Greinar föstudaginn 24. júlí 1998

Forsíða

24. júlí 1998 | Forsíða | 265 orð

Andstaðan vaxandi innanlands

VAXANDI andstaða er í Rússlandi við efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar en þær voru forsenda þeirrar samþykktar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, sl. mánudag að veita henni lán upp á rúmlega 8.000 milljarða ísl. króna. Gennadí Seleznjov, forseti dúmunnar, snerist í gær á sveif með rússnesku olíufurstunum, sem hafa gagnrýnt neyðarráðstafanir stjórnarinnar harðlega. Meira
24. júlí 1998 | Forsíða | 169 orð

Karbaschi í fimm ára fangelsi

DÓMSTÓLL í Íran dæmdi í gær borgarstjórann í Teheran í fimm ára fangelsi og bannaði honum að gegna opinberu embætti í tuttugu ár. Borgarstjórinn, Gholamhossein Karbaschi, hefur verið einn helsti bandamaður forsetans, Mohammeds Khatamis, en fréttaskýrendur sögðu í gær að dómurinn myndi að líkindum ekki hafa teljandi áhrif á stjórnarsamstarfið. Meira
24. júlí 1998 | Forsíða | 152 orð

Líbýa fellst á Haag

LÖGMAÐUR Líbýumannanna tveggja, sem eftirlýstir hafa verið í Lockerbie-málinu, sagði í gær, að skjólstæðingar sínir væru því samþykkir, að réttarhöld yfir þeim færu fram í Haag í Hollandi og réttað yrði samkvæmt skoskum lögum. Meira
24. júlí 1998 | Forsíða | 295 orð

Nýr leiðtogi japanska stjórnarflokksins kjörinn í nótt

KOSIÐ var um nýjan leiðtoga stjórnarflokksins í Japan, Frjálslynda lýðræðisflokksins, í nótt að íslenskum tíma. Var baráttan hörð á lokasprettinum og orðrómur var um, að ungir menn í flokknum hygðust jafnvel knýja fram almennar kosningar í landinu yrði Keizo Obuchi utanríkisráðherra fyrir valinu sem næsti leiðtogi flokksins og þar með forsætisráðherra. Meira
24. júlí 1998 | Forsíða | 62 orð

Reuters Olíuborpallar í endurvinnslu ANN

Reuters Olíuborpallar í endurvinnslu ANNA Lindh, umhverfisráðherra Svíþjóðar, og Ritt Bjerregård, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, kasta hér líkani af olíuborpalli í tunnu undir úrgang, sem á að fara til endurvinnslu. Meira

Fréttir

24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 255 orð

48 manns um hvert Playboy eintak

48 manns um hvert Playboy eintak 5.500 eintök hafa selst af ágústhefti tímaritsins Playboy hér á landi frá því blaðið kom í verslanir fyrir tveimur vikum. Þá komu í verslanir 3.000 eintök og seldust þau upp á einum degi. Margir pöntuðu þá blaðið og bárust 2. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 196 orð

50 mýs búnar til á tilraunastofu

VÍSINDAMENN á Hawaii greindu frá því á miðvikudag að þeir hefðu búið til tugi einræktaðra músa og væru sumar einræktungar af einræktungum, alls ríflega 50 systur. The New York Times hefur eftir líffræðingum að þessar fregnir þýði að framfarir í einræktun séu að verða mun hraðari en bjartsýnustu menn hafi leyft sér að vona. Meira
24. júlí 1998 | Landsbyggðin | 139 orð

60 ára bankaafmæli á Siglufirði

ÍSLANDSBANKI á Siglufirði hélt upp á 60 ára afmæli útibúsins nú nýverið með grillveislu á torgi bæjarins og kaffiveitingum innandyra. Einnig færðu starfsmenn bankans leikskólabörnum sumarglaðning í tilefni þessa. Fjölmenni sótti grillveisluna enda veður gott og nokkur hundruð pylsur ásamt gosdrykkjum runnu ljúflega niður í gesti og gangandi. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 307 orð

Afl Búrfellsstöðvar hefur aukist um þriðjung eða úr 210 MW í 282 M

AFLAUKNINGU í Búrfellsstöð lýkur á fimmtudaginn í næstu viku þegar sjötta vélin, vél eitt, verður tekin aftur í rekstur eftir aflaukningu. Í heildina hefur afl Búrfellsstöðvar aukist úr 210 MW í 282 MW. Kostnaðurinn við þessar framkvæmdir er um 800 milljónir króna. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 359 orð

Almannavarnanefndin viðbúin

NOKKUÐ rólegt hefur verið í Mýrdalsjökli frá því að skjálftahrina reið þar yfir aðfaranótt mánudags. Að sögn Steinunnar Jakobsdóttur, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands, hafa verið einhverjir skjálftar síðustu daga en svo litlir að þeir mælast ekki. "Við fylgjumst að sjálfsögðu grannt með svæðinu, það er ekkert óvenjulegt á seyði þar í augnablikinu. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Árangursríkar viðræður um þýðingu á hugbúnaði

TVEIR háttsettir starfsmenn bandaríska tölvufyrirtækisins Microsoft, sem komu hingað til lands á þriðjudag, áttu í gær viðræður við Björn Bjarnason menntamálaráðherra og hittu sérfræðinga á vegum ráðuneytisins. Markmið viðræðnanna var að undirbúa þýðingu á hugbúnaði fyrirtækisins á íslensku. Björn segir að þær hafi verið árangursríkar og þeim verði haldið áfram. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 125 orð

Banatilræði við forseta Tsjetsjníu

ASLAN Maskhadov, forseti Tsjetsjníu, slapp lítið meiddur þegar honum var sýnt banatilræði í gærmorgun. Sprengja sprakk þar sem bílalest forsetans ók um Grosní, höfuðborg Tsjetsjníu, og varð bílstjóra og lífverði hans að bana. Maskhadov sagði við fréttamenn í gær að tilræðið gæti verið verk rússneskra sérsveita, sem væru handbendi undirróðursafla utan Tsjetsjníu. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 286 orð

Bætir og þéttir GSM-símakerfið

LANDSSÍMINN hefur sett upp þrjá DCS-fjarskiptasenda á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Landssímans, er tilgangurinn með uppsetningu stöðvanna að þétta og bæta GSM-kerfið. Þetta sé fyrirbyggjandi aðgerð til að koma í veg fyrir að álag í núverandi GSM- kerfi verði of mikið. Landssíminn fái við þetta viðbótartíðnissvið til að vinna á. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Bætt útlit í Kópavogi

Í NÚPALIND 1 í Kópavogi hefur ný hársnyrti- og sólbaðsstofa, Bætt útlit, verið opnuð. Það er Sólveig Thelma Einarsdóttir hársnyrtir sem rekur stofuna, en hún starfaði áður á Permu, Eiðistorgi. Ágústa Hreinsdóttir hárgreiðslumeistari starfar á stofunni ásamt Sólveigu en hún vann síðast í Bandaríkjunum en starfrækti áður Hár Expó. Meira
24. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Danskur stúlknakór

FRAMUNDAN er fjórða og næstsíðasta tónleikahelgi sumartónleika á Norðurlandi. Að þessu sinni koma góðir gestir frá Horsens í Danmörku í heimsókn er þar eru á ferð stúlknakórinn Cantica ásamt Klaus Lyngby stjórnanda og Ninu Udsen flautuleikara. Kórinn heldur tónleika í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn laugardaginn 25. júlí kl. 21 og í Akureyrarkirkju á sunnudag kl. 17. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

Draga úr mengun við Ísland

SAMÞYKKT var á alþjóðlegu OSPAR-ráðstefnunni um verndun Norðaustur-Atlantshafsins sem lauk í gær í Portúgal að nánast hætta losun manngerðra geislavirkra efna og annarra eiturefna í hafið fyrir árið 2020. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að samþykktirnar muni draga úr mengun hafsins í löggsögu Íslands og til langs tíma bæta ímynd íslenskra sjávarafurða. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 504 orð

Eru þeir að fá'ann Vænir fiskar víða fyrir norðan

Laxá í Aðaldal LAXÁ í Aðaldal hefur tekið vel við sér. Laxveiðisvæðið er þrískipt, neðst er Laxárfélagssvæðið, þá Núpasvæðið og síðan Árnessvæðið. Þar fyrir ofan tekur síðan Laxárfélagið aftur við. "Það hefur verið jöfn og góð veiði í sumar, miklu betri en í fyrra," sagði Þórunn Alfreðsdóttir, ráðskona í Veiðiheimilinu Vökuholti á Laxamýri. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Fjögur prestsembætti laus

BISKUP Íslands hefur auglýst fjögur prestsembætti laus til umsóknar, tvö á höfuðborgarsvæðinu og tvö á landsbyggðinni. Er umsóknarfrestur um þrjú þeirra til 26. ágúst en það fjórða til 30. ágúst. Um er að ræða embætti sóknarprests í Hofsóssprestakalli í Skagafirði, en séra Sigurpáll Óskarsson hefur fengið lausn frá embætti fyrir aldurs sakir frá 1. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 349 orð

Fjöldi nýrra flokka í burðarliðnum

UNDIRBÚNINGUR er hafinn fyrir stofnun nýrra stjórnmálaflokka í Nígeríu eftir að herstjórnin í landinu gaf fyrirheit um endalok valdatíma hersins. Margir stjórnmálamenn sögðu að fjöldi nýrra flokka myndi líta dagsins ljós á næstunni. Abdusalam Abubakar herstjóri ákvað sl. mánudag að horfið skuli aftur til lýðræðis í Nígeríu. Meira
24. júlí 1998 | Landsbyggðin | 226 orð

Flakkarar á ferð í Stykkishólmi

Stykkishólmi­Mikill ferðamannastraumur hefur verið til Stykkishólms síðustu daga, enda hefur veðráttan verið hagstæð ferðalöngum. Einn hópur setti svip á bæinn meðan hann hafði viðdvöl hér. Þarna voru á ferðinni 30 húsbílar, en eigendur þeirra hafa með sér félag sem nefnist Flakkarar. Félagsmenn eru flestir á Norðurlandi og fara nokkrum sinnum á ári í sameiginlegar ferðir. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 401 orð

Fyrirsjáanlegt að stóriðjuframleiðsla dregst saman

ÁKVÖRÐUN stjórnar Landsvirkjunar um stöðvun á sölu afgangsorku til stóriðju á tímabilinu 1. september til 31. desember næstkomandi kemur misjafnlega hart niður á stóriðjufyrirtækjum. Á síðasta ári var ríflega helmingur orkukaupa Íslenska járnblendifélagsins afgangsorka, en Íslenska álfélagið (ÍSAL) er ekki eins háð afgangsorku, hún er um 10% af orkukaupum félagsins, Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 279 orð

Fyrrum innanríkisráðherra Spánar dæmdur fyrir aðild að "óhreina stríðinu".

HÆSTIRÉTTUR Spánar mun dæma fyrrum innaríkisráðherra landsins og aðstoðarmann hans til þrettán ára fangelsisvistar fyrir aðild þeirra að "óhreina stríðinu" sem háð var gegn skæruliðasamtökum Baska (ETA) á níunda áratugnum, ef marka má fregnir í spænskum fjölmiðlum í gær. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 274 orð

Glæsiskipin auka annir við höfnina

EKKI vantar þægindin um borð í skemmtiferðaskipið Queen Elizabeth 2 sem staldraði hér við í gær á siglingu sinni um norðurhöf. Í skipinu eru þjár sundlaugar, 530 sæta bíó, fimm kvöldverðarsalir, bókasafn og spilavíti svo eitthvað sé nefnt. Reykjavíkurhöfn tekur á móti fjölmörgum skemmtiferðaskipum af stærri gerðinni í viku hverri og frá 20. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 64 orð

Gore í Tsjernóbíl

AL GORE, varaforseti Bandaríkjanna, skoðaði kjarnorkuverið í Tsjernóbíl í Úkraínu í gær. Enn sjást þar glögg merki kjarnorkuslyssins sem varð í Tsjernóbíl í apríl 1986. Varaforsetinn flaug fyrst yfir kjarnorkuverið í þyrlu en rannsakaði svo verksummerki á jörðu niðri, bæði við kjarnorkuverið og í nágrenni þess. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 228 orð

Grease-hátíð á Kringlutorginu

BORGARLEIKHÚSIÐ efnir í samvinnu við Kringluna til Grease- hátíðar á Kringlutorginu og í Kringlunni á morgun, laugardag. Söngvarar og dansarar úr söngleiknum Grease, sem nú er sýndur í Borgarleikhúsinu, koma fram, efnt verður til sérstakrar söngvarakeppni, leiktæki verða á svæðinu, boðið upp á veitingar og ýmislegt fleira verður til skemmtunar. Hátíðin hefst kl. 13.30. M.a. Meira
24. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Gróðursetning og grill

VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðismanna, heldur í fimmta skipti í gróðursetningar- og grillferð að Varðarlundi í Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit en ferðin verður á laugardag, 25. júlí, og verður lagt af stað frá Kaupangi á einkabílum kl. 13.40. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 416 orð

Gætu hæft skotmörk í Ísrael

BANDARÍKJASTJÓRN staðfesti í gær að Íranir hefðu gert tilraunir með meðaldrægar eldflaugar, sem gætu meðal annars hæft skotmörk í Ísrael. Varnarmálaráðherra Ísraels lýsti í gær yfir áhyggjum vegna þessa, og hét því að gripið yrði til allra ráða til að verja landið. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 334 orð

Haughey í fangelsi? TILKYNNT var í gær að Charles Haughey, se

TILKYNNT var í gær að Charles Haughey, sem þrisvar sinnum gegndi embætti forsætisráðherra Írlands á árunum 1979­1992 og er jafnframt talinn lærifaðir Berties Ahern, núverandi forsætisráðherra, yrði saksóttur fyrir að hindra störf nefndar sem á síðasta ári kannaði greiðslur milljónamæringsins Bens Dunne til stjórnmálamanna. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Heimta sopann sinn

Heimta sopann sinn HEIMALNINGARNAR á bænum Fagradal í Mýrdal koma heim að bænum á vissum tíma á morgnana og kvöldin og heimta mjólkursopann. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 310 orð

Hentar ekki fyrirhugaðri starfsemi SÍL

ÍTARLEG skoðun hefur leitt í ljós að Bergstaðastræti 74a, hús Jóns Stefánssonar listmálara, hentar ekki fyrir þá starfsemi sem ætluð var fyrir vinnustofu listamanna og skrifstofu- og fundaraðstöðu fyrir Samband ísl. listamanna nema til komi breytingar auk viðbyggingar á húsinu, sem áætlað er að kosti um 25­30 millj. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 291 orð

Hlutkesti varpað í Sveinsstaðahreppi

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur staðfest niðurstöðu sérstakrar úrskurðarnefndar og ógilt eitt atkvæði sem greitt var í sveitarstjórnarkosningunum í Sveinsstaðahreppi. Í kjölfarið hefur verið varpað hlutkesti milli tveggja manna um það hvor þeirra skyldi hljóta sæti í sveitarstjórninni. Niðurstaðan varð sú að sá sem tapaði kærumálinu heldur engu að síður sæti sínu í hreppsnefndinni. Meira
24. júlí 1998 | Miðopna | 1257 orð

Hætta á að hvalveiðimálið endurtaki sig?

AÐ UNDANFÖRNU hefur í auknum mæli borið á þeim málflutningi bandarískra stjórnvalda að ástand lífríkis hafsins sé alvarlegra en talið var og að þetta sé jafnalvarlegt eða jafnvel alvarlegra umhverfisvandamál en hlýnun andrúmsloftsins af völdum gróðurhúsaáhrifa. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Innbrot í Grafarvogi Þriðji maðurinn grunaður

TVEIR menn voru í fyrradag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna innbrots þeirra í íbúð í Grafarvogi í Reykjavík. Þriðji maðurinn var handtekinn í gær grunaður um aðild að innbrotinu. Annar fyrrgreindu mannanna var úrskurðaður í varðhald til 5. ágúst og hinn til 10. september. Báðir hafa þeir komið áður við sögu hjá lögreglunni vegna afbrota. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 465 orð

Íslenskur kafari hætt kominn í neðansjávarsprengingu á Kýpur

FINNUR Óskarsson telur að hann og félagar hans hafi sloppið ótrúlega vel þegar sprengja sprakk í sjónum skammt frá þeim stað þar sem þeir voru við köfun á Kýpur á miðvikudagsmorgun. Enginn slasaðist alvarlega en fimmmenningarnir munu fara í frekari rannsóknir vegna slyssins. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 21 orð

Keikó á Þjóðhátíð

Keikó á Þjóðhátíð UNDIRBÚNINGUR fyrir Þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum stendur sem hæst þessa dagana og í Herjólfsdal trónir Keikó á myndskreytingu. Meira
24. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Kínverskur landslagsmálari

KÍNVERSKA listakonan Lu Hong sýnir blek- og vatnslitamyndir á Café Karólínu en sýningin hefst næstkomandi laugardag, 25. júlí, og stendur til 22. ágúst. Myndefnið er sótt í íslenskt landslag, en verkin eru unnin með aðferðum hefðbundinnar kínverskrar myndlistar. Hefur hún skapað sér sérstæðan stíl með því að blanda saman þessum tveimur þáttum. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Landshlutamót unglingadeilda SVFÍ

LANDSHLUTAMÓT unglingadeilda Slysavarnafélags Íslands fyrir Suður- og Vesturland verður haldið að Seljavöllum undir Eyjafjöllum dagana 24.­26. júlí. Þátttakendur eru um 100 unglingar af þessu svæði. Fjölbreytt dagskrá verður alla helgina. Krakkarnir spreyta sig á ýmsus t.d. klettaklifri, bjargsigi og sjóferð á slöngubáti. Á laugardagskvöldinu verður grillveisla og kvöldvaka. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Laugavegur opnaður á morgun

LAUGAVEGURINN, á milli Frakkastígs og Barónsstígs, verður opnaður fyrir umferð bíla og gangandi fólks á morgun, laugardag. Með þeim endurbótum sem gerðar hafa verið á götunni mun ásýnd hennar gjörbreytast frá því sem áður var. Á þessum kafla Laugavegarins eru 60 verslanir. Akbrautin hefur verð endurbyggð og nýjar gangstéttar lagðar. Meira
24. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Laus leigubíll í Hrísey

LEIGUBÍLARNIR í Hrísey eru dálítið öðruvísi en annars staðar, en í eynni eru dráttarvélar í hlutverki leigubíla, a.m.k. þegar íbúar eyjarinnar gera sér og gestum sínum glaðan dag og efna til fullveldishátíðar. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

LEIÐRÉTT

Í texta með mynd af blaðamannafundi Þjóðminjasafns Íslands í Morgunblaðinu í gær, var ranglega farið með nafn Guðrúnar Fjólu Gr¨anz fjármálastjóra, sem í textanum er sögð heita Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
24. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Leit að vatni

ÞRIÐJI og síðasti hluti sýningar Jorisar Jóhannesar Rademaker í Gallerí+ í Brekkugötu 35 á Akureyri verður opnaður á laugardag, 25. júlí, með söng Kristjáns Péturs. Sýningin er þrískipt og er um að ræða innsetningar á þrívíðum verkum. Þessi síðasti hluti sýningarinnar ber nafnið Leit að vatni. Sýningin er opin frá kl. 16 til 18 á laugardag og 14 til 18 á sunnudag. Meira
24. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Listadagar ungs fólks

LISTADAGAR ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára verða haldnir á Akureyri um næstu helgi og eru þeir í tengslum við Listasumar. Þeir hefjast með rokktónleikum og listasýningu föstudaginn 31. júlí kl. 17.30 í Deiglunni, en margt spennandi verður á dagskránni, s.s. tónlist, myndlist, ljóðalestur, gjörningar, söngur og persónuleikasýning. Meira
24. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 177 orð

Ljósmyndamaraþon

LJÓSMYNDAMARAÞON verður haldið í sjötta sinn á Akureyri næstkomandi laugardag, 25. júlí, en að því stendur Áhugaljósmyndaraklúbbur Akureyrar í samvinnu við Pedromyndir og Kodak-umboðið, Hans Petersen. Keppnin felst í því að taka ljósmyndir af fyrirfram ákveðnum verkefnum eftir tiltekinni röð á ákveðnum tíma. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 31 orð

Lokadagur leikjanámskeiða ÆTH

Á VÍÐISTAÐATÚNI í Hafnarfirði verður í dag, föstudag, lokadagur leikjanámskeiða Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar. Dagskráin hefst kl. 11 með kassabílaralli. Hver dagskrárliðurinn rekur annan og lýkur dagskrá kl. 14.15. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Lokaumferð Íslandsmeistaramótsins í akstri smábíla

SÍÐASTA umferð Smábílakeppni Aðalskoðunar hf. sem er jafnframt Íslandsmeistaramót Smábílaklúbbsins í akstri smábíla, fer fram við skoðunarstöð Aðalskoðunar hf., Helluhrauni í Hafnarfirði, á morgun, laugardag, og stendur hún yfir frá kl. 11­14. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð

Lögaðilar fá tíma til að laga sig að nýju framtali

FYRIRTÆKI, þ.e.a.s. skattskyldir lögaðilar; sameignarfélög og hlutafélög, hafa enn tíma til að skila skattframtölum sínum en yfirvöld hafa gefið þeim frest fram í september til að skila framtölum og fer álagning á þau því fram 30. október næstkomandi, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 843 orð

Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri um samþykktir Ospar-ráðstefnun

MAGNÚS Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að langtímaáætlanir sem samþykktar voru á alþjóðlegu OSPAR- ráðstefnunni um vernd Norðaustur- Atlantshafsins sem haldinn var í Portúgal og lauk í gær muni hafa áhrif á nánast alla starfsemi sem hefur leitt til mengunar í hafinu, jafnt á Íslandi sem annars staðar á samningssvæðinu. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Með heimild til æfingaflugs FULLTRÚAR varnarmálaskrifs

FULLTRÚAR varnarmálaskrifstofu og yfirstjórnar varnarliðsins héldu í gær fund um brunann á Höskuldarvöllum í fyrradag. Einar Gunnarsson, staðgengill skrifstofustjóra Varnarmálaskrifstofu, sagði að loknum fundi að farið hefði verið yfir atburðarásina. Hann sagði að kviknað hefði í út frá reykblysinu vegna þess hve jarðvegur er óvenju þurr nú. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 757 orð

Miðflokkurinn vill stjórnarskipti Draumur Lennarts Daléus, nýs formanns flokksins, um miðjustjórn er vart talinn raunhæfur,

NÝ STJÓRN er það sem Lennart Daléus nýkjörinn formaður sænska Miðflokksins óskar löndum sínum helst til handa eftir kosningarnar 29. september. Óskir hans virðast þó byggjast að meira leyti á óskhyggju en raunhyggju, því hann vonast eftir stjórn þriggja sænsku smáflokkanna á miðjunni, án þátttöku sænska Hægriflokksins. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 185 orð

Milljarðasparnaður

LÖNG bið eftir læknisaðgerðum veldur því, að fólk er lengur frá vinnu en ella væri. Er það niðurstaða norskrar könnunar og kemur ekki á óvart en auk þess hefur verið reiknað út, að með því að minnka biðlistana í Noregi megi spara allt að sex milljarða ísl. kr. árlega. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Milljónasti gesturinn á mbl.is

MILLJÓNASTI gesturinn á Morgunblaðið á Netinu mbl.is er væntanlegur á næstunni. Í tilefni af því eiga notendur möguleika á að fá ferð til Minneapolis í boði Flugleiða. Áætlað er að milljónasti gesturinn komi inn í byrjun ágúst og verður því í næsta mánuði dregið út nafn hins heppna sem fær flug og gistingu fyrir tvo til Minneapolis sem er nýr áfangastaður Flugleiða í Bandaríkjunum. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Munurinn ekki marktækur

MUNURINN á notkun netmiðlanna mbl.is og visir.is, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerð var í júní sl., er það lítill að hann er ekki marktækur, að sögn Stefáns Ólafssonar, forstöðumanns Félagsvísindastofnunar. Svipaða sögu er að segja af nýlegri könnun sem Gallup gerði fyrir Morgunblaðið um mánaðamótin júní-júlí á notkun þessara tveggja netmiðla. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 143 orð

NATO fór mannavillt í Bosníu

Í LJÓS kom í gær að hermenn Atlantshafsbandalagsins (NATO) fóru mannavillt þegar þeir handtóku tvíburabræður grunaða um stríðsglæpi í bænum Prijedor í Bosníu á miðvikudagskvöld. Talsmaður NATO viðurkenndi mistökin en sagði þau ekki mundu letja herlið bandalagsins í að leita uppi menn grunaða um stríðsglæpi í stríðinu í fyrrum Júgóslavíu. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 166 orð

Norskir togarar í hættu vegna heræfinga

ÞRÍR norskir togarar lentu 6. júlí sl. óafvitandi á svæði þar sem rússneski herinn stóð fyrir eldflaugaæfingum. Norsk stjórnvöld vissu af æfingunum en höfðu ekki tilkynnt sjómönnum um þær. Fram kemur í frétt Aftenpostení gær að þrír norskir togarar voru við veiðar innan rússnesku efnahagslögsögunnar 6. til 10. júlí sl. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Nýir kirkjumunir

BISKUP Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kom í heimsókn í félags- og þjónustumiðstöðina við Vitatorg miðvikudaginn 10. júní sl. Messað var og sá séra Jón Dalbú Hróbjartsson um undirleik við athöfnina. Við þetta tækifæri voru nýir kirkjumunir teknir í notkun. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 326 orð

Ofbeldishneigðar unglingsstúlkur skapa nýja kvenímynd

UNGLINGSSTÚLKUR virðast vera að endurskilgreina kvenímyndina með því að taka upp hegðun sem hingað til hefur þótt "karlmannleg". Meðal annars beita þær nú frekar ofbeldi en áður, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar bresks sálfræðings. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Óveður hamlaði för á toppinn

TVEIR Íslendingar sem hugðust klífa "Marmaravegginn" í Tien Shan-fjallgarðinum eru komnir til Almaty, höfuðborgar Kazakstan, heilir á húfi. Þeir komust ekki á toppinn vegna óveðurs, mikils fannfergis og snjóflóðahættu. Félagarnir Pétur Aðalsteinsson og Sigurður Ó. Sigurðsson voru þátttakendur í tólf manna breskum leiðangri, og klifu þeir hæst í 5.300 metra hæð, en fjallið er 6. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 140 orð

Reuters Fjöldi Kínverja ferst í flóðum ÚRHELLISRIG

ÚRHELLISRIGNINGAR sem barið hafa á Kínverjum í sumar eru nú farnar að gera vart við sig í Shaanxi, í norðvesturhluta landsins, sem fremur er þekkt fyrir mikla þurrka. Hafa vatnavextir sem fylgja í kjölfar rigninganna kostað 113 manns héraðinu lífið og svipt 90.000 manns heimilum sínum. Fulltrúi sveitarstjórnar Shaanxi- héraðs sagði að hér væru á ferðinni mestu flóð á svæðinu í um hundrað ár. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Risarör fyrir Sultartanga

Morgunblaðið/Kristinn VERIÐ er að smíða feiknarstór stálrör í Stálsmiðjunni fyrir Sultartangavirkjun. Rörunum verður ætlað að taka við vatni úr aðveituskurði virkjunarinnar og beina því inn á hverflana tvo. Þvermál röranna er 6,1 metri þar sem það er mest og kæmist steypubíll í gegnum rörin, en þvermálið minnkar sem nær dregur hverflunum. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 259 orð

Rómversk-kaþólsk biskupamessa í Viðey

DAGSKRÁ helgarinnar í Viðey er að hluta til hefbundin. Á laugardag verður um tveggja tíma gönguferð um Vestureyna og hefst við kirkjuna kl. 14.15. Gengið verður frá kirkjunni, framhjá Klausturhól, um Klifið, Eiðið og yfir á Vestureyna. Þar er margt að sjá, meðal annars verður litið á ból lundaveiðimanna á norðurströnd eyjarinnar. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Rústrauðri Ford Escort bifreið stolið

BIFREIÐINNI R-70504 var stolið þar sem hún stóð við Skemmuveg 38, þann 11. júlí sl. Um er að ræða rústrauðan Ford Escort, árgerð 1987. Þeir sem geta gefið upplýsingar, sem leiða til þess að bíllinn finnist, eru beðnir að láta lögregluna vita. Fundarlaunum er heitið. Meira
24. júlí 1998 | Landsbyggðin | 284 orð

Samningur undirritaður

SAMNINGUR um háskólanám á Austurlandi var undirritaður á Egilsstöðum á miðvikudag. Um er að ræða samstarfsverkefni þar sem háskólinn á Akureyri í samvinnu við Fræðslunet Austurlands kemur á fót fjarkennslu á háskólastigi. Miðað er að því að hrinda áætlun um námsframboð á háskólastigi á Austurlandi í framkvæmd frá og með haustmisseri 1999. Meira
24. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 170 orð

Sálmar í Lögmannshlíð

MESSAÐ verður í Lögmannshlíðarkirkju næstkomandi sunnudagskvöld, 26.júlí kl. 21. Í Lögmannshlíð hefur staðið kirkja frá fornu fari, ef til vill frá því skömmu fyrir kristnitöku. Kirkjan sem þar stendur nú var byggð árið 1860 af Þorsteini Daníelssyni á Skipalóni og félögum hans og leysti af hólmi torfkirkju sem þar stóð áður. Meira
24. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Síðustu siglingar

SÍÐUSTU siglingar með færeyska kútternum Jóhönnu verða í dag, föstudaginn 24. júlí, og eru tvær siglingar í boði. Annars vegar verður þriggja tíma sjóstangaveiðiferð sem hefst kl. 9 og svo kvöldferð út í fjarðarmynni og verður lagt af stað kl. 18, en um nokkuð langa siglingu er að ræða, 8-9 tíma. Meira
24. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 21 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

Skoðunarferð um hverasvæðið við Köldukvísl

UM næstu helgi eru síðustu forvöð að sjá hverasvæðið austan Köldukvíslar og norðan Sveðju í sunnanverðu Vonarskarði. Hágöngumiðlun mun færa hverina í kaf um og uppúr næstu helgi. Að því tilefni mun ferðaþjónustufyrtækið Ultima Thule Expeditions (UTE) standa fyrir skoðunarferð á hverasvæðið helgina 25. til 26. júlí. Brottför verður laugardag kl. 8 frá Teiti Jónassyni hf. Meira
24. júlí 1998 | Landsbyggðin | 186 orð

Snæfell stigahæst

Stykkishólmi­Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum var haldið í Stykkishólmi fimmtudaginn 16. júlí sl. og sá Ungmennafélagið Snæfell um framkvæmdina. Aðstaða til keppni í frjálsum íþróttum hefur batnað mikið við tilkomu nýja íþróttavallarins, sem var tekinn í notkun í fyrra. Keppendur komu frá sex félögum innan HSH. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 263 orð

Starfsmönnum boðin ný störf

HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins verður lögð niður um næstu áramót og leggjast þá niður störf 43 starfsmanna hennar. Íbúðalánasjóður tekur við verkefnum Húsnæðisstofnunar, samkvæmt nýjum lögum um húsnæðismál sem samþykkt voru á síðasta þingi. Hluta starfsmanna verður boðin störf þar. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 807 orð

Stúlkur eiga erfiðara með hlutfallahugsun

ÓLÖF Björg Steinþórsdóttir hefur hlotið styrk Atlantshafsbandalagsins, NATO, til þess að rannsaka stærðfræðinám barna og unglinga. Hyggst Ólöf Björg gera rannsókn sína með sérstakri áherslu á ólíkar þarfir kynjanna en kannanir hafa sýnt að drengir eigi auðveldara með að tileinka sér hlutfallahugsun en stúlkur. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Sumarhátíð SKB í Vatnsdal

HIN árlega sumarhátíð Samtaka krabbameinsveikra barna, SKB, verður haldin í Vatnsdal, A-Húnavatnssýslu, helgina 24.­26. júlí. Samkomugestir tjalda á engjum Hvamms við Vatnsdalsá og hefst dagskráin í kvöld með grillveislu. Á morgun, laugardag, verður farið í veiði í Vatnsdalsá, útreiðartúr, útsýnisflug ef veður leyfir, og m.a. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 633 orð

Sýknaður af kröfu um sviptingu ökuleyfis

ÖKUMAÐUR á Vestfjörðum var í gær sýknaður í Héraðsdómi Vestfjarða af kröfu ákæruvalds um sviptingu ökuréttar. Hann var sviptur ökurétti til bráðabirgða 5. júní fyrir að hafa mælst aka á 67 km hraða þar sem hámarkshraði er 35 km. Bar hann ákvörðun lögreglustjóra undir Héraðsdóm Vestfjarða sem felldi hana úr gildi. Sýslumaðurinn á Ísafirði ákveður í dag hvort málinu verður áfrýjað. Meira
24. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Sýningu Kristínar að ljúka

SÝNINGU Kristínar Þorkelsdóttur, "Norðan heiða", í Gallerí Svartfugli í Grófargili, lýkur á þriðjudag, 28. júlí. Sýningin hefur verið fádæma vel sótt og er fjölsóttasta sýning sem haldin hefur verið í Svartfugli til þessa, en Kristín segir Akureyringa hafa tekið sér afar vel. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Sýn til Blönduóss

SJÓNVARPSSTÖÐIN SÝN nær nú í fyrsta sinn til Blönduóss, Skagastrandar og nærsveita. Sl. þriðjudag var tekin í notkun nýr UHF-sendir á Hnjúkum fyrir ofan Blönduós sem gerir íbgúum svæðisins kleift að ná bæði útsendingum SÝNAR og Stöðvar 2 með sama loftnetinu. Minnistala myndlykilsins fyrir SÝNAR-sendingar á Hnjúkum er 22. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Sýslumaður á Hvolsvelli kærður DÓMSMÁLARÁÐUNEYTINU barst í fy

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTINU barst í fyrradag kæra á hendur sýslumanni á Hvolsvelli. Kærandi kvartar yfir því að sýslumaður hafi ekki fjarlægt íslenska fánann sem komið var upp við Fögruhveri á bökkum Köldukvíslar í mótmælaskyni við Hágöngumiðlunarlón. Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögfræðings hjá dómsmálaráðuneytinu, er málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 505 orð

Talið að tjón á rannsóknartækjum nemi 20­30 millj.

TALIÐ er að 20­30 milljóna kr. tjón hafi orðið á rannsóknartækjum þegar eldur kom upp í rannsóknar- og kennslustofu í efnagreiningartækni í verkkennsluhúsi (VR1) Verk- og raunvísindadeildar Háskóla Íslands um hádegi í gær. Hættuástandi var lýst yfir um tíma þar sem tveir þrýstikútar voru geymdir í stofunni og þar var einnig nokkuð af lífrænum leysiefnum. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 129 orð

Tekur Kim við forsetaembættinu?

Jong-Il heldur nú þegar tveimur af þremur valdamestu stöðum landsins sem formaður Kommúnistaflokksins og leiðtogi hersins og vantar einungis forsetaembættið upp á til að hafa tekið við öllum valdamestu embættunum. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 602 orð

Telja EES-reglur hugsanlega brotnar

INGI Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lyfju, telur að takmarkanir heilbrigðisyfirvalda á beinum innflutningi lyfja frá Norðurlöndum geti stangast á við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Að sögn Inga hafa heilbrigðisyfirvöld tekið fyrir innflutninginn hafi íslenskir heildsalar sem eru með sömu lyf í sölu sótt um og fengið með þeim íslenska fylgiseðla. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Tæplega 68% eru fylgjandi veiðileyfagjaldi í lögsögunni

TÆPLEGA 68% eru fylgjandi því að lagt verði veiðileyfagjald á þá sem hafa veiðikvóta í íslenskri fiskveiðilögsögu, samkvæmt könnun Gallups sem unnin var fyrir Ríkisútvarpið og greint var frá í kvöldfréttum útvarps í gær. Andvíg veiðileyfagjaldi eru 23%. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 541 orð

Um 35% verðhækkun á ári

VERÐ á ferskum flökum á evrópu- og bandaríkjamarkað hefur hækkað um sem svarar einum bandaríkjadal á hvert pund, frá sama tíma í fyrra, að sögn Kjartans Ólafssonar, framkvæmdastjóra Sæmarks hf. Það jafngildir um 35% hækkun. "Miðað við það verð sem fékkst fyrir fersk flök í júlí í fyrra hefur verðið hækkað um u.þ.b. einn dollar á pundið, sem er um 35%. Meira
24. júlí 1998 | Landsbyggðin | 114 orð

Útimarkaður í Borgarnesi

Borgarnesi­Kaupfélag Borgfirðinga í Borgarnesi, KBB, stendur fyrir fjölbreyttum útimarkaði á kaupfélagsplaninu á laugardag. Að sögn Kristínar Þ. Halldórsdóttur, markaðsfulltrúa hjá KBB, kennir margra grasa á útimarkaðnum á kaupfélagsplaninu í gamla bænum í Borgarnesi. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 289 orð

Varð falsað frímerki Himmler að falli?

FALSAÐ frímerki, sem brezkir leyniþjónustumenn bjuggu til í síðari heimsstyrjöld, hefur sennilega átt þátt í því að eyðileggja vonir Heinrichs Himmlers, innanríkisráðherra nazistastjórnarinnar á stríðsárunum og yfirmanns SS, um að taka við völdum af foringjanum, Adolf Hitler. Meira
24. júlí 1998 | Miðopna | 1112 orð

Verðum að bera okkur eftir björginni Þrátt fyrir margföldun á gistiframboði í Mýrdalnum virðist vera mikið að gera á flestum

BYGGT hefur verið eitt gistihús eða hótel á hverju ári í Mýrdalnum undanfarin ár. Þar var áður aðeins eitt gamalt og lúið hótel í eigu kaupfélagsins og var því lokað fyrir nokkrum árum. Í staðinn er kominn liðlega tugur gistihúsa og hótela af ýmsum stærðum og gerðum, Meira
24. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 307 orð

Viðbúnaður vegna hátíðarinnar Halló Akureyri

MIKILL viðbúnaður verður af hálfu Akureyrarbæjar vegna hátíðarinnar Halló Akureyri sem hefst á fimmtudag í næstu viku, 30. júlí. Þjónustudeildir af ýmsu tagi verða, að sögn Árna Steinars Jóhannssonar umhverfisstjóra, í viðbragðsstöðu. Meira
24. júlí 1998 | Landsbyggðin | 203 orð

Viðurkenningar fyrir skrúðgarða í sveit

SAMBAND sunnlenskra kvenna veitti nýlega viðurkenningu fyrir þrjá skrúðgarða í sveit. Garðarnir sem hlutu viðurkenningu eru Efstidalur 3 í Laugardal í eigu Margrétar Þórarinsdóttur og Sigurfinns Vilmundarsonar, garður á Gljúfri í Ölfusi í eigu Rósu Finnsdóttur og Jóns Hólm og garður á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi í eigu Svanborgar R. Jónsdóttur og Valdimars Jóhannssonar. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Vinnuslys í Hafnarfirði

TVEIR menn meiddust nokkuð í vinnuslysum í Hafnarfirði fyrir hádegi í gær. Í álverinu var maður að vinna við að aftengja rör úr rafmagnstöflu þegar neisti hleypur úr töflunni og mikill blossi myndast. Brenndist hann talsvert á höndum og var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Í hinu tilvikinu var um að ræða mann sem vann við plötur á þaki Öldutúnsskóla. Meira
24. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 296 orð

Vonast eftir frágangi samninga fyrir árslok

SVISSLENDINGAR binda vonir við að nú þegar Austurríkismenn hafa tekið við formennskunni í ráðherraráði Evrópusambandsins (ESB) takist loks að ganga frá tvíhliða samningum Sviss við ESB, sem nauðsynlegir urðu eftir að meirihluti svissneskra kjósenda felldi aðild landsins að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Meira
24. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Þórgnýr Dýrfjörð ráðinn

BÆJARRÁÐ Akureyrar heimilaði bæjarstjóra í gær að ganga til samninga við Þórgný Dýrfjörð, sem verið hefur framkvæmdastjóri reynslusveitarfélagaverkefnisins, um að gegna stöðu deildarstjóra búsetu- og öldrunardeildar Akureyrarbæjar. Björn Þórleifsson, sem gegndi stöðunni, var nýlega ráðinn skólastjóri í Brekkuskóla. Meira
24. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Þrír bankar lána 1.800 milljónir

Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf., Landsbanki Íslands hf. og Union Bank of Norway hafa samið við Eignarhaldsfélagið Kringluna hf. um að fjármagna framkvæmdir vegna stækkunar Kringlunnar. Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar muni nema um 1.800 milljónum króna. Þetta mun vera stærsta lánveiting, sem íslenskir bankar hafa haft forgöngu um, til einkaaðila hérlendis. Meira

Ritstjórnargreinar

24. júlí 1998 | Leiðarar | 596 orð

BÓKALISTAR OG ÞÝÐINGAR

BÓKALISTAR OG ÞÝÐINGAR AÐ HEFUR löngum verið vinsælt að raða listamönnum og listaverkum upp eftir vinsældum eða einhverjum ímynduðum gæðastöðlum. Nýjasta dæmið er bandarískur listi yfir hundrað bestu skáldsögurnar á ensku sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Meira
24. júlí 1998 | Staksteinar | 369 orð

»Kristin fræði á nýrri öld Í BLAÐINU Bjarma, sem er tímarit um trúmál, er fjal

Í BLAÐINU Bjarma, sem er tímarit um trúmál, er fjallað um nýja skólastefnu og þátt kristinna fræða í námsefni skólanna. Þar segir m.a.: "ÞAÐ vakti verulega athygli þegar menntamálaráðherra Björn Bjarnason, sendi í vetur bækling inn á hvert heimili í landinu til kynningar á nýrri skólastefnu undir yfirskriftinni "Enn betri skóli, þeirra réttur ­ okkar skylda", Meira

Menning

24. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 184 orð

Ánægður með kviðdómendur

LEIKARINN Alec Baldwin hefur verið dæmdur til að greiða ljósmyndaranum Alan Zanger 430 þúsund krónur í skaðabætur vegna atviks sem átti sér stað fyrir utan heimili Baldwins árið 1995. Bæturnar voru reyndar lækkaðar um 25 prósent því Zanger er talinn hafa átt þátt í því hvernig fór. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 204 orð

Ávaxtakarfan

FJÖLSKYLDULEIKRITIÐ Ávaxtakarfan verður frumsýnt hinn 6. september nk. hjá Furðuleikhúsinu í Íslensku óperunni. Í kynningu segir: "Megininntak leikritsins er einelti og fordómar sem eru viðkvæm vandamál, en þeim er komið til skila á skemmtilegan hátt með söngvum, dans og leik. Leikritið gerist í ávaxtakörfu þar seem allir eru kúgaðir af Imma ananas. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 215 orð

Bomerang Teatret sýnir í Norræna húsinu

BOMERANG Teatret sýnir leikritið "Under brudslöjan/Under brudesløret" í Norræna húsinu á föstudag og laugardag kl. 16. Bomerang Teatret er danskt-sænskt leikhús og hefur sýnt þetta verk víða um Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. Í kynningu segir: "Maria er að fara að gifta sig og er komin í skrúðann. En henni finnst hún ekki alveg tilbúin. Enn er ýmsum spurningum ósvarað. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 1354 orð

Fjölþjóðlegt yfirbragð Reykholtshátíðar

OPNUNARTÓNLEIKAR Reykholtshátíðar hefjast í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30 í Reykholtskirkju með frumflutningi Vocalise eftir Hjálmar H. Ragnarsson fyrir sópran, fiðlu og píanó þar sem danska sópransöngkonan Nina Pavlovski syngur með Martynas Svégzda von Bekker fiðluleikara og Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 134 orð

"Fluga" í Kaffileikhúsinu

"Fluga" í Kaffileikhúsinu FIÐLULEIKARINN Hjörleifur Valsson og gítarleikarinn Havard Öieroset efna til tónleika í Kaffileikhúsinu laugardaginn 25. júlí kl. 21 sem þeir kalla "Fluga". Á tónleikunum verður tónlist í léttari kantinum, m.a. austur- evrópsk sígaunatónlist, austurlensk þjóðlagatónlist ásamt þekktri popp-, rokk- og diskótónlist. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 190 orð

Franskir dagar með spænsku ívafi

Á LIÐNUM árum hefur víða um landsbyggðina skapast hefð fyrir einhvers konar menningarhátíðum yfir sumarmánuðina. Svo er og á Fáskrúðsfirði en þar halda heimamenn Franska daga yfir þessa helgi, þriðja árið í röð. Af því sem einna hæst ber á Frönskum dögum í ár eru tónleikar spænska gítarkvartettsins Mosaic frá Barcelona sem nú er á ferð um landið. Meira
24. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 1190 orð

Frumleiki Bellatrix athyglisverðastur

ÞETTA er í fyrsta sinn sem upptökustjórinn Steve Lyon kemur til landsins og þegar við mæltum okkur mót ákváðum við að hittast fyrir utan verslun á Laugaveginum því honum var ómögulegt að muna nafnið á kaffihúsinu sem hann hafði valið. Eftir að hafa beðið í fataverslun í nokkurn tíma kom í ljós að viðmælandinn beið í plötuverslun neðar í götunni. Meira
24. júlí 1998 | Kvikmyndir | 444 orð

Fyndin, flott og furðuleg

Leikstjóri: Che-Kirk Wang. Handritshöfundur: Ben Ramsey. Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Lou Diamond Phillips, Christina Applegate, Bookeem Woodbine, Antonio Sabato Jr., Avery Brooks og China Chow. Tristar 1998. Meira
24. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 313 orð

Fyrsti geimfari Bandaríkjanna látinn

ALAN Shepard, fyrsti bandaríski geimfarinn og einn af fáum sem gengið hafa á tunglinu, lést síðastliðinn þriðjudag í svefni á heimilinu sínu í Monterey, 74 ára gamall. Shepard var fyrrverandi flugmaður hjá sjóhernum en komst á spjöld sögunnar þegar hann fór í fimmtán mínútna ferð út í geiminn frá Canaveralhöfða á Flórída þann 5. maí 1961. Meira
24. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 436 orð

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sýn20.35 Einsemd (The Lonely Guy, '84). Sjá umfjöllun til hliðar. Stöð221.00 Gullgrafararnir (Gold Diggers: The Secret of Bear Mountains, '95), , er ævintýramynd fyrir börn og unglinga, um tvær ólíkar vinkonur. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 57 orð

Íslandsmynd í Fiskinum

HEIMILDARMYND um Ísland sem Sigurður Matthíasson hefur gert í gervi bandarísks túrista verður sýnd í Galleríi Fiskinum Skólavörðustíg 22c á morgun, laugardaginn 25. júlí. Myndin nefnist "In and out of the blue" og er 45 mínútur að lengd. Hún verður sýnd á klukkutíma fresti á opnunartíma sýningarsalarinns á morgun, laugardag, frá kl. 14 til 18. Meira
24. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 422 orð

Íslenskt R&B

For Ya Mind Volume 1, safnskífa með hljómsveitum og listamönnum sem eru á mála hjá For Your Mind- útgáfunni. Á plötunni nýju eiga lög Real Flavaz, Subterranean, DJ Rampage & Mr. Bix, Bounce Brothers og Aria. Á disknum er einnig margmiðlunarefni úr smiðju Innn ehf. For Ya Mind gefur út. 27,42 mín. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 98 orð

Listaverk eftir Laufeyju á Mount Sinai-sjúkrahúsinu

Listaverk eftir Laufeyju á Mount Sinai-sjúkrahúsinu NÝVERIÐ fór fram afhending fimm málverka á Mount Sinai- sjúkrahúsinu í New York að viðstöddum gestum og starfsfólki sjúkrahússins. Listaverkin eru eftir íslenska listakonu, Laufeyju Vilhjálmsdóttur, sem búsett er í Bandaríkjunum. Málverkin eru abstrakt og máluð með olíu á striga. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 54 orð

Ljosmyndasýningu Friðþjófs að ljúka

UM helgina er síðasta sýningarhelgi á ljósmyndum Friðþjófs Helgasonar í versluninni Rammar og myndir, Skólabraut 25, Akranesi. Friðþjófur sýnir þar 50 ljósmyndir frá Akranesi. Sumar þeirra birtust í bók Friðjófs og Gunnlaugs Haraldssonar um Akranes, sem kom út í sumar. Verslunin er opin daglega frá kl. 10 til 18. FRIÐÞJÓFUR Helgason. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 508 orð

Lúðrasveitin Snær á hljómleikaferð í Englandi

HAUSTIÐ 1994 réðst til Tónlistarskólans í Ólafsvík Englendingurinn Ian Wilkinson og hóf kennslu á blásturshljóðfæri og slagverk. Fljótlega eftir komu hans hingað beitti hann sér fyrir stofnun Lúðrasveitarinnar Snæs í Snæfellsbæ. Meira
24. júlí 1998 | Kvikmyndir | 283 orð

Maurar og menn

Leikstjóri Guillermo del Toro. Handrit Matt Greenberg, Matthew Robbins, o.fl. Tónlist Marco Beltrami. Kvikmyndatökustjóri Dan Laustsen. Aðalleikendur Mira Sorvino, Jeremy Northam, Alexander Goodwin, Giancarlo Giannini, F. Murray Abrahams, Josh Brolin. 105 mín. Bandarísk. Dimension Films/Miramax. 1997. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 128 orð

Myndlistarsýningar í nýjum veitingaskála í Búðardal

SÍÐASTA sumar var opnaður nýr veitingaskáli í glerviðbyggingu við Dalakjör í Búðardal. Fyrstur til að sýna málverk í sólskálanum var Eggert Kristinsson frá Tjaldanesi og lauk sýningu hans 4. júlí. Hinn 5. júlí byrjaði sýning á vatnslitamyndum eftir Sigrúnu Jónsdóttur frá Reykjavík og lýkur henni 25. júlí. Sunnudaginn 26. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 89 orð

Nýjar bækur KRISTIAN Guttesen

KRISTIAN Guttesen hefur sent frá sér sína aðra ljóðabók "Skuggaljóð".Bókin er 35 síður og inniheldur þrjá ljóðabálka. Óður ljóðdrekanna, Elegía og Rimma. Kristian er búsettur í Wales, Bretlandi og stundar þar nám við Glamorgan-háskólann í Pontypridd. Meira
24. júlí 1998 | Kvikmyndir | 317 orð

Ógnarlegar ógnir

Leikstjórn og handrit: Stephen Sommers. Aðalhlutverk: Treat Williams, Famke Janssen, Wes Studi. ÆVINTÝRA- og spennumyndin Ógn undirdjúpanna eða "Deep Rising" segir af risafarþegaskipi, eins konar Titanic, niður í Kínahafi sem ógnarleg skepna úr undirdjúpunum, eins konar tuttugu arma Anaconda, ræðst á með skelfilegum afleiðingum. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 231 orð

Reykjavíkurborg fær listaverkagjöf SPÆNSKI l

Reykjavíkurborg fær listaverkagjöf SPÆNSKI listmálarinn Manuel Moreno færði fulltrúa borgarstjóra málverk eftir sjálfan sig að gjöf á mánudaginn, en sýning á verkum hans er nýhafin í Gallerí Horninu. Gjöfin er hugsuð sem vináttuvottur og þakklæti fyrir góðar móttökur, en þetta er fyrsta Íslandsheimsókn Manuels. Meira
24. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 545 orð

Risaeðlubörn í vanda Smáeðlurnar (The Land Before Time)

Framleiðsla: Don Bluth, Gary Goldman og John Pomeroy. Leikstjórn: Don Bluth. Handrit: Stu Krieger. Tónlist: James Horner. Helstu leikraddir: Gísli Baldur Gíslason, Aþena Mjöll Pétursdóttir, Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Jakob Þór Einarsson og Valur Freyr Einarsson. 67 mín. CIC myndbönd, júlí 1998. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 87 orð

Rýmisverk í Galleríi Stöðlakoti

SONJA Elídóttir opnar sýningu í Gallerí Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, laugardaginn 25. júlí kl. 16. Sýnd verða rýmisverk unnin úr límbandi og bökunarpappír fyrir Gallerí Stöðlakot. Sonja útskrifaðist frá skúlptúrdeild MHÍ 1994 og leggur nú stund á framhaldsnám við Det Fynske Kunstakademi í Óðinsvéum. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 94 orð

"Sentímentí"

H. HANNES opnar ljósmyndasýningu á Kaffi Frank laugardaginn 25. júlí. Á sýningunni verða verk sem H. Hannes hefur unnið að undanfarið hálft ár. Þema sýningarinnar er tilfinningar en um leið eru myndirnar sjálfsmyndir. Í kynningu segir: "Myndaröðin "Sentímentí" er af meiði þeirrar tegundar ljósmyndunar sem fæst ekki við sýnilegan veruleika heldur þann innri. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 129 orð

Sumartónleikar í Skálholti

ÞRIÐJA tónleikahelgi sumarsins í Skálholti hefst á morgun, laugardaginn 25. júlí, kl. 14 í Skálholtsskóla með erindi Árna Heimis Ingólfssonar, doktorsnema í tónvísindum við Harvard-háskóla. Erindið nefnist Guð faðir, vér þökkum þér og fjallar um tvísöng í íslenskum sönghandritum eftir siðaskipti. Enski fiðluleikarinn Andrew Manze leikur síðan einleiksverk fyrir barokkfiðlu á tónleikum kl. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 41 orð

Sýningu lýkur

SÝNINGU Birgis Schiöth í Ráðhúsinu lýkur á föstudag eftir viku. Á sýninguni eru pastelmyndir, teikningar og portrettmyndir. Sigurður Guðmundsson í Ingólfsstræti 8 SÝNINGU Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns, sem staðið hefur yfir í Galleríi Ingólfsstræti 8, lýkur nk. sunnudag, 26. júlí. Meira
24. júlí 1998 | Menningarlíf | 31 orð

Tríó Sigurðar Flosasonar á Jómfrúnni

ÁTTUNDU sumardjasstónleikar veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu fara fram sunnudaginn 26. júlí kl. 16­18. Að þessu sinni leika Sigurður Flosason saxófónleikari, Björn Thoroddsen gítarleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari. Meira
24. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 107 orð

Weiland aftur handtekinn

SCOTT Wiland, söngvari hljómsveitarinnar Stone Temple Pilots, var handtekinn í Los Angeles í kjölfar þess að hann mætti ekki fyrir rétti vegna eiturlyfjaákæru. Gefin var út handtökuskipun á söngvarann í síðasta mánuði vegna fjarveru hans þegar taka átti málið fyrir. Weiland var sleppt gegn 250 þúsund dollara tryggingu og á að mæta fyrir rétti í vikunni. Meira
24. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 116 orð

Ætlar að verða fína kryddið

HATTY Jones, tíu ára stjarna barnamyndarinnar "Madeline", ætlar sér stóra hluti. Hún segist vilja verða fína kryddið eða Posh Spice þegar hún verður stór. Hún segir að sumar skólasystur sínar hafi farið að gráta þegar þær heyrðu að rauða kryddið eða Ginger Spice ætlaði að hætta í Kryddpíunum. Meira
24. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 674 orð

Ævintýri og lærdómur

STJÖRNUFERÐIN er fyrir börn á ýmsum aldri. Auk þess að sýna fyrir gesti og gangandi komu leikskólarnir, íþrótta- og leikjanámskeiðin og fleiri hópar á sýninguna og oft voru börnin allt að 400 talsins og stemmningin að vonum góð. Ungu áhorfendurnir lifðu sig af öllu hjarta inn í örlög góðu prinsessunnar Sesselíu og Olgeirs klaufa sem bjargar henni og verður þar með hetja. Meira

Umræðan

24. júlí 1998 | Aðsent efni | 1216 orð

Barið í bumbur

RUNÓLFUR Birgir Leifsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fer mikinn í viðtali sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag. Ef marka má staðhæfingar í viðtalinu mætti ætla að bæði líf Sinfóníunnar og listræn gæði væru Runólfi Birgi einum að þakka. Meira
24. júlí 1998 | Aðsent efni | 1200 orð

Brautryðjandi í uppeldisstarfi á Íslandi

60 ÁR ERU nú liðin frá því að hugsjónakonan Þuríður Sigurðardóttir lést, 20. júlí 1938. Þuríður ólst upp á Skólavörðustígnum, nánar tiltekið í Hegningarhúsinu. Faðir hennar, Sigurður Jónsson, var fangavörður þar og var hún elst ellefu systkina og fyrsta barnið sem fæddist í Hegningarhúsinu. Meira
24. júlí 1998 | Aðsent efni | 1046 orð

Ef ég ætti eitt ár ólifað myndi ég segja þetta við þig

UNDANFARIN 15 ár eða um það bil hef ég verið meðlimur í Húmanistahreyfingunni. Við höfum tekið okkur ýmislegt fyrir hendur; Tekið þátt í kosningum undir nafni Húmanistaflokksins (áður Flokks mannsins), starfrækt félagsskap sem nefnist Samhygð, staðið að forsetaframboði þar sem undirrituð var frambjóðandi og fleira mætti telja. Meira
24. júlí 1998 | Aðsent efni | 1116 orð

Frá Bayeux til margmiðlunar

DAGANA 22. júní til 26. júní í sumar var haldið námskeið á vegum norræn/baltísku deildar (Nordisk Baltisk Region) alþjóðasambands tungumálakennara (FIPLV) í Leksand í Dalarna í Svíþjóð. Samtök tungumálakennara (LMS) í Dalarna báru hitann og þungann af undirbúningi og skipulagningu námskeiðsins. Var þar allt til fyrirmyndar. Meira
24. júlí 1998 | Aðsent efni | 636 orð

Gjóska ­ hræringar á vinstri vængnum

Nú er allt útlit fyrir að samstarf stjórnmálaflokka á vinstri vængnum verði að veruleika í næstu þingkosningum. Þetta samstarf virðist ætla sér að verða stærra og meira en áður hefur þekkst í íslenskum stjórnmálum frá því Alþýðuflokkurinn klofnaði í fyrsta sinn um 1930. Meira
24. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 890 orð

Málefnaflokkurinn - nýr stjórnmálaflokkur?! Guðmundi Rafni Geirdal:

MIKIL umræða hefur átt sér stað að undanförnu um sameiginlegt vinstri framboð og sýnist sitt hverjum. Greinilegt er að þróun í átt til aukinnar samvinnu Alþýðuflokksins og -bandalagsins gengur ekki eins vel eftir og bjartsýnustu menn höfðu vonast til, eins og sést með úrsögn Hjörleifs Guttormssonar og Steingríms J. Sigfússonar úr síðarnefnda flokknum. Meira
24. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 373 orð

Nátttröll nútímans Frá Aðalheiði Jónsdóttur: ALLMIKIL tíðindi ha

ALLMIKIL tíðindi hafa orðið í íslenskum stjórnmálum að undanförnu. Alþýðubandalagið þríklofið segir í sumum fréttum, vonandi er það orðum aukið, en staðreynd er, að tveir þingmenn hafa sagt sig úr flokknum. Því miður, því oft hafa þeir staðið að góðum málum. En það breytir ekki því að þetta er ótrúleg þröngsýni. Meira
24. júlí 1998 | Aðsent efni | 607 orð

Samkeppni á alþjóðlegan mælikvarða

KAUPÞING hf. er fjárfestingarbanki sem stefnir að því að vera samkeppnishæfur á alþjóðlegan mælikvarða. Nú þegar hefur starfsfólk Kaupþings hf. aflað sér verulegar reynslu á alþjóðlegum mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum og nútíma upplýsingatækni gerir okkur kleyft að hafa milligöngu um ávöxtun fjármagns um allan heim. Kaupþing hf. Meira
24. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 341 orð

Um orð Matthíasi Kristiansen: GRÉTAR Eiríksson, áhugamaður í mál

GRÉTAR Eiríksson, áhugamaður í málnotkun á leikskólum, skrifaði í Velvakanda laugardaginn 18. júlí harðorða grein vegna þess að orðskrípið "gærnótt" komst inn í skjátexta í kvöldfréttum sjónvarps. Heimtar hann aðgerðir í kjölfar þessa stórslyss. Þar sem undirritaður var á fréttavakt þetta kvöld vill hann leggja orð í belg. Meira
24. júlí 1998 | Aðsent efni | 781 orð

Valdið og fólkið

FÁTT er viðkvæmara í lýðræðisríkjum en samband hins utanaðkomandi valds og fólksins í landinu. Samskipti almennings og lögreglu mótast vitanlega af fjölmörgum staðbundnum þáttum og geta verið upplýsandi um þjóðlíf, sögu og menningu viðkomandi lands. Meira

Minningargreinar

24. júlí 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Atli Hilmarsson

Þegar ég frétti um andlát Atla 14. júlí sl. stóð heimurinn kyrr um stund og hin mikla spurning "Af hverju?" flaug um huga minn. Varð mér hugsað mikið til hans ástkæru foreldra, sem hann bjó hjá, og bað ég til Guðs um að hann mætti styðja þau í gegnum þessar erfiðu stundir. Ég minnist þess er ég fyrst kom á heimilið á Hlíðarvegi 5A. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 264 orð

Atli Hilmarsson

Elsku Alli minn. Það var fallegt veður þegar ég vaknaði hinn 14. júlí síðastliðinn. Ekki datt mér í hug að ég ætti eftir að fá þær slæmu fréttir að þú værir farinn frá okkur. Það eru margar góðar stundir sem við áttum saman er við vorum lítil börn og hefði ég gjarnan viljað hafa þær fleiri í framtíðinni. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 383 orð

Atli Hilmarsson

Elsku Atli minn. Það er margt sem kemur upp í hugann, þegar ég minnist þín. Þú varst allt sem stóri bróðir getur verið og miklu meira en það. Þú varst svo rólegur, þolinmóður, gjafmildur á allt sem þú áttir, einlægur og hjálpsamur. Ég man þegar þú kenndir mér á bíl, nokkrum mánuðum áður en ég fór í ökutíma. Þú keyrðir á Lödunni þinni upp í Heiðmörk og lést mig taka þar við. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 151 orð

ATLI HILMARSSON

vík 2. október 1962. Hann lést 14. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Hilmar Lúthersson, f. 26.8. 1938, og G. Kolbrún Guðmundsdóttir, f. 24.4. 1944, og var hann annar í röðinni af fjórum börnum þeirra. Þau eru: 1) Auður, f. 24.10. 1961, gift Þorvarði Jóhanni Guðbjartssyni. Börn þeirra eru: Guðbjartur, f. 27.11. 1979; Lilja Kolbrún, f. 19.8. 1994, og Hilmar Atli, f. 16.1. 1997. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 191 orð

Benjamín Eiríksson

Elsku langafi. Þegar við rifjum upp æskuminningar okkar úr Gnoðarvogi eru okkur minnisstæðar stundirnar sem við eyddum með þér og langömmu. Þegar við sátum á rúmstokknum með munninn fullan af kandísmolum og ræddum um lífið og tilveruna. Í þá daga var lífið einfalt því árin voru ekki mörg. Þið voruð svo vitur og merkileg og nutuð þess að fræða okkur um lífið. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 143 orð

Benjamín Eiríksson

Með örfáum orðum vil ég kveðja góðan frænda minn og vin, hann Benjamín Eiríksson, en bæði erum við Bolvíkingar. Við bjuggum lengi í sama húsi vestur í Bolungarvík og þess vegna kynntist ég honum vel og hann var mér alltaf ákaflega góður. Nú þegar hann er allur sækja á margar góðar minningar um þennan elskulega frænda minn og allt hans fólk. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 126 orð

BENJAMÍN EIRÍKSSON

BENJAMÍN EIRÍKSSON Benjamín Eiríksson var fæddur á Dynjanda í Grunnavíkurhreppi 16. ágúst 1909. Hann lést 19. júlí 1998. Foreldrar Benjamíns: Eiríkur Benjamínsson og Jóna Ólöf Jóhannessdóttir. Fósturforeldrar: Benedikt Kristján Benediktsson og Gunnvör Rósa Elíasdóttir. Kona Benjamíns var Kristín Valgerður Árnadóttir frá Furufirði, f. 21. maí 1907, d. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 364 orð

Benjamín Eiríkssson

Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar, Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 887 orð

Cýrus Hjartarson

Lítil stúlka liggur í aftursætinu á stórum bíl og horfir með aðdáun á baksvip móðurbróður síns sem ekur þessu fallega farartæki. Hún hlustar líka með aðdáun á frænda sinn syngja við aksturinn. Seinna heyrir hún sama lag í útvarpinu og kallar upp: "Hann Cýrus er að syngja!" Fullorðna fólkið brosir góðlátlega því söngvarinn er einn frægasti tenór aldarinnar. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 272 orð

Cýrus Hjartarson

Nú þegar við kveðjum þig, kæri móðurbróðir, langar okkur til að minnast þín með nokkrum orðum. Af mörgu er að taka, því varla var farið í ferðalag eða á mannamót að þú værir ekki alltaf mættur, með allar þínar skemmtisögur og brandara, það var á fárra manna færi að segja frá eins skemmtilega og þú gerðir. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 634 orð

Cýrus Hjartarson

Enn fækkar vinum og samferðamönnum. Þó það hafi ekki komið okkur hjónunum á óvart, þegar Sigrún mágkona mín hringdi og sagði okkur lát Cýrusar Hjartarsonar bróður síns að morgni laugardagsins 18. júlí sl., þar sem hann var búinn að liggja meðvitundarlaus á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur (Borgarspítalanum) í nokkra daga vegna hjartaáfalls, þá fór ekki hjá því að okkur brá. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 386 orð

CÝRUS HJARTARSON

CÝRUS HJARTARSON Cýrus Hjartarson fæddist á Hellissandi 20. mars 1927. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjörtur Cýrusson, verkalýðsleiðtogi á Hellissandi og síðar í Reykjavík, f. 26.7. 1891, d. 3.5. 1971, og kona hans Sigurrós Hansdóttir, húsfreyja, f. 30.4. 1898, d. 11.12. 1970. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 215 orð

Guðjón Dagbjartsson

Móðir mín og Erlendína voru systur og þær samrýndar og því samgangur milli heimilanna mikill sé miðað við fjarlægð og samgöngur. Það var ætíð tilhlökkunarefni að fá systkinin frá Hjalla í heimsókn til Norðfjarðar og voru heimsóknirnar lengri en nú gerist. Guðjón var um tíma í heimsókn á Norðfirði. Hann var þéttur í lund og hógvær í framkomu. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 113 orð

Guðjón Dagbjartsson

Það var sorgarfrétt sem mamma færði mér að Guðjón frændi væri dáinn. Í gegnum hugann flugu minningar um allar góðu stundirnar sem ég átti með ykkur Helgu á Holtsgötunni. Alltaf var þar vel tekið á móti mér þegar ég kom í heimsókn eða dvaldi hjá ykkur yfir helgi eins og á menntaskólaárum mínum. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 87 orð

Guðjón Dagbjartsson

Elsku Guðjón, nú ert þú farinn upp til Guðs þar sem Guð og allir englarnir passa þig. Við vitum að þér líður vel þar. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín og Helgu, þú varst alltaf tilbúinn að leika við okkur og fara út í búð með okkur að kaupa eitthvað gott að maula. Elsku Guðjón, þú varst alltaf svo góður við okkur. Við gleymum því aldrei. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 133 orð

GUÐJÓN DAGBJARTSSON

GUÐJÓN DAGBJARTSSON Guðjón Dagbjartsson fæddist á Seyðisfirði 24. apríl 1921. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík 14. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Erlendína Jónsdóttir frá Efra-Skálateigi í Norðfirði og eiginmaður hennar Dagbjartur Guðmundsson frá Hvoli á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 295 orð

Guðmunda Aðalheiður Guðmundsdóttir

Í dag verður jarðsett ástkær amma okkar, Guðmunda Aðalheiður, besta amma sem nokkur getur hugsað sér. Nú þegar amma er ekki lengur hjá okkur hrannast minningarnar upp. Fyrstu minningarnar eru oft skýrastar, eins og þegar við vorum í heimsókn hjá henni og afa í Krókatúni þegar við vorum yngri. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 136 orð

GUÐMUNDA AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐMUNDA AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Guðmunda Aðalheiður Guðmundsdóttir var fædd í Hnífsdal 8. febrúar 1912. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Margrét Óladóttir, f. 10.4. 1887, d. 18.6. 1918, og Guðmundur Lúðvík Guðmundsson, f. 28.3. 1885, d. 23.2. 1921. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 511 orð

Guðrún Hólmfríður Jónsdóttir

Elsku besta amma mín, þegar kemur að því að kveðja þig skortir mig orð og ekkert fær lýst þeim tilfinningum sem bærast í brjósti mér. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera mikið hjá þér, hér á árum áður, við Bergstaðastrætið, eða í Bestó eins og ég kallaði það alltaf. Minningarnar frá þeim tíma eru margar og góðar. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 388 orð

Guðrún Hólmfríður Jónsdóttir

Foreldrar Gígju, eins og hún var ávallt kölluð, voru Jón Björnsson, Jónssonar bónda í Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði og kona hans, Pálína Guðrún Pálsdóttir, Sigmundssonar bónda á Ljótsstöðum. Jón og Pálína bjuggu myndarbúi á Ljótsstöðum og þar fæddust sex börn þeirra hjóna og var Gígja þeirra elst. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 693 orð

Guðrún Hólmfríður Jónsdóttir

Í fornu kvæði íslensku standa þessar ljóðlínur: List eina besta og lukku ég tel, að lifa hér guðlega og deyja burt vel. Þegar getið er slíkra fordæma að trú og breytni um lífsins stig, allt til enda, þá kemur mér í hug tengdamóðir mín, elskuleg, frú Guðrún Hólmfríður Jónsdóttir, sem nú er látin á áttugastaogfimmta aldursári. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 209 orð

Guðrún Hólmfríður Jónsdóttir

Guðrún H. Jónsdóttir, Gígja, móðursystir mín, er nú horfin yfir móðuna miklu, og er skammt stórra högga á milli, því örstutt er síðan bróðir hennar Davíð S. Jónsson lést. Er þá einungis móðir mín eftir af þeim systkinum, en þau voru fimm talsins. Þegar ég minnist Gígju, frænku minnar, hrannast upp minningar, sem ég á um hana í gegnum lífshlaupið, t.d. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 673 orð

GUÐRÚN HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Guðrún Hólmfríður Jónsdóttir, Gígja, fæddist á Ljótsstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði, 30. mars 1914. Hún lést á kvennadeild Landspítala mánudaginn 13. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, f. að Ljótsstöðum 10. nóv. 1884, d. 19. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 422 orð

Jón Þorsteinsson

Jón Þorsteinsson bóndi, vinur minn og nágranni í 42 ár, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi hinn 15. júlí eftir langa baráttu við illskæðan sjúkdóm sem batt hann við hjólastól í sex og hálft ár. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 55 orð

JÓN ÞORSTEINSSON

JÓN ÞORSTEINSSON Jón Þorsteinsson fæddist í Garðakoti, Dyrhólahreppi, Vestur-Skaftafellssýslu, 17. febrúar 1912. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 15. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þorsteins Bjarnasonar og Sigurlínar Einarsdóttur. Eiginkona Jóns er Sigurlaug Björnsdóttir. Börn þeirra eru Björn, Sigurlín og Vigdís. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 407 orð

Margrét Hólmfríður Magnúsdóttir

Það var mjög óvænt er mér barst hin harmþrungna frétt um andlát frænku minnar, Margrétar Hólmfríðar Magnúsdóttur, í Malmö í Svíþjóð og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Þótt frænka mín dveldist langdvölum fjarri ættjörðinni Íslandi sem hún unni svo mjög, þá eins og fjallaskáldið Stephan G. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 887 orð

Margrét Hólmfríður Magnúsdóttir

"Sæll, Gunni minn." Svona var mér ávallt heilsað af þeirri konu sem þessi minningargrein er um, Margréti Hólmfríði Magnúsdóttur, sem varð bráðkvödd á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 7. júní síðastliðinn. Við María, dóttir hennar, og litla dóttir okkar, Margrét Ósk, vorum komin heim eftir góða helgarferð með Íslendingafélaginu í Uppsölum. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 148 orð

MARGRÉT HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR

MARGRÉT HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR Margrét Hólmfríður Magnúsdóttir fæddist á Akureyri 19. apríl 1942. Hún lést á heimili sínu í Malmö í Svíþjóð 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Ingimarsdóttir, f. 29.5 1916, d. 23.4 1976, og Magnús J. Kristinsson rafvélavirkjameistari, f. 15.10. 1920, d. 24.10. 1990. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 379 orð

Málfríður Þórarinsdóttir

Amma Malla er farin, eftir áralöng veikindi og baráttu. En það er ekki bara hún sem deyr heldur líka hluti af mér. Hluti af okkur öllum. En minningarnar lifa. Sólsetur í eldhúsglugganum á Háaleitisbrautinni, amma og mamma hvor sínu megin við hann og maður sjálfur við eldhúsborðið með mjólkurkex og glas, alltaf í hosum sem amma prjónaði. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 864 orð

Málfríður Þórarinsdóttir

Sængin bifast. Sængin rís og hnígur, líkt og snævi þakið fjall sem dregur andann. Á koddanum er grátt hár. Hún sefur. Sjúkrastofan er þvegin og skúruð, lífið gerir hreint fyrir dauðann, hér er allt tilbúið: Í glugganum stendur kirkjan svört undir hvítum himni, á hvítu túni, eins og furðulegt fraktskip að handan. Við fáum okkur sæti. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 883 orð

Málfríður Þórarinsdóttir

Í fáum orðum viljum við systurnar minnast Málfríðar ömmu okkar. Það eru ekki mörg börn á Íslandi núna sem eiga því láni að fagna að alast upp með ömmu sinni. Við systurnar vorum svo lánsamar að föðuramma okkar var á heimili foreldra okkar öll uppvaxtarár okkar. Á heimilinu var hún meira og minna til 85 ára aldurs er hún flutti í íbúð að Norðurbrún 1 í Reykjavík. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 416 orð

Málfríður Þórarinsdóttir

Okkar ástkæra föðursystir, Málfríður Þórarinsdóttir, er látin eftir langa og oft stranga ævi. Þegar við fréttum andlát hennar hvarf hugurinn til bernskuára okkar á Seyðisfirði, þar sem við systkinin ólumst upp fram yfir fermingu. Málfríður bjó þar með drengjunum sínum þremur og þar missti hún mann sinn, Hallgrím, sem dó um aldur fram. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 237 orð

MÁLFRÍÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR

MÁLFRÍÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR Málfríður Þórarinsdóttir fæddist á Gilsárteigi í Eiðaþinghá 10. janúar 1900. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórarinn Benediktsson, bóndi og hreppstjóri í Gilsárteigi, síðar bankagjaldkeri á Seyðisfirði, og kona hans, Anna María Jónsdóttir. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 541 orð

Ragnhildur Guðrún Egilsdóttir

Allt frá bernskuárum mínum austur í Meðallandi minnist ég kærrar frænku minnar. Í gegnum árin hafa leiðir okkar oft legið saman og við fagnað þeim stundum sem okkur hefur gefist tækifæri til að eiga saman. Glaðlyndi hennar, hlýleiki í viðmóti og tryggð við frændur og vini var sérstök en sem var förunautur hennar um langa ævi. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 221 orð

RAGNHILDUR GUÐRÚN EGILSDÓTTTIR

Ragnhildur Guðrún Egilsdóttir fæddist í Kerlingardal í Mýrdal 28. janúar 1907. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Egill Gunnsteinsson, f. í Neðra-Dal 28.8. 1839, d. í Langholti í Meðallandi 15.1. 1915, og Ingibjörg Ólafsdóttir, f. á Eystri- Lyngum í Meðallandi 11.3. 1865, d. í Nýjabæ 11.12. 1925. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 67 orð

Svein Auðunn Jónsson

Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 426 orð

Sveinn Auðunn Jónsson

Einhvern veginn finnst okkur að allt lífið sé framundan þó einhver verði fertugur og sá aldur sé varla umtalsverður. Það er því erfitt að ná áttum og skilja hvað er að gerast, þegar fertugur maður finnur verk í handlegg og leitar læknis, en er látinn að nokkrum klukkustundum liðnum. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 260 orð

Sveinn Auðunn Jónsson

Þegar ég fékk fréttir af því síðastliðinn sunnudag að hann Beisi vinur minn hefði dáið þá um morguninn ætlaði ég ekki að trúa að satt væri. Ég hitti hann hressan og kátan í byggingavöruverslun á föstudeginum, hann var að vinna við endurbyggingar á húsinu sínu en ég var á leið út úr bænum í sumarfrí. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 248 orð

Sveinn Auðunn Jónsson

Í dag mun ég þurfa að kveðja þig, elsku pabbi minn, sem er allt, allt of fljótt. Mig langar að senda þér kveðjuorð en það er erfitt að koma þeim á blað. Mig langar líka að lýsa því hvernig mér líður en ég kemst næst því með að senda þessi orð. Tárin streyma niður kinnar líkt og fossar. þetta eru sorgardagar sem að lokum munu enda og með tímanum mun birta til. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 65 orð

Sveinn Auðunn Jónsson

Hvíl í friði, elsku bróðir minn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 271 orð

Sveinn Auðunn Jónsson

Elsku litli bróðir. Hvernig get ég kvatt þig sem varst ekki aðeins litli bróðir minn, heldur oft og tíðum stóri bróðir. Þú studdir mig og fjölskyldu mína svo vel þegar eitthvað bjátaði á. Með söknuði skrifa ég þessar línur og minningar um góðar og erfiðar stundir streyma fram. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 317 orð

Sveinn Auðunn Jónsson

Nú hefur hann Beisi okkar kvatt. Líðan okkar verður ekki lýst með orðum, yfir þessari frétt. Það hefur verið höggvið stórt skarð í fjölskyldu- og vinahópinn. Atburður sem þessi myndar svöðusár á tilfinningalíf okkar. Með tímanum grær sárið, en örið sem eftir situr verður þar áfram, sem ævarandi minning. Beisi var yndislegur og góður vinur. Það var gaman að tala við hann og vera með honum. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 243 orð

Sveinn Auðunn Jónsson

Elsku Auðunn minn. Nú sit ég og syrgi þig og hugsa um þann stutta tíma sem ég fékk með þér. Að rifja upp góðu stundirnar sem við áttum hjálpar mér mikið. Þú skipaðir stóran sess í hjarta mínu sem stóri frændi minn og hlakkaði ég alltaf svo til að hitta þig. Alltaf var hægt að treysta á góða skapið þitt og varð mér einatt strítt en þó í góðu þegar ég heimsótti þig. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 1235 orð

Sveinn Auðunn Jónsson

Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um mann sem fellur frá í blóma lífsins. En kaldur raunveruleikinn gefur engin grið, sá skelfilegi atburður hefur gerst, að Beisi mágur er dáinn. Orð mega sín lítils á svona stundum og við finnum okkur lítils megnug. Við kynntumst Beisa fyrir um 15 árum þegar hann og Árdís systir okkar byrjuðu að vera saman. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 144 orð

Sveinn Auðunn Jónsson

Fregnin af fráfalli góðs félaga, Sveins Auðuns Jónssonar eða Beisa, eins og hann var ávallt kallaður, kom sem reiðarslag yfir okkur félagana. Hann stundaði knattspyrnu og handknattleik með Haukum. Hann var harðskeyttur varnarmaður, sem lagði sig allan fram. Hann lék nokkur ár í meistaraflokki við góðan orðstír. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 135 orð

Sveinn Auðunn Jónsson

Mín fyrstu kynni af Beisa voru í fótboltanum hjá Haukum, hann var þá 15 ára. Síðan hafa leiðir okkar legið saman til vinnu og í íþróttum. Beisi var mjög góður félagi sem er sárt að kveðja hinsta sinni. Þegar ég frétti að hann væri dáinn trúði ég því ekki, hann var allt of ungur til að kveðja þennan heim. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 191 orð

SVEINN AUÐUNN JÓNSSON

SVEINN AUÐUNN JÓNSSON Sveinn Auðunn Jónsson (Beisi) fæddist í Hafnarfirði 17. apríl 1957 og ólst þar upp. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Friðriksson, fæddur í Englandi 25.2. 1920, d. 3.10. 1988, og eiginkona hans Þuríður Óskarsdóttir, f. 18.2. 1921, d. 1.8. 1972. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 1269 orð

Unnur Ásta Friðriksdóttir

Unnur er skírð í höfuðið á föðursystur sinni, Ástu Sigurbjörnsdóttur, sem dó ung af slysförum og í höfuðið á föðurömmu sinni, Unni Haraldsdóttur, sem ættuð var úr Fljótshlíð, dóttir Haralds Sigurðssonar á Sandi í Vestmannaeyjum. Hún var systir Fjólu Haraldsdóttur, Rúriks Haraldssonar leikara og Rögnu Haraldsdóttur sem gift var Jóhanni Gunnari Ólafssyni, sýslumanni á Ísafirði. Meira
24. júlí 1998 | Minningargreinar | 111 orð

UNNUR ÁSTA FRIÐRIKSDÓTTIR

UNNUR ÁSTA FRIÐRIKSDÓTTIR Unnur Ásta Friðriksdóttir fæddist á Ísafirði 9. maí árið 1956 og lést í Reykjavík 14. júlí síðastliðinn. Unnur var dóttir Friðriks Sigurbjörnssonar, lögfræðings, f. 2.9. 1923, d. 1986, lögreglustjóra í Bolungarvík og síðar blaðamanns á Morgunblaðinu og prófstjóra Háskóla Íslands, og Halldóru Helgadóttur, sjúkraliða, f. 15.4. Meira

Viðskipti

24. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Evrópsk bréf lækka yfirleitt í verði

EVRÓPSK hlutabréf lækkuðu yfirleitt í verði í gær, meðal annars vegna óstöðugleika í Wall Street, uppstokkunar í frönskum hergagnaiðnaði og hagnaðarviðvörunar ICI í Bretlandi. Í London lauk viðskiptum með 0,2% lækkun eftir um 1% lækkun fyrr um daginn vegna viðvörunar ICI. Í Wall Street hækkaði Dow Jones um tæpa 30 punkta í fyrstu, en fór 60 punkta í mínus vegna sölu bréfa í Boeing. Meira
24. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 790 orð

Kostnaður nemur um 1.800 milljónum króna

FJÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins hf., Landsbanki Íslands hf. og Union Bank of Norway hafa samið við Eignarhaldsfélagið Kringluna hf. um að fjármagna framkvæmdir vegna stækkunar Kringlunnar. Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar muni nema um 1.800 milljónum króna. Þetta mun vera stærsta lánveiting, sem íslenskir bankar hafa haft forgöngu um, til einkaaðila hérlendis. Meira
24. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 402 orð

Lætur framkvæma vísindalegan samanburð á olíunum

SKELJUNGUR hf. hefur sent Samkeppnisstofnun bréf, þar sem fram eru færðar athugasemdir við þá niðurstöðu stofnunarinnar að ekki sé ástæða til þess að gera athugasemdir við notkun lýsingarorðsins "best" um þá dísilolíu með bætiefnum sem Olíufélagið býður. Meira

Fastir þættir

24. júlí 1998 | Fastir þættir | 399 orð

AV

AV Jón Ingþórsson ­ Vilhjálmur Sigurðsson jr.386 Sigurður Ámundason ­ Jón Þór Karlsson372 Óli Björn Gunnarsson ­ Eyjólfur Magnússon342 Bryndís Þorsteinsdóttir ­ Ísak Örn Sigurðsson341 Þriðjudaginn 21. júlí var spilaður 22 para Mitchell-tvímenningur. Meira
24. júlí 1998 | Í dag | 31 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræð er í dag, föstudaginn 24. júl

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræð er í dag, föstudaginn 24. júlí, Guðrún Konráðsdóttir, húsmóðir og fyrrverandi starfsmaður á leikskóla, Hrísrima 24, Reykjavík. Guðrún verður með kaffi heima á afmælisdaginn frá kl. 15-18. Meira
24. júlí 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 4. júlí sl. í Árbæjarsafnskirkju af sr. Guðmundi Þorsteinssyni Unnur Hauksdóttir og Ólafur Kr. Óskarsson. Heimili þeirra er í Hraunbæ 74, Reykjavík. Ljósmyndastofa Þóris. Meira
24. júlí 1998 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 13. júní sl. í Seljakirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Sigríður Helga Hjartardóttir og Þórður Jónsson. Heimili þeirra er í Flúðaseli 65, Reykjavík. Ljósmyndastofan Mynd Hafnarfirði. Meira
24. júlí 1998 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 30. maí sl. í Vídalínskirkju af sr. Bjarna Þór Elísabet Magnúsdóttir og Sigurður G. Hilmarsson. Heimili þeirra er á Hjallabraut 7, Hafnarfirði. Ljósmyndast. Sigríðar Bachmann. Meira
24. júlí 1998 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 11. júlí sl. í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir og Jónas Ingi Ragnarsson. Heimili þeirra er í Skipholti 53, Reykjavík. Ljósmyndastofa Þóris. Meira
24. júlí 1998 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 20. júní sl. í Seljakirkju af sr. Sveinbirni Einari Reynissyni Guðný Ólöf Reimarsdóttir og Guðjón Jónsson. Heimili þeirra er að Hrefnugötu 1, Reykjavík. Ljósmyndastofan Mynd, Hafnarfirði. Meira
24. júlí 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 27. júní sl. í Lágafellskirkju af sr. Sigurði Arnarssyni Kristín Einarsdóttir og Sigurður Kristjánsson. Heimili þeirra er í Stararima 5, Reykjavík. Ljósmyndastofa Þóris. Meira
24. júlí 1998 | Í dag | 497 orð

ESANDI Víkverja hringdi og kvaðst vilja láta í ljós önd

ESANDI Víkverja hringdi og kvaðst vilja láta í ljós öndverða skoðun við það, sem komið hefði fram í Víkverja á dögunum um gosbrunninn í Tjörninni. Hann taldi þennan gosbrunn vita þarflausan. Hann sagði: "Tjörnin og umhverfi hennar að fjallahringum meðtöldum er einhver fegursti staður í borginni. Meira
24. júlí 1998 | Í dag | 233 orð

Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði árið 1995 nýtt útivistarsvæði í Grafarvogi. Þetta skógi vaxna svæði er rétt austan við Sjúkrastöðina Vog. Til að nálgast svæðið er ekið framhjá Vogi, en þar við svæðið eru bifreiðastæði. Reykjavíkurborg hefur látið gera göngustíga í skóginum, bekkir eru til staðar, og einnig hefur þar verið komið upp útigrilli. Meira
24. júlí 1998 | Í dag | 139 orð

Föstudagur 24.7.1998: STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur.

Föstudagur 24.7.1998: STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á norska meistaramótinu í ár. Stig Tjomsland (2.255) hafði hvítt og átti leik gegn Terje Johansen (2.260) 27. Rxe6! ­ Dxe6 28. Dxh5+ ­ Kg7 29. Hc7+ ­ Rd7 30. H7c6 ­ Bd6 31. Bf4 ­ Hgc8 32. Hxc8 ­ Bxf4 33. Hxa8? (33. Dh8+ Kf7 34. Meira
24. júlí 1998 | Í dag | 587 orð

Hræðsla meðal kvótakarla HRÆÐSLA virðist hafa gripið um sig meðal kv

HRÆÐSLA virðist hafa gripið um sig meðal kvótakarla í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum, vegna brottrekins bankastjóra, sem á sínum tíma sat á þingi. Hann segist hafa, illu heilli, samþykkt kvótalög Halldórs Ásgrímnssonar, en ekki verið haldinn þeirri framsýni að sjá fyrir hverslags óværa það yrði. Meira
24. júlí 1998 | Í dag | 153 orð

Lesandinn er í suður og fær út smátt tromp gegn sex hjörtum: 1063 Á

Lesandinn er í suður og fær út smátt tromp gegn sex hjörtum: 1063 Á62 ÁG9762 D ÁK92 KG854 5 Á106 Hvernig viltu spila? Heppinn með útspilið, eða hvað? Það er umdeilanlegt, Meira
24. júlí 1998 | Dagbók | 625 orð

Reykjavíkurhöfn: Farþegaskipið Saga Rose

Reykjavíkurhöfn: Farþegaskipið Saga Rosekemur og fer í dag. Pacific Princess fer í dag. Hanne Sif og Arnarfellfóru í gær. Pollach kom í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Ýmir, Ostankino og Mogsterhav fóru í gær. Meira
24. júlí 1998 | Fastir þættir | 1610 orð

Skortur á góðum fjölskylduhrossum á markaðnum

LJÓST er að langflestir þeirra sem áhuga hafa á að fá sér íslenskan hest hvort sem er í Evrópu eða Bandaríkjunum vilja vel taminn, skapgóðan, öruggan eðlistöltara með "góða hemla" sem henta jafnt börnum og ellilífeyrisþegum. Helst þurfa þeir að hafa verið í hestaleigu eða í hestaferðum og hafa reynslu af óvönum reiðmönnum með lélegt jafnvægi. Meira
24. júlí 1998 | Fastir þættir | 451 orð

Slæmur kafli slökkti HM-vonir

Evrópumót spilara 25 ára og yngri er haldið í Vín í Austurríki dagana 16.­26. júlí. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu og er slóðinhttp://wbf.bridge.gr/tourn/Vienna.98/vienna.htm EFTIR slæman miðkafla á Evrópumótinu í Vín á íslenska liðið varla raunhæfa möguleika á að ná einu af fjórum efstu sætunum sem gefa keppnisrétt á heimsmeistaramót í þessum aldursflokki. Meira

Íþróttir

24. júlí 1998 | Íþróttir | 112 orð

Dómararnir líklega í bann LÍKLEGT þykir a

LÍKLEGT þykir að dómarar í Silverstone-kappakstrinum verði settir í bann eftir helgi. Þeir hafa viðurkennt þrenn mistök vegna innköllunar á Michael Schumacher á viðgerðarsvæði, þar sem hann átti að taka út 10 sekúndna refsingu. Refsingin var tilkynnt utan tímamarka, eftir 31 mínútu í stað 25. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 569 orð

Efstu lið sönnuðu tilverurétt sinn

KLÖKKIR risu Kópavogsbúar úr sætum í úðanum í Kópavoginum í gærkvöldi og klöppuðu sínum mönnum í Breiðabliki lof í lófa fyrir 2:1 sigur á Víkingum í einvígi efstu liða 1. deildar karla. Það var ekki bara klappað fyrir stigunum þremur heldur prýðilegum leik þar sem liðin buðu uppá sínar betri hliðar, Blikar í þeim fyrri en Víkingar í síðari og sýndu þá að þau gætu átt erindi á meðal þeirra bestu. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 50 orð

Evrópukeppni meistaraliða Siauliai, Litháen:

Evrópukeppni meistaraliða Siauliai, Litháen: Kareda - Teatanic, Slóveníu0:3 - Damjan Gaiser 43., 88., Dalibor Filipovich 72., 3.500. Evrópukeppni félagsliða Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 132 orð

Eydís með Íslandsmet á Írlandi EYDÍS Konráðsdóttir, sund

EYDÍS Konráðsdóttir, sundkona úr Keflavík, setti í gær Íslandsmet í 200 m skriðsundi á Opna írska meistaramótinu í sundi. Eydís synti á 2.03,67 mínútum og bætti eigið met um 73/100 úr sekúndu. Hún hafnaði í öðru sæti í sundinu en sigurvegarinn kom í mark á 2.01,87. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 78 orð

FÉLAGSLÍFLitli íþróttaskólinn á Laugarvatni Lo

Lokanámskeið sumarsins á Litla íþróttaskólanum á Laugarvatni, verður 3.­9. ágúst nk. Um er að ræða vikudvöl í sumarbúðum fyrir 9­13 ára krakka undir handleiðslu hressra íþróttakennara. Allar helstu íþróttagreinar eru stundaðar í skólanum, sem rekinn er af Íþróttasambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 276 orð

FH nýtti sín færi

FH-ingar gerðu góða ferð í Borgarnes í gærkvöldi, sigruðu heimamenn 2:0 og komust þar með upp í fjórða sæti deildarinnar, hafa 16 stig, tveimur stigum fleiri en KVA sem á lokaleik umferðinnar - gegn Stjörnunni í Garðabæ á laugardag. Skallagrímsmenn sitja eftir sem áður í 7. sæti með 12 stig. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 172 orð

Fimm í bann úr efstu deild

ÞRJÁTÍU og tveir meistaraflokksmenn í knattspyrnu hafa verið úrskurðaðir í leikbann af aganefnd KSÍ. Þar af eru fimm í efstu deild og sjö í 1. deild. Í efstu deild fá Ingi Sigurðsson ÍBV, John Schmidt Nielsen Leiftri, Ingvar Ólason Þrótti og Grindvíkingarnir Vignir Helgason og Björn Skúlason allir eins leiks bann fyrir fjórar áminningar, utan Björn og Vignir, Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 411 orð

Fjórir úr hollenska TVM-liðinu handteknir

Lyfjahneykslið í tengslum við Tour de France-hjólreiðakeppnina vindur stöðugt uppá sig. Festina-liðið var rekið úr keppni á föstudaginn í síðustu viku eftir að framkvæmdastjóri liðsins, Bruno Roussel, játaði að keppendum liðsins hefði verið gefið hormónalyfið erythropoietin (EPO), sem er lyf sem eykur súrefnisupptöku í blóðinu. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 91 orð

Frakkarnir á laugardegi HEIMSMEISTARAR Fr

HEIMSMEISTARAR Frakka koma sem kunnugt er hingað til lands í byrjun september og leika við íslenska landsliðið í knattspyrnu, bæði A-landsliðið og eins landslið skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Nú hefur verið ákveðið að leikirnir verði laugardaginn 5. september og verður A- landsleikurinn á Laugardalsvelli og mestar líkur eru á að hann hefjist ekki fyrr en undir kvöldmat. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 137 orð

FRIÐARLEIKARNIR Johnson innsiglaði heimsmet

STÓRGÓÐUR lokapsrettur Michaels Johnsons fyrir bandarísku sveitina í 4×400 m boðhlaupi Friðarleikana í New York gerði að verkum að sveitin bætti heimsmetið í greininni um níu hundraðshluta úr sekúndur, kom í mark á 2.54,20 mínútum. Fyrra metið setti sveit Bandaríkjana á heimsmeistaramótinu í Stuttgart árið 1993, en þá hljóp Johnson einnig lokasprettinn. Nú geystist hann metrana 400 á 43,1 sek. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 295 orð

Frjálsíþróttir

Friðarleikarnir 5.000 m hlaup karla: 1. Luke Kipkosgei (Kenýa) 13.20,27 2. Khalid Boulami (Marokkó) 13.20,66 3. Tom Nyariki (Kenýa) 13.23,34 4. Bob Kennedy (Bandar.) 13.27,51 5. Robbie Johnson (N-Sjálandi) 13.48,01 6. Marc Davis (Bandar.) 13.50,84 7. Mark Carroll (Írlandi) 13.52,76 8. Alan Culpepper (Bandar. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 38 orð

Golf

Meistaramót á Flúðum: 1. flokkur karla: Reynir Guðmundsson303 1. flokkur kvenna: Halldóra Halldórsdóttir341 2. flokkur karla: Jón Þ. Hjartarson339 2. flokkur kvenna: Ástríður G. Daníelsdóttir436 3. flokkur karla: Pétur Skarphéðinsson348 4. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 164 orð

GYLFI Þór Orrason knattspyrn

GYLFI Þór Orrason knattspyrnudómari dæmdi í fyrrakvöld leik Cliftonville frá N-Írlandi og FC Kosice í forkeppni að meistaradeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Belfast. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 86 orð

Hakkinen og Schumacher berjast KLÚÐRIÐ ve

KLÚÐRIÐ vegna dómgæslu reyndist Hakkinen dýrkeypt, því nú munar aðeins 2 stigum á honum og Schumacher. Hakkinen er með 56 stig, Schumacher 54, David Coulthard 30 og Eddie Irvine 29. Fyrir sigur fást 10 stig, síðan 6, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Líklegt þykir að Coulthard liðsinni Hakkinen ef þurfa þykir í brautinni í Austurríki um helgina. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 85 orð

Hay til liðs við Skallagrímsmenn

KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Skallagríms í úrvalsdeild hefur fengið til liðs við sig erlendan leikmann fyrir næsta keppnistímabil. Hann heitir Roderick Hay og er 26 ára Bandaríkjamaður og 204 cm á hæð. Hann kemur frá Utah Stade Univercity. Hann lék í Finnlandi í tvö ár og varð þar bikarmeistari. Einnig lék hann í Kína '96-'98 og vann þar meistaratitil. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 53 orð

JAMIE Redknapp miðvallarleik

JAMIE Redknapp miðvallarleikmaður Liverpool hefur þurft að fara á ný í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hafa plagað hann frá því apríl og komu m.a. í veg fyrir þátttöku hans á HM í Frakklandi. Svo gæti farið að hann verði ekki með Liverpool í fyrstu leikjum keppnistímabilsins sem hefst í næsta mánuði. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 51 orð

Knattspyrna

1. deild karla: Breiðablik - Víkingur2:1 Bjarki Pétursson (21., 41.)-Sumarliði Árnason (59.). Fylkir - HK6:1 Hrafnkell Helgason (23.), Arnaldur Schram (41., 43.), Gunnar Þór Péturson (57.), Finnur Kolbeinsson (65.), Guðjón Guðjónson (90.)-Villý Þór Ólafsson (19.). Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 24 orð

Leiknir - Ægir2:1

2. deild Leiknir - Ægir2:1 Haukur Gunnarsson, Óskar Alfreðsson - Ólafur Ingason. Reynir - Völsungur5:0 Sigurður Valur Árnason 2, Marteinn Guðjónsson, Einar Júlíusson, Antoni Stissi. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 57 orð

McLaren- menn ósáttir RON Dennis keppniss

RON Dennis keppnisstjóri er afar ósáttur að kærumál liðsins, vegna úrslita í Silverstone-kappakstrinum, skuli ekki hafa verið tekið fyrir í þessari viku. Austurríski kappaksturinn er um helgina og frestaði alþjóða bílaíþróttasambandið málinu fram yfir helgi. Dennis kærði mistök dómara keppninnar, sem hann telur að hafi kostað Mika Hakkinen sigur. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 777 orð

Nú er ég hætt

ÞAÐ runnu gleðitár niður kinnar stórkostlegrar afrekskonu að lokinni keppni í sjöþraut kvenna á Friðarleikunum á miðvikudagskvöldið. Jackie Joyner-Kersee, fyrirmynd íþróttafólks um heim allan, var komin í mark í síðasta sinn í þessari erfiðu keppnisgrein og fáir á vellinum gátu hamið tilfinningar sínar. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 78 orð

Schumacher fær 12 milljarða MICHAEL Schum

MICHAEL Schumacher hefur gert fjögurra ára samning við Ferrari-keppnisliðið og mun því aka með liðinu til loka ársins 2002. Schumacher hefur ekið með Ferrari í þrjú ár, en um tíma leit út fyrir að hann færi til McLaren í lok þessa árs. Þá eru líkur á því að Eddie Irvine verði áfram hjá Ferrari. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 334 orð

Slæm staða Þórsara

Staða knattspyrnunnar á Akureyri endurspeglaðist í leik Þórs og KA í gær, því falldraugurinn sveimaði yfir liðunum í logni og örlítilli vætu. Aðstæður voru góðar, áhorfendur býsna margir og sæmileg tilþrif á vellinum, mörg marktækifæri og sjö gul spjöld. Aðeins eitt mark var skorað og það voru KA-menn sem lyftu sér upp í 12 stig með því að sigra, 1:0. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 307 orð

Stórsigur Fylkis

FYLKIR hefur ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um sæti í efstu deild að ári eftir stórsigur á HK, 6:1, í gærkvöldi. Liðið er nú í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Víkingi sem er í öðru sæti. Fátt annað en fall í 2. deild blasir nú við HK. Það var ljóst strax frá upphafsmínútu leiksins í gærkvöldi í hvað stefndi. Fylkismenn komu grimmir til leiks og áttu góð færi á fyrstu mínútunum. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 86 orð

Villeneuve til BAR KANADÍSKI ökuþórinn Ja

KANADÍSKI ökuþórinn Jacques Villeneuve, sem ekur fyrir Williams, hefur ákveðið að keyra fyrir BAR í formúlu I á næsta keppnistímabili. BAR (British American Racing) er nýtt lið sem hefur keppni næsta ár og er Craig Pollock framkvæmdastjóri félagsins, en hann er góður vinur Villeneuves. Meira
24. júlí 1998 | Íþróttir | 188 orð

Vogts veðjar á Daum sem eftir mann sinn

BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, sagði í viðtali við Bild að líklega yrði það Christophe Daum, sem yrði eftirmaður hans sem landsliðsþjálfari en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir nokkur ár. "Otto Rehhagel og Ottmar Hitzfeld eiga enga möguleika á því að hreppa starfið," sagði þýski þjálfarinn í opinskáu viðtali við blaðið. Meira

Úr verinu

24. júlí 1998 | Úr verinu | 578 orð

Mörg skip hyggja á kolmunnaveiðar eftir loðnuvertíð

Í TVEIMUR síðustu rannsóknaleiðangrum Hafrannsóknastofnunar hafa mælst um 1,5 milljónir tonna af kolmunna innan íslensku fiskveiðilandhelginnar. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú í síldar- og kolmunnaleiðangri, sem hófst 13. júlí sl. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

24. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1131 orð

Hetjuför um spegil á kajak með heimsins dýrasta nesti á flöskum

ALGJÖRLEGA ótrúlegt!," segir Chris Tullech og á við kajakferðina um Hornstrandir sem hann fór í fyrir skömmu við fjórða mann. "Ég hef víða ratað og á langan feril að baki í kajaksiglinum en þessi ferð var sú langbesta. Meira
24. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 585 orð

"Hva, er ekki æfing?"

EINI ókosturinn við æfingasvæðið er rokið," segir Bryndís þjálfari þar sem við ökum í fyrsta gír upp Valhúsahæðina. Þrátt fyrir glampandi sól gnauðar vindur um opnar bílrúðurnar. Það er hávaðarok. Efst á hæðinni er stór grasflöt með nokkrum knattspyrnumörkum en okkur báðum til ómældra vonbrigða er enginn mættur. Meira
24. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1974 orð

Ofvirkni ekki nýtískusjúkdómur

Á BARNA- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) á Dalbraut 12 vinnur hópur sérfræðinga að málum ofvirkra barna. Frá árinu 1990 hefur þar verið byggð upp starfsemi sem sér um greiningu athyglisbrests með ofvirkni hjá börnum og viðeigandi meðferð. Ólafur Ó. Meira
24. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 952 orð

Ritalin þarft lyf eða friðþæging Tilhugsunin um að börnum sé gefið amfetamín finnst mörgum skelfileg. Dóra Ósk Halldórsdóttir

TALSVERÐ umræða hefur átt sér stað undanfarið um ávísun lyfsins ritalins til ofvirkra barna hérlendis. Telja má líklegt að grein Þorsteins Hjaltasonar, lögmanns á Akureyri, sem birtist í Morgunblaðinu 3. júní sl. eigi þar einhvern hlut að máli, en þar veltir hann fyrir sér notkun ritalins og spyr hvort lyfið sé þrautalausn í meðferð ofvirkni eða fyrsta skrefið. Meira
24. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 852 orð

Vandamálið frekar of lítil greining en lyfjagjöf

Vandamálið frekar of lítil greining en lyfjagjöf MATTHÍAS Kristiansen er formaður foreldrafélags misþroska barna og situr í norrænni nefnd sem skipuleggur þing um misþroska börn með erlendum sérfræðingum. Hann hefur yfir 20 ára kennslureynslu og þekkir af eigin raun raunir ofvirkra barna í skólakerfinu. Meira
24. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 923 orð

Vígalegar húsmæður á takkaskóm sem löngu eru komnir úr tísku

Í UPPHAFI vorum við nú bara að leita okkur að æfingaaðstöðu og fengum inni í sal Gróttu," segir Bryndís Valsdóttir, fyrrverandi leikmaður með meistaraflokki Valskvenna. "Út frá því spannst hugmynd um að vera með í keppni 2. deildar, sem núna nefnist 1. Meira
24. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 490 orð

Ævintýri eru allt um kring

Ævintýri eru allt um kring MIKIÐ er um að vera á Húsafelli á laugardögum, en þá býður Útilífsmiðstöðin upp á ævintýraferðir fyrir börn. Farið er með fararstjórum í göngutúr um svæðið og tekur ferðin 1-2 tíma. Í ferðinni er náttúran skoðuð og farið í leiki. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.