Greinar þriðjudaginn 17. mars 1998

Forsíða

17. mars 1998 | Forsíða | 316 orð

Albanir slaka á kröfum

ALBANIR í Kosovo neituðu í gær að eiga viðræður við yfirvöld í Serbíu en gáfu jafnframt í skyn, að krafa þeirra um fullt sjálfstæði væri ekki skilyrði fyrir viðræðum síðar með milligöngu vestrænna ríkja. Meira
17. mars 1998 | Forsíða | 227 orð

Clinton "forviða" á ásökunum Willeys

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kvaðst í gær "forviða og vonsvikinn" vegna ásakana Kathleen Willey á hendur honum um kynferðislega áreitni og meinsæri. Sagði forsetinn að ekkert ámælisvert hefði gerst á fundi þeirra tveggja í Hvíta húsinu. Meira
17. mars 1998 | Forsíða | 316 orð

Hörð ganrýni á hendur Bretum

LEIÐTOGAR mótmælenda á Norður-Írlandi gagnrýndu bresk stjórnvöld harðlega í gær eftir að fangi fannst myrtur í Maze-fangelsi fyrir sunnan Belfast þrátt fyrir mikla öryggisgæslu þar. Er þetta annað morðið í fangelsinu á síðastliðnum þremur mánuðum. Meira
17. mars 1998 | Forsíða | 82 orð

Rau hyggst fara frá

JOHANNES Rau, forsætisráðherra Nordrhein-Westphalen, fjölmennasta þýzka sambandslandsins, tilkynnti í gær að hann hygðist segja af sér snemma í sumar, eftir 19 ár í embætti. Sagðist hann meðal annars vilja taka þetta skref til að leggja baráttu Jafnaðarmannaflokksins, SPD, fyrir kosningar til Sambandsþingsins í haust lið. Meira
17. mars 1998 | Forsíða | 378 orð

Samkomulagi náð eftir hótanir Ísraela

ÍSRAELAR og Bretar komust í gær að samkomulagi um að Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, færi til landnámssvæðis gyðinga í Austur-Jerúsalem í fylgd ísraelskrar sendinefndar, ekki palestínskrar. Meira
17. mars 1998 | Forsíða | 162 orð

Wei gagnrýnir Vesturlönd

WEI Jingsheng, hinn heimskunni kínverski andófsmaður, gagnrýndi harkalega í gær bæði Bandaríkin og Evrópusambandið (ESB) fyrir að standa ekki að nýrri ályktun um mannréttindabrot í Kína á ársfundi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Meira

Fréttir

17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

10,6 milljónir í starfsnám

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Atvinnu- og ferðamálanefndar um að styrkja starfsnám 7 í Hinu húsinu um rúmar 10,6 milljónir króna. Í umsókn til nefndarinnar kemur fram að ráðgert er að halda þrjú námskeið á árinu fyrir atvinnulaus ungmenni með bótarétt og er áætlaður kostnaður borgarinnar 36 millj. Meira
17. mars 1998 | Erlendar fréttir | 194 orð

19% undir fátæktarmörkum

FIMMTI hver Palestínumaður á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu lifir undir fátæktarmörkum vegna slæms ástands á vinnumarkaðnum sem tíðar landamæralokanir Ísraela hafa leitt til, að því er fram kemur í niðurstöðum palestínskrar rannsóknar er birtar voru í gær. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

300 milljónir fyrir veiðileyfin

ÍSLENZK skip og útgerðir, sem stunduðu veiðar á rækju á Flæmska hattinum og Reykjaneshrygg á síðasta fiskveiðiári urðu lögum samkvæmt að afsala sér veiðiheimildum að verðmæti um 300 milljónir króna. Mestu þurfa togararnir Málmey og Haraldur Kristjánsson að afsala sér, vegna karfaveiða, nálægt 145 þorskígildistonnum. Mesta skerðingu vegna rækju ber Sunna SI, 35,8 þorskígildistonn. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Aðalfundur CCU-samtakanna

CCU-SAMTÖKIN, sem eru hópur fólks með langvinna bólgusjúkdóma í meltingarvegi er nefnast Crohn's og Colitis Ulcerosa, halda aðalfund þriðjudaginn 17. mars kl. 20.30 í sal Íþróttasambands Íslands, Laugardal, 3. hæð. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Aldamótafundur í Minneapolis

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra verður aðalræðumaður á hádegisverðarfundi sem haldinn verður 10. apríl næstkomandi í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum á vegum landafundanefndar, Íslensk- ameríska verslunarráðsins og íslensku ræðismannsskrifstofunnar í Minneapolis. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 299 orð

Alþjóðleg hundasýning

HUNDARÆKTARFÉLAG Íslands hélt helgina 28. febrúar til 1. mars Alþjóðlega hundasýningu í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Á sýningunni voru valdir bestu hundar tíu tegundarhópa og að auki var valinn besti hvolpurinn, besti öldungurinn, besti afkvæmahópurinn, besti ræktunarhópurinn auk besta hunds sýningarinnar og besta unga sýnandans. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 652 orð

Annríki en fátt í miðborginni

Talsvert annríki var hjá lögreglu um helgina en fátt um alvarlega atburði. Fremur fátt var af fólki í miðborginni aðfaranótt laugardags og enn færra nóttina á eftir og lítið um að vera. Ekki bar á unglingum undir útivistaraldri. Umferðaróhöpp ­ umferðarslys Samtals voru skráðir 27 árekstrar um helgina. Meira
17. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 248 orð

Aukin þjónusta á Akureyri

NÝTT alhliða þjónustufyrirtæki fyrir atvinnulífið varð til um síðustu áramót. Þá sameinuðust tvö rótgróin fyrirtæki, Endurskoðunarmiðstöðin Coopers & Lybrand og Hagvangur. Nýja fyrirtækið byggir starfsemi sína á breiðum grunni og er vel í stakk búið til að mæta vaxandi og breytilegum þörfum fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Meira
17. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 547 orð

Ábyrgð í starfi skilar sér ekki í launaumslagi kvenna

KONUR sem starfa hjá Akureyrarbæ hafa umtalsvert lægri heildarlaun að meðaltali en karlar eða einungis tæp 60% af heildarlaunum þeirra. Þennan launamun má að einhverju leyti rekja til þess að hlutfallslega fleiri konur en karlar eru í hlutastörfum, en er þó ekki nægileg skýring því þegar einungis er miðað við fólk í fullu starfi eru konur með rúm 70% af launum karla. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Áhyggjur vegna kjara- og réttindamála

AÐALFUNDUR Samflots, bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB, haldinn á Akureyri 13. og 14. mars 1998, samþykkti ályktun um kjaramál þar sem segir m.a.: "Aðalfundur Samflots lýsir áhyggjur sínum vegna þeirrar þróunar sem á sér stað í kjara- og réttindamálum starfsmanna sveitarfélaga. Launanefnd sveitarfélaga ber þar mikla ábyrgð. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 645 orð

Árni Hjörleifsson tekur ekki sæti á listanum

INGVAR Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, hlaut 991 atkvæði og varð í 1. sæti í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Fjórtán gáfu kost á sér í prófkjörinu og hlaut enginn bindandi kosningu. Árni Hjörleifsson bæjarfulltrúi, sem lenti í 8. sæti, segist ekki vilja vinna með Tryggva Harðarsyni bæjarfulltrúa og mun því ekki taka sæti á listanum. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Bílskúrinn sveif í boga yfir húsin

SUÐVESTAN stormur hefur nú geisað hér í á annan sólarhring, mjög sterkar kviður ganga yfir og skella þær af miklu afli á húsum sem eru eins og gripin feiknartökum. Ein stormkviðan skellti sér á bílskúr við Brúarholt, sprengdi hann með feiknar hvelli og skrúfaði upp í loftið. Sjónarvottur sá skúrinn svífa í boga yfir næstu hús og snerta þau lítillega. Meira
17. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 173 orð

Blíða í kaupbæti kæmist fíkniefnasending til skila

HELDUR þótti konu einni sem hringdi á lögreglustöð eftir miðnætti kvöld eitt nýlega hún hafa fengið dularfullt símtal. Maður nokkur hafði hringt í hana og sagst vera með fíkniefnasendingu til hennar. Ekki nóg með það, heldur hygðist hann njóta blíðu hennar eftir afhendingu sendingarinnar. Átti konan á hvorugu von og fannst tilhugsunin ekki hugnanleg. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 744 orð

Býður langveikum til sumardvalar

Bergmál, líknar- og vinafélag var stofnað árið 1992. Upphafið var að fyrrum skólafélagar vildu hlúa að gamla söngstjóranum sínum, Jóni Hjörleifi Jónssyni, sem hafði slasast lífshættulega. Skólafélagarnir ákváðu að hælda honum hátíð á næsta afmælisdegi hans ef hann fengi að lifa ­ sem þeir og gerðu. Þá voru 36 ár liðin frá veru þeirra í Hlíðardalsskóla. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

Bætt réttarstaða íbúa stofnana og heimila

ELLEFU þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um bætta réttarstöðu íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum, sólarhringsstofnunum og vistheimilum fyrir aldraða og fatlaða. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd. 1. umr. (atkvgr.). 2. Tekjuskattur og eignarskattur. 1. umr. 3. Tekjuskattur og eignarskattur. 1. umr. 4. Bindandi álit í skattamálum. 1. umr. 5. Staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur. 1. umr. 6. Þjóðfáni Íslendinga. 1. umr. 7. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Ð19-20 á Netinu

FRÁ og með deginum í dag verður fréttaþátturinn 19-20 sendur út bæði í sjónvarpi og á alnetinu. Í frétt frá Íslenska útvarpsfélaginu kemur fram að þeir sem hafa aðgang að netinu geta fylgst með 19-20 í beinni útsendingu, en einnig verður hægt að kalla upp sérstaklega þær fréttir sem viðkomandi vill skoða. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 543 orð

ÐFleiri lífeyrissjóðir athuga lækkun vaxta

FLEIRI lífeyrissjóðir eru með í athugun að lækka vexti á sjóðfélagalánum ef sú vaxtalækkun sem orðin er á verðtryggðum lánum til langs tíma á markaði hér á landi að undanförnu verður varanleg. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur segir í ályktun að breyttar aðstæður krefjist þess að vextir lífeyrissjóðslána lækki í um 5% raunvexti. Stjórnin bendir jafnframt á að útlánsvextir banka hafi ekki lækkað. Meira
17. mars 1998 | Miðopna | 160 orð

Ekki verri en ég bjóst við

SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði að miðlunartillagan hefði ekki verið "verri en ég bjóst við". Þar sem undir væru frumvörp þríhöfðanefndarinnar svokölluðu kvaðst hann búast við að mæla með því að sjómenn samþykktu miðlunartillögurnar. "Frumvörpin ráða úrslitum um það en síðan er tekið þarna á ýmsum málum. Það eru helst loðnusjómennirnir sem standa út af," sagði Sævar. Meira
17. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Eldur læsti sig í gluggatjöld

ELDUR kom upp í íbúð við Hamarsstíg um miðjan dag á laugardag, en að mestu var búið að slökkva þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang. Kviknað hafði í út frá kertum sem stóðu í gluggakistu, en glugginn var opinn og feykti vindur gluggatjöldunum til þannig að eldurinn náði að læsa sig í þau. Þaðan barst eldurinn í föt sem voru á ofni undir glugganum. Meira
17. mars 1998 | Miðopna | 321 orð

Engin tilmæli til útvegsmannafélaga

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, segir að eftir ítarlega umfjöllun í samninganefnd útvegsmanna um miðlunartillöguna sé talið eðlilegt að um málið verði fjallað í félögum útvegsmanna. Frá samninganefndinni fylgi hvorki tilmæli um að miðlunartillagan verði samþykkt né henni hafnað. Meira
17. mars 1998 | Erlendar fréttir | 923 orð

"Fannst þessi bíræfni ótrúleg"

Útdráttur úr viðtali sjónvarpsmannsins Eds Bradleys við Kathleen Willey sem sýnt var í þætti CBS- sjónvarpsins, "60 mínútum", á sunnudagskvöld. WILLEY: Ég fór inn og forsetinn sat við skrifborðið sitt. Ég settist á stól á móti honum og leit augljóslega út fyrir að vera örvingluð. Hann spurði mig hvað væri að. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fá styrki frá Jafnréttisnefnd Reykjavíkur

JAFNRÉTTISNEFND Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að veita eftirtöldum styrk til verkefna á sviði jafnréttismála: Handknattleiksdeild KR; styrkur að upphæð 100.000 kr. til kynningar á handbolta fyrir ungar stúlkur í vesturbænum. Karlanefnd Félags íslenskra leikskólakennara; styrkur að upphæð 100.000 kr. til verkefnisins Kynningarátak til að fjölga körlum í leikskólum. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 350 orð

Flug hófst og Öxnadalsheiði opnaðist

AFLEITT veður var á Norðurlandi og Vestfjörðum í gær og fyrradag og raunar víðar á landinu og truflaði samgöngur í lofti, á láði og legi. Hvöss vestanátt var og éljagangur og Veðurstofan varaði við ísingu og ókyrrð í lofti fram á kvöld. Öxnadalsheiði opnaðist í gærkvöld og byrjað var að fljúga innanlands. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Forsætisráðherra veðurtepptur á Akureyri

FIMM þingmál voru tekin út af dagskrá Alþingis í gær þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra, er mæla átti fyrir fimm stjórnarfrumvörpum, var veðurtepptur á Akureyri. Frumvörpin snúa m.a. að breytingum á lögum um tekju- og eignarskatt og staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur og verða þess í stað á dagskrá Alþingis í dag. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Fræðslufundur um skógrækt í Skorradal

SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN halda fræðslufund í Mörkini 6 (húsi Ferðafélagsins) þriðjudaginn 17. mars kl. 20.30. Þessi fundur er liður í fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbanka Íslands hf. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um þennan fund. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Fyrirlestur um umhverfismál

VÉLADEILD Tækniskóla Íslands gengst á þessari önn fyrir fyrirlestraröð um umhverfismál. Miðvikudaginn 18. mars mun Þorvarður Árnason, verkefnastjóri hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands halda fyrirlestur sem ber heitið "Siðfræði náttúrunnar." Fyrirlesturinn er opinn öllum áhugamönnum um málefnið en að honum loknum er gert ráð fyrir opnum umræðum. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 21 orð

Garðabæjarlistinn kynntur

Garðabæjarlistinn kynntur BÆJARMÁLAFÉLAG Garðabæjar, Garðabæjarlistinn, kynnir framboðslista sinn til sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ á félagsfundi í Stjörnuheimilinu miðvikudaginn 18. mars kl. 20. Meira
17. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Handtekinn með falsaðan peningaseðil

MAÐUR var handtekinn laust eftir miðnætti aðfaranótt laugardags fyrir að koma fölsuðum peningaseðli í umferð. Upplýstist málið fljótt, en nokkur ungmenni höfðu útbúið 500 króna seðla í tölvu og komið nokkrum þeirra í umferð. Handbragðið þótti fremur klént en virtist samt geta blekkt önnum kafið verslunarfólk. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Hátt í 10.000 manns sóttu Námskynningu 1998

NÁMSKYNNING 1998 var haldin í Háskóla Íslands á sunnudaginn. Kynningin er samvinnuverkefni skóla og þjónustuaðila námsmanna og hefur Námsráðgjöf Háskóla Íslands umsjón með framkvæmdinni í samvinnu við þátttakendur, sem eru flestir framhalds- og sérskólar landsins. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Heimilt að staðfesta stækkun NATO

UTANRÍKISRÁÐHERRA, Halldór Ásgrímsson, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi álykti að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd þrjá viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Póllands, Tékklands og Ungverjalands sem gerðir voru í Brussel 16. desember sl. Í athugasemdum með þingsályktunartillögunni kemur m.a. Meira
17. mars 1998 | Landsbyggðin | 157 orð

Helgar líf sitt baráttunni gegn fíkniefnum

Keflavík-Svavar Sigurðsson hefur helgað líf sitt baráttunni gegn fíkniefnum og hefur hann gefið aleigu sína til þessara mála. Svavar sagðist hafa fengið köllun árið 1994 og síðan hefði hann ekki gert annað. Meira
17. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Hrossaflutningur stöðvaður

LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði í síðustu viku flutning á hesti til bæjarins, en allur flutningur hrossa milli staða er nú bannaður vegna hitasóttar í hestum sem geisað hefur sunnanlands síðustu vikur. Var hrossaflytjanda gert að draga hest sinn til baka. Meira
17. mars 1998 | Landsbyggðin | 254 orð

Húsfyllir á fundi um málefni unglinga í Hveragerði

Hveragerði-Húsfyllir var á mjög líflegum fundi um málefni unglinga í Hveragerði nýlega. Það var foreldrafélag Grunnskólans í Hveragerði sem sá um skipulagningu fundarins í samvinnu við unglinga bæjarins. Fundurinn hófst á því að Ingólfur Snorrason frá Selfossi sagði tæpitungulaust frá sínum viðhorfum til forvarna og vímuefna. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 683 orð

Í afréttareign felist réttur til hefðbundinnar notkunar

Á LOKADEGI Búnaðarþings á laugardag lýstu þingfulltrúar þungum áhyggjum yfir örri útbreiðslu sóttarinnar sem herjað hefur á hross á Suðvesturlandi. Í ályktun sinni skoraði Búnaðarþing á alla hlutaðeigandi að fara í einu og öllu að fyrirmælum yfirdýralæknis. Meira
17. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Íshokkí í kvöld

ÖÐRUM leik sem vera átti í Íslandsmótinu í íshokkí á sunnudag á skautasvellinu á Akureyri var frestað vegna veðurs. Leikurinn verður í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.30, en mótataflan raskast við þessar breytingar, þar sem fyrirhugað var að leika fyrsta úrslitaleikinn þá. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Kappræður ekki tímabærar

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að engar ákvarðanir hafi enn verið teknar um kappræður milli Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Það væri ekki tímabært. Meira
17. mars 1998 | Miðopna | 1402 orð

Kvótaþing og veiðiskylda forsendur tillagnanna

RÍKISSÁTTASEMJARI lagði í gær fram miðlunartillögur í deilum sjómanna og útvegsmanna. Fram voru lagðar fjórar tillögur til lausnar deilum útvegsmanna við Sjómannasamband Íslands, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands og Vélstjórafélag Íslands, auk Alþýðusambands Vestfjarða og félaga yfirmanna á Vestfjörðum. Meira
17. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Kynnti útilistaverkið Niflheim

BANDARÍSKI listamaðurinn David Hebb kynnti vinnu sína við verkið Niflheim í Ketilhúsinu á Akureyri nýlega. Niflheimur er þrívíddarinnsetning og hluti af stærra útilistaverki sem heitir Yggdrasill og er byggt á goðafræði. Verkið sem verður fullbúið um tveir metrar á hæð verður sett upp í Hrísey í sumar. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

LEIÐRÉTT

Í FORMÁLA minningargreina um Baldur Gunnarsson á blaðsíðu 39 í Morgunblaðinu sunnudaginn 15. mars féll niður síðasti stafur í nöfnum tveggja systkina hans: Bergþóru, f. 1912, og Ragnars, f. 1902, d. 1967. Þá var fæðingarár þriðja systkinisins, Jónínu, rangt. Hún var fædd 1899. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Lést í umferðarslysi

MAÐURINN sem lést í bílslysi á Vesturlandsvegi síðastliðinn laugardag hét Halldór Örn Magnússon. Hann var fæddur 11. mars 1932 og lætur eftir sig fimm uppkomin börn. Slysið varð með þeim hætti að jeppi á leið vestur, sem Halldór Örn ók, og fólksbíll á leið til Reykjavíkur, rákust saman. Halldór Örn er talinn hafa látist samstundis. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Listi Framsóknarflokksins á Akranesi samþykktur

TILLAGA uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknarflokksins á Akranesi til sveitarstjórnarkosninga vorið 1998 var samþykkt á fundi fulltrúaráðs framsóknarfélaganna á laugardag. Listann skipa: 1. Guðmundur Páll Jónsson, starfsmannastjóri, 2. Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, sjúkraliði, 3. Guðný Rán Sigurðardóttir, rekstrarfræðingur, 4. Kjartan Kjartansson, rekstrarfræðingur, 5. Meira
17. mars 1998 | Erlendar fréttir | 142 orð

Lítils árangurs að vænta

VIÐRÆÐUR Kóreuríkjanna beggja, Bandaríkjanna og Kína hófust í Genf í gær en upphafið þótti ekki lofa góðu um framhaldið. Varð um fimm klukkustunda töf á, að menn settust niður saman og líklega vegna þeirrar kröfu n-kóresku fulltrúanna, að allt bandarískt herlið yrði flutt frá Suður-Kóreu. Meira
17. mars 1998 | Miðopna | 247 orð

LÍÚ mælir hvorki með né á móti miðlunartillögu

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara taki ekkert tillit til þeirra sjónarmiða sem útvegsmenn hafa lagt fram í kjaradeilu þeirra við sjómenn. Meira
17. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 157 orð

Lúðrasveit Akureyrar í hljómleikaför

LÚÐRASVEIT Akureyrar leggur land undir fót um komandi helgi og heldur í hljómleikaför suður yfir heiðar. Sveitin tekur þátt í tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt Lúðrasveitinni Svani og Skólahljómsveit Kópavogs og hefjast þeir kl. 14, en þeir eru liður í samstarfi lúðrasveitanna. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 472 orð

Læknar vilja aðgerðir gegn ölvunarakstri

GUÐMUNDUR Björnsson, formaður Læknafélags Íslands, hefur sent ráðherrum heilbrigðis- og dómsmálaráðuneytis bréf þar sem bent er á hve alvarlegur heilbrigðisvandi ölvunarakstur sé orðinn. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að með skriflegum ábendingum til ráðherra vildi læknafélagið hefja umræðu um ölvunarakstur þar sem stjórnvöld og aðrir sem bera ættu ábyrgð á málunum hefðu verið að Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Margir horfðu á Laxnessþætti

SAMKVÆMT áhorfskönnun sem ÍM Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið horfðu nær 57 af hundraði Íslendinga á aldrinum 16-75 ára á þætti Sjónvarpsins um Halldór Kiljan Laxness. Þættirnir voru sýndir 9.-11. febrúar, nokkrum dögum eftir andlát skáldsins. Þá kváðust rúmlega 43 af hundraði hafa horft að öllu eða einhverju leyti á beina útsendingu frá útför Laxness laugardaginn 14. febrúar. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 504 orð

Markmiðið að einfalda skattkerfið

Pétur H. Blöndal kynnir þrjú ný þingmál Markmiðið að einfalda skattkerfið STAÐGREIÐSLA skatta, tekjuskattur og útsvar, lækkar úr rúmum 38% í tæp 20% á sjö árum, samkvæmt frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt sem Pétur H. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 33 orð

Málstofa á Bifröst

ÓSKAR Magnússon forstjóri Hagkaupa heldur fyrirlestur á málstofu Samvinnuháskólans á Bifröst miðvikudaginn 18. mars. Óskar nefnir fyrirlesturinn "Samkeppni á matvörumarkaði". Fyrirlesturinn hefst kl. 15.30 í Hátíðarsal Samvinnuháskólans. Allir eru boðnir velkomnir. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 295 orð

Mátti ekki muna nema 50 sekúndum

"ÞAÐ mátti ekki muna meiru en svona 50 sekúndum, það voru engar mínútur. Við hjónin hlupum beint úr rúminu og út á hlað og ég greip yngsta strákinn sem var heima í leiðinni fram ganginn og henti honum á brókinni út fyrir dyrnar í storminn og kuldann," sagði Þórarinn Rögnvaldsson, bóndi á Víðivöllum II í Fljótsdal, en eldur gjöreyðilagði bæjarhúsið í gærmorgun. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Meiri þorskur fyrir Norðurlandi en í fyrra

MUN meiri þorskgengd er nú fyrir Norðurlandi en í fyrra að sögn Sigfúsar Schopka fiskifræðings, en á næstu þremur sólarhringum eða svo lýkur togararalli Hafrannsóknastofnunar. Sagði Sigfús jafnframt að undanþága frá verkfalli til að ljúka rallinu hefði verið auðfengin hjá sjómönnum. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Misstu allt innbú sitt

EINLYFT íbúðarhús með þakrými eyðilagðist í eldsvoða í Kríunesi við Elliðavatn á sunnudag. Íbúarnir, ung hjón, voru ekki í húsinu þegar eldurinn kom upp. Þau misstu allt innbú sitt. Húsið er talið ónýtt en slökkviliði tókst að bjarga nýrra, sambyggðu íbúðarhúsi frá eldinum. Meira
17. mars 1998 | Miðopna | 88 orð

Mæli ekki gegn tillögunni

PÉTUR Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, sagðist vera sáttur við miðlunartillöguna og treysti sér ekki til að mæla gegn henni. "Ríkissáttasemjari tók tillit til beggja deiluaðila en þetta er óneitanlega rýr uppskera miðað við tímann sem hefur farið í þessa deilu." Pétur sagði að það væri undir sjávarútvegsráðherra komið hvernig mál þróuðust. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Námskeið fyrir byrjendur í argentínskum tangó

NÝTT námskeið í argentínskum tangó, ætlað byrjendum, hefst á miðvikudag 18. mars í Kramhúsinu. Námskeiðið stendur í tvær vikur og er kennt tvo tíma í senn, þrisvar í viku. Kennarar eru Hany Hadaya og Bryndís Halldórsdóttir. Innritun stendur yfir í síma Kramhússins. Argentínskur tangó hefur verið kenndur um árabil í Kramhúsinu við miklar vinsældir. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Námskeið í líföndun

GUÐRÚN Arnalds verður með námskeið í líföndun helgina 21. og 22. mars og kvöldnámskeið 24., 25. og 26. mars. Námskeiðin verða haldin í Sjálfefli, Nýbýlavegi 30, Kópavogi. Bókanir og allar nánari upplýsingar veitir Hildur Jónsdóttir. Meira
17. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Námskeið um nýöld og kristindóm

ARNE Tord Sveinall, sem er Norðmaður og starfar við Egede-stofnunina í Ósló, er leiðbeinandi á námskeiði á vegum Biblíuskólans við Holtavog, sem haldið verður í Glerárkirkju á miðvikudags- og fimmtudagskvöld, 18. og 19. mars, frá kl. 20 til 22. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

Ný lög frá Alþingi

Ný lög frá Alþingi ÞRJÚ lagafrumvörp voru samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Frumvarp til laga um dómstóla, frumvarp til laga um vopnalög og frumvarp til laga um Örnefnastofnun Íslands. Meira
17. mars 1998 | Landsbyggðin | 91 orð

Óvenju mikill ís í Rifshöfn

Hellissandi-Óvenju mikill ís hefur verið í höfninni í Rifi síðustu daga í þessum fimbulkulda. Vindáttir hafa verið norðanstæðar. Þó hefur frost aldrei orðið jafnmikið hér á útnesinu, í samanburði við það sem gerðist inn til landsins. Fyrir bragðið hafa smærri bátar átt í mestu erfiðleikum með að komast um höfnina og sumar trillurnar hafa ekkert farið á sjó. Meira
17. mars 1998 | Miðopna | 60 orð

Raunveruleg viðræðuslit

AÐSPURÐUR hvers vegna hann hefði lagt fram miðlunartillögu sagði Þórir Einarsson ríkissáttasemjari að það hefði verið ákveðið í ljósi þess ástands sem upp var komið í deilunni. "Það voru komin upp raunveruleg viðræðuslit og í ljósi allra aðstæðna taldi ég þetta réttustu leiðina," sagði hann og kvaðst vonast til að tillagan yrði til að málið leystist. Meira
17. mars 1998 | Miðopna | 186 orð

Reikna með að vélstjórar samþykki

HELGI Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, telur það betri kost fyrir sjómenn að samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara en að synja henni. Hann kvaðst reikna með að tillagan yrði samþykkt í röðum vélstjóra, en samkvæmt henni verður skipuð nefnd til að leysa sérmál þeirra. "Við erum ánægðir með að lagt sé til að skipa sérstaka nefnd til að ræða um hlutaskiptakerfið. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Runnu saman í hálku

ÁREKSTUR varð við Nesti á Kringlumýrarbraut klukkan 20:22 í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum lögreglu lentu bílarnir saman í hálku og síðan annar þeirra utan í ljósastaur. Ökumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild, með eymsl í síðu. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Rúmlega 154,7 milljóna tilboði tekið

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu frá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar um að taka rúmlega 154,7 milljóna króna tilboði lægstbjóðanda, Eyktar ehf., í viðbyggingu við Melaskóla. Sex buðu í verkið og var tilboð Eyktar ehf. 81,57% af kostnaðaráætlun en hún er rúmar 189,7 millj. Ármannsfell átti næstlægsta boð og bauð 82,22% af kostnaðaráætlun, Byggðaverk ehf. bauð 84,15%, Járnbending ehf. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 337 orð

Sameining fjögurra hreppa samþykkt í Borgarfirði

SAMEINING fjögurra sveitarfélaga í Borgarfirði, Andakílshrepps, Lundarreykjadalshrepps, Reykholtsdalshrepps og Hálsahrepps, var samþykkt í atkvæðagreiðslu á laugardag. Naumur meirihluti var fyrir sameiningunni í Reykholtsdal. Í Andakílshreppi var tillagan samþykkt með 93% greiddra atkvæða. 201 var á kjörskrá. Atkvæði greiddu 107, sem er 53,2% þátttaka. Meira
17. mars 1998 | Erlendar fréttir | 232 orð

Samið um aðferð við upphaf aðildarviðræðna

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópusambandsins, ESB, náðu um helgina samkomulagi um það hvernig staðið skuli að því að hefja viðræður um aðild Kýpur að sambandinu, eftir að frönsk stjórnvöld létu af andstöðu sinni við að viðræðurnar yrðu hafnar án þátttöku Kýpur-Tyrkja. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Samtök um framboð félagshyggjufólks stofnuð í Hafnarfirði

SAMTÖK fólks sem aðhyllist félagshyggju og jafnrétti í reynd og vill vinna að sameiginlegu framboði á sem breiðustum grundvelli verða stofnuð í Hafnarfirði í kvöld, þriðjudagin 17. mars. Upphaf þessara samtaka má rekja til fundar sem var haldinn í Hafnarborg 28. febrúar sl., en þar var ákveðið að stofna slík samtök og kosin 7 manna undirbúningsnefnd til að undirbúa stofnun þeirra m.a. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Sekt fyrir fíkniefnabrot, bruggun og útleigu klámmyndbanda

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem sakfelldur var fyrir útleigu á klámmyndböndum í myndbandaleigu í Kópavogi og að hafa haft gambra og fíkniefni í fórum sínum. Var maðurinn dæmdur til greiðslu 450 þúsund króna sektar fyrir brot sín. Meira
17. mars 1998 | Erlendar fréttir | 150 orð

Setja Nyrup skilyrði fyrir stuðningi

GRÆNLENSKU fulltrúarnir á danska þinginu hyggjast feta í fótspor færeyskra starfsbræðra sinna og setja dönsku stjórninni skilyrði fyrir stuðningi sínum. Á fundi grænlenskra jafnaðarmanna í Siumut-flokknum, sögðust Jonathan Motzfeldt, formaður landsstjórnarinnar, og Hans Pavia Rosing, sem var endurkjörinn á danska þingið, Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

SFjallað um Íslenska erfðagreiningu í Sviss

SVISSNESKA viðskiptavikuritið Cash birtir grein um genarannsóknir og samvinnu Íslenskrar erfðagreiningar og Hoffmann La Roche á Íslandi í nýjustu útgáfu sinni. Greinin fjallar um mikilvægi erfðarannsókna fyrir lyfjafyrirtæki og möguleikana sem rannsóknir á Íslandi bjóða upp á. Bent er á að Roche-lyfjafyrirtækið í Basel sé reiðubúið að borga allt að 300 milljónum sv. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Sigurvegarar í einstökum flokkum

SIGURVEGARAR í einstökum flokkum sýningarinnar voru: Besti hvolpur: Tandra-Mirra, tegundarhópi 7, írskur setter. Eigandi: Guðrún Hreiðarsdóttir. Ræktandi: Tryggvi Þór Jóhannsson. Besti öldungur: ÍS.M. Eðal-Darri, tegundarhópi 7, írskur setter. Eigandi: Magnús Jónatansson. Ræktandi: Hreiðar Karlsson. Besti afkvæmahópur: ÍS.M. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 389 orð

Sjómenn jákvæðir en útvegsmenn ekki

FORSVARSMENN sjómanna eru almennt jákvæðir í garð þeirra miðlunartillagna, sem ríkissáttasemjari lagði fram í gær til lausnar á sjómannaverkfallinu, sem hófst á miðnætti á sunnudag. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands og Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 1009 orð

"Skaði að öllu sem við missum"

SKOÐANIR á áhrifum sjómannaverkfalls á loðnuvertíð eru nokkuð mismunandi. Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri SR-mjöls, sagði í samtali við blaðið að sitt mat á stöðunni væri að vertíðin væri farin forgörðum. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Skagafjarðarlistinn samþykktur

Á FÉLAGSFUNDI Skagafjarðarlistans á sunnudag var framboðslisti Skagafjarðarlistans samþykktur. Framboðslista félagsins í næstu sveitarstjórnarkonsingum í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi í Skagafirði skipa: Meira
17. mars 1998 | Miðopna | 216 orð

Skárra að samþykkja en hafna

GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, segist almennt jákvæður gagnvart miðlunartillögunni. "Menn telja að þegar lagt er saman það sem í miðlunartillögunni felst ásamt frumvörpunum sé rétt að leggja til við sjómenn að það sé skárri kostur að samþykkja þetta en hafna því og halda út í óvissuna. Meira
17. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Skátar aðstoðuðu ökumenn

FÉLAGAR í Hjálparsveit skáta á Akureyri aðstoðu ökumenn bifreiða sem lent höfðu í basli í Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði seinni partinn á sunnudag. Skátarnir héldu vestur á tveimur bílum og gekk þeim greiðlega að aðstoða ökumennina sem flestir voru á leið niður Bakkaselsbrekku. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 342 orð

Sluppu á náttklæðum úr eldsvoða í Fljótsdal

Reykskynjarar bjarga mannslífum Sluppu á náttklæðum úr eldsvoða í Fljótsdal Egilsstöðum og Geitagerði. Morgunblaðið. HJÓN með eitt barn sluppu naumlega, á náttklæðum einum fata, út úr alelda íbúðarhúsi sínu á bænum Víðivöllum ytri II í Fljótsdal í fyrrinótt. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

STEFÁN VALGEIRSSON

STEFÁN Valgeirsson alþingismaður lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 14. mars. Stefán fæddist á Auðbrekku í Hörgárdal árið 1918. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum og bjó um árabil félagsbúi í Auðbrekku ásamt foreldrum sínum og bræðrum. Einnig stundaði hann ýmis störf í Reykjavík og á Suðurnesjum. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

SUS harmar bann við samruna frjálsra fyrirtækja

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun þar sem SUS harmar bann við samruma tveggja frjálsra fyrirtækja eins og það er orðað í ályktuninni: "Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir yfir vanþóknun sinni á því tiltæki embættismanna Samkeppnisstofnunar svonefndrar að "banna" samruna tveggja frjálsra fyrirtækja hér í landinu. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 344 orð

Tímaspursmál hvenær sóttin berst yfir í Rangárþing

"ÁRNESSÝSLAN er undirlögð af hitasóttinni og það er aðeins tímaspursmál hvenær Rangárvallasýslan fær sóttina," sagði Páll Stefánsson, dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði útilokað að halda utan um sóttina á Suðurlandi en hins vegar væri það skoðun sín að verja þyrfti aðra landshluta með kjafti og klóm. Meira
17. mars 1998 | Landsbyggðin | 95 orð

Unnið að nýrri vegalögn á Hellissandi

Hellissandi-Nú er verið að vinna að framlengingu götunnar Snæfellsáss, milli Klettsbúðar og Helluhóls. Sá vegur sem var fyrir hefur verið hin mesta slysagildra og þar safnaðist auk þess mikill snjór sem oft hefur valdið íbúum við Helluhól miklum erfiðleikum að vetrarlagi. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 33 orð

Úr lífshættu

SAMBÝLISMAÐUR ungu konunnar, sem lést í árekstri á Vesturlandsveg skammt frá vegamótunum að Víkurvegi 7. mars síðastliðinn, er kominn úr öndunarvél. Hann telst vera úr lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Meira
17. mars 1998 | Erlendar fréttir | 206 orð

Vatíkanið biðst afsökunar VATÍKANIÐ baðst í gær a

VATÍKANIÐ baðst í gær afsökunar fyrir hönd þeirra meðlima kaþólsku kirkjunnar sem hefðu ekki lagt sitt af mörkum til hjálpar gyðingum sem sættu ofsóknum af hendi nasista. Vatíkanið sagði Píus páfa XII ekki hafa átt skilið að vera sakaður um að hafa látið sem hann sæi ekki helförina gegn gyðingum. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 246 orð

Vilja starfa náið með Íslendingum

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, segist vera mjög ánægður með viðræður sínar við belgíska utanríkisráðherrann Erik Derycke og belgíska innanríkisráðherrann Johan van de Lanotte, en hann er nú staddur í opinberri heimsókn í Belgíu sem lýkur í dag. Hann sagði að viðræðurnar sýndu að Belgar vildu starfa náið með Íslendingum. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð

Vinnumiðlun skólafólks í Hitt húsið

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um að Vinnumiðlun skólafólks verði flutt í Hitt húsið. Vinnumiðlunin nær til skólanema 17­25 ára og er starfrækt í fjóra til fimm mánuði á ári. Í tillögu borgarritara kemur fram að á undanförnum mánuðum hafa verið kannaðir ýmsir möguleikar á fyrirkomulagi Vinnumiðlunar skólafólks. Niðurstaðan sé að hagkvæmast sé að fela Hinu húsinu að annast verkefnið. Meira
17. mars 1998 | Erlendar fréttir | 290 orð

Vinstriflokkarnir vinna nauman sigur

VINSTRIFLOKKARNIR sem halda um stjórnvölinn í Frakklandi fóru víðast með sigur af hólmi í sveitarstjórnarkosningum í landinu um helgina, en sigurinn var fráleitt afgerandi. Kjörsókn var 58,04%, sem talið er minnsta kjörsókn í landinu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Meira
17. mars 1998 | Erlendar fréttir | 1381 orð

Willey sakar Clinton um kynferðislega áreitni

pEnn vegið að heiðarleika Bandaríkjaforseta Nýtt vitni talið trúverðugra en þau fyrri Kvennahreyfingar snúast gegn Clinton Lögfræðingur Clintons segir forsetann ekki vita sitt rjúkandi ráð Linda Tripp kemur enn við sögu Kathleen Willey leitaði til forsetans vegna erfiðleika í einkalífinu Kveðst hafa litið á forsetann s Meira
17. mars 1998 | Erlendar fréttir | 335 orð

Þingfulltrúar snupra Li Peng

LI Peng, fráfarandi forsætisráðherra Kína, var kjörinn forseti kínverska þingsins á fundi þess í Peking í gær. Á fjórða hundrað fulltrúar á þinginu greiddu Li hins vegar ekki atkvæði sitt þótt hann væri einn í kjöri og þykir það mikið áfall fyrir hann. Meira
17. mars 1998 | Innlendar fréttir | 757 orð

Þorsteinn Viktorsson fór í höfnina í Eyjum með lyftara sem ha

ÞORSTEINN Viktorsson, framkvæmdastjóri Flutningamiðstöðvar Vestmannaeyja, var hætt kominn á sunnudagskvöld er lyftari sem hann var á lenti í höfninni í Eyjum. Það má teljast mikið afrek að Þorsteinn skyldi bjargast en honum tókst af eigin rammleik að koma sér upp úr höfninni og tilkynnti slysið sjálfur til lögreglunnar. Meira

Ritstjórnargreinar

17. mars 1998 | Leiðarar | 577 orð

SKIPULAG SEÐLABANKANS

leiðari SKIPULAG SEÐLABANKANS IKIL UMSKIPTI eru hafin á íslenzkum fjármálamarkaði með breytingu ríkisbankanna, Landsbanka og Búnaðarbanka, í hlutafélög. Fyrir dyrum stendur einkavæðing þeirra með sölu hlutabréfa og umræða er þegar hafin um sameiningu banka. Meira
17. mars 1998 | Staksteinar | 338 orð

»Smásmygli FORSÆTISRÁÐHERRA hefur boðað frumvarp um umboðsmann skattgreiðenda og styð ég

FORSÆTISRÁÐHERRA hefur boðað frumvarp um umboðsmann skattgreiðenda og styð ég eindregið þessa nýlundu. Þetta segir Gunnlaugur M. Sigmundsson alþingismaður í grein í Ísafjarðarblaðinu "Bæjarins besta". Yfirgangur Meira

Menning

17. mars 1998 | Menningarlíf | 47 orð

Afmæli Þorsteins frá Hamri

BÓKAÚTGÁFAN Iðunn bauð á sunnudaginn, 15. mars, til afmælishófs á Hótel Borg í tilefni af sextugsafmæli Þorsteins skálds frá Hamri. Fjölmenni var í hófinu og margar ræður fluttar skáldinu til heiðurs. Morgunblaðið/ ÞorkellÞORSTEINN frá Hamri heilsar einum afmælisgesta, Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu og leikritahöfundi. Meira
17. mars 1998 | Menningarlíf | 334 orð

Boðskap mannréttinda komið til skila með leiklist

Í TENGSLUM við sýningu myndlistarkonunnar Rúríar, "Paradís? Hvenær?", sem var opnuð á Kjarvalsstöðum á föstudag efndu Íslandsdeild Amnesty International, Rauði Kross Íslands og Mannréttindaskrifstofa Íslands til málþings um mannréttindi og listir um helgina. Einn framsögumanna á málþinginu var Brian Phillips, starfsmaður aðalstöðva mannréttindasamtakanna Amnesty International í Lundúnum. Meira
17. mars 1998 | Fólk í fréttum | 209 orð

Bresk hönnun í París

BRESKU fatahönnuðirnir Alexander McQueen og Stella McCartney fóru með Parísartískuna nokkur ár aftur í tímann þegar þau sýndu nýjustu línurnar í vikunni. McCartney fór aftur til 8. áratugarins og sýndi munstraðar flíkur, belti með stórum sylgjum og mótorhjólajakka. Meira
17. mars 1998 | Fólk í fréttum | 581 orð

"Dæmdur eftir síðustu mynd"

LÁRUS Karl Ingason lærði ljósmyndun í Gautaborg og hefur átt farsælan feril í auglýsingaljósmyndun síðustu ár. Hann er með gallerí í Hafnarfirði þar sem myndir hans eru til sýnis og sölu. "Það er frekar þungur róður að selja ljósmyndun sem list á Íslandi og á enn langt í land. Meira
17. mars 1998 | Menningarlíf | 241 orð

Erum við á réttu róli? í Keflavík

"UPPHAFIÐ var leiklistarnámskeið sem haldið var í janúar. Þátttakan á námskeiðinu var góð og upp úr því spannst þetta verk sem fjallar um vímuefnaneyslu og afleiðingar hennar," sagði Marta Eiríksdóttir, leikstjóri og kennari, um leikritið "Erum við á réttu róli?" sem unglingadeild Leikfélags Keflavíkur sýnir um þessar mundir í Frumleikhúsinu við Vesturbraut í Keflavík. Meira
17. mars 1998 | Tónlist | 674 orð

Ferð um víðerni fegurðarinnar

Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Schumann, Mahler, Grieg og Sibelius. Laugardaginn 14. mars 1998. AÐ syngja litla vögguvísu eða tónverk, þar sem mannleg átök rísa hátt, er samstofna á þann máta, að í lagtónun söngvarans þurfa að birtast öll tilfinningablæbrigði textans og það sama gildir um píanóleikinn, Meira
17. mars 1998 | Fólk í fréttum | 88 orð

Fögnuðu afmæli félagsins

MÁLARAMEISTARAFÉLAG Reykjavíkur fagnaði 70 ára afmæli sínu á dögunum en það var stofnað 26. febrúar 1928 af 16 málurum í Reykjavík. Félagar í dag eru 105 talsins og er tilgangur félagsins að efla samvinnu meðal málarameistara, gæta hagsmuna félagsmanna og stuðla að menntun stéttarinnar. Meira
17. mars 1998 | Menningarlíf | 197 orð

Góður rómur gerður að geislaplötu Nínu Margrétar

TÓNLISTARTÍMARITIÐ New York Concert Review í Bandaríkjunum, birti nýlega gagnrýni um geislaplötu Nínu-Margrétar Grímsdóttur píanóleikara sem SKREF gaf út í desember í fyrra. Gagnrýnandinn, Jed Distler, segir þar m.a. að "flutningur Nínu- Margrétar á verki Mendelssohns Variations sérieuses sé hápunktur plötunnar. Meira
17. mars 1998 | Skólar/Menntun | 747 orð

Hvað er Norræni sumarháskólinn? Við stöðu framkvæmdastjóra Norræna sumarháskólans (NSU) tók um áramótin Ragnar Garðarsson

ÁVEGUM Norræna sumarháskólans, NSU, fer í lok þessarar viku fram ráðstefna um norræna stjórnarskrárþróun. En hvað er Norræni sumarháskólinn? Hvaða starfsemi fer fram á vegum hans? Og hvað gerir framkvæmdastjóri NSU? Morgunblaðið innti Ragnar svars við þessum spurningum, ásamt öðrum. Meira
17. mars 1998 | Tónlist | 352 orð

Innblásið verk

Jónas Tómasson. Hörður Áskelsson, orgel. Hljóðritað í Hallgrímskirkju í nóvember 1997. Upptaka: Vigfús Ingvarsson, hljóðmeistari. Klipping: Páll Sveinn Guðmundsson. Útgefandi: Tónlistarfélag Ísafjarðar. Framleiðsla hljómdisks: Sony DADC, Austurríki. Dreifing: Japis. Meira
17. mars 1998 | Menningarlíf | 241 orð

Íslensk kórtónlist vekur athygli í dagskrá BBC

DAGSKRÁRGERÐARMENN frá BBC í Bretlandi komu hingað til lands í janúar sl. til að gera dagskrá um íslenska kórtónlist. Af því tilefni ræddu þeir við fjölda íslenskra tónlistarmanna og aðstoðaði Íslensk tónverkamiðstöð BBC við dagskrárgerðina. Í þættinum Choir Works, á rás 3 hjá BBC, hljómaði svo íslensk tónlist í tveggja tíma löngum þætti sem var á dagskrá sunnudagskvöldið 1. febrúar. Meira
17. mars 1998 | Tónlist | 312 orð

Látið gleðiópið gjalla

Litlir lærisveinar Landakirkju. Lög og textar: Helga Jónsdóttir. Strengjaútsetning og hljóðfæraleikur Sigurður Rúnar Jónsson. S.R.J.: panflauta, ásláttarhljóðfæri, harmonika, Hammond orgel, fiðla, mandolín, hljómborð og útsetti fyrir þessi hljóðfæri. Hljóðfæraleikarar: Arnór Hermannsson gítar, Högni Hilmisson bassi, Brynjólfur Snorrason trommur, Guðni Fransson klarinett, Tatu Kantomaa harmonika. Meira
17. mars 1998 | Fólk í fréttum | 252 orð

"Losing Hand" smáskífa vikunnar

FYRSTA smáskífa íslensku hljómsveitarinnar Lhooq var valin smáskífa vikunnar hjá breska tímaritinu Music Week en lagið "Losing Hand" kemur út í Bretlandi næsta mánudag. Í grein blaðsins segir að Lhooq sé bjartasta von Íslands síðan Björk kom fram á sjónarsviðið. "Lhooq eru yndisleg. Meira
17. mars 1998 | Menningarlíf | 70 orð

Nýjar bækur LÍF mitt í

LÍF mitt í hnotskurn er ljóðabók eftir Helgu Jennýju Hrafnsdóttur. Í bókinni eru 45 ljóð sem fjalla um líf höfundar undanfarin ár, en síðasta ljóðið í bókinni er eftir Madalyne Denton. Bókinni er skipt í þrjá kafla og eru ljóðin í tímaröð, frá því að höfundurinn var 14 ára og til 24 ára. Bókin er 32 bls. að lengd. Meira
17. mars 1998 | Menningarlíf | 164 orð

Nýjar geislaplötur

ÍSLANDSTÓNAR II er leikin tónlist (instrumental) í útsetningu fyrir panflautu, flautu og gítar. Flytjendur eru Martial Nardeau flauta, Tryggvi Hübner gítar og um annan hljóðfæraleik sér Þórir Úlfarsson, leikur m.a. á "samplaða", hljóðritaða panflautu sem gefur tónlistinni sérstakan blæ. Meira
17. mars 1998 | Menningarlíf | 137 orð

Reimleikar á Álafoss föt bezt

NÚ STENDUR yfir málverkasýning á málverkum Hönnu Bjartmars Arnardóttur á veitingahúsinu Álafoss föt bezt í Mosfellsbæ. Sýninguna nefnir Hanna Reimleikar og vísar nafnið til myndefnisins, sem sótt er í frásagnir af draugum, skrímslum, tröllum og öðrum kynjaverum. Meira
17. mars 1998 | Fólk í fréttum | 298 orð

"Reynslunni ríkari"

KEPPNIN um matreiðslumann Skandinavíu var haldin í Osló nú á dögunum. Fulltrúi Íslands var Hákon Már Örvarsson, matreiðslumaður Íslands árið 1997, og lenti hann í þriðja sæti keppninnar. "Það var gaman að taka þátt í keppninni og ég er reynslunni ríkari. Það er margt sem situr eftir og ég er þakklátur fyrir að fá að vera með," sagði Hákon um þátttöku sína. Meira
17. mars 1998 | Menningarlíf | 1002 orð

Rússneskir menntamenn fá á baukinn Rússneski bókmenntafræðingurinn Andrei Sinjavskíj er harðorður í garð rússneskra menntamanna

Í ÞREMUR ritgerðum, sem birtar eru í bókinni "Rússneskir menntamenn" segir Sinjavskíj að margir menntamenn líti á Borís Jeltsín sem nýjan keisara og dýrki hann sem einstakling. Flestir séu búnir að gleyma því að það hafi verið Mikaíl Gorbatsjov sem lagði grunninn að málfrelsinu sem menntamönnunum sé nú heilagara en nokkuð annað. Meira
17. mars 1998 | Fólk í fréttum | 131 orð

Sagði upp af siðferðisástæðum

RITSTJÓRI kvennablaðsins "Playgirl" sagði starfi sínu lausu um helgina til að mótmæla fyrirhugaðri myndabirtingu eigenda blaðsins. Um er að ræða nektarmyndir af stórstjörnunni Leonardo DiCaprio, sem teknar voru í leyfisleysi. "Þetta stríðir gegn siðferðisreglum mínum," sagði Ceslie Armstrong í viðtali við dagblaðið New York Post. Meira
17. mars 1998 | Skólar/Menntun | 630 orð

Sérfræðiþjónusta og starfsmenntun Menntamálaráðherra hélt kynningarfund fyrir Reykvíkinga á laugardag á Grand Hótel um nýja

KYNNINGARFUND um skólastefnuna sátu einungis nokkrir tugir manna, þar með taldir fulltrúar ráðuneytisins. Þeir sem mættu á fundinn voru þó fullir áhuga og fjöldi fyrirspurna kom fram um hin ýmsu málefni, sem snertu bæði grunn- og framhaldsskólann. Fræðslustjóri sá ástæðu til að ræða fjarveru kennara og taldi ástæðuna vera þá, að fundurinn væri á laugardegi. Meira
17. mars 1998 | Fólk í fréttum | 128 orð

Simpson- fjölskyldan vill launahækkun

LEIKARARNIR sem tala inn á teiknimyndaröðina um Simpson- fjölskylduna hafa snúið bökum saman og beðið um mikla launahækkun á næsta tímabili. Framleiðsla Fox á tíunda tímabili þáttanna átti að hefjast um miðjan mars, en kjaraviðræður hafa sett strik í reikninginn. Leikararnir, þ.ám. Meira
17. mars 1998 | Fólk í fréttum | 163 orð

Skyrið sló í gegn!

Á MÁNUDAGINN hófust íslenskar vikur í veitingasal sendifulltrúanna, "The Delegate's Dining Room" hér í húsi Sameinuðu Þjóðanna við Austurá á Manhattan. Það voru sælkerar og matarskríbentar af ýmsu tæi sem sátu til borðs inni í eldhúsinu og nutu þess sem fram var borið. Meira
17. mars 1998 | Bókmenntir | 505 orð

Stykkishólmur á 19. öld

Miðstöð Vesturlands 1845-1892. Ásgeir Ásgeirsson: Útg.: Stykkishólmsbær, 1997, 480 bls. ÞETTA er annað bindi mikillar sögu Stykkishólms. Eitt eða fleiri eru ókomin. Að fyrsta bindinu voru höfundar tveir, Ólafur Ásgeirsson og Ásgeir Ásgeirsson. Nú er einungis sá síðarnefndi höfundur. Meira
17. mars 1998 | Tónlist | 509 orð

Sveiflugaukurinn

Gaukur gítar, Ólafur píanó, Tómas R. Einarsson bassa og Guðmundur R. Einarsson trommur. Fimmtudagur 12. mars. ÞÁ hefur Múlinn ­ djassklúbbur Reykvíkinga ­ starfað í mánuð á þessu ári og eru tónleikarnir orðnir átta og hafa skipst hnífjafnt milli yngri og eldri djassleikara. Meira
17. mars 1998 | Fólk í fréttum | 86 orð

Umdeild mynd bönnuð á Ítalíu

ATRIÐI úr ítölsku kvikmyndinni "Toto sem lifði tvisvar". Dreifing á henni hefur verið bönnuð af ítalska kvikmyndaeftirlitinu. Hefur úrskurðinum verið mótmælt harðlega af þarlendum kvikmyndaleikstjórum. Enda er þetta í fyrsta skipti sem mynd er bönnuð á Ítalíu síðan árið 1975. Í myndinni eru atriði sem eru til þess fallin að ganga fram af fólki. Meira
17. mars 1998 | Fólk í fréttum | 92 orð

Ungfrú Albanía krýnd aftur

UNGFRÚ Albanía var krýnd aftur eftir tveggja ára hlé og bar Aldona Elezi, sem er nítján ára, sigur úr býtum. Keppnin hefur ekki verið haldin síðan árið 1995 vegna pólitísks óstöðugleika og ólgu í landinu. Elezi hlaut að launum gullkórónu sem er 15 þúsund dollara virði og dágóða verðlaunaupphæð. Meira
17. mars 1998 | Bókmenntir | 336 orð

Úr fórum Karls Ísfelds BÆKUR Ljóðabók

Útg.: Thorarensen lyf ehf., 1997, 48 bls. Framangreindur útgefandi hefur tekið upp þann góða sið að gefa út ljóðakver á jólum og senda sem kveðju til þeirra heilbrigðisstétta sem mest er skipt við. Að þessu sinni urðu fyrir valinu áður óbirt kvæði eftir Karl Ísfeld, sem Magnús Óskarsson hafði undir höndum. Karl Ísfeld var kunnur vel á sinni tíð og enn minnast margir hans, a.m. Meira
17. mars 1998 | Skólar/Menntun | 538 orð

Vandinn að velja fræðslu við hæfi Fólk sem vill skipta um starf þarf aðgang að gagnlegu námi Gagnagrunnurinn á að veita

SÉRHVER einstaklingur sem leitar að námi; faggrein, endurmenntun, þjálfun eða fræðslu í tilteknum málum, þyrfti að hafa aðgang að upplýsingaveitu sem geymir svörin við spurningunum sem vakna. Meira
17. mars 1998 | Menningarlíf | 110 orð

Víólu­ og fiðluleikur á Háskólatónleikum

HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 18. mars og hefjast kl. 12.30. Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikari leika Dúett K 424 eftir W.A. Mozart og Passacaglíu eftir Händel-Halvorsen. Helga og Sigurlaug stunduðu báðar tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Að loknu námi þar héldu þær til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Meira
17. mars 1998 | Fólk í fréttum | 304 orð

Vopn = völd wep» (Truth or Consequences. N.M.)

Framleiðandi: Higgins/Messick/ Wayne. Leikstjóri: Kiefer Sutherland. Handritshöfundur: Brad Mirman. Kvikmyndataka: Ric Waite. Tónlist: Jude Cole. Aðalhlutverk: Vincent Gallo, Mykelti Williamson, Kiefer Sutherland, Kevin Pollak, Kim Dickens og Grace Phillips. 101 mín. Bandaríkin. Colombia Tristar/Skífan. Útgáfud.: 25. febrúar. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
17. mars 1998 | Fólk í fréttum | 161 orð

Þorrablót haldið í Bandaríkjunum

RÚMLEGA tvö hundruð Íslendingar og vinir komu saman og héldu árlegt þorrablót Íslensk-ameríska félagsins í Norfolk fyrir skömmu. Þorrablótið var nú haldið í þrettánda sinn og kom fólk alla leið frá Seattle í Washingtonfylki, Flórída og víðar. Að þessu sinni var nýr sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, Jón Baldvin Hannibalsson, viðstaddur ásamt eiginkonu sinni Bryndísi Schram. Meira
17. mars 1998 | Myndlist | 1289 orð

Þrír módernistar

Opið alla daga nema mánudaga frá 12-18. Til 22. mars. Aðgangur 200 krónur. ÞAÐ telst nokkur viðburður nú um stundir, er þrír grónir módernistar af eldri skólanum sýna samtímis í Listasafni Kópavogs. Meira

Umræðan

17. mars 1998 | Aðsent efni | 433 orð

Björgunarbúning, "flotgalla", í öll skip

ÉG VIL með þessari grein vekja athygli á þeirri dapurlegu staðreynd að á stórum hluta smærri fiskibáta hér á landi, sem eru styttri en 12 metrar á lengd, er ekki lögboðin skylda að hafa flotvinnugalla um borð. Hér er um að ræða svokallaða krókabáta. Meira
17. mars 1998 | Aðsent efni | 761 orð

Breytum ekki áfengiskaupaaldrinum

NÚ LIGGUR fyrir Alþingi frumvarp til áfengislaga. Þar er sem betur fer ekki lagt til að breyting verði á áfengiskaupaaldri, en því miður hefur það komið fram í umræðum á Alþingi að áhugi er á því hjá nokkrum þingmönnum að færa þann aldur niður í 18 ár. Meira
17. mars 1998 | Aðsent efni | 679 orð

Einu sinni var...

"Ég ætla að segja ykkur sögu"... Þannig hófu þeir mál sitt fyrirlesarar á ráðstefnu á Akureyri á dögunum þar sem umfjöllunarefnið var munnleg geymd í nútíma samfélagi og tengsl ferðaþjónustu og menningar. Lífið er saga Að líta á lífið sem sögu eins og David Campell frá Skotlandi orðaði það "A Wonderful Story" er ekki svo fráleitt. Meira
17. mars 1998 | Aðsent efni | 579 orð

Fíkniefnamál

UNDANFARNA mánuði hafa fjölmiðlar fjallað mikið um störf fíkniefnadeildar lögreglunnar og afskipti tveggja ráðherra, þeirra Þorsteins Pálssonar og Halldórs Ásgrímssonar, af reynslulausn Franklíns Steiners á sínum tíma. Það má ætla að afskipti yfirmanna deildarinnar, fullnustunefndar og viðkomandi dómsmálaráðherra af þessu máli hafi stórskaðað löggæsluna. Meira
17. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 330 orð

Handbókin hennar Jónínu minnar Frá Christian Þorkelssyni: SJALDA

SJALDAN eða aldrei hef ég orðið jafn gáttaður og þegar grein Kristjáns Ottóssonar, framkvæmdastjóra Hita- og loftræstiþjónustunnar og Lagnafélags Íslands, birtist í DV. Þessi grein hefur eflaust átt að vera skemmtilestur út í gegn, enda skrifaður gamanleikþáttur sem fjallar um hjónin í Fúlavogi 28 og samskipti þeirra við píparann, hönnuðinn og loks Lagnafélagið, Meira
17. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 514 orð

Húsnæði MR Frá Valdimar Kristinssyni: FYRIR stuttu var haldin sý

FYRIR stuttu var haldin sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem kynnt var skipulag á Menntaskólareitnum eftir þau feðgin Helga Hjálmarsson og Lenu Helgadóttur. Þetta er í öllum aðalatriðum sama tillaga og þau hlutu almennt lof og verðlaun fyrir árið 1995. Síðan hefur þó lítið gerst þarna en væntanlega verður nú breyting á. Meira
17. mars 1998 | Aðsent efni | 563 orð

Lækkun aldursmarks til áfengiskaupa eykur unglingadrykkju

Rannsóknir hafa sýnt, að draga má úr áfengisnotkun og áfengistengdum vandamálum með 1) takmörkun á aðgengi, svo sem framboði og fjölda útsölustaða, opnunartíma og hverjum megi selja eða veita áfengi (aldurslágmark), og 2) háu verðlagi. Fræðsla er gagnleg með þessum aðgerðum, svo að fólk skilji betur nauðsyn þeirra, en hefur takmarkað gagn ein sér án takmörkunar á aðgengi, eins og t.d. Meira
17. mars 1998 | Aðsent efni | 634 orð

Meinatækni - lykill að lækningu

HEFUR þú komið í Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands eða í hópskoðanir sem félagið stendur fyrir um land allt? Þessu ættu flestar konur yfir tvítugt að geta svarað játandi. Með leghálsskoðun og sýnistöku fer fram mikið forvarnarstarf sem stuðlar að betri heilsu kvenna. Árið 1964 hófst á Íslandi regluleg leit að leghálskrabbameini og forstigum þess. Meira
17. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 508 orð

MFS ­ frábær þjónusta Frá Önnu Jóhannsdóttur: Á FIMMTUDAG birtis

Á FIMMTUDAG birtist hér á síðunum bréf frá manni sem taldi Landspítalann mismuna konum eftir því hvernig heilbrigði þeirra væri háttað á meðgöngu og við fæðingu. Kom þar meðal annars fram sú skoðun hans að konur sem væru í MFS-þjónustunni, sem fjallað var um í Morgunblaðinu fyrir skömmu, ættu að greiða ríflegt aukagjald fyrir þjónustuna. Meira
17. mars 1998 | Aðsent efni | 200 orð

Rangfærsla stjórnarformanns Ríkisspítalanna

Í KVÖLDFRÉTTUM ríkisútvarpsins 10. þ.m. gerði Guðmundur G. Þórarinsson, stjórnarformaður ríkisspítalanna, grein fyrir nýjustu aðgerðinni í heilbrigðismálum landsmanna, en hún er í því fólgin að stjórn ríkisspítalanna hefur nú fyrirskipað 10% niðurskurð á hjartaþræðingum og kransæðavíkkunum. Meira
17. mars 1998 | Aðsent efni | 329 orð

Röng túlkun

ILLUGI Gunnarsson og Orri Hauksson rangtúlka hluta af setningu sem höfð var eftir mér í nýlegu viðtali við Morgunblaðið. Þetta hafa þeir gert í tveimur blaðagreinum. Þeir halda því ranglega fram að það sem ég sagði styðji pólitískan áróður þeirra. Við þetta verður ekki unað. Aðalatriðið er að núverandi handhafar kvóta sitja að fiskveiðiarðinum á Íslandi eins og flestir vita sennilega. Meira
17. mars 1998 | Aðsent efni | 790 orð

Sveigjanlegur starfsaldur

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra skrifaði mjög athyglisverða grein í Morgunblaðið 24. jan. sl. um sveigjanlegan eftirlaunaaldur. Er mikið gleðiefni, að hann skuli vera fylgjandi því sjónarmiði, sem margir úr hópi aldraðra og aðrir málsmetandi menn hafa vakið athygli á undanfarin ár og jafnvel áratugi. Meira
17. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 573 orð

Vegir og þjóðgarðar Frá Halldóri Finnssyni: ÞEIR Finnbogi G. Lár

ÞEIR Finnbogi G. Lárusson, Laugabrekku, Snæf., og Kristinn Kristjánsson, fyrrv. kennari á Hellissandi, rita í Morgunblaðið sína greinina hvor hinn 25. febr. sl. og eru greinar þeirra að mestu um vegamál á Snæfellsnesi og væntanlegan þjóðgarð úti á Nesinu og yfir Snæfellsjökul. Meira
17. mars 1998 | Aðsent efni | 459 orð

Villandi samanburður og selstöðuver

Í RITI Einars Laxness: Íslandssaga ­ Alfræði Vöku Helgafells R. 1995 ­ segir undir uppflettihugtakinu selstöðukaupmaður: "selstöðuverslun, heiti á dönskum kaupmönnum og fyrirtækjum, sem ráku verslun á íslenskum höfnum... þegar einokunarverslun lauk 1787... Selstöðukaupmenn ráku útibú eða "sel" á Íslandi... Meira

Minningargreinar

17. mars 1998 | Minningargreinar | 431 orð

Affa Friðriksdóttir

Nokkur kveðjuorð til starfsfélaga sem fallinn er frá, hún hét Alfreðsína en gekk alltaf undir nafninu Affa. Hún átt mörg ár að baki en var samt svo skolli ung, að allur aldur gleymdist. Það voru fáir sem gengu eins mikið og Affa, henni fannst ekkert að ganga innan úr Heimum og niður í bæ og til baka aftur, enda var hún kvik og hress. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 513 orð

Affa Friðriksdóttir

Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinborna dís, og hlustið, englar Guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Okkur langar til að kveðja Öffu frænku með nokkrum orðum, en hún hefði orðið 87 ára í næsta mánuði. Affa hét fullu nafni Alfreðsína Sigríður Pála, m.a. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 90 orð

AFFA FRIÐRIKSDÓTTIR

AFFA FRIÐRIKSDÓTTIR Affa Friðriksdóttir var fædd í Bolungarvík 15. apríl 1911. Hún lést í Reykjavík 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hjálmar Friðrik Árnason frá Sauðárkróki og Halldóra Árnadóttir frá Hvalsnesi. Elsti bróðir Öffu hét Alfreð. Hann lést barn að aldri. Systir Öffu var Málfríður, húsfreyja á Akureyri, fædd 1897, dáin 1979. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 286 orð

Afmælisog minningargreinar

MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 230 orð

Baldur Gunnarsson

Mínar fyrstu minningar um Baldur frænda minn eru heimsóknir okkar til hans ásamt foreldrum þegar við systurnar vorum litlar. Hann gaf okkur öl og sælgæti, var að grínast í okkur, hress og kátur og ávallt laumaði hann einhverju góðgæti í vasa okkar áður en lagt var af stað heim. Þannig var Baldur frændi, alltaf með húmorinn til staðar, gjafmildur og hafði gaman að börnum. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 29 orð

BALDUR GUNNARSSON

BALDUR GUNNARSSON Baldur Gunnarsson fæddist í Húsavík við Borgarfjörð eystri 27. júlí 1915. Hann lést á Droplaugarstöðum 5. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 16. mars. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 343 orð

Einar Albertsson

Vinur minn, Einar Albertsson, fyrrv. póstfulltrúi í Siglufirði, er einn ágætasti maður sem ég hef kynnst um ævina. Leiðir okkar lágu saman, þegar ég var kvaddur norður í Siglufjörð um hásumar fyrir 36 árum til viðræðna um hugsanlegt framboð í efsta sæti lista Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra í komandi alþingiskosningum, Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 381 orð

Einar Albertsson

Vinur minn og mágur, Einar M. Albertsson, hefur kvatt þetta jarðlíf. Það var snemma árs 1938 að okkur, félögum í Umf. Bifröst í Önundarfirði, bárust í hendur nöfn nokkurra félaga í Umf. Geisla í Álftafirði vestra. Meiningin var að koma á bréfasambandi milli félaga. Ég mun hafa verið einna fyrstur að velja mér nafn af listanum: Einar M. Albertsson, Dvergasteini, 14 ára. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 173 orð

EINAR ALBERTSSON

EINAR ALBERTSSON Einar Magnús Albertsson fæddist á Búðarnesi í Súðavík 12. júlí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórdís Magnúsdóttir og Albert Einarsson. Systkini Einars voru Lúðvík, f. 13. júlí 1912, d. 8. ágúst 1987; Ásgrímur, f. 9. ágúst 1914, d. 22. október 1996; Sigríður, f. 18. júlí 1916, d. 22. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 527 orð

Einar M. Albertsson

Þeim fækkar óðum gömlu samborgurunum frá Siglufjarðarárum mínum. Og nú er Einar M. Albertsson látinn. Satt best að segja kom andlát hans mér nokkuð á óvart og mér brá ónotalega. En hér sannaðist hið margsagða að enginn veit ævina fyrr en öll er. Einar M. Albertsson og Dúdda (Þórunn) kona hans voru sannkallaðir vinir mínir frá fyrstu kynnum. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 283 orð

Eyjólfur Sigurðsson

Ég man fyrst eftir Eyfa þegar ég var lítill snáði með móður minni í Reykholti. Þaðan er mér minnisstæð stóra hrærivélin í eldhúsinu þar sem mamma vann, gufubaðið og fjósið þar sem Eyfi var bústjóri, en minningin um Eyfa er þó skýrust. Mamma og Eyfi giftu sig árið 1966, þá var ég orðinn 21 árs gamall en öll þessi ár kom jólakort frá Eyfa til okkar. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 96 orð

EYJÓLFUR SIGURÐSSON

EYJÓLFUR SIGURÐSSON Eyjólfur Sigurðsson fæddist í Reykjavík 8. maí 1919. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Eyjólfsson og Þorbjörg Vigfúsdóttir, en frá tveggja ára aldri ólst hann upp á Kolslæk í Borgarfirði hjá Andrési Vigfússyni og Höllu Jónsdóttur. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 640 orð

Guðmunda Vigfúsdóttir

Þegar mér barst andlátsfregn Guðmundu Vigfúsdóttur, þá fannst mér að sá sem ræður tilveru okkar hefði gjört góðverk, í bestu merkingu þess orðs, "að hvíldin var henni kærkomin". Minningarorð sem hér eru tínd saman um Guðmundu, þau eru mér minnistæð frá æskudögum mínum vestan frá Djúpi. Oft hef ég hugsað um hvað guð getur lagt á sumt fólk. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 387 orð

Guðmunda Vigfúsdóttir

Í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín Guðmunda Vigfúsdóttir. Hún ólst upp í foreldrahúsum, en fór snemma að vinna fyrir sér eins og títt var á þeim tímum. Rúmlega tvítug giftist hún Hermanni Sveinssyni, og bjuggu þau í Skálavík fram til ársins 1955 er þau fluttu til Ísafjarðar. Hamingjan brosti við ungu hjónunum, þó efnin væru ekki mikil, en snemma árs 1935 dundi ógæfan yfir. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 157 orð

GUðMUNDA VIGFÚSDÓTTIR

GUðMUNDA VIGFÚSDÓTTIR Guðmunda Vigfúsdóttir fæddist í Tungu í Nauteyrarhreppi 1. júlí 1909. Hún andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arnfríður Benediktsdóttir og Vigfús Vigfússon. Guðmunda átti tvö alsystkini, Hallfríði og Vigfús, en Hallfríður er látin fyrir mörgum árum. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 108 orð

Sólveig Björnsdóttir

Það er margt sem kemur upp í huga okkar þegar við rifjum upp samverustundirnar sem við áttum með þér. Við vorum kannski ung þegar við vorum sem mest hjá þér en sumum hlutum gleymir maður aldrei. Svo er það með ömmu með hvíta hárið. Við tókum upp á því að kalla þig þetta þegar við vorum yngri og eigum eflaust alltaf eftir að gera. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 776 orð

Sólveig Björnsdóttir

Fyrstu kynni mín af kærri tengdamóður minni, Sólveigu, voru á Ölduslóðinni í Hafnarfirði, á hennar fallega heimili, sem hún bjó sér eftir að hafa farið úr stóru einbýlishúsi á Brekkugötunni. Ég var með Hrafnkeli mínum, sem vildi gjarna að ég kynntist móður sinni. Í dyragættinni stóð þessi fallega kona sem geislaði af, vel snyrt með svuntu vel bundna um mittið. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 247 orð

Sólveig Björnsdóttir

Þegar pabbi tilkynnti mér andlát ömmu Sólveigar sagði ég honum að ég ætlaði ekki að votta samúð mína, heldur að samgleðjast, og vísaði þar með til orða ömmu Sólveigar, þegar ég sagði henni frá andláti hinnar ömmu minnar, Kristínar, en hún sagði: "Elsku Lára Sif mín, ég ætla ekki að samhryggjast þér út af láti ömmu þinnar, heldur að samgleðjast. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 245 orð

Sólveig Björnsdóttir

Við fráfall Sólveigar Björnsdóttur rifjast upp ljúfar æskuminningar. Hugurinn reikar til þess tíma, þegar föðurbróðir minn, Ásgeir G. Stefánsson, einn mesti máttarstólpi Hafnarfjarðar í atvinnulífi og öðrum sviðum á þeim árum, ákvað á miðjum aldri að kvænast Sólveigu. En Ásgeir var, eins og þeir vita, sem til þekktu, sérstæður og ógleymanlegur persónuleiki. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 143 orð

Sólveig Björnsdóttir

Tengdamóður minni Sólveigu Björnsdóttur kynntist ég fyrst árið 1963, er ég kvæntist dóttur hennar, Ragnhildi, og vil ég með þessum fátæklegu línum minnast hennar. Fyrsta viðmót skiptir miklu og fann ég strax að þar fór heilsteypt og góð kona, sem sýndi mér og mínum mikinn hlýhug og vináttu. Myndarlegt heimili þeirra Ásgeirs G. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 535 orð

Sólveig Björnsdóttir

Á komandi hausti eru liðin fimmtíu og tvö ár síðan við hjónin giftum okkur og settumst að í íbúð okkar á Brekkugötu 22. Næstu nágrannar okkar urðu þá hjónin á Brekkugötu 24, Sólveig Björnsdóttir og Ásgeir G. Stefánsson, og börn þeirra þrjú. Ásgeir lést árið 1965, og nú hefur Sólveig kvatt þennan heim, háöldruð og vafalaust hvíldinni fegin. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 686 orð

SÓLVEIG BJÖRNSDÓTTIR Sólveig Björnsdóttir fæddist í Ha

SÓLVEIG BJÖRNSDÓTTIR Sólveig Björnsdóttir fæddist í Hafnarfirði 18.7. 1905. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnhildur Egilsdóttir, húsmóðir, f. í Reykjavík 2.12. 1878, d. 16.7. 1960, og Björn Helgason, skipstjóri, f. á Glammastöðum í Svínadal 15.5. 1874, d. 9.12. 1962. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 543 orð

Steindór Sighvatsson

Steindór ólst upp í Ártúnum til 14 ára aldurs og síðan á Ragnheiðarstöðum í Árnessýslu í hópi átta systkina, á góðu heimili í skjóli góðra foreldra og móðurömmu Margrétar Guðmundsdóttur prestsdóttur frá Stóruvöllum. Margrét kom á heimilið þegar við systkinin vorum ung að árum og átti hún þar heima til dauðadags. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 351 orð

Steindór Sighvatsson

Elsku pabbi minn, minn kæri vinur. Mikið skelfing sakna ég þín, sakna þess að tala ekki við þig í símann meira. Alltaf gátum við talað saman um heima og geima og skildum hvort annað mjög vel. Eins mun ég sakna þess að við förum ekki saman til systkina þinna né til Sísíar og Bjarna frænda, en þá var oft mikið hlegið og skrafað, harmonikkan tekin upp og sungið. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 245 orð

Steindór Sighvatsson

Elsku pabbi minn. Ég hélt að við fengjum að hafa þig aðeins lengur hjá okkur. En núna líður þér miklu betur og ferðast örugglega um höfin blá eins og þú óskaðir þér og dregur örugglega djúpt að þér andann. Við erum búin að gera svo margt saman og ég á svo margar minningar að ég væri marga daga að skrifa þær niður og þær eru allar góðar. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 183 orð

Steindór Sighvatsson

Þegar Rós hafði samband við mig og sagði mér að þú værir dáinn, fóru minningarnar að streyma fram. Ég var komin vestur í Stykkishólm á Silfurgötuna. Ég sé þig fyrir mér sitjandi inni í stofu spilandi á harmonikkuna "Suður um höfin". Þetta lag, harmonikkan og þú hafa alltaf verið eitt í mínum huga. Mér er ljúfsárt að rifja upp þessi ár því það hafa myndast svo stór skörð í hópinn sem þarna var. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 395 orð

STEINDÓR SIGHVATSSON

STEINDÓR SIGHVATSSON Steindór Sighvatsson var fæddur á Ártúnum á Rangárvöllum 27. apríl 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Blönduóss 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sighvatur Andresson frá Hemlu í Landeyjum og Kristín Árnadóttir frá Oddhól á Rangárvöllum. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 1413 orð

Valfríður Guðmundsdóttir

Misjöfn er mannanna ævi, eða á ég kannski fremur að segja mislöng er mannanna ævi. Þegar Fríða ömmusystir mín var að verða sextug stakk dóttir hennar upp á því að hún hressti upp á stofuna fyrir afmælið. Æ, það tekur því ekki sagði afmælisbarnið. Síðan liðu 44 ár þar til Valfríður Guðmundsdóttir eða Fríða eins og hún var alltaf kölluð kvaddi þennan heim nýorðin 104 ára gömul, þá elst Íslendinga. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 92 orð

Valfríður Guðmundsdóttir

Elsku Fríða, með þessum ljóðlínum kveð ég þig og þakka þér alla þína umhyggju sem þú sýndir mér frá barnsaldri til fullorðinsára. Þær gleymast seint stundirnar sem ég átti hjá ykkur Jóni á Bræðraborgarstígnum og öll sú ást og hlýja sem þið gáfuð mér. Hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Eyjólfur. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 171 orð

VALFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

VALFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Valfríður Guðmundsdóttir fæddist á Heimaskaga á Akranesi 8. janúar 1894. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Árnason og Sigurrós Gunnlaugsdóttir. Valfríður ólst upp hjá föðurbróður sínum, Jóni Árnasyni skútuskipstjóra og konu hans Helgu Jóhannesdóttur. Hinn 30. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 300 orð

Vilhelmína Dagbjört Guðmundsdóttir

Nú hefurðu fengið þína langþráðu hvíld, elsku amma Villa. Þó að um háan aldur hafi verið að ræða þá finnst okkur systrum afar sárt að sjá á eftir þér. En við trúum því að nú sért þú komin til afa og laus við allan ys og þys þessa heims. Við eigum margar góðar minningar frá Hraunkambinum, en þar bjugguð þið afi nær allan ykkar búskap. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 67 orð

Vilhelmína Dagbjört Guðmundsdóttir

Elsku langamma Spons, þú kallaðir mig alltaf litla "sponsið" þitt og því nefndi ég þig alltaf ömmu Spons. Ég þakka þér fyrir alla sokkana og vettlingana sem þú gafst mér. Nú ertu komin til langafa og líður vel. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi. Bæn frá mínu brjósti, sjáðu blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eir. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 195 orð

VILHELMÍNA DAGBJöRT GUðMUNDSDÓTTIR

VILHELMÍNA DAGBJöRT GUðMUNDSDÓTTIR Vilhelmína Dagbjört Guðmundsdóttir fæddist í Seli í Ásahreppi í Holtum 7. september 1906. Hún andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jóhannesson, bóndi í Seli, f. 18. ágúst 1869, d. 8. júní 1947. Kona hans var Sesselja Vigfúsdóttir, f. 29. júlí 1873, d. 11. febrúar 1952. Meira
17. mars 1998 | Minningargreinar | 231 orð

(fyrirsögn vantar)

Elsku amma, þú sagðir einhverju sinni við mig, að ég væri alltaf að ferðast. Það var mér kært, að síðasta póstkortið, sem ég sendi þér, barst þér daginn áður en þú fórst yfir móðuna miklu. Nú ert þú komin á stað jarðneskra endaloka og nýs upphafs og verður þetta síðasta bréfið, sem ég sendi þér. Meira

Viðskipti

17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 120 orð

BMW hefur enn áhuga á Rolls-Royce

ÞÝZKI bílaframleiðandinn BMW AG hefur ítrekað áhuga sinn á að bjóða í brezka lúxusbílaframleiðandann Rolls-Royce. Forstjóri BMW, Bernd Pischetsrieder, sagði að fyrirtækið íhugaði aðra kosti, ef vonir um að eignast Rolls-Royce rættust ekki. Talsmaður BMW vildi ekki svara því hvort BMW hefði þegar boðið Í Rolls-Royce. Meira
17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 210 orð

»Buffett eykur bjartsýni austan hafs og vestan

HÆKKANIR á lokagengi evrópskra verðbréfa í gær komu í kjölfar hækkana í Wall Street eftir jákvæð ummæli fjármálamannsins Warrens Buffetts um ástand kauphallarviðskipta. Lokagengi franskra hlutabréfa hækkaði mest, eða um 1,6%, sem er met, en lokagengi þýzkra hlutabréfa hækkaði um 0,7% og það var einnig met. Lokagengi hlutabréfa í Mílanó og Amsterdam mældist einnig á meti. Meira
17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 38 orð

Ð240 milljóna hagnaður

HAGNAÐUR af rekstri Þormóðs ramma-Sæbergs hf. var 240 milljónir kr. á síðasta ári, en ekki 40 milljónir eins og misritaðist í yfirfyrirsögn á frétt um afkomu fyrirtækisins á viðskiptasíðu síðastliðinn laugardag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 48 orð

ÐAðalfundi Tæknivals frestað

AÐALFUNDI Tæknivals hf. sem vera átti á morgun, 18. mars, hefur verið frestað vegna mistaka við boðun. Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tæknivals, segir að fundurinn verði boðaður að nýju. Stefnt er að því að hann verði 3. apríl en það var þó ekki endanlega ákveðið í gær. Meira
17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 245 orð

ÐBischoff/Lürssen á mest í Samskipum

BISCHOFF/LÜRSSEN-fjölskyldan verður stærsti hluthafinn í Samskipum hf., með 23,1% beina og óbeina eignaraðild, eftir kaup hennar á viðbótarhlutafé í félaginu í tengslum við kaup Samskipa á skipafélagi fjölskyldunnar, Bischoff Gruppe. Stærsti hluthafinn í Samskipum er Nordatlantik Transport Gmbh. Meira
17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 103 orð

ÐEimskip lækkaði vegna jöfnunar

HLUTABRÉF að verðmæti 53 milljónir kr. skiptu um hendur á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Mest voru viðskiptin með hlutabréf í Haraldi Böðvarssyni hf. og Útgerðarfélagi Akureyringa. Hlutabréfin í ÚA hækkuðu lítillega, eða um 2,2%. Gengi hlutabréfa Eimskips lækkaði um 23% í gær, miðað við gengi bréfanna á föstudag, og var gengið í gær 6,15. Meira
17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 84 orð

ÐJónas Fr. Jónsson til Eftirlitsstofnunar EFTA

Jónas Fr. Jónsson hefur látið af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, þar sem hann hefur starfað frá árinu 1991, að undanskildu einu ári er hann lagði stund á framhaldsnám í Englandi. Meira
17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 54 orð

ÐÚtboð ríkisvíxla

ÚTBOÐ á ríkisvíxlum fer fram í dag kl. 11 hjá Lánasýslu ríkisins. Gefnir verða út 3, 5 og 11 mánaða víxlar. Lágmarksfjárhæð útboðsins er 300 milljónir kr. og hámarksfjárhæð 5 milljarðar. Greiðsludagur er 18. mars. Lánasýslan vekur athygli á því að hinn 18. mars koma til innlausnar ríkisvíxlar fyrir um 4.900 milljónir kr. Meira
17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 88 orð

ÐÞór Sigfússon svæðisstjóri NIB

ÞÓR Sigfússon hefur verið ráðinn svæðisstjóri Íslands hjá Norræna fjárfestingarbankanum (NIB) í Helsinki í Finnlandi. Þór hefur starfað í fjármálaráðuneytinu frá árinu 1994 en á síðastliðnu ári vann hann í alþjóðadeild Norræna fjárfestingarbankans. Norræni fjárfestingarbankinn var stofnaður árið 1975 og tók til starfa árið eftir. Meira
17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 166 orð

Gengið fellt í Grikklandi

GENGI grísku drökmunnar hefur verið lækkað um 14% og hlutabréf hafa hækkað í verði. Um 450 milljónir dollara flæddu inn á markaði landsins. "Við erum ánægðir í meginatriðum," sagði Lucas Papademos seðlabankastjóri. Um leið hafa Grikkir gerzt aðilar að gengissamstarfi Evrópu (ERM) og var gengi drökmunnar skráð 357 ecu. Fyrsta viðskiptadaginn fengust 352 drökmur fyrir ecu. Meira
17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 493 orð

Lágmarksverð 90 milljónir króna

FJÁRVANGUR hefur óskað eftir tilboðum í hlut Framkvæmdasjóðs Íslands í Íslenskum markaði hf. á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdasjóður á tæp 55% hlutafjár og vill selja hlutinn í einu lagi. Lágmarksverð er 90 milljónir, staðgreitt. Íslenskur markaður hf. var stofnaður um 1970 með þátttöku nokkurra íslenskra framleiðslufyrirtækja og félagasamtaka. Meira
17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 98 orð

Liður í miðlun hlutabréfa

KAUP Íslandsbanka hf. á hlutabréfum í Frjálsri fjölmiðlun hf., útgáfufélagi DV, er liður í miðlun bankans á hlutabréfum, að sögn Sigurveigar Jónsdóttur, blaðafulltrúa Íslandsbanka. Íslandsbanki, Tryggingamiðstöðin, Íslenski hlutabréfasjóðurinn og Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans hafa keypt 20% eignarhlut í Frjálsri fjölmiðlun af Sveini R. Eyjólfssyni og Eyjólfi Sveinssyni. Meira
17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 229 orð

Reiknað með 5% tekjuminnkun

MINNI hagnaður verður af rekstri Síldarvinnslunnar hf. á yfirstandandi ári en var á því síðasta. Kom þetta fram á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var í Neskaupstað síðastliðinn laugardag. Í rekstraráætlun Síldarvinnslunnar fyrir árið 1998 er gert ráð fyrir að tekjur minnki milli ára um tæp 5% og að hagnaður af reglulegri starfsemi verði 202 milljónir kr. Meira
17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 311 orð

Rökke nær yfirráðum yfir dönsku fyrirtæki

NORSKI fjárfestirinn Kjell Inge Rökke hefur náð yfirráðum yfir danska fjárfestingarfélaginu Gefion AS með fjárfestingu upp á 650 milljónir norskra króna. Rökke kaupir 39% hlutabréfa í Gefion, sem eru leifar danska fjármálafélagsins Baltica. Meira
17. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 284 orð

Sameiginleg velta 15 milljarðar kr.

STJÓRN skyndibitakeðjunnar Miami Subs Corporation í Fort Lauderdale í Flórída, sem rekur tæplega 200 veitingastaði, er enn að skoða tilboð Arthur Treacher's í fyrirtækið. Velta sameiginlegs fyrirtækis yrði um 15 milljarðar kr. Meira

Daglegt líf

17. mars 1998 | Neytendur | 112 orð

Fjórar kaffitegundir

NÝLEGA var byrjað að selja fjórar nýjar kaffitegundir hjá Kaffi Puccini við Vitastíginn. Í fréttatilkynningu frá Kaffi Puccini kemur fram að um er að ræða Guatemala Atitlan en það er búið til úr baunum sem eru ræktaðar í þorpinu Atitlan í Guatemala. Þess má geta að af sölu hvers 500 gramma pakka renna 73 krónur til uppbyggingar í þorpinu. Meira
17. mars 1998 | Neytendur | 193 orð

Hættuleg efni í mjúkum leikföngum úr plasti

MJÚK leikföng sem eru gerð úr PVC plasti innihalda talsvert magn af mýkingarefnum, þar með talin svokölluð tallöt. Þessi efni eru grunuð um að líkja eftir estrógen hormónum og að þau geti dregið úr frjósemi. Einnig er talið að sum þeirra geti valdið krabbameini. Þessi skaðlegu efni geta leyst upp í munnvatni þegar börnin sjúga leikföngin og hafa þessi málefni t.d. Meira
17. mars 1998 | Neytendur | 532 orð

Mjólkursýrugerill sem eykur jafnvægi í meltingu

ÞESSA dagana er að koma á markað ný mjólkurafurð sem heitir LGG+. Hún er unnin úr fitulausri mjólk og inniheldur LGG gerla. Að sögn Einars Matthíassonar, framkvæmdastjóra vöru­ og tækniþróunarsviðs hjá Mjólkursamsölunni, inniheldur LGG+ bæði a- og b- gerla og trefjaefnið oligofrúktósa sem örvar vöxt heilnæmra gerla í meltingarvegi. Kemur jafnvægi á meltinguna Meira

Fastir þættir

17. mars 1998 | Í dag | 388 orð

AÐ HEFUR lengi verið haft á orði, að það skorti aga í um

AÐ HEFUR lengi verið haft á orði, að það skorti aga í umferðinni hér en Víkverji hallast að því, að yfirvöldum sé smátt og smátt að takast að koma á þeim aga. Hið nýja punkta- og sektarkerfi á mikinn þátt í því. Það er einfaldlega of dýrt og dýrkeypt að hlíta ekki settum reglum. Meira
17. mars 1998 | Fastir þættir | 367 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur málsverður. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. 17. Dómkirkjan. Kl. 13.30­16 mömmufundur í safnaðarh., Lækjargötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11­12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Meira
17. mars 1998 | Fastir þættir | 299 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonLandsliðskeppni f

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonLandsliðskeppni fyrir Norðurlandamót ­ Opinn flokkur ­ Kvennaflokkur Ákveðið hefur verið að spilað verði um landsliðssæti fyrir Norðurlandamótið sem verður haldið í Osló í sumar. Tímasetning fyrir landsliðskeppni í báðum flokkum er: Undankeppni: 2. - 3. maí, spilastaður: Þönglabakki 1. Meira
17. mars 1998 | Fastir þættir | 181 orð

Gamall fróðleikur í fullu gildi

Nú þegar hestaveira geisar er gott að geta notað tímann til að fræðast um hesta og hestamennsku. Er áhugasömum bent á að reyna með einhverjum ráðum að komast yfir bókina Hesta eftir Theodór Arnbjörnsson frá Ósi. Búnaðarfélag Íslands gaf bókina út árið 1931 og er í henni að finna mikinn fróðleik um langflest sem viðkemur hestum. Meira
17. mars 1998 | Fastir þættir | 478 orð

Góður sunnudagur hjá íslensku keppendunum

Larry Christiansen frá Bandaríkjunum er efstur á Reykjavíkurskákmótinu. Landi hans Nick deFirmian er annar. 10.-18. mars. AÐ LOKNUM sex umferðum á opna Reykjavíkurskákmótinu hefur Bandaríkjamaðurinn Christiansen hlotið fimm og hálfan vinning. DeFirmian er annar með fimm vinninga og þriðja sætinu deila tveir Norðurlandabúar, Daninn Curt Hansen og Finninn Heikki Westerinen. Meira
17. mars 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Landsmóti hvorki verið frestað né það slegið af

"VIÐ vinnum okkar undirbúningsvinnu áfram og höldum sama strik því landsmótið hefur hvorki verið slegið af né frestað" sagði Jón Ólafur Sigfússon framkvæmdastjóri landsmóts hestamannafélaga í samtali við Morgunblaðið. "Við erum í beinu sambandi við Halldór Runólfsson yfirdýralækni sem er okkar æðsti prestur í þessu hitasóttarmáli. Meira
17. mars 1998 | Fastir þættir | 133 orð

Monty á netinu

Hér koma nokkur athyglisverð vefföng sem eru vel þess virði að kíkja á. Monty Roberts Hér er hægt að kynna sér Monty Roberts og nýstárlegar tamningaaðferðir hans. Einnig eru bækur hans kynntar og myndband sem hann hefur nýlega gefið út, dagskrá sýningarferðar um Bandaríkin og fleira. http://www.montyroberts. Meira
17. mars 1998 | Dagbók | 690 orð

Reykjavíkurhöfn: Vigri, Bjarni Ólafsson og Freri

Reykjavíkurhöfn: Vigri, Bjarni Ólafsson og Freri komu í gær. Dettifoss var væntanlegur í gær. Hanne Sif fór til Straumsvíkur í gær. Reykjafoss var væntanlegur í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Green Snow fór í gær. Meira
17. mars 1998 | Fastir þættir | 544 orð

Staðfest verði að Ísland sé upprunaland íslenska hestsins

BRYNJÓLFUR Sandholt fyrrverandi yfirdýralæknir vinnur nú að því fyrir hönd landbúnaðarráðuneytisins að fá það staðfest að Ísland sé upprunaland íslenska hestsins. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins eru einstök búfjárkyn skráð eftir upprunalandinu og fær landið ákveðna stöðu í sambandi við ýmislegt er lýtur að búfjárkyninu, m.a. ræktunarstefnu þess. Meira
17. mars 1998 | Fastir þættir | 806 orð

Um Hollývúddveldið "Í ævintýrum er sífellt verið að segja og fella saman nýjar sögur úr endurnýttu efni sem má kljúfa niður í

Í lok Títanikmyndar James Camerons er kjarninn í inntaki Hollývúddframleiðslunnar á þessari öld dreginn saman í eina senu; gamla konan, sem misst hafði manninn sem hún elskaði í sjóinn 14. apríl 1912, kastar sínu dýrasta djásni í hafdjúpið og sameinast ást sinni aftur og um alla eilífð á táknrænan hátt. Meira
17. mars 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Vaxtarskil eða fóðurbreytingar

VERA kann að lítil stemmning sé fyrir fræðslu um járningar um þessar mundir en á móti má segja að þeir hafi gott af að dreifa huganum örlítið sem hafa glímt við hitasóttina og margir þeirra hættir útreiðum. Þá er gott að nota tímann til að huga að járningum hrossanna meðan þau eru að jafna sig eftir hitasótt. Meira

Íþróttir

17. mars 1998 | Íþróttir | 44 orð

1. deild karla, úrslitakeppni

Þór Þorl. - Stjarnan90:84 Staðan er 1:1 og þurfa liðin því að mætast í hreinum úrslitaleik. ÍS - Snæfell75:86 Snæfell vann báða leikina og er komið í úrslit og leikur við Þór Þorlákshöfn eða Stjörnuna um sæti í úrslitakeppninni næsta tímabil. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 42 orð

2. deild

Ungmannafélagið Tindastóll varð sigurvegari í 2. deildarkeppni kvenna í körfuknattleik, en lokaumferðin af þremur fór fram á Akureyri um helgina. Tindastóll vann Skallagrím í hreinum úrslitaleik 64:59. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA ÁRMANN -FJÖLNIR

2. DEILD KARLA ÁRMANN -FJÖLNIR 26: 26 SELFOSS 15 12 2 1 428 339 26GRÓTTA-KR 15 11 2 2 452 362 24ÞÓR AK. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 198 orð

Áttunda mark Þórðar fyrir Genk

Þórður Guðjónsson hefur leikið mjög vel með belgíska liðinu Genk í belgísku 1. deildinni að undanförnu. Um helgina vann liðið Westerlo 2:0 á útivelli og gerði Þórður síðara mark liðsins um miðjan síðari hálfleik. Hann fékk boltann rétt utan vítateigs og skoraði með föstu skot af 25 metra færi sem hafnaði neðst í hægra markhorninu. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 312 orð

Barátta skóp sigur HK Leikmenn HK sýndu það me

Barátta skóp sigur HK Leikmenn HK sýndu það með framgöngu sinni gegn Valsmönnum að vilji er allt sem þarf. Frá fyrstu mínútu leiksins var greinilegt hvort liðið hungraði meira í sigur. HK náði snemma frumkvæðinu og um tíma var forysta liðsins sex mörk. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 82 orð

Deildabikar KSÍ

Grindavík - FH0:0 Selfoss - Keflavík2:6 Kristinn Kærnested 2 - Gunnar Már Másson 2, Gunnar Oddsson, Eysteinn Hauksson, Vilberg Jónsson, Guðmundur Steinarsson. Fjölnir - ÍR2:2 Aron Guðmundsson, Hörður Eggertsson - Arnljótur Davíðsson, Heiðar Ómarsson Afturelding - Stjarnan1:0 Jón Ottósson. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 1161 orð

Derby - Leeds0:5

Derby - Leeds0:5 -Jacob Laursen 8. - sjálfsm., Gunnar Halle 35., Lee Bowyer 42., Harry Kewell 58., Jimmy Floyd Hasselbaink 71. 30.217. Aston Villa - Crystal Palace3:1 Ian Taylor 1, Savo Milosevic 15 vítasp., 36 ­ Matt Jansen 62. 33.781. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 218 orð

Dómstóll HSÍ telur sig ekki vanhæfan

Dómstóll HSÍ kom saman í gær og tók fyrir kröfu handknattleiksdeildar Vals um að þeir sem sæti eiga í dómstólnum vikju sæti. Dómstóllinn vildi ekki fallast á þá kröfu og mun því taka áfrýjun handknattleiksdeildar Fram fyrir, en Frammarar áfrýjuðu niðurstöðu héraðsdóms Handknattleiksráðs Reykjavíkur (HKRR) um að úrslit bikarúrslitaleiks félaganna skyldu standa. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 652 orð

Einum færri jafnaði Napólí

Liðsmenn Udinese ætla sér að vera með í kapphlaupinu um ítalska meistaratitilinn nú á síðustu metrunum og undirstrikuðu þá ætlan sína með 2:0-sigri á Piacenza á sunnudaginn. Markahrókurinn Oliver Bierhoff kom Udinese á bragðið á 18. mínútu og félagi hans Paolo Poggi fylgdi í kjölfarið tíu mínútum síðar. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 243 orð

Endaði í fimmtánda sæti

Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, náði sér ekki á strik í lokamótinu í svigi heimsbikarsins í Crans Montana á sunnudag og féll úr keppni í fyrri umferð. Hann var með rásnúmer 13 og í fyrsta sinn í fyrsta ráshópi (15 bestu). Hann lenti fljótlega í vandræðum og var næstum farinn út úr brautinni eftir aðeins átta hlið ­ fann ekki taktinn. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 192 orð

Enginn skákar Rúnari

ÓHÆTT er að kalla Rúnar Alexandersson sigurvegara Íslandsmótsins, því hann sópaði til sín verðlaunum ­ vann gull í öllu, sem hann tók þátt í; liðakeppninni, fjölþrautinni og fimm í keppni á einstökum áhöldum en þar sleppti hann stökkinu. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 209 orð

Ertl endurheimti stórsvigstitilinn

ÞÝSKA stúlkan Martina Ertl vann heimsbikarinn í stórsvigi kvenna og náði þannig að endurheimta hann frá 1996. "Ég ætlaði mér að taka stórsvigsbikarinn með mér heim og taka hann af Deborhu Compagnoni, sem vann hann í fyrra. Ég vissi að ég gæti unnið hana því ég var búin að sigra hana í þremur stórsvigsmótum í vetur," sagði Ertl eftir síðasta stórsvig vetrarins í Crans Montana á sunnudag. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 557 orð

Ferill fimleikafólks ÞEIR sem hafa fylgst

ÞEIR sem hafa fylgst með fimleikum í gegnum tíðina sjá sama fólkið aftur og aftur á mótunum. Það er þó ekki svo að sama fimleikafólkið sé enn að keppa, heldur eru oft dæmi um að krakkar byrji sinn feril með því að bera fána, síðan taki við keppnisferill og að honum loknum er sest í dómarasæti. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 255 orð

FH heldur sínu striki FH-ingar halda sínu

FH heldur sínu striki FH-ingar halda sínu striki á lokasprettinum í 1. deild karla í handknattleik. Á sunnudaginn brugðu þeir sér í Garðabæinn og sigruðu Stjörnuna 29:23 í ansi hreint kaflaskiptum leik. Gestirnir komust tveimur mörkum yfir á upphafsmínútum leiksins en um miðjan hálfleikinn höfðu heimamenn tveggja marka forystu, 9:7. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 74 orð

FIMLEIKAR/ÍSLANDSMÓTIÐMorgunblaðið/Golli

FIMLEIKAR/ÍSLANDSMÓTIÐMorgunblaðið/Golli Elva Rut og Rúnar safna gulliElva Rut Jónsdóttir úr Björk og Rúnar Alexandersson úr Gerplu sópuðu að sér verðlaunum áÍslandsmóti í fimleikum, sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 344 orð

Fimmtán verðlaun í Greve

Íslenskir sundmenn stóðu sig vel og unnu alls til fimmtán verðlauna á Norðurlandameistaramóti fatlaðra sem fram fór Greve í Danmörku um helgina. Jafnframt settu þau fimm Íslandsmet og eitt heimsmet. Bára B. Erlingsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann til fernra gullverðlauna, tvennra silfurverðlauna og setti auk þess heimsmet í 800 m skriðsundi í flokki þroskaheftra. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 500 orð

Fljótfærnin kostaði stig

AFTURELDING varð að gera sér annað stigið að góðu úr heimsókn til Hauka í Hafnarfjörðinn á sunnudaginn, 24:24. Þar með skilur eitt stig Fram og Aftureldingu að í efstu sætunum tveimur fyrir lokaumferðina og deildarmeistaratitillinn þeim að öllum líkindum úr greipum genginn. Úrslitin voru e.t.v. sanngjörn þar sem bæði lið áttu möguleika á að tryggja sér sigurinn á lokamínútunni, en tókst ekki. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 232 orð

Formsatriði fyrir Fram Framarar eru einir á to

Formsatriði fyrir Fram Framarar eru einir á toppi 1. deildarinnar í handknattleik eftir öruggan sigur, 38:16, á botnliði Breiðabliks í Safamýrinni á sunnudagskvöld. Himinn og haf skildu liðin að frá fyrstu mínútu og því miður fyrir Blika var heimamönnum augljóslega mikið í mun að lagfæra markahlutfall sitt með þessum leik. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | -1 orð

FRAM

FRAM 21 15 0 6 560 495 30UMFA 21 14 1 6 543 500 29FH 21 12 4 5 552 504 28KA 20 12 3 5 552 490 27VALUR 21 11 4 6 505 475 26HAUKAR 21 11 3 7 572 537 2 Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 214 orð

FRANCIS Lee, stjórnarformaðu

FRANCIS Lee, stjórnarformaður Manchester City, sagði af sér í gær eftir fjögur mögur ár hjá félaginu. Lee, sem var leikmaður félagsins á sinni tíð, kom á ný til liðs við félagið og lagði í það talsverða fjármuni til uppbyggingar. Það hefur ekki tekist betur en svo að félagið féll fyrir tveimur árum úr úrvalsdeildinni í 1. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 453 orð

GLÆÐUR »Tekst "gömlu" mönnunum að koma liðum sínum í örugga höfn? L

Lengi lifir í gömlum glæðum, segir máltækið og það virðist eiga vel við í 1. deildinni í handknattleik nú á lokasprettinum. Lengi vel var allt útlit fyrir að Víkingur myndi falla en nú eygir félagið allt í einu von um að halda sæti sínu. Sú vonarglæta er ekki síst "gömlum" Víkingum að þakka, Páli Björgvinssyni, Steinari Birgissyni og Árna Indriðasyni. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 191 orð

Guðni framlengir til tveggja ára hjá Bolton

Guðni Bergsson, knattspyrnumaður hjá Bolton, undirritaði á föstudaginn nýjan samning við félagið sem gildir til loka keppnistímabilsins vorið 2000. "Ég er ánægður með niðurstöðuna og sáttur við að vera hér tvö ár til viðbótar þótt okkur hafi ekki gengið sem best í vetur," sagði Guðni í gær. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 416 orð

Heimsbikarmót Sheffield á Englandi: (Keppni í 25 met

Sheffield á Englandi: (Keppni í 25 metra laug): Karlar: 200 m skriðsund:mín. 1. Johan Wallberg (Svíþjóð) 1:48.84 2. Gavin Meadows (Bretlandi) 1:48.91 3. Mark Johnston (Kanada) 1:49.01 100 m bringusund: 1. Patrik Isaksson (Svíþjóð) 1:00.30 2. Phil Rogers (Ástralíu) 1:00.69 3. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 186 orð

Hlaðin gulli en þreytt

ELVA RUT Jónsdóttir úr Björk var sigursæl á mótinu, sigraði með liði sínu á föstudeginum og sjálf í fjölþrautinni á laugardeginum en síðasta daginn hreppti hún af fjórum áhöldum tvö gull og tvö silfur. Það var samt ekki laust við að það væri þreytt 19 ára stúlka er hélt til búningsherbergja á sunnudagskvöldið. "Þetta hefur verið erfitt enda mótið staðið yfir í þrjá daga," sagði Elva Rut. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 462 orð

Hvað segir kylfingurinnBIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSONum fyrsta alvöru mótið?Dýrmæt reynsla

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, náði sér ekki á strik tvo síðustu hringina á Opna Marokkó-mótinu í golfi sem lauk á sunnudag. Mótið er liður í evrópsku mótaröðinni og sagðist Birgir Leifur ekki reikna með að komast í annað svona mót því árangurinn hefði ekki verið nægilega góður. Hann lék á 311 höggum (74-73-85-79), eða 23 höggum yfir pari og endaði í 68. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 279 orð

Ingólfur nærri bronsi

Íslendingar unnu ekki til verðlauna á Opna skandinavíska meistaramótinu í karate sem fram fór í Svíþjóð um liðna helgi, en í mótinu tóku þátt á fimmta hundrað keppendur frá 23 þjóðum. Edda Blöndal var eini keppandi Íslands í kvennaflokki og hreppti hún fjórða sætið í kata en í frjálsum æfingum tók hún þátt í +60 kg flokki og í opnum flokki. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 42 orð

Í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Akureyri:KA - ÍBV20 Körfuknattleikur Úrslitakeppni 1. deildar karla: Ásgarður:Stjarnan -

Handknattleikur 1. deild karla: Akureyri:KA - ÍBV20 Körfuknattleikur Úrslitakeppni 1. deildar karla: Ásgarður:Stjarnan - Þór Þorl. 20 Íshokkí Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 435 orð

Íslandsmót í fimleikum 1998

Liðakeppni kvenna Björk96,050 Marín Þrastardóttir Eva Þrastardóttir Elva Rut Jónsdóttir Elísabet Birgisdóttir Tinna Þórðardóttir Grótta84,715 Erna Sigmundsdóttir Harpa Hlíf Bárðardóttir Jóhanna Sigmundsdóttir Ármann83, Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 340 orð

ÍS réði ekki við frábæra Keflvíkinga

ÞAÐ verða Keflvíkingar og KR-ingar sem mætast í úrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik. Bæði lið unnu 2:0 í undanúrslitum, Keflavík lagði ÍS tvívegis og KR gerði hið sama í viðureign sinni við Grindavík. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 342 orð

Kansas úr leik

Úrslitakeppnin í bandaríska háskólakörfuboltanum hófst um helgina. Þessi keppni einkennist af skemmtilegum leikjum og óvæntum úrslitum. Svo varð einnig raunin um helgina þegar eitt af sigurstranglegustu liðunum féll óvænt úr keppni. Keppni háskólanna fer fram um þrjár helgar í þessum mánuði og er NBA-deildin alfarið í skugganum á meðan. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 402 orð

Keflavík - ÍS71:57

Íþróttahúsið í Keflavík, úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfuknattleik, 1. deild kvenna, fjögurra liða úrslit, fyrsti leikur, laugardaginn 14. mars 1998. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 15:4, 27:20, 34:28, 44:34, 61:40, 67:51, 71:57. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 1178 orð

"Listflug" Overmars á Old Trafford

ÆSILEG tíð er framundan í ensku knattspyrnunni eftir að Arsenal lagði Manchester United að velli á Old Trafford á laugardag, 1:0. United heldur að vísu efsta sætinu, hefur hlotið 60 stig í 31 leik, en Arsenal þjarmar nú duglega að meisturunum, hefur 54 stig eftir 28 leiki. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 283 orð

Loksins, loksins

LOKSINS gat Jóhanna Sigmundsdóttir úr Gróttu lokið Íslandsmóti í fimleikum því vegna meiðsla hefur hún á síðustu þremur mótum þurft að sitja á áhorfendapöllunum og fylgjast með stöllum sínum spreyta sig. Tvívegis hefur hún þurft að hætta í miðri keppni vegna meiðsla og einu sinni horfði hún á með gifs um fótinn. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 89 orð

Mikil spenna

ÞAÐ er ljóst að mikil spenna verður þegar lokaumferðin í 1. deild verður leikin. Afturelding - Stjarnan FH - Fram Breiðablik - HK Valur - KA ÍBV - ÍR Víkingur - Haukar Ef HK, sem er með 18 stig, vinnur Breiðablik og Afturelding Stjörnuna, kemst HK í 8-liða úrslitin á kostnað Stjörnunnar, sem er með 20 stig. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 138 orð

NBA-deildin Leikir aðfaranótt laugardags: Boston - Detroit9

Leikir aðfaranótt laugardags: Boston - Detroit92:96 Indiana - Milwaukee96:76 Orlando - Charlotte82:100 Philadelphia - Atlanta107:86 Phoenix - Golden State101:77 Utah - Vancouver110:101 La Clippers - Toronto152:120 Leikir aðfaranótt sunnudags: Seattle - Minnesota114:80 Charlotte - Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 215 orð

"Nú er að duga eða drepast

Hermann Hreiðarsson, knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum, tók út leikbann er lið hans Crystal Palace tapaði fyrir Aston Villa, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann var kominn með fimm áminningar sem þýðir eins leiks bann. Hermann sagði að það legðist vel í sig að Lombardo væri tekinn við liðinu. "Það varð að gera eitthvað því staðan er allt annað en vænleg. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 116 orð

Opna Marokkó-mótið 271 Stephen Leaney (Ástralíu) 6

271 Stephen Leaney (Ástralíu) 68 67 69 67 279 Robert Karlsson (Svíþjóð) 70 71 67 71 282 Mathias Gronberg (Svíþjóð) 67 74 67 74 284 Miguel Angel Martin (Spáni) 69 78 68 69, Mark Davis (Bretlandi) 71 65 72 76 285 Tom Gillis (Bandar. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 678 orð

Rúnar og Elva Rut safna gulli

RJÓMI íslensks fimleikafólks lék listir sínar á fjölum Laugardalshallarinnar um helgina þegar fram fór Íslandsmótið í greininni. Það var tignarlegt að sjá allt besta fimleikafólk landsins fylgjast teinrétt með hefðbundinni fánakveðju eftir marseringu í upphafi móts og ekki síður tilkomumikið að sjá sama fólkið fylgjast með fánakveðjunni við mótslok. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 347 orð

SIGURJÓN Sigurðsson, leikmaður FH

SIGURJÓN Sigurðsson, leikmaður FH fékk heldur einkennilega meðhöndlun í Garðabæ á sunnudaginn. Eins og venjulega voru þeir sem skoruðu kynntir í hátalarakerfi hússins og þykir slík þjónusta við áhorfendur orðin sjálfsögð. En á sunnudaginn brá svo við að þegar Sigurjón skoraði þagði kynnirinn þunnu hljóði. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 486 orð

STEPHEN Leaney, sem er 29 ára og

STEPHEN Leaney, sem er 29 ára og á fyrsta ári í evrópsku mótaröðinni, sigraði á Opna Marokkómótinu sem lauk á sunnudag. Hann var með fjögurra högga forystu fyrir síðasta hringinn á sunnudag og kom inn eftir hann átta höggum á undan næsta keppanda, Svíanum Robert Karlsson. Leaney fékk um 7 milljónir króna í sigurlaun. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 632 orð

Stjarnan - FH23:29

Íþróttahúsið Ásgarði, 1. deild karla í handknattleik, Nissandeildin, 21. og næst síðasta umferð, sunnudaginn 15. mars 1998. Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 3:3, 4:6, 6:6, 9:7, 9:10, 12:12, 13:12, 16:14, 16:17, 17:17, 17:20, 18:22, 22:23, 22:27, 23:29. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 557 orð

Stjarnan veitti viðnám

LIÐ Stjörnunnar veitti verulegt viðnám í bikarúrslitunum gegn Þrótti í Austurbergi á laugardaginn, en liðið lék annað árið í röð til úrslita en það voru hins vegar "gulldrengirnir" úr Þrótti sem skelltu Garðabæjarliðinu 3:1 í 99 mínútna leik. Hrinurnar enduðu 15:5, 15:10, 11:15 og 15:10. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 671 orð

Svig karla:

Crans Montana, Sviss: Stórsvig karla: 1. Stephan Eberharter (Austurr.)2:22.97 (1:10.32/1:12.65) 2. Hans Knauss (Austurr.)2:23.20 (1:10.80/1:12.40) 3. Hermann Maier (Austurr.)2:23.89 (1:11.01/1:12.88) 4. Christian Mayer (Austurr.)2:24.25 (1:11.36/1:12.89) 5. Marco Buechel (Liechtenstein)2:24.44 (1:11. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 113 orð

Tilbúinn í úrslitakeppnina

SIGURÐUR Sveinsson, þjálfari og leikmaður HK, varð að fara af leikvelli í upphafi síðari hálfleiks á sunnudaginn. "Þetta er brjósklos í baki og ég hef fengið þetta öðru hverju á undanförnum árum," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist ekki vita hversu alvarleg meiðslin væru en það kæmi í ljós í dag þegar hann færi í myndatöku. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 385 orð

Tomba kvaddi með glæsi- brag

ALBERTO Tomba, einn besti og litríkasti skíðamaður heims um árabil, endaði keppnisferilinn með glæsibrag er hann sigraði í síðasta svigmóti ársins sem fram fór í Crans Montana á sunnudag. Það var vel við hæfi hjá þessum frábæra skíðamanni að enda á þennan hátt, á sama stað og hann vann fyrstu verðlaun sín á heimsbikarmóti fyrir 12 árum. Þetta var 50. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 261 orð

Tvenna hjá Arsenal? GEORGE Gr

GEORGE Graham, knattspyrnustjóri Leeds, hefur trú á því að gamla félagið hans, Arsenal, hafi burði til að vinna tvöfalt í ár ­ úrvalsdeildina og bikar enska knattspyrnusambandsins. Graham, sem var í liði Arsenal sem vann sömu tvennu fyrir 27 árum og stýrði félaginu til tveggja meistaratitla á níu árum á knattspyrnustjórastóli, Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 383 orð

Verður ekkert "Tyketan- ic-slys?"

Þegar jómfrúrferð smáliðsins Barnsley um knattspyrnuvelli ensku úrvalsdeildarinnar hófst á liðnu hausti spáðu því margir að henni myndi ljúka með sama hætti og jómfrúrferð sögufrægs skips, sem farin var í apríl 1912. Lengi vel leit líka út fyrir að "The Tykes", eða "Snáðarnir", eins og stuðningsmenn Barnsley kalla lið sitt, myndi sökkva í fen 1. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 530 orð

Víkingar sleppa ekki takinu

"VIÐ erum að byrja að átta okkur á að leikur er sextíu mínútur en ekki fimmtíu og það var góður karakter sem skilaði okkur sigri enda virðast leikmenn spjara sig best þegar mikið er í húfi. Ekki skemmdi að hafa sterka Víkinga á áhorfendapöllunum," sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Víkinga, Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 81 orð

Vogts styður Klinsmann BER

BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist hafa mikla trú á J¨urgen Klinsmann og hann verði fyrirliði þýska landsliðsins a.m.k. framyfir heimsmeistaramótið í Frakklandi. Breyti engu þó að Klinsmann hafi ekki náð sér á strik í vetur og átt í deilum við Christian Gross, þjálfara Tottenham. "Klinsmann er fyrirliði og verður leiðtogi landsliðsins í Frakklandi í sumar. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 173 orð

Yfirburðir Austurríkismanna

AUSTURRÍKISMENN höfðu mikla yfirburði í stórsvigi karla sem fram fór í Crans Montana á laugardag. Þeir röðuðu sér í fjögur efstu sætin og Hermann Maier tryggði sér stórsvigsbikarinn. Hann hefur því unnið þrefalt í vetur, risasvigið, heildarstigakeppnina og stórsvigið. Frábær árangur hjá þessum kraftmikla skíðamanni. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 130 orð

Þjóðverjar lögðu Frakka

HEINE Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik, var mjög ánægður eftir að lið hans fagnaði sigri í Risabikarkeppninni í Þýskalandi ­ lagði Frakka að velli fyrir framan 5.200 áhorfendur í Stuttgart, 19:18. "Þessi sigur er sætur og gott veganesti fyrir okkur þegar við höldum til Ítalíu til að taka þátt í Evrópukeppninni," sagði Brand. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 264 orð

Öruggt hjá KR

Öruggt hjá KR Það er orðið langt síðan Íslandsmeistarar Grindavíkur hafa átt góðan leik og sýnt virkilega hvað í þeim býr. Í gær léku Grindavíkurstúlkur vel, en það dugði þó ekki gegn sterku liði KR sem sigraði 51:66 eftir að hafa verið 32:28 yfir í leikhléi. Meira
17. mars 1998 | Íþróttir | 586 orð

Öskubuskuævintýrið entist ekki

BIKARÚRSLITALEIKUR Stúdína og Þróttar úr Neskaupstað varð lyginni líkastur og bauð upp á allt sem prýðir góðan bikarúrslitaleik. Þróttarastúlkur komu verulega á óvart og voru mun betri aðilinn framan af en þær máttu síðan bíta í það súra epli að tapa í úrslitahrinu eftir að heilladísirnar gengu Stúdínum á hönd á örlagastundu þegar öll sund virtust þeim lokuð. Meira

Fasteignablað

17. mars 1998 | Fasteignablað | 27 orð

Aukinn áhugi á matargerð

Aukinn áhugi á matargerð ÁHUGI á matargerð minnkar ekki í samfélaginu. Það nýjasta er gaseldavélar. Þessi hér er reyndar ætluð fyrir stærri eldhús, en hún er frá Zanussi. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 25 orð

Borðbúnaður í lit

Borðbúnaður í lit FÁIR eru mjög dirfskufullir í litavali þegar þeir kaupa sér borðbúnað. En rauðir diskar og áhöld eru óneitanlega borðprýði. Þessi borðbúnaður er ítalskur. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 311 orð

Fjárfesting í íbúðar- húsnæði jókst um 5% á síðasta ári

FJÁRFESTING í íbúðarhúsnæði hefur vaxið undanfarin tvö ár eftir samfelldan samdrátt eða stöðnun árin þar á undan. Á árinu 1996 var lokið við 1.619 íbúðir í landinu öllu, sem er umtalsverð aukning frá árinu áður, en þá var lokið við 1.237 íbúðir. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 28 orð

Hleðslugler í litum

Hleðslugler í litum MARGIR nota svona glerkubba í vegghleðslur. Í danska blaðinu Mad & Bolig voru kynntir slíkir steinar í litum, sem að sögn skapa skemmtilega lýsingu í herberginu. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 357 orð

Húsnæði Íslandsbanka í Húsi verzlunarinnar

HÚSNÆÐI Íslandsbanka í Húsi verzlunarinnar í Kringlunni 7 er nú til sölu hjá þremur fasteignasölum, Kjöreign, Eignamiðluninni og Miðborg. Alls er húsnæðið 1149 ferm. Það skiptist í 575 ferm. þjónustu- og verzlunarrými í suðurbyggingu, þar sem útibú Íslandsbanka er nú, 226 ferm. á jarðhæð hússins, en þar er nú mötuneyti og loks 347 ferm. rými í kjallara. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 241 orð

Hækkandi fasteigna- verð

NOKKUR uggur greip um sig á brezkum fasteignamarkaði í byrjun þessa árs eftir 0,2% lækkun í verði, sem mældist í desember. Þessi uggur hvarf fljótlega, en mikil hreyfing var á markaðnum bæði í janúar og febrúar. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 41 orð

Hættan af heitu vatni

BRUNASLYS af heitu vatni hérlendis verða nær undantekningarlaust í baðkerum og sturtum, ekki í handlaugum eða eldhúsvöskum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Koma þarf í veg fyrir of heitt vatn, þar sem slysahættan er. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 663 orð

Krafa um hámarkshita á kranavatni á villigötum

Í ÞEIRRI Byggingareglugerð, sem ætlað er að taki gildi 1. júlí n. k., er þetta ákvæði: "Vatnshitastig við töppunarstað skal ekki vera svo hátt að hætta sé á húðbruna (slysi)". Á mannamáli þýðir þetta að heitt vatn sem rennur út úr krana eða blöndunartæki má ekki vera heitara en 60 gr. C, jafnvel lægra. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 1037 orð

Litaval og hönnun lýsingar

DAGSLJÓS er það eina í byggingarlistinni sem er síbreytilegt og nánast óútreiknanlegt. Allir aðrir þættir byggingarlistarinnar eru nákvæmlega skilgreindir í hæð, dýpt, breidd og litum. Þetta á við efni, magn og gæði. Meira að segja hljómburðurinn inni í byggingum er alltaf eins. Aðeins dagsljósið er óráðið. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 43 orð

Litir og lýsing

RÉTT litaval getur styrkt sérstök einkenni bygginga. Óskirnar geta verið mismunandi. Ein á að vera létt og glaðleg og önnur ábúðarmikil og alvarleg, segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt í grein, þar sem hann fjallar um litaval og hönnun lýsingar. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 1611 orð

Lóðaúthlutun að hefjast á nýju byggingasvæði í Grundarhverfi

BYGGÐIN á Kjalarnesi hefur yfir sér sérstakt yfirbragð. Lengst af hefur hún verið dreifð eins og í öðrum sveitum landsins. Margir hafa leitað þangað eftir kyrrð og útivist og til þess að vera utan við ys og þys borgarlífsins en þó kannski ekki of fjarri heldur. Á undanförnum áratugum hefur þó þéttbýli farið þar vaxandi. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 222 orð

Lóðir á Kjalar- nesi

EFTIRSPURN eftir íbúðarhúsnæði á Kjalarnesi fer nú vaxandi. Því veldur ekki sízt fyrirhuguð sameining við Reykjavík og auknar líkur á, að svonefnd Sundabraut verði lögð innan tíðar. Þegar hún kemst á, mun leiðin millii Reykjavíkur og Kjalarness styttast til muna. Þegar er kominn byggðarkjarni við Hofssvík, sem er sunnan undir Esju vestarlega á Kjalarnesi. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 146 orð

Risa verzlunarmiðstöð rís í grennd við London

NÚ STANDA sem hæst byggingaframkvæmdir við stærstu verzlunarmiðstöð Bretlands. Hún á að rísa suðaustur af London og ber heitið Bluewater. Verzlunarmiðstöðin verður 140.000 ferm. að stærð og gert er ráð fyrir, að á ári hverju komi þangað 25-30 millj. manns. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 192 orð

Sjö hæða skrifstofu- bygging við Borgartún

EIGNAMIÐLUNIN hefur fengið í einkasölu 7 hæða skrifstofubyggingu sem verið er að hefja byggingu á við Borgartún 30. Fyrsta til sjötta hæð eru um 850 ferm. hver, sjöunda hæð er um 300 ferm. og í kjallara eru um 170 ferm. "Þetta verður glæsilegt hús. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 159 orð

Skrifstofuhúsnæði við Borgartún

TÖLUVERÐ hreyfing er á atvinnuhúsnæði um þessar mundir. Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu skrifstofuhúsnæði að Borgartúni 1 í Reykjavík. Um er að ræða alla aðra hæðina, sem er 339 ferm., í steinsteyptu húsi, byggðu 1942. Húsið hefur verið endurnýjað síðan. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 60 orð

Skrifstofur seldar fyrir 60 milljónir punda í London

BREZKA fasteignafyrirtækið Rugby Estates Plc, sem er voldugur fjárfestir, hefur ákveðið að kaupa leigufasteignir í Mayfair og Belgravia í London af Grosvenor Estate Holdings fyrir 60,15 milljónir punda. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 190 orð

Stórt einbýlishús í hjarta borgarinnar

ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem stór einbýlishús í hjarta miðbæjarins í Reykjavík koma í sölu. Hjá fasteignasölunni Fold er nú til sölu húseignin Skólastræti 3, sem er steinhús, byggt 1915. Að sögn Þorgríms Jónssonar hjá Fold er þetta hús mjög rammgert, veggirnir þykkir, hátt til lofts og ekkert til sparað í byggingarefni. Húsið er þrjár hæðir og ris og 250 ferm. alls. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 40 orð

Tískulitir í ár

UM ÞESSAR mundir eru sterkir litir í tísku á húsgögnum og ýmsum fylgihlutum, t.d. gult, eiturgrænt og kóngablátt, að ekki sé talað um eldrautt. Þessi litir og tíska eiga sér fyrirmynd í tísku áranna fyrir og eftir 1960. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 240 orð

Tveggja íbúða hús við Norðurbraut

HJÁ fasteignasölunni Ási er nú til sölu hús með tveimur íbúðum við Norðurbraut 19 í Hafnarfirði. Húsið er úr timbri, járnklætt, byggt 1930 og því fylgir 25 ferm. steinsteyptur bílskúr frá 1970. Húsið sjálft er 90 ferm., hæð og ris auk 43 ferm. íbúðar á jarðhæð. Sameiginlegt þvottahús er á jarðhæð. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 170 orð

Vel staðsett einbýlishús í Mosfellsbæ

HJÁ Fasteignamiðluninni Bergi er til sölu einbýlishús með innbyggðum bílskúr að Lágholti 2A í Mosfellsbæ. Þetta er steinsteypt hús, byggt 1981. Það er einlyft og 152 ferm. að flatarmáli, en bílskúrinn er 45 ferm. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 32 orð

Þegar plássið er lítið

Þegar plássið er lítið ÞEGAR plássið er lítið er ágætt að hafa létta veggi og jafnvel sleppa þeim og setja í staðinn stálstólpa á milli lofts og gólfs eins og hér er gert. Meira
17. mars 1998 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

17. mars 1998 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

17. mars 1998 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

17. mars 1998 | Fasteignablað | 7 orð

(fyrirsögn vantar)

17. mars 1998 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

17. mars 1998 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

17. mars 1998 | Fasteignablað | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

17. mars 1998 | Úr verinu | 355 orð

Greiða um 300 milljónir fyrir aflaheimildirnar

ÍSLENZK skip og útgerðir, sem stunduðu veiðar á rækju á Flæmska hattinum og Reykjaneshrygg á síðasta fiskveiðiári, urðu lögum samkvæmt að afsala sér veiðiheimildum að verðmæti um 300 milljónir króna. Skipum sem fá úthlutað aflahlutdeild á Flæmska hattinum er gert að afsala sér aflaheimildum innan lögsögu sem nema 4% af úthlutuðum heimildum á Hattinum og skipum, Meira
17. mars 1998 | Úr verinu | 196 orð

Grótta RE nánast endurbyggð

Snurvoðarskipið Grótta RE er nú komið til landsins eftir nær algjöra endurbyggingu í skipasmíðastöðinni Nauta í Póllandi þar sem skipið hefur verið í slipp síðustu fjóra mánuðina. "Það má segja að allt sé nýtt nema vélarrúmið og það sem undir því er og að því leyti er þetta svipað og gert var við Örninn og Berg. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.