Greinar þriðjudaginn 25. ágúst 1998

Forsíða

25. ágúst 1998 | Forsíða | 309 orð

Angóla sendir Kabila liðsauka

UPPREISNARMENN er berjast gegn áframhaldandi forráðum Laurents Kabilas, forseta Lýðveldisins Kongós (er áður hét Zaire), sögðu í gær að litlar líkur væru á vopnahléi "svo lengi sem Angóla og Zimbabve halda áfram að styrkja heri sína í landinu," að því er Bizima Karaha, leiðtogi uppreisnarmanna, tjáði Reuters í gær. Meira
25. ágúst 1998 | Forsíða | 101 orð

Einrækta hundinn

Einrækta hundinn Lundúnum. Reuters. AUÐKÝFINGUR frá Texas hefur samið við líffræðirannsóknastofu, sem sérhæfir sig í einræktun (klónun), um að hundurinn hans verði einræktaður gegn fimm milljóna dollara greiðslu. Frá þessu var greint í fréttaþættinum Newsnight á BBC í gær. Meira
25. ágúst 1998 | Forsíða | 390 orð

Hvergi hvikað frá efnahagsumbótum

BORIS Jeltsín Rússlandsforseti bað í gær þjóð sína um stuðning eftir að hafa rekið forsætisráðherrann Sergej Kíríjenkó og skipað Viktor Tsjernomyrdín aftur í embættið. Háttsettur embættismaður í Kreml sagði að efnahagsumbætur, sem vestrænir lánardrottnar hafa náið eftirlit með myndu halda áfram eins og ekkert hefði í skorizt, Meira
25. ágúst 1998 | Forsíða | 168 orð

Réttað skuli yfir sakborningum í Haag

BREZK og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að leyfa að réttarhöld fari fram í Haag í Hollandi en að skozkum lögum yfir tveimur Líbýumönnum, sem grunaðir eru um aðild að sprengitilræðinu sem grandaði bandarískri Boeing 747-farþegaþotu yfir skozka bænum Lockerbie fyrir tæpum áratug. Meira
25. ágúst 1998 | Forsíða | 280 orð

SÞ rannsaki vettvang

SAMTÖK Arabaríkjanna hvöttu öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í gær til að senda fulltrúa sína þegar til Súdan til að leita vísbendinga í rústum Al Shifa-verksmiðjunnar, sem Bandaríkjamenn skutu stýriflaugum á í síðustu viku, og sannreyna þannig staðhæfingar súdanskra stjórnvalda um að alls ekki hefði verið um framleiðslu á hráefni í efnavopn að ræða í verksmiðjunni. Meira

Fréttir

25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 357 orð

14% hækkun launavísitölu á átján mánuðum

LAUNAVÍSITALA hefur hækkað um 14% undanfarið tæpt hálft annað ár eða frá því hafist var handa um gerð heildarkjarasamninga á vinnumarkaði í fyrravor. Á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,4% og þegar litið er auk þess til skattalækkana ríkisstjórnarinnar um síðustu áramót um 1, Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

Afsökunarbeiðni Sl. sunnudag birtist auglýsing á bls. 7 þar se

Sl. sunnudag birtist auglýsing á bls. 7 þar sem samanburður er gerður á áfengismagni í mismunandi tegundum áfengra drykkja. Auglýsing þessi birtist fyrir mistök. Morgunblaðið biðst afsökunar á þeim mistökum. Meira
25. ágúst 1998 | Miðopna | 439 orð

Alvarlegar ásakanir en eiga ekki við nú FORM

Alvarlegar ásakanir en eiga ekki við nú FORMAÐUR siðfræðiráðs Læknafélags Íslands, Tómas Zo¨ega, segir þau ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á ráðstefnu um erfðafræði og gagnagrunna um helgina að sjúkrasögur einstaklinga hafi nánast legið á glámbekk á undanförnum áratugum mjög alvarlegar ásakanir. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 639 orð

Áfanga náð í rannsóknum á psoriasis

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti í gær Íslenska erfðagreiningu. Af þessu tilefni voru þrjú rannsóknarverkefni kynnt og fjölluðu þau um handskjálfta, þarmabólgu og psoriasis en mikilvægum áfanga hefur verið náð í rannsóknum á því. Meira
25. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 499 orð

Barnaleikrit frumsýnt hjá LA í október

VETRARSTARF Leikfélags Akureyrar er hafið af fullum krafti með æfingum á barnaleikritinu Rummungi ræningja, eftir þýska höfundinn Otfried Preussler. Jólaleikrit félagsins verður eitt mest leikna sviðsverk allra tíma, Pétur Gautur, eftir Henrik Ibsen. Í mars á næsta ári frumsýnir Leikfélag Akureyrar nýtt íslenskt leikrit, Systur í syndinni, eftir þær Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Beið bana í Gnúpverjahreppi BANASLYS varð á bænum Steinsholti í Gnúpverj

BANASLYS varð á bænum Steinsholti í Gnúpverjahreppi síðastliðinn sunnudagsmorgun. Hinn látni hét Sveinn Eiríksson, 84 ára að aldri. Hann bjó með systkinum sínum í Steinsholti og var ókvæntur og barnlaus. Slysið varð með þeim hætti að nýborin kýr, sem Sveinn hugðist vitja, stangaði hann og lést hann skömmu síðar. Engin vitni voru að slysinu. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Bifhjólaslys í Hafnarfirði

ÖKUMAÐUR bifhjóls lærbrotnaði eftir árekstur við fólksbifreið á gatnamótum Fjarðarhrauns og Hólshrauns í Hafnarfirði í gær. Ökumaður bifhjólsins lenti á hægri hlið bifreiðarinnar, sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður bifreiðarinnar hugðist taka vinstribeygju þvert á aksturstefnu bifhjólsins, en tók ekki eftir hjólinu fyrr en það skall á bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðngum. Meira
25. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 128 orð

Bonnie að ströndum Bandaríkjanna

Bonnie að ströndum Bandaríkjanna Miami. Reuters. NOKKUÐ dró úr krafti fellibylsins Bonnie í gær á leið að suðausturströnd Bandaríkjanna. Á veðurathugunarmyndum, sem teknar voru úr gervitunglum, mátti sjá að auga stormsins hafði horfið um tíma og svo myndast á ný. Meira
25. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 209 orð

Dekkin fóru aðra leið en bíllinn

Óskemmtileg lífsreynsla eldri borgara Dekkin fóru aðra leið en bíllinn ÖKUMANNI og farþegum fólksflutningabifreiðar sem ekið var eftir Drottningarbraut á Akureyri í gærmorgun brá heldur í brún þegar afturhjól brotnaði undan bílnum öðrum megin, rúllaði yfir akreinina á móti og hafnaði í tjörn skammt frá. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

Doktorspróf í hagfræði

MAGNÚS Harðarson hagfræðingur lauk hinn 25. maí sl. doktorsprófi í hagfræði frá Yale háskólanum í Bandaríkjunum. Í ritgerð Magnúsar er leitað skýringa á því hvers vegna árstíðasveiflur framleiðslu í iðnaði eru eins stórar og raun ber vitni. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 929 orð

Ekki ríkir sátt um áformin Landsvirkjun hélt á laugardag tvo fundi með hagsmunaaðilum á Austurlandi vegna fyrirhugaðra

FUNDIR Landsvirkjunar í Hallormsstað á laugardag voru tveir og voru áform um Kárahnúkavirkjun og Fljótsdalsvirkjun aðallega til umræðu. Annars vegar var fundað með fulltrúum sveitarfélaga og orku- og stóriðjunefnd samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), Meira
25. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 349 orð

Ekki talin hætta á að veiran vakni til lífsins á ný

EKKI er talin hætta á að veiran sem olli spænsku veikinni árið 1918 vakni til lífsins á ný, nú þegar alþjóðlegur hópur vísindamanna grefur upp lík nokkurra manna sem dóu á Svalbarða af völdum hennar, að sögn Margrétar Guðnadóttur, prófessors á veirurannsóknastofu Háskólans. Meira
25. ágúst 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Endurvinnsla og atvinnusköpun fatlaðra

Selfossi-Endurvinnslufyrirtækið Husl ehf. tók formlega til starfa í desember síðastliðnum. Frumkvæði að stofnun fyrirtækisins kom frá Mjólkurbúi Flóamanna, en þeirra hugmynd var sú að veita fötluðum atvinnu við að búa til verðmæti úr því mikla magni af pappa sem fellur frá mjólkurbúinu og stuðla að endurvinnslu og umhverfisvernd. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 370 orð

Enn hörkuveiði í Eystri Rangá MILLI 30 og 40

MILLI 30 og 40 laxar veiðast á degi hverjum í Eystri Rangá að sögn Einars Lúðvíkssonar sleppitjarnarmeistara þar eystra. Sagði Einar í samtali við Morgunblaðið í gær að komnir væru um 2.200 laxar á land úr ánni og hún ætlaði að ganga eftir, spá sín um að komnir yrðu 2.400 laxar á land um mánaðamótin. "Hvað svo gerist fer eftir veðurfari í september. Meira
25. ágúst 1998 | Miðopna | 2713 orð

Erfðarannsóknir og gagnagrunnar Merk ran

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, sté fyrstur í pontu á ráðstefnunni. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum fjallaði hann m.a. um nauðsyn einkaleyfa sem hvata fyrir frumkvöðla að taka áhættu og skapa verðmæti. Ummæli hans um að tugir eða jafnvel hundruð óviðkomandi aðilar hafi aðgang að upplýsingum um sjúklinga hafa vakið athygli og hörð viðbrögð, m.a. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð

Fiðrildalirfur éta upp lauf af trjám

Fiðrildalirfur éta upp lauf af trjám TRJÁMAÐKUR hefur lagst á tré og runna víða um land í sumar, maðkurinn étur upp lauf og eru tré t.d. mjög illa farin í Vaglaskógi að sögn Þrastar Eysteinssonar, fagmálastjóra hjá Skógrækt ríkisins. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 342 orð

Fjarlækningar geta laðað lækna til starfa á afskekktum stöðum

FJARLÆKNINGAR krefjast nýrra vinnubragða og stundum getur verið erfitt að breyta þeim en þær geta líka orðið til þess að auðveldara sé að fá lækna til starfa á afskekktum stöðum, var meðal þess sem Curt Made, heilsugæslulæknir frá Svíþjóð, benti á í erindi sínu á ráðstefnu um fjarlækningar í dreifðum byggðum sem nú stendur í Reykjavík. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 357 orð

Fjárfesta verður skipulega í fjarlækningum

BESTA nýting á möguleikum fjarlækninga væri að verja t.d. 3­5% af heildarfjármagni stóru sjúkrahúsanna til fjárfestinga í tækjabúnaði. Með því yrði byggt upp nútíma samskipta- og upplýsingakerfi þar sem fjarlækningar gegndu lykilhlutverki. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1219 orð

Fjögurra prósentustiga munur á fimmtán mánuðum Kaupmáttur launa hefur vaxið hröðum skrefum síðustu misserin og ekki er útlit

LAUNAVÍSITALA hefur hækkað um 14% undanfarið tæpt hálft annað ár eða frá því hafist var handa um gerð heildarkjarasamninga á vinnumarkaði í fyrravor. Á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,4% og þegar litið er auk þess til skattalækkana ríkisstjórnarinnar um síðustu áramót um 1, Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 742 orð

Fólk hætt að reyna að leysa sjálft úr daglegum vanda

FYRIR nokkru var haldið námskeið á vegum Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum og Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands um frumkvöðla og kenningar félagsfræðinnar. Meðal fyrirlesara var Steve Taylor félagsfræðingur sem talaði um þróun félagsfræðinnar og hvort hægt væri að heimfæra kenningar klassísu félagsfræðinganna Karls Marx, Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 244 orð

Fuglarnir yfirgáfu Tjörnina á menningarnótt

FUGLAVERNDARFÉLAGIÐ stóð fyrir talningu á fuglum á föstudag og svo í gær og samkvæmt þeirra tölum fækkaði öndum á Tjörninni um tæplega helming eftir uppákomur á menningarnótt, sem var á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags. Aðrir fuglar sem ekki hafa náttstað á Tjörninni eru hins vegar álíka margir og vanalega að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Grunaður um þátt í smygli á tæpum 2 tonnum af hassi

ÍSLENSKUR maður á fimmtugsaldri hefur verið í haldi lögreglu í Þýskalandi í einn mánuð, grunaður um þátttöku í innflutningi á tæplega tveimur tonnum af hassi. Interpol, alþjóðalögreglan, gaf út alþjóðlega handtökuskipun á manninn. Hann er grunaður um að tilheyra glæpamannahópi í Evrópu. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Halldór Blöndal sextugur HALLDÓR Blöndal, samg

Halldór Blöndal sextugur HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, varð sextugur í gær og af því tilefni buðu Halldór og kona hans, Kristrún Eymundsdóttir, vinum og vandamönnum til afmælisveislu í Íþróttahöllinni á Akureyri. Meira
25. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 339 orð

Háskólinn annast verkefnisstjórn

SAMSTARFSNEFND framhaldsskólanna á Norðurlandi og Háskólinn á Akureyri hafa undirritað samkomulag um að háskólinn annist verkefnisstjórn á grundvelli samstarfssamnings framhaldsskólanna frá því í júní í sumar. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Heyskapur síðla sumars

ÞEGAR sólin var í þann mund að setjast við sjóndeildarhringinn sat Víkingur Gíslason, bóndi í Skógargerði, á dráttarvélinni sinni og rakaði heyinu saman áður en dögg næturinnar myndi falla. Skógargerði er í Norður-Múlasýslu, rétt norðan við Egilsstaði, og var heyskapurinn þar með seinna móti í sumar að sögn Víkings. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Huliðsheimar Hafnarfjarðar

ERLA Stefánsdóttir sjáandi hefur verið með hugleiðsluferðir um huliðsheima Hafnarfjarðar í samvinnu við Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði á þriðjudagskvöldum í sumar. Síðasta ferð sumarsins er í kvöld þriðjudagskvöldið 25. ágúst. Farið er undir leiðsögn Erlu á nokkra staði í lögsögu Hafnarfjarðar eftir því sem andinn blæs henni í brjóst. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Hvarf af gæsluvelli TVEGGJA ára barn, sem var í gæslu á gæsluvelli

TVEGGJA ára barn, sem var í gæslu á gæsluvellinum Norðurberg við Norðurvang í Hafnarfirði í gær, komst út af vellinum síðdegis. Lögreglu var tilkynnt um hvarf barnsins og kom það í leitirnar skömmu síðar. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 263 orð

Hver ber ábyrgð á meðferð?

Hver ber ábyrgð á meðferð? HVER ber ábyrgð á meðferð sjúklings sem veitt er gegnum fjarlækningar? Hvernig eru upplýsingar um sjúklinga, t.d. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Jeppi valt við Sauðárkrók

JEPPI valt við Brennigerði sunnan við Sauðárkrók í gær. Ökumaður var einn í bílnum og slasaðist hann lítilsháttar. Að sögn lögreglu losnaði um hátt fermi á þaki jeppans en við það missti ökumaður stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Kennarar telja sig verða fyrir kjaraskerðingu

KENNARAR sem tengjast fjarnámi við Verkmenntaskólann á Akureyri funduðu í gær um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi kennslunnar. Með þeim breytingum telja kennararnir sig verða fyrir töluverðri kjaraskerðingu, sem þeir eiga erfitt með að sætta sig við. Meira
25. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 216 orð

Krabbameinsvaki í fóstri

Krabbameinsvaki í fóstri Lundúnum. The Daily Telegraph. KRABBAMEINSVAKI hefur fundist í fyrsta þvagi nýfæddra barna mæðra sem reyktu. Segja vísindamenn að efnið finnist einungis í tóbaki. Magnið sem fannst í dagsgömlum börnum var meira en fannst í þvagi fullorðins reykingafólks. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 651 orð

Kærunefnd telur Harald hæfari

KÆRUNEFND jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi ekki brotið jafnréttislög með skipun Haralds Johannessen í embætti ríkislögreglustjóra. Í úrskurði nefndarinnar segir að það sé álit kærunefndar að starfs- og stjórnunarreynsla þess sem skipaður var, þ.e. Haralds Johannessen, hafi verið meiri en Hjördísar B. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Landsþing á Akureyri

LANDSÞING Sambands íslenskra sveitarfélaga, hið 16. í röðinni, verður haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 26. til 28. ágúst n.k. Öll sveitarfélög landsins eiga aðild að sambandinu, en þau eru nú 124. Landsþing sambandsins er haldið fjórða hvert ár, eftir sveitarstjórnarkosningar og fer það með æðsta vald í málefnum sambandsins og kýs m.a. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Lést í bílslysi í Namibíu GUNNLAUGUR Karl Nielsen,

GUNNLAUGUR Karl Nielsen, yfirvélstjóri á frystitogaranum Seaflower, lést í bílslysi í Luderitz í Namibíu sl. laugardag. Gunnlaugur, sem bjó í Namibíu ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum, lést, samkvæmt upplýsingum Íslenskra sjávarafurða, eftir að hann missti stjórn á bíl sínum í nágrenni Luderitz. Hann lætur einnig eftir sig fósturson. Meira
25. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Líf og fjör á fjölskyldudegi STÚA STARFSMANNAFÉLAG Útgerðarf

Líf og fjör á fjölskyldudegi STÚA STARFSMANNAFÉLAG Útgerðarfélags Akureyringa hf., STÚA, stóð fyrir fjölskyldudegi og grillhátíð í Kjarnaskógi sl. laugardag. Þar voru saman komnir starfsmenn ÚA, makar og börn og skemmtu sér hið besta í góðu veðri. Götuleikhúsið mætti á svæðið og skemmti, spákona spáði fyrir fólki og farið var í leiki. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Logi Laxdal skeiðmeistari ársins

LOGI Laxdal tryggði sér skeiðmeistaratitlinn öðru sinni í lok fimm daga stórmóts sunnlenskra hestamanna á Gaddstaðaflötum á sunnudag. Vann Logi í skeiðmeistarakeppni bæði í 150 og 250 metrum og sýndi svo ekki verður um villst að hann er fremstur skeiðreiðarmanna um þessar mundir enda heimsmeistari í greininni. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Miramax vill útstöð á Íslandi MIRAMAX kvikmyndafyrirtæki

MIRAMAX kvikmyndafyrirtækið, sem er einn stærsti óháði kvikmyndaframleiðandinn í Bandaríkjunum, er tilbúið til að taka hér sex kvikmyndir næstu 1-2 ár ef samningar takast við stjórnvöld um skattfríðindi. Cary Granat, forseti Miramax, hefur átt fundi með embættismönnum um málið og mun m.a. hitta iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 251 orð

Notkun sjálfvirkra myndavéla hefst á ný

RÁÐGERT er að hefja notkun á sjálfvirkum myndavélum á gatnamótum á næstu dögum. Notkun á þeim var hætt um tíma eftir að dómur féll sem kvað á um að ekki væri unnt að byggja á ljósmyndum sem sönnunargögnum í máli ökumanna sem óku gegn rauðu ljósi. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Nýir leiðbeinendur Brian Tracy námskeiða á Íslandi

Í SUMAR hefur staðið yfir þjálfun fimm nýrra leiðbeinenda Brian Tracy námskeiða á Íslandi. Hingað til hefur Fanný Jónmundsdóttir, umboðs- og yfirumsjónarmaður Brian Tracy námskeiða á Íslandi, séð alfarið um þessi námskeið. Leiðbeinendurnir munu starfa sjálfstætt með Innsýn sf. Brian Tracy International á Íslandi. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Næstsíðasta kvöldgangan í Viðey

NÚ líður að mánaðamótum, er skipulagðri dagskrá í Viðey lýkur. Sól er nokkuð farin að lækka á lofti og því þurfa tvær síðustu kvöldgöngur sumarsins að hefjast kl. 19.30. Í kvöld verður gengið um Vestureyna. Farið verður með Viðeyjarferjunni úr Sundahöfn á áður nefndum tíma. Gengið verður frá kirkjunni, framhjá Klausturhól, um Klifið, Kattarnefið á Eiðinu og yfir á Vesturey. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Opið hús í Sólheimahjáleigu

Opið hús í Sólheimahjáleigu Fagradal. Morgunblaðið NÝLEGA var opið hús á 22 sveitaheimilum. Eitt af þeim var Sólheimahjáleiga í Mýrdal en þar búa Einar Þorsteinsson ráðunautur og Eyrún Sæmundsdóttir ásamt börnum sínum. Þau reka þar blandað bú ásamt ferðaþjónustu. Meira
25. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 277 orð

Ósáttur við Norðmenn

ÞÓTT norsk stjórnvöld hafi tjaldað öllu til vegna opinberrar heimsóknar Anfinns Kallsbergs, lögmanns Færeyja, til Noregs í gær eru Færeyingar ekki allskostar sáttir við afstöðu Noregsstjórnar til Færeyja. "Hefðu Norðmenn verið jafn vinsamlegir í garð Færeyja og Íslendingar hefði málið horft öðru vísi við. Meira
25. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 293 orð

Reykskynjari vakti hjón með tvö börn

SÍÐLA aðfaranætur sunnudagsins kom upp eldur í húsinu Aðalstræti 32 á Ísafirði, sem er meira en aldargamalt timburhús með nýlegri álklæðningu. Í húsinu eru fjórar íbúðir og voru tvær þeirra mannlausar. Eldurinn kom upp í mannlausri íbúð á neðri hæð en reykskynjari í íbúðinni þar fyrir ofan vakti fjölskylduna sem þar bjó. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 332 orð

Samherji með mestar heimildir á næsta ári

SAMHERJI hf. hefur yfir að ráða mestum aflaheimildum á komandi fiskveiðiári, sem hefst þann fyrsta september næstkomandi, um 25.500 tonnum eða 5,6% heildarinnar. Haraldur Böðvarsson hf. er kominn í annað sætið, eftir að Miðnes hf. sameinaðist fyrirtækinu, með 21.200 tonn eða 4,61% og næst koma Útgerðarfélag Akureyringa og Þormóður rammi ­ Sæberg með langleiðina í 18.000 tonn eða 3,9% heildarinnar. Meira
25. ágúst 1998 | Smáfréttir | 137 orð

SAMTÖK herstöðvaandstæðinga hafa gert eftirfarandi samþykkt vegna loftárása Ba

SAMTÖK herstöðvaandstæðinga hafa gert eftirfarandi samþykkt vegna loftárása Bandaríkjahers á Afganistan og Súdan: "Samtök herstöðvaandstæðinga fordæma hernaðarársir Bandaríkjanna á Afganista og Súdan. Ekkert getur réttlætt þessar árásir, ekki fremur en fjölmargar aðrar árásir sem þetta ríki hefur gert á önnur lönd. Meira
25. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 423 orð

Schröder hvetur Þjóðverja til "nýs upphafs"

BÁÐIR stóru flokkarnir í Þýzkalandi, Kristilegi demókrataflokkurinn (CDU) og Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), héldu um helgina áberandi stóra fjöldafundi til að marka upphaf lokaspretts kosningabaráttunnar, fimm vikum fyrir kosningar til Sambandsþingsins 27. september næstkomandi. Meira
25. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 344 orð

Sjóstangamenn komu með hnúfubak að landi

Sjóstangamenn komu með hnúfubak að landi Skagaströnd. Morgunblaðið. HNÚFUBAKUR fannst á reki á Húnaflóa skammt fyrir norðan Skagaströnd að kvöldi 21. ágúst. Var hvalurinn dreginn til hafnar á Skagaströnd og þar var hann skoðaður af starfsfólki Hafrannsóknarstofnunar. Meira
25. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 982 orð

Skipan Tsjernómyrdíns eykur á óvissuna

TILKYNNINGIN um að Boris Jeltsín Rússlandsforseti hefði ákveðið að reka ríkisstjórn Sergejs Kírijenkós var lesin að loknum íþróttafréttum í síðdegisfréttatíma rússneska sjónvarpsins á sunnudag. Kom hún líkt og þruma úr heiðskíru lofti og ekki varð það til að draga úr óvissunni að forsetinn kom ekki fram sjálfur til að skýra ákvörðun sína. Meira
25. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Skólafólk þingar

HAUSTÞING Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, Félags skólastjóra á Norðurlandi eystra og Skólaþjónustu Eyþings, verður haldið dagana 28. og 29. ágúst nk. í Menntaskólanum á Akureyri. Á þinginu verða flutt erindi og haldnir greinabundnir fræðslufundir. Haustþingið hefur ævinlega verið mjög vel sótt af skólafólki á Norðurlandi eystra og er eitt stærsta þing sem haldið er á svæðinu. Meira
25. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 278 orð

Stefnan ekki ákveðin í ráðherraráðinu? Fulltrúi

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTI Bandaríkjanna hefur ákveðið að færa aðalfulltrúa sinn, sem sér um samskipti við Evrópusambandið (ESB) á sviði fjármála, frá Brussel til Frankfurt. Þar sem hinn nýstofnaði Seðlabanki Evrópu (ECB) hefur aðsetur í Frankfurt hafa bandarísk stjórnvöld komizt að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að gera þessa breytingu á skipulagi samskipta sinna við ESB, Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Stjörnuspá á mbl.is Í DAG verður opnaður vefur

Í DAG verður opnaður vefur á mbl.is tileinkaður stjörnuspám og efni sem þeim tengist. Á vefnum mun á degi hverjum birtast stjörnuspá dagsins ásamt umsögn um þá sem eru fæddir þennan dag. Hægt er að senda afmæliskveðjur beint inn á vefinn sem birtast þá innan tíðar. Þá geta afmælisbörn dagsins heimsótt vefinn til að athuga hvort þeim hafi borist kveðjur. Meira
25. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 628 orð

Talebanar segja Bin Laden að hafa sig hægan

MULLAH Mohammad Omar, leiðtogi talebana í Afganistan, hefur beðið Sádí-Arabann Osama Bin Laden, sem grunaður er um að hafa staðið fyrir sprengjutilræðunum í Kenýa og Tansaníu, að hafa hægt um sig og hætta að hóta Bandaríkjamönnum, að því er pakistanska fréttastofan Afghan Islamic Press greindi frá í gær. Meira
25. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 219 orð

Talin við slæma heilsu

AUNG San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, varð í gær við áskorunum flokkssystkina sinna og sneri heim á leið eftir að hafa setið í bifreið sinni í 13 daga til þess að mótmæla banni er stjórnvöld landsins settu við því að hún færi út fyrir höfuðborgina Rangoon. Suu Kyi var flutt til heimilis síns í Rangoon í sjúkrabíl síðdegis í gær að staðartíma. Meira
25. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Tónleikar til styrktar barnadeild FSA

KVENFÉLAGIÐ Hlíf heldur stórtónleika í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 19. september nk. kl. 17.00 í tilefni af opnun nýrrar barnadeildar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Tónleikarnir eru haldnir undir yfirskriftinni; "Barnið mitt og barnið þitt." Allur ágóði af tónleikunum mun renna til tækjakaupa fyrir barnadeildina. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 459 orð

Tveir sluppu naumlega er körfubíll fór á hliðina á Ísafirði

Tveir sluppu naumlega er körfubíll fór á hliðina á Ísafirði Bjargaði að grasflötin gaf vel eftir Ísafirði. Morgunblaðið. "ÞAÐ ER óskiljanlegt að það skuli vera hægt að sleppa lifandi úr þessu. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Týndist í Öskjuhlíð

TALSVERÐ leit VAR GERÐ að fimm ára dreng í Öskjuhlíðinni í gærkvöld. Fimm bílar lögreglunnar í Reykjavík voru kallaðir á vettvang. Drengurinn var með föður sínum í Keiluhöllinni þegar þeir urðu viðskila. Hann fannst eftir um tuttugu mínútna leit heill á húfi í brekkum austan í Öskjuhlíð skammt frá Keiluhöllinni. Meira
25. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 225 orð

Uppgröftur hafinn á Svalbarða

VÍSINDAMENN frá Noregi, Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum hófu á laugardag uppgröft á líkum sex norskra námumanna, sem létust af völdum spænsku veikinnar á Svalbarða árið 1918. Vísindamennirnir ráðgera að taka sýni úr lungum og öðrum líffærum, í von um að finna leifar af veirunni, sem olli mesta inflúensufaraldrinum á öldinni. Meira
25. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 115 orð

Útlendingum fækkar ekki

FERÐAMANNASTRAUMUR um Húsavík á líðandi sumri mun verða í meðallagi, þó Íslendingar séu þar mun færri á ferð en ella, en þar um ræður veðráttan, sem ríkt hefur á þessu sumri. Fjöldi gistinátta á tjaldstæði bæjarins mun verða svipaður og sl. ár, þó Íslendingar séu þar í tölu mun færri en áður, en útlendingarnir þeim mun fleiri. Flestir eru þar Þjóðverjar, en Hollendingum og Ítölum fjölgar. Meira
25. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 121 orð

Valdabarátta í Þjóðfylkingunni

VARAFORMAÐUR Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, Bruno Megret, hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að leiða lista fylkingarinnar í kosningunum til Evrópuþingsins í júní á næsta ári. Hingað til hefur Jean-Marie Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar, leitt lista öfgasinnaðra franskra hægrimanna til Evrópuþingsins. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Viðgerðir á Bessastaðakirkju

Viðgerðir á Bessastaðakirkju UMFANGSMIKLAR viðgerðir standa nú yfir á Bessastaðakirkju utanverðri og er áætlað að þeim ljúki í október næstkomandi. Bessastaðakirkja er með elstu steinhúsum á Íslandi. Hún var byggð á árunum 1771 til 1795 en lokið var við turninn 1822­1823. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 675 orð

"Viljum lögformlegt umhverfismat"

GAGNRÝNISRADDIR fulltrúa náttúruverndar og ferðamála voru háværar að fundinum loknum. Þeir vilja að lögformlegt umhverfismat verði gert á Fljótsdalsvirkjun og benda í því samhengi á að allir eigi að hafa sama rétt á að nýta landsvæðið. Þetta séu náttúruperlur sem geti nýst á marga vegu og hafi mikið aðdráttarafl fyrir til dæmis ferðamenn. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 266 orð

Þjónar í enskum söfnuði í 8 mánuði

SÉRA Þórir Jökull Þorsteinsson, sóknarprestur á Selfossi, fer í haust til starfa í átta mánuði hjá Ensku biskupakirkjunni í borginni Scunthorthe á Bretlandseyjum. "Ástæða þessa er sú að fyrir rösku ári var samþykktur sáttmáli á milli Ensku biskupakirkjunnar á Bretlandseyjum annars vegar og þjóðkirknanna á Norðurlöndum hins vegar, að dönsku þjóðkirkjunni undanskilinni. Meira
25. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Æfingaflug Flakkferða

FLAKKFERÐIR eru samstarfsverkefni Samvinnuferðar-Landsýnar, Eurocard, Landsbanka Íslands og Jafningafræðslunnar. Um er að ræða ferðir fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára sem er reiðubúið að skemmta sér án vímuefna á góðu verði. Félagsskapurinn er öllum opinn á þessu aldursbili ef fólk er reiðubúið að virða hugsjónina um vímulausar ferðir. Meira

Ritstjórnargreinar

25. ágúst 1998 | Staksteinar | 296 orð

»Hryllingurinn á Írlandi "HRYLLINGURINN á Norður-Írlandi um helgina er hroða

"HRYLLINGURINN á Norður-Írlandi um helgina er hroðalegt dæmi um hversu langt pólitískir glæpamenn eru reiðubúnir að ganga til að koma í veg fyrir að yfirgnægandi meirihluti þjóðar fái að ráða sínum málum með friðsamlegum hætti," segir Elías Snæland Jónsson í Degi. Fjöldamorðin í Omagh Meira
25. ágúst 1998 | Leiðarar | 573 orð

STJÓRNARSKIPTI Í KREML

STJÓRNARSKIPTI Í KREML ISSULEGA ættu óvæntar ákvarðanir og stundum illskiljanlegar að koma fæstum á óvart lengur þegar Boris Jeltsín Rússlandsforseti er annars vegar. Þrátt fyrir það kom sú ákvörðun hans að reka Sergej Kírijenkó forsætisráðherra úr embætti flestum í opna skjöldu er tilkynningin barst síðdegis á sunnudag. Meira

Menning

25. ágúst 1998 | Skólar/Menntun | 1730 orð

Danmörk Skólastjóri og kennarar Kópavogsskóla vor

Danmörk Skólastjóri og kennarar Kópavogsskóla voru á ferðinni í Kaupmannahöfn til að kynna sér siðferðileg reikningsskil í skólastarfinu. Sigrún Davíðsdóttir slóst í hópinn þegar kennararnir heimsóttu Lindevangskólann, sem fylgir þessu kerfi. Rækt er lögð við samtöl og samskipti en ekki við pappírsvinnu. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 119 orð

DiCaprio ekki geðsjúklingur

LEONARDO DiCaprio hefur hætt við að leika í myndinni "American Psycho" sem til stendur að gera eftir samnefndri skáldsögu Bret Easton Ellis. Samkvæmt heimildum Variety missti hann áhugann fyrir nokkrum vikum þegar hann tók þátt í samlestri með Cameron Diaz fyrir leikstjórann Oliver Stone. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 116 orð

Engir taðskegglingar

SKAMMT er milli skeggs og höku, segir málshátturinn, en í svissneska skeggjafélaginu Steinau-Gruendau sést ekki í hökuna fyrir skegginu. Enda eru það engir taðskegglingar sem mynda félagið heldur menn sem hafa safnað skeggi áratugum saman. Hópurinn hittist um helgina þegar frumlegasta alpaskeggið var valið og kepptu 30 manns um upphefðina. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 295 orð

Er Karl vinsæll?

BRESKIR fjölmiðlar eru ekki á einu máli um það hvort Karl Bretaprins hefur hlotið náð fyrir augum bresku þjóðarinnar þegar ár er liðið síðan Díana prinsessa lést í bílslysi. "Karl er ekki ennþá orðinn vinsæll," segir í Daily Mirror. Í könnun blaðsins kemur fram að 58% kvenna og 49% karla telja að krúnan eigi að fara beint til Vilhjálms eldri sonar Karls og Díönu. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 152 orð

Fölsk gyðja með litla siðferðiskennd?

ERKIBISKUPINN fyrrverandi af Kantaraborg segir að Díana prinsessa hafi verið "fölsk gyðja" og "með litla siðferðiskennd í kynferðismálum", að því er Sunday Times greinir frá. Lord Coggan, sem veitti ensku biskupakirkjunni forstöðu frá 1974 til 1980, sagði að sorgin og aðdáunin um allt Bretland eftir fráfall Díönu, sem lést í fyrra, hefði breytt landinu í guðlausa þjóð. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 203 orð

Gingrich setur met í handaböndum

NEWT Gingrich, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist eftir því að komast í Heimsmetabók Guinness í flokknum "flest handabönd stjórnmálamanns". Hann tók í höndina á 3.609 manns í grennd við Seattle á laugardag og stendur í þeirri trú að það sé nýtt heimsmet. Meira
25. ágúst 1998 | Myndlist | 445 orð

Heimsfrægir á póstsvæði 101

Þorvaldur Þorsteinsson og Jóní Jónsdóttir. Opið daglega frá 14:00 til 18:00. Aðgangur ókeypis. Til 26. ágúst. "STJÖRNUGÖTUKORT 101" er þriðja sýningin af fjórum í tímabundnum sýningarsal á Skólavörðustíg 22c, Fiskinum, en allar eru þær samvinnuverkefni tveggja eða fleiri listamanna. Meira
25. ágúst 1998 | Menningarlíf | 151 orð

Ingveldur Ýr á sumartónleikum á Seyðisfirði

BLÁA Kirkjan sumartónleikar er heiti á tónleikaröð sem haldnir eru á miðvikudögum í kirkjunni á Seyðisfirði í sumar. Næstu flytjendur í tónleikaröðinni eru Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzosópransöngkona og Muff Worden píanóleikari. Flutt verður tónlist úr söngleikjum og kvikmyndum, ásamt íslenskri leikhústónlist. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 118 orð

Konur sem elska illmenni Chris Rock

Chris Rock segist vera ánægður með "Lethal Weapon 4" í samtali við USA Today og að það hafi valdið honum vonbrigðum að tökum á mynd Tims Burton, Superman, hafi verið frestað en þar leikur hann Jimmy Olsen. Rock mun einnig fara með hlutverk í mynd Kevin Smith "Dogma" með Ben Affleck og Matt Damon. Meira
25. ágúst 1998 | Menningarlíf | 300 orð

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Gítar- og flautuleiku

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Gítar- og flautuleikur Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, er hefjast kl. 20.30, koma fram Kristjana Helgadóttir flautuleikari, og Draio Macaluso, gítarleikari. Á efnisskrá er verk eftir J.S. Bach, Mauro Giuliani, Þorkel Sigurbjörnsson og Piazzolla. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 47 orð

Lífið og listin

GÖTUTÓNLISTARMENN spiluðu af fingrum fram í miðbæ St. Pétursborgar nú á dögunum en vaxandi atvinnuleysi í Rússlandi hefur neytt marga til að leita hinna ýmsu leiða við að framfleyta sér og sínum auk þess sem sumir fá tækifæri til að tjá listræna hæfileika sína. Meira
25. ágúst 1998 | Myndlist | -1 orð

Málverk úr búi

Opið til miðvikudags frá 12-18. ÞAÐ fór lítið fyrir auglýsingunni á 55. síðu blaðsins sl. laugardag, en hún vakti engu síður forvitni mína. Ekki á hverjum degi að málverk eins helsta málara okkar af eldri kynslóð komi á sölumarkað úr dánarbúi þekkts safnara. Meira
25. ágúst 1998 | Menningarlíf | 1388 orð

Menningarleg mannlífsnótt

ÞÁ ER hún alveg áreiðanlega og formlega komin til Reykjavíkur menningin sem skólapiltar úr Skálholti fluttu táknrænt á mölina árið 1793 með hleðslu skólavörðu á holtinu þar sem kirkja Hallgríms stendur núna. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 1087 orð

NICOLAS ROEG UM MIÐJAN áttunda áratuginn var na

NICOLAS ROEG UM MIÐJAN áttunda áratuginn var nafn leikstjórans Nicolas Roegs á allra vörum. Þessi sérstæði og persónulegi listamaður, sem var snemma kunnur fyrir að fara eigin leiðir, víðs fjarri meðalveginum, var orðinn virtasti leikstjóri Breta. Orðsporið skóp hann strax með fyrstu myndunum sínum fjórum. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 171 orð

Raunsæi án innsæis Stjörnukort (Star Maps)

Framleiðandi: Matthew Greenfield. Leikstjóri og handritshöfundur: Miguel Arteta. Kvikmyndataka: Chuy Chávez. Aðalhlutverk: Douglas Spain. (90 mín.) Bandarísk. Skífan, ágúst 1998. Bönnuð innan 12 ára. Í ÞESSARI frumraun leikstjórans Miguel Arteta fá áhorfendur að kynnast ógæfuhliðinni á Hollywood samfélaginu. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 178 orð

Róbinson Krúsó og Fláráður í Alaska Á ystu nöf (The Edge)

Framleiðandi: Art Linson. Leikstjóri: Lee Tamahori. Handritshöfundur: David Mamet. Kvikmyndataka: Donald McAlpine. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins, Alec Baldwin og Elle Macpherson. (118 mín.) Bandarísk. Skífan, ágúst 1998. Bönnuð innan 16 ára. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 305 orð

STUTT

Læknar hafa uppálagt rokkaranum David Crosby, sem fékk lifrarígræðslu ári 1994, að fresta tónleikum næstu tvær helgar vegna þess að hann er með hita og sýkingu. Crosby er þekktastur fyrir að leika með tríóinu Crosby, Stills og Nash á sjöunda áratgnum. Hann hefur ekki verið lagður inn á spítala en "fylgst er náið með honum". Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 602 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir SBÍÓBORGI

Lethal Weapon 4 Gaman, gaman hjá Gibson og Glover og áhorfendur skemmta sér með. Borg englanna Venjuleg ástarsaga og sérstök frásögn af englum blandast ekki vel saman. Armageddon Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, fínum brellum og miklum hetjum. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 264 orð

Sænsk stjarna í Mosfellsbæ SÆNSKA söngko

SÆNSKA söngkonan Tina Stenberg kom til Íslands um daginn og söng þá þrjú kvöld í Mosfellsbæ, á kaffi- og veitingahúsinu Álafoss föt bezt. Tina þessi á sér skemmtilega sögu, en það var í september á síðasta ári sem Stig Anderson, heilinn á bak við Abba, sá hana í svæðissjónvarpi. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 212 orð

Umdeild kímnigáfa Mels Gibsons

LEIKARINN Mel Gibson þykir mikill sprellari og sjaldan hægt að ná tali af kappanum í alvarlegum hugleiðingum. Ekki hafa þó allir smekk fyrir hinni kaldhæðnislegu kímnigáfu hans og hefur hann sætt ámæli fyrir viðtal sem birtist við hann í ástralska blaðinu New Weekly þar sem hann ræddi meðal annars um mótleikkonu sína Rene Russo. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 241 orð

Um hálft hundrað kvikmynda og 27 stuttmyndir verða sýndar

Dustin Hoffman lék hann í myndinni en nú fær Robert De Niro einnig að úttala sig um manninn. De Niro er leiðsögumaður um hugarheima og ævistarf sviðsspaugarans Lennys Bruce í nýrri heimildarmynd sem nefnist "Lenny Bruce: Swear to Tell the Truth" og verður frumsýnd í New York 21. október næstkomandi. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 47 orð

Yfirnáttúrulegt afl og vampírur

HASARMYNDIN "Blade" var forsýnd í Los Angeles í vikunni en með aðalhlutverk fara Wesley Snipes og Stephen Dorff. Í myndinni leikur Snipes ódauðlegan stríðsmann með yfirnáttúrulegt afl og er útsmoginn eins og vampíra. Dorff leikur hins vegar yfirlávarð vampíra og erkióvin Snipes. Meira
25. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 170 orð

Önnur kryddpía ólétt?

MELANIE Brown er annar meðlimur stúlknasveitarinnar Spice Girls sem verður ólétt, að því er News of the World greindi frá á sunnudag. Í blaðinu segir að Mel B og unnusti hennar, Jimmy Gulzar, ætli að gifta sig um leið og tónleikaferð Spice Girls um Bandaríkin lýkur í þessari viku. "Ég svara því ekki játandi og ekki neitandi," hafði blaðið eftir Mel, sem er 23 ára. Meira

Umræðan

25. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 203 orð

Fjárglæfrar Frá Böðvari Böðvarssyni og Bjarneyju Sólveigu Gunnarsdóttur:

OKKUR hættir stundum til að hæða réttarkerfi Afríku- og Asíu- landa, en verðum nánast hjáróma í samanburði við þessi lönd, vegna þess að þau taka flest mjög hart á hvers konar glæpum og eru þeir yfirleitt afgreiddir með langri fangelsisvist, hýðingum eða aftökum. Um er að ræða fjárglæframann sem virðist hafa gott aðgengi að bankakerfinu þrátt fyrir mikla óráðsíu í fjármálum til margra ára. Meira
25. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 299 orð

Forystuþjóð í erfðafræði Guðmundi Rafni Geirdal: VIÐ Íslendingar

VIÐ Íslendingar getum státað af því að vera á háu tæknistigi með gott heilbrigðiskerfi og ágætt menntunarstig. Á síðustu mánuðum hefur mikið verið rætt um hvernig við gætum nýtt okkur það að erfðafræðin er komin á það stig að það vantar upplýsingar um þjóð sem er einsleit, hefur góðar ættfræðiupplýsingar, hefur gott heilbrigðiskerfi og þar sem auðvelt er að afla lífsýna. Meira
25. ágúst 1998 | Aðsent efni | 578 orð

Framsóknarbanki Svía

SJALDAN eða aldrei hefir íslenzk þjóð orðið vitni að svívirðilegri og í senn raunalegri uppákomu en að undanförnu í bankamálum. Mönnum býður helzt í grun, að þeir, sem þar ráða ferðinni kunni að vera gengnir af göflunum. Menn, sem hafizt hafa handa við að selja illvígustu auðjöfrum Evrópu þjóðbanka Íslands í hendur, geta tæplega talizt með réttu ráði. Meira
25. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 258 orð

Hvers virði er lækning? Ólafi Reyni Guðmundssyni: ALLUR samanbur

ALLUR samanburður er í eðli sínu vandmeðfarinn. Sérstaklega vandast málið, þegar tölur eru annars vegar, virðist meðferð þeirra ekki vera okkar sterkasta hlið. Samt sem áður viljum við yfirleitt snúa öllu upp í krónur þegar hugmyndir eru á lofti. Ýmsum góðum hugmyndum höfum við kastað á glæ í tímans rás, oft vegna þess, að hagsmunahópar hafa ekki sætt sig við sinn hag. Meira
25. ágúst 1998 | Aðsent efni | 1322 orð

Óþverralegur fyrirburi ritstjóra Dags

Í dagblaðinu Degi laugardaginn 15. ágúst sl. birtist óvenjulega óþverralegur fyrirburi frá ritstjóranum Stefáni Jóni Hafstein í formi leiðara sem ber fyrirsögnina Þingmannabandalag? Samkvæmt formúlunni Í 1., 2. og 3. Meira

Minningargreinar

25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 361 orð

Guðjón Guðmundsson

Minningin um afa á alltaf eftir að sitja fast í huga mér. Með tilveru hans þá var lífið gott og umhverfið betra. Afi hafði kosti sem allir gætu verið stoltir af að hafa. Hann var lífsglaður og hjálparhöndin var aldrei langt undan og vildi allt fyrir alla gera og þannig mun ég muna eftir honum. Hann fór aðfaranótt þriðjudagsins og með honum fór mikill friður og hamingja og hann lést hamingjusamur. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 227 orð

Guðjón Guðmundsson

Hann afi okkar er dáinn. Daginn áður vorum við, sem það gátum, hjá honum og héldum í höndina á honum, það var dýrmæt kveðjustund fyrir okkur öll. Maður áttar sig á því hvað manni þykir rosalega vænt um hann, þegar svona kemur upp á. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 427 orð

Guðjón Guðmundsson

Á mildum ágústmorgni lagði okkar kæri vinur Guðjón Guðmundsson upp í sína hinstu för eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann barðist hetjulega og aldrei heyrðist hann kvarta, enda ekki hans stíll. Við hjónin kynntumst honum Gauja okkar fyrir átján árum þegar hann hóf störf á Ráninni á Skólavörðustíg sem yfirþjónn. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 181 orð

GUÐJÓN GUðMUNDSSON

GUÐJÓN GUðMUNDSSON Guðjón Guðmundsson, framreiðslumaður, fæddist 25. desember 1925 í Reykjavík, hann lést á heimili sínu 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Guðjóns voru Indiana Bjarnadóttir frá Norðfirði og Guðmundur Gíslason, gullsmiður, frá Berjanesi undir Eyjafjöllum. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 349 orð

Guðný Þorbjörg Ágústsdóttir

Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur sem einu sinni var. (Halldór Kiljan Laxness.) Móðir okkar systkinanna er nú látin og líkt og stundin sem var kemur hún aldrei aftur, minningarnar eru það eina sem eftir stendur af heilli mannsævi. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 137 orð

GUðNÝ ÞORBJöRG ÁGÚSTSDÓTTIR

GUðNÝ ÞORBJöRG ÁGÚSTSDÓTTIR Guðný Þorbjörg Ágústsdóttir frá Ystabæ á Sæbóli í Aðalvík var fædd 24. febrúar 1931. Hún lést á heimili sínu 15 ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágúst Ísleifsson, f. 1.8. 1893 og Halldóra Ingibjörg Hjálmarsdóttir, f. 24.8 1896. Systkini hennar eru: Berglín Einara, f. 9.11. 1916, látin, Hulda Kristrún, f. 22. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 150 orð

Hugljúf Dagbjartsdóttir

Elsku mamma. Mig brestur orð á þessari erfiðu stundu en langar að kveðja þig með þessu ljóði. Einu sinni var ég ekki stærri en fingur. Hægt óx ég í maganum á mömmu. Ég lá þar kyrr í yndislegu, mjúku myrkri. Enginn þekkti mig, enginn vissi hver ég var, enginn ­ nema þú, Guð. Þú sást mig í myrkrinu og þekktir mig. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 83 orð

Hugljúf Dagbjartsdóttir

Með söknuði kveðjum við elskulegu frænku okkar Hugljúfu Dagbjartsdóttur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 198 orð

Hugljúf Dagbjartsdóttir

Þegar mér bárust tíðindin um lát Hullu, komu margar góðar minningar fram í huga mér. Kynni mín af Hullu hófust er fjölskyldan flutti á Sogaveginn og börnin hennar Nonni og Pála byrjuðu í Breiðagerðisskóla, þar sem ég var fyrir. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 261 orð

HUGLJÚF DAGBJARTSDÓTTIR

HUGLJÚF DAGBJARTSDÓTTIR Hugljúf Dagbjartsdóttir fæddist í Garðhúsum við Höfðavatn á Höfðaströnd, Skagafjarðarsýslu. Hún lést á Landspítalanum 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Guðbjörg Ragnheiður Jónsdóttir og Dagbjartur Lárusson, bjuggu þau í Skemmu við Höfðavatn, síðar á Hofsósi. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 179 orð

Jens Ólafsson

Þá er sú stund sem ég óskaði að aldrei kæmi runnin upp. Það er sárt að kveðjast en ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Nú ríkir í huga mér bæði sorg og gleði. Sorg yfir því hversu mikið ég hef misst og líka gleði yfir því hversu heppin ég var að hafa fengið þig sem eitt af mínum leiðarljósum. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 28 orð

JENS ÓLAFSSON

JENS ÓLAFSSON Jens Ólafsson fæddist í Stærra- Árskógi 11. mars 1936. Hann lést á heimili sínu 15. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 24. ágúst. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 401 orð

Karl Strand

Lát mig starfa, lát mig vaka. Lifa meðan dagur er. Létt sem fuglinn lát mig kvaka. Lofsöng, drottinn flytja þér meðan ævin endist mér. Lát mig iðja, lát mig biðja, lífsins faðir, Drottinn hár. Lát mig þreyttan þjáðan styðja, þeirra tár og græða sár, gleðja og fórna öll mín ár. (Öterdahl. Margrét Jónsdóttir þýddi. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 128 orð

Karl Strand

Karl Strand var einstakur maður; skarpgáfaður, hreinskiptinn og fylginn sér. Þó hann væri mikill vinur vina sinna, var hann framar öllu mannvinur, sem kom gjörla fram í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Ég tel það hafa verið mikil forréttindi að fá tækifæri til að kynnast honum svo náið, því að hann var alls ekki allra, og fáir vissu í raun hve fjölgáfaðan mann hann hafði að geyma. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 432 orð

Karl Strand

Hinn 13. þ.m. lést í Reykjavík Karl Strand, fyrrverandi yfirlæknir 87 ára að aldri. Með Karli er genginn merkur brautryðjandi í geðlækningum á Íslandi. Ég átti því láni að fagna að starfa með Karli í tæpan áratug eða frá 1972 uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Það var bjart yfir málefnum sjúkrahúsa í lok sjöunda áratugarins. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 706 orð

Karl Strand

Með Karli Strand, fyrrverandi yfirlækni á geðdeild Borgarspítalans, er horfinn af sjónarsviðinu svipmikill Íslendingur, sem lengi verður minnst fyrir mikilvæg störf sín hér á landi og erlendis. Meðal þeirra, sem kynntust honum, lifir minningin um mannkosti hans, skapfestu, trygglyndi og fórnfúsan stuðning við vini sína og alla þá, sem til hans leituðu. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Karl Strand

Kveðja frá Geðlæknafélagi Íslands Karl Strand fyrrum yfirlæknir geðdeildar Borgarspítalans lést hinn 13. þessa mánaðar og er með honum genginn einn mætasti maður úr hópi íslenskra geðlækna. Karl fæddist á Kálfaströnd í Mývatnssveit 24. okt. 1911 en foreldrar hans voru Karl Strand kaupmaður og Kristjana Jóhanna Jóhannesdóttir, hjúkrunar- og nuddkona. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 617 orð

Karl Strand

Það er ekki ofsagt, að með Karli Strand hverfur okkur mikill öðlingsmaður. Líf hans var litríkt og nær yfir merkilegt skeið í sögunni þar sem heimsstyrjöld er skollin á, en hann og kona hans, Margrét, voru í London allan tímann sem loftárásirnar miklu voru gerðar á borgina. Þau dvöldu líka fjölda ára í London eftir að styrjöldinni lauk með yndislegum börnum sínum, Viðari og Hildi. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 472 orð

Karl Strand

Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Fyrir áttatíu árum hittust tveir mývetnskir drengir í kirkjugarðinum á Skútustöðum. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 919 orð

Karl Strand

Það er í sjálfu sér merkilegur þáttur í sögu þjjóðarinnar milli heimsstyrjalda hversu margir ungir menn brutust til framhaldsnáms og mennta víðs vegar að af landinu. Þeir komu úr einangrun drjúpra dala og annesja með áhugann og stefnufestina eina í farteskinu en lítinn stuðning fjölskyldna og ættmenna. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 419 orð

Karl Strand

Karl Strand var yfirlæknir geðdeildar Borgarspítalans frá upphafi og leiðir okkar lágu saman er ég gerðist eftirmaður hans í því starfi. Á næstu árum tókust með okkur Karli góð kynni og einnig kynntumst við hjónin Margréti konu hans, meðal annars á samkomum innan Borgarspítalans. Okkur var mikil ánægja að því að fá að kynnast þeim hjónum betur, þótt tækifærin hefðu gjarnan mátt vera fleiri. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 862 orð

Karl Strand

Haustið 1959 vorum við hjónin í námsferð í London. Við höfðum oft heyrt karlmannlega og skýra rödd Karls Strand geðlæknis í útvarpi flytja ítarlegar fréttir frá heimsborginni. Páll hringdi í Karl, svona rétt til að heilsa uppá hann. Læknirinn, sem við höfðum aldrei augum litið, svaraði ljúfmannlega kveðju hans og spurði að bragði hvort við vildum ekki þiggja kvöldverðarboð hjá þeim hjónum. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 285 orð

KARL STRAND

KARL STRANDKarl Stand, yfirlæknir geðdeildar Borgarspítalans um árabil, fæddist á Kálfaströnd í Mývatnssveit árið 1911. Hann lést í Reykjavík 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Karl Strand, verslunarmaður og síðar kaupmaður í Noregi, og Kristjana Jóhanna Jóhannesdóttir, hjúkrunar- og nuddkona á Akureyri. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 231 orð

Stefán Darri Fjeldsted

Ó, ljóssins faðir, lof sé þér, að líf og heilsu gafstu mér. Nú sest ég upp því sólin skín, hún sendir ljós þitt inn til mín. Ó, hvað þú, Guð, ert góður. Elsku barn. Þú sem brostir svo blítt, varst svo heilbrigður, fallegur og yndislegur ertu nú farinn. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 358 orð

Stefán Darri Fjeldsted

Elsku fallegi moli minn, það er ósköp sárt að sjá á eftir litlum, yndislegum dreng sem gaf okkur öllum svo mikið með hlýja brosinu sínu, fallegu augunum og svo innilegri glaðværð. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar amma þín sagði mér að þú værir farinn frá okkur var hvað það þurfti alltaf lítið til að fá þig til að hlæja. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 102 orð

Stefán Darri Fjeldsted

Elsku litli molinn hennar langömmu sinnar. Litli sólargeislinn sem gafst mér svo mikið með þínu yndislega brosi og fallegu augunum. Það er svo yndislegt að eiga þessar fallegu minningar og stundirnar sem við áttum saman. Ég mun geyma þær og varðveita í hjarta mínu um ókomna tíð. Það var dásamlegt að fá að vera með þér og passa þig og halda þér í faðmi mínum. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 118 orð

Stefán Darri Fjeldsted

Til þín moli minn. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von, sem hefur vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst, og aldrei geta sumir draumar ræst. Meira
25. ágúst 1998 | Minningargreinar | 66 orð

STEFÁN DARRI FJELDSTED

STEFÁN DARRI FJELDSTED Stefán Darri Fjeldsted fæddist 27. apríl 1998. Hann lést vöggudauða á heimili sínu þann 17. ágúst síðastliðinn. Móðir hans er Ingibjörg Alma Fj. Júlíusdóttir, f. 13.10 1978, dóttir Júlíusar Ólafssonar, f. 21.9 1957 og Sæmundu Fjeldsted Númadóttur, f. 16.3 1961. Bróðir Stefáns er Júlíus Örn Fjeldsted, f. 2.2 1995. Meira

Viðskipti

25. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 111 orð

133 milljóna kr. hagn- aður Þróunarfélags

ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hf. skilaði 133 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi ársins á móti 292 milljóna króna hagnaði á sama tíma á síðasta ári. Á tímabilinu keypti það hlut í 14 félögum að fjárhæð 92 milljónir kr. og seldi hlutabréf alls að fjárhæð 147 milljónir í 15 félögum. Meira
25. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 520 orð

Afkoman batnar um 264 milljónir kr.

SKAGSTRENDINGUR hf. var rekinn með tæplega 73 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins, samkvæmt milliuppgjöri, en á sama tímabili á síðasta ári tapaði félagið 191 milljón kr. Afkoman batnaði því um 264 milljónir kr. Meira
25. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Endi bundinn á ólöglegt verkfall

ENDI var í gær bundinn á ólöglegt verkfall starfsmanna Hyundai-bílaverksmiðjunnar í Ulsan í Suður- Kóreu, sem staðið hafði í heilan mánuð, eftir að verkalýðsfélög féllust á að nokkur hundruð starfsmönnum yrði sagt upp. Meira
25. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 434 orð

Skuldabréf Landsvirkjunar seldust upp á fyrsta degi

SKULDABRÉF í nýju skuldabréfaútboði Landsvirkjunar seldust upp í gær, á fyrsta söludegi, en reiknað hafði verið með fimm vikna sölutímabili. Gefin eru út verðtryggð skuldabréf að fjárhæð 2,5 milljarðar kr. til 15 ára og er útboðið hið langstærsta sem fyrirtæki hefur ráðist í á íslenska fjármagnsmarkaðnum. Meira
25. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Stikla ehf. kaupir öll hlutabréf Skeljungs í Frigg hf.

SKELJUNGUR hf. hefur selt öll hlutabréf sín í dótturfélaginu Sápugerðinni Frigg hf. og var starfsfólki Friggjar tilkynnt um eigendaskiptin í gær. Kaupandi var fyrirtækið Stikla ehf. sem hingað til hefur aðallega fengist við heildsölu og þjónustað útgerð og matvælaiðnað m.a., að sögn framkvæmdastjóra félagsins, Luthers Guðmundssonar. Meira

Daglegt líf

25. ágúst 1998 | Neytendur | 528 orð

Fyrirspurnir um mat og næringu algengastar

HVERNIG þvottavél á ég að fá mér? Get ég búið til sultu úr stikilsberjum eða reyniberjum? Næst rauðvínsblettur úr kjólnum mínum? Spurningum á við þessar leysir hún Hjördís Edda Broddadóttir greiðlega úr en hún veitir Leiðbeiningastöð heimilanna forstöðu. Meira
25. ágúst 1998 | Neytendur | 127 orð

NýttHreinsiefni fyrir gervitennur

KOMIN er á markað ný hreinsilína fyrir gervitennur frá MAXIL. Hreinsiefnin eru ætluð til að hreinsa gervitennur og slímhúð munnsins og koma þannig í veg fyrir andremmu. Hreinsiefnin eru framleidd úr náttúrulegum efnum. Mikilvægasta uppistaða efnanna er viss tegund trjáolíu, kamilla, al¨oe vera og japönsk piparmyntuolía. Meira

Fastir þættir

25. ágúst 1998 | Í dag | 23 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 25. ágúst, verður sjötíu og fimm ára Kjartan Th. Ingimundarson, Flúðaseli 88, Reykjavík. Eiginkona hans er Hrefna Sigurðardóttir. Meira
25. ágúst 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst í Bessastaðakirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Guðrún Árnadóttir og Martin Kollmar. Heimili þeirra er í Þýskalandi. Meira
25. ágúst 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. maí í Hafnarkirkju af sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni Ásta Margrét Sigfúsdóttir og Oddur Elvar Sveinsson. Heimili þeirra er að Dalbraut 8, Höfn. Meira
25. ágúst 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júlí í Selfosskirkju af sr. Þóri J. Þorsteinssyni Hanna Steinsdóttir og Sigurður Pétursson. Heimili þeirra er að Kambsvegi 27, Reykjavík. Meira
25. ágúst 1998 | Í dag | 227 orð

Fleiri vegglistamenn ÞAÐ eru rosalega margir krakkar hér í

ÞAÐ eru rosalega margir krakkar hér í borg sem iðka það að krota á veggi svokölluð "tag". Fullorðna fólkið hoppar náttúrulega á hæl og tá yfir þessu eins og skiljanlegt er. Af hverju ekki að gera eins og gert var á Unglist, að koma upp veggjum sem fólk getur tjáð sig á að vild og svo er málað reglulega yfir þannig að veggpláss þrjóti ekki svo auðveldlega. Meira
25. ágúst 1998 | Fastir þættir | 73 orð

Kaupmannahöfn.

Kaupmannahöfn. Íslensk guðsþjónusta í St. Pauls-kirkju sunnudaginn 30. ágúst kl. 13. Sr. Birgir Ásgeirsson annast messugjörð. Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona leiðir kórsöng og syngur stólvers. Sóknarnefnd íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10­14. Léttur hádegisverður. Samverustund foreldra ungra barna kl. Meira
25. ágúst 1998 | Dagbók | 121 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 farartæki,

Kross 2LÁRÉTT: 1 farartæki, 8 málmi, 9 hakan, 10 hrúga, 11 rótarskapur, 13 heimskingjar, 15 landabréf, 18 dreng, 21 auð, 22 vöggu, 23 kvenmannsnafns, 24 geðslag. Meira
25. ágúst 1998 | Dagbók | 685 orð

Reykjavíkurhöfn: Túnfiskskipið Shotoku Maru 75

Reykjavíkurhöfn: Túnfiskskipið Shotoku Maru 75 kom í gær. Arine Arctica kom og fór í gær. Rússneski togarinn Karacharovo kom í gær. Rannsóknarskipið Poseidon fór í gær. Kolomenskoye fór í gær. Skútan Khersones fer í dag. Fréttir Kattholt. Meira
25. ágúst 1998 | Fastir þættir | 812 orð

Um fallvelti hugmynda "Það er ekkert nýtt að það sé eitthvað bogið við samleik hugmynda og heims. Einhverra hluta vegna hefur

Kenningar koma og fara. Sumar koma með ógurlegu brambolti en þær hinar sömu hafa líka tilhneigingu til að hverfa aftur með miklum hávaða. Marxisminn kemur fyrst upp í hugann sem nýlegt dæmi: Bylting á byltingu ofan. Svo eru einnig til kenningar sem brjótast fram af miklum móð, snúa öllu við um stund en lognast svo smámsaman út af. Meira
25. ágúst 1998 | Í dag | 511 orð

YRSTA dag septembermánaðar árið 1939, fyrir bráðum 59 árum

YRSTA dag septembermánaðar árið 1939, fyrir bráðum 59 árum, hófst einn mesti hildarleikur mannkynssögunnar, heimsstyrjöldin síðari. Þá réðst Hitlers-Þýzkaland inn í Pólland. Árásaraðilinn sagði ástæðu tvíþætta: Pólverjar hafi "slegið fyrst". Sem og að innan Póllands væru "þýzk" svæði. Þá mun m.a. hafa verið horft til hinnar gömlu Hansaborgar Danzig. Meira
25. ágúst 1998 | Í dag | 22 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu í Hjálparsjóð Rauða kross Íslands kr. 20

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu í Hjálparsjóð Rauða kross Íslands kr. 2000. Þær heita Sara Hjördís Georgsdóttir, Sandra Jónsdóttir, Tinna Jónsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir. Meira

Íþróttir

25. ágúst 1998 | Íþróttir | 170 orð

0:1 Fyrsta markið kom á 19. mínútu. Snorri M. Jónsson átti þá góða sendingu af kægri k

0:1 Fyrsta markið kom á 19. mínútu. Snorri M. Jónsson átti þá góða sendingu af kægri kanti inn á Gunnar Oddsson sem staddur var á markteig og skaut með hægri fæti að marki. Ólafur Pétursson markvörður greip boltann næsta örugglega en fór yfir marklínuna í leiðinni og eftir bendingu aðstoðardómarans var dæmt réttilega mark. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 357 orð

Arnar skoraði og aftur maður leiksins

SKAGAMAÐURINN Arnar Gunnlaugsson var enn á skotskónum með liði Bolton Wanderers um helgina í ensku 1. deildinni. Bolton sótti þá Bradford heim í sjónvarpsleik deildarinnar á sunnudag og skildu liðin jöfn, 2:2. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 167 orð

ARNÓR Guðjohnsen lék ekki með Val

ARNÓR Guðjohnsen lék ekki með Val á laugardaginn vegna leikbanns og í lið ÍBV vantaði Jens Paeslack, sem er meiddur. JÓN Grétar Jónsson, leikmaður Vals og fyrirliði liðsins í mörg ár, gekk í það heilaga á laugardaginn. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 244 orð

Barkley með gull og mótsmet

MEÐ fyrsta kasti sínu í úrslitum bætti Bretinn Steve Backley Evrópumeistarmótsmet sitt, kastaði 89,72 metra. Um leið tryggði hann sér sín þriðju gullverðlaun í röð á Evrópumeistaramóti, hann vann einnig í Split 1990 og Helsinki 1994. Í öll skiptin sem hann hefur farið með sigur af hólmi hefur hann slegið mótsmetið. Tékkinn Jan Zelezný var fjarri keppninni nú en hann er heims- og Evrópumethaf. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 242 orð

Birgir Leifur var tíu undir pari

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni, stóð sig mjög vel á móti í Noregi, en því lauk á sunnudaginn. Birgir Leifur lék hringina fjóra á 282 höggum eða tíu undir pari vallarins en það dugði honum samt ekki nema í 21. sætið. "Þetta var allt í einni kös þarna fyrir ofan mig enda vannst mótið á 17 höggum undir pari," sagði Birgir Leifur í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 181 orð

Braun meidd og komst ekki á pall

Sabine Braun tókst ekki að verða Evrópumesitari í sjöþraut í þriðja skptið í röð. Hún er meidd á ökkla og var um tíma talið að hún yrði ekki með af þeim sökum. Braun lét sig hafa það að keppa en verður að gangast undir uppskurð á ökkla í haust vilji hún fá bót meina sinna og halda áfram íþróttaferli sínum. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 211 orð

Brautarmet í hálfu maraþoni

"STRAX í byrjun fann ég það á mér að ég mundi sigra," sagði Onesmo Ludago frá Tansaníu sem setti nýtt brautarmet í hálfmaraþoni. Það tók Tansaníumanninn aðeins sjötíu mínútur og átján sekúndum betur að hlaupa röskan 21 kílómetra. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 245 orð

Brekkurnar erfiðar

Að margra mati var Jón Hilmar Sigurðsson hetja dagsins í Reykjavíkurmaraþoninu, en hann varð fyrsti maðurinn til að keppa í hálfu maraþonhlaupi í hjólastól. Jón Hilmar, sem er 54 ára gamall, var landsliðsmaður í 5.000 og 1.000 metra hlaupi á yngri árum, en fyrir 22 árum lauk hlaupaferli hans á sviplegan hátt. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 370 orð

Bretar fengu flest gull BRETAR fengu flest gull

BRETAR fengu flest gullverðlaun á Evrópumeistaramótinu, 9, og eru þeir afar ánægðir með frammistöðu síns fólks eftir afleitan árangur á síðustu Ólympíuleikum. Mikið af ungum íþróttamönnum frá Bretlandi setti svip sinn á keppnina að þessu sinni, einkum í spretthlaupum. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 93 orð

Breuer tryggði þýskan sigur GRIT Breuer tryggði Þ

GRIT Breuer tryggði Þjóðverjum sigur í 4x400 m boðhlaupi kvenna með stórgóðum endaspretti sem hæfði vel meistara í 400 m hlaupi. Hún hljóp síðasta sprettinn á móti Rússanum Kotlyarovu er tók fyrst við keflinu. Breuer hélt sig lengi vel rúmlega 5 metrum á eftir Rússanum og lét ekki til skarar skríða fyrr en á síðustu 70 metrunum, en þá var líka allt lagt undir. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 293 orð

Bæjarar á réttri leið

Bayern M¨unchen er talið sigurstranglegast í þýsku deildinni og liðið stóð undir væntingum þegar það vann Duisburg 3:1 í M¨unchen um helgina. Miðherjinn Carsten Jancke braut ísinn eftir 20 mínútur en miðjumaðurinn Marcus Wedau jafnaði fyrir gestina þremur mínútum síðar. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 768 orð

Daman reyndist Sigurði happadrjúg

SIGURÐUR A. Jónsson frá Akureyri stóðst álagið vel í seinni keppni heimsbikarmótsins í torfæru í Jósepsdal á laugardaginn. Hann mætti til keppni í forystu að stigum á ökutæki sínu, Dömunni, með Íslandsmeistarann Gísla G. Jónsson í skottinu. Fjórða sæti í keppninni dugði Sigurði, því Gísli varð fimmti. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 450 orð

Draumur Heike Drechslers rættist

Draumur Þjóðverjans Heike Drechslers að skrá nafn sitt gullnu letri í frjálsíþróttasöguna og verða fyrsta konan til að vinna fimm gullverðlaun á Evrópumeistaramóti rættist er hún stökk kvenna lengst í langstökki, 7,16 metra. Drechsler, sem er 35 ára, hefur unnið fern gullverðlaun í langstökki, allt frá 1986 auk þess sem hún vann 200 m hlaupið á EM í Stuttgart fyrir 12 árum. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 162 orð

Eigum enn tvö ár og fjóra leiki eftir

"ÞAÐ er alltaf erfitt þegar við náum ekki að nýta færi og því var allt í járnum fram á síðustu sekúndu ­ það tekur á þolinmæðina og þeir fengu sína möguleika en við sluppum," sagði Atli Eðvaldsson þjálfari KR eftir leikinn. "Ég er ánægður með liðið, við spilum agað en það vantar meira sjálfstraust til að nýta færin. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 628 orð

EM í Búdapest

800 m hlaup karla: Nils Schumann (Þýskalandi)1.44,89 Andre Bucher (Sviss)1.45,04 Lukas Vydra (Tékklandi)1.45,23 James McIlroy (Írlandi)1.45,46 Balazs Kornayi (Ungverjal.)1.45,70 Wojciech Kaldowski (Póllandi)1.46,60 Andrea Longo (Ítalíu)1.46,66 Wilson Kipketer (Danmörku)1. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 370 orð

Enginn hafði roð við Jackson

COLIN Jackson gaf þeim langt nef sem töldu hann búinn að vera fyrir tveimur árum þegar hann átti í erfiðum meiðslum og töldu að heimsmethafinn næði aldrei fyrri styrk á nýjan leik. Hann kom, sá og sigraði í 110 m grindahlaupinu á Evrópumeistaramótinu og var öruggur sigurvegari á tímanum 13,02. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 190 orð

Enginn komst áfram

ENGINN íslensku keppendanna á Evrópumóti áhugamanna í golfi, sem fram fór í Frakklandi, komst áfram í fjórða hring keppninnar sem leikinn var á sunnudaginn. Björgvin Sigurbergsson úr Keili var næstur því, vantaði aðeins eitt högg á að komast áfram en 72 af 148 keppendum komust í lokahringinn. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 970 orð

England

Charlton - Southampton5:0 John Robinson 3., Neil Redfearn 46., Clive Mendonca 65. vsp., 81., 90. 16.488. Rautt spjald: Paul Jones (Southampton 65.). Chelsea - Newcastle1:1 Celestine Babayaro 23. - Andreas Andersson 43. 34.795. Derby - Wimbledon0:0 25.747. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 257 orð

Fann fyrir góðum stuðningi

Erla Gunnarsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitil kvenna í maraþoni á sunnudaginn þegar hún kom fjórða í markið, fyrst Íslendinga, á tímanum 3:26,41 mín. í sínu fyrsta maraþonhlaupi. "Það má segja að þetta hafi verið hálfgerð tilraun, því ég veit ekki hvaða vegalengd hentar mér best. Ég ákvað að skipta hlaupinu í þrjár fjórtán kílómetra leiðir. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 116 orð

Forest skoðar Auðun

DAVE Bassett, knattspyrnustjóri nýliða Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni, verður á meðal áhorfenda þegar Viking frá Stavanger og Lillestrøm mætast í norsku knattspyrnunni næstkomandi sunnudag. Ástæða Noregsfarar Bassetts er áhugi hans á Auðuni Helgasyni, hægri bakverði Viking, sem lék fyrsta landsleik sinn gegn Lettum í síðustu viku og gerði þá fjórða og síðasta mark Íslendinga. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 266 orð

Fram sigraði á þýsku móti HANDKNATTLEI

HANDKNATTLEIKSLIÐ Fram gerði sér lítið fyrir og sigraði á hraðmóti í Wernige Rode í Þýskalandi, sem Magdeburg, lið Ólafs Stefánssonar, stóð fyrir um helgina. Framarar báru sigurorð af tékkneska liðinu Pilsen í úrslitaleik eftir að hafa lagt Bad Schwartau, nýliða í efstu deild Þýskalands, sem Sigurður Bjarnason leikur með, í undanúrslitum. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 490 orð

Frábær lokasprettur hjá Arrons

CRYSTIE Arron frá Frakklandi undirstrikaði á laugardaginn að hún er fremsta 100 m hlaupakona Evrópu um þessar mundir, hafi einhver verið í vafa eftir sigur hennar í greininni á miðvikudaginn . Þá sló hún Evrópumetið og í úrslitum 4x100 m hlaupsins tryggði hún Frakklandi öruggan sigur með einstökum lokaspretti sem öðru fremur undirstrikaði styrk hennar. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 162 orð

Frekar léttir en ánægja

Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, var ánægður í leikslok enda sigurinn kærkominn eftir tvo slæma skelli. "Við höfðum gert okkur seka um hroðaleg mistök í síðustu leikjum, sérstaklega gegn Fram og því var þessi sigur okkur geysilega mikilvægur," sagði hann. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 26 orð

Fyrri leikir:

Fyrri leikir: Sindri - Bolungarvík2:0 Njarðvík - Leiknir1:0 Afturelding - Hvöt2:1 Magni - Léttir3:1 Síðari leikir liðanna verða í dag og hefjast klukkan 18. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 153 orð

Fyrsti sigur Riedels ÞJÓÐVERJINN Lars Riedel, fjórfa

ÞJÓÐVERJINN Lars Riedel, fjórfaldur heimsmeistari og Ólympíumeistari í kringlukasti karla vann sinn fyrsta Evrópumeistaratitil er hann kastaði kringlunni 67,07 metra í fyrsta kasti. Það reyndist lengsta kast keppninnar en annar varð landi hans og heimsmethafinn Jurgen Schult með 66,69 metra. Litháinn Virgilijus Alekna, silfurhafi á HM í fyrra, varð þriðji með 66,46. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 312 orð

Helgi og félagar lögðu Rosenborg

ÞAÐ bar helst til tíðinda í norsku deildinni um helgina að stórliðið Rosenborg, sem hefur sigrað í deildinni síðustu sjö árin, tapaði 2:0 fyrir Helga Sigurðssyni og félögum í Stabæk. Helgi lék sinn fyrsta leik í nokkurn tíma eftir handarbrot. Hann lék með spelku á vinstri hendi og skilaði sínu hlutverki ágætlega. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 380 orð

Helmer hættur með þýska landsliðinu

THOMAS Helmer, fyrirliði þýska stórliðsins Bayern M¨unchen og margreyndur landsliðsmaður með Þjóðverjum, tilkynnti um helgina að hann gæfi ekki lengur kost á sér í landsliðið meðan Berti Vogts væri þar við stjórnvölinn. Helmer hefur leikið 68 landsleiki í stöðu miðvarðar eða miðvallarleikmanns, en undanfarið hefur borið á ágreiningi hans og Vogts. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 124 orð

Hlynur Stefánsson, ÍBV. Jóhannes Harðarson

Hlynur Stefánsson, ÍBV. Jóhannes Harðarson, ÍA. Gunnar Oddsson, Þórarinn Kristjánsson Keflavík. Jens Martin Knudsen, Baldur Bragason Leiftri. Lárus Sigurðsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Stefán Ómarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Salih Heimir Porca, Val. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 362 orð

IWAN Thomas frá Bretlandise

IWAN Thomas frá Bretlandiseti Evrópumótsmet í 400 m hlaupi er hann kom fyrstur í mark á 44,52 sekúndum. Gamla metið átti landi hans Roger Black, 44,59 sett í Stuttgart 1986. Black var ekki valinn í breska liðið að þessu sinni, en hann er varð meistari í 400 m hlaupi 186 og 1994. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 243 orð

Kipketer rak óvænt lestina

Þegar 150 metrar voru eftir var ég viss um að vinna en þá tók einhver í öxlina á mér og þar með með var hlaupinu lokið fyrir mér," sagði Daninn Wilson Kipketer eftir að hann hafði rekið lestina í 800 m hlaupi karla, frekar óvænt, á 1.50,13. Þjóðverjinn Nils Schumann, aðeins tvítugur, kom fyrstur í mark á 1.44,89 og hefur aldrei hlaupið vegalengdina hraðar. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 399 orð

KR slapp með eitt mark

VÆNGBROTNIR ÍR-ingar, með fimm fastamenn í banni, létu KR-inga vinna fyrir kaupinu sínum í Breiðholtinu á sunnudaginn en urðu engu að síður að játa sig sigraða í lokin eftir 1:0 tap. Vesturbæingar áttu mun meira í leiknum en gekk brösuglega að komast síðustu metrana að marki heimamanna svo að það var farið að fara um stuðningsmenn KR-inga, sem fjölmenntu í brekkuna í Breiðholtinu. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 590 orð

Lágt hlutfall leiðindaleikja

BRAGI Bergmann er sá knattspyrnudómari í efstu deild sem oftast hefur veifað gulum og rauðum spjöldum í sumar, samkvæmt yfirliti sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag. Bragi hefur dæmt níu leiki í efstu deild á tímabilinu og gefið í þeim 48 gul spjöld og 5 rauð. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 532 orð

Lárus komst framúr á síðari hringnum

Nýr Íslandsmeistari var krýndur í maraþonhlaupi karla, en Lárus Thorlacius varð fyrstur landa sinna til að leggja að baki 42,2 kílómetra og hafnaði í fjórða sæti í keppninni. Þar með var bundinn endi á þriggja ára meistaratign Ingólfs Gizurarsonar, sem missti Lárus framúr sér eftir 24 km og hafnaði í öðru sæti. "Ég setti markið á að vera tvo tíma og 42 mínútur, með 2:50 til vara. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 382 orð

Leiftur nýtti færin betur

LEIFTUR vann góðan sigur á Þrótti í Ólafsfirði sl. sunnudag, 3:1. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar og staða þess verður að teljast góð, auk þess sem sigurinn var eflaust kærkomin upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Vestmanneyingum. Þróttarar geta hins vegar hvorki séð neitt gott né kærkomið við þessi úrslit. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 362 orð

Lítill meistarabragur

Það var ekki mikill meistarabragur á liði ÍBV er það heimsótti Val að Hlíðarenda á laugardaginn. Liðin skildu jöfn, hvorugu tókst að skora mark þrátt fyrir að bæði fengju nokkur þokkaleg færi til þess. Valsmenn voru heldur meira með boltann í upphafi leiks og þeir áttu fyrstu þrjú skotin að marki þó svo ekkert þeirra hitti markið. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 139 orð

Masterkova er enn sú besta

RÚSSINN Svetlana Masterkova, ólympíumeistari í 800 og 1.500 m hlaupi, var ekki á að láta það vefjast fyrir sér að vinna sína einu keppnisgrein á EM, 1.500 m hlaup. Masterkova, sem er fyrir miðju á myndinni hér fyrir ofan, var sterk allt frá upphafi til enda, var alltaf í humátt á eftir forystusauðnum hverju sinni en lét til skarar skríða á síðustu 100 metrunum, Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 49 orð

Miðarnir seldir í dag

ÞEIR 3.500 aukamiðar sem eftir eru á landsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli laugardaginn 5. september verða seldir í dag. Þeir verða seldir á bensínstöðvum ESSO og benda forráðamenn KSÍ fólki af landsbyggðinni á að hafa samband við næstu ESSO-bensínstöð strax í dag og panta miða. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 408 orð

Minni þátttaka en vonast var eftir

AÐSTANDENDUR Reykjavíkurmaraþons urðu fyrir miklum vonbrigðum með þátttökuna á sunnudaginn og Ágúst Þorsteinsson mótsstjóri telur að sú ákvörðun að halda menningarnótt Reykjavíkurborgar sl. laugardagskvöld hafi verið einn af þeim þáttum sem höfðu áhrif á þátttökuna, en þrátt fyrir blíðskaparveður á höfuðborgarsvæðinu á sunnudaginn voru keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu aðeins um 2. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 722 orð

Nýliðar Charlton tróna á toppnum

NÝLIÐAR Charlton tróna í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 5:0-stórsigur á Southampton á laugardag. Þeir John Robinson og Neil Redfearn komu Charlton í 2­0 og eftir að markverði Southampton, Paul Jones, var vikið af leikvelli voru yfirburðir nýliðanna algerir og franherjinn Clive Mendonca gerði fyrstu þrennu tímabilsins. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 371 orð

Ótrúlegur sigur Marseille

MARSEILLE vann ótrúlegan sigur á Montpellier um helgina. Heimamenn voru 4:0 undir í leikhléi og ekkert virtist benda til að liðinu tækist að sigra. Gestirnir gerðu öll fjögur mörkin á 19 mínútna kafla og allt virtist stefna í öruggan sigur þeirra. En allt er hægt í knattspyrnu og leik er ekki lokið fyrr en dómarinn flautar af. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 367 orð

RAGNAR Skúlason var allan tímann í top

RAGNAR Skúlason var allan tímann í toppslagnum yfir heildina, en varð að sætta sig við silfrið. Það gjörbreytti gengi hans að hann er kominn á ausudekk allan hringinn, var áður með skófludekk að aftan. GÍSLI G. Jónsson var annar að stigum fyrir keppnina, en náði sér ekki á strik að þessu sinni, varð fimmti. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 148 orð

Rathbone var spar- neytinn

"LYKILLINNN að velgengni í maraþonhlaupi er að vera sparneytinn á orkuna og ég reyndi að hafa það að leiðarljósi í dag. Ég vissi að Martha (Ernstsdóttir) átti 72 mínútur í hálfmaraþoni, svo ég reyndi að vera í námunda við hana á fyrri hringnum. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 212 orð

Samherjar slást

Tvö mörk Celtic á síðustu tíu mínútum leiksins við Dundee United færðu liðinu sigur, en Dundee United hafði skorað mark í fyrri hálfleik. Það var allt útlit fyrir að meistararnir ætluðu að tapa öðrum leiknum, en Craig Burley, besti leikmaður síðasta keppnistímabils, jafnaði á 80. mínútu og hinn 19 ára Mark Burchill tryggði sigurinn með marki þremur mínútum síðar. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 96 orð

Sanngjarn sigur Mallorca

LIÐ Mallorca er meistari meistaranna á Spáni, lagði Barcelona í síðari leik liðanna 1:0. Mallorca vann fyrri leikinn, sem fram fór í Palma, 2:1 og áttu margir von á að Barcelona næði að vinna þann mun upp, sérstaklega þar sem liðið gerði eitt mark á Mallorca. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 193 orð

Sentímetra frá átján metrum

"Það sem skyggir á gleði mína er að hafa ekki farið yfir átján metra," sagði Jonathan Edwards, heimsmethafi í þrístökki eftir að hann hafði unnið þrístökkskeppni Evrópumótsins utanhúss í fyrsta sinn. Fyrir fjórum árum varð hann í sjötta sæti með 16,85 metra. Nú stökk hann lengst 17,99, aðeins 2 cm frá sínu besta á þessu ári og 30 cm frá heimsmetinu frá 1995. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 417 orð

Skagamenn ráku af sér slyðruorðið

SKAGAMENN náðu heldur betur að reka af sér slyðruorðið er þeir báru sannfærandi sigurorð af döprum leikmönnum Grindavíkur á laugardag. Lokatölur leiksins urðu 0:3 Akurnesingum í vil og fyrir vikið eru þeir enn með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, en Grindvíkinga bíður hörð fallbarátta. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 405 orð

STEVE Backley, spjótk

STEVE Backley, spjótkastari frá Bretlandi, bætti eigið mótsmet á Evrópumeistaramótinu þegar hann kastaði 87,30 metra í undankeppninni. Fyrra metið var 87,30 og það setti hann í úrslitakeppninni á EM í Split árið 1990. Þá bætti hann mótsmet sem Einar Vilhjálmsson setti í undankeppninni, 85,48. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 593 orð

STOLT »Árangur GuðrúnarArnardóttur á EMmjög athyglisverður

Sautjánda Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum lauk í Búdapest á sunnudaginn og er óhætt að segja að vel hafi tekist til með framkvæmd þess. Fimm íslenskir íþróttamenn tóku þátt í mótinu, svipaður fjöldi og á EM síðustu ára, en árangurinn er í heild betri en oft áður þótt engir yrðu verðlaunapeningarnir, og þarf jafnvel að leita til sjötta áratugarins til að finna hliðstæðu. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 486 orð

Sveiflukennt í Laugardalnum

HANN var æði sveiflukenndur, leikurinn sem Fram og Keflavík buðu áhorfendum upp á á sunnudagskvöldið. Liðin skiptust á að hafa frumkvæðið, en gestirnir höfðu erindi sem erfiði og sigruðu 2:3. Við sigurinn má segja að lið Keflavíkur sigli lygnan sjó í deildinni, en við Frömurum blasir botnbaráttan enn um sinn. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 466 orð

TILKYNNT verður á morgun hver verður fyrirliði

TILKYNNT verður á morgun hver verður fyrirliði Ryder-liðs Evrópu næsta ár. Líklegt er talið að Englendingurinn Mark Jamesverði fyrir valinu. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 226 orð

Tvö stökk nægðu til sigurs

TVÖ stökk nægðu fremsta stangarstökkvara heims um þessar mundir, Úkraínumanninum Maxím Tarasov, til þess að bera sigur úr býtum og verða Evrópumeistari. Hann stökk hæst 5,81 metra eins og þýski methafinn og Evrópumeistarinn innanhúss, Tim Lobinger. Lobinger notaði hins vegar mun fleiri tilraunir. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 767 orð

Valur - ÍBV0:0

Valsvöllur að Hlíðarenda, 14. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Landssímadeildinni, laugardaginn 22. ágúst 1998. Aðstæður: Mjög góðar, norðaustan gola og sól. Markskot: Valur 20 - ÍBV 18. Hörn: Valur 3 - ÍBV 2. Rangstaða: Valur 1 - ÍBV 0. Gult spjald: Ólafur Stígsson, Val (23.) fyrir brot. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 356 orð

Var alveg orðlaus

"MÉR er orða vant, þetta er ótrúlegt. Ég trúi því vart að að ég hafi verið fyrst," sagði Írinn Sonia O'Sullivan er hún kom fyrst í mark í 5.000 m hlaupi kvenna. Kom sigur hennar á óvart, ekki hvað síst löndum hennar sem kunnu sér vart læti af tómri kæti. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 201 orð

Þórarinn með réttu staðsetn- ingarnar

Mínir menn voru á hælunum fram eftir leik og mér fannst undarlegt skokk á mönnum," sagði brúnaþungur Ásgeir Elíasson, þjálfari Framara, eftir leik. "Keflvíkingar voru mun betri, sérstaklega í fyrri hálfleik, og við fengum á okkur slysaleg mörk, sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 69 orð

Þrefalt hjá Ítölum

ÍTALIR voru sigursælir í maraþonhlaupi karla á laugardaginn, urðu í þremur fyrstu sætunum og það voru því aðeins Ítalir sem stóðu á verðlaunapalli. Stefano Baldini stóð á efsta palli, hljóp á 2 klukkustundum, 12,01 mínútu, tíu sekúndum hraðar en Danilo Goffi sem varð annar. Vicenzo Modica varð þriðji. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 290 orð

Þrír Norðurlandameistarar unglinga

Íslenskt frjálsíþróttafólk tók um helgina þátt í Norðurlandamóti unglinga tuttugu ára og yngri og vann til þriggja gullverðlauna og tvennra bronsverðlauna auk þess að lenda þrívegis í fjórða sæti. Jón Ásgrímsson úr FH sigraði í spjótkasti, kastaði 69,56 metra í síðasta kastinu og bætti eigin árangur um 26 sentimetra. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 50 orð

(fyrirsögn vantar)

0:1 Á 17. mínútu tók Andri Sigþórsson hornspyrnu frá hægri. Boltinn barst fyrir mitt mark, Guðmundur Benediktsson rétt missti af honum svo að boltinn fór yfir þvöguna fyrir miðju marki og fyrir fætur Þormóðs Egilssonar við vinstra markteigshornið. Þormóður þrumaði honum með vinstri fæti yfir Ólaf Þór Gunnarsson markvörð ÍR. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

1:0John Nielsen tók hornspyrnu frá hægri á 3. mínútu. Hann sendi knöttinn út í vítateig þar sem Baldur Bragason skallaði hann glæsilega efst í hægra hornið. 1:1Á 60. mín. sendi Vignir Sverrisson knöttinn inn á Tómas Inga Tómasson sem tók snyrtilega við honum utarlega í markteig, plataði varnarmann og renndi boltanum niður í hægra markhornið. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 116 orð

(fyrirsögn vantar)

0:1 Fyrsta mark Skagamanna kom á 54. mínútu. Þá átti Zoran Ivsic gott skot að marki sem Albert í marki Grindavíkur varði en hélt ekki. Pálmi Haraldsson kom aðvífandi og gaf fyrir á Ragnar Hauksson, sem skoraði auðveldlega af markteig. 0:2 Á 73. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | 563 orð

(fyrirsögn vantar)

SERGIO Heredia var eini fulltrúinn í hópi nærri 1.300 fjölmiðlamanna sem voru á EM sem vann til verðlauna. Heredia kom fyrstur í mark í 998 metra kapphlaupi sem einn styrktaraðila mótsins stóð fyrir. Hljóp hann vegalengdina á 2. Meira
25. ágúst 1998 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Maraþonhlaup: Dan Rathbone2:31.39 Jörg Gruenhagen2:44.08 Lárus Thorlacius2:44.36 Lorraine Masouka2:45.45 Vicente Alvarez Gomez2:47.12 Fakhoury Enricson2:48.00 Ingólfur Geir Gissurarson2:53.12 Kim Marie Goff2:57.19 Harald Helleport3:00.17 Pétur Haukur Helgason3:01.36 Ulrich Becker3:05. Meira

Fasteignablað

25. ágúst 1998 | Fasteignablað | 719 orð

Eignarmyndun í íbúðarhúsnæði

Í EINFALDRI framsetningu má segja að lánamöguleikar, laun og eigið fé séu grunnurinn að dæmigerðum íbúðarkaupum. Mögulegt íbúðarverð er summan af lánum og eigin fé og lántökur ráðast af launum. Álitið er að fólk skipti um íbúðarhúsnæði að jafnaði tvisvar á lífsleiðinni eftir fyrstu íbúðarkaup. Meira
25. ágúst 1998 | Fasteignablað | 263 orð

Ellefu fá viðurkenningar fyrir lóðir

ÁRLEG veiting viðurkenninga fyrir fallega garða, snyrtimennsku og fegrun í Hafnarfirði fór fram fyrir nokkru en það er Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar sem veitir þær. Alls voru það 11 aðilar sem fengu slíkar viðurkenningar. Meira
25. ágúst 1998 | Fasteignablað | 226 orð

Fallegir garðar í Stykkishólmi fá viðurkeningu

Stykkishólmi-Undanfarin tvö ár hafa Rótarýklúbbur Stykkishólms og Lionsklúbbur Stykkishólms veitt viðurkenningar fyrir fallega garða í bænum. Tilgangur með að veita viðurkenninguna er sá að sýna þakklæti til garðeigenda sem hafa lagt mikla vinnu í að skapa fallegan garð og tíma til að halda honum snyrtilegum. Meira
25. ágúst 1998 | Fasteignablað | 174 orð

Hamragarðar aftur komnir í sölu

HIÐ sögufræga hús Jónasar frá Hriflu, Hamragarðar, eða Hávallagata 24 í Reykjavík er nú aftur komið á söluskrá hjá Eignamiðluninni, en húsið var selt í fyrra eins og kunnugt er. Þetta er steinhús, byggt árið 1941, 352 fermetrar að stærð, ásamt 27 fermetra bílskúr. Það stendur á rúmlega 600 fermetra eignarlóð og á virðulegum stað í vesturbæ Reykjavíkur. Meira
25. ágúst 1998 | Fasteignablað | 35 orð

Lítill munur

FJALLAÐ er um greiðslubyrði húsnæðislána og hvernig eignamyndun fólks í íbúðakaupum getur verið háttað í þætti Grétars J. Guðmundssonar Markaðurinn. Segir hann lítinn mun á greiðslubyrði á 25 og 40 ára lánum. /5 Meira
25. ágúst 1998 | Fasteignablað | 229 orð

Miðborg Reykjavíkur efld

ÁÆTLUN um þróun miðborgar Reykjavíkur hefur verið í smíðum um nokkurt skeið en fyrstu umræður um hana hófst á síðasta ári. Verkið er unnið á vegum Borgarskipulags og er tilgangur þess að gera miðborgina betri á allan hátt, fyrir íbúa, þá sem reka þjónustu í miðborginni og þá sem þangað leita. Meira
25. ágúst 1998 | Fasteignablað | 46 orð

Nám í eignasölu

NÁMSKEIÐ fyrir verðandi fasteignasala er ráðgert í haust. Skiptist það í þrjá hluta og að loknu prófi öðlast menn löggildingu til að starfa sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasalar. Námið stendur í þrjú misseri og hefst kennsla í október ef næg þátttaka fæst. /14 Meira
25. ágúst 1998 | Fasteignablað | 362 orð

Námskeið fyrir verðandi fasteignasala

Í HAUST verður efnt til undirbúningsnámskeiðs fyrir þá sem gangast vilja undir próf til að öðlast löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasalar, en lögum samkvæmt geta þeir starfað sem slíkir sem fengið hafa til þess löggildingu ráðherra. Það er prófnefnd löggiltra fasteignasala sem hefur umsjón með námskeiðinu, en nefndin starfar á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Meira
25. ágúst 1998 | Fasteignablað | 325 orð

Viðurkenning fyrir endurnýjun á gömlum garði

LÓÐIN við Austurgötu 31 í Hafnarfirði fékk viðurkenningu fegrunarnefndar Hafnarfjarðar fyrir frábæra útfærslu og endurnýjun á gömlum garði. Eigandinn er Sverrir Júlíusson en auk þess að taka garðinn í gegn hefur hann einnig gert húsið upp en það var reist árið 1892. Meira
25. ágúst 1998 | Fasteignablað | 1250 orð

Þróunaráætlun um eflingu miðborgar Reykjavíkur vel á veg komin

ÁÆTLUN um þróun miðborgar Reykjavíkur hefur verið í smíðum um nokkurt skeið en í henni felst meðal annars endurskoðun á aðalskipulagi til að hægt sé að skapa forsendur fyrir deiliskipulagi. Markmiðið er að efla miðborgina með skýrari afmörkun svæða til ákveðinna nota, svo sem íbúðarsvæða, verslunar- og þjónustusvæða, Meira

Úr verinu

25. ágúst 1998 | Úr verinu | 362 orð

Faxamjöl kaupir Kap

FAXAMJÖL hf., dótturfélag Granda hf., hefur keypt öll hlutabréf í útgerðarfélaginu Mel hf. af Vinnslustöðinni hf. Með í kaupunum fylgir nótaskipið Kap VE 4 auk 0,5% aflahlutdeildar í loðnu, rúmlega 400 tonn af úthafskarfa og hugsanlegur veiðiréttur úr norsk- íslenzka síldarstofninum. Með kaupunum er Faxamjöl að styrkja félagið í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Meira
25. ágúst 1998 | Úr verinu | 275 orð

Ný áætlun um stuðning við sjávarútveg kynnt

ELLIOT Morley, sjávarútvegsráðherra Bretlands, tilkynnti á dögunum nýja áætlun til stuðnings sjávarútvegi í Bretlandi. Helstu tillögur eru stofnun úreldingarsjóðs fyrir árin 1999 og 2000, fjárstyrkir til að bæta öryggismál fiskiskipa, til stuðnings framleiðslu og markaðssetningu sjávarafurða. Fjárstuðningur verður veittur þeim svæðum Bretlands sem byggja að stórum hluta afkomu á fiskveiðum. Meira
25. ágúst 1998 | Úr verinu | 57 orð

(fyrirsögn vantar)

VERÐ á fiski hefur hækkað um 15% á örfáum vikum vegna lítils framboðs. Veiðar hafa verið minni en venjulega vegna slæms veðurs og í aflanum er mikið af smáfiski. Minnkun innflutnings þorsks setur einnig mark á breska markaðinn. Verst kemur fiskskorturinn niður á matvælaframleiðendum og smærri söluaðilum sem selja hinn landskunna rétt, fisk og franskar. Meira

Barnablað

25. ágúst 1998 | Barnablað | 131 orð

PENNAVINIR

Ég vil skrifast á við stráka og stelpur á öllum aldri, ég er 13 ára. Áhugamál: dýr, böll, góð tónlist og barnapössun. Svara öllum bréfum. Aldís Ó. Júlíusdóttir Grundarstíg 10 550 Sauðárkrókur Ég er hálf ítölsk og hálf íslensk og vil eignast pennavinkonur á aldrinum 9-11 ára, ég er 9 að verða 10 ára. Meira

Ýmis aukablöð

25. ágúst 1998 | Dagskrárblað | 172 orð

13.45Skjáleikurinn

13.45Skjáleikurinn [53848854] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Reynir Harðarson. [3588854] 17.30Fréttir [17800] 17.35Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [244767] 17.50Táknmálsfréttir [8659699] 18. Meira
25. ágúst 1998 | Dagskrárblað | 217 orð

17.00Í ljósaskiptunum

17.00Í ljósaskiptunum (Twilight Zone) (10:29) [9038] 17.30Ensku mörkin. [2125] 18.00Dýrlingurinn (The Saint) Breskur myndaflokkur. [62212] 18.45Sjónvarpsmarkaðurinn [600309] 19. Meira
25. ágúst 1998 | Dagskrárblað | 610 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05 Morguntónar. 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn. 7.05 Morgunstundin. 7.31 Fréttir á ensku. 8.10 Morgunstundin. 8.30 Fréttayfirlit. 9.03 Laufskálinn. 9. Meira
25. ágúst 1998 | Dagskrárblað | 881 orð

Format fyrir aukasjónvarpsstöðvar, auka, 73,7

Format fyrir aukasjónvarpsstöðvar, auka, 73,7ÝMSAR STÖÐVAR Meira
25. ágúst 1998 | Dagskrárblað | 80 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
25. ágúst 1998 | Dagskrárblað | 109 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
25. ágúst 1998 | Dagskrárblað | 111 orð

ö13.00Bramwell (9:10) (e) [7

14.40Handlaginn heimilisfaðir (Home Improvement)(9:25)(e) [678380] 15.05Grillmeistarinn (e) [2522090] 15.35Rýnirinn (The Critic)(2:23) (e) [1340670] 16.00Spegill, spegill [75564] 16.25Sögur úr Andabæ [9039090] 16. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.