Greinar fimmtudaginn 2. apríl 1998

Forsíða

2. apríl 1998 | Forsíða | 296 orð | ókeypis

Dómari vísar máli Paulu Jones gegn Clinton frá

SUSAN Webber Wright, dómarinn í ákærumáli Paulu Jones gegn Bill Clinton Bandaríkjaforseta, ákvað í gær að vísa málinu frá. Þessi úrskurður þykir mikill og óvæntur pólitískur sigur fyrir Clinton. Í skriflegum úrskurði dómarans segir, Meira
2. apríl 1998 | Forsíða | 52 orð | ókeypis

Frelsun Brielle sett á svið

ÍBÚAR bæjarins Brielle í Hollandi leika atriði þar sem spænskur 16. aldar hermaður grætur fall höfuðsmanns síns. 1. apríl ár hvert setja bæjarbúar á svið frelsun bæjarins undan hernámi Spánverja árið 1572. Brielle var fyrsti bærinn sem sveitir Vilhjálms af Óraníu, síðar Hollandskonungs, náðu á sitt vald. Meira
2. apríl 1998 | Forsíða | 207 orð | ókeypis

Jeltsín býður þinginu til viðræðna

LÍKURNAR á að lausn finnist á stjórnarkreppunni í Rússlandi bötnuðu töluvert í gær, þegar Borís Jeltsín forseti ákvað óvænt að bjóða leiðtogum beggja deilda rússneska þjóðþingsins til hringborðsviðræðna. Meira
2. apríl 1998 | Forsíða | 141 orð | ókeypis

Lettar bregðast við kvörtunum

LETTNESK stjórnvöld sögðust í gær ætla að leita leiða til að sátt náist um breytingar á stjórnarskrárstöðu þeirra 700.000 íbúa sem mynda rússneska minnihlutann. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem mynda samsteypustjórn í Lettlandi hafa sett á stofn nefnd með þetta í huga sem ætlað er að skila tillögum innan tveggja vikna. Meira
2. apríl 1998 | Forsíða | 248 orð | ókeypis

Líbanar segja tilboð Ísraela marklaust

ÍSRAELSSTJÓRN samþykkti í gær samhljóða að fara að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 425 frá 19. mars 1978 um brottflutning ísraelsks herliðs frá Líbanon. Líbanskir leiðtogar segja samþykktina marklausa og standa friðarumleitunum fyrir þrifum. Meira
2. apríl 1998 | Forsíða | 98 orð | ókeypis

Papon-réttarhöldum að ljúka

MÁLFLUTNINGI í sögulegu réttarhaldi yfir Maurice Papon, sem þjónaði sem embættismaður Vichy-stjórnarinnar í Frakklandi í síðari heimsstyrjöld, lauk í gær og kviðdómur settist á rökstóla um sekt hans eða sakleysi af aðild að "glæpum gegn mannkyninu". Búizt var við því að kviðdómurinn kæmist að niðurstöðu undir morgun í dag. Meira

Fréttir

2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

20 ára afmæli Hofsstaðaskóla í Garðabæ

20 ÁRA amfælis Hofsstaðaskóla verður minnst í dag, 2. apríl. Farið verður í skrúðgöngu frá skólanum að miðbæ Garðabæjar og þaðan að safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, þar sem skólinn var áður til húsa. Lúðrasveit fer fyrir göngunni og nemendur bera hatta, veifur og fleira sem þeir hafa útbúið. Í safnaðarheimilinu verður stutt dagskrá. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð | ókeypis

81 árs kona lést í bílslysi

BANASLYS varð þegar ekið var á 81 árs gamla konu á móts við bensínstöð OLÍS við gatnamót Safamýrar, Ármúla og Háaleitisbrautar laust fyrir klukkan 13.30 í gær. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var konan að ganga yfir götuna þegar ekið var á hana á fólksbíl og er málið í rannsókn. Konan var flutt meðvitundarlaus í Sjúkrahús Reykjavíkur. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð | ókeypis

Aukin umsvif Geðhjálpar

AÐALFUNDUR Geðhjálpar var haldinn laugardaginn 21. mars. Í fréttatilkynningu segir að umsvif félagsins hafi aukist mikið frá síðasta ári og að tekjur hafi tvöfaldast og muni þar mestu um styrktarsöfnun félagsins en liðlega 8 þúsund manns hafa gefið styrktarloforð. Meira
2. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 120 orð | ókeypis

Ágætis veiði þegar gefur

ÁGÆTIS VEIÐI hefur verið hjá netabátum í Grímsey að undanförnu og hafa menn komist upp í rúm 10 tonn eftir nóttina í aðeins 50 net. Uppistaða aflans er þorskur en einnig hefur svolítill karfi slæðst með. Þrátt fyrir ágætis veiði hefur veðráttan hamlað sjósókn nokkuð og hafa menn oft þurft að draga net sín úr sjó vegna veðurs. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð | ókeypis

Árekstur í Ólafsvík

HARÐUR árekstur varð í Ólafsvík um klukkan átta í gærmorgun, að því er talið er vegna þess að biðskylda var ekki virt við fjölfarin gatnamót. Engin meiðsli urðu á fólki. Slysið bar til með þeim hætti að ökumaður fólksbifreiðar ók henni inn á aðalbraut í miðbæ Ólafsvíkur þar sem hún skall á pallbíl með þremur manneskjum innanborðs. Meira
2. apríl 1998 | Miðopna | 159 orð | ókeypis

Áskrifendum fækkar að Alþingistíðindum

TILKOMA þingræðna á veraldarvefnum hefur nú þegar breytt tilverugrundvelli hinna prentuðu Alþingistíðinda. Sigurður Jónsson sagði að áskrifendum Alþingistíðinda hefði fækkað mjög undanfarin misseri, sennilega hefðu um 100 manns sagt upp áskriftinni enda teldu margir sig geta verið án prentuðu útgáfunnar nú þegar ræður þingmanna eru svo aðgengilegar sem raun ber vitni. Meira
2. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 159 orð | ókeypis

Barist á götum Phnom Penh

ÁTÖK brutust út á strætum Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, í gær milli stuðningsmanna Norodoms Ranariddhs prins og andstæðinga hans. Átökin urðu þegar fleiri en 100 andstæðinga hans gerðu atlögu að stuðningsmönnum prinsins fyrir framan hótel það sem Ranariddh dvelst á. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð | ókeypis

Bensín lækkar um 80 aura

OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu bensínverð í gær um 80 aura. Lítrinn af 95 oktana bensíni kostar nú 74,20 kr. og 78,90 kr. af 98 oktana bensíni. Esso og Olís riðu á vaðið í gærmorgun og Skeljungur fylgdi í kjölfarið eftir hádegi. Bensínorkan lækkaði bensín- og hráolíuverð í fyrradag um 1,20 krónur lítrann. Þar kostar 98 oktana bensínlítri nú 74,10 kr., 95 oktana bensín 69,40 kr. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð | ókeypis

Bifreiðaskoðun fær nafnið Frumherji

BIFREIÐASKOÐUN hf. verður að Frumherja hf. á morgun, 3. apríl, eftir ákvörðun síðasta aðalfundar félagsins. Nafnabreytingin er til komin vegna aukinna umsvifa félagsins frá síðasta ári og vegna fyrirsjáanlegrar þróunar fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu. Eitt af fyrstu verkum Frumherja hf. er að opna nýja skoðunarstöð fyrir ökutæki í Sóltúni 5 (áður Sigtúni 5) í Reykjavík. Meira
2. apríl 1998 | Landsbyggðin | 141 orð | ókeypis

Brunaæfing í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Reyðarfirði-Brunaæfing var haldin í Grunnskóla Reyðarfjarðar, samæfing slökkviliðsins og skólans. Starfsliði og nemendum skólans var tilkynnt að brunaæfing yrði ákveðinn dag. Kl. 11.15 var hringt og tilkynnt um eld í skólanum. Nemendur og starfslið björguðu sér út um glugga og niður brunastiga. Sumum fannst nokkuð hátt niður en allt gekk vel. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 233 orð | ókeypis

Brýnt er að endurskoða þrjú atriði úrskurðarins

FULLTRÚAR Félags íslenskra heimilislækna áttu í fyrradag fund með heilbrigðisráðherra og fleiri fulltrúum ráðuneytisins til að gera þeim grein fyrir nokkrum atriðum í úrskurði kjaranefndar sem læknarnir telja að endurskoða verði. Katrín Fjeldsted, formaður félagsins, sagði fulltrúa ráðuneytisins hafa tekið vel í að gera sitt til að eyða mætti óvissuatriðum í úrskurðinum. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 488 orð | ókeypis

"Eitt hnefahögg getur haft geigvænlegar afleiðingar"

FIMMTÁN ára gamall piltur var í gær kærður til lögreglu í Reykjavík vegna meintrar líkamsárásar á jafnaldra sinn og bekkjarbróður í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í fyrradag. Árásarþolinn nefbrotnaði illa og kinnbeinsbrotnaði, auk þess að fá heilahristing. Hann átti að gangast undir aðgerð í andliti af þessum sökum í dag, en fresta varð aðgerð í gær vegna bólgu í andliti og heilahristings. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð | ókeypis

Ekki athugasemdir við sparnaðarauglýsingu

AUGLÝSINGANEFND Samkeppnisstofnunar telur ekki ástæðu til að gera athugasemd við auglýsingu Lánasýslu ríkisins um leiðir til sparnaðar, sem Sjónvarpsmarkaðurinn kvartaði undan til stofnunarinnar. Meira
2. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 305 orð | ókeypis

Endaspretturinn hafinn

ENDASPRETTUR viðræðna um framtíð Norður-Írlands hófst fyrir alvöru í gær þegar Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hittust í London. Mörg ljón eru enn í veginum en bæði Ahern og Blair, auk bandaríska öldungadeildarþingmanninum George Mitchell, sem stýrt hefur viðræðum undanfarin 2 ár, segjast vongóðir um árangur. Meira
2. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 292 orð | ókeypis

"Ég vil alls ekki tala um þetta"

FYRRVERANDI Ungfrú Bandaríkin, Elizabeth Ward Gracen, greindi frá því á þriðjudag að hún hefði sjálfviljug átt kynmök við Bill Clinton, núverandi forseta, fyrir 15 árum þegar hann var ríkisstjóri í Arkansas. Gracen sagðist hafa ákveðið að segja frá þessu nú til þess að koma í veg fyrir að andstæðingar forsetans gætu gefið í skyn að forsetinn hefði neytt hana til samfara. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð | ókeypis

Flugi til Fort Lauderdale hætt

FLUGLEIÐIR hætta flugi til Fort Lauderdale í Bandaríkjunum 15. maí næstkomandi og munu ekki taka upp flug þangað að nýju með haustinu eins og verið hefur undanfarin ár. Orlando verður þá eini áfangastaður félagsins í Flórída, en tíðni ferða þangað verður aukin frá því sem verið hefur. Meira
2. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 360 orð | ókeypis

Flúði kynlífsþrældóm í Alsír

ALSÍRSK stúlka lýsir harðri vist í prísund hjá hryðjuverkamönnum í Alsír í viðtali sem birt var í dagblaðinu La Nouvelle Republique á mánudag. Á daginn varð hún að þrífa hús, elda mat og tína eldivið en var kynlífsþræll hryðjuverkamanna á hverri nóttu í hálft ár. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 360 orð | ókeypis

Fólki á vinnualdri fjölgar um 40 þúsund

Á NÆSTU árum mun fólki á vinnualdri, 20­69 ára, fjölga um tæplega 40 þús. og framboð á vinnuafli að öllu óbreyttu mun aukast um 30­35 þús. þar af að minnsta kosti 20­25 þús. á höfuðborgarsvæðinu, segir í skýrslu um Samræmda stefnumótun í atvinnumálum hjá Reykjavíkurborg. Fram kemur að því þurfi að fjölga störfum um 1.000 á ári á höfuðborgarsvæðinu til að koma í veg fyrir aukið atvinnuleysi. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð | ókeypis

Frjáls fjölmiðlun opnar vef á netinu

FRJÁLS fjölmiðlun opnaði Vísi, nýjan miðil á netinu, í gær. Vísir er samstarfsverkefni nær tuttugu aðila og í frétt frá Frjálsri fjölmiðlun segir að hann sé sniðinn að þörfum hins almenna netnotanda en samkvæmt nýjum könnunum noti um 70.000 Íslendingar netið reglulega. Í fréttatilkynningunni segir m.a. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 33 orð | ókeypis

Fræðslufundur Gigtarfélagsins

GIGTARFÉLAG Íslands heldur fræðslufund fimmtudaginn 2. apríl kl. 20 í sal meistara, Skipholti 70. Margrét Árnadóttir heldur fyrirlestur um höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun. Fundinum lýkur með fyrirspurnum og kaffiveitingum. Aðgangur kr. 800. Meira
2. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 274 orð | ókeypis

Fullkomna kennsludúkku og ferðafóstrukassa

AKUREYRARDEILD Rauða kross Íslands hefur nýlega fært Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að gjöf mjög fullkomna dúkku til kennslu og þjálfunar í endurlífgun. Einnig hefur Akureyrardeildin gefið barnadeild FSA ferðafóstrukassa frá þýsku Dräger-verksmiðjunum. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð | ókeypis

Fyrirlestur hjá Nýrri dögun

Á VEGUM Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, verður fyrirlestur um andvana fæðingar og fósturlát, í dag kl. 20, í Gerðubergi. Frummælendur verða þær Bjarney Hrafnberg Hilmarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur og Guðrún Guðbjörnsdóttir, ljósmóðir. Aðgangur er ókeypis. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð | ókeypis

Fyrirlestur um þunglyndi og flogaveiki

LAUF, samtök áhugafólks um flogaveiki, verður með almennan fræðslufund í kvöld kl. 20.30. Fundurin verður í sal Félags heyrnarlausra, Laugavegi 26, 4. hæð. Gengið inn Grettisgötumegin. Dr. Lárus Helgason yfirlæknir flytur fyrirlestur um þunglyndi og flogaveiki og svarar fyrirspurnum. Boðið verður upp á veitingar gegn vægu verði. Meira
2. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 191 orð | ókeypis

Fær hrós fyrir séreinkenni sín

KENNARADEILD Háskólans á Akureyri fær hrós fyrir skýr markmið og þá sérstöðu sem hún hefur skapað sér í menntun grunnskólakennara í skýrslu ytri matshóps sérfræðinga á vegum menntamálaráðuneytisins, sem gert hefur ítarlega könnun á kennaramenntunarstofnunum á Íslandi, en hún var birt í síðustu viku. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð | ókeypis

G-listinn í Mosfellsbæ

G-LISTINN í Mosfellsbæ vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hefur verið samþykktur. Listann skipa: 1. Jónas Sigurðsson, húsasmiður og lagerstjóri, 2. Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarmaður, 3. Þóra B. Guðmundsdóttir, formaður og starfsmaður Félags einstæðra foreldra, 4. Ólafur Gunnarsson, véltæknifræðingur og framvæmdastjóri, 5. Dóra Hlín Ingólfsdóttir rannsóknarlögreglukona, 6. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 714 orð | ókeypis

Gula rósin til umhyggju

Zontaklúbbarnir á Íslandi, sem eru sex talsins á fjórum stöðum á landinu, munu næstu tvo daga selja gulu rósina til ágóða fyrir styrktarsjóð Umhyggju til stuðnings langveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Gula rósin er einkennisblóm Zontaklúbbanna. Ragnheiður Hansdóttir, formaður Zontasambands Íslands, var beðin að segja frá samtökunum og tilefni landsátaksins. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð | ókeypis

Heimsóknir yfir 280 þúsund

MORGUNBLAÐIÐ á Netinu hefur fengið yfir 280 þúsund heimsóknir frá því að Fréttavefur Morgunblaðsins og Fasteignavefurinn hófu göngu sína fyrir tveimur mánuðum. Þetta eru ámóta margar heimsóknir og Íslendingar eru margir. Sem dæmi um aðsóknina fékk Morgunblaðið á Netinu 8.770 heimsóknir frá miðnætti sunnudagsins 30. mars til miðnættis mánudagsins 31. mars. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð | ókeypis

Húsnæðismál rædd á hádegisfundi

OPINN hádegisverðarfundur um húsnæðismál verður á Hótel Borg í dag, fimmtudag kl. 12. Fjallað verður m.a. um frumvarp um húsnæðismál, félagslegt kerfi, húsbréf og Húsnæðisstofnun. Frummælandi er Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Fundarboðandi er Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður. Meira
2. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 244 orð | ókeypis

Íbúum býðst heimabanki og pósthólf án kostnaðar

ÍBÚUM á þeim svæðum þar sem þrír sparisjóðir í Eyjafirði og S- Þingeyjarsýslu munu taka við rekstri póstafgreiðslustöðva fyrir Íslandspóst býðst ókeypis áskrift að heimabanka til 1. janúar árið 2000. Sparisjóðirnir eru í Hrísey og Grenivík í Eyjafirði og á afgreiðslustöðum Sparisjóðs S-Þingeyjarsýslu á Laugum í Reykjadal og í Mývatnssveit. Meira
2. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 409 orð | ókeypis

Ísraelar neita að hafa átt hlut að máli

PALESTÍNSK lögregla greindi frá því í gær að meintur sprengjusmiður palestínsku samtakanna Hamas, Muhyideen al-Sharif, hefði verið skotinn til bana og lík hans skilið eftir við hlið bíls sem sprengdur var í loft upp á Vesturbakkanum á sunnudag. Meira
2. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 320 orð | ókeypis

Ítalir sakaðir um vanrækslu

ENN gustar um Ötzi, steinaldarmanninn, sem bar beinin í blindhríð í Ölpunum fyrir 5.300 árum. Austurríkismenn saka nú Ítali, sem hafa efnt til sýningar á honum, að taka gróðavonina fram yfir vísindin og halda því fram, að þessi forni Evrópumaður sé að grotna í sundur. Meira
2. apríl 1998 | Miðopna | 1575 orð | ókeypis

Kröfu upplýsingaþjóðfélagsins sinnt

STARFSMENN þingfundasviðs Alþingis hafa á undanförnum mánuðum unnið hörðum höndum að því að gera ræður þingmanna aðgengilegar almenningi fyrr en áður. Á þingfundasviði starfa 12 manns eingöngu Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð | ókeypis

Kynna skýrslu um fjarskipti

SÉRFRÆÐINEFND samgönguráðuneytis um fjarskiptamál kynnir í dag niðurstöður af starfi sínu og leggur fram skýrslu undir heitinu: "Til móts við nýja tíma." Skýrsla nefndarinnar, sem var skipuð í nóvember, verður kynnt á Hótel Loftleiðum klukkan þrjú eftir hádegi. Meira
2. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 634 orð | ókeypis

Landsbyggðarkvöld Músíktilraunir Tónabæjar

UNDANKEPPNI Músíktilrauna, árlegrar hljómsveitakeppni Tónabæjar, lýkur í kvöld með fjórða tilraunakvöldinu. Tíu hljómsveitir utan af landi keppa um síðustu sæti í úrslitunum, sem haldin verða annað kvöld. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT

Í frétt í blaðinu í gærum samþykkt Búnaðarþings um tilraunainnflutning á erfðaefni til kynbóta á íslenskum kúm birtist rangt ártal í fyrirsögn. Sagt var að áhrif myndu koma fram árið 2004 en hið rétt er eins og lesa má í textanum árið 2010. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð | ókeypis

Leiðrétting Í FRÉTT á bls. 2 í Morgu

Í FRÉTT á bls. 2 í Morgunblaðinu í gær um hvöss orðaskipti á Alþingi var réttilega haft eftir Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis, að hann teldi að Össur Skarphéðinsson, formaður heilbrigðis- og trygginganefndar, hefði sem formaður nefndarinnar rækt störf sín með eðlilegum hætti. Meira
2. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 136 orð | ókeypis

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Ferðin

LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri frumsýnir í kvöld, fimmtudagskvöldið 2. apríl, leikritið "Ferðin á heimsenda" eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur í leikstjórn Sögu Jónsdóttur. Sýnt verður í Samkomuhúsinu á Akureyri. Leikritið er barnaleikrit, fallegt og hugljúft ævintýri með söngvum, tónlist og glensi og höfðar til allra aldurshópa. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð | ókeypis

Listi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði ákveðinn

Á FUNDI í fulltrúaráði Alþýðuflokksins í Hafnarfirði 31. mars 1998 var framboðslisti Alþýðuflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar 23. maí nk. samþykktur samhljóða. Listann skipa: 1.Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri. 2. Jóna Dóra Karlsdóttir, húsmóðir. 3. Tryggvi Harðarson, járnabindingamaður. 4. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. 5. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð | ókeypis

Listi sjálfstæðismanna í Sandgerði ákveðinn

Á FUNDI Sjálfstæðisfélagsins í Sandgerði, sem haldinn var 30. mars, var framboðslistinn til sveitarstjórnarkosninganna 23. maí nk. ákveðinn og skipa hann eftirtaldir: 1. Reynir Sveinsson rafverktaki. 2. Eyþór Jónsson framkvæmdastjóri. 3. Salome Guðmundsdóttir húsmóðir. 4. Hildur S. Thorarensen lyfjafræðingur. 5. Guðjón Ólafsson útgerðarmaður. 6. Árni Sigurpálsson hafnarvörður. 7. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð | ókeypis

Líkamsárás kærð í Ólafsvík

MAÐUR á þrítugsaldri lagði fram kæru um líkamsárás til lögreglu í Ólafsvík í gær. Hann rifbeinsbrotnaði og fékk áverka á höfði eftir atvik sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags. Málavextir eru þeir helstir að fimm til sex mönnum lenti saman fyrir utan veitingastað í Ólafsvík aðfaranótt sunnudags. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð | ókeypis

Ljósmyndamaraþon í Hafnarfirði

FILMUR og framköllun í Firðinum Fjarðargötu 13­15 og Æskulýðsráð Hafnarfjarðar standa fyrir ljósmyndamaraþoni er hefst föstudaginn 3. apríl milli kl. 17 og 18 í félagsmiðstöðvunum Vitanum og Verinu. Keppnin er ætluð hafnfirskum unglingum úr 8.­10. bekk. Föstudaginn 3. apríl fá keppendur afhenta 12 mynda filmu og jafn mörg verkefni sem hver leysir eftir sínu höfði. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð | ókeypis

Lögregla hættir að vakta banka og varsla boðin út

ÁKVEÐIÐ hefur verið að innbrota- og viðvörunarkerfi banka á höfuðborgarsvæðinu verði ekki beintengd lögreglustöðvum frá og með 1. september næstkomandi. Gert var ráð fyrir að þessi breyting yrði um seinustu áramót, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en að beiðni bankastofnana var framkvæmd málsins frestað fram á haust. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 692 orð | ókeypis

Lögregla segir bankann bera ábyrgðina

JÓNMUNDUR Kjartansson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, kveðst telja að lögreglumenn hafi brugðist rétt við þegar boðum frá viðvörunarkerfi Búnaðarbanka í Mjódd var svarað á sunnudagsmorgun. Bankastjóri Búnaðarbanka gagnrýndi viðbrögð lögreglu í Morgunblaðinu í gær og sagði hana ekki hafa sinnt boðum með réttum hætti. Hefðu átt að fá þakkir Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Maraþon fatlaðra í spilamennsku

UNGLINGAHÓPURINN BUSL sem er á vegum Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, mun halda maraþonvöku í spilamennsku. Maraþonið hefst laugardaginn 4. apríl kl. 9 í Dagvist Sjálfsbjargarheimilisins, Hátúni 12, gengið inn norðanmegin í húsið. Tilgangur maraþonvökunnar er að safna áheitum til styrktar ferð hópsins á Langjökul, sem farin verður 8.­10. maí nk. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 1055 orð | ókeypis

Miklar efasemdir um einkaleyfi og persónuleynd

Tölvunefnd gerir ýmsar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Stjórn Læknafélags Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum vegna frumvarpsins og forsvarsmenn fyrirtækja í lyfjaiðnaði gagnrýna frumvarpið. Meira
2. apríl 1998 | Landsbyggðin | 167 orð | ókeypis

Mozart í aðalhlutverki á árshátíð

Hveragerði-Á árshátíð miðstigs Grunnskólans í Hvergerði sem haldin var nú nýverið má segja að Mozart og tónlistin hans hafi verið í hávegum höfð. Sérsamin leikgerð Töfraflautunnar var flutt og síðan var einnig sýnt leikrit er sýndi samskipti Mozarts við Salieri, Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 37 orð | ókeypis

Nefndastörf á Alþingi

ENGIR þingfundir verða á Alþingi í dag og á morgun vegna nefndastarfa þingmanna. Stefnt er að því að halda þingfund næstkomandi mánudag, en á þriðjudag hefst páskafrí þingmanna sem stendur til 14. apríl nk. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Nemendur Hagaskóla mælskastir

ÚRSLIT í ræðukeppni grunnskólanna í Reykjavík réðust í Ráðhúsinu á ellefta tímanum í gærkvöldi. Lið Ölduselsskóla og Hagaskóla öttu kappi um málefnið hreinskilni. Fóru leikar svo að Hagaskólinn sigraði mjög naumlega eða með 11 stiga mun, 2.193 gegn 2.182, en nemendur hans töluðu með hreinskilni. Fögnuðu nemendur Hagaskólans ógurlega þegar úrslit voru tilkynnt. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 283 orð | ókeypis

Nýja flotkvíin á leið til landsins

FLOTKVÍIN sem Vélsmiðja Orms og Víglundar sf. í Hafnarfirði hefur fest kaup á hjá breska hernum er væntanleg til Hafnarfjarðar á skírdag, en breskur dráttarbátur lagði af stað með kvína í eftirdragi frá Clydefirði í Skotlandi síðastliðinn mánudag. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð | ókeypis

Ný Select-hraðverslun opnuð í Öskjuhlíð

SKELJUNGUR hf. hefur opnað nýja Select-hraðverslun á Shellstöðinni við Bústaðaveg í Öskjuhlíð. Þetta er þriðja Select-hraðverslunin sem opnuð er á Shellstöðvum hér á landi en fyrsta hraðverslunin var opnuð á Shellstöðinni við Vesturlandsveg fyrir réttu ári og skömmu síðar var opnuð verslun í Suðurfelli í Breiðholti. Meira
2. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 269 orð | ókeypis

Ný þýsk EMU-kæra lögð fram

MANFRED Brunner, einn þekktasti gagnrýnandi Evrópusamrunans í Þýzkalandi, lagði í gær inn kæru hjá þýzka stjórnlagadómstólnum með það að markmiði að hindra að Helmut Kohl kanzlari geti í maí næstkomandi skrifað löglega upp á ákvörðun leiðtoga ESB um að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) skuli hleypt af stokkunum um næstu áramót. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð | ókeypis

Opið hús í tilefni 70 ára afmælis sr. George

SR. A. George, prestur og skólastjóri Landakotsskóla, verður 70 ára 5. apríl. Af því tilefni verður opið hús í skólanum milli kl. 16 og 18 á afmælisdaginn. George kom til Íslands árið 1956 og hóf kennslu árið 1958 við Landakotsskóla. Hann hefur verið skólastjóri skólans frá árinu 1962. SKÓLASTJÓRI Landakotsskóla sr. A. George meðal nemenda sinna. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 1282 orð | ókeypis

Ramminn kominn, málverkið vantar Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, urðu í gær

Halldór Ásgrímsson og Knut Vollebæk hittust í Ráðherrabústaðnum síðdegis í gær, en norski utanríkisráðherrann er hér í þriggja daga heimsókn. Vollebæk hitti einnig að máli Davíð Oddsson forsætisráðherra. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð | ókeypis

Ráðstefna um lagnir í skipum

Ráðstefnan "Lagnir í skipum" verður haldin á vegum Lagnafélags Íslands á Hótel Loftleiðum laugardaginn 4. apríl næstkomandi. Í samvinnu við Lagnafélagið er Vélstjórafélag Íslands, en málefnastuðningur er í ríkum mæli frá Siglingastofnun Íslands, fræðsluráði málmiðnaðarins, Vélskóla Íslands, Kælitæknifélagi Íslands, Málmi, Tækniskóla Íslands og Háskóla Íslands. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Ráðstefna um ævikvöldið

ÖLDRUNARRÁÐ Íslands heldur ráðstefnu í safnaðarheimili Háteigskirkju fimmtudaginn 2. apríl kl. 13. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Vinnum saman að því að gera ævikvöldið ánægjulegra" og fjallar um gildi aðstandendafélaga á hjúkrunar- og vistheimilum. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 783 orð | ókeypis

"Rekum ekki spítalann ef þetta fólk fer" Starfi stóru spítalanna í Reykjavík er stefnt í uppnám ef kemur til uppsagna yfir 60%

YFIR 60% allra hjúkrunarfræðinga á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafa nú sagt upp störfum. Á Landspítalanum sögðu 370 hjúkrunarfræðingar upp en þar eru 600 hjúkrunarfræðingar í 556 stöðugildum. Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur höfðu 254 hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum sem er 61% af þeim 414 hjúkrunarfræðingum sem voru á launaskrá í febrúar. Meira
2. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 55 orð | ókeypis

Reuters Jonesboro minnist látinna

MINNINGARATHÖFN fór fram í Jonesboro, Arkansas, á þriðjudagskvöld til heiðurs nemendunum fjórum og kennara þeirra sem féllu fyrir hendi morðingja í síðustu viku. Íbúar Jonesboro báru allir hvítan borða í virðingarskyni við hin látnu en alls komu um 10.000 íbúar bæjarins til athafnarinnar. Á myndinni sjást viðstaddir drúpa höfði í minningu fimmmenninganna. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð | ókeypis

Réttur barna til skólagöngu verði skýlaus

SVAVAR Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um breytingu á lögum um grunnskóla sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þrjár nýjar greinar bætist við grunnskólalögin sem kveða á um skýlausan rétt barna til skólagöngu, Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 304 orð | ókeypis

Ríkissjóður dæmdur til að greiða biðlaun

SAMKVÆMT dómi sem Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp í gær ber íslenska ríkinu að greiða sex starfsmönnum Lyfjaverslunar Íslands hf., sem áður störfuðu hjá Lyfjaverslun ríkisins, biðlaun vegna breytinga sem gerðar voru á starfskjörum þeirra. Starfsmennirnir höfðuðu mál hver um sig sem prófmál fyrir hönd um 40 starfsmanna fyrirtækisins og fóru þeir fram á biðlaun í 6­12 mánuði. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð | ókeypis

Samkeppni um mótun miðbæjar Kópavogs

BÆJARRÁÐ Kópavogs ákvað á fundi sínum 26. mars sl. að efna til almennrar samkeppni til að fá fram nýjar hugmyndir að mótun, notkun og frágangi á miðbæjarsvæði Kópavogs og fól bæjarskipulagi Kópavogs að hafa umsjón með framkvæmd hugmyndasamkeppninnar. Meira
2. apríl 1998 | Landsbyggðin | 273 orð | ókeypis

Sendiherra Breta heimsækir Húsavík

Húsavík-Sendiherra Breta á Íslandi, Jim McColloch, var á Húsavík síðastliðinn föstudag með konu sinni og syni á ferð um Norðurland í tilefni af því að á komandi hausti er áformað samkvæmt væntanlegri námskrá að hefja kennslu í ensku sem fyrsta erlenda tungumáli. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 241 orð | ókeypis

Síðdegisvaktir tryggðar á 6 heilsugæslustöðvum

STJÓRN Heilsugæslunnar í Reykjavík hefur samið við Læknavaktina sf. um að læknar manni vaktir milli kl. 17 og 19 á fimm heilsugæslustöðvum í Reykjavík og einni á Seltjarnarnesi frá og með mánaðamótum. Vaktirnar voru í uppnámi þar sem í úrskurði kjaranefndar um kjör heilsugæslulækna var ekki tekið á greiðslum til lækna vegna þeirra og því útlit fyrir að þjónusta yrði ekki veitt á þessum tíma. Meira
2. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 27 orð | ókeypis

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 686 orð | ókeypis

Skapa þarf réttar leik reglur og samkeppnishæft umhverfi

ATVINNU- og ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar efndi í gær til ráðstefnu um Reykjavíkurborg og atvinnulífið þar sem kynnt var stefna borgarinnar og ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum, varpað ljósi á samspil menntunar og atvinnulífs og gerð grein fyrir viðhorfi hagsmunaaðila atvinnulífsins gagnvart stefnu og aðgerðum í atvinnumálum. Meira
2. apríl 1998 | Miðopna | 782 orð | ókeypis

Slæmt að hætta í miðri þingræðu

NANNA Gunnarsdóttir var ráðin sem verktaki af þingfundasviði Alþingis til að aðstoða við innslátt þingræðna. Hún vinnur heima hjá sér og segir starfsheitið fjarvinnsluritari vera býsna lýsandi því hún komi varla niður í Alþingi núorðið. Öll samskipti sem hún eigi við samstarfsfólk þingfundasviðs fari að mestu fram í gegnum síma eða tölvur, og þá helst ef eitthvað bjátar á. Meira
2. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 268 orð | ókeypis

Snúin stafsetningarkeppni á Listaviku MA

ÍSAFOLD Helgadóttir frá Ólafsvík, nemandi í 2. bekk U í Menntaskólanum á Akureyri, náði mjög athyglisverðum árangri í stafsetningarkeppni sem haldin var í tengslum við Listaviku skólans. Ísafold sigraði í keppninni og var eini þátttakandinn sem skilaði prófi upp á 10. Meira
2. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 91 orð | ókeypis

Sprengjutilræði á Spáni

SPRENGJUR sprungu við heimili fjögurra stjórnmálamanna í Baskalandi í gærmorgun en þeir eru allir í stjórnarflokknum á Spáni, Þjóðarflokknum. Þykir líklegt, að liðsmenn ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska, hafi komið þeim fyrir. Ein kona meiddist lítillega þegar sprengjurnar sprungu en talið er að ETA sé að hefna þess að nýlega handtók lögreglan meira en 10 liðsmenn hennar. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 1649 orð | ókeypis

Staðfestir kostnað við aðgerðir Brynjólfur Jónsson bæklunarlæknir, einn forsvarsmanna Læknastofunnar, Álftamýri, sem starfrækt

MARGVÍSLEGAR smærri læknisaðgerðir hafa á seinustu misserum færst í auknum mæli úr skurðstofum sjúkrahúsanna og inn í einkareknar læknastofur. Um 50 skurðaðgerðir hafa verið framkvæmdar á Læknastofunni Álftamýri síðan í febrúar síðastliðnum, Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 217 orð | ókeypis

Stefán Guðmundsson ætlar að hætta þingmennsku

STEFÁN Guðmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, hefur tekið þriðja sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í hinu nýja sveitarfélagi í Skagafirði við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Stefán hefur jafnframt ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs í næstu alþingiskosningum. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 263 orð | ókeypis

Stefnt að þríhliða viðræðum við Rússa í maí

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, lýstu yfir því á blaðamannafundi í gær að þeir hefðu orðið ásáttir um ramma utan um samstarf um veiðar í Barentshafi og stefnt væri að því að hefja þríhliða viðræður í maí fallist Rússar á að taka þátt í þeim. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 476 orð | ókeypis

Stórgóð byrjun á sjóbirtingsvertíðinni

MJÖG góð veiði var fyrsta dag sjóbirtingsvertíðarinnar í gær. Veiði hófst í Geirlandsá, Vatnamótum Geirlandsár, Hörgsár og Fossála, í Hörgsá neðan brúar og í Varmá við Hveragerði. Á öllum vígstöðvum var veiði með ágætum og mikill fiskur og vænn á ferðinni. Alls veiddust milli 40 og 50 birtingar í Varmá en stærsti fiskurinn kom á land í Ármótahylnum í Hörgsá. Meira
2. apríl 1998 | Óflokkað efni | 75 orð | ókeypis

Stærðfræðikeppni grunnskólanema

JUNIOR Chamber Akureyri stendur fyrir stærðfræðikeppni fyrir nemendur 9. bekkjar á Eyjafjarðarsvæðinu laugardaginn 4. apríl nk. Keppnin fer fram í Gryfju Verkmenntaskólans á Akureyri og hefst kl. 13.00. Keppendur verða nemendur úr 12 grunnskólum á svæðinu, alls um 35 ungmenni. Íslandsbanki og Tölvutæki gefa verðlaun keppninnar. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 435 orð | ókeypis

Tölvunefnd og vísindasiðaráð koma að eftirliti

TÖLVUNEFND hefur gert athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Einnig hafa stjórn og siðfræðiráð Læknafélags Íslands lýst yfir miklum áhyggjum vegna frumvarpsins, og forsvarsmenn fyrirtækja í lyfjaiðnaði hafa gagnrýnt frumvarpið, Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð | ókeypis

Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla hafin

Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla vegna bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna í vor er hafin. Jón Thors, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, segir lögbundið að utankjörstaðarkosning hefjist átta vikum fyrir kjördag. Framboðsfrestur renni hins vegar ekki út fyrr en 15 dögum fyrir kjördag. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 295 orð | ókeypis

Úrslitaviðureignin verður á Lengjunni

ÚRSLITAVIÐUREIGNIN í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, milli Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Hamrahlíð er á Lengjunni í þessari viku. Á lengjunni er að jafnaði fótbolti, handbolti og körfubolti. Þar hefur einnig verið hægt að tippa á golf, box, skíði og keilu en þetta er í fyrsta sinn sem getraunaleikur er settur á Lengjuna. Meira
2. apríl 1998 | Landsbyggðin | 149 orð | ókeypis

Útigöngufé finnst á Reykjaheiði

Laxamýri­­Tvær útigöngukindur, ær og lambhrútur, fundust nú í vikunni við Mælifell á Reykjaheiði, eftir töluverða leit. Það var starfsmaður ferðamannafyrirtækisins Fjallasýnar, Hafsteinn Halldórsson, sem var á svæðinu við Þeistareyki ásamt erlendum ferðamönnum fyrir nokkru og sá þá kindurnar. Í framhaldi af því var hafin leit, sem ekki bar árangur fyrr en núna. Meira
2. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 164 orð | ókeypis

Varað við drætti á stækkun NATO

VARNARMÁLANEFND breska þingsins sagði í gær, að það myndi valda "óumræðanlegum skaða" ef ekkert yrði af fyrirhugaðri stækkun Atlantshafsbandalagsins, NATO. Hins vegar telur nefndin hugsanlegt, að kostnaður við stækkunina, um 180 milljarðar ísl. kr., sé verulega vantalinn. Meira
2. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 212 orð | ókeypis

Varað við enn skæðari faraldri

VÍSINDAMENN hafa uppgötvað, að "fuglaflensuna", sem varð nokkrum mönnum að bana í Hong Kong á síðasta ári, megi í raun rekja til tveggja veiruafbrigða. Gerir það baráttuna gegn sjúkdómnum erfiðari en ella. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 525 orð | ókeypis

Verknaðurinn hafði mjög alvarlegar afleiðingar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 47 ára gamlan Reykvíking í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni, auk greiðslu 400 þúsund króna í sakarkostnað. Brotin framdi maðurinn á árunum 1988 til 1995, þegar stúlkan var níu til sextán ára gömul. Meira
2. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 21033 orð | ókeypis

VERK:: SAFN'SPORT DAGS.:: 980327 SLÖGG:: t when you pole vaul STOFN

VERK:: SAFN'SPORT DAGS.:: 980327 SLÖGG:: t when you pole vaul STOFNANDI:: SKHA FRJÁLSÍÞRÓTTIR Emma George tvíbætti heimsmetið í stangarstökki innanhúss. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Vinnuskóar verði reyklausir

KRABBAMEINSFÉLAG Reykjavíkur og tóbaksvarnarnefnd hafa sent Vinnuskóla Reykjavíkur, borgarstjóra Reykjavíkur og stjórnum bæjarfélaga bréf þar sem bent er á að vinnuskólar skuli vera reyklausir vinnustaðir. Bréfið er sent í kjölfar þeirrar fræðslu sem Krabbameinsfélagið og tóbaksvarnarnefnd hafa staðið fyrir í grunnskólum. Bréfið var sent nú, að sögn Guðlaugar B. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

Vinnuslys í Vogum

MAÐUR meiddist illa á tveimur fingrum í vinnuslysi í Vogum á Vatnsleysuströnd skömmu fyrir hádegi í gær. Maðurinn var við vinnu sína hjá fiskverkunarfyrirtækinu Sæstjörnunni í Vogum þegar óhappið varð. Vinstri hönd hans lenti í blaði bandsagar sem hann var að vinna við með þeim afleiðingum að hann skaddaðist talsvert á tveimur fingrum. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð | ókeypis

Vorveður ýtir undir hraðakstur

MAÐUR var tekinn á 155 km hraða við Úlfarsfell á Vesturlandsvegi í gær og var sviptur ökuleyfi á staðnum. Hámarkshraði er 90 km/klst. þar sem maðurinn var stöðvaður. Hann kvaðst að sögn lögreglu ekki hafa verið að horfa á hraðamælinn. Nokkuð var um hraðakstur víða um landið í gær og rakti lögregla það til þess að vor væri í lofti. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð | ókeypis

Þinglok verða 8. maí

FORSÆTISNEFND Alþingis hefur fallið frá því markmiði sem sett var í byrjun mars sl. að ljúka þinghaldi í vor 22. apríl. Þess í stað hefur verið ákveðið að láta upphaflega starfsáætlun gilda, sem gerir ráð fyrir að þinghaldi verði lokið 8. maí nk. Ástæða breytinganna er, að sögn Ólafs G. Meira
2. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Þorgerður í efsta sæti Vestmannaeyjalistans

NEÐANTALDIR kjósendur í Vestmannaeyjum skipa Vestmannaeyjalistann við bæjarstjórnarkosningarnar sem fram fara 23. maí nk. og eru í þessari röð: 1. Þorgerður Jóhannsdóttir, formaður Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar. 2. Ragnar Óskarsson, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi. 3. Guðrún Erlingsdóttir, formaður Verslunarmannafélags Vestmannaeyja. 4. Meira
2. apríl 1998 | Óflokkað efni | 74 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

"Ekki verið skoðað að alvöru hér innan húss. Hugmyndin kemur væntanlega inn í fyrirhugaða endurskoðun á jafnréttislögunum næsta sumar. Ég vænti þess að vera með frumvarp um breytingar á jafnréttislögum næsta vetur. Kærunefndin er mjög mikilvæg og hefur hlutverki að gegna. Ekki áföll en dómsstólar hafa nekkt niðurstöðum. Meira

Ritstjórnargreinar

2. apríl 1998 | Staksteinar | 315 orð | ókeypis

»Ábyrgð foreldra, heimila og skóla Í BÖRNUNUM, sem heimili og skólar ala upp

Í BÖRNUNUM, sem heimili og skólar ala upp og þroska, leynast allir þeir hæfileikar sem búa með þjóðinni. Hvað kenna foreldrar og skólar þessum börnum? Hvernig móta foreldrar og skólar breytni og viðhorf þessara ungmenna? Ábyrgð foreldra, heimila og skóla er mikil. Uppeldi ­ mannrækt Meira
2. apríl 1998 | Leiðarar | 537 orð | ókeypis

leiðari SAMKEPPNI Á LÁNAMARKAÐI ARÐORÐ gagnrýni kom nýle

leiðari SAMKEPPNI Á LÁNAMARKAÐI ARÐORÐ gagnrýni kom nýlega fram á ríkisvaldið fyrir að skekkja samkeppnisstöðu á lánamarkaði hér innanlands, bæði með því að mismuna lánastofnunum og skapa þeim ólík rekstrarskilyrði. Gagnrýnandinn var Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Meira

Menning

2. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 366 orð | ókeypis

"Breakdansinn hefur þróast í gegnum árin"

BREAKDANSARINN Evo er margfaldur Bretlandsmeistari sem vann sinn fysta titil fimmtán ára gamall á hápunkti breakæðisins fyrir tólf árum. Hann er kominn til landsins ásamt félaga sínum Tough Tim Twist en þeir tilheyra sýningarhóp sem kallast UK Rock Steady. "Ég æfi mun meira núna en ég gerði áður og ferðast víða til að sýna og dæma. Meira
2. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 200 orð | ókeypis

Erlend blöð bjóða háar fjárhæðir fyrir viðtal við Fjölni

Erlend blöð bjóða háar fjárhæðir fyrir viðtal við Fjölni "ÞETTA var skemmtilegur tími," sagði Fjölnir Þorgeirsson í samtali við blaðamann í gær, en hann og söngkonan Mel B. úr Spice Girls eru hætt saman. "Það var langur aðdragandi að þessu og við skiljum sem vinir." Fjölnir sagði að síminn hefði ekki stoppað síðan þetta varð opinbert. Meira
2. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 355 orð | ókeypis

Fer á Heimssýninguna í Lissabon

HÖNNUN Brynju Emilsdóttur, nemanda í textílhönnun, var valin til að taka þátt hönnunarkeppninni "Design 21" sem er haldin í tengslum við Heimssýninguna '98 í Lissabon í sumar. Þema Heimssýningarinnar í ár er "Hafið: Arfleifð til framtíðar." Þetta er í annað sinn sem hönnunarkeppnin er haldin en það eru UNESCO og Felissimo Group sem standa að henni. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 117 orð | ókeypis

Fimmtíu sýningar á Fiðlaranum

SÝNINGAR á Fiðlaranum á þakinu eru nú komnar yfir fimmtíu og útlit á að sýningar standi fram á vor. Föstudaginn 20. mars var fimmtugasta sýning á Fiðlaranum og aðstandendur fögnuðu að tjaldabaki að sýningu lokinni. Fiðlarinn var frumsýndur fyrir tæpu ári og hefur gengið síðan fyrir fullu húsi. Meira
2. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 67 orð | ókeypis

Geimfarar Tom Hanks

Geimfarar Tom Hanks LEIKARINN Tom Hanks stillti sér upp með leikaranum Brian Cranston og geimfaranum Buzz Aldrin þegar þeir mættu til frumsýningar á "From The Earth To The Moon". Um er að ræða stutta þáttaröð sem Hanks framleiðir og Cranston leikur geimfara sem fjallað er um. Meira
2. apríl 1998 | Kvikmyndir | 454 orð | ókeypis

Góðir punktar

Leikstjóri: Barry Levinson. Handritshöfundar: Hilary Henkin og David Mamet. Aðalhlutverk: Robert De Niro, Dustin Hoffman og Anne Heche. New Line Cinema 1997. KYNLÍF forseta og annarra stöðuhárra manna og kvenna hefur alltaf þótt merkilegra en kynlíf meðaljónsins. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 147 orð | ókeypis

Guðný í Variety

SAGT er frá fyrirhuguðum tökum á mynd sem Guðný Halldórsdóttir hyggst gera eftir smásögu föður síns, Halldórs Laxness, "Ungfrúin góða og húsið", í bandaríska kvikmyndablaðinu Variety. "Öll verk hans fjölluðu um fegurð, sem menn öðlast eða missa," segir hún í samtali við blaðið. "Ungfrúin góða og húsið er saga fallegrar persónu sem bíður skipbrot vegna siðareglna eldri systur." Meira
2. apríl 1998 | Tónlist | -1 orð | ókeypis

Háa e með fullum hljómi

Alda Ingibergsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson fluttu söngverk íslenskra og erlendra tónhöfunda. Mánudaginn 30. mars 1998. UNDIR yfirskriftinni "Tónleikaröð á afmælisári", vegna 90 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar og 15 ára afmælis Listamiðstöðvarinnar Hafnarborgar, þreytti Alda Ingibergsdóttir frumraun sína sem fullgildur söngvari, Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 347 orð | ókeypis

"Heitara en í helvíti"

HIMNARÍKI, gamanleikrit Árna Ibsen, fékk mjög góða dóma er það var sýnt í Hálogalandsleikhúsinu í Tromsø þar sem Haukur Gunnarsson ræður ríkjum. Leikhúsgagnrýnendur taka undir með íslenskum starfssystkinum sínum um að hugmyndin að leika verkið í tvígang, úti og inni í sumarbústað, sé frábær og ekki spilli þýðingin fyrir, Meira
2. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 143 orð | ókeypis

Í bígerðNýtt undur LEIKKONAN Bar

Í bígerðNýtt undur LEIKKONAN Barbara Hershey hefur tekið að sér aðalhlutverk í áströlsku myndinni Ástríður eða "Passion". Fjallar myndin um sérvitran píanóleikara eins og önnur áströlsk mynd, Undrið eða "Shine", en Geoffrey Rush fékk Óskarinn fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd. Meira
2. apríl 1998 | Myndlist | 942 orð | ókeypis

Í hugarheimi listarinnar

Opið alla daga nema þriðjudaga frá 12­18. Til 6. apríl. YFIRLITSSÝNINGAR á verkum samtíðarmanna okkar hafa ekki verið fyrirferðarmiklar í sýningarsölum á undanförnum misserum og frekar er dauft yfir útgáfu á bókum um íslenska myndlist. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 133 orð | ókeypis

Kammerkór Hafnarfjarðar með tvenna tónleika

KAMMERKÓR Hafnarfjarðar heldur tvenna tónleika nú í vikunni. Þeir fyrstu verða í kvöld, fimmtudag 2. apríl, í Kópavogskirkju kl. 20.30, en hinir seinni í Víðistaðakirkju laugardaginn 4. apríl kl. 18. Þetta eru fyrstu tónleikar kórsins, en hann var stofnaður á síðastliðnu ári. Á efnisskránni eru mótettur og messuþættir frá endurreisnartímanum fram til vorra tíma. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 178 orð | ókeypis

Kennaratónleikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju

FYRIRHUGAÐIR eru tónleikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju nk. föstudagskvöld. Kennarar við Tónlistarskólann í Keflavík standa að tónleikunum en þó koma fram nokkrir gestir og má þar m.a. nefna Veigar Margeirsson, Magnús Kjartansson og Helgu Möller. Á undanförnum árum hafa kennarar oft staðið fyrir slíkum uppákomum. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 53 orð | ókeypis

Kristján Kristjánsson gestur Ritlistarhópsins

RITLISTARHÓPUR Kópavogs stendur fyrir upplestri í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, fimmtudaginn 2. febrúar kl. 17. Að þessu sinni kemur Kristján Kristjánsson, skáld og rithöfundur á Akranesi, í heimsókn og les úr verkum sínum, en hann hefur gefið út fjórar ljóðabækur, þrjár skáldsögur og eitt leikrit. Aðgangur er ókeypis. Meira
2. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 462 orð | ókeypis

KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna gamanmyndina "The Stupids" með Tom

STUPID-fjöskyldan samanstendur af þeim Stanley (Tom Arnold) og Joan Stupid (Jessica Lundy) og krökkunum þeirra, Buster og Petunia, en saman eiga þau eftir að lenda í miklum hremmingum þegar þau fara að rannsaka hver það sé sem steli alltaf ruslinu þeirra. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 807 orð | ókeypis

Leikrit er ekki bara leikrit

Þrír þjóðþekktir leikritahöfundar sátu fyrir svörum og ræddu leikritun sína á lokakvöldi námskeiðs Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands og Þjóðleikhússins um íslenska samtímaleikritun sem staðið hefur undanfarnar vikur. Hávar Sigurjónsson fylgdist með umræðunum. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 583 orð | ókeypis

LIST, TRÚ OG LYST

SÆTA súkkulaðiangan ber að vitum gesta sem sækja páskasýningu Gallerís Ingólfsstrætis 8. Corpus Dulcis, Hinn sæti líkami, nefnist sýning Ólafar Nordal sem þar verður opnuð í dag, fimmtudaginn 2. apríl. Líkamspartar sem minna á vaxtarlag "hins fullkomna karlmanns" Michelangelos í yfirstærð liggja á trogi í sýningarsalnum miðjum steyptir í súkkulaði. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 908 orð | ókeypis

Maður verður ekki söngvari á einum degi

ALLIR vita að hláturinn lengir lífið. Sumir segja að söngurinn geri það líka. Sé það rétt má ljóst vera að Sinfóníuhljómsveit Íslands hyggur á langlífi. Söngurinn hefur nefnilega ómað dátt á tónleikum hennar í Háskólabíói undanfarið. Meira
2. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 485 orð | ókeypis

Mikil gróska í heimi plötusnúða "Þetta er tve

Mikil gróska í heimi plötusnúða "Þetta er tveggja ára gömul hugmynd sem við höfum áður reynt að koma í framkvæmd með öðrum en ekki gekk. Núna ákváðum við að gera þetta sjálfir og síðastliðinn einn og hálfan mánuð höfum við verið að undirbúa keppnina. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 68 orð | ókeypis

Milljónprósent djass á Múlanum

DJASSKLÚBBURINN Múlinn í Sölvasal Sólons Íslandus efnir til tónleika fimmtudaginn 2. apríl kl. 21. Tónleikarnir bera yfirskriftina "Milljónprósent djass". Þar verður leikið frumsamið efni eftir saxófónleikarann Jóel Pálsson og trompetleikarann Veigar Margeirsson. Með þeim leika Eyþór Gunnarsson, píanó; Þórður Högnason, kontrabassi, og Matthías M.D. Hemstock, trommur. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 211 orð | ókeypis

Nýjar bækur SAMRÆÐUR við söguöld, Frásagn

SAMRÆÐUR við söguöld, Frásagnarlist Íslendinga og fortíðarmynd, er eftir dr. Véstein Ólason prófessor. Verkið kemur jafnframt út á ensku og nefnist Dialogues with the Viking age, Narration and Representation in the Sagas of the Icelanders. Þýðinguna gerði dr. Andrew Wawn. Samræður eru viðfangsefni bókarinnar í tvennum skilningi. Meira
2. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 747 orð | ókeypis

Ný kynslóð breakdansara Breakdanskeppni og

BREAKÆÐIÐ svokallaða gekk yfir á Íslandi í byrjun níunda áratugarins og voru menn eins og Siggi break, Stebbi Baxter og Þórhallur Skúlason þekktastir skrykkdansara landsins. Eftir um áratugar hlé á breakdansi er komin ný kynslóð sem hefur tekið dansinn upp á sína arma og fyrsta keppnin í langan tíma verður haldin í kvöld. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 2110 orð | ókeypis

Ný skólastefna Markmið "listkennslu SjónmenntavettvangurUm það verður ekki deilt, að skilgreina þarf gaumgæfilega markmið for-

ÉG HEF litið í skýrslur forvinnuhópa á námssviði upplýsinga og tæknimennta og list- og verkgreina, og þar sem opinberlega hefur verið óskað eftir umræðu um þessi mál fýsir mig að leggja orð í belg. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 160 orð | ókeypis

Skáldkonur á ljóðakvöldi í Súfistanum

EFNT verður til ljóðakvölds fimmtudaginn 2. apríl á Súfistanum, kaffihúsinu í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, í tilefni af komu dönsku skáldkonunnar Piu Tafdrup hingað til lands. Pia Tafdrup er ein athyglisverðasta núlifandi skáldkona Danmerkur. Meira
2. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 218 orð | ókeypis

Stefnubreyting MTV

Stefnubreyting MTV FJÓRIR nýir þættir hefja göngu sína á MTV-sjónvarpsstöðinni 6. ágúst næstkomandi. Verða þeir á dagskrá frá klukkan 20 til 22 á virkum kvöldum og er það í fyrsta skipti sem fastir dagskrárliðir eru á þeim tíma. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 73 orð | ókeypis

Sýningum lýkur

Hafnarborg SÝNINGU Sigurðar Þóris listmálara í tilefni fimmtugsafmælis hans lýkur mánudaginn 6. apríl. Í tilefni tímamótanna hefur verið gefin út listaverkabók um Sigurð og prýða hana fjölmargar myndir. Bók þessi er til sýnis og sölu á sýningunni í Hafnarborg. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12­18. Meira
2. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 213 orð | ókeypis

Tískuvikan í New YorkSýningartjöldin aftur

Tískuvikan í New YorkSýningartjöldin aftur í Bryant Park TÍSKUVIKAN stendur yfir í New York um þessar mundir og virðist grár vera liturinn fyrir næsta haust þar sem annars staðar. Það eru þó peningarnir í iðnaðinum sem vekja ekki síður athygli en fötin sem eru sýnd. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 115 orð | ókeypis

Tríó Ólafs Stephensen og Jóhanna Jónas

TRÍÓ Ólafs Stephensen og Jóhanna Jónas leika í Hafnarborg fimmtudaginn 2. apríl kl. 21. Það eru Gildisskátar í Hafnarfirði sem standa að þessum tónleikum og eru þetta þeir 14 í röðinni. Djass fyrir alla er til styrktar byggingu skátaheimilis í Hafnarfirði. Á tónleikunum mun Tríó Ólafs Stephensen og Jóhanna Jónas flytja hluta af dagskránni "Central Park North". Meira
2. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 363 orð | ókeypis

Ævintýri rússnesku prinsessunnar Frumsýning

ANASTASÍA er teiknimynd í fullri lengd fyrir börn og fullorðna og er myndin uppfull af ævintýrum, spennu, rómantík og tónlist. Myndin fjallar um týnda rússneska prinsessu, sem er síðasti lifandi meðlimur Romanaov-keisarafjölskyldunnar, og ótrúlegt ferðalag hennar í leit að uppruna sínum. Meira
2. apríl 1998 | Bókmenntir | -1 orð | ókeypis

Öndvegisverk í viðhafnarútgáfu

eftir Hallgrím Pétursson. 240 bls. Útg. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. Prentun: Steindórsprent - Gutenberg ehf. Reykjavík, 1996. PASSÍUSÁLMARNIR eiga sér vísan samastað í meðvitund Íslendinga. Meira
2. apríl 1998 | Menningarlíf | 495 orð | ókeypis

Örlög kvenna

NÝJU fötin keisarans er yfirskrift sýningar Önnu Eyjólfsdóttur myndlistarmanns sem verður opnuð í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í dag klukkan 16. Á sýningunni er Anna fyrst og síðast að velta fyrir sér stöðu kvenna og þá einkum stöðu kvenna í myndlistarheiminum. Meira
2. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 482 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

2. apríl 1998 | Aðsent efni | 870 orð | ókeypis

Að loknu "Hrafnaþingi"

Á VEL skipulagðri ráðstefnu um öldrunarmál, sem haldin var í Kópavogi 7. mars sl. birtust nútímaleg viðhorf til þeirra mála. Þar mátti glöggt heyra að knýjandi þörf er á úrbótum og leiðréttingum á allstöðnuðum vettvangi. "Tempora mutant" ­ "Tímarnir breytast" var máltæki rómverskra heimspekinga fyrir tvö þúsund árum. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 1072 orð | ókeypis

Af ákvarðanatöku

FYRIR skömmu efndi Gísli S. Einarsson, þingmaður jafnaðarmanna á Vesturlandi og fyrrverandi varaformaður umhverfisnefndar Alþingis, til utandagskrárumræðu á Alþingi um stjórnsýsluákvarðanir um legu Borgarfjarðarbrautar í Reykholtsdalshreppi. Ástæðan var sú að réttlætistilfinningu hans og sannfæringu var misboðið. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 542 orð | ókeypis

Allur aldur þarfnast hreyfingar

GRÆNI lífseðillinn er samstarfsverkefni heilbrigðisráðuneytis og Íþróttasambands Íslands. Framkvæmd verkefna er í höndum Heilsueflingar og Íþrótta fyrir alla. Margir hafa breytt lífsstíl sínum til hins betra og eru meðvitaðir um nauðsyn þjálfunar á öllum aldri. Ábyrgð okkar foreldranna er mikil, að láta börnin temja sér heilbrigðan lífsstíl og vera fyrirmynd þeirra. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 990 orð | ókeypis

Auðlindagjald og Útirauðsmýringar

JÓN Sigurðsson, fyrrv. forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og áður ráðuneytisstjóri, helgar mér síðari hluta greinar sem hann ritar í Morgunblaðið sl. fimmtudag. Þakka ég heiðurinn. Tilefnið eru orð sem ég viðhafði í viðtali í sama blaði nokkru áður um auðlindatillögu okkar alþýðubandalagsmanna. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 698 orð | ókeypis

Áfengisneysla er ábyrgðarhluti

NÝLEGA var til umræðu í Ríkissjónvarpinu frumvarp til laga um breytingar á leyfilegu áfengismagni í blóði við akstur bifreiða. Skoðanir voru skiptar en málflutningur fulltrúa lögreglumanna og þá sérstaklega Ragnheiðar Davíðsdóttur vakti athygli mína. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 519 orð | ókeypis

Brotið á litlum dreng

KÆRU landar. Ég get ekki orða bundist vegna máls lítils drengs sem hefur illilega verið brotið á. Honum hefur verið neitað um skólavist heilan vetur. Við erum í orði velferðarþjóðfélag sem gætir vel að mannréttindum þegna landsins en því miður er þar oft brotalöm í verki. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 1117 orð | ókeypis

Eignar- og umráðaréttur hálendisins

Á SÍÐUSTU misserum hefur almenn og opinber umræða um ýmis framtíðarmálefni hálendisins og um tiltekin álita- og ágreiningsefni á því sviði verið allnokkur, eins og öllum þeim, sem fylgjast með fjölmiðlaefni, má vera mætavel kunnugt um. Lengstum var umræða um þessi mál, t.d. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 427 orð | ókeypis

Er Össur Skarphéðinsson frjáls og óháður?

ÞAR sem ég er dyggur lesandi DV vakti það athygli mína þegar þingmaður jafnaðarmanna, Össur Skarphéðinsson, var ráðinn ritstjóri blaðsins. Af því tilefni var tekið viðtal við aðstoðarframkvæmdastjóra Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV. Sá taldi ráðningu nýja ritstjórans blaðinu til framdráttar, enda fer þar reynslumikill maður í ritstjórn deyjandi dagblaða, þ.e. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 1140 orð | ókeypis

Frumskógahernaður í munninum

ÓGLEYMANLEGT er ævintýri Torbjörns Egners um skemmdarvargana Karíus og Baktus sem földu sig í munninum á Jens, með hamar og meitil og lömdu og lömdu svo fast að strákurinn emjaði og hrópaði til mömmu sinnar: "Ó, elsku mamma mín, mig verkjar svo óskaplega í tennurnar." Þá hlógu litlu þrjótarnir illyrmislega. Hahahaha! En mamma Jens svaraði: "Þú verður að muna að bursta tennurnar. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 734 orð | ókeypis

Garðplöntuframleiðendur í útrýmingarhættu

FYRIR rúmlega 100 árum skutu fyrstu garðarnir upp kollinum í Reykjavík. Garðar þessir voru flestir í eigu fólks af erlendum uppruna því engum heilvita Íslendingi datt í hug að hægt væri að rækta plöntur við íslensk skilyrði. Eftir því sem plönturnar stækkuðu og döfnuðu breiddist garðræktin út og eftirspurn eftir plöntum jókst. Meira
2. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 318 orð | ókeypis

Háborg R- listans ­ "gámaborgin" í Geldinganesi Frá Sigurði Magnússyni:

BIÐRÖÐ hjá borgarverkfræðingi vegna umsókna um lóðir í Staðarhverfi! Þessa fyrirsögn mátti lesa í Morgunblaðinu 27. mars 1998. Síðar í greininni stendur: "Í þessum áfanga verða teknar til úthlutunar 36 einbýlishúsalóðir, 9 lóðir fyrir raðhús með samtals 29 íbúðum og 7 lóðir undir fjölbýlishús. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 642 orð | ókeypis

Hugleiðing fyrir starfsmenn Pósts og síma hf.

Á SÍÐUSTU misserum hefur mjög fjölgað þeim borgurum er á eftirlaun fara bæði vegna fjölgunar þeirra er ná 67 ára aldri og ekki síður vegna hugarfarsbreytinga manna er geta farið á eftirlaun við sextíu ára aldurstakmarkið og nýta sér þau. Ég hef á undanförnum árum séð marga af mínum fyrrverandi starfsfélögum starfa alveg þar til þeim er óheimilt að starfa, þ.e.a.s. til sjötugs. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 620 orð | ókeypis

Ísland er land þitt

EKKI er langt síðan alþýða manna gekk hokin af andlegri áþján og líkamlegu striti í vonlausri stöðu undir erlendu og innlendu ofríki. Nú á dögum bera menn höfuðið hátt og þeir mest sem einungis nota það við frumþarfir og hafa einskorðað víddir hugans við daglegar þarfir og einkahagsmuni án sýnar til framtíðar. Laugardaginn 7. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 569 orð | ókeypis

Mikilvægi tónlistarskóla

UNDANFARIÐ hafa birst greinar um tónlistaruppeldi og um hlutverk og tilgang tónlistarskólanna og færð fyrir því margvísleg rök að tónlistarskólarnir í landinu gegna mikilvægu hlutverki. Í þessari grein er fjallað um mikilvægi tónlistarskólanna sem uppeldisstofnana. Litið er til Íslands vegna þeirrar uppbyggingar í tónlistarkerfinu sem átt hefur sér stað hér á landi undanfarna áratugi. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 628 orð | ókeypis

Ofanflóðavarnir og þegnskapur

Í GÆR, 14.03.98, féllu enn tvö krapaflóð á byggð á Bíldudal, úr sama Gilsbakkagili og á sama stað og síðast fyrir um ári. Sú skýring var gefin að starfsmenn Veðurstofunnar hefðu verið vel á verði og fylgst með aðsteðjandi vanda, en að sjálfsögðu ekki hafst að. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 935 orð | ókeypis

"Pabbi myndi elska mig ef hann bara kynntist mér"

ÞETTA voru orð lítillar stúlku við móður sína, en faðir hennar sinnir ekki umgengnisskyldum sínum við hana. "Sendu mig bara til hans svo hann geti kynnst mér, þá veit ég að hann mun elska mig," segir hún og skilur ekki hvers vegna pabbi hennar kemur hvorki né spyr um hana. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 812 orð | ókeypis

Ryðgaða fallbyssan

Í 61. tölublaði Morgunblaðsins, birtist lítil frétt um fallbyssu, sem hefur ryðgað í mylsnu á Þjóðminjasafni Íslands undanfarin ár. Fréttaflutningur hefur síðan verið nokkur um fallstykki þetta í öðrum fjölmiðlum. Allmargar rangfærslur og yfirlýsingar koma fram í fréttinni, sem kalla á leiðréttingar og athugasemdir. Það hollenska skip, sem sökk í Flateyjarhöfn árið 1659, hét Melkmeyt. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 515 orð | ókeypis

Skattamál Íslandsbanka

UNDANFARNA daga hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um skattamál Íslandsbanka og Landsbanka og er á henni að skilja að hér sé um óeðlilegar ívilnanir að ræða. Ég tel því rétt að skýra hvernig á því stendur að Íslandsbanki hefur ekki greitt tekjuskatt undanfarin ár. Því hafa ráðið fjórir þættir. Meira
2. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 782 orð | ókeypis

Söngkennsla í skólum er íslenskukennsla Frá Guðmundi Norðdahl: N

NÝ skólastefna! Þetta hefur heyrst áður og er það af hinu góða að einhverjir hugi að skólamálum. Ég held að allir menntamálaráðherrar í minni skólatíð hafi þurft að láta ljós sitt skína með aðstoð nefnda, starfshópa og umsagnaraðila. Gerðar hafa verið skýrslur og ályktanir í þykkum bunkum. Námskrár hafa verið gefnar út og ræður haldnar á Alþingi og öðrum þingum. Annað mál er framkvæmdin. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 559 orð | ókeypis

Tvískinnungur í málflutningi fisksalanna

SÖLUAÐILAR sjávarafurða hafa leynt og ljóst beitt sér gegn því á undanförnum árum að hvalveiðar hæfust við Ísland á ný. Þeir hafa sagt að með því að hefja hvalveiðar á nýjan leik sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Erlendir markaðir okkar muni stórskaðast. Þó er ekkert sem bendir til að þetta sé rétt. Meira
2. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 756 orð | ókeypis

Undarlegt er lífið og mennirnir með Frá Huldu Elvý Helgadót

HEFÐI nokkur maður trúað því að aldamótaárið 2000 yrði til þess að allt mannlíf á Íslandi snerist til ársins 1900 í formi einkavæðingar eins og hún er byggð upp í dag. Með allri þeirri framþróun sem orðið hefur á þessu árhundraði virðist eina leiðin að snúa við og byrja upp á nýtt. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 969 orð | ókeypis

Við ætlum að vinna þennan leik

"ÍSLAND án eiturlyfja 2002 ­ ég hef nú aldrei heyrt neitt eins hallærislegt". "Hassið, er það ekki bara skárra en brennivínið?" "Forvarnir ­ hvaða kjaftæði er það nú?" "Maður var nú ekki barnanna bestur sjálfur á sínum yngri árum ­ eru þetta ekki óþarfa áhyggjur?" "Ísland án eiturlyfja 2002, það er nú gjörsamlega óraunhæft. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 1148 orð | ókeypis

Þankabrot um gerð og notkun íslenskra þjóðbúninga

Á UNDANFÖRNUM áratugum, eftir að dagleg notkun íslenskra búninga var að heita má engin orðin, hafa nokkrir aðilar sem telja sér málið skylt reynt að móta stefnu í þjóðbúningamálum, greina á milli búningagerða frá 20. öld, 19. öld og lokum 18. aldar, og gera mönnum kleift að koma sér upp búningum af þessum gerðum. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 505 orð | ókeypis

Ölvunarakstur og afleiðingar umferðarslysa

Hjúkrunarfræðingar að störfum innan endurhæfingar þurfa að takast á við afleiðingar umferðarslysa, oft mjög alvarlegar og langvarandi. Vaxandi fjöldi ökumanna sem tekinn er ölvaður við akstur hefur verið okkur áhyggjuefni og sérstaklega sú viðhorfsbreyting sem orðið hefur í þjóðfélaginu á undanförnum árum meðal ökumanna, að eðlilegt þyki að neyta áfengis, þ.e. Meira
2. apríl 1998 | Aðsent efni | 643 orð | ókeypis

Öryggi, friður og frelsi ­ tímaskekkja?

Í endurminningum Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, "The Downing Street Years", er m.a. fjallað um Reykjavíkurfund Gorbachevs og Reagans í október 1986. Thatcher telur að neitun Reagans í Reykjavík um að versla með SDI eða geimvarnaráætlunina í stað heims án kjarnorkuvopna hafi haft úrslitaáhrif á hrun kommúnismans í Evrópu og fall Berlínarmúrsins 1989. Meira

Minningargreinar

2. apríl 1998 | Minningargreinar | 190 orð | ókeypis

Dagmar Guðmunda Sigurðardóttir

Það er erfit að trúa því að mamma mín sé dáin. Allt sem við vorum búnar að tala um að gera verður víst ekkert af. En ég má þakka þér hvernig rættist úr öllu hjá mér. Alltaf varstu til staðar ef það bjátaði einhvað á og gafst mér byr undir vængi til að halda áfram. Það var erfitt að koma heim úr páskafríi og heyra þá frétt að þú værir alvarlega veik. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 54 orð | ókeypis

Dagmar Guðmunda Sigurðardóttir

Öll við berum hyldjúpt hjartans sár. Hrynja af augum brennheit sorgartár. Enginn veit nær ævidegi hallar, allir verða að hlýða er dauðinn kallar. Alltof stutt var ævi þinnar tíð eftir lifir minning ljúf og blíð. Kæra vina, sofðu vært og rótt, í sælu, Drottins faðmi, góða nótt. Kveðja frá eiginmanni og niðjum. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 95 orð | ókeypis

Dagmar Guðmunda Sigurðardóttir

Með þessum fátæklegum orðum kveðjum við þig, kæra mamma, tengdamamma og amma. Missir okkar var mikill og söknuður sár og allt þar til nú hefur okkur verið tregt um tungu. Við þökkum allar samverustundirnar og varðveitum minninguna um þig í hjörtum okkar. Megir þú hvíla í friði. Már, Hilda, Dagmar, Friðjón og Bjarki. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 268 orð | ókeypis

Dagmar Guðmunda Sigurðardóttir

Í dag, ári eftir að þú fórst frá mér, á ég léttara með að skrifa niður nokkrar línur. Þetta tóm sem hefur verið í brjósti mínu er loksins að hverfa, þótt ég finni fyrir því að þú sért ekki til staðar. Ég sakna þeirra stunda þegar ég kom til þín til að spjalla um heima og geima. Það var svo gott að koma til þín, elsku mamma. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 301 orð | ókeypis

DAGMAR GUÐMUNDA SIGURÐARDÓTTIR

DAGMAR GUÐMUNDA SIGURÐARDÓTTIR Dagmar Guðmunda Sigurðardóttir, húsmóðir í Heiðarholti 34 í Keflavík, fæddist á Lækjarmótum í Sandgerði 8. september 1929. Hún lést á Landspítalanum 2. apríl 1997. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Oddfríður Bjarnadóttir frá Tryggvaskála á Selfossi, f. 28.9. 1900, d. 19.5. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 186 orð | ókeypis

Einar M. Albertsson

Góðvinur minn Einar M. Albertsson er allur. Dauðinn kom óvænt. Við sem eftir lifum virðumst ekki vera viðbúin komu hans. Það tekur okkur tíma að átta okkur er vinir deyja snögglega. Válynd veður komu í veg fyrir að ég fylgdi Einari síðasta spölinn og vil ég því minnast hans með nokkrum orðum. Það er mikill sjónarsviptir að Einari. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 30 orð | ókeypis

EINAR M. ALBERTSSON

EINAR M. ALBERTSSON Einar Magnús Albertsson fæddist á Búðarnesi í Súðavík 12. júlí 1923. Hann lést Sjúkrahúsi Siglufjarðar 9. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarðarkirkju 17. mars. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 359 orð | ókeypis

Eyjólfur Sigurðsson

Mig langar til að fara fáeinum orðum um fyrrverandi samstarfsmann minn, Eyjólf Sigurðsson. Eyjólfur var starfsmaður Skjalasafns Landsbanka Íslands frá 1. nóv. 1972 óslitið til 30. sept. 1989. Ég kom til starfa sem yfirmaður hans í september 1985 og við unnum því náið saman í fjögur ár. Reyndar hafði Eyjólfur áður unnið við byggingarvinnu í Landsbankanum á vegum Jóns Bergsteinssonar verktaka. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 26 orð | ókeypis

EYJÓLFUR SIGURÐSSON

EYJÓLFUR SIGURÐSSON Eyjólfur Sigurðsson fæddist á Seltjarnarnesi 8. maí 1919. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 1. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vífilsstaðspítala 10. mars. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 347 orð | ókeypis

Guðrún Björg Andrésdóttir

Elsku Gunna. Laugardaginn örlagaríka er þú kvaddir þennan heim og fórst á fund við pabba þinn, kom Ásta systir þín og ein af mínum bestu vinkonum og sagði mér þessar hörmulegu fréttir. En hvað lífið getur stundum verið ósanngjarnt! Þú sem varst komin á rétt ról í lífinu, komin með yndislegan mann og 11 mánaða gamlan son. Þú sem hlakkaðir svo til að halda upp á eins árs afmæli hans í næsta mánuði. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 532 orð | ókeypis

Guðrún Björg Andrésdóttir

Hún Gunna er farin. Lífsbók hennar er búin, við lásum endinn allt of snemma. Lítill, fallegur drengur hefur misst móður sína aðeins 11 mánaða gamall. Hver er tilgangurinn með því? Hvernig á að útskýra fyrir litlu barni hvers vegna mamma er horfin og kemur ekki aftur? Við kynntumst Gunnu fyrst fyrir 7 árum þegar Sigrún mamma hennar, sem þá var dagmamma, hóf að passa tvær eldri dætur okkar, Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 434 orð | ókeypis

Guðrún Björg Andrésdóttir

Elsku Gunna mín. Ég trúi því ekki ennþá að þú hafir verið hrifin á brott í blóma lífsins. Framtíðin blasti við þér með mönnunum tveim í lífi þínu. Ég man þegar ég hitti Ástu systur þína þegar ég var heima um jólin og hún sagði mér hvað þú værir hamingjusöm og hvað það gengi vel hjá ykkur Palla með hann Guðmund Atla son ykkar. Ég samgladdist þér svo innilega. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 324 orð | ókeypis

Guðrún Björg Andrésdóttir

Það er ekki hægt að túlka þá tómleikatilfinningu með orðum sem myndaðist í hjarta mínu þegar ég frétti að mín kæra vinkona, Gunna, væri látin. Dauðinn er svo óraunverulegur þegar maður er ungur að manni finnst maður allt að því vera ódauðlegur. Þess vegna er erfitt að skilja að þú sért farin frá þessum heimi. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 307 orð | ókeypis

Guðrún Björg Andrésdóttir

Lífið er í einu orð sagt hverfult. Það er eins og maður horfi á ástvini sína koma og fara, þar sem sumir staldra aðeins stutt við, eins og hún Gunna. Ekkert er óréttlætanlegra í þessum heimi en þegar maður horfir á eftir svona fallegum, lífsglöðum engli eins og Gunnu í blóma lífsins yfirgefa þennan heim. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 30 orð | ókeypis

GUÐRÚN BJÖRG ANDRÉSDÓTTIR

GUÐRÚN BJÖRG ANDRÉSDÓTTIR Guðrún Björg Andrésdóttir fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1975. Hún lést af slysförum í Reykjavík 7. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 24. mars. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 519 orð | ókeypis

Gunnar Árnason

Mig langar að minnast pabba míns, Gunnars Árnasonar, með nokkrum orðum. Á kveðjustund leitar hugurinn víða, minningin lifir enn sterk og ljóslifandi. Margar góðar sögur koma upp í hugann. Pabbi var fæddur og uppalinn í Reykjavík. Pabbi og mamma giftu sig 24. júní 1944. Þau byrjuðu sinn búskap hjá Gullu systur hans í Lækjartúni, Blesugróf, og voru þar fyrstu mánuðina. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 134 orð | ókeypis

Gunnar Árnason

Mig langar með örfáum orðum að minnast afa míns. Ég hugsa til þess, að þegar hann var mættur á staðinn fór það ekki fram hjá neinum, sérstaklega ekki afabörnunum, því hann var alltaf fyrstur til þess að gefa þeim suðusúkkulaði eða eitthvert annað góðgæti. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 92 orð | ókeypis

Gunnar Árnason

Látinn er góður vinur minn, Gunnar Árnason. Ég kynntist honum í gegnum dóttur hans, Jóhönnu, sem vinnur með mér. Alltaf þegar við Gunnar hittumst gaf hans sér tíma til að spjalla við mig um daginn og veginn. Hann var ævinlega glaður og reifur og samverustundir okkar ánægjulegar. En nú er þessi góði drengur farinn yfir móðuna miklu og ég vona sannarlega að honum líði vel hinum megin. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 184 orð | ókeypis

Gunnar Árnason

Í dag kveðjum við Gunnar afa. Er ég kom í þessa fjölskyldu fyrir rúmum sex árum, þá komumst við að því að hann þekkti báðar ömmur mínar. Það fannst mér skemmtileg tilviljun. Við vorum alltaf mestu mátar og fyrir börnunum var hann afinn sem fíflaðist alltaf við þau. Hann átti það til að skella sér á fjóra fætur á gólfið og gelta eða jarma fyrir þau. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 409 orð | ókeypis

Gunnar Árnason

Elsku afi minn er dáinn. Nú hefur þú kvatt þennan heim sæll og sáttur, það sagðir þú mér sjálfur. Þú vakir og heldur verndarhendi yfir okkur öllum. Samt er sorg og tómarúm í hjarta mínu en tíminn læknar öll sár, sagði einhver, en ekki er ég nú sammála því að öllu leyti. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 116 orð | ókeypis

GUNNAR ÁRNASON

GUNNAR ÁRNASON Gunnar Árnason fæddist í Reykjavík 3. desember 1917. Hann lést á Landspítalanum 23. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Eyþórsdóttir og Árni Yngvason. Systkini Gunnars sammæðra: Þórey, Guðbjörg, Unnur, Vilhjálmur, Sigurlaug, Guðmunda Rut. Systkini Gunnars samfeðra: Jón, Svavar, Pétur, Garðar og Unnur. Hinn 24. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 85 orð | ókeypis

Gunnar Njáll Jónsson

Hann Gunnar tengdapabbi var hógvær, ljúfur, einstaklega greiðvikinn og góður maður. Hann var ekki orðmargur, en sagði hlutina svo fallega. Enginn sagði eins innilega: "Mikið er gaman að sjá ykkur." Hann vann alltaf af einskærri vandvirkni og samviskusemi. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 92 orð | ókeypis

GUNNAR NJÁLL JÓNSSON

GUNNAR NJÁLL JÓNSSON Gunnar Njáll Jónsson fæddist í Reykjavík 6. júlí 1918. Hann lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson og Sigurborg Jónsdóttir. Systkini Gunnars eru Þuríður, Vilborg og Ögmundur en látin eru Hólmfríður, Sigurjón og Hjalti. Gunnar kvæntist 14. des. 1946, Jóhönnu G. Sveinsdóttur, f. 6. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 131 orð | ókeypis

Gunnhildur Ólafsdóttir

Frá hugans djúpi merlar mynd þín skær og morgunbjört sem lindin silfurtær, er blærinn kyssti bernskusporin þín og bylgjur hafs þér kváðu ljóðin sín. Og gjöful sveit í fögrum fjallahring með fyrirheit um sól og berjalyng varð yndi þitt og hjartans heilög vé, þar hafa um aldir vaxið lífsins tré. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 26 orð | ókeypis

GUNNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR

GUNNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR Gunnhildur Ólafsdóttir fæddist í Keflavík 10. september. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja 9. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 14. mars. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 213 orð | ókeypis

Haukur Sveinbjörn Ingvason

Elsku Haukur. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ung var ég eða 17 ára gömul þegar ég kom í sveitina til ykkar hjóna og var mjög vel tekið á móti mér. Þið hugsuðuð ekki síður vel um mig en börnin ykkar. En hvað það var gott að búa hjá ykkur þennan tíma. Mér finnst ótrúlegt að þú skulir vera farinn frá okkur svona fljótt. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 38 orð | ókeypis

HAUKUR SVEINBJÖRN INGVASON

HAUKUR SVEINBJÖRN INGVASON Haukur Ingvason fæddist á Vesturá í Laxárdal, Austur-Húnavatnssýslu, hinn 31. ágúst árið 1934. Hann lést á heimili sínu á Litla-Dal hinn 16. þessa mánaðar og fór útför hans fram frá Víðimýrarkirkju í Skagafirði 28. mars. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 113 orð | ókeypis

Jensína Ágústa Jóhannsdóttir

Elsku Jenna mín, orð mega sín svo lítils þegar ég minnist þín. Strax frá fyrsta degi tókstu mér sem einu af þínum börnum. Þú með þinn leiftrandi húmor gast alltaf séð spaugilegu hliðarnar á lífinu. Alltaf varstu svo fín og vel tilhöfð með fallega hárið þitt og tindrandi augu. Það verður erfitt að sætta sig við að sjá þig og heyra ekki framar en ég veit að nú líður þér vel. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 392 orð | ókeypis

JENSÍNA ÁGÚSTA JÓHANNSDÓTTIR

JENSÍNA ÁGÚSTA JÓHANNSDÓTTIRJensína Ágústa Jóhannsdóttir fæddist á Hellissandi 8. júní 1918. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 26. mars síðastliðinn. Foreldrar Jensínu voru Jóhann Kristján Þórarinsson stýrimaður frá Saxhóli í Breiðavíkurhreppi, f. 17.7. 1887, fórst með vélskipinu Rask í Ísafjarðardjúpi 26.9. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 163 orð | ókeypis

Jensína Jóhannsdóttir

Okkur hjónin og Eirík son okkar langar til að minnast Jensínu, þessarar konu sem kom okkur til hjálpar nokkuð við aldur. Veik hafði hún verið á besta aldri og beið þess aldrei bætur. Hjálmar, mann sinn, missti hún sviplega liðlega fimmtug. Hún var fimm barna móðir. Makamissirinn særði hana holsári sem aldrei greri. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 45 orð | ókeypis

Jensína Jóhannsdóttir

Jensína er í hópi bestu manneskja sem ég hef kynnst. Hún var ein af þessum fágætu perlum sem með léttri lund og æðruleysi gera okkur hinum lífið léttara. Nú er hún farin, óvænt og allt of snemma. Hennar verður sárt saknað. Kristjón Freyr Sveinsson. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 61 orð | ókeypis

Jensína Jóhannsdóttir

Elsku amma er dáin. Þegar ég kvaddi ömmu í haust þá var hún svo hress og kát að mér flaug ekki í hug að við ættum ekki eftir að hittast aftur. En núna er hún dáin og mér finnst erfitt að hafa ekki fengið að kveðja hana á þann hátt sem ég hefði viljað. Ég mun sakna ömmu sárt. Jóra. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 287 orð | ókeypis

Jensína Jóhannsdóttir

Það er undarlegt að vera í öðru landi við fráfall ömmu þegar við höfum ekki hist í tvö ár. Þótt hún hafi orðið áttræð í sumar held ég að hún hafi ekki búist við að fara svona snöggt. Hún var orðin það góð eftir að hún fluttist á Hrafnistu. Stundum tók ég ömmu mátulega alvarlega eins og þegar hún lét mig lofa sér að skrifa ekki eftirmæli um sig. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 233 orð | ókeypis

Jensína Jóhannsdóttir

Ég minnist ömmu minnar sem hnyttinnar og orðheppinnar konu. Hún kom vel fyrir sig orði og var fljót til svars. Það var gaman að setjast niður hjá henni og hlusta á hana segja frá samskiptum sínum við starfsfólk og heimilisfólk Hrafnistu á spaugilegan hátt. Hún kryddaði sögurnar þannig að oft veltist ég um af hlátri. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 356 orð | ókeypis

Jensína Jóhannsdóttir

Mæt kona er fallin frá. Maðurinn með ljáinn hefur mundað vopn sitt, sá er engu eirir, sá er að jafnaði fær sínu framgengt. Ég átti því láni að fagna að kynnast Jensínu Jóhannsdóttur þegar á barnsaldri og héldust þau góðu kynni langt fram á eldri unglingsár. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 447 orð | ókeypis

Jensína Jóhannsdóttir

Elsku amma mín. Það er allt annað en auðvelt að kveðja þig nú í hinsta sinn. Orð geta verið máttug ef þeim er beitt á réttan hátt, en eftirfarandi orð eiga eftir að reynast fremur fátækleg miðað við það tómarúm og þann söknuð, sem við fjölskyldan þín nú upplifum. Ég talaði við þig í síma eftir síðustu veikindi þín. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 495 orð | ókeypis

Jensína Jóhannsdóttir

Okkur langar til að minnast ömmu okkar, Jensínu Ágústu Jóhannsdóttur. Nú er amma Jenna farin og minningarnar einar standa eftir. Amma Jenna var glæsileg kona. Hún var alltaf sú best klædda á staðnum og var líka fljót að benda á ef henni þótti maður ekki nógu "fix" í klæðaburði. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 546 orð | ókeypis

Jensína Jóhannsdóttir

Ég hitti tengdamóður mína fyrst fyrir tæplega 25 árum. Jensína tók mér eins vel og hugsast gat alveg frá fyrstu tíð. Ég fann það strax hvað Jensína var opinská og glaðlynd og hve auðvelt var að umgangast hana. Hún var alltaf að gæta drengjanna okkar, enda löðuðust þeir mjög að ömmu sinni. Jensína var sterkur persónuleiki og sameiningartákn fjölskyldunnar. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 160 orð | ókeypis

Jensína Jóhannsdóttir

Með sorg og söknuð í hjarta langar mig að minnast ömmu með örfáum orðum, ömmu í Kópó eins og við bræðurnir kölluðum hana alltaf. Þegar á unga aldri sóttist ég mikið eftir nærveru hennar og þau voru ófá skiptin sem ég gisti hjá ömmu. Hjá henni leið mér alltaf vel. Við spiluðum og sungum, fórum í göngutúra og hún sagði ótal spennandi sögur frá æsku sinni og um afa. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 230 orð | ókeypis

Jörgen Frank Michelsen

Nýlega kvöddum við félaga okkar Frank Michelsen, sem lést 25. þ.m. eftir erfiða baráttu við krabbamein aðeins 56 ára. Lengi vel héldum við að hann myndi hafa betur í baráttunni því hann var svo ákveðinn í að sigra, en því miður varð hann að láta í minni pokann enda við stóran að deila. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 26 orð | ókeypis

JÖRGEN FRANK MICHELSEN

JÖRGEN FRANK MICHELSEN Jörgen Frank Michelsen fæddist í Hveragerði 10. nóvember 1941. Hann lést 25. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 31. mars. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 542 orð | ókeypis

Ragnheiður Jóhannsdóttir

Í dag verður til moldar borin Ragnheiður Jóhannsdóttir á Bakka í Ölfusi, eða hún Edda á Bakka, eins og hún var ævinlega kölluð. Við fráfall Eddu reikar hugurinn til baka til æskuáranna. Ég var 10 ára strákur þegar Heklugosið árið l947 breytti innanverðri Fljótshlíð í eyðimörk á einum degi. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 431 orð | ókeypis

Ragnheiður Jóhannsdóttir

Heiðurskonan Ragnheiður Jóhannsdóttir, húsfreyja að Bakka í Ölfusi, er látin. Oft er sagt: "Góður er hver genginn." Þau orð eiga svo sannarlega við um Ragnheiði. Ragnheiður eða Edda eins og við kölluðum hana alltaf ólst upp á Núpum í Ölfusi. Elstu Núpasystkinin sóttu skóla að Hjalla. Þangað var styttri leið en að Sandhóli þar sem einnig var skóli. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 437 orð | ókeypis

Ragnheiður Jóhannsdóttir

Mig langar með þessum línum að minnast nágrannakonu og vinkonu okkar hjóna, til margra ára, Ragnheiðar Jóhannsdóttur frá Bakka í Ölfusi. Ég mun hafa verið að flytja mjólk í Hveragerði á skröltandi hestakerru, strákur innan við fermingu, að ég tók eftir að hún reið fram með kerrunni, stelpusnáði 10­11 ára, berbakt, með ljósgult flaksandi hár. Við horfðum forvitnilega hvort á annað. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 240 orð | ókeypis

Sólveig

Elsku amma, um leið og við kveðjum þig þökkum við þér fyrir þær stundir sem við áttum með þér, þegar við komum í heimsókn og þegar við fengum að vera í pössun hjá þér. Á bernskuárum okkar var leiðin stutt fyrir lítil börn að rölta yfir til þín í heimsókn og það þótti okkur notalegt. Þá var föst venja að grípa í kaffikvörnina og maula kandís á meðan við biðum eftir hafragrautnum. Meira
2. apríl 1998 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

SÓLVEIG BJÖRNSDÓTTIR

SÓLVEIG BJÖRNSDÓTTIR Sólveig Björnsdóttir fæddist í Hafnarfirði 18. júlí 1905. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 17. mars. Meira

Viðskipti

2. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 221 orð | ókeypis

»FTSE 100 í yfir 6000punkta í fyrsta sinn

LOKAGENGI FTSE 100 vísitölunnar mældist í fyrsta skipti meira en 6000 punktar í gær vegna mikilla hlutabréfakaupa í byrjun nýs ársfjórðungs. FTSE 100 mældist 6017,6 og hækkaði um 85,4 punkta, eða 1,44%. Lokagengi franskra hlutabréfa mældist á meti annan daginn í röð og nutu góðs af styrk dollars, en slæm byrjun í Wall Street kom í veg fyrir meiri hækkanir. Meira

Daglegt líf

2. apríl 1998 | Neytendur | 485 orð | ókeypis

Lífrænt ræktaðar matvörur í sókn? Hagkaup hygg

VÍÐA erlendis er mikill vöxtur í sölu á lífrænt ræktuðum matvörum. En stendur ekkert til að auka úrvalið af slíkum vörum hérlendis? "Eftir páska verður boðið upp á aukið úrval af lífrænt ræktuðum matvörum hjá Hagkaup," segir Jón Scheving, markaðsstjóri verslunarinnar. "Við höfum fundið fyrir aukinni eftirspurn og ætlum að bregðast við og stórauka úrvalið. Meira
2. apríl 1998 | Neytendur | 95 orð | ókeypis

Ný verslun með klassíska tónlist

Á MORGUN, föstudag, verður opnuð ný verslun á Grettisgötu 64 sem heitir 12 Tónar. Verslunin mun fyrst og fremst selja klassíska tónlist en auk þess verður t.d. á boðstólum djass, kvikmynda­ og danstónlist. Í fréttatilkynningu frá 12 Tónum segir að sérpantanir verði afgreiddar fljótt og góð aðstaða sé í versluninni til að hlusta á tónlist. Meira
2. apríl 1998 | Neytendur | 95 orð | ókeypis

Sala á Redken hársnyrtivörum

Í DAG, fimmtudag, hefst sala á Redken hársnyrtivörum í Hagkaupi Kringlunni, Skeifunni og á Akureyri. Birgðir eru takmarkaðar en um er að ræða níu tegundir af Redken hársnyrtivörum, nokkrar mismunandi sjampótegundir, hárnæringar og gel. Í fréttatilkynningu frá Hagkaupi kemur fram að einn lítri af svokölluðu Amino Pon sjampói kostar til dæmis 1. Meira

Fastir þættir

2. apríl 1998 | Fastir þættir | 709 orð | ókeypis

Af reimleikum Vofa póstmódernismans hefur loksins skotið upp kollinum á Íslandi og hefur hún gert skurk mikið meðal eyjarskeggja

Af reimleikum Vofa póstmódernismans hefur loksins skotið upp kollinum á Íslandi og hefur hún gert skurk mikið meðal eyjarskeggja og þykir ýmsum hún vera farin að færa sig ískyggilega uppá skaftið. Vofa gengur nú ljósum logum um vestræna háskóla ­ vofa póstmódernismans. Meira
2. apríl 1998 | Dagbók | 3271 orð | ókeypis

APÓTEK

»»» Meira
2. apríl 1998 | Í dag | 64 orð | ókeypis

ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 2. apríl., verður fimmtug

ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 2. apríl., verður fimmtug Anna Eyjólfsdóttir, myndlistarmaður, formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og deildarstjóri skúlptúrdeildar Myndlista- og handíðaskólans, Vogalandi 8, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Símon Hallsson, borgarendurskoðandi. Meira
2. apríl 1998 | Fastir þættir | 440 orð | ókeypis

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14­17. Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Dómkirkjan. Kl. 14­16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir börn 9­10 ára. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund með lestri Passíusálma kl. 12. Meira
2. apríl 1998 | Fastir þættir | 73 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Bestu skor í A/V: Geirlaug Magnúsdóttir ­ Torfi Axelsson375Valdimar Sveinsson ­ Friðjón Margeirsson356Hjálmar S. Pálsson ­ Skafti Ottesen355 Mánudaginn 6. apríl nk. verður spilaður einskvölds tvímenningur. Rauðvín í verðlaun. Skráning á spilastað, Þönglabakka 1. Meira
2. apríl 1998 | Fastir þættir | 50 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Hart er sótt að Friðbirni Guðmundssyni og Birni Stefánssyni sem enn leiða Butler-tvímenninginn en staða efstu para er nú þessi: Friðbjörn ­ Björn138Daníel Halldórsson ­ Ragnar Björnsson120Anna G. Nielsen ­ Guðlaugur Nielsen117Kristinn Yngvason ­ Guðm. Meira
2. apríl 1998 | Fastir þættir | 201 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Siglufja

Nú er aðeins eftir eitt kvöld af aðalsveitakeppni félagsins, en spilaðir eru tveir 12 spila leikir á kvöldi. Tólf sveitir taka þátt í mótinu og er hart barist um efstu sætin. Staða efstu sveita fyrir síðasta kvöldið er nú þessi: Sveit: Björns Ólafssonar382 Stefaníu Sigurbjörnsdóttur376 Antons Sigurbjörnssonar362 Guðmundar Benediktssonar356 Íslandsbanka hf. Meira
2. apríl 1998 | Í dag | 729 orð | ókeypis

Nornabrennur nútímans MINNIHLUTAHÓPAR þjóðfélagsins eru mar

MINNIHLUTAHÓPAR þjóðfélagsins eru margir og mismunandi, heittrúaðir, nýbúar, samkynhneigðir og blindir, sem dæmi. Íslenska stjórnarskráin segir að viss mannréttindi séu til staðar fyrir þegna landsins og að mismunun sé ekki leyfð. Meira
2. apríl 1998 | Dagbók | 670 orð | ókeypis

Reykjavíkurhöfn: Lone Sif fer í dag. Reykjafoss

Reykjavíkurhöfn: Lone Sif fer í dag. Reykjafoss og Noro komu í gær. Lutador kom og fór í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Kambaröst kom í gær. Ernir fór í gær. Fréttir Ný dögun, Sigtúni 7. Símatími er á fimmtudögum kl. 18­20 í s. Meira
2. apríl 1998 | Fastir þættir | 751 orð | ókeypis

Ullina hef ég tíðum tætt,/ úr togi glófa unnið,/ svo

Ullina hef ég tíðum tætt,/ úr togi glófa unnið,/ svo hef ég líka sokka bætt,/ saumað, prjónað, spunnið. Í þáttum mínum hef ég leitast við að birta ljóð þar sem hannyrðir koma við sögu. Einnig hef ég reynt að finna heimildir um þjóðtrú er tengist hannyrðum. Ég mun halda því áfram svo lengi sem ég finn efni. Frá því um miðja 16. Meira

Íþróttir

2. apríl 1998 | Íþróttir | 201 orð | ókeypis

Arnar til Genk?

Arnar Viðarsson, FH-ingur sem leikið hefur með Lokeren í Belgíu í vetur, segist ekki ætla að framlengja samning sinn við félagið. "Ég gerði tveggja ára samning við Lokeren fyrir þetta tímabil, en það er ákvæði í samningnum sem segir að báðir aðilar geti sagt honum upp eftir ár, eða 15. apríl. Ég hef ákveðið að notfæra mér það og hætta hjá félaginu. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 110 orð | ókeypis

Atli að ná sér eftir brjósklos

ATLI Helgason, knattspyrnumaður úr Val, hefur ekkert getað æft í vetur vegna brjóskloss í hálsi. Hann missti af þremur síðustu leikjunum með Val síðasta tímabil vegna þessa, en gekkst síðan undir aðgerð í janúar. Hann segir jafnmiklar líkur á því að hann geti leikið í sumar eins og ekki. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 310 orð | ókeypis

Ein milljón fyrir sigur

Ákveðið hefur verið að norræna meistaramótið í handknattleik karla og kvenna fari fram í fyrsta sinn í vor. Karlakeppnin verður í Gautaborg 23.­26. apríl, en kvennakeppnin í Árósum mánuði síðar. Tvö íslensk lið taka þátt í karlakeppninni, KA sem deildarmeistari og bikarmeistararnir. Íslendingar verða ekki með í kvennakeppninni fyrr en á næsta ári. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 107 orð | ókeypis

"Er með lausan samning" BENE

BENEDIKT Guðmundsson, körfuknattleiksþjálfari, sem stýrði liði Grindvíkinga að deildar- og bikarmeistaratitli á yfirstandandi keppnistímabili, segist aðeins hafa gert eins árs samning við félagið og sé því "þjálfari með lausan samning." Hann hafi runnið út þegar liðið var slegið út úr Íslandsmótinu. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 596 orð | ókeypis

FH og Valur í úrslit

"ÞESSAR viðureignir verða mjög jafnar og erfitt að segja til um úrslitin, en ég hef það á tilfinningunni að FH og Valur komist áfram og leiki til úrslita," segir Árni Indriðason, þjálfari Víkings og spámaður Morgunblaðsins í úrslitakeppni karla í handknattleik. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 42 orð | ókeypis

Framarar með forsölu

Framarar verða með forsölu fyrir leik sinn gegn FH annað kvöld, í dag kl. 17-19 í Framhúsinu. Þá verða handhafar dómaraskírteina að sækja sína miða. Á morgun hefst forsala kl. 18. Framarar hittast í Kaffi Jensen við Ármúla fyrir leikinn. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 130 orð | ókeypis

Haukar - Víkingur19:22

Íþróttahúsið við Strandgötu, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, undanúrslit - 1. leikur, miðvikudaginn 1. apríl 1998. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:1, 5:2, 6:4, 6:6, 7:7, 9:7, 10:8, 10:10, 11:10, 11:12, 12:15, 14:16, 16:18, 16:20, 18:21, 19:22. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 36 orð | ókeypis

Heiðar skoraðiHEIÐAR Helguson ,áður Sigurjó

HEIÐAR Helguson ,áður Sigurjónsson, skoraði eina mark Lilleström í sigri á ungmennaliði gríska liðsins Panathinaikos, í æfingaleik í Grikklandi í gær. Heiðar lék allan leikinn í fremstu víglínu Lilleström. Markið gerði hann á 28. mínútu. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 27 orð | ókeypis

Í kvöld Körfuknattlekur Undanúrslit karla, 3. leikur: Seltjarnarnes:KR - ÍA20 Njarðvík:UMFN - Keflavík20

Körfuknattlekur Undanúrslit karla, 3. leikur: Seltjarnarnes:KR - ÍA20 Njarðvík:UMFN - Keflavík20 Handknattleikur Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 523 orð | ókeypis

Juve kafsigldi lið Mónakó

Juventus sigraði í gærkvöldi franska liðið Monaco 4:1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ítölsku meistararnir fóru á kostum og sóknarmaðurinn Alessandro Del Piero átti frábæran leik og kom við sögu í öllum fimm mörkunum. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 179 orð | ókeypis

Knattspyrna

Meistaradeild Evrópu Fyrri leikir í undanúrslitum: Madríd, Spáni: Real Madrid - Dortmund2:0 Fernando Morientes 24., Christian Karembeu 68. 100.000. Real Madrid: Bodo Illgner; Roberto Carlos, Fernando Sanz, Manuel Sanchis, Christian Panucci; Fernando Redondo, Christian Karembeu; Raul Gonzalez, Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 98 orð | ókeypis

KNATTSPYRNA Reuters 75

LEIKUR Real Madrid og Borussia Dortmund ­ fyrri viðureign félaganna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu ­ hófst ekki fyrr en 75 mínútum á eftir áætlun í Madríd í gærkvöldi. Ástæðan var óvenjuleg: annað markið á vellinum brotnaði skömmu áður en flauta átti til leiks! Stög voru milli marks og girðingar þeirrar sem ætluð er til að halda áhorfendum utan vallar. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 403 orð | ókeypis

Konur óvelkomnar á samkomu

TONY Banks, íþróttamálaráðherra Bretlands og Graham Kelly, æðsti embættismaður Knattspyrnusambands Englands, hyggjast ekki mæta til árlegs hófs samtaka atvinnuknattspyrnumanna þar í landi á sunnudagskvöldið vegna þess að kvenfólki er meinaður aðgangur að samkomunni. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 124 orð | ókeypis

Kristbjörg komin í KR KRISTBJÖRG H. Ingadótt

KRISTBJÖRG H. Ingadóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara KR í knattspyrnu. Kristbjörg, sem alla tíð hefur verið í Val og var m.a. þriðja markahæst í 1. deild sumarið 1995 með 11 mörk í 14 leikjum, lék ekkert í fyrrasumar, var þá í barnseignarfríi. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 168 orð | ókeypis

Körfuknattleikur

NBA-deildin Leikir aðfaranótt miðvikudags: Indiana - La Clippers128:106 Chris Mullin 24, Reggie Miller 19 - Murray 21. Toronto - La Lakers105:114 - Rick Fox 31, Shaquille O'Neal 20, Kobe Bryant 17. Charlotte - Philadelphia101:93 Glen Rice 26, David Wesley 18. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 330 orð | ókeypis

MARC Degryse, leikmaður PS

MARC Degryse, leikmaður PSV Eindhoven, sagði í gær að hann myndi skrifa undir tveggja ára samning við belgíska félagið Ghent eftir þetta tímabil. Hann er 32 ára belgískur landsliðsmaður og fór til PSV frá Sheffield Wednesday fyrir tveimur árum. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 478 orð | ókeypis

Meistararnir lágu

Evrópumeistarar félagsliða, Borussia Dortmund, sótti ekki gull í greipar Real Madrid í gærkvöldi og hin fræga þýska seigla kom fyrir lítið því Spánverjar voru miklu betri og sigur þeirra sanngjarn. Flest bendir því til þess að það verði Juventus og Real Madrid sem leika til úrslita í ár; óskaleikur margra knattspyrnuunnenda. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 307 orð | ókeypis

Sigurhátíðinni frestað

KVENNALIÐ Þróttar frá Neskaupstað gerði sér lítið fyrir og vann Víking í þremur hrinum í Víkinni í gærkvöldi í þriðja leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Úrslitin í hrinunum voru, 17:15, 15:13 og 15:7 ­ leikurinn yfir í 73 mínútur. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 65 orð | ókeypis

Skagamenn náðu bestum árangri SKAGAMENN hafa n

SKAGAMENN hafa náð bestum árangri í getraunaleiknum í vetur, töpuðu ekki viðureign ­ náðu 13 stigum af sextán mögulegum, eða 81% árangri. Þeir unnu fimm viðureignir af átta, gerðu þrisvar jafntefli. Bikarkeppnin hefst í dag með viðureign Keflavíkur og Fram annars vegar og ÍA og Leifturs hins vegar. Það lið sem tapar er úr leik, sigurvegari kemst í 8 liða úrslit. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 177 orð | ókeypis

Spennan eykst

Mikil spenna er hlaupin í baráttuna um þýska meistaratitilinn í handknattleik, eftir að meistarar Lemgo unnu efsta liðið, Kiel, 31:30 á heimavelli í gærkvöldi. Þar með er forysta Kiel aðeins eitt stig, liðið hefur 37 stig og á 3 leiki eftir en Lemgo fylgir fast á eftir með 36 stig, en á fjóra leiki eftir óleikna. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 439 orð | ókeypis

Stefnt að helgafríi

"VIÐ stefnum á að fá helgarfrí," sagði Víkingurinn Heiða Erlingsdóttir eftir 22:19-sigur á Íslandsmeisturum Hauka í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar fram fór fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. "Við unnum á skynsemi og góðri vörn auk þess að ná að halda hraðanum niðri. Þó að við værum undir gáfumst við ekki upp því skjótt skipast veður í lofti og þá veltur allt á einbeitingunni. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 501 orð | ókeypis

Úrvalið meira hjá Keflavík og KR

ÞRIÐJU leikirnir í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, DHL-deildinni, verða í kvöld. KR fær Skagamenn í heimsókn og Njarðvík tekur á móti Keflvíkingum en staðan í einvígi liðanna er 1:1 en þau lið sem fyrr sigra í þremur leikjum komast í úrslitarimmuna. Meira
2. apríl 1998 | Íþróttir | 128 orð | ókeypis

Viking deildarmeistari í Noregi VIKING frá Sta

VIKING frá Stavangri varð í gær deildarmeistari í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik, er liðið sigraði aðalkeppinautinn, Sandefjord, 32:26 á heimavelli í síðustu umferðinni. Viking fékk þar með 38 stig í 22 leikjum, Sandefjord 37 stig og bikarmeistarar Runar hrepptu þriðja sætið með 35 stig. Runar lagði Stavanger í hörkuleik á heimavelli, 32:31 í lokaumferðinni. Meira

Úr verinu

2. apríl 1998 | Úr verinu | 367 orð | ókeypis

Aflaheimildum úthlutað á skip næstu þrjú árin

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um stjórn veiða úr norsk- íslenzka síldarstofninum. Þar er gert ráð fyrir að aflaheimildum verði úthlutað á skip, en veiðarnar verði ekki frjálsar innan heildarkvóta eins og verið hefur. Jafnframt er gert ráð fyrir því að framsal þessara heimilda verði takmarkað. Ekki er um varanlega úthlutun aflahlutdeildar að ræða. Meira
2. apríl 1998 | Úr verinu | 409 orð | ókeypis

"Mikilvægt að ná niðurstöðu fljótt"

FORMLEGUM viðræðum um nýjan loðnusamning milli Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga verður fram haldið í Ósló í dag og á morgun. Jóhann Sigurjónsson, sendiherra og formaður íslensku viðræðunefndarinnar, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki geta sagt til um hvort þessi þriðja formlega lota samningaviðræðna þjóðanna myndi enda með gerð nýs samnings. Meira

Viðskiptablað

2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 310 orð | ókeypis

Afkoman batnaði um 60 milljónir

SAMSÖLUBAKARÍ hf. skilaði tæplega 3,8 milljóna kr. hagnaði á síðasta ári. Er það liðlega 60 milljóna kr. betri afkoma en á árinu á undan en hagnaðurinn er þó minni en reiknað var með eftir miðjan desember þegar félagið skipti um eigendur. Á árinu 1996 var 56,6 milljóna króna tap af rekstri Samsölubakarís hf. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 246 orð | ókeypis

Airbus breytt í eitt fyrirtæki

AÐILAR evrópsku Airbus samsteypunnar í Evrópu hafa samþykkt í meginatriðum í trúnaðarskýrslu til ríkisstjórna sinna að koma á fót sameinuðu flugiðnaðar- og landvarnafyrirtæki Evrópu. Með því að breyta Airbus í eitt fyrirtæki verður fyrsta skrefið stigið í víðtækari endurskipulagningu flugiðnaðar Evrópu, segir í sameiginlegri tilkynningu frá samstarfsaðilunum fjórum, Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 519 orð | ókeypis

Arðsemi eigin fjár Heklu tæp 48% á síðasta ári

HEKLA hf. skilaði 226 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og er það liðlega 100 milljónum kr. meira en á árinu á undan. Er þetta besta rekstrarafkoma í tæplega 65 ára sögu fyrirtækisins. Arðsemi eigin fjár var 47,7% sem er með því allra besta sem þekkist. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 87 orð | ókeypis

Barron's fjallar um Ísland

BANDARÍSKA viðskiptatímaritið Barron's fjallaði um íslenskt viðskiptaumhverfi fyrr í þessari viku. Um er að ræða átta síðna sérútgáfu blaðsins með efni um íslenskt efnahagslíf og auglýsingum frá íslenskum fyrirtækjum. Barron's gat þess m.a. að erlendir fjárfestar ættu greiðan aðgang að mörkuðum hérlendis. Verðbréfaviðskipti færu ört vaxandi og lágt raforkuverð gerði stóriðju arðbæra. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 110 orð | ókeypis

Bifreiðaskoðun verður Frumherji

FRUMHERJI hf. er nýtt nafn á Bifreiðaskoðun hf. Var þetta ákveðið á aðalfundi fyrirtækins í vikunni. Bifreiðaskoðun hf. varð til við skiptingu Bifreiðaskoðunar Íslands hf. í tvö sjálfstæð hlutafélög fyrir rúmu ári. Bifreiðaskoðun Íslands var aftur á móti stofnuð upp úr ríkisstofnuninni Bifreiðaskoðun ríkisins. Frumherji hf. er því fjórða nafnið á þessari starfsemi á nokkrum árum. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 143 orð | ókeypis

Breytingar hjá VÍS

GUÐNI Ó. Guðnason hefur verið ráðinn til að taka við starfi svæðisstjóra á svæðisskrifstofu Vátryggingafélags Íslands á Ísafirði. Guðni er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1985 og viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði Háskóla Íslands 1990. Guðni starfaði sem deildarfulltrúi á fjármálasviði VÍS frá 1990 til 1996 en hefur síðan verið fjármálastjóri Sandfells á Ísafirði. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 81 orð | ókeypis

ÐEndurhverf verðbréf fyrir 3,9 milljarða

Í SAMRÆMI við reglur um viðskipti Seðlabanka Íslands við lánastofnanir, fór fram uppboð á endurhverfum verðbréfasamningum í gær. Lánstíminn, þ.e. sá tími sem líður þar til bréfin hverfa til fyrri eigenda á ný, er 14 dagar. Notuð var fastaverðsaðferð því Seðlabankinn bauðst til að kaupa verðbréf á tiltekinni ávöxtunarkröfu, 7,2%. Engin fjárhæðarmörk voru í uppboðinu. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 552 orð | ókeypis

ÐErlend hlutabréf í tísku

ÁHUGI íslenskra fjárfesta á erlendum hlutabréfum hefur aukist eftir að dró úr hinum gífurlegu hækkunum sem einkenndu íslenska hlutabréfamarkaðinn allt fram á síðasta ár. Mikil gróska á erlendum hlutabréfamörkuðum á síðastliðnum mánuðum ætti jafnvel að auka þennan áhuga enn frekar og vel má því búast við enn frekari aukningu á hlutabréfakaupum Íslendinga erlendis á þessu ári. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 169 orð | ókeypis

ÐFidelity leggur áherslu á Norðurlöndin

BANDARÍSKA fjárvörslufyrirtækið Fidelity Investments leggur mikla áherslu á þjónustu við Evrópulönd um þessar mundir. Stafar það ekki síst af samruna fyrirtækja, breyttum stjórnunarháttum, EMU og vannýttum tækifærum. Kom þetta fram hjá Mike Nikou svæðisstjóra Fidelity á Norðurlöndum á morgunverðarfundi á vegum Fjárvangs hf. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 234 orð | ókeypis

ÐFormaður Gæðastjórnunarfélagsins

HARALDUR Á. Hjaltason, sviðsstjóri gæðastjórnunarsviðs hjá VSÓ Ráðgjöf, var kjörinn formaður Gæðastjórnunarfélags Íslands á aðalfundi félagsins hinn 27. febrúar sl. Haraldur tekur við af Guðrúnu Högnadóttur, forstöðumanni gæða- og þróunarsviðs Ríkisspítala, sem hefur gegnt formennsku GSFÍ síðastliðin þrjú ár. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 126 orð | ókeypis

ÐVíking setur Páskabjór á markað

PÁSKABJÓR Víking ölgerðar hefur verið settur á markað eins og gert hefur verið árlega um þetta leyti frá 1990. Bjórinn fæst í verslunum ÁTVR og á veitingastöðum um land allt. Páskabjórinn hefur verið með söluhæstu tegundum í apríl undanfarin ár, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Víking. Hann er sagður henta vel með mat og hafa verið vinsæll hjá gestum veitingahúsa. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 1825 orð | ókeypis

Eru tígrarnir í dag birnir morgundagsins? Sjónarhorn Leiða má rök að því að töluverð hætta sé á niðursveiflum á verði

BJARTSÝNI margra fjárfesta varðandi fjárfestingar í erlendum hlutabréfum var framan af sl. ári gífurleg. Þeir höfðu í ákveðnum skilningi góða ástæðu til og þá aðallega ef litið var til fjárfestinga í Bandaríkjunum. Helstu hlutabréfavísitölur þar höfðu hækkað um meira en 20% bæði árin 1995 og 1996. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 2174 orð | ókeypis

Fyrst tökum við Færeyjar

FYRSTA kaupstefna íslenskra fyrirtækja í Færeyjum var haldin í síðustu viku og tóku 23 fyrirtæki úr ýmsum greinum íslensks atvinnulífs þátt í henni. Eimskip og Útflutningsráð Íslands stóðu fyrir kaupstefnunni með stuðningi FITUR, ferðamálasamstarfs Íslendinga og Færeyinga, Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 489 orð | ókeypis

Gagnrýna viðhorf Samkeppnisstofnunar

ÍSLENSK endurtrygging hf. var rekin með tæplega 103 milljóna króna hagnaði á árinu 1997, á móti tæplega 102 milljóna kr. hagnaði á árinu á undan. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skömmu kom fram hörð gagnrýni á vinnubrögð Samkeppnisstofnunar við athugun á starfsemi félagsins. Bókfærð iðgjöld Íslenskrar endurtryggingar á síðasta ári námu 1.047 milljónum kr. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 249 orð | ókeypis

Hagkaup tekur upp H-Laun

HAGKAUP og fleiri tengd fyrirtæki hafa tekið í notkun launakerfið H-Laun frá Tölvumiðlun ehf. Hagkaup er með yfir 1300 manns að jafnaði á launaskrá. Mikil vinna er við yfirfærslu upplýsinga úr eldra launakerfi í hið nýja. Byrjað var á skipulagningu þess hjá Hagkaupi í desember og er fyrsta þætti hennar nú lokið með upptöku launakerfisins. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 106 orð | ókeypis

Hlutabréf Framkvæmdasjóðs seld

STJÓRN Framkvæmdasjóðs hefur tekið kauptilboði meðeigenda sinna í Íslenskum markaði í 54% eignarhlut sjóðsins í félaginu sem boðinn var út 25. mars sl. Framkvæmdasjóður vildi selja hlut sinn í einu lagi á lágmark 90 milljónir króna, staðgreitt. Tvö tilboð bárust í bréfin, bæði frá hluthöfum. Annað tilboðið var upp á 90.338.855 kr. en hitt var u.þ.b. 150 þúsund krónum lægra. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 277 orð | ókeypis

Hreinsa upp fortíðarvanda

LIÐLEGA 55 milljóna kr. tap varð af rekstri Sparisjóðsins í Keflavík á síðasta ári. Ástæðan fyrir tapinu er ákvörðun um að leggja 90 milljónir kr. aukalega í afskriftareikning að sögn sparisjóðsstjórans til að hreinsa upp gömul vandamál. Heildartekjur Sparisjóðsins í Keflavík námu 957,6 milljónum kr., gjöld 849 milljónum og var því hagnaður 108,6 milljónir kr. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 147 orð | ókeypis

Járnblendið

Samsölubakarí hf. skilaði tæplega 3,8 milljóna kr. hagnaði á síðasta ári. Er það liðlega 60 milljóna króna betri afkoma en árið 1996. Hagnaðurinn er þó mun minni en reiknað var með um miðjan desember þegar félagið skipti um eigendur en þá var áætlað að hagnaður ársins yrði um 15 milljónir króna. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 278 orð | ókeypis

MBF greiðir bændum 51 milljón kr. í arð

MJÓLKURBÚ Flóamanna á Selfossi skilaði 87,5 milljóna kr. hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Á aðalfundi félagsins í gær var ákveðið að greiða tæplega 51 milljón kr. í arð til mjólkurframleiðenda. Heildartekjur Mjólkurbús Flóamanna (MBF) námu 2.352 milljónum kr. á síðasta ári og jukust um 7,2% frá fyrra ári. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og skatta náu 2.241 milljón kr., sem er 5,8% hækkun. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 1079 orð | ókeypis

Nærri 400 störf skapast

Þrjátíu og sex milljarða króna samningur um byggingu magnesíumverksmiðju á Reykjanesi er á lokastigi og verður væntanlega undirritaður innan tveggja vikna. Elmar Gíslason ræddi við Júlíus Jónsson forstjóra Hitaveitu Suðurnesja um fyrirhugaðar framkvæmdir. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 456 orð | ókeypis

Rafræn viðskipti í mikilli sókn

RAFRÆN viðskipti eiga eftir að stóraukast á næstu árum, með auknum kröfum um skilvirkni, hraða og öryggi. Þetta kom fram á ráðstefnu Kaupmannasamtaka Íslands sem haldin var á Hótel Loftleiðum á dögunum. Samhliða ráðstefnunni var kynntur ýmiss vél- og hugbúnaður sem gagnast fyrirtækjum í rafrænum viðskiptum og þeim sem vilja taka þau upp. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 449 orð | ókeypis

Sími og tölva verða eitt

NETIÐ hefur breytt öllu í tölvu- og samskiptatækni og stefnir í að það eigi eftir að breyta enn meiru. Hátt í helmingur af því sem berst um símalínur er tölvugögn þó kerfið sé ekki hannað með slíkan flutning í huga. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 154 orð | ókeypis

Stefnir í nokkur þúsund nýrra hluthafa

MIKILL áhugi virðist vera á meðal almennings á 26,5% hlut ríkisins í Íslenska járnblendifélaginu sem boðinn verður út frá 1.­8. apríl. Um er að ræða 374,4 milljónir kr. að nafnverði þar sem starfsfólki félagsins og almenningi gefst kostur á að kaupa 60% hlutabréfanna, 224,6 milljónir að nafnverði á genginu 2,5 en 40% eignarhlutarins, bréf að nafnvirði 149,7 milljónir, Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 413 orð | ókeypis

Til nýrra starfa í Landsbanka Íslands

GUÐMUNDUR H. Kjærnested hefur verið ráðinn í starf upplýsingatækniráðgjafa Landsbankans, sem verður stjórnendum bankans til aðstoðar við stefnumörkun, ráðleggingar við vöruþróun og samskipti við upplýsingavinnslu. Hann er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf frá DTH í Danmörku. Guðmundur er fæddur 11. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 409 orð | ókeypis

Umsvif Sparisjóðabankans aukast um 53%

SPARISJÓÐIRNIR og Sparisjóðabanki Íslands hf. juku umsvif sín verulega á síðasta ári. Heildareignir Sparisjóðabankans jukust um 53% og sparisjóðanna um 21,2%. Er þetta ellefta árið í röð sem sparisjóðirnir auka markaðshlutdeild sína. Þrátt fyrir það minnkaði samanlagður hagnaður sparisjóðanna en það var aðallega vegna erfiðleika Sparisjóðs Ólafsfjarðar. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 190 orð | ókeypis

Úrbætur á tímaritinu Reader's Digest

ÚTLITI Reader's Digest, víðlesnasta tímarits heims, verður breytt svo að ná megi til yngri lesenda og auka hagnað að sögn móðurfyrirtækisins. Í stað efnisyfirlits á forsíðu verður birt ljósmynd og ljósmyndum í blaðinu verður fjölgað. Það verður gefið út í sama broti og efnisvali verður ekki breytt, að sögn Gregorys Colemans útgefanda. Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 13 orð | ókeypis

ÚTRÁSTórRek kaupstefnan í Færeyjum /6

ÚTRÁSTórRek kaupstefnan í Færeyjum /6STÓRIÐJAMagnesíumver á Reykjanesi /8FJARSKIPTISími og tölva verða eitt / Meira
2. apríl 1998 | Viðskiptablað | 384 orð | ókeypis

Þýzkur risi kaupir stærstu bókaútgáfu N-Ameríku

BERTELSMANN AG, stærsta fjölmiðlafyrirtæki Evrópu, hefur gengið frá kaupum á bandaríska útgáfurisanum Random House og verður umsvifamesti útgefandi bóka á ensku í heiminum. Random House gefur meðal annars út bækur eftir Michael Crichton, Norman Mailer og Jóhannes Pál páfa II. Meira

Ýmis aukablöð

2. apríl 1998 | Dagskrárblað | 145 orð | ókeypis

17.00Draumaland (Dre

17.00Draumaland (Dream On) (16:16) (e) [1735] 17.30Taumlaus tónlist [6424] 18.00Ofurhugar [1173] 18.30Taumlaus tónlist [44753] 18.45Evrópukeppni bikarhafa Vicenza og Chelsea. Sjá kynningu. [2030685] 20. Meira
2. apríl 1998 | Dagskrárblað | 148 orð | ókeypis

8.30Skjáleikur

8.30Skjáleikur [4733937] 10.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi. [36209192] 16.20Handboltakvöld (e) [949444] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) [9878598] 17.30Fréttir [20260] 17. Meira
2. apríl 1998 | Dagskrárblað | 758 orð | ókeypis

Fimmtudagur 2. apríl BBC PRIME

Fimmtudagur 2. apríl BBC PRIME 4.00 RCN Nursing Update 5.00 World Today 5.30 Jackanory Gold 5.45 Activ8 6.10 Out of Tune 6.45 Ready, Steady, Cook 7.15 Kilroy 8.00 Style Challenge 8.30 Wildlife 9. Meira
2. apríl 1998 | Dagskrárblað | 672 orð | ókeypis

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Baldur Kristjánsson flytur. 7.05Morgunstundin. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir. 7.50 Daglegt mál. Kristín M. Jóhannsdóttir flytur. 9. Meira
2. apríl 1998 | Dagskrárblað | 83 orð | ókeypis

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
2. apríl 1998 | Dagskrárblað | 59 orð | ókeypis

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
2. apríl 1998 | Dagskrárblað | 185 orð | ókeypis

ö9.00Línurnar í lag [89260]

9.15Sjónvarpsmarkaður [12936043] 13.00Mín kæra Klementína (My Darling Clementine)Leikstjórinn John Ford, meistari vestranna, segir söguna af því hvernig Earp-bræður lögðu allt í sölurnar til að koma á lögum og reglu í bænum Tombstone í Arizona. Helsta ljónið í veginum var Clanton-fjölskyldan. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.