Greinar sunnudaginn 17. maí 1998

Forsíða

17. maí 1998 | Forsíða | 273 orð

Brýnast að semja um skuldirnar

NÝJA stjórnin í Færeyjum tók við lyklavöldunum í Þinganesi í Þórshöfn í fyrradag og þá leysti Anfinn Kallsberg, leiðtogi Fólkaflokksins, Edmund Joensen af hólmi sem lögmaður. Alls eru ráðherrarnir átta ef lögmaður er talinn með og hafa aldrei verið fleiri. Þótt stjórnin hafi verið mynduð um kröfuna um aukið sjálfstæði, þá verður hún fyrst að glíma við hinar miklu skuldir Færeyinga við danska Meira
17. maí 1998 | Forsíða | 202 orð

Ekkert fararsnið á Suharto

SUHARTO, forseti Indónesíu, tilkynnti í gær, að hann hygðist stokka upp í ríkisstjórninni, en ekkert bendir til, að hann ætli sjálfur að segja af sér. Fundist hafa lík 240 manna í fjórum stórum verslunarhúsum, en eldur kom upp í þeim er fólk fór um þær ránshendi. Er 141 enn saknað. Meira
17. maí 1998 | Forsíða | 161 orð

Reuters Viðbragða G8-fundar beðið

Reuters Viðbragða G8-fundar beðið LEIÐTOGAR átta stærstu iðnríkjanna, G8 eins og þau eru kölluð, bera nú saman bækur sínar á sveitahóteli skammt frá Birmingham í Englandi en meðal helstu mála á fundinum eru upplausnin í Indónesíu, kjarnorkuvopnatilraunir Indverja og skuldir fátækra ríkja. Meira
17. maí 1998 | Forsíða | 164 orð

"Sýndarbarnið" stendur á hljóðunum

HVERGI er meira um barneignir stúlkna á táningsaldri en í Bretlandi og hafa yfirvöld af því þó nokkrar áhyggjur. Hefur verið reynt að vinna gegn þessu með ýmiss konar fræðslu, en hún virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá allt of mörgum. Nú hafa yfirvöld þó dottið niður á nýtt ráð og það virðist ætla að slá í gegn. Meira

Fréttir

17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

40 ára starfsafmæli Laugalandsskóla

LAUGALANDSSKÓLI í Holtum á 40 ára starfsafmæli fimmtudaginn 21. maí og verður af því tilefni hátíðadagskrá sem hefst kl. 14 í íþróttasal skólans en að henni lokinni er boðið upp á kaffiveitingar. Þennan dag verður skólinn opinn og boðið upp á sýningu á verkum, starfi og námi nemenda sem sett hefur verið upp vítt um skólann. Meira
17. maí 1998 | Smáfréttir | 116 orð

Á AÐALFUNDI Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi

Á AÐALFUNDI Félags opinberra starfsmanna á Austurlandisem haldinn var á Reyðarfirði 9. maí sl., var eftirfarandi ályktun samþykkt: "Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi beinir þeim tilmælum til sveitarstjórna á Austurlandi, að ekki verði rasað um ráð fram í lífeyrissjóðsmálum starfsmanna sveitarfélaganna. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Bjóða hjúkrunarstörf í London

STARFSMAÐUR írskrar ráðningarþjónustu, Elaine Cosgrove, er staddur hér á landi til að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa við Hammersmith- sjúkrahúsið í London. Ráðningarþjónustan Kate Cowhig Recruitment ræður starfsfólk að sjúkrahúsum vítt og breitt um Bretland og hefur Cosgrove nýlega farið um Norðurlöndin og ráðið hjúkrunarfræðinga þar. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 333 orð

Dagvistarkostnaður niðurgreiddur í Reykjavík

KÓPAVOGSBÆR hefur samþykkt að greiða niður dagvistarkostnað allra foreldra í sambúð, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Niðurgreiðslur af þessu tagi voru teknar upp í Reykjavík 1. september 1995, en önnur sveitarfélög sem Morgunblaðið talaði við höfðu ekki tekið ákvörðun um að hefja slíkar aðgerðir. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Einkennilegur rökstuðningur

STJÓRN Blaðamannafélags Íslands telur rökstuðning undirdóms í máli Ingólfs Margeirssonar, blaðamanns, rithöfundar og útgefanda, einkennilegan. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnarinnar í gær. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 711 orð

Ekki lagaskilyrði til að rifta samningum

"LJÓST má vera að frá upphafi var ætlunin að á einhverju stigi yrði eignaraðild að Kögun hf. dreifð," segir í greinargerð frá utanríkisráðuneytinu um málefni Kögunar dagsettri 15. maí. Segir einnig að ráðuneytið hafi ekki heimildir til að krefjast hlutafjárdreifingar; ekki verði litið svo á að lagaskilyrði séu eða hafi verið til að rifta samningum við Kögun hf. vegna ónógrar dreifingar hlutafjár. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Fólks- og atvinnubílar frá Mercedes Benz í Perlunni

BÍLAR frá Mercedes Benz verða sýndir í Perlunni um helgina á vegum umboðsins á Íslandi, Ræsis hf. Verða þar sýndir meðal annarra bíla A-gerðin og nýi M-jeppinn sem nýlega er kominn til landsins. Sýningin verður opin milli klukkan 10 og 18 í dag. Meira
17. maí 1998 | Erlendar fréttir | 1629 orð

Frá músum til manna Fregnir af góðum árangri í tilraunum bandarískra vísindamanna með áhrif lyfjanna endostatíns og angiostatíns

FRÉTTIRNAR voru um rannsóknir sem dr. Judah Folkman, rannsakandi við Barnaspítalann í Boston, hefur unnið að árum saman ásamt samstarfsfólki sínu. Með því að beita lyfjunum báðum á krabbameinsæxli í músum tókst að útrýma æxlunum. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 457 orð

Fylgisaukningin hjá D-lista aðallega meðal kvenna

FYLGI ÞAÐ, sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur bætt við sig frá því í síðasta mánuði, virðist að langmestu leyti koma úr hópi kvenna, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Í könnuninni, sem gerð var í lok liðinnar viku, segjast 43,2% kvenna styðja D-listann en 55,6% Reykjavíkurlistann. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Gengur ekki að leigukröfum

ALLAR líkur benda nú til þess að fyrirhugaðri sýningu Guðjóns Bjarnasonar myndlistarmanns á Listahátíð í Reykjavík verði aflýst. "Vilji minn stendur vissulega til þess að sýna," sagði Guðjón í samtali við Morgunblaðið í gær. "Gífurleg leigukrafa, jafnvirði samanlagðrar leigu Norræna hússins og Gerðarsafns, gerir mér það hins vegar ókleift. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Harmar árásir á störf og æru blaðamanna

STJÓRN Blaðamannafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem fram kemur að hún harmi það að árásir á störf og æru blaðamanna verði æ algengari á opinberum vettvangi. Í ályktuninni segir m.a: "Slíkar árásir fylgja starfinu. Við það þurfa blaðamenn að búa vegna mikilvægis starfs þeirra og þess aðhalds sem þeim ber að veita stjórnvöldum og öðrum öflum í lýðræðisþjóðfélagi. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Hæsta meðaleinkunn meðal flugskóla landsins

ÞESSI hópur útskrifaðist úr Flugskólanum Flugmennt 25. apríl sl. Að sögn yfirkennara skólans, Þóris Kristinssonar, hefur flugnemum fjölgað mikið síðastliðið ár. Að þessu sinni dúxuðu tveir nemendur úr skólanum, Hilmar Hauksson og Björn Bragi, með meðaleinkunnina 9,4. Nemendur Flugmenntar voru með hæstu meðaleinkunn flugnema á landinu. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 745 orð

Í fararbroddi í nútímavæðingu Íslands

REGLA St. Jósefssystra á Íslandi átti hundrað ára starfsafmæli árið 1996. Af því tilefni hefur Ólafur H. Torfason skráð sögu þeirra hérlendis á bók þar sem meðal annars segir frá eðli hinnar rómversk-kaþólsku reglu, sem stofnuð var á 17. öld, og framlagi hennar á Íslandi. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Í sundjakka frá SVFÍ SLYSAVARNADEILDIR um

Í sundjakka frá SVFÍ SLYSAVARNADEILDIR um allt land höfðu opið hús sunnudaginn 10. maí. Hjá Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík mættu fjörutíu og tveir fjögurra ára Reykvíkingar frá dagheimilunum Árborg og Bakkaborg ásamt foreldrum sínum og systkinum. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

LEIÐRÉTT

RÖNG mynd birtist með grein Hákons Björnssonar, 1. manns á D-lista sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ, sem birtist í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni "Um fjárhag Mosfellsbæjar". Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Leiðrétting

Í umfjöllun Morgunblaðsins í gær um málefni fyrirtækisins Arnarsson og Hjörvar var meinleg prentvilla í fyrirsögn. Þar sagði: "Skattskil Arnarsson og Hjörvar voru til meðferðar hjá skattrannsóknarstjóra." Hið rétta er, sem fram kemur í greininni sjálfri, en þar segir: "Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa skattskil fyrirtækisins verið til meðferðar hjá skattrannsóknarstjóra." M. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Lipponen til Íslands í sumar

PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, er væntanlegur í opinbera heimsókn hingað til lands 3. til 5. júní. Finnski forsætisráðherrann kemur hingað í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 766 orð

Lögfest verði ákvæði um nálgunarbann

NEFND um stöðu brotaþola, sem dómsmálaráðherra skipaði í desember 1993, leggur til að lögfest verði ákvæði um nálgunarbann. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu sem nefndin hefur skilað af sér til ráðherra og inniheldur tillögur um breytingar á lögum nr. 19 frá 1991, um meðferð opinberra mála. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 182 orð

Miðar við allt árið í útreikningum

SIGURÐUR Þórðarson, ríkisendurskoðandi, segir að skýringin á misræmi í útreikningi á ferðakostnaði fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands sé að í útreikningum Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra, sé miðað við tímabilið janúar til septemberloka en í útreikningum Ríkisendurskoðunar sé miðað við allt árið. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Nýir hjálmar og reiðhjólaveifur.

Nýir hjálmar og reiðhjólaveifur. Hornafirði. Morgunblaðið. MIKIL spenna og eftirvænting var hjá nemendum 1. bekkjar í Nesjaskóla í Hornafirði þegar spenntir voru nýir reiðhjólahjálmar á höfuð þeirra og þeim afhent að auki veifur til að setja á reiðhjólin. Í ár gáfu Kiwanismenn 58 börnum í 1. Meira
17. maí 1998 | Erlendar fréttir | 58 orð

Risi í gallabuxum

HINN frægi Cerne-Abbas risi var í vikunni klæddur bláum gallabuxum af gallabuxnaframleiðandanum Big Smith í auglýsingaferð fyrirtækisins. "Gallabuxur" þessar voru reyndar netataugar sem strengdar voru á þann hátt að þær gæfu rétt útlit. Risinn víðfrægi, sem talinn er hafa verið krítaður í steinöld, er staðsettur í nágrenni bæjarins Cerne- Abbas í Dorset á Englandi. Meira
17. maí 1998 | Erlendar fréttir | 265 orð

Skipað að myrða Díönu og Karl

FYRRVERANDI liðsmaður IRA, Írska lýðveldishersins, hefur skýrt frá því, að á sínum tíma hafi honum verið skipað að drepa Díönu prinsessu og eiginmann hennar, Karl prins. Var hugmyndin sú að koma fyrir sprengju í leikhúsi, sem þau sóttu. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Sumarstarfið í Kaldárseli að hefjast

SUMARBÚÐIR KFUM og KFUK í Kaldárseli hafa verið starfræktar undanfarin 72 ár í skála starfsins skammt utan Hafnarfjarðar. Í ár fer fyrsti dvalarflokkurinn til vikudvalar 2. júní næstkomandi, en alls verða átta vikuflokkar fyrir drengi og stúlkur í sumar. Drengjaflokkarnir eru fjórir, frá 2. júní til 6. júlí, en þá taka við fjórir dvalarflokkar fyrir stúlkur, frá 7. júlí til 11. ágúst. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 242 orð

Tímabært að leggja Út- flutningsráð Íslands niður

FORSVARSMENN Samtaka verslunarinnar vilja að Útflutningsráð verði lagt niður um næstu áramót. Þá fellur niður hið svokallaða markaðsgjald, sem er 0,015% af vöruveltu allra fyrirtækja, og rennur óskipt til Útflutningsráðs. Jón Ásbjörnsson, formaður Samtaka verslunarinnar, segir Útflutningsráð vera gífurlega dýrt í rekstri og barn síns tíma. Meira
17. maí 1998 | Erlendar fréttir | 471 orð

Upplausnarástand í Indónesíu

INDÓNESÍA logar í óeirðum og mannfallið síðustu daga er nú komið vel á annað hundraðið. Um 110 manns fórust á fimmtudagskvöld og aðfararnótt föstudagsins er eldur var lagður að stóru verslunarhúsi í Jakarta. Flestir þeirra, sem inni brunnu, voru að ræna úr versluninni. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Vaxandi áhugi á lífrænum búskap

FYRIR skömmu hélt Garðyrkjuskólinn í Ölfusi námskeið í lífrænni ræktun í samvinnu við VOR ­ Félag lífrænna framleiðenda. Námskeiðið var ætlað áhugasömum sem hefðu hug á að hefja lífrænan búskap eða aðra lífræna framleiðslu. Á námskeiðinu var fjallað um grundvallaratriði lífrænnar framleiðslu, innlendrar og erlendrar, reynslu á sviði hefðbundins landbúnaðar og annarra greina, s.s. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 349 orð

Yfirlýsing frá Árna Sigfússyni

MORGUNBLÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Árna Sigfússyni, efsta manni á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Í Morgunblaðinu í gær, laugardag, upplýsir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að hún hafi hinn 9. þessa mánaðar gert um það samkomulag við Hrannar B. Meira
17. maí 1998 | Innlendar fréttir | 362 orð

Yfirlýsing frá Hrannari Birni Arnarssyni

EFTIRFARANDI yfirlýsing barst Morgunblaðinu í gær frá Hrannari Birni Arnarssyni, 3. manni á framboðslista Reykjavíkurlistans: Um leið og ég þakka Morgunblaðinu fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um fjármál mín og ásakanir sem á mig hafa verið bornar að undanförnu óska ég eftir því að blaðið leiðrétti tvennt sem misfarið er með í umfjöllun blaðsins. 1. Meira

Ritstjórnargreinar

17. maí 1998 | Leiðarar | 635 orð

EITT AF HJARTANS MÁLUM ÞJÓÐARINNAR

EITT AF HJARTANS MÁLUM ÞJÓÐARINNAR UNDANFÖRNUM vikum hafa farið fram maraþonumræður á Alþingi um hálendið og framtíð þess. Jafnframt hafa miklar umræður farið fram utan veggja Alþingis, bæði í blöðum og á fundum, sem áhugafólk um framtíð hálendisins hefur efnt til. Meira
17. maí 1998 | Leiðarar | 1938 orð

LÍKLEGA ER HÆGT AÐ fullyrða, að nýir og athyglisverðir tímar séu að

LÍKLEGA ER HÆGT AÐ fullyrða, að nýir og athyglisverðir tímar séu að ganga í garð í viðskipta- og fjármálaheiminum. Í föstudagsblaði Morgunblaðsins var frá því skýrt, að hópur fjárfesta með aðild Bónus-verzlunarkeðjunnar ætti í viðræðum við eigendur Hagkaups um kaup á verulegum hluta hlutabréfa í síðarnefnda fyrirtækinu. Meira

Menning

17. maí 1998 | Fólk í fréttum | 80 orð

BMI-tónlistarverðlauninVinsælustu lög

BMI-tónlistarverðlauninVinsælustu lögin verðlaunuð BMI-tónlistarverðlaunin voru veitt með tilheyrandi viðhöfn í Beverly Hills í vikunni. Verðlaunin ná til þeirra laga sem voru vinsælust í Bandaríkjunum á síðasta ári. Meira
17. maí 1998 | Menningarlíf | 106 orð

Charlotta sýnir í Smíðum & skarti

CHARLOTTA R. Magnúsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sínum í Listagallerí Smíðum og skarti.. Charlotta R. Magnúsdóttir leirlistakona verður listamaður maímánaðar í Listagalleríi Smíðum og skarti, Skólavörðustíg 16A, frá 16. maí til 4. júní. Charlotta er fædd 1968 og lauk hún námi frá listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1988 og Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991. Meira
17. maí 1998 | Fólk í fréttum | 450 orð

Dómnefnd sem fylgir hjartanu Tuttugu og tvær

"HANN er hinn fullkomni elskhugi ef þú ert kvikmynd," sagði franski blaðamaðurinn Ben Kehar á blaðamannafundi á öðrum degi Kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og áttu orðin við um bandaríska leikstjórann Martin Scorsese sem er formaður dómnefndarinnar að þessu sinni. Meira
17. maí 1998 | Menningarlíf | 172 orð

Erindi um goðsagnir Vesturheimsferðanna

LILLIAN Vilborg MacPherson heldur erindi í boði enskuskorar Háskóla Íslands og Íslandsdeildar Norræna félagsins um kanadísk fræði (The Nordic Association for Canadian Studies), í húsi enskuskorar, að Aragötu 14, mánudaginn 18. maí, kl. 17:00. Meira
17. maí 1998 | Menningarlíf | 130 orð

Gítarleikarinn Ireneusz með tónleika

PÓLSKI gítarleikarinn Ireneusz Strachocki heldur tónleika í dag kl. 17 í sal Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Hraunbergi 2. Ireneusz mun leika verk frá fjórum ólíkum tímabilum. Verkin sem hann leikur eru m.a. eftir J. Downland, J.S. Bach, F. Sor, F. Tarrega, H. Villa-Lobos og I. Albeniz. Ireneusz Strachocki er þekktur gítarleikari og kennari í sínu heimalandi. Meira
17. maí 1998 | Menningarlíf | 129 orð

Kór Snælandsskóla á kóramót til Noregs

KÓR Snælandsskóla undirbýr nú sína fyrstu utanlandsferð, en kórinn ætlar að taka þátt í norrænu kóramóti Norbusang 9, í Stavanger í Noregi dagana 20.­25. maí. Í hópnum verða 30 krakkar á aldrinum 10­15 ára, auk kórstjóra, Heiðrúnar Hákonardóttur, og undirleikara sem er Lóa Björg Jóelsdóttir. Fararstjórar verða þrír foreldrar kórbarna. Meira
17. maí 1998 | Menningarlíf | 116 orð

Listahátíð

RÁÐHÚS Reykjavíkur: Hlið sunnanvindsins, sýning listamanna frá Mósambík. Opnun kl. 14. Borgarleikhúsið: Amlima, frá þjóðarballett Togo í Afríku, 2. sýn. kl. 14. Listasafn Íslands: Max Ernst. Opnun kl. 16. Gallerí Sævars Karls: Vasamyndir eftir Erró og skúlptúr eftir Guðjón Bjarnason. Opnun kl. 17. Þjóðleikhúsið: Hátíðartónleikar: Caput og Danski útvarpskórinn kl. 20. Meira
17. maí 1998 | Menningarlíf | 41 orð

Lófalestur í Garðabæ

EINÞÁTTUNGURINN Lófalestur verður sýndur í Kirkjuhvoli í Garðabæ í dag sunnudaginn 17. maí og hefst sýningin klukkan 20. Einþáttungurinn er eftir Jónínu Leósdóttur og leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. Á undan sýningunni verður stutt kynning á áherslum Garðabæjarlistans í menningarmálum. Meira
17. maí 1998 | Bókmenntir | 594 orð

Ofbeldisfull saga um bræður

Thomas Kelly: "Payback". Fawcett Crest 1997. 321 síða. ÞAÐ er ekki oft sem bandarískir spennusagnahöfundar skrifa um verkalýðinn í bókum sínum en það gerir Thomas Kelly í frumraun sinni á afþreyingarbókmenntasviðinu. Meira
17. maí 1998 | Fólk í fréttum | 926 orð

RICHARD BROOKS

RICHARD BROOKS ÓGJÖRNINGUR var að ráða í hvaða gæðaflokk hún tilheyrði, næsta mynd bandaríska leikstjórans Richards Brooks. Einn þeirra leikstjóra/handritshöfunda sem voru mislagðar hendur og nánast óútreiknanlegir. Meira
17. maí 1998 | Fólk í fréttum | 613 orð

Samspil blaðs og lesenda

ALLIR hafa einhvern tímann lesið Vikuna og haft gaman af, enda skipaði hún sérstakan sess meðal íslenskra tímarita í mörg ár. Í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að Vikan kom fyrst út, hefur Fróði keypt nafnið og ákveðið að hefja útgáfu blaðsins á ný, en hún hefur legið niðri í um tvö ár. Ritstjóri nýja blaðsins verður útvarpskonan landsþekkta Sigríður Arnardóttir og hefur hún m.a. Meira
17. maí 1998 | Fólk í fréttum | 887 orð

Sem roðalitaður blámi morgundagsins...

LÍKT og hægur sveipur morgunskímunnar fyllir sálir okkar birtu og vellíðan, vekur tónlistin okkur til meðvitundar um alla fegurðina og gleðina er glæðir líf okkar litum. Það sem hleypir af stað slíkri gleði og hömlulausri sálarfyllingu eru gælur við nýjustu afurð Simply Red, "Blue", sem kemur í verslanir á morgun. Meira
17. maí 1998 | Menningarlíf | 86 orð

Síðustu vortónleikar

BLÁSARAKVINTETT Tónlistarskólans heldur tónleika mánudaginn 18. maí kl. 19. Fluttir verða Fornir dansar eftir F. Farkas og kvintettar eftir J.C. Bach og M. Arnold. Að lokum verða sónötutónleikar miðvikudaginn 20. maí kl. 18. Þar verður leikið á ýmis hljóðfæri og flutt m.a. sónatína fyrir píanó eftir M. Ravel og er hún sennilega samin sama ár og hann kom til Íslands, 1905. Meira
17. maí 1998 | Fólk í fréttum | 405 orð

Sunnudagsmyndir sjónvarpsstöðvanna

Stöð216.25 Fremstur riddara (First Knight ('95). Sjá umfjöllun í ramma. Stöð221.10 Ekkert hefur spurst af bresku sjónvarpsmyndinni Dauðagljúfur (The Place of the Dead ('96), þrátt fyrir miklar rannsóknir. Er sögð sannsöguleg, um leiðangur í Dauðsmannsgil, þaðan sem enginn hefur snúið til baka... Meira
17. maí 1998 | Menningarlíf | 37 orð

Sýning Katrínar framlengd

VATNSLITAMYNDASÝNING Katrínar H. Ágústsdóttur á göngum Norræna hússins í Reykjavík verður framlengd til miðvikudagsins 20. maí. Á sýningunni eru tuttugu myndir, en myndefnið sækir Katrín í landslagsstemmningar og Fóstbræðrasögu. Sýningin er opin á venjulegum opnunartíma. Meira
17. maí 1998 | Menningarlíf | 83 orð

Töfratónar til Noregs

BARNA- og unglingakóramótið Norbusang 9 verður haldið í Stavangri í Noregi dagana 20.-23. maí n.k. Um 500 börn og unglingar frá Norðurlöndunum taka þátt í mótinu þ.ám. Kór Snælandsskóla. Íslenskt tónskáld, Ólafur B. Ólafsson, á tvö kórsöngslög á hátíðinni að þessu sinni, tvö sönglög úr kórverkinu "Töfratónar" og verða þau flutt af samkór um 100 barna. Meira
17. maí 1998 | Menningarlíf | 171 orð

Verk Eiríks Smiths í Hallgrímskirkju

FIMM stór myndverk eftir Eirík Smith verða sýnd í anddyri Hallgrímskirkju og er þetta í fyrsta sinn sem listamaðurinn sýnir á vettvangi kirkjunnar. Sýningin verður opnuð eftir messu sunnudaginn 17. maí kl. 12.15. Myndirnar sem Eiríkur sýnir í Hallgrímskirkju eru eins konar hylling til lífsins og náttúrunnar, segir í fréttatilkynningu. Meira
17. maí 1998 | Fólk í fréttum | 408 orð

"Vildspor" fær slæmar móttökur

DANSKA kvikmyndin "Vildspor", gerð af leikstjóranum Simon Staho, var frumsýnd í Danmörku fyrir helgi. Myndin gerist á Íslandi. Hún hefur fengið óblíðar móttökur gagnrýnenda, sem þykir myndin renna út í væmni og sýni glögglega veikleika þynnkulegs handrits. Í myndinni leika tveir af þekktustu leikurum Dana af yngri kynslóðinni, þeir Nikolaj Coster Waldau og Mads Mikkelsen. Meira
17. maí 1998 | Menningarlíf | 119 orð

(fyrirsögn vantar)

LÍTILL áhugi reyndist á verkum franska impressjónistans Pierre Auguste Renoir á uppboði Christie's í New York í vikunni og fengust ekki kaupendur að tveimur þeirra. Þá fékkst mun lægra verð fyrir þriðja Renoir- verkið en vænst hafði verið. Málverk eftir Claude Monet og teikning eftir Vincent van Gogh seldust hins vegar á rúmar 5 milljónir Bandaríkjadala hvor, um 360 milljónir ísl. kr. Meira

Umræðan

17. maí 1998 | Aðsent efni | 211 orð

Alþýðubandalagið hefur orðið

Í FYRSTA skipti á ævinni og sennilega það síðasta ætla ég að láta Alþýðubandalagið segja mína meiningu. Tilefnið er það að ég hef skoðað með eigin augum fjármálaferil tveggja frambjóðenda R-listans, í fyrsta og þriðja sæti. Sá í fyrsta sæti er þar formlega sem Alþýðubandalagsmaður og hinn er talinn eiga lögheimili í þeim flokki þótt hann sé nú skráður annars staðar. Meira
17. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 350 orð

Kennari, skóli, menntun Magna Kristjánssyni: KONA nokkur, sem up

KONA nokkur, sem upplýsir að hún sé vel menntaður kennari, skrifaði í síðasta Austurland. Hluti textans var feitletruð tilvitnun og hún spurði: "Ég hefði gaman að fá að vita hver hefði skrifað svona?" Að öðru leyti fer hún út um víðan völl í pistlinum. Meira
17. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 404 orð

Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Ingibjargar Pálmadóttur Frá hjúkruna

HÆSTVIRTUR heilbrigðisráðherra. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyrif (FSA) er deildarskipt sjúkrahús og stærsta sjúkrahús utan höfuðborgarsvæðis. Þjónustusvæði er aðallega Norðurland og Austurland að hluta. Íbúar á þessu svæði eru um 40 þúsund. Mjög fjölþætt starfsemi fer þar fram og ýmsar sérdeildar sem ekki eru annars staðar utan höfuðborgar, s.s. Meira

Minningargreinar

17. maí 1998 | Minningargreinar | 131 orð

Gunnlaugur Birgir Daníelsson

Nú er hann tengdafaðir minn, Gunnlaugur Birgir Daníelsson, dáinn, og það hefur gleymst, annaðhvort viljandi eða óviljandi, að segja frá elstu dóttur hans, sem ég hef verið giftur í 25 ár. Hún heitir Hrefna og er fædd 17.4. 1948 og móðir hennar var Regína Gunnarsdóttir, f. 7.9. 1929, d. 23.2. 1994. Meira
17. maí 1998 | Minningargreinar | 266 orð

Gunnlaugur Birgir Daníelsson

Kveðja frá dóttur. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. (Einar Ben.) Hvað kom fyrir, hvers á ég að gjalda, ekki er það í mínu valdi að breyta orðnum hlutum sem mér eru óskiljanlegir. Meira
17. maí 1998 | Minningargreinar | 28 orð

GUNNLAUGUR BIRGIR DANÍELSSON

GUNNLAUGUR BIRGIR DANÍELSSON Gunnlaugur Birgir Daníelsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1931. Hann lést á Landspítalanum 28. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 8. maí. Meira
17. maí 1998 | Minningargreinar | 479 orð

Ragnhildur Björnsdóttir

Elsku mamma. Ég er búin að byrja oftar en einu sinni á þessari minningargrein, en hvernig er hægt að skrifa minningargrein um mömmu sína. Það eru ekki til nógu mörg orð í orðabókinni sem geta sagt hvað ég elska þig mikið og það er ekki til lýsingarorð nógu sterkt til að lýsa því hvað ég er stolt af þér hvað þú varst dugleg að berjast við krabbameinið, Meira
17. maí 1998 | Minningargreinar | 33 orð

RAGNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR

RAGNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR Ragnhildur Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júlí 1947 og ólst upp í Laugarneshverfi og Vesturbænum. Hún lést á Landspítalanum 5. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 14. maí. Meira

Daglegt líf

17. maí 1998 | Ferðalög | 133 orð

Akrópólis Leiðin að minnisvörðunum verður aðgengileg fyrir fatlaða

GRIKKIR hyggjast gera leiðina að minnisvörðunum á Akrópólishæðum í Aþenu aðgengilega fyrir fatlaða og aldraða. Fréttastofan Athens News Agency tilkynnti nýverið að umhverfis- og atvinnumálaráðuneytið ynni með fornleifafræðingum að áætlun um að laga þennan vinsælasta ferðamannastað Grikklands að ýmsum hópum með sérþarfir, þar á meðal börnum. Meira
17. maí 1998 | Ferðalög | 741 orð

ALICANTE Hafnarborg sem hefur margt að bjóða Spænska hafnarborgin Alicante er vel þess virði að heimsækja, segir Salvör Nordal.

ÞRÁTT fyrir að um þúsundir Íslendinga fljúgi til Alicante á hverju sumri gefa færri sér tíma til að skoða þessa spönsku hafnarborg sem er um margt merkileg. Margir sem fara til Alicante eru á leið til Benidorm, eins stærsta ferðamannastaðar á Spáni, skammt norður af borginni. Meira
17. maí 1998 | Bílar | 120 orð

Búkkar í bílskúrinn

MARGIR kannast við vandamál þegar þeir ætla að dytta að undirvagni bílsins og hafa ekki til þess örugg tæki. Nú geta menn leyst þetta vandamál með uppákeyrslubúkkum úr stáli. Búkkarnir eru seldir saman tveir í kassa og hækka bílinn um 20 sm. Meira
17. maí 1998 | Bílar | 309 orð

Fiat MULTIPLA Á MARKAÐ Í HAUST

NÝR og óvenjulegur fjölnotabíll kemur á markað í nóvember á meginlandi Evrópu. Hann eflaust eftir að vekja mikla athygli fyrir sérstætt útlit. Þetta er Fiat Multipla sem er sex sæta bíll. Multipla var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt 1995 sem hugmyndabíll en hefur lítið breyst í meðförum framleiðenda og kemur, mörgum að óvörum, nánast óbreyttur á markað í haust. Meira
17. maí 1998 | Ferðalög | 476 orð

Gist í klaustri

ALLT frá því er ég las á sínum tíma um klausturdvöl Halldórs Laxness hefur blundað í mér að reyna slíka dvöl með einum eða öðrum hætti en aldrei hefur gefist rétti tíminn til. Þannig er oft um draumana að þeir verða bara draumar. Þó skal það tekið fram að möguleikarnir fyrir hinn venjulega ferðamann að ganga í klaustur tímabundið eru mýmargir. Meira
17. maí 1998 | Ferðalög | 648 orð

Gönguleiðir, skemmtisiglingar,ratleikur og huliðsheimar

Í DAG er dagur ferðaþjónustunnar í Hafnarfirði. Af því tilefni standa ferðamálanefnd og Upplýsingamiðstöð ferðamanna fyrir sérstakri dagskrá til að vekja athygli á afþreyingarmöguleikum, náttúrufegurð og listalífi bæjarins. Meira
17. maí 1998 | Ferðalög | 410 orð

Íbúðahótelmeð 15 íbúðumí miðborginni

Í DAG verður nýtt íbúðahótel, Hótel Frón, opnað á 760 fermetrum á fjórum hæðum í nýbyggðu húsi við Klapparstíg 35a. Byggingaframkvæmdir annaðist byggingafyrirtækið Gerpir ehf., sem er meðeigandi ásamt Bergljótu Rósinkranz, en hún er aðaleigandi og jafnframt hótelstjóri. Meira
17. maí 1998 | Ferðalög | 375 orð

Íslenskum ferðalöngum fjölgar í Þýskalandi

GISTINÓTTUM íslenskra ferðamanna í Þýskalandi hefur fjölgað um 7,3% á þessu ári segir Knut Haenschke framkvæmdastjóri Norður-Evrópuskrifstofu þýska ferðamálaráðsins. Umræddar gistinætur eru 47.570 talsins það sem af er árinu en gistinætur Íslendinga voru um 80.000 á ári þegar mest var á síðasta áratug að hans sögn. Meira
17. maí 1998 | Bílar | 111 orð

Ka langbakur

FORD sýndi langbaksútfærslu af Ka smábílnum á bílasýningunni í Tórínó í byrjun þessa mánaðar. Bíllinn er tilbúinn til framleiðslu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort af henni verði. Talsmenn Ford benda hins vegar á að Ka hafi upphaflega verið sýndur sem hugmyndabíll og nú sé hann kominn í framleiðslu. Það sama gæti gerst með langbaksútfærsluna. Meira
17. maí 1998 | Ferðalög | 427 orð

Meira en barasvefnstaðir

Í NÝJUM bæklingi Bandalags íslenskra Farfugla eru ítarlegar upplýsingar um tuttugu og níu farfuglaheimili víðsvegar á landinu. Afþreyingarmöguleikum og staðháttum eru gerð góð skil, bent er á markverða staði í nágrenninu auk þess sem tilgreint er hvað hvert og eitt heimili hefur upp á að bjóða og hvernig best sé að komast þangað. Meira
17. maí 1998 | Bílar | 860 orð

NEBUS - vetnisvagn Daimler-Benz

NEBUS verkefni Daimler-Benz, (new electric bus), miðar að þróun nýrra orkugjafa til þess að draga úr mengun og lækka orkukostnað. Fyrsti vagninn var frumkynntur fyrir einu ári og eru slíkir tilraunavagnar nú í notkun í Chicago og innan tíðar einnig í Vancouver. Efnarafalar, sem meðhöndla vetni sem orkugjafa, þykja henta einkar vel í almenningssamgöngutæki. Meira
17. maí 1998 | Bílar | 867 orð

PUMA ­ökutæki bílaáhugamannsins

PUMA er svar Ford við minni gerðum sportbíla eins og Opel Tigra, Renault Coupé, Hyundai Coupé og fleiri slíkra sem njóta mikilla vinsælda víða í Evrópu. Þetta eru yfirleitt bílar sem eru byggðir á grunnplötu fjöldasölubíla en með nýstárlegu og sportlegu útliti en fremur litlum vélum. Meira
17. maí 1998 | Bílar | 186 orð

STEWART-FORD Í HRINGFERÐ

FORMULA 1 bíll frá Stewart-Ford hefur verið fluttur inn til landsins í tilefni af viðamikilli hringferð Ford og bílasýningum um landið. Formula 1 bíllinn er af svipaðri gerð og notuð var í keppni á síðasta keppnistímabili. Bílunum var breytt fyrir það keppnistímabil sem nú stendur yfir. Meira
17. maí 1998 | Bílar | 235 orð

Talsvert af flóðabílum á markaði

TALSVERT er um það, að mati Félags íslenskra bifreiðeigenda, að boðnir séu til sölu hér á landi bílar sem hafa lent í vatnsflóðum erlendis. FÍB telur að hópur manna stundi það að kaupa flóðabíla sem hafa verið dæmdir ónýtur á mörkuðum erlendis og flytja þá hingað til lands til sölu. Höfðað hefur verið eitt mál vegna viðskipta með slíkan bíl. Meira
17. maí 1998 | Ferðalög | 554 orð

Uppáhaldsveitingastaður barnanna Regnskóg

ÓGNVEKJANDI regnskógaþrumurnar heyrast langar leiðir og börnin fikra sig hikandi í átt að síki þar sem þoka hvílir yfir en undarleg hljóð berast frá. Allt í einu opnast grænt gin í síkinu og átta ára stúlkan veinar ­ þetta er krókódíll (ekki ekta þó hann líti þannig út!). Meira
17. maí 1998 | Ferðalög | 446 orð

Við jökultungu og heitan hver Í Reykjarfirði á Hornströndum segir Þórunn Gestsdóttir að megi sjá bæði háar öldur Íshafsins berja

REYKJARFJÖRÐUR er syðsti fjörður Hornstranda, á milli Þaralátursness og Geirólfsnúps, hann er stuttur og breiður. Hornstrandir, nyrsti tangi Vestfjarða, er svæðið frá Rit vestan Aðalvíkur að Geirólfsnúpi að austanverðu og skiptast um Hornbjarg í Vestur- og Austur- Strandir. Meira

Fastir þættir

17. maí 1998 | Í dag | 104 orð

90 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 17. maí, verður níræð Þórdís

90 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 17. maí, verður níræð Þórdís Pálína Einarsdóttir, fyrrum húsmóðir og formaður Verkakvennafélagsins á Eskifirði. Þórdís dvelur nú á heimili aldraðra, Hulduhlíð á Eskifirði. 80 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 18. maí, verður áttræð Helga Stefánsdóttir, Víðilundi 24 á Akureyri. Meira
17. maí 1998 | Í dag | 483 orð

AÍMÁNUÐUR kemur mjög við sögu í fullveldisbaráttu okkar

AÍMÁNUÐUR kemur mjög við sögu í fullveldisbaráttu okkar. Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands var staðfest 18. maí árið 1920. Ályktun Alþingis um sambandsslit við Dani var samþykkt 17. maí árið 1941. Þjóðaratkvæðagreiðsla um lýðveldisstofnun fór fram 20.­23. maí 1944. Meira
17. maí 1998 | Fastir þættir | 196 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Æskulýðsfélag mánudagskvöld kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsfélag mánudagskvöld kl. 20. Digraneskirkja. Starf aldraðra. Ekkert opið hús þriðjudaginn 19. maí. Íþróttavorleikar í tennishöllinni kl. 10-15. Dómkirkjan. Kl. 11 barnasamkoma í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Friðrikskapella. Meira
17. maí 1998 | Fastir þættir | 152 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni BSÍ 199

SKRÁNING er hafin í Bikarkeppni BSÍ 1998. Skráningarfrestur er til 29. maí og dregið verður í 1. umferð á Kjördæmamótinu 1998. Lokadagarnir í hverri umferð eru: 1.umferð verður að vera búin fyrir 21. júní. 2.umferð verður að vera búin fyrir 19. júlí. 3.umferð verður að vera búin fyrir 16. ágúst. 4. Meira
17. maí 1998 | Fastir þættir | 323 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridgefélag Reykj

9 pör tóku þátt í Verðlaunapottinum og rann hann allur (4.500 kr.) til Þorsteins og Björns. BR þakkar öllum sem hafa spilað á þriðjudagskvöldum hjá félaginu auk þess sem umsjónarmanni bridgeþáttarins er þakkað fyrir sitt framlag og ánægjulegt samstarf. Meira
17. maí 1998 | Í dag | 574 orð

Konu frá Noregi vantar húsnæði VELVAKANDA barst eftirfarand

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf frá Noregi: "Ég er fullorðin íslensk kona sem hef búið mörg ár í Noregi, verið oft heima og á marga ættingja og vini. Nú fer að halla undan fæti fyrir mér og hver ferðin getur verið sú síðasta. Þrátt fyrir mörg ár í "útlegð" hef ég alltaf hlustað sem gestur á náttgalakliðinn og ég hef saknað lóunnar og spóans. Meira
17. maí 1998 | Dagbók | 687 orð

Reykjavíkurhöfn: Lagarfoss, Bakkafoss og Dellach

Reykjavíkurhöfn: Lagarfoss, Bakkafoss og Dellach koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Kleifarberg og Ýmir fara á veiðar í dag. Lagarfoss og Venus koma væntanlega á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morgun, mánudag, félagsvist kl. 14. Meira
17. maí 1998 | Í dag | 97 orð

STÖÐUMYND E HVÍTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND E HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á minningarmótinu um Capablanca sem nú stendur yfir á Kúbu. Heimamaðurinn J. Becerra Rivero (2.465) var með hvítt og átti leik gegn Þjóðverjanum Klaus Bischoff (2.545). 24. Bxg7! ­ Kxg7 25. Hxf6 ­ Kxf6 26. Hf1+ ­ Kg7 27. Hxf7+ ­ Dxf7 28. Meira

Sunnudagsblað

17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 357 orð

Atvinnuauglýsingar Embætti veiðistjóra

EMBÆTTI veiðistjóra er laust til umsóknar. Veiðistjóri starfar samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Skilyrði er að veiðistjóri sé líffræðingur með sérþekkingu er nýtist honum í starfi. Umsóknarfrestur er til 4. júní. Þá auglýsir veiðistjóraembættið eftir starfskrafti til að hafa umsjón með veiðikortakerfi og veiðinámskeiðum. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 920 orð

FÓLKFimm nýir prófessorar við Háskóla Íslands

AÐ undanförnu hafa fimm nýir prófessorar verið ráðnir við Háskóla Íslands. Þeir eru: Gunnar Helgi Kristinsson hefur verið ráðinn í starf prófessors í stjórnmálafræði við félagsvísindadeild. Gunnar fæddist í Reykjavík 1958. Hann lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1981, M.Sc. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 329 orð

Frábær árangur

FRAMMISTAÐA íslensku keppendanna í norrænu Elsass- keppninni vakti töluverða athygli á síðasta ári. Fyrir skömmu kepptu Íslendingar í annað sinn og gerðu sér lítið fyrir og hrepptu Norðurlandameistaratitilinn í yngri flokki og annað og þriðja sætið í eldri flokki. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 470 orð

»Hjartans leyndardómar TORI Amos fór ekki auðveldustu l

TORI Amos fór ekki auðveldustu leiðina upp á stjörnuhvelfingu poppsins en náði þangað þó á endanum. Hún var undrabarn í tónlist, vann til verðlauna fyrir eigin lagasmíðar þrettán ára gömul, sá sér farborða með barspilamennsku fram undir tvítugt, breyttist í hallærislega rokkpíu 21 árs. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 2979 orð

Í minningu Einars Guðfinnssonar

GREINARHÖFUNDUR var svo lánsamur að vera sem ungum blaðamanni á Morgunblaðinu falið það verkefni að fara til Bolungarvíkur í október 1974 til að eiga samtal við Einar Guðfinnsson í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækis hans sem var 1. nóvember það ár. Einar var þá 76 ára gamall. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 673 orð

JÓNAS talar um alföður "sem öllu stýrir" og "elskuna eilífu" sem allt s

JÓNAS talar um alföður "sem öllu stýrir" og "elskuna eilífu" sem allt sér. En þessi kristnu viðhorf eru fléttuð inní form og vefnað sem á rætur í Völuspá eins og ljóst er. Sýnum skáldsins svipar mjög til þess þegar völvan sér endurborna jörð rísa iðjagræna úr hafi, og er þá ekki stórvægilegur munur á afstöðu þeirra tveggja skálda sem hér eiga hlut að máli þótt þúsund ár skipti skeiði þeirra. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 90 orð

Keppt á vímuvarnardegi

Í TILEFNI af vímuvarnardeginum stóðu konur úr Lionsklúbbnum Eir fyrir íþróttakeppni milli barnanna í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fimmtudaginn 30. apríl. Börnin eru að læra námsefnið Að ná tökum á tilverunni. Þau kepptu í nokkrum leikjum og fengu vímuvarnarmerki og veitingar sem voru frá Frón og Mjólkursamsölunni. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 73 orð

Lionsmenn gáfu sjónvarp

Lionsmenn í Njarðvík komu færandi hendi til íbúa sambýlisins við Lyngmóa í Njarðvík á dögunum. Þeir gáfu fullkomið sjónvarpstæki sem að sögn Halldóru Halldórsdóttur forstöðukonu kemur sér ákaflega vel. Íbúar sambýlisins sem er nýlegt einbýlishús eru þroskaheftir og er allur aðbúnaður þar til mikillar fyrirmyndar. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 2386 orð

LITIÐ EFTIR EFTIRLITINU

EITT af síðustu verkum Alþingis fyrir sumarfrí verður að líkindum að samþykkja frumvarp til laga um eftirlitsstarfsemi hins opinbera, eða eftirlitsstarfsemi í skjóli opinbers valds, eins og meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill kalla það. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 1781 orð

Margrét Þórhildur gæti ráðið hér ríkjum

FULLVÍST má telja að þorri Dana hefði fallist á þá röksemd Íslendinga, að þjóðhöfðingi, sem ekki ætti einu sinni kjallaraíbúð, hvað þá og þaðan af síður höll í landi þegna sinna, hefði glatað rétti sínum til konungdóms. Þannig var því einmitt farið að því er snerti samband Danakonunga við Íslendinga. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 1676 orð

MIÐHÁLENDIÐ ­ STJÓRNSÝSLA OG SKIPULAG

MIKIL umræða hefur farið fram í þjóðfélaginu og á Alþingi um miðhálendið á síðustu vikum. Málefni þessa lítt kunna helmings landsins hafa loks komist á dagskrá. Umræðan er að vonum mjög flókin og erfið, því að með þremur frumvörpum á nokkrum dögum í lok þingsins er verið að ákveða hvernig með stjórnsýslu, eignarrétt og auðlindanýtingu verður farið um alla framtíð. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 202 orð

Námsstyrkir Landsbankans afhentir

ÁTTA námsmönnum voru afhentir styrkir úr Námunni, námsmannaþjónustu Landsbanka Íslands, að upphæð 175.000 kr. hver, fimmtudaginn 7. maí. Þetta er í níunda sinn sem þessir styrkir eru veittir en alls hefur Landsbankinn úthlutað 8,2 milljónum króna til námsstyrkja sl. átta ár. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 421 orð

NEÐANSJÁVAR Í PÆLINGARNAR

GUS GUS flokkurinn hefur haft í nógu að snúast undanfarna mánuði við tónleikahald víða um heim og vinnu við fjölmörg verkefni önnur. Einnig hafa Gus Gus-liðar samið hreyfimyndatónlist og endurgert lög fyrir ýmsa listamenn, til að mynda David Byrne, Pizzicato 5 og Björk, en flokkurinn er nú að leggja drög að næstu breiðskífu sinni. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 235 orð

Ný fiskiræktaráætlun gerð fyrir Elliðaárnar

VEIÐIMÁLASTOFNUN hefur tekið að sér að sjá um fiskirækt í Elliðaánum í Reykjavík næstu þrjú árin samkvæmt samningi við Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Um leið hættir Rafmagnsveitan rekstri eldishúss við ána sem starfrækt hefur verið frá árinu 1965. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 264 orð

Óttast áhrif íslamskra bókstafstrúarmanna

LÖGREGLAN í fyrrum Sovétlýðveldinu Kírgýzstan sagðist í vikunni hafa handtekið fjóra erlenda menn sem grunaðir eru um að tengjast Wahhabistum, hreyfingu öfgasinnaðra Íslamstrúarmanna. Hreyfingin er talin standa að ólöglegri niðurrifsstarfsemi og útbreiðslu íslamskrar bókstafstrúar í Asíulýðveldum þeim er áður tilheyrðu Sovétríkjunum og óttast menn mjög um pólitískan stöðugleika í þessum Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 4962 orð

Safnar því sem aðrir henda

Í Veisuseli í Fnjóskadal hefur verið stunduð endurvinnsla frá því löngu áður en nokkur vissi hvað orðið þýddi. Stýrishús af skipum, gamlir traktorar, jarðýta, rúta, vörubíll og brotajárn af ýmsu tagi blasir við þegar komið er heim að bænum. Þar leynast einnig merkilegir munir úr sögu iðn- og vélvæðingar hér á landi, að ekki sé minnst á byssusafn, steinasafn og orðasafn. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 1233 orð

"SAGA SKÁLA ER LÍTIÐ ÆVINTÝRI"

LOVÍSA Jóhannsdóttir er fædd á Skálum árið 1920 og bjó þar til 25 ára aldurs. Faðir hennar, Jóhann Stefánsson, keypti Skálajörðina af Hofskirkju í Vopnafirði árið 1904 og er talinn fyrsti sjálfseignabóndinn. Og þó að liðin sé meira en hálf öld frá því að Lovísa flutti frá Skálum þá segir hún alltaf heima þegar hún talar um æskuheimilið. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 132 orð

Samstarfssamningur almannavarnanefnda og björgunarsveita

ALMANNAVARNANEFNDIR Húsavíkur og Tjörneshrepps hafa gert samning um samstarfs við Björgunarsveit SVFÍ, Garða- og Húsavíkurdeild Rauða krossins um skipan 32 manna hjálparliðssveitar almannavarna á Húsavík og Tjörneshrepps. Þetta samkomulag er gert með tilliti til óska almannavarna ríkisins og undirrituðu formaður Rauða krossdeildarinnar, Kristjóna Þórðardóttir, Björgunarsveitarinnar Garðars, Jón Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 1544 orð

Skálar á Langanesi

BÚJARÐIR á Langanesi þóttu á fyrri árum með þeim betri á landinu. Þar komst fólk í góð efni, enda mörg matarholan og gott hagræðið. Þaðan er stutt á fengsæl fiskimið, björgin gefa bæði fugl og egg og rekaviður er þar nógur. Eyðibýlið Skálar er á austanverðu Langavesi eða sunnanverðu, samkvæmt málvenju þar. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 257 orð

"Slökkva í salnum!" Gamla Gúttó á Sau

Gamla Gúttó á Sauðárkróki geymir margar ógleymanlegar minningar frá leiksýningum sem þar fóru fram. Fáum hefur þó tekist betur að lýsa slíkri minningu frá bernskuárunum en Helga Hálfdanarsyni í eftirfarandi frásögn. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 4351 orð

SÓKNARFÆRI MEÐ RÁÐSTEFNU- OG TÓNLISTARHÚSI Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og oddviti Reykjavíkurlistans, segist

ÞRÍR helstu málaflokkar Reykjavíkurlistans næsta kjörtímabil eru skólamál, atvinnumál og umhverfismál. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri og oddviti listans, segir breytingar í stjórnartíð Reykjavíkurlistans hafa verið miklar, einna mestar í dagvistarmálum, en engar byltingar hafi verið gerðar enda sé flokkurinn ekki byltingarafl. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 1303 orð

Stórar myndir og litlar Írski leikstjórinn Neil Jordan hefur sent frá sér litla mynd sem gerist á Írlandi og segir af ungum

Írski leikstjórinn Neil Jordan hefur sent frá sér litla mynd sem gerist á Írlandi og segir af ungum dreng sem verður geðveikur segir í grein Arnalds Indriðasonar. Jordan er ásamt Jim Sheridan fremsti leikstjóri Íra og hefur fengið mikið lof fyrir nýjustu myndina sína. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 3424 orð

Sögur af fólki

Jón Ormar Ormsson situr á Sauðárkróki og skrifar leikrit og tekur saman annála að fornum sið. Hávar Sigurjónsson heimsótti hann á dögunum og fræddist um menningarlíf á Sauðárkróki fyrr og nú. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 1048 orð

Umbætur á spilltu kerfi Eftir herferð gegn spillingu í ítölskum stjórnmálum hefur komið í ljós mikilvægi breytinga á lögum

MIKIL umskipti hafa orðið á ítölsku samfélagi undanfarin ár. Eftir að hafin var herferð gegn spillingu sem hafði í för með sér uppstokkun í ítölskum stjórnmálum hefur komið betur og betur í ljós mikilvægi þess að gera gagngerar breytingar á ítölskum lögum. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 308 orð

Uppbygging á golfvellinum í Stykkishólmi

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur til fjögurra ára á milli Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi og Stykkishólmsbæjar um uppbyggingu golfvallar Mostra. Golfvöllur Mostra eru 9 holu völlur og á undanförnum árum hafa verið ræddar ýmsar hugmyndir um endurbætur á honum. Hannes Þorsteinsson, golfmaður, var fenginn til að gera tillögur að endurbótum og skilaði hann þeim inn í haust. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 329 orð

Vaxandi einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni í Svíþjóð

MARGOT Wallström, heilbrigðisráðherra jafnaðarmannastjórnarinnar í Svíþjóð, er hlynnt einkareknum sjúkrahúsum og einkarekstri í umönnun aldraðra. Skilyrðið er hins vegar, að ríkið leggi fram fjármagnið og geti með því móti haft áhrif á þjónustuna. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 82 orð

Verkfall í Noregi

VERKFALL strætisvagnasjóra í Akershus, Ósló og Suður-Þrændalögum í Noregi hófst á fimmtudag og er óttast, að það geti staðið lengi. Talsmaður bifreiðastjóranna sagði, að þeir væru búnir undir allt að mánaðarlangt verkfall og atvinnurekendur eru svartsýnir. Upp úr viðræðum slitnuðu þegar atvinnurekendur buðust til að hækka laun þeirra lægstlaunuðu um 90 kr. ísl. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 2921 orð

Víkingaskart úr heiðnum gröfum Hjá Fornleifastofnun Íslands stendur fyrir dyrum að gefa aftur út doktorsritgerð dr. Kristjáns

Víkingaskart úr heiðnum gröfum Hjá Fornleifastofnun Íslands stendur fyrir dyrum að gefa aftur út doktorsritgerð dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrverandi forseta, sem kom fyrst út 1956. Töluverðar breytingar verða gerðar á bókinni, einkum hvað myndefni varðar. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 246 orð

Vonbrigði fyrir baráttu Kohls

SEX helztu stofnanir Þýzkalands, sem fást við að rannsaka og gera spár um efnahag landsins, gefa í nýútkomnum slíkum spám Helmut Kohl kanzlara litla von um að geta nýtt sér vísbendingar um efnahagsbata til að styrkja stöðu sína í baráttunni fyrir endurkjöri í kosningum í haust. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 1456 orð

ÆVINTÝRALEGT SUMAR Bandarísku sumarmyndirnar eru að mótast í klippivélum kvikmyndaveranna og verða tilbúnar þegar slagurinn

SUMARIÐ 1998 verður sumar hasarfíklanna í bíómyndunum ef að líkum lætur. Og ætti engum að koma á óvart. Eins og fyrri daginn verða helstu kraftar hasarmyndanna nýttir til hins ýtrasta í slagnum um metsölumyndirnar. Godzilla leggur ekki aðeins New York í rúst heldur einnig væntanlega miðasölur heimsins. Meira
17. maí 1998 | Sunnudagsblað | 117 orð

(fyrirsögn vantar)

HRÓARSKELDUHÁTÍÐIN verður haldin síðustu helgina í júní að vanda, að þessu sinni 25. til 28. júní. Grúi hljómsveita og tónlistarmanna treður upp í Hróarskeldu á þessum tíma, en í liðinni viku var birtur endalegur listi með 153 nöfnum, þeirra á meðal Alabama 3, Tori Amos, Ash, Atari Teenage Riot, A Tribe Called Quest, Beastie Boys, Bentley Rhythm Ace, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.