Greinar miðvikudaginn 1. júlí 1998

Forsíða

1. júlí 1998 | Forsíða | 235 orð

Bill Clinton vill eina ríkisstjórn í öllu Kína

BILL Clinton Bandaríkjaforseti, sem staddur er í Kína, ítrekaði í gær þá stefnu stjórnar sinnar að Tævan ætti ekki að verða sjálfstætt ríki og lagði áherslu á að í öllu Kína ætti aðeins að vera ein ríkisstjórn. Tævanar mótmæltu þegar ummælunum. Meira
1. júlí 1998 | Forsíða | 362 orð

Írakar fordæma árásina og segja hana óverjandi

BANDARÍSK F-16-herþota skaut flugskeyti að ratsjárstöð í suðurhluta Íraks í gær eftir að Írakar höfðu fest ratsjármið á breskar herþotur sem voru á eftirlitsflugi á svæðinu. Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna, sagði að ekki væri ljóst hvort Írakar hefðu ögrað herþotunum af ásettu ráði en Írakar neituðu því að hafa reynt að miða loftvarnabyssum á þær. Meira
1. júlí 1998 | Forsíða | 146 orð

Reuters Átök eftir tap Englendinga ÁTÖK blossuðu upp

Um leið og leiknum lauk streymdu stuðningsmenn enska landsliðsins af börum í miðbænum, þar sem þeir höfðu horft á leikinn í sjónvarpi, og börðust við ungmenni af norður-afrískum uppruna sem söngluðu "Argentína". Flöskum og stólum var kastað og fjölmennt lið lögreglumanna fór á staðinn til að binda enda á óeirðirnar. Lögreglumenn handtaka hér eina af knattspyrnubullunum. Meira
1. júlí 1998 | Forsíða | 114 orð

Reuters Meintir morðingjar áreittir FIMM ungir menn, sem

Reuters Meintir morðingjar áreittir FIMM ungir menn, sem voru ákærðir en aldrei dæmdir fyrir morðið á Stephen Lawrence, unglingi í London, voru áreittir í gær er þeir höfðu borið vitni við opinbera rannsókn á þætti lögreglunnar í málinu. Hópur fólks lét reiði sína í ljós með því að kasta eggjum og flöskum í mennina. Meira
1. júlí 1998 | Forsíða | 284 orð

Sakaðir um árásir á saklausa borgara

ÁTÖK serbneskra öryggissveita og albanskra uppreisnarmanna í Kosovo hafa leitt til ógnvekjandi árása á saklausa borgara af beggja hálfu, að því er fram kemur í skýrslu sem mannréttindasamtökin Amnesty International birtu í gær. "Stríðsglæpir eru framdir í Kosovo núna," sagði Pierre Sane, framkvæmdastjóri Amnesty International, á blaðamannafundi í London. Meira

Fréttir

1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 373 orð

24 punda úr Flekkunni ­ sá stærsti í sumar LEIGUTA

LEIGUTAKAR Flekkudalsár í Dölum opnuðu ána á mánudaginn, en settu sér þann kvóta að veiða aðeins fimm laxa, eða einn á mann. Það gerðu þeir þennan fyrsta dag og ekki nóg með það, einn laxanna var 24 punda hængur sem er stærsti lax sem veiðst hefur í ánni fyrr og síðar að sögn Ómars Blöndal Siggeirssonar, eins leigutaka árinnar. Ekki hefur frést af stærri laxi úr íslenskri á það sem af er sumri. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

3% hækkun á ódýrara nautgripakjöti

VERÐ á kýrkjöti og verðminni flokkum ungnautakjöts hækkar um 3% í dag. Verð á ungnautakjöti í 1.-3. verðflokki breytist ekki. Verðlagsnefnd búvöru ákvað hækkun á verði ákveðinna flokka nautgripakjöts til framleiðenda. Búast má við að smásöluverð á vinnslukjöti hækki um 1-1% í kjölfarið. Meira
1. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 192 orð

Aldraður maður gefur tvær milljónir

LÚÐVÍK Jónsson fyrrverandi bóndi á Grýtu í Eyjafjarðarsveit hefur fært Rannsóknarsjóði Háskólans á Akureyri tvær milljónir króna að gjöf, en gjafafénu á að verja til að styrkja rannsóknarverkefni í hjúkrunar- og læknisfræði og öðrum heilbrigðisvísindum við skólann. Meira
1. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 264 orð

Annan boðið að hitta Abiola

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fundaði í gær með Abdusalam Abubakar, leiðtoga herforingjastjórnarinnar í Nígeríu, en fyrir fundinn höfðu heimildarmenn í Nígeríu gefið til kynna að Annan yrði boðið að hitta stjórnarandstæðinginn Moshood Abiola sem verið hefur í haldi síðan 1994. Var gefið í skyn að Abiola yrði jafnvel leystur úr haldi í þessari viku. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 472 orð

Ársfangelsi fyrir skjalafals og tollsvik

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands dæmdi á mánudag tvo menn, annan í ársfangelsi og hinn til greiðslu 100 þús. króna sektar, fyrir skjalafals og tollsvik. Um var að ræða 46 tilvik þar sem mönnunum var gefið að sök að hafa framvísað fölsuðum reikningum við tollafgreiðslu bifreiða til að fá aðflutningsgjöld lægri en rétt hefði verið. Samkvæmt ákæru munaði þar rúmlega 25,6 milljónum króna. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 453 orð

Beðið með afturköllun neyðaráætlana fram yfir fundi hjúkrunarfræðinga

STÓRU sjúkrahúsin í Reykjavík biðu með að afturkalla neyðaráætlanir sínar eftir undirritun aðlögunarsamningsins í gær fram yfir vinnustaðafundi hjúkrunarfræðinga í gærkvöldi. "Aðlögunarsamningurinn er stofnanasamningur, og þá hefur stofnunin lokið við að ganga frá stofnanasamningi. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 492 orð

Björn Bjarnason menntamálaráðherra var mjög ánægður með framlag Ís

"ÉG ER sannfærður um að enginn sem tók þátt í þessari dagskrá mun nokkru sinni gleyma því. Þetta var einn af þessum ógleymanlegu dögum, sem menn kannski upplifa einu sinni á ævinni. Allt heppnaðist svo vel, skipulagningin, móttakan og heimsóknin í íslenska skálann, sem hafði sterk áhrif á þá portúgölsku gesti sem voru með okkur. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 315 orð

Bognefurinn í Sandgerði Kríur ós

HINN nýi íbúi tjarnarinnar í Sandgerði, fuglinn bognefur, þykir ekki kærkominn gestur meðal hinna fiðuríbúanna. Kríur hafa verið þar fremstar í flokki en þær hafa gert aðsúg að fuglinum. Telja fuglaáhugamenn að líkleg skýring á því sé sú að á flugi líkist hann ránfugli og þar sem kríurnar viti ekki betur þá telja þær ógn stafa af honum. Meira
1. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 110 orð

Brugðist við kreppu

AFLEIÐINGAR efnahagskreppunnar í Asíu eru farnar að segja til sín á Nýja Sjálandi, en ríkisstjórn landsins tilkynnti í fyrradag að hún hygðist grípa til neyðarráðstafana til varnar efnahagslífinu. Jenny Shipley, forsætisráðherra Nýja Sjálands, sagði á ríkisstjórnarfundi að kreppan í Asíu væri farin að þrengja að útflutningi, þjóðartekjum og hagvexti landsins. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 953 orð

Ekki varð gengið lengra

HJÚKRUNARFRÆÐINGAR á Landspítalanum virtust ekki ánægðir með samning þann sem undirritaður var í gær milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga annars vegar og ríkis og Reykjavíkurborgar hins vegar og var kynntur á löngum vinnustaðafundi sem lauk seint í gærkvöldi. Óánægjan er mest hjá ungum hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarfræðingum í sérhæfðum störfum. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Eldur í gróðri við Hveragerði og bílvelta við Selvog

ELDUR kom upp í gróðri í Hamrinum við Hveragerði um klukkan níu í gærkvöldi. Slökkviliðið á Selfossi fór á staðinn. Litlar skemmdir urðu á gróðri og greiðlega gekk að slökkva eldinn. Stúlka brenndist í andliti Meira
1. júlí 1998 | Landsbyggðin | 168 orð

Endasleppur línustaur

Vaðbrekka, Jökuldal-Starfsmenn Rarik á Egilsstöðum skiptu um staur í raflínunni í Hrafnkelsdal en brunnið hafði ofan af honum. Vefja hafði losnað af einangrara og línan dottið niður, snert staurinn og kveikt í honum. Meira en þrír metrar höfðu brunnið ofan af staurnum og lafði línan niður undir það sem eftir var af honum. Meira
1. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 165 orð

Engin uppsveifla í atvinnulífi

ÖLLU starfsfólki ullariðnaðarfyrirtækisins Foldu á Akureyri hefur verið sagt upp störfum. Að undanförnu hafa 47 manns verið á launaskrá hjá fyrirtækinu, flestir í fullu starfi. Hermann Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Foldu, vildi ekki tjá sig um uppsagnirnar að svo stöddu, en sagði að á næstunni yrði unnið að því að endurskipuleggja rekstur fyrirtækisins. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Ferð í eyðibyggðir á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda

FERÐAFÉLAG Íslands hefur á undanförnum árum efnt til ferða um eyðibyggðir norðanlands, á Austfjörðum og Vestfjörðum. Mesta athygli hafa vakið ferðir á Hornstrandir en ferðir um eyðibyggðir á Austfjörðum og á svæðinu milli Eyjafjarðar og Skjálfanda njóta vaxandi vinsælda, segir í fréttatilkynningu. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 32 orð

Féll af göngubrú

Féll af göngubrú LÍTIL stúlka féll niður af göngubrú og ofan í læk í Kjarnaskógi í gær. Hún var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild en um minni háttar meiðsl var að ræða. Meira
1. júlí 1998 | Miðopna | 546 orð

Formaður Lögmannafélags Íslands, Jakob R. Möller

JAKOB R. Möller, formaður Lögmannafélags Íslands, minnir á að setning nýrra lögmannalaga sé, ásamt nýjum dómstólalögum, síðasti liðurinn í heildarendurskoðun réttarfarslöggjafar. Lögmannalögin taka gildi um næstu áramót. "Lögin um málflytjendur eru að stofni til frá 1942 og eru orðin úrelt. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 393 orð

Frakkar komu í veg fyrir samþykkt samningsumboðs vegna Schengen

FRAKKLAND var það aðildarríki Evrópusambandsins, sem kom í veg fyrir endanlega samþykkt umboðs til samninga við Ísland og Noreg um aðild ríkjanna að breyttu Schengen-vegabréfasamstarfi á fundi ráðherraráðs ESB í fyrradag. Meira
1. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 932 orð

Friðkaup við væntanlegt risaveldi Asíu? Markmiðið með opinberri heimsókn Clintons i Kína er fyrst og fremst að tryggja góð

MANNRÉTTINDASAMTÖK í Hong Kong segja að síðastliðna þrjá mánuði hafi verið efnt til skipulagðra mótmæla gegn stjórn kommúnista í Kína víðs vegar um landið. Reynt sé að stofna mannréttindahópa og stjórnarandstöðuflokk, einnig dreift ritlingum um mannréttindi. Ennfremur segja þau að í gær hafi um 1. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 347 orð

Fyrirheit um lán til 180 íbúða árið 1997

Á SÍÐASTA ári voru samþykkt fyrirheit um framkvæmdalán úr Byggingarsjóði verkamanna vegna 180 íbúða en það er 36% af fyrirheitum sem samþykkt voru árið 1994. Samþykkt voru lán til 13 sveitarfélaga og til sjö félagasamtaka. Fjöldi lána til sveitarfélaga er nær óbreyttur frá síðasta ári en félagasamtök fengu 25% af úthlutun ársins 1996. Um síðustu áramót var heildarfjöldi félagslegra íbúða 10. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 375 orð

Gagnrýni á að tillagan sé ekki lögð fram strax

STEINGRÍMUR J. Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson, alþingismenn Alþýðubandalagsins, gagnrýna að tillaga um nánara samstarf við Alþýðuflokk og Kvennalista skuli ekki vera lögð fram fyrir landsfund flokksins, sem hefst um næstu helgi. Meira
1. júlí 1998 | Miðopna | 509 orð

Garðar Gíslason, formaður Dómarafélags Íslands

Garðar Gíslason, formaður Dómarafélags Íslands Breytingarnar hafa skilað árangri GARÐAR Gíslason, formaður Dómarafélags Íslands, segir breytingarnar frá 1992 hafa verið miklar og góðar fyrir dómara og nefnir sérstaklega aukið sjálfstæði þeirra og dómstólanna. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Gengið á milli fjarða

Í GÖNGUFERÐ Hafnargönguhópsins í kvöld, miðvikudagskvöld, verður farin leið sem minnir á fjölbreytileika náttúrunnar, upphaf Íslandsbyggðar, framþróun íslenska þjóðfélagsins, forna og nýja atvinnuhætti, strauma lista og annarrar menningar og leiðin minnir einnig á vísindi og tækni nútímans og tengir skemmtilega saman firðina tvo, Kollafjörð og Skerjafjörð, segir í fréttatilkynningu. Meira
1. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 271 orð

Gengur á olíulindir á Norðurhveli

NOREGUR er í hópi þeirra landa, sem gengið hafa hvað næst olíubirgðum sínum. Haldi Norðmenn áfram að vinna olíu úr sjó með sama hraða og nú þrýtur olíubirgðirnar líklega á níu árum, finnist ekki meiri olía. Framleiðslan 3 milljónir fata á sólarhring Framleiðsla Norðmanna í fyrra nam um þremur milljónum fata á sólarhring en hvert fat er 159 lítrar. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 387 orð

Gerir við myndavélar á HM í fótbolta Hasari

Gerir við myndavélar á HM í fótbolta Hasarinn víðar en á fótboltavöllunum BALDVIN Einarsson myndavélasmiður starfaði mitt í hringiðu örvæntingarfullra ljósmyndara á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Frakklandi. Meira
1. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 151 orð

Habibie hreinsar til

JUSUF Habibie, forseti Indónesíu, tilnefndi í gær fulltrúa á ráðgjafarþing landsins og var fjörutíu og einum fulltrúa skipt út en margir þeirra höfðu gegnt veigamiklum embættum í ríkisstjórn Suhartos, fyrrverandi forseta. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Heyjað í brakandi þerri

Heyjað í brakandi þerri BÆNDUR víða á Suðurlandi hafa notað þurrkinn síðustu daga í heyskap þótt enn sé í það fyrsta að slá. Fóðrið þykir hins vegar þeim mun betra. Blaðamaður og ljósmyndari stöldruðu við undir Eyjafjöllum og við Vík í Mýrdal í gærdag. Meira
1. júlí 1998 | Landsbyggðin | 139 orð

Hlaut verðlaun fyrir bestu hugmyndina

DANSKIR dagar eru orðnir árlegur viðburður í Stykkishólmi þriðju helgi í ágúst. Undirbúningur fyrir næstu danska daga er þegar hafinn. Undirbúningsnefnd leitaði til grunnskólanema í Stykkishólmi og óskaði eftir tillögum frá þeim að plakati fyrir dönsku dagana. Myndlistarkennari skólans, Gunnar Gunnarsson, tók þetta verkefni inn í myndlistarkennsluna hjá 6.­9. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 239 orð

Hreinsunarstyrkir til bænda 318 kílómetrar af

SAMÞYKKTAR hafa verið 150 beiðnir um styrki til bænda vegna umhverfisverkefna en það er gert á grundvelli búvörusamnings ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands um framleiðslu sauðfjárafurða frá árinu 1995. Tilgangur með styrkveitingunni er að skapa sauðfjárbændum atvinnu við tímabundin verkefni jafnhliða búrekstri en alls verða veittar 8,4 milljónir króna í þetta verkefni á þessu ári. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Í 4.­5. sæti í evrópskri fegurðarsamkeppni ÁSHILDUR H

ÁSHILDUR Hlín Valtýsdóttir sem varð í 2. sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands 29. maí sl. hreppti 4.­5. sæti ásamt keppanda frá Spáni í keppnini Queen of Europe sem haldin var í París sl. föstudag. Í 1. sæti varð stúlka frá Króatíu, í 2. sæti hollensk stúlka og keppandi frá Litháen í því þriðja. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Íslenzkt- litháískt samstarf barnaspítala

SAMNINGUR um samstarf Barnaspítala Hringsins, Rannsóknastofu í sýklafræði við Landspítala Íslands og barnadeildar háskólasjúkrahússins í Vilnius í Litháen var undirritaður 15. júní sl., síðasta dag opinberrar heimsóknar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur til Litháens. Meira
1. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 195 orð

Kínversk í eitt ár

Kínversk í eitt ár Hong Kong. Reuters. JIANG Zemin, forseti Kína, kom í gær til Hong Kong til að vera viðstaddur hátíðardagskrá í tilefni þess að í dag er eitt ár liðið síðan Hong Kong varð hluti af Kína á nýjan leik eftir 150 ár undir breskum yfirráðum. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 635 orð

Kostar ríkissjóð 300 milljónir króna

GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra, og Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, segja að kostnaðarauki ríkissjóðs vegna aðlögunarsamningsins sem forsvarsmenn sjúkrahúsanna í Reykjavík og Félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga undirrituðu í gær, sé um 300 milljónir króna. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Kveikt í bíl

SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var kallað um klukkan 13 í gær að Völvufelli í Breiðholti þar sem kveikt hafði verið í númerslausri bifreið. Eldurinn hafði kraumað nokkra stund í bílnum og var mikill reykur af eldinum og hiti. Bíllinn er talinn ónýtur en eigandi hans hafði ætlað að gera hann upp. Talið er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 309 orð

Köttur varð innlyksa í hólfi undir gírkassa Volvo-bifreiðar

EGGERT Jónassyni brá í brún þegar hann settist upp í Volvoinn sinn um hálfþrjúleytið á mánudag og heyrði mjálm í bílnum en fann hvergi kött, þótt hann leitaði vandlega. Eggert ók á bílnum dálítinn spöl en hélt áfram að heyra mjálmið. Hann leitaði betur en enginn fannst kötturinn. "Ég hélt hreinlega að ég væri orðinn brjálaður," sagði Eggert í samtali við Morgunblaðið. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 311 orð

Markmiðið meiri endurnýting

BREYTINGAR verða á fyrirkomulagi sorphirðu á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og Garðabæ á morgun. Hætt verður að hirða sorp vikulega og verður það í staðinn gert á 10­14 daga fresti. Í stað plastpoka verða teknar í notkun 240 lítra plasttunnur eins og notaðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu um árabil. Fjölbýlishús og stærri vinnustaðir og stofnanir eiga kost á 660 lítra gámum. Meira
1. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

"Mike Attack" á renniverkstæði

"MIKE Attack" er heiti á leiksýningu sem verður á Renniverkstæðinu við Strandgötu í kvöld, miðvikudagskvöldið 1. júlí, og föstudagskvöldið 3. júlí kl. 20.30. Kristján Ingimarsson leikari kemur fram í verkinu, sem er eftir hann sjálfan, en í leikstjórn svissneska leikstjórans Rolf Heim. Meira
1. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 570 orð

"Mjög í mun að segja sannleikann"

LINDA Tripp, eitt lykilvitnið í rannsókn Kenneths Starrs, saksóknara, á meintu misferli Bills Clintons Bandaríkjaforseta, byrjaði í gær vitnisburð sinn frammi fyrir rannsóknarkviðdómi í Washington. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 2. júlí kl. 19. Kennsludagar verða 2., 6. og 7. júlí. Kennt verður frá kl. 19­23. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Félagar í RKÍ og nemendur í framhaldsskólum fá 50% afslátt. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð

Niðjamót hjónanna á Sigurhæðum á Ísafirði

AFKOMENDUR Sesselju Sveinbjörnsdóttur og Vilhjálms Jónssonar póstmanns, sem bjuggu á Sigurhæðum á Ísafirði, halda niðjamót 3. til 5. júlí á Laugum í Sælingsdal í Hvammssveit. Sesselja var fædd á Laugum í Súgandafirði 11. febrúar 1893 og ólst upp í Súgandafirði. Vilhjálmur fæddist á Höfða í Grunnvík 25. mars 1888. Hann ólst upp í Grunnvík og í Unaðsdal. Meira
1. júlí 1998 | Miðopna | 989 orð

Ný dómstólalög, sem taka gildi í dag, marka hluta lokaáfanga end

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra flutti frumvarp til dómstólalaga sl. vetur. Frumvarpið var samið að tilhlutan hans en unnið að því í nánu samstarfi við réttarfarsnefnd og í samráði við Dómarafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Oddfellowreglan gefur Krabbameinsfélaginu tækjabúnað N

LISTA- og vísindasjóður Oddfellowreglunnar á Íslandi gaf nýverið frumurannsóknastofu Krabbameinsfélagsins tvær smásjár og annan tækjabúnað að verðmæti yfir fjórar milljónir króna. Helga Ögmundsdóttir, yfirlæknir rannsóknastofunnar, segir að þessi búnaður gefi ýmsa nýja möguleika í rannsóknastarfinu. Meira
1. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 236 orð

Óraníumenn ósveigjanlegir

ROBERT Saulters, leiðtogi Óraníureglunnar á N-Írlandi, sagðist í gær styðja ákvörðun Portadown-deildar reglunnar sem hyggst ganga fylktu liði venju samkvæmt niður Garvaghy-veginn í Portadown eftir guðsþjónustu í Drumcree-kirkju. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 548 orð

Óvissa um hversu margir draga uppsagnir til baka

EKKI skapaðist neyðarástand á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík í nótt vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga en mikil óvissa ríkti á miðnætti um hversu margir hjúkrunarfræðingar ætla að draga uppsagnir sínar til baka. Skv. Meira
1. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 306 orð

Óþekkti hermaðurinn nú þekktur STAÐFEST hefur verið með DNA-r

STAÐFEST hefur verið með DNA-rannsóknum að líkamsleifar óþekkts hermanns í Grafhýsi hinna óþekktu í Washington eru af Michael J. Blassie sem féll í Víetnamstríðinu. Hann var liðsforingi í flughernum og hefur fjölskylda hans nú fengið að vita um niðurstöðurnar. Bill Clinton forseti hét því að reynt yrði að ganga úr skugga um örlög annarra hermanna sem hurfu í stríðinu og ekkert spurðist síðar til. Meira
1. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 195 orð

Portúgalir höfnuðu lögleiðingu fóstureyðinga

EINUNGIS 32% kjósenda í Portúgal tóku þátt í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin er í landinu og reyndist naumur meirihluti þeirra vera á móti tilslökunum á afstöðu til fóstureyðinga. Er niðurstaðan talin vitnisburður um áhrif kaþólsku kirkjunnar á almenning í landinu. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var lagt til að konum gæfist kostur á að eyða fóstri á fyrstu 10 vikum meðgöngunnar. Meira
1. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 401 orð

Pólitískur samruni fylgi í kjölfar myntsamrunans

RÁÐAMENN Evrópusambandsins (ESB) söfnuðust saman í Frankfurt í Þýzkalandi í gær til að fagna formlegri fæðingu einnar mikilvægustu stofnunar álfunnar ­ Evrópska seðlabankans ­ sem mun fara með stjórn peninga- og gengismála í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, eftir að því verður hleypt af stokkunum um næstu áramót. Meira
1. júlí 1998 | Miðopna | 913 orð

Réttarfarslöggjöfin getur verið fyrirmynd ÞOR

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra segir að með þeirri endurskoðun réttarfarslöggjafar sem staðið hefur í nær áratug og nú er að ljúka standist gildandi lög um réttarfar fyllilega samanburð við hliðstæða löggjöf þeirra landa sem við eigum helst samleið með og geti verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Þorsteinn byrjar á að rekja upphaf þess að lögum um réttarfar var breytt hér á landi. "Hinn 1. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 775 orð

Ritað mál mun áfram skipta meginmáli

ÁSGEIR Guðmundsson lætur af störfum sem forstjóri Námsgagnastofnunar í dag eftir áratuga starf sem kennari, skólastjóri og forstjóri stofunarinnar. Námsgagnastofnun var sett á laggirnar árið 1980 og hefur Ásgeir stýrt starfseminni síðan þá. Boðað er til málþings um námsgögn á nýrri öld á Grand hóteli í Reykjavík á föstudaginn kemur, klukkan tíu árdegis. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 499 orð

Samið um smíði á nóta- og flottrollskipi í Kína

UNDIRRITAÐIR hafa verið samningar milli Arnar Erlingssonar útgerðarmanns og fyrirtækisins Liaoning Machinery Import & Export Corp., LMIEC, í Dalian í Kína um smíði á afar fullkomnu nóta- og flottrollskipi. Smíðaverðið er 11,5 milljónir bandaríkjadala eða um 820 milljónir ísl. króna með öllum tækjabúnaði. Meira
1. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 414 orð

Segir Netanyahu veruleikafirrtan

EZER Weizman, forseti Ísraels, sagði í gær að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra landsins, væri "ekki í tengslum við raunveruleikann" og hefði blekkt sig hvað eftir annað varðandi friðarumleitanir við Palestínumenn. Þetta kom fram í viðtali við Weizman er birtist í gær í Yedioth Ahronoth, útbreiddasta dagblaði Ísraels. Meira
1. júlí 1998 | Miðopna | 342 orð

Sigurður Tómas Magnússon, formaður dómstólaráðs

Sigurður Tómas Magnússon, formaður dómstólaráðs Samræming og fyrirsvar DÓMSTÓLARÁÐ var skipað í vor fimm mönnum og kom það fyrst saman 19. maí sl. Ráðið er skipað þeim Sigurði Tómasi Magnússyni formanni, Frey Ófeigssyni varaformanni, Valtý Sigurðssyni, Friðgeir Björnssyni og Snjólaugu Ólafsdóttur. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

Sjálfstæði dómstólanna eflt

NÝ DÓMSTÓLALÖG taka gildi í dag. Þau leysa af hólmi lög um Hæstarétt og I. kafla laganna um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Við samningu laganna var sérstaklega stefnt að því að styrkja stöðu og sjálfstæði dómstóla gagnvart öðrum stoðum ríkisvaldsins og ákvörðunarvald þeirra um innri málefni. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 315 orð

Sjómanni dæmdar rúmar 3,4 milljónir í bætur

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt Vestmannaeyjahöfn til að greiða háseta í skaða- og miskabætur rúmar 3,4 milljónir með vöxtum en hann missti framan af tveimur fingrum vinstri handar við vinnu sína um borð í Lóðsinum. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 247 orð

Skvísusund breytir um svip

UNDANFARIÐ hefur verið unnið að lagfæringum á götunni Norðursundi í Vestmannaeyjum en sú gata þekkist ekki undir öðru nafni í Eyjum en Skvísusund. Við götu þessa, sem er þvergata til vesturs út frá Heiðarvegi, standa gömul burstahús sem flest þjóna því hlutverki að vera veiðarfærahús fyrir skip og báta eða þá beituskúrar trillukarla. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

Sólskinsstundir í Reykjavík langt yfir meðallagi

SÓLSKINSSTUNDIR í Reykjavík voru um 270 í júnímánuði eða nálægt 70% yfir meðallagi, sem er 161 sólskinsstund, og úrkoma mældist um 25 millimetrar, sem er langt undir meðallagi. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings er fjöldi sólskinsstunda með meira móti en þó eru bæði sólskinsstundir færri og úrkoma meiri en árið 1991. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Starfsfólki Foldu og Snæfells sagt upp

ÖLLU starfsfólki ullariðnaðarfyrirtækisins Foldu á Akureyri hefur verið sagt upp störfum. Að undanförnu hafa 47 manns verið á launaskrá hjá fyrirtækinu. Unnið verður að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins á næstunni. Meira
1. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 245 orð

Stefnt að vaktavinnu vegna aukinna verkefna

SNÆFELL hf hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu í Hrísey, en þar er m.a. rekin pökkunarstöð þar sem fiski er pakkað í neytendaumbúðir fyrir erlendar verslunarkeðjur. Árni Ólafsson rekstrarstjóri hjá Snæfelli í Hrísey sagði að verkefni við pökkun í neytendaumbúðir hefðu aukist mjög að undanförnu og hefði fyrirtækið vart undan eftirspurn. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Tilboð ríkisins lítilsvirðing

Tilboð ríkisins lítilsvirðing HELGA Ottósdóttir, hjúkrunarfræðingur á öldrunarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að tilboð ríkisins til hjúkrunarfræðinga sé lítilsvirðing og sagðist í gærkvöldi alvarlega vera að hugsa um að finna sér aðra vinnu. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 363 orð

Tveir Íslendingar hyggjast klífa "Marmaravegginn"

TVEIR Íslendingar halda í dag til Tien Shan-fjallgarðsins í Mið- Austurlöndum þar sem þeir hyggjast klífa fjallið Mramornaya Stena sem er 6.414 metra hátt. Félagarnir Pétur Aðalsteinsson og Sigurður Ó. Sigurðsson eru þátttakendur í tólf manna breskum leiðangri. Reiknað er með að gangan á tindinn, sem kallaður hefur verið "Marmaraveggurinn", taki 12 til 16 daga. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 455 orð

Um áttatíu nemendur brautskráðust

VIÐ athöfn í hátíðarsal Háskóla Íslands laugardaginn 20. júní sl. brautskráðust tæplega áttatíu nemendur úr viðbótarnámi hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Nemendurnir útskrifuðust af þremur brautum. Þrjátíu luku rekstrar- og viðskiptagreinanámi stofnunarinnar, en alls hafa um fjögur hundruð og fimmtíu manns lokið því námi frá því það hófst árið 1990. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Ungmenni til Lettlands og Rússlands

AUSTJOBB er nýtt ungmennaskiptaverkefni sem Norræna félagið er að hleypa af stokkunum. Á næstu dögum munu tvö íslensk ungmenni halda af landi brott á vegum Austjobb, annars vegar til Sankti Pétursborgar í Rússlandi og hins vegar til Cesis í Lettlandi. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Viðbúnaður vegna flugvélar

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað að flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær. Lítil flugvél var orðin eldsneytislítil og ekki fyrirsjáanlegt hvort hún næði að lenda á vellinum. Slökkvi- og sjúkrabílar voru sendir á staðinn en þeim var tilkynnt að vélin hefði náð lendingu á vellinum áður en þeir komust á staðinn. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð

Vil virðingu fyrir mínu starfi

Vil virðingu fyrir mínu starfi ANNA Björg Sævarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að sú skilgreining á störfum hjúkrunarfræðinga sem lenda í A-ramma launasamningsins, að þeir beri ekki ábyrgð á eigin starfi, sé hvorki í samræmi við lög né eigin skilning hennar eða reynslu af starfinu. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Yfir fimmtíu þúsund GSM notendur hjá Landssíman

NÝLEGA bættist fimmtíu þúsundasti GSM notandinn í hóp viðskiptavina Landssímans. Það var Björn Jónasson á Sauðárkróki sem keypti fimmtíu þúsundasta GSM-kortið. Af því tilefni færði Landssíminn honum GSM síma að gjöf ásamt fimmtíu þúsund króna gjafabréfi fyrir símkostnaði. Meira
1. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 414 orð

Öllum skylt að greiða af öllum launum

NÝ LÖG um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða taka gildi í dag en þau voru samþykkt á Alþingi í desember síðastliðnum. Samkvæmt lögunum skal lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs vera a.m.k. 10% af iðgjaldastofni sem eru allar tegundir launa eða þóknana fyrir störf sem eru skattskyld samkvæmt lögum um tekju- og eignaskatt. Meira

Ritstjórnargreinar

1. júlí 1998 | Leiðarar | 630 orð

NÁM OG SKÖPUNARKRAFTUR

NÁM OG SKÖPUNARKRAFTUR FT HEFUR VERIÐ bent á mikilvægi þess hér í Morgunblaðinu og annars staðar að virkja sköpunarkraft nemenda í skólastarfi, að kennarar líti ekki á nemendur sína sem tóm ker sem þurfi einungis að fylla af staðreyndum heldur að þeir séu hugsandi einstaklingar sem þurfi að virkja til sköpunar á einhverju nýju, Meira
1. júlí 1998 | Staksteinar | 299 orð

»Ónóg móðurmálskennsla Þess gætir í skólastefnu, sem kynnt hefur verið unda

Þess gætir í skólastefnu, sem kynnt hefur verið undanfarið, segir Gunnar Þorsteinn Halldórsson í grein í Skímu, málgagni móðurmálskennara, að aukin áherzla er lögð á raungreinar en hlutur íslenzkunnar helzt óbreyttur. Ekki skal fjölgað tímum í móðurmáli, þótt mörgum þyki vanta, segir þar. Allir kennarar móðurmálskennarar! Meira

Menning

1. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 186 orð

Dagfinnur dýralæknir vinsælastur

GRÍNISTINN Eddie Murphy er ekki af baki dottinn í leiklistinni og nældi sér í toppsæti á bandaríska vinsældalistanum um helgina með myndinni "Doctor Dolittle". Um er að ræða endurgerð á söngleik sem Rex Harrison gerði árið 1967 og leikur Murphy dýralækni sem talar við dýrin. Meira
1. júlí 1998 | Menningarlíf | 165 orð

Finnskir tónlistarmenn í Norræna húsinu

TÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 1. júlí kl. 20.30 þar sem fram koma tveir ungir finnskir tónlistarmenn, Harri Lidsle sem leikur á túbu og Tarmo Järvilehto sem leikur á píanó. Á efniskránni er Fantasía f. túbu og píanó eftir Vartan Ajernian, Three Miniatures eftir Anthony Plog, In narissima tuba eftir Harri Saarinen, Þrír þættir úr Petrúsku eftir I. Meira
1. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 295 orð

Fölsuð spennumynd Með nafnleynd (Incognito)

Framleiðsl a: Gary Barber, William P. Cartlidge, James G. Robinson og Bill Todman Jr. Leikstjórn: John Badham. Handrit: Jordan Katz. Kvikmyndataka: Denis Crossan. Tónlist: John Ottman. Aðalhlutverk: Jason Patric, Irene Jacob, Thomas Lockyer og Rod Steiger. Bandarísk. Warner myndbönd, júní 1998. Meira
1. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 515 orð

"Gay Pride Day" í Berlín og New York Gleðidagur

HINN árlegi baráttudagur homma og lesbía "Gay Pride Day" var haldinn hátíðlegur í Berlín og New York sl. sunnudag og ef til vill víðar um veröldina. Á Íslandi hefur þessi dagur stundum verið haldinn hátíðlegur meðal samkynhneigðra og þá ganga um 100-200 manns niður Laugaveginn og fara svo á ball um kvöldið. Meira
1. júlí 1998 | Menningarlíf | 254 orð

Gott kaffi í Bonn

"ALLTAF slá Íslendingar í gegn og allir eru jafn góðir við okkur. Á Íslandi er fullt af rithöfundum sem skrifa og skrifa ­ í Þýskalandi ekki. Á Íslandi er nóg af áhorfendum sem koma aftur og aftur ­ í Þýskalandi ekki. Meira
1. júlí 1998 | Menningarlíf | 107 orð

Hljómstefna '98

Á SEYÐISFIRÐI verður haldin Hljómstefna helgina 3. og 4. júlí. Um 40 manns munu taka þátt í henni. Tónlistarmennirnir María Gaskell, Muff Worden og Einar Bragi Bragason munu vinna með tónlistarfólkinu í hópum (djass/popp, þjóðlaga og klassík) og einnig munu þátttakendur koma með eigið efni og leika fyrir gesti. Meira
1. júlí 1998 | Fólk í fréttum | -1 orð

Kántrýbær opnaður að nýju

FJÖLMARGIR samfögnuðu með Hallbirni Hjartarsyni "kántrýkóngi" við vígslu nýs Kántrýbæjar og færðu honum blóm og gjafir í tilefni dagsins. Eins og kunnugt er brann Kántrýbær 21. október síðastliðinn og héldu þá margir að þar mundi kántrýævintýri Hallbjörns enda. Sú varð þó ekki raunin. Nú hefur risið nýr "stærri, bjartari og betri bær", eins og Hallbjörn komst að orði. Hinn 16. Meira
1. júlí 1998 | Menningarlíf | 136 orð

"Konu sína enginn kyssti betur/né kvað um hana líkt og ég"

ÞRIÐJU tónleikarnir í sumartónleikaröð Kaffileikhússins verða fimmtudaginn 2. júlí og hefjast kl. 21.00. . Djasssöngkonan Ragnheiður Ólafsdóttir mun þá, ásamt Þórarni Hjartarsyni, syngja gömul og ný lög sem samin hafa verið við ljóð Páls Ólafssonar. Ragnheiður og Þórarinn leita meðal annars í smiðju lagahöfunda eins og Inga T. Lárussonar og Harðar Torfasonar. Meira
1. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 479 orð

Kvikmyndir frá köldum klaka

Þetta er önnur heimsókn mín til Íslands og ég mun dvelja hér í viku í þetta skiptið. Síðast þegar ég var hérna hafði ég aðeins tvo daga til umráða og auk þess var vetur, svo aðstæður eru talsvert öðruvísi núna og ætla ég gerast túristi og fara að sjá t.d. Gullfoss og Geysi. Friðrik Þór hefur einnig boðist til þess að fara með mér í skoðunarferð. Meira
1. júlí 1998 | Menningarlíf | 379 orð

Ljóð Einars Braga á samísku

HJÁ samíska bókaforlaginu Davvi Girji OS er nýkomið út úrval ljóða eftir Einar Braga ljóðskáld í þýðingu samíska ljóðskáldsins Rauni Magga Lukkari. Ljóðin eru þýdd úr finnsku, sænsku og norsku og ber bókin heitið Þótt jökullinn hyrfi. Rauni segir að skáldskapur Einars Braga hafi á liðnum árum haft mikla þýðingu fyrir samíska menningu sem og starf hans og tengsl við hana. Meira
1. júlí 1998 | Menningarlíf | 158 orð

Ljósmyndir og kalda stríðið LJÓSMYNDASÝNING verður opnuð

LJÓSMYNDASÝNING verður opnuð á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Borgartúni 1, miðvikudaginn 1. júlí. Í kynningu segir: "Hugsunin að baki þessarar sýningar er að bregða ljósi á hlutverk ljósmynda í sköpun og viðhaldi þeirrar hugmynda sem taldar eru einkenna hið svokallaða kalda stríð. Meira
1. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 118 orð

Minningartónleikar til heiðurs Díönu pri

MINNINGARTÓNLEIKAR voru haldnir til heiðurs Díönu prinsessu af Wales um síðustu helgi við heimili fjölskyldu hennar í Althorp á Englandi. Um 15 þúsund aðdáendur prinsessunnar mættu og hlýddu á nokkra þekkta tónlistarmenn flytja lög sín. Meðal þeirra sem komu fram voru Cliff Richards og Chris de Burgh. Allur ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð prinsessunnar. Meira
1. júlí 1998 | Menningarlíf | 151 orð

Myndverk eftir Guðbjörgu Lind í Vigur

GUÐBJÖRG Lind Jónsdóttir sýnir nú í sumar myndverk í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Viðfangsefni Guðbjargar Lindar hafa lengi verið tengd vatni, í upphafi fossum og síðar óræðum eyjum á haffleti. Sýning þessi ber yfirskriftina Eyjar og vættir. Sýningin er tileinkuð ímynduðum eyjum, sæfarendum og vættum sjávar. Meira
1. júlí 1998 | Menningarlíf | 551 orð

"Píanótónlist 20. aldar" fáanleg hér á landi strax í ágúst

FYRSTU geisladiskarnir í heildarútgáfu Philips á píanótónlist tuttugustu aldarinnar í flutningi allra helstu píanóleikara aldarinnar og ýmissra virtustu píanóleikara samtímans koma á markaðinn í ágústmánuði nk. Mun þetta verða stærsta heildarútgáfa plötusögunnar, samtals 200 geisladiskar og 250 klukkustundir í flutningi, sem gefnir verða út í 100 tveggja diska einingum fram til aldamóta. Meira
1. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 227 orð

Stelpur í stuði

Í KALIFORNÍU hinni hlýju og góðu skein sólin glatt á fjöldann sem safnaðist saman í Pasadena, þar sem Lilith Fair-tónleikaranir voru haldnir í annað sinn um helgina. Þetta eru farandtónleikar sem fara frá einum bæ til annars um öll Bandaríkin og eru bara konur sem koma fram, en það var tónlistarkonan Sarah McLachlan sem átti upptökin. Meira
1. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 248 orð

Sumarást Sumarið í Goulette (Un été á la Goulette)

Framleiðendur: Marie-Françoise Mascaro. Leikstjóri: Férid Boughedir. Handritshöfundar: Férid Boughedir. Kvikmyndataka: Robert Alazraki. Tónlist: Jean-Marie Sénia. Aðalhlutverk: Sonia Mankai, Ava Cohen-Jonathan, Sarah Paritene, Mustapha Adounani, Claudia Cardinale. 100 mín. Frakkland/ Túnis. Myndform 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
1. júlí 1998 | Menningarlíf | 37 orð

Sumartónleikar Dómkirkjunnar

ORGELTÓNLEIKAR verða í dag, miðvikudag 1. júlí, kl. 11.30 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Marteinn H. Friðriksson leikur verk eftir Buxtehude, Bach, Brahms og Hjálmar H. Ragnarsson. Aðgangur er ókeypis. Bænastund verður að loknum tónleikum kl. 12.10. Meira
1. júlí 1998 | Menningarlíf | 650 orð

Sumri heilsað í Skálholti

SUMARTÓNLEIKAR í Skálholti hefjast næstkomandi laugardag kl. 14.30 með ávarpi sr. Sigurðar Sigurðarsonar vígslubiskups, en á dagskránni í sumar verða flutt barokkverk, ný íslensk verk og trúarleg verk auk fyrirlestra. Meira
1. júlí 1998 | Myndlist | -1 orð

Trú og tónlist

Opið virka daga frá 9­17. Lokað sunnudaga. Til 31 ágúst. Aðgangur ókeypis. Í LÁTLAUSRI sýningarskrá er liggur frammi stendur orðrétt: "Sumarsýning Landsbókasafnsins að þessu sinni ber yfirskriftina; Trú og tónlist í íslenzkum handritum fyrri alda. Sýningin, sem er liður á Listahátíð í Reykjavík 1998, er haldin í samstarfi við Collegium Musicum, samtök um tónlistarstarf í Skálholti. Meira
1. júlí 1998 | Menningarlíf | 170 orð

Viðurkenning Listasafns Einars Jónssonar

Í TILEFNI af 75 ára afmæli Listasafns Einars Jónssonar hefur stjórnarnefnd safnsins ákveðið að veita myndhöggvara viðurkenningu í minningu Einars Jónssonar og hlýtur hana Guðjón Ketilsson myndhöggvari. Guðjón er fæddur árið 1956. Hann lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1978 og framhaldsnámi frá Nova Scotia College of Art and Design 1980. Meira
1. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 303 orð

Þegar er farið yfir strikið Kraftur: Orkuboltamynd (Turbo: A Power Rangers Movie)

Framleiðendur: Jonathan Tzachor. Leikstjórar: Shuki Levy, David Winning. Handritshöfundar: Shuki Levy og Shell Danielson. Kvikmyndataka: Ilan Rosenberg. Tónlist: Shuki Levy. Aðalhlutverk: Jason David Frank, Catherine Sutherland, Amy Jo Johnson, Austin St. John, Johnny Yong Bosch, Nakia Burrise, Hilary Shepard. 90 mín. Bandaríkin. Skífan 1998. Myndin er ekki við hæfi mjög ungra barna. Meira
1. júlí 1998 | Bókmenntir | 698 orð

Öfundsjúki rakarinn

Lars Saabye Christensen er kunnur höfundur í Noregi, hefur sent frá sér eitthvað á þriðja tug bóka, skáldsagna, smásagna og ljóða síðan hann kom fram fyrir rúmum tuttugu árum. Nýjasta bók hans er með fjórum smásögum og heitir eftir einni þeirra: Öfundsjúki rakarinn (Den misunnelige frisøren). Meira
1. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 81 orð

Önnur dóttir Stallone fædd

LEIKARINN Sylvester Stallone og eiginkona hans, fyrirsætan Jennifer Flavin, eignuðust sína aðra dóttur og hefur henni verið gefið nafnið Sistine Rose. Dóttirin fæddist á sjúkrahúsi í Los Angeles á laugardag og í yfirlýsingu frá vöðvabúntinu segir hann þetta vera mikinn gleðidag fyrir fjölskylduna. Meira

Umræðan

1. júlí 1998 | Aðsent efni | 976 orð

Enn skal áréttað

ÍSLENSK þjóð þekkir gjörla það fádæma örlæti sem stórmenni í glerhúsi gjafmildinnar stunda nú á dögum, þótt fæstir hafi gjöfunum hampað. Þjóðin veit að gjöfulir öðlingarnir hafa með klækjum og slægð búið svo um hnútana, að eigur alþýðunnar fari á sem fæstar hendur. Meira
1. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 720 orð

Hvers vegna samfylking vinstri manna? Frá Teiti Bergþórssyni: FY

FYRIR dyrum stendur aukalandsfundur Alþýðubandalagsins, þar sem tekist verður á um hugsanlega samfylkingu vinstri afla íslenskra stjórnmála. Ekki er ólíklegt að niðurstaða fundarins ráði miklu um framgang þess máls. Meira
1. júlí 1998 | Aðsent efni | 691 orð

Samstaða gegn sundrungu

ALKUNNA er að það hendir allt of marga stjórnmálamenn að þekkja ekki sinn vitjunartíma þegar líður að starfslokum á hinum pólitíska vettvangi. Löngu eftir að fyrrum fylgismenn hafa snúist gegn þeim í viðamiklum málum halda þeir fast við það sem þeir telja lýðnum fyrir bestu og neyta allra bragða til að koma vitinu fyrir fjöldann. Meira
1. júlí 1998 | Aðsent efni | 510 orð

Svanur Kristjánsson staðinn að verki

Í NÝBIRTRI álitsgerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns um starfslok þriggja bankastjóra Landsbankans kemur fram, að þeir hafi ekki gerst sekir um refsiverða háttsemi, en fyrirgert trausti, þar eð þeir hafi sagt viðskiptaráðherra ósatt og ekki gætt hófs um risnu, auk þess sem einn þeirra hafi leigt sjálfum sér laxveiðiá. Meira
1. júlí 1998 | Aðsent efni | 1320 orð

Svar við bréfi Steingríms J. Sigfússonar Ég leyfi mér að hafa mínar pó

HEILL og sæll, félagi Steingrímur! Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir bréfið til mín sem blasti við lesendum Morgunblaðsins sl. miðvikudag. Ég vil í leiðinni þakka þér fyrir allmörg bréf sem ég hef fengið frá þér í hefðbundnum pósti í gegnum tíðina en reyndar ekki hugkvæmst að koma efni þeirra á framfæri opinberlega. Biðst ég velvirðingar á því. Meira
1. júlí 1998 | Aðsent efni | 996 orð

Vinstri stefna

Eins og fram kom í fjölmiðlum á sínum tíma var stjórnmálafélagið Stefna ­ félag vinstrimanna stofnað um miðjan maímánuð. Enda þótt félagið hafi lítið verið kynnt enn sem komið er hefur fjöldi fólks engu að síður þegar látið skrá sig í það og enn fleiri hafa óskað eftir upplýsingum. Meira

Minningargreinar

1. júlí 1998 | Minningargreinar | 577 orð

Bergur Hallgrímsson

Bergur Hallgrímsson frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði er látinn. Maður hrökk illa við þegar þessar fréttir bárust til Fáskrúðsfjarðar og margt flaug í gegnum huga minn af kynnum mínum við þetta mikilmenni sem Bergur sannarlega var. Bergur var ákveðinn hluti af kjölfestu í lífi Fáskrúðsfirðinga í marga áratugi. Meira
1. júlí 1998 | Minningargreinar | 717 orð

Bergur Hallgrímsson

Þegar hetjur aka um héruð eins og Bergur Hallgrímsson átti vanda til hin síðari ár og þegar kempur hversdagsins eins og sami Bergur hneigir höfuð sitt fyrir örlögum sínum á örskotsstund og skiptir um veröld án fyrirvara, þá bliknum við hin, hnípin og starandi í þögulli spurn, með sársaukann í farteskinu vegna þess að við náðum að kynnast honum. Meira
1. júlí 1998 | Minningargreinar | 128 orð

Bergur Hallgrímsson

Ég minnist þess er ég sex ára gamall sat fyrir aftan stýrishúsið á litlu trillunni og horfði á þig þar sem þú stóðst á þóftunni og spyrntir í borðstokkinn, þú varst að reyna að ná upp síðasta netinu en allt sat fast. Það var orðið áliðið og allir aðrir farnir í land. Meira
1. júlí 1998 | Minningargreinar | 427 orð

Bergur Hallgrímsson

Í andrá snöggri, mitt í erli dagsins, kom kallið mikla. Hinn dugmikli drengskaparmaður er ekki meðal okkar lengur. Fáein kveðjuorð fylgja að leiðarlokum. Við Bergur Hallgrímsson kynntumst fyrst á Eiðaskóla og áttum þar ágæta samfylgd. Meira
1. júlí 1998 | Minningargreinar | 409 orð

Bergur Hallgrímsson

Bergur Hallgrímsson var orðinn þjóðsagnapersóna sem framleiðandi og seljandi síldar í Kolaportinu til margra ára. Hann varð landsfrægur á sínum tíma fyrir að keyra með vöruna á markaðinn í Kolaportinu austan af fjörðum um hverja helgi og á seinni árum fyrir að hafa lagt grunn að byltingu á síldarneyslu hér á landi. Meira
1. júlí 1998 | Minningargreinar | 1067 orð

Bergur Hallgrímsson

Margar minningar vöknuðu er ég frétti lát Bergs bróður míns, því æviferill okkar hefur verið meira og minna samofinn allt til fullorðinsára, bæði í störfum og leik. Bergur var mikill íþróttamaður og kynntist frjálsum íþróttum þegar hann fór fyrst til Vestmannaeyja á vertíð yfir vetrarmánuðina, sem títt var á þeim árum. Frjálsar íþróttir voru stundaðar og voru þar margir góðir íþróttamenn. Meira
1. júlí 1998 | Minningargreinar | 232 orð

BERGUR HALLGRÍMSSON

BERGUR HALLGRÍMSSON Bergur Hallgrímsson fæddist í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð 4. október 1929. Hann andaðist á Selfossi 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hallgrímur Bergsson, f. 4.5. 1904, d. 23.3. 1975, og Valgerður Sigurðardóttir, f. 1.10. 1912, en hún lifir son sinn. Meira
1. júlí 1998 | Minningargreinar | 970 orð

Jórunn S. Gröndal

Minning Hjálpa þú mér helg og væn himnamóðirin bjarta legðu mína bljúgu bæn barninu þínu að hjarta Þá munu ávalt grösin græn í garðinum mínum skarta í garðinum mínum skarta H.K.L. Í dag er til moldar borin mágkona mín frú Jórunn S. Gröndal. Meira
1. júlí 1998 | Minningargreinar | 351 orð

Jórunn S. Gröndal

Nú er hún amma mín dáin. Hún fékk loksins að fara frá þjáningunum, sem hún varð að þola í rúmt ár, og er nú á stað, þar sem henni líður vel. Ég á margar góðar minningar um ömmu. Þegar ég var sex ára var ég í pössun hjá henni á morgnana áður en ég fór í skólann. Ég man hvað ég var spennt að fá að vera hjá ömmu. Meira
1. júlí 1998 | Minningargreinar | 276 orð

Jórunn S. Gröndal

Elsku amma Jórunn. Nú er kallið komið og þú færð hvíldina eilífu. Eftir sitjum við með söknuð í hjarta en einnig margar góðar minningar um þær stundir sem við áttum saman. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu og þótti manni óneitanlega allt svo spennandi og öðruvísi sem þú gerðir og áttir. Meira
1. júlí 1998 | Minningargreinar | 213 orð

JÓRUNN S. GRÖNDAL

JÓRUNN S. GRÖNDAL Jórunn Ásta Steingrímsdóttir fæddist á Eyrarbakka 20. febrúar 1920. Hún lést 23. júní síðastliðinn á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á Landakoti. Foreldrar hennar voru hjónin Steingrímur Gunnarsson og Þuríður Guðjónsdóttir, sem bæði eru látin. Jórunn var næstelst sjö systkina. Hin eru: Guðjón, f. 2. des. 1917, d. 12. Meira
1. júlí 1998 | Minningargreinar | 280 orð

(fyrirsögn vantar)

Þegar við fengum fréttina til Manchester, um skyndilegt fráfall afa, var það okkur mikið reiðarslag. Það var svo erfitt að komast ekki strax af stað til Íslands og því hrönnuðust upp minningarnar um afa, sem alltaf var svo hress og kátur þegar við vorum saman. Hann virtist alltaf geta séð björtu og skemmtilegu hliðarnar á málunum. Meira

Viðskipti

1. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 233 orð

Alþýðubankinn tekur þátt í fjármögnun Betware

NÁÐST hafa samningar um áhættufjármögnun Betware Ltd., dótturfélags Margmiðlunar hf. Fjárfestarnir eru Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. ásamt sænsku fyrirtækjunumm Kinnevik og Cherry förtagen. Hugbúnaðardeild Margmiðlunar hf. hefur um árabil unnið að þróun lausna á sviði veðmálastarfsemi á netinu, meðal annars fyrir Íslenskar getraunir. Meira
1. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Kerkoryan Armenum haukur í horni

KIRK KERKOYAN, kunnur bandarískur kaupsýslumaður af armenskum ættum í Las Vegas, hefur heitið 100 milljóna dollara láni til að efla fyrirtæki í Armeníu, fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna, að sögn embættismanna. Meira
1. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 337 orð

Kjarakaup undanfari afturkipps í Bretlandi?

BREZKAR verzlanir auglýsa "útsölur aldarinnar". Birgðir af óseldri vöru hafa safnazt fyrir og frægar verzlanir á við Harrods og Selfridges keppast um að losa sig við allt frá fatnaði til búsáhalda með meira en 50% afslætti. Meira
1. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 214 orð

Lækkanir á evrópskum mörkuðum

LOKAGENGI lækkaði yfirleitt í evrópskum kauphöllum í gær og bandarísk loftárás á íraska ratsjárstöð olli hiki. Í gjaldeyrisviðskiptum lækkaði dollar í innan við 139 jen úr 141,86 á mánudag vegna ánægju með fyrirhugaðar endurbætur á bankakerfi Japana. Gætni ríkti fyrir fund bandaríska seðlabankans um peningamál, þótt talið væri að bandarískir vextir yrðu óbreyttir. Meira
1. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 618 orð

Öndunarvél fyrir nýbura og langveik börn til sumardvalar á Írlandi

MATVÆLAFYRIRTÆKIÐ Newman's Own, sem er í eigu bandaríska leikarans Pauls Newmans, gaf í gær tæplega 2 milljónir króna til Barnaspítalasjóðs Hringsins. Fjármununum verður varið til kaupa á öndunarvél fyrir nýbura. Meira

Fastir þættir

1. júlí 1998 | Í dag | 61 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 1. júlí, er sjötu

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 1. júlí, er sjötugur Guðlaugur Guðjónsson, skurðgröfustjóri, Sunnubraut 1, Vík í Mýrdal. ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 2. júlí, verður sextugur, Pálmi Gíslason, bankaútibússtjóri og fyrrv. formaður UMFÍ. Eiginkona hans er Stella Guðmundsdóttir. Meira
1. júlí 1998 | Í dag | 96 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Meira
1. júlí 1998 | Í dag | 438 orð

EIMSÓKN í Árbæjarsafnið er ávallt skemmtileg að mati V

EIMSÓKN í Árbæjarsafnið er ávallt skemmtileg að mati Víkverja. Slík heimsókn var a.m.k. árleg á meðan ungviðið á heimili Víkverja var yngra, en hefur orðið sjaldgæfari með árunum. Það er virkileg skemmtilegt að ganga um svæðið og kynnast því upp á nýtt hvernig lífið var á Íslandi hér áður fyrr, til sjós og lands, í bæjum og sveitum. Meira
1. júlí 1998 | Fastir þættir | 894 orð

Hvað kostar leiklistin? Það er því reginmisskilningur að hægt sé að halda úti sama stigi atvinnuleiklistar í landinu fyrir minni

Í vetur kom út skýrsla á vegum menntamálaráðuneytisins um samkeppnisstöðu frjálsra leikhópa gagnvart opinberu leikhúsunum. Skýrslan staðfestir það sem vitað var að leikhóparnir hafa minni fjármuni á milli handa en opinberu leikhúsin. Meira
1. júlí 1998 | Í dag | 563 orð

Lélég bólstrunarþjónusta Í NÓVEMBER 1996 ákvað ég að láta yfirdekkja

Í NÓVEMBER 1996 ákvað ég að láta yfirdekkja hornsófa sem ég á. Ég bý á Skagaströnd og ég hringi í bólstrun Gunnars Leifssonar á Hvammstanga og kanna verð. Hann kemur og gerir tilboð upp á 100.000 kr. með efni og vinnu. Mér fannst þetta ansi dýrt en ákvað að taka því gegn afborgunum á raðgreiðslum. Hann nær í settið, sem er 6 sæta og 2 borð, og við göngum frá raðgreiðslunum. Þetta var 12. Meira
1. júlí 1998 | Dagbók | 588 orð

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur

Í dag er miðvikudagur 1. júlí, 182. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Hann lætur hina hrjáðu ganga eftir réttlætinu og kennir hinum þjökuðu veg sinn. (Sálmarnir 25, 9.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Kyndill, Astor og Reykjafoss. Meira

Íþróttir

1. júlí 1998 | Íþróttir | 164 orð

ARNÓR Guðjohnsen lék kveðjuleik sinn með

ARNÓR Guðjohnsen lék kveðjuleik sinn með Örebro á mánudaginn, þegar liðið vann Elfsborg 4:2. Einnig lék Dan Sahlin sinn síðasta leik með liðinu, sem er í öðru sæti í Svíþjóð með 21 stig eftir tólf umferðir. Meira
1. júlí 1998 | Íþróttir | 210 orð

Charlton fékk áminningu

BOBBY Charlton hefur loks fengið staðfestingu hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, á því að hafa fengið áminningu frá dómara á ferli sínum með enska landsliðinu í knattspyrnu. Var hún rakin til undanúrslitaleiks Englands og Argentínu í heimsmeistarakeppninni árið 1966, þegar Englendingar urðu heimsmeistarar. Meira
1. júlí 1998 | Íþróttir | 135 orð

Clinton sár yfir tapi fyrir Íran

BILL Clinton Bandaríkjaforseti viðurkenndi í viðtali í gær að tap bandaríska liðsins fyrir Íran hefði verið sár vonbrigði. "Betri aðilinn vann leikinn, svo einfalt var það." Ummæli Clintons féllu í viðtali við útvarpsstöð í Shanghai, en hann er sem kunnugt er í tveggja vikna opinberri heimsókn til Kína. Meira
1. júlí 1998 | Íþróttir | 411 orð

HM í Frakklandi Rúmenía - Króatía0:1

Bordeaux, 16 liða úrslit, þriðjudaginn 30. júní 1998. Mark Króatíu: Davor Suker (45. vsp.) Markskot: Rúmenía 6 - Króatía 10 Skot framhjá: Rúmenía 4 - Króatía 10 Horn: Rúmenía 2 - Króatía 8 Rangstaða: Rúmenía 1 - Króatía 4 Rautt spjald: Enginn. Meira
1. júlí 1998 | Íþróttir | 219 orð

Hreinlæti Japana og Kóreumanna til fyrirmyndar F

Forráðamenn Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hafa lýst yfir mikilli ánægju með framkomu áhangenda landsliða Japans og Suður-Kóreu á HM í Frakklandi. Þeir séu til fyrirmyndar, jafnt innan sem utan vallar. Meira
1. júlí 1998 | Íþróttir | 204 orð

ÍÞRÓTTAMANNVIRKIÖll íþróttam

"ÉG lýsi yfir ánægju minni og okkar hjá Íþróttasambandinu með þá vinnu sem Mannvirkjanefnd ÍSÍ hefur unnið við skráningu á íþróttamannvirkjum á Íslandi. Þetta kemur íþróttahreyfingunni að miklu gagni. Hér liggja fyrir á einum stað miklar upplýsingar, sem koma þeim að ómetanlegu gagni sem vinna við og að uppbyggingu eða viðhaldi á íþróttamannvirkjum," sagði Ellert B. Meira
1. júlí 1998 | Íþróttir | 409 orð

Keilisfólkið trónir á toppnum

BJÖRGVIN Sigurbergsson og Ólöf María Jónsdóttir, kylfingar úr Keili, eru efst í stigakeppni sumarsins til landsliða karla og kvenna er tveimur mótum um af sex er lokið í Íslensku mótaröðinni. Bæði eiga þau titil að verja. Meira
1. júlí 1998 | Íþróttir | 147 orð

Mörg hundruð leikmenn losna í dag á Englandi

BÚIST er við geysilegum önnum hjá félagaskiptanefnd enska knattspyrnusambandsins í dag þegar samningar renna út hjá yfir sex hundruð atvinnumönnum þar í landi. Margir kunnir kappar fá lausan samning í dag og geta farið til hvaða liðs sem er. Meira
1. júlí 1998 | Íþróttir | 121 orð

Páll fer til Essen PÁLL Þórólf

PÁLL Þórólfsson, landsliðsmaður í handknattleik, fer til þýska liðsins Essen, þegar æfingar hefjast í lok júlí, og vonast til að gera samning við liðið. "Ekkert er öruggt fyrr en skrifað hefur verið undir en Þjóðverjarnir væru ekki að bjóða mér út ef einhver alvara fylgdi ekki máli," sagði Páll við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
1. júlí 1998 | Íþróttir | 415 orð

Stáltaugar Sukers færðu Króötum sigur

KRÓATAR sigruðu Rúmena 1:0 í Bordeaux í gær og mæta Þjóðverjum í 8 liða úrslitum í Lyon á laugardag. Framherjinn Davor Suker, sem leikur með Real Madrid, gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks. Króatar voru mun betri og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Besti leikmaður Rúmena var markvörðurinn Bogdan Stelea, sem kom í veg fyrir stærra tap sinna manna. Meira
1. júlí 1998 | Íþróttir | 109 orð

Svissneskir meistarar mæta Svissneska drengjaliðið Sign

Svissneska drengjaliðið Signal tekur þátt í Essó-knattspyrnumótinu sem verður sett á Akureyri í kvöld. Svissneska liðið vann meistarakeppnina í knattspyrnu í Genf í sínum aldursflokki í byrjun júní. Úrslit mótsins réðust í síðasta leiknum. Íslendingurinn Þórður Karlsson, markvörður liðsins, lék þá úti í fyrsta sinn og skoraði mark sem stuðlaði að sigri liðsins í keppninni. Meira
1. júlí 1998 | Íþróttir | 517 orð

Vítakeppni varð Englendingum enn að falli

Englendingar féllu úr heimsmeistarakeppninni á Ítalíu 1990 eftir að hafa tapað í vítakeppni í undanúrslitum. Sama varð upp á teningnum í Evrópukeppninni fyrir tveimur árum og útganga þeirra í yfirstandandi heimsmeistarakeppni varð á sömu lund í gærkvöldi, þegar grípa varð til vítakeppni í fyrsta sinn í þessari keppni. Meira
1. júlí 1998 | Íþróttir | 238 orð

Æfingin skapar meistarann

ARGENTÍNA vann England 4:3 í vítakeppni eftir að staðan hafði verið jöfn, 2:2, að loknum framlengdum leik í 16 liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í St. Etienne í Frakklandi í gærkvöldi. Fyrri hálfleikur var frábær, hratt og markvisst spil og mörk eins og þau gerast best, en kaflaskipti urðu eftir að David Beckham var vikið af velli á 47. mínútu. Meira

Sunnudagsblað

1. júlí 1998 | Sunnudagsblað | 1282 orð

Rithöfundur í draumasmiðju Elmore Leonard vinnur við framhaldið að Náið þeim stutta eða "Get Shorty" segir í grein Arnaldar

FÁIR bandarískir rithöfundar þekkja betur til Hollywood-samfélagsins en Elmore Leonard. Fjöldi bóka hans hefur verið gerður að kvikmyndum með ákaflega misjöfnum árangri og hann hefur skrifað háðslega um persónur og leikendur draumaverksmiðjunnar í bók eins og "Get Shorty", þeirri einu sem honum finnst að hafi tekist bærilega að kvikmynda. Meira

Úr verinu

1. júlí 1998 | Úr verinu | -1 orð

Á fiskislóð í Boston

Um 4 þúsund tonn af ferskum þorski og ýsu eru árlega flutt til Bandaríkjanna með flugi. Guðmundur Sv. Hermannsson hitti fiskkaupendur í Boston og komst að því að íslenski fiskurinn er þar í miklum metum vegna gæða. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 301 orð

Brimrún með GMDSSfjarskiptabúnað

BRIMRÚN ehf. í Reykjavík hóf nýverið innflutning á fjarskiptabúnaði frá japanska framleiðandanum Furuno Electric Company. Fyrirtækið getur nú boðið allan GMDSS- fjarskiptabúnað frá Furuno, en sem kunnugt er þurfa öll skip sem eru 24 metra eða lengri að vera með þann búnað frá og með 1. febrúar 1999. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 363 orð

Bræðslan komin á fullt en veiðin gæti verið betri

Loðnubræðsla er í fullum gangi í helstu sjávarplássunum. Þó hefur loðnuveiðin ekki verið sérstaklega lífleg og skip hafa þurft að hafa talsvert fyrir afla sínum. Bræla hefur verið á miðunum og veður fremur leiðinlegt. Loðnan sem veiðist er þó í góðu ásigkomulagi og annað er það sem bendir til góðs ástands í lífríkinu og það er "sultan" sem menn eru að fá í trollin. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 105 orð

Dýrara hráefni fyrir vinnsluna

EINS og fram hefur komið í fréttum hafa orðið töluverðar hækkanir á verði íslenskra sjávarafurða erlendis en því fer fjarri, að hann hafi allur lent í vinnslunni í hlut. Svo sem sjá má hér að ofan hefur hráefnisverðið hér innanlands hækkað allmikið frá jan.-apr. 1996 til sama tíma nú. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 238 orð

Format fyrir uppskriftir

Format fyrir uppskriftir Smálúðuturn með saffran- engiferssósu HELGI Guðmundsson matreiðslumaður og eigandi Óðinsvéa býður lesendum að þessu s Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 280 orð

Fullvinna allan uppsjávarfisk

SÍLDAR- og loðnuveiðiskipið Bjarni Ólafsson frá Akranesi, sem gert er út af Hallfreði Runólfssyni hf. tók í fyrra í notkun fullvinnslubúnað. Skipið fór með búnaðinn á síld í lok nóvember á síðasta ári, reyndi við kolmunnann í lok vetrar og fór síðan á slóðir norsk-íslensku síldarinnar. Runólfur Hallfreðsson skipstjóri og útgerðarmaður sagði fyrstu reynslu af búnaðinum mjög góða. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 117 orð

Gísli deildarstjóri hjá SH

GÍSLI Gíslason hóf nýlega starf sem deildarstjóri skelfiskdeildar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsannaen þar undir heyrir pilluð rækja, hörpudisku og kúffiskur. Forveri Gísla í starfinu, Halldór Árnason, hefur tekið við starfi sölustjóra hjá dótturfyrirtæki SH í Hamborg. Gísli er fæddur 1964. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 339 orð

Helmings sjávaraflans neytt í Kína og Japan

Í KÍNA búa 1,2 milljarðar manna og fiskneyslan eykst þar ár frá ári. Hefur aukin velsæld ýtt undir þessa þróun en talið er, að nú séu um 100 milljónir Kínverja í sæmilegum efnum og sumir ríkir. Árið 1983 var meðalfiskneyslan á mann fimm kíló en nú nálgast hún að vera 40 kíló. Það er því augljóst, að í Kína er mörg matarholan fyrir fiskseljendur enda má þar finna markað fyrir allar fisktegundir. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 512 orð

Humarveiðin betri en í fyrra

HUMARVEIÐI er talin vera heldur betri en á sama tíma í fyrra, en vertíðin hefur nú staðið aðeins á annan mánuð. Talað er um eystra og vestara veiðisvæði og voru menn almennt þokkalega ánægðir með aflabrögð fram undir sjómannadaginn, humarinn þótti að vísu heldur smár, en síðan hefur veiði dregist mjög saman, Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 80 orð

Innflutningur

INNFLUTNINGUR til Bandaríkjanna á frystri blokk hefur minnkað um 1.761 tonn á milli ára ef miðað er við fyrstu þrjá mánuði ársins. Er samdrátturinn langmestur í Alaskaufsablokkinni en aukningin mest í flatfiskblokk. Rússar hafa nú selt þangað 5.267 tonn, 1.385 tonnum minna en í fyrra, og Norðmenn hafa selt 600 tonnum minna á fyrsta ársfjórðungi en 1.036 tonn alls. Kínverjar fluttu 7. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 226 orð

Lífið er loðna

FYRSTA loðnufarminum sem barst á land á Siglufirði á nýhafinni loðnuvertíð var landað af Björgu Jónsdóttur ÞH 231 síðastliðinn fimmtudag, og við það tækifæri færði Sigríður Ingvarsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar, skipverjum veglega rjómatertu með áletruninni "Lífið er loðna ­ verið ávallt velkomnir á Sigló". Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 449 orð

Metafli Norðmanna á kolmunnanum

KOLMUNNAVERTÍÐINNI hjá Norðmönnum er nýlega lokið og er hún sú besta frá upphafi. Var aflinn að þessu sinni alls 514.000 tonn og verðmætið áætlað um 4,2 milljarðar ísl. kr. Á tíu ára tímabili, frá 1987 til 1996, var ársaflinn til jafnaðar 256.000 tonn eða með öðrum orðum helmingur af aflanum í ár. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 94 orð

Minna af alaskaufsa

UM mánaðamótin apr./maí voru birgðir af ufsablokk í Bandaríkjunum 61% minni en á sama tíma í fyrra en minni breytingar hafa orðið á birgðastöðunni í þorskblokkinni. Er hún 7% hærri en fyrir ári en 13% lægri en um mánaðamótin mars/apr. nú. Því er almennt spáð, að verð á botnfiskafurðum muni halda áfram að þokast upp á við og eftirspurnin eftir blokk er meiri en framboðið. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 356 orð

Norðmenn moka upp kolmunna

KOLMUNNAVERTÍÐINNI hjá Norðmönnum er nýlega lokið og er hún sú besta frá upphafi. Aflinn að þessu sinni var 514.000 tonn og áætlað aflaverðmæti 4,2 milljarðar íslenskra króna. Enginn kvóti er á kolmunnanum en vísindamenn hafa lagt til að ekki verði tekið meira úr stofninum en 650.000 tonn á ári. Miðað við það hafa Norðmenn því tekið um 80% af ráðlögðum afla. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 415 orð

Nýtt fyrirtæki á sviði frysti- og kælikerfa

NÝTT fyrirtæki á sviði frysti- og kælikerfa, Frystikerfi ehf., tók til starfa á Vagnhöfða 12 í Reykjavík fyrir skömmu. Fyrirtækið er alhliða þjónustufyrirtæki og hafa allir starfsmenn þess mikla reynslu á sviði frysti- og kælikerfa. Stofnendur Frystikerfa ehf. eru Vélsmiðjan Þrymur ehf. á Ísafirði og þeir Steinar Vilhjálmsson, Vésteinn Marinósson og Jón Valdimarsson. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 384 orð

"Ógleymanleg ferð og yndisleg"

COLDWATER, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum, efndi á síðasta ári til sérstakrar kynningar á þorski meðal veitingastaða og var um að ræða svokallaða golfkynningu, sem öll tengdist golfi og golfvörum. Aukaverðlaunin voru Íslandsferð og hrepptu þau hjón, sem reka veitingastað í Wisconsin. Voru þau stödd hér á landi í síðustu viku. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 409 orð

Persónulegt áfall en varla viðskiptalegt

SPÆNSKA fyrirtækið SAGU (Sociedad Anonima General Ultramarina), sem meðal annars hefur selt íslenskan saltfisk, hefur verið lýst gjaldþrota en nýtt fyrirtæki undir sama merki hefur tekið reksturinn á leigu. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 351 orð

Royal Greenland fast í skuldagildru

ROYAL Greenland, sjávarútvegsfyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, skuldar 24 milljarða íslenskra króna og ranglega hefur verið skýrt frá afkomu fyrirtækisins í nokkur ár. Kemur þetta fram í mjög harðri gagnrýni grænlenska vinnuveitendasambandsins á stjórn fyrirtækisins og þar segir, að fari illa fyrir fyrirtækinu, sem er það langstærsta í Grænlandi, Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 141 orð

Samkomulag um þjónustu og markaðsstarf í Mexíkó

SAMKOMULAG hefur verið gert milli Poly-Ice, Mexico S.A. de C.V. og Útflutningsráðs Íslands um samstarf á sviði þjónustu og markaðssetningar í Mexíkó. Tilgangur með samkomulaginu er að opna aðgengi fyrir íslensk fyrirtæki á þjónustu á sviði markaðsupplýsinga og gera fyrirtækjum auðveldara að hefja markaðssetningu afurða og þjónustu í Mexíkó. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 111 orð

Svindlað í Danmörk

PETER Hyldtoft, formaður í samtökum danskra fiskútflytjenda, segir í viðtali við hollenska blaðið Weekblad Schuttevaer, að svo mikið sé orðið um alls svindl og svik í sambandi við útflutninginn, að tala megi um skipulagða glæpastarfsemi. Segir hann, að áður hafi það verið algengt, að sjómenn segðu rangt til um landaðan afla en nú væri um að ræða fjárplógsstarfsemi á öllum stigum. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 171 orð

Syrtir í álinn fyrir Røkke

BANDARÍSKA fiskveiðinefndin, sem ákveður skiptingu Alaskaufsakvótans milli skipaflokka, ákvað fyrir skömmu að lækka hlut verksmiðjuskipanna úr 65% í 61% og færa mismuninn yfir til skipa, sem koma með aflann til vinnslu í landi. Er þetta verulegt áfall fyrir norska stórútgerðarmanninn Kjell Inge Røkke, stærsta hluthafann í Norway Seafoods og dótturfyrirtæki þess, American Seafoods. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 105 orð

Tíunda sjóstangaveiðimótið haldið

Neskaupstað-Tíunda sjóstangaveiðimót Sjóstangaveiðifélags Neskaupstaðar var haldið um sjómannadagshelgina. Þátttakendur voru 21 og réru þeir á 7 bátum. Afli var þokkalegur um 7,5 tonn. Aflahæstur á mótinu var Baldvin Baldvinsson, Akureyri, með 543 kg. Aflahæsta konan var Sigfríð Valdimarsdóttir einnig frá Akureyri með 505 kg. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 84 orð

Varasamar skemmtisiglingar

TIL þessa tíma í ár hafa 62 menn drukknað í Noregi en 58 á sama tíma fyrir ári. 141 maður lét lífið af þessum sökum allt síðasta ár. Þegar veðrið leikur við frændur okkar Norðmenn er jafnan mest hætta á, að menn fari sér að voða á sjó, ám og vötnum. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 725 orð

Vaxandi eftirspurn eftir fiski en framboð heldur minnkandi

KOMIÐ hefur fram áður, að FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, telur, að skortur á fiski muni aukast á næstu árum. Raunar hefur framboð á bol- og flatfiski verið nokkuð jafnt og stöðugt á síðustu árum en það dró hins vegar verulega úr því undir lok síðasta áratugar og í upphafi þessa. Bendir flest til, að framboðið muni minnka enn á næstu árum þrátt fyrir vaxandi eftirspurn. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 697 orð

Vaxandi eftirspurn eftir hrognaafurðum

Fyrir tæplega þrettán árum stofnuðu bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fyrirtækið Bakkavör. Starfsemin fólst í upphafi einkum í söltun og frystingu bolfiskhrogna, en í dag starfrækir fyrirtækið fullkomna hrogna- og kavíarvinnslu á tveimur stöðum í Reykjanesbæ auk þess sem tvö dótturfyrirtæki eru rekin á meginlandi Evrópu. Meira
1. júlí 1998 | Úr verinu | 129 orð

Ördeyða í Smugunni

SÁRALÍTIL veiði hefur verið í Smugunni að undanförnu en að sögn norsku strandgæslunnar hafa aðeins þrjú skip, sem skráð eru í Sierra Leone, verið þar á þorskveiðum. Norskir haffræðinga telja, að sjávarhiti verði áfram lágur á þessum slóðum á næstunni. Meira

Barnablað

1. júlí 1998 | Barnablað | 35 orð

Blöðrusali á flótta

BLÖÐRUSALINN á myndinni þurfti að flýja hundinn sautjánda júní síðastliðinn. Hvað eru þær margar blöðrurnar, sem halda honum á lofti? Lausnin: Þær eru hvorki fleiri né færri en þrjátíu og sjö blöðrurnar. Meira
1. júlí 1998 | Barnablað | 56 orð

Brandarar

EINU sinni var Hafnfirðingur að fikta með skrúfjárn í naflanum á sér og rasskinnarnar duttu af. ­­­ Hann: Mér varð stöðugt hugsað til þín í gær. Hún: En indælt. Hvar varstu? Í dýragarðinum. ­­­ Kennarinn: Vitið þið, börnin góð, að á hverri mínútu er kona að fæða barn? Lísa: Aumingja konan. Meira
1. júlí 1998 | Barnablað | 92 orð

Heimsins besta mamma

Hún er góð við alla, konur sem kalla. Þú ert heimsins besta mamma og guðmóðir allra. Hún mataði okkur og klæddi og passaði okkur og gætti. Hún mamma okkar er góð við alla heimsins þjóð. Við engan er hún vond, til hennar er ást okkar stór. Og ekki er hún ljót og ekki feit eða mjó. Meira
1. júlí 1998 | Barnablað | 54 orð

Hvað heita krakkarnir?

ÞETTA eru krakkar í nýjum bekk. Kennarinn ætlar að kalla þau inn í stofu en man ekki hvað þau heita. Getið þið fundið út hvað þau heita? Lifið í lukku en ekki í krukku. Lifið í sælu en ekki í dælu. Höfundar: Sunna Ósk Ómarsdóttir og Kolbrún Irma Hreiðarsdóttir, 270 Mosfellsbær. Meira
1. júlí 1998 | Barnablað | 104 orð

Pennavinir

Ég heiti Sonja og ég óska eftir pennavinum, helst stelpum, á aldrinum 9- 10 ára. Áhugamál mín eru: barnapössun, fótbolti og margt, margt fleira. Reyni að svara öllum bréfum. Sonja Guðlaugsdóttir Sæbóli 1 350 Grundarfjörður Hæ, ég heiti Hrafnhildur og ég er 10 ára. Mig langar að eignast pennavini, bara stelpur, 7-12 ára. Meira
1. júlí 1998 | Barnablað | 66 orð

Pennavinir

Ég óska eftir pennavinum, helst stelpum, á aldrinum 8-10 ára. Áhugamál mín eru: barnapössun, fótbolti og margt fleira. Reyni að svara öllum bréfum. Anna M. Friðriksdóttir Sæbóli 32 350 Grundarfjörður Mig langar að eignast pennavini á aldrinum 10-12 ára, bæði stráka og stelpur. Áhugamál: dýr, fótbolti, íþróttir, góð tónlist og margt fleira. Meira
1. júlí 1998 | Barnablað | 69 orð

Safnarar

Hæ, safnarar. Ég safna öllu með Leonardo DiCaprio, Spice Girls, Backstreet Boys. Í staðinn getið þið fengið næstum allt, bara nefnið það! Eva D. Sigurðardóttir Vörðu 17 765 Djúpivogur S. 478 8881 Hæ, hæ. Meira
1. júlí 1998 | Barnablað | 90 orð

Sagan af Agga Önd

EINU sinni var önd sem átti eitt egg. Í egginu var lítill ungi. Þannig liðu dagarnir. Dag einn kom ungi úr egginu. Andahjónin ákváðu að kalla ungann Agga. Aggi fór í andaskóla og lærði að reikna, lesa og skrifa. Dag einn þegar Aggi var að bíða eftir mömmu og pabba komu þau ekki. Aggi flaug þá af stað í leit að mömmu og pabba og viti menn, þarna sá hann pabba og mömmu á nýrri tjörn. Meira
1. júlí 1998 | Barnablað | 208 orð

Shell LEGO

GÓÐAN daginn allan daginn! Hér birtum við úrslit í fyrsta litaleik Shell/LEGO/Myndasagna Moggans í sumar. Um leið vekjum við athygli ykkar á litaleik númer 2 á baksíðu Myndasagna Moggans í dag; þið flettið einu sinni og þá birtist baksíðan (smá grín!). Shell/LEGO/Myndasögur Moggans þakka þeim fjölmörgu krökkum sem tóku þátt og óska vinningshöfum til hamingju. Meira
1. júlí 1998 | Barnablað | 89 orð

Shell- LEGO

KOMIÐ þið sæl og blessuð! Þá er komið að litaleik númer tvö í Shell/LEGO leiknum. Eins og þið vitið er hægt að kaupa stóra og litla LEGO- kassa á öllum bensínstöðvum Skeljungs. Í litaleiknum okkar getið þið unnið til verðlauna sem eru - alveg rétt - slíkir LEGO-kassar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.