Greinar sunnudaginn 28. júní 1998

Forsíða

28. júní 1998 | Forsíða | 63 orð

12 létust í jarðskjálfta í Tyrklandi

TALIÐ er að 12 manns hafi farist þegar öflugur jarðskjálfti varð í Tyrklandi í gær. Að sögn sjónvarpsstöðvarinnar NTV mældist skjálftinn 6,3 stig á Richter-kvarða. Í frétt stöðvarinnar sagði að fjöldi manns hefði slasast og margar byggingar hrunið í skjálftanum. Upptök skjálftans voru í héraðinu Adana í suðurhluta Tyrklands, en hann fannst víða um landið. Meira
28. júní 1998 | Forsíða | 594 orð

"Ekkert getur stöðvað batnandi samskipti"

BILL Clinton Bandaríkjaforseti fordæmdi harðlega árás kínverska hersins á óvopnaða námsmenn á Torgi hins himneska friðar árið 1989 á fréttamannafundi með Jiang Zemin, forseta Kína, í gærmorgun. "Ég trúi því og bandaríska þjóðin trúir því að það hafi verið rangt að beita valdi og fórna mannslífum," sagði Clinton. "Þrátt fyrir alla okkar samninga greinir okkur enn á um þessa atburði." Meira
28. júní 1998 | Forsíða | 312 orð

Netmamma í vanskilum? LÖGREGLA í Bandaríkjunum reynir nú að komast til botns í því hvort Elizabeth, fertug kona sem í síðustu

LÖGREGLA í Bandaríkjunum reynir nú að komast til botns í því hvort Elizabeth, fertug kona sem í síðustu viku fæddi barn í beinni útsendingu á Netinu, sé Elizabeth Ann Oliver sem leitað hefur verið að vegna stórfellds ávísanamisferlis. Meira
28. júní 1998 | Forsíða | 120 orð

Var Kim ekki faðir Kims?

KIM Jong-il, leiðtogi Norður- Kóreu, er ekki sonur Kims Il- sungs, fyrrverandi einræðisherra landsins, eins og haldið hefur verið fram, að sögn Pjotrs Pak Il, gamals manns af kóreskum uppruna sem kenndi Kim eldri marxíska heimspeki á fimmta áratugnum. Meira

Fréttir

28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 547 orð

Andvígur undanþágu til að nota eiturefni

ÆVAR Petersen fuglafræðingur hefur sagt af sér formennsku í ráðgjafarnefnd um villt dýr sem starfar á vegum umhverfisráðuneytisins. Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, sagðist telja að með uppsögninni væri Ævar að mótmæla undanþágu sem umhverfisráðherra veitir æðarræktendum til notkunar á eiturefninu Fenemal. Meira
28. júní 1998 | Landsbyggðin | 89 orð

Barnfóstrur á skólabekk

Reyðarfirði­ Rauðakrossdeildin á Reyðarfirði gekkst fyrir tveggja daga námskeiði fyrir barnfóstrur dagana 20. og 21. júní. Námskeiðið, sem er einkum ætlað krökkum á aldrinum 11 til 16 ára, var vel sótt. 18 stúlkur luku námskeiðinu með heiðri og sóma og því ætti ekki að væsa um ungviðið á Reyðarfirði í sumar. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 437 orð

Bílavörur og veitingasala

NÝ þjónustustöð Olíufélagsins á Ártúnshöfða í Reykjavík verður opnuð með formlegum hætti í dag. Hefur þar risið 600 fermetra bygging í stað þeirra 120 fermetra sem áður voru þar undir þaki. Auk eldsneytis og bílavöru eru þar í boði matvörur og sælgæti og þar er einnig veitingastaður. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Brimborg kynnir Daihatsu Sirion

SIRION heitir nýr bíll frá Daihatsu sem kynntur er hjá umboðinu, Brimborg, nú um helgina. Um er að ræða innan við fjögurra metra smábíl sem boðinn er með 1.000 rúmsentimetra vél, sjálfskiptur eða handskiptur og kostar innan við eina milljón með handskiptingu. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 255 orð

BSRB gegn áformum um breytt útvarpslög

Í menntamálaráðuneytinu er unnið að því að athuga hvernig best verði staðið að því að breyta Ríkisútvarpinu (RÚV) í hlutafélag í eigu ríkisins. Meðal hugmynda sem fram hafa komið í þeirri vinnu er að útvarpsstjóri verði æðsti stjórnandi RÚV hf. í daglegum rekstri og hann ráði aðra starfsmenn RÚV hf. án umsagnar eða tillagna annarra aðila, gagnstætt því sem nú er. Meira
28. júní 1998 | Erlendar fréttir | 408 orð

Clinton í Kína HANDTAKA þriggja kínverskra

HANDTAKA þriggja kínverskra andófsmanna varpaði skugga á upphaf umdeildrar heimsóknar Bills Clintons Bandaríkjaforseta til Kína sem hófst á fimmtudag. Bandarísk stjórnvöld mótmæltu handtökunum en Clinton, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta viðskiptahagsmuni koma niður á baráttunni fyrir mannréttindum, Meira
28. júní 1998 | Erlendar fréttir | 385 orð

EES-lausn kemur ekki til greina

ANITA Gradin, sem fer með dóms-, innanríkis- og innflytjendamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), tók á fundi með Norðurlandaráði í Færeyjum í fyrradag undir þá kröfu, að svokölluð EES-lausn á þátttöku Íslendinga og Norðmanna í ákvarðanatöku varðandi Schengen-vegabréfasamstarfið kæmi ekki til greina. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 375 orð

Efla þarf rannsóknir á sviði barna og unglinga

UMBOÐSMAÐUR barna kynnti á fimmtudag útgáfu bókarinnar "Mannabörn eru merkileg - staðreyndir um börn og unglinga". Í bókinni er leitast við að draga upp heildstæða mynd af uppvaxtarskilyrðum, aðbúnaði og aðstæðum þeirra rúmlega 77 þúsund Íslendinga sem ekki hafa náð 18 ára aldri, og teljast því börn lögum samkvæmt. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 300 orð

Ekki forsendur fyrir gosi í sumar

ÁRNI Bragason, forstjóri Náttúruverndar ríkisins sem sæti á í Geysisnefnd, segir ekki vera forsendur fyrir gosi í Geysi í sumar. Enn liggi ekki fyrir nægar upplýsingar um áhrif þess á Strokk muni Geysir gjósa og á meðan svo er verði ekkert aðhafst. "Við gerðum rannsóknir á Geysi í vetur sem Helgi Torfason hjá Orkustofnun stýrði. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 340 orð

Erindi ráðstefnunnar gefin út og dreift um allan heim

MARGAR nýjar og athyglisverðar upplýsingar komu fram um þátt Norðurlanda í stefnu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í kalda stríðinu á fjögurra daga sagnfræðiráðstefnu um Norðurlöndin og kalda stríðið, sem lauk á Grand Hótel í Reykjavík í gær. Þetta segja þeir dr. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 248 orð

Friðarhlaupið kemur til Reykjavíkur í dag

EFTIR tíu daga og þriggja nátta hlaup umhverfis landið er Friðarhlaupið væntanlegt til Reykjavíkur. Því lýkur á Ingólfstorgi í dag klukkan 14.00. Ferðalag Friðarhlaupsins umhverfis landið hefur vakið athygli og að sögn hlauparanna sem verið hafa með frá upphafi hafa rútur stoppað og ófáir ferðamenn hlaupið spölkorn með kyndilinn, Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 241 orð

Hreppstjórinn lýsir furðu á vinnubrögðum

NÝJUSTU mannfjöldatölur Hagstofu Íslands sýna að íbúafjöldi Skorradalshrepps er 46 manns, miðað við 1. desember sl. Samkvæmt því mun vera nauðsynlegt að sameina hreppinn öðru sveitarfélagi. Davíð Pétursson hreppstjóri hefur óskað eftir að þessi úrskurður verði endurskoðaður. Hreppsnefnd Skorradalshrepps segir að íbúafjöldi hreppsins hafi verið 52 hinn 1. desember sl. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 465 orð

Innlendar fréttir

SÉRA Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigssókn, var kjörin formaður Prestafélags Íslands á aðalfundi þess á mánudag. Í formannskjörinu hlutu tveir aðrir prestar atkvæði: Séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði og séra María Ágústsdóttir, prestur í Háteigskirkju. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns Prestafélagsins. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Kántríbær opnaður á ný

Í GÆR opnaði Hallbjörn Hjartarson Kántríbæ 2 en þrír mánuðir eru síðan bygging hins nýja staðar hófst Sá eldri brann nú í vetur. "Ég á fá orð til að túlka það kraftaverk sem nú er að gerast," sagði Hallbjörn í gær. "Það var erfitt að horfa á gamla bæinn brenna og dagurinn í dag er á sinn hátt líka erfiður. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Kona skarst illa í andliti

DÖNSK kona hrasaði á salernunum í Þórsmörk í gærnótt og skarst illa á efri vör. Konan var flutt á heilsugæslustöðina á Hellu en þaðan með sjúkrabíl á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hún gekkst undir aðgerð í gær. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 26 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Í MORGUNBLAÐINU í gær féll niður tilkynning um guðsþjónustu Óháða safnaðarins, sem verður klukkan 11 í dag. Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á gúllas. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Málað í Sundahöfn Morgunblaðið/Rax

ÞEIR notuðu daginn vel mennirnir sem voru við málningarvinnu í Sundahöfn í gær. Tími viðhalds skipa, smárra sem stórra, er í hámarki og þegar saman fer sléttur sjór og blíðviðri fjölgar tunnuflekunum í kringum þau. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 529 orð

Mikil ábyrgð hvílir á samninganefndinni

VIÐRÆÐUR hjúkrunarfræðinga og fulltrúa stjórnvalda halda áfram um helgina en hingað til hafa þær engan árangur borið. Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að verið væri að velta hugmyndum fram og til baka og bætti við að mikil ábyrgð hvíldi á samninganefndinni. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 665 orð

Mikil umræða á prestastefnu um val sóknarpresta

MEÐAL verkefna á prestastefnu eru umræður um ýmsar starfsreglur sem verða settar á grundvelli nýrra laga um stöðu, stjórn og starfshætti kirkjunnar. Gera nýju lögin ráð fyrir að kirkjuþing setji þessar reglur og hafa sex nefndir unnið að samningu draga. Verkinu hefur stýrt Guðmundur Þór Guðmundsson, lögfræðingur kirkjuráðs. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Morgunblaðið/Sigurður Fannar Slegið í miðnætursól

HEYSKAPUR er hafinn á Mjósyndi í Villingaholtshreppi í Árnessýslu. Að sögn bóndans á bænum, Bjarka Reynissonar, er það á svipuðum tíma og í fyrra en þó er heldur betri spretta nú en á síðasta ári. Á Mjósyndi er ræktað tún um 45 hektarar og tekur það um tíu daga að hirða túnin ef góður þurrkur næst. Það eru tvö ár síðan Bjarki tók að hirða túnin með rúlluböggum en áður var hann með súðþurrkun. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Nýr eigandi Brúðarkjólaleigu Dóru

SOLVEIG Theodórsdóttir hefur tekið við Brúðakjólaleigu Dóru, Faxafeni 9, af Dóru Skúladóttur. Brúðakjólaleigan leigir og selur brúðarkjóla, undirfatnað, skó og skartgripi, fötin á brúðgumann, brúðarmeyjar, brúðarsveina og brúðkaupsgesti. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ný sjónvarpsstöð í loftið

NÝ SJÓNVARPSSTÖÐ, Skjár 1, hefur hafið tilraunaútsendingar á örbylgju. Að sögn Hólmgeirs Baldurssonar hjá Íslenska sjónvarpsfélaginu mun stöðin hefja starfsemi í ágúst og verður opin öllum án endurgjalds. Stöðin mun leggja áherslu á skemmtiefni, íslenskt og erlent, sem sent verður út alla daga frá klukkan 20.30 til miðnættis. Meira
28. júní 1998 | Erlendar fréttir | 1659 orð

Nýs þings bíða erfið verkefni Íbúar N-Írlands eiga nú sitt eigið þing í fyrsta sinn síðan 1972 en þá afnámu bresk stjórnvöld

JOHN Hume, leiðtogi hófsamra kaþólikka (SDLP), fagnaði sigri á föstudag þegar ljóst varð að flokkur hans yrði stærstur flokka á N- Írlandi. Flokkurinn fékk flest atkvæði í fyrsta sæti en þessi atkvæði dugðu ekki til að veita flokknum flest sæti á þinginu vegna flókins kosningafyrirkomulags. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Rólegt í miðbænum

ÓVENJU fámennt var í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins og fór allt skemmtanahald vel fram að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Áætlað er að um 1.500 manns hafi verið þar á ferli á milli 3 og 5 um nóttina. Hertar aðgerðir lögreglu í miðbænum eru komnar í framkvæmd og búið er að fjölga lögreglumönnum í bænum, bæði einkennisklæddum sem óeinkennisklæddum. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 268 orð

Sameiginlegir sjóðir greiði fæðingarorlof og veikindaforföll

STJÓRN BSRB hefur sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að ríkið og sveitarfélög stofni sameiginlega sjóði til að standa straum af kostnaði vegna fæðingarorlofa og veikindaforfalla. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 669 orð

Skjót viðbrögð þegar hjálparbeiðnin barst

Fyrir nokkrum dögum barst blóðgjöfum hjálparbeiðni frá Blóðbankanum þar sem þeir voru beðnir um að bregðast skjótt við og gefa blóð þar sem birgðir væru brátt á þrotum. Viðbrögð blóðgjafa voru með ólíkindum góð og á tveimur dögum söfnuðust rúmlega 300 einingar af blóði en til samanburðar má geta þess að á meðaldegi safnast um 50-60 einingar. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Stefnt að rekstri fjarnáms í haust

UNDIRRITUÐ var viljayfirlýsing um fjarnám á vegum Háskóla Íslands á Ísafirði á föstudag. Auk Háskólans standa að yfirlýsingunni Endurmenntunarstofnun Háskólans, Fjórðungssamband Vestfirðinga, bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og framhaldsskóli Vestfjarða á Ísafirði. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 373 orð

Valdi Ísland meðal annars vegna sendiherrans

MÓTTAKA var haldin í Höfða í gær þar sem Day Olin Mount, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra gögn frá leiðtogafundi Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Mikhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga á Íslandi árið 1986. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Vill skoða áhrif lýsis á ónæmiskerfi

Í RANNSÓKNUM sem Ingibjörg Harðardóttir matvælaefnafræðingur hefur gert á áhrifum lýsis á ónæmiskerfið hafa komið fram vísbendingar um að það geti aukið viðnám gegn sýkingum. "Þetta eru fyrstu niðurstöður," segir Ingibjörg en rannsóknir voru gerðar á tilraunadýrum þar sem einn hópur fékk ómega-3 fitusýrur, annar ómega-6 og sá þriðji ómega-9. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 35 orð

Ölvaður maður keyrði á kyrrstæðan bíl

Ölvaður maður keyrði á kyrrstæðan bíl RÉTT fyrir klukkan sex í gærmorgun keyrði ölvaður maður á stolnum bíl á kyrrstæðan mannlausan bíl í Hlíðahverfi í Reykjavík. Ökumaður slasaðist ekki en báðir bílarnir eru talsvert skemmdir. Meira
28. júní 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Ölvunarakstur sannaður á vettvangi

SÝNATÖKUBÍLL Ríkislögreglustjóra var tekinn í notkun aðfaranótt laugardagsins og lét lögreglan í Reykjavík nokkra ökumenn blása í öndunarmæli á vettvangi. Mælirinn gefur niðurstöðu um áfengismagn í blóði ökumanns á staðnum. Meira

Ritstjórnargreinar

28. júní 1998 | Leiðarar | 605 orð

NÝIR TÍMAR Á NORÐUR-ÍRLANDI

leiðariNÝIR TÍMAR Á NORÐUR-ÍRLANDI EINU ári hafa orðið ótrúleg umskipti á Norður-Írlandi. Blóðugar deilur, sem virtust óleysanlegar, hafa verið leystar, a.m.k. í bili og vonandi á reynslan eftir að leiða í ljós, að það verði til frambúðar. Meira
28. júní 1998 | Leiðarar | 2126 orð

reykjavíkurbréfVIÐ STÖNDUM BERsýnilega á vegamótum í heilbrigðismálum.

VIÐ STÖNDUM BERsýnilega á vegamótum í heilbrigðismálum. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga, neyðarástandið, sem blasir við á sjúkrahúsum um miðja næstu viku, ef ekkert verður að gert, vísbendingar um að fleiri starfshópar á sjúkrahúsum muni fylgja í fótspor hjúkrunarfræðinga, allt sýnir þetta að þanþol starfsmanna heilbrigðiskerfsins vegna niðurskurðar á fjárveitingum er búið. Meira

Menning

28. júní 1998 | Fólk í fréttum | 247 orð

Billy Corgan og Courtney Love í hár saman

ALLT frá því að fyrsta skífa hljómsveitar Cortney Love, Hole, kom út árið 1994 hefur sá orðrómur verið á kreiki að lögin séu flest verk Kurts Cobain, eiginmanns Courtney, sem stytti sér aldur skömmu eftir útgáfu plötunnar. Meira
28. júní 1998 | Menningarlíf | 46 orð

Björk á Montreux djasshátíðinni

POPPSÖNGKONAN Björk Guðmundsdóttir kemur fram á opnunardegi Montreux djasshátíðarinnar þann 3. júlí n.k., en hátíðinni lýkur 18. júlí. Meðal listamanna og hljómsveita sem fram koma eru Bob Dylan, John Mayall, B.B King, Santana, Phil Collins, Herbie Hancock og margir fleiri. Meira
28. júní 1998 | Bókmenntir | 410 orð

Draugasveitin til bjargar

Walter Wager: Draugasveitin "The Spirit Team". Forge 1998. DRAUGASVEITIN eða "The Spirit Team" er verulega þunnildislegur alþjóðlegur spennutryllir eftir bandaríska rithöfundinn Walter Wager um háleynilega sérsveit tengda CIA, sem fær það verkefni að eyða sýklavopnaverksmiðju í óvinveittu arabaríki. Meira
28. júní 1998 | Fólk í fréttum | 570 orð

Einföld hönnun fremur en dramatískir búningar

Einföld hönnun fremur en dramatískir búningar SMIRNOFF-fatahönnunarkeppnin var haldin á Jónsmessunótt undir berum himni á Vegamótastíg í Reykjavík. Þrátt fyrir að rigndi á áhorfendur var umgjörðin hin glæsilegasta með tilheyrandi reyk og flóðljósum. Meira
28. júní 1998 | Fólk í fréttum | 87 orð

Ekki grunaður um morð ALVIN Steffey fyrirsæta og leikari

ALVIN Steffey fyrirsæta og leikari á framabraut hlaut arf á dögunum sem hljóðar upp á eina milljón dollara. Arf þennan fékk Steffey eftir lát Dr. Stephen Gross en þeir félagar kynntust í gegnum heimasíðu Steffeys á netinu fyrir fjórum mánuðum. Gross var myrtur 10. júní síðastliðinn og var Steffey einn þeirra sem grunaðir voru um morðið. Meira
28. júní 1998 | Fólk í fréttum | 742 orð

Hagamúsin Óskar Þorfinnsson víðförli

Á ANNAN dag jóla var sýnd í Sjónvarpinu mynd um íslensku músina. Aðalhetja myndarinnar hét Óskar og var hagamús, en höfundurinn heitir Þorfinnur Guðnason. Óskar og Helga kærastan hans standa um þessar mundir á barmi heimsfrægðar því myndin verður bráðlega sýnd í sjónvarpskerfi National Geographic, sem sendir út efni til hátt í hundrað landa um heim allan. Meira
28. júní 1998 | Fólk í fréttum | 2134 orð

Harrison Ford Harrison Ford er ævintýra

SEX dagar sjö nætur heitir nýjasta Harrison Ford-myndin sem er grínmynd með ævintýralegu og rómantísku ívafi. Að þessu sinni leikur Harrison Ford flugmanninn Quinn sem ferjar ferðamenn milli sólarstranda á Kyrrahafseyjum. Í einni slíkri ferð brotlendir hann á eyðieyju með glanstímaritaritstjórann Robin sem er leikin af Anne Heche. Meira
28. júní 1998 | Menningarlíf | -1 orð

Íhugar að hætta í haust

NORSK dagblöð hafa sagt frá því undanfarna daga að Bergljót Jónsdóttir framkvæmdastjóri Listahátíðarinnar í Björgvin hafi á fundi með stjórn hátíðarinnar tekið sér frest til haustsins áður en hún svarar endanlega hvort hún vilji halda starfi sínu áfram. Upphaflegur samningur Bergljótar rennur út í í haust og stjórn hátíðarinnar hefur mikinn áhuga á að ráða Bergljótu áfram til starfans. Meira
28. júní 1998 | Menningarlíf | 111 orð

Júlí-kvartettinn í Stykkishólmskirkju

Á SUMARTÓNLEIKARÖÐ í Stykkishólmskirkju sem Efling Stykkishólms hefur staðið fyrir undanfarin ár kemur Júlí-kvartettinn fram ásamt Kjartani Óskarssyni klarinettuleikara n.k. mánudag 29. júní kl. 21. Á efnisskrá tónleikanna eru tvö verk; Strengjakvartett eftir Josef Haydn op. 74 nr. 3 og Kvintett fyrir klarinett og strengi, K. 581 eftir W. A. Mozart. Meira
28. júní 1998 | Menningarlíf | 68 orð

Kórtónleikar í Langholtskirkju

STÚLKNAKÓR tónlistarháskólans í Árósum heldur tónleika í Langholtskirkju sunnudaginn 28. júní kl. 17. Á efnisskrá kórsins eru m.a. verk eftir Jakob Lorentzen, Søren Birch, Vagn Holmboe og John Høbye. Kórinn er skipaður 35 stúlkum á aldrinum 13­19 ára og syngja undir stjórn Helle Høyer Hansen við undirleik Claus Pedersens. Meira
28. júní 1998 | Fólk í fréttum | 69 orð

Messað á Jónsmessunótt Í tengslum við Prestastefnu var t

Messað á Jónsmessunótt Í tengslum við Prestastefnu var tekið upp á þeirri nýbreytni á Jónsmessunni að halda kvöldmessu í Hallgrímskirkju. Þetta mæltist vel fyrir og var athöfnin fjölsótt. Hluti athafnarinnar var haldinn utandyra vegna þess að á prestastefnunni nú í ár var sjónum sérstaklega beint að náttúrunni og ábyrgð manna gagnvart sköpun Guðs. Meira
28. júní 1998 | Fólk í fréttum | 38 orð

Mótmæli vegna fjöldamorða ÞESSI Mexíkani tók að

Mótmæli vegna fjöldamorða ÞESSI Mexíkani tók að sér hlutverk Krists í mótmælum sem haldin voru fyrir utan stjórnarráðið í Mexíkóborg. Tilefni mótmælanna var að sex mánuðir eru liðnir frá því að 45 indíánar voru myrtir í Chiapas-fylki í Mexíkó. Meira
28. júní 1998 | Fólk í fréttum | 908 orð

PAUL MAZURSKY SÚ var tíðin (og ekki langt síðan

PAUL MAZURSKY SÚ var tíðin (og ekki langt síðan), að rætt var um leikstjórann Paul Mazursky í sömu andrá og Robert Altman, Martin Scorsese og Woody Allen. Hann var eitt af stóru nöfnunum. Meira
28. júní 1998 | Menningarlíf | 379 orð

Samsýning íslenskra myndlistarmanna í Ósló

FJÓRIR íslenskir myndlistarmenn opnuðu nýlega sýningu í Galleríi LNN sem stendur gegnt Samtímalistasafninu í miðborg Óslóar. Sýningin var þannig til komin að forsvarsmenn sýningarsalarins buðu Önnu Líndal og Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur að sýna hjá sér með því skilyrði að þær veldu með sér sinn listamanninn hvor. Meira
28. júní 1998 | Menningarlíf | 436 orð

Stærsta verk í plötusögunni

Á VEGUM Philips-plötuútgáfufyrirtækisins er væntanlegt á markaðinn heimsins stærsta heildarútgáfa á píanótónlist sem ráðist hefur verið í. Á 200 geisladiskum er ætlunin að út komi í einni heildarútgáfu upptökur með öllum helztu píanóleikurum aldarinnar, frá Paderewski til Goulds og ýmissa meistara samtímans. Meira
28. júní 1998 | Fólk í fréttum | 391 orð

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð2 Gamanmyndin Celtic Pride ('96) fjallar um lánlausa áhangendur körfuboltaliðsins Boston Celtics. Myndin ámóta skemmtun og leikir liðsins hafa verið fyrir aðdáendur þeirra á þessum áratug. Mislukkuð. Meira

Umræðan

28. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 552 orð

Áfram með Faðir vorið Frá Guðmundi Rafni Geirdal: Í SÍÐUSTU grei

Í SÍÐUSTU grein minni fjallaði ég um hvað Faðir vorið er mismunandi eftir heimildum. En breytingarnar eru víst enn meiri. Í bókinni Orðið eftir sr. Sigurð Pálsson, sem eru kristin fræði handa grunnskólum, birtist ljósmynd af Morgunblaðsgrein frá 8. febrúar 1984 (bls. 5) um fund framkvæmdastjóra Biblíufélaga. Í henni segir m.a. Meira

Minningargreinar

28. júní 1998 | Minningargreinar | 346 orð

Guðbjörg Jónína Helgadóttir

Elsku amma, þú barðist hetjulega við illvígan sjúkdóm. Við vissum í hvað stefndi en engan gat grunað að þú myndir kveðja svona fljótt. Þú varst bæði góð amma og einnig hin besta vinkona. Við þig var hægt að tala um allt mögulegt. Það skipti þig miklu máli sem við vorum að gera og þú fylgdist vel með þó þú kvartaðir um að þú værir farin að gleyma. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐBJÖRG JÓNÍNA HELGADÓTTIR

GUÐBJÖRG JÓNÍNA HELGADÓTTIR Guðbjörg Jónína Helgadóttir fæddist á Helgusöndum í Vestur- Eyjafjallahreppi 10. október 1928. Hún lést 18. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stóradalskirkju 27. júní. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 382 orð

Guðlín Jónsdóttir

Í Vesturbæ við Vesturvallagötu stendur gamli bærinn að Lindarbrekku, er var reistur árið 1898. Fyrr á öldinni var þar rekinn búskapur og þar bjuggu hjónin Ingibjörg Ísaksdóttir og Jón Magnússon, yfirfiskimatsmaður og fiskverkandi. Jón var þekktur og umsvifamikill athafnamaður er hafði fjölda manns í vinnu. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 331 orð

Guðlín Jónsdóttir

Tengdamóðir mín, Guðlín Jónsdóttir, betur þekkt undir nafninu Lína í Lindarbrekku, er látin. Við andlát þessarar merkiskonu hverfur á braut ættmóðir okkar, konan sem tengdi saman fimm kynslóðir og gat miðlað upplýsingum frá einni kynslóð til annarrar, okkur til ánægju og umhugsunar. Sá þráður verður ekki tekinn upp með sama hætti og áður og við erum fátækari fyrir bragðið. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 430 orð

Guðlín Jónsdóttir

Tengdamóðir mín, Guðlín Ingiríður Jónsdóttir, eða Lína í Lindarbrekku eins og hún var ávallt kölluð, er látin. "Hún dó með sæmd enda sómakona, hún amma mín," sagði yngsti sonur okkar þegar hann frétti hvernig dauða hennar bar að og eru það orð að sönnu. Ég kynntist Línu fyrir rúmum 30 árum þegar yngri sonur hennar og ég fórum að draga okkur saman. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 240 orð

Guðlín Jónsdóttir

Elsku amma mín Lína. Ljúf sem lindin (okkar). Hörð sem bjarg. Andstæður svo sterkar en um leið svo brothættar. Stolt, gleði, glettni, glæsileiki, næm og gagnrýnin hugsun. Ein kona sem engu eða engum var lík og það var hún amma. Í gegnum líf mitt var hún mér allt, kenndi mér svo margt. Leiddi mig um lífsins sali, styrkti mig og studdi. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 28 orð

Guðlín Jónsdóttir

Guðlín Jónsdóttir Minning Svo góð, með örmunum fagnandi svo sterk, nánast óbugandi svo glettin, með hláturinn dillandi svo hjartstór, að eilífu færandi þannig minnist ég þín. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 622 orð

Guðlín Jónsdóttir

Húsið hennar Línu hét Lindarbrekka og í hugum okkar strákanna, vina Ásgeirs, sonar hennar, gegndi þetta hús ákveðnu hlutverki og var okkur mikilvæg kjölfesta á því tímabili, sem unglingssálirnar voru að mótast hvað hraðast. Hún Lína unni þessu gamla virðulega húsi, sem stóð ofarlega við Vesturvallagötuna, rauðmálað, stórt og ofurlítið dulúðugt. Hún var alltaf kennd við Lindarbrekkuna. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 108 orð

GUÐLÍN JÓNSDÓTTIR

GUÐLÍN JÓNSDÓTTIR Guðlín Ingiríður Jónsdóttir fæddist 20. september 1911 í Lindarbrekku, Reykjavík. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi hinn 18. júní 1998. Foreldrar Guðlínar voru Ingibjörg Ísaksdóttir, fædd 2. mars 1884, og Jón Magnússon fiskimatsmaður, fæddur 26. júní 1876. Maki Guðlínar var Theodór Skúlason læknir, fæddur 28. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 551 orð

Ingibjörg Þorsteinsdóttir Jónsson

Geislandi augu og glitrandi bjartur hlátur, ­ smitandi hlátur. Það sem ég tengi fyrst við Ingibjörgu frænku mína, ­ litlu frænku mína. Hún var tveimur árum yngri og það munar um minna þegar maður er tíu ára. Við systurnar tengdumst börnum Möbbu móðursystur órofa böndum þegar þau komu í fóstur til mömmu um 1960, þrjár litlar hnátur og enn minni bróðir. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 442 orð

Ingibjörg Þorsteinsdóttir Jónsson

Ef ætti ég leið með vorsins vind, ég, vina, til þín svifi, mig bæri þráin tind af tind með traustu vængjabifi, ó, gæti ég hitt þig sérhvert sinn, er sálu fýsti mína, þú sæir koma á óvart inn mig, æskuvinu þína... (Ólína Andrjesdóttir.) Ég hefi alltaf þekkt Imbu. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 630 orð

Ingibjörg Þorsteinsdóttir Jónsson

Elsku Imba. Það er ekki létt að horfast í augu við brottför þína úr þessum heimi, svo ungrar að árum, þegar allt benti til að þú ættir eftir að vinna þig upp úr erfiðum og flóknum veikindum. Vissulega hafa undanfarin ár verið þér þolraun, en þegar við minnumst þín er ýmislegt annað sem kemur í huga. Kraftur og glaðlyndi, dugnaður og framtakssemi voru sterkir þættir í þínu fari. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 206 orð

INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR JÓNSSON

INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR JÓNSSON Fæddist í Reykjavík 27. desember 1952. Hún lést 22. júní síðastliðinn. Hún var dóttir Margrétar Þorbjargar Thors f. 16.1. 1929 og Þorsteins E. Jónssonar, flugstjóra, f. 19.10. 1921. Systkini hennar eru Anna Florence, f. 2.3. 1954, Margrét Þorbjörg, f. 9.2. 1956 og Ólafur, f. 13.7. 1960. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 131 orð

Konráð Ragnar Bjarnason

Kveðja frá gömlum starfsmanni. Við fráfall Konráðs rifjast upp margar minningar. Konráð var duglegur og framsækinn. Hann lagði gott til málanna. Félagsprentsmiðjan sem Konráð starfaði lengi við, hafði unnið sér traust vegna áreiðanleika forystumanna og góðs starfsfólks og þegar prentsmiðjan fagnaði 100 ára afmæli árið 1990, virtist vera bjart framundam, Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 422 orð

Konráð Ragnar Bjarnason

Mig langar að minnast vinar míns, Konráðs Bjarnasonar, með nokkrum fátæklegum orðum. Foreldrar okkar Konráðs voru miklir vinir og strax og við Konráð höfðum vit á að leika okkur saman, myndaðist innileg vinátta milli okkar. Áttum við margar ánægjulegar stundir saman í Þingholtunum, þar sem við ólumst upp. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 386 orð

Konráð Ragnar Bjarnason

Vinur okkar og félagi, Konráð Ragnar Bjarnason, er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Fyrir hart nær 40 árum lágu leiðir okkar saman. Við vorum allir við nám í Verzló og nutum þess sem lífið hafði upp á að bjóða. Allar götur síðan höfum við haldið hópinn. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 283 orð

Konráð Ragnar Bjarnason

Þegar maður fréttir lát nákomins ættingja eða vinar þyrlast upp í huganum ýmsar minningar um liðnar samverustundir. Þessar minningar tengjast ætíð einhverju jákvæðu og góðu og svo virðist sem hið neikvæða þurrkist út. Um margt var lífshlaup mitt og bróður míns svipað fyrri hluta ævinnar. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 146 orð

Konráð Ragnar Bjarnason

Okkur langar að minnast Konráðs R. Bjarnasonar með örfáum orðum. Hann er nú látinn langt um aldur fram en eftir langvinn veikindi sem reyndust honum afar erfið og ekki síður hans nánustu. Þótt samverustundir hafi verið stopular síðustu ár, þá komum við systur oft á heimili hans og Dóru frænku áður fyrr. Þau reyndust okkur vel, ungum systrum að koma til borgarinnar til að vera. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 710 orð

Konráð Ragnar Bjarnason

Fréttin um andlát Konráðs Bjarnasonar kom á óvart, þrátt fyrir langvarandi veikindi og erfiða sjúkdóma hin síðustu ár. Konráð rak Félagsprentsmiðjuna og Anilinprent í mörg ár, hann lagði mikið upp úr merkri sögu Félagsprentsmiðjunnar og ljóst að fyrirtækið stóð honum nærri, og var hann óþreytandi að lýsa kaupum á vélum til ýmissa prenttæknilegra þarfa. Meira
28. júní 1998 | Minningargreinar | 345 orð

KONRÁÐ RAGNAR BJARNASON

KONRÁÐ RAGNAR BJARNASON Konráð Ragnar Bjarnason, fyrrv. framkvæmdastjóri, fæddist í Reykjavík 8. janúar 1940. Hann andaðist á heimili sínu 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir, f. 27.6. 1917, d. 27.2. 1987, og Bjarni Konráðsson læknir og dósent, f. 2.12. 1915 og ólst að mestu upp í Reykjavík. Meira

Daglegt líf

28. júní 1998 | Ferðalög | 694 orð

Á skútu, hjóli og kajak

NOVA Scotia er að mestu umlukt hafi. Landið er rúmlega 55 þúsund ferkílómetrar, en strandlengjan um 7.400 kílómetrar. Hvergi er lengra til sjávar en 53 km. Höfnin í Halifax er talin vera önnur besta náttúrulega höfnin í heimi og þar er mikil flotastöð. Víða með ströndinni eru lítil þorp og útgerðarbæir. Sjávarfang er vinsælt í Nova Scotia og því gert hátt undir höfði á matseðlum veitingahúsa. Meira
28. júní 1998 | Bílar | 210 orð

Banvænn farangur

ÁÐUR en haldið er af stað í sumarleyfið er nauðsynlegt að aðgæta vel að tryggilega sé gengið frá öllum farangri í bílnum. Margir átta sig alls ekki á því að laus farangur getur valdið slysum og jafnvel dauða. Þegar bíll rekst á kyrrstæðan hlut, t.a.m. tré, á 50 km hraða tekur það 0,015 sekúndur fyrir líknarbelginn að blásast upp. Meira
28. júní 1998 | Ferðalög | 109 orð

Blönduósbær tíu ára

BLÖNDUÓSBÆR fagnar tíu ára afmæli hinn 4. júlí. Þetta er þriðja sumarið í röð sem afmæli er fagnað í bænum, í fyrra var það 100 ára afmæli brúarinnar yfir Blöndu og árið 1996 120 ára verslunar- og byggðarafmæli. Meira
28. júní 1998 | Bílar | 205 orð

Daihatsu Sirion - hlaðinn útbúnaði

BRIMBORG hf., umboðsaðili Daihatsu, hefur fengið fyrstu Daihatsu Sirion bílana. Þetta er ný gerð smábíla með sparneytnum 989 rúmsentimetra vélum. Daihatsu hefur sett sér það markmið að vera einn helsti smábílaframleiðandi í heii og hefur undanfarið kynnt fjölda nýrra smábíla, eins og t.d. Gran Move og Move ásamt nýjum Charade. Meira
28. júní 1998 | Bílar | 759 orð

Endurbættur en með sama drifbúnaði og vél

NISSAN Patrol kom breyttur á markað síðasta vetur. Þetta er fimmta kynslóð bílsins. Breytingarnar eru aðallega fólgnar í mjúkari útlínum og nýju mælaborði en vélar og annar búnaður er hinn sami og áður. Ljóst er að mönnum hefur líkað breytingarnar á bílnum því fyrstu fimm mánuði ársins höfðu selst 56 slíkir bílar en á sama tíma í fyrra aðeins 13. Meira
28. júní 1998 | Ferðalög | 626 orð

Ferðaþjónusta á Kúbu SÚ TÍÐ er liðin að eingöngu áhugamenn um kommúnískar byltingar og Kastró horfi löngunaraugum til eyjunnar

SÚ TÍÐ er liðin að eingöngu áhugamenn um kommúnískar byltingar og Kastró horfi löngunaraugum til eyjunnar Kúbu. Undanfarin ár hefur ferðaþjónusta á Kúbu aukist til muna og landsmenn lagt kapp á góða kynningu landsins og uppbyggingu hótela. Meira
28. júní 1998 | Ferðalög | 2463 orð

Jökladýrð, hvalir og ráðherra á peysunni Hvað aðhafast erlendir ferðamenn á Íslandi? Hvernig líkar þeim dvölin? Nema augu

GULLFOSS og Geysir. Þingvellir. Þessir "skyldustaðir" voru að baki, daginn sem Morgunblaðið slóst í hóp gestanna frá Bretlandi. Fólkið dásamaði þá alla og tiltók sérstaklega tímann á Þingvöllum; auk þess sem sá yndislegi staður hefur alla jafna upp á að bjóða fannst fólkinu það, sem því áskotnaðist aukalega, Meira
28. júní 1998 | Ferðalög | 246 orð

Kanaríeyjaflug til Úrvals-Útsýnar

FERÐASKRIFSTOFAN Úrval- Útsýn hefur tekið við skipulagningu Kanaríeyjaflugs af Flugleiðum. Tilgangurinn er hagræðing að sögn Steins Loga Björnssonar forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Flugleiða. "Með þessu móti færist áhættuþátturinn af þessu flugi yfir til Úrvals- Útsýnar. Ferðirnar verða hins vegar seldar áfram á söluskrifstofum Flugleiða og skipt verður við sömu gististaði og áður," segir Meira
28. júní 1998 | Bílar | 161 orð

Lexus 400 hestafla

BÍLAFRAMLEIÐENDUR grípa til flestra ráða til að vekja athygli á sér á stórum bílasýningum. Lexus stal t.a.m. senunni á Los Angeles sýningunni síðustu þegar fyrirtækið sýndi 400 hestafla götutryllitæki með breyttri útgáfu af VVT-i 4,0 lítra, V8 vélinni, þeirri sömu og í LS400. Meira
28. júní 1998 | Ferðalög | 201 orð

Nýr skanni skelfir ljósmyndara

NÝR ÖFLUGUR skanni sem notaður er til að röntgengreina ferðatöskur á flugvöllum hefur verið settur upp í nokkrum borgum; Amsterdam, London, New York og ef til vill fleirum. Hann er af gerðinni CTX-5000 og hafa ljósmyndarar ærna ástæðu til að forðast hann, því geislar hans þurrka út myndirnar á óframkölluðum filmum. Hann eyðir líka myndum á myndbandsspólum. Meira
28. júní 1998 | Bílar | 720 orð

Stiklað á stóru í sögu Renault

Á AÐFANGADAG 1898 skreið furðulegt ökutæki upp hallann á Rue Lepic í Montmartre í París. Þar með var hafinn einn af sérstæðari köflum bílasögunnar því þetta var fyrsti bíllinn sem Louis Renault smíðaði, "La Voiturette". Fyrirtækið átti síðan eftir að ganga í gegnum margar hremmingar en eftir stendur núna öflugt fyrirtæki sem hefur verið í fararbroddi í nýhönnun síðustu ár. Meira
28. júní 1998 | Bílar | 84 orð

Toyota Gaia

TOYOTA hefur kynnt nýjan fjölnotabíl sem hugsanlega verður framleiddur fyrir Evrópumarkað. Bíllinn heitir Gaia og er nokkru minni en Sienna sem framleiddur er fyrir Bandaríkjamarkað. Toyota flokkar bílinn sem lúxusfjölskyldubíl. Hann tekur sex í sæti og er með 5,8 tommu stórum skjá fyrir leiðsögukerfi og milli sæta eru borðplötur sem hægt er að fella niður. Meira
28. júní 1998 | Bílar | 732 orð

Tvær frumgerðir smíðaðar á dag Renault fagnar 100 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni hélt Guðjón Guðmundssontil Parísar og

LEIÐIN lá fyrst til Billancourt þar sem fyrstu Renault bílarnir voru smíðaðir árið 1898. Billancourt er á eyju í Signu í útjaðri Parísar, stórt verksmiðjuhverfi sem nú er að niðurlotum komið enda er þar engin framleiðsla lengur heldur einvörðungu minjar um liðna tíma. Þar varðveita Renault menn sögu forfeðranna. Meira

Fastir þættir

28. júní 1998 | Í dag | 89 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 29. júní, verður sextug Ninna B. Sigurðardóttir, íþróttakennari, Akurgerði 11, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Steinar Ólafsson. Hjónin eru að heiman á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 28. Meira
28. júní 1998 | Í dag | 38 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 29. júní, verður sextug Sirrý Hulda Jóhannsdóttir, Engihjalla 19, Kópavogi. Hún verður að heiman. 60 ÁRA afmæli. 25. júní sl. varð sextugur Finn Gærbo, útgerðarmaður, Ólafsbraut 56, Ólafsvík. Eiginkona hans er Svava Alfonsdóttir. Meira
28. júní 1998 | Fastir þættir | 91 orð

Friðrikskapella.

Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Safnkirkjan í Árbæ. Ferming sunnudaginn 28. júní kl. 12.30. Fermdur verður Ívar Örn Jónsson, búsettur í Noregi, Flúðaseli 95. Prestur sr. Sigurður Arnarson. Organisti Reynir Jónasson. Söngur Inga Backman. Meira
28. júní 1998 | Í dag | 362 orð

Hver þekkir viðkomandi? ER EINHVER sem þekkir viðkomandi á

ER EINHVER sem þekkir viðkomandi á þessari mynd? Þeir sem það gera eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við verslun Hans Petersen, Austurveri, í síma 5707555 eða 5707556 (Gunnar Kristinn). Meira
28. júní 1998 | Dagbók | 681 orð

Í dag er sunnudagur 28. júní, 179. dagur ársins 1998. Orð dagsins: En þ

Í dag er sunnudagur 28. júní, 179. dagur ársins 1998. Orð dagsins: En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun og ég afneita fyrir föður mínum á himnum. (Mattheus 10, 33.) Mannamót Aflagrandi 40. Á morgun, mánudag, félagsvist kl. 14. Árskógar 4. Meira
28. júní 1998 | Í dag | 501 orð

ÍKISBANKARNIR hafa leikið við þjóðarsálina síðustu mán

ÍKISBANKARNIR hafa leikið við þjóðarsálina síðustu mánuði og misseri, nánast matað hana á umræðuefnum. Það er við hæfi að minna á það nú, þegar júlímánuður fer í hönd, að það var 1. dag júlímánaðar fyrir 112 árum (1886) að starfsemi Landsbanka Íslands hófst. Hinn ríkisbankinn, Búnaðarbankinn, hóf einnig starfsemi 1. Meira

Íþróttir

28. júní 1998 | Íþróttir | 799 orð

Drengurinn sem Englendingar elska Hann er yngsti landsliðsmaður Englendinga í knattspyrnu á þessari öld. Þrátt fyrir ungan

Gamlir málshættir segja frá úlfi í sauðargæru og flagði, sem falið var undir fögru skinni. Þannig hljóta margir varnarmenn enskrar knattspyrnu að hafa hugsað í vetur sem leið, sem þeir lágu eymdarlegir í grasinu eftir að hafa verið leiknir sundur og saman af barnalegum táningi í búningi Liverpoolliðsins. Meira
28. júní 1998 | Íþróttir | 116 orð

Hvað segja þeir?

Margir kunnir knattspyrnukappar hafa hrifist af Michael Owen: "Fyrir mér er Owen djásnið í ensku krúnunni. Ég átti því láni að fagna, að kaupa Ronaldo fyrir 13 milljónir punda þegar hann var átján ára, og Owen er jafngóður og Ronaldo var þá." ­ Bobby Robson. "Hann er mesta efni sem ég hef séð." ­ Karl Heinz Riedle. "Owen hefur þegar sannað sig. Meira
28. júní 1998 | Íþróttir | 118 orð

Lineker helsta hetjan Eitt helsta goð Michaels Owen

Eitt helsta goð Michaels Owens er enski framherjinn Gary Lineker, sem lengi gerði garðinn frægan með landsliðinu og stórliðum, eins og Barcelona og Tottenham. Hann segist hafa grátið sáran þegar Lineker misnotaði vítaspyrnu á HM '90 og enska liðið féll út. "Ég hef alltaf viljað líkjast Gary Lineker," segir Owen. Meira
28. júní 1998 | Íþróttir | 51 orð

Ótrúlega snöggur! Geysilegur hraði hefur jafnan v

Geysilegur hraði hefur jafnan verið talinn einn helsti styrkur Michaels Owens sem knattspyrnumanns og ítrekað hefur hann komið varnarmönnum í vandræði með því að sækja hratt beint á þá. Mætti helst líkja Owen við Hollendinginn Marc Overmars í þessu sambandi, en Owen hefur mælst hlaupa hundrað metrana á 10,9 sek. Meira

Sunnudagsblað

28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1267 orð

100 ár frá fæðingu Sigfúsar Jónssonar

HINN 29. júní 1898 fæddist að Hofstöðum í Miklaholtshreppi piltur er síðar átti eftir að setja mark sitt á sögu Morgunblaðsins í tímans rás. Hann fæddist þeim hjónum Jóni Þórðarsyni og Kristínu Hannesdóttur er þá voru þar í vinnumennsku hjá Hjörleifi bónda Björnssyni. Fyrir áttu þau hjón fjögur börn, Þorstein, Elínu, Þorberg og Árna, en þrem árum síðar fæddist Jón. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Áfram ólífuolía!

Ég las grein í Morgunblaðinu um daginn sem fjallaði um danska rannsókn sem sýndi fram á að ólífuolían væri ekki hótinu betri en önnur olía, dásömuð sem hún væri nú, og innihéldi alveg jafnmarga fitunga og önnur matarolía. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 591 orð

Áhugaverðir bjórar

ÞAÐ er stöðugur straumur af nýjum bjórum til landsins enda virðist bjóráhugi Íslendinga stöðugt fara vaxandi. Á síðustu mánuðum hefur þannig mátt sjá nýjungar úr ýmsum áttum og ætti eitthvað að eiga við bjórsmekk flestra. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1175 orð

Boorman af stuttu færi Breski leikstjórinn John Boorman hefur sent frá sér nýja mynd sem heitir Hershöfðinginn eða "The General"

Af stuttu færi var ein af þremur bíómyndum sem Boorman leikstýrði í Hollywood fyrir og eftir 1970 og gerðu hann að einum eftirsóttasta leikstjóranum í Hollywood á þeim tíma. Hinar tvær voru "Hell in the Pacific", einnig með Lee Marvin, og "Deliverance", öræfatryllirinn með Burt Reynolds. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1306 orð

Einokun andans og vínandans StokkhólmsbréfRíkiseinkasala á áfengi snertir ekki aðeins viðskiptahætti, segir Sigrún Davíðsdóttir,

"Það er eins gott að við höfum ríkiseinkasölu á áfengi hér í Svíþjóð. Annars gætum við átt á hættu að fá alls konar vont vín á markað hér, eins og í Danmörku, og verðið væri örugglega líka miklu hærra, því þar sem sænska einkasalan er stærsti kaupandi áfengis í heiminum þá fá þeir líka gott verð." Þetta er ekki neitt uppskáldað dæmi. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 252 orð

EKKI BARA BÍTILSSONUR

EKKI ER tekið út með sældinni að eiga fræga foreldra, sérstaklega ekki ef haldið er út á tónlistarbrautina og foreldrið er Bítill. Það er að minnsta kosti reynsla Seans Lennons, sem sendi frá sér frumraunina fyrir skemmstu, enda afneitaði hann tónlistinni í fjölda ára. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 103 orð

ENN Rokkstokk

SÍÐASTA sumar var haldin í Keflavík hljómsveitakeppni sem kallaðist Rokkstokk og í kjölfarið gefinn út diskur með sveitum úr keppninni. Leikurinn verður endurtekinn í sumar, 9. til 11. júlí. Félagsmiðstöðin Ungó heldur keppnina, en á síðasta ári tóku fimmtán sveitir þátt í keppninni. Sigursveit þá var keflvíska sveitin Danmodan og hlaut að launum m.a. ferð á Hróarskelduhátíðina. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2476 orð

Ég er ekki að yfirgefa Íslendinga Á seinustu þremur árum hafa viðskipti Íslendinga og Kínverja tvöfaldast frá ári til árs. Á bak

ÞAU ERU ekki mörg árin síðan Kína var óþekkt stærð í viðskiptalífi okkar Íslendinga. Við höfðum litla hugmynd um hvað við hefðum þangað að sækja að ekki sé talað um hvað við hefðum fram að færa fyrir þessa þjóð sem telur um tólf hundruð og fimmtíu milljónir manns. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 566 orð

Fjörutíu ára afmælisfagnaður LV

LANDSAMBAND veiðifélaga hélt aðalfund sinn að Hvanneyri um miðjan mánuðinn og samdægurs var 40 ára afmælishóf sambandsins. "Það er nú eiginlega til marks um hvað þessi málefni eru ung hér á landi og hvað megi þá segja að þau séu í raun komin langt á skömmum tíma," sagði Böðvar Sigvaldason á Barði í Miðfirði, en hann hefur um árabil veitt LV forystu. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 140 orð

Fyldingur

FYLDINGUR er ferskvatnsfiskur, upprunninn í stöðuvötnum og ám í austur- og miðhluta Norður- Ameríku. Nú finnst fyldingur allt frá Nova Scotia suður til Georgíu, vestur til Oklahoma, norður til Minnesota og austur til Manitoba og Quebec. Fyldingur hefur verið fluttur til Evrópu, Asíu og Afríku. Litur fyldings er breytilegur, brúnn, gulbrúnn yfir í ólívugrænt. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 526 orð

Giscours í vanda

EITT af þekktari vínfyrirtækjum Bordeaux í Frakklandi, Chateau Giscours í Margaux, hefur átt verulega undir högg að sækja á síðustu vikum eftir að í ljós kom við rannsókn að átt hefði verið við vín frá fyrirtækinu á ólöglegan hátt. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1721 orð

Lækningamáttur lýsis Í rannsóknum Ingibjargar Harðardóttur matvælaefnafræðings hefur komið í ljós að lýsi getur aukið viðnám við

LÝSIÐ hefur átt hug Ingibjargar undanfarinn áratug. Síðustu ellefu ár hefur hún stundað rannsóknir á lýsi, eða ómega-3-fitusýrum, fyrst í Bandaríkjunum en síðustu ár hér heima. Nú um stundir rannsakar hún áhrif lýsis á ónæmiskerfið. Hún lauk doktorsnámi 1991 og fyrir skömmu hlaut hún hvatningarverðlaun Rannís fyrir framúrskarandi rannsóknarstörf eins og dómnefndin orðaði það. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2410 orð

"Menn fengu opinbert leyfi til að stela"

UPPLAUSN Sovétríkjanna var einfaldasta leiðin fyrir Jeltsín til að losna við Gorbatsjov og þess vegna var ríkjasambandið slegið af í árslok 1991, segir Georgí Arbatov, sem lengi var einn af ráðgjöfum sovéskra valdamanna. Hann er einn af þátttakendum alþjóðlegu ráðstefnunnar í Reykjavík um kalda stríðið. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 156 orð

Norðurstjarnan veitt íslenskum framhaldsskólakennara

SIGRÚN Helgadóttir Hallbeck framhaldsskólakennari hefur hlotið konunglegu Norðurstjörnuorðuna og tók nýlega við henni í sænska sendiráðinu. Pär Kettis sendiherra afhenti orðuna en Sigrún var útnefnd af Karli Gústafi Svíakonungi til viðurkenningar fyrir þátt sinn í sænskukennslu á Íslandi. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 203 orð

Nova Scotia

NOVA Scotia er fylki í Kanada. Á milli fjarlægustu odda eru 560 km, og flatarmálið er 55.487 ferkílómetrar. Nova Scotia er umlukt sjó á nær alla vegu og strandlengjan 7.400 km löng. Að Nova Scotia liggja Atlantshafið, Fundy-flói, Northumberland- sund og St. Lawrence-flói. Blandaður skógur hylur þrjá fjórðu hluta fylkisins, og þar eru meira en 5.400 stöðuvötn og 300 straumvötn. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1222 orð

Ofurmaður deyr Ofurmaðurinn lifir var heitið á endurgerð ævintýramyndarinnar um Superman með Nicolas Cage í aðalhlutverki;

STÓRMYNDIR eru í tísku en enginn sérstakur gróði hefur verið á þeim ef frá er talin mesta stórmynd síðari tíma, Titanic. Flestir héldu að þar sem hún kostaði 200 milljónir dollara eða þar yfir og hefur tekið inn meira en milljarð dollara í heimsdreifingu, myndu kvikmyndaverin í Hollywood fara að keppast við að kvikmynda rándýrar myndir í von um ofsagróða. Staðreyndin er allt önnur. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1282 orð

Rithöfundur í draumasmiðju Elmore Leonard vinnur við framhaldið að Náið þeim stutta eða "Get Shorty" segir í grein Arnaldar

FÁIR bandarískir rithöfundar þekkja betur til Hollywood-samfélagsins en Elmore Leonard. Fjöldi bóka hans hefur verið gerður að kvikmyndum með ákaflega misjöfnum árangri og hann hefur skrifað háðslega um persónur og leikendur draumaverksmiðjunnar í bók eins og "Get Shorty", þeirri einu sem honum finnst að hafi tekist bærilega að kvikmynda. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 615 orð

Siglingar Homo erectus

Mannfræðingar hafa lengi deilt um upphaf nútíma manna og það hvert þeir rekja rætur sínar. Hvaða atburðarás hefur leitt til manngerðarinnar Homo sapiens, sem án efa er af mjög samræmdum erfðafræðilegum stofni, en býr samt yfir jafn fjölbreyttu útliti og raun ber vitni. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 122 orð

Skjaddi

SKJADDI er af síldarætt og gengur úr sjó í ferskvatn til að hrygna. Skjaddi er algengur með Atlantshafsströnd Norður-Ameríku, allt frá Nýfundnalandi til Flórída. Hann heldur sig í 8C heitum sjó eða hlýrri. Fiskurinn er silfurlitur með blágræna slikju á baki. Hann getur orðið um 75 cm langur og um sjö kíló að þyngd. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2069 orð

Skjaddi, fyldingur og skotveiðar í Nova Scotia

ÚTIVIST og veiðar njóta mikilla vinsælda í Nova Scotia, eða Nýja Skotlandi. Nýverið fóru þangað nokkrir fulltrúar íslenskra fjölmiðla, í boði þarlendra ferðamálayfirvalda og Flugleiða, að kynna sér stangveiðar og útivist. Segja má að Nova Scotia sé nú í þjóðbraut eftir að höfuðborgin Halifax varð reglulegur viðkomustaður Flugleiða og auðvelt um vik að skreppa í veiðitúr vestur um haf. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1937 orð

Skrítin lykt, stórir hófar og íþrótt sem krefst aga

BJARNI Eiríkur Sigurðsson er fæddur á Seyðisfirði 1935 en ólst að mestu leyti upp á Hornafirði, nánar tiltekið í Mýrahreppi og síðar í Hveragerði. Hann lauk prófi frá Garðyrkjuskóla ríkisins og síðar kennaraprófi, hefur lært nudd, lokið djáknaprófi við guðfræðideild Háskólans og reiðkennaraprófi. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 327 orð

»SYKURMOLASAFN TÓLF ár eru liðin síðan Sykurmolarnir sendu frá sér fyrstu

TÓLF ár eru liðin síðan Sykurmolarnir sendu frá sér fyrstu smáskífuna og sex síðan sveitin sendi frá sér síðustu plötuna. Fyrir skömmu kom út safnplata með úrvali Sykurmolalaga. Sykurmolarnir voru fremsta hljómsveit landsins á sinni tíð og nutu hylli og virðingar ytra, en plötur hljómsveitarinnar seldust samtals í á þriðju milljón eintaka. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1767 orð

Ungviði í öndvegi í Hvallátru

Ungviði í öndvegi í Hvallátrum Hvallátur eru þrjár aflangar samhliða eyjaþyrpingar rétt austur af Flatey á Breiðafirði. Þar hefur verið byggð frá ómunatíð, en seinni árin þó stopul. Árið 1992 varð sú breyting, að sex fjölskyldur keyptu eyjarnar og hafa verið að hressa við æðarvarpið, m.a. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 820 orð

Upplýsingar um læknisfræði

FJÖLMÖRG dæmi eru um að aukin þekking almennings hafi bætt almennt heilsufar fólks. Mjög sláandi dæmi eru um sýkla og smitleiðir smitsjúkdóma en einnig eru til fjölmörg önnur dæmi. Vitneskjan um það að hreinlæti og þvottar fækka sýklum í umhverfi okkar og fækka þannig sýkingum hefur haft mikil bætandi áhrif á heilsufar fólks síðustu 100­150 árin. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 762 orð

Val Joanis

NORÐUR af borginni Aix-en-Provence, þar sem árnar Coulon og Durance kvíslast, er að finna víngerðarhéraðið Cotes de Luberon, eitt átta víngerðarsvæða Provence er státar af eigin appellation controlée-skilgreiningu. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2691 orð

Vatnshjólin í Hama og fimm stjarna veitingastaður í smáþorpi Það er erfitt að gera upp á milli allra fornu rústaborganna,

VIÐ sátum undir trjánum, við lækjarnið og fuglasöng, á miklum indælis veitingastað í litlu þorpi sem heitir Kerún og stendur töluverðan spotta frá þjóðveginum. Í þessu þorpi búa foreldrar og fjölskylda Mohammeds Khalils, leiðsögumanns míns, Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 3201 orð

Vélstjórinn í fótanuddinu Fólk getur látið ótrúlegasta mat ofan í sig án þess að verða meint af í langan tíma, en svo kemur að

Vélstjórinn í fótanuddinu Fólk getur látið ótrúlegasta mat ofan í sig án þess að verða meint af í langan tíma, en svo kemur að skuldadögunum. Að mati Harðar Sigurðssonar veldur matur sem maður þolir ekki verkjum. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1098 orð

Vísindi á Vatnajökli

RANNSÓKNIR í Grímsvötnum á Vatnajökli veita einstakt tækifæri, sem varla fæst annars staðar. Þarna er eitt öflugasta jarðhitakerfi jarðar. Hvergi í veröldinni er jarðhiti og slík eldvirkni undir jökli svo nokkru nemi. Til viðbótar hafa menn nú í fyrsta skipti tækifæri til að sjá hvernig jökullinn bregst við eldgosi eins og varð 1996 í Gjálp. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2779 orð

Vorferð á lifandi jökulbungu Ísland er lifandi land. Hvergi er þetta sannara en þar sem jarðhiti kraumar undir stærstu

UPP ÚR miðri jökulhettu Vatnajökuls, á syðri barmi hinna merkilegu Grímsvatna, stendur hnjúkur með jarðhita í upp úr ísnum og dugar til að þarna á Grímsfjalli hefur Jöklarannsóknafélagið með árunum getað komið upp þremur húsum til afnota í Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

VINSÆLASTA rokksveit heims um þessar mundir er án efa bandaríska hljómsveitin Smashing Pumpkins. Síðustu þrjár breiðskífur hafa selst í bílförmum og það þó þær hljómi oftar en ekki frekar sem einræða sjúklings á sálfræðingsbekk en hrífandi og skemmtilegt popp. Meira
28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 318 orð

(fyrirsögn vantar)

LEIKSKÓLAKENNARAR eða annað uppeldismennatð fólk óskast að leikskólanum Krummakoti í Eyjafjarðarsveit. Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Upplýsingar veitir Anna Gunnbjörnsdóttir, s. 4631160 e. kl. 19 og skrifstofa Eyjafjarðarsveitar, s. 4631335. Vélvirki/bifvélavirki KRAFTVÉLAR ehf. Meira

Lesbók

28. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 545 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.