Greinar sunnudaginn 7. júní 1998

Forsíða

7. júní 1998 | Forsíða | 160 orð

Fiskur í stað Viagra

FJÖRUTÍU og átta barna faðir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum ráðleggur landsmönnum sínum að gleyma frjósemislyfinu Viagra og borða þess í stað mikið af fiski. Frá þessu var greint í dagblaðinu Emirate News í gær. Meira
7. júní 1998 | Forsíða | 295 orð

Gagnkvæmar árásir halda áfram

ISAYAS Afewerki, forseti Eritreu, sagðist í gær vonlítill um að friður komist á milli lands hans og nágrannaríkisins Eþíópíu. Herir beggja landa, sem eru meðal þeirra fátækustu í Afríku, héldu í gær áfram gagnkvæmum árásum á landi og í lofti. Meira
7. júní 1998 | Forsíða | 43 orð

Hörður Snorrason Á íslenzkri sólarströnd

ÞAÐ er víðar en við Miðjarðarhafið sem gylltar strendur freista sólskinssólginna ferðalanga. Þessa fögru sandströnd er að finna skammt frá Búðum á Snæfellsnesi. Í heiðskírunni á dögunum gátu menn sem áttu leið um notið veðurbíðunnar og víðáttunnar í flæðarmálinu. Meira
7. júní 1998 | Forsíða | 199 orð

Jospin íhugar íhlutun

LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gær að stjórn hans væri reiðubúin að grípa inn í verkfall flugmanna flugfélagsins Air France. Flugmennirnir hafa verið í verkfalli frá því á mánudaginn, annan í hvítasunnu, en það stefnir skipulagi heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í hættu, þar sem Air France hafði tekið að sér að flytja öll keppnisliðin 32 og áhorfendur milli borga. Meira
7. júní 1998 | Forsíða | 46 orð

Reuters Stórabeltisbrúin opnuð

FRIÐRIK krónprins af Danmörku hleypir af stað fyrstu dúfunum af 500, sem var sleppt lausum við hátíðlega athöfn á nýju brúnni yfir Stórabelti á föstudag. Um 100.000 manns, fótgangandi og á reiðhjólum, voru viðstödd athöfnina, en hún verður opnuð fyrir bílaumferð 14. júní. Meira

Fréttir

7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

30 laxar úr Blöndu

VEIÐI hófst í Blöndu í fyrradag og á hádegi í gær höfðu veiðst 30 laxar á fjórar stangir. Voru þetta allt laxar á bilinu 12 til 17 pund. Veiðimenn sjá að mikill lax er genginn í ána og voru kátir í blíðunni og bjartviðrinu fyrir norðan. Var haft á orði að byrjunin á laxveiðitímabilinu lofaði góðu. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

60 ára afmælisþing SUF

SAMBAND ungra framsóknarmanna heldur upp á 60 ára afmæli á 27. þingi SUF sem haldið verður á Hótel Eddu á Laugarvatni helgina 12.­14. júní, en þar voru samtökin stofnuð þann 13. júní 1938. Á þinginu sem haldið er undir kjöorðinu "Ísland á nýrri öld" verður m.a. auk afmælishátíðarinnar rætt um nýjar tillögur SUF í fjölskyldu- og skattamálum, mennta- og atvinnumálum. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 365 orð

Aðför að starfsheiðri hjúkrunarfræðinga

HJÚKRUNARFRÆÐINGAR sem starfa hjá Íslenskri erfðagreiningu í Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna mótmæla harðlega vinnubrögðum Tölvunefndar gagnvart þeirri starfsemi sem þar fer fram. Í bréfi Tölvunefndar til Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfslækna sem birst hefur í fjölmiðlum komi fram ávirðingar sem ekki sé hægt að sitja undir án andmæla. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Algengt að fyrirtæki greiði eftirlit

KOMIÐ hafa fram spurningar um réttmæti þess að laun eftirlitsaðila hjá ÍE, sem Tölvunefnd skipar, séu greidd af fyrirtækinu sjálfu. Bent hefur verið á að þessi tengsl kunni að hafa áhrif á störf eftirlitsaðilanna og rýra gildi þeirra. Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins, sem Tölvunefnd heyrir undir, segir það á ábyrgð Tölvunefndar hvernig launagreiðslum skuli háttað. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Atkvöld Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur eitt af sínum atkvöldum mánudaginn 8. júní. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Mótið fer fram í Hellisheimilinu í Þönglabakka 1 í Mjódd, efstu hæð. Sami inngangur og hjá Bridssambandinu og Keilu í Mjódd. Mótið hefst kl. 20. Þátttökugjald er kr. Meira
7. júní 1998 | Erlendar fréttir | 261 orð

Atvinnuleysi eykst í Japan

ATVINNULEYSI í Japan jókst enn í aprílmánuði og er nú 4.1%, en svo hátt hefur hlutfall atvinnulausra ekki verið síðan mælingar hófust árið 1953. Fjöldi atvinnulausra er talinn enn ein vísbendingin um slæma stöðu efnahagsmála í Japan en japanska ríkisstjórnin lofaði að bregðast skjótt við. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 295 orð

Aukin áhersla verði lögð á málefni barna

ÞRIÐJA landsþing Barnaheilla (Save the Children, Iceland) var haldið 9. maí sl. en það er haldið annaðhvert ár. Ný stjórn samtakanna var kjörin á þinginu. Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur, var endurkjörinn formaður. Varaformaður er Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur. Starfsemi Barnaheilla hefur vaxið fiskur um hrygg frá síðasta landsþingi. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 690 orð

Án hliðstæðu í heiminum og enn í fullu gildi

SJÓMANNADAGURINN er 60. ára í dag og haldinn hátíðlegur í 61. sinn. "Hugmyndin kom frá Henry heitnum Hálfdanarsyni, sem þá var loftskeytamaður á togaranum Hafsteini og á siglingu á Halamiðum, árið 1937. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Árbítur í Stýrimannaskólanum

Í TILEFNI af 60 ára afmæli sjómannadagsins ákváðu Björgvin Þór Jóhannsson, skólameistari Vélskóla Íslands, og Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, að bjóða fulltrúaráði sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði og stjórn Hollvinasamtaka Sjómannaskólans í morgunkaffi í gærmorgun til að kynna skólana. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 366 orð

Beðið eftir straumnum

NÚ ERU bændadagar í Þverá í Borgarfirði og yfirleitt berast ekki aflatölur frá þeim til veiðibókar fyrr en þeim lýkur. Þó heyrðist í gærmorgun, að eitthvað hefðu sveitamenn og skjólstæðingar þeirra orðið varir og nokkrir laxar bæst við þá tvo sem Ingveldur Viggósdóttir veiddi fyrstu dagana. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Bílafrímerki og ferðir páfa

Á SÝNINGUNNI Frímerki 98 sem Landssamband íslenskra frímerkjasafnara stendur fyrir kennir ýmissa grasa og er þar að finna mörg forvitnileg frímerkjasöfn. Bæði er um að ræða þekkt íslensk frímerkjasöfn og söfn sem hafa ákveðið þema, t.a.m. bílafrímerki eða ferðir páfa um heimsbyggðina. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Bílvelta við Grundarfjörð

BÍLL valt við Grundará við Grundarfjörð um fjögurleytið aðfaranótt laugardags. Fjórir voru í bílnum og voru tveir þeirra fluttir á sjúkrahús í Stykkishólmi til skoðunar. Meiðsl þeirra reyndust minniháttar og fóru þeir heim að skoðun lokinni en bíllinn er töluvert skemmdur, að sögn lögreglu í Stykkishólmi. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Dramatík í Hafnarstræti

Dramatík í Hafnarstræti ÞAÐ voru blendnar tilfinningar sem ríktu á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar hjá. Uppábúin erlend brúðhjón virtust þar eiga í einhverjum erfiðleikum og ekki laust við að þau ættu samúð vegfarenda. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Enn mælast jarðskjálftar JARÐSKJÁLFTAHRINAN sem hefur verið á

JARÐSKJÁLFTAHRINAN sem hefur verið á Hengilssvæðinu undanfarna daga virðist vera að deyja út segir Einar Kjartansson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. Enn eru nokkrar hræringar á svæðinu en stærð skjálftanna hefur farið minnkandi. Á föstudagskvöld mældist jarðskjálfti af stærðinni 3,4 á Richter. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Fagna niðurstöðunni

EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær þá kvað Hæstiréttur upp þann dóm á fimmtudag að það fari í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að greiða engar bætur vegna varanlegra örorkutjóna til þeirra sem hafa engar eða takmarkaðar tekjur á liðinni tíð, sé miskastig þeirra metið minna en 10-15%, eins og skaðabótalögin kveða á um. Aðspurður fagnar Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl. niðurstöðunni. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Fyrirlestur um fegurð íslenskra kvenna

ÞORGERÐUR Þorvaldsdóttir, sagnfræðingur, flytur þriðjudaginn 9. júní fyrirlestur í boði Sagnfræðingafélags Íslands og Rannsóknarstofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist: "Um ótrúlega fegurð íslenskra kvenna, þjóðernishyggju, hreinleikastefnu og "The American gaze." Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Grunur um íkveikju í stigagangi

TÖLUVERÐAR reykskemmdir urðu í stigagangi í Hamraborg í Kópavogi eftir að eldur kviknaði í gólfteppi neðst í stigaganginum snemma í gærmorgun. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða og er málið í rannsókn hjá lögreglunni í Kópavogi. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Hjólað í góðgerðaskyni VEÐRIÐ lék heldur betur við slökk

VEÐRIÐ lék heldur betur við slökkviliðsmennina sex sem lögðu af stað frá Reykjavík í gærmorgun í hringferð um landið á hjólhestum. Tilgangur ferðarinnar er að safna áheitum til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Ef allt gengur samkvæmt áætlun verða slökkviliðsmennirnir hjólandi komnir aftur til Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Meira
7. júní 1998 | Landsbyggðin | 73 orð

Keppt í tölvuleikni

SVOKALLAÐ PlayStation mót var nýlega haldið í Bíó Valaskjálf á Egilsstöðum. Mótið var útsláttarkeppni og var keppt í færni í kappakstursleik á tölvu. Alls tóku yfir 30 börn þátt en sigurvegari mótsins var Bergþór Þorsteinsson frá Seyðisfirði og fékk hann í verðlaun sjónvarp, tölvuleik og pizzaveislu. Það voru Rafeind og Bíó Valaskjálf sem stóðu að mótinu. Meira
7. júní 1998 | Erlendar fréttir | 1039 orð

Kíríjenko eflist við fyrstu eldraunina

ÞEGAR umrótið á rússnesku fjármálamörkuðunum náði hámarki fyrir rúmri viku töldu nokkur dagblöð í Moskvu að stjórn Sergejs Kíríjenkos forsætisráðherra kæmist ekki hjá því að fella gengi rúblunnar. Gengisfelling hefði leitt til verðhækkana og skert lífskjör almennings frekar, valdið félagslegri og pólitískri upplausn og stefnt umbótastefnu stjórnarinnar í mikla hættu. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Kynningarfundur Brokeyjar

SIGLINGAKLÚBBURINN Brokey heldur kynningarfund mánudaginn 8. júní í samvinnu við franska skútuframleiðandann Dufour. Þar mun fulltrúi Dufour sýna báta sem þeir framleiða og svara fyrirspurnum fundargesta. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

LEIÐRÉTT

Í MYNDATEXTA á baksíðu Morgunblaðsins á fimmtudag var farið rangt með nafn á fjalli því sem kindin Stygg dvelur í. Var sagt að fjallið héti Mýrarfell en hið rétta er að það heitir Mýrarhyrna. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 441 orð

Lestarslys í Þýzkalandi HRAÐLEST á leið frá

HRAÐLEST á leið frá München til Hamborgar með yfir 400 farþega innanborðs fór um kl. 11 að staðartíma á miðvikudag út af sporinu og skall á um 200 km hraða á vegbrú sem lá yfir teinana, í smábænum Eschede um 30 km norðan við Hannover. Í gær höfðu björgunarmenn fundið 102 lík í braki lestarinnar, en um 300 manns slösuðust, margir alvarlega. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 441 orð

Lífeyrissjóðurinn Framsýn sendir fjármálaráðuneytinu tilmæli

LÍFEYRISSJÓÐURINN Framsýn hefur óskað eftir því að fjármálaráðuneytið taki á ný til meðferðar mál er varðar aðild verkamanna hjá Samskipum að lífeyrissjóði, en samkvæmt úrskurði ráðuneytisins þar um ber þeim að greiða iðgjöld til Samvinnulífeyrissjóðsins. Telur lífeyrissjóðurinn Framsýn að ákvörðun ráðuneytisins byggist á ófullnægjandi og röngum upplýsingum og að rökstuðningi sé ábótavant. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Meistarafyrirlestur í líffræði

SIGURLAUG Skírnisdóttir heldur fyrirlestur þriðjudaginn 9. júní nk. kl. 16.15 um verkefni sitt til meistaraprófs í líffræði. Verkefnið heitir Líffræðilegur fjölbreytileiki baktería í brennisteinsríkum hver. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu G-6 á Grensásvegi 12 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 239 orð

Menningarsjóður útvarpsstöðva Áttatíu milljónum úthlutað

ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum úr Menningarsjóði útvarpsstöðva. Alls bárust umsóknir um styrki til 264 verkefna og námu styrkumsóknir samtals 500 milljónum króna. Heildarkostnaðaráætlanir verkefnanna námu u.þ.b. 1.250 milljónum króna. Úthlutað var 80.195.000. Styrkir til framleiðslu og undirbúnings dagskrárefnis fyrir hljóðvarp nema 20.345.000 en 59.850. Meira
7. júní 1998 | Erlendar fréttir | 84 orð

ReutersAusturrískur skopbjór

AUSTURRÍSK námsmær heldur á lofti bjórflöskum með skopmyndum af Gerhard Schröder, kanzlaraefni þýzka Jafnaðarmannaflokksins (SPD), og Oskar Lafontaine, formanni SPD. Sigl- ölgerðin í Salzburg hefur tekið upp á því að merkja bjórflöskur úr sinni framleiðslu með slíkum skopmyndum í tilefni komandi þingkosninga í Þýzkalandi. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Samtaka sjómenn í SJÓMENNIRNIR á skipinu Júlla Dan ÍS 19 frá Ísaf

Samtaka sjómenn í SJÓMENNIRNIR á skipinu Júlla Dan ÍS 19 frá Ísafirði voru við veiðar í rjómablíðu í Smugunni fyrir helgi. Aflanum var landað í Þórshöfn á Langanesi síðastliðinn miðvikudag. Nægur tími gafst því til að halda heim í faðm fjölskyldu og vina fyrir sjómannadaginn sem í dag er haldinn hátíðlegur í sextugasta skipti. Meira
7. júní 1998 | Landsbyggðin | 80 orð

Sex ára börn á Eyrarbakka fá hjálma

Eyrarbakka-Björgunarsveitirnar Björg á Eyrarbakka og Dröfn á Stokkseyri færðu nýlega öllum sex ára nemendum hins sameinaða barnaskóla á ströndinni reiðhjólahjálma að gjöf. Björg hefur síðan 1992 haft þennan sið og nú tókst samstarf með deildunum um gjörninginn í beinu framhaldi af sameiningu skólanna. Meira
7. júní 1998 | Landsbyggðin | 322 orð

Skólaslit Grunnskólans á Hellissandi

Hellissandi-Grunnskólanum á Hellissandi var slitið föstudaginn 22. maí eftir starf vetrarins. Mikið fjölmennni var við skólaslitin sem hófust með ávarpi skólastjórans, Guðlaugar Sturlaugsdóttur, sem var ráðin í haust. Ræddi hún í ræðu sinni m.a. um tilgang skólastarfs og markmið samkvæmt lögum um grunnskóla. Meira
7. júní 1998 | Landsbyggðin | 184 orð

Stórtækir Kiwanismenn á Sauðárkróki

Sauðárkróki-Nú nýverið afhentu félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey á Sauðárkróki heimilisfólki á sambýlum fatlaðra í Skagafirði bifreið til eignar og afnota. Kiwanisklúbburinn Drangey hefur nú starfað í tuttugu ár og má segja að í tilefni þessara tímamóta hafi verið ráðist í verkefni sem er hið viðamesta sem klúbburinn hefur tekið að sér. Meira
7. júní 1998 | Landsbyggðin | 198 orð

Stykkishólmsapótek 160 ára

Stykkishólmsapótek var stofnað með konungsúrskurði 26. maí 1838 og eru nú 160 ár frá því að rekstur þess hófst. Þetta er hár aldur á íslenskan mælikvarða og ekki mörg fyrirtæki eldri hér á landi. Á síðustu öld var það ómetanleg aðstoð fyrir lækni að hafa aðgang að manni sem kunni skil á lyfjum og sjúkdómum. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 378 orð

Sýnt fram á tengsl milli reykinga unglinga og annarra þátta

UNGLINGAR sem búa við leiðandi uppeldishætti við 14 ára aldur eru ólíklegri til að reykja en unglingar afskiptalausra, skipandi og eftirlátra foreldra. Í hópi þeirra unglinga sem ekki reykja 14 ára gamlir eru þeir einnig ólíklegri til að vera byrjaðir að reykja við 17 ára aldur sem telja foreldra sína leiðandi en þeir sem telja foreldra sína afskiptalausa eða skipandi. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Tekinn á 142 km hraða

LÖGREGLAN á Húsavík stöðvaði ökumann í Ljósavatnsskarði á föstudag og mældist hann á 142 km hraða. Var ökumaðurinn sviptur ökuleyfi á staðnum. Lögregla boðar nú hertar aðgerðir gegn hraðakstri um allt land. Í fyrradag svipti lögreglan á Ísafirði mann ökuleyfi til bráðabirgða en hann var staðinn að því að aka á 70 km hraða í bænum, þar sem hámarkshraði er 35 km á klukkustund. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Tíu handteknir með fíkniefni í Hafnarfirði

LÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók tíu manns í húsi við Drangahraun aðfaranótt laugardags og við leit í húsinu fannst töluvert af fíkniefnum, áhöldum til neyslu þeirra og ætluðu þýfi. Lögreglan hefur að undanförnu fylgst með húsinu, sem er í iðnaðarhverfi, vegna gruns um fíkniefnaneyslu, þar sem fólk hefur komið saman eftir lokun veitingahúsa. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Tveir harðir árekstrar í Borgarfirði

TVEIR harðir árekstrar urðu í Borgarfirði á föstudag. Flutningabifreið ók á fólksbíl skammt fyrir neðan Kolás í Borgarfirði á föstudagskvöld. Stúlka sem var farþegi í fólksbílnum var flutt á sjúkrahús á Akranesi en að sögn læknis þar var ekki um alvarlega áverka að ræða. Meira
7. júní 1998 | Landsbyggðin | 186 orð

Útskrift Garðyrkjuskólans að Reykjum

Hveragerði-Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi var slitið síðastliðinn laugardag. Þá útskrifuðust við hátíðlega athöfn 36 nemendur af fimm námsbrautum. Þær eru skrúðgarðyrkjubraut, ylræktarbraut, blómaskreytingabraut, umhverfisbraut og garðplöntubraut. Meira
7. júní 1998 | Innlendar fréttir | 470 orð

Vikan 31/5 - 6/6 -Innlent-

ODDVITASKIPTI urðu í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í vikunni. Að loknum fundi í Valhöll síðdegis á föstudag vék Árni Sigfússon úr sæti sem oddviti. Í stað hans kom Inga Jóna Þórðardóttir en hún skipaði þriðja sæti á framboðslistanum í síðustu borgarstjórnarkosningum. Meira

Ritstjórnargreinar

7. júní 1998 | Leiðarar | 503 orð

leiðariSJÓMANNADAGURINN JÓMANNADAGURINN er hald

leiðariSJÓMANNADAGURINN JÓMANNADAGURINN er haldinn hátíðlegur í dag í sextugasta sinn frá upphafi. Það er ekki tilviljun að sjómönnum er tileinkaður einn dagur á ári, í byrjun júní, þegar bjartsýni vorsins er mest, því að þessi stétt manna hefur gert landanum það mögulegt að byggja þetta harðbýla land með þeim undrum að þar er nú þjóðríki, Meira
7. júní 1998 | Leiðarar | 2389 orð

reykjavíkurbréfSKÖMMU FYRIR BORGAR- og sveitarstjórnarkosningar urðu n

SKÖMMU FYRIR BORGAR- og sveitarstjórnarkosningar urðu nokkur orðaskipti á milli Morgunblaðsins og Bryndísar Hlöðversdóttur, alþingismanns Alþýðubandalags fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Tilefni þeirra var, að þingmaðurinn hafði sakað Morgunblaðið um að "kasta grímunni" rétt fyrir kosningar. Meira

Menning

7. júní 1998 | Fólk í fréttum | 153 orð

Alvarleg grínmynd hjá Carrey

NÝJASTA kvikmynd grínistans Jim Carrey "The Truman Show" var forsýnd í Los Angeles á mánudag en ágóði sýningarinnar rann til góðgerðarmála. Í myndinni leikur Carrey mann sem óafvitandi er aðalstjarnan í sjónvarpsþætti sem sýndur er beint í sjónvarpi allan sólarhringinn. Notaðar eru faldar myndavélar til að festa líf hans á filmu og efninu sjónvarpað um allan heim. Meira
7. júní 1998 | Menningarlíf | 529 orð

Dularfullt og lævíslegt

SÁLFRÆÐITRYLLAR hafa á undanförnum misserum verið vinsælt kvikmyndaefni einkum þeir sem lýsa því þegar myndarlegur karlgeðlæknirinn fellur fyrir glæsilegum kvensjúklingnum sem sækir til hans hjálp og ráðgjöf gagntekin af kynlífsvandamálum eða einhverju þaðan af verra; Woody Allen gerir frábært grín að því í "Deconstructing Harry". Meira
7. júní 1998 | Menningarlíf | 185 orð

Ellefu hlutu heiðursstyrki SPRON

HEIÐURSSTYRKIR Menningar- og styrktarsjóðs SPRON voru afhentir við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gær, laugardaginn 6. júní. 11 einstaklingar og hópar hlutu styrki, alls að upphæð sex milljónir króna. Styrkþegar eru: Heiðursstyrkir að upphæð kr. 1.000. Meira
7. júní 1998 | Menningarlíf | 295 orð

Fer með aðalhlutverk í óperu eftir Britten

ÍSLENSK sópransöngkona, Guðrún Jóhanna Jónsdóttir, búsett í Lundúnum, fer um þessar mundir með aðalkvenhlutverkið íuppfærslu Mayer-Lismann óperunnará Turn of the Shrew eftir BenjaminBritten og er sýningin framlag óperuhússins til Spitalfield Marcet tónlistarhátíðarinnar sem nú er haldin í leikhúsi sem stendur í hjarta þessa gamlaútimarkaðar borgarinnar. Meira
7. júní 1998 | Menningarlíf | 243 orð

Frumleiki og hljómfegurð

MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju og Hörður Áskelsson organisti eru á tónleikaferðalagi til Norðurlanda og Eistlands. Á efnisskránni eru m.a. lög eftir Jón Nordal, Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Jónas Tómasson. Hörður Áskelsson lék á nýtt orgel dómkirkjunnar í Bergen á einleikstónleikum á Listahátíð í Bergen. Þar lék hann m.a. Meira
7. júní 1998 | Fólk í fréttum | 940 orð

GENE FOWLER JR.

AÐ ÖLLU jöfnu er fjallað um þungavigtarmenn í leikstjórastétt á þessum síðum, af og til verður þó vikið útaf þeirri reglu, fleira er matur en feitt kjöt. Það kannast örugglega ekki margir við Gene Fowler jr., umfjöllunarefni dagsins, "cult-"mynda leikstjóra sem lést í síðasta mánuði, áttræður að aldri. Meira
7. júní 1998 | Fólk í fréttum | 243 orð

Gibb-bræður ekki hættir

BRÆÐURNIR í The Bee Gees tilkynntu á dögunum að þeir hygðust halda nokkra tónleika í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar. Þar á meðal verða þeir með sína fyrstu tónleika í Suður-Afríku og annars staðar í álfunni auk þess sem liðin eru 10 ár síðan The Bee Gees komu fram í Evrópu og í Ástralíu. Meira
7. júní 1998 | Menningarlíf | 1307 orð

Hjá Rösu Ruseckiene í Norður-Aþenu Vor í skáldsk

RASA Ruseckiene kennir íslensku og íslenskar bókmenntir í Háskólanum í Vilnius í Litháen. Þetta er forn menntastofnun og meðal frægra nemenda skólans var þjóðskáld Pólverja, Adam Mickiewics. Rasa hefur þýtt íslenskar bókmenntir, fornar og nýjar og lagði Rithöfundasambandi Litháens lið við skipulagningu ljóðahátíðarinnar í maí sl. Meira
7. júní 1998 | Fólk í fréttum | 258 orð

Hæfileikaleysingjar í uppsveiflu Beðið eftir Guffman (Waiting for Guffman)

Framleiðandi: Karen Murphy. Leikstjóri: Christopher Guest. Handritshöfundar: Christopher Guest og Eugene Levy. Kvikmyndataka: Roberto Schaefer. Tónlist: Michael McKean, Harry Shearer og Christopher Guest. Aðalhlutverk: Christopher Guest, Eugene Levy og Catherine O'Hara. (90 mín.) Bandarísk. Skífan, maí 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
7. júní 1998 | Fólk í fréttum | 645 orð

Leikhús leikhússins

LEIKSKÓLINN verður með sína fyrstu frumsýningu 20. júní næstkomandi og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Enda hópur af ungum áhugaleikurum með svo mikinn metnað fyrir leiklist að þeir stofnuðu sinn eigin skóla. Og uppskera sem fyrr segir í lok júní. Sett verður upp leikrit sem byggt er á Sumargestum eftir rússneska leikskáldið Maxim Gorki. Meira
7. júní 1998 | Fólk í fréttum | 332 orð

Ljóð og sjónvarp ÚTI UM allan bæ, í bíl

ÚTI UM allan bæ, í bílskúrum og á börum er tónlistarfólk að bræða saman hljóma og slög fyrir sjálft sig og aðra. Á Fógetanum eru tónleikar flest kvöld, og skiptir þá engu máli hverrar tegundar tónlistin er svo lengi sem hún er góð. Þeir sem áttu leið þar um sl. miðvikudagskvöld fengu að njóta andríkis og spilahæfileika tveggja hljómsveita sem kalla sig Kjamma og Aperatzia Klubnica. Meira
7. júní 1998 | Menningarlíf | 71 orð

Margrét Bára sýnir í Eden

NÚ stendur yfir sýning á málverkum Margrétar Báru Sigmundsdóttur í Eden í Hveragerði. Á sýningunni eru 44 myndir málaðar í olíu og vatnslitum á sl. ári. Margrét málar vatnslitamyndir úr náttúrunni, s.s. úr gamla bændasamfélaginu, blóm og fantasíur auk mynda sem sýna hennar persónulegu tjáningu. Margrét hefur haldið margar sýningar um allt land á undanförnum árum. Meira
7. júní 1998 | Menningarlíf | 167 orð

Mikilvægi íslenskrar menningar

ATLANTISK dåd og drøm, 17 essays om Island/Norge nefnist bók, 327 síður, sem út er komin hjá Aschehoug í Noregi. Ritstjóri er Asbjørn Aarnes. Í bókinni eru ritgerðir og ljóð eftir norska og íslenska höfunda, fræðimenn og skáld, yfirlitsgreinar og styttri greinar. Áhersla er lögð á sögu og menningu. Meira
7. júní 1998 | Fólk í fréttum | 939 orð

Myljandi stuð!

UNDIRRITUÐUM er enn í fersku minni er hann heyrði fyrst í bandarísku rokksveitinni Creedence Clearwater Revival. Man meira að segja hvar hann var staddur, rétt eins og þegar Kennedy var myrtur hér um árið. Meira
7. júní 1998 | Menningarlíf | 69 orð

Smásagnasamkeppni Vikunnar

VIKAN stendur fyrir smásagnasamkeppni og verður verðlaunasagan birt í Vikunni. Höfundur verðlaunasögunnar fær tveggja vikna sólarlandaferð fyrir tvo til Portúgals. Einnig verða verðlaunaðar fimm smásögur og verða þær birtir í sumar. Æskileg lengd eru 3-4 vélritaðar síður og skilafrestur er til 17. júní. Meira
7. júní 1998 | Kvikmyndir | 430 orð

SORGIN SEFUÐ

Leikstjóri Atom Agoyan. Handrit Agoyan, e. skáldsögu Russells Banks. Tónlist Mychael Danna. Kvikmyndatökustjóri Paul Sarossy . Aðalleikendur Ian Holm, Maury Chaykin, Gabrielle Rose, Peter Donaldson, Caerthan Banks, Bruce Greenwood,. 110 mín. Kanadísk. 1997. Meira
7. júní 1998 | Menningarlíf | 43 orð

Sýning nemenda í Hafnarborg

ÁRLEG sýning nemenda á hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði var opnuð laugardaginn 30. maí í Sverrissal í Hafnarborg. Nemendur sýna vetrarvinnu sína sem samanstendur bæði af teikningum og nytjahlutum, sem gerðir eru í verklegum áföngum námsins. Sýningunni lýkur í dag, sunnudag. Meira
7. júní 1998 | Fólk í fréttum | 611 orð

Uppljómun Poppi í Reykjavík vatt fram með rokkvöldi í Loft

ANNAR þáttur í skemmtileiknum Popp í Reykjavík fór fram á föstudagskvöld í Héðinshúsinu og Loftkastalanum. Tónlistin var venju fremur fjölbreytt og hljómsveitir hver úr sinni áttinni hvað varðaði inntak, áherslur og listfengi, ekki síður en útlit og sviðsframkomu. Meira
7. júní 1998 | Menningarlíf | 144 orð

Vortónleikar drengjakórs Laugarneskirkju

DRENGJAKÓR Laugarneskirkju heldur vortónleika í Langholtskirkju mánudaginn 8. júní kl. 20. Drengjakórinn er nú að ljúka sínu áttunda starfsári og í honum eru 44 drengir á aldrinum 8­19 ára. Deild eldri félga hefur nú starfað í tvo vetur og sungið með kórnum á tónleikum og við önnur tækifæri. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Undirleikari er Peter Máté. Meira
7. júní 1998 | Menningarlíf | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

7. júní 1998 | Fólk í fréttum | 281 orð

(fyrirsögn vantar)

WELLES á hvíta tjaldið Handrit Orson Welles "The Magical Ring" er löngu orðið víðfrægt þótt það hafi aldrei verið kvikmyndað. Nú lítur út fyrir að breyting verði þar á. William Hurt, Nigel Hawthorne, Irene Jacob og Miranda Richardson hafa verið ráðin í kvikmynd sem gerð verður eftir umræddu handriti Welles. Meira
7. júní 1998 | Menningarlíf | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

7. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 516 orð

Hvers eiga landsmenn að gjalda? Frá Sigurði Magnússyni: HVERS ei

HVERS eiga, til dæmis, "öryrkjar" og aðrir landsmenn að gjalda er ríkisstjórnin gefur "Sægreifunum" milljarða, af almannafé? Það var grein frá Eggert E. Laxdal í "Bréf til blaðsins" 25.5. sl. Þar segir m.a.: Vinur minn sem er 76 ára þurfti að fá sér ný gleraugu sem kostuðu 40.000 krónur. Tryggingastofnun var þá spurð að því hvort aðstoð fengist þaðan til að greiða ný gleraugu. Svo var ekki. Meira

Minningargreinar

7. júní 1998 | Minningargreinar | 43 orð

Birna M. Elmers

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Edda og fjölskylda. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 171 orð

Birna M. Elmers

Elsku mamma, baráttunni er lokið. Það er komið eitt ár síðan þú greindist með lungnakrabbamein. Hvernig gat það gerst, þú sem hafðir lifað svo heilbrigðu lífi. Lífið er óútreiknanlegt, Guð gefur og Guð tekur. Þér hefur verið ætlað eitthvað mikilvægara hlutverk sem ekki gat beðið. Við systurnar fengum gott uppeldi hjá þér og pabba, vorum umvafðar ást og umhyggju. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 282 orð

Birna M. Elmers

Ég skrifa hér nokkur kveðjuorð um Birnu Elmers, tengdamóður mína, sem lést aðfaranótt miðvikudagsins 27. maí sl. Birna var einstök kona og mér einstaklega góð tengdamóðir. Hún vildi allt fyrir mig gera og var okkur mikil stoð þegar ég og dóttir hennar, Ólöf, byrjuðum að búa. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 357 orð

Birna M. Elmers

Hverjum klukkan glymur í dag veit enginn, en hitt vitum við, að fyrr eða síðar á hún eftir að glymja okkur, sem fæðst höfum til þessa lífs. Samt erum við alltaf óviðbúin, sérstaklega þegar um er að ræða fólk á besta aldri. Þannig var það með Birnu, vinkonu mína og vinnufélaga. Við Birna kynntumst fyrir um það bil tuttugu og fimm árur, þá störfuðum við báðar sem gjaldkerar hjá Landsbanka Íslands. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 426 orð

Birna M. Elmers

Það er sjaldgæft að eignast vinkonu þegar maður er ekki orðin fimm ára og að sú vinátta endist í rúma hálfa öld. Það er einnig furðulegt að slíkar vinkonur skuli fá sama sjaldgæfa sjúkdóminn með nokkurra mánaða millibili. Ég varð fyrr til að fá sjúkdóminn og í þau skipti sem ég þurfti að liggja á sjúkrahúsi vegna hans heimsótti Birna mig á hverjum degi og stoppaði sjaldnast skemur en 2 til 3 tíma. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 139 orð

BIRNA M. ELMERS

BIRNA M. ELMERS Birna M. Elmers fæddist í Reykjavík 14. apríl 1943. Hún lést á Landspítalanum 27. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Elmer Gibson verslunarmaður, látinn, og Guðrún Hinriksdóttir, húsmóðir. Birna M. Elmers giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Hrafni Sigurhanssyni, viðskiptafræðingi, 7. nóvember 1964. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 807 orð

Ingólfur Björnsson

Árið 1910 flytjast foreldrar Ingólfs að Fagradal á Hólsfjöllum og bjuggu þar í fimm ár, fluttust síðan að Arnarvatni í Þverfellsdal í Vopnafirði og bjuggu þar allmörg ár áður en þau fluttust ofan í Vopnafjörð. Ingólfur fór úr föðurhúsum um fermingaraldur og var í vinnumennsku í Möðrudal og víðar á Fjöllum. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 539 orð

Ingólfur Björnsson

Annan þessa mánaðar var Ingólfur Björnsson, fyrrverandi bóndi á Þorvaldsstöðum og í Vatnsdalsgerði, til grafar borinn frá Vopnafjarðarkirkju að viðstöddu fjölmenni. Mig setti hljóðan þegar ég frétti lát þessa aldna vinar míns, þótt ekki kæmi það á óvart. Glíma hans við elli kerlingu var búin að vera löng og ströng, og sú glíma endar aldrei með bræðrabyltu. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 198 orð

INGÓLFUR BJÖRNSSON

INGÓLFUR BJÖRNSSON Ingólfur Björnsson fæddist á Hamri í Laxárdal 27. nóvember 1908. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra, Sundabúð, í Vopnafirði 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Eyjólfsson bóndi á Hamri í Laxárdal og Ásta Elísa Jónasdóttir frá Bjarnastöðum í Bárðardal. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 276 orð

OSKAR INGMAR HUSBY JOHANNSSON

OSKAR INGMAR HUSBY JOHANNSSON Oskar Ingmar Husby Johannsson fæddist í Þrándheimi í Noregi 29. október 1918. Hann lést á Landspítalanum 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnhild og Johann Husby. Börn þeirra voru tíu: Reidar, látinn, Solveig, Arvit, látinn, Jenny, Oskar, Asmund, Borghild, látin, Erling, látinn, Margit, Erling. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 152 orð

Oskar Ingmar Huseby Johannsson

Elsku afi okkar, mikið er erfitt að kveðja þig, söknuðurinn er mikill, en minningarnar eru margar sem við getum glaðst yfir. Alltaf varstu tilbúinn til að hjálpa, alltaf brosandi og hlæjandi, kvartaðir aldrei yfir veikindum og varst ósérhlífinn í vinnu. Gladdist alltaf ef vel gekk hjá okkur. Og þegar langafabarnið Arnar Már fæddist, gladdistu mjög því þú hafðir alltaf gaman af börnum. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 319 orð

Oskar Ingmar Johannesson

Afi minn, Oskar I. Johannsson, lést á Landspítalanum 1. júní síðastliðinn. Rétt rúmri viku áður fékk ég hringingu hingað til Spánar þar sem ég er búsettur og foreldrar mínir tjáðu mér hversu veikur hann væri. Ég kom heim eins fljótt og ég gat og var hjá afa mínum síðustu vikuna sem hann lifði. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Sigurður Sigurðsson

Á morgun, mánudag, kveðjum við kæran vin, hann Sigga Sig eins og hann var alltaf kallaður. Við kynntumst Sigga í gagnfræðaskóla þegar hann fluttist í Garðabæinn. Kynnin urðu fyrst í gegnum sameinginlegt skellinöðruáhugamál en breyttust síðan í mjög góðan vinskap sem hefur haldist alveg síðan, ekki síst fyrir tilstuðlan Sigga sem var mjög ötull við að halda gamla hópnum saman. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 395 orð

Sigurður Sigurðsson

Nú er hann Siggi frændi horfinn til feðra sinna alltof snemma. Hver hefði trúað því að hann skyldi kveðja okkur svona skyndilega á góðum vordegi. Við Siggi vorum alltaf mestu mátar. Ég var alltaf uppáhaldsfrænka og hann uppáhaldsfrændi. Hann var alltaf svo hress og skemmtilegur og góður við litlu frænku sína. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 299 orð

Sigurður Sigurðsson

Kæri vinur. Þú kvaddir okkur miklu fyrr en nokkurn hefði órað fyrir. Þegar ég lít til baka og átta mig á að það eru 24 ár síðan við kynntumst fyrst, þá finnst mér bæði vera langt síðan, því við höfum upplifað margt, og einnig stutt því tíminn er fljótur að líða í góðra vina hópi. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 468 orð

Sigurður Sigurðsson

"Af hverju biðurðu ekki bara Sigga um að hjálpa þér?" er spurning sem Gunnar sonur okkar hefur oft borið fram þegar við höfum ekki vitað hvernig á að gera eitthvað. Og oft hringdum við og fengum hjálp. Skipti þá engu hvort um var að ræða matargerð, viðhald á húsi, bíl eða garði eða tæknimál. Siggi mágur var nefnilega einn þeirra manna sem virtist geta gert hvað sem var. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 220 orð

Sigurður Sigurðsson

Við hittumst fjórir á sjúkrastofnun nýlega. Allir að kljást við sama sjúkdóminn. Sigurður, eða Siggi eins og hann bað okkur að kalla sig, kom deginum fyrr og tók á móti okkur með stríðnislegu brosi og bauð okkur velkomna. Siggi kom okkur fyrir sjónir sem lífsglaður maður með framtíðaráætlanir á hreinu. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 161 orð

SIGURÐUR SIGURÐSSON

SIGURÐUR SIGURÐSSON Sigurður Sigurðsson fæddist í Reykjavík 17. september 1958. Hann lést á heimili sínu 29. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Halldórsson, rafmagnsverkfræðingur, og kona hans, Sigrún Magnúsdóttir og var hann yngstur fimm barna þeirra. Systkini Sigurðar eru Magnús, Halldór, Sigrún og Svava. Hinn 15. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 404 orð

Systir Gabriella

Systir Gabriella er látin í hárri elli. Hún hélt sinni andlegu reisn og glaðværa skapi til hins síðasta, þótt hún væri orðin nokkuð ellimóð. Hún hafði helgað líf sitt þjónustu við Guð og hann hafði gefið henni mikið veganesti í vöggugjöf. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 518 orð

Systir Gabriella

Fyrir 25 árum kom ég sem nýr starfsmaður á Landakotsspítala. Var ég ráðinn á svæfingardeild og kveið ég talsvert fyrir að byrja að vinna hjá nunnunum í Landakoti. Bæði var þetta framandi staður og ég hélt að þarna væru allir mjög alvarlegir og mjög strangur agi. Ég var fljótur að finna út að þetta var allt öðruvísi. Systurnar voru léttar og kátar, með bros á vör og unnu langan vinnudag. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 999 orð

Systir Gabriella

Nú er systir Gabriella gengin inn í fögnuð herra síns. Henni varð að ósk sinni, að bera beinin á þessu landi sem hún hafði helgað líf sitt og starf allt og krafta sína meðan þeir entust, og líklega unnið trú sinni og herra með meiri árangri en nokkur annar úr hjörð Rómarbiskups sem hér hefir verið á síðari tímum. Þegar fjórar St. Meira
7. júní 1998 | Minningargreinar | 121 orð

SYSTIR GABRIELLA

SYSTIR GABRIELLA Systir Marie Gabriella fæddist í Oldenburg í Þýskalandi 24. júní 1904. Hún lést á heimili sínu í Garðabæ 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar dóu þegar hún var barn að aldri, en hún var yngst í stórum systkinahópi. Tvær af systrum hennar gengu einnig í reglu St. Jósefssystra. Hún gekk í regluna í Kaupmannahöfn 15. ágúst 1929. Meira

Daglegt líf

7. júní 1998 | Bílar | 62 orð

Audi vill Cosworth

AUDI og Vickers, eigendur Cosworth vélaframleiðandans, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup Audi á fyrirtækinu fyrir 120 milljónir punda. Salan er háð því að samningar takist milli Vickers og VW umk kaup þess síðarnefnda á Rolls-Royce og Bentley. Við kaupin yrði Cosworth hluti af Audi en fyrirtækið er þekkt um allan heim fyrir hönnun og framleiðslu á aflmiklum bílvélum. Meira
7. júní 1998 | Ferðalög | 788 orð

Á bíl um spánsk sveitahéruð Það er margt að sjá við og í nágrenni Costa Blanca en þangað liggur leið margra Íslendinga í sumar.

SVEITIRNAR í nágrenni Alicante borg, í suðausturhluta Spánar, eru blómlegar. Víða er appelsínu- og vínrækt, til fjalla eru fjöldi lítilla sveitaþorpa og við ströndina, Costa Blanca, eru fallegar baðstrendur og litlir fiskibæir. Meira
7. júní 1998 | Ferðalög | 540 orð

Á HUMMER UM LANDIÐ

HANN minnir einna helst á páfabílinn, Hummerinn sem nýtt fyrirtæki í ferðaþjónustunni, Icelandic Super Jeep, hefur látið breyta og bæta til að nota í ferðum í sumar. Hummerinn tekur nú níu manns í sæti og er útsýni úr þessu bandaríska torfærutrölli með besta móti eftir breytingarnar. Meira
7. júní 1998 | Bílar | 410 orð

Bílaflotinn eldist þrátt fyrir söluaukningu

FLUTTIR voru inn 5.225 nýir fólksbílar fyrstu fimm mánuði ársins en ellefu síðastliðin ár hafa að meðaltali verið fluttir inn 3.504 nýir fólksbílar. Miðað við að 30% aukning verði á bílainnflutningi út árið verða fluttir inn rúmlega 13.300 nýir bílar og tekjur ríkissjóðs af bifreiðakaupum munu nema nálægt 9 milljörðum kr., að mati Bílgreinasambands Íslands. Meira
7. júní 1998 | Bílar | 78 orð

Bílar & list á Vegamótastíg

OPNAÐ hefur verið nýtt fyrirtæki á Vegamótastíg sem sérhæfir sig í innflutningi á bifreiðum. Um helgina verður þar sýning á ýmsum lúxusbifreiðum og gestum gefst kostur á að skoða draumabílinn á Netinu. Á sama stað er myndlistargallerí svo áhugamenn um hönnun og fagurlistir geta átt þarna góðar stundir. Meira
7. júní 1998 | Bílar | 59 orð

Bílar og list

OPNAÐ hefur verið myndlistargallerí á Vegamótastíg þar sem einnig eru til sýnis lúxusbifreiðar í flestum verðflokkum. Ekki hefur áður verið blandað saman bílum og myndlist í galleríum hérlendis. Bifreiðarnar sem sýnar verða í galleríinu verða til sölu. Á staðnum er einnig tölva þar sem gestum býðst að skoða draumabílinn á netinu eða láta tölvuna finna hann. Meira
7. júní 1998 | Ferðalög | 177 orð

Flatey og sigling á Breiðafirði

HIÐ íslenska náttúrufræðifélag efnir til vorferðar til Flateyjar og siglingar um Breiðafjörð 12.-14. júní nk. Lagt verður af stað frá Umferðamiðstöðinni á föstudagskvöld þann 12. kl. 19 og ekið til Stykkishólms þar sem boðið er upp á svefnpokagistingu í tvær nætur á farfuglaheimili Magnúsar Kristjánssonar. Laugardaginn 13. júní kl. Meira
7. júní 1998 | Bílar | 186 orð

Framtíðarbílar Honda

HONDA hyggst auka áherslu á framleiðslu smábíla fyrir Evrópumarkað. Nobuhiko Kawamoto, forstjóri Honda, segir að innan tveggja ára verði þrír hugmyndabílar í smábílaflokki sem frumsýndir voru á bílasýningunni í Genf komnir á markað í Evrópu. Meira
7. júní 1998 | Bílar | 268 orð

Fyrstu myndir af Peugeot 206

PEUGEOT hefur sent út fyrstu myndirnar af nýjum Peugeot 206. Þær sýna að framleiðslubíllinn verður í megindráttum eins og tveggja dyra hugmyndabíllinn sem var frumsýndur á bílasýningunni í Genf í mars sl. Bíllinn kemur á markað í Evrópu í október. Meira
7. júní 1998 | Ferðalög | 289 orð

Heilsárshótel opnaðvið Mývatn

SJÖTTA lykilhótelið á landinu, Lykilhótel Mývatn við samnefnt vatn, tekur til starfa 15. júní næstkomandi eftir gagngerar endurbætur og breytingar á húsi sem áður hýsti heimavistarskólann á Skútustöðum. Meira
7. júní 1998 | Bílar | 1393 orð

Hvar setur maður barnastólinn?

Ég stend úti á palli og er að ræða málin við nágranna minn þegar ég heyri drunur í háþrýstri bílvél bergmála milli húsanna. Við lítum báðir upp, og sjáum eldrauðan Viper Coupe renna í hlaðið fyrir framan húsið. Meira
7. júní 1998 | Ferðalög | 820 orð

Leiðin týnda Hettuvegur liggur ekki milli Hatts og Hettu heldur sunnan undir Hettutindi, segir Gunnar Benediktsson. Auðveldast

TILEFNI lína þessara er raðgöngur Útivistar um Grónargötur vorið 1998, semkynntar voru í dagblöðum 19. apríl sl. Það ereinkum síðasti áfangiþessarar leiðar, sá erfarinn var á uppstigningardag 21. maí, semgefur tilefni til athugasemda. Þá var gengiðaustur yfir Sveifluháls,Hettuveg til Krýsuvíkur. Meira
7. júní 1998 | Ferðalög | 617 orð

Lífvæn hvalaútgerð í Hafnarfirði

HVALASKOÐUN nýtur vaxandi vinsælda enda um að ræða "lífvæna og sjálfbæra nýtingu" á skepnum sem svamlað hafa um heimshöfin í tuttugu og fimm milljón ár, svo vitnað sé í fróðlegan einblöðung sem væntanlegir hvalaskoðendur fá í hendur um leið og þeir hafa munstrað sig, í alla vega eina ferð, á Húna II. Nýjasta hvalaskoðunarútgerðin hóf reglulegar skoðunarferðir þ. 2. júní síðastliðinn. Meira
7. júní 1998 | Bílar | 215 orð

Peugeot 806

PEUGEOT hefur sett á markað nýjan 806 Van fjölnotabíl sem leysir af hólmi 806 MPV. Bíllinn tekur átta manns í sæti. Á báðum hliðum eru rennihurðir og afturhlerinn opnast upp þannig að mannshæð er undir hann. Bíllinn er fáanlegur með tveimur 2,0 l bensínvélum, með og án forþjöppu, 123 og 150 hestafla. Tvær dísilútgáfur verða einnig fáanlegar, 1,9 og 2,1 lítra. Meira
7. júní 1998 | Ferðalög | 391 orð

Spennandi tími framundan

HÓTEL Búðir hefur hafið starfsemi sína en í ár er 51. starfsár hótelsins. Að sögn Viktors Sveinssonar, eiganda og framkvæmdastjóra, er spennandi tími framundan fyrir hótelið. "Þetta er fimmta sumarið mitt hér á Búðum og reksturinn hefur farið rólega upp á við ár frá ári. Hótelið er opið yfir sumartímann, er alltaf opnað um miðjan maí og er opið fram í miðjan september," sagði Viktor. Meira
7. júní 1998 | Bílar | 896 orð

Sæmilega röskur Galloper frá Kóreu

GALLOPER er nafnið á Pajero jeppanum með gamla laginu sem Hekla hf. hefur nýlega tekið að bjóða en þessi bíll er smíðaður í Kóreu og er talsvert ódýrari en nýja Pajero gerðin. Bíllinn er fáanlegur með 2,5 lítra dísilvél, handskiptur eða sjálfskiptur og kostar sá handskipti tæpar 2,3 milljónir króna. Meira
7. júní 1998 | Bílar | 112 orð

Vatnskassi sem étur mengunina

VOLVO frumkynnti nýja lúxusbílinn S 80 í lok mánaðarins. Frá og með næsta voru verður vatnskassi bílsins þeim eiginleikum búinn að hann breytir ósoni í andrúmsloftinu í súrefni. Hátt ósonhlutfall í andrúmslofti er heilsuspillandi en óson er aðaluppistaðan í mengunarskýjum sem grúfa yfir stórborgum. Vatnskassinn í S 80 er með svonefndum PremAir (R) efnahvarfa. Meira

Fastir þættir

7. júní 1998 | Í dag | 59 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 8. júní, verður sjötug Sigrún Bjarney Ólafsdóttir, Árskógum 6, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Oddfellow-húsinu, Vonarstræti, milli kl. 17 og 19. 60 ÁRA afmæli. Nk. þriðjudag, 9. júní, verður sextug Selma Kristinsdóttir, Suðurvangi 15, Hafnarfirði. Meira
7. júní 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. maí í Safnaðarheimilinu í Sandgerði af sr. Hirti Magna Jóhannssyni Kristín Jónasdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Heimili þeirra er í Bolungarvík. Meira
7. júní 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. maí í Víðistaðakirkju af sr. Einari Eyjólfssyni Vilborg Drífa Gísladóttir og Jóhann Kári Enoksson. Þau eru til heimilis í Hafnarfirði. Meira
7. júní 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. maí í Safnaðarheimilinu í Sandgerði af sr. Hirti Magna Jóhannssyni Margrét Jónasdóttir og Karl Grétar Karlsson. Heimili þeirra er í Sandgerði. Meira
7. júní 1998 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. apríl í Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík af sr. G. Theódóri Birgissyni Sigríður Esther Birgisdóttir og Guðjón Guðjónsson. Heimili þeirra er í Jóruseli 26, Reykjavík. Meira
7. júní 1998 | Fastir þættir | 152 orð

Friðrikskapella.

Í KVÖLD, sunnudaginn 7. júní kl. 20.30, verður kvöldmessa í Laugarneskirkju. Þá mun sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur setja sr. Bjarna Karlsson inn í embætti sóknarprests Laugarnesprestakalls. Djasskvartett, þeir Matthías Hemstock, Tómas R. Einarsson, Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson munu spila í kirkjunni frá kl. 20 en þeir munu einnig spila undir í messunni. Meira
7. júní 1998 | Í dag | 224 orð

Kannast einhver við þessi börn? EF einhver kannast við þess

EF einhver kannast við þessi börn á myndinni þá vinsamlega hafið samband við Elínu í síma 5571118 eftir klukkan 17 á daginn. Þakkir ÉG VIL koma á framfæri þökkum til þeirra sem fundu seðlaveski sem ég gleymdi í innkaupakerru við Bónus í Holtagörðum og kom því í hendur verslunarstjórans í Bónus. Meira
7. júní 1998 | Í dag | 722 orð

Reykjavíkurhöfn: Dettifoss og Hanseduo

Reykjavíkurhöfn: Dettifoss og Hanseduo eru væntanleg í dag. Hanne Sif og Reykjafoss eru væntanleg á þriðjudag. Hafnarfjarðarhöfn: Hanseduo og Lette Lill koma á morgun. Hrafn Sveinbjarnarson fer á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Meira
7. júní 1998 | Fastir þættir | 751 orð

Shirov mætir Kasparov í einvígi

Aleksei Shirov, Spáni, sigraði Vladímir Kramnik, Rússlandi, 5­3 í einvígi um áskorunarréttinn á Kasparov. SHIROV tók forystuna er hann sneri á Kramnik í endatafli í fjórðu skákinni. Næstu fjórar urðu fremur dauf jafntefli og á föstudaginn lagði Kramnik allt í sölurnar til að sigra í níundu og næstsíðustu skákinni. Meira
7. júní 1998 | Í dag | 496 orð

ÚNÍMÁNUÐUR er tími birtu og gróanda, útivistar og nátt

ÚNÍMÁNUÐUR er tími birtu og gróanda, útivistar og náttúruskoðunar. Við sjáum þennan mánuð gjarnan fyrir okkur sem náttlausa voraldarveröld: fugla í trjám og blóm í haga. En náttúra lands okkar á til fleiri hliðar. Það var 8. dag júnímánaður árið 1783 sem Skaftáreldar [móðuharðindi] hófust með eldgosi úr Lakagígum á Síðuafrétti. Meira

Íþróttir

7. júní 1998 | Íþróttir | 1025 orð

Fjölmargir Íslendingar eiga erindi í atvinnumennsku

Skotinn Paul Kinniard hefur komið víða við á löngum ferli sínum sem knattspyrnumaður á Bretlandseyjum. Hann hefur leikið bæði í skosku og ensku knattspyrnunni og státar af fjölmörgum titlum, bæði í deild og bikar. Kinniard, sem er á mála hjá 2. Meira

Sunnudagsblað

7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1269 orð

ÁGÓÐINN FER TIL LÍKNARMÁLA

Anna Georgsdóttir er Reykvíkingur í húð og hár. Hún fæddist í höfuðborginni árið 1933, tók þar gagnfræðapróf og lærði síðar útstillingar á dönskum skóla. Anna er í stjórn Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins. Hún er gift, á fjögur börn og tíu barnabörn. Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir er fædd í Fljótum í Skagafirði árið 1946. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 211 orð

Fíkniefni úr plöntum eru útbreiddust

KANNABIS, sem hass og marijúana er unnið úr, er ræktað um heim allan og hefur framboðið verið stöðugt um langan tíma. Ræktun á ópíumvalmúa, sem heróín er m.a. unnið úr og kókajurt, en kókaín er unnið úr laufum hennar, er hins vegar bundin við ákveðin svæði og hún jókst verulega á áttunda og níunda áratugnum. Um 90% ólöglegs ópíums og kókaíns kemur frá Suðvestur- og Suðaustur-Asíu. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2549 orð

"Gullið er valt"

"Gullið er valt" Þeim fer nú fækkandi, sem muna þá tíð þegar inngangur í þetta veglega hús sem hér blasir við augum var frá Austurstræti. Það er þó minnisstætt þeim, sem áttu hingað erindi, hvort sem var til viðskipta eða starfa. Í hugann koma margar minningar frá fyrra skeiði Íslandsbanka og áratuga starfstíma Útvegsbanka Íslands. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 3494 orð

Hjarta mitt verður alltaf færeyskt Hafnargerð er eitt af því sem skipt hefur höfuðmáli í sókn Íslendinga til bættra lífskjara.

ÞAÐ er nokkuð óvænt að hitta fyrir á Íslandi mann, sem átti þjónustustúlku Viktoríu Englandsdrottningar að móður. Bæði er nú töluvert um liðið síðan Viktoría dó og svo hitt að þjónustufólk hennar var fátt af norðlægum slóðum. Þjónustustúlkan var þó ekki íslensk heldur fædd í Noregi en bjó lengstum í Færeyjum, Sara María hét hún Jónsson. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1968 orð

HORFT TIL FRAMTÍÐAR Í HÖFUÐBORG

Inga Jóna Þórðardóttir var farin að taka þátt í sveitarstjórnarmálum strax upp út tvítugu í heimabænum Akranesi. Eftir viðskiptafræðipróf frá Háskóla Íslands vann hún sem innkaupastjóri hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi og kennari við Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 567 orð

JÁRNHNEFI Í SILKIGLÓFA

Á POPP í Reykjavík kvaddi sér meðal annars hljóðs Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, með sveit sinni og flutti lög af væntanlegri breiðskífu. Þetta voru fyrstu tónleikar Möggu Stínu sem sólóstjörnu, en lengastaf starfaði hún með Risaeðlunni sálugu. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2288 orð

Leikið á allastrengimannle

SR. SIGURÐUR Pálsson lauk guðfræðiprófi í sama mánuði og hann varð fimmtugur. Það var þó ekki fyrr en tíu árum síðar að hann var kjörinn sóknarprestur, en áður hafði hann leyst presta Hallgrímskirkju af eða verið Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 911 orð

Minningar um söguleg viðskipti. Hendrik Ottósson skráði

"Með lögunum um seðlaútgáfurétt Íslandsbanka hafði honum verið gert að skyldu að tryggja alla seðla sína með gulli, það er að segja, að hann átti á hverjum tíma að hafa nægilegan gullforða til að innleysa seðlana. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 814 orð

Offita og megrun

OFFITA er að verða eitt af alvarlegustu heilbrigðisvandamálum vestrænna ríkja. Í Bretlandi þjást 15% karlmanna og 16,5% kvenna af offitu og þessu til viðbótar eru 43% karlmanna og 30% kvenna of þung(tölur frá 1995). Um helmingur fólks er því of þungur í Bretlandi. Í Bandaríkjunum er ástandið mun verra og það er einnig mjög slæmt víða í Austur-Evrópu. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1352 orð

Sigldi ómönnuð út á

VERIÐ var að bera fjölda skipslíkana inn í Sjómannaskólann þegar blaðamann bar að garði fyrr í vikunni. Við enda eins gangsins stóð Hannes Hafstein og stjórnaði mönnunum með harðri hendi: "Hingað, strákar! Hvað eruð þið með þarna? Nei, er þetta ekki Óðinn, sem seldur var úr landi. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1428 orð

Sjerríið stendur fyrir sínu Osborne fyrirtækið er eini stóri sjerrí- og brandíframleiðandinn á Spáni sem er enn í einkaeign.

SJERRÍ skiptir litlu máli þegar litið er á heildarveltu Osborne fyrirtækisins. En sjerríframleiðslan skiptir Tomás Osborne öllu máli. "Hún var upphafið," sagði hann. "Domecq fjölskyldan seldi Allied-Lyons fyrirtækið sitt fyrir nokkrum árum fyrir margar milljónir. Allied-Lyons heitir núna Allied-Domecq en sjerrríframleiðslan skiptir það engu máli. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 573 orð

»Stofupopp af fimi og íþrótt TÓNLIST sem flokkuð er undir "Easy Listening

TÓNLIST sem flokkuð er undir "Easy Listening" á ensku hefur notið mikillar og vaxandi hylli víða um heim á síðustu árum. Hér á landi hefur þessi merkilega tónlistarstefna, sem náði hápunkti sínum á sjöunda áratugnum, gjarnan verið kölluð lyftutónlist og þá með niðrandi blæ, Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1962 orð

TILRAUNASPRENGINGAR INDVERJA OG PAKISTANA

KJARNAVOPNATILRAUNIR Indverja og Pakistana hafa raskað ríkjandi valdajafnvægi á heimsvísu og verða til þess að auka enn á þá óvissu sem einkennt hefur þróun alþjóðamála frá því að kalda stríðinu lauk. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1560 orð

Uppeldi og forvarnir gegn tóbaksreykingum unglinga

SIGRÚN Aðalbjarnardóttir, prófessor við Háskóla Íslands, hefur unnið að langtímarannsókn á áhættuhegðun unglinga, þar sem 1300 reykvískum unglingum var fylgt eftir frá 14 ára til 17 ára aldurs. Spurningalistar voru lagðir fyrir unglingana þrjú ár í röð til að kanna m.a. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1472 orð

Vélstjóri í stofufangelsi og Rússar á leigubílum Fyrir fjörutíu árum var Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður 15 ára messagutti

ÉG SAT í fjórða leigubílnum í stuttri viðdvöl minni í Boston og nú á leið út á flugvöll. Bílstjórinn var mjög upptekinn, talandi rússnesku í farsímann, hafði þó sagt mér í upphafi ferðar að hann væri rússneskur ríkisborgari eins og fjöldi annarra landa sinna sem í þessari borg væru í námi og stunduðu ýmis störf í og með til að eiga eitthvert skotsilfur. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 3579 orð

Það er ævintýri að búa í Peking Hjálmar W. Hannesson er fyrsti íslenski sendiherrann sem hefur haft búsetu í Kína ­ en þar

VIÐSKIPTI milli Íslands og Kína hafa aukist mikið á seinustu árum og hafa löndin verið í stjórnmálasambandi frá árinu 1971. Kínverjar hafa frá 1972 verið með fastabústað sendiherra hér á landi, en það var ekki fyrr en fyrir rúmlega þremur árum að við Íslendingar opnuðum sendiráð í Kína, nánar tiltekið í Peking. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 846 orð

Þegar maður uggir ekki að sér

ÞAÐ er náttúrlega aldrei gott að lenda í umferðaróhappi og stundum mjög slæmt. Það er misjafnt hve oft fólk lendir í slíku, einhverra hluta vegna eru sumir óheppnari í þessum efnum en aðrir - ég er frekar óheppin að þessu leyti. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 600 orð

ÞEIR JÓNAS OGdanska skáldið I.P. Jacobsen áttu því ýmislegt sameigi

ÞEIR JÓNAS OGdanska skáldið I.P. Jacobsen áttu því ýmislegt sameiginlegt, en Jacobsen var nær þröngu andrúmi efnishyggjunnar en Jónas - og það reið ef til vill baggamuninn. Þeir áttu ekkert sameiginlegt í trúarefnum. Í raun er merkilegt hve margir náttúrufræðingar létu á þessum árum að sér kveða í skáldskap. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 3215 orð

Þorskstofninn á uppleið

AÐ SIGFÚSI standa sterkir stofnar af tveimur þjóðernum. "Í móðurætt er ég Reykvíkingur í marga ættliði. Móðir mín hét Lilja Sveinbjörnsdóttir og var tæplega 98 ára þegar hún lést á síðasta ári. Meira
7. júní 1998 | Sunnudagsblað | 172 orð

(fyrirsögn vantar)

HANN var aðeins þriggja ára þegar mamma hans dó, kvikur og sístarfandi. Honum hafði verið sagt að mamma væri dáin og nú væri hún hjá Guði. Fjölskyldan hafði ákveðið að fara í útfararkapelluna til að kveðja í næði. Litli drengurinn vildi fara með. Hann fékk að velja sér blómið sem honum þótti fallegast úr vöndunum sem sendir höfðu verið í samúðarskyni. Meira

Ýmis aukablöð

7. júní 1998 | Blaðaukar | 106 orð

15 fermetra sumarhús BALDUR Öxdal Kjartan

BALDUR Öxdal Kjartansson, húsasmíðameistari og félagi hans, Einar Símonarson, trésmiður hafa hannað 15 fermetra sumarhús, sem hægt er að setja á einkalóð eða hjólhýsasvæði. Þeir segja að fullbúið hús kosti 1.250 þúsund krónur og er þá gert ráð fyrir að á gólfum sé parkett, svefnpláss sé fyrir 5-6 manns, eldhúsinnréttng með vaski sé í húsinu, svo og gashellur og salerni. Meira
7. júní 1998 | Blaðaukar | 286 orð

Dvergvaxin tré Bonsai-tré eru auðveld í ræktun og hvert tré krefst ekki nema klukkutíma vinnu á ári, segir PÁLL KRISTJÁNSSON,

"Hægt er að rækta Bonsai-tré úr öllum trjám sem vaxa hér á landi, en birki, kvistar og misplar eru einna auðveldastir í ræktun," segir Páll, sem á stærsta safn Bonsai-trjáa á landinu, um 150 tré, sem flest eru undir metra á hæð, þótt það yngsta sé 10 ára. Meira
7. júní 1998 | Blaðaukar | 709 orð

Gróðurhús er gleði hvers garðeiganda Margur áhugasamur garðeigandinn hefur gegnum tíðina horft löngunaraugum til hinna ýmsu

Í HVERAGERÐI hefur lengi verið hefð fyrir mikilli ræktun enda er Garðyrkjuskóli ríkisins rétt við bæjarmörkin og hefðbundin garðyrkja, eins og við þekkjum hana á Íslandi, hófst í Hveragerði. Þetta, ásamt miklum og góðum jarðhita, hefur gert það að verkum að í bæjarfélaginu eru mjög margir spennandi og skemmtilegir garðar og möguleikar miklir til ræktunar. Meira
7. júní 1998 | Blaðaukar | 664 orð

Holtagrjót af fjalli í garðinn Stórgrýti getur sett sterkan svip á garð og heimtröð húsa. Sé vel staðið að verki má ná fram

Holtagrjót af fjalli í garðinn Stórgrýti getur sett sterkan svip á garð og heimtröð húsa. Sé vel staðið að verki má ná fram undraverðum áhrifum með því að raða saman fjölbreyttum gróðri innan um stórgrýtið. KRISTÓFER MAGNÚSSON flytur grjót úr íslenskum fjöllum í garða fólks í þéttbýli. Hann segir að holtagrjót sé vinsælast. Meira
7. júní 1998 | Blaðaukar | 350 orð

Lán vegna endurbóta og viðhalds

LJÓST er að endurbætur á híbýlum, hvort sem þær eru innan dyra eða utan, létta pyngjuna oft óþægilega mikið og raunin er oft sú að verk verða dýrari og viðameiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Undanfarin misseri hefur þeim fjölgað sem veita lán vegna endurbóta og viðhalds á húsum, en að jafnaði er fasteignaveðs krafist. Meira
7. júní 1998 | Blaðaukar | 222 orð

Nýtt álþak á markað

ÞAKEFNI úr seltu- og tæringaþolinni álblöndu er eitt af efnum sem nú eru á markaði hér á landi, en efnið er framleitt í Bandaríkjunum. Gylfi K. Sigurðsson flytur þakefnið inn og segir það hafa gefið góða raun í þau sex ár sem það hefur verið notað hér. "Ég þurfti að gera upp húsið mitt fyrir sex árum og leitaði víða að þakefni. Meira
7. júní 1998 | Blaðaukar | 328 orð

Skófir og mosi

SKÓFIR setja sterkan svip á holtagrjót og segir Kristófer að fínast þyki grjót með mestum skófum. Hann kveðst hafa heyrt af uppskrift að skófum, sem hann fellst á að segja lesendum frá. "Ég sel þessar upplýsingar þó ekki dýrari en ég keypti þær. Meira
7. júní 1998 | Blaðaukar | 162 orð

Sniglar reknir á brott

SNIGLAR eru sólgnir í hvers kyns matjurtir og valda oft miklum skaða í görðum, sérstaklega matjurtargörðum. Þeir eru ekki bara jurtaætur, heldur hafa þeir þann veikleika að vera einnig ölkærir. Ein af vinsælli leiðum til að halda þeim frá jurtum er sú að hella pilsner eða bjór í lítil ílát, til dæmis undan jógúrt, og grafa þau með u.þ.b. Meira
7. júní 1998 | Blaðaukar | 758 orð

Stór tré eru sérgrein hans Björn Sigurbjörnsson í garðyrkjustöðinni Gróanda, Grásteinum í Mosfellsdal, hefur sérhæft sig í

BJÖRN tók við rekstri stöðvarinnar af föður sínum, Sigurbirni Björnssyni, sem upphaflega stofnaði gróðrastöð í Fossvogi í Reykjavík. Björn er kraftmikill að sjá, en sérstæð kímnigáfa hans og kaldhæðni gera hann að frekar erfiðum viðmælanda. Meira
7. júní 1998 | Blaðaukar | 130 orð

Vatnið seitlar

SEITLANDI vatn getur haft mjög róandi áhrif og margar leiðir eru til að útbúa tjarnir, gosbrunna og fossa. Flestir sem nota vatn í görðum sínum hafa vatnsdælur, sem faldar eru og leiða vatn síðan gegnum slöngu sem grafin er í jörðu. Vatnsdælur eru fáanlegar í ýmsum stærðum og gerðum, en allar eiga þær sameiginlegt að þola illa frost. Meira
7. júní 1998 | Blaðaukar | 54 orð

Vökvað vel MIKILVÆGT er að vö

MIKILVÆGT er að vökva vel, sérstaklega þegar nýbúið er að gróðursetja. Sædís mælir með því að stútur með úðara sé festur á slöngu og úðað hressilega yfir plöntur. Þegar fólki finnst að það sé að drekkja plöntunni er það líklega búið að vökva hana nægilega vel. Mestu skiptir að vatnið nái til rótarkerfisins. Meira
7. júní 1998 | Blaðaukar | 1005 orð

Þak yfir höfuðið úr járni eða steypu "Allir þurfa þak yfir höfuðið" hljómaði oft í auglýsingatímum á árum áður og var þá átt við

Þak yfir höfuðið úr járni eða steypu "Allir þurfa þak yfir höfuðið" hljómaði oft í auglýsingatímum á árum áður og var þá átt við þak í óeiginlegri merkingu. Samkvæmt nýlegri rannsókn hefur verið gert við eða skipt um ystu klæðningu á þökum helmings allra húsa á Íslandi. Meira
7. júní 1998 | Blaðaukar | 369 orð

(fyrirsögn vantar)

BIRKIFRÆ hafa löngum verið notuð í bakstur og sælgætisgerð, enda gefa þau sérstakan hnetukeim. Einnig nota sumir þau í kartöflumús, pastarétti og sósur. Haraldur Teitsson segir frá notkun margra kryddtegunda og nýstárlegra bragðgjafa í Kryddbókinni. BIRKILAUF er prýðilegt krydd. Sé það notað ferskt eru laufin höfð heil, en þurrkuð lauf eru mulin. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.