Greinar föstudaginn 30. janúar 1998

Forsíða

30. janúar 1998 | Forsíða | 285 orð

Efast um að hægt verði að afstýra árásum

JEVGENÍ Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, kvaðst í gær vera bjartsýnn á að deilan um vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna í Írak yrði leyst með friðsamlegum hætti en sagðist þó ekki vera "viss" um að Rússar gætu komið í veg fyrir að hervaldi yrði beitt. Bill Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst í gærkvöldi vera staðráðinn í að koma í veg fyrir að Írakar gætu beitt gjöreyðingarvopnum. Meira
30. janúar 1998 | Forsíða | 75 orð

Innheimtu rafveitna mótmælt

UM 150 atvinnulaus ungmenni réðust inn í höfuðstöðvar rafveitna franska ríkisins (EDF) í París í gær og kröfðust þess að efnalitlu fólki yrði sýnd meiri linkind við innheimtu rafmagnsreikninga. Óeirðalögreglan var kölluð á vettvang og liðsmenn hennar bera hér ungmennin út. Meira
30. janúar 1998 | Forsíða | 415 orð

Jones fær ekki að nýta sér mál Lewinsky

DÓMARI í Little Rock í Arkansas úrskurðaði í gærkvöldi að lögfræðingar Paulu Jones, sem hefur höfðað einkamál gegn Bill Clinton Bandaríkjaforseta, mættu ekki leggja fram gögn sem tengjast máli Monicu Lewinsky. Hann hafnaði hins vegar beiðni Kenneths Starrs, saksóknara í Whitewater- málinu, um að máli Paulu Jones yrði frestað vegna þess að það stefndi rannsókn hans á máli Lewinsky í hættu. Meira
30. janúar 1998 | Forsíða | 330 orð

Tony Blair boðar nýja rannsókn

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að fara ætti fram ný rannsókn á atburðum "blóðuga sunnudagsins" svonefnda fyrir 26 árum, þegar breskir hermenn myrtu 14 lýðveldissinna á Norður-Írlandi. Meira

Fréttir

30. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 262 orð

Afkoman er að batna

KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur lagt fyrirtækið AKVA USA í Bandaríkjunum niður og selt dreifingarréttinn á vatni undir vörumerkinu AKVA hf. til fyrirtækisins Vermont Pure. Vatnið frá AKVA gengur inn í stærri vörulínu hjá bandaríska fyrirtækinu en verður jafnframt eina innflutta vatnið á þess vegum. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 554 orð

Atvinnulífið myndi að mestu stöðvast

ARNGRÍMUR Blöndal, bæjarstjóri á Eskifirði, segir að áhrifin á bæjarfélagið ráðist að miklu leyti af því hve langt yfirvofandi sjómannaverkfall yrði. Sigurður Ingvarsson, formaður Verkamannafélagsins Árvakurs, segir að málið snúist um það að ósvinna og peningabrask sé innbyggt í kvótakerfið. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

ÁSBJÖRN DAGBJARTSSON

ÁSBJÖRN Dagbjartsson veiðistjóri lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sl. miðvikudag, aðeins 43 ára að aldri. Hann hafði gegnt starfi veiðistjóra í þrjú ár. Ásbjörn fæddist 15. maí 1954 og voru foreldrar hans Dagbjartur Sigurðsson, bóndi í Álftagerði í Mývatnssveit, og Kristjana Ásbjarnardóttir. Ásbjörn ólst upp í Álftagerði. Meira
30. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 820 orð

Átti að segjast hafa heimsótt ritara forsetans

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hvatti Monicu Lewinsky, fyrrverandi lærling í Hvíta húsinu, til að segjast hafa verið að heimsækja Betty Currie, ritara forsetans, er hún kom í Hvíta húsið á kvöldin að því er fullyrt er í The New York Times. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum úr Hvíta húsinu að Lewinsky hafi komið síðast þangað 28. desember sl. Meira
30. janúar 1998 | Landsbyggðin | 1123 orð

Áttræður í íþróttum á hverjum degi

"ÉG HEF svo gaman af að stunda íþróttir auk þess sem ég finn hvað þær halda líkamanum vel við. Fólk ætti að byrja daginn með leikfimi eða sundi, ef það mögulega getur, ekki síst þegar það eldist," segir Stefán Þorleifsson, fyrrverandi íþróttakennari og sjúkrahúsforstjóri í Neskaupstað, en hann stundar íþróttir af fullum krafti þótt orðinn sé 81 árs að aldri. Meira
30. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 768 orð

Bandamenn tregir til átaka

BANDARÍSK stjórnvöld eiga nú í erfiðleikum með að endurlífga það bandalag ríkja sem stóð sameiginlega að því að reka Íraka frá Kúveit fyrir sjö árum. Tilraunir Bandaríkjamanna til að fá bandamenn sína úr Persaflóastríðinu til að styðja nýjar hernaðarárásir á Írak hafa fram að þessu ekki borið mikinn árangur og þeim mun reynast það erfitt að mati stjórnmálaskýrenda. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 328 orð

Bankar og lífeyrissjóðir kaupa 60% hlut í Samlífi

SAMKOMULAG er í undirbúningi um kaup Búnaðarbanka Íslands, Íslandsbanka og fimm stærstu lífeyrissjóða landsins á samanlagt 60% hlut í Sameinaða líftryggingafélaginu, Samlíf, sem er í eigu Sjóvár-Almennra trygginga og Tryggingamiðstöðvarinnar. Rammasamkomulag um þetta liggur fyrir og er gert ráð fyrir að gengið verði formlega frá kaupunum í dag, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 227 orð

Búist við fyrstu tölum kl. 20

PRÓFKJÖR flokkanna sem mynda Reykjavíkurlistann um bindandi röðun í sjö efstu sæti listans vegna borgarstjórnarkosninganna í vor fer fram á morgun, laugardag, frá kl. 10­20. Prófkjörið er opið öllum Reykvíkingum og Kjalnesingum á kosningaaldri. Meira
30. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 457 orð

Clinton æfur vegna yfirlýsinga

ÓVENJU opinskáar yfirlýsingar Dicks Morris, fyrrverandi ráðgjafa Bills Clintons Bandaríkjaforseta, í útvarpi hafa vakið mikla reiði í Hvíta húsinu en þar ýjaði Morris að því að forsetafrúin væri ekki endilega gefin fyrir "reglulegt kynlíf með karlmönnum" og gaf til kynna að skiljanlegt væri að forsetinn leitaði á önnur mið í kynferðismálum. Meira
30. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 210 orð

DDB vill ráða uppgjörsaðferð

TALSMAÐUR Den Danske Bank sagði í fyrradag, að bankinn ætlaði ekki að taka þátt í þeim pólitíska hráskinnsleik, sem nú ætti sér stað um Færeyjabankamálið. Þá vísaði hann því á bug, að því er Jyllands- Posten segir, að bankinn gerði málið upp með öðrum hætti en hann hefur sjálfur lagt til. Meira
30. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 344 orð

De Klerk í ástarsambandi F.W. DE KLERK, fyrrverandi

F.W. DE KLERK, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, ýtti Bill Clinton Bandaríkjaforseta út af forsíðum s-afrískra dagablaða í gær þegar hann viðurkenndi, að hann væri í tygjum við erlenda konu. Nokkur s-afrísku dagblaðanna sögðu, að konan væri Elita Giorgiades, eiginkona fjölskylduvinar þeirra de Klerk-hjóna en þau hafa oft verið saman í leyfi í London eða á grísku eyjunum. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 331 orð

ÐÚrskurðarnefnd hefur afgreitt frá sér 36 mál

ÚRSKURÐARNEFND um upplýsingamál hefur kveðið upp 36 formlega úrskurði á því rúmlega einu ári sem hún hefur starfað, en nefndin starfar samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga og fjallar um synjun stjórnvalds um upplýsingar byggða á lögunum. Að auki hefur nefndin fjallað um tuttugu mál til viðbótar án þess að fella úrskurð og tvö mál bíða nú afgreiðslu hjá nefndinni. Meira
30. janúar 1998 | Landsbyggðin | 254 orð

Ekkert ákveðið með félagshyggjulista

EKKI hefur verið ákveðið hvort boðinn verður fram sameiginlegur listi félagshyggjufólks í nýja sveitarfélaginu sem til verður með sameiningu Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar í vor. Flokkarnir eru farnir að huga að framboðsmálum og ekki er búist við að efnt verði til prófkjörs. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Eldur í bíl í Bolungarvík

VÉLARRÚM bíls varð skyndilega alelda í Bolungarvík klukkan 13:15 í gær og er það talið ónýtt. Ekki er vitað gjörla um aðrar brunaskemmdir á bílnum. Bíllinn, sem er af gerðinni Lada Sport, var í gangi utan við hús í bænum meðan eigandinn skaust inn með barn. Þegar hann sneri út á ný eftir fáeinar mínútur stóð vélarrúmið í ljósum logum. Meira
30. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 164 orð

Engin hætta á klofningi vegna EMU

WILLIAM Hague, leiðtogi brezka Íhaldsflokksins, segir að engin hætta sé á að flokkurinn klofni vegna ágreinings um aðild Bretlands að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Að undanförnu hafa ýmsir þungavigtarmenn í flokknum gagnrýnt EMU-stefnu Hagues harðlega, en hann hefur útilokað EMU-aðild næsta áratuginn. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 1067 orð

Engin rök fyrir nauðungarsölu skuldabréfa

RÍKISENDURSKOÐUN telur eftir athugun sína á málsmeðferð vegna tveggja skuldabréfa á hendur Þórði Þ. Þórðarsyni á Akranesi, sem fjárnám var gert í vegna opinberra gjalda, að sýslumaðurinn á Akranesi hafi ekki haft lagaheimildir til endurupptöku fjárnáms og að fjármálaráðuneytið hafi átt að synja sýslumanni um hana. Dómsmálaráðuneytið telur ógilt samkomulag sýslumanns við ÞÞÞ um greiðslufrest Meira
30. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 432 orð

Erfiðleikar Clintons hafa lamandi áhrif

LITLAR líkur eru á því að mati stjórnmálaskýrenda, að friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna fari aftur af stað svo lengi sem Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, er upptekinn vegna kynlífshneykslis og af deilunni við Íraksstjórn. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

Fasteignalán til eldri borgara

VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ Handsal býður nú sérstök fasteignalán til eldri borgara og er þessi kostur einkum ætlaður þeim sem eiga skuldlitlar fasteignir. Lánin bera fasta vexti á bilinu 6,25%- 7,75% og eru til allt að 25 ára. Hægt er að borga einungis vexti af viðkomandi lánum en fresta uppgreiðslu höfuðstóls þar til í lok lánstímans. Meira
30. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Ferðafélagið fær styrk

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að veita Ferðafélagi Akureyrar styrk, samtals 2,5 milljónir króna, en upphæðin greiðist með tveimur jöfnum greiðslum á þessu ári og því næsta. Forsvarsmenn Ferðafélags Akureyrar höfðu leitað eftir fjárstyrk frá Akureyrarbæ til kaupa og endurbóta á húsnæði fyrir skrifstofu og aðra aðstöðu félagsins á Strandgötu 23. Meira
30. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 75 orð

Flóð í Ástralíu

INNKAUPAMIÐSTÖÐ í bænum Katherine í Ástralíu, um 200 km suður af hafnarborginni Darwin, sést hér á kafi vegna flóða sem ganga nú yfir héraðið. Neyðarástandi var lýst yfir og flestir hinna 9.000 íbúa staðarins urðu að yfirgefa hús sín. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Fyrirlestur um sjálfsvíg og gildi lífs

JÓHANN Björnsson MA heldur fyrirlestur mánudaginn 2. febrúar sem nefnist Sjálfsvíg og gildi lífs. Fyrirlesturinn verður haldinn í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Fyrirlestur um slysavarnir

ENN eru fimm fyrirlestrar eftir í röðinni Undur líkamans ­ furður fræðanna. Fyrirlestrarnir eru á laugardögum í sal 3 í Háskólabíói og hefjast kl. 14. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru til söfnunarátaks í þágu þjálfunarstofu fyrir læknanema. Næsti fyrirlestur verður laugardaginn 31. janúar. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 291 orð

Gott að athygli vaknar á íþróttinni

SKÁTABÚÐIN bókstaflega fylltist af ungum skíðaáhugamönnum síðdegis í gær þegar skíðakappinn frækni, Kristinn Björnsson, gaf sér tíma til að hitta aðdáendur og árita boli og myndir. Eftirvæntingin meðal viðstaddra leyndi sér ekki og það var jafnvel eins og sumir yrðu svolítið feimnir þegar kappinn fór að spjalla við þá. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 227 orð

GUÐJÓN GUÐNASON

GUÐJÓN Guðnason yfirlæknir andaðist að kvöldi miðvikudagsins 28. janúar, 74 ára að aldri. Guðjón fæddist í Reykjavík 23. júní 1923. Foreldrar hans voru Guðni Eyjólfsson verkstjóri og Sigrún Sigurðardóttir húsmóðir. Guðjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1944. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 697 orð

"Gætum þurft að selja veiðiheimildir"

LANGT sjómannaverkfall gæti kostað stóru fiskvinnslufyrirtækin tvö í Vestmannaeyjum hátt í tveggja milljarða króna tekjutap. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að margfeldisáhrif langs verkfalls þýddu að tekjuáætlanir bæjarins hryndu til grunna. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 237 orð

Gætu þurft að selja skip og aflaheimildir

SIGHVATUR Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, segir að ef sjómannaverkfall, sem hefjast á 2. febrúar nk., standi yfir í einn mánuð geti það kostað fyrirtækið um 1.100 milljóna króna tekjutap. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 1595 orð

Hvattir til að leysa deiluna Alþingismönnum varð tíðrætt um alvarlegar afleiðingar hugsanlegs verkfalls sjómanna í

MÁLSHEFJANDI, Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, minnti í upphafi utandagskrárumræðunnar í gær á alvarleika kjaradeilu útvegsmanna og sjómanna. Mikið væri í húfi því framundan væru verðmætustu mánuðir fiskveiðiársins. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 329 orð

Íslenskar konur í 10. sæti

ÍSLENSKAR konur hafa dregist aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar meðalævilengd og voru í 10. sæti af 29 OECD-þjóðum árið 1994- 1995 með 80,6 ár. Árið 1985 voru íslenskar konur í 2. sæti á eftir japönskum og á fyrrgreindu tíu ára tímabili hefur meðalævi kvenna á Íslandi aðeins lengst um 0,4 ár, næstminnst af öllum þjóðum OECD. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 325 orð

Kristín fær 1,1 milljón

BLAÐANEFND fulltrúa þingflokkanna, sem skipta átti þeim 130 m.kr. sem varið er til útgáfustyrkja til þingflokka, hefur komist að einróma niðurstöðu sem felur í sér að Kristín Ástgeirsdóttir, fær 1.100 þúsund krónur í útgáfustyrk en ekki 1.880 þúsund krónur eins og upphafleg tillaga gerði ráð fyrir. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Leiðrétting á símreikningum

"MARGIR viðskiptavinir Landssímans fá leiðréttingu á símreikningum sínum vegna þess að reikningar sem þeir fengu senda voru aðeins of háir. Um 1.750 símnotendur voru rukkaðir um greiðslu enduropnunargjalds, sem er 212 krónur og er tekið þegar símanúmerum hefur verið lokað vegna vanskila og þau síðan opnuð aftur. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 251 orð

LEIÐRÉTT Torfnes á Ísafirði ÞAU m

ÞAU mistök urðu hér á Morgunblaðinu, við frágang fréttar frá Ísafirði um vígslu nýs leikskóla sem birtist í blaðinu í gær, að Torfnes á Ísafirði var sagt heita Torfunes. Leiðréttist það hér með. Þess skal jafnframt getið, að nafninu var breytt hér á Morgunblaðinu, en var rétt í fréttinni, sem Sigurjón J. Sigurðsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Ísafirði, sendi frá Ísafirði til Reykjavíkur. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Lína langsokkur í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14:00. Sunnudaginn 1. febrúar verða tvær myndir um Línu langsokk sýndar. "Pippi flyttar in i villa villekulla" og "Pippi är sakletare och går på kalas". Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 516 orð

Lækni dæmdar 8,5 m.kr. fyrir tekjuskerðingu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Árna Ingólfssyni skurðlækni, sem ásamt 20 öðrum læknum rak einkarekna skurðstofu, 8,5 milljónir króna í bætur fyrir tekjuskerðingu sem hann varð fyrir vegna framkvæmdar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins á reglugerð um ferliverk og reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

Mikill áhugi á skíðaferðum til Akureyrar

TALSVERT hefur verið um bókanir í skíðaferðir til Akureyrar sem Íslandsflug og Flugfélag Íslands bjóða nú upp á í samvinnu við hótel á Akureyri, enda ágætt skíðafæri þar þessa dagana. Byrjað var að bjóða upp á ferðirnar fyrir um viku og kostar flugið og gisting í eina nótt ásamt morgunverði tæplega 10 þúsund krónur fyrir manninn. Meira
30. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 226 orð

Mikilvæg byggðaþróun við Eyjafjörð

BÆJARRÁÐ Akureyrar tekur undir ályktun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Siglufjarðar fyrr í þessum mánuði þar sem áréttuð er sú skoðun bæjaryfirvalda á Siglufirði að jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar séu eini raunhæfi kosturinn af þeim sem nefndir hafa verið varðandi framtíðarvegtengingu milli Siglufjarðar og Eyjafjarðarsvæðisins. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 683 orð

Mjög alvarleg áhrif á bæjarfélagið

GUÐMUNDUR Bjarnason bæjarstjóri á Neskaupstað segir að sjómannaverkfall muni hafa mjög alvarleg áhrif á fjárhag sveitarfélagsins. Standi verkfallið yfir meðan loðnugöngur fara hjá missi bæjarsjóður og hafnarsjóður af miklum tekjum sem ekki verði unnar upp síðar. Allt atvinnulíf muni lamast í bænum. Hann segir að Síldarvinnslan hf. greiði um helming alls útsvars í bænum. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 213 orð

Mótmæla fækkun aðgerða á hjartadeildum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Landssamtökum hjartasjúklinga: "Stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga skorar á forsætis- og heilbrigðisráðherra að standa þéttan vörð um heilbrigðis- og velferðarmál þjóðarinnar. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Nafn sett á lista í leyfisleysi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Kolbrúnu Bergþórsdóttur: "Í Morgunblaðinu í gær birtist tilkynning undirrituð af stuðningsmönnum Guðrúnar Jónsdóttur þar sem kjósendur eru hvattir til að tryggja henni öruggt sæti í borgarstjórn. Ég kannast við að hringt hafi verið í mig og ég beðin um að setja nafn mitt á lista stuðningsmanna Guðrúnar. Ég gaf afsvar. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Nuddstofa á Vesturgötu

OPNUÐ hefur verið nuddstofan Umhyggja á Vesturgötu 52. Stofan er opin alla virka daga og boðið upp á margar tegundir af meðhöndlunarformum/nuddi. Einnig er Heilunar- og Kristalskóli Íslands þar til húsa. Eigendur stofunnar eru Anne May Sæmundsdóttir, Ástríður Svava Magnúsdóttir, Bára Hreiðarsdóttir og Sigurósk Hulda Svanhólm. Meira
30. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 128 orð

Nýr staðall í farsímum

HELSTU fyrirtæki í framleiðslu símtækja hafa náð samkomulagi um staðalinn fyrir farsíma á næstu öld. Um leið var komið í veg fyrir stríð, sem hefði getað grafið undan forystu Evrópuríkjanna á þessu sviði. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 267 orð

Ógreitt meðlag fellt niður

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Innheimtustofnun sveitarfélaga til að fella niður 224 þúsund króna gjaldfallna en ógreidda meðlagsskuld hjá manni sem hafði í um sjö ár greitt með barni sem síðar sannaðist að hann átti ekki. Hins vegar hafnaði Hæstiréttur kröfu mannsins um að móðir barnsins endurgreiddi honum þær 305 þúsund krónur, sem hann hafði áður greitt með barninu. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

"Óhapp fyrir misskilning"

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi afsökunarbeiðni frá Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt: "Það óhapp varð að fyrir misskilning birtist nafn Kolbrúnar Bergþórsdóttur bókmenntafræðings í auglýsingu vegna framboðs míns í prófkjöri Reykjavíkurlistans, ásamt nöfnum um þrjátíu stuðningsmanna minna. Ég hef beðið Kolbrúnu afsökunar á þessum mistökum og bið aðra hlutaðeigandi velvirðingar. Meira
30. janúar 1998 | Miðopna | 922 orð

Óttinn ræður ríkjum á N-Írlandi á ný ÓTTINN ræður aftur ríkjum á Norður-Írlandi eftir langt tímabil þar sem fólk þorði loks að

EFTIR að alræmdur fangi úr röðum mótmælenda var myrtur af kaþólskum föngum í Maze- fangelsinu um jólin hafa átta kaþólikkar og einn mótmælandi verið myrtir af skæruliðum á Norður- Írlandi. Flest morðin hafa verið framin í Belfast. Meira
30. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Raunveruleg íslensk gleði

SÝNING á verkum Birgis Andréssonar verður opnuð í Ljósmyndakompunni, sem er lítið sýningarrými á annarri hæð við Kaupvangsstræti 24, í Grófargili á Akureyri á morgun, laugardaginn 31. janúar kl. 14. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir rekur Ljósmyndakompuna, en markmið með rekstri kompunnar er að gefa fólki tækifæri til að skyggnast inn í heim listrænnar ljósmyndunar. Meira
30. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 729 orð

Repúblikanar ráðast gegn tillögum Clintons

LEIÐTOGAR repúblikana á Bandaríkjaþingi hafa hrundið af stað baráttu gegn umbótatillögum Bills Clintons forseta á almannatrygginga- og menntakerfinu á þeirri forsendu að þær hafi í för með sér aukin útgjöld og þar með meiri ríkisumsvif. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 460 orð

Sendi stjórnsýslukæru til menntamálaráðherra

MARTIN Grabowski, sem sótti um stöðu prófessors í taugalæknisfræði við Háskóla Íslands, hefur sent stjórnsýslukæru til menntamálaráðherra vegna ákvörðunar deildarfundar læknadeildar hinn 17. desember 1997 um að mæla með Elíasi Ólafssyni í stöðuna. Fimm læknar sóttu um prófessorsstöðuna og voru þrír metnir hæfir af matsnefnd og tveir óhæfir, dr. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 758 orð

Sextíuþúsund manns slasast á hverju ári

FYRIRLESTUR um slys og forvarnir og hvað er til ráða verður fluttur í Háskólabíói á laugardag klukkan 14 á vegum Hollvinasamtaka Háskólans. Fyrirlesturinn er öllum opinn og segir Brynjólfur Mogensen læknir að fjallað verði um slys almennt og þróun slysa á Íslandi undanfarin ár. Meira
30. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 29 orð

Skákþing yngri flokka

Skákþing yngri flokka SKÁKÞING Akureyrar í yngri flokkum verður í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 á Akureyri á morgun, laugardaginn 31. janúar, og hefst það kl. 13.30. Allir eru velkomnir. Meira
30. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 148 orð

SNURÐA HLEYPUR Á ÞRÁÐINN HJÁ KENNETH STARR

BILL Clinton fékk mjög góðar móttökur á ferð sinni um Wisconsins og Illinois á miðvikudag og var fagnað af tugþúsundum manna er hann flutti ræður um pólitísk stefnumál sín. Tillögurnar sem forsetinn kynnti í stefnuræðu sinni á þriðjudag voru hins vegar gagnrýndar af repúblikönum. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Tólf lífeyrissjóðir of fámennir

TÓLF almennir lífeyrissjóðir með sameignarfyrirkomulagi og án ábyrgðar launagreiðenda uppfylla ekki skilyrði sem sett eru í nýjum lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða varðandi lágmarksfjölda sjóðfélaga. Er þá miðað við tölur yfir fjölda sjóðfélaga í febrúar á síðasta ári. Í nýju lögunum, sem taka gildi hinn 1. júlí nk. Meira
30. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Tónlistarmaraþon

NOKKRIR nemendur úr 8. til 10. bekk í Tónlistarskólanum á Akureyri og Gagnfræðaskólanum á Akureyri efna til tónlistarmaraþons á sal Gagnfræðaskólans en það hefst kl. 9 á föstudagsmorgun og stendur til kl. 21 á laugardagskvöld, 31. janúar eða í 36 klukkustundir alls. Meira
30. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 154 orð

Tréklossarnir standast kröfur ESB

BÆNDUR og verkamenn í Hollandi geta áhyggjulausir haldið áfram að ganga í þjóðartákninu, hollenzkum tréklossum, við vinnu sína. Klossarnir hafa gengizt undir nákvæm próf og niðurstaðan er sú að þeir uppfylla allar kröfur Evrópusambandsins til öryggis fótabúnaðar. Tréklossarnir eru vinsælir í Hollandi hjá bændum, vegagerðarmönnum, múrurum og verkafólki í þungaiðnaði. Meira
30. janúar 1998 | Landsbyggðin | 57 orð

Tréskurður í Hólminum

Stykkishólmi-Jóhannes Ásbjarnarson stendur fyrir tréskurðarnámskeiði í Stykkishólmiþessa dagana. Á myndinni leiðbeinir hann Agli Hjaltalín um réttu handbrögðin. Námskeiðið hefur staðið yfir í tvær vikur og þátttakendur eru átta. Jóhannes er fæddur og uppalinn á Kárstöðum í Helgafellssveit. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Úrslit í atskák

ÚRSLITAKEPPNI í Íslandsmótinu í atskák 1998 fer fram dagana 30. janúar til 1. febrúar nk. Mótið er með útsláttarfyrirkomulagi og setjast 16 keppendur að tafli föstudaginn 30. janúar kl. 20. 2. umferð (8 keppendur) verður kl. 13 á laugardag 31. janúar og 3. umferð (4 keppendur) kl. 16 sama dag. Teflt verður í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Keppnin um 1. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 264 orð

"Vasapeningar ­ falinn réttur?"

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sæmundi Stefánssyni, deildarstjóra fræðslu- og útgáfudeildar Tryggingastofnunar: "Vegna frétta í kjölfar umræðna á Alþingi sl. miðvikudag um rétt til vasapeningagreiðslna er ástæða til að taka eftirfarandi fram: Í tveimur upplýsingabæklingum Tryggingastofnunar, um örorkubætur annars vegar og um ellilífeyri hins vegar, Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 556 orð

Verkfall hefði skelfilegar afleiðingar

LANGTÍMAÁHRIF sjómannaverkfalls á Hornafjarðarbæ yrðu skelfileg að mati bæjarstjóra Hafnar í Hornafirði. Framkvæmdastjóri Borgeyjar hf. segir að deiluaðilar verði að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli gagnvart landverkafólki og mörkuðum loðnuafurða erlendis. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Viðeyjarferð Halaleikhópsins

Í TILEFNI af fimm ára afmæli Halaleikhópsins hefur verið ákveðið að fara með Slysavarnadeildinni Ingólfi í Reykjavík og taka þátt í björgunaræfingu með þeim. Meðal annars verður farið á fluglínuæfingu. Meira
30. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 239 orð

Ys og þys um allt hús

VIÐAMIKLAR endurbætur hafa staðið yfir innandyra í Samkomuhúsinu á Akureyri síðustu mánuði því frumsýning á Söngvaseiði, The Sound of Music, verður hjá Leikfélagi Akureyrar 6. mars næstkomandi. Eitt ár er um þessar mundir frá því félagið frumsýndi síðasta leikrit í Samkomuhúsinu. Meira
30. janúar 1998 | Miðopna | 1942 orð

"Það getur allt gerst ­ það getur allt breyst" Mikil óvissa einkennir opið prófkjör Reykjavíkurlistans sem fram fer á morgun.

Mikil óvissa einkennir opið prófkjör Reykjavíkurlistans sem fram fer á morgun. Prófkjörsaðferðin er sérstæð og gætu úrslitin orðið óvænt. Slagurinn stendur á milli fjögurra flokka og 28 frambjóðenda, sem etja kappi um sjö efstu sæti listans. Mikil smölun á sér stað og spá margir því að einhverjum af núverandi borgarfulltrúum verði velt úr sessi. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 347 orð

Þjónusta við atvinnulausa Hafnfirðinga versnar

SIGURÐUR T. Sigurðsson, formaður verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði, segir þjónustu við atvinnulaust fólk í Hafnarfirði hafa versnað eftir að breyting var gerð á umsýslan með atvinnuleysisbætur um síðustu áramót. Meira
30. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 21 orð

Þorrablót Vatnsendabúa

Þorrablót Vatnsendabúa ÞORRABLÓT Vatnsendabúa verður haldið í Félagsheimili Fáks laugardaginn 31. janúar. Vatnsendabúar, brottfluttir og aðfluttir, eru hvattir til að mæta. Meira

Ritstjórnargreinar

30. janúar 1998 | Leiðarar | 606 orð

leiðariSTEFNURÆÐA CLINTONS taða Bandaríkjanna hefur sjaldan

leiðariSTEFNURÆÐA CLINTONS taða Bandaríkjanna hefur sjaldan verið jafnsterk. Það á ekki síst við um efnahagslegan styrkleika Bandaríkjamanna. Í stefnuræðu sinni til Bandaríkjaþings í fyrradag lýsti Clinton Bandaríkjaforseti því yfir, að afgangur fjárlaga næstu fimm árin myndi nema samtals 200 milljörðum Bandaríkjadollara. Meira
30. janúar 1998 | Staksteinar | 313 orð

»Óheppileg tímasetning ÚR leiðara Viðskiptablaðsins: "Verkföll eru neyðaraðg

ÚR leiðara Viðskiptablaðsins: "Verkföll eru neyðaraðgerð... Tímasetning yfirvofandi sjómannaverkfalls verður þó að teljast einstaklega óheppileg þar sem loðnuvertíð fer í hönd og eins og allir vita stendur loðnuvertíð yfir í skamman tíma og verðmætustu afurðirnar verða til á enn styttri tíma." Breytt atvinnuumhverfi Meira

Menning

30. janúar 1998 | Tónlist | 672 orð

Á afmæli Mozarts

Laufey Sigurðardóttir, Junah Chung, Paul R. Kellett, Guðrún Birgisdóttir og Peter Máté fluttu tónverk eftir Mozart. Þriðjudagurinn 27. janúar, 1998. FYRSTU tónleikarnir í tónleikaröð Gerðubergs á þessu ári voru haldnir undir yfirheitinu "Á afmæli Mozarts". Meira
30. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 241 orð

Ánægð með aukakílóin

KATE Winslet, sem leikur kvenhetjuna í stórmyndinni "Titanic", sagði í bresku sjónvarpsviðtali nú í vikunni að hún hefði engar áhyggjur af aukakílóunum og sagðist ennfremur vera stolt af þrýstnum líkama sínu. "Lífið er svo stutt og því ber að lifa," sagði hin 22 ára gamla leikkona. "Ég er ánægð með sjálfa mig eins og ég er. Ég er ekki eins og bandarískar kvikmyndastjörnur. Meira
30. janúar 1998 | Menningarlíf | 931 orð

Árni Bergmann og fyrsti kristniboði Íslendinga

Árni Bergmann og fyrsti kristniboði Íslendinga ÁRNI Bergmann (f. 1935) er magister í rússneskum málvísindum og bókmenntum frá Moskvuháskóla (1962). Hann var blaðamaður (1962-78) og ritstjóri (1978-92) Þjóðviljans og jafnframt um þriggja áratuga skeið helsti bókmenntagagnrýnandi blaðsins. Meira
30. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 503 orð

Barist fyrir lífinu í gettóinu

Í MYNDINNI Eyjan í Þrastarstræti, sem kallast á ensku The Island on Bird Street, er aðalsöguhetjan ellefu ára gamall Gyðingur, Alex (Jordan Kiziuk), sem sleppur naumlega undan SS-sveitum nasista sem vinna markvisst að því að flytja alla íbúa í gettói Gyðinga í Varsjá í útrýmingarbúðir. Meira
30. janúar 1998 | Menningarlíf | 55 orð

Birgir Snæbjörn í 20mog Barmi

BIRGIR Snæbjörn Birgisson opnar sýningu laugardaginn 31. janúar kl. 16 í Galleríi 20m og nefnist hún Fjórir skjáir. Birgir Snæbjörn sýnir einnig í Galleríi Barmi í febrúar. Berandi Barmsins að þessu sinni er Helgi Hjaltalín Eyjólfsson myndlistarmaður. Gallerí 20m er opið kl. 15­18 miðvikudaga til sunnudaga. Sýningin stendur til 15. febrúar. Meira
30. janúar 1998 | Menningarlíf | 131 orð

Einar Áskell fer á kreik

MÖGULEIKHÚSIÐ frumsýnir 1. febrúar nk. barnaleikritið Góðan dag, Einar Áskell! Ferðast verður með leiksýninguna í leikskóla og grunnskóla á stórhöfuðborgarsvæðinu fyrst í stað en síðar um allt land. Þegar hafa um 30 sýningar verið bókaðar. Meira
30. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 103 orð

Einkennisbúningurinn úr flaueli

Haust- og vetrartíska karlmanna var kynnt í París á dögunum. Um var að ræða hversdagsföt þar sem fjöldi hönnuða boðaði nýjustu línurnar. Eins og áður er tískan fjölbreytt en nokkuð bar á því að jakkafötin, einkennisklæðnaður karlmanna, væru að þessu sinni úr flaueli. Á myndunum má sjá nokkur sýnishorn af því sem herrarnir munu klæðast þegar líða fer á árið. Meira
30. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 1105 orð

FLAGARAR Á FORSETASTÓLI

ÁÐUR fyrr drógu kvikmyndir sem framleiddar voru í Hollywood upp mynd af forsetum Bandaríkjanna sem hughraustum og skeleggum leiðtogum, ­ en það er liðin tíð. Watergate, hneykslismál tengd leyniþjónustunni, CIA, og kvennamál Johns F. Meira
30. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 798 orð

Frumsýning heima en hugurinn í Boston Skemmtidagskráin Rokkstjörnur Íslands verður frumsýnd á Hótel Íslandi í kvöld. Þar verða

"ÞAÐ ERU rúm 25 ár síðan ég steig á svið síðast," segir Óðinn Valdimarsson og hlær. "Nei, nú er ég að plata þig," bætir hann við ­ alvarlegur í bragði. "Ég hélt tvenna styrktartónleika fyrir Marín dótturdóttur mína í hittifyrra. Hún er með hjartagalla og er stödd úti í Boston í sinni fimmtu ferð ­ barnið er þó bara þriggja ára. Þar er barist um líf og dauða. Meira
30. janúar 1998 | Menningarlíf | 173 orð

Frumsýning hjá Snúði og Snældu

MAÐUR í mislitum sokkum er nýtt íslenskt leikrit sem Leikfélag eldri borgara, Snúður og Snælda, frumsýnir sunnudaginn 1. febrúar. Leikritið er eftir Arnmund Bachman og er þetta hans fyrsta leikrit, en áður hafa komið út eftir hann tvær bækur. Meira
30. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 100 orð

Galakvöld Barnahjálpar SÞ

BARNAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna fagnaði 50 ára afmæli sínu með galakvöldi á Sheraton hótelinu í New York nú á dögunum. Forsetafrú Bandaríkjanna, Hillary Rodham Clinton, afhenti heiðursviðurkenningar auk þess sem boðið var upp á skemmtiatriði þar sem leikarar úr vinsælum Broadway-leikritum stigu á svið. Meira
30. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 123 orð

James Brown handtekinn

JAMES Brown var handtekinn í vikunni í kjölfar þess að þegar hann var lagður inn á sjúkrahús nýlega fannst marijúana í húsi hans og merki þess að skotið hefði verið af riffli. "Lögreglumennirnir sáu vopnið og tóm skothylki sem benti til þess að skotið hefði verið af rifflinum. Þeir fundu einnig lítið eitt af marijúana," sagði talsmaður lögreglunnar. Meira
30. janúar 1998 | Menningarlíf | 126 orð

Japönsk og íslenzk list í Ásmundarsal

TVÆR sýningar verða opnaðar í Listasafni alþýðu, Ásmundarsal við Freyjugötu, á morgun, laugardaginn 31. janúar kl. 15. Japanska listakonan Rieko Yamazaki sýnir verk sín í aðalsal safnsins og í Gryfju er sýning Ingu Rósu Loftsdóttur sem hún nefnir Ferð vitra mannsins. Meira
30. janúar 1998 | Menningarlíf | 1910 orð

Kjörsifjar

ÞEGAR hugtakið kjörsifjar hefur borið á góma undanfarið hef ég tekið eftir að menn verða hugsi, líkt og þeir átti sig ekki fullkomlega á hvað átt er við. Þó er næsta auðvelt að útlista hugtakið, því hér er vitaskuld um andstæðu blóðsifja að ræða. Meira
30. janúar 1998 | Menningarlíf | 755 orð

Matthías Johannessen og Vötn þín og vængur

VÖTN þín og vængur (1996) eftir Matthías Johannessen (f. 1930) er að margra dómi ein veigamesta ljóðabók skáldsins til þessa og sú bók sem einna best sýnir breiddina í skáldskap hans, listræn tök og yrkisefni. Meira
30. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 39 orð

Meti fagnað

RUÐNINGSKAPPINN Terrell Davis sem leikur með meisturunum Denver Broncos í bandarísku ruðningsdeildinni skemmti sér vel þegar hann heimsótti Disneyland á dögunum. Davis setti "Super Bowl" met fyrir nokkru með því að skora þrjú snertimörk í einum leik. Meira
30. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 119 orð

Mynd um Nick Leeson

LEIKARINN Ewan McGregor, annar frá hægri á myndinni, sem leikur bankamanninn Nick Leeson og Anna Friel, til vinstri, sem leikur eiginkonu Leesons voru sminkuð á milli atriða við tökur myndarinnar "Rogue Trader" sem hófust fyrir nokkru. Myndin fjallar um hinn alræmda bankamann Leeson sem bar ábyrgð á því að Barings bankinn í Singapore varð gjaldþrota árið 1995. Meira
30. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 145 orð

Safnað fyrir útvarpsstöð

ÁRLEGT maraþon Tónabæjar til styrktar útvarpi Tónabæjar var haldið um síðustu helgi. Í sólarhring kepptist unga fólkið við að byggja úr Lego-kubbum, hoppa í snú snú og sauma bútateppi af mikilli snilld. Hver þátttakandi safnaði áheitum frá einstaklingum og fyrirtækjum til að greiða kostnaðinn við útvarpsstöðina sem verður starfrækt frá 1. til 6. febrúar. Meira
30. janúar 1998 | Menningarlíf | 116 orð

Sólrún Bragadóttir syngur á Höfn

SÓLRÚN Bragadóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson koma fram á tónleikum í kirkjunni á Höfn í Hornafirði sunnudaginn 1. febrúar kl. 17, sem menningarmálanefnd bæjarins stendur fyrir. Sólrún Bragadóttir fór með eitt aðalhlutverkið í Cosi fan Tutte eftir Mozart sem flutt var í Íslensku óperunni í haust. Meira
30. janúar 1998 | Menningarlíf | 71 orð

Sýningin "Memento" á alnetinu

KRISTRÚN Gunnarsdóttir opnar sýningu á vefverki á slóðinni http://this.is/cornucopia laugardaginn 1. febrúar kl. 22.22. Sýningin ber yfirskriftina "Memento" ­ til að minna á persónu eða atburði; áminning um dauðann; tákn, gripur eða annað er minnir á óumflýjanleika dauðans. Á vefsíðunni eru einnig upplýsingar um Kristrúnu ásamt sýnishornum af verkum hennar frá sl. árum, þ.m.t. Meira
30. janúar 1998 | Menningarlíf | 119 orð

Sýning um sögu myndasögunnar

NÚ STENDUR yfir myndasögusýning í húsakynnum Alliance française, Austurstræti 3. Sýningin samanstendur af nokkrum tugum veggspjalda þar sem saga myndasögunnar er rakin í máli og myndum og reynt að gera grein fyrir fjölbreytni þessa tjáningarforms og ólíkum stílbrögðum. Helstu höfundum og sögupersónum eru gerð skil og leitað fanga sem víðast um heiminn. Meira
30. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 109 orð

U2 dreifir smokkum

ÍRSKA hljómsveitin U2 er orðin boðberi öruggs kynlífs ef marka má nýjasta uppátæki sveitarinnar. Þeir félagar hafa nefnilega ákveðið að dreifa 150 þúsund smokkum á tónleikum sem haldnir verða í Brasilíu nú í vikunni. Viðleitni piltanna felst í því að sporna gegn frekari útbreiðslu alnæmis en alls er um þrenna tónleika að ræða. Meira
30. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 585 orð

(fyrirsögn vantar)

Stöð2 20.55 Helgarmyndasúpan hefst með langt að kominni gamanmynd, hinni suður-afrísku Svarthvít samheldni (Yankee Zulu, '94), sem ekkert bitastætt finnst um. Vonandi betri en þær "gamanmyndir" sem hvíta herraþjóðin gerði um samskipti kynþáttanna á tímum aðskilnaðarstefnunnar og gengu hér gjarnan við fullu húsi. Leikstjóri er Grey Hofmeyr. Meira

Umræðan

30. janúar 1998 | Aðsent efni | 356 orð

Af hverju Sólveigu Jónasdóttur?

ÉG VAR eitt sinn spurður að því hvort ég væri femínisti. Það var skömmu eftir að Páll Pétursson var tekinn á beinið fyrir að svara því neitandi og mér því vandi á höndum ef ég vildi ekki verða mér til skammar eða kalla yfir mig karlrembustimpilinn. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 282 orð

Auglýsingar Rafmagnsveitu og FÍB

Lækkun raforkuverðs til Reykvíkinga, sem nemur 120 milljónum króna á ári, og athugun á gagnaflutningi með raflínum í samkeppni við Landssímann hf. virðist fara í taugarnar á Jónu Gróu Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ef marka má skrif hennar í Morgunblaðið sl. miðvikudag. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 400 orð

Aukum atvinnu ­ forðumst gildrur

ATVINNULEYSI er svartur blettur á hagkerfum margra þjóða. Atvinna fyrir þann sem vill vinna er ein af forsendum þess að hann geti lifað sem fullgildur þjóðfélagsþegn. Þess vegna er það eitt af markmiðum velferðarflokka að stuðla að góðri atvinnu. En það er ekki sama hvernig það er gert. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 442 orð

Áfram Guðrún!

Á LAUGARDAG geta Reykvíkingar valið frambjóðendur Reykjavíkurlistans fyrir kosningarnar 23. maí nk. Það sem einkennt hefur störf Reykjavíkurlistans er vinnugleði og fádæma góð samstaða borgarfulltrúanna. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 89 orð

Áskorun til kjósenda Mannkostir Helga og lífsreynla, segirHalldór S. Rafnar, munu reynast honum vel. MIG langar að skora á

MIG langar að skora á Reykvíkinga, jafnt unga sem aldna, jafnt fatlaða sem ófatlaða, að tryggja Helga Hjörvar öruggt sæti í væntanlegu prófkjöri. Mannkostir Helga og mikil lífsreynsla munu reynast honum og okkur vel í því starfi. Þá minni ég á að seta Odds Ólafsson og Magnúsar Kjartanssonar á Alþingi hafði þar mikil og góð áhrif á afgreiðslu allra mála, einkum og sér í lagi mannréttindamála. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 427 orð

Blómin í borginni

ÞAÐ þarf oft ekki mikið til að gera borgina okkar betri og fallegri. Flest tökum við eftir því sem betur mætti fara í okkar nánasta umhverfi en einnig því sem við erum ánægð með. Umhverfismál borgarinnar eru margvísleg og spanna í raun allt frá náttúruvernd til stígagerðar. Fegrun borgarinnar er þar einn hluti og kannski sá sem flestir taka eftir og hafa skoðun á. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 385 orð

Brautryðjandann Hrannar Björn í borgarstjórn

MEÐ myndun Reykjavíkurlistans fyrir fjórum árum urðu ákveðin þáttaskil í skipulagsmálum jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Reykjavíkurlistinn sýndi hvaða árangri er hægt að ná þegar fólk sem aðhyllist sömu hugsjón og stefnu leggur saman krafta sína í einni fylkingu. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 368 orð

Framtíð Reykjavíkurlistans

Á KJÖRTÍMABILINU sem er að líða hafa orðið umskipti í íslenskum stjórnmálum. Brotist hefur verið úr viðjum fortíðar og í staðinn verið lögð áhersla á að búa til stefnumótun sem er í takt við þann veruleika sem framtíðin getur gengið upp í. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 295 orð

Frumkvæði og endurnýjun

LÍF Hrannars Björns Arnarssonar hefur markast af atvinnuþátttöku, félagsmálavafstri og stjórnmálum. Hrannar Björn er þrítugur framkvæmdastjóri fyrirtækis sem m.a. sér um símsölu og útgáfu á blöðum fyrir íþróttahreyfinguna. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 236 orð

Fulltrúi nýrrar hugsunar

ÞAÐ vill oft gleymast í hörðum kosningaslag hvers vegna við stöndum í stjórnmálum. Boðskapur andstæðra fylkinga týnist á milli smellinna slagorða og sjónvarpsauglýsinga og kjósendur líta á þetta sem einhvers konar fegurðarsamkeppni þar sem sá er kosinn sem er með breiðasta brosið eða bláasta bindið. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 318 orð

Gegn símahækkunum sjálfstæðismanna

BORGARFULLTRÚI sjálfstæðismanna, Jóna Gróa Sigurðardóttir, ásakar mig um að hafa óverðskuldað eignað mér athugun Rafveitunnar á samkeppnismöguleikum við Landssímann. Tilefni þessa sé prófkjörsbarátta mín. Hið rétta er að þegar sjálfstæðismenn í lok október sl. hækkuðu símagjöld á Reykvíkingum, flutti ég tillögu um að kannað yrði hvernig veiturnar gætu komið að samkeppni í símaþjónustu í Reykjavík. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 356 orð

Gerla

ÉG hef alla tíð státað af því að vera óflokksbundinn maður en það er ekki það sama og vera áhugalaus um það sem gerist í mínu umhverfi. Þvert á móti. Ég vil sem einstaklingur geta tekið afstöðu með eða á móti málefnum, óháð flokkapólitík. Undanfarin ár hef ég fylgst með starfsemi nýrra ráðandi afla Reykjavíkurborgar. Hópi glæsifólks með nýjar áherslur og viðhorf. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 271 orð

Góður kostur í prófkjöri R-listans

NÚ STENDUR yfir prófkjör hjá R-listanum sem vonandi hefur ekki farið fram hjá neinum. Aldrei hefur prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar verið jafnopið fyrir þátttöku hins almenna kjósanda sem nú. Ég hef nú þegar greitt atkvæði í þessu prófkjöri og vil hér í stuttu máli gera grein fyrir atkvæði mínu. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 435 orð

Gróska í dagvistarmálum

SÍÐAN Reykjavíkurlistinn tók við stjórnartaumunum í borginni hefur forgangsröðun verkefna gjörbreyst. Mannvirkjapólitíkin hefur verið lögð til hliðar. En áherslan lögð á þau gildi sem öðru fremur stuðla að velferð einstaklinganna í nútíma borgarsamfélagi. Á kjörtímabilinu hefur verið lagður grunnur að því að gera Reykjavík að gróskumikilli fjölskylduborg þar sem búið er í haginn fyrir framtíðina. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 321 orð

Guðjón Ólafur ­ til í slaginn

Í TILEFNI af væntanlegu prófkjöri Reykjavíkurlistans hinn 31. janúar nk. langar mig að benda stuðningsmönnum listans á að huga að Guðjóni Ólafi Jónssyni þegar þeir velja borgarfulltrúa næstu fjögurra ára. Guðjón Ólafur hefur vakið athygli fyrir ötula framgöngu í félags- og stjórnmálum. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 370 orð

Gætum vandlega að hlut kvenna

ENGINN getur neitað því að Reykjavíkurlistinn breytti miklu að því er varðar stöðu kvenna í stjórnunarstöðum og í pólitískum forystustörfum. Fyrst skal þar fræga telja borgarstjórann Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Þá skal nefna við hlið hennar Guðrúnu Ágústsdóttur, forseta borgarstjórnar Reykjavíkur, sem hefur leitt borgarstjórnina af skörungsskap. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 451 orð

Helga Hjörvar í borgarstjórn

EITT stærsta verkefni Reykjavíkurborgar er að ná árangri í hinni alþjóðlegu samkeppni um ungt og vel menntað vinnuafl. Sá tími er liðinn að Reykjavík geti gengið að því vísu að nýjar kynslóðir Reykvíkinga kjósi að starfa hér. Vinnumarkaður okkar er alþjóðlegur og ungt, vel menntað fólk á margra kosta völ. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 306 orð

Helsti vaxtarbroddurinn

HELSTI vaxtarbroddurinn í atvinnulífi borgarbúa eru smáfyrirtæki í þjónustu og iðnaði. Þau eru öflugasta uppspretta nýrra starfa. Þess vegna er það svo, að erlendis er sérstaklega hlúð að nýjum smáfyrirtækum. Ástæðan er einföld; það er engin leið vænlegri til að sporna gegn atvinnuleysi. Ég er þeirrar skoðunar að ríki og borg eigi ekki að vasast í samkeppni við einkafyrirtæki. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 225 orð

Hrannar Björn í borgarstjórn

HRANNAR Björn stendur utan flokka en býður sig fram undir merkjum Alþýðuflokksins í prófkjöri Reykjavíkurlistans til borgarstjórnar. Þó að Hrannar sé ungur á hann sér merkilega stjórnmálasögu. Hann hefur verið í fararbroddi þeirra sem vilja sameiningu vinstrimanna og félagshyggjufólks allt frá því að sú hreyfing fór af stað með stofnun Birtingar innan Alþýðubandalagsins, Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 319 orð

Hrannar Björn í borgarstjórn!

Í PRÓFKJÖRI Reykjavíkurlistans 31. janúar nk. eru margir góðir frambjóðendur sem bjóða fram krafta sína. Einn þeirra er Hrannar Björn Arnarsson sem er óflokksbundinn en býður sig fram undir merkjum Alþýðuflokksins. Hrannar Björn á að mati undirritaðra mikið erindi inn í borgarstjórn þar sem hann er ákaflega duglegur framkvæmdamaður. Meira
30. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 354 orð

Hvers vegna, Ingibjörg?

EKKI hafði SÁÁ fyrr lýst því yfir að allt væri í lagi með að menn drykkju hæfilega en Ingibjörg heilbrigðisráðherra skenkti þeim milli tíu og tuttugu milljónir til að stunda forvarnarstarf víðs vegar um land. Mér skilst að dr. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 299 orð

Hæfni í öndvegi

NÆSTKOMANDI laugardag stendur R-listinn fyrir prófkjöri. Fjöldi hæfra kvenna jafnt sem karla býður sig fram og er það í höndum okkar kjósenda að velja á listann. R-listinn hefur síðustu fjögur ár komið sem ferskt afl og stýrt borginni með glæsibrag. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 257 orð

Kjósum Lárus Pétur

SENN líður að prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi. Einn frambjóðenda er Lárus Pétur Ragnarsson, lögregluvarðstjóri. Ég treysti Lárusi Pétri vel til starfa í þeim forustuhópi sem valinn verður til að mynda bæjarstjórn Kópavogs næstu 4 árin. Byrgjum brunninn Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 399 orð

Konurnar tóku völdin

ÁRIÐ 1994 urðu pólitísk tíðindi í Reykjavík. Ekki þau að meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll því að það hafði gerst áður. Ekki þau að félagshyggjuflokkarnir fjórir stóðu saman um framboð því að fyrir samvinnu þeirra í Reykjavík var löng hefð. Nei, tíðindin voru þau að konur tóku völdin. Eftir kosningar var meirihluti borgarfulltrúa konur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 319 orð

Lokaútkall fyrir prófkjörið

ÞAÐ hefur margt gerst á einu kjörtímabili: Hverfalýðræði í Grafarvogi sem mun hafa áhrif á hverfalýðræði í öllum hverfum borgarinnar þannig að íbúarnir geti sjálfir ekki aðeins haft áhrif á heldur geti ráðið sínu nánasta umhverfi. Uppbygging leikskóla þannig að þar er vægt til orða tekið að tala um straumhvörf. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 759 orð

Lýðræðislega prófkjörið

ÞESSA dagana stendur yfir prófkjör fjórflokkanna, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Kvennalista í Reykjavík. Prófkjör þetta er um margt merkilegt. Allt áhugafólk um stjórnmál hlýtur að fylgjast af athygli með þessum kosningum þó ekki væri nema vegna frumlegra prófkjörsreglna. Fyrir nokkru barst inn um lúguna hjá okkur á Melhaganum blað R-listans. Meira
30. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 162 orð

Mannorðsvargar

MÉR blöskrar aðförin að Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Það lítur út fyrir að hvaða stúlkukind sem er geti fundið upp á að kæra hvern sem er fyrir kynferðislega áreitni til þess að ná sér í auðfenginn skilding og eyðileggja mannorð fórnarlambs síns, í gegnum heimskuleg lög. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 912 orð

Meint skattamismunun í landflutningum

INNHEIMTA virðisaukaskatts af innanlandsflutningum var nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum í síðustu viku. Framkvæmdastjóri Landssambands vörubifreiðastjóra, Unnur Sverrisdóttir, hefur meðal annars haldið því fram í sjónvarpi og hér á síðum Morgunblaðsins að skipafélögin njóti forréttinda á því sviði sem skekki samkeppnisstöðu flutningafyrirtækja. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 489 orð

Menningarlíf kosningamál í vor

Á STEFNUSKRÁ sinni fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar lýsti Reykjavíkurlistinn þeim ásetningi að efla menningarlífið í höfuðborginni. Þau fjögur ár sem Reykjavíkurlistinn hefur stjórnað borginni hef ég verið formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 432 orð

Menning er ekki munaður

REYKJAVÍK er ört vaxandi borg. Reynt er að taka í notkun skóla og heilsugæslustöðvar jafnóðum og hverfin byggjast. Tryggja þarf aðgang allra að menningu. Með það í huga þarf að byggja, í hverfum sem liggja fjarri miðbæjarkjarnanum, litlar hverfa- og menningarmiðstöðvar með bókasafni og fjölnotasal ásamt aðstöðu fyrir hverfasamtök. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 288 orð

Nýir kostir byggðir á þekkingu og reynslu

EFTIR sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps í eitt sveitarfélag, þar sem höfuðborgin mun stækka um helming að landrými, má ekki gleyma því að í Kjalarneshreppi eru sveitarstjórnarmenn með mikla reynslu og er vert að gefa því gætur í sambandi við komandi borgarstjórnarkosningar. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 550 orð

Okkar er framtíðin

BORG tækifæranna. Þannig hlýtur ungt fólk að vilja líta á Reykjavík og þannig vil ég líta á hana. Þungamiðja í starfi Reykjavíkurlistans á næsta kjörtímabili er að auka tiltrú ungs fólks á framtíðina. Þeir málaflokkar sem brenna hvað mest á ungu fólki í dag eru umhverfismál, atvinnumál og að aukið vald og ábyrgð færist nær almenningi. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 603 orð

Prófkjör R-listans - flokksræði eða lýðræði?

UM NÆSTU helgi efna aðstandendur R-listans til opins prófkjörs þar sem valdir verða frambjóðendur listans vegna komandi borgarstjórnarkosninga, sem haldnar verða í lok maí nk. Það tók langan tíma að útbúa prófkjörsreglurnar því reglurnar urðu að taka mið af kvótaskiptingu á væntanlegum framboðslista milli þeirra fjögurra stjórnmálaflokka sem mynda R-listann. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 992 orð

Ráðherra á tímamótum

JANÚAR 98. Höfum við gengið til góðs / götuna fram eftir veg? Þessi ljóðræna spurning eins mesta og besta skálds og áhrifavalds íslensku þjóðarinnar á ekki síður við nú en á dögum Jónasar Hallgrímssonar. Davíð Oddsson forsætisráðherra er með skemmtilegri mönnum. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 483 orð

Reykjavíkurlistinn ­ vistvænn listi

ÍSLENDINGAR hafa sérstöðu í ýmsum málum og eru stoltir yfir því. Oft er talað um höfðatöluna frægu og að Íslendingar séu bestir í hinu og þessu. Nú hafa þeir hinsvegar markað sér sérstöðu sem þeir ættu að skammast sín fyrir, undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Hreint land, fagurt land Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 236 orð

Setjið X við V ­ kjósum konur

KOSIÐ verður í prófkjöri Reykjavíkurlistans laugardaginn 31. janúar. Við kvennalistakonur stöndum frammi fyrir nýrri reynslu ­ að taka þátt í prófkjöri. Ekki er reynslunni fyrir að fara í þeim efnum, en við gerum okkar besta. Mikið er í húfi því staða okkar kvennalistakvenna í borgarstjórn ræðst af því hvernig til tekst í prófkjörinu. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 352 orð

Sigrúnu Magnúsdóttur áfram í forystu

ÞEGAR allur rekstur grunnskólanna var fluttur til sveitarfélaganna var nokkur uggur í mörgum. Ríkinu hafði ekki tekist að fullnægja öllum ákvæðum grunnskólalaganna frá 1974 og töldu ýmsir að sveitarfélögin myndu hvorki hafa metnað né burði til að standa að yfirtökunni með viðunandi hætti. Reynslan hér í Reykjavík gefur tilefni til bjartsýni. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 1115 orð

Sjómannastétt á höggstokknum

Nú er illa komið fyrir íslensku þjóðinni, sem virðist orðin fráhverf og andsnúin sjómönnum landsins, áður hetjum hafsins, en nú fórnarlömbum lágkúrulegra umræðna um kjör þeirra. Það hlýtur að vera mikil skömm fyrir þjóð sem iðulega þarf að minna á að verðmæti hennar eru ekki sjálfsögð og verða að mestum hluta til í slorinu, í kuldanum, í vosbúðinni, í öllum veðrum og aðstæðum. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 430 orð

Styðjum Hrannar Björn

AÐ PRÓFKJÖRI Reykjavíkurlistans sem fram fer 31. janúar nk. standa fjórir stjórnmálaflokkar. Menn hafa deilt um hvort R-listinn sé upphaf samfylkingar jafnaðarmanna í einn flokk en augljóst er að hann hefur verið fyrirmynd að samstarfi vinstri- og félagshyggjuflokkanna um allt land fyrir komandi kosningar. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 324 orð

Stöndum vörð um hlut kvenna

FLESTIR eru sammála um að fullt jafnrétti ríki ekki fyrr en konur hafi haslað sér völl innan stjórnmálaheimsins til jafns við karla. Konur á Íslandi hafa haft kjörgengi og kosningarétt í 80 ár. Þrátt fyrir það eru konur einungis um 25% kjörinna fulltrúa bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum, sem er lægsta hlutfall á Norðurlöndunum. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 507 orð

Tryggjum fulltrúa fagmennskunnar öruggt sæti í borgarstjórn

EITT af baráttumálum Reykjavíkurlistans fyrir síðustu kosningar var að efla menningarlífið í höfuðborginni, um leið og áhersla var á það lögð að Reykjavík yrði miðstöð menningarlífs í landinu. Víst hefur nokkuð verið að gert en þó vantar mikið á að menningarmál Reykjavíkurborgar séu komin í viðunandi horf. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 97 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 240 orð

Veljum dugnað og heiðarleika

ÚTKOMAN úr prófkjöri Reykjavíkurlistans, sem fram fer 31. janúar næstkomandi, skiptir miklu máli. Ég, sem rita þessar línur, hef verið svo heppinn að geta fylgst með þeim öru breytingum sem orðið hafa á síðasta kjörtímabili og einnig störfum Sigrúnar Magnúsdóttur. Sigrún er mjög dugleg og samviskusöm, en það eru kostir sem ég met mikils. Meira
30. janúar 1998 | Aðsent efni | 288 orð

Þuríður I. Jónsdóttir í borgarstjórn

EINN þátttakenda í prófkjöri R-listans 31. janúar næstkomandi er Þuríður I. Jónsdóttir lögfræðingur. Þuríður hefur starfað undanfarin ár á vettvangi ýmissa mála sem varða borgarbúa og hefur ekki verið feimin að viðra skoðanir á ýmsum málum sem margir virðast vilja að liggi í þagnargildi. Meira

Minningargreinar

30. janúar 1998 | Minningargreinar | 135 orð

Gunnar Gunnarsson

Að kveðja er ekki mín sterka hlið. Þegar ég frétti til Danmerkur að Gunnar væri að fara í aðgerð, þá grunaði mig ekki að við mundum aldrei eiga eftir að ræðast við. Hugurinn reikar til allra góðu minninganna. Hvernig ég kom inn í fjölskyldu fulla af lífi og kæti. Það var alltaf gott að koma á Miðvanginn. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 205 orð

Gunnar Gunnarsson

Félagi okkar og samferðamaður, Gunnar Gunnarsson húsasmíðameistari, lést á Landspítalanum eftir stutta legu. Hann ætlaði í smáaðgerð, eins og hann sagði sjálfur við okkur gufufélagana. Við höfum haldið óformlega saman hópinn, og mætt reglulega, alltaf á föstudagseftirmiðdögum og eytt kvöldunum í pottinum í góðu gömlu Vesturbæjarlauginni í Hafnarfirði. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 89 orð

Gunnar Gunnarsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 315 orð

Gunnar Gunnarsson

Við Gunnar kynntumst fyrst þegar ég byrjaði að vera með syni hans, Jóni Þór. Gunnar var einn af þessum mönnum sem létu verkin tala, hvar sem við komum er hægt að sjá handbragð hans. Hann var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, hann var alltaf til staðar og það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af heilindum og trú. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 855 orð

Gunnar Gunnarsson

Okkur setur hljóða þegar frétt berst um að æskuvinur og félagi til meira en 50 ára sé allur, jafnvel þótt fréttir af líðan hans síðustu daga gæfu til kynna að svona gæti farið. Ávallt er haldið í vonina um að læknisaðgerð skili þeim árangri að viðkomandi fái bót sinna meina þótt útlit geti verið dökkt um tíma. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 241 orð

GUNNAR GUNNARSSON

GUNNAR GUNNARSSON Gunnar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 8. nóvember 1935. Hann lést á Landspítalanum 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hólmfríður Sigurðardóttir, f. 3. janúar 1898, d. 7. október 1971, og Gunnar Gunnarsson, f. 11. febrúar 1895, d. 5. september 1970. Systkini Gunnars eru: Regína, f. 7. september 1929, d. 23. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 256 orð

Gunnhildur Jónsdóttir

Það var amma sem kenndi okkur bænirnar og faðirvorið þegar hún fór með þær með okkur er við lágum svefnbúin uppi í rúmi. Við munum bænirnar. Það var amma sem gaf okkur heimabakaða sandköku, marmaraköku og kalda mjólk eftir fótbolta uppi í móa, eltingaleik úti á róló eða bara langan og strangan skóladag. Við munum sandköku og marmaraköku. Það var amma sem bjó til heimsins bestu rabarbarasultu. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 257 orð

Gunnhildur Jónsdóttir

Nú kveðjum við þig í hinsta sinn, kæra Dídí frænka. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar Sigga í Háagerðið. Það var alltaf svo fínt hjá þér og vel tekið á móti okkur. Þú varst alltaf svo létt og kát og lyftir öllum upp í kringum þig. Þegar við vorum litlar tók alltaf nýr spenningur við þegar aðfangadagur var búinn, því þá kom jóladagur með tilheyrandi afmælisveislu hjá Sigga frænda. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 149 orð

GUNNHILDUR JÓNSDÓTTIR

GUNNHILDUR JÓNSDÓTTIR Gunnhildur Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 17. desember 1910. Hún lést á dvalarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Arnbjörnsdóttir og Jón Jónsson skósmiður í Reykjavík. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 558 orð

Ólafur Guðmundsson

Ólafur hóf nám í rafvirkjun hjá Júlíusi Björnssyni haustið 1928 og var í því námi til haustsins 1932, einnig í Iðnskólanum í Reykjavík, sem var á þeim árum aðallega kvöldskóli samhliða verklega náminu. Síðan vann hann við rafvirkjastörf hér heima. Á yngri árum stundaði Ólafur mikið íþróttir, aðallega sund og frjálsar íþróttir og átti m.a. Íslandsmet um alllangan tíma í 800 m hlaupi. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 262 orð

ÓLAFUR GUÐMUNDSSON

ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Ólafur Guðmundsson var fæddur að Stóra-Lambhaga í Hraunum suður í Garðahreppi 12. maí 1912. Hann lést í Kristianstad í Svíþjóð 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson og kona hans Guðrún Helgadóttir, búandi að Stóra-Lambhaga. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Stefán E. Jónsson

Látinn er elskulegur afi minn Stefán E. Jónsson. Morguninn 22. janúar hringdi síminn snemma morguns og vissi ég þá að kallið var komið. Elsku afi, þú varst mér sem faðir og ég elskaði þig og leit upp til þín. Ég fékk að búa og alast upp í Hraunbænum hjá ykkur ömmu. Það eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar höfðingi fellur frá. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 838 orð

Stefán E. Jónsson

Mig langar til að minnast nokkrum orðum heiðursmannsins Stefáns Jónssonar sem er látinn á nítugasta og öðru aldursári. Af langri ævi verður aðeins minnst nokkurra atriða sem standa ofarlega í minningunni og um alla tíð mun hann skipa verðugan sess eins hann gerði í lifanda lífi. Stebbi minn hét fullu nafni Stefán Eyjólfur Jónsson. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 1120 orð

Stefán E. Jónsson

Aldamótakynslóðin er að hverfa. Stefán Eyjólfur Jónsson var sannur fulltrúi þeirrar kynslóðar og bar með sér bestu eiginleika hennar: dugnað, reglusemi, ósérhlífni og trygglyndi. Stefán var yngstur fimm bræðra og aðeins á fjórða ári þegar faðir hans féll frá. Móðirin stóð ein uppi með fimm börn á aldrinum þriggja til þrettán ára. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 351 orð

STEFÁN E. JÓNSSON

STEFÁN E. JÓNSSON Stefán Eyjólfur Jónsson var fæddur á Gróustöðum í Geiradal 1. september 1906. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Torfi Magnússon, bóndi á Gróustöðum, f. 13.9. 1864, d. 28.5. 1910, og Guðbjörg Sigríður Bjarnadóttir, f. 3.12. 1864, d. 12.7. 1955. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 654 orð

Stefán E. Jónsson Ástkær vinur okkar, Stefán Eyjólfur Jónsson, er látinn. Stefán var á

Stefán E. Jónsson Ástkær vinur okkar, Stefán Eyjólfur Jónsson, er látinn. Stefán var á nítugasta og öðru aldursári þegar hann lézt. Eiginkona hans, Svanborg Ólöf Matthíasdóttir, lézt eftir erfiða sjúkdómslegu í marz 1993, en hún var uppeldissystir móður okkar, Kristínar Sigríðar Magnúsdóttur, sem lézt í maí 1994, og þannig lágu leiðir okkar systkina og Stefáns saman. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 172 orð

Sveinbjörn Hannesson

Vandi er mann að meta. Góður vinur er fallinn frá. Með örfáum orðum langar mig að minnast eins besta vinar foreldra minna. Sveinbjörn Hannesson var ekki allra, það voru sérstök forréttindi að vera vinur hans, hann átti góða sál, hann reyndist vinum sínum vel, alltaf var hægt að leita til hans, hann krafðist ekki endurgjalds. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 435 orð

Sveinbjörn Hannesson

Nú er elsti bróðir okkar, Sveinbjörn, látinn. Systkinahópurinn var stór. Átta bræður og fjórar systur. Við bjuggum í lítilli íbúð í Verkamannabústöðunum við Ásvallagötu og oft var þröngt í búi. Þá tíðkuðust engar barnabætur og þar lærði maður að vera fljótur að borða, annars fékk maður kannski ekki neitt. Þá var siður að elstu börnin byrjuðu fljótt að vinna til að létta undir með heimilunum. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 481 orð

Sveinbjörn Hannesson

Sveinbjörn Hannesson ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykjavík og var bernska hans með svipuðum hætti og þá var á árunum fyrir heimskreppuna. Foreldrar hans, þau Ólöf Stefánsdóttir og Hannes Jónsson, bjuggu í farsælu hjónabandi og lengst af, eða í hálfa öld, stóð heimili þeirra á Ásvallagötu 65 í Reykjavík. Oft var þröngt í búi á þessu mannmarga heimili en bjargaðist þó vel. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 303 orð

SVEINBJÖRN HANNESSON

SVEINBJÖRN HANNESSON Sveinbjörn Hannesson fyrrverandi yfirverkstjóri hjá Reykjavíkurborg fæddist í Reykjavík hinn 30. nóvember 1921. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ miðvikudaginn 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Stefánsdóttir og Hannes Jónsson fyrrverandi kaupmaður. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 362 orð

Þorleifur Guðmundsson

Mig rekur ekki minni til fyrstu kynna minna við Denna frænda minn því alltaf var Denni óaðskiljanlegur hluti af minni nánustu fjölskyldu þó svo hann hafi verið mér fjarskyldur. Denni var í sérstöku uppáhaldi hjá mér allar götur frá sumardvölum mínum á Norðfirði sem krakki þar til hann kvaddi þennan heim síðastliðinn föstudag. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 388 orð

Þorleifur Guðmundsson

Þegar samferðafólk okkar hverfur og safnast til feðra sinna fer jafnan svo, að misstórt brot af sjálfum okkur, sem á ströndinni stöndum eftir, vill fara með. Sem reyndur og sleipur skákmaður gerði Denni, vinur minn, frá Dagsbrún sér vafalaust fulla grein fyrir því fyrir alllöngu, að þessi skák var komin að endatafli, Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 220 orð

ÞORLEIFUR GUÐMUNDSSON

ÞORLEIFUR GUÐMUNDSSON Þorleifur Guðmundsson var fæddur í Hafnarfirði 28. október 1916. Hann lést í Neskaupstað 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurborg Þorleifsdóttir frá Krossanesi við Reyðarfjörð, f. 17.12. 1882, og Guðmundur Ólafsson, ættaður úr Árnessýslu, f. 11.12. 1874, d. 13.1. 1954. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 288 orð

Þorsteinn Þorsteinsson

Mig langar að kveðja hinstu kveðju kæran frænda minn. Steini var fljótt duglegur og fór snemma að stíga fyrstu skrefin. Dugnaður og kraftur einkenndu Steina frænda. Hann byrjaði snemma að æfa sund og setti mörg met í þeirri grein. Keppti oft á mótum og fór iðulega heim með verðlaunapeninga. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn í Keflavík og fylgjast með bræðrunum Steina og Gunna. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 356 orð

Þorsteinn Þorsteinsson

Í dag verður kvaddur hinstu kveðju elskulegur frændi minn, lífsgöngu hans þá lokið. Upp í hugann koma löngu liðnar myndir af góðum litlum, efnilegum dreng. Það var vor í lofti og bjart framundan, þegar hann fæddist. Þegar maður er nálægt litlu barni breytir veröldin um lit og allt verður svo bjart og fallegt. Allir óska því gæfu og gengis. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 131 orð

ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON

ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON Þorsteinn Þorsteinsson var fæddur í Keflavík 22. apríl 1968. Hann lést í Reykjavík 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Þorsteinn Þorsteinsson og Erna Jóhannsdóttir. Þau skildu. Seinni maður Ernu er Jón Sævin Pétursson. Systkini Þorsteins eru Gunnar Laxfoss Þorsteinsson, f. 16.7. 1966, Dalrós Jónsdóttir, f. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 520 orð

Þorvaldur Þorsteinsson

"Það syrtir að, er sumir kveðja." Við fráfall Þorvaldar Þorsteinssonar forstjóra er fallinn í valinn einstakur mannkostamaður, sem öllum var ávinningur að kynnast. Okkar vinátta hófst á kreppuárunum í Verslunarskóla Íslands og síðasta veturinn okkar þar, '38 eða fyrir 60 árum, vorum við sessunautar, svo kynni okkar urðu býsna náin. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 304 orð

Þorvaldur Þorsteinsson

Með fáum orðum vil ég kveðja vin minn Þorvald Þorsteinsson. Það er ekki ætlun mín að rekja ævisögu hans, heldur aðeins að þakka vináttu, sem var mér mikils virði. Við Þorvaldur kynntumst snemma á sjötta áratugnum. Þá festum við báðir kaup á lóðum á Arnarnesi. Þær lágu hlið við hlið og við byggðum á sama tíma. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 82 orð

Þorvaldur Þorsteinsson

Elsku afi. Nú er komið að kveðjustund og langar okkur að þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur. Þú varst alltaf svo góður og hlýr og öllum leið vel þar sem þú varst. Nú söknum við sumarbústaðaferðanna og sunnudagsheimsóknanna til ykkar ömmu. Minningarnar um þig eigum við eftir að geyma í hjarta okkar alla tíð. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir ömmu og veita henni styrk. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 432 orð

Þorvaldur Þorsteinsson

Á dimmum vetrarmorgni berst mér sú sorgarfregn að Þorvaldur Þorsteinsson hafi dregið tjaldhæla sína úr jörðu. Fyrir fáum dögum var ég gestur á fallegu menningarheimili þeirra hjóna, naut þar skemmtilegrar stundar og alúðar ­ þeirrar tegundar sem fylgir gestum úr hlaði. Þar voru þau sem fyrr veitendur, en höfundur þessara lína þiggjandinn. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 823 orð

Þorvaldur Þorsteinsson

Trúnaðarvinur minn og tengdafaðir Þorvaldur Þorsteinsson lést 22. janúar sl. eftir þrálát veikindi undanfarin misseri. Það eru 33 ár síðan við Þorvaldur og Guðrún Tómasdóttir eiginkona hans hittumst fyrst. Móttökur þá voru hlýlegar eins og ávallt síðan. Þorvaldur ólst upp á Siglufirði á stóru fyrirmyndar heimili, á þeirra tíma mælikvarða. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 367 orð

Þorvaldur Þorsteinsson

Mágur minn Þorvaldur Þorsteinsson, fyrrverandi forstjóri, lést á Landspítalanum að morgni 22. janúar eftir stutta sjúkrahúslegu. Í nokkur ár hafði hann átt við vanheilsu að stríða en samt kom skyndilegt fráfall hans á óvart. Ungur var Þorvaldur þátttakandi í hinu landsfræga síldarævintýri sem ógleymanlegt er öllum þeim er upplifðu það. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Þorvaldur Þorsteinsson

Afi er dáinn og kærar minningar þjóta um hugann. Allir sunnudagarnir, hátíðirnar og afmælin. Skemmtilegustu minningarnar eru úr sumarbústaðnum. Hann kenndi okkur krökkunum að kasta, hnýta spún á færi og gætni við vatnið. Ávallt var afi tilbúinn til að koma með okkur út á bát að veiða. Gleðin og ákafinn við veiðarnar var oft æði mikill hjá okkur krökkunum. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 200 orð

Þorvaldur Þorsteinsson

Elsku afi okkar, Þorvaldur Þorsteinsson, er látinn. Þorvaldur afi var einstakur maður, alltaf jákvæður, hress og skemmtilegur og sérstaklega barngóður. Þess nutum við barnabörnin hans þegar við vorum í samskiptum við afa og ömmu á uppvaxtarárunum. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 285 orð

ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON

ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Þorvaldur Þorsteinsson var fæddur í Siglufirði, 6. desember 1917. Hann lést á Landspítalanum 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlína Halldóra Sigurðardóttir, húsfreyja, f. 14. ágúst 1884, d. 10. febrúar 1967, og Þorsteinn Pétursson, útgerðarmaður og kaupmaður í Siglufirði, f. 24. október 1879, d. 21. Meira
30. janúar 1998 | Minningargreinar | 316 orð

Þovaldur Þorsteinsson

Þá er komið að kveðjustund. Við kveðjum í dag hann Þorvald afa minn sem varð áttræður 6. des. sl. Þó að afi hafi verið orðinn þetta gamall og búinn að vera veikur lengi þá kemur dauðinn manni alltaf að óvörum. Maður býst einhvern veginn aldrei við dauðanum og hugsar líklega lítið um hann en reyndar er hann eitt af því fáa sem er öruggt í þessum heimi. Meira

Viðskipti

30. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 425 orð

Bandarísk og evrópsk fyrirtæki dafna ­ en asískum hnignar

UMRÓTIÐ í efnahagsmálum Asíu hefur komið hart niður á fyrirtækjageiranum samkvæmt árlegu yfirliti Financial Times um 500 stærstu fyrirtæki heims. Asísk og japönsk fyrirtæki falla niður um mörg þrep, en rússnesk fyrirtæki hafa treyst stöðu sína vegna bætts efnahagsástands landsins. Þeirra fremst er stærsta gasfyrirtæki heims, Gazprom, sem hækkar í 91. sæti úr því 421. í fyrra. Meira
30. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 49 orð

ÐÁrétting

Í VIÐSKIPTABLAÐI Morgunblaðsins í gær var meðal annars fjallað um verklegar framkvæmdir á vegum Landssíma Íslands hf. í grein um útboðsmál hjá ríki og Reykjavíkurborg. Rétt er að taka fram að þær framkvæmdir sem þar voru nefndar eru enn til umfjöllunar innan fyrirtækisins og hafa ekki verið formlega samþykktar. Meira
30. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 81 orð

ÐRöng mynd

VEGNA mistaka birtist mynd af Torben Ole Vogter, markaðsráðgjafa Útflutningsráðs í Danmörku, ekki á réttum stað í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær, en hún birtist með frétt af ráðningu Matthíasar E. Jónssonar í starf markaðsráðgjafa hjá Útlutningsráði. Myndin er því endurbirt hér um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
30. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 193 orð

Hagnaður Deutsche minnkar

DEUTSCHE BANK AG hefur viðurkennt fyrstur þýzkra banka að fjármálakreppan í Asíu valdi alvarlegum erfiðleikum og segir að vegna hennar muni rekstrarhagnaður 1997 skerðast um þriðjung. Bankinn sagði að hann mundi leggja til hliðar 1,4 milljarða marka er mundu nægja til að mæta níu milljarða marka áhættu í Suður- Kóreu, Tælandi, Malajsíu og Indónesíu. Meira
30. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 424 orð

Handsal býður eldri borgurum sérstök fasteignalán

VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ Handsal býður nú sérstök fasteignalán til eldri borgara og er þessi kostur einkum ætlaður þeim sem eiga skuldlitlar fasteignir. Lánin bera fasta vexti á bilinu 6,75% - 7,5% og eru til allt að 25 ára. Hægt er að borga einungis vexti af viðkomandi lánum en fresta uppgreiðslu höfuðstóls þar til í lok lánstímans. Meira
30. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 206 orð

»Hækkanir þakkaðarvitnisburði Greenspans

EVRÓPSK hækkuðu aftur í verði í gær og hækkun varð í Wall Street þegar Alan Greenspan seðlabankastjóri tjáði Bandaríkjaþingi að Asíukreppan mundi veita efnahag Bandaríkjanna ráðrúm til að ráða við verðbólgu. Bandarísk hlutabréf og skuldabréf hækkuðu þegar Greenspan sagði að vöxtur í Bandaríkjunum mundi líklega hægja á sér í ár. Meira
30. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 533 orð

Rætt um samstarf sjóða um áhættudreifingu

TÓLF almennir lífeyrissjóðir með sameignarfyrirkomulagi og án ábyrgðar launagreiðenda uppfylla ekki skilyrði sem sett eru í nýjum lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða varðandi lágmarksfjölda sjóðfélaga. Er þá miðað við tölur yfir fjölda sjóðfélaga í febrúar á síðasta ári. Í nýju lögunum sem taka gildi þann 1. júlí nk. Meira

Daglegt líf

30. janúar 1998 | Ferðalög | 482 orð

Er Netið ofmetið í ferðaþjónustu?

Í FERÐAÞJÓNUSTU sem og öðrum atvinnugreinum beinist athygli manna nú í æ ríkari mæli að möguleikum Netsins við markaðs- og sölumál. Fjölmörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru nú komin með eigin heimasíður með upplýsingum um fyrirtækið, þá þjónustu sem það býður og jafnvel möguleika á að bóka þjónustuna. Meira
30. janúar 1998 | Ferðalög | 97 orð

Staðsetningartæki boðið upp

Á sýningunni Vetrarlíf sem haldin var í húsnæði Ingvars Helgasonar hf. 17.-18. janúar sl. var haldið uppboð á Magellan GPS 2000XL staðsetningartækinu sem Ingþór Bjarnason Ólafur Örn Haraldsson og Haraldur Örn Ólafsson notuðu í leiðangri sínum á suðurskautið. Í samráði við Aukaraf ehf. Meira
30. janúar 1998 | Ferðalög | 617 orð

SÞekkt fyrir sól og góðar skíðabrekkur Arosa er vel kunnur skíðabær í Svis

MAGNÚS heitinn Guðmundsson, blómasali og skíðamaður, þekkti fjölda skíðastaða í Sviss. Hann var einn af fremstu skíðamönnum Íslendinga á fimmta áratugnum og þjálfaði á vegum svissneska skíðasambandsins í Ölpunum. Magnús fór víða en var hrifnastur af Arosa. Meira

Fastir þættir

30. janúar 1998 | Dagbók | 3143 orð

APÓTEK

»»» Meira
30. janúar 1998 | Fastir þættir | 649 orð

Atskákmót Íslands um helgina

16 keppendur taka þátt í úrslitakeppninni sem hefst í kvöld. Henni lýkur með sjónvarpseinvígi á Sýn á sunnudaginn. FLESTIR af sterkustu skákmönnum landsins eru á meðal þátttakenda að þessu sinni. Núverandi Íslandsmeistari í atskák er Helgi Ólafsson. Atskák er ekki frábrugðin venjulegri skák að neinu öðru leyti en því að keppendur hafa styttri tíma, 25 mínútur á alla skákina. Meira
30. janúar 1998 | Í dag | 35 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 30. janúar, verður sjötíu og fimm ára Bjarni Ólafsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma, Grundarbraut 22, Ólafsvík. Eiginkona hans er Marta Kristjánsdóttir. Þau hjónin verða að heiman í dag. Meira
30. janúar 1998 | Fastir þættir | 103 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsd. Félags el

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsd. Félags eldri borgara í Kópavogi Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstud. 23.1.'98. 28 pör mættu og urðu úrslit þessi: N/S: Sæmundur Björnsson ­ Magnús Halldórsson386Sigríður Pálsd. Meira
30. janúar 1998 | Fastir þættir | 94 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Mikill áhugi er fyr

Skráning er komin vel af stað í tvímenningi og sveitakeppni 17. bridshátíðar BSÍ, BR og Flugleiða sem haldin verður á Hótel Loftleiðum 13.-16. febrúar. Pláss er fyrir 100 sveitir og 132 pör í tvímenningnum. Fyrirspurnir um Bridshátíð hafa borist víða að, m.a. Meira
30. janúar 1998 | Fastir þættir | 78 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonParasveitakeppnin 1998

Parasveitakeppnin 1998 verður spiluð helgina 31. janúar til 1. febrúar. Spilaðar verða 7 umferðir af 16 spila leikjum. Spilamennska hefst kl. 11.00 báða dagana og lýkur um það bil kl. 20.00 og verðlaunaafhending verður um það bil kl. 17.45 á sunnudeginum. Keppnisgjaldið er 10.000 kr. á sveit. Tekið er við skráningu hjá BSÍ s. 587-9360. Meira
30. janúar 1998 | Dagbók | 648 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
30. janúar 1998 | Í dag | 239 orð

Innrömmunar-verkstæði? VELVAKANDI fékk eftirfarandi sent

VELVAKANDI fékk eftirfarandi sent: "Mér þætti vænt um ef einhver gæti upplýst mig um innrömmunarverkstæðið er var staðsett 20 m fyrir ofan veitingahúsið Naustið. Ég setti mynd þar til innrömmunar en þegar ég ætlaði að sækja hana var lokað. Hafi einhver upplýsingar er leitt gætu til þess að ég endurheimti mynd þessa væri það mjög vel þegið. Meira
30. janúar 1998 | Í dag | 571 orð

íkverja hefur borizt svohljóðandi bréf frá Ómari Benediktss

íkverja hefur borizt svohljóðandi bréf frá Ómari Benediktssyni, framkvæmdastjóra Íslandsflugs hf.: "Ágæti Víkverji. Ég vil byrja á því að þakka þér hlý orð um framtak Íslandsflugs í fargjaldamálum. Á hinn bóginn virðist gæta misskilnings hjá þér varðandi samanburð á flugflota Íslandsflugs og Flugfélags Íslands, t.d. á flugleiðinni Akureyri-Reykjavík. Meira
30. janúar 1998 | Fastir þættir | 117 orð

Langholtskirkja.

Langholtskirkja. Opið hús kl. 11­14. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12.10. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða djákna. Súpa og brauð á eftir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10­12. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardag kl. 15. Þorsteinn Einarsson, fyrrv. íþróttafulltrúi, segir frá fuglum sem eru í borginni að vetrarlagi. Meira

Íþróttir

30. janúar 1998 | Íþróttir | 367 orð

"Átti erfitt með að trúa hve vel ég lék"

MARTINA Hingis frá Sviss og Conchita Martinez frá Spáni leika til úrslita í einliðaleik kvenna á opna ástralska tennismótinu á sunnudag. Tékkinn Petr Korda komst í úrslit í einliðaleik karla í gær og mætir annaðhvort Marcelo Rios frá Chile eða Frakkanum Nicolas Escude, en þeir leika í undanúrslitum í dag. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 117 orð

FÉLAGSLÍFÞorrablót KR Hið árl

Hið árlega þorrablót KR-inga verður haldið í litla salnum í KR-heimilinu laugardaginn 31. janúar. Húsið verður opnað kl. 19 og boðið verður upp á þorrahlaðborð að hætti Jóhannesar Stefánssonar í Múlakaffi. Frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, verður ræðumaður kvöldsins og Ari Edwald, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, veislustjóri. Hljómsveitin Þríund leikur fyrir dansi. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 201 orð

Gefur mér fljúgandi start

Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, er nú kominn í flokk fremstu afreksmanna Íslands í íþróttum og í gær gerði Íþrótta- og ólympíusamband Íslands við hann styrktarsamning. Með nýja samningnum eru honum tryggðar 160 þúsund krónur á mánuði frá Afreksmannasjóði ÍSÍ á samningstímanum, eða 1.920 þúsund á þessu ári. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 236 orð

GRAEME Souness, þjálfari Benfic

GRAEME Souness, þjálfari Benfica, er tilbúinn að bjóða Liverpool fimm millj. punda, um 600 millj. kr., fyrir bandaríska markvörðinn Brad Friedel og tékkneska miðherjann Patrik Berger. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 283 orð

Hardaway gerði gæfumuninn

Tim Hardaway átti mjög góðan leik fyrir Miami sem vann New York 86:82. Hann gerði 15 af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta. New York varð fyrir áfalli snemma í öðrum leikhluta er Chris Childs meiddist í hné og varð að hætta leik og var fluttur á sjúkrahús. Antoine Walker gerði sigurkörfu Boston í 104:102 sigri á Washington á síðustu sekúndu leiksins. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 32 orð

Í kvöld

Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Sauðárkrókur:Tindastóll - ÍR20 1. deild karla: Borgarnes:Stafholtst. - Hamar20 Handknattleikur 2. deild karla: Fjölnishús:Fjölnir - Fylkir20.30 Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 298 orð

ÍSÍ veitir 15 millj. kr. í styrki

FRAMKVÆMDASTJÓRN Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) hefur ákveðið að veita sérsamböndunum tæpar 15 milljónir króna í stykri vegna afreksmanna. Í fyrra voru gerðir tveir tímamótasamningar við FRÍ vegna Jóns Arnars Magnússonar og Guðrúnar Arnardóttur, en þessu íþróttafólki eru tryggðar 160 þúsund krónur á mánuði fram yfir Ólympíuleikana í Sidney. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 98 orð

Ísland ekki með í EB í frjálsum

ÁKVEÐIÐ hefur verið að íslenska landsliðið í frjálsíþróttum taki ekki þátt í Evrópubikarkeppninni í Kaunas í Litháen í sumar af fjárhagsástæðum. Er þetta í fyrsta sinn síðan keppnin hófst 1967 að íslenska landsliðið er ekki á meðal keppenda. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 390 orð

KR-ingar sigruðu margfalda meistara Keflavíkur

Áhorfendum var boðið upp á stórskemmtilegan og spennandi leik í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í gærkvöldi þegar KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Íslandsmeistara Keflavíkur 79:74. "Strákarnir sýndu mikinn styrk með því að vinna hér í kvöld. Þeir hafa þurft að aðlagast því fljótt að missa einn besta körfuknattleiksmann landsins, Hermann Hauksson, í burtu. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 63 orð

KÖRFUKNATTLEIKURSpenna í deild

FIMM leikir fóru fram í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi og var víðast hvar mikil spenna. Tveimur leikjum lauk með eins stigs sigri; KFÍ hafði betur gegn Þór á Akureyri og Njarðvíkingar unnu Hauka á útivelli. Myndin er úr leik Vals og ÍA. Damon Johnson, sem gerði 36 stig fyrir ÍA, á í höggi við Valsmanninn Hjört Þór Hjartarson. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 46 orð

NÁMSKEIÐGarner kennir í Golfheimi John Gar

John Garner, fyrrum landsliðsþjálfara í golfi, kemur hingað til lands eftir helgi til að aðstoða við þjálfun unglingalandsliðsins. Hann mun einnig nota tækifærið og vera með einkatíma fyrir þá sem hafa áhuga á ­ í Golfheimi við Vatnagarða 14, fram í miðjan febrúar. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 94 orð

NBA-deildin Leikir aðfaranótt fimmtudags: Boston - Washington104:102 Detroit - Orlando91:86 Philadelphia - Indiana90:93 Eftir

NHL-deildin Washington - Pittsburgh2:2 Detroit - Phoenix4:4 Ny Islander - Philadelphia6:1 Tampa Bay - Carolina2:3 Colorado - Vancouver6:1 Edmonton - New Jersey1:1 Anaheim - Calgary2:5 Tennis Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 269 orð

Ólympíufjölskyldan

Íþrótta og ólympíusamband Íslands undirritaði í gær samstarfssamning við þrjú fyrirtæki undir heitinu Ólympíufjölskyldan. Stuðningur fyrirtækjanna er vegna afreksíþrótta og gildir samningurinn fram yfir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Fyrirtækin þrjú, Flugleiðir, Visa Ísland og Íslandsbanki skuldbinda sig til að greiða samtals 21 milljón króna á samningstímanum, eða 7 milljónir á ári. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 274 orð

Páll Axel maður leiksins Borgnesingar með Pál Axel Vilbergsson í f

Páll Axel maður leiksins Borgnesingar með Pál Axel Vilbergsson í fararbroddi komu ákveðnir til leiks í Grindavík og buðu áhorfendum upp á jafnan fyrri hálfleik en heimamenn tóku sig á í seinni hálfleik og unnu örugglega, 106:97. Grindvíkingurinn í liði Borgnesinga fékk hlýjar móttökur hjá áhorfendum þegar liðin voru kynnt. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 363 orð

Sigurkarfa Örlygs Njarðvíkingar sigruðu Hauka með e

Sigurkarfa Örlygs Njarðvíkingar sigruðu Hauka með eins stigs mun í Hafnarfirði í gærkvöldi, 83:82. Örlygur Sturluson, 17 ára leikstjórnandi, tryggði þeim grænu sigurinn með góðri körfu eftir gegnumbrot þegar tuttugu sekúndur lifðu leiks. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | -1 orð

Sigur KFÍ hékk á bláþræði KFÍ sótti dýrmætan

Sigur KFÍ hékk á bláþræði KFÍ sótti dýrmætan sigur til Akureyrar í gærkveldi er liði lagði Þór að velli 72:71. Eftir sigurinn er KFÍ komið í þriðja sætið í deildinni með 20 stig, en Þórsarar eru sem fyrr í baráttunni á botninum. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 72 orð

Skíði

Heimsbikarinn Åre, Svíþjóð: Svig kvenna Kristina Koznick1,29,46(45,08 /44,38) Hilde Gerg (Þýskalandi)1.29,77 (44,81/44,96) Sabine Egger (Austurr.)1.30,36 (45,46/44,90) Ylva Nowen (Svíþjóð)1.30,38 (45,37/45,01) Urska Hrovat (Slóveníu)1.30,75 (45,14/45,61) Martina Ertl (Þýskalandi)1. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 340 orð

Sætur sigur Vals Valsmenn bættu tveimur sti

Sætur sigur Vals Valsmenn bættu tveimur stigum í sarpinn í gær er þeir tóku á móti Skagamönnum og sigruðu, 82:76. Hlíðarendaliðið er þó enn í þriðja neðsta sæti en aðeins tveimur stigum á eftir Skallagrími. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 463 orð

TREVOR Sinclair, sókarleikmaður

TREVOR Sinclair, sókarleikmaður QPR, er kominn í herbúðir West Ham, sem lét QPR fá tvo leikmenn í skiptum í gær ­ norður- írsku landsliðsmennina Iain Dowie, 33 ára, og Keith Rowland, 26 ára. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 279 orð

Tveir frá Íslandi með landsliðinu í knattspyrnu á Kýpurmó

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, valdi í gær 19 leikmenn vegna sex þjóða mótsins á Kýpur í næstu viku. 17 þeirra leika með erlendum liðum í átta löndum og því fara aðeins tveir leikmenn frá Íslandi á þriðjudag. Flestir hittast í Amsterdam og fara þaðan saman til Kýpur en þrír leikmenn, Pétur Marteinsson, Arnar Grétarsson og Helgi Kolviðsson, fara á annan hátt sama dag. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 538 orð

Valur - ÍA82:76

Hlíðarendi, 15. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, DHL-deildarinnar (efstu deildar karla), fimmtudaginn 29. janúar 1998. Gangur leiksins: 0:3, 3:8, 7:14, 14:21, 27:28, 32:31, 34:39, 37:43, 41:46, 41:48, 46:52, 56:52, 60:56, 60:61, 66:63, 69:65, 74:67, 76:72, 78:76, 82:76. Meira
30. janúar 1998 | Íþróttir | 101 orð

Vogts áfram með þýska landsliðið BE

BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu, sagði í gær að hann hefði í hyggju að halda áfram með liðið eftir Heimsmeistarakeppnina í Frakklandi. Hann hefur gegnt stöðfrá HM 1990. Vogts, sem hafði áður gefið til kynna að hugsanlega hætti hann eftir HM. "Það er áhugavert verkefni að byggja upp nýtt lið og ég ætla að halda áfram," sagði hann við þýska dagblaðið Bild. Meira

Úr verinu

30. janúar 1998 | Úr verinu | 333 orð

Gífurleg verðmæti tapast fari sjómenn í verkfall

STJÓRN Samtaka fiskvinnslustöðva lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Í ályktun stjórnarinnar segir að komi til verkfallsins verði afleiðingar þess geigvænlegar fyrir allt þjóðarbúið, en febrúarmánuður hafi skapað mest útflutningsverðmæti sjávarafurða mörg undanfarin ár. Meira
30. janúar 1998 | Úr verinu | 168 orð

Samdráttur í Peterhead

MIKILL samdráttur var í fisklöndunum í skozku borginni Peterhead á síðasta ári. Alls var um 10.000 tonnum minna landað þar í fyrra en á síðasta ári og nemur samdrátturinn í verðmæti talið um 1,2 milljörðum króna. Alls var landað þar um 115.000 tonnum að verðmæti um 9,6 milljarðar króna. Árið áður var landað um 125.500 tonnum í Peterhead að verðmæti 10,7 milljarðar króna. Meira
30. janúar 1998 | Úr verinu | 604 orð

"Við viljum frekar fara mjúku leiðina"

SLYSAVARNAFÉLAGI Íslands ber að framfylgja lögum um tilkynningaskyldu fiskiskipa. Öllum íslenskum fiskiskipum, stórum sem smáum, ber að tilkynna sig úr höfn, í höfn og tvisvar sinnum á sólarhring á meðan verið er á sjó. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 287 orð

Alltaf aðlæra meiraog meira

DÚKKULÍSURNAR gerðu út frá Egilsstöðum síðasta árið og því hætti Erla Ragnarsdóttir í MR, fór í ME og lauk stúdentsprófi þaðan 1986. Eftir nokkra kúrsa í stórnmálafræði við HÍ, lá leiðin til Bandaríkjanna, í fjölmiðlun og stjórnmálafræði. "Ég var alltaf að læra meira og meira," segir Erla, sem lauk BA prófi í sagnfræði frá HÍ 1993, og varð cand.mag. Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 939 orð

Ánetjaðist kaffi á þekktu veitingahúsi í Boston

"KAFFINAUTNAKONA varð ég ekki fyrir alvöru fyrr en ég byrjaði að vinna á Café Algiers í Boston," segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir lífsglaður píanóleikari og expressó- vélar-virtúós. "Ég reyni að halda kaffínmagninu stöðugu í blóðinu," bætir hún við til útskýringar. Hún sem hefur lagt fjórar expressóvélar að velli. Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 387 orð

Draumurinní þann mundað rætast

RUT Einarsdóttir verslunarkona hefur lengi alið með sér þann draum að flytja til Bandaríkjanna og sá draumur er í þann mund að rætast því í mars mun hún flytja til Seattle í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum, Einari Gylfasyni. Hún fékk stóra vinninginn í happdrættinu; ótakmarkað atvinnuleyfi og búseturétt í Bandaríkjunum. Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1642 orð

Dúkkulísurfyrr og síðarÞær segjast ekki ætla að endurvekja hljómsveitina Dúkkulísur, þótt góður rómur væri gerður að frammistöðu

"FIMMTÁN ára kasólétt ... ég vildi ég væri Pamela í Dallas ..." Þannig sungu Dúkkulísurnar frá Egilsstöðum fremur frekjulega en jafnframt mærðarlega á níunda áratugnum. Þótt hin ríka og fríða Pamela í bandarísku sjónvarpssápunni Dallas sé Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1196 orð

Frumstæð hönnunarhefð húsgagna Það er ekki auðvelt fyrir íslenska hönnuði að koma verkum sínum í fjöldaframleiðslu erlendis. Það

"NAFNIÐ á stólnum má rekja til þess að ég sæki hugmyndina einnig til hestsins. Ég vil að fólk setjist í stólinn minn og ríði um lendur ímyndunaraflsins," segir Sigurður kíminn, þegar hann sýnir Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 511 orð

Grímulaus karlmaður í húðhreinsun

ILMANDI hrein húð er ekki bara handa konum. Þær eru vissulega með næmara lyktarskyn en karlar, og hafa ef til vill meiri löngun til að ilma ­ en þessi löngun hefur leitt til þess að þær hafa hringt á snyrtistofur og pantað tíma fyrir karlana sína. Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 246 orð

Hlustaði ekkiá lögin okkarí mörg ár

"EINN lítill fingur, tveir litlir fingur ..." og áþekk lög syngur Erla Ingadóttir dagmamma á Egilsstöðum einstöku sinnum og glamrar á gítarinn fyrir börnin sín þrjú og sjö önnur, sem hún passar. "Að öðru leyti snerti ég varla gítarinn," segir hún. Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 231 orð

Lagði kjuðanaekki alveg áhilluna

"MÉR finnst alveg nóg að vera húsmóðir og kennari," segir Guðbjörg Pálsdóttir, sem býr á Egilsstöðum ásamt sambýlismanni og þriggja ára dóttur. Hana fýsir lítt að berja trommurnar aftur og segist afþakka pent þegar kunningi sinn fyrir austan ámálgi slíkt við hana. En Guðbjörg lagði kjuðana þó ekki alveg á hilluna eftir að Dúkkulísurnar hættu. Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 722 orð

Landshornanna á milli úr og í skólann

NEMENDURNIR Guðmundur Davíðsson frá Egilsstöðum og Hornfirðingurinn Bjarni M. Jónsson hljóta að teljast námfúsir með afbrigðum. Í það minnsta leggja þeir það á sig að keyra í marga klukkutíma til þess að sækja námskeið í verðbréfamiðlun sem kennt er á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands á Akureyri. Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 471 orð

"Leche, latte eða au lait?"

HVER er munurinn á Kaffi latte, cafe con leche og café au lait? Enginn segir Sonja Grant hjá Kaffitári sem tók að sér að ljóstra upp leyndarmálinu bakvið góðan kaffibolla. Fremstur meðal jafningja er bolli af expresso, sem gerður er úr mikið brenndu kaffi. "Baunir í expresso eru brenndar í franskri brennslu, um það bil 3 stigum meira en venjulegar kaffibaunir. Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 654 orð

Listamaðurhversdags-leikans

SKÖMMU eftir að Gréta Sigurjónsdóttir flutti suður til að leika með Dúkkulísunum fékk hún vinnu í kjötvinnslu. Henni líkaði starfið vel og ákvað að læra iðnina þegar hljómsveitin hætti. "Ég hefði líklega alveg eins getað orðið prentari, hárgreiðslukona eða nánast hvað sem var, ef auglýst hefði verið eftir slíkum starfskröftum daginn sem ég skoðaði atvinnuauglýsingar dagblaðanna, Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 350 orð

Nýtt skallalyf fyrir karlmenn

MATVÆLA- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna samþykkti í árslok að leyfa notkun skallalyfsins Propecia sem þýðir að karlmönnum með hárlos er fyrsta sinni kleift að taka lyf í töfluformi sér til bóta, samkvæmt upplýsingabanka Reuters- fréttastofunnar um heilbrigðismál. Virkt efni Propecia nefnist finasteride og hefur verið á markaði gegn stækkun blöðruhálskirtils sem Proscar. Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 436 orð

Spurninghvort grasiðsé grænnahinum megin

HJÓNIN Margrét Sif Hákonardóttir og Þór Ómar Jónsson fengu græna kortið í innflytjendahappdrættinu haustið 1995. Þá höfðu þau verið búsett í Bandaríkunum í um fimm ár, en í Los Angeles lærði hann kvikmyndargerð en hún ferðamálafræði. Þeir sem útskrifast úr bandarískum háskólum fá leyfi til að starfa þar í eitt ár eftir að námi lýkur. Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 108 orð

Svonagerum við

FYRST er að kveikja á vélinni, segir Steinunn Birnakankvís og reiðir upp vísifingurinn, sem hentar ágætlega íþeim tilgangi. KAFFIÐ er sett í síuna semfyllt er að . Síðan er kaffinuþjappað. SÍAN er fest á vélina og snúið lítillega, í þessu tilviki tilvinstri. Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 778 orð

Vesturfarar freista gæfunnar í happdrætti

Í FYRRA unnu 66 Íslendingar í happdrætti sem bandarísk stjórnvöld efna til árlega um innflytjendaleyfi til landsins. Vinningshöfum og fjölskyldum þeirra er þannig gert kleift að búa þar og starfa um ókomin ár. Iðulega taka fjölmargir þátt í happdrættinu, alls staðar að úr heiminum, en í fyrra bárust um sex milljónir umsókna frá um 160 löndum. Af þeim hrepptu aðeins um 55. Meira
30. janúar 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 266 orð

Vonandi ítónlistarnámnæsta vetur

"UNDANFARIÐ hef ég "bara" verið húsmóðir með tónlist sem tómstundagaman," segir Harpa Þórðardóttir, sem býr ásamt sambýlismanni sínum og tveimur ungum börnum á Akureyri. Hún tók við sem hljómborðsleikari Dúkkulísanna af Hildi Viggósdóttur um áramótin 1984/85. "Þær vantaði hljómborðsleikara og einhver sagði þeim frá mér. Meira

Ýmis aukablöð

30. janúar 1998 | Dagskrárblað | 127 orð

14.45Skjáleikur [27

14.45Skjáleikur [2731059] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. [6609059] 17.30Fréttir [71160] 17.35Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [216924] 17.50Táknmálsfréttir [1731214] 18. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.