Greinar miðvikudaginn 8. júlí 1998

Forsíða

8. júlí 1998 | Forsíða | 260 orð | ókeypis

Banameinið hjartaáfall?

MOSHOOD Abiola, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Nígeríu, lést í gær er hann átti fund með bandarískum embættismönnum. Almennt er talið, að Abiola, sem var sextugur að aldri, hafi sigrað í forsetakosningunum í landinu 1993 en herinn ógilti þær og hafði hann verið í fangelsi frá 1994. Meira
8. júlí 1998 | Forsíða | 120 orð | ókeypis

Berlusconi sekur um spillingu

SILVIO Berlusconi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Ítalíu, var fundinn sekur um spillingu í gær og dæmdur í tveggja ára og níu mánaða fangelsi. Berlusconi var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna en dómarar segja, að fyrirtækin í eignarhaldsfélagi hans, Fininvest, hafi greitt skatteftirlitsmönnum rúmar 15 millj. ísl. kr. Meira
8. júlí 1998 | Forsíða | 51 orð | ókeypis

Reuters 100. ártíð Bismarcks

ÞJÓÐVERJAR minnast þess 30. júlí nk., að þá verða 100 ár liðin frá dauða Ottos von Bismarcks, föður þýska ríkisins og fyrsta kanslara þess. Þessi stytta af "Járnkanslaranum" eins og hann var kallaður er í Hamborg og hér er verið þrífa hana. Dugir ekkert minna til en sandblástur. Meira
8. júlí 1998 | Forsíða | 57 orð | ókeypis

Reuters Ofsakátir Brazilíumenn

MIKIL fagnaðarlæti brutust út meðal leikmanna og stuðningsmanna brazilíska landsliðsins er það hafði borið sigurorð af Hollendingum í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í gærkvöld. Réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni en þá varði Taffarel, markmaður Brazilíu, tvö skot frá Hollendingum. Hér er honum þökkuð frammistaðan. Brazilíumenn munu verja heimsmeistaratitilinn gegn Frökkum eða Króötum nk. Meira
8. júlí 1998 | Forsíða | 327 orð | ókeypis

Stefnt að samevrópskum fjármálamarkaði

KAUPHÖLLIN í London og helsti keppinautur hennar, kauphöllin í Frankfurt, tilkynntu í gær, að þær ætluðu að hafa með sér samvinnu og leggja með því grunninn að einum evrópskum fjármálamarkaði. Kom tilkynningin flestum á óvart en að samstarfssamningnum hefur verið unnið á laun síðastliðna tvo mánuði. Meira

Fréttir

8. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 73 orð | ókeypis

14 fórust þegar brú hrundi AÐ MINNSTA kosti fjórtán manns biðu

AÐ MINNSTA kosti fjórtán manns biðu bana þegar brú hrundi í Suður-Afríku á mánudag. Talið var í fyrstu að ellefu til viðbótar væru enn í rústunum en samkvæmt síðustu fréttum mun það ekki hafa verið rétt. Fimm slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlum á sjúkrahús. Verið var að smíða brúna yfir stíflu í Mpumalanga-héraði þegar stólpi gaf sig af ókunnum ástæðum. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð | ókeypis

150 tilraunasett til framhaldsskólanna

MARGRÉT Friðriksdóttir formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari Menntaskólans í Kópavogi tók við 150 tilraunasettum af menntamálaráðherra Birni Bjarnasyni í gær. Menntamálaráðuneytið keypti settin fyrir Ólympíuleikana í eðlisfræði sem staðið hafa síðustu daga en keppni lauk í fyrradag. Í tilraunasettunum eru 600 rafeindatæki og munu þau nýtast til tilrauna í rafsegulfræði. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 301 orð | ókeypis

160 laxa holl í Grímsá

VEL GENGUR í Grímsá þessa dagana og í gær var útlendingaholl á næstsíðasta degi og voru komnir um 160 laxar á land eftir tæpa viku. Alls höfðu þá veiðst tæplega 270 laxar. Hinir erlendu veiðimenn slepptu flestum löxunum aftur í ána. Það er ekki lögboðið í Grímsá, en þessi hópur Breta hefur lengi veitt í ánni og haft þennan háttinn á. Meira
8. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 154 orð | ókeypis

250 konur hljóta skaðabætur

UM 250 konur, sem biðu heilsutjón vegna rangrar geislameðferðar við brjóstakrabbameini á árunum 1975 til 1986, munu hljóta skaðabætur frá norska ríkinu, samkvæmt fréttum norska ríkissjónvarpsins. Nær 1. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 295 orð | ókeypis

Aflaverðmæti um 300 m.kr. meira en í fyrra

Á FYRSTU 6 mánuðum ársins voru seld um 62.500 tonn á fiskmörkuðum hérlendis að verðmæti um 5,6 milljarðar króna. Það er um 10.000 tonnum minna magn er selt var á mörkuðunum á sama tíma á síðasta ári en verðmæti þess er engu að síður um 300 milljónum króna meira en í fyrra. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 988 orð | ókeypis

Alþjóðalögmennska

ÍSLENSKUR lögmaður, Baldvin Björn Haraldsson, sór eið fyrir áfrýjunarrétti í París 1. júlí og öðlaðist þar með lögmannsréttindi í Frakklandi, fyrstur Íslendinga. Baldvin er þrítugur og útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands 1993. Hann telur íslensku lögmannastéttina þurfa að endurskoða ímynd sína og sækja á ný mið. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð | ókeypis

Armageddon sýnd allan sólahringinn í Bíóborginni

KVIKMYNDIN Armageddon með Bruce Willis í aðalhlutverki verður frumsýnd í 7 sölum Sambíóanna auk Borgarbíós á Akureyri föstudaginn 10. júlí nk. Má búast við mikilli ásókn í miða fyrstu sýningarhelgina. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð | ókeypis

Áfrýjar til Hæstaréttar Noregs

SAKSÓKNARI í Noregi hefur áfrýjað Sigurðarmálinu svokallaða til Hæstaréttar Noregs. Málið verður þó ekki tekið fyrir fyrr en nefnd á vegum Hæstaréttar hefur tekið ákvörðun um hvort málið fari fyrir réttinn eða ekki. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð | ókeypis

Áhrif virkjunar verði athuguð

FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í borgarráði Reykjavíkur lögðu í gær til að skipuð yrði nefnd þriggja sérfræðinga til að athuga áhrif rafmagnsframleiðslu í Elliðaárvirkjun á lífríki Elliðaánna. Einnig setji hún fram tillögur að bættu umhverfi ánna og endurreisn laxastofnsins. Meira
8. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 1137 orð | ókeypis

Áhugi á landafundum Leifs Eiríkssonar aukist Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Tom Harkin heldur frá Íslandi uppfullur áhuga

"ÉG er þess fullviss að Ísland á eftir að skipta miklu máli í hátíðahöldunum í Bandaríkjunum er nýtt árþúsund gengur í garð. Áhuginn hefur færst í vöxt á hjá þeim sem undirbúa hátíðahöldin, Al Gore varaforseti hefur sýnt sögu landsins áhuga í kjölfar heimsóknar forseta Íslands fyrir tæpu ári og áhugi minn hefur aukist mikið á málinu. Meira
8. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 294 orð | ókeypis

CNN í klípu

YFIRMENN CNN-sjónvarpsstöðvarinnar viðurkenndu í síðustu viku að ekkert væri hæft í fréttum sem stöðin flutti nýlega þess efnis að bandaríski herinn hefði beitt eiturgasi gegn liðhlaupum í Víetnam-stríðinu. Bað Tom Johnson, stjórnarformaður CNN-fyrirtækisins, áhorfendur sína og fyrrum hermenn í Víetnam afsökunar og sagði ekki nægar sannanir fyrir ásökununum. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð | ókeypis

Dorgað í Hafnarfirði

ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar stóð fyrir dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju í gær. Keppnin var opin öllum dorgveiðimönnum á aldrinum 6 til 12 ára. Þátttakendur voru rúmlega 300 og er það svipað og verið hefur síðustu sumur. Aflabrögð voru fremur dræm, en flestir fengu einn til tvo fiska. Meira
8. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 323 orð | ókeypis

Dregur úr atvinnuleysi ALLS voru 4,269 millj

ALLS voru 4,269 milljónir manna án atvinnu í Þýskalandi í síðasta mánuði, þegar reiknað hefur verið með árstíðabundnu atvinnuleysi, samkvæmt upplýsingum frá atvinnumálaráðuneytinu. Hlutfall atvinnulausra, sé ekki tekið tillit til árstíðar, var 10,5%, en í maí var það 10,9%. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 363 orð | ókeypis

Esja sækir Esju heim

Esja sækir Esju heim ÞEGAR danska landhelgisgæsluskipið "Hvidbjørnen" lá við bryggju í Reykjavík fyrir tæpum sextíu árum fékk skipstjórinn Christian Ries þær fréttir að kona hans heima í Kaupmannahöfn hefði alið honum dóttur. Skipstjórinn var að vonum glaður með fréttirnar og hljóp upp á dekk til að fagna hinni nýju dóttur sinni. Meira
8. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 169 orð | ókeypis

Evró-mynt í bræðslu MILLJÓNIR nýsleginna Evró-

Evró-mynt í bræðslu MILLJÓNIR nýsleginna Evró- peninga verða bræddar og hannaðar að nýju í kjölfar kvartana um að blint fólk gæti ekki þekkt peningana í sundur. Fjármálaráðherrar Evrópusambandslandanna tóku ákvörðun um þetta á mánudag. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 703 orð | ókeypis

Fjöldi svína ekki vandamál á Íslandi

ENGAR reglur eru til hér á landi um meðferð úrgangs frá svínabúum aðrar en þær að við búin skulu vera yfirbyggðar hauggeymslur sem geta tekið við sex mánaða haug. Nýlega skilaði starfshópur, sem umhverfisráðherra skipaði, tillögum um góða búskaparhætti, en óvíst er að tillögur starfshópsins verði settar í reglugerð. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð | ókeypis

Fréttir af Landsmóti á Fréttavef

HÆGT verður á Fréttavef Morgunblaðsins að fylgjast með gæðingakeppni á 13. landsmóti hestamannafélaga á Vindheimamelum, sem hefst í dag kl. 9 fyrir hádegi. Þar verða einkunnir hestanna skráðar jafnóðum og staða efstu hesta meðan á keppninni stendur. Meira
8. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 120 orð | ókeypis

Fyrirlestrar um íslenska hestinn

SUMARHÁSKÓLINN á Akureyri gengst fyrir fyrirlestrahaldi í tengslum við Landsmót hestamanna sem hefst á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit á morgun, miðvikudaginn 8. júlí. Alls verða haldnir þrír fyrirlestrar sem tengjast íslenska hestinum. Erlingur Sigurðarson forstöðumaður Sigurhæða ­ Húss skáldsins heldur fyrirlestur á morgun, 8. júlí kl. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð | ókeypis

Fyrsti hluti sjókvíar háhyrningsins Keiko sjósettur í Eyjum

FYRSTI hluti sjókvíar háhyrningsins Keikos var sjósettur í Vestmannaeyjum í gær, en undanfarna daga hefur verið unnið af krafti við samsetningu kvíarinnar. Kvíin er sett saman á norðurkantinum í Vestmannaeyjahöfn og í gær var fyrsti hlutinn hífður út fyrir kantinn. Sá hluti sem sjósettur var í gær vegur 14 tonn og verður hann settur við fast austur af kantinum. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð | ókeypis

Gengið á milli Hvalfjarðar og Kollafjarðar

HAFNARGÖNGUHÓPURINN leggur land undir fót miðvikudagskvöld og gengur yfir Kjalarnesið milli Hvalfjarðar og Kollafjarðar. Farið verður með rútu frá Hafnarhúsinu að austanverðu kl. 20 og ekið upp að Saurbæ á Kjalarnesi, þaðan verður gengin gömul alfaraleið með Esjuhlíðum suður að Móum og ekið til baka að Hafnarhúsinu. Meira
8. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 622 orð | ókeypis

Góð samvinna milli þinga Norðurlandanna

KIRSTI Kolle Grøndahl, forseti norska Stórþingsins, er nú í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis. Með í för er eiginmaður hennar, Sven Erik Grøndahl, og Hans Brattesto, skrifstofustjóri Stórþingsins. Auk forseta Alþingis eru m.a. Meira
8. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 255 orð | ókeypis

Hafna því að loftsteinn gefi vísbendingar um líf á mars

Hópur bandarískra vísindamanna hafnar því að lofsteinn, sem fannst á Suðurskautslandinu fyrir tveimur árum, hafi að geyma vísbendingar um að líf hafi einhvern tímann verið á mars. Vísindamenn við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) héldu því fram í fyrra að á loftsteininum væri að finna agnarsmáar steingerðar bakteríuleifar. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

Helgarævintýri undir jökli

HJÁ Grænni ferðaþjónustu Snæfellsáss-samfélagsins er boðið upp á helgarævintýri undir Jökli helgina 10.­12. júlí. Frá föstudagskvöldi til sunnudagseftirmiðdags geta gestir ferðaþjónustunnar notið dulúðar umhverfisins, slakað á í fagurri náttúrunni, gengið um orkulínur og álfabyggðir, Meira
8. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 19 orð | ókeypis

Hraðskákmót

Hraðskákmót SKÁKFÉLAG Akureyrar efnir til hraðskákmóts í skákheimilinu að Þingvallastræti 18 á morgun, fimmtudaginn 9. júlí. Allir eru velkomnir. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 498 orð | ókeypis

Hundruð bréfa í vörslu lögreglu hérlendis

RANNSÓKNARLÖGREGLA efnahagsbrota í Noregi hefur beðið póst- og tollþjónustuna þar í landi að koma í veg fyrir dreifingu á bréfum sem nígerísk fyrirtæki, oft ríkisfyrirtæki, senda einstaklingum þar í landi. Dreifing á um 1.000 bréfum hefur verið stöðvuð en auk þess hefur norsk lögregla undir höndum um 20.000 bréf, sem borist hafa viðtakendum í Noregi. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

Hvað á að gera við svínaskítinn? Á seinni árum hafa menn gert sér æ betur ljóst að nútímalandbúnaði fylgir oft mikil mengun. Í

NORÐUR-KARÓLÍNA er núna stærsti kjötframleiðandi í Bandaríkjunum og hefur framleiðslan meira en tvöfaldast síðan 1992. Í fylkinu búa um 7,2 milljónir manna, en þar búa einnig um 10 milljónir svína, 70 milljónir kalkúna, 700 milljónir kjúklinga og 1,3 milljónir nautgripa. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð | ókeypis

Hvassviðri og sólarleysi í vændum

ÞAÐ rigndi á Reykvíkinga í gær, en næstu daga mun vætutíðin einskorðast við Norður- og Austurland þegar allhvöss norðanátt mun ganga yfir alla landsmenn, ef spár Veðurstofunnar standast. Ekki viðrar því vel fyrir landsmót hestamanna á Melgerðismelum, sem sjö til níu þúsund manns sækja. Meira
8. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 398 orð | ókeypis

Hvetur til föstu í tvo daga á viku

B.J. Habibie, forseti Indónesíu, hefur hvatt landsmenn til að taka upp þann íslamska sið að fasta í tvo daga á viku vegna matvælaskorts í landinu. Habibie sagði að hver íbúi gæti sparað að minnsta kosti 20 kg af hrísgrjónum á ári með því að fasta á mánudögum og fimmtudögum. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð | ókeypis

Höfum ekki færst til hægri

ARI Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og fulltrúi í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins, segist vera mjög ánægður með niðurstöðu aukalandsfundarins í samfylkingarmálum. Hann segir það fjarstæðu sem fram hafi komið í fjölmiðlum og málflutningi andstæðinga sameiginlegs framboðs, að Alþýðubandalagið hafi færst til hægri með samþykktinni á landsfundinum um helgina. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð | ókeypis

Í bíó að næturlagi

SAMBÍÓIN munu standa fyrir sýningum allan sólarhringinn á myndinni Armageddon eða Ragnarökum næstkomandi föstudag. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu er fullyrt að þetta sé í fyrsta skipti sem Íslendingum gefst færi á að fara í bíó að næturlagi og í morgunsárið. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 618 orð | ókeypis

Íbúar ítreka mótmæli

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila Tívolí UK rekstur á Miðbakka við Geirsgötu frá 8. júlí til 4. ágúst nk. Veitt er bráðabirgðaleyfi til fimm ára með starfsskilyrðum og fyrirvara um athugasemdir og nær reksturinn til tveggja mánaða á ári samkv. umsögn heilbrigðisnefndar. Í skilmálum Hafnarstjórnar er tekið fram að heimilt sé að hafa tívolíið opið milli kl. 16 og 23 virka daga en til kl. Meira
8. júlí 1998 | Miðopna | 1335 orð | ókeypis

Ísland getur ekki einangrað sig frá mengunarumræðunni Heimurinn er allur eitt vistkerfi og Ísland er ekki einangruð eyja í

HARÐI kjarninn hjólar einnig á veturna, en á sumrin eru næstum allir á hjólum á vinnustað Sigfúsar Bjarnasonar, Umhverfisstofnun Evrópu, og sjálfur tilheyrir hann harða kjarnanum. Hjólar því daglega um tvisvar sinnum átta kílómetra eða svo, sem er leiðin í og úr vinnu. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 717 orð | ókeypis

Íslenskunni haldið við á vikulegum fundum

Vestur-Íslendingurinn Guy Benjamin Chapman sem er búsettur í Seattle í Bandaríkjunum er staddur hér á landi. Hann er í stjórn Íslendingafélagsins í Seattle. "Íslendingafélagið í Seattle er nokkuð öflugt, í því eru um 175 félagar en auk þess eru á bilinu 50­75 manns sem fá reglulega fréttabréfið okkar. Borgirnar Seattle og Reykjavík eru systraborgir. Meira
8. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 296 orð | ókeypis

Ísraelar andvígir auknum réttindum PLO hjá SÞ

ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um að styrkja stöðu Frelsissamtaka Palestínu (PLO) og veita þeim ýmis réttindi, sem fullgildir aðilar SÞ hafa, þrátt fyrir andstöðu Bandaríkjamanna og Ísraela. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 243 orð | ókeypis

Jeppafólk við landgræðslustörf í Þórs

UMHVERFISNEFND Ferðaklúbbsins 4x4 efndi helgina 18.­21. júní sl. til landgræðsluferðar í Þórsmörk. Ferðin var farin í samvinnu við Landgræðslu ríkisins sem nú vinnur markvisst að uppgræðslu í Þórsmörk og OLÍS hf. sem gaf eitt tonn af áburði. Meira
8. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 139 orð | ókeypis

Kaupa hlut hreppsins í Laugafiski

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa og Fiskiðjusamlag Húsavíkur hafa keypt 20% hlut Reykdælahrepps í Laugafiski. Fyrir átti ÚA 60% í fyrirtækinu en FH og Reykdælahreppur 20% hlut hvort. Eftir söluna á ÚA 75% hlut en FH 25%. Kaupverð hlutarins var 16,8 milljónir króna sem svarar til gengisins 2,0. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð | ókeypis

Keypti einkarétt á skipsnöfnunum Keiko og Keikó

FYRIRTÆKIÐ Grindvíkingur ehf. hefur keypt einkarétt á skipsnöfnunum Keiko og Keikó. Jón Garðar Sigurvinsson, eigandi Grindvíkings ehf., segir að einkarétturinn hafi verið keyptur vegna fyrirhugaðra hvalaskoðunarferða hjá fyrirtækinu. Eins og stendur séu nöfnin á tveimur trillum sem hann er með en þau verði síðan sett á hvalaskoðunarskip þegar til þeirra ferða kemur. Meira
8. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 86 orð | ókeypis

Krappur dans í Eyjafjarðará

ÞEIR komust í hann krappann, félagarnir sem ætluðu að fara yfir Eyjafjarðará að landsmótssvæði hestamanna á Melgerðismelum í Eyjafirði í gær. Þeir óku út í ána austanmegin og ætluðu yfir, en ekki vildi betur til en svo að þeir misstu bílinn á flot og fór hann niður ána töluverðan spotta. Þeir komust klakklaust út úr bílnum og biðu aðstoðar á þaki Hummer-jeppans sem þeir ferðuðust á. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Kynningarganga á Straumsvíkursvæðinu

NÆSTSÍÐASTA ganga sumarsins til kynningar á Straumsvíkursvæðinu í samvinnu Ferðafélags Íslands og Umhverfis- og Útivistarfélags Hafnarfjarðar er í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. júlí, kl. 20. Farið verður frá Kapellunni um Gerðisstíg og að Þorbjarnarstöðum en byrjað verður á að skoða hina stórmerku rúst Kapellunnar í Kapelluhrauni. Ferðin er undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð | ókeypis

Kynning á vatnsnuddi

HINGAÐ til lands er komið þýskt par, Helena Schulz og Shanti Petschel, sem hefur alþjóðlega viðurkenningu sem kennarar í vatnsnuddi, Watsu, sem er tækni sem á rætur sínar að rekja í Zen Shiatsu (japanskt nudd). Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð | ókeypis

Kæra formannskjör SUF

STJÓRN Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík hefu kært formlega til yfirstjórnar flokksins formannskjör Sambands ungra framsóknarmanna sem fram fór í júní. Ekki hafa tekist sættir með þeim tveimur fylkingum sem tókust á í formannskjöri og hafa því stuðningsmenn Þorláks Traustasonar, formanns Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík, lagt fram kæru. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT

Í FORMÁLA minningargreina um Davíð V. Sigurðsson frá Miklaholti, sem birtust í Morgunblaðinu á útfarardegi hans 2. júlí, féllu niður nöfn tveggja fósturdætra Davíðs. Önnur þeirra er stjúpdóttir hans, Erla Valdimarsdóttir, f. 12. apríl 1923, maki Guðjón Magnússon, bóndi í Hrútsholti, f. 5. ágúst 1913, og hin var Elín Guðmundsdóttir, f. 20. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð | ókeypis

Lést í umferðarslysi

MAÐURINN sem lést í bílslysi skammt frá Þorlákshöfn á sunnudagskvöld hét Gunnar Freysteinsson skógarfræðingur til heimilis á Kársnesbraut 33, Kópavogi. Gunnar fæddist 27. apríl 1970 og var hann því 28 ára gamall. Hann starfaði hjá Skógrækt ríkisins, Suðurlandsskógum, en var nýtekinn við starfi á rannsóknarstöðinni á Mógilsá. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

Listfengur ferðalangur

Morgunblaðið/Golli Listfengur ferðalangur ANDRÉ DE JONG var búinn að stilla upp tveimur myndavélum og beið þess að Snæfellsjökull birtist úr skýjum. Hann var búinn að bíða einn sólarhring og var tilbúinn að bíða lengur. Þetta er í fjórða skiptið sem hann er á Íslandi og verður nú í fjórar vikur. Meira
8. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 149 orð | ókeypis

Líkamsrækt aðalatriðið

EKKI er nóg að forðast fituríkan mat til þess að draga úr kólesterólmagni í blóðinu, samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem birtar eru í New England Journal of Medicineí dag. Líkamsrækt er nauðsynleg eigi það markmið að nást. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 679 orð | ókeypis

Ljósker skemmd við kirkju og legsteinn fannst á heimili

HELGIN gekk vel fyrir sig hjá lögreglu þótt ekki hafi skort verkefni. Meðal verkefna helgarinnar var að handtaka karlmann sem hafði skemmt þrjú ljósker við kirkju í austurborginni. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til með athæfi sínu. Þá hafði lögreglan afskipti af fjórum ungmennum á mánudag og fannst á heimili þeirra legsteinn sem þau gátu ekki gefið skýringar á. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 827 orð | ókeypis

Margir íhuga úrsögn úr Alþýðubandalaginu

FUNDIR eru ráðgerðir í kjördæmisráðum Alþýðubandalagsins í Reykjavík, Norðurlandi eystra og Austurlandi á næstu dögum þar sem farið verður yfir niðurstöðu aukalandsfundar flokksins. Enn sem komið er hafa ekki margir tilkynnt um úrsögn sína úr flokknum, en greinilegt er á viðtölum við fólk sem lengi hefur tekið virkan þátt í störfum flokksins, að margir eru að íhuga úrsögn. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð | ókeypis

Meistaradeildin á vefnum

UMFJÖLLUN um Meistaradeild kvenna hefur bæst við á boltavef Morgunblaðsins á slóðinni http: //www.mbl.is/boltinn. Þar er hægt að lesa um úrslit leikja, kanna stöðuna í deildinni, sjá hvenær næstu leikir verða og einnig má lesa um alla leikmenn deildarinnar, 153 talsins. Myndir eru og af flestum leikmönnum. Meira
8. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 56 orð | ókeypis

Mikil umferð um Eyjafjörð

UMFERÐ um Eyjafjörð er nú mikil vegna Landsmóts hestamanna á Melgerðismelum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur umferðin gengið vel. Í öryggisskyni hefur hámarkshraði verið lækkaður niður í 70 km hraða á klst. frá Hrafnagili fram að Melgerðismelum. Lögreglan minnir líka á að hámarkshraði um Hrafnagilsbyggðina eru 50 km á klst. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð | ókeypis

Námskeið um áráttu og þráhyggju hjá börnum og unglingum

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands stendur fyrir námskeið um áráttu og þráhyggju hjá börnum og unglingum, einkenni þeirra, meðferð og framvindu, 14. júlí nk. Í fréttatilkynningu segir: "Árátta og þráhyggja er algengt vandamál hjá börnum og unglingum. Meira
8. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 97 orð | ókeypis

Námsmannalína Búnaðarbankans Tjónlaus akstur

ELLA Vala Ármannsdóttir á Akureyri hlaut viðurkenningu fyrir tjónlausan akstur úr bílprófsstyrkjapotti Námsmannalínu Búnaðarbankans. Þeir félagar í Námsmannalínunni sem eru að taka bílpróf geta sótt um bílprófsstyrki og eru veittir 15 styrkir ársfjórðungslega eða alls 60 styrkir á ári, hver að upphæð 10 þúsund krónur. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð | ókeypis

Nýr forstöðumaður

STJÓRN Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands hefur einróma ráðið Kristínu Jónsdóttur forstöðumann stofnunarinnar frá 1. ágúst nk. Kristín lauk B. Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1985 og starfaði sem kennari í eitt ár. Hún lauk M. Ed. prófi í kennslufræðum frá University of Washington í Seattle í Bandaríkjunum árið 1988. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð | ókeypis

Nýstárlegt ferlihjálpartæki

NÝVERIÐ barst Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins vegleg gjöf frá Reykjavíkurdeild kvennadeildar Rauða kross Íslands fyrir milligöngu Foreldra- og styrktarfélags stofnunarinnar. Um er að ræða svokallaðan "Gobot" sem er rafknúið ferlihjálpartæki, eins konar blanda af litlum rafmagnsbíl og hjólastól. Tækið er hið eina sinnar tegundar hérlendis. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð | ókeypis

Nærbuxnaframleiðandi gefur miða á Seinfeld

BANDARÍSKI nærbuxnaframleiðandinn Joe Boxer og vinsæl útvarpsstöð í New York stóðu í gær fyrir happdrætti þar sem í verðlaun var ferð fyrir tvo til Íslands og miði á skemmtun grínistans Jerry Seinfeld í Reykjavík í kvöld. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 242 orð | ókeypis

Opið alla daga í Sjóminjasafni Íslands

SJÓMINJASAFN Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er nú opið alla daga frá kl. 13­17 fram til 30. september. Í safninu, sem er á þremur hæðum, eru til sýnis munir og myndir er tengjast sjómennsku og siglingum fyrri tíma þ.ám. tveir gamlir árabátar, loftskeyta- og kortaklefi af síðutogara, köfunarbúnaður, skipslíkön, ýmis veiðarfæri, áhöld og tæki. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð | ókeypis

Póstsýning á Vesturfarasetrinu

LÍTIL sýning um póstflutninga verður opnuð sunnudaginn 12. júlí í anddyri Vesturfarasetursins á Hofsósi. Tilgangurinn með sýningunni er að undirstrika hið veigamikla hlutverk sem pósturinn og póstsamgöngur höfðu í sögu vesturfara. Meira
8. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 195 orð | ókeypis

Reuters Miklar tafir í Hong Kong MÖRG

Reuters Miklar tafir í Hong Kong MÖRG hundruð leigubílstjórar biðu þolinmóðir í ökutækjum sínum á nýja alþjóðaflugvellinum í Hong Kong í gær, en miklar tafir urðu þar af völdum tölvubilana og annarra vandræða, annan daginn í röð. Meira
8. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 115 orð | ókeypis

Reuters Stunginná hol í Pamplona

EINN maður var stunginn á hol og stigið ofan á nokkra til viðbótar í Pamplona í gær. Þúsundir nautaatsáhugamanna, bæði innfæddir og ferðamenn, hættu þar lífi og limum í árlegri hátíð og hlupu eins og fætur toguðu undan sextán nautum 825 metra leið um þröngar götur miðborgarinnar. Hátíðin stendur í viku og á hverjum morgni fer fram nautahlaup, en síðdegis eru nautin drepin í nautaati. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 241 orð | ókeypis

Reynt að fylgja tillögum nefndar

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra segist bíða eftir tillögum nefndar, sem skipuð var fyrir ári til að kanna mál Geysissvæðisins. "Sérstök nefnd hefur verið að vinna í málum Geysissvæðisins af hálfu ráðuneytisins og ég hef nýlega beðið þá nefnd um hugmyndir og tillögur. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 922 orð | ókeypis

Ríki fugla og sela

Ríki fugla og sela Papey er í hugum flestra einfaldlega eyjan sem talið er að írskir munkar hafi numið land á áður en norrænir menn settust að á Íslandi, enda dregur hún nafn sitt af þeim. Það má því segja að fólk hugsi fyrst og fremst um Papey í fortíð því fáir hafa komið út í hana til að kynnast af eigin raun. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð | ókeypis

Sjöunda skógargangan

SJÖUNDA skógarganga sumarsins á höfuðborgarsvæðinu á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur verður fimmtudaginn 9. júlí. Mæting er kl. 20.30 við hliðið hjá Fossvogsstöðinni og Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 645 orð | ókeypis

Skiptar skoðanir um hvort viðræður geti farið fram

VERKALÝÐSLEIÐTOGAR hafa ólíkar skoðanir á því hvort hreyfing launafólks geti tekið þátt í viðræðum um samfylkingu vinstri manna, en í tillögu Margrétar Frímannsdóttur, sem samþykkt var á aukalandsfundi Alþýðubandalagsins um síðustu helgi, er lögð áhersla á að "samstarf verði haft við verkalýðshreyfinguna í því málefnastarfi sem framundan er". Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 610 orð | ókeypis

Skýrist bráðlega hvort nýtt stjórnmálaafl verður stofnað

ÞAÐ mun skýrast eftir nokkra daga hvort hafinn verður undirbúningur að stofnun nýrra stjórnmálasamtaka á vinstri væng stjórnmálanna. Þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Hjörleifur Guttormsson ætla sér nokkra daga í að ræða við fólk og kanna jarðveginn. Steingrímur segir ekki tímabært að kveða upp úr með það að til sé að verða nýtt stjórnmálaafl. Meira
8. júlí 1998 | Landsbyggðin | 246 orð | ókeypis

Sóknarprestur Tálknfirðinga gengur í hjónaband

SÓKNARPRESTURINN á Tálknafirði, sr. Sveinn Valgeirsson, gekk á laugardaginn að eiga unnustu sína, Ásdísi Elínu Auðunsdóttur þroskaþjálfa og fór athöfnin fram í Stóra-Laugardalskirkju í Tálknafirði. Brúðhjónin lágu ekki lengi yfir því hverjum ætti að bjóða úr plássinu; öllum Tálknfirðingum var boðið til brúðkaupsveislunnar auk fjölskyldna brúðhjónanna og vina annars staðar að. Meira
8. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 101 orð | ókeypis

Tveir sækja um

TVÆR umsóknir hafa borist um starf skólastjóra Brekkuskóla á Akureyri, en frestur til að sækja um stöðuna rann út á mánudag. Þeir sem sóttu um voru Björn Þórleifsson, deildarstjóri búsetu- og öldrunardeildar Akureyrar, en hann var áður skólastjóri Húsabakkaskóla í Svarfaðardal og Sigmar Ólafsson sem áður var skólastjóri við Hafralækjarskóla í Aðaldal. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 429 orð | ókeypis

Tvenns konar afmæli á Siglufirði

HÁTÍÐARHÖLD hefjast á morgun á Siglufirði og munu standa alla helgina. Tilefnið er 80 ára afmæli Siglufjarðarkaupstaðar og 180 ára verslunarafmæli. Að sögn Guðmundar Guðlaugssonar, bæjarstjóra á Siglufirði, hefur undirbúningur gengið vel og er mikil stemmning hjá bæjarbúum fyrir helgina. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

Undirritar sjávarútvegssamning

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra er í opinberri heimsókn á Grænlandi út vikuna hjá starfsbróður sínum Heilmann Paviaraq. Munu þeir undirrita samning um vilja til að auka samskipti landanna á sviði sjávarútvegs. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð | ókeypis

Úlfaldinn '98 í Galtalæk

SUMARHÁTÍÐ SÁÁ Úlfaldinn '98 verður haldin í fimmta sinn í Galtalækjarskógi um næstu helgi 10.­12. júlí. Úlfaldinn '98 er hátíð fyrir alla sem vilja skemmta sér án vímuefna. Mótsgjald er 3.000 kr. fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn 13 ára og yngri. Mjög margt verður til skemmtunar á Úlfaldanum '98 og m.a. Meira
8. júlí 1998 | Miðopna | 1235 orð | ókeypis

Úrhellisrigning einkenndi lokasprett undirbúningsins

LANDSMÓT hestamanna hefst á Melgerðismelum í Eyjafirði í dag og var mikill erill þar í grenjandi rigningu í gær þegar lokahönd var lögð á undirbúning þess. Áætlanir gera ráð fyrir að 7­9 þúsund manns leggi leið sína á mótssvæðið. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 347 orð | ókeypis

Vefengir fréttatilkynningu ríkisendurskoðanda

ÞORVALDUR Garðar Kristjánsson, sem var forseti sameinaðs Alþingis til ársins 1988, kannast ekki við að hafa samið árið 1987 við þáverandi ríkisendurskoðanda um greiðslur til forseta Alþingis vegna eftirlitsstarfa með Ríkisendurskoðun. Vefengir hann því efni fréttatilkynningar ríkisendurskoðanda frá því í gær. Meira
8. júlí 1998 | Landsbyggðin | -1 orð | ókeypis

Veiði hafin í Stóra Lóni í Straumfirði

Veiði hafin í Stóra Lóni í Straumfirði Borgarnesi-Veiði er hafin í Stóra Lóni í Straumfirði á Mýrum. Það eru hjónin og veiðibændurnir Steinar Ingimundarson og Sigrún Guðbjarnadóttir sem hafa komið þarna upp stóru sjávarlóni þar sem þau sleppa silungi og laxi og selja síðan veiðileyfi á sumrin. Meira
8. júlí 1998 | Landsbyggðin | 169 orð | ókeypis

Vestmannaeyjabær gefur Rauða krossinum húsnæði

Vestmannaeyjum-Vestmannaeyjabær afhenti á laugardaginn Rauðakrossdeildinni í Vestmannaeyjum húsið Arnardrang að gjöf. Gjöfin var afhent í tilefni af 25 ára goslokaafmælinu og er þakkarvottur Eyjamanna til Rauða krossins fyrir þátttöku hans í björgunarstörfum í eldgosinu í Eyjum og uppbyggingu Eyja að því loknu. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð | ókeypis

Viðræður liggja niðri

VIÐRÆÐUR Visa og Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins um notkun Visa-krítarkorta í áfengisútsölum hafa legið niðri frá því í síðustu viku. Einar S. Einarsson forstjóri Visa Ísland segir að ÁTVR eigi "næsta leik" í samningaviðræðunum og fyrirtækið geti ekki boðið lægra en bestu kjör, sem þegar hafi verið boðin. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 214 orð | ókeypis

Vilja 20 nýjar stofur

ÓSKIR komu frá grunnskólunum í Reykjavík í vor um 20 nýjar kennslustofur til að mæta þörfum vegna fleiri nemenda og til að flýta einsetningu skóla sem eru tvísetnir. Um helmingur þessara stofa er vegna tveggja skóla, Borgaskóla sem er nýr skóli, og Engjaskóla. Farið var yfir óskirnar hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og varð niðurstaðan sú að bæta þurfi við 15 stofum. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 499 orð | ókeypis

Vöruverð hækkað í þrjá mánuði á sumrin

ÍBÚAR í nágrenni Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð þurfa að sætta sig við að borga hærra verð fyrir ýmsar vörur yfir sumartímann en þeir þurfa að borga fyrir þær að vetri til. Á sumrin, þegar umferð er mest í Skagafirðinum, hækkar verslunin verð á vörum sínum til að safna upp "forða" fyrir vetrartímann, að sögn Péturs Stefánssonar, útibússtjóra Kaupfélagsins í Varmahlíð. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 518 orð | ókeypis

Ætla að sjá hvað kemur út úr samfylkingarmálum

SVAVAR Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, segir að úrsögn Steingríms Sigfússonar úr Alþýðubandalaginu sé mikið áfall fyrir flokkinn. Svavar óttast meðal annars að hún verði til þess að málefnaleg uppskera flokksins verði minni í fyrirhugðum samfylkingartilraunum en ella. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð | ókeypis

Ættarmót í Vesturhópsskóla

ÆTTARMÓT afkomenda Steinunnar Finnsdóttur og Magnúsar Magnússonar úr Svarfaðardal verður haldið dagana 17.­19. júlí í Vesturhópsskóla (hjá Þorfinnsstöðum), V-Hún. Upplýsingar eru hjá Jóni Sigvaldasyni, Sauðárkróki, Vilbergi Jóhannessyni, Grindavík, Valdísi Friðgeirsdóttur, Akureyri og Jóhönnu L. Gísladóttur, Reykjavík. Meira
8. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð | ókeypis

Ævintýri við tjörnina

ÞAU voru eins og klippt út úr ævintýrabók, stúlkan, kötturinn og lífvana svanurinn niður við Reykjavíkurtjörn. Kötturinn í hlutverki illra vætta sem vilja svaninum illt en litla stúlkan líkust ævintýraprinsessunni Dimmalimm sem tregar dauða svansins en leysir við það draumaprinsinn óvænt úr álögum. Meira
8. júlí 1998 | Landsbyggðin | 376 orð | ókeypis

Örnefnaskífa á Stokkseyri

Stokkseyri-Sunnudaginn 6. júlí sl. komu félagar í Stokkseyringafélaginu í Reykjavík til Stokkseyrar í þeim tilgangi að halda upp á 55 ára afmæli félagsins og færðu Stokkseyringum af því tilefni örnefnaskífu að gjöf. Meira

Ritstjórnargreinar

8. júlí 1998 | Leiðarar | 637 orð | ókeypis

leiðariRÆKTARSEMI VIÐ BRAUTRYÐJENDUR AÐ ER einkar vel til fu

leiðariRÆKTARSEMI VIÐ BRAUTRYÐJENDUR AÐ ER einkar vel til fundið hjá forráðamönnum flugfélagsins Atlanta að nefna þotur félagsins eftir forystumönnum íslenzkra flugmála og heiðra með því minningu þeirra og störf, sem þeir unnu íslenzkum flugmálum. Meira
8. júlí 1998 | Staksteinar | 369 orð | ókeypis

»Mesta kaupmáttaraukning lýðveldistímans "ALLIR hafa fagnað þeim stöðugleika,

"ALLIR hafa fagnað þeim stöðugleika, sem náðst hefur í efnahagsmálum þjóðarinnar á undanförnum árum. Ekkert hefur tryggt launþegum betur en stöðugleikinn, að þær launahækkanir sem samið hefur verið um á undanförnum árum, hafa skilað sér í auknum kaupmætti." Þetta segir í upphafi leiðara VR-blaðsins, sem nýlega er komið út. Meira

Menning

8. júlí 1998 | Menningarlíf | 151 orð | ókeypis

8 umsækjendur um stöðu framkvæmdastjóra SÍ

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands til næstu fjögurra ára frá og með 1. júlí 1998. Nýr formaður stjórnar er Þorkell Helgason orkumálastjóri og tekur hann við af Herði Sigurgestssyni, forstjóra Eimskips, sem gegnt hefur formennsku í stjórninni í fjögur ár en lætur nú af störfum. Meira
8. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 196 orð | ókeypis

Armageddon í efsta sæti

Armageddon í efsta sæti NÁTTÚRUHAMFARAMYNDIN Armageddon var frumsýnd í Bandaríkjunum í síðustu viku og fór beint í efsta sæti vinsældalistans. Aðsóknin var dræmari en búist var við og á það sérstaklega við um laugardaginn sem var þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og virtist fólk fremur kjósa að fylgjast með flugeldasýningum undir berum himni en í k Meira
8. júlí 1998 | Myndlist | 406 orð | ókeypis

Ást til sölu

Til 18. júlí. Opið á verslunartíma. GJÖRNINGAKLÚBBURINN er myndlistarkvartett þeirra Eirúnar Sigurðardóttur, Halldóru G. Ísleifsdóttur, Ólafar Jónínu Jónsdóttur (Jóní) og Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur. Þegar í upphafi var ljóst hvert Gjörningaklúbburinn stefndi. Meira
8. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 591 orð | ókeypis

Best geymda leyndarmálið í heiminum Aði

JENNIFER Tzar starfar sem stílisti fyrir hin ýmsu blöð og tímarit víðs vegar um heiminn. Hún hefur áður unnið fyrir Harper's Bazaar en kýs að starfa sjálfstætt fremur en binda sig við eitt tímarit. Þetta er ekki fyrsta heimsókn hennar til Íslands því í febrúar á þessu ári kom hún til landsins vegna myndatöku fyrir tímarit í Los Angeles. Meira
8. júlí 1998 | Menningarlíf | 107 orð | ókeypis

"Bossa-nouveau" í Kaffileikhúsinu

FJÓRÐU tónleikarnir í Sumartónleikaröð Kaffileikhússins verða fimmtudaginn 9. júlí kl. 21. Þá munu kanadíska djasssöngkonan Tena Palmer og hljómsveit hennar, Joao, flytja brasilíska samba og bossa-nova tónlist. Joao skipa, auk Tenu Palmer, Hilmar Jensson á acoustic gítar, Jóel Pálsson á saxófón, Gunnar Hrafnsson á bassa og Matthías Hemstock á trommur. Meira
8. júlí 1998 | Bókmenntir | 526 orð | ókeypis

Dalur í miðri borg

Land og saga. 166 bls. Mál og mynd. Prentun: Steindórsprent ­ Gutenberg ehf. 1998. ÞRÍR menn leggja fram þekkingu sína við ritun og samantekt bókar þessarar, Árni Hjartarson jarðfræðingur, Reynir Vilhjálmsson landslagsarkítekt og Helgi M. Sigurðsson sagnfræðingur sem jafnframt hefur haft með höndum ritstjórn verksins. Meira
8. júlí 1998 | Menningarlíf | 47 orð | ókeypis

Dansinn stiginn

NORRÆNT þjóðdansa- og þjóðlagamót "Isleik 98" stendur nú yfir í Reykjavík og eru danssýningar, danskennsla, samspil, söngkvöld og fyrirlestrar á dagskránni. Á sunnudaginn gengu dansarar og hljóðfæraleikarar klæddir þjóðbúningum frá Mjódd að Árbæjarsafni, þar sem gestum og gangandi var gefinn kostur á þjóðdansasýningu og hljóðfæraleik. Meira
8. júlí 1998 | Bókmenntir | -1 orð | ókeypis

Dáðir og draumar

Ritstjóri: Asbjörn Aarnes, Aschehoug, Oslo. 1998 ­ 327 bls. ÍSLENSK menning er á margan hátt sérstök og hægt er að fullyrða án nokkurs hroka að miðaldabókmenntir okkar taki flestu öðru fram á því tímaskeiði. Á þetta hafa ýmsir bent. Norðmenn eru sérstakir áhugamenn um þessar bókmenntir enda væri saga Noregs fátækleg án þeirra. Meira
8. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 181 orð | ókeypis

Flúði til New York BRESKI fótboltakapp

Flúði til New York BRESKI fótboltakappinn David Beckham flúði í fangið á Kryddpíunni sinni Victoriu Adams sem er stödd í Bandaríkjunum á tónleikaferðalagi eftir að enska landsliðið tapaði eftirminnilega fyrir Argentínu á dögunum. Meira
8. júlí 1998 | Tónlist | 697 orð | ókeypis

Framsækin frumraun

Verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Guðni Franzson, klarínett; Helga Ingólfsdóttir, semball; sönghópurinn Hljómeyki u. stj. Bernharðs Wilkinssonar. Skálholtskirkju, laugardaginn 4. júlí. ELÍN Gunnlaugsdóttir, sem ásamt Báru Grímsdóttur er staðartónskáld þetta sumar í Skálholti, var í brennidepli á seinni tónleikum fyrsta dags Sumartónleika í Skálholti á laugardaginn var, Meira
8. júlí 1998 | Menningarlíf | 617 orð | ókeypis

Frá "ævarandi hlutleysi" til vestræns varnarsamsta

ÍSLENZK utanríkisstefna á mótunarskeiðinu 1945-1956 er umfjöllunarefni nýrrar bókar eftir Þór Whitehead, rannsóknaprófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Bókin, sem er á ensku, ber titilinn "The Ally Who Came in from the Cold". Meira
8. júlí 1998 | Myndlist | 346 orð | ókeypis

Höggmyndir og litabækur

Verk eftir Sigurð Guðmundsson. Til 26. júlí. Opið fimmtud. ­ sunnud. frá kl. 14­18. Aðgangur ókeypis. SIGURÐUR Guðmundsson hefur alltaf verið sérkennilega samsettur listamaður. Í honum er mjög sterkur, rómantískur strengur sem slæst saman við írónískan hálfkæring, nokkurs konar súperegó sem forðar honum frá því að falla í tilfinngapyttinn. Meira
8. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 249 orð | ókeypis

Julian reiður við Yoko Ono HINN 35

Julian reiður við Yoko Ono HINN 35 ára gamli tónlistarmaður, Julian Lennon, sem John Lennon átti með fyrri konu sinni, Cynthiu, er reiður seinni konu föður síns, japönsku listakonunni Yoko Ono, fyrir að lítillækka minningu föður síns með blygðunarlausri kaupsýslu. Meira
8. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 262 orð | ókeypis

Krimmar og kórdrengir Skuggasvæðið (Shadow Run)

Framleiðendur: Geoffrey Reeve, Jim Reeve. Leikstjóri: Geoffrey Reeve. Handritshöfundar: Desmond Lowden. Kvikmyndataka: Eddy Van Der Enden. Tónlist: Adrian Burch, David Whittaker. Aðalhlutverk: Michael Caine, Kenneth Colley, James Fox, Leslie Grantham, Matthew Pochin, Tim Healy, Rupert Frazer. 92 mín. Bandaríkin. Skífan 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
8. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 194 orð | ókeypis

Litla sæta Kata

BRESKA leikkonan Kate Beckinsale er 24 ára, dökkhærð með fallega hvíta húð og á kinnarnar slær roða vegna ferska breska loftsins. Þótt Kate hafi verið alin upp í skemmtanaiðnaðinum, þar sem mamma hennar er aðstoðarleikstjóri og pabbi hennar leikari, ákvað hún ekki strax að verða leikkona. Hún lærði í Oxford og náði sér í gráðu í frönsku og rússnesku. Meira
8. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 132 orð | ókeypis

Ljúf stemmning á Sir Oliver HVER þekkir ekki l

Ljúf stemmning á Sir Oliver HVER þekkir ekki lögin "When I fall in Love", "Georgia", "Autumn Leaves", "Lean on Me" eða Otis Redding lagið "Sitting on the Dock of a Bay"? Það eru fáir sem ekki geta raulað með og lifað sig inn í þá ljúfu tóna sem hljómuðu sl. Meira
8. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 256 orð | ókeypis

Madonna ávallt umdeild

MADONNA hefur iðulega vakið hneykslan manna með hinum ýmsu uppátækjum sínum og skoðunum. Nýjustu fregnir herma að í myndbandi við lagið "(Drowned World) Substitute for Love" minni söguþráðurinn mjög á síðustu stundir Díönu prinsessu þar sem hún var elt af fjölmiðlum til hinstu stundar. Meira
8. júlí 1998 | Menningarlíf | 108 orð | ókeypis

Málverk Hlífar í Leifsstöð

NÚ stendur yfir sýning á málverkum eftir Hlíf Ásgrímsdóttur í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Félag íslenskra myndlistarmanna og Leifsstöð standa saman að kynningu á verkum félagsmanna FÍM. Hlíf sýnir þar átta málverk sem unnin eru á þessu og síðastliðnu ári. Sýningarrýmið er í landganginum og stendur sýningin til 15. ágúst. Meira
8. júlí 1998 | Myndlist | 790 orð | ókeypis

NÁTTÚRAN ÚTI OG INNI

Til 19. júlí. Opið þriðjudaga ­ sunnudaga frá kl. 12­18. Aðgangur kr. 200. Sýningarskrá kr. 500. Í LISTASAFNI Kópavogs er sýning sem kallast "Fimmt" eða "Quinate" og fjallar um tengsl inntaks og efnis. Meira
8. júlí 1998 | Menningarlíf | 33 orð | ókeypis

Orgeltónleikar í Dómkirkjunni

MARTEINN H. Friðriksson leikur í dag, miðvikudag kl. 11.30 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Á efnisskrá verða orgelverk eftir Bach og Mendelssohn. Aðgangur er ókeypis. Að loknum tónleikum verða hádegisbænir kl. 12.10. Meira
8. júlí 1998 | Menningarlíf | 493 orð | ókeypis

Raddir án landamæra

MARGMIÐLUNARSTOFA Íslands mun standa að alþjóðlegri skáldahátíð í Reykjavík árið 2000 undir kjörorðunum, "Raddir án landamæra", í samvinnu við hin ýmsu fyrirtæki og samtök. Gert er ráð fyrir að hátíðin verði haldin í júlí og standi í eina viku, frá laugardegi til laugardags. Hátíðin verður helguð ljóðinu og mun hver dagur hafa ákveðið þema. Meira
8. júlí 1998 | Menningarlíf | 155 orð | ókeypis

Snær til Englands

LÚÐRASVEITIN Snær í Snæfellsbæ er í tónleikaferð um Englands, þar sem sveitin bæði leikur á norrænum tónleikum og tekur þátt í hátíðarhöldum og skrúðgöngum í South Shields í South Tyneside, í borginni Durham og nágrenni á Norðaustur-Englandi. Meira
8. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 402 orð | ókeypis

Styttir leiðina að skilningi Hallgrímur Helgas

"NÚ ERU aldamótin að nálgast og einhver hefur ákveðið að við skyldum skiptast í tvö kyn; konur og aumingja. Út um allt er sagt að karlar séu aumingjar og enginn segir neitt," segir Bjarni Haukur Þórsson snemma í gamanleikritinu "Hellisbúanum" sem frumsýnt verður í Íslensku óperunni annað kvöld. Meira
8. júlí 1998 | Fólk í fréttum | -1 orð | ókeypis

Um alla heima og geima Draumurinn um að ferðast til annarra stjarna er eflaust jafngamall manninum. Óttinn við vágesti utan úr

ELSTA geimmyndin, sem menn þekkja til, er Ferðin til tunglsins (Le Voyage dans la lune) eftir Georges Méli`es frá árinu 1902. Franski leikstjórinn François Truffaut sagði að kvikmyndasagan hefði í öndverðu kvíslast í tvær áttir; annars vegar raunsæismyndir sem rekja mætti til Lumi`erebræðra og hins vegar myndir þar sem Meira
8. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 316 orð | ókeypis

Ungir sem aldnir í stuði á Sögu HLJÓMSVEITIN Cas

HLJÓMSVEITIN Casino og Páll Óskar héldu spariball í Súlnasal Hótels Sögu sl. laugardagskvöld og var góð stemmning á staðnum eins og meðfylgjandi myndir sýna. "Við vorum rosalega ánægðir með mætinguna og fannst frábærast að þeir sem mættu voru á aldrinum 20­80 ára," sagði Páll Óskar í viðtali við Fólk í fréttum. Meira
8. júlí 1998 | Menningarlíf | 70 orð | ókeypis

VÍS gerir samstarfssamning við I.C. Art

I.C. ART, umboðsskrifstofa íslenskra listamanna hefur undirritað samstarfssamning við VÍS. Þetta er þriðji samningurinn sem I.C. Art gerir við fyrirtæki hérlendis en áður höfðu TVG-Zimsen og Íslenska útvarpsfélagið gengið til samstarfs við umboðsskrifstofuna um markaðssetningu íslenskrar myndlistar erlendis. Meira
8. júlí 1998 | Bókmenntir | 437 orð | ókeypis

Þunnur þrettándi

eftir Gunillu Myrberg. Vasaútgáfan 1998. SJÁLFSHJÁLPARBÓK um breytingaskeiðið kom nýlega út hjá Vasa-útgáfunni og er eftir sænska konu, Gunillu nokkra Myrberg, sem er blaðamaður og hefur árum saman stjórnað heilsuþætti í sænska útvarpinu. Meira

Umræðan

8. júlí 1998 | Aðsent efni | 654 orð | ókeypis

Annað tækifæri!

Í FRUMGREINADEILD Tækniskóla Íslands fær fólk á öllum aldri annað tækifæri til að ljúka því undirbúningsnámi sem er nauðsynlegt til að geta hafið Háskólanám. Upphaflega var frumgreinadeildin stofnuð til þess að þjóna iðnmenntuðum mönnum sem hugðu á nám í tæknifræði. Reyndin varð seinna sú að þetta nám hentaði einnig þeim sem af einhverjum orsökum höfðu ekki lokið hefðbundnum framhaldsskóla. Meira
8. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 87 orð | ókeypis

Fagnar sameiningunni Frá Erlingi Viggóssyni: DRAUMURINN um samei

DRAUMURINN um sameiningu vinstrimanna er ekki nýr af nálinni. Mikið hefur verið talað um að þetta mál í áratugi en það var ekki fyrr á aukalandsfundi Alþýðubandalagsins nýliðna helgi sem loks var staðfest að samfylking vinstrimanna er framundan. Ég fagna niðurstöðu aukalandsfundarins og því hvernig Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, hefur leitt þetta mál. Meira
8. júlí 1998 | Aðsent efni | 306 orð | ókeypis

Hreinsað frá

DÁLKAHÖFUNDUR Morgunblaðsins, Ásgeir Sverrisson, skýtur föstu skoti inn á teig sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar föstudaginn 3. júlí sl. Ekki finnur Ásgeir gagnrýni sinni stað og vil ég því leitast við að hreinsa skot hans frá, þar sem mér finnst ómaklega vegið að íþróttafréttamönnum stöðvarinnar. Meira
8. júlí 1998 | Aðsent efni | 430 orð | ókeypis

Íslenskt mál og ósannindi ­ I

Í FJÓRUM stuttum greinum langar mig að koma á framfæri gagnrýni á tiltekna orðanotkun í umræðu um sjávarútvegsmál. Ég tel gagnrýnina réttmæta. Fjögur orð ætla ég að taka til umfjöllunar, en þau eru eignatilfærsla, sægreifi, gjafakvóti og þjóð. Þessi orð hafa mikið verið notuð í neikvæðum áróðri gegn fiskveiðistjórnun á Íslandi. Meira
8. júlí 1998 | Aðsent efni | 1101 orð | ókeypis

Nei ­ d með striki er ekki ð

LÖNGUM var talið að lega Íslands á jarðkúlunni væri til mikils óhagræðis fyrir þjóðina. Fjarlægð landsins frá öðrum gerði okkur erfitt um vik með alla aðdrætti og ferðalög. Er enn í dag kvartað yfir legu landsins. Oft vill það gleymast að einangrun okkar ­ sérstaklega fyrr á öldum ­ hafði sína kosti, eins og t.d. Meira
8. júlí 1998 | Aðsent efni | 1252 orð | ókeypis

Sjónvarps-"klúður" frá íslenskri torfæru

Í FYRRI grein var svarað nokkrum helstu ásökunum Ásgeirs Yngvarssonar í garð Landssambands íslenskra akstursfélaga, LÍA, sem hann birti í Morgunblaðinu 17. júní sl. undir fyrirsögninni Á að eyðileggja íslenska torfæru með reglugerðarbulli? og vörðuðu eðli og starfsemi LÍA og breytingar á reglum. Meira
8. júlí 1998 | Aðsent efni | 660 orð | ókeypis

Sjúkur var ég

NÚ ÞESSA dagana beinast augu manna mjög að heilbrigðisþjónustunni í landinu. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að þar er tekist á um láglaunastefnu ríkisstjórnarinnar. Því var það að þegar ég sá forsíðufyrirsögn í Degi þar sem sagt var að kröfur hjúkrunarfræðinga næmu 800 milljónum að rifjaðist upp fyrir mér önnur frétt, nokkurra vikna gömul, Meira
8. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 448 orð | ókeypis

Skólaslit í barnaskóla Akrahrepps í Skagafirði Frá Jóhönnu Sigr. Sigurðardótt

HINN 23. maí sl. var barnaskóla Akrahrepps í Skagafirði slitið. Helga Bjarnadóttir skólastjóri sleit skólanum í síðasta sinn, en hún hefur starfað við skólann í 38 ár. Viðstaddir athöfnina voru nemendur og foreldrar þeirra, kennarar skólans, formaður skólanefndar, oddviti hreppsins, sóknarpresturinn á Miklabæ, undirrituð fyrrverandi skólastjóri o.fl. Meira

Minningargreinar

8. júlí 1998 | Minningargreinar | 637 orð | ókeypis

Andrés Kristinsson

Síminn hringir á sunnudagskvöldi. Það er kalt úti en sólbjart. Hvell kersknisfull rödd segir: "Blessaður, Sigurjón, hún Annetta segist hafa séð mynd af þér í blöðunum og það hafi verið skelfing að sjá þig. Komdu til mín á miðvikudaginn og við ríðum upp á Tindastól. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 613 orð | ókeypis

Andrés Kristinsson

Okkur er víst öllum ætlað að fara yfir móðuna miklu, en óneitanlega bregður manni þegar fréttir berast af slíkum atburði. Þannig fór fyrir mér þegar ég frétti af ótímabærum dauðdaga vinar míns Andrésar frá Kvíabekk. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 183 orð | ókeypis

ANDRÉS KRISTINSSON

ANDRÉS KRISTINSSON Sigurður Andrés Kristinsson á Kvíabekk var fæddur á Ólafsfirði á skírdag 29. mars 1934. Hann lést á Kvíabekk að kvöldi 19. júní. Foreldrar hans voru Kristín Rögnvaldsdóttir frá Kvíabekk, f. 18. maí 1900, d. 16. ágúst 1991, og Kristinn Sigurðsson frá Þverá í Ólafsfirði, f. 16. janúar 1900, d. 8. janúar 1990. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 317 orð | ókeypis

Hjördís Kristófersdóttir

Elsku amma, það er næstum óhugsandi að þú sért farin frá okkur. Þú sem kenndir okkur svo mikið og við sem bjuggumst aldrei við því að lærdómsdögunum yrði svona fljótt lokið. Þú komast ekki fram við okkur bara eins og amma heldur góður vinur sem ávallt var hægt að leita til. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 450 orð | ókeypis

Hjördís Kristófersdóttir

Ef líkja má lífinu við fagran rósagarð er blómstrar og veitir öllum er að honum koma yl og trú á betri heim, hvernig má þá vera að mér finnst eins og fegurstu rósirnar fölni og deyi ætíð fyrst. Þessi hugsun hefur verið mér ofarlega í huga síðan hún Hjördís tengdamóðir mín veiktist. Og nú er hún dáin þessi kona sem svo sannarlega var ein af fegurstu rósunum í garði þess mannlífs sem ég þekkti. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 133 orð | ókeypis

Hjördís Kristófersdóttir

Mamma mín. Úr hverju vildir böli bæta, brosið var sem skin af sól, vildir hugga, verma og kæta, veita hrjáðum líkn og skjól. Göfugt allt og gott þú kenndir, góða, elsku mamma mín, bættir allt og blíðu sendir. Björtust allra er minning þín. (Þuríður Briem.) Elsku mamma. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 69 orð | ókeypis

Hjördís Kristófersdóttir

Elsku Hjördís mín. Eftirfarandi orð tileinka ég þér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Með þökk fyrir samfylgdina. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 67 orð | ókeypis

Hjördís Kristófersdóttir

Sárt er að kveðja milda móður margra barna æviferil sem æ var hljóður en veitti gjarna ungu lífi þá ást og hlýju sem alla gleður yndisþokka sem æ að nýju ungbörn seður. Gefi henni nú Guð á hæðum gleði bjarta. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 410 orð | ókeypis

Hjördís Kristófersdóttir

Er ekki þannig varið með okkur flest þegar hefja skal sambýli við fjölskyldu, sem manni er með öllu ókunn, að ríki nokkur eftirvænting og jafnvel efi hvernig muni til takast? Þannig var það með okkur Gunnhildi er við fluttum í hús okkar að Háaleitisbraut 59 árið 1966, en Hjördís og Ragnar höfðu þá byggt húsið nr. 57. Varð sambýli okkar því mjög náið. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 400 orð | ókeypis

Hjördís Kristófersdóttir

Mig langar til að minnast með nokkrum orðum Hjördísar tengdamóður minnar, en hana er ég búinn að þekkja í tæp tuttugu ár. Það er alltaf svo, að þeir sem maður tengist svo náið og umgengst, hafa mikil áhrif á líf manns. Er ég afar þakklátur fyrir að Hjördís var ein af þeim. Hún var ákaflega traust og það var sérstaklega gott að leita til hennar. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 218 orð | ókeypis

Hjördís Kristófersdóttir

Mig langar að minnast ömmu minnar, Hjördísar Kristófersdóttur, með nokkrum orðum. Þegar ég var lítil passaði amma mig meðan mamma mín var í skóla. Þegar ég var fimm ára var ég í sjúkraþjálfun. Amma fór með mig á hverjum einasta degi og ég var hjá henni svolitla stund á eftir. Hún var alltaf svo blíð og umhyggjusöm. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 150 orð | ókeypis

Hjördís Kristófersdóttir

Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn, mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn hann traust mitt var í hvíld og önn í sæld, í sorg og þrautum. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú og tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 303 orð | ókeypis

HJÖRDÍS KRISTÓFERSDÓTTIR

HJÖRDÍS KRISTÓFERSDÓTTIR Hjördís Kristófersdóttir fæddist í Reykjavík 20. október 1929. Hún lést á Landspítalanum 30. júní síðastliðinn. Kjörforeldrar hennar voru Kristófer Pétur Eggertsson, skipstjóri, f. 28.11. 1892 í Gottorp, Þverárhr. V-Hún., d. 16.11. 1961, og Helga Eggertsdóttir, f. 6.9. 1894 í Kothúsum, Garði, Gerðarhreppi, Gullbr., d. 29.5. 1967. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 347 orð | ókeypis

Inga Hálfdanardóttir

Okkar kæra Inga amma er látin eftir langa og erfiða baráttu við hinn illvíga sjúkdóm, krabbamein. Inga amma var okkur systkinunum alla tíð afar kær og við vorum svo heppin að eiga heima í næsta húsi við ömmu og afa og hittum við þau nær daglega. En nú er Eiki afi orðinn einn í húsinu þeirra og aldrei mun neinn geta fyllt upp í það tóm sem amma skilur eftir. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 56 orð | ókeypis

INGA HÁLFDANARDÓTTIR

INGA HÁLFDANARDÓTTIR Inga Hálfdanardóttir fæddist á Bakka á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu hinn 20. maí 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgerði á Höfn 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hálfdan Arason og Guðný Einarsdóttir. Eftirlifandi eiginmaður Ingu er Eiríkur Júlíusson. Börn þeirra eru Guðný Sigrún og Magnús Ástvald. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 272 orð | ókeypis

Kristbjörg Sigurðardóttir

Það brá skugga á bjartan sumardaginn er þær fregnir bárust að Kristbjörg væri dáin. Svo stutt var síðan við fögnuðum saman á sal í skólanum okkar. Fögnuðum góðum áfanga í hópi glaðra nemenda, stoltra ættingja og vina. Þar voru rifjuð upp mörg afrek sem unnin höfðu verið í skólanum. Kristbjörg Sigurðardóttir var að ljúka stúdentsprófi. Hún var að vinna mikið afrek. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 808 orð | ókeypis

Kristbjörg Sigurðardóttir

Nú þegar sólin er sem hæst á lofti kveður hún Krissa okkar þennan heim. Það er erfitt fyrir okkur að kveðja hana og gefa upp þær vonir og bænir sem við bárum í brjósti um betri heilsu og líf fyrir kæra vinkonu. Við trúum því að Guð hafi ætlað henni stærra og meira hlutverk í heimum sem okkur eru huldir og þar sem hún getur haldið áfram því starfi sem hún hóf hér á meðal okkar. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 26 orð | ókeypis

KRISTBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR

KRISTBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Kristbjörg Sigurðardóttir fæddist á Akranesi 18. nóvember 1976. Hún lést á Landspítalanum 25. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 3. júlí. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 960 orð | ókeypis

Kristján M. Kristjánsson

Nú er hann faðir okkar fallinn frá, blessuð sé minning hans. Ég var nýbúinn að klára verkefni í sambandi við Hvalfjarðargöngin. Þegar ég var að lesa dagblaðið næsta morgun kallar hún móðir mín til mín: "Konni, komdu fljótt, það er eitthvað að honum pabba." Hann hafði fengið áfall þennan morgun sem varð til þess að hann pabbi okkar átti eftir að kveðja þennan heim stuttu síðar. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 211 orð | ókeypis

KRISTJÁN M. KRISTJÁNSSON

KRISTJÁN M. KRISTJÁNSSON Kristján Magnusen Kristjánsson var fæddur í Búðardal 31. október 1909. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 29. júní síðastliðinn. Móðir hans var Friðborg Friðriksdóttir ættuð úr Dölum en faðir hans var Kristján Jónasson kaupmaður frá Skarði á Skarðsströnd. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 263 orð | ókeypis

Sigríður Jóna Albertsdóttir

Elsku Sigga Lóa, það er svo sárt að kyngja því að þú sért farin, svo ung og falleg. Þú varst alltaf svo hress og stutt í hláturinn hjá þér. Við kynntumst fyrir 13 árum í Garðaskóla og urðum strax góðar vinkonur, við áttum mjög oft góðar stundir saman, og þegar vandamálin hrjáðu okkur reyndum við að hughreysta hvor aðra. Meira
8. júlí 1998 | Minningargreinar | 29 orð | ókeypis

SIGRÍÐUR JÓNA ALBERTSDÓTTIR

SIGRÍÐUR JÓNA ALBERTSDÓTTIR Sigríður Jóna Albertsdóttir fæddist í Reykjavík 25. janúar 1973. Hún lést í Reykjavík 9. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 19. júní. Meira

Viðskipti

8. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 104 orð | ókeypis

Boð í Talk Radio ekki hækkað

HÓPUR stjórnenda, sem býður í Talk Radio í Bretlandi, hefur ákveðið að hækka ekki 20 milljóna punda tilboð í stöðina og það auðveldar Kelvin MacKenzie, kunnum æsifréttablaðamanni, að ná yfirráðum yfr stöðinni að sögn heimildarmanna. Meira
8. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 128 orð | ókeypis

ÐEndurhverf verðbréfakaup fyrir 2,7 milljarða

Í samræmi við reglur um viðskipti Seðlabanka Íslands við lánastofnanir fór fram uppboð á endurhverfum verðbréfasamningum þriðjudaginn 7. júlí. Lánstíminn, þ.e. sá tími sem líður þar til bréfin hverfa til fyrri eigenda á ný, er 14 dagar. Samkvæmt fréttatilkynningu var notuð fastaverðsaðferð því Seðlabankinn bauðst til að kaupa verðbréf á tiltekinni ávöxtunarkröfu, 7,2%. Meira
8. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 73 orð | ókeypis

ÐÚtboð í rekstur Kvótaþings

Opnun tilboða í rekstur Kvótaþings fór fram í gær. Tómas Örn Kristinsson stjórnarformaður sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði orðið að samkomulagi á milli kaupenda og seljenda að greina ekki frá niðurstöðu útboðsins að svo stöddu samkvæmt útboðsskilmálum. Auglýst var eftir aðilum til að sjá um hugbúnaðargerð og rekstur Kvótaþingsins til tveggja ára. Meira
8. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 222 orð | ókeypis

Evrópsk bréf á meti, jen hækkar

LOKAGENGI hlutabréfa á meginlandi Evrópu náði meti með naumindum í óstöðugum viðskiptum í gær og nýjar vonir um skattalækkun í Japan styrktu jenið. Óvíst er að hækkanir í Þýzkalandi, Frakklandi, Hollandi og Svíþjóð verði til langframa vegna áframhaldandi óvissu um tilraunir Japana til að bjarga sér frá samdrætti með verulegri skattalækkun. Meira
8. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 285 orð | ókeypis

Gæti haft áhrif á afkomu íslensku álveranna

VERÐLÆKKUN á áli á alþjóðlegum mörkuðum að undanförnu á m.a. rót sína að rekja til minnkandi eftirspurnar vegna efnahagserfiðleikanna í Asíu. Ef hið lága verð festist í sessi má búast við því að það hafi áhrif á afkomu íslensku álveranna, álver Íslenska álfélagsins í Straumsvík, og Norðuráls á Grundartanga. Tonnið af áli seldist á 1. Meira
8. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 292 orð | ókeypis

Í takt við daufa tíð á hlutabréfamarkaði

REKSTRARTAP Íslenska fjársjóðsins hf. nam tæpum 59 milljónum króna á síðasta ári. Hlutafé félagsins var tæpar 634 milljónir króna í lok reikningsárs en eigið fé nam tæpum 1,1 milljarði króna samanborið við 1,5 milljarða í lok reikningsársins á undan. Hluthafar Íslenska fjársjóðsins hf. voru yfir 4.600 talsins í lok reikningsárs og hefur fjölgað um tæp 6% á undangengnu rekstrarári. Meira
8. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 126 orð | ókeypis

Peugeot færir út kvíarnar í Íran

FRANSKI bílaframleiðandinn Peugeot hefur samþykkt að auka umsvif sín í Íran, taka upp framleiðslu á 205 gerð sinni og endurnýja gildandi samstarfssamning um framleiðslu á stærri sedanbíl. Jean-Martin Folz, stjórnarformaður PSA Peugeot Citroen, sagði fréttamönnum að samningarnir hefðu verið undirritaðir á fundum með fulltrúum Iran Khodro, aðalbílaframleiðanda Írans, Meira
8. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 279 orð | ókeypis

Stór samningur um notkun Byggingastjóra

ÍSLENSKA verkfræði- og hugbúnaðarfyrirtækið LHtækni hefur skrifað undir víðtækan þróunarsamning við byggingarfyrirtækið IKAST Byggeindustri A/S í Danmörku. IKAST var nýlega kosið annað framsæknasta fyrirtæki Danmerkur undanfarin þrjú ár, þar sem mælikvarði var vöxtur í veltu. Fyrirtækið sérhæfir sig í heildarlausnum fyrir byggingariðnað og starfar nú víða á Norðurlöndum. Meira
8. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 167 orð | ókeypis

ÚA og FH kaupa hlut Reykdælahrepps í Laugafiski

GENGIÐ hefur verið frá kaupsamningi milli Reykdælahrepps annarsvegar og Útgerðarfélags Akureyringa hf. og Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. hinsvegar um kaup fyrirtækjanna á 20% hlut hreppsins í Laugafiski hf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem ÚA sendi frá sér í gær. Fyrir söluna átti ÚA 60% hlut í Laugafiski hf. en FH og Reykdælahreppur áttu 20% hvor. Meira
8. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 161 orð | ókeypis

VW með í sameignarfyrirtæki í Sarajevo

VOLKSWAGEN AG hefur undirritað samning við ríkisrekna fyrirtækið UNIS Holding í Bosníu um stofnun sameignarfyrirtækis til að setja saman Skoda-bíla í Sarajevo. Nýja fyrirtækið, Volkswagen Sarajevo d.o.o., hefur framleiðslu Skoda Felicia-bíla í Vogosca skammt frá Sarajevo í þessum mánuði. VW mun eiga 58% í sameignarfyrirtækinu, en UNIS Holding 42%. Meira

Fastir þættir

8. júlí 1998 | Í dag | 287 orð | ókeypis

Afmælisbarn dagsins: Fátt hr

Afmælisbarn dagsins: Fátt hrífur þig meir en að vera úti í náttúrunni og njóta gjafa hennar. Þú ert uppátektarsamur og skapandi. Þig þyrstir í fróðleik svo þú ættir að kanna möguleikana á því að fullnægja þeirri þrá. Vertu tilbúinn að breyta til. Meira
8. júlí 1998 | Í dag | 35 orð | ókeypis

Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Áttræð er í dag, miðv

Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Áttræð er í dag, miðvikudaginn 8. júlí, Jakobína Halldóra Þorvaldsdóttir, húsmóðir, Gullsmára 11, Kópavogi. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Hlíðarhjalla 4, Kópavogi, eftir kl. 20 á afmælisdaginn. Meira
8. júlí 1998 | Fastir þættir | 116 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson FEB 2

22. júní sl. spiluðu 13 pör í einum riðli. Mánudagur Eyjólfur Halldórsson ­ Þórólfur Meyvantsson177 Þórarinn Árnason ­ Bergur Þorvaldsson175 Karl Adólfsson ­ Eggert Einarsson171 Sæmundur Björnsson ­ Magnús Halldórsson165Meðalskor156 Fimmtudaginn 25. júní spiluðu 15 pör. Meira
8. júlí 1998 | Fastir þættir | 142 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Norðurlandamótið í

Í DAG var spilaður seinni hálfleikurinn við Finna í karlaflokki og unnu okkar menn 24-6, siðan léku Íslendingar við Dani og töpuðu 7-23, og síðasti leikurinn í dag er við Svía. Í kvennaflokki var einnig spilaður seinni hálfleikurinn við Norðmenn og og töpuðu íslensku konurnar 7-23. Meira
8. júlí 1998 | Fastir þættir | 134 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson SÍÐASTA leiknum í dag í

SÍÐASTA leiknum í dag í karlaflokki var að ljúka og unnu Íslendingar Svía 25-5 og eru komnir í 2. sæti. Í kvennaflokki unnu ísl. konurnar Svía 18-12. Staðan: Karlaflokkur 1. Noregur 158 2. Ísland 133 3. Svíþjóð 128 4. Danmörk 122 5. Finnland 100 6. Færeyjar 74 Kvennaflokkur 1. Svíþjóð 146 2. Noregur 132 3. Meira
8. júlí 1998 | Í dag | 116 orð | ókeypis

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Meira
8. júlí 1998 | Í dag | 574 orð | ókeypis

ÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf frá Ingólfi Hanness

ÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf frá Ingólfi Hannessyni, íþróttadeild Ríkisútvarpsins: "Víkverji þriðjudagsins fer nokkrum orðum um nýlega áhorfskönnun vegna opnunarleiks HM í knattspyrnu og dregur þar nokkuð undarlegar ályktanir. Meira
8. júlí 1998 | Í dag | 636 orð | ókeypis

Keikó og umhverfið MARGIR spyrja hvort eitthvað sé betra fyrir Keiko

MARGIR spyrja hvort eitthvað sé betra fyrir Keiko að vera innilokaður í sjókví í köldum sjó við Ísland heldur en í sjókví í heitari sjó sem hann hefur vanist frá þriggja ára aldri. Viðbrigðin hljóta að vera mikil þrátt fyrir aðlögun. Meira
8. júlí 1998 | Fastir þættir | 925 orð | ókeypis

Óttinn kviknar af ofbeldinu Svo tekur hin endalausa umræða við um hvort kom á undan hænan eða eggið; var viðkomandi svo

Hver kannast ekki við að hafa í bernsku orðið skelfdur vegna kvikmyndar í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi. Nánast allir sem alist hafa upp við sjónvarp ættu að kannast við a.m.k. eitt tilvik þar sem atriði í sjónvarpi vakti með þeim ótta. Meira
8. júlí 1998 | Fastir þættir | 599 orð | ókeypis

Papríka

PAPRÍKAN þrífst vel í glugganum og uppskera er mikil af stórum og fínum papríkum allt sumarið og fram eftir hausti. Plantan er blaðfalleg, aldinin stór og fögur einkum þegar þau roðna. Fræið tek ég ekki innan úr papríku heldur kaupi úrvals fræ sem er nokkuð dýrt og sái um mánaðamótin febr/mars. Meira
8. júlí 1998 | Dagbók | 638 orð | ókeypis

Reykjavíkurhöfn: SkemmtiferðaskipiðMaxim Gorky

Reykjavíkurhöfn: SkemmtiferðaskipiðMaxim Gorky kemur og fer í dag. Stapafell kom í gær. Togarinn Baldvin Þorsteinsson fór í gær. Hanne Sif, Hanse Duo og Arnarfell koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Dettifoss og Svalbakur komu í gær. Meira
8. júlí 1998 | Í dag | 32 orð | ókeypis

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu kr. 1.530 til styrktar Dýraspítalanum í Víðidal

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu kr. 1.530 til styrktar Dýraspítalanum í Víðidal Þau heita: Aftari röð f.v.: Elín Borg, María, Edda og Helga Vala. Og í fremri röð f.v.: Nanna Lilja, Ylfa og Daði. Meira

Íþróttir

8. júlí 1998 | Íþróttir | 113 orð | ókeypis

ARGENTÍNUMENN hafa ráðið Jose Pekerman

ARGENTÍNUMENN hafa ráðið Jose Pekerman sem nýjan þjálfara landsliðsins. Ráðningin kemur í kjölfar ákvörðunar Daniels Passarella um að hætta með liðið eftir HM. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 253 orð | ókeypis

Birgir Leifur komst áfram Birgir Leifur Hafþórsson, at

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í golfi, á enn möguleika á að leika á Opna breska meistaramótinu, einu fjögurra stærstu golfmóta heims á hverju ári, en það fer fram um miðjan mánuðinn. Birgir Leifur er skrefi nær því að verða á meðal 156 þátttakenda í eftirsóttasta einstaklingsmóti heims eftir að hafa staðið sig mjög vel í einum áfanga undankeppninnar á Ormskirk-vellinum í nágrenni Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 510 orð | ókeypis

Brasilía í úrslit eftir vítaspyrnukeppni

HEIMSMEISTARAR Brasilíu tryggðu sér rétt til að verja titil sinn á sunnudag þegar þeir báru sigurorð af Hollendingum í vítaspyrnukeppni eftir framlengdan leik í gærkvöldi. Leikurinn, sem fram fór í Marseille, endaði 1:1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Brasilíumenn mæta annaðhvort Frökkum eða Króötum í úrslitum, en þau lið eigast einmitt við í undanúrslitaleik í kvöld. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 104 orð | ókeypis

"Brassar" líklegir Veðbankar í Bretlandi vo

Veðbankar í Bretlandi voru fljótir að taka við sér eftir leikinn í gær og gáfu út nýja stuðla fyrir þau þrjú lið sem enn eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum. Heimsmeistarar Brasilíu eru taldir líklegastir til að verja titil sinn, með líkurnar 4 á móti 11. Þar næst koma gestgjafarnir, Frakkar, með 9 á móti 4 og að lokum Króatar með líkurnar 12 á móti 1. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 168 orð | ókeypis

Golf

Opna GR-mótið Mótið var haldið á Grafarholtsvelli á laugardag og sunnudag. Leikin var punktakeppni. 1. Sæmundur Pálsson og Sævar Pétursson, GR4445 89 2. Steinþór Jónasson og Ingibergur Jóhannsson, GR4345 88 3. Sæbjörn Guðmundsson og Ögmundur M. Ögmundss., GR4244 86 4. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 107 orð | ókeypis

Guðrún langt frá metinu Guðrúnu Arnardótt

Guðrúnu Arnardóttur, hlaupakonu úr Ármanni, tókst ekki vel upp á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Zagreb í Krótatíu í gær. Guðrún hljóp á 57,49 sek. í fyrri riðli, sem er lakasti tími hennar í 400 metra grindahlaupi í ár. Guðrún varð áttunda og síðust í sínum riðli, en í 9. til 10. sæti samanlagt af fimmtán keppendum. Íslandsmet Guðrúnar í greininni frá því í fyrra er 54,76 sek. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 156 orð | ókeypis

HM í Frakklandi

Brasilía - Holland1:1 Marseille, undanúrslit, þriðjudaginn 7. júlí 1998. Mark Brasilíu: Ronaldo (46.) Mark Hollands: Patrick Kluivert (87.) Markskot: Brasilía 18 - Holland 18. Skot framhjá: Brasilía 8 - Holland 12. Horn: Brasilía 5 - Holland 6. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 207 orð | ókeypis

Létt yfir Blikunum Þresti og Hjörvari

Blikarnir Hjörvar Hermannsson og Þröstur Ingason trítluðu eftir gólfinu í KA-heimilinu skömmu fyrir hádegi á laugardag og ætluðu að fara að næra sig. Matur er borinn fram í íþróttahúsinu og nestispakkar útbúnir. Það er mikið verk að fæða 800 fótboltastráka og fylgdarfólk en allt gekk þetta áfallalaust og mótið í heild fór fram án mikilla skakkafalla. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 61 orð | ókeypis

Líkleg byrjunarlið í París

ÞAÐ er líklegt að byrjunarliðin verði þannig skipuð í kvöld. Frakkland: 16-Fabien Barthez; 15-Lilian Thuram, 5-Laurent Blanc, 8-Marcel Desailly, 3-Bixente Lizarazu, 7-Didier Deschamps (captain), 17-Emmanuel Petit, 6-Youri Djorkaeff, 11-Robert Pires, 10-Zinedine Zidane, 20-Thierry Henry. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 395 orð | ókeypis

MIDDLESBROUGH hefur keypt bakvörðinn

MIDDLESBROUGH hefur keypt bakvörðinn Dean Gordon frá Crystal Palace fyrir 900 þúsund pund. Hann er 25 ára og gerði fjögurra ára samning við Middlesbrough, sem er einnig að falast eftir Gary Pallister frá Manchester United og hefur boðið í hann tvær milljónir punda. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 41 orð | ókeypis

Morgunblaðið/Stefán Þór Sæmundsson Upp í stigaÞESSI Þórsa

Morgunblaðið/Stefán Þór Sæmundsson Upp í stigaÞESSI Þórsari setti markiðhátt á Esso-mótinu og notaði til þess stiga. Knattspyrnan getur verið tröppugangur og það fengu strákarnir að reyna. Oft var sártað tapa en þeim munánægjulegra að vinna ogeftir mótið voru öll leiðindaatvik gleymd. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 43 orð | ókeypis

Ólafur heiðursfélagi Nord HIF

ÓLAFUR Jensson, fyrrverandi formaður Íþróttasambands fatlaðra, var á stjórnarfundi Nord HIF, samtaka íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum, nýlega heiðraður sérstaklega og sæmdur heiðursorðu Nord HIF. Ólafur hefur starfað mikið að íþróttamálum fatlaðra og beitt sér mjög fyrir auknu samstarfi Norðurlandaþjóðanna. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 81 orð | ókeypis

Rétt úrslit

STJÓRN Landssambands íslenskra akstursíþróttafélaga, LÍA, ákvað á fundi í gær að birta úrslit úr torfærukeppninni á Egilsstöðum á réttan hátt. Úrslit úr keppninni, sem fram fór á laugardaginn, voru ekki birt á réttan hátt og því hefur LÍA ákveðið að birta þau á ný og með nýjum kærufresti. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 320 orð | ókeypis

Sigurhátíð í Brasilíu

Brasilíumenn, sem eru núverandi heimsmeistarar í knattspyrnu, eiga nú möguleika á fimmta heimsmeistaratitli sínum eftir sigur á Hollendingum í vítaspyrnukeppni í gærkvöldi. Hollenski miðvallarleikmaðurinn Ronald de Boer, sem lét Claudio Taffarel, markvörð Brassanna, verja frá sér vítaspyrnu, var miður sín eftir leikinn og sagði dapurlegt að draumurinn væri búinn. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 158 orð | ókeypis

Sjö stelpur

Nei, hér verður ekki fjallað um leikritið Sjö stelpur. Hins vegar leyndust sjö stelpur á milli strákanna á Esso-mótinu. Þær eru allar Samherjar, en félag þeirra í Eyjafjarðarsveit ber það ágæta nafn. Með stelpunum sjö eru sex strákar. Þeir vildu endilega vera á mynd með stelpunum og fengu það eftir nokkrar fortölur með því skilyrði að þeir krypu á kné fyrir framan þær. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 291 orð | ókeypis

Skin og skúrir á Akureyri

Hið árlega Esso-mót í knattspyrnu fyrir 5. aldursflokk drengja var haldið á félagssvæði KA á Akureyri 1.­4. júlí síðastliðinn. Þetta var í ellefta sinn sem bærinn fylltist af fjörugum strákum á aldrinum 11­12 ára og aðstandendum þeirra og setti mótið vissulega skemmtilegan svip á bæjarlífið. Gamanið var þó mest hjá þeim 800 krökkum sem tók þátt í mótinu. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 198 orð | ókeypis

Sterkir strákar að sunnan Ljóst er

Ljóst er að margir snjallir knattspyrnumenn munu koma frá Reykjavíkursvæðinu á næstu árum ef marka má úrslitaleikina í Esso-mótinu. Það voru lið úr Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði sem komust í úrslit í styrkleikaflokkunum fjórum og var hart barist í leikjunum á laugardaginn. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 442 orð | ókeypis

Tímamótaleikur í París

HVER svo sem úrslitin verða í undanúrslitaleik Frakklands og Króatíu í undanúrslitum Heimsmeistarakeppninnar í París í kvöld er ljóst að um tímamótaleik er að ræða. Þetta er í fjórða sinn sem Frakkar leika í undanúrslitum en þeir hafa aldrei komist lengra. Króatía er í HM í fyrsta sinn og hver leikur markar tímamót. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 179 orð | ókeypis

Við látum dómarann heyra það

Lífið er ekki bein lína, ekki heldur í knattspyrnunni. ÍR-ingarnir Gunnar Örn Guðmundsson, Reynir Ingi Finnsson og Ívar Þór Jóhannsson sögðu að liðinu hefði gengið upp og niður. Þeim hefði oft gengið betur og þeir sögðu fullum hálsi og einróma að það væri leiðinlegt að tapa. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 141 orð | ókeypis

Við unnum Fjölni

Appelsínugulir Fylkisstrákar komu valhoppandi af velli á föstudagin. "Við unnum Fjölni," sögðu þeir kátir og þetta virtist vera hálfgerð hverfakeppni um leið, strákarnir úr Árbænum að leggja félaga sína úr Grafarvoginum. En hvernig skyldi mótið annars leggjast í þá? Einar Baldur Einarsson varð fyrir svörum. "Þetta er bara fínt. Það er gaman að vera hérna. Meira
8. júlí 1998 | Íþróttir | 142 orð | ókeypis

Öll sýni á HM neikvæð

240 leikmenn hafa gengist undir lyfjapróf það sem af er keppni á HM í Frakklandi. Öll sýnin hingað til hafa reynst neikvæð, þ.e.a.s. enginn með ólögleg lyf í líkama sínum. "Þessi niðurstaða er okkur mikið gleðiefni, en það eru enn fjórir leikir eftir svo við getum enn ekki sagt sagt til um að allir séu hreinir," sagði Michel D'Hooge, læknir og formaður lyfjanefndar FIFA. Meira

Úr verinu

8. júlí 1998 | Úr verinu | 287 orð | ókeypis

Anna Ýr safnvörður á Hellissandi

Á Hellissandi er sjóminjasafn sem Sjómannadagsráð hefur komið upp á undanförnum árum. Safnvörður þar er Anna Ýr Böðvarsdóttir frá Búrfelli í Grímsnesi. Anna Ýr segist hafa gaman af starfinu og vera að kynnast hlutum sem hún hafi ekkert haft af að segja áður enda væri hún alin upp í sveit. Meira
8. júlí 1998 | Úr verinu | 402 orð | ókeypis

BALDUR VE 24 547 11* Ýsa 1 Gámur

BALDUR VE 24 547 11* Ýsa 1 GámurBJÖRG VE 5 123 13* Ýsa 1 GámurEMMA VE 219 82 24* Botnvarpa Ýsa 2 GámurFREYJA RE 38 136 53* Botnvarpa Ýsa 2 GámurGANDI VE 171 203 13* Dragnót Ýsa 2 Meira
8. júlí 1998 | Úr verinu | 164 orð | ókeypis

BJÖRGÚLFUR EA 312 424 17* Skarkoli GámurK

BJÖRGÚLFUR EA 312 424 17* Skarkoli GámurKAMBARÖST SU 200 487 28* Karfi / Gullkarfi GámurKLAKKUR SH 510 488 167* Úthafskarfi GámurSJÓLI HF 1 874 146* Úthafskarfi GámurBERGEY VE 544 339 88 Þorskur V Meira
8. júlí 1998 | Úr verinu | 657 orð | ókeypis

Boulogne- sur-Mer - miðstöð fiskdreifingar um Evrópu

FRANSKA borgin Boulogne-sur- Mer hefur á síðustu árum orðið æ mikilvægari sem miðstöð fyrir dreifingu og viðskipti með sjávarafurðir á meginlandi Evrópu. Segja má, að hún sé á nokkurs konar krossgötum milli fiskveiðiríkjanna í norðurhluta álfunnar og stóru markaðssvæðanna í suðurhlutanum. Meira
8. júlí 1998 | Úr verinu | 26 orð | ókeypis

CHRISTJAN Í GRJÓTINU F 999 1 463 Loðna Siglufjörður

CHRISTJAN Í GRJÓTINU F 999 1 463 Loðna SiglufjörðurISAFOLD A 7 1 385 Síld ÞórshöfnAMMASAT G 28 1 257 Loðna NeskaupstaðurNORDBORG F 81 1 1003 Loðna E Meira
8. júlí 1998 | Úr verinu | 21 orð | ókeypis

EFNI

Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5 Skjöldur Pálmason, framleiðslustjóri Odda hf. Markaðsmál 6 Bologne-sur-Mer er miðstöð fiskdreifingar í Evrópu Meira
8. júlí 1998 | Úr verinu | 299 orð | ókeypis

Fiskarkaðir sameinast

ÞRÍR fiskmarkaðir, Faxamarkaðurinn hf. í Reykjavík, Fiskmarkaðurinn hf. í Hafnarfirði og Skagamarkaðurinn hf. á Akranesi, sameinuðust um síðustu mánaðamót í eitt fyrirtæki undir merkjum Faxamarkaðar. framkvæmdastjóri faxamarkaðar segir markmið sameiningarinnar einkum vera rekstrarhagræðingu en býst ekki við verulegum breytingum á rekstri markaðanna. Meira
8. júlí 1998 | Úr verinu | 252 orð | ókeypis

Gólflagnir hasla sér völl í Færeyjum

GÓLFLAGNIR ehf. í Kópavogi eru nú að hasla sér völl í Færeyjum eftir tveggja ára markaðsvinnu sem leitt hefur til tveggja verksamninga sem búið er að vinna fyrir fiskvinnslufyrirtækin Suðurlaks og Atlantic Seafood. Meira
8. júlí 1998 | Úr verinu | 103 orð | ókeypis

HAFNAREY SF 36 101 2* 10 2 GámurHAFÖRN

HAFNAREY SF 36 101 2* 10 2 GámurHAFÖRN VE 21 60 1* 3 3 GámurDANSKI PÉTUR VE 423 103 1 18 3 VestmannaeyjarTRAUSTI ÁR 80 93 1 11 2 VestmannaeyjarÁLSEY VE 502 222 2* 24 3 V Meira
8. júlí 1998 | Úr verinu | 289 orð | ókeypis

HAMAR SH 224 235 13 0 1 RifHAFBERG GK

HAMAR SH 224 235 13 0 1 RifHAFBERG GK 377 189 19 0 1 BolungarvíkHAUKUR GK 25 479 29 0 1 BolungarvíkERLINGUR GK 212 227 15 0 1 ÍsafjörðurGEYSIR BA 25 295 5 0 1 ÍsafjörðurGUNNBJÖRN ÍS 3 Meira
8. júlí 1998 | Úr verinu | 172 orð | ókeypis

HÚNARÖST SF 550 361 737 2 VestmannaeyjarKAP

HÚNARÖST SF 550 361 737 2 VestmannaeyjarKAP VE 4 714 1099 1 VestmannaeyjarSIGHVATUR BJARNASON VE 81 666 1023 1 VestmannaeyjarHÁBERG GK 299 366 1322 1 GrindavíkODDEYRIN EA 210 335 1006 2 GrindavíkBJARNI ÓLAFSSON A Meira
8. júlí 1998 | Úr verinu | 887 orð | ókeypis

Musteri Mammons ­ markaðslögmálið

LÍTUM til baka að árunum upp úr 1945. Þá var ungu fólki innprentuð sú hugsjón að vinna fyrir þjóðarbúið, að hafa velferð samfélagsins að leiðarljósi. Þá vissu menn að vinnan skapaði velferð og þá var grunnurinn lagður að því velferðarkerfi sem markaðslögmálið er nú að leggja í rúst, samanber heilbrigðiskerfið okkar. Meira
8. júlí 1998 | Úr verinu | 374 orð | ókeypis

Útflutningur þorskafurða SH jókst verulega í magni og verðmætum

FYRSTU 5 mánuði þessa árs jókst útflutningur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á þorskafurðum um 42% í magni og 50% í verðmætum. Aukinn útflutning má að nokkru rekja til aukinnar veiði íslenskra fiskiskipa en þó ekki nema að hluta til því aukningin hjá SH er talsvert umfram aukningu í veiðum sem fór á fyrstu 5 mánuðunum upp um 12% með tilliti til magns og 34% með tilliti til verðmæta. Meira
8. júlí 1998 | Úr verinu | 69 orð | ókeypis

VESTMANNAEY VE 54 636 231 Úthafskarfi Vestmannaeyjar

VESTMANNAEY VE 54 636 231 Úthafskarfi VestmannaeyjarHARALDUR KRISTJÁNSSON HF 2 883 343 Úthafskarfi HafnarfjörðurHRAFN SVEINÓBJ. GK 255 390 156 Gulllax / Stóri gulllax H.fj. Meira

Barnablað

8. júlí 1998 | Barnablað | 19 orð | ókeypis

Bangsagifting

Bangsagifting ÞAÐ stendur mikið til í bangsasamfélaginu; gifting. Guðrún Eydís Ketilsdóttir, 8 ára, Hlíðarhjalla 31, 200 Kópavogur, teiknaði myndina. Meira
8. júlí 1998 | Barnablað | 53 orð | ókeypis

Flugmóðurskip

ARON Leifsson, 9 ára, Fannafold 182, 112 Reykjavík, teiknaði þessa fínu mynd af flugmóðurskipi. Öll helstu hernaðarstórveldin eiga slík víghreiður en ætli Bandaríkin eigi ekki flest og þau stærstu og öflugustu. Um borð í slíkum skipum búa jafnvel yfir 5.000 manns og hver ferð stendur í allt að eitt ár. Meira
8. júlí 1998 | Barnablað | 268 orð | ókeypis

Hlunkur

SÆL og blessuð! Það er komið að því að birta úrslitin í Hlunkalitaleiknum. Þátttakan var eins og við var að búast; mjög góð. Kjörís og Myndasögur Moggans þakka ykkur öllum sem þátt tókuð og vinningshöfum óskum við til hamingju (vinningar verða sendir í pósti innan nokkurra daga). Meira
8. júlí 1998 | Barnablað | 98 orð | ókeypis

Hlunkur

HALLÓ, góðir hálsar. Krakkar, við bjóðum ykkur enn og aftur til litaleiks og að þessu sinni í samvinnu við ísframleiðandann í Hveragerði, Kjörís. Það sem þið gerið er að draga strik á milli númeruðu punktanna og að því loknu litið þið Kjörís frostpinnann. Krakkar, til mikils er að vinna. Meira
8. júlí 1998 | Barnablað | 44 orð | ókeypis

Hvað vantar?

Á EFRI myndinni eru tuttugu hlutir en á þeirri neðri aðeins sautján. Athugið hversu fljót þið eruð að finna þá þrjá hluti sem vantar. Lausnin: Þeir þrír hlutir sem ekki eru á neðri myndinni eru stjarna, pípuhattur og oddur í sjálfblekung (penna). Meira
8. júlí 1998 | Barnablað | 18 orð | ókeypis

Komið fagnandi

Komið fagnandi HALLÓ, krakkar, segir strákurinn á myndinni hans Kjartans Dags Haukssonar, 8 ára, Holtsgötu 16, 101 Reykjavík. Meira
8. júlí 1998 | Barnablað | 87 orð | ókeypis

Pennavinir

Hæ. Ég heiti Kristín og ég er 9 ára. Mig langar að eignast pennavini á öllum aldri, bæði stráka og stelpur. Áhugamál: skautar, All Saints, Spice Girls, kettir, Quarashi og öll dýr. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Kristín S. Karlsdóttir Furugrund 36 300 Akranes Ég heiti Helga Sif og er 10 ára. Meira
8. júlí 1998 | Barnablað | 52 orð | ókeypis

Sjómannagargið

EINU sinni voru brjálaðir sjómenn. Þegar þeir fóru út á sjó sungu þeir alltaf ,Sjómenn veiða". Einu sinni á ströndinni görguðu þeir og görguðu og görguðu þannig að allir bæjarbúar hentu í þá tómötum og gúrkum. Og sjómennirnir lærðu að haga sér almennilega. Höfundur: Hallbera Guðmundsdóttir, 6 ára, Þórsgötu 17, 101 Reykjavík. Meira
8. júlí 1998 | Barnablað | 21 orð | ókeypis

Sól og himinblámi

Sól og himinblámi HELGA Vala Eysteinsdóttir, 6 ára, Holtsgötu 16, 101 Reykjavík, sendi Myndasögum Moggans mynd af stelpu, sól og himinbláma. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.