Greinar þriðjudaginn 7. júlí 1998

Forsíða

7. júlí 1998 | Forsíða | 256 orð

Gagnrýnir "ruddamennsku" Júgóslava

ROBERT Gelbard, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar á Balkanskaga, sagði í gær að enn væri kostur á friðsamlegri lausn á deilunni í Kosovohéraði í Serbíu, en tíminn væri að renna út. Gelbard átti fund með Biljönu Plavsic, forseta Bosníu- Serba, og Milorad Dodik forsætisráðherra í gær og gagnrýndi slæleg viðbrögð Júgóslavíustjórnar við deilunni og "ótrúlega ruddamennsku" stjórnarinnar. Meira
7. júlí 1998 | Forsíða | 154 orð

Japanar klóna kálfa með nýrri aðferð

JAPANSKIR vísindamenn tilkynntu í gær að þeim hefði tekist að klóna kálfatvíbura með nýrri aðferð, en kálfarnir komu í heiminn með átta mínútna millibili á sunnudagsmorgun. Japanarnir notuðu vefjafrumur úr eggjaleiðurum fullorðinnar kýr og komu þeim fyrir í ófrjóvguðum eggjum, sem kjarninn hafði verið fjarlægður úr. Meira
7. júlí 1998 | Forsíða | 172 orð

Kovacevic ákærður fyrir þjóðarmorð

BOSNÍU-Serbinn Milan Kovacevic, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri sjúkrahúss, kom í gær fyrstur manna fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna, sem situr í Haag í Hollandi, vegna stríðsglæpa í Bosníustríðinu 1992-1995. Meira
7. júlí 1998 | Forsíða | 91 orð

Málverkastuldur upplýstur

TVÖ ómetanleg málverk eftir Vincent Van Gogh og eitt eftir Paul Cezanne, sem var stolið úr listasafni í Róm 19. maí, hafa fundist og átta Ítalar verið handteknir vegna stuldarins, að sögn ítölsku lögreglunnar í gær. Þjófarnir höfðu vafið teppi um málverkin og falið þau í íbúðum í Róm og Tórinó. Fundust tvö þeirra undir rúmi í íbúðinni í Róm. Meira
7. júlí 1998 | Forsíða | 326 orð

Trimble óttast afleiðingar umsátursins við Drumcree

ÓEIRÐIR brutust út í Belfast á N-Írlandi í gær, annað kvöldið í röð. Brenndu óeirðaseggir, sem voru mótmælendur, bíla steinsnar frá miðbænum og vörpuðu grjóti og bensínsprengjum á brynvarða lögreglubíla til að lýsa óánægju sinni með að ganga Óraníumanna í Portadown fékk ekki að halda leiðar sinnar á sunnudag. Var lestarsamgöngum jafnframt hætt á milli Belfast og Dublin af ótta við sprengjutilræði. Meira
7. júlí 1998 | Forsíða | 83 orð

Vextir hækkaðir í Noregi

SEÐLABANKINN í Noregi tilkynnti í gær hækkun á millibankavöxtum um 0,50% og var búist við því að bankar í landinu fylgdu í kjölfarið og hækkuðu vexti sína. Er þetta í fjórða skipti á fimm mánuðum sem vextir eru hækkaðir en norska krónan hefur mjög átt undir högg að sækja þrátt fyrir lítið atvinnuleysi í landinu og traustan efnahag. Meira

Fréttir

7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

12% fjölgun ferðamanna

FJÖLGUN erlendra ferðamanna er um 10.200 fyrstu 6 mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra eða rúm 12% Í júnímánuði sl. komu alls 29.924 erlendir ferðamenn til landsins en í sama mánuði í fyrra komu 28.505. Flestir hinna erlendu gesta komu frá Þýskalandi eða 5.279, frá Bandaríkjunum komu 4.529, frá Danmörku 3.273 og 2.851 frá Svíþjóð. Meira
7. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 399 orð

45 þúsund manns fengu að snúa heim

ÞÚSUNDIR íbúa, sem flúið höfðu heimili sín vegna skógarelda á norðurhluta Flórídaskaga, fengu að snúa aftur í gær, en yfirvöld vöruðu þó við því að ekki væri öll hætta liðin hjá. Um 45 þúsund manns, eða allir íbúar Flaglersýslu, fengu leyfi til að fara heim til sín á ný í gær. Meira
7. júlí 1998 | Óflokkað efni | 452 orð

Að fornu og nýju

Kórverk eftir staðartónskáldin Báru Grímsdóttur og Elínu Gunnlaugsdóttur. Sönghópurinn Hljómeyki u. stj. Bernharðs Wilkinssonar. Skálholtskirkju, laugardaginn 4. júlí. FYRSTU Skálholtstónleikar sumarsins hófust í gær með útsetningu Elínar Gunnlaugsdóttur á "Jómfrúr Mariædans" við texta sr. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Akraborgin kvödd

AKURNESINGAR munu halda upp á opnun Hvalfjarðaganga með ýmsu móti í sumar. Akraborgin, sem þjónað hefur Akurnesingum dyggilega, lætur úr höfn í síðustu áætlunarferðina klukkun 17:00 á föstudaginn. Hún verður kvödd með viðhöfn í Akraneshöfn á föstudagskvöldið. Skagaleikflokkurinn mun frumsýna "Akraborgarblús", flutt verða ávörp og boðið verður upp á veitingar og harmónikuleik. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Árekstur við Höfða

ÞRÍR bílar lentu saman á móts við Höfða milli Borgartúns og Sæbrautar um tvöleytið í dag. Farþegi úr einum bílnum var fluttur á slysadeild. Bílarnir voru allir óökufærir og voru fjarlægðir með krana af slysstað. Meira
7. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 121 orð

Ársskýrsla komin út

ÁRSSKÝRSLA Akureyrarbæjar fyrir árið 1997 er komin út. Skýrslan hefur að geyma yfirlit yfir starfsemi allra stofnana og deilda Akureyrarbæjar á síðasta ári, ársreikninga bæjarfélagsins svo og yfirlit yfir nefndir og stjórnir á vegum þess. Þema skýrslunnar er byggingar á Akureyri, en í maí á liðnu ári voru liðin 140 ár frá því að fyrsti fundur byggingarnefndar var haldinn. Meira
7. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Ásta sýnir í Safnahúsinu

ÁSTA Ólafsdóttir myndlistarmaður opnaði sýningu í Safnahúsinu á Svalbarðsströnd sunnudaginn 5. júlí. Í kynningu segir: "Í þrívíðum verkum sínum leitast Ásta við að myndgera kyrrð og tilfinningar sem fólki reynist oft erfitt að festa í hendi." Ásta hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum og verður hún með verk á sýningu í Deiglunni 12. júlí n.k. Sýningin stendur til 1. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Banaslys skammt frá Þorlákshöfn

BANASLYS varð á gatnamótum Þorlákshafnar- og Þrengslavegar klukkan 20 á sunnudagskvöld. Tveir fólksbílar skullu saman með þeim afleiðingum að 28 ára gamall bílstjóri annars bílsins lést. Tildrög slyssins voru þau að Subaru-bifreið var ekið suður Þorlákshafnarveg og inn á Þrengslaveginn, þar sem hún fór í veg fyrir Nissan- bifreið sem ók vestur Þrengslaveginn. Meira
7. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Betri bílafloti LÖG

LÖGREGLAN á Akureyri hefur fengið tvær nýjar bifreiðar til afnota, en alls eru fjórir bílar í flota lögreglunnar á Akureyri. Annars vegar er um að ræða nýjan Nissan Patrol jeppa, búinn öllum nýjustu tækjum sem lögregla þarf á að halda við skyldustörf. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Bilun í ljósleiðara

BILUN varð í ljósleiðarastreng frá Múlastöð Landssímans til Reiknistofu bankanna um fjögurleytið í gær. Bilunin olli truflunum á flutningi gagna frá útibúum bankanna og fleiri viðskiptaaðilum til Reiknistofu bankanna og sömuleiðis truflunum í hraðbönkum. Að sögn Helga H. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

Bílvelta og árekstrar

ANNASAMT var hjá lögreglunni í Keflavík um helgina og mikið um umferðaróhöpp. Á föstudagskvöld lentu jeppi og fólksbíll í árekstri á gatnamótum Aðalgötu og Iðavalla í Keflavík. Ökumaður fólksbílsins fótbrotnaði og var fluttur á slysadeild en farþegi sama bíls viðbeinsbrotnaði. Bíll sem ekið var frá Garði í átt til Sandgerðis valt laust eftir miðnætti aðfaranótt laugardags. Meira
7. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 237 orð

Blendin skilaboð til valdhafanna

STJÓRNARFLOKKURINN í Mexíkó, PRI, fékk blendin skilaboð frá kjósendum í ríkisstjórakosningum í þremur ríkjum á sunnudag. Útlit var fyrir að flokkurinn biði ósigur í ríkinu Zacatecas fyrir vinstriflokknum PRD, sem hefur aldrei áður unnið sigur í ríkisstjórakosningum. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 665 orð

Brautryðjandi og hugmyndasmiður

Alfreð Elíasson fæddist í Reykjavík 16. mars 1920, stundaði barnaskólanám í Landakotsskóla, bar út blöð og var sendur í sveit á sumrin. Hann æfði hnefaleika stíft og varð Íslandsmeistari í fjaðurvigt árið 1936 en móður hans var lítið um það gefið, vildi heldur að hann sækti fundi í KFUM þar sem Magnús Runólfsson, uppeldisbróðir hennar, var leiðtogi. Meira
7. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 316 orð

Deilan um gyðingagullið í Sviss harðnar verulega

TALIÐ er, að deilan um stöðu Sviss á stríðsárunum og framkomu yfirvalda þar við fórnarlömb Helfararinnar eigi eftir að harðna verulega áður en hún verður til lykta leidd. Í Bandaríkjunum hafa komið fram kröfur um efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Sviss en talsmenn svissnesku bankanna segja, að þeir séu búnir að segja sitt síðasta orð. Meira
7. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 185 orð

Díana jarðsett innan um hunda?

DÍANA prinsessa er grafinn á landi, sem árum saman var notað sem dýragrafreitur og gekk undir nafninu "Hundaeyjan" meðal vinnufólksins á æskuheimili hennar. Er þetta haft eftir fyrrverandi ráðskonu fjölskyldunnar. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Eldur í Unuhúsi

SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var kallað á vettvang aðfaranótt mánudags vegna eldsvoða í Unuhúsi við Garðastræti. Kviknað hafði í húsgögnum í kjallara og lagði mikinn reyk þaðan út. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikill reykur myndaðist og reykræsti slökkvilið íbúðina. Eldsupptök eru ókunn en engan sakaði. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Engin málefni verið rædd, einungis fyrirkomulag

"ÉG hef ekkert nema gott um þetta að segja," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra um samþykkt Landsfundar Alþýðubandalagsins um sameinað framboð með Alþýðuflokki. "Þetta er nú allt mjög óljóst en fyrst þetta er þó komið áleiðis þá fer maður væntanlega að sjá út á hvað þetta á að ganga. Það hefur ekki verið rætt um nein málefni, einungis fyrirkomulag." Meira
7. júlí 1998 | Landsbyggðin | 275 orð

Eyjamenn þakka varnarliðinu

Vestmannaeyjum- Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og bandaríska hernum var á 25 ára goslokahátíðinni í Eyjum þakkað sérstaklega fyrir björgunarstörf þess í eldgosinu á Heimaey 1973. Meira
7. júlí 1998 | Landsbyggðin | 177 orð

Fjölskyldudagar í Lómatjarnargarði

Fjölskyldudagar í Lómatjarnargarði Á HVERJUM miðvikudegi í júlí gengst vinnuskólinn á Egilsstöðum fyrir fjölskyldudegi í Lómatjarnargarði. Þar eiga allir að geta fundið eitthvað að gera við sitt hæfi. Boðið er upp á bátasmíði, kennslu í að tálga listaverk og námskeið er í kransagerð. Meira
7. júlí 1998 | Landsbyggðin | 726 orð

Fjölsótt goslokaafmæli í Eyjum

Vestmannaeyingar fögnuðu því um helgina að 25 ár eru liðin frá því eldgosinu á Heimey lauk formlega. Nær óslitin dagskrá var frá föstudegi til sunnudags og tók mikill fjöldi fólks þátt í hátíðahöldunum, sem voru einstaklega vel heppnuð. Hátíðahöldin hófust síðdegis á föstudaginn með skrúðgöngu frá Friðarhöfn að Stakkagerðistúni þar sem afmælishátíðin var formlega sett. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 704 orð

Forsetar Alþingis þágu greiðslur um skeið

ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, segist hafa ákveðið að forsætisnefnd Alþingis þægi ekki laun frá Ríkisendurskoðun, þegar hann tók við starfi forseta þingsins 1995. "Ég hef aldrei verið á launum hjá Ríkisendurskoðun og enginn í forsætisnefnd er á launum hjá Ríkisendurskoðun," sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
7. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 465 orð

Framkvæmdastjórn ESB vill strangara aðhald

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR ellefu aðildarríkja Evrópusambandsins, sem stofna munu Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) um næstu áramót, lentu í gær upp á kant við framkvæmdastjórn ESB, sem vill strangara aðhald í ríkisfjármálum en ráðherrarnir eru reiðubúnir að samþykkja. Meira
7. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Fyrirlestur um Jónas Hallgrímsson

BJARNI Guðleifsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Norðurlandi, flytur fyrirlestur um Jónas Hallgrímsson ­ um skáldið og vísindamanninn í Deiglunni í dag, þriðjudaginn 7. júlí, kl. 13. Að fyrirlestrinum, sem fluttur verður á ensku, loknum verður gengið upp að Hraunsvatni. Meira
7. júlí 1998 | Landsbyggðin | 128 orð

Gaf flaggstangir á Skansinn

Sparisjóður Vestmannaeyja færði Vestmannaeyjabæ að gjöf tvær flaggstangir sem settar hafa verið upp á Skansinum í Eyjum. Flaggstangirnar voru afhentar um helgina og eru þær gefnar í tilefni af 25 ára goslokaafmælinu. Fyrir gos var flaggstöng á Skansinum en hún lenti undir hrauni og hefur önnur ekki verið reist í hennar stað fyrr en nú. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Grease dansnámskeið

GREASE dansnámskeið verður haldið í Danssmiðjunni, Skipholti 25. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum í 6 skipti, 50 mínútur í senn, fyrir alla aldurshópa. Kennsla hefst þriðjudaginn 7. júlí. Meira
7. júlí 1998 | Miðopna | 243 orð

Hafa ekki átt auðvelt með að vinna saman

RAGNAR Arnalds alþingismaður var einn af meðflutningsmönnum að tillögu Steingríms J. Sigfússonar á fundinum. "Ég lýsti því yfir á síðasta landsfundi að ástæða væri til að gera málefnasamning og ítarlegan samstarfssamning milli Kvennalista, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags fyrir næstu kosningar þar sem þessir flokkar hétu hver öðrum því að fara ekki í ríkisstjórn án hinna. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 308 orð

Heyrum af sífellt meiri óánægju

FORRÁÐAMENN Sjúkraliðafélags Íslands og BSRB hafa að undanförnu verið að gera forráðamönnum ríkisstjórnarinnar grein fyrir áhyggjum sínum vegna vaxandi óánægju með kjör félagsmanna sinna. Segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður félagsins, að margar stéttir innan heilbrigðisþjónustunnar séu ósáttar með kjör sín. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð

Hjörleifur og Ögmundur starfi áfram í þingflokknum

MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, segist helst vilja að Hjörleifur Guttormsson og Ögmundur Jónasson starfi áfram innan þingflokksins. Hjörleifur segist engar ákvarðanir hafa tekið um málið, en telur þó fremur ólíklegt að framhald verði á samstarfinu. Ögmundur sér að svo stöddu ekkert því til fyrirstöðu að hann starfi áfram með þingflokknum. Meira
7. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 329 orð

Íslandspóstur og Sparisjóðurinn í Hrísey

ÍSLANDSPÓSTUR hf. og Sparisjóðurinni í Hrísey, Sparisjóður Svarfdæla, hafa tekið í notkun afgreiðslur í sameiginlegu húsnæði, en starfsemi sparisjóðsins hefur verið flutt í húsnæði sem verið hefur í eigu póstsins og gera samningar ráð fyrir að sparisjóðurinn kaupi það á næstunni. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 271 orð

Keppni lokið

SÍÐARI hluti keppni á Ólympíuleikunum í eðlisfræði fór fram í Laugardalshöllinni í gær. Keppendur spreyttu sig á verklegum hluta keppninnar sem var í tveimur hlutum. Hópi keppenda var skipt í tvo hluta, annar leysti verkefnin fyrir hádegi og hinn eftir hádegi. Almenningi gefst kostur á því að leysa verkefni Ólympíuleikanna, fræðileg og verkleg, í dag. Meira
7. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 289 orð

Kínverjar ánægðir með heimsóknina

HAFI Kínverjar verið hrifnir af Bandaríkjunum áður en Bill Clinton Bandaríkjaforseti steig fæti á kínverska grund, hefur sú hrifning færst í aukana og þykir mörgum einna helst minna á dýrkun á öllu því sem bandarískt er. Jafnvel forseti Kína, Jiang Zemin, talar með aðdáun um fyrirrennara Clintons í embætti og helstu dagblöð fara lofsamlegum orðum um heimsókn Bandaríkjaforseta. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Krotið burt

VINNUSKÓLI Reykjavíkur stendur fyrir sérstöku átaki í að hreinsa burt veggjakrot þessa vikuna. Átakið hófst formlega við Hallveigarstaði í gærmorgun þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vatt fyrstu tuskuna og ræddi við unglinga sem taka þátt í hreinsunarstarfinu. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Kvöldganga í Viðey

ANNAR hringur raðgangnanna í Viðey hefst í kvöld en þær eru fimm sem hringinn mynda. Í kvöld verður farið með ferjunni úr Sundahöfn kl. 20.30. Gengið verður af hlaði Viðeyjarstofu, austur fyrir gamla túngarðinn, en síðan meðfram honum yfir á norðurströndina. Meira
7. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Kyrrðarog bænastundir

KYRRÐAR- og bænastundir hefjast í Akureyrarkirkju næstkomandi fimmtudag, 9. júlí og verða slíkar stundir framvegis á hverjum fimmtudegi, en þær koma í stað fyrirbænaguðsþjónusta sem verið hafa síðdegis sömu daga. Hádegisstundirnar hefjast kl. 12.10, en leikið er á pípuorgel kirkjunnar frá kl. 12. Þeim á að ljúka eigi síðar en kl. 12.30. Meira
7. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Leikgleðin í fyrirúmi

Leikgleðin í fyrirúmi LEIKGLEÐIN skein úr hverju andliti á Pollamóti Þórs og Flugfélags Íslands en keppni á þessu árlega knattspyrnumóti leikmanna 30 ára og eldri var nú um helgina. Um 60 lið mættu til leiks. Meira
7. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 419 orð

Líkur taldar á að stefnan í málefnum Asíu breytist

SÍFELLT fleira bendir til þess að stefna Bandaríkjanna í málefnum Asíu muni breytast í kjölfar níu daga heimsóknar Bills Clintons Bandaríkjaforseta til Kína, en henni lauk um helgina. Á sunnudag hrósaði James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandríkjanna, Clinton fyrir frammistöðuna í ferðinni og hvatti til þess að Demókratar og Repúblíkanar samræmdu afstöðu sína til Kína. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 351 orð

Málefnagrundvöllurinn óviðunandi

"Í FYRSTA lagi verð ég að segja að sá stuðningur sem okkar tillaga fékk er markverður og umtalsverður í ljósi þess að tillagan var sett fram gegn tillögu sem varaformaður og formaður lögðu fram. Það liggur ljóst fyrir að þeirra tillaga hafði sterkari stöðu. Meira
7. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 177 orð

Meistaragráða í hjúkrunarfræði

ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða að nýju upp á fjarnám til meistaragráðu í hjúkrunarfræði sem samstarfsverkefni milli Háskólans á Akureyri og Royal College of Nursing Institute of Higher Education, sem er deild innan Manchester- háskóla. Fyrstu íslensku hjúkrunarfræðingarnir hófu slíkt nám til meistaragráðu í janúar 1997 og hefur reynslan af samstarfinu verið góð. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Mikill rekaviður í Norðfirði

Neskaupstað-Óvenju mikið hefur verið um rekavið í Norðfirði og hafa trillusjómenn þurft að hafa varann á. Mjög óvenjulegt er að svona mikill reki berist hingað og gamlir menn sem nýtt hafa reka í tugi ára segjast aldrei muna eftir svona miklum reka áður. Meira
7. júlí 1998 | Landsbyggðin | 97 orð

Minnisvarði um Rafveituna afhjúpaður

MINNISVARÐI um gömlu Rafveituna sem fór undir hraun í eldgosinu 1973 var afhjúpaður um helgina á 25 ára goslokaafmælinu. Bæjarveitur Vestmannaeyja létu reisa steininn á hrauninu þar sem hús Rafveitu Vestmannaeyja stóð 14 metrum neðar, fyrir gos. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Mótorhjól og bifreið skullu saman

ÁREKSTUR mótorhjóls og bifreiðar varð á Austurvegi laust eftir klukkan 13 á mánudag. Ökumaður mótorhjólsins lærbrotnaði og var fluttur til Reykjavíkur til aðhlynningar. Tildrög slyssins voru þau að bifreið sem ekið var þvert yfir Austurveginn lenti á mótorhjólinu sem var á leið austur Austurveginn með fyrrgreindum afleiðingum. Meira
7. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 71 orð

Nautaatið í Pamplona hafið

Reuters Nautaatið í Pamplona hafið TUGIR þúsunda manna voru á árlegri nautaatshátíð, San Fermin, sem sett var í Pamplona á Spáni í gær og stendur í níu daga. Fólkið sprautaði kampavíni, dansaði á þröngum götum borgarinnar og bjó sig undir hlaup nautanna inn á nautaatsvöllinn. Meira
7. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 94 orð

Námumenn hafna viðræðum

MÓTMÆLAAÐGERÐIR kolanámumanna í Síberíu héldu áfram í gær, fjórða daginn í röð. Námumenn hafa hafnað viðræðum við nefnd stjórnarinnar, en mikið efnahagstjón blasir við takist ekki að leysa deiluna í bráð. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 336 orð

"Náttúruöflin léku sér að mann

SUNDKAPPINN Kristinn Magnússon sló öll fyrri met þegar hann synti Viðeyjarsund sl. laugardag. Synti hann frá Viðey og að Suðurbugt í Reykjavíkurhöfn á einni klst. og 22 mínútum, en alls hafa 18 manns synt Viðeyjarsund frá upphafi. Kristinn sagði að sundið hefði gengið ágætlega, eftir að hann hefði náð áttum í sjónum. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 214 orð

Norrænar sjónvarpssendingar um gervihnött

Á FUNDI norrænna útvarpsstjóra hinn 3. júlí urðu yfirmenn ríkissjónvarpsstöðvanna sammála um að vinna áfram að því að bjóða almenningi á Norðurlöndunum aðgang að hluta af rásum ríkisreknu sjónvarpsstöðvanna í gervihnattasendingum sem allir hafa aðgang að. Meira
7. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 324 orð

Ný póstmiðstöð Íslandspósts

ÍSLANDSPÓSTUR opnaði formlega nýja flokkunar- og dreifingarmiðstöð fyrir póst á Fjölnisgötu 3b á Akureyri sl. fimmtudag. Með tilkomu hennar verður vinnslan skilvirkari, öryggið meira og þjónustan betri. Um 70 fyrirtæki eru í fyrirtækjaþjónustu póstsins á Akureyri og verður nú með stærra húsnæði hægt að efla þá þjónustu enn frekar. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

PÉTUR EIRÍKSSON

LÁTINN er Pétur Eiríksson, 81 árs að aldri. Pétur fæddist í Reykjavík 31. júlí 1917 lést 5. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Elísabetar Eyjólfsdóttur, húsmóður, og Eiríks Eiríkssonar, kaffibrennslumanns. Pétur var lærður fiskmatsmaður og starfaði fyrst hjá Skreiðarsamlaginu og svo hjá SÍF. Þekktastur var Pétur fyrir sundafrek sín. Meira
7. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 169 orð

Rehn vinsælasta forsetaefnið

ELISABETH Rehn fulltrúi Sameinuðu Þjóðanna í Bosníu, er efst á lista yfir þá sem þykja líklegustu frambjóðendur í finnsku forsetakosningunum árið 2000. Martti Ahtisaari Finnlandsforseti lenti í þriðja sæti eftir Riittu Uosukainen þingforseta. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Rekstri friðlýstra svæða breytt?

Á FUNDI stjórnar Náttúruverndar ríkisins á laugardag var samþykkt einróma tillaga Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra um að kanna áhuga sveitarfélaga á því að taka að sér rekstur friðlýstra svæða. Meira
7. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 102 orð

Reuters "Skammarlegu" frumvarpi mótmælt

Reuters "Skammarlegu" frumvarpi mótmælt ANDSTÆÐINGAR frumvarps áströlsku ríkisstjórnarinnar um landaréttindi frumbyggja gerðu í gær lokatilraun til að fá því úthýst úr þingsölum. Paul Keating, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, tók þátt í mótmælunum og fordæmdi frumvarpið sem svik við svarta íbúa Ástralíu. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Rædd á fundi á fimmtudag

BANKARÁÐ Landsbankans mun væntanlega ræða skýrslu Halldórs Guðbjarnasonar á fundi sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag, að sögn Helga S. Guðmundssonar, formanns bankaráðsins. Helgi kvaðst mundu taka málið upp og ræða það á fundinum. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 296 orð

Safnið á Hrafnseyri opið í allt sumar

SAFN Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri í Arnarfirði er opið alla daga í sumar til 11. september. Í burstabænum á staðnum, sem er hluti af safninu, er rekin greiðasala í samvinnu við Hótel Flókalund í Vatnsfirði og selt kaffi með heimabökuðu meðlæti og fleira. Húsfreyja í burstabænum í sumar er Jóna Sigurjónsdóttir. Meira
7. júlí 1998 | Miðopna | 291 orð

Saga klofnings og sameiningar á víxl

SAGA Alþýðubandalagsins og forvera þess í íslenzkum stjórnmálum einkennist af klofningi og sameiningu flokka og flokksbrota á víxl. Hér er stiklað á helztu ártölum í þessari sögu. 1930: Kommúnistaflokkur Íslands klýfur sig út úr Alþýðuflokknum, m.a. vegna kröfu Alþjóðasambands kommúnista í Moskvu (Komintern) um hreinan kommúnistaflokk. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð

Sameiginlegt framboð skapar tómarúm

"ÉG TEL mjög gott að Alþýðubandalagið hafi komist að niðurstöðu á fundinum og held að það hljóti að verða til góðs. Hinsvegar þykir mér sýnt að stefnt sé að því að Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Kvennalisti renni saman í eitt kratabandalag og auglóst að sameiginlegur flokkur mun standa hægra megin í alþýðupólitík," segir Ögmundur Jónasson alþingismaður og formaður BSRB. Meira
7. júlí 1998 | Miðopna | 1983 orð

SAMFYLKING Í SKUGGA KLOFNINGS

FYRIR landsfundinn höfðu stuðningsmenn sameiginlegs framboðs bundist samtökum og virtust koma nokkuð skipulagðir til fundarins. Hópur hafði verið myndaður fyrir fundinn þar sem lagðar voru línur um hvernig best væri að vinna sameiginlegu framboði stuðning. Meira
7. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 299 orð

Samið um skiptingu Kaspíahafs BORÍS Jeltsín, fo

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstans, undirrituðu í gær samning um skiptingu norðurhluta Kaspíahafs. Miklar gas- og olíulindir eru á svæðinu en ekki hefur verið hægt að nýta þær vegna lagalegrar óvissu um skiptingu þeirra. Sérfræðingar segja að samningur Rússlands og Kasakstans greiði fyrir því að öllu svæðinu verði skipt milli ríkjanna við Kaspíahaf. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Sautján þotur og 700 starfsmenn

SAUTJÁN þotur eru nú í rekstri hjá flugfélaginu Atlanta, sjö B747- breiðþotur, sjö af gerðinni Lockheed Tristar og þrjár B737-þotur. Um helgina var einni breiðþotunni gefið nafn Alfreðs heitins Elíassonar, stofnanda og fyrrum forstjóra Loftleiða og síðar Flugleiða. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Segja olíufélögunum mismunað

FORSVARSMENN Skeljungs hafa leitað til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna laga nr. 103/1994 um flutningskostnað olíuvara, sem þeir telja stangast á við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Þar er kveðið á um að einstaklingar og fyrirtæki í atvinnurekstri skuli heyja frjálsa samkeppni á eigin áhættu og án ríkisstuðnings. Í álitsgerð þeirra Gests Jónssonar og Harðar F. Meira
7. júlí 1998 | Landsbyggðin | 86 orð

Sigri Króata á Þjóðverjum fagnað í Eyjum

Vestmannaeyjum- Króatar fögnuðu gífurlega sigri sínum á Þjóðverjum í 8 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu á laugardaginn. Króatar sem búsettir eru í Eyjum voru engin undantekning þar á. Þeir héldu upp á sigur sinna manna á laugardagskvöld um leið og þeir fögnuðu goslokaafmælinu með Eyjamönnum. Meira
7. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Sigurður Jóhannesson formaður

SIGURÐUR Jóhannesson, aðalfulltrúi Kaupfélags Eyfirðinga, var kjörinn formaður Sambands íslenskra samvinnufélaga á aðalfundi sambandsins sem haldin var á Akureyri nýlega. Fráfarandi formaður er Gísli Jónatansson, kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði, en hann er nú varaformaður SÍS. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Sjóbað á Snæfellsnesi

VEÐURGUÐIRNIR héldu uppteknum hætti nú um helgina og buðu landsmönnum upp á veður af bestu gerð, en sól og blíða gladdi landsmenn á þessari annarri mestu ferðahelgi ársins. Á Snæfellsnesi var veðrið gott sem annars staðar. Snæfellsjökull skartaði sínu fegursta, auk þess sem ströndin og sjórinn öðluðust nýtt aðdráttarafl, en sjóböð voru iðkuð þar um helgina í Mallorcaveðri. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 833 orð

Stefnt að sameiginlegu framboði jafnaðarmanna

FUNDUR flokksstjórnar Alþýðuflokks var haldinn á sunnudag þar sem fjallað var um samfylkingarmál félagshyggjufólks. Auk flokksmanna voru þar fulltrúar Alþýðusambands Íslands, Kvennalistans, Þjóðvaka og Alþýðubandalags en þeir ávörpuðu fundargesti. Meira
7. júlí 1998 | Miðopna | 350 orð

Sterkara tæki fyrir vinstri stefnu

MARGRÉT Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins er mjög ánægð með niðurstöðu landsfundarins um helgina og með þá afgerandi niðurstöðu sem hún sagði að tillaga hennar og Jóhanns Geirdal um samfylkingu vinstri manna hafi fengið. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 473 orð

Stofnun nýs stjórnmálafélags undirbúin

STEINGRÍMUR J. Sigfússon alþingismaður og allir félagsmenn í Alþýðubandalagsfélagi Þórshafnar og nágrennis, 38 að tölu, sögðu sig úr Alþýðubandalaginu á fundi sem haldinn var á Þórshöfn í gærkvöldi. Að sögn Steingríms var eftir lok fundarins skipuð nefnd til að undirbúa stofnun nýs stjórnmálafélags vinstri manna. "Það er ljóst að þetta kraftmikla fólk hér er ekki hætt í pólitík. Meira
7. júlí 1998 | Miðopna | 261 orð

Svavar GestssonFlokkurinn er í miklum vanda

SVAVAR Gestson alþingismaður fór að eigin sögn inn á aukalandsfundinn með það að leiðarljósi að halda flokknum saman. Svavar studdi tillögu Steingríms J. Sigfússonar á fundinum. "Ég lagði áherslu á að tillagan sem samþykkt var yrði þannig að hún opnaði fyrir sameiginlegt framboð og einnig hvatti ég til þess að nýjar leiðir yrðu skoðaðar og nýjar hugmyndir ræddar. Meira
7. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 27 orð

Söngvaka

SÖNGVAKA verður í Minjasafnskirkjunni á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöld og einnig næsta fimmtudagskvöld. Flutt verða sýnishorn íslenskrar tónlistarsögu, sálmar og eldri sönglög. Dagskráin stendur í klukkustund. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Tengivagn valt og rann eftir veginum

TENGIVAGN vöruflutningabíls valt skammt frá Sauðárkróki á sunnudag og rann nokkra metra eftir veginum. Loka þurfti þjóðveginum í tvær og hálfa klukkustund vegna atviksins og var umferðinni beint aðra leið. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 310 orð

Tímabært að stíga raunhæf skref

"MÉR líst ágætlega á þessa niðurstöðu," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjór, um samþykkt Alþýðubandalagsins um sameiginlegt framboð með Alþýðuflokki. "Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þessir A-flokkar og Kvennalistinn eigi að reyna hvort þeir geti náð saman. Það er búið að tala um þetta árum saman og tímabært að menn stigi einhver raunhæf skref." Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 455 orð

Tímaritið Der Spiegel fjallar um Íslenska erfðagreiningu

"Er maðurinn snillingur, brjálaður, hættulegur eða allt þetta?" spyr þýska tímaritið Der Spiegelí grein um Íslenska erfðagreiningu og forstjóra hennar, Kára Stefánsson. Greinin birtist í gær en hafði verið aðgengileg á alnetinu frá því um helgina. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Umferðaröryggisfulltrúar taka til starfa

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands og Umferðarráð standa saman að verkefninu "Umferðaröryggisfulltrúar í alla landshluta", en markmið þess er að leita nýrra leiða til að koma í veg fyrir umferðarslys og bæta umferðarmenningu. Á sl. ári stóðu félögin í fyrsta sinn að þessu verkefni með ráðningu umferðaröryggisfulltrúa á Suðurlandi. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 210 orð

Ungliðahreyfingin heil og óskipt á bak við tillöguna

BJÖRGVIN Sigurðsson talsmaður Grósku og miðstjórnarmaður í Alþýðubandalaginu fagnar því að tillaga Margrétar Frímannsdóttur og Jóhanns Geirdal hafi verið samþykkt á fundinum. "Það kom fram mikill meirihlutavilji með tillögu þeirra," sagði Björgvin og sagðist ekki hafa trú á að flokkurinn klofnaði eftir fundinn. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 500 orð

Vegur að markaðssetningu fyrirtækisins

KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist aldrei hafa séð sams konar persónulegar aðdróttanir í tímariti af þessari gerð eins og í nýjasta tölublaði Der Spiegel. Hann kveðst þó ekki áforma nein sérstök viðbrögð. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 465 orð

Veiði víða að glæðast mikið

MIKIL veiði hefur verið síðustu daga í "bæjarlækjunum" Korpu og Leirvogsá, sérstaklega var sunnudagurinn gjöfull, en þá veiddust 20 laxar í Leirvogsá og 16 í Korpu. Í báðum ánum er aðeins veitt með tveimur stöngum. Þá hafa Elliðaárnar tekið vel við sér og gáfu 100. laxinn um helgina. Þá voru komnir 435 laxar um teljarann, en á sama tíma í fyrra voru komnir 79 laxar á land og 348 laxar um Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 334 orð

Vel kveðin öfugmælavísa

HJÖRLEIFUR Guttormsson er andvígur tillögu formanns og varaformanns Alþýðubandalags sem lögð var fram á fundinum. Hjörleifur, sem sagði sig formlega úr flokknum á fundinum, telur að tillagan endurspegli ekki að fullu vilja fólksins í baklandi flokksins, kjósenda. Hjörleifur segir að ástæða úrsagnar sinnar úr flokknum sé samlag hans með Alþýðuflokknum, eins og hann orðar það. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 237 orð

Verið að leggja Alþýðubandalagið niður

"ÞETTA eru að mínu mati mikil tíðindi í íslenskum stjórnmálum," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, þegar niðurstaða Landsfundar Alþýðubandalagsins var borin undir hann. "Maður upplifir þetta eins og verið sé að leggja Alþýðubandalagið niður og hluti af því fólki sé að ganga til samstarfs við Alþýðuflokkinn og mér sýnist það vera mikið á þeirra forsendum." Meira
7. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Verksummerki

TITA Heidecker opnaði síðasta laugardag sýningu á verkum sínum á Café Karólínu á Akureyri. Hún er fædd í Þýskalandi 1956 og dvaldist í gestavinnustofu Gilfélagsins í júní síðastliðnum. Verk hennar eru unnin á þeim tíma, í teþrykki og með sígarettum. Sýningin ber yfirskriftina Verksummerki. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 858 orð

Vilja heiðra minningu frumkvöðuls í íslenskri flugsögu Nafn Alfreðs Elíassonar, eins stofnenda Loftleiða, er sjötta nafn

BOEING 747-100 þotu flugfélagsins Atlanta, TF-ABG, var á sunnudag gefið nafn Alfreðs Elíassonar, eins stofnenda Loftleiða, við athöfn á Keflavíkurflugvelli. Forráðamenn Atlanta segjast með þessu vilja heiðra minningu Alfreðs, sem eins af frumkvöðlum í íslenskri flugsögu, Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Vinnustofa flytur starfsemi sína

GRAFÍKFÉLAGIÐ Áfram veginn hefur flutt vinnustofu sína að Laugavegi 1, bakhúsi. Eftirtaldir listamenn eru þar með myndir til sýnis og sölu: Anna G. Torfadóttir, Guðný Björk Guðjónsdóttir, Iréne Jensen, Kristín Pálmadóttir, Marilyn Herdís Mellk, Sigríður Anna E. Nikulásdóttir og Þórdís E. Jóelsdóttir. Vinnustofan er opin frá kl. 10­18 alla virka daga. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 688 orð

Yfir hundrað hljóðfæraleikarar á sviðinu

Orkester Norden eða Norræna hljómsveitin, sem er sinfóníuhljómsveit ungs fólks, verður með tónleika í Háskólabíói 10. júlí næstkomandi. Þar leikur á annað hundrað hljóðfæraleikara frá öllum Norðurlöndunum. Katrín Árnadóttir er verkefnisstjóri hljómsveitarinnar á Íslandi. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Þriggja bíla árekstur vegna framúraksturs

HARÐUR árekstur þriggja bíla varð við Dalsmynni í Norðurárdal á sunnudagskvöld. Þrír bílar skullu saman þegar fólksbíll rakst á jeppabifreið við framúrakstur með þeim afleiðingum að hún snerist og lenti á annarri jeppabifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Sú bifreið var með hestakerru í eftirdragi sem í voru tvö hross. Þau sakaði ekki við áreksturinn. Meira
7. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Ættarmót á Bíldudal

AFKOMENDAMÓT niðja prófastshjónanna í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp, þeirra Páls Ólafssonar (1850­1928) og Arndísar Pétursdóttur Eggerz (1858­1937) verður haldið á Bíldudal helgina 11.­12. júlí en sr. Páll sat í Vatnsfirði frá árinu 1900 til ársins 1928. Bíldudalur tengist ættlegg þeirra hjóna mjög því þar settust mörg börn þeirra að og stofnuðu þar eigin heimili. Meira

Ritstjórnargreinar

7. júlí 1998 | Staksteinar | 341 orð

»3/4 eldri borgara undir 100 þúsundum 80% eldri borgara hafa árstekjur á bi

80% eldri borgara hafa árstekjur á bilinu hálf til heil milljón króna. Aðeins rúmlega 20 af hundraði hafa mánaðartekjur yfir hundrað þúsund krónum. Skipting tekna Páll Gíslason, formaður FEB, skrifar í fréttabréf eldri borgara um skýrslu forsætisráðherra um kjör eldri borgara. Meira
7. júlí 1998 | Leiðarar | 665 orð

SAMEINING VINSTRI MANNA

Sameining vinstri manna í eina öfluga stjórnmálahreyfingu hefur verið markmið fjölmargra forystumanna á vinstra væng stjórnmálanna í sjötíu ár eða allt frá því, að Kommúnistaflokkur Íslands var stofnaður og fyrsti klofningurinn varð í Alþýðuflokknum. Þeir hafa ekki haft erindi sem erfiði. Til þess hafa legið margar ástæður. Meira

Menning

7. júlí 1998 | Menningarlíf | 193 orð

Alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku FJÖGURRA vikna alþj

FJÖGURRA vikna alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku hófst mánudaginn 6. júlí í Háskóla Íslands. Heimspekideild og Stofnun Sigurðar Nordals gangast fyrir námskeiðinu. Kennarar við skor í íslensku fyrir erlenda stúdenta sinna íslenskukennslunni en stofnunin annast skipulagningu. Þetta er í tíunda skiptið sem stofnunin sér um undirbúning námskeiðsins og forstöðumaður hennar stjórnar því. Meira
7. júlí 1998 | Menningarlíf | -1 orð

"Andrými listamanna"

MARGUR mun kannast við sérkennilega húsið sem markar Bergstaðastræti 74 og 74A, þar sem þeir bjuggu frá 1927, listmálararnir Ásgrímur Jónsson og Jón Stefánsson. Ásgrímur alla tíð þar til hann lést á árinu 1958, en Jón Stefánsson flest sumur, að stríðsárunum 1939­45 undanskildum, og svo til alveg síðustu árin sem hann lifði, en hann lést 1962. Meira
7. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 326 orð

Armageddon forsýnd á Íslandi

STÓRMYNDIN Armageddon var forsýnd í Bíóborginni á laugardaginn en hún verður frumsýnd á föstudaginn. Margt var um manninn á sýningunni og boðið var upp á veglegar veitingar enda um eina af stóru myndum ársins að ræða. Meira
7. júlí 1998 | Tónlist | 692 orð

Ballöðumeistarinn Jarrett

Keith Jarrett, píanó, Garry Peacock, bassa, og Jack DeJohnette, trommur. It Could Happen To You, Never Let Me Down, Billie's Bounce, Summer Night, I'll Remember April, Mona Lisa, Autum Leaves, Last Night When We Were Young/Caribbean Sky, John's Abbey, My Funny Valentine/Song. Hljóðritað á tónleikum í Tókýó 30. mars 1996. Útgefið af ECM 1998. Dreifing Japis. Verð kr. 1998. Meira
7. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 199 orð

Demi við dánarbeð móður sinnar MÓÐIR leikkonun

MÓÐIR leikkonunnar Demi Moore, Virginia Guynes, lést úr krabbameini á dögunum, aðeins 54 ára gömul. Moore var við dánarbeð móður sinnar og hafði síðastliðna þrjá mánuði eytt miklum tíma með móður sinni en þær höfðu ekki talast við í mörg ár. Skammt er síðan Demi Moore og Bruce Willis tilkynntu um skilnað sinn og því skammt stórra högga á milli hjá leikkonunni. Meira
7. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 40 orð

Fjölhæfur fótboltakappi KRÓATÍSKI knattspyrnumaðurin

Fjölhæfur fótboltakappi KRÓATÍSKI knattspyrnumaðurinn Slaven Bilic nýtti sér stund mili stríða og spilaði á gítarinn sinn í verslun í Vittel í Frakklandi daginn áður en Króatía spilaði við Þýskaland í 8 liða úrslitum HM. Bilic spilar einnig með enska liðinu Everton. Meira
7. júlí 1998 | Tónlist | -1 orð

Friðsælir tónleikar

Karsten Jensen, orgelleikari við Mattheusar-kirkjuna í Kaupmannahöfn, flutti orgelverk eftir Lebégue, J.S. Bach, Hartmann, Madsen, Franck og Widor. Sunnudaginn 5. júlí. FYRSTU tónleikarnir undir yfirskriftinni "Sumarkvöld við orgelið" voru haldnir sl. sunnudag í Hallgrímskirkju. Meira
7. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 137 orð

Fyrsta vínþjónakeppnin haldin

VÍNÞJÓNAKEPPNI var haldin á Hótel Sögu á dögunum á vegum Champagne Ruinart, sem er elsta starfandi kampavínshús í heimi. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin á Íslandi, en sigurvegarinn tekur þátt í Evrópukeppninni sem verður innan skamms. Keppnin skiptist í fræðilega þekkingu, blindsmökkun og vínhellingu. Meira
7. júlí 1998 | Tónlist | 526 orð

Gröndal geysist fram

Haukur Gröndal altósaxófónn, Gunnar Hrafnsson bassa, Einar Valur Scheving trommur ásamt Ólafi Jónssyni tenórsaxófón.Sölvasalur Sólons Íslandusar 1. júlí. HAUKUR Gröndal er einn af þeim ungu og efnilegu djassleikurum sem numið hafa við djassdeild Tónlistarskóla FÍH. Þaðan lauk hann lokaprófi í fyrravor og síðan hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði m.a. Meira
7. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 228 orð

Hégómi er eldri en menn töldu FYRIR 40 árum fundus

FYRIR 40 árum fundust um 20 fornir skór í helli við árbakka Missouri-árinnar í Bandaríkjunum. Þar sem þeir voru allir í bendu reyndist erfitt að aldursákvarða þá þar til fyrir stuttu þegar sérfræðingar í Missouri- og Louisiana- háskólunum notuðu geislakol til greiningarinnar. Gerðu menn nú þá stórkostlegu uppgötvun að tískan kom mun fljótar til sögunnar en talið hefur verið hingað til. Meira
7. júlí 1998 | Menningarlíf | -1 orð

Íslensk yrkisefni á vefmynda sýningu

Íslensk yrkisefni á vefmynda sýningu VEFLISTAKONAN Maria Uhlig opnaði vefmyndasýninguna "Norræn áhrif" í Perlunni á laugardaginn. Á sýningunni eru 50 myndir af íslensku og norrænu landslagi eins og það birtist listakonunni. Meira
7. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 66 orð

Ísrael 50 ára

Ísrael 50 ára Í ÁR eru 50 ár liðin frá stofnun Ísraelsríkis, og eru Ísraelsmenn sífellt að fagna því, og er þegnum gert margt til skemmtunar. Nýlega fengu þeir að njóta flugsýningar sem vakti mikla athygli. Á meðfylgjandi mynd er flugmaður að senda reykör í gegnum hjartað sem tveir félagar hans hafa þegar myndað. Meira
7. júlí 1998 | Skólar/Menntun | 1674 orð

Í ævintýraskóla hjá skátum Skátastarfið skilar ekki aðeins þekkingu heldur raunverulegri ánægju Við segjum oft að það skipti

ÞEGAR skólum lýkur að vori hefjast ýmis sumarnámskeið fyrir börn og unglinga. Mörg þeirra veita góða fræðslu og undirbúning fyrir lífið þótt sjaldan sé litið í bók meðan á þeim stendur. Skátafélagið Ægisbúar, Meira
7. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 363 orð

Munaðarlaus systkini í daglegu amstri

ÞÆTTIRNIR "Party of Five" hófu göngu sína á Stöð 2 fyrir skömmu en þeir voru frumsýndir í Bandaríkjunum um haustið árið 1994. Þrátt fyrir góða dóma hafa þættirnir þau þrjú ár sem þeir hafa verið sýndir ávallt verið í hættu um að sýningum á þeim yrði hætt vegna takmarkaðs áhorfendafjölda, Meira
7. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 1285 orð

NORMAN JEWISON EINS og áður hefur komið fram

NORMAN JEWISON EINS og áður hefur komið fram á þessum síðum, var sjöundi áratugurinn mikil gósentíð fyrir kvikmyndaáhugamenn. Bíófíklar spruttu upp eins og gorkúlur. Enda voru það margir og góðir menn sem lögðu hönd á plóginn. Einn þeirra var Kanadamaðurinn Norman Jewison, sem kom með hverja gæðamyndina á fætur annarri. Meira
7. júlí 1998 | Menningarlíf | 52 orð

Norma sýnir teikningar

NORMA E. Samúelsdóttir sýnir um þessar mundir um 400 teikningar sem hún hefur gert á síðastliðnum 20 árum, að Miklubraut 16, 2. hæð. Sýninging er opin milli kl. 14 og 16 og kl. 20 til 22 á kvöldin. Lokað á sunnudögum. Sýningunni lýkur 15. júlí. NORMA við nokkur verka sinna. Meira
7. júlí 1998 | Menningarlíf | 69 orð

Norskur kór í Norræna húsinu

BLANDAÐUR kór frá Hareid, Sunnmæri í Noregi er staddur á landinu um þessar mundir. Kórinn efnir til söngskemmtunar í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Söngstjóri er Johan H. Grimstad, kórstjóri og sönglagahöfundur. Dagskráin er fjölbreytt og mest áhersla lögð á að kynna landið og norsk alþýðulög. Sýndar verða litskyggnur jafnhliða tónlistarflutningnum. Meira
7. júlí 1998 | Menningarlíf | 177 orð

Nýjar bækurLÍFIÐ í jafnvægi ­ t

LÍFIÐ í jafnvægi ­ tíu skref til betri líkama og betra lífs er eftir Bob Greene og Oprah Winfrey. Í kynningu segir: "Viltu hafa stjórn á lífi þínu og viktinni. Hver getur svo betur hjálpað þér betur en Oprah Winfrey, sem hefur sjálft reynt alla hugsanlega megrunarkúra og hefur lést og þyngst á víxl. Meira
7. júlí 1998 | Menningarlíf | 130 orð

Nýjar bækur STATTU með þér

STATTU með þér heitir nýútkomin sjálfshjálparbók eftir Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðing. Í kynningu segir: "Í bókinni eru kenndar aðferðir sem hafa hjálpað mörgum til að ná árangri og auknu jafnvægi í líf sitt. Meira
7. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 199 orð

Paula Yates nær sér ekki

BRESKA sjónvarpsstjarnan Paula Yates sem var unnusta ástralska söngvarans í INXS, Michael Hutchence sem hengdi sig í nóvember sl., er mjög þungt haldin andlega. Nýlega fann vinur hennar hana illa þjakaða í íbúð hennar í London, og lét flytja hana á sömu sjúkrastofu og hún jafnaði sig á eftir að hafa fengið taugaáfall í apríl sl. Meira
7. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 241 orð

Seinfeld mættur með grínið

GRÍNISTINN Jerry Seinfeld mætti til landsins rétt fyrir hádegi í gær, en hann verður með "uppistand" í Háskólabíói á miðvikudag og fimmtudag. Seinfeld var léttur og hress við komuna og sagðist hafa fregnir af því að grínskortur væri á Íslandi og ætlaði hann að kippa því í liðinn. Meira
7. júlí 1998 | Myndlist | -1 orð

Sjónar brot

Opið alla daga frá kl. 14­18. Einnig innangengt frá veitingastofu milli kl. 11 og 23. Til 12. júlí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er ágengt sjónarspil sem blasir við gestinum er inn í sal Hornsins er komið, einnig þeim vegfarendum er litið verður inn um gluggana. Líkist hreinni innsetningu og verður trúlega mörgum eftirminnilegasti þátturinn er frá er horfið. Meira
7. júlí 1998 | Tónlist | -1 orð

Skemmtilegar og lifandi tónlínur

Flutt voru verk eftir Mist Þorkelsdóttur, Báru Grímsdóttur og Karólínu Eiríksdóttur. Flytjendur: Áshildur Haraldsdóttir og Unnur Vilhelmsdóttir. Sunnudagurinn 5. júlí, 1998. TÓNLEIKARNIR hófust á þremur verkum fyrir einleiksflautu eftir Mist Þorkelsdóttur er bera heitið Rún, Við stokkinn og Krummavísa, Verkin eru samin á átta ára tímabili og það síðastnefnda 1996. Meira
7. júlí 1998 | Menningarlíf | 18 orð

Sýningu lýkur Edinborgarhúsið Ísafirði MÁLVERKAS

Sýningu lýkur Edinborgarhúsið Ísafirði MÁLVERKASÝNINGU Hrefnu Lárusdóttur í Edinborgarhúsinu á Ísafirði lýkur á morgun, miðvikudaginn 8. júlí, kl. 18. Meira
7. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 487 orð

Söngleikurinn Grease frumsýndur

Á FÖSTUDAGINN var hinn vinsæli söngleikur Grease frumsýndur í Borgarleikhúsinu við mikil fagnaðarlæti vel stemmdra áhorfenda. Leikarar og aðrir aðstandendur gátu vart óskað sér betri áhorfenda því þeir voru svo ákveðnir í að skemmta sér að fagnaðarlæti hófust þegar fyrir sýningu. Og ekki ollu Sandy, Danny og félagar þeim vonbrigðum. Meira
7. júlí 1998 | Tónlist | 1003 orð

Þeir svölustu ­ Getz og Baker

Stan Gets tenórsaxófón, Chet Baker trompet og söngur, Jim McNeily píanó, George Mraz bassa, Victor Lewis trommur. Diskur eitt: Stablemates, We'll Be Together Again, On The Up And Up, How Long Has This Be Going On, O Grande Amor, Just Friends. Tími: 55.20. Meira
7. júlí 1998 | Menningarlíf | 188 orð

Þriðjudagstónleikar í Iðnó

STEINUNN Birna Ragnarsdóttir píanóleikari og Martynas Svégzda von Bekker fiðluleikari koma fram á tónleikaröð Iðnó í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá þeirra eru m.a. umskriftir Kreislers á verkum Brahms, Dvoráks, og Manuel de Falla. "Efnisskráin samanstendur af fjölda smáverka og þekktum laglínum frá upphafi aldarinnar," segir Steinunn Birna. Meira
7. júlí 1998 | Menningarlíf | 160 orð

Þriðjudagstónleikar í Sigurjónssafni.

GÍTARLEIKARINN Kristján Eldjárn leikur á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, 7. júlí kl. 20.30. Á efnisskrá Kristjáns eru Marlborough-tilbrigðin eftir Fernanando Sor, Fiðlusónata nr. 2 eftir Bach, El Decamerón negro eftir Leo Brouwer og Fjórar stemmningar eftir Jón Ásgeirsson frá árinu 1992. Meira

Umræðan

7. júlí 1998 | Aðsent efni | 760 orð

Alþýðubandalagið eftir landsfund ­ ónýtt tæki?

VIÐBRÖGÐ við þeirri ákvörðun nær þriggja fjórðu hluta landsfundar Alþýðubandalagsins að stefna að sameiginlegu framboði með Alþýðuflokki og Samtökum um kvennalista hafa verið ótrúleg af hálfu sumra flokksmanna og tengdra aðila. Margt skrýtið hefur verð sagt í því sambandi og eru sumar yfirlýsingarnar vægast sagt byggðar á misskilningi. Meira
7. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 811 orð

"Helgar kindir" ­ upphafsorð Eddu Frá Þorsteini Guðjónssyni: "HL

"HLJÓÐS bið ek allar / helgar kindir / meiri ok minni / mögu Heimdallar / vildu-at Valfaðir / vel fyr teljak / forn spjöll fira / þau er fremst of man." Þannig var oss ungum kennt að fara með Völuspá, hið stórbrotnasta allra stórra kvæða og þó um leið hið þýðasta og ljúfasta, ef rétt er á litið. Meira
7. júlí 1998 | Aðsent efni | 766 orð

Hentifáni ­ hvað er það?

HERFERÐ Alþjóðasambands flutningaverkamanna, ITF, gegn hentifánum hefur staðið í hálfa öld. Eflaust velta margir fyrir sér hvað hentifáni er. Af hverju er þessi fáni einmitt hentifáni og ekki einhver annar? Ég ætla að reyna að lýsa því hvað hér er um að ræða. Útflöggun Fyrst og fremst er um að ræða svokallaða útflöggun. Meira
7. júlí 1998 | Aðsent efni | 414 orð

Kjarabót á kostnað virðingar

FRAM til þessa dags hef ég horft uppá það að kjarasamningar hafa lítið gefið í aðra höndina þrátt fyrir mikla og oft langa baráttu. Nú stend ég frammi fyrir því að þeir gefa ekki einungis lítið í aðra höndina heldur get ég ekki starfað áfram sem fullgildur hjúkrunarfræðingur. Meira
7. júlí 1998 | Aðsent efni | 387 orð

Ólögleg borgarstjórn

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ætti að taka sér eitthvað annað fyrir hendur (ég veit reyndar ekki hvað) en að útskýra lögfræði fyrir almenningi. Það gerir hún hins vegar í Morgunblaðinu sl. sunnudag af vanþekkingu og yfirlýsingahroka. Meira
7. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 578 orð

Serbar og sannmæli Frá Gunnari Hólmsteini Ársælssyni: FÖSTUDAGIN

FÖSTUDAGINN 19. júní birtist í Morgunblaðinu lesendabréf frá Rúnari Kristjánssyni, Skagaströnd, undir fyrirsögninni "Látum Serba njóta sannmælis". Í greininni kvartar Rúnar yfir óréttlæti í umfjöllun um Serba, vegna stríðsins í fyrrverandi Júgóslavíu frá 1991­1995. Sakar hann m.a. fjölmiðla um "miskunnarlausa og mjög svo hlutdræga umfjöllun" um ástandið í þeim lýðveldum sem mynduðu Júgóslavíu. Meira
7. júlí 1998 | Aðsent efni | 749 orð

Sjálfsbjargarheimilið 25 ára

Við höfum séð umtalsverðan árangur, segir Guðrún Erla Gunnarsdóttir, í þessari afmælisgrein um Sjálfsbjargarheimilið. Í DAG, þriðjudaginn 7.júlí 1998, eru 25 ár frá því að Sjálfsbjargarheimilið að Hátúni 12 í Reykjavík tók til starfa. Meira
7. júlí 1998 | Aðsent efni | 593 orð

"Um ástand kennslumála í stærðfræði"

ÉG VAR að lesa greinarkorn í Morgunblaðinu 17. júní eftir Albert H.N. Valdimarsson, stærðfræðikennara við Flensborgarskólann í Hafnarfirði: "Um ástand kennslumála í stærðfræði." Þar vísar hann til og tekur undir ummæli, sem hann eignar Eggert Briem, um það hvernig færa megi til betri vegar "ástand kennslumála í stærðfræði". Meira

Minningargreinar

7. júlí 1998 | Minningargreinar | 252 orð

Alda Jenný Jónsdóttir

Tengdamóðir mín elskuleg er látin, eftir fremur erfið síðustu ár ævi sinnar, en hana hrjáði alzheimer. Ég kynntist Jenný fyrir um 30 árum er ég kom í fyrsta skipti inn á Réttarholtsveg með syni hennar. Þar var mér tekið opnum örmum og allar götur síðan áttum við mjög góð samskipti svo ekki bar skugga á. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 298 orð

Alda Jenný Jónsdóttir

Hún amma mín hefur nú kvatt þessa jarðvist og öðlast hvíld á himnum en hún hefur verið alzheimerssjúklingur sl. ár. Margs er að minnast frá mínum æskuárum. Amma var útivinnandi og vann þegar ég man eftir henni á Austurbæjarbarnum, því var mesta sportið að fara í þrjúbíó á sunnudögum og koma við hjá ömmu og alltaf laumaði hún til manns Opal eða öðru góðgæti sem gott var að maula í bíó. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 281 orð

ALDA JENNÝ JÓNSDÓTTIR

ALDA JENNÝ JÓNSDÓTTIR Alda Jenný Jónsdóttir fæddist á Akureyri 22. júlí 1911. Hún lést á Elliheimilinu Grund 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Magnússon frá Pálshúsum í Reykjavík, f. 20. apríl 1865, d. 12. september 1921, hann var skósmiður og vélstjóri í Reykjavík, og Þórey Jónsdóttir frá Fjarðarhorni í Gufudalssveit, f. 28. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 166 orð

Gestur Oddleifs Rósinkarsson

Hann Gestur frændi er farinn eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Hann kvartaði aldrei og bar sig aldrei illa, þess vegna fór það fram hjá flestum okkar hversu veikur hann var þangað til hann var lagður inn á sjúkrahús. Hann hafði einstaka eiginleika til að bera, var gjafmildur, ástríkur og lítillátur og hélt ró sinni og stillingu undir öllum kringumstæðum. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 463 orð

Gestur Oddleifs Rósinkarsson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Margs er að minnast er við systkinin kveðjum kæran bróður, Gest Rósinkarsson, sem lést á Vífilsstaðaspítala að kveldi dags 29. júní sl. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 157 orð

Gestur Oddleifs Rósinkarsson

Mig langar að minnast ástkærs frænda míns Gests Oddleifs Rósinkarssonar. Gestur var mikið ljúfmenni og gott að tala við hann, það voru margar góðar stundir sem við áttum saman yfir kaffibolla og ræddum um hin ýmsu málefni. Áhugamál Gests var fyrst og fremst brids og átti hann þar góða spilafélaga sem hann mat mjög mikils, einnig hafði hann yndi af því að ferðast. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 170 orð

GESTUR ODDLEIFS RÓSINKARSSON

GESTUR ODDLEIFS RÓSINKARSSON Gestur Rósinkarsson var fæddur á Sandeyri á Snæfjallaströnd 23. ágúst 1920. Hann lést á Vífilsstöðum 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jakobína Gísladóttir, f. 31. maí 1896, d. 24. apríl 1960 og Rósinkar Kolbeinsson, f. 24. júní 1891, d. 5. nóvember 1956. Systkini Gests eru Ólafur, f. 28. september 1917, d. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 437 orð

Jóna Þorleifsdóttir

Friður ­ var það sem andlit Frænku endurspeglaði síðastliðinn föstudag er hún var kistulögð að viðstöddum sínum nánustu. Eftir margra ára sjúkralegu fékk hún loksins að leggjast á koddann í hinsta sinn. Það var auðséð að henni leið vel. Hún hafði lifað langan dag, tæp 90 ár, og nú var farið að kvölda. Kominn tími til að hvílast. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 568 orð

Jónína Sigrún Þorleifsdóttir

Lilla systir er dáin. Ævi hennar er orðin löng, lengri en nokkurs annars í mínum ættum. Hún þráði að komast burt úr þessari jarðvist, eftir að hún hafði misst ástvini sína, þá sem henni voru kærastir. Nú hefur hún loks komist þangað. Því þarf sorgin ekki að vera ríkjandi í hugum okkar, sem eftir stöndum, heldur söknuður. Ég og sonur hennar, Hörður, vorum sem bræður á Ljósvallagötunni. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 138 orð

JÓNÍNA SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR

JÓNÍNA SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR Jónína Sigrún Þorleifsdóttir fæddist í Akri á Eyrarbakka 4. október 1908. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykajvíkur 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorleifur Guðmundsson frá Stóru-Háeyri og Hannesína Sigurðardóttur frá Akri. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 447 orð

Ragnar A. Þorsteinsson

Ragnar afi var 93 ára þegar hann lést. Samt var tungutakið hið sama, óvenjulega skýrt og skipulegt, orðaforðinn mikill. Allt fram til síðustu stundar hélt hann þeirri venju síðustu æviáranna að lesa í hálftíma á hverju kvöldi smásögur íslenskra höfunda. Þá voru lengri sögur farnar að þreyta hann og þyngri í höndum öldruðum manni. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 395 orð

Ragnar A. Þorsteinsson

Nú hefur afi lagt í sína hinstu ferð; ferðina sem á fyrir okkur öllum að liggja. Ekki er nema rúmur mánuður síðan, á 93. afmælisdegi hans, að við rifjuðum upp Íslandssöguna og ræddum saman um Guðbrand biskup, Jón sænska Matthíasson og fleiri merkismenn. Stoltið, að eiga þá að forfeðrum, leyndi sér ekki í augum hans. Afi rifjaði einnig upp sín fyrstu kynni af ömmu, sem honum þótti svo vænt um. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 332 orð

RAGNAR A. ÞORSTEINSSON

RAGNAR A. ÞORSTEINSSON Ragnar Andrés Þorsteinsson fæddist í Byggðarholti við Eskifjörð 11. maí 1905. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður (f. 18. des. 1875, d. 21. ág. 1962) Andrésdóttir, bónda á Vöðlum í Vaðlavík, og Þorsteinn, sjómaður og netagerðarmaður á Eskifirði (f. 19. apríl 1877, d. 11. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 584 orð

Sigurbjörn Þorbjörnsson

Hann Sigurbjörn er látinn. Í tæp 50 ár starfaði Sigurbjörn að skattamálum og á engan er hallað þótt fullyrt sé að hann hafi átt stærstan þátt í að móta það skattakerfi sem við höfum búið við á síðustu áratugum. Hann var fyrstur til að gegna embætti ríkisskattstjóra en því gegndi hann í tæp 24 ár. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 649 orð

Sigurbjörn Þorbjörnsson

Það var á haustdögum 1939, sem kynni okkar Sigurbjörns hófust, þegar hann innritaðist í Verzlunarskóla Íslands. Að vísu höfðum við lítillega kynnst áður í gegnum skátahreyfinguna, en hann og bræður hans þrír voru þá miklir máttarstólpar í skátafélaginu Væringjum. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 567 orð

Sigurbjörn Þorbjörnsson

Sigurbjörn Þorbjörnsson var fyrstur til að gegna embætti ríkisskattstjóra. Hann hóf störf á skattstofunni í Reykjavík vorið 1942, en hafði þá nýlokið prófi frá Verslunarskóla Íslands. Hann starfaði aftur á skattstofunni á árunum 1946 til 1951 eftir að hafa lokið viðskiptafræðiprófi frá University of Minnesota í Bandaríkjunum. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 538 orð

Sigurbjörn Þorbjörnsson

Við andlát Sigurbjörns Þorbjörnssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra, verður mér hugsað með þakklæti í huga til áranna sem ég vann undir hans stjórn á skrifstofu ríkisskattstjóra. Er ég hóf að huga að starfi við lok náms við viðskiptadeild Háskóla Íslands var mér bent á að að laust starf væri hjá embætti ríkisskattstjóra sem þá var til húsa á Reykjanesbraut. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 355 orð

SIGURBJÖRN ÞORBJÖRNSSON

SIGURBJÖRN ÞORBJÖRNSSON Sigurbjörn Þorbjörnsson fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1921. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorbjörn Þorsteinsson trésmíðameistari í Reykjavík, f. 13. júlí 1886, d. 31. mars 1970, og Sigríður María Nikulásdóttir, f. 24. ágúst 1878, d. 10. desember 1928. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 327 orð

Sigurlín Gunnarsdóttir

Nú er hún amma mín dáin og minningarnar um samvistir okkar í þessu lífi streyma fram hver af annarri. Tilfinningin er skrýtin en ég veit að henni líður miklu betur núna og þjáningarnar eru liðnar hjá. Ég minnist þess þegar ég var lítil og dvaldi hjá ömmu og afa í Garðabænum. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 188 orð

SIGURLÍN GUNNARSDÓTTIR

SIGURLÍN GUNNARSDÓTTIR Sigurlín Gunnarsdóttir fæddist í Tobbakoti í Þykkvabæ 20. nóvember 1920. Hún lést 27. júní síðastliðinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnar Eyjólfsson frá Tobbakoti og Guðrún Jónsdóttir frá Bolholti. Sigurlín var elst af 9 systkinum. Hin eru: Jón Óskar, f. 3. mars 1922, Karl, f. 22. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 190 orð

UNNUR DÓRA GUNNLAUGSDÓTTIR HAGAN

UNNUR DÓRA GUNNLAUGSDÓTTIR HAGAN Unnur Dóra Gunnlaugsdóttir Hagan var fædd í Reykjavík 26. febrúar 1927. Hún lést í Toronto í Kanada 14. júní síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Gunnlaugs Einarssonar, læknis, f. 5. ágúst 1892, d. 5. apríl 1944, og Önnu Guðrúnar Kristjánsdóttur, f. 17. júlí 1900, d. 9. mars 1983. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 316 orð

Unnur Dóra Hagan

Við fylltumst söknuði og tómleika þegar símhringingin barst frá Kanada til að tilkynna okkur lát Unnu frænku. Hún sem var okkur alltaf svo nálæg í hug og hjarta, þrátt fyrir fjarlægð milli landa. Okkur verða ætíð minnisstæðar þær heimsóknir sem við höfum farið á ýmsum tímum til Kanada til að heimsækja Unnu og Eirík. Gestrisni þeirra og hlýtt viðmót var einstakt. Meira
7. júlí 1998 | Minningargreinar | 871 orð

Unnur Dóra Hagan

Ég var að koma frá útlöndum þegar ég frétti að Unnur Dóra Hagan hefði látist nokkrum dögum áður eftir stutta en erfiða baráttu við illkynja sjúkdóm. Ég fylltist harmi og söknuði í senn. Ég hafði haft takmörkuð kynni af Unni Dóru og Eiríki Hagan sem barn, en Unnur Dóra var systir Kristjáns heitins Gunnlaugssonar, tannlæknis, sem var mágur móður minnar. Meira

Viðskipti

7. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 202 orð

Aukinn styrkur á erlendum mörkuðum

ALÞJÓÐAVÆÐING og útflutningur á hugbúnaðarlausnum er meðal þeirra markmiða sem liggja að baki samstarfi og að hluta til sameiningu fyrirtækjanna Forritunar, Almennu Kerfisfræðistofunnar, Hópvinnukerfa og Tölvumynda að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
7. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 207 orð

ÐKaupþing hreppir húsnæðisbréf í útboði

HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur tekið sameiginlegu boði Kaupþings hf. og Kaupþings Norðurlands hf. í umsjón með sölu á húsnæðisbréfum fyrir 100 milljónir að söluverðmæti. Útboðið skiptist í tvo flokka. Annars er um að ræða 1. flokk 1996, jafngreiðslubréf til 24 ára og hins vegar 2. flokk 1996, jafngreiðslubréf til 42 ára. Myndin var tekin þegar samningur um sölu bréfanna var undirritaður. Meira
7. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 408 orð

ÐSkýrr hf. kaupir 10% hlut í Gagnalind hf.

SKÝRR hf. hefur keypt um 10% hlutabréfa í hugbúnaðarfyrirtækinu Gagnalind hf. Gagnalind sérhæfir sig í þróun sjúkraskrárkerfa fyrir heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstarfsmenn. Skýrr og Gagnalind hafa að undanförnu átt í viðræðum um mögulegt samstarf og segja forráðamenn fyrirtækjanna að þessi kaup marki upphafið að nánara samstarfi í framtíðinni. Meira
7. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 214 orð

Evrópsk skuldabréf styrkja stöðu sína

EVRÓPSK skuldabréf styrktu stöðu sína í gær vegna efasemda um stuðning Japana við efnahagsumbætur. Vantrúin gróf undan jeninu, en lokagengi hlutabréfa var misjafnt. Skuldabréf urðu athvarf fjárfesta þegar Hashimoto forsætisráðherra kvaðst ekki hafa heitið varanlegum skattalækkunum í ræðu í síðustu viku og aðeins átt við endurbætur í skattamálum. Meira
7. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Mikill halli á vöruskiptum við útlönd

VÖRUSKIPTAHALLI nam 2,8 milljörðum króna í maímánuði og það sem af er árinu er 15,1 milljarðs króna halli á vöruskiptum við útlönd, segir í frétt frá Hagstofunni. Í maímánuði voru fluttar út vörur fyrir rúma 11,7 milljarða króna og inn fyrir 14,6 milljarða króna fob. Vöruskiptin í maí voru því óhagstæð um 2,8 milljarða en í maí 1997 voru þau óhagstæð um 0,7 milljarða. Meira
7. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Olíuverð lækkar eftir árásir á Írana

OLÍUVERÐ á heimsmarkaði lækkaði á mánudag í kjölfar ásakana Venezúela í garð Írana um offramleiðslu og spádóma um verulega aukinn hráolíuútflutning frá Írak. Viðmiðunarverð lækkaði um 22 sent í 13,33 dollara tunnan síðdegis, en verðið hafði komizt hæst í 13,54 dollara. Meira
7. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 492 orð

Telja Flutningsjöfnunarsjóð hamla frjálsri samkeppni

FRAMKVÆMD laga nr. 103/1994, um flutningskostnað olíuvara, stangast á við þá meginreglu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið að einstaklingar og fyrirtæki í atvinnurekstri skuli heyja frjálsa samkeppni á eigin áhættu og án ríkisstuðnings. Þetta er mat stjórnenda Skeljungs hf. Meira

Daglegt líf

7. júlí 1998 | Neytendur | 103 orð

Bannaði auglýsingu á Egils orkudrykknum

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur bannað sjónvarpsauglýsingu á Egils orkudrykknum sem nýlega kom á markað. Að sögn Önnu Birnu Halldórsdóttur, starfsmanns Samkeppnisstofnunar, lét Sól-Víking á sínum tíma gera sjónvarpsauglýsingu sem sýnir botn þriggja dósa á hvítum grunni. Ein dósin rís upp sem er þá orkudrykkurinn Magic. "Ölgerð Egils Skallagrímssonar auglýsir orkudrykk sinn á nákvæmlega sama hátt. Meira
7. júlí 1998 | Neytendur | 874 orð

Stór tré flutt úr stað Sumar gróðrarstöðvar selja stór tré, sem sérstaklega eru ræktuð og meðhöndluð með það fyrir augum að

UNDIRBÚNINGUR fyrir gróðursetningu á stóru tré er lítill ef setja á niður tré sem sérstaklega hefur verið ræktað með flutning fyrir augum. Undirbúningur er öllu meiri ef tré er til dæmis flutt milli staða í garði eða tekið úr garði og flutt á annan stað. Meira

Fastir þættir

7. júlí 1998 | Fastir þættir | 296 orð

AV

LJÓST er að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefur nokkur áhrif á þátttöku í Sumarbridge 98. Miðvikudagskvöldið 1. júlí var frí í boltanum í Frakklandi og um leið var sett þátttökumet þegar 36 pör mættu til leiks og spiluðu eins kvölds Mitchell-tvímenning. Meira
7. júlí 1998 | Í dag | 33 orð

ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 7. j

ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 7. júlí, er sextugur Einar Þorbjörnsson, verkfræðingur, Einilundi 10, Garðabæ. Eiginkona hans er Astrid Kofoed-Hansen. Þau taka á móti gestum á heimili sínu frá kl. 18-20. Meira
7. júlí 1998 | Í dag | 604 orð

Er almenningur verðbólgudofinn? FYRIR fáum árum var verðbólgan hluti

FYRIR fáum árum var verðbólgan hluti af okkar daglega lífi. Menn voru orðnir svo samdauna verðbólgu að þeir voru orðnir dofnir. Menn hugsuðu bara um það eitt að hækka hraðar og meira en aðrir og dugði ekki til. Verðbólgunni var nánast útrýmt á einni nóttu í þjóðarsáttarsamningunum 1990. Það var í gangi viðleitni meðal fólks til að fylgjast með verðhækkunum og það eftirlit bar árangur. Meira
7. júlí 1998 | Fastir þættir | 698 orð

FLATSÓPUR­ Cytisus decumbensNr. 386

GARÐUR er í raun svo margt, hann er samspil gróðurs og dauðs efnis, svo sem timburs, grjóts eða steyptra flata. Allt myndar þetta eina heild og það er breytilegt frá einum garði til annars hvar áherslan liggur. Meira
7. júlí 1998 | Fastir þættir | 656 orð

Góður árangur á Norðurlandamóti

Norðurlandamótið í brids var haldið 30. júní til 4. júlí. Ísland tók þátt í opnum flokki og kvennaflokki. ÍSLAND varð í 2. sæti í opna flokknum á Norðurlandamótinu í brids sem lauk á laugardag og í 4. sæti í kvennaflokki. Íslendingar áttu raunar möguleika á sigri í mótinu með hagstæðum úrslitum í síðustu umferð, en Norðmenn tryggðu þá titilinn með öruggum sigri á Finnum. Meira
7. júlí 1998 | Í dag | 28 orð

Gullbrúðkaup. Oddný M. Waage

Gullbrúðkaup. Oddný M. Waage og Kjartan G. Waage, Skipasundi 37, Reykjavík, áttu 50 ára giftingarafmæli laugardaginn 4. júlí. Þau hafa einnig búið í 50 ára á sama stað. Meira
7. júlí 1998 | Í dag | 128 orð

Hallgrímskirkja.

EFNT verður til sumarferðar eldri borgara á vegum Dómkirkjunnar í dag, þriðjudaginn 7. júlí. Farið verður frá Dómkirkjunni kl. 13 stundvíslega. Ekið verður austur fyrir Fjall, um Þrengsli og um Óseyrarbrú, til Eyrarbakka þar sem gengið verður til kirkju, neytt kaffiveitinga og Húsið skoðað. Athugið að prentvilla var í Morgunblaðinu á sunnudaginn þar sem sagt var að þátttökugjald væri 7. Meira
7. júlí 1998 | Í dag | 28 orð

HLUTAVELTA STÚLKURNAR á myndinni heita Edda Lind Styrmisdóttir

HLUTAVELTA STÚLKURNAR á myndinni heita Edda Lind Styrmisdóttir, Linda Björk Þorsteinsdóttir og Karen Ösp Pálsdóttir. Þær efndu til hlutaveltu, söfnuðu 5.545 krónum og létu þær renna til Rauða krossins. Meira
7. júlí 1998 | Í dag | 627 orð

KRISTÍN A. Árnadóttir, aðstoðarkona borgarstjóra (og fyrrverand

KRISTÍN A. Árnadóttir, aðstoðarkona borgarstjóra (og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu) víkur orðum að Morgunblaðinu í grein hér í blaðinu sl. laugardag og segir m.a.: "Aðrir fjölmiðlar eru þó fyllilega þess virði að vera skoðaðir með tilliti til framgöngu sinnar fyrir kosningar. Meira
7. júlí 1998 | Fastir þættir | 94 orð

Melgerðismelar í GSM- samband

FARSÍMASAMBAND við Melgerðismela er komið gott í lag eftir að Landssíminn setti upp nýjan örbylgjusendi við innanverðan Eyjafjörð. Áður duttu GSM-símar út á Melgerðismelum en Jón Ólafur framkvæmdastjóri sagði það komið í gott lag og einnig hefði samband úr NMT-símum stórbatnað á svæðinu. Meira
7. júlí 1998 | Dagbók | 668 orð

Reykjavíkurhöfn: Dettifoss, Reykjafoss, Mælifell, Haukur

Reykjavíkurhöfn: Dettifoss, Reykjafoss, Mælifell, Haukur og Skógarfoss komu í gær. Togarinn Akureyrin og togarinn Sléttanes fóru í gær. Otto N. Þorláksson kemur í dag. Baldvin Þorsteinsson fer í dag á veiðar. Hafnarfjarðarhöfn: Rán kom af veiðum í gær. Meira
7. júlí 1998 | Fastir þættir | 763 orð

Sýnd veiði en ekki gefin

Opna mótið í Kaupmannahöfn hófst á laugardaginn. Það er liður í norrænu VISA-bikarkeppninni. STÓRMEISTARARNIR Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson hafa báðir unnið tvær fyrstu skákir sínar á Politiken Cup-skákmótinu, sem hófst í Kaupmannahöfn um helgina. Þátttakendur á mótinu eru 144, þar af 16 Íslendingar. Meira
7. júlí 1998 | Fastir þættir | 898 orð

Um söfn "Allt er að verða að safni; allt umhverfi, öll menning er að verða að safni; á endanum verður veruleikinn að safni,

Við höfum alltaf viljað trúa á frelsi listarinnar, rétt eins og við höfum viljað trúa á frelsi orðsins og tjáningarinnar yfirleitt; við höfum viljað trúa því að það sem við sköpuðum væri okkar framlag, orðið til í okkur sjálfum, óháð öllu og öllum. Meira

Íþróttir

7. júlí 1998 | Íþróttir | 108 orð

0:1Á 26. mínútu gaf Sturlaugur Haraldsson langa sendingu frá hægri kanti upp

0:1Á 26. mínútu gaf Sturlaugur Haraldsson langa sendingu frá hægri kanti upp að endamörkum vinstra megin nærri markteig Þróttar. Þaðan skallaði Jóhannes Karl Guðjónsson knöttinn fyrir markið og Þróttarinn Kristján Jónsson gerði slysalegt sjálfsmark er hann renndi sér fótskriðu í átt að markinu í tilraun sinni til að hreinsa frá. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 108 orð

0:1Fyrsta markið kom á 36. mínútu. Freyr Karlsson

0:1Fyrsta markið kom á 36. mínútu. Freyr Karlsson átti þá frábæra sendingu inn fyrir á Hallstein Arnarsson sem átti ekki í miklum erfiðleikum með að skora með hægri fæti í markhornið. 0:2Framarar fengu aukaspyrnu utan vítateigs, um 30 metra frá mark á 43. mínútu leiksins. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 142 orð

0:1Vilhjálmur Vilhjálmsson tók aukaspyrnu út við hæg

0:1Vilhjálmur Vilhjálmsson tók aukaspyrnu út við hægri kant rétt innan miðlínu á vallarhelmingi Grindavíkur og sendi inní vítateiginn vinstra megin. Grímur Alfreð Garðarsson tók við boltanum og skallaði hann fyrir markið þar sem Sigurbjörn Hreiðarsson var óvaldaður við stöngina hægra megin og átti ekki í erfiðleikum með að skalla í markið á 28. mínútu. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 68 orð

1. deild karla Fylkir - KVA1:2 Guðjón Gu

Fylkir - KVA1:2 Guðjón Guðjónsson (65.) ­ Boban Ristic (54.), Hallur Ásgeirsson (80.). Þór - Stjarnan1:2 Gunnar Guðmundsson, sjálfsmark (51.) ­ Björn Másson 2 (35., 48.). FH - Breiðablik1:2 Guðmundur Sævarsson (87.) - Atli Kristjánsson (44.), Ívar Sigurjónsson (88.). Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 262 orð

3:0-tapið á móti Króatíu e

3:0-tapið á móti Króatíu er stærsta tap Þýskalands í HM síðan 1954 þegar Þjóðverjar töpuðu 8:3 fyrir Ungverjum í riðlakeppninni. Þjóðverjar hefndu síðan ófaranna í úrslitum með því að vinna 3:2. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 331 orð

Allt er þá þrennt er

Jana Novotna féll á kné og grét af gleði þegar hún hafði tryggt sér sigur á Wimbledon-tennismótinu í útjaðri London á laugardag. Sú tékkneska, sem hafði tvívegis tapað í úrslitaleik í mótinu, lagði Nathalie Tauziat frá Frakklandi í tveimur settum, 6:4 og 7:6. Novotna hleypti óþarfa spennu í leikinn þegar hún virtist fá "sviðsskrekk" er hún var yfir, 5:3, í öðru settinu. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 500 orð

Arnór heilsaði Grindavík með marki

ARNÓR Guðjohnsen kom í fyrsta sinn til Grindavíkur í fyrra og sá þá bikarleik en í fyrrakvöld lék hann í Grindavík í fyrsta sinn og setti mark sitt á leikinn, skoraði beint úr aukaspyrnu utan af kanti skömmu fyrir hlé og kom Val í 2:0 en heimamenn jöfnuðu seint í síðari hálfleik. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 886 orð

Árangur Jóns Arnars í einstökum greinum

Fyrri keppnisdagur Hér á eftir fer árangur Jóns Arnars í einstökum greinum á Evrópubikarmótinu um helgina (stigin í sviga): 1. grein ­ 100 m hlaup Jón Arnar hljóp á 10,68 sekúndum (933 stig) og sigraði og Bjarni Þór Traustason varð annar á 10,94 sek. og bætti fyrri árangur sinn um 0,12 sek. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 398 orð

Á stöðugri uppleið

GÍSLI Sigurðsson landsliðsþjálfari var að vonum ánægður með árangurinn hjá Jóni Arnari og félögum hans. "Ég er mjög ánægður með Jón. Hann fékk tíu stigum meira en hann hefur gert best áður. Hann er í góðri æfingu, þetta lítur vel út og hann er á stöðugri uppleið. Ég er líka mjög ánægður með þessa tvo nýju keppendur, Bjarna Þór Traustason og Sigurð Karlsson. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 180 orð

Berti Vogts boðar breytingar

Berti Vogts, þjálfari Þýskalands, sagði að Þjóðverjar yrðu að læra af HM og byggja upp til framtíðar. "Hugsanlega verður þessi endir góður fyrir okkur. Við töpuðum allir en nú verðum við að læra að standa uppréttir á ný." Vogts treysti á eldri leikmenn í keppninni en þeirra tími var liðinn. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 115 orð

Bjarki Guðmundsson, Keflavík. Uni Arge, Leif

Bjarki Guðmundsson, Keflavík. Uni Arge, Leiftri. Baldur Bjarnason, Fram. Kristján Finnbogason, Bjarni Þorsteinsson, Þorsteinn Jónsson, Björn Jakobsson, KR. Kristinn Guðbrandsson, Marko Tanasic, Keflavík. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 270 orð

Blikar á toppinn

Breiðablik komst í efsta sæti fyrstu deildar með því að sigra FH-inga með tveimur mörkum gegn einu á Kaplakrikavelli í gærkvöld. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á lokamínútu fyrri hálfleiks sem að öðru leyti var tíðindalaus. Sigurður Grétarsson braust þá upp að endamörkum og sendi knöttinn fyrir markið, þar sem Atli Kristjánsson kom aðvífandi og skoraði af miklu harðfylgi. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 132 orð

Brandari

Christian Wörns sagði að ákvörðun dómarans um að senda sig af velli eftir brot á Davor Suker hefði verið brandari. "Maður fær ef til vill tvö tækifæri til að keppa á HM, kannski aðeins eitt, og í mínum huga var þetta brandari." Lothar Matth¨aus sagði að dómarinn hefði leikið stórt hlutverk en honum væri ekki einum um að kenna hvernig fór. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 712 orð

Breytingar til batnaðar

FRAMARAR unnu annan deildarsigur sinn í röð, þegar þeir lögðu lánlausa ÍR-inga 0:3 í Breiðholtinu á sunnudagskvöld. Gagngerar breytingar Ásgeirs Elíassonar, þjálfara, á liðinu eftir bikarskellinn gegn Þrótti skiluðu sínu og útlit er fyrir betri tíð í Safamýrinni. Mistök dómaratríósins settu þó ljótan svip á leikinn. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 518 orð

DÓMGÆSLA »Skilaboðin eru skýrtil dómara: Dæmiðeftir reglunum

Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu, efstu deild karla, er nú nálega hálfnuð og enn er ekki hægt að segja línur vera farnar að skýrast. Allir geta unnið alla og engin úrslit er hægt að gefa sér fyrir fram. Það gerir deildina nú einmitt svo spennandi og skemmtilega, segja sumir. Aðrir telja óstöðugleika liðanna dæmi um kreppu knattspyrnunnar hér á landi. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 465 orð

Enn eitt jafnteflið hjá KR

KR-ingar gerðu enn eitt jafnteflið á sunnudaginn, að þessu sinni mættu þeir Keflvíkingum og urðu lyktir þær að hvorugu liðinu tókst að gera mark. Þetta var áttunda umferð deildarinnar og hefur KR gert sex jafntefli en liðið er jafnframt það eina í deildinni sem ekki hefur tapað leik. Knattspyrnan sem liðin buðu uppá var langt frá því að vera góð og í raun var hún mjög léleg. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 967 orð

Evrópubikarkeppni 2. deildar í fjölþrautum Liðakeppni karla: 1. Ísland21.851 Jón Arnar Magnússon8.583 Bjarni Þór Traustason7.034

Liðakeppni karla: 1. Ísland21.851 Jón Arnar Magnússon8.583 Bjarni Þór Traustason7.034 Sigurður Karlsson6.234 2. Danmörk20.220 Morten Justesen7.036 Niels Uth6.643 Poul Gundersen6541 3. Belgía19.803 Serge De Smedt6.873 Bart Bras6.485 Pieter Ghesquiere6. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 149 orð

Eyjamenn eygja Bayern

Íslandsmeistarar ÍBV drógust á móti Júgóslavíumeisturum FK Obilic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en sigurvegarinn mætir Bayern München frá Þýskalandi í keppni um sæti í riðlakeppninni. Tapliðið úr þeim viðureignum fer í Evrópukeppni félagsliða. Eyjamenn eiga fyrst leik úti 22. júlí og svo heima 29. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 49 orð

Fá ekki að æfa á vellinum

Lið Brasilíu og Hollands fengu ekki að æfa á vellinum í Marseille fyrir undanúrslitaleikinn í kvöld. Bæði lið hafa leikið á vellinum, Brasilía á móti Noregi og Holland á móti Argentínu og Suður- Kóreu, en FIFA sagði ástæðuna fyrir banninu umhyggju fyrir vellinum. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 489 orð

Fimm sigrar á sex árum

BANDARÍKJAMAÐURINN Pete Sampras er ótrúlegur tennismaður. Hann hindraði enn frekari hátíðahöld í Króatíu í kjölfar velgengni knattspyrnuliðs þjóðarinnar er hann lagði Goran Ivanisevic í mögnuðum úrslitaleik Wimbledon-mótsins á sunnudag. Hann hefur því orðið Wimbledon-meistari fimm sinnum á sex árum. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 689 orð

Frábær árangur Jóns Arnars færði Íslendingum öruggan sigur

Evrópubikarkeppni 2. deildar í fjölþrautum frjálsra íþrótta fór fram á Laugardalsvelli um helgina. Valur B. Jónatansson fylgdist með keppninni og varð vitni að sigri íslenska karlaliðsins, sem flyst upp í 1. deild að ári, og miklum yfirburðum Jóns Arnars Magnússonar. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 402 orð

Getum farið alla leið

Aime Jacquet, landsliðsþjálfari Frakklands, er sannfærður um að lið hans geti tryggt Frakklandi heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn. "Við getum ekki hætt núna. Við getum enn gefið þjóðinni mikið og ég er sannfærður um að við getum farið alla leið. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 81 orð

Guðrún töluvert frá sínu besta

GUÐRÚN Arnardóttir keppti í 400 metra grindahlaupi á Grand Prix móti í frjálsíþróttum í Linz í Austurríki á sunnudag. Hún hljóp vegalengdina á 56,37 sek. og hafnaði í 7. sæti. Sigurvegari var Tatyana Tereshchuk frá Úkraínu á 53,67 sek. Heimsmethafinn, Kim Batten frá Bandaríkjunum, varð önnur á 53,70 sek. og Yekaterina Bakhovalova, Rússlandi, þriðja á 54,76 sek. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 328 orð

GUNNAR Ásgeirsson sý

GUNNAR Ásgeirsson sýndi snilldartakta undir stýri í tímaþraut keppninnar og náði langbesta tíma. Hann er reyndur á öflugum mótorhjólum, m.a. úr kvartmílu. Sumir töldu að í tímabrautinni hefðiGunnar ímyndað sér að hann væri á mótorhjóli, slíkur var hraðinn og taktarnir. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 90 orð

Halldór og Ingólfur áttust við í Belfast

INGÓLFUR Snorrason og Halldór Svavarsson kepptu til úrslita í opnum flokki á opna norður-írska meistaramótinu í karate, sem fór fram í Belfast um helgina. Þeir félagar urðu sigurvegarar í sínum riðlum og mættust því í úrslitaviðureign, sem endaði með jöfnu 2:2. Ingólfur fagnaði sigri í bráðabana. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 202 orð

Heppnin ekki með Víkingum Víkingar urðu að sætta sig

Heppnin ekki með Víkingum Víkingar urðu að sætta sig við jafntefli gegn Skallagrími í Borgarnesi, 1:1, og misstu þeir þar með af toppsætinu til Breiðabliks. Heimamenn léku undan sterkri golu í fyrri hálfleik og náðu þeir að koma knettinum einu sinni í netið hjá Víkingum. Guðlaugur Rafnsson skoraði marki með skalla á 37. mín., eftir fyrirgjöf Valdimars K. Sigurðssonar. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 480 orð

Héldu velli eftir áhlaup Þróttara

SKAGAMENN eru komnir upp að hlið Eyjamanna á Íslandsmótinu í knattspyrnu, en þeir gulu báru sigurorð af sprækum Þrótturum í Laugardalnum í gærkvöldi, 2:1. Leikmenn ÍA nýttu færin betur en gestgjafar þeirra, en Þróttarar voru óheppnir að jafna ekki áður en yfir lauk. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 287 orð

HM í Frakklandi Argentína - Holland1:2

Marseille, átta liða úrslit Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, laugardaginn 4. júlí 1998. Mark Argentínu: Claudio Lopez 18. Mörk Hollands: Patrick Kluivert 12., Dennis Bergkamp 90. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 548 orð

Hver er íþróttamaðurinnSIGURÐUR KARLSSONsem bætti drengjametið í spjótkasti?Stefnir að sigri á NM

SIGURÐUR Karlsson, frjálsíþróttamaður úr Tindastóli, setti drengjamet í spjótkasti, kastaði 61,83 metra, á Evrópubikarmótinu í frjálsíþróttum sem fram fór á Laugardalsvelli um helgina. Hann var jafnframt yngsti keppandinn á mótinu, aðeins 18 ára, og þykir mjög efnilegur tugþrautarmaður. Hann var í liði Íslands sem sigraði í keppninni ásamt Jóni Arnari Magnússyni og Bjarna Þór Traustasyni. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 85 orð

Ince lék brotinn

Paul Ince greindi frá því um helgina að hann hefði leikið á HM þrátt fyrir að hafa verið með brotið bein í vinstri ökla. Miðjumaðurinn sagðist hafa meiðst í leik með Liverpool í maí en brotið hefði ekki uppgötvast fyrr en eftir tapleikinn við Rúmeníu í riðlakeppninni. Hins vegar hefðu hann og landsliðsþjálfarinn Glenn Hoddle ákveðið að leyna meiðslunum. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 200 orð

INGI Már Björnsson frá Vík Í Mýrdal

INGI Már Björnsson frá Vík Í Mýrdal hefur verið sprækur í ár, en vélarbilun kældi vonir hans strax í byrjun. Ingi hafði skipt um stimpil eftir keppnina í Jósepsdal, en það dugði ekki til, heddpakkning gaf sig. JÓN A. Gestsson frá Akureyrifór heldur ekki langt. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 222 orð

Jóhann bjargaði stigi fyrir KA Varama

Varamaðurinn Jóhann Traustason var bjargvættur KA-manna þegar norðanliðið tókst að krækja í eitt stig gegn botnliðinu, HK á Kópavogsvelli. Jóhann átti stóran þátt í fyrra marki KA og skoraði það síðara, rúmri mínútu fyrir leikslok og heimamenn misstu því af gullnu tækifæri til að lyfta sér úr botnsætinu. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 73 orð

Jón Arnar notar tíu skópör í keppni

JÓN Arnar Magnússon skiptir oft um keppnisskó í tugþrautarkeppni. Blaðamanni lék forvitni á að vita hversu mörg pör hann notaði. "Ég er með ellefu skópör í töskunni, en ég notaði tíu pör í þessari keppni. Eins og þú sérð er taskan full af skóm," sagði Jón um leið og hann opnaði íþróttatöskuna sína. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 893 orð

KR - Keflavík0:0

KR-völlur, efsta deild karla, Landssímadeildin, sunnudaginn 5. júlí 1998. Aðstæður: Góðar, gola og glampandi sól. Markskot: KR 10 - Keflavík 12. Horn: KR 5 - Keflavík 7. Rangstaða: KR 1 - Keflavík 1. Gult spjald: KR-ingarnir Bjarni Þorsteinsson (68.) og David Winnie (82.) báðir fyrir brog. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 368 orð

KVA sigraði andlausa Árbæinga

Austfirðingarnir í KVA virðast ætla að halda sæti sínu í 1. deildinni, ef marka má frammistöðu þeirra gegn Fylkismönnum á sunnudag. 1:2 útisigur í Árbænum hlýtur að teljast góð úrslit og ætti að gefa liðinu byr undir báða vængi í komandi leikjum. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 200 orð

Landsbankabikarinn Siglingin var frá Reykjavík til Keflavíkur á föstudag.

Siglingin var frá Reykjavík til Keflavíkur á föstudag. Úrlsit: (Bátur, félag og tími í klst.) 1. Eva II, Knörr4:50:32 2. Besta , Vogi4:52:36 3. Skegla, Þyt5:24:16 4. Svala, Brokey5:29:26 5. Stína, Brokey5:35:27 6. Sif, Ými5:35:34 7. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 212 orð

Líkleg byrjunarlið í Marseille

HOLLENDINGAR urðu fyrir miklu áfalli þegar varnarmaðurinn Winston Bogarde fótbrotnaði á æfingu á sunnudag. Hann átti að leysa vinstri bakvörðinn Arthur Numan af hólmi, sem fékk rautt spjald í leiknum gegn Argentínu og er því í leikbanni. Phillip Cocu, sem hefur þegar leikið á miðjunni og í framlínunni, þykir líklegur til að leika sem vinstri bakvörður í kvöld. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 40 orð

Markahæstu menn

Steingrímur Jóhannesson, ÍBV9 Tómas Ingi Tómasson, Þrótti6 Sigurður R. Eyjólfsson, ÍA5 Jens Paeslack, ÍBV4 Guðmundur Steinarsson, Keflavík3 Hreinn Hringsson, Þrótti3 Jón Þ. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 484 orð

Markakóngarnir mætast

UNDANÚRSLITARIMMA Hollendinga og Brasilíumanna í kvöld hefði í raun orðið draumaúrslitaleikur. Mætast þar stálin stinn; annars vegar fjórfaldir heimsmeistarar sem þekktir eru fyrir sóknarhvöt sína, hins vegar lið þjóðar sem er af mörgum talin best allra knattspyrnuþjóða sem hafa aldrei orðið heimsmeistarar. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 510 orð

Meira vinnur vit en strit

ÞRÁTT fyrir nærri stanslausa sókn KR-stúlkna í síðari hálfleik á Valsvellinum í gærkvöldi tókst þeim ekki að skora því þær skorti meiri skynsemi í sóknir sínar. Valsstúlkur aftur á móti fengu eina hornspyrnu eftir hlé, skoruðu eftir hana og gengu af velli með þrjú stig með 2:1 sigri. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 52 orð

Meistaradeild kvenna

Valur - KR2:1 Laufey Ólafsdóttir 17. (vsp.), Bergþóra Laxdal 70.-Ásthildur Helgadóttir 29. (vsp.) Haukar - ÍA0:4 - Kristín Ósk Halldórsdóttir, Áslaug Ákadóttir, Hrefna Ákadóttir, Jóheiður Guðlaugsdóttir. ÍBV - Fjölnir4:1 Íris Sæmundsdóttir 8., 71., Olga Stefánsdóttir 72., 84. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 479 orð

Meistarakeppnin

1. umferð forkeppninnar Celtic (Skotlandi) - St Patricks (Írlandi) Obilic Belgrad (Júgóslavíu) - ÍBV HJK (Finnlandi) - FC Yerevan (Armeníu) Liteks (Búlgaríu) - Halmstad (Svíþjóð) Steaua (Rúmeníu) - Flora (Eistlandi) LKS Lodz (Póllandi) - Kapaz (Azerbaijan) Kareda (Litháen) - Maribor (Slóveníu) Dinamo Tbilisi (Georgíu) - Vllaznia (Alb. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 184 orð

Michael Owen er ekki til sölu

JUVENTUS gerði tilboð í Michael Owen áður en Heimsmeistarakeppnin hófst en Liverpool hafnaði því. "Við höfum fylgst með Owen í tvö ár og fengum upplýsingar um hann löngu áður en hann hóf að spila í ensku deildinni," sagði Luciano Moggi, framkvæmdastjóri Juve, við enska blaðið The News of the World um helgina. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 96 orð

Mikið jafnræði

KR-INGAR halda vel utanum tölulegar upplýsingar og á blaðamannafundi eftir leikinn við Keflvíkinga á sunnudaginn var gjört kunnugt að í sjö af síðustu tíu leikjum liðanna í deildinni hefðu liðin skilið jöfn. Það fylgdi sögunni að oftast hefðu Keflvíkingar náð að jafna og þaraf fjórum sinnum á síðustu tíu mínútum leiksins. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 30 orð

Næsta mót á Patreksfirði

Næsta mót á Patreksfirði Ákveðið hefur verið að næsta Unglingalandsmót verði í umsjó Hrafna Flóka á Patreksfirði að þremur árum liðnum. Það var tilkynnt við slit mótsins í Grafarvogi á sunnudaginn. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 577 orð

Opna Aiwa-mótið Haldið á Vífilstaðavelli Golfklúbbs Kópavogs og

Haldið á Vífilstaðavelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, 4. júlí sl. Karlar: Án forgjafar: 1. Birgir Már Vigfússon, GFH72 2. Þorsteinn Hallgrímsson, GR73 3. Ottó Sigurðsson, GKG73 4. Sigurjón Arnarsson, GR73 Þorsteinn hreppti annað sætið eftir bráðabana við þá Ottó og Sigurjón. Með forgjöf: 1. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 44 orð

ÓLAFUR Guðmundsson tognaði í fyrstu grein

ÓLAFUR Guðmundsson tognaði í fyrstu grein Evrópubikarmótsins, 100 metra hlaupi, á laugardag. Hann var því ekki meira með í keppninni. DANIR áttu ekki kvennasveit í sjöþrautinni og því voru aðeins þrjár svetir, Spánn, Sviss og Ísland. Aðeins ein kona keppti fyrir Dani, Kathrine Nielsen. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 331 orð

Reikningsskekkja breytti úrslitum

Mistök í útreikningi á stigum í þrautum ollu því að allmargir ökumenn fengu ekki þau stig sem þeim bar í torfærukeppninni á Egilsstöðum. Stigin voru handreiknuð eftir keppni og voru gerð mistök í þeim útreikningi. Þau breyttu ekki stöðu þriggja efstu manna, en sætaröð á eftir breyttist. Í fyrri mótum hefur verið notast við tölvuútreikning á keppnisstað, en slíkt var ekki gert á Egilsstöðum. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 127 orð

Se-ri hafði betur

PAK Se-ri frá Suður-Kóreu sigraði á hinu Opna bandaríska meistaramóti kvenna í golfi í gær eftir umspil og bráðabana við bandarísku stúlkuna Jenny Chuasiriporn. Úrslitin réðust ekki fyrr en á 20. holu en þá fékk Se-ri fugl á meðan Chuasiriporn varð að sætta sig við par. Stúlkurnar eru báðar tvítugar og Se-ri, sem er á fyrsta ári í atvinnumennsku, er yngsti sigurvegari þessa móts. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 180 orð

Sigurður setti drengjamet í spjótkasti SIGUR

SIGURÐUR Karlsson stóð sig vel í spjótkastinu og kastaði 61,83 metra og bætti hálfsmánaðar gamalt eigið drengjamet um 1,35 metra. Hann náði metkasti sínu í annarri tilraun. Í fyrstu umferð kastaði hann 59,95 m og í þriðju 52,76 metra. Sigurður er aðeins 18 ára gamall og þykir mjög efnilegur spjótkastari og eins taugþrautarmaður. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 306 orð

Stjarnan í þriðja sætið Stjarnan sótti þrjú góð stig

Stjarnan í þriðja sætið Stjarnan sótti þrjú góð stig í greipar Þórsara með 2:1 sigri í gærkveldi. Með sigrinum styrkti Stjarnan stöðu sína mjög og er nú í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig, einu stigi á eftir Víkingum. Þórsarar eru aftur á móti í mjög vondum málum, en þeir verma botnsætið ásamt HK og ljóst að þeirra bíður barátta á botninum. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 848 orð

Stórt skref að meistaratitlinum

ÍSLANDSMÓT í torfæru á Egilsstöðum um helgina reyndist stórt skref að meistaratitlum fyrir þá Gísla G. Jónsson frá Þorlákshöfn og Gunnar Pálma Pétursson frá Höfn í Hornafirði. Þeir keppa hvor í sínum flokknum, unnu hvor sinn flokk og Gísli varð efstur yfir heildina. Gunnar Pálmi náði fjórða sæti yfir heildina, gegn mun öflugri ökutækjum. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 82 orð

Stund milli stríða...

JÓN Arnar Magnússon tugþrautarkappi sigraði með yfirburðum í einstaklingskeppninni á Evrópubikarmótinu sem fram fór á Laugardalsvelli um helgina. Hann náði betri árangri en Íslandsmet hans í tugþrautinni, en fékk það ekki staðfest sem met vegna þess að of mikill meðvindur var í einni greininni, 110 m grindahlaupi. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 78 orð

Tromsö náði jöfnu við Molde

TRYGGVI Guðmundsson og félagar hans í Tromsö gerðu jafntefli, 2:2, við efsta lið norsku deildarinnar, Molde, á útivelli í um helgina. Tryggvi var að venju í byrjunarliðinu. Hann náði ekki að skora og var skipt út af undir lok leiksins. Íslendingaliðin Stabæk og Lilleström gerðu jafntefli, 1:1. Helgi Sigurðsson var í byrjunarliði Stabæk og Heiðar Helguson í liði Lilleström. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 74 orð

Tuttugu ár síðan Arnór skoraði

ÞEGAR Arnór Guðjohnsen skoraði mark sitt í Grindavík voru liðin rúmlega tuttugu ár síðan hann skoraði síðast mark á Íslandsmóti. Arnór skoraði síðast mark í leik gegn FH á malarvellinum í Kaplakrika 21. júní 1978, 3:3. Lárus Guðmundsson skoraði einnig í leiknum ­ sitt fyrsta mark fyrir Víking. Arnór fór stuttu seinna til Belgíu, þar sem hann gerðist leikmaður með Lokeren. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 225 orð

Ummæli Vogts vatn á myllu Króata

Davor Suker, miðherji Króatíu, sagði að ummæli Berti Vogts, þjálfara Þýskalands, fyrir leikinn hefðu fallið í grýttan jarðveg hjá króatíska liðinu og aukið ákveðni þess í sigur. "Á blaðamannafundi talaði Berti Vogts um hvað land okkar væri lítið og sagði að framundan væri viðureign Davíðs og Golíats. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 48 orð

UNÞ fékk bikarinn

Ungmennasamband Norður Þingeyinga var valið prúðasta lið landsmótsins og fékk veglegan bikar að launum. Það sem lagt var til grundvallar verðlaununum, var klæðaburður, hegðun utan vallar sem innan, snyrtimennska og gott keppnismenn. Íþróttafólk UNÞ þótti til mikillar fyrirmyndar að mati þeirra nefndar sem stóð að valinu. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 446 orð

VALA Flosadóttir sigraði í stangarstökki k

VALA Flosadóttir sigraði í stangarstökki kvenna á frjálsíþróttamóti á nýja Ullevi-leikvanginum í Gautaborg á sunnudaginn. Hún stökk 4,15 metra sem er jafnframt nýtt vallarmet. Hún fór hátt yfir 4,15 metra í fyrstu tilraun. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 613 orð

Vel sótt landsmót

UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ var haldið í Grafarvogi um síðustu helgi í umsjá Fjölnis. Um 970 keppendur frá tuttugu héraðssamböndum mættu til leiks, þar af um 200 keppendur frá ÍBR sem tóku þátt í mótinu sem gestir. Keppt var í sjö íþróttagreinum, frjálsum íþróttum, knattspyrnu, körfuknattleik, sundi, skák, golfi og glímu. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 62 orð

Wilson tekjur við Sheff. Wednesday

DANNY Wilson var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Sheffield Wednesday ­ tekur við starfi Ron Atkinson. Wilson hætti sem "stjóri" Barnsley til að taka við starfinu hjá sínu gamla félagi. Hann lék á sínum tíma 137 leiki fyrir Sheff. Wed. og varð deildarbikarmeistari með liðinu 1991. John Hendrie tekur við stjórninni hjá Barnsley ­ skrifaði undir þriggja ára samning. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 85 orð

Wimbledon Lokatölur úrslitaleikja, sem fram fóru á laugardag og sunnudag. Einliðaleikur Karlar: Pete Sampras, Bandar., vann

Einliðaleikur Karlar: Pete Sampras, Bandar., vann Goran Ivanisevic, Króatíu6:7, 7:6, 6:4, 3:6, 6:2. Konur: Jana Novotna, Tékkl., vann Nathalie Tauziat, Frakkl.6:4, 7:6 Tvíliðaleikur Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 548 orð

Þjóðverjar kjöldregnir

KRÓATAR hafa komið mest á óvart í HM og þeir fögnuðu stærsta sigri sínum á laugardag þegar þeir kjöldrógu Þjóðverja og unnu þá 3:0 í átta liða úrslitum. Króatía mætir Frakklandi í undanúrslitum í París annað kvöld og hefur aldrei náð svo langt en sigursælir Þjóðverjar sitja eftir með sárt ennið. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 311 orð

Öruggt í Eyjum Kvennalið ÍBV sigraði Fjölni öruggleg

Öruggt í Eyjum Kvennalið ÍBV sigraði Fjölni örugglega í Eyjum með fjórum mörkum gegn einu og hafði Eyjaliðið þar með sætaskipti við Fjölni, er nú í 5. sæti. Lið ÍBV byrjaði mun betur og eftir tveggja mínútna leik fékk Íris Sæmundsdóttir gott færi en skaut yfir. Hún var aftur á ferðinni á 8. mínútu, fékk þá góða sendingu inn fyrir vörn Fjölnis frá Hrefnu Jóhannesdóttur. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 100 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Frosti HSH sigraði 8:0 í úrslitaleiknumKNATTSPYRNULIÐ Snæfells sem keppti undir merkjum HSH og tryggði sér sigurinn í 5. aldursflokki drengja með glæsibrag, en liðið lagði Fjölni að velli 8:0 í úrslitleik. Meira
7. júlí 1998 | Íþróttir | 135 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞAÐ fór ekki fram hjá neinum á Unglingalandsmótinu í Grafarvogi, hver væri í mestu uppáhaldi hjá Akureyringnum Sigurlínu Stefánsdóttur, sem keppti fyrir UFA í langstökki og 100 m hlaupi, en er í tímabundnu leyfi frá knattspyrnunni, vegna meiðsla. Meira

Fasteignablað

7. júlí 1998 | Fasteignablað | 39 orð

Atvinnuhúsnæði

MIKIÐ líf er í atvinnuhúsamarkaðnum. Stóreign er nú með í sölu atvinnuhúsnæði að Skútuvogi 12G. Þetta er endahús á tveimur hæðum. Jarðhæðin er 424 ferm. með tvennum innkeyrsludyrum, en efri hæðin er glæsilegt 200 ferm. skrifstofurými. Meira
7. júlí 1998 | Fasteignablað | 292 orð

Aukning í húsbréfa- lánum til endurbóta

Á ÞESSUM árstíma eru umsvif í viðhaldi og endurbótum á húsum hvað mest og aukinn fjöldi samþykktra skuldabréfaskipta í húsbréfakerfinu í þessum tilgangi bendir ótvírætt til þess, að áhugi fólks á viðhaldi eigna sinna fer vaxandi. Þessi þáttur hefur verið vanræktur stórlega hér á landi á undanförnum áratugum. Skýringin kann að vera sú, að meiri hluti húsa hér er tiltölulega nýr. Meira
7. júlí 1998 | Fasteignablað | 246 orð

Einbýlis- húsamark- aðurinn

MEIRI eftirspurn er nú eftir einbýlishúsum en verið hefur lengi og mörg ef ekki flest þeirra húsa seld, sem staðið höfðu óseld kannski í langan tíma. Verð hefur þó ekki hækkað enn að neinu marki. Þetta kemur m. a. fram í grein hér í blaðinu í dag, þar sem fjallað er um einbýlishúsamarkaðinn svo og nokkrar athyglisverðar húseignir, sem eru til sölu. Þar má m. a. Meira
7. júlí 1998 | Fasteignablað | 133 orð

Fasteignir í Bretlandi hækka í verði

VERÐ húsa í Bretlandi hækkaði um 0,8% í júní og hafði hækkað um 11,3% á einu ári að sögn Nationwide Building Society. Hækkunin var 1% í maí og verðið hefur ekki hækkað eins lítið á ársgrundvelli í eitt ár. Þó heldur verð fasteigna áfram að hækka meir en laun og smásöluverð að sögn NBS. Fasteignaviðskipti hafa ekki aukist, heldur dregist saman. Meira
7. júlí 1998 | Fasteignablað | 170 orð

Framtíðarhúsnæði við Arnarsmára

MEIRI hreyfing er nú á atvinnuhúsnæði en verið hefur lengi. Hjá fasteignasölunni Fróni og Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu eða leigu verslunar- og þjónustuhúsnæði ásamt veitingaaðstöðu við Arnarsmára 32 í Kópavogi. Um er að ræða 230 ferm. húsnæði ásamt 1.150 ferm. lóð. Meira
7. júlí 1998 | Fasteignablað | 278 orð

Hilton aðskilur hótel og spilabanka

HILTON HOTELS Corp. hyggst skipta fyrirtækinu í aðskilin hótelfyrirtæki og spilabanka og kaupa þrjár fasteignir í Mississippi af Grand Casinos Inc. til að koma á fót stærsta fjárhættuspilafyrirtæki heims. Meira
7. júlí 1998 | Fasteignablað | 206 orð

Jörð í næsta nágrenni Geysis

ÁHUGI á góðum jörðum er eðli málsins samkvæmt mestur yfir sumartímann. Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu jörð sem gefur mikla og marvíslega möguleika í búskap. Þetta er jörðin Helludalur í Haukadal í næsta nágrenni við hinn heimsþekkta hver, Geysi. Umhverfið er að sögn Magnúsar Leopoldssonar hjá Fasteignamiðstöðinni "meiriháttar náttúruperla". Meira
7. júlí 1998 | Fasteignablað | 2116 orð

Mikil eftirspurn en lítið framboð á ein- býlishúsamarkaðnum

SALA á einbýlishúsum er nú ólíkt greiðari en eitt sinn var og sama máli gegnir um aðrar stórar eignir eins og parhús, raðhús og sérhæðir. Nú er svo komið, að eignir, sem lengi stóðu óseldar, eru seldar og þær eignir seljast gjarnan fljótt, sem koma á markaðinn. Meira
7. júlí 1998 | Fasteignablað | 30 orð

Náttúruperla

HJÁ Fasteignamiðstöðinni er til sölu án bústofns jörðin Helludalur í Haukadal í næsta nágrenni við hverinn Geysi. Umhverfið er að sögn Magnúsar Leópoldssonar hjá Fasteignamiðstöðinni meiriháttar náttúruperla. Meira
7. júlí 1998 | Fasteignablað | 212 orð

Nýjar íbúðir við Blikahöfða

HJÁ fasteignamiðluninni Skeifan eru nú til sölu fullbúnar íbúðir í fjölbýlishúsi við Blikahöfða 1 og 3 í Mosfellsbæ. Húsið er þrjár hæðir og íbúðirnar eru 18, ýmist 3ja, 4ra og 5 herbergja. Húsið er fokhelt um þessar mundir, en gert er ráð fyrir afhendingu á íbúðunum í nóvember. Húsið er steinsteypt og byggt á hefðbundinn hátt. Byggingaraðili er Járnbending ehf. Meira
7. júlí 1998 | Fasteignablað | 107 orð

VÍS í útibú Landsbankans á Höfn

Höfn-Svæðisskrifstofa VÍS hefur nú verið flutt í húsnæði Landsbanka Íslands hf. að Hafnarbraut 15, Höfn. Skrifstofan var formlega opnuð 30. apríl og vegna þeirra tímamóta buðu fyrirtækin öllum Austur- Skaftfellingum til móttöku. Boðið var upp á kaffiveitingar og kynntu starsfólk og sérfræðingar fyrirtækjanna starfsemi þeirra. Meira
7. júlí 1998 | Fasteignablað | 497 orð

Þýðing hlutfallstalna

HVERRI séreign í fjöleignarhúsi tilheyrir hlutdeild í sameign eftir ákveðinni hlutfallstölu, hafi hún verið ákveðin. Að öðrum kosti eru allir séreignarhlutar jafnréttháir og bera jafnar skyldur. Ákvörðun hlutfallstölu er þannig ekki skyldubundin. Meira

Úr verinu

7. júlí 1998 | Úr verinu | 221 orð

Ánægðir með aflann

Ánægðir með aflann Á DJÚPAVOGI voru níu handfærabátar á veiðum í vikunni sem leið. Þegar komið var við hjá Ásgeir Hjálmarssyni á hafnarvigtinni sagði hann menn nokkuð ánægða með aflann, vikuna áður hafi verið bræla en þessa vikuna hafi bátar komið með allt upp í 2,7 tonn af þorski að landi eftir daginn. Meira
7. júlí 1998 | Úr verinu | 238 orð

Mikið af síld norður af Sléttu

SKIPSTJÓRNARMENN á loðnuskipum segjast hafa orðið varir við mikið af síld innan við 100 mílur norður úr Melrakkasléttu. Ekki rætist ennþá úr loðnuveiðinni og var veiðin um helgina lítil að sögn skipstjórnarmanna sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Jón Eyfjörð, skipstjóri á Þórshamari GK, sagðist hafa orðið varir við mikið af síld 60 til 70 mílur norður úr Melrakkasléttu síðustu daga. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.