Greinar laugardaginn 18. apríl 1998

Fréttir

18. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 468 orð

Afdrif samningsins gætu ráðist í dag

ÖLL spjót stóðu á David Trimble, leiðtoga Sambandsflokks Ulster (UUP), á fundi sambandssinna í gær þegar margir viðstaddra sökuðu hann um að hafa svikið N- Írland í hendur andstæðingsins. Á meðan hvatti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, almenning á N-Írlandi til að íhuga vel hvort ekki væri rétt að veita friðarsamkomulaginu stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslunni 22. maí næstkomandi. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Beethoven fyrir píanó og selló

ÖLL verk sem Ludwig van Beethoven samdi fyrir píanó og selló verða flutt í sal Frímúrara á Ísafirði nú um helgina. Fluttar verða 5 sónötur Beethovens fyrir píanó og selló, en auk þess þrjú önnur verk sem eru tilbrigði byggð á vel þekktum stefjum eftir Mozart og Händel. Flytjendur eru þeir Daníel Þorsteinsson píanóleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Elías Ólafsson ver doktorsritgerð

ELÍAS Ólafsson ver doktorsritgerð við læknadeild Háskóla Íslands í dag, laugardaginn 18. apríl. Doktorsvörnin fer fram í hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 14. Ritgerðin nefnist "Epidemiology of Epilepsy: Population Based Studies in an Island Community" og fjallar um rannsóknir á faraldsfræði flogaveiki sem höfundur hefur gert hér á landi á síðustu árum. Rannsóknirnar lýsa m.a. Meira
18. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 188 orð

Elsta kona heims látin

MARIE Louise Meilleur, sem sögð var elsta kona í heimi, dó í fyrradag á hjúkrunarheimili í Ontario-fylki í Kanada. Meilleur var 117 ára og sjö og hálfum mánuði betur þegar hún dó og taldist elsta kona í heimi í Heimsmetabók Guinness eftir að franska konan Jeanne Calment féll frá ekki alls fyrir löngu, 122 ára að aldri. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 260 orð

Fékk skólavist í Yale

BIRKIR Rúnar Gunnarsson hefur fengið skólavist í Yale-háskóla í New Haven í Connecticut í Bandaríkjunum. Birkir, sem er blindur, verður 21 árs í haust og hefur í vetur stundað nám í tölvunarfræði við HÍ. Hann var með eina hæstu einkunn stúdenta sem útskrifuðust frá Verslunarskóla Íslands s.l vor og hefur einnig náð mjög góðum árangri í sundi. "Ég sótti um að gamni mínu. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

Fjarðarlistinn frágenginn

STOFNFUNDUR Fjarðarlistans í Valhöll á Eskifirði var haldinn 17. mars sl. og segir í fréttatilkynningu að um sé að ræða samtök félagshyggjufólks sem hyggst bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í hinu nýja sveitarfélagi á Mið-Austurlandi. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 175 orð

Fjársöfnun hjá ABC

ABC hjálparstarf stendur fyrir opinberri fjáröflun dagana 18. apríl til 7. maí. Söfnunin fer fram undir kjörorðinu Börn hjálpa börnum og er tilgangur hennar að safna fé til að byggja heimili fyrir yfirgefin kornabörn og önnur heimilislaus börn á Indlandi. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Grænlandsferð Óháða safnaðarins

HIN fyrirhugaða ferð Óháða safnaðarins til Grænlands verður farin 23. apríl nk. Flogið verður til Kulusuk og gist í tvær nætur. Farastjóri verður Jóhann Brandsson og mun hann kynna menningu og siði innfæddra. Nánari upplýsingar um ferðina veitir safnaðarstjóri. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

Hálfrar aldar afmælissýning

Í ÁR eru 50 ár liðin frá því að fyrsti Land-Roverinn var framleiddur og af því tilefni heldur B&L, umboðsaðili Land-Rover á Íslandi, afmælissýningu um helgina. Þar verður fjöldinn allur af Land-Rover- jeppum sýndur í margvíslegum útfærslum. Bílarnir eru bæði breyttir og óbreyttir, gamlir sem nýir. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Hugsanlega staðsett utan Reykjavíkur

STAÐA forstöðumanns Verðlagsstofu skiptaverðs, sem tekur til starfa 1. júní næstkomandi samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti til að binda enda á sjómannaverkfallið í lok mars síðastliðins, verður auglýst laust til umsóknar á næstu dögum. Að sögn Kristjáns Skarphéðinssonar, deildarstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, kemur til greina að verðlagsstofan verði staðsett utan Reykjavíkur. Meira
18. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Katrín efst hjá framsókn

KATRÍN Sigurjónsdóttir, Dalvík, leiðir B-lista framsóknarmanna fyrir sveitarstjórnakosningarnar í sameinuðu sveitarfélagi Dalvíkur, Árskógshrepps og Svarfaðardalshrepps í vor. Í 2. sæti listans er Kristján Ólafsson, Dalvík, 3. sæti Sveinn Elías Jónsson, Árskógshreppi, 4. sæti Gunnhildur Gylfadóttir, Svarfaðardal, 5. sæti Stefán Svanur Gunnarsson, Dalvík, 6. Meira
18. apríl 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Kosin Ljósmyndafyrirsæta Vestfjarða

Flateyri-Ung 18 ára yngismær frá Flateyri, Fanney Sigurþórsdóttir, var kosin Ljósmyndafyrirsæta Vestfjarða í undanúrslitum Fegurðarsamkeppni Íslands sem haldin var á veitingastaðnum Krúsinni á Ísafirði laugardaginn 4. apríl sl. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Listi Árborgar samþykktur

Á-LISTI Árborgar borinn fram undir merkjum félagshyggju, jafnréttis og kvenfrelsis, hefur verið samþykktur. Listann skipa: 1. Sigríður Ólafsdóttir, skrifstofumaður og bæjarfulltrúi, Selfossi, 2. Margrét Ingþórsdóttir, bankamaður og varabæjarfulltrúi, Selfossi, 3. Torfi Áskelsson, verkstjóri og tónlistarmaður, Selfossi, 4. Guðjón Sigurjónsson, lögfræðingur, Selfossi, 5. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Magnús Jón hafnaði 22. sætinu

ÓVÍST er hvort Magnús Jón Árnason, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði, mun taka sæti á lista Fjarðarlistans. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var honum boðið 22. sætið en hann hafnaði því. Í skoðanakönnun um skipan á listann varð hann í fjórða sæti. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 431 orð

Mat á lánshæfi átti þátt í hraða ákvörðunar

EIN af ástæðunum fyrir því að hraði var hafður á þegar Halldór J. Kristjánsson var ráðinn bankastjóri Landsbanka Íslands daginn eftir að Björgvin Vilmundarson, Halldór Guðbjarnason og Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjórar, sögðu af sér, var að koma í veg fyrir að bankinn félli í áliti erlendis og það hefði áhrif á lánshæfi. Halldór J. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Málverkasýning á Fáskrúðsfirði

Í TENGSLUM við menningardaga á Fáskrúðsfirði núna í apríl var opnuð málverkasýning um páskana þar sem hjónin Ríkharður Valtingojer og Sólrún Friðriksdóttir opnuðu málverkasýnigu í grunnskólanum. Á sýningunni eru 36 myndir eftir þau hjón. Margar myndir eftir Ríkharð eru svarthvítar og unnar í málm og myndir Sólrúnar eru m.a. ofin teppi og samsetning á ýmsum hlutum úr náttúrunni. Meira
18. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 210 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í safnaðarheimili kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14, séra Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur messar. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld, bæn og íhugun Davíðssálma, umsjónarmaður Guðmundur Guðmundsson. Mömmumorgunn í safnaðarheimili frá kl. 10 til 12 á miðvikudag, Bryndís Arnardóttir fjallar um teikningu barna. Skátamessa á sumardaginn fyrsta kl. 11. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Miðstöð menningar

Í DESEMBER sl. var haldin í Hlaðvarpanum Miðstöð menningar þar sem fram kom fólk af mismunandi þjóðerni búsett á Íslandi með ýmis dagskráratriði og verður slík uppákoma haldin aftur. Að þessu sinni verður Miðstöð menningar haldin á Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, laugardaginn 18. apríl kl. 16. Meira
18. apríl 1998 | Landsbyggðin | 236 orð

Milljóna samningar við íþróttafélögin

Keflavík-Nýlega undirritaði Reykjanesbær kaup- og rekstrarsamninga við íþróttafélög og klúbba í bænum fyrir liðlega 43 milljónir króna. Rúmlega helmingur þessarar upphæðar eða 28,9 milljónir eru vegna kaupa bæjarins á hluta íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur á svokölluðum B-sal. Þá voru gerðir 11 aðrir rekstrarsamningar upp á liðlega 14 milljónir króna. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Netið notað til að kanna viðhorf nemenda í VÍ

UMFANGSMIKIL gæðakönnun hefur verið gerð í Verslunarskóla Íslands í vikunni og taka allir nemendur skólans, sem eru tæplega eitt þúsund talsins, þátt í henni. Að sögn Freys Þórarinssonar, kennara við Viðskiptaháskólann, sem hafði umsjón með könnuninni, svöruðu nemendurnir spurningum um allar námsgreinar sínar og eru svörin samtals hátt í eitt hundrað þúsund talsins. Meira
18. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Sveigjanleiki fyrirtækja

JAN CH. Karlsson, prófessor við deild atvinnulífsfræða við Háskólann í Karlstad í Svíþjóð, flytur opinn fyrirlestur í sal Háskólans á Akureyri, við Þingvallastræti 23 næstkomandi þriðjudag, 21. apríl, kl. og hefst hann kl. 12.05. Meira
18. apríl 1998 | Landsbyggðin | 637 orð

Vinnubrögð verði sjálfstæðari og frumkvæði aukið

Vestmannaeyjum-Athafnaver unga fólksins, öflugt tölvuver, var opnað í Eyjum fyrir skömmu. Athafnaverið er samstarfsverkefni Vestmannaeyjabæjar, Þróunarfélags Vestmannaeyja, Háskóla Íslands og Framhaldsskólans í Eyjum og er markmið þess að efla og virkja sköpunargáfu og krafta ungs fólks í Vestmannaeyjum. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 828 orð

Þrávirk, lífræn efni í gildru á Norðurhjara?

DOKTOR Össur Skarphéðinsson alþingismaður, líffræðingur og ritstjóri, flytur síðasta fyrirlesturinn í röð slíkra á vegum Sjávarútvegsstofnunar í tilefni af ári hafsins, í sal 4 í Háskólabíói í dag klukkan 13.15. Fyrirlestur Össurar nefnist Ógnir við undirdjúpin þar sem hann mun fjalla um mengun hafsins og blikur á lofti þar að lútandi. Meira
18. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 1466 orð

Þróun lífríkis Mývatns undanfarin misseri líkist þróun áranna 1988

FRAMVINDA lífríkis Mývatns og Laxár undanfarin misseri líkist mjög þeirri sem varð árin 1988­ 1989 þegar átustofnum vatnsins, rykmýi og krabbadýrum, hrakaði snögglega með tilheyrandi veiðileysi og fækkun í andastofnum, en svipaðir atburðir gerðust árin 1970, 1975 og 1983. Meira

Ritstjórnargreinar

18. apríl 1998 | Leiðarar | 550 orð

LeiðariKENNING OG GLÆPIR SAGA tuttugusta aldarinnar er blóðug á kö

SAGA tuttugusta aldarinnar er blóðug á köflum og enginn skortur þar á grimmdarverkum og harðstjórum. Stalín, Hitler og Maó báru ábyrgð á ótrúlegum fjöldamorðum. Pol Pot, sem fór fyrir byltingarstjórn Rauðu khmeranna í Kambódíu á árunum 1975-1979, getur hins vegar ekki síður en þeir talist til mestu ófreskna mannkynssögunnar. Enginn veit með vissu hversu mörg fórnarlömb Pol Pots voru. Meira
18. apríl 1998 | Staksteinar | 314 orð

»Von um nýja tíma FYRIRSÖGN þessa Staksteinapistils er hin sama og á leiðara D

FYRIRSÖGN þessa Staksteinapistils er hin sama og á leiðara Dags frá fimmtudeginum 16. apríl síðatliðnum þar sem leiðarahöfundur blaðsins, Elías Snæland Jónsson, fer orðum um samkomulagið sem tókst á Norður-Írlandi um páskahátíðina. Meira

Menning

18. apríl 1998 | Margmiðlun | 331 orð

Ekið upp á líf og dauða

Wipeout fyrir Sega Saturn. Psygnosis hannaði leikinn, Sega gefur út. ÞAR SEM Sega hefur ákveðið að hætta framleiðslu Sega Saturn- leikjatölvanna fækkar Saturn-leikjunum eðlilega til muna sem teknir verða til umfjöllunar. Sennilega verður þetta því síðasti Sega Saturn-leikjadómurinn í bili. Meira
18. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 50 orð

Fátækum hjálpað

LEIKKONAN Melanie Griffith mætti ásamt eiginmanni sínum, Antonio Banderas, og móður sinni, Tippi Hedren, til kirkju vestur í Los Angeles á dögunum þar sem verið var að dreifa matarkössum. "Fæðum börnin" var slagorð átaksins en veitingahúsakeðjan Planet Hollywood tók þátt í að dreifa matvælunum til fjölskyldna í neyð. Meira
18. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 204 orð

Ford fyrirsætan valin

FORD fyrirsæta ársins 1998 var valin á Broadway á fimmtudagskvöldið. Sigurvegari keppninnar var hin 14 ára gamla Edda Pétursdóttir og verður hún fulltrúi Íslands í keppninni "Supermodel of the World" sem haldin verður síðar á árinu. Alls tóku sextán stúlkur þátt í keppninni og sýndu þær meðal annars fatnað frá Filippíu fatahönnuði og nokkrum verslunum. Meira
18. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 215 orð

Héðan og þaðanÞorrablót í Flórída og Chicago

ÞORRABLÓT Íslendingafélaga erlendis eru tíð og er íslenskur súrmatur og hefð í hávegum höfð víðar en á Íslandi. Tvö slík voru haldin í Bandaríkjunum fyrir skömmu, annars vegar í Chicago og hins vegar í Cocoa Beach í Flórída. Meira
18. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 189 orð

Tim Allen í meðferð

HANDLAGNI heimilisfaðirinn Tim Allen skráði sig í áfengismeðferð í vikunni eftir að hann hlaut dóm fyrir að keyra undir áhrifum. Talsmaður Allens sagði að þetta hefði engin áhrif á sjónvarpsþættina vinsælu þar sem tökum fyrir þetta tímabil lauk nýlega. Allen var dæmdur á síðasta ári í bænum Bloomfield í Michigan eftir að hafa játað á sig ölvunarakstur. Meira

Umræðan

18. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 882 orð

Bréf úr Mývatnssveit Frá Kristjáni Þórhallssyni og Þorláki Jónassyni:

Í OKTÓBER 1997 sendu 17 landeigendur og ábúendur í Vogum við Mývatn ósk um að umhverfisráðuneytið gæfi fyrirmæli um að Kísiliðjan dældi úr botni Vogaflóa sunnan línu frá Vogum í Dauðanes. Þaðan að Kransi og Auðnavík. Síðan segir: "Ljóst er að framangreint svæði er orðið víða svo grunnt að silungur er að hverfa. Við teljum þessa dælingu mjög brýna og vonum að málið fái jákvæðar undirtektir. Meira
18. apríl 1998 | Aðsent efni | 672 orð

Er grunnurinn heilbrigður?

Á ALÞINGI hefur verið lagt fram stjórnarfrumvarp um gagnagrunna á heilbrigðissviði. Safn upplýsinga um heilsufar þjóðarinnar hefur lengi verið mikilvægt tæki til að miðla upplýsingum, bæta heilsufar og til þess að stýra stórum hluta ríkisútgjaldanna skynsamlega. Meira
18. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 290 orð

Lofsvert framtak Íslenska álfélagsins Gísla Má G

FRAMTÍÐARSÝN Íslendinga er m.a. aukin iðnvæðing og aukin nýting orkuauðlinda. Gert er ráð fyrir að mörg störf muni skapast í stóriðnaði í framtíðinni og áætlanir eru uppi um auknar virkjanir fallvatna og jarðhita. Þetta mun hafa í för með sér breytingar á umhverfi, bæði landslagsbreytingar og breytingar á lífríki. Til að standa sem skynsamlegast að framkvæmdum fara þær í mat á umhverfisáhrifum. Meira
18. apríl 1998 | Aðsent efni | 826 orð

Trúnaður eða leynd Í umræðunni er frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Hrafn Tulinius telur að frumvarpið

FRUMVARP það til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði, sem lagt hefur verið fram á Alþingi fjallar um meðferð persónutengdra gagna á heilbrigðissviði. Undirrituðum þykir rétt að benda á nokkur atriði varðandi meðferð trúnaðar- upplýsinga. Siðareglur lækna, sem kenndar eru við Hippocrates, munu vera elstu þekktar siðareglur starfsstéttar sem varðveist hafa. Meira

Minningargreinar

18. apríl 1998 | Minningargreinar | 337 orð

Árni Þorkelsson

Að leiðarlokum, þegar ég minnist sonar míns Árna, bærast í mér tilfinningar sem erfitt er að koma orðum að. Enginn bjóst heldur við að hann færi svona fljótt. Kannski hefðum við getað með tímanum sagt hvor öðrum hversu vænt okkur þótti hvorum um annan. Við vorum líka byrjaðir á því og vildum rækta samband okkar. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 464 orð

Ewald E. Berndsen

Kveðja frá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Við andlát Ewalds Berndsen verðum við samverkafólk hans á Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar þess áþreifanlega vör að nú er skarð fyrir skildi. Þótt réttilega sé sagt að ávallt komi maður í manns stað verður það skarð, sem myndast hefur við lát Ewalds, vandfyllt. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 268 orð

Gísli Magnússon

Elsku langafi og góði vinur. Að fá að umgangast þig og kynnast tilveru þinni voru forréttindi sem við gleymum aldrei, að sumu leyti var það eins og að fá að skyggnast yfir í gamla tíma sem nú eru horfnir. Þannig kenndir þú okkur að umgangast skepnur á þann hátt sem þér einum var lagið. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 238 orð

GÍSLI MAGNÚSSON

GÍSLI MAGNÚSSON Gísli Magnússon fæddist á Brekku Hvalfjarðarströnd 16. mars 1905. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness. 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Gíslason, f. í Stóra-Botni í Hvalfirði 27. júlí 1871, d. 2. júní 1957, og Guðrún Bjarnadóttir, f.16. nóvember 1866, d. 4. desember 1950. Þau voru ábúendur á Brekku. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 264 orð

Heiðbjört Guðlaug Pétursdóttir

Þegar ég sest niður nú eftir að amma Heiðbjört hefur lagst til hinstu hvílu er fjölmargt sem kemur upp í hugann. Mínar fyrstu minningar eru frá því að ég var u.þ.b. sex ára og þá vorum við stödd í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Það er merkilegt að það skyldi hafa verið á þeim stað því amma var ætíð mikill dýravinur. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 32 orð

HEIÐBJÖRT GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR

HEIÐBJÖRT GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR Heiðbjört Guðlaug Pétursdóttir fæddist á Gautastöðum í Holtshreppi (nú Fljótahreppi) 12. mars 1910. Hún lést á Landspítalanum 24. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 3. apríl. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 410 orð

Hilmar Sigþór Einarsson

Fjarlægri sól öllu framandi líf vort er háð sem ljósið. Myrkheima til án miskunnar daganna vagn oss dregur. Hugsanir manns eru hrímperlur stuttrar nætur á stráum. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 31 orð

HILMAR SIGÞÓR EINARSSON

HILMAR SIGÞÓR EINARSSON Hilmar Sigþór Einarsson fæddist á Djúpalæk, Skeggjastaðahreppi, 12. október 1914. Hann lést á Heilsugæslustöðinni á Vopnafirði 27. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skeggjastaðakirkju 4. apríl. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 133 orð

Ingvar Oddsson

Elsku afi, okkur langar í fáum orðum að kveðja þig og þakka fyrir allar góðu minningarnar og stundirnar sem við áttum saman. Einhvern veginn vildi maður trúa því að afi yrði alltaf til staðar en svona illvígur sjúkdómur fer víst ekki í manngreinarálit. Þessi barátta var stutt en hetjulega háð. Við hittumst alltaf reglulega og alltaf varstu jafn hress. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 369 orð

Ingvar Oddsson

Elsku afi minn, mig skortir orð. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á þessari stundu en það er svo erfitt að ná því niður á blað. Aldrei hefði mér dottið í hug að þú, hann afi minn, færir svona fljótt. Jú, þú háðir harða en stutta baráttu við þann illvíga sjúkdóm sem svo margir falla fyrir. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 27 orð

INGVAR ODDSSON

INGVAR ODDSSON Ingvar Oddsson fæddist í Keflavík 28. mars 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 15. apríl. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 500 orð

Jóna Sigríður Jónsdóttir

Í dag verður til moldar borin elskuleg tengdamóðir mín Jóna Sigríður Jónsdóttir. Hún var fædd að Þverlæk í Holtum 21. ágúst 1897 og var því orðin rúmlega aldar gömul, þegar hún lést. Hún bar aldur sinn svo vel að þótti tíðindum sæta. Hún hélt upp á 100 ára afmæli sitt með mikilli reisn síðastliðið sumar með öllum sínum afkomendum og vinum. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 248 orð

Jóna Sigríður Jónsdóttir

Elsku langamma. Í nokkrum orðum vil ég þakka fyrir mig. Ég þakka þér fyrir að ég skuli eiga fallegar minningar um þig, á Tanganum, í Eskihlíðinni og nú síðast á Grundinni. Ég þakka þér fyrir að ég hafi þig og þína léttu lund sem fyrirmynd að jákvæðu og góðu hugarfari. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 774 orð

Jóna Sigríður Jónsdóttir

Það eru tímamót í lífi mínu. Tímamót sem ég vissi að mundu koma. Hún amma mín er "flutt upp". Þannig tók hún sjálf til orða þegar hún talaði um, að hún mundi einhvern tíma yfirgefa þessa jarðvist. Ég get ekki lengur skroppið til hennar með henni, hlustað á sögur frá því í gamla daga eða hlustað á allar þær vísur og öll þau ljóð sem hún kunni, Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 375 orð

Jóna Sigríður Jónsdóttir

Nú þegar leiðir skilur að sinni, og Jóna Sigríður Jónsdóttir móðursystir mín leggst þreytt en ánægð til hvíldar í mjúkri fósturjarðarmoldinni, sakna ég sárt vinar í stað. Hún hefur verið fastur póll í tilveru minni frá því ég ásamt systur heimsóttum hana og hennar stóru fjölskyldu, sem þá voru nýlega sest að í Reykjavík. Við gistum hjá þeim þá og oft síðar, þótt þröngt væri. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 310 orð

Jóna Sigríður Jónsdóttir

Elsku Jóna amma mín. Ég man þegar ég var lítil hjá þér. Ég naut þeirra forréttinda að búa hjá þér og Sigfúsi afa í Eskihlíðinni ásamt foreldrum mínum fyrstu fjögur árin mín, en svo fluttumst við í Bólstaðarhlíðina. Þegar ég var sjö ára dó Sigfús afi, þá fluttumst við aftur til þín til að passa þig, eins og þú sagðir, af því að afi væri dáinn. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 194 orð

JÓNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

JÓNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Jóna Sigríður Jónsdóttir var fædd á Þverlæk í Holtahreppi 21. ágúst 1897. Hún lést á elliheimilinu Grund laugardaginn 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valgerður Bjarnadóttir, f. 28.5. 1859, d. 26.7. 1939, og Jón Jónsson, f. 8.6. 1848, d. 20.3. 1897. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 241 orð

Lilja Finnsdóttir

Í dag kveð ég góða vinkonu mína með miklum söknuði. Ég var um fimm ára er ég hringdi bjöllunni á Borgarbraut 70 og spurði eftir vini mínum Óskari. Hann var ekki heima en ekki stóð á henni Lilju minni, hún bauð mér inn og upp frá því vorum við perluvinir. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 26 orð

LILJA FINNSDÓTTIR

LILJA FINNSDÓTTIR Lilja Finnsdóttir fæddist á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð 17. september 1905. Hún lést 19. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Borgarneskirkju 3. apríl. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 125 orð

María Júlíana Kjartansdóttir

Elsku amma Malla, við kveðjum þig núna með sorg í hjarta. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og kenndir okkur. Það er svo erfitt að vera lítill og skilja ekki af hverju þú ert farin. Við vitum að nú líður þér vel hjá afa og við vitum líka að þú vakir yfir okkur og passar okkur. Elsku amma, við munum alltaf sakna þín og minnast þín sem bestu langömmu í heimi. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 194 orð

Pétur Pálmason

Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur, en þú fórst ekki svo langt því minningin um þig mun ávallt blunda í hjörtum okkar. Þú sem varst svo stór hluti af sveitinni, hvað hún verður tóm án þín, en þrátt fyrir sorgina og tómleikann erum við svo rík, rík af minningum um hæglátan, hlýjan og góðan afa sem ekki mat lífið í veraldlegum gæðum. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 354 orð

PÉTUR PÁLMASON

PÉTUR PÁLMASON Pétur Pálmason viðskiptafræðingur í Norður-Gröf var fæddur í Reykjavík 24. september 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pálmi Hannes Jónsson skrifstofustjóri, f. 10. október 1902, d. 2. október 1992, og Þórunn Einarsdóttir saumakona í Danmörku, f. 19. ágúst 1897, d. 24. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 787 orð

Sigríður Vigfúsdóttir

Hún var eins og sólin sjálf, stór, björt og hlý. Þannig minnist ég ömmusystur minnar Sigríðar Vigfúsdóttur frá Flögu í Skaftártungu. Eiginlega áttaði ég mig aldrei almennilega á því hvernig hægt var að verðskulda alla þá ástúð sem hún veitti. En var það ekki einmitt mergurinn málsins, maður verðskuldaði ástúðina auðvitað ekki, það var bara Sigga frænka sem svo mikið hafði að gefa. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 618 orð

Sigurður Kristján Gissurarson

"Hann pabbi er dáinn." Það er undarlegt að standa í þessum sporum og segja þessi orð án þess að geta nokkuð gert við þeirri staðreynd að fastur liður í lífi okkar er genginn á vit eilífðarinnar, burt frá hversdagsþrasinu. Og einhvern veginn eins og af sjálfu sér, þegar horft er til baka, þjóta fram óteljandi myndir af samvistum okkar við pabba, af umhverfi okkar, ævintýrum, draumum og þrám. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 218 orð

SIGURÐUR KRISTJÁN GISSURARSON

SIGURÐUR KRISTJÁN GISSURARSON Sigurður Kristján Gissurarson fæddist á Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi 21. nóvember 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Sigurðardóttir frá Langholti í Hrunamannahreppi f. 30. maí 1876, d. 10. ágúst 1959, og Gissur Gunnarsson frá Byggðarhorni, f. 6. nóv. 1872, d. 11. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 296 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Ég kynntist Sigurði fyrst þegar ég var 6 ára, þá var ég svo heppin að fá hann sem umsjónarkennara. Ég gleymi því aldrei þegar við sungum saman "A a a afi fer í bað". Ég man hvað það var gaman að koma í skólann því Siggi var alltaf til í að hafa svolítið fjör. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 585 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Sigurður Randver Sigurðsson, kennari, fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1951, en varð bráðkvaddur á vinnustað sínum, Sandvíkurskóla á Selfossi, 1. apríl. Sigurður var fremur lágvaxinn en þéttur á velli og bar með sér skapstyrk sinn án alls fyrirgangs, en vakti þó athygli hvar sem hann fór. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 657 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Það var nöturlegan dag sem mér bárust þær harmafregnir ofan af Íslandi að frændi minn Sigurður Randver hefði orðið bráðkvaddur aðeins 47 ára að aldri. Maður er sleginn. Reynslan er óneitanlega harður skóli. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 621 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Eftir áramótin 1951 var mikið um að vera í litlu húsi við Langholtsveg hér í Reykjavík. Von var á nýjum fjölskyldumeðlim. Við höfðum beðið með óþreyju í nokkra daga. Fæðingin gekk seint. Heilan sólarhing biðum við systkinin ásamt föður okkar þögul frammi. Flestir reyndu að sinna einhverju verki, en hugurinn var inni hjá móður okkar og barninu sem barðist fyrir lífi sínu. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 88 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Sigurður Randver Sigurðsson, eða Siggi eins og við vorum alltaf vön að kalla hann, er ekki meðal okkar í dag. Þetta gerðist allt svo skyndilega að við áttum okkur ekki almennilega á því að hann er farinn. Þetta hafði verið svo góður dagur. Siggi var meira en frábær kennari, hann var skilningsríkur og ráðagóður, hann var alltaf tilbúinn til að hjálpa öðrum. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 193 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Við höfum misst frábæran mann. Sigurður Randver er látinn. Siggi Randver var ekki bara frábær kennari heldur góður félagi og vinur sem vissi alltaf hvað átti að gera. Vissi alltaf hvað hann átti að segja. Hann gat alltaf hjálpað okkur með hvað sem var. Siggi Randver hefur kennt mér síðustu tvö ár. Hann hefur alltaf verið góður við allt og alla. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 117 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Sigurður Randver Sigurðsson eða Siggi eins og hann var nær alltaf kallaður var besti kennari sem hægt var að hugsa sér og góður vinur. Hann var fullur af lífsorku og var alltaf að gera eitthvað fyrir aðra. Þótt hann sé dáinn mun hann alltaf lifa í huga okkar, því ef ég loka augunum sé ég hann fyrir mér og ég veit að allir þeir sem þekktu hann munu aldrei gleyma honum. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 140 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Með þessum orðum kveð ég Sigurð Randver Sigurðsson. Það var gaman að ganga í skóla og vera í bekk með Sigga. Hann var ekki bara kennarinn minn heldur líka góður vinur minn. Hann var frábær og skemmtilegur kennari og með góðan húmor, og hann hafði mjög mikinn metnað fyrir okkar hönd, enda var hann sá besti sem ég hafði haft. Hann var í öllu sem tengdist skemmtun í skólanum. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 297 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Mjök erum trekt tungu at hræra eða loptvætt ljóðpundara; esa nú vænligt of Viðurs þýfi né hógdrægt úr hugarfylgsni. Svo orti hið borgfirska skáld Egill Skallagrímsson. Í orðum hans felst allt sem segja þarf um þau áhrif er sviplegt fráfall Sigurðar Randvers hafði á undirritaðan. Kynni okkar Sigurðar vörðu á fjórða áratug. Meira
18. apríl 1998 | Minningargreinar | 32 orð

SIGURÐUR RANDVER SIGURÐSSON

SIGURÐUR RANDVER SIGURÐSSON Sigurður Randver Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 28. febrúar 1951. Hann varð bráðkvaddur við kennslustörf á Selfossi 1. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 11. apríl. Meira

Viðskipti

18. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Skipulagsbreytingar hjá Skeljungi Forstöð

ÁRNI Ólafur Lárusson, forstöðumaður fjármálasviðs Skeljungs hf., hefur látið af störfum hjá félaginu. Gerist það með samkomulagi hans og Skeljungs og er liður í breytingum á skipulagi rekstrarins, að sögn Kristins Björnssonar forstjóra. Árni Ólafur hefur starfað hjá Skeljungi í 24 ár, fyrst sem forstöðumaður hagdeildar og síðan framkvæmdastjóri og forstöðumaður fjármálasviðs. Meira
18. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 507 orð

Útlit fyrir að bændur nái ekki að framleiða upp í mjólkurkvótann

NOKKURT jafnvægi virðist vera í framboði og eftirspurn eftir mjólkurkvóta. Markaðsverðið er 125­130 krónur á lítrann, að sögn Guðbjörns Árnasonar framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda, en á sama tíma í fyrra var verðið 145­150 krónur en fór hæst í 166 krónur. Útlit er fyrir svipuð kvótaviðskipti og í fyrra og að kvóti að verðmæti um 400 milljónir kr. skipti um hendur á verðlagsárinu. Meira

Daglegt líf

18. apríl 1998 | Neytendur | 178 orð

Búfjáráburður í stað tilbúins áburðar

ÞAÐ eru margir sem vilja fremur bera búfjáráburð á grasið í görðum sínum og á aðrar garðjurtir en tilbúinn áburð. Að sögn Óttars Geirssonar jarðræktarráðunautar stafar þetta af því að í búfjáráburði, eins og til dæmis hrossaskít, eru öll næringarefni sem plantan þarf á að halda. Meira
18. apríl 1998 | Neytendur | 788 orð

Forræktun nauðsynleg vegna stutts vaxtartíma

"MARGAR tegundir sumarblóma og grænmetistegunda þarf að forrækta vegna þess hve vaxtartíminn er stuttur. Þá er sáð til plantnanna inni og þær forræktaðar í 4­6 vikur við 12­15 gráðu hita á celsíus. Sáningartíminn ræðst af veðurfarsskilyrðum á hverjum stað. En plönturnar þurfa að vera tilbúnar til gróðursetningar úti þegar klaki er farinn úr jörðu og mold tekin að hlýna," segir Garðar. Meira
18. apríl 1998 | Neytendur | 191 orð

LGG+ hlýtur góðar viðtökur

Á FYRSTU þremur vikunum fram að páskum seldust um 350.000 skammtar af LGG+ mjólkurafurð Mjólkursamsölunnar eða sama magn og gert var ráð fyrir að selja á sex mánuðum. Þar sem framleiðslugeta og tiltækar umbúðir hafa ekki verið í samræmi við svo góðar viðtökur hefur þurft að skammta í verslanir. Meira
18. apríl 1998 | Neytendur | 56 orð

Nýjar súkkulaðibitakökur

KEXVERKSMIÐJAN Frón hefur hafið sölu og dreifingu á hollensku súkkulaðibitakökunum Chocolate Cookies. Í fréttatilkynningu kemur fram að 37% af hverri köku séu súkkulaðibitar. Sælkerum ætti því að líka vel við kökurnar. Hver pakki vegur 225 g og inniheldur 12 stórar kökur. Chocolate Cookies verða til sölu í öllum helstu matvöruverslunum á landinu innan tíðar. Meira

Fastir þættir

18. apríl 1998 | Í dag | 22 orð

ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 18. apríl, verður fertugur

ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 18. apríl, verður fertugur Rúnar Antonsson, Morgunblaðinu á Akureyri, Hvammshlíð 5, Akureyri. Rúnar verður að heiman í dag. Meira
18. apríl 1998 | Fastir þættir | 738 orð

Fíngert skraut og beinni línur Í þættinum í dag fjallar Sigríður Ingvarsdóttir um stíl Lúðvíks XVI og nýklassismann í húsgögnum.

Á meðan stíltegundir frá endurreisnarstílnum til rókókóstílsins sköpuðust og liðu undir lok tók ný stefna að skjóta upp kollinum, nýklassíska eða fornlistastefnan. Hún fólst í því að stæla forna list Grikkja og Rómverja. Nýklassíski stíllinn birtist í málaralist, húsgagnalist, húsbúnaði og klæðaburði. Þegar líða tók á seinni hluta 18. Meira
18. apríl 1998 | Fastir þættir | 688 orð

"Gef oss í dag vort daglegt brauð"

LAUGARDAG fyrir páska ók ég um Borgarfjörðinn frá jarðarför náins frænda í afar fögru veðri, þar sem hin óvenjufagra birta fyllti hugann friði og kyrrð. Þessi frændi minn var mikill fuglavinur og orti mikið um fugla og því táknrænt að fyrsti hrossagaukur vorsins mætti mér þegar ég ók í hlað heima hjá mér. Meira
18. apríl 1998 | Fastir þættir | 923 orð

Glæsileg verðlaun á barnaskákmóti í dag

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, setur í dag eitt glæsilegasta barnaskákmót sem haldið hefur verið hér á landi. Mótið hefst í dag klukkan 12.45. Í verðlaun eru m.a. utanlandsferðir. Hemmi Gunn verður kynnir á mótinu. Þátttaka er ókeypis. 18. apríl 1998. Meira
18. apríl 1998 | Fastir þættir | 876 orð

Glötuð bók T.S. Eliots Hver man ekki Tom og Viv og öll þeirra vandamál sem kannski köstuðu skáldinu í faðm biskupakirkjunnar

T.S. Eliot er sífellt umræðu- og rannsóknarefni. Ekki er langt síðan meint gyðingahatur hans yfirskyggði alla breska bókmenntaumræðu. Nú er það hvað hann fékk að láni frá öðrum skáldum. Með birtingu æskuljóða hans (Inventions of the March Hare. Poems 1909­1917. Edited by Christopher Ricks. 428 bls. Útg. Meira
18. apríl 1998 | Fastir þættir | 479 orð

Hvað er syndíkalismi?

1. Halldór Laxness gaf út Njálu með nútímastafsetningu. Hvaða ár kom hún út? 2. Sigurður Breiðfjörð skáld hefði átt stórafmæli á þessu ári. Hve gamall hefði hann orðið? 3. Hver gaf út tímaritið Ármann á Alþingi? SAGA 4. Hver var fyrsti varaforseti Bandaríkjanna og í forsetatíð hvers var hann skipaður í það embætti? 5. Meira
18. apríl 1998 | Fastir þættir | 499 orð

Hvað er til ráða við hrukkum?

Spurning: Ég er kona á miðjum aldri og hef tekið eftir því að undanförnu að hrukkur eru farnar að myndast í kringum munninn. Er hægt að losna við þessar hrukkur? Og ef svo er hvernig fer sú aðgerð fram og hvað kostar hún? Svar: Hrukkur í andliti er alltaf hægt að laga a.m.k. Meira
18. apríl 1998 | Fastir þættir | 786 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 949. þáttur

949. þáttur NOKKRAR breytingartillögur með innskotum og útúrdúrum: 1)Í stað þess að segja "innibera" komi fela í sér. Dæmi: Kenningin felur það í sér, en ekki: Kenningin? inniber. Hið síðara er hrá danska. Meira
18. apríl 1998 | Fastir þættir | 868 orð

Skuggi draumsins

PERSÓNUR draumsins eru á margan hátt líkar persónum rithöfundar um eðli og byggingu. Skáld sem eitthvert mark er á takandi koma sér upp galleríi af persónum sem birtast aftur og aftur í skáldverkum þeirra en í ólíkum gervum, það eru manngerðir sem eru líkar að geðslagi og innræti þótt þær fari hamskiptum milli skáldsagna. Meira
18. apríl 1998 | Fastir þættir | 2376 orð

ÚTI AÐ BORÐA MEÐ EDDIE SKOLLER "Ég e

EF skemmtikraftar og frægt fólk er almennt upptekið af sjálfu sér og frama sínum þá er Eddie Skoller algjör undantekning. Hann tók strax frumkvæðið við matarborðið, ekki til að segja frá sér og sínu, heldur til að forvitnast um Ísland og Íslendinga og svo vildi hann heyra hvar Vigdís héldi sig, því hana hefur hann hitt og hrifist af. Meira
18. apríl 1998 | Fastir þættir | 2108 orð

(fyrirsögn vantar)

Ferming í Áskirkju 19. apríl kl. 14. Prestur sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Fermd verða: Baldur Már Jónsson, Álfheimum 33. Baldur Leifsson, Réttarholtsvegi 63. Björgvin Karlsson, Langholtsvegi 14. Eiður Ágústsson, Austurbrún 24. Einar Hjörleifsson, Sæviðarsundi 18. Friðrik Helgi Árnason, Reynigrund 15, Kóp. Meira
18. apríl 1998 | Í dag | 502 orð

(fyrirsögn vantar)

Kunningi Víkverja kom að máli við hann í vikunni og sagðist vera hálfhneykslaður á þeirri umræðu sem hefði staðið um Íslenzka erfðagreinungu vegna lagafrumvarps um gagnagrunna á heilbrigðissviði, sem nú liggur fyrir Alþingi. Meira

Íþróttir

18. apríl 1998 | Íþróttir | 511 orð

ARSENAL hefur áhuga á að kræ

ARSENAL hefur áhuga á að krækja í ítalska framherjann Alessandro Del Piero fyrir næstu leiktíð, en samningur hans við Juventus er laus í sumar. Del Piero hefur lýst yfir áhuga á að komast í raðir Arsenal, en núverandi vinnuveitendur hans vilja ólmir halda honum. Meira
18. apríl 1998 | Íþróttir | 201 orð

Áformað að leggja "gullvöll" Owens niður

Hugmyndir eru uppi á meðal borgaryfirvalda í Berlín um að breyta Ólympíuleikvanginum þar í borg þannig að hann rúmi 90.000 áhorfendur í sæti, 25.000 fleiri en nú er. Er þetta gert til þess að styðja við umsókn Þýskalands um að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 2006. Meira
18. apríl 1998 | Íþróttir | 37 orð

Forsala

Forsala Forsala á leik Vals og Fram verður í íþróttahúsi Fram á milli kl. 12 og 14 í dag. Þá ætla stuðningsmenn Fram að hittast á Jensen í Ármúla upp eftir klukkan 13 og hita upp fyrir leikinn. Meira
18. apríl 1998 | Íþróttir | 52 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin New York - Toronto108:79 Utah - Sacramento99:86 Potland - LA Clippers99:90 Vancouver - San

NBA-deildin New York - Toronto108:79 Utah - Sacramento99:86 Potland - LA Clippers99:90 Vancouver - San Antonio97:110 Golden State - Dallas88:82 Íshokkí NHL-deildin Meira
18. apríl 1998 | Íþróttir | 259 orð

Úrslit karla, 3. leikur:

HandknattleikurLaugardagur: Úrslit karla, 4. leikur: Hlíðarendi:Valur - Fram16 Sunnudagur: Úrslit kvenna, 3. leikur: Ásgarður:Stjarnan - Haukar16.20 Mánudagur: Úrslit karla, 5. leikur (ef með þarf): Framhús:Fram - Valur20.30 Körfuknattleikur Meira
18. apríl 1998 | Íþróttir | 414 orð

Þorvaldur náði lengst Íslendinganna

ÍSLENSKIR júdómenn náðu athyglisverðum árangri á Opna hollenska meistaramótinu sem fram fór á dögunum. Mótið er ásamt Opna tékkneska og Opna þýska mótinu það mót sem kemur næst Opna franska meistaramótinu að styrkleika, en alls eru haldin 10 til 12 svokölluð A-mót árlega auk Evrópumeistaramótsins. Meira

Úr verinu

18. apríl 1998 | Úr verinu | 512 orð

Dynex ofurtógið á góðu gengi að fagna

HAMPIÐJAN tók ásamt fleiri íslenskum fyrirtækjum þátt í sjávarútvegssýningunni Fishing '98" í Glasgow í Skotlandi 19.-21. mars sl. Sýningin var fjölsótt af útgerðar- og rekstraraðilum á heimamarkaði og þótti hafa tekist vel. Meira
18. apríl 1998 | Úr verinu | 111 orð

Egill SH í breytingum

NÝVERIÐ lauk gagngerum breytingum á dragnótabátnum Agli SH frá Ólafsvík. Það var Ósey hf. í Hafnarfirði sem sá um breytingarnar. Báturinn var m.a. lengdur um 2 metra, sett á hann perustefni og nýr hvalbakur á stefni. Þá var skipt um brú og innréttingar og tæki í brú, borðsal og setustofu endurnýjuð. Meira
18. apríl 1998 | Úr verinu | 167 orð

Námskeið um skynmat

RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins býður upp á námskeið um skynmat þann 21. apríl nk. þar sem markmiðið er að þátttakendur nái það góðu valdi á skynmatsaðferðum að þeir geti notað þær á markvissan hátt við að meta framleiðslu síns fyrirtækis. Í stuttu máli má segja að skynmat sé öflugt tæki í vöruþróun og auðveldi fyrirtækjum að verða við óskum neytenda og auki einnig gæði vörunnar. Meira

Lesbók

18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 143 orð

Afmælissýning Nýlistasafnsins

AFMÆLISSÝNING tími/rými er haldin í tilefni 20 ára afmælis Nýlistasafnsins og verður opnuð almenningi sunnudaginn 19. apríl kl. 14. Sýnendur eru félagar í Nýlistasafninu fyrr og nú. Félögum í Nýlistasafninu var í afmælisgjöf boðið að sýna "verktilaðhengjaávegg" í eigin safni. Sýnendur fá að láni nagla og hamar sem er hinn raunverulegi sýningarstjóri samsýningarinnar. Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 51 orð

HEIMA

Bárunnar blúndukögur skrýðir dimmbláa klettaströnd þar sem svarthvítir sjófuglar sveima í hljómþýðum söngleik vindanna Í þverhníptu bergi óma ótal vonglaðar raddir vorsins sígrænu drauma Hugur minn horfir og saknar er ung ég undi og unni í faðmi þér ­ fagra eldborna eyja Höfundurinn er myndlistarkona í Reykjavík. Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 422 orð

Heyrt og séð og lófalestur

EINÞÁTTUNGARNIR Heyrt og séð eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Lófalestur eftir Jónínu Leósdóttur, báðir í leikstjórn Ásdísar Skúladóttur, verða frumfluttir mánudaginn 20. apríl kl. 20:30 í Listaklúbbi Leikhúskjallarans. Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1019 orð

Í BLÍÐU OG STRÍÐU

AÐ ÞESSU sinni ætla ég að fara nokkrum orðum um hjónabandið. Kannski er ástæðan sú að af fáu hef ég jafnmikla reynslu. Í tæp 30 ár hef ég verið í sama hjónabandinu á hverjum degi og slíkt hefur að sjálfsögðu haft veruleg áhrif á hugsanir og viðhorf auk þess sem maður veltir stöðugt vöngum yfir því merkilega fyrirtæki sem sambúð tveggja einstaklinga óneitanlega er. Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1281 orð

ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON

ÉG VAR staddur í flugvél yfir Grikklandi, himinninn bjartur og heiður, og framundan fnykur frá höfuðborginni Aþenu eins og merki um fjarlægt eldgos þegar mér opnaðist fyrst fyrir alvöru innsýn í íslenskar þjóðsögur sem ég þó hafði haft í eyrunum frá blautu barnsbeini á bernskuheimili mínu í Reykjavík. Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 94 orð

LEIÐRÉTTING

STUNDUM kemur fyrir að heimildir reynast ótraustar og ber þá að leiðrétta og hafa það er sannara reynist, þegar það rétta kemur í ljós. Röng nöfn stóðu undir mynd í grein Tómasar Einarssonr um ferð á Hofsjökul á páskum 1937, sem birtist í Lesbók 4. apríl sl. Undir myndinni sem hér er endurbirt stóð réttilega að Magnús Andrésson sé lengst til vinstri. Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 190 orð

LÖNGUM FANN ÉG TIL

Löngum fann ég til með því fólki sem forðum lifði hér; sem úr torfi og grjóti og tíðindaleysi, tilveru skapaði sér. Með grútarlampaljós, á leiðinni út í fjós, um göngin löng, svo lág og þröng. Það er auðvelt að ímynda sér hvernig andrúmsloftið var, er Þorrinn með sínum þjósti, þaut yfir land og mar. Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 233 orð

Málþing um gagnrýni í fjölmiðlum

SAMTÖK gagnrýnenda efna til málþings um listgagnrýni í fjölmiðlum á degi bókarinnar, 23. apríl næstkomandi. Til umræðu verða tilgangur, hlutverk og staða íslenskrar listgagnrýni í fjölmiðlum. Megináhersla verður á bókmenntagagnrýni í tilefni alþjóðlegs dags bókarinnar sem haldinn verður hátíðlegur þennan dag í þriðja sinn. Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2688 orð

NORRÆNIR MENN Á GRÆNLANDI EFTIR EIRÍK H. SIGURJÓNSSON Norrænir menn bjuggu á Grænlandi eitthvað fram yfir aldamótin 1400 en

ÁGRÆNLANDI er maður venjulega umhverfður fábreytilegri en stórbrotinni náttúru. Grænland er mjög skorið djúpum fjörðum og yfirleitt byrgja há og þverhnípt fjöll sýn. Milli hæstu fjallatinda má þó oft sjá inn á hluta hinnar geysivíðfeðmu jökulbreiðu sem hylur mestan hluta Grænlands. Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 779 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 736 orð

RÓTLAUS GJAMMANDI ÞRÁ Danska skáldið Peter Laugesen er eitt helsta skáld þeirrar kynslóðar í Danmörku sem nú er á sextugsaldri.

PETER Laugesen heitir ljóðskáld frá Árósum. Hann er hálfsextugur og hefur verið mikilvirkur undanfarna þrjá áratugi, sent frá sér fjóra tugi ljóðabóka, auk fimm þýddra, þ.á m. verk frægra stjórnleysingja og "gjöreyðenda", Artaud og Bakunin. Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 961 orð

SAMEINAÐIR SEMJUM VÉR...

Berio/Cerha/Dittrich/Kopelent/Harbison/Nordheim/Rands/Dalbavie/Weir/Penderecki/Rihm/Schnittke-Rozhdestvenski/Yuasa/Kurtág: Requiem of Reconciliation f. einsöngvara, kór og hljómsveit. Tobias Janzik, Donna Brown, Julie Moffat (S); Ingeborg Danz (A), Thomas Randle (T), Andreas Schmidt (B); Gächinger Kantorei Stuttgart, Kammerkór Krakár og Fílharmóníuhljómsveit Ísraels u. stj. Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 158 orð

SIGGA

Það er kalt úti andvarinn frýs í vitum él kemba götuna það er svört nótt Hérna innan dyra sviðnar enni og hjarta og þú ert nærri einhvern veginn Þú ert lítil stúlka í gulu pilsi á alltof köldum sumardeginum fyrsta Þú ert ung dökkhærð kona í Borgarfirði með vonbiðla á hælunum Þú ert móðir móður minnar Þú ert ég Nú ert þú dáin og Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

SNIÐIÐ Í SNJÓ Fimmta alþjóðlega snjóskúlpturhátíðin var haldin í Nuuk, höfuðstað Grænlands, dagana 14.­17. mars. Tvö lið frá

53 LIÐ tóku að þessu sinni þátt í alþjóðlegu snjóskúlptúrhátíðinni í Nuuk sem var sú fjölmennasta frá upphafi. Flest voru þau frá Grænlandi auk liða frá Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Litháen, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3061 orð

SUNNLENDINGAR Í AUGUM EGGERTS OG BJARNA GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar eru ekki

EGGERT Ólafsson og Bjarni Pálsson voru merkilegir brautryðjendur í vísindalegum rannsóknum á Íslandi og ferðuðust um landið þeirra erinda á árunum 1752-1757. Mátti segja að þeir kæmu að ónumdu landi að þessu leyti og á sama tíma var örlítið að birta til á þessum örsnauða útnára í Danaveldi. Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Tupilak

ALLT frá grárri forneskju hefur Tupilak verið mikil ókind sköpuð af göldróttum karli eða konu. Og ef þau áttuóvini fóru þau afsíðis, sökumþess að gjörningurinn átti aðfara fram á laun. Þau tóku meðsér gamla húð og alls kyns beinaf mönnum og dýrum; hauskúpur, rifbein, selhreifa, rostungatennur, refaþófa, rjúpuvængieða bjarnartennur. Meira
18. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 116 orð

VORBRULLAUP

Þau eru komin eina brúðkaupsferðina enn herra og frú Vorjafndægur alltaf jafn ung, fersk og ástleitin. Héldu árla inn í helgidóm austurhafsins veifuðu blævængjum sólstafa yfir blárri hafsbrúninni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.