Greinar sunnudaginn 14. júní 1998

Forsíða

14. júní 1998 | Forsíða | 165 orð

Fæðing sýnd á netinu

MILLJÓNIR manna um víða veröld geta með aðstoð netsins væntanlega fylgst með barni koma í heiminn á þriðjudag. Er þetta talið vera í fyrsta sinn sem barnsfæðing verður sýnd með þessum hætti. Hin verðandi móðir er fertug og býr í Orlando í Flórída. Bandaríska Heilsusjónvarpið fór þess á leit við hana að fá að sýna myndir af fæðingunni á vefsíðu sinni. Meira
14. júní 1998 | Forsíða | 435 orð

Júgóslavíuher "tilbúinn til varna"

ÆFINGAR herflugvéla Atlantshafsbandalagsins, NATO, yfir Albaníu og Makedóníu munu hefjast á morgun, mánudag, að því er bandaríska sjónvarpsstöðin CNN hefur eftir heimildamönnum. Reuterssegir þær hefjast í dag. Meira
14. júní 1998 | Forsíða | 146 orð

Reuters Mótmæli á Austur- Tímor

STÚDENTAR við háskólann í höfuðstað Austur-Tímor efndu til fjölmennra mótmæla þar í gær og kröfðust þess að stjórnvöld í Indónesíu efndu til almennrar atkvæðagreiðslu um sjálfstjórn héraðsins og létu lausan Zanana Gusmao, leiðtoga skæruliða í héraðinu. Hann hefur setið í fangelsi í Jakarta í 20 ár. Indónesía réðst inn í Austur-Tímor 1975 og innlimaði héraðið ári síðar. Meira
14. júní 1998 | Forsíða | 160 orð

Tuttugu slasast í Noregi

TUTTUGU og tveir slösuðust, enginn alvarlega, þegar tveggja hæða fólksflutningabíll með 54 norska ferðamenn innanborðs valt nærri sænsku landamærunum í gær. Fólkið var á leið til flugvallarins í Gautaborg, þar eð ekki er flogið frá flugvöllum í suðurhluta Noregs vegna verkfalls þarlendra flugumferðarstjóra. Meira

Fréttir

14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 653 orð

Alltaf mikil hætta á ferðum þegar eldur er í skipi á rúmsjó

"ÞEGAR eldur kemur upp í skipi á rúmsjó er alltaf mikil hætta á ferðum og manni bregður illilega þegar það gerist. Okkur lánaðist hins vegar að loka öllu í vélarrúminu og kæfðist eldurinn á rúmum klukkutíma," sagði Magni Jóhannsson, skipstjóri á Breka VE 61, í samtali við Morgunblaðið. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Apótekarafélagið samþykkti ekki afsláttinn

JÓN Björnsson, varaformaður Apótekarafélags Íslands, segir það rangt sem haft hefur verið eftir Karli Steinari Guðnasyni, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, að stjórn Apótekarafélags Íslands hafi samþykkt þá ákvörðun lyfjaverðlagsnefndar árið 1990 að veita ríkinu afslátt af lyfjaverði. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Bahá'íar opna upplýsingamiðstöð á Laugavegi

ÍSLENSKA bahá'í samfélagið hefur opnað upplýsingamiðstöð á Laugavegi 92 í sumar. Hlutverk hennar verður að bjóða gestum og gangandi upp á að kynna sér bahá'í trú. Þar verður boðið upp á kynningarefni um trúna og þar verður einnig myndasýning um sögu hennar hér á landi. Auk þess verður gestum boðið upp á spjall um trúmál og hressingu með. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Borgarstjóri í landsliðshópi

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því spænska á Kópavogsvelli klukkan 14 í dag, sunnudag, en leikurinn er liður í undankeppni heimsmeistaramótsins. Þetta er síðari viðureign þjóðanna í keppninni, en fyrri leiknum ytra lauk með markalausu jafntefli. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 757 orð

Brautskráning úr Kennaraháskólanum

Anna Skúladóttir Arndís Bjarnadóttir Áslaug Jóhannsdóttir Elín Mjöll Jónasdóttir Elín Ragnarsdóttir Guðbjörg Guðjónsdóttir Guðbjörg Guðmundsdóttir Guðbjörg Gunnarsdóttir Guðlaug Ásta Bergsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Gunnhildur Helga Birnisdóttir Heiðrún Sverrisdóttir Hrefna Teitsdóttir Íris Reynisdóttir Kristín Sæmundsdóttir Lisa-Lotta Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Eins og hver önnur mistök

FORMAÐUR bankaráðs Búnaðarbanka Íslands segist hafa skýringar á því að upplýsingar hafi vantað í svar bankans til Ríkisendurskoðunar um kostnað við laxveiðiferðir. Hann muni hins vegar ekki ræða það við fjölmiðla fyrr en eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar hafi borist bankanum. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Ferðamenn fyrr á ferðinni á hálendinu

Á HVERAVÖLLUM er ferðaþjónustan komin á fullan skrið og í nótt gistu þar franskir ferðamenn. Að sögn Aldísar E. Alfreðsdóttur skálavarðar hefur svæðið komið vel undan vetri. "Gróðurinn hefur tekið sérlega vel við sér síðustu daga þótt víða sé svæðið blautt. Tjaldstæðið er til dæmis ekki allt tilbúið þótt ekki vanti gistipláss. Fyrstu erlendu gestirnir eru þegar farnir að láta sjá sig. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Fjöruhreinsun Ægisbúa

HIN árlega fjöruhreinsun Skátafélagsins Ægisbúa fór nýlega fram. Hefð er komin fyrir því að félagið, sem hefur starfssvæði í vesturbæ Reykjavíkur, hreinsi ströndina frá Sörlaskjóli að Reykjavíkurflugvelli. Að þessu sinni mætti einnig fjöldi vesturbæinga og lagði hönd á plóg. Í lok dags hafði safnast góður vörubílsfarmur af allskyns drasli. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Forsetahjónin í Litháen

ÍSLENSKU forsetahjónin komu í gærmorgun til Litháens eftir að hafa kvatt Lettland. Opinber heimsókn þeirra hófst formlega við forsetahöllina í höfuðborginni Vilnius, þar sem forsetarnir Ólafur Ragnar Grímsson og Valdas Adamkus skoðuðu heiðursvörð. Meira
14. júní 1998 | Erlendar fréttir | 1019 orð

Gamlir bandamenn berast á banaspjót Erítrea fékk sjálfstæði frá Eþíópíu árið 1993, tveimur árum eftir að ráðamenn ríkjanna

ÍTALIR stofnuðu nýlendu í Erítreu árið 1890 og Bretar fóru með stjórn landsins frá 1941 þar til Eþíópíustjórn innlimaði það 1952 með samþykki Sameinuðu þjóðanna. Erítrea var gerð að héraði í Eþíópíu tíu árum síðar og eftir sameininguna hóf Þjóðfrelsisfylking Erítreu baráttu fyrir sjálfstæði með skæruhernaði. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Gerð grasvalla kennd í fjölbraut

Á HAUSTÖNN 1998 mun Fjölbrautaskóli Vesturlands bjóða upp á nýja námsbraut við skólann, svokallaða grasvallabraut. Nám á þessari braut mun taka fjórar annir og er markmiðið að gera nemendum kleift að öðlast þá þekkingu og leikni sem þarf til að starfa við viðhald og uppbyggingu grasvalla, einkum knattspyrnu- og golfvalla. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 641 orð

Heimildarmynd um samskipti Íslendinga og franskra sjóma

FRANSKI kvikmyndagerðarmaðurinn Patrice Roturier og fylgdarlið hans hefur dvalið á Íslandi undanfarna daga við upptökur á heimildarmyndinni "Islandais". Myndin skýrir frá samskiptum franskra sjómanna við Íslendinga og verður sýnd á frönsku sjónvarpsstöðinni France 3 og íslenska Ríkissjónvarpinu snemma á næsta ári. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Hraðskákmót í minningu Guðmundar Arnlaugssonar

SKÁKSAMBAND Íslands stendur fyrir hraðskákmóti í Menntaskólanum við Hamrahlíð þriðjudaginn 16. júní nk. kl. 17. Mótið er minningarmót um Guðmund Arnlaugsson en fyrsta mótið með þessu nafni var haldið 16. júní 1997. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 741 orð

Hugmyndum á eftir að rigna yfir okkur

SENN líður að því að starfsgreinaráð, sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra setti á laggirnar fyrr á árinu, skili af sér áætlun um umfang endurskoðunar námsskráa ýmissa greina. Ólafur Grétar Kristjánsson deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu fer með málefni tengd starfsnámi. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 422 orð

Íslandssíldin kom og fór

NORSK-íslenska síldin veiddist í íslenskri lögsögu í vikubyrjun og fengu tveir færeyskir bátar síld á mánudag um 15­20 mílur innan við landhelgislínuna. Á þriðjudag gekk veiðin vel á miðunum djúpt norðaustur af landinu. Hólmaborgin fékk t.d. 2.700 tonn á aðeins 10 tímum og Júpiter fékk yfir 1.100 tonn í einu kasti. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Kostar allt að 830 þús. að reka bíl

KOSTNAÐUR við að eiga og reka bíl sem kostar 2 milljónir króna er samtals 637.600 kr. á ári sé bílnum ekið 15 þúsund km á ári. Kostnaðurinn er 408.780 kr. sé miðað við bíl sem kostar 1.050.000 kr. Mestur er rekstrarkostnaðurinn 830.960 kr. af bíl sem kostar 2 milljónir kr. og er ekið 30 þúsund km á ári. Rekstrarkostnaður/D2 Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 499 orð

Kristniboðsstarfið kostar um 20 milljónir á ári

KRISTNIBOÐAR á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga verða á faraldsfæti í sumar en þrenn hjón sem verið hafa við störf í Eþíópíu koma heim í næsta mánuði og ein hjón halda til Kenýa í haust. Kostnaður við starfið er áætlaður kringum 20 milljónir króna í ár. Er hann að langmestu leyti borinn uppi af framlögum velunnara starfsins. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Landsbankinn lánar Norðuráli

LANDSBANKI Íslands hf. og Norðurál hf. hafa samið um að bankinn láni fyrirtækinu þrjár milljónir bandaríkjadala, sem samsvarar rúmum 200 milljónum íslenskra króna. Lánið er veitt til að fjármagna lokaframkvæmdir Norðuráls við Grundartanga. Það er veitt til 15 ára og eru vextir breytilegir miðað við þriggja mánaða Libor- vexti. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 384 orð

Landsvirkjun vildi ekki "lána" Norðuráli orku

NORÐURÁL lýsti sig reiðubúið til að fá orku "lánaða" frá Landsvirkjun næsta haust og bera alla ábyrgð og kostnað af að bæta Landsvirkjun það upp, lenti orkufyrirtækið í vanda. Kenneth Peterson, eigandi álversins, sagði að Landsvirkjun hefði ekki viljað feta þessa braut, sem væri alþekkt annars staðar. Landsvirkjun hefur ekki talið sig geta afhent meiri orku fyrr en um áramót. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Mazda-bifreiðar leitað

BIFREIÐ var stolið fyrir utan hús í austurbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 6. júní sl. og hefur hún enn ekki komið í leitirnar. Brotist hafði verið inn í íbúð í húsinu og stolið myndbandstæki, peningum og lyfseðlum, auk þess sem bíllyklar voru teknir úr vasa húsráðanda, sem var sofandi meðan þjófurinn eða þjófarnir létu greipar sópa og óku svo burt á bílnum. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 292 orð

Mestur afsláttur af flugi til Egilsstaða

ORLOFSNEFND stéttarfélaga hefur kynnt ný fargjöld sem félagsmönnum bjóðast á leiðum Flugfélags Íslands. Um er að ræða lægstu innanlandsfargjöld sem kostur er á og er hlutfallsleg lækkun mest á hæstu fargjöldunum. Markmiðið er að hvetja til aukinna ferðalaga innanlands og njóta félagsmenn sérkjara á hótelum, rútuferðum og bílaleigubílum í sveit og borg. Meira
14. júní 1998 | Erlendar fréttir | 399 orð

NATO undirbúi íhlutun ÁKVEÐIÐ var á fu

ÁKVEÐIÐ var á fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins, NATO, á fimmtudag, að gera klárt fyrir hernaðaríhlutun í Kosovohéraði í Serbíu. Fæli hún í sér loftárásir og landhernað ef nauðsyn krefði. William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir aðgerðunum væri æskilegt, en ekki skilyrði. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Ný lína hjá BMW

NÝR "þristur" frá BMW er sýndur í Perlunni í Reykjavík nú um helgina og var bíllinn afhjúpaður á föstudag að viðstöddum boðsgestum. Nýja línan er með ríkulegum staðalbúnaði, 6 loftpúðum, hemlalæsivörn, spólvörn, stöðugleikastýringu og fleiru. Auk 3-línunnar frá BMW er mótorhjólið R1200C, sama hjólið og notað var í James Bond-kvikmyndinni Tomorrow Never Dies, til sýnis. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 239 orð

Ný útvarpsstöð fyrir ungt fólk

NÝ ÚTVARPSSTÖÐ á vegum Íslenska útvarpsfélagsins byrjar útsendingar með haustinu. Með stöðinni vill félagið höfða til ungs fólks á aldrinum 15 til 25 ára. "Íslenska útvarpsfélagið ætlar að stofna útvarpsstöð sem höfðar til fólks á aldrinum 15 til 25 ára í ljósi þess að Bylgjan hefur fest sig rækilega í sessi sem útvarpsstöð fólks á aldrinum 20 til 45 ára. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 290 orð

Ótvíræður stuðningur við samstarf vinstri flokka

MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, sagði í ræðu við upphaf miðstjórnarfundar flokksins í gær að sameiginleg framboð félagshyggjuaflanna í sveitarstjórnarkosningum sýni ótvíræðan stuðning við samstarf vinstra fólks. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 362 orð

Reykjavík í hópi fimm efstu Evrópuborga

REYKJAVÍK er ein af þeim fimm borgum Evrópu þar sem árangur af endurlífgun utan sjúkrahúsa er bestur. Þetta kom fram í fyrirlestri dr. Johans Herlitz, læknis á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, á fundi Evrópska endurlífgunarráðsins, sem haldinn var í Kaupmannahöfn dagana 4.­6. júní, en fundinn sátu hjarta- og svæfingalæknar og aðrir læknar sem vinna að neyðarþjónustu. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Reykjavík stækkar

UMFANG Reykjavíkurhafnar eykst óðum en úti fyrir Örfirisey má sjá hvar lítil eyja er að rísa úr sæ. Það eru fyrirtækin Sæþór og Suðurverk sem vinna að uppfyllingu en þar á í framtíðinni að vera hafnaraðstaða fyrir stærri olíuskip við Eyjargarð. Framkvæmdum við garðinn miðar vel en í heildina mun hann verða um 250 metrar að lengd til viðbótar núverandi garði. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Smáratorg opnað

VERSLUNARKJARNINN Smáratorg í Kópavogi var formlega opnaður í gærmorgun. Þar með er lokið þeim framkvæmdum sem tengjast byggingunni, en alls eru þar 13 verslanir og veitingastaðir staðsettir á um 12.000 fermetrum. Í tilefni dagsins var bökuð 28 metra löng kaka sem var vinsæl meðal gesta en einnig var þar ýmislegt um að vera fyrir börnin. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 228 orð

Útvegar kaupendum notaða bíla frá útlöndum

NÝ BÍLASALA, Bílar og list, hefur tekið til starfa í Reykjavík og er hún til húsa við Vegamótastíg 4. Kolbeinn Blandon, sem hefur lengi starfað við bílasölu, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og segist ætla að einbeita sér að því að útvega kaupendum notaða bíla, einkum frá Þýskalandi og Bandaríkjunum. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Þjóðhátíð á Hrafnseyri

HÁTÍÐARMESSA verður í Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar miðvikudaginn 17. júní kl. 14. Sr. Agnes Sigurðardóttir messar. Kirkjukórar Hólskirkju í Bolungarvík og Þingeyrarkirkju syngja. Organisti er Margrét Gunnarsdóttir. Kl. 15 hefst síðan hátíðarsamkoma. Guðrún Pétursdóttir flytur ræðu dagsins. Guðrún Jónsdóttir syngur einsöng við undirleik Margrétar Gunnarsdóttur. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

Þrír á slysadeild

ÞRÍR voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir að tveir bílar lentu saman við Kristnes frammi í Eyjafirði aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Akureyri eru meiðsl ekki talin alvarleg en annar ökumannanna er grunaður um ölvun við akstur. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð

Þrír menn dæmdir vegna brota á dýraverndarlögum

HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur dæmt þrjá menn til að greiða hver um sig 100.000 króna sekt til ríkissjóðs vegna brota á lögum um dýravernd. Mennirnir eru dæmdir fyrir að hafa, frá árinu 1992 til 1997, vanrækt á þriðja tug hrossa í sinni eigu sem voru á útigangi í Fremri-Langey í mynni Hvammsfjarðar. Meira
14. júní 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Þyrlan í sjúkraflug

LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti veikan lettneskan sjómann um borð í togara á Reykjaneshrygg um 230­240 sjómílur frá landi aðfaranótt laugardags. Þyrlan var kölluð út um klukkan ellefu í fyrrakvöld og var komið með manninn, sem var með botnlangabólgu, á Sjúkrahús Reykjavíkur laust fyrir klukkan þrjú. Er þetta með lengri ferðum sem þyrlan hefur farið til aðstoðar. Meira

Ritstjórnargreinar

14. júní 1998 | Leiðarar | 487 orð

AÐGERÐIR Í GÓÐÆRI ÓÐÆRIÐ setur æ meiri svip á e

AÐGERÐIR Í GÓÐÆRI ÓÐÆRIÐ setur æ meiri svip á efnahagslífið og reyndar þjóðlífið allt. Merkja má vaxandi þenslu, eins konar vaxtarverki góðærisins. Mesta hætta aukinnar þenslu er röskun á þeim efnahagslega stöðugleika, sem ríkt hefur síðustu ár. Meira
14. júní 1998 | Leiðarar | 2642 orð

ÍMORGUNBLAÐINU Í DAG, laugardag, birtist viðtal við Þórunni Pálsdóttur, hjúkr

ÍMORGUNBLAÐINU Í DAG, laugardag, birtist viðtal við Þórunni Pálsdóttur, hjúkrunarforstjóra geðdeildar Landspítalans, þar sem hún staðhæfir m.a. að Íslendingar hafi dregizt aftur úr í meðhöndlun geðsjúkra í samanburði við önnur Norðurlönd vegna niðurskurðar á fjárveitingum til geðdeilda, sem er auðvitað alvarlegt umhugsunarefni fyrir heilbrigðisyfirvöld. Meira

Menning

14. júní 1998 | Fólk í fréttum | 890 orð

Að lána tilfinningarnar sínar Pálína Jónsdóttir leikur í tveimur kvikmyndum sem verða frumsýndar í haust. Hildur Loftsdóttir

­Hvað ertu að gera þessa dagana? "Nú er stund milli stríða hjá mér og ýmsar meldingar í gangi sem ótímabært er að greina frá. Seinasta verkefnið mitt var að aðstoðarleikstýra "Gamansama harmleiknum" sem Örn Árnason er að leika undir leikstjórn Sigga Sigurjóns, og ég hef verið að fylgja þeirri sýningu eftir. En ég hef alltaf nóg að gera. Meira
14. júní 1998 | Menningarlíf | 202 orð

Ástir skáldsins PÍANÓLEIKARINN Árni Heimir Ingól

PÍANÓLEIKARINN Árni Heimir Ingólfsson leikur á tónleikum í Digraneskirkju annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30 og hefur hann valið á efnisskrá sína verk eftir Robert Schumann. Árni Heimir leikur Widmung, op. 25 nr. 1, Abegg-variationen, op. 1 og Kreisleriana, op. 16. Meira
14. júní 1998 | Fólk í fréttum | 326 orð

Ástríða reyfarahöfundar Hinn stóri heimur (The Whole Wide World)

Framleiðendur: Carl Colpaert, Vincent D'Onofrio, Dan Ireland, Kevin Reidy. Leikstjóri: Dan Ireland. Handritshöfundar: Michael Scott Myers. Kvikmyndataka: Claudio Rocha. Tónlist: Harry Gregson-Williams, Hans Zimmer. Aðalhlutverk: Vincent D'Onforio, Renée Zellweger, Ann Wedgeworth, Harve Prensell, Benjamin Mouton. 97 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
14. júní 1998 | Menningarlíf | 113 orð

Birgir Schiöth sýnir í Eden BIRGIR Schiöth mynd

Birgir Schiöth sýnir í Eden BIRGIR Schiöth myndlistarkennari sýnir pastelmyndir og teikningar í Eden í Hveragerði dagana frá og með 16. júní til 29. júní. Myndefnið er fjölbreytt; frá síldarsöltun á Siglufirði á árum áður, hraunmyndir, portrett, hestamyndir o.fl. Meira
14. júní 1998 | Fólk í fréttum | 430 orð

Dansleikir Iðnó endurvaktir

TJARNARDANSLEIKIR voru fastur liður í bæjarlífi Reykjavíkur fyrr á öldinni. Eitt helsta danshús bæjarins var Iðnó, þar sem dansinn var stiginn ár eftir ár, hvort sem um var að ræða polka eða ræl, charleston eða two-step. Iðnó hefur nú verið fært í upprunalegt horf, þar með talið danssalurinn sem einnig þjónaði því hlutverki að vera leikhús, kennslustofa, fundarsalur og margt fleira. Meira
14. júní 1998 | Menningarlíf | 134 orð

Héraðsskjalasafn S-Þingeyinga fær ættfræðisafn að gjöf

Héraðsskjalasafn S-Þingeyinga fær ættfræðisafn að gjöf Húsavík. Morgunblaðið. INDRIÐI Indriðason, ættfræðingur frá Ytra-Fjalli, sem nýlega varð níræður, afhenti nýlega safnadeild Suður-Þingeyinga formlega til varðveislu og eignar ættfræðihandrit þeirra feðga, Indriða Ketilssonar frá Ytra- Fjalli og síðar Indriða sonar hans, Meira
14. júní 1998 | Fólk í fréttum | 127 orð

Hlöðuball með stæl

UM SÍÐUSTU helgi var haldið hlöðuball í reiðhöll Sörla í Hafnarfirði. Prentsmiðjan Oddi, Umbúðamiðstöðin og Prentsmiðjan Grafík voru fyrirtækin sem stóðu fyrir ballinu og buðu starfsmönnum ýmissa annarra fyrirtækja að slást í hópinn. Vel var tekið undir það og býsna fjörugt þegar ballið stóð sem hæst. Meira
14. júní 1998 | Menningarlíf | 124 orð

Hrói Höttur á Íslandi NÓTT & dagur frumsýnir fjölskylduleikritið H

NÓTT & dagur frumsýnir fjölskylduleikritið Hróa Hött eftir hinu sígilda Disney-ævintýri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 10. júlí næstkomandi. Verður þetta í fyrsta sinn sem Hrói Höttur er sýndur á Íslandi. Meira
14. júní 1998 | Fólk í fréttum | 158 orð

Hættir í Strandvörðum

STRANDVARÐASKUTLAN Gena Lee Nolin tilkynnti á dögunum að hún hygðist skila rauða sundbolnum sínum og hætta í Strandvörðum. Nolin hefur leikið Neely Capshaw síðstu þrjú ár og tók við af Pamelu Anderson sem hin lostafulla ljóska þáttanna. Meira
14. júní 1998 | Menningarlíf | 242 orð

Í nám á vegum Evrópusambandsins

ÁSA Richardsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffileikhússins, hefur verið valin til að taka þátt í eins árs námi á vegum Evrópusambandsins, Evrópuráðsins og Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem ætlað er fyrir framkvæmdastjóra á sviði menningar. Meira
14. júní 1998 | Menningarlíf | 155 orð

Kaffileikhúsið Skemmtikvöld með Heimilistónum L

LEIKKONUPOPPARARNIR, Elva Ósk Ólafsdóttir (bassi), Halldóra Björnsdóttir (söngur), Ólafía Hrönn Jónsdóttir (trommur) og Vigdís Gunnarsdóttir (píanó) standa fyrir skemmtikvöldi í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. þriðjudaginn 16. júní kl. 22. Meira
14. júní 1998 | Menningarlíf | 120 orð

Keli sýnir í Þórshöll KELI opnar sína fyrstu sölusý

Keli sýnir í Þórshöll KELI opnar sína fyrstu sölusýningu hér á landi í dag, sunnudag 14. júní, í Þórshöll í Reykjavík (áður Þórscafé) og hefst hún kl. 18. Á sýningunni eru 40 innrömmuð olíumálverk á striga og kennir þar ýmissa grasa, en þema sýningarinnar eru hinir fornu indíánar Norður- og Suður-Ameríku. Meira
14. júní 1998 | Fólk í fréttum | 1258 orð

Ljúfir söngvar og trylltur dans

TÓNLIST hefur ætíð fylgt kvikmyndum. Þöglar myndir voru í raun réttri aldrei þöglar heldur fóru sýningar fram við undirleik. Oft gat undirleikari bjargað hægum og leiðigjörnum köflum með fjörugri tónlist. Heil hljómsveit lék stundum undir með stórmyndum. Þetta listform varð úrelt þegar talmyndir komu til sögunnar. Árið 1927 söng Al Jolson lagið Mammy í myndinni Djasssöngvaranum (The Jazz Singer). Meira
14. júní 1998 | Menningarlíf | 64 orð

Menningarhátíð í Munaðarnesi HÁTT á annað h

Menningarhátíð í Munaðarnesi HÁTT á annað hundrað manns sóttu menningarhátíð BSRB, sem haldin var laugardaginn 6. júní í Munaðarnesi. Á hátíðinni var sýning á olíumálverkum myndlistarmannsins Gunars Arnar opnuð. Flosi Ólafsson flutti hugvekju og Karlakórinn Söngbræður söng nokkur sumarlög. Meira
14. júní 1998 | Menningarlíf | 453 orð

Mikil og falleg rödd

Sigrún Jónsdóttir og Hrefna Eggertsdóttir fluttu íslensk og erlend söngverk, m.a. Zigeunerlieder, eftir Johannes Brahms. Fimmtudagurinn 11. júní, 1998. EITT af því sem einkennt hefur íslenskt tónlistarlíf, er að þegar ungt tónlistarfólk kveður sér hljóðs, heldur sína "debut" tónleika, þekkja flestir þeir, er um tónlistarmál sýsla, nokkuð til þeirra. Meira
14. júní 1998 | Menningarlíf | 138 orð

Nýjar hljóðbækur LÁT hjartað ráð

LÁT hjartað ráða för er í flutningi Guðrúnar Þ. Stephensen leikkonu. Höfundur bókarinnar er ítalska skáldkonan Susanna Tamaro, en Thor Vilhjálmsson þýddi bókina úr ítölsku. Aðalpersóna bókarinnar, amman er dauðvona og tími uppgjörs er upp runninn. Meira
14. júní 1998 | Fólk í fréttum | 161 orð

Rinna og Hamlin eignuðust dóttur

MELROSE Place leikkonan Lisa Rinna og leikarinn Harry Hamlin eignuðust sitt fyrsta barn saman nú í vikunni. Frumburður Rinna er stúlka og hefur verið gefið nafnið Delilah Belle Hamlin en faðirinn á fyrir hinn 18 ára gamla Dimitri með leikkonunni Ursulu Andress. Meira
14. júní 1998 | Menningarlíf | 60 orð

Skapandi konur KAMMERMÚSÍKHÁTÍÐ er haldin árlega í Örebro í Sv

KAMMERMÚSÍKHÁTÍÐ er haldin árlega í Örebro í Svíþjóð. Að þessu sinni er lögð áhersla á tónskáld meðal kvenna og var efnt til samkeppni í því skyni. Margar hafa sent tónverk í keppnina eða 18 talsins. Laugardaginn 8. ágúst keppa fjögur tónverk sem dómnefnd hefur valið um verðlaunin, 50.000 sænskar kr. Áheyrendur velja síðan verðlaunahafa sem fær 15.000 sænskar kr. Meira
14. júní 1998 | Menningarlíf | 568 orð

Slóð morðingjans í gegnum smásjá

Patricia Cornwell: "Unnatural Exposure". Warner Books 1998. 370 síður. SPENNUSÖGUHÖFUNDURINN Patricia Cornwell er vinsæl hér á landi enda einn af fremstu afþreyingarhöfundum Bandaríkjanna. Einkanlega eru læsilegar bækur hennar um réttarlækninn Kay Scarpetta hjá FBI eins og "From Potter's Field" og "Cruel and Unusual". Meira
14. júní 1998 | Menningarlíf | 225 orð

Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju TÓNLEIKARÖ

TÓNLEIKARÖÐIN Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju eru nú haldnir í þriðja sinn en það er Efling Stykkishólms sem gengst fyrir þessum Sumartónleikum. Efling er félagsskapur einstaklinga og fyrirtækja í Stykkishólmi, sem hefur það að markmiði að efla menningu og atvinnu í bænum. Fyrirhugaðir eru sex tónleikar í sumar og verða þeir fyrstu mánudaginn 15. júní kl. 21. Meira
14. júní 1998 | Fólk í fréttum | 269 orð

(fyrirsögn vantar)

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNAStöð212. Meira

Umræðan

14. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 444 orð

Munum aldrei vega að annarri kvennastétt Frá Ástu Möller: FÉLAG í

FÉLAG íslenskra læknaritara gerir í Morgunblaðinu 10. júní athugasemdir vegna fréttar Morgunblaðsins sem birtist nýverið um launakjör hjúkrunarfræðinga og nokkurra annarra stétta. Fréttin byggðist á samantekt Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á samningum ýmissa starfshópa í starfi hjá ríki og Reykjavíkurborg, Meira
14. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 457 orð

Pólitíkin, kvótinn og þjóðin Frá Einari Sveini Erlingssyni: ÞAÐ

ÞAÐ VAR í fjölmiðlum fyrir skömmu að þýskur mektarmaður lofaði íslenska gestrisni og hafði uppi þau orð að Íslendingar væru heiðarleg og gestrisin þjóð og óhætt væri að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Þessum manni var ekki boðið upp á Bæjarins bestu, að þeim ólöstuðum, heldur í vélsleðaferð á jökul. Sagðist hann ekki gleyma þeirri ferð. Meira
14. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 348 orð

Yfirlýsing Frá Haraldi Guðbergssyni: Í TILEFNI af frétt í DV mið

Í TILEFNI af frétt í DV miðvikudaginn 10. júní sl. vil ég taka fram eftirfarandi: Eftir langt stríð við Hússjóð Öryrkjabandalagsins var gerð dómssátt í Héraðsdómi þess efnis að ég skyldi yfirgefa íbúð mína 12. maí sl. Þar sem ég var félaus og hafði ekki í nein hús að venda kom málið til kasta sýslumanns. Meira

Minningargreinar

14. júní 1998 | Minningargreinar | 502 orð

Fjóla Guðmundsdóttir

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku amma mín. Með þessum fáu línum langar mig að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 354 orð

Fjóla Guðmundsdóttir

Það var seint á árinu 1968 að ég hitti í fyrsta sinn Fjólu Guðmundsdóttur, þessa prúðu og lítillátu konu, þessa kattþrifnu og myndarlegu húsmóður sem síðar varð tengdamóðir mín. Þá tók hún mér opnum örmum og lét mér líða eins og ég væri einhver "himnasending" eins mjósleginn og óframfærinn og ég var nú í þá daga. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 533 orð

Fjóla Guðmundsdóttir

Elsku mamma, baráttunni er lokið. Það eru komnir 15 mánuðir síðan þú greindist með krabbamein. Okkur systkinin langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú ólst upp í Flatey á Breiðafirði og fórst ung til Reykjavíkur þar sem þú starfaðir m.a. á Hótel Vík þar til að þú hófst sambúð með pabba. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 181 orð

Fjóla Guðmundsdóttir

Elsku amma mín. Nú hefur þú loksins fengið hvíld eftir langa og stranga baráttu. Baráttu við krabbamein, sem þú greindist með snemma á síðasta ári. Þú varst ekki gömul þegar faðir þinn dó og þurftir því að fara í fóstur til Flateyjar á Breiðafirði. Þegar þú varðst eldri fluttist þú til Selfoss þar sem þú hittir hann Guðmund afa minn. Með honum eignaðist þú síðan sjö börn. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 122 orð

Fjóla Guðmundsdóttir

Elsku mamma. Þú varst bænheyrð, þrautum þínum er lokið. Það er erfitt á stundu sem þessari að setjast niður og skrifa í fáum orðum um þinn sterka persónuleika og blíðlyndi þitt. Minningarnar eru svo margar og góðar og þær geymi ég í hjarta mínu. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt, elsku mamma. Guð geymi þig. Kæri minn faðir, ég kalla á þig, komdu og vertu mér hjá. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 409 orð

Fjóla Guðmundsdóttir

Það er mér bæði ljúft og sárt að setjast niður og skrifa nokkur minningarorð um hana tengdamóður mína, sem ég mat mikils alla tíð. Ég kynntist Fjólu fyrir rúmlega 30 árum þegar ég kom ungur maður í heimsókn til tilvonandi tengdaforeldra minna í Arnarbæli í Ölfusi. Þá var tekið vel á móti mér sem og alla tíð síðan. Fjóla var einhver sú ljúfasta og besta manneskja sem ég hef hitt um ævina. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 254 orð

FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR

FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR Fjóla Guðmundsdóttir fæddist á Hellissandi 21. júlí 1929. Hún lést á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Hellu 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Einarsson, f. 6. jan. 1899, d. 24. feb. 1932, og Kristín Jónasdóttir, f. 24. júní 1903, d. 5. maí 1971. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 496 orð

Iris Gunborg Kristinsson

Nýlega frétti ég að Gun, vinkona mín, væri látin. Kannski væri þó réttara að segja, að ljós hennar hefði slokknað. Sá kyndill sem hún bar logar hér ekki lengur, þessi kyndill gleði og vináttu, kyndill frelsisins. Eflaust lýsir hann einhverjum öðrum, annarstaðar, því að "í húsi föður míns eru margar vistarverur", og hvarvetna er þörf fyrir ljósið. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 37 orð

IRIS GUNBORG KRISTINSSON

IRIS GUNBORG KRISTINSSON Iris Gunborg Kristinsson fæddist í Braten í Austur- Gautalandi í Svíþjóð 21. september 1932. Hún lést á heimili dóttur sinnar í Reykjavík 12. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 20. maí. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 490 orð

Sigrún Pétursdóttir

Það er með nokkrum trega, að ég minnist hennar Sigrúnar vinkonu minnar og frænku. Því miður kynntist ég henni ekki fyrr en nú síðustu árin en er mjög þakklát fyrir þau kynni. Sigrún var mjög vinföst, trygglynd og hreinskiptin. Alltaf tilbúin að hlusta og ræða málin. Hún var gestrisin svo af bar og góð heim að sækja. Enda átti hún marga vini, sem sakna hennar nú. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 27 orð

SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR

SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR Sigrún Pétursdóttir var fædd 28. ágúst 1911 á Akureyri. Hún lést í Reykjavík 27. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 6. apríl. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 232 orð

Sigurður Ólafsson

Fimmtudaginn 4. júní síðastliðinn lágu skilaboð til mín þegar ég kom í vinnuna um að ég ætti að hringja í ömmu og fékk þá þær fréttir að Siggi væri látinn. Þá fór ég að hugsa um stundirnar sem við áttum saman og komst að því að þær voru alltof fáar. En þær eru minnisstæðar heimsóknirnar til ömmu og Sigga. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 374 orð

Sigurður Ólafsson

Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Með fáum orðum viljum við minnast Sigurðar sem var giftur móður okkar í 30 ár. Þessi hægláti maður lét ekki mikið yfir sér við fyrstu kynni. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 120 orð

SIGURÐUR ÓLAFSSON

SIGURÐUR ÓLAFSSON Sigurður Ólafsson, húsasmíðameistari, fæddist í Geirakoti í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 1. ágúst 1914. Hann lést á Grund 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Gíslason, bóndi, og Ólöf Einarsdóttir, húsfreyja. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 317 orð

Unnur Jóna Geirsdóttir

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál, 76) Með örfáum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar er jarðsett verður á morgun, mánudag. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 242 orð

Unnur Jóna Geirsdóttir

Elsku amma mín. Nú ertu farin á góðan stað og skilur eftir margar góðar minningar sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Ég sit heima og hugsa um allar þær stundir sem við áttum saman og reyni að lýsa tilfinningum mínum. Í þessari stofu sátum við oft og skemmtum okkur saman, best þótti okkur þegar mamma keypti kjúkling því það var uppáhaldsmaturinn okkar beggja. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 200 orð

Unnur Jóna Geirsdóttir

Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósin kveiktu mér hjá. (H. Andrésdóttir.) Elsku Jóna mín. Ég veit að nú ertu búin að fá hvíldina langþráðu, enda varstu orðin þreytt. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 107 orð

Unnur Jóna Geirsdóttir

Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hve allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín, elskulega mamma mín. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 388 orð

Unnur Jóna Geirsdóttir

Tengdamóðir mín Unnur Jóna Geirsdóttir er látin. Ég kynntist henni fyrir hartnær þrjátíu árum er við Ragnheiður Hrefna, elsta dóttir hennar, fórum að draga okkur saman. Þá bjuggu þau í Gnoðarvoginum og það var feiminn sveinn sem þangað kom. En það þurfti ekki þar sem Jóna var, henni var einstaklega lagið að stríða mér og lengi var ég kallaður "Jeppi á Fjalli" vegna jeppabílsins sem ég átti. Meira
14. júní 1998 | Minningargreinar | 222 orð

UNNUR JÓNA GEIRSDÓTTIR

UNNUR JÓNA GEIRSDÓTTIR Unnur Jóna Geirsdóttir var fædd á Akranesi 15. maí 1923. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík, 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Geir Jónsson og Margrét Jónsdóttir á Bjargi. Alsystkini Jónu voru Guðmundur (látinn), Sigurður Björgvin og Geirlaug Gróa. Meira

Daglegt líf

14. júní 1998 | Bílar | 105 orð

34% fylgjast með Formula 1

SAMKVÆMT áhorfskönnun Markaðssamskipta ehf. fyrir RÚV fylgjast 27,4% karlmanna alltaf eða oft með beinum útsendingum frá Formula 1 kappakstri í Ríkissjónvarpinu. Til viðbótar fylgjast 16% karlmanna stundum með útsendingunum, 23% sjaldan og 32% aldrei. Kvenfólk fylgist einnig með í talsverðum mæli. 11,2% kvenna fylgist alltaf með beinum útsendingum eða oft, en 19,1% stundum. Meira
14. júní 1998 | Bílar | 133 orð

Abarth Monotipo

BÍLLINN að ofan er þótt ótrúlegt megi virðast, byggður á Fiat Barchetta. Hann kallast Abarth Monotipo 98, byggður af rútubílaframleiðandanum Stola, sem hingað til hefur ekki verið þekktur fyrir fólksbílaframleiðslu. Bílinn smíðaði Stola til að sýna fram á getu fyrirtækisins á þessu sviði en fékk heimild frá Fiat til að nota nafn Abarth fylgihlutaframleiðandans. Meira
14. júní 1998 | Ferðalög | 177 orð

Evrópskir ferðalangar Flestir vilja til

RÉTT tæpur helmingur þeirra Evrópubúa sem ferðuðust til annarra landa á síðasta ári, voru á faraldsfæti yfir sumartímann, frá maí til ágúst. Alls eru í gögnum frá Evrópska ferðamálaráðinu, tilgreindar 270 milljón ferðir, þar af 184 milljónir þar sem fólk var að fara í frí. Meira
14. júní 1998 | Bílar | 875 orð

Fágaður gæðingur sem gleður hjartað

NÝR BMW 3 dregur vissulega dám af 5-línunni í útliti en hann er ennþá bíll í millistærðarflokki, sportlegur fimm manna fólksbíll með aksturseiginleika og búnað sem allir framleiðendur eiga erfitt með að slá út. Síðast voru gerðar verulegar breytingar bílnum árið 1991 þegar fjórða kynslóðin kom fram. Alls hafa selst um 2,5 milljónir bíla í þessari línu frá upphafi. Meira
14. júní 1998 | Ferðalög | 214 orð

Ferðafélag Íslands Farið um Vestfirði FERÐAFÉLAG Í

FERÐAFÉLAG Íslands býður í sumar þrjár ferðir þar sem gist verður í húsi félagsins að Valgeirsstöðum í Norðurfirði á Ströndum. Fyrsta ferðin er 19.-23. júní, svokölluð sólstöðu- og fræðsluferð á Strandir þar sem farnar verða skemmri gönguferðir um Árneshrepp og skoðaðir markverðir sögustaðir sem tengjast galdrabrennum, fornsögum, Spánverjavígum og þjóðsögum. Undir lok júnímánðarar, 26.-30. Meira
14. júní 1998 | Ferðalög | 186 orð

Ferðaskrifstofa Guðmundar JónssonarBeint flug t

TVÆR FERÐIR verða farnar til Prag í sumar á vegum Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónssonar, og er sú fyrri 6.-13. ágúst en hin síðari 27. ágúst til 3. september. Prag, höfuðborg Tékklands, hefur verið vinsæll áningarstaður íslenskra ferðamanna undanfarin ár enda forn og sögufræg borg. Litrík sagan hefur sett mark á útlit borgarinnar. Meira
14. júní 1998 | Ferðalög | 665 orð

Gisting í friðsælu umhverfi í aldargömlu veiðihúsi

VEIÐIHÚSIÐ gamla stendur við Langárósa í fögru og friðsælu umhverfi. Kjarri vaxnir ásar, klettaborgir og mýrasund einkenna landslagið. Á ósasvæðinu er mikið fuglalíf og er svæðið friðlýst vegna sérstæðs náttúrufars. Við hlið hússins er Sjávarfoss og Skuggafoss í nokkurra mínútna fjarlægð. Meira
14. júní 1998 | Bílar | 624 orð

Hægar breytingar á Land Rover í hálfa öld

GAMLI góði Land Roverinn er enn í fullu gildi en hann heitir nú Defender og er fáanlegur nokkrum gerðum eins og raunar hefur verið fjallað um hér áður. Fimmtíu ár eru nú liðin frá því Land Rover kom á markað og hefur hann tekið merkilega litlum breytingum í útliti en ýmislegt verið gert til að gera góðan bíl betri og ekki síst hafa þægindin verið aukin lítillega. Meira
14. júní 1998 | Ferðalög | 1657 orð

INDLAND Fábrotið mannl

EFTIR að hafa byrjað á hefðbundnum ferðamannaslóðum í nágrenni Delhí fórum við til Leh, sem er 25.000 manna þorp í 3550 m hæð inn á milli Himalaya fjalla á svæði sem heitir Ladakh. Leh var áður viðkomustaður jakuxalesta á leið yfir Karakoram skarð til Yarkand og Kashgar í Kína. Meira
14. júní 1998 | Bílar | 151 orð

Jeppasalan aukist um tæp 69%

SALA á jeppum og jepplingum hefur aukist um tæp 70% fyrstu fimm mánuði ársins. Fyrstu fimm mánuðina í fyrra seldust 673 jeppar og jepplingar en 1.142 fyrstu fimm mánuði þessa árs. Mun fleiri tegundir seljast núna en í fyrra, eða 26 á móti 18 í fyrra. Söluhæsti jeppinn það sem af er árinu er Toyota Land Cruiser, en alls hafa selst 152 slíkir bílar. Meira
14. júní 1998 | Bílar | 122 orð

Langbakur frá Saab

SAAB hefur kynnt langbaksútfærslu af 9-5 bílnum. Framleiðendurnir segja að bíllinn sé umfram allt öruggur, sportlegur en þó einkum og sér í lagi rúmgóður. Í farangursrými bílsins eru sérstakar rennur til að festa niður farm sem fluttur er í honum. Þar er einnig bögglahilla sem hægt er að taka úr bílnum. Einnig er fáanlegt rennigólf sem léttir til við hleðslu og aflestun bílsins. Meira
14. júní 1998 | Bílar | 73 orð

Lítilsháttar samdráttur í Evrópu

LÍTILS háttar samdráttur, 1,7%, varð í bílasölu í Evrópu í aprílmánuði. Samdráttinn má rekja til færri vinnudaga í mánuðinum vegna páskahátíðarinnar. Fyrstu fjóra mánuði ársins er hins vegar 8,1% aukning í bílasölu í álfunni. Söluhæsti framleiðandinn fyrstu fjóra mánuðina er VW AG, (VW, Audi, Seat og Skoda), með 881.609 bíla, Fiat samsteypan, (Fiat, Lancia, Alfa Romeo, Ferrari o.fl. Meira
14. júní 1998 | Bílar | 274 orð

MGA Mark II Halldórs

EINN af fallegri fornbílum á landinu er án efa MGA Coupe Twin Cam Halldórs Snorrasonar, eiganda Bílasölunnar Skeifunnar. Halldór á marga bíla en heldur mest upp á þennan breska sportbíl sem hann keypti í Þýskalandi fyrir fjórum árum. Fyrri eigandi bílsins var þýskur barón en bíllinn hafði verið í eigu bílaáhugamanns í Svíþjóð áður en hann kom til Þýskalands. Meira
14. júní 1998 | Bílar | 266 orð

Nýr Hyundai Coupe

HYUNDAI Coupe sportbíllinn fær andlitslyftingu á næsta ári. Þessi kóreski sportbíll hefur verið nokkuð vinsæll hérlendis og selst ágætlega. Hyundai hefur nú sent frá sér myndir af breytta bílnum. Hann verður m.a. boðinn með sérstaklega aflmikilli útfærslu af 2 lítra vélinni, 155 hestafla, en hún fæst einnig 137 hestafla. Sölumet hjá Audi Meira
14. júní 1998 | Ferðalög | 200 orð

Næturlífið í Reykjavík umfjöllunarefni New York Tim

NÆTURLÍFINU í Reykjavík voru gerð góð skil í bandaríska stórblaðinu New York Times um síðustu helgi með grein eftir blaðamann NYT, sem var staddur hér á landi núverið. Blaðamaðurinn, Jesse McKinley, brá sér í ferð til Reykjavíkur til að heimsækja kunningja sína og kynnast landinu, og lýsir því í bráðskemmtilegri grein, hvernig honum reiddi af á laugardagskvöldi í miðbænum. Meira
14. júní 1998 | Bílar | 161 orð

Smábíll frá Suzuki og GM

GENERAL Motors og Suzuki hafa komist að samkomulagi um að hanna og framleiða nýjan smábíl sem ráðgert er að setja í fyrstu á markað í Evrópu. Bíllinn skapar GM nýja markaðsstöðu í Evrópu þar sem fyrirtækið hefur ekki áður boðið bíl í smábílaflokki. Bíllinn mun kepppa á sama markaði og Ford Ka og Renault Twingo. Meira
14. júní 1998 | Ferðalög | 320 orð

Tíunda Fosshótelið opnaðGisting undir jökli

NÝTT hótel hefur verið opnað við rætur Vatnajökuls og er það nýjasta hótel Fosshótelakeðjunnar sem rekur tíu hótel víðsvegar um landið. Hótelið stendur við hringveginn, aðeins tíu kílómetra frá Höfn í Hornafirði, og er örstutt að fara til hótelsins frá flugvellinum. Meira
14. júní 1998 | Ferðalög | 609 orð

Útivistarnámskeið fyrir unglinga og bakpokaferð til Austur-Grænlands

ÍSLENSKIR fjallaleiðsögumenn eru með tvær nýjar sumarleyfisferðir í ferðaáætlun 1998-1999, annars vegar er um að ræða sex daga útivistarnámskeið fyrir unglinga, sem reynt var með góðum árangri í tilraunaskyni í fyrra og hins vegar sex daga bakpokaferð til Austur- Grænlands um einstakt svæði að sögn Einars Torfa Finnssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Meira
14. júní 1998 | Ferðalög | 134 orð

Þorp Galdrakarlsins í Oz Ævintýraheim

ÆVINTÝRIÐ um Galdrakarlinn í Oz er lifandi veruleiki í smábænum Aberdeen í Suður- Dakota. Þar eiga Dórótea og fuglahræðan heimilisfesti auk fjölda annarra frægra sögupersóna úr ævintýraheimi barna. Höfundur Galdrakarlsins í Oz, L. Frank Baum, bjó einu sinni í Aberdeen og arfi hans er ofið saman við minni þjóðsagna um Öskubusku, Þyrnirósu og fleiri í barnagarðinum Wylie Park. Meira
14. júní 1998 | Bílar | 76 orð

(fyrirsögn vantar)

Jeppasalan janúar-maí 1997 1. Mitsubishi Pajero......153 2. Toyota Landcruiser.....131 3. SsangYong Musso........78 4. Suzuki Vitara..........77 5. Nissan Terrano II......58 6. Land Rover Discovery...40 7. Toyota RAV4............33 8. Ford Explorer..........21 9. Jeep Grand Cherokee....19 10. Nissan Patrol..........13 Aðrir........... Meira

Fastir þættir

14. júní 1998 | Í dag | 39 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Næstkomandi miðvikudag, 17. júní, verður fimmtug Oddný Dóra Halldórsdóttir sérkennari Heiðarbóli 9, Keflavík. Eiginmaður hennar er Kristján Kristinsson, flugvirki. Þau hjónin taka á móti gestum þriðjudaginn 16. júní í KK-salnum, Víkurbraut 17­19, frá kl. 18­22. Meira
14. júní 1998 | Í dag | 24 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 14. júní, verður sextugur Jóhann Jakobssen, fv. vörubifreiðastjóri, Efstasundi 58. Eiginkona hans er Unnur Ólafsdóttir. Jóhann er að heiman. Meira
14. júní 1998 | Í dag | 23 orð

90 ÁRA afmæli.

Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 14. júní, verður níræð Kristín Brynhildur Davíðsdóttir, Höfðagötu 4, Stykkishólmi. Kristín verður að heiman í dag. Meira
14. júní 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. maí í Safnaðarheimilinu í Sandgerði af sr. Hirti Magna Jóhannssyni Kristín Jónasdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Heimili þeirra er í Bolungarvík. Meira
14. júní 1998 | Fastir þættir | 634 orð

FJÖLÆRAR ÞEKJUPLÖNTURNr. 383

FJÖLÆRAR plöntur eru til af öllum mögulegum og ómögulegum stærðum og gerðum. Þær hafa ýmsa eiginleika sem við erum hugsanlega ekki nógu dugleg að nýta okkur. Með því að spila saman fjölærum blómstrandi jurtum og runnum má fá fram fjölbreytni og aukna litagleði í garða okkar. Einnig má nota eiginleika þessara fjölæru jurta til nytsamra hluta. Meira
14. júní 1998 | Fastir þættir | 118 orð

Friðrikskapella.

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 13 verður hátíðarguðsþjónusta í Kópavogskirkju. Eru þeir kirkjugestir sem eiga þess kost hvattir til að koma til kirkju á íslenskum búningi eða hátíðarbúningi. Kór Kópavogskirkju syngur í guðsþjónustunni undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista. Einnig syngur Kammerkór Kópavogs en honum stjórnar Gunnsteinn Ólafsson. Frá kl. 12. Meira
14. júní 1998 | Í dag | 32 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Þjóðhátíðardaginn 17. júní eiga gullbrúðkaup Inga Ásgrímsdóttir og Páll Pálsson frá Borg, Hraunbæ 103, Reykjavík. Þann dag taka þau á móti vinum og vandamönnum að Hraunbæ 105 milli kl. 15 og 18. Meira
14. júní 1998 | Í dag | 601 orð

Heiður þeim sem heiður ber ÞÁ eru hátíðarhöldin vegna 60 ár

ÞÁ eru hátíðarhöldin vegna 60 ára afmælis sjómannadagsins að baki og var vel og myndarlega að þeim staðið sem er fagnaðarefni. Þótt margt hafi breyst á 60 árum minnir dagurinn á sem áður að öll hvílir afkoma og hagsæld okkar Íslendinga á fiskveiðum og siglingum og framlagi sjómannastéttarinnar. Meira
14. júní 1998 | Dagbók | 1003 orð

Í dag er sunnudagur 14. júní, 165. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Líkt

Í dag er sunnudagur 14. júní, 165. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Líkt er það mustarðskorni, sem maður tók og sáði í jurtagarð sinn. Það óx og varð tré og fuglar himins hreiðruðu sig í greinum þess. (Lúkas 13,18.) Mannamót Aflagrandi 40. Á morgun, mánudag, félagsvist kl. 14. Meira
14. júní 1998 | Í dag | 505 orð

SLENZKA lýðveldið á afmæli í vikunni. Það verður 54 ára

SLENZKA lýðveldið á afmæli í vikunni. Það verður 54 ára 17. júní. Lýðveldisstofnunin var stór stund í hugum sérhvers Íslendings. Ekki er úr vegi, í tilefni af þjóðhátíðardegi, að rifja upp nokkur merk ártöl úr seinni tíma sögu okkar, tengd baráttunni fyrir efnahagslegu og stjórnarfarslegu fullveldi. Meira

Íþróttir

14. júní 1998 | Íþróttir | 133 orð

Her vaktar rafstöðvar

ENN og aftur var mælirinn fullur að mati knattpsyrnuáhugamanna í Bangladesh er rafmagnið fór af stórum hlutum landsins þriðja daginn í röð sl. föstudag er bein útsending stóð yfir frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Bangladesh á ekki landslið í keppninni en mikill hluti þjóðarinnar fylgist með leikjum keppninnar. Meira
14. júní 1998 | Íþróttir | 499 orð

Með þrenn verðlaun frá Finnlandi

ÍSLENSKIR skylmingamenn unnu til verðlauna, bæði keppni einstaklinga og sveita á næst síðasta móti keppnistímabilsins í norður-evrópsku mótaröðinni í skylmingum með höggsverði sem fram fór í Finnlandi um síðustu helgi. Meira
14. júní 1998 | Íþróttir | 720 orð

Sigurhátíðin stöðvuð

ÍBÚAR Chicago-borgar voru uppteknir allan föstudaginn við að undirbúa sigurhátíð til að fagna enn einum NBA-titlinum. Mikið umferðaröngþveiti var í borginni allan daginn og máttu leikmenn Bulls hafa sig alla við að komast til United Center á réttum tíma. Leikmenn Utah Jazz létu ekkert af þessu hafa áhrif á sig í fimmta leik lokaúrslitanna og sigruðu í leiknum, 83:81. Meira

Sunnudagsblað

14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 104 orð

Bónorð í bundnu máli

Stærðfræðingarnir áttu sín skáld þótt tölur væru að öllu jöfnu þeirra sérgrein. Þegar þær ákváðu að biðja eins kennarans sendu þær honum flestar bónborðsbréf í óbundnu máli en bekkjarskáldið Ingveldur Sverrisdóttir, lét sig ekki muna um að yrkja. Bónorðið var afdráttarlaust og prinsinn að sjálfsögðu þéraður. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 425 orð

Engir loftkastalar

ÉG FÓR í stærðfræðideild af tveimur ástæðum. Ég áleit að námið þar ætti betur við mig og eins vildi ég ekki fara hina hefðbundnu kvennaleið í námi. Jafnréttismál voru þó lítið rædd á heimili mínu. Móðir mín vildi að við lykjum stúdentsprófi en að öðru leyti var enginn þrýstingur í þá veru af hálfu foreldra minna. Ég hugsa þó að ég hafi horft til föður míns. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 631 orð

Enn er von fyrir sjóbirting í Grenlæk og Tungulæk

VATNSMÁL, eða öllu heldur vatnsleysismál, veiðilækja í Landbroti hafa verið mikið í umræðunni og fram hefur komið í fréttaskýringum að þar er nokkuð margslungið mál á ferðinni og menn ekki á eitt sáttir um ástæður vatnsleysisins. Engum blandast þó hugur um að til aðgerða þarf að grípa ef hægt er að bjarga lífríki og þ.ám. frábærum sjóbirtingsstofnum Grenlækjar og Tungulækjar. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1294 orð

Eyjarskeggjar verða meginlandsbúar Í dag verður nýja Stórabeltisbrúin formlega opnuð fyrir bílaumferð. Sigrún Davíðsdóttir

ÞAÐ dugði ekkert minna en fimm daga þjóðarveisla um síðustu helgi og svo hátíðarhöld í dag, þegar Stórabeltisbrúin verður formlega opnuð bílaumferð. Áður hafa lestarsamgöngur um brúna hafist og var þeim áfanga fagnað með tilheyrandi hátíðarhöldum. Í dag mun Margrét Danadrottning opna brúna formlega fyrir bílaumferð, en margt verður gert til hátíðabrigða. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2396 orð

Frá upphafi til álvers

Álver Norðuráls á Grundartanga er risið af grunni og í vikunni var hafin þar bræðsla. Smám saman eykst framleiðslugetan og strax á næsta ári verður enn bætt við. Endanlegt markmið er að álverið framleiði 180 þúsund tonn á ári. Ragnhildur Sverrisdóttir hitti eiganda Norðuráls, Kenneth Peterson, rúmlega fertugan lögfræðing sem fékk þá hugdettu fyrir 12 árum að kaupa sér álver. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1664 orð

FRIÐUR OG KYRRÐ

FRIÐUR OG KYRRÐ Í Syðri-Neslöndum er merkilegt safn gamalla muna. Þar má sjá heimariðin net með soppaþin og beinaþin, smiðju með handsnúnum fýsibelg, grindarljá, balbínu og ísbrodd. Tíminn stendur í stað í Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit. Þar býr Sigurveig Sigtryggsdóttir, betur þekkt sem Veiga. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 424 orð

»Furðulegur frumherji FÁIR tónlistarmenn hafa valdið poppskríbentum og bla

FÁIR tónlistarmenn hafa valdið poppskríbentum og blaðamönnum öðrum eins heilabrotum og Tricky. Bæði er að tónlist hans getur verið í senn fráhrindandi myrk og drungaleg, en í næstu andrá leggur hún líkn með þraut; mýkir, bætir, græðir. Skammt er síðan Tricky sendi frá sér nýja breiðskífu. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1100 orð

Gengið í svefni

HÉRNA í gamla daga, áður en sjónvarpið þröngvaði sér inn í líf fólks og bíóferðir voru fáar og langt á milli, gat oft verið leitun á afþreyingu, sem spennu gat skapað á tilfinningasviðinu. Helst var að leita í bókum og sátu krakkar og fullorðnir oft hringaðir í stól með einhverja skáldsögu, stundum skjálfandi af spenningi. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 540 orð

Hagnýtt nám í Viðskiptaháskólanum

VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN í Reykjavík mun annars vegar brautskrá nemendur með BS- gráðu í viðskiptafræði og hins vegar í tölvufræði. Hann verður í 5 hæða byggingu í Ofanleiti 2 og getur rúmað fimm hundruð nemendur. Skólinn er sjálfseignarstofnun og skipar Verzlunarráð Íslands stjórn skólans. Hann verður aðskilinn Verzlunarskóla Íslands og hefur eigið háskólaráð. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 970 orð

Hart þeir sóttu fréttirnar Á tímum tölvutækni og fjarskipta nútímans er oft erfitt að ímynda sér hvernig fréttaöflun var háttað

MORGUNBLAÐIÐ hefur löngum notið þess að hafa á að skipa dugmiklum fréttariturum, sem oft hafa lagt mikið á sig við að koma fréttum til blaðsins. Þetta á ekki síst við hér á árum áður ­ fyrir þá miklu byltingu sem orðið hefur í fjarskiptamálum og samgöngum. Nú þykir t.d. sjálfsagður hlutur og ekkert stórmál að mynd birtist strax daginn eftir með frétt af landsbyggðinni. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2681 orð

"Hísingsbóndi" með sumarbústað í Ljóðhúsum Kristinn Jóhannesson er ekki aðeins lektor heldur einnig stjórnandi Íslenska kórsins

BLANDAÐUR íslenskur kór hefur oft sett svip á samkomur í Gautaborg undanfarin ár við ýmis tækifæri og í samvinnu við frændur vora í Svíaríki. Lagaval: Allt frá tilbrigðum við gamlan húsgang úr Svarfaðardal til Finnlandíu Sibelíusar. Frá lögum eftir Bellmann og Evert Taube til íslenskra tónsmíða. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 812 orð

Í endursköpun Jónasar á kvæði Feuerbachs er í upphafi einnig talað um g

Í endursköpun Jónasar á kvæði Feuerbachs er í upphafi einnig talað um ginnunngagap og sagt að ljós sé alls upphaf, þó að Ekkert sé upphaf og Ekkert að ending, eins og skáldið kemst að orði. Þetta er þó alltént bjarmi af guðdóminum sem ávarpaður er þarna í upphafi kvæðisins. Kristur er aftur á móti ekki fyrirferðarmikill hjá Jónasi, þótt við finnum fyrir nærveru hans. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1580 orð

Júragarður kvikmyndanna

"ÞETTA er heimskulegasta spurning sem ég hef á ævi minni heyrt!" hvæsir Robert Duvall á vinalega miðaldra franska blaðakonu. "Ég hélt að Frakkar væru upplýstari en þetta!" Hann hristir höfuðið í vanþóknun til annarra blaðamanna við borðið og er greinilega ofboðslega misboðið. Eða eitthvað illa upplagður. Ekki heyrist bofs frá frönsku blaðakonunni það sem eftir lifir fundarins. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 405 orð

Karlastörfin heilluðu

ÆTLI ég hafi ekki viljað vera öðruvísi en hinar og því valið stærðfræðideildina. Það var fremur óalgengt að stúlkur færu í þá deild. Ég hafði líka verið góð í stærðfræði í barnaskóla og auk þess áleit ég að nám í þessari deild gæfi mér meiri möguleika síðar meir. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Kebab með íslenskum kryddjurtum

HVAÐ er svona sérstakt við íslenska fjallalambið? Hér á landi eru í fyrsta lagi óskaskilyrði, þar sem gróður verður kjarnmeiri eftir því sem ofar dregur, og í öðru lagi gera kalt loftslag og langur sólargangur grasið mjög orkuríkt. Hér á landi ganga lömbin víðast hvar í u.þ.b. 2 og 1/2 mánuð á fjöllum fyrir slátrun. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1833 orð

Ljós stefna ­ úthugsað nám

VÍÐSÝNI og virðing fyrir þekkingu annarra eru meðal kjörorða Guðfinnu Bjarnadóttur, rektors Viðskiptaháskólans í Reykjavík, sem byrjar fyrsta háskólaárið 3. september næstkomandi. Hún vill brjóta niður veggi milli námsgreina og skapa víðsýnt fagfólk. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1429 orð

Með íslenskuna í farangrinum

Með íslenskuna í farangrinum Íslendingar verða sjálfir að leggja fram fjármuni til að tryggja að íslenskan verði tölvutæk, því íslenskt málsvæði er of lítið til að markaðsöfl sjái sér hag í að gera það. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2904 orð

Ógnaröld KOMMÚNISMANS

Ógnaröld KOMMÚNISMANS Kommúnisminn er talinn vera valdur að dauða 85-100 milljóna manna, en nasisminn um 25 milljóna. Nasisminn er hvarvetna fyrirlitinn en kommúnismann sjá menn víða í rómantísku ljósi. Samt eru fórnarlömb kommúnismans fjórum sinnum fleiri. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 624 orð

Óreiða náttúrufastanna

FASTAR gegna grundvallar hlutverki í nútíma eðlisfræði. Nokkur dæmi um þekkta fasta eru hleðsla rafeindarinnar, hraði ljóssins og fasti Plancks. Það er ein af megin forsendum nútíma eðlisfræði að gildi þessara stærða séu fastar í orðsins fyllstu merkingu. Þangað til nýlega voru engar knýjandi tilrauna né fræðilegar ástæður fyrir því að ætla annað en að fastarnir væru raunverulegir fastar. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 315 orð

Rafverktakar vara við andvaraleysi

LANDSSAMBAND íslenskra rafverktaka hélt aðalfund sinn nýverið á Hótel Sögu. Auk venjulegra aðalfundastarfa var fjallað um innri mál sambandsins, rafmagnseftirlitsmál, lífeyrissjóðsmál og menntamál. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1804 orð

Reagan í pólitíska dýrlingatölu Repúblíkanar í Bandaríkjunum hafa hrint af stokkunum herferð til að tryggja að arfleifð Ronalds

HVER er hin pólitíska arfleifð Ronalds Reagans, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og er sérstök ástæða til að halda henni á lofti? Um þetta eru skiptar skoðanir í Bandaríkjunum en repúblíkanar, flokksbræður forsetans fyrrverandi, eru ekki í nokkrum vafa. Þeir hafa nú hrint af stokkunum umfangsmikilli herferð til að tryggja að nafni Reagans verði haldið á lofti í Bandaríkjunum um ókomna tíð. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 76 orð

Síðbúin sakaruppgjöf

NEÐRI deild þýska þingsins samþykkti fyrir helgina, með yfirgnæfandi meirihluta, tímamótafrumvarp sem veita mun þúsundum Þjóðverja uppreisn æru, hálfri öld eftir að nasistastjórnin í landinu dæmdi þá seka á vafasömum forsendum. Flestir þeirra, sem fá nú uppgefnar sakir, eru látnir. Samkvæmt frumvarpinu verður um hálfri milljón manna gefnar upp meintar sakir sem bornar voru á þá. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2484 orð

SPRENGJA GÆTI ORÐIÐ Í TÍÐNI ALZHEIMER-SJÚKDÓMSINS Á NÆSTU ÖL

AMMA hafði alltaf verið svo ern og skemmtileg. Í fjölskylduboðum var hún hrókur alls fagnaðar enda kunni enginn að segja jafn skemmtilega frá fréttum líðandi stundar og atburðum úr liðinni tíð. Börnin elskuðu ömmu og sjaldnast Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 254 orð

SVIPUÐ BLANDA

RÚSSÍBANARNIR komu sáu og sigruðu með breiðskífu sinni á síðasta ári þar sem þeir hrærðu saman ólíkum straumum skemmtitónlistar. Platan seldist bráðvel og selst enn og því ekki að furða að þeir félagar séu aftur komnir á kreik og hyggist senda frá sér skífu með haustinu. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1284 orð

Trumanþátturinn Peter Weir hefur gert bíómynd um mann sem kemst að því að líf hans er sjónvarpsþáttur, segir í grein Arnalds

ÁSTRALSKI kvikmyndaleikstjórinn Peter Weir er einn fremsti leikstjóri sinnar kynslóðar í heiminum og er nýrrar myndar hans beðið með nokkurri eftirvæntingu. Hún heitir Trumanþátturinn eða "The Truman Show" og er um margt furðulegt fyrirbæri. Gamanleikarinn Jim Carrey, sem frægastur er fyrir fettur og brettur í stíl Jerry Lewis, fer með aðalhlutverkið en myndin er ekki gamanmynd. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2021 orð

VANDAMÁL Í ELDHRAUNI

Hver má banna fljóti frá fjöllum rás til sjávar hvetja, veg það fann, sem mangi má móti neinar skorður setja. (Sig. Breiðfj.) Sögubrot Saga þessa landsvæðis, er að því sérstæð að þar hafa eldur og vatn verið að eigast við öldum saman. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 407 orð

Við getum

STÆRÐFRÆÐI og eðlisfræði voru þau fög sem mér fannst skemmtilegust í skóla svo það kom ekkert annað til greina en að fara í stærðfræðideild. Móðir mín varð stúdent úr þeirri deild árið 1941, og þótt hún hefði engin bein áhrif á val mitt var andrúmsloftið þannig á heimilinu að það þótti sjálfsagt að við systkinin færum í langskólanám. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1953 orð

VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF á sunnudegi MIKIL GRÓSKA eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Sigrún Guðmundsdóttir er Reykvíkingur, hún fór til

VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF á sunnudegi MIKIL GRÓSKA eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Sigrún Guðmundsdóttir er Reykvíkingur, hún fór til náms í Frakklandi og tók þar próf eftir viðskiptanám. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 314 orð

Það verður að gerast óvart

Á VÆNTANLEGRI safnskífu Sprota sem kallast Kvistir eiga ýmsar sveitir lög og þar á meðal Mausverjar reyndar tvö slík. Birgir Steinarsson Mausari segir að annað lagið á skífunni sé hálfgert slys. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2063 orð

Þá fóru stúlkur í stærðfræði

VORIÐ 1966 var heill stúlknabekkur úr stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík útskrifaður. Það var fyrir tíð rauðsokka enda varð Jóni Guðmundssyni íslenskukennara að orði þegar hann leit fyrst yfir hinn föngulega hóp haustið 1963: Þetta er söguleg stund. Að vísu höfðu stúlkur áður útskrifast úr stærðfræðideild en þá í samfloti með piltum. Meira
14. júní 1998 | Sunnudagsblað | 194 orð

Þrettán útskrifast úr námi í vátryggingamiðlun

HINN 22. maí sl. stóð prófnefnd vátryggingamiðlara í samstarfi við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands fyrir útskrift nemenda úr námi í vátryggingamiðlun. Faglegri hlið námsins er stýrt af prófnefnd sem skipuð er af viðskiptaráðherra, segir í frétt frá Endurmenntunarstofnun HÍ Formaður nefndarinnar er Kjartan Gunnarsson, viðskiptaráðuneyti, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.