Greinar þriðjudaginn 23. júní 1998

Forsíða

23. júní 1998 | Forsíða | 209 orð | ókeypis

66 látnir vegna ofneyslu heróíns

ÓVENJU mörg dauðsföll hafa orðið af völdum eiturlyfjaneyslu í Ósló það sem af er þessu ári. Hafa 66 manns í borginni látist af of stórum skammti, þar af tveir nú um helgina. Helsta ástæða þessa er talin vera óvenju ódýrt og hreint heróín. Meira
23. júní 1998 | Forsíða | 204 orð | ókeypis

Ekki horfa af nýju brúnni yfir Stórabelti

ÓVÆNT vandamál hefur skotið upp kollinum í tengslum við nýju brúna yfir Stórabelti í Danmörku. Um helgina varð lögreglan að bjarga manni af miðri brúnni sem gat ekki ekið lengra vegna lofthræðslu, að því er segir í Jyllandsposten. Meira
23. júní 1998 | Forsíða | 319 orð | ókeypis

Gæti hafist með stuttum fyrirvara

HÁTTSETTUR embættismaður hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) sagði í gær að bandalagið gæti hafið hernaðaríhlutun í Kosovo með nokkurra daga fyrirvara en bætti við að bandalagið vildi komast hjá því að heyja allsherjarstríð í héraðinu. Meira
23. júní 1998 | Forsíða | 330 orð | ókeypis

Óróaseggir verði saksóttir strax

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, sagði í gær að framferði þýskra óeirðaseggja á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi, sem börðu franskan lögreglumann til óbóta á sunnudag, væri "þjóðarskömm" og krafðist þess að þeir yrðu leiddir fyrir rétt sem allra fyrst. Meira
23. júní 1998 | Forsíða | 64 orð | ókeypis

Reuters Til varnar sjaldgæfum skjaldbökum í Mexíkó

GRÆNFRIÐUNGAR efndu til mótmæla í Mexíkó í gær til að krefjast þess að hætt verði við áform um að reisa 450 herbergja hótel á strönd við Karíbahafið. Umhverfisverndarsinnarnir segja að framkvæmdirnar stefni sjaldgæfri skjaldbökutegund í hættu. Meira

Fréttir

23. júní 1998 | Landsbyggðin | 90 orð | ókeypis

100 konur hlupu á Reyðarfirði

Reyðarfirði­Konur á öllum aldri gengu, skokkuðu og hlupu á Reyðarfirði á degi kvennahlaupsins. Það var blíðskaparveður, logn og 15 stiga hiti, og því létt yfir fólki. Guðrún Sigríks Sigurðardóttir stjórnaði upphitun á tjaldstæðinu inni við Andapoll við dúndrandi danstónlist og síðan var haldið af stað sem leið lá í gegnum bæinn. Það voru u.þ.b. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð | ókeypis

118% fleiri kærur vegna umferðarlagabrota

KÆRUR vegna umferðarlagabrota í Reykjavík frá síðustu áramótum fram til gærdagsins voru 118% fleiri en á sama tíma í fyrra. Ökumenn sem teknir höfðu verið fyrir of hraðan akstur 22. júní í fyrra voru 1.307 en eru nú orðnir 3.103 og er það aukning um rúmlega 137%. Þeim sem teknir voru fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu hefur fjölgað úr 238 í 883, eða um 271%. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð | ókeypis

Angelsen tjáir sig ekki

PETER Angelsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, vill ekki tjá sig um dóminn í Sigurðarmálinu er felldur var í síðustu viku í Bodø en segir að farið verði ofan í saumana á honum í ráðuneytinu. Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi kvaðst Angelsen ekki hafa kynnt sér dóminn nægilega vel til að ræða hann og að það væri ekki sjávarútvegsráðuneytisins að ákveða hvort honum yrði áfrýjað, Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð | ókeypis

Á áfangastað

HÓPUR flóttamanna frá Júgóslavíu kom til Blönduóss á sunnudag. Tekið var á móti hópnum í félagsheimili Blönduóss og fjölskyldum afhentir lyklar að loknu borðhaldi. Zeljiko Popovic og sonur hans Bosko eru hér í þann mund að ganga inn á nýtt heimili sitt en dóttir hans Nikolina og eiginkonan Radmila fylgja í humátt á eftir. Morgunblaðið fylgdist með fyrsta kvöldi þeirra á nýjum stað. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Biskup vísiteraði Viðey

BISKUP Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vísiteraði Viðey síðastliðinn sunnudag. Mun biskup ekki hafa vísiterað í eynni í áratugi ef ekki aldir, enda er þar ekki lengur um eiginlegan söfnuð að ræða. Séra Þórir Stephensen staðarhaldari annaðist altarisþjónustu við guðsþjónustu í Viðeyjarkirkju og biskup prédikaði. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 311 orð | ókeypis

Bjarni og fjölskylda á Norðurlandi

BJARNI Tryggvason, geimfari frá Kanada, kom ásamt fjölskyldu sinni í heimsókn norður í land í gær. Fjölskyldan fór í heimsókn í Svarfaðardal og til Dalvíkur og skoðaði m.a. Byggðasafn Dalvíkur að Hvoli. Þangað komu einnig Nína systir Bjarna og Kristine dóttir hennar. Þá var móttaka í Bergþórshvoli á Dalvík, þar sem Svavar Tryggvason, faðir Bjarna bjó um tíma fyrr á öldinni. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 523 orð | ókeypis

Dagbók Háskóla Íslands

ALLT áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Miðvikudagurinn 24. júní: Frændafundur Íslensk-færeysk ráðstefna. Heimspekideild Háskóla Íslands og Fróðskaparsetur Føroya standa fyrir ráðstefnu um íslensk og færeysk málefni dagana 24. og 25. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 504 orð | ókeypis

ÐNákvæmar dýptarmælingar gerðar í Klettsvík

UM helgina voru gerðar nákvæmar dýptarmælingar í Klettsvík þar sem kvínni fyrir háhyrninginn Keiko verður komið fyrir. Kom í ljós að dýpka þarf líklega um 1­2 metra að meðaltali þar sem kvínni verður komið fyrir, en ekki hefur verið ákveðið í smáatriðum hvar hún verður né hvernig hún muni snúa. Samkvæmt rannsóknunum er um sandbotn að ræða og á að vera auðvelt að dæla jarðefnunum í burtu. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 444 orð | ókeypis

Eigum ekki að þjóna tækninni

"ÉG HELD að Íslendingar hafi ekki neinn sérstakan áhuga á því að útliti þessa bókstafs verði breytt og ég held að það þurfi að sýna okkur fram á það með mjög góðum rökum ef breyta á ð-inu. Við leikum okkur ekki að því, Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 321 orð | ókeypis

Endurvinnsla í nútíð og framtíð

UMHVERFISDAGAR Sorpu bs. verða haldnir dagana 26.­28. júní nk. Þeir hefjast með ráðstefnu undir yfirskriftinni "Endurvinnsla í nútíð og framtíð" og hefst hún kl. 13.30 í fundarsal Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi hinn 26. Geir H. Haarde fjármálaráðherra setur ráðstefnuna og ávarpar ráðstefnugesti. "Stofnfundur fagráðs um endurvinnslu verður haldinn í lok ráðstefnunnar. Meira
23. júní 1998 | Erlendar fréttir | 217 orð | ókeypis

Fastir á fjallinu í fjóra daga

BJARGA tókst í gær tveimur breskum fjallgöngumönnum sem komust ekki niður af McKinley-fjalli í Alaska með hugaðri aðgerð bandarískra þyrluflugmanna. Mennirnir höfðu verið strandaglópar í um 5.800 metra hæð frá því á fimmtudag. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 758 orð | ókeypis

Fjölmenni í miðbænum

HELGIN gekk að mestu vel fyrir sig. Fjölmennt var í miðbænum, einkum aðfaranótt laugardags. Á fimmta hundrað mál voru færð til bókunar. Höfð voru afskipti af á fimmta tug einstaklinga vegna ölvunar á almannafæri og fjögur innbrot voru tilkynnt til lögreglu. Þá voru 11 ökumenn kærðir vegna ölvunar við akstur og 74 vegna hraðaksturs. Tvær stúlkur á 16. Meira
23. júní 1998 | Miðopna | 1250 orð | ókeypis

Fjölskrúðugt líf í Eyjum

Vestmannaeyjar hafa löngum verið rómaðar fyrir náttúrufegurð og fuglalíf. Nú beinist kastljósið að þeim vegna aðflutnings nýs íbúa, háhyrningsins Keiko. Víst er að straumur ferðamanna í eyjarnar mun aukast töluvert, þó enginn geti sagt um hve mikil aukningin verði. Meira
23. júní 1998 | Erlendar fréttir | 244 orð | ókeypis

Fleiri sendiherrar kallaðir heim

STJÓRNVÖLD í Hvíta-Rússlandi fordæmdu í gær aðgerðir erlendra ríkja sem kallað hafa sendiherra sína heim frá landinu. Segja þau aðgerðirnar "óviðunandi og ónauðsynlegt" skref í deilu sem harðnaði allmjög í gær þegar sendiherrar Bandaríkjanna, Japans og fimm Evrópulanda yfirgáfu landið. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð | ókeypis

Forsetafrúin til lækninga í Seattle

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands: "Í lok síðustu viku kom í ljós við reglubundna rannsókn lækna að hvítblæðið, sem eiginkona mín Guðrún Katrín greindist með í fyrra, hefur tekið sig upp á ný. Meira
23. júní 1998 | Landsbyggðin | 948 orð | ókeypis

Frjóir Þingeyingar á Stórþingi

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra opnaði atvinnuvegasýninguna Stórþing '98 við hátíðlega athöfn á Húsavík á laugardag. Atvinnuvegasýningin er hluti af markaðsverkefni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga í því augnamiði að efla markaðsstarf þingeyskra fyrirtækja. Alls taka um 50 einstaklingar og fyrirtæki þátt í sýningunni. Á sýningunni vekja fjölbreyttar afurðir og nöfn fyrirtækja athygli. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð | ókeypis

Fullt út úr dyrum í íslensk ísbúð í Noregi

Í BÆNUM Åkrehann á eyjunni Karmøy skammt vestan Haugasunds hafa tvær íslenskar konur, þær Ragnheiður Benjamínsdóttir og Þorbjörg Ólafsdóttir, stofnað fyrstu ísverslunina í Noregi sem eingöngu selur íslenskan ís. Frá því búðin opnaði hefur verið nær fullt út úr dyrum og þykir þessi nýjung kærkomin viðbót við ísflóru staðarins. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 294 orð | ókeypis

Gagnrýni svarað með umræðu um Þjóðviljann

JÓHANN Ársælsson, fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbanka Íslands, segir að málefni Þjóðviljans hafi verið dregin fram í dagsljósið þegar hann gagnrýndi ákvarðanir yfirstjórnar bankans. Gefur hann til kynna að þannig hafi verið reynt að neyða hann til hlýðni þegar hann sat í bankaráði Landsbankans. Þetta kemur fram í viðtali við Jóhann í dagblaðinu Degi sl. laugardag. Meira
23. júní 1998 | Landsbyggðin | 365 orð | ókeypis

Gjöf til minningar um ferðir sexæringsins Naddodds

Reyðarfirði­Ernst Emilsson, skipstjóri á Naddoddi, kom færandi hendi til Reyðarfjarðar á laugardag. Ernst, sem kom á sexæringnum Naddoddi til Íslands í vikunni, hafði með sér áletraðan stein til minningar um ferðina og forláta hníf, líkan þeim sem Færeyingar nota við grindhvalaveiðar. Meira
23. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 388 orð | ókeypis

Greiðir fullt verð fyrir umframmjólk

STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga hefur samþykkt að greiða bændum á félagssvæði Mjólkursamlags KEA fullt verð fyrir alla mjólk umfram greiðslumark á yfirstandandi verðlagsári, sem lýkur 31. ágúst nk. Er þetta gert með það að markmiði að hvetja bændur á svæðinu til meiri framleiðslu. Mál þetta var áréttað á samráðsfundi Mjólkursamlags KEA og bænda nýlega. Meira
23. júní 1998 | Erlendar fréttir | 511 orð | ókeypis

Gæti tafið frekara afsal um mánuði

ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA í Ísrael um frekari brottflutning hernámsliðs frá landsvæðum á Vesturbakkanum gæti orðið til þess að tefja fyrir því svo mánuðum skipti að Palestínumönnum verði afhent meira land, svo sem kveðið er á um í samningum. Þetta sögðu embættismenn og fréttaskýrendur í gær. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 312 orð | ókeypis

Heilsugæslulæknir sýknaður af nauðgunarákæru

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði á föstudag heilsugæslulækni af öllum kröfum ákæruvaldsins í nauðgunarmáli og vísaði frá skaðabótakröfu. Kona sem var sjúklingur læknisins kærði hann fyrir nauðgun í janúar sl. og kvað hann hafa haft við sig mök eftir að hafa gefið sér róandi lyf. Læknirinn játaði að hafa átt mök við konuna en neitaði að um nauðgun hefði verið að ræða. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1035 orð | ókeypis

Hugsuðum okkur ekki um tvisvar Á sunnudag kom hópur flóttamanna frá Serbíu til Blönduóss. Í hópi þeirra var fjögurra manna

ÞAÐ er ekki laust við eftirvæntingu þegar formlegri móttökuathöfn í félagsheimilinu á Blönduósi er lokið og lyklar að íbúðunum hafa verið afhentir. Nú er komið að því að stuðningsfjölskyldur taki við hlutverki sínu og fylgi "sinni" fjölskyldu til nýs heimilis. Við sláumst í för með Popovic-fjölskyldunni og fulltrúum þeirra fjölskyldna sem hafa tekið að sér að vera stuðningsfjölskyldur hennar. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 797 orð | ókeypis

Innsýn í tilveru Íslendinga á 18. og 19. öld

JÓN Torfason íslenskufræðingur hefur búið til útgáfu Húnvetningasögu í þremur bindum eftir Gísla Konráðsson sagnfræðing og bónda í Skagafirði. Skrifaði Jón frásögn Gísla upp, útbjó skýringar og gerði nafnaskrá. Mál og mynd gefur Húnvetningasögu út. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð | ókeypis

Jónsmessuhátíð á Frakkastíg

JÓNSMESSUHÁTÍÐ verður haldin á Frakkastíg, milli kl. 16 og 18 á morgun miðvikudaginn 24. júní. Á hátíðinni verður Jóns Dalmannssonar gullsmiðs minnst, en 100 ár verða liðin frá fæðingu hans þennan dag. Ýmislegt verður til gamans gert á hátíðinni, börn frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur koma í heimsókn auk félaga úr karlakórnum Fóstbræðrum, en Jón var í þeim kór í yfir 30 ár. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð | ókeypis

Jónsmessunótt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Á JÓNSMESSUNÓTT verður opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá kl. 23 að kvöldi þriðjudagsins 23. júní til kl. 1 eftir miðnætti og er aðgangur ókeypis. Varðeldur verður tendraður kl. 23 og hljómsveitin Geirfuglarnir spila og syngja frá kl. 23.30. Kaffihús garðsins verður með sölu á kúmenkaffi og ástarpungum. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð | ókeypis

Jónsmessunæturganga í Viðey

FJÓRÐA kvöldganga sumarsins verður um norðurströnd Heimaeyjarinnar og yfir á Vestureyna. Jafnframt er þetta Jónsmessunæturganga, því nóttin byrjar kl. 18. Jónsmessan er kennd við Jóhannes skírara, sem hér á landi var nefndur Jón, og hann var einn af dýrlingum klaustursins í Viðey, segir í fréttatilkynningu. Farið verður með Viðeyjarferjunni kl. 20.30 úr Sundahöfn. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Kaupfélagsstjóraskipti í Borgarnesi

GUÐSTEINN Einarsson, kaupfélagsstjóri á Blönduósi, hefur verið ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi frá 1. ágúst nk. Fráfarandi kaupfélagsstjóri, Þórir Páll Guðjónsson, sagði upp störfum 1. mars sl. Hann gegnir stöðunni þar til Guðsteinn tekur við. Þorvaldur T. Meira
23. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 63 orð | ókeypis

Keiko og aðrir Íslendingar

NÍELS Einarsson, forstöðumaður stofnunar Vilhjálms Stefánssonar heldur fyrirlestur í Deiglunni í dag, þriðjudaginn 23. júní kl. 13.00. Fyrirlesturinn sem fram fer á ensku, ber yfirskriftina; "Keiko the whale and other Icelanders: Conservation, attitudes and controversies in Iceland." Í tengslum við fyrirlesturinn verður síðan farið í hvalaskoðunarferð frá Hauganesi kl. 18.00. Meira
23. júní 1998 | Erlendar fréttir | 306 orð | ókeypis

Kíríjenkó kynnir aðgerðir til bjargar efnahagnum

SERGEI Kíríjenkó, forsætisráðherra Rússlands, kynnti í gær fyrir Borís Jeltsín forseta aðgerðaáætlun ríkisstjórnar sinnar sem miðar að því að ná tökum á því ófremdarástandi sem ríkir í efnahagsmálum landsins. Dró Kíríjenkó enga dul á að aðgerðirnar yrðu harðar og óvinsælar, en þær fælu í sér öryggisnet fyrir þá efnaminnstu. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 429 orð | ókeypis

Kjörin með 59 atkvæðum gegn 57

SÉRA Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigssókn, var kjörin formaður Prestafélags Íslands á aðalfundi þess í gær. Hlaut hún 59 atkvæði en séra Úlfar Guðmundsson, prestur á Eyrarbakka og prófastur Árnesprófastsdæmis, hlaut 58 atkvæði. Kona hefur ekki áður gegnt embætti formanns Prestafélagsins. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð | ókeypis

Kvennahlaup ÍSÍ Enn fjölgar þátttakendum

LÍKT og undanfarin ár fjölgaði enn þeim sem þátt tóku í Kvennahlaupinu, en alls hlupu um 21.800 konur á 82 stöðum á Íslandi og 12 stöðum erlendis. Er þetta fjölgun um 900 konur frá því í fyrra og segir Helga Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hlaupsins, það hafa komið þeim á óvart. "Hún var mjög gleðileg þessi þátttaka og mikil stemmning sem myndaðist. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 318 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT

SAGT var frá því í frétt í Morgunblaðinu um helgina, að Antonov- flugvélin sem flutti sjókví Keikos til landsins væri stærsta flutningaflugvél heims, en hún var af gerðinni An-124. Engin burðarmeiri flugvél er í almennri notkun í dag en 1988 framleiddu Sovétmenn þó mun stærri flugvél, Antonov An- 225, "kossakkann", sem m.a. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð | ókeypis

Lækkun á hlutafé samþykkt

Á HLUTHAFAFUNDI Íslenskra aðalverktaka hf. í gær var samþykkt samhljóða að lækka hlutafé félagsins um 800 milljónir króna eða úr 2.200 í 1.400 milljónir. Lækkunarfjárhæðinni verður ráðstafað í samræmi við hlutafjáreign og ríkið og Landsbankinn, sem samtals eiga 71% hlut í félaginu, fá bróðurpart upphæðarinnar, alls 591 milljón króna. Meira
23. júní 1998 | Erlendar fréttir | 505 orð | ókeypis

Monica Lewinsky sögð reiðubúin til játningar

MONICA Lewinsky mun vera reiðubúin til að bera vitni fyrir rannsóknarkviðdómi um að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Þetta var í gær haft eftir heimildamönnum sem tengjast samningaviðræðum sem nýir lögfræðingar Lewinskys eiga nú í við Kenneth Starr saksóknara. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð | ókeypis

Nýbreytni í helgihaldi á Jónsmessunótt

Í TENGSLUM við prestastefnu býður biskup til guðsþjónustu á Jónsmessunótt, þriðjudaginn 23. júní. Athöfnin verður haldin í Hallgrímskirkju og hefst kl. 23. Allir eru boðnir velkomnir til þessarar hátíðar og fólk er hvatt til þátttöku. Karl Sigurbjörnsson biskup flytur hugleiðingu og Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld, og Ásdís Jenna Ástráðsdóttir flytja ljóð sín. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð | ókeypis

Nýir eigendur Hótel Húsavíkur

EIGNARHALDSFÉLAG í eigu þriggja hjóna hefur keypt tæpan 52% hlut í Hótel Húsavík. Seljandinn er Páll Þór Jónsson núverandi hótelstjóri og verður formlega gengið frá eigendaskiptunum í dag. Kaupverð fæst ekki gefið upp. Að sögn Friðriks Sigurðssonar, eins eigenda eignarhaldsfélagsins, verða ekki gerðar neinar stórbreytingar á rekstri hótelsins við eigendaskiptin. Meira
23. júní 1998 | Erlendar fréttir | 156 orð | ókeypis

Ofsarok í Moskvu

OFSAROK olli miklum skemmdum í Moskvu aðfaranótt sunnudags og kostaði átta manns lífið. Veðurhamurinn stóð yfir í skamma stund, aðeins um tíu mínútur og kom borgarbúum, þar með töldum veðurfræðingum í opna skjöldu. Vindhraðinn fór upp í 110 km á klst. er mest var. Um 45.000 tré rifnuðu upp með rótum, þök fuku af um 300 húsum og skemmdir urðu m.a. í Kreml í veðrinu. Meira
23. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 138 orð | ókeypis

Opnun Listasumars og setning Þjóðlagadaga

LISTASUMAR 98 hefst formlega á Akureyri í kvöld, þriðjudaginn 23. júní. Athöfnin verður í Akureyrarkirkju kl. 23.30 að lokinni Jónsmessugöngu um Ytri-Brekkuna á vegum Minjasafnsins á Akureyri. Gangan er undir leiðsögn Árna Ólafssonar, skipulagsstjóra og Finns Birgissonar arkitekts og hefst kl. 21 frá Akureyrarkirkju og lýkur þar. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 352 orð | ókeypis

Óttast neyðarástand frá fyrsta degi

GESTUR Þorgeirsson, formaður læknaráðs Sjúkrahúss Reykjavíkur, og Tryggvi Ásmundsson, formaður læknaráðs Landspítalans, hafa sent frá sér yfirlýsingu, þar sem segir að neyðarástand muni skapast þegar á fyrsta degi vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Yfirlýsingin fer hér á eftir: "Komi uppsagnir hjúkrunarfræðinga til framkvæmda hinn 1. júlí nk. Meira
23. júní 1998 | Erlendar fréttir | 87 orð | ókeypis

Reuters Dvínandi vinsældir í Austurríki

MANNFJÖLDI fagnaði Jóhannesi Páli páfa er hann kom til útiguðsþjónustu í Vínarborg á sunnudag. Mun færri sóttu hins vegar guðsþjónustur páfa nú en í fyrri ferðum hans til Austurríkis og er hugsanleg skýring talin vera sú að fólki finnist honum ekki hafa tekist að leysa úr vandamálum kaþólsku kirkjunnar. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 409 orð | ókeypis

Reynt að leita neyðarsamninga

SÍÐUSTU daga hafa yfirstjórnir Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur rætt neyðarviðbrögð vegna yfirvofandi uppsagna hjúkrunarfræðinga. Meðal hugmynda er að semja um neyðarþjónustu hjúkrunarfræðinga sem sagt hafa upp. "Hjúkrunarfræðingar eru ábyrg stétt og hún skilur ekki sjúklinga sína eftir. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð | ókeypis

Ræddu Schengen og norræna vegabréfasamstarfið

Schengen-vegabréfasamstarfið og málefni Evrópusambandsins voru meðal umræðuefna á fundi forsætisráðherra Norðurlanda, sem haldinn var í Malmö í Svíþjóð í gær, og sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að norræna vegabréfasamstarfið væri lykilatriði varðandi aðild að Schengen. Meira
23. júní 1998 | Erlendar fréttir | 176 orð | ókeypis

Rætt um lausn Abiolas

HÁTTSETTIR meðlimir herforingjastjórnarinnar í Nígeríu voru um helgina sagðir hafa rætt við Moshood Abiola um mögulega lausn hans úr fangelsi gegn því að hann léti af kröfu sinni til forsetaembættisins í Nígeríu. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð | ókeypis

Saga ð-sins

STAFURINN ð á rætur að rekja til enskrar skriftar. Hann var að minnsta kosti bæði notaður í fornensku og fornsaxnesku, en mun hafa borist hingað frá Norðmönnum, sem tóku hann upp fyrr en Íslendingar. "Stafurinn ð var notaður í inn- og bakstöðu í AM 655 IX 4to sem er líklega elsta norska handritið," segir Hreinn Benediktsson í ritinu "Early Icelandic Script". Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð | ókeypis

Samherji GmbH eykur hlut sinn í DFFU

SAMHERJI GmbH í Þýskalandi, dótturfélag Samherja hf., hefur fest kaup á 49,5% hlut í þýska útgerðarfyrirtækinu Deutsche Fischfang Union KG (DFFU) í Cuxhaven í Þýskalandi. Fyrir átti Samherji GmbH jafnstóran hlut í DFFU og á því 99% í félaginu nú. DFFU gerir út fjögur skip, þar af þrjú eigin skip og eitt leiguskip. Á liðnu ári veiddu skipin 21. Meira
23. júní 1998 | Erlendar fréttir | 311 orð | ókeypis

Segir að efnahagsaðgerðirnar dugi ekki

CHARLENE Barshefsky, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, sagði í gær að boðaðar efnahagsaðgerðir stjórnarinnar í Japan væru skref í rétta átt en myndu ekki duga til að rétta efnahaginn við. Barshefsky sagði þetta á fundi með háttsettum embættismanni alþjóðaviðskipta- og iðnaðarráðuneytis Japans í Tókýó í gær. Japanska stjórnin hefur ákveðið að verja 16 billjónum jena, um 8. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 556 orð | ókeypis

Sinnum þjónustu við sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk

"STARF okkar byggist einkum á þremur þáttum, þjónustu við sjúklinga, aðstandendur og þá sem annast sjúklingana en þessi síðastnefndi hópur heilbrigðisstarfsmanna gleymist stundum," segir séra Jón Bjarman, sjúkrahúsprestur á Landspítala. Hann hefur gegnt því embætti í 12 ár en þjónusta kirkjunnar á sjúkrahúsum hófst fyrir nærri þremur áratugum. Meira
23. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 27 orð | ókeypis

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 603 orð | ókeypis

Staða Íslands óljós eftir lok kalda stríðsins Framfarir í tækni og vísindum urðu gífurlegar á tímum kalda stríðsins og áhrifa

STAÐA þjóða á norðurhveli jarðar gjörbreyttist í seinni heimsstyrjöldinni og á fyrstu árunum eftir hana. Hernaðarumsvif stórveldanna í kalda stríðinu höfðu þar mikil áhrif, því bættar samgöngur og nútímatækni gerðu svæðið byggilegra en áður og gætti áhrifa þessa ekki síst á Íslandi. Þetta kom fram í máli dr. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 234 orð | ókeypis

Starfsemi Nýsköpunarsjóðs kynnt

LOKIÐ er hringferð á vegum Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins þar sem kynnt var starfsemi sjóðsins. Haldnir voru kynningarfundir á níu stöðum umhverfis landið á tímabilinu 25. mars til 27. maí 1998. Á fundinum var gerð grein fyrir uppbyggingu sjóðsins, starfsemi hans og farið yfir með hvaða hætti standa ætti að umsóknum til sjóðsins. Meira
23. júní 1998 | Erlendar fréttir | 393 orð | ókeypis

Stjórnarmyndun verður erfið

VACLAV Havel, forseti Tékklands, fól í gær Milos Zeman, leiðtoga tékkneska jafnaðarmannaflokksins (CSSD) umboð til stjórnarmyndunar. Það verkefni kann þó að reynast þrautin þyngri, þar sem atkvæði tékkneskra kjósenda skiptust þannig á flokkana í kosningum sem fram fóru í landinu um helgina, að enginn flokkur virðist líklegur til að geta myndað starfhæfan þingmeirihluta. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð | ókeypis

Styður við markaðssókn í Frakklandi

STJÓRN framleiðnisjóðs landbúnaðarins hefur ákveðið að draga úr stuðningi við framkvæmdir á einstökum bújörðum í sambandi við hrossarækt með það fyrir augum að sinna betur markaðs- og útflutningsmálum. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 417 orð | ókeypis

Svörin vekja vonir um að dregið verði úr losun

BRESKI umhverfisráðherrann gaf íslenskum fyrirspyrjendum á þingmannaráðstefnu um umhverfismál í Árósum í Danmörku í gær jákvæð svör við fyrirspurnum um losun geislavirkra efna í hafið. Umhverfisráðherra Danmerkur og Bretlands, Svend Auken og Michael Meacher, svöruðu fyrirspurnum í lok ráðstefnunnar, sem stóð í tvo daga. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1232 orð | ókeypis

Sýnilegir veggir og ósýnilegir

HVERGI er þann afkima veraldar að finna sem kirkjan telur sig ekki þurfa að sinna. Hún er send til að bregða birtu inn í líf manns og veraldar - birtu sem hún hefur þegið. Send til að eiga við manninn orð sem skiptir sköpum. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 388 orð | ókeypis

Tvísýnar horfur í vatnsbúskap Landsvirkjunar

MINNKANDI líkur eru á að Landsvirkjun takist að fylla miðlunarlón sín í haust vegna þurrka undanfarið. Vatnsrennsli í ám landsins er nú með minnsta móti og t.d. er vatnsrennsli Tungnaár, einnar megináa Landsvirkjunar, eins og það hefur minnst orðið undanfarna áratugi. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 464 orð | ókeypis

Umfangsmesta listdagskrá á erlendri grundu

ÍSLAND verður í sviðsljósinu á heimssýningunni í Lissabon í Portúgal næstkomandi laugardag á þjóðardegi Íslands. Fjöldi listamanna, alls um 80 manns, mun koma fram um kvöldið á alls sjö sviðum vítt og breytt um sýningarsvæðið. Meira
23. júní 1998 | Erlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

Varasamir í áróðursstríðinu

CHARLIE Chaplin, George Bernard Shaw, C. Day Lewis, Stephen Spender og John Steinbeck eru á meðal þeirra sem nefndir eru á lista George Orwells, höfundar bókanna 1984 og Animal farm (Dýrabær), um hugsanlega stuðningsmenn Sovétríkjanna. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 257 orð | ókeypis

Við byggjum á reynslunni

FJÖLDI manns bauð hóp 23 flóttamanna frá Júgóslavíu velkominn á Blönduós á sunnudagskvöld. Hópurinn átti þá að baki langt ferðalag sem hófst eldsnemma á laugardagsmorgun. Eftir einnar nætur dvöl í Reykjavík var haldið norður, um leið og leik Júgóslava og Þjóðverja í heimsmeistarakeppninni í fótbolta var lokið. Í félagsheimilinu var boðið upp á kvöldmat og hittu flóttamennirnir m. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð | ókeypis

Vildu skoða nektardans í Stjórnarráðinu

LÖGREGLAN þurfti á föstudagskvöldið að hafa afskipti af þremur ölvuðum útlendingum sem leituðu ákaft inngöngu í Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu. Þegar lögreglu bar að gáfu mennirnir þá skýringu að Íslendingar sem þeir hefðu hitt hefðu sagt þeim að í húsinu væri nektardansstaður. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 898 orð | ókeypis

Viljum tengja heim fræðimanna og stjórnmálamanna

ATBURÐIR kalda stríðsins eru enn áhrifavaldar í stjórnmálum margra ríkja, ekki síst þeirra sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og áhrifasvæði þeirra í Austur-Evrópu, segir Christian Ostermann, stjórnandi Kaldastríðssöguverkefnis Woodrow Wilson-stofnunarinnar. Meira
23. júní 1998 | Erlendar fréttir | 266 orð | ókeypis

Vill viðræður við skæruliða

ANDRES Pastrana, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kólombíu, fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum þar í landi um helgina. Íhaldsmaðurinn Pastrana hlaut 50,4% atkvæða en mótframbjóðandi hans Horacio Serpa, sem naut stuðnings Ernestos Sampers, fráfarandi forseta, hlaut 46,5% atkvæða. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 568 orð | ókeypis

Víða líflegt um helgina

ALLMARGAR laxveiðiár voru opnaðar um helgina og var yfirleitt frekar gott hljóð í mönnum og tölur og horfur nokkuð góðar miðað við barlóminn vegna þurrkanna að undanförnu. Svo virðist sem víða sé talsvert af laxi og víða er hann genginn lengra fram ár en menn þekkja að öllu jöfnu svo snemma sumars. Meira
23. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 164 orð | ókeypis

Þátttakendum í Kvennahlaupinu fækkaði milli ára

HIÐ árlega Kvennahlaup var þreytt í 9. sinn sl. sunnudag. Á Akureyri tóku um 1.200 konur á rás í blíðskaparveðri, eða heldur færri en þátt tóku í hlaupinu í fyrra en þá voru tæplega 1.600 konur skráðar til leiks. Elsta konan sem þátt tók að þessu sinni er fædd árið 1918 en sú yngsta er á fyrsta ári. Meira
23. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 394 orð | ókeypis

Þverskurður af iðnaðarsögu bæjarins í 60 ár

IÐNAÐARSAFN var opnað í Hekluhúsunum á Gleráreyrum á Akureyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Safnið hefur vakið mikla athygli og fjöldi fólks kom í heimsókn á opnunardegi þess. Jón Arnþórsson er aðal hvatamaðurinn að stofnun safnsins, en hann starfaði til fjölda ára hjá Gefjun og faðir hans starfaði þar alla tíð. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð | ókeypis

Þyrla sótti slasaðan mann í Þórsmörk

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var á sunnudagsmorgun kölluð til Þórsmerkur að sækja mann sem hafði dottið og slasast á höfði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli reyndust meiðsli hans minni en virtist í fyrstu og var hann útskrifaður af sjúkrahúsi samdægurs. Fólk á bíl ók fram á manninn snemma á sunnudagsmorgun þar sem hann lá á slóðanum milli Bása og Langadals. Meira
23. júní 1998 | Erlendar fréttir | 209 orð | ókeypis

Þýzk stjórnvöld kæra tóbaksauglýsingabann

ÞÝZK stjórnvöld upplýstu í gær að þau áformuðu að höfða mál fyrir Evrópudómstólnum til að fá ákvörðun Evrópusambandsins (ESB) um að banna allar tóbaksauglýsingar hnekkt. Talsmaður þýzka efnahagsmálaráðuneytisins sagði að málsóknin yrði byggð á þeim rökum, að stefnumótun í heilbrigðismálum falli undir lögsögu aðildarríkjanna, en ekki yfirþjóðlegar stofnanir ESB. Meira
23. júní 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð | ókeypis

Ættarmót og útilega

ÆTTARMÓT afkomenda Guðrúnar Gestsdóttur og Guðmundar Brynjólfssonar frá Sólheimum, Hrunamannahreppi, verður haldin á Gistiheimilinu Geysi, Haukadal, Biskupstungum, helgina 26.­28. júní nk. "Búið er að taka gistiheimilið með öllu tilheyrandi á leigu og getur fólk komið á föstudag og dvalið fram á sunnudag. Vonandi sjá flestir sér fært að mæta og styrkja ættarböndin. Meira
23. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 110 orð | ókeypis

Ölvaður ökumaður veldur árekstri

LAUST eftir miðnætti aðfaranótt laugardags varð umferðarslys í umdæmi lögreglunnar á Akureyri. Ölvaður ökumaður ók á röngum vegarhelmingi og olli með því árekstri við bifreið sem kom á móti og er þetta í þriðja sinn á stuttum tíma slíkt gerist. Meira

Ritstjórnargreinar

23. júní 1998 | Leiðarar | 627 orð | ókeypis

leiðari "AÐ FELLA MERKI OG MÁLSTAÐ" LÞÝÐUBANDALAGIÐ efnir t

leiðari "AÐ FELLA MERKI OG MÁLSTAÐ" LÞÝÐUBANDALAGIÐ efnir til sögulegs aukalandsfundar dagana 3. til 4. júlí nk. "Á þeim fundi getur ráðist," segir Hjörleifur Guttormsson í grein hér í blaðinu í fyrradag, "hvort Alþýðubandalagið lifir áfram sem sjálfstætt þjóðmálaafl eða hverfur af sjónarsviðinu. Meira
23. júní 1998 | Staksteinar | 352 orð | ókeypis

»Minnismerki niðurlægingar HLUTHAFAR í Íslenzkum aðalverktökum munu fá 954 milljónir krón

HLUTHAFAR í Íslenzkum aðalverktökum munu fá 954 milljónir króna á þessu ári af hergróðanum að teknu tilliti til arðs. Þá eiga þeir eftir að selja hlutabréf á almennum markaði og fullkomna þar með ágóðann. Þetta segir í Viðskiptablaðinu. Meira

Menning

23. júní 1998 | Tónlist | -1 orð | ókeypis

Ánægjulegir tónleikar

Íslenski kórinn í Gautaborg flutti skandinavísk og ensk sönglög undir stjórn Kristins Jóhannessonar og við undirleik Tulla Jóhannesson, sem einnig hefur raddsett flest viðfangsefni kórsins. Laugardagurinn 20. júní, 1998. Meira
23. júní 1998 | Fólk í fréttum | 836 orð | ókeypis

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur

Sex dagar, sjö nætur Dæmigerð gamanævintýramynd með þeim Harrison Ford og Anne Heche í fínu formi. Brjáluð borg Fréttamaðurinn Dustin Hoffman hyggst notfæra sér lykilstöðu í gíslatökumáli til að komast aftur í fremstu röð en fær skömm á öllu saman. Meira
23. júní 1998 | Menningarlíf | 177 orð | ókeypis

Bjartmar sýnir í Óðinsvéum

BJARTMAR Guðlaugsson opnaði myndlistarsýningu í Filosofgangen í Óðinsvéum 17. júní sl. "Það er yndislegt að vera kominn aftur til Óðinsvéa," sagði listamaðurinn góðkunni sem eftir nokkurra ára dvöl á Íslandi kemur til baka með afrakstur síðustu ára. Á sýningunni, sem hófst á þjóðhátíðardaginn, 17. Meira
23. júní 1998 | Fólk í fréttum | 801 orð | ókeypis

Byrjaði á fyrstu skáldsögunni á Íslandi Jane Smiley fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir bókina Þúsund ekrur og nýlega var gerð

KVIKMYNDIN Þúsund ekrur var nýlega tekin til sýningar í Háskólabíó. Myndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu Jane Smiley sem kom út árið 1991 og fékk Pulitzer- verðlaunin ári síðar. Sagan fjallar um bónda sem er kominn á efri ár og ákveður að eftirláta dætrum sínum þremur býli sitt. Meira
23. júní 1998 | Fólk í fréttum | 50 orð | ókeypis

Fílsterta fyrir Gingrich NEWT Gingrich, forseti bandarísk

Fílsterta fyrir Gingrich NEWT Gingrich, forseti bandaríska þingsins, fagnaði 55 ára afmæli sínu um helgina. Það gerði hann meðal annars með vænni afmælistertu sem dýragarðurinn í Atlanta, heimaborg hans, gaf honum. Að sjálfsögðu var það tákn repúblikanaflokksins, fíllinn, sem trónaði á toppi tertunnar en Gingrich er einmitt fulltrúi flokksins á þinginu. Meira
23. júní 1998 | Kvikmyndir | 337 orð | ókeypis

Fjórar sögur um ást

Leikstjórn og handrit: Jerzy Stuhr. Kvikmyndatökustjóri: Pawet Edelman. Tónlist: Adam Nowak. Aðalhlutverk: Jerzy Stuhr, Katarzyna Figura, Dominika Ostalowska, Irina Alfiorowa og Karolina Ostrizba. Enskur texti. Meira
23. júní 1998 | Fólk í fréttum | 89 orð | ókeypis

FólkWoody Allen í CIA SUMUM finn

SUMUM finnst ef til vill erfitt að ímynda sér Woody Allen sem stéttarbróður James Bond og leyniþjónustumann CIA. En það finnst framleiðendum nýjustu myndar Sigourney Weaver ekki. Hún greinir frá því í viðtali við New York Daily News að hún fari með hlutverk í "Company Man" ásamt Allen, Douglas McGrath, John Leguizamo, John Torturro og Rip Torn. Meira
23. júní 1998 | Menningarlíf | 98 orð | ókeypis

Fyrsta eintak Longættar afhent

FYRSTA eintak Longættar, niðjatals Richards Long (1783- 1837) var afhent á hátíðarfundi Longfélagsins sem haldinn var á Hótel Sögu síðastliðinn laugardag. Það er bókaútgáfan Þjóðsaga ehf. sem gefur ritið út, sem er í þremur bindum, en höfundur og ritstjóri er Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur. Meira
23. júní 1998 | Menningarlíf | 69 orð | ókeypis

Gallerí Pizza

NÚ stendur yfir á Galleríi Pizzu á Hvolsvelli myndlistarsýning á vatnslitamyndum Hafþórs Bjarnasonar. Þetta er önnur einkasýning listamannsins sem einnig smíðaði alla rammana og innrammaði sjálfur. Sýningin stendur til 20. júlí. Listamaðurinn rekur einnig lítið trélistmunagallerí á Hvolsvelli. Meira
23. júní 1998 | Menningarlíf | 120 orð | ókeypis

Hauknes Blandakor og Söngsveitin Drangey halda tónleika

HÉR á landi er í heimsókn 30 manna kór frá Mo í Rana í Noregi. Í fyrravor fór Söngsveitin Drangey á þeirra heimaslóðir og tók þátt í tónleikum með þeim, þar sem einnig komu fram kórar frá Finnlandi og Svíþjóð. Hauknes Blandakor og Söngsveitin Drangey munu halda sameiginlega tónleika sem hér segir; Miðvikudaginn 24. júní í Kópavogskirkju kl. 20.30. og fimmtudaginn 25. Meira
23. júní 1998 | Bókmenntir | 645 orð | ókeypis

Hugleiðingar um skáldskap

eftir Einar Má Guðmundsson. Prentun Gutenberg hf. Bjartur, Reykjavík 1998. 91 bls. FÁIR íslenskir samtímarithöfundar eru jafnviljugir að ræða skáldskaparfræði sína og Einar Már Guðmundsson. Meira
23. júní 1998 | Fólk í fréttum | 485 orð | ókeypis

Illa við að vera átrúnaðargoð

Illa við að vera átrúnaðargoð VILHJÁLMUR prins greindi frá því á 16 ára afmælisdegi sínum að honum væri illa við að vera átrúnaðargoð unglinga. Vilhjálmur, sem er elsti sonur lafði Díönu og Karls krónprins, skýrði einnig frá því að "heimurinn hefði hrunið" þegar móðir hans lést aðeins 36 ára í ágúst síðastliðnum. Meira
23. júní 1998 | Menningarlíf | 24 orð | ókeypis

Indiánar og sjö steinar

Indiánar og sjö steinar SÝNING Kela í Þórshöll (áður Þórscafé)sem nefnist Indíánar og sjö steinar stendur til 21. júlí og er opin daglega frá 14-18. Meira
23. júní 1998 | Myndlist | 403 orð | ókeypis

Innanbúðarkímni

Opið miðvikudaga til sunnudaga frá 15:00 til 18:00. Aðgangur ókeypis. Til 28. júní. BIRGIR Andrésson heldur áfram að draga fram ýmsar hliðar á íslenskri arfleifð og setja hana í spaugilegt samhengi í sýningu sem hann kallar "Íslendingaspjall". Á fjórum smáum hillum í sýningarsalnum standa dúkkulísur í þjóðbúningum, tvær og tvær saman á hverri hillu, í hrókasamræðum. Meira
23. júní 1998 | Menningarlíf | 90 orð | ókeypis

Kvennakór Hafnarfjarðar syngur í Toscana KVENNAKÓR Hafnarfjarðar e

KVENNAKÓR Hafnarfjarðar er að leggja af stað í söngferðalag til Ítalíu í dag. Kórinn ætlar að dvelja í Toscanahéraðinu í viku og þar verður sungið í höllum, kirkjum og á torgum. Margrét Pálmadóttir tekur á móti kórnum, en hún er þarna stödd með Gospelsystrum og munu kórarnir syngja saman við messu í Marina di Massa, sem er lítið þorp í héraðinu. Meira
23. júní 1998 | Menningarlíf | 60 orð | ókeypis

Leikskólinn sýnir þætti úr Sumargestum

LEIKHÓPURINN Leikskólinn frumsýndi s.l. lauygardag þætti úr Sumargestum eftir Maxim Gorki í þýðingu Árna Bergmann. Leikstjóri er Ásdís Þórhallsdóttir. Sýnt er í Leikhúsinu við Ægisgötu 7, fyrrverandi hús Kvennakórsins. Sýningarnar verða alls tíu og eru næstu sýningar í dag þriðjudag, 25., 26., 27., 28., 30., júní, 1. júlí og lokasýning 2. júlí. Miðaverð er 500 kr. Meira
23. júní 1998 | Skólar/Menntun | 1069 orð | ókeypis

Lýðskóli Hópur nemenda nær hvorki fótfestu í framh

LÝÐSKÓLINN er nú á þriðja ári en hann er hugsaður sem möguleiki fyrir nemendur á framhaldsskólaaldri. Í hann hafa oft leitað nemendur sem hafa horfið á brott úr framhaldsskólum og ekki fundið sér stað á Meira
23. júní 1998 | Fólk í fréttum | 267 orð | ókeypis

Lýðveldisball í Iðnó Dansað á Tjarnarbakk

Lýðveldisball í Iðnó Dansað á Tjarnarbakkanum LÝÐVELDISBALL var haldið í Iðnó síðastliðið þriðjudagskvöld. Er þar verið að endurvekja Tjarnardansleikina gömlu sem efnt var til í Iðnó langt fram eftir öldinni. Meira
23. júní 1998 | Skólar/Menntun | 272 orð | ókeypis

Námsgögn framtíðarinnar

TÆKNIN gerir sum tæki úrelt en öðrum er hún viðbót. Námsgögn eru nú á tímamótum vegna nýrra möguleika sem tölvutæknin hefur gefið og stendur Námsgagnastofnun af því tilefni fyrir málþingi um þau. Hvað er framundan í námsefnisgerð? spyr til dæmis Heimir Pálsson deildarstjóri Námsgagnastofnunar, Meira
23. júní 1998 | Menningarlíf | 180 orð | ókeypis

Nýjar bækur HEND

HENDING eftir Paul Austerí þýðingu Snæbjarnar Arngrímssonarer komin út. Í kynningu segir: "Á þeysireið sinni um Bandaríkin þver og endilöng rekst Nashe fyrir tilviljun á ungan mann, pókerspilarann Pozzi. Báðir eru þeir félitlir og féþurfi. Meira
23. júní 1998 | Fólk í fréttum | 65 orð | ókeypis

Nýtt brúðkaup? NÆSTUM því ár er liðið síða

Nýtt brúðkaup? NÆSTUM því ár er liðið síðan leikkonan Lauren Holly sótti um skilnað frá leikaranum Jim Carrey. En þau eru farin að hittast aftur. Holly mætti með honum á frumsýningu myndarinnar "The Truman Show". Meira
23. júní 1998 | Fólk í fréttum | 86 orð | ókeypis

Nýtt æði? STÓRMYNDIN Grease var frumsýnd á ný í

Nýtt æði? STÓRMYNDIN Grease var frumsýnd á ný í Háskólabíói um síðustu helgi í tilefni af því að 20 ár eru liðin síðan myndin gerði allt vitlaust um allan heim. Í tilefni dagsins fluttu leikarar söngleiksins, sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu 3. júlí, lag úr verkinu við góðar undirtektir áhorfenda. Meira
23. júní 1998 | Menningarlíf | 106 orð | ókeypis

Ópera á Austurlandi

UNDIRBÚNGINGUR er hafinn að stofnun Óperustúdíós Austurlands, en aðalhvatamaður þess er Keith Reed, söngkennari á Egilsstöðum. Markmiðið er að halda árlegar óperuhátíðir, í júní ár hvert og sú fyrsta verður Töfraflautan eftir Mozart og verður hún flutt í júní 1999. Verkefnið er stórt, þar sem þarf 16 einsöngshlutverk, karlakór, blandaðan kór og 30-40 manna hljómsveit. Meira
23. júní 1998 | Menningarlíf | 1009 orð | ókeypis

SAFNIÐ Á HOLTINU

ÞAÐ STÓÐ mikið til í bænum á Jónsmessudag árið 1923. Fyrir dyrum var vígsla fyrsta íslenska listasafnsins, Listasafns Einars Jónssonar, sem stóð fullreist á sunnanverðri Skólavörðuhæð. Reykvíkingar höfðu áður lýst furðu sinni og jafnvel hneykslan, er það spurðist að Einar hefði valið safni sínu stað á eyðiholti í útjaðri bæjarins og jafnvel vandséð að nokkur gestur rataði þangað. Meira
23. júní 1998 | Fólk í fréttum | 322 orð | ókeypis

Skemmtileg þvæla Georg konungur skógarins (George of the Jungle)

Framleiðsla: Lou Arkoff. Leikstjórn: Sam Weisman. Handrit: Dana Olsen og Audrey Wells. Kvikmyndataka: Thomas E. Ackerman. Tónlist: Marc Shaiman. 91 mín. Bandarísk. Sam-myndbönd, júní 1998. Leyfð öllum aldurshópum. URSULA Stanhope er á ferð í frumskóginum að skoða apa þegar stæltur ofurtöffari steypir sér niður úr trjánum og bjargar henni frá hungruðu mannætuljóni. Meira
23. júní 1998 | Fólk í fréttum | 267 orð | ókeypis

Starfar sem læknir 100 ára

HIN 100 ára gamla Leila Denmark getur státað af því að vera elsti starfandi læknir Bandaríkjanna en hún er með læknastofu í bænum Alpharetta í Georgíufylki. Leila á að baki 70 ára feril sem barnalæknir en hún hélt upp á aldarafmæli sitt í febrúar á þessu ári. Meira
23. júní 1998 | Fólk í fréttum | 1081 orð | ókeypis

Sumarið er tíminn...

BUBBI sat í hjólabuxum og með vasadiskó fyrir utan Kaffi Reykjavík, sportlegur og afslappaður þegar blaðamaður ónáðaði hann. Hann leikur um þessar mundir í söngleiknum Carmen Negra en næstkomandi mánudag heldur hann fyrstu tónleikana í fyrirhugaðri röð þar sem veglegu plötusafni hans verða gerð skil auk þess sem nýtt efni mun hljóma á Kaffi Reykjavík. Meira
23. júní 1998 | Menningarlíf | 60 orð | ókeypis

Sumartónleikar í Dómkirkjunni

Í SUMAR verða orgeltónleikar í Dómkirkjunni á miðvikudögum kl. 11.30. Miðvikudaginn 24. júní mun Marteinn H. Friðriksson dómorganisti leika verk eftir Bach, Mendelssohn og Jón Nordal. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Á miðvikudögum kl. 12.10 verða bænastundir og léttur hádegisverður á eftir. Meira
23. júní 1998 | Menningarlíf | 129 orð | ókeypis

Söng-leikir í Iðnó í kvöld

SÖNG-LEIKIR nefnist dagskrá með lögum úr sívinsælum söngleikjum, kvikmyndum og leikritum sem Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzosópran og píanóleikarinn Gerrit Schuil flytja í Iðnó í kvöld, þriðjudagskvöldið 23. júní kl. 20.30. Þetta eru opnunartónleikar í röð léttra tónleika sem Iðnó stendur fyrir í sumar. Meira
23. júní 1998 | Skólar/Menntun | 508 orð | ókeypis

Tilraun til að skapa líf sitt

FLJÓTLEGA eftir að skólastarfið hefst ná nemendur undirtökum í skólanum og fara að ráða stundaskránni. Skólinn er ekki hluti af kerfinu og er ekki fyrir kennarana. Hann er fyrir nemendur sem rækta með sér ábyrgðartilfinningu, efla sköpunargáfuna og brýna hugsun sína. Lýðskólinn er hugsjón á þriðja ári undir lok 20. Meira
23. júní 1998 | Skólar/Menntun | 148 orð | ókeypis

Tímarit

ÚT ER komið 2. tbl. 1998 af tímaritinu Uppeldi. Meðal efnis eru eftirtaldar greinar: Kæra vinkona, viltu hætta að bögga mig! Strákar sér og stelpur sér ­ grein um kynjaskipta leikskóla. Fæðingin getur verið sterk andleg og kynræn upplifun, segir mannfræðingurinn Sheila Kitzinger m.a. í greininni Látum konuna sjálfa stjórna barnsfæðingunni. Meira
23. júní 1998 | Menningarlíf | 118 orð | ókeypis

Tónleikar í Klettshelli

KARLAKÓR Selfoss heimsótti Eyjamenn nýlega og hélt þá m.a. sérstæða tónleika, sem fóru fram í Klettshelli. Söngpallurinn var ferðamannabáturinn P.H. Viking sem var á reki í hellinum. Talsverður fjöldi fólks lagði leið sína með bátum í hellinn til að hlýða á tónleikana og mikill fjöldi fólks var á hraunkantinum gegnt Klettshelli og hlýddi á tónleikana þaðan. Meira

Umræðan

23. júní 1998 | Aðsent efni | 709 orð | ókeypis

Borgarstjóri ert þú!

Í BLAÐAGREIN sinni þann 6. desember sl. staðhæfir borgarstjóri að mikil áhersla sé lögð á valddreifingu, árangur og hagkvæmni, og að sjálfstæði og ábyrgð stjórnenda og starfsmanna hafi verið aukin innan borgarkerfisins. Má ætla að hér hafi R-listinn e.t.v. Meira
23. júní 1998 | Aðsent efni | 830 orð | ókeypis

Flestir vilja sameiginlegt framboð

ÞESSA dagana fer fram mikil umræða innan Alþýðubandalagsins (ABL) um réttmæti þess að ganga til sameinlegs framboðs með öðrum félagshyggjuöflum í næstu þingkosningum. Skoðanir innan flokksins virðast vera mjög skiptar um málið, að minnsta kosti ef tekið er mið af magni umræðunnar. Á miðstjórnarfundi flokksins nú á dögunum komu fram nokkur skrifleg álit um málið. Meira
23. júní 1998 | Aðsent efni | 445 orð | ókeypis

Hjúkrun á barnadeild eftir 1. júlí

VIÐ hjúkrunarfræðingar, sem nýlega samþykktum nýjan kjarasamning, töldum hvert öðru trú um að hann væri góður. Það var að vísu óljóst hvernig við myndum raðast í flokka en þar sem við erum sjálfstæð starfandi stétt samkvæmt lögum og berum ábyrgð á okkar hjúkrunarstörfum, fannst okkur eðlilegt að við myndum raðast í B- ramma. Rammarnir eru 3, A, B og C, raðað eftir ábyrgð í starfi. Meira
23. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 508 orð | ókeypis

Hrært upp í lífinu með AUS Frá Sigurði Harðarsyni: SÁ DAGUR kemu

SÁ DAGUR kemur í lífi flestra að viðkomandi finnst að tími sé kominn til að hrista upp í eigin tilveru og gera eitthvað nýtt og róttækt. Sumt fólk lætur tilhugsunina nægja en aðrir stökkva af stað með tannburstann í brjóstvasanum og vegabréfið í innanklæðaveskinu. Tilbúnir í hvað sem er án þess að vera með mótaðar hugmyndir um framtíðina heldur láta hana ráðast. Meira
23. júní 1998 | Aðsent efni | 703 orð | ókeypis

Hvað skelfir Davíð?

ÞAÐ HEFUR verið fróðlegt að fylgjast með háttalagi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins nú í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna. Hann hefur komið fram í fjölmiðlum oftar en einu sinni og fárast yfir meintri hlutdrægni fjölmiðla í kosningabaráttunni um Reykjavík og daginn eftir að Reykjavíkurlistinn innsiglaði meirihlutann í borginni, Meira
23. júní 1998 | Aðsent efni | 592 orð | ókeypis

Íslenskir kjósendur eru hinir mestu sauðir!

ÞETTA segir Jónas Kristjánsson ritstjóri DV í ritstjórnargrein sinni 9. júni sl. Síðasta málsgreinin hefst á þessum orðum: "Þótt íslenskir kjósendur séu hinir mestu sauðir, (hann telur sjálfan sig trúlega þar með) munu þeir ekki láta bjóða sér hinn gamalkunna Sverri Hermannsson undir sauðagæru almannahagsmuna." Ég man ekki eftir að Sverrir Hermannsson hafi verið í sauðagæru. Meira
23. júní 1998 | Aðsent efni | 499 orð | ókeypis

"Maritime Reykjavík" Hér er borðleggjandi tækifæri fyrir smáríki, segir Sigurður Sigurgeirsson, að ná sér í sneið af umsýslu- og

ÉG HEF haft svolítið gaman af því að lesa viðbrögð forustumanna sjómanna við skrifum mínum um vandamál íslenskrar kaupskipaútgerðar. Í þessum greinum hef ég lagt fram nokkuð róttækar tillögur til úrbóta og bent á ýmis tækifæri til sóknar í þessari atvinnugrein. Meira
23. júní 1998 | Aðsent efni | 712 orð | ókeypis

Mikill munur á tekjum og eignum aldraðra

ÞEGAR talað er um mál eldri borgara er orðum oftast hagað þannig að ætla mætti að þeir sem þessum þjóðfélagshóp tilheyra, búi við svipuð kjör. Í skýrslu um aðstæður aldraðra á Íslandi kemur hinsvegar í ljós að geysimikill munur er á tekjum hjá eldri borgurum, og tekjudreifing er ójafnari í hópi lífeyrisþega en hjá þeim sem yngri eru. Meira
23. júní 1998 | Aðsent efni | 732 orð | ókeypis

Sesam opnist þú!

SKYLDI finnska skáldið, heiðursprófessorinn og Íslandsvinurinn, Lars Huldén hafa haft ræningjana í Kardimommubænum í huga eða þekkt til erfiðra aðstæðna arkitekta í hinu reykvíska borgarsamfélagi tæknimanna og opinberra hönnunarverktaka þegar hann orti þetta ljóð?: Með tímanum varð Sesam slitinn; ræningjarnir urðu að hrópa æ hærra til að komast út og inn. Meira
23. júní 1998 | Aðsent efni | 903 orð | ókeypis

Sjúkt heilbrigðiskerfi

HEILBRIGÐISSTOFNANIR og starfsfólk þeirra, þar á meðal hjúkrunarfræðingar (98% konur) hafa um árabil sætt kúgun og valdníðslu af hendi stjórnvalda í formi niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu og lágra launa og það þrátt fyrir að hagtölur hafi sýnt góðæri og aukin umsvif í þjóðfélaginu sbr. ræðu forsætisráðherra 17. júní sl. Meira
23. júní 1998 | Aðsent efni | 692 orð | ókeypis

Örlítið um stiklur

Í TILEFNI skrifa Braga Ásgeirssonar á þjóðhátíðardaginn um þá sýningu, sem nú stendur á Kjarvalsstöðum, langar mig að biðja fyrir nokkrar athugasemdir, sem ég tel þörf á í kjölfarið. Fæst af umræddum atriðum eru stórvægileg, en geta engu að síður verið til leiðinda, ef þau eru ekki leiðrétt. Meira

Minningargreinar

23. júní 1998 | Minningargreinar | 70 orð | ókeypis

Björgvin Kr. Hannesson

Björgvin minn. Ég þakka fyrir allt sem þú ert búinn að gera fyrir okkur Aldísi. Við munum aldrei gleyma svona góðum dreng. Það var gott að vinna með þér, þú varst alltaf kátur og hress. Það var gaman að koma heim til ykkar hjóna í Kópavoginn. Við töluðum mikið um daginn og veginn, grínuðumst og höfðum gaman af. Við kveðjum þig með söknuði. Þínir vinir Stefán og Aldís. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 425 orð | ókeypis

Björgvin Kr. Hannesson

Látinn er fyrrverandi samstarfsmaður minn og vinur, Björgvin Kr. Hannesson. Undanfarið gekk hann ekki heill til skógar, þó sjálfur vildi hann ekki gera mikið úr. Þrátt fyrir lasleikann bar andlát hans brátt að. Mér er nær að halda að hann hefði sjálfur kosið að hverfa þannig af braut, þó oftast sé það sárara þeim, er næst standa. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 303 orð | ókeypis

Björgvin Kristinn Hannesson

Dagur er að kvöldi kominn. Tíminn útrunninn. Jarðvist míns kæra bróður er lokið. Hann Venni bróðir var einstaklega ljúfur, vel á sig kominn andlega og líkamlega, frísklegur og glaður, gæddur miklum persónutöfrum. Hann var fjölskyldu sinni mikils virði og er því sárt saknað af ástvinum sínum. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 315 orð | ókeypis

BJÖRGVIN KRISTINN HANNESSON

BJÖRGVIN KRISTINN HANNESSON Björgvin Kristinn Hannesson, húsasmiður, fæddist 25. janúar 1926 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu, Hjallaseli 27, 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hannes Friðsteinsson, fyrrverandi skipherra, fæddur 3. jan. 1894 í Reykjavík, dáinn 27. júlí 1977, og Guðrún Hallbjörnsdóttir, húsmóðir, fædd 3. feb. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 274 orð | ókeypis

Gunnar Sigurður Malmberg

Það var sólríkan sumardag að okkur bárust þau válegu tíðindi að föðurbróðir okkar Gunnar Malmberg, eða Gunnar bróðir eins og við kölluðum hann, væri látinn. Með söknuði minnumst við hans. Við minnumst Gunnars bróður sitjandi við gullsmíðar á bak við vinnuborð sitt kankvís og hlýlegur á svip. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 201 orð | ókeypis

Gunnar Sigurður Malmberg

Þú hefur kvatt okkur að sinni, Gunnar minn. Ég minnist góðu daganna þegar við hófum fyrst viðskipti okkar á Garðatorginu í Garðabæ. Þið í gullsmíðinni og við í lömpunum. Þá var mikið spjallað yfir góðum kaffisopa hver hjá öðrum og sagðar sögur. Þú varst listamaðurinn og gullsmiðurinn sem var allra manna fróðastur um lista- og menningarsöguna. Þú vissir deili á okkar bestu skáldum. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 305 orð | ókeypis

Gunnar Sigurður Malmberg

Gunnar byrjaði starfsferil sinn sem rafvirki. Hugur hans hneigðist mikið að listum. Hann kynntist Dieter Roth listamanni eftir að hann kom til Íslands og störfuðu þeir saman að listsköpun um tíma ásamt fleiri listamönnum og kölluðu þeir vinnustofuna Kúluna. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 989 orð | ókeypis

Gunnar Sigurður Malmberg

Enn er stutt stórra högga á milli og flugfjaðrirnar falla hver af annarri. Vinir og ættingjar hafa horfið af velli á undanförnum misserum. Nú er það Gunnar bróðir sem lét að lokum undan eftir erfiða og æðrulausa baráttu við veikindi sín ­ andþyngsli. Gunnar lést á heimili sínu í Garðabæ 13. júní sl. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 151 orð | ókeypis

GUNNAR SIGURÐUR MALMBERG

GUNNAR SIGURÐUR MALMBERG Gunnar Sigurður Malmberg, gullsmiður, fæddist í Reykjavík 12. janúar 1938. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ejner O. Malmberg og Ingileif Halldórsdóttir Malmberg. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 984 orð | ókeypis

Helga Guðrún Pétursdóttir

Já, kallið er komið, hún Helga P. er dáin. Hún hefur verið leyst frá þrautinni eftir að hafa barist við hinn illvíga sjúkdóm krabbameinið og lotið í lægra haldi. En margs er að minnast, er litið er yfir gengna slóð með Helgu. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 645 orð | ókeypis

HELGA GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR

HELGA GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR Helga Guðrún Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1925. Hún lést á Landspítalanum hinn 11. júní síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Péturs Zophóníassonar og Guðrúnar Jónsdóttur og var hún næstyngst barna þeirra. Pétur var fæddur 31. maí 1879 í Goðdölum í Skagafirði, d. 21. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 501 orð | ókeypis

Ingibjörg Ólafsdóttir

Elsku Inga mín, nú hefur tjaldið þitt verið tekið upp og þú ert farin. Gunnar greiðir varfærnislega upp stráin eins og í ferðunum ykkar forðum og lífið heldur áfram. Skyldi það hafa verið, þegar þú sast ein yfir ánum inni í Hraundal, tíu ára gömul, að augu þín opnuðust fyrir óendanlegum blæbrigðum og fegurð náttúrunnar, sem þú síðar festir á filmu af svo miklu næmi. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 924 orð | ókeypis

Ingibjörg Ólafsdóttir

Það var í október 1962 að ég keypti mína fyrstu myndavél. Kaupin bar brátt að, seljandinn var að fara til útlanda og sagði við mig: "Ég má ekki vera að því að kenna þér á vélina, en farðu bara í Gevafoto á Lækjartorgi og spurðu eftir Ingu. Kauptu af henni filmu og biddu hana að kenna þér á vélina. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 210 orð | ókeypis

INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR

INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Ingibjörg Ólafsdóttir fæddist á Snæfjöllum á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp 26. ágúst 1914. Hún lést á Landakoti laugardaginn 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Pétursson bóndi, f. 5. janúar 1875 á Dröngum, d. 10. júlí 1929, og Sigríður Guðrún Samúelsdóttir, f. 12. nóvember 1893 í Skjaldarbjarnarvík, d. 5. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 572 orð | ókeypis

Ingunn Baldursdóttir

"Gættu vináttunnar. Ekkert er fegurra á jörðinni, engin huggun betri í jarðnesku lífi, vini geturðu ljáð hug þinn allan, og veitt honum fyllsta trúnað." Þvílík harmafrétt er mér barst 15. júní að Ingunn mín kæra vinkona væri öll. Ég hef dvalist í Reykjavík sl. 10 mánuði en var á leið heim til Akureyrar næsta dag. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 576 orð | ókeypis

Ingunn Baldursdóttir

Oft er það svo að ákveðnir atburðir í lífi manns gleymast aldrei ­ sama hve mörg æviárin verða. Einn slíkur atburður varð þegar foreldrum mínum fæddist dóttir í annað sinn á fyrsta vetrardag 1945. Ég man skýrt hve okkur bræðrunum 8 og 10 ára fannst hún falleg og öðruvísi en við hin systkinin ­ með kolsvart mikið hár og langar neglur. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 299 orð | ókeypis

Ingunn Baldursdóttir

Elsku mamma, þú hefur kvatt þetta líf í skyndi og eftir stendur svo mikið tómarúm. Söknuður minn og allra sem þér kynntust er óbærilegur og nú á þessari stundu á maður erfitt með að ímynda sér að tíminn lækni öll sár. Ég fékk ekki einu sinni að kveðja þig en ég veit að þú varst svo hamingjusöm yfir að vera komin í sumarfrí. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 143 orð | ókeypis

Ingunn Baldursdóttir

Tengdamóðir mín er látin, á besta aldri ertu tekin frá okkur. Síðustu daga hefur spurningin "Af hverju?" verið stöðugt í huga mér. Þú varst svo gefandi og kraftmikil. Það voru ófá skiptin ef eitthvað stóð til að þú tókst verkið í þínar hendur og skilaðir því með glæsibrag. Ófá eru einnig handverk þín á heimili mínu þar sem þú sast aldrei auðum höndum. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 189 orð | ókeypis

INGUNN BALDURSDÓTTIR

INGUNN BALDURSDÓTTIR Ingunn Baldursdóttir fæddist á Akureyri 27. október 1945. Hún lést af slysförum 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Baldur Guðlaugsson, endurskoðandi, f. 30.8. 1912, d. 24.6. 1952, og Anna Margrét Björnsdóttir, f. 23.7. 1916, d. 31.3. 1990. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 270 orð | ókeypis

Ragnhildur Hafdís Guðmundsdóttir

Elsku Hafdís. Nú hefur þú verið hrifsuð frá okkur tugum ára of fljótt. En þegar kallið kemur verður maður að reyna að taka á því eftir bestu getu. Þú varst stóra systir mín þótt við gerðum oft grín að því að ég væri mun hærri. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 134 orð | ókeypis

Ragnhildur Hafdís Guðmundsdóttir

Elsku Hafdís mín, kallið kom kl. tvö um nótt, en það kom of snemma. Þú varst hrifsuð frá okkur í blóma lífsins, frá öllum áætlunum sem þú hafðir þar. Þar á meðal Vestmannaeyjaferð, sumarbústaðarferð í ágúst og fyrirhugaðri Noregsferð sem fresta þurfti vegna veikindanna. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 186 orð | ókeypis

Ragnhildur Hafdís Guðmundsdóttir

Elsku Hafdís, nú er kallið komið en það kom allt of snemma því að þú varst svo ung og hafðir svo margt að lifa fyrir eins og þú sagðir sjálf þegar þú veiktist. En ég vil trúa því, fyrst þú varst tekin svona snemma frá okkur og eftir svona stutta baráttu, að mamma hafi komið og náð í þig svo að þú þyrftir ekki að kveljast lengur. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 82 orð | ókeypis

Ragnhildur Hafdís Guðmundsdóttir

Elsku mamma. Það var gott að sitja í fanginu á þér og hlusta á sögur frá því við vorum litlir. Það var líka gaman að fara með þér í gönguferðir og í ferðina með sunnudagaskólanum að skoða kirkjuna. Við fórum og keyptum buxur með rennilásavösum eins og þú ætlaðir að gera. Við elskum þig, mamma, og þess vegna fórum við með pabba á 17. júní og kveiktum á kertum fyrir þig í Hallgrímskirkju. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 140 orð | ókeypis

RAGNHILDUR HAFDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR

RAGNHILDUR HAFDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Ragnhildur Hafdís Guðmundsdóttir fæddist á Selfossi 28. desember 1966. Hún lést á Landspítalanum 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hrafnhildur Sveinsdóttir, f. 22.3. 1943, d. 1.2. 1997, og Guðmundur Helgi Haraldsson, f. 15.2. 1945, en hún ólst upp hjá móður sinni og Árna Guðmannssyni, f. 30.5. 1942. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 722 orð | ókeypis

Sigríður Björnsdóttir

Í dag verður lögð til hinstu hvílu á Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu Sigríður Björnsdóttir, fyrrum húsfreyja og bóndi í Presthvammi í Aðaldal, en hún lést á heimili sínu, Aflagranda 40 í Reykjavík, hinn 5. júní sl. Minningarathöfn um Sigríði var haldin í Reykjavík sl. föstudag. Meira
23. júní 1998 | Minningargreinar | 194 orð | ókeypis

SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR Sigríður Björnsdóttir fæddist á Hvoli í Vesturhópi í Vestur- Húnavatnssýslu 25. ágúst 1906. Hún lést á heimili sínu 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Stefánsson, bóndi á Hvoli, fæddur 13. júní 1871, dáinn 26. júlí 1914, og kona hans Jónína Sigurðardóttir, fædd 30. ágúst 1866, dáin 1. maí 1949. Meira

Viðskipti

23. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 338 orð | ókeypis

Á nú 99% eignarhluta í þýska fyrirtækinu

SAMHERJI GmbH í Þýskalandi, dótturfélag Samherja hf., hefur fest kaup á 49,5% hlut í þýska útgerðarfélaginu Deutsche Fischfang Union KG (DFFU) í Cuxhaven í Þýskalandi af þýska fyrirtækinu THS Tiefkuhlhaus und Service. Fyrir átti Samherji GmbH jafnstóran hlut í DFFU og á því 99% í félaginu nú en Cuxhavenborg 1%. Þetta kemur fram í frétt frá Samherja hf. Meira
23. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 88 orð | ókeypis

Farsímalaus svæði í lestum í Sviss

FARSÍMALAUS svæði verða í járnbrautarlestum, sem eru í förum milli stærstu borga Sviss, vegna kvartana um fólk sem rausi í farsíma í farþegaklefum að sögn talsmanns ríkisjárnbrautanna, SBB. SBB segir að ferðamenn kvarti yfir ónæði frá farsímum, en farsímar verði ekki bannaðir með öllu, þar sem þörf virðist vera fyrir þá. Meira
23. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 83 orð | ókeypis

Gates á ekki von á tjóni

BILL GATES hefur sagt Japönum að málsókn bandaríska alríkisins gegn Microsoft muni ekki hafa áhrif á starfsemina. Gates er í Japan til að kynna nýjan Windows 98 hugbúnað, sem verður settur á markað í Bandaríkjunum 25. júní og í Japan 25. júlí. Hann sagði að einn helzti kostur nýja kerfisins væri samlögun netleitartækisins og stýrikerfisins. Meira
23. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 251 orð | ókeypis

Goldman Sachs hefur áhuga á Cliveden-hótelinu

TILBOÐSSTRÍÐ virðist hafið milli eigenda brezks hótelsins og sveitaklúbbsins Cliveden, þar sem eitt mesta hneyksli brezkra stjórnmála átti sér stað. Goldman Sachs fjárfestingabankinn segir að ein deild hans og annað fyrirtæki eigi í viðræðum, sem geti leitt til tilboðs í Cliveden Plc. Meira
23. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 252 orð | ókeypis

Hagnaður Finnairs tvöfaldast

HAGNAÐUR Finnair tvöfaldaðist í fyrra vegna aukinnar eftirspurnar eftir farmiðum og þar sem hleypt var af stokkunum þriggja ára áætlun til að draga úr kostnaði. Farþegum fjölgaði um 12,5% og flugfragt jókst um 15%. Hagnaður fyrir skatta jókst í 626,7 milljónir finnskra marka, eða 114,3 milljónir dollara, á tólf mánuðum til marzloka úr 310,4 milljónum marka 1996/1997. Meira
23. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 225 orð | ókeypis

Jen stendur enn illa að vígi

EFTIR daufan dag á evrópskum verðbréfamörkuðum í gær var lokagengi yfirleitt lægra en í síðustu viku og lítinn stuðning var að fá frá Wall Street, þar sem menn hafa enn áhyggjur af Asíu og efnahag Japana. Smásveiflur urðu á Dow vísitölunni og dalurinn lækkaði smávegis gegn jeni vegna nokkurs uggs um íhlutun seðlabanka til styrktar japanska gjaldmiðlinum. Meira
23. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 84 orð | ókeypis

Milljón dala fyrir bók

BÓKAÚTGÁFAN Bantam hefur komið á óvart með því að bjóða rithöfundinum Alice Blanchard 1,2 milljónir dollara fyrir birtingarrétt á skáldsögunni Darkness Peering. Darkness Peering er líkt við Blood Work eftir Michael Connelly og fjallar um lögreglumann, sem grunar son sinn um að hafa myrt þroskahefta stúlku. Dóttir lögreglumannsins kannar málið mörgum árum síðar. Meira
23. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 329 orð | ókeypis

Ríkið og Landsbankinn fá tæpar 600 milljónir

SAMÞYKKT var samhljóða á hluthafafundi Íslenskra aðalverktaka hf. í gær að lækka hlutafé félagsins um 800 milljónir króna eða úr 2.200 í 1.400 milljónir. Lækkunarfjárhæðinni verður ráðstafað til greiðslu til hluthafa í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu. Meira
23. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 96 orð | ókeypis

Seagram vill reka forstjóra PolyGram

SEAGRAM Co. Ltd., sem hefur samþykkt að kaupa Polygram NV fyrir 10,6 milljarða dollara, reynir að reka forstjóra tónlistarfyrirtæksins, Alain Levy, samkvæmt heimildum í greininni. Búizt hefur verið við brottför Levys síðan samkomulagið var kunngert og hún mun auðvelda skipun Dougs Morris, stjórnarformanns Universal, músíkfyrirtækis Seagrams, Meira
23. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 105 orð | ókeypis

Yahoo! býst við tapi á árinu

YAHOO!, sem býður vinsælasta búnaðinn til að skoða veraldarvefinn, býst við tapi á öðrum ársfjórðungi og á árinu í heild vegna eingreiðslu í tengslum við kaup á Viaweb Inc. Yahoo! keypti Viaweb fyrir 45 milljónir dollara. Viaweb framleiðir hugbúnað til að koma á fót verzlunum á netinu og reka þær. Meira
23. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 146 orð | ókeypis

Þýzkir og bandarískir markaðir keppa við London

DEUTSCHE Börse AG og rafræna bandaríska kaupþingið NASDAQ hyggjast koma á fót rafrænum evrópskum verðbréfamarkaði og keppa við London sem mestu fjármálamiðstöð Evrópu að sögn blaðsins Sunday Business. Meira

Daglegt líf

23. júní 1998 | Neytendur | 1192 orð | ókeypis

Sólpallar úr ýmsum efnum ÞEIR sem geta gengið beint úr stofu út á verönd hafa eins konar framlengingu á stofunni, sem hægt er að

UNDIRVINNA skiptir meginmáli þegar gera á verönd í garðinum, hvort sem um er að ræða sólpall úr timbri eða hellulagða stétt. Í bókum og fræðsluritum er einatt tekið fram að koma þurfi í veg fyrir frosthreyfingar á veröndinni með því að skipta um jarðveg. Meira

Fastir þættir

23. júní 1998 | Í dag | 130 orð | ókeypis

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 23. júní, verður sjötug Jónína Finsen, fyrrverandi yfirröntgentæknir, Akranesi. Jónína er stödd hjá dóttur sinni og tengdasyni að Bellefleurlaan 16, 1695 HA Blokker, Hollandi. 70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 23. Meira
23. júní 1998 | Fastir þættir | 214 orð | ókeypis

Enn steytir á eignarhaldsskerinu

ENN steytir á eignarhaldsskeri gæðingakeppninnar, nú á móti Mána um helgina. Tveimur hrossum var vikið úr keppni þar sem talið var að þátttaka þeirra samræmdist ekki gildandi reglum Landsambands hestamannafélaga. Í fyrra tilvikinu var um að ræða hestinn Gyrði frá Skarði sem sagður var í eigu Ingvars Hallgrímssonar og Fjólu Runólfsdóttur. Meira
23. júní 1998 | Fastir þættir | 1054 orð | ókeypis

Góðir toppar í flestum flokkum

Hestamannafélagið Máni á Suðurnesjum hélt sitt árlega hestamót um helgina þar sem valdir voru hestar og knapar til þátttöku á landsmóti fyrir hönd félagsins. Einnig var opin töltkeppni á dagskrá og kappreiðar. Meira
23. júní 1998 | Fastir þættir | 67 orð | ókeypis

Grensáskirkja.

Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10­12 Breiðholtskirkja. Meira
23. júní 1998 | Dagbók | 730 orð | ókeypis

Í dag er þriðjudagur 23. júní, 174. dagur ársins 1998. Eldríðarmessa. Jónsmessunótt. V

Í dag er þriðjudagur 23. júní, 174. dagur ársins 1998. Eldríðarmessa. Jónsmessunótt. Vorvertíðarlok. Orð dagsins: Hann vaknaði, hastaði á vindinn og sagði við vatnið: "Þegi þú, haf hljótt um þig!" Þá lægði vindinn og gerði stillilogn. (Markús 4, 39. Meira
23. júní 1998 | Í dag | 647 orð | ókeypis

ÍKVERJA hefur borizt eftirfarandi bréf frá Óskari Magnússy

ÍKVERJA hefur borizt eftirfarandi bréf frá Óskari Magnússyni vegna umfjöllunar í þessum dálkum sl. þriðjudag: "Ágæti Víkverji. Mér er ljúft og skylt að útskýra þá hugsun sem býr að baki skiptingu verslana Hagkaups í Nýkaup og Hagkaup. Meira
23. júní 1998 | Í dag | 341 orð | ókeypis

Smekklausar klámmyndir Í tilefni dagsins, 17. júní, keypti é

Í tilefni dagsins, 17. júní, keypti ég mér blaðið "Séð og heyrt". Ég hef haft gaman af að lesa blaðið og skoða myndir af fallegu landslagi og fólki. En mér brá því í blaðinu var smekklaus klámmynd. Og það í sama blaði og mynd af forsetanum, borgarstjóra og fegurðardrottningu Íslands. Þetta er í síðasta skipti sem ég kaupi þetta blað. Ein af eldri kynslóðinni. Meira
23. júní 1998 | Fastir þættir | 831 orð | ókeypis

Um ríkjandi kerfi "Nú á tímum er asi á lífinu. Það skilur siðferðið eftir í rykmekki. Tilgangsleysið hæfir hinu póstmóderníska

Það er allt opið í báða enda. Við höfum texta en við þekkjum hvorki upphaf þeirra né endi. Við höfum endalausar túlkanir en enga merkingu, enga endanlega Meira
23. júní 1998 | Dagbók | 3329 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

23. júní 1998 | Íþróttir | 45 orð | ókeypis

1:0 Á 26. mínútu var dæmd aukaspyrna á um 35 metra fær

1:0 Á 26. mínútu var dæmd aukaspyrna á um 35 metra færi. John Nielsen var ekkert að tvínóna við hlutina og þrumaði boltanum í hægra hornið niðri alveg út við stöng. Markvörður Vorskla hafði hendur á knettinum en náði ekki að verja þetta þrumuskot. Sannkallað glæsimark. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 90 orð | ókeypis

Afmælissöngur Ragnhildur Sigurðardóttir, úr

Ragnhildur Sigurðardóttir, úr GR fékk afmælissönginn fluttan fyrir sig á sunnudaginn af keppinautum sínum í kvennaflokknum, en hún varð 28 ára gömul. Ragnhildur hafnaði í 3. sæti í kvennaflokki, með sigri á Þórdísi Geirsdóttur. Gott veður Það þykir tíðindum sæta að meistaraflokkskylfingar fái gott veður, þegar þeir taka þátt í íslensku mótaröðinni. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 414 orð | ókeypis

Ástin er fyrir öllu FYRIR leik Brasilíu og Noregs í dag verður brúðkaup á vellinum í Marseille en Norðmaðurinn Övind Ekeland og

FYRIR leik Brasilíu og Noregs í dag verður brúðkaup á vellinum í Marseille en Norðmaðurinn Övind Ekeland og brasilíska stúlkan Rosangela de Souza verða gefin saman. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hafnaði fyrst beiðninni um brúðkaupið en lét svo undan með þeim orðum að knattspyrnan færði fólk saman í ást og vináttu. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 153 orð | ókeypis

Baggio á bekknum?

ÍTALIR mæta Austurríki í París í dag og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að vinna í B-riðli. Á æfingu ítalska liðsins í gær tóku glöggir menn eftir því að Cesare Maldini, landsliðsþjálfari Ítalíu, notaði Alessandro Del Piero óspart í stöðu framherja en lét Roberto Baggio taka því rólega. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 364 orð | ókeypis

Bandaríska meistaramótið New Orleans

KARLAR Langstökk 1. Roland McGhee8,28 2. Erick Walder8,26 3. Kevin Dilworth8,08 5.000 m hlaup 1. Marc Davis13.40,62 2. Alan Culpepper13.41,13 3. Peter Julian13.49,42 Kringlukast 1. John Godina67,09 2. Adam Setliff66,43 3. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 64 orð | ókeypis

Batistuta í miklu stuði GABRIEL Batistuta hefur g

GABRIEL Batistuta hefur gert fjögur mörk í HM eða jafnmörg og hann gerði á HM í Bandaríkjunum 1994. Markakóngur HM undanfarin fimm skipti hefur gert sex mörk og ef fram heldur sem horfir gerir Argentínumaðurinn fleiri mörk en það. Maradona gerði alls átta mörk í úrslitakeppni HM og nú hefur Batistuta, sem hefur gert 47 mörk í 63 landsleikjum, jafnað metin. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 350 orð | ókeypis

Batistuta með fyrstu þrennuna

Argentína átti ekki í erfiðleikum með Jamaíka, vann 5:0 og tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum. Gabriel Batistuta gerði þrjú mörk á síðustu 18 mínútunum, fyrsta þrennan í keppninni, en Ariel Ortega braut ísinn eftir hálftíma leik og bætti öðru marki við skömmu eftir hlé. "Við áttum von á erfiðari leik," sagði Batistuta, sem er kominn með fjögur mörk í keppninni og fær 25. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 400 orð | ókeypis

Belgar misstu niður unninn leik

Belgar náði tveggja marka forskoti gegn Mexíkó en misstu það niður í jafntefli, 2:2, í E-riðli heimsmeistarakeppninnar á laugardag. Mexíkó missti leikmann út af í fyrri hálfleik en Belgar í þeim síðari. Georges Leekens, þjálfari Belga, var allt annað en ánægður með jafnteflið og sagði að lið sitt hafi tapað tveimur stigum í leiknum. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 109 orð | ókeypis

Boð Þjóðverja afþakkað SEPP Blatter, fors

SEPP Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, vísaði frá í gær boði Þjóðverja um að draga landslið sitt úr keppni á heimsmeistaramótinu vegna líkamsárásar þýskra stuðningsmanna á lögreglumann á sunnudaginn með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn liggur milli heims og helju á sjúkrahúsi. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 252 orð | ókeypis

Brasilíumenn aumir í hálsinum

Norðmenn hafa fengið að súpa seyðið af ummælum Egils Olsens, landsliðsþjálfara Noregs, sem sagði á dögunum að hann næði betri árangri með lið Brasilíu en Mario Zagallo, væri í raun betri þjálfari. Í kjölfarið hafa margrir gagnrýnt leikskipulag Norðmanna, sem hefur ekki skilað þeim miklu í HM, en þeir mæta Brasilíumönnum í dag. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 459 orð | ókeypis

England á hálum ís

ENSKA landsliðið er komið út á hálan ís eftir 2:1 tap fyrir rúmenska landsliðinu í Toulouse í gær og ljóst að það verður a.m.k. að ná jafntefli við Kólumbíu í síðasta leik sínum í riðlakeppninni á föstudaginn. Sigur Rúmena var fyllilega verðskuldaður gegn fremur hugmyndasnauðu ensku liði sem lengst af olli vonbrigðum. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 143 orð | ókeypis

Er HM hættulegt heilsunni? HM er talið hafa v

HM er talið hafa valdið dauða sextugs manns í Kína, sem fékk hjartaáfall þegar hann fylgdist með beinni útsendingu. Maðurinn, sem hét Ni, hafði frá barnæsku verið ákafur knattspyrnuáhugamaður. Eftir að HM í Frakklandi hófst hafði Ni tekið upp á því að sofa á daginn en vaka á nóttunni til að geta fylgst með leikjunum. Dagblað í kínversku borginni Guangzhou greindi frá dauða mannsins. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 771 orð | ókeypis

Fall er fararheill

FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru unnu rallkeppni á Hólmavík um helgina. Keppnin var liður í Íslandsmótinu í rallakstri, skipulögð af Bifreiðaíþróttaklúbb Reykjavíkur í samvinnu við Kaupfélag Steingrímsfjarðar og Cafe Riis. Páll H. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 140 orð | ókeypis

Feðgaslagur í Frostaskjóli?

Í GÆR var dregið í 16-liða úrslit í bikarkeppni KSÍ í karlaflokki. Aðallið KR-inga fær Valsmenn í heimsókn í Frostaskjólið og verður það að teljast stórleikur umferðarinnar því svo gæti farið að Arnór Guðhjonsen myndi spila þar fyrsta leik sinn fyrir Val. Eins er líklegt að hann myndi hitta þar fyrir son sinn. Eið Smára. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 443 orð | ókeypis

Fyrsti sigur liðs frá Asíu

ÍRAN varð fyrst liða frá Asíu til að fagna sigri í úrslitakeppni HM í Frakklandi en Íran vann Bandaríkin 2:1 í Lyon í fyrrakvöld. Hamid Estili skallaði í mark Bandaríkjana skömmu fyrir hlé og Mehdi Mahdavikia bætti öðru marki við eftir gagnsókn sex mínútum fyrir leikslok en varamaðurinn Brian McBride minnkaði muninn áður en yfir lauk. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 331 orð | ókeypis

GABRIEL Batistuta er fyrsti maður

GABRIEL Batistuta er fyrsti maðurinn sem gerir þrjú mörk í leik í tveimur úrslitamótum HM en hann var með þrennu á móti Grikklandi 1994 og svo á móti Jamaíka um helgina. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 267 orð | ókeypis

GODWIN Okpara, varnarleikmaður Níge

GODWIN Okpara, varnarleikmaður Nígeríu, sem leikur með franska liðinu Strasbourg, sagði í gær að hann hafi mikinn áhuga að leika í Englandi ­ óskalið hans væru Arsenal eða Liverpool. Okpara er 25 ára. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 634 orð | ókeypis

Góður sigur Leifturs

LEIFTUR vann góðan sigur á Vorskla Poltava frá Úkraínu er liðin mættust í Inter-Toto keppninni í Ólafsfirði um helgina. Lokatölur leiksins urðu 1:0 fyrir Leiftur. Það er óhætt að segja að á brattann hafi verið að sækja fyrir Leiftur í seinni hálfleik því á 48. mínútu fékk Peter Ogaba að líta sitt annað gula spjald og því rautt. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 336 orð | ókeypis

G-riðill

Kólumbía - Túnis1:0 Montpellier; fyrri leikur í 2. umferð G-riðils, mánudaginn 22. júní 1998. Mark Kólumbíu: Leider Preciado (83). Skot á mark: Kólumbía 12 - Túnis 9. Skot framhjá: Kólumbía 8 - Túnis 13. Horn: Kólumbía 8 - Túnis 13. Rangstaða: Kólumbía 4 - Túnis 3. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 474 orð | ókeypis

"Himnasending"

LEE Janzen frá Bandaríkjunum átti frábæran endasprett á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í San Francisco á sunnudag. Hann lék síðustu 15 holurnar á fjórum höggum undir pari. Hann var fimm höggum á eftir landa sínum Payne Stewart fyrir síðasta hringinn en gerði síðan það sem fáir áttu von á ­ að sigra ­ eins og hann gerði líka fyrir fjórum árum. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 922 orð | ókeypis

HM í Frakklandi

E-RIÐILL Belgía - Mexíkó2:2 Bordeaux, laugardaginn 20. júní 1998. Mörk Belgíu: Marc Wilmots (43. og 48.). Mörk Mexíkó: Alberto Garcia Aspe (56. - vsp.), Cuauhtemoc Blanco (63.). Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 437 orð | ókeypis

Hollendingar fóru á kostum

HOLLENDINGAR sýndu allar sínu bestu hliðar er þeir burstuðu Suður-Kóreu 5:0 í E-riðli á laugardag. Sigur Hollands var síst of stór miðað við gang leiksins og hefðu tölur eins og 8:0 ekki verið ósanngjörn úrslit, slíkir voru yfirburðirnir. Suður-Kórea hefur enn ekki unnið leik í úrslitakeppni HM og sigur Hollendinga var sá stærsti til þessa á HM í Frakklandi. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 295 orð | ókeypis

HRISTO Stoichkov fékk orð í

HRISTO Stoichkov fékk orð í eyra frá forráðamönnum búlgarska landsliðsins er hann varð uppvís að því að vera á næsturklúbbum Parísar aðfaranótt mánudagsins, aðeins tveimur dögum fyrir erfiðan leik við Spán. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 588 orð | ókeypis

Hver erÓlafur Már Sigurðsson,sem lagði meistarannn?Dansinn kem- ur til góða

ÓLAFUR Már Sigurðsson, nítján ára kylfingur úr Keili í Hafnarfirði, gaf golfspekingum landsins langt nef um síðustu helgi, þegar Íslandsmótið í holukeppni var haldið á Grafarholtsvellinum. Ólafur Már, sem hefur unnið Íslandsmeistaratitil í dansi í unglingaflokki, gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistarann í golfi, Þórð Emil Ólafsson, í átta manna úrslitum og Þorstein Hallgrímsson, Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 360 orð | ókeypis

"Höfum sýnt styrk okkar"

Króatar tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum með því að vinna heppnissigur á Japönum, 1:0, í H-riðli á laugardag. Fyrirliðinn Davor Suker skoraði sigurmarkið seint í síðari hálfleik. Leikurinn var opinn og skemmtilegur og Japanir sýndu oft skemmtileg tilþrif. "Ég er mjög ánægður með árangurinn og við höfum nú sýnt styrk okkar. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 29 orð | ókeypis

Í kvöld

Knattspyrna Efsta deild karla, Landsímadeildin: Keflavík:Keflavík - Leiftur20 Meistaradeild kvenna: Akranes:ÍA - Valur20 Fjölnisv.:Fjölnir - Stjarnan20 Kópavogur:Breiðablik - Haukar20 KR-völlur:KR - ÍBV20 Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 122 orð | ókeypis

Íranir eftirsóttir

SIGUR Írans á Bandaríkjamönnum hefur opnað fyrir leikmönnum liðsins möguleika á að leika með liðum utan Írans. Miðvörðurinn Ali Daei hefur gengið til liðs við Bayern M¨unchen, eftir að liðið sem hann lék með sl. keppnistímabil í Þýskalandi, Armenia Bielefeld, féll úr 1. deild. Khodadad Azizi, sem lék með Köln, sem féll einnig, segist fara frá liðinu og líklega til liðs á Spáni. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 87 orð | ókeypis

Íslens· ka kvenn· aliðið í 4. sæti

ÍSLENSKA kvennalandsliðið lék við Kýpur um þriðja sætið í Promotion Cup á laugardaginn og tapaði 51:53 og hafnaði í 4. sæti í mótinu. Leikurinn var jafn allan tímann og var Ísland með frumkvæðið í leiknum þar til á lokamínútunum að Kýpurbúar skriðu framúr. Birna Valgarðsdóttir var besti leikmaður íslenska liðsins. Hún gerði 12 stig. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 264 orð | ókeypis

Jamaíka í sárum

Jamaíka skaust skyndilega í sviðsljósið þegar liðið vann sér þátttökurétt í HM í fyrsta sinn en ævintýrið er senn á enda. Og blendnar tilfinningar eru í hópnum eftir stórtap sem milljónir fylgdust með í sjónvarpi. "Ég held að ástandið geti ekki verið verra," sagði miðjumaðurinn Peter Cargill. "Fólk styður sigurvegara og nú erum við í hópi tapara. Öll undirbúningsvinnan varð að engu. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 56 orð | ókeypis

Jón H. valdi piltalandsliðið Jón H. Karlsso

Jón H. Karlsson tilkynnti í gær val sitt á piltalandsliðinu í golfi sem tekur þátt í Evrópumóti pilta á Gullane-vellinum í Skotlandi 8.-11. júlí. Þeir sem urðu fyrir valinu eru Kristinn Árnason, Haraldur Heimisson og Ólafur Kr. Steinarsson úr GR, Birgir Vigfússon, GFH, Gunnar Þór Jóhannsson, GS, og Guðmundur I. Einarsson, GSS. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 382 orð | ókeypis

Keilismenn í efstu sætunum

BJÖRGVIN Sigurbergsson og Ólöf María Jónsdóttir úr Keili báru sigur úr býtum á Íslandsmótinu í holukeppni sem haldið var á Grafarholtsvellinum. Mörg óvænt úrslit urðu í karlaflokki, en í mótslok voru það þrír Keilismenn sem voru í verðlaunasætunum. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 95 orð | ókeypis

KNATTSPYRNASleppur Leiftur með

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnir Knattspyrnusambandi Íslands og Leiftri væntanlega í dag hvort félagið verði sektað eða leikur þess við Vorskla Poltava frá Úkraínu í Getraunadeild Evrópu um helgina verði dæmdur tapaður 3:0. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 351 orð | ókeypis

Kolbrún ein bætti sig

Íslenski ólympíuhópurinn í sundi, þ.e.a.s. sá hópur sundmanna sem stefnir að þátttöku á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 fór í æfingaferð til Spánar og Frakklands á dögunum og keppti á tveimur mótum. Reyndar gaf Örn Arnarson, SH, ekki kost á sér til fararinnar þar sem hann er að jafna sig á erfiðum meiðslum í öxl. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 401 orð | ókeypis

Kólumbíumenn stálheppnir

KÓLUMBÍUMENN mega teljast stálheppnir að hafa náð sigri úr viðureign sinni við Túnismenn í gær. Leikurinn, sem endaði 1:0, var miklu fjörugri en þær tölur gefa til kynna og hleypa úrslit hans aukinni spennu í G-riðil keppninnar. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 328 orð | ókeypis

Leiftur - Poltava1:0 Ólafsfjarðarvöllur, Inter-toto keppnin

Ólafsfjarðarvöllur, Inter-toto keppnin - fyrri leikur í fyrstu umferð, 20. júní 1998 Aðstæður:Norðan strekkings vindur sem var ótrúlega hryssingslegur og kaldur. Að sögn heimamanna var þetta versti dagur sumarsins. Völlurinn var góða að venju. Mark Leifturs:John Nielsen 26. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 43 orð | ókeypis

Miðnæturhlaup á Jónsmessu

Í KVÖLD verður háð miðnæturhlaup fyrir almenning í Laugardal. Hlaupið hefst kl. 23 við Laugardalslaugina og keppt í 10 km hlaupi, en einnig verður boðið upp á 3 km skemmtiskokk. Þetta er þriðja árið í röð sem Jónsmessuhlaupið fer fram. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 87 orð | ókeypis

Opið unglingamót

Haldið hjá golfklúbbi Suðurnesja um síðustu helgi. Leiknar voru 54 holur. Helstu úrslit voru þessi: Karlar: Gunnar Þór Jóhannsson, GS224 Gunnlaugur Erlendsson, GR231 Ófeigur Guðjónsson, GR234 Ævar Pétursson, GS236 Ólafur Kr. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 331 orð | ókeypis

Opna bandaríska meistaramótið San Francisco: (Þeir se

San Francisco: (Þeir sem eru ekki þjóðkenndir hér fyrir neðan eru frá Bandaríkjunum.) 280 Lee Janzen 73 66 73 68 281 Payne Stewart 66 71 70 74 284 Bob Tway 68 70 73 73 285 Nick Price (Zimbabwe) 73 68 71 73 286 Tom Lehman 68 75 68 75, Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

Ósáttur með dómarana

"ÞETTA var mjög góður sigur fyrir okkur," sagði Páll Guðlaugsson þjálfari Leifturs eftir leikinn á Ólafsfirði. "Það var að vísu slæmt að ná ekki að skora annað því það hefði verið mjög gott að hafa tveggja marka sigur í farteskinu til Úkraínu. Ég er mjög ósáttur með dómara leiksins og fannst mér slök dómgæsla hans bitna mun meira á okkur, það var alveg óþarfi að reka Jens útaf að mínu mati. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 84 orð | ókeypis

Parreia rekinn BRASILÍSKI þjálfarinn C

BRASILÍSKI þjálfarinn Carlos Alberto Parreia var á laugardaginn rekinn sem þjálfari Saudi-Araba eftir 4:0 tapið á móti Frökkum. Þá var ljóst að liðið kæmist ekki áfram því það tapaði einnig fyrir Dönum í fyrstu umferð, 1:0. Það er skammt stórra högga á milli hjá Parreia því fyrir fjórum árum stýrði hann brasilíska liðinu til sigurs á HM. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 172 orð | ókeypis

Phil Jackson þjálfar ekki næsta ár

Phil Jackson ætlar hvorki að þjálfa Chicago né annað lið í bandarísku NBA-körfuknattleiksdeildinni næsta tímabil og telur að þetta sé líka rétti tíminn fyrir Michael Jordan til að leggja skóna á hilluna. Þetta kemur fram í viðtali við Jackson í blaðinu Newsweek í gær. Jackson hefur þjálfað Chicago undanfarin átta ár og sex sinnum hefur liðið orðið meistari undir hans stjórn. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 110 orð | ókeypis

Phiri ekki ánægður með bannið ALFRED Phiri, l

ALFRED Phiri, leikmaður Suður-Afríku, mótmælti þriggja leikja banninu, sem hann fékk eftir að hafa verið rekinn af velli í leik Suður-Afríku og Danmerkur, og hélt fram sakleysi sínu um helgina. Phiri, sem varð 24 ára í gær, sagði að samherjar sínir hefðu greint sér frá refsingunni. "Ég hélt að þeir væru að grínast. Þetta er það versta sem hefur komið fyrir mig á ævinni. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 412 orð | ókeypis

SKEMMTUN »Leikir á HM yljaíslenskum knatt-spyrnuunnendumHei

Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefur farið vel á stað í Frakklandi ­ boðið hefur verið upp á mjög góða knattspyrnu, spennandi leiki og augnablik, og mörk í öllum regnbogans litum. Hver reiknaði með að leikur Bandaríkjamanna og Írana yrði eins skemmtilegur og hann var, þar sem sóknarknattspyrnan var í hávegum höfð? Það hafa ekki verið mjög margir. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 166 orð | ókeypis

Spánverjar svara fyrir sig

LEIKMENN spænska landsliðsins í knattspyrnu hafa fengið nóg af gagnrýni eftir tap og jafntefli í fyrstu tveimur leikjum liðsins á HM. Fjölmiðlar og frammámenn hafa hæðst að framgöngu liðsins og kersknin hefur verið mjög á kostnað stórstjarnanna; þeirra sem fyrir mót voru taldir afar líklegir til góðs gengis. Nú hafa forráðamenn liðsins svarað fyrir sig. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 117 orð | ókeypis

Stoichkov lét Platini fá treyjuna

BÚLGARSKI framherjinn Hristo Stoichkov fór úr liðsbúningi sínum í leikhléi í leiknum gegn Nígeríu á föstudag og henti honum upp í stúku til Michels Platinis, sem sat þar og fylgdist með leiknum. Skipuleggjendur HM sögðu Stoichkov hafa kallað eitthvað í áttina að stúkunni um leið og hann gekk til búningsherbergja í leikhléi. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 451 orð | ókeypis

TEITUR Þórðarson, þjálfari Flor

TEITUR Þórðarson, þjálfari Flora í Eistlandi, hefur náð góðum árangri með liðið. Um helgina varð lið hans bikarmeistari eftir 3:2 sigur á Lantana. Teitur og félgar unnu deildarkeppnina um fyrri helgi og eru því tvöfaldir meistarar þetta árið. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 232 orð | ókeypis

Veðjað á Hollendinga

EFTIR stórsigur Hollands á Suður- Kóreu eru Hollendingar komnir í annað sætið hjá veðbönkum í London. Flestir spá Brasilíumönnum heimsmeistaratitlinum, staðan er 5-2. Hollendingar koma síðan með 11-2. Þá Frakkar 6-1, Argentínumenn 15-2, Þýskaland 9-1, England og Ítalía 25-1, Nígería 28-1, Spánn 33-1, Króatía, Rúmenía og Júgóslavía 50-1. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 198 orð | ókeypis

Viðburðarík nótt hjá Þorsteini

ÞORSTEINN Hallgrímsson, kylfingur úr GR mun seint gleyma síðustu helgi. Þorsteinn varð faðir í fyrsta sinn þegar unnusta hans, Ingibjörg Valsdóttir, ól honum nítján marka dóttur þegar klukkan var stundarfjórðung genginn í fjögur aðfaranótt sunnudagsins, en þá hafði Þorsteinn tryggt sér sæti í undanúrslitum í Íslandsmótinu í holukeppni á Grafarholtsvellinum. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 298 orð | ókeypis

Þjálfari Suður- Kóreu tók pokann sinn ÞJÁLFARI

ÞJÁLFARI Suður-Kóreu, Cha Bum-kun, var leystur frá störfum í kjölfar ósigurs liðsins fyrir Hollandi á laugardag, 5:0. Aðstandendur landsliðsins sögðu að Cha hefði verið kynnt ákvörðunin á sunnudag. Hann er annar þjálfarinn sem er rekinn á HM því á laugardag var þjálfari Sádi-Arabíu, Parreira, leystur frá störfum eftir að Sádar höfðu tapað 4:0 gegn Frökkum. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 452 orð | ókeypis

Þjóðverjar í vandræðum

ÞJÓÐVERJAR sluppu með skrekkinn þegar þeir náðu jafntefli, 2:2, á móti Júgóslövum eftir að hafa verið tveimur mörkum undir. Liðin eru efst í F-riðli með fjögur stig og líkleg til að fara áfram. Predrag Mijatovic gerði fyrsta markið á sunnudag ­ fyrirgjöf frá honum frá vinstri á 13. mínútu fór í stöng og af Jens Jeremies í markið. Meira
23. júní 1998 | Íþróttir | 366 orð | ókeypis

ÞORSTEINN Páll Sverrissonog Witek B

ÞORSTEINN Páll Sverrissonog Witek Bogdanski voru í hörkukeppni um þriðja sætið, allt þar til að Mazda þeirra stöðvaðist um stund í snjóskafli á einni sérleiðinni. Þeir náðu þó að krafsa sig út úr honum og alla leið í fjórða sæti. Meira

Fasteignablað

23. júní 1998 | Fasteignablað | 99 orð | ókeypis

Breskir veðlánsvextir hækka

ABBEY National Plc hefur fyrst veðlánsstofnana í Bretlandi aukið lánakostnað breskra íbúðarkaupenda í framhaldi af 0,25% hækkun opinberra vaxta. Fyrirtækið hyggst hækka venjulega veðlánsvexti í 8,95% úr 8,70% í samræmi við nýlega hækkun Englandsbanka á vöxtum af skuldabréfum í endursölu. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 746 orð | ókeypis

Er hægt að lækka byggingarkostnað hérlendis?

FÁTT hefur jafn afgerandi áhrif á lífsafkomu hvers Íslendings og það stórvirki að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það er þeim mun furðulegra að umræða um byggingakostnað og hvort mögulegt sé að lækka hann fyrirfinnst alls ekki, að minnsta kost ekki síðustu árin. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 799 orð | ókeypis

Garðhús

GARÐHÚS kemur að gagni til margra nota, getur meira að segja notast sem svefnhús fyrir gesti. Sé húsið fallegt, vinalegt og vel frá því gengið þá er hægt að nota það sem garðhús fyrir gesti að sumrinu en nota það svo til geymslu verkfæra yfir veturinn. uk þess geta börnin hæglega leikið sér í garðhúsinu á meðan þau eru lítil. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 201 orð | ókeypis

Glæsilegaríbúðir við Breiðuvík

FASTEIGNASALAN Ásbyrgi er með til sölu sex íbúðir að Breiðuvík 15 í Grafarvogi. Þetta eru þriggja og fjögurra herbergja íbúðir og hver íbúð með sér inngangi. Þvottahús er í hverri íbúð og sérgeymsla er fyrir hverja íbúð á jarðhæð. Íbúðirnar eru frá 90 ferm. upp í 118 ferm., auk möguleika á stórum bílskúr fyrir fjögurra herbergja íbúðirnar. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 28 orð | ókeypis

Hattahengi fyrir kúreka

Hattahengi fyrir kúreka KÚREKAR eru ekki sérlega fjölmenn stétt á Íslandi. Þó eru þeir til sem nota kúrekahatta og gætu þar með nýtt sér svona hengi með stórfenglegum nautshornum. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 26 orð | ókeypis

Hollendingurinn

Hollendingurinn ÁRIÐ 1997 vann þessi stóll til verðlauna. Hann er uppnefndur Hollendingurinn en ber annars hið formlega nafn Bobo og er hannaður af Gerard van den Berg. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 682 orð | ókeypis

Húsnæðismál snerta alla

LÍKLEGA á við um flesta, að þeir hugsa alla jafna frekar lítið um húsnæðismál í víðu samhengi frá einum tíma til annars. Fólk leiðir hugann helst að þessu þegar það er í þeim hugleiðingum að festa kaup á eða byggja íbúðarhúsnæði. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 245 orð | ókeypis

Landmikil húseign við Vatnsenda

EIGNIR við Vatnsenda hafa vakið æ meiri athygli á fasteignamarkaðinum að undanförnu. Nú er Fasteignamiðstöðin með einbýlishúsið Skyggni við Vatnsenda til sölu. Alls er húseignin um 180 ferm. og að sögn Magnúsar Leópoldssonar hjá Fasteignamiðstöðinni stendur það á hálfum hektara lands, Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 42 orð | ókeypis

Minnkum kostnaðinn

Í ÞÆTTINUM Lagnafréttir fjallar Sigurður Grétar Guðmundsson um hugmyndir Svíans Hakons Birke um lægri byggingarkostnað, en þær byggjast á að engum tíma þarfi að eyða í leiðréttingar og endurvinnu og að allir byggingarhlutar komi sem mest unnir á byggingarstað. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 229 orð | ókeypis

Sérhannað atvinnu- húsnæði

VIÐ Gylfaflöt í Grafarvogi er fyrirtækið Allrahanda ehf. að byggja rúmlega 4.000 ferm. húsnæði yfir starfsemi sína. Þar er um mjög sérhannað húsnæði að ræða, en Allrahanda rekur yfir 30 hópferðabíla og strætisvagna. Nýbyggingin er hönnuð af arkitektunum Baldri Ó. Svavarssyni og Jóni Þór Þorvaldssyni hjá teiknistofunni Úti og inni. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 1194 orð | ókeypis

Sérhannað atvinnuhús- næði við Gylfaflöt í Grafarvogi

VIÐ SVONEFNDA Gylfaflöt í Rimahverfi er að rísa mjög áberandi iðnaðarhverfi. Stórbyggingar standa þar hlið við hlið. Skeljungur er kominn með stóra bensínstöð, Gúmmísteypa Þ. Lárussonar hefur reist þarna stórbyggingu og talsvert er síðan Leikfangasmiðjan byggði verksmiðju fyrir framleiðslu sína, sem er fyrst og fremst leikföng og leiktæki fyrir börn. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 201 orð | ókeypis

Skrifstofuhúsnæði eða tvær íbúðir

FASTEIGNASALAN Höfði er með til sölu skrifstofuhúsnæði að Skólavörðustíg 19. Þetta er 152 ferm. húsnæði frá árinu 1950, sem hefur verið endurnýjað mjög mikið. Það er á annarri hæð og eru tveir inngangar inn í rýmið. Hægt væri að skipta því niður og leigja það í tvennu lagi. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 41 orð | ókeypis

Smíði garðhúss

GARÐHÚS má nota sem svefnhús fyrir gesti að sumarlagi og til geymslu á verkfærum yfir veturinn, auk þess em börn geta hæglega leikið sér þar, segir Bjarni ólafsson í þættinum Smiðjan, en þar lýsir hann smíði á garðhúsi. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 229 orð | ókeypis

Söluverðmæti húsnæðisbréfa nær 5 milljarðar á síðasta ári

Húsnæðisstofnun bauð á síðasta ári út sölu á húsnæðisbréfum sem gefin voru út af Byggingarsjóði verkamanna. Tilgangur sölunnar var að mæta fjárþörf sjóðsins á árinu. Áfram voru boðnir til sölu þeir flokkar sem voru stofnaðir árið áður, 1. og 2. flokkur 1996. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 524 orð | ókeypis

Umsóknum um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika fer fækkandi

FRÁ stofnun Ráðgjafarstöðvar Húsnæðisstofnunar ríkisins 1985 og fram til ársloka 1997 hafa verið afgreiddar 13.886 umsóknir um aðstoð vegna greiðsluvanda. Hafa 10.590 umsóknir hlotið jákvæða afgreiðslu en 3.485 umsóknum hefur verið synjað. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 196 orð | ókeypis

Vandað 2ja íbúða hús á útsýnisstað

GÓÐAR eignir við Jófríðarstaðaveg í Hafnarfirði hafa ávallt haft mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá fasteignasölunni Ási er nú til sölu húseignin Jófríðarstaðavegur 19. Í húsinu eru tvær íbúðir en það getur eigi að síður nýst sem einbýli. Húsið er byggt 1985 og er úr steinsteyptum einingum. Það er alls 257 ferm. með innbyggðum bílskúr. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 130 orð | ókeypis

Vel búið Fosshótel

Egilsstaðir-Lokið er endurbótum á 14 herbergjum á Fosshóteli í Hallormsstað, en herbergin eru notuð sem heimavist nemenda í grunnskólanum á veturna. Hótelið þykir nú mjög vel búið en öll þessi herbergi eru með baði. Á sl. ári var tekin í notkun nýbygging við hótelið en þar er 21 herbergi með baði. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 198 orð | ókeypis

Virðulegt hús við Flókagötu

EIGNAMIÐLUNIN er með til sölu einbýlishús að Flókagötu 18 í Reykjavík. Að sögn Sverris Kristinssonar hjá Eignamiðluninni er þetta afar virðuleg og vönduð eign á góðum stað. Húsið er steinsteypt, byggt 1941 og alls 287 ferm. að stærð. Það er á tveimur hæðum auk kjallara. "Þetta er eitt af þessum gömlu og virðulegu húsum við Miklatún," sagði Sverrir Kristinsson. Meira
23. júní 1998 | Fasteignablað | 23 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

23. júní 1998 | Fasteignablað | 26 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

23. júní 1998 | Fasteignablað | 25 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

23. júní 1998 | Fasteignablað | 20 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

23. júní 1998 | Fasteignablað | 9 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

23. júní 1998 | Fasteignablað | 26 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

23. júní 1998 | Fasteignablað | 11 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

23. júní 1998 | Fasteignablað | 16 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

23. júní 1998 | Fasteignablað | 23 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

23. júní 1998 | Fasteignablað | 15 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

23. júní 1998 | Fasteignablað | 16 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

23. júní 1998 | Fasteignablað | 20 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

23. júní 1998 | Úr verinu | 258 orð | ókeypis

Fyrsta loðnan á land á Raufarhöfn

Fyrstu loðnunni á nýhafinni vertíð var landað hjá SR-mjöli á Raufarhöfn aðfaranótt mánudagsins. Það var Þórður Jónasson sem landaði 645 tonnum og í kjölfarið kom Guðmundur Ólafur til hafnar á sama stað með 782 tonn. Loðnan veiddist um það bil 70 til 75 mílur norðaustur af Melrakkasléttu. Meira
23. júní 1998 | Úr verinu | 233 orð | ókeypis

Gjaldþrot í Finnmörk án Rússafisksins

DRAGI verulega úr löndunum Rússa í Noregi mun það leiða til mikilla erfiðleika og gjaldþrots margra fyrirtækja í Finnmörk. Í fiskvinnslunni þar hefur átt sér stað töluverð sérhæfing á síðustu árum og gerir það hana enn viðkvæmari en ella fyrir breytingum. Kemur þetta fram í skýrslu, sem tekin hefur verið saman um horfurnar framundan en næstum 80% starfa þar eru í sjávarútvegi og fiskeldi. Meira

Ýmis aukablöð

23. júní 1998 | Dagskrárblað | 143 orð | ókeypis

10.40HM-skjáleikurinn

10.40HM-skjáleikurinn [34248743] 13.40HM í knattspyrnu Ítalía - Austurríki Bein útsending frá St Denis. [4243878] 16.00HM í knattspyrnu Chile - Kamerún Upptaka frá leik í Nantes. [1562878] 17.50Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [947743] 18. Meira
23. júní 1998 | Dagskrárblað | 261 orð | ókeypis

17.00Í ljósaskiptunum

17.00Í ljósaskiptunum Twilight Zone) (e) [3052] 17.30Taumlaus tónlist [3439] 18.00Dýrlingurinn (The Saint) Breskur myndaflokkur um Simon Templar og ævintýri hans. [90762] 18.50Sjónvarpsmarkaðurinn [329323] 19. Meira
23. júní 1998 | Dagskrárblað | 553 orð | ókeypis

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson flytur. 7.05Morgunstundin. 7.31Fréttir á ensku. 8.20Morgunstundin. Meira
23. júní 1998 | Dagskrárblað | 102 orð | ókeypis

Gróður og auðn á Íslandi

STÖÐ 2Kl.22.50Náttúra Ari Trausti Guðmundsson fjallar um umhverfismál á Íslandi og umgengni manns við náttúruna. Undirtitill þáttarins Í sátt við nátúruna að þessu sinni er Land til framtíðar. Meira
23. júní 1998 | Dagskrárblað | 95 orð | ókeypis

Klassísk kvikmynd

SÝNKl.21.00Bíómynd Lævís og lipur, eða "Kind Hearts and Coronets" með Alec Guinness. Leikstjóri er Robert Hamer en í helstu hlutverkum eru Alec Guinness, Dennis Price, Joan Greenwood og Valerie Hobson. Myndin, sem er frá árinu 1949, og Maltin gefur . Meira
23. júní 1998 | Dagskrárblað | 801 orð | ókeypis

ÞRIÐJUDAGUR 23. júní SANIMAL PLANET 9.00

ÞRIÐJUDAGUR 23. júní SANIMAL PLANET 9.00 Nature Watch 9.30 Kratt's Creatures 10.00The World 11.00 Blue Reef Adventures 11.30Animal Show. 12.00 Espu 12.30 Horse Tales 13.00 Jack Hanna's Zoo Life 13. Meira
23. júní 1998 | Dagskrárblað | 146 orð | ókeypis

ö13.00Systurnar (Sisters)(28:28) (e) [76588]

13.45Hættulegt hugarfar (Dangerous Minds) (15:17) (e) [7488762] 14.30Hale og Pace (7:7) (e) [65435] 14.55Handlaginn heimilisfaðir (1:25) (e) [5642033] 15.15Cosby (Cosby Show)(9:25) (e) [351762] 15. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.