Greinar föstudaginn 8. maí 1998

Forsíða

8. maí 1998 | Forsíða | 211 orð

Bresk-þýskt svindlbandalag

BRETAR og Þjóðverjar leggja nú á ráðin um umfangsmikið svindl í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, til að tryggja þýska söngvararum Guildo Horn og söngsveit hans, Bæklunarsokkunum, sigur í keppninni. Í ár munu íbúar þátttökulandanna greiða atkvæði um lögin í gegnum síma og það hyggjast aðdáendur Horns nýta sér. Meira
8. maí 1998 | Forsíða | 160 orð

Lagasetningsamþykkt

VERKFÖLLUM í Danmörku var aflýst í gær þegar danska þingið samþykkti lög á þau með 95 atkvæðum gegn 12. Það mun í mörgum tilfellum taka nokkra daga að vinda ofan af verkfallinu, en Flugleiðir hefja flug til Hafnar í dag. Viðbótarfrídagar í bráðabirgðalögunum eru háðir því að viðkomandi hafi unnið um tiltekinn tíma hjá sama vinnuveitanda. Meira
8. maí 1998 | Forsíða | 234 orð

Miðlar Gonzales málum?

ÓSTAÐFESTAR fregnir herma að Serbar hafi fallist á að Felipe Gonzales, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, miðli málum í Kosovo-deilunni. Gonzales er nú staddur í Brussel, þar sem hann mun í dag eiga fundi með Hans van der Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, og Javier Solana, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO. Meira
8. maí 1998 | Forsíða | 287 orð

Ólgan veldur titringi á fjármálamörkuðum

HER Indónesíu tókst í gær að binda enda á óeirðirnar í borginni Medan á Súmötru en óttast var að upp úr syði að nýju og ólgan í landinu olli gengislækkunum á verðbréfa- og peningamörkuðum í nágrannaríkjunum. Meira
8. maí 1998 | Forsíða | 68 orð

Ross hittir Netanyahu

DENNIS Ross, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar, kemur í dag til Ísraels til að reyna að telja Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á að mæta til væntanlegra viðræðna í Washington um ástandið í Mið-Austurlöndum sem hefjast eiga á mánudag. Meira
8. maí 1998 | Forsíða | 144 orð

Umbrot á bílamarkaði Frankfurt, London. Reuters.

Umbrot á bílamarkaði Frankfurt, London. Reuters. FULLTRÚAR Vickers-bílaverksmiðjanna sögðust í gær hafa samþykkt að selja framleiðslu sína á Rolls Royce-bifreiðum til Volkswagen-bílaframleiðendanna þýsku. Í síðustu viku var tilkynnt að BMW myndi kaupa Rolls Royce fyrir 340 milljónir punda, 38 milljarða ísl. kr. Meira

Fréttir

8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

25 ára afmæli Fellaskóla HALDIÐ verður upp á 25 ára afmæli Fellask

HALDIÐ verður upp á 25 ára afmæli Fellaskóla í Reykjavík laugardaginn 9. maí. Afmælishátíðin hefst með göngu um Fellahverfi. Lagt verður af stað í gönguna frá Fellaskóla kl. 13.30. Að henni lokinni, kl. 14.30, verður tekin skóflustunga að viðbyggingu við skólann. Viðbyggingin er liður í einsetningarátaki fræðsluyfirvalda í Reykjavík, segir í fréttatilkynningu. Meira
8. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 484 orð

Akureyrarlistinn, nýtt afli í bæjarmálum kynnir stefnuskrá sína

AKUREYRARLISTINN býður fram undir kjörorðunum Nýtt afl ­ nýir tímar og kynntu forsvarsmenn listans stefnumál hans við komandi bæjarstjórnarkosningar á fundi í gær. Ásgeir Magnússon oddviti listans sagði að í stefnuskránni væri bent á leiðir til að snúa frá stöðnun til öflugrar uppbyggingar, fjárhagsstaða bæjarins væri sterk og því væri hægt að taka til hendinni og láta verkin tala. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 717 orð

Á sjötta þúsund íslensk heiti í tölvutækni

Nýlega kom út á vegum Íslenskrar málnefndar Tölvuorðasafn sem Orðanefnd Skýrslutæknifélags íslands tók saman. Í nefndinni eiga sæti Baldur Jónsson prófessor, Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur og Örn Kaldalóns kerfisfræðingur auk Sigrúnar Helgadóttur, sem í nær 20 ár hefur verið formaður nefndarinnar. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Bingó til fjáröflunar

5. FLOKKUR Fram, handknattleiksdeild, verður með bingó í félagsheimili Fram, Safamýri 28, laugardaginn 9. maí kl. 14. Bingóið er liður í söfnun 5. fl. karla og kvenna vegna utanferðar þessara flokka í sumar til Gautaborgar í Svíþjóð á alþjóðlega mótið Partilla Cup. Allir eru velkomnir en velunnarar Fram eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti, segir í fréttatilkynningu. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Bílstólar ekki alltaf notaðir rétt

SIGURÐUR Helgason hjá Umferðarráði varar fólk við fölsku öryggi barnabílstóla sem ekki séu rétt notaðir. Á þriðjudag varð bílslys í Langadal þar sem barn á þriðja ári, sem fest var í barnabílstól, hentist út úr bílnum en þegar að var komið voru ólar bílstólsins festar og engin merki um að í honum hefði setið barn. Meira
8. maí 1998 | Landsbyggðin | 187 orð

Björgunarskip til Raufarhafnar

Raufarhöfn-Gunnbjörg, nýtt björgunarskip í eigu Slysavarnafélags Íslands, kom til heimahafnar á Raufarhöfn á sumardaginn fyrsta. Þrátt fyrir þoku og norðlenskt kalsaveður hafði mikill mannfjöldi safnast saman á bryggjunni til að taka á móti skipinu. Kór Raufarhafnarkirkju söng lagið "Vel er mætt til vinafundar" sem þótti hæfa tilefninu. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Borgarstjórn Reykjavíkur Síðasti fundur fyrir

FUNDUR borgarstjórnar Reykjavíkur í gær var sá síðasti fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara 23. maí næstkomandi. Borgarstjórn mun þó sitja einn fund eftir kosningar, þ.e. í byrjun júní en ný borgarstjórn tekur ekki við fyrr en á næsta fundi þar á eftir. Nokkrir borgarfulltrúar eru ekki í framboði og eru þar með að ljúka störfum sem borgarfulltrúar að sinni. Meira
8. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Bókasafn Háskólans á Akureyri Joris sýnir

JORIS Jóhannes Rademaker opnar sýningu á nýjum verkum sínum í Bókasafni Háskólans á Akureyri á sunnudag, 10. maí kl. 16. Sýningin verður opin til 30. maí næstkomandi og er opin á afgreiðslutíma safnsins, frá kl. 8 til 18 á virkum dögum og frá 12 til 15 á laugardögum. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Bæjarstjórn Neskaupstaðar boðið með

Bæjarstjórn Neskaupstaðar boðið með Reyðarfirði. Morgunblaðið. UM nokkurt árabil hafa sveitarstjórnarmenn á Eskifirði og Reyðarfirði haldið fundi þar sem rædd hafa verið sameiginleg mál staðanna. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Dauft á síldinni DAUFT er yfir síldveiðum íslenzku skipanna í Síldar

DAUFT er yfir síldveiðum íslenzku skipanna í Síldarsmugunni. Guðrún Þorkelsdóttir SU náði þó einu rúmlega 400 tonna kasti seint í fyrrakvöld og var þá komin með um 800 tonn. Ísak Valdimarsson er skipstjóri á Guðrúnu. Önnur skip fengu mun minna. Meira
8. maí 1998 | Miðopna | 457 orð

Davíð Oddsson forsætisráðherra Alþjóðleg viðskipt

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í ávarpi á aðalfundi VSÍ í gær að ríkisstjórnin hefði nú til umfjöllunar möguleika á að stofna sérhæfða alþjóðlega viðskiptamiðstöð á Íslandi. "Hugmyndin er sú að nýta hugvit og þekkingu Íslendinga sem best í viðskiptastarfsemi utan lögsögu og í upphafi yrði fyrst og fremst miðað við sjávarútveg og sérhæfða skráningu. Meira
8. maí 1998 | Erlendar fréttir | 552 orð

"Eins og allt sé orðið að risastórum kirkjugarði"

TALA látinna í aurskriðunum í suðurhluta Ítalíu hækkar enn og komst í gær í 55 manns. 125 er enn saknað og eru mörg börn þar á meðal. Óttast er að flestir þeirra sem saknað er hafi grafist lifandi undir aurskriðunum er féllu í kjölfar mikils úrhellis fyrr í vikunni. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

Eldsvoði á Njálsgötu Grunur um íkveikju RANNSÓKN

RANNSÓKN á upptökum elds í húsi við Njálsgötu að morgni miðvikudags stendur yfir hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns leikur grunur á að kveikt hafi verið í en það hefur ekki verið staðfest. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Fiskur er á hverjum öngli

SJÓMENN um land allt eru á einu máli um að gríðarmikið sé af þorski í sjónum og sýnu magnaðastar eru lýsingarnar sem berast frá Norðurlandi. Óli H. Ólason, trillukarl í Grímsey sagði í samtali við Morgunblaðið að um 22 mílur undan eynni væru "einhver ósköp af fiski" eins og hann orðaði það. Óli sagði þork á hverjum öngli. Óli segir blöðruseli til stórfelldra vandræða. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Framtíðarsýn í Galleríi Geysi FORVARNAVERKEFNIÐ "20,02" hugmyndir

FORVARNAVERKEFNIÐ "20,02" hugmyndir um eiturlyf opnar sýningu í Galleríi Geysi laugardaginn 9. maí kl. 16 undir nafninu Framtíðarsýn. Um er að ræða hugmynd númer 0,02 í átakinu og að þessu sinni eru það 12 einstaklingar sem sýna ólík verk sem öll eiga það þó sameiginlegt að tengjast framtíðinni, segir í fréttatilkynningu. Þessir einstaklingar eru fulltrúar ólíkra greina samfélagsins þ. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Fögnuður Sinfóníutónleikum

ÞAÐ var ærið tilefni til fagnaðar á Sinfóníutónleikum í Háskólabíó í gærkvöldi. Frumfluttur var nýr fiðlukonsert eftir Pál Pampichler Pálsson, sem einmitt verður sjötugur á morgun. Finninn Petri Sakari stjórnaði hljómsveitinni í síðasta sinn sem aðalstjórnandi. Var þeim Pál og Petri fagnað með langvinnu lófataki svo og Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeistara, sem lék einleik í verkinu. Meira
8. maí 1998 | Erlendar fréttir | 336 orð

Gífurleg gammageislasprenging fyrir 12 milljörðum ára

STJARNFRÆÐINGAR hafa orðið vitni að mestu sprengingu, sem orðið hefur í geimnum frá því hann varð til með Stóra hvelli. Er um að ræða gífurlega geislun, gammageislun, en við sprenginguna leystist úr læðingi jafn mikil orka og allar stjörnur í alheimi gefa frá sér. Meira
8. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Gígja í Samlaginu

KYNNING á verkum Gígju Þórarinsdóttur hefst í Samlaginu, galleríi myndlista- og listiðnaðarfólks í Grófargili, á föstudag, 8. maí, og stendur til 15. maí. Gígja útskrifaðist árið 1991 frá Myndlista- og handíðaskólanum og hefur tekið þátt í samsýningum, m.a. á Húsavík og Akureyri. Á kynningunni verða vatnslitamyndir unnar á þessu ári. Samlagið er opið frá kl. 14 til 18 alla daga. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Grænfinka á Austurlandi

GRÆNFINKA sást hér á landi annað árið í röð en fyrsta grænfinkan fannst í fyrravor austur í Þistilfirði, að sögn Brynjúlfs Brynjólfssonar fuglaáhugamanns. Í vor hefur sést til ferða tveggja grænfinkna, sú fyrri sást á Reynivöllum í Suðursveit og hinn síðari á Höfn í Hornafirði. Grænfinka er algeng um mestalla Evrópu, nema nyrst. Meira
8. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 35 orð

Handverkssýning

FÉLAG aldraðra í Eyjafirði heldur handverkssýningu í félagsheimilinu Laugaborg á sunnudag, 10. maí frá kl. 13 til 17. Sýndir verða handunnir munir félagsmanna sem gerðir hafa verið á undanförnum árum. Kaffiveitingar verða á staðnum. Meira
8. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Handverkssýning að Hrafnagili í sumar

HANDVERKSSÝNING verður að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit nú í sumar líkt og síðustu fimm sumur. Sýningin verður dagana 13. til 16. ágúst. Sýningin verður með áþekku sniði og undanfarin ár og verður lögð sérstök áhersla á líflegt útisvæði og að efla kynni meðal handverksfólks. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Happaleikur Bílabúðar Benna á Bylgjunni DREGIÐ verður í Happaleik

DREGIÐ verður í Happaleik Bílabúðar Benna á Bylgjunni 8., 15. og 22. maí. Í síðdegisþætti Hemma Gunn verða lesin upp nöfn nokkurra heppinna áskrifenda Morgunblaðsins og DV. Áskrifendurnir þurfa að hringja í númerið sem Hemmi gefur upp og svara nokkrum léttum spurningum úr Daewoo auglýsingablaðinu sem dreift var nýverið með báðum blöðunum. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 33 orð

Hestaíþróttamót á Gaddstaðaflötum ÍÞRÓTTAMÓT Hestamannafélagsins G

ÍÞRÓTTAMÓT Hestamannafélagsins Geysis verður haldið að Gaddstaðaflötum 9.­10. maí. Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, ungmannaflokki, fullorðinsflokki, opnum flokki og atvinnumannaflokki. Keppnisgreinar 4G, 5G, tölt og gæðingaskeið, 2­3 inni á í einu. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 454 orð

Hitasótt hefur verið staðfest í hrossum á einum bæ í Skagafirði

HITASÓTT í hrossum hefur verið staðfest á einum bæ í Skagafirði. Grunur leikur á að þetta sé ekki fyrsti bærinn sem hún kemur upp á þar. Yfirdýralæknir hefur því enn á ný sett bann á útflutning hrossa frá Íslandi, en á fundi dýralæknanefndar Evrópusambandsins 5. maí sl. fékkst heimild til að flytja út hesta frá ósýktum svæðum á Íslandi. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Íslandsmótið í motocross

ÍSLANDSMÓTIÐ í motocross hefst laugardaginn 9. maí nk. Keppnin verður við Sandskeið (ekið 1 km inn Bláfjallaafleggjara) og hefst klukkan 14. Keppt er á nýrri og glæsilegri braut og meðal keppenda eru 5 sem orðið hafa Íslandsmeistarar í motocross, þ.ám. núverandi meistari, Reynir Jónsson, og Ragnar Ingi Stefánsson, sem nú er atvinnumaður í Svíþjóð. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 214 orð

Íslenskur stjórnandi veldur uppnámi

MIKIL reiði blossaði upp í Noregi í gær vegna þeirrar ákvörðunar Bergljótar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Bergenhátíðarinnar, að við opnun hátíðarinnar 20. maí skuli ekki flutt lag sem leikið hefur verið árlega við setningu hátíðarinnar undanfarin 40 ár og íbúar Bergen tengjast sterkum tilfinningaböndum. Málið kemur til kasta Stórþingsins í næstu viku. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 34 orð

Kaffi- og merkjasala í Kópavogi KVENFÉLAG Kópavogs verður með kaff

KVENFÉLAG Kópavogs verður með kaffisölu sunnudaginn 10. maí, mæðradaginn, í húsnæði félagsins í Hamraborg 10, 2. hæð, frá kl. 14­17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs verður með merkjasölu eins og ávallt á mæðradaginn. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Kaffisala Heimaeyjar KVENFÉLAGIÐ Heimaey heldur sína árlegu kaffis

KVENFÉLAGIÐ Heimaey heldur sína árlegu kaffisölu sunnudaginn 10. maí nk. á Hótel Sögu, Súlnasal. Aðaltilgangur kaffisölunnar er að bjóða öldruðum Vestmannaeyingum til fagnaðar. Kvenfélagið er 45 ára um þessar mundir, stofnað 9. apríl 1953. Hugmyndin að stofnun félagsins kom þegar 13 konur frá Vestmannaeyjum komu saman í Reykjavík og ákváðu að stofna félag. Meira
8. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Karlakór Eyjafjarðar Tónleikar í Glerár-

KARLAKÓR Eyjafjarðar lýkur vetrarstarfi sínu með tónleikum í Glerárkirkju á Akureyri á sunnudag, 10. maí, kl. 21. Á tónleikunum verða flutt hefðbundin karlakórslög í bland við frumsamið efni og dægurtónlist. Stór hluti efnisskrárinnar er eftir eyfirska höfunda, m.a. kórfélaga, undirleikara og stjórnanda kórsins. Meira
8. maí 1998 | Erlendar fréttir | 347 orð

Kenna Blair um uppákomuna

ÞÝSKA stjórnin og bandamenn hennar reyndu í gær að bera blak af Helmut Kohl kanslara og kenndu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, um málamiðlunina um yfirmann evrópska seðlabankans. Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ráðlagt Bretum að bíða með að tengjast myntbandalaginu, EMU, Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 180 orð

Kjósa formann á hádegi

KOSNINGAR fara fram um formann Vinnuveitendasambands Íslands fyrir næsta kjörtímabil á aðalfundi sambandsins sem haldinn verður í dag, 7. maí. Tveir gefa kost á sér til formennsku, þeir Ólafur B. Ólafsson, formaður VSÍ, og Víglundur Þorsteinsson, varaformaður VSÍ. Um 100 fulltrúar aðildarfélaga og um 90 fyrirtækja, sem eiga beina aðild að VSÍ, fara með atkvæðisrétt á fundinum. Meira
8. maí 1998 | Erlendar fréttir | 673 orð

Kok vill aukna áherslu á félagsleg málefni Gengið er út frá því sem vísu, segir Jóna Hálfdánardóttir, fréttaritari

ÞEGAR úrslit þingkosninganna í Hollandi urðu ljós að kvöldi hins 6. maí braust út mikil gleði á meðal fylgismanna tveggja stærri flokka núverandi ríkisstjórnar Wims Koks forsætisráðherra. Bæði hans flokkur, PVDA (félagshyggju- og jafnaðarmenn), og flokkur Frits Bolkesteins, VVD (frjálshyggju- og íhaldsmenn), unnu stórsigur í kosningunum, en hvor um sig bætti við sig 8 þingmönnum. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Kosningavaka D-listans í kvöld

D-LISTINN efnir í kvöld kl. 20.30 til kosningavöku á Kaffi Reykjavík undir heitinu Söngur & sveifla og alvara lífsins. Ávörp flytja Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ásdís Halla Bragadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Egill Ólafsson, Tríó Björns Thoroddsen, Viðar Jónsson og Brassbandið skemmta. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 352 orð

Kosningavefur Morgunblaðsins opnaður

MORGUNBLAÐIÐ eykur í dag enn við vefútgáfu sína með opnun kosningavefjar fyrir komandi sveitarstjórnakosningar. Þar er hægt að nálgast á einum stað margvíslegar fréttir og upplýsingar um sveitarfélög, framboðslista, frambjóðendur og margt fleira. Kosningavefinn er hægt að finna með því að slá inn slóðina http://www.mbl.is/kosningar. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð

Kópavogur fær nýtt byggingarland

SAMKOMULAG hefur tekist milli Kópavogsbæjar og Magnúsar Hjaltested, eiganda Vatnsenda við Elliðavatn, um að bærinn taki eignarnámi 54,5 hektara úr landi Vatnsenda og er kaupverðið 180 milljónir eða um 330 krónur á fermetra sem greiðist á 15 árum. Afhenda skal landið 15. febrúar 1999. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

LEIÐRÉTT Röng mynd Í gær birtist grein ef

Í gær birtist grein eftir Arnar Guðmundsson, sem starfar hjá Alþýðusambandi Íslands, þar sem hann fjallar um skrif Sverris Hermannssonar. Þau mistök urðu við vinnslu greinarinnar að með henni birtist mynd af alnafna hans. Um leið og hér birist mynd af greinarhöfundinum, sem átti að birtast með greininni í blaðinu í gær, biður Morgunblaðið viðkomandi afsökunar á mistökunum. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 572 orð

Leit þarf að hagkvæmustu leiðinni

MARK G. Hambley er einn fulltrúa Bandaríkjanna á ráðstefnunni um nánari skilgreiningu á viðskiptum með losunarkvóta. Hann er jafnframt fulltrúi Bandaríkjastjórnar hjá sendinefnd Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og sérlegur samningamaður í málefnum er lúta að loftslagsbreytingum. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Lögregla lýsir eftir bíl LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir bifreið

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir bifreiðinni TL-485, sem er Mitsubishi Lancer árg. 1993, ljósgrá að lit. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bifreiðin er nú eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 758 orð

Margir þingmenn enn á mælendaskrá Alþingis um hálendismálin

LANGAR og yfirgripsmiklar ræður með innskotum og tilvitnunum, sem virðast stundum nokkuð langsóttar, hafa einkennt umræðu á Alþingi um eitt lagafrumvarp í rúma viku. Meðan þessu vindur fram sitja aðeins einn til tveir þingmenn í þingsal, stundum enginn og engir ráðherrar. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Málþing Barnaheilla

SAMTÖKIN Barnaheill standa fyrir opnu málþingi um starf frjálsra félagasamtaka í þróunarlöndunum á Hótel Loftleiðum nk. laugardag kl. 9. Einar Gylfi Jónsson formaður Barnaheilla og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ávarpa þingið. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Málþing í Borgarnesi SLYSAVARNAFÉLAG Íslands stendur fyrir

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands stendur fyrir málþingi undir heitinu Slysavarnir á nýrri öld laugardaginn 9. maí. Þingið verður haldið á Hótel Borgarnesi og hefst kl. 10. Áætlað er því ljúki kl. 16. Umræðuefnið er: "Ábyrgð og öryggismál í íþrótta-, félags- og tómstundastarfi. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Málþing um nýjungar í barnalækningum

MÁLÞING á vegum Félags íslenskra barnalækna í samvinnu við Glaxo Wellcome um nýjungar í barnalækningum verður haldið laugardaginn 9. maí á Grand Hótel. Þar mun m.a. dr. H. Feldman, bandarískur prófessor við Childrens Hospital of Pittsburg, fjalla um hvort langvinnar eyrnabólgur hafi áhrif á málþroska barna. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Menningardagur í Gerðubergi MENNINGARDAGAR í Félagsstarfi Gerðuber

MENNINGARDAGAR í Félagsstarfi Gerðubergs verða vikuna 25. maí til og með 29. maí nk. Handavinnu- og listmunasýning verður alla dagana frá kl. 9­19 en allir hlutir sem þar verða til sýnis eru unnir af fólkinu í félagsstarfinu. Gerðubergskórinn mun flytja söngdagskrá sína undir stjórn Kára Friðrikssonar við undirleik Benedikts Egilssonar, harmonikuleikara og Unnar Eyfells, píanóleikara. Meira
8. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 14 orð

Messur

Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund verður í Svalbarðskirkju næstkomandi sunnudagskvöld, 10. maí, kl. 21. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Morgunblaðið/Ásdís Tók lagið eftir langt hlé

FRAMBJÓÐENDUR fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eru á ferð og flugi um þessar mundir. Júlíus Vífill Ingvarsson heimsótti elliheimilið Grund í gærmorgun og tók lagið. Svo skemmtilega vill til, að einmitt þar söng hann í fyrsta sinn opinberlega fyrir 25 árum. Júlíus Vífill var atvinnusöngvari um nokkurt skeið en hefur ekki sungið opinberlega í 10 ár. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Námskeið hjá "Junior Chamber" BRUCE Rector einn af alþjóðlegum

BRUCE Rector einn af alþjóðlegum varaforsetum Junior Chamber verður staddur á Íslandi dagana 8.­11. maí og heldur námskeiðið "Rudolfs Restaurant" fyrir félaga íslensku Junior Chamber hreyfingarinnar. Námskeiðið, sem er markaðstengt, verður haldið laugardaginn 9. maí kl. 9.30­14 í Drafnarfelli 2. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 473 orð

Námsmenn ósáttir við vinnubrögð stjórnar

ÁRLEG endurskoðun úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur staðið yfir á undanförnum dögum. Námsmenn segja að í gær hafi slitnað upp úr viðræðum þar sem meirihluti stjórnar LÍN hafi ekki séð ástæðu til að ræða frekar kröfur þeirra. Gunnar I. Birgisson, formaður stjórnar LÍN, vísar þessu á bug. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 257 orð

Nefnd um ártalið 2000 og tölvur

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nefnd um vandamál er tengjast ártalinu 2000 í upplýsingakerfum og tækjabúnaði. Hlutverk nefndarinnar er að vara við, upplýsa og benda á hvernig standa beri að lausn þeirra vandamála sem tengjast ártalinu 2000 í upplýsingakerfum og tækjabúnaði þannig að ekki hljótist skaði af skakkri meðferð ártala á þeim tímamótum. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 388 orð

Niðurstöðurnar verða birtar opinberlega

MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, ætlar að fá endurskoðanda eða lögfræðing til að vinna greinargerð um hvort staðið hafi verið óeðlilega að málum varðandi skuldamál Þjóðviljans í Landsbankanum. Hún segir aðspurð að niðurstöðurnar verði birtar opinberlega. "Greitt verði af skuldabréfinu á meðan Þjóðviljinn komi út" Meira
8. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 141 orð

Nýtt stóðhestahús og reiðbrú

NÝTT stóðhestahús, sem tekur 26 stóðhesta, verður tekið í notkun á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit á laugardag og jafnframt verður þá vígð ný reiðbrú yfir Eyjafjarðará, að landsmótssvæðinu. Halldór Blöndal samgönguráðherra mun fyrstur ríða yfir nýju brúna og mun hann væntanlega sitja stóðhestinn Garðar frá Litla- Garði. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Opið hús í fimm leikskólum í Hlíðunum OPIÐ hús í leikskólum Hlíðar

OPIÐ hús í leikskólum Hlíðarhverfis verður laugardaginn 9. maí kl. 10­12. Kynnt verður starfsemi og menning leikskólanna. Leikskólarnir eru: Efrihlíð við Stigahlíð, Hamraborg við Grænuhlíð, Hlíðarborg við Eskihlíð, Sólborg við Vesturhlíð og Sólhlíð við Engihlíð. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Opið hús í Kirkjubóli OPIÐ hús og myndlistarsýning verður á leiksk

OPIÐ hús og myndlistarsýning verður á leikskólanum Kirkjubóli við Kirkjulund í Garðabæ laugardaginn 9. maí kl. 11­13. Allir eru boðnir velkomnir og verður boðið upp á kaffi og djús og vöfflur seldar á vægu verði. Myndirnar sem sýndar verða eru til sölu á 100 kr. og rennur ágóðinn til tækjakaupa fyrir leikskólann. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Opið hús í leikskólanum

EFTIRTALDIR leikskólar í Voga-, Laugarnes- og Langholtshverfum verða með opið hús laugardaginn 9. maí kl. 11­13. Ásborg, Dyngjuvegi 18, Brákarborg v/Brákarsund, Hlíðarendi, Laugarásvegi 7, Hof, Gullteigi 19, Holtaborg, Sólheimum 21, Laugaborg v/Leirulæk, Lækjarborg v/Leirulæk og Sunnuborg, Sólheimum 19. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Opið hús í leikskólum Kópavogs OPIÐ hús og vorsýning verður í leik

OPIÐ hús og vorsýning verður í leikskólum Kópavogs á næstu dögum. Þar verður hluti af afrakstri starfs leikskólanna sýndur. Leikskólarnir eru: Leikskólinn Marbakki v/Marbakkabraut, föstudaginn 8. maí kl. 10­15, Heilsuleikskólinn Skólatröð v/Skólatröð og Stubbasel v/Kópavogsbraut, föstudaginn 8. maí kl. 13­17, Leikskólinn Efstihjalli v/Efstahjalla, föstudaginn 8. maí kl. 10.30­14. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Opið hús í leikskólunum í Hólahverfi BÖRN og starsfólk leikskólann

BÖRN og starsfólk leikskólanna í Hólahverfi verður með opið hús laugardaginn 9. maí kl. 10­13. Á þessum degi bjóða börnin foreldrum, öfum, ömmum, frændfólki, vinum og öllum sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leikskólanna í heimsókn. Einnig verða leikskólarnir með myndlistarsýningu í Hólagarði sem verður opnuð 7. maí kl. 10. Meira
8. maí 1998 | Erlendar fréttir | 151 orð

Orsökin enn óljós

ENN er óljóst hvað olli brotlendingu Boeing 737- þotunnar í Perú á miðvikudagskvöld, en samkvæmt upplýsingum Boeing-verksmiðjanna var um að ræða 15 ára gamla þotu af undirtegundinni 737-200. Þotan fórst í aðflugi að flugvellinum í Andoas á Amazonsvæðinu og þykir kraftaverk að 14 manns af 87, sem um borð voru, komust lífs af. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 371 orð

Óhjákvæmilegt að sporna við útgjaldaþenslu

ÓLAFUR B. Ólafsson var naumlega endurkjörinn formaður Vinnuveitendasambands Íslands á aðalfundi samtakanna í gær. Í ályktun aðalfundarins segir að við blasi að framleiðsluþættirnir séu fullnýttir og yfirvofandi hætta á ofþenslu. "Við þessar aðstæður er óhjákvæmilegt að sporna við útgjaldaþenslu og vaxandi viðskiptahalla til að koma í veg fyrir vaxandi verðbólgu. Meira
8. maí 1998 | Miðopna | 428 orð

Ólafur B. Ólafsson formaður VSÍ Semja þarf um reg

ÓLAFUR B. Ólafsson, formaður Vinnuveitendasambands Íslands, sagði í ræðu á aðalfundi sambandsins í gær að tímabært væri að VSÍ og Alþýðusambandið tækju upp viðræður og reyndu að semja um leikreglur sem tryggðu betur stöðugleika og hagsmuni félagsmanna beggja samtakanna en vinnulöggjöfin ein gerði. Ólafur sagði síðustu samningagerð hafa verið langvinna og ósamstæða. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Ráðstefna ASÍ um jafnréttis- og fjölskyldumál JAFNRÉTTIS- og fjöls

JAFNRÉTTIS- og fjölskyldunefnd ASÍ hefur ákveðið að boða til ráðstefnu um jafnréttis- og fjölskyldumál með yfirskriftinni Vinnan, fjölskyldan, framtíðin. Undirtitill ráðstefnunnar er: Að samræma atvinnuþátttöku og fjölskyldulíf. Ráðstefnan verður haldin 12. maí nk. kl. 13­17, Borgartúni 6, 4. hæð. Meira
8. maí 1998 | Erlendar fréttir | 135 orð

Reuters Áhersla á góð samskipti

JACQUES Chirac Frakklandsforseti og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, kepptust við að hlaða hvor annan lofi á fundi sínum í Avignon í Frakklandi í gær. Lögðu leiðtogarnir áherslu á að samskipti ríkjanna hefðu ekki beðið neinn skaða af deilum síðustu vikna um hver skyldi verða bankastjóri hins nýja evrópska seðlabanka. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 357 orð

Sérkennilegir viðskiptahættir

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir ekki skrítið að olíuverð hér sé hátt ef olíusala til fiskiskipa eigi að standa undir rekstri bensínstöðva sem sýnist "byggðar til að afgreiða pylsur allan sólarhringinn en ekki til að þjóna þeim viðskiptum sem tilheyra þessum olíustöðvum". Meira
8. maí 1998 | Landsbyggðin | 101 orð

Sjóvá-Almennar hf opna skrifstofu í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Sjóvá-Almennar hf opnuðu fyrstu skrifstofu sína í Stykkishólmi fimmtudaginn 30. apríl. Skrifstofan er til húsa í verslunarmiðstöðinni Hólmkjör. Umboðsmaður félagsins og starfsmaður er Sesselja Pálsdóttir. Hún hefur verið með umboðið frá árinu 1981 og var með aðstöðu heima hjá sér. Meira
8. maí 1998 | Erlendar fréttir | 143 orð

Sjö andlit Hitlers

ÞÝSKA tímaritið Der Spiegelhefur birt sex myndir sem sýna hvernig Adolf Hitler hefði hugsanlega getað litið út ef hann hefði reynt að komast undan í dulargervi eftir síðari heimsstyrjöldina. Bandaríska leyniþjónustan OSS lét vinna myndirnar skömmu fyrir innrásina í Normandí þar sem hún óttaðist að Hitler myndi reyna að flýja. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Slysavarnadeild kvenna kynnir starfið Í TILEFNI af 70 ára afmæli S

Í TILEFNI af 70 ára afmæli Slysavarnafélags Íslands verða slysavarnadeildir og björgunarsveitir um allt land með opið hús sunnudaginn 10. maí nk. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík mun hafa opið hús í sal deildarinnar í Sóltúni 20 milli kl. 13­16. Þar verður deildin kynnt, slysavarnamyndir sýndar, seld verða afmælismerki Slysavarnafélags Íslands og heitt verður á könnunni. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Sparisjóðir sinni ekki póstþjónustu

BANKAEFTIRLITIÐ veitir ekki fullt samþykki sitt við fyrirhugað samstarf Íslandspósts við þrjá sparisjóði. Þessir aðilar höfðu gert samkomulag um að sparisjóðirnir flyttu starfsemi sína í húsnæði Íslandspósts síðar á þessu ári og hefðu umsjón með póstþjónustu á hverjum stað fyrir sig. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Stefánsblóm flytja á Laugaveg 178

BLÓMAVERSLUNIN Stefánsblóm í Skipholtinu hefur verið flutt í nýtt húsnæði á Laugaveg 178 við hliðina á Sjónvarpshúsinu. Nú sem fyrr verður boðið upp alhliða blómaþjónustu sem hentar við öll hátíðleg tækifæri og er fagfólk alltaf á staðnum til ráðleggingar. Ennfremur er á boðstólum gott úrval af íslenskri myndlist og íslenskum listmunum. Verslunin er opin alla daga frá kl. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Stríðir gegn hugmyndum um vísindafrelsi

Á STOFNFUNDI Miðstöðvar í erfðafræði við Háskóla Íslands, nýjum vettvangi vísindamanna er starfa á sviði erfðafræði við hinar ýmsu deildir og stofnanir Háskóla Íslands, var eftirfarandi ályktun einróma samþykkt: Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Sumarhappdrætti Blindrafélagsins

NÝLEGA hófst sala miða í árlegu sumarhappdrætti Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi. Aðalvinningurinn er Golf- bifreið frá Heklu að andvirði 1.630.000 kr. Einnig eru 28 ferðavinningar frá Samvinnuferðum- Landsýn. Miðaverð er 900 kr. en útgefnir miðar eru 25.000 talsins. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Sænskir kjúklingar í Nóatúni

NÓATÚN selur um helgina sænska kjúklinga og danskt beikon. Verslunin flutti síðast inn sænska kjúklinga í desember síðastliðnum og kláruðust birgðir þannig að færri fengu en vildu. Á annan tug tonna verða seld nú um helgina á 450 krónur kílóið. Meira
8. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 189 orð

Tónlistarskólinn á Akureyri Útskriftartónleikar Da

ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR Davíðs Brynjars Franzsonar verða á sal Tónlistarskólans á Akureyri á morgun, laugardaginn 9. maí og hefjast þeir kl. 13. Tónleikarnir eru síðari hluti lokaprófs Davíðs frá skólanum, en hann er nú að ljúka 8. stigi í trompetleik. Meira
8. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Tveir listar í Mývatnssveit

Í MÝVATNSSVEIT komu fram tveir listar til sveitarstjórnarkosninga 23. maí. Leifur Hallgrímsson skipar fyrsta sæti E-lista, í öðru sæti er Guðrún María Valgeirsdóttir, í þriðja Hulda Harðardóttir, fjórði Egill Steingrímsson, fimmti Ellert Aðalgeir Hauksson, sjötti Hrafnhildur Geirsdóttir, sjöundi Kristín Halldórsdóttir, áttundi Kristján Steingrímsson, Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 467 orð

Vertíðin byrjar vel í Elliðavatni

VEIÐI hefur farið mjög vel af stað í Elliða- og Helluvatni samkvæmt upplýsingum frá Vigni Sigurðssyni, eftirlitsmanni við vatnið. Þá hafa menn aðeins verið að fá'ann í Þingvallavatni og er vorbleikjan þar væn eins og fyrri daginn. Þó hefur kuldinn kýlt veiðina aðeins niður allra síðustu daga. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 352 orð

Viðskipti með losunarkvóta verði sem frjálsust

FULLTRÚAR átta ríkja funduðu á Hótel Sögu í gær og fyrradag um hugsanleg viðskipti með kvóta á losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin, Kanada, Japan, Ástralía, Nýja-Sjáland, Rússland og Noregur áttu fulltrúa á fundinum, auk Íslands. Meira
8. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Villta vestrið sýnt í Þjóðleikhúsi

FREYVANGSLEIKHÚSINU í Eyjafjarðarsveit hefur verið boðið að sýna gamanleikinn Velkomin í Villta vestrið í Þjóðleikhúsinu í næsta mánuði, en Þjóðleikhúsið býður árlega einu áhugaleikhúsi sem þótt hefur skara framúr. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 235 orð

Vinnslustöðin selur Jón V. til Namibíu VINNSLUSTÖÐ

VINNSLUSTÖÐIN hf. hefur selt ísfisktogarann Jón V. ÁR 111 til dótturfyrirtækis Íslenzkra sjávarafurða, Ísöldu. Ísalda leggur skipið síðan inn í namibíska fyrirtækið Seaflower Whitefish Corp., en ÍS á fyrir hlut í því fyrirtæki á móti þarlendum stjórnvöldum. Kaupverð á skipinu er um 73 milljónir króna og verður það afhent í lok maí. Jón V. Meira
8. maí 1998 | Landsbyggðin | 147 orð

Víðir byggir við úr steini

Garði-Nú er unnið að stækkun félagsheimilisins hjá knattspyrnufélaginu Víði. Hér er um að ræða 124 fermetra viðbyggingu. Lokið er við að steypa upp útveggina og safna miklu af efni í húsið. M.a. er búið að fá alla glugga, efni í þakið, einangrun og hluta milliveggja og vantar nú bara mannskap í framkvæmdirnar. Meira
8. maí 1998 | Erlendar fréttir | 191 orð

Watson segir rangt eftir sér haft

JAMES Watson, nóbelsverðlaunahafi í læknisfræði, neitar því að hafa látið falla orð sem höfð voru eftir honum í The New York Timesum að ný lyf muni lækna krabbamein innan tveggja ára. Segir Watson að þótt rannsóknir Judah Folkmans og samstarfsmanna hans séu mikilvægt skref fram á við sé ógerningur að vita með vissu hvort lyfin tvö, angiostatin og endostatin, Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 474 orð

Þriðja umræða gæti tekið tvær vikur

ALÞINGISMENN höfðu í gærkvöldi staðið í ræðustóli í rúmar 60 klukkustundir við 2. umræðu um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög. Umræðan hófst 28. apríl síðastliðinn og stendur enn yfir. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, segir að málþóf sem nú er haldið uppi komi fyrst og fremst þannig niður á störfum Alþingis að þingið standi lengur en ætlað hafi verið. Hann segir að 3. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 336 orð

Þýskur drengur, haldinn sjaldgæfum sjúkdómi, sendir ákall

TILMAN er ellefu ára þýskur drengur haldinn sjaldgæfum sjúkdómi sem gerir vart við sig þegar hitastig fer yfir 20oC. Í bréfi sem Morgunblaðinu barst frá aðstandendum drengsins segir að af þessum ástæðum sé hitastig í heimabæ hans hættulegt heilsu hans að sumri til og því sé nauðsynlegt fyrir hann að eyða sumrinu á svalari stað. Meira
8. maí 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Örn Friðekki í endurkjöri

ÖRN Friðriksson, fráfarandi formaður Samiðnar, sagði í setningarræðu sinni við upphaf annars þings samtakanna í gær að þingið þyrfti að skýra áherslurnar í umræðum um skipulag og starfshætti, þar með talið væri hlutverk og verkaskipting milli aðildarfélaga Samiðnar og ASÍ. Meira
8. maí 1998 | Erlendar fréttir | 285 orð

(fyrirsögn vantar)

Raðmorðingi fundinn? ÍTALSKA lögreglan handtók í gær 47 ára gamlan mann í Genóa sem grunaður er um að vera banamaður sex vændiskvenna sem fundist hafa látnar í nágrenni ítölsku rívíerunnar. Meira

Ritstjórnargreinar

8. maí 1998 | Leiðarar | 788 orð

leiðari RÉTTUR TUNGUNNAR JARSKIPTATÆKNI og samgöngutækni nú

leiðari RÉTTUR TUNGUNNAR JARSKIPTATÆKNI og samgöngutækni nútímans hafa fært þjóðir heims í nábýli. Íslendingar taka og vaxandi þátt í hvers konar fjölþjóðlegu samstarfi, einkum samnorrænu og samevrópsku. Meira

Menning

8. maí 1998 | Fólk í fréttum | 567 orð

Bang Gang með plötu í Frakklandi í haustByrjuðu

LAGIÐ Svefn eða "Sleep" með hljómsveitinni Bang Gang kemur út á smáskífu í Frakklandi von bráðar og verður gefin út breiðskífu með sveitinni á Íslandi í haust. Hljómsveitin er sérstök að því leyti að hana skipa aðeins þau Barði Jóhannsson, sem semur tónlistina, og Esther Talía Casey söngkona. "Við höfum spilað lengi saman," segir Barði. Meira
8. maí 1998 | Tónlist | 884 orð

Beint í mark

Wagner: Forleikur að Lohengrin; Páll P. Pálsson: Fiðlukonsert (frumfl.); Zemlinsky: Hafmeyjan. Guðný Guðmundsdóttir, fiðla; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Petris Sakaris. Háskólabíói, fimmtudaginn 7. maí kl. 20. Meira
8. maí 1998 | Fólk í fréttum | 249 orð

Carly Simon með brjóstakrabbamein

SÖNGKONAN Carly Simon greindist með krabbamein í brjósti og þurfti að láta fjarlægja illkynja æxli í október síðastliðnum. Þetta kemur fram í frétt dagblaðsins New York Daily News, en þar segir ennfremur að söngkonan sé í lyfjameðferð og "sterkari og líflegri en nokkru sinni fyrr". Carly Simon verður 53 ára í júní og á að baki farsælan feril í tónlistinni. Meira
8. maí 1998 | Fólk í fréttum | 85 orð

Collins með spjallþætti

JACKIE Collins er frægust fyrir að hafa skrifað safaríkar ástarsögur um Hollywood. Nú stendur hins vegar til að hún fái að spreyta sig á öðrum vettvangi. Hún mun sjá um daglega spjallþætti úr Hollywood á sjónvarpsstöðinni CBS og hefja þættirnir göngu sína í júní. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 63 orð

Diddú syngur með Söngbræðrum

SÖNGKONAN Diddú, eða Sigrún Hjálmtýsdóttir mun í kvöld, föstudagskvöld, syngja með karlakórnwum Söngbræðrum á tónleikum í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Hún mun syngja íslensk og erlend einsöngslög við meðleik Jerzy Tisik-Warszawiak. Söngbræður syngja með henni í nokkrum lögum en auk þess mun karlakórinn taka nokkur lög. Meira
8. maí 1998 | Tónlist | 541 orð

Dýnamískur söngur

Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar flutti íslensk og erlend söngverk. Einsöngvarar voru Óskar Pétursson, Hjálmar P. Pétursson og Hreiðar Pálmason. Undirleikarar voru Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó en Magnús Ingimarsson, Árni Scheving og Alfreð Alfreðsson léku undir í skemmtilagasyrpu. Fimmtudaginn 7. maí 1998. Meira
8. maí 1998 | Fólk í fréttum | 464 orð

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sjónvarpið20.30 Dengsi og sá digri (Fat Man and Little Boy, '89)Kaldranaleg, ábúðamikil mynd um Oppenheimer (Dwight Schultz), höfund atómsprengjunnar og átök hans við bandarískan stríðsherra (Paul Newman). Ofmetinn leikstjóri (Roland Joffe) fer offari með merkilegt efni, litar það í þeim eina lit sem finnst í hans litrófi. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 71 orð

Grétar Hjaltason í Eden

GRÉTAR Hjaltason, Selfossi, hefur opnað sýningu á verkum sínum í Eden, Hveragerði. Á sýningunni eru 33 verk, máluð með olíu eða olíupastellitum. Myndirnar eru flestar unnar á síðastliðnu ári. Þetta er í fjórða sinn sem Grétar sýnir verk sín í Eden en hans aðalstarf er hjá Þjóðleikhúsinu. Sýningin er opin alla daga en henni lýkur sunnudaginn 17. maí. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 25 orð

Handavinnusýning á Vitatorgi

HANDAVINNUSÝNING verður á Vitatorgi föstudaginn 8., laugardaginn 9. og mánudaginn 11. maí. Sýndir verða munir úr handmennt, leirmótun, smiðju og bókbandi. Ýmis skemmtiatriði. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 136 orð

Heiðrún sýnir glerlistaverk í Kirkjuhvoli

HEIÐRÚN Þorgeirsdóttir opnar sýningu á glerlistaverkum laugardaginn 9. maí í Kirkjuhvoli á Akranesi. Á sýningunni eru yfir 30 verk sem öll eru unnin í rúðugler en með ýmsum útfærslum, sum sýrubrennd, önnur með kopar eða messing, platínu, gulli eða möttu gulli. Heiðrún er fædd á Akranesi. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 227 orð

Hernáminu gerð skil á Íslandssöguvefnum

VEFUR á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Ríkisútvarpsins helgaður hernámsárunum á Íslandi verður opnaður 10. maí næstkomandi. Þar má finna ljósmyndir, hljóðupptökur og myndskeið sem tengjast þessu umbrotaskeiði í lífi þjóðarinnar. Hernámsvefurinn skiptist í sex efnisflokka. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 93 orð

Hljómsveitartónleikar á sal Njarðvíkurskóla

TÓNLISTARSKÓLI Njarðvíkur stendur fyrir hljómsveitartónleikum á sal Njarðvíkurskóla laugardaginn 9. maí kl. 14. Fram koma bæði yngri og eldri lúðrasveit skólans, djass- kombó og hið nýstofnaða Litla-band sem er hljómsveit skipuð nemendum á ýmis hljóðfæri. Meira
8. maí 1998 | Fólk í fréttum | 505 orð

Hrollvekja í París

EITTHVAÐ er ekki eins og það á að vera í næturlífi Parísarborgar og óvættur af einhverju tagi virðist hafa lagt undir sig fornar neðanjarðarhvelfingar undir borginni. Erlendir ferðamenn og þeir sem enginn saknar hverfa hver á fætur öðrum á mjög dularfullan hátt í hvert sinn sem tungl er fullt og Parísarlögreglan stendur ráðþrota gagnvart þessum uppákomum. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 70 orð

Karlakór Keflavíkur í Breiðholtskirkju

KARLAKÓR Keflavíkur heldur tónleika í Breiðholtskirkju 11. maí og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru íslensk og erlend lögum. Má þar nefna hefðbundin karlakóralög, óperukóra og dægurlög. Á þessu vori kemur kórinn fram í nýjum búningi. Stjórnandi kórsins er Vilberg Viggósson. Undirleikari Ágota Joó á píanó. Meira
8. maí 1998 | Leiklist | 393 orð

Kinnhestar og appelsínur

"Tóndansmynd" eftir Guðna Franzson, Láru Stefánsdóttur og Ragnhildi Stefánsdóttur. Tónlist: Guðni Franzson. Búningar og leikmynd: Ragnhildur Stefánsdóttir. Dansgerð: Lára Stefánsdóttir. Lýsing: Elfar Bjarnason. Hljóð: Páll Sveinn Guðmundsson: Flytjendur: Guðni Franzson, Lára Stefánsdóttir og Ragnhildur Stefánsdóttir. Sunnudaginn 3. maí, seinni sýning. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 89 orð

Kóramót í Kópavogi heimildFJÓRIR kórar af Suðvesturlandi efna til

FJÓRIR kórar af Suðvesturlandi efna til tónleika nk. laugardag 9. maí í Digraneskirkju í Kópavogi kl. 16.30. Um 150 kórfélagar í Samkór Selfoss, Skólakór Kársness, Söngbræðrum í Borgarfirði og Samkór Kópavogs syngja ýmist saman eða hver kór fyrir sig lög úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend. Stjórnandi Selfyssinga er Edit Molnar og undirleikari Þórlaug Bjarnadóttir. Meira
8. maí 1998 | Leiklist | 245 orð

Látbragð og leikur

Leikstjóri: Laurent Merienne. Leikarar: Eric Patrois og Frédéric Bodu. Saxófónleikari: Frédéric Bodu.Möguleikhúsið, laugardaginn 2. maí. FORRÁÐAMENN Möguleikhússins eru duglegir við að fá til sín erlenda gestaleikara sem bjóða upp á stuttar leiksýningar fyrir börn og auka þannig framboðið á leiklist fyrir þennan yngsta hóp áhorfenda. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 138 orð

Leikhús Brúðubílsins til Stokkhólms

UNIMA Figura Baltica heldur brúðuleikhúshátíð sjöunda árið í röð 10.­16. maí næstkomandi. Unima eru alþjóðleg samtök brúðuleikhúsfólks. Unima Figura Baltica er hátíð landanna við Eystrasalt; Rússlands, Póllands, Eystrasaltslandanna, Þýskalands, Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands og svo bætast í hópinn Noregur og Ísland. Tuttugu hópar sýna. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | -1 orð

Listaveisla á Rangárvöllum

FYRSTA listhús Rangárvallasýslu var formlega tekið í notkun laugardaginn 2. maí eins og fram hefur komið í fréttum. Eigandi þess er Gunnar Örn Gunnarsson myndlistarmaður og stefnir hann að því að hafa þar nokkrar valdar listsýningar á ári. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 2194 orð

LÍFIÐ FUNDIÐ UPP AÐ NÝJU

STRÁKLINGUR, jafnaldri íslenska lýðveldisins, sem þvældist með pabba sínum inn á heimili fátæklinga og utangarðsmanna varð einn góðan veðurdag eitt athyglisverðasta leikskáld Svía; Staffan Göthe. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 282 orð

Lof og last en leikarar fá meiri vinnu

SÝNINGUM Í LONDON á The Daughter of the Poet eftir Svein Einarsson lýkur á laugardaginn. Verkið er byggt á Egils sögu og Laxdælu. The Icelandic Take Away Theatre, sem er íslenskur leikhópur í London, stendur að sýningunum, sem verða alls 18. Meira
8. maí 1998 | Fólk í fréttum | 88 orð

Martin Scorsese heiðraður

LEIKSTJÓRINN Martin Scorsese var heiðraður af kvikmyndafélagi Lincoln Center í New York nú í vikunni. Scorsese er sá 25. í röðinni sem er heiðraður af kvikmyndafélaginu með þessum hætti fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar. Vinir og velunnarar leikstjórans mættu til hátíðar sem var haldin af tilefninu og mátti þar sjá mörg kunnugleg andlit. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 81 orð

Menningardagar í Gerðubergi

MENNINGARDAGAR í félagsstarfi Gerðubergs verða vikuna 25. maí til og með 29. maí og þar kennir margra grasa. Handavinnu- og listmunasýning verður alla dagana frá 9­19 en allir hlutir sem þar verða til sýnis eru unnir af fólkinu í félagsstarfinu. Ýmsar aðrar uppákomur verða. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 293 orð

Menningardagur á Egilsstöðum

MENNINGARDAGUR verður í Egilsstaðabæ laugardaginn 9. maí. Menningarmálaráð Egilsstaðabæjar í samstarfi við ýmis félagasamtök á staðnum hefur sett saman dagskrá þar sem áhersla er lögð á listsköpun bæjarbúa og annarra gesta. Meira
8. maí 1998 | Myndlist | 559 orð

Náttúran geislar af þessum fínlegu verkum

Opið 14 til 18. Aðgangseyrir 200 kr. Sýningarskrá kostar 200 kr. Sýningunni lýkur 10. maí. ÞAÐ ER ekkert nýtt að náttúran gegni stóru hlutverki í verkum íslensks listamanns, og heldur ekki að framsetningin einkennist af ljóðrænu, sé fínleg og afstrakteruð svo að maður finnur eins og óminn af náttúrulegri fyrirmyndinni frekar en að maður skynji hana beint í verkunum. Meira
8. maí 1998 | Fólk í fréttum | 517 orð

Óvænt ferðalok

BOBBY Cooper (Sean Penn) er seinheppinn smáglæpamaður sem er á leiðinni til Las Vegas til að borga gamla spilaskuld og honum liggur mikið á að komast þangað. Ástæðan er sú að það er rússneska mafían sem hann skuldar stórfé. En óheppnin eltir Bobby og Mustanginn hans bilar í miðri eyðimörkinni. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 308 orð

Sannleikurinn á bak við tilbúninginn

Sannleikurinn á bak við tilbúninginn SÝNING á verkum myndlistarmannsins Péturs Halldórssonar verður opnuð í Listaskálanum í Hveragerði á morgun, laugardaginn 9. maí. Þar verða verk unnin með olíu, með vatnslitum og blandaðri tækni. Meira
8. maí 1998 | Fólk í fréttum | 121 orð

Tjarnarskóli á sjóstöng

VORDAGAR í skólum einkennast af vettvangsferðum þar sem fer saman nám og skemmtun. Tjarnarskóli fór nýverið í heimsókn í Álverið með viðkomu í Bláa lóninu og var það hluti af námi í efnafræði. Þá var gönguferð um Öskjuhlíð með viðkomu í Keiluhöllinni hluti af námi í íþróttum og náttúrufræði. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 20 orð

Tónleikar Lúðrasveitar Laugarnesskóla

Tónleikar Lúðrasveitar Laugarnesskóla LÚÐRASVEIT Laugarnesskóla heldur sína árlegu tónleika í skólanum laugardaginn 9. maí kl. 14. Stjórnandi er Stefán Stephensen. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 94 orð

Tónleikar til styrktar orgelsjóði

KIRKJUKÓR Hjallakirkju mun halda tónleika til styrktar orgelsjóði við kirkjuna, sunnudaginn 10. maí kl. 17. Stjórnandi kórsins er Oddný J. Þorsteinsdóttir og einsöngvarar eru Sigríður Gröndal, María Guðmundsdóttir, Gunnar Jónsson og Nanna María Cortez. Herdís Jónsdóttir leikur með kórnum á lágfiðlu í frumflutningi hans á lagi eftir einn kórfélaga. Undirleikari er Lenka Mátéová. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 157 orð

Tveir milljarðar fyrir Homer-verk

BILL Gates, eigandi tölvurisans Microsoft, greiddi fyrir skemmstu yfir 30 milljónir dala, andvirði ríflega tveggja milljarða ísl. kr., fyrir málverk eftir landa sinn Winslow Homer. Er það þrisvar sinnum hærri upphæð en áður hefur verið reidd fram fyrir listaverk eftir Bandaríkjamenn og er fullyrt í The New York Times að með kaupunum færist verðlagning á bandarískri myndlist stóru Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 77 orð

Vatnslitamyndir og olíuskissur á Horninu

ELÍN Magnúsdóttir opnar sýningu í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15, laugardaginn 9. maí kl. 15-17. Sýndar verða nýjar olíumyndir og vatnslitaskissur. Elín útskrifaðist frá MHÍ 1981 og frá Rietveldt Academie í Amsterdam, Hollandi, 1986. Elín er búsett í Austurríki og var þar með einkasýningu fyrir skömmu. Hún verður einungis viðstödd sýninguna til 16. maí. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 89 orð

Vortónleikar barnakóranna í Kópavogi

BARNAKÓRAR Kópavogs halda sameiginlega tónleika í tilefni afmælis Kópavogsbæjar sem er 11. maí. Tónleikarnir verða haldnir laugardaginn 9. maí og hefjast kl. 14. Á tónleikunum koma fram; Kársneskórinn, stjórnandi Þórunn Björnsdóttir, Kór Digranesskóla, stjórnandi Kristín Magnúsdóttir, Kór Hjallaskóla, stjórnandi Guðrún Magnúsdóttir og Kór Snælandsskóla, stjórnandi Heiðrún Hákonardóttir. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 42 orð

Vortónleikar í Breiðholtskirkju

RARIK kórinn og Kór Rafmagnsveitu Reykjavíkur halda tónleika í Breiðholtskirkju laugardaginn 9. maí kl. 16. Stjórnendur kóranna eru Violeta Sofia Smid og Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Undirleikari er dr. Pavel Smid. Á dagskránni eru innlend og erlend lög. Aðgangur er ókeypis. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 116 orð

Vortónleikar Karlakórsins Stefnis

KARLAKÓRINN Stefnir heldur síðustu vortónleika sína á þessu vori sunnudaginn 10. maí kl. 20.30 í Hafnarborg, Hafnarfirði. Þegar hafa tvennir tónleikar verðir haldnir í Hafnarborg og í Varmárskóla, Mosfellsbæ. Efnisskrá tónleikanna að þessu sinni er blönduð. Flutt verða innlend og erlend lög, bæði þekkt og óþekkt. Á efnisskránni eru m.a. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 110 orð

Vortónleikar Samkórs Selfoss

VORTÓNLEIKAR Samkórs Selfoss fara fram í Selfosskirkju 10. maí næstkomandi. Miklós Dalmay, píanóleikari og handhafi Tónvakaverðlauna RÚV, kemur einnig fram á tónleikunum. Á söngskrá kórsins eru bæði innlend og erlend lög. Kórinn hefur upp á síðkastið tekið töluvert af ungverskum lögum upp á arma sína en stjórnandi kórsins, Edith Molnár, er einmitt ungversk. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 131 orð

Vortónleikar Tónlistarskóla Kópavogs

SÍÐUSTU vortónleikar Tónlistarskóla Kópavogs verða sem hér segir; Tónleikar tónversins verða haldnir í sal skólans í Hamraborg 11 laugardaginn 9. maí kl. 17. Fluttar verða frumsamdar tölvutónsmíðar eftir nemendur tónversins. Laugardaginn 16. maí kl. 11 f.h. verða tónleikar í Digraneskirkju þar sem fiðlusveit og hljómsveit yngri nemenda kemur fram ásamt strengjasveit eldri nemenda og m.a. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 81 orð

Vortónleikar Tónlistarskólans í Keflavík

TÓNLEIKAR söngdeildar Tónlistarskólans í Keflavík verða í kvöld, föstudaginn 8. maí kl. 20 í Njarðvíkurkirkju. Nemendur deildarinnar koma fram í einsöng og kór. Þetta eru fyrstu tónleikarnir í röð vortónleika Tónlistarskólans í Keflavík. Aðgangur er ókeypis. Sunnudaginn 10. maí heldur kór Tónlistarskólans í Keflavík sína vortónleika í Frumleikhúsinu við Vesturbraut kl. 16. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 118 orð

Vortónleikar Tónskóla Eddu Borg

TÓNSKÓLI Eddu Borg stendur fyrir sex vortónleikum að þessu sinni. Fyrstu fjórir verða haldnir laugardaginn 9. maí kl. 11., 13., 16. og 17. í Seljakirkju. Mánudaginn 11. maí og þriðjudaginn 12. maí verða síðan fimmtu og sjöttu vortónleikarnir kl. 18 í Seljakirkju. Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 46 orð

Þrennir nemendatónleikar

ÞRENNIR nemendatónleikar verða á vegum Tónlistarskólans í Grafarvogi laugardaginn 9. maí. Tónleikarnir verða í hátíðarsal Húsaskóla kl. 10.30., 11.30. og 14. Nemendur koma fram bæði í einleik og samleik og verður efnisskráin fjölbreytt. Skólinn var stofnaður árið 1991. Nemendur skólans eru 200 og kennarar 13. Meira
8. maí 1998 | Fólk í fréttum | 635 orð

Ævintýraleg sjóferð

CHARLIE (Walter Matthau) hefur komið sér á vonarvöl fjárhagslega vegna ástríðu sinnar sem fjárhættuspilari, en hann hefur eytt nánast hverjum eyri sínum á veðhlaupabrautinni. Hann er hins vegar ekki lengi að láta sér detta í hug aðferð til að rétta við fjárhaginn og fær hann mág sinn Herb (Jack Lemmon), sem reyndar er fullur efasemda, Meira
8. maí 1998 | Menningarlíf | 54 orð

Örverk í Gallerí "Nema- Hvað!"

SÝNING á örverkum nemenda Myndlista- og handíðaskóla Íslands verður opnuð í Galleríi "Nema-Hvað!", Þingholtsstræti 6, kjallara, á laugardag kl. 14. Sýningin er opin alla daga kl. 13­17 og stendur yfir til 30. maí. Sýningin er í tengslum við útskriftarsýningu nemenda sem verður opnuð sama dag í húsnæði skólans við Laugarnesveg. Meira

Umræðan

8. maí 1998 | Aðsent efni | 525 orð

Aukinn áhugi á sjálfboðnu starfi

Í DAG, á alþjóðadegi Rauða krossins, opnar Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands nýja sjálfboðamiðstöð á Hverfisgötu 105. Miðstöðinni er ætlað að efla enn frekar sjálfboðið starf innan deildarinnar, taka á móti nýjum sjálfboðaliðum, finna þeim verkefni við hæfi og sjá þeim fyrir fræðslu og stuðningi í starfi. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 309 orð

Áfram Hafnarfjörður

VERULEGUR árangur hefur náðst í mörgum veigamiklum málum Hafnfirðinga á þessu kjörtímabili. Má í því sambandi nefna farsæla yfirtöku grunnskólamála og samstöðu um einsetningu grunnskólanna árið 2001, uppbyggingu skólaskrifstofu, jákvæða stöðu fjármála við erfið skilyrði, nýjan viðlegukant í Straumsvík, uppbyggingu framtíðarhafnarsvæðis við Suðurgarð, úrvinnslu reynslusveitarfélagsverkefna, Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 1137 orð

Bakari hengdur fyrir smið

MÁLEFNI sýslumannsins á Akranesi hafa mjög verið í umræðu fjölmiðla að undanförnu. Hygg ég að fleiri en ég séu undrandi á þeim málatilbúnaði öllum. Almennir borgarar hafa eingöngu þá vitneskju um málið sem komið hefur fram í fjölmiðlum og sem leikmaður á sviði lagavísinda velti ég fyrir mér nokkrum atriðum. Fyrirtæki á Akranesi fær dóm í skattamáli. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 525 orð

En er óhollusta af bílreyk

EINN hinn merkasta í hópi íslenskra lækna fyrr og síðar má óhikað telja dr. Gunnlaug Claessen prófessor. Hann var þjóðkunnur sæmdarmaður, rómaður fyrir prúðmennsku og mannúð; frumkvöðull fjölda þjóðnýtra mála; ritaði greinar í blöð og tímarit, heima og erlendis. Fyrir nokkru fletti ég Heimskringlu, blaði Vestur-Íslendinga. Þar birtist eftirfarandi grein hinn 11. janúar 1928. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 810 orð

Farsímalaus forréttindi

HUGMYNDIR um forréttindi og stöðutákn eru merkileg menningarleg fyrirbrigði og segja ýmislegt um það samfélag sem skilgreinir þau. Blessunarlega breytast hugmyndir manna en þær sem lúta að forréttindastöðu og stöðutáknum eiga það til að taka stökk og stundum í óvæntar áttir. Naflastrengur þeirra er nefnilega tengdur markaðinum. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 315 orð

Færni íslenskra hjartasérfræðinga hefur vakið athygli

ÁRANGUR þeirra í glímunni við hjartasjúkdóma er talinn með því besta sem gerist í heiminum og er það fagnaðarefni. Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 1983 og er markmið þeirra m.a. útvegun á tækjabúnaði. Samtökin leggja þannig sitt af mörkum til að árangur á sviði hjartalækninga verði sem bestur. Meira
8. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 405 orð

Galdrakarlinn Þorsteinn Frá Hannesi Þ. Hafstein: Í MORGUNBLAÐINU

Í MORGUNBLAÐINU 29. apríl birtist bréf frá Baldri Hermannssyni. Manni datt í hug í fyrstu að þetta væri Baldur sá sem fyrir nokkrum árum fjallaði svo frægt varð um íslenska bændastétt á liðnum öldum, en svo mun ekki vera, heldur mun þetta vera annar maður. Bréfritarinn fór viðurkenningarorðum um Þorstein Thorarensen, eftir að hann hafði lesið greinina um Bertold Brecht. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 724 orð

Hennar tími er kominn

Í GREIN undirritaðs 1. maí sl. var farið hörðum orðum um vinnubrögð Sigurðar Þórðarsonar, ríkisendurskoðanda, í sambandi við hið svokallaða "Landsbankamál". Þótti ýmsum stungin tólg, en í ljós hefir komið að ekkert var ofsagt í greininni. Þvert á móti var ýmislegt vansagt, sem nú hefir komið á daginn og gerir málið hálfu svívirðilegra svo fáu eða engu er við að jafna. Í 1. Meira
8. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 380 orð

Hvar eru þingmenn Reykjaneskjördæmis? Frá Pétri Sigurðssyni:

ÞANNIG er nú komið fyrir gróðurfari á Reykjanesskaga, að ekkert láglendissvæði í landinu er jafn illa farið. Er það næstum eingöngu mannanna verk og stafar af ofbeit og áníðslu. Til eru töluverðar heimildir um gróðurfar á Reykjanesskaga fyrr á öldum og þær segja frá því hvernig því hnignaði stöðugt vegna mikillar beitar og hrísrifs. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 838 orð

Ísland er land þitt

UPPI er harður, eindreginn og óvæginn áróður vegna frumvarps til nýrra sveitarstjórnarlaga og frumvarps til laga um þjóðlendur, sem hvor tveggja eru til meðferðar á Alþingi Íslendinga. Fá dæmi eru slíks afflutnings sem þessa á undanförnum árum. Þingmaður stjórnarandstöðu talaði t.d. um að verið væri að stela landinu frá þjóðinni. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 351 orð

Misþroska- og hegðunarvandamál

ÞEGAR fólk veikist eða slasast eru fyrstu viðbrögðin oftast þau að kalla á lækni og láta greina hvað að er. Það er sama hve "augljós" kvillinn eða meiðslin eru, fólk verður að fá staðfest hvað er að til þess að geta hafið viðeigandi meðferð eða fengið réttu lyfin. Þetta vita allir. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 288 orð

Nafnlausar dylgjur

ÞAÐ er óneitanlega flug á ritstjóra Grafarvogsblaðsins, þegar hann sendir undirrituðum kveðjur sínar í 2. tölublaðinu. Þar sakar hann mig um dylgjur og kallar mig rógbera. Þetta eru stór orð og þung. Fjölmargir þeirra sem voru á borgarafundinum sem ritstjórinn talar um hafa haft samband við mig og látið í ljós undrun sína yfir viðbrögðum hins nafnlausa ritstjóra. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 622 orð

Sjálfboðaliðar eru kjarninn í starfi Rauða krossins

ÞAÐ er við hæfi að í dag, á alþjóðadegi Rauða kross hreyfingarinnar, verður opnuð miðstöð sjálfboðinnar þjónustu í Reykjavík. Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands stendur að miðstöðinni og von mín og vissa er sú að tilkoma hennar verði til þess að efla sjálfboðið starf. Ég vil óska Reykjavíkurdeildinni og sjálfboðaliðum hennar til hamingju með þennan áfanga. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 918 orð

Sous vide hvað er nú það?

SOUS vide er ákveðin aðferð til að varðveita gæði matvæla og auka geymsluþol og byggist hún á eins konar hitun í lofttæmi. Það þarf ekki að koma svo mikið á óvart að aðferðin á rætur að rekja til Frakklands, enda hefur franska þjóðin verið margrómuð fyrir fjölbreytta matargerðarlist í áraraðir. Bein þýðing á Sous vide er "undir lofttæmi". Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 878 orð

Strand Jóns forseta

ÞAÐ var fyrir 70 árum mánudagsnóttina 27. febrúar 1928 þegar togarinn Jón forseti strandaði á Stafnesi rétt við Stafnesvita. En þetta er einhver versti og hættulegasti strandstaður við alla suðvesturströndina. Rifið er langt frá landi og brimgarður ægilegur. Eftir mikla erfiðleika björguðust tíu menn en fimmtán fórust með skipinu. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 406 orð

Umhverfismál í Kópavogi Sjálfstæðisflokkurinn býður fram, segir

Á UNDANFÖRNUM árum hafa Kópavogsbúar gert stórátak í að fegra bæinn og sérstaklega bæta gönguleiðir. Eftir þessu hafa allir tekið sem stunda útivist og göngur. Í nýjum hverfum bæjarins, eins og á Nónhæð og í Lindarhverfi, er búið að malbika gönguleiðir og í sumar er ráðgert að auka enn við á þessum svæðum. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 699 orð

Upphefðin kemur að utan

FYRIR nokkrum misserum réð Reykjavíkurborg til sín erlendan ráðgjafa til að veita ráðgjöf um uppbyggingu miðbæjarins. Skýrsla hans er athyglisverð. Ekki vegna þess að hann komi með nýja sýn á hvernig byggja eigi upp miðborgina eða að hann sjái vandann í nýju ljósi. Nei. Skýrslan er athyglisverð fyrir það að í henni koma fram nákvæmlega sömu atriði og innlendir ráðgjafar hafa bent á. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 294 orð

Úr valdstjórn í þjónustustjórn

ÞAÐ ER gott að búa á Seltjarnarnesi en gæti verið miklu betra ef við nýttum okkur þá möguleika sem eru í stöðunni. Stjórnskipulag bæjarins er ekki lýðræðislegt og ber mjög einkenni þess að hafa búið allt of lengi við óbreytt ástand. Neslistinn leggur á það áherslu að mjög brýn þörf er á að endurskipuleggja stjórnsýslu bæjarins og auka skilvirkni í öllum rekstri. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 803 orð

Útúrsnúningur um þjóðgarða! ­ Nei, takk

MIÐVIKUDAGINN 29. apríl birtist í Morgunblaðinu grein eftir Sigurjón Benediktsson tannlækni og bæjarstjórnarmann á Húsavík, undir fyrirsögninni "Stækkun þjóðgarða í Þingeyjarsýslum ? ­ Nei takk" Takk fyrir síðast, Sigurjón, það var á skemmtilegum Húsgullsfundi í janúar, þar sem fjallað var um skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum. Meira
8. maí 1998 | Aðsent efni | 436 orð

Þetta eru mín öræfi

"ÞVÍ MEIRA sem þú stjórnar lífinu, verður minna líf eftir til að stjórna." Clarissa Pinkola Estés. "Eitt eilífðarsmáblóm með titrandi tár sem tilbiður guð sinn og deyr." Matthías Jochumsson. Ég vil að öræfin verði látin í friði og þegar ég tala um frið er ég ekki að tala um vanrækslu og óreglu, en ég vil að öræfin verði látin í friði fyrir skipulagi og virkjunarpælingum. Meira

Minningargreinar

8. maí 1998 | Minningargreinar | 754 orð

Björn Vilmundarson

Í dag verður einn af mínum íþróttavinum og samherjum, Björn Vilmundarson, til moldar borinn. Ég átti langt og ágætt samstarf við hann að framgangi íþróttamála í landinu. Ungur að árum fékk Björn mikinn áhuga á íþróttum. Gekk hann í KR og hóf þar að iðka frjálsar íþróttir. Haslaði hann sér völl í stökkum og náði þar afbragðsárangri, einkum í langstökki og þrístökki. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 337 orð

Björn Vilmundarson

Í dag þegar við kveðjum Björn Vilmundarson, sem í marga áratugi var virkur stuðningsmaður KR og í raun íþróttahreyfingarinnar allrar, er margs að minnast. Hann hóf þátttöku í íþróttamótum vorið 1944, þá sextán ára gamall. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | -1 orð

Björn Vilmundarson

Kveðja frá Frjálsíþróttasambandi Íslands Stór skörð hafa myndast í raðir fyrrverandi forystumanna frjálsíþróttahreyfingarinnar á undanförnum misserum. Ekki er liðinn nema ársfjórðungur frá því að annar fyrrverandi formaður sambandsins lést og aðrir ágætir menn hafa líka kvatt að undanförnu. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 431 orð

Björn Vilmundarson

Engan þekki ég sem hlakkaði jafn mikið til, ár hvert, að kveðja skammdegið og kuldahroll vetrarins og taka þess í stað á móti tíð hækkandi sólar og vaknandi lífs og tengdafaðir minn, Björn Vilmundarson. Hann naut þess umfram aðra sem ég þekki að heyra lóuna, hinn ljúfa vorboða, hefja upp raust sína og boða lengri daga og hlýnandi veður. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 340 orð

BJÖRN VILMUNDARSON

BJÖRN VILMUNDARSON Björn Vilmundarson fæddist í Reykjavík 8. september 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. maí síðastliðinn. Foreldrar Björns voru Vilmundur Vilhjálmsson frá Knútsborg á Seltjarnarnesi, f. 29.9. 1899, d. 21.1. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 522 orð

Guðmundur Guðmundsson

"Í rósemi og trausti skal styrkur þinn vera." Þessi vísdómsorð Jesaja spámanns komu í hug mér er ég frétti lát míns kæra skólabróður séra Guðmundar. Þau geta verið einkenni lífs hans, þannig var hann allt sitt líf. Guðmundur kom í fyrsta bekk MA haustið 1934 og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1940. Alltaf var hann sami drengskaparmaðurinn. Stilltur og rólegur í fasi öllu. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 117 orð

GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON

GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Guðmundur Guðmundsson var fæddur á Ásláksstöðum í Hörgárdal 18. september 1919. Hann lést á heimili sínu 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Benediktsson, kennari og bóndi, og Unnur Guðmundsdóttir frá Þúfnavöllum. Eiginkona Guðmundar var Steinvör Kristófersdóttir handavinnukennari. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 172 orð

Gunnlaugur B. Daníelsson

Gulli vinur minn er látinn. Hann fór allt of fljótt frá okkur, því við áttum eftir að gera svo margt saman tengt áhugamálum okkar. Það er margs að minnast á þessari stundu og langar mig fyrst og fremst að þakka þær góðu og ánægjulegu samverustundir, sem ég hef átt með þeim hjónum, Gulla og Biddý. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 92 orð

Gunnlaugur Birgir Daníelsson

Í dag kveð ég ástkæran föður minn og besta vin minn. Elsku pabbi, fyrir nokkrum árum gaf ég þér nokkrar línur í afmælisgjöf, sem þér fannst það fallegasta sem nokkur maður hefur gefið. Svo að ég ætla að fá að kveðja þig með sömu orðum og þá. Elsku pabbi, þakka þér fyrir að hafa verið til. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 115 orð

Gunnlaugur Birgir Daníelsson

Gunnlaugur Birgir Daníelsson Þú, sem eldinn átt í hjarta, óhikandi og djarfur gengur út í myrkrið ægisvarta eins og hetja og góður drengur. Alltaf leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð. Orð þín loga, allt þitt blóð; á undan ferðu og treður slóð. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 91 orð

Gunnlaugur Birgir Daníelsson

Elsku afi. Í dag kveðjum við þig og þökkum þér fyrir allt sem þú hefur fyrir okkur gert. Við minnumst þín og gleymum þér aldrei. Þú kenndir okkur margt og við eigum eftir að búa að því alla ævi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 138 orð

Gunnlaugur Birgir Daníelsson

Það var fyrir rúmum þremur áratugum, að ég hitti Gunnlaug Birgi í fyrsta sinn, er við urðum samstarfsmenn. Hann var þá ráðinn sem sölumaður í sömu deild og ég, og unnum við þar saman fyrstu árin. Síðar var hann gerður að sölustjóra í annarri deild hjá fyrirtækinu, og starfaði hann þar allt til æviloka. Gunnlaugur hafði marga góða kosti. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 100 orð

Gunnlaugur Birgir Daníelsson

Mágur minn, Gunnlaugur Birgir Daníelsson, er látinn eftir erfið veikindi undanfarna þrjá mánuði. Við viljum með fáum orðum kveðja Birgi og þakka honum góð og ánægjuleg kynni í gegnum árin, bæði í gleði og sorg. Það hefði ekki verið í þínum anda að vera með mikið orðagjálfur, því segi ég aftur: Hafðu þökk fyrir allt, Birgir minn. Elsku Biddý, Einar Viðar, Sigga, Birkir og Freyr. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 385 orð

Gunnlaugur Birgir Daníelsson

Í dag kveðjum við góðan félaga og samstarfsmann, Gunnlaug Birgi Daníelsson. Hann lést fyrir aldur fram eftir illvígan hjartasjúkdóm sem uppgötvaðist ekki fyrr en nýlega. Gunnlaugur hóf störf hjá Ó. Johnson & Kaaber hf. í ágúst 1964. Hann var sölustjóri sérvörudeildar með yfirumsjón með sölu á m.a. önglum, lyfjum, efnavörum, læknavörum, sjúkrahúsgögnum, snyrtivörum o.m.fl. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 348 orð

Gunnlaugur Birgir Daníelsson

Þegar mér bárust þau tíðindi að pabbi minn væri dáinn settist að mér dofi og síðan mikil sorg. Þegar ég frétti af veikindum hans þá trúði ég aldrei öðru en að hann myndi ná sér að fullu og við myndum hittast kát og hress í sumar. Sorg mín breyttist svo í reiði yfir að vera svona langt í burtu og geta ekki kvatt hann áður en hann lést, og ég var reið yfir því að hafa ekki farið heim fyrr. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 190 orð

Gunnlaugur Birgir Daníelsson

Elsku afi. Mikið er erfitt að kveðja þig. Söknuðurinn er mikill, en minningarnar höfum við til að gleðjast yfir. Mér er minnisstæður dagurinn sem ég gifti mig. Það fyrsta sem ég sé þegar ég geng inn kirkjugólfið ert þú. Mikið langaði mig að hlaupa í fangið á þér, en þá var svo langt síðan ég hafði séð þig. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 64 orð

Gunnlaugur Birgir Daníelsson

Elsku langafi. Okkur systkinin langar til að þakka þér fyrir þau alltof fáu ár sem við fengum að þekkja þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 1010 orð

Gunnlaugur Birgir Daníelsson

Fréttin um andlát Gunnlaugs kom mér ekki beinlínis á óvart. Allt frá því í fyrrasumar hafði hann átt við vanheilsu að stríða, sem hann gerði þó ávallt lítið úr og gekk til allra sinna starfa, og lét engan bilbug á sér finna. Hann vildi ljúka störfum sínum hjá Ó. Johnson & Kaaber með sæmd og reisn, þar til hann kæmist á eftirlaun um áramótin síðustu. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 277 orð

GUNNLAUGUR BIRGIR DANÍELSSON

GUNNLAUGUR BIRGIR DANÍELSSON Gunnlaugur Birgir Daníelsson fæddist í Reykjavík 18. maí 1931. Hann lést á Landspítalanum 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þuríður Tryggvadóttir Möller og Daníel Bergmann bakarameistari. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 179 orð

Jón Magnússon

Hann pabbi okkar er dáinn. Hann pabbi sem var alltaf svo fullur af þrótti og krafti. Hann pabbi sem við héldum að yrði manna elstur. Við minnumst nú ferðalaganna sem hann fór með okkur systkinin í. Hann naut þess að ferðast um landið og fræddi okkur um nöfnin á öllu sem fyrir augu bar. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 288 orð

Jón Magnússon

Er ég sit hér við tölvuna og horfi út um gluggann þá sé ég hvar skýjabakkar umlykja toppa Esju, hvernig ljósleit kvöldskýin fljóta í himinhvolfinu og einn og einn dökkur skýjabakki læðist inn með kvöldinu. Lífi manns er á vissan hátt hægt að líkja við fjall. Stundum rís það í mikilleik sínum og stundum grúfir gráminn og þunginn yfir því sem aftur upphefst á björtum sóríkum degi. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 201 orð

JÓN MAGNÚSSON

JÓN MAGNÚSSON Jón Magnússon fæddist í Vesturholtum undir Eyjafjöllum 28. júní 1927. Hann lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur hinn 3. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson, bóndi í Vesturholtum undir Eyjafjöllum og síðar sjómaður í Vestmannaeyjum, og kona hans Jónína Ólafía Þorgeirsdóttir, ættuð frá Stóru-Borg. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 793 orð

Kristján Sigurvinsson

Kær vinur, félagi og samstarfsmaður er kvaddur. Kristján Sigurvinsson vélsmíðameistari andaðist á heimili sínu í Kópavogi að kvöldi dags 27. apríl. Hann sat í sófa í stofu sinni og naut hvíldar eftir ánægjulegan, sólríkan vordag, sem hann hafði notið með vinum og fjölskyldu sinni á verönd í garði sínum, þegar lífsneistinn slökknaði, bráðkvaddur. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 30 orð

KRISTJÁN SIGURVINSSON

KRISTJÁN SIGURVINSSON Kristján Sigurvinsson fæddist í Kollsvík í Rauðasandshreppi 23. ágúst 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 27. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 7. maí. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 428 orð

Ólafur S. Þorvaldsson

Elsku afi minn, þó svo að tími sé kominn fyrir kallið, er alltaf erfitt að kveðja og ég held að maður sé aldrei tilbúinn. Nú eru liðin átta ár síðan þú veiktist, þessir tímar hafa verið þér erfiðir en aldrei kvartaðir þú yfir neinu. Mig langar til að minnast nokkurra atvika úr barnæsku minni. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 815 orð

Ólafur S. Þorvaldsson

Hann elsku pabbi minn er látinn. Hann pabbi sem ég dýrkaði og dáði frá fyrstu tíð. Mér fannst hann geta allt og hann kenndi mér svo mikið. Minningarnar hrannast upp: Pabbi að kenna mér Marías, sem við gátum endalaust skemmt okkur við og hann vann oftast. Pabbi að reiða mig á hjólinu sem hann hjólaði á daglega til vinnu langt fram eftir aldri. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 440 orð

Ólafur S. Þorvaldsson

Í dag verður faðir minn, Ólafur Þorvaldsson, borinn til grafar eftir átta ára langvinna baráttu við krabbamein sem hafði vinninginn að lokum. Faðir minn mótaði líf mitt í barnæsku, hann vann við að byggja hús og innrétta. Ég fylgdist með störfum hans frá unga aldri. Það kom aldrei annað til greina en að feta í fótspor hans og svo fór. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 367 orð

ÓLAFUR S. ÞORVALDSSON

ÓLAFUR S. ÞORVALDSSON Ólafur S. Þorvaldsson trésmiður fæddist á Sveinseyri við Dýrafjörð 16. september 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 1. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvaldur Ólafsson, bóndi á Sveinseyri við Dýrafjörð, síðar á Þingeyri, f. 12. september 1883, d. 5. júní 1949 í Keflavík, og Andrea Guðnadóttir, húsfreyja, f. 4. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 184 orð

Stefán Örn Kárason

Elsku afi. Mig langar að minnast allra góðu stundanna sem við áttum saman. Þær stundir voru margar og eru ómetanlegar. Margt baukuðum við saman, t.d. í skúrnum. Þar smíðuðum við og skárum út alls kyns hluti, þú sást oftast um útskurðinn, en ég pússaði. Stundum fórum við líka í Kolaportið, en þar keyptirðu stundum eitthvað smálegt handa mér og hinum barnabörnunum. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 432 orð

Stefán Örn Kárason

Í dag fylgjum við Stefáni Erni Kárasyni til hinstu hvílu. Er ég sest niður og rita nokkur orð um tengdaföður minn rifjast upp sá dagur er ég hitti hann fyrst. Það var einn sólríkan dag síðsumars árið 1975. Ég kveið fyrir að hitta tengdafólkið í fyrsta sinn, en það var að sjálfsögðu ástæðulaust, það vita þeir sem til þekkja. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 216 orð

STEFÁN ÖRN KÁRASON

STEFÁN ÖRN KÁRASON Stefán Örn Kárason fæddist í Garði í Kelduhverfi 17. apríl 1923. Hann lést 1. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kári Stefánsson, f. 19. ágúst 1882 á Grásíðu í Kelduhverfi, d. 21. september 1935, og kona hans Sigrún Grímsdóttir, f. 12. september 1886 í Garði í Kelduhverfi, d. 5. apríl 1970. Systkini Stefáns: Kristjana, f. 16. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 865 orð

Þórður Þórðarson

Þegar foreldrar mínir fluttust frá Vestmannaeyjum til Hafnarfjarðar árið 1930, áttum við því láni að fagna að fá leiguhúsnæði á Selvogsgötu 1, en þar bjó þá ekkja, Sigríður Grímsdóttir, með börnum sínum, sem flest voru þá komin til vits og ára. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 478 orð

Þórður Þórðarson

Enn á ný hefur brugðið birtu í hugum okkar er við kveðjum frænda okkar og vin Þórð Þórðarson. Þórður var fimmti í röð tíu systkina, elstur fimm bræðra. Eftir lifa nú tvö þeirra, Guðmundur Hafsteinn og Kristín Sigríður. Guð gefi þeim styrk á erfiðum tímamótum. Með fráfalli Þórðar hverfur enn einn hlekkurinn úr þeirri keðju sem Selvogsgötufólkið svonefnt myndaði. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 685 orð

Þórður Þórðarson

Kær föðurbróðir minn, Þórður, er látinn háaldraður. Ég kveð hann með þakklæti. Auk foreldra minna hefur enginn maður mótað líf mitt sem hann og eftir því sem ég sjálfur eldist sé ég betur hve margt gott ég á honum upp að unna. Þórður var einn tíu systkina sem ung misstu sjómanninn föður sinn í hafið þegar hann var að vinna fyrir heimilinu. Þá var Þórður fjórtán ára. Meira
8. maí 1998 | Minningargreinar | 244 orð

ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON

ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON Þórður Þórðarson var fæddur 29. júlí 1910. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði aðfaranótt mánudagsins 4. maí síðastliðins. Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson, sjómaður, f. 24.5. 1873, hann drukknaði á togaranum Robinson 7.2. 1925, og Sigríður Grímsdóttir, húsmóðir, f. 24.6. 1878, d. 18.6. 1949. Meira

Viðskipti

8. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 195 orð

Bankaeftirlit gerir athugasemdir

FYRIRHUGAÐUR samstarfssamningur Íslandspósts við þrjá sparisjóði á Norðurlandi hlaut ekki fullt samþykki bankaeftirlitsins sem hafði málið til skoðunar nýverið. Hlutafélagið Íslandspóstur, sem stendur í talsverðum hagræðingaraðgerðum þessar vikurnar, hafði náð samkomulagi við Sparisjóð Svarfdæla í Hrísey, Meira
8. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 117 orð

ÐGSM hnattvæðist

GSM viðskiptavinum Landsímans mun gefast kostur á að vera í símasambandi allsstaðar á hnettinum frá og með 23. september næstkomandi. Um er að ræða nýlegan samning Landssímans við hið alþjóðlega fyrirtæki Iridium, sem er að koma upp nýju gervihnattakerfi. Meira
8. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 92 orð

ÐNýir eigendur Vara

EIGENDASKIPTI hafa orðið hjá öryggisfyrirtækinu Vara. Nýr eigandi og framkvæmdastjóri er Karl Jónsson en hann keypti fyrirtækið af Viðari Ágústssyni sem einnig er fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Karl sagði í samtali við Morgunblaðið að von væri á breytingum á rekstri þess síðar á árinu sem stuðla munu að bættri þjónustu. Vari selur öryggiskerfi og rekur stjórnstöð. Meira
8. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 149 orð

ÐNýr gámakrani hjá Samskipum

EINN öflugasti gámakrani sem fáanlegur er á markaðinum, Liebherr 400, verður tekinn í notkun hjá Samskipum á Holtabakka í sumar. Kraninn, sem framleiddur er í Austurríki, vegur 390 tonn og er á sextán öxlum. Hann getur lyft þyngstu frystigámum, alls 35 til 37 tonnum, í 42,5 metra radíus eða út í 12. gámaröð á skipi við hafnarbakkann. Meira
8. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 164 orð

ÐTíu stærstu bílarisarnir

Eftirfarandi listi sýnir stærstu bílaframleiðendur heims að afstöðnum samruna Daimler og Chrysler miðað við sölu á bílum og vöruflutningabílum um heim allan. Upprunal. 1997 1996 % breyt.General Motors Bandaríkin 8,776,000 8,263,000 6.2Ford Motor Co. Meira
8. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Kirch í kröggum, synjað í bönkum

STÓRVELDI þýzka fjölmiðlajöfursins Leos Kirchs á við alvarlegan fjárhagsvanda að stríða og nokkrir bankar hafa synjað beiðnum hans um stórlán að sögn þýzks blaðs. Blaðið S¨uddeutsche Zeitung í M¨unchen segir að lánsumsóknum hafi verið hafnað, þar sem bankarnir vilji sjá hvað komi út úr rannsókn á ásökunum gegn Kirch um skattsvik. Meira
8. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 592 orð

Nýi risinn storkar keppinautunum

DAIMLER-Benz AG og Chrysler Corp hafa innsiglað samkomulag sitt um mesta samruna iðnfyrirtækja sem um getur og hið nýja fyrirtæki verður fimmti mesti bifreiðaframleiðandi heims á eftir General Motors, Ford, Toyota og Volkswagen. Meira
8. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Slæmur dagur á evrópskum mörkuðum

DOW vísitalan varð stöðugri eftir 40 punkta lækkun eftir opnun í gær og evrópskar kauphallavísitölur lækkuðu, flestar um rúmlega 1%. Í gjaldeyrisviðskiptum styrktust mark og svissneskur franki, en pund og jen lækkuðu. Englandsbanki ákvað að breyta ekki vöxtum á skuldabréfum í endursölu og langt virðist í vaxtahækkanir í Bretlandi. Meira

Fastir þættir

8. maí 1998 | Dagbók | 3296 orð

APÓTEK

»»» Meira
8. maí 1998 | Í dag | 67 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Næstkomandi þri

Árnað heilla ÁRA afmæli. Næstkomandi þriðjudag 12. maí verður fertugur Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans, Miðhúsum 31, Reykjavík. Eiginkona hans er Arnþrúður Ösp Karlsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, kl. 17 laugardaginn 9. maí. Meira
8. maí 1998 | Í dag | 47 orð

Á ÞESSARI mynd eru ungar stúlkur í 1.-5. bekk í Grunnskóla A-Landeyja sem héld

Á ÞESSARI mynd eru ungar stúlkur í 1.-5. bekk í Grunnskóla A-Landeyja sem héldu kökubasar á öskudaginn og söfnuðu 2.500 kr. til styrktar skólabyggingu sem Rauði kross Íslands er að reisa í Lesoto, Suður-Afríku. Nöfn þeirra frá vinstri á myndinni eru: Kristrós, Rósa, Dagbjört, Helga Rún og Svandís. Meira
8. maí 1998 | Í dag | 39 orð

FJÓRTÁN ára dönsk stúlka með áhuga á íþróttum, tónlist, útivist, bókmenntum o.fl.:

FJÓRTÁN ára dönsk stúlka með áhuga á íþróttum, tónlist, útivist, bókmenntum o.fl.: Lina Hermann, Højvej 8, 8870 Langå, Denmark. TUTTUGU og sjö ára Ghanastúlka með áhuga á blaki og fleiri íþróttum: Ante Akousa Akon Tandoh, P.O. Box 339, Elmira, Ghana. Meira
8. maí 1998 | Í dag | 475 orð

Jákvæð umfjöllun OFT og tíðum kemur sú staða upp í samskipt

OFT og tíðum kemur sú staða upp í samskiptum fólks að árekstrar verða. Slæm reynsla fólks af viðskiptum við fyrirtæki og stofnanir verða oft hvatinn að neikvæðum skrifum í blöðum eða umfjöllun í útvarpi. Jákvæð umfjöllun er oft látin liggja milli hluta, enda má segja að góð þjónusta ætti að vera sjálfsögð. Meira
8. maí 1998 | Fastir þættir | 616 orð

Kaup á stóðhestum frá Íslandi að skila árangri Ræktun íslenska hestsins í Danmörku hefur tekið nokkrum breytingum á undanförnum

ÞAÐ er hugur í Dönum og hugmyndir um ræktun á íslenska hestinum hafa breyst mikið," sagði Kristinn. "Til skamms tíma miðuðu þeir starfið við að rækta þæg fjölskylduhross og voru með metnaðarlítið starf. Meira
8. maí 1998 | Dagbók | 667 orð

Reykjavíkurhöfn: Maersk Barents, Gissur ÁR og Sóley

Reykjavíkurhöfn: Maersk Barents, Gissur ÁR og Sóley komu í gær. Dröfn, Helgafell og Brúarfoss fóru í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Gulldrangur kom í gær. Maersk Barents var væntanlegt í gær. Pétur Jónsson, Húsvíkingur og Telnes fóru í gær. Meira
8. maí 1998 | Í dag | 438 orð

RÉTTIR vikunnar um nýtt lyf sem haldið geti aftur af

RÉTTIR vikunnar um nýtt lyf sem haldið geti aftur af krabbameinsæxlum og jafnvel læknað fólk af krabbameini vekja sannarlega vonir. Sambærilegar fréttir hafa áður borist og þó merkar uppgötvanir hafi ekki leitt til lækninga á þessu illræmda meini hafa þær linað þjáningar og lengt ævi margra krabbameinssjúklinga. Meira
8. maí 1998 | Fastir þættir | 320 orð

Safnaðarstarf Tom Hess í Fíladelfíu SUNNUDAGIN

SUNNUDAGINN 10. maí varður Tom Hess ræðumaður í Fíladelfíu. Tom Hess er Bandaríkjamaður sem fyrir 10 árum var kallaður frá heimaborg sinni, Washington, til að verða brautryðjandi fyrirbænaþjónustu í Jerúsalem í Ísrael sem í dag er tengd alheimshreyfingu fyrirbiðjenda. Hugsjón hans var að fá sem flesta kristna frá öllum þjóðum til að koma upp til Jerúsalem og upplifa blessun bænarinnar. Meira
8. maí 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Sýningahald í hrossarækt frestast um viku

UPPHAF sýningahalds í hrossarækt tefst nokkuð vegna hitasóttarinnar sem geisað hefur á landinu. Um síðustu helgi hefði hin árlega sýning Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti átt að vera samkvæmt hefð en hún frestast til 16. maí. Þar á bæ hefur sóttin gengið yfir fyrir nokkru. Meira
8. maí 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Þjóðverjar komnir fram úr á Netinu

SAMBAND knapa og ræktenda íslenska hestsins í Þýskalandi hefur komið sér upp mjög fínni heimasíðu á Netinu og hefur þar með heldur betur skotið Íslendingum ref fyrir rass. Þar er að finna fjölbreyttar upplýsingar um íslenska hestinn, hverja gangtegund fyrir sig, skapgerð og hvernig best sé að ala íslenska hestinn upp, svo eitthvað sé nefnt. Meira

Íþróttir

8. maí 1998 | Íþróttir | 86 orð

Ajax á hlutabréfamarkað FORRÁÐAMENN

FORRÁÐAMENN hollenska knattspyrnufélagsins Ajax ætla að auka hlutafé í félaginu til að tryggja afkomu þess og það verði í fremstu röð í Evrópu í framtíðinni. Þeir ráðgera að bjóða út hlutabréf í næstu viku sem geti fært félaginu um 4,4 milljarða króna. Félög víða í Evrópu hafa í auknum mæli farið þessa leið til að styrkja fjárhagsgrundvöllinn. Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 83 orð

Áhorfendamet í Þýskalandi AÐS

AÐSÓKN að leikjum þýsku deildarinnar í knattspyrnu hefur aldrei verið meiri en á líðandi tímabili. Í fyrra voru 30.267 manns á hverjum leik að meðaltali en fyrir síðustu umferðina er sambærileg tala 32.375. Alls hafa 9.615.505 mætt á leiki tímabilsins fyrir síðustu umferðina sem verður um helgina og er gert ráð fyrir að tala áhorfenda fari yfir 10 milljónir í fyrsta sinn. Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 164 orð

Bilið minnkar en langt á milli

EKKI hefur enn náðst samkomulag um sjónvarpsútsendingar frá íslensku knattspyrnunni í sumar. Eins og greint hefur verið frá keypti þýska fyrirtækið UFA einkasölurétt á beinum sjónvarpsútsendingum frá heimalandsleikjum Íslands og efstu deild karla, bikarkeppninni og deildabikarkeppninni og gerði samning þar um til fjögurra ára. Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 244 orð

Birgir Leifur á pari

Birgir Leifur Hafsteinsson fór fyrsta hring á pari á opnu golfmóti á Mallorca í gær, en mótið er liður í Evrópsku mótaröðinni. Hann er í 28. til 48. sæti, fimm höggum á eftir fyrstu mönnum, sem fóru hringinn á 67 höggum, en 144 kylfingar luku keppni í gær. "Þetta gekk mjög vel," sagði Birgir Leifur við Morgunblaðið. "Ég hef aldrei spilað á þessum velli fyrr en það háði mér ekki. Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 82 orð

DON Hutchison, leikmaður

DON Hutchison, leikmaður Everton, hefur beðið Emmanuel Petit afsökunar á því að hafa brotið gróflega á honum á sunnudaginn er liðin áttust við á Highbury. Petit varð að fara af velli rétt fyrir leikhlé eftir að Hutchison hafði í tvígang brotið fólskulega á Frakkanum. Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 353 orð

Fannar í landsliðshópinn

EINN nýliði, Fannar Ólafsson úr Keflavík, er í íslenska landsliðshópnum sem Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari tilkynnti í gær fyrir leikina gegn Norðmönnum á sunnudag og mánudag. Norðmenn koma hingað með ungt lið og sagði Jón Kr. að íslenska liðið ætti að sigra eins og það gerði í tveimur landsleikjum í Noregi á síðasta ári. "Það yrðu mér mikil vonbrigði ef við töpuðum," sagði hann. Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 537 orð

"Getum bjargað heiðri Antwerpen"

HERBERT Arnarson og félagar hans í belgíska liðinu MP Antwerpen leika til úrslita um belgíska meistaratitilinn við Charleroi og verður fyrsta viðureign liðanna á laugardaginn. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður meistari en Charleroi hefur verið meistari síðustu tvö árin. Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 483 orð

Handboltaskor í Chicago

"VIÐ verðum að læra af þessum leik og kannski verður einbeiting okkar betri í þeim næsta. Í raun líkar okkur ekkert illa við að vera í þessari stöðu því við spilum oft betur undir pressu á útivelli." Þessi viðbrögð Michael Jordan við tapi Chicago á heimavelli gegn Charlotte Hornets, 78:76, Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 317 orð

KEVIN Keegan stjórnar

KEVIN Keegan stjórnar Fulham í úrslitakeppni 2. deildar ensku knattspyrnunnar en Ray Wilkins, sem hefur verið knattspyrnustjóri félagsins undanfarna átta mánuði, var sagt upp störfum í gær. Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 328 orð

Knattspyrna Deildabikarinn KR - ÍA4:3 Edilon Hreinsson, Bjarni Þorsteinsson, Þórhallur Hinriksson, Guðmundur Benediktsson -

Deildabikarinn KR - ÍA4:3 Edilon Hreinsson, Bjarni Þorsteinsson, Þórhallur Hinriksson, Guðmundur Benediktsson - Pálmi Haraldsson, Steinar Adolfsson, Sturlaugur Haraldsson. Úrslit réðust í vítakeppni en markalaust var eftir framlengdan leik. KR mætir Val í úrslitaleik á þriðjudaginn. Suðurnesjamótið Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 225 orð

KR hafði ÍA undir í vítaspyrnukeppni

VÍTASPYRNUKEPPNI þurfti til að knýja fram úrslit í leik KR og ÍA í undanúrslitum deildabikarkeppni KSÍ á Tungubakkavelli í gærkvöldi. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, en KR hafði betur í vítakeppninni, 4:3. Leikurinn var jafn lengst af, ÍA meira með boltann en KR náði þó að skapa sér fleiri færi. Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 54 orð

KR í úrslit

KR-INGAR tryggðu sér sæti í úrslitum deildabikarkeppninnar með því að vinna ÍA 4:3 eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum á Tungubakkavelli í gærkvöldi. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. KR mætir Val í úrslitaleik á þriðjudag. Á myndinni skallar Heimir Guðjónsson, fyrrum KR-ingur, boltann og Þórhallur Hinriksson fylgist spenntur með. Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 19 orð

Körfuknattleikur

NBA-deildin 2. umferð úrslitakeppninnar Austurdeild Chicago - Charlotte76:78 Staðan er 1:1. Vesturdeild Seattle - LA Lakers68:92 Staðan er 1:1. Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 261 orð

Ríkharður skoraði fyrir Viking

RÍKHARÐUR Daðason skoraði mark fyrir Viking í 3:1 sigri á Haugasundi í norsku deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Viking hafði 1:0 yfir í hálfleik en Haugasund jafnaði í upphafi síðari hálfleiks en það var síðan Ríkharður sem kom sínu liði yfir í 2:1 og síðan gulltryggði Gunnar Aase sigur Viking með þriðja markinu undir lok leiksins. Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 345 orð

Samningur KSÍ og Heklu metinn á um 10 millj. kr.

Nýr samstarfssamningur Knattspyrnusambands Íslands og Heklu hf. var undirritaður í gær og gildir hann fyrir árið í ár og það næsta en samstarfið hefur staðið yfir frá 1995. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði áður en hann undirritaði samninginn að samstarfið við Heklu hefði verið mjög gott. Fyrirtækið væri stórt, vel rekið og í sviðsljósinu og vonandi væri hægt að segja það sama um KSÍ. Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 123 orð

Stangarstökk kvenna viðurkennd grein

ALÞJÓÐA frjálsíþróttasambandið, IAAF, tilkynnti í gær að keppt yrði í stangarstökki og sleggjukasti kvenna í heimsmeistarakeppninni í Sevilla á Spáni 1999 og á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu 2000. Meira
8. maí 1998 | Íþróttir | 112 orð

Uppselt á alla leiki á HM í Frakklandi

HEIMSMEISTARAKEPPNIN í knattspyrnu fer fram í Frakklandi og hefst 10. júní. Fyrir hálfum mánuði setti franska skipulagsnefndin 110.000 miða í almenna sölu og bætti fljótlega við 60.000 miðum. Sala þessara miða fór eingöngu fram í síma og gátu aðeins íbúar innan Evrópska efnahagssvæðisins nýtt sér tilboðið. Meira

Úr verinu

8. maí 1998 | Úr verinu | 1145 orð

"Svo mikið að botninn sést ekki fyrir torfunum"

"HÉR UM 22 mílur undan eru einhver ósköp af fiski. Svo mikið, að botninn sést ekki fyrir torfunum á leitartækjunum. Þetta er svoleiðis að maður hefur aldrei séð annað eins og á línunni hefur ekki fallið úr öngull," segir Óli H. Ólason, trillukarl í Grímsey, í samtali við Morgunblaðið. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

8. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 221 orð

Byggingar eru hjarta og sál borga

BJÖRN Ólafs arkitekt í París hefur m.a. teiknað miðbæi í þremur nýjum hverfum í úthverfum Parísar og hann skipuleggur Bryggjuhverfið við Grafarvog. Hann tjáði sig á liðnu ári í samtali við Örnólf Árnason um Reykjavík í Morgunblaðinu og sagði meðal annars: "Byggingar, sem eru hjarta og sál borga, stofnanir og atvinnuhúsnæði af ýmsum tagi, spretta upp næstum án heildaruppdráttar. Meira
8. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 216 orð

Glaumgosibannáranna

ÁSDÍS Elva hefur aldrei barið Fjölni Þorgeirsson augum, en líkt og fleiri séð margar myndir af honum eftir að hann öðlaðist skyndilega frægð fyrir að vera kærasti einnar kryddpíunnar bresku. "Hann hlýtur að klæða sig á afskaplega hlutlausan hátt, því ég fór að velta fyrir mér að ég hafði aldrei tekið eftir hvernig fötin hans eru," segir Ásdís Elva, Meira
8. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 244 orð

Mótorhjólakonaí áhrifastöðu

MARGRÉT las einhverju sinni í tímaritsviðtali að Siv Friðleifsdóttir alþingismaður ætti mótorhjól og hefði afar gaman af að þeysa um á farartæki sínu. "Fyrir minn smekk finnst mér Siv vera alltof frúarlega klædd miðað við aldur og útlit. Meira
8. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 83 orð

Nýtt útlit landsþekkts Íslendings

Nýtt útlit landsþekkts Íslendings Eitt af verkefnum nema á öðru ári í textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands var að hanna nýtt, breytt eða bætt útlit landsþekkts Íslendings. Valgerður Þ. Meira
8. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 272 orð

Poppgoðáttundaáratugarins

"JÓN Ólafsson er alltaf í eins afabolum, þessum með þremur tölum efst. Þeir fást áreiðanlega tveir á sama verði og einn í einhverjum búðum," segir Sigríður Ásta, sem fannst tilvalið að poppa viðfangsefnið verulega upp. Ekki viðurkennir hún þó að klæðaburður og útlit Jóns hafi angrað sig "... enda maðurinn mikil týpa með rosalega fallegt hár. Meira
8. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1462 orð

Reglur víkja fyrir tilfinningu konunnar

LJÓSMÆÐUR líta ávallt á fæðinguna sem eðlilegt fyrirbæri þar til annað kemur í ljós. Viðhorfið á spítalanum er oft þannig að fæðingin sé ekki eðlileg fyrr en hún er yfirstaðin og virðist vera beðið er eftir því að eitthvað fari úrskeiðis. Þessu erum við ljósmæður alfarið á móti," segir Ástþóra Kristinsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Meira
8. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1633 orð

Tveggja bíla fjölskyldur í Reykjavík

HVERS vegna er höfuðborgin Reykjavík í laginu eins og hún er? Hvers vegna öll þessi úthverfi? Hvers vegna er bifreiðin sett í öndvegi en ekki gamla góða gatan? Hvers vegna þarf helst tvo bíla á hvert heimili? Hvernig hentar borgin breyttum lífsstíl? "Ég held að draumurinn um búsetu sé að breytast," segir Pétur H. Meira
8. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 16 orð

TVEGGJA BÍLA FJÖLSKYLDUR Í REYKJAVÍK/2VINIR Í RAUN/3

TVEGGJA BÍLA FJÖLSKYLDUR Í REYKJAVÍK/2VINIR Í RAUN/3NÝTT ÚTLIT Á LANDSÞEKKTA ÍSLENDINGA/4FÆÐING ÁN VINNUREGLNA OG STOFNANAVALDS/6ATORKUSAMT UNGT F Meira
8. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 627 orð

Ungmenni kríta liðugt á hafnarbakkann

Í FERMETRUM talið verður stærsta listaverkið á Listahátíð í Reykjavík 1998 að öllum líkindum eftir tuttugu og fjögur 10­14 ára börn. Á setningardegi Listahátíðar, 16. maí, hafa ungmennin í hyggju að "kríta liðugt" á bílastæðin á hafnarbakkanum við hliðina á Myndlistarskóla Reykjavíkur, en þar hafa þau sótt námskeið í Myndlistarsmiðju fyrir börn, Meira
8. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1474 orð

Ung og atorkusöm Atorkusemin er sá drifkraftur sem gerir það að verkum að hugmynd verður að veruleika. Eva Hrönn Steindórsdóttir

SARA Lind er útskrifaður fjölmiðlafræðingur frá The University of South Alabama í Bandaríkjunum. "Ég ætlaði upphaflega í viðskiptafræði en fann fljótt að hún átti ekkert sérstaklega vel við mig þannig að ég varð að setjast niður og velta því stíft fyrir mér hvað það væri sem mig virkilega langaði til að gera. Meira
8. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 776 orð

Vinir á línunni

ÞEIR sem svara í síma Vinalínunnar eru sjálfboðaliðar og ganga undir dulnefnum. Í rúmlega tvö ár hefur "Hanna" verið Vinalínufélagi. Hún segir dulnefnin m.a. til komin vegna þess að stundum myndist gott samband milli þess sem hringir og þess sem svarar. Skjólstæðingurinn vilji þá gjarnan tala við þann sama þegar hann hringir aftur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.