Greinar laugardaginn 27. júní 1998

Forsíða

27. júní 1998 | Forsíða | 168 orð

Bullur í berserksham

TIL átaka kom milli enskra knattspyrnubullna og lögreglumanna fyrir leik Englendinga og Kolumbíumanna á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Englendingar sigruðu 2:0 og leika við Argentínumenn í 16 liða úrslitunum á þriðjudag. Meira
27. júní 1998 | Forsíða | 529 orð

David Trimble verður líklega forsætisráðherra

SDLP fékk flest atkvæði á N-Írlandi en UUP fleiri þingsæti David Trimble verður líklega forsætisráðherra Belfast. Morgunblaðið. FLOKKUR hófsamra kaþólikka (SDLP) fékk flest atkvæði í fyrsta sæti í þingkosningunum á N-Írlandi og er í fyrsta skipti orðinn stærstur n-írsku stjórnmálaflokkanna. Meira
27. júní 1998 | Forsíða | 108 orð

Málshöfðun auðvelduð

HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna kvað í gær upp tvo úrskurði, sem taldir eru marka tímamót og verða til þess að auðvelda málshöfðun vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustöðum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í tveimur málum að vinnuveitendur gætu verið ábyrgir að lögum fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu starfsmanna sinna. Meira
27. júní 1998 | Forsíða | 281 orð

Sakaðir um íhlutun í innanríkismál Kína

DEILA um handtöku þriggja kínverskra andófsmanna virtist í gær ætla að varpa skugga á fyrsta leiðtogafund Bandaríkjanna og Kína í níu ár sem haldinn verður í Peking í dag. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lét í ljós óánægju með handtökurnar en kínversk stjórnvöld vísuðu gagnrýninni á bug sem íhlutun í innanríkismál Kína. Meira

Fréttir

27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1927 orð

577 kandidatar útskrifuðust frá Háskóla Íslands

Í LOK vormisseris 1998 luku eftirtaldir kandídatar, 577 að tölu, prófum við Háskóla Íslands. Auk þess luku 62 nemendur starfsréttindanámi við, félagsvísindadeild. Guðfræðideild (6) Embættispróf í guðfræði (3): Auður Inga Einarsdóttir, Rúnar Már Þorsteinsson, Sveinbjörn Bjarnason. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

7 íslenskar tilnefningar

UMHVERFISVERÐLAUN Norðurlandaráðs munu verða veitt í fjórða sinn nú í haust. Að þessu sinni bárust ráðinu 113 tillögur frá öllum Norðurlöndum, þar af 7 frá Íslandi en umsóknarfresturinn rann út þann 29. maí síðastliðinn. Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum eða sem samsvarar um 4 milljónum króna og eru veitt í þeim tilgangi að vekja athygli á umhverfismálum á Norðurlöndum. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð

86% telja kosningaumfjöllun RÚV áreiðanlega

ÁTTATÍU og sex prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Coopers & Lybrand-Hagvangs hf. finnst fréttaflutningur fréttastofu Ríkisútvarpsins, þ.e. Hljóðvarps og Sjónvarps, af kosningamálum og kosningaundirbúningi sveitarstjórnarkosninganna í heild áreiðanlegur. Í ítarlegum viðtölum Coopers & Lybrand-Hagvangs hf. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 235 orð

Aðstaðan allt önnur og betri

"AÐSTAÐAN er allt önnur og hér er allt nýtt nema vind- og loftþrýstingsmælar," sagði Kári Guðbjörnsson, eftirlitsmaður verklagsdeildar hjá Flugmálastjórn, aðspurður um þá endurnýjun sem fram fór nýverið á efstu hæðinni í flugturninum. Þaðan er stjórnað flugumferð um Reykjavíkurflugvöll og nágrenni. Meira
27. júní 1998 | Landsbyggðin | 106 orð

Afreksfólk í íþróttum

Egilsstaðir-Á hátíðarhöldum hinn 17. júní voru veittar viðurkenningar til þeirra íþróttamanna Hattar sem staðið höfðu sig vel á árinu 1997. Fyrir góðan sundárangur fékk Ingvar Dór Birgisson viðurkenningu, skíðamaður Hattar var Hafþór Guðjónsson, körfuknattleiksmaður var Þorbjörn Björnsson, frjálsíþróttamaður var Sigmar Vilhjálmsson, Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Andlitsteikningar Baltasars á Selfossi

SÝNING á 42 andlitsteikningum eftir Baltasar af ábúendum í Grímsnesi verður opnuð í Listasafni Árnesinga á Selfossi í dag, laugardag, kl. 15. Í fréttatilkynningu frá Listasfni Árnesinga segir: "Baltasar hóf að teikna andlit bænda í héraðinu árið 1965 en lauk svo við myndaröðina á einni viku, þegar hann beið eftir Baltasar Kormáki, sem fæddist á Selfossi árið 1966. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 501 orð

Annmarkar á stöðugleika og ofhleðsla

RANNSÓKNARNEFND sjóslysa hefur lokið rannsókn á orsökum Æsuslyssins. Nefndin telur að slysið megi rekja til annmarka á stöðugleika skipsins, hleðslu umfram þau mörk sem stöðugleikagögn sögðu leyfileg og stjórnunar á skipinu þegar veiðum var hætt umræddan dag og búist var til heimsiglingar. Fyrir tæpum tveimur árum hvolfdi kúfiskskipinu Æsu ÍS og það sökk á Arnarfirði í blíðskaparveðri. Meira
27. júní 1998 | Landsbyggðin | 99 orð

Arsenalaðdáendur fagna

Neskaupstað­Um svipað leyti og Danadrottning og aðrir gestir Listahátíðar í Reykjavík máttu búa við haglél og vind við setningu Listahátíðarinnar komu Arsenalaðdáendur á Neskaupstað saman í blíðunni og grilluðu sér pylsur og héldu upp á gott gengi liðs síns sl. vetur. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Áhyggjur af alvarlegu ástandi

"VIÐ skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar á skurðstofum Sjúkrahúss Reykjavíkur lýsum þungum áhyggjum yfir því ástandi, sem skapast mun þann 1. júlí þegar meirihluti hjúkrunarfræðinga hættir störfum," segir í upphafi yfirlýsingar frá skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingum hjá SHR sem borist hefur blaðinu. Síðan segir: Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Áhyggjur af búfénaði á vegum

ATVINNUBÍLSTJÓRAR á landsbyggðinni hafa miklar áhyggjur af því hversu mikið af búfénaði er við og á þjóðvegum landsins. Ragnar Karlsson, bílstjóri á Akureyri, er einn þeirra mörgu sem aka um þjóðvegina flesta daga vikunnar. Hann sagði ástandið mjög alvarlegt og bílstjórar væru orðnir lang þreyttir. Meira
27. júní 1998 | Miðopna | 1286 orð

Árþúsund aftur í tímann Brunninn viðarstubbur og ryðguð beltissylgja eru harla ómerkilegir hlutir í augum flestra og fæstir hafa

FORNLEIFAUPPGREFTRINUM á Neðra-Ási í Hjaltadal hefur miðað vel í sumar. Fornleifafræðingarnir hafa á fjórum vikum flett byggingarlögum síðustu árhundraða ofan af leifum kirkju sem athyglin beinist að en hún er talin geta verið frá 11. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 256 orð

Átök í Alsír í kjölfar morðs á söngvara

MIKIL reiði ríkir í Alsír eftir að söngvarinn Lounes Matoub var myrtur þar í landi á fimmtudag. Yfirvöld segja Matoub, sem var 42 ára, hafa verið myrtan við vegatálma sem skæruliðar komu upp, en ungmenni sem þyrptust út á götur bæjarins Tizi Ouzou í gær taka skýringar stjórnvalda ekki trúanlegar. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 351 orð

Batnandi fréttir víða að

ENN berast batnandi tíðindi af bökkum laxveiðiánna, nú síðast frá Laxá í Kjós, sem er "dottin inn" eins og leigutakinn orðaði það, og Straumfjarðará, sem var opnuð um síðustu helgi og hefur verið að sækja sig jafnt og þétt. Meira
27. júní 1998 | Landsbyggðin | 150 orð

Berst í þágu forvarna

Selfossi­ Fyrir skömmu var undirritaður samningur milli Ingólfs Snorrasonar íþróttamanns Selfoss og Búnaðarbankans á Selfossi. Búnaðarbankinn mun styrkja Ingólf í íþrótt sinni jafnframt því sem styrkurinn mun nýtast Ingólfi í baráttunni gegn vímuefnum. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 600 orð

Clinton hælir lýðræðistilraun í kínverskum þorpum

KÍNVERSK stjórnvöld hafa lítið umburðarlyndi gagnvart pólitískum hópum og einstaklingum er setja sig upp á móti stefnu Kommúnistaflokksins. Fjölmiðlar lúta ströngum aga og meira að segja pólitískar umræður á netinu eru ritskoðaðar. Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Djass á Pollinum

DJASSTRÍÓ Ómars Einars leikur á Pollinum á Akureyri sunnudagskvöldið 28. júní og hefjast tónleikarnir kl. 21.00. Með Ómari leika Stefán Ingólfsson bassaleikari og Ole Pullar Saxe trommuleikari. Ómar er ekki ókunnur norðlensku djassáhugafólki því hann hefur margoft leikið á Akureyri. Stefán Ingólfsson hefur starfað með hljómsveitunum Súld og JJ Soul band og spilað djass til margra ára. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 291 orð

Enginn árangur af ferð Holbrooks RICHARD Holbroo

RICHARD Holbrook, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Júgóslavíu, varaði við því í gær að svo gæti farið að NATO flýtti áætlunum sínum um hernaðaraðgerðir vegna deilunnar um Kosovo enda hefði fjögurra daga ferð hans til Júgóslavíu engan árangur borið. "Báðir deiluaðilar ættu að vera meðvitaðir um það að næstu meiriháttar átök milli þeirra geta haft sorglegar afleiðingar," sagði hann. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Esjudagurinn á sunnudag

ESJUDAGUR Hjálparsveita skáta í Reykjavík og Skátabúðarinnar verður á sunnudaginn og er nú haldin í sjöunda sinn. Lagt er upp frá bílastæðinu við Mógilsá kl. 10 og munu félagar úr HSSR verða göngufólki til aðstoðar. Ýmislegt verður til skemmtunar, fróðleiks og hressingar. Allir sem ná toppnum fá viðurkenningarskjal og tilboð frá Skátabúðinni. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 174 orð

Eþíópíumenn undirbúa átök

STÓRIR hópar fólks hafa mætt til herskráningar og herþjálfunar í Eþíópíu undanfarna daga eftir að stjórnvöld sendu ákall til þjóðarinnar um að ganga til liðs við herinn. Sögðu nokkrir sjálfboðaliðar Eþíópíustjórn hafa reynt að finna friðsamlega lausn á landamæradeilu Eþíópíu og Eritreu en að stjórnvöld í Eritreu hefðu sýnt að þau væru ekki tilbúin til að fara þá leið. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Fengu fjallareiðhjól og hjálma

"ÍSLENSK getspá hefur tvo síðastliðna vetur verið í leik með hlustendum Rásar 2 sem spila jafnframt saman í lottóinu. Lottóhópar um allt land sendu inn þátttökubeiðni til Rásar 3 og voru tveir hópar dregnir út vikulega í beinni útsendingu. Fékk hvor hópur 10 raða kerfisseðil að gjöf frá Íslenskri getspá. Samhliða þátttöku sinni í lottóinu svöruðu hóparnir einni spurningu í þættinum. Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Fjölskyldudagar á kútter Jóhönnu

FJÖLSKYLDUDAGAR verða á kútter Jóhönnu um helgina, laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á tveggja og hálfrar klukkustundar siglingu með sjóstangaveiði, en hver fjölskylda greiðir eitt gjald, 4.000 krónur. Fólk fær að spreyta sig á sjóstöng og nota gamaldags handfæri, en veiðarfæri verða um borð. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Fornt bæjarstæði en ekki kuml HJÁ Vagnss

HJÁ Vagnsstöðum í Suðursveit fundust í síðustu viku fornar minjar sem líktust kumli eða fornmannahaug. Björn G. Arnarson, safnvörður á Sýslusafni Austur-Skaftafellssýslu, fann rústirnar er hann var þarna að vinna að umhverfismati fyrir væntanlegt vegstæði. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 266 orð

Fundir en enginn árangur

FUNDIR fulltrúa stjórnvalda og hjúkrunarfræðinga héldu áfram í gær og enn er leitað leiða til að koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar hætti störfum frá og með næsta miðvikudegi. Stjórnendur spítalanna bíða átekta, tilbúnir með þann undirbúning sem unnt er, en þeir vonast til að stjórnvöldum takist að koma í veg fyrir neyðarástand á sjúkrahúsunum. Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Fyrirlestur um skrímsli

HARALDUR Ingi Haraldsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, flytur fyrirlestur fyrir erlenda ferðamenn í Deiglunni í Kaupvangsstræti kl. 13 næstkomandi þriðjudag, 30. júní. Verður hann fluttur á ensku og heitir "Icelandic monsters og mythical beasts". Verð er 1.200 krónur. Fyrirlesturinn er á vegum Sumarháskólans á Akureyri. Meira
27. júní 1998 | Landsbyggðin | 150 orð

Gjöf til Kirkjuhvammskirkju

Hvammstanga­Á hvítasunnudag var hátíðarmessa í Kirkjuhvammskirkju á Hvammstanga. Í byrjun athafnar var kirkjunni færð minningargjöf frá börnum og tengdabörnum hjónanna Guðrúnar Sigurðardóttur og Einars Farestveit. Þau hjón hófu hjúskap á Hvammstanga árið 1934, hún dóttir Sigurðar Pálmasonar kaupmanns og hann norskur refahirðir. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 122 orð

Gleypti flugu í beinni útsendingu

BRESKI sjónvarpsmaðurinn Jonathan Hill brást fagmannlega við er fluga flaug upp í hann í beinni útsendingu í vikunni, og gleypti hana með bros á vör. Hill, sem er 28 ára, segir að sér hafi verið eðlilegast að spýta flugunni út úr sér. Hann hafi hins vegar ekki viljað ganga fram af áhorfendum sínum enda hafi þetta verið um miðjan dag er margir Bretar sitji að tedrykkju. Meira
27. júní 1998 | Landsbyggðin | 221 orð

Góður gróður og sauðburður gekk vel

Hnausum í Meðallandi-Nú er kominn ágætur gróður og hefur ekki séð á þótt heldur hafi kólnað síðustu daga. Sauðburður mun yfirleitt hafa gengið mjög vel. Vorið þurrviðrasamt og gróður kom sæmilega snemma. Nú er komin sameiginleg vatnsveita frá Melhól á alla bæi í Meðallandi sem eru sunnan Eldvatns. Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Handverk og hönnun

SÝNINGUNNI Handverk og hönnun sem er á skrifstofu Gilfélagsins í Deiglunni lýkur á sunnudag, 28. júní. Hún er opin frá kl. 14 til 16, en þar eru sýndir munir sem komu fram í samkeppni um minjagripi sem var átak til atvinnusköpunar á vegum viðskiptaráðuneytisins og Iðntæknistofnunar. Frá Akureyri fara gripirnir til Selfoss. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð

Heimspekideild valdi Guðmund og Má

DR. GUÐMUNDUR Jónsson og dr. Már Jónsson hlutu flest atkvæði í stöður tveggja lektora við sagnfræðiskor Háskóla Íslands á fundi heimspekideildar í gær. Níu sóttu um stöðurnar og voru allir umsækjendur taldir hæfir. Jafnframt var kosið um tímabundna stöðu prófessors við deildina og voru umsækjendur tveir þeir dr. Loftur Guttormsson og dr. Már Jónsson og fékk Loftur afgerandi kosningu. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Helgardagskrá á Þingvöllum

LANDVERÐIR á Þingvöllum bjóða upp á gönguferðir og barnastund um helgina, þar sem saman fer fræðsla, skemmtun og útivera. Á laugardag hefst dagskráin kl. 11 með barnastund. Þar verður leikið, sungið og spjallað og hefst stundin við þjónustumiðstöð. Kl. 14 verður svo gengið frá Flosagjá í Skógarkot og farið með sögur og ljóð frá Þingvöllum. Á sunnudag kl. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Hugsanlega afráðið í næstu viku

STJÓRN Landsvirkjunar gengur að líkindum frá ráðningu nýs forstjóra á næsta fundi sínum, hugsanlega í næstu viku. Á fundi stjórnarinnar í gær var farið yfir málið en reyna á að ná samstöðu í stjórninni um ráðninguna. Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 156 orð

Húsdýra- og fjölskyldugarður í sveit

BÚGARÐUR verður opnaður á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd í dag, laugardaginn 27. júní. Búgarður er nokkurs konar samheiti yfir húsdýra- og fjöldskyldugarð í sveit en auk hefðbundins kúabús er starfrækt veitingastofa á Þórisstöðum. Íslensku húsdýrin eru flest í sínu náttúrulega umhverfi í fallegum skógarlundi, sem stendur í lækjargili milli íbúðarhúss og útihúsa. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 228 orð

Hyggst opna lögmannsstofu

SIGURÐUR Gizurarson sýslumaður á Akranesi mun ekki taka við nýju embætti sýslumanns Strandasýslu 1. júlí. Hefur hann ákveðið að þiggja ekki flutning í sýslumannsembættið á Hólmavík og stefnir að opnun eigin lögmannsskrifstofu í Reykjavík á næstu vikum. "Ég tók þá ákvörðun að þiggja ekki starfið á Hólmavík. Meira
27. júní 1998 | Landsbyggðin | 212 orð

Ingjaldshólskirkju fært málverk að gjöf

Hellissandi­Nýlega heimsótti Áki Gränz, málarameistari í Njarðvíkum, Ingjaldshólssöfnuð en hann hefur mikið fengist við listmálun. Áki færði sóknarnefnd Ingjaldshólskirkju málverk að gjöf sem hengt verður upp í safnaðarheimili kirkjunnar. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

ÍA dæmt til að greiða Guðjóni rúmar þrjár milljónir króna

GERÐARDÓMUR hefur komist að þeirri niðurstöðu að riftun verktakasamnings Knattspyrnufélags ÍA við Guðjón Þórðarson, þjálfara landsliðs karla í knattspyrnu, í byrjun desember 1996 hafi verið ólögmæt. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 899 orð

Ísland á mikið undir þátttöku í þróunarstarfi

JAMES D. Wolfensohn, forseti Alþjóðabankans, kom hingað til lands í gærmorgun og sat fund ráðherra frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, sem fara með málefni bankans í ríkisstjórnum sínum. Þar var fjallað um hvernig hægt væri að auka samvinnu milli ríkjanna, Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 231 orð

Ísland taki að sér fjarkennslu í Afríku

JAMES D. Wolfensohn, forseti Alþjóðabankans, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ákváðu á fundi sínum í Reykjavík í gær að kanna möguleika á að Ísland, í samstarfi við Alþjóðabankann, taki að sér fjarkennslu um sjávarútveg og nýtingu jarðhita í þróunarlöndum. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Íslensk grös og lækningajurtir í Árbæjarsafni

FRÆÐSLA og spjall um íslenskar jurtir, notagildi þeirra og lækningamátt verður í Árbæjarsafni sunnudaginn 28. júní. Jón Einarsson grasalæknir heldur erindi kl. 13.30 og fjallar um grasalækningar sem valkost í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir fræðir um notagildi íslenskra jurta kl. 15. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 363 orð

Íslenskur tannlæknir verðlaunaður í Bandaríkjunum

ÁSGEIR Sigurðsson, sérfræðingur í rótar- og kjálkaaðgerðum (Endodontics), var sæmdur verðlaunum kennd við dr. Edward Osetek 8. maí sl. Verðlaun þessi eru veitt þriðja eða fjórða hvert ár, og er þetta í fyrsta sinn sem útlendingur hlýtur þau, þ.e. ekki Bandaríkjamaður. Dómnefnd ferðaðist milli allra tannlæknaháskóla í Bandaríkjunum sem kenna þetta fag, þ.e. Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Íþróttaskemman seld

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur lagt til að bæjarstjóra verði heimilað að ganga til samninga við Sandblástur og málmhúðun um kaup á Íþróttaskemmunni á grundvelli tilboðs sem fyrirtækið gerði bæjaryfirvöldum fyrir skemmstu. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 158 orð

Jeltsín aflýsir ferðum vegna ástandsins

KREPPAN á rússneska fjármálamarkaðinum tók nýja dýfu í gær og tilkynnt var úr Kreml, að Borís Jeltsín forseti hefði aflýst ferðalögum sem til hafði staðið að hann færi í, svo hann gæti einbeitt sér að því að taka á vandanum. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 375 orð

Kampavínskeppni á Hótel Sögu

MÁNUDAGINN 29. júní næstkomandi verður bikarkeppnin Ruinart Trophy haldin í fyrsta sinn á Íslandi, í samvinnu við Rolf Johansen & Company ehf. og Samtök íslenskra vínþjóna. Fulltrúar Ruinart fyrirtækisins verða viðstaddir, en keppnin er liður í Íslandsmóti Samtaka íslenskra vínþjóna og hefst klukkan 10.30 í Sunnusal á Hótel Sögu, en úrslit hefjast klukkan 14.30. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 676 orð

Keflavíkurstöðin hjálpaði í samningum við Norðmenn

SAMNINGSVILJI Norðmanna í deilu þeirra við Íslendinga um fiskveiðiréttindi í hafinu milli Íslands og Jan Mayen á árunum 1978­1981 réðst að miklu leyti af ótta þeirra við að Íslendingar myndu krefjast brottfarar bandarísks herliðs frá landinu ef að þeim væri þrengt. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Keppt um titilinn Sterkasti maður Íslands

KEPPNIN Vestfjarðavíkingurinn 1998, Sterkasti maður Íslands, verður haldin 2.­4. júlí næstkomandi og fer hún fram víðs vegar á Vestfjörðum. Keppendur eru Auðunn Jónsson, Torfi Ólafsson, Unnar Garðarsson, Gunnar Guðjónsson, Regin Vágadal, Jens Fylkisson, Svavar Einarsson og Vilhjálmur Hauksson. Sigurvegari mótsins vinnur sér rétt til þátttöku í keppninni Sterkasti maður heims. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Komum ekki svona fram við góða granna

STAVANGER Aftenblad í Noregi birti í vikunni forystugrein um sýknu skipstjóra og útgerðar Sigurðar VE fyrir áfrýjunarrétti á Hálogalandi. Í leiðaranum, sem ber fyrirsögnina "Sett ofan í við Noreg" er sýknudómnum fagnað, enda hafi viðbrögð norskra stjórnvalda við mistökum áhafnarinnar á Sigurði verið alltof hörð. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Kosið um sameiningu fimm hreppa í Árnessýslu

KOSIÐ verður um sameiningu fimm hreppa í uppsveitum Árnessýslu í dag. Verða kjörstaðir opnaðir ýmist klukkan 10 eða 12 og verða opnir til klukkan 18, 20 eða 22. Hrepparnir fimm eru Þingvallahreppur, Skeiðahreppur, Laugardalshreppur, Hrunamannahreppur og Biskupstungnahreppur. Í Laugardalshreppi er kjörstaðurinn skrifstofa hreppsins og er opið milli klukkan 10 og 18. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Landnemamót í Viðey

SKÁTAFÉLAGIÐ Landnemar efnir til móts í Viðey um helgina. Mótið hófst á fimmtudag og því lýkur á morgun, sunnudag. Dagskráin byggist mest á skátaflokknum sjálfum; almennri skátun, tjaldbúðavinnu, varðeldum og fleiru sem til fellur. Allar ferðir verða farnar frá bryggju Viðeyjarferjunnar í Sundahöfn. Mótsslit eru fyrirhuguð á sunnudag kl. 14. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

LEIÐRÉTT

Í MYNDTEXTA með frétt um Bjarna Tryggvason, geimfara, í blaðinu í gær, var frænka hans Vilborg Tryggvadóttir rangnefnd Valgerður. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Vilhjálmur ekki Gunnar Rangt var farið með nafn í myndatexta í frétt um Vottunarstofuna Tún í Viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag. Vilhjálmur Bjarnason var rangnefndur Gunnar Á Gunnarsson. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

LEIÐRÉTT

Í MYNDTEXTA með frétt um Bjarna Tryggvason, geimfara, í blaðinu í gær, var frænka hans Vilborg Tryggvadóttir rangnefnd Valgerður. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Vilhjálmur ekki Gunnar Rangt var farið með nafn í myndatexta í frétt um Vottunarstofuna Tún í Viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag. Vilhjálmur Bjarnason var rangnefndur Gunnar Á Gunnarsson. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 597 orð

Mannréttindabrot framin í 141 landi á síðasta ári

ÍSLANDSDEILD mannréttindasamtakanna Amnesty International kynnti helstu atriði nýútkominnar ársskýrslu samtakanna á fréttamannafundi en skýrslan í ár er helguð öllu því fólki sem berst í þágu mannréttinda. Stærstu verkefnin á árinu voru málefni flóttamanna og mannréttindayfirlýsingin. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 1010 orð

Margir þingmanna eiga óvenjulega fortíð

ÞAÐ var ekki hlaupið að því að fá aðgang að þinghúsinu, sem er afar glæsileg bygging frá tímum Viktoríu Bretlandsdrottningar og markar miðjupunkt borgarinnar, enda næsta víst að innandyra væri að finna ýmsa umdeilda stjórnmálamenn. Að vísu kemur í ljós að Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, er sá eini sem beinlínis hefur lífverði í stöðugri návist sinni en það kemur kannski ekki á óvart. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 37 orð

Málverkasýning á veitingastaðnum 22

IGNÁCIO Pacas opnar málverkasýningu á veitingastaðnum 22, Laugavegi 22, í kvöld, laugardag, kl. 21.30. Pacas er frá Brasilíu og hefur búið hér á landi sl. fjögur ár. myndIGNÁCIO Pacas við eitt verka sinna. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 117 orð

Meðferð fanga í Japan gagnrýnd

ALÞJÓÐLEGU mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýndu í gær japönsk stjórnvöld fyrir ástandið í fangelsismálum landsins. Átaldi talsmaður samtakanna sérstaklega ofbeldisfullar refsingar sem fangar væru látnir þola og að þeir væru látnir "matast eins og hundar", en þetta væru alvarleg brot á alþjóðlegum mannréttindareglum. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Messað á Skálmarnesmúla

MESSAÐ var í Skálmarnesmúlakirkju í Reykhólahreppi, áður Múlahreppi, í Austur-Barðastrandarsýslu sunnudaginn 14. júní síðastliðinn. Messað var í kirkjunni í fyrra en þá hafði síðast verið messað þar árið 1982. Múlahreppur fór í eyði árið 1975 en fyrrverandi íbúar dvelja á sumum bæjanna yfir sumartímann. Kirkjan var byggð á sjötta áratugnum og vígð árið 1960. Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Þjóðlagamessa kl. 21 á sunnudagskvöld í tengslum við Þjóðlagadaga. Sr. Svavar A. Jónsson messar. Flytjendur tónlistar eru Kór Akureyrarkirkju, Daníel Þorsteinsson, Jón Rafnsson og Snorri Guðvarðarson. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sunnudagaskóli fjölskyldunnar á morgun kl. 11.30, aldursskipt biblíukennsla fyrir alla fjölskylduna. Samkoma kl. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Müruvet til Þýskalands

MÜRUVET Basaran er á leið ásamt syni sínum Martin aftur til Þýskalands. Mæðginin komu hingað til lands á vegum utanríkisráðuneytisins í apríl eftir að vegabréfsáritun hennar rann út í Þýskalandi. M¨uruvet, sem er af tyrkneskum ættum, hafði þá átt í erfiðleikum í heimalandi sínu þar sem hún hafði eignast barn utan hjónabands. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Netfangið Keiko boðið á 10 milljónir

KEIK ehf., sem Þróunarfélagið í Eyjum og Vestmannaeyjabær stofnuðu vegna komu háhyrningsins Keikos, hefur verið boðið svæðisnetfangið Keiko.is til sölu fyrir 10 milljónir króna. Ólafur Snorrason, verkefnisstjóri hjá Þróunarfélaginu, segir að talsverður áhugi sé hjá bæjaryfirvöldum að búa til heimasíðu vegna komu Keikos til Vestmannaeyja. Meira
27. júní 1998 | Landsbyggðin | 126 orð

Níu flugvélar á Stykkishólmsvelli

Stykkishólmi-Hólmarar litu til lofts að kvöldi 16. júní er 9 einshreyfils flugvélar flugu í röð nokkra hringi yfir Stykkishólmi og lentu síðan á flugvellinum við bæinn. Er betur var að gáð kom í ljós að hér voru á ferðinni áhugaflugmenn úr Reykjavík. Þeir flugu hingað ásamt mökum og vinum, rúmlega tuttugu manns, til að borða kvöldamat á veitingastaðnum Knudsen. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 180 orð

Nýtt einkarekið meðferðarheimili

NÝLEGA var opnað meðferðarheimili í Reykjavík að Dugguvogi 12 og er það hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Heimilið er ætlað ungum fíkniefnaneytendum á aldrinum 17 til 20 ára og verður meðferðartími sniðinn að þörfum hvers og eins. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Ný þyrla til Þyrluþjónustunnar

ÞYRLUÞJÓNUSTAN ehf. hefur tekið í notkun nýja þyrlu. Þyrlan er af gerðinni Schweizer 300C, smíðuð árið 1991 og hefur einungis verið flogið rúmar 600 klst. frá upphafi. Þessi þyrla getur borið þrjá menn og er vel tækjum búin, segir í fréttatilkynningu. Nokkur eftirspurn hefur verið eftir þyrlu af þessari stærð en hún þykir henta vel til ýmiskonar verkflugs, s.s. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Opnunartími verslana lengdur í næsta mánuði

HÆGT verður að greiða með krítarkorti á sölustöðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) frá og með 1. júlí nk., en þá taka gildi ný áfengislög sem heimila slíkt. Að sögn Þórs Oddgeirssonar, aðstoðarforstjóra ÁTVR, verður örugglega hægt að greiða með Eurocard krítarkorti strax 1. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Plöntuskoðunarferð á Þingvöllum

FERÐAFÉLAG Íslands fer næstu sunnudaga í náttúruskoðunar- og fræðsluferðir á Þingvelli. Núna á sunnudag verður plöntuskoðunarferð í fylgd Þóru Ellenar Þórhallsdóttur grasafræðings. Brottför frá BSÍ, austanmegin, kl. 13 og frá Mörkinni 6. Ekki þarf að panta fyrirfram. Gönguferð verður frá Dímoni á Hrafnabjörgum austan Þingvalla kl. 9. Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 248 orð

Rannsóknarholur boraðar í bæjarlandinu

STJÓRN veitustofnana hefur gengið að tilboði frá Alvari ehf. í boranir á rannsóknarholum, svokölluðum hitastigulsholum, fyrir Hita- og vatnsveitu Akureyrar. Um er að ræða boranir á tveimur til fjórum 300­400 metra djúpum holum á Laugalandi á Þelamörk og hins vegar 20­35 holum, 50­100 metra djúpum, á svæðinu Kjarnaskógi og norður að Hörgá. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 370 orð

Ráðstefnumiðstöð í miðbæ Reykjavíkur

HAGKVÆMT er að byggja ráðstefnumiðstöð í tengslum við byggingu tónlistarhúss. Æskilegast er að þessi miðstöð verði staðsett í eða við miðbæinn, við byggt eða óbyggt hótel. Þetta er niðurstaða nefndar sem samgönguráðherra skipaði í júlí 1997 til að kanna hvort hagkvæmt sé að byggja upp ráðstefnumiðstöð í tengslum við byggingu tónlistarhúss og hugsanlega staðsetningu slíkrar miðstöðvar. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 117 orð

Reuters Allir látnir SUÐUR

SUÐUR-KÓRESKIR hermenn bera á land eitt níu líka sem fundust um borð í norður-kóreskum kafbáti í hafnarborginni Donghae í S-Kóreu í gær. S-Kóreumenn tóku kafbátinn, sem talinn er hafa verið í njósnaleiðangri, fyrr í vikunni, en hann sökk er verið var að draga hann til hafnar. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 150 orð

Reuters Fangaskipti Kfar

FÉLAGI í Hizbollah-samtökunum kampakátur í gær er ísraelskir hermenn fylgja honum úr fangelsi til bíla Rauða krossins. Fimmtíu og fimm líbanskir fangar fóru í gær frá líbönsku landi sem Ísraelar hafa á valdi sínu og lauk þar með skiptum á föngum fyrir líkamsleifar tíu ísraelskra hermanna sem féllu í misheppnaðri hernaðaraðgerð fyrir tíu mánuðum. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 313 orð

Rætt um Evrópustofnun um hafið

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra og kona hans, Rut Ingólfsdóttir, hófu í gær heimsókn sína til Lissabon í tilefni af Heimssýningunni í Portúgal í blíðskaparveðri, í yfir 30 stiga hita og sjávargolu. Í dag hefst hins vegar þjóðardagur Íslendinga sem ráðherrann setur og mun dagskráin hefjast klukkan 9.30 með óperu frú Emilíu. Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 21 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 21 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 21 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
27. júní 1998 | Landsbyggðin | 423 orð

Skipulagsstjóri fellst á tillögur um snjóflóðavarnir

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins fellst á byggingu snjóflóðavarna á Drangagilssvæði í Neskaupstað skv. tillögum sem kynntar eru í frummatsskýrslu að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Verkfræðistofan Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði vann mat á umhverfisáhrifum byggingar snjóflóðavarna á Drangagilssvæði. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 236 orð

Skorar á Indónesíustjórn að veita A- Tímorbúum frelsi

CARLOS Belo, biskup Austur- Tímorbúa, skoraði í gær á indónesísku stjórnina að leyfa íbúunum að njóta víðtækra borgararéttinda og fækkaði í herliðinu sem hersitur Austur-Tímor. Belo, sem er friðarverðlaunahafi Nóbels, talaði á blaðamannafundi í Dili, höfuðstað A-Tímor, sem haldinn var samtímis því að fram fór kröfuganga í borginni til stuðnings indónesískum yfirráðum. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Skyggnst inn í heim sjávardýra

SJÓFERÐAHÓPURINN, áhugafólk um fjölbreytni í sjóferðum fyrir almenning, kynnir um helgina nýja möguleika til skoðunar á sjávarbotninum og sjónum yfir honum. Notuð er botnsjá sem sendir hágæðamyndir í lit á sjónvarpsskjái í farþegasölum skipa, skyggnst verður inn í heim sjávardýra og atferli þeirra skoðað. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Slökkvilið æfir notkun háþrýstis

SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var við æfingar og myndbandsupptökur í Mánahlíð, upp með Hafravatnsafleggjaranum við Suðurlandsveg, í gærdag. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar varaslökkviliðsstjóra hefur liðið æft stíft að undanförnu og á þessari æfingu var lögð áhersla á mismunandi slökkviaðferðir og rannsakað hve mikið vatn fer til spillis við slökkvistarf. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 113 orð

Spenna eykst í Gyuana

SPENNA hefur farið sívaxandi í Georgetown, höfuðborg Guyana í Suður-Ameríku, undanfarna daga og óttast menn að úlfúð milli kynþátta eigi enn eftir að vaxa haldi stjórnarandstaðan fast við ásakanir sínar um að rangt hafi verið haft við í forsetakosningum í desember síðastliðnum. Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Spilað í miðnætursól

FRÆNDURNIR Björgvin Þorsteinsson og Björn Axelsson, Golfklúbbi Akureyrar, og Bandaríkjamaðurinn Tyler Erickson voru efstir eftir fyrri keppnisdag og 18 holur af 36 á Arctic-Open- miðnæturgolfmótinu á Akureyri. Þeir léku á 72 höggum. Alls taka tæplega 140 kylfingar þátt í mótinu og þar af um 35 erlendir spilarar, víðs vegar að úr heiminum. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Staðan metin á ný í lok júlí

STJÓRN Landsvirkjunar var upplýst í gær um stöðu vatnsbúskapar við virkjanir fyrirtækisins og þær aðgerðir sem hugsanlega þarf að grípa til vegna skömmtunar til ákveðinna orkukaupenda. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Starfshópur skipaður

BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur að tillögu bæjarráðs skipað þriggja manna starfshóp til undirbúnings hátíðarhalda í bænum í tilefni 1000 ára afmælis kristnitöku og landafundanna í Norður Ameríku. Starfshópinn skipa: Sunna Borg, Þröstur Ásmundsson og Ólafur Ásgeirsson. Menningarmálanefnd fjallaði um málið á fundi sínum nýlega og lagði til að starfshópurinn kanni m.a. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Sumarstemmning í Reykjavík

ÞAÐ GERIST ekki oft að tækifæri gefist til að kvarta undan hita í Reykjavík, en í gær mátti heyra marga andvarpa þegar hitinn fór yfir 18 stig á celsíus- kvarða. Aðrir fögnuðu hins vegar blíðunni eins og sést á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru víða í borginni. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 290 orð

Susan McDougal flutt í stofufangelsi af heilsufarsástæðum

SUSAN McDougal, einn aðalþátttakandinn í Whitewater-málinu svokallaða, var látin laus úr fangelsi á fimmtudag vegna veikinda. McDougal neitar að veita Kenneth Starr, sérstökum saksóknara, upplýsingar um fjármál Bills Clintons forseta. George Howard, umdæmisdómari í Bandaríkjunum, varð við beiðni verjenda McDougal um að milda refsingu hennar í þann tíma sem hún hefur þegar setið inni. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Sýndu í Genf

RÁÐSTEFNUSKRIFSTOFA Íslands tók í sjötta skipti þátt í sýningunni EIBTM í Genf dagana 12.­14. maí. Ráðstefnuskrifstofan, sem Ferðamálaráð sér um framkvæmd verkefnaáætlunar fyrir, sá um undirbúning og framkvæmd sýningarinnar, en þátttaka í sýningum erlendis er einn stærsti liður í markaðsstarfi skrifstofunnar. Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Sýningu lýkur

SÝNINGU á málverkum Þóru Jónsdóttur í Gallerí Svartfugli lýkur um helgina. Þóra sýnir 16 málverk og fylgir ljóð hverri mynd, en hún hefur gefið út 8 ljóðabækur með eigin ljóðum. Þóra sækir efni málverkanna til náttúrunnar, einkum heimahaganna í Þingeyjarsýslu. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sýningum lýkur Listasafn Íslands SÝNIN

SÝNINGU á höggmyndum og frottage-verkum Max Ernst í Listasafni Íslands lýkur á sunnudag. Safnaleiðasögn verður á sunnudag kl. 15.00. Myndband um Max Ernst er sýnt í kjallara hússins klukkan 12.00 og 16.00. Háteigskirkja SÝNINGU norsku textíllistakonunnar Heidi Kristiansen í safnaðarheimili Háteigskirkju lýkur nú um mánaðarmótin. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 409 orð

Takmarkað neitunarvald forseta ólögmætt

HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna felldi á fimmtudag úr gildi lög sem þingið hafði samþykkt um að forsetinn gæti beitt neitunarvaldi á einstakar greinar í lögum um útgjöld og skatta án þess að þurfa að hafna lögunum í heild. Washington Post greindi frá þessu í gær. Komst meirihluti dómara í réttinum að þeirri niðurstöðu að lögin væru ekki í samræmi við stjórnarskrá. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 730 orð

Tekið á þeim vanda sem ógnar mannkyni

Á PRESTASTEFNU Íslands sem haldin var fyrr í þessari viku hélt dr. Gerald O. Barney fyrirlestur þar sem hann kynnti hugmynd sína um að halda hér á landi alþjóðlega árþúsundastefnu á Þingvöllum árið 2000. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 367 orð

Trúnaðarskjölum NATO haldið frá Íslendingum

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ rak skipulega þá stefnu á sjötta áratugnum, í byrjun þess sjöunda og hugsanlega lengur, að láta Íslendingum ekki í té nein mikilvæg trúnaðarskjöl. Öryggiskerfi þeirra þótti það lélegt, að þeim væri ekki treystandi fyrir mikilvægum upplýsingum. Þetta kom fram í fyrirlestri Vals Ingimundarsonar sagnfræðings á ráðstefnunni í gær. Meira
27. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Ungarnir vaktaðir

ÁLFTAPARIÐ sem var á ferð með unga sína í háu grasi í Eyjafjarðarsveit fylgdist grannt með því sem var að gerast í kring er ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á hópinn á dögunum. Ungarnir voru vel faldir í grasinu en fullorðnu álftirnar voru tignarlegar að sjá þar sem þær stóðu vaktina og skimuðu í allar áttir. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 301 orð

Uppgjör talið líklegt

MOHAMMAD Khatami, hinn umbótasinnaði forseti Írans, hefur hvatt til þess að tekin verði upp mildari islömsk stefna í landinu og að áhersla verði lögð á bætt samskipti við umheiminn. Khatami hvatti landa sína til þess, fyrr í vikunni. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

Úthlutað úr styrktarsjóði Aðalskoðunar hf.

"UNDIR lok sl. árs var ákveðið að setja á stofn styrktarsjóð Aðalskoðunar. Tilgangur sjóðsins er m.a. að beina styrkjum, sem Aðalskoðun hf. veitir, á markvissari hátt en verið hefur. Miðað er við að veita styrki tvisvar á ári, nú í fyrsta skipti. Mikill fjöldi umsókna hefur borist sjóðnum frá áramótum tengt ýmsum þáttum. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Útivistarsvæði við Elliðavatn opnað í dag

Í TILEFNI af 40 ára afmæli Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, verður útivistarsvæði félagsins við Elliðavatn opnað í dag, laugardag, kl. 14. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, opnar svæðið; flutt verða ávörp, happdrættisvinningar afhentir og skemmtiatriði. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Vann Ford Ka

LOKAPUNKTUR Ford Roadshow leiksins hjá Brimborg var föstudaginn 12. júní. En þá kom í ljós hver myndi hreppa aðalvinning leiksins, Ford Ka. "Gríðarleg þátttaka var í leiknum en áætlað er að á fimmta þúsund manns hafi tekið þátt í leiknum. Í pottinum voru sjö manns sem allir höfðu unnið aðalvinninginn á hverjum sýningarstað, helgarferð ýmist til Akureyrar eða Reykjavíkur. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

Vinnuafl vantar

AÐ SÖGN Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, er nú skortur á vinnuafli í bænum. "Síðan ég byrjaði sem bæjarstjóri fyrir átta árum hefur aðstoð bæjarins við ráðningu skólafólks aldrei verið minni. Hingað til höfum við verið að grípa til aðgerða fyrir þá sem ekki fengu vinnu á hinum almenna vinnumarkaði en nú eru aðrir tímar. Meira
27. júní 1998 | Miðopna | 1275 orð

Vorum fyrstir

Karl Tryggvason prófessor í lífefnafræði hefur stýrt hópi manna síðastliðin 10 ár á sviði genarannsókna. Nýlega birtust í læknatímariti niðurstöður hans sem þykja marka tímamót í rannsóknum á sjaldgæfum arfgengum nýrnasjúkdómi. Hugi Hreiðarsson spjallaði við hann í stuttri viðkomu hans á Íslandi. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Vöruflutningabíll valt og lokaði veginum

VÖRUFLUTNINGABÍLL frá Húsavík valt á Vopnafjarðarheiði á áttunda tímanum í fyrrakvöld og af þeim sökum varð að loka veginum um heiðina til klukkan fimm í gærmorgun. Ökumann sakaði ekki. Bíllinn var á leið frá Vopnafirði er óhappið átti sér stað. Björgunarsveitarmenn á Húsavík komu bílnum aftur á réttan kjöl og upp á veg. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 792 orð

Yrði mörgum erfitt en aðrir eiga úrræði

SJÚKLINGAR og aðstandendur þeirra eru þeir sem uppsagnir hjúkrunarfræðinga munu bitna á, komi þær til framkvæmda hinn 1. júlí næstkomandi. Margir sjúklingar geta hreinlega ekki farið heim öðruvísi en að leggja sig í lífshættu, en sumir eiga möguleika á öðrum úrræðum. Katrín Kristjánsdóttir liggur á 11A, sem er almenn lyflækningadeild á Landspítalanum, og þjáist af slæmri liðagigt. Meira
27. júní 1998 | Erlendar fréttir | 121 orð

Þriðja tilraunin til líffæraflutninga

DANIEL Canal, 13 ára bandarískur drengur, gekkst í þriðja skipti í vikunni undir uppskurð þar sem grædd voru í hann magi, lifur, bris og smágarnir. Daniel, sem beið í fimm ár eftir fyrstu líffærunum, gekkst fyrst undir uppskurð í maí. Þá hafnaði hins vegar líkami hans líffærunum og því þurfti drengurinn að gangast undir aðra aðgerð hinn 2. júní síðastliðinn. Meira
27. júní 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

(fyrirsögn vantar)

HONUM gekk illa að stöðva vatnsflauminn litla snáðanum sem ásamt pabba sínum heimsótti Laugardalslaugina í blíðviðrinu í gær. Alls náði hitinn 18,4 stigum í Reykjavík og ljóst að sumarið er komið. Heitast á landinu var þó á Þingvöllum eða 20 stig en Norðlendingar urðu að sætta sig við 11. Meira

Ritstjórnargreinar

27. júní 1998 | Staksteinar | 365 orð

»Heitt hagkerfi "ÖLL viðvörunarljós kvikna og það er skammt í að sírenurnar fa

"ÖLL viðvörunarljós kvikna og það er skammt í að sírenurnar fari í gang þegar verðbólgan fer að aukast sem virðist óhjákvæmilegt. En hvernig ætla stjórnvöld að bregðast við?" Þannig hefst leiðari Íslensks iðnaðar, málgagns Samtaka iðnaðarins, sem nýlega er komið út. Meira
27. júní 1998 | Leiðarar | 579 orð

leiðariKURLIÐ OG KYOTO ÁRNBLENDIVERKSMIÐJAN á Grundartanga h

leiðariKURLIÐ OG KYOTO ÁRNBLENDIVERKSMIÐJAN á Grundartanga hefur undanfarin ár brennt um 7.000 tonnum af timburkurli frá Sorpu árlega við framleiðslu á kísiljárni. Margvíslegur árangur er af þessu samstarfi Járnblendiverksmiðjunnar og Sorpu. Úrgangstimbur, sem ella hefði verið urðað, er nýtt. Verksmiðjan losnar við að flytja inn 2.200 tonn af kolum. Meira

Menning

27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 120 orð

Á hverfanda hveli í kvikmyndahús á ný ST

Á hverfanda hveli í kvikmyndahús á ný STÓRMYNDIN Á hverfanda hveli var endurútgefin á dögunum. Af því tilefni var leikurum myndarinnar boðið til sýningar hennar í Beverly Hills í Kaliforníu. Myndin er orðin 59 ára gömul og mættu því eins og gefur að skilja ekki mjög margir leikaranna. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 269 orð

Daufleg endurgerð Sjakalinn (The Jackal)

Framleiðsla: James Jacks, Sean Daniel, Michael Caton-Jones og Kevin Jarre. Leikstjórn: Michael Caton-Jones. Handrit: Chuck Pfarrer. Kvikmyndataka: Karl Walter Lindenlaub. Tónlist: Carter Burwell. Aðalhlutverk: Richard Gere, Bruce Willis, Sidney Poitier og Diane Venora. 119 mín. Bandarísk. CIC Myndbönd, júní 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 695 orð

Ég skapa mín eigin tækifæri Kvikmynd Jóhanns Si

FÉLAGARNIR Jóhann Sigmarsson og Júlíus Kemp í Kvikmyndafélagi Íslands vinna saman að nýjustu kvikmynd Jóhanns "Óskabörn þjóðarinnar" sem hefur verið styrkt bæði af Kvikmyndasjóði Íslands og handritasjóðnum "European Script Fund". Blaðamaður heimsótti leikstjórann og handritshöfundinn Jóhann heim í íbúðina sem var einn af stærri upptökustöðum myndarinnar. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 347 orð

Flautur, fiðlur og naumhyggjugítar

Óskin, breiðskífa Óskar Óskarsdóttur. Lög öll eftir Ósk við ýmis ljóð, útsetningar, upptökustjórn og hljóðblöndun. Ósk leikur á flest hljóðfæri og syngur, en henni leggja lið Marteinn Bjarnar Þórðarson, Ásgeir Óskarsson, 'Mbemba Bangoura, Ingimar Bjarnason, Eyjólfur Alfreðsson, Björn Leó Brynjarsson, Marion Herrera og Dan Cassidy. Anna Lucy Muscat syngur með Ósk í þremur laganna. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 302 orð

Fleiri og betri umsagnir um "Vildspor"

DANSKA kvikmyndin "Vildspor", sem tekin var á Íslandi með íslenskum og dönskum leikurum, hefur fengið jákvæðari dóma en fyrst var greint frá í Morgunblaðinu. Í Ekstra Bladet fær myndin fjórar af sex stjörnum. Í tímaritunum "Tjeck", "Chili" og "Scope" fær hún fimm stjörnur af sex. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 637 orð

Fótbolti í solar plexus SJÓNVARP Á LAUGARDEGI

EITTHVAÐ verður að gera til að létta íþróttaánauðinni af ríkissjónvarpinu án þess þó að skerða nautn fíklanna, sem njóta ímyndaðs bardaga um boltann, sem þó er skorðaður af með þungum viðurlögum. Sá rammi sem boltanum er skapaður í leikjum á HM sundrast síðan á limum venjulegra franskra borgara, þegar fótboltabullur frá erlendum þjóðum ganga um grenjandi og beljandi á allt sem fyrir er, Meira
27. júní 1998 | Margmiðlun | 329 orð

Frábær slagsmálaleikur

Dead or Alive, leikur fyrir PlatStation frá Temco. Leikurinn styður Analog stýripinna og Dual Shock og hægt er að komast í tæri við falda aðalkarla með minniskorti. SLAGSMÁLALEIKIR hafa lengi verið ein vinsælasta leikjategundin í leikjatölvum og hefur engin breyting orðið á því til þessa. Nú hefur Temco gefið út nýjan slagsmálaleik sem nefnist Dead or Alive. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 83 orð

Fyrsta leikritið í Iðnó Þjónn í súpunni

Fyrsta leikritið í Iðnó Þjónn í súpunni Bessi Bjarnason, Edda Björgvinsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir og Stefán Karl fara með hlutverk í nýju leikriti Árna Ibsen sem nefnist Þjónn í súpunni og verður frumsýnt 16. júlí næstkomandi. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 123 orð

Hann er æðislegur

Hann er æðislegur DRAUMUR Jennifer Lash rættist nýverið. Jennifer, sem er með hvítblæði, kom þeirri ósk sinni á framfæri, við samtök sem uppfylla óskir ungmenna með alvarlega sjúkdóma, að heitasta ósk hennar væri að hitta leikarann og sjarmörinn Leonardo DiCaprio. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 465 orð

Í jaðri íslensks tónlistarlífs

Lagasafnið 6, safn laga ýmissa flytjenda. Lög á disknum flytja Helga Jóhanna Úlfarsdóttir, El Puerco, Guðrún Svava Sigurjónsdóttir og Þormar Jónsson, Sandra Dee, Guðjón Guðmundsson og Regína Ósk Óskarsdóttir, Q4U, Svartigaldur, Englabossar, Anus Incana P.Ó. og Fester, Mjölnir, Tómas Malmberg og Guðmundur Guðfinnsson. Ýmsir leika á hljóðfæri. Stöðin gefur út. 56,14 mín. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 128 orð

Kjólarnir keyptir utan af sýningarstúlkum ÞAÐ e

Kjólarnir keyptir utan af sýningarstúlkum ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem gestum á tískusýningum gefst kostur á að kaupa fötin utan af sýningarstúlkum. En sú var raunin þegar tískuverslunin Obsession á Laugavegi 103 hélt upp á vikuafmæli. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 110 orð

Kvennahlaup í Árósum ÞAÐ var ekki bara á Íslandi sem hlau

Kvennahlaup í Árósum ÞAÐ var ekki bara á Íslandi sem hlaupið var kvennahlaup því íslenskar konur og börn í Árósum í Danmörku hlupu 3 kílómetra laugardaginn 20. júní. Hins vegar var ekki metþátttaka í ár því þátttakendur voru aðeins tíu, en þeim mun hressari. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 611 orð

KVIKMYNDIR/Laugarásbíó hefur tekið til sýninga nýjustu mynd kí

JACKIE Chan leikur vinsælan sjónvarpskokk, sem er með miskunnarlausa eiturlyfjasala á hælunum. Þeir halda að hann hafi í fórum sínum myndbandsspólu sem var tekin af þeim og gæti komið þeim í fangelsi. Glæpamennirnir, eiturlyfjasalinn Giancarlo (Richard Norton) og félagar hans, voru upphaflega að eltast við fallega sjónvarpskonu (Gabrielle Fitzpatrick). Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 451 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð2 12.25 Hocus Pocus ('93) er eins brandara mynd um þrjár nornir (Bette Midler, Kathy Najimi og Sarah Jessica Parker), sem rísa upp frá dauðum eftir nokkrar aldir til að hefna sín á krakkaormunum sem komu þeim á bálið í Salemborg. Það gerist á hrekkjavökunni. Meira
27. júní 1998 | Margmiðlun | 319 orð

Liðsstjórinn á netinu

HEIMSMEISTARAKEPPNIN í Frakklandi stendur sem hæst og fækkar óðum liðunum sem enn eru eftir í keppninni. Á netinu fjölgar aftur á móti liðunum því þar keppa menn með eigin lið með aðstoð tölvunnar og netsins. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 85 orð

Ljósmyndabók Richards Gere BANDARÍ

Ljósmyndabók Richards Gere BANDARÍSKI leikarinn Richard Gere er um þessar mundir að kynna ljósmyndabók sína sem heitir "Pilgrim" og fjallar um ferð hans um Tíbet árið 1993. Ljósmyndir Gere voru sýnar í d'Elysee safninu í Lausanne í Sviss fyrr í vikunni og var það í fyrsta sinn sem þær voru til sýnis í Evrópu. Meira
27. júní 1998 | Menningarlíf | 65 orð

Ljósmyndasýningin "Andlit bæjarins"

SÝNING Byggðasafns Hafnarfjarðar á ljósmyndum úr ljósmyndasafni Önnu Jónsdóttur hefur verið sett upp í "Apótekinu" í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í tilefni af 90 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar. Anna Jónsdóttir bjó og starfaði í Hafnarfirði um áratugaskeið. Eftir hana liggja tugir þúsunda mynda sem varðveittar eru á glerplötum. Meira
27. júní 1998 | Margmiðlun | 862 orð

Mynddiskarnir koma Myndbandstæki eru til á flestum heimilum þrátt fyrir heldur lítil mynd- og hljómgæði VHS-tækninnar. Árni

DVD, sem kvikmyndaútefendur kalla mynddiska, eru geisladiskar sem byggjast á nýrri tækni. Við lesturinn er notaður leysigeisli af annarri bylgjulengd en á hefðbundnu geisladrifi, þ.e.a.s. mjórri geisli, og því er hægt að hafa dældirnar í disknum sem geyma gögnin minni og þéttar saman. Á DVD disk eru dældirnar 0,74 míkron á móti 1,16 míkronum á hefðbundnum diskum. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 35 orð

Nýtt Picassosafn SPÆNSKI kon

SPÆNSKI konungurinn Juan Carlos og Sofia drottning opnuðu Picasso-safn í húsi því sem meistarinn fæddist í. Húsið var gert upp af þessu tilefni og nam kostnaður við það um 112 milljónum íslenskra króna. Meira
27. júní 1998 | Margmiðlun | 224 orð

Nýtt örgjörvasett

SLAGURINN harðnar enn í þrívíddargrafíkinni og nýjustu fregnir herma að enn eigi eftir að skerpast línur. Þannig hafa IBM, Rendition og Fujitsu tekið höndum saman um nýtt þrívíddarörgjörvasett. Bestu lausnir í þrívíddargrafík hafa til þessa byggst á því að láta sérstakt skjákort sinna þrívíddinni, en annað kort, oft innbyggt, annast tvívíddina. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 124 orð

Óskar til 80 landa

ÞORFINNUR Guðnason, kvikmyndagerðarmaður, gerði á dögunum samning við sjónvarpsstöð National Geographic um dreifingu náttúrulífsmyndar hans um hagamúsina Óskar og kynni hennar af húsamúsinni Helgu. Myndin, sem sýnd var í Sjónvarpinu að kvöldi annars jólum um síðustu jól, verður send út með gervihnattakerfi sem nær til yfir áttatíu landa í öllum heimsálfum. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 266 orð

Sérstætt sakamál Tvöföld áhætta (Double Jeopardy)

Framleiðsla: Norman Denver. Leikstjórn: Deborah Dalton. Handrit: Deborah Dalton. Kvikmyndataka: Ron Orieux. Tónlist: Arthur B. Rubenstein. Aðalhlutverk: Joe Penny, Brittany Murphy, Teri Garr og Frederic Forrest. 87 mín. Bandarísk. CIC Myndbönd, júní 1998. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 166 orð

Sólarfögnuður

Sólarfögnuður HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ hefur mörg undanfarin sumur verið að mestu undir skýjahulu en til allrar hamingju nær sólin að skína af og til. Ef marka má síðustu vikurnar virðist sumarið í ár ætla að verða eitt af þeim sólríkari. Meira
27. júní 1998 | Menningarlíf | 133 orð

Tilnefnd til pólskra verðlauna

KRISTÍN Steinsdóttir rithöfundur hefur verið tilnefnd af Íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Janusar Korzcak í Póllandi en hann var þekktur barnalæknir og rithöfundur. Kristín er tilnefnd fyrir bók sína Vestur í bláinn en hún kom út hjá Vöku-Helgafelli fyrir síðustu jól. Það er Íslandsdeild IBBY- samtakanna sem leggur bókina fram. Meira
27. júní 1998 | Margmiðlun | 502 orð

Útgáfa á íslensku

SAM MYNDBÖND riðu á vaðið í útgáfu á mynddiskum, kvikmyndum á DVD sniði hér á landi, því í lok apríl síðastliðins komu út 10 myndir frá Warner með íslenskum texta. Hallgrímur Kristinsson hjá SAM myndböndum segir að frekari útgáfa sé í burðarliðnum og þannig komi 25 myndir í ágúst og síðan verði nokkrar myndir gefnar út í hverjum mánuði framvegis. Meira
27. júní 1998 | Menningarlíf | 54 orð

Vatnslita- og olíumyndir í Nönnukoti

ANDREA Jóhannes hefur opnað sýningu á vatnslita- og olíumyndum í Nönnukoti (miðbæ Hafnarfjarðar). Andrea er fædd og uppalin á Patreksfirði en flutti fyrir 50 árum til Bandaríkjanna. Hún hefur stundað myndlistarnámskeið á Long Beach og í Chicho University í Kaliforníu og einnig í Frakklandi. Sýningin verður opin fram í júlímánuð. Meira
27. júní 1998 | Menningarlíf | 61 orð

Vignir Jóhannsson kjörinn formaður

AÐALFUNDUR Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) var haldinn í Norræna húsinu 26. maí s.l. Á fundinum var Vignir Jóhannsson kjörinn formaður til næstu tveggja ára en fráfarandi formaður, Bryndís Jónsdóttir, gaf ekki kost á sér áfram. Aðrir stjórnarmenn eru Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Pjetur Stefánsson, Steinunn Þórarinsdóttir og Þór Vigfússon. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 99 orð

Þjóðhátíðardagurinn í Árósum TÆPLEGA 60 Íslendingar á ö

Þjóðhátíðardagurinn í Árósum TÆPLEGA 60 Íslendingar á öllum aldri mættu í Grænlendingahúsið í Ársósum þar sem haldið var upp á 17. júní. Í garðinum voru grillaðar pylsur og á staðnum voru seldar 17. júní blöðrur og íslenskir fánar. Síðan var gengið í skrúðgöngu og sungið og trallað á leiðinni til Mindeparken þar sem farið var í leiki. Meira
27. júní 1998 | Fólk í fréttum | 108 orð

Þokkafullar konur með vindla VINDLAREYKINAR hafa lengstum

Þokkafullar konur með vindla VINDLAREYKINAR hafa lengstum af verið nokkurs konar íþrótt karlmanna og þá sér í lagi heldri manna sem tottað hafa digra vindla af mikilli nautn. Nú er svo komið að nokkrar af frægustu konum Hollywood hafa sést á mannamótum með vindla á milli varanna og þá enga smávindla. Meira

Umræðan

27. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 604 orð

Að vera eða ekki vera hjúkrunarfræðingur? Frá Sif Gunnarsdóttur:

HÉR sit ég heima dag eftir dag og les Moggann minn, fylgist með fréttum af uppsögnum hjúkrunarfræðinga og mér verður alltaf heitara og heitara í hamsi. Ástæðan er sú, að þegar ég fyrir 7 árum ákvað að fara í hjúkrun í Háskóla Íslands óraði mig ekki fyrir því, að ég hefði ekki efni á því að framfleyta fjölskyldu minni á launum hjúkrunarfræðings, en grunnlaun mín eftir 2 ár í starfi eru tæpl. 95. Meira
27. júní 1998 | Aðsent efni | 511 orð

Borgarstjóri gaf rangar upplýsingar

Á SÍÐASTA kjörtímabili gegndi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir embætti borgarstjóra. Áður en hún tók við starfinu gaf hún borgarbúum fjölmörg loforð, t.d. að skattar yrðu ekki hækkaðir og skuldir borgarinnar yrðu greiddar niður. Borgarstjóranum mistókst herfilega og loforðin voru svikin. Skattar á Reykvíkinga hækkuðu og skuldir borgarinnar jukust um sex milljarða. Meira
27. júní 1998 | Aðsent efni | 835 orð

Endurtekin mistök í efnahagsstjórn?

FYRIR rúmum áratug eða á árunum 1986-1988 varð mikil þensla í íslensku efnahagslífi. Ríkisstjórnin reyndi lengi að hamla á móti með því að beita gengishækkun og háum vöxtum. Þessi millifærsla fjármagns frá útflutningi, einkum sjávarútvegi, Meira
27. júní 1998 | Aðsent efni | 772 orð

Kvennastétt segir upp

EINU sinni voru tvíburar, piltur og stúlka, er fylgdust að í gegnum grunnskólann, menntaskólann, settu upp hvítu kollana 17. júní 1977. Þau fóru bæði í Háskóla Íslands og luku BS-námi eftir 120 einingar, hún varð hjúkrunarfræðingur, hann varð-... Bæði fengu þau jafnhá námslán frá LÍN, því lánasjóðurinn taldi námið vera jafnverðmætt. Meira
27. júní 1998 | Aðsent efni | 961 orð

Kvótakerfið ­ Hvaðan kemur gróðinn?

7. JÚNÍ sl. birti Mbl. viðtal við dr. Sigfús A. Schopka fiskifræðing, "Þorskstofninn á uppleið". Með því viðtali birtist línurit, "Veiðistofn þorsksins við Ísland 1930-'98", sem sýnir að úr hámarki, 3 milljónum tonna, árið 1930 fellur stofninn niður í 1/6 eða hálfa milljón tonna '93/'94. Meira
27. júní 1998 | Aðsent efni | 942 orð

Ljóti andarunginn

SAGA Botswana er ævintýraleg að mörgu leyti og minnir um furðu margt á Ísland. Landið hét áður Bechuanaland og var verndarsvæði Breta. Þjóðin var lengi fátæk, landið ekki gjöfult enda illa fallið til ræktunar. Það var því auðveld ákvörðun fyrir Breta að veita Bechuanalandi sjálfstæði að fullu árið 1966. Nafni ríkisins var þá breytt í Botswana og fóru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar fram sama ár. Meira
27. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 539 orð

Nýtt hafnarmannvirki í Kópavogi Frá Helga Helgasyni: FYRIR ekki

FYRIR ekki löngu var tekið í notkun í Kópavogi nýtt hafnarmannvirki, endapunktur mikillar vinnu hugsjónamanna í bæjarstjórnum Kópavogs fyrri ára og til dagsins í dag. Þessi höfn er sérstök að því leyti að hún er byggð í mikilli óþökk núverandi hafnarmálastjóra sem hefur lagt á sig sérstakan krók til þess að fé úr Hafnarbótasjóði rynni örugglega ekki til Kópavogsbúa. Meira
27. júní 1998 | Aðsent efni | 857 orð

Staðreyndir um ginseng Sævari Magnússyni: GINSENG hefur verið n

GINSENG hefur verið nokkuð til umræðu á síðum Morgunblaðsins undanfarið og vissulega má segja það af hinu góða, því umræða um fæðubótarefni og "óhefðbundnar" lækningaaðferðir á erindi til allra. Nú má vera að fólk átti sig ekki alveg á um hvað málið snýst eftir skrif þeirra Lyfjumanna og innflytjanda rauðs eðalginsengs. Meira
27. júní 1998 | Aðsent efni | 367 orð

Sterkari saman

ALLT FRÁ því að ég byrjaði að skipta mér af pólitík og verkalýðsmálum fyrir um 25 árum hefur mér fundist félagshyggjufólk ala með sér þann draum að starfa saman í einni sterkri fylkingu sem gegnir lykilhlutverki við mótun réttlátrar jafnaðarstefnu og stjórnun íslensks þjóðfélags en sinnir ekki starfi hækju íhaldsins. Nú er loks útlit fyrir að sá draumur rætist. Meira
27. júní 1998 | Aðsent efni | 894 orð

Stöndum vörð um persónuvernd í læknisfræðirannsóknum "Hvellur" rannsóknarfólks og fleiri aðila vegna aðgerða Tölvunefndar,

VIÐBRÖGÐ rannsóknarfólks vegna aðgerða Tölvunefndar gegn Íslenskri erfðagreiningu og samstarfslæknum hennar eru verulegt áhyggjuefni fyrir réttindastöðu einstaklinga gagnvart "vísindavaldinu". Komið hefur í ljós að hjá íslenskri erfðagreiningu var unnið þvert á skilmála Tölvunefndar um aðskilnað persónugreindra og ópersónugreindra gagna. Meira
27. júní 1998 | Aðsent efni | 564 orð

Sögulegur aukalandsfundur Alþýðubandalagsins

HELGINA 3.­4. júlí nk. verður aukalandsfundur Alþýðubandalagsins haldinn í Reykjavík. Þessi landsfundur mun skipta sköpum um stjórnmálaástandið á Íslandi á næstu áratugum. Þar verður tekin ákvörðun um hvort félagshyggjufólk býður fram í einni fylkingu til næstu Alþingiskosninga eða heldur áfram sérhyggjunni. Meira
27. júní 1998 | Aðsent efni | 703 orð

Vakna íslenskir stjórnendur upp við vondan draum árið 2000?

ÁRIÐ 2000 kallar fram galla í upplýsingakerfum og ýmsum stýribúnaði og mun því hafa afdrifarík áhrif á rekstraröryggi fyrirtækja ef ekkert er að gert. Vandamálin leynast víða og getur ýmis búnaður verið í hættu. Á fundi Skýrslutæknifélagsins voru nýlega kynntar niðurstöður skoðanakönnunar Gallup um áhrif ársins 2000 á rekstur íslenskra fyrirtækja. Niðurstöðurnar líta vel út við fyrstu sýn. Meira

Minningargreinar

27. júní 1998 | Minningargreinar | 1609 orð

Gísli Ingólfsson

Gamall vinur minn og félagi, Gísli Ingólfsson, bílstjóri og fyrrverandi bóndi á Laugabóli, er látinn tæpra áttatíu ára að aldri. Laugaból var heiti á nýbýli, sem var reist í landi Steinsstaða í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Þar er nú risinn skóli og skemmtigarður Lýtinga. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 32 orð

GÍSLI INGÓLFSSON

GÍSLI INGÓLFSSON Gísli Ingólfsson fæddist í Merkigarði í Skagafirði 12. september 1918. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 5. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reykjakirkju í Skagafirði 20. júní. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 351 orð

Guðbjörg J. Helgadóttir

Nú er Bögga í Seli, frænka okkar og vinur, dáin. Hún sem hefur alltaf verið einn af föstum punktum í tilveru okkar hefur nú kvatt okkur og þetta jarðlíf allt of fljótt. Nokkrum dögum fyrir andlát hennar hittum við hana stutta stund, svo káta og hressa að sjá, Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 288 orð

Guðbjörg J. Helgadóttir

Nú þegar hún Bogga frænka okkar hefur kvatt okkur hinstu kveðju komu þessi orð úr Davíðssálmum upp í hugann. Þau eru alveg táknræn fyrir hana Boggu, hún sem trúði á Guð sinn og hún sem ólst upp og lifði alla sína ævi í skjóli fjallanna sinna, Eyjafjallanna. Það var alltaf gott að hitta Boggu, hún var létt og kát og alltaf var stutt í dillandi hláturinn. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 409 orð

Guðbjörg J. Helgadóttir

Það var fallegur mánudagsmorgun sem blasti við okkur í Vesturbergi hinn 25. maí síðastliðinn. Afi í Hvammi hafði verið hjá okkur, því Bögga, eins og við kölluðum hana flest, hafði verið tímabundið á Landspítalanum vegna erfiðra veikinda, en nú var hún á leiðinni í sveitina sína aftur. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 519 orð

Guðbjörg J. Helgadóttir

Mig langar með þessum línum að minnast frænku minnar og móðursystur, Guðbjargar J. Helgadóttur, frá Seljalandsseli. Á slíkum stundum reikar hugurinn aftur í tímann og minningarnar streyma fram. Ég átti því láni að fagna að fá að dveljast í sveitinni í Seli þegar ég var barn og unglingur. Bögga frænka var þar einn af þessum föstu punktum í tilverunni ásamt ömmu og afa. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 148 orð

Guðbjörg Jónína Helgadóttir

Kveðja til ömmu Elsku Bogga amma, núna ertu farin burt á æðri stað. Okkur þykir erfitt að hugsa til þess að geta aldrei aftur komið við hjá þér eða fengið þig í heimsókn, hlegið með þér á góðri stundu eða fundið fyrir væntumþykju þinni og ástúð. Við fundum svo sannarlega fyrir hve vænt þér þótti um okkur, ekki var það til sem þú vildir ekki gera fyrir okkur eða gefa. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 548 orð

Guðbjörg Jónína Helgadóttir

Látin er fyrir aldur fram Guðbjörg J. Helgadóttir frá Seljalandsseli, Vestur-Eyjafjölllum, eða Bögga í Seli, eins og hún var alltaf kölluð. Kynni okkar Böggu hófust með þeim hætti að undirritaður átti þess kost að komast í sveit á æskuheimili hennar í Seljalandsseli, þá nýorðinn sex ára gamall. Ég var mjög heppinn að komast á þetta góða og vandaða heimili. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 311 orð

Guðbjörg Jónína Helgadóttir

Í dag kveðjum við Guðbjörgu Jónínu Helgadóttur frá Seljalandsseli. Þar er gengin góð kona sem öllum þótti vænt um sem henni kynntust. Gjafmildi Boggu var einstök, ekkert var of gott fyrir vini hennar og vandamenn. Við komum oft að Seli ásamt börnum okkar og var Bogga þar ætíð með sitt ljúfa viðmót og elskulegheit, uppbúin rúm og kaffi á könnunni. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 139 orð

GUÐBJÖRG JÓNÍNA HELGADÓTTIR

GUÐBJÖRG JÓNÍNA HELGADÓTTIR Guðbjörg Jónína Helgadóttir fæddist á Helgusöndum í Vestur- Eyjafjallahreppi 10. október 1928. Hún lést aðfaranótt 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Jónasson og Guðlaug Sigurðardóttir sem bjuggu í Seljalandsseli í Vestur-Eyjafjallahreppi. Systkini Guðbjargar eru: Elimar; Jónas, d. 2. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 213 orð

Helga Guðrún Pétursdóttir

Vertu bless, "amma í Sól" eins og við systkinin vorum vön að kalla þig, eftir að þú og "afi í Sól" fluttuð úr Háagerði í Sólheima. Ávallt munum við minnast ferðalaganna með þér og afa um landið og óþrjótandi fróðleiks sem þú hafðir að geyma um land og þjóð. Alltaf varstu reiðubúin til að rétta fram hjálparhönd og tókst öllu með aðdáunarverðu æðruleysi. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 29 orð

HELGA GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR

HELGA GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR Helga Guðrún Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1925. Hún lést í Landspítalanum hinn 11. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 23. júní. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 780 orð

Helgi Einarsson

Föðurbróðir minn, Helgi Einarsson, múrarameistari á Hvolsvelli, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt 20. júní sl. eftir erfið veikindi nokkur undanfarin misseri. Helgi fæddist og ólst upp að Sperðli í V-Landeyjum, annar í röðinni af fjórum börnum þeirra ömmu og afa, Hólmfríðar Jónsdóttur og Einars Einarssonar, sem þar bjuggu árin 1925­1964. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 366 orð

HELGI EINARSSON

HELGI EINARSSON Helgi Einarsson, múrarameistari, fæddist á Sperðli, V-Land- eyjum, Rangárvallasýslu 31. júlí 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt 20. júní síðastliðins. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jónsdóttir, húsmóðir á Sperðli, f. 26. jan. 1889 í Króktúni, Hvolhreppi, Rang., d. 4. okt. 1980, og Einar Einarsson, bóndi á Sperðli, f. 2. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 179 orð

Ingibjörg Benediktsdóttir

Mamma, elsku mamma man ég augun þín í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma man ég þína hönd bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma man ég brosið þitt, gengu hlýir geislar gegnum hjartað mitt. Mamma, elsku mamma mér í huga skín bjarmi þinna bæna blessuð versin þín. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 520 orð

Ingibjörg Benediktsdóttir

Mig langar til að minnast tengdamóður minnar með þessum orðum, en hún lést á Sjúkrahúsi Hólmavíkur 19. júní síðastliðinn, eftir erfiða sjúkdómslegu. Ingibjörg Benediktsdóttir eða Lilla eins og hún var oftast kölluð í daglegu tali fæddist á Ásmundarnesi í Bjarnarfirði á Ströndum og ólst þar upp. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 334 orð

INGIBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR

INGIBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR Ingibjörg Benediktsdóttir var fædd á Ásmundarnesi í Kaldrananeshreppi 14. september 1922. Hún lést á sjúkrahúsi Hólmavíkur 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Benedikt Benjamínsson, f. 22. apríl 1893, d. 2. júlí 1974, og kona hans Finnfríður Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 3. júlí 1888, d. 10. janúar 1964. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 375 orð

Sumarrós Elíasdóttir

Það var á vordögum, að þeim hjónum Elínu og Elíasi fæddist dóttir, þau voru þá ábúendur í Efri- Rauðsdal á Barðaströnd á hálfri jörðinni. Það var vor í lofti og grænar nálar gægðust upp úr þekjunni sem vissi að sól, fífill og sóley voru að hafa sig til fyrir sumarið. Það fór því vel á að gefa hinni nýfæddu dóttur nafnið Sumarrós. Seinna um vorið flutti fjölskyldan að Neðra- Vaðli í sömu sveit. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 306 orð

SUMARRÓS ELÍASDÓTTIR

SUMARRÓS ELÍASDÓTTIR Sumarrós Elíasdóttir var fædd í Efri-Rauðsdal á Barðaströnd 9. maí 1911. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Kristín Einarsdóttir, f. á Görðum í Önundarfirði 12. júlí 1883, d. 9. ágúst 1979 á Patreksfirði, og Elías Ingjaldur Bjarnason, bóndi á Neðri-Vaðli á Barðaströnd, f. Meira
27. júní 1998 | Minningargreinar | 343 orð

Sæmundur Breiðfjörð Helgason

Elsku afi minn. Núna ertu farinn og kemur aldrei aftur, nema auðvitað í draumum mínum og hugsunum, eins og þú ert búinn að vera svo mikið síðustu daga. Síðast þegar ég sá þig varstu svo hress og svo ánægður fyrir mína hönd að vera að fara til Þýskalands. Meira

Viðskipti

27. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 311 orð

Bretland er stærsti viðskiptavinur Íslendinga

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur, í samstarfi við Bresk-íslenska verslunarráðið og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, ráðið viðskiptafulltrúa við sendiráð Íslands í Bretlandi. Þetta var kynnt á blaðamannafundi í gær. Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, segir ástæðu ráðningarinnar vera þá að viðskipti Íslands og Bretlands séu vaxandi og mikilvæg. Meira
27. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 198 orð

ÐH-laun útbreiddasta launakerfi landsins

TÖLVUMIÐLUN ehf. og EJS hf. hafa gert með sér samning um samvinnu á sviði launakerfa. Samvinnan er fólgin í því að þeir launagreiðendur sem hafa notað hugbúnaðinn "Laun" og "Rafreiknislaun" frá EJS fá nú uppfærslu í "H-Laun" frá Tölvumiðlun. Meira
27. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 243 orð

Enn dýrast að búa í borgum Japans

ENN er dýrast að búa í borgum Japans fyrir útlendinga búsetta erlendis þrátt fyrir veikleika Japans samkvæmt könnun brezku upplýsingaþjónustunnar Economist Intelligence Unit. Tókýó og Osaka tróna enn í efstu sætum þessarar könnunar um framfærslukostnað víðs vegar í heiminum, en Hong Kong hefur skotizt upp í þriðja sæti. Meira
27. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 162 orð

GM lokar fleiri verksmiðjum

GENERAL Motors-bílafyrirtækið hyggst loka verksmiðjum þar sem enn er starfað, til að draga úr kostnaði vegna lamandi verkfalla. GM ætlar einnig að draga úr auglýsingum til júlíloka. Ekkert fyrirtæki í Bandaríkjunum auglýsir eins mikið og GM. Meira
27. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 238 orð

Japanskt jen undir nýjum þrýstingi

DAUFT var yfir hlutabréfaviðskiptum í gær og japanska jenið fór aftur að lækka. Horfur á mörkuðum í Asíu og viðbrögð Japana við samdrætti vekja enn áhyggjur. Litla huggun var að fá frá Wall Street, þar sem hækkun í yfir 9,000 punkta á fimmtudag varð að engu. Þegar viðskiptum lauk í Evrópu hafði orðið aðeins fimm punkta hækkun í Wall Street. Meira
27. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 206 orð

Nýkaup með þráðlaust upplýsingakerfi

Króli, verkfræðistofa ehf. og Nýkaup hf. hafa gert með sér samning um þráðlaust net- og handtölvukerfi. Um er að ræða nýja kynslóð handtölvubúnaðar frá bandaríska fyrirtækinu Symbol Technologies Inc. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Þórarin Kópsson, sölu- og markaðsstjóra Króla og Magnús Ólafsson, fjármálastjóra Nýkaups (t.h. Meira
27. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Rússneskt tilboð í úkraínskt súrálver

FJÓRAR rússneskar álbræðslur hafa samþykkt að koma á fót verkefnasamtökum til að bjóða í hlut í Mykolayiv súrálverinu í Úkraínu (MHZ) samkvæmt heimildum í Moskvu. Samtökin nefnast Ukrainski Glinozyom og að þeim standa Krasnoyarsk, Bratsk, Novokuznetsk og Volgograd álbræðslurnar. Meira
27. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 391 orð

Skoða gæðastjórnun í félagsþjónustu

AUKIÐ upplýsingaflæði og bætt þjónusta er yfirskrift tveggja ára þróunar- og rannsóknarverkefnis á vegum NOPUS og norrænu ráðherranefndarinnar sem snýr að úttekt á gæðastjórnun í félagsþjónustu á Norðurlöndum. Meira
27. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Tvær nýjar lúxusgerðir frá BMW

BMW AG bílaframleiðandinn í München hyggst smíða tvo lúxusbíla, þar sem tilboð hans í Rolls-Royce Motor Cars beið lægri hlut fyrir tilboði Volkswagen AG, að sögn þýzks vikublaðs. BMW ætlar að framleiða lúxusbifreiðina Princess og lúxussportbílinn Z 07. Búizt er við að BMW Princess muni hafa meira til að bera en núverandi 7-lína, að sögn blaðsins Wirtschaftswoche. Meira

Daglegt líf

27. júní 1998 | Neytendur | 248 orð

Barnabílstólar þurfa að vera E-merktir

Í NÝÚTKOMNUM breytingum á reglugerð um gerð og búnað ökutækja eru í fyrsta sinn skilgreindar kröfur til barnabílstóla sem notaðir eru hér á landi. Um árabil hafa verið ákvæði í umferðarlögum um að börn yngri en 6 ára skuli í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti nota barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndunarbúnað ætlaðan börnum. Meira
27. júní 1998 | Neytendur | 290 orð

Hlutfall sýna yfir hámarksgildum hefur hækkað

Á þessu ári er áætlað að taka um 400 sýni af grænmeti og ávöxtum í varnarefnamælingu en Hollustuvernd ríkisins tekur sýni til slíkra mælinga í hverri viku, bæði innlend og erlend. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Hollustuverndar og þar kemur fram að það sem af er ári hafi um 5,5% sýna farið yfir hámarksgildi sem er frekar hátt hlutfall miðað við undanfarin ár. Meira
27. júní 1998 | Neytendur | 230 orð

Nýtt kaffihús í Tryggvagötu Franskar kökur

NÝTT kaffihús hefur verið opnað í Tryggvagötu 14 og ber það nafnið La Cafet de France. Eins og nafnið gefur til kynna svífur franskur andi yfir vötnum, en eigandi kaffihússins, Beatrice Guido, er frönsk og hefur búið á Íslandi í sextán ár. Meira
27. júní 1998 | Ferðalög | 392 orð

Óvænt ævintýri seljast vel

FERÐAFÓLK hefur spurt meira eftir ævintýraferðum til framandi landa hjá ferðaskrifstofum en áður. "Suður-Ameríka hefur verið vinsælust núna og Afríka er orðin eftirsótt líka," segir Inga Engilberts hjá Ferðaskrifstofu stúdenta. Hún segir að þeir sem nýti sér ferðirnar séu einkum fólk á aldrinum 23­29 ára. Meira

Fastir þættir

27. júní 1998 | Fastir þættir | 453 orð

1. UMFERÐ

1. UMFERÐ 1. Karl G. Karlsson, Sandgerði ­ Víkursveitin/Kristján Þorsteinsson, Dalvík90­69 2. Hafdís/Örn Ragnarsson, Hornafirði ­ Jasmín/Ólöf Þorsteinsdóttir, Reykjavík 136­81 3. Nota Bene/Sigmundur Stefánsson, Rvk. ­ Húsavíkursveitin/Friðgeir Guðm. 117­88 4. Sparisjóður Mýrasýslu/Kristján Snorra, Borgarnes ­ Soffía Daníelsd., Rvk. 87­48 5. Meira
27. júní 1998 | Í dag | 31 orð

5. a) Gettu hvað ég lærði í skólanum í dag... b) Við vorum að

5. a) Gettu hvað ég lærði í skólanum í dag... b) Við vorum að borða hádegismatinn, og ég lærði að opna poka með kartöfluflögum... c) Hver er höfðuborg Noregs? Hver veit Meira
27. júní 1998 | Í dag | 23 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 27. júní, verður sjötugur Rósmundur Runólfsson, Hléskógum 1 (áður Melgerði 18), Reykjavík. Rósmundur verður að heiman í dag. Meira
27. júní 1998 | Í dag | 48 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. 1. júlí nk. verður áttræð Kristjana Hjartardóttir, Skólavegi 9, Hnífsdal. Eiginmaður Kristjönu er Karl Sigurðsson og varð hann áttræður 14. maí sl. Í tilefni afmælanna taka þau á móti gestum í Félagsheimilinu í Hnífsdal, í dag laugardaginn 27. júní, milli kl. 15 og 18. Meira
27. júní 1998 | Í dag | 298 orð

Afmælisbarn dagsins: Þú ert

Afmælisbarn dagsins: Þú ert foringi og frumkvöðull og þarft að vera í sviðsljósinu. Gættu þess þó að troða ekki öðrum um tær. Gerðu þér ekki of miklar vonir svo þú verðir ekki fyrir vonbrigðum. Í upphafi skyldi endinn skoða. Vertu samt jákvæður. Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 247 orð

AV

Sl. mánudagskvöld, 22. júní, spiluðu 20 pör eins kvölds Mitchell-tvímenning. Meðalskor var 216 og þessi pör urðu efst: NS Ragna Briem ­ Þóranna Pálsdóttir 248 Esther Jakobsdóttir ­ Gylfi Baldursson 242 Guðbjörn Þórðarson ­ Guðm. Grétarsson 239 Sig. B. Þorsteinsson ­ Gísli Hafliðason 238 AV Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 622 orð

Ábætisréttir úr rabarbara

UM DAGINN vorum við hjónin að reyta arfa í matjurtagarðinum. Bóndi minn er nokkuð þunnhærður og hafði fluga sest á nokkur hár sem stóðu upp úr höfði hans. Skömmu síðar þegar ég leit yfir til hans var kónguló í óðaönn að spinna vef í kringum fluguna. Hún ætlaði greinilega að bæta úr hárleysinu. Þó ýmsar aðferðir séu til að auka hárvöxt hefi ég aldrei heyrt um þessa. Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 94 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Mánudaginn 15. júní 1998 spiluðu 12 pör Mitchell. N/S Sæmundur Björnss. ­ Magnús Halldórss.112 Ólafur Ingvarss. ­ Halla Ólafsd.104 Lárus Hermannss. ­ Eysteinn Einarss.103 A/V Oliver Kristóferss. ­ Sigurleifur Guðjónss.113 Björn Kristjánss. ­ Júlíus Guðmundss.111 Karl Adólfss. ­ Eggert Einarss. Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 847 orð

Fegurð orðanna "Önnur var sú að hann talaði svo snjallt og slétt að öllum er á heyrðu þótti það eina satt." Heimskringla: Um

Er hægt að komast hjá því að hluta stíl og inntak í sundur? Hvað felur það í sér að stíll sé aðalatriði málsins? Greinarmunurinn á innihaldi og formi, inntaki og stíl, er ein af þessum grundvallarforsendum hugmyndaheimsins sem virðist illmögulegt að losna við. Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 51 orð

Fimleikar næst á dagskrá Á Special Olympics sýndu þroskaheft börn s

Fimleikar næst á dagskrá Á Special Olympics sýndu þroskaheft börn snilldartilþrif í fimleikum, en sú grein er talin henta vel fyrir skerta hreyfifærni og góð fyrir þá, sem þurfa á sérhæfðri líkamsþjálfun að halda. Nú hefur Íþróttasamband fatlaðra leitað liðsinnis Fimleikasambands Íslands til að byggja upp fimleika fyrir þroskahefta hér á landi. Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 85 orð

Guðmundur Ingi og Halldór Kiljan Laxness ÍSLENDINGARNIR mættu degi fyrr

Guðmundur Ingi og Halldór Kiljan Laxness ÍSLENDINGARNIR mættu degi fyrr á leikana en aðrir og var þá ákveðið að heimsækja klaustrið þar sem Halldór Kiljan Laxness bjó um hríð, en það er örstutt frá gististað íslenska liðsins. Þá kom Guðmundur Ingi frá Kveldúlfi í Borgarnesi til skjalanna. Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 786 orð

Guðspjall dagsins: Hinn týndi sauður. (Lúk. 15) »ÁS

Guðspjall dagsins: Hinn týndi sauður. (Lúk. 15) »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 168 orð

Hvað er prótein?

Hvað er prótein? FLESTIR orkudrykkir innihalda svo og svo mikið magn af próteini, svo sem lesa má í innihaldslýsingum á umbúðum þeirra. Prótein notar líkaminn til að byggja upp og endurnýja vefi líkamans þar á meðal vöðvavef. Þess vegna þarf íþróttafólk heldur meira af próteinum en aðrir. Próteinin eru gerð úr amínósýrum. Til eru 20 aminósýrur. Meira
27. júní 1998 | Dagbók | 610 orð

Í dag er laugardagur 27. júní, 178. dagur ársins 1998. Sjösofendadagur. Orð dag

Í dag er laugardagur 27. júní, 178. dagur ársins 1998. Sjösofendadagur. Orð dagsins: Eigi mun hann þrátta né hrópa, og eigi mun raust hans heyrast á strætum. (Mattheus 12, 19.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Arnarfell, Siglir og Snorri Sturluson. Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 762 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 959. þáttur

959. þáttur Smáræði um nokkrar samsetningar af Guð(i) 1­2) Guðanna og Guðbjarni. Í Heynesi í Innra-Akraneshreppi í Borgarfjarðarsýslu bjuggu um og fyrir miðja síðustu öld hjónin Guðrún Sigmundsdóttir og Bjarni Helgason. Móðir Guðrúnar hét Anna. Meira
27. júní 1998 | Dagbók | 121 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 trassafen

Kross 2LÁRÉTT: 1 trassafengið, 8 endar, 9 ávöxtur, 10 elska, 11 hímir, 13 hafna, 15 háðsglósur, 18 koma við, 21 legil, 22 lengjast, 23 uxinn, 24 karl. Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 825 orð

Og sólina dreymir DRAUMSTAFIR Kristjáns F

DRAUMURINN um gleðilegt sumar rættist í gulum skóm og flaksandi raugulu pilsi, sólin vefur okkur örmum sínum og kjassar svo við roðnum af gleði hennar, dormum í yl hennar og dreymum. Sem draumtákn á sólin sér sögu allt frá tíma ljósagangsins mikla: "Verði ljós" og fram á daginn í dag þegar menn baða sig í þeim sömu geislum og lituðu draumana rafinu gula. Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 1369 orð

ORKUDRYKKIR Í ÚRVALI Fyrst og fremst fyrir

Í MORGUNBLAÐINU nýverið rakst höfundur þessarar greinar á auglýsingu um orkudrykk, sem sagður var "byggja upp og bæta", eins og það var orðað og væri "góður fyrir alla þá sem vilja hollan svaladrykk. Minnkar þretytueinkenni og kemur í veg fyrir vöðvaniðurbrot," sagði ennfremur í auglýsingunni. Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 1179 orð

REYNSLA FYRIR LÍFSBARÁTTUNA Teinréttir og tíguleg

TEINRÉTTIR og tígulegir gengu 40 íslenskir fatlaðir þátttakendur inná íþróttavöllinn í Lúxemborg til að taka þátt í smáþjóðaleikum Special Olympics, sem fram fóru um mánaðamót maí og júní síðastliðin. Engu minni voru tilburðirnir á völlunum á mótinu og að leikslokum gengu þeir hlaðnir gulli af velli. Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 327 orð

Safnaðarstarf Kvöldguðsþjónusta í Hjallakirkju

KVÖLDGUÐSÞJÓNUSTA verður í Hjallakirkju sunnudaginn 28. júní kl. 20.30. Guðmunda Inga Gunnarsdóttir, guðfræðingur, sem starfað hefur í barnastarfi kirkjunnar, prédikar. Félagar úr kór Hjallakirkju munu leiða söng. Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á kvöldkaffi í safnaðarsal kirkjunnar. Fólk er hvatt til að mæta og njóta kvöldkyrrðar og samfélags í kirkjunni. Meira
27. júní 1998 | Í dag | 411 orð

Seljavallasundlaug SL. FIMMTUDAG var frétt í Mo

SL. FIMMTUDAG var frétt í Morgunblaðinu um að búið sé að loka sundlauginni á Seljavöllum. Það á að banna fólki að fara í laugina, bent á slysahættu, því laugin sé án gæslu og vatn í henni geti verið heilsuspillandi. En ef þessi laug er heilsuspillandi er þá ekki laugin í Landmannalaugum líka heilsuspillandi? Þar fara útlendingar í bað þegar þeim dettur það í hug. Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 651 orð

SPURT ER Hvað er kóreógrafía?

1. Finnar vígðu nýtt samtímalistasafn í Helsinki á dögunum. Hvað heitir safnið? 2. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur gengið frá ráðningu nýs konsertmeistara til næstu tveggja ára. Hvað heitir hann? 3. Nýverið var lokið við uppsetningu veggmyndar eftir Erró á neðanjarðarlestarstöð. Hvar í heiminum er þessi stöð? SiAGA 4. Meira
27. júní 1998 | Í dag | 122 orð

STÖÐUMYND D HVÍTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND D HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í opnum flokki á atskákmótinu í Dortmund í síðustu viku. Þjóðverjinn Eric Lobron (2.540) hafði hvítt og átti leik gegn Viktor Kortsnoj (2.625). 26. Rf5+!! - exf5 (Eða 26. - gxf5 27. Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 1746 orð

ÚTI AÐ BORÐA MEÐ JÓNI ÁSGEIRI JÓHANNESSYNI Á lag

"VIÐ förum auðvitað á Hard Rock," segir hann og kæfir strax athugasemd mína um að erfitt verði að halda þar uppi samræðum undir háværri tónlist og segist munu sjá til að lækkað verði niður í henni. "Hvað segirðu um aðeins rólegri stað?" spyr ég afar varfærnislega í símann. En það verður engu tauti við hann komið og á því er skýring. Meira
27. júní 1998 | Í dag | 223 orð

Það sem Belladonna gat látið sér detta í hug! Jú, jæja,

Það sem Belladonna gat látið sér detta í hug! Jú, jæja, árið er 1959 og lítil reynsla komin á vörn við veikum tveimur. Austur gefur; enginn á hættu. Á DG75 65 ÁKD984 10943 942 K87 765 85 Á103 DG10432 G10 KDG762 K86 Á9 32 Harmon Avarelli Stakgold Belladonna-- Meira
27. júní 1998 | Fastir þættir | 163 orð

Þá opnast nýr heimur

Þá opnast nýr heimur "Þarna er það grasrótin sem byrjar, enda er mottó hjá félaginu að koma fólki á þetta mót. Það var mikil spenna fyrir ferðinni og hringt daglega mánuðinn fyrir mótið," sagði Ólafur Ólafsson, formaður Íþróttafélagsins Aspar, sem átti 26 íþróttamenn á Special Olympics. Meira

Íþróttir

27. júní 1998 | Íþróttir | 101 orð

1. deild

KVA - HK2:0 Veigur Sveinsson (32.), Sigurjón Rúnarsson (89.). Heimamenn unnu verðskuldaðann sigur í leik ekki var neitt sérstakur einkum í fyrri hálfleik þegar vindurinn réði mestu um gang hans og leikmenn áttu fullt í fangi með að halda stjórn á knettinum. Meira
27. júní 1998 | Íþróttir | 23 orð

2. deild Völsungur - KVA3.5 Reynir S - Dalvík2:2

2. deild Völsungur - KVA3.5 Reynir S - Dalvík2:2 3. deild: UMFA - KFR5:0 Björgvin Friðriksson 2, Jón Grétar Ólafsson, Jón Ottósson, Haukur Björnsson. Meira
27. júní 1998 | Íþróttir | 207 orð

Alls 126 mörk skoruð Í DAG hefst önn

Í DAG hefst önnur umferð heimsmeistarakeppninnar, úrslit tveggja efstu liða hvers riðils um sig, alls sextán talsins. Því er ekki úr vegi að velta fyrir sér ýmsum tölulegum upplýsingum, sem liggja fyrir að lokinni riðlakeppninni. Alls voru skoruð 126 mörk, sem eru að meðaltali 2,625 í leik. Frakkland og Argentína unnu alla þrjá leiki sína ­ voru einu liðin sem hlutu fullt hús stiga. Meira
27. júní 1998 | Íþróttir | 290 orð

DAVID Beckham varð í gær ann

DAVID Beckham varð í gær annar leikmaðurinn á HM til þess að skora beint úr aukaspyrnu er hann gerði annað mark Englands gegn Kólumbíu. LEIKMENN rúmenska liðsins birtust gulhærðir til leiks við Túnis í gær. Meira
27. júní 1998 | Íþróttir | 430 orð

Eigum eftir að gera enn betur

"Ég verð að viðurkenna að við mættum ofjörlum okkar að þessu sinni," sagði Hernan Gomez, þjálfari Kólumbíu, eftir 2:0 ósigur fyrir Englendingum í Lens í gær. Þar með komust Englendingar í 16-liða úrslit þar sem þeir mæta Argentínu, en Kólumbíumenn verða að sætta sig við að fara heim. Meira
27. júní 1998 | Íþróttir | 118 orð

"Gullmarka" reglan SEX

SEXTÁN liða úrslit á HM hefjast í dag með tveimur leikjum, Brasilía og Chile eigast við annars vegar og hins vegar mætast Ítalía og Noregur. Nú verða jafntefli ekki látin gilda heldur skal leikið til þrautar. Verði jafnt eftir 90 mínútna leik tekur við framlenging í 2×15 mínútur. Meira
27. júní 1998 | Íþróttir | 541 orð

HM Í KNATTSPYRNU H-RIÐILL

Argentína - Króatía1:0 Bordeaux: Mark Argnetínu: Hector Pineda 36. Markskot: Argentína 6 - Króatía 3. Skot framhjá: Argentína 7 - Króatía 8. Horn: Argentína 3 - Króatía 3. Rangstaða: Argentína 4 - Króatía 0. Gult spjald: Argentínumennirnir Ariel Ortega 23. Meira
27. júní 1998 | Íþróttir | 358 orð

Markvörður og markahrókur

TVEIR leikmenn sem leika gjörólíkar stöður á vellinum eru jafnir og efstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins eftir sjö umferðir í efstu deild karla. Það er markahrókurinn frá Vestmannaeyjum, Steingrímur Jóhannesson, sem er langmarkahæstur með níu mörk, og Ólafur Þór Gunnarsson, hinn stórefnilegi markvörður ÍR-liðsins og leikmaður 21 árs landsliðsins. Þeir hafa báðir fengið tíu M eftir sjö umferðir. Meira
27. júní 1998 | Íþróttir | 171 orð

Skotfimi

Íslandsmeistaramótið í loftskammbyssuskotfimi var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði á dögunum. Alls kepptu 16 manns í mótinu og var keppt í flokki karla og kvenna en samhliða einstaklingskeppni fór fram sveitakeppni. Meira
27. júní 1998 | Íþróttir | 336 orð

Smiðshögg Penedas

FYRSTA landsliðsmark Hectors Pinedas rak smiðshöggið á 1:0-sigur Argentínu á Króatíu í uppgjöri efstu liðanna í H-riðli. Sigurinn tryggði Argentínumönnum efsta sæti riðilsins og þýðir um leið að þeir fara ósigraðir inn í 16-liða úrslitin með 9 stig og hafa ekki fengið á sig mark enn sem komið er. Meira
27. júní 1998 | Íþróttir | 62 orð

UM HELGINAKnattspyrnaLAUGARDAGUR:

KnattspyrnaLAUGARDAGUR: 3. deild: Ármannsvöllur:Ármann - Bolungarvík14 Djúpavogur:Neisti D - Þróttur N16 Seyðisfjörður:Huginn - Leiknir F14 SUNNUDAGUR: Landssímadeildin, efsta deild karla: Akranes:ÍA - ÍBV17 3. Meira
27. júní 1998 | Íþróttir | 402 orð

Vonin liggur í loftinu í Ríó

ÞAÐ er mikill hátíðarbragur á Ríó de Janeiro, minnir helst á karnivaltímann. Borgin, sem staðarmenn hafa dubbað upp á undanförnum vikum í hátíðarbúning í litum brasilíska fánans, hélt fyrst upp á sigurinn 2:1 yfir Skotlandi á opnunarleik Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta og síðan upp á 3:0 á móti Marokkó, leikur sem gladdi mjög hug og hjörtu landsmanna. Meira
27. júní 1998 | Íþróttir | 37 orð

Þennan á ég!ÓLAFUR Þór Gunnarsson, markvörður ÍR-i

Þennan á ég!ÓLAFUR Þór Gunnarsson, markvörður ÍR-inga, hefur staðið sig mjög vel í sumar. Hér á myndinni sýnir hann kraft, styrk og öryggi er hann stekkur hátt í loft upp og gómar knöttinn örugglega. Meira
27. júní 1998 | Íþróttir | 86 orð

Þjálfari Japans íhugar afsög

JAMAÍKA vann Japan 2:1 í slag neðstu liðanna í H-riðli, en hvorugt þeirra hafði unnið leik í keppninni þegar flautað var til leiks. Theodore Whitmore skoraði bæði mörk Jamaíka, það fyrra á 39. mín. og síðara á 54. mín. Fimmtán mínútum fyrir leikslok minnkaði Masashi Nakayama muninn. Meira
27. júní 1998 | Íþróttir | 491 orð

ÞRÍR leikmenn bandaríska lið

ÞRÍR leikmenn bandaríska liðsins eiga yfir höfði sér sektir fyrir að gagnrýna landsliðsþjálfara sinn, Steve Sampson, opinberlega. Þetta eru Alexei Lalas, Tab Ramos og Jeff Agoos. Allir hafa þeir opinberlega neitað að leika með bandaríska liðinu og sagt leikaðferðir þess vera rangar. Meira

Úr verinu

27. júní 1998 | Úr verinu | 449 orð

Bræla á Vestfjörðum ­ "Majorka" á Suðurnesjum

BRÆLA hefur verið á miðunum úti fyrir Vestfjörðum allar götur síðan á fimmtudag. Bátar hafa ekki verið á sjó og menn eru að verða "pirraðir", eins og karlarnir á hafnarvoginni í Bolungarvík sögðu í samtali við Morgunblaðið í gær. "Það var mjög gott fiskerí, en síðan á fimmtudag hefur bara verið skælingur og enginn á sjó," sögðu þeir. Meira
27. júní 1998 | Úr verinu | 288 orð

Guðmundur VE til Grænlands

Vestmannaeyjum-Nótaskipið Guðmundur VE er komið undir grænlenskan fána og ber skipið nú nafnið Tunu GR 1895 og heimahöfn þess er Ammassalik. Að sögn Sigurðar Einarssonar, framkvæmdastjóra Ísfélags Vestmannaeyja, sem átti Guðmund, hefur skipið verið selt til grænlensks útgerðarfélags sem Ísfélagið á stóran hlut í. Meira

Lesbók

27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 373 orð

25. tölublað ­ 73. árgangur Efni

Bræður þrír frá Víðivöllum í Blönduhlíð eru umfjöllunarefni Aðalgeirs Kristjánssonar hér og í næstu Lesbók, en þeir Víðivallabræður settu mikinn svip á þjóðlífið á síðustu öld. Þeir voru Brynjólfur Pétursson, Fjölnismaður, sem féll frá fyrir aldur fram, Pétur Pétursson, alþingismaður og biskup, og sá þriðji var Jón Pétursson, háyfirdómari í Reykjavík. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 200 orð

80 ÍSLENSKIR LISTAMENN Á EXPO 98

ÁTTATÍU íslenskir listamenn og skemmtikraftar koma fram í dag á Íslandsdegi heimssýningarinnar EXPO 98 í Lissabon í Portúgal . Íslensku menningarfulltrúarnir sem skemmta sýningargestum á 10 stöðum á sýningarsvæðinu í dag eru leikarar og tónlistarmenn frá Leikhúsi frú Emilíu sem flytja óperuna Rhodymenia palmata eftir Hjálmar H. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1551 orð

AÐGÁT, MENGUN Í LEYNUM! EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON

OODLATEETAH Ikaluq er jafnan kallaður Odla. Hann er ríflega þrítugur og einn besti bjarnaveiðimaðurinn í Grisefjord. Í þeirri byggð búa um 200 manns og er hún sú eina á Ellesmere-eyju sem er nærri tvöfalt stærri en Ísland. Eyjan verður hluti sjálfstjórnarsvæðis í Kanada 1999. Þá verður landi sem lengst af hét Northwest Territories skipt í tvennt. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1235 orð

ARKITEKTANÁM Á ÍSLANDI INNAN SEILINGAR?

ÍSLENSKIR arkitektar hafa um árabil rætt nauðsyn þess að komið verði á fót menntastofnun fyrir arkitekta hér á landi. Með tilkomu Listaháskóla Íslands þykir arkitektum sem ekki verði lengur hægt að líta framhjá nauðsyn þess að bjóða upp á grunnnám í byggingarlist hér á landi. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 52 orð

BLÓMADÍS

Ástin er blómadís með stjörnu í hárinu og rósir við barm sinn. Stundum kemur hún eins og leiftur en meðal annarra eins og hægfara snigill. Hún er björt eins og Sólin en stundum leika skýin hana grátt. Þá grætur náttúran og blómin sýta. Höfundurinn er skáld í Hveragerði. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2425 orð

DALSFJÖRÐUR OG NORÐUR-MÆRI EFTIR STEFÁN AÐALSTEINSSON

Ífyrstu greininni í þessum þriggja greina flokki var fjallað um Flóka Vilgerðarson og hvaðan hann lagði frá landi í Noregi þegar hann fór að leita Snjólands. Í næstu grein var lýst heimsókn í Mostur þar sem Þórólfur Mostrarskegg bjó, farið í Sólundir þar sem Kveldúlfur, Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 189 orð

FRÁBÆR TÁR

Í Lesbók Morgunblaðsins 20. júní 1998 gerir Þröstur Helgason að umræðuefni ljóð sem birtist í Tímariti Máls og menningar sem helgað var minningu Halldórs Laxness. Ljóðið er eftir Hallgrím Helgason og "fær heiðurssess í tímaritinu en það stendur fremst í heftinu" eftir því sem Þröstur greinir frá. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1958 orð

FRÁ NIKULÁSARHÚSUM TIL NEW YORK EFTIR RÍKEYJU RÍKARÐSDÓTTUR

Jónína Sæmundsdóttir eða Nína Sæmundsson eins og hún kallaði sig fæddist að Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 1892. Fljótshlíðin er af mörgum talin vera ein fegursta listasmíð skaparans hér á landi. Að horfa frá Hlíðinni til Eyjafjallajökus og út til hafs þar sem Vestmannaeyjar rísa úr sæ, gefur vísbendingu um að fleira sé handan hafsins. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð

FÆREYJAR

Þegar Ísland þarfnast vinar þá eru ávallt nær eyjar sem þann vinskap vilja rækja, vel það sýna Færeyjar. Þar af verkum þekkjast góðir, þar er einstök norræn byggð. Þar er okkar besti bróðir, bjargfastur í sinni tryggð. Íslensk snót sem örugg gistir eyjar þær með réttu sér, að þar er hennar sanna systir, sú er best og tryggust er. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 76 orð

GALDRALOFTUR Á GEISLAPLÖTU

NÚ standa yfir upptökur á óperunni Galdra Lofti eftir Jón Ásgeirsson. Óperan var flutt á Listahátíð fyrir tveimur árum og syngja sömu söngvcarar nú og þá, nema hvað Kristinn Sigmundsson syngur hlutverk Gamla mannsins, sem Bjarni Thor Kristinss söng áður. Stjórnandi er Garðar Cortes. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 586 orð

HAFNFIRSKAR UPPSPRETTUR

Á SÝNINGUNNI eru olímálverk og vatnslitamyndir eftir helstu íslensku listmálarana. Allar eiga myndirnar sameiginlegt að vera blásnar sköpurum sínum í brjóst í Hafnarfirði og nánasta umhverfi. Tilefni sýningarinnar er níutíu ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar og einnig er þess minnst að fimmtán ár eru liðin síðan hafin var starfsemi í Hafnarborg. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 88 orð

Í MÓANUM

Hugljúf er þögnin, krían kúrir um stund, komið lágnætti, spói á vappi við hreiður. Hestar við lækinn sofa á grænni grund, gola frá hafi strýkur sóleyjarbreiður. Við sólarupprás er söngurinn hafinn á ný samkórinn mikli lætur þá til sín heyra. Morgunstemmning er máttug og glöð af því, að margradda tónar berast að þínu eyra. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 93 orð

ÍSLENSK GRAFÍK Í LISTASKÁLANUM Í HVERAGERÐI

SUMARSÝNING félagsins Íslensk grafík verður opnuð í Listaskálanum Hveragerði, laugardaginn 27. júní n.k. Sýning þessi er viðbót við hinar hefðbundnu samsýningar félagsins sem haldnar eru fjórða hvert ár. Á sumarsýningunni sýna 12 félagsmenn verk sín, þau Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Benedikt G. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 252 orð

KONAN OG FJALLIÐ

INNSETNING Bryndísar Snæbjörnsdóttur í Gerðarsafni samanstendur af ljósmyndum og hljóði sem berst um hátalara í salnum. "Verk mitt hér fjallar um lífið sjálft," segir Bryndís, sem búsett er í Glasgow í Skotlandi. "Sem Íslendingur búsettur á erlendri grund þá leitar hugurinn oft heim og þá gjarnan til íslenskrar náttúru. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 346 orð

LITUR ÁN FORMS ­ FORM ÁN LITAR

LITUR og form. Þessir tveir klassísku eðlisþættir myndlistar koma endurtekið fyrir þegar verk Sólveigar Aðalsteinsdóttur eru skoðuð. "Ég hef alltaf safnað mikið af litum," segir Sólveig. "Ég vissi bara ekki lengi hvernig ég vildi tengja þá við efnið. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

LJÚFLINGUR HILDUR SIGURSTEINSDÓTTIR

LJÚFLINGUR HILDUR SIGURSTEINSDÓTTIR Gengið hratt um dyr hlaupið ungum sterkum fótum upp stigann. Kallað skærum rómi. Amma, hvar er afi? Leikið að bílum, dundað við þetta og hitt, spilað ofurlítið. Beðið blíðum rómi. Amma, lestu fyrir mig. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

LOSTUG TRÖLL

Tröll eru með sundurleitu móti við menn í íslenskum bókmenntum. Í þjóðsögunum er þó nokkuð um að tröll séu mannskæð, jafnvel mannætur, og það svo heiftarlegar, að þeim nægir ekki minna en presturinn sjálfur, beint úr prédikunarstól, og það á jólunum (Mjóafjarðarskessan, JÁ I, 146). Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 342 orð

NÁTTÚRAN Í MÁLVERKINU

VERK Önnu Guðjónsdóttur myndlistarmanns, sem búsett er í Hamborg, samanstanda af málverkum, ljósmyndum og teikningum. Textinn sem Anna notast við í sýningarskrá og er tilvitnun í sögu Lewis Caroll, Í gegnum spegilinn, vísar til hugmynda hennar um rýmið handan raunveruleikans sem býr engu að síður innan hans, ­ rými málverksins. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 832 orð

RANGEYGÐ OG INNSKEIF RÓMANTÍK

Á SÝNINGUNNI í Ingólfsstræti 8 eru nokkur ný verk eftir Sigurð; skúlptúrar úr graníti ásamt teikningum og tveimur grafíkmyndum. Auk þess "flutti" Sigurður skúlptúrinn Brúneygðan jökul og óperu kennda við dýr í Nýlistasafninu í gærkvöldi. Hann hefur farið þrjár ferðir til Suður-Kína að undanförnu og hyggst halda þangað aftur að lokinni Íslandsheimsókn. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 366 orð

"SAGAN AF BRAUÐINU DÝRA"

Við hita í víti fá heilagar kýr að horfast í augu við tröllvaxið dýr sem blæs inní bliknandi glæður, þar græðginnar kraftur er grimmur en hlýr og glamparnir vernda þann mátt sem þar býr og eldi í iðrunum ræður. Þar brauð var hjá eldinum bakað á laun af brosmildum púkum við glóandi hraun og varðveitt á vel geymdum diski. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1021 orð

SUMAR

Það byrjaði með rigningu. Jörðin þambaði vatn, sárþyrst eftir nokkrar þurrar og frostlausar vikur. Maður veit nokk að jörðin hallar hausnum að sólu þegar dagatalið segir svo og þá hýrnar hér norður á skallanum. En sumargaldurinn er alltaf jafn ótrúlegur, finnst ykkur ekki? Eins og það að grandskoða kött eða gapa upp í nýfætt barn. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð

SUMARNÓTT

Dags lít ég deyjandi roða drekkja sér norður í sæ; grátandi skýin það skoða, skuggaleg upp yfir bæ. Þögulust nótt allra nótta, nákyrrð þín ofbýður mér. Stendurðu á öndinni af ótta eða hvað gengur að þér? Jörð yfir sofandi síga svartýrðar lætur þú brýr. Tár þín á hendur mér hníga hljótt, en ég finn þau samt skír. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 183 orð

TVÖFALT LANDSLAG

HEKLUMYNDIR. Í huganum spretta fram ótal gömul landslagsmálverk. Ragna Róbertsdóttir fer aðra leið að viðfangsefninu í listsköpun sinni. Og verk hennar eru jafnvel enn meiri Heklumyndir en þær sem dregnar eru pensli með olíu á striga, því þau eru gerð úr efni fjallsins sjálfs. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3574 orð

"UPPI OG NIÐRI OG ÞAR Í MIÐJU" EFTIR JÓN JÓNSSON

ÉG HEF valið þessa ljóðlínu úr Lilju Eysteins Ásgrímssonar sem titil á rabb um bók, sem að nokkru tekur til þessara þriggja sviða: Þess, sem allir geta séð, þess, sem engi sér og þess, sem eitt sinn var dulið djúpt í jörð, en sem hin eyðandi öfl nú hafa afhjúpað. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 202 orð

VARÐVEISLA ANDARTAKSINS

VERK Ragnheiðar Hrafnkelsdóttur eru gáskafull könnun á þeim geymsluaðferðum sem eru kjarni heimilislífsins ­ frá tilrauninni til að festa á filmu þau undur sem börnin okkar eru og gera, yfir í jarðbundnari gjörðir á borð við það að forða mat frá skemmdum." Þannig hefst lýsing Evu Heisler á verkum listamannsins í sýningarskrá. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3277 orð

VÍÐIVALLABRÆÐUR EFTIR AÐALGEIR KRISTJÁNSSON

Hinn 1. nóvember 1754 fæddist presthjónunum, Guðrúnu Jónsdóttur og Pétri Björnssyni á Tjörn á Vatnsnesi, sonur sem skírður var Pétur. Föðurætt hans var úr Húnavatnssýslu, en móðir hans var frá Tungu í Fljótum. Pétur Björnsson fæddist á Breiðabólstað í Vesturhópi. Meira
27. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 311 orð

ÆVISAGA OG YFIRLITSSÝNING

Í TILEFNI af því, að níutíu ár verða liðin frá fæðingu Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara hinn 21. október næstkomandi og því, að tíu ár eru liðin frá opnun Listasafns Sigurjóns í Laugarnesi gengst listasafnið fyrir stórri yfirlitssýningu á verkum Sigurjóns í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Sýningin verður opnuð á afmælisdegi listamannsins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.