Greinar fimmtudaginn 26. mars 1998

Forsíða

26. mars 1998 | Forsíða | 152 orð

"Í dag hefst saga sameinaðrar Evrópu"

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, ákvað í gær, að 11 ríki yrðu aðilar að EMU, myntbandalagi ESB-ríkjanna, frá byrjun en það gengur í gildi um næstu áramót. Var því fagnað mjög af leiðtogum viðkomandi ríkja. Meira
26. mars 1998 | Forsíða | 272 orð

Jeltsín beðinn að tilnefna annan mann í embættið

SERGEI Kíríjenko, starfandi forsætisráðherra í Rússlandi, lenti í miklum pólitískum mótbyr í gær, aðeins tveimur sólarhringum eftir að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, fól honum að mynda nýja stjórn í landinu. Meira
26. mars 1998 | Forsíða | 124 orð

Milosevic fær mánaðarfrest

SAMKOMULAG náðist um það á fundi sex samstarfsríkja um málefni fyrrverandi Júgóslavíu í Bonn í Þýskalandi í gær að gefa Slobodan Milosevics Júgóslavíuforseta fjögurra vikna frest til að finna friðsamlega lausn á deilunum við Kosovo- Albani. Meira
26. mars 1998 | Forsíða | 143 orð

Ofbeldi í sjónvarpi kennt um

MIKE Huckabee, ríkisstjóri í Arkansas, kenndi í gær ofbeldisfullum menningarheimi Bandaríkjanna um að tveir drengir, 11 og 13 ára, myrtu fjórar skólasystur sínar og einn kennara í miðskóla í ríkinu á þriðjudag. Meira
26. mars 1998 | Forsíða | 127 orð

Plastræktun ný búgrein?

HUGSANLEGT er að lífrænt plast, ræktað á ökrum úti, komi að miklu leyti í staðinn fyrir plastframleiðsluna, eins og hún er nú, á næstu tíu árum eða svo. Við það myndu sparast milljónir tonna af olíu, sem notuð er í plastgerðinni, svo ekki sé talað um minni mengun, en nýja plastið brotnar niður úti í náttúrunni eins og annar gróður. Meira

Fréttir

26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

204 millj. hagnaður Samherja og dótturfélaga

HAGNAÐUR Samherja hf. og dótturfélaga nam 204 milljónum króna á síðasta ári. Hagnaður af starfsemi dóttur- og hlutdeildarfélaga fyrirtækisins innanlands nam 377 milljónum króna en tap varð af rekstri þeirra erlendis. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

3,7% atvinnuleysi í febrúarmánuði

ATVINNULEYSI á landinu öllu í síðastliðnum mánuði var 3,7% af mannafla á vinnumarkaði samanborið við 4% atvinnuleysi í janúar sl. og 4,4% atvinnuleysi í febrúar á síðasta ári. Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga í seinasta mánuði jafngilda því að 4.883 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þar af eru 1.969 karlar og 2.914 konur. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Afmælisgjöf

BLAKLIÐ Þróttar færði þjálfara sínum, Leifi Harðarsyni, Íslandsmeistaratitilinn í afmælisgjöf í gær. Þróttarar sigruðu þar með þrefalt þriðja árið í röð. FH burstaði Hauka og Fram sigraði ÍBV í úrslitakeppninni í handbolta og KR komst í undanúrslit úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 276 orð

Athugað við næstu endurskoðun barnalaga

ÁKVEÐIÐ hefur verið í dómsmálaráðuneytinu að við næstu endurskoðun barnalaga verði skoðað hvort rétt sé að setja sérstakt ákvæði um málshöfðunarrétt karlmanna sem telja sig feður barna. Í Danmörku er nú unnið að frumvarpi í þessa veru eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. Meira
26. mars 1998 | Erlendar fréttir | 903 orð

Á menningararfleifð Asíuríkja þátt í flugslysum?

LOTNING fyrir yfirboðurum og óbilandi traust á sjálfstýringunni kann að hafa átt sinn þátt í að Boeing- 747 breiðþota kóreska flugfélagsins Korean Air fórst á eynni Guam á Kyrrahafi í ágúst í fyrra en 228 af 254 sem um borð voru létust. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Árekstur í Njarðvík

ÁREKSTUR varð í Njarðvík um miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Áreksturinn varð með þeim hætti að bíll á leið suður Njarðarbraut beygði inn Fitjabakka og í veg fyrir bíl sem var að fara fram úr honum. Fimm manns voru í bílunum og fengu allir að fara heim að lokinni læknisskoðun. Meira
26. mars 1998 | Erlendar fréttir | 299 orð

Banvæn flensa í Hong Kong

BANVÆN flensa hefur stungið niður kolli í Hong Kong en grunur leikur á að tveir fullorðnir menn hafi beðið bana af hennar völdum og ungt barn er hættulega veikt. Flensan er kölluð Sydney- flensan því vírusinn, sem nefndur er H3N2, var uppgötvaður í Ástralíu í júní í fyrra. Papon fær frest Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 546 orð

Beðið eftir áliti EFTA

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur bíður nú álits EFTA-dómstólsins í Lúxemborg vegna prófmáls sem höfðað var vegna greiðslna úr ábyrgðasjóði launa við gjaldþrot. Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent dómstólnum sitt álit sem er í þá veru að verið geti að íslensk lög stangist á við ákvæði EES-samningsins. Meira
26. mars 1998 | Erlendar fréttir | 494 orð

Berezovskí segir Kíríjenko geta orðið forsætisráðherra

RÚSSNESKI fjármálajöfurinn Borís Berezovskí sagði í gær að líklegt væri að Sergej Kíríjenko yrði næsti forsætisráðherra Rússlands. Berezovskí er talinn hafa mikil áhrif í Kreml og fréttaskýrendur telja að hann hafi staðið á bak við þá ákvörðun Borís Jeltsíns forseta að víkja stjórn Viktors Tsjernomyrdíns frá á mánudag. Meira
26. mars 1998 | Erlendar fréttir | 772 orð

"Biðjið fyrir okkur"

"HANN sagði að hann ætlaði að koma og skjóta fólk, en ég trúði því aldrei að hann myndi gera það, en hann gerði það," sagði skólabróðir annars af tveim drengjum sem myrtu fjórar skólasystur sínar og einn kennara í Arkansas á þriðjudag. Þrettán ára stúlka er lífshættulega særð. Ekki er ljóst hvað kom drengjunum til að fremja verknaðinn. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Braust inn í tug bíla

UNGUR maður var handtekinn eftir að hafa brotist inn í bíla í austurborginni síðastliðinn mánudag. Hann var tekinn til yfirheyrslu og viðurkenndi auk þessara innbrota innbrot í um 10 bíla á svæðinu á skömmum tíma. Málið er í rannsókn. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Bygging í samræmi við skipulag

BORGARRÁÐ hefur samþykkt umsögn Borgarskipulags um kæru vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda við Laugaveg 53B en þar er komist að þeirri niðurstöðu að tillaga að uppbyggingu á lóðinni sé í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 1996­ 2016. Meira
26. mars 1998 | Erlendar fréttir | 272 orð

Clinton lofar Rúandamönnum fjárhagsaðstoð

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, ræddi í gær við fólk, sem lifði af blóðsúthellingarnar í Rúanda árið 1994, og hét því að Bandaríkjastjórn myndi aðstoða við að koma í veg fyrir frekari fjöldamorð. Clinton sagði eftir að hafa hlýtt á frásagnir fólksins af hryllingnum að þjóðir heims hefðu ekki brugðist nógu skjótt við þegar fréttir tóku að berast af fjöldamorðunum. Meira
26. mars 1998 | Miðopna | 1499 orð

Deilendur píndir til að komast að niðurstöðu í kjaradeilunni

Í UMRÆÐUM á eftir framsöguræðu Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra kom fram stuðningur stjórnarandstæðinga við frumvörp þríhöfðanefndar og sögðust þeir ætla að greiða leið frumvarpanna í gegnum þingið. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 366 orð

Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir innflutning á hassi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 35 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir að smygla til landsins 192 grömmum af hassi í pósti frá Kaupmannahöfn. Maðurinn játaði brot sitt og hélt því fram að hassið hafi hann ætlað til einkanota, en í héraðsdómi þótti sannað að hann hafi ætlað hluta efnisins til sölu í ágóðaskyni. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 315 orð

Efla á samskipti og auka frjálsræði

MARIE-Lucie Morin, sendiherra Kanada á Íslandi, og Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, undirrituðu s.l. þriðjudag samkomulag um samvinnu í viðskiptum og efnahagsmálum milli Kanada og Íslands. Litið er svo á að samkomulag þetta sé liður í að hefja fríverslunarviðræður milli EFTA-ríkjanna og Kanada. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Einmánaðarfagnaður í Gjábakka

EINS og undanfarin ár fagna eldri borgarar í Kópavogi komu einmánaðar í félagsheimilinu Gjábakka fimmtudaginn 26. mars. Dagskráin hefst kl. 14 með því að Eldri kór Digranesskóla syngur íslensk lög við undirleik Kristínar Magnúsdóttur. Að söngnum loknum les Sigríður Sörensdóttir sögu og Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir. Meira
26. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 205 orð

Elvar Óskarsson Kjötmeistari 1998

ELVAR Óskarsson kjötiðnaðarmaður hjá Kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri hlaut titilinn Kjötmeistari 1998 í fagkeppni kjötiðnaðarmeistara sem efnt var til um liðna helgi og var hún haldin í tengslum við sýninguna Matur '98. Meira
26. mars 1998 | Erlendar fréttir | 406 orð

EMI gagnrýnni en ESB

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska peningamálastofnunin (EMI)tilkynntu í gær að ellefu af fimmtán aðildarríkjum ESB uppfylltu skilyrði um forsendur efnahagslegs stöðugleika sem væru fyrir stofnaðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) á næsta ári. Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagði að sameiginleg Evrópumynt, evró, myndi verða ein sú mikilvægasta í heiminum. Meira
26. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 171 orð

Erfitt tíðarfar við Grímsey frá áramótum

TÍÐARFAR hefur verið sérlega leiðinlegt við Grímsey frá áramótum og einkennst af miklum umhleypingum. Bjarni Magnússon hreppstjóri í Grímsey sagði að sjaldan hefði verið jafn umhleypingasamt og nú í vetur og tíðin frá áramótum hefði verið sérstaklega leiðinleg fyrir sjómenn. "Þetta er óskaplega þreytandi fyrir sjómennina, þetta tíðarfar. Meira
26. mars 1998 | Landsbyggðin | 125 orð

"Fjárnám" í Hvolsskóla

Hvolsvelli-Föstudaginn 27. mars nk. ætla nemendur í 7. og 8. bekk Hvolsskóla á Hvolsvelli að efna til áheitanáms sem þeir kalla "Fjárnám". Tilefnið er söfnun fyrir náms- og kynnisferð til Svíþjóðar í lok apríl. Undirbúningur ferðarinnar hefur staðið í á annað ár og er tilefni ferðarinnar m.a. að endurgjalda heimsókn nemenda grunnskólans í Danike frá síðasta vori. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Forsendur fyrir aukningu í laxveiði í sumar

FISKIFRÆÐINGAR hjá Veiðimálastofnun sjá forsendur fyrir aukinni laxveiði á komandi sumri miðað við síðustu sumur, er veiði hefur verið nokkuð undir meðalveiði síðasta áratugar. Með þeim fyrirvörum sem eðlilegir eru, nefna fiskifræðingarnir að heildarveiði í sumar geti farið í 35.000 laxa sem er tæp meðalveiði, en til samanburðar veiddust í fyrra um 29. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fór út af í Hornafirði

BÍLL fór út af veginum við Viðborðssel í Hornafirði um klukkan 10 í gærmorgun. Rigning var er óhappið varð og snjór og krap á veginum. Einn maður var í bílnum og slapp hann ómeiddur. Að sögn lögreglunnar á Höfn er bíllinn talsvert skemmdur. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 1245 orð

Frammistaðan best í latín-dönsum

Íslandsmeistarakeppni í dansi með frjálsri aðferð. Laugardaginn 21. marz. ÞAÐ er ávallt mikill viðburður þegar haldin er Íslandsmeistarakeppni í dansi. Síðastliðinn laugardag var haldin ein slík, með frjálsri aðferð, í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Keppnin er haldin á vegum mótanefndar Dansíþrótta- og Ólympíunefndar Íslands. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Frá vindorku til vatnsorku

Nýlega var opnuð ljósmyndasýning Minjasafns Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Rekur hún þróun raforkunnar, frá vindorku til vatnsorku. Á sýningunni má sjá myndir af götuljóskerum Reykjavíkur fyrir daga rafmagnsins, vindmyllunni í Bankastræti sem rifin var 1902, gasstöðinni sem opnuð var 1910 og sá bæjarbúum fyrir gaslýsingu, Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Fræðslufundur lungnasjúklinga

SAMTÖK lungnasjúklinga halda félagsfund vetrarins í kvöld, fimmtudag 26. mars, í safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík kl. 20.30. Á fundinum mun Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður, halda fyrirlestur um réttindi sjúklinga hjá Tryggingastofnun ríkisins. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 180 orð

Fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar HÍ

STEINDÓR J. Erlingsson, Raunvísindastofnun HÍ, heldur fyrirlestur í dag, fimmtudaginn 26. mars, á vegum Líffræðistofnunar sem nefnist "Þróun lífsins: Hugmyndir Íslendinga á árunum 1870-1940." Í fréttatilkynningu segir: "Í umræðu Íslendinga um þróun á tímabilinu 1870-1940 má greina tvo meginþætti: Annars vegar voru menn almennt sammála hugmynd Darwins um þróun lífsins, Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

Fyrirlestur um djúpsjávarhveri

VIGGÓ Þór Marteinsson, örverufræðingur á Iðntæknistofnun, heldur fyrirlestur föstudaginn 27. mars á vegum Líffræðistofnunar HÍ sem nefnist "Djúpsjávarhverir". Í fréttatilkynningu segir: "Fljótt á litið virðast hverir og umhverfi þeirra á landi vera lífvana þar sem ekkert sjáanlegt staðbundið líf finnst við þá og því síður var haldið að eitthvert líf gæti þrifist í kraumandi jarðhitanum. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Fyrirlestur um sjálfsvíg

ANNAR af fjórum fræðslu- og umræðufundum um sjálfsvíg verður fimmtudaginn 26. mars kl. 20. Að þessu sinni verður fjallað um sjálfsvíg með hliðsjón af skömm og fordómum. Fundurinn fer fram í safnaðarheimili Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Umsjónarmaður er Jóhann Björnsson, MA í heimspeki. Allir eru velkomnir og er aðgangseyrir enginn. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 320 orð

Fyrstu mínúturnar ráða oft úrslitum

LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga afhentu á mánudag slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, bráðamóttöku Landspítalans og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands að gjöf búnað sem mun flýta mjög fyrir greiningu sjúklinga með kransæðastíflu. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 426 orð

Gengið frá kaupum á 100% hlut í Skímu hf.

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, stjórnarformaður Landssímans hf., segist gera ráð fyrir að formleg eigendaskipti vegna kaupa fyrirtækisins á netþjónustufyrirtækinu Skímu hf. fari fram nú í vikunni. Gengið hefur verið frá kaupum á 100% eignarhlut í fyrirtækinu og sagði Þórarinn að málið ætti að vera frágengið nú, Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Heitt vatn af Mosfellsbæ

HEITT vatn fór af stórum hluta Mosfellsbæjar um klukkan 18.30 í gærkvöld þegar vatnslögn fór í sundur skammt austan við vegamót Vesturlandsvegar og Reykjavegar. Búist var við að vatn kæmist aftur á að nýju um klukkan 22 í gærkvöld. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 182 orð

Hlynnt stofnun lífeyrissjóða

FULLTRÚARÁÐ Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsti á fundi sínum 20. og 21. mars yfir stuðningi við sameiginlega yfirlýsingu BSRB, BHM og lífeyrissjóðsnefndar Sambandsins frá í seinustu viku um stofnun lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 810 orð

Hvarf fíkniefna hjá lögreglunni rannsakað

RAGNAR H. Hall hæstaréttarlögmaður hefur af dómsmálaráðuneytinu verið settur ríkislögreglustjóri til að kanna meðferð og vörslu fíkniefna hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík, að kanna hvort starfsmenn eða yfirmenn hafi brotið gegn starfsfyrirmælum eða starfsskyldum. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Hætt við sameiningu

Á FJÖLMENNUM fundi sem foreldrar barna í Kársnesskóla í Kópavogi boðuðu til í gærkvöld vegna aðstöðuleysis, þrengsla og fjölda nemenda í bekk tilkynnti Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, að ákveðið hefði verið að leita útboða fyrir þrjár lausar kennslustofur í stað tveggja fyrir næsta skólaár. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Ingvar Helgason hf. lækkar varahlutaverð

INGVAR Helgason hf. hefur lækkað verð varahluta í Nissan bíla um 30% að meðaltali. Einnig stendur til að verð á varahlutum í Subaru bíla verði lækkað verulega. Þetta kom fram í samtali við Helga Ingvarsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 355 orð

Innkalla verður upplýsingar sem mismuna fyrirtækjum

SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint þeim tilmælum til Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins að innkalla fyrir 1. maí næstkomandi allar efnislýsingar, verklýsingar, forskriftir og hvers konar upplýsingar sem stofnunin hefur gefið út vegna viðgerða á steinsteypu þar sem tiltekin eru vörumerki í dæmaskyni eða bent á tilgreind fyrirtæki til viðskipta. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Íslandsmót grunnskólasveita í skák

ÍSLANDSMÓT grunnskólasveita í skák 1998 er fram dagana 27.­29. mars í Faxafeni 12, Reykjavík. Sigurvegari í þessari keppni öðlast rétt til að tefla á Norðurlandamóti grunnskólasveita sem haldið verður í Noregi í haust. Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Skáksambands Íslands og þar fer fram skráning. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 394 orð

Kannað hvernig auka megi aðdráttarafl götunnar

TILLAGA um að fela Borgarskipulagi og borgarverkfræðingi að skoða með hvaða hætti megi fegra og bæta umhverfi Hafnarstrætis og auka aðdráttarafl götunnar fyrir gangandi vegfarendur, hefur verið samþykkt í borgarráði með þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista gegn tveimur atkvæðum sjálfstæðismanna. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Kynningardagur skjalasafna

ÞJÓÐSKJALASAFN Íslands og héraðsskjalasöfnin um land allt efna laugardaginn 28. mars nk. til kynningardags skjalasafna. Þá verður opið hús í nær öllum skjalasöfnum. Sýnd verða skjöl í vörslu safnanna, leiðbeint um leit og notkun skjala og önnur starfsemi kynnt. Dagskrá hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Kaffiveitingar verða á boðstólum. Meira
26. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Kynning á verkum Rósu Kristínar

SAMLAGIÐ, félag myndlista- og listiðnaðafólks, hefur síðustu vikur staðið fyrir kynningum á verkum félaga og er röðin nú komin að Rósu Kristínu Júlíusdóttur. Hún útskrifaðist frá listaakademíunni í Bologna á Ítalíu 1974. Síðari ár hefur hún fundið listsköpun sinni farveg í textíl án þess þó að segja skilið við málaralistina, en á kynningunni verða "máluð vattteppi". Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 717 orð

Landssambönd ASÍ talin óþarfur milliliður

Forystumenn Dagsbrúnar/Framsóknar telja að með sameiningu og stækkun stéttarfélaga séu valdalítil landssambönd ASÍ þarflaus og að gerbreyta þurfi skipulagi verkalýðshreyfingarinnar. Ómar Friðriksson fjallar um þetta mál. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Leiðbeinandi skoðanakönnun

FJARÐARLISTINN í Hafnarfirði, "samtök um samfylkingu þeirra sem aðhyllast félagshyggju og jafnrétti í reynd", gangast fyrir leiðbeinandi skoðanakönnun vegna uppröðunar á framboðslista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Könnunin mun fara fram laugardaginn 4. apríl n.k. Meira
26. mars 1998 | Landsbyggðin | 163 orð

Lætur af íþróttakennslu eftir 37 ár

Húsavík-Sigríður Böðvarsdóttir, íþróttakennari á Húsavík, varð sjötug 22. mars sl. og lætur því af störfum eftir 37 ára starf sem forstjóri Sundlaugar Húsavíkur í 21 ár og síðar kennari. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Málfundur um stöðu Íslands gagnvart ESB

ÞÁTTTAKA Íslands í Evrópusamstarfinu og þjóðréttarleg staða Íslands gagnvart ESB er umræðuefni málfundar sem Alþjóðafélag stjórnmálafræðinema stendur fyrir fimmtudaginn 26. mars. Fundurinn hefst kl. 20:30 í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3b, og er öllum opinn. Meira
26. mars 1998 | Fréttaskýringar | 539 orð

Músíktilraunir Músíktilraunir Tónabæjar

MÚSÍKTILRAUNIR, árleg hljómsveitakeppni Tónabæjar, hófust síðastliðinn fimmtudag í sextánda sinn. Þá öttu kappi níu sveitir af höfuðborgarsvæðinu og í kvöld heldur leikurinn áfram. Að þessu sinni eru sveitirnar sem þátt taka tíu. Meira
26. mars 1998 | Miðopna | 729 orð

Nauðsynlegt að bregðast við vegna almannahagsmuna Loksins virðist sjá fyrir endann á harðvítugri kjaradeilu sjómanna og

SAMÞYKKT voru afbrigði á Alþingi í gær til að hægt væri að taka frumvörp ríkisstjórnarinnar vegna kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna til umræðu. Stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðslu vegna frumvarpsins sem lögfestir miðlunartillögu ríkissáttasemjara í tæp tvö ár, en afbrigði voru veitt samhljóða vegna hinna frumvarpanna. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 295 orð

Nýtt húsnæðiskerfi einfaldara og sveigjanlegra

FULLTRÚARÁÐ Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að með húsnæðismálafrumvarpi félagsmálaráðherra sé í meginatriðum komið til móts við óskir sveitarfélaga á félagslega íbúðakerfinu. Fulltrúaráðið vill þó að gerðar verði tvær efnisbreytingar á frumvarpinu áður en það verður að lögum. Meira
26. mars 1998 | Erlendar fréttir | 223 orð

Nýtt tilboð frá Ísraelum

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur sent Bill Clinton, Bandaríkjaforseta, boð um að Ísraelar séu reiðubúnir að sættast á málamiðlun í deilu sinni við Palestínumenn um brottflutning herliðs frá Vesturbakkanum, að því er The New York Times greindi frá í gær. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Ofurkonur taka púls

OFURKONUR taka púls nefnist námskeið sem sálfræðiþjónustan Blær gengst fyrir að Sólheimum í Grímsnesi á föstudag og laugardag. Námskeiðið er ætlað öllum athafnakonum sem ætla sér stundum um of, hvort heldur er í einka- eða atvinnulífi. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Páskaskreytingar í Garðyrkjuskólanum

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, býður upp á nokkur páskaskreytinganámskeið á næstunni fyrir áhugafólk og byrjendur í blómabúðum. Fyrsta námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 31. mars frá kl. 10­16 fyrir byrjendur í blómabúðum. Leiðbeinandi verður Hulda Rúnarsdóttir blómaskreytir og eigandi verslunarinnar Iðnu-Lísu í Grafarvogi. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 283 orð

Rannsakað hvort refsiverð brot hafi verið framin

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur skipað Ragnar H. Hall sérstakan ríkislögreglustjóra til að rannsaka hvort starfsmenn eða yfirmenn embættis lögreglustjórans í Reykjavík hafi gerst brotlegir við starfsskyldur sínar eða hegningarlög og til að kanna vörslu og meðferð fíkniefna. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Ráðstefna um byggðastefnu og nýsköpun

RÁÐSTEFNA um byggðastefnu og nýsköpun verður haldin fimmtudaginn 26. mars kl. 14 á Hótel Örk, Hveragerði. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpar fundargesti. Egill Jónsson, alþingismaður og formaður stjórnar Byggðastofnunar, fjallar um breytta tíma í byggðamálum, Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur hjá Rekstri og ráðgjöf ehf. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Ráðstefna um veðurfar og sjávarstrauma

RÁÐSTEFNAN verður haldin í Borgartúni 6. Fyrri daginn hefst ráðstefnan kl. 9.30 (skráning frá kl. 8.45) en síðari daginn kl. 9. Ráðstefnan er öllum opin en þátttökugjald er 2.000 kr. Á fimmtudaginn og föstudaginn 26. og 27. mars, verður haldin ráðstefna um veðurfar og sjávarstrauma í N-Atlantshafi. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Reykur í eldfjallastöð

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað að Norrænu eldfjallastöðinni við Grensásveg laust eftir klukkan 19 í gærkvöldi vegna mikils reykjar. Um reyk í blásara reyndist vera að ræða og var húsnæði stofnunarinnar reykræst. Það starf tók um klukkustund. Meira
26. mars 1998 | Erlendar fréttir | 411 orð

Reynt að hindra vitnisburð um samtöl við Hillary

EMBÆTTISMENN Hvíta hússins hafa sætt gagnrýni fyrir að reyna að koma í veg fyrir að ráðgjafar Bills Clintons Bandaríkjaforseta þurfi að bera vitni um samtöl sín við Hillary Clinton forsetafrú vegna máls Monicu Lewinsky, sem forsetinn hefur verið sakaður um að hafa haldið við og fengið til að bera ljúgvitni um samband þeirra. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Ríkislögreglustjóri rannsakar meintan fjárdrátt

EFNAHAGSBROTADEILD embættis ríkislögreglustjóra hefur að ósk sýslumanns á Húsavík tekið til rannsóknar meintan fjárdrátt fyrrverandi formanns trúnarráðs og forstöðumanns byggingadeildar Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 234 orð

Ræða hugsanlegt samstarf við Spron

HJÁ Samtökum verslunarinnar ­ félagi íslenskra stórkaupmanna, sem eru samtök fyrirtækja í milliríkjaverslun, heildsölu og smásöluverslun, fagna menn Sparikortinu, hinu nýja greiðslukorti Bónuss og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Að sögn Stefáns S. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 355 orð

Samkeppnisráð bannar sölu umbúða frá Íspakki

SAMKEPPNISRÁÐ hefur ákvarðað að umbúðafyrirtækið Íspakk ehf. hafi brotið samkeppnislög með innflutningi, dreifingu og sölu á umbúðum merktum þýska fyrirtækinu RESY og viðskiptamannsnúmeri Kassagerðar Reykjavíkur hf. Hefur samkeppnisráð bannað Íspakki ehf. að dreifa þessum umbúðum og selja, en verði banninu ekki framfylgt mun samkeppnisráð beita viðurlögum samkeppnislaga. Meira
26. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 315 orð

Samkomulag um rekstur póstafgreiðslustöðva fyrir Íslandspóst

ÞRÍR sparisjóðir í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu hafa gert samkomulag við Íslandspóst hf. um að þeir taki að sér rekstur póstafgreiðslustöðva og er stefnt að því að sparisjóðirnir muni kaupa húsnæði Íslandspósts á þeim stöðum sem um ræðir. Þetta eru Sparisjóðurinn í Hrísey, Sparisjóður Höfðhverfinga á Grenivík og Sparisjóður Suður-Þingeyinga, þ.e. Meira
26. mars 1998 | Landsbyggðin | 2182 orð

Samræmdu prófin verða inntökupróf í auknum mæli

Víða var komið við á fundi um nýja skólastefnu á Sauðárkróki nýlega. Fjölmargir skólamenn sátu fundinn og ræddu málin við Björn Bjarnason menntamálaráðherra og hlýddu á útskýringar hans. Meðal viðstaddra var Björn Björnsson fréttaritari og skólastjóri grunnskólans á Sauðárkróki. Meira
26. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Selja eignir til að lækka skuldir

ÁHERSLA verður lögð á að selja þær eignir Útgerðarfélags Akureyringa sem ekki nýtast í daglegum rekstri og fjármunir sem þannig fást verða notaðir til að lækka skuldir félagsins. Friðrik Jóhannsson stjórnarformaður ÚA sagði í ræðu sinni á aðalfundi ÚA að skuldir hefðu aukist umtalsvert m.a. vegna mikilla fjárfestinga sem í var ráðist í landvinnslunni. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

SÓL kærir til Eftirlitsstofnunar EFTA

STJÓRN samtaka um óspillt land í Hvalfirði, SÓL, ákvað á fundi sínum í gær að kæra til Eftirlitsstofnunar EFTA þá ákvörðun umhverfisráðherra að veita Íslenska járnblendifélaginu heimild til stækkunar verksmiðjunnar á Grundartanga án undangengins mats á umhverfisáhrifum. Auk þess mun SÓL senda stjórnsýslukæru til umhverfisráðuneytisins vegna málsins, segir í frétt frá samtökunum. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

Starfsnám fyrir atvinnulausa

UNDANFARIN misseri hefur Iðja, félag verksmiðjufólks, greint nokkuð aukin umsvif í fataiðnaði á félagssvæði sínu. Þessu hefur tengst aukin eftirspurn eftir atvinnuleyfum fyrir erlent launafólk til starfa á saumastofum á sama tíma og atvinnuleysi virðist vera nokkuð viðvarandi á höfuðborgarsvæðinu, segir í fréttatilkynningu. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 328 orð

Stjórnvöld tóku tillit til gagnrýni sjómanna

STJÓRNVÖLD ákváðu eftir fundi með forystumönnum sjómanna í gærmorgun að breyta ákvæði í lagafrumvarpi sem lögfestir miðlunartillögu ríkissáttasemjara til samræmis við þá gagnrýni sem sjómenn höfðu sett fram. Meðal annars verður ákvæðið, sem koma á í veg fyrir að launakostnaður hækki við fækkun í áhöfn, takmarkað við rækjuveiðar. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Styrktarsýning í Sambíóunum

LIONSKLÚBBUR Mosfellsbæjar og Sambíóin efna til sérstakrar styrktarsýningar á kvikmyndinni "The Rainmaker" í kvöld kl. 21 í Bíóhöllinni, Álfabakka. Myndin, sem fjallar um ungan lögfræðing á uppleið, skartar miklu úrvali góðra leikara. Meira
26. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Styrkur til hjartveikra barna

STARFSMENN Bílabóns Akureyrar við Dalsbraut 1 ætla að styrkja hjartveik börn á Akureyri á morgun, föstudaginn 27. mars. Öll innkoma þess dags mun renna óskert til þeirra. Starfsmenn munu bóna og þrífa bíla og fulltrúar hjartveikra barna verða á staðnum og taka við greiðslu og gefa allir vinnu sína. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 1355 orð

Talið brot á lögum, stjórnarskrá og barnasáttmála SÞ

Fatlaður drengur á fósturheimili hefur ekki fengið skólavist í vetur vegna deilna um greiðslu skólakostnaðar Talið brot á lögum, stjórnarskrá og barnasáttmála SÞ Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Tískusýning á Kaffi Reykjavík

TÍSKUSÝNING verður á Kaffi Reykjavík fimmtudaginn 26. mars kl. 21. Sýndur verður fatnaður frá Sissu tískuhúsi, en verslunin á um þessar mundir 2 ára afmæli og býður viðskiptavinum sínum 20% afslátt af öllum vörum. Meira
26. mars 1998 | Miðopna | 1066 orð

Úrelt ákvæði kjarasamninga áfram í gildi

STJÓRNVÖLD ákváðu eftir fundi með forystumönnum sjómanna í gærmorgun að breyta ákvæði í lagafrumvarpi sem lögfestir miðlunartillögu ríkissáttasemjara til samræmis við þá gagnrýni sem sjómenn höfðu sett fram og takmarka ákvæðið, sem koma á í veg fyrir að launakostnaður hækki við að það fækkar í áhöfn, einungis við rækjuveiðar. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Útfararþjónusta opnar heimasíðu

ÚTFARARÞJÓNUSTAN ehf. hefur opnað heimasíðu þar sem hægt er að fá upplýsingar um allt það er lýtur að útför. Þar er minnislisti fyrir aðstandendur til að hafa við höndina þegar andlát ber að, einnig listar yfir þá sálma og kvæði sem algengt er að sungin séu í útförum og einnig þau lög sem spiluð eru sem forspil og eftirspil. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 227 orð

Úthýst úr skóla vegna deilna um greiðslur

FATLAÐUR drengur sem á lögheimili í Reykjavík en dvelst á fósturheimili í Flóanum hefur enga skólagöngu fengið í vetur vegna deilna milli sveitarfélaga um greiðslur fyrir skólagöngu drengsins. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að nánast sé verið að brjóta á drengnum öll ákvæði grunnskólalaga, stjórnarskrárinnar og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 335 orð

Vatnajökull æfing fyrir Grænlandsgöngu

ANNA María Geirsdóttir, Dagný Indriðadóttir, María Dögg Hjörleifsdóttir og Þórey Gylfadóttir, sem hyggjast fara yfir Grænlandsjökul á gönguskíðum í lok apríl, leggja á næstunni upp í níu daga æfingarferð um Vatnajökul. Fjórmenningarnir segja það undir leiðangursstjóranum Einari Torfa Finnssyni komið hvaða dag verði haldið af stað og einnig hvert farið verði. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 652 orð

Vettvangur fyrir skoðanaskipti um manneldismál

Fundur áhugamanna um stofnun Manneldisfélags Íslands var haldinn 30. mars árið 1978 og er félagið 20 ára um þessar mundir. Brynhildur Briem er formaður félagsins. "Þetta er áhugamannafélag um manneldismál", segir Brynhildur þegar hún er beðin að segja frá félaginu. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 306 orð

Vilja fleiri karlmenn í störf leikskólakennara

FÉLAG íslenskra leikskólakennara kynnti í gær starfsemi "karlanefndar" félagsins, sem komið var á laggirnar með það að markmiði að fjölga körlum innan stéttarinnar. Félagið kynnti einnig ráðstefnuna "Hefðir og hugsjónir" sem fram fer nú um helgina. Meira
26. mars 1998 | Landsbyggðin | 321 orð

Villta vestrið endurbyggt

Skagaströnd-Nú eru að hefjast framkvæmdir við byggingu nýs Kántrýbæjar í stað þess sem brann nú í vetur. Það er að sjálfsögðu Hallbjörn Hjartarson sem byggir nýjan veitinga- og skemmtistað á sama stað og sá gamli stóð. Útvarp Kántrýbær kemur einnig til með að vera með aðstöðu á efri hæð nýja hússins. Meira
26. mars 1998 | Landsbyggðin | 202 orð

Vorboðinn kominn í pottana

Vopnafirði-Það var vor í lofti á Vopnafirði. Blikinn farinn að hópa sig og sjómenn stungu saman nefjum á bryggjupollunum. Smábátasjómenn á Vopnafirði segjast halda að sér höndum þessa dagana, enda verð á hrognum minna en á síðustu vertíð, kvótinn minni og umframbirgðir frá því í fyrra um 15.000 tunnur. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð

Þingkonur efna til fundahalda

NÍU þingkonur standa um þessar mundir fyrir fundum um allt land um sameiginlegt framboð A-flokkanna og Kvennalistans fyrir næstu Alþingiskosningar. Fundir verða haldnir á morgun, laugardaginn 28. marz, á eftirtöldum stöðum: Keflavík: Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Frímannsdóttir og Steinunn V. Óskarsdóttir funda með konum í veitingastaðnum Glóðinni kl. 11­13. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 245 orð

Þörf á að taka fyrr á þessu máli

SJÁLFSTÆÐISMENN styðja breytingar á húsaleigubótakerfi Félagsbústaða og kaup borgarinnar á 100 leiguíbúðum. Þeir telja þó að það þurfi að fara varlega í allar stórstígar breytingar. Þetta kom fram í samtali við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokkins, í gær. Meira
26. mars 1998 | Innlendar fréttir | 254 orð

Önnur bilunin á 3 vikum

EKKI náðist símasamband við Sjúkrahús Reykjavíkur í um fimmtán mínútur skömmu fyrir hádegi í gær og er þetta í annað skiptið á þremur vikum sem símasambandslaust hefur verið við sjúkrahúsið. Sigurður Angantýsson, forstöðumaður tæknideildar sjúkrahússins, segir að hægt hafi verið að hringja út úr sjúkrahúsinu og símkerfið innanhúss hafi sömuleiðis verið í lagi. Meira

Ritstjórnargreinar

26. mars 1998 | Staksteinar | 321 orð

»Kópavogur ­ bær framfara Í KÓPAVOGI hefur verið meira byggt en í öðrum svei

Í KÓPAVOGI hefur verið meira byggt en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins til samans, segir í Vogum: "Húsin þjóta upp í Kópavogi og íbúafjölgunin er ör. Leikskólar, einsetnir skólar og heilsugæzla fylgja þétt á eftir og óvíða eru styttri biðlistar eftir leikskólaplássum." Höfn ogtónlistarhús Meira
26. mars 1998 | Leiðarar | 525 orð

leiðari BETRI AFKOMA LANDVINNSLU ÓÐ AFKOMA landvinnslu hjá

leiðari BETRI AFKOMA LANDVINNSLU ÓÐ AFKOMA landvinnslu hjá Fiskiðju Skagfirðings hf. á Sauðárkróki, sem sagt er frá í sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, "Úr verinu", í gær, hefur vakið verðskuldaða athygli. Ísfisktogarinn Hegranes hefur frá því í haust landað vikulega 50 til 70 tonnum af þorski til landvinnslu á Sauðárkróki. Meira

Menning

26. mars 1998 | Kvikmyndir | 408 orð

Að lifa lífinu

Leikstjórar og handritshöfundar Jon Musker og Ron Clements. Aðalhlutverk: Valgerður Guðnadóttir, Jóhann Sigurðarson, Baldur Trausti Heimisson, Egill Ólafsson og Margrét Vilhjálmsdóttir, en þau tala fyrir Aríel, Tríton, Eirík, krabbann Sæfinn og Úrsúlu sænorn. Leikstjóri ísl. talsetn.: Jakob Þór Einarsson.Disney 1989. Meira
26. mars 1998 | Myndlist | 682 orð

Afbygging-endurbygging

Verk Sigurðar Magnússonar. Opið 14­18 alla daga nema mánudaga. Aðgangseyrir 200 kr. Sýningin stendur til 29. mars. SIGURÐUR Magnússon á að baki langt listnám á Íslandi og í London en heldur nú sína fyrstu einkasýningu á Íslandi. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 1173 orð

Aukin tengsl menningar og atvinnulífs Verslunarráð Íslands efndi í gærmorgun til fundar um hlutverk atvinnulífsins í menningu og

MORGUNVERÐARFUNDUR Verslunarráðs Íslands í Sunnusal Hótels Sögu var prýðilega sóttur. Engu að síður sáu nokkrir fundarmenn ástæðu til að lýsa vonbrigðum sínum með hlutföllin ­ yfirgnæfandi meirihluti viðstaddra kom úr listalífinu. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 127 orð

Djassað í minningu Guðna Hermansen

DJASSKVARTETT leikur í minningu listmálarans Guðna Hermansen í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum, laugardaginn 28. mars kl. 21. Kvartettinn er skipaður Ólafi Stolzenwald kontrabassaleikara, Jakopi Olsen gítarleikara, Kára Árnasyni trommuleikara og Óskari Guðjónssyni saxófónleikara. Á efnisskrá er tónlist frá gamla tímanum í bland við nýleg lög og spannar langt tímabil djasssögunnar. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 90 orð

Djass-funk með Krókódílnum á Múlanum

DJASS-FUNK-hljómsveitin Krókódíllinn leikur á djassklúbbnum Múlanum í Sölvasal Sólons Íslandusar í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Hljómsveitin leikur tónlist sem kalla mætti "forn-funk" eða "frum-fusion". Efnisskráin er að miklu leyti samansett af lögum sem saxófónleikarinn Lou Donaldson gerði þekkt skömmu fyrir 1970. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 564 orð

Ferðafélagar Kristjáns Kristján Jóhannsson fer síðar á þessu ári í tónleikaferð um heiminn með tveimur öðrum tenórsöngvurum,

BEN Heppner er Kanadamaður og vakti fyrst athygli í heimalandi sínu þegar hann sigraði í hæfileikakeppni kanadíska ríkisútvarpsins. Alþjóðaathygli vakti hann þegar hann tók þátt í inntökuprófum fyrir Metropolitan óperuna í New York og hlaut Birgit Nilsson verðlaunin 1988. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 168 orð

Fyrirlestur um Kúbu

KÚBVERSKA ljóðskáldið Norberto Codina Boeras heldur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands föstudaginn 27. mars kl. 12 í stofu 201 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist "Cultura y sociedad en Cuba" og fjallar um Kúbu í dag. Norberto Codina Boeras er skáld og ritstjóri bókmenntatímaritsins La Gaceta. Meira
26. mars 1998 | Fólk í fréttum | 228 orð

Fögnuðu í fimbulkulda

KONUR í Kvenfélaginu Bláklukku fögnuðu 50 ára afmæli félagsins í fimbulkulda. Létu þær kuldann ekki á sig fá heldur buðu til hátíðarfundar, á Hótel Héraði, þar sem snæddur var kínverskur matur og borðað með prjónum. Þær sem ekki treystu sér til þess að borða með prjónum gátu leigt sér hnífapör. Kvenfélagið Bláklukka var stofnað 27. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 125 orð

H.C. Andersen verðlaunin

DÓMNEFND alþjóðlegu IBBY samtakanna hittist um helgina, 28.­29. mars, í Vín til að ákveða hverjir hljóti H.C. Andersen verðlaunin árið 1998. Nefndina skipa tólf fulltrúar hvaðanæva úr heiminum og mun val hennar verða tilkynnt á barnabókamessunni í Bologna á alþjóðlega barnabókadaginn, 2. apríl. Þar verða einnig verk allra sem tilnefndir voru til sýnis á sýningarbás IBBY samtakanna. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 292 orð

Í minningu Halldórs Laxness

Í TILEFNI af Degi bókarinnar 23. apríl standa nokkur almenningsbókasöfn að smásagna- og ljóðasamkeppni fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-16 ára. Þessi söfn eru Amtsbókasafnið á Akureyri, Borgarbókasafn Reykjavíkur, Bókasafn Kópavogs, Bókasafn Reykjanesbæjar, Bókasafn Seltjarnarness, Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi og Héraðsbókasafn Kjósarsýslu í Mosfellsbæ. Meira
26. mars 1998 | Myndlist | 587 orð

Kristur og lærimeyjarnar

Verk Önnu Gunnlaugsdóttur. Opið kl. 14­18. Sýningin stendur til 29. mars. ANNA Gunnlaugsdóttir hefur haldið nokkuð tíðar sýningar í Reykjavík, en nú sýnir hún athyglisverðar myndir á Akureyri í Galleríi svartfugli í Listagilinu. Á sýningunni er sterkur heildarsvipur og málverkin eru öll unnin með akrýllitum, kísli og fínmuldu gleri á masónítplötur. Meira
26. mars 1998 | Fólk í fréttum | 244 orð

Launahæst í sjónvarpi

ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN Helen Hunt ákvað á dögunum að endurnýja samning sinn við NBC- sjónvarpsstöðina og leika eitt ár í viðbót í sjónvarpsþáttunum "Mad About You". Þættirnir hafa verið mjög vinsælir þau sex ár sem þeir hafa sýndir en Hunt og leikarinn Paul Reiser leika hjón með hin ýmsu vandamál á léttu nótunum. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 249 orð

Menningarmálanend út hlutar 29 millj. í styrki

Á FUNDI menningarmálanefndar 11. mars sl. var samþykkt að úthluta eftirtöldum 59 aðilum styrki nefndarinnar fyrir árið 1998: Inga Margrét Róbertsdóttir kr. 50.000; 100.000 kr. styrk hlutu Barnabókaráð Íslandsdeild IBBY, Esperantistafélagið Aurora, Þorvaldur Gunnarsson og Rannveig Jónasdóttir, Viðeyingafélagið, Áshildur Haraldsdóttir, Meira
26. mars 1998 | Fólk í fréttum | 228 orð

Óháðu kvikmyndaverðlaunin veitt

ROBERT Duvall var sigursælastur á hinni árlegu "Independent Spirit"-verðlaunahátíð sem var haldin í Santa Monica um helgina. Duvall fékk þrenn verðlaun fyrir myndina "The Apostle" sem var valin besta myndin auk þess sem Duvall var valinn besti leikstjórinn og besti leikarinn. Meira
26. mars 1998 | Myndlist | 614 orð

Pappírsfés

Verk eftir Marlene Dumas. Opið alla daga nema mánudaga frá 14­18. Aðgangur ókeypis. Til 29. mars. ANDLITSMYNDIR eru áreiðanlega eitthvert aðgengilegasta og almennasta form myndlistar sem til er. Þær segja sig sjálfar að vissu leyti. Stundum eru myndir ekkert flóknari, margbrotnari eða dýpri en þær virðast vera. Meira
26. mars 1998 | Fólk í fréttum | 2253 orð

P RODIGY Prodigy hefur notið sívaxandi vinsælda á þessum áratug og er með umtalaðri hljómsveitum. Hún er líka umdeild. Pétur

Prodigy hefur notið sívaxandi vinsælda á þessum áratug og er með umtalaðri hljómsveitum. Hún er líka umdeild. Pétur Blöndal talaði við Maxim Reality til að fræðast um við hverju megi búast á tónleikum sveitarinnar á Íslandi 28. mars. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 276 orð

Rödd skálds frá Zaragoza

ÚT ER komin ný ljóðabók eftir spænska skáldið Raúl Herrero "Claudio" sem nefnist La voz de su amo. Þetta er veglega út gefin bók með teikningum eftir fjölda listamanna, meðal þeirra er leikritahöfundurinn kunni, Fernando Arrabal, höfundur Bílakirkjugarðsins. Formála bókarinnar skrifar Jóhann Hjálmarsson. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 60 orð

Síðustu sýningar

SÍÐUSTU sýningar á barnasöngleiknum Galdrakarlinum í Oz, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í október sl., verða nú á sunnudag og sunnudaginn 5. apríl. Leikendur eru Sóley Elíasdóttir, Ari Matthíasson, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingimundarson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Theodór Júlíusson. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 51 orð

Síðustu sýningar

SÍÐUSTU sýningar verða föstudaginn 26. mars og laugardaginn 4. apríl. Verkið var frumsýnt annan í jólum í leikstjórn Baltasar Kormáks. Hilmir Snær Guðnason fékk Menningarverðlaun DV í leiklist 1998 fyrir túlkun sína á Hamlet Danaprins, einnig fyrir leik sinn í Listaverkinu. HILMIR Snær og Þór Tulinius í hlutverkum. Meira
26. mars 1998 | Kvikmyndir | 541 orð

Stríðsfangelsi

Leikstjóri: Jim Sheridan. Handritshöfundar: Jim Sheridan og Terry George. Aðalhlutverk: Daniel Day Lewis, Emily Watson, Brian Cox, Ken Stott, Kenneth Cranham og Ciarnan Fitzgerald. Hell´s Kitchen 1997. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 85 orð

Sýningum lýkur

FRÁ og með sunnudeginum 29. mars lýkur málverkasýningum Einars Þorlákssonar í Austursal, Elísabetar B. Halldórsdóttur í Vestursal og sýningu Mattheu Jónsdóttur á neðri hæð. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12­18. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Sýningunni "Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum" lýkur nú á sunnudag. Meira
26. mars 1998 | Fólk í fréttum | 119 orð

Ted Danson á skjáinn?

LEIKARINN Ted Danson ætlar ekki að láta misheppnaða endurkomu í sjónvarpi koma í veg fyrir fleiri tilraunir. Danson er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem bareigandinn Sam Malone í hinum vinsælu þáttum "Cheers" sem voru sýndir í mörg ár. Það var svo fyrir tveimur árum að hann sneri aftur á skjáinn í þættinum "Ink" þar sem hann lék á móti eiginkonu sinni Mary Steenburgen. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 186 orð

Tjarnarkvartettinn í Hafnarborg

TJARNARKVARTETTINN í Svarfaðardal lýkur tónleikasyrpu sinni í grunnskólum Hafnarfjarðar með fjölskyldutónleikum í Hafnarborg fimmtudaginn 26. mars kl. 20.30. Með lokatónleikum sínum hefur Tjarnarkvartettinn flutt á fjórða þúsund grunnskólanemenda dagskrá sem gefur nokkra mynd af sönglist á Íslandi fyrr og nú. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 62 orð

Tónleikar gítarhópa í Seljakirkju

TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar stendur fyrir tónleikum gítarhópa í Seljakirkju, Reykjavík, laugardaginn 28. mars kl. 17. Öllum tónlistarskólum á landinu var boðið til samstarfs. Eftirtaldir skólar taka þátt: Tónlistarskóli Húsavíkur, Tónskólinn á Egilsstöðum, Tónlistarskóli Keflavíkur og Nýi tónlistarskólinn í Reykjavík. Nemendur flytja lög sem hver skóli hefur undirbúið fyrir sig. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 151 orð

Við eins manns borð í Þinghamri á Varmalandi

Í VETUR eru 20 ár liðin síðan leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna setti upp sína fyrstu leiksýningu. Síðan hefur leikdeildin sett upp 12 sjálfstæðar sýningar og auk þess tekið þátt í samstarfsverkefnum með öðrum félögum. Námskeiðahald og leikhúsferðir hafa einnig verið drjúgur þáttur í starfi deildarinnar gegnum árin. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 38 orð

Þorsteins vaka Valdimarssonar

RITLISTARHÓPUR Kópavogs stendur fyrir upplestri í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, fimmtudaginn 26. mars kl. 17. Að þessu sinni verður haldin Þorsteins vaka Valdimarssonar. Eysteinn Þorvaldsson flytur inngang um skáldið. Aðgangur er ókeypis. Meira
26. mars 1998 | Menningarlíf | 98 orð

Þrír kórar í Grensás- og Njarðvíkurkirkju

KVENNAKÓR Hreyfils, Kór Kvennaskólans í Reykjavík og Slökkviliðskórinn halda söngskemmtun í Grensáskirkju í dag, fimmtudag, kl. 20.30. Laugardaginn 28. mars halda kórarnir tónleika í Njarðvíkurkirkju kl. 16. Kórarnir syngja sitt í hvoru lagi og saman erlend og innlend lög. Einsöng með samkór syngur Kristín Sædal Sigtryggsdóttir. Meira
26. mars 1998 | Fólk í fréttum | 581 orð

Þyrftu að vera 22 hæðir Veitingastaðurinn 22 er þekktur fyrir litríkt mannlíf og brjálaðan diskódans á efri hæð hússins og dúar

VEITINGASTAÐURINN 22 að Laugavegi 22 er orðinn rótgróinn í skemmtanlífi Reykvíkinga, og alltaf er það sama fólkið sem sækir þennan stað, þ.e.a.s. allskonar fólk! Samkynhneigt fólk og listamenn eru oftast í meirihluta, og segir Ingi Rafn framkvæmdastjóri að allt frá stofnun staðarins hafi verið stílað inn á þann hóp. Meira

Umræðan

26. mars 1998 | Aðsent efni | 1097 orð

Af Útirauðsmýrarpólitík

UNDANFARNAR vikur hafa menn keppst um að mæra Halldór Kiljan Laxness, svo sem verðugt er, ekki síðar en núna, að honum látnum. Engir seinni tíma menn a.m.k. hafa verið jafnskyggnir og hann á Íslendingseðlið og íslenskt þjóðlíf og jafnframt haft til að bera elju og listræna burði til að finna skyggni sinni farveg í bókmenntum, sem að sönnu eru alíslenskar, en um leið heimsbókmenntir, Meira
26. mars 1998 | Aðsent efni | 487 orð

Áfram með smjörið, Gunni!

ÍÞRÓTTAÁHUGAMENN um land allt lyftust úr sætum sínum, þegar Vala Flosadóttir sveif yfir rána hærra en nokkur önnur stúlka í heimi, líkast því sem þeir héngu með henni á stönginni. Þannig fór ég líka í loftköstum heima hjá mér, þó að hnén séu orðin fúin. Ég var þó varla lentur og búinn að jafna mig, þegar næstu stórtíðindi bárust heim í kotið. Meira
26. mars 1998 | Aðsent efni | 820 orð

Ekki banna, bara hræða

Í NÝRRI grein Arnórs Hannibalssonar í Morgunblaðinu 19. mars kveðst hann hvergi hafa ýjað að því að banna ætti verk Brechts á Íslandi. Niðurlag greinar hans frá 25. febrúar er þó ekki hægt að skilja öðruvísi en sem eindregin tilmæli til Ríkisútvarps og Þjóðleikhúss um að flytja ekki verk Brechts. Meira
26. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 369 orð

Framsókn tapar á R- lista samkrullinu Frá Karli Ormssyni: FRAMSÓ

FRAMSÓKN tapar á R-lista samkrullinu. Eftir stjórnarmyndunina 1995 voru skiptar skoðanir um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætti að fara í stjórnarsamstarf með Framsóknarflokknum. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið um þetta þar sem ég efaðist um að þetta væri rétt leið. Við þyrftum að sjá til, en hegðun Framsóknar með R-listanum lofaði ekki góðu. Meira
26. mars 1998 | Aðsent efni | 1111 orð

Fyrstu rafbílarnir á göturnar

FÖSTUDAGURINN 13. mars táknaði mikilvæg tímamót á Íslandi. Þá afhenti fyrirtækið Jöfur hf. í Kópavogi fyrsta rafbílinn á almennan markað hér á Íslandi. Um er að ræða Peugeot 106, búinn öllum nútíma þægindum. Hér er um að ræða hljóðlausan bíl sem alfarið er knúinn rafmagni. Þar með má segja að fyrstu alvöru skrefin hafi verið stigin hér á landi í áttina að vistvænum ökutækjum. Meira
26. mars 1998 | Aðsent efni | 243 orð

Grænn lífseðill ­ gagnast þér allt lífið

GRÆNI lífseðillinn, samstarfsverkefni heilbrigðisráðuneytisins og Íþrótta- og ólympíusambandsins, hefur að leiðarljósi bætta heilsu og vellíðan. Allflestir vita að hreyfing og hollt mataræði skiptir heilsu okkar miklu máli og bætir einnig sálarlífið. Nú er sá tími ársins þegar margir hafa strengt þess heit að taka upp góða siði en leggja gömlu ósiðunum. Meira
26. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 279 orð

Hughyggja Frá Ingigerði Guðmundsdóttur: AÐ skapa betra þjóðfélag

AÐ skapa betra þjóðfélag, það er vandi samtímans á hverjum tíma. Eins og við vitum þá þarf fólk til að skapa þjóðfélag, svo er spurningin hvernig við viljum láta stjórna okkur, og hverjir veljast til slíkra hluta. Við eigum að velja fólk eftir getu þess til að láta gott af sér leiða, en við höfum ekki þörf fyrir skrumara, sem eru einungis í pólitík til að skara eld að sinni köku. Meira
26. mars 1998 | Aðsent efni | 424 orð

Langlundargeð sálfræðinga á SHR á þrotum

SÁLFRÆÐINGAR á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (SHR) eru aðeins fimm en hafa engu að síður mjög fjölbreytta sérþekkingu. Eins og á Ríkisspítölum starfa sálfræðingar á legudeild geðdeildar SHR og veita einnig þjónustu þaðan á almennar deildir. Þá starfa sálfræðingar geðdeildar á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana. Meira
26. mars 1998 | Aðsent efni | 407 orð

Lífsleikni ­ Að kunna á kerfið?

Ég las grein eftir Njörð P. Njarðvík í Morgunblaðinu miðvikudaginn 18. mars, þar sem hann fjallar um námsefni sem kalla á Lífsleikni og fyrirhugað er að kenna í grunnskólum landsins. Námsgrein þessi er kynnt í bæklingi menntamálaráðuneytisins. "Enn betri skóli", og kemur þar fram hvað felst í þessari námsgrein. Meira
26. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 92 orð

Loga ljósin hjá þér? Förum varlega með rafmagnið Ljósaperur lýsa okkur við dagleg störf en þær geta einnig valdið tjóni. Rafljós

Ljósaperur lýsa okkur við dagleg störf en þær geta einnig valdið tjóni. Rafljós geta hæglega kveikt í með þeim hita sem stafar frá þeim. Setjið aldrei sterkari peru í lampa en hann er gefinn upp fyrir né aðra gerð af peru en hann er ætlaður fyrir. Gætið þess að nógu langt sé frá ljósaperu í brennanlegt efni, t.d. frá ljóskösturum í gluggatjöld (lágmark 50 sm). Meira
26. mars 1998 | Aðsent efni | 567 orð

Meðganga og fæðing ­ sjúkraþjálfun

SJÚKRAÞJÁLFARAR sem vinna að bættu heilsufari kvenna tengdu meðgöngu og fæðingu stofnuðu faghóp haustið 1995. Þeim fannst mikilvægt að til væri vettvangur þar sem sjúkraþjálfarar með áhuga á þessu sviði gætu hist og viðrað nýjar hugmyndir. Áhersla er lögð á að vekja athygli almennnings á hlutverki sjúkraþjálfara innan þessa sviðs. Hópurinn leggur m.a. Meira
26. mars 1998 | Aðsent efni | 450 orð

Slys á börnum

Á SJÚKRAHÚSI Reykjavíkur stendur nú yfir sérstakur barnamánuður þar sem áhersla er lögð á bætta þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Það er alltaf kvíðvænlegt, bæði fyrir barnið og aðstandendur þess, að þurfa að koma á sjúkrahús. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á hverjir séu helstu kvíða- og hræðsluvaldar hjá börnum. Meira
26. mars 1998 | Aðsent efni | 1418 orð

UMFERÐ OG ÖRYGGI Á TÍMAMÓTUM

UM ÞESSAR mundir eru rúm 10 ár frá því fyrsta tjónaskoðunarstöðin tók til starfa hérlendis en það voru Brunabótafélag Íslands og Almennar tryggingar hf. sem stofnuðu hana saman. Frumkvöðlar voru þeir Ingi R. Helgason og Hilmar Pálsson, þáverandi forstjórar Brunabótafélags Íslands, og Ólafur B. Thors, forstjóri Almennra trygginga. Sú tjónaskoðunarstöð, sem tók til starfa 12. Meira
26. mars 1998 | Aðsent efni | 582 orð

Um hvað snúast næstu borgarstjórnarkosningar?

Í DAG eru tæplega tveir mánuðir til næstu borgarstjórnarkosninga. Flest bendir til að einungis tveir listar verði í framboði, D-listi sjálfstæðismanna og R-listi Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Kvennalista og Framsóknarflokks, sem hefur nú stjórnað borginni í tæp fjögur ár. Meira
26. mars 1998 | Aðsent efni | 606 orð

Vopnaburður á undanhaldi

Í MORGUNBLAÐINU 25ta febrúar lagðist Arnór Hannibalsson gegn því að tvö verk eftir Bertolt Brecht, Púntila og Matti og Kákasíski krítarhringurinn, væru flutt á Íslandi. Hið fyrra hefur þegar verið flutt í Ríkisútvarpinu og hitt var á verkefnaskrá Þjóðleikhússins. Meira
26. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 473 orð

Það vantar nýtt launakerfi Frá Guðvarði Jónssyni: KOMIÐ hefur fr

KOMIÐ hefur fram hugmynd þess efnis að Alþingi setji lög um lágmarkslaun. En það breytir litlu að setja lög um lágmarkslaun, ef þeir hærra launuðu geta þanið sín laun upp á móti hækkun lægstu launa, með prósentuhækkun. Meira

Minningargreinar

26. mars 1998 | Minningargreinar | 412 orð

Eygló Ósk Einarsdóttir

Elsku Eygló systir. Mig langaði bara að þakka fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Þegar þú passaðir mig þegar ég var lítil stelpa bjóstu oft til þá allrabestu rjómakaramellu á pönnu sem til er. Þegar ég faldi mig undir snyrtiborðinu þínu og hlustaði á þig og vinkonur þínar tala saman, sem var að vísu ekki mjög vinsælt hjá ykkur. Þegar þú fórst með mig í bæinn að kaupa jólagjafir. Meira
26. mars 1998 | Minningargreinar | 525 orð

Eygló Ósk Einarsdóttir

Þegar ég frétti að æskuvinkona mín Eygló væri dáin helltist yfir mig söknuður og minningar æskuáranna. Við höfðum verið vinkonur frá því í barnaskóla og upplifðum unglingsárin saman og allt það sem þeim fylgir. Þetta eru ógleymanleg ár hjá flestum og þannig var það einnig hjá okkur. Þessi ár voru yndisleg, full af gleði, birtu og tilhlökkun til framtíðarinnar og nutum við þessara ára. Meira
26. mars 1998 | Minningargreinar | 258 orð

Eygló Ósk Einarsdóttir

Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast þín, Eygló. Það dró ský fyrir sólu hér á norðurhjara hinn 3. mars, þegar helfregnin barst. Brosið þitt, hressileikinn og hláturinn er þagnaður og eftir stendur söknuðurinn, sem tíminn einn getur mildað. Þú valdir að lífsstarfi að hlúa að og hjálpa þeim sem veikburða eru og gera þeim lífið léttara. Ég þekki það af eigin raun. Meira
26. mars 1998 | Minningargreinar | 187 orð

Eygló Ósk Einarsdóttir

Elsku Eygló, frænka mín, uppeldissystir og vinkona. Þegar þú komst á heimilið til okkar í Kópavoginum varst þú sjö ára, ég var einu árinu yngri og urðum við strax góðir félagar. Þá hafðir þú þegar lifað ýmislegt sem börn ættu ekki að þurfa að upplifa. Ég minnist margra góðra stunda, er við lékum leikrit saman, dönsuðum og sungum eða bara klóruðum hvort öðru á bakinu. Við vorum á 16. Meira
26. mars 1998 | Minningargreinar | 140 orð

EYGLÓ ÓSK EINARSDÓTTIR

EYGLÓ ÓSK EINARSDÓTTIR Eygló Ósk Einarsdóttir fæddist á Seltjarnarnesi 27.7. 1957. Hún lést á heimili sínu, 81351 Princes Hwy., Bombaderrý, N.S.W. 2541, Ástralíu, hinn 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Þóra Kristjánsdóttir, f. 18.5. 1928, og Einar Árnason, f. 1.9. 1930. Systkini Eyglóar eru Emil Róbert Karlsson, f. 18.10. Meira
26. mars 1998 | Minningargreinar | 49 orð

EYGLÓ ÓSK EINARSDÓTTIR

EYGLÓ ÓSK EINARSDÓTTIR Eygló Ósk Einarsdóttir fæddist á Seltjarnarnesi 27. júlí 1957. Hún lést á heimili sínu, 81351 Princes Hwy., Bombaderry, N.S.W. 2541, Ástralíu, hinn 3. mars síðastliðinn. Útför Eyglóar fór fram í Nowra í Ástralíu hinn 12. mars en minningarguðsþjónusta um hana var haldin í Bústaðakirkju 26. mars. Meira
26. mars 1998 | Minningargreinar | 345 orð

Sveinn Jónatansson

Mig grunaði að þetta yrðu síðustu jól og áramót sem við afi myndum fagna saman í Karfavoginum. Að faðmlagið áður en ég fór út til Noregs yrði síðasta faðmlagið. Samt sem áður er svo erfitt að reyna að gera sér grein fyrir því að afi sé farinn og að við munum aldrei fagna jólum eða nýju ári saman aftur. Meira
26. mars 1998 | Minningargreinar | 523 orð

Sveinn Jónatansson

Sveinn Jónatansson, fyrrverandi yfirverkstjóri í Vélsmiðjunni Héðni, er látinn, áttræður að aldri. Rúmlega 30 ár eru liðin síðan ég kynntist þessum sómamanni, sem varð mér kærari en flestir aðrir. Störf sumra eru oft þýðingarmeiri og vandaðri en okkur hin grunar, enda þótt þau fari ekki endilega hátt. Sveinn var einn þeirra sem skilaði slíkum verkum. Meira
26. mars 1998 | Minningargreinar | 176 orð

SVEINN JÓNATANSSON

SVEINN JÓNATANSSON Sveinn Jónatansson fæddist í Vestmannaeyjum 7. júlí 1917. Hann lést á Landspítalanum 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónatan Snorrason og Steinunn Brynjólfsdóttir frá Breiðholti í Vestmannaeyjum. Systkini hans eru: Guðjón, látinn, Guðrún Bríet, dó á barnsaldri, Brynjúlfur, býr í Vestmannaeyjum og Sigrún, látin. Meira
26. mars 1998 | Minningargreinar | 336 orð

Þórdís Dagbjört Davíðsdóttir

Hvernig er hægt að hugsa sér húsið "Vegó" án ömmu Þórdísar? Þetta hús, þar sem svo ótalmargir, allt frá upphafi, áttu sér skjól eða höfðu viðdvöl í lengri eða skemmri tíma? Saga þess og hennar væri efni í heila bók. Húsið hennar ömmu Þórdísar. Þar ól hún allan sinn aldur, var lítil stúlka í upphafi aldarinnar, varð eiginkona og móðir, ól þar upp sín börn, hún festi ekki yndi í öðrum híbýlum. Meira
26. mars 1998 | Minningargreinar | 624 orð

Þórdís Dagbjört Davíðsdóttir

Þessar heilræðavísur ritaði 12 ára gamall piltur, Halldór Guðjónsson frá Laxnesi, í poesie bókina hennar ömmu minnar sem hún eignaðist á 11 ára afmælisdaginn sinn árið 1914. Þótt þessi rauða bók hafi verið innan seilingar í bókahillu í vesturstofunni á æskuheimili mínu, Vegamótastíg 9, opnaði ég hana ekki fyrr en að ömmu minni látinni fyrir fáeinum dögum. Meira
26. mars 1998 | Minningargreinar | 239 orð

Þórdís Dagbjört Davíðsdóttir

Vertu hjá mér, halla tekur degi, Herra, myrkrið kemur, dylst mér eigi. Þegar enga hjálp er hér að fá, hjálparlausra líknin, vert mér hjá. (Stefán Thor.) Elsku amma Dísa er látin á 95. aldursári. Þessi glæsilega kona sem aldrei varð misdægurt. En aldurinn sagði til sín og síðustu mánuðir voru ömmu erfiðir. Meira
26. mars 1998 | Minningargreinar | 474 orð

Þórdís Dagbjört Davíðsdóttir

Hún amma á Vegó hefur kvatt þennan heim. Við drúpum höfði í virðingu fyrir ömmu okkar sem best verður lýst sem lífsglaðri og góðri konu. Hún lifði löngu og farsælu lífi. Eftir situr jákvæð og hlý minning og söknuður. Það ríkti ávallt eftirvænting meðal okkar bræðranna á sunnudögum kl. 3.15 þegar Loftleiðavagninn kom í Garðabæinn yfir því hvort amma væri í vagninum. Meira
26. mars 1998 | Minningargreinar | 350 orð

ÞÓRDÍS DAGBJÖRT DAVÍÐSDÓTTIR

ÞÓRDÍS DAGBJÖRT DAVÍÐSDÓTTIR Þórdís Dagbjört Davíðsdóttir fæddist í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg í Reykjavík hinn 7. október 1903. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Davíð Jóhannesson, verkstjóri, fæddur 4.6. 1861 á Bústöðum í Seltjarnarneshreppi, dáinn 2.10. 1950, og kona hans, Guðrún Skaptadóttir, fædd 20.8. Meira

Viðskipti

26. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Metgengi í flestum kauphöllum Evrópu

LOKAGENGI hlutabréfa mældist á meti víða í Evrópu í gær vegna ágóða í New York, en þó var dauflegt í London. Hlutabréf í Frankfurt, París, Mílanó og Madríd, hækkuðu jafnt og þétt, en í London höfðu menn áhyggjur af styrk pundsins og hugsanlegri vaxtahækkun. Meira

Daglegt líf

26. mars 1998 | Neytendur | 60 orð

Barnafataverslun

Í dag, fimmtudag, verður verslunin Du pareil au meme opnuð á fyrstu hæð Kringlunnar þar sem verslunin Joe's var áður til húsa. Búðin verður rekin með svipuðu sniði og sú sem fyrir er á Laugaveginum en þó verður aukið við vöruvalið og fást nú í versluninni í Kringlunni auk hefðbundins fatnaðar, handklæði, leikföng, bangsar, ný lína af ungbarnafötum og leikteppi. Meira
26. mars 1998 | Neytendur | 52 orð

Nan brauð

NÝLEGA setti Myllan-brauð hf. á markað svokölluð Nan brauð, hefðbundin, með hvítlaukskryddi og með hvítlauk og kóríander. Nanbrauðin eru tvö saman í pakka og eru í loftskiptum umbúðum sem eykur geymsluþol vörunnar. Aðeins þarf að hita brauðið í 2-4 mínútur í venjulegum ofni og í um eina mínútu í örbylgjuofni. Meira
26. mars 1998 | Neytendur | 80 orð

Pítsubotnar frá Danmörku

KOMNIR eru á markað pítsubotnar frá Jacob's pita í Danmörku. Í fréttatilkyninngu frá Ó. Johnson & Kaaber segir að pítsubotnarnir séu seldir í tveimur stærðum, önnur tegundin er 13,5 cm í þvermál og sex stykki í pakka og hin tegundin er 19 cm að þvermáli og þrjár saman í pakka. Meira
26. mars 1998 | Neytendur | 158 orð

Tæplega 4.000 nýir notendur með GSM-síma

"NOTENDUM í GSM-farsímakerfinu hefur fjölgað um tæplega 4.000 frá síðustu áramótum," segir Guðbjörg Gunnarsdóttir hjá upplýsingadeild Landssímans. Undanfarið hafa raftækjaverslanir keppst um að bjóða hagstætt verð á GSM-símum og alls eru nú um 44.800 notendur með slíkan búnað. Meira
26. mars 1998 | Neytendur | 77 orð

Umhverfisvænni tjöruhreinsir en áður

OLÍUFÉLAGIÐ hf. ESSO hefur tekið í notkun nýja tegund tjöruhreinsis á öllum sjálfvirkum þvottastöðvum félagsins. Í fréttatilkynningu frá Olíufélaginu hf. kemur fram að þessi tjöruhreinsir er mun umhverfisvænni en sá sem áður var notaður. Meira
26. mars 1998 | Neytendur | 222 orð

Verðhækkun á tómötum og papriku yfirvofandi

UM miðjan mars voru settir verndartollar á innflutt grænmeti. Að sögn Ólafs Friðrikssonar, deildarstjóra í landbúnaðarráðuneytinu, er 15% verðtollur og 99 krónu magntollur lagður á kílóið af erlendum tómötum og þann 6. apríl fer verndin í 22,5% verðtoll og 148 krónu magntoll. Meira

Fastir þættir

26. mars 1998 | Dagbók | 3254 orð

APÓTEK

»»» Meira
26. mars 1998 | Fastir þættir | 360 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14­17. Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Dómkirkjan. Kl. 14­16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir börn 9­10 ára. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund með lestri Passíusálma kl. 12. Meira
26. mars 1998 | Fastir þættir | 767 orð

Er fita þá heilsusamleg? Krafan um breytta lifnaðarhætti til að öðlast heilbrigðara og lengra líf er jafnan sett fram í nafni

Er fita þá heilsusamleg? Krafan um breytta lifnaðarhætti til að öðlast heilbrigðara og lengra líf er jafnan sett fram í nafni vísindanna, en oftar en ekki reynist hinn vísindalegi grunnur ótraustur og byggður á óskhyggju eða hverfulum tískukenningum. Mér verður stundum hugsað með söknuði til St. Meira
26. mars 1998 | Í dag | 348 orð

Óhefðbundnar lækningar FYRIR nokkru var í Sjónvarpinu skemm

FYRIR nokkru var í Sjónvarpinu skemmtilegur umræðuþáttur þar sem rökrætt var um óhefðbundnar lækningar. Undir óhefðbundnar lækningar flokkast heilun, andalækningar, grasalækningar, nálastungur, nudd á iljar, o.fl. Það vakti nokkra furðu hve landlæknir og félagi hans voru gamaldags og öfugsnúnir. Þeir voru það sem til forna var kallað úrillir en einnig uppsperrtir. Meira
26. mars 1998 | Dagbók | 673 orð

Reykjavíkurhöfn: Kyndill kom og fór í gær. Stapafell

Reykjavíkurhöfn: Kyndill kom og fór í gær. Stapafell kom í gær og fór væntanlega í gær. Brúarfoss fer í dag. Helgafell fer væntanlega á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Lagarfoss fór í gær. Dalgo kemur í dag. Fréttir Ný Dögun, Sigtúni 7. Meira
26. mars 1998 | Fastir þættir | 630 orð

Réttarholtsskóli sigraði Hagaskóla

Teflt var dagana 20.­22. mars. SVEITAKEPPNI grunnskóla í Reykjavík var haldin dagana 20.­22. mars. Tefldar voru 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og umhugsunartími var 30 mínútur á skák fyrir hvern keppanda. Allir grunnskólar í Reykjavík áttu rétt á að senda sveitir í keppnina. Að þessu sinni sendu 16 skólar sveitir til keppninnar og voru þátttökusveitir samtals 25. Meira
26. mars 1998 | Í dag | 439 orð

ýlega fór fram í Háskóla Íslands kynning á þeim mýmörgu

ýlega fór fram í Háskóla Íslands kynning á þeim mýmörgu möguleikum sem bjóðast til náms í hinum ýmsu skólum og eru slíkar kynningar haldnar á tveggja ára fresti. Fjöldi ungmenna lagði leið sína á þessa kynningu og vonandi hafa einhver þeirra ákveðið í framhaldinu hvað þau ætla að taka sér fyrir hendur þegar menntaskóla eða sambærilegum skólum lýkur. Meira

Íþróttir

26. mars 1998 | Íþróttir | 35 orð

Afmælisdagur

ZOLTÁN Beláný, hornamaðurinn knái hjá ÍBV, hélt upp á þrítugsafmælið sitt í gær með því að gera 8 mörk fyrir ÍBV á móti Fram. Hann var sem kunnugt er markahæsti leikmaður deildarkeppninnar, með 165 mörk. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 881 orð

Allir vilja vera á meðal þeirra bestu

"MARKMIÐ okkar í haust var að fara upp í fyrstu deild, en ég held að enginn hafi átt von á að okkur gengi jafn vel og raun ber vitni um," segir Sigurður Bjarnason handknattleiksmaður með Bad Schwartau í Þýskalandi. Um helgina tryggði félagið sér sigur í norðurhluta 2. deildar og leikur í fyrstu deild næsta haust, en tvö ár eru liðin síðan félagið var þar síðast. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 167 orð

Áhugaleysi fyrir Ice-cup "ÞAÐ hafa fá ís

"ÞAÐ hafa fá íslensk lið skráð sig til leiks sem er algjör niðurlæging fyrir okkur sem erum að reyna að halda alþjóðlegt mót í handknattleik," sagði Geir Hallsteinsson, hjá handknattleiksdeild FH. Verulegar líkur eru á að alþjóðlega Ice-cup handknattleiksmótið fyrir börn og unglinga, sem hann í samvinnu við fleiri aðila hefur byggt upp sl. ár, detti upp fyrir. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 142 orð

Átta af sautj- án lands- liðsmönnum koma úr SH

AÐ loknu Innanhússmeistaramóti Íslands sem fram fór í sundlaug Keflavíkurflugvallar um liðna helgi var valinn 17 manna undirbúningshópur vegna Smáþjóðaleikanna sem fram fara í Lichtenstein eftir rúmt ár. Þar af eru 8 úr Sundfélagi Hafnarfjarðar sem er óumdeilanlega sterkasta sundfélag landsins um þessar mundir. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 131 orð

Bikarkeppnin að hefjast

SÍÐUSTU leikirnir í getraunaleik Morgunblaðsins, þar sem keppt hefur verið um Englands- og Ítalíustyttuna, eru í dag. Ljóst er að Skagamenn fóru með sigur af hólmi í keppni um Englandsstyttuna, fengu sjö stig. Valsmenn í keppninni um Ítalíustyttuna, fengu sjö stig. Í næstu viku hefst bikarkeppni með útsláttarfyrirkomulagi. Þá verður forkeppni og komast sigurvegararnir í 8 liða úrslitin. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 191 orð

Daly með 18 högg

JOHN Daly segist ekki taka það nærri sér þótt hann hafi leikið 6. holuna á Bay Hill á 18 höggum á síðasta degi golfmóts í Flórída um helgina en holan er par fimm. Vinstra megin við brautina er vatn og upphafshögg hins stóra og stæðilega kylfings lenti í vatninu. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 209 orð

Ekker hrifinn af yfirburðunum "VIÐ vorum ákveð

"VIÐ vorum ákveðnir í að nýta heimavöllinn og sigra, en ég er ekki alltof hrifinn af því að hafa þessa yfirburði, þeir geta hjálpað Haukunum við að undirbúa sig fyrir næsta leik," sagði Gunnar Beinteinsson einn burðarása FH í leikslok. "Vörnin hefur verið að batna hjá okkur í síðustu leikjum en í þessum leik breyttum við aðeins útaf vananum. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 476 orð

Fimleikar Bikarmót íslenska fimleikastigans, í íþróttahúsinu Kap

Bikarmót íslenska fimleikastigans, í íþróttahúsinu Kaplakrika 21.-22. mars. Stúlkur: 4. þrep: 1. Björk173,704 Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Guðrún W. Karlsdóttir, Heiða Arnarsdóttir, Hildur Guðný Káradóttir, Hulda Magnúsdóttir, Ruth Jóhannsdóttir. 2. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 429 orð

Framarar launuðu lambið gráa

Framarar sýndu mikinn styrk með því að vinna Eyjamenn 29:26 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik í fyrsta eða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum í Safamýrinni í gærkvöldi. Framarar sneru leiknum sér í hag með frábærum kafla á upphafsmínútum síðari hálfleiks ­ gerðu sjö mörk á móti tveimur á aðeins átta mínútum og lögðu þannig grunninn að sigrinum. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 159 orð

Fyrsti Sydneyólympíuhópur FRÍ valinn

"ÞETTA er fyrsti hópurinn sem ég vel og er hann byggður á lágmörkum sem Frjálsíþróttasambandið setti," segir Vésteinn Hafsteinsson, verkefnisstjóri Sydney-hóps Frjálsíþróttasambands Íslands. Í gær tilkynnti hann um val á 11 íþróttamönnum í hóp til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana árið 2000. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 161 orð

Glæsilegt bikarmót fimleikastigans

BIKARMÓT íslenska fimleikastigans fór fram í íþróttahúsinu í Kaplakrika sl. helgi. Á mótinu kepptu alls sjö lið en sum þeirra kepptu þó ekki í öllum þrepum. Í fjórða og þriðja þrepi stúlkna náði fimleikafélagið Björk, sem sá um framkvæmd mótsins, bestum árangri. Félagið hafði nokkra yfirburði í 4. þrepi en vann nauman sigur á Stjörnunni í 3. þrepi. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 93 orð

Guðjón sér Bolton leika

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, er í Englandi þessa dagana til að líta á aðstæður hjá nokkrum Íslendingum sem þar leika. Guðjón fór út á mánudaginn og kemur heim eftir helgina og sagði hann tilgang ferðarinnar vera að fara eins víða og hægt væri til að ræða við íslenska knattspyrnumenn sem leika í Englandi og sjá við hvernig aðstæður þeir væru að æfa. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 358 orð

Handknattleikur Fram - ÍBV29:26

Íþróttahús Fram, 8-liða úrslit karla, fyrsti eða fyrri leikur, miðvikudaginn 25. mars 1998. Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 5:5, 5:8, 7:10, 9:11, 10:12, 11:13. 13:13, 15:15, 18:15, 19:16, 21:18, 24:20, 24:23, 28:24, 29:26. Mörk Fram: Oleg Titov 9/1, Daði Hafþórsson 6/1, Gunnar Berg Viktorsson 4, Guðmundur H. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 23 orð

Herrakvöld Stjörnunnar

FÉLAGSLÍFHerrakvöld Stjörnunnar Herrakvöld Stjörnunnar fer fram í Garðahóli föstudaginn 3. apríl. Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir og veislustjóri verður Logi Ólafsson. Miðasala er í Stjörnuheimilinu. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 414 orð

Hæðarmunurinn réð úrslitum

KR-INGAR tryggðu sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik í gærkvöld með góðum sigri á liði Tindastóls og munu þeir mæta Skagamönnum í undanúrslitum. Leikur KR og Tindastóls var mjög kaflaskiptur en forysta KR-inga var örugg í lokin og sigruðu þeir 82:73. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 34 orð

Í kvöld Handknattleikur Úrslitakeppni karla, 2. leikur: Hlíðarendi:Valur - Afturelding20 Ásagarður:Stjarnan - KA20

Handknattleikur Úrslitakeppni karla, 2. leikur: Hlíðarendi:Valur - Afturelding20 Ásagarður:Stjarnan - KA20 Körfuknattleikur 3. úrslitaleikur kvenna: Keflavík:Keflavík - KR20 Blak Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 246 orð

Íslandsmót fatlaðra Íslandsmót fatlaðra í bogfimi, borðtennis, boccia, lyftingum og sundi fóru fram um helgina. Sund

Sund Afreksbikara í sundi fengu eftirtaldir: Ólafur Eiríksson ÍFR, í flokki hreyfihamlaðra, Bára B. Erlingsdóttir Ösp í flokki þroskaheftra, Hjördís Anna Haraldsdóttir ÍFH/Ægi í flokki heyrnarlausra og Birkir Rúnar Gunnarsson, ÍFR í flokki blindra. Lyftingar Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 270 orð

Íslensk stjarna í Svíþjóð

Hugi Víkingur Heimisson er fjórtán ára Íslendingur sem búsettur er Svíþjóð. Hann þykir einn efnilegasti badmintonspilari Svía og hefur náð mjög góðum árangri á mótum þar í landi. Í vetur byrjaði hann að æfa með unglingalandsliði Svía, sem skipað er leikmönnum 15 ára og yngri, og Hugi því með yngstu mönnum þar. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 576 orð

Knattspyrna Deildarbikarkeppnin Keflavík - Grindavík3:1 Ólafur Ingólfsson, Guðmundur Steinarsson, Gunnar Oddsson ­ Sinisa Kekic.

Deildarbikarkeppnin Keflavík - Grindavík3:1 Ólafur Ingólfsson, Guðmundur Steinarsson, Gunnar Oddsson ­ Sinisa Kekic. FH - Selfoss4:1 Hörður Magnússon 3, Friðrik Ellert Jónsson ­ Sigurður Fannar Guðmundsson. Reykjavíkurmótið Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 131 orð

Knattspyrnuhátíð á Skaga

SKRÁNING er hafin í alþjóðlegt knattspyrnumót yngri flokka á Akranesi, Iceland Football Festival, sem verður haldið í annað sinn næsta 27. til 31. júlí nk. Mótshaldarar stefna að tíu til tólf liðum í hverjum aldursflokki, en þátttökurétt hafa 3. til 5. flokkur karla og 2. til 4. flokkur kvenna. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 308 orð

Kornungur þjálfari

Kristján Sveinlaugsson er sextán ára þjálfari hjá körfuknattleiksdeild ÍR. Hann var aðeins þrettán ára gamall þegar hann hóf þjálfun hjá félaginu, sem aðstoðarþjálfari, en ári síðar tók hann alveg við þjálfun yngsta aldursflokksins og hefur fylgt þeim síðan. Á þeim tíma gengu þjálfarinn og leikmennirnir saman í skóla enda aðeins fimm ár á milli þeirra. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 144 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Cleveland - San Antonio85:86 Utah - Phoenix92:73 Milaukee - Houston118:108 Portland -

NBA-deildin Cleveland - San Antonio85:86 Utah - Phoenix92:73 Milaukee - Houston118:108 Portland - Washington87:99 Golden State - New York75:88 Charlotte - Toronto106:89 Meistaradeild Evrópu Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 101 orð

Lee slær og slær met Guðmundar

SUIK uik Hyung Lee markvörður FH sló tvö met Guðmundar Hrafnkelssonar landsliðsmarkvarðar úr Val í viðureigninni við Hauka í gær. Það fyrra var að hann varði alls 26 skot í leiknum, þar af fóru 9 til mótherja. Er Guðmundur setti met sitt í fyrsta lokaleik Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn vorið 1994 varði hann 25 skot, þar af fóru 9 til mótherja. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 236 orð

Leikmenn Rangers ósáttir við að Gassi skuli yfirgefa liði

LEIKMENN Glasgow Rangers eru ósáttir við að Paul Gascoigne skuli yfirgefa félagið og ganga til liðs við Middlesbrough. Richard Gough, fyrirliði Rangers, sagði að Gassi hafi verið búinn að gefa það út að hann ætlaði að vera áfram hjá skoska liðinu og aðstoða það við að halda meistaratitlinum. "Ég var mjög undrandi þegar ég frétti af þessu. Ég trúði þessu ekki," sagði Gough. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 193 orð

LISTHLAUP Á SKAUTUMSR-ingar sigursæli

FÉLAGAR í listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur voru sigursælir á Íslandsmeistaramótinu í listhlaupi á skautum, sem fram fór um síðustu helgi. SR-ingar hlutu 14 verðlaun af 17, þar af sex gullverðlaun af sjö mögulegum en Skautafélag Akureyrar fékk ein gullverðlaun. Íslandsmeistari í kvennaflokki varð Sigurlaug Árnadóttir. Snædís Lilja Ingadóttir varð önnur og Linda Viðarsdóttir þriðja. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 308 orð

Mikið veltur á Ermolinskíj

Undanúrslitin í úrvalsdeildinni í körfuknattleik hefjast á sunnudaginn en þá taka KR-ingar á móti Skagamönnum og í hinum leiknum mætast Njarðvík og Keflavík. Liðin hafa leikið tvívegis í deildinni, mættust í fyrstu umferðinni í haust og þá vann Skaginn lið KR 81:73 á Seltjarnarnesinu og Njarðvík lagði Keflvíkinga 98:92 í Keflavík. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 169 orð

Milljónir í verðlaun

Vegleg peningaverðlaun verða í boði í nýju úrvalsdeildarmótaröð Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF, sem hleypt verður af stokkunum í sumar. Þar verður keppt í sjö greinum í karlaflokki og fimm í kvennaflokki. Sigurvegari hverrar greinar á hverju mótanna sjö fá tæplega 1. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 529 orð

Risinn er vaknaður

HAFNARFJARÐARRISINN er vaknaður. Því fengu leikmenn Hauka að finna fyrir er þeir sóttu "stóra bróður", FH, heim í Kaplakrika í fyrsta sinni í 8- liða úrslitum. Risinn hefur verið að rumska í síðustu leikjum, en að þessu sinni gerði hann gott betur, knýtti skóþveng sinn, reis upp og gekk hreinlega berserksgang þannig að leikreyndustu mönnum Hauka féll allur ketill í eld. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 687 orð

Ronaldo færði Brasilíu sigur

Framherjinn Ronaldo tryggði heimsmeisturum Brasilíu sigur á Evrópumeisturum Þjóðverja, 2:1, í vináttuleik í knattspyrnu í Stuttgart í gærkvöldi. Fjöldi vináttuleikja fór fram í Evrópu og var þessa beðið með mestri eftirvæntingu, eins og nærri má geta því liðin talið verða meðal þeirra bestu á HM í sumar. Þjóðverjar höfðu verið taplausir í 22 leikjum þar til Ronaldo og félagar sigruðu þá í gær. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 147 orð

Sex ný-liðar ílandsliðs-hópnum

UNGLINGALANDSLIÐ Íslands keppir á stóru alþjóðlegu móti í Lúxemborg 17.-19. apríl næstkomandi. Til að vinna sér þátttökurétt í mótinu þurfa sundmenn að standast ákveðin tímalágmörk sem ákveðin eru á haustin. Í fyrra kepptu 20 íslensk ungmenni á mótinu og unnu þá til 32 verðlauna. Af þessum 20 munu tólf sundmenn taka þátt í ár og auk þeirra hafa sex aðrir sundmenn staðist lágmörkin. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 390 orð

Siglum inn í nýja öld með nýja starfshætti

Knattspyrnudeild KR gekk á dögunum formlega frá stofnun hlutafélags, KR-SPORT ehf. Nýja hlutafélagið mun taka að sér rekstur meistaraflokka félgsins, en eftir sem áður verður knattspyrnudeild félagsins starfandi og mun þá einkum sjá um uppeldis- og æskulýðsstarfið. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 83 orð

Sigmar Þröstur annar markvörðurinn til að skora

SIGMAR Þröstur Óskarsson, markvörður ÍBV, skoraði glæsilegt mark eftir hraðaupphlaup í leiknum á móti Fram í gærkvöldi og jafnaði þá 5:5. Sigmar Þröstur komst inn í sendingu Framara og brunaði sjálfur upp völlinn með allt Framliðið á eftir sér og stökk inn af línunni og skoraði af öryggi framhjá Reyni Þór Reynissyni. Hann er annar markvörðurinn í sögu úrslitakeppninnar til að skora mark. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 230 orð

Stoltur af strákunum

GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson, þjálfari Fram, var ánægður með sína menn eftir sigurinn á ÍBV. "Ég er stoltur af strákunum. Þeir léku allir mjög vel í síðari hálfleik. Í fyrri hálfleik var taugaspenna í liðinu og það lék ekki vel. Við fórum yfir þetta í leikhléi og vorum sannfærðir um að við gætum gert mun betur og sýndum það. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 169 orð

Við erum langbestir ÞEGAR Valur Guð

ÞEGAR Valur Guðjón Valsson, fyrirliði Þróttar, tók við Íslandsbikarnum í gærkvöld, lyfti hann honum hátt á loft og hrópaði: "Við erum langbestir!" Það geta vart verið margir sem efast um það því þriðja árið í röð hefur Þróttur unnið allt sem hægt er að vinna hér á landi. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 484 orð

WIM Jansen knattspyrnustjóri

WIM Jansen knattspyrnustjóri Celtic segir að vel komi til greina að hann láti af störfum hjá félaginu í vor er keppnistímabilinu lýkur. Jansen segist ekki lynda við Jock Brown framkvæmdastjóra Celtic. Þá er aðstoðarmaður Jansens, Murdo Macleod, einnig ósáttur við hlutskipti sitt. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 97 orð

Þannig vörðu þeir

Þannig skot vörðu markverðirnir í 8-liða úrslitunum í handknattleiknum í gærkvöldi (boltinn aftur til mótherja): Reynir Þór Reynisson, Fram: 12 (3): 7 langskot, 2(2) úr horni, 3(1) af línu. Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV: 14/1 (3): 5(1) langskot, 1 úr h orni, 3 eftir hraðaupphlaup, 2(1) eftir gegnubrot, 2(1) af línu og 1 víti. Meira
26. mars 1998 | Íþróttir | 286 orð

Þetta var allt of létt

"Ég átti satt best að segja von á að leikurinn yrði svona auðveldur. Þetta var allt of létt og alls ekki skemmtilegt því mótspyrnan var lítil sem engin. Það hefði mátt búast við meiri mótspyrnu miðað við annan leikinn, en svo varð ekki," sagði Valur Guðjón Valsson, fyrirliði Þróttar, eftir öruggan sigur. Meira

Úr verinu

26. mars 1998 | Úr verinu | 235 orð

Auka eftirlit við Suðurskautið

NORSK stjórnvöld hafa sett nýjar reglur, sem gilda eiga um veiðar norskra skipa við Suðurskautslandið. Töluverð brögð hafa verið að því að skip skráð í Noregi eða skip í eigu norskra aðila skráð annars staðar hafi stundað ólöglegar veiðar á tannfiski á þessum slóðum. Veiðum þarna er stjórnað af þjóðunum sem liggja næst Suðurskautinu, Nýja Sjálandi, Ástralíu, Chile og Argentínu. Meira
26. mars 1998 | Úr verinu | 320 orð

"Vertíðarstemmninguna hefur vantað í vetur"

"ÞAÐ fer nú að koma að þrotum hjá okkur. Það hefur engin vertíð verið og við erum að klára að pakka og ganga frá því sem hægt var að vinna, en við reyndum auðvitað að birgja okkur upp af hráefni þegar sýnt var að verkfall væri yfirvofandi. Meira

Viðskiptablað

26. mars 1998 | Viðskiptablað | 114 orð

105 millj. hagnaður

HAGNAÐUR Sparisjóðs Hafnarfjarðar var tæpar 105 milljónir kr. á síðasta ári, en var rúmlega 101 milljón á árinu 1996. Heildarinnlán og verðbréf voru samtals 7.599 milljónir kr. í árslok og nam aukningin á árinu 21%. Mikil aukning varð í lántöku í formi sparisjóðsvíxla og sparisjóðsbréfa frá árinu áður eða um 46,4%. Útlán jukust um tæp 18%. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 292 orð

645 milljóna króna hagnaður

LIÐLEGA 645 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Fiskveiðasjóðs Íslands í fyrra. Árið var það síðasta í liðlega 92 ára sögu Fiskveiðasjóðs sem sameinaðist Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. um áramót. Á lokastarfsári Fiskveiðasjóðs varð hagnaður fyrir skatta og sértæk útgjöld liðlega 959 milljónir kr. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 328 orð

66 milljóna kr. hagnaður hjá Loðnuvinnslunni hf.

LOÐNUVINNSLAN hf. á Fáskrúðsfirði var rekin með tæplega 66 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, á móti 36,5 milljóna hagnaði árið áður. Er þetta annað starfsár fyrirtækisins eftir að verksmiðja þess var tekin í notkun. Verksmiðjan tók á móti tæplega 103 þúsund tonnum af hráefni. Heildartekjur Loðnuvinnslunnar hf. voru 1,2 milljarðar kr. á síðasta ári á móti 812 milljónum á árinu 1996. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 138 orð

90 milljónir boðnar

HLUTHAFAR Íslensks markaðar hf. nýttu sér forkaupsrétt sinn á tæplega 55% hlut Framkvæmdasjóðs Íslands í fyrirtækinu sem boðinn var út á vegum Fjárvangs í gær. Engin önnur tilboð bárust í bréfin, sem metin voru á 90 milljónir króna. Hluthafar áttu tvö tilboð í bréfin; fyrra boðið var upp á 90.338.855 kr. en hið síðara var u.þ.b. 150 þúsund krónum lægra. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 1565 orð

Áhættustýring á óvissutímum

MIKIL skakkaföll sem erlendar fjármálastofnanir hafa orðið fyrir og rekja má til afleiðuviðskipta, hafa hleypt lífi í almenna umræðu um ávinning, áhættu og eftirlit með þessum fjármálatækjum. Afleiður eru þýðing á enska orðinu "derivatives" og eru að margra mati ein merkasta uppfinning fjármálafræðanna síðustu 20 ár. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 555 orð

Bankar til sölu

»ÞÓTT ríkið hafi ekki auglýst hlutabréf sín í bönkunum til sölu er fyrir löngu hafin umræða um sölu þeirra og hugsanlega kaupendur. Þessi umræða mun vafalaust fara vaxandi þegar málið kemst nær ákvörðunarstigi. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 356 orð

Berlusconi reynir að ná sáttum við Murdoch

ÍTALSKI fjölmiðlajöfurinn Silvio Berlusconi fór til London um helgina til að reyna að ná sáttum við News Corp., fyrirtæki Ruperts Murdochs, þar sem ástralski auðjöfurinn hafði slitið viðræðum um kaup á meirihluta í ítalska sjónvarpinu Mediaset. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 177 orð

Bréf í News Corp hækka eftir kaupin

HLUTABRÉF í News Corp voru seld á nýju meti á föstudaginn þegar samþykki eigenda hafði fengizt fyrir því að fyrirtæki fjölmiðlajöfursins Ruperts Murdochs keypti hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 112 orð

Búizt við lægra verði á olíu

SÉRFRÆÐINGAR telja að verð á hráolíu verði að meðaltali tæplega 16 dollarar tunnan á þessu ári, 3,50 dollurum lægra en í fyrra, þrátt fyrir samkomulagið í Riyadh um að draga úr olíuframleiðslu. Eftir samkomulagið hafði olíuverðið hækkað úr tæplega 12 dollurum í 15 dollara, en margir sérfræðingar búast við litlum breytingum það sem eftir er ársins. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 88 orð

Daimler hefur ekki áhuga á Rolls-Royce

ÞÝZKA iðnfyrirtækið Daimler-Benz hefur ítrekað að Mercedes-Benz bíladeildin hafi ekki áhuga á að kaupa Rolls- Royce Motor Cars af brezka verkfræðifyrirtækinu Vickers Plc. "Stjórnarformaður okkar hefur oft sagt að undanförnu að við höfum ekki áhuga á að kaupa Rolls-Royce Motor Cars og ástandið hefur ekki breytzt," sagði talsmaður Daimlers. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 221 orð

ÐFlugleiðir hefja fraktflug til fjögurra borga

FLUGLEIÐIR hófu áætlunarfraktflug til Liege í Belgíu síðastliðinn mánudag og til að byrja með verður flogið með viðkomu í Köln í Þýskalandi sex sinnum í viku. Stefnt er að daglegu beinu flugi til Liege í Belgíu. Sérstök fraktflugvél af gerðinni B737-300, sem Flugleiðir hafa leigt til þriggja ára og komin er til landsins sinnir þessu fraktflugi. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 225 orð

ÐFyrsta B757-300 þotan sett saman

SAMSETNING fyrstu B757-300 þotunnar í verksmiðju Boeing í Renton við Seattle er langt komin. Nú þegar hafa tvö flugfélög í Evrópu pantað B757-300 þotur; Condor Flugdienst, dótturfélag Lufthansa, á pantaðar 13 slíkar vélar og kauprétt á allt að átta til viðbótar og Flugleiðir eiga pantaðar tvær vélar og kauprétt á allt að átta B757-200 og/eða B757-300 þotum. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 97 orð

ÐÚtboð ríkisverðbréfa

SÉRSTAKT útboð á verðtryggðum spariskírteinum og óverðtryggðum ríkisbréfum fer fram hjá Lánasýslu ríkisins fimmtudaginn 2. apríl. Tilgangurinn er að endurfjármagna flokka spariskírteina og ríkisbréfa sem koma til lokainnlausnar 10. apríl nk. Heildarinnlausnarverð umræddra flokka er 7.300 milljónir króna, þar af spariskírteini 4.800 milljónir og ríkisbréf 2.500 milljónir. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 115 orð

Eignarhlutur ÍÚ 34,8%

GENGIÐ hefur verið formlega frá kaupum Íslenska útvarpsfélagsins á hlut í Íslenska farsímafélaginu. Western Wireless, einn stofnenda Íslenska farsímafélagsins, á nú stærstan hlut í því eða 47,3%. Hlutur Íslenska útvarpsfélagsins nemur 34,8%, annar stofnandi, The Walter Group, á nú 17,4% og fjórði hluthafinn, Ragnar Aðalsteinsson, 0,5%. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 210 orð

Ekki skortur á verkefnum

ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. og nokkur tengd sjávarútvegsfyrirtæki vinna að stofnun hlutafélags til að sinna sjávarútvegsverkefnum erlendis. Fyrirtækið mun heita Ísheimur hf. ÍS hefur sjálft haft með höndum umfangsmikil verkefni erlendis. Að sögn Arnþórs Þórðarsonar, forstöðumanns þróunar- og nýsköpunarsviðs félagsins, er ætlunin að ný rekstrarverkefni erlendis verði á höndum nýja félagsins. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 202 orð

Flugsendingar tryggðar

TVG-ZIMSEN hf. og Sjóvá- Almennar tryggingar hf. hafa gert með sér samkomulag sem felst í því að TVG-ZIMSEN kaupir vátryggingu á flugsendingar sem fluttar eru til landsins á vegum fyrirtækisins og greiddar eru af móttakanda. Vátryggingin er víðtæk flutningsvernd um flutningstryggingar hjá Sjóvá-Almennum og gildir frá dyrum seljanda til dyra móttakanda. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 208 orð

Hagnaður helmingi minni en áætlað var

SEMENTSVERKSMIÐJAN á Akranesi skilaði um 19 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Hagnaður fyrir skatta var 30 milljónirkr. sem er u.þ.b. helmingur af þeim hagnaði sem rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi ársins. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 141 orð

Íshaf með 18 milljóna kr. hagnað

HLUTABRÉFASJÓÐURINN Íshaf hf. skilaði 17,7 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en hafði tapað 4,3 milljónum árið áður. Íshaf, sem áður hét Útvegsfélag samvinnumanna hf., er hlutabréfasjóður í eigu Íslenskra sjávarafurða hf. sem á 58% hlutafjár, sjávarútvegsfyrirtækja og annarra fjárfesta. Hluthafar eru 226. Félagið fjárfestir í sjávarútvegsfyrirtækjum. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 513 orð

Íslensk fyrirtæki verða að ná 12­15% ávöxtun

STJÓRNARFORMAÐUR Olís segir það áhyggjuefni að íslenskt áhættufjármagn streymi úr landi, meðal annars vegna þess að íslensk fyrirtæki sýni ekki viðunandi afkomu. Fyrirtækin verði að setja sér það mark að ná 12­15% ávöxtun eða meira og það ætli Olís sér að gera. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 189 orð

Íslensk matvæli kynnt í Bandaríkjunum.

ÍSLENSK matvælafyrirtæki vöktu athygli á alþjóðlegri matvælasýningu (food and wine fair) sem haldin var á Palm Beach í Florida um síðustu mánaðarmót þar sem sýndar voru hágæðamatvörur fyrir verslanir og neytendur. Fjögur Íslensk fyrirtæki kynntu afurðir sínar sameiginlega á sýningunni. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 189 orð

Kodak fjárfestir fyrir 1 milljarð dala í Kína

EASTMAN KODAK hyggst ráðast í eins milljarðs dollara fjárfestingu í Kína, eina þá mestu sem bandarískt fyrirtæki hefur ráðizt í þar, til að auka minnkandi hagnað. Samkvæmt samningi mun Kodak koma á fót tveimur nýjum fyrirtækjum ásamt kínverskum samstarfsaðilum til að framleiða ljósmyndafilmur og annan varning. Kodak framleiðir nú þegar ljósmyndavélar og fylgihluti í Kína. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 1796 orð

Margvíslegir möguleikar í Færeyjum Íslenska kaupstefnan TórRek hefst í Þórshöfn í Færeyjum í dag. 25 íslensk fyrirtæki kynna þar

EIMSKIP og Útflutningsráð standa fyrir kaupstefnunni með stuðningi FITUR, ferðamálasamstarfs Íslendinga og Færeyinga og er markmiðið að stuðla að viðskiptum á milli frændþjóðanna tveggja og efla menningartengsl þeirra. Kaupstefnunni lýkur á laugardag. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 2158 orð

Mikilsverð þátttaka Í dag lýkur helstu tölvukaupstefnu heims, CeBIT í Hannover. Árni Matthíasson brá sér á sýninguna, en þar

CeBIT tölvusýningunni lýkur í dag, en samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu sem rekur sýninguna, Hannover Messe, verður þetta mest sótta sýningin hingað til. Talið er að þegar upp verði staðið muni vel yfir 630.000 manns hafa heimsótt sýninguna, en einnig eru tugir þúsunda með sérstakan aðgang á vegum sýnenda og vel á tíunda þúsund blaðamanna. Af 7. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 201 orð

Ný Íslandsbók á þýsku gefin út hjá Nesútgáfunni

UPPLÝSINGABÓK um Ísland hefur verið gefin út á þýsku í fyrsta skipti hjá Nesútgáfunni. Fyrirtækið hefur gefið út ítarlegar upplýsingabækur um Ísland um langt árabil bæði á ensku og íslensku, eða Around Iceland og Á ferð um Ísland sem nú eru að koma út í 23. og 8. skipti. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 1649 orð

Pípugerðin spjarar sig Fyrsta ár Pípugerðarinnar hf. eftir einkavæðingu er að baki. Kjartan Magnússonkannar hvernig fyrirtækinu

PÍPUGERÐIN hf., áður Pípugerð Reykjavíkurborgar, hóf starfsemi árið 1946 og er því 52 ára gamalt fyrirtæki. Frá stofnun hefur fyrirtækið verið stærsti framleiðandi holræsavöru og skyldrar vöru úr steinsteypu hérlendis. Það hefur til dæmis framleitt megnið af steinsteyptum rörum og brunneiningum í holræsakerfi Reykjavíkurborgar. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 186 orð

Stjórnvöld í mál vegna samruna Lockheed-Northrop

BANDARÍSK stjórnvöld hafa farið í mál til að stöðva fyrirhugaðan 9 milljarða dollara samruna flugiðnaðarfyrirtækjanna Lockheed Martin og Northrop Grumman á þeirri forsendu að samningur þeirra muni gera samkeppni að engu á markaði, sem hafi mikla þýðingu fyrir varnir landsins. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 56 orð

Swissair bannar reykingar

SWISSAIR hefur ákveðið að banna reykingar á öllum áætlunarleiðum frá 1. júní. Reykingar eru þegar bannaðar á leiðum í Evrópu og Norður- Ameríku. Swissair sagði í tilkynningu að bannið væri í samræmi við vaxandi þróun í greininni. Tölur sýndu að fjórir af hverjum fimm farþegum Swissair vildu ferðast í reyklausu andrúmslofti. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 319 orð

Sænsk fyrirtæki enskuvæðast

ENSKA ryður sér til rúms sem stjórnunarmál í sænskum fyrirtækjum. Percy Barnevik, stjórnarformaður Investor, fjárfestingafélags Wallenberg-fjölskyldunnar, hefur beitt sér fyrir skipun erlendra stjórnarmanna í fyrirtæki félagsins og það hefur eðlilega í för með sér að enska verður aðalmál á stjórnarfundum og í skjölum. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 554 orð

Tap af rekstri dóttur- og hlutdeildarfélaga erlendis

HAGNAÐUR Samherja hf. og dótturfélaga nam 204 milljónum króna á síðasta ári. Tap varð af rekstri dóttur- og hlutdeildarfélaga fyrirtækisins erlendis en hagnaður af starfseminni innanlands nam 377 mkr. Að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, eru forsvarsmenn þess vel sáttir við afkomuna á móðurfélaginu. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 413 orð

Unnið að endurmati á stefnunni

PLASTPRENT hf. var rekið með tæplega 15 milljóna króna tapi á síðasta ári á móti 95 milljóna kr. hagnaði árið áður. Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri segir að unnið sé að endurbótum á rekstrinum, meðal annars með endurmati á stefnu fyrirtækisins. Rekstrartekjur Plastprents hf. jukust um 7% á síðasta ári, meðal annars vegna aukins útflutnings sem þrefaldaðist á árinu. Meira
26. mars 1998 | Viðskiptablað | 88 orð

Windows 98 á vefnum

WINDOWS 98 stýrkikerfi Microsofts verður ekki sett á markað fyrr en eftir þrjá mánuði, en búð á alnetinu er farin að taka á móti pöntunum á nýja kerfinu. Hægt er að panta Windows 98 í búðinni Chumbo á veraldarvefnum, http: //www.chumbo.com, til afhendingar 25. júní. Verðið er 94,99 dollarar fyrir uppfærða útgáfu, en 179,99 dollarar fyrir nýja stýrikerfið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.