi látið til sín taka í utanríkismálum og lagt áherzlu á afvopnun og virðingu fyrir mannréttindum á alþjóðlegum vettvangi. Axworthy er stjórnmálafræðingur að mennt, með doktorsgráðu frá Princeton-háskóla. Meira
20. janúar 1998 | Miðopna | 1295 orð

Bylting að verða í bílvélaframleiðslu

ÝMIS teikn eru á lofti um, að sprengihreyfillinn, sem knúið hefur bílinn í meira en eina öld, sé um það bil að renna sitt skeið á enda. Bullur og sveifarásar eru kannski ekki alveg á förum en bílaframleiðendur víða um heim eru nú á einu máli um, að óhjákvæmilegt sé að gjörbylta bílvélinni og þeirri tækni, sem hún byggist á. Meira
20. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 567 orð

Castro segir heimsóknina ekki ógna byltingunni

HVATNING Fidels Castros Kúbuleiðtoga til þegna sinna um að fjölmenna á útimessur Jóhannesar Páls páfa II, sem væntanlegur er í fimm daga heimsókn til eyríkisins á morgun, er greinilegt merki um að hann hyggst hafa fulla stjórn á atburðum á meðan á hinni sögulegu heimsókn stendur. Meira
20. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 274 orð

Cohen skoðaði leynilega loftvarnamiðstöð

WILLIAM Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í gær í leynilega loftvarnamiðstöð í Kína auk þess sem hann undirritaði samning við kínversk stjórnvöld, sem á að koma í veg fyrir slys og árekstra milli herskipa ríkjanna. Er heimsóknin höfð til marks um aukna samvinnu Bandaríkjanna og Kína í hermálum eftir gagnkvæma tortryggni um áratugaskeið. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Daglegir fundir með sérfræðingum

FUNDIR hafa verið hvern einasta dag síðustu tvær vikurnar í deilu Tryggingastofnunar ríkisins og sérfræðilækna. Kristján Guðjónsson, deildarstjóri á sjúkratryggingadeild TR, segir að mál þokist í rétta átt, en enn sé mikil vinna eftir. Hann telur ólíklegt að takist að ljúka öllum samningum í þessari viku. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 434 orð

Dagskrárframboð í samræmi við íslenskar aðstæður

MARKÚS Örn Antonsson tók við starfi útvarpsstjóra um síðustu áramót. Markús hafði áður gegnt embættinu í rúm sex ár en sagði af sér til þess að taka við embætti borgarstjóra árið 1991. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Markús vissulega vera ánægður með að hafa tekið við embættinu á nýjan leik enda væri um heillandi og krefjandi starf að ræða. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Doktorsvörn í svæfingalækningum

SVEINN Geir Einarsson svæfingalæknir varði doktorsritgerð við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð þann 14. nóvember s.l. Ritgerðin nefnist "Respiration during emergence from inhalational anaesthesia" og fjallar um áhrif fjögurra mismunandi svæfingagasa (isoflurane, Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 271 orð

ÐÚtlit fyrir tap hjá Flugleiðum á nýliðnu ári

ÚTLIT er fyrir að afkoma Flugleiða hf. verði heldur lakari á árinu 1997 en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þannig upplýsti félagið í nóvember, þegar það birti níu mánaða milliuppgjör, að reksturinn yrði í járnum á árinu í heild, en núna telja forráðamenn Flugleiða óvarlegt annað en að gera ráð fyrir einhverju tapi. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 1076 orð

Elsta hús landsins endurbyggt

Í sumar verður bærinn á Keldum á Rangárvöllum, elsti torfbær landsins, tekinn niður og síðan endurbyggður að loknum fornleifarannsóknum. Elsti hluti bæjarins, svokallaður skáli, er jafnframt elsta hús landsins. Helgi Bjarnason kynnti sér fyrirhugaðar framkvæmdir. Meira
20. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 694 orð

Forsetinn og Jones sigurviss

VERA kann að ásakanir fyrrverandi starfskonu í Hvíta húsinu kunni að koma Bill Clinton Bandaríkjaforseta í vanda er mál Paulu Jones, sem sakar forsetann um kynferðislega áreitni, verður tekið fyrir rétt í maí nk. Forsetinn var yfirheyrður í sex klukkustundir á laugardag, að viðstöddum dómara í málinu, Paulu Jones og lögmönnum beggja. Meira
20. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Frostið beit ekki á skíðamenn

MJÖG góð aðsókn var að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli um helgina þó svo að napurt hafi verið þar efra, allt upp í 20 stiga frost þegar mest var. Ívar Sigmundsson forstöðumaður sagði aðstæður hinar ákjósanlegustu, bjart veður og gott skíðafæri. Auk þess sem heimamenn þyrptust á skíði var fjöldi aðkomufólks á svæðinu, frá nágrannabyggðum og einnig lengra að komnir. Meira
20. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 286 orð

Fuglaflensa í Guangdong? DAGBLAÐ í Peking skýrði frá því í gæ

DAGBLAÐ í Peking skýrði frá því í gær að veira, sem ylli "fuglaflensu," hefði fundist í kínverska héraðinu Guangdong, skammt norðan við Hong Kong. Blaðið sagði að villtar gæsir kynnu að breiða veiruna út, en gat þess ekki hvenær hún hefði fundist eða hvort þetta væri sama veira og sú sem hefur valdið fuglaflensunni í Hong Kong, þar sem sex menn hafa látið lífið og tólf smitast af sjúkdómnum. Meira
20. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Fuglinn fraus

KULDINN um helgina bitnaði ekki einungis á mönnum heldur líka málleysingjum. Lögreglu var á sunnudag tilkynnt um veiðibjöllu sem frosin væri föst í ísnum á Pollinum. Brugðust lögreglumenn við, en ekki reyndist unnt að komast að fuglinum og losa hann þar sem ísinn var ótraustur og þótti ekki annað fært en að lóga honum til að lina þjáningar hans. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Færri innbrot í fyrra en 1996

INNBROTUM á síðasta ári fækkaði nokkuð miðað við árið 1996 samkvæmt skráningu lögreglunnar í Reykjavík eða úr 1.878 í 1.669 í fyrra. Hefði innbrotum fjölgað jafnmikið árlega og verið hefur frá árinu 1992 hefði mátt reikna með nærri tvö þúsund innbrotum í fyrra. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Greiða sjálfir kostnaðinn

SJÖ af níu fulltrúum í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sátu í gær námskeið á vegum OECD í París og að sögn Hafdísar Ólafsdóttur, ritara nefndarinnar, greiða þingmennirnir sjálfir allan kostnað við ferðina úr eigin vasa. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 814 orð

Hjónabandið of oft látið sitja á hakanum

JÁKVÆTT námskeið um hjónaband og sambúð er yfirskrift námskeiðs sem staðið hefur til boða sl. eitt og hálft ár. Sr. Þórhallur Heimisson hefur haft veg og vanda af þessum námskeiðum ásamt Höllu Jónsdóttur uppeldisfræðingi og nú sr. Guðnýju Hallgrímsdóttur en báðar starfa þær hjá fræðsludeild kirkjunnar. "Ég var starfandi prestur í Svíþjóð um árabil og vann þá m.a. Meira
20. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 221 orð

Jeltsín skammast út í ráðherrana

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, skammaði ríkisstjórn sína í gær fyrir að hafa svikið loforð um að greiða upp allar útistandandi launaskuldir við ríkisstarfsmenn. Jeltsín hefur verið í tveggja vikna fríi og er litið svo á, að með ofanígjöfinni vilji hann meðal annars sýna, að hann sé óumdeilanlega við stjórnvölinn og vel á sig kominn líkamlega. Meira
20. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 207 orð

Kinnock gerir Sviss tilboð

NEIL Kinnock, sem fer með samgöngumál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur tilkynnt svissneskum stjórnvöldum að ESB sé reiðubúið að fallast á að Sviss innheimti að meðaltali 330 franka gjald af vörubílum ESB, sem aka um svissneska vegi. Sviss hefur viljað rukka bílstjórana um 410 franka. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Kristinn annar í Veysonnaz Vissi að ég

KRISTINN Björnsson er í sjötta sæti heimsbikarkeppninnar í svigi eftir að hafa orðið í öðru sæti í Veysonnaz í Sviss á sunnudaginn. Hann endurtók þar með leikinn frá því á fyrsta svigmóti vetrarins í haust, þegar hann fékk silfurverðlaun í Park City í Bandaríkjunum. Kristinn hafði rásnúmer 29 og kvaðst hafa verið dálítið kvíðinn fyrir fyrri umferðina. Meira
20. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 408 orð

Kröfur um aukna sjálfsstjórn Færeyinga

KRÖFUR um aukna sjálfsstjórn til handa Færeyingum og að skýrar verði kveðið á um ríkjasambandið við Danmörku, hafa fengið byr undir báða vængi í kjölfar bankaskýrslunnar svokölluðu sem birt var sl. föstudag. Síðar í vikunni mun Jafnaðarmannaflokkurinn leggja til að komið verði á fót nefnd sem leggi fram tillögur um stjórnskipulag eyjanna fyrir Lögþingið. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 228 orð

LEIÐRÉTT Von er á nýju barni Í mi

Í minningargrein um Helgu Soffíu Einarsdóttur eftir Áslaugu Einarsdóttur sl. föstudag var gerð leið ásláttarvilla. Í upphafi greinarinnar stóð: "Það er ætíð eftirvænting þegar von er á meybarni í fjölskylduna...". Þarna átti að sjálfsögðu að standa: "Það er ætíð eftirvænting þegar von er á nýju barni í fjölskylduna. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 214 orð

LEIFUR H. JÓSTEINSSON

LEIFUR H. Jósteinsson, bankaútibússtjóri, lést á heimili sínu í Kópavogi, laugardaginn 17. janúar sl. Leifur var 57 ára að aldri. Leifur fæddist í Reykjavík 26. desember 1940, sonur þeirra Ingibjargar Jónsdóttur og Jósteins Magnússonar. Hann ólst upp hjá fósturforeldrum á Patreksfirði, þeim Sigríði Jónsdóttur og Kristjáni Eggertssyni. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 311 orð

Líklegt að fjórir hreppar sameinist

SAMEINING sex hreppa í Borgarfirði var felld í kosningu sem fram fór síðastliðinn laugardag. Íbúar í tveim fámennustu hreppunum, Hvítársíðuhreppi og Skorradalshreppi, felldu sameiningu, en í hinum hreppunum fjórum, Lundarreykjadalshreppi, Reykholtsdalshreppi, Hálsahreppi og Andakílshreppi, var sameiningin samþykkt með miklum meirihluta. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Mannbjörg er Haukur BA sökk

SEX tonna plastbátur, Haukur BA 136, sökk um 10 mílur út af Patreksfirði á sunnudagskvöld. Tveir skipverjar komust í gúmbát og var þeim bjargað um borð í Brimnes nokkru síðar. Báturinn var í róðri þegar skipverjar urðu varir við að eitthvað óvanalegt var á seyði og létu nærliggjandi báta vita. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 263 orð

Markmiðið að draga úr mun innan stéttar, ekki milli þeirra

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði í gær að hann vildi ekki fjalla um yfirlýsingar hjúkrunarfræðinga um að launamunur hjúkrunarfræðinga og lækna væri orðinn of mikill eftir nýgerðan kjarasamning við lækna, en bætti við að þegar talað hefði verið um að draga úr launamun milli kynja hefði verið átt við mun innan stéttar. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 409 orð

Mikið fjölmenni hjá forsætisráðherra

Um 2.000 manns komu í fimmtugsafmæli Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, sem haldið var í Perlunni í Öskjuhlíð síðdegis sl. laugardag. Að kvöldi sama dags sátu um 340 manns samkvæmi í Perlunni þar sem forsætisráðherra var afhent fyrsta eintak af glæsilegri bók, sem gefin var út í tilefni af afmæli hans. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 689 orð

Mikil og vinsamleg samskipti

LLOYD Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, kemur hingað til lands í kvöld í stutta vinnuheimsókn. Ráðherrann mun í fyrramálið ræða við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, auk þess að eiga fund með utanríkismálanefnd Alþingis áður en hann heldur af landi brott um hádegisbil. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 37 orð

Morgunblaðið/Ásdís Skautaferð í frostinu

Morgunblaðið/Ásdís Skautaferð í frostinu UNDANFARNA daga hafa menn og dýr skemmt sér konunglega á ísilagðri Tjörninni í Reykjavík. Þessar glaðlegu stelpur virðast eiga fullt í fangi með að halda í við hundinn sem er ekkert hikandi á ísnum. Meira
20. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 336 orð

Nefnd ESB fer til Alsírs

NEFND á vegum Evrópusambandsins (ESB) hélt í gær til Alsírs í því skyni að afla upplýsinga um blóðsúthellingarnar í landinu síðustu sex árin. Nefndin hyggst m.a. ræða við stjórnvöld í Alsír og þetta er í fyrsta sinn sem þau vilja ræða átökin í landinu, sem hafa kostað 65.000 manns lífið, við fulltrúa Evrópusambandsins. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Nýr stjórnstöðvarbíll með fjarskiptabúnaði

Selfossi-Síðastliðinn laugardag fagnaði svæðisstjórn björgunarsveita Árnessýslu 10 ára afmæli sínu og af því tilefni var formlega tekinn í notkun nýr stjórnstöðvarbíll. Stjórnstöðin inniheldur allan nauðsynlegan fjarskiptabúnað sem nota þarf til björgunarstarfa. Bifreiðin kostar með öllum búnaði um 2 milljónir króna, en þar af er tæknibúnaður 1,3 milljónir króna. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

Óvenju mikil veikindi grunnskólanema

MIKIL veikindi hafa verið hjá grunnskólanemum í Reykjavík að undanförnu og segja skólastjórar, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, að þau hafi aukist nú eftir helgina. Þá sé einnig nokkuð um að starfsfólk skólanna hafi veikst. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 517 orð

Pólverjar látnir greiða 92 þúsund í ferðakostnað

ÓÁNÆGJA er meðal verkafólks frá Póllandi, sem starfar hjá Jökli hf. á Raufarhöfn, með að þurfa að greiða ferðakostnað til Íslands frá Póllandi. Fólkinu er gert að greiða um 92 þúsund krónur í ferðakostnað. Jóhann Ólafsson, framkvæmdastjóri Jökuls, sagði að reynt hefði verið að fá ódýrari fargjöld en ekki tekist. Nú hefði ferðakostnaður til Raufarhafnar hins vegar lækkað. Meira
20. janúar 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Sendingar nást nú um allt Suðurland

Selfossi-Útvarp Suðurland hefur verið starfrækt síðastliðna 7 mánuði. Útsendingar hafa náðst á Selfossi og næsta nágrenni en með tilkomu nýs sendis nást útsendingar nú um allt Suðurland, frá Sandskeiði og austur að Lómagnúpi. Nýi sendirinn er staðsettur á Klifi í Vestmannaeyjum og er útsendingartíðnin 96,3. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 453 orð

Sett til höfuðs húsflugu í gripahúsum

ÍSLENSKIR svínabændur eru farnir að nota "ránflugur", ættaðar frá Kenýa, til að eyða húsflugum í gripahúsum. Fluga þessi lifir í flór gripahúsa en þrífst ekki í náttúrunni. Ránflugan hefur verið notuð með góðum árangri í gripahúsum svínabænda á Norðurlöndum. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Sex teknir með fíkniefni

SEX voru handteknir á laugardagskvöld í íbúð í Breiðholtshverfi í Reykjavík þar sem grunur reyndist vera um fíkniefnameðferð. Var þeim sleppt eftir yfirheyrslu lögreglunnar um nóttina. Í fórum sexmenninganna fundust 30 grömm af amfetamíni og lítils háttar af hassi. Eftir yfirheyrslurnar taldi lögreglan málið liggja ljóst fyrir og var fólkinu þá sleppt. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Skoðanakönnun um sameiningu í Rangárvallasýslu

Á VEGUM Héraðsnefndar Rangæinga er verið að kanna vilja til sameiningar sveitarfélaga í Rangárvallasýslu. Gallup spyr fólk hvort það vilji sameiningu og þá hvernig sameiningu. Umræður hafa verið um sameiningu sveitarfélaga á svæðinu að undanförnu, meðal annars í nefnd sem héraðsnefnd kaus. Meira
20. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Skuggi sækir um hlutafjárframlag

SKUGGI ehf. sælgætisgerð hefur sent bæjaryfirvöldum erindi þar sem sótt er um hlutafjárframlag til Framkvæmdasjóðs Akureyrar að upphæð 5 milljónir króna. Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnumálanefndar til umsagnar. Meira
20. janúar 1998 | Landsbyggðin | 115 orð

Skyndihjálp fyrir unglinga

Patreksfirði-Námskeið í skyndihjálp fyrir unglingadeildir björgunarsveitanna við fjörðinn var haldið dagana 10. og 11. janúar sl. Tveir krakkar komu frá slysavarnadeild Bræðrabandsins í fyrrv. Rauðasandshreppi og fjórtán frá björgunarsveitinni Blakki frá Patreksfirði ásamt þremur umsjónarmönnum. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 285 orð

Sorpeyðingargjald hækkar í Hafnarfirði

HAFNARFJARÐARBÆR hefur hækkað sorpeyðingargjald sitt um 33% frá fyrra ári, úr 3.000 krónum í 4.000 krónur á hvern gjaldanda. Að sögn Þorsteins Steinssonar, fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar, hafði gjaldið verið í 3.000 krónum í nokkur ár og vantaði talsvert á að það stæði undir kostnaði við sorphreinsun. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 274 orð

Stjórnvöld þurfa að auka vernd villtra laxastofna

ORRI Vigfússon, formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins, flutti ræðu á hátíðarsamkomu Danska laxasjóðsins á H.C. Andersen hótelinu í Óðinsvéum á laugardagskvöld, sem haldin var til fjáröflunar fyrir starf sjóðsins, en náin samvinna er milli hans og Norður-Atlantshafslaxasjóðsins. Í máli Orra kom m.a. fram að Norður-Atlantshafslaxasjóðurinn hefur nú þegar bjargað um 4. Meira
20. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 612 orð

Stuðningur með fyrirvörum við aðild Ítalíu

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópusambandsríkjanna lýstu í gær yfir stuðningi við aðild Ítalíu að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, en með fyrirvörum. Ráðherrarnir fimmtán lögðu á fundi sínum í Brussel í gær áherzlu á að of snemmt væri að fullyrða um hvaða ríki yrðu stofnaðilar að EMU um næstu áramót, þar sem sú ákvörðun verði ekki tekin fyrr en í maí. Meira
20. janúar 1998 | Landsbyggðin | 287 orð

SVEINN KR. GUÐMUNDSSON

SVEINN Kr. Guðmundsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri og bankaútibússtjóri á Akranesi, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi síðastliðinn laugardag. Hann var 86 ára að aldri. Sveinn fæddist 22. desember 1911 á Búðum í Fáskrúðsfirði og ólst upp á þeim slóðum. Foreldrar hans voru Guðmundur Stefánsson og Guðrún Jónsdóttir. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 217 orð

Sýningar ehf. buðu 24 milljónir

SÝNINGAR ehf., nýtt fyrirtæki sem hyggst hasla sér völl á sviði sýningarhalds og Samtök iðnaðarins standa að meðal annarra, buðu tæpar 24 milljónir króna í leigu á Laugardalshöll vegna sjávarútvegssýningarinnar FishTech '99, sem þar er fyrirhugað að halda dagana 1.-4. september 1999. Alþjóðlegar vörusýningar, sem breska fyrirtækið Nexus Media Ltd. stendur að, buðu 14,5 milljónir kr. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Sækir um sjónvarpsleyfi

ÍSLENZKA fjölmiðlafélagið, sem rekur útvarpsstöðina Matthildi, hefur sótt um leyfi til sjónvarpsreksturs. Jón Axel Ólafsson, útvarpsstjóri, er bjartsýnn á að leyfið fáist. Jón Axel sagði að félagið hefði óskað eftir leyfi til að senda út um land allt. "Ég vil ekki greina í smáatriðum frá því hvers konar dagskrárefni við ætlum að senda út en uppistaðan verður fréttir og kvikmyndir." Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Sökuð um brot á útboðsreglum

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur sent íslenskum stjórnvöldum fyrirspurn vegna kaupa Hitaveitu Suðurnesja á túrbínu fyrir nýtt orkuver í Svartsengi og hefur fjármálaráðuneytið óskað eftir skýringum frá Hitaveitunni. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 346 orð

Talinn hafa selt fölsuð verk eignuð Svavari Guðnasyni

LISTAVERKASALI í Danmörku, Leif Jensen í Valby, hefur verið kærður til dönsku lögreglunnar fyrir að selja meintar eftirlíkingar málverka eftir Svavar Guðnason. Talið er að 15­16 verk, sem hann hefur boðið til sölu í galleríi sínu og eru merkt Svavari, geti verið fölsuð. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Tjón af eldi og vatnsleka á þremur stöðum

BRUNI í skrifstofuhúsnæði, eldur í blaðagámi og vatnslekar vegna frostskemmda voru tilefni útkalla hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Var liðið kallað út sjö sinnum um helgina. Alvarlegasta útkallið var vegna elds á þriðju hæð í skrifstofuhúsnæði við Skipholt 50c. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 386 orð

Tuttugu grunaðir um ölvunarakstur

HELGIN var að mestu róleg hjá lögreglunni. Kalt veður setti mark sitt á skemmtanalíf miðborgarinnar, en fremur fámennt var þar um helgina. Höfð voru afskipti af sextíu ökumönnum vegna hraðaksturs og 20 eru grunaðir um að hafa ekið bifreiðum sínum undir áhrifum áfengis. Undir hádegisbil á laugardag veittu lögreglumenn athygli bifreið sem ekið var í Skógarhlíð. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Tveir árektrar vegna hálku

ÁREKSTUR varð á Ísafirði í gær er strætisvagn sem var að koma úr brattri hliðargötu rann í veg fyrir fólksbíl á aðalgötu. Ökumaður fólksbílsins hlaut slæman hálshnykk en ökumann strætisvagnsins sakaði ekki. Fólksbíllinn er talinn ónýtur. Einnig varð árekstur við Jökulsá á Fjöllum í gær, er tveir bílar skullu saman í hálku. Annar bíllinn er talsvert mikið skemmdur en hinn minna. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Unnið við þakviðgerðir á Seltjarnarnesi

ÞESSIR kappklæddu menn unnu að þakviðgerðum á Seltjarnarnesi í gær. Blíðviðrið að undanförnu hefur gert það að verkum að enn að unnið að mörgum framkvæmdum sem yfirleitt eru einskorðaðar við sumarmánuðina. Þrátt fyrir að fyrsta kuldakast vetrarins sé nú gengið um garð og svo gott sem asfaltlaust sé í landinu, virðist t.d. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Verðstríð hjá fiskmörkuðunum?

VÍSIR HF. í Grindavík hefur snúið viðskiptum sínum til Íslandsmarkaðar í stað Fiskmarkaðar Suðurnesja. Vísir átti þátt í stofnun Fiskmarkaðar Suðurnesja og hefur frá upphafi sett aflann þar á markað. Vísir hf. er einn stærri hluthafa í Fiskmarkaði Suðurnesja. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Vetrarríki við Mývatn

FLESTIR ferðamenn koma í Mývatnssveit að sumarlagi, en ekki er síður fagurt um að litast þar á öðrum árstímum. Vetrarríkið er mikið svo hátt yfir sjávarmáli en birtan einstök. Kyrrt og fallegt veður var í Mývatnssveit á sunnudag, en býsna kalt, frostið um 21 gráða og beit í kinnarnar þegar þessi mynd var tekin við Höfða. Meira
20. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 236 orð

Vika hinna beygluðu bíla

ÖKUMÖNNUM varð mörgum hált á svellinu í liðinni viku, en alls varð 31 umferðaróhapp á Akureyri, færðin enda ekki upp á marga fiska og má rekja mörg óhappanna til mikillar hálku. Engin meiðsl urðu á fólki í þessum óhöppum, enda aka menn hægar við slíkar aðstæður en ella. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Vilja að samgönguráðherra verði leystur frá störfum

UNGIR jafnaðarmenn krefjast þess að Halldór Blöndal verði leystur frá störfum sem samgönguráðherra. Í ályktun Sambandsstjórnar ungra jafnaðarmanna segir: "Embættisfærslur ráðherrans í mörgum málum orka tvímælis. Í stórum málum hafa embættisfærslur hans verið undarlegaar t.a.m. Meira
20. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 483 orð

Vilja fjóra á hverja vakt og einn á bakvakt

SLÖKKVILIÐSMENN á Akureyri hafa í um áratug barist fyrir því að mönnum á vakt verði fjölgað, en síðustu rúm tuttugu ár hafa þrír slökkviliðsmenn verið á vakt hverju sinni. Þetta á við um tímabilið eftir kl. 16 virka daga og um helgar. Meira
20. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Vinningslistar í apótekum

DREGIN hafa verið út nöfn vinningshafa í leik sem fyrirtækið Innflutningur og dreifing gekkst fyrir í desember í tengslum við það sem nefnt var "Medisana heilsujólagjöfin". Alls voru 15 vinningar frá "Medisana" í pottinum, að því er segir í fréttatilkynningu, svo sem blóðþrýstingsmælar, heilsukoddar og hitapúðar. Meira
20. janúar 1998 | Miðopna | 1280 orð

Þvermóðska Færeyinga ­ afskiptaleysi Dana Færeyska kreppan átti sér langan aðdraganda, sem nýja danska skýrslan um bankamálið

NÚVERANDI skuld Færeyinga upp á tæplega sextíu milljarða íslenskra króna safnaðist ekki upp á einni nóttu. Skýrslur danskrar ráðgjafanefndar frá síðasta áratug um Færeyjar eru eins og framhaldssaga, þar sem sami kaflinn er prentaður aftur og aftur með nýjum tölum: Stöðugt var varað við offjárfestingum og ofveiði og tölurnar hækkuðu ár frá ári. Meira

Ritstjórnargreinar

20. janúar 1998 | Staksteinar | 335 orð

»Fækkar á Vestfjörðum ÍBÚUM Vestfjarða hefur fækkað um 1.580 á síðustu tíu á

ÍBÚUM Vestfjarða hefur fækkað um 1.580 á síðustu tíu árum (1987 til 1997). Það svarar til þess, segir blaðið Bæjarins bezta, "að allir íbúar á Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og 95% íbúa á Hólmavík hafi flutt frá Vestfjörðum á tímabilinu". Fækkun milli ára Meira
20. janúar 1998 | Leiðarar | 636 orð

MISBRESTUR Á FRAMKVÆMD SKATTAMÁLA

LEIDARI MISBRESTUR Á FRAMKVÆMD SKATTAMÁLA UGLJÓST er, að alvarlegur misbrestur er á framkvæmd skattamála hér á landi og kemur það m.a. fram í því, að réttur borgaranna er fyrir borð borinn vegna ójafnræðis þeirra og ríkisvaldsins. Lögum um framkvæmd skattamála, sem eiga að tryggja stöðu skattgreiðenda, er ekki framfylgt. Meira

Menning

20. janúar 1998 | Menningarlíf | 273 orð

Afmælisrit Davíðs Oddssonar

AFMÆLISRIT ­ Davíð Oddsson fimmtugur 17. janúar 1998 kom út á afmælisdaginn. Ritnefndina skipuðu Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjárn. Fremst í bókinni er Tabula gratulatoria. Fjölmargir höfundar eiga efni í bókinni og má þar finna ritgerðir um margvísleg efni, m. a. stjórnmál, hagfræði, heimspeki, menningarmál og skáldskap; einning minningabrot. Meira
20. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 296 orð

Anna Nicole snýr við blaðinu

STÓRBOMBAN Anna Nicole Smith, sem náði dálitlum frama í myndinni Beint á ská þar sem Leslie Nielsen fór á kostum í hlutverki lögreglumannsins Franks Drebins, hefur tilkynnt að hún sé að stíga fram í sviðsljósið á nýjan leik. Ekki nóg með það heldur er hún 42 kílóum léttari en þegar hún hvarf af vettvangi. Meira
20. janúar 1998 | Skólar/Menntun | 1540 orð

Áttaviti tækninnar leiðarljósið Skólagjöld knýja á um meiri kröfur til náms, aðstöðu kennara og starfsfólk. Slagorð skólans er

RAFIÐNAÐARSKÓLINN vex árlega um þriðjung. Fimm þúsund nemendur stunduðu nám á rúmlega fjögur hundrað námskeiðum í skólanum liðið skólaár. Tildrög skólans eru ákvörðun eftirmenntunarnefnda rafiðna og rafeindavirkja um Meira
20. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 79 orð

Brúðkaup á kafi í vatni

SUM brúðhjón kvíða því helst að það rigni á brúðkaupsdaginn. Því er ekki þannig farið um Kuan Chee Keong og Benita Tan því þau giftu sig á kafi í vatni. Hér sýna þau vinum sínum hjónavígsluvottorðið í vatnstanki í Neðansjávarsafni í Singapúr 18. janúar. Bæði eru þau áhugasamir kafarar og borguðu um 80 þúsund krónur fyrir að halda brúðkaupið á þessum vinsæla ferðamannastað. Meira
20. janúar 1998 | Menningarlíf | 90 orð

Dagskrá um Hallgerði langbrók í Listaklúbbnum

DAGSKRÁ um Hallgerði langbrók, Ærið fögur er mær sjá..., sem flutt var 12. janúar sl. í Listaklúbbi Leikhúskjallarans, verður endurtekin miðvikudagskvöldið 21. janúar og hefst kl. 20.30. Jón Böðvarsson og Kristján Jóhann Jónsson íslenskufræðingar tala um Hallgerði og samband hennar við karlmennina sem koma við sögu hennar. Meira
20. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 436 orð

"Einfaldleikinn helsta einkennið"

SÓLA lærði auglýsingaljósmyndun í Brooks skólanum í Santa Barbara í Bandaríkjunum. Að námi loknu vann hún sem aðstoðarmaður ljósmyndara í San Francisco í eitt ár áður en hún kom heim til Íslands. Sóla er með ljósmyndastúdíó í borginni og fæst helst við portrettmyndir. "Ég hef mjög lítið farið út í auglýsingaljósmyndun en hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki. Meira
20. janúar 1998 | Leiklist | 354 orð

Ekkert tímamótaverk ­ en góð skemmtun

Leikstjóri og höfundur: Þorsteinn Guðmundsson. Aðstleikstj.: Kristinn Guðmundsson. Lýsing: Vilhjálmur Hjálmarsson. Leikendur: Guðmundur Magnússson, Guðjón Sigmundsson, Árni Salomonsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Jón Eiríksson, Jón Þór, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Þóra Sverrisdóttir, Kristinn Guðmundsson, Margrét Edda Stefánsdóttir, María Geirsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir. Föstudagur Meira
20. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 148 orð

Frumflutningur á Skeljungslaginu

ÁRSHÁTÍÐ Skeljungs var haldin síðastliðinn föstudag á Hótel Íslandi. Það bar helst til tíðinda að markaðssvið smásölu fékk Unni Halldórsdóttur til að semja Skeljungstexta við lagið Hagavagninn eftir Jónas Jónasson. Var það í tilefni 70 ára afmælis Shell á Íslandi. Meira
20. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 228 orð

Hátískan í París

HÁTÍSKUVIKA stendur yfir í París um þessar mundir en um helgina sýndu nokkrir af helstu hönnuðum heims afurðir sínar. Bretinn Alexander McQueen vakti athygli þegar hann sýndi vor- og sumarlínu sína fyrir Givenchy-tískuhúsið í París. Meira
20. janúar 1998 | Skólar/Menntun | 557 orð

Heimavinnan feikilega mikil

ÚR VALHÚSASKÓLA á Seltjarnarnesi í breskan skóla í Moskvu er vissulega breyting fyrir íslenska grunnskólanemendur: Gísli Pálsson og systir hans, Hervör, fóru í haust af holtinu en faðir þeirra, Páll Gíslaon, varð framkvæmdastjóri útibús Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Moskvu. Móðir þeirra er Arnfríður Gísladóttir og var fjölskyldan hér nýlega í jólafríi. Meira
20. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 421 orð

Julia og Harrison bestu leikararnir

VERÐLAUN fólksins eða "People's Choice Award" voru veitt við hátíðlega athöfn í Santa Monica í Kaliforníu nú fyrir skömmu. Þetta var í 24. sinn sem verðlaunin voru veitt en kynnar kvöldsins voru Reba MacEntire og Ray Romano. Sigurvegarar kvöldsins voru leikararnir Julia Roberts og Harrison Ford en bandarískur almenningur valdi þau bestu leikarana í kvikmynd á síðasta ári. Meira
20. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 71 orð

Laufblöð í tísku

VETRINUM er ekki lokið og það er strax komið haust aftur. Að minnsta kosti ef marka má fatahönnuði í Hong Kong. Þar kynna 830 hönnuðir frá 14 löndum haust- og vetrartískuna í ár og láta sig fjárhagskreppuna í Asíu engu varða. Sjalið sem þessi fyrirsæta ber er með laufblöðum úr plasti og ætti það að falla inn í umhverfið á haustin þegar laufin fara að falla af trjánum. Meira
20. janúar 1998 | Tónlist | 354 orð

Listasigur

flutti verk eftir Mozart, Jón Nordal og Beethoven. Flytjendur voru: Sigrún Eðvaldsdóttir, Gréta Guðnadóttir, Guðmundur Kristmundsson og Bryndís Halla Gylfadóttir. Sunnudagurinn 18. janúar 1998. Meira
20. janúar 1998 | Tónlist | 425 orð

LÚÐRAÞYTUR

flutti tónverk eftir Britten, R. Strauss, Tryggva Baldvinsson og Mussorgsky. Stjórnandi: Kjartan Óskarsson. Laugardagurinn 17. janúar, 1998. SERPENT-HÓPURINN, sem stofnaður var fyrir ári, hélt aðra tónleika sína í Háteigskirkju sl. laugardag, undir stjórn Kjartans Óskarssonar. Meira
20. janúar 1998 | Menningarlíf | 176 orð

Nautnalíf á Djöflaeyju

DJÖFLAEYJAN, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, er ein fimm mynda sem Nigel Andrews, kvikmyndagagnrýnandi Financial Times, fjallar um í nýlegu tölublaði undir yfirskriftinni Nautnalíf liðinna tíma. Meira
20. janúar 1998 | Skólar/Menntun | 174 orð

Reyklausir nemendur

TÓBAKSVARNANEFND og Krabbameinsfélag Reykjavíkur veittu 60 reyklausum nemendum í 9. og 10. bekk grunnskólanna einstaklingsverðlaun, úr með mynd og áletruninni "Reyklaus framtíð" á skífu. Þetta er þáttur í verkefninu "Sköpum reyklausa kynslóð" sem er ætlað að forða unglingum frá því að byrja að reykja. Í haust fá nemendur í 8. Meira
20. janúar 1998 | Tónlist | 533 orð

Spilagleði

Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu, Gerrit Schuil píanó. Mozart, Beethoven og Brahms. Laugardagur 17. janúar. U.Þ.B. klukkutíma fyrir tónleikana heyrði ég hluta af viðtalsþætti í Ríkisútvarpinu í tilefni afmælistónleika Guðnýjar Guðmundsdóttur, fiðluleikara og kennara. Meira
20. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 123 orð

Stóð til að nauðga Spielberg

SÍÐAN í desember hefur verið fremur hljótt um réttarhöld yfir John Norman, sem handtekinn var nærri heimili þekktrar Hollywoodpersónu og er sakaður um að áreita viðkomandi og hafa lagt á ráðin um að handjárna hann við rúmstæði og nauðga að svo búnu. Meira
20. janúar 1998 | Menningarlíf | 145 orð

Stórtónleikum frestað

STÓRTÓNLEIKAR Stuðmanna og Karlakórsins Fóstbræðra sem upphaflega áttu að vera 24. janúar verða haldnir í Háskólabíói laugardaginn 28. febrúar næstkomandi. Í fréttatilkynningu segir að ljóst hafi verið að leggja þyrfti munmeiri vinnu í útfærslu á hljóðmálum en ætlað var í fyrstu. Auk þess reyndist tímafrekara en talið var í upphafi, að útvega nayðsynlegan tæknibúnað erlendis frá. Meira
20. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 675 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir

Devil's Advocate Djöfsi er sprelllifandi og rekur lögfræðiskrifstofu í New York. Leggur snörur fyrir breyskar sálir. Allt er líkt og vant er. Vel leikin, faglega gerð í flesta staði, framvindan brokkgeng, skemmtigildið ótvírætt. Meira
20. janúar 1998 | Leiklist | 581 orð

Tannlæknisfrúin leysir frá skjóðunni

Handrit: Guðrún Helgadóttir. Leikstjóri: Þorsteinn Jónsson. Stjórn upptöku: Ragnheiður Thorsteinsson. Myndataka: Dana F. Jónsson, Einar Páll Einarsson, Einar Rafnsson og Jón Víðir Hauksson. Tónlist: Gunnar Þórðarson. Hljóð: Gunnar Hermannsson og Vilmundur Þór Gíslason. Hljóðsetning: Gunnar Hermannsson. Lýsing: Árni J. Baldvinsson og Ellert Ingi Harðarson. Grafík: Birgir Björnsson. Meira
20. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 487 orð

TITANIC SIGURSÆL

STÓRMYNDIN Titanic bar höfuð og herðar yfir annað sem boðið var upp á í heimi kvikmynda og sjónvarps að mati dómnefnda Golden Globe verðlaunanna, en þau voru afhent við hátíðlega og íburðarmikla athöfn í 55. skipti í Beverly Hills á sunnudaginn. Meira
20. janúar 1998 | Menningarlíf | 179 orð

Tónskóli Mýrdælinga í uppsveiflu

MIKIL gróska er í tónlistarlífi Mýrdælinga um þessar mundir 71 nemendur eru skráðir í tónlistarskólann og af 526 íbúm hreppsins er það tæp 14%. Kennt er á blokkflautu, píanó, blásturshljóðfæri og auk þess sem 14 nemendur stunda söngnám. Meira
20. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 236 orð

Þættir sem snúa að konum

"SJENSÍNA: bannað fyrir karlmenn" er þáttaröð sem Rás 2 hefur sent út í vetur í fastri dagskrá og verður svo áfram út janúarmánuð. Einum af karl-útsendurum Morgunblaðsins fannst yfirskrift þáttanna áhugaverð og til að grafast frekar fyrir um þáttinn ræddi hann við stjórnandann Elísabetu Brekkan. Meira
20. janúar 1998 | Menningarlíf | 11 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

20. janúar 1998 | Aðsent efni | 589 orð

Berum virðingu fyrir verkum annarra

ÞANN 14. janúar sl. birtist í Morgunblaðinu greinarstúfur undir yfirskriftinni "Berum virðingu fyrir verkum okkar", skrifaður af Kristjáni Ottóssyni, frkvstj. Lagnafélags Íslands. Í grófum dráttum byggðist greinin á tilvitnunum í forn lög, gamlar nefndir, gamlar tillögur, gömul fréttabréf, gömul hús og gamlar byggingarreglugerðir. Meira
20. janúar 1998 | Aðsent efni | 1043 orð

Dóp er dauðans matur

Í FYRRI grein minni voru rifjaðir upp meginþættir í áætlun ríkisstjórnarinnar í vímuvörnum. Í þessari grein verður skýrt frá því helsta sem unnið er að á vegum áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja 2002. Könnun á viðhorfi fullorðinna Í júní 1997 var í samvinnu við tóbaksvarnanefnd og vímuvarnanefnd Reykjavíkur gerð könnun á viðhorfi fólks á aldrinum 23-54 ára til Meira
20. janúar 1998 | Aðsent efni | 172 orð

Fordæmi um forgangsröðun

STJÓRNMÁL snúast um forgangsröðun verkefna og fjármuna. Fyrsta kjörtímabil okkar í Reykjavíkurlistanum hefur því snúist um að breyta forgangsröðun fortíðar í þágu framfara og almannahags í borginni. Fordæmi um forgangsröðun höfum við fulltrúar Reykjavíkurlistans í stjórn Veitustofnanna borgarinnar sýnt. Meira
20. janúar 1998 | Aðsent efni | 420 orð

Konum má ekki fækka

NÚ LÍÐUR að því að velja á fólk til að skipa sæti á listum flokkanna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Kannanir sem gerðar hafa verið á þátttöku kvenna í sveitarstjórnum sýna að mjög margar konur gefa ekki kost á sér oftar en einu sinni. Ástæður þessa virðast ýmsar en rauði þráðurinn þó sá að konum finnist þær standa einar þegar á hólminn er komið. Meira
20. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 460 orð

Mengunarlausir strætisvagnar

Í GREIN minni í Mbl. 8. jan. sl., Mengunarlaus orka, fyrri hluti, var áskorun til SVR að láta nú til sín taka með því að hefja notkun mengunarlausra strætisvagna hér í borg. Í sjónvarpsfréttum sama kvöld var rætt við Lilju Ólafsdóttur, forstjóra SVR, í tilefni þess að verið var að taka nýjan, mengunarminni strætisvagn frá Scania í notkun. Meira
20. janúar 1998 | Aðsent efni | 416 orð

Nýjung í rekstri Sundlaugar Kópavogs

Á SÍÐASTLIÐNU vori gerðu Íþróttaráð Kópavogs og sænska fyrirtækið Medic Operating Ab með sér samning um rekstur líkamsræktarstöðvar í kjallara Sundlaugar Kópavogs. Í kjölfarið, eða hinn 28. september, opnaði sænski aðilinn líkamsræktarstöðina Nautilus í sundlauginni. Það er óhætt að fullyrða að eftir opnuninni var beðið með eftirvæntingu. Meira
20. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 357 orð

Sálsýkislegt gildismat

HVAR er fegurðin? Hvar er innsæið á upphafningu og innblástur? Glíma við sólargeisla sem er í ákveðinni stöðu kl. 12.10 hefur ekkert með list að gera, eða kl. 12.15; það er glíma við þraut sem gaman er að leika sér að líkt og púsluspil þar sem útkoman er gefin; það er bara þolinmæði að tjasla kubbunum saman. Meira
20. janúar 1998 | Aðsent efni | 446 orð

Strákar og stelpur

AÐ undanförnu hefur orðið talsverð umræða um þann vanda í skólum, að strákum vegnar þar verr en stelpum, þeir eru leiðari, ódælli og hysknari en jafnöldrur þeirra, og flest gengur þeim í óhag. Leitað er orsaka og margt tínt til. Meira
20. janúar 1998 | Aðsent efni | 886 orð

Uppsveifla og ný stefnumörkun

KAUPMENN og veitingahúsaaðilar í miðborginni hafa undanfarið orðið varir við mikla uppsveiflu á viðskiptum í miðborg Reykjavíkur og þetta hefur m.a. komið fram í samanburði á viðskiptum í sérvöruverslunum og stærri verslunum á landinu í heild. Meira
20. janúar 1998 | Aðsent efni | 712 orð

Utanríkisstefnan afdráttarlausari en löngum fyrr

Í MORGUNBLAÐINU í dag, fimmtudaginn 15. janúar, er úttekt á afstöðu verkalýðsforystunnar til samfylkingar vinstrimanna. Sú úttekt er fróðleg einkum fyrir þær sakir sem henni sést yfir að nefna og er greinilegt að heimildarmenn blaðamanns eru ekki númer eitt hollir Alþýðubandalaginu. Þar kemur til dæmis ekki fram að Alþýðubandalagið hefur alltaf haft góð samskipti við verkalýðshreyfinguna. Meira

Minningargreinar

20. janúar 1998 | Minningargreinar | 417 orð

Guðmann Gunnarsson

Nú þegar sólin tekur að hækka á lofti á nýjan leik og birta og ylur framundan hneig lífssól Guðmanns tengdaföður míns til viðar. Fyrir liðlega hálfum mánuði kom fjölskylda hans saman heima hjá honum og Þrúði konu hans í tilefni fermingar dótturdóttur þeirra Maríu Helgu. Átti fjölskyldan þar saman ánægjulega stund og naut þar mikillar gestrisni þeirra hjóna. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 319 orð

Guðmann Gunnarsson

Þegar sest er niður til þess að skrifa í minningu vinar brjótast um í brjósti margar og oft andstæðar tilfinningar. Í okkar huga ber hæst gleðina yfir að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast góðum félaga og sorgina yfir að missa hann allt of fljótt. Kynni okkar hófust er Guðmann Gunnarsson flutti að sunnan með fjölskyldu sína hingað í Hörgárdal árið 1974. Hér undi hann vel hag sínum. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 210 orð

Guðmann Þ. Gunnarsson

Guðmann Þ. Gunnarsson Guðmann Þ. Gunnarsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1929. Hann lést á Landspítalanum 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Grímsson, f. 16.3. 1902, d. 8.6. 1950, og kona hans Sigríður Þorkelsdóttir, f. 13.3. 1907, d. 13.10. 1954. Árið 1952 giftist Guðmann Þrúði Júlíusdóttur. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 189 orð

Sigurður G. Hafliðason

Það er skrítið að þú skulir ekki standa við gluggann lengur og bíða eftir að við mamma komum. Á hverjum degi reyndi ég að koma til þín og mamma líka þegar hún var ekki að vinna. Þú fagnaðir okkur alltaf og varst ekki rólegur fyrr en við höfðum þegið góðgerðir hjá þér. Þú varst mjög duglegur að fara á hverjum degi niður stigana af fjórðu hæð og sækja Moggann. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 359 orð

Sigurður G. Hafliðason

Örfá orð frá barnabarnabarni Barnabarnabarn, þetta orð hljómar kannski fjarrænt, en langafa var alveg sama. Hann leit á alla í kringum sig sömu augum. Hann bar virðingu fyrir og þótti væntum um alla þá sem af honum voru komnir. Hann var höfuð ættarinnar og bar þann titill eins vel og mögulega er hægt. Við barnabarnabörnin kölluðum hann öll afa og það ætla ég að gera áfram. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 329 orð

Sigurður G. Hafliðason

Mig langar að minnast hans afa míns, Sigurðar G. Hafliðasonar. Hann afi, eða afi á Háó, eins og við kölluðum hann, var góður afi. Hann var rólegur í tíðinni og ekki mikið fyrir að vera annars staðar en heima hjá sér. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 422 orð

Sigurður G. Hafliðason

Mig langar til að minnast afa míns í fáum orðum eða öllu heldur afa á Háó eins og hann var jafnan kallaður. Afi á Háó hét fullu nafni Sigurður Guðbjörn Hafliðason. Afi giftist ömmu, Klöru Tómasdóttur, hinn 24. október 1942 og voru amma og afi búin að vera saman í 63 ár þegar amma dó fyrir um fjórum árum en hún lést þann 22. nóv. 1993. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 216 orð

SIGURÐUR G. HAFLIÐASON

SIGURÐUR G. HAFLIÐASON Sigurður G. Hafliðason var fæddur á bænum Reynisvatni í Mosfellsbæ hinn 14. október 1908. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi 10. janúar síðastliðins. Foreldrar hans voru Hafliði Hafliðason næturvörður, f. 30. janúar 1876, d. 5. október 1956, og Ágústína Jónsdóttir, f. 22. ágúst 1886, d. 16. ágúst 1976. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 319 orð

Skúli Sigurbjörnsson

Margs er að minnast, margt er þér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Svona er lífið og tilveran, dauðinn er víst jafn eðlilegur og fæðingin. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 219 orð

Skúli Sigurbjörnsson

Í dag er til moldar borinn góður vinur minn Skúli Sigurbjörnsson. Við andlát Skúla koma upp í huga mér margar ljúfar minningar, þar sem leiðir okkar hafa legið saman í 50 ár. Kynni okkar hófust þegar við störfuðum saman á Keflavíkurflugvelli. Með okkur Skúla tókust síðan góð kynni sem þróuðust upp í vinskap sem síðan bar aldrei skugga á. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 685 orð

Skúli Sigurbjörnsson

Í dag er til moldar borinn vinur minn Skúli Sigurbjörnsson leigubílstjóri. Ég heyrði í Skúla í síma rétt áður en ég lagði af stað í ferðalag föstudaginn 9. janúar. Hann hringdi til að kveðja mig og óska mér góðrar ferðar eins og hann var vanur að gera, sagðist vera hálfslappur, en það væri annars ekkert að sér. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 292 orð

Skúli Sigurbjörnsson

Þá er "akstri" Skúla lokið. Hann hefur lagt í hinsta sinn hérna megin vatna og kvatt. Á stundu eins og þessari vitjar fortíðin og heill hafsjór endurminninga, tengdum þessum góða manni, hellist yfir. Sumardagur, bíll á ferð í Rauðhólunum. Hjartað tekur kipp af gleði því það eru Bubba frænka og Skúli sem eru á ferð. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 261 orð

Skúli Sigurbjörnsson

Elsku afi Skúli minn, mig langaði bara að segja þér að þú varst besti langafi og afi því þú varst svo ofsalega góður við mig og mömmu. Manstu þegar ég var minni þegar þú varst að raka þig, þá léstu alltaf smá rakspíra á kinnarnar mínar og svo kom ég ilmandi til ömmu og mömmu, eða þegar ég sat í fanginu á þér í hlýja horninu þínu og þú mataðir mig af mikilli ástúð. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 294 orð

SKÚLI SIGURBJÖRNSSON

SKÚLI SIGURBJÖRNSSON Skúli Sigurbjörnsson var fæddur á Blönduósi hinn 18. mars 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurrósa Jóhanna Sigurðardóttir, f. 26.8. 1894, d. 4.1. 1978, og Sigurbjörn Jónsson, f. 19.6. 1888, d. 10.11. 1959. Systir Skúla er Hulda, f. 1.10. 1918. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 813 orð

Þorvaldur Guðmundsson

Það er margs að minnast, þegar ég kveð Þorvald Guðmundsson, mág minn, eftir rúmlega 60 ára viðkynningu, sem aldrei bar skugga á. Það var raunar í Kaupmannahöfn síðla árs 1935, sem ég kynntist honum að ráði, þegar hann kom að heimsækja Ingibjörgu systur mína, sem þá var að ljúka lyfjafræðinámi þar í borg. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 1980 orð

Þorvaldur Guðmundsson

Með Þorvaldi Guðmundssyni er genginn einn þeirra manna sem hafa sett sterkt mót á samtíð sína. Hann var gæddur einstökum mannkostum, sem nýttust honum til þess að ná undraverðum árangri í þeim fjölbreyttu viðfangsefnum er hann tókst á við á langri ævi. Þorvaldur fæddist að Holti undir Eyjafjöllum 9. desember 1911. Voru foreldrar hans Katrín Jónasdóttir og Guðmundur Sveinbjörnsson. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 429 orð

Þorvaldur Guðmundsson

Í dag er kvaddur hinstu kveðju Þorvaldur Guðmundsson, fyrrverandi formaður Sambands veitinga- og gistihúsa, einn þekktasti og umsvifamesti frumkvöðull í rekstri veitinga- og gististaða á Íslandi. Þótt Þorvaldur hafi jafnan verið kenndur við fyrirtæki sitt Síld og fisk var hann tengdur miklum fjölda fyrirtækja sem hann rak á lífsleiðinni, Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 271 orð

Þorvaldur Guðmundsson

Við félagar innan Kaupmannasamtaka Íslands kveðjum nú traustan og góðan félaga okkar, Þorvald Guðmundsson, en hann lést laugardaginn 10. janúar sl. 86 ára að aldri. Þorvaldi voru falin mörg trúnaðarstörf fyrir sín samtök gegnum árin. Hann sat í stjórn Verslunarsparisjóðsins frá árinu 1956, síðan í bankaráði Verslunarbanka Íslands hf. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 381 orð

Þorvaldur Guðmundsson

Í dag er kvaddur samstarfsmaður minn í rúma hálfa öld, Þorvaldur Guðmundsson. Hann stofnaði verslunina Síld og fisk við Bergstaðastræti snemma árs 1944 og sama ár hóf ég störf hjá honum og starfa þar enn. Þorvaldur hafði verið við nám í Þýskalandi og Danmörku og bar með sér heim nýja strauma í matvinnslu og verslun. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 848 orð

Þorvaldur Guðmundsson

Mikill sjónarsviptir er að Þorvaldi Guðmundssyni. Hann var einn af beztu sonum Íslands á öldinni sem er að líða. Mikið athafnaskáld, eins og skáldið Matthías Johannessen orðaði svo vel þegar hann lýsti íslenzkum atgervismönnum sem hófu sig úr litlum efnum í það að verða stórathafnamenn, brautryðjendur í íslenzku atvinnulífi. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 322 orð

Þorvaldur Guðmundsson

Elsku pabbi minn. Í skáldsögu eftir rússneska skáldið Ívan Túrgenjev, sem nú er leikin á sviði Borgarleikhússins, syngur ung stúlka "Vertu hjá mér, ekki fara frá mér." Leikkonan unga gerir það svo fallega að ég söng þetta með henni í huganum til þín. Elsku pabbi minn, ég sakna þín svo mjög. Það er ótal margt sem kemur upp í huga minn núna. Fyrst er það þakklæti. Þakklæti fyrir allt. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 780 orð

Þorvaldur Guðmundsson

Elsku "æji" minn, en þannig hljómaði nú orðið afi í þínum eyrum fyrstu árin mín og er það nú fyrir hönd okkar systkinanna sem ég sit hér og hugleiði hvað það er sem helst situr í minni okkar beggja þegar þitt magnaða lífshlaup eins og við þekkjum það er yfirstaðið. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 273 orð

Þorvaldur Guðmundsson

Með Þorvaldi Guðmundssyni er genginn hógvær höfðingi og brautryðjandi. Maður sem naut verðskuldaðrar virðingar. Hann ávann sér virðingu og væntumþykju með verkum sínum og einlægri framkomu. Kynni mín af Þorvaldi hófust fyrir áratug er ég réðst til Verslunarbanka Íslands hf. Þá var hann fyrir allnokkru kominn á eftirlaunaaldur en vann af kappi og tók virkan þátt í þjóðlífinu. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 260 orð

Þorvaldur Guðmundsson

Kveðja frá Svínaræktarfélagi Íslands Orðstírr deyr aldregi hveims sér góðan getr. (Hávamál.) Einstakur maður er fallinn frá, en víst er að orðstír Þorvalds Guðmundssonar mun lifa um ókomna tíð. Þorvaldur var frumkvöðull í nútíma svínarækt og ruddi brautina sem við félagar hans fetum nú. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 83 orð

Þorvaldur Guðmundsson

Með örfáum orðum viljum við kveðja einn af félögum okkar og fyrsta formann Meistarafélags kjötiðnaðarmanna. Þorvaldur starfaði allan sinn starfsaldur við matvælaframleiðslu, lengst af í fyrirtæki sínu Síld og fiski. Hann var í hópi þeirra fyrstu sem hlutu meistararéttindi er kjötiðn var löggilt sem sérstök iðngrein. Meira
20. janúar 1998 | Minningargreinar | 271 orð

ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON

ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON Þorvaldur Guðmundsson fæddist í Holti undir Eyjafjöllum 9. desember 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Katrín Jónasdóttir og Guðmundur Þ. Sveinbjörnsson. Eftirlifandi eiginkona Þorvaldar er Ingibjörg Guðmundsdóttir lyfjafræðingur. Meira

Viðskipti

20. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 510 orð

Afkoman heldur lakari í fyrra en áætlað hafði verið

ÚTLIT er fyrir að afkoma Flugleiða hf. verði heldur lakari á árinu 1997 en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þannig upplýsti félagið í nóvember, þegar níu mánaða milliuppgjör lá fyrir, að reksturinn yrði í járnum á árinu í heild, en núna telja forráðamenn Flugleiða óvarlegt annað en að gera ráð fyrir einhverju tapi. Meira
20. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 148 orð

ÐFyrrum hluthafar Stöðvar 3 með 9,42% í ÍÚ

FYRRUM hluthafar í Íslenskri margmiðlun hf., sem rak Stöð 3, eru nú formlega orðnir hluthafar í Fjölmiðlun, eignarhaldsfélagi Íslenska útvarpsfélagsins hf. Nemur hlutur þeirra 9,42%, en jafnframt hafa þeir eignast 6,56% hlut í Sýn hf. Meira
20. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 182 orð

ÐLangtímavextir í sögulegu lágmarki

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi voru áfram með líflegra móti í gær. Vaxtalækkanir lengri bréfa héldu áfram og náði ávöxtunarkrafa 20 ára spariskírteina sögulegu lágmarki í gær. Heildarviðskipti dagsins námu tæplega 2,3 milljörðum króna og er þetta fjórða daginn í röð sem heildarviðskipti fara yfir 2 milljarða króna. Meira
20. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Enn eitt Nomurahneyksli til góðs?

ENN eitt hneykslismál, sem verðbréfarisinn Nomura Securities er viðriðinn í Japan, hefur verið harðlega gagnrýnt, en getur orðið til góðs að dómi kunnugra. Vegna fjaðrafoksins getur orðið lát á harðnandi samkeppni banka og verðbréfafyrirtækja um að eyða sem mestum fjármunum til að vinna hylli viðskiptavina, öllum til mikils léttis. Meira
20. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 232 orð

»Gætni þrátt fyrir Asíu-hækkun

FTSE 100 vísitalan í London hafði ekki verið hærri í 15 vikur í gær vegna aukins stöðugleika á Asíumörkuðum, en lækkaði þegar sterkt pund lækkaði gengi hlutabréfa í útflutningsfyrirtækjum. Lokagengi FTSE 100 mældist 5273,6, sem var 10,5 punkta eða 0,20% hækkun. Meira
20. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 580 orð

Innkaup án útboðs brot á EES-reglum?

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur sent íslenskum stjórnvöldum fyrirspurn vegna kaupa Hitaveitu Suðurnesja á túrbínu fyrir nýtt orkuver í Svartsengi. Gengið var frá kaupunum án undangengis útboðs og er hugsanlegt að innkaupin séu brot á EES-samningum um opinber útboð veitufyrirtækja. Fjármálaráðuneytið fer með málið og hefur óskað eftir skýringum frá Hitaveitunni. Meira
20. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 28 orð

Nýr Boeing

Nýr Boeing Boeing og viðskiptavinir fyrirtækisins hafa náð samkomulagi um hönnun nýjustu Boeing 767, það er Boeing 767-400 ER. Fyrstu vélarnar verða afhentar Delta flugfélaginu um mitt árið 2000. Meira
20. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Olíuverð hækkar á nýjan leik

OLÍUVERÐ á heimsmarkaði hækkaði á ný í gær eftir lægsta verð í 45 mánuði vegna frétta um viðsjár Sameinuðu þjóðanna og Íraks. Viðmiðunarverð á Norðursjávarolíu hækkaði um 37 sent tunnan í 15,84 dollara og er verðið 74 sentum hærra en í síðustu viku þegar það lækkaði í 15,10 dollara, mestu lægð í tæp fjögur ár. Meira
20. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 176 orð

Víkjandi skuldabréf til sölu

BÚNAÐARBANKINN hefur í undirbúningi sölu á víkjandi skuldabréfum að fjárhæð 500 milljónir króna. Slík víkjandi lán teljast til eigin fjár samkvæmt alþjóðlegum reglum og styrkir því útgáfan eiginfjárhlutfall bankans. Vegna aukinna umsvifa á síðasta ári hefur eiginfjárhlutfallið veikst, en mun styrkjast um 1 prósentustig við útgáfu bréfanna skv. svonefndum CAD eiginfjárreglum banka. Meira
20. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Þýzk andstaða gegn frönskum ECB-stjóra

FULLTRÚI í stjórn þýzka seðlabankans (BuBa), Helmut Hesse, kveðst andvígur því að Frakki verði yfirmaður fyrirhugaðs seðlabanka Evrópu, ECB. Hesse sagði að tilraunir Frakka til að gera bankastjóra franska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, að forstöðumanni ECB væru uggvænlegar. Meira

Daglegt líf

20. janúar 1998 | Neytendur | 230 orð

Lífræn nýmjólk á markað í maí

Í MAÍ er væntanleg á markað lífræn ófitusprengd nýmjólk. Það er mjólkurbúið Neðri Háls í Kjós sem leggur til mjólkina, en hún verður sett á umbúðir hjá Mjólkursamsölunni. Að sögn Baldurs Jónssonar framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs hjá Mjólkursamsölunni nemur framleiðslan 100.000 lítrum á ári eða sem samsvarar um 2.000 lítrum á viku. Meira
20. janúar 1998 | Neytendur | 494 orð

Meira en helmingur kaupir bensín á fullu verði

BÍLEIGENDUR geta sparað þúsundir á ári með því að nota sjálfsafgreiðsludælur bensínstöðvanna og nýta sér önnur afsláttartilboð á bensíni. Um 40­50% bíleigenda nýta sér slíka kosti en enn kaupir ríflega helmingur viðskiptavina bensínstöðvanna bensín á fullu verði. Meira
20. janúar 1998 | Neytendur | 43 orð

Rafkaup selur ekki loftljósin

LÖGGILDINGARSTOFA sendi í vikunni fréttatilkynningu um sölubann á vissri tegund loftljósa. Í kjölfarið hafði Óskar Rafnsson samband, en hann er eigandi verslunarinnar Rafkaupa í Ármúla 24, og benti á að umrædd ljós hefðu aldrei verið til sölu hjá Rafkaupum. Meira

Fastir þættir

20. janúar 1998 | Dagbók | 3140 orð

APÓTEK

»»» Meira
20. janúar 1998 | Í dag | 20 orð

ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 20. janúar, verður áttræður

ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 20. janúar, verður áttræður Magnús Kristinn Jónsson, Ásgarði 51, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigríður K. Sigurðardóttir. Meira
20. janúar 1998 | Fastir þættir | 357 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur málsverður. Safnaðarfélag Ásprestakalls. Sameiginlegum fundi Safnaðarfélags Ásprestakalls og kvenfélaga Langholts- og Laugarnessókna er frestað til þriðjudagsins 27. janúar. Dómkirkjan. Kl. 13.30­16 mömmufundur í safnaðarh., Lækjargötu 14a. Kl. 16. Meira
20. janúar 1998 | Dagbók | 632 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
20. janúar 1998 | Fastir þættir | 1930 orð

Engar óbrigðular lausnir í sjónmáli

Sumarexem í íslenskum hrossum Engar óbrigðular lausnir í sjónmáli Sumarexem er á nýjan leik komið til umræðu og þykir ýmsum ekki vanþörf á. Allt frá því að farið var að selja hesta héðan til meginlandsins hefur þetta mál skotið upp kollinum öðru hvoru en hjaðnað þess á milli. Meira
20. janúar 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Gæluhestur Hvað er nú það?

Gæluhestar eru ásamt öðrum gæludýrum, hundum og köttum aðalvaxtarbroddurinn í starfi dýralækna undanfarin ár, segir í grein Katrínar Andrésdóttur dýralæknis sem hún skrifaði í Bændablaðið fyrir nokkru. En hvað eru gæluhestar? Meira
20. janúar 1998 | Fastir þættir | 362 orð

Hestar/Fólk

FÁKUR í Reykjavík hefur sem kunnugt er verið að selja hesthús sín eitt af öðru. Í haust voru minni húsin í Efri Fák seld. SIGURÐUR Marínusson keypti húsið næst tamningagerðinu gegnt félagsheimilinu. Meira
20. janúar 1998 | Í dag | 459 orð

ITT af því bezta, sem komið hefur frá Bandaríkjunum á u

ITT af því bezta, sem komið hefur frá Bandaríkjunum á undanförnum árum og haft hefur mikil áhrif í öðrum löndum er hin harða afstaða stjórnvalda þar í landi gegn reykingum. Segja má, að Bandaríkin séu í forystu meðal þjóða heims í baráttu gegn tóbaksreykingum. Meira
20. janúar 1998 | Fastir þættir | 125 orð

Kvennaveldi á Hólum

KVENNAVELDIÐ vex og dafnar á Bændaskólanum á Hólum. Á undanförnum árum hefur stúlkum sem stunda þar nám fjölgað jafnt og þétt og síðsutu árin hafa stúlkurnar verið í meirihluta. Á hrossabraut eru nú 22 nemendur þar af eru aðeins þrír piltar. Því má segja að þar ríki kvennaveldið um þessar mundir. Af þessum 22 nemendum eru 10 útlendingar og af þeim er einn piltur. Meira
20. janúar 1998 | Í dag | 450 orð

Minningargreinar ÍSLENSK dagblöð og þá sérstaklega Morgunbla

ÍSLENSK dagblöð og þá sérstaklega Morgunblaðið, hafa sérstöðu meðal dagblaða almennt, hvað viðvíkur birtingu mikils fjölda minningargreina. Þetta er mjög þjóðlegt og ég held að fæstir vildu missa þetta úr blaðinu, hvorki ritendur sem þannig minnast látinna ástvina sinna, vina eða kunningja né lesendur sem lesa minningargreinarnar oft af athygli, enda eru þær oft vel skrifaðar og fróðlegar. Meira
20. janúar 1998 | Fastir þættir | 261 orð

Tamningamenn vilja fet í kynbótadóma

TAMNINGAMENN vilja að tekið verði upp fet í kynbótadómum en áskorun þess efnis að Bændasamtök Íslands beittu sér fyrir þessu var samþykkt á aðalfundi Félags tamningamanna sem haldinn var í desember sl. Tillagan var borin upp af tamningameisturum félagsins, þeim Eyjólfi Ísólfssyni, Sigurbirni Bárðarsyni, Benedikt Þorbjörnssyni og Reyni Aðalsteinssyni sem allir hafa hlotið meistaragráðu félagsins. Meira
20. janúar 1998 | Fastir þættir | 658 orð

Zia og Forrester unnu Cap Gemini

Haag CAP GEMENI Sextán valin bridspör tóku þátt í árlegri tvímenningskeppni í Hollandi um síðustu helgi. ZIA Mahmood og Tony Forrester stóðu uppi sem sigurvegarar í árlegu boðsmóti í Haag í Hollandi. Þetta mót er talið sterkasta bridsmót sem haldið er í heiminum ár hvert ásamt Macallan-mótinu sem verður í London um næstu helgi. Meira

Íþróttir

20. janúar 1998 | Íþróttir | 58 orð

1,5 milljónir í verðlaun PENINGAVERÐLAUN

PENINGAVERÐLAUN eru veitt fyrir þrjú efstu sætin í heimsbikarnum. Fyrir annað sætið í Park City fékk Kristinn 750 þúsund krónur og svipaða upphæð fyrir annað sætið á sunnudag. Hann hefur því fengið 1,5 milljónir í vasann fyrir þessi tvö mót. Auk þess fær hann ýmsar bónusgreiðslur, þar á meðal frá framleiðanda Rosignoll-skíðanna, sem hann notar. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 328 orð

1. DEILD KVENNA Grótta/KR - Stjarnan23:33

Grótta/KR - Stjarnan23:33 Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, laugardaginn 17. janúar 1998. Gangur leiksins: 1:0, 1:5, 5:7, 5:9, 7:12, 13:15, 13:17, 14:17, 15:18, 15:24, 18:25, 18:29, 23:31, 23:33. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 76 orð

Aðallega leikið um helgar TALSMEN

TALSMENN liðanna í 4. riðli hittast á fundi í París 16. febrúar til að reyna að semja um leikdaga en þjóðirnar hafa 60 daga frá og með drættinum í fyrradag til að komast að niðurstöðu. Náist ekki samkomulag innan tímamarkanna sker Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, á hnútinn. Leikdagarnir í keppninni verða 5./6. september, 10./11. október og 13./14. okt. í ár en á næsta ári 27./28.3. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 77 orð

Aftur saman á palli

KRISTINN Björnsson var í annað sinn á verðlaunapalli heimsbikarsins í Veysonnaz í Sviss á sunnudaginn. Í fyrra skiptið, í lok nóvember í Park City, var hann einnig með Austurríkismanninum Thomasi Stangassinger ólympíumeistara á verðlaunapallinum eins og á sunnudag. Stangassinger hefur unnið tvö heimsbikarmót í vetur og hefur Kristinn verið í öðru sæti í þeim báðum. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 204 orð

Andrési sagt upp hjá Gróttu/KR

Andrési Gunnlaugssyni, sem þjálfað hefur hið sameinaða lið Gróttu/KR kvenna í handknattleik, var sagt upp störfum á sunnudaginn. "Ég er nokkuð hissa en kvennaráðið ákvað að þetta væri besta lausnin og ég virði ákvörðun þess enda telur það þetta liðinu fyrir bestu," sagði Andrés í gær. "Markmiðið var að vera meðal fjögurra bestu og ég sé ekki að það hafi glatast þrátt fyrir töp. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 288 orð

Baráttusigur FH-inga

FH-ingar kræktu sér á laugardaginn í tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni í 1. deild karla í handknattleik þegar þeir sigruðu ÍR-inga í Breiðholtinu, 24:22. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur á að horfa, en þrátt fyrir þó nokkra hörku tókst báðum liðum oft á tíðum að sýna falleg tilþrif. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 1075 orð

Barnsley - Crystal Palace1:0

Barnsley - Crystal Palace1:0 Ashley Ward 26. 17.819. Blackburn Rovers - Aston Villa5:0 Tim Sherwood 21., Kevin Gallacher 29., 54., 68., Stuart Ripley 81. 24.834. Coventry City - Arsenal2:2 Noel Whelan 21., Dion Dublin 66. - vsp. - Dennis Bergkamp 50., Nicolas Anelka 57. 22.864. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 494 orð

Brautin hentaði mér vel

"Ég var rólegri fyrir síðari umfeðrina. Vissi þá að ég gæti þetta. Það er líklega styrkleikamerki," sagði Kristinn Björnsson m.a. í viðtali við Önnu Bjarnadóttur sem fylgdist með svigkeppninni frá endamarkinu í Veysonnaz á sunnudag. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 396 orð

DAÐI Dervic, fyrrum landsliðsmaðu

DAÐI Dervic, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, sem hefur leikið með Leiftri á Ólafsfirði, hefur gengið til liðs við Þrótt Reykjavík. ERIK Veje Rasmussen hefur verið ráðinn þjálfari þýska handknattleiksliðsins Flensburg- Handewitt fyrir næsta keppnistímabil. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 173 orð

Duranona með níu mörk

ÍSLENDINGALIÐIN Eisenach og Bayer Dormagen mættust í þýska handboltanum um helgina. Robert Julian Duranona og félagar hans í Eisenach höfðu betur, 23:21, og var Duranona markahæstur með níu mörk. Héðinn Gilsson var markahæstur í liði Dormagen með 5 mörk og Róbert Sighvatsson gerði fjögur mörk. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 243 orð

Ekki óskadráttur en við höfum verk að vinna

Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, var ekki ánægður með dráttinn. "Þetta er meiri hamingjudrátturinn eða hitt þó heldur," sagði hann við Morgunblaðið þegar riðlarnir lágu fyrir á sunnudag. "Ekki er nóg með að Johan Cruyff hafi farið illa með okkur á fótboltavellinum heldur gerði hann það líka í drættinum. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 125 orð

Faustino Asprilla sendir Kenny Dalglish tóninn

FAUSTINO Asprilla, sem er aftur að fara að leika fyrir Parma á Ítalíu, kennir Kenny Dalglish, knattspyrnustjóra Newcastle, um hvernig komið er fyrir liðinu og segir að hann hafi eyðilagt það sem Kevin Keegan byggði upp. "Keegan reyndi að byggja upp meistaralið sem gæti keppt við bestu lið í Evrópu," sagði Asprilla við dagblaðið News of the World. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 565 orð

Fjórtándi sigur Stjörnunnar

STJÖRNUSTÚLKUR, sem tróna á toppi 1. deildar kvenna, slógu hvergi af þegar þær heimsóttu Gróttu/KR-stúlkur á laugardaginn og unnu með tíu mörkum, 33:23, í hröðum og skemmtilegum leik. Stjörnustúlkur hafa fagnað sigri í fjórtán leikjum í röð. "Við keyrðum upp hraðann, lékum góða vörn og baráttan var mikil," sagði Inga Fríða Tryggvadóttir, sem átti góðan leik fyrir lið sitt. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 124 orð

Fyrsta mark Hauks Inga

Haukur Ingi Guðnason, knattspyrnumaður úr Keflavík, sem gekk til liðs við Liverpool um áramótin, skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið á fimmtudaginn. Haukur Ingi lék þá með varaliði Liverpool sem mætti varaliði nágranna sinna í Everton. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli og kom Haukur Ingi Liverpool í 1:0 með marki sínu. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 495 orð

Get stokkið enn hærra

"ÉG ER í góðri æfingu og stökk betur í dag en um síðustu helgi," sagði Vala Flosadóttir, Evrópumeistari í stangarstökki kvenna, eftir að hafa farið yfir 4,15 metra á móti í Malmö í Svíþjóð á sunnudaginn. Hún var mjög nálægt því að bæta Íslands- og Norðurlandametið [sem er 4,20 m] en hefur e.t.v. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 53 orð

Guðjón ekki með FH-ingum

GUÐJÓN Árnason hefur ekki leikið tvo síðustu leiki FH- liðsins, þar sem hann er meiddur í baki. Ragnar Óskarsson, leikmaðurinn ungi hjá ÍR, lék ekki með liðinu gegn FH, þar sem rifbein er brákað. Ragnar missti þar með dýrmætan leik í markakóngsbaráttunni ­ hann er þriðji markahæstur með 87 mörk. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 290 orð

Heimsbikarinn Veysonnaz: Svig (sunnudag)

Veysonnaz: Svig (sunnudag) 1. Thomas Stangassinger (Aust.)1:38.12 (47.97/50.15) 2. Kristinn Björnsson (Íslandi)1:38.91 (48.99/49.92) 3. Kiminobu Kimura (Japan)1:38.92 (48.88/50.04) 4. Hans-Petter Buraas (Noregi)1:39.30 (49.48/49.82) 5. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 404 orð

Heimsmeistarakeppnin í Perth í Ástralíu

200 metra baksund karla 1. riðill 1.Hsu Kuo Tung (Taiwan)2.21,48 2.Hamidreza Mobarrez (Íran)2.31,36 3.Mikel Ohan (Írak)2.49,12 2. riðill 1.Carlos Arena Martinez (Mexíkó)2.08,21 2.Alex Fong (Hong Kong)2.10,00 3.Ross Dunwoody (Nýja Sjálandi)2. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 498 orð

"Hlökkum til miðvikudagsins"

SIGURÐUR Sveinsson, leikmaður og þjálfari HK, sem verður 39 ára í mars, gerði þrettán mörk í góðum baráttusigri HK á liði Fram, sem hafði unnið níu leiki í röð ­ sex í 1. deildarkeppninni og þrjá í bikarkeppninni. Lokatölur urðu 26:24, en liðin mætast aftur í undanúrslitum bikarkeppninnar á morgun. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 354 orð

Hvers vegna er Kristinn svona góður í hörðu skíðafæri?

Kristinn Björnsson hefur sýnt og sannað að hann er bestur þegar skíðafæri í svigbrautunum er sem harðast, nánast eins og svell. Hvers vegna er hann svona góður við slíkar aðstæður? Hann ræður yfir mikill tækni við að beita skíðunum rétt við slíkar aðstæður. Eins og segir á skíðamáli: hann er með "gott hné" og "góða mjöðm". Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 364 orð

Inter tapaði á San Siro

Inter tapaði óvænt fyrir Bari á heimavelli um helgina ­ fyrsta tap liðsins á San Siro leikvanginum á tímabilinu og annað tap þess í deildinni ­ en Juventus sigraði Bologna og munar nú aðeins einu stigi á toppliðunum. Philemon Masinga frá Suður- Afríku gerði mark Bari stundarfjórðungi fyrir leikslok. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 439 orð

Íslandsmótið

1. deild karla: Þróttur N. - Þróttur R2:3 (15:8, 8:15, 9:15, 15:10, 7:15) Þróttur N. ­ Þróttur R.3:2 (15:12, 9:15, 9:15, 15:8, 15:2 Stjarnan ­ ÍS1:3 (15:4, 13:15, 14:16, 14:16) Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 771 orð

KA - Stjarnan28:23 KA-heimilið, Íslandsmótið í handknattleik

KA-heimilið, Íslandsmótið í handknattleik, 13. umferð 1. deildar karla, Nissandeildarinnar, 18. janúar 1998. Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 5:5, 10:7, 10:9, 12:10, 15:10: 19:13, 26:16, 26:21, 27:22,28: 23. Mörk KA: Halldór Sigfússon 9 (6), Karim Yala 6, Björgvin Björgvinsson 4, Jóhann G. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 366 orð

Klim maður mótsins

Ástralinn Michael Klim var kjörinn besti sundmaður heimsmeistarakeppninnar í Perth og fékk sérstök verðlaun frá Alþjóðasundsambandinu fyrir afrekið. Þessi tvítugi piltur vann til fernra gullverðlauna, tvennra silfurverðlauna og bronsverðlauna. "Að synda svona alla vikuna er eins og að draumur verði að veruleika," sagði krúnurakaði pilturinn. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 165 orð

KR - Keflavík69:64

Íþróttahús Hagaskóla, 1. deild kvenna í körfuknattleik, sunnudaginn 18. janúar 1998. Gangur leiksins: 6:0, 11:6, 11:10, 16:10, 16:16, 19:21, 22:24, 28:32, 33:32, 36:34, 36:37, 36:40, 38:47, 42:50. 46:55, 53:55, 53:59, 63:59, 63:62, 67:62, 67:64, 69:64. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 36 orð

Landsmót STÍ

Stöðluð skammbyssa: Einar Guðmann, SA524 Guðmundur Kr. Gíslason, SR521 Hannes Haraldsson, SFK520 Carl J. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 140 orð

Létt hjá Haukum

Létt hjá Haukum Haukar unnu öruggan sigur á botnliði Breiðabliks á sunnudagskvöldið, 37:22. Þar með töpuðu Blikar sínum þrettánda leik í röð og eflaust eiga fleiri eftir að bætast við. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 468 orð

NAGANO »Nauðsynlegt að verameð á Ólympíuleikumen vanda verður valið

Skíðasamband Íslands óskaði eftir því að lágmörk Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, giltu við val íslensku keppendanna á Vetrarleikunum í Nagano í Japan í næsta mánuði og varð Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands við þeirri bón. Því voru allir átta í alpagreinum valdir á leikana sem voru innan við 500 á styrkleikalista heimslista Alþjóða skíðasambandsins í nóvember sem leið. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 104 orð

NBA-deildin Leikir aðfaranótt laugardags Indiana - Sac

Leikir aðfaranótt laugardags Indiana - Sacramento117:92 Washington - Vancouver112:110 Atlanta - Golden State102:89 Charlotte - San Antonio71:76 Phoenix - Orlando111:86 Portland - Utah96:86 Houston - Minnesota115:116 Denver - Cleveland74:99 Milwaukee - Chicago86:96 Leikir aðfaranótt Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 190 orð

"Norski" Íslend- ingurinn á pall

KRISTINN Björnsson varð í öðru sæti á heimsbikarmóti í svigi í Sviss á sunnudaginn. Þetta er í annað skipti í vetur sem hann afrekar þetta; Ólafsfirðingurinn varð einnig í öðru sæti á fyrsta svigmóti vetrarins í Park City í Bandaríkjunum í haust. Annað sæti gefur 80 stig, Kristinn hefur því 160 stig og er í sjötta sæti í svigkeppni heimsbikarkeppninnar. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 474 orð

Rafmögnuð spenna á Varmá

ÍBV sótti á sunnudaginn Aftureldingu heim í 13. umferð 1. deildar karla í handknattleik, en aðeins er rúm vika síðan þessi lið mættust í í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar og þá höfðu Eyjamenn betur. Á sunnudaginn snerist dæmið hins vegar við og eftir hörkuspennandi og bráðskemmtilegan leik voru það heimamenn sem fögnuðu sigri, 25:23. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 89 orð

Real Madrid slapp fyrir horn REAL Madrid

REAL Madrid heldur sér í toppbaráttunni á Spáni eftir 1:0 sigur á Salamanca á heimavelli sínum á sunnudag. Það var varnarmaðurinn Christian Panucci sem gerði eina markið og bjargaði Mardridingum frá háðuglegri útreið gegn botnliði deildarinanr. "Liðið var ekki sannfærandi síðasta stundarfjórðung leiksins. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 60 orð

Riðill 1

Riðill 1 Ítalía, Hvíta Rússland, Wales,Swiss, Danmörk. Riðill 2 Noregur, Slóvenía, Lettland,Georgía, Grikkland, Albanía. Riðill 3 Þýskaland, Moldóva, N-Írland,Finnland, Tyrkland. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 266 orð

Roberto Baggio fór í fússi RENZO Ulivieri, þjálfari

RENZO Ulivieri, þjálfari Bologna, tilkynnti Roberto Baggio á laugardag að hann yrði ekki í byrjunarliðinu á móti Juventus daginn eftir en kæmi inná sem varamaður í seinni hálfleik. Baggio sætti sig ekki við þetta, fór í fússi og lét ekki sjá sig á leiknum sem Juve vann 3:1. Giuseppe Gazzoni, forseti Bologna, sagði að stjórn félagsins tæki ákvörðun um framhald málsins í dag. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 1016 orð

Shearer lagði upp sigurmark Newcastle

ALAN Shearer, sem hefur verið frá síðan í júlí vegna ökklameiðsla, kom inná hjá Newcastle þegar tæplega 20 mínútur voru til leiksloka í viðureigninni við Bolton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og lagði upp sigurmarkið, sem Temuri Ketsbaia gerði á síðustu mínútu. John Barnes gerði fyrra mark heimamanna á 6. mínútu, 200. mark hans á ferlinum, en Nathan Blake jafnaði fyrir Bolton. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 64 orð

Sigurður yfir 100 mörkin

SIGURÐUR Sveinsson skoraði þrettán mörk fyrir HK gegn Fram og rauf hann þar með hundrað marka múrinn ­ hefur skorað 103 mörk í 1. deildarkeppninni. Sigurður hefur sett stefnuna á markakóngstitilinn í þriðja skipti, var síðast markahæsti leikmaður 1. deildar 1993 er hann lék með Selfossi. Næstur á blaði er markakóngurinn frá sl. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 599 orð

Stefnir fyrirliði StjörnunnarHERDÍS SIGURBERGSDÓTTIRað þreföldum sigri í ár?Það býr mun meira í liðinu

HERDÍS Sigurbergsdóttir er fyrirliði Stjörnunnar sem hefur sjö stiga forskot í efsta sæti 1. deildar kvenna að loknum 16 umferðum. Herdís og stöllur hennar hafa verið að leika vel betur og betur eftir því sem á hefur liðið. Um liðna helgi sigraði Stjarnan sameinað lið Gróttu/KR 33:23 á Seltjarnarnesi og var þetta 13. sigurleikur Garðbæinga í röð í deildinni. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 170 orð

Stórliðin töpuðu

Tveir leikir fóru fram í knattspyrnu í gærkvöldi, einn í Englandi og annar á Spáni. Úrslitin urðu óvænt á báðum stöðum því í Englandi tapaði efsta liðið, Manchester United, 1:0 fyrir Southampton og á Spáni tapaði Barcelona 4:3 á heimavelli fyrir Valencia. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 455 orð

Svigkeppni aflýst í gær ÞAÐ byrjaði

ÞAÐ byrjaði að snjóa í Veysonnaz á sunnudagskvöld og í gærmorgun var allt á kafi í snjó. Mótshaldarar heimsbikarmótsins í svigi urðu því að aflýsa keppninni. Kristinn Björnsson, sem var með rásnúmer 29 í sviginu á sunnudag, átti að vera með rásnúmer 20 í gær og hafði því færst fram um níu sæti vegna frammistöðu sinnar á sunnudag. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 451 orð

THOMAS Stangassinger vann sj

THOMAS Stangassinger vann sjöunda heimsbikarmótið á ferlinum í Veysonnaz á sunnudaginn. Þetta var jafnframt annar sigur hans í svigi í vetur. Hann er 32 ára og hefur verið keppandi í heimsbikarnum í 12 ár. Hann á Ólympíumeistaratitilinn í svigi að verja í Nagano. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 627 orð

Tilbúinn í slag þeirra bestu

KRISTINN var mikið í sviðljósinu eftir svigið í Veysonnaz á sunnudag. "Það voru margir erlendir fréttamenn sem vildu ná tali af mér. Ég fékk þó öðruvísi spurningar en eftir mótið í Park City í nóvember. Nú var ekki verið að spyrja mig svo mikið út í uppruna minn og Ísland eins og í Park City. Ég er orðinn nafn í heimsbikarnum. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 334 orð

Valur skipti um ham

VALSMENN hófu ekki leik með heilum hug gegn Víkingum í Víkinni á sunnudaginn en sneru við blaði eftir að hafa tekið leikhlé eftir tæpar fimmtán mínútur. "Við töluðum um það sama í leikhléinu og við gerðum fyrir leikinn: það má ekki vanmeta, því þá er munurinn á getu liðanna farinn. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 606 orð

Verðum að sýna stöðugleika í hverjum leik

FRAKKAR, gestgjafar Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, eru í riðli með Rússlandi, Úkraínu, Íslandi, Armeníu og Andorra í riðlakeppni Evrópukeppninnar en dregið var í Ghent í Belgíu í fyrradag. Keppni hefst í haust en úrslitin verða í Hollandi og Belgíu 10. júní til 2. júlí 2000. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 529 orð

Við spyrjum ekki um tíma heldur verðlaun

ÁHORFENDUR á síðasta degi heimsmeistarakeppninnar í sundi í Perth í Ástralíu fóru ánægðir heim enda ástæða til að gleðjast ­ sundmenn Ástralíu þökkuðu fyrir sig og sigruðu í þremur greinum á sunnudag, þar á meðal í 4x100 metra fjórsundi sem Bandaríkjamenn hafa einokað síðan HM hófst 1973. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 532 orð

Williams sá um Keflavík

KR hefur fjögurra stiga forystu í 1. deild kvenna í körfuknattleik eftir þrettán umferðir. KR lagði Keflavík 69:64 í uppgjöri efstu liðanna í Hagaskólanum á sunnudagskvöldið í skemmtilegum og spennandi leik. Nýr erlendur leikmaður KR, Tara Williams, fór á kostum í sókninni og gerði 33 stig. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 63 orð

Þýskaland

Magdeburg - GWD Minden24:22 Wallau-Massenheim - Hameln28:21 TBV Lemgo - Essen32:19 Nettelstedt - Uppertal23:21 THW Kiel - Flensburg-Handewitt26:18 Eisenach - Bayer Dormagen23:21 Gummersbach - Niederw¨urzbach22:19 Staðan 1. THW Kiel29 2. TBV Lemgo25 3. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 93 orð

Æfði með Kjetil-Andre Åmodt KRISTINN æfði með No

KRISTINN æfði með Norðmanninum Kjetil-Andre Åmodt milli jóla og nýárs. Kristinn var þá við æfingar í Geilo í Noregi og þar var Åmodt einnig að æfa. Þjálfari Åmodts kom að máli við Kristin og bauð honum að vera með. "Þjálfarinn hefði líklega ekki boðið mér að vera með fyrir ári," sagði Kristinn og hló. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | 383 orð

Örn Arnarson segist hafa lært mikið í heimsmeistarakeppni

ÖRN Arnarson var nokkuð frá sínu besta í 200 metra baksundi í heimsmeistarakeppninni í sundi í Perth í Ástralíu í fyrradag. Hann synti á 2.05,61, sem var 20. besti tími keppninnar, en á best 2.03,43 frá því á Evrópumótinu í Sevilla á Spáni á liðnu sumri. "Ég er ánægður með sætið en ekki tímann," sagði Örn við Morgunblaðið. Meira
20. janúar 1998 | Íþróttir | -1 orð

Öruggur sigur KA-manna

Öruggur sigur KA-manna Norðanpiltar léku við hvern sinn fingur og náðu mest tíu marka forskoti gegn Stjörnunni KA vann öruggan sigur á Stjörnunni, 28:23, er liðin mættust á Akureyri um helgina. Meira

Fasteignablað

20. janúar 1998 | Fasteignablað | 285 orð

Aukning í húsbréfa- umsóknum vegna ný- bygginga einstaklinga

UMSÓKNIR um lán í húsbréfakerfinu gefa mikla vísbendingu um umsvif á fasteignamarkaðnum á hverjum tíma. Í fyrra voru umsóknirnar mun meiri en árið þar á undan. Þannig jukust umsóknir vegna notaðs húsnæðis um 12% og vegna nýbygginga einstaklinga um 31%. Umsóknir vegna nýbygginga byggingaraðila stóðu hins vegar í stað. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 795 orð

Álftarós byggir 24 permaformíbúðir

BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ Álftárós hefur hafið undirbúning að smíði 24 íbúða með permaformaðferðinni í Hafnarfirði og eiga þær að rísa í hrauninu fyrir sunnan Hvaleyrarholt. Gert er ráð fyrir, að þær verði tilbúnar til afhendingar í sumar. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 1849 orð

Bjartsýni einkennir fasteignamarkaðinn í byrjun árs

FASTEIGNASALA tók mikinn kipp síðari hluta árs í fyrra. Það kom ekki hvað sízt fram í aukinni sölu á stærri eignum, sérstaklega einbýlishúsum á verðbilinu 16-20 millj. kr., en hús á því verði höfðu lítið hreyfzt um árabil. Þar urðu því mikil umskipti. Mikil sala var einnig í nýjum íbúðum og þá sérstaklega í Smárahvammslandi og Lindahverfi í Kópavogi. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 36 orð

Engir óþarfa skápar

ÞETTA eldhús er í sérkennilegra lagi. Skápar eru afar fáir en í staðinn eru eldhúsáhöld á stálhillum og krókum. Takið eftir hinum eldrauða ísskáp. Slíkir skápar hafa verið áberandi í nýjum innréttingum að undanförnu. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 206 orð

Fallegt einbýlishús við Grandaveg

ÞAÐ telst til tíðinda þegar veitt eru verðlaun fyrir að gera gömul hús upp þannig að til fyrirmyndar sé. Reykjavíkurborg hefur veitt slík verðlaun og eitt þessra verðlaunahúsa heitir Melstaður og stendur á Bráðræðisholti. Þetta hús er nú til sölu hjá fasteignasölunni Ásbyrgi. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 192 orð

Gott einbýlishús með vinnuaðstöðu

EINBÝLISHÚS með góðri vinnuaðstöðu eru eftirsótt af þeim sem geta á einhvern hátt skapað sér vinnu heima fyrir. Hjá fasteignasölunni Kjörbýli er nú til sölu slíkt hús að Selbrekku 2 í Kópavogi. Húsið er steinhús og alls 284 ferm. að stærð. Það er tvílyft og byggt 1971. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 166 orð

Gott raðhús í Garðabæ

RAÐHÚS eru vinsæll kostur fyrir þá sem vilja sérbýli. Eignamiðlunin er með til sölu um þessar mundir raðhús að Hlíðarbyggð 31 í Garðabæ. Þetta er steinhús, byggt 1978. Það er á tveimur hæðum og því fylgir innbyggður bílskúr, sem er 67 ferm. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 193 orð

Góðar horfur

FASTEIGNASALAR eru almennt bjartsýnir á markaðinn á þessu ári. Efnahagsástand er yfirleitt gott og mikil umsvif í atvinnulífinu. Horfur á fasteignamarkaðnum eru því góðar," segir Elías Haraldsson, sölustjóri hjá fasteignasölunni Hóli, í viðtalsgrein hér í blaðinu í dag, þar sem hann kynnir m. a. nýjar íbúðir við Blikahöfða í Mosfellsbæ. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 181 orð

Góð íbúð í vönduðu fjölbýli

HJÁ Fasteignasölunni Óðali er til sölu þriggja herbergja íbúð í svokölluðu klasahúsi að Heiðnabergi 14 í Reykjavík, en þessi gata var kjörin fegursta gata borgarinnar 1996. Húsið var byggt 1981 og er íbúðin á annarri hæð. Hún er 77,3 fermetrar að stærð. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 728 orð

Hamborg og Snegla

HVAÐ gaf frúin í Hamborg þér? Svo nefndist leikur sem við krakkarnir fórum gjarnan í um hátíðarnar, í jólaboðum. Verslunin Hamborg er nú við Klapparstíg, rétt ofanvið Laugaveginn. Áður var hún nr. 22 við Laugaveg og Hafnarstræti nr. 1. Þar gilda ekki sömu reglur og í leiknum um frúna í Hamborg að ekki megi nefna svart eða hvítt, já eða nei. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 1005 orð

Hefjum undirbúning tímanlega

Flestir Íslendingar eyða meginhluta ævi sinnar í að koma sér þaki yfir höfuðið og binda því stóran hluta ævisparnaðar í fasteignum. Sökum legu lands og veðurfars nota Íslendingar einnig húseignir sínar meira en aðrar þjóðir. Af þeim sökum og til að fjármunir sem fólk bindur í húsnæði haldi verðgildi sínu verður að sinna viðhaldi húseigna reglulega. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 300 orð

Íslenzk mannvirkja- stefna

ÍSLENZK mannvirkjastefna er megin viðfangsefni nýjasta tölublaðs tímaritsins AVS, Arkitektúr, verktækni og skipulag, sem komið er út fyrir skömmu. Í leiðara, sem Gestur Ólafsson arkitekt og ritstjóri blaðsins ritar, segir m. a., að íslenzkur byggingariðnaður velti árlega yfir 50 milljörðum kr., en á fjárlögum er ekki varið til nauðsynlegra rannsókna á þessu sviði nema röskum 50 millj. kr. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 172 orð

Járn- brautar stöð

GÖMLU járbrautastöðvarnar í Þýzkalandi hafa nú verið hafnar til vegs á nýjan leik. Margir hafa áttað sig á gildi þeirra. Vegna frábærrar legu og áhrifamikils byggingarstíls setja þær gjarnan mikinn svip á umhverfið og eru kjörinn vettvangur ekki bara fyrir mannlíf og samgöngur heldur einnig fyrir verzlun og viðskipti hver á sínum stað. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 113 orð

Of margar verzlunar- miðstöðvar

NORSKA umhverfisráðuneytið hefur lagt bann við frekari smíði á verzlunarmiðstöðum í landinu. Þetta bann er tímabundið og gildir í eitt ár, en hjá ráðuneytinu eru í undirbúningi reglur, sem eiga að gera það miklu erfiðara en áður að koma upp verzlunarmiðstöðvum. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 229 orð

Stórt hús við Hólabraut í Hafnarfirði

FASTEIGNASALAN Höfði hefur nýlega fengið í einkasölu parhús að Hólabraut 4B í Hafnarfirði. Þetta er steinsteypt hús, byggt 1980 og er á þremur hæðum og með innbyggðum bílskúr. Alls er húsið 297 ferm. að stærð og stendur á góðum útsýnisstað. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 37 orð

Utanhússviðhald

ÞAÐ þarf fljótlega að fara að undirbúa viðhald á húseignum utanhúss í sumar, segir Eyjólfur Bjarnason, byggingatæknifræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Verktakar geta þá betur skipulagt starfsemi sína og húseigendur eiga möguleika á betri samningum. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 824 orð

Það er farið að kólna

VETUR er tæplega genginn í garð á Suðurlandi, en í öðrum landshlutum hefur hann heilsað uppá, í það minnsta eru þeir farnir að sjá snjó á Norðurlandi og Akureyringar spenna á sig skíðin og bruna í brekkum. Rangæingar mega búa við hinn forna fjanda, sandbylinn, og biðja ákaft um regn, helst snjókomu. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 17 orð

Þægileg skrifstofu aðstaða í heimahúsi

Þægileg skrifstofu aðstaða í heimahúsi MARGIR vinna gjarnan heima hjá sér. Hér má sjá þægilega og fyrirferðarlitla skrifstofuaðstöðu". Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

20. janúar 1998 | Fasteignablað | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Borgarnesi-Laugardaginn 10. janúar sl. var fyrsta skóflustungan tekin að parhúsum við Böðvarsgötu í Borgarnesi. Það er Pálmi Ingólfsson húsasmíðameistari á Hálsum í Skorradal sem byggir þessi hús. Af þessu tilefni bauð Pálmi bæjarstjórn Borgarbyggðar, byggingarnefnd og tæknimönnum bæjarins og fjölmiðlafólki að vera viðstaddir þessa athöfn. Meira
20. janúar 1998 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

20. janúar 1998 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

20. janúar 1998 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

20. janúar 1998 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

20. janúar 1998 | Fasteignablað | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

20. janúar 1998 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

20. janúar 1998 | Úr verinu | 1027 orð

"Erum að fjárfesta til framtíðar" Stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar leggur til við borgarráð að Sýningum ehf. verði

SÝNINGAR ehf., nýtt fyrirtæki, sem hyggst hasla sér völl á sviði sýningarhalds og Samtök iðnaðarins standa meðal annarra að, bauð tæpar 24 milljónir króna í leigu á Laugardalshöll vegna sjávarútvegssýningar undir nafninu Fishtech sem þar er fyrirhuguð dagana 1.-4. september 1999. Meira
20. janúar 1998 | Úr verinu | 221 orð

Fá síld í flottrollið

NOKKUR flottrollsskip hafa verið að síldveiðum í Héraðsflóadýpi í gær og fyrradag. Páll Reynisson, leiðangursstjóri á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni sem var á svæðinu í gær, segir að þar sjáist til síldar en afli hafi ekki verið mikill. Lóðin séu ekki stór og útilokað fyrir nótaskipin að ná til þeirra. "Það sem náði efst var á um 130 metra dýpi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.