Greinar laugardaginn 25. apríl 1998

Forsíða

25. apríl 1998 | Forsíða | 223 orð

Hafna afskiptum af Kosovo

YFIRGNÆFANDI meirihluti Serba hafnaði afskiptum erlendra ríkja af Kosovo-deilunni í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudag. Kosningaþátttaka var um 73%, og greiddu um 95% atkvæði gegn erlendum afskiptum. Stjórnmálaleiðtogar á Vesturlöndum sögðu niðurstöðuna marklausa og lýstu jafnframt yfir áhyggjum vegna átaka sem hafa blossað upp að nýju í héraðinu. Albönsk yfirvöld sögðu í gær að um 1. Meira
25. apríl 1998 | Forsíða | 361 orð

Jeltsín segir staðfestinguna "sameiginlegan sigur"

NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, staðfesti í gær útnefningu Sergeis Kíríjenkos í embætti forsætisráðherra er greidd voru atkvæði um hana í þriðja og síðasta sinn. "Þetta er sigur fyrir þig og okkur sameiginlega," sagði Borís Jeltsín, forseti, við Kíríjenko er úrslit lágu fyrir. Það var forsetinn sem tilnefndi Kíríjenko til embættisins. Meira
25. apríl 1998 | Forsíða | 150 orð

Minning um þorp

TUGIR Palestínumanna gengu fylktu liði um götur Ramallah á Vesturbakkanum í gær og minntust arabíska þorpsins Um-Khaled sem lagt var í rúst 24. maí 1948 í Palestínustríðinu. Báru göngumenn fána Líbanons og Jórdaníu, auk palestínska fánans, til marks um þau svæði sem flóttafólk frá þorpinu leitaði til. Meira
25. apríl 1998 | Forsíða | 40 orð

Nál í kött

Á ACACIA-dýraspítalanum í Tókýó í Japan beitir Norko Shimizu dýralæknir nálarstungum við læknismeðferð, í bland við kínversk jurtalyf og moxbruna, sem er aldagömul asísk lækningaaðferð er felst í því að jurtir eru brenndar á eða nálægt húðinni. Meira
25. apríl 1998 | Forsíða | 362 orð

Nyrup segir lagasetningu útilokaða

POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði síðdegis í gær að stjórnin myndi ekki setja lög til að koma í veg fyrir að allsherjarverkfall skelli á aðfaranótt mánudags. Tilkynnti forsætisráðherrann þetta eftir fund með forystumönnum deiluaðila, að því er Jyllandsposten greindi frá í gær. Meira
25. apríl 1998 | Forsíða | 133 orð

Yilmaz hættir

STJÓRNARKREPPA blasir við á Tyrklandi eftir að Mesut Yilmaz, forsætisráðherra landsins, tilkynnti í gær að hann hygðist hverfa úr embætti seinna á árinu og að boðað yrði til þingkosninga snemma á næsta ári. Meira

Fréttir

25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

1. umferð Íslandsmeistaramótsins í smábílakeppni

1. UMFERÐ Aðalskoðunar hf. árið 1998 hefst á sunnudag. Keppt er á planinu fyrir framan Aðalskoðun á Helluhrauni í Hafnarfirði og er öllum heimilt að fylgjast með keppninni sem hefst kl. 11 um morguninn og stendur fram eftir degi. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

40 ára afmæli ­ Opin hús

Í TILEFNI af 40 ára afmæli Styrktarfélags vangefinna verða eftirtalin heimili félagsins opin sem hér segir: Bjarkarás, Stjörnugróf 9, laugardaginn 25. apríl kl. 14­17, Lækjarás, Stjörnugróf 7, laugardaginn 16. maí kl. 14­17 og Lyngás, Safamýri 5, laugardaginn 23. maí kl. 14­17. Fólk er boðið velkomið að kynna sér starfsemi og aðstæður þessara heimila félagsins og þiggja veitingar. Meira
25. apríl 1998 | Landsbyggðin | 165 orð

8% atkvæðabærra manna í framboði

Garði-Það verða fjórir listar í framboði í hreppsnefndarkosningunum í vor. Nýjasti listinn, Leiklistinn, hefir tilkynnt framboð sitt og eru því nær 8 prósent atkvæðisbærra manna í framboði eða 56 manns af um 700 sem eru á kjörskrá. Leiklistinn, eða L-listinn, er framboð ungs fólks og er meðalaldur frambjóðenda um 25 ár. Meira
25. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 105 orð

Aftökudómum framfylgt

AFTÖKUR 22 manna, sem fundnir voru sekir um þjóðarmorðin í Rúanda árið 1994, fóru fram samkvæmt áætlun í gær þrátt fyrir að Jóhannes Páll páfi hefði beðið hinum dæmdu vægðar á fimmtudag. Á knattspyrnuvellinum í Kigali, höfuðborg Rúanda, mættu 30.000 manns til að fylgjast með er fjórir hinna dæmdu voru teknir af lífi. Talið er að 800. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Almennur borgarafundur hjá Samtökum um þjóðareign

SAMTÖK um þjóðareign boða til almenns borgarafundar á Grand Hótel Reykjavík sunnudaginn 26. apríl kl. 16 til 18. Fundarefni er: Siðblindan, Landsbankinn og sameignir þjóðarinnar. Frummælendur eru m.a. Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður og Bárður Halldórsson, menntaskólakennari og fræðimenn á sviði siðfræði og stjórnmála. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

ANNA BJARNASON

ANNA Bjarnason, blaðamaður, lést á Borgarspítalanum síðasta dag vetrar, 22. apríl, á 65. aldursári. Anna var fædd í Reykjavík 7. september 1933, dóttir hjónanna Önnu Guðrúnar Jónsdóttur Bjarnason húsmóður og Gunnars Bjarnason skólastjóra Vélskólans. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Banaslys í Vestmannaeyjum

FIMMTÍU og sex ára gamall maður lést við vinnu sína í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Verið var að afferma tengivagn með stálbitum þegar slysið varð og er talið að einn bitinn hafi slegist í manninn, með fyrrgreindum afleiðingum. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

Bátadagur barnanna

BÁTADAGUR barnanna verður haldinn sunnudaginn 26. apríl nk. kl. 13­17 í boiði Sumarbúðanna Ævintýralands í samvinnu við Björgunarsveitina Ingólf. Tilefnið er ár hafsins og tilgangurinn að gera börnunum glaðan dag og kynna það sem verður í boði í sumarbúðunum Ævintýralandi, segir í fréttatilkynningu. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 367 orð

Bílstjórum veitt aðhald

BYRJAÐ er að merkja alla flutningabifreiðar Samskipa og dótturfélaga með límmiðum þar sem vegfarendur eru hvattir til að hringja í tiltekið símanúmer og láta vita hafi þeir athugasemdir við aksturslag viðkomandi ökutækis. Meira
25. apríl 1998 | Landsbyggðin | 103 orð

Björgunarsveitin Tryggvi á Selfossi æfir sund í straumvatni

Selfossi-Liðsmenn Björgunarsveitarinnar Tryggva á Selfossi stóðu í ströngu á dögunum þegar þeir voru við æfingar á Ölfusá. Æfingin var liður í því að þjálfa liðsmenn að synda í straumvatni og þykir Ölfusáin kjörinn staður til æfinganna, þar sem hún er bæði vatnsmikil og straumhörð. Meira
25. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 188 orð

Brekkuskóli sigursæll

ANNA Kristín Þórhallsdóttir, nemandi í Brekkuskóla á Akureyri, sigraði í stærðfræðikeppni meðal nemenda 9. bekkja á Eyjafjarðarsvæðinu. Nemendur Brekkuskóla höfnuðu í þremur af fjórum efstu sætunum en nemendur Glerárskóla urðu í tveimur af fimm efstu sætunum. Keppnin, sem fram fór í Verkmenntaskólanum á Akureyri, var haldin af Junior Chamber Akureyri. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 336 orð

Breyta handriði sem barn féll yfir

BREYTINGAR á handriði í Mýrarhúsaskóla, sem lítil telpa datt yfir og féll niður þrjá til fjóra metra í vikunni, verða gerðar strax á næstu dögum að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarstjóra Seltjarnarness. "Við munum gera það sem til þarf til þess að slíkt endurtaki sig ekki, og breytingar á handriðinu verða gerðar á næstu dögum," sagði Sigurgeir í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Burtfararpróf í Fella- og Hólakirkju

TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Fella- og Hólakirkju í dag, laugardaginn 25. apríl, kl. 17. Tónleikarnir eru burtfararpróf Áka Ásgeirssonar trompetleikara frá skólanum. Kreistinn Örn Kristinsson leikur með á píanó. Auk þeirra koma fram Helga A. Jónsdóttir, blokkflauta, Kristín Lárusdóttir, selló, Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, og Steingrímur Þórhallsson, orgel. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 1441 orð

Býður upp á margar vinnsluaðferðir Kolmunni þykir ágætur matfiskur og talið er að Íslendingar eigi góða möguleika á nýtingu

ÍSLENDINGAR eru nú í vaxandi mæli farnir að gefa kolmunnanum hýrt auga enda hefur áhugi á nýtingu hans vaxið eftir því sem fjölgað hefur kvótabundnum tegundum. Veiðar á kolmunna eru enn sem komið er frjálsar og er Íslendingum þar með frjálst að veiða hann í íslenskri og færeyskri lögsögu, samkvæmt gagnkvæmum samningi þjóðanna, Meira
25. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 85 orð

Danskir ESB-andstæðingar leita erlends fjárstuðnings

Undir yfirskriftinni "The Danish Referendum Appeal" birtu samtökin (JuniBevægelsen og Folkebevægelsen mod EF-Unionen) auglýsingu í These Tides Magazine þar sem farið er fram á fjárframlög til stuðnings áróðursherferðinni gegn Amsterdam-sáttmálanum í Danmörku. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Djass í Múlanum Kvartett Eyþórs Gunnarssonar leikur

KVARTETT Eyþórs Gunnarssonar leikur djass í Múlanum á 2. hæð Sólon Islandus annað kvöld, sunnudaginn klukkan 21. Kvartettinn skipa auk Eyþórs, sem leikur á píanó, Þórður Högnason, kontrabassa, Matthías Hemstock trommuleikari og Hilmar Jensson, saxófónleikari. Á efnisskránni verður hefðbundinn djass, einkum þekkt djasslög með hefðbundnu kvartettsniði. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 479 orð

Fagnaðarfundur og hugmyndir um hverfisbyltingu

FRAMBJÓÐENDUR D-lista sjálfstæðismanna í Reykjavík verða á ferðinni í öllum borgarhverfum næstu daga þar sem þeir kynna stefnu sína í málefnum hverfanna og ræða við borgarbúa. Reykjavíkurlistinn efnir til svokallaðs fagnaðarfundar á Lækjartorgi og í gamla greifahúsinu við Austurstræti sunnudaginn 26. apríl kl. 14. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 269 orð

Fagna endurskoðun námsskrár

STJÓRN Félags framhaldsskólanema fagnar því að menntamálaráðherra skuli hafa hleypt af stokkunum þeirri endurskoðun námsskrárinnar sem nú er langt komin. Slíkt frumkvæði var orðið tímabært og í takt við þá framþróun sem orðið hefur á sviði tækninnar og öðrum sviðum samfélagsins, segir í frétt frá Félagi framhaldsskólanema. Meira
25. apríl 1998 | Landsbyggðin | 171 orð

Ferðamálafulltrúi ráðinn

Hellu-Hleypt hefur verið af stokkunum verkefni til tveggja ára á sviði ferðamála í vesturhluta Rangárvallasýslu. Verkefnið fjármagna fjögur sveitarfélög á svæðinu og Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands en það tekur til ráðningar ferðamálafulltrúa, fjárhagslegs stuðnings við Töðugjaldahátíð, Ferðamálafélagið Heklu og Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Hellu. Meira
25. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 491 orð

Frakkar neita því að hafa varað Karadzic við

FRÖNSK stjórnvöld neita algerlega fullyrðingum sem Washington Posthefur eftir bandarískum embættismönnum, að hætt hafi verið á síðustu stundu við að handtaka Bosníu-Serbann Radovan Karadzic, sem ákærður er fyrir stríðsglæpi, þar sem franskur majór hafi varað Karadzic við. Meira
25. apríl 1998 | Landsbyggðin | 106 orð

Framboðslisti kynntur

Hvammstanga-Framboðslisti Framtíðarlistans til sveitarstjórnarkosninga í Húnaþingi á komandi vori var kynntur 17. apríl sl. Listann skipa eftirtaldir: 1. Þorsteinn B. Helgason, Fosshóli, 2. Reynir Jóhennsson, Laugarbakka, 3. Steinbjörn Tryggvason, Galtanesi, 4. Stefán Böðvarsson, Mýrum II, 5. Sólrún Þorvarðardóttir, Núpdalstungu, 6. Meira
25. apríl 1998 | Landsbyggðin | 204 orð

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ

Hellissandi-Á fjölmennum fundi sem fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Snæfellsbæ hélt á Gistiheimili Ólafsvíkur sl. sunnudagskvöld var kynntur framboðslisti flokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Hann var borinn undir atkvæði og einróma samþykktur. Listann skipa eftirtaldir aðilar: 1. Ásbjörn Óttarsson, sjómaður, 2. Jón Þór Lúðvíksson, bakarameistari, 3. Meira
25. apríl 1998 | Landsbyggðin | 143 orð

Framfarir og eining bjóða fram

Vaðbrekku, Jökuldal.- Fyrsti framboðslistinn í nýju sveitarfélagi sameinaðra Jökuldals-, Hlíðar og Tunguhreppa hefur litið dagsins ljós. Framboðslistinn er merktur bókstafnum F sem stendur fyrir Framfarir og einingu. Meira
25. apríl 1998 | Miðopna | 3390 orð

Frekari vöxtur Landsbankans utan Íslands? Halldór J. Kristjánsson settist í sæti bankastjóra Landsbanka Íslands hf. með litlum

Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, hyggst auka tekjur og lækka kostnað til að efla bankann og auka hagkvæmni Frekari vöxtur Landsbankans utan Íslands? Halldór J. Kristjánsson settist í sæti bankastjóra Landsbanka Íslands hf. með litlum fyrirvara. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Fyrirlestri frestað

FYRIRLESTRAR á vegum Hollvinafélags læknadeildar og Hollvinafélags heimspekideildar á liðnum vetri hafa notið mikilla vinsælda, segir í fréttatilkynningu. Framhald verður á þessari starfsemi, en ákveðið hefur verið að fresta fyrirlestri Önnu Agnarsdóttur dósents og málþingi um stöðu læknisfræðinnar sem halda átti laugardaginn 25. apríl til haustsins. Meira
25. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 327 orð

Færeyingar sekta Frakka ÚTGERÐ franska n

ÚTGERÐ franska netabátsins Bruix hefur fallist á að greiða eina milljón danskra kr., um 10,4 milljónir ísl. kr., í sekt fyrir ólölegar veiðar á Ytribanka suðvestur af Færeyjum. Sektin nemur um 100.000 dkr. en auk þess varð útgerðin að greiða um 900.000 dkr. fyrir að halda afla og veiðarfærum. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 28 orð

Getraun Borgarskjalasafns

DREGIÐ hefur verið í getraun sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur gekkst fyrir á Kynningardegi skjalasafna 28. mars sl. Vinningshafar eru: Birna Dís Birgisdóttir, Halldór Jónsson og Selma Friðgeirsdóttir. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 441 orð

Hugleiddi að hætta en ákvað að sitja áfram

ANNA Margrét Guðmundsdóttir sendi í gær frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: Á undanförnum dögum hefur það ítrekað komið fram í fjölmiðlum að ég undirrituð, Anna Margrét Guðmundsdóttir, sem á sæti í bankaráði Landsbanka Íslands hf., hygðist segja sæti mínu lausu í ráðinu vegna þeirra atburða sem orðið hafa í bankanum og þeirrar umræðu sem fylgt hefur í kjölfarið. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 400 orð

Jóhann segir af sér en Anna Margrét ekki

JÓHANN Ársælsson, fulltrúi Alþýðubandalags, sagði í gær með bréfi til Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra af sér störfum í bankaráði Landsbanka Íslands hf. Anna Margrét Guðmundsdóttir, fulltrúi Alþýðuflokks, tilkynnti hins vegar að hún hefði komist að þeirri niðurstöðu að sér bæri að sitja áfram, eftir að hafa hugleitt alvarlega að segja sæti sínu í bankaráðinu lausu. Meira
25. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 212 orð

Karamanlis látinn KONSTANTÍN Karamanlis, fyrrverandi

KONSTANTÍN Karamanlis, fyrrverandi forseti Grikklands, lézt úr hjartaslagi á sjúkrahúsi í Aþenu í fyrradag 91 árs að aldri. Ríkisstjórnin lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fráfalls Karamanlis, sem þakkað er meðal annars að hafa átt afgerandi þátt í að binda enda á stjórnartíð herforingjastjórnarinnar 1974 og í því að koma Grikklandi inn í Evrópubandalagið. Meira
25. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Karlakórinn Hreimur með tónleika

KARLAKÓRINN Hreimur í Aðaldal heldur tónleika í Akureyrarkirkju nk. sunnudagskvöld kl. 20.30. Söngskráin er fjölbreytt, með einsöng, tvísöng og þrísöng. Stjórnandi kórsins er Robert Faulkner og undirleikarar Juliet Faulkner og Aðalsteinn Ísfjörð. Á tónleikunum verður m.a. frumflutt lag eftir Aðalstein. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 472 orð

Keiko boðinn velkominn Hvammsmörk í Hvalfirði

HVAMMSMÖRK, nýtt útivistar- og skógræktarsvæði í Hvammsvík í Hvalfirði, var formlega tekið í notkun fyrir Reykvíkinga í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gróðursetti við það tækifæri fyrstu trjáplöntuna á svæðinu, íslenskt birki. Svæðið, sem ætlað er undir trjárækt, er 100 hektarar að stærð eða álíka og Öskjuhlíðin að Fossvogskirkjugarði meðtöldum. Meira
25. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Kirkjuhátíð barnanna

KRIKJUHÁTÍÐ barnanna í Eyjafjarðarprófastsdæmi verður haldin í Glerárkirkju á morgun, sunnudag, og hefst hún kl. 11. Kirkju- og sunnudagaskólar úr öllu héraðinu safnast þá saman að loknum vetri og er á dagskrá atriði frá hverjum stað. Um 300 börn hafa undanfarin ár tekið þátt í þessum hátíðum. Meira
25. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 422 orð

Kíríjenko reyndist vera baráttujaxl

SERGEI Kíríjenko, sem í gær hlaut samþykki Dúmunnar í embætti forsætisráðherra Rússlands, hefur reynst vera baráttujaxl sem ekki var tilbúinn til að gefa upp á bátinn umbótahugmyndir sínar til þess að vinna sér velvild þingheims sem afneitaði honum tvisvar. En í þriðju tilraun hlaut hann 251 atkvæði, 25 atkvæðum meira en nauðsynlegt var til þess að hafa stuðning meirihluta þinmanna. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 506 orð

Kjarnorkuúrgangi verði eytt í framleiðslulandi

VÍSINDA- og tækninefnd Evrópuráðsþingsins í Strasbourg samþykkti á fundi sínum í gær sex breytingatillögur við tillögur um meðferð á kjarnorkuúrgangi, sem Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram og hefur Evrópuþingið staðfest tillögurnar. Meira
25. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 153 orð

Klofningur innan þingflokks UUP

DEILUR innan þingflokks Sambandsflokks Ulster (UUP) urðu opinberar í gær þegar 6 af 10 fulltrúum flokksins á breska þinginu komu fram með fulltrúum sambandsflokks Ians Paisley (DUP) og lýstu andstöðu sinni við friðarsamkomulagið á N-Írlandi. David Trimble, leiðtogi UUP, hefur beitt sér af alefli fyrir samþykkt þess í þjóðaratkvæðagreiðslunni 22. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Leiðrétt

Í MYNDARTEXTA með frásögn Morgunblaðsins í gær af opnun sýningar á íslenskri málaralist 20. aldar í Nútímalistasafninu í Hong Kong féll niður nafn Ólafs Egilssonar sendiherra. Beðist er afsökunar á þeim mistökum. Vantaði nafn Í FRÉTT á bls. 6 sl. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 204 orð

Leifur Þórarinsson tónskáld látinn

LEIFUR Þórarinsson tónskáld lést á sjúkrahúsi í Reykjavík í gær, 63 ára að aldri. Leifur var í röð fremstu tónskálda landsins og ýmis verka hans eru ekki síður þekkt erlendis en hér heima. Leifur var fæddur í Reykjavík 13. ágúst 1934, sonur Öldu Alvildu Möller leikkonu og Þórarins Kristjánssonar, símritara. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Meiri kolmunni til Eyja

HJALTLENSKA fiskiskipið Zephyr landaði milli 1.600 og 1.700 tonnum af kolmunna í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Stefán Friðriksson útgerðarstjóri hjá Vinnslustöðinni sagði í samtali við Morgunblaðið að aflinn, sem var úr skosku landhelginni, færi allur í bræðslu. Hann sagði ekki fleiri hjaltlensk skip á leið til landsins á næstu dögum. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Merkjasala Björgunarsveitar Ingólfs

ÁRLEG merkjasala Björgunarsveitar Ingólfs í Reykjavík stendur til 26. apríl. Sölubörn ganga í hús og bjóða merki Björgunarsveitarinnar til sölu og mun það kosta 200 kr. Merkjasalan er ein af helstu fjáröflun Björgunarsveitar Ingólfs sem er ein af 90 björgunarsveitum Slysavarnafélags Íslands. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 2033 orð

Mótmælir því valdi sem ráðherra hefur verið falið í bankanum Jóhann Ársælsson fulltrúi Alþýðubandalagsins í bankaráði

"ÉG HEF í dag með bréfi til Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra sagt af mér störfum í bankaráði Landsbanka Íslands hf. Ástæður fyrir ákvörðuninni verða raktar í þessari greinargerð. Ýmsir m.a. þingmenn telja að bankaráðið hafi brugðist í sínu eftirlitshlutverki og hafa krafist afsagnar þess. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Námstefna um tölvuafbrot

FÉLAG íslenskra rannsóknarlögreglumanna gengst fyrir námstefnu á Hótel Örk í dag þar sem fjallað verður um afbrot sem tengjast tölvunotkun. Meðal fyrirlesara á námstefnunni er Mark Pollitt frá bandarísku alríkislögreglunni. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Opið hús Viðskiptaháskólans

VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN í Reykjavík mun kynna starfsemi sína á "Opnu húsi" laugardaginn 25. apríl 1998. Kynningin fer fram í Verzlunarskóla Íslands, Ofanleiti 1, kl. 14-17. Kennsla hefst í nýju húsi Viðskiptaháskólans í Reykjavík í september í haust. Kennt verður í tveimur deildum; Tölvufræðideild og Viðskiptadeild. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 1434 orð

Óviðunandi að reglur um veiðar liggi ekki fyrir

ÐKristján Ragnarsson formaður LÍÚ um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum í sumar Óviðunandi að reglur um veiðar liggi ekki fyrir Segja má að stjórnvöld hafi leikið nokkurs konar biðleik með framlagningu frumvarps til laga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum sem nú er til meðferðar á Alþingi. Meira
25. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 121 orð

Palme-vopnsins leitað áfram

SÆNSKA lögreglan leitar byssunnar, sem Olof Palme forsætisráðherra var skotinn með fyrir tólf árum, á tveimur stöðum. Enn er leitað undir Vasabrúnni í Stokkhólmi og í vatni utan höfuðborgarinnar. Byssa, sem fannst undir Vasa-brúnni á miðvikudag, reyndist af annarri hlaupvídd en morðvopnið. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 822 orð

Ráðherra gat engin svör veitt á Alþingi 1996 Tap Landsbankans vegna eignarleigufyrirtækisins Lindar hefur á ný komið til umræðu

Tap Landsbankans vegna eignarleigufyrirtækisins Lindar hefur á ný komið til umræðu í tengslum við málefni Landsbankans og hefur verið lögð fram fyrirspurn á Alþingi um málið. Í fréttaskýringu Morgunblaðsins 1996 kom fram að tap bankans vegna Lindar væri áætlað 600 milljónir. Meira
25. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 673 orð

Ráðherrar segja af sér vegna flóttans

TVEIR háttsettir ráðherrar í stjórn Belgíu hafa sagt af sér vegna flótta eins af illræmdustu glæpamönnum Evrópu, morðingjans og barnaníðingsins Marcs Dutroux, sem braust út úr dómhúsi á fimmtudag en náðist í skógi tæpum fjórum klukkustundum síðar. Mikil reiði greip um sig meðal almennings vegna flóttans og belgísk dagblöð kröfðust þess að fleiri embættismenn yrðu látnir víkja. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Rekið á flotkvínni stöðvað

REK flotkvíarinnar, sem rekið hefur langt vestur fyrir land undanfarna daga, hefur verið stöðvað. Tvö varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tengt línu í kvína. Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar gerir ráð fyrir því að reynt verði að draga kvína að landi í dag en veður hefur verið að ganga nokkuð niður á þessum slóðum. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 276 orð

Rekstri skipt í fjögur svið

NÝTT stjórnskipurit Landsbanka Íslands hf., sem bankaráð staðfesti á fundi sínum í gærmorgun, að tillögu aðalbankastjóra, var kynnt á starfsmannafundi bankans í Háskólabíói í gær og öðlast það þegar í stað gildi. Meira
25. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 121 orð

Reuters Úranið til Dounreay

FIMM kílóum af geislavirkum úrgangi var komið fyrir í Dounreay-kjarnorkuverinu í Skotlandi í býtið í gærmorgun. Efnið var flutt með bandarískum herflugvélum frá Tblisi í Georgíu og ekið í vöruflutningabíl og lögreglufylgd síðustu 100 km að kjarnorkuverinu. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 220 orð

Ríkið dæmt til að greiða eina milljón króna

RÍKIÐ hefur verið dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Vátryggingafélagi Íslands 700.000 krónur auk 300 þúsund króna í málskostnað vegna endurkröfu sem félagið gerði á hendur ríkinu. Hafði utanríkisráðuneytið látið eyða húsi á Keflavíkurflugvelli sem Útvegsbanki Íslands hafði afsalað til einstaklings árið 1957. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 444 orð

R-listi fengi 60,9% atkvæða, D-listi 39,1%

60,9% ÞEIRRA sem taka afstöðu í skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið segjast mundu kjósa R-listann væru borgarstjórnarkosningar í Reykjavík haldnar á morgun. D-listi Sjálfstæðisflokksins fengi atkvæði 39,1% þeirra sem afstöðu tóku. Samkvæmt þessum tölum fengi R-listi níu borgarfulltrúa en D-listi sex ef kosið væri til borgarstjórnar á morgun. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

R-listi fengi níu borgarfulltrúa

R-LISTINN fengi 60,9% atkvæða en D-listi sjálfstæðismanna 39,1% atkvæða ef gengið væri til borgarstjórnarkosninga á morgun, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Morgunblaðið. Samkvæmt þessum tölum fengi R-listi 9 borgarfulltrúa en D-listi 6 borgarfulltrúa. Meira
25. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Roj Friberg sýnir

SÆNSKI listamaðurinn Roj Friberg opnar sýningu á verkum sínum í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardag. Roj Friberg er fæddur í Uddevalla í Svíþjóð árið 1943 og nam við Valand Konstskola í Gautaborg. Hann er þekktur í norrænu listalífi og hefur haldið fjölda sýninga víða. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 322 orð

Rætt um greiðslur fyrir rannsóknir

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að rætt hafi verið hvort ekki væri rétt að greiða sérstaklega fyrir rannsóknir í tengslum við úthlutun veiðiheimilda úr norsk-íslenska síldarstofninum. Niðurstaðan hafi orðið að gera það ekki og ákvörðun tekin um veiðar úr stofninum næstu þrjú árin, en málið sé síðan opið á nýjan leik þegar þessi þrjú ár séu liðin. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 438 orð

Sagt ógæfa nái frumvarpið fram að ganga

LÆKNAFÉLAG Íslands sendi í gær frá sér harðorðar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um gagnagrunna á heilbrigðissviði og segir óskiljanlegt að Alþingi ætli að keyra frumvarpið í gegn í vor, þrátt fyrir mótmæli fagaðila. Um sé að ræða frumvarp sem sé "meingallað og það yrði ógæfumál ef það næði fram að ganga. Meira
25. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 204 orð

Samið um umsjón skógræktar- og útivistarsvæða

SAMNINGUR milli Akureyrarbæjar og Skógræktarfélags Eyfirðinga var undirritaður í gær, en um er að ræða þjónustusamning um umsjón með skógræktar- og útivistarsvæðum á Akureyri. Samningurinn er sjálfstætt framhald á samstarfi sem verið hefur milli bæjarins og félagsins og á rætur að rekja allt aftur til ársins 1946 þegar Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk fyrst úthlutað erfðafestulandi til Meira
25. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Samvera aldraðra

SÍÐASTA samverustund eldri borgara í Akureyrarkirkju verður næstkomandi fimmtudag, 30. apríl. Boðið er upp á ferð í Íslandsbæinn í Eyjafjarðarsveit og verður farið frá Akureyrarkirkju kl. 14.30 og komið til baka milli 16.30 og 17. Sr. Hannes Örn Blandon spjallar við gesti, harmonikuleikur og sr. Birgir Snæbjörnsson flytur lokaorð. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Sendiherrar í ráðuneytið

SENDIHERRAR Bandaríkjanna og Bretlands voru kallaðir til fundar í utanríkisráðuneytinu í gær, þar sem komið var á framfæri við þá alvarlegum áhyggjum íslenskra stjórnvalda vegna samkomulags Breta og Bandaríkjamanna um að flytja fimm kíló af auðugu úrani frá Tiblisi í Georgíu til endurvinnslustöðvarinnar Dounreay í Skotlandi. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Sex ára dreng haldið sofandi

SEX ára drengur fannst meðvitundarlaus á botni Sundlaugar Akureyrar um miðjan dag í gær. Sundlaugargestur fann drenginn og kom honum upp á sundlaugarbakkann. Þar voru gerðar á drengnum lífgunartilraunir af gestum og starfsfólki en hann náðist ekki til fullrar meðvitundar. Drengurinn var fluttur á gjörgæsludeild FSA og haldið þar sofandi. Meira
25. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Síðasta sýning Ferðarinnar á heimsenda

SÍÐASTA sýning á leikritinu Ferðin á heimsenda, sem Leikfélag Menntaskólans á Akureyri hefur sýnt í Samkomuhúsinu að undanförnu, er í dag, laugardaginn 25. apríl kl. 14. Ferðin á heimsenda er barnaleikrit eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur en leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Þetta er fallegt hugljúft ævintýri með söngvum, tónlist og glensi. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Sjálfstæðismenn heimsækja borgarhverfin

FRAMBJÓÐENDUR sjálfstæðismanna til borgarstjórnar Reykjavíkur voru á ferðinni í Mjóddinni í Breiðholti í gær og ræddu við borgarbúa. Árni Sigfússon, oddviti D-listans, segir málflutningi þeirra hafa verið vel tekið en ætlunin er að heimsækja borgarhverfin eitt af öðru á næstu tveimur vikum. Með í för er Brassbandið sem kryddar málflutning sjálfstæðismanna með tónlist sinni. Meira
25. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 31 orð

Skíðaganga

Skíðaganga AKUREYRARMÓT í skíðagöngu fer fram í Hlíðarfjalli á morgun, sunnudag. Keppni barna 12 ára og yngri hefst kl. 13 og 13 ára og eldri kl. 14. Gengið verður með hefðbundinni aðferð. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Sólríkur fyrsti dagur sumars

SUMARIÐ gekk í garð með óvæntum hlýindum, en landsmenn hafa löngum kvartað yfir skorti á veðurblíðu á sumardaginn fyrsta. Hitinn á fimmtudaginn fór upp í 13,5 C og var að öllum líkindum hlýjasti sumardagurinn fyrsti sl. fimmtíu til sextíu ár, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Steinunn Helgadóttir sýnir í Haukshúsum

STEINUNN Helgadóttir myndlistarmaður sýnir í dag og á morgun í Haukshúsum á Álftanesi. Sýningin er opin kl. 14-18 báða dagana en það er Lista- og menningarfélagið Dægradvöl sem stendur fyrir sýningunni. Steinunn nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985-1986 og í Gautaborg 1986-1990. Meira
25. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 36 orð

Sýningframlengd

SÝNING Sólveigar Þorbergsdóttur í Gallerí+ í Brekkugötu 34 á Akureyri er framlengd um eina helgi og lýkur henni á sunnudag. Galleríið er opið um helgina frá kl. 14 til 18. Sólveig sýnir teikningar, skúlptúr og myndband. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 342 orð

Sæluvika Skagirðinga að hefjast

NÚ Á sunnudaginn hefst Sæluvika Skagfirðinga. Löng hefð er fyrir sæluviku og upphaf hennar má rekja til sýslufunda þeirra sem haldnir voru hér á hverju vori. Stærstu viðburðirnir eru frumsýning Leikfélags Sauðárkróks á íslensku leikriti eftir Jón Ormar Ormsson og dægurlagakeppni kvenfélagsins. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Tónleikar í Hjallaskóla

TVÆR skólahljómsveitir halda tónleika í sal Hjallaskóla í Kópavogi laugardaginn 25. apríl. Þar leiða saman tóna sína Skólahljómsveit Selfoss og Skólahljómsveit Kópavogs. Á tónleikunum flytja nemendur á aldrinum 9­16 ára fjölbreytta tónlist í þremur hópum og sameinast síðan í lok tónleikanna í nokkrum lögum. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og er aðgangur ókeypis. Meira
25. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 25 orð

Tónleikarí Vín

"HUNDUR í óskilum" heldur tónleika í blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit kl. 21 annað kvöld, sunnudagskvöldið 26. apríl, í boði menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar. Aðgangur er ókeypis. Meira
25. apríl 1998 | Landsbyggðin | 148 orð

Tveir listar lagðir fram í Rangárvallahreppi

TVEIR listar hafa verið lagðir fram til kjörstjórnar í Rangárvallahreppi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. K-listi almennra hreppsbúa er þannig skipaður: 1. Viðar Steinarsson, bóndi, Kaldbak, 2. Eggert V. Guðmundsson, verkamaður, Hellu, 3. Guðbjörg E. Árnadóttir, skrifstofumaður, Hellu, 4. Lúðvík Bergmann, bóndi Bakkakoti 1, 5. Anna Björgvinsdóttir, skógræktarbóndi, Varmadal, 6. Meira
25. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 100 orð

Umdeildar þingkosningar

NÍGERÍUMENN ganga að kjörborði í dag til að kjósa nýtt þing en flokkar stjórnarandstöðunnar hafa skorað á kjósendur að neyta ekki atkvæðisréttar síns í mótmælaskyni við Sani Abacha hershöfðingja og forseta herforingjastjórnarinnar. Kosningabaráttan var dauf vegna áhugaleysis almennings og vegna þess að kjörstjórnin birti ekki nöfn þeirra sem fá að vera í framboði fyrr en í gær. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 180 orð

Úrslit ljós fyrir kl. 20

KOSNING stjórnar verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Framsóknar hófst kl. 9 í gærmorgun og lýkur kjörfundi kl. 18 í dag. Talning hefst síðdegis og er þess vænst að úrslit geti legið fyrir milli kl 19 og 20 í kvöld. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 238 orð

Vandi hjá fyrirtækjum vegna símkerfa

SEX stórfyrirtæki sem eru með innanhússímkerfi tengd við Ármúlastöð Landssímans hafa kvartað til hans yfir erfiðleikum með að hringja út úr fyrirtækjum sínum og sambandsleysi. Guðbjörg Gunnarsdóttir talsmaður Landssímans segir að þessir erfiðleikar fyrirtækjanna virðist tengjast svokallaðri skiptistöð í Ármúla, en þangað eru innanhússímkerfi fyrirtækja tengd. Meira
25. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 299 orð

Villti um fyrir fjölmiðlunum

GEOFF Baker, talsmaður Pauls McCartneys, hefur hvatt fjölmiðlana til að láta hann "í friði" og gefa honum næði til að syrgja eiginkonu sína, Lindu, sem lést af völdum krabbameins fyrir viku. Baker viðurkenndi að hafa villt um fyrir fjölmiðlunum af ásettu ráði með því að segja að Linda McCartney hafi dáið í Santa Barbara í Kaliforníu. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 719 orð

Vinnan er orðin menningarlegt trúaratriði

SIÐFRÆÐISTOFNUN gengst fyrir málþingi um vinnuna í dag, laugardaginn 25. apríl, frá 13-17 í stofu 101 í Odda. Yfirskrift málþingsins er spurningin: Er vinnan að drepa okkur? en þar er ætlunin að skoða þann hlut sem vinnan á í lífi fólks. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 24 orð

Vortónleikar Karlakórs Selfoss

Vortónleikar Karlakórs Selfoss VORTÓNLEIKAR Karlakórs Selfoss verða haldnir í Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, sunnudaginn 26. apríl kl. 16. Söngstjóri er Ólafur Sigurjónsson og Helena R. Káradóttir undirleikari. Meira
25. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 541 orð

Yfir 2 þúsund félagar spila reglulega

FIMMTÍU ár eru liðin um þessar mundir frá stofnun Bridgesambands Íslands. Nú stendur yfir afmælismót og er keppni í tvímenningi lokið en í henni tóku um 150 manns þátt. Þá keppa yfir 50 sveitir í sveitakeppninni sem lýkur á morgun. Meðal keppenda er Vilhjálmur Sigurðsson frá Sigflufirði sem er eini núlifandi stofnfélagi sambandsins. Meira

Ritstjórnargreinar

25. apríl 1998 | Staksteinar | 326 orð

»30 þúsund tonn af pappír Í OPINBERUM gögnum kemur fram að hér á landi falla

Í OPINBERUM gögnum kemur fram að hér á landi falla árlega til um 30 þúsund tonn af pappír. Árni R. Árnason og Ísólfur Gylfi Pálmason, alþingismenn, hafa flutt tillögu til þingsályktunar sem felur umhverfisráðherra, ef samþykkt verður, "að beita sér fyrir átaksverkefni um endurvinnslu og endurnýtingu pappírs sem fellur til hér á landi". Endurnýting pappírs Meira

Menning

25. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 51 orð

Demantar að eilífu

FYRIRSÆTA ítalska gullsmiðsins Bulgari stillti sér upp með fyrirsætum sem sýndu skartgripi bresku hönnuðanna Asprey og Graff þegar demantsvikan hófst í London á mánudag. Á demantsvikunni verður til sýnis stærsta safn demanta sem sýnt hefur verið í London til þessa. Hluti ágóðans mun renna í minningarsjóð Díönu prinsessu. Meira
25. apríl 1998 | Menningarlíf | 1443 orð

Er gagnrýni skopleikur? Á Degi bókarinnar, sem bar upp á sumardaginn fyrsta að þessu sinni, efndu Samtök gagnrýnenda til

Samtök gagnrýnenda eins og þau starfa í dag voru stofnuð árið 1981. Þau hafa látið lítið á sér bera en vilja breyta því eins og fram kom á þinginu og þinghaldið sýndi einlæglega. Fyrirlesarar voru átta og komu úr röðum gagnrýnenda og listamanna. Þröstur Helgason formaður samtakanna stýrði þinginu. Meira
25. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 44 orð

Eros genginn út

ÍTALSKI popparinn Eros Ramazzotti bað svissnesku fyrirsætunnar Michelle Hunziker fyrir skömmu og gengu þau upp að altarinu 24. apríl. Brúðkaupið fór fram í kastala við Bracciovatnið sem er skammt frá Rómarborg. Eros og Michelle eignuðust á síðasta ári sitt fyrsta barn. Meira
25. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 39 orð

Fegurð og farartæki

FYRIRSÆTURNAR tvær mátuðu sig við nýja 125cc BMW C1 mótorhjólið sem var á bílasýningu í borginni Turin á Ítalíu nú á dögunum. Rúmlega fjörutíu bílaframleiðendur sýndu nýjustu hönnun sína á sýningunni sem stendur til 3. maí. Meira
25. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 658 orð

Fréttamiðlar í fríi

SJÓNVÖRP eru að hluta til fréttamiðlar og taka á sinn eyk að vera fjórða valdið í þjóðfélaginu ef maður má trúa orðum þeirra sjálfra. Það mun þó einkum vera sérkennilegasta fréttablað landsins, DV, sem lítur á sig sem fjórða valdið. En þar sem það er ekki útvarps- eða sjónvarpsmiðill mun ekki fjallað um þetta skrítna og sérviskulega fjórða vald hér. Meira
25. apríl 1998 | Margmiðlun | 773 orð

Fræðsla, skemmtun og auglýsing

ÍSLENSK fyrirtæki eru sífellt að átta sig betur á möguleikum margmiðlunar og útgáfa á slíku efni á geisladiskum eykst í samræmi við það. Þannig hafa íslensk fyrirtæki gefið út auglýsingar- og kynningarefni, vöruskrár, leiðbeiningar ýmiss konar eða hreinræktaðar auglýsingar. Meira
25. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 494 orð

Hasar í Harlem

Þegar Ellsworth "Bumpy" Johnson (Laurence Fishburn) er sleppt úr fangelsi árið 1934 fer hann heim í Harlem þar sem bófaforinginn Dutch Schultz (Tim Roth) er að reyna að leggja undir sig gróðavænlegan veðmálabransa, kemur sér í mjúkinn hjá mafíuforingjanum Lycky Luciano og kemur af stað fullkomnu stríði á götum Harlem. Meira
25. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 475 orð

Kínversk hetja í Hollywood

TVEIR ólíkir menningarheimar hittast í myndinni The Replacement Killers; Hong Kong og Hollywood. Einn frægasti kvikmyndaleikari Hong Kong kvikmyndanna Chow Fat-Yun leikur í sinni fyrstu Hollywood mynd ásamt einni efnilegastu ungu Hollywood-stjörnunni, óskarsverðlaunaleikkonunni Mira Sorvino. Meira
25. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 459 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð215.55 Brellumynd frá Disney, Dayo (Day-O, '92), segir af stúlku sem er lítilsmetin í fjölskyldufyrirtækinu. Þá kemur "Dayo" til hjálpar. Með Elijah Wood og Deltu Burke. IMDb: 8.4 Sýn21.00 Mynd kvöldsins: Leifturhraði (Speed, '94) Sjá umsögn í ramma. Meira
25. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 105 orð

Mariah Carey í kvikmyndum

MARIAH Carey virðist vera að springa úr athafnagleði eftir að hún skildi við eiginmann sinn Tommy Mottola. Samningaviðræður eru nú á lokastigi um að hún taki að sér aðalkvenhlutverk á móti Chris Tucker í njósnamyndinni "00-Soul". Hún hefur einnig verið orðuð við aðalhlutverk í myndinni "All That Glitters" sem byggð er á ævi hennar sjálfrar. Meira
25. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 267 orð

"Mánaðarundirbúningur framundan"

UNGFRÚ Reykjavík var krýnd á veitingastaðnum Broadway á sumardaginn fyrsta. Það var Lilja Karítas Lárusdóttir, 19 ára Verslunarskólamær, sem var valin ungfrú Reykjavík 1998 og mun hún taka þátt í keppninni um titilinn ungfrú Ísland sem fer fram 29. maí. "Undirbúningurinn var langur en það voru síðustu tvær vikurnar sem voru strembnar og mjög mikið að gera hjá okkur. Meira
25. apríl 1998 | Menningarlíf | 183 orð

Mikil þátttaka á Degi bókarinnar

DAGUR bókarinnar var haldinn hátíðlegur í þriðja sinn á sumardaginn fyrsta. Efnt var til fjölbreyttrar dagskrár og var þátttakan mikil. Meðal annars röltu um 200 manns um skáldaslóðir í Reykjavík í fylgd Jóns Böðvarssonar. Lagt var upp frá Unuhúsi og gengið um kvosina og upp í Þingholtin. Meira
25. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 673 orð

Óvænt ævintýri úr safni Dickens

Í LITLUM bæ í Flórída býr hinn átta ára gamli Finn með Maggie, systur sinni, og "frændanum" Joe. Þau rétt skrimta en Finn er listrænn og lifandi drengur sem nýtur þess að lifa einföldu lífi og hefur yndi af því að teikna myndir. Hann er hins vegar sviptur sakleysinu þegar hann kemst óvænt í kynni við fanga sem fær drenginn til að aðstoða sig á flótta úr fangelsi. Meira
25. apríl 1998 | Margmiðlun | 305 orð

Sannkallað einstaklingsnet

VÍSINDAMENN í Almaden rannsóknastofunni í San Jose í Kaliforníu eru búnir að hanna frumgerð tölvunets sem byggist á leiðni líkamans og því sannkallað einstaklingsnet. Með því móti segja þeir að hægt sé að senda upplýsingar á milli rafeindatækja með því að láta þær berast um líkamann í stafrænu formi. Meira
25. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 74 orð

Skíðabúnaður í safn Planet Hollywood

ARNOLD Schwarzenegger stillti sér upp með skíðameistaranum Hermann Maier á hátíð sem var haldin á veitingastaðnum Planet Hollywood í Beverly Hills. Maier gaf skíðin sín, hjálm og skíðastafina, sem hann notaði þegar hann vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Nagano í Japan, í safn veitingahússins. Maier fékk gullverðlaun í stórsvigi og risasvigi á leikunum. Meira
25. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 296 orð

Teiknimynda hetja á hvíta tjaldinu

ÞEGAR klaufalegi milljónamæringurinn Qu incy Magoo (Leslie Nielsen) lendir í því að eignast stolinn gimstein eru honum brugguð launráð af fjölda þjófa auk þess sem CIA og FBI fara í málið. En Magoo tekst alltaf að sleppa ómeiddur úr klóm þeirra sem vilja gera eitthvað á hlut hans, oftast án þess að gera sér svo mikið sem grein fyrir því að hann hafi einhvern tímann lent í hættu. Meira
25. apríl 1998 | Margmiðlun | 157 orð

Vefsmíði á eigin spýtur

TÖLVUHEIMUR hefur gefið út bók um vefnað í flokknum Á eigin spýtur og kallast Vefsmíði á eigin spýtur. Höfundur bókarinnar er Pétur Björnsson vefsmiður hjá Tölvuheimi og Morgunblaðinu, en hann kennir einnig vefsmíði hjá Rafiðnaðarskólanum. Meira
25. apríl 1998 | Margmiðlun | 137 orð

(fyrirsögn vantar)

DISKLINGURINN hefur átt erfiða daga undanfarin misseri því ekki er bara að skrár hafa bólgnað langt umfram það sem koma má fyrir á vesælum disklingi, heldur hefur mikil gróska verið í framleiðslu á hvers kyns nýjum tólum til gagnageymslu. Fyrir skemmstu hætti Kao-fyrirtækið að framleiða disklinga. Meira
25. apríl 1998 | Margmiðlun | 296 orð

(fyrirsögn vantar)

EIN vinsælasta vefslóð heims er heimaslóð Microsoft og þar má sækja ýmislegan hugbúnað frá fyrirtækinu, kynningarútgáfur, ókeypis viðbætur og hugbúnað eins og nýjustu útgáfur af Internet Explorer vafranum. Þar má einnig sækja flestar þær viðbætur sem verða í Windows 98, rekla og fleira, en nýjast á slóðinni er glæný útgáfa af Microsoft Outlook póstforritinu. Slóðin er http://www. Meira
25. apríl 1998 | Margmiðlun | 104 orð

(fyrirsögn vantar)

Ekki er bara deilihugbúnaður á netinu því þar má einnig finna ókeypis hugbúnað ýmiss konar. Slíkur hugbúnaður er oft frumstæður og jafnvel gallaður, en hann getur líka verið bráðgóður og handhægur og margir nota ekki nema ókeypis hugbúnað og komast vel af. Meira

Umræðan

25. apríl 1998 | Aðsent efni | 661 orð

Dagur Parkinsonsjúklinga

PARKINSONDAGUR Evrópusamtakanna EPDA (The European Parkinson's Disease Association) var 11. apríl síðastliðinn. Dagurinn er fæðingardagur enska læknisins James Parkinson (1755-1824) en hann varð fyrstur manna til að lýsa einkennum þessa hrörnunarsjúkdóms og er sjúkdómurinn nefndur eftir honum. Meira
25. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 230 orð

Getur Halldór sameinað D&F? Frá Rósenberg Hólmgrímssyni: UM LANG

UM LANGT skeið hef ég fundið fyrir mikilli óánægju meðal félaga minna, sem eiga aðild að sama stéttarfélagi, með stjórn félagsins. Sú óánægja sem ég hef fundið fyrir er svo mikil að menn hafa á orði að þeirra hugur standi jafnvel til þess að stofna sitt eigið félag, þar sem t.d. hafnarverkamenn einir séu saman í félagi. Meira
25. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 196 orð

Gífurlegir hagsmunaárekstrar Frá Guðmundi Rúnari Guðbjarnarsyni:

NÚ ÞEGAR kosningar fara í hönd hjá D&F þarf að hugleiða hvaða hagsmuni skuli leggja til grundvallar þegar gengið er að kjörborði. Ég spyr hvernig geta stangast á hagsmunir lífeyrissjóða og þeirra sem njóta eiga ávaxta úr þeim sjóðum. Meira
25. apríl 1998 | Aðsent efni | 936 orð

Hver er ábyrgð Landsbankans?

Í LJÓSI umræðunnar að undanförnu um risnu- og laxveiðikostnað Landsbankans er forvitnilegt að velta aðeins vöngum yfir því hver siðferðisleg ábyrgð fyrirtækja er á gjörðum starfsmanna sinna. Fjölmiðlar og aðrir sem um málið hafa fjallað virðast ganga út frá því sem vísu að ábyrgðin á laxveiðimálinu liggi hjá einstökum starfsmönnum Landsbankans, Meira
25. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 624 orð

Hver er sinnar gæfu smiður Frá Alberti Jensen: MIKIL þjóð sem bý

MIKIL þjóð sem býr í einu víðlendasta ríki jarðar og auðlindaríkasta, ætti ekki að þurfa að búa við fátækt. Það er þó sorgleg staðreynd með Rússa og orsakirnar eru margar. Ein af þeim verstu er víðtæk glæpastarfsemi sem lamar efnahagslífið. Fyrrverandi KGB-menn kunna klækina, þekkja öngstrætin og þeir halda áfram að ógna. Meira
25. apríl 1998 | Aðsent efni | -1 orð

Íslenska alþjóðlega skipaskráningin

FÖSTUDAGINN 17. apríl birtist grein eftir Sigurð Sigurgeirsson titlaður skipamiðlari í Lundúnum undir yfirskriftinni "Íslenska alþjóðlega skipaskráningin". Grein þessi er, eins og hann réttilega bendir á, sami söngurinn um rétt íslenskra útgerðarmanna til að ráða um borð erlenda farmenn frá þróunarlöndum á launum ILO, Alþjóða vinnumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (um 30.000 ÍKR/mán. Meira
25. apríl 1998 | Aðsent efni | 514 orð

Miðbær Mosfellsbæjar

HVAÐ ER bæjarfélag án miðbæjar? Í öllum stærri bæjarfélögum á landinu hefur það verið metnaðarmál að stuðla að uppbyggingu öflugs miðbæjar. Að gefa íbúunum tækifæri til að sækja fjölbreytta þjónustu og verslun á miðbæjarsvæði. Bæði er þetta til komið vegna þess að slíkt skapar fleiri störf í bæjarfélaginu og eykur verslun í heimabyggð. Meira
25. apríl 1998 | Aðsent efni | 537 orð

Sjálfbær þróun

DAGANA 24. og 25. mars sl. boðaði umhverfisráðuneyti Evrópusambandsins til fundar um sjálfbæra þróun með fulltrúum frá löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Var boðið tveimur fulltrúum frá hverju landi, einum frá umhverfisráðuneyti eða umhverfisráðum á þess vegum (National Council for Sustainable Development, NCSD) og öðrum frá félagasamtökum, sem vinna að umhverfisvernd. Meira
25. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 667 orð

Tvær teikningar ­ rétt hugmynd Frá Þorsteini Guðjónssyni: "ÞAÐ e

"ÞAÐ er nýkomin út bók hér í landi um íslenska stjarnfræðinginn Odda Helgason," kallaði Þjóðverji á góðum bíl til Vernharðs Bjarnasonar, sem vantaði bæði fé og mat, húsaskjól og farareyri. Þetta fékk hann þarna allt út á Odda, vinnumann í Múla nyrðra um 1120 og stjörnufræðing í hjáverkum. Meira

Minningargreinar

25. apríl 1998 | Minningargreinar | 378 orð

Anna Ólafsdóttir Blöndal

Í fáum orðum langar mig að minnast hjartkærrar ömmu minnar, Önnu Ólafsdóttur Blöndal, sem nú er horfin yfir landamæri lífs og dauða. Ég var svo lánsöm að fá að alast upp hjá þeim ömmu og afa, og fæ ég aldrei fullþakkað, það veganesti er ég hlaut á þessum árum. Við amma áttum einstaklega vel saman og í ófá skiptin skemmtum við okkur vel og hlógum mikið og lengi. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 215 orð

ANNA ÓLAFSDÓTTIR BLÖNDAL

ANNA ÓLAFSDÓTTIR BLÖNDAL Anna Ólafsdóttir Blöndal var fædd á Skriðnisenni í Bitrufirði á Ströndum hinn 21. október 1903. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Selið á Akureyri 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Indriðason, skagfirskrar ættar, og Guðrún Lýðsdóttir frá Skriðnisenni. Anna var elst sjö systkina er upp komust. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 351 orð

Franklín Þórðarson

Um miðja dymbilvikuna veiktist mágur minn, Franklín Þórðarson, af illkynja sjúkdómi og í lok vikunnar var hann allur. Ég hitti hann á sjúkrahúsinu, kvaðst hafa komið gangandi því að bíllinn minn færi ekki í gang. Hann hló við, þrátt fyrir mikla mæði, kvaðst þekkja þetta, hann ætti fimm vélar og engin þeirra væri í lagi. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 906 orð

Franklín Þórðarson

Í hugum flestra sem ekið hafa Vestfirði og Strandir er Kollafjörður líklega ósköp venjulegur fjörður, einn af mörgum sem þrælast verður inn úr svo halda megi áfram hraðri för. Í mínum huga er Kollafjörður enginn "venjulegur" fjörður ­ hann er "sveitin mín". Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 267 orð

Franklín Þórðarson

Í dag verður til moldar borinn Franklín Þórðarson, bóndi í Litla- Fjarðarhorni. Við hjónin kynntumst Franklín fyrir fjórtán árum en systir konu minnar, Þórdís, hafði hafið sambúð með honum einu ári áður. Fyrsta ferðin okkar norður til þeirra er okkur minnisstæð. Við höfðum ekki áður komið norður á Strandir og bjuggumst við að sjá þar hrjóstrugt land og fremur kuldalegt, en reyndin varð önnur. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 261 orð

Franklín Þórðarson

Hvernig á maður að kveðja mann sem reynst hefur vandalausum eins vel og Franklín okkur bræðrum? Þegar við komum fyrst með móður okkar að Litla-Fjarðarhorni á árdögum 1983 hefði engan grunað hvaða áhrif það átti eftir að hafa á líf okkar, sem var tekið opnum örmum af manni sem var tilbúinn að veita okkur allt það sem hann gat. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 61 orð

Franklín Þórðarson

Franklín Þórðarson Vopnaskakið heldur vöku fyrir stelkunum Yfir hyrndum herjum flýgur spjót líkt og varpað sé úr miðju sólar stöðvar söguna tímann hjartslátt þinn -- Bróðir minn ­ á vakt þessa nótt ­ ekur þér á vagni eftir löngum hljóðum göngum í l Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 128 orð

FRANKLÍN ÞÓRÐARSON

FRANKLÍN ÞÓRÐARSON Franklín Þórðarson, bóndi á Litla-Fjarðarhorni í Strandasýslu, fæddist á Broddanesi 22. janúar 1938. Hann lést á Landspítalanum 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 30. nóvember 1904, og Þórður Franklínsson, f. 30. júní 1903, d. 1991. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 456 orð

Guðjón Maríus Kristinsson

Tengdafaðir minn, Guðjón Kristinsson, varð undir í glímunni við erfiðan sjúkdóm og langar mig að setja á blað nokkrar hugrenningar, þá ég minnist manns, sem ég mat ákaflega mikils. Útför hans fór fram í kyrrþey að hans ósk, en sú ósk lýsir einu af hans lundareinkennum. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 213 orð

Guðjón Maríus Kristinsson

Mig langar að minnast Guðjóns afa míns. Afi Guðjón var alveg sérstaklega góður, þolinmóður og hjálpsamur og alltaf tilbúinn að gera eitthvað fyrir okkur barnabörnin. Til dæmis man ég eftir því að við sátum að skoða sjóinn og tala saman á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum. Ég var með lítinn plastbolta og þegar við löbbuðum til baka upp steinana þá missti ég boltann minn niður að sjó. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 378 orð

Guðjón Maríus Kristinsson

Nú þegar Guðjón afi minn er farinn úr líkama sínum til Guðs, fór ég að hugsa um allt það skemmtilega sem við höfðum gert í gegnum árin. Það er erfitt að velja en samt get ég talið upp nokkrar góðar minningar. Ef ég þurfti að mæta á skákmót kom hann oft úr Kópavogi upp í Efra-Breiðholt og skutlaði mér niður í taflfélagið í Faxafeni. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 459 orð

Guðjón Maríus Kristinsson

Elskulegur tengdafaðir minn er nú látinn. Hann fékk friðsælt andlát í faðmi eiginkonu sinnar og dóttur á heimili sínu eftir að hafa barist af ótrúlegum lífsvilja gegn illvígum sjúkdómi. Elsku örláti, góði, ósérhlífni Guðjón minn ­ ég mun sakna hans meira en orð fá lýst. Ég græt ekki að hann skyldi deyja úr því sem komið var en ég græt vegna mannsins sem hann var. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 274 orð

GUðJÓN MARÍUS KRISTINSSON

GUðJÓN MARÍUS KRISTINSSON Guðjón Maríus Kristinsson málarameistari var fæddur á Dalvík 28. júlí 1920. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi föstudaginn 17. apríl 1998. Eftirlifandi eiginkona hans er Polly Sæmundsdóttir fædd 5. nóvember árið 1917 á Siglufirði. Guðjón var sonur hjónanna Kristins Jónssonar (1895-1973) og Elínar Þorsteinsdóttur (1897-1981). Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 991 orð

Guðmundur Eyþór Sigurðsson

Árið 1945 varð afdrifaríkt fyrir Stífluna. Í þúsund ár hafði þessi grösuga og blómlega sveit alið börn sín, grasgefnir túnkragar og víðlendar valllendisengjar fætt búpeninginn, blátær silungsá og veiðivötn geymdu matbjörg og herðabreið fjöll skýldu byggðinni fyrir veðrum. Það þótti sumarfagurt í Stíflu, en vetrarríki líka mikið og snjóþyngsli. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 182 orð

GUÐMUNDUR EYÞÓR SIGURÐSSON

GUÐMUNDUR EYÞÓR SIGURÐSSON Guðmundur Eyþór Sigurðsson fæddist í Lundi í Stíflu 9. júlí 1916. Hann lést á Landspítalanum 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Kristjánsson, bóndi í Lundi, f. 1.9. 1878 í Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal, d. 21.12. 1919 í Lundi, og kona hans, María Guðmundsdóttir, f. 11.12. 1879 á Miðhóli í Sléttuhlíð, d. 24.3. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 56 orð

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir

Eftir erfiða baráttu þína ertu látin, elsku amma mín. Við sem eftir lifum munum aldrei gleyma hve góð þú varst okkur alla tíð. Hjá okkur mun lifa minningin um yndislega konu sem var okkur öllum svo kær. Vertu sæl, amma mín, ég mun aldrei gleyma þeim góðu stundum sem við áttum saman. Steinar Þór. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 77 orð

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir

Sú manneskja sem ég elska heitast í þessu lífi, er skyndilega tekin frá mér. Það er svo erfitt að sætta sig við að amma er ekki lengur hér hjá mér. Ég sakna þín en minninguna um þig og allt það góða er þú gafst mér mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Takk, elsku amma, fyrir allt. Ég veit að þú og afi eruð saman á góðum stað, hamingjusöm eins og á Suðurbrautinni. Ann Kristine. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 446 orð

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir

Það er alltaf erfitt að kveðja en þegar búið er að heyja harða baráttu við erfiðan sjúkdóm getur dauðinn stundum verið líkn. Þannig hugsum við núna þegar við erum að kveðja þig elsku Gunna. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að þekkja þig og eiga samleið með þér en einnig aðdáun á því hve sterk þú varst, Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir

Okkur systkinin langar til að minnast Gunnu frænku okkar sem nú hefur yfirgefið okkur, en hún mun ætíð vera í huga okkar. Minningarnar um þig eru ógleymanlegar. Það er aldrei hægt að þakka að fullu þá aðstoð sem þú og Steini veittuð foreldrum okkar þegar við vorum lítil. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 169 orð

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir

Elsku Gunna og Steini. Það er sagt að maður skuli reyna að gleðjast með þeim er deyja í stað þess að syrgja, því kraftar þeirra látnu fái nú notið sín í öðrum heimum, með aðkallandi verkefnum. Um leið er erfitt að skilja tilgang þess að ástvinir skuli þurfa að yfirgefa heiminn okkar svona snögglega og jafnvel heyja harða baráttu síðustu stundirnar. Þið hafið gefið okkur svo mikið. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 313 orð

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir

Væn kona er fallin frá eftir erfið veikindi. Með fáum orðum vil ég kveðja mína bestu frænku og vinkonu til margra ára, hana Gunnu frænku. Hún var glæsileg kona, greind, mjög góðhjörtuð, gjafmild, hreinlind og hlý. Hún var hetjan sem barðist við illvígan sjúkdóm í nær fjóra mánuði. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 1104 orð

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir

Er það ekki lífsvonin sem meistaraskáldið á hér við á svo myndrænan og stórbrotinn hátt, þrá alls lífs sem fæðist og dregur andann, til að lifa í þessum heimi, þrá hins lægsta orms til hinnar æðstu veru, og bæn andans á dauðastund sinni, bæn sem brunnið hefur á vörum kynslóðanna á öllum öldum um hina miklu en torskildu eilífð, eilífð sem andinn þráir, hans friðland að jarðlífi loknu, Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐRÚN ÁSDÍS STURLAUGSDÓTTIR

GUÐRÚN ÁSDÍS STURLAUGSDÓTTIR Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir fæddist á Stokkseyri 26. febrúar 1932. Hún lést á heimili sínu 6. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 15. apríl. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 225 orð

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir Þorsteinn Þórir Alfreðsson

Þegar við hjónin fórum til útlanda nú eftir áramótin var okkur ekkert fjarlægara en að við ættum ekki eftir að sjá okkar ágætu nágranna Guðrúnu og Þorstein aftur. Það varð okkur því mikið áfall þegar við heyrðum um fráfall þeirra. Við sem höfum verið nágrannar þeirra í meira en tuttugu ár höfum margs að minnast. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 606 orð

Halldóra Jónsdóttir

Það voru forréttindi að vera barnabarnið sunnan heiða. Þá fékk maður að fara í sumarheimsóknir norður til Akureyrar, vera einn í svolítinn tíma hjá ömmu í Skipagötunni og hafa hana út af fyrir sig. Forréttindi sem búa í dýrmætum minningum nú þegar þessi yndislega kona, Halldóra Jónsdóttir, er látin. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 165 orð

HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR

HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR Halldóra Jónsdóttir var fædd á Uppsölum í Blönduhlíð í Skagafirði 8. desember 1914. Hún lést á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar Halldóru voru Jónas Kristjánsson, barnakennari og organisti, og Rannveig Sveinsdóttir, húsmóður. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 630 orð

Heiðbjört Guðlaug Pétursdóttir

Vorið er að koma. Öll náttúran ber þess merki. Litlu vinirnir okkar, "vorboðarnir ljúfu", þyrpast til landsins, okkur til ómældrar ánægju. Brum trjánna þrútna og allt ber vott um vaknandi líf. Frjókornin smáu, sem sofið hafa í jarðveginum vakna upp með hækkandi sól. Guð gefur þeim líf á ný. Í dag kveðjum við elskulega vinkonu mína Heiðbjörtu Pétursdóttur. Hún fæddist 12. mars 1910. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 32 orð

HEIÐBJÖRT GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR

HEIÐBJÖRT GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR Heiðbjört Guðlaug Pétursdóttir fæddist á Gautastöðum í Holtshreppi (nú Fljótahreppi) 12. mars 1910. Hún lést á Landspítalanum 24. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 3. apríl. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 221 orð

Jónas Árnason

Í MINNINGU JÓNASAR ÁRNASONAR Með heimsins kvöl og þrá í hjarta sér og hugsjón þá að líta betri dag var gengið fram og skæran bjarma ber af brandi orðsins nú við sólarlag. Þar átti réttlætið sitt ríka ból og refjalaust var haldið málum á. Hann öllu smáu vildi veita skjól og vernda það og sigri að lokum ná. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 757 orð

Jónas Árnason

Jónas Árnason skilaði miklu dagsverki. Fyrirferðarmest og það sem trúlega heldur nafni hans lengst á lofti í óstöðugum heimi eru ritverkin, leikrit, sögur, viðtalsbækur og söngvar, alls um 25 bókaheiti, nokkur þeirra í tveimur útgáfum. Jónas var alþýðlegur höfundur í þess orðs bestu merkingu. Sögur hans eru ljúfar og stutt í kímni og gáska, sem var ein af margslungnum eigindum hans . Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 395 orð

Jónas Árnason

Á gamalli ljósmynd stendur glaðbeittur, hávaxinn maður með litla þungbúna stelpu, á að giska fjögurra til fimm ára, fyrir framan sig. Þetta er Jónas Árnason og ég... og ég nýbúin að tilkynna Jónasi að honum muni ég ekki bjóða í afmælið mitt! Það má kannski segja að þessi ljósmynd marki upphafið að vináttu okkar Jónasar, en hann og Guðrún voru miklir og nánir vinir foreldra minna. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 29 orð

JÓNAS ÁRNASON

JÓNAS ÁRNASON Jónas Árnason fæddist á Vopnafirði 28. maí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 5. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reykholti laugardaginn 11. apríl. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 270 orð

Jóna Sigríður Jónsdóttir

Ég vil með nokkrum orðum minnast ömmu minnar Jónu Sigríðar Jónsdóttur, en hún var mér mjög kær. Jóna náði mjög háum aldri, en hún varð 100 ára í ágúst á síðasta ári. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi hún á Elliheimilinu Grund, þar sem henni leið mjög vel og hrósaði hún starfsfólki þar fyrir góða umönnun. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 33 orð

JÓNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

JÓNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Jóna Sigríður Jónsdóttir fæddist á Þverlæk í Holtahreppi 21. ágúst 1897. Hún lést á elliheimilinu Grund 4. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skarðskirkju í Landsveit 18. apríl. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 360 orð

Karítas Magnúsdóttir

Það er með þungum huga og söknuði í hjarta að ég sest niður til þess að kveðja hana ömmu mína. Mér finnst ennþá að ég geti tekið upp símtólið og hringt til að athuga hvernig hún hafi það, eins og ég var vön að gera. Það sem fyrst og fremst einkenndi ömmu Kæju var hlýja. Hún var ótrúlega gefandi og hugsaði alltaf síðast um sjálfa sig. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Karítas Magnúsdóttir

"Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, Skapara himins og jarðar." Þessi orð úr Davíðssálmum koma mér í hug þegar ég minnist góðrar vinkonu, Karitasar Magnúsdóttur. Með fáeinum orðum langar mig að þakka fyrir allar gleðistundir með henni, ekki síst heimsóknirnar á fallega heimilið hennar. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 54 orð

Karítas Magnúsdóttir

Elsku Kæja mín. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guð launi þér fyrir það sem þú varst mér. Þinn Karl Jóhann. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 116 orð

Karítas Magnúsdóttir

Ertu horfin, ertu dáin er nú lokuð glaða bráin angurs horfi ég út í bláinn autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með dimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið líka þinnar ástar notið finn hve allt er beiskt og brotið burt er víkur aðstoð þín, elsku góða mamma mín. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 201 orð

Karítas Magnúsdóttir

Elsku amma Kæja mín, nú ertu farin frá mér, mikið mun ég sakna þín mikið. Ég mun sakna þess að sjá þig ekki þegar ég kem í Sörlaskjólið, sem fram eftir öllu var annað heimili mitt, því ég hef alltaf sagt að ég hafi alist upp á tveimur stöðum, í Breiðholti og í Sörlaskjóli. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 291 orð

Karítas Magnúsdóttir

Elsku amma Kæja, nú kveð ég þig með söknuði. Það verður skrítið að hafa þig ekki lengur hjá mér í Sörlaskjólinu þó að þú verðir alltaf í huga mínum. Þú hefur verið stór hluti af mínu lífi, ég hef búið í Skjólunum meirihluta ævi minnar hjá þér, fyrst með mömmu og pabba og síðan núna síðustu ár með Leifi og Sólrúnu Hlín. Ég hef alltaf leitað mikið til þín og þú alltaf verið mér góð. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 146 orð

Karítas Magnúsdóttir

Elsku mamma mín. Nú þegar ég kveð þig hinstu kveðju er mér efst í huga þakklæti til þín fyrir að vera kletturinn í lífi mínu. Alltaf varstu til staðar til að hvetja mig áfram. Þakklæti fyrir að vera börnunum mínum og barnabörnum sú besta amma og vinkona sem hugsast gat. Minningin um þig mun hvetja mig til að lifa í þínum anda og reyna að gera mikið betur en áður. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 55 orð

Karítas Magnúsdóttir

Elsku langamma, okkur langar að kveðja þig með orðum frá Jesaja, 54. kap. 10. versi: "Því þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði skal mín miskunnsemi við þig ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáli ekki raskast, ­ segir miskunnari þinn, Drottinn. Bless, amma Kæja, við vitum að Guð passar þig núna. Barnabarnabörn. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 491 orð

Karítas Magnúsdóttir

Ég kveð þig nú mín kæra vina Með klökkum hug og þakka allt, Já, alla tryggð og ástúðina, þú ætið lést hið besta falt. Þín bjarta minning blessuð er og búa skal í hjarta mér. (Ingibjörg Sumarliðadóttir frá Valshamri) Elsku amma mín, nú ertu búin að kveðja og kveðjukossinn ég þér gaf. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 173 orð

KARÍTAS MAGNÚSDÓTTIR

KARÍTAS MAGNÚSDÓTTIR Karítas Magnúsdóttir fæddist á Heinabergi í Dalasýslu 1. maí 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson, f. 23. október 1876, d. 12. maí 1964, og Matthildur Sigurðardóttir, f. 5. desember 1884, d. 11. apríl 1968. Karítas var eitt ellefu barna þeirra hjóna. Hinn 27. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 30 orð

KRISTJÁN GUÐMUNDSSON

KRISTJÁN GUÐMUNDSSON Kristján Guðmundsson fæddist á Hamraendum í Stafholtstungum 8. maí 1905. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, 4. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 17. apríl. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 114 orð

Ólafur Bjarnason

Elsku besti frændi. Takk fyrir hvað þú varst alltaf búinn að vera góður við mig. Og núna ertu farinn frá okkur. Þú varst ungur, allt of ungur til að fara frá okkur. En ég veit að þér líður betur núna uppi hjá guði og þú kvelst aldrei meir. Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 261 orð

Ólafur Bjarnason

Ólafur L. Bjarnason, bóndi í vesturbænum í Stóru-Hildisey, var búinn að vera lengi veikur, er hann lést, og reyna á sjálfum sér verki sjúkdómsins og aukaverkanir lyfjanna. Hann var þakklátur öllu starfsfólki deildar 11E á Landspítalanum fyrir góða og nærgætna umönnun. Ólafur var næsti nágranni minn til margra ára og mig langar nú þegar leiðir skilur að minnast hans með nokkrum orðum. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 307 orð

Ólafur Bjarnason

Það er ávallt erfitt að heyra um andlát samferðamanns, ættingja eða vinar. Það var undarlegt tómarúm sem myndaðist þegar ég heyrði um andlát Óla í Hildisey. Spurningar eins og hvers vegna, af hverju einmitt hann og fleiri slíkar komu fram í hugann. Þó voru þessar fréttir ekki óvæntar miðað við hvað Óli hafði tekist á við í sjúkdómsbaráttu sinni síðustu misseri. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 425 orð

ÓLAFUR BJARNASON

ÓLAFUR BJARNASON Ólafur Líndal Bjarnason fæddist í Skálakoti, V-Eyjafjöllum, 14. ágúst 1952. Hann lést á Landspítalanum 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Bjarni Marinó Ólafsson, f. 26. febrúar 1914, d. 23. janúar 1991, bóndi í Skálakoti, og Katrín Marta Magnúsdóttir, f. 22. október 1918, býr á Hvolsvelli. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 436 orð

Ólafur Haraldsson

Ólafur Haraldsson hefur lokið lífsgöngu sinni eftir erfiða sjúkdómslegu. Þungbær harmur er kveðinn að fjölskyldu hans sem nú þarf að sætta sig við ótímabæra brottför hans úr þessum heimi. Ólafur Haraldsson var mikið prúðmenni með stóra höfðingslund. Frá honum streymdu góðvild og hlýja til allra sem umgengust hann. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 36 orð

ÓLAFUR HARALDSSON

ÓLAFUR HARALDSSON Ólafur Haraldsson, húsasmíðameistari í Hafnarfirði, fæddist á Tjörnum í Vestur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu 16. janúar 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 22. apríl. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 513 orð

Ólafur L. Bjarnason

Ólafur Bjarnason er látinn aðeins 45 ára gamall eftir harðan slag við illvígan sjúkdóm. Óli sýndi ótrúlegt þrek í þessari baráttu, svo mikið jafnaðargeð að með ólíkindum var. Sama var hvenær maður hitti hann, alltaf var hann léttur í lund. Ég spurði Birnu frænku mína að því snemma í vor eftir að hafa talað við Óla hvort hann væri ekki daufari þegar hann væri bara með henni. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 764 orð

Ólafur L. Bjarnason

"Dáinn, horfinn," ­ harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða? Hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. (Jónas Hallgrímsson) Það er farið að grænka undir Eyjafjöllum. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 276 orð

Ólafur L. Bjarnason

Það getur oft verið erfitt og sárt að horfast í augu við staðreyndir. Sveitungi minn og nágranni Ólafur Bjarnason er látinn aðeins 45 ára að aldri. Vorið 1978 keyptu þau Birna Þorsteinsdóttir og Ólafur Bjarnason býlið Stóru-Hildisey II í Austur-Landeyjum af þeim hjónum Axel og Sigríði sem þar bjuggu. Snoturt býli en fremur smátt í sniðum. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 253 orð

Ólafur L. Bjarnason

"Dáinn, horfinn!" harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgr.) Óla kynntist ég þegar ég fór fyrst í sveit. Mig langar að þakka honum þann tíma sem ég var hjá honum og Birnu. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 312 orð

Sverrir S. Einarsson

Kveðja frá Akranesi Leiðir okkar Sverris höfðu oft legið saman á vettvangi skólastjórnenda áður en við urðum eiginlegir samstarfsmenn. Sverrir réðst til kennslu í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á haustönn 1995. Vera hans hér var mjög ánægjuleg og eftirminnileg fyrir okkur. Hann var afbragðsgóður stærðfræðikennari, vel menntaður og bjó að mikilli reynslu. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 308 orð

Sverrir S. Einarsson

Öllu er afmörkuð stund. Þessi fleygu orð Prédikarans koma í hugann, þegar vinur er kvaddur. Sverrir var nýtekinn við embætti rektors í gamla skólanum sínum, sem hann hafði kennt við um árabil. Hann var uppfullur af humyndum um hvernig þróa mætti áfangakerfið, en vagga þess var í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Margt var rætt á þessum árum. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 765 orð

Sverrir S. Einarsson

Látinn er góður vinur minn, Sverrir S. Einarsson, eða Sissi eins og við kölluðum hann í gamla daga. Vissulega var mér ekki brugðið þegar bróðir hans hringdi í mig á annan í páskum og tilkynnti mér andlát hans. Sverrir hafði frá byrjun árs 1996 glímt við veikindi sem heldur ágerðust þegar á leið. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 32 orð

SVERRIR S. EINARSSON

SVERRIR S. EINARSSON Sverrir Sigurjón Einarsson fæddist á Selfossi 29. júlí 1948. Hann lést á heimili sínu, Drápuhlíð 40, Reykjavík, 13. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 22. apríl. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 463 orð

Þórður Árelíusson

Mig langar að minnast með nokkrum orðum Þórðar Árelíussonar. Við Þórður kynntumst fyrir átta árum þegar við fengum það verkefni hvor frá sinni ríkisstofnun að sjá um námskeiðshald vegna löggildingar vigtarmanna. Slíkt samstarf hefur í för með sér biðtíma og dauðar stundir inn á milli, bið á flugvöllum og langferðir saman í bíl. Meira
25. apríl 1998 | Minningargreinar | 25 orð

ÞÓRÐUR ÁRELÍUSSON

ÞÓRÐUR ÁRELÍUSSON Þórður Árelíusson var fæddur í Reykjavík 4. september 1940. Hann lést 13. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 21. apríl. Meira

Viðskipti

25. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 96 orð

200 milljóna kr. hafnarkrani

SAMSKIP hafa ákveðið að kaupa nýjan hafnarkrana á athafnasvæði sitt á Holtabakka. Kraninn kostar um 200 milljónir kr. Samskip hafa verið að byggja upp aðstöðu sína á Holtabakka, nú síðast með frystivörumiðstöðinni Ísheimum. Meira
25. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 186 orð

ÐLandssíminn dreifir efni Stöðvar 2

LANDSSÍMINN og Íslenska útvarpsfélagið hafa undirritað samning um flutning og dreifingu á dagskrám Stöðvar 2, Sýnar, Bylgjunnar og Stjörnunnar um landið. Landssíminn sér nú um allan flutning á útvarps- og sjónvarpsefni fyrir Íslenska útvarpsfélagið auk þess að sjá um rekstur á dreifikerfi félagsins. Meira
25. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 286 orð

ÐTvö íslensk fyrirtæki í vinsælum gagnagrunni

TVÆR greiningar á íslenskum hlutafélögum sem verðbréfafyrirtækið Kaupþing hf. gerði fyrir erlenda aðila hefur verið sett inn á Reuters 3000 sem er nýr vinsæll gagnagrunnur sem fjármálafyrirtæki um allan heim hafa fest kaup á. Íslensku hlutafélögin tvö eru Marel hf. og Íslenska járnblendifélagið hf. Meira
25. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 153 orð

ÐÚtflutningsverðlaun til SÍF

SÖLUSAMBAND íslenskra fiskframleiðenda hf., SÍF, hlaut útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 1998. Gunnar Örn Kristjánsson framkvæmdstjóri SÍF veitti verðlaununum, sem nú voru veitt í tíunda skiptið, viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins við athöfn á Bessastöðum í fyrradag. Meira
25. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 401 orð

Framleiðsla á ísvélum hefst í júní

BRUNNAR hf. í Hafnarfirði og ísraelska fyrirtækið Ontec, hafa stofnað ísvélaverksmiðju sem hefur starfsemi hér á landi í júní. Hlutafé fyrirtækisins verður 476 milljónir króna að nafnverði. Nýja félagið, "Brontec" verður starfrækt í 2.400 fermetra verksmiðju sem verið er að reisa í Skútahrauni í Hafnarfirði og munu 30 starfsmenn verða ráðnir til vinnu. Meira
25. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Halldór J. Kristjánsson kjörinn formaður

HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands hf., var í gær kjörinn formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka og tekur við formennsku af Val Valssyni, bankastjóra Íslandsbanka hf., sem setið hefur í tvö ár. Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka Íslands hf., var kjörinn varaformaður. Meira
25. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 229 orð

Miklir framtíðarmöguleikar

STEINÞÓR Ólafsson, rekstrarverkfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sæplasts hf. Hann tekur til starfa 15. júlí næstkomandi. Steinþór sagðist í samtali við Morgunblaðið sjá mikla framtíðarmöguleika hjá fyrirtækinu en hann segist nú vera að að kynna sér rekstur og áætlanir fyrirtækisins. Steinþór þekkir fyrirtækið frá fyrri tíð en hann starfaði hjá því á árunum 1988 ­ 1990. Meira
25. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 285 orð

Nýjar áherslur í rannsóknum

Á ÁRSFUNDI Rannsóknarráðs Íslands sl. miðvikudag greindi Björn Bjarnason menntamálaráðherra frá samþykkt ríkisstjórnarinnar við tillögu hans um aukið samstarf rannsóknastofnana á Íslandi. Samkvæmt henni er Rannsóknarráði falið að gera tillögu til ríkisstjórnarinnar um það m.a. hvernig endurskipuleggja megi rannsóknarstofnanirnar til þess að auka hagræðingu og bæta þjónustu við íslenskt atvinnulíf. Meira
25. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 433 orð

Skoða möguleika á sameiningu við önnur félög

FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur var rekið með 39 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði rekstrarársins, það er að segja frá 1. september sl. til 28. febrúar. Er það mun betri árangur en á sama tímabili árið á undan en þá var 36 milljóna króna tap. Unnið hefur verið að breytingum á rekstri Fiskiðjusamlagsins. Nýlega var dótturfélagið Náttfari ehf. sameinað Fiskiðjusamlaginu. Meira

Daglegt líf

25. apríl 1998 | Neytendur | 136 orð

Hvaða gagn gera sundgleraugu?

MEÐ hækkandi sól er þess að vænta að fólk fari að stunda sundlaugarnar af meira kappi en áður. Þeir sem ekki fara í sund á veturnar fara væntanlega að fálma eftir sundbolnum eða sundskýlunni aftast í hillu eða skúffu. Hvað með sundgleraugun, eru þau nauðsynleg þegar við förum í sund? Þessi spurning var lögð fyrir Þórð Sverrisson augnlækni. Meira
25. apríl 1998 | Neytendur | 77 orð

Plast augnmaski

GREINIR sf. hefur sett á markaðinn plast augnmaska. Augnmaskinn er látinn bíða í kæli í 10 til 20 mínútur áður en hann er lagður á augun. Í fréttatilkynningu kemur fram að maskinn hafi góð áhrif á þreytt augu og fái bauga til að hjaðna. Maskinn rói höfuðverk og minnki slímmyndun. Ef maskinn er áður lagður í heitt vatn í 5 til 10 mínútur hefur hann góð áhrif á nefstíflur og höfuðverk. Meira
25. apríl 1998 | Neytendur | 388 orð

Séríslenskar reglur verði settar um merkingu matvæla

ÞRJÁTÍU og níu fyrirtæki innan og utan Samtaka verslunarinnar skora á íslensk stjórnvöld að setja séríslenskar reglur um merkingu matvæla og taka í reglunum sérstakt tillit til gildandi umbúðareglna á markaðssvæðum utan EES. Meira

Fastir þættir

25. apríl 1998 | Í dag | 367 orð

AÐ segir mikla sögu um íslenskt veðurfar að það teljist

AÐ segir mikla sögu um íslenskt veðurfar að það teljist fréttaefni að vel hafi viðrað á sumardaginn fyrsta. Flestir eru orðnir vanir því að ganga um bæinn á þessum degi í kulda og trekki og kom það því flestum í opna skjöldu að í ár skuli dagurinn í raun hafa verið fyrsti dagur sumars og þá ekki bara að nafninu til. Meira
25. apríl 1998 | Dagbók | 3299 orð

APÓTEK

»»» Meira
25. apríl 1998 | Í dag | 57 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. í dag, laugardagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. í dag, laugardaginn 25. apríl, verður níræð Guðrún Magnúsdóttir frá Sandgerði, nú til heimilis að Hrafnistu, Hafnarfirði. Guðrún tekur þar á móti gestum í dag frá kl. 15-18. ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 25. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | 184 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Mánudaginn 20. apríl sl. hófst 4 kvölda Butler tvímenningur, 28 pör mættu. Staðan eftir 7 fyrstu umferðirnar er eftirfarandi: Sigurður Ámundason ­ Jón Þ. Karlsson58 Guðm. Baldursson ­ Guðbjörn Þórðarson56 Geirlaug Magnúsd. ­ Torfi Axelsson56 Óskar Þráinsson ­ Cecil Haraldsson33 Vilhj. Sigurðsson jr. ­ Steinberg Ríkharðss.28 Arnar G. Hinrikss. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | 86 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreppamanna

NÝLOKIÐ er aðalsveitakeppninni með þátttöku 4 sveita. Lokastaðan varð þessi: 1. Karl Gunnlaugsson1032. Knútur Jóhannesson1033. Jón M. Helgason954. Ásgeir Geirsson56Nýlega spiluðu Hreppamenn við Mjólkurbú Flóamanna en þessir aðilar hafa keppt í á þriðja áratug. Að þessu sinni sigraði MBF með 87 gegn 56. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | 826 orð

Getur snerting haft læknandi áhrif?

Spurning: Í óhefðbundnum lækningum er það algeng aðferð að fara höndum um sjúklinginn, snerta eða þreifa á líkamanum. Handayfirlagningar er oft getið í kraftaverkalækningum. Býr raunverulega einhver áhrifamáttur í snertingu eða byggist sá máttur eingöngu á trúnni á snertinguna? Svar: Sálfræðin hefur ekki nein svör um kraftaverkalækningar, t.d. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | 1222 orð

Guðspjall dagsins: Ég er góði hirðirinn. (Jóh. 10)

Guðspjall dagsins: Ég er góði hirðirinn. (Jóh. 10) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnastarfið fer í heimsókn í Háteigskirkju. Lagt af stað frá Bústaðakirkju kl. 10.50. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Gunnar Rúnar Matthíasson. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | 268 orð

Hestarnir hefja innreiðina í kvöld

HESTAVÖRUVERSLUNIN Reiðsport gengst í kvöld fyrir töltkeppni í skautahöllinni í Laugardal þar sem valinkunnum knöpum og hestum er boðið til keppni á skautasvellinu. Meðal þeirra knapa sem mæta til leiks má nefna heimsmeistarann í tölti, Vigni Siggeirsson, Íslandsmeistarann í tölti, Sigurð Sigurðarson, Norðurlandameistarann Einar Öder Magnússon, Erling Sigurðsson, Sigurbjörn Bárðarson, Ásgeir S. Meira
25. apríl 1998 | Í dag | 28 orð

Hlutavelta ÞESSAR brosmildu vinkonur heita Thelma Rut Guðmundsdóttir og

Hlutavelta ÞESSAR brosmildu vinkonur heita Thelma Rut Guðmundsdóttir og Guðrún Hjartardóttir. Þær efndu til hlutaveltu og létu ágóðann renna til styrktar Rauða krossi Íslands. Alls söfnuðu þær 1.247 krónum. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Ingimar Sveinsson á leið í "úreldingu" Engin slys eftir þrettán ár í tamningum

"ÉG SKIL mjög sáttur við þetta. Það hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að vinna með nemendum öll þessi ár. Ég hugsa að ég sjálfur hafi lært langmest en nú er kominn tími á mann, ég er að fara í úreldingu," segir Ingimar Sveinsson, kennari í hestamennsku við Bændaskólann á Hvanneyri, glaður í bragði að loknum síðasta skeifudeginum undir hans stjórn. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | 937 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 950. þáttur

950. þáttur ÍSLENSKT mál þarf að vera viðbúið nýjungum. Það má aldrei verða að steingervingi. Í þessu sambandi langar mig til að þakka hið mikla og góða starf sem fólk hefur unnið við að íslenska tölvu- og fjarskiptamálið. Þar er líka þörfin brýnust nú um stundir. Meira
25. apríl 1998 | Dagbók | 123 orð

Kross 2 LÁRÉTT: 1 blökk

Kross 2 LÁRÉTT: 1 blökkumaður, 8 hrósum, 9 lipurð, 10 eldiviður, 11 vísa, 13 ákveð, 15 mjög hallandi, 18 stjórna, 21 fag, 22 kátt, 23 uxinn, 24 steins. LÓÐRÉTT: 2 loftrella, 3 hæsi, 4 reiðra, 5 tröllkona, 6 óhapp, 7 drótt, 12 hold, 14 fum, 15 flói, 16 flýtinn, 17 nafnbót, 18 bands, 19 úði, 20 geta gert. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Nýhrossakeppni fyrir nýgræðingana

ÞAÐ SÁUST margir glæsilegir og gripamiklir hestar á ferðinni um Víðidalssvæðið á laugardag þegar þessi þríþætta keppni fór fram og ljóst að hestakostur fáksmanna er hreint ótrúlega góður eins og svo oft áður. Í Nýrhossakeppnina voru einungis gjaldgeng hross sem ekki höfðu náð 5. sæti eða ofar í keppni. Meira
25. apríl 1998 | Dagbók | 484 orð

Reykjavíkurhöfn: Þerney fer í dag. Víðir EA, Lómur

Reykjavíkurhöfn: Þerney fer í dag. Víðir EA, Lómur og Freri koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ýmir, Gulldrangur og Ocher koma í dag. Flutningaskipið Bewa kom í gær. Fréttir Gerðuberg, félagsstarf. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | 408 orð

Safnaðarstarf Frá Vídalínskirkju JÓNS biskups

JÓNS biskups Vídalíns og húspostillu hans, verður minnst á morgun sunnudaginn 26. apríl í Vídalínskirkju. Í ár eru einmitt 300 ár frá vígslu Jóns Vídalíns til biskups í Skálholti. Við þetta tækifæri mun kór kirkjunnar syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Mun kórinn klæðast nýjum kórkirtlum sem Kiwanisklúbbur Garðabæjar hefur gefið kirkjunni. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | 163 orð

Starfsemi CISV

Sumarbúðir: 11 ára börn. Tveir drengir og tvær stúlkur, ásamt fararstjóra, dveljast í fjórar vikur í sumarbúðum ásamt öðrum börnum og fararstjórum frá allt að 12 löndum. Unglingaskipti: 12­15 ára. Fimm stúlkur og fimm drengir ásamt fararstjóra. Dvalið er hjá fjölskyldum, með unglingum á sama aldri og kyni, í tvær vikur í hvoru landi. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | 924 orð

Svefngöngur

HEFUR þú farið í svefngöngu nýlega? Eflaust svara flestir neitandi en er það rétt? Svefngöngur eru nefnilega fyrirbæri sem ekki er bundið við líkamlegar göngur þar sem dreymandinn stígur úr rekkju sinni í svefni og fer um húsið eða jafnvel út. Göngur um svefninn fara einnig fram í draumi þar sem sál eða sjálf dreymandans fer um tíma og rúm án hindrana. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | 233 orð

Tíu heilræði CISV

1.Ekki búast við að hlutirnir séu alveg eins og þeir eru heima hjá þér því þú hefur farið langan veg að heiman til að uppgötva eitthvað nýtt. 2.Ekki taka hlutina of alvarlega ­ því gáski og gleði eru upphaf að stórkostlegri reynslu innan CISV. 3. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | 1004 orð

Við erum öll ein heild Í félagsskap sem kennir sig við CISV, Alþjóðlegar sumarbúðir barna, er leitast við að efla umburðarlyndi

ÞAÐ var í lok júní í fyrra sem þau Jarþrúður Birgisdóttir, Hans Róbert Hlynsson og Haraldur Gunnarsson, sem þá voru öll ellefu ára, lögðu land undir fót og héldu alla leið til Filippseyja, til að taka þátt í alþjóðlegum sumarbúðum barna, undir merkjum CISV, Childrens International Summer Villages. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Æskulýðsstarf hjá Gusti Vinafélag í Þýskalandi heimsótt

ÆSKULÝÐSSTARFIÐ hjá Gusti hefur löngum staðið með miklum blóma og nú í nýafstöðnu páskaleyfi fóru tíu ungmenni á aldrinum 10 til 18 ára í tíu daga ferð til Þýskalands er þau heimsóttu vinafélag Gusts sem heitir því kunnuglega nafni Fákur. Meira
25. apríl 1998 | Fastir þættir | 1226 orð

(fyrirsögn vantar)

Ferming í Dómkirkjunni 26. apríl kl. 14 Prestar: sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Fermd verða: Anna Þóra Pétursdóttir, Framnesvegi 27. Berglind Mjöll Uffadóttir, Þrastargötu 7b. Bjarni Hjartarson, Vesturströnd 17. Friðrik Steinn Friðriksson, Hagamel 10. Garpur I. Elísabetarson, Framnesvegi 56a. Meira

Íþróttir

25. apríl 1998 | Íþróttir | 214 orð

Eyjólfur bjargvættur

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsmaður í knattspyrnu, tryggði nýliðum Hertha dýrmætt stig í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi þegar hann jafnaði 1:1 á móti Bielefeld 10 mínútum fyrir leikslok. "Við höfðum tapað tveimur leikjum í röð og ástandið í Berlín var vægast sagt á suðupunkti," sagði Eyjólfur við Morgunblaðið. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 437 orð

Falleg stúlka, hætta og spenna í frumskógum Suður-Ameríku

Pitfall 3D, Beyond the Jungle, PlayStation leikur frá Activision. SUMIR muna kannski eftir einum frægasta leik Atari 2600 tölvunnar: Pitfall!, eða einum fyrsta Windows 95 leiknum Pitfall: The Mayan Adventure og geta glaðst vegna þess að Activision leikjafyrirtækið er búið að gefa út Pitfall 3D: Beyond the Jungle. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 683 orð

FILIPPO Inzaghi, markaskorarinn mikli

FILIPPO Inzaghi, markaskorarinn mikli hjá Juventus, leikur á ný með liðinu á morgun, þegar efsta liðið fær Inter Milan í heimsókn. Fjórar umferðir eru eftir af ítölsku deildinni og Inter er aðeins einu stigi á eftir Juve, sem er á toppnum. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 186 orð

Frábært hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafsteinsson er í fremstu röð að loknum þremur keppnisdögum á golfmóti á Rimini á Ítalíu sem er í áskorendamótaröðinni. Leifur Geir fór 18 holurnar á 68 höggum í gær, fjórum undir pari, og er í 5. til 7. sæti, tveimur höggum á eftir fyrsta manni. Hann fagnaði sumri með því að fara hringinn á 74 höggum í fyrradag og var í 23. til 27. sæti, en 50 fyrstu af 150 fengu að halda áfram. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 187 orð

Frjálsíþróttir

83. Víðavangshlaup ÍR KARLAR12 ára og yngri: 1. Sveinbjörn Claessen21.06 2. Jóhann Gísli Jóhannesson21.56 3. Arnar Gauti Markússon21.56 13 til 15 ára: 1. Ólafur Dan Hreinsson18.33 2. Eyþór Helgi Úlfarsson18.47 3. Björgvin Víkingsson19.42 16 til 18 ára: 1. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 124 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRSögulegt ÍR-hlaup HIÐ árlega Víðavang

HIÐ árlega Víðavangshlaup ÍR, sem fram fór á sumardaginn fyrsta, varð sögulegt. Sigmar Gunnarsson úr UMSB sigraði í hlaupinu í sjötta skipti í röð og Martha Ernstsdóttir úr ÍR varð hlutskörpust í kvennaflokki. Þetta var í sjötta skipti sem hún sigrar. Sigur Sigmars var óvæntur og ekki ljós fyrr en nokkru eftir að hlaupinu lauk. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 201 orð

Helgi Jónas og Anna María best að mati leikmanna

HELGI Jónas Guðfinnsson, leikstjórnandi Grindvíkinga og Anna María Sveinsdóttir úr Keflavík voru bestu leikmenn efstu deilda karla og kvenna í körfuknattleik í vetur að mati leikmanna deildanna. Niðurstaðan í kjöri leikmanna var tilkynnt um miðnætti í nótt í lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands á Broadway. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 831 orð

KA-menn leika um fimmta sætið

KA vann sænska Drott 29:27 í norrænu meistarakeppninni í handknattleik í Gautaborg í gær og mætir norska liðinu Viking í leik um 5. sætið en íslensku deildarmeistararnir byrjuðu á því að tapa 34:29 fyrir Runar frá Noregi. "Þetta var sérstaklega slakt hjá okkur og í raun óskiljanlegt hvað við vorum daufir," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, eftir fyrri leikinn. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 95 orð

Kiel hampaði EHF- bikarnum EFSTA lið

EFSTA lið þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, Kiel, lagði Flensborg-Handewitt 26:21 í síðari leik liðanna í úrslitum EHF-keppninnar, Evrópukeppni félagsliða, á miðvikudagskvöldið. Flensborg hafði betur í fyrri leiknum sem fram fór í Flensborg sl. helgi, 25:23. Það ríkti mikil gleði í leikslok á meðal fjölmargra stuðningsmanna Kiel, en uppselt var á leikinn, 7. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 219 orð

KNATTSPYRNALeiftur fékk

Leiftur í Ólafsfirði mætir liði frá Úkraínu í fyrstu umferð Getraunadeildar Evrópu, Intertoto-keppninni, og á fyrst heimaleik en dregið var í fyrstu þrjár umferðirnar í gær. Keppnin verður með nýju sniði í ár þar sem lið frá helstu knattspyrnuþjóðum ætluðu að hunsa keppnina sem fyrr yrði fyrirkomulaginu ekki breytt. 40 lið byrja í fyrstu umferð og leika heima og að heiman 20. eða 21. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 131 orð

Knattspyrna Vináttulandsleikur Chile - Kólumbía2:2 Javier Margas 21., Marcelo Salas 84. - Leider Preciado 79., 82. 30.000.

Vináttulandsleikur Chile - Kólumbía2:2 Javier Margas 21., Marcelo Salas 84. - Leider Preciado 79., 82. 30.000. Þýskaland Hertha - Bielefeld1:1 Eyjólfur Sverrisson 80. - Stefan Kuntz 18. 46.762. Kaiserslautern - Gladbach3:2 Olaf Marschall 45., 60., 90. - Markus Hausweiler 16. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 19 orð

Körfuknattleikur

Fyrstu leikir úrslitakeppninnar Austurdeild Charlotte - Atlanta97:87 Indiana - Cleveland106:77 Vesturdeild Utah - Houston90:103 Phoenix - San Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 553 orð

"Of sigurvissar"

"ÞÆR voru of sigurvissar og á því réðust úrslitin auk þess, sem við ætluðum ekkert að gefa eftir," sagði Alma Hallgrímsdóttir markvörður Hauka, sem fór á kostum í fjórða leiknum við Stjörnuna á fimmtudaginn og að öðrum leikmönnum ólöstuðum lagði grunn að 28:25 sigri Hafnfirðinga. Þar með hafa liðin unnið sína tvo leikina hvort og í dag klukkan 16. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 329 orð

PAUL Ince, fyrirliði Liverpool,

PAUL Ince, fyrirliði Liverpool, varð fyrir aðkasti eftir landsleik Englands og Portúgals á miðvikudagskvöld. Þegar landsliðsmaðurinn yfirgaf Wembley var hann sleginn í andlitið svo sprakk fyrir á vör. Árásarmaðurinn var handtekinn. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 150 orð

Sjálfum okkur um kennt

"VIÐ getum sjálfum okkur um kennt því við lékum óskynsamlega í sókninni og vörnin fann sig aldrei allan leikinn," sagði Ragnheiður Stephensen Stjörnuskytta, eftir leikinn. "Þar af leiðandi var Lijana í markinu ekki að verja eins og hún hefur gert að undanförnu því hún hafði enga vörn með sér. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 119 orð

SKÍÐI/ANDRÉSAR ANDAR LEIKARNIR

ANDRÉSAR andar leikarnir á skíðum hófust í Hlíðarfjalli við Akureyri á sumardaginn fyrsta. Þá var reyndar ekki mjög sumarlegt í fjallinu en í gær var allt annað upp á teningnum; sól var og blíða og keppni gekk mjög vel. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 287 orð

Stephen Hendry úti í kuldanum og Steve Dav

STEPHEN Hendry, sexfaldur heimsmeistari í snóker, sá sæng sína upp reidda þegar hann mætti Jimmy White í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í Sheffield á Englandi. Þegar hlé var gert á leiknum síðasta vetrardag var staðan 8:1 og White hélt uppteknum hætti sumardaginn fyrsta, vann sannfærandi 10:4. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 231 orð

Stjörnurnar stóðu undir væntingum

Kinder frá Ítalíu varð Evrópumeistari félagsliða í körfuknattleik, vann AEK frá Grikklandi 58:44 í úrslitaleik í Barcelona á Spáni í fyrrakvöld. Áður vann ítalska liðið Benetton Partizan frá Júgóslavíu 96:89 í keppni um þriðja sætið. Leikmenn Kinder voru mun ákveðnari í úrslitaleiknum og betur undir álagið búnir. Liðið komst í 5:0 og lét forystuna aldrei af hendi. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 537 orð

Stórleikur hjá nýliðanum

Houston kom Utah svo sannarlega í opna skjöldu með góðum leik í Salt Lake City er félögin áttust við í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildar. Houston sigraði 103:90. San Antonio var einnig á sigurbraut á útivelli í fyrstu viðureign sinni við Phoenix og vann sex stiga sigur, 102:96. Meira
25. apríl 1998 | Íþróttir | 55 orð

Þannig vörðu þær í Hafnarfirði

(Í sviga eru skot, sem fóru aftur tilmótherja.) Alma Hallgrímsdóttir, Haukum 20(8).13(4) langskot, 3(1) úr horni, 2(2) aflínu, 1(1) eftir gegnumbrot og 1 eftirhraðaupphlaup. Guðný Agla Jónsdóttir, Haukum 3/2.2 vítaköst, 1 langskot. Lijana Sadzon, Stjörnunni 17/1 (8). Meira

Úr verinu

25. apríl 1998 | Úr verinu | 518 orð

Áætluð velta SÍF í ár um 17 milljarðar

GERT er ráð fyrir að velta samstæðunnar að frádreginni veltu fyrirtækjanna innbyrðis verði um 17 milljarðar á árinu 1998 samanborið við 11,7 milljarða á liðnu ári. Um helmingur veltunnar mun koma frá erlendu dótturfyritækjum SÍF hf., starfsemin erlendis er orðin mjög veigamikill þáttur í rekstri samstæðunnar. Þessar upplýsingar komu fram hjá Sighvati Bjarnasyni, formanni stjórnar SÍF hf. Meira
25. apríl 1998 | Úr verinu | 514 orð

"SÍF hefur rutt öðrum fyrirtækjum brautina"

"HIN framsækna starfsemi SÍF sem felst í sókn fyrirtækisins á ný mið lýsir hugmyndaauðgi, framsýni og áræði stjórnenda og eigenda fyrirtækisins," sagði halldór Ásgrímsson, utanríksiráðherra í ræðu sinni á aðalfundi SÍF. "Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir það frumkvæði sem SÍF hefur sýnt í þessum efnum. Meira
25. apríl 1998 | Úr verinu | 428 orð

Um 50% þorsksins í salt

"NOKKUR undanfarin ár hefur umhverfi saltfiskvinnslunnar einkennst af samdrætti í úthlutun veiðiheimilda og var þorskkvótinn í sögulegu lágmarki árið 1995," sagði Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF hf. á aðalfundi félagsins í gær. "Þorskafli á Íslandsmiðum hafði þá minnkað um 230.000 tonn á átta árum. Farið úr tæpum 400.000 tonnum 1987 í 170.000 tonn 1995. Meira

Lesbók

25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1755 orð

Á ÁRI HAFSINS HVERSVEGNA

OKKUR þykir jafnan sem ekkert geti haggað sjónum við ströndina nema sjávarföllin og vindurinn. Sjórinn hefur haldist á sínum stað milli flóðs og fjöru, hefur okkur fundist, öldum og árþúsundum saman. Stundum hefur hann að vísu gengið á land í ofviðrum en meðalfjöruborðið teljum við jafnan vera á sama stað. Margir þættir stýra meðalhæð sjávar við landið. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 318 orð

EFNI 25. APRÍL Ísland 1912 Halldór Friðrik Þorsteinsson kynnti heims

Ísland 1912 Halldór Friðrik Þorsteinsson kynnti heimspekinginn Ludwig Wittgenstein í síðustu Lesbók. Þar kom fram að hann réðst í Íslandsferð 1912 ásamt vini sínum, sem skrifaði dagbók í ferðinni. Hér og í næstu Lesbók er gluggað í þessa dagbók og lýst ferðinni úr Reykjavík að Laugarvatni, Geysi, fram Hreppa, út í Ölfus til Krýsuvíkur og þaðan til Reykjavíkur. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 621 orð

FAGOTT Í FORGRUNNI Rúnar H. Vilbergsson fagottleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í

ANNAÐ verkið sem frumflutt verður annað kvöld er sónata fyrir fagott og píanó sem Ríkarður Örn Pálsson tónskáld samdi sérstaklega með Rúnar og Guðríði í huga. Segja þau verkið flókið í flutningi en auðvelt á að hlýða. Þá sé það ákaflega fjölbreytt tónsmíð. Fyrsti kaflinn sé syngjandi, sá næsti draumkenndur og sá síðasti í fúgustíl með aðkenningu að djasssveiflu. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1490 orð

FÉLAGSHEIMILI LISTAMANNA EKKI SÍÐUR EN SAFN Framkvæmdarstjóri Nýlistasafnsins, arkitektinn og myndlistarmaðurinn Ragnheiður

NÝLISTASAFNIÐ hefur alltaf búið við þröngan fjárhag en þrátt fyrir það hefur því tekist að skipa verðugan sess í íslensku myndlistarlífi auk þess sem hróður þess hefur borist víða erlendis. Á sama tíma hefur starfsemi opinberu safnanna tekið umtalsverðum breytingum frá því sem var fyrir 20 árum, en Ragnheiður telur framtíð Nýlistasafnsins ekki felast í þróun í átt að opinberum söfnum. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 621 orð

FLUGELDASÝNING Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI JÓN RÚNAR Ara

JÓN RÚNAR Arason tenórsöngvari og Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona koma fram á lokatónleikum starfsársins hjá Styrktarfélagi Íslensku óperunnar í dag kl. 17. Gerrit Schuil leikur með á píanó. Á efnisskrá verða íslensk og ítölsk sönglög, óperuaríur og dúettar. "Mikil flugeldasýning," eins og Auður tekur til orða. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 805 orð

FÓTSPOR HUGSANA Örn Þorsteinsson myndhöggvari opnar sýningu á verkum úr málmi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag. Er

ÖRN Þorsteinsson myndhöggvari opnar í dag, laugardag, sýningu á þrívíddarverkum úr málmi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og ber hún heitið Úr málmi. Á sýningunni verða verk úr járni, áli, tini, bronsi, silfri og gulli, auk fjölda formynda úr vaxi sem listamaðurinn hefur gert á undanförnum fjórtán árum. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 130 orð

FYRSTI SUMARDAGUR

Sjá, upp rennur bjartur og undrafagur úr afgrunnsins myrka hyl. Hinn fyrsti sólgullni sumardagur og segir: Sko, ég er til! Hann vefur þig örmum, vanga strýkur vinarins mjúku hönd. Þú veist að rysjóttum vetri er lokið, það vorar um höf og lönd. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 130 orð

GUÐ MILLI STJARNANNA

Hann er góður sér allt, veit allt. Ef hún klárar ekki matinn sinn sér hann. Hann skapar læknar allt, passar allt. Það er skrýtið ef hann veit um þetta eina skipti sem hún laug. Lítil stúlka, nagar neglurnar. "Þú guð sem ert svo góður, ekki vera reiður. Það var ósatt að kisa pissaði í rúmið. Það var ég en ég er sex ára. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1213 orð

HAFNARFJÖRÐUR ÁGRIP AF SÖGU VERZLUNARSTAÐAR

Í FORNÖLD er Hafnarfjarðar hvergi getið í tengslum við verzlun eða siglingar. Það var hinsvegar um 1400 að staðurinn komst á kortið þegar landsmenn fóru að flytja út skreið. Af því má sjá að Hafnarfjörður á um þessar mundir 600 ára afmæli sem verzlunarstaður. Svo virðist að laust eftir 1400 hafi Hafnarfjörður orðið ein helzta verzlunar- og fiskveiðihöfn landsins. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3489 orð

HEILÖG KLARA SÉR UM SJÓNVARPIÐ EFTIRINGU

ÞAÐ vakti athygli um allan heim þegar kirkja heilags Frans af Assisi skemmdist í jarðskjálftum fyrir nokkrum mánuðum, enda hafa víst flestir heyrt um predikanir Frans fyrir fugla himinsins. Hér á norðurslóðum þekkja færri heilaga Klöru, konuna sem ung heillaðist af hugsjónum hans og varð honum upp frá því stoð og stytta. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1020 orð

HIÐ FÁGAÐA OG HIÐ ÁHUGAMANNSLEGA Tvær danssýningar hvor sínu megin við Eyrarsund, dæmi um tvær hliðar danshefðarinnar, hafa

PERLA ballettlistarinnar, Svanavatnið, og ein af perlum óperulistarinnar, Carmen, laða listamenn stöðugt til fangbragða við listagyðjuna. Svanavatnið er á dagskrá Konunglega leikhússins við Kóngsins nýja torg í uppsetningu Peters Martins. Nýlega setti Skånes dansteater upp Carmen-útgáfu, sem bæði var dans og ópera, undir stjórn spánska dansarans og danshöfundarins Vicente Sáez. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 63 orð

HUGREKKI

Í brjósti slær hjarta ­ svo lítið hjarta hjarta sem þjáist ­ þjáist og óttast hjarta sem þráir ­ og þráir ­ frið lítið hjarta ­ leitar og leitar. Það slær og slær og slær ­ og reynir að sofna. Kvöldroði Húmar hægt að kveldi hlýja frá horfnum eldi. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 268 orð

MUTTER HELGAR ÁRIÐ BEETHOVEN

ÞÝSKI fiðluleikarinn Anne Sophie Mutter hefur ákveðið að leika aðeins fiðlusónötur eftir Ludwig van Beethoven í ár. Í samtali við Aftenposten segist hún vita að þetta hljómi fráleitt en hún hlakki til að takast á við þetta verkefni, sem hún hefur sjálf sett sér. Undanfarin ár hefur Mutter leikið töluvert af samtímatónlist en er nú að snúa sér aftur að sígildu meisturunum. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1631 orð

NORÐURHJARANS ANGIST OG ÓHEFT FRELSI Þrískipt sýning Nútímalistasafns Parísar á norrænni myndlist stendur fram í miðjan maí. Þar

ÖRVÆNTING Edvards Munch eða öllu heldur brot af henni blasir við á auglýsingum út um alla París. Málverkið er notað til að minna á sýninguna Visions du nord, Sýnir úr norðri, í Nútímalistasafni borgarinnar. Í götunni minni, langan veg frá hinu fína 16. hverfi þar sem safnið er, skoða afrískir karlar í kuflum og sandölum geysistórt skilti með myndinni. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 572 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 438 orð

NÝLISTASAFNIÐ Í 20 ÁR

NÝLISTASAFNIÐ var stofnað 5. janúar árið 1978 og hefur frá upphafi verið sjálfseignarstofnun sem rekin er með opinberum styrkjum frá ríki og borg. Einn launaður starfsmaður hefur verið við safnið frá árinu 1993 en fram til þess tíma hafði öll vinna í þágu safnsins verið innt af hendi í sjálfboðaliðastarfi félagsmanna, ekki síst af stjórn safnsins. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 223 orð

Nýtt verk eftir Svein Einarsson í Lundúnum

THE Icelandic Take Away Theatre (ITAT) frumsýndi "The daughter of the Poet" nýtt verk eftir Svein Einarsson í Lundúnum á fimmtudagskvöld. ITAT er fyrsti og eini íslensku atvinnuleikhópurinn sem starfræktur er í Bretlandi og er þetta þriðja verkefni hans. Sveinn Einarsson er höfundur og leikstjóri verksins sem byggt er á Egils sögu og Laxdælu. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 363 orð

PASSLEGA MIKIÐ STJÓRNLEYSI

FORMAÐUR stjórnar Nýlistasafnsins, Pétur Örn Friðriksson, var endurkjörinn á ársfundi safnsins í síðustu viku. Stjórnarmeðlimir stoppa ekki lengi við í embætti sínu og einn meginkostur Nýlistasafnsins er hinar öru mannabreytingar og sífellt nýjar áherslur í stjórnun safnsins. Nýlistasafnið er því líkast kenjótri skepnu sem erfitt að henda reiður á. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1262 orð

SNJÓR SMÁSAGA EFTIRÖNNU DÓRU ANTONSDÓTTUR

KONAN við gluggann var á óræðum aldri, fimmtug, sextug, jafnvel á sjötugsaldri! Hún stafaði frá sér virðuleika eins og gráhærðum, grönnum konum á þessum aldri er tamt. Á andlitinu var mildur svipur þess, sem margt hefur séð og mikið reynt. Svipur reynslu og visku, umburðarlyndis og fyrirgefningar. Hún var fullklædd, albúin að hefja daginn sem var kominn skammt áleiðis. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

SUMARGJÖF ÞJÓÐLEIKHÚSSINS

Íslensk þýðing: Friðrik Rafnsson. Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Leikari: Örn Árnason. Leikmynd og búningur: Gretar Reynisson. Lýsing: Ásmundur Karlson. Ljósamaður á sýningum: Hjalti Guðmundsson. Aðstoðarmaður leikstjóra: Pálína Jónsdóttir. Litla sviðið, fimmtudaginn 23. apríl Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 104 orð

TVEIR LÍKAMAR

Tveir líkamar augliti til auglitis eru stundum tvær öldur og nóttin haf. Tveir líkamar augliti til auglitis eru stundum tveir steinar og nóttin auðn. Tveir líkamar augliti til auglitis eru stundum rætur samanfléttaðar í nóttinni. Tveir líkamar augliti til auglitis eru stundum rýtingar og nóttin elding. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

TÖFRASKJÓL ÚR HJALI

VIÐ röbbum. Eins og endurnar. Oftast merkingarlaust. Rabb, rabb. Má heita öðru nafni mas. Lærðir menn (og konur) sem skilgreina mál segja að það sé tjáningartæki; orðin séu til þess að túlka það sem í huga býr, bera ákveðin boð hvert og eitt. Það er ekki nema hálfur sannleikur. Meira
25. apríl 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4101 orð

WITTGENSTEIN Á ÍSLANDI 1912

ÁRIÐ 1912 kom Ludwig Wittgenstein til Íslands ásamt vini sínum, David Pinsent. Þetta var árið sem Titanic sökk, Þórbergur Þórðarson fór fótgangandi frá Norðurfirði á Ströndum niður í Borgarnes, Hannes Hafstein varð ráðherra Íslands í annað sinn, Halldór Guðjónsson, síðar Laxness, var tíu ára að pára út stílabækur, daglangt, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.