Greinar föstudaginn 29. maí 1998

Forsíða

29. maí 1998 | Forsíða | 492 orð

Pakistanar lýsa yfir neyðarástandi eftir kjarnatilraunir

FORSETI Pakistans, Mohammad Rafiq Tarar, lýsti í gærkvöldi yfir neyðarástandi í landinu, nokkrum klukkustundum eftir að Pakistanar sprengdu fimm kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni. Vísaði forsetinn til stjórnarskrárákvæðis sem heimila slíka yfirlýsingu sé "öryggi Pakistans ógnað af utanaðkomandi öflum", að því er opinber fréttastofa landsins, APP, greindi frá. Meira
29. maí 1998 | Forsíða | 392 orð

Talið mikill sigur fyrir Nyrup

"ÞÖKKUM verkalýðshreyfingunni fyrir heljarátak hennar. Án hennar hefði þetta ekki gengið," voru fyrstu orð Poul Nyrup Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, er hann gekk í sal flokksmanna sinna í gærkvöldi á kosningavökunni í Kristjánsborgarhöll. Meira
29. maí 1998 | Forsíða | 218 orð

Útiloka ekki íhlutun í Kosovo

AÐILDARRÍKI Atlantshafsbandalagsins, NATO, samþykktu í gær að gerðar skuli áætlanir um hvernig koma megi í veg fyrir að átök í serbneska héraðinu Kosovo breiðist út til nágrannaríkja. Hafnar verða heræfingar í Albaníu og Makedóníu, sem eiga landamæri að Kosovo, og útilokði Javier Solana, framkvæmdastjóri bandalagsins, ekki að gripið yrði til beinnar hernaðaríhlutunar í héraðinu. Meira
29. maí 1998 | Forsíða | 80 orð

Vatíkanið semur við múslíma

RÓMVERSK-kaþólska kirkjan hefur náð tímamótasamkomulagi um að efla samskipti kristinna manna og múslíma, að því er BBC greindi frá í gær. Samkomulagið er á milli Al-Azhar-háskóla í Kaíró, sem er helsta stofnunin í súnní- íslömskum fræðum, og trúarbragðasamskiptaráðs Vatíkansins, sem Francis Arinze, kardínáli, veitir forstöðu. Meira

Fréttir

29. maí 1998 | Erlendar fréttir | 195 orð

232 km sund til Fidels Castros

SUSIE Marony, 23 ára áströlsk sundkona, ætlar ekki að láta hákarla og marglyttustungur aftra sér frá því að synda frá Mexíkó til Kúbu í von um að hitta Fidel Castro, leiðtoga landsins. Marony bjó sig í gær undir 232 km sund frá þorpinu Puerto Morelos í Mexíkó til Kúbu og fari allt að óskum verður þetta lengsta sund sögunnar í hafi. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Aðhefst ekki án nýrra upplýsinga

Formaður bankaráðs hr. Kjartan Gunnarsson Landsbanka Íslands Austurstræti 11 101 Reykjavík 1. nóvember 1996. Vísað er til bréfs yðar dags. 26. september 1996 um málefni eignarleigufyrirtækisins Lindar hf. Í bréfinu er lýst afstöðu bankaráðsins til flestra efnisþátta sem fjallað var um í bréfi Ríkisendurskoðunar hinn 29. mars sl. Meira
29. maí 1998 | Erlendar fréttir | 152 orð

Auglýst eftir fjármálasnillingi í Rúmeníu

RADU Vasile, forsætisráðherra Rúmeníu, bauðst í gær til að endurskíra torgið fyrir framan stjórnarskrifstofurnar og heita það eftir hverjum þeim, sem fundið gæti lausn á fjármálum ríkisins. Rompres, ríkisfréttastofan rúmenska, hefur eftir Vasile, að hann hafi lofað Poul Thomsen, fulltrúa IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, gagnvart Rúmeníu, Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 768 orð

Áhugi á gömlum húsgögnum endurvakti fagið

MEISTARAFÉLAG bólstrara hélt upp á 70 ára afmæli sitt á Sóloni Íslandusi nýverið, á sama stað og félagið var stofnað. "Það er mjög mikið að gerast hjá félaginu. Í haust vorum við þátttakendur í sýningu í Kolaportinu þar sem við kynntum gamla fagið, það er fjaðrabindingar, í máli og myndum og fengum fólk til þess að vinna á svæðinu. Meira
29. maí 1998 | Smáfréttir | 48 orð

ÁLYKTUN aðalfundur fagdeildar hjúkrunarfræðinga á hjartadeildum: "Aða

ÁLYKTUN aðalfundur fagdeildar hjúkrunarfræðinga á hjartadeildum: "Aðalfundur fagdeildar hjúkrunarfræðinga á hjartadeildum haldinn 25. maí 1998 lýsir yfir þungum áhyggjum vegna yfirvofandi neyðarástands á bráðadeildum Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Meira
29. maí 1998 | Landsbyggðin | 58 orð

Brauðhús Helgu

Grundarfirði-Hjónin Helga Hafsteinsdóttir og Karl Jóhann Jóhannsson opnuðu verslun nú á dögunum og heitir hún Brauðhús Helgu. Þau selja nýjar brauðvörur frá Brauðgerðarhúsi Stykkishólms, einnig mjólkur- og drykkjarvörur. Þetta er kærkomin viðbót í verslun í Grundarfirði. Opið er 6 daga vikunnar og einnig hafa þau opið í hádeginu. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

D- og H-listi stjórna áfram

Blönduósi - Vinstri menn og óháðir, sem mynda H-lista, og sjálfstæðismenn hafa ákveðið að halda áfram meirihlutasamstarfi á Blönduósi næstu fjögur árin. Viðræður við bæjarstjórann Skúla Þórðarson um að gegna áfram störfum bæjarstjóra standa yfir. Meira
29. maí 1998 | Miðopna | 2398 orð

"Ef hjartslátturinn hér er góður þá er slátturinn uppi í húsi býsna góður líka"

Á ÞEIM 30 árum sem liðin eru frá því að slysadeild Borgarspítalans tók til starfa 29. maí 1968 hafa orðið gífurlegar breytingar á starfsemi deildarinnar, sem nú heitir raunar slysa- og bráðamóttaka Sjúkrahúss Reykjavíkur. Fyrstu árin voru skráðar um 20. Meira
29. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 122 orð

Enn tjón í sinubruna

SLÖKKVILIÐ Akureyrar þurfti enn einu að berjast við sinubruna í gær, að þessu sinni á opnu svæði milli Vestursíðu og Síðuskóla. Að sögn Viðars Þorleifssonar varðstjóra brunnu þar á milli 500 og 600 fermetrar og m.a. eyðilagðist mikið af hríslum sem gróðursettar höfðu verið á svæðinu. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

Eru þeir að fá 'ann? Fyrstu laxarnir gengnir

FYRSTU laxarnir eru gengnir í Laxá í Kjós, en sex fiskar sáust í gærdag í Kvíslafossi að sunnanverðu. "Þetta kemur mér ekki á óvart, þeir fyrstu eru yfirleitt á ferðinni síðustu dagana í maí og svo er straumur mjög vaxandi einmitt um þessar mundir," sagði Ásgeir Heiðar, fulltrúi leigutaka Laxár, í samtali við Morgunblaðið, Meira
29. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 249 orð

Fermingarmessur

Möðruvellir Hátíðarguðsþjónusta verður í Möðruvallakirkju á hvítasunnudag, 31. maí kl. 13.30. Kór kirkjunnar syngur hátíðarsöngva Bjarna Þorsteinssonar. Organisti er Birgir Helgason. Ferming og altarisganga. Fermd verða: Andri Már Sigurðsson, Kambhóli, Arnarneshreppi. Egill Örn Sigurðsson, Brekkuhúsi 4, Hjalteyri. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð

Flýtimeðferð samþykkt á máli samkeppnisráðs

SAMKEPPNISRÁÐ krefst ógildingar úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna samrunamáls Myllunnar-Brauðs hf. og Samsölubakarís hf. og að málið verði afgreitt á ný á grundvelli annarra málsástæðna en þeirrar að frestur samkeppnisráðs til að ógilda samruna félaganna hafi verið liðinn. Meira
29. maí 1998 | Erlendar fréttir | 918 orð

Fornar syndir setja Jacques Chirac í vanda Í frönskum fjölmiðlum ber nú hæst spillingarmál, sem snýst um meint fjármálamisferli

ALAIN Juppé, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og formaður Gaullistaflokksins RPR, hefur nú dregizt inn í spillingarmál sem tengjast borgarstjórn Parísar og franskir fjölmiðlar hafa gert sér mat úr að undanförnu. Málið er umfangsmikið og þykir jafnvel geta orðið Jacques Chirac forseta og fyrrverandi borgarstjóra frönsku höfuðborgarinnar skeinuhætt. Meira
29. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Gestir frá Bandaríkjunum

HJÓNIN Marjorie og Allan Wiltshire frá Bandaríkjunum eru gestir Hjálpræðishersins á Íslandi um hvítasunnuhelgina og verða biblíukennarar á móti sem haldið verður að Löngumýri í Skagafirði. Á mánudag, annan í hvítasunnu, verður samkoma í sal Hjálpræðishersins á Akureyri, Hvannavöllum 10, og hefst hún kl. 20. en þar verða þau hjónin ræðumenn. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 435 orð

Greiða 3 milljónir fyrir rangt val á þakdúk

ARKITEKTARNIR Gylfi Guðjónsson og Ingimundur Sveinsson voru í gær dæmdir í Hæstarétti til að greiða Verslunarmannafélagi Reykjavíkur þrjár milljónir króna auk dráttarvaxta frá því í nóvember 1995 og málskostnaðar, 700 þús. krónur, vegna vals á þakdúk, sem lagður var á hús við Hvassaleiti 56­58. Húsið reisti VR í þágu aldraðra félagsmanna sinna. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Hálendis- og húsnæðisfrumvörp samþykkt

HÁLENDISFRUMVÖRP ríkisstjórnarinnar auk húsnæðisfrumvarpsins voru afgreidd sem lög frá Alþingi í gær. Þjóðlendufrumvarpið var samþykkt með 42 samhljóða atkvæðum, frumvarpið um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 16 og sveitarstjórnarfrumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 8. Meira
29. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 191 orð

Helgi Þorgils sýnir á Svalbarðsströnd

Á HVÍTASUNNUDAG verður opnuð sýning á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar á fyrstu hæð Safnasafnsins á Svalbarðsströnd. Á sýninguni verða olíumálaðir skúlptúrar úr leir, skissur fyrir gosbrunna og verk samtengd fjöldaframleiddum skrautstyttum, einnig teikningar og eldri verk úr ýmsum efnum. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Hiti komst í 19 stig

HITINN komst hæst í 19 stig á Hjarðarlandi í Biskupstungum í gær og var víða heitt í uppsveitum Árnessýslu og á Suðurlandi. Leikskólakrakkar á Selfossi máluðu sig í framan og brugðu á leik í árlegri grill- og fjölskylduveislu, sem haldin var í blíðunni í gær, en samkvæmt spá Veðurstofunnar er gert ráð fyrir hægri breytilegri átt á morgun. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Hlaut síma í verðlaun

HULDA Pétursdóttir var svo heppin að vinna Eriksson GA 628 GSM-síma frá BT tölvum í US Marshals leik Morgunblaðsins og Sambíóanna á Netinu. Skömmu eftir að Hulda tók þátt í leiknum fór hún norður til Akureyrar en þar vinnur hún í sumar. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

HM-leikur SPRON og BT

SPRON og BT hafa í sameiningu opnað nýjan leik á heimasíðu SPRON, www.spron.is. Þar getur fólk giskað á úrslit í HM '98 í Frakklandi og fær úthlutað stigum eftir því hversu vel spáin rætist. Skráning í leikinn stendur yfir allt þar til flautað er til leiks í fyrsta leik riðlakeppni HM hinn 10. júní. Meira
29. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Húsnæðið keypt af Íslandsbanka

REKSTRARAÐILAR Sjallans, Elís Árnason og Þórhallur Arnórsson hafa keypt húsnæði veitingastaðarins af Íslandsbanka. Húsnæði Sjallans er alls um 1.500 fermetrar en kaupverð fékkst ekki uppgefið. Elís og Þórhallur hafa jafnframt haft með höndum rekstur veitingastaðarins Við Pollinn síðastliðið ár. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 321 orð

Hússtjórnarskólum tryggð áframhaldandi starfsskilyrði

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra hefur undirritað samninga sem fela í sér breytt rekstrarform hússtjórnarskólanna tveggja sem starfandi eru í landinu og hafa hingað til verið reknir af ríkinu. Með samningunum verða skólarnir sjálfseignarstofnanir, Meira
29. maí 1998 | Erlendar fréttir | 491 orð

Hæstiréttur telur nýjar vísbendingar ónógar

HÆSTIRÉTTUR Svíþjóðar hafnaði því í gær, að mál Christers Petterssons yrði tekið upp aftur en hann var á sínum tíma dæmdur og síðan sýknaður af morðinu á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, í febrúar 1986. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Innihaldið ekki upplýst í bili

BANKARÁÐ Landsbanka Íslands hf. fékk í gær skýrslu Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns um réttarstöðu þriggja bankastjóra bankans sem sögðu af sér um miðjan apríl. Mun bankaráðið taka hana til umfjöllunar á næsta fundi. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

Íslendingar sólgnir í ástarsögur með spennuívafi

ÁSTARSÖGUR eiga dyggan lesendahóp samkvæmt upplagstölum Ásútgáfunnar á Akureyri, sem um árabil hefur gefið út 20 þúsund eintök af slíkum sögum á mánuði, eða samtals 240 þúsund eintök á ári. Upplagið skiptist jafnt milli útgáfu tímaritsins Sögu mánaðarins og fjögurra bókaflokka; Ást og afbrot, Örlagasögur, Ástarsögur og Sjúkrahússögur. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 523 orð

Kannað hvort refsiverð háttsemi hafi átt sér stað

BANKARÁÐ Landsbanka Íslands hf. samþykkti samhljóða í gær að óska eftir því við ríkissaksóknara að fram fari opinber rannsókn á því hvort stjórnendur fjármögnunarleigufyrirtækisins Lindar hf. hafi, eftir að Landsbanki Íslands eignaðist meirihluta í fyrirtækinu í lok árs 1991, með athöfnum sínum eða athafnaleysi við stjórn þess framið eða tekið þátt í refsiverðri háttsemi. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 359 orð

KÁ sýknað af kröfu fyrrverandi kaupfélagsstjóra

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær Kaupfélag Árnesinga af kröfum Odds Sigurbergssonar, fyrrverandi kaupfélagsstjóra KÁ, sem taldi að kaupfélagið skuldaði sér 20,4 milljónir króna í vangoldin eftirlaun. Oddur var kaupfélagsstjóri KÁ í 17 ár til 1983 en þá lét hann af störfum og tók eftirlaun í samræmi við eftirlaunasamnng sem hann gerði við stjórnarformann kaupfélagsins. Meira
29. maí 1998 | Erlendar fréttir | 385 orð

Kjarnorkutilraunum fagnað í Pakistan

PAKISTANAR fögnuðu ákaflega í gær fregnum þess efnis að sprengdar hefðu verið fimm kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni einungis tveimur vikum eftir að höfuðfjendur þeirra Indverjar riðu á vaðið. Tilraunirnar fóru fram í suðvesturhluta Pakistans, sunnarlega í afskekktu héraði, Baluchistan, nærri landamærum Írans og Afganistans, Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð

Kynningar- og söfnunar átak vegna jarðsprengna

KYNNINGAR- og söfnunarátak Hjálparstofnunar kirkjunnar vegna aðstoðar við fólk sem býr á jarðsprengjusvæðum í Angóla, Kambódíu og Súdan hefst í dag. Til landsins er kominn sérútbúinn bíll og verða sett upp sýningarsvæði í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum á landinu næstu daga. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

LEIÐRÉTT

Fundur foreldra í Melaskóla um byggingarmál var í gær, fimmtudag, en verður ekki í kvöld eins og misskrifaðist í fimmtudagsblaðinu á bls. 40. Beðist er afsökunar á þessu. Röng auglýsing frá Nýherja Á BAKSÍÐU blaðsins í gær birtist röng auglýsing frá Nýherja. Auglýst var IBM notenda ráðstefna dagana 23. og 24. mars. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

LEIÐRÉTT

Fundur foreldra í Melaskóla um byggingarmál var í gær, fimmtudag, en verður ekki í kvöld eins og misskrifaðist í fimmtudagsblaðinu á bls. 40. Beðist er afsökunar á þessu. Röng auglýsing frá Nýherja Á BAKSÍÐU blaðsins í gær birtist röng auglýsing frá Nýherja. Auglýst var IBM notenda ráðstefna dagana 23. og 24. mars. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 268 orð

Leiðrétt kosningaúrslit

VEGNA mistaka við birtingu kosningaúrslita í þriðjudagsblaðinu eru úrslit í nokkrum sveitarfélögum birt hér að nýju. Lesendum skal bent á að úrslit kosninganna í öllum sveitarfélögum er að finna á Kosningavef Morgunblaðsins, http: //www.mbl.is/kosningar/. Nýtt sveitarfélag við Eyjafjörð Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Lokaæfing fyrir ungfrú Ísland

LOKAÆFING fyrir keppnina um titilinn ungfrú Ísland fór fram á Broadway í gær en sjálf keppnin verður haldin í kvöld. Þátttakendur eru 22 víðsvegar að af landinu og munu stúlkurnar koma fram í kvöldklæðnaði og baðfatnaði. Meira
29. maí 1998 | Landsbyggðin | 133 orð

Minningarathöfn um skipverja á Lock Morar

Eyrarbakka-Í dag, föstudaginn 29. maí, er væntanlegur 10­12 manna hópur frá Aberdeen í Skotlandi til Eyrarbakka. Tildrög eru þau, að 1. apríl 1937 fórst togarinn Lock Morar í skerjagarðinum fram undan Gamla-Hrauni á Eyrarbakka. Allir skipverjar fórust. Sex lík rak að landi á tímabilinu frá því nokkrum dögum eftir strandið og fram í ágúst. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 388 orð

Minnisvarði um breska sjómenn og björgunarafrek Íslend

Í ÁR eru fimmtíu ár liðin frá strandi breska togarans Sargon við Hafnarmúla í Örlygshöfn. Af því tilefni hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að standa straum af kostnaði við gerð minnisvarða við sjóminjasafnið að Hnjóti í Örlygshöfn, sem gert er ráð fyrir að verði afhjúpaður í september nk. Meira
29. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Nonnahús opnað

NONNAHÚS verður opnað næstkomandi mánudag, 1. júní, og verður opið daglega í sumar eða til 1. september frá kl. 10 til 17. Zontaklúbbur Akureyrar stofnaði minningarsafn um rithöfundinn og jesúítaprestinn Jón Sveinsson fyrir fjörutíu og einu ári, en Nonni er þekktur um allan heim fyrir frásagnir af ævintýrum sínum á Íslandi. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 352 orð

Nýtt sögu- og minjasafn SVFÍ opnað í Garðinum í dag

Garði-Nýtt sögu- og minjasafn Slysavarnafélags Íslands verður opnað að Gauksstöðum í dag kl. 16. Athöfnin er í beinum tengslum við þing SVFÍ sem sett verður í Sandgerði kl. 14 og hefst að venju með guðsþjónustu. Meðal gesta verður Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og kona hans frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Halldór Blöndal samgönguráðherra mun opna safnið formlega. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 2991 orð

Óskuðu eftir könnun á upplýsingagjöf í bankanum til bankaráðsins

Hr. ríkisendurskoðandi Sigurður Þórðarson, Ríkisendurskoðun, Skúlagötu 57, 155 Reykjavík. Reykjavík, 26. september 1996. Bankaráð Landsbanka Íslands hefur fjallað um Meira
29. maí 1998 | Smáfréttir | 58 orð

"PLAYSTATION" mót verður haldið á Egilsstöðum laugar

"PLAYSTATION" mót verður haldið á Egilsstöðum laugardaginn 30. maí kl. 14 í Bíó Valaskjálf. Þátttökugjald er 500 kr. Skráning fer fram í Skóvinnustofu Konráðs. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 6116 orð

Rannsókn vegna umræðna á Alþingi og óska ráðherra

FORMAÐUR og varaformaður bankaráðs Landsbanka Íslands boðuðu til blaðamannafundar í húsakynnum Landsbankans síðdegis í gær og var tilefnið umfjöllun um Lind hf. Hér á eftir fer í heild það sem fram fór á fundinum. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 6116 orð

Rannsókn vegna umræðna á Alþingi og óska ráðherra

FORMAÐUR og varaformaður bankaráðs Landsbanka Íslands boðuðu til blaðamannafundar í húsakynnum Landsbankans síðdegis í gær og var tilefnið umfjöllun um Lind hf. Hér á eftir fer í heild það sem fram fór á fundinum. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Rétt mynd af dux scholae

MYND af röngum nemanda birtist í frétt Morgunblaðsins um dux scholae við brautskráningu nemenda úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og birtist hér rétt mynd af Írisi Traustadóttur dux scholae úr Fjölbrautaskólanum í Ármúla. ÍRIS Traustadóttir dux scholae frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Meira
29. maí 1998 | Erlendar fréttir | 132 orð

Samið á síðustu stund

HLUTI norskra kennara og sjúkraliða hóf verfall í gærmorgun en gengið var frá samningum við flest önnur félög opinberra starfsmanna í fyrrinótt. Um 5.000 kennarar í félagi háskólamanna og 4.000 sjúkraliðar sættu sig ekki við þá samninga, sem tókust að lokum við flest félögin, en Reidar Webster ríkissáttasemjari segir, að þeir hafi til jafnaðar kveðið á um 6% kauphækkun. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Samstarf við tyrkneska ráðamenn

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda Stefán H. Jóhannesson, skrifstofustjóra almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, til Tyrklands til samstarfs við starfsmenn tyrkneska utanríkisráðuneytisins og aðra fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda. Meira
29. maí 1998 | Erlendar fréttir | 514 orð

Segir Rússland eiga næga varasjóði til að afstýra hruni

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, reyndi í gær að sefa erlenda fjárfesta og sagði að Rússar hefðu næga varasjóði til að afstýra fjármálahruni. Forsetinn ræddi við forsætisráðherra, fjármálaráðherra og seðlabankastjóra landsins á skyndifundi í Kreml og lagði áherslu á að þeir þyrftu að einbeita sér að því að verja rúbluna. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 798 orð

Segja gagnrýni á fréttastofur og fréttastjóra óréttmæta

STARFSMENN Ríkisútvarpsins samþykktu einróma í gær ályktun á fundi þar sem farið er hörðum orðun um gagnrýni á fréttastjóra og ásakanir um hlutdrægni fréttastofu. Fundurinn var mjög fjölmennur og ríkti mikill einhugur á fundinum að sögn Jóns Ásgeirs Sigurðssonar, formanns samtaka starfsmanna RÚV. Í ályktuninni kemur m.a. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Skattadagurinn snemma á ferðinni í ár

SKATTADAGURINN, sem er dagurinn þegar vinnu skattgreiðenda fyrir skyldugreiðslum til hins opinbera og lífeyrissjóða lýkur, er í dag og hefur ekki verið fyrr á ferðinni í áratug. Dagurinn hefur færst fram um fimm daga frá síðasta ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Heimdalli en félagið minnir landsmenn árlega á þennan dag. Skattbyrði 40,4% Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 346 orð

Skerðing lífeyris ólögmæt

HÆSTIRÉTTUR hefur í prófmáli staðfest þann úrskurð héraðsdóms að ákvörðun Lífeyrissjóðs sjómanna frá árinu 1994 að skerða lífeyri þeirra sem hófu töku hans yngri en 65 ára hafi verið ólögmæt. Niðurstaða Hæstaréttar var að því leyti ólík dómi héraðsdóms að ríkið var sýknað af bótakröfu og ber Lífeyrissjóður sjómanna því allan kostnað af henni. Meira
29. maí 1998 | Erlendar fréttir | 601 orð

Skiptar en skýrar skoðanir meðal Dana Andóf gegn sjálfumgleði Dana og vantraust á samstarfi sem leiddi til þess að Danir yrðu æ

ÞAÐ eru margvísleg sjónarmið sem danskir kjósendur vísa til í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Amsterdam-sáttmálann. Þótt sáttmálinn sé flókið mál að taka afstöðu til kemur á óvart hve kjósendur virðast hafa skýrar en jafnframt ólíkar forsendur fyrir afstöðu sinni. Meira
29. maí 1998 | Erlendar fréttir | 154 orð

Skref í átt að samræmdu réttarsvæði

DÓMS- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsins (ESB) skrifuðu í gær undir samning sem á að tryggja meðal annars að hjónaskilnaðir, sem gerðir eru í einu aðildarlandi sambandsins, séu viðurkenndir í öllum hinum. Vonir eru bundnar við að þessi samningur leysi mörg flókin barnsforræðismál, þar sem foreldrarnir hafa hvor sitt ríkisfangið. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 306 orð

Sumardagskrá að hefjast í Viðey

SUMARDAGSKRÁIN í Viðey hefst 1. júní, annan dag hvítasunnu. Þá flytur sr. Þórir Stephensen hátíðarmessu í Viðeyjarkirkju kl. 14 með aðstoð dómorganista og Dómkórs. Sérstök bátsferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Eftir messu verður staðarskoðun sem tekur rúman hálftíma og þá verður veitingahúsið einnig opið fyrir þá sem vilja fá sér kaffi. Meira
29. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Tónleikar á Akureyri

LÚÐRASVEIT verkalýðsins verður á ferð á Akureyri um hvítasunnuhelgina. Á morgun, laugardag, mun sveitin halda útitónleika á Ráðhústorgi kl. 14, þar sem flutt verður íslensk tónlist, en áður mun sveitin marsera um miðbæinn. Tónleikar verða í Akureyrarkirkju á hvítasunnudag, 31. maí og hefjast þeir kl. 17 en aðgangur er ókeypis. Flutt verða bæði innlend og erlend verk, m.a. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð

Tvískiptar einkunnir í fjórða bekk

Á LOKAPRÓFUM fjórða bekkjar Verslunarskóla Íslands kom í ljós að óvenju hátt hlutfall nemenda féll eða þurfti að taka endurtektarpróf, eða 62 af 224. Alls féll 31 og 31 til viðbótar þarf að fara í endurtektarpróf í júní og ágúst. Einnig kom í ljós að í sama árgangi væri mjög stór hópur með mjög háar einkunnir. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð

Tvískiptar einkunnir í fjórða bekk

Á LOKAPRÓFUM fjórða bekkjar Verslunarskóla Íslands kom í ljós að óvenju hátt hlutfall nemenda féll eða þurfti að taka endurtektarpróf, eða 62 af 224. Alls féll 31 og 31 til viðbótar þarf að fara í endurtektarpróf í júní og ágúst. Einnig kom í ljós að í sama árgangi væri mjög stór hópur með mjög háar einkunnir. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 610 orð

Umræðu óskað um skiptingu á auknum aflaheimildum

SIGRÍÐUR Jóhannesdóttir, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, óskaði eftir því við forseta Alþingis á þingfundi í gær að hann beitti sér fyrir því að umræður færu fram um það, áður en þing færi heim í sumar, hvort skipta bæri auknum aflaheimildum með öðrum hætti en gert væri ráð fyrir í núgildandi lögum. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

Urðu að snúa aftur vegna óveðurs og veikinda

FIMM Íslendingar, sem ætluðu að klífa fjallið Mount McKinley í Alaska, komust ekki á tindinn og urðu að snúa við vegna veðurs og veikinda. Þeir Styrmir Steingrímsson, Atli Þór Þorgeirsson og Hörður Sigurðsson úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Haukur Grønli og Matthías Sigurðsson frá Björgunarsveit Ingólfs, komust tvisvar upp í 5.200 metra hæð en urðu frá að hverfa í bæði skiptin. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Úrskurðar- nefnd skipuð

KRISTJÁN Þorkelsson, sýslumaður á Blönduósi, hefur skipað nefnd til að úrskurða um kæru kosninga til sveitarstjórnar í Sveinsstaðahreppi. Hana skipa Ólafur B. Árnason hrl., Þorsteinn Hjaltason hdl. og Erlingur Sigtryggsson dómarafulltrúi. Kæran barst sýslumanni síðastliðinn miðvikudag en kosningarnar voru kærðar á þeirri forsendu að talning hefði verið ámælisverð. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 368 orð

Viðurkenningar fyrir nýsköpun og góðan árangu

NÁMS- og athafnastyrkir Íslandsbanka voru afhentir miðvikudaginn 20. maí. Veittir voru sex námsstyrkir, hver að upphæð 150 þúsund krónur og einn athafnastyrkur að fjárhæð 200 þúsund krónur. Markmið Íslandsbanka með þessum styrkjum er að veita námsmönnum viðurkenningu fyrir frábæran árangur í námi og hvatningu til frekari átaka. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Vorfagnaðarpylsur í Grandaskóla

NEMENDUR Grandaskóla og foreldrar þeirra sporðrenndu 1.500 pylsum á vorfagnaði foreldrafélagsins og foreldraráðsins sem haldinn var í gær. Lúðrasveit vesturbæjar spilaði fyrir gesti og á flóamarkaði var hægt að gera reyfarakaup á óskilamunum liðins vetrar. Meira
29. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Vorkoma á Dalvík

VORKOMA Lionsklúbbs Dalvíkur verður haldin dagana 30. maí til 1. júní í samvinnu við Vigni Hallgrímsson og Sigurjón Kristjánsson. Setningarathöfn verður í Dalvíkurskóla á laugardag, 30. maí, kl. 13, en þar flytja ávörp þeir Arngrímur Baldursson, formaður vorkomunefndar, og Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri. Valva Gísladóttir sér um tónlist. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Þemavika í Grunnskóla Reyðarfjarðar

ÞEMADAGAR í Grunnskóla Reyðarfjarðar standa yfir vikuna 25.­29. maí í tilefni af 100 ára afmæli samfellds skólahalds á Búðareyri við Reyðarfjörð. Nemendum skólans er skipt í hópa, s.s. leiklistarhóp, fréttahóp, bökunarhóp, málverkahóp og skreytinga- og sýningahóp. Yngstu nemendurnir setja á svið fjölleikahús þar sem æfð eru sirkusatriði. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 409 orð

Þjóðhagsspá endurskpðuð

GERA má ráð fyrir að útflutningsverð á sjávarafurðum verði verulega hærra í ár en gert var ráð fyrir í þjóðhagsspá og einnig er útlit fyrir að innflutningur geti vaxið talsvert meira í ár en spár stóðu til þegar miðað er við innflutning fyrstu mánuði ársins. Unnið er að endurskoðun þjóðhagsspár og er gert ráð fyrir að hún verði birt undir lok júnímánaðar. Meira
29. maí 1998 | Erlendar fréttir | 95 orð

Þorskkvótinn aukinn

ÁKVEÐIÐ hefur verið að tvöfalda þorskkvótann við suðurströnd Nýfundnalands og verður hann 20.000 tonn á þessari vertíð. Kemur þetta fram í kanadíska dagblaðinu The Globe and Mail. Mjög hart hefur verið lagt að alríkisstjórninni í Kanada að auka þorskkvótann og David Anderson sjávarútvegsráðherra segir, að farið hafi verið eftir ráðleggingum fiskifræðinga við þessa ákvörðun. Meira
29. maí 1998 | Erlendar fréttir | 384 orð

Örvænting grípur Cher á miðjum aldri Los

LEIK- og söngkonan Cher hefur valdið nokkurri undrun í Hollywood, þar sem ungdómur og fegurð eru æðst gilda og konur grípa reglulega til fegrunaraðgerða og lyga um aldur, með því að lýsa því yfir að einmanaleiki og örvænting fylgi því að komast á miðjan aldur. Cher er 52 ára. Í viðtali við tímaritið People segir hún m.a.: "Ég hata sextugsaldurinn. Hann er ömurlegur. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Golli HELGI S. Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbanka Íslands og Kjartan Gunnarsson varaformaður bankaráðs, á fundi með féttamönnum en bankaráð hefur samþykkt að óska eftir því við ríkissaksóknara að fram fari opinber rannsókn á málefni Lindar hf. Morgunblaðið/Golli HELGI S. Meira
29. maí 1998 | Innlendar fréttir | 32 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Jón Svavarsson BANKARÁÐ Landsbanka Íslands kom saman til fundar í gærmorgun og þar var tekin ákvörðun um að óska eftir því við ríkissaksóknara að málefni Lindar hf. yrðu tekin til opinberrar rannsóknar. Meira

Ritstjórnargreinar

29. maí 1998 | Staksteinar | 281 orð

»Árangur fiskveiðistjórnunar VIÐSKIPTABLAÐIÐ segir í forystugrein að fiskvei

VIÐSKIPTABLAÐIÐ segir í forystugrein að fiskveiðistjórnun okkar sé að skila góðum árangri ­ og veki æ meiri athygli á erlendum vettvangi. Aukinn þorskafli Í FORYSTUGREIN Viðskiptablaðsins segir: "Niðurstaða Hafrannsóknastofnunar er enn ein staðfesting á ágæti stjórnkerfis fiskveiða. Meira
29. maí 1998 | Leiðarar | 679 orð

GREINARGERÐ BANKARÁÐS

leiðari GREINARGERÐ BANKARÁÐS ankaráð Landsbanka Íslands hf. hefur nú lagt fram greinargerð þá, sem bankaráðið tók saman um Lindarmálið svonefnda í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 29. marz 1996. Jafnframt hefur bankaráðið lagt fram bréf Ríkisendurskoðunar í tilefni af þeirri greinargerð. Meira

Menning

29. maí 1998 | Kvikmyndir | 403 orð

Á ferð um fornar slóðir

Leikstjórn og handrit: Sæmundur Norðfjörð. Kvikmyndataka: Guðmundur Bjartmarsson og Sæmundur. Meðframleiðandi: Halldór Friðrik Þorsteinsson. Tónlist: Máni Svavarsson. Þulur: Róbert Arnfinnson. Óperutexti: Hallgrímur Helgason. Kvikmyndagerðin Loki ehf. 1998. Meira
29. maí 1998 | Fólk í fréttum | 556 orð

Ást við fyrstu sýn?

'TIL There Was You fjallar um Gwen Moss (Jeanne Tripplehorn) og Nick Dawkan (Dylan McDermott) sem rekast hvort á annað sem börn en halda síðan hvort í sína gjörólíku áttina. Árin líða án þess að þau viti hvort af öðru þótt vinir þeirra hittist og þau eigi sameiginlega kunningja og fari á sömu staði án þess að vita af hinu. Meira
29. maí 1998 | Fólk í fréttum | 143 orð

DiCaprio ekki búinn að gera upp hug sinn

DiCaprio ekki búinn að gera upp hug sinn LEONARDO DiCaprio hefur dregið til baka fregnir um að hann hafi gert samning upp á um 1,5 milljarða króna um að leika í kvikmynd eftir hinni umdeildu skáldsögu Bret Easton Ellis "American Psycho". Meira
29. maí 1998 | Menningarlíf | 566 orð

Eðaldans

Fimmtudagurinn 28. maí 1998. EINN stærsti listviðburður listahátíðar þetta árið er án efa heimsókn Nederlands Dans theater II og III. Flokkurinn var stofnaður árið 1959 af hópi listamanna sem klufu sig úr Het Nederlands Ballet. Ástæða þess var listrænn ágreiningur en þessi nýstofnaði dansflokkur vildi feta nýjar leiðir og brúa bilið milli hefðbundins balletts og nútímadans. Meira
29. maí 1998 | Fólk í fréttum | 482 orð

Fyrstur með fréttina

MYNDIN Mad City fjallar um Max Brackett (Dustin Hoffman) sem var sjónvarpsfréttamaður í fremstu röð og flestum fremri í því að ná í fréttina og koma henni út til fólksins. En fréttamennska Max virti ákveðin mörk gagnvart öðru fólki og þess vegna missti hann vinnuna hjá stóru sjónvarpsstöðinni og er farinn að vinna fyrir litla sjónvarpsstöð í smábæ í Kaliforníu. Meira
29. maí 1998 | Fólk í fréttum | 547 orð

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sjónvarpið 20.30 Ítalir eiga fyrsta leikinn í kvöld, Stóra eikin (La grande quercia,) ('96) er eftir leikstjórann Pablo Bianchini og Gigio Alberti fer með aðalhlutverk í mynd um rómverska fjölskyldu undir hremmingunum í seinna stríði. AMG gefur Sýn 21. Meira
29. maí 1998 | Menningarlíf | 30 orð

Föstudagur BORGARLEIKHÚSIÐ: Nederlands Dans Theater

BORGARLEIKHÚSIÐ: Nederlands Dans Theater II og III. Kl. 20. Íslenska óperan: Carmen Negra, rokk-, salsa-, poppópera. Kl. 20. Klúbbur Listahátíðar, Iðnó Föstudagur Tríó Ólafs Stephensen. kl. 22. Aðgangur ókeypis. Meira
29. maí 1998 | Myndlist | 985 orð

"Hlið sunnanvindsins"

Opið alla daga á tíma Ráðhússins. Til 7. júní. Aðgangur ókeypis. EIN af forvitnilegri framkvæmdum á listahátíð er kynning þriggja myndlistarmanna frá Mósambik í sýningaþró og almenningi Ráðhússins. Rýmið er mikið hrátt og opið gímald, og erfitt að koma sýningum við í því hálfu hvað þá öllu samanlögðu, nema þá helst innsetningum og sviðsmyndum eins og dæmin sanna. Meira
29. maí 1998 | Menningarlíf | 914 orð

Innlendar bækur útilokaðar

Á LISTAHÁTÍÐ fer af stað verkefni sem Norræna ráðherranefndin vinnur í samvinnu við Suður-Afríku og nefnist "Shuttle 99". Það felur í sér menningarsamstarf á öllum sviðum lista og komu bókmenntir í hlut Íslendinga. Meira
29. maí 1998 | Fólk í fréttum | 104 orð

Íslenskir heiðursgestir hjá USO á Keflavíkurflugvelli

Íslenskir heiðursgestir hjá USO á Keflavíkurflugvelli ÁSGEIR Ásgrímsson, Júlíus P. Guðjónsson, Day Olin Mount, sendiherra Bandaríkjanna og Daniel L. Kloeppel flotaforingi og yfirmaður Varnarliðsins, voru heiðursgestir á hátíðarkvöldi USO, Sameinuðu þjónustusamtakanna á Keflavíkurflugvellil, ásamt þeim Snorra Snorrasyni og Jóhanni D. Meira
29. maí 1998 | Myndlist | 558 orð

Í snertingu við fjallið

Opið miðv. til sunn. frá 15­18. Aðgangur ókeypis. Til 7. júní. EITT er það fjall sem ber af öðrum fjöllum í sögu nútímalistar, sannkallað Everestfjall málaralistarinnar, en það heitir Monte Sainte- Victoire í Provence héraði í Suður- Frakklandi. Maðurinn sem setti þetta fjall á kortið hét Paul C`ezanne, en hann málaði fjallið ótal sinnum. Meira
29. maí 1998 | Fólk í fréttum | 154 orð

Kaffi Flóran opnað á ný í Grasagarðinum KAFFI

KAFFI Flóran sem rekið hefur verið í gróðurskála í Grasagarðinum í Laugardal hefur verið opnað á ný eftir veturinn. Veitingastaður þessi hefur notið mikilla vinsælda, sérstaklega hjá fólki sem leggur leið sína í Laugardalinn í gönguferðir sér til heilsubótar og þeirra sem koma gagngert til að skoða garðinn. Þar gefur að líta fjölskrúðugan gróður enda nafnið Kaffi Flóran við hæfi. Meira
29. maí 1998 | Fólk í fréttum | 215 orð

Mikil sárindi Særð (Wounded)

Framleiðendur: Robert og William Vince. Leikstjóri: Richard Martin. Handrit: Harry S. Longstreet og Lindsay Bourne. Kvikmyndataka: Greg Middleton. Tónlist: Ross Vannelly. Aðalhlutverk: Mädchen Amick, Adrian Pasdar og Graham Green. Lengd 94 mín. Bandarísk. Myndform, maí 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
29. maí 1998 | Menningarlíf | 381 orð

Nederlands Dans Teater í Borgarleikhúsinu Óbeisluð

NEDERLANDS Dans Teater II og III sýndu fjögur verk í Borgarleikhúsinu í gær við mikinn fögnuð viðstaddra. Flokkarnir tveir eru ólíkir að eiginleikum, sem einna helst felast í aldri dansaranna. Gerald Tibbs er ballett og æfingastjóri yngri flokksins en dansarar hans eru á aldrinum 17 til 22ja ára. Meira
29. maí 1998 | Menningarlíf | 108 orð

Silkislæður og pastelmyndir í Sneglu

TVÆR kynningar verða hjá Sneglu listhúsi dagana 29. maí­19. júní. Í innri sölum listhússins verður kynning á silkislæðum. Slæðurnar eru handmálaðar og þrykktar á silki og engar tvær eru eins. Slæðusýning Sneglu er orðin árviss vorsýning listhússins. Meira
29. maí 1998 | Kvikmyndir | 477 orð

Skrýtið par

Leikstjóri Gillian Armstrong. Handrit Laura Jones. Tónlist Thomas Newman. Kvikmyndatökustjóri Geoffrey Simpson. Aðalleikendur Ralph Fiennes, Cate Blanchett, Ciaran Hinds, Tom Wilkinson, Richard Boxburgh. 132 mín. Áströlsk. Fox Searchlight 1997. Meira
29. maí 1998 | Fólk í fréttum | 78 orð

Syndir frá Mexíkó til Kúbu ÁSTRALSKA maraþons

Syndir frá Mexíkó til Kúbu ÁSTRALSKA maraþonsundkonan Susie Maroney kom til Cancun í Mexíkó fyrr í vikunni en hún hyggst synda án hvíldar frá Mexíkó til Kúbu í dag en vegalengdin er 233 kílómetrar. Susie er 23 ára gömul og er núverandi methafi þeirra kvenna sem hafa synt yfir Ermarsundið. Meira
29. maí 1998 | Menningarlíf | 52 orð

Sýningum lýkur

MÁLVERKASÝNINGU Þorbjargar Höskuldsdóttur lýkur mánudaginn 1. júní. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10­18, laugardaga kl. 10­17, mánudaginn 1. júní kl. 14­17, lokað hvítasunnudag. Kringlan Samsýningu Leirlistarfélagsins, "Skál", sem stendur yfir á 2. hæð í Kringlunni, lýkur á morgun, laugardag. Sýningin er opin á afgreiðslutíma verslana. Meira
29. maí 1998 | Menningarlíf | 24 orð

Tryggvi Hansen sýnir á 22

Tryggvi Hansen sýnir á 22 TRYGGVI Hansen opnar myndlistarsýningu á Veitingahúsinu Laugavegi 22, laugardaginn 30. maí kl. 20.30. Þar sýnir hann sjö olíu- og eggtemperamyndir. Meira
29. maí 1998 | Menningarlíf | 1049 orð

Undir sama þaki

LEIKVERKIÐ Annað fólk er sprottið úr umgjörð sinni, Kaffileikhúsinu. Það gerist í Reykjavík nútímans, í "betra húsi" í miðbænum, - einu af þessum húsum sem efnamenn reistu fjölskyldum sínum forðum en er nú orðið að fjölbýlishúsi ólíkra einstaklinga. Meira
29. maí 1998 | Fólk í fréttum | 75 orð

Undir sólbjörtum himni

Undir sólbjörtum himni ÞESSIR glaðværu 10 og 11 ára krakkar í hópi 9 í Fossvogsskóla eru að ljúka vinnu við stóra veggmynd um landnám Íslands sem þau lærðu um í vetur. Börnum í Fossvogshverfi hefur fjölgað talsvert á síðustu árum og margir bekkir í Fossvogsskóla orðnir mjög fjölmennir eins og þessi. Meira
29. maí 1998 | Menningarlíf | 1046 orð

Vald konunnar yfir manninum

Í KVÖLD frumsýnir Íslenska óperan á Listahátíð popp-salza-rokk óperuna Carmen Negra. Þar er komin vinsæla óperan eftir Bizet í nýjum búningi. Höfundar Carmen Negra þeir Stewart Trotter leikstjóri og Callum McLeod útsetjari tónlistar, fengust til að koma til Íslands og taka þátt í uppsetningu verksins. Það hefur áður verið sýnt í Austurríki og í Finnlandi og fengið góðar viðtökur í báðum löndunum. Meira
29. maí 1998 | Fólk í fréttum | 109 orð

Var með æxli í brjóstinu KRYDDSTÚLKA

Var með æxli í brjóstinu KRYDDSTÚLKAN Geri Halliwell sagði frá því á dögunum að hún hefði þurft að gangast undir skurðaðgerð fyrir sjö árum þegar æxli var fjarlægt úr öðru brjósti hennar. "Ég vissi að ef æxlið væri illkynja myndi ég missa brjóstið," sagði Geri sem er 25 ára. Meira
29. maí 1998 | Tónlist | 603 orð

Veisluföng fegurðarinnar

Chilingirian strengjakvartettinn flutti verk eftir Haydn, Mozart og Leos Janacek. Einleikari: Einar Jóhannesson. Miðvikudagurinn 27. maí. HVER er ástæðan fyrir sérstöðu kammertónlistar, svo mjög, að hún er greind sem sérstök listgrein? Það er ekki stíllinn, sem birtist þá helst í breytilegu tónferli og hljómskipan, heldur sjálf gerð verkanna. Meira
29. maí 1998 | Menningarlíf | 54 orð

Verk Einars sýnd í Listaskálanum

UM hvítasunnuhelgina, frá föstudegi til mánudagskvölds, verða sýnd um 50 verk úr safni Einars Hákonarsonar, listmálara, í Listaskálanum í Hveragerði. Öll verkin eru til sölu. Einnig er í anddyri Listaskálans sýning á skrautmunum, skiltum og listaverkum unnum í listasmiðju Listaskálans. Aðgangur er ókeypis. Meira

Umræðan

29. maí 1998 | Aðsent efni | 953 orð

Að vilja, þora ­ og gera

Í UPPHAFI líðandi aldar og raunar löngu fyrr var berklaveikin einna erfiðust sjúkdóma hérlendis. Eftir því sem þekkingunni miðaði og geta þjóðarinnar óx var undir forustu hæfra manna hafin barátta gegn þessum skæða sjúkdómi og sett lög og reglur, sem skertu sjálfræði þeirra, sem sjúkdóminn fengu. Þetta var gert til þess að reyna að koma í veg fyrir smit. Meira
29. maí 1998 | Aðsent efni | 486 orð

Eru fíkniefnaneytendur undirmálshópur?

ÞAÐ er jafnan ánægjulegt þegar fræðimenn miðla af þekkingu sinni og leggja sitt af mörkum til frjórrar þjóðfélagsumræðu. Helgi Gunnlaugsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, gerir þetta í grein sinni um fíkniefnavandann 23. maí sl. Hann fjallar á áhugaverðan hátt um orsakir vandans og kemur með tillögur til úrbóta. Þetta gerir hann með líkani sinna fræða, þ.e. Meira
29. maí 1998 | Aðsent efni | 836 orð

Fjölmiðladekur og vanhæfi

ÉG SÉ MIG knúinn til þess að gera eftirfarandi athugasemdir vegna umfjöllunar sem verið hefur í fjölmiðlum annars vegar um störf fréttastofu sjónvarpsins í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna og hins vegar um hugsanlegt vanhæfi mitt til að stjórna fréttastofunni vegna þess að eiginkona mín gegnir starfi borgarritara í Reykjavík. Meira
29. maí 1998 | Aðsent efni | 278 orð

Fröken hálendisfrumvarpið

"FRÖKEN hálendisfrumvarpið" dóttir mín er bara átta ára núna. Seinna verður hún þrettán. Á þeim aldri fara Íslendingar að selja þær til útlanda til að auglýsa vodka en vonandi bara fisk. En þegar að því kemur ætla ég fyrir það fyrsta að banna henni það, og í öðru lagi hvað ætti hún svo sem að auglýsa? Því þá vilja menn nebbilega kaupa fuglasöng, heiðakyrrð, tjalda í óbyggðum, hugsa frjálst, Meira
29. maí 1998 | Aðsent efni | 640 orð

Hvað kom úr kössunum?

NÚ, AÐ loknum sögulegum sveitarstjórnarkosningum, er mönnum eðlilega tíðrætt um úrslitin og hvernig beri að túlka þau. Túlkanir fara mikið eftir því frá hvaða sjónarhóli menn skoða niðurstöðurnar. Vinstra megin ræður miklu í mati á úrslitunum hvort menn eru hlynntir eða andvígir samfylkingu félagshyggjufólks og hægra megin línunnar virðist hræðslan fyrst og fremst stjórna túlkun manna. Meira
29. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 365 orð

Hvatning til lækna fyrir reyklausa daginn! Frá Guðjóni Bergmann:

NÚ LÍÐUR senn að reyklausa deginum. Á honum beinum við sjónum okkar að reykingum, hvetjum þá sem reykja til að hætta (allavega leggja sígarettuna til hliðar í einn dag), skoðum það sem vel hefur farið í baráttunni við tóbakið og síðast en ekki síst skoðum við það sem betur má fara. Einn er sá hópur manna og kvenna sem hefur mikil áhrif á okkur heilsufarslega allt okkar líf. Meira
29. maí 1998 | Aðsent efni | 508 orð

Lækkum skatta!

UNDANFARIN ár hefur Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, vakið sérstaka athygli á þeim tímamótum þegar afrakstur vinnu okkar yfir árið hættir að renna til hins opinbera og við fáum sjálf að ráðstafa tekjum okkar. Það er ánægjulegt að aldrei frá því að Heimdallur hóf að reikna skattbyrði landsmanna með þessum hætti hefur skattadagurinn orðið jafn snemma eins og nú er raunin. Meira
29. maí 1998 | Aðsent efni | 954 orð

"Ó, þú skrínlagða heimska..."

MEÐ lögfestingu þeirra ákvæða í frumvarpi félagsmálaráðherra til nýrra sveitarstjórnarlaga, að skipta skuli öllu hálendi Íslands ­ um fjörutíu hundraðshlutum fósturjarðar okkar ­ upp í eins konar "tertusneiðar" milli ríflega fjörutíu sveitarfélaga, sem liggja að hálendisjaðrinum, hefur orðið afdrifaríkur skilnaður og trúnaðarbrestur milli þings og þjóðar. Meira
29. maí 1998 | Aðsent efni | 399 orð

Samgleðjumst sextugum unglingi

STJÓRNMÁL eru hluti af daglegu lífi. Við, sem tökum þátt í stjórnmálum, gerum það til þess að hafa áhrif á það umhverfi sem við lifum í og leggja hornstein að betra þjóðfélagi fyrir börnin okkar. Þess vegna eru stjórnmálin endalaust viðfangsefni. Stjórnmálaumræða getur verið innihaldslaus slagorðasíbylja en hún þarf ekki og á ekki að vera það. Meira
29. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 418 orð

Skattadagurinn 29. maí 148 daga að vinna fyrir s

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík bendir skattgreiðendum á þá staðreynd að 29. maí er sá dagur er þeir hætta að vinna fyrir skyldugreiðslum til hins opinbera. Skattadagurinn er reiknaður út sem hlutfall útgjalda ríkis og sveitarfélaga ásamt iðngjöldum lífeyrissjóða af vergri landsframleiðslu. Miðað er við tölur síðasta árs frá Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka. Meira
29. maí 1998 | Aðsent efni | 2024 orð

SUMIR ERU JAFNARI EN AÐRIR

RÍKISSKATTSTJÓRI birtir opinberlega a.m.k. tvisvar sinnum á ári orðsendingu sem nefnd er "skattmat í staðgreiðslu" þar sem finna má upplýsingar um skilyrði fyrir frádrætti á móti fengnum dagpeningum. Ennfremur má finna upplýsingar um þessi skilyrði í leiðbeiningabæklingi sem einstaklingar fá sendan með skattframtali í upphafi hvers árs. Þessi bæklingur er gefinn út af embætti ríkisskattstjóra. Meira
29. maí 1998 | Aðsent efni | 642 orð

Valdakaup

Á fundi með blaðamönnum í fyrradag upplýsti íslenzki forsætisráðherrann að Framsóknarflokkurinn bæri einn alla ábyrgð á Finni Ingólfssyni. Framsóknarflokkurinn réði því hvaða menn skipuðu ráðherraembætti þess flokks, á hverju sem gengi. Með öðrum orðum kann það að verða lagt undir atkvæði í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík, undir formennsku Helga S. Meira
29. maí 1998 | Aðsent efni | 770 orð

Verðleika- þjóðfélagið

PÓLITÍSK hugmyndakerfi geyma flest í sér mynd af samfélagi því sem stefnt skuli að. Í gegnum tíðina hafa slík hugmyndakerfi risið og hnigið; sósíalisminn hrundi til grunna vegna innri mótsagna og með honum heilt heimsveldi, óheftum kapítalisma hefur víðast hvar verið hafnað á þeim forsendum að hann feli í sér aðför að siðferðislegum grunni samfélagsins. Meira
29. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 314 orð

Þekking og vanþekking Þorsteini Guðjónssyni: EKKI kann ég beint

EKKI kann ég beint við það hjá Tryggva V. Líndal, að telja einna líklegasta til framtíðar-frægðar hér á landi, auk Jóns Sigurðssonar forseta: báða foreldra sína (sem voru reyndar, að því ég best veit, heiðurs- fólk) og sjálfan sig! Eigið ágæti telur Tryggvi upp í sex liðum, móður sinnar í þrem, en föður sínum lætur hann duga eitt stig. Meira

Minningargreinar

29. maí 1998 | Minningargreinar | 89 orð

Dagbjört Hjördís Guðmundsdóttir

Elsku mamma mín. Nú er ég kveð þig í síðasta sinn þá langar mig til að þakka þér fyrir allt. Þakka þér fyrir að hafa verið til fyrir mig er ég þarfnaðist þess mest að eiga mömmu, þegar foreldrar mínir veiktust, heimilið leystist upp og ég bara þriggja ára. Þú ólst mig upp og aldrei varð ég vör við annað en ég væri þín. Þú gafst svo mikið af sjálfri þér, bæði mér og öðrum. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 106 orð

Dagbjört Hjördís Guðmundsdóttir

Elsku Dísa mín. Ég minnist ætíð fyrsta dags vetrar 1987, það er dagurinn sem færði mér hamingjuna. Þann dag kynntist ég dótturdóttur þinni og nöfnu. Að fá Dísu mína eina var yndislegt en fyrir að eiga ykkur nöfnur báðar að fæ ég aldrei fullþakkað. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 112 orð

Dagbjört Hjördís Guðmundsdóttir

Ég man leikina sem ég lék ungur. Oft leitaði ég til þín og sjaldan þá frá þér vék. Þú varst allra best, amma mín. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þarfnaðist þín hvað mest. Mér mun alltaf þykja jafn vænt um þig. Þú ert oft í huga mér er sólin sest. Ég sakna þess að hafa þig ekki hjá mér, sakna þess að sitja og spjalla. Þú ert besta amma sem nokkur á, öll mín bestu ljóð fjalla um þig. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 271 orð

DAGBJÖRT HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR

DAGBJÖRT HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Hjördís Guðmundsdóttir var fædd á Steinsnesi við Arnarfjörð 5. júní 1907. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 24. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Þorleifsdóttir, f. 22. okt. 1864, d. 5. des. 1937, og Guðmundur Ásgeirsson, f. 11. júlí 1864, d. 16. mars 1923. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 218 orð

Einar Oddur Kristjánsson

Kveðja frá skipsfélögum Í dag kveðjum við skipsfélaga okkar Einar Odd Kristjánsson. Það kom okkur öllum á óvart hvað kallið kom snögglega, því Einar var hraustmenni og hafði aldrei kennt sér meins svo við vissum. Einar var búinn að vera skipsmaður um borð í ms. Stapafelli síðan skipið kom nýtt til landsins haustið 1979 og höfðum við nokkrir siglt með honum í langan tíma. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 211 orð

EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON

EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Einar Oddur Kristjánsson fæddist á Þingeyri í Dýrafirði 20. desember 1941. Hann lést á Landspítalanum 21. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Egilsson, f. 18. júní 1897, d. 1970, og Jóhanna Jakobsdóttir, f. 31. ágúst 1898, d. 1980. Systkini hans eru: Haraldur Alfreð Kristánsson, f. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 476 orð

Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir

Hún Inga á Reykjum er dáin. Getur það verið satt að þessi unga kona sé hrifin frá börnum og eiginmanni? Af hverju fékk hún ekki að lifa lengur þegar lífið blasti við? Við þessu fást ekki svör, en einhvers staðar stendur skrifað: "Þeir sem guðirnir elska deyja ungir." Mig langar með örfáum orðum að minnast hennar Ingu og þakka henni fyrir samveruna hér á Reykjatorfunni. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 360 orð

Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir

Enn einu sinni stöndum við mannanna börn frammi fyrir vanmætti okkar. Ekkert fær breytt okkar örlögum. Spurningarnar eru óteljandi. Hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Þegar mér barst fregnin um að æskuvinkona mín væri dáin, fannst mér eins og tíminn stöðvaðist. Þögnin varð algjör. Tómleikinn helltist yfir. Hvernig átti lífið eiginlega að geta gengið áfram án hennar. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 736 orð

Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir

Í dag kveðjum við Ingu á Reykjum. Eftir er stórt skarð sem manni finnst einhvernveginn erfitt að fylla. Það var í raun stórkostlegt að fá að vera samferða henni og kynnast henni, og erfitt að sætta sig við að fá ekki að njóta þeirra kynna lengur. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 190 orð

Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir

Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir fæddist og ólst upp í Syðri-Gróf í Villingaholtshreppi 21. mars 1960. Hún lést 22. maí síðastliðinn á Landspítalanum. Foreldrar hennar eru Páll Axel Halldórsson, fæddur 24. október 1928 á Króki í Gaulverjabæjarhreppi, bóndi í Syðri-Gróf, og Halla Magnúsdóttir húsfreyja, fædd 29. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 255 orð

Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir

Ó, hvað tíminn líður. Fyrir tæplega tuttugu árum hélt Inga systir á mér undir skírn. Þó svo að síðan sé liðin öll mín ævi, þá hefur tíminn verið alltof fljótur að líða hjá, og núna er Inga dáin. Inga var afar ánægð þegar ég fæddist, því þetta litla örverpi leysti hana af hólmi sem yngsta barnið í fjölskyldunni. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 307 orð

Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir

Við ótímabært fráfall elskulegrar frænku okkar reikar hugurinn að Syðri-Gróf, þaðan sem við eigum svo ljúfar minningar á æskuheimili Ingu, t.d. háaloftið sem var ævintýralandið okkar þar sem hvert okkar átti sitt bú. Í Syðri-Gróf var alltaf friðsælt, glaðvært og notalegt heimilislíf og úr þessum jarðvegi mótaðist hennar sterka persóna. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 464 orð

Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir

Kveðjustund um kæra mágkonu og góðan vin setur mann hljóðan. Það er svo sárt og óvægið lífið á stundum að engum tárum tekur. En fyrst og efst í huga mér er innilegt þakklæti að hafa mátt kynnast og vera í návist Ingu mágkonu minnar. Einnig vil ég þakka Ingu fyrir allt sem hún var mínum foreldrum. Að búa með þeim og vera þeim svo góð sem hún var er aldrei hægt að lofa nóg. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 490 orð

Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir

Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir lést á Landspítalanum 22. maí sl., eftir erfiða sjúkdómsbaráttu. Inga var sterk og lífsglöð kona en jafnvel hún gat ekki staðið af sér veikindin. Við sem fylgdumst með henni þessi síðustu ár dáðumst að dugnaði hennar en hún var ekki mikið fyrir það að ræða veikindi sín, heldur einbeitti sér að því að hlúa að fjölskyldu sinni. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 622 orð

Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir

"Á ég að sýna þér hreiður hérna, ég sá lóu á hlaupum, ég elti hana og fann hreiður með ungum í." Þetta sagði Inga oft á vorin. Nú er fallegasti tími ársins, jörðin er að hrista af sér fjötra vetrarins og brátt skartar náttúran sínu fegursta. Lömbin fæðast, fuglarnir verpa og gróðurinn lifnar við. Þetta var árstíminn hennar Ingu - tíminn sem gaf henni svo mikla lífsnautn. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 396 orð

Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir

Að leita upp æskunnar ævintýr með áranna reynslu, sem var svo dýr en lífið er ódáins-líki. Ég gref allt hið liðna í gleðinnar skaut, ég gjöri mér veginn að rósa braut og heiminn að himnaríki. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 381 orð

Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir

"Sá einn lifir, sem nýtur lífsins lifandi." (Menandros.) Þessi orð áttu vel við þig, elsku Inga, því enginn lifði lífinu eins lifandi og af eins miklum áhuga og þú. Þú hafðir áhuga á öllu hvort heldur var búskapur ykkar heima á Reykjum, trjáræktin þín, söngurinn og bara allt sem bar á góma. Ógleymanlegar eru fjölskylduferðirnar okkar í Lipurtá, sem við fórum í á haustin. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 336 orð

Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir

Enginn dagur er til enda tryggur. Inga grannkona mín var vart nema tæplega hálfnuð með lífsstarf sitt, þegar hún lést eftir erfiða en æðrulausa baráttu við krabbamein. Fólkið hér á Reykjatorfunni situr hljótt og hnípið, þetta er þriðja skarðið sem höggvið er í stórfjölskylduna á hálfu öðru ári. Áður eru gengnir bræðurnir Þorsteinn og Bjarni tengdafaðir Ingu, en hann lést fyrir tæpum þrem mánuðum. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 237 orð

GUÐRÍÐUR INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR

Það var á vorkvöldi, gróðurinn farinn að taka við sér og vorverkin komin á fulla ferð. Hinn 22. maí var mér tilkynnt að Inga væri dáin eftir langa og harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Það var með ólíkindum hvað hún var samt alltaf brosandi og kát í sínum veikindum. Kynni mín af henni og Rúnari hófust fyrir 18 árum þegar ég byrjaði sem vinnumaður hjá Bjarna og Sillu og vann þar ásamt Rúnari. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 1087 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Fundum okkar Gunnlaugs Þórðarsonar bar fyrst saman á fundi Orators, félags laganema, fyrir rúmum 40 árum. Hann hafði þá nýlega varið ritgerð sína Landhelgi Íslands með tilliti til fiskveiða til doktorsnafnbótar við Sorbonne- háskóla í París og flutti þar fyrirlestur um efnið. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 63 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 759 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Við fráfall Gunnlaugs Þórðarsonar leitar hugurinn aftur í tímann og staðnæmist einkum við minningar um ferðalög heimshorna á milli. Þótt ég hafi verið kunnugur Gunnlaugi frá árinu 1972, þegar ég hóf fyrst lögfræðistörf, urðu kynni okkar þó ekki náin fyrr en við fórum fyrst saman í langferð. Það mun hafa verið sumarið 1981 að ég frétti frá öðrum góðum vini, Páli S. Pálssyni hrl. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 375 orð

Gunnlaugur Þórðarson

"Sumir miðla öðrum mildilega, og eignast æ meira." Svo segir í orðskviðum Biblíunnar. Afi var einstaklega örlátur maður. Hann gaf af veraldlegum eigum sínum; var sífellt að færa börnum sínum og barnabörnum og mökum þeirra gjafir, bjóða þeim út að borða, á tónleika, í leikhús. Hann gaf af tíma sínum; var greiðvikinn, ósérhlífinn og hjálpsamur. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 829 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Hann sat á stól rétt við dyrnar, elegant klæddur í hvítan jakka og skyrtu og svartar smóking buxur og kvaddi gestina sem voru farnir að tygja sig heim. Jólaveislan hafði að þessu sinni verið óvenju margmenn og skemmtileg, maturinn að venju mikill og góður og drykkjarföng nóg. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 435 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Mig langar til að minnast vinar míns og kollega dr. Gunnlaugs Þórðarsonar með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust um það leyti er ég lauk laganámi 1977. Frá 1990 höfum við starfað saman á lögmannsstofu. Lögmannsstörf dr. Gunnlaugs spanna hins vegar hart nær hálfa öld. Hann var eljumaður mikill varðandi allt það er hann tók að sér og trúr sannfæringu sinni við alla málafylgju. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 451 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Það lætur að líkum að þeir menn sem maður hittir og á samleið með á lífsleiðinni verða manni misjafnlega eftirminnilegir og hafa mismikil áhrif á mann. Einn af þeim mönnum sem ég hitti og fékk að ganga með spottakorn var doktor Gunnlaugur Þórðarson hæstaréttarlögmaður. Hann er nú látinn. Gunnlaugur var með eftirminnilegustu mönnum. Hann var satt að segja alveg einstakur maður. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 560 orð

Gunnlaugur Þórðarson

"Har nogen været uartig her?" Rödd danska jólasveinsins hljómaði í gegnum rennihurðina hjá ömmu Ellen í Suðurgötu og þögn sló á óþreyjufullan barnaskarann fyrir framan. Engum fannst það þó neitt óvenjulegt að jólasveinninn sem loksins var kominn til okkar krakkanna skyldi tala dönsku. Þannig hafði það alltaf verið. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 383 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Kveðja til fínasta og besta afa í heimi. Afi Gulli var sá maður sem var ómissandi á okkar heimili hvort sem var á jólum, páskum eða á sumrin. Jólin voru alltaf einstök, afi tætandi utan af pökkunum þannig að gjafirnar voru í bráðri hættu. Að sjálfsögðu var sungið og dansað í kringum jólatréð fram og til baka og söng afi hárri raustu lagið með sínum hraða. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 354 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Gunnlaugur Þórðarson var einn þeirra manna sem setti mikinn svip á mannlífið. Það gustaði af honum, hann fór hratt yfir, svo hratt að stundum var erfitt að fylgja honum eftir. Hann var einn þeirra sem hafði brennandi áhuga nánast á öllu mannlegu og það var gott að vera í návist hans. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 204 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Óhætt er að fullyrða að með Gunnlaugi Þórðarsyni er genginn einn litríkasti lögfræðingur Íslands. Gunnlaugur var afar félagslyndur maður og sinnti t.a.m. félagsmálum Lögfræðingafélagsins mjög vel. Hann var fastagestur á fundum félagsins og málþingum og tók hann jafnan til máls á þessum samkomum. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 377 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Þau skáldverk, sem merkilegust þykja, byggja frægð sína undantekningarlítið á stórbrotnum og eftirminnilegum mannlýsingum. Höfundur, sem hefði tekist að skapa persónu á borð við Gunnlaug Þórðarson í sinni sögu, án þess að þekkja fyrirmyndina, hefði ugglaust staðið nærri nóbelsverðlaunum og annarri upphefð og frægð. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 56 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Heill sé þér, Gunnlaugur. Þú varst sá skemmtilegasti og merkilegasti maður sem ég hef þekkt. Ef ég hefði ekki kynnst þér væri ég mun fátækari í dag. Ég vil bara þakka þér fyrir þau kynni sem við áttum. Ef ég kemst í hálfkvisti við það sem þú varst mun ég verða ánægður með lífið. Pálmi. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 338 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Afi Gulli, "Ljóti afi" á ljóta bílnum. Afi sem gaf okkur fimmtíu kall fyrir að standa undir köldu bununni í Laugardalslauginni rétt fyrir lokun, afi sem lét braka í öllum tánum á okkur og stríddi okkur, hasaðist í okkur þangað til við gátum ekki meira, afi sem spilaði við okkur rommý langt fram á nótt og hló sig máttlausan að tapsárindum okkar, afi sem keyrði yfir á rauðu ljósi, Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 433 orð

Gunnlaugur Þórðarson

"Afi var farinn áður en hann kom, hann var svo mikið að flýta sér," sagði lítil sonardóttir þín eitt sinn þegar hún var spurð að því, hvort afi hennar hefði komið í heimsókn. Þannig finnst mér nú um heimsókn þína alla, þegar þú hefur kvatt í hinsta sinn. Svo stutt virðist manni lífið þegar litið er um öxl, og tíminn fljótur að líða. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 666 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Ég vil með nokkrum orðum kveðja mág minn og minnast góðs og náins vinar dr. Gunnlaugs Þórðarsonar. Það var undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar sem Gunnlaugur fór að birtast á Brekkugötu í Hafnarfirði. Í númer 10 bjuggum við systkinin með Maríu Víðis móður okkar, Herdís þá tvítug gullfalleg leikkona og ég tíu ára. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 267 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Á sólríkum morgni er hurðum Borgarfógetaembættisins í Reykjavík svipt upp og inn stormar snaggaralegur maður í ljósum frakka. Á höfðinu ber hann barðastóran hatt, sem hann sviptir af sér og sendir rakleiðis og þvert yfir afgreiðslusal embættisins, beint í hendur brosandi símadömunnar. Á eftir fer komment um fríðleik hennar og yndisleik allan enda maðurinn menntaður í Frans. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 531 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Það var logn í Reykjavík daginn sem þú yfirgafst þessa jarðnesku tilveru. Því áttum við ekki að venjast kringum þig. Þú kallaðir þig húsvin og komst eins og stormsveipur inn í dagana með kínakál undir hendinni, óbirta grein í brjóstvasanum til upplestrar og umræðu og veskið troðið af skafmiðum. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 374 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Farinn er á vit nýrra ævintýra og til víðari lendna, tengdafaðir minn og vinur, Gulli afi. Gunnlaugur var afi barnanna minna, Skafi í hugum fjölda fólks sem nutu skafmiðaástríðu hans, Safi enn annarra sem oft þáðu hjá honum eplasafa, Sundlaugur þeirra sem hann hitti í sundi á hverjum degi, Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 578 orð

GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON

GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON Dr. Gunnlaugur Þórðarson fæddist á Kleppi við Reykjavík, 14. apríl 1919. Hann lést á Landakotsspítala 20. maí síðastliðinn, af völdum áverka sem hann hlaut í bílslysi í byrjun janúar. Hann var sonur Þórðar Sveinssonar, f. 1874, d. 1946, yfirlæknis á Kleppi og prófessors við Háskóla Íslands, og konu hans, Ellenar Johanne Sveinsson, f. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 296 orð

Ingibjörg Pálsdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 93 orð

Margrét Ágústsdóttir

Elsku Gréta, við kveðjum þig með söknuði en geymum minninguna um allar góðu stundirnar. Ekki hvarflaði að okkur um síðustu jól er þú komst til okkar eins og öll önnur jól að það væru þín síðustu hér hjá okkur. Nú ertu komin á friðsælan og góðan stað þar sem þér líður vel eftir öll veikindin sem þú hefur þurft að kljást við. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 244 orð

Margrét Ágústsdóttir

Margrét Ágústsdóttir, ömmusystir mín, er nú látin. Margrét eða Gréta eins og við kölluðum hana var búin að vera veik í nokkurn tíma en það var ekki fyrr en undir það síðasta að maður gerði sér grein fyrir hversu alvarleg veikindi hennar voru. Gréta eignaðist engin börn en hún var okkur, yngstu kynslóðinni í fjölskyldunni, sem amma. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 225 orð

Margrét Ágústsdóttir

Minningarnar streyma fram nú þegar komið er að því að kveðja Grétu móðursystur mína. Ég hugsa til bernsku minnar og sé fyrir mér ömmu mína, afa og Grétu, samofin þrenning. Hún bjó hjá þeim alla tíð og annaðist þau þar til yfir lauk. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 476 orð

Margrét Ágústsdóttir

Með örfáum orðum viljum við minnast móðursystur okkar Margrétar Ágústsdóttur eða Grétu frænku sem nú er horfin úr þessu jarðlífi eftir erfið veikindi. Gréta fæddist og ólst upp í Baldurshaga í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Ólöf Ólafsdóttir og Ágúst Árnason, sem var fjölhæfur smiður og síðar kennari við Barnaskólann í Vestmannaeyjum um 30 ára skeið. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 119 orð

MARGRÉT ÁGÚSTSDÓTTIR

MARGRÉT ÁGÚSTSDÓTTIR Margrét Ágústsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 1. júní 1914. Hún lést á Landakotsspítala 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágúst Árnason, smiður og kennari í Vestmanneyjum, f. 18. ágúst 1871 í Miðmörk undir Eyjafjöllum, d. 2. apríl 1957, og Ólöf Ólafsdóttir, húsmóðir, f. 28. október 1884 í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, d. 21. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 450 orð

SIGRÚN FANNLAND

Fyrir réttum níutíu árum fæddist Sigrún Fannland við rætur Tindastóls þar sem heitir að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Líklegt er að hún hafi ekki verið sérstakt óskabarn. Móðir hennar var ógift og faðerni ekki skráð í kirkjubók. Ungri var henni komið í fóstur til vandalausra. Heppin var hún með fósturforeldra sem bjuggu að Innstalandi í sömu sveit. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 655 orð

Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir

Með Sigurbjörgu Sigurbjörnsdóttur frá Hænuvík er horfin ein af þeim fjölmörgu sem í hógværð og hlédrægni þjónaði öðrum alla ævi, en mátti í staðinn oft lúta að litlu, enda engar sérstakar kröfur gerðar til frægðar eða frama. Meira
29. maí 1998 | Minningargreinar | 133 orð

SIGURBJÖRG SIGURBJÖRNSDÓTTIR

SIGURBJÖRG SIGURBJÖRNSDÓTTIR Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir fæddist á Geitagili í Örlygshöfn 1. janúar 1919. Hún lést á Hrafnistu 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafía Magnúsdóttir frá Hnjóti í Örlygshöfn og Sigurbjörn Guðjónsson frá Geitagili, en þau bjuggu síðar lengi í Hænuvík við Patreksfjörð. Meira

Viðskipti

29. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 56 orð

Aðalfundur ÍMARK 1998

AÐALFUNDUR ÍMARK - félags íslensks markaðsfólks verður haldinn í dag kl. 17.15 á Hótel Sögu, í Sal C. ÍMARK félagar eru hvattir til þess að mæta á fundinn, segir í fréttatilkynningu, en eingöngu þeir sem greitt hafa félagsgjöld fyrir starfsárið 1997-98 eiga rétt á setu á fundinum. Hægt er að greiða félagsgjöldin við innganginn. Meira
29. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 159 orð

ÐGSM-sími beggja vegna Atlantsála

HEIMILISTÆKI hf., umboðsaðili Bosch Telecom á Íslandi, hefur hafið sölu á nýjum Multiband GSM-síma frá Bosch, segir í fréttatilkynningu frá Heimilistækjum. Síminn World-Com 718 er fyrsti síminn sem hægt er að nota bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Meira
29. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 260 orð

ÐLava smíðar stálgrindarhús fyrir Baug

NÝLEGA var lokið við að reisa stálgrind nýrrar birgða- og dreifingarstöðvar Baugs hf. að Skútuvogi 7 í Reykjavík, sem á að þjóna verslunum Hagkaups og Bónuss. Byggingin er 10 þúsund fermetrar að stærð og er eitt af stærstu húsum sem byggð hafa verið á landinu, segir í fréttatilkynningu frá Lava hf., sem sér um bygginguna. Framkvæmdir hófust seinni partinn í janúar og verður lokið 1. Meira
29. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 165 orð

ÐSamningur Samskipa og ÍS undirritaður

ÓLAFUR Ólafsson forstjóri Samskipa og Benedikt Sveinsson forstjóri Íslenskra sjávarafurða undirrituðu á miðvikudag samning til þriggja ára um flutninga Samskipa á sjávarafurðum fyrir ÍS. Samningurinn hljóðar upp á flutning á alls 120 þúsund tonnum. Verðmæti samningsins er tveir milljarðar króna. Þetta er langstærsti einstaki samningur sem Samskip hafa gert til þessa. Meira
29. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 377 orð

ESB bannar sjónvarpsbandalag í Þýzkalandi

STJÓRN Evrópusambandsins hefur beitt valdi til að banna samruna stórra fyrirtækj, sem það sjaldan notar, með því að koma í veg fyrir að Bertelsmann AG, bæverski fjölmiðlajöfurinn Leo Kirch og Deutsche Telekom AG myndi með sér bandalag á sviði greiðslu- eða áskriftarsjónvarps í Þýzkalandi. Meira
29. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Hik vegna Asíu og vaxtaótta

HÆKKANIR eftir opnun urðu að engu er á daginn leið á evrópskum verðbréfamörkuðum vegna uggs út af Asíu og hugsanlegum vaxtahækkunum vestanhafs. Þó eykst þeirri skoðun fylgi að sparnaðarráðstafanir og hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum muni koma í veg fyrir fjárhagslegt hrun í Rússlandi. Meira
29. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 465 orð

Krafist ógildingar úrskurðar og nýrrar afgreiðslu

STEFNA samkeppnisráðs á hendur Myllunni- Brauði hf., Mjólkursamsölunni í Reykjavík og áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna ógildingar á samruna Myllunnar og Samsölubakarís var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meira
29. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 55 orð

Olíuverð lækkar enn

OLÍUVERÐ á heimsmarkaði heldur áfram að lækka vegna offramboðs, sem er framleiðendum í Miðausturlöndum áhyggjuefni. Verð á olíu til afhendingar í júlí lækkaði um 24 sent í 13,82 dollara tunnan á þriðjudag. Reynt hefur verið að koma í veg fyrir að verðið lækki niður fyrir 14 dollara á undanförnum vikum. Meira
29. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 87 orð

Verslunarráð semur við KOMPASS

VERSLUNARRÁÐ íslands hefur gengið frá samkomulagi við KOMPASS á Íslandi um sérkjör fyrir félagsmenn Verslunarráðsins. Með samkomulaginu auðveldar Verslunarráðið félagsmönnum sínum aðgengi að upplýsinum um nálega 2 milljónir fyrirtækja hjá KOMPASS. Meira

Fastir þættir

29. maí 1998 | Í dag | 26 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 29. maí, verður fimmtugur Hersteinn Þ. Karlsson, Suðurgötu 52, Siglufirði. Eiginkona hans er María Karlsdóttir. Þau eru að heiman í dag. Meira
29. maí 1998 | Í dag | 134 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 29. maí, verður níræð Sigrún Fannland frá Sauðárkróki, nú til heimilis að Hlévangi, Faxabraut 13, Keflavík. Hún tekur á móti gestum laugardaginn 30. maí kl. 15 í sal Verkalýðs- og sjómannafélagsins, Hafnargötu 80, Keflavík. 60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 29. Meira
29. maí 1998 | Í dag | 438 orð

Brennuvargar Á HVERJU ári gerist það, því miður, að kveikt

Á HVERJU ári gerist það, því miður, að kveikt er í sinu og afleiðingarnar verða stundum þær að tjón verður á trjágróðri. Þetta á sér bæði stað á höfuðborgarsvæðinu og úti um landsbyggðina. Þeir sem þetta gera hljóta annaðhvort að vera óvita börn eða fullorðnir sem haldnir eru brennuæði. Slíkir brennuvargar kveikja í ruslatunnum, brennanlegu dóti og jafnvel í húsum. Meira
29. maí 1998 | Fastir þættir | 229 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonSæmileg þátttaka

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonSæmileg þátttaka í Sumarbrids Mánudagskvöldið 25. maí var spilaður Mitchell. Spilaðar voru 9 umferðir, 3 spil á milli para. Af þeim 24 pörum sem tóku þátt, urðu þessi efst: (Meðalskor 216) NS Anton R. Meira
29. maí 1998 | Í dag | 406 orð

DÖGUNUM var Víkverji á ferð í Berlín og er skemmst frá því

DÖGUNUM var Víkverji á ferð í Berlín og er skemmst frá því að segja að fáar heimsóknir til útlanda hafa verið jafnáhrifamiklar. Það er ótrúlegt að koma til borgarinnar og verða vitni að þeirri uppbyggingu sem þar á sér stað um þessar mundir. Hvert sem litið er má sjá byggingakrana og iðnaðarmenn að störfum. Meira
29. maí 1998 | Í dag | 19 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 29. maí, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli hjónin Sigrún Einarsdóttir og Friðrik Pétur Valdimarsson, Tunguvegi 4, Njarðvík. Meira
29. maí 1998 | Dagbók | 121 orð

Kross 1LÁRÉTT: 1 skaði

Kross 1LÁRÉTT: 1 skaði, 4 dreng, 7 líffærin, 8 kærleiksþel, 9 elska, 11 vinds, 13 svara, 14 fjandskapur, 15 talað, 17 flanir, 20 blóm, 22 áhöldin, 23 land, 24 ójafnan, 25 gabba. Meira
29. maí 1998 | Fastir þættir | 187 orð

Langholtskirkja.

VIÐ messu á sunnudag leika Gunnar Kvaran og Guðný Guðmundsdóttir á selló og fiðlu með organistanum Helga Sæmundi Ólafssyni. Kirkjukór Hvammstanga syngur og leiðir söng. Tekið verður á móti gjöfum til kirkjunnar, Kaleik og patínu, til minningar um hjónin Einar og Guðrúnu Sigurðardóttur Farestveit. Meira
29. maí 1998 | Dagbók | 675 orð

Reykjavíkurhöfn: Hanne Sif fer í kvöld. Arnarfell

Reykjavíkurhöfn: Hanne Sif fer í kvöld. Arnarfell og Otto M. Þorláksson komu í gær og fara í dag. Okhottnoog Gracuous eru væntanleg í dag. Teodor Nette fer væntanlega í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Olshana, Strong Icelander og Sléttbakur komu í gær. Meira
29. maí 1998 | Fastir þættir | 637 orð

Töfrablandan bjargaði Blossa Hestapestin hefur tekið sinn toll þrátt fyrir að vera ekki talin mjög skæð. Á kosningadaginn drapst

HESTAPESTIN hafði komið í Hundastapa fyrir nokkru og héldu hjónin Ólafur Egilsson og Ólöf Guðmundsdóttir að hún væri yfirstaðin. Svo reyndist ekki vera og Elding veiktist nokkrum dögum eftir að hún kastaði. Hún fékk háan hita og í kjölfarið varð hún klumsa, eins og kallað er. Meira
29. maí 1998 | Fastir þættir | 1764 orð

(fyrirsögn vantar)

Ferming í Ólafsvíkurkirkju 31. maí kl. 13. Prestur sr. Friðrik J. Hjartar. Fermd verða: Birkir Viðar Reynisson, Grundarbraut 45. Bjarni Ólafsson, Geirakoti 11. Hafrún Pálsdóttir, Brautarholti 24. Hallmar Reimarsson, Ólafsbraut 66. Hrafnhildur Arna Árnadóttir, Grundarbraut 39. Ingrid Örk Kjartansdóttir, Vallholti 4. Meira

Íþróttir

29. maí 1998 | Íþróttir | 78 orð

0:1 Salih Heimir Porca fékk sendingu út á hægri kantinn. Hann sendi fyrir ma

0:1 Salih Heimir Porca fékk sendingu út á hægri kantinn. Hann sendi fyrir markið ­ á fjærstöng og þar var Jón Þ. Stefánssoneinn og óvaldaður og skallaði neðst í vinstra markhornið á 2. mín. Þórður markvörður hefði átt að ná til knattarins en hann "fraus" á línunni. 1:1 Unnar Vilhjálmsson sendi boltann frá hægri kanti inn á miðjan vítateiginn. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 759 orð

Alls ekki hvetjandi

Ummæli landsliðsþjálfarans um upphaf Íslandsmótsins í knattspyrnu hafa vakið hörð viðbrögð þjálfara í deildinni. Björn Ingi Hrafnsson var viðstaddur blaðamannafund þjálfara KR og Grindavíkur og leitaði í kjölfarið álits þjálfara Íslandsmeistara ÍBV. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 123 orð

Aron til Danmerkur

Aron Kristjánsson, landsliðsmaður úr Haukum, hefur ákveðið að leika með danska 1. deildarliðinu Skjern frá Jótlandi. Liðið er nýliði í 1. deild og hefur Anders-Dahl Nielsen, sem þjálfaði þýska liðið Flensburg, tekið við þjálfun þess. Hulda Bjarnadóttir, unnusta Arons, ætlar að leika með kvennaliði Skjern, sem leikur í 2. deild. Þau hafa gert tveggja ára samning við félagið. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 500 orð

Enn marka- laust hjá Fram

LEIKMENN Fram léku þriðja leikinn í röð án þess að gera mark er þeir sóttu Þrótt heim í Laugardalinn. Liðin skildu með skiptan hlut í markalausu jafntefli í lítt minnisstæðum leik og verða þetta að teljast sanngjörn úrslit. Framarar eru því eina lið efstu deildar sem ekki hefur skorað mark nú þegar þremur umferðum er lokið. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 105 orð

Eyjamenn náðu boltanum á miðjum vallarhelmingi Keflvíkinga. Kri

Eyjamenn náðu boltanum á miðjum vallarhelmingi Keflvíkinga. Kristinn Lárusson sendi fram, Guðmundi Oddssyni tókst ekki að koma boltanum frá, Steingrímur Jóhannesson nýtti sér það, náði boltanum og skoraði með vinstri fæti úr vítateignum á 14. mínútu. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 74 orð

Golf

Arctic Open 1998 HIÐ árlega miðnæturmót Golfklúbbs Akureyrar, Arctic Open, verður haldið dagana 24. til 27. júní 1998. Mót þetta hefur verið mjög vinsælt bæði meðal íslenskra og erlendra golfara og hafa þátttakendur verið fjölmargir frá upphafi, mest um 160 manns. Miðað við fjölda fyrirspurna má búast við að svo verði einnig í ár. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 135 orð

Guðjón Valur Sigurðsson til KA

LÍKUR eru á því að einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins, Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Gróttu/KR, gangi til liðs við KA, en deildarmeistararnir hafa augastað á honum til þess að leysa Björgvin Björgvinsson af hólmi. Verulegar líkur eru á því að Björgvin gangi í raðir þýska 2. deildar liðsins Hameln sem Alfreð Gíslason þjálfar. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 38 orð

Hvaða knöttur er inni?

SPURNING 2Hvaða knöttur er inni? HÉR á teikningunni til hægri er annað sjónarhorn, þegar spurt er hvaða knöttur af þremur, 1, 2 eða 3, er kominn inn fyrir marklínu. Á morgun birtum við þriðju teikninguna, sem sýnir rétt svar. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 234 orð

IAN Wright, miðherji Arsenal,

IAN Wright, miðherji Arsenal, meiddist á læri í landsleik gegn Marokkó og er næsta víst að hann verði ekki með í HM. STEVE Staunton, varnarleikmaður Aston Villa, mun líklega ganga á ný til liðs við Liverpool í næstu viku ­ kaupverð fjórar millj. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 25 orð

Í kvöld Knattspyrna 2.

Knattspyrna 2. deild karla: Fjölnisvöllur:Fjölnir - KS20 Garður:Víðir - Dalvík20 Húsalvík:Völsungur - Reynir S.20 Sauðárk.:Tindastóll - Selfoss20 3. deild karla: Ármannsv. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 573 orð

Lárus bjargvætt- ur Valsmanna

LÁRUS Sigurðsson var frábær í marki Vals gegn ÍA á Skipaskaga í gærkvöldi og bjargaði liði sínu frá tapi. Valsmenn fengu óskabyrjun er þeir skoruðu strax á upphafsmínútum leiksins. Skagamenn voru smátíma að átta sig á stöðunni en eftir því sem á leið tóku þeir hann í sínar hendur. Þrátt fyrir fjölmörg opin marktækifæri tókst þeim aðeins að gera eitt mark og það í síðari hálfleik. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 100 orð

Lárus Sigurðsson, Val. Steingrímur Jóha

Lárus Sigurðsson, Val. Steingrímur Jóhannesson, ÍBV. Ólafur Þór Gunnarsson, ÍR. Pálmi Haraldsson, ÍA. Ólafur Ingólfsson, Keflavík. Kristinn Lárusson, ÍBV. Andri Marteinsson, John Nielsen, Páll Guðmundsson, Peter Ogaba, Rastislav Lazorik, Páll Gíslason, Leiftri. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 602 orð

Leiftur - ÍR1:0

Leiftursvöllur, Landssímadeildin, efsta deild karla, fimmtudagur 28. maí 1998: Aðstæður: Ákjósanlegar, smá gola til að byrja með, síðan logn. 12 stiga hiti. Völlurinn frábær: Mörk leifturs: Kári Steinn Reynisson (45. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 217 orð

Ólafur Þór bjargaði ÍR frá stærra tapi

Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍR-inga, kom í veg fyrir að leikmenn Leifturs næðu að skora fleiri en eitt mark á Ólafsfirði. Það mark dugði "alþjóðlegu" liði heimamanna til sigurs, 1:0. Ólafur Þór átti mjög góðan leik og réðu skotglaðir Leiftursmenn illa við hann. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 538 orð

Steingrímur minnti á sig

Steingrímur Jóhannesson hefur slegið í gegn á Íslandsmótinu í knattspyrnu og ekki ætti að koma á óvart þótt hann yrði í landsliðshópi Guðjóns Þórðarsonar, sem verður væntanlega tilkynntur í dag vegna leiks við Suður-Afríku í Stuttgart annan laugardag. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 139 orð

Stórsigur Chicago

Phil Jackson, þjálfari Chicago Bulls, var spurður að því fyrir fimmta leik liðsins gegn Indiana Pacers, hvað menn hans þyrftu að gera til að fagna sigri. "Halda kjafti og hugsa um að leika." Það var greinilegt að leikmenn hans fóru eftir dagskipun hans, því að þeir héldu sig á mottunni í sambandi við dómarana, einbeittu sér að leiknum og unnu öruggan sigur, 106:87. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 297 orð

Þórey Edda bætti Norðurlandamet Völu

ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, bætti í gærkvöldi Íslands- og Norðurlandamet Völu Flosadóttur í stangarstökki kvenna utanhúss um 1 cm á móti hjá FH á Kaplakrikavelli. Þórey stökk 4,18 m, en gamla met Völu var 4,17 m sett í Bordeaux í lok september 1996. Meira
29. maí 1998 | Íþróttir | 32 orð

(fyrirsögn vantar)

3. deild KFR - Hamar1:1 Snæfell - Léttir2:6 Afturelding - Bruni7:0 Magni - Nökkvi3:1 HSÞ b - Neisti H3:2 Neisti D. - Sindri2:17 Ármann Björnsson skoraði mest fyrir Sindra, eða fimm mörk. Meira

Úr verinu

29. maí 1998 | Úr verinu | 139 orð

Góð aflabrögð hjá smábátum í Bolungarvík

AFLABRÖGÐ smábáta í Bolungarvík hafa verið með afbrigðum góð að undanförnu. Líflegt var við höfnina þegar fréttaritari átti þar leið um sl. mánudagskvöld, en þann dag lönduðu 26 bátar samtals rúmu 61 tonni. Aflahæstur var Guðmundur Einarsson ÍS með 8 tonn en hann rær með línu. Aflahæstur handfærabáta var Bjarney með 3,7 tonn eftir daginn. Meira
29. maí 1998 | Úr verinu | 152 orð

Varað við geislun í norskum fiski

YFIRVÖLD í Egyptalandi vöruðu nýlega við sjávarafurðum frá Noregi vegna hættu á, að þær væru geislavirkar. Er viðvörunin komin frá sendiherra landsins í Ósló. Upphaf þessa máls er raunar frétt í egypsku vikublaði en í henni sagði, að geislavirkur fiskur væri á leiðinni til landsins. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

29. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 988 orð

Appelsínurnar geta verið ruslfæði líka

APPELSÍNUR eru heilbrigð fæða en enginn lifir af appelsínum einum saman. Þannig má segja að appelsínur séu ruslfæði," segir Brynhildur Briem næringarfræðingur og lektor við Kennaraháskóla Íslands. Meira
29. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 612 orð

Fatlaðir verða líka að hafa eitthvað fyrir stafni

LÆKJARÁS, dagvistarstofnun fyrir fatlaða, var með opið hús fyrir almenning á dögunum í tilefni af 40 ára afmæli Styrktarfélags vangefinna. Lækjarás er fyrir fatlaða eldri en 17 ára og fer starfsemin fram á fimm stofum að sögn Laufeyjar Gissurardóttur forstöðuþroskaþjálfa. Meira
29. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 305 orð

Grillað og sungið með félagsmiðstöðinni Tipp topp

ÚTILEGUR, bíóferðir, bingó, kvöldvökur og línudans eru meðal þess sem er á dagskrá hjá Tipp topp, félags- og menningarmiðstöð fatlaðra. Miðstöðin er staðsett í Hinu húsinu, menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks Aðalstræti 2, og tók til starfa árið 1992, fyrst í Brautarholti 20. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur fjármagnar reksturinn en miðstöðin er lokuð á sumrin. Meira
29. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1182 orð

Grunnurinnað góðumsamskiptumliggur í sjálfumskilnaðinum

"Ég tel að grunnurinn að samskiptum barna við fráskilda foreldra og hugsanlega stjúpforeldra sé lagður í sjálfum skilnaðinum. Með því að útskýra sem best fyrir barninu af hverju foreldrarnir hafi ákveðið að skilja og stjúpforeldri muni ekki koma í staðinn fyrir foreldrið sem býr ekki lengur hjá barninu er verið að hjálpa barninu að takast á við framtíðina," segir Sigríður D. Meira
29. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1342 orð

Kaffihús með fjölbreyttu ívafi Kaffiunnendur þróa oft með sér gott nef fyrir skemmtilegum kaffihúsum. Hanna Katrín Friðriksen er

CAFÉ Engel er eitt skemmtilegasta kaffihúsið í höfuðborg Finnlands og þó mun víðar væri leitað. Staðurinn dregur nafn sitt af hinum nafntogaða prússneska arkitekt, Carl Ludwig Engel, sem Rússar fengu til þess að Meira
29. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1505 orð

Konur í köstulum og karlar í sokkabuxum "Gagnrýnendur, yfirleitt karlar, hafa í mörg hundruð ár gert grín að ástarsögum og

BRYNHILDUR Heiðardóttir Ómarsdóttir, nemi á fyrsta ári í bókmenntafræði í HÍ, er orðin vel að sér í að minnsta kosti einni tegund bókmennta; ástarsögum. Hún hefur lesið slíkar sögur í hundraðatali frá tólf ára aldri, er enn að og segist kunna æ betur að meta þessa sagnahefð, Meira
29. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 422 orð

Ruslmataræði frekar en ruslfæði

RUSLFÆÐI er ekki til að mínu mati en það er hægt að tala um ruslmataræði ef stór hluti fæðunnar er fenginn úr flokki skyndibita, sem eru yfirleitt mjög fituríkir," segir Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi eldhúss Landspítalans og hjá líkamsræktarstöðinni World Class. Meira
29. maí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1843 orð

Stjúpfjölskyldan þarf að taka tillit til allra

Þau hittust fyrst ári eftir erfiðan skilnað beggja. Ekki leið á löngu þar til þau urðu skotin og fóru að eyða fleiri stundum í návist hvort annars ­ en þau voru aldrei ein. Fortíðin elti þau uppi og börnin sjö þurftu á sínu að halda.Anna G. Ólafsdóttir spjallaði við hjónin Finn Eiríksson og Gunnhildi Hrólfsdóttur um reynslu þeirra af myndun stjúpfjölskyldu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.