Greinar laugardaginn 7. febrúar 1998

Forsíða

7. febrúar 1998 | Forsíða | 106 orð

Belgfarar slá flugmet

BROTIÐ var blað í flugsögunni í gær þegar evrópska belgfarið Breitling Orbiter-2 hafði verið lengur viðstöðulaust á lofti en nokkurt annað loftfar án þess að taka eldsneyti. Eldra metið, níu dagar og fjórar mínútur, settu tveir Bandaríkjamenn í sérsmíðaðri smáflugvél sem flaug viðstöðulaust umhverfis jörðina frá Edwards-herstöðinni í Kaliforníu í desember 1986 og lenti þar aftur. Meira
7. febrúar 1998 | Forsíða | 87 orð

Héraðsstjóri myrtur

TVEIR óþekktir menn skutu Claude Erignac, héraðsstjóra Korsíku, til bana á götu í Ajaccio, höfuðstað eyjunnar, í gærkvöldi. Erignac var æðsti embættismaður frönsku stjórnarinnar á Korsíku. Lögreglan sagði að hann hefði orðið fyrir 15 skotum og tveir ungir menn hefðu verið að verki. Meira
7. febrúar 1998 | Forsíða | 401 orð

Óttast er að þúsundir manna hafi látið lífið

ÓTTAST var í gær að þúsundir manna hefðu látið lífið í öflugum landskjálfta sem reið yfir afskekkt fjallahérað í norðurhluta Afganistans. Fréttum af manntjóninu bar ekki saman og alþjóðlegar hjálparstofnanir töldu að sumar þeirra væru orðum auknar. Meira
7. febrúar 1998 | Forsíða | 242 orð

Segjast tilbúnir til aðgerða

BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjamenn og Bretar væru tilbúnir að grípa til aðgerða ef Saddam Hussein Íraksforseti virti ekki ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnaeftirlitið í Írak. Meira
7. febrúar 1998 | Forsíða | 194 orð

Starr sakaður um samningsrof

WILLIAM Ginsburg, lögmaður Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu, hélt því fram í gærkvöldi að hann hefði gert skriflegan samning við Kenneth Starr saksóknara um að Lewinsky bæri vitni um samband sitt við Bill Clinton forseta gegn því að hún yrði ekki sótt til saka fyrir meinsæri. Meira

Fréttir

7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

12 mánuðir fyrir húsbrot

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 39 ára Reykvíking í 12 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, árás á lögreglumenn og fyrir að hafa tvívegis ruðst inn í hús Pósts og síma við Kirkjustræti, ógnað varðmanni með hnífi og skemmt húsmuni og tæki, auk þess að ráðast þar gegn lögreglumönnum og kasta að þeim lauslegum munum. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

16 einstaklingar takast á um framboðssætin

OPIÐ prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor fer fram í dag og hefst kl. 10 árdegis í Hamraborg 1, 3. hæð. Kjörfundi lýkur kl. 22 sama dag. Hafa samtals 16 einstaklingar gefið kost á sér í prófkjörinu. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 603 orð

20 sjónvarpsrásir sendar út í fyrstu

LANDSSÍMINN hóf formlegar útsendingar á sjónvarps- og útvarpsefni í gær á svo kölluðu breiðbandi, en tilraunaútsendingar hafa staðið yfir síðan í lok nóvember. Ákveðið hefur verið að þjónustan nefnist Breiðvarpið og verður í fyrstu boðið upp á um 20 erlendar og innlendar sjónvarpsrásir ásamt tíu erlendum útvarpsrásum. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 838 orð

70­110 fermetra íbúðir fulllágt metnar Þeim tilmælum hefur verið beint til fjármálaráðherra að framreikningur fasteignamats

SAMSTARFSNEFND ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna hefur farið fram á það við fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að framreikningur fasteignamats verði leiðréttur fyrir fasteignir af stærðinni 70­110 fermetrar í samræmi við raunverulegar breytingar á markaðsverði þessara íbúða. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

8 sveitarfélög af 10 sameinast um félagsmálastjóra

Blönduósi-Fyrir dyrum stendur að ráða félagsmálastjóra til starfa í átta sveitarfélögum af tíu í Austur-Húnavatnssýslu. Byggðarsamlag um þessa starfsemi er í burðarliðnum hjá hinum átta sveitarfélögum, aðeins Sveinsstaða- og Bólstaðarhlíðarhreppar standa utan við þessa samvinnu. Meira
7. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 31 orð

Aglowfundur

AGLOW, Kristilegt félag kvenna, heldur fundur í félagsmiðstöðinni Víðilundi 22 á Akureyri næstkomandi mánudagskvöld kl. 20. Vitnisburðir, fjölbreyttur söngur og kaffihlaðborð, en þátttökugjald er 300 krónur. Allar konur hjartanlega velkomnar. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð

Athugasemd frá ríkisskattstjóra

VEGNA ummæla framkvæmdastjóra VISA Ísland í Morgunblaðinu á fimmtudag sl. (5. feb.) vill embætti ríkisskattstjóra koma á framfæri eftirfarandi athugasemd: "Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA Ísland, gerir lítið úr lagalegu áliti embættis ríkisskattstjóra þar sem það "sé í fullkomnu ósamræmi við álit færustu endurskoðenda. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 244 orð

Athugasemd frá Visa Íslandi

EINAR S. Einarsson, framkvæmdastjóri Visa Íslands hefur óskað eftir að koma á framfæri eftirfarandi varðandi úrskurð embættis Ríkisskattstjóra um virðisaukaskatt af rafrænum afslætti, sem fjallað var um í viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag: "Vegna frétta af úrskurði embættis ríkisskattstjóra við fyrirspurn Kaupmannasamtaka Íslands um virðisaukaskattskyldu af "eftiráreiknuðum" rafrænum Meira
7. febrúar 1998 | Miðopna | 1014 orð

Atvinna og umhverfi þungamiðjan Norðurlönd eiga að vinna sameiginlega að auknum atvinnutækifærum, segir Leif Pagrotsky, og gera

ÁRIÐ 1998 hefur Svíþjóð formennsku í samvinnu ríkisstjórna Norðurlanda. Það er verkefni sem ég og öll sænska ríkisstjórnin hlökkum til að fást við. Til eru þeir, ekki síst í Svíþjóð, sem draga í efa samvinnu Norðurlanda með þeim rökum að hún sé ekki lengur jafn áríðandi nú þegar samvinna innan ESB hefur aukist til muna. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 247 orð

Áhyggjur af verkfallinu

UM 50 manns starfa við landvinnslu hjá Jökli á Raufarhöfn og segir Jóhann M. Ólafsson framkvæmdastjóri að hráefnið dugi út næstu viku. Aðallega er verið að vinna Rússaþorsk. Þeir sem komnir eru með kauptryggingu myndu síðar fara á atvinnuleysisbætur komi til stöðvunar vegna verkfallsins en aðrir ekki. Meira
7. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 130 orð

Átak til athafna

Flateyri-Helgina 16.­18. janúar gekkst fræðslusambandið Símennt fyrir tveggja daga námskeiði í Holti í Önundarfirði. Að fræðslusambandinu Símennt standa Bændasamtök Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands. Námskeiðið sóttu í kringum 20 manns. Meira
7. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Áætlunarferðir í Hlíðarfjall

FRAMKVÆMDANEFND Akureyrarbæjar hefur samþykkt að gerð verði tilraun í tvo mánuði, frá 15. febrúar næstkomandi til 15. apríl um áætlunarferðir á vegum Strætisvagna Akureyrar í Hlíðarfjall. Farnar verða fjórar ferðir á virkum dögum, kl. 14.30, 15.30, 16.30 og 18.30 og þrjár ferðir um helgar, kl. 13.30, 14.30 og 16.30. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Banaslys við Ölfusárbrú

BANASLYS varð laust fyrir hádegi í gær við Ölfusárbrú á Selfossi. Tveir bílar skullu saman með þessum hörmulegu afleiðingum. Farþegi annars bílsins lét lífið á Sjúkrahúsi Suðurlands skömmu eftir slysið. Tveir farþegar voru í hvorum bíl, tveir fullorðnir og tvö börn. Meiðsli annarra farþega eru ekki talin alvarleg. Meira
7. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 121 orð

Bangsímon er alls heimsins

STOFNANDI Bangsasafnsins í Bretlandi reyndi í gær að komast að samkomulagi við Borgarbókasafnið í New York um að Bangsímon fái að skreppa til Bretlands í frí, og jafnvel í heimsreisu. Gyles Brandreth segir Bangsímon ekki eiga heima í neinu sérstöku landi, heldur tilheyri hann heiminum öllum. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Beiti mér fyrir útboði á þessu ári

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segir að undirbúningur vegaframkvæmda í Grafarvogi sé í höndum samstarfsnefndar á vegum Vegagerðarinnar og borgarverkfræðings undir stjórn borgarverkfræðings. "Ég mun beita mér fyrir því að hægt verði að bjóða verkið út á þessu ári. Meira
7. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Bestu blaðaljósmyndirnar til sýnis

ÁRLEG sýning Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands á bestu blaðaljósmyndum nýliðins árs er komin til Akureyrar og verður opin í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, frá kl. 13-21 báða dagana, í anddyri Íþróttahallarinnar. Alls eru um eitt hundrað ljósmyndir á sýningunni að þessu sinni, sem dómnefnd valdi af þeim nær fimm hundruðum mynda sem bárust. Meira
7. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 571 orð

Clinton kveðst aldrei íhuga afsögn

BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði að hann myndi aldrei íhuga afsögn vegna hneykslismálsins, sem þyrlað var upp vegna meints ástarsambands hans og lærlingsins Monicu Lewinsky. Komst hann svo að orði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1039 orð

Efla þarf forvarnir og taka á ólöglegri vímuefnasölu

"BORGARBÚAR og Reykjavíkurborg hafa mikilvægu hlutverki að gegna í löggæslumálum borgarinnar. Með forystu borgarinnar, samvinnu við íbúa og samtök þeirra, skóla og félagsstarfsemi í hverfum er hægt að draga úr afbrotum í borginni og auka öryggi íbúa," sagði Árni Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld við umræður um hverfalöggæslu. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Fimm kórar syngja fyrir sjúka og aldraða

KVENNAKÓR Reykjavíkur, Vox feminae, Léttsveitin, Senjoriturnar og Gospelsystur syngja á sjúkrastofnunum og dvalarheimilum fyrir aldraða í Reykjavík sunnudaginn 8. febrúar. Tilefnið er að nú í janúar voru fimm ár frá því að Kvennakór Reykjavíkur var stofnaður. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Fjórar fjörugar halda fjölskylduþorrablót

FJÓRAR fjörugar á Skúlagötu 40 halda fjölskylduþorrablót 14. febrúar í veislusal kl. 20­24. Allt fólk 10 ára og eldra er velkomið. Margt verður til skemmtunar, sungnar verða nefndarvísur og þekktur leikari verður heiðursgestur kvöldsins. Karlasöngkvartett kemur í heimsókn, spilað verður á harmoníku, sungið og sprellað. Hver aðgöngumiði er einnig happdrættismiði. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 269 orð

Flugleiðir hætta eignarþátttöku í Fríkortinu

EINAR Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, segir að félagið hafi ákveðið að draga sig út úr eignarhaldi og stjórnunarþátttöku á Fríkortinu. Ætlar félagið að einbeita sér að eigin kortakerfi sem starfrækt er af Vildarklúbbi Flugleiða. Meira
7. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 179 orð

Flugvöllur í nafni Reagans

BANDARÍKJAÞING samþykkti í fyrradag að Þjóðarflugvöllurinn í Washington yrði kenndur við Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Öldungadeildin samþykkti frumvarp um að breyta nafni flugvallarins í Þjóðarflugvöll Ronalds Reagans í Washington með 76 atkvæðum gegn 22. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 381 orð

Foreldraorlof í þrjá mánuði verður lögfest

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær, að tillögu Páls Péturssonar félagsmálaráðherra, að tilskipun Evrópusambandsins verði hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Tilskipunin kveður á um að veita körlum og konum rétt til töku launalauss foreldraorlofs til að annast barn sitt í að minnsta kosti þrjá mánuði við fæðingu eða ættleiðingu barns, fram að átta ára aldri barns. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Forysta ASÍ fundar á Norðurlandi

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, og aðrir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar halda fundi með félagsmönnum ASÍ á Norðurlandi 8.­14. febrúar nk. Yfirskrift fundanna er "Verkalýðshreyfing framtíðarinnar". Á milli almennra funda verða fundir forseta ASÍ með stjórnum og starfsmönnum stéttarfélaganna á hverjum stað auk heimsókna á vinnustaði. Meira
7. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 183 orð

Friðrik íþróttamaður ársins

Ísafirði-Körfuknattleiksmaðurinn snjalli hjá KFÍ, Friðrik E. Stefánsson, var á þriðjudagskvöld útnefndur Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 1997. Útnefning hans var kunngerð í hófi sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, fræðslunefnd bæjarins, ásamt Íþróttabandalagi Ísfirðinga og HVÍ efndu til í félagsheimilinu á Þingeyri. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Frumvarp til lagaum tölvubrot

DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum. Miðar frumvarpið að því að skilgreina refsiverða háttsemi sem tengist tölvum og notkun þeirra, til dæmis fölsun gagna á tölvutæku formi, óheimilan aðgang að gögnum eða forritum á tölvutæku formi og eyðileggingu tölvubúnaðar. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

Fræðslufundur um forvarnir gegn krabbameini

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, heldur fræðslufund í Skógarhlíð 8 í Reykjavík þriðjudaginn 10. febrúar kl. 20.30. Bryndís Eva Birgisdóttir, næringarfræðingur og næringarráðgjafi ræðir um forvarnir gegn krabbameini. Í frétt frá Styrk segir að allir séu velkomnir. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 34 orð

Fræðslufundur um smitsjúkdóm

FRÆÐSLUFUNDUR á vegum fræðslunefndar Meinatæknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 10. febrúar nk. í Eirbergi kl. 20. Fyrirlesari verður Sigurður B. Þorsteinsson sérfræðingur í smitsjúkdómum og mun hann fjalla um Chlamydia pneumoniae. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fundi frestað til morguns

Kjaradeila sjómanna Fundi frestað til morguns SÁTTAFUNDI í sjómannadeilunni lauk hjá ríkissáttasemjara kl. 19.30 í gærkvöldi og hefur næsti fundur verið boðaður kl. 13 á morgun, sunnudag. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Fyrirlestur um heimspeki

GEIR Sigurðsson, MA í heimspeki, flytur opinberan fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki í dag, laugardaginn 7. febrúar, kl. 15 í Odda, stofu 101 sem ber yfirskriftina Lífsþjáningin, leiðindin og listin ­ heimspeki Leopardis. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Gengið á reka á Hafnarskeiði

Í ÞRIÐJA áfanga raðgöngu Útivistar, Gengið á reka, verða gengnar fjörur Þorlákshafnar og Hrauns í Ölfusi í fylgd staðarmanna. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 á sunnudaginn. Gangan hefst í Skötubót kl. 11.15. Litið verður inn í Byggðasafnið í Þorlákshöfn og komið við á Hrauni í bakaleið. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð

Gjald af léttu víni lækkar um 10%

SAMKVÆMT frumvarpi til laga um breytingar á lögum um gjald af áfengi munu gjaldflokkar áfengis verða þrír og mun gjald af léttu víni lækka um 10% en gjald af öli verða óbreytt frá því sem nú er. Gjald af öðru áfengi mun hins vegar hækka og leggst það á allt vínandamagn, en þannig verður komið í veg fyrir að svokallað áfengisgos og annað blandað áfengi njóti hagstæðari gjaldtöku en óblandað áfengi. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Gleðistraumur fór um mig þegar ég lenti á dýnunni

VALA Flosadóttir úr ÍR setti heimsmet innanhúss í stangarstökki kvenna er hún stökk 4,42 metra á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Bielefeld í Þýskalandi í gær. Hún bætti þar með tveggja daga gamalt heimsmet Danielu Bartovu frá Tékklandi um einn sentimetra. Vala setti met sitt í fyrstu tilraun og sagði líðanina að stökkinu loknu ólýsanlega. Meira
7. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 219 orð

Hámarkið hálfur bjórlítri

FLEST bendir til, að sett verði ný lög í Bretlandi um leyfilegt áfengismagn í blóði ökumanna og hámarkið lækkað verulega. Nú má það vera 80 milligrömm á hverja 100 millilítra en lagt er til, að það verði 50. Það svarar oft til þess, að drukkinn hafi verið hálfur lítri af bjór. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 465 orð

H.B. hf. tekur fiskverkafólk ekki af launaskrá

SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ H.B. hf. hefur ákveðið að taka starfsfólk í fiskvinnslu ekki af launaskrá, heldur greiða laun með hefðbundnum hætti, þegar starfsfólk skortir verkefni vegna hráefnisskorts. Jafnframt hefur fyrirtækið óskað þess, að atvinnuleysissjóður endurgreiði fyrirtækinu með þeim hætti að þeir dagar, sem til greiðslu koma, Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1139 orð

Hefur snúist upp í áróðursstríð forystumanna

ÚTGERÐ við Eyjafjörð er öflug, en nú í miðju verkfalli sjómanna eru hjólin hætt að snúast, skipin fylla öll pláss við bryggjurnar á Akureyri, Dalvík og í Ólafsfirði. Sumir eru ósáttir við að fara í verkfall, alltaf sé verið að deila um sama málið og nú vilja þeir fyrir alla muni ljúka málinu. Friður verði að skapast. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Heimildarkvikmynd um heimsstyrjöldina

HEIMILDARKVIKMYNDIN "Föðurlandsstyrjöldin mikla" verður sýnd sunnudaginn 8. febrúar kl. 15 í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þetta er ein fjölmargra kvikmynda sem Sovétmenn gerðu um síðari heimsstyrjöldina en hún er sett saman úr fréttamyndum sem teknar voru á vígstöðvunum beggja vegna víglínunnar. Meira
7. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Helgarpotturinn

HELGARPOTTURINN er heiti á nýjum þætti sem verður á dagskrá hjá bæjarsjónvarpinu Aksjón á laugardögum kl. 17. Dagur og Aksjón hafa tekið höndum saman um þennan sjónvarpsþátt en efni hans verður úr bæjarlífinu á Akureyri. Hann verður klukkustundar langur, fléttað verður saman innslögum úr bæjarlífi og umræðum um málefni líðandi stundar. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 258 orð

Hráefnisverð hefur verið að hækka

HRÁEFNISKOSTNAÐUR sem hlutfall af tekjum botnfiskvinnslunnar hefur hækkað stöðugt undanfarin þrjú ár. Þetta hlutfall var 56% árið 1994, en var í fyrra 64,7%. Hráefnisverð í öðrum greinum sjávarútvegs hefur einnig hækkað frá árinu 1994, nema hvað hráefnisverð í rækjuvinnslu lækkaði í fyrra. Þessar tölur eru fengnar frá Samtökum fiskvinnslustöðva. 200 milljónir tapast á dag Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Hættu við að sameinast Borgey hf.

HÆTT hefur verið við samruna fimm útgerðarfélaga á Höfn í Hornafirði við Borgey hf. en hluthafar þeirra náðu ekki að selja þriðja aðila hluta þess hlutafjár í Borgey sem þeir hefðu eignast við sameininguna. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 282 orð

Kannað með lögfestingu mannréttindasamninga

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær tillögu um hvort rétt sé að huga að því að aðrir alþjóðlegir mannréttindasamningar en mannréttindasáttmáli Evrópu verði lögfestir hér á landi. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Kínverjar skipta um sendiherra

Sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, Wang Jiangxing, lætur af störfum hér á landi í byrjun mars. Sendiherrann, sem hefur verið hér frá árinu 1992, staðfesti þetta í stuttu símtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Þar sagðist hann ekki vita hvaða störf biðu hans í utanríkisþjónustunni. Fyrst um sinn færi hann a.m.k. til Peking. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Kosið um sameiningu á vestanverðum Flóa

ÍBÚAR Selfossbæjar, Sandvíkurhrepps, Eyrarbakkahrepps og Stokkseyrarhrepps kjósa um sameiningu sveitarfélaganna laugardaginn 7. febrúar. Á Selfossi er kosið í Sólvallaskóla frá kl. 9­22; í Sandvíkurhreppi á heimili oddvita í Litlu­ Sandvík frá kl. 12­22; á Eyrarbakka verður kosið í samkomuhúsinu Stað frá kl. 10­22 og á Stokkseyri í barnaskólanum frá kl. 10­22. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 579 orð

Krabbameinssjúk börn hjóla kringum Ísland Frönsku samtökin til stuðnings krabbameinssjúkum börnum Au-dela kynntu í sl. viku

FORSETI samtaka til stuðnings krabbameinssjúkum börnum og bæjarstjórinn í franska bænum Gravelines á norðurströnd Frakklands, Léon Panier, hleyptu átaki um ferð með krabbameinssjúk börn til Íslands af stokkunum með blaðamannafundi 30. janúar sl. eftir nokkurn aðdraganda. Í september sl. kynnti forseti samtakanna, dr. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Kvikmyndasýning í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 8. febrúar verður kvikmyndin "Ronja Rövardotter" sýnd. Þetta er ævintýri um Ronju ræningjadóttur og vin hennar Birki. Þrátt fyrir að feður þeirra séu svarnir óvinir skyggir það ekki á vináttu þeirra. Meira
7. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 662 orð

Laufin og spaðarnir komin til að vera

Grindavík-Ný félagsmiðstöð fyrir ungt fólk í Grindavík ber hið undarlega nafn "Laufin og spaðarnir". Þetta húsnæði er í gömlu frystihúsi sem hætt hefur vinnslu, Hraðfrystihúsi Grindavíkur. Meira
7. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 242 orð

Leiðindi kringum auglýsingar

JAKOB Björnsson bæjarstjóri segir ofureðlilegt að bæjarfélagið styrki þá sem vilja vinna að málefnum bæjarins og bjóða fram lista fyrir kosningar við að koma málstað sínum á framfæri. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti tillögu hans um að verja 600 þúsund krónum úr bæjarsjóði til að styðja framboð til bæjarstjórnarkosninga í vor. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

LEIÐRÉTT

VEGNA ummæla sem höfð eru eftir Kjartani Björnssyni í grein í blaðinu í gær um sameiningu sveitarfélaga í Flóanum vill Kjartan árétta að það sé ekki hans eigin skoðun að uppnefnið Flóafífl sé niðrandi. Í greininni var ranglega talað um Flóabyggð sem eitt af hugsanlegum nöfnum á nýja sveitarfélagið, það á að vera Flóabær. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Leikfélag MH sýnir Macbeth

LEIKFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir Macbeth eftir William Shakespeare í kvöld kl. 20. Leikstjóri leikfélagsins að þessu sinni er Björn Ingi Hilmarsson. Lifandi tónlist verður flutt á sýningunni og er tónlistarstjóri Svavar Knútur Kristinsson. Með hlutverk Macbeths fer Orri Huginn Ágústsson og frú Macbeth leikur Ilmur Kristjánsdóttir. Fyrirhugaðar eru átta sýningar á Macbeth. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Lenti á einum hreyfli

TVEGGJA hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 421 lenti á öðrum hreyfli á Reykjavíkurflugvelli stundarfjórðungi eftir að hún hóf sig á loft þaðan, laust fyrir klukkan 16 í gær. Vélin er gerð fyrir 8­9 manns en aðeins flugmaðurinn var um borð. Sökum tækjabilunar slökkti hann á öðrum hreyfli flugvélarinnar skömmu eftir flugtak og lenti á öðrum hreyfli. Lendingin tókst vel. Meira
7. febrúar 1998 | Miðopna | 1958 orð

LJÓÐAGERÐ VIÐ LYNGHÁLSINN Fyrirtækið Íslensk erfðagreining hefur aðeins starfað í rúma 14 mánuði, en þegar náð umtalsverðum

KÁRI Stefánsson er 48 ára og var prófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar hann ákvað að stofna fyrirtæki hér á landi. Hann útvegaði 12 milljónir dala, um 850 milljónir króna, hjá erlendum áhættufjárfestum og 22. Meira
7. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 360 orð

Loftræstikerfi flugvéla talin bera smit

FLUGFARÞEGAR eiga á hættu að smitast af sjúkdómum, jafnvel banvænum, sem berast með loftræstikerfum flugvéla, samkvæmt niðurstöðum kannana sem Telegraph og breska sjónvarpsstöðin Channel 4hafa gert. Meira
7. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 275 orð

Lögin samþykkt í Sambandsráði

SAMBANDSRÁÐIÐ, efri deild þýzka þjóðþingsins, samþykkti í gær umdeilt stjórnarfrumvarp til breytinga á stjórnarskránni, sem veitir lögreglu auknar heimildir til rannsóknaraðgerða, svo sem til að koma fyrir hlerunarbúnaði í einkahúsnæði. Þýzka lögreglan hefur ekki haft slíkar heimildir frá því á tímum Þriðja ríkisins. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Menningarmálaþing í Hafnarfirði

MENNINGARMÁLAÞING, á vegum Listafélags Hafnarfjarðar og Menningarmálanefndar, verður haldið í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Strandbergi, í dag kl. 14­18. Að þingi loknu mun Menningarmálanefnd afhenda styrki. Meira
7. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 375 orð

Messur

AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili kl. 11 á morgun, sunnudag. Kaffisopi og fræðsla fyrir foreldra í fundarsal. Séra Þórhallur Heimisson og séra Guðný Hallgrímsdóttir spjalla um hjónabandið. Guðsþjónusta kl. 14, vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Séra Guðný Hallgrímsdóttir prédikar. Fundur æskulýðsfélagsins kl. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 285 orð

Nauðsynlegt að kanna málið án fordóma

FORMAÐUR Alþýðubandalagsins, Margrét Frímannsdóttir, sagðist við upphaf miðstjórnarfundar flokksins í gærkvöld aldrei hafa fundið fyrir eins miklum áhuga innan flokksins og nú fyrir því að kanna til hlítar hvort taka eigi upp samstarf eða sameiginlegt framboð félagshyggjufólks fyrir kosningar til Alþingis 1999. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Ný ÓB-stöð opnuð við Snorrabraut

NÝ bensínstöð, ÓB-ódýrt bensín, verður opnuð í dag, laugardaginn 7. febrúar, kl. 13 við Snorrabraut í Reykjavík við Domus Medica. Í tilefni af opnun stöðvarinnar við Snorrabraut verður boðið upp á 7 króna afslátt af hverjum lítra bensíns og díselolíu. Afslátturinn gildir fyrstu vikuna. Starfsmaður ÓB verður við sjálfsalann fyrstu vikuna frá kl. 9­17 og kennir viðskiptavinum notkun hans. Meira
7. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Opið hús Háskólans á Akureyri

HÁSKÓLINN á Akureyri verður með opið hús í húsakynnum háskólans á Sólborg í dag, laugardaginn 7. febrúar, frá kl. 11 til 17. Þar munu deildir háskólans, heilbrigðis-, kennara-, rekstrar-, og sjávarútvegsdeild kynna námsframboð sitt. Samstarfsstofnanir háskólans, s.s. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 251 orð

Rit fyrir notendur mjóbaksins

BAKSKÓLINN er nafn á riti "fyrir leikmanninn, hinn almenna notanda mjóbaksins, sem vill að það virki vel og verkjalaust sem lengst", eins og höfundur, Magnús Helgi Ólafsson sjúkraþjálfari, kemst að orði í inngangi. Ritið verður fáanlegt hjá bóksölum og á heilsugæslustöðvum. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Sé ekki að dómurinn hefði getað fengið aðra niðurstöðu

PÁLL Pétursson, félagsmálaráðherra, segist ekki fá séð hvernig Félagsdómur hefði getið komist að annarri niðurstöðu, samkvæmt vinnulöggjöfinni, en þeirri að ógilda verkbann það sem útvegsmenn höfðu sett á þá skipverja á fiskiskipaflotanum, sem eru ekki í verkfalli. Álits ráðherra var leitað í framhaldi af ummælum Þórarins V. Meira
7. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 326 orð

Sérstök sendinefnd til Indónesíu

JAPÖNSK stjórnvöld greindu frá því í gær að sérstök sendinefnd ríkisstjórnarinnar færi til Indónesíu síðar í þessum mánuði í því skyni að finna út úr því hvernig Japan geti aðstoðað frekar við endurreisn efnahagslífsins þar í landi. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 514 orð

Sjö ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 41 árs gamlan mann, Tryggva Sigfússon, í sjö ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 21. september síðastliðins. Maðurinn stakk tvær stúlkur með hnífi og hlaut önnur þeirra lífshættulega blæðingu af. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Sjö rafmagnsstaurar í spón

SJÖ 12-14 metra háir rafmagnsstaurar í Öræfum fóru í spón af völdum eldinga í miklu þrumuveðri sem þar gekk yfir í fyrrakvöld og fram eftir nóttu. Að sögn Freysteins Þórðarsonar vélstjóra hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Höfn eyðilögðust auk þess m.a. þrír spennar í Öræfum, tveir við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli og einn á Einholti á Mýrum. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

Spánverjar hindra samninga

Á FUNDI æðstu embættismannanefndar ráðherraráðs Evrópusambandsins í Brussel í fyrradag hindraði fulltrúi Spánar að ákvörðun yrði tekin um það hvenær formlegar samningaviðræður um endurskoðun samstarfssamnings Íslands og Noregs við Schengen-ríkin hæfust, Meira
7. febrúar 1998 | Smáfréttir | 56 orð

STJÓRN Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu býður þeim félögum sem komas

STJÓRN Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu býður þeim félögum sem komast á sýningu Halaleikhópsins á leikritinu Búktalaranum þriðjudaginn 10. febrúar kl. 20 að sjá sýninguna endurgjaldslaust. Félagar eru hvattir til að skrá sig á skrifstofunni til að tryggja sér miða og sækja þá mánudaginn 9. febrúar. Aðeins eru sæti fyrir 50 í húsinu þannig að skráið ykkur sem fyrst. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Styrkur úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar

ÁKVEÐIÐ hefur verið að veita styrk úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar fyrir árið 1998, 300 þús. kr. Í 4. grein skipulagsskrár sjóðsins stendur: Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúdenta við nám undir kandídatspróf í sagnfræði og kandídata í sömu grein til að rannsaka og vinna að ritum um sérstök verkefni er varða sögu Íslands eða efni því nátengt. Meira
7. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 281 orð

Stærsta verkefninu fagnað

Það var glatt á hjalla hjá Netagerðinni Ingólfi á Þórshöfn á dögunum en þá gerðu starfsmenn sér dagamun með kaffi og kræsingum og gestir voru viðstaddir. Tilefnið var að Netagerðin afgreiddi nýja nót til nótaskipsins Neptúnusar sem er í eigu Skála ehf. á Þórshöfn. Þetta er fyrsta nótin sem Netagerðin setur upp frá grunni og stærsta verkefni hennar á Þórshöfn til þessa. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 291 orð

Sunnlendingar mótmæla vegaáætlun

Á FUNDI stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var 4. febrúar sl. var tillaga til þingsályktunar um langtímaáætlun í vegagerð sem liggur fyrir Alþingi tekin til umfjöllunar. Eftirfarandi ályktun var samþykkt: Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð

SUS efnir til ritgerðasamkeppni fyrir ungt fólk

Öllu ungu fólki á aldrinum 16­20 ára er heimiluð þátttaka í Frelsispennanum. Þátttakendur geta sent inn ljóð, smásögur eða ritgerðir sem lýsa mikilvægi frelsisins fyrir einstaklinginn og/eða þjóðfélagið. Hámarkslengd efnis er 7 bls. Höfundur besta efnisins hlýtur frelsispennann til eignar og 60.000 kr. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 549 orð

Tekur af öll tvímæli um eignarrétt á náttúruauðæfum

RAGNAR Arnalds, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, mælti fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á fimmtudag, en meðflutningsmenn hans eru sex aðrir þingmenn Alþýðubandalags og óháðra. Með frumvarpinu er lagt til að nýjar málsgreinar bætist við 72. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 760 orð

Telur ráðuneytið brotlegt við fjölda lagaákvæða

Í GREINARGERÐ Sigurðar Gizurarsonar, sýslumanns á Akranesi, þar sem hann rekur afskipti embættis síns af máli Þórðar Þórðarsonar, kemur fram að hann telur dómsmálaráðuneytið hafa brotið fjölda lagaákvæða. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 640 orð

Tengsl við Íslendingafélög vestra mikilvæg

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra skipaði í síðastliðnum mánuði landafundanefnd sem ætlað er að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um það hvernig fagna skuli landafundi Leifs Eiríkssonar í Bandaríkjunum og Kanada árið 2000. Einar Benediktsson sendiherra er framkvæmdastjóri nefndarinnar. Meira
7. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 169 orð

Tónleikar til styrktar minningarsjóði

TÓNLEIKAR til styrktar Minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur verða haldnir á morgun, sunnudaginn 8. febrúar kl. 17 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Efnisskráin er að vanda fjölbreytt og hafa nemendur á efri stigum og kennarar Tónlistarskólans á Akureyri flutninginn með höndum, en þeir efna árlega til tónleika til ágóða fyrir sjóðinn. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Tvöfalt hlé á frumsýningu

HLÉ á frumsýningu Ástardrykksins eftir Donizetti í Íslensku óperunni í gærkvöld varð óvenjulangt þar sem einhver slæmska hljóp í hálsinn á ítalska tenórnum Roberto Iuliano, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 182 orð

Undanþágur afgreiddar á ný

AFGREIÐSLA á undanþágum hjá verkfallsvörslu sjómanna var stöðvuð á miðvikudag vegna veiðiferðar togbátsins Smáeyjar VE, en hófst að nýju í fyrradag eftir að útgerð Vestmannaeyjabátsins hafði kallað hann til hafnar. Verkfallsverðir hafa ekki þurft að láta til sín taka það sem af er verkfalli, enda bræla á miðum. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Unnið að breytingum á ferliverkum

KRISTJÁN Guðjónsson, deildarstjóri sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar, telur að það geti tekið einhverjar vikur að ljúka samningum við sérfræðinga. Hann segir að samningavinnan sé mjög flókin og kalli á mikla yfirlegu. Vinnunni miði áfram en hann segist ekki sjá fram á að henni ljúki á allra næstu dögum. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 233 orð

Úrslit í afmæliskeppni Æskunnar

VERÐLAUN í samkeppni sem efnt var til á hundrað ára afmæli Æskunnar í fyrrahaust voru afhent fimmtudaginn 29. janúar í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Tvenn aðalverðlaun í Smásagna­ og ritgerðarkeppninni Æskan og heilsueflingin hlutu Björg Magnúsdóttir, Setbergsskóla í Hafnarfirði og Tinna B. Kristinsdóttir, Grundaskóla á Akranesi. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Út af í Kollafirði

FÓLKSBÍLL fór út af Vesturlandsveginum nokkru austan við Naustanes í Kollafirði laust eftir klukkan 9 í gærkvöld. Ökumaður var einn á ferð og flutti lögregla hann á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
7. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 374 orð

Vill opna milli N- og S-Kóreu

SON Song Pil, sendiherra Norður-Kóreu í Moskvu, skýrði frá því í viðtali við Tass- fréttastofuna, að N-Kóreustjórn hefði hug á að opna víggirðinguna, sem skilur að Kóreuríkin, á nokkrum stöðum og koma þar fyrir hliðum eins og var með Berlínarmúrinn á sínum tíma. Sagði hann, að það gæti orðið upphafið að því að fjarlægja hana alveg. Hann bjóst þó við, að þetta gæti tekið sinn tíma. Meira
7. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 158 orð

Vill ströng lög um friðhelgi

STRÖNG lög um friðhelgi einkalífsins hefðu átt að geta komið í veg fyrir að fjölmiðlar greindu frá sambandi Robins Cooks, utanríkisráðherra Bretlands, og Gaynor Regan, að mati Irvines lávarðar, forseta lávarðadeildar breska þingsins. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Þorrakaffi Drangeyjar

SÖNGSVEITIN Drangey heldur sitt árlega þorrakaffi í Drangey, Stakkahlíð 17, sunnudaginn 8. febrúar nk. Húsið opnað kl. 14.30. Eins og alltaf áður verður veisluhlaðborð að skagfirskum sið og söngsveitin mun taka lagið fyrir gesti undir stórn Snæbjargar Snæbjarnardóttur. Undirleikari verður Árni Elvar. SÖNGSVEITIN Drangey. Meira
7. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 181 orð

Öll nema eitt uppfylla verðbólguskilyrði

ÖLL aðildarríki Evrópusambandsins, ESB, nema Grikkland, uppfylltu á árinu 1997 skilyrði Maastricht-sáttmálans um hámarksverðbólgu fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Þetta kom fram í opinberum tölum hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem birtar voru í gær. Meira
7. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Önnur skriða féll úr Reynisfjalli

SKRIÐA féll í fyrrakvöld neðan úr bergfyllunni sem eftir varð í brún Reynisfjalls þegar mikil grjótskriða féll þar sl. föstudag. Í Vík hafa menn beðið eftir að viðri til þess að sprengja, þar sem fyrirsjáanlegt þótti að meira kæmi niður. Meira

Ritstjórnargreinar

7. febrúar 1998 | Leiðarar | 609 orð

SAMI RÉTTUR FYRIR ALLA ÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp þann dó

SAMI RÉTTUR FYRIR ALLA ÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp þann dóm að íslenska ríkinu hafi ekki verið heimilt að synja ríkisstarfsmanni um að fá greidd laun í mánaðarlöngu fæðingarorlofi er hann tók haustið 1995. Meira
7. febrúar 1998 | Staksteinar | 304 orð

»Veruleg kaupmáttaraukning Í VINNUNNI, málgagni Alþýðusambands Íslands, er fja

Í VINNUNNI, málgagni Alþýðusambands Íslands, er fjallað um niðurstöður launakönnunar kjararannsóknanefndar fyrir 2. ársfjórðung 1996 til 2. ársfjórðungs 1997. Þar er skýrt frá því að kjarasamningarnir hafi skilað verulegri kaupmáttaraukningu. Meira

Menning

7. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 184 orð

Broadway formlega tekið til starfa

SÝNING Björgvins Halldórssonar "Í útvarpinu heyrði ég lag" er nú haldin á skemmtistaðnum Broadway sem gengið hefur undir nafninu Hótel Ísland síðustu ár. Nafnabreytingin tók formlega gildi á laugardagskvöldið og er fyrst og fremst ætlað að aðgreina veitingareksturinn frá hótelinu sjálfu. Meira
7. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 117 orð

Eiga ekki von á barni

WOODY Allen og Soon-Yi eiga ekki von á barni. Að minnsta kosti er það nýjasta yfirlýsing talsmanns hjónanna sem dagblaðið USA Today birti. Sá orðrómur kom upp fyrir nokkrum vikum að hin 27 ára gamla eiginkona Allens væri þunguð en talsmaður hjónanna, Leslee Dart, segir slíkar getgátur rangar. "Hringið í mig eftir níu mánuði og þið munið sjá," sagði Dart. Meira
7. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 605 orð

Engir veifiskatar SJÓNVARP Á LAUGARDEGI

TVÖ athyglisverð atriði voru sýnd í sjónvörpum í síðastliðinni viku. Annað var kvikmyndin Carpetbaggers, sem virtist byggð á æviatriðum auðjöfursins og sérvitringsins Howard Hughes, en hitt atriðið var sérstaklega vel heppnaður þáttur um Fjalla-Eyvind og Höllu eftir Ómar Ragnarsson, sem er orðinn eins konar sérfræðingur í gömlu fólki, en ekki var vitað að væri fær í þjóðlegum fróðleik, Meira
7. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 196 orð

Hayek í hlutverki Fridu Kahlo

SALMA Hayek hefur í nógu að snúast. Hún er að leggja lokahönd á "The Velocity of Gary". Þar er Vincent D'Onofrio í hlutverki klámmyndastjörnu og er smitaður af alnæmi. Hann langar til að eyða síðustu ævidögum sínum með kærustu sinni, sem leikin er af Hayek, og samkynhneigðum ástmanni sínum, sem leikinn er af Thomas Jane. Meira
7. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 543 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð221.00 Nagandi óvissa (Flirting with Disaster, '96) nefnist glæný sjónvarpsmynd sem er frumsýnd hér. Segir í kynningu að þetta sé gamanmynd um "...fjölskyldulíf, kynlíf, ást og önnur slysaleg atvik..." Hinn að öllu jöfnu rausnarlegi All Movie Guide gefur aðeins , sem er slæmur fyrirboði... Sýn21. Meira
7. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 295 orð

Leitað að "þeim rétta" Ást og aðrar hrakfarir (Love and other catastrophes)

Framleiðandi: Stavros Andonis Efthymiou. Kvikmyndataka: Justin Brickle. Handrit: Yael Bergman og Emma-Kate Croghan ásamt Helen Bandis. Klipping: Ken Sallows. Leikstjórn: Emma-Kate Croghan. Meira
7. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 77 orð

Mótmæli í Istanbul HÓPUR tyrkneskra kvikmyndastjarna, han

HÓPUR tyrkneskra kvikmyndastjarna, handritshöfunda og gáfumanna mótmælti hömlum á tjáningarfrelsi í Tyrklandi með því að dreifa bönnuðum ræðum fyrir utan öryggisréttinn í Istanbul. "Annaðhvort verður lögunum breytt eða þeir þurfa að henda öllum Tyrkjum í fangelsi," lýsti Sanar Yurdatapan, tónskáld og mannréttindafrömuður, yfir fyrir utan dómshúsið. Meira
7. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 995 orð

Nýir ferðaþættirÞjóð með flökkublóð

FERÐALÖG eru ein af ástríðum íslensku þjóðarinnar. Við erum stöðugt á flandri um allan heim og flest okkar ferðast reglulega til útlanda. Fyrir nokkru var á dagskrá Sjónvarpsins þáttaröð um ferðalög til erlendra stórborga undir yfirskriftinni "Veisla í farangrinum" og á sunnudagskvöld verður sýndur fyrsti þáttur í nýrri fjögurra þátta syrpu með sama nafni. Stjórnandi þáttanna er sem fyrr Sigmar B. Meira
7. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 332 orð

Perlur og svín í Panorama

KVIKMYNDIN Perlur og svín hefur verið valin í dagskrána Panorama á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Er það ein af þremur stærstu hátíðum í Evrópu ásamt hátíðunum í Cannes og Feneyjum. Berlínarhátíðin hefst 11. febrúar og stendur til 22. febrúar. Um fimmtíu myndir eru í flokknum Panorama og er það eins konar hliðardagskrá við aðalkeppnina. Meira
7. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 129 orð

Úrskurðað sjálfsmorð SAMKVÆMT

SAMKVÆMT niðurstöðu krufningar á rokkaranum Michael Hutchence var söngvarinn "mjög þunglyndur" þegar hann stytti sér aldur á hótelherbergi sínu í Sydney í nóvember síðastliðnum. Dánardómsstjórinn Derek Hand vísaði á bug getgátum breskra fjölmiðla um að hinn 37 ára gamli söngvari hefði verið að iðka afbrigðilegt kynlíf þegar hann lést af völdum hengingar. Meira

Umræðan

7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 406 orð

Allt sem skiptir máli! Ármann Kristinn Ólafsson, e

ÞEGAR við spyrjum okkur þeirrar spurningar, hvaða kosti við teljum æskilegasta í fari stjórnmálamanna, hafa svörin tilhneigingu til þess að verða býsna einhlít. Við krefjumst þess að stjórnmálamenn séu heiðarlegir, bæði gagnvart viðfangsefnum sínum og umbjóðendum, stefnufastir, til að láta stýrast af málefnalegri umræðu framar dægurþrasi, Meira
7. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 162 orð

Athugasemd við grein Reynis Ingibjartssonar

REYNIR Ingibjartsson ritar grein undir nafninu "Til varnar Láru" í Morgunblaðið 4. febrúar s.l. Þetta er svargrein við grein Jóns Kjartanssonar, formanns Leigjendasamtakanna "Bréf til Láru" sem birtist í blaðinu 31. janúar. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 111 orð

Atorkumann í bæjarstjórn Lárus Pétur, segir Ragnhildur Björgvinsdóttir, er sá maður sem lengst hefur staðið í eldlínunni. ÞAÐ

ÞAÐ felst mikil alhliða lífsreynsla í því að hafa starfað í lögreglunni í áratugi, enda þar að finna þverskurð mannlífsins í samfélaginu, bæði með sínar björtu og skuggamiklu hliðar. Oft reynir á innri styrk og manndóm í starfi lögreglumannsins, og þá ekki síður á mannúð, fordómaleysi og djúpan skilning hans, þegar leysa á hvers kyns vandamál og taka ákvarðanir sem e.t.v. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 374 orð

Bætum þjónustu

BÆRINN er í eðli sínu fyrst og fremst þjónustuaðili við íbúa sína og er sú þjónusta að mestu lögboðin. Tel ég líklegt að komandi sveitastjórnarkosningar hér í Reykjanesbæ muni að miklu leyti snúast um þetta hlutverk bæjarins. Barnafólk Við þurfum að flýta einsetningu grunnskólans eftir mætti til að bæta alla aðstöðu. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 2762 orð

DEILAN ER EKKI EINFÖLD SPURNING UM VEIÐILEYFAGJALD

ÚR ÓLÍKLEGUSTU stöðum berast manni fregnir, sem verða tilefni til að halda lífi í opinberri umræðu um hvað sé réttlátt og sanngjarnt og raunar hvað verjandi í úthlutun án endurgjalds á þeim einkaleyfishagnaði, sem réttur hefur verið þeim, sem á árunum 1981-1983 voru skrifaðir fyrir útgerð hér í landinu. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 522 orð

Fjölskylda, dagvistun, skóli

SVO virðist sem þær leiðir sem hingað til hafa verið farnar til þess að sporna við vímuefnaneyslu ungs fólks hafi ekki skilað þeim árangri sem flestir vilja. Framtíðarsýn mín, líkt og þúsunda landsmanna, er eiturefnalaust samfélag, samfélag lífsgleði og bjartsýni í stað firringar og lífsflótta. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 461 orð

Fjölskyldan hornsteinn samfélagsins

FRAMBOÐ jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ byggist á hugsjónum um réttlátt samfélag byggt á viðurkenndum siðferðisgildum. Við viljum standa vörð um rétt allra til að þroskast og lifa mannsæmandi lífi. Í dögun nýrrar aldar er ljóst að mannauður hvers samfélags ræður úrslitum um hvernig því reiðir af í síbreytilegri veröld. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 379 orð

Frelsi, frumkvæði og framfarir!

VIÐ höfum mikla þörf fyrir að hafa áhrif á okkar nánasta umhverfi. Við viljum laga, bæta og breyta. Venjulega göngum við í það án þess að hika, framkvæmum og klárum það sem stefnt var að. Á fyrstu árunum er þetta tiltölulega fábreytt umhverfi en þegar árin verða fleiri flækjast málin, Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 1370 orð

Guðspjall dagsins: Verkamenn í víngarði. (Matt. 20)

Guðspjall dagsins: Verkamenn í víngarði. (Matt. 20) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 788 orð

Hús málarans og önnur hús

AUGLJÓST er að grein mín í Morgunblaðinu sl. laugardag um framkomu borgaryfirvalda við sölu Englaborgar hefur komið illa við kaunin á borgarstjóra. Um það vitnar svargrein 5. febr. sl. Ekki er hægt að segja að skrif borgarstjórans endurspegli mikið dálæti á staðreyndum og þaðan af síður skilning á menningarverðmætum. Enn sem fyrr er stutt í yfirlætið. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 414 orð

Kjarnorka í Kópavogi ­ kjósum Ásdísi í bæjarstjórn

Á SÍÐUSTU tveimur kjörtímabilum hefur Kópavogsbær tekið algjörum stakkaskiptum. Uppbygging á öllum sviðum. Verkin tala. Bærinn hefur aldrei verið blómlegri og fallegri. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur verið hreint ótrúleg og er fátt ánægjulegra. Íþróttir eru ekki fyrir afmarkaða hópa heldur eru íþróttir fyrir alla, börn, konur og karla. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 315 orð

Kjósum Ásdísi Ólafsdóttur í 2. sætið

KRAFTMIKIL kjarnorkukona tekur nú þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi, Ásdís Ólafsdóttir. Það var mér fagnaðarefni að frétta að Ásdís gæfi kost á sér, því mér hefur lengi fundist að hún ætti erindi í bæjarstjórnina hér. Ásdís hefur mikla reynslu og fjölþætta, sem nýtist vel í því vandasama hlutverki sem er að vera fulltrúi bæjarbúa í bæjarstjórninni. Meira
7. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 521 orð

Klónaður Geysir

HINN 19. desember sl. voru tvær fréttir hlið við hlið á baksíðu Morgunblaðsins er vöktu sérstaka athygli mína, hvor með sínum hætti. Annars vegar frétt um fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur þar sem haft var eftir forstjóra þess að spítalinn þurfti að greiða 10 miljónir kr. á þessu ári í dráttarvexti, sem er nýr liður í rekstri spítalans. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | -1 orð

Kosið um sameiningu sveitarfélaga

HINN 7. febrúar mun fólk fara á kjörstað og kjósa um sameiningu Eyrarbakkahrepps, Stokkseyrarhrepps, Sandvíkurhrepps og Selfossbæjar. Sjálf er ég alfarið á móti sameiningu. Bæði á Stokkseyri og Eyrarbakka er margt í óreiðu fjárhagslega, það er þungum bagga að velta, margir þurfa á fjárstuðningi að halda af ýmsum ástæðum, til dæmis veikindum og ýmsu öðru. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 503 orð

Leikskólinn ­ réttur allra

KÓPAVOGUR hefur lagt mikla áherslu á að ráða fagmenntað fólk í allar stöður leikskólakennara og stendur einna best allra sveitarfélaga hvað það varðar. Það er hins vegar langt frá því að allar stöður séu skipaðar uppeldismenntuðu fólki og það eru margir ófaglærðir, sem vinna á leikskólunum. Því tel ég rétt að komið verði á fót menntun fyrir aðstoðarfólk. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 408 orð

Málefni aldraðra í Kópavogi

MÁLEFNI aldraðra hafa í mörg ár verið ofarlega á baugi en þó aldrei sem nú. Umræðan hefur mest snúist um heilbrigðu einstaklingana en ekki má gleyma hinum sjúku. Hver eru þá úrræðin sem hinir sjúku einstaklingar í hópi aldraðra geta fengið og ættu að fá? Félagsmiðstöðvar aldraðra Kópavogsbær hefur staðið framarlega í félagsaðstöðu fyrir aldraða. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 435 orð

Nýir tímar í Kópavogi

SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR og Framsóknarflokkur tóku við meirihlutaforustu í bæjarstjórn Kópavogs eftir bæjarstjórnarkosningarnar 1991. Þá lauk löngu tímabili stöðnunar í bænum og hafist var handa við uppbyggingu á öllum sviðum. Kópavogsbúar lögðu loks af stað í ferðina til móts við nýja tíma, í stað þess að sitja og bíða eftir því að eitthvað gott gerðist. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 358 orð

Nýtt afl með framtíðarsýn

FRAMSÓKNARÍHALDIÐ hefur ráðið ríkjum í Reykjanesbæ nær látlaust síðustu 30 árin og ber bæjarfélagið þess merki. Enginn metnaður virðist vera fyrir hendi, engin framtíðarsýn til og aðeins er farið að byrgja brunninn þá er barnið er dottið ofan í. Eini ljósi punkturinn í þessari sorgarsögu eru árin fjögur þegar Jafnaðarmenn réðu Keflavík. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 407 orð

Okkar Kópavogur ­ áfram skal halda og gera betur

PRÓFKJÖR og kosningar eru alltaf tímabil uppgjörs og endurmats. Tími er til staðar til að leiðrétta áttavitann. Áfram skal halda á réttum brautum og láta af öðrum. Mikið hefur verið gert í Kópavogi undanfarin ár, m.a. nánast allar gömlu göturnar endurbyggðar, nýtísku íþróttahús tekin í notkun, leikskólum fjölgað, mikið byggt af góðum húsum og almennt mikil gróska. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 1200 orð

Opið bréf til framkvæmdastjórnar VSÍ

ÞAKKA sent bréf til mín vegna stöðu verkfallsmála. Ég kýs að svara því í Mbl. Fyrirtæki mitt sagði sig úr Samtökum fiskvinnslustöðva (SF) á síðasta ári. Ástæður úrsagnar voru aðallega þær að hagsmunir útgerðarinnar voru allt of oft að þvælast á borðum SF. Skilaboð um hagsmuni fiskvinnslu verða óskýr þegar svo er. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 377 orð

Styðjum Hauði Helgu í 3.­5. sætið

Bæjarmálafélag Reykjanesbæjar Prófkjör Bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ fer fram núna á laugardag og sunnudag í Félagsbíói í Keflavík. Þetta er í fyrsta skipti sem samtök Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og óháðra snúa bökum saman og mynda sameiginlegan lista. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 328 orð

Tryggjum framfarir í Kópavogi

Í DAG ættu allir að vita hve Kópavogur er gott bæjarfélag. En vonandi gleymir því enginn að það er fyrst og fremst íbúunum sjálfum að þakka. Án þeirra væri enginn bær. Án þeirra væru engin bæjarstjórn. Án þeirra væru engir kjósendur sem hingað til hafa borið gæfu til að velja öfluga fulltrúa til þjónustu við bæinn. Meira
7. febrúar 1998 | Aðsent efni | 180 orð

Varabæjarfulltrúann Helga Helgason í 5. sætið

ÞAÐ hefur vekið mikla athygli hve uppbygging Kópavogs hefur verið ör um nokkurt árabil. Ekki leikur vafi á að bæjarfélag í jafn örum vexti og Kópavogur hefur haft á að skipa í sinni framvarðasveit bæjarfulltrúum með þekkingu, áræði og þor. Góðir sjálfstæðismenn hafa valist þar til forystu, verkin tala og áfram skal haldið bæjarfélaginu og íbúum Kópavogs til góða. Meira

Minningargreinar

7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 941 orð

Eiríkur Bjarnason

Hann tengdafaðir minn er látinn, kominn á tíræðisaldurinn þegar hann fékk hvíldina. Ég kemst ekki hjá því að láta hugann reika og upp koma minningar tengdar þeim hjónunum á Reyni, eins og börnin okkar nefndu þau gjarnan, ömmu og afa á Reyni en hús þeirra á Reynivöllum 9 á Selfossi hefur verið heimili þeirra í rúma hálfa öld. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1024 orð

Eiríkur Bjarnason

Ég hef átt langt og gott samstarf við Eirík Bjarnason eða allt frá því að ég flutti að Selfossi fyrir rúmum fimmtíu og tveimur árum, en þar af bjuggum við hlið við hlið í fjörutíu og sjö ár sitt hvoru megin við götuna. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 151 orð

Eiríkur Bjarnason

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sé góðan getur. (Úr Hávamálum) Hann langafi minn er dáinn. Þung staðreynd að kyngja en engu að síður raunveruleg. Öll andlát eru ótímabær og alltaf skal maður verða jafn orðlaus. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 232 orð

Eiríkur Bjarnason

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Það er komið að kveðjustund. Mig langar að minnast með nokkrum orðum afa míns, Eiríks Bjarnasonar sem lést 2. feb. síðastliðinn á nítugasta og fyrsta aldursári. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 305 orð

EIRÍKUR BJARNASON

EIRÍKUR BJARNASON Eiríkur Bjarnason fæddist á Hlemmiskeiði á Skeiðum 22. febrúar 1907. Hann lést 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Þorsteinsson smiður og bóndi á Hlemmiskeiði, frá Reykjum, og kona hans Ingveldur Jónsdóttir frá Vorsabæ, og voru þau talsvert mikið skyld af Fjalls- og Reykjaætt. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 435 orð

Erna Sigurjónsdóttir

Æskuvinkona mín Erna Sigurjónsdóttir andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. janúar sl. eftir langvarandi veikindi. Hún var kvödd hinstu kveðju af fjölskyldu og nánum vinum laugardagin 31. janúar sl. frá Hrunakirkju. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 34 orð

ERNA SIGURJÓNSDÓTTIR

ERNA SIGURJÓNSDÓTTIR Erna Sigurjónsdóttir fæddist í Leifshúsum á Svalbarðsströnd 8. mars 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram í Hruna 31. janúar, í kyrrþey að hennar ósk. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 699 orð

Guðrún Sigurðardóttir

Okkur systur langar til að skrifa nokkur orð um hana Gunnu okkar. Gunna var þriðja barn foreldra sinna, þeirra Sigurðar Jónssonar og Þórönnu Ögmundsdóttur. Elstur af systkinunum var Sigurjón og næstelskur var Ögmundur, en þeir eru báðir látnir. Yngsta barnið, Sigurrós, var ári yngri en Gunna og lifir hún nú ein þeirra systkina. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 225 orð

Guðrún Sigurðardóttir

Í dag kveðjum við Guðrúnu Sigurðardóttur eða Gunnu eins og við alltaf kölluðum hana. Gunna var komin á heimili foreldra minna, þegar ég fæddist og ólst ég því upp með henni sem systur. Hún sýndi alltaf mikla ástúð og þolinmæði, ekki aðeins mér heldur einnig börnunum, sem í kringum hana voru. Gunna bjó í Reykjavík í nokkur á og vann þar við saumaskap. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 212 orð

Guðrún Sigurðardóttir

Það er skrýtið til þess að hugsa að í dag kveð ég konuna sem tengist elstu bernskuminningu minni. Tveggja ára gömul fékk ég að sitja við eldhúsvaskinn á gamla Blátindi og horfa á Gunnu vaska upp. Þannig var það oft, Gunna vann eitthvert húsverk og ég spjallaði við hana og hjálpaði. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 368 orð

Guðrún Sigurðardóttir

Nú hefur hún Gunna amma mín sem ég, Gunnar Berg, er skírður í höfuðið á kvatt þennan heim. Hún skilur eftir sig minningar um góða konu sem gerði allt fyrir okkur krakkana. Ég man alltaf eftir því þegar ég var í pössun hjá Gunnu á Blátindi, þá var dekrað við mig eins og kóng. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 165 orð

GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR

GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Guðrún Sigurðardóttir fæddist á Fagurhóli í Vestmannaeyjum 7. sept. 1912. Hún lést í Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóranna Ögmundsdóttir, f. í Vestmannaeyjum 2. des. 1874, d. 16. maí 1959, og Sigurður Jónsson, formaður á mb. Geysi, f. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 40 orð

HAUKUR GUÐJÓNSSON

HAUKUR GUÐJÓNSSON Haukur Guðjónsson fæddist í Reykjavík 17. maí 1966. Hann lést í Reykjavík 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jórunn Guðmundsdóttir, látin, og Guðjón Hafliðason. Haukur var einn af sjö systkinum. Útför Hauks fór fram frá Fossvogskirkju 5. febrúar. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 651 orð

Helga Óskarsdóttir

Í dag verður amma mín elskuleg til grafar borin. Hún hafði lifað í níutíu og sjö ár þegar hún hvarf frá okkur á friðsælan og átakalausan hátt. Ég veit að nú hefur hún sameinast foreldrum sínum, eiginmanni og litla syninum sem hún missti. Amma mín fæddist ári eftir aldamótin og hafði lifað ólíka tíma. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 408 orð

Helga Óskarsdóttir

Svo ótal margt kemur upp hugann þegar rifja á upp samskipti sem ná jafn langt aftur og minni mitt hrekkur til. Hún amma mín var alltaf til staðar og mér þótti svo ósköp vænt um hana. Sem lítill ömmustrákur í sveit velti ég þessu ekkert fyrir mér, ég var ömmu minni stundum erfiður og fannst hún hafa ýmsar áhyggjur af mér og athafnasemi minni sem voru mesti óþarfi. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 252 orð

Helga Óskarsdóttir

Helga dáin! ­ Minningarnar frá Ögmundarstöðum streyma fram frá þeim sumrum sem ég var þar í sveit. Fyrst með móður minni árs gamall og síðan var ég þar allt til 12 ára aldurs. Þannig var Helga mér sem önnur móðir, "sveitamamman mín". Með sínum blíðu orðum gat hún alltaf bent á rétta leið og hún hafði lag á að stjórna, án þess að mikið bæri á, allt var gert með góðvild og virðingu. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 326 orð

HELGA ÓSKARSDÓTTIR

HELGA ÓSKARSDÓTTIR Helga Óskarsdóttir var fædd á Herjólfsstöðum í Laxárdal í Skagafirði 22. janúar 1901. Hún andaðist á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Hallgrímsdóttir og Óskar Þorsteinsson er síðast bjuggu í Kjartansstaðakoti á Langholti. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1070 orð

Kári Þórðarson

Fyrstu kynni mín af Kára voru þegar ég hóf nám í rafvirkjun 1. október 1931 hjá Júlíusi Björnssyni rafvirkjameistara í Austurstræti (12) þar sem klúbburinn Óðal er í dag. Þá var Kári þar í námi ásamt fleiri nemum mismunandi langt komnum í náminu. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 636 orð

Kári Þórðarson

Sárt saknaði ég sveitarinnar minnar, þegar ég hafði lokið námi 1967. Fólkið góða í Grímsnesinu, þá löngu hætt búskap og Blakkur, Skolur, Vaskur og Tryggur gengnir. Hyrna mín og Grása líka, meira segja Branda hætt að mjálma eftir fiski á gangstéttarhellunni. Ég ákvað þá að kynnast frændfólki mínu í Landsveitinni, sveitinni hennar mömmu. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 992 orð

Kári Þórðarson

Elsku pabbi minn er látinn eftir löng og erfið veikindi. Það kom í minn hlut að fá að halda í stóru hendurnar á honum síðustu mínúturnar sem hann lifði og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Mamma hafði nýlega yfirgefið sjúkrastofuna svo að við, maðurinn minn og ég, vorum ein eftir hjá pabba. Þrátt fyrir að við vissum að hverju dró, kom kallið snöggt og óviðbúið fannst mér. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 605 orð

Kári Þórðarson

Alltaf fjölgar tryggum og traustum vinum mínum, utan fjölskyldunnar, sem hverfa mér sjónum af þessu tilverustigi, yfir móðuna miklu og nú síðast Kári Þórðarson. Það fer að verða hálf einmanalegt hérna megin grafar, ef þessi þróun heldur áfram. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 561 orð

KÁRI ÞÓRÐARSON

KÁRI ÞÓRÐARSON Kári Þórðarson, fyrrverandi rafveitustjóri í Keflavík, fæddist á Króktúni í Landsveit 3. nóvember 1911. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur föstudaginn 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Katrín Pálsdóttir fyrrv. bæjarfulltrúi í Reykjavík, f. 9. júní 1889 í Fróðholtshól, Rangárvallasýslu, d. 26. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 276 orð

Óskar Árnason

Kallið var komið. Það vissi ég ekki þegar ég vaknaði snemma að morgni 1. febrúar sl. og fór í vinnuna. Það var ekki fyrr en mamma hringdi í mig og sagði: "Kolla mín, hann pabbi þinn er dáinn." Hann pabbi, þessi stóri góði pabbi minn dáinn. Minningarnar flugu um hugann. Mér varð hugsað til bernskuáranna, en þriggja ára kom ég fyrst með mömmu í Landakot í Sandgerði, þar sem hún gerðist ráðskona. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 285 orð

ÓSKAR ÁRNASON

ÓSKAR ÁRNASON Óskar Árnason var fæddur 23. september 1923. Hann lést 1. febrúar síðastliðinn. Foreldar hans voru þau Árni Magnússon útvegsbóndi, Landakoti, Sandgerði, f. 1886, d. 1966, og Sigríður Júlíana Magnúsdóttir, f. 1887, d. 1961. Árni Magnússon var ættaður úr Mýrdal undir Eyjafjöllum, af kunnri ætt sbr. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 172 orð

Ragnheiður Jóhanna Ólafsdóttir

Kæra Ragna mín. Mig langar til þess að þakka þér allar góðu stundirnar og vináttuna í gegn um árin. Fyrstu kynni mín af þér voru veturinn 1973, þegar ég og mín fjölskylda flúðum jarðeldana í Vestmannaeyjum. Þau kynni áttu eftir að verða að einlægri vináttu. Þegar ég kom í heimsókn til hennar mömmu, þá var alltaf skroppið yfir til þín og Björgvins. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 233 orð

Ragnheiður Jóhanna Ólafsdóttir

Í dag kveðjum við hana Rögnu. Það er undarlegt til þess að hugsa að hún sé ekki lengur á meðal okkar. Hvað getur maður sagt þegar sorgin ber að dyrum svona óvænt? Okkur systurnar langar að þakka löng og góð kynni. Móðir okkar fluttist til Þorlákshafnar árið 1971, þegar hún giftist Böðvari stjúpa okkar. Var alltaf gott samband á milli heimilanna. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 134 orð

Ragnheiður Jóhanna Ólafsdóttir

Hún Ragna okkar eins og við kölluðum hana okkar á milli er dáin. Hún átti sérstakan stað í huga okkar því hún var sérstök manneskja. Við kynntumst henni þegar við unnum saman í mötuneyti Ístaks í Þorlákshöfn. Þá var nú oft fjör hjá okkur, mikið spjallað og hlegið, og bar aldrei skugga á þau kynni. Viljum við nú þakka fyrir þau og allar gjafir, hlýju og kærleik í okkar garð. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 370 orð

Ragnheiður Jóhanna Ólafsdóttir

Í dag fylgjum við vinir Ragnheiðar Jóhönnu Ólafsdóttur henni síðasta spölinn og þökkum fyrir kynnin af þessari heiðurskonu. Árið 1959 brugðu Ragna og Björgvin Guðjónsson maður hennar búi í Dufþaksholti í Hvolhreppi og fluttu til Þorlákshafnar. Á þeim tíma byggðist Þorlákshöfn hratt upp, ekkert húsnæði að fá annað en það sem fólk byggði sér sjálft. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 279 orð

Ragnheiður Jóhanna Ólafsdóttir

Elsku besta amma mín. Mér var brugðið þegar pabbi hringdi til mín og sagði mér að þú lægir alvarlega veika á Borgarspítalanum í Reykjavík. Það átti ekki við þig að liggja kyrr uppi í rúmi. Þú varst dugnaðarforkur. Mánudaginn 26. janúar sl. fékk ég þær sorglegu fréttir að þú værir dáin. Ég sakna þín sárt, en ég er mikið lánsöm að hafa átt ömmu eins og þig í næstum 19 ár. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 853 orð

Ragnheiður Jóhanna Ólafsdóttir

Það var ferðahugur í eldri borgurum í Þorlákshöfn hinn 22. janúar, þegar haldið var til höfuðborgarinnar að skoða söfn og merkisstaði. Ragna var uppábúin eins og alltaf þegar hún fór á mannamót og það sópaði að henni eins og vanalega. En þarna var hún að kveðja. Hún veiktist hastarlega í ferðinni og lést á Sjúrahúsi Reykjavíkur á fjórða degi. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 536 orð

Ragnheiður Jóhanna Ólafsdóttir

Elsku amma mín. Mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum þar sem þú hefur nú kvatt þennan heim og haldið af stað til nýrra heimkynna. Þú varst alltaf svo glæsileg og falleg, fallegasta kona sem ég hef kynnst. Þegar ég kom til þín á spítalann þar sem þú lást fárveik í rúminu þínu varstu eins og prinsessa. Svo falleg, eins og þú alltaf varst. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 90 orð

Ragnheiður Jóhanna Ólafsdóttir

Ég hugsa um mynd þína hjartkæra móðir og höndina mildu, sem tár strauk af kinn. Það yljar á göngu um ófarnar slóðir, þó yfir sé harmþrungið rökkur um sinn. Ljósið er slokknað á lífskerti þínu, þú leiddir mig örugg á framtíðarbraut. Hlýja þín vakir í hjartanu mínu, frá hamingjudögum, er fyrrum ég naut. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 171 orð

Ragnheiður Jóhanna Ólafsdóttir

Elsku amma mín. Það er svo erfitt að sætta sig við að þú sért farin frá okkur. Margar minningar hafa komið upp í hugann síðustu daga, og vil ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum árin og fyrir alla fallegu hlutina sem þú gerðir sjálf og gafst mér. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 179 orð

Ragnheiður Jóhanna Ólafsdóttir

Hún elsku langamma mín er dáin. Hún var svo frísk í afmælinu hans langafa míns annan jóladag að mér kom ekki til hugar að hún myndi þurfa að dveljast sína síðustu ævidaga á Borgarspítalanum. Það var mjög sárt þegar hún dó en henni líður eflaust miklu betur hjá Guði. Ég heimsótti hana á Borgarspítalann einum degi áður en hún dó, hún svaf bara og svaf. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 203 orð

Ragnheiður Jóhanna Ólafsdóttir

Dagurinn rann upp, fallegur og kyrrlátur. Fánar blöktu í hálfa stöng. Hver er dáinn í þorpinu okkar? Ragna mín Ólafsdóttir hafði látist snemma um morguninn. Ragna var yndisleg mannvera, sem var vel gerð og hafði visku og hjartahlýju. Ég sakna Rögnu, hún var alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Rögnu var margt til lista lagt. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 230 orð

RAGNHEIÐUR JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR Ragnheiður Jóhanna Ólafsdóttir fæddist í Otradal í Arnarfirði hinn 28. október 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Friðriksdóttir Eríkssonar frá Litla Galtardal, f. 13. desember 1888, d. 17. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 264 orð

Sigurður Haraldsson

Með Sigurði í Kirkjubæ er genginn merkur hestamaður og hrossaræktandi. Allir unnendur íslenska hestsins eiga honum þökk að gjalda, svo mjög sem störf hans tengdust íslenska hestinum, hvort sem var í þágu ræktunar eða félagsmála. Sigurður ræktaði fegurstu hross landsins, Kirkjubæjarstofninn sem sett hefur mikinn svip á íslenska hrossakynið síðari hluta þessarar aldar. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 348 orð

Sigurður Haraldsson

Það var sumarið 1976 sem ég kynntist afa á Kirkjubæ, þá tíu ára gamall. Fjölskyldan hafði verið á ferð í kringum landið og var komið við á Kirkjubæ í leiðinni. Segja má að á þeirri stundu hafi maður smitast af hestabakteríunni þó að ég hafi áður farið á reiðskóla að V- Geldingaholti og m.a. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | -1 orð

Sigurður Haraldsson

Í dag er til moldar borinn frá Stóradalskirkju undir Eyjafjöllum Sigurður Jónsson Haraldsson frá Tjörnum, en þangað átti æskuheimili hans kirkjusókn. Og þar liggja faðir hans og móðir, eða kannske frekar tvær mæður, því átta ára gamall missti hann móður sína. Og þó hann talaði ekki oft um það, fann ég ákveðið tómarúm í sál hans frá þessum tíma. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 978 orð

Sigurður Haraldsson

Að kvöldi miðvikudags 28. janúar sl. andaðist sá landskunni hestamaður og hrossaræktandi Sigurður Haraldsson, oftast kenndur við Kirkjubæ, á sjúkrahúsinu á Selfossi eftir fárra vikna sjúkralegu. Sigurður fæddist árið 1919 á Tjörnum undir Eyjafjöllum og ólst þar upp við hestamennsku frá blautu barnsbeini. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 264 orð

Sigurður Haraldsson

Þrátt fyrir það að íslenski hesturinn hafi að allra áliti átt hina merkustu vegferð með þjóðinni bjuggust flestir við að sögu hans væri lokið um miðja öldina þegar vélvæðingu var rutt til rúms í landbúnaðinum. Hins vegar bar svo við þegar merki hestsins var að falla að fram á sjónarsviðið kom einarður flokkur manna sem hóf merki hestsins hátt á loft á ný. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 341 orð

Sigurður Haraldsson

Afi minn er látinn og söknuður minn er mikill. En dauðinn er hluti af lífinu og ég gleðst yfir kynnum okkar. Hann var mér fyrirmynd og kenndi mér mikið, um lífið og sjálfið sem ekki verður ritað í bækur. Sem barn kom afi mér alltaf fyrir sjónir sem höfðingi. Nokkurs konar ímynd hins íslenska fornkappa sem við lærðum um í skóla. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 258 orð

Sigurður Haraldsson

Kveðja frá Tónlistarskóla Rangæinga. Menning ­ hvað þá list ­ í dreifbýli Íslands er hvorki auðvelt mál né sjálfsagt. Það er í raun með ólíkindum hvað fólk leggur á sig til að fara ekki á mis við þau lífsins gæði sem felast í því að stunda listnám út um byggðir landsins og það þarf einstakt og fórnfúst fólk til að styðja við bakið á slíkri starfsemi ef vel á til að takast. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 279 orð

Sigurður Haraldsson

Þögn. Sérstæð óráðin þögn lifnar smátt og smátt eins og blóm á vordegi. Þögnin lifnar vegna lífsins sjálfs, vegna þess að þú, þessi furðuvera, byrjar að skynja, skynja unað tilveru sem þarna hefur alltaf verið, en margar agnir þurfa að raðast rétt á réttu augnabliki þannig að þú, þetta skrítna þú, fáir hennar notið. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1183 orð

Sigurður Haraldsson

Einn fremsti hrossaræktarmaður Íslands hefur kvatt þessa jarðvist. Sigurður Haraldsson, sem kenndur hefur verið við Kirkjubæ á Rangárvöllum, þar sem hann rak hrossaræktarbú í tæp þrjátíu ár, er til grafar borinn í dag. Ég vil minnast hans með nokkrum orðum og sérstaklega þakka það mikla framlag sem hann innti af hendi til að viðhalda þeim menningararfi sem íslenski hesturinn er. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 258 orð

Sigurður Haraldsson

Við fráfall Sigurðar frá Kirkjubæ höfum við Geysismenn misst traustan félaga sem vildi hag félagsins sem mestan. Hann trúði því að ef við stæðum saman gætum við komið miklu í verk. Sigurður gekk í Hestamannafélagið Geysi 1954 og var kjörinn ritari sama ár, hann lét verkin tala, hann flutti ekki aðeins tillögur en vann jafnan að því að þeim yrði framfylgt. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 590 orð

SIGURÐUR HARALDSSON

SIGURÐUR HARALDSSON Sigurður Haraldsson, b. í Kirkjubæ, Rangárvallahreppi, Rangárvallasýslu, fæddist 20. apríl 1919 á Tjörnum í Vestur-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. Hann lézt á Sjúkrahúsi Suðurlands 28. janúar 1998. Foreldrar hans voru Haraldur Jónsson b. á Tjörnum og síðar í Miðey, Austur-Landeyjahreppi, Rangárvallasýslu, d. Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 594 orð

Vilborg Ólafsdóttir

Vilborg Ólafsdóttir var fædd og uppalin á Mýrum, á bænum Holtahólum í miðri sveit. Fjallahringurinn er víður frá því sjónarhorni, svipuð fjarlægð virðist til fjallanna í þremur áttum og skaparinn hefur gætt þess að þau væru af margbreytilegri lögun og litrófinu til skila haldið, jöklarnir gefa hvíta litinn. Í suðri er opið haf þaðan sem löngum heyrist "öldufalla eimur". Meira
7. febrúar 1998 | Minningargreinar | 182 orð

VILBORG ÓLAFSDÓTTIR

VILBORG ÓLAFSDÓTTIR Vilborg Ólafsdóttir var fædd í Holtahólum á Mýrum í Hornafirði 24. mars 1911. Hún lést í Skjólgarði á Höfn 26. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin í Holtahólum, Anna Pálsdóttir, f. 16.3. 1888, d. 14.11. 1974, og Ólafur Einarsson, f. 26.2. 1885, d. 25.3. 1952. Vilborg var elst átta systkina. Meira

Viðskipti

7. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 480 orð

Dráttarvextir gefnir frjálsir

LAGT er til að dráttarvextir verði gefnir frjálsir í nýju lagafrumvarpi um vexti, dráttarvexti og verðtryggingu sem kynnt hefur verið í ríkisstjórn. Gert er ráð fyrir að aðilar að samningi ákveði dráttarvexti sem álag ofan á samningsvexti, þó þannig að dráttarvextir verði aldrei hærri en 10 prósentustig ofan á samningsvexti. Meira
7. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 58 orð

ÐHlutafjárútboði Þorbjörns lokið

HLUTAFJÁRÚTBOÐI Þorbjörns hf. í Grindavík lauk í síðustu viku og er búist við að félagið hljóti skráningu á Verðbréfaþingi á næstunni. Félagið bauð út samtals 30 milljónir króna að nafnvirði og seldust um 17% útboðsins til forkaupsréttarhafa, 30% bréfanna seldust á almennu sölutímabili, en 53% voru seld til tilboðsgjafa. Gengi bréfanna í upphafi útboðsins var 7,57. Meira
7. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 251 orð

ÐLandsvirkjun býður út 1.250 milljóna kr. skuldabréf

LANDSVIRKJUN hyggst efna til skuldabréfaútboðs að fjárhæð 1.250 milljónir króna til að nýta sér þá vaxtalækkun sem orðið hefur að undanförnu í skuldabréfum til langs tíma. Áformað er að sala bréfanna hefjist í næstu viku. Meira
7. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 111 orð

ÐRARIK selur verkstæði sitt

RAFMAGNSVEITUR ríkisins (RARIK) hafa ákveðið að selja rafmagnsverkstæði fyrirtækisins til einkaaðila. Tæki og búnaður verkstæðisins voru nýlega auglýst til sölu á vegum Ríkiskaupa, en um leið var óskað eftir tilboðum frá bjóðendum í tiltekna þjónustu við RARIK. Meira
7. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 241 orð

»Evrópsk hlutabréf á nýju meti

LOKAVERÐ hlutabréfa í London og París sló öll fyrri met í gær á sama tíma og tölur um atvinnu í Bandaríkjunum sýna að efnahagurinn stendur með blóma án þess að veruleg hætta sé á verðbólgu og vekur það vonir um að ekki verði þörf á hækkun vaxta. Samkvæmt tölunum urðu til 358. Meira
7. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 201 orð

Íslenskt spónaparket aftur á markaðinn

TRÉSMIÐJAN Víkurás í Reykjanesbæ hefur á ný hafið framleiðslu á íslenska spónaparketinu, Scandic Parket, en framleiðsla þess hefur legið niðri frá því fyrirtækið brann fyrir um einu og hálfu ári, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Scandic Parket er ætlað jafnt fyrir vinnustaði og heimili. Meira
7. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 493 orð

Möguleiki á erlendri eignaraðild

KREDITKORT hf., sem gefur út Eurocard greiðslukortin, skilaði um 74 milljóna króna hagnaði á síðastliðnu ári, samanborið við 100 milljónir árið 1996. Arðsemi eigin fjár nam 11,2%. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í gær, kom fram að til greina kemur að fá erlenda aðila til liðs við fyrirtækið. Meira
7. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 294 orð

Netscape í viðræðum við önnur fyrirtæki

NETSCAPE kveðst hafa aukið viðræður við aðra hugbúnaðarframleiðendur vegna tilrauna sinna til að bjóða Microsoft birginn, en vildi ekkert segja um bollaleggingar um að fyrirtækið yrði selt. Slíkar vangaveltur leiddu til nýrra hækkana á verði hlutabréfa í Netscape og ýmsir frammámenn í greininni telja líklegt að stór tæknifyrirtæki hafi áhuga á að kaupa Netscape. Meira
7. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Nokia og Microsoft í viðræðum

BILL GATES segir að Microsoft eigi í viðræðum við finnska fjarskiptatækjaframleiðandann Nokia um samvinnu um þróun tæknibúnaðar til framtíðarnota. Gates hefur verið á ferðalagi um Evrópu til að vekja áhuga framleiðenda neyzluvarnings á Windows CE, einfölduðu stýrikerfi. Meira
7. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 44 orð

Olíuverð stöðugra

OLÍUVERÐ á heimsmarkaði varð stöðugra á fimmtudag eftir fjögurra daga verðfall vegna tilrauna til að leysa Íraksdeiluna án hervalds. Verð á hráolíu hækkaði um 15 sent í 15,20 dollara tunnan eftir 1,65 dollara lækkun miðað við verðið vikuna á undan. Meira
7. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 48 orð

Risabanki í Sviss fær samþykki

HLUTHAFAR Swiss Bank Corp. hafa samþykkt samruna bankans og Union bankans (UBS) með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Fátt stendur því í vegi fyrir stofnun næststærsta banka heims. Hluthafar SBC höfðu samþykkt samruna bankanna daginn áður. Aðeins á eftir að fá samþykki eftirlitsyfirvalda. Meira
7. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 170 orð

Samið við Heklu um kaup á 30 bílum

HEKLA hf. var hlutskarpasta fyrirtækið í árlegu bílaútboði Ríkiskaupa á samtals 72 bílum fyrir ríkisstofnanir nýverið. Átti Hekla lægsta tilboðið í kaup ríkisins á 30 bílum, en þar á eftir komu Ingvar Helgason með 22 bíla, Brimborg með 10 bíla, Suzuki bílar voru með 9 bíla og Bílheimar 1. Meira
7. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Sjónvarp eykur hagnað News Corp.

VERULEGA auknar tekjur af sjónvarpi stuðluðu að því að hagnaður News Corp. fyrirtækis Ruperts Murdochs jókst um 23% í 396 milljónir dollara á öðrum fjórðungi fjárhagsárs fyrirtækisins til 31. desember Meira

Daglegt líf

7. febrúar 1998 | Neytendur | 27 orð

40% afsláttur af húsgögnum

40% afsláttur af húsgögnum UM þessar mundir eru húsgögn á tilboði hjá Hagkaup. Veittur er 40% afsláttur af ýmsum hlutum s.s. speglum, vegghillum, kommóðum, borðstofuborðum og blómasúlum. Meira
7. febrúar 1998 | Neytendur | 115 orð

Íslenskt hollustumerki væntanlegt?

Geta íslenskir framleiðendur merkt matvörur með hollustumerki eins og sænska skráargatinu eða danska S merkinu? Svar: Þessi tvö merki hafa verið notuð um skeið í Danmörku og Svíþjóð og vísa til næringargildis vörunnar. Þau eiga að tákna hollustu og eru sett á matvörur að vissum skilyrðum uppfylltum um t.d. fituinnihald, sykur og trefjar," segir Guðrún E. Meira
7. febrúar 1998 | Neytendur | 50 orð

Sælgæti ekki selt við afgreiðslukassa

Í Hagkaupi er sælgæti ekki selt við afgreiðslukassa og undanfarið hafa skilti verið sett upp við afgreiðslukassa allra Hagkaupsverslana þar sem vakin er athygli á þessu. Í fréttatilkynningu frá Hagkaupi segir að í tilefni tannverndardagsins hafi Hagkaup fengið sérstaka viðurkenningu frá tannverndarráði fyrir þetta framtak. Meira
7. febrúar 1998 | Neytendur | 847 orð

Þarf þolinmæði og natni við brauðgerðina "Mikill áhugi, þolinmæði, natni og gott mjöl eru grundvallaratriði þegar baka á

Sigfús er bakarasonur, pabbi hans, Guðfinnur Sigfússon, stofnaði bakaríið í Grímsbæ árið 1973 og fyrir nokkrum árum tóku synir hans við rekstrinum, Sigfús og Guðmundur. Sigfús segist lengi hafa haft áhuga á lífrænni ræktun og hann kynnti sér hana sérstaklega og heimsótti bakara í ýmsum löndum í þeim tilgangi. Meira

Fastir þættir

7. febrúar 1998 | Í dag | 368 orð

AÐ hefur verið forvitnilegt að fylgjast með umræðum í

AÐ hefur verið forvitnilegt að fylgjast með umræðum í Bandaríkjunum vegna fjölmiðlaumfjöllunar um meint samband Bills Clintons Bandaríkjaforseta og stúlkunnar Monicu Lewinsky. Það hefur orðið gífurleg breyting á öllu fjölmiðlaumhverfi í heiminum á síðustu árum og í þessu máli hafa áhrif þeirra breytinga greinilega komið í ljós. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 1692 orð

Af meistarahöndum Hið árlega hátíðarkvöld Klúbbs matreiðslumeistara var haldið fyrir stuttu. Þar buðu fremstu kokkar landsins

ÞAÐ gerist hérna einu sinni á ári, nánar tiltekið í janúar, að Klúbbur matreiðslumeistara efnir til "Hátíðarkvöldverðar", sem þýðir einfaldlega að allir bestu kokkar landsins safnast saman í eldhúsinu og búa til gómsæta rétti sem æra mann og trylla og sefa og róa ­ og upphefja andann. Meira
7. febrúar 1998 | Dagbók | 3189 orð

APÓTEK

»»» Meira
7. febrúar 1998 | Í dag | 127 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 7. febrúar, er níræð Klara Tryggvadóttir, húsfreyja, Litla- Hvammi 7, Húsavík. Eiginmaður hennar er Ísak Sigurgeirsson, fyrrverandi bóndi á Undirvegg í Kelduhverfi. Nánustu aðstandendur munu samfagna afmælisbarninu í kvöld. ÁRA afmæli. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 111 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag SÁÁ

SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 1. febrúar 1998 var spilaður eins kvölds Mitchell tvímenningur. 10 pör spiluðu 5 umferðir, 5 spil á milli para. Röð efstu para í N/S varð þessi: Óskar Kristinsson - Kristinn Óskarsson112 Leifur Aðalsteinss. - Þórhallur Tryggvas. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 75 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Dagskrá Bridshátíðar 1998

Dagskrá Bridshátíðar hefir verið ákveðin og tímasett en mótið fer fram um aðra helgi. Föstud. 13. febr. TvímenningurKl. 19.00 Mótið settKl. 19.15­00.30 1.­10. umferðLaugard. 14. febr. TvímenningurKl. 11.00 ­ 13.10 11.­14. umferðKl. 13.10 ­ 14.00 MatarhléKl. 14.00 ­ 19.30 15.­23. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 227 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslensk brids

ÍSLENSK bridssveit hefur keppni í Japan í dag. Um er að ræða árlegt mót sem haldið er á mismunandi stöðum í Japan, að þessu sinni í Yokohama og því var Íslendingum boðið til að minnast frækilegrar framgöngu þeirra á sama stað fyrir rúmum sex árum. Mótið er kennt við tölvufyrirtækið NEC. Í dag og á morgun er opin sveitakeppni en á mánudag hefst aðalmótið þar sem keppa 12 valdar sveitir. Meira
7. febrúar 1998 | Í dag | 511 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 788 orð

Ef veggirnir gætu talað...

FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ, sem hefur haft aðsetur að Sölvhólsgötu 4 frá því í apríl síðastliðnum, er nú aftur flutt inn í Stjórnarráðið, þar sem öll aðstaða er orðin mun betri en áður. Þetta reisulega hvíta hús í túnfæti Arnarhóls er elsta steinhúsið í Reykjavík og var upphaflega tukthús. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 508 orð

Glímt við risapöddur

Wing Commander: Prophecy krefst 166 MHz Pentium örgjörva án þrívíddarskjákorts, en 133 MHz með slíku korti, fjögurra hraða geisladrifs og 32 Mb innra minnis. Origin framleiðir og gefur út. WING Commander-leikirnir eiga sér langa sögu, en fyrir skemmstu barst hingað til lands fimmti leikurinn í þeirri röð. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 336 orð

Hvar er Casablanca?

Menning ­ listir 1.Hverjir hlutu íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 1997? 2.Sinfóníuhljómsveit Íslands og sænski sellóleikarinn Thorleif Thedéen fluttu verk eftir tónskáld vetrarins hjá hljómsveitinni á tónleikum í Háskólabíói sl. fimmtudagskvöld. Hvað heitir tónskáldið? 3. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 820 orð

Hvenær er kvíði sjúklegur

Kvíði Spurning: Allir eru kvíðnir einhvern tíma. En hvenær verður kvíðinn svo mikill að hann teljist sjúklegur og á hvern hátt er reynt að lækna hann? Svar: Það er rétt að flestir upplifa kvíða. Það er merki um heilbrigt tilfinningalíf að finna til kvíða þegar ástæður gefa tilefni til. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 852 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 939. þáttur

939. þáttur GOTT bréf hef ég þegið frá Lúxemborg og birti það eins og það leggur sig. Höfundur er Runólfur Sigurðsson: "Kæri Gísli. Sennilega lesa fáir Moggann betur en Íslendingar erlendis og á það einnig við um gömul blöð. Mig minnir að fárast hafi verið í þættinum um orðið aðili. Í lesendabéfi í Mogganum frá í október sl. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 154 orð

Ný Sega- tölva

MIKIÐ hefur verið rætt um framtíð Sega Saturn-leikjatölvunnar og reyndar framtíð Sega almennt á leikjatölvumarkaði. Getgátur hafa verið uppi um að fyrirtækið hyggist slá sér saman við Microsoft í tölvusmíðinni, aukinheldur sem þrívíddarstaðlar hafa komið við sögu. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 247 orð

Reiknað með Glókolli

TÖLVUR verða æ algengari sem kennslutæki í skólum og forritum fjölgar sem nota má við kennslu. Hrafnkell S. Gíslason hefur fengist við forritun nokkra hríð og meðal annars samið nokkur kennsluforrit, þar á meðal Glókoll, sem kennir margföldun, eins og Glókollur ævintýrisins. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 232 orð

Safnaðarstarf Passíusálmamyndir eftir Svein Björnsso

SÝNING á verkum eftir Svein Björnsson listmálara verður opnuð í Hallgrímskirkju eftir messu á sunnudaginn kemur, 8. febrúar, en þá hefst níuviknafasta. Sveinn hafði þegið boð Listvinafélags Hallgrímskirkju um að sýna þar málverk, en lést áður en af því gæti orðið, og hafa synir listamannsins valið verkin á sýninguna. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 807 orð

Spjallað í beinni Eitt helsta aðdráttarafl netsins er hversu það auðveldar fólki að tala saman. Árni Matthíasson segir frá

FÁTT er betur til þess fallið að glæða áhuga á netinu og skilning á möguleikum þess en spjallrásirnar svonefndu, IRC, sem er skammstöfun á Internet Relay Chat. Á IRC- rás hittist hópur fólks, spjallar um heima og geima, er jafnvel inni á fjölda rása í einu og getur eins átt einkasamtal sýnist honum sem svo. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 189 orð

Spurt og svaraðSpurt: Hvernig getur maður fengið fleiri

Spurt: Hvernig getur maður fengið fleiri brautir og bíla í Need For Speed 2? Er einhver munur á Need for Speed 2 eða Need for Speed 2 SE? jmÊeldhorn.is Svar: Need for Speed II er til fyrir PC-samhæfðar tölvur og einnig PlaySation. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 944 orð

Stjörnudraumar

ER EITTHVAÐ að marka öll þessi spákerfi sem maðurinn hefur komið sér upp í gegnum tíðina, kerfi sem miða að því að ráða í óræða tilveru mannsins í takti við þekkt og ókunn náttúruöfl, til skilnings á duldu eðli hlutanna, Meira
7. febrúar 1998 | Í dag | 488 orð

Tjörnin ogborgin ­ svar FÖSTUDAGINN 23. janúar birtist

FÖSTUDAGINN 23. janúar birtist í Velvakanda grein undir fyrirsögninni "Borgin og fuglarnir á Tjörninni". Í greininni er fundið að því að fuglarnir fái ekki nægilegt æti, að Tjörnin sé skítug og að aðbúnaður fuglanna sé ekki nægilega góður. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 589 orð

VÍNÞJÓNAR

VÍNÞJÓNAR, sem á frönsku bera hið virðulega heiti sommeliers, eru áberandi á bestu veitingastöðum heims. Þeir sjá um val á vínum staðanna og aðstoða viðskiptavini við val á vínum með máltíðinni. Sinna þeir yfirleitt ekki öðrum störfum samhliða þessu. Vínþjónastarfið er enda mikil kúnst ef rétt á að vera. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 296 orð

Þorramatur í trogum

FYRIR réttum fjörutíu árum birtist frétt í Morgunblaðinu þess efnis að Halldór Gröndal, þáverandi veitingamaður í Naustinu, hefði ráðist í þá nýbreytni að gefa viðskiptavinum sínum kost á þorrablóti með íslenskum mat að gömlum hætti. Mæltist þessi nýjung vel fyrir og síðan hafa fleiri veitingahús tekið upp þennan sið á þessum árstíma. Í frétt Morgunblaðsins frá 6. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 256 orð

(fyrirsögn vantar)

AÐ LOKNUM 4 umferðum í Landsbankamótinu á Húsavík hefur dregið saman á toppnum eftir að sveit Bergþóru Bjarnadóttur vann sveit Björgvins Leifssonar 19­11 og sveitin Frissi vann sveit Sveins Aðalgeirssonar með nákvæmlega sama mun. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 205 orð

(fyrirsögn vantar)

Saltfisksþynnur á tómatkremi 50 g þykk saltfiskshnakkastykki 14 tómatar úr dós 5 hvítlauksrif 1 msk tómatpúrré 1 búnt basilikum 1 dl sérrí edik 2 dl olífuolía 1 dl hvítvín 1 tsk sykur hvítur pipar 2 dl sýrður rjómi Takið tómatana og maukið, ásamt tómatpuré, basilíkum, hvítlauk, ediki og sykri. Meira
7. febrúar 1998 | Fastir þættir | 531 orð

(fyrirsögn vantar)

Líkja má veraldarvefnum við bókasafn þar sem þúsundir vörubíla keppast við að sturta inn bókum allan sólarhringinn, og öllum óbundnum. Þá koma til leitarvélar og síðusöfn. Flestir þekkja Yahoo- vefinn, http://www.yahoo.com/, og reyndar una margir hag sínum harla vel þar. Meira

Íþróttir

7. febrúar 1998 | Íþróttir | 225 orð

Auðun Helgason til Víkings í Stavangri

Auðun Helgason, varnarmaður úr Leiftri á Ólafsfirði, hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska knattspyrnufélagið Viking í Stavangri. Auðun er annar Íslendingurinn sem gengur til liðs við Víkinga á skömmum tíma, fyrir er framherjinn Ríkharður Daðason sem kom frá KR í vetur. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 196 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIREinar Karl bætti 1

EINAR Karl Hjartarson, hástökkvarinn ungi úr ÍR, setti í gærkvöldi Íslandsmet í hástökki karla innanhúss á Meistaramóti Íslands í Laugardalshöll. Einar stökk 2,16 metra og bætti 10 ára gamalt met Gunnlaugs Grettissonar, ÍR, um einn sentimetra. Auk þess átti Einar góðar tilraunir við 2,20 metra, einkum var hann nærri því að fara yfir í þriðju tilraun. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 62 orð

Guðmundur í flestum leikjum GUÐMUNDUR Guðmundsson,

GUÐMUNDUR Guðmundsson, þjálfari Fram, hefur tekið þátt í flestum bikarúrslitaleikjum, eða alls sjö. Hann hefur fimm sinnum fagnað sigri, 1981, 1983, 1984, 1985 og 1986. Guðmundur fagnaði sigri sem fyrirliði fjögur ár í röð. Guðmundur hefur tvisvar mátt þola tap og þá sem þjálfari ­ 1990 fyrir Val, en þá lék Jón Kristjánsson með Valsliðinu, og 1991 fyrir ÍBV. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 95 orð

Hermann fer eftir leikinn HERMANN Hreiðarsson leik

HERMANN Hreiðarsson leikur með Íslandi á móti Slóvakíu á Kýpurmótinu í dag en fer síðan til Englands vegna leiks Crystal Palace á mánudag. Hann missir því af leik Íslands um sæti í keppninni en Þórður Guðjónsson, sem hugleiddi að fara og spila með Genk gegn Anderlecht á morgun, fer hvergi. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 74 orð

Í kjölfar föðurins

VALUR og Fram léku fyrsta bikarúrslitaleikinn 1974. Þá fóru Valsmenn með öruggan sigur af hólmi, 24:16, eftir að staðan var 13:6 í leikhléi. Allir tíu útileikmenn Vals skoruðu í leiknum ­ Bergur Guðnason flest mörk, eða sjö. Í markinu hjá Val stóð Jón Breiðfjörð Ólafsson, en þess má geta til gamans að nú leikur sonur hans með Val, Ingi Rafn. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 192 orð

JÓN Kristjánsson, þjálfari Vals,

JÓN Kristjánsson, þjálfari Vals, leikur sinn sjötta bikarúrslitaleik með liðinu. Hann lék fyrst 1988, síðan 1990, 1992, 1993 og 1995. Jón hefur þrisvar fagnað sigri. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 190 orð

Körfuknattleikur

Tindastóll - KR 68:76 Sauðárkrókur, úrvalsdeildin í körfuknattleik karla (DHL-deild), föstud. 6. febrúar 1997. Gangur leiksins: 2:3, 9:9, 22:12, 37:17, 41:27. 43:34, 46:43, 58:49, 58:59, 62:69, 68:76. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 514 orð

Köttur og mús?

Ekki er víst að boðið verði upp á leik kattarins að músinni, eins og einhverjir kunna að halda, þegar Stjarnan og Víkingur mætast í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í handknattleik í dag. Viðureignin hefst kl. 13.30 í Laugardalshöllinni og þó að gengi stúlknanna úr Fossvoginum hafi verið afar skrykkjótt í vetur er öll pressan á Garðbæingum. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 431 orð

Leikurinn er eitt stórt EF

"ÞETTA verður spennandi leikur tveggja liða sem leika ólíkan handknattleik," sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari bikarmeistara Hauka, þegar við fengum hann til að spá í viðureign Fram og Vals. "Það er erfitt að spá fyrir um leikinn, sem væri eitt stórt EF. Ef Framarar leika eins og að undanförnu, sýna sinn besta leik, þá eru þeir óneitanlega sigurstranglegri. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 89 orð

Magnús má leika með UMFA

SAMKOMULAG hefur náðst á milli Aftureldingar og ÍR um félagsskipti Magnúsar Más Þórðarsonar til Aftureldingar, en styr hefur staðið um þessi skipti undanfarna mánuði á milli félagana. "Nú hefur stríðsöxin verið grafin og við erum ánægðir með það," sagði Jóhann Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar UMFA, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 326 orð

Okkur hungrar í bikarinn

Valsmenn hafa reynsluna sem okkur skortir, en við erum á móti með ungt lið sem hungrar í bikarinn," segir Þór Björnsson, fyrirliði Fram um bikarúrslitaleikinn á morgun. "Við erum komnir svo langt í þessari keppni að það kemur ekki til greina að tapa núna," bætir Þór við og segir Framliðið vera reiðubúið í "slaginn" við Val. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 183 orð

UM HELGINAHandknattleikurLAUGARDAGUR

HandknattleikurLAUGARDAGURBikarúrslit kvenna: Laugardalshöll:Stjarnan - Víkingur13.30 Bikarúrslit karla: Laugardalshöll:Fram - Valur16.30 2. deild karla: Grafarvogur:Fjölnir - Þór13 SUNNUDAGUR1. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 807 orð

Vala setti heimsmet

"ÞAÐ var ólýsanlegt að fara yfir, lenda í dýnunni og sjá rána á sínum stað fyrir ofan mig," sagði Vala Flosadóttir, stangarstökkvari úr ÍR, sem í gær ritaði nafn sitt gullnu letri í íslenska frjálsíþróttasögu er hún setti heimsmet í stangarstökki innanhúss, 4,42 metra, á móti í Bielefeld í Þýskalandi. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 126 orð

Wessell fór á kostum

Tindastólsmenn áttu erfitt með að hemja Bandaríkjamanninn Keith Wessell, sem fór á kostum og skoraði 36 stig fyrir KR-inga sem fögnuðu sigri í úrvalsdeildinni á Sauðárkróki í gærkvöldi, 76:68. Wessell lék á als oddi á lokaspretti leiksins og sá um heimamenn, sem höfðu haft frumkvæðið. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 167 orð

ÞRÍR leikmenn Framliðsins h

ÞRÍR leikmenn Framliðsins hafa leikið í bikarúrslitum. Ármann Sigurvinsson hefur leikið þrjá leiki með Val og einn með KA. Reynir Þór Reynisson og Guðmundur H. Pálsson léku með Víkingi gegn KA 1996. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 248 orð

Ætlum með bikarinn á Hlíðarenda Ég hef e

Ég hef ekki unnið bikarinn eins oft og kostur hefur verið. Þess vegna ætla ég ekki að láta þetta tækifæri úr greipum ganga," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, fyrirliði Vals. Hann leikur í dag sinn sjötta úrslitaleik í bikarkeppninni og hefur aðeins fagnað sigri einu sinni, er Valur lagði Selfoss árið 1993. Meira
7. febrúar 1998 | Íþróttir | 49 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Þorkell Kristín Rós íþróttamaður ReykjavíkurKRISTÍN Rós Hákonardóttir var útnefnd ÍþróttamaðurReykjavíkur 1997 í gær við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, veitti Kristínu Rósviðurkenningu sína. Hún er 24 ára sundkona og keppir fyrirÍþróttafélag fatlaðra. Meira

Sunnudagsblað

7. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 207 orð

Lögregla sökuð um vanhæfni

VANHÆFNI embættismanna fremur en yfirhylming olli því að barnanauðgari, ákærður fyrir morð á fjórum belgískum stúlkum, gat farið huldu höfði svo árum skipti, samkvæmt niðurstöðum sérskipaðrar rannsóknarnefndar belgíska þingsins. Meira
7. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | 183 orð

Vann tvo bíla en var sviptur öðrum

NÝSJÁLENDINGUR sem vann tvo Alfa Romea-bíla með nokkurra mínútna millibili í spilakassa í spilavíti í Auckland þurfti að sæta því að vera sagt að hann gæti ekki fengið seinni vinningsbílinn því spilakassinn hefði bilað. Meira

Úr verinu

7. febrúar 1998 | Úr verinu | 106 orð

Fiskmarkaður Austurlands stofnaður

FISKMARKAÐUR Austurlands hf. var stofnaður á Reyðarfirði fyrir skömmu. Á stofnfundinn mættu yfir 40 manns og safnaðist hlutafé að upphæð 4,1 milljón króna. Hluthafar eru 25 og meðal þeirra stærstu eru Íslandsmarkaður, Fiskmarkaður Vestmannaeyja, Hafnarsjóðirnir á Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað og Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað. Á fundinum var kjörin fimm manna stjórn. Meira
7. febrúar 1998 | Úr verinu | 204 orð

Löggildingarstofa og Fiskistofa aðstoða Sri Lanka

GENGIÐ hefur verið frá samningi milli Fiskistofu og ráðgjafarfyrirtækisins HIF AB í Svíþjóð um þátttöku Fiskistofu í þróunarverkefni á Sri Lanka sem HIF AB hefur tekið að sér að vinna fyrir sænsku þróunarstofnunina SIDA. Meira

Lesbók

7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 315 orð

6. tölublað ­ 73. árgangur Efni

Metta Hansdóttir í Vík fluttist frá æskustöðvum sínum á Jótlandi til Bessastaða, 16­17 ára. Í fyrri hluta greinar um þessa merku konu segir Halldór Ármann Sigurðsson frá því, að á Bessastöðum var henni gert barn og þá svo um samið að ungur prestur fengi brauð ef hann tæki hana að sér. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 148 orð

ÁSTIN ER EINS OG LAUFGAÐ TRÉ

Þegar laufin falla af trjánum á haustin er það eins og einhver hafi glatað ástinni misst hana frá sér og hann brotnar niður Þegar regndropar falla af trjánum til jarðar er það eins og einhver gráti gráti yfir ástinni sem hann hefur glatað og að lokum dettur hann niður og deyr En þegar laufin byrja aftur að spretta er lífið Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 464 orð

BLAKKUR, BLEK, BLÖKKUMAÐUR, BLÁMAÐUR, BLEKKJA, BLANKUR OG BLANKUSKÓR

Nafnorðið blakkur merkir samkvæmt orðabók dökkleitur hestur, hestur yfirleitt. Hestur getur líka heitið Blakkur. En lýsingarorðið blakkur þýðir dökkur, óhreinn. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 402 orð

ERRATA

George Steiner: Errata: An examined life. Weidenfeld & Nicolson 1997. George Steiner fæddist í París 1929, þegar óveðursský hrönnuðust upp yfir Mið-Evrópu og fjórum árum síðar varð Adolf Hitler ríkiskanslari Þýskalands. Foreldrar Steiners voru gyðingar, frá Vínarborg og faðir hans starfaði þar við banka og stundaði alþjóðleg bankaviðskipti. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 101 orð

FIMM VÖRÐUR

Lífsandi þinn greyptist í sál mína og saman lögðum við gangstíg ástarinnar upp fjallið. Þar til tindinum var náð. Síðustu sólargeislarnir breiddu gullhúfur næturinnar yfir glókollana beggja vegna skálans og struku blíðlega fætur okkar og vörðurnar fimm. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 406 orð

FRÁ MUNCH UM KIRKEBY TIL BJARKAR

NORRÆN myndlist frá þessari öld fyllir sali Nútímalistasafns Parísar, Musée de l'Art Moderne de la Ville de Paris, fram yfir miðjan maí. Sýningin Visions du Nord var opnuð í gær, föstudag, að viðstöddu margmenni. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 56 orð

FÆÐING GYÐJUNNAR

Í safírblárri nóttinni hljómar söngur vindanna. Rósbleik harpan ristir blíðlega flauelsmjúkt yfirborðið. Marbárur rísa og hníga í örum hjartslætti sjávarins. Röðulglóð lýsir hauður og haf er Lofnargyðjan stígur fullsköpuð úr skínandi djúpinu. Getin af sævi, borin af perlumóður. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 708 orð

HINN SÆNSKI HÄNDEL

Johan Helmich Roman: Sinfóníur í g, D, B, F, G, e, E & G (BeRI nr. 30, 24, 11, 10, 9, 22, 3 & 15.) Jaap Schröder og Barokksveit Drottningarhólms. Musica Sveciae MSCD 418. Upptaka: DDD. Útgáfuár: 1990. Lengd: 62:02. Verð (Japis): 1.499 kr. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1399 orð

HRAÐI, SPENNA, MÝKT OG DULÚÐ

HRAÐI, SPENNA, MÝKT OG DULÚÐ Í kvöld frumsýnir Íslenski dansflokkurinn þrjú dansverk eftir tvö erlenda danshöfunda, þá Ed Wubbe frá Hollandi og Richard Wherlock frá Bretlandi á Stóra sviði Borgarleikhússins. Sýningin er sú fyrsta á 25 ára afmælisári dansflokksins. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 304 orð

HVAÐA KONUR VORU FYRIRSÆTUR PIERRE OZANNE?

Heimilin á Vatneyri eru ekki mörg er "La Flore" siglir inn á leguna 1. júlí 1772 og leggst þar við festar. Þó býr þar Þóroddur Þóroddsson beykir með konu sinni, Bergljótu Einarsdóttur, og eiga dóttur á 5. ári, Sigríði. Seinna fæðast þeim synirnir Árni, Gísli, Jón og Þórður. Þórður kvæntist skagfirskri prestsdóttur, Þóreyju Gunnlaugsdóttur. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2797 orð

KARLAR HRÆDDIR VIÐ INNSÆI KVENNA

ÉG HEF haft gaman af því að lesa hin fornu Eddukvæði eða síðan ég fór að geta skilið íslenskuna sæmilega. Þegar ég loksins var kominn með vald á málinu og gat farið að lesa þyngri texta þá opnaðist fyrir mér alveg nýr heimur. Þetta var eins og að opna kampavínsflösku ­ búmm. Þá hófst ferðalag mitt inn í sál Íslands og á því ferðalagi er ég enn. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1146 orð

KLIFBERABOGI SKAL ÞAÐ VERA EFTIR EGGERT ÁSGEIRSSON

Árið 1926 fór Árni Óla út í Viðey til að eiga viðtal við virðulegan og virtan áttræðan öldung, Eirík Briem prófessor. Lýsing Árna á heimsókninni dregur upp skemmtilega mynd af starfi ungs blaðamanns sem verður, vegna ágenginnar gestrisni, að vera nætursakir í eynni, þótt hann hefði ekki tíma til þess. Lýsingu sína á heimsókninni birti Árni síðar í bók. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 215 orð

KVELD ­ BROT ­

Í rökkrinu, þegar ég orðinn er einn og af mér hef reiðingnum velt og jörðin vor hefur sjálfa sig frá sól inn í skuggana elt og mælginni sjálfri sígur í brjóst og sofnar við hundanna gelt ­ En lífsönnin dottandi í dyrnar er sest, sem daglengis vörður minn er, sem styggði upp léttfleygu ljóðin mín öll, svo liðu þau sönglaust frá mér, Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1871 orð

KVENHATUR, ATÓMSKÁLD OG EXISTENSÍALISMI

Draugur verður til" heitir grein í Lesbókinni 10. janúar sl. eftir dr. Dagnýju Kristjánsdóttur þar sem hún reynir að svara leiðréttingum mínum í Lesbók frá 13. des. á fyrra ári, en leiðréttingar þær voru skrifaðar vegna rangra fullyrðinga um atómskáldin. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 963 orð

LJÓSORMURINN VIÐ HÖFNINA

BYGGINGARFRAMKVÆMDIR við safnahúsið hófust árið 1996 og allar götur síðan hefur verið deilt um réttmæti þess að reisa svo framúrstefnulega byggingu á torgi nærri styttu hershöfðingjans, stjórnmálamannsins og þjóðhetjunnar Carls Gustafs Mannerheims. Arkitekt safnsins er Bandaríkjamaðurinn Steven Holl. Safnið er á fimm hæðum, samtals 12. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1089 orð

MANNLÍF OG MANNRAUNIR

SAUPÆÐI aðventunnar og ölæði áramótanna er að baki, óttinn við kreditkortastöðuna er tekinn við en timburmennirnir afstaðnir. Sár eftir minniháttar barsmíðar, rispur og blá augu eru sem óðast að gróa og öðlast eðlilegan líkamslit og æluklessur og hitt og annað rusl hefur verið fjarlægt af götunum. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 288 orð

MENNINGARVERÐLAUN VÍS

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti á fimmtudag Jónasi Ingimyndarsyni píanóleikara, Ólafi Halldórssyni framkvæmdastjóra og Jóhanni Sigurðssyni framkvæmdastjóra Menningarverðlaun VÍS við athöfn í Listasafni Íslands. Menningarsjóður VÍS var stofnsettur 19. maí 1995. Formaður sjóðsstjórnar er Kjartan Gunnarsson. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3480 orð

METTA HANSDÓTTIR Í VÍK

Landnámsjörð Ingólfs Arnarsonar, Reykjarvík eða styttra nafni Vík, komst í eigu konungs í áföngum í kringum 1600. Landsetar konungs á jörðinni á 17. öld og fyrri hluta þeirrar 18. voru flestir í betri bænda röð og sumir virðingarmenn, eins og Þórir Stephensen hefur nýlega rakið í allfróðlegri grein um ábúendur í Reykjavík. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2484 orð

MILLJÓN SÓLIR RÍSA

Ég segi það satt: Ekki frekaren úrið inniheldur Tímann innihalda þessar línur Sannleikann. Árið 1986, kvaddi Kjartan Árnason sér hljóðs með ljóðabókinni, Dagbók Lasarusar (Brot úr glötuðu handriti). Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 503 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 478 orð

PASSÍUSÁLMARNIR Í LIST SVEINS BJÖRNSSONAR

SÝNING þessi er haldin að frumkvæði Listvinafélags Hallgrímskirkju, sem hafði komið að máli við listamanninn vegna þessa nokkru áður en hann lést. Myndirnar tíu eru úr myndaröð, sem Sveinn hugðist mála eftir passíusálmum Hallgríms Péturssonar, en honum tókst ekki að ljúka við. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 98 orð

SNÁÐINN

Sólríka indæla síðdegisstund sentist ég þvert yfir stræti, ­ skríkjandi angi með leikandi lund léttfættur snáði á kunningja fund ­ auðnulaus ókst þú með glæfrum um grund og glottir í Bakkusarkæti. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

Sólrún Bragadóttir syngur frönsk lög í Gerðarsafni

SÓLRÚN Bragadóttir og Jónas Ingimundarson flytja franska söngva í Gerðarsafni, mánudaginn 9. febrúar kl. 20.30. Halldór Hansen flytur inngangsorð og kynningar um franska sönglagið á tónleikunum. Á efnisskrá eru lög eftir helstu höfunda Frakka, s.s. Bizet, Duparc, Povlence, Ravel, Satié og Fauré. Einnig verður brugðið upp tónmyndum úr frönskum óperum eftir Gounod, Massenet o.fl. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1540 orð

"SPÁNN ER FJALL MEÐ FEIKNASTÖLLUM" EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR

Spánn er fjall með feiknastöllum, flatur á koll, en Ránar tolla gjalda elfir; ærið silfur út úr fargast Sagarbjargi; suður gnóg er sæld í hlíðum, sæt eru granateplin; kætast drósir víni í Vandalhúsum, vex þar auður af frjóvgan sauða. (Úr Landavísum eftir Þorleif Repp) Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 206 orð

Sveinssafn - stærsta safn verka eins listamanns

SVEINSSAFN, safn um verk Sveins Björnssonar listmálara, verður formlega stofnað á sunnudaginn við opnun sýningar í Hallgrímskirkju á Passíusálmamyndum Sveins. Að sögn Erlendar Sveinsson hafa nú rösklega 7000 verk eftir Svein verið skráð og er safnið þar með stærsta safn verka eftir einn listamann hér á landi. "Og enn eru ekki öll kurl komin til grafar," segir Erlendur. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 58 orð

UPPBOÐ

Karphúsið fór á hausinn með öllum greiddum atkvæðum ríkra og fátækra -á viðkvæmu stigijá og nei Húsfriðunarnefnd mætir á staðnum og dregur augað í pung Aðrir drepa tittlinga Árbæjarsafn klófestir lítið eitt: Gömlu þjóðarsáttina innbundna í héraskinn hjarta og minni fastráðnar Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 366 orð

Verk Braga Ásgeirssonar í SPRON

SÝNING á verkum eftir Braga Ásgeirsson listmálara verður opnuð í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Álfabakka 14 í Mjódd, á morgun, sunnudag kl. 14. "ÞETTA eru að hluta til myndir, sem ég hef unnið rólega í á undanförnum árum, en aðrar vann ég algjörlega á síðasta ári og sumar í einni lotu," svarar Bragi Ásgeirsson spurningu Morgunblaðsins um sýninguna og listamanninn. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1942 orð

VERK WAGERS Í TAKT VIÐ NÝJA TÍMA EFTIR ÁRNA TÓMAS RAGNARSSON

Wieland Wagner (1917-1966) var sonur Winifred og Siegfried Wagner og því sonarsonur Richards Wagner. Ásamt bróður sínum Wolfgang endurreisti Wieland starfsemi óperuhátíðarinnar í Bayreuth eftir síðari heimsstyrjöldina og saman voru þeir bræður yfirstjórnendur hátíðarinnar allt til Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 641 orð

VETRARDAGUR STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON

Í grænan febrúarhimin stara brostin augu vatnanna frá kaldri ásjónu landsins. Af ferðum vindanna eirðarlausu um víðáttu hvolfsins hafa engar spurnir borist. Litlausri hrímþoku blandið hefur lognið stirðnað við brjóst hvítra eyðimarka. Meira
7. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 79 orð

ÞÚ

Ég hef synt tímans höf til að sjá þig Ég hef fært fjöll úr stað til að finna þig Ég hef lifað eilífð til að eignast með þér frið Ég hef gefið mitt hjarta til að elska þig Musteri sálar minnar býður þig velkomna að fórn hins ósagða hins óhugsaða hinnar eilífu ástar hinnar ósögðu sögu er rituð er í blóði hjartans Í einsemd Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.