Greinar laugardaginn 4. júlí 1998

Forsíða

4. júlí 1998 | Forsíða | 117 orð

Aðild möguleg innan fárra ára

GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, ýjaði að því í gær að stjórn Verkamannaflokksins myndi sækja um aðild landsins að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) og sagði að breski efnahagurinn ætti að vera undir aðildina búinn innan fárra ára. Meira
4. júlí 1998 | Forsíða | 194 orð

Danir í hátíðarskapi ÁÆTLAÐ er að 100.000 manns hafi safnas

Danir í hátíðarskapi ÁÆTLAÐ er að 100.000 manns hafi safnast saman á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi til að fylgjast með leik Dana og Brasilíumanna á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem sýndur var þar á risastórum sjónvarpsskjá. Meira
4. júlí 1998 | Forsíða | 215 orð

Skógareldar nálgast Orlando-borg á Flórída Tug

SKÓGARELDAR loga glatt á Flórída í Bandaríkjunum og hafa Íslendingar búsettir í nágrenni Daytona Beach þurft að yfirgefa heimili sín líkt og aðrir íbúar borgarinnar. Um 70.000 manns hafði í gær verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og a.m.k. 125 hús orðið þeim að bráð. Meira
4. júlí 1998 | Forsíða | 403 orð

Spáir því að Kína verði lýðræðisríki

NÍU daga heimsókn Bills Clintons Bandaríkjaforseta til Kína lauk í gær og forsetinn kvaðst telja að Kínverjar myndu fyrr eða síðar taka upp lýðræði og hefðu "réttu forystumennina" til að koma á umbótum. "Vissulega," svaraði Clinton þegar hann var spurður á blaðamannafundi í Hong Kong, síðasta viðkomustað sínum í ferðinni, hvort Kína yrði einhvern tíma lýðræðisríki. Meira

Fréttir

4. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 278 orð

100 borgarar falla í Bissau RÚMLEGA 100 borgarar, aðallega ko

RÚMLEGA 100 borgarar, aðallega konur og börn, biðu bana í bardögum í grennd við bæinn Mansoa í Guinea Bissau í fyrradag, að því er ítalska fréttastofan MISNA hafði eftir trúboðum og sjónarvottum í gær. Átök geisa á svæðinu milli hermanna frá Senegal og uppreisnarmanna. Áætlað er að 500.000 manns hafi flúið heimili sín vegna átakanna. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 640 orð

100 heimili bjóða gestunum til kvöldverðar

ÓLYMPÍULEIKARNIR í eðlisfræði standa nú yfir í Reykjavík. Leikarnir eru hinir 29. í röðinni og er Ísland minnsta ríkið sem haft hefur umsjón með framkvæmdinni til þessa. Alls koma 56 lið víðsvegar að úr heiminum til keppni, fimm í hverju liði en keppendur eru 15-19 ára gamlir. Hverju liði fylgja tveir fararstjórar. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

121 umsókn um flugmannsstörf ALLS sótti 121 flugmaður um störf 10 til 15

ALLS sótti 121 flugmaður um störf 10 til 15 flugmanna hjá Flugleiðum sem auglýst voru nýverið en umsóknarfrestur rann út um síðustu mánaðamót. Níu konur eru meðal umsækjenda. Af 200 flugmönnum Flugleiða í dag eru 5 konur. Jens Bjarnason, flugrekstrarstjóri Flugleiða, segist búast við að fyrstu flugmennirnir verði ráðnir með haustinu. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

800 lítrar láku úr olíuflutningabíl

ÁTTA hundruð lítrar af olíu láku úr olíuflutningabíl frá Skeljungi á vegarkaflanum frá Fellskoti að Laugarási í Biskupstungum í gær. Talsverð hálka myndaðist á veginum og tilkynnti vegfarandi um óhappið síðdegis í gær. Klukkustund síðar var farið að vinna að því að hreinsa veginn og var starfinu lokið um klukkan 20. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 26 orð

Afhenti trúnaðarbréf

Afhenti trúnaðarbréf RÓBERT Trausti Árnason sendiherra afhenti hinn 29. júní sl., forseta Tyrklands, Süleyman Demirel, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Tyrklandi með aðsetur í Kaupmannahöfn. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Atkvöld Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 6. júlí. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Mótið fer fram í Hellisheimilinu í Þönglabakka 1 í Mjódd, efstu hæð. Sami inngangur og hjá Bridssambandinu og Keilu í Mjódd. Mótið hefst kl. 20:00. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 248 orð

Atlanta boðið að leigja eða kaupa Airbus-þotur

FULLTRÚAR frá Airbus flugvélaverksmiðjunum evrópsku hafa undanfarnar vikur átt viðræður við stjórnendur Atlanta flugfélagsins um hugsanleg kaup eða leigu á notuðum Airbus 300-600R þotum. Hafþór Hafsteinsson, flugrekstrarstjóri Atlanta, segir að athugað verði hvort Airbus þotur geti komið í stað Lockheed Tristar véla félagsins en að þetta sé aðeins lausleg hugmynd. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Bað í náttúrunni

ÞEGAR saman fer stórbrotin náttúra, kröftugt fólk, og blíðskaparveður fá fossar landsins nýtt hlutverk. Það má sjá í mynd Freys Frankssonar þar sem kuldi og vindar eru víðs fjarri. Í 20 stiga hita í Seljalandsfossi fékk Sverrir Sveinn Sigurðarson sér sturtubað og má glöggt sjá hversu ógnarsmár maðurinn er í samanburði við þennan 62 metra háa foss. Meira
4. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 365 orð

Beinar útsendingar frá landsmóti

FULLTRÚAR Samvers og Saga film, stjórnar Landssambands hestamanna og framkvæmdanefndar Landsmóts hestamanna hafa undirritað samning um upptöku og útsendingar frá landsmótinu sem hefst á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit í næstu viku. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 216 orð

Dagsetningin var aldrei örugg

Á HEIMASÍÐU tónleikaferðar Rolling Stones kemur hvergi fram að hljómsveitin muni halda tónleika á Íslandi í ágúst. Til stóð að sveitin héldi tónleika í Sundahöfn laugardagskvöldið 22. ágúst, eins og greint var frá á blaðamannafundi hinn 8. júní sl. Á heimasíðunni kemur hins vegar fram að sveitin muni halda tónleika í Prag í Tékklandi umrætt kvöld. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Dagur dráttavélanna á Hvanneyri

Í ÁR eru 80 ár síðan hjóladráttarvélarnar námu land hérlendis. Þann 12. ágúst 1918 kom Gullfoss með Avery-traktor til landsins sem Stefán B. Jónsson, kaupmaður, hafði útvegað Þórði Ásmundssyni, Bjarna Ólafssyni og fleirum á Akranesi. Gekk traktorinn fyrir 16 hestafla steinolíuvél og var notaður til jarðvinnslu. Hann mun vera fyrsti traktorinn sem til landsins kom. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Engar breytingar á Natóaðild

Í SKÝRSLU sameiginlegs málefnahóps Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista um utanríkismál, sem lagður var fram fyrir upphaf aukalandsfundarins, segir að ekki sé áformað að Íslendingar gangi úr Atlantshafsbandalaginu á komandi kjörtímabili, en að framtíðarstefnan sé sú að hægt verði að standa utan hernaðarbandalaga. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Engar uppsagnir fyrirhugaðar

Í KJÖLFAR minnkandi umsvifa Varnarliðsins hafa Keflavíkurverktakar sagt 40 starfsmönnum upp. Engar uppsagnir eru þó á döfinni hjá Íslenskum aðalverktökum að sögn Stefáns Friðfinnssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. "Uppsagnir starfsfólks hafa ekki komið til tals hjá okkur. Við erum með fleiri verkefni í gangi heldur en þau sem tengjast Varnarliðinu en það er óvíst hvernig horfir. Meira
4. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 351 orð

Engin lausn í sjónmáli

GERRY Adams, leiðtogi Sinn Féin, sagðist í gær skyldu beita sér fyrir því að deilur vegna Drumcree- göngu Óraníumanna í Portadown á N-Írlandi, sem fram á að fara á morgun, væru hér eftir úr sögunni ef Óraníumenn gæfu kaþólskum íbúum Garvaghy-vegarins frið í ár frá göngum sínum. Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, kvaðst í gær hins vegar svartsýnn á að lausn fyndist í deilunni. Meira
4. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 200 orð

EÞ hótar Bandaríkjunum vegna dauðarefsinga

Í bréfi til Georges Bush, ríkisstjóra í Texas, sem Alan Donnelly, formaður þeirrar nefndar Evrópuþingsins í Strassborg sem sinnir tengslum við Bandaríkjaþing, skrifar undir, segir: "Við höfum áhyggjur af því að sú almenna fordæming, sem áframhaldandi beiting dauðarefsingar í vissum ríkjum Bandaríkjanna vekur í Evrópu og víðar, muni einnig hafa efnahagslegar afleiðingar. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

Farin til Parísar

Á HVERJU ári stendur Alliance Française í París fyrir Evrópskri frönskukeppni. Styrktaraðili keppninnar er stórfyrirtækið Orangina. Nú í ár tóku 40 lönd þátt í keppninni með yfir 10.000 þátttakendum. Þeir sem taka þátt eru menntaskólanemendur. Meira
4. júlí 1998 | Landsbyggðin | 690 orð

Fjölbreytt dagskrá í tilefni 25 ára frá goslokum í Eyjum

Vestmannaeyjum- Um helgina verður þess minnst að 25 ár eru liðin frá því eldgosinu á Heimaey lauk formlega en hinn 3. júlí 1973 var gefin út formleg tilkynning um að eldgosinu, sem hófst 23. janúar, væri lokið. Í tilefni þess að aldarfjórðungur er liðinn frá þessum gleðitíðindum ætla Vestmanaeyingar að efna til mikillar hátíðar um helgina. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 395 orð

Formaðurinn leggur til sameiginlegt framboð

STRAX við upphaf aukalandsfundar Alþýðubandalagsins á Hótel Sögu í gær lagði Margrét Frímannsdóttir, formaður flokksins, fram tillögu um, að stefnt skuli að sameiginlegu framboði Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Samtaka um kvennalista og annarra félagshyggjuafla í öllum kjördæmum landsins í næstu Alþingiskosningum. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 261 orð

Freyðir brúnu frá bátnum og er eins og leðja

MIKIÐ hefur verið um þörungagróður í Norðfirði og öllum Norðfjarðarflóa að undanförnu. Að sögn Finns Þórðarsonar trillusjómanns hefur flóinn verið þakinn þessum gróðri, sem hann lýsir sem rauðbrúnum að lit. "Það má kannski best skýra þetta með því að það freyðir brúnu frá bátnum á siglingu í stað hvíts eins og flestir þekkja. Þetta er eins og leðja," sagði Finnur. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 812 orð

Gerir tillögu um sameiginlegt framboð

Í RÆÐU við upphaf aukalandsfundar Alþýðubandalagsins á Hótel Sögu í gær flutti Margrét Frímannsdóttir, formaður flokksins, tillögu um sameiginlegt framboð Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Samtaka um Kvennalista og annarra félagshyggjuflokka í öllum kjördæmum landsins fyrir næstu Alþingiskosningar. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Gróðursett í Vinaskógi

Gróðursett í Vinaskógi VINASKÓGUR í Þingvallasveit er eitt af 100 skógræktarsvæðum, sem skógrækt hófst á með Landgræðluskógaátakinu árið 1990. Landgræðsluskógar eru samstarfsverkefni Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins, Skógræktarfélags Íslands og landbúnaðarráðuneytis. Laugardaginn 27. júní sl. Meira
4. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Gönguferð um Innbæinn

GÖNGUFERÐ um Innbæinn og Fjöruna undir leiðsögn Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur, safnvarðar á Minjasafninu á Akureyri, á sunnudag, 5. júlí. Lagt verður af stað frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, kl. 14. Gengið verður um gömlu kaupstaðarlóðina og inn eftir Fjörunni og saga byggðarinnar og húsanna rakin. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund og er þátttaka ókeypis. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 537 orð

Hafrannsóknastofnun Jóhann Sigurjónss

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur skipað Jóhann Sigurjónsson forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar frá 1. ágúst nk. að fenginni tillögu stjórnar stofnunarinnar. Starfið var auglýst 3. júní sl. og var Jóhann eini umsækjandinn. Hann var skipaður aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar árið 1994 og hefur gegnt því starfi síðan að undanskildu tímabilinu 1. nóvember 1996 til 30. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Harður árekstur HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Víkurvegar og Ve

HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Víkurvegar og Vesturlandsvegar rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöld þegar jeppi og fólksbíll skullu saman. Tveir karlmenn voru fluttir á slysadeild en voru meiðsli þeirra ekki talin alvarleg. Annar bíllinn skemmdist mikið og hinn töluvert. Þeir voru báðir fjarlægðir með kranabíl. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Hátíðarhöld í Eyjum vegna 25 ára frá goslokum

Hátíðarhöld í Eyjum vegna 25 ára frá goslokum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. HÁTÍÐARHÖLD vegna 25 ára goslokaafmælis í Eyjum hófust með glæsibrag síðdegis í gær. Skrúðganga fór frá Friðarhöfn að Stakkagerðistúni þar sem Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri setti afmælishátíðina formlega. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 244 orð

Hefur ekki enn séð skýrsluna

GUÐLAUGUR Pálsson, framkvæmdastjóri Skelfisks hf., útgerðaraðila Æsunnar sem fórst fyrir tæpum tveimur árum, segir skýrslu nefndarinnar sem rannsakaði slysið ekki hafa borist enn. Segir hann þó að miðað við fréttaflutning af niðurstöðunum komi honum á óvart að skipið skyldi ekki hafa verið með haffærnisskírteini þegar slysið átti sér stað. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 563 orð

Heildarskuldir og greiðslubyrði lækka

VERULEGA andstæð sjónarmið komu fram í borgarstjórn Reykjavíkur hjá borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans og borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þegar fram fór síðari umræða um ársreikning borgarinnar fyrir árið 1997. Meira
4. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Hestur í lífi þjóðar

"HESTUR í lífi þjóðar" er heiti á sýningu sem verður í lestrarsal Amtsbókasafnsins á Akureyri við Brekkugötu 17 en hún er haldin í tilefni af Landsmóti hestamanna sem hefst á Melgerðismelum í Eyjafirði í næstu viku. Sýningin verður opnuð í dag, laugardaginn 4. júlí kl. 14, en að henni standa Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 500 orð

Hjörleifur Guttormsson mótmælti samfylkingartillögunni á aukalandsfundi

HJÖRLEIFUR Guttormsson alþingismaður mótmælti harðlega tillögu formanns og varaformanns Alþýðubandalagsins um sameiginlegt framboð með Alþýðuflokknum í ræðu sinni á aukalandsfundi flokksins í gærkvöldi. Hann sagði að með þátttöku í sameiginlegu framboði væri Alþýðubandalagið að fella merki sitt og stinga undir stól málefnum sem um áratugi hefðu skapað því sérstöðu. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð

Hollendingarnir hjólandi

Hollendingarnir hjólandi HOLLENSKU hjónin van der Bliek eru búin að hjóla í tvær vikur um Ísland. Þau hafa meðal annars komið við á Þingvöllum, Laugarvatni, Gullfossi, Geysi og Flúðum. Morgunblaðsmenn hittu þau við bæinn Þorvaldseyri um hádegisbil, en þau höfðu lagt af stað frá Hvolsvelli í morgunsárið. Meira
4. júlí 1998 | Landsbyggðin | 140 orð

Hótel Dyrhólaey opnað í Mýrdalnum

Fagradal-Nýlega var opnað nýtt hótel á Brekkum í Mýrdal og hlaut það nafnið Hótel Dyrhólaey. Hótelið er skammt frá þjóðveginum og stendur uppi á hæð. Útsýnið er geysifallegt því í suðri sést Dyrhólaey, í austri Reynisdrangar og í norðri gnæfir Búrfell og Mýrdalsjökull. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Íslendingafélag stofnað í Iowa-fylki í Bandaríkjunum

Stofnað hefur verið félag Íslendinga í Iowa-fylki í Bandaríkjunum. Tilgangur og markmið félagsins er að efla samkennd og félagsanda meðal Íslendinga í Iowa, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Aðsetur félagsins er í Iowa City sem er um 70 þúsund manna háskólabær. Í Iowa City og nágrenni búa nú um 50 Íslendingar í um tólf fjölskyldum. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 221 orð

Kajakleiðangur um fornar Íslendingaslóðir

Kajakleiðangur um fornar Íslendingaslóðir HÓPUR Íslendinga mun leggja upp í leiðangur á kajökum milli fornra Íslendingabyggða á Suður-Grænlandi í lok ágústmánaðar. Meira
4. júlí 1998 | Miðopna | 2344 orð

Kaupa stærri bíla sem menga meira

Aukin velmegun í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að Bandaríkjamenn kaupa sífellt stærri og kraftmeiri bíla. Þessir bílar menga meira, en þorri Bandaríkjamanna virðist ekki hafa áhyggjur af því. Þeir virðast hafa meiri áhyggjur af því að stóru fólksbílarnir auki á slysahættu. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 1110 orð

Keppendur frá öllum heimshornum mættir til leiks Háskólabíó var þéttskipað við setningarathöfn Ólympíuleikanna í eðlisfræði í

ÞAÐ mátti heyra mælt á æði mörgum tungum í anddyri Háskólabíós í gær rétt áður en setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst. Fulltrúar frá 56 ríkjum voru mættir á staðinn en þátttakendur dvelja hér á landi næstu viku við keppni og skoðunarferðir ýmiss konar. Meira
4. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 135 orð

Kjósendur ekki hrifnir af Hague

EFTIR eitt ár í embætti formanns breska Íhaldsflokksins á William Hague enn undir högg að sækja, ef marka má Gallup-könnun sem birt var í The Daily Telegraph í gær. Ef marka má könnunina telja einungis 29% kjósenda að Hague hafi reynst snjall leiðtogi flokksins og ef kjósendur Íhaldsflokksins eru einungis taldir með eru aðeins 44% þeirra ánægð með störf hans. Meira
4. júlí 1998 | Miðopna | 2017 orð

Konur og leiðtogastörf

GRUNNURINN að stofnun ráðsins var lagður á kvennaþingi er haldið var í Stokkhólmi í maí 1996 og bar yfirskriftina "Leiðtogastörf" (Leadership). Þingið var skipulagt af bandarískum aðilum og var Laura Liswood í forystuhópi þeirra. Meira
4. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 216 orð

Kristín Þorkelsdóttir opnar sýningu í Svartfugli

Kristín Þorkelsdóttir opnar sýningu í Svartfugli Norðan heiða NORÐAN heiða er yfirskrift sýningar Kristínar Þorkelsdóttur sem opnuð verður í Galleríi Svartfugli í Kaupvangstræti á Akureyri í dag, laugardaginn 4. júlí. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 505 orð

Landssamband veiðifélaga 40 ára

"Þegar við veiðiréttareigendur komum saman á Hvanneyri á aðalfund samtaka okkar, eru liðin 40 ár frá stofnfundi þeirra í Borgarnesi í júní 1958. Þessum tímamótum ber að fagna og minnast um leið með upprifjun þess helsta sem á daga landssambandsins hefur drifið á liðnum áratugum. Meira
4. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Langtímavegaáætlun fagnað

VÖRÐUR, Félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, fagnar í ályktun sem samþykkt var nýlega þeirri fyrirhyggju sem felst í nýsamþykktri langtímavegaáætlun. "Hún skýrir markmiðin og nýtir fjármuni til vegagerðar betur. Við hvetjum aðstandendur vegaáætlunarinnar til að kynna almenningi innihald hennar og þá hagkvæmni og byggðatengingu sem hún felur í sér. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 31 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Rangt ártal Rangt ártal var í frétt á bls. 20 í blaðinu sl. fimmtudag, um vígslu Blöndalsbúðar. Guttormur Pálsson keypti land fyrir Skógræktarfélagið árið 1944 en ekki 1994 eins og misritaðist. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Lengdur afgreiðslutími skemmtistaða frestast fram á haust

LENGDUR afgreiðslutími skemmtistaða í Reykjavík sem fyrirhugaður var til tilraunar í sumar mun ekki hefjast fyrr en með haustinu, að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem sæti á í nefnd um lengdan afgreiðslutíma. Að sögn Steinunnar er búið að samþykkja lög um að leyfa lengdan afgreiðslutíma skemmtistaða en reglugerðin sé hins vegar ekki tilbúin. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Máli samkeppnisráðs vísað frá

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur vísað frá máli samkeppnisráðs þar sem krafa var gerð um að ógiltur yrði úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að fella úr gildi fyrri ákvörðun samkeppnisráðs um ógildingu yfirtöku Myllunnar- Brauðs hf. á Samsölubakaríi. Meira
4. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 169 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng, Lúðrasveit frá Fuglafirði í Færeyjum leikur í athöfninni. Sumartónleikar verða í kirkjunni kl. 17 á sunnudag. Flytjendur eru Björg Þórhallsdóttir sópran og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 21 annaðkvöld. Ath. breyttan tíma. Meira
4. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 266 orð

Mikil spenna en afstýra tókst átökum

Deilan hófst á fimmtudag, þegar Ísraelsmenn meinuðu palestínskum ráðherra að aka í gegnum eftirlitshlið ísraelska hersins á vegi sem liggur að ákveðnum hluta Gaza- svæðisins, þar sem Palestínumönnum er "venjulega ekki heimill aðgangur", að sögn hersins. Palestínskar lögreglusveitir og óbreyttir borgarar settust þá um nokkur mikilvæg gatnamót og hindruðu aðgang að landnámssvæðum gyðinga. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Miklabraut Hálka á nýju malbiki NOKKUR hætta ska

NOKKUR hætta skapaðist við aðrein frá Miklubraut að Reykjanesbraut í gærmorgun þegar hálka myndaðist á nýlögðu malbiki eftir að byrjaði að rigna. Fjölmargir ökumenn lentu í vandræðum þegar bifreiðar þeirra tóku að rása á götunni og enduðu nokkrar þeirra óskemmdar uppi á umferðareyju. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Mótmæla nafnbreytingu á Keflavíkurflugvelli

Á FUNDI bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 23. júní sl. var eftirfarandi bókað: "TÖLUVERÐAR breytingar hafa átt sér stað á undanförnum misserum í tengslum við farþegaflug á Keflavíkurflugvelli. Breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi verslunar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þjónusta við flugvélar að nokkru leyti orðin frjáls. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Nafn Alfreðs Elíassonar á þotu Atlanta

BOEING 747 breiðþotu Atlanta flugfélagsins verður á morgun gefið nafn Alfreðs Elíassonar, eins af stofnendum Loftleiða. Er það sjötta þota félagsins sem fær nafn einhvers frumkvöðuls íslenskrar flugsögu. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Nefnd skipuð um málefni Skaftársvæðisins

SKIPAN fimm manna nefndar sem fjalla á um málefni Skaftársvæðisins hefur verið samþykkt í ríkisstjórn. Nefndin mun starfa undir forystu umhverfisráðuneytisins og í henni munu eiga sæti fulltrúar landbúnaðarráðuneytis, samgöngumálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis auk þess sem Skáftárhreppur tilnefnir einn fulltrúa í nefndina. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Nefnd um pappírslaus viðskipti

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nefnd til að semja reglur um pappírslaus viðskipti og önnur atriði sem snerta rafrænar sendingar á grundvelli bókhaldslaga nr. 145/1994. Miðað er við að nefndin leggi fyrir ráðherra tillögur að reglugerð fyrir 1. desember nk. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 241 orð

Ný heilsugæslustöð í Mosfellsbæ

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra opnaði formlega nýja heilsugæslustöð í Mosfellsbæ 1. júlí sl. Hin nýja heilsugæsla Mosfellsumdæmis er til húsa í Kjarna í miðbæ Mosfellsbæjar. Að heilsugæslunni standa auk heilbrigðisráðuneytis, Mosfellsbær, Kjósarhreppur og Þingvallahreppur. Jafnframt þjónar hin nýja heilsugæsla íbúum Kjalarness eftir sameiningu þess sveitarfélags við Reykjavík. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Nýr skólameistari við MH MENNTAMÁLARÁÐHERRA he

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur að fenginni umsókn skólanefndar skipað Lárus Hagalín Bjarnason skólameistara Menntaskólans við Hamrahlíð um fimm ára skeið frá 1. ágúst nk. Umsóknarfresti um starfið lauk 5. júní sl. og bárust fimm umsóknir. Aðrir umsækjendur voru: Gunnlaugur Ástgeirsson, Heimir Pálsson, Stefán Andrésson og Vésteinn Rúni Eiríksson. Lárus lauk B.S. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Nýtt kaffihús í Mosfellsbæ

NÝTT kaffihús hefur verið opnað í Mosfellsbæ, Þverholti 2, Kjarnanum, og ber nafnið Í túninu heima. Það er titill á einum hluta ævisögu Nóbelsskáldsins heitins enda í hans heimabæ. Eins eru eigendur þaðan en þeir eru Gunnar S. Ásgeirsson og Dagný B. Davíðsdóttir. Kaffihúsið verður opnað kl. 7.30 virka daga en kl. 9 um helgar og því verður lokað kl. 21 alla daga. Í boði eru m. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Of hröð umferð

AÐ sögn lögreglunnar í Borgarnesi var umferð alltof hröð miðað við aðstæður þegar Morgunblaðið hafði samband við hana síðdegis í gær. Mikil rigning var í Borgarfirðinum og slæmt skyggni en bílstjórar virtust taka lítið tillit til þess. Hafði lögreglan þegar mælt nokkra bíla yfir hámarkshraða en vaxandi umferð ferðafólks var þá um svæðið. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Pottur gleymdist á eldavél

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út í fyrrakvöld eftir að tilkynning barst um mikinn reyk í húsi á Vatnsstíg 11. Pottur hafði gleymst á eldavélarhellu með fyrrgreindum afleiðingum. Loftað var út úr húsinu og að sögn slökkviliðsins hlaust ekkert tjón af reyknum. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Ráðin skólastjóri Vogaskóla

SAMÞYKKT var á fundi borgarráðs á þriðjudaginn að Guðbjörg Halldórsdóttir yrði ráðin skólastjóri Vogaskóla í Reykjavík. Alls bárust 10 umsóknir um stöðuna sem auglýst var 17. maí. Samþykkti fræðsluráð á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag að leggja til við borgarráð að Guðbjörg yrði ráðin og var það samþykkt í borgarráði í fyrradag. Meira
4. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 171 orð

Reuters Í garðálfa-hnefaleikaham

Reuters Í garðálfa-hnefaleikaham HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, hefur mátt láta í minni pokann fyrir Gerhard Schröder, kanzlaraefni þýzkra jafnaðarmanna, í skoðanakönnunum, en þegar kemur að vali Þjóðverja á garðdvergum hefur kanzlarinn vinninginn. Meira
4. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 105 orð

Reuters Margir deyja í viku hverri

Reuters Margir deyja í viku hverri HUNGURSNEYÐIN í Afríkuríkinu Súdan færist enn í aukana og segja starfsmenn hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna að aukinn fjöldi fólks deyi nú í viku hverri vegna vannæringar. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Sala á kjúklingum aukist um 20% á 12 mánuðum

SALA á kjúklingum hefur aukist um 20% á síðustu 12 mánuðum. Salan síðustu mánuðina hefur verið enn meiri og var sala á kjúklingum í maí 32,5% meiri en í maí í fyrra. Ástæðan fyrir þessari breytingu er stóraukin sala á ferskum kjúklingum, auk þess sem verð hefur heldur lækkað. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 314 orð

Samherji hefur eignast 99% í Deutsche Fischfang Union

SAMNINGAR voru undirritaðir sl. mánudag um að Landsbanki Íslands hf. og þýski bankinn Vereins- und Westbank AG annist lánsfjármögnun vegna kaupa Samherja hf. á 49,5% hlut í þýska útgerðarfélaginu Deutsche Fischfang Union KG (DFFU) í Cuxhaven. Samherji átti fyrir kaupin á hlutabréfunum jafnstóran hlut í DFFU og á því nú 99% í félaginu, en Cuxhavenborg á 1%. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 980 orð

Samstarf einungis til málamynda

ÆVAR Petersen fuglafræðingur segir að álit ráðgjafarnefndar um villt dýr hafi verið haft að engu í afgreiðslu umhverfisráðuneytisins á undanþágum til notkunar eiturefnisins fenemals vegna "vargfugla" í æðarvarpi. Þetta kemur fram í bréfi Ævars til ráðherra þar sem hann segir af sér formennsku nefndarinnar. Meira
4. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 146 orð

Serbar ná Kijevo á sitt vald

SERBNESKAR öryggissveitir náðu bænum Kijevo í Kosovohéraði á sitt vald í gærmorgun, en skæruliðasveitir aðskilnaðarsinnaðra Kosovo- Albana höfðu setið um bæinn undanfarnar tvær vikur. Serbar segja að mannfall hafi orðið í röðum uppreisnarmanna, en það hefur ekki fengist staðfest. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Skipuð aðstoðarframkvæmdastjóri ævisögumiðstöðvar

SIGRÍÐUR Eyþórsdóttir hefur verið skipuð aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðlegu ævisögumiðstöðvarinnar eða The International Biographical Centre (IBC) í Cambridge í Englandi. Í fréttatilkynningu frá IBC er lokið lofsorði á Sigríði og ritstörf hennar en miðstöðin hefur gefið út æviágrip hennar í svokölluðum Who's Who útgáfum sínum á síðastliðnum árum. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

Skorar á stjórnvöld að selja ríkisbanka

DAVÍÐ Oddssyni forsætisráðherra var afhent áskorun um að hefja nú þegar undirbúning á sölu Lands- og Búnaðarbankans. Það var Illugi Gunnarsson, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem afhenti áskorunina. Meira
4. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 798 orð

Skógareldarnir nálgast Orlando Eldarnir í Flórída magnast enn og nálgast borgina Orlando óðum. Ríkisstjóri Flórída hvatti fólk í

HLUTI íbúa Orlando hefur nú orðið að yfirgefa heimili sín meðan ráðþrota slökkviliðsmenn reyna hvað þeir geta að berjast gegn útbreiðslu eldanna, án mikils árangurs. Veðurfræðingar telja óvenjumikla þurrkatíð geta varað fram í september og þykir það ekki gefa ástæðu til bjartsýni. Meira
4. júlí 1998 | Landsbyggðin | 223 orð

Sómalskir unglingar í heimsókn í Bjarnarfirði

Drangsnesi-Þessa dagana dvelur hópur afrískra flóttamanna frá Danmörku að Bakka í Bjarnarfirði. Þetta eru 8 unglingar á aldrinum 16­19 ára. Flestir eru frá Sómalíu en einn drengur er frá Eþíópíu og ein stúlkan er frá Ghana. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Styrkja forvarnir gegn fíkniefnum

LIONSKLÚBBURINN Eir hefur á hverju ári styrkt baráttu gegn eiturlyfjum með ýmsum hætti svo sem forvarnir gegn vímuefnum. Kennsluverkefni Lions Quest sem notað er í grunnskólum og heitir á íslensku "Að ná tölum á tilverunni" er hið besta sem völ er á til að kenna ungu fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir og segja nei takk við hinum ýmsu freistingum og vímuefnum. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 34 orð

Sýning framlengd

ÁKVEÐIÐ hefur verið að framlengja sýningu Ólafar Sigríðar Davíðsdóttur og Páls Heimis Pálssonar í Galleríi Horninu til sunnudagsins 12. júlí. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11­23.30, sérinngangur þó aðeins kl. 14­18. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Tilboði Ístaks tekið í holræsaútrás

SAMÞYKKT hefur verið í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkur að taka tilboði frá Ístaki í þrýstilagnir og útrás vegna holræsaframkvæmda við Kirkjusand og Klettagarða. Tvö tilboð bárust í verkið en kostnaðaráætlunin var 143,1 milljón króna. Tilboð Ístaks hf. hljóðaði upp á 134,9 milljónir og sameigilegt tilboð Sæþórs efh. og Loftorku ehf. var 174,2 milljónir. Meira
4. júlí 1998 | Miðopna | -1 orð

Viðamikil sýning Smithsonian á 1.000 ára afmæli fundar Ameríku

UNDIRBÚNINGUR að fyrirhugaðri sýningu Smithsonian-stofnunarinnar um landafundi víkinganna hefur nú staðið yfir í rúmt ár, að sögn Dr. Williams W. Fitzhugh forstöðumanns heimskautastofnunarinnar við Smithsonian. Stefnt er að því að opna sýninguna í Náttúrufræðisafninu í Washington D.C. hinn 15. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 367 orð

Vilja samstarf við Íslendinga

MENNTAMÁLARÁÐHERRA fékk í gær bréf frá David Brooks, einum af framkvæmdastjórum Microsoft í Bandaríkjunum, og Andréas Berglund, yfirmanni alþjóðamarkaðsmála, þar sem þeir lýstu einlægum áhuga á að koma til móts við Íslendinga um þýðingu á hugbúnaði Microsoft á íslensku. Í bréfinu vísuðu þeir til fyrirspurnar menntamálaráðuneytisins frá 19. júní sl. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Vinningshafi spurningaleiks Bændaskólans á Hvanneyri

MJÖG vinsælt er hjá skólum að fara í vorferðir á bóndabýli til að kynnast búfénu og lífinu í sveitinni. Nú í vor eins og svo oft áður komu nokkrar skólahópar að Hvanneyri í Borgarfirði. Þar fengu krakkarnir að skoða kýrnar í fjósinu, nýfæddu lömbin í fjárhúsinu og Ullarselið, þar sem þeim var sýnt hvernig unnið er og valið úr ullinni. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 467 orð

Þórður Friðjónsson, forsvarsmaður Íslands í viðræðum við Norsk Hyd

ÞÓRÐUR Friðjónsson, settur ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu, segir að undirbúningur vegna hugsanlegs álvers norska fyrirtækisins Norsk Hydro hér á landi sé enn í gangi í fullri alvöru og að búist sé við því að á fundi í samræmingarnefnd Íslands og Norsk Hydro í lok september verði farið yfir gögn og útreikninga sem verða unnir í sumar og nánari ákvarðanir teknar um framhaldið. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Þreytir Viðeyjarsund

KRISTINN Magnússon sundkappi ætlar að synda Viðeyjarsund í dag, laugardag. Hann mun hefja sundið frá bryggjunni í Viðey og taka land í Reykjavíkurhöfn við Suðurbugt, sem er á milli Miðbakkans og Ægisgarðs. Sundið er um 4,5 kílómetrar og mun bátur fylgja honum á sundinu. Kristinn áætlar að leggja af stað frá Viðey uppúr þrjú á laugardaginn ef veður leyfir. Meira
4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Þrjú óhöpp á nýlögðum vegkafla

ÞRJÚ umferðaróhöpp urðu á nýlögðum vegkafla við Lyngholt í Borgarfirði í gær. Í tveimur þeirra komu mótorhjól á leið á landsmót bifhjólasamtakanna Sniglanna við sögu. Stúlka sem var farþegi á öðru mótorhjólinu slasaðist lítillega þegar hjólið rann til á veginum og fór á hliðina en ökumaður þess kvartaði undan eymslum í úlnliðum, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Meira

Ritstjórnargreinar

4. júlí 1998 | Leiðarar | 262 orð

ÓLYMPÍULEIKAR Í EÐLISFRÆÐI LYMPÍULEIKARNIR í eðlisfræði hin

ÓLYMPÍULEIKAR Í EÐLISFRÆÐI LYMPÍULEIKARNIR í eðlisfræði hinir 29. í röðinni voru settir í Reykjavík í gær. Þeir eru árleg keppni framhaldsskólanemenda í kennilegri og verklegri eðlisfræði. Upphaflega voru leikarnir einungis keppni fimm Austur-Evrópuþjóða, en nú taka þátt keppnislið frá 56 löndum. Meira
4. júlí 1998 | Leiðarar | 641 orð

TUNGAN Í HEIMI TÖLVUNNAR

LeiðariTUNGAN Í HEIMI TÖLVUNNAR AÐ FÓR ÞÁ aldrei svo að Bill Gates, einn ríkasti maður heims, hefði ekki eitthvað um örlög íslenskrar tungu að segja, okkar dýrasta fjársjóðs. Meira
4. júlí 1998 | Staksteinar | 299 orð

»Vaskurinn 54 milljarðar Virðisaukaskatturinn er langstærsti tekjustofn rík

Virðisaukaskatturinn er langstærsti tekjustofn ríkisins. Ríkisendurskoðun segir í úttekt á upplýsingakerfi, sem ætlað er að halda utan um vaskinn, að hann skili ríkissjóði 54 milljörðum króna 1998. Samt sem áður velta menn fyrir sér orsökum lækkandi hlutfalls virðisaukaskatts af innlendri starfsemi í heildarinnheimtunni. Skattsvik? Meira

Menning

4. júlí 1998 | Margmiðlun | 144 orð

25 mynddiskar 25. september

ÚTGÁFA á mynddiskum heldur áfram af krafti og í haust bætist bunki við í safnið. Þá gefur Warner kvikmyndarisinn 25 titla sem koma út 25. september og hyggst framvegis gefa út átta til tíu titla mánaðarlega. Af titlunum sem koma út í haust má nefna Conspiracy Theory, Contact, Addicted to Love, Unforgiven, The Fugitive og Batman. Meira
4. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 145 orð

Armageddon á leiðinni

HIN EFTIRSÓTTA Hollywood- leikkona Jennifer Lopez fékk ekki einu sinni frið fyrir símanum til að fara á forsýningu á nýjustu mynd Michaels Bay, Armageddon, sem var frumsýnd í Bandaríkjunum daginn eftir, þann 1. júlí. Við Íslendingar þurfum hins vegar að bíða til 10. júlí eftir að sjá myndina í Sambíóunum. Meira
4. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 191 orð

Ákærður fyrir ölvunarakstur

FRANSKI leikarinn Gerard Depardieu hefur verið gert að mæta fyrir rétti vegna ákæru um ölvunarakstur fyrr á árinu. Hámarksrefsing við brotinu er tveggja ára fangelsisdómur, fésekt og svipting ökuleyfis í allt að fimm ár. Depardieu brákaði legg og slasaðist á hné þegar hann lenti í árekstri skammt frá París í maí síðastliðnum. Meira
4. júlí 1998 | Margmiðlun | 313 orð

Böggur í vefþjóni Microsoft

ÞAÐ Á ekki af Microsoft að ganga; ekki er bara að Explorer vafri fyrirtækisins sé undir sífelldri smásjá heldur komst í hámæli í gær böggur í vefþjóni fyrirtækisins. Með því að nýta sér hann geta óprúttnir komist í upplýsingar sem þeim eru alls ekki ætlaðar, til að mynda upplýsingar um tengingar við gagnagrunn, IP-tölur og jafnvel notendaheiti og leyniorð. Meira
4. júlí 1998 | Leiklist | 691 orð

Draumaland fortíðarinnar

Höfundar: Jim Jacobs og Warren Casey auk lagahöfundanna Barrys Gibb, J. Farrer o.fl. Þýðandi: Veturliði Guðnason. Leikstjóri og dansahöfundur: Kenn Oldfield. Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson. Hljóð: Gunnar Árnason. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Elín Edda Árnadóttir. Meira
4. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 293 orð

Ein góð lögga Lögguland (Copland)

Framleiðendur: Cary Woods, Cathy Konrad, Ezra Swerdlow. Leikstjóri: James Manigold. Handritshöfundur: James Manigold. Kvikmyndataka: Eric Edwards. Tónlist: Howard Shore. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Harvey Keitel, Ray Liotta, Robert De Niro, Peter Berg, Janeane Garofalo, Michael Rapaport. 105 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
4. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 880 orð

Fann aðalleikkonuna í matarboði Árið 1974 fór m

­HVER er munurinn á kvikmyndinni og leikritinu? "Kvikmyndin er nokkurs konar draumsýn um menntaskólaárin á mjög dæmigerða ameríska vísu. Þrátt fyrir það naut hún gífurlegra vinsælda um allan heim enda er Ridell High menntaskólinn sem við hefðum öll viljað vera í. Í leikritinu voru bara "grease"-töffarar en við fluttum myndina út í úthverfi og gerðum krakkahópinn fjölbreyttari. Meira
4. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 237 orð

Framhjáhald Einnar nætur gaman (One Night Stand)

Framleiðendur: Mike Figgis, Annie Stewart, Ben Myron. Leikstjóri: Mike Figgis. Handritshöfundar: Mike Figgis. Kvikmyndataka: Declan Quinn. Tónlist: Mike Figgis. Aðalhlutverk: Wesley Snipes, Nastassja Kinski, Kyle MacLachlan, Ming-Na Wen, Robert Downey Jr., Glenn Plummer, Amanda Donohoe. 97 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
4. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 198 orð

FÖTIN SKAPA (KARL)MANNINN

ÍTALSKI fatahönnuðurinn Giorgio Armani kynnti Emporio Armani-fatalínuna sína fyrir sumarið 1999 í Mílanó á dögunum. Að sögn vöðvabúntsins Arnolds Schwarzeneggers var loftið spennuþrungið líkt og á frumsýningu kvikmyndar, en leikarinn hjálpaði Armani að skipuleggja sýninguna. Meira
4. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 256 orð

Gamalt krydd?

KRYDDPÍURNAR eru sem kunnugt er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og virðist allt ganga vel þrátt fyrir að fimmta kryddið, Geri Halliwell, sé víðs fjarri. Þær komu meðal annars fram í Madison Square Garden í New York fyrr í vikunni og var uppselt á tónleikana. Meira
4. júlí 1998 | Margmiðlun | 669 orð

Gítarkennsla á margmiðlunardiskum

AÐ SÖGN þarf tíu gítarleikara til að skipta um ljósaperu, einn skiptir um peruna en hinir standa á gólfinu fyrir neðan og lýsa því hvað þeir geti miklu betur. Það hefur alla tíð þótt fínt að eiga rafmagnsgítar og ekki verra að kunna á hann. En það hefur einnig oft orðið ljón í vegi verðandi snillinga að kunna ekki á gripinn. Meira
4. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 501 orð

Hrært saman í hljómagraut

Geisladiskur Geirfuglanna sem ber nafnið Drit. Geirfuglarnir eru Freyr Eyjólfsson, mandólínleikari og söngvari, Haldór Gylfason, sem leikur á gítar og syngur einnig, Þorkell Heiðarsson, hamoníku- og hljómborðsleikari og söngvari, Stefán Már Magnússon, trommu-, bassa-, orgel- og gítarleikari og söngvari, og Guðmundur Ingólfsson bassaleikari. Ýmsir aðrir hljóðfærakeikarar koma við sögu á plötunni. Meira
4. júlí 1998 | Margmiðlun | 380 orð

Kryddpíubrjálæði

Spice World, leikur fyrir PlayStation frá Sony í Evrópu. Leikurinn er fyrir einn leikanda og skilur minniskort. NÝLEGA gaf Sony út leik með þema öllu ólíkt því sem hefur sést til þessa í leikjaheiminum. Leikurinn er um Spice Girls, kryddpíurnar, og kominn tíma til að hugleiða hvar þetta Spice Girls-æði á eftir að enda. Meira
4. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 645 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNAStöð213. Meira
4. júlí 1998 | Margmiðlun | 261 orð

Nettölva frá Corel

Enn eru menn þó að reyna að búa til markað fyrir nettölvur og í vikunni kynnti hugbúnaðarfyrirtækið kanadíska Corel tölvu sem það kallar NetWinder DM og er ekki síst merkileg fyrir það að hún keyrir á Linux-stýrikerfinu. Meira
4. júlí 1998 | Margmiðlun | 383 orð

Quake breytist í netleik

MAGNAÐASTI leikur seinni tíma er Quake. Ekki er bara að grafíkin var byltingarkennd og drungalegt andrúmsloftið svo þrúgandi að lá við sturlun, heldur var það sá möguleiki að spila leikinn yfir net sem gerbreytti leikjaheiminum. Quake var fyrsti leikurinn sem hægt var að spila yfir net af einhverju viti og Quake II fetaði sömu slóð. Meira
4. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 222 orð

RuPaul breytir til

ÞAÐ ER aldrei að vita nema hinir fjölmörgu aðdáendur aðaldrag-drottningar í heimi, RuPaul, verði fyrir vonbrigðum með að sjá hana í skóauglýsingu sem hún situr fyrir í, því hún kemur fram sem karlmaður! Umboðsmaður RuPaul segir að bak við allan farðann hafi alltaf verið karlmaður og að heima hjá sér sé RuPaul ósköp venjulegur maður sem gangi um á boxer nærbuxum með fjarstýringuna í Meira
4. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 659 orð

Sparkrásin á lokaspretti

VARLA kemst nokkur maður hjá því þessa dagana að sjá fótbolta í sjónvarpinu. Hægt er að láta liggja á milli hluta hvað skemmtilegt það er. Þó höfðu einhverjir Íslendingar innilega gaman af því þegar Norðmenn töpuðu fyrir Ítölum. Þeir gátu ekki stillt sig um að hafa orð á þessu við gest og gangandi og ljómuðu hreint allir. Meira
4. júlí 1998 | Margmiðlun | 160 orð

Sýndarleikmenn og borð

SÝNDARLEIKMENN má víða finna og menn keppast við að smíða þá sífellt fullkomnari og betri. Helstu bot-ar eru EraserBot, sem finna má á slóðinni http: //impact.frag.com og CRBot sem er á slóðinni http://www.planetquake.com/crbot/. Meira
4. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 750 orð

Öll heimsins hljóðfæri

DARIO G er þriggja manna bresk danspoppsveit. Þeir hafa nýlega gefið út sína fyrstu breiðskífu, "Sunmachine", sem hefur hlotið fína dóma í Bretlandi. Í fyrra gáfu þeir út lagið "Sunchime" sem varð mjög vinsælt, en í ár er það "Carnaval de Paris" sem er óopinbert lag Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í ár. Séreinkenni allra landa Meira
4. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 139 orð

(fyrirsögn vantar)

ÍSLANDS heittelskaða Björk kom fram á tónlistarhátíðinni "Quart" í Kristjánssandi í Noregi sl. fimmtudagskvöld. Á mínútunni korter í tíu hóf hún tónleika sína með laginu "Hunter" af "Homogenic"-plötunni. Hún birtist frændum okkar í hvítum kjól með englavængjum, með blómum skreytt hárið, böðuð appelsínugulu ljósi. "Talið þið ensku?" spurði hún áheyrendur og fékk fagurt baul sem svar. Meira

Umræðan

4. júlí 1998 | Aðsent efni | 2057 orð

Athugasemd frá Knattspyrnufélagi ÍA

"Þegar stjórn Knattspyrnufélags ÍA ákvað í byrjun desember 1996 að víkja Guðjóni Þórðarsyni úr starfi þjálfara meistaraflokks karla vegna atviks sem upp kom í Newcastle skömmu áður, var fyrst og fremst byggt á frásögn Bjarna Guðjónssonar af því sem þar gerðist og einnig þáverandi forráðamanna Newcastle United að svo miklu leyti sem þeir komu að málinu. Meira
4. júlí 1998 | Aðsent efni | 1020 orð

Borgarmenning? Þróun menningarkjarna, segir Kristinn G. Harðarson, tekur langan tíma.

REYKJAVÍK er að mörgu leyti falleg og skemmtileg borg, en það getur breyst á tiltölulega skömmum tíma. Í allmörg ár bjó ég í Bandaríkjunum. Þar fór hnignun borgarmenningarinnar að sækja á hugann, því borgin sem ég bjó í, New Britain í Connecticut-fylki, var svo sannarlega gott (eða slæmt) dæmi um afleiðingarnar. Meira
4. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 336 orð

Bréf til ritstjórnar Frá Einari Þór Gunnlaugssyni: VEGNA umræðu

VEGNA umræðu um ritfrelsi og birtingu greina í Morgunblaðinu í vor: Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjölmiðill hafni efni af einhverjum ástæðum. Í þessu sambandi vil ég spyrja Mbl. um grein sem blaðið virðist hafa týnt og aldrei hefur fengist skýring á. Meira
4. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 842 orð

Federico Garcia Lorca ­ minningarorð Frá Tryggva V. Líndal: EFTI

EFTIR að hafa lesið minningargrein Einars Braga rithöfundar um myndlistarmanninn og Íslandsvininn Dieter Roth þykir mér sem einnig megi minnast annars listamanns og Íslandsvinar með minningargreinarformerkjum, þótt sá hafi verið öllu fjarlægari í tíma og rúmi; nefnilega spænska skáldsins Federico García Lorca, sem á hundrað ára fæðingarafmæli um þetta leyti. Meira
4. júlí 1998 | Aðsent efni | 1144 orð

Góður - betri - bestur

ÁRLEGA leita til mín fjölmargir foreldrar, afar, ömmur, systur, bræður og önnur skyldmenni barna sem hafa ekki náð árangri í skóla - en notið samt mikillar sérkennslu. Saga þeirra allra er áþekk og hún er nokkurn veginn svona: Hann var lengi að ná tökum á lestri, var ekki orðinn þokkalega læs fyrr en 13 ára. Skriftin vafðist líka fyrir honum og okkur gekk illa að fá hann til að æfa sig. Meira
4. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 423 orð

Heyrnartæki fullorðna fólksins Frá Sigríði Johnsen: MARGAR gre

MARGAR greinar hefi ég lesið í Morgunblaðinu frá því ég fluttist heim til Íslands. Fáar hafa undrað mig meir en grein Einars Sindrasonar læknis, sunnudaginn 24. maí sl. Hann montar sig af málakunnáttu og gott er að þurfa ekki að nota "Parlören", eins og við hin á ferðalögum erlendis. Það er þó aukaatriði. Meira
4. júlí 1998 | Aðsent efni | 839 orð

Ógnaröld kommúnismans og Jakob F. Ásgeirsson

FRAMSETNING sumra sagnfræðinga okkar er oft meir en lítið undarleg. Stundum gæti maður haldið að þeim væri alveg sama um hvað þeir bera á borð fyrir lesendur því háskólapróf og lærdómsgráða muni gera framsetninguna trúverðuga í flestra augum, jafnvel þótt um algeran þvætting sé að ræða. Með ofangreindum hætti er umsögn sagnfræðingsins Jakobs S. Meira
4. júlí 1998 | Aðsent efni | 1305 orð

Rangar fullyrðingar um íslenska torfæru

LANDSSAMBAND íslenskra akstursfélaga, LÍA, fær kveðju frá Ásgeiri Yngvarssyni, áhugamanni um torfæru, í Morgunblaðinu á þjóðhátíðardaginn, 17. júní sl. Í grein sinni, sem hann nefnir Á að eyðileggja íslenska torfæru með reglugerðarbulli?, setur Ásgeir fram margar ásakanir og fullyrðingar, sem óhjákvæmilegt er að leiðrétta, því að heldur fer hann frjálslega með, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Meira
4. júlí 1998 | Aðsent efni | 1034 orð

Ríkisútvarpið í aðdraganda kosninga

SJÁLFSTÆÐISMENN og aðrir sem ekki sættu sig við niðurstöður borgarstjórnarkosninganna í vor hafa haldið því fram að ríkisfjölmiðlarnir beri þar nokkra ábyrgð. Eru þeir sakaðir um að hafa lagst á sveif með Reykjavíkurlistanum og gefið hefur verið í skyn að slíku verði ekki unað. Enda við menn að eiga sem hafa örlög Ríkisútvarpsins í hendi sér og hafa hingað til haft sína hentisemi. Meira
4. júlí 1998 | Aðsent efni | 624 orð

Seljum ríkisbankana

TÖLUVERT hefur verið rætt um ríkisbankana að undanförnu og hafa málefni Landsbankans að nokkru verið í brennidepli. Lítið hefur hins vegar farið fyrir alvarlegri umræðu um skipan og framtíð bankamála hér á landi þótt fjaðrafokið nú í vor hafi af ýmsum sökum verið til þess fallið að vekja hana upp. Slík umræða er mjög knýjandi enda er traust stjórnun bankanna snar þáttur hvers blómlegs hagkerfis. Meira
4. júlí 1998 | Aðsent efni | 923 orð

Staðardagskrá 21 ­ Mikilvægt verkefni nýrra sveitarstjórna

ÞESSA dagana eru nýkjörnar sveitarstjórnir um allt land að ýta úr vör, kynna sér mál og marka stefnu, m.a. í umhverfismálum. Á síðustu árum hefur vægi umhverfismála farið hraðvaxandi jafnt innanlands sem utan, eins og marka má af almennri umræðu. Umhverfismál eru hápólitísk mál sem varða alla. Meira
4. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 774 orð

Stöðvum strauma áfengiselfunnar Frá Árna Helgasyni: Vínið hrin

ÞETTA lærði ég í æsku og gildi þess hefi ég fengið sannað gegn um árin. Hvar sem áfengið nær tökum hefir það skilið eftir sig djúp sár bæði hjá einstaklingum og fjölskyldum. Ég hefi alltaf séð það betur og betur eftir því sem árin líða hversu stór skörð það hefir sett í raðir okkar, íslensku þjóðarinnar, og það böl sem af nautn þess leiðir er óútreiknanlegt. Meira

Minningargreinar

4. júlí 1998 | Minningargreinar | 236 orð

Guðmundur Ólafsson

Elsku afi, aldrei grunaði okkur að þú myndir kveðja okkur svo fljótt og að fráfall þitt myndi bera svo snöggt að. Söknuður okkar er mikill og missirinn stór en sem huggun gegn harmi skilur þú eftir ótal sögur og ljúfar minningar. Vegna fjarlægða á milli staða voru samverustundir okkar ekki eins margar og við hefðum helst kosið og oft leið of langur tími á milli heimsókna. Meira
4. júlí 1998 | Minningargreinar | 149 orð

Guðmundur Ólafsson

Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf.) Það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni okkar. Á síðastliðnu ári misstum við elskulega föðurömmu og föðurafa og nú hefur þú líka kvatt okkur, elsku afi. Með þessum fáu orðum viljum við þakka þér allar ljúfu samverustundirnar. Meira
4. júlí 1998 | Minningargreinar | 399 orð

Guðmundur Ólafsson

Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þessar línur úr sálminum "Kallið er komið" langar mig að gera að mínum orðum, nú þegar ég kveð þig, elsku tengdapabbi. Ekki óraði mig fyrir því, þegar þú faðmaðir mig í kveðjuskyni fyrir vestan í vor, að það væri í síðasta sinn. Meira
4. júlí 1998 | Minningargreinar | 268 orð

Guðmundur Ólafsson

Hvert örstutt spor var auðnu spor með þér, ­ hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undri því að heyra þennan róm. Meira
4. júlí 1998 | Minningargreinar | 301 orð

GUÐMUNDUR ÓLAFSSON

GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Guðmundur Ólafsson fæddist í Hnífsdal 26. mars 1922. Hann andaðist á heimili sínu á Ísafirði 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson, f. 18. ágúst 1888 á Berjadalsá á Snæfjallaströnd, d. 3. mars 1957, og Jóney Sigríður Óladóttir, f. 4. júlí 1893 á Drangsnesi, d. 2. mars 1971. Guðmundur var fjórði í röð sjö systkina. Meira
4. júlí 1998 | Minningargreinar | 96 orð

Ragnhildur Hafdís Guðmundsdóttir

Það er alltaf sorglegt þegar almættið kallar til sín fólk á besta aldri eins og frænku mína, Hafdísi, sem var alltaf svo jákvæð og lífsglöð. Ég veit það hafa verið margir að taka á móti þér, Hafdís mín, hinum megin. Ég bið algóðan Guð að blessa þig, Hafdís mín, og gefa drengjunum þínum, systrum, Palla og Árna styrk í sorg sinni. Meira
4. júlí 1998 | Minningargreinar | 124 orð

Ragnhildur Hafdís Guðmundsdóttir

Elsku besta frænka mín, ég sakna þín svo mikið. Það er svo skrítið að þú skulir vera farin frá mér, við sem vorum svo miklar vinkonur. Alltaf var svo gott að koma til ykkar hjóna því þið tókuð alltaf svo vel á móti mér. Mér var ekki svo sjaldan boðið í mat hjá ykkur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað verið oft hjá þér í veikindum þínum. Meira
4. júlí 1998 | Minningargreinar | 28 orð

RAGNHILDUR HAFDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR

RAGNHILDUR HAFDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Ragnhildur Hafdís Guðmundsdóttir fæddist á Selfossi 28. desember 1966. Hún lést á Landspítalanum 13. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 23. júní. Meira
4. júlí 1998 | Minningargreinar | 221 orð

Þóra Jónsdótttir

Hún var hin ljúfa milda móðir við minning fagra eigum bjarta. Svo ótal kostir undur góðir áttu rúm í hennar hjarta. Útför Þóru Jónsdóttur fór fram 16. júní sl., viku síðar en faðir hennar var jarðsunginn. Það voru daprir dagar þessi vika, sem við gistum okkar gamla heimabæ Fáskrúðsfjörð. Meira
4. júlí 1998 | Minningargreinar | 27 orð

ÞÓRA JÓNSDÓTTTIR

ÞÓRA JÓNSDÓTTTIR Þóra Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1936. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju 16. júní. Meira
4. júlí 1998 | Minningargreinar | 552 orð

Örn Kjærnested

Það var að mig minnir árið 1991 sem Örn hóf störf í lögreglunni í Keflavík en hafði starfað í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli frá 1987. Þegar Örn kom til starfa í Keflavík var hann settur á sömu vakt og ég var á. Það voru fyrstu kynni mín af Erni, að við vorum settir saman á bíl í eftirlit sem byrjaði ekki glæsilega. Meira
4. júlí 1998 | Minningargreinar | 670 orð

Örn Kjærnested

Það var 5. maí 1973 sem við Örn sátum hlið við hlið í Aðventkirkjunni og biðum niðurdýfingarskírnar. Á undan okkur var ung kona leidd út í laugina þar sem aldinn prestur tók á móti henni. Athöfnin hafði verið bæði falleg og hátíðleg. Gamli presturinn dýfði þessari ungu konu í vatnið en einhverra hluta vegna flaut ekki alveg yfir höfuð hennar. Meira
4. júlí 1998 | Minningargreinar | 115 orð

Örn Kjærnested

Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Nú ertu kominn í faðm Guðs og hjá honum líður þér betur. Hann gætir þín nú í himnaríki og við minnumst þín í hug og hjarta. Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og við gerðum saman. Við vildum öll óska að þú hefðir getað verið lengur hjá okkur, því litla afastelpan missir nú af svo miklu. Meira
4. júlí 1998 | Minningargreinar | 60 orð

ÖRN KJÆRNESTED

ÖRN KJÆRNESTED Örn Kjærnested fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1956. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 29. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Njarðvíkurkirkju 3. júlí. Vegna mistaka í vinnslu er minningargrein Magnúsar I. Jónssonar um Örn Kjærnested, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, 3. Meira

Viðskipti

4. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 129 orð

1.000 ný störf hjá Vauxhall

VAUXHALL, hinn brezki armur General Motors, mun bæta við 1.000 nýjum störfum í bílaverksmiðju sinni í Ellesmere Port á Norðvestur-Englandi til að auka framleiðslu á bílum af Astra gerð. Þar með verða starfsmenn í Ellesmere Port um 5.200 og verksmiðjan mun geta framleitt 180.000 bíla á ári. Í fyrra voru framleiddir 120.000 bílar. Meira
4. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Bann við að auglýsa bjór ógilt í Póllandi

NEÐRI deild pólska þingsins hefur fellt úr gildi umdeilt bann við auglýsingum á bjór, bruggurum til ánægju og bindindismönnum til armæðu. Lagaákvæðið var ógilt með 219 atkvæðum gegn 194, en 16 sátu hjá. Andrzej Dlugosz, framkvæmdastjóri helztu bjórverksmiðju Póllands, Elbrewery, fagnaði samþykkt þingsins og kvað hana í samræmi við afstöðu fólks í öðrum Evrópulöndum. Meira
4. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Evrópsk hlutabréf mælast nærri meti

LOKAGENGI evrópskra hlutabréfa mældist nærri meti í gær, því að dregið hefur úr áhyggjum af efnahag Japana í bili, en áræði skorti þar sem bandarískir markaðir voru lokaðir vegna opinbers frídags. Dollar lækkaði gegn marki og jeni, en viðskipti voru með minna móti daginn fyrir þjóðhátiðardag Bandaríkjanna. Meira
4. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Gjaldeyrisforði Seðlabankans rúmlega 33 milljarðar

GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans jókst um rúma 3,8 milljarða króna í júní og nam í lok mánaðarins 33,3 milljörðum. Erlendar skammtímaskuldir bankans eru óverulegar og breyttust lítið í mánuðinum að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á gjaldeyrismarkaði námu nettó gjaldeyriskaup Seðlabankans í júní 4,7 milljörðum króna. Meira
4. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Húsnæðissparnaður í breyttri mynd?

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur til skoðunar tillögur Sambands íslenskra viðskiptabanka um að taka upp húsnæðissparnaðarreikninga á ný, þó með nokkuð breyttri mynd frá þeim reikningum sem lagðir voru niður í lok ársins 1996. Meira
4. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 107 orð

Írsk krá leyfir aftur reykingar

FYRSTA írska kráin sem bannaði reykingar fyrir fjórum mánuðum hefur ákveðið að leyfa viðskiptavinum sínum að reykja á ný, þar sem viðskiptavinum hefur fækkað. "Bæði ferðamenn og heimamenn komu hingað, en þeir voru ekki nógu margir," sagði Ronnie Greaney, eigandi krárinnar An Tobar (Brunnurinn) í Galway á vesturströnd Írlands við blöðin Examinerog Irish Times. Meira
4. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 210 orð

Ný blómaverslun í Smáranum

Ný blómaverslun í Smáranum SMÁRABLÓM, ný blómaverslun, hefur verið opnuð við Dalveg 16c í Kópavogi. Þetta er fyrsta blómabúðin í Smáranum og að sögn eigenda hennar, Gróu Maríu Þorvaldsdóttur, sem er á meðfylgjandi mynd, og Ingólfs Garðarssonar, Meira
4. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 122 orð

Nýr forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabankans

VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur sett Ragnar Hafliðason forstöðumann bankaeftirlits Seðlabanka Íslands frá 4. júlí til loka ársins. Þórður Ólafsson lét af starfi forstöðumanns í gær og fer til starfa hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Meira
4. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Nöfn verstu skipafélaga heims birt

ITWF, Alþjóðasamband flutningaverkamanna, hefur birt nöfn 20 verstu skipafélaga heims, sem fari illa með sjómenn, svíki þá um laun og skilji þá stundum eftir fjarri heimkynnum sínum, þegar þau lendi í erfiðleikum. ITF segir að nafnbirtingin sé liður í hálfrar aldar baráttu gegn hentifánaskipum. Sambandið segir að versta félagið sé Adriatic Tankers í Grikklandi. Meira
4. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 480 orð

Samkeppnisráð hlíti ákvörðunum áfrýjunarnefndar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur vísað frá máli samkeppnisráðs þar sem krafa var gerð um að ógiltur yrði úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að fella úr gildi fyrri ákvörðun samkeppnisráðs um ógildingu yfirtöku Myllunnar- Brauðs hf. á Samsölubakaríi. Meira
4. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 237 orð

Útlit fyrir tap á fyrri hluta ársins

TÆKNIVAL hf. hefur skýrt frá því að ljóst þyki að um taprekstur verði að ræða hjá fyrirtækinu á fyrstu sex mánuðum ársins. Ástæðan er sögð vera mikill kostnaður sem fylgt hefur örri stækkun Tæknivals að undanförnu sem og fjárfesting í þekkingu sem muni skila auknum tekjum síðar. Gert er ráð fyrir hagnaði af rekstri fyrirtækisins á árinu samkvæmt endurskoðaðri rekstraráætlun. Meira

Daglegt líf

4. júlí 1998 | Neytendur | 84 orð

Að koma sér í form

FYRIRTÆKIÐ B. Magnússon hf. hefur hafið dreifingu á myndbandinu "Body of Work", en fyrirtækið er umboðsmaður EAS fæðubótarefna á Íslandi. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að tvö markmið séu að baki dreifingu myndbandsins, styrktarsöfnun og að sýna fram á að allir geti komist í betra form með réttu hugarfari og æfingum. Meira
4. júlí 1998 | Neytendur | 417 orð

Fartölvurnar spara bæði tíma og fyrirhöfn Með skrifstofuna undir hendinni Sala á fartölvum hefur margfaldast undanfarið ár.

SALA á fartölvum hefur fjórfaldast hjá IBM undanfarið ár að sögn Björns Birgissonar markaðsfulltrúa hjá Nýherja. "Stafar þessi aukni áhugi meðal annars af því að afkastageta fartölva hefur aukist mjög og eru þær að þessu leytinu orðnar svipaðar fyrirferðarmeiri borðtölvum," segir hann. Meira
4. júlí 1998 | Neytendur | 102 orð

Hveiti fyrir brauð og brauðvélar

Kornax ehf. er að setja á markað nýtt hveiti fyrir brauð og brauðvélar. Kemur það í stað 5 stjörnu hveitisins sem hverfur nú af markaði. Að sögn Arnars Stefánssonar, bakara hjá Kornaxi, hefur hveitið mjög hátt próteininnihald (glútenríkt) eða 14%. Hann segir að prótein í hveiti segi til um baksturseiginleika þess og því hærra hlutfall próteins því betur er hveitið fallið til brauðbaksturs. Meira
4. júlí 1998 | Neytendur | 1229 orð

Hættuleg eða nauðsynleg í matargerð? TILBÚNIR réttir og ýmiskonar pakkamatur fá stöðugt meira pláss í hillum stórmarkaða en í

Aukefni eru notuð við framleiðslu matvæla og hafa áhrif á lit, lykt, bragð, útlit, geymsluþol eða aðra eiginleika þeirra. Í nýútkomnum bæklingi um E-efnin sem gefinn er út á vegum Hollustuverndar ríkisins og umhverfisráðuneytisins kemur fram að lengi hafa verið í gildi reglur um notkun aukefna og með hvaða hætti á að Meira
4. júlí 1998 | Neytendur | 135 orð

Nammipokinn

BÖRNUM finnst spennandi að fara með hundraðkallinn sinn út í sjoppu og kaupa gott í munninn á nammidögum. En hvað er verið að bjóða börnunum? Engar innihaldslýsingar eru á sælgætinu í sjoppum þar sem það er yfirleitt selt í lausu. Í stórmörkuðum er sælgætið selt í stærri einingum og þar er að finna innihaldslýsingar þó oft séu þær ekki á íslensku. Meira
4. júlí 1998 | Neytendur | 109 orð

Númerin gefa til kynna tilganginn Númerin á E-efn

Númerin á E-efnunum gefa til kynna í hvaða tilgangi þau eru notuð. Litarefni hafa nr. E100-199. Rotvarnarefni hafa nr. E200-299. Þráavarnarefni hafa nr. E300- 399 Bindiefni, ýruefni og þykkingarefni hafa nr. E400-495 Lyftiefni, sýrustillar og kekkjavarnarefni hafa nr. 500-585 Bragðaukandi efni hafa nr. Meira
4. júlí 1998 | Neytendur | 164 orð

Nýjar sportvörur frá Leppin

NÚ ER hægt að fá sportdrykki og fleiri vörur frá Leppin sport í íþróttaverslunum og Hagkaup. Í fréttatilkynningu frá innflytjanda segir að Leppin sportvörurnar henti bæði íþróttafólki sem æfi mikið og almenningi sem stundi hófsamari æfingar. Vörurnar innihalda engan hvítan sykur, koffín eða litar- og rotvarnarefni. Squeezy orkugel Meira
4. júlí 1998 | Neytendur | 42 orð

Nýtt rasp

KATLA hefur bætt við nýrri tegund af raspi í vöruúrval fyrirtækisins og sett á markað rasp í 500 g pokum. Þetta rasp er ólitað og fínkorna sem gerir það að verkum að það er ódýrara en gullna raspið frá Kötlu. Meira
4. júlí 1998 | Neytendur | 243 orð

Nýtt VÍS leigir öllum barnabílstóla Frá og með 1. jú

Frá og með 1. júlí gengu í gildi nýjar reglur um leigu á barnabílstólum Vátryggingafélags Íslands. Í fréttatilkynningu frá VÍS kemur fram að helsta breytingin er sú að nú geta allir foreldrar, og aðrir sem ferðast með börn í bíl, leigt barnabílstóla VÍS ­ án tillits til viðskipta við félagið. Þá gefst nú kostur á að gera nk. Meira
4. júlí 1998 | Bílar | 195 orð

Salan þegar meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir

SALA á nýrri bensínstöð Olíufélagsins við Ártúnshöfða í Reykjavík er þegar orðin meiri en hún var áður en endurnýjun hennar hófst en stöðin var nýlega opnuð. Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, segir viðtökurnar og sölu á öllum sviðum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meira
4. júlí 1998 | Neytendur | 63 orð

Villtur lax í Nóatúni

Villtur lax er kominn í verslanir Nóatúns. Laxinn kemur úr Ölfusá og Þjórsá og einnig af Snæfellsnesi. Að sögn Jóns Þ. Jónssonar hjá Nóatúni er laxinn viku til tíu dögum seinna á ferðinni en í fyrra. Kílóið af honum er selt á 699 krónur svona til að byrja með en búist er við að verðið lækki með auknu framboði. Meira

Fastir þættir

4. júlí 1998 | Fastir þættir | 963 orð

Aldrei dreymir mig

IÐULEGA þegar ég hitti mér ókunnuga karlmenn og draumar berast í tal, þá hefja þeir mál sitt um drauma á þá leið að þá dreymi aldrei neitt, en konur þeirra dreymi hins vegar mikið og draumar séu eiginlega bara rugl. Þegar ég geng svo á þá, kemur í ljós að þá dreymir en þeir muna bara suma drauma og kannski sé eitthvað að marka drauma eftir allt saman, að minnsta kosti trúa konurnar á þá. Meira
4. júlí 1998 | Í dag | 39 orð

Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Áttræð verður á morgun, sunnudaginn

Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Áttræð verður á morgun, sunnudaginn 5. júlí, Sölvey Jósepsdóttir frá Atlastöðum í Fljótsvík. Af því tilefni mun hún og fjölskylda hennar taka á móti gestum í kaffisal Norðurtangans milli kl. 15 og 18 á afmælisdaginn. Meira
4. júlí 1998 | Fastir þættir | 630 orð

Beðinn fyrir metlaxa, páfagauka, heimilisketti og hunda

Stangaveiðivertíðin er nú komin á fulla ferð og hjólin eru farin að snúast í bókstaflegum skilningi. Þ.e.a.s. veiðihjólin. Eins og venjulega eru skilyrðin aldrei eins og þau eiga að vera. En menn eru þrátt fyrir allt að fá 'ann og æ fleiri uppgötva að fleira er fiskur en lax. Það mun því fara svo eftir sem áður, að margir fallegir og stórir fiskar verða veiddir. Meira
4. júlí 1998 | Fastir þættir | 252 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbridge 1998

Sl. mánudagskvöld, 29. júní, var spilaður eins kvölds Howell-tvímenningur. Meðalskor var 156 og þessi pör urðu efst: Steinberg Ríkarðsson ­ Gylfi Baldursson 186 Ingibjörg Ottesen ­ Garðar Jónsson 171 Guðm. Baldursson ­ Sævin Bjarnason 170 Friðjón Þórhallsson ­ Jörundur Þórðarson 167 Þriðjudagskvöldið 30. Meira
4. júlí 1998 | Fastir þættir | 1010 orð

Í slagtogi við fiskimenn og félagsverur Sunnudagsmorgunn í Stokkhólmi ber þess merki að Svíar eru félagsverur, eins og Sigrún

SUNNUDAGSMORGUNN í Stokkhólmi einkennist meðal annars af því að bíllinn stendur Svíum næst. Árla morguns og fram eftir morgni sjást fjölskyldur víða vera að hlaða bílinn til að halda út úr borginni. Aðrir halda inn í miðborgina til að njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða, hvort sem er garðar eða stangveiði. Meira
4. júlí 1998 | Í dag | 159 orð

Messað í Möðrudalskirkju MESSAÐ verður í Möðrudalskirkju á Fjöl

MESSAÐ verður í Möðrudalskirkju á Fjöllum á morgun og hefst athöfnin kl. 14. Jón A. Stefánsson, fyrrum bóndi í Möðrudal byggði kirkjuna þar í minningu konu sinnar. Kirkjan var vígð 4. september 1949 og er nú í eigu afkomenda Jóns í Möðrudal. Í Möðrudalskirkju er messað einu sinni á ári og þá eru gjarnan fermingar, skírnir eða giftingar úr hópi afkomenda Jóns. Meira
4. júlí 1998 | Dagbók | 559 orð

Reykjavíkurhöfn: Cuxhaven og Goðafoss

Reykjavíkurhöfn: Cuxhaven og Goðafoss fóru í gær. Valdiviv fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ostrovets og Oleg Zverev fóru í gær. Ozherellye kom í gær. Ferjur Hríseyjarferjan Sævar.Daglegar ferðir frá Hrísey frá kl. 9 á morgnana og frá kl. Meira
4. júlí 1998 | Í dag | 514 orð

RÓUN í íslenskri verslun hefur verið hröð á undanförnum

RÓUN í íslenskri verslun hefur verið hröð á undanförnum áratugum. Samkeppni hefur aukist, þjónusta batnað, ekki síst með sveigjanlegri afgreiðslutíma verslana, vöruúrval tekið stakkaskiptum og verð færst nær því sem gengur og gerist í kringum okkur. Meira
4. júlí 1998 | Fastir þættir | 831 orð

Sólarferð og heilsugæsla Það er hægt að kæra sig ekki um sólarlandaferð, en það er ekki hægt að kæra sig ekki um heilsugæslu

Spurningar um það hvort ekki megi "bjóða upp á valkosti" í heilbrigðisþjónustu, líkt og í annarri þjónustu, vekja spurningar um það hvaða gildi liggi umræddri þjónustu til grundvallar. Meira
4. júlí 1998 | Fastir þættir | 862 orð

Spurning:

Spurning: Það fer ekki fram hjá neinum að umönnun aldraðra er að verða eitt stærsta heilbrigðisvandamálið hér á landi, oftast af því að gamla fólkið getur ekki hugsað um sig sjálft vegna elliglapa. Meira
4. júlí 1998 | Fastir þættir | 576 orð

Sumarsalöt

NÚ ER alltaf til nóg af fersku grænmeti og kryddjurtum í búðum. Helst vil ég þó rækta þetta sjálf og er nú þegar byrjuð að borða alls konar heimaræktað salat svo og spínat, grænkál, radísur, graslauk, sáðlauk, steinselju og sítrónumelissu, Meira
4. júlí 1998 | Fastir þættir | 822 orð

(fyrirsögn vantar)

Guðspjall dagsins: Verið miskunnsamir. Lúk. 6 »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
4. júlí 1998 | Fastir þættir | 859 orð

(fyrirsögn vantar)

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 960. þáttur Í ÁGÆTU bréfu frá Birni Friðfinnssyni ráðuneytisstjóra segir svo: "Það er vafalaust að bera í bakkafullan lækinn, en ég vil fara þess á leit við þig, að þú gerir í þætti þínum um notkun þjóðtungunnar enn eina tilraun til þess að kveða niður fyrirbærið "mannleg mistök", Meira

Íþróttir

4. júlí 1998 | Íþróttir | 180 orð

Brasilía - Danmörk3:2 Nantes, 8-liða úrsli

Nantes, 8-liða úrslit á HM, föstudaginn 3. júlí 1998. Mörk Brasílíu: Bebeto (11.), Rivaldo (26. og 60.). Mörk Dana: Martin Jorgensen (2.), Brian Laudrup (50.). Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 535 orð

Bætir Jón Arnar vallarmetið?

"ÉG er bjartsýnn á þessa keppni og verði aðstæður í lagi og veðrið skaplegt þá ætla ég a.m.k. að bæta vallarmetið og reyna mitt besta til að komast sem næst Íslandsmetinu," sagði Jón Arnar Magnússon, Íslandsmethafi í tugþraut um Evrópubikarkeppnina í fjölþraut sem fram fer á Laugardalsvelli í dag og á morgun. Þetta er A-riðill 2. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 250 orð

Efsta deild karla, Landssímadeildin.

Knattspyrna Efsta deild karla, Landssímadeildin. Sunnudagur: KR-völlur:KR - Keflavík16 Grindavík:Grindavík - Valur20 ÍR-völlur:ÍR - Fram20 Ólafsfjörður:Leiftur - ÍBV20 Mánudagur: Laugardalur:Þróttur R. - ÍA20 1. deild karla. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 661 orð

Enn falla Ítalir á vítaspyrnum

FRAKKAR tryggðu sér sæti í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar með því að vinna Ítalíu í gær. Vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá úrslit því hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingu. Heimamenn skoruðu úr fjórum vítaspyrnum af fimm en Ítalir þremur ­ Luigi Di Biagio tóku fimmtu spyrnu Ítala en þrumuskot hans small í þverslánni og Frakkar fögnuðu. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 145 orð

Frakkland - Ítalía0:0(4:3) París

París, 8-liða úrslit í HM, föstudaginn 3. júlí 1998. Skorað í vítakeppni: Frakkland 4 - Ítalía 3 Skot á mark: Frakkland 7 - Ítalía 3 Skot framhjá: Frakkland 17 - Ítalía 4 Horn: Frakkland 13 - Ítalía 2 Rangstaða: Frakkland 4 - Ítalía 7 Rautt spjald: Enginn. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 496 orð

Hetjuleg barátta Dana dugði ekki

DANIR háðu hetjulega baráttu er þeir mættu Brasilíu í 8-liða úrslitum í Nantes í gærkvöldi. Það voru brasilísku heimsmeistararnir sem höfðu betur í frábærum leik þar sem sóknarknattspyrnan var í öndvegi, 3:2. Danir sóttu stíft síðustu mínútur leiksins og voru næst því að jafna þegar Marc Rieper átti skalla í þverslá og yfir. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 412 orð

Ivanisevic enn í úrslit

Króatinn Goran Ivanisevic fær tækifæri til þess að afsanna máltækið "allt er þá þrennt er" á sunnudaginn, en þá mætir hann Bandaríkjamanninum Pete Sampras í úrslitum í einliðaleik í tennis á Wimbledon. Ivanisevic hefur tvívegis tapað úrslitaleik á Wimbledon, árið 1992 fyrir Andre Agassi og tveimur árum síðar fyrir Sampras. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 255 orð

JENS Lehmann, þriðji markvörður

LEHMANN, sem hefur leikið með Schalke 04 í þýsku deildinni, verður samherji þýsku landsliðsmannanna Olivers Bierhoffs og Christians Zieges hjá ítalska liðinu. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 181 orð

Króatar eiga harma að hefna

ALMENNINGUR í Króatíu hefur mikla trú á að knattspyrnulið þjóðarinnar geti afsannað kenningu Garys Linekers, fyrrum landsliðsmanns Englands. Hann segir knattspyrnu vera leik tuttugu og tveggja manna þar sem Þýskaland vinnur alltaf. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 95 orð

Leiðtoga- fundur í Lyon

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, sem er mikill knattspyrnuáhugamaður, er mættur til Lyon í Frakklandi til að horfa á leik Þjóðverja og Króata í kvöld. Leikmenn þýska liðsins eru mjög ánægðir með komu Kohls, þar sem Þýskaland hefur unnið alla leiki frá úrslitaleik HM 1986 sem Kohl hefur komið á. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 358 orð

Passarella vill aftur sigur

Þjálfarar knattspyrnuliða leggja alltaf áherslu á að lið þeirra sigri og það á auðvitað við um Daniel Passarella, þjálfara Argentínumanna, í leiknum í dag. En hann hefur líka ærna ástæðu til því fyrir tveimur áratugum var hann fyrirliði argentínska landsliðsins sem lagði Hollendinga í úrslitaleik HM árið 1978. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 165 orð

Sikora áfram hjá Lens

EKKI verður af því að franski varnarmaðurinn Eric Sikora gangi til liðs við Liverpool en gert hafði verið ráð fyrir að hann gerði samning til þriggja ára við enska félagið eftir að hafa staðist læknisskoðun í vikunni. Þess í stað gekk hann frá nýjum samningi til tveggja ára við Frakklandsmeistara Lens. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 127 orð

Strangt tekið á kenýskum hlaupurum

FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND Kenýa segist munu taka hart á því ef bestu hlauparar þess muni hundsa Samveldisleikana í Kuala Lumpur í september. Umboðsmenn nokkurra fremstu hlaupara Kenýa hafa sagt að hlaupararnir muni frekar taka þátt í mótum í Evrópu á þessum tíma þar sem þeir fá vel greitt fyrir að keppa en að taka þátt í Smaveldisleikunum fyrir lítið sem ekkert. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 479 orð

Tryggvi hefur leikið alla leiki Tromsö

TÓLF íslenskir knattspyrnumenn eru hjá norskum 1. deildarliðum og hafa þeir leikið mismikið með liðum sínum á þessu keppnistímabili. Nú þegar tíu umferðum er lokið er aðeins einn leikmaður, Tryggvi Guðmundsson, sem hefur leikið alla leikina með liði sínu, Tromsö. Hann hefur þrívegis verið tekinn útaf undir lokin og leikið í samtals 853 mínútur af 900. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 113 orð

Tveir "úrslitaleikir" í röð KR og Valur

KR og Valur drógust saman í átta liða bikarúrslitum kvenna en liðin eru taplaus á tímabilinu og mætast í deildinni á mánudag. "Eruð þið til í að draga aftur?" spurði Ragna Lóa Stefánsdóttir, aðstoðarþjálfari KR, þegar dráttur stórliðanna lá fyrir, en auk leiksins á KR-velli leikur Stjarnan við ÍBV í Eyjum, ÍBA fær ÍA í heimsókn og Breiðablik sækir Hauka heim. Allir leikirnir verða 14. júlí. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 398 orð

"Upphitun" í deildinni nokkrum dögum áður

Eyjamenn taka á móti KR-ingum í átta liða úrslitum Coca-Cola bikarkeppni KSÍ 15. júlí og feðgarnir Haukur Ingi Guðnason hjá Liverpool og Guðni Kjartansson, sem önnuðust dráttinn í gær, sáu líka til þess að öruggt er að lið úr 1. deild leikur í undanúrslitum þar sem Fylkir og Breiðablik mætast í Árbænum. Daginn áður leika Grindavík og Þróttur í Grindavík og Leiftur fær Víking í heimsókn. Meira
4. júlí 1998 | Íþróttir | 89 orð

Verðum meistarar með Hoddle

KETH Wiseman, formaður Knattspyrnusambands Englands, sagði við enska dagblaðið Sun í gær að sambandið væri tilbúið að gera nýjan samning við Glenn Hoddle landsliðsþjálfara, og ráða hann fram yfir HM 2002 en samningur hans, sem var gerður fyrir tveimur árum, rennur út í júní 2000. "Við erum í góðum höndum. Glenn er aðeins kominn hálfa leið og vilji hann nýjan samning erum við tilbúnir. Meira

Úr verinu

4. júlí 1998 | Úr verinu | 229 orð

Búið að landa 51 þúsund tonnum

LOÐNUVERKSMIÐJURNAR höfðu í gær tekið á móti samtals 51.480 tonnum af loðnu á vertíðinni sem hófst 20. júní síðastliðinn og hefur veiðin gengið heldur treglega enn sem komið er. Eftir hádegið í gær voru 16 skip á veiðisvæðinu sem er nú 70­90 mílur norður af Langanesi og Melrakkasléttu og samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyldunni hafa skipin verið að færa sig heldur í vesturátt. Meira
4. júlí 1998 | Úr verinu | 252 orð

Þrotlaus vinna í netunum

HJÁ Netagerðinni Ingólfi á Þórshöfn hafa menn ekki slegið slöku við síðustu vikurnar og voru uppgefnir þegar síðustu törn lauk ­ að sjálfsögðu innan ramma EES-staðals, að þeirra sögn. Svokölluð "sulta" í hafinu austan við Langanesið, þar sem margir eru nú á loðnu- og síldveiðum, hefur gert sjómönnum lífið leitt og farið illa með netin. Meira

Viðskiptablað

4. júlí 1998 | Viðskiptablað | 335 orð

Amex og Nasdaq í eina sæng

AÐILAR Amex verðbréfamarkaðarins (American Stock Exchange) hafa samþykkt samruna hans og móðurfyrirtækis Nasdaq verðbréfamarkaðarins á sérstökum fundi. Samningurinn var samþykktur með öruggum meirihluta, atkvæðum 622 aðila gegn 206. Samruninn þurfti samþykki að minnsta kosti 576 aðila. Ljúka á sameiningunni fyrir áramót. Meira

Lesbók

4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 332 orð

25. tbl - 73. árgangur Efni

Víðivallabræður Brynjólfur Pétursson, Fjölnismaður, hafði fastnað sér kornunga konu þegar hann hélt utan til náms. Hún veiktist skömmu síðar og dó og sjálfur féll Brynjólfur frá í blóma lífsins og þótti þar verða mikill mannskaði. Pétur, bróðir hans, varð konungkjörinn þingmaður og síðar biskup, en þriðji bróðirinn frá Víðivöllum, Jón, varð sýslumaður og yfirdómari við Landsréttinn. Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 85 orð

AMBÁTT

Augnaráð bros spékoppar. Allt eru þetta háþróuð pyntingartæki. Samt þrái ég að finna þessa þjáningu aftur og aftur. SÓUN Sama landslag og Gunnar á Hlíðarenda féll fyrir. En ég sá ekkert nema þig. Hvílík synd. Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 93 orð

AUGNABLIK EILÍFÐAR BERGLIND GUNNARSDÓTTIR ÞÝDDI

Það sem þú felur ekki steini og hrörnun skaltu gera úr lofti. Augnablik sem gægist fram úr tíma kemur af og til, geymið það sem tíminn eyðir, heldur fjársjóð þétt í greip sér heilli eilífð, mitt á milli framtíðar og fortíðar. Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1417 orð

HJÓNABANDSSÆLA SMÁSAGA EFTIR GUDRUN HANNECK-KLOES

ENN sit ég föst hérna í eldhúsinu mínu, muldrar konan við borðið. Við skulum kalla hana Fínu. Í eldhúsinu og engin útgönguleið. Enda þótt það séu tvennar dyr á því, aðrar fram á ganginn og hinar út í víðáttuna undir beru lofti, hlýtur að vera til önnur leið. Ekki át, hugsar Fína og ýtir frá sér rækjusalatinu þrungnu af majonesi. Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð

HLJÓÐ ÞÖGN

Enn einu sinni ástfangin tappinn skýst úr kampavíninu ég dansa um alla íbúð með rauðan varalit á rauðum skóm Höfundurinn er píanókennari og gaf út ljóðabókina Handan orða 1997. Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1077 orð

Hvenær er komið nóg? NÝLEGA ákváðu stjórnvöld að greiða bændum styrki ti

NÝLEGA ákváðu stjórnvöld að greiða bændum styrki til þess að fjarlægja gamlar girðingar, sem eru hættar að þjóna tilgangi sínum. Á sínum tíma voru þessar girðingar settar upp með styrk frá ríkinu, rétt eins og þúsundir hektara af votlendi voru ræstar fram með ríkisstyrk en nú vilja stjórnvöld leggja fram fé til þess að mokað verði aftur ofan í framræsluskurði. Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 145 orð

ÍSLENZK MYNDLIST Á 20. ÖLDINNI

SUMARSÝNING Listasafns Íslands er yfirlitssýning yfir íslenska myndlist á 20. öldinni, sem verður opnuð í öllum sölum Listasafns Íslands í dag, laugardag. Sýningin spannar allt tímabilið frá Þórarni B. Þorlákssyni, Ásgrími Jónssyni, Einari Jónssyni og Kjarval til þeirrar myndlistar eftir yngstu kynslóð okkar listamanna, sem safnið hefur eignast á síðustu árum. Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1636 orð

KETILSFJÖRÐUR Á GRÆNLANDI EFTIR JÓN VIÐAR SIGURÐSSON

Ásíðustu árum hefur áhugi Íslendinga á sögu norrænnar byggðar á Grænlandi verið mikill og fjöldi manna heimsótt landið til að skoða söguslóðir. Þessar skoðunarferðir hafa nær eingöngu takmarkast við Eystribyggð og þá aðeins lítinn hluta þess svæðis sem byggðin náði yfir. Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2369 orð

KJÖLUR OG KJALVEGUR EFTIR TÓMAS EINARSSON

KJÖLUR nefnist skarðið sem liggur milli Lang- og Hofsjökuls. Það er í 600-700 m hæð y.s. og 25-30 km á breidd. Auk jöklanna setja tvö fjöll mestan svip á landslagið: Kjalfell, sem er nær miðju Kjalar og rís 400 m yfir umhverfið og Hrútfell (Hrútafell), Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 215 orð

KONUR Í TÓNLIST

TÓNLEIKAR verða í fundarsal Norræna hússins á morgun, sunnudag, klukkan 16 og marka þeir upphaf að Sumardagskrá Norræna hússins, sem verður helguð þemanu Konur í listum. Þar koma fram Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Unnur Vilhelmsdóttir píanóleikari. Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3441 orð

LÁTLAUST FAS OG FALSLAUST HJARTA EFTIR AÐALGEIR KRISTJÁNSSON Hér er fjallað um ævilok Brynjólfs Péturssonar sem hafði lagt hart

VÍÐIVALLABRÆÐUR ­ SÍÐARI HLUTI LÁTLAUST FAS OG FALSLAUST HJARTA EFTIR AÐALGEIR KRISTJÁNSSON Hér er fjallað um ævilok Brynjólfs Péturssonar sem hafði lagt hart að sér fyrir þjóðfundinn en gekk ekki heill til skógar og andaðist um haustið. Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

NÁND

Líkt og hringir á vatni gárast ljósið á leið til hins óræða. Stjarneindir fölbláar drjúpa. Kristaltær dögg augnsilfur himnanna. Dauðadjúpt vatnið flýtur mjúklega yfir verund sjálfs mín. Maurildin sindra í myrku yfirborðinu. Heitar hendur gefa kraft Guðs. Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 488 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 954 orð

NÝ TÓNVERK VIÐ FORNA TEXTA

STAÐARTÓNSKÁLD Sumartónleika í Skálholtskirkju eru Elín Gunnlaugsdóttir og Bára Grímsdóttir, en verk þeirra verða frumflutt eftir setningu tónlistarhátíðarinnar kl. 14.30 og á síðdegistónleikum kl. 17 þar sem verk Elínar verða einvörðungu leikin. Sextán manna blandaður kór sönghópsins Hljómeykis flytur söngverk þeirra á fyrri tónleikum dagsins. Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4264 orð

SANNLEIKUR HINNA MÖRGU SJÓNARHORNA

ÞÚ SKALT ekki búast við miklum yfirlýsingum frá mér um það hvernig eigi að stunda rannsóknir í hugvísindum. Þar verður hver og einn að fylgja sinni sannfæringu. En auðvitað er það síðan almenn krafa að menn séu meðvitaðir um það sem þeir eru að gera," segir Jón Karl Helgason, Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1290 orð

STAFRÆNAR RÚLLUR Píanóleikarar áranna fyrir uppgötvun grammófónsins lifa í minningunni, en ekki á plasti, þar til nú. Árni

ÁÐUR EN útvarp og grammófónn lögðu undir sig heimilin var alsiða að píanó væri til á betri heimilum. Tónlistarkunnátta var og útbreiddari en nokkru sinni síðar því kvöldskemmtunin var oftar en ekki að hlýða á leik heimasætunnar eða ungherrans, aukinheldur sem allur dans í heimahúsum var við lifandi undirleik. Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 425 orð

SUMARKVÖLD VIÐ ORGELIÐ AÐ HEFJAST Í HALLGRÍMSKIRKJU

TÓNLEIKARÖÐ Hallgrímskirkju, Sumarkvöld við orgelið, hefur göngu sína sjötta árið í röð nú í sumar og verða tónleikar sérhvert sunnudagskvöld kl. 20.30. Fyrstur í röðinni er danski organistinn Karsten Jensen. Tónleikar hans hefjast annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30 og á efnisskránni er Suite deu deuxi`eme Ton, Nun kommt der Heiden Heiland BWV 659 eftir Bach, Fantasía í f-moll, opus 20 eftir Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 338 orð

ÞRÍR ÍSLENSKIR LISTAMENN TAKA ÞÁTT Í NORRÆNNI LISTASÝNINGU

ÞRÍR íslenskir listamenn, Birgir Andrésson, Kristján Davíðsson og Georg Guðni hafa ásamt 21 listamanni verið valdir til þátttöku í norrænu listasýningunni Carnegie Art Award - Nordic Painting 1998. Frá og með í ár mun Carnegie Art Award verða árlegur listviðburður. Hann er þríþættur, þ.e.a.s. listasýning sem verður farandsýning á Norðurlöndum, listabók og listaverðlaun. Meira
4. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 665 orð

ÞÆR LÖGÐU GRUNNINN

ÞÆR LÖGÐU GRUNNINN Í dag kl. 16 verður opnuð í Norræna húsinu sýning á verkum íslenskra kvenna sem voru brautryðjendur í myndlist hver á sínu sviði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.