Greinar laugardaginn 31. janúar 1998

Forsíða

31. janúar 1998 | Forsíða | 444 orð

Albright og Prímakov ósátt um leiðir í deilunni við Írak

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn vildu heldur að diplómatísk lausn fyndist á deilunni við Íraka, en varaði jafnframt við því að allir möguleikar væru enn fyrir hendi og þolinmæði Bandaríkjamanna væri "á þrotum". Meira
31. janúar 1998 | Forsíða | 305 orð

Jeltsín ýjar að uppstokkun

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær, að nauðsynlegt gæti verið að skipta um "einn eða tvo" ráðherra en tók fram, að Víktor Tsjernomyrdín yrði áfram forsætisráðherra. Tsjernomyrdín sagði í Sviss í gær, að ekki yrði hróflað við þeim Anatolí Tsjúbajs og Borís Nemtsov í hugsanlegri uppstokkun. Meira
31. janúar 1998 | Forsíða | 89 orð

Lífverðir beri ekki vitni

DÓMARI í Arkansas í Bandaríkjunum kvað í gær upp þann úrskurð að lögmönnum Paulu Jones, sem hefur höfðað mál á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta kynferðislega áreitni, væri óheimilt að krefjast skjala eða vitnisburðar frá lífvörðum forsetans. Dómarinn ógilti ennfremur fjórar stefnur sem leyniþjónustunni hafa þegar verið birtar. Meira
31. janúar 1998 | Forsíða | 88 orð

Mótmæla ofbeldisöldu

UM þrjú þúsund manns komu í gær saman í miðborg Belfast til að mótmæla öldu ofbeldisverka, sem riðið hefur yfir Norður- Írland undanfarnar vikur og stefnir friðarviðræðum þar í voða. Verkalýðsfélög í borginni skipulögðu gönguna og kváðust mótmælendur vilja koma þeim skilaboðum á framfæri við hópa hryðjuverkamanna að almenningur á N-Írlandi vildi að endi yrði bundinn á morðin. Meira
31. janúar 1998 | Forsíða | 218 orð

Nefnd til að styrkja siðgæðisþrekið

AÐSTOÐARÞJÁLFARI norska fótboltalandsliðsins, poppsöngvari, dómari og stjórnmálamaður, að ógleymdum fulltrúum kirkju, búddatrúarmanna, samkynhneigðra og háskólamanna, eru á meðal þeirra 49 sem taka munu sæti í svokallaðri gildanefnd, sem norska ríkisstjórnin skipaði í gær. Markmið nefndarinnar er háleitt, því henni er ætlað að vinna að því að styrkja siðgæðisþrek norsku þjóðarinnar. Meira

Fréttir

31. janúar 1998 | Miðopna | 2251 orð

ALDAMÓTAMENNIRNIR OG SÖGURITUN

NÚ ÞEGAR aldamót nálgast og við horfum yfir sviðið er eðlilegt að mönnum verði starsýnt á aldamótamennina svokölluðu ­ landnámsmenn hins nýja Íslands. Þeir voru mennirnir sem brutust úr aldagömlum viðjum bændasamfélagsins og lögðu grunninn að þeirri velsæld og þeim stöðugleika í stjórnarfari sem við höfum búið við síðan. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Á leið til Nagano

JÓN Þór Sverrisson frá Akureyri datt í lukkupottinn hjá VISA- Íslandi þegar nafn hans var dregið upp úr potti korthafa fyrirtækisins. Hann hlaut ferð fyrir tvo til Japan ásamt gistingu og aðgöngumiðum á íþróttaviðburði leikanna dagana 14.­18. febrúar. VISA-Ísland ákvað í nóvember sl. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 165 orð

Ástæða til að taka málið upp

"ÞEGAR til álita kemur að setja upp verk sem byggist á sömu hugmynd finnst mér áhugavert og full ástæða til að taka málið upp að nýju og horfa fyrst á það verk sem vann í samkeppni í tilefni leiðtogafundarins," sagði Árni Sigfússon, þegar álits hans var leitað á hugmynd um að setja upp við Höfða verkið Upphaf friðar eftir Grím Marínó Steindórsson, myndlistarmann. Meira
31. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 1197 orð

Bandaríkin kjósa samstöðu um aðgerðir gegn Írak

"ÉG VÆRI varla að leggja það á mig að fljúga heila nótt hingað til Stokkhólms og halda svo áfram til annarra sjö landa, ef ég teldi það engu máli skipta," segir Bill Richardson sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Meira
31. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 291 orð

Beinn styrkur í stað auglýsinga

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að veita framboðum til bæjarstjórnarkosninga vorið 1998 samtals 600 þúsund krónur í styrk, en upphæðinni verður skipt jafnt milli þeirra sem skila gildum framboðslistum til kjörstjórnar. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

Bergmenn á Kaffi Reykjavík

STÓRHLJÓMSVEITIN Færeyska Bergmenn með söngkonunni Sølva Højgaard leika á Kaffi Reykjavík á sunnudagskvöld. Meðlimir Bergmanna eru driffjaðrir Færeysku hljómsveitarinnar Víkingabandsins þeir Georg eistan Á og Njáll Sigurjónsson. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Bleshæna á Tjörninni

STÖK bleshæna hefur haldið sig við og á Reykjavíkurtjörn frá því fyrir áramót. Hún er aldökk utan ljóst nef og hvíta blesu, kubbslega vaxin, með stutt stél og fæturnir eru mjög aftarlega á búknum. Bleshænan virðist una sér vel á Tjörninni þrátt fyrir að sækja ekki í brauðgjafir mannfólksins. Meira
31. janúar 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Brákarbrú endurbyggð

Borgarnesi. - BRÚIN yfir Brákarsund í Borgarnesi verður að öllum líkindum endurreist á þessu ári. Hún er komin á framkvæmdaáætlun og verður endurbyggð að því tilskildu að vegaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi verði samþykkt. Brúin yfir Brákarsund var reist árið 1929. Þetta var falleg 64 metra bogabrú sem nú er mjög farin að láta á sjá. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

CRAFT víki fyrir KRAFT

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að innflytjanda fatnaðar með vörumerkinu CRAFT sé óheimilt að nota það merki þar sem Sjóklæðagerðin hf. hafi vörumerkjarétt á merkinu KRAFT. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Dagsferð Útivistar

ÚTIVIST stendur fyrir dagsferð sunnudaginn 1. febrúar. Brottför er frá Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg kl. 10.30. Gengið verður frá Draugahlíðum upp í Jósepsdal og ef aðstæður eru góðar verður gengið á Vífilfell. Annars verður gengið upp Ólafsskarð og upp að Leitum og um Eldborgir. Gengið til baka niður að Lambafelli. Meira
31. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 642 orð

Deilt um nýja rannsókn á drápunum

FORINGI breskra hermanna, sem skutu 14 óvopnaða kaþólikka til bana á Norður-Írlandi 30. janúar 1972, hefur gagnrýnt þá ákvörðun Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, að hefja nýja rannsókn á drápunum. Ákvörðunin hefur mælst vel fyrir meðal lýðveldissinna, sem segja hana geta stuðlað að sáttum milli kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi. Meira
31. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 265 orð

Duisenberg segist öruggur um bankastjórastöðuna

WIM Duisenberg, yfirmaður Peningamálastofnunar Evrópu (EMI) segist öruggur um bankastjórastöðuna í hinum nýja Seðlabanka Evrópu, sem taka mun til starfa um næstu áramót. Duisenberg ber til baka blaðafregnir um að hann muni fara á eftirlaun eftir fjögur ár í bankastjórastöðunni til að hleypa að Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Frakklands. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Ekið á kyrrstæðan bíl

EKIÐ var á kyrrstæðan bíl við Mánagötu 24 í Reykjavík síðastliðinn þriðjudag milli klukkan 8:15 og 10:10. Er það ljósblár Subaru-langbakur. Ekið var utan í hægri hlið bílsins og skemmdist hann nokkuð. Lögreglan biður þá sem kynnu að hafa orðið vitni að óhappinu að gefa sig fram. Meira
31. janúar 1998 | Landsbyggðin | 125 orð

Esso opnar hraðbúð á Hellissandi

Hellissandi-Skömmu fyrir jól eða 14. desember sl. opnaði Essó nýja hraðbúð við Útnesveg á Hellissandi. Verslunarstjóri er Drífa Skúladóttir sem áður rak Kjörbúð Hellissands. Kjörbúðinni hefur nú verið lokað. Hraðbúðin er mikil framför hér í verslunarmálum. Er opin alla vikuna frá kl. 9­22. Laugardaga er hún þó opin til 23. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Fjórir á slysadeild

FERNT var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið eftir harðan árekstur þriggja bíla á mótum Nýbýlavegar, Skemmuvegar og Valahjalla í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Meiðsli fólksins voru ekki talin hættuleg, að sögn lögreglu. Áreksturinn varð þegar jeppa var ekið frá bensínstöð og í veg fyrir tvo fólksbíla á leið yfir gatnamótin vestur Nýbýlaveg. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Fjögur fyrirtæki sameinast í Sameinuðum útflytjendum

FJÖGUR útflutningsfyrirtæki á sviði sjávarafurða hafa nú runnið saman í eitt, Sameinaða útflytjendur. Hið nýja fyrirtæki verður með rúmlega 4,5 milljarða króna ársveltu og flytur út allar helztu tegundir sjávarafurða til helztu markaðssvæða í heiminum. Sameinaðir útflytjendur verða þá með 10-25% markaðshlutdeild í öllum helztu fiskafurðum. Meira
31. janúar 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Fjölmennur kynningarfundur á Selfossi

Selfossi-Síðastliðna daga hafa farið fram á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri almennir borgarafundir um sameiningarmál í vestanverðum Flóa, en kosningar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á svæðinu fara fram 7. febrúar næstkomandi. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Selfossbær, Sandvíkurhreppur, Stokkseyri og Eyrarbakki. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 351 orð

Flokksskrá framsóknar útbreidd meðal utanflokksmanna

VALDIMAR K. Jónsson, formaður fulltrúaráðs Framsóknarflokksins, segir að stjórn fulltrúaráðsins muni kanna það um helgina hvernig á því standi að listar yfir alla flokksbundna Framsóknarmenn hafa komist í hendur fjögurra frambjóðenda sem taka þátt í prófkjöri Reykjavíkurlistans á vegum annarra flokka. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Formaður Alþýðubandalagsins í heimsókn til Kúbu

MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, hefur þegið boð stjórnvalda á Kúbu um að koma þangað í formlega heimsókn á þessu ári. Þetta kemur fram í Fréttum, fréttabréfi Alþýðubandalagsins. Meira
31. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 296 orð

Frábiðja sér umvandanir

FÆREYINGAR hafa harðlega gagnrýnt umræðurnar, sem fóru fram í danska þinginu um bankamálið. Meðal annars frábiðja þeir sér þær siðferðilegu umvandanir, sem dönsku þingmennirnir voru ósparir á þegar talið barst að færeyskum efnahagsmálum. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 382 orð

Fyrirlestur um Mývatn og endurheimt votlendis

Í ÁR mun Náttúruvernd ríkisins og Fuglaverndarfélag Íslands standa að fyrirlestrum að kvöldi 2. febrúar í Norræna húsinu og verður í þeim fjallað annars vegar um Mývatn og hins vegar um endurheimt votlendis. Fyrirlestrarnir byrja kl. 20. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis, selt verður kaffi í fundarhléi. Í fyrri fyrirlestrinum í Norræna húsinu mun dr. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Fækkað í stjórn hjá Óðni

AÐALFUNDUR í Málfundafélaginu Óðni, félagi sjálfstæðismanna í launþegasamtökum, var haldinn 13. janúar sl. Á aðalfundinum varð sú breyting á skipan stjórnar félagsins að í stað tólf manna stjórnar er stjórnin nú skipuð sjö mönnum. Hannes H. Garðarsson lét af störfum að eigin ósk sem formaður Óðins og við tók nýr formaður, Ívar Andersen, sem átt hefur sæti í stjórn félagsins undanfarið. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 335 orð

Færri slys spöruðu 300-600 millj. í fyrra

ÖKUHRAÐI, ölvunarakstur, ungir ökumenn, bílbelti og öryggisbúnaður fyrir börn í bílum verða í ár meginviðfangsefni í umferðaröryggisáætlun sem skipulögð hefur verið til ársins 2001. Skýrsla um stöðu umferðaröryggismála var lögð fyrir Alþingi í vikunni og kemur þar m.a. Meira
31. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 290 orð

Gamall og sviplaus flokkshestur

HIKARU Matsunaga hefur verið skipaður fjármálaráðherra í Japan og tekur hann við embættinu af Hiroshi Mitsuzuka, sem neyddist til að segja af sér vegna mútuhneykslis í fjármálaráðuneytinu. Matsunaga fær nú það tvöfalda verkefni að hreinsa til í ráðuneytinu og drepa efnahagslífið úr þeim dróma, sem hefur einkennt það síðustu árin. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

Haraldur Johannessen skipaður ríkislögreglustjóri

DÓMSMÁLARÁÐHERRA skipaði í gær Harald Johannessen varalögreglustjóra til þess að vera ríkislögreglustjóri frá og með 1. febrúar 1998. Haraldur lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1983 og stundaði framhaldsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Flórída árið 1983­1984. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Hádegisfundir um stöðu félagssögunnar

SAGNFRÆÐINGAFÉLAG Íslands efnir til hádegisfunda um stöðu félagssögunnar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í vetur. Verða þeir í stóra salnum í Þjóðarbókhlöðu. Öllum starfandi sagnfræðingum, sögukennurum í framhaldsskólum og nemendum í sagnfræði á háskólastigi ásamt almennum áhugamönnum er boðin þátttaka, þeim að kostnaðarlausu. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 306 orð

Háskólinn sýknaður af 7,6 milljóna kröfu fatlaðs nemanda

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur með dómi sýknað Háskóla Íslands af kröfu blindrar konu um 7,6 milljóna króna bætur vegna ætlaðs tekjumissis og miskabóta. Konan stundaði nám við skólann í viðskipta- og hagfræðideild í fjögur ár, en hvarf þá frá náminu að loknum 36 einingum af 120. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 433 orð

Heiðursmannasamkomu lag við lögmann Þórðar

SÝSLUMANNINUM á Akranesi verður gefinn kostur á að skýra rök sín fyrir samningi um greiðslu sektar Þórðar Þ. Þórðarsonar vegna dóms fyrir skattsvik, en ráðuneytið telur að sýslumaður hafi ekki lagaheimild til að veita lengri frest en til árs vegna greiðslu sektar. Sýslumaðurinn segist hafa gert heiðursmannasamkomulag við lögmann Þórðar og að slíkur samningur hafi ekki lagagildi. Meira
31. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 511 orð

Hlustaði á samtalið við Clinton

LINDA Tripp, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og mikilvægt vitni í málinu gegn Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, sagði í gær, að hún hefði verið viðstödd þegar Clinton hringdi í Monicu Lewinsky síðla kvölds. Kemur þetta fram í skriflegri yfirlýsingu Tripps, sem lögfræðingur hennar, James Moody, birti í gær en þar neitar hún einnig, að pólitískar ástæður búi að baki framburði sínum. Meira
31. janúar 1998 | Landsbyggðin | 175 orð

Íþróttamaður Grindavíkur

Grindavík-Íþróttamaður Grindavíkur árið 1997 var kjörinn Mílan Stefán Jankovic knattspyrnumaður. Viðurkenning þessi var í nafni afrekssjóðs Grindavíkurbæjar og UMFG. Þetta var í níunda skipti sem þessi viðurkenning er veitt og í fyrsta skipti sem knattspyrnumaður hlýtur þessa heiðursnafnbót. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 402 orð

Kosningavöku og úrslitum sjónvarpað

TALSVERÐ óvissa ríkir um hversu mikil þátttaka muni verða í prófkjöri Reykjavíkurlistans sem fer fram í dag frá kl. 10­20 en prófkjörið er opið öllum íbúum í Reykjavík og á Kjalarnesi, sem hafa náð kosningaaldri á kjördegi. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

LEIÐRÉTT Rangt heimilisfang Í FRÉ

Í FRÉTTATILKYNNINGU í Morgunblaðinu sl. miðvikudag birtist tilkynning frá hárgreiðslustofunni Hár og hitt og var rangt farið með heimilisfang stofunnar en hún er í Sporhömrum 3. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
31. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Leikfélag Dalvíkur sýnir Að eilífu

LEIKFÉLAG Dalvíkur frumsýnir gamanleikinn Að eilífu eftir Árna Ibsen í kvöld, laugardagskvöldið, 31. janúar. Verkið er nýlegt og hefur aðeins einu sinni áður verið sett upp en það var samvinnuverkefni Hafnarfjarðarleikhússins Hermóðar og Háðvarar og Nemendaleikhúss Leiklistarskóla Íslands á síðastliðnu ári. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 405 orð

Loðnusamningar við Japani í biðstöðu

EKKI er hægt að ljúka gerð samninga um sölu á loðnuafurðum til Japans vegna yfirvofandi sjómannaverkfalls. Aðalsteinn Gottskálksson, sölustjóri hjá Íslenskum sjávarafurðum hf., sagði að útlínur samnings við kaupendur í Japan lægju fyrir, en það væri ekki hægt að ljúka viðræðum um verð fyrr en ljóst væri hvort einhver loðna yrði fryst á þessari vertíð. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Málfundur um Írak

UNGIR sósíalistar halda málfund laugardaginn 31. janúar kl. 16.30 í Pathfinder bóksölunni, Klapparstíg 26, 2. hæð. Yfirskrift fundarins er Írak og stríðsstefna Bandaríkjanna. Framsögu halda Kári Gylfason, nemi í MH og Ólöf Andra Proppé, nemi í MR. Sigurður J. Haraldsson, verkamaður hjá olíufélögunum stjórnar umræðum. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 314 orð

Málið fer aftur til Samkeppnisráðs

STJÓRN Lögmannafélags Íslands hefur afgreitt frá sér kvörtun manns sem taldi að lögmaður, sem innheimti hjá honum skuld, hefði krafið sig um greiðslu á óeðlilega háum innheimtukostnaði. Málið fór á sínum tíma til Samkeppnisstofnunar að kröfu lögmannsins og hefur hann ákveðið að vísa málinu aftur til stofnunarinnar. Meira
31. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 399 orð

MESSUR

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli á morgun, kl. 11, ömmu- og afadagur, ömmukórinn syngur, ömmur og afar hvött til að koma með barnabörnum sínum. Guðsþjónusta kl. 14, Kór Akureyrarkirkju syngur, Jóna Fanney Svavarsdóttir syngur einsöng, kvenfélagskaffi eftir messu, öldruðum boðinn akstur til kirkju, farið frá Víðilundi kl. 13. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Mótmæla hugmyndum um matarskatt

STJÓRN BSRB mótmælir harðlega framkomnum hugmyndum í stjórn Ríkisspítalanna um matarskatt á sjúklinga stofnunarinnar og aðrar auknar álögur og innritunargjöld á þá sem þurfa að leita eftir þjónustu sjúkrahússins, segir í fréttatilkynningu. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Norrænt samstarf um smitvarnir

NORRÆNU ríkin munu í sameiningu aðstoða við varnir gegn smitsjúkdómum á grannsvæðum Norðurlanda í Norðvestur-Rússlandi og Eystrasaltslöndunum næstu fjögur árin. Tíðni smitsjúkdóma á borð við barnaveiki, berkla, alnæmi, lifrarbólgu B og þarmasýkingar hefur farið mjög vaxandi í þessum löndum á undanförnum árum. Meira
31. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 308 orð

Næg verkefni á svæðinu

VSÓ Ráðgjöf Akureyri ehf. er nýtt fyrirtæki sem býður alhliða ráðgjafarþjónustu á Norðurlandi, svo og ráðgjöf á sviði rekstrar, gæða- og umhverfisstjórnar á Íslandi. Magnús Magnússon verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri og sagði hann fulla þörf á fyrirtæki sem þessu á Akureyri. Meira
31. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 383 orð

Oprah sögð í vondu skapi

VITNI við réttarhöld yfir sjónvarpskonunni Oprah Winfrey sagði, að gestgjafi þáttarins hafi verið mjög stúrin þegar þáttur, þar sem kúariða var til umfjöllunar, var tekinn upp. Lögmenn nautgripabænda í Texas, sem stefndu Winfrey fyrir meiðyrði, sögðu fyrir réttinum, að í sjónvarpsþættinum hefði skemmtanagildið verið látið bera sannleikann ofurliði. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð

Óbreytt staða í sjómannadeilunni

ENGINN árangur varð á sáttafundi í sjómannadeilunni í gær og er staðan í deilunni óbreytt. Samningamenn hafa verið boðaðir til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara í dag, en verkfall hefst 2. febrúar hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Reiknað er með að fundir standi alla helgina. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 337 orð

"Rauður eldmökkur með eldsúlu aftan úr"

LOFTSTEINN sást víða á landinu á níunda tímanum í gærkvöld og sást hann springa á himni. Landhelgisgæslunni barst tilkynning frá báti 18 mílur norðvestur af Straumnesi um að neyðarblys hefði sést á lofti og var þyrla Gæslunnar og varðskip sent af stað en afturkallað þegar í ljós kom að allt benti til að um loftstein væri að ræða. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Reyndu skattsvik í porti skattrannsóknarstjóra

STARFSMENN skattrannsóknarstjóra sáu á dögunum til grunsamlegs athæfis í porti á lóð við húsnæði embættisins við Borgartún í Reykjavík. Komu þar inn bílar og fóru, menn báru milli þeirra kassa og virtust stunda einhver viðskipti. Fulltrúum skattrannsóknarstjóra fannst málið það dularfullt að tveir menn voru sendir út í port til að grafast fyrir um hvað þar væri á seyði. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Sakborningur vill breyta framburði

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness framlengdi í gær gæsluvarðhald tvíburanna, sem urðu Lárusi Ágústi Lárussyni að bana í Heiðmörk 2. október, til 8. maí. Er varðhaldið framlengt meðan beðið er dóms Hæstaréttar í málinu. Meira
31. janúar 1998 | Landsbyggðin | 163 orð

Sameiginlegt framboð á Akranesi

ALÞÝÐUBANDALAG, Alþýðuflokkur og Kvennalisti á Akranesi hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista, Akraneslistann, við sveitastjórnarkosningarnar í vor. Á stofnfundinn, sem haldinn var sl. miðvikudagskvöld, mættu einnig óflokksbundnir og óháðir en flokkarnir þrír sáu um allan undirbúning. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Samið um fræðslu í skógrækt og landgræðslu

FRÆÐSLUSAMNINGUR á milli Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins annars vegar og Garðyrkjuskóla Íslands hins vegar um skógræktar- og landgræðslufræðslu til loka ársins 1999 var endurnýjaður 27. janúar sl. Fyrri samningur var undirritaður árið 1996. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Senda má erindi í tölvupósti

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ vill vekja athygli á að einstaklingar, fyrirtæki og fjölmiðlar geti sent erindi og fyrirspurnir til ráðuneytisins og sendiráða Íslands í tölvupósti. Netfang ráðuneytisins er posturÞutn.stjr.is. Meira
31. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 84 orð

Sex salamöndrum skotið til Mír

ÞRÍR geimfarar, Frakki og tveir Rússar, fóru á fimmtudag með Soyuz-geimfari frá geimferðamiðstöðinni í Baikonur í Kasakstan og verða komnir að Mír-geimfarinu í kvöld. Þar eiga Rússarnir sex mánaða vist fyrir höndum en Frakkinn, Leopold Eyharts, á að gera ýmsar tilraunir í þrjár vikur en snúa síðan aftur til jarðar ásamt Rússunum tveimur, sem nú eru í Mír. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

SIGURÐUR HARALDSSON

SIGURÐUR Haraldsson, bóndi á Kirkjubæ á Rangárvöllum, er látinn, 78 ára að aldri. Hann var landskunnur fyrir ræktun á hrossakyni sem kennt er við Kirkjubæ. Sigurður fæddist 20. apríl 1919 og voru foreldrar hans Sigríður Tómasdóttir húsfreyja og Haraldur Jónsson bóndi. Hann lauk búfræðinámi frá Hólaskóla 1939 og sneri sér síðan að húsasmíði. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 246 orð

Skýringar eru fullnægjandi

FLUGRÁÐ telur eftir fund sinn í gær að fullnægjandi skýringar séu komnar fram á því sem virtist vera ósamræmi milli aukins farþegaflugs og innheimts eldsneytisgjalds og að þær svari spurningum sem varpað var fram í ráðinu. Flugráð lýsir fullu trausti á flugmálastjóra og starfsmenn hans og ítrekar að vangaveltur um að fjármuni vanti vegna innheimtu eldsneytisgjalds séu tilhæfulausar. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Slasaðist á skíðum

TÍU ára gamall drengur slasaðist illa á skíðasvæðinu í Stafdal við Seyðisfjörð í gær. Drengurinn var að renna sér niður brekkuna ásamt félaga sínum þegar þeir skullu saman og lentu illa á lyftustaurnum. Annar drengurinn slapp lítið meiddur, en hinn brotnaði á báðum fótleggjum. Þeir voru báðir með hjálm og hlutu því ekki meiðsl á höfði. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Sólarkaffi Arnfirðinga

SÓLARKAFFI Arnfirðingafélagsins verður í Safnaðarheimili Áskirkju sunnudaginn 1. febrúar kl. 15. Á dagskrá verður þáttur um sjöunda áratuginn í máli og myndum. Rifjaðir verða upp merkisatburðir, minnst á þá sem settu svip sinn á áratuginn og vikið að mannlífi almennt. Í fréttatilkynningu eru Arnfirðingar hvattir til að koma og taka með sér gesti. Meira
31. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 158 orð

Sprenging í kjarnorkukafbáti

RÚSSNESKUR flotaforingi beið bana og að minnsta kosti fjórir sjóliðar voru fluttir á sjúkrahús vegna gaseitrunar þegar gassprenging varð í kjarnorkukafbáti í norðurhluta Rússlands. Þarlend yfirvöld sögðu að engin hætta væri á því að geislavirk efni lækju úr kafbátnum. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 828 orð

Stórar hugsanir laða að sér stór tækifæri

HÖSKULDUR Frímannsson ráðgjafi kennir fólki að átta sig á því hvað það vill fá út úr lífinu og hvernig hægt er að láta draum sinn rætast. Fólk er meðal annars látið velta því fyrir sér hvort það sé að fá það sem það vill út úr lífinu, hvernig það talar saman, hvernig það lærir og bent á leiðir til þess að ná betra jafnvægi á öllum þáttum lífsins, vinna með sjálfsmynd sína, Meira
31. janúar 1998 | Landsbyggðin | 166 orð

Stúkustarf í Stykkishólmi í 70 ár

Stykkishólmi-Barnastúkan Björk nr. 94 í Stykkishólmi var stofnuð 19. nóvember 1927. Hún hefur því starfað í 70 ár. Fyrsti gæslumaður hennar var Stefán Jónsson, kennari, en lengst hefur Árni Helgason haft umsjón með stúkunni eða í meira en fjörutíu ár. Starfsemin hefur oft á tímum verið kröftug. Barnastúkan hefur starfað í nánu og góðu samstarfi við Grunnskólann. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Styrkur úr Minningarsjóði Karls Sighvatssonar

NÝLEGA var veittur styrkur úr minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar en að þessu sinni hlaut styrkinn Guðmundur Sigurðsson sem lokið hefur kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Guðmundur sótti einkatíma í orgelleik í Bandaríkjunum á haustönn 1997. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 357 orð

Tekið verður við 20 flóttamönnum

SAMÞYKKT var á ríkisstjórnarfundi í gær, að tillögu Páls Péturssonar félagsmálaráðherra, að tekið verði við um það bil 20 flóttamönnum frá fyrrverandi Júgóslavíu. Er gert ráð fyrir að þeir komi til landsins síðar á þessu ári. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Torvelt að leggja rannsóknum lið

ÞÓRARINN Tyrfingsson, formaður SÁÁ, segist ekki sjá hvernig SÁÁ geti lagt erfðarannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar lið eins og málum sé nú háttað, en frá því hefur verið skýrt í fjölmiðlum að Tölvunefnd hafi látið Íslenska erfðagreiningu eyða úr tölvum sínum lista með nöfnum sjúklinga sem gengist höfðu undir áfengismeðferð. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

Tónleikar á vegum Tónlistarskóla Garðabæjar

FJÓRÐU tónleikarnir í tónleikaröðinni Við byggjum skóla verða haldnir í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju sunnudaginn 1. febrúar kl. 16. Leikin verða verk fyrir trompet og píanó eftir Ropartz, Bozza og Forestier, fluttar verða aríur fyrir sópranrödd eftir Puccini, Ciléa og Rossini og flutt verk fyrir sópran, trompet og píanó eftir Scarlatti, Purcell og Händel. Meira
31. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 36 orð

Tónleikar píanónema

TÓNLEIKAR píanónemenda Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða haldnir þriðjudagskvöldið 3. febrúar næstkomandi. Þeir verða í Freyvangi og hefjast kl. 20.30. Flytjendur eru lengra komnir píanónemendur af starfssvæði Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Meira
31. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 187 orð

Tvöfalt ETAmorð í Sevilla

UNGUR borgarstjórnarfulltrúi spænska Þjóðarflokksins og eiginkona hans voru skotin til bana í Sevilla í fyrrinótt. Er hryðjuverkasamtökum aðskilnaðarsinnaðra Baska kennt um tilræðið, að sögn spænskra embættismanna. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 879 orð

Um 2.160 einstaklingar búa rétt hjá veitingastað Gild veitingaleyfi í Reykjavík eru 338 og gild vínveitingaleyfi eru 163.

STARFSHÓPUR um starfsemi og umhverfi miðborgarinnar, veitinga- og vínveitingaleyfi leggur til að afgreiðslutími veitingahúsa í nágrenni við íbúðarsvæði verði til kl. 11.30 alla virka daga og til kl. 2 eftir miðnætti um helgar. Aðrir veitingastaðir verði opnir til kl. 1 eftir miðnætti alla virka daga og til kl. 3 eftir miðnætti um helgar. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 501 orð

Upplýsingar ekki tengdar persónum

BÆÐI Krabbameinsfélag Íslands og Hjartavernd halda saman skrá um þá sem leita til félaganna. Reglur um skráninguna eru í samræmi við reglur sem Tölvunefnd hefur sett í þessum efnum, en jafnframt hefur nefndin skipað tilsjónarmann með skráningunni, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá samtökunum. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 560 orð

Úrslitatilraun um helgina

UM helgina verður gerð úrslitatilraun til að leysa kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna án verkfalls, en verkfall er boðað 2. febrúar. Mjög þunglega horfir í deilunni og eru samningamenn mjög svartsýnir á að hægt verði að komast hjá verkfalli. Forsvarsmenn Sjómannasambandsins og Farmanna- og fiskimannasambandsins vara eindregið við afleiðingum lagasetningar á verkfallið. Meira
31. janúar 1998 | Miðopna | 601 orð

Varað við að láta hross ganga of nærri landinu

TÍÐARFARIÐ í vetur hefur verið slíkt að þar sem er mikil beit hefur lítið þurft að gefa af heyi og það getur komið sér vel fyrir hrossabændur. Að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar, ráðunautar hjá Bændasamtökum Íslands, þurfa menn að vara sig vegna þess að nú er veruleg hætta á því vegna þess hvað tíðin er góð að menn láti hrossin ganga of nærri landinu. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 996 orð

Verð á loðnu í sögulegu hámarki

VERÐ á loðnu er í sögulegu hámarki á sama tíma og allt virðist stefna í sjómannaverkfall. Greiddar voru 8.600 krónur fyrir tonnið af loðnu þegar fyrsta farminum var landað fyrir austan í gær en á sama tíma í fyrra voru greiddar rúmar 6.000 krónur fyrir tonnið. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Viðbygging við Vesturbæjarskóla

FYRSTA skóflustungan að viðbyggingu við Vesturbæjarskóla í Reykjavík var tekin í gær. Skólahús Vesturbæjarskóla við Sólvallagötu var tekið í notkun haustið 1988 en skólinn hafði áður verið til húsa í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Skólinn er nú tvísetinn og er því ráðist í stækkun. Viðbyggingin er 800 fermetrar, tveggja hæða steinsteypt hús. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 203 orð

Vilja heimild til hægri beygju á rauðu ljósi

GUNNLAUGUR M. Sigmundsson og Hjálmar Árnason, þingmenn Framsóknarflokks, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um heimild til hægri beygju á móti rauðu ljósi. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum þess efnis að heimila megi hægri beygju á móti rauðu ljósi á gatnamótum. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 387 orð

Víða los í fjallsbrúninni

ALLSTÓR grjótskriða féll úr Reynisfjalli klukkan rúmlega tvö í gær og staðnæmdist um 200-300 metrum vestan byggðarinnar í Vík í Mýrdal. Nokkrir mjög stórir steinar eða björg fylgdu með skriðunni, eitt þeirra sýnu stærst og var giskað á að það væri allt að tíu metrar á kant. Meira
31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Þorrablót á Kanaríeyjum

HIÐ árlega þorrablót Úrvals- Útsýnar var haldið á Kanaríeyjum 23. janúar sl. 250 Íslendingar blótuðu þorra að íslenskum hætti. Allur matur kom frá Íslandi. Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson ásamt Örvari Kristjánssyni skemmtu við góðar undirtektir gesta. Blótstjóri var Guðbjörg Sigurðardóttir og fjöldi gesta sá um ýmis skemmtiatriði. Dansað var fram á nótt. Meira
31. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 349 orð

Þriðja riðutilfellið á sama bænum

RIÐA hefur verið staðfest í tveimur kindum á bænum Ingvörum í Svarfaðardal og er þetta í þriðja skipti fá því um 1990 sem riða kemur upp á bænum. Öllu fé, rúmlega 100 kindum, verður slátrað á næstu dögum að sögn Ólafs Vagnssonar, ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, og verður þá jafnframt rannsakað hvort um frekari sýkingu hafi verið að ræða í stofninum. Meira

Ritstjórnargreinar

31. janúar 1998 | Leiðarar | 647 orð

leiðari SAMNINGSVILJI Á NORÐUR-ÍRLANDI RÁTT fyrir tug pól

leiðari SAMNINGSVILJI Á NORÐUR-ÍRLANDI RÁTT fyrir tug pólitískra morða á Norður-Írlandi á undanförnum vikum miðar viðræðum um lausn á deilum kaþólikka og mótmælenda áfram, þótt hægt fari. Meira
31. janúar 1998 | Staksteinar | 317 orð

»Óþolandi biðlistar! VIÐSKIPTABLAÐIÐ segir í forystugrein: "Langir biðlistar

VIÐSKIPTABLAÐIÐ segir í forystugrein: "Langir biðlistar eftir erfiðum lækningaraðgerðum eru óþolandi. Þeir kalla fram vanlíðan sjúklinga og aðstandenda þeirra og valda þjóðhagslegum skaða í töpuðum vinnustundum. Hvað þá þegar það gerizt að sjúklingar deyja sem bíða eftir aðgerð, sem því miður þekkjast dæmi um." Lengjast biðlistar? Meira

Menning

31. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 494 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð 213.15 Fall er (vonandi) fararheill. Laugardagurinn byrjar bölvanlega fyrir kvikmyndaunnendur. Allt látið flakka (Straight Talk, '92) er ótrúlega vond mynd. Meira
31. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 191 orð

Leiður á að vera rokkstjarna

NOEL Gallagher, gítarleikari og lagahöfundur Oasis, lýsti því yfir á dögunum að hann væri leiður á því að vera rokkstjarna og vildi fá frí frá hljómsveitinni. Oasis er um þessar mundir á tónleikaferð um Bandaríkin en það var einmitt í útvarpsviðtali í Los Angeles að hinn þrítugi tónlistarmaður lýsti yfir leiða sínum. Meira
31. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 88 orð

Nicholson í Róm

LEIKARINN Jack Nicholson var í Róm á dögunum að kynna nýjustu mynd sína "As Good As It Gets" þar sem hann leikur á móti Helen Hunt og Greg Kinnear. Myndin fjallar um rithöfund nokkurn í New York sem er haldinn óstjórnlegri þráhyggju. Meira
31. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 273 orð

Svanasöngur Pavarottis?

ÓPERUKVÖLD hafa nú um skeið verið fastur liður á vikulegri dagskrá Rásar 1. Undanfarinn mánuð hefur verið hlé á þessum útsendingum, en nýlega fréttist að aftur væri von á óperum í útvarpið. "Þær breytingar verða á Óperukvöldunum að útsendingum fækkar verulega. Óperur voru sendar út vikulega fyrir áramót en verða héðan í frá á dagskrá aðra hverja viku, á laugardagskvöldum kl. Meira
31. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 656 orð

Svimað í súrmeti

FRÉTTASTOFUR sjónvarpanna tveggja hér innanlands komu nokkuð við sögu í liðinni viku. Bæði var nú að Bandaríkjamenn bitu sig í fótinn út af meintu kvennafari mr. Clintons og síðan voru fréttastjórar hér spurðir út í boðsferðir. Meira
31. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 78 orð

Ungfrú heimur tengd morðtilræði

ALICIA Machado, sem var kosin ungfrú heimur árið 1996, gengur hér út úr dómshúsinu í Caracas í Venesúela ásamt lögfræðingi sínum Richardo Koesling eftir að hafa sagt dómara frá því að hún tengdist ekkert morðtilræði sem átti sér stað á síðasta ári. Meira
31. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 877 orð

Vandamál ungs fólks í brennidepli

GAMANÞÆTTIR eða svokallaðir "sit-coms" (situation comedy) hafa alla tíð verið með vinsælasta sjónvarpsefninu. Áhorfendum finnst þægilegt að losna frá amstri hversdagsins og flýja inní heim þar sem kunnuglegar persónur og notalegt umhverfi tekur á móti þeim í 25 mínútur. Persónur í þessum þáttum verða að vera viðfelldnar en einnig þarf að vera hægt að hlæja að þeim og með þeim. Meira
31. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 355 orð

Þegar ástin ber að dyrum

CHASING Amy fjallar um vinina Holden McNeil (Ben Affleck) og Banky Edwards (Jason Lee) sem njóta mikillar velgengni sem höfundar teiknimyndasögu sem slegið hefur í gegn. Þegar þeir kynnast Alyssu Jones (Joey Lauren Adams), sem einnig er höfundur teiknimyndasögu, fellur Holden samstundis fyrir töfrum hennar. Meira
31. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 201 orð

Þorrablót í "Kærleikslandi"

LÍFIÐ í "Kærleikslandi" var tekið til umfjöllunar á þorrablóti Jökuldæla sem haldið var á Skjöldólfsstöðum á dögunum. Með þessum orðið var verið að vísa til sameiningar sveitarfélaganna á Norður-Héraði og deilna sem innan þeirra voru. Allt hlyti að lagast við sameiningu og Kærleiksland væri sjálfsagt heiti á nýja sveitarfélagið sem hingað til hefur verið nafnlaust. Meira
31. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 64 orð

Öðruvísi heilsudagur

SÉRKENNILEGUR heilsudagur er haldinn í borginni Koyacho í Japan en þá eru skólabörn meðal annars látin keppa í reiptogi í stuttbuxum einum fata. Það væri ekki í frásögur færandi nema hvað heilsudaginn ber upp á um hávetur og ungviðið tekst á í frosti og snjó. Uppátækinu er ætlað að styrkja heilsu barnanna en keppt er í fleiri íþróttum utandyra þennan sama dag. Meira

Umræðan

31. janúar 1998 | Aðsent efni | 1172 orð

Allur fiskafli á fiskmarkaði?

UNDANFARIÐ hafa leikir og lærðir skrifað og skeggrætt mikið um kjaramál sjómanna og stjórnkerfi fiskveiða, sem óhjákvæmilega tengjast. Samkvæmt núgildandi kjarasamningum sjómanna ákvarðast laun þeirra af ákveðnu hlutfalli af heildaraflaverðmæti fiskiskips. Heildaraflaverðmæti fiskiskips ræðst af verði fisks og heildarafla. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 1316 orð

Arvo Pärt og verk hans

KAMMERSVEIT Reykjavíkur, kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn flytja kl. 20.30 á sunnudagskvöld verk eftir eistneska tónskáldið Arvo Pärt í Langholtskirkju. Stjórnandi er Andreas Peer Kähler, kórstjóri Þorgerður Ingólfsdóttir og einsöngvari er Ingveldur Ýr Jónsdóttir. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 365 orð

Athyglisverð stefnumál hjá yngsta frambjóðandanum

DRÍFA Snædal selur sig ekki fyrir að vera yngst frambjóðendanna, hún fer fram með athyglisverð málefni sem stuðningsmenn R-listans ættu að gefa gaum. Menntamálin eru á oddinum hjá Drífu, nú er aðeins eitt og hálft ár frá því að grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaganna og staðreyndin er sú að rúmur fjórðungur útgjalda Reykjavíkurborgar fer í þennan mikilvæga málaflokk. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 284 orð

Áfram Sigrún!

Á UNDANFÖRNUM fjórum árum hefur verið lyft grettistaki í skólamálum í Reykjavík. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var mikil umræða um málefni grunnskólans og talsverð óánægja. Í dag er ekki deilt um grunnskólann í Reykjavík. Verkin hafa talað og um þau efast ekki einu sinni minnihluti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 279 orð

Ármann Kr. Ólafsson til starfa fyrir Kópavog

HINN 7. febrúar næstkomandi verður haldið prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikilvægt að útkoma Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem og annars staðar verði góð. Vinstrafólk úr öllum flokkum hyggst sameinast um lista og bjóða fram stefnu samansetta úr stefnuleysi allra vinstriflokkanna. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 416 orð

Ber án Hrannars!

Æ, NEI! Ekki aftur! Ekki enn ein af þessum endalausu prófkjörsgreinum! Jú, víst. En þessi er öðruvísi. Þessi er bráðnauðsynleg öllum þeim sem ætla að kjósa í komandi prófkjöri Reykjavíkurlistans. Af hverju? Vegna þess að Hrannar Björn er að bjóða sig fram, og af honum má enginn missa. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 875 orð

Bréf til Láru

KONURNAR í Breiðholtinu sögðu mér að þegar þær neyddust til að leita sér aðstoðar hjá Félagsmálastofnun, kölluðu þær það sín í milli að "fara til helvítis". Þetta segir hvernig þeim líður við þessar aðstæður, þótt valdastéttin haldi eflaust að þetta sé leikur enda vön því sjálf að liggja undir hverju sem er fyrir peninga. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 119 orð

Fulltrúi launafólks

GUÐRÚN Kr. Óladóttir varaformaður Starfsmannafélagsins Sóknar gefur kost á sér í prófkjöri Reykjavíkurlistans nú um helgina. Guðrún hefur um margra ára skeið verið í hópi ötulustu baráttumanna fyrir bættum kjörum launafólks. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 430 orð

Gerla ­ fulltrúi skapandi hugsunar

Í DAG, laugardag, er opið prófkjör R-listans og af því tilefni langar mig að vekja athygli á einum frambjóðandanum, Guðrúnu Erlu Geirsdóttir, sem betur er þekkt undir listamannsnafni sínu, Gerla, og hvetja þá sem ætla að taka þátt í prófkjörinu til að veita henni brautargengi. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 249 orð

"Ghetto" við Skúlagötu?

EKKERT varðar mig um prófkjör R-listans í Reykjavík. Um það á við hið fornkveðna "að þar eigast þeir einir við er ég aldrei hirði þótt drepi hver annan" (pólitískt auðvitað). Ég læt mig hins vegar varða lítilsvirðingu R-listafólksins í minn garð og annarra sem búa við Skúlagötu í Reykjavík, á einum fegursta stað í byggð á Íslandi. Í einni prófkjörsgreininni (í Degi 29. jan. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 382 orð

Guðrún Jónsdóttir á erindi í borgarstjórn

Guðrún Jónsdóttir á erindi í borgarstjórn Til þess að breytingar nái fram að ganga þarf tíma. Því telur Kristín Ástgeirsdóttir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi lengra frí. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 410 orð

Hvað skiptir máli?

VALDHAFASKIPTI eru góð í sjálfu sér ­ og holl lýðræðinu. Fram að þeim björtu sumardögum þegar nýr meirihluti tók við stjórnartaumum í henni Reykjavík hafði lítið heyrst af umræðu um jafnréttismál meðal borgarstjórnenda. Það skipti þá fyrri stjórnendur ekki máli þótt hlutur íbúanna, hvort sem var kvenna, karla eða barna, væri fyrir borð borinn vegna þeirru úreltu viðhorfa sem réðu ríkjum. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 462 orð

Hví kúvending einmitt nú?

GUÐRÚN Ágústsdóttir, formaður skipulags- og umferðarnefndar, skýrði á blaðamannafundi sl. mánudag frá nýrri stefnumörkun borgaryfirvalda í Reykjavík varðandi nýbyggingar í grónum hverfum borgarinnar. Að undanförnu hafa margir íbúar gamla miðbæjarins, þ.ám. undirritaður, staðið í ströngu við að verjast eyðileggingu umhverfis og eigna, sökum óþarflega stórra nýbygginga á nágrannalóðum. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 357 orð

Jafnræði á milli kynja og kynslóða

Í DAG, laugardaginn 31. janúar, fer fram prófkjör Reykjavíkurlistans. Margt hæft fólk gefur kost á sér til að starfa fyrir íbúa Reykjavíkur. Í prófkjöri Reykjavíkurlistans endurspeglast svo sannarlega margbreytileiki mannlífsins. Margt efnilegt ungt fólk og eldri og reyndari konur jafnt sem karlar gefa kost á sér. Alþýðuflokkurinn á þar á meðal marga glæsilega fulltrúa. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 271 orð

Kjósum Hrannar Björn

ÉG OG margir af mínum félögum fögnum því af alhug hversu vel horfir nú í prófkjörsbaráttunni í Reykjavíkurlistanum, en líkur benda til þess að mikil endurnýjun verði á listanum. Þá getum við endurvakið með okkur glæstar vonir og væntingar um sigur Reykjavíkurlistans í vor. Margir gróskufullir sameiningarsinnar og efnilegir frambjóðendur gefa kost á sér og eru líklegir til afreka. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 246 orð

Kosningabaráttan er hafin

Í DAG fer fram prófkjör Reykjavíkurlistans. Ólíkt hinu lokaða prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, gefst öllum Reykvíkingum kostur á að taka þátt í vali listans óháð flokksaðild. Þess er þó vitaskuld vænst að þátttakendur hyggist styðja Reykjavíkurlistann í kosningunum í vor. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 145 orð

Kraftur og áræði

MEÐ þessari grein vil ég minna þig á prófkjör Reykjavíkurlistans sem fram fer 31. janúar nk. Meðal frambjóðenda er Magnea Marinósdóttir, 29 ára stjórnmálafræðingur og verslunarstjóri. Magnea Marinósdóttir er efnilegur frambjóðandi sem vert er að veita brautargengi í þessu pófkjöri. Þau málefni sem Magnea leggur áherslu á eru menntamál, umhverfismál og jafnréttismál. Meira
31. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 162 orð

Lengi lifi fjölskyldan

VIÐ megum aldrei taka upp þann kommúníska sið að reka fleyg milli móður og barns eins og R-listinn hóf að gera er hann náði meirihluta í Reykjavík fyrir fjórum árum. Eftir að barnið hafði náð sex mánaða aldri gat móðirin fengið styrk hjá borginni (6-9 þúsund á mánuði) til að geyma barnið hjá dagmömmu en hún fékk ekkert vildi hún sjálf annast barnið. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 375 orð

Magnea Marinósdóttir á erindi í borgarstjórn

MAGNEA Marinósdóttir er 29 ára verslunarstjóri og er í framboði í prófkjöri Reykjavíkurlistans 31. janúar nk. Magnea er félagi í Alþýðuflokknum og hefur starfað um nokkurt skeið með okkur í Sambandi ungra jafnaðarmanna. Ungir jafnaðarmenn styðja heilshugar framboð Magneu, enda vitum við að kraftar hennar myndu nýtast Reykjavíkurlistanum vel. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 303 orð

Miðbærinn ­ mannlífsmiðstöð?

ÖFLUGUR miðbær er hjartað og sálin í hverri höfuðborg. Miðbær Reykjavíkur hefur upp á marga möguleika að bjóða til að verða sú miðstöð athafnalífs sem hann með réttu ætti að vera. Í miðbænum ætti að vera blómlegt mannlíf allan ársins hring, líkt og er í höfuðborgum nágrannalanda okkar. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 306 orð

Ný hugsun í skólamálum!

VIÐ yfirtöku á rekstri grunnskólans hefur Reykjavíkurborg tekið að sér verkefni sem skipt geta sköpum fyrir framtíðarþróun samfélagsins. Okkar bíður spennandi uppbyggingarstarf við að móta nýtt skólasamfélag sem fullnægir kröfum upplýsingaþjóðfélags 21. aldarinnar. Reykjavíkurborg þarf því að fóstra viðhorfsbyltingu í skólamálum á næstu misserum. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 1976 orð

Opið bréf til Ólafs I. Jónssonar "málverka hreinsitæknis"

Opið bréf til Ólafs I. Jónssonar "málverka hreinsitæknis" Mér finnst umhugsunarvert, segir Jónas F. Thorsteinsson, að þú ert eini maðurinn, sem tengist öllum verkunum og hefur haft þau undir höndum fyrir og eftir að kæra var lögð fram. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 665 orð

Ólögmæt skattheimta R-listans

"Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum." Þetta ákvæði er að finna í stjórnarskránni og veitir mikilvæga og nauðsynlega vernd gegn óvandaðri eða lymskulegri ásókn í vasa skattgreiðenda. Ákvæðið er mjög afdráttarlaust. Ætla mætti að hætta á því að stjórnvald sniðgangi grundvallarhugmynd þess væri hverfandi. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 379 orð

Rafmagnsöryggi og löggiltir fagmenn

Ný lög um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga tóku gildi í desember 1996 og fólu meðal annars í sér þá breytingu að Rafmagnseftirlit ríkisins var lagt niður og nýrri stofnun, Löggildingarstofu, var falin yfirstjórn rafmagnsöryggismála í landinu. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 507 orð

Reykjavík fyrir alla ­ konur, börn og karla

Þeir sem ferðast um í hjólastólum, á reiðhjólun eða með barnavagna hafa tekið eftir því að gangbrautarbrúnir hafa verið lagaðar, auk þess sem hjólabrautum og göngustígum hefur fjölgað til muna. Göngubrýr hafa verið lagðar, leiksvæði barna hafa verið endurbætt og ný tekin í notkun. Útivistarsvæðum og grænum svæðum hefur verið fjölgað að ógleymdri grillaðstöðu í Elliðaárdalnum. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 339 orð

Reykjavík ­ Staðardagskrá 21

ÖLL sveitarfélög á landinu eiga að hafa mótað sér umhverfisstefnu í anda samþykktar umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó de Janeiro í Brasilíu árið 1992. Þar var samþykkt ítarleg framkvæmdaáætlun í umhverfis- og þróunarmálum fyrir heimsbyggðina sem nefnd var Dagskrá 21 (Agenda 21). Og Íslendingar voru meðal þeirra þjóða sem hana samþykktu. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 855 orð

R-listinn og Englaborg

FYRIR röskum þremur árum fór ég á fund borgarstjóra og stakk upp á því að borgin leitaði eftir því að kaupa húseignina á horni Flókagötu og Rauðarárstígs ­ Englaborg. Þá var Tove Engilberts, ekkja Jóns Engilberts listmálara, á lífi og mér var kunnugt um að henni var annt um að húsið tengdist áfram myndlist eftir hennar dag. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 553 orð

R-listinn og Listaháskóli í Reykjavík

PRÓFKJÖR R-listans fer fram í dag. Undanfarna daga hafa frambjóðendur í því vakið athygli á sér á ýmsum forsendum. Þetta á þó ekki við um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, enda er hún ekki í framboði í prófkjörinu, því að sæti hennar er fyrirfram ákveðið og hún stendur utan og ofan við prófkjörið. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 357 orð

Sigur í frelsisbaráttu

ÚRSKURÐUR samkeppnisyfirvalda hefur fært viðskiptaumhverfi á margan hátt í betra horf ekki einungis fyrir kaupmenn heldur allan almenning. Greiðslukortanotkun er afar dýr og almenningur hefur ekki haft tök á því að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd þar sem þessi kostnaður hefur víðast hvar verið falinn í vöruverði. Meira
31. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 307 orð

Smölun í prófkjör R- listans

Á UNDANFÖRNUM dögum og vikum hafa birst auglýsingar frá einstaklingum og kjörstjórn R-listans vegna komandi prófkjörs þessa kosningabandalags. Í auglýsingum sínum lýsa þessir aðilar því fjálglega að prófkjörið sé opið öllum Reykvíkingum, þátttaka í prófkjörinu sé m.ö.o. ekki bundin aðild að stjórnmálaflokki eða stjórnmálasamtökum. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 668 orð

Svo er hægt að brýna deigt járn að bíti!

Á ÞESSUM stillta vetrarmorgni bárust mér til eyrna orð samgönguráðherra. Raunar meira en það, því að útvarpsþulurinn hafði eftir ráðherranum að þingmenn Austurlands og Norðurlands mundu ekki koma sér saman um í hvorum landshlutanum yrði byrjað að bora kæmi til þess á annað borð. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 465 orð

Til þess er leikurinn gerður

MAÐURINN er félagsvera og Freud hélt því fram að til þess að geta talist andlega heill þyrfti hann að geta elskað og starfað. Þetta þarf hver sá sem vill láta gott af sér leiða á vettvangi stjórnmálanna að hafa hugfast. Ég er stundum spurð að því hvernig ég nenni að standa í pólitísku argaþrasi og hvað ég fái út úr því. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 370 orð

Tryggjum Sigrúnu Elsu og Kolbeini glæsilega kosningu

NÚ STYTTIST óðum í að Reykjavíkurlistinn hafi haldið um stjórntauma borgarinnar í fjögur ár. Svo virðist sem vel hafi til tekist, íhaldinu til sárrar gremju, og oft hefur Árna og einstaklingunum verið vorkunn að sinni máttlitlu gagnrýni. Eflaust má nefna ýmsar skýringar á þeim árangri sem Reykjavíkurlistinn hefur náð. Meira
31. janúar 1998 | Aðsent efni | 378 orð

Velkomin í prófkjörið

PRÓFKJÖR Reykjavíkurlistans vegna borgarstjórnarkosninganna í vor fer fram í dag. Þeir sem kjósa í prófkjörinu eiga þess kost að velja annars vegar einn af flokkunum fjórum og hins vegar að velja fimm einstaklinga sem þeir vilja sjá í borgarstjórn sem fulltrúa Reykjavíkurlistans. Þessi aðferð er nýstárleg, enda í fyrsta skipti sem fern stjórnmálasamtök standa að sameiginlegu prófkjöri. Meira

Minningargreinar

31. janúar 1998 | Minningargreinar | 246 orð

Andri Freyr Falsson

Já, það verður dásamleg dýrð handa þér, elsku litli sólargeislinn minn, því að það varst þú, sannkallaður sólargeisli öllum sem þig þekktu. Þakka þér fyrir öll björtu brosin þín sem aldrei, aldrei gleymast. Eitt sinn er við sátum saman í lambhaganum setti ég smáhugleiðingu á blað sem mig langar að láta fylgja hér með. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 43 orð

Andri Freyr Falsson

Elsku Andri Freyr. Við kveðjum þig núna. Núna ertu frjáls og getur gert allt sem þú vilt. Við söknum þess að sjá þig ekki aftur. Við vitum að þér líður vel. Bless, þínir vinir Elsa Borg, Ester Ýr og Hilmar Már. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 281 orð

Andri Freyr Falsson

Elsku Andri. Okkur langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Árin með þér gáfu og kenndu okkur svo heilmargt um lífið og tilveruna. Það sem fyrst kemur upp í huga okkar er brosið þitt fallega sem fékk allt andlitið til að ljóma og augun þín sem sögðu oft meira en hægt er að segja með orðum. Þannig gafstu okkur til kynna hvernig þér leið. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 413 orð

Andri Freyr Falsson

Elsku litli frændi minn. Nú sit ég hér og hugsa til baka rúm sjö ár aftur í tímann til þess tíma, þegar þú fæddist lítill og yndislegur. Þá vissum við ekki hvað lífið átti eftir að leggja á þig litli kallinn minn. Við skiljum ekki alltaf hver tilgangur skaparans er með því að leggja á okkur jarðarinnar börn þessa eða hina erfiðleikana. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 63 orð

ANDRI FREYR FALSSON

ANDRI FREYR FALSSON Andri Freyr Falsson var fæddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 5. júní 1990. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kristrún Hermannsdóttir og Falur Þorkelsson. Bróðir Andra Freys er Hermann Ási Falsson. Andri Freyr var nemandi í Grunnskóla Bolungarvíkur í 2. bekk. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 404 orð

Bjargey Arngrímsdóttir

Ég man ekki hvenær ég sá frænku mína fyrst. En ég man vel þegar ég var send til hennar í sveit norður í land sumarið 1951. Þá var ég fimm ára gömul. Leiðin var löng norður í Reykjadal í þá daga. Með viðkomu á mörgum stöðum hjá mörgum ókunnugum ættingjum endaði ferðin hjá henni í Vallholti. Þangað var ferðinni heitið til þeirra Ingólfs. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 107 orð

BJARGEY ARNGRÍMSDÓTTIR

BJARGEY ARNGRÍMSDÓTTIR Bjargey Arngrímsdóttir fæddist á Ljósavatni í S-Þingeyjarsýslu 3. ágúst 1909. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 20. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arngrímur Einarsson og Guðný Árnadóttir. Systkini hennar: Karl, f. 1883, Eiður, f. 1886, Kári, f. 1888, Helga, f. 1890, Kara, f. 1894, Garðar, f. 1897, Bára, f. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 663 orð

Bjarni Kristjánsson

Hann afi minn var náttúrubarn. Nánast alla sína ævi hafði hann lífsviðurværi sitt af því sem náttúran gefur okkur mönnunum. Í 60 ár stundaði hann sjómennsku, m.a. á opnum bátum, vélbátum, togurum og árabátum, og því engin furða að hann hafi verið heiðraður af sjómannadagsráði fyrir nokkrum árum. Hann var afar vel að því kominn. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 189 orð

BJARNI KRISTJÁNSSON

BJARNI KRISTJÁNSSON Bjarni Kristjánsson, fyrrverandi sjómaður, fæddist að Blómsturvöllum á Eskifirði hinn 13. febrúar 1911. Hann lést á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað hinn 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson póstur, f. í Vétleifsholti í Rangárvallasýslu 8.6. 1878, d. 14.1. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 182 orð

Björn Ingvar Pétursson

Elsku frændi, orð megna lítils en við söknum þín sárt. Góður Guð varðveiti þig og styrki þar sem þú ert núna hjá algóðum Guði. Góður Guð styrki foreldra þína á Blöndudósi og foreldra þína og systur í Keflavík og veiti þeim og okkur öllum styrk á erfiðum stundum. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 518 orð

Björn Ingvar Pétursson

Elsku frændi okkar, hann Björn Ingvar verður jarðsunginn í dag. Björn Ingvar mjög elskur að móður sinni og þótti greinilega mjög vænt um hana og var henni góður og elskuríkur sonur. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 113 orð

Björn Ingvar Pétursson

Björn Ingvar, elsta barnabarnið, er nú horfinn á braut. Minningarnar koma nú þegar sorgin og söknuðurinn berja að dyrum. Fyrstu árin þín varstu mikið hjá ömmu og afa og okkur þótti mjög vænt um þig og nutum þess að sjá þig vaxa úr grasi. Það var mikið lán hvað þú eignaðist góðan fósturföður og sjá hvað samband ykkar Birgis varð innilegt og sterkt. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 595 orð

Björn Ingvar Pétursson

Eftirminnilegustu minningar mínar af Bjössa eru frá tveggja eða þriggja ára afmælinu hans. Hann fékk flugvél, og ég man eftir því að hafa setið á gólfinu hjá honum og hallað mér upp að rúminu og horft á hann leika sér af svo mikilli innlifun að ég furðaði mig á því, en svona var hann frændi minn, alltaf svo einlægur. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 192 orð

Björn Ingvar Pétursson

Kæri vinur. Fréttin um fráfall þitt kom sem reiðarslag. Allt í einu hefur einn úr hópnum "mínum" verið kallaður burt. Ég kom á Blönduós sem kennari og fékk í umsjón yndislega krakka sem voru að hefja sína skólagöngu. Þú varst einn af þeim. Við áttum saman þrjú góð ár þar sem hægt var að hlakka til hvers dags, svo gaman var að vera með ykkur. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 298 orð

Björn Ingvar Pétursson

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Að þeirri staðreynd komst ég þegar hann Bjössi frændi minn var burt kallaður svo fyrirvaralaust, aðeins 16 ára. En sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Ég átti erfitt með að trúa því að hann væri farinn og ég ætti ekki eftir að sjá sjá hann aftur í þessu lífi. Ég fór með honum í bíó mánudaginn 20. janúar síðastliðinn. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 113 orð

Björn Ingvar Pétursson

Elsku Bjössi okkar, Guð varðveiti þig og geymi á ókunnum slóðum. Ragna, Birgir, Pétur og allir ættingjar. Missir ykkar er mikill. Við biðjum góðan Guð um huggun og styrk í þungum raunum ykkar. Elín (Ella) og Bragi, Mosfellsbæ. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 155 orð

Björn Ingvar Pétursson

Að kveðja æskuvin er sárt, sérstaklega þegar ungri manneskju er kippt svo snögglega á brott. Bjössi var vinur vina sinna. Glaðlegur strákur, hraustur og átti allt lífið framundan. En þeir deyja ungir sem Guð elskar. Okkur sem eftir sitjum finnst ekkert réttlæti í því að missa svo góðan dreng, en hans hefur beðið stærra verkefni annars staðar. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 463 orð

Björn Ingvar Pétursson

Þriðjudaginn 20. janúar sl. fór enn eitt stórviðrið yfir landið okkar með þeim afleiðingum að 16 ára drengur "hann Bjössi" fór úr sínu jarðvistarlífi. Það kom eins og holskefla yfir byggðarlagið okkar, það er svo erfitt að sætta sig við þegar ungt fólk fellur frá fyrirvaralaust. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 252 orð

Björn Ingvar Pétursson

Þegar við heyrðum um lát þitt elsku bekkjarbróðir okkar fannst okkur eins og þetta væri í öðrum heimi, en nú þegar við sitjum hér og minnumst þín gerum við okkur fyrst grein fyrir því að þú ert ekki lengur á meðal okkar. Það eina sem við eigum eftir af þér eru minningarnar og myndir, eins og þegar þú komst alltaf með extra-tyggjó í poka í skólann, helst grænum, en aldrei bláum. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 486 orð

Björn Ingvar Pétursson

Haustið 1991 fengum við það vandasama en skemmtilega verkefni að kenna nemendum í 5. bekk Grunnskólans á Blönduósi. Í bekknum voru 28 krakkar, kátir og fjörugir en duglegir og vinnusamir. Við tvær sem áttum að kenna saman þekktumst ekkert og ekki þekktum við börnin í bekknum en skemmst er frá því að segja að þau unnu hug okkar og hjarta og samvinna okkar allra var með ágætum. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 225 orð

Björn Ingvar Pétursson

Með nokkrum orðum langar okkur að minnast Björns Ingvars. Bjössi var eins árs þegar hann kom aðra hverja helgi til Keflavíkur til að heimsækja pabba sinn og Steinu. Árið 1984 fæddist Ása systir hans og með þeim myndaðist sterkur systkinakærleikur og þau urðu mjög samrýnd. Í apríl 1986 flytur Bjössi frá Grindavík til Blönduóss. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 96 orð

BJÖRN INGVAR PÉTURSSON

BJÖRN INGVAR PÉTURSSON Björn Ingvar Pétursson fæddist í Reykjavík 9. mars 1981. Hann lést af slysförum þriðjudaginn 20. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru þau Ragna Árný Björnsdóttir og Pétur Gunnar Sigurðsson. Þau slitu samvistir þegar hann var á fyrsta ári. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 259 orð

Hjörtur Bjarnason

Í dag kveðjum við í hinsta sinn Hjört Bjarnason frá Stapadal í Arnarfirði. Hjörtur Stapi eins og hann var ávallt kallaður, hefur verið minn besti vinur síðan frá því skömmu eftir að ég fluttist til Ísafjarðar fyrir hartnær 25 árum. Það er nú frekar ótrúlegt miðað við aldursmuninn á okkur sem var 43 ár, en þeir sem til þekkja vita að Hjörtur, sem kveður okkur á 85. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 181 orð

Hjörtur Bjarnason

Í dag kveðjum við þig, elsku afi okkar, í hinsta sinn. Margt er nú skrýtið í þessum heimi sem við mennirnir fáum ekki skilið. Þú sem varst alltaf svo hress og áttir með okkur glaðan dag sl. sunnudag í afmæli hjá Pétri litla ert nú horfinn. Okkur óraði aldrei fyrir því að þú færir svona fljótt, elsku afi, en svona er þetta nú í þessu lífi, öll kveðjum við einhvern tímann. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 284 orð

Hjörtur Bjarnason

Ég hef alltaf séð hann Hjört afa minn á Ísafirði fyrir mér þegar þetta gamalkunna lag hefur verið sungið; stórar veðurbarðar hendurnar og sólbrúnt andlitið, mikið karlmenni. Í návist hans fann maður fyrir hlýju og öryggi, líka hafinu og landinu. Mér finnst eins og afi hafi alltaf verið nýkominn inn, sjávarloftið fylgdi honum, þessum hrausta Íslands hrafnistumanni. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 417 orð

HJÖRTUR BJARNASON

HJÖRTUR BJARNASON Hjörtur Bjarnason fæddist í Stapadal, Arnarfirði (Auðkúluhreppi), Vestur-Ísafjarðarsýslu 24. desember 1913. Hann lést 26. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Júlíana Kristjánsdóttir, f. 16. febrúar 1876 í Stapadal, og Bjarni Ásgeirsson, f. 5. maí 1867 í Stapadal, d. 22. október 1935. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 1037 orð

Karl Ágúst Ágústsson

Þegar vegferð mannsins lýkur standa verk hans eftir, misstórbrotin, misforgengileg. Sumir skilja eftir sig mannvirki ­ hallir og turna ­ aðrir listaverk, bækur, ljóð handa komandi kynslóðum. Verkin standa eftir til marks um að hér átti góður maður leið um. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 220 orð

KARL ÁGÚST ÁGÚSTSSON

Karl Ágúst fæddist í Þverárkoti á Kjalarnesi 15. desember 1908. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ágúst Ingimar Jónsson f. 13.8. 1878, d. 15.1. 1944, frá Skipholti í Hrunamannahreppi, og Karítas Jónsdóttir, f. 24.4. 1969, d. 28.4. 1931, frá Syðstu- Fossum í Andakíl. Karl Ágúst var einbirni en átti fóstursystur, Emmu Guðmundsdóttur. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 91 orð

Leifur Haraldur Jósteinsson

Með þessum orðum viljum við þakka Leifi samfylgdina og sendum sonum hans, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Starfsfólk Búnaðarbanka Íslands hf. Grundarfirði. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 28 orð

LEIFUR HARALDUR JÓSTEINSSON

LEIFUR HARALDUR JÓSTEINSSON Leifur Haraldur Jósteinsson fæddist í Reykjavík 26. desember 1940. Hann lést á heimili sínu hinn 17. janúar síðastliðinn. Leifur var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 27. janúar. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 734 orð

Sigrún Ósk Ásgrímsdóttir

Hrærivélin er hljóðnuð, ­ kleinupotturinn kaldur, ­ keflin hætt að snúast. kökugerð Sigrúnar læst. Fundu þeir þetta á sér, þrestirnir, sem meiri hluta ársins héldu sig í garðinum hennar, enda var hún óspör á brauðmolana við þá. Þeir hurfu allir óvenjusnemma í haust. Nú er hún einnig farin. Sigrún veiktist síðastliðið vor og var í ýmiss konar rannsóknum og meðferð hjá læknum. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

SIGRÚN ÓSK ÁSGRÍMSDÓTTIR

SIGRÚN ÓSK ÁSGRÍMSDÓTTIR Sigrún Ósk Ásgrímsdóttir fæddist á Blönduósi 3. maí 1948. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 6. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dalvíkurkirkju 17. janúar. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 681 orð

Stefán Eyjólfur Jónsson

Í dag verður til moldar borinn ástkær vinur okkar, Stefán Eyjólfur Jónsson, sem lézt á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 22. janúar. Stefán var fæddur þann 1. september 1906 á Gróustöðum, Geiradalshreppi, Austur-Barðastrandarsýslu og var því á nítugasta og öðru aldursári þegar hann lézt. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 425 orð

Stella Jónsdóttir

Hvað er hægt að segja þegar besta vinkona manns er tekin svona fyrirvaralaust frá eiginmanni og börnum, ekkert. Maður verður orðlaus. Stella var flutt á sjúkrahús á föstudagskvöldinu 23. janúar og lést á gjörgæslunni á Landspítalanum morguninn 24. janúar. Hvern hefði órað fyrir þessu? Að ung 42 ára kona væri næst, engan. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 298 orð

Stella Jónsdóttir

Ó, Guð, heyr þú ópið okkar og máttvana trega. Í bæn til þín við krjúpum svo innilega. Látin er yndisleg vinkona og mágkona okkar, Stella Jónsdóttir. Við fráfall hennar setur okkur hljóð. Aldrei hafa orðin verið hrifsuð á burt og hugurinn tæmdur eins og þennan laugardagsmorgun þegar við fregnuðum af andláti hennar. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 199 orð

Stella Jónsdóttir

Í annað sinn á stuttum tíma er höggvið skarð í '55-árganginn í Vestmannaeyjum. Stella Jónsdóttir er dáin langt um aldur fram. Stella var góð og hlý manneskja, róleg og yfirveguð og vildi öllum vel. Hún var smágerð, ljóshærð og með stór og blíðleg augu, tranaði sér aldrei fram og kom jafnt fram við alla. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 285 orð

Stella Jónsdóttir

Ég varð harmi slegin yfir fregninni um svo brátt fráfall Stellu Jónsdóttur. Kynni okkar hófust fyrir tæpum sex árum þegar maðurinn minn réðst sem vélstjóri á Sigurfara GK. Þá voru þau nýflutt til Keflavíkur frá Vestmannaeyjum. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 391 orð

Stella Jónsdóttir

Það var mikil sorg og margar hugsanir sem flugu í gegnum huga minn þennan laugardagsmorgun, þegar ég frétti andlát þitt, elsku Stella. Svo óvænt og harkalega varstu hrifin úr faðmi fjölskyldunnar. Minningarnar streyma fram, stelpnaskarinn á Urðarveginum, þið systurnar fimm í Reykholti, við systurnar sex á neðri hæðinni á Hvoli, og þrjár systur á efri hæðinni. 14 stelpur í tveimur húsum. Meira
31. janúar 1998 | Minningargreinar | 183 orð

STELLA JÓNSDÓTTIR

STELLA JÓNSDÓTTIR Stella Jónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum hinn 31. júlí 1955. Hún lést á Landspítalanum 24. janúar síðastliðinn. Stella var þriðja í röðinni af fimm dætrum Jóns Ingólfssonar bílstjóra f. 23.9. 1934, og konu hans Halldóru S. Hallbergsdóttur fiskverkunarkonu, f. 11.12. 1932. Meira

Viðskipti

31. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 222 orð

»Beðið átekta á mörkuðum í Evrópu

BEÐIÐ var átekta í kauphöllum Evrópu í gær eftir slaka byrjun í Wall Street, þótt bandarískar hagtölur sýni að efnahagurinn er með blóma og verðbólga óveruleg. Staðan í Frankfurt og París breyttist ekki eftir smáhækkanir um morguninn, en í London varð smálækkun. Hagtölur sýna að hagvöxtur í Bandaríkjunum óx um 4,3% á síðasta ársfjórðungi 1997, en spáð hafði verið 3,7% vexti. Meira
31. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 292 orð

ÐGengið frá samningum hjá Samlífi

SAMNINGAR voru undirritaðir í gær um kaup Íslandsbanka, Búnaðarbanka og fimm lífeyrissjóða á samtals 60% hlut í líftryggingafélaginu Samlífi. Félagið var áður að fullu í eigu Sjóvár-Almennra, Tryggingamiðstöðvarinnar og aðila þeim tengdum, en með sölunni minnkar eign þeirra í 40%. Meira
31. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 248 orð

Fjórföldun sjóðfélaga á einu ári

SJÓÐFÉLAGAR hjá Lífeyrissjóðnum Einingu, sem er í vörslu Kaupþings, eru nú orðnir 2.100 talsins eða rösklega fjórfalt fleiri en fyrir einu ári. Sjóðurinn uppfyllir því vel skilyrði sem sett eru í nýjum lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða um að sjóðfélagar séu að lágmarki 800 talsins. Meira
31. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 351 orð

Gengi hlutabréfa í SR-mjöli hækkaði um 6%

GENGI hlutabréfa í SR-mjöli hækkaði um 6% í viðskiptum á Verðbréfaþingi í gær. Viðskipti með hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum tóku nokkurn kipp í gær en þau voru í minna lagi framan af þessari viku. Gengi hlutabréfa í sjávarútvegi hefur lækkað mikið á undangengnum mánuðum og telja sumir viðmælendur blaðsins á verðbréfamarkaði að skapast hafi nokkur góð kauptækifæri í þessari grein. Meira
31. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 233 orð

Nýjar Boeing 747-400 flugvélar í Íslandsflugi

FRAGTFLUGVÉL Cargolux af gerðinni Boeing 747-400 hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli í fyrsta sinn síðastliðinn fimmtudag. Vélin er ein af þeim nýjustu í flugflota Cargolux, en hingað til hafa vélar af gerðinni Boeing 747-200 verið notaðar til Íslandsflutninganna. Meira
31. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 119 orð

Nýr ritstjóri Independent

ROSIE BOYCOTT verður ritstjóri Independent, hins illa stadda brezka dagblaðs í Bretlandi, í stað Andrews Marr, sem hefur gegnt því starfi síðan í maí 1996. Eigandi Independent, Newspaper Publishing Plc, staðfesti skipunina og brottför Marrs eftir fund í stjórn blaðsins. Boycott er nú ritstjóri helgarútgáfunnar Independent on Sunday. Meira
31. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Samkeppni eða samkeppnisleysi?

FORSTÖÐUMAÐUR samkeppnisdeildar fjármagns- og iðnaðarsviðs hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Svíinn Svend Nordberg, er væntanlegur hingað til lands í tengslum við viðskiptaþing Verslunarráðs Íslands sem haldið verður miðvikudaginn 11. febrúar næstkomandi. Að þessu sinni verður þingið helgað samkeppnismálum. Meira

Daglegt líf

31. janúar 1998 | Neytendur | 290 orð

Athugasemdum fjölgar

MISVEL er staðið að verðmerkingum í einstökum verslunum og ástandið fer versnandi. Starfsfólk Samkeppnisstofnunar fylgist reglulega með því hvort samræmi sé milli verðmerkinga í hillum og verðs í afgreiðslukassa verslana sem nota strikamerki. Ennfremur er kannað hvort vara sé verðmerkt i hillu. Meira
31. janúar 1998 | Neytendur | 68 orð

Borðsalt

KATLA hefur bætt við einni tegund af salti og sett á markað borðsalt í 250 g staukum. Í fréttatilkynningu frá Kötlu kemur fram að fyrirtækið hafi einnig yfirtekið framleiðslu Hafnarbakka á hálkusalti í 2,5 kg pokum og er það framleitt undir merkjum Kötlu. Meira
31. janúar 1998 | Bílar | 119 orð

Nissan Maxima QX SE V6 2.543.000 kr.

NISSAN Maxima QX er með ABS-hemlalæsivörn, loftpúðum í stýri og við framsæti, fjölliðafjöðrun og þjófavörn svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er því ríkulega búinn bíll með stórri og aflmikilli vél. Einnig er boðið upp á sérstaka eðalútfærslu með rafstýrðum leðursætum, tölvustýrðri miðstöð og álfelgum. Vélin er úr áli og því léttari en sambærilegar vélar. Aðeins er boðið upp á sjálfskipta bíla. Meira
31. janúar 1998 | Neytendur | 43 orð

Nýjar bragðtegundir

FJÓRAR nýjar bragðtegundir af Nupo-létt eru komnar á markað. Um er að ræða súkkulaði-, jarðarberja-, appelsínu- og eplabragð. Nupo-létt er flutt inn af Thorarensen Lyf ehf. og í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að Nupo-létt sé fáanlegt í ýmsum matvöruverslunum og apótekum. Meira
31. janúar 1998 | Neytendur | 30 orð

Orkudrykkur

Í verslunum Hagkaups er nú hafin sala á Kick Start orkudrykk frá Power Health. Í fréttatilkynningu frá Cetus, sem er innflytjandi drykksins, inniheldur drykkurinn mikið magn af próteini og amínósýrum. Meira
31. janúar 1998 | Neytendur | 406 orð

Unnið að því að lækka verðið

HLJÓÐFÆRANÁM barna og unglinga er dýrara í Reykjavík en víða úti á landsbyggðinni. Þetta kom fram í verðkönnun sem starfsfólk samstarfsverkefnis ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna um verðlagsaðhald og verðkannanir gerði fyrir nokkru. Meira

Fastir þættir

31. janúar 1998 | Fastir þættir | 404 orð

100% söluaukning

TÖLVULEIKIR seldust gríðarvel á nýliðnu ári og heimildir herma að söluaukning á milli ára sé 100% eða þar um bil hjá sumum. Ekki er að vænta annars en að sala verði lífleg á þessu ári líka, því einkatölvum hefur fjölgað gríðarlega á sama tíma. Smekkur manna fyrir leikjum er nokkuð annar hér á landi en víðast erlendis, ef marka má sölulista frá helstu seljendum leikja. Meira
31. janúar 1998 | Fastir þættir | 367 orð

360 Cripler og Indy Grab

Steep Slope Sliders, leikur fyrir Sega saturn sem Victor Interactive Software framleiðir fyrir Sega Sports. ÁHUGAMENN um snjóbrettaíþróttina geta glaðst því kominn er út fyrsti snjóbrettaleikurinn er gefinn hefur verið út fyrir Sega Saturn. Sá nefnist Steep Slope Sliders. Meira
31. janúar 1998 | Dagbók | 3143 orð

APÓTEK

»»» Meira
31. janúar 1998 | Fastir þættir | 1152 orð

Á leiksviði draumsins

STUNDUM fær maður á tilfinninguna að lífið sé leikur og umgjörðin sem við búum okkur sé hreinn tilbúningur án dýpri merkingar, líkt og sviðsmynd í leikhúsi sem tekin er niður að loknum sýningum og þar með búið spil. Meira
31. janúar 1998 | Í dag | 57 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 31. janúar, verður níræður Páll Sveinsson, Skipholti 32, Reykjavík. Páll tekur á móti gestum á Grand Hótel, Sigtúni 38, á afmælisdaginn kl. 15. ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 31. janúar, er sjötíu og fimm ára Einar J. Meira
31. janúar 1998 | Fastir þættir | 83 orð

Bridsfélag Hreyfils Nýir spilarar hafa tyllt sér á toppinn í aðalt

Nýir spilarar hafa tyllt sér á toppinn í aðaltvímenningi bílstjóranna sem nú stendur sem hæst, en staða efstu para er nú þessi: Rúnar Guðmundsson ­ Thorvald Imsland1.342Eiður Gunnlaugsson - Ingunn Sigurðard.1.304Skafti Björnsson - Jón Sigtryggsson1.297Anna G. Nielsen - Guðlaugur Nielsen1.292Þórður Björnsson - Daníel Halldsórss.1. Meira
31. janúar 1998 | Fastir þættir | 114 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfir

Fimmtudaginn 22. janúar var spilaður eins kvölds tölvureiknaður tvímenningur með forgefnum spilum. Fjórtán pör spiluðu þrettán umferðir með tveimur spilum á milli para. Meðalskor var 156. Efstu pör voru: Hermann Friðrikss. ­ Vilhjálmur Sigurðsson jr. Meira
31. janúar 1998 | Fastir þættir | 199 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Fimmtudaginn 29. janúar byrjaði aðalsveitakeppni félagsins með þátttöku tólf sveita, tveir fjórtán spila leikir á kvöldi. Staðan eftir tvær umferðir af ellefu. Þróun50 VINIR40 Guðmundur Pálsson37 Kópar36 Bridsfélag Hafnarfjarðar Butlertvímenningi félagsins lauk hinn 26. janúar. Meira
31. janúar 1998 | Dagbók | 300 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
31. janúar 1998 | Fastir þættir | 274 orð

Fyrir hvað stendur regnboginn?

1. Hvað hét móðir Hamlets? 2. Hver orti Velleklu? 3. Hvenær fæddist Jóhannes Kjarval? Saga 4. Hvaða rómverski herforingi gersigraði Hannibal í orrustunni við Zama árið 202? 5. Á hvaða árum geisaði spænska borgarastyrjöldin? 6. Hvað hét fyrsti íslenski biskupinn? Landafræði 7. Hvar er eyjan St. Meira
31. janúar 1998 | Fastir þættir | 1388 orð

Guðspjall dagsins: Jesús gekk á skip. (Matt. 8) »Á

Guðspjall dagsins: Jesús gekk á skip. (Matt. 8) »ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Hrafnista: Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson endurvígir kapellu Hrafnistu kl. 13.30 eftir gagngerar endurbætur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Meira
31. janúar 1998 | Fastir þættir | 675 orð

Hvað er verkjalyfið Tylenol?

Spurning: Hvað getur þú sagt mér um verkjalyfið Tylenol? Ég hef fengið það reglulega frá Ameríku enda skilst mér að það fáist ekki hér. Af hverju er það ekki selt hér? Fylgja því einhverjar aukaverkanir? Er hætta á að menn verði háðir því? Ég hef orðið var við að ef ég tek það fyrir svefn þá sef ég mun betur. Meira
31. janúar 1998 | Dagbók | 138 orð

Hvíta húsið

HVÍTA húsið er embættissetur forseta Bandaríkjanna. Það stendur við Pennsylvania Avenue í Washington D.C. og hefur húsnúmerið 1600. Húsið er þriggja hæða og 100 herbergi að stærð. Arkitektinn James Hoban frá Fíladelfíu hannaði húsið í nýklassískum stíl árið 1792. Byggingu þess lauk aldamótaárið 1800. Meira
31. janúar 1998 | Fastir þættir | 830 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 938. þáttur

938. þáttur Í 34. ÞÆTTI (20. janúar 1980) birtist undarleg ritsmíð sem hét "Sagan af brúnu dansmærinni(!)". Þótti sumum hún skemmtileg, en aðrir hneyksluðust, eins og gengur. Þarna var, minnir mig, skopast að ýmsu sem upp hefur sprottið í seinni tíma máli okkar. Meira
31. janúar 1998 | Fastir þættir | 767 orð

Safnaðarstarf "Hnallþórukaffi" til styrktar orgelsjó

NK. SUNNUDAG, 1. febrúar, verður messa með altarisgöngu í Breiðholtskirkju kl. 14. Að henni lokinni mun Kór Breiðholtskirkju selja veglegar kaffiveitingar til styrktar orgelsjóði kirkjunnar. Björgvin Tómasson, orgelsmiður, er nú að smíða nýtt orgel fyrir kirkjuna og verður það tekið í notkun á komandi hausti. Meira
31. janúar 1998 | Fastir þættir | 1008 orð

Stelpurnar vilja kvenlegri "brettafatnað" Snjóbretti og fatnaður sem tengist þeirri iðkun er nú mjög í tísku. Aðalheiður

ÞEGAR við heimsækjum Aðalheiði í verslunina Krím er hún í óðaönn að skipuleggja hópferð til Akureyrar fyrir snjóbretta-dellu-fólk sem er orðið þreytt á snjóleysinu sunnanheiða. Það er þó ekki helgarferðin í Hlíðarfjall sem við ætlum að ræða um heldur erum við komin til að Meira
31. janúar 1998 | Í dag | 307 orð

Umferðarljósá þingmenn

KONA hafði samband við Velvakanda og bað um birtingu á eftirfarandi: "Mér alveg ofbýður að sjá til þingmanna í sjónvarpi, þeir rápa fram og til baka fyrir framan ræðumann í púlti. Einnig eru menn sífellt að koma til þingforseta og hvísla einhverju að honum. Þegar sýnt hefur verið í sjónvarpi frá þingstörfum í öðrum löndum, þá sést ekki þetta ráp hjá þingmönnum. Meira
31. janúar 1998 | Fastir þættir | 1548 orð

Við erum allar prímadonnur

HÚN er grönn og fíngerð, rétt eins og maður ímyndar sér að ballerínur eigi að vera. Og hún óskar sérstaklega eftir því að fara í Humarhúsið. "Þangað hef ég aldrei komið, en heyrt að þar sé gott að borða," segir hún á ágætri íslensku. Júlía Gold hefur búið hér á landi í fimm ár og dansað með Íslenska dansflokknum í fjögur ár. Meira
31. janúar 1998 | Fastir þættir | 727 orð

Yndislegt fólk á #rásinni Aðal Netsins er helst það að auðvelda fólki samskipti og kynni. Erna Björt Árnadóttir, sem gengur

ÉG KYNNTIST IRC-inu af tilviljun fyrir tveimur árum þegar við vinkonurnar vorum að gramsa í tölvunni hennar. Ég, sem hef alltaf verið voðalega hrifin af því að tala í símann, foreldrum mínum til mikils ama, Meira
31. janúar 1998 | Í dag | 382 orð

ÝLEGA hafði lesandi samband við Velvakanda og spurði hve

ÝLEGA hafði lesandi samband við Velvakanda og spurði hvers vegna ekki væri hægt að senda út greiðsluseðla vegna bifreiðagjalda fyrir gjalddaga. Lesandinn benti á að greiðsluseðlar vegna bifreiðagjalda fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní hefðu borizt bíleigendum um miðjan janúarmánuð, en gjalddagi bifreiðaskattsins væri 1. janúar. Meira
31. janúar 1998 | Fastir þættir | 1351 orð

Þrír vísindamenn á heimsmælikvarða

"MYNDIN var tekin á öðru ári í MR. Þetta er fjórði bekkur U veturinn 1967-68. Þetta var strákabekkur og bekkir voru kynskiptir í MR á þessum árum. Þennan vetur vorum við komnir í stærðfræðideild. Þriðji bekkur var og er ódeildaskiptur en svo var skipt þarna í fjórða bekk í stærðfræðideild og máladeild og það var alveg fram að stúdentsprófi. Við lukum stúdentsprófi vorið 1970. Meira

Íþróttir

31. janúar 1998 | Íþróttir | 69 orð

1. deild karla Stafholtsstungur - Hamar86:103 NBA-deildin Leikir aðfaranótt föstudags: Atlanta - Philadelphia109:99 Eftir

NBA-deildin Leikir aðfaranótt föstudags: Atlanta - Philadelphia109:99 Eftir framlengdan leik. New York - Milwaukee112:115 Eftir framlengdan leik. Houston - Orlando88:95 Denver - Toronto80:84 Portland - Chicago87:100 Seattle - Golden State109:97 Vancouver - Minnesota106:112 Íshokkí Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 282 orð

Á sömu bylgjulengd

ÞÓTT margir leikmenn Blackburn Rovers hafi leikið vel á keppnistímabilinu er engum blöðum um það að fletta að framherjarnir, Chris Sutton og Kevin Gallagher, hafa verið fremstir meðal jafningja. Samtals hafa þeir gert 31 mark í vetur og eru í hópi markahæstu manna í úrvalsdeildinni ­ Gallagher trónir reyndar á toppnum séu úrvalsdeildarmörk ein talin. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 242 orð

Chicago á beinu brautinni

Michael Jordan gerði 29 stig og Scottie Pippen 18 fyrir Chicago Bulls sem vann Portland á útivelli 100:87 í NBA-deildinni í fyrrinótt. Portland byrjaði leikinn vel og var komið í 19 stiga forskot í upphafi annars leikhluta, en það var ekki nóg á móti Chicago, sem hefur unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 220 orð

Handknattleikur

Laugardagur: 1. deild karla: Ásgarður:Stjarnan - ÍR16.30 Sunnudagur: Meistaradeild Evrópukeppninnar KA-heimilið:KA - Generali16.00 Körfuknattleikur Laugardagur: Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 46 orð

Handknattleikur 2. deild karla Fjölnir - Fylkir23:26 Knattspyrna

2. deild karla Fjölnir - Fylkir23:26 Knattspyrna Þýskaland Bochum - Dortmund2:1 Donkow 3., Peschel 65. - Decheiver 80. 31.222. Stuttgart - Duisburg1:1 Bobic 15. - Wohlert 56. 20.000. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 1007 orð

Jarðarförinni aflýst

ER LÍF eftir Alan Shearer? Fyrir ári hefðu fylgismenn Blackburn Rovers eflaust svarað þessari spurningu neitandi. Lið þeirra barðist í bökkum á botni úrvalsdeildarinnar og meistaratitillinn, Meistaradeild Evrópu og mörk miðherjans makalausa voru aðeins óljós minning, þótt allt hefði þetta verið hluti af tilverunni á Ewood Park fáeinum mánuðum áður. Allt gekk Blackburn í mót. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 438 orð

Jón fjórði eftir fyrri keppnisdag

JÓN Arnar Magnússon frjálsíþróttamaður er í fjórða sæti í sjöþraut eftir fyrri keppnisdag á sterku móti sem hófst í gær í Tallinn í Eistlandi. Jón Arnar er með 3.330 stig en Pólverjinn Sebastian Chmara er fyrstur, hafði náð sér í 3.449 stig að loknum fjórum greinum, 60 metra hlaupi, langstökki, kúluvarpi og hástökki. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 212 orð

Kristinn Björnsson æfir í Svíþjóð fyrir ÓL

Kristinn Björnsson fer ekki til Japans fyrr en 10. febrúar. Aðrir íslensku keppendurnir á Ólympíuleikunum fara 3. febrúar, en Kristinn hafði óskað eftir því að fara ekki strax og hefur nú þegið boð frá Svíþjóð um að æfa þar með Martin Hansson í nokkra daga áður en hann heldur til Nagano. Hansson tekur þátt í heimsbikarkeppninni í vetur eins og Kristinn. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 369 orð

Kristinn með rásnúmer 16 í Nagano

Kristinn Björnsson skíðakappi hefur færst framar í rásröðinni í svigi þrátt fyrir að hann hafi ekki skilað sér niður í heimsbikarmótunum í Kitzb¨uhel um síðustu helgi. Hann var með rásnúmer 22 í sviginu á sunnudag og 19 í sviginu á mánudag. Samkvæmt nýjasta startlista er hann nú kominn í 17. sæti. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 87 orð

Maradona til Napólí? DIEGO Mar

DIEGO Maradona er tilbúinn að snúa aftur til Napólí og leika fyrir félagið á ný í þeirri von að bjarga liðinu frá falli úr ítölsku 1. deildinni. Þetta kom frá umboðsmanni hans á blaðamannafundi sem hann hélt í Napólí í gær. "Hann æfir í Argentínu og er meira en tilbúinn í slaginn, líkamlega og andlega," sagði hann um Maradona sem er 37 ára. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 121 orð

Meistarar síðustu 17 ára mætast

MEISTARAMÓT Íslands í badminton fer fram í TBR-húsinu um helgina. Allir bestu badmintonmenn landsins eru meðal keppenda. Úrslitaleikir mótsins verða á morgun, sunnudag. Allir Íslandsmeistarar í einliðaleik karla síðustu 17 árin, frá 1980, eru meðal þátttakenda. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 241 orð

Rios ekki í vandræðum með Escude

Marcelo Rios frá Chile sigraði Frakkann Nicolas Escude nokkuð auðveldlega í undanúrslitum á opna ástralska meistaramótinu í tennis í gær og mætir Tékkanum Petr Korda í úrslitum mótsins á morgun. Það tók Rios aðeins 83 mínútur að vinna Escude 6:1, 6-3 og 6-2. Þetta er í fyrsta sinn sem Rios kemst í úrslit á stórmóti. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 68 orð

Sex bæir sækja um vetrarleikana 2006 SEX bæir kepp

SEX bæir keppast um að fá að halda vetrarólympíuleikana 2006. Síðasti dagur til að skila inn umsókn um leikana rennur út á morgun, 1. febrúar. Borgirnar eru: Helsinki (Finnlandi), Klagenfurt (Austurríki), Poprad Tatry (Slovakíu), Sion (Sviss), Tóríno (Ítalíu) og Zakopane (Póllandi). Ekki verður ákveðið hver hreppir hnossið fyrr en í lok næsta árs. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 30 orð

Skotfimi

Nýársmót Skotfélags Reykjavíkur Stöðluð skammbyssa, 25 metra: 1. Guðmundur Kr. Gíslason521 2. Kjartan Friðriksson518 3. Halldór Axelsson480 Loftskammbyssa, 10 metra: 1. Halldór Axelsson534 2. Guðmundur Kr. Gíslason531 3. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 109 orð

Tindastóll - ÍR82:67

Íþróttahúsið á Sauðárkróki, Íslandsmótið í körfuknattleik, 15. umferð í úrvalsdeild karla, föstudaginn 30. janúar 19978. Gangur leiksins: 4:5, 16:7, 20:12, 23:18, 43:18, 47:25, 58:28, 58:37, 64:44, 68:54, 74:60, 82:67. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 230 orð

Trapattoni bjartsýnn á gott gengi Bayern

GIOVANNI Trapattoni, þjálfari Bayern M¨unchen, er sannfærður um að liðið geti varið þýska meistaratitilinn, orðið Evrópumeistari og bikarmeistari, en keppni í deildinni hófst á ný í gærkvöldi eftir vetrarfrí. "Með hæfileikana í huga og að því gefnu að meiðsl setji ekki of stórt strik í reikninginn trúi ég að við getum náð góðum árangri í öllum þremur mótunum," sagði hann. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | -1 orð

´URVALSDEILD ´IR -KR 73: 6

´URVALSDEILD ´IR -KR 73: 65SKALLAGR. -VALUR 87: 67UMFN -TINDAST´OLL 96: 83´IA -HAUKAR 69: 79Þ´OR -GRINDAV´IK 77: 93KF´I -KEFLAV´IK 80: 90GRINDAV´IK -SKALLAGR. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 969 orð

Vaknaðu Ronaldo eða Juve hirðir titilinn!

MEISTARAR Juventus náðu óvænt að hampa vetrarmeistaratitlinum óformlega með því að verma efsta sætið þegar ítalska deildarkeppnin í knattspyrnu er hálfnuð. 22 sinnum á síðustu 30 árum hafa "vetrarmeistararnir" fagnað meistaratitlinum í mótslok. Meira
31. janúar 1998 | Íþróttir | 184 orð

Öruggt hjá Tindastóli

Tindastóll átti ekki í erfiðleikum með ÍR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á Sauðárkróki í gærkvöldi. Heimamenn unnu 82:67 eftir að hafa náð mest 30 stiga forystu en staðan í hálfleik var 47:25. Liðin byrjuðu af miklum krafti en heimamenn náðu fljótlega undirtökunum. Meira

Úr verinu

31. janúar 1998 | Úr verinu | 931 orð

Greiðir um fimm milljónir í leigu

SAMNINGAR voru undirritaðir í gær milli Kópavogsbæjar og skipuleggjenda Íslensku sjávarútvegssýningarinnar um leigu á Smáranum og Tennishöllinni í Kópavogi undir næstu sýningu, sem þar verður haldin 1.­4. september 1999. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er leiguverðið um fimm milljónir króna. Stefnt er að því að undirrita leigusamning milli Reykjavíkurborgar og forsvarsmanna Sýninga ehf. Meira

Lesbók

31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 269 orð

5. tölublað ­ 73. árgangur Efni

Sálmaskáldið á Stóra-Núpi, er heiti á grein eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Þar minnist hann þess að nú eru liðin 150 ár frá fæðingu Valdimars Briem á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi, sem er eitt mesta sálmaskáld þjóðarinnar, svo flestir landsmenn sem komnir eru til vits og ára kunna einhverja hinna sígildu sálma hans. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 389 orð

ÁST HJALTI RÖGNVALDSSON ÞÝDDI

Á þröskuldinum rödd þín með krosslagðar hendur og ég bragða á tárum þínum í vasa heima á leiðinni stoppaði ég hinum megin á götunni hönd heilsaði mér og ég las að það var of seint áður fundum við alltaf flugvél á rúðunni en hlógum að hverri sprungu bak við liðugar kverkar vorar núna líðum við aðskilin um asíu og evrópu og þögn þín er úr postulíni Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 451 orð

Á VÆNGJUM HUGARFLUGSINS

MYNDLISTARMAÐURINN Lýður Sigurðsson opnar sýningu á málverkum sínum og skúlptúrum í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg í dag, laugardaginn 31. janúar, kl. 15. Málverk Lýðs eru í anda súrrealismans en hann vill ekki kannast við að vera síðasti íslenski súrrealistmálarinn og segist vona að svo sé ekki. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1114 orð

BÖRN Í HEIMI FULLORÐINNA

SÖNGLEIKURINN sem er gerður eftir fyrstu kvikmynd Alans Parkers, gerist í New York 1929. Það sem er einstakt við verkið er að börn og unglingar eru í öllum hlutverkum og það þótt hér sé um að ræða heim hinna fullorðnu; valdastríð tveggja óaldarflokksforingja, þeirra Samma feita og Danna fína. Þess utan kynnast áhorfendur fjölda skemmtilegra persóna sem tjá sig í söng og dansi. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 339 orð

DULINN GALDUR

eftir Tua Forsström. Söderströms & co. Alberts Bonniers Förlag AB. Helsingfors 1997. TUA Forsström er ekki meðal afkastamestu skálda en bækur hennar eru hver og ein afar vel unnar og meitlaðar. Efter att ha tilbringat en natt bland hästar er áttunda ljóðabók hennar og hefur hún nú verið útnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1998. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 760 orð

EINAR ÁSKELL ER KOMINN Á SVIÐ

EINAR Áskell er ungur drengur sem eflaust er óþarfi að kynna fyrir yngri kynslóðinni. Og jafnvel þeim sem eldri eru því þótt síungur sé fagnaði þessi vinsæla sögupersóna sænska rithöfundarins Gunillu Bergström 25 ára afmæli sínu á síðasta ári! Möguleikhúsið við Hlemm frumsýnir á morgun, sunnudaginn 1. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 303 orð

FRUMFLUTNINGUR DETTIFOSS

Í TILEFNI af fimmtíu ára afmæli STEFs verður efnt til hátíðarsamkomu í Þjóðleikhúsinu í dag kl. 14, þar sem fram koma, meðal annarra, Mótettukór Hallgrímskirkju og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Petris Sakaris. Hæst ber frumflutning á Dettifossi, op. 57, eftir Jón Leifs, fyrsta formann STEFs. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 93 orð

GJÖFIN

Þótt færi ég borga á milli um heimsins höf og hefði vökult auga í barmi mér, það torvelt yrði að velja væna gjöf sem verðug gæti talist handa þér. Hún á að spegla unað þann og ást sem í mér skín og blómstrar hverja stund og ljóma af þeirri gleði er gafstu mér og gerir tilveruna ástafund. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 259 orð

HELGI TÓMASSON DUSTAR RYKIÐ AF BALLETTSKÓNUM

SAN Francisco ballettflokkurinn, undir stjórn Helga Tómassonar, hóf sextugasta og fimmta starfsár sitt 26. janúar síðastliðinn. Það sem einna helst gerir þetta starfsár frábrugðið öðrum er það að Helgi mun sjálfur dansa með flokknum eftir að hafa snúið sér alfarið að stjórnun fyrir þrettán árum. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 479 orð

MANNESKJAN OG VERULEIKINN

MYNDLISTAMENNIRNIR Guðrún Vera Hjartardóttir, Jón Bergmann Kjartansson og Sólveig Þorbergsdóttir opna einkasýningar sínar í Nýlistasafninu í dag. Guðrún Vera sýnir teikningar og skúlptúra í Gryfju. Í forsal sýnir Jón málverk og í Bjarta sal sýnir Sólveig verk sem hún hefur unnið beint inn í rýmið. Hún verður með uppákomu í tengslum við verkin kl. 17 í dag en sýningarnar verða opnaðar kl. 16. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2856 orð

MÁLSVÖRN HEIMSPEKINGS: ÁRÉTTINGR UM PÓSTMÓDERNISMA

ÍFYRRI hluta þessa eftirmála hóf ég að stikla á þeim staksteinum sem kastað hefur verið að greinaflokki mínum um tíðaranda í aldarlok: ádeilu minni á póstmódernismann ("pm- ismann") í fræðum og listum. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 550 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1653 orð

NÝJA GETTY-LISTASAFNIÐÍ LOS ANGELES EFTIR GUÐLAUGU JÓNSDÓTTUR Í lok síðasta árs var haldið hátíðlegt í Los Angeles að opnað var

Stærsta og dýrasta menningarverkefni Bandaríkjanna á þessari öld er án efa hið margumtalaða og stærsta einkalistasafn í heimi, J. Paul Getty Museum. Safn þetta er í eigu Getty- sjálfseignarstofnunarinnar, Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 287 orð

RIT- ÖFUNDUR (ort á íslensku)

Hver er sá sem skáldverk semur með snilldargáfu? Notar heimildir, sögusagnir og ímyndunaraflið? Hví get ég það ekki; sögurnar stranda og brotna í spón? Hver kann kveða og ljóðið yrkja, hver kann koma orðum að hugsun sinni? Hví get ég það ekki, Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 758 orð

SAFN LIÐINNA ANDARTAKA

SAMAN mynda verkin mjög persónulegan annál því á hverjum degi síðasta árs settist listamaðurinn niður með litla krossviðarplötu fyrir framan sig og blýant í hönd og kallaði fram ósjálfráðar hreyfingar á plattann. Á sama hátt vann hann daglega sjálfsmynd á pappír með ýmsum aðferðum. Ársverkið hefur hann flokkað og raðað og bíður nú áhorfendum að grúska í safni síðasta árs. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4730 orð

SÁLMASKÁLDIÐ Á STÓRA-NÚPI

ÉG var að komast upp úr busabekk Menntaskólans, þegar ljóðabók Hannesar Hafsteins varð fyrir mér hjá félaga mínum og freistaði mín um of í próflestri okkar saman. Meðal annars, sem þar var gaman að lesa, voru "þerriblaðsvísur", fyndnar stælingar á höfuðskáldum 19. aldar. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 157 orð

SKAMMDEGI

Kaldir vindar kemba fjúk á klökugu bæjarþaki. Móðir dagsins, sól er sjúk, sefur að fjallabaki. Úti' er þögult alt og hljótt. En í hásal kvelda kyndir voldug vetrarnótt vafurloga elda. Brúnadökk í blárri höll brennir köldum ljósum; situr við og saumar öll svellin gyltum rósum. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1097 orð

SKYNÖRVANDI TÓNLIST

ARVO Pärt er eitt þekktasta tónskáld samtímans, þótt verk hans hafi ekki heyrst oft á tónleikum hér á landi. Margir hugsa sér því eflaust gott til glóðarinnar að hlýða á Kammersveit Reykjavíkur og gesti hennar flytja dagskrá sem helguð er þessum Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 232 orð

SNJÖLL HUGDETTA

ÞEGAR STEF var sett á laggirnar höfðu hliðstæð félög starfað um langt árabil víðsvegar um Evrópu, lengst í Frakklandi, þar sem Société des Auteurs, Compositeurs et Editeurs de Musique (SACEM) var stofnað tæpri öld áður, árið 1851. Bar tilurð félagsins að með afar sérstæðum hætti. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1180 orð

SVARTA BÓKIN

Le livre noir du communisme ­ Crimes, terreur, repression, Ed.: Stephane Courtois, N. Werth, J.L. Panne, A. Paczowiski, K. Bartosek, J.T. Margon, Paris. Robert Laffont 1997. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 555 orð

SYNGJANDI ÆSKA Í ÞRJÁTÍU ÁR

MEÐAL gesta Kammersveitarinnar á tónleikunum í Langholtskirkju verða Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans í Hamrahlíð sem fagna þrjátíu ára afmæli sínu um þessar mundir. Munu kórarnir, alls 127 söngvarar, taka þátt í flutningi verksins Te Deum. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 174 orð

Tua Forsström hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

FINNLANDS-sænska skáldkonan Tua Forsström hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1998 fyrir ljóðabókina Eftir að hafa dvalist eina nótt meðal hesta (s. Efter att ha tillbringat en natt bland hästar). Í greinargerð dómnefndarinnar segir um bókina: "Þetta er margræð ljóðabók sem lýsir í senn kímni og sorg. Efnislega einkennist bókin af samhengi og tónvísi. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2188 orð

VERNDUN VOTLENDIS EFTIR TRAUSTA BALDURSSON OG ÓLAF EINARSSON

ÞANN 2. febrúar 1971 var formlega skrifað undir alþjóðlegan samning um verndun votlendis í borginni Ramsar í Íran. Samningurinn hefur síðan verið kenndur við borgina og kallaður Ramsarsamningurinn. Íslendingar gerðust aðilar að samningnum 2. apríl 1978. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1414 orð

VERULEGUR LESTRARAFGANGUR

Eftir hver áramót má lesa á viðskiptasíðum dagblaðanna um misjafnlega góðan eða slæman rekstur fyrirtækja. Fyrirsagnir hljóða þá eitthvað á þessa leið: Mikill rekstrarafgangur varð á síðasta ári hjá Körfuhöllinni hf., eða: rekstrarhalli varð meiri á síðasta ári en vonir stóðu til hjá Keilumiðstöðinni hf. Og svo framvegis. Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2565 orð

ÞÚ SKALT EKKI STELA!

SAMBAND tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, var stofnað hinn 31. janúar 1948 að frumkvæði Jóns Leifs tónskálds. Var þar með blað brotið í baráttusögu íslenskra höfunda fyrir rétti sínum en fram að þeim tíma var Meira
31. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 164 orð

"Ætla að kaupa mér tíma til að skrifa"

Tua Forsström, handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, er sænskumælandi Finni, en skáld úr þeim hópi Norðurlandabúa hlaut verðlaunin síðast fyrir rúmum tuttugu árum. Sænska síðdegisblaðið Expressen skrifaði þegar á fimmtudaginn að Forsström væri líkleg til að hljóta verðlaun. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.