Greinar miðvikudaginn 18. mars 1998

Forsíða

18. mars 1998 | Forsíða | 262 orð

Ekki að öðru starfi að hverfa

"Ég ákvað strax í haust að ef hægrivængurinn kæmist ekki til valda ætlaði ég að draga mig í hlé sem formaður Venstre." Þetta var skýring Uffe Ellemann-Jensen þegar hann tilkynnti síðdegis í gær að hann hygðist láta af formannsembættinu í vor. Hann sagðist eiga um tvo kosti að velja. Meira
18. mars 1998 | Forsíða | 256 orð

Fundum Jeltsíns aflýst út vikuna

BORÍS Jeltsín, forseta Rússlands, var ráðlagt í gær að aflýsa öllum fundum og hvíla sig út vikuna. Vinir hans og aðstoðarmenn segja hann engu að síður "iða í skinninu" eftir að hefja störf og hann sé "kátur og vel á sig kominn". Jeltsín hefur ekkert sést opinberlega síðustu daga og er sýkingu í öndunarvegi kennt um. Meira
18. mars 1998 | Forsíða | 268 orð

Ísraelar æfir og saka Cook um svik

ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, reitti Ísraela í gær til reiði er hann skoðaði landnámssvæði gyðinga í Austur-Jerúsalem á hæð sem heitir Har Homa á hebresku og Djabal Abu Gneim á arabísku. Ekkert varð úr að hann færi þangað í fylgd palestínsks ráðamanns, eins og upphaflega hafði verið ráðgert, heldur virti hann hæðina fyrir sér frá nálægum sjónarhóli ásamt ísraelskum ráðherra. Meira
18. mars 1998 | Forsíða | 95 orð

Kría á kaffihúsi

TÓKÝÓ hefur upp á ýmislegt að bjóða og nú geta þreyttir borgarbúar brugðið sér á kaffihús til að fá sér hænublund. Japanir þykja kunna þá list öðrum fremur að dotta og nú geta þeir fullkomnað hana á Jurta-vetrarbrautar kaffihúsinu. Meira
18. mars 1998 | Forsíða | 191 orð

Reuters Norðmönnum vísað úr landi

RÚSSAR vísuðu í gær tveimur norskum sendifulltrúum úr landi sem svar við brottvísun fimm rússneskra sendiráðsstarfsmanna frá Noregi í síðustu viku. Rússunum var vikið úr landi fyrir njósnir og Norðmennirnir voru sömuleiðis sagðir sekir um "athæfi sem samræmdist ekki stöðu þeirra". Meira

Fréttir

18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

52 milljónir í stéttir og veitukerfi

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar um að taka rúmlega 52 millj. tilboði lægstbjóðanda, Gröfunnar ehf., í endurnýjun gangstétta og veitukerfa, 1. áfanga. Átta tilboð bárust í verkið. Meira
18. mars 1998 | Erlendar fréttir | 259 orð

Adams vongóður eftir fund með Clinton

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hóf í fyrrakvöld röð funda með öllum deiluaðilum á Norður- Írlandi. Í fyrrinótt, að íslenskum tíma, átti Clinton fund með Gerry Adams, leitoga Sinn Fein, og að fundinum loknum kvaðst Adams vongóður um að samkomulag gæti náðst. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Aðeins 35 skip á sjó í gærkvöld

MILLI 50 og 60 skip og bátar voru á sjó í gær þegar mest var en um tíuleytið í gærkvöld hafði þeim fækkað í 35. Voru það örfáir togarar og loðnuskip, fraktskip og nokkrir smábátar. Samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyldunni reru allmargir smábátar í gær, m.a. frá Vestfjarðahöfnum og Faxaflóa. Meira
18. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Aflaverðmæti Guðbjargar 85 milljónir

GUÐBJÖRG, frystitogari Samherja hf. hélt til veiða í Barentshafið á ný fyrir helgina, eftir að hafa landað um 300 tonnum af frosnum fiski, aðallega þorski, ufsa og ýsu og um 60 tonnum af fiskimjöli á Akureyri. Guðbjörgin, sem siglir undir þýskum fána, landaði á Akureyri eftir tveggja mánaða túr í Barentshafið og var aflaverðmæti skipsins um 85 milljónir króna. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 287 orð

Afráðið að bæta við þriðja ofninum á Grundartanga

EIGENDUR Íslenska járnblendifélagsins, sem rekur kísiljárnverksmiðjuna á Grundartanga, munu á stjórnarfundi á morgun ákveða að ráðast skuli í stækkun verksmiðjunnar með því að setja upp þriðja ofninn. Eykur það afkastagetu verksmiðjunnar úr um 70 þúsund tonnum í 110 þúsund tonn. Stefnt er að gangsetningu haustið 1999. Meira
18. mars 1998 | Erlendar fréttir | 170 orð

Aitken yfirheyrður

JONATHAN Aitken, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn brezka Íhaldsflokksins, sést hér koma umkringdur blaðaljósmyndurum til heimilis síns í Lundúnum í gær, eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu vegna ásakana um að hann hafi gerzt sekur um meinsæri í tengslum við meiðyrðamál sem mikla athygli vakti í Bretlandi í fyrra. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 283 orð

Annar lyftarinn sem fer í gegnum gólfið

VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur farið fram á að settir verði pollar úr járni við lyftupall skipalyftunnar í Vestmannaeyjum þar sem lyftari fór niður í fyrradag. Þetta er í annað sinn á tíu árum sem lyftari fer í gegnum lyftupallinn í höfnina, að sögn Höskuldar Kárasonar hjá Vinnueftirliti ríkisins. Meira
18. mars 1998 | Erlendar fréttir | 282 orð

Ásakanir um mikið kosningasvindl

FLEST benti til þess í gær, að til annarrar umferðar kæmi í forsetakosningunum í Armeníu en þá var búið að telja um fimmtung atkvæða. Af þeim hafði Robert Kocharyan forsætisráðherra og starfandi forseti fengið 38,9% en helsti andstæðingur hans, Karen Demirchyan, leiðtogi Armeníu á sovéttímanum, 27%. Andstæðingar Kocharyans saka stuðningsmenn hans um stórkostlegt kosningasvindl. Meira
18. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Beðið með niðurrif

JAKOB Björnsson bæjarstjóri lagði til á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær að afgreiðslu samþykktar bæjarráðs frá því í síðustu viku um að rífa húsið við Lækjargötu 6 yrði frestað og bæjarráð fengi málið að nýju til umfjöllunar. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Bón til styrktar börnum

BÓN og þvottur hjá Jobba, Skeifunni 17, hefur ákveðið að láta 100 krónur af hverri greiðslu fyrir alþrif renna til barna. Í febrúar nutu krabbameinssjúk börn þess og í mars ABC-hjálparstarfið. Bón og þvottur hjá Jobba hefur verið starfrækt síðan 1988. Auk hefðbundinna alþrifa er boðið upp á lakkmössun, blettun, djúphreinsun teppa og sæta og tjöruþvott. Meira
18. mars 1998 | Erlendar fréttir | 336 orð

Breytingarnar sagðar styrkja stöðu Schröders

FORYSTUMENN þýzka Jafnaðarmannaflokksins, SPD, fögnuðu í gær leiðtogaskiptum í fjölmennasta sambandslandi Þýzkalands, Nordrhein-Westfalen, og sögðu þau til þess fallin að styrkja stöðu flokksins til muna í baráttunni við Helmut Kohl og flokk hans, Kristilega demókrata (CDU), um sigur í kosningum til Sambandsþingsins í september. Meira
18. mars 1998 | Erlendar fréttir | 665 orð

Cook tókst að móðga alla ROBIN Cook virðist hafa tekist að móðga alla deiluaðila með Mið-Austurlandaför sinni og angra

BRETAR eru nú í forsæti Evrópusambandsins (ESB), og Robin Cook, utanríkisráðherra Breta, sagði að markmiðið með heimsókn sinni til landnáms gyðinga í Austur-Jerúsalem væri að sýna fram á að sambandið óttaðist að útfærsla landnámsins græfi undan friðarumleitunum því hún drægi úr trausti Palestínumanna. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Dregur úr innflutningi á notuðum bílum

VERULEGA hefur dregið úr innflutningi á notuðum fólksbílum til landsins fyrstu tvo mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Fluttir voru inn 229 notaðir fólksbílar í janúar og febrúar í fyrra en 139 bílar þessa sömu tvo mánuði þessa árs. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

ÐPípureykingar ræstu aðvörunarkerfi

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík fór út á Hótel Loftleiðir skömmu fyrir miðnættið í gærkvöld vegna þess að aðvörunarkerfi þar fór í gang. Fljótlega skýrðist þó að hætta var ekki á ferðum því í ljós kom að pípureykingar á einu herbergja hótelsins höfðu gert það að verkum að aðvörunarkerfið fór í gang. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

ÐSjófuglar éta býsn af sjávarfangi

ÁÆTLAÐ heildarát langvíu, stuttnefju, lunda, álku, ritu og fýls á varptíma við Ísland er 184 þúsund tonn af síli, 171 þúsund tonn af loðnu, 34 þúsund tonn af ljósátu og 52 þúsund tonn af annarri fæðu. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Erindi um drottningar og skjaldmeyjar

FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Agnetu Ney, sagnfræðingi, miðvikudaginn 18. mars kl. 20.30 í Skólabæ, Suðurgötu 26. Agneta heldur erindi sem hún kallar: Drottningar og skjaldmeyjar: athugun á frásögnum af konum á þjóðflutningatímanum í goðsögnum og sögulegum heimildum. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 648 orð

"Farvegur fyrir aukinn stuðning ríkisins við íbúðakaupendur"

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og starfandi fjármálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt, en í frumvarpinu eru lagðar til þær breytingar á vaxtabótakerfinu sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til laga um húsnæðismál. Í frumvarpinu sem forsætisráðherra mælti fyrir er m.a. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Fimm keppa um Frakklandsferð

KEPPT var nýlega í frönskulestri meðal 17­20 ára menntaskólanema á vegum Alliance Francaise. Er það liður í alþjóðlegri keppni sem kölluð er "Förum til Frakklands '98". Keppni þessi fer fram í 120 löndum og verða alls 600 nemendur boðnir til Frakklands í fylgd 100 kennara sinna. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Fimm sækja um stöðu varalögreglustjóra

FIMM hafa sótt um embætti varalögreglustjóra í Reykjavík en umsóknarfrestur rann út 15. mars síðastliðinn. Umsækjendurnir eru Bjarni Stefánsson sýslumaður, Georg Kr. Lárusson sýslumaður, Stefán Hirst, skrifstofustjóri lögreglustjóraembættisins í Reykjavík, Sturla Þórðarson, yfirlögfræðingur hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík, og Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Flækingar við Klaustur

RÉTT fyrir áramót fannst svölugleða á Síðu. Þetta er fugl af ránfuglaætt og mun þetta vra í fyrsta sinn sem þessi tegund finnst hérlendis. Þar sem þessi fugl er vængmerktur er vitað um ferðir hans frá því hann skreið úr egginu sumarið 1997 í Inverness í Skotlandi. Þar er verið að flytja inn svölugleður á ný eftir að þeim var útrýmt á þessari öld. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð

Framboðslisti samþykktur

FÉLAGSFUNDUR bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ sem haldinn var 16. mars samþykkti einróma tillögu kjörnefndar um framboðslista félagsins til næstu bæjarstjórnarkosninga 23. maí nk. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 316 orð

Fundahöld og atkvæðagreiðslur hjá deiluaðilum

ATKVÆÐAGREIÐSLUR á vegum deiluaðila í sjómannadeilunni um miðlunartillögurnar fjórar, sem ríkissáttasemjari lagði fram í fyrradag til lausnar sjómannaverkfallinu, standa nú yfir og á þeim að vera lokið fyrir klukkan 22 í kvöld. Fundahöld fóru fram á vegum deiluaðila vítt og breitt um landið í gær og verður framhald á í dag. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Fyrirlestur um heilsu, næringu og jóga

JÓGAMEISTARINN Shanti Desai flytur opinn fyrirlestur um heilsu og næringu í Yoga Studio Hátúni 6a, fimmtudagskvöldið 19. mars, klukkan 20. Shanti Desai er jógameistari með yfir 45 ára reynslu af ástundun og kennslu jóga, segir í frett frá Yoga Studio. Hann er einnig efnafræðingur og næringafræðingur með MSc-gráðu í lífrænni efnafræði. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 545 orð

Fæðingarþjónusta mikilvæg á landsbyggðinni

JÓN Kristjánsson, formaður fjárveitinganefndar Alþingis, segist ekki hlynntur því að of miklir fjármunir séu fluttir af fæðingardeildum á landsbyggðinni til að takast á við fjárþörf Kvennadeildar Landspítalans. Hann telur hins vegar mega hagræða þar sem það á við og í sama streng tekur Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Gefa tölvuvanda árið 2000 lítinn gaum

KÖNNUN Ríkiskaupa í stofnunum ríkisins á því hvernig forráðamenn hyggjast leysa vandamál í tölvukerfum sem upp koma vegna ártalsins 2000 sýnir að þeir hafa ekki gefið því nægan gaum og lagt í litla sem enga vinnu til að ráðast að þessum vanda. Kom þetta fram á ráðstefnunni "2000 vandamálið" sem haldin var í Reykjavík í gær. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Gengið yfir nes á milli fjarða

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð miðvikudagskvöldið 18. mars milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar um leið og gengið verður umhverfis Vesturbæinn. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 upp Grófina með Tjörninni og um Háskólahverfið suður í Skerjafjörð og strandstígnum fylgt út undir Lambastaði. Síðan yfir gamla Eiðisgrandann og með ströndinni og hafnarbökkum að Hafnarhúsinu. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 213 orð

Geysisos á klukkustundar fresti yrði vatnsborðið lækkað

EF VATNSBORÐ í Geysi yrði lækkað um hálfan metra gæti hann gosið einu sinni til tvisvar á sólarhring og yrði það lækkað um tvo metra gæti hann gosið á hálftíma til klukkutíma fresti, átta til tíu metra í loft upp. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Goethe-stofnuninni að líkindum lokað í marslok

GOETHE-STOFNUNIN á Íslandi hættir starfsemi hinn 31. mars nk. vegna sparnaðaraðgerða þýskra stjórnvalda. Ekki er vitað hvort aðrir aðilar taki við starfsemi stofnunarinnar. Viðræður standa nú yfir milli Germaníu, auk fleiri íslenskra aðila, og fulltrúa þýskra stjórnvalda um möguleika á að halda hluta af starfseminni áfram. Refsing fyrir góð tengsl landanna Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Handritin á stafrænt form

STOFNUN Árna Magnússonar vinnur nú að því, í samvinnu við erlendar stofnanir og háskóla, að koma myndum af handritum á stafrænt form þannig að þau geti orðið aðgengileg á Netinu. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 259 orð

Heldur fast við að byssan hafi skemmst hjá Þjóðminjasaf

BJARNI F. Einarsson fornleifafræðingur, sem vann að rannsókn hollenska kaupfarsins Mjallhvítar, sem fórst við Flatey 1659, kveðst halda fast við þá skoðun sína að fallbyssan úr skipinu hafi skemmst í meðförum Þjóðminjasafns. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Hlíf telur launamisrétti hafa aukist

STJÓRN Verkamannafélagsins Hlífar hefur sent frá sér ályktun þess efnis að leiðrétta þurfi launataxta verkafólks, sem samþykktir voru við síðustu kjarasamninga, í kjölfar launahækkana annarra stéttarfélaga. Meira
18. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Hvað er Hjálpræðisherinn?

HVAÐ er Hjálpræðisherinn? er yfirskrift fyrirlesturs sem fluttur verður á sal Hjálpræðishersins á Akureyri, Hvannavöllum 10, í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. mars kl. 20.30. Skoðað verður m.a. hvernig hreyfingin varð til, útreiðsla hennar, helstu trúarkenningar og staða hennar nú um stundir. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Jafnræði verði milli kynja í fjölmiðlum

JAFNRÉTTISRÁÐ hefur sent frá sér ályktun til stjórnenda þátta hljóðvarps og sjónvarps um að áhersla verði lögð á að sjónarmið beggja kynja komi fram, en ráðið telur að nokkuð skorti á að svo sé í dag. Í ályktun Jafnréttisráðs sem samþykkt var á fundi félagsins í nýlega kemur fram að fjölmiðlar hafi mikil áhrif í samfélaginu, ekki síst á skoðanamyndun fólks. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Jóhannes formaður Neytendasamtakanna

NIÐURSTÖÐUR stjórnarkjörs í Neytendasamtökunum voru kynntar á stjórnarfundi samtakanna á laugardag. Aðeins var einn listi í framboði og voru því allir á honum sjálfkjörnir. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Kjörin formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur

NÝ stjórn var kosin á aðalfundi Lúðrasveitar Reykjavíkur 23. febrúar sl. Bar þar til tíðinda því að í fyrsta sinn í næstum 76 ára sögu sveitarinnar var kona kjörin formaður, Heiða Dögg Jónsdóttir, tölvunarfræðinemi við Háskóla Íslands. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Kjörinn formaður Stúdentaráðs

Á FUNDI Stúdentaráðs 12. mars sl. var kjörin ný stjórn og samþykkt var ráðning nýs framkvæmdastjóra. Ásdís Magnúsdóttir, laganemi, var kjörinn formaður Stúdentaráðs starfsárið 1998­ 1999 en hún tekur við af Haraldi Guðna Eiðssyni. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Kynning á tækninámi í Horsens

Á UPPLÝSINGAFUNDI á Hótel Sögu í Reykjavík fimmtudaginn 26. mars kl. 19 kynna Elli Ellendersen og Peder Larsen frá Horsens Polytechnic nám skólans. Nú eru um 35 Íslendingar í námi við Horsens Polytechnic skólann. Langflestir eru við nám í byggingariðnfræði eða byggingarfræði. Í Íslendingafélaginu á staðnum eru um 150 meðlimir. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Landföst spöng við Stigahlíð

HAFÍSJAÐARINN milli Íslands og Grænlands hefur færst nær landinu undanfarna daga vegna þrálátra vestanátta. Hann var næst landi við Kögur rúmar 10 sjómílur frá landi, samkvæmt upplýsingum tveggja togara sem voru á svæðinu í gær. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 691 orð

Laus af gjörgæslu og endurhæfing hafin

GUÐMUNDUR Felix Grétarsson, sem slasaðist lífshættulega þegar hann fékk ellefu þúsund volta rafstraum í gegnum sig og féll átta metra niður á frosna jörð 12. janúar síðastliðinn, var á föstudag útskrifaður af gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hann dvelst núna á almennri deild og segir Brynjólfur Jónsson, sérfræðingur í bæklunarlækningum, menn gera sér góðar vonir um frekari batahorfur. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Leiðbeiningar um atvinnulífið

KOMIN er út fimmta útgáfa ritsins "Vegabréf á vinnumarkaði" sem Verkamannasamband Íslands gefur út. Ritið er ætlað ungu fólki á leið út í atvinnulífið og er hugmyndin með útgáfunni að bæta tengsl verkalýðshreyfingarinnar við ungt fólk og um leið auka vitund þess á réttindum sínum og skyldum á vinnumarkaði. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Leiðrétt

Í MYNDLISTARUMSÖGN Braga Ásgeirssonar, Þrír módernistar, í blaðinu í gær, er talað um umskipti við tilkomu pop­listarinnar og síðan hugmyndafræðilegu listarinnar. Þau urðu á sjöunda og áttunda áratugnum. Í umsögninni birtist einnig röng mynd af verki Elíasar B. Halldórssonar og myndatextar víxluðust. Rétt er að Einar Þorláksson málaði Kulið svifar, sem er olía á striga. Meira
18. mars 1998 | Óflokkað efni | 71 orð

Létt á fæti á gönguskíðunum

ÞRÁTT fyrir mikið frost var fallegt veður á Akureyri um helgina og þá ekki síst í Kjarnaskógi. Þar voru hjónin Anna Fornadóttir og Vorsveinn Friðriksson létt á fæti á gönguskíðunum er ljósmyndari Morgunblaðsins kom þar við. Þau hjón gera mikið af því að ganga á skíðum og eru þá á ferðinni víða, í Kjarnaskógi, í Hlíðarfjalli, á Vaðlaheiði og á Súlumýrum þegar líða tekur á veturinn. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 419 orð

Lífeyrissjóðir ekki lánastofnanir

"LÍFEYRISSJÓÐIR eru ekki sérhæfðar lánastofnanir fyrir einstaklinga, þessi sjóðfélagalán eru íslenskt fyrirbæri," segir Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands, en í Morgunblaðinu í gær var haft eftir honum að hann væri þeirrar skoðunar að það ætti ekki að vera hlutverk lífeyrissjóða að standa í lánveitingum til einstaklinga. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Málþing um siðfræði og samvisku

ALÞJÓÐA Sam-Frímúrarareglan Le Droit Humain efnir til opins málþings í þingsölum Hótels Loftleiða laugardaginn 21. mars um efnið: Siðfræði og samviska. Málþingið hefst kl. 9.30 með ávarpi dr. Njarðar P. Njarðvík, prófessors, og því lýkur með pallborðsumræðum og þingslitum kl. 16.45. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Meiri vaxtalækkanir en í áraraðir

"VEXTIR hafa verið að lækka og þeir eru reyndar ekki lengur lækkaðir með handafli heldur ráðast þeir af markaðnum. Vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og á fjármagnsmarkaði sjá menn nú fram á meiri vaxtalækkanir en menn hafa séð í áraraðir, Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 239 orð

Mikið eignatjón í sex bíla árekstri

MIKIÐ eignatjón varð þegar sex bílar lentu í árekstri á Reykjanesbraut um klukkan hálftíu í gærmorgun. Tildrög óhappsins voru með þeim hætti að bifreið á leið til Reykjavíkur ók fram úr annarri á sömu leið, skall á bíl sem kom á móti og kastaðist á bifreiðina sem ökumaðurinn hafði tekið fram úr. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 346 orð

Mikilvægt að Íslendingar nýti sér þjónustuna

ÍSLAND hefur frá árinu 1996 átt aðild að starfsemi Þróunarmiðstöðvar starfsmenntunar í Evrópu, CEDEFOP, en hlutverk hennar er að aðstoða við mótun og framkvæmd starfsmenntastefnu, m.a. með öflun og miðlun upplýsinga um hana, stuðla að hagnýtingu á niðurstöðum starfsmenntarannsókna og útgáfustarfsemi. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Myndakvöld frá Færeyjum og Skotlandi

FERÐAFÉLAG Íslands efnir í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. mars, til myndakvölds í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6. Fyrir hlé sýnir Kristján M. Baldursson myndir frá fyrstu Færeyjaferð Ferðafélagsins er farin var á síðastliðnu sumri. Þetta var fjölbreytt ferð þar sem var ekið, gengið og siglt og verður ný ferð þangað í sumar. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Mömmumorgnar 10 ára

MÆÐUR og börn þeirra hittast í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði á miðvikudögum milli kl. 10­12. Mæðurnar spjalla saman og hlusta á fræðsluerindi meðan börnin föndra eða leika sér með aðstoð leiðbeinanda. Mömmumorgnar Vitans eru þeir fyrstu hér á landi og hafa verið starfræktir í 10 ár líkt og Vitinn. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Níu fyrirlestrar um eldgos í Vatnajökli og afleiðingar þeirra

ELDGOS í vestanverðum Vatnajökli og afleiðingar þeirra er nafn á ráðstefnu fyrir almenning sem Kirkjubæjarstofa og Jarðfræðafélag Íslands gangast í sameiningu fyrir um næstu helgi. Fer ráðstefnan fram á Kirkjubæjarklaustri og verða þar fluttir níu fyrirlestrar um efnið. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Nýr vegur um Búlandshöfða

SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið frumathugun á umhverfisáhrifum breyttrar legu Snæfellsnesvegar um Búlandshöfða. Samkvæmt frummati Vegagerðarinnar mun nýi vegurinn verða 8,2 km langur með 20 m langri brú á Tunguósi. Hann mun liggja nokkru neðar en núverandi vegur, frá bænum Búlandshöfða, vestur um hlíðar Búlandshöfða um Mávahlíðarif að Brimilsvöllum. Meira
18. mars 1998 | Landsbyggðin | 577 orð

Nýtt íþróttahús tekið í notkun

Skagaströnd-Fjölmenni var við vígslu nýs íþróttahúss á Skagaströnd sunnudaginn 15. mars. Mun það gjörbreyta allri aðstöðu til íþróttaiðkunar á staðnum auk þess sem í húsinu eru þrjár kennslustofur. Tilkoma þeirra verður til þess að næsta haust verður hægt að einsetja skólann í fyrsta sinn í 50 ár. Meira
18. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 460 orð

Óþolinmóðir bílstjórar á Öxnadalsheiðinni "Þ

FÆRÐ um Öxnadalsheiði var með skásta móti í gær og þar var þokkalegt veður og skyggni um miðjan daginn, þótt gengi á með éljum, að sögn Jóns Péturssonar bifreiðastjóra, sem sér um snjómokstur á heiðinni. Meira
18. mars 1998 | Erlendar fréttir | 355 orð

Ritað undir Kyoto-sáttmála

KYOTO-samningurinn um takmarkanir við losun gróðurhúsalofttegunda er tilbúinn til undirritunar en talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær, að samningurinn væri marklaus gerðust Bandaríkin ekki aðili að honum. Fulltrúar Maldive-eyja, Samóa, Antiqua og Barbuda og Sankti Lúsíu skrifuðu nöfnin sín fyrstir og síðan Sviss og Argentínu. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Rætt um samnorræna stefnumótun

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sat í gærmorgun fund samstarfsráðherra Norðurlanda og fund ráðherranna með sendiherrum norrænu landanna í Brussel. Samkvæmt upplýsingum Norðurlandaskrifstofu forsætisráðuneytisins var rætt um samnorræna stefnumótun og samstarf Norðurlandanna við grannsvæðin við Eystrasalt á fundi ráðherranna. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 766 orð

Sinnuleysi hjá ríkinu eða ástæðulaus ótti?

STJÓRNENDUR ríkisstofnana hafa ekki sinnt á viðunandi hátt vandamálum tengdum ártalinu 2000 í tölvum og tæknibúnaði og á sumum stofnunum hefur lítil sem engin vinna hafist við úrlausn vandamálanna. Þetta kom fram í könnun Ríkiskaupa sem kynnt var á ráðstefnu um "2000 vandamálið" svokallaða sem haldin var á vegum Ríkiskaupa í gær. Meira
18. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
18. mars 1998 | Miðopna | 1503 orð

Sjónvarp án landamæra

Evrópusambandið stefnir ótrautt inn í nýja öld á sviði stafrænnar hljóð- og myndmiðlunar undir kjörorðinu "Sjónvarp án landamæra". Nú þegar hefur gríðarlegur vöxtur átt sér stað og fyrir tímabilið 1995­2005 er áætluð tekjuaukning um 70% á sviði alls kyns myndmiðlunar, þ.ám. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 316 orð

Stefnt að gjaldtöku fyrir veitta þjónustu á friðlýstum svæðum

NÁTTÚRUVERND ríkisins hyggst leita eftir styrkjum frá fyrirtækjum og einstaklingum til þess að kosta rannsóknir og verndaráætlanir á einstökum náttúruverndarsvæðum og stuðla að uppbyggingu og fræðslu. Ráðgert er að breyta áherslum í rekstri þjóðgarðanna, m.a. með því að bæta aðstöðu fyrir daggesti og er þar sérstaklega rætt um uppbyggingu á gestastofum. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Sýning á nýjum ullarfatnaði

ÍSLANDSKYNNING á vegum Flugleiða var haldin í Luxembourg dagana 4.­8. mars. Þar sýndu Módelsamtökin ullarlínuna 1998 frá helstu framleiðendum ullariðnaðarins þ.e.a.s. Foldu, Vöku, Saumastofunni Evu, ALB, M.A. Eiríkssyni, Elvijó, Handprjónasambandinu, Islandia og einnig voru sýndir loðfeldir frá Eggerti feldskera. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

Sýningin Matur '98 hefst á morgun

MATVÆLASÝNINGIN Matur '98 verður sett fimmtudaginn 19. mars kl. 16 í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi. Að sýningunni standa Atvinnumálanefnd Kópavogs, Hótel- og matvælaskólinn, Ferðamálaskólinn, Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins og fagfélög í matvælaiðnaði. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Tékknesk sendinefnd heimsækir Ísland

FULLTRÚAR utanríkismálanefndar tékkneska þingsins eru staddir hér á landi um þessar mundir. Sendinefndin ræðir við Ólaf G. Einarsson forseta Alþingis, utanríkismálanefnd Alþingis, embættismenn í utanríkisráðuneytinu og fleiri. Sendinefndin óskaði sérstaklega eftir að hitta að máli yfirmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sem þeir hitta í dag áður en þeir halda af landi brott. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Tjónvaldur tali við lögreglu

LÖGREGLAN í Reykjavík biður þann sem ók vínrauðri fólksbifreið sinni á brúngráan Toyota Carina- fólksbíl, árgerð 1995, með skrásetningarnúmerunum MR-787, síðastliðinn laugardag, að hafa samband við lögreglu. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Umhverfisáhrif Vatnsfellsvirkjunar metin

SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið frumathugun á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Vatnsfellsvirkjunar ofan Sigölduvirkjunar á milli Þórisvatns og Krókslóns. Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta aukinni eftirspurn eftir raforku en samkvæmt frummatsskýrslu er þetta nú einn álitlegasti virkjunarkosturinn hérlendis. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 237 orð

Unnið samhliða námskeiði til að hætta að reykja

ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem hópur samstarfsmanna tekur sig saman um að koma á námskeið til að hætta að reykja og ekki nóg með það heldur tekur með sér vinnuna um leið. Þetta gerðu starfsmenn sambýlisins við Stekkjartröð á Egilsstöðum nú nýverið er þau komu á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þar sem 6 af 8 starfsmönnum sóttu námskeið til að hætta að reykja. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 678 orð

Upprifjun endurminninga bætir líðan aldraðra

Upprifjun endurminninga hjá fólki með langt gengna langvinna lungnasjúkdóma er yfirskrift nýlegrar rannsóknar sem gerð var á hjúkrunardeild Vífilsstaðaspítala. Helga Jónsdóttir, dósent í hjúkrunarfræði og stoðhjúkrunarfræðingur á Landspítala, er einn aðstandenda rannsóknarinnar en auk hennar unnu að henni Edda Steingrímsdóttir og Guðrún Jónsdóttir, Meira
18. mars 1998 | Erlendar fréttir | 208 orð

Uppstokkun í skatta- og velferðarmálum

GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti í gær á þingi fjárlagafrumvarp stjórnarinnar en þar er lagt til, að gerð verði mikil uppstokkun í skatta- og velferðarkerfinu. Er markmiðið með henni að létta fyrirtækjum róðurinn og koma milljónum manna af bótum og út á vinnumarkaðinn. Meira
18. mars 1998 | Miðopna | 1505 orð

Vefútgáfa ekki orðin fjárhagslega hagkvæm

UM HELMINGUR þeirra 6­7 þúsund dagblaða sem gefin eru út í heiminum hafa hreiðrað um sig á alnetinu með annaðhvort sérstakri útgáfu eða fréttatengdum heimasíðum, að því er fram kom í máli Nils Enlunds, Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð

Vonast til að framboðslistum fjölgi ekki

STOFNFUNDUR Samfylkingar þeirra sem aðhyllast félagshyggju og jafnrétti í reynd var haldinn í Hraunholti í Hafnarfirði í gærkvöld og voru rúmlega 50 manns á fundinum. Samtökin eru sprottin úr tilraunum til sameiningar vinstri manna í Hafnarfirði og hyggjast bjóða fram við sveitarstjórnarkosningar í vor. Meira
18. mars 1998 | Erlendar fréttir | 948 orð

Willey sögð hafa reynt að semja um bók fyrir viðtalið

KATHLEEN Willey, fyrrverandi starfskona í Hvíta húsinu, sem hefur sakað Bill Clinton Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni, fór þess nýlega á leit við bókaútgefanda í Los Angeles að hann gæfi út sjálfsævisögu hennar, að sögn Bobs Bennets, lögfræðings Clintons. Meira
18. mars 1998 | Erlendar fréttir | 705 orð

Zhu Rongji tekur við stjórnartaumunum

Zhu Rongji, aðstoðarforsætisráðherra Kína, var kjörinn forsætisráðherra landsins með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á kínverska þinginu í gær. 2.890 þingmenn greiddu atkvæði með Zhu, 29 á móti og 31 sat hjá. Hann tekur við embættinu af Li Peng, sem varð að víkja samkvæmt stjórnarskránni eftir tíu ára setu. Zhu fæddist í Hunan-héraði 1. Meira
18. mars 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Örlagasaga vesturfaranna kynnt

GUÐJÓN Arngrímsson blaðamaður mun fjalla um bók sína Nýja Ísland; örlagasaga vesturfaranna í máli og myndum, á vegum Vináttufélags Íslands og Kanada fimmtudagskvöldið 19. mars kl. 20.30 í Lögbergi, Háskóla Íslands, stofu 102. Meira

Ritstjórnargreinar

18. mars 1998 | Staksteinar | 293 orð

»Alvarlegum slysum fækkar Í SKÝRSLU dómsmálaráðherra um stöðu umferðaröryggi

Í SKÝRSLU dómsmálaráðherra um stöðu umferðaröryggismála, sem lögð hefur verið fram á Alþingi, segir að "alvarlegum slysum hefur fækkað um 19%, úr 254, sem er meðaltal áranna 1991 til 1996, í 207 árið 1997". Ölvunarslysum fjölgar Meira
18. mars 1998 | Leiðarar | 661 orð

leiðari 10 ÁR FRÁ ÁRÁSINNI Á HALABJA M MIÐJAN marzmánuð eru 1

leiðari 10 ÁR FRÁ ÁRÁSINNI Á HALABJA M MIÐJAN marzmánuð eru 10 ár liðin frá því íraski flugherinn gerði efnavopnaárás á kúrdíska þorpið Halabja í norðausturhluta Íraks og varpaði yfir það bæði taugagasi og sinnepsgasi. Meira

Menning

18. mars 1998 | Fólk í fréttum | 1218 orð

Alætur á pólitík Kveðið hefur við nýjan tón í íslenskum grínheimi síðan Fóstbræður hófu þáttagerð á Stöð 2. Ívar Páll Jónsson

JÁ, ÍSKRAR svona í tækinu hjá þér? Þetta er lélegt tæki," segir Sigurjón við blaðamann þegar þeir hafa sest niður við gluggann á Hótel Borg. "Nei, þú misskilur, Sigurjón," segir þá Þorsteinn. "Hann er blaðamaður, þetta er ekki útvarpsviðtal. Hljómgæðin skipta engu máli. Meira
18. mars 1998 | Tónlist | 617 orð

Barnagælur og barkabrjótar

Lög eftir Jón Ásgeirsson, Jón Þórarinsson, Fjölni Stefánsson, Emil Thoroddsen, Atla Heimi Sveinsson, Schumann, Grieg, Sjöberg, Sibelius og Adam-Schmidt. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó; Martial Nardeau flauta. Listasafni Kópavogs, mánudaginn 16. marz kl. 20.30. Meira
18. mars 1998 | Bókmenntir | 390 orð

Bókasöfn á Íslandi

Íslensk bókasöfn í fortíð og nútíð. Ritstj.: Guðrún Pálsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan, 1997, 448 bls. BÓK þessi er gefin út í tilefni af því að árið 1996 voru fjörutíu ár liðin frá því að dr. Björn Sigfússon háskólabókavörður hóf að kenna bókasafnsfræði í Háskóla Íslands. Meira
18. mars 1998 | Leiklist | 415 orð

Ekkert lausnargjald

Eftir Brendan Behan. Þýð.: Jónas Árnason. Leikstjóri: Jakob Þór Einarsson. Leikendur: Óli Örn Atlason, Jónína Margrét Sigmundsdóttir, Viggó Ingimar Jónasson, Andrea Katrín Guðmundsdóttir, Sigurður Tómas Helgason, Gunnar Hafsteinn Ólafsson, Hulda Björk Sigurðardóttir, Tryggvi Dór Gíslason, Knútur Örn Bjarnason, Sigríður Víðis Jónsdóttir, Gerður Yrja Ólafsdóttir, Ásgeir Ingólfsson, Meira
18. mars 1998 | Menningarlíf | 200 orð

Engir falskir litir

SÝNING Tryggva Ólafssonar í galleríinu Krebsen í Kaupmannahöfn fær fimm stjörnur af sex mögulegum hjá myndlistargagnrýnanda Ekstra-blaðsins, Alex Steen, sem segir Tryggva meistara allegóríunnar. Sýningin sé hrein perla og alveg laus við hinar "íslensku falsanir sem svo mikið [sé] rætt um á Íslandi þessa dagana". Fyrirsögn dómsins er "Ingen falske farver" eða "Engir falskir litir". Meira
18. mars 1998 | Myndlist | 534 orð

Er uppdrátturinn landslagið?

Opið 14 til 18, fimmtudag til sunndags. Sýningin stendur til 29. mars. MÁLVERK Sigurðar Árna Sigurðssonar eru ekki eins blátt áfram og þau kunna að virðast við fyrstu sýn. Litfletirnir eru hreinir og áferðin flöt, bygging verkanna einföld og gjarnan strang-geómetrísk, skuggar og ljósfletir vandlega afmarkaðir. Meira
18. mars 1998 | Fólk í fréttum | 97 orð

"Grease" 20 ára

UM þessar mundir eru tuttugu ár liðin frá frumsýningu myndarinnar "Grease" sem er ein vinsælasta mynd kvikmyndasögunnar og kom af stað hálfgerðu æði meðal unga fólksins. Í tilefni af tveggja tuga afmælinu var ákveðið að endurútgefa myndina og á dögunum var haldin sérstök frumsýning á henni í Los Angeles. Meira
18. mars 1998 | Myndlist | 618 orð

Heimsókn frá Lapplandi

Opið alla daga nema mánudaga frá 14­18. Aðgangur 200 kr. Til 22. mars. Í NORRÆNA húsinu er farandsýning sjö listamanna, sem eiga uppruna sinn ýmist í finnska eða sænska hluta Lapplands og tengjast allir menningu Sama með einum eða öðrum hætti. Kannski eru það fordómar af minni hálfu, en að fenginni reynslu hef ég tilhneigingu til að taka "norrænum" sýningum með fyrirvara. Meira
18. mars 1998 | Menningarlíf | 284 orð

Húsfyllir á tónleika karlakórsins Heimis

KARLAKÓRINN Heimir úr Skagafirði hélt tónleika í Reykholtskirkju fimmtudaginn 12. mars sl. Kórinn flutti íslensk og erlend lög undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar. Undirleikari á píanó var Thomas Higgerson og á harmonikku Jón S. Gíslason. Einsöngvarar voru Einar Halldórsson og Sigfús, Gísli, Óskar og Pétur Péturssynir. Kynnir á tónleikunum var Þorvaldur G. Meira
18. mars 1998 | Leiklist | 399 orð

Hvað gera konur án karla?

Eftir Carlo Goldoni. Leikstjóri: Helga Braga Jónsdóttir. Leikendur: Hannes, Bjarni, Gummi, Dan, Thelma, Sara, Ylfa, Auður, Valur, Benni, Birta, Kristín, Davíð, Raggi, Bettý. Ljós: Kári, Óli. Frumsýnt: Fimmtudaginn 12. marz 1998. Meira
18. mars 1998 | Fólk í fréttum | 186 orð

Leonardo DiCaprio í 2 efstu sætunum

LEONARDO DiCaprio er kominn í harða samkeppni við sjálfan sig eftir frumsýningu myndarinnar "The Man in the Iron Mask" um síðustu helgi. Myndinni var spáð góðu gengi og þótti líklegust til að velta "Titanic" úr efsta sætinu eftir 12 vikna veru þar. Það gekk ekki eftir og 13. vikuna í röð er það sjóslysamyndin "Titanic" sem er aðsóknarmesta myndin í Bandaríkjunum. Meira
18. mars 1998 | Bókmenntir | 409 orð

Niðjar Bólu -Hjálmars

Niðjatal Hjálmars Jónssonar skálds í Bólu og konu hans Guðnýjar Ólafsdóttur. Þorsteinn Jónsson tók saman. Byggðir og bú, 1997, 255 bls. Á SÍÐASTA ári voru liðin tvö hundruð ár frá fæðingu Hjálmars skálds Jónssonar, sem löngum hefur verið kenndur við Bólu í Akrahreppi, þó að ekki dveldist hann þar nema áratug langrar ævi. Hjálmar andaðist árið 1875. Meira
18. mars 1998 | Menningarlíf | 208 orð

Nýjung í bókaútgáfu og sölu

Á FIMMTUDAGINN, 19. mars, kemur fyrsta bókin í nýjum bókaflokki út í Svíþjóð. Hér er um að ræða nýjung í bókaútgáfu, samvinnu milli ABF-sambandsins og bókaútgáfunnar Högmans. Fyrsta bókin verður sjálfsævisöguleg bók eftir Jan Myrdal: Ást. Bók vikunnar Meira
18. mars 1998 | Menningarlíf | 483 orð

Ráðinn til fílharmóníusveitarinnar í Rígu

GUÐMUNDUR Emilsson hefur verið ráðinn aðalhljómsveitarstjóri og tónlistarstjóri Lettnesku fílharmóníusveitarinnar í Rígu. Hefur hann þegar tekið við starfinu en fyrstu tónleikarnir sem hann stjórnar verða haldnir í Wagner-salnum í Rígu 12. júní næstkomandi. Hljómsveitin hét upphaflega Latvian Philharmonic Chamber Orchestra og var sett á laggirnar fyrir rúmum þremur áratugum. Meira
18. mars 1998 | Menningarlíf | 77 orð

Sérhannaðar peysur og ullarvörur

NÚ stendur yfir sýning í galleríi Handverk & Hönnun, Amtmannsstíg 1, á sérhönnuðum peysum og ullarvörum frá Ullarselinu á Hvanneyri. Í Ullarselinu starfar hópur fólks sem leggur aðaláherslu á ullarvinnu, þ.e. spinnur, þæfir, jurtalitar og spjaldvefur. Þá laugardaga sem sýningin stendur verður fólk frá Ullarselinu á staðnum við vinnu. Sýningin er opin þriðjudaga til föstudaga frá kl. Meira
18. mars 1998 | Menningarlíf | 83 orð

Sýning til heiðurs frönskum rithöfundum

ALLIANCE française opnar sýninguna Franskir rithöfundar utan Frakklands fimmtudaginn 19. mars, í húsakynnum Alliance française, Austurstræti 3, kl. 18, en föstudagurinn 20. mars er alþjóðlegur dagur franskrar tungu. Sýningin er til heiðurs þeim rithöfundum sem búið hafa í Ameríku eða Asíu en kosið að skrifa verk sín á frönsku. Meira
18. mars 1998 | Menningarlíf | 167 orð

Tímarit KIRKJURITIÐ

KIRKJURITIÐ er komið út og er þetta fyrsta hefti í 64. árgangi. Organistablaðið hefur verið sameinað Kirkjuritinu, þótt ekki sjái þess merki í efnistökum þessa fyrsta heftis. Ritstjóri er sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur á Hvammstanga. Meginefni þessa heftis er um fræðslu kirkjunnar á tímamótum í lífi barna, unglinga og fullorðinna. Meira
18. mars 1998 | Menningarlíf | 84 orð

Tónleikar tónlistarkennara

TÓNLISTARKENNARAR við Tónlistarskóla Stykkishólms buðu bæjarbúum upp á tónleika þar sem þeir léku á hljóðfæri sín. Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Hólmgeir Þorsteinsson léku fjórhent á píanó fantasíu eftir Schubert; Berglind Tómasdóttir lék einleik á þverflautu; Lárus Pétursson lék á gítar; Daði Þór Einarsson lék á básúnu og Hafsteinn Sigurðsson lék þrjú lög á harmonikku. Meira

Umræðan

18. mars 1998 | Aðsent efni | 864 orð

Auðsöfnun lífeyrissjóða

GREIN sú er ég skrifaði undir fyrirsögninni "Lífeyrissjóðirnir bregðast" og var birt í Morgunblaðinu 17. jan. sl. var gagnrýni á stjórnir almennu lífeyrissjóðanna, ekki fyrst og fremst á Lífeyrissjóð rafiðnaðarmanna, sem nú heitir Lífiðn. Hún beindist að öllum almennum lífeyrissjóðum sem ekki hafa staðið sig varðandi verðtryggingu, ekknalífeyri o.fl. Meira
18. mars 1998 | Aðsent efni | 750 orð

Árið 2000 og tölvukerfi

NÆR allar tölvur og hugbúnaður er háður vinnslu með dagsetningar. Augljósasta dæmið er að vaxtareikningar byggjast á dagsetningum. Margs konar tæki byggjast líka á dagsetningum svo sem myndbandstæki, faxtæki og öryggiskerfi. Umtalsverður hluti þessa búnaðar mun bregðast rangt við þegar ártalið verður 2000 og jafnvel hætta að virka með öllu. Meira
18. mars 1998 | Aðsent efni | 834 orð

Lífsleikni

ÞAÐ VAKTI athygli mína þegar mér barst bæklingur menntamálaráðuneytisins "Enn betri skóli" að þar er getið um nýja námsgrein í grunnskóla og ber hún heitið Lífsleikni. Mér þótti þetta forvitnileg nýjung, þangað til ég sá hvernig þessi fyrirhugaða námsgrein er skilgreind. Þá varð ég fyrir sárum vonbrigðum. Meira
18. mars 1998 | Aðsent efni | 849 orð

MFA- skólinn

MARKMIÐ MFA-skólans er að auka almenna menntun, efla sjálfstraust, þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og aðstoða fólk í atvinnuleit. Ég er einn nemenda skólans og hef fengið allt það besta sem þessi skóli hefur uppá að bjóða. Þegar ég hóf nám við skólann hafði ég stutta skólagöngu að baki. En skólaganga er talin mjög mikilvæg fyrir alla sem ætla að komast áfram í lífinu. Meira
18. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 173 orð

Neysla mjólkur eykur beineyðingu Frá Hallgrími Þ. Magnússyni: Í

Í TÍMARITI sem heitir American journal of public health frá árinu 1997 má lesa niðurstöður rannsókna sem gerðar voru við hinn þekkta læknaháskóla Harvard. Rannsóknir stóðu í tólf ár og voru yfir 20.000 konur rannsakaðar. Meira
18. mars 1998 | Aðsent efni | 487 orð

Sögulegt inngrip í næturlífið

ÞÓTT félögin öldnu KFUM og KFUK í Reykjavík verði 100 ára á næsta ári er greinilegt að þau eru enn í fullu fjöri og hafa svo sannarlega ekki lokið hlutverki sínu fyrir ungmenni Reykjavíkur og nágrennis. Fundið hefur verið upp á margvíslegum nýjungum og fjölbreyttum, oftast með blessunarríkum árangri. Meira
18. mars 1998 | Aðsent efni | 1079 orð

Uppsagnirnar voru óhæfa

"SVONA gera menn ekki," sagði forsætisráðherra á dögunum, og varð það fleyg setning, sem menn hafa margoft vísað til síðan, þegar þeim hefur gjörsamlega blöskrað eitthvað. Einnig mér kom þessi setning í hug, fyrst er ég frétti af nýafstöðnum uppsögnum starfsfólks hjá Flugfélagi íslands. Allt í sambandi við það mál er með slíkum endemum að engu tali tekur. Meira
18. mars 1998 | Aðsent efni | 806 orð

Velferð íslenskra kvenna

MIÐAÐ við háar meðalævilíkur íslenskra kvenna mætti ætla að konur byggju almennt við betra heilsufar en karlar en góð heilsa er einn mikilvægasti þátturinn í lífshamingju. Margt bendir þó til að í þessu efni stefni verulega á verri veg en við höfum hingað til álitið. Meira

Minningargreinar

18. mars 1998 | Minningargreinar | 942 orð

Birgir Þorvaldsson

Vinur minn Birgir Þorvaldsson, fyrrum forstjóri Runtalofna hf., er látinn 72 ára. Eins og of oft vill verða höfðu fundir okkar strjálast með aldrinum og of langt um liðið frá síðasta símtali. Við Birgir kynntumst fyrir 27 árum, nánar tiltekið síðla árs 1970. Þá fól hann mér ákveðið verkefni hjá Runtalofnum og hófst það snemma á árinu 1971. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 705 orð

Birgir Þorvaldsson

Það fékk á mig þegar ég heyrði af andláti Birgis Þorvaldssonar. Þessi stóri og þrekvaxni maður, kátur og kraftmikill, var ekki líklegur til að falla í valinn. Hann hefur verið samferðamaður minn svo lengi að það er eins og kippt sé burtu einu tré, stórum og sterkum trjástofni, úr þeim fjölskrúðuga garði sem við höfum, vesturbæingarnir, unað okkur svo lengi í. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 170 orð

Birgir Þorvaldsson

Það er stutt bil á milli lífs og dauða, það sjáum við þegar góðvinur okkar KR-inga, Birgir Þorvaldsson, er dáinn. Hann var með okkur í KR-heimilinu á föstudagskvöldi fyrir liðlega viku, hress og kátur að vanda, en tveimur dögum síðar var hann látinn. Birgir kom ungur í okkar félag af Vesturgötunni, frá mikilli KR- fjölskyldu og fór í hnefaleikadeild sem þá var starfandi. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 429 orð

BIRGIR ÞORVALDSSON

BIRGIR ÞORVALDSSON Birgir Þorvaldsson fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1925. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 7. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorvaldur R. Helgason, skósmíðameistari í Reykjavík, f. 3. okt. 1893, d. 26. nóv. 1974, og Kristín Súsanna Elíasdóttir, f. 11.7. 1897 í Stykkishólmi, d. 22. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 30 orð

EINAR ALBERTSSON

EINAR ALBERTSSON Einar Magnús Albertsson fæddist á Búðarnesi í Súðavík 12. júlí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 9. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarðarkirkju 17. mars. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 577 orð

Einar M. Albertsson

Fréttin um fráfall Einars M. Albertssonar, fyrrv. póstfulltrúa á Siglufirði, kom flestum á óvart. Hann hafði alla ævi ástundað hófsemi og holla lifnaðarhætti og virst heilsuhraustur. Hann hafði að vísu kennt heilsubrests síðustu mánuði, en samt bjuggust fáir við að úrslitin réðust svo fljótt sem raun varð á. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 739 orð

Einar Snæbjörnsson Snæbjörn Einarsson

Einar gekk í barnaskóla á Hellissandi og hóf seinna nám í Sjómannaskólanum í Reykjavík en lauk því ekki. Hann fór ungur til sjós. Fyrst var hann með föður sínum á fiskiskipum frá Ísafirði, bæði vetrarvertíðir og eins á síld fyrir Norðurlandi. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 342 orð

EINAR SNÆBJÖRNSSON SNÆBJÖRN EINARSSON

EINAR SNÆBJÖRNSSON SNÆBJÖRN EINARSSON Einar Snæbjörnsson var fæddur á Hellissandi 20. nóvember 1921. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Snæbjörn Einarsson frá Hellissandi, f. 11. des. 1897, d. 26. des. 1990, og Steinunn Bjarnadóttir frá Garði á Reykjanesi, f. 28. okt. 1895, d. 11. nóv. 1925. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 102 orð

Eiríkur Björnsson

Það var að morgni sunnudagsins 8. mars að okkur bárust þær sorgarfréttir að elskulegur bróðir og frændi, Ragnar Eiríkur, hefði þá um nóttina kvatt þennan heim. Við minnumst Eika sem glaðlynds og hjartagóðs manns sem ávallt var tilbúinn að rétta hjálparhönd og stutt var í hláturinn þegar hann var nærri. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 310 orð

Eiríkur Björnsson

Kæri frændi. Þú kvaddir eins og ég held að þú hefðir óskað þér. Í hópi góðra vina á gleðistundu. Þú hafðir verið í áttræðisafmæli ásamt Ingibjörgu vinkonu þinni og fjölskyldu þegar kallið kom. Þú varst 83ja ára gamall, þokkalega hraustur og sáttur við Guð og menn, en saknaðir sárt eiginkonu þinnar, Lóu, sem farin var á undan þér rúmum tveimur árum áður. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 225 orð

EIRÍKUR BJÖRNSSON

EIRÍKUR BJÖRNSSON Ragnar Eiríkur Björnsson fæddist í Grófarseli í Jökulsárhlíð 30. september 1914. Hann varð bráðkvaddur aðfaranótt sunnudagsins 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sólveig Hallsdóttir frá Sleðbrjót í Jökulsárhlíð, f. 1. október 1885, d. 29. nóvember 1968, og Björn Sigurðsson frá Rangárlóni, f. 15. október 1878, d. 3. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 158 orð

Guðmunda Vigfúsdóttir

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Þessar línur koma upp í hugann er við minnumst Guðmundu ömmu. Því nú eru þrautir hennar að baki og við vitum að henni líður vel. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐMUNDA VIGFÚSDÓTTIR

GUÐMUNDA VIGFÚSDÓTTIR Guðmunda Vigfúsdóttir fæddist í Tungu í Nauteyrarhreppi 1. júlí 1909. Hún andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 8. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 17. mars. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 629 orð

Kristján Guðmundsson

Eitt er það lögmál órjúfanlegt, að eftir því sem maður eldist heltast æ fleiri vinir og samferðamenn manns úr lestinni. Og nú var komið að vini mínum og svila, Kristjáni Guðmundssyni, sem safnaðist til feðra sinna sjöunda þessa mánaðar. Get ég ekki látið hjá líða að kveðja þennan mæta dreng og trausta með örfáum orðum. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 196 orð

Kristján Guðmundsson

Stundirnar sem við afi áttum saman voru margar þar sem ég bjó hjá honum á Háaleitisbrautinni. Jafnframt því að vera afi minn gegndi hann föðurhlutverkinu framan af minni ævi. Við fórum saman að horfa á knattspyrnuleiki og vorum báðir miklir Framarar. Á sunnudagsmorgnum fórum við yfirleitt tveir saman í bíltúr eða í heimsóknir til vina hans og ættingja. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 196 orð

Kristján Guðmundsson

Í dag er kvaddur hinstu kveðju aldinn heiðursmaður, Kristján Guðmundsson. Tíu mánaða gömul kom ég ásamt móður minni inn á heimili hans og Ástu móðursystur minnar. Dvaldi ég þar næstu árin og naut elsku þeirra. Mínar fyrstu bernskuminningar eru frá heimili þeirra á Selfossi. Kristján var ákaflega barngóður maður. Ósjaldan man ég að hann huggaði litla telpu sem hafði meitt sig. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 648 orð

Kristján Guðmundsson

Kristján Guðmundsson tengdafaðir minn er látinn á 81. aldursári. Þegar komið er að kveðjustund nýt ég þess í skrifum mínum að málskrúð var honum ekki að skapi. Þegar ég lít um öxl og hugsa til fyrstu kynna okkar Kristjáns, sem hófust 1962, finnst mér sem þessi 36 ár hafi liðið sem sjónhending. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 258 orð

Kristján Guðmundsson

Elsku afi, eftir löng og erfið veikindi kom kallið, kallið sem alltaf er erfitt að horfast í augu við. Loksins frískur á ný í heimi þar sem friður og kærleikur ríkir. Við systkinin eigum margar góðar minningar til að ylja okkur við og varðveita. Ógleymanlegar dagsferðir austur fyrir fjall, þar sem vandaður bílstjóri sá til þess að allir kæmust á áfangastað, alltaf með bros á vör. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 145 orð

Kristján Guðmundsson

Allir eiga frændur. En það er ekki hægt að velja þá. En stundum er maður svo heppinn að eiga frændur sem eru einstakir. Ég var svo heppin að eiga föðurbróður sem var einn sá ljúfasti og skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst um ævina. Hann bar hlýhug til allra þeirra sem voru honum nákomnir. T.d. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 362 orð

KRISTJÁN GUÐMUNDSSON

Kristján Guðmundsson fæddist á Eyrarbakka 26. ágúst 1917. Hann lést á Vífilsstöðum hinn 7. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Lárusdóttir Blöndal, f. 19.12. 1876, d. 21.10. 1957, og Guðmundur Guðmundsson, f. 6.1. 1876, d. 13.4. 1967, kaupfélagstjóri á Eyrarbakka, síðar kaupmaður á Selfossi. Systkini Kristjáns voru: 1) Ástríður, f. 24.7. 1901, d. 11.1. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 437 orð

Lýdía Guðjónsdóttir

Þau Lydía og Guðjón bjuggu fyrstu 10 árin á nokkrum stöðum í Reykjavík en árið 1950 flytja þau að Stíflisdal í Þingvallasveit og hefja þar búskap. Guðjón hafði enda lokið góðu prófi frá Búnaðarskólanum á Hólum í Hjaltadal 1937. Þá var þannig ástatt í Þingvallasveit að allt fé hafði verið skorið niður haustið áður vegna riðuveiki og varð að byggja búskapinn á nautgripum. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 254 orð

LÝDÍA GUÐJÓNSDÓTTIR

LÝDÍA GUÐJÓNSDÓTTIR Lýdía Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 25. maí 1921. Hún lést á Borgarspítalanum 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Bjarnason, söngstjóri Sólskinsdeildarinnar og síðar múrarameistari, og Guðrún Sveinsdóttir. Guðrún dó eftir langvarandi veikindi 14.4. 1942 en Guðjón lést 11.9. 1983. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 900 orð

Ragnar Eiríkur Björnsson

Það eru liðin rúm fjörutíu ár síðan ég kynntist Ragnari Eiríki Björnssyni, sem innan fjölskyldunnar og í vinahópi var ævinlega kallaður Eiki. Móðir mín var skilin við föður minn og tekin saman við þennan hógláta og ­ að því er mér fannst ­ fremur þurrlega verkamann. Þau giftu sig 1955 en ég var þá enn í menntaskóla og síðan sex ár við háskólanám í Þýskalandi. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 603 orð

Will Harrison Kári Perry

Við andlát Wills Harrisons Kára Perrys kemur eins og ósjálfrátt í hugann brot úr kvæði Stefáns G. Stefánssonar: Og vonskan aldrei á því góða hrín um eilífð! hvað sem líf og dauði boða, og hún á ekkert afl, sem nær til þín. ­ Nú er horfinn af jarðnesku sjónarsviði mætur og mikilhæfur maður, sem okkur langar að minnast með fáeinum kveðjuorðum. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 452 orð

Will Harrison Kári Perry

Ég kynntist Will Perry haustið 1994 þegar hann hóf störf sem stjórnarmaður Fulbright-stofnunarinnar, skipaður af þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hr. Parker Borg. Will varð varaformaður stjórnarinnar 1995 og ári síðar formaður. Haustið 1997 varð hann svo aftur varaformaður og sat sem slíkur þangað til hann lést hinn 10. mars sl. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 397 orð

WILL HARRISON KÁRI PERRY

WILL HARRISON KÁRI PERRY Will Harrison Kári Perry fæddist 7. mars 1926 í Los Angeles í Kaliforníu. Hann andaðist 10. mars 1998 í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Foreldrar hans voru hjónin Will Harrison Perry, f. 1883, kaupsýslumaður og bóndi, og Laurice Lucille Perry, f. 1903, og eru þau bæði látin. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 217 orð

Will Harryson Kári Perry

Mig langar að minnast í örfáum orðum vinar míns Will Perry eða Perry eins og hann var kallaður. Perry var giftur frænku minni Huldu og kynni mín af þeim hjónum hófust árið 1980 þegar ég ásamt foreldrum mínum heimsótti þau á heimili þeirra í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hjá þeim mátti finna allt það sem lítil stelpa gat óskað sér. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 496 orð

Will Harryson Kári Perry

Í dag verður til moldar borinn kær vinur, Will H. Perry, eða Perry eins og við kölluðum hann. Maður er alltaf jafn óviðbúinn dauðanum, þó aðdragandinn hafi verið einhver. Maður vonar alltaf að allt lagist, en maðurinn með ljáinn er óvæginn og eirir engu. Okkur langar að þakka fyrir þann alltof stutta en góða tíma sem við náðum að eiga saman. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 300 orð

Will H.K. Perry

Í nær tuttugu ár bjuggu þau hjón Hulda og Will í næsta húsi við mig í Garðabæ. Ég hafði þá búið þar í um þrjú ár. Húsið gegnt mér hafði þá staðið autt allan þann tíma, eða frá því að byggingu þess lauk. Hús og garður var fullu frágengið, en enginn hafði búið í því. Illgresið fékk að blómstra í friði í garðinum og drungi var yfir húsinu. Meira
18. mars 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Will H.K. Perry

Kveðja frá vinahópi Will Perry fluttist hingað til lands frá Kaliforníu árið 1981 ásamt Huldu, eiginkonu sinni, en þar höfðu þau búið frá því þau gengu í hjónaband á árinu 1974. Hópur bekkjarsystra Huldu úr Kvennaskólanum, ásamt mökum, hefur frá þeim tíma átt margar góðar stundir með þeim hjónum og m.a. ferðast saman, bæði innanlands og utan. Meira

Viðskipti

18. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 490 orð

Betri afkoma þrátt fyrir minni veltu

HAGNAÐUR Héðins-Smiðju nam 49 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við 31 milljónar króna hagnað árið 1996, og nemur aukningin 58%. Heildarvelta fyrirtækisins dróst hins vegar saman um 10%, úr 887 milljónum árið 1996 í 797 milljónir í fyrra. Meira
18. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 207 orð

ÐÁvöxtunarkrafa spariskírteina lækkar

ÁVÖXTUNARKRAFA markflokka húsbréfa lækkaði um 6 punkta á Verðbréfaþingi Íslands í gær og endaði í 4,87%. Vestir á 11 mánaða víxlum lækkuðu í útboði ríkisvíxla hjá Lánasýslu ríkisins. Með útboði ríkisvíxla skuldbatt ríkissjóður sig til að taka tilboðum á bilinu 300 til 5.000 milljónir kr. Alls bárust 17 gild tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð 3.826 milljónir kr. Tekið var tilboðum fyrir 2. Meira
18. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 141 orð

ÐMarkaðsvirðið jókst um 21%

MARKAÐSVIRÐI hlutabréfa Burðaráss hf., eignarhaldsfélags Eimskips, í félögum á hlutabréfamarkaði jókst um 1.352 milljónir kr. á árinu 1997, úr 6.536 milljónum í 7.888 milljónir kr. Hækkunin samsvarar tæplega 21%. Meginbreytingin stafar af gengishækkun hlutabréfa en Eimskip jók einnig hlut sinn í mörgum fyrirtækjum. Meira
18. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Japanir velja seðlabankastjóra

JAPANIR hafa skipað fyrrverandi seðlabankamann með 50 ára reynslu af japönsku fjármálalífi í stöðu yfirmanns japanska seðlabankans. Tilkynnt var eftir fund Ryutaro Hashimoto forsætisráðherra og Hikaru Matsunaga fjármálaráðherra að Hashimoto mundi skipa Masaru Hayami í stöðuna. Meira
18. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 223 orð

»Nýjar methækkanir og meiri hækkunum spáð

METHÆKKANIR urðu á lokagengi hlutabréfa í öllum helztu kauphöllum Evrópu í gær og ekkert lát er á áhuga fjárfesta vegna lágra vaxta, samruna fyrirtækja og lítillar verðbólgu. Dagurinn byrjaði vel í Evrópu eftir 116 punkta hækkun í Wall Street á mánudag og fjárfestar spá því að gróska í Bandaríkjunum tryggi að afkoma bandarískra fyrirtækja haldi áfram að batna þrátt fyrir ástandið a í Asíu. Meira
18. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 495 orð

Staðfest skipting í þrjú rekstrarfélög

AFURÐASALAN Borgarnesi hf. var rekin með 107 milljóna króna halla á síðasta rekstrarári sem lauk 31. ágúst. Árið áður var tæplega 44 milljóna kr. tap á rekstrinum. Eigið fé Afurðasölunnar var neikvætt um rúmar 60 milljónir við lok reikningsársins. Kom þetta fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var í fyrradag. Afurðasalan Borgarnesi hf. rekur sláturhús, kjötvinnslu og kjötmjölsverksmiðju. Meira
18. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 404 orð

Stefnt að myndun öflugs matvælafyrirtækis

ATVINNUÞRÓUNARSJÓÐUR Suðurlands, Kjötvinnslan Höfn hf. á Selfossi og Borgarnes-kjötvörur ehf. hafa gert samkomulag um að vinna að sameiningu Kjötvinnslunnar Hafnar og Borgarnes-kjötvara. Fyrst verður gerð athugun á hagkvæmni stofnunar þannig matvælafyrirtækis og ef hún verður jákvæð munu fyrirtækin væntanlega sameinast í sumar. Kjötvinnslan Höfn hf. Meira

Fastir þættir

18. mars 1998 | Fastir þættir | 72 orð

A/V

Mánudaginn 9. mars sl. spiluðu 16 pör. Úrslit urðu þessi: Lárus Hermannsson ­ Eysteinn Einarsson256Júlíus Guðmundsson ­ Jón Magnússon247Þórarinn Árnason ­ Bergur Þorvaldsson238Meðalskor210 Fimmtudaginn 12. mars sl. spiluðu 19 pör Mitchell. Meira
18. mars 1998 | Í dag | 121 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudagi

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 18. mars, verður áttræður Hans Aðalsteinn Valdimarsson, Miðhúsum, nú búsettur á Hlíf 2, Ísafirði. Hans og eiginkona hans Stefanía Finnbogadóttir taka á móti gestum í tilefni afmælisins í samkomusalnum á Hlíf, laugardaginn 21. mars, kl. 15. Meira
18. mars 1998 | Fastir þættir | 514 orð

Áskirkja.

Í KVÖLD hefjast á ný kvöldbænir í Hafnarfjarðarkirkju, en fastar kvöldbænir hafa legið niðri undanfarin miðvikudagskvöld vegna Biblíunámskeiðs. Kvöldbænirnar hefjast kl. 21 og eru með mjög einföldu sniði. Kirkjugestir koma saman við altarið, hlýða á lestur ritningartexta og bera síðan fram bænaefni. Einnig er hægt að koma á framfæri bænaefnum fyrir stundina og eru þau þá borin fram af presti. Meira
18. mars 1998 | Fastir þættir | 63 orð

BRIDS Umsjón Arnór G: Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Friðbjörn Guðmundsson og Björn Stefánsson tóku afgerandi forystu í Butler-tvímenningnum, sem hófst sl. mánudagskvöld. 26 pör mættu til leiks og er staða efstu para þessi: Friðbjörn ­ Björn140Eyjólfur Ólafsson ­ Jón Skúlason60Kristinn Ingvason ­ Guðm. Friðbjörnss.48Ágúst Benediktss. ­ Rósant Hjörleifss.46Anna G. Meira
18. mars 1998 | Fastir þættir | 89 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Fimmtudaginn 12. mars var eins kvölds tvímenningur, mitchell. Þrettán pör mættu og var yfirseta. N/S Murat Serdar ­ Ragnar Jónsson202 Georg Sverrisson ­ Bernódus Kristinsson189 Magnús Aspelund ­ Steingr. Meira
18. mars 1998 | Fastir þættir | 89 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonÍslensku pari boðið á Cave

Bridssambandi Íslands hefur verið boðið að senda eitt par á hið fræga Cavendish kauphallarmót sem er haldið í Las Vegas 8.-10. maí nk. Flug og hótel er innifalið í boðinu. Parið verður sjálft að eiga fyrsta boð, lágmark 8.000 $. Það er mat þeirra, sem að boðinu standa, að gott íslenskt par myndi "seljast" á 20.000 $. Parið verður sjálft að eiga a.m.k. 10%, þ.e. 2.000 $. Meira
18. mars 1998 | Fastir þættir | 835 orð

Fjöldinn er raunverulegt fólk "Hugsanlegur áhorfendahópur er hver einasti maður, kona og barn í samfélaginu sem hefur aðgang að

ENSKI leikritahöfundurinn Trevor Griffiths er einn fárra leikritahöfunda sem hafa yfirgefið leikhúsið og snúið sér alfarið að leikritaskrifum fyrir sjónvarp. Griffiths bætti um betur og setti fram á hreinskilinn og skýran hátt ástæður sínar fyrir þessari ákvörðun; hann taldi sig einfaldlega ná betur til fjöldans í gegnum sjónvarpið en leikhúsið. Meira
18. mars 1998 | Í dag | 405 orð

Fólksflóttinn úr dreifbýlinu FÓLKSFLÓTTINN úr dreifbýli

FÓLKSFLÓTTINN úr dreifbýlinu til höfuðborgarsvæðisins er óæskileg öfugþróun, sem verður að stöðva. Á umræðufundi í sjónvarpinu var rökrætt um þessi mál, og vildu margir meina að ríkisvaldið stuðlaði að fólksflóttanum. Því var haldið fram að aukning starfsfólks í opinbera geiranum væri mest á Reykjavíkursvæðinu. Meira
18. mars 1998 | Í dag | 528 orð

GGLAUST er Víkverji í hópi fjölmargra Íslendinga, jafn

GGLAUST er Víkverji í hópi fjölmargra Íslendinga, jafnvel yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, sem aldrei hefur nennt að setja sig almennilega inn í hvað Schengen-samkomulagið kemur til með að þýða fyrir íslensku þjóðina, komist það á annað borð á laggirnar. Meira
18. mars 1998 | Dagbók | 601 orð

Reykjavíkurhöfn: Bjarni Ólafsson, Dettifoss og Reykjafoss

Reykjavíkurhöfn: Bjarni Ólafsson, Dettifoss og Reykjafoss fóru í gær. Lone Sif var væntanlegt í gær. Mælifell og Arnarfell eru væntanleg í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Stuðlafoss fór í gær. Fornax og Tasiilaq fara á veiðar í dag. Meira
18. mars 1998 | Fastir þættir | 999 orð

Sigurganga Larry Christiansens

Bandaríkjamaðurinn Larry Christiansen hefur vinnings forskot á landa sinn, Nick deFirmian, sem er í öðru sæti. Í SJÖUNDU umferðinni á mánudagskvöldið vann Larry Christiansen stigahæsta Norðurlandabúann á mótinu, Danann Curt Hansen. Meira

Íþróttir

18. mars 1998 | Íþróttir | 248 orð

Arsenal talið líklegast sem bikarmeistari

ÞAÐ var enginn meistarabragur á leik Arsenal er liðið vann West Ham í vítapsyrnukeppni í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Eftir 90 mínútna leik í gærkvöldi var staðan 1:1, rétt eins og í fyrri leik liðanna, þannig að grípa varð til framlengingar. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 134 orð

Áfrýjun Vals til ÍSÍ

Við upphaf þinghalds dómstóls HSÍ í gærkvöld lögðu Valsmenn fram áfrýjun vegna niðurstöðu dómsins um að þeir sem hann skipa séu hæfir til setu í dómnum. Í fyrrakvöld komst dómstóll HSÍ að þeirri niðurstöðu að dómendur væru allir hæfir en Valsmenn vildu ekki una þeirri niðurstöðu og áfrýjuðu til dómstóls ÍSÍ og því var fátt annað að gera fyrir dómstól HSÍ en fresta frekari vinnslu málsins. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 126 orð

Blackburn vill Dublin ROY Hodgson, knatts

ROY Hodgson, knattspyrnustjóri Balckburn Rovers, segist ætla að kaupa Dion Dublin frá Coventry. Hodgson skýrði frá þessu í gærdag og það fylgdi sögunni að þetta myndi hann aðeins gera ef Coventry félli út úr bikarkeppninni, og það gerði liðið í gærkvöldi. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 385 orð

Fljótagangan endurvakin

Um næstu helgi mun skíðafélag Fljótamanna í Skagafirði endurvekja Fljótagönguna. Þetta er svokölluð túrganga þar sem gengnir eru 50 kílómetrar og vilja Fjótamenn gera þessa göngu að árlegum viðburði. Tveir sænskir göngumenn hafa ákveðið að koma og vera með. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 79 orð

Fram 90 ára

Knattspyrnufélagið Fram heldur upp á 90 ára afmæli sitt á afmælisdaginn, 1. maí. Í tilefni þessara tímamóta eru Framarar með ýmislegt á prjónunum. Óskað er eftir að eldri Framarar leiti að gömlum sögulegum munum; myndum, verðlaunagripum, búningum, skófatnaði og öðru, sem tilvalið væri að hafa til sýnis í Framheimilinu í tilefni tímamótanna. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 178 orð

Fredericks fær peninginn

NÚ standa vonir til þess að Frankie Fredericks, spretthlaupari frá Namibíu, fái bronsverðlaunapeninginn sem hann vann í 100 m hlaupi á Samveldisleikunum 1994, nærri fjórum árum eftir að hann vann til hans. Þessu lofaði David Dixon, ritari framkvæmdastjórnar Samveldisleikanna, í viðtali við BBC í gær. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 200 orð

GOLF Nicklaus má vera með

JACK Nicklaus, einum mesta kylfingi allra tíma, hefur verið boðið að vera með á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi næstu þrjú árin. Bandaríska golfsambandið ákvað um helgina að bjóða honum að vera með á næstu þremur mótum, en þátttaka hans í mótinu nær yfir fimm áratuga skeið. Nicklaus, sem er 58 ára, keppti fyrst árið 1957 og á hann ýmis met sem tengjast mótinu. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 210 orð

Hoddle valdi ekki Gascoigne

Glenn Hoddle, landsliðseinvaldur Englands, valdi ekki Paul Gascoigne í 26 manna landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Sviss í Bern í næstu viku. Gascoigne, sem verður 31 árs í maí, hefur aðeins leikið einn heilan leik með Glasgow Rangers í þrjá mánuði. "Gassi" er á förum frá Glasgow Rangers eftir þetta keppnistímabil ­ til Crystal Palace, Middlesbrough eða Newcastle. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 143 orð

KA - ÍBV28:22 KA-heimilið, Íslandsmótið í handknattleik

KA-heimilið, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla, 21. og næst síðasta umferð, þriðjudaginn 17. mars 1998. Gangur leiksins: 0:2, 1:4, 6:10, 10:14, 12:14, 16:14, 18:17, 22:19, 25:22, 28:22. Mörk KA: Leó ¨Orn Þorleifsson 9, Karim Yala 4, Halldór Sigfússon 4/3, Björgvin Björgvinsson 4, Vladimir Goldin 2, Jóhann G. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 407 orð

KA-menn enn á ný í baráttunni

KA-MENN skutust í gærkvöldi upp í annað sætið fyrir síðustu umferðina í 1. deild karla með öruggum sigri á ÍBV, 28:22. Þar með eiga Íslandsmeistararnir enn möguleika á að krækja í deildarmeistaratitilinn; þeir eru ásamt Aftureldingu stigi á eftir Fram. Þetta ræðst allt í æsilegri lokaumferð næstkomandi fimmtudag en KA er a.m.k. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 178 orð

Knattspyrna

Evrópukeppni félagsliða 8-liða úrslit, síðari leikir: Spartak Moskva - Ajax1:0 Alexander Shirko 85. 32.000. Spartak vann samtals 4:1. AJ Auxerre - Lazio2:2 Stephane Guivarc'h 39., 80. - Roberto Mancini 7., vítasp., Guerino Gottardi 13. 20.000. Lazio vann samtals 3:2. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 44 orð

Körfuknattleikur 1. deild karla: Ásgarður, þriðji undanúrslitaleikur: Stjarnan - Þór Þ.85:90 Þór úr Þorlákshöfn leikur því til

1. deild karla: Ásgarður, þriðji undanúrslitaleikur: Stjarnan - Þór Þ.85:90 Þór úr Þorlákshöfn leikur því til úrslita við Snæfell. NBA-deildin Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 100 orð

Lemgo sýnir Sigfúsi áhuga

ÞÝSKA handknattleiksliðið Lemgo hefur sýnt áhuga á að fá Sigfús Sigurðsson, línumann Vals, í sínar raðir fyrir næstu leiktíð, en Lemgo er þýskur meistari í handknattleik og er sem stendur í öðru sæti deildarinnar. "Þeir hafa sýnt mér áhuga," sagði Sigfús í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 952 orð

Man. Utd. verður ekki Evrópumeistari

GEORGE Best, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur ekki trú á að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins, náði að stjórna liðinu til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða í ár. Best, sem skoraði eitt af fjórum mörkum United á Wembley 1968, þegar Man. Utd. vann Benfica í úrslitaleik 4:1, segir að liðið sé einfaldlega ekki nógu sterkt til að endurtaka afrekið frá 1968. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 192 orð

SEBASTIAN Rozental, miðherji Chile

SEBASTIAN Rozental, miðherji Chile og Glasgow Rangers, mun ekki vera í sviðsljósinu í HM í Frakklandi í sumar, þar sem hann þarf að fara í sína þriðju hnéaðgerð sem mun kosta að hann verður frá knattspyrnu í ár. Rozental er 21 árs. Rangers keypti hann á fjórar millj. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 156 orð

Tveir sigrar hjá Júlíusi

ST. Otmar, liðið sem Júlíus Jónasson leikur með í svissneska handknattleiknum, vann báða leikina sem það lék í síðari hluta deildarkeppninnar þar í landi um helgina. Fyrst lögðu Júlíus og félagar Kadetten Schaffhausen 25:23 á heimavelli og síðan Grasshopper-Club Z¨urich á útivelli, einnig með tveimur mörkum, 29:27. Sigrarnir tveir hafa fært St. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 966 orð

Tvö glæsimörk dugðu Villa ekki

ÞAÐ verða tvö ítölsk félög, Internazionale og Lazio, eitt spænskt félag, Atletico Madrid og Spartak Moskva í hattinum þegar dregið verður til undanúrslita í Evrópukeppni félagsliða og ljóst að sigurvegarar síðasta árs, Schalke, verja ekki titilinn. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 326 orð

Utah Jazz á sigurbraut

Utah Jazz hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í fyrrinótt og vann ellefta sigurinn í röð með því að leggja Minnesota 102:96 á útivelli. Karl Malone var stigahæstur með 29 og John Stockton gerði 22 stig og þar af 11 í fjórða leikhluta. Jeff Hornacek var með 13 stig og átta stoðsendingar. Minnesota hefur tapað níu af síðustu tólf leikjum sínum. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 129 orð

Verðlaun Moores til sölu G

GULLPENINGUR Bobbys Moores sem hann fékk fyrir að stýra Englandi til sigurs í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu 1966 og aðrir verðlaunagripir sem hann vann til verða seldir á árinu. Moore lést úr krabbameini 1993 en fyrrverandi eiginkona hans fékk gripina þegar þau skildu 1991. Hún gerir ráð fyrir að fá um tvær milljónir punda, um 240 millj. kr. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 212 orð

Þróttur í úrslit

Lið Reykjavíkur-Þróttar skellti ÍS í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Hagaskólanum í gærkvöldi í þremur hrinum gegn engri. Þróttarar höfðu mikla yfirburði og eftir aðeins 43 mínútur var sigur þeirra í höfn, þeir unnu 15:8; 15:7 og 15:4. Meira
18. mars 1998 | Íþróttir | 31 orð

(fyrirsögn vantar)

Næstu leikir Síðasta umferðin fer fram annað kvöld kl. 20. Þá leika Breiðablik - HK, FH - Fram, Valur - KA, UMFA - Stjarnan, ÍBV - ÍR og Víkingur - Haukar. Meira

Úr verinu

18. mars 1998 | Úr verinu | 103 orð

25.000 tonn á Fáskrúðsfjörð

Heildarloðnulöndun hjá Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði er um 25.260 tonn, en fyrst var landað 16. febrúar eða strax eftir verkfall. Af þessum afla hafa um 4.000 farið í frystingu. 700 tonn hafa verið fryst fyrir Japansmarkað og 3.300 fyrir Rússlandsmarkað. Aflahæsta loðnuskipið er Bergur VE og hefur hann landað 9.750 tonnum, þar af 2.200 tonnum í frystingu. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 134 orð

Aflinn með minnsta móti

FISKAFLINN fyrstu tvo mánuði ársins var óvenjulítill nú, eða aðeins rúmlega 262.000 tonn. Það er langt innan við helming aflans á sama tíma í fyrra og um 300.000 tonnum minna en árið 1996. Um er að ræða samdrátt í veiðum á nánast öllum fiskitegundum, en verkfall setti strik í reikninginn nú í febrúar, þó stutt væri. Botnfiskaflinn nú reyndist aðeins 59. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 159 orð

Auðveldari fjárfestingar

UM þessar mundir er unnið að gerð samnings milli aðildarríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, í því skyni að gera fjárfestingar auðveldari. Hefur lítið verið um þessar viðræður fjallað í fjölmiðlum, en samningurinn getur haft mikil áhrif á framtíð fiskiðnaðarins innan ESB og á Evrópska efnahagssvæðinu og hugsanlega um allan heim. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 185 orð

Bretar kaupa mest af Norðmönnum

BRETAR hafa aukið innflutning á ferskum fiski lítillega á síðasta ári. Til loka september höfðu þeir flutt inn um 57.300 tonn af ferskum fiski, öðrum en skelfiski, en það er um 2.000 tonnum meira en árið áður. Langmest af ferska fiskinum kaupa Bretar frá Færeyjum, um 24.000 tonn og er það um 30% aukning frá árinu áður. Næstir komum við Íslendingar með um 13.900 tonn, sem er rúmlega 1. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 32 orð

EFNI Sagan 3 Saltfiskur í sögu þjóðar Viðtal 5 Björn Ármann Ólafsson framkvæmdastjóri Kambfells hf. Markaðsmál 6 Mun minni

Saltfiskur í sögu þjóðar Viðtal 5 Björn Ármann Ólafsson framkvæmdastjóri Kambfells hf. Markaðsmál 6 Mun minni hagnaður varð hjá Coldwater Seafood í Bretlandi Greinar 7 Kristján Þórarinsson stofnvistfræðingur LÍÚ Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 439 orð

Engar freðsíldarbirgðir eru nú óseldar á Íslandi

MIKIÐ "síldarfjall" er nú að hlaðast upp í Noregi. Nánast fjórðungur alls þess, sem veiddist úr norsk-íslenzka stofninum í fyrra, er enn óselt. Talið er að um 60.000 tonn af heilfrystri síld séu nú í frystigeymslum í Noregi og hefur mun minna selzt en í fyrra. Engar síldarbirgðir eru hins vegar óseldar á Íslandi. Veiðin hér varð reyndar með minnsta móti, en mikil veiði hefur verið í Noregi. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 338 orð

Fjárfesting auðvelduð með MAI-samningnum

UM þessar mundir er unnið að gerð samnings milli aðildarríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, í því skyni að gera fjárfestingar auðveldari. Hefur merkilega lítið verið um þessar viðræður fjallað í fjölmiðlum því að samningurinn getur haft mikil áhrif á framtíð fiskiðnaðarins í Evrópusambandsríkjunum og á Evrópska efnahagssvæðinu og hugsanlega um allan heim. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 935 orð

Hafa aldrei fengið kvörtun um gæðin

KAMBFELL hf. á Reyðarfirði sameinaðist Skinney hf. á Höfn í Hornafirði undir nafni Skinneyjar um síðustu áramót. Björn Ármann Ólafsson framkvæmdastjóri Kambfells, nú rekstrarstjóri Skinneyjar á Reyðarfirði, Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 64 orð

HAUSARNIR ÞURRKAÐIR

MIKIL vinna hefur verið hjá Laugafiski í vetur og tekur fyrirtækið á móti 170 tonnum af þorskhausum í viku hverri. Húsnæðið var stækkað fyrir nokkru, en ef vel ætti að vera þyrfti að auka þurrkaðstöðuna og fá meira af heitu vatni til að hægt sé að vinna á fullum afköstum. Hér er Hermann Pétursson, verkstjóri, við hausahaug, sem fer á Nígeríumarkað. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 114 orð

John Gummer til liðs við Sjávarnytjaráðið

JOHN Gummer, fyrrum sjávarútvegsráðherra Bretlands, hefur verið gerður að stjórnarformanni Sjávarnytjaráðsins, Marine Stewardship Council. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 177 orð

Jón Þór stjórnar framleiðslu SÍF í Kanada

JÓN Þór Hallgrímsson hefur verið ráðinn framleiðslustjóri Sans Souci Seafoods, nýs dótturfyrirtækis Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda í Yarmouth, Nova Scotia, Kanada. Hann hóf störf vestra þann 1. febrúar síðastliðinn. Jón Þór fæddist þann 24. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 314 orð

"Kvótaþing skapar óvissu í rekstri"

"HUGMYNDIN um kvótaþingið skapar óvissu í rekstri fyrirtækja frá núverandi kerfi," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. "Mér sýnist að hugsanlegt kvótaþing muni hafa verst áhrif á útgerðir, sem hafa yfir að ráða einu skipi og litlum kvóta. Þetta er klárlega neikvæðast fyrir þær. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 59 orð

LOÐNUVERTÍÐ LOKIÐ Á HÖFN

Þau voru kampakát hjá Borgey þegar sett var á síðasta brettið af loðnuafurðunm á þesasri vertíð. Fryst voru um 4.800 tonn af afurðum þar á bæ, þar af 2.000 tonn fyrir markaðinn í Japan. Væntingar stóðu til að meira yrði fryst á þann markað, en áta í loðnunni framan af vertíð setti strik í reikninginn. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 377 orð

Lykiltölurnar bornar saman

VINNSLUSAMANBURÐUR frystihúsa verður áfram unninn á vegum Samtaka fiskvinnslustöðva, en ákveðið hefur verið að veita félagsmönnum SF þessa þjónustu framvegis án endurgjalds. Frá því að SF hóf að gera slíkar kannanir haustið 1992, hefur kostnaður vegna þátttöku í samanburðinum numið tíu þúsund krónum á mánuði á hvert fyrirtæki, Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 1000 orð

Mun minni hagnaður varð hjá Coldwater Seafood í Bretlandi

HAGNAÐUR af rekstri Coldwater Seafood UK Ltd. í Bretlandi, sem er dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, nam á árinu 1997 500 þúsund sterlingspundum eftir skatta, sem samsvarar tæpum 60 milljónum íslenskra króna á móti 960 þúsund sterlingspundum eftir skatta árið áður en það samsvarar ríflega 114 milljónum króna. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 1738 orð

Saltfiskurinn þjappaði þjóðinni saman

Saga saltfiskverkunar og íslensku þjóðarinnar í þrjár aldir rakin Saltfiskurinn þjappaði þjóðinni saman Saltfiskverkun og -sala er sú atvinnugrein sem hvað mesta þýðingu hefur haft fyrir þjóðarbú og atvinnulíf Íslendinga á þessari og síðustu öld. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 160 orð

Sigurmundur stjórnar ÚV

ÚTGERÐARFÉLAG Vestmannaeyja hf., hefur tekið til starfa og er framkvæmdastjóri þess Sigurmundur G. Einarsson. Sigurmundur er borinn og barnfæddur Eyjamaður, fæddur 1957, og allar götur síðan árið 1979 hefur hann starfað sem fulltrúi í Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 831 orð

Sjófuglar éta hundruð þúsund tonna af fiski

ÁÆTLAÐ heildarát langvíu, stuttnefju, lunda, álku, ritu og fýls á varptíma við Ísland er áætlað 184.000 tonn af síli, 171.000 tonn af loðnu, 34.000 tonn af ljósátu og 52.000 tonn af annarri fæðu. Lundi étur tæp 150.000 tonn af sjávarfangi og langvía étur næstmest, eða ríflega 100.000 tonn. Hálfdrættingar á við lunda eru síðan stuttnefja og fýll, en álka og rita éta minna. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 112 orð

Steinbítspottréttur með sveppum

STEINBÍTURINN eða sladdinn er með betri matfiskum en margir hafa aðeins tuggið hann hertan með sméri. Mjólkursamsalan býður upp á einfaldan og góðan steinbítsrétt á heimasíðu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á slóðinni www.rfisk. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 182 orð

Verkfall í annað sinn

VERKFALL sjómanna er hú hafið í annað sinn á skömmum tíma og engin skip hafa því verið að veiðum frá því á sunnudagskvöld. Aðeins smábátarnir mega vera úti, en vitlaust veður hefur haldið þeim í landi og hefur sósókn þeirra verið slitrótt nú á útmánuðunum. Meira
18. mars 1998 | Úr verinu | 670 orð

Það er ekkert gagn í pýramídum í fiskifræði

Sveinbjörn Jónsson, sjómaður á Súgandafirði, hefur sett fram kenningu sem hann telur geta skýrt hvað ræður nýliðun í þorskstofna mun betur en líkön fiskifræðinga. Skv. kenningu Sveinbjörns ber að vernda eldri fiska betur en gert er, vegna frjósemi þeirra, og auka þess í stað veiðar á yngri fiski. Meira

Barnablað

18. mars 1998 | Barnablað | 24 orð

Einu sinni voru jólin

Einu sinni voru jólin DANÍEL Baldursson, 3 ára, Akureyri, teiknaði þessa síðbúnu jólamynd, þ.e. af jólasveini, jólaketti og sleða. Hann saknar kannski jólanna svolítið. Meira
18. mars 1998 | Barnablað | 93 orð

Ekki henda snjóbolta...

...í andlitið á öðrum, ekki henda snjóbolta í rúður, ekki henda snjóbolta í ljósin á ljósastaurum, ekki henda snjóbolta í bíla á ferð, ekki henda snjóbolta í ... Meira
18. mars 1998 | Barnablað | 556 orð

Litla hafmeyjan

GÓÐAN daginn, kæru lesendur! Enn og aftur er komið að því að birta úrslit í litaleik. Að þessu sinni birtum við nöfn vinningshafa í litaleik um Litlu hafmeyjuna. Þátttakan var sérlega góð og þakka Sam- bíóin og Myndasögur Moggans ykkur öllum fyrir þátttökuna. Að sjálfsögðu óskum við líka vinningshöfunum hjartanlega til hamingju. Meira
18. mars 1998 | Barnablað | 49 orð

Merkið efnið ykkar

ÞAÐ er vetur í þessari fallegu mynd ­ en: Hanna Lilja, 8 ára ... eru einu upplýsingarnar sem bárust með myndinni. Enn og aftur minna Myndasögur Moggans lesendur sína á að merkja allt efni sem sent er til þeirra vel og Meira
18. mars 1998 | Barnablað | 36 orð

Mig langar til mömmu

HJÁLPIÐ Kjarra kjúklingi að finna réttu leiðina upp myndina alla leið til systkina sinna og mömmu sem hafa stillt sér upp til myndatöku hjá Hansa hana ljósmyndara. Lausnin: Leiðin er merkt þrír. Meira
18. mars 1998 | Barnablað | 34 orð

Nagano '98

HREFNA Halldórsdóttir, 11 ára, Borgarholtsbraut 63, 200 Kópavogur, gerði þessa fallegu mynd af skautadrottningu á vetrarólympíuleikunum í Nagano í Japan í síðasta mánuði. Líklega hefur hún unnið gullmedalíuna sem er í bakgrunninum. Meira
18. mars 1998 | Barnablað | 44 orð

Pabbi og ég ÞAÐ ER alltaf athy

ÞAÐ ER alltaf athyglisvert að skoða hvernig krakkar teikna sig og þá sem næst þeim standa. Katrín Gylfadóttir, 4 ára, Bólstaðarhlíð 30, 105 Reykjavík, sér sig og pabba sinn svona. Gaman væri að fá til birtingar "fjölskyldumyndir" gerðar af ykkur, krakkar. Meira
18. mars 1998 | Barnablað | 39 orð

Rúmliggjandi á afmælinu?

AFMÆLISMYND heitir hún þessi flotta mynd eftir Berglind Dís úr Hafnarfirði. FH er í uppáhaldi á þessu heimili, það er augljóst. Og svo er afmælisdagurinn, sjáið þið pakkann undir rúminu. Hvað skyldi nú vera í Meira
18. mars 1998 | Barnablað | 24 orð

Skjaldbökurnar

Skjaldbökurnar SIGURÐUR Baldursson, 5 ára, Akureyri, teiknaði þessa mynd af Skjaldbökunum frægu (Turtles). Eins og myndin sýnir eru þær svakalega fimar og sterkar. Meira
18. mars 1998 | Barnablað | 25 orð

Þar sem ég á heima

Þar sem ég á heima ÞETTA er mynd af raðhúsinu þar sem ég á heima, segir höfundur myndarinnar, Guðný Lára Guðmundsdóttir, Ásgarði 10, 108 Reykjavík. Meira
18. mars 1998 | Barnablað | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.