Greinar laugardaginn 21. febrúar 1998

Forsíða

21. febrúar 1998 | Forsíða | 481 orð

Annan kveðst bjartsýnn á árangur

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), ákvað í gærkvöldi að framlengja dvöl sína í Bagdad, höfuðborg Íraks, til mánudags vegna óska írösku stjórnarinnar um að fá að ræða við hann um áætlun um útflutning Íraka á olíu til kaupa á matvælum frá öðrum löndum. Annan ræddi við Tareq Aziz utanríkisráðherra um deiluna um vopnaeftirlit í Írak og lýstu báðir ánægju með þann fund. Meira
21. febrúar 1998 | Forsíða | 56 orð

Einstök afrekskona

ÍTALSKA stúlkan Deborah Compagnoni hafði ástæðu til að fagna sigri í stórsvigi á Ólympíuleikunum í Nagano í fyrrinótt. Með sigrinum varð þessi 27 ára afrekskona fyrsti íþróttamaðurinn til þess að hljóta gullverðlaun í alpagrein á þrennum leikum í röð. Hún varð ólympíumeistari í risasvigi í Albertville 1992 og stórsvigi í Lillehammer 1994. Meira
21. febrúar 1998 | Forsíða | 183 orð

Hlýddu ráðum konunnar

VILJI karlmenn, að hjónabandið blessist bærilega, er þeim hollast að hlusta eftir því, sem konurnar hafa fram að færa. Að þessu hafa bandarískir sálfræðingar komist eftir umfangsmiklar rannsóknir. Meira
21. febrúar 1998 | Forsíða | 153 orð

Ráða Miðdemókratar úrslitum?

MIÐDEMÓKRATAR, sem áður studdu hægristjórn Pouls Schlüters, en síðan jafnaðarmannastjórn Pouls Nyrups Rasmussens aftaka stjórnarsetu með Róttæka vinstriflokknum sem nú situr í stjórn Nyrups. Jafnaðarmenn vilja hins vegar halda fast í það samstarf. Ef flokkurinn tekur skrefið til hægri gæti það tryggt Dönum nýja hægri stjórn í kosningunum 11. mars. Meira
21. febrúar 1998 | Forsíða | 250 orð

Sinn Fein frá samningaborði

BRESK og írsk stjórnvöld tilkynntu formlega í gær að Sinn Fein, stjórnmálaarmi Írska lýðveldishersins (IRA), hefði verið vísað frá þátttöku í friðarviðræðum á Norður-Írlandi. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, sagði eftir fund með ráðherrum beggja ríkisstjórna að brottvísunin gilti til 9. mars. Meira

Fréttir

21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

20 mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl

ÞRJÁTÍU og þriggja ára gamall Íslendingur var í gær dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa reynt að smygla 14 kílóum af kókaíni um eyjuna Curacao í Antillaeyjaklasanum. Hann var handtekinn á flugvellinum í Williamstad, höfuðborg eyjarinnar, í lok október síðastliðins, á leið til Amsterdam í Hollandi. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 704 orð

Athugasemd frá Ríkisendurskoðun

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ríkisendurskoðun: "Í leiðara Morgunblaðsins hinn 19. þ.m. er m.a. fjallað um harkalega gagnrýni fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra á skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefni Þórðar Þ. Þórðarsonar. Segir þar að svör ríkisendurskoðanda í Morgunblaðinu hinn 18. þ.m. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Aukatónleikar Karlakórsins og Stuðmanna

KARLAKÓRINN Fóstbræður og rokkhljómsveitin Stuðmenn halda tónleika laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. febrúar í Háskólabíói. Tónleikarnir bera yfirskriftina Íslenskir karlmenn. Uppselt er á tónleikana og hefur því verið ákveðið að aukatónleikar verði haldnir laugardaginn 28. febrúar kl. 16.30 í Háskólabíói. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Austfirðingaball á Írlandi í kvöld

AUSTFIRÐINGABALL verður haldið laugardaginn 21. febrúar á Írlandi í Kringlunni. Hljómsveitirnar verða alaustfirskar og verður þar Salka í öndvegi. Einnig munu gestasöngvarar úr hljómsveitunum Dúkkulísunum, Sú Ellen og Sólstrandagæjunum koma fram. Dansleikurinn hefst kl. 23 og lýkur kl. 3. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 313 orð

Á fimmta hundrað auglýsingar kepptu um 11 verðlaun

VERÐLAUN fyrir athyglisverðustu auglýsingu ársins voru afhent í gær en keppnin fór nú fram í tólfta sinn. ÍMARK ­ félag íslensks markaðsfólks ­ stendur fyrir henni og voru veitt verðlaun í 11 flokkum auglýsinga. Alls bárust 426 auglýsingar og hafa þær aldrei verið fleiri. Meira
21. febrúar 1998 | Miðopna | 1254 orð

Bankakerfið of dýrt í rekstri

FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði á Iðnþingi, sem Samtök iðnaðarins gengust fyrir í gær, að bankakerfið hér á landi væri of dýrt í rekstri. Vaxtamunur sem hlutfall af heildareignum sé hér mun meiri en í Evrópu eða um 4% meðan hann er um og yfir 2% í Evrópu. Meira
21. febrúar 1998 | Miðopna | 1020 orð

Björgunarfólk líður oft miklar raunir

TVEIR af fremstu sérfræðingum á sviði áfallahjálpar í heiminum, bandarísku prófessorarnir Jeffrey T. Mitchell og George S. Everly, komu hingað til lands í boði Landsbjargar til að halda fjögurra daga námskeið fyrir þá sem tengjast áfallahjálp og björgunarstörfum hér á landi. Annast þá sem annast aðra Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

BLAÐINU í dag fylgir Lesbók Morgunblaðsins ­ Menning/listir/ þjóðfræði. Me

BLAÐINU í dag fylgir Lesbók Morgunblaðsins ­ Menning/listir/ þjóðfræði. Meðal efnis eru greinar um óperettudrottninguna Sigrúnu Magnúsdóttur, kenningar Sigvalda Hjálmarssonar, Íslenska dansflokkinn og Bláa turninn við Drottningargötu í Stokkhólmi, sem hýsir Strindbergssafn. Einnig er fjallað um sýninguna Norrænt ljós og myrkur og finnsku skáldkonuna Raija Siekkinen. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Blómvöndur og flugmiði

Í TILEFNI af konudeginum sunnudaginn 22. febrúar fá allir sem kaupa konudagsblóm í Blómavali laugardag og sunnudag afhentan miða sem veitir handhafa rétt til að kaupa tvo flugmiða á verði eins á öllum flugleiðum Íslandsflugs innanlands. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Breyttur H-listi í Garðinum

H-listinn, listi sjálfstæðismanna og annarra frjálslyndra kjósenda, hefir ákveðið að halda prófkjör laugardaginn 28. febrúar nk. Sjö manns hafa ákveðið að gefa kost á sér. Þau eru Árni Árnason, Finnbogi Björnsson, Gyða Kolbrún Unnarsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Karl Njálsson, Magnús Torfason og María Anna Eiríksdóttir. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

Brýn nauðsyn á Suðurstrandarvegi

SAMEIGINLEGUR fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur og hreppsnefndar Ölfushrepps sem haldinn var í Þorlákshöfn á fimmtudag skorar á þingmenn Reykjaness og Suðurlands að beita sér fyrir því að hafist verði handa við hönnun og undirbúning á varanlegri vegalagningu frá Þorlákshöfn til Grindavíkur "Suðurstrandarvegi" með það fyrir augum að hægt sé að hefja framkvæmdir ekki síðar en árið 2000. Meira
21. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 307 orð

Deilt um vitnaskyldu ráðgjafa Clintons

LÖGFRÆÐINGAR Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Kenneth Starr saksóknari deila nú um hvort Bruce Lindsey, einum af nánustu vinum og ráðgjöfum forsetans, beri skylda til að bera vitni um samtöl sín við Clinton um Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu, sem forsetinn er sakaður um að hafa haldið við og fengið til að bera ljúgvitni um samband þeirra. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 221 orð

Demantseyrnalokkar fyrir 5 milljónir

SÝNING á skartgripum á vegum Sotheby's í samvinnu við Íslandsbanka verður haldin hér á landi í byrjun marsmánaðar, en skartgripirnir verða boðnir upp hjá Sotheby's í Lundúnum síðar í mánuðinum. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Dorgveiðikeppni í Fljótum

NEMENDUR ferðamálabrautar Hólaskóla gangast fyrir dorgveiðikeppni í Miklavatni í Fljótum í Skagafirði sunnudaginn 1. mars. Skráning hefst að Lambanesi, Reykjum (Miklilax), kl. 13. Keppnin stendur yfir frá kl. 13.30­16. Færi og beita verða til sölu á staðnum. Einnig verða nemendur Hólaskóla með kaffisölu. Meira
21. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 196 orð

Dúman staðfestir sáttmála DÚMAN, neðri deild

DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, staðfesti í gær með miklum meirihluta atkvæða mannréttindasáttmála Evrópu. Rússar skrifuðu undir hann fyrir tveim árum þegar þeir gerðust aðilar að Evrópuráðinu. Kommúnistar og þjóðernissinnar eru í meirihluta í Dúmunni og höfðu farið sér hægt með að staðfesta sáttmálann. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 323 orð

Dæmdar miskabætur fyrir meiðandi ummæli

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt konu til að greiða manni 20 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hún viðhafði um hann í bréfi sem sent var vegna hundahalds mannsins í fjöleignarhúsi í Reykjavík þar sem bæði bjuggu. Þá voru ummæli sem konan viðhafði um manninn í bréfinu dæmd ómerk. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 625 orð

Efnisatriði í skýrslu ráðherra tekin til athugunar

ALLSHERJARNEFND Alþingis hefur ákveðið með bókun að taka til athugunar efnisatriði í skýrslu dómsmalaráðherra um rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar. Þetta gerir allsherjarnefnd samkvæmt nýrri reglu sem sett hefur verið í 26. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Ekki í skoðun hjá Vegagerðinni

HUGMYNDIN um að lýsa upp veginn yfir Hellisheiði hefur aldrei komið til skoðunar hjá vegagerðinni "af nokkurri alvöru", að sögn Gunnars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Vegagerðarinnar. Gunnar sagðist minnast þess að þingsályktunartillaga hefði verið flutt um lýsingu Hellisheiðar fyrir nokkrum árum en hún hefði ekki verið afgreidd og málið því ekki verið tekið til ítarlegrar skoðunar. Meira
21. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 353 orð

EMU-aðildarhæfni Þýzkalands tryggð

ÞÝZKALAND mun örugglega uppfylla hin efnahagslegu skilyrði sem sett eru fyrir stofnaðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, og mun ekki þurfa að óttast um að ná ekki fjárlagahallanum niður fyrir 3% af vergri landsframleiðslu. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Fiðlu- og gítarleikur á Sauðárkróki

LAUFEY Sigurðardóttir, fiðluleikari, og Páll Eyjólfsson, gítarleikari, halda tónleika í Tónlistarskólanum Borgarflöt 1 kl. 16 á vegum Tónlistarskólans á Sauðárkróki. Flutt verða verk eftir Corelli, Sarasate, Lalo, Paganini, Willa Lobos og Þorkel Sigurbjörnsson. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 kr. fyrir eldri borgara. Að venju er ókeypis fyrir nemendur skólans. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Fimm sækja um Laugarnes

FIMM umsóknir hafa borist biskupsstofu um embætti prests í Laugarneskirkju en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Fjórir starfandi prestar sækja og einn guðfræðingur, fjórar konur og einn karl. Þeir sem sækja eru: Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Fjallað um sjálfbæra þróun og lífshætti

HÖRÐUR Bergmann heldur erindi á vegum Framtíðarstofnunar mánudaginn 23. febrúar nk. kl. 20 í Norræna húsinu v/Hringbraut. Erindi Harðar nefnist: Haldbær þróun samfélags og lífshátta og fjallar um hvaða skilyrðum þarf að fullnægja svo nýting náttúruauðlinda geti talist sjálfbær og þróun samfélags haldbær. Meira
21. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 105 orð

Forsetinn hyggst snúa heim úr útlegð

AHMAD Tejan Kabbah, útlægur forseti Sierra Leone, býr sig nú undir að snúa þangað aftur og reyna að binda enda á átökin og glundroðann í landinu. Tom Ikimi, utanríkisráðherra Nígeríu, kannaði ástandið í Freetown, höfuðborg Sierra Leone, í fyrradag og sagði íbúunum að Kabbah myndi snúa þangað aftur á næstu dögum. Meira
21. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 250 orð

Frímúrarareglunni hótað kæru

FRÍMÚRARAREGLAN á Englandi á nú í útistöðum við þingið eftir að reglunni var gert að greina frá því hvaða dómarar og lögreglumenn eru þar félagar. Fékk reglan hálfsmánaðar frest til þess að verða við kröfu innanríkismálanefndar neðri deildar þingsins, en sæta annars kæru fyrir vanvirðingu við það. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Frumvarp um umboðsmann aldraðra

ÓLAFUR Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokks, er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að komið verði á fót embætti umboðsmanns aldraðra. Meðflutningsmaður er Ágúst Einarsson, þingmaður Alþýðuflokks. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 247 orð

Fyrirlestraröð um undur hafsins

RÖÐ fyrirlestra fyrir almenning í tilefni af Ári hafsins á vegum Sjávarútvegsstofnunar HÍ verður haldin í Háskólabíói, sal 4, annan hvern laugardag frá 21. febrúar kl. 13: 15-14:30. Dagskráin er sem hér segir: 21. febrúar: Síldin veður og síldin kveður. Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir frá eftirlætisviðfangsefnum sínum og samferðamönnum í gegnum árin. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Fyrirlestur um virk efni í lækningajurtum

NÆSTI færðslufundur Hins íslenska náttúrufræðifélags á þessu ári verður mánudaginn 23. febrúar kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Á fundinum flytur Sigmundur Guðbjarnason, prófessor og fyrrverandi háskólarektor, erindi sem hann nefnir: Leit að líffræðilega virkum efnum í lækningajurtum og lífverum í hafinu. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Fyrirlestur um þjóðsagnahefðir í Wales

DR. ROBIN Gwyndaf, þjóðfræðingur frá Museum of Welsh Life í Cardiff, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands þriðjudaginn 24. febrúar kl. 17.15 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist "The Welsh Folk Narrative Tradition" og fjallar um þjóðsagnahefðir í Wales. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fyrirtækjakeppni Taflfélagsins Hellis

FYRIRTÆKJAKEPPNI í hraðskák hefst mánudaginn 23. febrúar kl. 20. Það er Taflfélagið Hellir sem stendur fyrir keppninni. Aðgangur er ókeypis og eru allir skákmenn velkomnir. Keppnin verður haldin í Hellisheimilinu að Þönglabakka 1, Mjódd. Veitt verða verðlaun fyrir besta samanlagða árangur í þremur mótum. Aðalverðlaun: 1. sæti 15.000, 2. sæti 10.000, 3. sæti 5.000. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 260 orð

Geðhjálp íhugar lögreglurannsókn

GEÐHJÁLP hefur ákveðið að kanna hvort rétt sé að fara fram á lögreglurannsókn vegna nafnlausa dreifibréfsins sem borið var út í öll hús í Hveragerði og innihélt fullyrðingar um dvalarheimilið Ás. Ingólfur H. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að Geðhjálp líti mjög alvarlegum augum "þessi æsingaskrif gegn minnihlutahópi og sjúklingum". Meira
21. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 122 orð

Gíslataka í Georgíu

SÆNSKA stjórnin skilaði því í gær til Edúards Shevardnadzes, forseta Georgíu, að nauðsynlegt væri að finna friðsamlega lausn á gíslatökumáli í landinu þar sem sænskur majór er meðal fjögurra starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem skæruliðar halda í gíslingu. Meira
21. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 51 orð

Glenn í geimþjálfun

BANDARÍSKI öldungadeildarþingmaðurinn John Glenn, sem nú er 76 ára, hefur hafið þjálfun fyrir væntanlegt geimskot næsta haust. Í gær fór hann tvær níu mínútna ferðir í flughermi sem líkir eftir geimskoti með viðeigandi þreföldun þyngdaraflskrafta. Glenn hefur áður farið út í geiminn en hann er fyrsti geimfari Bandaríkjanna. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Góukaffi Skagfirðinga

KVENNADEILD Skagfirðingafélagins í Reykjavík og nágrenni verður með sitt árlega góukaffi í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, sunnudaginn 22. febrúar kl. 14.30. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti eins og það gerðist best upp úr aldamótunum, segir í fréttatilkynningu t.d. lummur, parta og fleira. Jóna Einarsdóttir þenur nikkuna og Ingunn Árnadóttir les upp. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Gunnar áfram í fyrsta sæti

FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisflokksins á Akranesi samþykkti á fimmtudag framboðslista við bæjarstjórnarkosningarnar á vori komanda. Listinn er þannig skipaður: 1. Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri, 2. Pétur Ottesen, verslunarmaður, 3. Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskvinnslumaður, 4. Jón Ævar Pálmason, háskólanemi, 5. Jón Gunnlaugsson, svæðisstjóri, 6. Hrönn Jónsdóttir, kennari, 7. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1278 orð

Hefur lítil áhrif og er ekki fordæmi fyrir aðra Dómstóll HSÍ hefur ógilt úrslitaleikinn í bikarkeppni karla í handknattleik og

FRAMARAR kærðu bikarúrslitaleikinn gegn Val, vegna mistaka sem áttu sér stað undir lok venjulegs leiktíma. Þá jöfnuðu Valsmenn, tryggðu sér þar með framlengingu og fögnuðu síðan bikarmeistartitli eftir að hafa haft betur í henni. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Helmingur nemenda heima í flensu

STARFSEMI ýmissa stofnana á Bíldudal er hálflömuð vegna inflúensufaraldurs sem gengur yfir þorpið. Í gær og fyrradag var til dæmis helmingur nemenda og kennara grunnskólans rúmliggjandi. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri grunnskólans á Bíldudal, segir að flensan leiki skólastarfið grátt. Í skólanum eru 42 nemendur og var helmingur þeirra veikur í gær. Einnig helmingur kennaraliðsins. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Honda-sýning um helgina

HONDA-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík sýnir um helgina Honda Civic sem nú er boðin á betra verði en verið hefur og er bíllinn fáanlegur þrennra eða fernra dyra og völ er á þrenns konar vélum. Þrennra dyra útgáfan af Honda Civic er búin hemlalæsivörn, tveimur líknarbelgjum, rafdrifnum rúðum og hliðarspeglum. Vélin er 1.400 rúmsentímetrar og 75 hestöfl. Þessi útgáfa kostar 1. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Íslenskt par í fjórða sæti

Jónatan Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir urðu í fjórða sæti í standarddönsum í flokki barna I. Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir og Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdóttir komust í undanúrslit í standarddönsum í flokki unglinga I og Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir komust í undanúrslit í suður- amerískum dönsum í flokki unglinga II. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 227 orð

Jákvæður tónn í viðræðum

DEILUAÐILAR í sjómannadeilunni hafa farið yfir alla þætti kröfugerðar sjómanna á fundum hjá sáttasemjara í vikunni. Aðalágreiningsmálið, verðmyndun á fiski, hefur þó ekki verið rætt enda er sérstök stjórnskipuð nefnd með það til umfjöllunar. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

"Kaffikonsert" tónlistarkennara

KENNARAR Tónlistarskóla Ísafjarðar halda "kaffikonsert" í sal Frímúrara á Ísafirði sunnudaginn 22. febrúar kl. 20.30. Þar koma fram allflestir kennarar skólans og syngja eða leika á hljóðfæri sín, píanó, gítar, harmoniku, fiðlu og blásturshljóðfæri. Einnig mun sönghópur, aðallega skipaður kennurum, syngja nokkur lög. Efnistök eru allt frá barokktímanum til okkar daga. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Kaupmenn sáttir

GUÐJÓN Hilmarsson, kaupmaður í íþróttavöruversluninni Spörtu, og talsmaður kaupmanna á Laugaveginum, segir að fyrirhugaðar breytingar á Laugavegi leggist vel í kaupmenn í ljósi þess að tryggt hefur verið að aðgengi að verslunum verði gott. Meira
21. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 174 orð

Kristileg karlasamtök í fjárþröng

KRISTILEGU karlasamtökin "Promise Keepers" í Bandaríkjunum, sem fengið hafa milljónir manna á útifundi, eiga í fjárhagskröggum. Hefur öllum 345 starfsmönnum þeirra verið sagt upp. Samtökin, sem hafa aðalstöðvar sínar í Denver í Colorado, ætla á næstunni að reiða sig á 20. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Kynningarhátíð Kópavogslistans

KÓPAVOGSLISTINN, sem Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Samtök um kvennalista og fólk utan flokka stendur að fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Kópavogi í vor, efnir til kynningarhátíðar í Félagsheimili Kópavogs nk. sunnudag kl. 14. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Kötludagar í Fjarðarkaupum

KATLA og Fjarðarkaup standa fyrir svokölluðum Kötludögum í Fjarðarkaupum frá 19.­ 25. febrúar. Ýmsar uppákomur verða í búðinni og verða m.a. gefnar uppskriftir og frítt í bíó fyrir þá sem kaupa fimm hluti frá Kötlu. Sérstakar kynningar verða í gangi og ýmsar vörur á tilboði. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

LEIÐRÉTT

MEINLEG prentvilla slæddist inn í grein Péturs Péturssonar, Enn í fullu gildi, þar sem hann vitnar í hugleiðingu Halldórs Laxness á friðarráðstefnu. Einn aukastafur varð þess valdandi að innihald tilvitnunarinnar snerist upp í andhverfu sína. Niðurlag greinar Péturs birtist hér aftur og eru hann og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Lenti heilu og höldnu eftir ísingu

EINS hreyfils flugvél sem verið er að ferja frá Evrópu til Bandaríkjanna lenti í erfiðleikum vegna ísingar yfir hafinu milli Færeyja og Íslands í gærkvöld. Flugmaðurinn lækkaði flugið, komst út úr ísingunni og lenti heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli laust eftir klukkan 22. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Ljósagangur í Seljalandi

MIKILL ljósagangur sást í Seljalandi laust eftir klukkan hálfníu í gærkvöldi. Það voru vegfarendur á leið um þjóðveginn sem fyrst gerðu lögreglu á Hvolsvelli viðvart, en þeir töldu að um neyðarblys gæti verið að ræða. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 340 orð

Loðnuvertíðin er loksins hafin fyrir alvöru

ÁGÆT loðnuveiði var í gær og í fyrrinótt suðaustur af Papey og binda menn vonir við að vertíðin sé nú loks hafin fyrir alvöru. Loðnan sem fékkst var stór og falleg en nokkuð var um átu í henni. Víkingur AK var á miðunum við Papey um kvöldmatarleytið í gærkveldi og hafði þá fengið um 1.300 tonn af góðri loðnu. Meira
21. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 323 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili kl. 11, pabbadagur, feður hvattir til að koma með börnum sínum og leyfa mömmunum að lúra frameftir á konudegi. Guðsþjónusta kl. 14, föstuinngangur. Æskulýðsfélagið, fundur í kapellu kl. 17, guðsþjónusta á FSA kl. 17. Biblíulestur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudag, Guðmundur Guðmundsson hérðaðsprestur stjórnar samverunni. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 414 orð

Miklubraut er stofnbraut og ríkið eigandi

"MÉR finnst menn vera að kasta grjóti úr glerhúsi," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. "Miklabraut er stofnbraut og þar af leiðandi er ríkið eigandi og viðhaldari vegarins." En umhverfisráðherra hefur beint því til borgaryfirvalda að þau hlutist til um án tafar að draga úr óþægindum íbúa við neðanverða Miklubraut sem rekja megi til mikillar umferðar við götuna. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 442 orð

Mistök urðu við yfirfærslu á greiðslum

SÍMUM leikskóla Reykjavíkurborgar var lokað um stund sl. fimmtudag vegna mistaka í yfirfærslu greiðslna frá fjárreiðudeild Reykjavíkurborgar til Landssíma Íslands hf. Opnað var fyrir símann þegar mistökin uppgötvuðust en þau ollu m.a. óþægindum fyrir foreldra sem reyndu án árangurs að ná símasambandi við leikskóla barna sinna. Gunnar A. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Opið prófkjör í mars

ALÞÝÐUFLOKKURINN í Hafnarfirði hefur ákveðið að hafa opið prófkjör um 10 efstu sæti á framboðslista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjörið fer fram dagana 14. og 15. mars nk. en framboðsfrestur rennur út á miðnætti sunnudaginn 1. mars. Framboðum skal skilað til oddvita prófskjörsstjórnar Harðar Zóphaníassonar, Tjarnarbraut 13, Hafnarfirði. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 457 orð

Opnaðar skotveiðimönnum næsta sumar

LAGT hefur verið til að skotveiðimönnum verði auðveldaður aðgangur að jörðum í ríkiseign, einkum eyðijörðum. Nefnd, sem skipuð var af landbúnaðarráðherra fyrir tæpu ári, skilaði nýlega tillögum sínum um þetta efni en í þeim felst stóraukin heimild til útivistar og veiðimennsku á þessum jörðum. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Refsingar verði rannsakaðar

ALLSHERJARNEFND hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um rannsókn á refsingum við afbrotum. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela dómsmálaráðherra að láta fara fram rannsókn á ákvörðun refsinga við afbrotum. Rannsóknin taki til líkamsárása, kynferðisbrota og fíkniefnabrota. Með rannsókninni skulu könnuð dæmd viðurlög við þessum brotum undanfarin ár. Meira
21. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 59 orð

Reuters Aðstoð til Afganistan

AFGANAR tóku fyrr í vikunni við hjálpargögnum sem bárust frá Rússum til fórnarlamba jarðskjálftans er varð rúmlega 4.000 manns að bana í norðurhluta Afganistans 4. febrúar. Mikill fjöldi fólks slasaðist og missti heimili sín. Rússneska neyðarráðstafanaráðuneytið sendi tuttugu og tvo farma af brauði, mjólk og lyfjum til dreifingar í héruðunum sem urðu verst úti í skjálftunum. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Rhezetov á förum

JÚRÍ Rhezetov, sendiherra Rússlands á Íslandi, mun brátt hverfa af landi brott. Hann hefur verið starfandi hér nokkur undanfarin ár. Rhezetov sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri frágengið að hann væri á förum þótt ekki hefði enn verið gengið frá því hvort hann færi til starfa í utanríkisráðuneytinu í Moskvu eða færi eitthvað annað. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Röskva sigraði í kosningum í HÍ

RÖSKVA, samtök félagshyggjufólks, sigraði áttunda árið í röð í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Kosið var á fimmtudaginn og lauk talningu atkvæða í fyrrinótt. Röskva hlaut 1.393 atkvæði og fimm menn kjörna, Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 956 atkvæði og fjóra menn kjörna og Haki, félag öfgasinnaðra stúdenta, hlaut 123 atkvæði og engan mann kjörinn. Meira
21. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 369 orð

Samstarfssamningur um umhverfisstjórnun

SAMNINGUR um faglega ráðgjöf og rannsóknir er lúta að stefnumótun í umhverfisstjórnun var undirritaður í gær milli Krossaness hf. og Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri. Samningurinn gildir til júníloka árið 2000. Í fyrstu verður lögð áhersla á val á búnaði til hreinsunar á útblæstri frá Krossanesverksmiðjunni. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 717 orð

Síldin veður og síldin kveður

JAKOB Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, heldur fyrirlestur um eftirlætisviðfangsefni sitt, síldina, í sal 4 í Háskólabíói í dag klukkan 13.15. Fyrirlesturinn er ætlaður almenningi og er sá fyrsti í röð fyrirlestra sem Sjávarútvegsstofnun Háskólans gengst fyrir á næstu vikum í tilefni af ári hafsins. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Sjálfstæðislisti á Seltjarnarnesi samþykktur

FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi hefur samþykkt eftirfarandi framboðslista sjálfstæðismanna við bæjarstjórnarkosningar á Seltjarnarnesi 23. maí nk. Listann skipa: 1. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, 2. Erna Nielsen, bæjarfulltrúi, 3. Jónmundur Guðmarsson, stjórnmálafræðingur, 4. Inga Hersteinsdóttir, verkfræðingur, 5. Jens Pétur Hjaltested, viðskiptafræðingur, 6. Meira
21. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Skátar halda upp á afmæli

SKÁTAR í Skátafélaginu Klakki á Akureyri ætla að halda upp á afmæli stofnanda skátahreyfingarinnar, Baden Powell, sunnudaginn 22. febrúar nk. Dagskráin hefst kl. 10.00 með gönguferð á Vaðlaheiði frá nýbyggðum skála félagsins, Valhöll, sem er í landi Veigastaða. Fyrir þá sem ekki ætla í þá gönguferð, er önnur og léttari gönguferð frá tjaldsvæðinu Húsabrekku kl. 13.00. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Skíðaganga og gönguferð á konudegi

Í TILEFNI konudags sunnudaginn 22. febrúar býður Ferðafélag Íslands upp á skíðagöngu frá Hengli yfir að Hveragerði kl. 10.30, en ferðin nefnist Hengladalir-Eden í Hveragerði. Brottför er frá BSÍ austanmegin og Mörkinni 6. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Skrifstofa Þjóðminjasafns flutt

SKRIFSTOFA Þjóðminjasafnsins verður flutt úr safninu í sumar vegna endurbóta sem á að gera á innviðum hússins. Hugmyndir eru uppi um að skrifstofan verði flutt í húsnæði í Garðabæ en ákvörðun um það hefur ekki verið tekin. Þór Magnússon þjóðminjavörður segir líklegt að gengið verði frá málinu eftir helgi. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 770 orð

Staðfestir eignarrétt landeigenda

FINNUR Ingólfsson mælti fyrir frumvarpinu fyrir nokkru en fyrsta umræða um það fór fram á fimmtudaginn. Að sögn ráðherra staðfestir frumvarpið í hnotskurn eignarrétt landeiganda á auðlindum í jörðu og eignarhald hans á landi og innan netlagna í vötnum og í sjó. Meira
21. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 259 orð

Starfsemi Skjaldarvíkur flutt í Kjarnalund í haust

STEFNT er að því að ljúka samningum um leigu Akureyrarbæjar á fasteign Náttúrulækningafélags Íslands, Kjarnalundi í Kjarnaskógi, fyrir 6. mars næstkomandi. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í vikunni viljayfirlýsingu þessa efnis, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir að Akureyrarbær leigi Kjarnalund frá 1. Meira
21. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Sveitapiltsins draumur

SVEITAPILTSINS draumur er heiti á fyrirlestri sem Haraldur Ingólfsson heimspekingur flytur í Deiglunni næstkomandi þriðjudagskvöld, 24. febrúar kl. 20.30, en undirtitill fyrirlestursins er "hvernig og hvers vegna verður mikill heimspekingur úr íslenskum alþýðupilti á nítjándu öld?" Fyrirlesturinn er hugleiðing um heimspeki Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi, aðstæður hans, ástæður, Meira
21. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 391 orð

Taldir hafa ætlað að beita sýklavopnum

EIGANDI rannsóknarstofu og vísindamaður, sem er sagður hafa hótað að gera sýklavopnaárás á jarðlestastöðvar í New York, voru ákærðir í Las Vegas á fimmtudag fyrir að hafa í fórum sínum miltisbrandsbakteríur sem hægt er að nota í sýklavopn. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 414 orð

Talinn hafa brotið læknalög

EMBÆTTI landlæknis sendi í gær heilbrigðisráðherra tillögu um að heilsugæslulæknir á höfuðborgarsvæðinu verði sviptur lækningaleyfi vegna óhæfu í læknisverki, sem sé alvarlegt brot á læknalögum frá 1988. Málið tengist ásökunum konu sem var sjúklingur læknisins á hendur honum en læknirinn hefur verið í leyfi frá störfum að undanförnu. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Teiknimyndir í Norræna húsinu

Í NORRÆNA húsinu sunnudaginn 22. febrúar kl. 14 verða sýndar þrjár teiknimyndir um múmínálfana. Múmínálfarnir fá heimsókn af Ninnu sem er ósýnileg því það er búið að hræða hana svo oft. Múmínsnáðanum finnst það nú ekki sniðugt og vill endilega hjálpa henni að verða sýnileg að nýju. Myndirnar eru með sænsku tali og er aðgangur ókeypis. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Tuttugu skólastjórar til Singapore

TUTTUGU skólastjórar frá grunnskólum Reykjavíkur, sem alls eru um 30, fara í næsta mánuði í 10 daga kynnisför til Singapore. Hyggjast þeir meðal annars kynna sér stærðfræðikennslu þar, sem þykir hafa skarað fram úr. Meira
21. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 601 orð

Úrslitin í Danmörku ráðast á miðjunni

"ÞETTA er áætlun ríkisstjórnarinnar," sagði Uffe Ellemann-Jensen, formaður Venstre, um leið og hann brá upp óskrifuðu blaði, "en þetta er það sem við ætlum okkur," bætti hann við um leið og hann veifaði bæklingi með stefnuskrá, sem Venstre og Íhaldsflokkurinn hafa komið sér saman um fyrir kosningarnar. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 342 orð

Útboðsandvirðið nemur 720 milljónum króna

MÓÐURFÉLAG Íslenskrar erfðagreiningar, deCODE genetics, hefur boðið út nýtt hlutafé að verðmæti 10 milljónir dollara eða 720 milljónir króna til fagfjárfesta hérlendis. Undirbúningur er hafinn að skráningu félagsins á erlendum hlutabréfamarkaði og er stefnt að því að af því verði á árinu. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Útivist gengur á reka

FJÓRÐI áfangi Útivistar, Gengið á reka, verður sunnudaginn 22. febrúar. Gengið verður reki jarðarinnar Ísólfsskáli í Grindavík. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.20. Stansað á Kópavogshálsi, Bitabæ í Garðabæ, Sjóminjasafninu í Hafnarfirði og Festi í Grindavík. Gangan hefst við Ísólfsskála. Gengið verður frá Skálabót austur á Selatanga í fylgd heimamanns. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Vakningasamkomur á Hjálpræðishernum

HJÓNIN Majsan og Ingemar Myrin frá Svíþjóð eru ræðumenn á öllum samkomum helgarinnar í Herkastalanum. Með þeim er sonur þeirra Jonas sem syngur einsöng og leikur sjálfur undir á hljómborð. Samkomurnar verða á laugardag kl. 18 og kl. 23. Á sunnudag verður Biblíulestur kl. 16.30 og síðasta vakningasamkoman verður á sunnudag kl. 20. Meira
21. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 106 orð

Vatn á tunglinu?

BANDARÍSKA rannsóknarfarið Tunglkönnuður (Lunar Prospector) hefur fundið nýjar vísbendingar um vatn á mánanum, að því er blaðið Houston Chroniclehefur eftir heimildarmönnum hjá bandarísku geimferðastofnuninni (NASA). Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Veiki verður vart í hrossum

VART hefur orðið við veiki í hrossum á höfuðborgarsvæðinu og beinir yfirdýralæknir þeim tilmælum til hestaeigenda að halda samgangi milli hesthúsa eins litlum og kostur er og reyna þannig að hindra útbreiðslu veikinnar. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Viðurkenningar Tóbaksvarnarnefndar

TÓBAKSVARNANEFND mun á næstu vikum og mánuðum veita þeim matvöruverslunum og kaffi- og veitingahúsum viðurkenningu sem sýna gott framlag til tóbaksvarna. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, fékk fyrstu viðurkenninguna, en hann hefur aldrei selt tóbak í verslunum sínum, segir í fréttatilkynningu. Meira
21. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 198 orð

Vilja lögsögu yfir áhöfninni

ÍTALIR munu fara fram á það við bandarísk stjórnvöld, að þau afsali sér lögsögu yfir flugmanni og þremur flugliðum bandarískrar herþotu, sem olli kláfferjuslysinu á skíðasvæði við Cavalese í ítölsku Ölpunum 3. þessa mánaðar. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 415 orð

Vinningshafar í brunavarnaátaki LSS 1997

LANDSSAMBAND slökkviliðsmanna efndi til eldvarnarviku í desember sl. sem var að þessu sinni 1.­6. desember. Slökkviliðsmenn heimsóttu nær alla grunnskóla landsins hver á sínu starfssvæði og lögðu fyrir nemendur sérstakt verkefni ásamt eldvarnagetraun og ræddu um eldvarnir. Í landinu eru u.þ.b. 147 grunnskólar, þar af 45 á Reykjavíkursvæðinu, með samtals 5 þúsund grunnskólabörnum í 3. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Æskulýðsmót hestamanna

OPIN töltkeppni verður haldin laugardaginn 21. febrúar kl. 14 í Borgarhreppi. Keppt verður í fullorðinsflokki og einum yngri flokki ef næg þátttaka fæst, annars í einum opnum flokki. Hjálmaskylda. Keppt er um bikarinn "Staðar-töltmeistarinn '98". Á Sunnudag 22. febrúar, kl. 13 verður Æskulýðsmót hestamannafélaganna á suðvesturhorninu haldið í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Meira
21. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Öll sumarstörf auglýst

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að öll sumarstörf fyrir 17 ára og eldri hjá deildum og stofnunum bæjarins verði auglýst af starfsmannastjóra og ráðningar fari fram í samráði við starfsmannadeild. Sömu reglur skulu gilda um ráðningarnar og undanfarin ár. Meira
21. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 368 orð

Öll umferðarmannvirki nema brúin tilbúin í haust

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur úrskurðað að tvöföldun Gullinbrúar og akbrautir frá Höfðabakka við Stórhöfða að Strandvegi við Hallsveg sé matsskyld framkvæmd enda sé um nýframkvæmd að ræða. Borgarstjóri segir að matsskýrslan verði tilbúin í lok næstu viku. Ef allt gangi að óskum ættu öll umferðarmannvirki önnur en Gullinbrú að vera tilbúin næsta haust. Meira
21. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 468 orð

Örlög efnahags Indónesíu í höndum G7

ÖRLÖG efnahags Indónesíu og nágrannaríkjanna eru nú í höndum fjármálaráðherra og seðlabankastjóra sjö helstu iðnríkja heims (G7) sem koma saman til fundar nú um helgina. Gjaldmiðlar Suðaustur- Asíuríkja voru að mestu stöðugir á mörkuðum fyrir helgina þar eð skorður voru settar á Bandaríkjadollar í von um að G7 muni tilkynna um sameiginlegar aðgerðir til aðstoðar asískum gjaldmiðlum. Meira

Ritstjórnargreinar

21. febrúar 1998 | Staksteinar | 311 orð

»Offjölgun mannkyns MANNFJÖLGUNARVANDI jarðarbúa er mikill og óvíst, hvort unn

MANNFJÖLGUNARVANDI jarðarbúa er mikill og óvíst, hvort unnt verður að brauðfæða alla þá milljarða, sem eiga eftir að fæðast á næstu öld. Í blaðinu Washington Times er sérfræðingur í tölfræðilegum mannfjöldarannsóknum, Nicolas Eberstat, að lýsa áhyggjum sínum nýlega og þar spáir hann hnignun Vesturlanda og að þriðjaheimsríkin muni taka völdin í framtíðinni. Meira
21. febrúar 1998 | Leiðarar | 621 orð

SVEIFLUJÖFNUN OG KVÓTINN

HLUTDEILD íslenzks framleiðsluiðnaðar í vinnuaflsnotkun minnkaði úr 24,5% árið 1980 í 17% árið 1996. Þessi þróun er svipuð og orðið hefur í aðildarlöndum OECD, en þar minnkaði vinnuaflsnotkun framleiðsluiðnaðar úr 28% árið 1970 í 18% árið 1994. Störfum fjölgaði í staðinn í þjónustugreinum. Meira

Menning

21. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 2180 orð

Dónaskapur er fyrir viðvaninga Stjörnubíó frumsýnir um helgina Það gerist ekki betra með Jack Nicholson í aðalhlutverki. Hann

ÍMYNDINNI Það gerist ekki betra eða "As Good As It Gets" er Jack Nicholson í hlutverki Melvins Udalls, tungulipurs ástarsagnahöfundar sem býr í New York og semur illa við nágranna sína og flestalla íbúa jarðarkringlunnar. Meira
21. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 281 orð

Flotinn ósigrandi Floti McHales (McHales Navy)

Framleiðendur: Sid, Bill og Jon Steinberg. Leikstjóri: Bryan Spicer. Handritshöfundur: Peter Crabbe. Kvikmyndataka: Buzz Feitshans IV. Tónlist: Dennis McCarthy. Aðalhlutverk: Tom Arnold, David Alan Grier, Dean Stockwell, Debre Messing, Tim Curry og Ernest Borgnine. 105 mín. Bandarísk. CIC myndbönd febrúar 1998. Leyfð öllum aldurshópum. Meira
21. febrúar 1998 | Leiklist | 491 orð

Morð

Höfundur: Ben Elton. Þýðandi: Illugi Jökulsson. Leikstjórn: Guðjón Petersen. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Leikarar: Arnar Jónsson, Halldór Gylfason, Hjálmar Hjálmarsson, Ingrid Jónsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir.Föstudagur 20. febrúar. Meira
21. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 421 orð

Norskar peysur framleiddar á Íslandi

ICEWEAR-LÍNAN er framleidd úr íslenskri ull og notuð eru hefðbundin íslensk munstur í bland við nýja hönnun. "Innan íslensku línunnar erum við með peysur sem kallast Icenatur og er algjörlega náttúruleg lína. Það er að segja engir aukalitir í ullinni eða gerviefni í tölum," segir Stefán Stefánsson fjármálastjóri Drífu. Meira
21. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 622 orð

Skimað á torgum

YFIRKOKKUR ríkissjónvarpsins hefur lagst í heimshornaflakk og hyggur að súpum í ýmsum heimshornum. Framundan er löng ganga milli stórborga en tvær eru þegar að baki, Boston og Edinborg. Skoska borgin er Íslendingum að góðu kunn, en fyrir utan Kaupmannahöfn var hún um tíma mjög fjölsótt af námsmönnum héðan. Þar eru nú Hermann Pálsson og Páll Árdal. Meira
21. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | -1 orð

Stútungur á Flateyri

HINN árlegi Stútungur Flateyringa, þar sem þorri er blótaður, var haldinn á dögunum. Brugðið var út af vananum með því að flytja Stútung úr mötuneyti Kambs í Íþróttahúsið á Flateyri. Salarkynnin voru skreytt með ljósum og fyrir miðju var báturinn Stútungur með gómsætum þorramat ásamt öðru góðmeti úr pottum og pönnum kokksins, Ólafs Bjarna Stefánssonar. Meira
21. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 471 orð

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð213.10 Í barnamyndinni Ævintýri Sinbaðs The Golden Voyage of Sinbad, ('80), hverfum við með hjálp brellumeistarans Ray Harryhausen inní ævintýraheim 1001 nætur. Meira
21. febrúar 1998 | Tónlist | 107 orð

Þetta er eitthvað annað!

eftir Donizetti. 5. sýning. Föstudaginn 20. febrúar. ÞAÐ hafa orðið mannaskipti í Ástardrykknum og við hlutverki Nemorinos tekið breski söngvarinn Justin Lavender. Hann hefur sungið á Scala, við Vínaróperuna og í Covent Garden. Lavender hefur ekki mikla rödd, en nokkuð góða á efra sviðinu og gerði hlutverkinu í heild góð skil. Meira
21. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 119 orð

Ævisaga Pamelu kemur út í haust

PAMELA Anderson er á lausu ­ það er að segja fyrir útgefendur. Þannig er nefnilega mál með vexti að hún hafði fyrirhugað að gefa út ævisögu sína "Pamdemonium" í samstarfi við útgáfufyrirtækið Warner Books og var bókin auglýst í fyrrahaust. Útgáfan frestaðist hins vegar þar til í júní vegna þess að handritið var ófrágengið. Meira

Umræðan

21. febrúar 1998 | Aðsent efni | 827 orð

Byggjum tónlistarhús

Á TÍMUM seinni heimsstyrjaldarinnar voru Íslendingar helmingi færri en þeir verða um aldamótin. Þá bjuggu aðeins um 140.000 manns hér á þessu landi en þeir reistu samt Þjóðleikhús, Þjóðminjasafn og Háskóla svo eitthvað sé nefnt. Það var framkvæmdagleði og stórhugur sem fylgdi þessu fólki. Meira
21. febrúar 1998 | Aðsent efni | 404 orð

"Ég skal gefa þér Gullinbrú, í Grafarvoginn bráðum."

ÞAÐ ER án efa að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um Gullinbrúna. Mér skilst á Grafarvogsbúum að þar sé ekki húsfriður fyrir hlaupaseðlum frá sjálfskipuðum sérfræðingum í Gullinbrúarframkvæmdum. Þeir seðlar eru innlegg í pólitískan hráskinnaleik en ekki málefnalega umræðu og skila Grafarvogsbúum engu nema kannski óbragði í munninn. Í fjölmiðlum rekur líka hver fréttin og greinin aðra. Meira
21. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 501 orð

Fáum við Akraborgina? Frá Guðmundi Gunnarssyni: VIÐ Grafarvogsbú

VIÐ Grafarvogsbúar höfum á undanförnum árum ítrekað bent á að þörf sé á, að auka afköst umferðarmannvirkja sem liggja að Grafarvogi. Þessar ábendingar hafa borgaryfirvöld látið sem vind um eyru þjóta. Við höfum merki þess að borgaryfirvöld hafi í raun verið á öndverðri skoðun. Sett var upp hringtorg á helstu umferðaræðina úr Grafarvoginum, sem hefur tafið umferð umtalsvert. Meira
21. febrúar 1998 | Aðsent efni | -1 orð

Hvetja skal til vottunar vistvænna fiskveiða

AÐ UNDANFÖRNU hefur átt sér stað nokkur umræða um svokallaðar vistvænar fiskveiðar. Áform ­ átaksverkefni sem til var stofnað á Alþingi árið 1995 hefur á starfstíma sínum látið til sín taka málefni er varða vistvænan og lífrænan landbúnað og sjávarútveg og einnig kynnt sér vottun matvæla í Evrópu og Ameríku. Meira
21. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 580 orð

Hvort viltu líkamsrækt eða rafmagn? Frá Jóni Agli Bragasyni: TIL

TILEFNI þess að ég set þessi orð á blað er viðtal í Morgunblaðinu sunnudaginn 8. febrúar þar sem blaðamaður ræðir við Berglindi Ásgeirsdóttur um fyrirtæki hennar, Trimform Berglindar. Þar segir Berglind meðal annars að trimform sé rafnudd sem gengur út á það að senda öflug rafboð inn í vöðvana. Síðan segir hún orðrétt: "Nógu öflug til þess að einn tími í t.d. Meira
21. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 276 orð

Menningarslys Frá Ástríði Andersen: TILEFNI þessa stutta pistils

TILEFNI þessa stutta pistils er það, að þakka ágæta grein Olivers Kentish í Morgunblaðinu 18. þ.m. vegna útvarpsstöðvarinnar Klassík FM 106,8. Ég hafði lengi hugleitt að rita sjálf eitthvað í svipuðum dúr, ekki síst er ég las í blöðum hér ekki alls fyrir löngu, að hætta væri á því að starfsemi þessarar stórkostlegu stöðvar væri hætta búin. Meira
21. febrúar 1998 | Aðsent efni | 913 orð

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Mér er í mun að

UM SÍÐUSTU áramót urðu þáttaskil á íslenskum fjármagnsmarkaði. Gömlu ríkisviðskiptabönkunum Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands var breytt í hlutafélög og fjórir fjárfestingarlánasjóðir sameinuðu starfsemi sína í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Meira
21. febrúar 1998 | Aðsent efni | 842 orð

Skátafélagið Vogabúar í Grafarvogi 10 ára

Stofnun Skátafélagið Vogabúar í Grafarvogi var stofnað 22. febrúar 1988 og er því 10 ára á þessu ári. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Stefán Már Guðmundsson, en stofnun félagsins var Gilwell-verkefni hans. Meira
21. febrúar 1998 | Aðsent efni | 657 orð

Sýndarveruleiki borgarstjóra

FYRIR síðustu borgarstjórnarkosningar í maí 1994 gáfu frambjóðendur R-listans borgarbúum mjög skýr kosningaloforð varðandi fjármál og fjármálastjórn borgarinnar. Þeir höfðu uppi stór orð um hagræðingu og sparnað í rekstri borgarinnar og lægri þjónustugjöld borgarstofnana. Þessar yfirlýsingar hafa einungis reynst orðin tóm eins og tölur sína. Meira
21. febrúar 1998 | Aðsent efni | 775 orð

Vikurnar helgu

UPP ER runninn sunnudagur í föstuinngang. Fyrir stafni eru sjö helgustu vikur ársins, sjöviknafasta, eins og hún heitir frá fornu fari. Þennan tíma allan minnumst vér Píslarsögu Drottins vors Jesú Krists. Passíusálmalestur er nú þegar hafinn í Ríkisútvarpinu. Hann miðast reyndar við níuviknaföstu og lýkur að kvöldi laugardags fyrir páska. Orðið "passía" er komið úr latínu og merkir "þjáning". Meira
21. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Á SÍÐASTA ári voru 25 ár liðin frá stofnun Félags leiðsögumanna. Um 450 manns eru nú í félaginu, en þeir eru ekki margir sem hafa leiðsögumannastarfið að aðalstarfi, þó að ferðamannatíminn hafi verið að lengjast á síðustu árum. Á afmælisárinu var nokkuð fjallað um framtíðarsýn félagsins, en því má með nokkrum rétti halda fram að félagið standi á krossgötum. Meira

Minningargreinar

21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 158 orð

Anna Guðrún Erlendsdóttir

Hún amma ykkar er dáin, sagði mamma við okkur þegar hún sótti okkur í skólann að morgni 11.2. Þó að hún Anna amma væri búin að vera lengi veik og á sjúkrahúsi áttum við ekki von á að hún færi frá okkur strax. Anna amma var langamma okkar en var alltaf eins og amma, enda var mamma alin upp hjá henni og afa. Afa náðum við ekki að kynnast því hann var dáinn áður en við fæddumst. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 742 orð

Anna Guðrún Erlendsdóttir

Þegar Anna Erlendsdóttir kveður er tími til þess að þakka þeirri stóru, skemmtilegu og góðu konu fyrir vinsemd í minn garð fyrr á árum. Ég kynntist henni fyrst upp úr 1960 þegar systir mín varð tengdadóttir hennar og man hvað mér þótti þetta mikið veldi. Anna og maður hennar, Halldór Jónsson, höfðu komið frá Austfjörðum um áratug áður, 1951. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 328 orð

Anna Guðrún Erlendsdóttir

Ó, elsku amma. Nú þegar þú ert fallin frá, hellast yfir okkur löngu gleymdar minningar frá barnæsku þegar þú varst hressasta, óvenjulegasta og skemmtilegasta amman í bænum. Það eru forréttindi að hafa átt ömmu eins og þig, enda vorum við langdvölum hjá þér, Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 290 orð

Anna Guðrún Erlendsdóttir

Elsku amma, nú hefur þú loksins fengið friðinn, eftir áralöng veikindi. Þetta var búið að vera mjög erfitt og þá sérstaklega fyrir þig, því þú vildir ekki láta hafa neitt fyrir þér. En, elsku amma, við gerðum það samt og höfðum gaman af. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 185 orð

ANNA GUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR

ANNA GUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR Anna Guðrún Erlendsdóttir húsmóðir og fyrrverandi verkakona fæddist 11. júlí 1924 á Fáskrúðsfirði. Hún andaðist á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Erlendur Jónsson, f. 14.7. 1893, d. 31.7. 1967, og Jóhanna Helga Jónsdóttir, f. 2.9. 1896, d. 6.5. 1983. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 452 orð

Ása Jónasdóttir

Amma var baráttukona. Öll hennar ævi ber þess merki því hún glímdi við margs konar erfiðleika og sigraði oftast. Um sextán ára aldur veiktist hún af berklum og var um tíma ekki hugað líf en hún bauð dauðanum birginn og sigraði í þeirri orrustu, honum tókst ekki að leggja hana að velli fyrr en hún hafði náð 82 ára aldri. Amma og afi eignuðust sjö börn sem öll komust til manns. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 552 orð

Ása Jónasdóttir

Elsku Ása mín! Þegar ég hugsa til liðinna daga, samfylgdarinnar við þig, er mér þakklæti og söknuður efst í huga. Ég átti því láni að fagna að tengjast þér, Halldóri og fjölskyldu ykkar, þegar við Þorvaldur hófum búskap fyrir bráðum 25 árum. Mér eru ógleymanleg okkar fyrstu kynni, hvað þið tókuð mér vel, þegar ég kom með Þorvaldi til Siglufjarðar. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 198 orð

ÁSA JÓNASDÓTTIR

ÁSA JÓNASDÓTTIR Ása Jónasdóttir fæddist á Húsavík 21. janúar 1916. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Sigtryggsdóttir, f. 25. maí 1882, d. 5. febrúar 1957, og Jónas Pétursson, f. 18. mars 1884, d. 23. október 1956. Hún ólst upp með systrum sínum Kristínu, f. 23. júlí 1908, d. 1. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 162 orð

Bjarnþór Valdimarsson

Elsku frændi okkar er farinn yfir móðuna miklu og skilur eftir tómarúm, sem erfitt verður að fylla. En minningarnar ylja okkur og munum við svo vel hvað þú varst alltaf þolinmóður og hjálpsamur. Í sumar var gaman að fylgjast með þegar þú svo óþreytandi og þolinmóður leystir hverja flækjuna á fætur annarri fyrir strákana sem voru að reyna að veiða og komu alltaf hlaupandi með stuttu millibili til Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 105 orð

BJARNÞÓR VALDIMARSSON

BJARNÞÓR VALDIMARSSON Bjarnþór Valdimarson fæddist á Fáskrúðsfirði 3. október 1929. Hann lést á heimili sínu í Hveragerði 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Valdimar Lúðvíksson og kona hans Guðlaug Sveinbjörnsdóttir. Hann var fjórði elstur af ellefu systkinum. Eftirlifandi eiginkona Bjarnþórs er Þórdís Jónsdóttir, ættuð frá Ísafirði. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 430 orð

Guðmundur Einarsson

Fyrst hitti ég þennan gamla mann fyrir rúmum 11 árum eða á gamlárskvöld 1986. Hann fór með okkur á brennuna og bauð okkur á eftir inn í "Klettsbúðina", húsið sitt á Hellissandi til þess að sýna mér sófasettið sitt. Þegar hann svo fór frá Hellissandi nokkrum mánuðum síðar á Hrafnistu, sagði hann við okkur Árna Jón að ef við vildum, mættum við "hirða" sófasettið hans. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 687 orð

Guðmundur Einarsson

Mig langar til að minnast ömmubróður míns, Guðmundar Péturs Einarssonar frá Klettsbúð á Hellissandi. Hann var sonur hjónanna Jónínu Sigfríðar Jónsdóttur, fædd 1856 í Tröllatungu í Steingrímsfirði en hún ólst upp í Haga á Barðaströnd, og Einars Hákonarsonar, fæddur 1863 í Flatey á Breiðafirði, dáinn 1920. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 538 orð

Guðmundur Einarsson

Í dag er til moldar borinn að Ingjaldshóli, Hellissandi, kær vinur minn Deddi eins og við fjölskyldan kölluðum hann. Ekki veit ég af hverju Dedda-nafnið festist við hann, því hann var ávallt kallaður Gvendur í Klettsbúð, kannski var það vegna þess að Deddi tók miklu ástfóstri við móður mína, hana Stellu á Risabjörgum, þegar hún var barnung og nafnið verið þjálla í hennar barnsmunni. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 247 orð

GUÐMUNDUR EINARSSON

GUÐMUNDUR EINARSSON Guðmundur Einarsson var fæddur í Klettsbúð á Hellissandi 12. júlí 1896 og ævinlega kenndur við hana. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra sjómanna 6. febrúar síðastliðinn. Guðmundur var orðinn elsti íbúi á Hellissandi og raunar í hinu nýja sveitarfélagi undir Jökli, Snæfellsbæ. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 268 orð

Guðrún Ásta Sigurðardóttir

Mamma hringdi í mig í vinnuna og tilkynnti mér það að þú hefðir skilið við um morguninn, en veistu, amma, mér leið bæði illa og vel, því þá vissi ég að þú myndir losna úr fjötrum veikindanna. Ég man best eftir þér syngjandi og dansandi og ég tala nú ekki um þegar pabbi, Rósa og Ásta með gítarinn voru nálægt. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 33 orð

GUÐRÚN ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR ,

GUÐRÚN ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR , Guðrún Ásta Sigurðardóttir var fædd í Reykjavík 27. ágúst 1921. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 28. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 9. febrúar. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 412 orð

Hallur Þorsteinsson

Elsku afi. Nú ert þú búinn að kveðja þennan heim rétt tæplega áttatíu og sjö ára gamall. Hinn annan janúar hringdi ég til þín og var að kveðja þig áður en ég færi út á sjó aftur, ekki hugkvæmdist mér að þú værir farinn á vit feðra þinna fyrr en mamma hringdi út á sjó og lét mig vita að þú værir búinn að fá hvíldina. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 32 orð

HALLUR ÞORSTEINSSON

HALLUR ÞORSTEINSSON Hallur Þorsteinsson fæddist í Sveinungsvík í Þistilfirði 15. mars 1911. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 30. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Útskálakirkju í Garði 6. febrúar. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1567 orð

Henrietta Berndsen

Minningar um sólrík sumur bernskunnar sækja á hugann, því fastar sem æviárum fjölgar. Og fríkka enn með aldrinum. Það helgast trúlega af því, að eftir því sem lengra líður verða þær líkari veruleikanum, eins og hann er í eðli sínu. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 440 orð

Henrietta Berndsen

Þar sem öldurnar gjálfra við ströndina, þangilmurinn og fuglakliðurinn berst til eyrna á kyrrlátum dögum, niðri við ströndina í Búðardal, nánar tiltekið í Sumarliðahúsi, bjó vinkona mín, Björg Henrietta Berndsen, öll sín búskaparár. Hún átti langan og mikinn vinnudag að baki, hafði unnið allt af sömu snyrtimennsku og alúð, eins og henni einni var lagið og vissi að hverju dró. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 218 orð

HENRIETTA BERNDSEN

HENRIETTA BERNDSEN Henrietta Berndsen fæddist á Skagaströnd 7. nóvember 1913. Hún lést á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Reykjavík hinn 15. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Regine Henriette Hansen og Fritz Hendrik Berndsen, trésmiður á Skagaströnd. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 704 orð

Henríetta Berndsen

Þegar ég fluttist sex ára gamall til Búðardals haustið 1935 var þetta litla þorp við Hvammsfjörðinn mjög frábrugðið því sem það er í dag. Það var heldur ekkert líkt Vesturbænum í Reykjavík, sem verið hafði heimkynni mitt til þessa. Í Búðardal voru engir fiskreitir, engin höfn og heldur enginn slippur. Þá voru þrjú íbúðarhús fyrir innan kaupfélag og sex á útplássinu. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 527 orð

Margrét Finnbjörnsdóttir

Barn sem á því láni að fagna að njóta nærveru ömmu sinnar verður spillt og heldur að amman sé til fyrir það. Ég var engin undantekning. Margréti Finnbjörnsdóttur þekkti ég ekki sem skyldi, en ömmu mína betur. Hún stjórnaði sumrum bernsku minnar svo báðar voru sáttar. Á Grund í Skutulsfirði ríkti hún sumar hvert. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1003 orð

Margrét Finnbjörnsdóttir

Þeir voru bjartir bernskudagarnir á Grund við Skutulsfjörð. Þegar ég vaknaði í kojunni minni í litlu kompunni inn af eldhúsinu sá ég út um gluggann snarbrött vestfirsk fjöllin bera við heiðbláan himin. Þótt komið væri fram á sumar voru enn mjallhvítar fannir í svörtum hömrunum. Fiskiflugur suðuðu í glugga og í eldhúsinu skaraði amma að kolum í gömlu eldavélinni. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 59 orð

Margrét Finnbjörnsdóttir

Margrét Finnbjörnsdóttir Nyrst í garðinum gróa gnæfandi furutré. Mösur og mórberjarunnar mynda þar skjólsælt vé. Liljur og lítil vatnsþró leynast í skógarhlé. Rauðbrystingshreiður hylja hógværleg mösurblöð. Una þar örugg hjónin, ötul og vængjahröð. Allt þar til ungar fljúga, elja þau sumarglöð. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 905 orð

Margrét Finnbjörnsdóttir

Víst er það svo að ellin er grimm á stundum og leikur manninn hart. En það var hún ekki þessari konu, sem nú er kvödd. Þvert á móti fór ellin um hana mjúkum höndum á löngu ævikvöldi. Og drottinn dæmdi henni mildan dauða, friðsaman og átakalausan. Margrét hafði dvalið tvö síðustu misserin á Eir, hjúkrunarheimili aldraðra, við hið bezta atlæti og umönnun. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 488 orð

Margrét Finnbjörnsdóttir

Öll sumur bernskunnar fengum við að vera hjá ömmu og afa á Ísafirði. Þá dvöldu þau í sumarbústaðnum Grund við Skutulsfjörð, þar sem brött hlíð mætir fjöru við fjarðarbotninn og sjávarfalla gætir mikið. "Hér hvessir alltaf með aðfallinu en stillir á útfiri," sagði amma stundum. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 179 orð

MARGRÉT FINNBJÖRNSDÓTTIR

MARGRÉT FINNBJÖRNSDÓTTIR Margrét Finnbjörnsdóttir fæddist á Ísafirði 6. nóvember 1905. Hún lést í Reykjavík 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Elísabet Guðný Jóelsdóttir og Finnbjörn Hemannsson. Eiginmaður Margrétar var Kristján Tryggvason, klæðskerameistari á Ísafirði, en hann lézt 1. marz 1974. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 964 orð

Mínerva Gísladóttir

Ég var sex eða sjö ára þegar ég fór fyrst í sveit fram að Bessastöðum til Sæmundar frænda míns og Mínervu konu hans, hennar Mínu á Bessastöðum eins og hún var alltaf kölluð. Ég var þar síðan mörg sumur og átti ávallt góðu að mæta. Auðvitað langaði mig stundum heim á Skagfirðingabraut, einkum þegar eitthvað hafði komið upp á sem olli hugarangri. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 422 orð

Mínerva Gísladóttir

Þetta er búið! Þetta stríð sem búið var að standa svo lengi er búið. Það var áfall að heyra þetta þó að við værum búið að búa okkur undir þetta í þónokkurn tíma. Það er bara svo skrýtin tilfinning að hugsa til þess að amma sé farin, að það sé enginn upp á elliheimili sem bíður eftir að einhver líti inn. Hún hefur verið svo stór hluti lífsins alveg síðan ég man eftir mér. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 274 orð

Mínerva Gísladóttir

Elsku amma okkar. Nú er við kveðjum þig í hinsta sinn eru margar minningar sem koma upp í hugann bæði frá Bessastöðum og Öldustígnum. Þú varst alltaf sú sem varst fyrst á fætur og það var ljúft að vakna á morgnana við glamrið í pottunum og ilminn af hafragrautnum. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 297 orð

Mínerva Gísladóttir

Nú er látin ein sú mesta og besta persóna sem við bræður höfum á ævinni kynnst. Allar okkar minningar um hana tengjast hlýju, gleði og dugnaði. Hún kláraði allt sem hún byrjaði á, tók á móti öllum af alúð og umhyggju og sá til þess að frá henni færi enginn svangur. Aldrei féll henni verk úr hendi og alla sína ævi vann hún baki brotnu við að sjá fyrir sér og sínum. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 251 orð

Mínerva Gísladóttir

Elsku amma mín. Þetta var lengsta vika í ævi okkar, þessi vika sem þú varst sem veikust. Hverja einustu stund var hugur minn hjá þér og þegar síminn hringdi mánudaginn 9. febrúar vissi ég að ég fengi að heyra að amma mín væri dáin. Amma, þú varst alveg einstök manneskja. Þú varst alltaf glöð og ánægð, meira að segja á þessum erfiða tíma kom bros á varir þínar. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 564 orð

Mínerva Gísladóttir

Ástkær tengdamóðir okkar, Mínerva á Bessastöðum í Sæmundarhlíð, er látin eftir langa sjúkdómslegu á Sauðárkróki. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg liðinna ára. Margt ber að þakka, en þó fremur öðru einstaklega ánægjuleg samskipti og samverustundir sem aldrei bar skugga á. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 155 orð

MÍNERVA GÍSLADÓTTIR

MÍNERVA GÍSLADÓTTIR Mínerva Gísladóttir var fædd á Bessastöðum hinn 14. september 1915. Hún lést á Dvalarheimilii sjúkrahússins á Sauðárkróki 9. febrúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna á Bessastöðum þeirra Gísla Konráðssonar og Sigríðar Sveinsdóttur. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 134 orð

Pétur Jóhannsson

Til elsku afa. "Ég hef lifað undir fullu tungli, ferðast um himinhvolf og undirdjúp. Ég hef elskað, ég hef hlegið, ég hef grátið og nú þegar tárin streyma og allt er svo gaman segi ég: Ég gerði það á minn hátt." (Einar Már Guðmundsson, Englar alheimsins.) Nú þegar komið er að því að kveðja, koma í huga mér ótal góðar minningar um þig. Þú varst yndisleg persóna og einstakur afi. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 363 orð

Pétur Jóhannsson

Vinur minn, Pétur Jóhannsson, er í dag kvaddur hinstu kveðju. Ég segi vinur minn, þó svo að við hefðum aðeins þekkst í tæp þrjú ár og ein fjörutíu og þrjú ár skildu á milli okkar, hvað aldur varðar. Kynni okkar hófust er sóknarnefnd Þorlákskirkju fól mér og samstarfsmönnum mínum að smíða pípuorgel fyrir kirkjuna. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 418 orð

Pétur Jóhannsson

Góður maður er genginn. Hann Pétur "okkar", en svo var Pétur Jóhannsson oft nefndur meðal félaga og vina, hefur kvatt jarðvist sína á 83. aldursári. Með honum er horfinn gegnheiðarlegur og grandvar maður. Pétur og kona hans Sigríður Stefánsdóttir fluttu til Þorlákshafnar frá Akranesi fyrir rúmlega 20 árum. Pétur gerðist skrifstofustjóri hjá Glettingi hf. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 314 orð

Pétur Jóhannsson

Í dag verður til grafar borinn Pétur Jóhannsson fyrrverandi skrifstofustjóri í Þorlákshöfn og bóndi í Glæsibæ í Sléttuhlíð. Okkar kynni urðu ekki mjög löng en það var ekki erfitt að sjá að Pétur var mjög einstakur maður. Hann var mjög hlýr og vingjarnlegur, alltaf var stutt í grínið og gamanið og það var auðséð að hann hafði tamið sér að líta með jákvæðu hugarfari á lífið. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 345 orð

PÉTUR JÓHANNSSON

PÉTUR JÓHANNSSON Pétur Jóhannsson fæddist í Glæsibæ í Sléttuhlíð í Skagafirði hinn 12. apríl 1913 og ólst þar upp. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi hinn 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Péturs voru hjónin Margrét Pétursdóttir, húsfreyja, og Jóhann Ísak Jónsson, útvegsbóndi og baráttumaður í sinni sveit. Systur Péturs eru: 1) Kristín Anna, f. 2. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 326 orð

Sigurður Jónsson

Miðvikudaginn 18. febrúar sl. var til moldar borinn manngæðingurinn og heiðursmaðurinn Sigurður Jónsson. Í 30 ár bjuggum við í sama stigahúsi og var það dýrmætt fyrir telpuhnokka að eiga annan eins nágranna. Þær eru ófáar minningarnar um þennan öðling sem var alltaf svo skilningsríkur þegar ég hafði ratað í ýmiss konar raunir. Meira
21. febrúar 1998 | Minningargreinar | 191 orð

SIGURÐUR JÓNSSON

SIGURÐUR JÓNSSON Sigurður Jónsson fæddist í Reykjavík 1. október 1916. Hann lést á heimili sínu, Stóragerði 38, 7. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Kristjánsson, f. í Reykjavík 14. ágúst 1887, d. 2. febrúar 1938 og Guðbjörg Sigríður Jónsdóttir, f. á Melabergi á Miðnesheiði 10. nóvember 1887, d. Meira

Viðskipti

21. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 237 orð

»Bréf á hæsta verði alls staðar

LOKAGENGI mældist nálægt meti í helztu kauphöllum Evrópu í gær á sama tíma og haldið er áfram að bolleggja um samruna fyrirtækja og vextir eru í lágmarki í heiminum. Viðskipti voru þó dræm vegna Íraksmálsins, skorts á hagtölum og gætni fyrir fund sjö helztu iðnríkja, G7. Meira
21. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 61 orð

ÐByggingarvísitala hækkar

VÍSITALA byggingarkostnaðar hefur hækkað um 5,3% síðastliðna tólf mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur hún hækkað um 1,9% sem jafngildir 7,8% verðbólgu á ári. Í frétt frá Hagstofunni kemur fram að vísitalan reyndist verða 230,1 stig um miðjan febrúarmánuð og hækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Þessi vísitala gildir fyrir mars 1998. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 736 stig. Meira
21. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 58 orð

ÐSamskip ­ ekki Samskipti

VILLA slæddist inn í frétt á viðskiptasíðu í gær um að Jón Pálsson rekstrarverkfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Ármannsfells. Í fréttinni sagði að undanfarin fjögur ár hefði Jón starfað hjá Samskiptum en þar var bókstafnum t ofaukið. Hið rétta er að Jón hefur unnið hjá Samskipum undanfarin fjögur ár. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
21. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 139 orð

ÐSamskip opna Ísheima

SAMSKIP hf. opnuðu nýja frystivörumiðstöð á Holtabakka í Sundahöfn við hátíðlega athöfn í gær. Miðstöðin hlaut nafnið Ísheimar en um er að ræða stærstu frystigeymslu á landinu. Ísheimar eru í senn hátæknivædd geymsla fyrir frystar afurðir og skilvirk dreifingarstöð að því er kemur fram í frétt frá Samskipum. Meira
21. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 139 orð

Finnar fjalla um EMU aðild

FINNSKA stjórnin hefur formlega ákveðið að fara fram á samþykki þingsins við aðild Finna að efnahags- og myntbandalaginu, EMU, frá fyrirhugaðri stofnun þess í janúar 1999. Stjórnin mun leggja ákvörðunina fyrir þingið sem viljayfirlýsingu og nægir einfaldur meirihluti til að fá hana samþykkta. Umræður á þingi um frumvarpið hefjast í næstu viku og atkvæðagreiðsla á að fara fram 17. Meira
21. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 362 orð

Hagnaður Jarðborana óx um 73%

HAGNAÐUR Jarðborana hf. árið 1997 var um 66 milljónir króna, samanborið við 37,5 milljónir árið á undan og hefur því vaxið um liðlega 73% á milli ára. Nam hagnaðurinn 12,9% af heildartekjum fyrirtækisins. Þetta er betri niðurstaða en félagið gerði ráð fyrir þegar gengið var frá rekstraráætlun ársins, en síðastliðin níu ár hefur afkoma félagsins verið jákvæð. Heildarvelta Jarðborana hf. Meira
21. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 242 orð

Hagnaður nam 179 milljónum

NÝLIÐIÐ ár var besta ár Kaupþings frá upphafi og nam hagnaður af rekstri rúmum 179 milljónum króna samkvæmt samstöðureikningi. Eigið fé fyrirtækisins jókst um 184 milljónir króna og nam 677 milljónum í árslok. Starfsmönnum Kaupþings fjölgaði um 60% á síðasta ári eða úr 43 í 72. Meira
21. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 298 orð

Samstarf í rækjuvinnslu?

FORSENDUR hafa skapast um samstarf í rækjuvinnslu milli Skagstrendings hf. og Síldarvinnslunnar eftir að síðarnefnda fyrirtækið keypti 22% hlut í hinu fyrrnefnda. Slíkt samstarf gæti orðið ábatasamt að mati Jóels Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Skagstrendings. Útgerðarfélag Akureyringa hf. Meira
21. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 353 orð

Virgin vísar fréttum um tap á bug

VIRGIN GROUP, fyrirtæki brezka athafnamannsins Richards Bransons, vísar á bug fréttum um að það sé rekið með tapi upp á tugmilljónir punda og heldur því fram að það standi traustum fótum fjárhagslega sem fyrr. Meira
21. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Þjóðverjar uppfylla EMU-skilyrði

ÞJÓÐVERJAR hafa fullnægt nauðsynlegum skilyrðum um halla á ríkisfjárlögum til að fá inngöngu í myntbandalag Evrópu, EMU, að sögn þýzka tímaritsins Focus. Tímaritið segir að ríkishalli verði heldur minni en 3% af vergri landsframleiðslu (GDP), sem kveðið er á um í Maastricht-sáttmálanum, að sögn sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Tölurnar verða birtar 27. febrúar. Meira
21. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 452 orð

(fyrirsögn vantar)

AUGLÝST er eftir skólastjórum í tvo skóla á s-vesturhorni landsins í blaðinu í dag. Annars vegar er staða skólastjóra við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði laus til umsóknar og er staðan veitt frá 1. ágúst 1998 en nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf upp úr miðjum maí, amk. að hluta til. Í Öldutúnsskóla eru 720 nemendur í 1.-10. bekk og verður skólinn einsetinn næsta vetur. Meira

Daglegt líf

21. febrúar 1998 | Neytendur | 269 orð

Bolla bolla

ÞAÐ verða líklega bakaðar bollur á mörgum heimilum í dag eða á morgun, en bolludagurinn er á mánudaginn. Flestir eiga uppskrift að sígildum vatnsdeigsbollum og í gær, föstudag, birtist í Morgunblaðinu uppskrift að hefðbundnum gerbollum. Þeir sem vilja á hinn bóginn breyta til og baka óhefðbundnar bollur geta t.d. prófað að baka þessar kardimommubollur eða ávaxtabollur. Meira
21. febrúar 1998 | Neytendur | 407 orð

Saltkjöt og baunir

HANN Þórarinn Guðmundsson, matreiðslumeistari hjá Veislusmiðjunni, er þegar farinn að undirbúa sprengidag en það er á næsta þriðjudag sem fólk borðar yfir sig af saltkjöti og baunum. "Fyrir mörgum árum tíðkaðist að nota saltpétur við vinnslu saltkjötsins en saltpétur var síðan bannaður vegna litarefna sem áttu að gera kjötið fallega rautt. Meira

Fastir þættir

21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 727 orð

Af hverju stafar grái fiðringurinn?

Spurning: Mig langar að vita eitthvað um gráa fiðringinn. Hvenær hann byrjar venjulega hjá mönnum og hvernig hann lýsir sér. Ég hef verið gift í yfir 30 ár, en að undanförnu hef ég tekið eftir að maðurinn minn er farinn að horfa undarlega mikið á ungar stúlkur og hegða sér einkennilega í návist þeirra, án þess að ég hafi nokkrar sannanir fyrir því að þetta sé eitthvað meira. Meira
21. febrúar 1998 | Dagbók | 3218 orð

APÓTEK

»»» Meira
21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 833 orð

Draumaefni

AÐ SÆKJA sér efni til uppbyggingar raunveruleikans í efnivið drauma er eiginleiki sem öllum er gefinn en ekki mörgum aðgengilegur. Til að opna á þennan hæfileika þarf svipuð meðöl og við opnun nýrra og ókunnra forrita sem finna má á Alnetinu, það er; tíma og umhugsun. Meira
21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 649 orð

Eyrna- og augnakonfekt

G-Police, leikur frá Psygnosis sem gerir kröfu um 133 MHz Pentium örgjörva, 16 Mb inra minni og fjögurra hraða geisladrif. Leikurinn styður fjölda þrívíddarkorta, til að mynda 3Dfx, Nvidia Riva 128, Rendition og svo mætti telja og einnig MMX örgjörvaviðbót Intels og AGPgagnagátt. Meira
21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 1375 orð

Guðspjall dagsins: Skírn Krists. (Matt. 3.) »ÁSKIR

Guðspjall dagsins: Skírn Krists. (Matt. 3.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 1000 orð

Hraðskákmót Íslands hefst á morgun kl. 14

HRAÐSKÁKMÓT Íslands 1998 verður haldið í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1, sunnudaginn 22. febrúar. Félagsheimili Hellis er til húsa á sama staða og Bridgesambandið og er aðstaða þar til skákiðkana frábær. Þetta er í fyrsta sinn sem Hraðskákmót Íslands er haldið hjá Helli. Taflið hefst klukkan 14 og er öllum opið. Þátttökugjald er kr. 700 fyrir 16 ára og eldri, en kr. 400 fyrir 15 ára og yngri. Meira
21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 426 orð

Hver var Ísis?

1. "Loksins, loksins." Hvaða frægi ritdómur hófst með þessum orðum? 2. Hvað hét fyrsta leikrit Halldórs Kiljans Laxness og hvenær kom það út? 3. Í hvaða bók Halldórs Kiljans Laxness er Jón Prímus ein af aðalpersónunum? SAGA4. Hverjir áttu aðild að Kalmarsambandinu og hvaða þjóðhöfðingi átti þar einkum hlut að máli? 5. Meira
21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 956 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 941. þáttur

941. þáttur HÉR FER á eftir bréf sem mér var sérlega kærkomið. Ég hef lengi ætlað að glíma við meginefni þess, en ekki haft mig til þess að gera það nógu skilmerkilega. Nú hefur Jón G. Friðjónsson prófessor leyst fyrir mig vandann. Ég vona að sú óvenja, sem um er getið í bréfinu, nái ekki að festa rætur í máli okkar. Meira
21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 302 orð

Kengúruhopp Í útlöndum hefur nýtt fyrirbrigði, sem líkja má við "kengúruhopp", skotið upp kollinum og er talið að þar kunni

NÝTT fyrirbrigði á sviði afþreyingar og líkamshreyfingar hefur skotið upp kollinum og nefnist það "Kangoo Robics". Þetta eru skór með þar til gerðum fjöðrum sem virka þannig að sá sem setur á sig skóna getur hoppað um eins og kengúra. Í nýlegu fylgiriti The Sunday Times er þetta fyrirbrigði kynnt og þar er því gert skóna að "kengúruhoppið" kunni að leysa "línuskautaæðið" af hólmi í náinni framtíð. Meira
21. febrúar 1998 | Dagbók | 495 orð

Reykjavíkurhöfn: Kyndill kemur í dag. Stapafell

Reykjavíkurhöfn: Kyndill kemur í dag. Stapafell fer í dag. Fréttir Bólstaðarhlíð 43.Handavinnustofan er opin kl. 9-16, virka daga. Leiðbeinendur á staðnum. Allir velkomnir. Leikfimi er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9 kennari Guðný Helgadóttir. Gerðuberg, félagsstarf. Meira
21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 377 orð

Safnaðarstarf Systur prédika og syngja í Langholtski

RAGNHEIÐUR Jónsdóttir, guðfræðingur, prédikar við messu í Langholtskirkju sunnudaginn 22. febrúar kl. 11. Ragnheiður útskrifaðist nýlega frá guðfræðideild Háskóla Íslands og hefur verið í starfsþjálfun í Langholtskirkju. Í tilefni þess að konudagur er samkvæmt gömlu tímatali munu konur taka mikill þátt í messunni. Systir Ragnheiðar, Björk Jónsdóttir, syngur einsöng. Meira
21. febrúar 1998 | Í dag | 658 orð

Sammála Oliver ÁSL

ÁSLAUG hafði samband við Velvakanda og vildi hún taka undir það sem Óliver Kentish skrifar í Morgunblaðið miðvikudaginn 18. febrúar um FM 106,8 og klassíska tónlist á öldum ljósvakans. Segir hún það megi alls ekki koma fyrir að þessari stöð verði lokað, þetta sé eina stöðin sem unnendur klassískrar tónlistar hafi til að hlusta á. Meira
21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 378 orð

Sérstæð kvikmyndaslóð

KVIKMYNDAFYRIRTÆKI hafa flest komið sér fyrir á vefnum með upplýsingar um kvikmyndir sínar og kynningar. Einstaklingar og fjölmiðlar hafa líka reynt að hasla sér völl á netinu með umfjöllun um kvikmyndir, umsagnir og almennar frásagnir. Það er þó í eðli netsins að þar eru allir jafnir, allir með sömu dreifingu og aðgang að lesendum. Meira
21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 1323 orð

Sítrónudraumur á tungu Hvað er það sem skilur á milli þess sem er gott og þess sem er einstakt? Er það tilfinning? Er það

SUMT er þannig í lífinu að þegar maður hefur snert það, séð, heyrt, smakkað ­ eða fundið af því lykt ­ þá finnst manni sísvona að maður hafi komist eins nálægt fullkomnun og hægt verður. Og man það alltaf. Ég man eftir kaffibolla sem ég fékk á kaffihúsi í Flórens. Meira
21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 182 orð

SyQuest skorar á Iomega

SKAMMT ER síðan Iomegagagnageymslufyrirtækið nánast lagði undir sig markaðinn fyrir lausa harða diska. Iomega, sem hafði verið umsvifamikið í sölu á segulbandsafritunartólum og færanlegum hörðum diskum lét á sínum tíma í minni pokann fyrir SyQuest-fyrirtækinu, en svaraði síðan með nýrri gerð diska, Zip-diska, sem voru minni um sig og ódýrari, Meira
21. febrúar 1998 | Í dag | 345 orð

Ú DEILA sem upp er komin milli bresku stjórnarinnar og

Ú DEILA sem upp er komin milli bresku stjórnarinnar og samtaka breskra frímúrara er mjög forvitnileg. Breski innanríkisráðherrann hefur farið þess á leit við frímúrarasamtökin að þau birti sjálfviljug lista yfir frímúrara, sem vinna í dómskerfinu. Meira
21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 324 orð

Vefur helgaður Sinfóníunni

MENNING lifir góðu lífi á netinu og í september sl. var settur upp á veraldarvefnum vefur helgaður Sinfóníuhljómsveit Íslands. Áskrifendur að þeim vef, sem fá reglulega sendar fréttir af starfi Sinfóníunnar, eru á fjórða hundraðið, en þeim hefur meðal annars verið boðið á tónleika Sinfóníunnar. Meira
21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 624 orð

Þríréttað frá Alastair Little

ÞÓTT vetur ráði nú ríkjum á Íslandi getur verið gott að ylja sér við minningar um Miðjarðarhafið og hina ljúffengu matargerð þess svæðis. Jonathan Ricketts, yfirkokkur á Alastair Little Restaurant í Soho í London, er gestakokkur á La Primavera fram í marsbyrjun og féllst hann á að setja saman þriggja rétta máltíð að hætti staðarins. Meira
21. febrúar 1998 | Fastir þættir | 652 orð

(fyrirsögn vantar)

Spurt: Mér datt í hug að þið gætuð svarað þessari spurningu sem brennur núna á okkur feðgunum (hann er 13 ára). Hvort eigum við að kaupa Play-Station eða Nintendo 64? Er svipað úrval af leikjum fyrir þessar vélar? Er grafíkin svipuð? Hvað þarf annað að hafa í huga? Einar Reynir Pálsson, rpÞmmedia. Meira

Íþróttir

21. febrúar 1998 | Íþróttir | 360 orð

Afturelding ætlar lengra

AFTURELDING tekur á móti sænska liðinu Skövde í átta liða úrslitum Borgarkeppni Evrópu á sunnudagskvöldið, á nokkuð nýstárlegum tíma eða kl. 21.15. Mosfellingar eru staðráðnir í að komast lengra í keppninni, en þegar þeir kepptu síðast í Borgarkeppninni duttu þeir út í 8-liða úrslitunum fyrir norska liðinu Drammen. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 81 orð

Badminton

Heimsmeistarakeppni félagsliða Ísland-Portúgal2:3 Tryggvi Nielsen tapaði fyrsta einliðaleiknum 15:10 og 15:2 en Broddi Kristjánsson jafnaði metin með 15:1 og 15:13 sigri í þeim næsta. Sveinn Sölvason tapaði síðan 15:6, 3:15 og 10:15 í þriðja einliðaleiknum. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 134 orð

Bernabeu-völlur lagður niður

REAL Madrid hefur ákveðið að rífa leikvang sinn, Santiago Bernabeu, og byggja í hans stað nýjan völl sem rúmar 120.000 áhorfendur í sæti. Hafa forráðamenn félagsins fengið samþykki borgaryfirvalda í Madrid fyrir framkvæmdinni, sem þeir segja nauðsynlega. Hertar reglur um að eingöngu megi selja áhorfendum sætispláss geri að verkum að eingöngu verði hægt að koma 76. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 231 orð

Björn Dæhlie

Fæðingardagur: 19. júní 1967 (30 ára). Fæðingarstaður: Elverum, Noregi. Heimili: Nannestad, Noregi. Fjölskylduhagir: Er í sambúð og á tvo drengi, Sivert 4 ára og Saner eins árs. Landsliðsferill: Unglingalandsliðinu 1985­87 og í A-landsliðinu frá 1988. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 209 orð

Chepalova sannaði sig

Rússneska skíðakonan Yulia Chepalova sannaði svo sannarlega hvað hún getur er hún sigraði í 30 kílómetra göngu með frjálsri aðferð. Þar með sigruðu Rússar í öllum greinum í göngu kvenna á leikunum. Chepalova var ekki valin í boðsveit Rússa og var ekki par ánægð með það. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 411 orð

Erfitt skyggni hafði áhrif á frammistöðu Íslendinga

Erfitt skyggni hafði áhrif á frammistöðu Íslendinga Brynja Þorsteinsdóttir og Theodóra Mathiesen kepptu fyrir Íslands hönd í svigkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Nagano í gær en náðu ekki að ljúka keppni. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 148 orð

Evrópukeppni borgarliða

Handknattleikur Laugardagur: 1. deild kvenna: Ásgarður:Stjarnan - Haukar16.30 Framhús:Fram - Víkingur16.30 Kaplakriki:FH - ÍBV15.30 2. deild karla: Fylkishús:Fylkir - Þór Ak.14 Seltjarnarnes:Grótta/KR - Selfoss16. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 122 orð

Eyjólfur skorinn upp EYJÓLFUR Sver

EYJÓLFUR Sverrisson, landsliðsmaður í knattspyrnu, þríbrotnaði á vinstra handarbaki í leik Herthu við Bayern M¨unchen í þýsku deildinni um liðna helgi. Hann var skorinn upp í fyrradag og fær væntanlega að fara heim af sjúkrahúsinu í Berlín í dag en óttast að missa af viðureigninni við Rostock um næstu helgi. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 489 orð

Fæddur sigurvegari

GÖNGUKAPPINN Björn Dæhlie skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í vikunni. Hann var í sigursveit Norðmanna í 4×10 km boðgöngu og vann þar með sjöundu gullverðlaun sín á vetrarólympíuleikum. Enginn annar íþróttamaður getur státað af því. Hann hefur einnig unnið fleiri heimsbikarmót en nokkur annar skíðagöngumaður. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 203 orð

Grótta/KR - Valur15:20

Íþróttahús Seltjarnarness, 1. deild kvenna í handknattleik, föstudaginn 20. febrúar 1998. Gangur leiksins: 0:2, 1:5, 3:7, 6:7, 6:9, 7:10, 7:13, 10:14, 11:15, 11:18, 15:19, 15:20. Mörk Gróttu/KR: Anna Steinsen 6, Ágústa Edda Björnsdóttir 3/1, Kristín Þórðardóttir 2, Brynja Jónsdóttir 1, Eva Björk Hlöðversdóttir 1, G. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 372 orð

Hafa skal það er sannara reynist

VEGNA frásagnar Morgunblaðsins af atburði er átti sér stað í leik Hauka og FH í meistaraflokki kvenna í íþróttahúsinu við Strandgötu sl. miðvikudag vill undirrituð biðja um að eftirfarandi leiðrétting verði gerð því ekki var sagt satt og rétt frá því sem þar gerðist. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 63 orð

Háspenna og heimsmet

CLAUDIA Pechstein frá Þýskalandi setti heimsmet í 5.000 m skautahlaupi kvenna í fyrrinótt, hljóp á 6.59,61 mín., en gamla metið, sem landa hennar Gunda Niemann-Stirnemann átti, var 7.03,26. Stirnemann hlaut silfrið og var einnig undir gamla metinu, var á 6.59,65. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 277 orð

Ítalir tóku gleði sína á ný

MEÐ yfirburðasigri sínum í stórsvigi kvenna í fyrradag braut Deborah Compagnoni frá Ítalíu blað í sögu alpakeppni vetrarólympíuleika. Hún varð fyrsti alpagreinamaðurinn til að vinna til gullverðlauna á þrennum leikum í röð og einnig fyrst kvenna til að verja ólympíumeistaratitil í stórsvigi. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 373 orð

NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Toronto - Chicago

NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Toronto - Chicago86:123 Scottie Pippen skoraði 22 stig, Luc Longley 21, Scott Burrell 20 og Michael Jordan 16 fyrir Chicago Bulls. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 177 orð

NEW York Knicks fékk í sínar

NEW York Knicks fékk í sínar raði Terry Cummings frá Philadelphia áður en frestur til félagsskipta rann út í fyrrinótt. Í staðinn fékk Philadelphia í herbúðir sínar, Herb Williams og Ronnie Grandison. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 561 orð

REGLUR »Á að dæma eftirtilfinningum, enekki reglum? All

Allar íþróttir byggjast á leikreglum, að keppt sé eftir ákveðnum reglum og þær virtar. Á miðvikudaginn var kveðinn upp dómur í kæru handknattleiksdeildar Fram, sem kærði framkvæmd bikarúrslitaleiks Fram og Vals. Í dómsorði var leikurinn dæmdur ógildur, þar sem framið var skýlaust brot á leikreglum, það er að Valsmenn voru einum fleiri útileikmönnum inni á vellinum en reglur segja til um. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 299 orð

Ströng ferð framundan til Sarajevo og Vilníus

Þetta er tvímælalaust lengsta ferð sem við höfum farið með landsliðið í," sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, þegar tilkynnt var val á landsliðshóp sem leikur í næstu viku tvo leiki í Evrópukeppni landsliða. Fyrri leikurinn er við Bosníu-Hersegóvínu í Sarajevo nk. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 110 orð

Tékkar í sjöunda himni T

TÉKKNESKA þjóðin var í sjöunda himni í gær eftir að ljóst var að landsliðið í íshokkí hafði tryggt sér sæti í úrslitaleik ólympíuleikanna eftir sigur á Kanada í æsispennandi leik. Hundruð námsmanna þustu út á götur Prag í leikslok, dönsuðu, sungu og hrópuðu m.a. óskir um að markvörðurinn og þjóðhetjan, Dominik Hasek, yrði næsti forseti landsins. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 130 orð

Tékkar í úrslit

ÞAÐ verða Tékkar og Rússar sem leika til úrslita á sunnudaginn í íshokkí karla á Ólympíuleikunum. Rússar burstuðu Finna, 7:4, og þar gerði Pavel Bure fimm mörk, en hann leikur með Vancouver í NHL- deildinni og hefur verið kallaður Rússneska eldflauginn. Leikur Tékka og Kanada var æsispennandi og úrslit réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 192 orð

VANDA Sigurgeirsdóttir, landsliðs

VANDA Sigurgeirsdóttir, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur ákveðið að leika með 2. deildarliði Fylkis næsta sumar. GIANLUCA Vialli, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur hug á að safna liði. Liðið er tilbúið að borga fjórar millj. Meira
21. febrúar 1998 | Íþróttir | 287 orð

Þjappar hópnum saman LEIKMENN Aftureldingar fjármagn

LEIKMENN Aftureldingar fjármagna sjálfir þátttöku sína í keppninni, segja að það hafi þjappað hópnum enn meira saman og að þeir væru tilbúnir að endurtaka leikinn að ári. Einar Einarsson, annar þjálfari liðsins, sagði að það væri slæmt fyrir íslensk félagslið að þurfa að hætta við þátttöku vegna þess hversu mikill kostnaðurinn væri. Meira

Úr verinu

21. febrúar 1998 | Úr verinu | 943 orð

"Fara þarf varlega í veiðar úr stofninum"

"ÉG ER sammála þeim mönnum, sem fara vilja varlega í þorskveiðar í Barentshafi, til að vernda stofninn. Það er hins vegar ekkert að því að taka upp skynsamlega nýtingarstefnu í Barentshafinu, líkt og við höfum tileinkað okkur með góðum árangri í fiskveiðistjórnun okkar," sagði Sigfús A. Meira

Lesbók

21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 323 orð

8. tölublað - 73. árgangur EFNI 21. febr

þínu er ekki ætlað að lenda, er heiti á grein eftir Harald Ólafsson prófessor um Sigvalda Hjálmarsson, hugsuð, dulspeking og skáld, sem orðinn var forseti Guðspekifélagsins 35 ára. Sigvaldi varð fyrir miklum áhrifum í Indlandi og hann skrifaði bækur sem fjalla um hugrækt, dulfræði og jóga. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 949 orð

ALKALÍSKEMMDIR ERU EKKI LENGUR VANDAMÁL Á ÍSLANDI EFTIR HÁKON ÓLAFSSON Steinsteypunefnd hefur starfað í 30 ár en verkefni hennar

Af hverju steinsteypunefnd? Alkalískemmdir í steinsteypu voru fyrst uppgötvaðar í Bandaríkjunum á fimmta áratug þessarar aldar. Danir sýndu á sjötta áratugnum fram á að slíkar skemmdir væru fyrir hendi í Danmörku og settu á fót nefnd sem átti að vinna gegn grotnun steinsteypu. Þegar Haraldur Ásgeirsson verkfr. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 368 orð

Amis segir af misþyrmingum

BRESKI rithöfundurinn Martin Amis sagði nýlega frá því, að þegar hann hafi verið að skrifa um frænku sína, sem var misþyrmt og myrt af raðmorðingja, hafi rifjast upp hvernig honum hafi sjálfum verið misþyrmt kynferðislega af ókunnu fólki þegar hann var barn. Amis sagði í viðtali við bandaríska netritið Salon að frænka sín, Lucy Partington, hafi horfið 1973, er hún var 21 árs. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð

CHARLES BAUDELAIRE GYÐJAN SELD ERLINGUR E. HALLDÓRSSO

Mín eðla gyðja, elsk að háum sölum, hvort eiga muntu, ef Frosti skerpir klærnar á amafullum aftni, snjóugum og fölum, þér eldibrand að verma kalnar tærnar? Muntu þá fríska axlir eitilbláar við óttugeisla-blik frá luktum skjánum? Þín pyngja er fislétt, feigar vonir háar: hvort fellur til þín gull af himintrjánum? Þér mun þá sæmst að sinna þörfum þínum, Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1703 orð

FALLIN SPÝTAN EFTIR JÓN BERGSTEINSSON Sá heljarkraftur, sem skolaði litlum bláþörungi á land, er víða úti í villtri náttúru

STERKUR vindur blæs mönnum um æðar, skyldleikinn við jörðina, okkur í blóð borinn ymur í eyrum, bergmálar, kveður við raust. Eitt sinn lá grænþörungur í fjólubláu trafi millum gljúpra steina utan við fjöruborðið og hlustaði á gjálfrið í öldunni. Síðan er langt um liðið. Sólin steyptist yfir jörðina. Sjórinn reri öllu lífi í víðu fangi sínu. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 410 orð

FLAMENCOLJÓÐ TRYGGVI V. LÍNDAL ÞÝDDI

Frá snjónum niður til hveitisins falla granadísku fljótin tvö. Æ, þú ást sem stalst á braut og komst aldrei aftur! Skipum með seglum eru búnar brautir hjá Sevillu; en á vötnum Granödu hringsóla andvörpin ein. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2153 orð

FULLVEÐJA DANSFLOKKUR Hinn 17. maí nk. verður liðinn réttur aldarfjórðungur frá fyrstu sýningu Íslenska dansflokksins. Starfsemi

ÍSLENSKI dansflokkurinn hóf óformlegt starf sitt á vordögum 1973. Þá hafði Listdansskóli Þjóðleikhússins starfað í rúm 20 ár og var flokkurinn hugsaður sem sjálfstæður hópur innan vébanda Þjóðleikhússins þar sem hann var lengst af til húsa. Á ýmsu hefur gengið á 25 ára starfsævi flokksins og ólíkar áherslur verið við lýði á hverjum tíma. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 767 orð

GRAUTUR AF GRÓÐURHÚSAÁHRIFUM

SÍÐUSTU mánuði hefur verið gerður mikill grautur af gróðurhúsaáhrifum hér á landi. Kjarni málsins hefur viljað gleymast, en mikið kapp hafur verið lagt á að leita að hæpnum tilgátum um loftslagsbreytingar og kveða þær niður. Þannig hefur verið reynt að gera tortryggilegar þær staðreyndir sem máli skipta, drepa málinu á dreif. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 142 orð

ÍSLAND EÐA EI

Ég segi við mig því ertu ekki fæddur í öðru landi þar sem sólin skín allan ársins hring? Og gyðjurnar vefja þig örmum þar til þú ert í andakt og leitar að vatni til að svala forvitni þinni. En ég finn landið landið sem mér var gefið land ísa og elds sem kyrrir haf og vinda í Golfstraumnum. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1675 orð

ÍSLENSKA SAMFÉLAGIÐ Á ÁTJÁNDU ÖLD EFTIR GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR Söguskoðun manna er stöðugt að taka breytingum og í kjölfarið

LENGI vel var það skoðun manna hér að á átjándu öld hafi helsta hreyfiafl samfélagsins verið togstreitan milli Dana Íslendinga. Nú eru ýmsir fræðimenn á annarri skoðun, gamla þjóðernisrómantíkin er sögð mjög á undanhaldi. Af þessum sökum hafa menn verið að setja fram nýjar rannsóknarspurningar um samfélag þessa tíma. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 691 orð

KYNNGI EÐA KYRRSTAÐA?

John Tavener: The Protecting Veil f. selló & strengjasveit; Thrinos f. einleiksselló. Benjamin Britten: 3. Sellósvíta Op. 87. Steven Isserlis, selló; Sinfóníuhljómsveit Lundúna u.stj. Gennadis Rozhdestvenskys. Upptaka: DDD, Bristol 4/1991 (einleiksverkin) og Abbey Road hljóðverinu, London 4/1991. Útgáfuár: 1992. Lengd: 74:08. Verð (Skífan): 2.099 kr. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 60 orð

LEIÐRÉTTING

Í upphafi 9. þáttar í grein Hermanns Pálssonar um Sólarljóð í jólablaði Lesbókar 20. desember 1997 hafa fallið niður orð úr setningu. Þar á að standa: "Tvö næstu erindin á eftir sólarsýn eru einnig talin fjalla um dauðann. Hið 46. hljóðar svo: Vonarstjarna flaug (...)Það sem hér er skáletrað féll niður og eru höfundur og lesendur beðnir velvirðingar á því. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 167 orð

Lokatónleikar Kammermúsíkklúbbsins á starfsárinu

LOKATÓNLEIKAR Kammermúsíkklúbbsins á þessu starfsári verða í Bústaðakirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Fram koma Edda Erlendsdóttir píanóleikari, fiðluleikararnir Guðný Guðmundsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Ragnhildur Pétursdóttir, Junach Chung víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari og á efnisskrá verða verk eftir Chausson og Schumann. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 582 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3461 orð

ÓPERETTUDROTTNINGIN SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR EFTIR VALGARÐ STEFÁNSSON Ómaklega hefur gleymskan fallið á nafn Sigrúnar Magnúsdóttur,

ÞAÐ þótti ætíð merkisviðburður í menningarlífi Íslendinga á fyrri hluta aldarinnar þegar óperetta var sett á svið. Haraldur Björnsson, hinn kunni leikari og leikstjóri, getur þess í leikskrá er fyrsta og eina íslenska óperettan Í Álögum var frumsýnd Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3111 orð

"SEM SVAR VIÐ AUGLÝSINGU" SMÁSAGA EFTIR ATLA MAGNÚSSON

Nei, heldur læt ég allt lönd og leið en að gera mig að kjána. Það gengur ekki að bjóða upp þegar dansinn er úti á hverju andartaki og eitthvað spilað sem maður ekki ræður við ­ ég drep bara í vindlinum hérna á flísagólfinu, annað eins fá þeir að þrífa eftir það. Nú finnst einhverjum að mér sé farið að dveljast hérna. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1337 orð

SÍÐASTA GÖNGUFERÐ AUGUSTS STRINDBERG August Strindberg bjó lengi í Bláa turninum sem stendur við Drottningargötu í Stokkhólmi og

SÍÐUSTU æviár sín bjó August Strindberg við Drottningargötu 85 í Stokkhólmi, í svonefndum Bláa turni í hjarta borgarinnar. Þar hefur lengið verið safn um skáldið og sumt með sömu ummerkjum og þegar það lést. Á köldum febrúardagi er safnið sótt heim og ekki í fyrsta sinn. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3982 orð

"SKIPI ÞÍNU ER EKKI ÆTLAÐ AÐ LENDA" EFTIR HARALD ÓLAFSSON

I Dirfska er það af manni sem ekki hefur starfað í Guðspekifélaginu að ætla sér að ræða um verk og kenningar Sigvalda Hjálmarssonar, fyrrum forseta Guðspekifélagsins. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1131 orð

SMÁSÖGUR SEM SPEGLA HIÐ ÓSAGÐA Finnskar bókmenntir verða á dagskrá á bókakynningu í umsjón finnska sendikennarans Eeros

Í KYNNINGU frá Norræna húsinu segir: "Raija Siekkinen er fædd 1953. Hún er virtur meistari finnskrar smásagnalistar. Hún hefur fágætan hæfileika til að virkja skilningarvit lesandans og skapa sefjandi andrúmsloft. Raija Siekkinen er höfundur sem kafar djúpt í mannshugann, krefst stundum mikils af lesandanum, en er einnig mjög gefandi. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 35 orð

Styrktartónleikar í Hveragerðiskirkju JÓNAS In

JÓNAS Ingimundarson leikur á nýja Steinway-flygilinn í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 22. febrúar kl. 16. Á efnisskránni eru fjórar sónötur eftir Galuppi, Mozart, Beethoven og Schubert. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og rennur óskiptur til flygilkaupanna. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 673 orð

SÝNINGAR ÍSLENSKA DANSFLOKKSINS 1973-1998 1973 Lis

1973 Listdanssýning, í maí. Höf. Alan Carter. 1973 Listdanssýning, í júní. Höf. Alan Carter. 1974 Listdanssýning, í júní. Höf. Alan Carter. 1974 Listdanssýning, í desember. Höf. Alan Carter. 1975 Coppelía, í febrúar. Uppsetning Alans Carters. 1975 Nemendasýning Listdansskólans, í maí. Höf. dansararnir og Ingibjörg Björnsdóttir. 1976 Listdanssýning, í mars. Höf. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 262 orð

SÆNSKUR ORGELLEIKARI Í HALLGRÍMSKIRKJU LIS

LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju gengst fyrir orgeltónleikum nk. sunnudag kl. 17. Þá leikur sænski orelleikarinn Mattias Wager orgeltónlist eftir J.S. Bach, Franz Lizt og Anders Nilsson, auk eigin spuna yfir gefið stef. Wager er af yngri kynslóð sænskra orgelleikara og hefur þegar hlotið fjölda verðlauna fyrir orgelleik og leik af fingrum fram. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð

TÓNLEIKAR NÆSTA VETUR ÁÆTLUN hefur verið gerð um t

ÁÆTLUN hefur verið gerð um tónleika á næsta starfsári Kammermúsíkklúbbsins, 1998­99, sem er hið 42. í röðinni. 13. september 1998 er ráðgert að Sigrún Eðvaldsdóttir og félagar flytji verk eftir Haydn, Dvorák og Mozart. 11. október mun Camerarctica leika verk eftir Shostakovitsj, Þorkel Sigurbjörnsson og Brahms. Á efnisskrá Guðrúnar Birgisdóttur og félaga 15. Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 118 orð

VIÐ

Þú ert eins og rigningin vætir þurrar kverkar náttúrunnar ég er þyrst ég sakna svo ég leita á náðir minninganna dreg upp eina nógu saðsama til að slökkva þorsta minn minning verður að raunveruleika fortíð verður að nútíð þú ert mín og ég er þín við erum hvor önnur við erum eðlilegar eins og fugl á flugi eins og morðingi að Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 114 orð

VINUR

Þó ekki vaxi spámaður í litlu heimalandi í listasmiðju skapast hagleiksverkin hans Óspart hvattur dáða á eigin fótum standi afreksmannsins snilli ­ handbragð meistarans Stálfuglarnir hverfa fjalla til og fenja aðrir friðar leita við heiðavötnin blá Skip úr sama efni ­ seglin vindar þenja Steini grópuð minnismerki fönguleg og há Þetta er ljósa hliðin ­ hin Meira
21. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1125 orð

ÞAR SEM ANDSTÆÐUR MÆTAST Norrænt ljós og myrkur nefnist samsýning á verkum listamanna frá Samalandi sem opnuð verður í Norræna

HÉR eru á ferðinni verk sjö listamanna sem allir eru fæddir á norðurslóðum. Fjórar konur og þrír karlar, sem ýmist eru Samar eða lifa í sterkum tengslum við samískt og finnskt þjóðlíf. Sýningin var fyrst opnuð í Kiruna í Norður-Svíþjóð á síðasta ári. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.