Greinar föstudaginn 21. ágúst 1998

Forsíða

21. ágúst 1998 | Forsíða | 144 orð | ókeypis

Aðskilnaður ólöglegur

HÆSTIRÉTTUR í Kanada úrskurðaði í gær einróma að Quebec- fylki, þar sem franska er móðurmál flestra íbúa, hefði ekki lagalegan rétt til að lýsa einhliða yfir aðskilnaði frá Kanada. Rétturinn komst ennfremur að þeirri niðurstöðu að kanadísk yfirvöld yrðu að ganga til viðræðna við Quebec ef aðskilnaður yrði samþykktur í almennri atkvæðagreiðslu í fylkinu. Meira
21. ágúst 1998 | Forsíða | 1035 orð | ókeypis

Hryðjuverkamenn eigi hvergi griðland

BANDARÍKJAHER skaut í gær stýriflaugum á skotmörk í Súdan og Afganistan sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði tengjast hryðjuverkasamtökum Sádí-Arabans Osama Bin Laden. Þau samtök bæru ábyrgð á sprengjutilræðum við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu fyrr í mánuðinum en jafnframt hefði Bandaríkjastjórn heimildir fyrir því að "bráð ógn" stafaði af samtökunum. Meira
21. ágúst 1998 | Forsíða | 220 orð | ókeypis

Leiðtogafundur vegna átakanna í Kongó

NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, hvatti í gær uppreisnarmenn og stjórnarherinn í Lýðveldinu Kongó til þess að leggja niður vopn. Mandela hyggst kalla saman fund leiðtoga í Suður- og Mið-Afríku til þess að ræða friðsamlega lausn deilunnar. Meira
21. ágúst 1998 | Forsíða | 425 orð | ókeypis

Yfirlýstur haturs-maður Bandaríkjanna

BANDARÍSKIR embættismenn hafa skýrt frá því að Osama Bin Laden hafi strax verið ofarlega á lista yfir þá sem grunaðir voru um að hafa borið ábyrgð á sprengjutilræðunum í Nairobi og Dar es Salaam, vegna þess að hann hefði bæði haft ástæðu, tækifæri og möguleika til að fremja slík hryðjuverk. Meira

Fréttir

21. ágúst 1998 | Miðopna | 2379 orð | ókeypis

1.578 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi

Tæplega 1.578 milljóna króna tap varð á rekstri Flugleiða fyrstu sex mánuði ársins. Er þetta mun verri afkoma en á sama tíma á síðasta ári en stjórnendur félagsins segja að útlit sé fyrir bætta afkomu á síðari hluti ársins, þó þannig að reiknað er með að tap verði á rekstrinum þegar árið verður gert upp. Hins vegar er vonast eftir hagnaði á næsta ári. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 723 orð | ókeypis

20 rannsóknarverkefni kynnt á málþingi KHÍ

MÁLÞING um þróun og nýbreytni í skólum verður haldið á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands laugardaginn 22. ágúst. Málþingið er haldið í húsnæði Kennaraháskólans við Stakkahlíð og hefst með setningu klukkan níu árdegis. Þá mun Sigurjón Mýrdal dósent flytja fyrirlestur sem nefnist "Menntun ­ skólaþekking ­ upplýsingatækni". Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 291 orð | ókeypis

Aðeins mælt með tveimur nöfnum af þrettán

ÖRNEFNANEFND sendi í gær út umsagnir um nöfn til sex sveitarfélaga. Nefndin mælti eingöngu með tveimur nöfnum af ellefu sem send voru til umsagnar og var í rökstuðningi hennar ávallt vísað til meginsjónarmiða hennar. Þau fela m.a. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 242 orð | ókeypis

Afmælishátíð í Kringlunni

Í TILEFNI af því að Kringlan fagnar nú 11 ára afmæli verður haldin afmælishátíð í Kringlunni á morgun, laugardaginn 22. ágúst. Veislan byrjar kl. 11 en þá er boðið frítt í Kringlubíó á Disneymyndina Hafmeyjuna og Mouse Hunting. Á Kringlutorginu verða sett um leiktæki fyrir börnin, hringekja, hoppukastali, risarennubraut o.fl. og boðið verður upp á andlitsmálun. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 334 orð | ókeypis

Áformað að Siglfirðingur fari til veiða við S-Afríku

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra óskaði í gær eftir því á fundi í Höfðaborg með Alfred Nzo, utanríkisráðherra Suður- Afríku, að íslenzkum skipstjórnarmönnum yrði auðveldað að fá atvinnuleyfi í landinu. Ástæðan er meðal annars sú að áformað er að íslenzki togarinn Siglfirðingur, sem verið hefur við veiðar í Namibíu, fari fljótlega til veiða í suður-afrískri lögsögu. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 486 orð | ókeypis

Áhersla á krabbamein í brjóstum og blöðruhálskirtli

STOFNAÐ hefur verið rannsóknarfyrirtækið Urður Verðandi Skuld og verður megináhersla í upphafi lögð á að finna erfðafræðilegar forsendur fyrir tvenns konar krabbameini, í blöðruhálskirtli og í brjóstum. Tryggð hefur verið þriggja milljóna dollara fjármögnun, um 216 milljónir íslenskra króna, og þar með rekstrargrundvöllur í hálft annað ár. Gert er ráð fyrir að starfið hefjist 1. Meira
21. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 1108 orð | ókeypis

Bill Clinton lætur Starr í té lífsýni Ráðgjafar forsetans deila um hvað ráðlegast sé fyrir hann að gera næst; útskýra sambandið

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur látið embætti sérstaks saksóknara í té lífsýni til þess að ganga megi úr skugga um hvort forsetinn sé ábyrgur fyrir blettum í dökkbláum kvöldkjól Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. The Daily Telegraph greindi frá þessu í gær. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 565 orð | ókeypis

Brýnt að stækka og fjölga landgöngubrúm

ÖRTRÖÐ verður á stundum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegafjöldi eykst hröðum skrefum og ferðum fjölgar. Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri segir stækkun brýna þar sem stöðin sé í raun sprungin og eigi það bæði við innan sem utan dyra. Á næstu dögum verður stækkun á flughlöðum boðin út og auglýst samkeppni meðal arkitekta um stækkun stöðvarinnar. Meira
21. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 629 orð | ókeypis

Fámennir en hættulegir hópar öfgamanna

"HINN sanni Írski lýðveldisher (IRA)" (The Real IRA) er nú alræmdur um allan heim eftir að hafa lýst ábyrgð á hendur sér vegna blóðbaðsins í Omagh síðastliðinn laugardag sem kostaði 28 manns lífið. Samtökin urðu til við klofning í IRA síðastliðið haust og er það ekki í fyrsta skipti sem klofningur á sér stað innan IRA. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Ferð að rótum Vatnajökuls

EIN af síðustu sumarleyfisferðum Ferðafélags Íslands er ný ferð, 27.­31. ágúst, í samvinnu við Hið íslenska náttúrufræðifélag og kallast ferðin: "Við rætur Vatnajökuls." Gist er allar næturnar í svefnpokaplássi í tveggja manna herbergjum á ferðaþjónustubænum Smyrlabjörgum í Suðursveit og farið í dagsferðir þaðan. Meira
21. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 71 orð | ókeypis

Flautu- og gítarleikur í Deiglunni

KRISTJANA Helgadóttir flautuleikari og Dario Macaluso, gítarleikari frá Sikiley, halda tónleika í Deiglunni á Akureyri laugardagskvöldið 22. ágúst kl. 20.30. Þau Kristjana og Dario leika m.a. verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, svítu eftir J.S. Bach, gítartónlist eftir 19. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 437 orð | ókeypis

Flugi til Lúxemborgar hætt eftir 43 ára starfsemi

STJÓRN Flugleiða ákvað í gær að hætta flugi til og frá Lúxemborg í byrjun næsta árs en þar hefur félagið og áður Loftleiðir haft viðkomu í áætlunarflugi í 43 ár. Ákvörðunin er liður í sparnaðaráætlun sem tekin er í kjölfar upplýsinga um 1.578 milljóna króna tap af rekstri félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins. Meira
21. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 257 orð | ókeypis

Friðargæsluliðar sakaðir um morð

HOLLENSKA ríkisstjórnin hefur fyrirskipað formlega rannsókn á fullyrðingum um að hollenskir hermenn hafi orðið um þrjátíu múslimum að bana í Bosníu árið 1995, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Hermennirnir, sem sinntu friðargæslu fyrir Sameinuðu þjóðirnar, eru sakaðir um að hafa vísvitandi ekið brynvarðri bifreið inn í hóp flóttafólks. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð | ókeypis

Gagnagrunnsfrumvarp á þremum tungumálum á netinu

SETT hefur verið upp sérstök síða á netinu undir heimasíðu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins þar sem almenningi gefst kostur á að kynna sér frumvarpið um miðlægan gagnagrunn á heilbirgðissviði, gagnagrunnsfrumvarpið sem svo er nefnt. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 262 orð | ókeypis

Gefur Grundarfjarðarkirkju ljósakrónuna dýru

GRUNDFIRÐINGAR fá á næstunni að njóta gullhúðuðu ljósakrónunnar, sem Gísli Holgeirsson flutti inn frá Ítalíu og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu. Það er Þorkell Jóhann Sigurðsson sem er kaupandi ljósakrónunnar og hyggst hann færa Grundarfjarðarkirkju hana að gjöf til minningar um eiginkonu sína Kristínu Kristjánsdóttur og foreldra, Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 238 orð | ókeypis

Gera breytingar á þjónustu og verðskrá

GSM-kerfi Landssímans hefur nú verið starfrækt í fjögur ár en það tók til starfa 16. ágúst 1994. Frá þeim tíma eru áskrifendur orðnir yfir 55 þúsund talsins og ekkert lát er á fjölgun þeirra. Í tilefni afmælisins verða gerðar breytingar á GSM- þjónustu og verðskránni 1. september nk. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1027 orð | ókeypis

Gæti skilað auknu hráefni til vinnslu hérlendis

FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur og Básafell hf. hyggjast reisa fullkomna rækjuverksmiðju í St. Anthony á Nýfundnalandi í samvinnu við Clearwater, sem er geysilega öflugt fyrirtæki og hefur haslað sér völl víða um heim. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð | ókeypis

Hársbreidd frá gullinu

ÞRÁTT fyrir að Jón Arnar Magnússon næði næstbesta árangri sínum í tugþraut dugði það honum ekki til að komast á verðlaunapall á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Búdapest. Hann varð að gera sér fjórða sætið að góðu, hlaut 8.552 stig en Eistinn Erki Nool sigraði með 8.667 stig. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð | ókeypis

Hátíðarfundur vegna 60 ára afmæli SÍBS

Á HÁTÍÐARFUNDI í Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 22. ágúst verður þess minnst að 60 ár eru liðin frá stofnun SÍBS á Vífilsstöðum 24. október 1938 og 50 ár frá stofnun Sambands norrænna berklasjúklinga, en þau samtök voru stofnuð á Reykjalundi dagana 15.­20. ágúst 1948. Nafn þessara samtaka hefur nú breyst í Norrænu hjarta- og lungnasamtökin. Meira
21. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 136 orð | ókeypis

Heilsu Suu Kyi hrakar

HÓPUR stjórnarandstæðinga, sem sneri úr pólitískri útlegð til Búrma fyrr í vikunni, hvetur Aung San Suu Kyi, leiðtoga Lýðræðishreyfingarinnar (NLD), til þess að sýna sveigjanleika í samskiptum við herforingjastjórnina í Búrma. Suu Kyi þraukar enn á 10. degi mótmælasetu í bifreið sinni. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1187 orð | ókeypis

Hyggst láta af embætti ráðherra um næstu áramót

Allt stefnir í það að Guðmundur Bjarnason umhverfis- og landbúnaðarráðherra verði ráðinn framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs á næstunni og láti af embætti ráðherra um næstu áramót. Arna Schramkomst að því að ekki er víst að framsóknarmenn velji annan ráðherra í hans stað á þessu kjörtímabili, þótt ákveðnar vangaveltur séu uppi um hugsanlegan eftirmann. Meira
21. ágúst 1998 | Miðopna | 683 orð | ókeypis

Íslandsflug kannar möguleika sína

SAMGÖNGURÁÐHERRA segir þá ákvörðun Flugfélags Íslands hf. að hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í lok mánaðarins vera sér mikil vonbrigði og bæjarstjórinn á Húsavík segir að ákvörðunin hafi komið sér í opna skjöldu. Áhugi er á því á Húsavík að kanna vilja annarra aðila til að taka upp reglubundið áætlunarflug til staðarins. Íslandsflug hyggst athuga möguleika sína. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 350 orð | ókeypis

Íslendingur fær virtustu læknisfræðiverðlaun Norðurland

KARLI Tryggvasyni, prófessor í lífefnafræði við Karolinska Institutet í Stokkhólmi, hefur verið úthlutað læknisfræðiverðlaunum kenndum við norska útgerðarmanninn Anders Jahre, sem eru mesta viðurkenning sem veitt er sérstaklega fyrir læknisfræðirannsóknir á Norðurlöndum. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur hlýtur þessi verðlaun. Verðlaunaféð er um sex milljónir króna. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð | ókeypis

Jón Arnar í fjórða sæti

ÞRÁTT fyrir að Jón Arnar Magnússon næði næst besta árangri sínum í tugþraut dugði það honum ekki til að komast á verðlaunapall á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Búdapest. Hann varð að gera sér fjórða sætið að góðu, hlaut 8.552 stig, aðeins 19 stigum á eftir Rússanum Lev Lobodin, en Eistinn Erki Nool varð Evrópumeistari með 8.667 stig og Finninn Eduard Hamalainen annar með 8.587 stig. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 256 orð | ókeypis

Landsvirkjun fundar með hagsmunaaðilum á Austurlandi

LANDSVIRKJUN heldur fund með fulltrúum hinna ýmsu hagsmunaaðila á Austurlandi vegna Fljótsdalsvirkjunar á morgun, laugardag. Fundurinn er haldinn á Fosshóteli, Hallormsstað og hefst klukkan 13 með fundi Landsvirkjunar og fulltrúa sveitarfélaga og orku- og stóriðjunefndar SSA. Milli 14.30 og 15. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð | ókeypis

Málverkasýning á Laugarvatni

STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðsson opnar sína 89. málverkasýningu í Hótel Eddu, Menntaskólanum á Laugarvatni, kl. 18 í dag, föstudag. Steingrímur sýnir 40 nýjar myndir; landslagsmyndir, sjávarmyndir, fantasíur, portret og abstraksjónir. Meira
21. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 328 orð | ókeypis

Minnisblað stangast á við orð Gores

BANDARÍSKA dómsmálaráðuneytið hefur komist yfir minnisblað úr Hvíta húsinu, sem virðist stangast á við lýsingu Als Gores varaforseta á því hvernig staðið var að fjáröflun fyrir síðustu forsetakosningar, að því er segir í bandaríska stórblaðinu The New York Times. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 244 orð | ókeypis

Nefnd kanni starfsskilyrði stjórnvalda

FORSÆTISRÁÐHERRA hefur í samræmi við ályktun Alþingis frá 2. júní sl. skipað nefnd til að kanna starfsskilyrði stjórnvalda, eftirlit með starfsemi þeirra og viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslunni. Í því skyni skal nefndin semja skýrslu um eftirtalin atriði: Meira
21. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 349 orð | ókeypis

Nemendatónleikar í Deiglunni í kvöld

SAMNORRÆNT jazznámskeið hefur staðið yfir síðustu daga á vegum Sumarháskólans á Akureyri. Þátttakendur eru 30 frá Færeyjum, Grænlandi, Norður-Noregi og Íslandi og eru þeir flestir á aldrinum 18-20 ára. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð | ókeypis

Óhreinindi komust í tank

KARL Björnsson bæjarstjóri á Selfossi segir að fullmikið hafi verið gert úr því að of mikið gerlainnihald hafi verið í neysluvatni á Selfossi. Hann segir að orsökin hafi legið í lagnakerfinu og of mikið gerlainnihald hafi aðeins komið fram í einni mælingu. Meira
21. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 211 orð | ókeypis

Ósætti fyrir stofnun Norðurheimskautsráðsins

ÓSÆTTI er á milli nokkurra aðildarþjóða Norðurheimskautsráðsins en stofnsáttmála þess á að undirrita á fundi í Iqualuit 17.-18. september nk. Enn liggja ekki fyrir drög að sáttmálanum, þrátt fyrir að aðeins sé tæpur mánuður til stefnu. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð | ókeypis

Óvíst að nýr ráðherra taki við

EKKI er ljóst hvort nýr maður tekur við stöðu umhverfis- og landbúnaðarráðherra ef Guðmundur Bjarnason verður ráðinn framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, sem nú virðist allt útlit fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið rætt um að núverandi ráðherrar Framsóknarflokksins, til dæmis félagsmálaráðherra og utanríkisráðherra, Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 241 orð | ókeypis

Ráðstefna um snjóflóðavarnir og öryggi bæja

STJÓRN Arkitektafélags Íslands boðar til ráðstefnu 5. október nk. undir yfirskriftinni Öruggari bæir, þar sem fjallað verður um þær umfangsmiklu snjóflóðavarnir sem nú er unnið að. Þetta verður þáttur í alþjóðadegi Sameinuðu þjóðanna um búsetu og byggðaþróun. Meira
21. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 130 orð | ókeypis

Reuters Fórnarlömbunum fjölgar MINNINGARATHÖFN var

Reuters Fórnarlömbunum fjölgar MINNINGARATHÖFN var haldin í gær um þá sem létu lífið í sprengingunni í Nairobi fyrir tveimur vikum en fórnarlömbum sprengingarinnar hefur fjölgað úr 247 í 253 og tveir þeirra sem slösuðust eru enn í lífshættu. Þá hafa að minnsta kosti fimmtíu manns misst sjónina. Meira
21. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 34 orð | ókeypis

Reuters Mótmælaolíuleit ÁTTA félagar í

ÁTTA félagar í umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace réðust í gær til uppgöngu á olíuborpall um 120 km. vestur af Kristiansund í Noregi. Með þessu vildi fólkið mótmæla leit Norðmanna að nýjum olíu- og gaslindum neðansjávar. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 669 orð | ókeypis

Segir Landssímann brjóta gegn rekstrarleyfi

TAL hf. hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun kvörtun þar sem félagið fer fram á tafarlaus afskipti stofnunarinnar vegna neitunar Landssíma Íslands hf. á staðfestingu leigusamnings vegna fyrirhugaðrar uppsetningar Tals á fjarskiptamannvirkjum á fjallinu Þorbirni í nágrenni Grindavíkur. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 214 orð | ókeypis

Sigfús Johnsen hlýtur æðstu viðurkenningu á sviði jöklarannsókna

SIGFÚS Johnsen prófessor, sem hefur í mörg ár tekið þátt í umfangsmiklum rannsóknum á Grænlandsjökli, hlaut í vikunni viðurkenningu Alþjóðajöklarannsóknarfélagsins. Viðurkenningin er sú æðsta sem veitt er á sviði jöklarannsókna og er kennd við G. Seligman, sem stofnaði félagið 1936. Félagið er til húsa í Scott-heimskautastofnuninni við Cambridge-háskóla. Meira
21. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 56 orð | ókeypis

Síðasta sýningarhelgi í Friðbjarnarhúsi

NÚ um helgina er síðasta tækifærið í sumar til að skoða Friðbjarnarhús, Aðalstræti 46 á Akureyri. Allir sem áhuga hafa á sögu Akureyrar og minjum henni tengdri, eiga erindi í húsið. Það verður opið laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 17. Heitt verður á könnunni fyrir þá sem koma í heimsókn. Meira
21. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 71 orð | ókeypis

Síðasta sýningarhelgi í Listasafni Akureyrar

SÝNINGUNNI GROUND í Listasafninu á Akureyri lýkur sunnudaginn 23. ágúst. GROUND er samsýning listamannanna Kristjáns Guðmundssonar, Alan Johnston frá Skotlandi og Franz Graf frá Austurríki. Þessir listamenn, sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar, leggja áherslu á að nýta form og eiginleika teikningar sem grunn jafnt og endanlega tjáningu sköpunar sinnar. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Síðustu sýningar

Íslenska óperan SÍÐASTA sýning á söngleiknum Carmen Negra verður í laugardagskvöldið 22. ágúst kl. 20. Það eru þau Caron, Egill Ólafsson, Helgi Björnsson, Bergþór Pálsson, Vilborg Halldórssdóttir og Bubbi Morthens sem fara með aðalhlutverkin í Carmen. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 504 orð | ókeypis

Sjóbirtingur lætur á sér kræla syðra

SJÓBIRTINGUR er farinn að gera vart við sig í ám á Suðurlandi og er það samkvæmt áætlun. Nýlega hætti hópur í Eldvatni í Meðallandi og veiddust 14 birtingar, allt að tíu punda, að sögn Árna Baldurssonar sem leigir stóran hluta veiðitímans í ánni. Þá er byrjað að veiðast í Vatnamótunum fyrir neðan Klaustur, einn 10 punda var stærstur og mikið tröll sleit sig laust eftir harða viðureign. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 228 orð | ókeypis

Skýrsla verður send dómsmálaráðuneytinu

SKÝRSLUR sem lögregluyfirvöld í Danmörku og sýslumaðurinn á Seyðisfirði tóku af gæslumanni hrossanna níu sem drápust um borð í ferjunni Norrænu í síðustu viku verða sendar dómsmálaráðuneytinu sem hefur forræði yfir málinu. Meira
21. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 377 orð | ókeypis

Slitlag lagt í lok september

FRAMKVÆMDIR við lagningu nýs vegar yfir Fljótsheiði í S-Þingeyjarsýslu eru nokkuð á eftir áætlun. Samkvæmt útboði átti verkinu að ljúka 1. ágúst sl. en nú er stefnt að því að verktakinn, Háfell, ljúki við að leggja bundið slitlag á veginn í lok september nk. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 501 orð | ókeypis

Stefnt að því að minnka ójafnræði í heilbrigðisþjónustu

AÐGANGUR að heilbrigðisþjónustu og gæði þjónustunnar eru aðalumræðuefnin á árlegum fundi norrænna landlækna sem nú stendur yfir í Reykjavík. Sérstakur gestur fundarins er dr. Jo E. Asvall, forstjóri Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og í gær kynnti hann fyrir fundarmönnum helstu áherslur í starfi Evrópuskrifstofunnar á síðastliðnu ári. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð | ókeypis

Stórt stykki féll úr eyjunni í vetur

KOLBEINSEY hefur talsvert látið á sjá eftir síðasta vetur og hefur stórt stykki fallið úr milli klettsins sem er austast á eynni og þyrlupallsins. Kletturinn sjálfur er einnig að hverfa í sæ og þá hefur nokkuð kvarnast úr pallinum. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð | ókeypis

Stuðmenn á Hótel Sýrlandi í kvöld

BROADWAY verður í sýrlenskum Stuðmannabúningi í kvöld, þegar þessi gamalkunna hljómsveit treður upp ásamt fjölbreyttum hópi annarra listamanna. Stuðmenn eru um þessar mundir á hljómleikaferð og koma nú í fyrsta sinn við í Reykjavík. Dagskrá kvöldsins hefst klukkan 23 með dægurlagasöngvaranum Jóni Kr. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð | ókeypis

Sýknudómi áfrýjað til Hæstaréttar

SÝKNUDÓMI Héraðsdóms Reykjavíkur yfir umhverfisráðherra vegna flutnings Landmælinga Íslands til Akraness hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Frá áfrýjun málsins, sem María G. Hafsteinsdóttir, starfsmaður Landmælinga höfðaði, er sagt í nýjasta tölublaði BHM-tíðinda. Meira
21. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 81 orð | ókeypis

Söngkonur í Deiglunni

SÖNGKONURNAR Sigríður Aðalsteinsdóttir messo-sopran og Hulda Björk Garðarsdóttir sopran halda tónleika í Deiglunni á Akureyri í kvöld, föstudaginn 21. ágúst kl. 20.30. Meðleikari á tónleikunum er Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari. Á tónleikunum verður flutt blönduð dagskrá með þekktum íslenskum og erlendum sönglögum, óperuaríum og fleira, m.a. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð | ókeypis

Tákn um gagnkvæma tryggð í hjónabandinu

ALLMARGIR íbúar í Grafarvogi, á Akureyri og víðar hafa á síðustu dögum fengið inn um bréfalúguna hjá sér lítinn plastpoka með þremur karamellum og drykk í litlu lokuðu íláti. Með í pokanum fylgja skilaboð á miða, þar sem segir m.a.: "Gjörið svo vel að deila þessum drykk með maka þínum og þessum molum með börnum ykkar sem tákn um gagnkvæma tryggð í hjónabandi ykkar." Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð | ókeypis

Tískusýning á menningarnótt

Í TILEFNI menningarnætur í Reykjavík 1998 mun María Lovísa fatahönnuður halda tískusýningu 22. ágúst kl. 20 á Skólavörðustíg 8. 20% afsláttur verður veittur af öllum fatnaði að gefnu tilefni. Fyrirhugað er að halda sýninguna utandyra. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð | ókeypis

Tíu ára starfsafmæli í Viðey TÍU ár v

Tíu ára starfsafmæli í Viðey TÍU ár voru liðin þriðjudaginn 18. ágúst sl. síðan endurreisn Viðeyjarstofu og kirkju lauk og staðurinn var opnaður almenningi. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu hefur ákveðið að minnast þessara tímamóta sunnudaginn 23. ágúst með ýmsum tilboðum fyrir börn og fullorðna. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð | ókeypis

Unnið hörðum höndum við að ná áætlun

RÚSSNESKA fyrirtækið Technopromexport vinnur nú að uppsetningu Búrfellslínu 3a, milli Búrfellsstöðvar og tengivirkis í nágrenni við Sandskeið. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar er þetta fyrsta 400kV línan sem reist er á Íslandi og mun hún flytja rúmlega þrisvar sinnum meiri orku en stærstu háspennulínurnar á Íslandi til þessa, sem eru 220 kV. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð | ókeypis

Utanríkisráðherra fordæmir hryðjuverk

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra fordæmdi í gær hryðjuverkin, sem framin hafa verið í Kenýa, Tansaníu og Norður-Írlandi undanfarið. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Utanríkisráðherra fordæmir þá illvirkja sem standa að baki hryðjuverkum er heimsbyggðin hefur orðið vitni að í Kenýa, Tansaníu og nú síðast á Norður-Írlandi. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 475 orð | ókeypis

Varað við forriti sem getur brotist inn í tölvur

TÖLVUNOTENDUR tengdir við Netið verða að hafa allan varann á. Nýtt tölvuþrjótaforrit (tölvuþrjótur=hacker), Back Orifice, fyrir Windows 95 og 98, er nú aðgengilegt á Netinu en forritið er þeim eiginleikum búið að það gerir einum eða fleiri aðilum á Netinu kleift að fjarstýra tölvum sem forritið hefur verið ræst á. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 433 orð | ókeypis

Veiddi 26 punda lax 84 ára gamall

SÖREN Einarsson frá Húsavík er lýsandi dæmi um að margt er mögulegt þótt árin færist yfir. Hann er 84 ára að aldri, en lætur sig ekki muna um að veiða á hverju sumri í einni erfiðustu laxveiðiá landsins, Laxá í Aðaldal. Hefur hann gert svo í nær 30 ár, eða síðan að hann tók við af föður sínum Einari Sörenssyni. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð | ókeypis

Verkleg sjóvinna í Sjóminsafni Íslands

VERKLEG sjóvinna verður kynnt í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, sunnudaginn 23. ágúst frá kl. 13­17. Aldraðir sjómenn sýna ýmis handbrögð við sjóvinnu og gestum gefst kostur á að þjálfa handtökin. Meðal annars verður sýnd vinna við lóðir, net, hnúta og splæsingar. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 356 orð | ókeypis

Vestfirðingar mótmæla lokun loftskeytastöðvar

STJÓRN Björgunarbátasjóðs SVFÍ á Vestfjörðum hefur harðlega mótmæt fyrirhugaðri lokun Landssímans á loftskeytastöðinni á Ísafirði í haust. Að sögn Halldórs Halldórssonar formanns sjóðsins vegur þar þyngst þekking starfsmanna á staðháttum en hún geti ráðið úrslitum á örlagastund fyrir öryggi sjófarenda. Meira
21. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 298 orð | ókeypis

Þjóðaratkvæði í Lettlandi TEKIST hefur að safna nægilega mörg

TEKIST hefur að safna nægilega mörgum atkvæðum til að krefjast þjóðaratkvæðis í Lettlandi um ríkisborgararétt. Málið varðar 650.000 Rússa sem búa í landinu, flestir ríkisfangslausir. Hart hefur verið deilt um fyrirhugaðar breytingar lettnesku stjórnarinnar á ríkisfangsreglum, sem eiga að auðvelda Rússum að fá ríkisborgararétt. Meira
21. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð | ókeypis

Þvær 150 stikur á klukkustund

STIKUÞVOTTAVÉL sem þykir mikil nýjung á sínu sviði er í prófun þessa dagana hjá Vegagerðinni. Vélin, sem afkastar um 150 stikum á klukkustund, var keypt frá fyrirtækinu Schmid í Þýskalandi en hún er vökvaknúin og getur þrifið flestar stærðir af stikum og með aukabúnaði verður hægt að þrífa smærri umferðarskilti. Meira
21. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 98 orð | ókeypis

Örn Þor steinsson í Ketilhúsinu

ÖRN Þorsteinsson opnar sýningu í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 22. ágúst kl. 16.00, sem hann kallar "Málmur í Atómstöð". Örn á að baki litríkan feril sem myndhöggvari, listmálari og grafíklistamaður. Hann hefur haldið tug einkasýninga auk fjölmargra samsýninga heima og erlendis. Verk hans er m.a. að finna á öllum helstu listasöfnum landsins og við ýmsar opinberar byggingar. Meira

Ritstjórnargreinar

21. ágúst 1998 | Staksteinar | 424 orð | ókeypis

»Erlend fjárfesting í útgerð Núverandi fyrirkomulag eignarhalds gerir að verkum að fiski

Núverandi fyrirkomulag eignarhalds gerir að verkum að fiskistofnarnir eru ekki lengur í eigu þjóðarinnar segir Péturt H. Blöndal alþingismaður. Tímaskekkja Í grein, sem Pétur skrifar í síðasta tölublað Viðskiptablaðsins, segir m.a. Meira
21. ágúst 1998 | Leiðarar | 595 orð | ókeypis

VERÐBÓLGA OG KAUPMÁTTUR

VERÐBÓLGA OG KAUPMÁTTUR ERÐHJÖÐNUN hefur verið í landinu tvo mánuði í röð og verðlagshækkanir hafa aðeins verið 0,2% frá áramótum. Hagstofan segir engin merki um annað en að verðbólga eigi að geta verið lág næstu mánuði. Innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa lækkað um 4% frá áramótum og aðrar innfluttar neyzluvörur um 5%. Meira

Menning

21. ágúst 1998 | Menningarlíf | 155 orð | ókeypis

Afmælishátíð í Norræna húsinu

NORRÆNA húsið stendur fyrir 30 ára afmælishátíð frá kl. 14-22.30 í tengslum við Menningarnótt. Í tilefni þessara tímamóta verður í boði fjölbreytt dagskrá. Fram koma Draupner, sænskur þjóðlagahópur, söngkonan og kantele-leikarinn Sinikka Langeland frá Noregi, Jigme Drupka, afrískur tónlistarmaður sem kemur líka frá Noregi, og þjóðlagasöngvarinn Juakka Lyberth kemur frá Grænlandi. Meira
21. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 304 orð | ókeypis

Ástríðufull matargerð

ÞAÐ er svo gaman að borða góðan mat og ekki síst ef maður hefur aldrei fengið hann áður. Það kitlar óneitanlega bragðlaukana að lesa um rétti eins og ravioli fyllt með steinbít og borið fram með humarsósu, þorskkinnar með polenta og rauðvínssósu og grillað fiskispjót með risarækju og smokkfiski. Meira
21. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 93 orð | ókeypis

Björk í heimildarmynd

HEIMILDARMYND í fullri lengd um tíbetsku frelsistónleikana sem haldnir voru í júní árið 1996 í San Francisco verða frumsýndir í Bandaríkjunum á næstunni. Í myndinni er kastljósinu meðal annars beint að Björk Guðmundsdóttur en einnig Beastie Boys, Beck, Foo Fighters, Fugees, Richie Havens, Red Hot Chili Peppers Sonic Youth, Smashing Pumpkins og fleirum. Meira
21. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 217 orð | ókeypis

Danskir dagar í Stykkishólmi Herskáir heimamenn

EFLING Stykkishólms stóð fyrir dönskum dögum í fimmta skipti um síðustu helgi. Fjölbreytt dagskrá var í boði. Á föstudagskvöld var grillveisla niður við höfn og bryggjuball þar sem hljómsveitin Stykk spilaði. Á laugardag voru ýmis leiktæki fyrir börn og á grasflötinni við slökkvistöðina var stórt sölutjald þar sem fram fór skemmtidagskrá, leikfélagið Grímnir flutti m.a. leikþætti. Meira
21. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | -1 orð | ókeypis

Djassgeggjuð hátíð

HELGINA 14 og 15 ágúst var djass- og blúshátíð á Selfossi. Á föstudagskvöldið var blúsað og á laugardagskvöldið réð djassinn ríkjum. Tónleikarnir fóru fram í Hótel Selfoss og var góð mæting bæði kvöldin. Meira
21. ágúst 1998 | Menningarlíf | 130 orð | ókeypis

Fiðlutónleikar í Hveragerðiskirkju

MÆÐGURNAR Eva Mjöll Ingólfsdóttirr og Andrea Kristinsdóttir, níu ára,verða í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 17. Undirleikari á píanó er Peter Máté. Á efnisskrá tónleikanna eru vinsæl verk fyrir einsleiksfiðlu, t.d. partita eftir J.S. Meira
21. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 123 orð | ókeypis

Fjör á töðugjöldum

UM síðustu helgi var haldin Töðugjaldahátíð á Hellu. Það er árviss fjölskylduskemmtun sem stendur yfir í þrjá daga með margvíslegum skemmtiatriðum og uppákomum. Rífandi stemmning var á föstudagskvöldið þegar hljómsveitin Sóldögg spilaði í risatjaldi fyrir unglingana og Halli Reynis var með rólegri tónlist í samkomuhúsinu á Gaddstaðaflötum á Hellu. Meira
21. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 166 orð | ókeypis

Fölnandi stjarna Seagal

HASARHETJAN Steven Seagal á ekki miklu láni að fagna þessa dagana. Nýjasta mynd hans "The Patriot" þykir svo slök að ekkert af stóru kvikmyndafyrirtækjunum vildi taka hana að sér og stefnir allt í að hún fari beint í sjónvarp. Myndin kostaði á milli 25 og 30 milljónir dollara og var meðal annars fjármögnuð af Seagal sjálfum. Meira
21. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 462 orð | ókeypis

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð221.00 Drekahjarta (Dragonheart, '85), er gamaldags sverða- og særingamynd um knáan miðaldariddara (Dennis Quaid), sem gerist vinur og bandamaður síðasta drekans á Bretlandseyjum. Saman frelsa þeir landa sína undan harðræði. Nokkuð skemmtileg fantasía, einkum fyrir þá yngstu. Meira
21. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 48 orð | ókeypis

Gosinn Clinton

ÚRAFRAMLEIÐANDI í Seattle setti nýja tegund af armbandsúrum á markaðinn 19. ágúst síðastliðinn. Á úrunum er mynd af Clinton og þrefaldast nefið á honum í stærð á tíu sekúndna fresti. Úrið, sem Al Johnson hannaði, er framleitt í Hong Kong og kostar rúmar tvö þúsund krónur. Meira
21. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 73 orð | ókeypis

Kyrrstaðan reynir á þolrifin

ÞEIR eru stífir öryggisverðirnir fyrir utan forsetaskrifstofuna í höfuðborg Taívans, Taipei, og mega varla blikka augum. Auk þess eru þeir einkennisklæddir frá hvirfli til ilja þrátt fyrir að það geti verið heitt úti og kyrrstaðan geti tekið á. Meira
21. ágúst 1998 | Menningarlíf | 209 orð | ókeypis

Líf manns frumsýnt í Kaffileikhúsinu

Í TILEFNI Menningarnætur í Reykjavík frumsýnir Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum sýninguna Líf manns sem byggð er á leikriti eftir rússneska rithöfundinn Leoníd Andrejev (1871-1919). Leikritið er um líf manns, frá fæðingu til dauða, um samskipti hans við sjálfan sig, fjölskyldu og æðri máttarvöld. Meira
21. ágúst 1998 | Menningarlíf | 226 orð | ókeypis

Ljóðamaraþon í Iðnó

NÓTT hinna löngu ljóða nefnist ljóðamaraþon sem Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis býður borgarbúum til í Iðnó á Menningarnótt. Umsjón hafa skáldin Linda Vilhjálmsdóttir, Sjón og Andri Snær Magnason. Formleg dagskrá hefst kl. 19.30 og stendur til kl. 2. Kl. 15­20 munu skáldin skjóta upp kollinum hér og þar í bænum. Kl. 19. Meira
21. ágúst 1998 | Menningarlíf | 270 orð | ókeypis

Nýjar sýningar í Nýló

FJÓRIR myndlistarmenn opna sýningar á Menningarnótt í Nýlistasafninu kl. 20. Það eru þeir Daníel Þ. Magnússon, Hrafnhildur Arnardóttir, Juan Geuer og Finnur Arnar. Við opnunina kl. 21 spilar pönkhljómsveitin PPPönk, hún er á vegum Finns Arnar en hann sýnir í gryfju. Verk hans fjalla m.a. um þá drauma sem við eigum um framtíðina. Meira
21. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 604 orð | ókeypis

Stærsta ófreskjan snýr aftur

ÞEGAR voldug skip hverfa skyndilega í hafdjúpin með manni og mús á svipuðum tíma og risastór fótspor eftir óþekkta lífveru finnast í Panama, Tahiti og Jamaica verður ljóst að menn standa frammi fyrir mikilli ráðgátu. Í ljós kemur að risastór skepna, um 130 metra há, er á ferð um jörðina og virðist á leið að einum þéttbýlasta byggðarkjarna jarðarinnar, Manhattaneyju. Meira
21. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 143 orð | ókeypis

Svindlað í nafni listamannsins

LISTAMAÐURINN, sem áður kallaði sig Prince, er á tónleikaferðalagi um heiminn til að kynna nýjustu plötuna sína, "Newpower Soul". Hann kom fram á tónleikum í Marbella á Spáni um helgina og tók hvert lagið á fætur öðru með miklum tilþrifum. Meira
21. ágúst 1998 | Menningarlíf | 131 orð | ókeypis

Sýningu í Perlunni lýkur

MÁLVERKASÝNINGU Nönnu Dýrunnar Björnsdóttur og Marks Dickens í Perlunni lýkur nú á sunnudag. Sýningin hefur staðið frá því í byrjun ágúst. Á sýningunni eru m.a. myndir frá Íslandi eða undir áhrifum frá íslensku landslagi og hugmyndaheimi. Nanna Dýrunn lagði stund á höggmyndalist í London en útskrifaðist seinna í málaralist frá City and Guild of London Art School. Meira
21. ágúst 1998 | Myndlist | 293 orð | ókeypis

Textílskúlptúrar

Opið alla daga á tímum verslunarinnar. Til 22. ágúst. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ gerist æ oftar, að listamenn hagnýti sér hin aðskiljanlegustu efni í myndverk sín, hvort tveggja tví- og þrívíð. Þetta kemur afar vel fram í skúlptúrum Isu Öhman sem vinnur í blandaðri tækni, svo sem rýa, línugarnsvafningar sem hún vefur utan um bómullarefni. Meira
21. ágúst 1998 | Menningarlíf | 50 orð | ókeypis

Tríó Jóels Pálssonar á Jómfrúnni

TÓLFTU sumardjasstónleikar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu verða laugardaginn 22. ágúst og hefjast þeir kl. 16. Að þessu sinni leika Jóel Pálsson saxafónleikari, Gunnlaugur Guðmundsson kontrabassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari. Tónleikarnir fara fram á Jómfrúrtorginu, milli Lækjargötu, Pósthússtrætis og Austurstrætis, ef veður leyfir, annars inni á Jómfrúnni. Meira
21. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 294 orð | ókeypis

Týndi sonurinn snýr aftur Krókur (Detour)

Framleiðsla: David E. Ornston, Richard Salvatore og Julia Verdin. Leikstjórn: Joey Travolta. Handrit: Raymond Martino og William Stroum. Kvikmyndataka: Brian Cox. Tónlist: Jeff Lass. Aðalhlutverk: Jeff Fahey, James Russo, Michael Madsen og Gary Busey. 90 mín. Bandarísk. Stjörnubíó, ágúst 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
21. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 101 orð | ókeypis

Vinsælasta leikna mynd Disney

DISNEY kvikmyndafyrirtækið tilkynnti fyrr í vikunni að hamfaramyndin "Armageddon" væri orðin vinsælasta leikna kvikmyndin í sögu fyrirtækisins. Eftir 47 sýningardaga voru heildartekjur af "Armageddon" orðnar 180 milljónir dollara en "Pretty Woman" með Juliu Roberts og Richard Gere frá 1990 átti fyrra metið, sem var 178 milljónir dollara. Meira
21. ágúst 1998 | Menningarlíf | 2984 orð | ókeypis

Vökum af list í höfuðborginni

Á MENNINGARNÓTT í Reykjavík munu söfn, gallerí, kirkjur, kaffihús, veitingahús, verslanir og fleiri þjónustuaðilar í miðborg Reykjavíkur hafa opið fram á nótt og bjóða upp á fjölbreyttar sýningar, tónleika, uppákomur, leiklist og aðra menningaratburði. Á miðnætti verður skotið upp flugeldum við Tjörnina í hjarta miðborgarinnar. Dagskráin miðast við alla fjölskylduna. Meira

Umræðan

21. ágúst 1998 | Aðsent efni | 987 orð | ókeypis

Afmælisgjöf Leifs Eiríkssonar

ÁRIÐ 2000 er fyrirhuguð mikil hátíð vestan hafs í minningu þess að 1000 ár eru þá liðin frá því að Leifur Eiríksson fann það land sem hann nefndi Vínland. Það er að vísu alkunnugt að þetta afrek Íslendingsins dugði ekki til að stofna varanlega byggð Evrópumanna í þessu nýja landi ­ hún kom ekki til fyrr en miklu síðar og þá var Leifur flestum gleymdur. Meira
21. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 215 orð | ókeypis

Aldrei lagt illt til... Sigurbirni Einarssyni, biskupi: Þ

ÞORSTEINN kunningi minn Guðjónsson mætti vita, að ég hef aldrei lagt illt til Helga Pjeturss, raunar sjaldan vikið máli að honum. En skoðunum hans er ég mótfallinn og hef leyfi til að láta það í ljós. Það finn ég og að full ástæða er til að biðja þess að Helgi megi varðveitast fyrir vinum sínum. Þá hef ég í huga eitt og annað, sem ég hef séð á prenti eftir Þorstein Guðjónsson. Meira
21. ágúst 1998 | Aðsent efni | 954 orð | ókeypis

Frjálst markaðskerfi byggist á virkum neytendum

Í FRJÁLSU markaðskerfi hefur hver aðili mikilvægt hlutverk. Framleiðendur sjá um framleiðsluna, vinnsluna og jafnvel dreifinguna á vörunni eða þjónustunni og ákvarða það verð sem þeir telja sig þurfa að fá. Seljendur, innflytjendur og smásöluaðilar sjá um að koma vörunni og þjónustunni til neytenda og ákvarða einnig sjálfir hvað þeir þurfa að taka fyrir viðvikið. Meira
21. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 605 orð | ókeypis

Gamall boðskapur en sígildur Frá Sveini Kristinssyni: FYRIR um þ

FYRIR um það bil fjörutíu árum, las undirritaður ræðu í dagblaði eftir Þórarin Björnsson, skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Hann var þar að ávarpa nemendur sína, ég held við skólaslit. ­ Minnisstæðust er mér sú áhersla, sem hann lagði á það, að þeir temdu sér ró og íhugun gagnvart hraða og skarkala heimsins. Orðalaginu hefi ég nú gleymt, en þetta var einn helsti boðskapur ræðu hans. Meira

Minningargreinar

21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 150 orð | ókeypis

Aðalsteinn Halldórsson

Aðalsteinn Halldórsson, heiðursfélagi í Rotaryklúbbi Neskaupstaðar og Paul Harris félagi er látinn. Sæti hans í félagsskap okkar er vandfyllt. Enginn þekkti betur sögu Rotaryhreyfingarinnar og enginn skildi betur hlutverk hennar í þjóðfélaginu. Á það minnti hann okkur oft á tíðum. Skýr í hugsun og máli. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 265 orð | ókeypis

Aðalsteinn Halldórsson

Þegar pabbi hringdi í okkur systurnar til þess að láta okkur vita að Alli, bróðir mömmu, væri dáinn létti okkur að vissu leyti. Við höfðum vitað í þó nokkurn tíma að hverju stefndi og vissum að síðustu dagar og vikur höfðu verið frænda okkar sérstaklega erfið. Við eigum góðar minningar um þennan hlýja og ljúfa frænda, sem alltaf tók á móti okkur opnum örmum, og með fallega brosið sitt. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 248 orð | ókeypis

AÐALSTEINN HALLDÓRSSON

AÐALSTEINN HALLDÓRSSON Aðalsteinn Halldórsson fæddist á Krossi í Mjóafirði 10. apríl 1921. Hann lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru: Halldór Jóhannsson, f. 2.4. 1900, d. 26.1. 1976, og Lilja Víglundsdóttir, f. 28.12. 1903, en hún dvelst í hárri elli á Hrafnistu í Hafnarfirði. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | -1 orð | ókeypis

GUNNAR HÖRÐUR VALDIMARSSON

GUNNAR HÖRÐUR VALDIMARSSON Gunnar Hörður Valdimarsson fæddist á Völlum í Ytri-Njarðvík hinn 20. janúar 1925. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Valdimar Björnsson útgerðarmaður og framkvæmdastjóri í Ytri-Njarðvík og Sigríður Árnadóttir húsfreyja. Systkini Harðar eru Árni Snær, f. 6. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 92 orð | ókeypis

HELGA JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR

HELGA JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR Helga Jóhanna Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1908. Hún lést á Droplaugarstöðum 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Pétursson og Ingiríður Benjamínsdóttir. Systkini Helgu: Margrét, f. 1906, látin, Sigurjóna Guðrún, f. 4.5. 1910, d. 1994, Hulda Dagmar, f. 25.5 1914, d. 14.4. 1997, Jón, f. 12. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 288 orð | ókeypis

Hjalti Óli Eiríksson

Þegar okkur var tilkynnt að okkar besti vinur og félagi, Hjalti Óli, hefði látist í bílslysi 14. ágúst síðastliðinn var það sárara en orð fá lýst. Það var svo fjarlægt hugsun okkar, að einhver úr okkar hópi myndi hverfa svo skyndilega af vettvangi. Okkar sterku vináttubönd til margra ára verða ekki sýnileg lengur, en þú verður samt áfram í vinahópnum, minningin um þig mun varðveitast um ókomin ár. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 401 orð | ókeypis

Hjalti Óli Eiríksson

Þó ég sé látin, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þó látna mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót, til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 446 orð | ókeypis

Hjalti Óli Eiríksson

Nú er sumarið senn á enda og haustið og veturinn fara að skella á með myrkri og kulda. Það er erfitt að kveðja frænda sinn og vin sem var mér sem bróðir. Þú sem varst alltaf hjá ömmu í Hörgatúni, þar sem þér leið alltaf mjög vel. Hvað þú gast legið og horft á Nýtt líf aftur og aftur, enda kunnirðu alla frasana utanbókar og spólan er ónýt eftir mikla horfun. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 139 orð | ókeypis

Hjalti Óli Eiríksson

Það er alltaf erfitt að horfa á eftir þeim sem manni þykir vænt um. Þér, sem fannst alltaf svo gott að koma og vera hjá mér, þar sem þér leið mjög vel. Og hvað þú varst fljótur að fara niður þegar þú komst að sofa hjá mér. Þú, sem varst alltaf svo duglegur og fljótur til ef mig vantaði hjálp, það var svo mikill kraftur í þér. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 140 orð | ókeypis

HJALTI ÓLI EIRÍKSSON

HJALTI ÓLI EIRÍKSSON Hjalti Óli Eiríksson var fæddur í Reykjavík hinn 24. október 1980. Hann lést af slysförum 14. ágúst 1998. Foreldrar hans eru Eiríkur Hjaltason, f. í Reykjavík 12.5. 1947 og Jóhanna Sigríður Sigmundsdóttir, f. á Bjarghóli V-Húnavatnssýslu 16.4. 1951. Þau eignuðust þrjú börn. Elstur er Kristinn Helgi, f. í Reykjavík 27.3. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 316 orð | ókeypis

Hörður Valdimarsson

Við viljum minnast Harðar Valdimarssonar með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust er ég fluttist til Keflavíkur fyrir 35 árum og settist að á heimili Gógóar móðursystur minnar og Harðar. Varð ég strax einn af fjölskyldu þeirra og hóf störf hjá Herði. Á þessum árum rak hann bílaleigu og gerði út leigubíla. Atorka hans naut sín vel á þessum árum. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 90 orð | ókeypis

Hörður Valdimarsson

Elsku afi, eftir að þú fluttir á Hrafnistu hringdir þú á hverju kvöldi, eins og amma gerði líka og gerir enn, og lést okkur lesa bænirnar fyrir þig sem amma hafði kennt okkur. Nú munt þú ekki hringja framar en við munum þó halda áfram að lesa bænirnar. Viljum við nú kveðja þig með einni af þessum bænum: Góði faðir, gættu mín, gleddu litlu börnin þín. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 1281 orð | ókeypis

Hörður Valdimarsson

Tengdafaðir minn, Hörður Valdimarsson, er nú látinn 73 ára að aldri. Þegar ég kveð hann á þessum tímamótum verður mér orða vant, því andlát ástvina kemur alltaf í opna skjöldu. Kveðjustundin er því erfiðari, þar sem hann var ekki aðeins góður tengdafaðir, heldur einnig einstakur og traustur vinur sem alltaf mátti reiða sig á meðan hann hafði heilsu til. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 751 orð | ókeypis

Hörður Valdimarsson

Nú ert þú farinn, elsku afi, og við vitum að þér líður loks vel á ný. Það eru svo ótal margar fallegar minningar sem við eigum um þig, þú gafst okkur svo mikið með þeim yndislegu stundum sem við áttum með þér og ömmu. Öll ferðalögin, skemmtilegu sögurnar þínar og allt það sem þú gerðir til að við hefðum eitthvað fyrir stafni þau ófáu skipti sem við dvöldum á Skólaveginum. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 543 orð | ókeypis

MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR

Hún, þessi kona að vestan, er óvæmnasti kvenmaður á Íslandi, sagði náungi henni kunnugur. Undir þetta er tekið af eiginmanni hennar número duo. Margrét Ásgeirsdóttir frá Skógum í Arnarfirði er í sérumslagi sem manneskja og kona. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 95 orð | ókeypis

Marteinn Kristján Einarsson

Við viljum með fáum orðum minnast vinar okkar. Þú varst okkur alltaf sem bróðir. Uppáhald þitt var sjómennska. Þú varst nýkominn af sjó þegar kallið kom óvænt og fyrirvaralaust. Við vorum búin að ákveða svo margt að gera en allt fer öðruvísi en ætlað er. Okkur langar að kveðja þig með þessu sálmaversi. Nú legg ég augun aftur ó guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 416 orð | ókeypis

Marteinn Kristján Einarsson

Það var föstudaginn 14. ágúst sem konan mín hringdi í mig út á sjó og tilkynnti mér að Matti bróðir hefði dáið á heimili sínu aðfaranótt föstudagsins. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan hann hringdi til okkar frá Siglufirði þar sem þeir voru að landa loðnu. Matti var þriðji elstur af okkur bræðrum og stundaði sjó mestalla sína tíð. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 74 orð | ókeypis

MARTEINN KRISTJÁN EINARSSON

MARTEINN KRISTJÁN EINARSSON Marteinn Kristján Einarsson fæddist 31. október 1952 á Akranesi og lést 14. ágúst á heimili sínu. Foreldrar hans voru Einar Kristjánsson og Ingileif Eyleifsdóttir. Bræður hans eru Eyleifur Hafsteinsson, f. 31.5. 1947, Eymar Einarsson, f. 26.12. 1950, Kristján, f. 31.5. 1955, Einar Vignir, f. 13.12. 1958, og Viggó Jón, f. 12.2. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 474 orð | ókeypis

Olga Harðardóttir

Við Olga urðum vinkonur í menntaskóla, þegar við settumst í sama bekk. Námið var þó ekki það sem batt okkur tryggðarböndum, heldur frístundirnar. Af þeim var nóg á þessum árum. Eins og menntaskólanemum sæmir sátum við gjarnan á kaffihúsum og ræddum landsins gagn og nauðsynjar. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 286 orð | ókeypis

Olga Harðardóttir

Við viljum með örfáum orðum minnast Olgu frænku okkar sem lést ung að árum hinn 11. ágúst sl. Olga var alltaf einlæg og glaðlynd og manni leið vel í návist hennar. Þrátt fyrir að hún hafi búið erlendis lengi hefur sambandið við hana alltaf verið mjög gott. Hún var dugleg að rækta fjölskylduna og koma í heimsókn og mundi eftir afmælisdögum allra. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 110 orð | ókeypis

Olga Harðardóttir

Olga Harðardóttir hóf störf hjá Morgunblaðinu síðastliðið haust. Hún var góður starfsmaður og vinnufélagi, en kveður nú þetta líf langt um aldur fram eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Samvera okkar var stutt en góð. Hún gaf okkur svo ótrúlega margar ánægjustundir að minnast. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 606 orð | ókeypis

Olga Harðardóttir

Ég man fyrst eftir Olgu í Hagaskóla. Há, grönn og falleg stúlka með áberandi kringlótt gleraugu, yfirleitt í Álafossúlpu, svolítið 68- kynslóðarleg, þótt við tilheyrðum ekki þeirri frægu kynslóð. Hún var ekki úr Vesturbænum en samlagaðist fljótt öðrum nemendum skólans, var ein af þeim sem allir tóku eftir og vissu hver var. Svo komu menntaskólaárin, skemmtileg og áhyggjulaus. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 127 orð | ókeypis

Olga Harðardóttir

Við Olga vorum um tvítugsaldur þegar við kynntumst. Á þeim tíma ræddum við sjaldnast um árin framundan, okkur þóttu þau sjálfgefin. Eftir að hún veiktist ræddum við aldrei um veikindi hennar en við vissum að það sem við áður töldum sjálfgefið var það ekki lengur. Hún var greind, kærleiksrík og heilsteypt persóna með mikla kímnigáfu og aðdáunarvert þol. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 360 orð | ókeypis

Olga Harðardóttir

Kæra Olga. Kynni okkar tveggja hófust ekki almennilega fyrr en í Finnlandi árið 1985 þó að við hefðum lengi vitað hvor af annarri, hist reglulega í barnaafmælum hjá sameiginlegum frændsystkinum og átt stutta samleið í menntaskóla. Nei, kynni okkar og vinátta hófust í Finnlandi veturinn 1985 þegar við vorum þar báðar við nám og urðum nágrannar. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 210 orð | ókeypis

Olga Harðardóttir

Hún Olga okkar er dáin. Hún lést snemma morguns 11. ágúst síðastliðinn. Litli drengurinn hennar rumskaði af værum svefni og leitaði í hlýju ókunnugs rúms vinafólks. Staldraði stutt og hvarf aftur í sitt. Sú hugsun hvarflar að að mamma hafi kvatt litla augasteininn sinn. Olga Harðardóttir bættist í vinahópinn á Finnlandsárum 1984­1988. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 370 orð | ókeypis

Olga Harðardóttir

Hvað kemur fyrst í hugann þegar setja á niður orð á blað í minningu góðrar vinkonu? Það er erfitt að lýsa því sem um hugann fer á slíkum stundum, enda eru minningar oft eins og leiftur; stutt staldur við atburði eða samtöl, minningaslitur sem þó gefa svo mikið. Þetta upplifi ég nú þegar ég hugsa um kynni okkar Olgu. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 466 orð | ókeypis

Olga Harðardóttir

Það er veisla í garðinum. Verið er að fagna skírn dóttur húsráðenda. Hún er látin heita Olga eftir föðurömmu sinni. Olgu litlu hafði lengi verið beðið og því er gleðin mikil. Sviðið er Reykjavík, Esjan og sundin blá. Það er vor í lofti og sumarið fer í hönd. Hljómarnir eru norrænir, bjartir og hreinir. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 616 orð | ókeypis

Olga Harðardóttir

Þegar við Olga kvöddumst fyrr í sumar, hún á leið í hringferð um landið og ég til sólarstrandar, höfðum við á orði að fjögurra vikna aðskilnaður væri langur fyrir okkur vinkonurnar. Þá eins og jafnan hin seinni ár, var óhjákvæmilegt að sjúkdómur hennar skyggði á ánægjustundir okkar. Við heimkomu mína úr fríi varð mér ljóst að aðskilnaðurinn yrði lengri en áætlað var. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 493 orð | ókeypis

Olga Harðardóttir

Olga vinkona okkar er nú fallin frá langt um aldur fram. Hún háði, með hléum, erfiða baráttu við krabbamein síðustu ár ævi sinnar og sýndi hún á þeim tíma baráttuvilja, styrk, æðruleysi og ekki síst mannlega reisn. Olga naut dyggs og kærleiksríks stuðnings sinna nánustu. Samheldni þeirra, samvinna og elskusemi á árum veikindanna og endranær bera þeim fagurt vitni sem ekki gleymist. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 412 orð | ókeypis

Rakel Linda Kristjánsdóttir

Því mannsins hjarta er eins og umsetin borg, sem ár og dagar í vöku og svefni herja. Og jörðin á sér enga þá gleði og sorg sem ást og minningum tekst til lengdar að verja. En hversu langt sem lífið haslar sér völl, í lokasókninni miklu þess viðnám bilar. Og dauðinn mun finna djásn okkar heil og öll þann dag, sem lífið herfangi sínu skilar. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 232 orð | ókeypis

Rakel Linda Loftsdóttir

Okkur mæðgurnar langar til þess að minnast vinkonu okkar, Rakelar Loftsdóttur, sem lést 12. ágúst síðastliðinn. Við kynntumst henni fyrir hartnær 30 árum þegar eldri sonur okkar Jóns og bróðir minn, Kristján, giftist Sveinbjörgu dóttur hennar. Það er margt sem kemur upp í hugann, en upp úr stendur hversu dugmikil hún var þrátt fyrir veikindi og ýmsa erfiðleika í gegnum árin. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 750 orð | ókeypis

Rakel Linda Loftsdóttir

Það var fyrir rúmum fjörutíu árum, að dóttir Rakelar kynnti mig óupplitsdjarfan fyrir móður sinni. Mér varð strax ljóst, að Rakel var ekki nein venjuleg kona. Það geislaði af henni dugnaður og kraftur, sem ég ungur og áhugalítill fyrir þeim eldri gat ekki komist hjá að taka eftir og reyndar dást að. Á þessum árum bjó Rakel á Njálsgötu 12 í Reykjavík. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 384 orð | ókeypis

Rakel Linda Loftsdóttir

Hin ljúfa minning lýsir mér sem fyrr er lítil stúlka barði á þínar dyr. Þær ætíð síðan opnar henni stóðu þótt árin liðu hratt í tímans móðu. (R.E.) Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuð í hjarta, og um leið langar mig að kveðja þig með nokkrum fábrotnum orðum. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 217 orð | ókeypis

RAKEL LINDA LOFTSDÓTTIR

RAKEL LINDA LOFTSDÓTTIR Rakel Loftsdóttir fæddist að Gröf í Miðdölum þann 22. mars 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Guðný Guðnadóttir og Loftur Magnússon. Þau eignuðust tólf börn og var Rakel yngst þeirra. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 206 orð | ókeypis

Stella Gunnur Sigurðardóttir

Stella - já, þú valdir rétt þegar þú valdir þér nafnið Stella, eða stjarna. Þú varst sannkölluð stjarna sem geislaðir út frá þér. Ég hafði ekki tækifæri til að kveðja þig, Stella mín, og rita því þessar línur þess í stað. Þær eru svo margar minningarnar um þig, svo ótal margar kvöldstundirnar sem við áttum saman, fjölskylda mín og þú, minningar sem verða geymdar um aldur og ævi. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 122 orð | ókeypis

Stella Gunnur Sigurðardóttir

Elsku besta amma Stella, ég veit að þér verður tekið opnum örmum á himnum, þar sem allt er fagurt og bjart rétt eins og þú ert. Þú munt alltaf búa í hjarta mínu, og ef ég gæti vildi ég líkjast þér, vera hugrökk, dugleg, gáfuð og geislandi, eins og þú, fær um að yfirstíga hvað sem er, hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Og vera einnig ástrík móðir og eiginkona. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 361 orð | ókeypis

Stella Gunnur Sigurðardóttir

Tengdamóðir mín var um margt óvenjuleg kona og gætu konur þær sem nú vilja láta að sér kveða lært margt af henni þó að hún hafi lifað á tímum sem ekki voru hliðhollir framtakssemi kvenna. Hún lét það ekki aftra sér að taka þátt í ýmsu sem karlmenn þess tíma lögðu ekki í hvað þá kynsystur hennar. Kynni mín af Stellu náðu til síðasta áratugar eða rúmlega það. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 176 orð | ókeypis

Stella Gunnur Sigurðardóttir

Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þá er hún Stella okkar búin að fá hvíldina, er hún þráði undir það síðasta. Mikill söknuður er í hjarta þegar kvödd er slík vinkona er Stella var mér og fjölskyldu minni. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 349 orð | ókeypis

STELLA GUNNUR SIGURÐARDÓTTIR

STELLA GUNNUR SIGURÐARDÓTTIR Stella Gunnur Sigurðardóttir var fædd í Reykjavík 21. janúar 1920. Hún lést á Landakoti 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Hjálmarsson stýrimaður, ættaður frá Aðalvík, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, ættuð frá Stóru-Mörk í Rangárvallasýslu. Sigurður átti þrjá bræður, Ólaf, Jón og Hermann. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 244 orð | ókeypis

Þuríður Halldórsdóttir

Elsku amma, nú ertu komin til himna og þið afi loksins saman á ný. Mig langar að skrifa til þín nokkur orð, þar sem ég get ekki verið viðstödd útför þína. Þegar ég lít til baka og hugsa um þig er það fyrsta sem kemur upp í huga minn hvað þú varst alltaf kát og glöð og mikið líf í kringum þig. Þú varst svo virk í öllu félagslífi að maður horfði stoltur á þig. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 216 orð | ókeypis

ÞURÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR

ÞURÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Þuríður Halldórsdóttir var fædd á Eyrarbakka 2. nóvember 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar: Halldór Þorvaldsson, f. 1.6. 1861, d. 1922, og Guðrún Ársæl Guðmundsdóttir, f. 1.1. 1875, d. 21.12. 1956. Hinn 11.12. Meira
21. ágúst 1998 | Minningargreinar | 226 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Olga Harðardóttir fæddist í Reykjavík 3. júní 1960. Hún lést á Landspítalanum 11. ágúst síðastliðinn. Olga var einkabarn foreldra sinna, Sigrúnar Lovísu Sigurðardóttur, f. 28. apríl 1922 á Ísafirði og Harðar Bergþórssonar sjómanns, f. 30. nóvember 1922 á Akureyri, d. 10. nóvember 1986. Hinn 7. janúar 1995 giftist Olga George Alexander Serna Marchán, lækni frá Kolombíu, f. Meira

Viðskipti

21. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 240 orð | ókeypis

Bakslag í Evrópu

LÆKKUN varð á evrópsku hlutabréfamörkuðunum í gær, fimmtudag, og meginástæðan var uggur út af áframhaldandi vondum fréttum úr rússnesku fjármálalífi og óróleiki eftir að Wall Street reyndist veikari við opnun markaða þar en daginn áður, aðallega vegna þess að þar höfðu verðbréfamiðlarar áhyggjur af versandi afkomu bandarískra fyrirtækja í ljósi ástandsins í efnhagslífinu á heimsvísu. Meira
21. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 231 orð | ókeypis

ÐVaxtarsjóðurinn tapar 8 m.kr.

TAP Vaxtarsjóðsins fyrstu 6 mánuði ársins 1998 nam 8.404 mkr. en hagnaður um 3.989 m.kr. varð fyrstu sex mánuði ársins 1997. Heildareignir sjóðsins nema 306 m.kr. en voru 346 mkr. um sl. áramót, að því er fram kemur í árshlutareikningi sjóðsins. Meira
21. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 274 orð | ókeypis

ÐViðskiptasendinefnd til Halifax í nóvember Kynning

FINNUR Ingólfsson viðskipta- og iðnaðarráðherra fer ásamt viðskiptanefnd til Halifax í Nova Scotia 2.­5. nóvember næstkomandi. Í nefndinni verða fulltrúar íslenskra útflutnings- og innflutningsfyrirtækja, sem fá þannig tækifæri til að kynna vöru sína og þjónustu og afla viðskiptatækifæra í Nova Scotia. Meira
21. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 391 orð | ókeypis

Gangsetning fiskréttaverksmiðju höfuðástæða

RÚMLEGA 137 milljóna króna tap varð á rekstri Íslenskra sjávarafurða hf. og dótturfélaga þess á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 33 m.kr. tap í fyrra. Tap af reglulegri starfsemi var 141 m.kr. en á síðasta ári varð 78 m.kr. hagnaður. Eigið fé félagsins lækkaði úr 1.954 milljónum í 1.491 eða um 23,7%. Meira
21. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 382 orð | ókeypis

Hagnaður minni vegna deyfðar á hlutabréfamarkaði

HEILDARHAGNAÐUR Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf., til hækkunar á eigin fé, er 66,2 mkr. fyrstu sex mánuði þessa árs og skiptist hann í 63,2 mkr. innleystan hagnað á árinu og 3 mkr. hækkun á óinnleystum hagnaði. Heildarhagnaður nam, til samanburðar, 472,6 mkr. á sama tímabili á síðasta ári. Hreinar fjármagnstekjur voru 89,3 mkr. í stað 223,5 mkr. Meira
21. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 71 orð | ókeypis

Mest viðskipti á langtímamarkaði skuldabréfa

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í gær námu 1.017 mkr. Mest voru viðskipti á langtímamarkaði skuldabréfa, alls 880 mkr., og lækkaði markaðsávöxtun um 3-14 punkta. Viðskipti með hlutabréf námu 58 mkr., mest með bréf Íslenskra sjávarafurða, 19 mkr., og Flugleiða 12 mkr. en félögin birtu milliuppgjör sín í gær. Verð hlutabréfa ÍS lækkaði um 18,7% og verð hlutabréfa Flugleiða lækkaði um 8,8%. Meira
21. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 331 orð | ókeypis

Mikilvægt að skila góðum hagnaði núna

SIGURÐUR Einarsson forstjóri Kaupþings hf. segir að afkoma Kaupþings hafi verið betri á fyrstu sex mánuðum þessa árs en áætlanir hafi gert ráð fyrir og sé það mörgum samverkandi þáttum að þakka. Hann segir þó að menn verði að vera vakandi. Meira
21. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 139 orð | ókeypis

Vaxtakjör víxla og skuldabréfa lækka

BÚNAÐARBANKI Íslands hf. lækkar óverðtryggð vaxtakjör skuldabréfa og víxla um 0,5% frá og með deginum í dag og verða kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfalána 8,75% og kjörvextir víxla 8,95%. Í fréttatilkynningu frá bankanum segir að í upphafi árs hafi verið væntingar um að vísitala neysluverðs til verðtryggingar myndi hækka um 3% á árinu. Meira

Fastir þættir

21. ágúst 1998 | Í dag | 200 orð | ókeypis

70 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 22. ágúst, verður áttræð Anna Albertsdóttir, Teigagerði 15, Reykjavík. Anna tekur á móti ættingjum og vinum í safnaðarheimili Bústaðakirkju á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18. 70 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 22. Meira
21. ágúst 1998 | Í dag | 35 orð | ókeypis

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 21. ágúst, verður áttræð Margrét Hallgrímsdóttir frá Skálanesi við Seyðisfjörð, Suðurgötu 14, Keflavík. Eiginmaður hennar var Einar Sveinn Pálsson, vélstjóri, sem lést árið 1984. Margrét verður að heiman í dag. Meira
21. ágúst 1998 | Í dag | 232 orð | ókeypis

EFTIR nokkra rannsókn á blindum, hugsar sagnhafi með sé

En það er of seint að gráta glötuð tækifæri í sögnum. Nú er viðfangsefnið að tryggja tólf slagi í sex spöðum með laufdrottningu út. Hvernig myndi lesandinn spila? Það er einfalt að spila sjö spaða, því þá verður trompið að falla 3-2. Sagnhafi myndi stinga lauf í öðrum slag, fara heim á tromp og stinga aftur lauf. Meira
21. ágúst 1998 | Fastir þættir | 823 orð | ókeypis

Fótboltafullnæging Ótrúlegasta fólk hefur gaman af knattspyrnu. Hérlendis eru því engin takmörk sett hverjir fylgjast með, hvers

Fótboltafullnæging Ótrúlegasta fólk hefur gaman af knattspyrnu. Hérlendis eru því engin takmörk sett hverjir fylgjast með, hvers vegna eða hvernig ­ ekki frekar en annars staðar í veröldinni. Meira
21. ágúst 1998 | Í dag | 22 orð | ókeypis

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Gullbrúðkaup eiga í dag, fösstudaginn 21. ágúst, hjónin Svava Berg Þorsteinsdóttir og Ágúst Valur Guðmundsson. Þau hjónin verða að heiman í dag. Meira
21. ágúst 1998 | Fastir þættir | 500 orð | ókeypis

Hafði Náttþrym til sýnis á mótsstað

ATHYGLI vakti frétt Morgunblaðsins þess efnis að Jóhann R. Skúlason, sem hugðist keppa á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum fyrir hönd Danmerkur, hefði verið dæmdur úr leik sökum þess hversu magur hestur hans, Náttþrymur frá Arnþórsholti, var. Meira
21. ágúst 1998 | Fastir þættir | 717 orð | ókeypis

Kostnaðarverð á tömdum 6 vetra hesti er 277.000

KOSTNAÐUR við að ala upp hross að tamningaraldri er 115.592 krónur samkvæmt útreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins. Kostnaðarverð á tömdum hesti, 6 vetra, sem tilbúinn er til útflutnings eða sölu innanlands er hins vegar komið upp í 276.788 krónur. Meira
21. ágúst 1998 | Dagbók | 123 orð | ókeypis

Kross 1LÁRÉTT: 1 kringumstæ

Kross 1LÁRÉTT: 1 kringumstæður, 4 gagnlegs, 7 kona, 8 kyrrðar, 9 illdeila, 11 bókar, 13 vaxa, 14 hefur í hyggju, 15 lemur, 17 áfjáð, 20 tíndi, 22 svæfill, 23 kapítuli, 24 verða súr, 25 heimilis. Meira
21. ágúst 1998 | Dagbók | 641 orð | ókeypis

Reykjavíkurhöfn: Lómur kom frá útlöndum í gær. Vædderen

Reykjavíkurhöfn: Lómur kom frá útlöndum í gær. Vædderen kom í gær. Stapafellið kom af strönd í gær. Hanne Sif fór í gær. Skútan Shersones kemur í dag. Rannsóknarskipið Poseidon kemur í dag. Norskald kemur í dag. Ferjur Hríseyjarferjan Sævar. Meira
21. ágúst 1998 | Í dag | 29 orð | ókeypis

SMÆLKI HLÆÐU bara, en þú hefðir sjálfur gott af að f

SMÆLKI HLÆÐU bara, en þú hefðir sjálfur gott af að fara í megrun. ! ÉG verð að drekka sjálfur svo gestirnir verði ekki feimnir við að fá sér í glas. Meira
21. ágúst 1998 | Í dag | 352 orð | ókeypis

Standi við það sem auglýst er

Í Morgunblaðinu sl. sunnudag var auglýsing þar sem auglýst voru gefins húsgögn frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Í auglýsingunni sagði að opið yrði frá kl. 13. Þegar undirrituð kom á staðinn rétt fyrir klukkan 13 voru flest húsgögnin farin, því umsjónarmaður þessarar sölu hafði hleypt fólki inn fyrirfram eða fyrir hádegi. Meira
21. ágúst 1998 | Fastir þættir | 289 orð | ókeypis

Stórmótið á Gaddstaðaflötum hafið Oturssynir atkvæð

STÓRMÓT sunnlenskra hestamanna hófst á miðvikudag með keppni B-flokksgæðinga og standa þar efstir Ofsi frá Viðborðsseli og Vignir Siggeirsson með 8,66 í einkunn. Næst er Duld frá Víðivöllum fremri sem Þórður Þorgeirsson situr með 8,64 og Ás frá Hofsstaðaseli og Sigrún Erlingsdóttir koma næst með 8,62. Meira
21. ágúst 1998 | Í dag | 118 orð | ókeypis

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á alþjóðlegu móti í Recklinghausen í Þýskalandi í sumar. Búlgarski stórmeistarinn stigahái Kiril Georgiev (2.675) hafði hvítt og átti leik gegn Þjóðverjanum T. Henrichs(2.445). Svartur hafði átt ágætar bætur fyrir skiptamun, en var að leika 33. Meira
21. ágúst 1998 | Í dag | 453 orð | ókeypis

ÞEIR sem hafa lagt leið sína um aðalverslunargötu Reykjavíkur, Laugave

ÞEIR sem hafa lagt leið sína um aðalverslunargötu Reykjavíkur, Laugaveg, eru ánægðir með hvað vel hefur tekist til með umbætur frá Frakkastíg að Vitastíg, sem kemur í beinu framhaldi af breytingum sem áður voru gerðar frá Skólavörðustíg að Frakkastíg. Meira

Íþróttir

21. ágúst 1998 | Íþróttir | 75 orð | ókeypis

3. FLOKKUR KARLA Úrslitakeppni Íslandsmótsins hjá sjö manna liðum, en leikið var í Sandgerði um síðustu helgi.

Úrslitakeppni Íslandsmótsins hjá sjö manna liðum, en leikið var í Sandgerði um síðustu helgi. FH-Fram9:3Reynir-Dalvík1:4Sindri-FH0:1Fram-Reynir1:9Dalvík-Sindri1:2Reynir-FH4:3Fram-Sindri2:5FH-Dalvík6:3Sindri-Reynir2:3Dalvík-Fram5:5Lokastaðan: FH4301 Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 272 orð | ókeypis

"Ánægður með að Jón skyldi standast álagið

"ÞETTA var frábær endir og ég er virkilega ánægður með að Jón skyldi standast álagið, þótt ekki nægði það til þess að krækja í verðlaun," sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars Magnússonar. "Það er mikilvægt að öðlast þá trú og sýna fram á að geta bjargað sér, eins og þarna hafði næstum því tekist. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 419 orð | ókeypis

Bensínfóturinn brást

Síðasta mótið í heimsbikarkeppninni í torfæru verður í Jósepsdal á laugardaginn og nokkuð líklegt er að nýr heimsbikarmeistari verði krýndur. Inga Má Björnssyni og Gunnari Pálma Péturssyni, sem unnu titla, hvor í sínum flokki, gekk báðum illa í fyrra mótinu, en Ingi Már varð efstur að stigum yfir heildina. Sigurður A. Jónsson vann fyrra mótið í ár og Gísli G. Jónsson varð annar. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 216 orð | ókeypis

Björgvin og Birgir léku best

Björgvin Sigurbergsson úr Keili og Birgir Haraldsson úr GA léku best íslensku keppendanna á Evrópumóti áhugamanna sem hófst í Frakklandi í gær. Þeir félagar léku Gold du Médoc-völlinn, sem er 6.325 metra langur og par 71, en SSS 73,3, á 72 höggum, einu yfir pari. Þetta dugar þeim í 49. til 69. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 330 orð | ókeypis

Blikar bíða enn um sinn

HNÍPNIR gengu leikmenn Breiðabliks af velli í Kópavoginum í gærkvöldi og ekki var upplitið skárra á stuðningsmönnum þeirra, sem fjölmenntu til að sjá sína menn nánast tryggja sér sæti í efstu deild að ári með sigri á KA. Þess í stað sáu þeir afar slakan leik, sem KA-menn unnu 1:0 og vippuðu sér fyrir vikið úr þriðja neðsta sæti deildarinnar upp í fjórða. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 380 orð | ókeypis

Dwight Yorke til Man. Utd. fyrir metfé

Manchester United festi í gær kaup á framherjanum Dwight Yorke frá Aston Villa. Kaupverð kappans, sem er landsliðsmaður Trinidad og Tobacco, er 12,6 milljónir sterlingspunda, eða sem samsvarar rúmum fimmtán hundruð milljónum króna. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 290 orð | ókeypis

ENSKI miðvallarleikmaðurinn David B

BETTY leit rauða spjaldið þrisvar á síðustu leiktíð og hlaut fyrir það fimm leikja bann. Sjötti leikurinn er fyrir atvikið með Elleray og kemur staðfesting þess svo seint sem raun ber vitni vegna lengri áfrýjunartíma leikmannsins vegna þátttöku hans í HM með enska landsliðinu. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 137 orð | ókeypis

Ensk lið óánægð með álfukeppnina

Peter Leaver, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, hefur skrifað Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og beðið um stuðning þess við að ensk félög geti haldið leikmönnum sínum þegar álfukeppnin fer fram en hún verður í Mexíkó 6. til 20. janúar á næsta ári. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 424 orð | ókeypis

Er enn að safna reynslu

Ég er ekki ánægður með niðurstöðuna að enda í fjórða sæti því það er ekki við neinn annan að sakast en mig að hafa ekki verið ofar, en svona er þetta, ég er alltaf að læra," sagði Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður eftir að hann hafði náð fjórða sæti í tugþraut á EM og náð besta árangri Íslendings á EM frá 1958. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 628 orð | ókeypis

Frjálsíþróttir EM í Búdapest

Tugþraut 6. GREIN - 110 m grindahlaup: 1. RIÐILL: Eduard Hamalainen (Finnlandi) 13,96 Lev Lobodin (Rússlandi) 13,97 Tomas Dvorak (Tékklandi) 14,07 JÓN ARNAR MAGNÚSSON 14,12 Roman Seberle (Tékklandi) 14,27 Javier Benet (Spáni) 14,56 Stephan Schmid (Þýskalandi) 14,79 2. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 282 orð | ókeypis

Fylkir náði í þrjú stig í Garðabæ

"Það var hálfgerður kjánagangur hjá okkur að koma þeim inn í leikinn með því að gefa þeim tvær vítaspyrnur, en að öðru leyti er ég ánægður með leikinn og stigin," sagði Ólafur Þórðarson, leikmaður og þjálfari Fylkis, eftir 3:2-sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Með sigrinum er Árbæjarliðið aðeins stigi á eftir Víkingi, sem reyndar hefur leikið einum leik færra, en þessi lið mætast í næstu umferð. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 67 orð | ókeypis

Haukar ogFylkir í úrslit

HAUKAR og Fylkir mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki drengja, en úrslitakeppnin í þessum aldursflokki var háð um síðustu helgi á ÍR-vellinum í Reykjavík og á Hornafirði. B-lið Hauka og Fylkis mætast á Valbjarnarvellinum kl. 12 á morgun, laugardag og sigur í þeim leik tryggir öðru liðinu tvö stig. A-lið félaganna mætast síðan laust fyrir kl. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 736 orð | ókeypis

Hef ekki sagt mitt síðasta

"ÉG HEF ekki sagt mitt síðasta orð, þó ég sé komin í úrslit," sagði Guðrún Arnardóttir, sem kl. 16.40 í dag keppir í úrslitum 400 m grindahlaups kvenna á Evrópumeistaramótinu í Búdapest. "Það skal enginn halda að það eitt og sér nægi mér og ég sé bara sátt við það. Nei, nú ætla ég að gefa allt sem ég á í úrslitahlaupið og ná betri tíma en í undanrásum. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 75 orð | ókeypis

Hvað hafa þær stokkið?

Keppendalistinn í stangarstökki er þessi ­ í röð eftir árangri keppenda á þessu ári, en allar hafa þær bætt sig á árinu frá því á síðasta. 1.Anzhela Balakhonova, Úkraínu4,45 2.Vala Flosadóttir, Íslandi4,36 3.Nicola Rieger-Humbert, Þýskal.4,35 4.Zsuza Szabo, Ungverjal. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 34 orð | ókeypis

Í kvöld KNATTSPYRNA

KNATTSPYRNA Meistaradeild kvenna: Akranes:ÍA - ÍBV19 Ásvellir:Haukar - Valur19 Kópavogsv.:Breiðablik - Fjölnir19 Frostaskjól:KR - Stjarnan19 1. deild karla: Reyðarfj.:KVA - FH19 Víkingsv. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 1452 orð | ókeypis

Kastaði frá sér verðlaunum

Veðrið hélt áfram að gæla við keppendur og áhorfendur snemma dags í Búdapest. Á þessum fallega morgni í 25 gráða hita, talverðum raka og með heiðskíran himin hófu tugþrautarmennirir keppni á ný kl. 9 að staðartíma, sjö að morgni á Íslandi. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 122 orð | ókeypis

Metsala hjá Juventus

ÍTÖLSKU meistararnir í Juventus staðfestu í gær að útlit væri fyrir metsölu ársmiða hjá félaginu, 40.000 miðar væru þegar seldir og mikið væri um pantanir og fyrirspurnir, sem eftir ætti að vinna úr. Fyrra metið er frá í fyrra, 40.338 miðar. Juventus hefur orðið Ítalímeistari 25 sinnum og nýtur geysilegra vinsælda um allt landið, ekki einungis í Tórínó, heimaborg liðsins. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 243 orð | ókeypis

Nei! við kæru ­ dómurinn stendur!

ÞRIÐJA kast Jón Arnars Magnússonar í tugþrautinni var dæmt ógilt og þótti sá dómur vera byggður á hæpnum forsendum bæði að mati Jóns og Gísla þjálfara hans Sigurðssonar og ekki síst af Vésteini Hafsteinssyni Íslandsmethafa í kringlukasti og landsliðsþjálfara. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 210 orð | ókeypis

Nítján íslenskir unglingarkeppa á NM í Danmörku

NÍTJÁN íslenskir unglingar munu taka þátt í Norðurlandamóti 20 ára og yngri sem hefst í dag í Óðinsvé í Danmörku. Íslenski hópurinn, undir stjórn þjálfaranna Egils Eiðssonar, Ragnheiðar Ólafsdóttur, Freys Ólafssonar og Hólmfríðar Erlingsdóttur er skipað öllum bestu íþróttamönnum landsins í þessum aldursflokki, þar á meðal Íslandsmethöfunum Völu Flosadóttur og Einari Karli Hjartarsyni. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 290 orð | ókeypis

Skýrar línur á botninum

ÞÓRSARAR eru nánast fallnir úr 1. deild eftir tap á heimavelli gegn Skallagrími, 1:3. Akureyrarliðið hefði aðeins verið 5 stigum á eftir Borgnesingum með sigri en eftir tapið munar 11 stigum á liðunum og aðeins 12 stig í pottinum. Skallagrímur ætti því að vera laus við falldrauginn en leið Þórs virðist aðeins ætla að liggja niður. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 27 orð | ókeypis

Staðan í Íslandsmótinu Akstursmót: Reykjaví

Akstursmót: Reykjavík, Hólmavík, Sauðárkrókur, Reykjavík, samtals 1.Rúnar Jónsson202020060 2.Þorsteinn P. Sverrisson1513151560 3.Páll H. Halldórsson171717051 4.Sigurður B. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 48 orð | ókeypis

Tvö met íKaplakrika

TVÖ aldursflokkamet voru sett á Meistaramótinu í 12-14 ára flokki sem fram fór í Kaplakrika. Bæði metin voru sett í fjórtán ára flokki. Sigrún Fjeldsted úr FH kastaði 400 gr. spjóti 43,33 metra og Akureyringurinn Arnór Sigmarsson úr UFA hljóp 80 m grindarhlaup á 11,84 sek. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 573 orð | ókeypis

Úr taugaspennu í toppsætið

SAMKEPPNI í rallakstri hefur aukist verulega að undanförnu með þátttöku bílaumboða í rekstri rallbíla hérlendis. En þrátt fyrir þetta tróna þeir Þorsteinn P. Sverrisson og Witek Bogdanski á toppnum með 60 stig á gamla meistarabílnum feðganna Rúnars Jónssonar og Jóns Ragnarssonar. Feðgarnir hafa reyndar sama stigafjölda eftir sigur í keppni um liðna helgi. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 206 orð | ókeypis

Vala er til í slaginn

"Ég var ennþá þreytt í gær eftir undankeppnina en er mun hressari í dag og á morgun verð ég tilbúin í slaginn," sagði Vala Flosadóttir, Íslands- og Norðurlandamethafi í stangarstökki kvenna, sem verður í eldlínunni kl. þrjú í dag að íslenskum tíma er í fyrsta skipti verður keppt til úrslita í stangarstökki kvenna á Evrópumeistaramóti. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 356 orð | ókeypis

Vala fær verðlaunapening

"Sannast sagna er ómögulegt að segja hver fer með sigur af hólmi í stangarstökkinu í dag," sagði Stanislaw Szczyrba, þjálfari Völu Flosadóttur, aðspurður um úrslitin í stangarstökkinu. "Ég tel að fimm stúlkur eigi nokkuð jafna möguleika á sigri, Anzhela Balakhonova, Vala, Zsuzsa Szabo, Nicole Rieger og síðast en ekki síst Nastja Ryshich. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 369 orð | ókeypis

Vala í öðru sæti

Vala Flosadóttir á annan bestan árangur þeirra fimmtán sem mætast í úrslitum stangarstökksins í dag. Hún hefur hæst stokkið 4,36 metra, níu sentimetrum lægra en Úkraínumaðurinn Anzhela Balakhonova. Annars virðist hópurinn skiptast nokkuð í tvennt. Sex keppendur hafa farið yfir 4,30 metra og síðan kemur sú í sjöunda sætinu með 4,16 metra. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 131 orð | ókeypis

Vallarmet Ragnhildar

RAGNHILDUR Sigurðardóttir, Íslandsmeistari úr Golfklúbbi Reykjavíkur, gerir það ekki endasleppt í golfinu. Á þriðjudaginn tók hún þátt í boðsmóti Brimborgar á Grafarholtsvelli og gerði sér lítið fyrir og lék á 68 höggum, þremur höggum undir pari og bætti þar með eigið vallarmet af rauðum teigum um eitt högg. Það met setti Ragnhildur 1994. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 252 orð | ókeypis

Valsstúlkurnarsterkastar ífjórða flokknum

VALUR innbyrti Íslandsmeistaratitil fjórða flokks kvenna um síðustu helgi á Valsvelli og Valbjarnarvelli. Valsstúlkurnar töpuðu ekki leik á Íslandsmótinu og gerðu aðeins tvö jafntefli. Þær skoruðu 51 mark en fengu aðeins á sig þrjú. Liðið mætti FH í úrslitaleik A-liða á Valbjarnarvelli sl. sunnudag og sigraði 4:1. Meira
21. ágúst 1998 | Íþróttir | 122 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

FH stigameistari í flokki 12-14 áraLið FH varð stigameistari á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, í flokki 12-14 ára, en mótið var haldið í Kaplakrikaum síðustu helgi. FH hlaut 453,5 stig, en HSK varð í 2. sæti með 287,3 stig. Á myndinni sést sigurlið FH-inga. Meira

Úr verinu

21. ágúst 1998 | Úr verinu | 261 orð | ókeypis

Rannsaka hnísu og kolmunnastofna

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur veitt tveimur námsmönnum styrki til framhaldsnáms. Er þetta í fjórða sinn sem styrkurinn er veittur og bárust að þessu sinni fjórar styrkumsóknir. Dómnefnd skipuð þeim Ólafi Ástþórssyni, deildarstjóra á Hafrannsóknastofnun, og Ragnari Árnasyni prófessor fjallaði um umsóknirnar. Skoðar sérstaklegaaðgreiningu kolmunnastofna Meira
21. ágúst 1998 | Úr verinu | 288 orð | ókeypis

Refsitollur á útflutning SH á laxi frá Noregi

AFURÐAKAUPASKRIFSTOFA SH í Noregi, Icelandic Freezing Plants Norway, er eitt þriggja útflutningsfyrirtækja í Noregi, sem nú verða að greiða refsitoll á útfluttan lax frá þeim til Evrópusambandsins. Fyrirtækin þrjú verða að taka á sig þennan toll, sem er 13 til 14%, vegna útflutnings á laxi til ESB á verði sem var lægra en umsamið lágmarksverð milli Noregs og ESB. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

21. ágúst 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 150 orð | ókeypis

Batnandi hverfum er best að lifa

HIÐ nýuppgerða Slot stendur á mörkum smáiðnaðarhverfis og elsta íbúðarhverfis Akranesbæjar. Sumum bæjarbúum þykir synd að svo fallegt hús standi á jafn slæmum stað en eigendur og íbúar þess eru á öndverðum meiði. Meira
21. ágúst 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 137 orð | ókeypis

"Graffarar" HEIÐURINN af listaverkinu á húsi Máls og

HEIÐURINN af listaverkinu á húsi Máls og menningar eiga Þorgeir Frímann Óðinsson, 18 ára, Úlfur Chaka, 22 ára, og Harrý Jóhannsson, 20 ára. Allir hafa fengist við veggjalist um nokkurra ára skeið og viðurkenna að sköpunargleðin hafi einstaka sinnum fengið útrás á húsgöflum og veggjum við litla hrifningu yfirvalda. Meira
21. ágúst 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 361 orð | ókeypis

"Graffítí" í góðu lagi MEÐAL viðbu

MEÐAL viðburða á menningarnótt í Reykjavík annaðkvöld er afhjúpun veggmyndar á húsi Máls og menningar, Vegamótastígsmegin, kl. 22.30. Ungir úðabrúsalistamenn munu skreyta veggi við Laugaveg 24-26 frá klukkan 20.00 til 23.00 þar sem diskaþeytir spilar hressilega tónlist. Meira
21. ágúst 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 820 orð | ókeypis

Hægt að eyða 40 til 50 hárum á mínútu með leysitækinu

HJÓNIN Úndína Sigmundsdóttir snyrtifræðingur og Jóhann Halldórsson opnuðu nýverið heilsulindina Mecca Spa í Kópavogi. Auk þess að bjóða upp á snyrtimeðferð af ýmsu tagi segja þau hjónin markmiðið að veita viðskiptavinum alhliða þjónustu til að hlúa að líkama sínum á heilsusamlegan hátt í fallegum húsakynum og afslöppuðu andrúmslofti. Meira
21. ágúst 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1564 orð | ókeypis

Kóngablátt hús með kastalablæ Í góðum ævintýrum njóta aðalhetjurnar gjarnan vináttu góðra vætta sem reisa þær úr öskustó á

ÞETTA er náttúrulega bilun", svara fjórmenningarnir hlæjandi eftir að hafa leitt blaðamann og ljósmyndara um Slotið, umtalaðasta hús Akranesbæjar. Það eru systkinin Bjarney og Hörður Jóhannesarbörn ásamt mökum sínum Sigurði V. Meira
21. ágúst 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1195 orð | ókeypis

Leysitæki, sem virkar á fimm fersentimetra húðsvæði samtímis

SEX lýtalæknar og einn æðaskurðlæknir hafa sameinast um að festa kaup á leysitæki til að fjarlægja óæskilegan hárvöxt, æðaslit, húðflúr að mestu eða öllu leyti, valbrá, rósaroða í kinnum og væg æðaæxli. Tækið er nýkomið á markað erlendis og verður trúlega hið eina sinnar tegundar hérlendis. Meira
21. ágúst 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 878 orð | ókeypis

Lifandi list allt á sér byrjun í hinu smáa Þýskur listamaður, Wolfgang Müller, gerði sér nýlega lítið fyrir og endurreisti,

WOLFGANG Müller er ekki við eina fjölina felldur. Engu er líkara en manninum verði allt að list enda virðist hann hafa auga fyrir listrænu í smæstu og hversdagslegustu hlutum. Sem listamaður skreppur hann undan öllum skilgreiningarklöfum: Hann gefur út bækur, sýnir myndlist, skrifar í dagblöð, syngur (og dansar), hefur leikið í hljómsveit (Die Tödliche Doris, 1980­87) og gefið út plötur, Meira
21. ágúst 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 680 orð | ókeypis

Óæskilegur hárvöxtur sjaldnast af völdum sjúkdóma

HELGA Hrönn Þórhallsdóttir húð- og kynsjúkdómalæknir hefur haft allmargar konur til meðferðar, sem líða fyrir æðaslit í andliti, á fótleggjum og lærum, og einnig þær sem eru með hárvöxt á efri vör og líkamshlutum þar sem gróska í hárvexti þykir ekki til prýði. "Æðaslit í andliti og á útlimum eru útvíkkaðar, sjáanlegar yfirborðsæðar, sem engin krem virka á. Meira
21. ágúst 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 724 orð | ókeypis

Sveitamarkaður sem langar til að verða stór Orðrómur um sveitamarkað í Mosfellsdal, dýrindis smátómata og ítalskt "rucola"

NÝR sveitamarkaður athafnafólks í Mosfellsdal hefur mælst vel fyrir hjá nágrönnum og ferðalöngum um dalinn síðastliðna tvo sunnudaga. Þótt markaðurinn sé smár í sniðum enn sem komið er hafa viðskiptavinir margir keypt inn af mikilli sannfæringu og deilt með hverjum sem heyra vildi stórbrotnum lýsingum á dísætum smátómötum, himnesku "rucola"-káli, glænýjum silungi og fallegustu rósum landsins. Meira
21. ágúst 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 22 orð | ókeypis

SVEITAMARKAÐUR SEM VILL VERÐA STÓR/2LIFANDI LIST/3

SVEITAMARKAÐUR SEM VILL VERÐA STÓR/2LIFANDI LIST/3 KÓNGABLÁTT HÚS MEÐ KASTALABLÆ/4ÞÓTT LÍF OG HEILSA SÉ EKKI Í HÚFI... Meira
21. ágúst 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 414 orð | ókeypis

Þótt líf og heilsa sé ekki í húfi... Margar konur hafa mikinn ama af hárum á efri vör og öðrum óæskilegum hárvexti og æðasliti á

Stiklað á stóru um aðferðir til að fjarlægja óæskilegan hárvöxt, æðaslit, ýmis ellimerki og lítilsháttar lýti Þótt líf og heilsa sé ekki í húfi... Margar konur hafa mikinn ama af hárum á efri vör og öðrum óæskilegum hárvexti og æðasliti á ýmsum stöðum líkamans. Valgerður Þ. Meira

Ýmis aukablöð

21. ágúst 1998 | Dagskrárblað | 164 orð | ókeypis

11.20Skjáleikurinn [5

11.20Skjáleikurinn [54168402] 14.20EM í frjálsum íþróttum Keppt til úrslita í stangarstökki, kringlukasti og 400 m grindahlaupi kvenna, hástökki karla og 200 m og 400 m hlaupum karla og kvenna. Vala Flosadóttir og Guðrún Arnardóttir verða á meðal keppenda í stangarstökki og grindahlaupi hafi þær komist í úrslit. Meira
21. ágúst 1998 | Dagskrárblað | 248 orð | ókeypis

17.00Í ljósaskiptunum

17.00Í ljósaskiptunum (Twilight Zone) (8:29) [9860] 17.30Sprengisandur [8925537] 18.15Heimsfótbolti með Western Union [40537] 18.45Sjónvarpsmarkaðurinn [413112] 19.00Fótbolti um víða veröld [792] 19.30Taumlaus tónlist [173] 20. Meira
21. ágúst 1998 | Dagskrárblað | 592 orð | ókeypis

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05 Morguntónar. 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn. 7.05 Morgunstundin. 7.31 Fréttir á ensku. Morgunstundin heldur áfram. 9.03 Óskastundin. 9.50 Morgunleikfimi. 10.03 Veðurfregnir. 10. Meira
21. ágúst 1998 | Dagskrárblað | 849 orð | ókeypis

Föstudagur 21. ágúst ANIMAL PLANET

Föstudagur 21. ágúst ANIMAL PLANET 6.00 Kratt's Creatures 6.30 Zoo Life 7.00 Red. Of The World 8.00 Animal Doctor 8.30 It's A Vet's Life 9.00 Kratt's Creatures 9.30 Nature Watch 10.00 Human/Nature 11. Meira
21. ágúst 1998 | Dagskrárblað | 97 orð | ókeypis

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
21. ágúst 1998 | Dagskrárblað | 105 orð | ókeypis

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
21. ágúst 1998 | Dagskrárblað | 174 orð | ókeypis

ö13.00New York löggur (N.

13.45Grand-hótel (The Grand) Breskir þættir sem gerast á Grand-hótelinu í Manchester rétt eftir fyrri heimsstyrjöldina. (4:8) (e) [609537] 14.40Watergate-hneykslið Bresk heimildarþáttaröð um mesta pólitíska hneykslismál allra tíma í Bandaríkjunum. (3:5) (e) [5648686] 15.30Punktur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.