Greinar þriðjudaginn 16. júní 1998

Forsíða

16. júní 1998 | Forsíða | 158 orð

Hjálpræðisherinn í gallabuxur

HJÁLPRÆÐISHERINN hyggst ráða tískuhönnuð til að hanna nýja búninga fyrir meðlimi sína, þar á meðal gallabuxur og derhúfu, sem koma eiga í stað búninganna sem notaðir hafa verið frá árinu 1879. Yfirmenn Hjálpræðishersins tóku þessa ákvörðun í kjölfar skoðanakönnunar er leiddi í ljós að almenningur telur Hjálpræðisherinn gamaldags og fastan í fortíðinni. Meira
16. júní 1998 | Forsíða | 387 orð

NATO "reiðubúið að ganga lengra"

SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, kom til Moskvu síðdegis í gær og í dag á hann viðræður við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, er miða að því að leysa deiluna í Kosovohéraði í Serbíu á friðsamlegan hátt. Jeltsín ræddi við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í síma í gær um deiluna. Meira
16. júní 1998 | Forsíða | 265 orð

Óróaseggir sendir heim

JEAN-Pierre Chevenement, innanríkisráðherra Frakklands, samþykkti í gær að gripið yrði til sérstakra ráðstafana sem gera kleift að vísa erlendum vandræðagemlingum sjálfkrafa úr landi, án þess að þeir kæmu fyrst fyrir dómstóla, eftir að til óeirða kom í Marseille í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Meira
16. júní 1998 | Forsíða | 143 orð

Reuters EMU efst á baugi TONY Bl

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, spjallar við Viktor Klima, kanslara Austurríkis, Jacques Chirac, Frakklandsforseta og Jacques Poos, aðstoðarforsætisráðherra Hollands, er þeir stilla sér upp fyrir myndatöku í Cardiff í Bretlandi, þar sem nú stendur fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Meira
16. júní 1998 | Forsíða | 120 orð

Verkfalli lokið

LÖG voru í gær sett á verkfall norskra flugumferðarstjóra, launadeilu þeirra við ríkið vísað til kjaradóms og þeim skipað að mæta til vinnu í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að flug á milli Íslands og Noregs færist í eðlilegt horf í dag, að sögn Flugleiða. Meira

Fréttir

16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 231 orð

120 strandaglópar í Noregi

120 MANNA hópur starfsmanna Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala komst ekki frá Stavanger í Noregi á sunnudag vegna verkfalls norskra flugumferðarstjóra. Hópurinn var á íþróttamóti norrænna sjúkrahúsa, sem haldið er annað hvert ár. Reynt var að fá undanþágu fyrir hópinn, þar sem um væri að ræða stórt hlutfall starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar í Reykjavík, en á það var ekki fallist. Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 102 orð

1.500 Boeingþotur verði skoðaðar

SKOÐA þarf hliðarstýrisfótstig á um 1.500 Boeing þotum í kjölfar þess að fótstig flugstjóra á 737 þotu duttu úr sambandi í lendingu fyrir skömmu, að því er Associated Press greindi frá í gær. Aðstoðarflugmaður tók við stjórn vélarinnar og lendingin gekk að óskum. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 355 orð

19% aðspurðra lásu allar greinarnar

RÚMLEGA 41% þeirra sem spurðir voru í könnun Markaðssamskipta ehf. fyrir Stöð 2 kváðust hafa lesið einhverjar af greinum Sverris Hermannssonar í Morgunblaðinu um Landsbankamálið. Rúmlega 19% höfðu lesið þær allar og rúmlega 39% höfðu ekki lesið þær. Úrtakið í könnuninni var 837 manns. 49% þeirra sem lásu allar greinarnar töldu að þær hefðu haft jákvæð áhrif á afstöðu sína til Sverris. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

AÐALSTEINN JÓHANNSSON

AÐALSTEINN Jóhannsson tæknifræðingur lést á Landakoti í Reykjavík föstudaginn 12. júní sl. Hann fæddist í Bolungarvík 6. ágúst 1913 en ólst upp í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Jóhann Eyfirðingur Jónsson og Salóme Gísladóttir. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 331 orð

Aðalvélin tekin uppl

TAKA þarf upp aðalvél Breka VE 61 eftir að eldur kom upp í vélarrúminu sl. föstudag. Hilmar Sigurðsson, fyrsti vélstjóri, segir ljóst að um milljóna eða tugmilljóna tjón sé að ræða. Gera má ráð fyrir að verkið taki um eða yfir tvær vikur. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

Akstur SVR á þjóðhátíðardaginn

AÐ venju verður dagskrá í miðborg Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hátíðarhöldin hafa áhrif á staðsetningu biðstöðva SVR í miðborginni, þar sem götum verður lokað ásamt því að fjöldi fólks leggur leið sína til miðborgar þennan dag. Leiðir 7, 110, 111, 112 og 115 munu verða með biðstöð á Tryggvagötu á móts við Tollhúsið. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 750 orð

Athugasemd frá Landsvirkjun

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Halldóri Jónatanssyni, forstjóra Landsvirkjunar, vegna ummæla Kenneths Peterson varðandi "lánsorku": "Í Morgunblaðinu hinn 14. þ.m. er birt viðtal við Kenneth Peterson um byggingu álvers Norðuráls á Grundartanga. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 324 orð

Bannað verður að hjóla um göngin

HJÓLREIÐAMÖNNUM verður ekki heimilað að hjóla gegnum Hvalfjarðargöngin sem verða opnuð 11. júlí næstkomandi. Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, segir það af öryggisástæðum, bæði vegna hugsanlegrar mengunar og vegna þess að erfitt sé fyrir hjólreiðamenn að víkja nógu vel vegna kantsteins á veginum um göngin. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 785 orð

Bréfaskipti vegna upplýsingagjafar Búnaðarbankans

HÉR fara á eftir í heild bréf bankastjórnar Búnaðarbanka Íslands til viðskiptaráðherra, bréf viðskiptaráðherra til forseta Alþingis Ólafs G. Einarssonar og fréttatilkynning viðskiptaráðuneytisins til fjölmiðla vegna málsins: Viðskiptaráðherra Finnur Ingólfsson viðskiptaráðuneytinu Arnarhvoli, Reykjavík. Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 229 orð

Butler segir vopnaeftirliti brátt lokið í Írak

RICHARD Butler, yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að framkvæmdaáætlun sem samið hefði verið um við Íraka gæti leitt til þess að afvopnun Íraka yrði til lykta leidd á tveimur mánuðum. Sagðist hann telja að þegar þetta hefði verið staðfest væri ekkert því til fyrirstöðu að vopnaeftirlit SÞ skilaði lokaskýrslu sinni í október. Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 383 orð

Cook segir EMU-aðild líklega eftir aldamót

ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, gaf í sjónvarpsþætti á sunnudag sterklega í skyn að Bretland myndi ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) fljótlega eftir næstu kosningar, sem sennilega verða haldnar árið 2002. Ráðherrann sagði að það gæti haft neikvæð áhrif á fjárfestingar í Bretlandi að standa utan evró-svæðisins. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1253 orð

Dagskrá 17. júní hátíðahaldanna

ÝMISLEGT verður á dagskrá 17. júní. Farnar verða skrúðgöngur og boðið upp á margvíslegar skemmtanir. Í Ráðhúsinu í Reykjavík verður haldin móttaka til heiðurs Bjarna Tryggvasyni, fyrsta íslenska geimfaranum, og Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur að venju ávarp á Austurvelli. Dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 269 orð

EFTA-dómstóllinn Norðmenn mega banna sænskt klám

EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg sendi á föstudag frá sér ráðgefandi álit um túlkun svokallaðrar sjónvarpstilskipunar Evrópusambandsins, sem gildir á Evrópska efnahagssvæðinu. Málið snerist um rétt norskra stjórnvalda til að banna endurvarp í Noregi á útsendingum sænskrar sjónvarpsstöðvar, sem hefur klámmyndir á dagskrá. Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 275 orð

EFTA-ríkin verða mjög háð evróinu

JÓN Sigurðsson, aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans (NIB) sagði í ræðu á ráðstefnu um hina sameiginlegu Evrópumynt, evróið, í Helsinki í síðustu viku að evróið yrði mikilvægasti erlendi gjaldmiðillinn í öllum EFTA-ríkjunum og að þau yrðu að haga gengisstefnu sinni mjög eftir gengi evrósins. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Einn úr Elliðaánum

EINN lax kom á land er Elliðaárnar voru opnaðar í gærmorgun. Venju samkvæmt, renndi borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrst allra í Sjávarfossinn, en þó þar undir leyndust laxar, vildu þeir ekki taka agn. Helga Jónsdóttir, borgarritari, veiddi hins vegar eina laxinn, 4,5 punda hrygnu á maðk, í Holunni. Lax sást víða og 13 laxar höfðu farið um teljarann við rafstöðina. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 864 orð

Fimm laxveiðiferðir í Rangá vantaði

ÐUpplýsingar Búnaðarbanka Íslands til viðskiptaráðherra Fimm laxveiðiferðir í Rangá vantaði Kostnaður samanlagt talinn nema rúmum 745 þúsund krónum Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 272 orð

Fimm sjómenn taldir af FIMM sjómenn eru taldir a

FIMM sjómenn eru taldir af eftir að skoskur togari og þýskt flutningaskip rákust á, um 30 sjómílur vestur af Esbjerg á sunnudagsmorgun. Togarinn hlutaðist í tvennt og sökk á örskammri stundu en ekkert hefur spurst til fimm manna áhafnar hans. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð

Fitjakirkja í Skorradal 100 ára

Á SUMARSÓLSTÖÐUM, sunnudaginn 21. júní nk. kl. 14, verður þess minnst með hátíðarmessu í Fitjakirkju að 100 ár eru liðin frá vígslu hennar. Kirkjan er önnur tveggja bændakirkna sem eru í Borgarfjarðarprófastsdæmi en skráðar bændakirkjur á landinu eru 22 en þar af eru 5 í ríkiseign. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Fjölþjóðleg ráðstefna um sögu Norðurslóða

SAGNFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, halda fjölþjóðlega ráðstefnu um sögu norðurslóða (International Congress on the History of the Arctic and Sub-Arctic Region) í Odda, húsi Háskóla Íslands, dagana 18.­21. júní. Með norðurslóðum er átt við þau lönd heims sem nyrst liggja. Meira
16. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Fyrsta skemmtiferðaskipið

FYRSTA skemmtiferðaskipið á þessu sumri sigldi inn á Pollinn við Akureyri snemma í gærmorgun. Skipið, sem kom til Akureyrar frá Svalbarða, heitir Costa Marina og er ítalskt en um borð voru tæplega 800 franskir ferðamenn og um 400 manna áhöfn. Skipið er rúmlega 25.000 tonn að stærð og 175 metrar að lengd. Meira
16. júní 1998 | Landsbyggðin | 126 orð

Fyrsti fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar

Á FYRSTA fundi bæjarstjórnar í Snæfellsbæ sem haldinn var 11. júní sl. var Ásbjörn Óttarsson af D-lista kjörinn forseti bæjarstjórnar. 1. varaforseti var kjörinn Ólína Björk Kristinsdóttir af D-lista og 2. varaforseti Sveinn Þór Elínbergsson af S-lista. Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 246 orð

Geislavirkt ský sem mældist um hálfa Evrópu

YFIRVÖLD á Spáni reyna nú að komast til botns í því hvers vegna geislavirkt ský, sem talið er að hafi sloppið úr stálverksmiðju á suðurströnd Spánar fyrir tveimur vikum, mældist ekki fyrr en það hafði borist til flestra landa Evrópu. Meira
16. júní 1998 | Smáfréttir | 34 orð

GLEÐIGJAFAKVÖLD verður á Sir Oliver í kvöld.

GLEÐIGJAFAKVÖLD verður á Sir Oliver í kvöld. Þar skemmtir hljómsveitin Gleðigjafarnir, André Bachmann og Kjartan Baldursson. Sérstakt tilboð verður á köldu öli til kl. 23. Eldgleypir sýnir listir sínar; brandarakeppni; munnhörpuleikarinn Sigurvin leikur fyrir gesti. Meira
16. júní 1998 | Landsbyggðin | 268 orð

Glæsileg afmælishátíð í Garðinum

Garði-Glæsileg 90 ára afmælishátíð var haldin í Garðinum um helgina. Aðalveizlan var haldin í íþróttahúsinu á laugardag og meðal gesta voru Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen kona hans auk þingmanna og sveitarstjórnarmanna úr nágrannabyggðarlögunum. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 691 orð

Heimsókn forseta Íslands til Litháens Vináttuböndin treyst

OPINBERRI heimsókn íslenzku forsetahjónanna til Litháens lauk í gær. Þar með var botninn sleginn í vikulangt ferðalag þeirra og íslenzku sendinefndarinnar um Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Síðasta dag heimsóknarinnar voru m.a. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 231 orð

Hvatning til fjölmiðlafólks

VERÐLAUN fyrir umfjöllun um umhverfismál í fjölmiðlum voru veitt í fyrsta skipti í gær. Verðlaunin komu í hlut Steinunnar Harðardóttur á Rás 1 fyrir þættina Út um græna grundu og Ómars Ragnarssonar fyrir umfjöllun í Ríkissjónvarpinu um náttúruverndarmál. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra afhenti verðlaunin en þau eru veitt af umhverfisráðuneytinu. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 389 orð

Hvít tún í Hvolhreppi

GRASMAÐKUR herjar á tún í Rangárvallasýslu. Hann náði sér á strik fyrir rúmri viku og hefur skilið eftir sig hvíta eyðimörk á tugum ef ekki mörgum hundruðum hektara lands, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Bj. Jónssyni, jarðræktarráðunauti hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Tún í Hvolhreppi hafa orðið fyrir barðinu á maðkinum en Kristján segist ekki hafa kannað ástandið sérstaklega víðar. Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 423 orð

Hægriöfgaflokkur vann sigur

NIÐURSTÖÐUR kosninganna í Queensland-ríki í Ástralíu, þar sem flokkurinn Ein þjóð (One Nation) vann stórsigur, hafa valdið stjórnarflokkum miklum vonbrigðum og talið er að John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, fresti áformuðum þingkosningum um óákveðinn tíma í kjölfar þeirra. Meira
16. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Iðnaðarsafn opnar

FORMLEG opnun Iðnaðarsafnsins á Akureyri fer fram á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 17.00. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri opnar safnið með ávarpi, ásamt því að ræsa gömlu Gefjunargufuflautuna sem vakti Akureyringa í hálfa öld. Iðnaðarsafnið er í gömlu Hekluhúsunum á Gleráreyrum og eru allir velkomnir á opnunina. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 994 orð

Innbrotum hefur fækkað töluvert

UMFERÐARMÁLEFNI voru fyrirferðarmikil á verkefnalista lögreglunnar þessa helgi. Rúmlega eitt hundrað ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og 18 vegna ölvunaraksturs. Einnig voru höfð afskipti af próflausum ökumanni á Laugavegi við Kringlumýrarbraut að morgni föstudags. Meira
16. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 399 orð

Íbúum hefur fjölgað á undanförnum árum

ÁRNI Bjarnason verður áfram sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps en hann hefur verið við stjórnvölinn í sveitarfélaginu frá haustinu 1992. Hringur Hreinsson var kjörinn oddviti hreppsins á fyrsta fundi sveitarstjórnar nýlega og Árni varaoddviti. Íbúar í hreppnum eru um 340 og hefur heldur fjölgað á undangengnum árum, að sögn Árna sveitarstjóra. Meira
16. júní 1998 | Miðopna | 2008 orð

Íslenska heilbrigðisþjónustan stöðugt undrunarefni

UM 300 íslenskir læknar starfa erlendis og bendir ýmsilegt til þess að stór hluti þeirra muni ekki snúa heim á ný. Þessir læknar sinna bæði hefðbundnum læknisstörfum og sumir hafa lagt fyrir sig rannsókna- og vísindastörf með góðum árangri. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Jónsmessuhátíð í Hafnarfirði

ÞAÐ eru til óskasteinar sem glúrnir menn geta krækt sér í á Jónsmessu, segir í fréttatilkynningu. Gefinn er kostur á að finna slíka náttúrusteina í Hellisgerði hinn 23. júní í sérstökum Jónsmessuleik fyrir alla fjölskylduna. Þá koma íþróttaálfurinn og Solla stirða í heimsókn, Síglaðir söngvarar sjá um fjöldasöng og Kuran Swing leikur. Meira
16. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Kaffihlaðborð Baldursbrár

KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá verður með kaffihlaðborð eins og undanfarin ár í safnaðarheimili Glerárkirkju 17. júní frá kl. 15-17. Einnig verður sýning á handverki sem félagskonur hafa unnið í vetur. Kvenfélagið Baldursbrá sinnir líknarmálum eins og önnur kvenfélög. Það veitir Glerárkirkju allan stuðning sem það má en sinnir einnig ýmsum öðrum málum sem aðkallandi eru á hverjum tíma. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 228 orð

Kvöldganga í Viðey

ÞRIÐJA kvöldganga sumarsins verður um Vestureyna í kvöld. Farið verður með Viðeyjarferjunni kl. 20.30 úr Sundahöfn. Gengið verður frá kirkjunni framhjá Klausturhól um Klifið, Eiðið og yfir í Vesturey. Listaverkið Áfangar eftir R. Serra verður kynnt sérstaklega í þessari ferð með viðkomu i Kvennagönguhólunum. Gangan tekur um tvo tíma. Fólk er áminnt um að klæða sig eftir veðri. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 213 orð

Landsvirkjun hafnar ekki "orkuláni"

LANDSVIRKJUN hefur lagt sig fram um að koma til móts við Norðurál með sölu á svokallaðri lánsorku, nú síðast á fundi á föstudag, að því er segir í athugasemd frá Halldóri Jónatanssyni, forstjóra Landsvirkjunar. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 233 orð

LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn

Í VIKULOKUM í blaðinu á laugardag, í upptalingu nemenda sjöttu bekkinga, miðröð frá vinstri nr. 10, var föðurnafn Helga ekki rétt. Hann er Ásgeirsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt nafn Í formála minningargreina um Fjólu Guðmundsdóttur á blaðsíðu 33 í Morgunblaðinu sunnudaginn 14. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Lionsklúbburinn Kaldá gefur Vitanum myndbandsupptökuvél

Lionsklúbburinn Kaldá gefur Vitanum myndbandsupptökuvél LIONSKLÚBBURINN Kaldá gaf unglingum sem stunda félagsmiðstöðina Vitann myndbandsupptökuvél af tilefni 10 ára afmæli Vitans. Frá opnun Vitans hefur Lionsklúbburinn Kaldá stutt starfsemi Vitans á ýmsa vegu t.d. þrifu Kaldárkonur félagsmiðstöðina fyrir opnun hennar fyrir 10 árum. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 297 orð

Listin blómstrar

GRUNNSKÓLANUM á Þórshöfn var slitið formlega í maílok og var það skemmtileg athöfn með ívafi af skemmtiatriðum nemenda. Yngstu nemendurnir sungu og fluttu frumsamin ljóð um hvert annað og fleira en einnig komu kennarar með söngatriði undir stjórn tónlistarkennaranna Alexöndru og Edytu. Sýning á afrakstri nemenda í handmennt og listgreinum var einnig þennan dag og var hún mikið augnayndi. Meira
16. júní 1998 | Miðopna | 1317 orð

Líknareining krabbameinssjúkra opnuð í Kópavogi í haust

SIGURÐUR Árnason, sérfræðingur á krabbameinslækningadeild og líknarteymi Landspítalans, kynnti opnun líknareiningar krabbameinssjúklinga á svæði endurhæfingardeildar Landspítalans í Kópavogi á hausti komanda, á 13. þingi Félags íslenskra lyflækna, sem haldið var á Akureyri um helgina. Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 589 orð

Læknar deila um nýja frjóvgunaraðferð

BANDARÍSKUM læknum hefur tekist að búa til fóstur með nýrri frjóvgunaraðferð sem felst í því að eggfrumum úr tveimur konum er blandað saman og eggið er síðan frjóvgað með sæði úr maka annarrar þeirra. Úr þessu verður barn "þriggja foreldra" og þessi aðferð skapar því ný siðferðileg álitamál. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 764 orð

Lögformlegt mat gæti tekið tvö ár

TALSVERÐUR munur er á lögformlegu umhverfismati og mati því á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar sem Landsvirkjun vinnur nú að með gerð skýrslu. Þetta er mat Hrafns Hallgrímssonar, deildarstjóra byggingar- og skipulagsdeildar umhverfisráðuneytisins. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð

Lögum Skógræktarfélags Reykjavíkur breytt

Á NÝAFSTÖÐNUM aðalfundi Skógræktarfélags Reykjavíkur var aukið nýjum þætti í lög þess svo nú geta félög, fyrirtæki og starfsmannahópar átt þar félagsaðild með tíföldu árgjaldi. "Félagsaðild fyrirtækja nú tengist einnig nýhöfnu skógræktarstarfi í Hvammi og Hvammsvík í Kjós, Hvammsmörk. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1173 orð

Málefnin verði látin ráða Framtíð sameiginlegs framboðs félagshyggjuflokkanna ræðst að öllum líkindum á aukalandsfundi

Framtíð sameiginlegs framboðs félagshyggjuflokkanna ræðst að öllum líkindum á aukalandsfundi Alþýðubandalagsins 3.-4. júlí næstkomandi. Helgi Þorsteinsson spáir að stefnumótun næstu fimmtán daga muni ráða afstöðu margra flokksmanna. Meira
16. júní 1998 | Landsbyggðin | 215 orð

Menntaskólanum að Laugarvatni slitið

MENNTASKÓLANUM að Laugarvatni var slitið í 45. sinn 30. maí síðastliðinn og brautskráðir 35 stúdentar. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Guðbjörg Helga Hjartardóttir frá Stíflu í Vestur-Landeyjum en hún útskrifaðist með 8,86 í lokaeinkunn. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 278 orð

Merkingar um hámarkshraða verði bættar

VEGNA gífurlegrar fjölgunar banaslysa í umferðinni það sem af er þessu ári skorar Félag umferðarlöggæslumanna á dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að merkingar á vegum verði bættar. Félagið bendir á að fyrir nokkru hafi öll bannmerki verið fjarlægð af þjóðvegum landsins, sem og merki um leyfilegan hámarkshraða í dreifbýli. Meira
16. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 22 orð

Messu aflýst

Messu aflýst LAUGARLANDSPRESTAKALL: Af sérstökum ástæðum er áður boðaðri messu sem vera átti í Grundarkirkju þann 17. júní hér með aflýst. Sóknarprestur. Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 351 orð

"Misheppnuð tilraun til útsmoginnar varnar"

LÖGFRÆÐINGAR P.W. Botha, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, luku vörn sinni fyrir Sannleiks- og sáttanefnd þjóðarinnar óvænt án þess að kalla fyrir nokkur vitni í gær. Botha, sem sakaður er um að hafa sýnt nefndinni óvirðingu með því að neita að koma fyrir hana, bar því ekki vitni við réttarhöldin. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Morgunblaðið/Golli Í Heiðmörk

KANÍNA birtist ljósmyndara Morgunblaðsins á förnum vegi í Heiðmörk nýlega. Ekki er vitað hvernig stóð á ferðum hennar þar en líklega hefur einhver sleppt henni því hún var gæf. Svo mikið er altént víst að kanínur þrífast illa utandyra yfir háveturinn hér á landi nema þær séu fóðraðar. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð

Naddoddur rúmlega hálfnaður

FÆREYSKA víkingaskipið Naddoddur lagði af stað frá Tvøroyri til Reyðarfjarðar seinni hluta föstudags. Síðdegis í gær, þegar Morgunblaðið hafði samband við Don Petersen talsmann leiðangursins í Færeyjum, var skipið komið rúmlega hálfa leið. Sagði hann fjórmenningana vel á sig komna og að ekkert amaði að þeim þó svo að þeir væru búnir að róa í þrjá sólarhringa. Meira
16. júní 1998 | Landsbyggðin | 269 orð

Námskeið í greiningu og meðferð bakvandamála

Stykkishólmi-Á síðustu árum hefur St. Fransiskusspítali í Stykkishólmi verið að sérhæfa sig í meðferð bakvandamála sem fleiri og fleiri Íslendingar þjást af. Það er sjúkrahúslæknirinn Jósef Blöndal sem hefur sérhæft sig í lækningu bakveikra. Undanfarin ár hefur hann og sjúkrahúsið staðið fyrir námskeiðum um bakveiki og meðferð fyrir lækna og sjúkraþjálfara. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 186 orð

Neita upplýsingum vegna bankaleyndar

RÍKISSKATTSTJÓRI hefur ákveðið að stefna einhverjum banka eða sparisjóði til að láta reyna á rétt sinn til að fá upplýsingar hjá bönkunum um bankainnstæður, vexti og fjármagnstekjuskatt hóps skattgreiðenda sem valdir hafa verið af handahófi. Bankarnir neita að veita þessar upplýsingar með vísan til bankaleyndar. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

Niðjamót í Dalbæ í Hrunamannahreppi

Í ÁR eru 100 ár liðin frá upphafi búsetu Guðmundar Guðmundssonar og Guðfinnu Kolbeinsdóttur í Dalbæ, Hrunamannahreppi, Árnessýslu. Niðjar þeirra hafa ákveðið að hittast sunnudaginn 21. júní 1998 kl. 14.00 á ættaróðalinu Dalbæ við minnisvarða um þau sæmdarhjón sem Páll sonur þeirra reisti (í brekkunni fyrir ofan Dalbæ II) eftir að hann tók við búskap í Dalbæ. Kl. 15. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Niðjamót Þórhildar á Hrísum

AFKOMENDUR Þórhildar Hansdóttur Biering ætla að hittast á Húsabakka í Svarfaðardal helgina 26.­28. júní í sumar. Þórhildur var fædd 16.12. 1854. Hún lést 23.01. 1942. Hún var húsfreyja á Hrísum og síðar Upsum á Dalvík. Þórhildur átti elstan sona Helga Ólafsson en faðir hans var Ólafur Ólafsson frá Syðra-Dalsgerði í Saurbæjarhreppi. Meira
16. júní 1998 | Landsbyggðin | 161 orð

Nítján nemendur útskrifuðust

Neskaupstað-Verkmenntaskóla Austurlands var slitið föstudaginn 22. maí sl. Að þessu sinni útskrifuðust 19 nemendur þar af 8 af bóknámsbraut, 6 sjúkraliðar og 5 af iðnbrautum. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 798 orð

Nýr formaður fari þegar frá

HARÐVÍTUGAR deilur hafa risið upp meðal ungra framsóknarmanna á landsvísu eftir harða kosningabaráttu um embætti formanns Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) á 60. þingi sambandsins sem haldið var á Laugarvatni um helgina. Meira
16. júní 1998 | Landsbyggðin | 195 orð

Nýr gistiskáli í Hólaskógi

Hrunamannahreppi-Nú er verið að byggja nýjan gistiskála í Hólaskógi í Gnúpverjahreppi. Síðastliðið haust voru steyptir sökklar undir húsið en tekið til við að byggja nú seint í maí. Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 207 orð

Ónógur stuðningur við fjárlög

MINNIHLUTASTJÓRN norsku miðflokkanna reynir nú með öllum ráðum að fá nægilegt fylgi við endurskoðað fjárlagafrumvarp þessa árs en þingi lýkur á föstudag. Hægriflokkurinn hefur fallist á að greiða atkvæði með frumvarpinu en það nægir ekki til að koma því í gegnum þingið. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Plantað út í Vík

Fagradal-Þetta er sá tími ársins sem skógræktarfélög víðsvegar um landið eru að planta út trjám. Í Mýrdalnum er það Skógræktarfélag Mýrdælinga sem stendur að útplöntun þetta árið eins og mörg síðast liðin ár. Hreppsnefnd Mýrdalshrepps afhenti skógræktarfélaginu nýlega 200 hektara svæði til skógræktar í landi Víkur og var það síðasta verk gömlu hreppsnefndarinnar. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Plöntur í hættu vegna þurrka

VEGNA þurrksins og sólskinsins að undanförnu hafa starfsmenn garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar nú vart undan að vökva sumarblómin sem plantað hefur verið út um alla borg og eiga að skarta sínu fegursta á þjóðhátíðardaginn. Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 83 orð

Pólitískir fangar náðaðir

NÝSKIPAÐUR forseti Nígeríu, Abdulsalam Abubakar, náðaði í gær níu pólitíska fanga og var þeim þegar sleppt úr haldi. Á meðal þeirra er Olusegun Obansanjo, sem fór fyrir herforingjastjórninni í landinu 1976-1979 og Beko Ransome- Kuti, baráttumaður fyrir lýðræði, sem setið hefur í fangelsi í þrjú ár. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 439 orð

Refsilaust að játa á sig refsiverðan verknað

MAÐUR á fertugsaldri, Ari Þorsteinsson, var í gær í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af kröfum ákæruvaldsins um refsingu fyrir rangan framburð fyrir rétti. Franklín Steiner var einnig sýknaður af kröfu um refsingu fyrir hlutdeild í því broti. Viðurkenndi eign fyrir dómi Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 174 orð

Reuters Bílalest yfir nývígða Stórabeltisbrú

BRÚIN yfir Stórabelti var formlega vígð á sunnudag, er Margrét Danadrottning og Hinrik prins óku frá Sjálandi til Fjóns. Mikill mannfjöldi fylgdist með opnunarathöfninni, sem þótti tilkomumikil, og um kvöldið, er Stórabeltisbrúin var opnuð almenningi, mynduðust langar raðir við brúarstólpana hvorum megin. Þær leystust þó fljótt og gekk umferðin tiltölulega greiðlega fyrir sig. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Sameiginlegt framboð í næstu alþingiskosningum

"STJÓRN Verðandi, samtaka ungs alþýðubandalagsfólks og óháðra, lýsir yfir fullum stuðningi við hugmyndir um sameiginlegt framboð félagshyggjufólks fyrir alþingiskosningarnar vorið 1999. Jafnframt lýsir stjórn Verðandi yfir ánægju sinni með þann málefnagrundvöll sem þegar hefur náðst og er að finna í hini opnu bók Grósku og niðurstöðum viðræðuhópa flokkanna þriggja. Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 256 orð

Samkomulag um að hætta loftárásum

STJÓRNVÖLD í Eþíópíu og Erítreu sögðust í gær hafa náð samkomulagi um að hætta loftárásum vegna landamæradeilu ríkjanna fyrir milligöngu Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Stjórn Erítreu sagði að samkomulagið væri fyrsta skrefið í þá átt að binda enda á átökin vegna deilu Afríkuríkjanna tveggja um 400 ferkílómetra svæði við landamæri þeirra. Bardagarnir hafa kostað hundruð manna lífið. Meira
16. júní 1998 | Erlendar fréttir | 293 orð

Serbar halda uppteknum hætti

JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, lýsti því yfir í gær að heræfingar bandalagsins yfir Makedóníu og Albaníu í gær hefðu tekist vel. Fátt benti til þess að æfingarnar hefðu orðið til þess að Serbar létu af aðgerðum sínum gegn albanska meirihlutanum í Kosovo-héraði. Meira
16. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 201 orð

Siglt með kútter Jóhönnu BOÐIÐ verður up

BOÐIÐ verður upp á nýjung í ferðaþjónustu á Akureyri í sumar. Um er að ræða siglingar um Eyjafjörð með kútter Jóhönnu, um 100 ára gömlum færeyskum kútter, sem nýlega var endurgerður frá grunni og tekinn hefur verið á leigu frá Færeyjum. Kútterinn er 29 m langt skip sem tekur allt að 50 manns í skoðunarferðir og býður upp á aðstöðu fyrir ferðamenn neðan þilja. Á 17. Meira
16. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 21 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Skipuð forstjóri Námsgagnastofnunar

UMSÓKNARFRESTUR um starf forstjóra Námsgagnastofnunar rann út 1. júní sl. Sjö umsóknir bárust um stafið en ein þeirra var dregin til baka. Menntamálaráðherra hefur, að fenginni umsögn stjórnar Námsgagnastofnunar, skipað Ingibjörgu Ásgeirsdóttur forstjóra Námsgagnastofnunar um fimm ára skeið frá 1. júlí 1998. Meira
16. júní 1998 | Landsbyggðin | 108 orð

Skuldastaða batnar

Egilsstaðir-Borgarafundur var nýlega haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum. Lagðir voru fram reikningar bæjarins og farið yfir fjárhagsáætlun. Stærstu framkvæmdaliðirnir eru stækkun grunnskólans sem nú er hafin og endurbygging eða viðbygging við eldhús leikskólans. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 287 orð

Slökkviliðsmennirnir til Reykjavíkur í dag

HRINGFERÐ slökkviliðsmannanna sex sem hjólað hafa í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum er senn á enda. Ef allt gengur að óskum koma þeir til Reykjavíkur í dag, degi á undan áætlun. Þeir fara frá Hveragerði um klukkan 10 árdegis og gert er ráð fyrir að þeir verði við Rauðavatn um klukkan hálf tvö. Meira
16. júní 1998 | Landsbyggðin | 60 orð

Snyrt fyrir þjóðhátíðardaginn

Hrunamannahreppi-Víða á landinu er nú verið að snyrta til og fegra enda þjóðhátíðardagurinn í nánd og mun unga kynslóðin ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Þessir unglingar á Flúðum voru að setja niður blóm og snyrta til við listaverkið Alda aldanna eftir Einar Jónssonar þegar smellt var af þeim mynd í blíðviðrinu nýlega. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 725 orð

Staða unglinga í þjóðfélagi örra breytinga

UM HELGINA lauk ráðstefnu NYRI, en það eru samtök rannsóknarfólks og ýmissa annarra er vinna að málefnum ungs fólks á Norðurlöndum. Inga Dóra Sigfúsdóttir á sæti í ráðgjafarnefnd NYRI. "NYRI eru stór samtök sem í eru um 2000 einstaklingar og stofnanir. Þau hafa verið virk frá árinu 1985 og gegna ýmsum hlutverkum, m.a. að miðla upplýsingum um rannsóknir á ungu fólki gegnum netið. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 234 orð

Stefnt að niðurstöðu í dag

ALÞÝÐUBANDALAGSMENN hafa ekki náð niðurstöðu um það innan Reykjavíkurlistans hvort Helgi Hjörvar eða Guðrún Ágústsdóttir eigi að gegna embætti forseta borgarstjórnar eða hvort þau skipti embættinu með sér á kjörtímabilinu. Fyrirhugað var að taka af skarið um þetta á fundi í gær en fundinum var frestað án þess að niðurstaða fengist. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Sumarstúlkur selja sumarblóm

Morgunblaðið/RAX ÞÆR Ólöf Birna Rafnsdóttir og Birna Margrét Björnsdóttir voru að selja blóm í góða veðrinu í Stykkishólmi í gær. Telpurnar höfðu selt fyrir 40 krónur þegar ljósmyndara bar að garði og voru þær hæstánægðar með afraksturinn. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 451 orð

Tveir menn sluppu ómeiddir þegar bílpallur rakst í raflínuvið Búrf

TVO unga menn sakaði ekki þegar straumur úr 66Kv rafmagnslínu hljóp í gegnum vörubíl sem annar þeirra ók um klukkan 10 í gærmorgun. Áður en mennirnir gerðu sér grein fyrir hættunni og því að bíllinn var háspennusvæði höfðu þeir báðir snert bílinn en aðeins komið við plasthluti sem ekki leiða rafmagn. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Tvennt slasað eftir bílveltu

TVENNT var flutt á slysadeild eftir bílveltu í Kollafirði við Hrútafjörð á sunnudagskvöld. Þrír voru í bílnum, sem fór tvær til þrjár veltur á veginum áður en hann valt út af og ofan í skurð. Að sögn lögreglu á Hólmavík er einbreitt slitlag á veginum og talið að annaðhvort hafi bílstjórinn misst stjórn á bifreiðinni og lent utan við slitlagið eða að sprungið hafi á bílnum. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Upplýsingar um búferlaflutninga

ALMENNINGUR á Norðurlöndum getur nú fengið upplýsingar, sér að kostnaðarlausu, um gildandi reglur og réttindi, en 9. júní var norræni þjónustusíminn tekinn í notkun. Þjónustusíminn Halló Norðurlönd er opinn allan sólarhringinn og er fyrst og fremst ætlaður norrænum þegnum sem flytja milli Norðurlanda vegna atvinnu eða náms. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1154 orð

Uppsagnirnar gætu varðað allt að 1.600 sjúklinga Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík snerta um 1.200

Forstjórar sjúkrahúsanna í Reykjavík um uppsagnir hjúkrunarfræðinga 1. júlí og afleiðingar þeirra Uppsagnirnar gætu varðað allt að 1.600 sjúklinga Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík snerta um 1. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Útafakstur og bílvelta í Kollafirði

TILKYNNT var um útafakstur og bílveltu í Kollafirði sunnanverðum, við Höfðaskarð, á laugardaginn. Þarna hafði bifreið farið út af veginum og á hliðina. Tveir voru í bílnum og fór annar til skoðunar á heilsugæslustöðina á Hólmavík. Meiðsli reundust minniháttar. Hvorugt var í bílbelti. Ekki urðu miklar skemmdir á bifreiðinni og eftir að henni var komið á hjól á ný var henni ekið áfram. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Útivistarleikur fyrir fjölskylduna

Í NÁGRENNI Hafnarfjarðar er hægt að fara í ratleik sem lagður hefur verið af Pétri Sigurðssyni útivistarkempu. Hægt er að nálgast kort sem liggur frammi á Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Vesturgötu 8 og slík útivist kostar ekki neitt og gönguleiðirnar í kringum Hvaleyrarvatn og Gráhelluhraun fallegar, segir í fréttatilkynningu. Meira
16. júní 1998 | Landsbyggðin | 256 orð

Viðurkenningar á sjómannadegi

Hellissandi-Hátíðahöld sjómannadagsins fóru fram með hefðbundnu sniði þetta árið. Á laugardeginum 6. júní hófust hátíðahöldin við Rifshöfn með kappróðri og koddaslag að venju. Daginn eftir hófust hátíðahöldin síðan með sjómannamessu í Ingjaldshólskirkju þar sem kirkjukórinn söng en í honum er mikill fjöldi sjómanna úr byggðinni. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 414 orð

Þjónusta getur orðið undir öryggismörkum

GANGI uppsagnir hjúkrunarfræðinga í gildi um næstu mánaðamót mun starf sjúkrahúsanna raskast meira en dæmi eru til frá stofnun þeirra en um 61% hjúkrunarfræðinganna hafa sagt upp störfum. "Eftir 1. júlí verður aðeins hægt að vista 3 sjúklinga í stað 9 áður á gjörgæslu Sjúkrahúss Reykjavíkur. Sjúklingur í lífshættu getur átt von á því að þjónusta verði undir öryggismörkum. Meira
16. júní 1998 | Innlendar fréttir | 352 orð

Þokkaleg byrjun en skilyrði slæm

VEIÐI byrjaði bærilega í Langá, Haukadalsá og Laxá í Leirársveit miðað við afleitar aðstæður, lax var alls staðar á sveimi og nokkrir voru dregnir á þurrt. Vatnsleysi hrjáir nú árnar sem aldrei fyrr og menn eru að verða sammála um að afskrifa ekki stórlaxinn enn, skilyrðin henti honum svo illa að hann komi vart fyrr en hækkar í ánum eða að skyggja tekur á nóttunni. Meira
16. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 172 orð

Þrír slösuðust

UMFERÐARSLYS varð í Eyjafjarðarsveit aðfaranótt laugardags, með þeim afleiðingum að þrír slösuðust. Tvær bifreiðar lentu hvor framan á annarri og var annar ökumannanna grunaður um ölvun. Sá sem grunaður var um ölvun ók á öfugum vegarhelmingi framan á hina bifreiðina. Meira

Ritstjórnargreinar

16. júní 1998 | Staksteinar | 289 orð

»150 þúsund bílar Í SKÝRSLU samgönguráðherra um framkvæmd vegaáætlunar kemur

Í SKÝRSLU samgönguráðherra um framkvæmd vegaáætlunar kemur fram að nýskráning fólksbifreiða árið 1997 nam 11.728 bifreiðum á móti 9.515 árið áður - 23% aukning. Skráðar voru 136 hópferðabifreiðar, 56% fleiri en árið áður, og 1.297 vöru- og sendibifreiðar, 29% aukning. Bifreiðaeign landsmanna í lok árs nam rétt tæpum 150.000 bifreiðum, þar af 132.470 fólksbifreiðum. Meira
16. júní 1998 | Leiðarar | 600 orð

FRAMTÍÐ ÍSLENSKUNNAR

FRAMTÍÐ ÍSLENSKUNNAR AÐ ræðst á allra næstu árum hvort íslensk tunga lifir upplýsingabyltinguna af. Ein af forsendum þess er að íslenska verði eitt af þeim tungumálum sem verði inni í grunnum ráðandi markaðslausna tölvugeirans, að hægt verði að nota íslensku við vinnu á tölvur, að hún verði með öðrum orðum tölvutæk. Meira

Menning

16. júní 1998 | Menningarlíf | 216 orð

89 milljónum úthlutað

NORRÆNI menningarmálasjóðurinn hélt sumarfund sinn á Álandseyjum dagana 8-9 júní sl. Alls var úthlutað um 89 milljónum kr. á fundinum til fjölbreytilegra norrænna verkefna á sviði menningar og lista. Árlega hefur sjóðurinn um 250 milljónir kr. til úthlutunar. Af íslenskum verkefnum sem hlutu styrki má nefna Listasafn Íslands, sem fékk ásamt listasöfnum annarra Norðurlanda 2.100 þúsund kr. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 365 orð

Bjarni sýnir á Hellissandi

Í TILEFNI af sjómannadeginum hélt Bjarni Jónsson listmálari málverkasýningu í grunnskólanum á Hellissandi, dagana 5.­7. júní. Bjarni sýndi 68 myndir sem margar hverjar voru tengdar þjóðlífi fyrr á tímum og þá sérstaklega sjónum og sjávarstörfum. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 134 orð

Borgarlistamaður 1998

Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN 17. júní kl. 14 veður útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1998 og honum veitt viðurkenning. "Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi," segir í kynningu. Útnefningin fer fram 17. júní ár hvert. Meira
16. júní 1998 | Bókmenntir | 433 orð

Bókasafnsfræðingar

Mál og mynd, Reykjavík 1998, 440 bls. BÓKASAFNSFRÆÐINGAR eru til þess að gera ung starfsstétt. Löggildingu fékk stéttin fyrst árið 1984. Um alllangan tíma áður hafði samt verið veitt kennsla í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands eða frá árinu 1956. En áður höfðu þrír Íslendingar lært bókasafnsfræði erlendis. Meira
16. júní 1998 | Skólar/Menntun | 79 orð

Brautskráning Háskólakandídata

BRAUTSKRÁNING kandídata frá Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll á þjóðhátíðardegi Íslendinga og stofndegi Háskóla Íslands, hinn 17. júní. Hátíðin hefst kl. 13.30 og er áætlað að henni ljúki kl. 15.30. Blásarasveit leikur þjóðhátíðarlög í anddyri hallar, eða utan dyra ef veður leyfir, frá kl. 12.30. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 46 orð

Einn miði ­ tvö söfn

NÚ hafa Byggðasafn Hafnarfjarðar og Sjóminjasafnið tekið sig saman og gildir einn miði á báða staðina. Byggðasafn Hafnarfjarðar samanstendur af þremur húsum; Sívertsens-húsinu, Siggubæ og Smiðjunni. Í Sjóminjasafni Íslands er að finna gamla árabáta, skipslíkön, ljósmyndir og ýmiss veiðarfæri, áhöld og tæki. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 360 orð

Einn virtasti orgelleikari 20. aldar látinn

EINN virtasti orgelleikari 20. aldar, Fernando Germani, lést í Rómaborg 10. júní sl., á 93. aldursári. Útför hans fór fram hinn 11. júní frá Santa Prisca-kirkjunni í Róm, en hann var jarðsettur í Toscana- héraði við hlið konu sinnar. Germani var um áratugaskeið aðalorganisti Péturskirkjunnar í Róm. Meira
16. júní 1998 | Tónlist | 771 orð

Fjörkálfurinn Brahms

Poulenc: Flautusónata. Ítalskar fornaríur. Brahms: Píanókvartett nr. 1. Áshildur Haraldsdóttir (fl.), Peter Máté (pnó.); Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran; Gerður Gunnarsdóttir (f.) Helga Þórarinsdóttir (vla.), Gunnar Kvaran (selló) og Gerrit Schuil (pnó.). Hveragerðiskirkju, föstudaginn 12. júní kl. 20:30. Meira
16. júní 1998 | Fólk í fréttum | 116 orð

Fjörug rómantík hjá Ford og Heche

RÓMANTÍSKA ævintýramyndin "6 Days, 7 Nights" var forsýnd í Los Angeles á dögunum en myndin fjallar um ritstjóra tískublaðs sem fær gamalreyndan flugmann til að fljúga með sig til Tahiti á lítilli vél sinni. Skötuhjúin lenda í hremmingum þegar vélin nauðlendir í slæmu veðri á lítilli eyju og hjálp virðist fjarri. Meira
16. júní 1998 | Skólar/Menntun | 289 orð

Geta pabbar sinnt skólastafi?

MÆÐUR hafa haft meiri umsjón með skólagöngu barna sinna og þær gera sér því oft betur grein fyrir þroska þeirra en feður. Mæður mæta betur í foreldraviðtöl en feður og þær eru líftaugin í samstarfi skóla og heimila. Þær hafa staðið sig vel. Meira
16. júní 1998 | Bókmenntir | 679 orð

Greinagóð Íslandslýsing

eftir Knut Ødegård. Formáli eftir Vigdísi Finnbogadóttur. 256 bls. Aschehoug. SMÆÐAR sinnar og sérstöðu vegna eru Íslendingar öðrum næmari fyrir því sem erlendir menn segja um landið. Knut Ødegård telst tvímælalaust vera í hópi þeirra höfunda sem skrifað hafa um land og þjóð af hvað mestri þekkingu. Hann dvaldist hér árum saman. Meira
16. júní 1998 | Fólk í fréttum | 55 orð

Heiðursdoktorinn James Cameron

LEIKSTJÓRINN James Cameron var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Ryerson tækniháskólanum í Toronto í Kanada á dögunum en Cameron er einmitt fæddur í Kanada. Það var rektor skólans, Claude Lajeunesse, sem veitti Cameron viðurkenninguna en hann var heiðraður fyrir það frumkvöðulsverk sem hann vann með því að notfæra sér stafræna tölvutækni við framleiðslu kvikmynda. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 128 orð

Hnokkafélagar með sýningu í Borgarnesi

Félagið Hnokki var stofnað árið 1994 og eru félagsmenn nú 94 talsins. Félagið hefur gengist fyrir hópstarfi á afmörkuðum handverksgreinum fyrir félagsmenn sína, svo sem í myndlist og tréskurði. Einnig hafa verið haldin námskeið fyrir félagsmenn. Félagið lét hanna svokallaðar "Borgarfjarðarpeysur", sem eru lopapeysur með gæsa-, rjúpna- og laxamynstri. Meira
16. júní 1998 | Kvikmyndir | 307 orð

Hættuleikur í Lundúnum

Leikstjóri: Jon Amiel. Aðalhlutverk: Bill Murray, Peter Gallagher, Joanne Whalley og Alfred Molina. Warner bros. 1998. SKRÍTNI bróðirinn kemur að heimsækja framagjarna bróðurinn til Lundúna. Svo óheppilega vill til að sá síðarnefndi er með snobbpartý þá um kvöldið sem skrítni bróðirinn passar ekki inn í. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 38 orð

Jazz á Álftanesi

ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND Bessastaðahrepps og lista- og menningarfélagið Dægradvöl standa fyrir jazzkvöldi í Haukshúsum, Álftanesi, þriðjudaginn 16. júní kl. 21. Þar munu þeir Carl Möller píanóleikari, Árni Scheving bassaleikari og Guðmundur Steingrímsson trommuleikari leika létta jazztónlist. Meira
16. júní 1998 | Fólk í fréttum | 991 orð

JOHN CARPENTER

EINN þeirra leikstjóra í yngri kantinum, sem sett hafa svip sinn á síðustu áratugina, er Bandaríkjamaðurinn John Carpenter. Tilvalinn samnefnari fyrir alla þá stéttarbræður sína sem hafa valið sér hreinræktað afþreyingarefni til að kljást við og matreiðir það manna best, þegar sá gállinn er á honum. Meira
16. júní 1998 | Fólk í fréttum | 391 orð

Kate Moss eftirsóttasta fyrirsætan

NÝLEGA var birtur listi í Businessage yfir ríkustu fyrirsætur í heimi. Elle MacPherson, sem er 34 ára, er í efsta sæti með um 2,5 milljarða króna. Í öðru sæti er Cindy Crawford, sem er 32 ára, með tæpa 2,4 milljarða. Í þriðja sæti er Claudia Schiffer með um 2,2 milljarða og í fjórða sæti er Linda Evangelista með tæpa 2 milljarða. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 321 orð

Klarinett- og píanóverk úr ýmsum áttum

NÝVERIÐ kom út geisladiskur með leik Jóns Aðalsteins Þorgeirssonar klarinettleikara og Kristins Arnar Kristinssonar píanóleikara. Flutt eru verk eftir Schumann, Lutoslawski, Honegger, Stravinsky og Hindemith, ólík verk sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu uppáhaldi hjá einleikaranum. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 191 orð

Kolbeinn Bjarnason kominn úr tónleikaferðalagi

KOLBEINN Bjarnason flautuleikari er nýkominn úr tónleikaferðalagi til Mexíkó og Kaliforníu. Hann kom fram á alþjóðlegri nútímatónlistarhátíð, XX Foro internacional de música nueva Manuel Enríquez, sem var haldin í nýjum tónleikasal Listamiðstöðvarinnar (Centro Nacional de las Artes) í Mexíkóborg. Þar lék hann meðal annars verk Hafliða Hallgrímssonar og Þorsteins Haukssonar. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 217 orð

Laxness, tölvunarfræði og sænskar eiginkonur

ÍSLANDSPÓSTUR, Isl¨andskt Forum, tvítyngt blað, er gefinn út af Íslenska landssambandinu í Svíþjóð. Ritstjórar eru Ingvar Gunnarsson og Jóhann árelíuz. Í fyrsta tölublaði 1998 er Halldórs Laxness minnst með grein eftir Jóhann árelíuz, en hún byggist á ræðu Jóhanns á heiðurssamkomu á afmælisdegi Halldórs Laxness 23. apríl sl. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 71 orð

Magdalena Margrét sýnir í Kaupmannahöfn

NÚ STENDUR yfir sýning Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur í Kaupmannahöfn. Á sýningunni eru verk unnin á þessu ári, dúkristur á pappír. Magdalena Margrét útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýninga á Íslandi og erlendis. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 48 orð

Myndlist í Mývatnssveit

SÓLVEIG Illugadóttir myndlistarkona opnar sýningu á olíumálverkum í Selinu á Skútustöðum 17. júní næstkomandi kl. 15. Aðalviðfangsefni listakonunnar að þessu sinni eru "Hverfell við Mývatn" og "Rósir". Þetta er níunda einkasýning Sólveigar og einnig hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum. Óvænt uppákoma verður kl. 17. Meira
16. júní 1998 | Skólar/Menntun | 2399 orð

Mælikvarði listarinnar lagður á skólastarf Hvaða áhrif hefur hugmyndin að kennsla sé fremur list en vísindi? Samræmdu prófin

Hvaða áhrif hefur hugmyndin að kennsla sé fremur list en vísindi? Samræmdu prófin mæla fremur samfélagið en einstaklinginn Að morgni 4. júní myndaðist löng röð við inngang salar þrjú í Háskólabíói. Í hópnum sem beið eftir að komast inn, mátti greina kennara á ýmsum skólastigum, ekki síst listgreinakennara. Meira
16. júní 1998 | Fólk í fréttum | 296 orð

Nína tekur sér ársfrí frá vaxtarrækt

"VIÐ ÁKVÁÐUM að athuga hvort við gætum ekki lyft hálfu tonni," segir Nína Óskarsdóttir hressilega að vanda. Hún kom fram á sýningu með bræðrum sínum Skúla og Má á sjómannadaginn á Fáskrúðsfirði og gáfu þau Fáskrúðsfirðingum innsýn í heim kraftajötna af báðum kynjum. Einnig kom fram lyftingamaðurinn Sindri Harðarson. Meira
16. júní 1998 | Fólk í fréttum | 665 orð

Nútímaleg ástarsaga í anda frönsku nýbylgjunnar

"ÞESSI stuttmynd sem við erum að gera fjallar um rithöfund sem meðal annars skrifar um græna hluti og þaðan kemur vinnuheiti myndarinnar Grænn, segir Ólafur ungur Reykvíkingur sem er framkvæmdastjóri Megafilm. "Þetta er eldheit, nútímaleg ástarsaga með öllu ruglinu sem því fylgir. Við öll sem stöndum að myndinni voru sammála um að hafa hana í anda frönsku nýbylgjunnar. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 110 orð

Nýjar bækur SKÓLASAGA Rey

SKÓLASAGA Reyðarfjarðareftir Guðmund Magnússon.Í formála segir: "Í fundargerð skóla- og menningarmálanefndar frá 21.8. 1996 segir m.a.: Nefndin er sammála um að skora á hreppsnefnd að hrinda af stað rannsóknum á og ritun skólasögu Reyðarfjarðar, sem gæti í framtíðinni orðið hluti af stærra verki, sögu Reyðarfjarðar. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 80 orð

Nýjar hljóðbækur MEIRI ga

MEIRI gauragangur er eftir Ólaf Hauk Símonarson í flutningi Ingvars E. Sigurðssonar leikara. Bókin kom fyrst á prenti árið 1991 og leikgerð sem byggist á sögunni hefur verið sýnd í Þjóðleikhúsinu á undanförnum mánuðum. Meira
16. júní 1998 | Fólk í fréttum | 258 orð

Ný Ráðgátumynd og þættir fram til 2000

CHRIS Carter framleiðandi og höfundur X-Files þáttanna skýrði frá því á dögunum að hann væri í samningsviðræðum við Fox sjónvarpsstöðina sem tryggja honum framleiðslu á tveimur seríum til viðbótar. Áður var talið að Carter myndi yfirgefa þáttaröðina eftir fimm farsæl sjónvarpstímabil. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 76 orð

Nýtt rit RITVERKIÐ Kjalne

RITVERKIÐ Kjalnesingar er komið út. Þorsteinn Jónsson tók ritið saman. Kjalnesinga saga hin nýrri segir frá jörðum, ábúendum og öðrum íbúum Kjalarneshrepps í rúma öld og þar eru raktar ættir þeirra og afkomendur. Meira
16. júní 1998 | Bókmenntir | 380 orð

Ómissandi bækur

eftir Sr. Sigurð Pálsson Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar 1998. TVÆR góðar bækur er í stuttu máli það sem segja þarf um bækur Sr. Sigurðar Pálssonar, Börn og bænir og Börn og sorg en þær eru nýkomnar út hjá Skálholtsútgáfunni. Á því er enginn vafi að á fjörur allra uppalenda, foreldra jafnt sem annarra, hefur rekið bækur sem fengur er í. Meira
16. júní 1998 | Myndlist | 1552 orð

Óvita- og hjástefna Dada og surrealismi

Verk eftir Max Ernst. Opið alla daga nema mánudaga frá 11­17. Til 28. júní. Aðgangur 300 kr., sýningarskrá 400 kr. Á sænsku 2.700, ensku og ítölsku 5.000 kr. ÝMSAR brotakenndar sýningar stórstirna aldarinnar á myndlistarsviði hafa ratað hingað á fyrri listahátíðir, Picasso, Chagall, Masson o.fl. og hafa menn yfirleitt tekið þeim þakklátum huga. Meira
16. júní 1998 | Fólk í fréttum | 76 orð

Samningar náðust

BRÚÐGUMINN David Weinlick mundar hringinn og brúðurin Elizabeth Runze virðist alsæl. Brúðkaupið fór fram að viðstöddum á annað þúsund viðskiptavinum verslunarmiðstöðvar í Bloomington í Minnesota um helgina. Weinlick auglýsti í fjölmiðlum að hann væri að leita sér að eiginkonu. Meira
16. júní 1998 | Fólk í fréttum | 140 orð

Sixties upp á sitt besta

HLJÓMSVEITIN Sixties hélt útgáfuteiti á Cafe Amsterdam síðastliðið föstudagskvöld í tilefni af nýrri plötu sveitarinnar, "Best Of". "Þetta er fyrsta "Best Of"- platan sem gefin er út á Íslandi," segir Guðmundur Gunnlaugsson, trommuleikari sveitarinnar. "Að minnsta kosti sem gefin er út undir því nafni," bætir hann við og hlær. Meira
16. júní 1998 | Menningarlíf | 131 orð

"Sjórinn og fjaran kringum Akranes"

BJARNI Þór bæjarlistamaður Akraness opnar sýningu í Kirkjuhvoli 17. júní næstkomandi. Þar sýnir hann 10 olíuverk og 30 vatnslitamyndir sem allar eru unnar á þessu ári og þema sýningarinnar er sjórinn og fjaran í kringum Akranes. Bjarni Þór er fæddur 1. júlí 1948 og uppalinn á Skaganum og er þessi sýning m.a. í tengslum við stórafmæli listamannsins. Meira
16. júní 1998 | Myndlist | 1235 orð

Strandlengjan

Til 7. október. MYNDHÖGGVARAFÉLAGIÐ í Reykjavík er eflaust umsvifamesta félagið innan vébanda SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna. Í þann aldarfjórðung sem það hefur verið við lýði hefur það staðið fyrir fjölda sýninga, smárra og stórra. Reyndar voru íslenskir myndhöggvarar orðnir mikilvirkir löngu áður en félagið var formlega stofnað. Meira
16. júní 1998 | Fólk í fréttum | 717 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir

Brjáluð borg Fréttamaðurinn Dustin Hoffman hyggst notfæra sér lykilstöðu í gíslatökumáli til að komast aftur í fremstu röð en fær skömm á öllu saman. Travolta er góður í illa skrifuðu og langdregnu hlutverki meðaljóns sem grípur til örþrifaráða. Vel gerð að mörgu leyti en skortir sannfæringarkraft eftir því sem á líður. Meira
16. júní 1998 | Kvikmyndir | 303 orð

Tilbúningur mannfræðingsins

BANDARÍSKA gamanmyndin Með allt á hælunum eða The Krippendorfs Tripe" er dellumynd um mannfræðing sem misst hefur konuna sína og hætt rannsóknum en verður að skila af sér fyrirlestri um týndan ættbálk í Nýju-Gíneu áður en hann getur endanlega sagt skilið við mannfræðina. Meira
16. júní 1998 | Fólk í fréttum | 62 orð

Tvö þúsund brúðhjón

SUMUM hefði fundist heldur einmanalegt yfir brúðkaupi þessara kvenna þar sem eiginmenn þeirra gátu ekki séð sér fært að vera viðstaddir eigið brúðkaup. En það var ekki aldeilis einmanalegt þegar ríflega 2 þúsund manns gengu í það heilaga í Madison Square Garden um helgina í athöfn sem hjónin Sun Myung Moon stóðu fyrir. Rúmlega 10 þúsund manns sóttu athöfnina. Meira
16. júní 1998 | Skólar/Menntun | 24 orð

Útskrifaðir tannsmiðir

EFTIRFARANDI tannsmiðir útskrifuðust frá Tannsmíðaskóla Ísalands 29. maí sl. Frá vinstri: Lilja Þórey Guðmunsdóttir, Áslaug Kristinsdóttir, Margrét Hrönn Frímannsdóttir og Birna Ágústsdóttir. Meira
16. júní 1998 | Fólk í fréttum | 404 orð

"Þetta er engin tískubóla"

TILEFNI þess að Matrix var fenginn til Íslands er tveggja ára afmæli útvarpsþáttarins Skýjum ofar á útvarpsstöðinni X-inu. Stjórnendur þáttarins hafa áður fengið erlenda tónlistarmenn og plötusnúða til að spila drum & bass danstónlist hérlendis en Matrix mun koma fram í þætti þeirra í dag. Meira

Umræðan

16. júní 1998 | Aðsent efni | 551 orð

8 milljarða búvörusamningur samþykktur á Alþingi

ALÞINGI samþykkti á síðustu dögum þingsins breyttan búvörusamning í mjólkurframleiðslu. Deilur hafa staðið í allan vetur um samninginn og er hann mjög umdeildur. Talið er að hann kosti ríkissjóð 18 milljarða á samningstímanum. 23 alþingismenn veittu samningnum brautargengi og samþykktu hann, eða 36,5% þingmanna, 14 þingmenn skiluðu auðu og 26 voru fjarstaddir. Meira
16. júní 1998 | Aðsent efni | 555 orð

Ágengir íþróttadagskrármenn

MANNKYNIÐ getur nú séð fyrir sól- og tunglmyrkva aldir fram í tímann, komu áður óþekktra halastjarna í nokkra mánuði og veðrið með þokkalegum líkindum nokkra daga. Ýmislegt ráða menn samt ekki enn við. Má þar nefna jarðskjálfta og eldgos ­ og íþróttaviðburði á skjá sjónvarpsstöðvanna. Ég hef nokkra reynslu af dagskrárgerð í sjónvarpi, bæði sem umsjónarmaður fræðsluþáttar og þýðandi. Meira
16. júní 1998 | Aðsent efni | 3631 orð

Emil Thoroddsen

EMIL Thoroddsen tónskáld var einn hinn fjölhæfasti Íslendingur af kynslóð þeirri, sem kennd er við aldamótin. Hann var jafnvígur á flestar greinar lista. Tónlist, málaralist, skáldskap. Hvarvetna var hann viðurkenndur sem jafnoki þeirra er fremstir voru taldir. Emil Þórður Thoroddsen var fæddur í Keflavík 16. júní 1898. Meira
16. júní 1998 | Aðsent efni | 562 orð

Framfarahugur, þróttur og fjölbreytni

FRAMFARAHUGUR, þróttur og fjölbreytni eru meðal þess sem í hugann kom á hinni glæsilegu Atvinnuvegasýningu Vestfjarða sem var haldin á Ísafirði um síðustu helgi. Þar kynntu 90 fyrirtæki vörur sínar og þjónustu og er óhætt að segja að flestum kom á óvart sú fjölþætta starfsemi sem þarna gat að líta. Þetta var önnur sýningin sem efnt var til af þessu tagi hér á Vestfjörðum. Meira
16. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 779 orð

Friðarhlaup 98 ­ Hringurinn hlaupinn Frá Eyjólfi Andrési Björnssyni:

FRIÐARHLAUPIÐ hófst í grunnskólum í Reykjavík, föstudaginn 15. maí, þar sem hundruð barna tóku þátt. Hlaupið var á milli skóla með logandi kyndil sem tákn um einingu og frið. Byrjað var á þremur stöðum í Reykjavík og endað í Laugarnesskóla. Í tengslum við hlaupið var opnuð sýning í Kringlunni, laugardaginn 16. maí, undir heitinu Friðarsýn, sem stóð í rúma viku. En framundan er Hringhlaup, 19.-28. Meira
16. júní 1998 | Aðsent efni | 713 orð

Heilbrigðiskerfið og góðærið Uppsafnaður vandi allra sjúkrastofnana á landinu, segir Ólafur Örn Arnarson, er varlega áætlaður

SAMKVÆMT öllum sólarmerkjum að dæma ríkir nú mikið góðæri í landinu og áhyggjur forráðamanna þjóðarinnar beinast einkum að því að góðærið sé allt of mikið og geti skaðað okkur. Einn er þó sá þáttur þjóðlífsins, sem góðærið hefur ekki heimsótt en það er heilbrigðiskerfið. Undanfarin ár hefur verið saumað svo að þeirri starfsemi, sem þar fer fram að kerfið er nánast í rúst. Meira
16. júní 1998 | Aðsent efni | 369 orð

Hjólað á þjóðhátíð

ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGAR einkennast af óteljandi blöðrum, lúðrasveitum og það sem verra er, umferðarteppu og endalausri bílastæðaleit. Mitt í allri gleðinni vofir alltaf yfir sú ánauð sem fylgir því að geta fundið bílnum stæði og svo að komast aftur áfallalaust í burt með alla fjölskylduna án þess að sprengja þjóðhátíðarblöðruna. Meira
16. júní 1998 | Aðsent efni | 273 orð

Kvennahlaup á hverjum degi Sífellt fleiri konur, segir Helga Guðmundsdóttir, hafa áttað sig á mikilvægi reglubundinnar

KVENNAHLAUP ÍSÍ er viðburður sem ekki á sér hliðstæðu hér á landi. Slíkur er samtakamáttur íslenskra kvenna. Á Kvennahlaupsdaginn 21. júní, reima rúmlega 20 þúsund konur á sig hlaupaskóna og ganga eða skokka af stað, hver á sínum hraða, þá vegalengd sem viðráðanleg er. Meira
16. júní 1998 | Aðsent efni | 733 orð

Nokkrar athugasemdir við grein Örnólfs Árnasonar um García Lorca

Í SÍÐUSTU Lesbók Mbl. 6. þ.m. er þess minnst, að 100 ár eru liðin frá fæðingu skáldsins Federico García Lorca. Hann var eins og kunnugt er myrtur í Granada árið 1936 í byrjun borgarastyrjaldarinnar. Því hefur löngum verið haldið fram, að þar hafi Falangistar verið að verki. Meira
16. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 699 orð

Til marks um stuðning Íslendinga við mannréttindabaráttu Frá Guðrúnu Ólafsdót

Í TILEFNI af 50 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna á þessu ári standa samtökin Amnesty International og verslanakeðjan The Body Shop International fyrir kynningarátaki í 47 þjóðlöndum. Meira

Minningargreinar

16. júní 1998 | Minningargreinar | 260 orð

Eiríkur Helgason

Þegar Eiríkur Helgason lést var hann á 71. aldursári. Ef til vill má segja að hann hafi látist saddur lífdaga. Ævi hans var viðburðarík. Hann var umdeildur, þó hann hafi verið ljúfur maður. Hann gat verið sérvitur í skoðunum, en hann var líka réttsýnn og fljótur að meta aðstæður, skilja hismið frá kjarnanum í hverju máli sem hann skipti sér af. Og hann lá ekki á skoðun sinni. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 214 orð

EIRÍKUR HELGASON

EIRÍKUR HELGASON Eiríkur Helgason var fæddur í Reykjavík 25. júní 1927. Hann lést á Landakotsspítala 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Árnadóttir, f. 15. júní 1904, dáin 14. nóvember 1994, og Helgi Eiríksson, bankastjóri, f. 21. maí 1900, dáinn 14. mars 1976. Systir Eiríks er Helga Helgadóttir, f. 16. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 214 orð

EIRÍKUR HELGASON

EIRÍKUR HELGASON Eiríkur Helgason var fæddur í Reykjavík 25. júní 1927. Hann lést á Landakotsspítala 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Árnadóttir, f. 15. júní 1904, dáin 14. nóvember 1994, og Helgi Eiríksson, bankastjóri, f. 21. maí 1900, dáinn 14. mars 1976. Systir Eiríks er Helga Helgadóttir, f. 16. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 380 orð

Fjóla Guðmundsdóttir

Elsku mamma mín. Þegar Unnur hringdi seinnipartinn á mánudag og sagði mér að þér hefði versnað ákvað ég að renna suður til þín og kveðja. En því miður tókst það ekki því maðurinn með ljáinn hafði þegar bankað. Þegar Kolla hringdi skömmu seinna og tilkynnti mér að þú værir öll var sem eitthvað brysti innra með mér og ég dofnaði allur. Minningarnar streymdu fram. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 377 orð

Fjóla Guðmundsdóttir

Elsku amma. Strax þegar mamma sagði okkur að þú værir dáin þá tókum við Vignir utan um hana og hágrétum. Ég skildi þetta samt ekki. Fjóla amma var ekki farin til Ívars litla. Hún var ekki dáin úr krabbameini eins og hann, það gat ekki verið! Mamma hringdi til Reykjavíkur í pabba og þegar hún kom úr símanum sagði hún að við værum að fara á Hellu til Kollu og pabbi væri líka á leiðinni þangað. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 32 orð

FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR

FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR Fjóla Guðmundsdóttir fæddist á Hellissandi 21. júlí 1929. Hún lést á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Hellu 8. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 15. júní. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 170 orð

Hrafnhildur Brynja Flosadóttir

Elsku skólasystir mín, mig langar til að kveðja þig, því miður í hinsta sinn. Það sem mér er minnisstæðast er þegar ég gisti hjá þér í herberginu á heimavistinni, og við töluðum saman alla nóttina og stálumst til að reykja út um gluggann. Svo mætum við úrillar og þreyttar í tíma. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 28 orð

HRAFNHILDUR BRYNJA FLOSADÓTTIR

HRAFNHILDUR BRYNJA FLOSADÓTTIR Hrafnhildur Brynja Flosadóttir fæddist á Ísafirði 21. febrúar 1974. Hún lést af slysförum 1. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 9. júní. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 341 orð

Jón Finnbogason

Elsku afi, nú ert þú horfinn á braut. Ég sem hafði aldrei hugsað útí það að að þeirri stundu mundi koma, af því að þú varst alltaf svo hress og kátur. Þegar mamma hringdi í mig til að láta mig vita að þú hefðir verið fluttur á sjúkrahús mikið veikur hrönnuðust upp minningarnar um öll góðu árin sem þú bjóst hjá okkur á Hlíðargötunni. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 239 orð

Jón Finnbogason

Tekinn varstu frá okkur og það allt of fljótt. Fátt er hægt að gera þegar kallið kemur, aðeins að hörfa í nýjan heim þar sem Guð hefur fundið okkur ný hlutverk. Elsku langafi, ég minnist þín með trega og á mjög svo erfitt með að meðtaka það að þú ert horfinn frá mér. Minningar á ég margar með þér og um þig, alltaf svo elskulegur og hress og vildir allt fyrir mann gera. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 28 orð

JÓN FINNBOGASON

JÓN FINNBOGASON Jón Finnbogason fæddist í Byggðarholti, Fáskrúðsfirði, 21. desember 1915. Hann lést í Sjúkrahúsi Neskaupstaðar 2. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju 9. júní. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 668 orð

Jónína Árnadóttir

Minn hugur spannar himingeiminn. Mitt hjarta telur stjörnusveiminn, sem dylur sig í heiðlofts hyl. Svo hátt og vítt mér finnst ég skynja, Guðs veröld! Andans hlekkir hrynja sem hjóm við þetta geislaspil. Mér finnst ég elska allan heiminn og enginn dauði vera til. (Einar Benediktsson. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 623 orð

Jónína Árnadóttir

Sunnudaginn 7. júní sl. andaðist á sjúkrahúsinu á Hvammstanga Jónína Árnadóttir, merk og mæt kona, eftir langa, reynsluríka og farsæla starfsævi frá gamaldags búskaparháttum til nútíma tækni og vélvæðingar. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 897 orð

Jónína Árnadóttir

Að afloknum vorstörfum notaði fólk til sveita tímann til ferðalaga og að sinna erindum sem ekki hafði gefist tími til í vorönnum. Jónína Árnadóttir, fyrrum húsfreyja á Finnmörk í Miðfirði, brá ekki útaf venju forfeðra sinna. Hún er lögð upp í sína síðustu ferð. Ferð sem enginn veit um ferðatíma né áfangastað. Jónína lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 7. júní sl. á 98. aldursári. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 634 orð

Jónína Árnadóttir

Að fæðast um síðustu aldamót í íslenskri sveit í fögrum dal norður í landi þar sem torfbærinn stendur einsamall tilbúinn að verja menn og dýr fyrir brigðulum veðrum Íslands eins vel og efni stóðu til. Að fæðast í samfélagi sem ekki hafði náð að þróa sig og sína í samfélagi þjóðanna um margar aldir þannig að allt var eins og áður og aðeins var hægt að tala um "fornaldar frægð". Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 392 orð

Jónína Árnadóttir

Nú þegar ég kveð ömmu Jónínu í hinsta sinn er mér efst í huga virðing og þakklæti fyrir að hafa átt þessa einstöku konu fyrir ömmu. Ég tel mig vera heppinn að hafa kynnst henni og umgengist hana, sem eru ákveðin forréttindi, og mun ég búa að því alla ævi. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 515 orð

Jónína Árnadóttir

Fyrstu kynni mín af Jónínu Árnadóttur hófust fyrir tæpum tuttugu árum. Þá var ég innan við tvítugt og kom ásamt Axel, dóttursyni Jónínu, í áttræðisafmæli hennar. Ég mætti strax vinsemd og hjartahlýju, sem ávallt stafaði frá henni í minn garð, og fyrir það vil ég nú þakka. Það sem fyrst og fremst einkenndi Jónínu var háttprýði, hógværð, látleysi og virðing fyrir þeim sem hún umgekkst. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 315 orð

Jónína Árnadóttir

Elsku amma á Finnmörk er dáin. Sum ævintýri eru falleg og góð og enda vel. Líf ömmu var lofsöngur. Lofsöngur lífs og reynslu, viðbrögð við þeim veruleika að Guð er góður og hjálpar í nauð, gefur maka og börnum og barnabörnum bjartar nætur á sumrin, og skjól í hremmingum. Þegar amma er nú horfin eftir nærri 100 ára lífshlaup er gott að staldra við og leyfa minningunum um merka konu að líða um. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 110 orð

Jónína Árnadóttir

Elsku mamma. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 575 orð

Jónína Árnadóttir

Það var amma sem kenndi mér bænirnar og faðirvorið, þegar hún fór með þær fyrir mig, heima hjá henni og afa á Finnmörk. Ég var annað barnabarnið hennar og fyrsti drengurinn. Ég naut þeirrar gæfu að fá að dvelja langdvölum hjá ömmu, sumur og vetur, þar til ég byrjaði í grunnskóla í Hafnarfirði. Það var amma sem kenndi mér stafina og að lesa. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 347 orð

JÓNÍNA ÁRNADÓTTIR

JÓNÍNA ÁRNADÓTTIR Jónína Árnadóttir var fædd á Stórahvarfi í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 28. nóvember 1900. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir, f. 11.6. 1871 í Þormóðsdal í Mosfellssveit, d. 4.2. 1960, og Árni Vernharður Gíslason, f. 10.6. 1871 á Fremri-Fitjum í Miðfirði, d. 26. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 336 orð

Sigurveig Magnúsdóttir

Mig langar að skrifa hér nokkur minningarorð um elskulega tengdamömmu mína, Sigurveigu Magnúsdóttur, eða Sísí eins og hún var alltaf kölluð. Ekki grunaði mig að ég ætti eftir að skrifa tvær minningargreinar á jafn mörgum dögum um tvær manneskjur sem voru mér mjög kærar, annars vegar föðurbróður minn, Daða Björnsson, og elskulega tengdamóður mína hana Sísí, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 444 orð

Sigurveig Magnúsdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín er látin, langt um aldur fram. Fréttin um andlát hennar kom svo fyrirvaralaust að enn hef ég ekki getað áttað mig á að hún er ekki lengur meðal okkar og ég mun ekki hitta hana framar í þessu lífi. En við munum hittast síðar. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 331 orð

Sigurveig Magnúsdóttir

Það var mikil sorg sem braust um í hjörtum okkar þegar við fengum þær fregnir að Sísí tengdamóðir mín og amma Arinbjarnar hefði kvatt þennan heim svo óvænt. Það er mér enn í fersku minni þegar Hilmar, yngsti sonur Sísíar og Hilmars, kynnti mig fyrir þeim sem unnustu sína. Strax frá fyrstu stundu var mér tekið opnum örmum og það óspart sýnt að ég væri hjartanlega velkomin í fjölskylduna. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 184 orð

Sigurveig Magnúsdóttir

Elsku amma Sísí. Ég vil þakka þér fyrir öll þau ljúfu og skemmtilegu ár sem við áttum saman. Efst í minni mínu eru skemmtilegu ferðirnar sem ég fór með ömmu Sísí og afa Hilmari í sumarbústaðinn þeirra í Skorradal, þar gerðum við margt skemmtilegt saman. Oft fórum við niður í fjöru og tíndum saman fallegustu steinana sem við sáum, og í þeim ferðum spjölluðum við mikið saman og hlógum dátt. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 126 orð

Sigurveig Magnúsdóttir

Elsku amma Sísí er nú látin. Við bræðurnir kveðjum þig, elsku amma, með söknuði og viljum þakka þér fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum með þér og afa Hilmari. Þú varst alltaf svo góð við okkur og gaman var þegar þú sast hjá okkur og last öll skemmtilegu ævintýrin og sögurnar. Megi góður Guð geyma þig, elsku amma, og takk fyrir allt. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 482 orð

Sigurveig Magnúsdóttir

Elskuleg frænka mín, Sigurveig Magnúsdóttir (Sísí), er farin heim yfir landamærin miklu til allra vinanna, sem á undan eru farnir. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 7. júní. Á stundum sem þessum sækir hugurinn heim á æskuslóðir okkar í Keflavík. Þar lékum við okkur í túninu hjá honum afa, slitum barnsskónum með ýmsum leikjum, sem þá voru í hávegum hafðir. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 268 orð

SIGURVEIG MAGNÚSDÓTTIR

SIGURVEIG MAGNÚSDÓTTIR Sigurveig Magnúsdóttir var fædd í Höfnum 13. júlí 1928. Hún lést á heimili sínu hinn 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnfríður G. Friðriksdóttir, f. 5. janúar 1902, sem dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði, og Magnús Ólafsson, stýrimaður, f. 7. maí 1896, d. 23. maí 1946. Systkini hennar eru Friðrik, f. 25. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 555 orð

Steinþór Eiríksson

Það sem mér er efst í huga þegar ég hugsa til Steinþórs tengdaföður míns er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þeim merkilega manni sem hann var. Steinþór var ótrúlegur hafsjór af fróðleik um landið sitt, bæði landafræði, jarðfræði og sögu þess. Af landinu sínu þótti honum ávallt vænst um Héraðið, fegurð fjallanna og síbreytileg litaskipti náttúrunnar sem honum þótti svo vænt um. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 26 orð

STEINÞÓR EIRÍKSSON

STEINÞÓR EIRÍKSSON Steinþór Eiríksson fæddist í Tungu á Úthéraði 2. september 1915. Hann lést 7. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Egilsstaðakirkju 16. maí. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 249 orð

Unnur Jóna Geirsdóttir

Síminn hringir einn fallegan sólskinsdag. Það er hún Hrefna vinkona mín að flytja mér þá harmafregn að móðir hennar sé látin. Upp í hugann koma ýmsar minningar frá æsku minni þegar fjölskylda mín og Jónu bjuggu í sömu blokk í Vogunum. Jóna var með stórt heimili sem hún annaðist af mikilli natni. Ég kynntist þá Hrefnu, dóttur hennar, sem varð vinkona mín og hefur vinskpurinn haldist síðan. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 31 orð

UNNUR JÓNA GEIRSDÓTTIR

UNNUR JÓNA GEIRSDÓTTIR Unnur Jóna Geirsdóttir fæddist á Akranesi 15. maí 1923. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 9. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 15. júní. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 628 orð

Þóra Jónsdóttir

Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran/Gunnar Dal.) Enn einu sinni hefur verið höggvið stórt skarð í þessa samheldnu fjölskyldu. Fyrir rúmri viku, 2.6., lést tengdafaðir minn, Jón Finnbogason, og tæpri viku síðar Þóra dóttir hans. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 446 orð

Þóra Jónsdóttir

Elsku Þóra mín, ekki datt mér í hug að ég væri að kveðja þig í síðasta sinn þegar ég hitti þig við pósthúsið áður en þú fórst á Neskaupstað. Þú sem áttir eftir að koma til mín og ætlaðir að hafa samband þegar þú kæmir aftur heim. Við áttum margar góðar stundir niðri hjá mér þar sem við spjölluðum ávallt mikið um lífið og tilveruna. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 218 orð

Þóra Jónsdóttir

Það sló mig meir en orð fá lýst er fréttin kom um það að Þóra systir mín væri það mikið veik að það væri ekki spurning hvort heldur hvenær hún hyrfi á braut. Það hvarflaði ekki að okkur systrum og Pálínu dóttur hennar hinn 3. júní er við sátum við rúmið hjá henni á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og töluðum um hvernig andlát föður okkar bar að 2. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 220 orð

Þóra Jónsdóttir

Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. Og sólbrendar hæðir hnípa við himin fölvan sem vín; það er ég sem kveð þig með kossi, kærasta ástin mín. Því okkur var skapað að skilja. Við skiljum. Og aldrei meir. Það líf kemur aldrei aftur, sem einu sinni deyr. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 151 orð

Þóra Jónsdóttir

Mig langar að minnast Þóru, elskulegrar frænku minnar, í örfáum orðum. Elsku Þóra, ég get ekki með orðum lýst hvað fréttirnar um andlát þitt fengu á mig. Sama dag og við kistulögðum elskulegan afa okkar, fáum við þær harmafregnir að þú sért horfin á braut. Meira
16. júní 1998 | Minningargreinar | 252 orð

ÞÓRA JÓNSDÓTTIR

ÞÓRA JÓNSDÓTTIR Þóra Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Finnbogason, f. 21.12. 1915, d. 2.6. 1998, og Margrét Þórðardóttir, f. 22.6. 1917, d. 24.9. 1962. Þóra var næstelst ellefu systkina, sjö þeirra komust á legg. Þau eru: Guðbjörg, d. 2.6. Meira

Viðskipti

16. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 413 orð

Bankarnir neita að veita upplýsingar vegna bankaleyndar

BANKAR og sparisjóðir hafa með vísan til bankaleyndar neitað kröfu Ríkisskattstjóra um upplýsingar um innistæður, vexti og afdreginn fjármagnstekjuskatt hjá 1.347 einstaklingum. Upplýsingaöflunin átti að vera liður í eftirliti skattayfirvalda með skilum fjármagnstekjuskatts. Meira
16. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 188 orð

ÐAthugasemd

VEGNA sameiginlegrar fréttatilkynningar Pennans og Axis sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum, hafa GKS húsgögn óskað eftir því að koma á framfæri eftirfarandi athugasemd. Í fréttatilkynningunni segir orðrétt: "Veltan í tveimur trésmiðjum Pennans og Axis er um 200 milljónir og samtals eru starfsmenn þeirra 60 talsins". Meira
16. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 111 orð

ÐReglur um millibankaviðskipti taka gildi

REGLUR Seðlabanka Íslands um millibankaviðskipti hafa tekið gildi. Í þeim er gert ráð fyrir að þær lánastofnanir, það er að segja viðskiptabankar, sparisjóðir og fjárfestingabankar, sem gerast vakar markaðarins þurfi að uppfylla ýmis skilyrði, meðal annars um tilboð til að viðhalda markaðnum og upplýsingagjöf. Meira
16. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 732 orð

"Fagleg þjónusta í alþjóðlegu umhverfi"

VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI Kaupþings hf. í Lúxemborg, Kaupthing Luxembourg S.A., sem nú hefur tekið til starfa, mun sinna alþjóðlegri fjárfestingarþjónustu með miðlun á íslenskum og erlendum verðbréfum. Helstu verkefni þess eru eignastýring og fjárvarsla, verðbréfamiðlun, fjármálaráðgjöf og fyrirtækjaþjónusta og skráning verðbréfa í kauphöllinni í Lúxemborg. Á ráðstefnu sem Kaupþing hf. Meira
16. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Ógnir og tækifæri ársins 2000

TÆKNIVAL stendur fyrir röð morgunverðarfunda til að fræða stjórnendur fyrirtækja um aldamótavanda tölva og tölvukerfa. Fyrsti fundurinn hefur verið haldinn í Reykjavík og í kjölfarið verða haldnir nokkrir fundir á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Á fundunum er gerð grein fyrir þeim vanda sem blasir við fyrirtækjum. Meira
16. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 332 orð

Ætti að selja aflaheimildir og greiða skuldir

FRAMKVÆMDASTJÓRI Samtaka iðnaðarins segir sífellt fleiri þenslumerki að koma í ljós í íslensku efnahagslífi og auknar aflaheimildir og hækkun á afurðaverði virki líkt og olía á eld. Við þessar aðstæður ætti að selja auknar aflaheimildir og nota afraksturinn til að greiða niður erlendar skuldir. Meira

Daglegt líf

16. júní 1998 | Neytendur | 302 orð

Glerjaðir álbotnar komu best út

ÞAÐ ER óhætt að segja að úrvalið af straujárnum sé fjölbreytt því að minnsta kosti 77 mismunandi gerðir af straujárnum eru til hér á landi og mikill munur er á gæðum þeirra. Þetta kemur fram í nýútkomnu Neytendablaði sem fyrir skömmu lét gera markaðs­ og gæðaúttekt á straujárnum á íslenskum markaði. Ódýrsta straujárnið í könnuninni kostar 1.890 krónur en það dýrasta er á 13.940 krónur. Meira
16. júní 1998 | Neytendur | 587 orð

Mala sinnepsfræ með steinum

Í NÆR hundrað ár hefur sama fjölskyldan átt og rekið Sinnepsmylluna Raye's í Maine í Bandaríkjunum og malað þar sinnepsfræ. Nancy Raye tók við fyrirtækinu af föður sínum fyrir nokkrum árum. Hún var stödd hér á landi fyrir skömmu m.a. til að kynna sinnepið sem fyrirtæki hennar framleiðir. Meira
16. júní 1998 | Neytendur | 145 orð

Ný bætiefni í eldsneyti ESSO

OLÍUFÉLAGIÐ hf. ESSO hefur nú blandað bætiefnum í allt eldsneyti sitt fyrir bifreiðar og vinnuvélar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Olíufélaginu hf. Þar segir að bætiefnin stuðli m.a. að betri endingu véla, nýti betur eiginleika þeirra og dragi úr umhverfismengun. Bætiefnin eru sögð henta öllum gerðum bílvéla og ekki hafa aukaverkanir. Fjölvirk díselbætiefni Meira

Fastir þættir

16. júní 1998 | Í dag | 48 orð

2. a) Ekki lengra, spjátrungur! Þetta er dansæfing! Hund

2. a) Ekki lengra, spjátrungur! Þetta er dansæfing! Hundurinn má ekki koma inn! b) Það varð smávegis misskilningur ... þessi litli strákur hélt að þetta væri grímuball svo að hann kom í hundabúningi ... c) Allt í lagi, komið inn ... skemmtið ykkur vel ... d) All-góður hundabúningur ... Meira
16. júní 1998 | Í dag | 26 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 16. júní, verður fimmtug Elín Pálsdóttir, deildarstjóri í Félagsmálaráðuneytinu. Eiginmaður hennar er sr. Vigfús Þór Árnason. Þau hjónin eru að heiman. Meira
16. júní 1998 | Í dag | 71 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 16. júní, er sjötug Elísabet G. Hermannsdóttir, Safamýri 16, Reykjavík. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. Elísabet og eiginmaður hennar, Indriði Pálsson, taka á móti gestum föstudaginn 19. júní á Grand Hóteli við Sigtún, 4. hæð, á milli kl. 17 og 19. Meira
16. júní 1998 | Í dag | 29 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Síðastliðinn sunnudag 14. júní varð níræð Kristín Brynhildur Davíðsdóttir, Höfðagötu 4, Stykkishólmi. Vegna mistaka birtist afmælistilkynningin ekki á sunnudag og er beðist velvirðingar á því. Meira
16. júní 1998 | Fastir þættir | 350 orð

Holts múlamæðgurnar í miklum ham

Geysir í Rangárvallasýslu hélt sitt árlega hestamót um helgina samhliða héraðssýningu kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum. Góð þátttaka var í öllum greinum en gæðingakeppnin var um leið úrtaka félagsins fyrir Landsmótið. Meira
16. júní 1998 | Fastir þættir | 662 orð

Hraðskák í Hamrahlíð í dag

Á mótinu verða 16 keppendur, þar af eru flestallir sterkustu skákmenn Íslands. ÞETTA er í annað skipti sem minningarmót um Guðmund Arnlaugsson er haldið. Guðmundur var rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, dómari í heimsmeistaraeinvígjum í skák, auk þess sem hann skrifaði mikið um skák og tefldi. Guðmundur lést 9. nóvember 1996, 83 ára að aldri. Meira
16. júní 1998 | Dagbók | 562 orð

Í dag er þriðjudagur 16. júní, 167. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Þak

Í dag er þriðjudagur 16. júní, 167. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálmarnir 118, 19. Meira
16. júní 1998 | Í dag | 459 orð

ÍKVERJI á dálítið erfitt með að skilja viðskiptastefnu Ha

ÍKVERJI á dálítið erfitt með að skilja viðskiptastefnu Hagkaupsfyrirtækjanna um þessar mundir. Verzlunum fyrirtækisins hefur verið skipt í tvennt. Þannig heitir hin nýja verzlun þess við Smáratorg Hagkaup, en gamla verzlunin í Kringlunni t.d. heitir Nýkaup. Meira
16. júní 1998 | Fastir þættir | 149 orð

Messur 17. júní Guðspjall dagsins: Ríki maðurinn o

Messur 17. júní Guðspjall dagsins: Ríki maðurinn og Lasarus. (Lúk. 16) »DÓMKIRKJAN: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Hátíðarstund kl. 13 með þátttöku starfsmanna Grindarvíkurbæjar. Prestur sr. Meira
16. júní 1998 | Fastir þættir | 418 orð

Safnaðarstarf Messa og kvartettsöngur á Keldum

AÐ kvöldi lýðveldisdagsins, 17. júní nk., kl. 21, verður messað í Keldnakirkju á Rangárvöllum. Sóknarpresturinn, sr. Sigurður Jónsson í Odda, prédikar og þjónar fyrir altari. Góðir gestir úr Árnesþingi koma í heimsókn, en það er blandaður kvartett úr Gnúpverjahreppi er kallar sig Perluvini. Meira
16. júní 1998 | Fastir þættir | 456 orð

Sigurður á sigurbraut

Hörður í Kjósarsýslu hélt sitt árlega hestamót á Varmárbökkum. Mótið hófst síðdegis á fimmtudag og lauk undir kvöld á laugardag. Góð þátttaka var á mótinu og vekur athygli að hún er svipuð og hjá Fáki, stærsta félagi landsins. Meira
16. júní 1998 | Í dag | 191 orð

STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í atskákeinvígi í Búdapest sem lauk fyrir helgina. Ungverska stúlkan Júdit Polgar (2.670) var með hvítt, en Anatólí Karpov, FIDE-heimsmeistari, hafði svart og átti leik. Karpov, sem var mjög naumur á tíma, lék 56. Meira
16. júní 1998 | Fastir þættir | 282 orð

Tæplega fimmtíu hross náðu inn á landsmót

HÉRAÐSSÝNING kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum var að venju mikil og stóð yfir að heita má í tvær vikur. 384 hross mættu til dóms en á sjötta hundrað voru skráð til leiks. Tæplega 50 hross náðu einkunn inn á landsmót og kvaðst Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur sem jafnframt var formaður dómnefndar ánægður með niðurstöðu sýningarinnar. Meira
16. júní 1998 | Fastir þættir | 863 orð

Um merkingu "Þetta er spurning um að komast handan við skynjunina, að vera ekki bara tvö stór augu og eyru, vera ekki bara

Við eigum okkur þá ósk heitasta að finna einhverja merkingu í öllu þessu kraðaki af textum, undirtextum og yfirtextum, huldutextum, neðanmálstextum ­ og svo auðvitað túlkunum á öllum þessum textum, oftúlkunum, rangtúlkunum, mistúlkunum. Þetta er spurning um að lifa af í merkingarfræðilegum skilningi. Að vita. Að skilja. Meira
16. júní 1998 | Fastir þættir | 1868 orð

Úrslit

Hestamót Geysis A-flokkur 1. Saga frá Holtsmúla, eigandi Holtsmúlabúið, knapi Katrín Sigurðardóttir, 8,42. 2. Askur frá Hofi, eigendur Sigurbjörn Bárðarson og Hallgrímur Birkisson, knapi Hallgrímur Birkisson, 8,27. 3. Tinni frá Úlfsstöðum, eigandi Kristín Þórðardóttir, knapi Auðunn Kristjánsson, 8,27. 4. Meira
16. júní 1998 | Í dag | 450 orð

Velferðarþjóðfélag? HVER skyldi trúa því að í þessu ágæta v

HVER skyldi trúa því að í þessu ágæta velferðarþjóðfélagi þar sem allt er gert fyrir gamla fólkið rangli einn slíkur 76 ára gamall maður í Mosfellsbæ húsnæðislaus, enga leiguíbúð er að fá eftir mikla leit, auglýsingar og fleira. Það er búið að tala við bæjarstjórann, félagsmálastjóra, húsnæðismálafulltrúa, félagsráðgjafa, sem sagt allan háaðalinn þar í bæ, en svarið er: Því miður. Meira
16. júní 1998 | Fastir þættir | 633 orð

Ýmiss konar brauð á grillið

FÆRST hefur í vöxt hin síðari ár að fólk baki sitt brauð heima, það er raunar sáraeinfalt nú þegar hægt er að fá ger sem setja má beint út í mjölið, en geysimargar mjöltegundir fást og jafnvel tilbúnar mjölblöndur. Ýmsu má bæta í brauðin til bragðbætis svo sem jurtakryddi, hnetum og fræi. Meira

Íþróttir

16. júní 1998 | Íþróttir | 68 orð

0:1 Ásmundur Haraldsson spyrnti knettinum í átt að marki KR-inga úr þvög

0:1 Ásmundur Haraldsson spyrnti knettinum í átt að marki KR-inga úr þvögu í vítateig á 4 mín. Knötturinn hafnaði á hönd varnarmannsins David Winnie og vítaspyrna dæmd. Tómas Ingi Tómasson skoraði örugglega úr vítaspyrnunni. 1:1 Einar Þór Daníelsson tók hornspyrnu á 55. mín. og sendi knöttinn inn í vítateig Þróttar. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 132 orð

0:1Gestur Gylfason átti skot að marki úr vítateignum hægra megin se

0:1Gestur Gylfason átti skot að marki úr vítateignum hægra megin sem Albert Sævarsson markvörður Grindvíkinga varði, en missti boltann út í teiginn og þar var Guðmundur Steinarsson , sem þakkaði fyrir sig með því að senda boltann í hægra markhornið með hægri fæti á 28. mín. 1:1Góð sókn Grindvíkinga á 68. mínútu. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 89 orð

0:1 Ingi Sigurðsson sótti upp hægri kantinn á 21. mínútu og er hann

0:1 Ingi Sigurðsson sótti upp hægri kantinn á 21. mínútu og er hann var kominn upp að endamörkum sendi hann knöttinn með jörðinni inn á fjærstöngina þar sem Steingrímur Jóhannesson var staddur á markteigshorni vinstra megin og spyrnti örugglega í markið. 0:2 Á 78. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 166 orð

1:0 Fyrsta markið kom á markamínútunni frægu, þeirri 43. Þá skoraði Geir B

1:0 Fyrsta markið kom á markamínútunni frægu, þeirri 43. Þá skoraði Geir Brynjólfsson með góðu hægrifótarskoti eftir langt innkast Kristjáns Halldórssonar. 1:1 Jöfnunarmarkið kom mínútu síðar. Þá tóku Valsmenn hornspyrnu, Jón Þ. Stefánsson skallaði fyrir markið og þar var Ingólfur R. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 59 orð

1. deild karla

FH - KVA1:0 Hörður Magnússon, (17.) Skallagrímur - Þór Ak.1:1 Valdimar K. Sigurðsson (79.) ­ Kristján Örnólfsson (42.). Fylkir - Stjarnan0:0 KA - Breiðablik3:1 Steingrímur Eiðsson 2 (19., 88.), Gísli Guðmundsson (90.) - Hreiðar Bjarnason (86.). Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 522 orð

AFREKSMENN »Árangur Völu Flosa-dóttur er sá fimmtibesti frá upphafi

Árangur Völu Flosadóttur stangastökkvara úr ÍR undanfarna daga, þar sem hún hefur í tvígang með þriggja daga millibili bætt eigin Íslands- og Norðurlandamet, undirstrikar að árangur hennar á liðnum vetri var engin tilviljun. Um helgina stökk hún 4,36 metra á alþjóðlegu móti í Póllandi og var 36 cm á undan næsta keppanda. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 286 orð

Argentínu- menn sterkir

Argentínumenn gerðu lítið meira en skyldu sína í 1:0 sigri á frísku liði Japana í H-riðli á sunnudag. Sigurmark framherjans Gabriels Omars Batistuta tryggði liðinu þrjú dýrmæt stig, en japönsku leikmennirnir komu skemmtilega á óvart og sýndu snillingunum frá Suður- Ameríku enga miskunn. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 49 orð

Asíuliðin í vandræðum

Lið Asíuþjóða hafa átt í vandræðum í fyrstu leikjum sínum á HM. Lið Írans, Sádí-Arabíu, Suður-Kóreu og Japans eru öll ágætlega mönnuð en hafa bæði verið óheppin og önnur ósannfærandi í fyrstu leikjum sínum. Öll liðin eru í botnsætum sinna riðla eftir fyrstu umferð riðlakeppninnar. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 369 orð

Bandaríkin stöðvuðu ekki Evrópumeistarana

Andy Möller og fyrirliðinn J¨urgen Klinsmann sáu til þess að Evrópumeistarar Þýskalands fögnuðu 2:0 sigri á Bandaríkjunum í F-riðli Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Möller skoraði með skalla af stuttu færi í stöng og inn eftir hornspyrnu Olafs Thons frá hægri á níundu mínútu en Klinsmann skallaði til Möllers. Fyrirliðinn bætti síðan öðru marki við um miðjan seinni hálfleik. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 624 orð

Baráttusigur í Breiðholti

ÍR-ingar virðast komnir til að vera í efstu deild, ef marka má frammistöðu þeirra á heimavelli í undanförnum tveimur leikjum. Á dögunum lögðu þeir Íslandsmeistara ÍBV með einu marki gegn engu og á sunnudag sigraði liðið svo Valsmenn 3:2 í hörkuspennandi baráttuleik. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 315 orð

Belgar svæfðu Hollendinga

Belgar og Hollendingar skildu jafnir í bragðdaufum og markalausum leik liðanna í E-riðli á laugardagskvöld. Leikurinn var ekki ýkja skemmtilegur og verður helst minnst fyrir brottvísun hollenska miðherjans Patricks Kluiverts skömmu fyrir leikslok. Hollendingar voru mun betri í leiknum og svo virtist sem Belgar stefndu á jafntefli frá fyrstu mínútu. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 231 orð

Blikar lágu fyrir KA

Allt leit út fyrir sanngjarnt jafntefli þegar þrjár mínútur voru til loka leiks KA og Breiðabliks á Akureyri í gær; Blikar þá nýbúnir að uppskera langþráð jöfnunarmark. Spennufallið varð þeim hins vegar um megn og KA-menn bættu tveimur mörkum við í blálokin og sigruðu 3:1. KA-menn sóttu undan norðan kalda í fyrri hálfleik og voru frískari. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | -1 orð

Brasilía mun springa út

Mario Zagallo, þjálfari Brasilíumanna, er sannfærður um að liðið muni springa út á réttum tíma í HM. Hann segir mikilvægt að byrja vel og sigur í fyrsta leik hafi verið óskabyrjun. Hins vegar sé jafnmikilvægt að eiga eitthvað inni fyrir erfiðari leiki sem framundan eru. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 74 orð

Daði Dervic nefbrotnaði DAÐI Der

DAÐI Dervic, miðvörður Þróttar R., varð fyrir því óhappi að nefbrotna er hann lenti í samstuði við sóknarleikmann KR. Leikurinn stöðvaðist í tíu mínútur á meðan gert var að meiðslum Daða, sem var fluttur á brott í sjúkrabíl. Daði meiddist á 75. mín. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 105 orð

Dansað í Nígeríu

GRÍÐARLEG fagnaðarlæti brutust út í Nígeríu á laugardaginn um leið og flautað var til leiksloka í leik Nígeríu og Spánar og ljóst að heimamenn hefðu borið sigur úr býtum, 3:2. Fólk fjölmennti hvarvetna út á götur og söng og dansaði af gleði og virtist sem það hefði í bili hætt mótmælum gegn stjórnvöldum þar í landi. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 301 orð

Dýrkeyptur brottrekstur

MEXÍKÓAR unnu góðan sigur á Suður-Kóreumönnum 3:1 í E-riðli HM í knattspyrnu á laugardag. Leikurinn, sem fram fór í Lyon, var afar kaflaskiptur og til marks um það voru Kóreumennirnir 1:0 yfir í leikhléi. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 319 orð

Einstaklingsframtak Ilies gerði útslagið

Rúmenski miðherjinn Adrian Ilie gerði glæsilegt mark á móti Kólumbíu undir lok fyrri hálfleiks í gær og það nægði mótherjum Íslands í riðlakeppninni til sigurs í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Ilie fékk boltann frá Hagi, lék á einn mótherja vinstra megin í vítateignum og lyfti síðan boltanum yfir Farid Mondragon í markinu með hægri utanfótarskoti. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 154 orð

Ekki farinn að örvænta "Ég er ánægður með fles

"Ég er ánægður með flest alla leikmenn að þessu sinni," sagði Ásgeir Elíasson þjálfari Fram í leikslok. "Fram að því að Baldur var rekinn út af vorum við sterkari, en eðlilega breytti það miklu er hann fór út af og það tók tíma að endurskipuleggja leikinn upp á nýtt." Ásgeir sagði að sínir menn hefðu leikið vel í síðari hálfleik, einkum fyrri hlutann. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 413 orð

Eyjamenn gerðu skyldu sína

EYJAMENN eru einir í efsta sæti er þriðjungi efstudeildarkeppninnar er lokið. Um helgina gerðu þeir skyldu sína sem efsta lið að leggja það neðsta, Fram, að velli 2:0 á Valbjarnarvelli og ljóst að enn syrtir í álinn hjá Safamýrarpiltum sem einungis hafa önglað saman tveimur stigum og gert aðeins eitt mark til þessa. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 329 orð

Fátt um fína drætti

EKKI var mikið um listræna tilburði hjá leikmönnum KR og Þróttar R. er þeir mættu í kvöldblíðunni við Kaplaskjólsveg á sunnudag. Frábært veður til knattspyrnusýningar, en leikmenn liðanna veittu enga skemmtun ­ það var fátt um fína drætti í leik þeirra. "Maður fer með óbragð í munninum héðan," sagði einn stuðningsmanna KR að leik loknum, sem endaði með jafntefli, 1:1. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 845 orð

Fram - ÍBV0:2

Valbjarnarvöllur; Íslandsmótið í knattspyrnu - Landssímadeildin, 6. umferð, laugardaginn 13. júní 1998. Aðstæður: NV vestan gola, bjart og 8 gráðu hiti. Völlurinn góður. Mörk ÍBV: Steingrímur Jóhannesson (21.), Kristinn Lárusson (78.). Markskot: Fram 7 - ÍBV 12 Horn: Fram 2 - ÍBV 2. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 402 orð

Gebrselassie er engum líkur

EÞÍÓPÍUMAÐURINN brosmildi og léttstígi, Haile Gebrselassi, endurheimti á laugardaginn heimsmetið í 5.000 m hlaupi úr höndum Kenýamannsins Daneils Komens, hljóp á 12.39,36 mín. á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Helsinki. Fyrra metið var 12.39,74 sett í Z¨urich í ágúst í fyrra. Þetta er í 14. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 428 orð

Gífurlega tæpt

"Þetta var gífurlega tæpt," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir landsliðsþjálfari glöð í bragði með annað stigið úr leiknum. "Við spiluðum mun betur í seinni hálfleik og verðskulduðum annað stigið." Vanda segir að spænska liðið hafi leikið mun betur í leiknum ytra og því hafi hún ekki þorað annað en að fara með varúð inn í þennan leik. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 208 orð

Gunnar Már frá í allt sumar GUNNAR Már

GUNNAR Már Másson, sem gekk til liðs við Keflvíkinga frá Leiftri fyrir þetta tímabil, hefur ekkert getað leikið með Suðurnesjaliðinu í deildinni á tímabilinu vegna meiðsla. Hann fór í læknisskoðun fyrir helgi og þá kom í ljós að það er beinbrot í ökkla og verður hann því líklega frá keppni út tímabilið. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 186 orð

HARALDUR Pétursson átti erfi

HARALDUR Pétursson átti erfitt í torfærunni. Fyrrverandi meistarinn rölti um brekkurnar, jeppalaus þetta árið, og fylgdist með aðförum fyrrverandi keppinauta. Fleiri gamlir meistarar voru á staðnum, Magnús Bergsson ogBergþór Guðjónsson. Báðir jeppalausir. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 556 orð

Hefur markvörðurinnFANNEY RÚNARSDÓTTIRalltaf varið svona mikið?Verð fyrir boltanum

MARKVÖRÐURINN Fanney Rúnarsdóttir var valinn besti markvörður fjögurra landa á alþjóðlegu móti landsliða á Spáni um helgina ­ hún varði 57 skot í 3 leikjum en stóð þó ekki allan tímann á milli stanganna. Fanney, sem er borin og barnfædd á Seltjarnarnesi fæddist fyrir tæpum 25 árum og hefur menntað sig sem íþróttakennari en hefur nú atvinnu af því að verja mark liðsins Tertnes. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 369 orð

Heimamenn sterkari

GRINDVÍKINGAR fögnuðu 2:1- sigri á grönnum sínum úr Keflavík á heimavelli á sunnudagskvöld. Grindvíkingar lentu 1:0 undir og sýndu mikinn styrk með því að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik. Varnarmaðurinn sterki, Milan Stefán Jankovic, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok og sigurgleði heimamanna var mikil, enda sætt að vinna "stóra" liðið á Suðurnesjunum. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 289 orð

HENRI Michel, þjálfari M

HENRI Michel, þjálfari Marokkó, verður á heimavelli í Nantes þegar Marokkó mætir heimsmeisturum Brasilíu í dag. Michel lék með Nantes á sínum tíma og eins hefur hann þjálfað lið borgarinnar. "Ég vona að áhorfendur verði meira á okkar bandi. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 172 orð

Ísland - Spánn1:1

Kópavogsvöllur; undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, síðari leikur þjóðanna, sunnudaginn 14. júní 1998. Aðstæður: NV gola, bjart og hlýtt í veðri, Völlurinn nokkuð góður. Mark Íslands: Katrín Jónsdóttir (90.). Mark Spánar: Mar Prieto Ibanes (7.). Gult spjald: Maider Castillo Muga (63.) - brot. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 366 orð

Jamaíka tapar aldrei

Króatar unnu sannfærandi 3:1 sigur á Jamaíka og ljóst að Króatar geta orðið á meðal þeirra bestu í keppninni eins og þeir léku að þessu sinni. Leikur þeirra er vel skipulagður, leikmenn verjast af festu og sækja hratt og örugglega fram völlinn. Þrátt fyrir ósigurinn voru Jamaíkamenn nokkuð hressir með fyrsta leik sinn á heimsmeistaramóti. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 853 orð

Jordan bjargvættur Bulls

SJÖTTI leikur lokaúrslitanna í NBA deildinni kann að hafa verið síðasti leikur Michael Jordans. Ef svo er, yfirgaf hann sviðið eins og honum einum er lagið. Kappinn skoraði 45 stig fyrir Chicago, þar af tvær dýrmætar körfur á lokamínútunni sem gáfu liðinu titilinn. Bulls vann Utah Jazz, 87:86, í sjötta leik liðanna og þar með 4:2 í viðureign liðanna. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 337 orð

Júgóslavar voru heppnir

JALAL Talbi þjálfari Írans segir sína menn munu berjast til síðasta blóðdropa í keppninni. Það sagði hann eftir 1:0 tap fyrir Júgóslövum á sunnudaginn. "Við lékum af heiðarleika og lögðum okkur fram um að gera okkar besta. Ég held að við getum verið ánægðir með frammistöðu okkar þrátt fyrir tap," sagði Talibi. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 271 orð

Lánlausir Víkingar VÍKINGAR

VÍKINGAR geta aðeins sjálfum sér um kennt að hafa ekki farið með sigur af hólmi í leik sínum við nýliða HK á Kópavogsvelli. Í 85 mínútur réðu þeir lögum og lofum á vellinum, en náðu einungis að skora tvö mörk. Á lokamínútunum skoruðu Kópavogsbúar hins vegar þrívegis og tryggðu sér þar með fyrsta sigur sinn í deildinni í sumar. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 31 orð

Markahæstir

9 - Steingrímur Jóhannesson, ÍBV. 4 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson, ÍA. 3 - Hreinn Hringsson, Þrótti, Jens Paeslack, ÍBV, Jón Þorgrímur Stefánsson, Val, Kári Steinn Reynisson, Leiftri, Tómas Ingi Tómasson, Þrótti. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 180 orð

Markalaust í Árbænum Fylkismenn ge

Fylkismenn geta nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki gert út um leikinn gegn Stjörnunni í fyrri hálfleik í leik liðanna í Árbænum, sem lyktaði með markalausu jafntefli. Fylkismenn, sem án efa eru með eitt af skemmtilegustu liðum deildarinnar, höfðu tögl og hagldir í fyrri hálfleiknum og með meðalnýtni úr marktækifærum sínum hefði liðið hæglega getað skorað tvö til þrjú mörk fyrir leikhlé. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 137 orð

Meiðsli í herbúðum Frakka

Frakkar hafa talsverðar áhyggjur vegna meiðsla, sem fjölmargir leikmanna landsliðsins glíma við eftir góðan sigur á Suður- Afríkumönnum á föstudagskvöld. Framherjinn Stephane Guivarch verður frá í að minnsta kosti viku vegna hnémeiðsla og félagi hans í sókninni, David Trezeguet, snéri sig á ökkla og er tæpur fyrir næsta leik. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 493 orð

Nígeríumenn slógu í gegn

Ólympíumeistarar Nígeríu slógu heldur betur í gegn á laugardag með óvæntum 3:2- sigri í Spánverjum í D-riðli HM. Sigrinum hefur verið fagnað ógurlega í Nígeríu, en að sama skapi urðu spænskir knattspyrnuunnendur fyrir gífurlegum vonbrigðum og kenna markverði sínum um hvernig fór, en hann átti sök á jöfnunarmarki Nígeríumanna. Almennt er rætt um leikinn sem þann skemmtilegasta í keppninni til Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 146 orð

NOREGUR mætir Skotlandi

NOREGUR mætir Skotlandi í A-riðli í dag og eftir æfingu í gær tilkynnti Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum við Marokkó. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 172 orð

Norskir stelast á krána

Norsku landsliðsmennirnir Henning Berg og Erik Mykland eru í slæmum málum eftir að norsk dagblöð sögðu frá kráarrölti þeirra félaga um helgina. Félagarnir segjast ekki hafa fengið sér deigan áfengisdropa og því ákvað norska knattspyrnusambandið að aðhafast ekkert frekar í málinu. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 200 orð

Opna sparisjóðsmótið Golfklúbbur Kópavogs og Garðab

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: Án forgjafar: Ólafur Már Sigurðsson, GK76 Bogi Bogason, GKG82 Svanþór Laxdal, GKG83 Með forgjöf: Ingimar Jónsson, GKG68 Ásmundur K. Ólafsson, GR68 Viðar Jónsson, GR68 Sólsetursmót Golfvelli Oddfellowa 12. júní 1998 Punktamót 1. sæti: Jón F. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 421 orð

Scholes fagnar

Fyrsti leikurinn í stórmóti eins og HM er alltaf erfiður. Við vorum miklu betri og hefðum átt að vinna Túnis með þremur til fjórum mörkum, en ég er ánægður með niðurstöðuna og leikur okkar lofar góðu um framhaldið," sagði Glenn Hoddle, þjálfari enska landsliðsins, eftir 2:0 sigur á Túnis í fyrsta leik G-riðils sem fram fór í Marseille. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 590 orð

Sigur á suðu- marki

Meistararnir í torfærunni, Þorlákshafnarbúinn Gísli Gunnar Jónsson í flokki sérútbúinna jeppa og Gunnar Pálmi Pétursson frá Höfn í Hornafirði, ætla að verja titla sína í torfæru með harðri hendi. Báðir hafa unnið fyrstu tvö torfærumót ársins í sínum flokki. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 687 orð

Silfur á Spáni

SILFUR á alþjóðlegu fjögurra landa handknattleiksmóti kvennalandsliða, sem fram fór í Madrid á Spáni um helgina, er góður árangur. Það er samt ekki mesti sigurinn því stórkostleg barátta í tveimur leikjum af þremur, þar sem stúlkurnar sýndu sínar bestu hliðar með mikilli baráttu, Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | -1 orð

Skagamenn burstuðu Leiftur

LEIFTUR missti flugið á toppi Landsímadeildarinnar og magalenti harkalega gegn Skagamönnum í Ólafsfirði sl. sunnudagskvöld. Gestirnir í ÍA sigruðu 4:0 og virðast vera að braggast eftir brösulegt gengi, eru nú komnir með 9 stig, en Leiftursmönnum mistókst að komast upp að hlið ÍBV og eru áfram með 10 stig að loknum sex umferðum. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 85 orð

Skagamenn fá mann frá Atsjerbatsjan

SKAGAMENN hafa fengið til sín ungan framherja frá Atsjerbatjsjan og kom hann til landsins í gærkvöldi. Hann heitir Caeer Taqui Zade og er 19 ára gamall. Hann hefur leikið með landsliði Atsjerbatsjan og þykir mjög efnilegur. Hann gekk nýlega til liðs við Floria Tallin í Eistlandi, sem Skagamaðurinn Teitur Þórðarson þjálfar. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 336 orð

"Staðan er orð- in þrúgandi"

Við spiluðum illa í þessum leik," sagði svekktur þjálfari Valsmanna, Kristinn Björnsson, eftir tapið gegn ÍR. "Leikmennirnir voru slakir og þegar menn eru í því forminu þá lenda þeir í stöðu eins og þeirri sem við Valsmenn erum komnir í í dag. Við vorum bara lélegir og það þýðir ekkert að breiða neitt yfir það. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 118 orð

Staelens segir bann Kluivert of langt

Belginn Lorenzo Staelens, sem lenti í útistöðum við hollenska miðherjann Patrick Kluivert á laugardag með þeim afleiðingum að Kluivert var vikið af leikvelli, segir að atvikið hafi ekki verið jafnslæmt og það leit út fyrir að vera. "Hann átti skilið að vera vikið af leikvelli, en ég veit ekki hvort frekari aðgerða er þörf. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 245 orð

Stoltur af strákunum

"ÞETTA var mjög þýðingarmikill sigur fyrir okkur, sérstaklega vegna þess að við höfðum tapað tveimur leikjum í röð," sagði Guðmundur Torfason, þjálfari Grindvíkinga. "Keflvíkingar voru betri í fyrri hálfleik en ég er ánægður með seinni hálfleikinn. Við komum inn í hann með því hugarfari að menn hefðu trú á því sem þeir voru að gera. Ég er mjög stoltur af strákunum. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 336 orð

Stutt frá 4,45 m

VALA Flosadóttir, ÍR, bætti á laugardaginn fjögurra daga gamalt Íslands- og Norðurlandamet sitt í stangarstökki utanhúss um 5 cm er hún lyfti sér yfir 4,36 metra á móti í Póllandi. "Ég felldi þessa hæð klaufalega í fyrstu tilraun en fór síðan örugglega yfir í annarri," sagði Vala í samtali við Morgunblaðið í gær en þá var hún komin heim til Svíþjóðar eftir strangt keppnisferðalag. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 66 orð

Svíþjóð

Frölunda - AIK1:1 Halmstad - Helsingborg1:0 Malmö FF - Örebro1:3 Sverrir Sverrisson lék allan leikinn með Malmö. Íslendingarnir Arnór Guðjohnsen, Gunnlaugur Jónsson og Hlynur Birgisson voru ekki í leikmannahópi Örebro. IFK Gautaborg - Elfsburg1:0 Hammarby - Trelleborg1:0 Pétur Marteinsson lék allan leikinn með Hammerby. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 234 orð

Sýnikennsla í markvörslu

Eitt mark Harðar Magnússonar á sautjándu mínútu fyrri hálfleiks dugði FH-ingum til sigurs á nýliðum KVA í bragðdaufum leik liðanna í Kaplakrika á sunnudag. Sigurmarkið var með þeim hætti að varnarmanni Austfirðinga mistókst að spyrna knettinum frá marki í því er virtist vera hættulaus sókn Hafnfirðinga. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 178 orð

TONI Polster, leikmaður Austurr

TONI Polster, leikmaður Austurríkis, hefur ástæðu til að hlakka til leiksins gegn Chile á morgun. Hann mun jafna landsleikjamet Gerhards Hanappis, sem lék 93 landsleiki á fimmta áratugnum. Ef Polster meiðist ekki má búast við því að metið verði hans í síðasta leiknum í riðlinum á móti Ítölum. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 662 orð

Tveimur færri jafnaði Ísland

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur enn í vonina um að tryggja sér a.m.k. aukaleik um sæti á heimsmeistaramótinu á næsta ári eftir jafntefli, 1:1, við Spán á Kópavogsvelli á sunnudaginn. Tæpara gat það samt vart verið því Katrín Jónsdóttir skoraði mark Íslands þegar innan við ein mínúta var eftir. Þá var íslenska liðið aðeins skipað níu leikmönnum. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 83 orð

Vanræktar knattspyrnuekkjur í Þýskalandi

ÞÝSKAR konur, sem telja að þær séu vanræktar af eiginmönnum sínum á meðan HM stendur yfir, geta notfært sér símaþjónustu í Berlín. Það er útvarpsstöð í Berlín sem stendur fyrir símaþjónustunni og lofar hún að útvega "unga, heillandi og myndarlega fylgdarsveina" til að fara með hinum einmana konum út á lífið. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

0:1 Sturlaugur Haraldsson óð upp hægri væng á 18. mín. og sendi knöttinn á kollinn á Pálma Haraldssyni sem kom aðvífandi að vinstra markteigshorni. Hann kastaði sér fram og skallaði boltann laglega í hægra markhornið. 0:2 Sturlaugur var aftur á ferðinni á 31. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

D-RIÐILL Spánn - Nígería2:3 Nantes; annar leikur í D-riðli, laugardaginn 13. júní. Mörk Spánverja: Fernando Hierro 21., Raul 47. Mörk Nígeríu: Mutiu Adepoju 24., Garba Lawal 73., Sunday Oliseh 79. Skot á mark: Spánn 5 - Nígería 11. Skot framhjá: Spánn 6 - Nígería 5. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 102 orð

(fyrirsögn vantar)

Kristján Brooks, Ólafur Þór Gunnarsson, ÍR. Jóhannes Harðarson, ÍA. Schott Ramsey, Grindavík. Ólafur Pétursson, Sævar Guðjónsson, Hallsteinn Arnarson, Jón Sveinsson, Þorbjörn Atli Sveinsson, Fram. Meira
16. júní 1998 | Íþróttir | 234 orð

(fyrirsögn vantar)

Stigamót IAAF Helsinki, Finnlandi: 800 m hlaup karla: 1. Hezeikiel Sepeng (S-Afríka)1.45,60 2. Wilson Kirwa (Kenýa)1.46,57 3. Nico Motchebon (Þýskal.)1.46,62 1.500 m hlaup karla: 1. Anders Rockas (Finnlandi)3.49,17 2. Khettil Hodnekvam (Noregi)3.49,37 3. Jari Matinlauri (Finnlandi)3. Meira

Fasteignablað

16. júní 1998 | Fasteignablað | 358 orð

Álftárós byggir 24 íbúðir í Holtabyggð

BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ Álftárós hóf í síðustu viku framkvæmdir við fyrstu Permaformíbúðirnar, sem fyrirtækið byggir i Hafnarfirði og bauð Magnús Gunnarsson, nýráðinn bæjarstjóri, fyrirtækið velkomið til bæjarins. Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 121 orð

Betri stofan breytir um svip

Selfossi-Á dögunum var opið hús á Hótel Selfossi í tilefni af þeim breytingum sem hafa átt sér stað á veitingastaðnum Betri stofunni sem tilheyrir rekstri hótelsins. Að að sögn Stefáns Arnars Þórissonar er ætlunin að markaðssetja staðinn sem fínni stað þar sem hægt er að una glaður yfir góðum mat í huggulegu umhverfi. Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 314 orð

Fasteignaviðskipti aukast ár frá ári

UMSVIF í húsbréfakerfinu eru ávallt mikill mælikvarði á hreyfinguna á fasteignamarkaðnum á hverjum tíma. Á síðasta ári voru veitt mun fleiri lán en árin þar á undan, jafnt til nýrra íbúða sem vegna kaupa á notuðum íbúðum. Kemur þetta fram í nýútkominni ársskýrslu Húsnæðisstofnunar ríkisins fyrir síðasta ár. Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 193 orð

Garðabær er góður kostur

HJÁ fasteignasölunni Hraunhamri er til sölu einbýlishús við Engimýri 12 í Garðabæ. Þetta er hús á tveimur hæðum, byggt úr steypu og timbri árið 1984. Húsið sjálft er um 140 ferm., en bílskúrinn er 76 ferm. Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 226 orð

Glæsileg sérhæð við Ægissíðu

TIL sölu er hjá Eignamiðluninni neðri sérhæð auk íbúðar í kjallara að Ægisíðu 72. Þetta er steinhús, byggt 1953. Eignin er samtals 185 ferm. auk 40 ferm. bílskúrs. "Þetta er mjög glæsileg eign, alveg í sérflokki. Búið er að endurnýja báðar íbúðirnar á mjög smekklegan hátt," sagði Sverrir Kristinsson hjá Eignamiðluninni. "Aðalhæðin er um 120 ferm. Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 40 orð

Glæsileikinn í fyrirrúmi

ÞEIR sem eru hrifnir af glæsilegum uppgangi horfa vafalaust á þessa mynd með athygli. Takið eftir stigahandriðinu og flísalögninni, en varla er þetta til heimanotkunar - eða hvað? Uppgangurinn er frá 1910, en arkitekt var Ogden Codman Jr. Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 142 orð

Gott hús í Hæðarseli

KJÖREIGN er með í einkasölu húseignina Hæðarsel 18, sem er einbýlishús á tveimur hæðum með sérbyggðum bílskúr. Húsið er reist 1980 og er í mjög góðu ástandi. Það er 184,8 ferm. að stærð, en bílskúrinn er 30 ferm. Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 193 orð

Góður sumarbústaður á góðu verði

TÍMI sumarbústaðanna stendur nú sem hæst. Fasteignasalan Fold er með sumarbústað við Meðalfellsvatn til sölu á góðu verði. Bústaðurinn er byggður 1975, en hann er í landi Eyja. Bústaðurinn er með rafmagni, rennandi köldu vatni, rafmagnskyndingu og upphitun á vatni. Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 39 orð

Hagstæður markaður

HÚSNÆÐISMÁLIN eru almennt séð í góðum farvegi, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Ávöxtunarkrafa húsbréfa er með lægsta móti, sem kemur sér vel bæði fyrir byggjendur og seljendur og kaupendur njóta einnig góðs af því. Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 176 orð

Í sátt við veðrið

SKIPULAGS- og byggingarhættir okkar Íslendinga þurfa að vera í samræmi og sátt við það veðurfar, sem við búum við. Þetta kemur fram í viðtali við arkitektana Sigurð Harðarson, Sigurð Einarsson og Jón Ólaf Ólafsson. Þeir hafa stofnað ráðgjafarfyrirtækið DÚS, sem sérhæfir sig í ráðgjöf, er lýtur að mótun skipulags og mannvirkja með tilliti til náttúru- og veðurfars. Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 142 orð

Mörg erindi til kæru- nefnda

KÆRUNEFND fjöleignarhúsamála bárust 86 erindi á síðasta ári. Af þeim voru 43 afgreidd með álitsgerð, 39 var vísað frá og 4 voru afturkölluð. Í nefndinni sitja þrír menn, tveir eru skipaðir án tilnefningar en einn eftir tilnefningu Húseigendafélagsins. Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 40 orð

Ný byggingarreglugerð

NÝJA byggingarreglugerðin er búin að vera í smíðum og til umsagnar í tæpt ár, segir Eyjólfur Bjarnason byggingatæknifræðingur. Ekki er víst, að fólk átti sig almennt á því, hvað reglugerðin snertir marga og á mörgum sviðum. Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | -1 orð

Nýjar íbúðir í Firðinum

Í HOLTABYGGÐ í Hafnarfirði hefur byggingafyrirtækið Álftárós hafið framkvæmdir við 24 permaformíbúðir. Þær verða í sex húsum og eru allar fjögurra herb., 95 ferm. að stærð og kosta 8,2 millj. kr. Hönnuður er Pálmar Kristmundsson arkitekt. Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 1796 orð

Nýtt íbúðarsvæði við Úlfarsfell skipulagt með tilliti til veðurfars

ÞAÐ ER kunnugra en frá þurfi að segja, að veðurfarið setur mark sitt á umhverfi okkar og á líkamlega og andlega líðan okkar og á allt sem við gerum. Þetta á ekki sízt við í landi eins og okkar, en Ísland er vindasamara en flest önnur lönd. Við Íslendingar höfum samt löngum byggt og skipulagt byggðina miðað við suðlægari breiddargróður en ekki þær aðstæður, sem við búum við svo nærri Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 168 orð

Sjálfstraust á brezkum fasteignamarkaði

SJÁLFSTRAUST á brezkum fasteignamarkaði meðal þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn, eða hafa í hyggju að flytjast í annað húsnæði, hefur haldist stöðugt samkvæmt nýrri skýrslu. Í skýrslu unninni fyrir helstu veðlánastofnun Bretlands, Halifax, Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 199 orð

Stórt atvinnuhúsnæði í hjarta Kópavogs

HJÁ Fasteignamarkaðnum er til sölu heil húseign, sem er þrjár hæðir samtals að gólffleti um 1.400 ferm. Húsið stendur við Fannborg 6 í Kópavogi og er byggt 1989. Það er steinhús, tilbúið til innréttinga og ætlað fyrir skrifstofu- og þjónustustarfsem i. Næg bílastæði eru við húsið. Meira
16. júní 1998 | Fasteignablað | 492 orð

Útlán húsbréfadeildar jukust um 6%

LÁNVEITINGAR Húsnæðisstofnunar ríkisins námu á síðasta ári 18.731 millj. kr., sem er rúmlega 2% raunvirðislækkun frá árinu áður. Mest var lækkunin hjá Byggingarsjóði verkamanna en þar lækkuðu lánveitingar um 34%, voru 2.458 millj. kr. 1997 en 3.719 millj. kr. 1996. Meira

Úr verinu

16. júní 1998 | Úr verinu | 254 orð

Mokveiði en kvótinn að klárast

ENN ER rífandi veiði á slóðum norsk-íslensku síldarinnar, en torfurnar hafa flutt sig úr íslensku landhelginni yfir í lögsögu Jan Mayens. Íslenskum skipum á miðunum hefur þó fækkað þar eð mörg hafa náð kvóta sínum. Meira
16. júní 1998 | Úr verinu | 255 orð

Reisir pökkunarverksmiðju í Noregi

LANDSSMIÐJAN hf. hefur undirritað samning við fiskvinnslufyrirtækið Bernt Hansen eftf. á Sommaröy í Norður-Noregi um smíði og uppsetningu fullkominnar pökkunarverksmiðju á síld. Samningsupphæðin er 70 milljónir íslenskra króna. Þetta er einn af stærri verksamningum sem Landssmiðjan hefur gert. Meira
16. júní 1998 | Úr verinu | 113 orð

Tilbúinn til matar í haust Árneshreppi.

GUÐMUNDUR Jónsson, bóndi og útgerðarmaður, og dóttir hans Guðbjörg lögðu hákarlalóðir fyrir nokkru um fjórar mílur austur af Selskeri um leið og þau vitjuðu um grásleppunetin. Nokkru síðar kíktu þau í lóðirnar og kom þá í ljós hákarl, sem mældist 4,30 metrar að lengd. Hann var bæði feitur og með góða lifur og því góður til verkunar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.