Greinar þriðjudaginn 8. september 1998

Forsíða

8. september 1998 | Forsíða | 276 orð

Engar vísbendingar að finna í flugritanum

FLUGRITI MD-11 þotu svissneska flugfélagsins Swissair, sem fórst við strendur Nova Scotia í Kanada aðfaranótt sl. fimmtudags með 229 manns innanborðs, hefur ekki að geyma neinar upplýsingar um síðustu sex mínútur hins örlagaríka flugs. Í gær tókst að nema hljóðmerki frá hljóðrita vélarinnar. Vonast er til að hann náist upp fljótlega en flugriti þotunnar náðist upp af hafsbotni á sunnudag. Meira
8. september 1998 | Forsíða | 71 orð

Friðarsamkomulag náðist

SAMKOMULAG um vopnahlé og kyrrsetningu hersveita í Lýðveldinu Kongó náðist á fundi leiðtoga í sunnanverðri Afríku í gær. Frederick Chiluba, forseti Zambíu, sagði fréttamönnum að samkomulagið yrði undirritað í dag. Meira
8. september 1998 | Forsíða | 267 orð

Gaurar eru gungur

SVOKÖLLUÐ "drengjamenning" er ekki öll sem hún sýnist ef marka má umfjöllun breskra vísindamanna um fyrirbærið. Bjórdrykkja, fótbolti og kynlíf eru leiðarljós gauranna sem lifa lífi sínu í menningarkima kenndum við drengi. Bretarnir Paul Gascoinge, knattspyrnumaður, og Liam Gallagher í hljómsveitinni Oasis eru átrúnaðargoðin. Meira
8. september 1998 | Forsíða | 114 orð

Innrásarhættan liðin hjá?

STJÓRNMÁLASKÝRENDUR virtust í gær á einu máli um að hættan á að Íranir réðust inn í Afganistan væri nú að mestu liðin hjá, eftir að Ayatollah Ali Khameini, leiðtogi Írans, neitaði því á sunnudag að innrás væri í undirbúningi. Enn ríkir þó mikil spenna í samskiptum ríkjanna, enda eru um 70 þúsund íranskir hermenn við æfingar nálægt landamærunum. Meira
8. september 1998 | Forsíða | 58 orð

Salernispappír dýrari en styrjuhrogn

ALDRAÐUR Moskvubúi rýnir í verð matvæla í gegnum glugga kjötkaupmanns í gær. Auðar hillur í verslunum eru nú æ algengari sjón í Moskvu en þær hafa verið sjaldséðar á undanförnum árum. Innfluttur salernispappír er nú dýrari en styrjuhrogn, en mjög gengur á birgðir ýmissa nauðþurfta, svo sem hveitis, matarolíu og smjörs í verslunum. Meira
8. september 1998 | Forsíða | 386 orð

Tsjernomyrdín hafnað í annað sinn

DÚMAN hafnaði Viktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherraefni Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, í annað sinn í gær. Atkvæði féllu þannig að 138 þingmenn voru fylgjandi embættisskipaninni en 273 voru á móti henni. Meira

Fréttir

8. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

6­700 tonn unnin fyrir austan

YFIR 300 tonn af brotajárni voru unnin í Mývatnssveit og á milli 3-400 tonn á Húsavík í síðustu viku og er þetta í fyrsta sinn sem menn á vegum Hringrásar fara á þessa staði með færanlega endurvinnslustöð og vinna brotajárn. Meira
8. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 138 orð

Aðeins um 300 miðar óseldir

MIKILL áhugi er fyrir tónleikum stórsöngvarans Kristjáns Jóhannssonar sem fram fara í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 10. október nk. Að sögn Jóns Ellerts Lárussonar í Bókvali, þar sem forsala fer fram, eru aðeins um 300 miðar eftir af þeim 1.400 sem í boði voru. Jón Ellert sagðist gera ráð fyrir að miðar á tónleikana seldust upp á næstu tveimur dögum. Meira
8. september 1998 | Erlendar fréttir | 993 orð

Áhangendur félagsins afar ósáttir

GENGI hlutabréfa í breska knattspyrnufélaginu Manchester United hækkaði umtalsvert í gær eftir að staðfest hafði verið af fulltrúum gervihnattasjónvarpsstöðvarinnar BskyB, sem er í eigu auðkýfingsins Ruperts Murdochs, að kauptilboð yrði gert í félagið í þessari viku. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Ákveður að undirbúa sameiginlegt framboð í kjördæmunum

SAMRÁÐSFUNDUR Kvennalistans ákvað á fundi sínum á sunnudag að taka þátt í undirbúningi sameiginlegs framboðs félagshyggjuflokkanna úti í kjördæmunum. Eins konar sameiginlegt kjördæmisráð verður því myndað í hverju kjördæmi fyrir sig með þremur kvennalistakonum auk þriggja fulltrúa frá hvorum A- flokkanna. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Bitte Kari Rand á Íslandi

VERSLUNIN Bitte Kari Rand var opnuð 15. ágúst sl. að Skólavörðustíg 38 í húsinu Bjargi við hliðina á Eggerti feldskera. Bitte Kai Rand er danskur hönnuður. Hún stofnaði fyrirtækið 1982 og notar eingöngu hágæða efni í sínar vörur. Vörur sínar selur hún víðsvegar í Evrópu og Skandinavíu. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 210 orð

Byrjunarlaun um 162.000 á mánuði

SJÚKRAHÚS Sogn og Fjordane í Førde í Suður-Noregi auglýsti um helgina eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum á lyflækningadeildir sjúkrahússins, en að sögn Ragnhild Svoen yfirhjúkrunarfræðings vantar ellefu hjúkrunarfræðinga á deildirnar. Sjúkrahúsið hefur ekki auglýst eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum áður, en hefur hins vegar auglýst eftir hjúkrunarfræðingum á hinum Norðurlöndunum. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Dansráðstefna öðru sinni

ÖNNUR dansráðstefna Dansráðs Íslands var haldin laugardaginn 29. ágúst. 22 danskennarar sóttu ráðstefnuna, segir í fréttatilkynningu frá ráðinu. Ráðstefnugestum var boðið upp á kennslu í ýmsum dönsum, svo sem samkvæmisdönsum, tískudönsum, jazzballet og "break"-dansi. Einnig vare rætt um dansana. Meira
8. september 1998 | Miðopna | 137 orð

Einn af þeim áhrifaríkustu

"ÞEIR eru smám saman að týna tölunni kvikmyndajöfrar tuttugustu aldarinnar," sagði Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri um kynslóðina sem kom fram eftir stríð og lagði að hans mati hornsteininn að kvikmyndalist sjötta, sjöunda og áttunda áratugarins. Hilmar segir að Kurosawa hafi verið "einn af þeim allra stærstu og örugglega einn af þeim allra áhrifaríkustu. Meira
8. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Endurnar fá brauðbita

ENDURNAR á Leirutjörninni eru svo sannarlega í góðum höndum þegar frændsystkinin Hilma Ýr og Hörður Vilberg heimsækja þær með fullan poka af brauði, sem þau brytja ofan í hópinn. Þau voru niður við tjörn í gærdag og ekki annað að sjá en endurnar séu himinlifandi með heimsóknina. Og vona væntanlega að þau komi sem oftast. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Engar athugasemdir

PÓST- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að gera ekki athugasemd við hækkun á gjöldum hjá Landssíma Íslands hf. fyrir símtöl í upplýsinganúmerin 114 fyrir erlend númer og 118 fyrir innlend númer. Meðalhækkunin var 15% og 24%. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Farin á fund Keikós

FJÓRMENNINGARNIR Anna S. Kristjánsdóttir og Hálfdan Helgi Helgason frá Eskifirði og Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir og Ríkharður Örn Atlason frá Vestmannaeyjum héldu af stað til Bandaríkjanna á sunnudag, til þess að heimsækja háhyrninginn Keikó í Newport í Oregon áður en hann leggur upp í langferðina til Íslands. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Fjölbreytt námskeið í leiklist

HLJÓÐSETNING ehf. sem á undanförnum árum hefur talsett fjölda teiknimynda og staðið í fremstu röð í vinnslu auglýsinga býður nú í lok september upp á fjölbreytt námskeið í leiklist. Á hverju námskeiði verður m.a. boðið upp á leiktúlkun, spuna, talsetningu teiknimynda, kynningu á förðun og myndbandagerð, upptöku í hljóðveri og leik í tónlistarmyndbandi. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 997 orð

Fjölmennt lið við gæslu á Laugardalsvelli

Óhætt er að fullyrða að vel á 13. þúsund hafi sótt Laugardalinn heim þegar landsleikur stóð yfir í knattspyrnu á laugardag. Lögreglan hafði fjölmennt lið til öryggis og við umferðarstjórn. Umferð til og frá vellinum gekk með ágætum og gott að vita að flestir borgarbúa hafa þolinmæði með í för þegar svo fjölmennir atburðir eiga sér stað. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Fleiri erlendir ferðamenn

FJÖLGUN erlendra ferðamanna er um 22.000 fyrstu 8 mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra eða um 14% Í ágústmánuði sl. komu alls 37.350 erlendir ferðamenn til landsins en í sama mánuði í fyrra komu 31.585. Aukningin í ágúst miðað við síðasta ár er 18,3%. Flestir hinna erlendu gesta komu frá Þýskalandi, eða 7.503, frá Bandaríkjunum komu 4.976 , frá Bretlandi 3.372 og 2.802 frá Ítalíu. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Forsætisráðherra á heimssýningunni

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra heimsótti heimssýninguna í Lissabon í Portúgal síðastliðinn laugardag ásamt konu sinni, Ástríði Thorarensen. Ráðherrann heimsótti íslenska sýningarsvæðið og kynnti sér líka sjávarútvegsdeild sýningarinnar. Davíð ræddi í Portúgalsheimsókn sinni við forsætisráðherra landsins, Antonio Guterres, í bústað hans í Lissabon. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Fyrsti nýi flokkur astmalyfja í 25 ár

FYRSTI nýi flokkur astmalyfja í 25 ár er kominn á markað hér á landi. Þessi flokkur nefnist leukotríenviðtækjablokkar að því er segir í fréttatilkynningu frá Farmasía ehf. Singulair tilheyrir þessum flokki og var skráð hér á landi 1. september. Virka efnið heitir montelúkast. Singulair er mjög þægilegt í notkun þar sem það er í töfluformi og er skammturinn 1 tafla fyrir svefn. Meira
8. september 1998 | Erlendar fréttir | 237 orð

Gaddafi hafnar réttarhöldum

SVO virðist sem Gaddafi, leiðtogi Líbýu, hafi hafnað tillögu Breta og Bandaríkjamanna um að réttarhöld yfir mönnunum tveimur, sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkinu yfir Lockerbie, verði haldin í Haag í Hollandi. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Getur eflt vísindasamstarf í Norður-Evrópu

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kynnti hugmynd um stofnun sérstaks vettvangs norðurrannsókna í ræðu sem hann hélt í gær í Rovaniemi í Finnlandi í tilefni tuttugu ára afmælis Háskólans í Lapplandi. Í dag mun forsetinn meðal annars eiga viðræður við Martti Ahtisaari, forseta Finnlands, og þiggja kvöldverðarboð hans. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Grunur um íkveikju

TIMBURHÚS brann til grunna á Eyri í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi aðfaranótt mánudags. Lögreglunni á Ísafirði var tilkynnt um eldinn skömmu eftir miðnætti og hafði þá logað í húsinu í talsverðan tíma. Ekki tókst að koma í veg fyrir að það brynni til grunna. Enginn var í húsinu Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Grunur um íkveikju

LÖGREGLAN í Reykjavík rannsakar nú huganlegar orsakir bruna á Vatnsstíg 11 en um liðna helgi kviknaði þrisvar í húsinu. Bruninn er nú rannsakaður sem íkveikjumál. Tvisvar kviknaði í húsinu aðfaranótt laugardags. Upp úr miðnætti á sunnudag kviknaði í húsinu þriðja sinni og þá í rúmdýnu í risherbergi. Í öll skiptin urðu íbúar að yfirgefa húsið. Meira
8. september 1998 | Erlendar fréttir | 228 orð

Hagen krefst greinargerðar

VEIKINDALEYFI Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, hefur verið framlengt um viku. Viðbrögðin í Noregi voru í gær blendin við tilkynningunni frá forsætisráðuneytinu þar sem sagði að heilsa Bondevik væri "töluvert betri" en fyrir viku en að hann þyrfti engu að síður á lengra leyfi að halda. Flestir stjórnmálamenn hafa kosið að tjá sig ekki um framlenginguna, að undanskildum Carl I. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

Hugsanlega lokað að næturlagi

FLUGMÁLASTJÓRN hefur óskað umsagnar aðila í flugrekstri sem nota Reykjavíkurflugvöll á því hvernig kæmi við þá ef vellinum yrði lokað fyrir allri umferð að næturlagi. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarþjónustu hjá Flugmálastjórn, segir hugmynd um lokun setta fram annars vegar í sparnaðarskyni og hins vegar til að draga úr hávaða frá flugumferð um völlinn að næturlagi. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

INGIBJÖRG KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR

TÓNLISTARKONAN Ingibjörg Kristín Sigurðardóttir (Minna), Bjálmholti í Holta- og Landsveit, Rangárvallasýslu, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtudaginn 3. september tæplega níræð að aldri. Hún fæddist 6. janúar 1909 og var ung að árum þegar eðlislægir og meðfæddir tónlistarhæfileikar hennar komu í ljós. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Inntökupróf fyrir stráka

INNTÖKUPRÓF fyrir stráka verður í Listdansskóla Íslands, Engjateigi 1, kl. 17.30 í dag, en sérstakt þjálfunarkerfi í dansi fyrir stráka byrjar nú á haustönn. Ramona Loewinski kennari við Sænska ballettskólann í Stokkhólmi mun stjórna inntökuprófinu og kenna fyrstu tímana, en síðan mun hún þjálfa kennara Listdansskólans til að taka við af sér. Meira
8. september 1998 | Miðopna | 1237 orð

Í honum mættust austrið og vestrið

EINN af risum kvikmyndaaldarinnar, japanski kvikmyndahöfundurinn Akira Kurosawa, er fallinn frá í hárri elli, áttatíu og átta ára að aldri. Hann hafði gríðarleg áhrif á kvikmyndagerðarmenn um heim allan með frásagnarlist sinni og m.a. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 1126 orð

Íslenzk aðstoð við mikilvægustu útflutningsgreinina

MÓSAMBÍK er nýjasta samstarfsríki Íslands í suðurhluta Afríku, Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hóf störf þar fyrir tveimur árum. Efnahagur landsins er rétt að byrja að rétta úr kútnum eftir borgarastyrjöld, Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Jafntefli hefur jákvæð áhrif

EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að jafntefli knattspyrnulandsliðs Íslendinga við heimsmeistara Frakka, hafi jákvæð áhrif á starf KSÍ og landsliðsins. Hann segir að fjölmargir hafi lýst ánægju sinni með umgjörð leiksins og hversu vel hann hafi komið út í sjónvarpi. Næsti heimaleikur landsliðsins er gegn Rússum hinn 14. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Járnsuðunámskeið í Garðyrkjuskólanum

JÁRNSUÐUNÁMSKEIÐ verður haldið í Garðyrkjuskóla ríkisins í Reykjum í Ölfusi 15. og 16. september frá kl. 10­16 báða dagana. Námskeiðið er ætlað áhugafólki um blómaskreytingar ásamt fagfólki í greininni. Meira
8. september 1998 | Erlendar fréttir | 38 orð

Järegård látinn

ERNST-Hugo Järegård, sænski leikarinn sem varð meðal annars kunnur fyrir hlutverk sitt sem yfirlæknirinn Stig Helmer í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum "Lansanum" (Riget) eftir Lars von Trier, lézt á heimili sínu á sunnudag. Hann var 69 ára. Meira
8. september 1998 | Erlendar fréttir | 172 orð

Kim kjörinn leiðtogi N- Kóreu

NORÐUR-kóreska þingið kom saman í fyrsta skipti í fjögur ár um helgina og kaus Kim Jong-il leiðtoga landsins. Forsetaembætti landsins var hins vegar lagt niður og faðir Kims, Kim Il-sung, sem lést árið 1994, lýstur "forseti að eilífu". Það er talið benda til þess að Kim sé ekki treyst til að takast á við þann gífurlega efnahagsvanda sem blasir við Norður-Kóreu. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Kínverjar vilja fá Kristján aftur

RÁÐAMENN menningarmála í Kína sýna áhuga á því að fá Kristján Jóhannsson tenórsöngvara aftur til landsins á næsta ári eða árið 2000 en sem kunnugt er syngur hann í umfangsmikilli uppfærslu á Turandot eftir Puccini í Forboðnu borginni í Peking þessa dagana. Átti Kristján fund með þessum mönnum í gær. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 1156 orð

Kom eins og sprenging undan jöklinum UM 10 metra há urð og stórgrýti hlóðst upp framan við Drangajökul í Kaldalóni í hlaupi sem

PÁLL Jóhannesson, bóndi á Bæjum á Snæfjallaströnd, varð fyrstur var við að hlaup hafði komið úr Drangajökli. Hann átti leið um veginn í Kaldalóni á föstudag og áttaði sig á að eitthvað hafði gerst. "Það var klakaruðningur um alla ána. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 506 orð

Kynnast mikilvægi sjávarútvegs

HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Dröfn RE 35 fór í gærmorgun sína fyrstu ferð sem skólaskip en nemendum úr efstu bekkjum grunnskóla er nú boðið að fara í ferð með skólaskipinu. Markmiðið er að efla þekkingu og kennslu um hafið og rannsóknir tengdar því, auka áhuga á hafinu og störfum sem því tengjast og að ungmenni geri sér grein fyrir mikilvægi sjávarútvegs í íslensku atvinnulífi. Meira
8. september 1998 | Erlendar fréttir | 382 orð

Lagt til að laun drottningar verði lækkuð

SKÝRSLA um framtíð breska konungdæmisins, sem unnin er af Demos-hugmyndabankanum, hefur valdið deilum í Bretlandi undanfarna daga. Þar eru settar fram ýmsar róttækar hugmyndir og meðal annars lagt til að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um næsta þjóðhöfðingja. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

LEIÐRÉTT Franski spítalinn Í MYND

Í MYNDATEXTA í grein um Franska spítalann á Fáskrúðsfirði sem birtist í Sunnudagsblaðinu, er getið um Georg Georgsson lækni og yfirhjúkrunarkonuna frönsku, en þriðja manneskjan á myndinni er Ástríður Torfadóttir hjúkrunarkona. "Hvað varð um skýrsluna" ÞANN 30. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 2039 orð

Leitað verði eftir samþykki sjúklinga

Hátt í tuttugu umsagnir um gagnagrunnsfrumvarpið berast heilbrigðisráðuneytinu Leitað verði eftir samþykki sjúklinga Hátt í tuttugu aðilar höfðu í gær sent heilbrigðisráðuneytinu álitsgerðir um ný drög að gagnagrunnsfrumvarpi. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 507 orð

Menntun og breytt hugarfar unga fólksins mikilvægast

Í FÁTÆKRAHVERFINU Bairro Aeroporto í Maputo, höfuðborg Mósambík, hefur Þróunarsamvinnustofnun undanfarin misseri stutt við bakið á æskulýðssamtökunum Arco Iris, eða Regnboganum. Markmið Arco Iris er að aðstoða börn og unglinga, sem hafa lent utan skólakerfisins, meðal annars með starfsmenntun, að stofna félagsmiðstöð og hvetja unglinga í hverfinu til þátttöku í íþróttum, Meira
8. september 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Mikil uppbygging útivistarsvæðis í Skorradal

Borgarnesi-Þeir tóku sig vel út í skátaskyrtu með hálsklút og í stuttbuxum þeir Jón Þ. Leifsson fjármálastjóri og Sigurður Guðjónsson, félagsforingi Skátafélags Akraness, þegar þeir tóku glaðbeittir á móti fjölda gesta sem heimsóttu Skátafell við Skorradalsvatn á dögunum. Meira
8. september 1998 | Landsbyggðin | 94 orð

Mjög mikil eftispurn eftir taði

Laxamýri-Taðreykt matvæli eru vinsæl neysluvara en á undanförnum árum hefur þeim bændum fækkað sem hafa sauðfé á taði. Kaupfélag Þingeyinga taðreykir mikið af kjötvörum og þarf yfir 40 tonn á ári af taði til þess að anna eftirspurn eftir taðreyktum vörum. Oft hefur gengið erfiðlega að fá svo mikið magn en flestir vilja gamla íslenska bragðið af sperðlum og öðru góðgæti. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Námskeið í líföndun

GUÐRÚN Arnalds verður með námskeið í líföndun helgina 12. og 13. september. Námskeiðið verður í Sjálfefli, Nýbýlavegi 30. Líföndun er leið til að tengjast tilfinningum og finna fyrir andartakinu sem er að líða. Með því að anda á ákveðinn hátt og losa um spennu og höft í líkamanum fáum við aukna orku og finnum meiri lífsgleði, segir í fréttailkynningu. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Náttúruhamfarir í Kaldalóni

ÍS og grjót var enn að velta fram undan Drangajökli í Kaldalóni um helgina, en hlaup kom undan jöklinum um miðja síðustu viku. Gífurlegt magn af grjóti og möl ruddist fram í hlaupinu og fyrir framan jökuljaðarinn er allt að 10 metra hár kambur sem myndast hefur í hlaupinu. Talsvert mikill ís er enn í ánni og nokkrir stórir jakar hafa strandað á áreyrunum. Meira
8. september 1998 | Landsbyggðin | 135 orð

Nemendafjöldi aldrei verið meiri

Selfossi-Aldrei hafa fleiri dagskólanemendur verið innritaðir í Fjölbrautaskóla Suðurlands en nú á haustönn 1998 eða alls 713 nemendur. Þar skiptir kannski mestu máli að nýnemar úr grunnskóla hafa aldrei áður verið jafn margir eða 190. Í heildina eru nýir nemendur við skólann 226. Meira
8. september 1998 | Landsbyggðin | 68 orð

Ný myndbandaleiga í Grundarfirði

Grundarfirði-Ný myndbandaleiga hefur verið opnuð í Grundarfirði og ber hún nafnið Kósý. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Guðný Lóa Oddsdóttir og Emil Sigurðsson. Boðið verður upp á nýjar myndbandsspólur vikulega, sælgæti, pylsur, gosdrykki o.fl. og er því komin samkeppni á þessum markaði í Grundarfirði. Opið er í Kósý frá kl. 11.30­ 23. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON

ÓLAFUR Þ. Þórðarson, fyrrverandi alþingismaður, lést á sunnudagskvöld, á fimmtugasta og áttunda aldursári. Hann fæddist 8. desember 1940 á Stað í Súgandafirði. Foreldrar hans voru Jófríður Pétursdóttir húsmóðir og Þórður Halldór Ágúst Ólafsson bóndi. Ólafur lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1960 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1970. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 286 orð

Óskað eftir að atvinnuleyfi verði afturkölluð

FÉLAG járniðnaðarmanna og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa farið fram á að félagsmálaráðuneytið afturkalli atvinnuleyfi rússneskra starfsmanna Technopromexport, verktaka Landsvirkjunar við byggingu Búrfellslínu 3A, þar sem í ljós hafi komið að þeir hafi gengið í önnur störf en leyfið var gefið út fyrir. Meira
8. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Óþarfa afskipti af Íbúðalánasjóði

VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðismanna telur Framsóknarflokkinn hafa verið með óþarfa afskiptasemi af Íbúðalánasjóði að því er fram kemur í ályktun frá stjórn félagsins. Þar segir að undirbúningsnefnd um stofnun sjóðsins eigi að annast ráðningu framkvæmdastjóra og ráðningartíma en ekki Framsóknarflokkurinn. Meira
8. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Pop og Kompagni spila í Deiglunni

HLJÓMSVEITIN Pop og Kompagni heldur tónleika í Deiglunni, Kaupvangsstræti kl. 21, í kvöld, þriðjudagskvöldið 8. september. Í hljómsveitinni eru 5 þroskaheftir einstaklingar frá Álaborg í Danmörku sem þykir tónlist það skemmtilegasta sem til er, sérstaklega þegar þeir spila sjálfir. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Rabbfundur hjá Foreldrafélagi misþroska barna

RABBFUNDUR félaga verður hjá Foreldrafélagi misþroska barna miðvikudaginn 9. september kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Háteigskirkju og er gengið inn frá bílastæðinu bak við kirkjuna. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Rotaðist við stangarstökk

STÚLKA, sem var að æfa stangarstökk, slasaðist á Valbjarnarvelli um klukkan átta í gærkvöld. Að sögn lögreglu féll hún og rotaðist. Hún var flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur með sjúkrabifreið. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild fékk stúlkan að fara heim að lokinni skoðun. Meira
8. september 1998 | Erlendar fréttir | 460 orð

Rússneska millistéttin hrynur með rúblunni

EFNAHAGSÖNGÞVEITIÐ í Rússlandi bitnar á landsmönnum öllum en líklega hefur engin ein stétt orðið jafn hart úti og millistéttin. Hefur hún farið mjög vaxandi á síðustu árum en nú horfist hún í augu við fjöldauppsagnir og bankahrun, sem gerir sparifé hennar að engu. Meira
8. september 1998 | Miðopna | 334 orð

Sagnameistari kvikmyndanna

KUROSAWA er sagnameistari kvikmyndanna að dómi Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndaleikstjóra sem er sá eini eða einn af fáum Íslendingum sem hittu Kurosawa. Hrafn hitti Kurosawa á kvikmyndahátíð í Tókíó og skrifaði við hann viðtal sem birtist i Lesbók Morgunblaðsins. Hrafn segir Kurosawa einstæðan. Meira
8. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 141 orð

Sameiginlegu framboði fagnað

SIGHVATUR Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sameiginlegt framboð með Alþýðubandalagi og Kvennalista í þingkosningunum í vor, á kjördæmisþingi Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra á Húsavík um síðustu helgi. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 438 orð

Samningur milli Háskóla og ríkis um aukið fé

HÁSKÓLAHÁTÍÐ með nýju sniði var haldin síðastliðinn laugardag í Háskólabíói, en sú stefna hefur verið tekin upp að halda Háskólahátíð 5. september ár hvert. Háskólahátíð hefur verið haldin þrisvar á ári, í október, febrúar og júní, þar sem fram fer brautskráning kandídata og málefni Háskólans eru rædd. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Sigurður Grétar kjörinn prestur á Hvammstanga

NÝR prestur var kjörinn á Hvammstanga, Sigurður Grétar Sigurðsson guðfræðingur. Hlaut hann bindandi kosningu á kjörmannafundi síðastliðið sunnduagskvöld. Í Breiðabólsstaðarprestakalli eru fjórar sóknir með kirkjur á Hvammstanga, Tjörn, Vesturhópshólum og Breiðabólsstað í Vesturhópi og búa 770 manns í prestakallinu. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Sjö ára snáði fékk ferð til Disney World

SJÖ ára Reykjavíkursnáði, Tómas Magnússon, Smiðjustíg 4, 101 Reykjavík, datt í lukkupottinn þegar dreginn var út aðalvinningur í Orkuleik Fiskafurða - Lýsisfélags ehf. Tómas fékk ferð fyrir tvo til Disney World með Flugleiðum, segir í fréttatilkynningu frá Fiskafurðum - Lýsisfélagi ehf. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 678 orð

Skemmtileg djassstemmning í miðbænum

DJASSHÁTÍÐ Reykjavíkur verður haldin dagana 9.­13. september næstkomandi. Það eru djassdeild Félags íslenskra hljómlistarmanna og Reykjavíkurborg sem að henni standa. Ólafur Þórðarson er framkvæmdastjóri Djasshátíðar Reykjavíkur. "Það má segja að upphaf árlegra djassdaga í Reykjavík megi rekja til Norrænna útvarpsdjassdaga árið 1990 sem Ríkisútvarpið stóð þá fyrir. Meira
8. september 1998 | Landsbyggðin | 99 orð

Skólastarf hafið

GRUNNSKÓLINN Í Reykjahlíð var settur þriðjudaginn 1. september að viðstöðddu fjölmenni. Hólmfríður Guðmundsdóttir skólastjóri flutti skólasetningarræðu. Hún gat þess að nemendur yrðu 77 í vetur, fremur færri en á síðasta ári. Fastráðnir kennarar í vetur verða 9 fyrir utan skólastjórann. Þrír nýir kennarar koma til starfa við skólann í vetur. Meira
8. september 1998 | Erlendar fréttir | 1666 orð

Skuggi Monicu fylgir Clinton

ÞRJÁR vikur eru liðnar frá því Bill Clinton Bandaríkjaforseti sneri blaðinu við og viðurkenndi að hafa átt í sambandi við Monicu Lewinsky, unga starfsstúlku í Hvíta húsinu. Játning forsetans og afsökunarbeiðni hans í síðustu viku virðist hins vegar ekki ætla að styrkja stöðu hans. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 359 orð

Spáð 8,3% kaupmáttaraukningu hérlendis

ÞJÓÐHAGSSTOFNUN spáir því að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist á þessu ári um 8,3% hér á landi og um 3% í helstu viðskiptalöndum Íslands. Á síðasta ári jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna á Íslandi um 6,9% en um 2,4% að meðaltali í viðskiptalöndunum. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Söfnun fyrir drenginn

HAFIN er á Eskifirði söfnun fyrir drenginn sem slasaðist í bruna í lok ágúst. Drengurinn, Sindri Einarsson, liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn Rafns Ragnarssonar, yfirlæknis á lýtalækningadeild, voru gerðar á honum aðgerðir á föstudag og laugardag, þar sem brennd húð var fjarlægð og ný grædd á. Hann er enn í öndunarvél og er haldið sofandi. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Tölvunefnd vill að leitað verði samþykkis

TÖLVUNEFND gerir alvarlegar athugasemdir við nær allar helstu greinar gagnagrunnsfrumvarpsins, sem nú hefur verið lagt fram í endurskoðaðri mynd, og telur að nefndin sé mjög vanbúin til að takast á við eftirlit með framkvæmd laganna eins og aðbúnaður hennar er nú. Meira
8. september 1998 | Erlendar fréttir | 207 orð

Umsókn um ESBaðild endurnýjuð

EDDIE Fenech Adami, leiðtogi Þjóðernissinnaflokksins á Möltu, sór á sunnudag embættiseið sem forsætisráðherra eyjarinnar, eftir að Alfred Sant, leiðtogi Verkamannaflokksins, viðurkenndi ósigur í þingkosningum sem fram fóru á laugardag og sagði af sér. Meira
8. september 1998 | Erlendar fréttir | 111 orð

Uppreisnarmenn í Kongó vilja pólitískt samkomulag

Uppreisnarmenn í Lýðveldinu Kongó telja vopnahlé í átökunum við stjórnarherinn óhugsandi án þess að pólitískt samkomulag náist á milli deilenda fyrst og erlendri hernaðaríhlutun verði hætt. Sendinefnd uppreisnarmanna mætti til fundar leiðtoga í sunnanverðri Afríku um Kongó- deiluna við Viktoríufossa í Zimbabve í gær. Meira
8. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

ÚA selur Sólbak EA

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. hefur selt frystitogarann Sólbak EA til fyrirtækisins Over-sea, sem er dótturfyrirtæki NASCO í Reykjavík. Sólbakur er minnsti frystitogari félagsins og hann verður afhentur nýjum eigendum á næstunni. Sólbakur var smíðaður í Japan 1972 en endurbyggður í Þýskalandi 1986. Skipið er 765 brúttótonn að stærð, tæpir 54 metrar að lengd og 9,5 metrar að breidd. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 290 orð

"Þetta var svolítið rosalegt"

TVEIMUR ellefu ára gömlum stúlkum var bjargað heilu og höldnu úr sjálfheldu á Meðalfelli, ofan við Meðalfellsvatn, á sunnudag. Neyðarlínunni barst tilkynning um stúlkurnar rétt fyrir klukkan fjögur og skömmu síðar komu á vettvang lögreglan í Reykjavík, neyðarsveit slökkviliðsins í Reykjavík, Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og Björgunarsveitin Ingólfur í Reykjavík. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Þriggja bíla árekstur

ÞRIGGJA bíla árekstur varð í grennd við Laugarvatn skömmu eftir hádegi gær. Einn farþegi var fluttur á Sjúkrahúsið á Selfossi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi voru meiðsl hans ekki alvarleg. Bílarnir þrír eru mikið skemmdir. Meira
8. september 1998 | Innlendar fréttir | 386 orð

Ætlum ekki að gera lyfjatilraunir

Í KYNNINGARBÆKLINGI deCode genetics inc., móðurfyrirtækis Íslenskrar erfðagreiningar, til erlendra fyrirtækja kemur fram að það geti boðið samstarfsfyrirtækjum "aðgang" að Íslendingum vegna lyfjatilrauna. Meira

Ritstjórnargreinar

8. september 1998 | Leiðarar | 496 orð

EINKAREKINN VIÐSKIPTAHÁSKÓLI

VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN í Reykjavík var settur í fyrsta sinn sl. föstudag. Hann er rekinn af Verzlunarráði með stuðningi menntamálaráðuneytisins eins og Verzlunarskólinn hefur verið um áratuga skeið. "Skólinn eykur enn fjölbreytni í háskólanámi. Hann fer inn á nýjar brautir. Áhrifa þeirrar stefnu, sem stjórnendur skólans móta, mun gæta í öðrum menntastofnunum landsins. Meira
8. september 1998 | Staksteinar | 290 orð

»Hápólitískar bankastofnanir "RÍKISBANKARNIR eru hápólitískar stofnanir og h

"RÍKISBANKARNIR eru hápólitískar stofnanir og hafa sem slíkir verið notaðir til margra óhæfuverka," segir Oddur Ólafsson blaðamaður í grein í Degi. "Nú þykir flestum að mál sé að linni og er meiningin að gera þá að skilvirkum og heiðarlegum bankastofnunum...". Að gefa annarra eignir Meira

Menning

8. september 1998 | Leiklist | 665 orð

Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá

Höfundur: Kristlaug María Sigurðardóttir. Höfundur tónlistar: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Leikmynda- og búningahönnuður: María Ólafsdóttir. Ljósahönnuður: Alfreð Sturla Böðvarsson. Danshöfundur: Jóhann Freyr Björgvinsson. Leikarar: Andrea Gylfadóttir, Guðmundur I. Þorvaldsson, Gunnar Hansson, Hinrik Ólafsson, Kjartan Guðjónsson, Linda Ásgeirsdóttir, Margrét Kr. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 95 orð

Beastie Boys verðlaunaðir á MTV

HLJÓMSVEITIN The Beastie Boys nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir vegna nýútkominnar breiðskífu, "Hello Nasty", og fær verðlaun MTV á fimmtudag fyrir að sýna forystu í myndbandagerð. Verðlaununum er ætlað að heiðra framlag sveitarinnar til myndbandagerðar og það hversu vel henni hefur tekist að halda velli. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 503 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsd

Lethal Weapon 4 Gaman, gaman, hjá Gibson og Glover og áhorfendur skemmta sér með. Borg englanna Venjuleg ástarsaga og sérstök frásögn af englum, blandast ekki vel saman. Armageddon Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, fínum brellum og miklum hetjum. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 149 orð

Bítlarnir langvinsælastir

BÍTLARNIR eru ennþá langvinsælastir og eiga fjórar af fimm vinsælustu breiðskífum frá upphafi, samkvæmt nýrri bók sem kemur út á þriðjudag. "Revolver", "Sgt Pepper's Lonely Hearts Club Band", "The White Album" og "Abbey Road" voru á meðal fimm vinsælustu platnanna í bókinni "The All Time Top 1,000 Albums" eða Þúsund vinsælustu breiðskífur allra tíma. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 106 orð

Dóttir King í mynd um föður sinn

YOLANDA King, dóttir mannréttindafrömuðarins Martin Luther King, mun leika í sjónvarpsmynd í flokknum "Yndislegur heimur Disney" sem fjallar um baráttuna fyrir mannréttindum. King verður í aðalhlutverki ásamt Jurnee Smollett, MacKenzie Astin, Stephanie Peyton og Clifton Powell í myndinni sem heitir "Selma, Guð, Meira
8. september 1998 | Menningarlíf | 534 orð

Einn af hápunktum ferils míns

"ÞETTA var ótrúleg upplifun og tvímælalaust einn af hápunktum ferils míns," segir Kristján Jóhannsson tenórsöngvari um frumsýninguna á Turandot eftir Puccini í Forboðnu borginni í Peking á laugardag. Söng hann þar aðalkarlhlutverkið, Calaf prins. Kristján segir að viðtökur hafi ekki getað verið betri. Mikið hafi verið hrópað og klappað og frumsýningargestir greinilega verið ánægðir. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 113 orð

Enn ein frönsk mynd endurgerð í Hollywood

Hollywood hefur fengið enn eina frönsku myndina "að láni". Að þessu sinni er það "Le Diner de Cons" sem sýnd er við góðar undirtektir í Frakklandi um þessar mundir. Fjallar myndin um útgefanda í París og vini hans sem keppast um að mæta með gesti sem eru hver öðrum vitlausari í vikulegan málsverð. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 329 orð

Er hún ekki frábær?

ÞEGAR Hollywood tekur einhvern í sátt munar stundum ekki um það. Það er að minnsta kosti tilfellið þegar Jacqueline Susann er annars vegar. Þrjár kvikmyndir eru í bígerð sem byggðar eru á ævi hennar og sögum, endurgerð "Valley of the Dolls", Meira
8. september 1998 | Menningarlíf | 242 orð

Fimm kórar við Langholtskirkju

VIÐ LANGHOLTSKIRKJU starfa fimm kórar: Kór Langholtskirkju, Kammerkór , Gradualekór, Kór Kórskólans og Krúttakór.. Kór Langholtskirkju byrjar starfsárið á að æfa verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem flutt verður á tónleikum í nóvember. Gradualekórinn tekur einnig þátt í þeim tónleikum. Þorkell fagnaði sextíu ára afmæli á sl. Meira
8. september 1998 | Menningarlíf | 119 orð

Fyrirlestur og námskeið í MHÍ

RIA van Eyk myndlistarmaður frá Hollandi heldur fyrirlestur í Barmahlíð, fyrirlestrarsal Myndlista- og handíðaskóla Íslands, miðvikudaginn 19. september kl. 12.30. Ria er þekkt sem málari og textíllistamaður og hefur að undanförnu unnið við að hanna 30×13 m stórt teppi í Drottningarhöllinni Paleis op de Dam í Amsterdam. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 61 orð

Handleggsbraut ljósmyndara

FYRIRSÆTAN Cindy Crawford handleggsbraut ljósmyndara gulu pressunnar á golfvelli í Crans Montana í Swiss í vikunni þegar hann gerðist of ágengur ­ í bókstaflegri merkingu þess orðs. "Það var ekki ætlunin," segir hún. "Hann kom einfaldlega of nálægt þegar ég sveiflaði golfkylfunni í upphafshögginu." Nýr þáttur með fyrirsætunni, "Kynlíf með Cindy Crawford", fer í loftið 22. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 247 orð

Hresst upp á Ræktina

RÆKTIN á Seltjarnarnesi kann heldur betur að gera sér dagamun. Sl. laugardag var stuð og heilsusamleg stemmning hjá þeim þegar betri hljómsveitir landsins héldu uppi stuðinu í sólinni fyrir utan Ræktina; Stuðmenn, Skítamórall, Á móti sól, SSSól og Land og Synir fengu viðstadda til að hreyfa á sér skankana, meðan veggjalistamenn skreyttu veggi íþróttahússins að utan. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 226 orð

Í bíómynd og veit ekki af því

TÖKUR eru hafnar á "Bofinger's Big Thing" í Los Angeles og fara Eddie Murphy og Steve Martin með aðalhlutverk í myndinni. Fjallar hún um harðsvíraðan leikstjóra í Hollywood (Martin) sem svífst einskis til þess að fá vinsæla hasarmyndahetju (Murphy) til að leika í sinni næstu mynd. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 530 orð

Ísland er áhugaverður markaður Það er skemmtilegt að hlusta á góðlátlegan vel klæddan eldri mann tala af ástríðu um

ERIK er forstjóri Disney á Norðurlöndum. Hann er norskur en skrifstofan hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Undir hann heyra allar neysluvörur sem Disney framleiðir fyrir fjölskylduna eins og tímarit, bækur, föt, leikföng, húsgögn og allt annað sem fæst í verslunum. "Það er reyndar ekki mikið um þessar vörur í íslenskum verslunum, því markaðurinn er svo lítill, en þeim mun fjölga á næstu árum. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 190 orð

Líka hörkutól í kvikmyndum

VINNIE Jones þekkja flestir af fólskubrögðum þegar hann spilaði með enska liðinu Wimbledon. Hann hefur nú öðlast frama á nýjum vettvangi og leikur harðnaglann Stóra Chris í myndinni "Lock, Stock". Og menn hræðast hann í myndinni ekki síður en á knattspyrnuvellinum. Eitt atriðið er sérstaklega ofbeldisfullt en þá lemur hann bílhurð utan í höfuðið á manni, - aftur og aftur. Meira
8. september 1998 | Kvikmyndir | 294 orð

Mæjónes mafíósar

Leikstjóri Jim Abrahams. Handrit Abrahams, Greg Norberg, Michael McMann. Tónlist John C. Frizzell. Kvikmyndatökustjóri Pierre Latarte. Aðalleikendur Jay Mohr, Billy Burke, Christina Applegate, Pamela Gidley. 84. mín. Bandarísk. Touchstone Pictures 1998 . Meira
8. september 1998 | Skólar/Menntun | 94 orð

Námskeið hjá Miðstöð símenntunar

Í næstu viku hefjast nokkur námskeið á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Mánudaginn 14. september hefst 2ja kvölda námskeið í listinni að segja skrýtlur og skemmtisögur. Kennari er Örn Árnason leikari. Sama dag hefst námskeið fyrir hundaeigendur í samstarfi við Hundaræktarfélag Íslands. Þriðjudaginn 15. september hefst námskeið í ensku fyrir byrjendur. Meira
8. september 1998 | Skólar/Menntun | 159 orð

Nýjar kennslubækur

Helga Sigurjónsdóttir hefur samið kennslubækur í stærðfræði fyrir 1. til 3. bekk. Fjórða heftið er væntanlegt í nóvember og það fimmta með vorinu. Bækur Helgu voru kenndar í um það bil 40 skólum sl. vetur, ýmist sem aðalbækur eða viðbót við annað kennsluefni. Reynslan af þeim var góð enda eru bækurnar afar aðgengilegar fyrir notendur, nemendur, kennara og foreldra. Meira
8. september 1998 | Skólar/Menntun | 414 orð

Ný kennslustefna Tjarnarskóla

HÉR verður í stuttu máli sagt frá nýsamþykktri kennslustefnu í Tjarnarskóla. Breytingar ­ af hverju? "Nemandi sem vinnur vel frá 8­4 hefur skilað fullu dagsverki. Samverustundir með fjölskyldunni eru afar mikilvægar og við horfumst í augu við að fæstar fjölskyldur taka frá sérstakan tíma til þess að sinna heimanámi unglingsins síns," segir í kennslustefnunni. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 376 orð

Ný mynd byggð á sögu Dutroux

Í BÍGERÐ er að gera kvikmynd sem byggð er lauslega á ævi og afbrotum meints belgísks barnaníðings, Marc Dutroux. Samlandi hans, leikstjórinn Rob Van Eyck, hyggst gera myndina og nefna hana Bláu Belgíu eða "Blue Belgium". Sem nærri má geta hefur þessi ráðagerð valdið deilum í heimalandinu og vakið mótmæli þrýstihópa og stjórnmálamanna. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 142 orð

Ofbeldi heillar Maður upprisunnar (Resurrection Man)

Framleiðsla: Michael Winterbottom. Leikstjórn: Marc Evans. Handrit: Eoin McNamee. Kvikmyndataka: Pierre Aim. Tónlist: David Holmes, Gary Burns og Keith Tenniswood. Aðalhlutverk: Stuart Townsend, James Nesbitt, Geraldine og O'Rawe. 109 mín. Bresk. Háskólabíó, ágúst 1998. Bönnuð yngri en 16 ára. Meira
8. september 1998 | Kvikmyndir | 333 orð

Risavaxnar ráðgátur

Leikstjóri Rob Bowman. Handrit Chris Carter, Frank Spitnitz. Tónlist Mike Oldfield, Mark Snow. Kvikmyndatökustjóri Ward Russell. Aðalleikendur David Duchovny, Gillian Anderson, Martin Landau, Armin Mueller-Stahl, Blythe Danner, William B. Davis, Terry O'Quinn. 121 mín. Bandarísk. 20th Century Fox. 1998. Meira
8. september 1998 | Menningarlíf | 278 orð

Samstarfssamningur til þriggja ára

SJÖTÍU ára afmælis Bandalags íslenskra listamanna var minnst með athöfn á Lækjartorgi á sunnudag og síðar var skrifað undir samstarfssamning milli BÍL og menntamálaráðuneytisins til þriggja ára þar sem kveðið er á um gagnkvæm samskipti þessara tveggja aðila. Samninginn undirrituðu Björn Bjarnason menntamálaráðherra fyrir hönd menntamálaráðuneytisins og Hjálmar H. Meira
8. september 1998 | Menningarlíf | 356 orð

Sterk innlifun og mikil tilþrif

FYRSTA óperusýning sem um getur í "Borginni forboðnu" í Peking var flutt laugardaginn 5. september sl., en Borgin forboðna var um aldaraðir aðsetur kínverskra keisara og óheimil öðrum en ættmennum þeirra og vildarmönnum. Það var óperan Turandot eftir Giacomo Puccini, sem frumsýnd var. Turandot var samin árið 1924 og var síðasta verk meistarans. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 187 orð

Söngvari Clash í nýrri mynd

JOE Strummer, sem var áður í fylkingarbrjósti rokksveitarinnar Clash, leikur í frönsku vegamyndinni "Docteur Chance". Er það í fyrsta skipti síðan árið 1990 sem hann kemur fram í kvikmynd. Enda fer hann ekki dult með að hann hefur lítið álit á leikhæfileikum sínum. Meira
8. september 1998 | Fólk í fréttum | 387 orð

Tímaþjófinum líkt við mynd Bergmans

FRANSKA kvikmyndin "Voleur de Vie" eða Tímaþjófurinn, sem byggð er á samnefndri skáldsögu eftir Steinunni Sigurðardóttur, var sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á laugardag. Fjölmiðlar voru á því að drama og ofsafengnar ástríður einkenndu myndina. Emmanuelle Béart fer með hlutverk Öldu í myndinni sem býr með systur sinni og frænku á afskekktri eyju. Meira
8. september 1998 | Menningarlíf | 55 orð

Tónleikar með Sigrúnu og Önnu Guðnýju

AÐRIR tónleikar í tónleikaröð Selfosskirkju nú í haust verða þriðjudaginn 8. september, kl. 20.30. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur íslensk og erlend lög við píanóundirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Hálf efnisskráin er íslensk, fjórðungur frá hinum Norðurlöndunum og loks aríur úr óperum. Aðgangur er ókeypis. SIGRÚN Hjálmtýsdóttir sópransöngkona. Meira
8. september 1998 | Menningarlíf | 924 orð

Tveir góðir á djasshátíð

HANN fór gífurlega í taugarnar á tónleikagestum í Stokkhólmi á sínum tíma. "Þarf hann endilega að brosa svona eins og bjáni?" spurðu þeir og áttu við piltinn kornunga, sem virtist skemmta sér konunglega við spilamennskuna. Meira
8. september 1998 | Menningarlíf | 624 orð

Vinsældir og menningarverðmæti

FLUGFÉLAGIÐ Loftur, Loftkastalinn öðru nafni, sýnir að vanda ný verk á leikárinu en tekur einnig upp verk frá fyrra ári. Aðrar uppákomur eru boðaðar. Svik (Betrayal) eftir Harold Pinter verður frumsýnt í október. Verkið er eitt vinsælasta verk hins kunna breska höfundar, en hefur ekki verið sýnt áður á Íslandi. Gunnar Þorsteinsson þýðir Svik og leikstjóri er Baltasar Kormákur. Meira
8. september 1998 | Menningarlíf | 417 orð

Ævintýri líkast

"Þetta verður ógleymanlegt kvöld fyrir alla, sem voru á þessari einstæðu óperusýningu og ekki síst okkur Íslendingana. Það hríslaðist um mann stoltið og gleðin að heyra Kristján Jóhannsson hefja upp rödd sína frá þessu mikla óperusviði með eina af keisrahöllunum sem bakgrumnn. Meira

Umræðan

8. september 1998 | Aðsent efni | 585 orð

Falin er í illspá hverri ósk um hrakför sýnu verri

ÍSLENSK erfðagreining er hálfs annars árs gömul og starfsmenn nú 230. Forstöðumaður hugðist færa út kvíarnar og stofna gagnagrunn á heilbrigðissviði. Til að svo mætti verða þurfti lagaheimild. Af þeim ástæðum lagði heilbrigðisráðherra ­ að sjálfsögðu í umboði forseta Íslands ­ fram á síðasta þingi frumvarp til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði en dró það til baka áður en til umræðna kæmi með Meira
8. september 1998 | Aðsent efni | 440 orð

Gleymdust viðskiptavinirnir í hlutafjárútboði Landsbankans?

Í MORGUNBLAÐINU í dag, sunnudaginn 6. september 1998, er viðtal við aðalbankastjóra Landsbanka Íslands hf. Halldór J. Kristjánsson. Þar greinir hann frá hlutafjárútboði Landsbanka Íslands hf., þar sem starfsfólki bankans eru boðin hlutabréf á ívilnandi gengi, 1,285, allt að kr. 250.000 að nafnverði. Almenningi er aftur á móti boðið að kaupa á genginu 1,9. Meira
8. september 1998 | Aðsent efni | 471 orð

Grænlendingar bregðast

STOFNAR villtra laxa í Norður- Atlantshafi eru í bráðri hættu. Veiðitölur eru ljósasti votturinn: Árið 1975 veiddust 4 milljónir fiska, áratug síðar nam veiðin 2,6 milljónum fiska, og síðastliðið ár, 1997, veiddust einungis 800 þúsund fiskar. Það segir þó ekki alla sögu, því af þeim er nú allstór hluti hafbeitarfiskur sem sleppt hefur verið í útkulnaðar ár og aðrar. Meira
8. september 1998 | Aðsent efni | 958 orð

Hvar eru öryrkjar staddir í hugarheimi stjórnar og þings?

STEFNA núverandi ríkisstjórnar er óhagstæð afkomu öryrkja. Ef vitnað er í grein Orra Haukssonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, sem hann skrifar í Morgunblaðið 3. júlí 1998, þar segir hann m.a.: "Við þetta má svo bæta að undanfarin þrjú ár hafa bætur til lífeyrisþega, sem engar tekjur hafa aðrar en úr almannatryggingakerfinu, aukist um 20%. Meira
8. september 1998 | Bréf til blaðsins | 413 orð

Íslensk nunna við hjálparstörf í Afríku

EKKI alls fyrir löngu átti leikskólinn Sælukot í Skerjafirði 20 ára starfsafmæli. Sælukot er óvenjulegur einkaskóli með fjölþjóðlegu yfirbragði. Hann byggir á andlegum grunni og svonefndri ný-mannhyggju (ný-húmanisma) sem leggur rækt við allt líf samkvæmt uppeldismarkmðum jógasamtakanna Ananda Marga (AM). Meira
8. september 1998 | Aðsent efni | 529 orð

KFUM og KFUK ­ Fjölbreytt æskulýðsstarf í vetur

AÐ LOKNU góðu sumri fara börn og fullorðnir að undirbúa sig fyrir veturinn. Skólinn er byrjaður, íþróttaæfingar, tómstundastarf, tónlistarskólar, kórar, námskeið ýmiskonar sem og önnur dagskrá vetrarins að fara í gang. Spennandi! Allt þarfnast skipulagningar ef það á að koma öllu fyrir á stundatöflunni ásamt námi og aukatímum. Meira
8. september 1998 | Bréf til blaðsins | 637 orð

Láglaunastefnan, berklar nútímans

Á ALLRI vegferð mannsins hefur aldrei átt sér stað nein framför, öðruvísi en að baki henni hafi legið uppreisn gegn ríkjandi aðstæðum. Ein veigamesta uppreisnin sem átt hefur sér stað hér á landi var gegn berklunum. Þeir létu nánast enga fjölskyldu ósnortna. Fólk lifði í stöðugum ótta við að verða næsta fórnarlamb. Meira

Minningargreinar

8. september 1998 | Minningargreinar | 72 orð

Áslaug Gísladóttir

Elsku mamma, margs er að minnast og margt er þér að þakka. Minningarnar munu ylja mér og fjölskyldunni um hjartarætur og þá sérstaklega stundirnar í ömmusveit við leik og störf. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 37 orð

Áslaug Gísladóttir

Elsku amma. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt, svo góð, svo trygg og trú og tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. (Steinn Sig.) Þinn Ingólfur Kolbeinsson. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 352 orð

Áslaug Gísladóttir

Mig langar að minnast tengdamóður minnar Áslaugar Gísladóttur með örfáum línum. Ég kynntist henni árið 1980. Ég minnist þess er ég kom sem gestur á heimili hennar, þetta voru fyrstu kynni mín af Áslaugu og jafnframt góð kynni, þar sem hún var glaðleg og tók vel á móti mér. Ég held að þetta viðmót hafi hvatt mig á vissan hátt. Það leið ekki eitt ár þar til ég var orðinn tengdur þessari fjölskyldu. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 37 orð

Áslaug Gísladóttir

Áslaug Gísladóttir Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Guð geymi þig, elsku mamma. Þín Ólafía. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 557 orð

Áslaug Gísladóttir

Elsku amma mín, þær eru margvíslegar tilfinningarnar sem hafa verið að bærast í huga mér eftir að mamma hringdi út í mig og sagði mér að þú værir orðin veik. Það var erfitt að skilja að þú værir orðin veik, þú sem varst svo lífsglöð, hress og hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og alla í fjölskyldunni eins og klettur í lífsins ólgusjó. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 599 orð

Áslaug Gísladóttir

Það var sólbjartur sumardagur í júní árið 1983. Aldraðir úr Bústaðasókn voru að leggja úr höfn í árlega sumarferð. Ég gekk feimnislega að rútunni og kynnti mig fyrir konunni, sem stóð við rútuna og bauð alla hjartanlega velkomna. Hlýjan skein ekki aðeins úr fasinu, heldur röddinni, augunum og allri nærveru þessarar konu. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 66 orð

Áslaug Gísladóttir

"Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Elsku amma, takk fyrir að hafa verið svona stór hluti í lífi okkar. Elsa Kristín og Jóhannes Ingi. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 271 orð

ÁSLAUG GÍSLADÓTTIR

ÁSLAUG GÍSLADÓTTIR Áslaug Gísladóttir, húsmóðir, fæddist á Torfastöðum í Grafningi hinn 17. ágúst 1923 og ólst hún þar upp. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Árný Valgerður Einarsdóttir, f. 28.12. 1885, d. 31.8. 1966, og Gísli Snorrason, f. 6.10. 1883, d. 2.3. 1958, og bjuggu þau á Torfastöðum. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 185 orð

Oddgeir Sveinsson

Alltaf kemur dauðinn aftan að manni, afi minn er genginn yfir móðuna miklu, saddur lífdaga. Margar eru minningarnar um dvöl hjá afa og ömmu. Sitjandi í baði niðri í kjallara á Brú með vatnið upp að eyrum, horfandi upp í loft þannig að hægt væri að borða appelsínur sem var ómissandi þáttur hverrar baðferðar sem og Mullers-æfingarnar. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 402 orð

Oddgeir Sveinsson

Á kveðjustundum kristallast þau minningarbrot sem best skína og mestu máli skipta. Það er ekki ætlun mín að draga saman langan æviveg Oddgeirs, það gera aðrir. Aðeins nokkur orð og hugsanir sem mig langar að deila með þeim sem nú staldra við og kveðja Ogga eins og hann var jafnan kallaður. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 272 orð

Oddgeir Sveinsson

Oddgeir Sveinsson fæddist á Snæfellsnesi en flutti ungur með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur og bjó þá fjölskyldan á Framnesvegi. Eftir það leit hann á sig sem Vesturbæing og gerðist mikill KR-ingur. Hann fór fljótt að æfa frjálsar íþróttir og keppti í þeim. En fyrst og síðast er nafn hans tengt hlaupum, Álafosshlaupi og Víðavangshlaupi, sem hann vann einu sinni. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 358 orð

ODDGEIR SVEINSSON

ODDGEIR SVEINSSON Oddgeir Sveinsson fæddist í Látravík í Eyrarsveit á Snæfellsnesi 25. júlí 1910. Hann andaðist á Droplaugarstöðum 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Jóhannesson, trésmíðameistari, Brúarenda í Reykjavík, fæddur á Breiðabólsstöðum á Álftanesi 14.11. 1888, d. 12.8. 1950, og Kristrún Jónsdóttir, fædd 6.8. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 568 orð

Sigríður Ragnarsdóttir

Móðursystur mín, Sigríður Ragnarsdóttir, er án nokkurs vafa magnaðasti persónuleiki sem ég hef kynnst. Svipmikil, skaprík og sjálfstæð, en þó fyrst og næm og tilfinningarík kona sem lét engan ósnortinn; hjartahlý og skemmtileg. Sigga var hreinskilnasta manneskja sem ég hef kynnst og alltaf var hún trú sjálfri sér. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 31 orð

SIGRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR

SIGRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR Sigríður Ragnarsdóttir fæddist á Hrafnabjörgum í Lokinhamradal í Arnarfirði 13. september 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 7. september. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 527 orð

Stefán Jón Björnsson

Þegar ég sá þig síðast elsku afi minn þá grunaði mig að ég ætti ekki eftir að sjá þig aftur á lífi. Ég strauk þér um ennið og þú leist á mig eins og þú vildir segja mér eitthvað. Ég gleðst yfir því að þú sért nú loksins frjáls ferða þinna, laus úr prísundinni. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 885 orð

Stefán Jón Björnsson

Þeir stóðu í fjörunni við Sauðárkrók, Björn Árnason bóndi í Syðri- Ey, Vindhælishreppi og næstyngsti sonur hans. Úti fyrir beið skipið sem flytja átti drenginn í fóstur til frændfólks í annan landsfjórðung. "Stattu þig strákur" voru kveðjuorð Björns bónda, sem trúlega var jafndapur í sinni og glókollurinn hans litli. Drengurinn var Stefán tengdafaðir okkar sem við kveðjum í dag. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 421 orð

STEFÁN JÓN BJöRNSSON

STEFÁN JÓN BJöRNSSON Stefán Jón Björnsson, fyrrverandi skrifstofustjóri á Skattstofu Reykjavíkur, fæddist að Þverá í Hallárdal hinn 22. september 1905. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi þann 29. ágúst síðastliðinn. Stefán var sonur hjónanna Björns Árnasonar hreppstjóra og Þóreyjar Jónsdóttur, á Þverá, síðar á Syðri-Ey í Vindhælishreppi. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 399 orð

Þórdís Eiríksdóttir

Elsku amma. Það er erfitt að trúa því að ekki sé hægt að koma við hjá þér upp á Lambó lengur, eins og við höfum alltaf getað gert. Sem börn passaðir þú okkur mikið og eiginlega áttum við okkar annað heimili hjá þér. Oft sátum við og spjölluðum og þá gastu þulið upp fyrir okkur gamlar vísur og sögur frá því þú varst ung enda varstu snillingur í að muna svoleiðis hluti. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 776 orð

Þórdís Eiríksdóttir

Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið. Finn, hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín elsku góða mamma mín. Meira
8. september 1998 | Minningargreinar | 439 orð

ÞÓRDÍS EIRÍKSDÓTTIR

ÞÓRDÍS EIRÍKSDÓTTIR Þórdís Eiríksdóttir fæddist á Gunnarsstöðum í Skeggjastaðarhreppi, Norður-Múlasýslu 28. september 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni 2. september síðastliðins. Foreldrar Þórdísar voru Eiríkur Jakobsson og Judit Friðfinnsdóttir. Hún ólst upp hjá móðurbróður sínum, Jóni Friðfinnssyni og konu hans, Guðmundu K. Meira

Viðskipti

8. september 1998 | Viðskiptafréttir | 586 orð

Aðeins fyrir þá stærstu og virtustu

AFLANDSÞJÓNUSTA Landsbankans (offshore banking), sem sagt var frá í Morgunblaðinu um helgina og verður staðsett á Guernsey í Ermarsundi, verður rekin í samvinnu við Midland-bankann enska, dótturfélag Hong Kong Shanghai- bankasamsteypunnar. Midland mun sjá um sjóðavörslu og ýmsa aðra daglega rekstrarþætti svo sem afgreiðslu og frágang viðskipta. Meira
8. september 1998 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Á annað hundrað skráningar

HÁTT á annað hundrað manns skráðu sig fyrir láni á fyrsta degi hjá Sparisjóði vélstjóra í kjölfar þeirrar ákvörðunar Sparisjóðsins að bjóða lán fyrir allt að 90% af kaupvirði í hlutabréfum í Landsbanka Íslands. Eins og kunnugt er var það samþykkt á hluthafafundi Landsbankans í síðustu viku að auka hlutafé bankans um 15% og bjóða hlutafjáraukninguna til sölu. Meira
8. september 1998 | Viðskiptafréttir | 74 orð

ÐVerðfall hjá Advanta

MIKIÐ verðfall hefur orðið á hlutabréfum í bandaríska fjármálafyrirtækinu Advanta undanfarna mánuði. Hlutabréfin voru á u.þ.b. 24 dollara í byrjun mars en eru nú á ellefu dollara. Fyrirtækið er alhliða fjármálafyrirtæki sem þjónar einstaklingum og smærri fyrirtækjum á sviði krítarkortaviðskipta, húsnæðislána, kaupleigu, Meira
8. september 1998 | Viðskiptafréttir | 295 orð

Greespan lyftir hlutabréfamörkuðunum

HLUTABRÉFAMARKAÐIR Evrópu hækkuðu hessilega í gær, mánudag, eftir að Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna hafði gefið í skyn að vextir í Bandaríkjunum hefðu náð hámarki og blés þannig nýju lífi í hlutabréfaviðskipti víða um heim. Meira
8. september 1998 | Viðskiptafréttir | 429 orð

Leiðir til breiðari kaupendahóps

ÖLL útgefin hlutabréf í útgerðarfélaginu Tanga hf., alls 502 milljónir króna að nafnvirði, verða skráð á Aðallista Verðbréfaþings Íslands frá og með morgundeginum en síðastliðin tvö ár hefur eingöngu verið verslað með bréf félagsins á Opna tilboðsmarkaðnum. Kaupþing Norðurlands hf. hafði umsjón með skráningunni. Meira

Daglegt líf

8. september 1998 | Neytendur | 450 orð

Afborganir af bíl oft hærri en af húsnæði

DAGLEGA koma margir tugir bílalána til þinglýsingar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Að sögn Þóris Hallgrímssonar, lögfræðings hjá Sýslumannsembættinu, er ekki óalgengt að lánin séu veitt til 3 til 7 ára. Lánsupphæðirnar segir hann að séu mismunandi, allt frá nokkrum hundruðum þúsunda og í sumum tilfellum nema þær milljónum króna. Meira
8. september 1998 | Neytendur | 122 orð

Padano er ekki Parmigiano ostur

Viðskiptavinur Nýkaups keypti nýlega Padano ost undir nafni Parmigiano osts eða parmesan osts eins og hann er kallaður hér á landi. Kílóverð er 3.085 krónur. Er Padano ostur ekki allt annað en parmesan ostur og ódýrari tegund? Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Nýkaups, segir að í Nýkaupi séu m.a. Meira

Fastir þættir

8. september 1998 | Í dag | 38 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 8. september, verður fimmtugur Gunnar Borgþór Sigfússon, yfirmaður framleiðsludeildar Íslenskra aðalverktaka, Holtsgötu 4, Sandgerði. Hann og kona hans, Sigurbjörg Eiríksdóttir, taka á móti gestum í Samkomuhúsinu í Sandgerði föstudaginn 11. september kl. 20. Meira
8. september 1998 | Í dag | 428 orð

AÐ STEFNIR í harða baráttu um 1. sæti á framboðslista S

AÐ STEFNIR í harða baráttu um 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi í prófkjöri, sem ákveðið hefur verið að fari fram. Nú þegar hafa a.m.k. tveir frambjóðendur tilkynnt, að þeir gefi kost á sér í þetta sæti. Það eru þeir Árni Mathiesen, alþm., og Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs. Meira
8. september 1998 | Fastir þættir | 95 orð

Bridsfélag eldri borgaraí Kópavogi

Þriðjudaginn 1. sept. spiluðu 28 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Jón Stefánsson ­ Alfreð Kristjánsson414Sæmundur Björnss. ­ Magnús Halldórss.400Þórarinn Árnason ­ Þorleifur Þórarinsson376Lokastaða efstu para í A/V: Heiður Gestsdóttir ­ Þorsteinn Sveinsson383Lárus Hermannss. ­ Eysteinn Einarss. Meira
8. september 1998 | Fastir þættir | 97 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

FÉLÖGIN hafa ákveðið að starfa saman á komandi vetri. Vetrarstarfið hefst mánudaginn 14. september nk. Spilað verður öll mánudagskvöld í húsi Bridssambandsins í Þönglabakka 1. Spilastjóri verður Ísak Örn Sigurðsson og þátttökugjald verður kr. 500.- fyrir spilara á kvöldi. Mánudaginn 14. sept. verður hitað upp með 1 kvölds Mitchell-tvímenningi. Meira
8. september 1998 | Fastir þættir | 309 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Ein vika eftir

Fimmtudagskvöldið 3. sept. mættu 26 pör til leiks. Spilaðar voru 13 umferðir með 2 spilum í umferð. Efstu pör (meðalskor 312): NS Halldór Ármannss. ­ Gísli Sigurkarlss.357 Magnús Aspelund ­ Steingrímur Jónass.352 Snorri Karlss. ­ Karl Sigurhjartars.335 Guðmundur Péturss. ­ Aron Þorfinnss.326 AV Alda Guðnad. Meira
8. september 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. júlí í Kópavogskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurbjörnssyni Jóhanna Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir og Sigurður Björn Lúðvíksson. Heimili þeirra er að Skólagerði 66, Kópavogi. Meira
8. september 1998 | Í dag | 205 orð

Eru nagladekk nauðsynleg? ERU eftirfarandi rök ekki nógu góð til að bann

ERU eftirfarandi rök ekki nógu góð til að bannað verði að nota nagladekk? 1. Nagladekkin menga andrúmsloftið með tjörunni sem þau spæna upp úr malbikinu. 2. Þau kosta skattborgarana himinháar upphæðir í viðgerðum gatnanna árlega. 3. Þau óhreinka bíla u.þ.b. um leið og maður er búinn að þvo þá. Eru nagladekkin nauðsynleg í raun? Aðrir kostir eru til. Meira
8. september 1998 | Fastir þættir | 288 orð

Gráblesa frá Efstadal undir gamla metinu í 150 m

GÓÐIR tímar náðust í skeiðgreinum mótsins enda aðstæður allar hinar bestu. Andvaramenn létu sig hafa það að leigja rásbása Fáks til að tryggja að aðstæður væru hinar bestu þótt þeir yrðu að greiða 50 þúsund krónur í leigu fyrir tækið. Má því með sanni segja að ekkert hafi verið til sparað að sem best tækist til. Meira
8. september 1998 | Dagbók | 670 orð

Í dag er þriðjudagur 8. september 251. dagur ársins 1998. Maríumessa hin síðari.

Í dag er þriðjudagur 8. september 251. dagur ársins 1998. Maríumessa hin síðari. Orð dagsins: Jesús svaraði honum: "Ritað er: Drottinn, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum." (Lúkas 4, 8.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Zuiho Maru 5 fór í gær. Meira
8. september 1998 | Fastir þættir | 446 orð

Kjarkur og Vignir mörðu sigur í hnífjafnri keppni

ÞRÍR DÓMARAR sem dæmdu B- flokksgæðinga vildu hver sinn hestinn í efsta sætið þegar kom að röðun að loknum úrslitum. Segir það sína sögu um hversu jöfn keppnin var á toppnum en Kjarkur frá Egilsstöðum og Vignir Siggeirsson sigruðu naumlega, fengu 5 stig. Meira
8. september 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Klakkur og Vignir tryggðu sigurinn í bráðabana

Undanfarin ár hafa ungir og áhugasamir keppnismenn haldið mót á Andvaravöllum, svokölluð metamót, en nú sá félagið Andvari um mótahaldið og nafngiftinni var breytt. Mikill fjöldi góðra hesta kom fram og tókst mótið hið besta í frábæru veðri og vafalaust hægt að segja mótið það veðursælasta á árinu. Meira
8. september 1998 | Fastir þættir | 410 orð

Safnaðarstarf Dómkirkjan ­ Vetrarstarf ­ Fermingar

ÞAÐ sem hefur verið kallað vetrarstarf kirkna færist nú æ lengra fram á haustið. Mestu ræður í því efni upphaf skólastarfs og vísar það til samhengis kirkju og skóla. Hvort tveggja starfið er mikilvægt fræðslustarf í samfélagi okkar. Í kirkjunni er verið að fylgja eftir skírnarboðinu um að gera allar þjóðir að lærisveinum, skíra og kenna börnum og fullorðnum að halda það sem Drottinn hefur boðið. Meira
8. september 1998 | Fastir þættir | 743 orð

Um Keikó "Sagan um Keikó minnir vissulega nokkuð á gömlu söguna um bóndasoninn sem heldur utan til að freista gæfunnar, ungur og

Leggja rafmagn, vatn og síma út í kvína," sagði í einni fyrirsögn dagblaðanna fyrir skömmu. Jú, auðvitað þarf Keikó að vera í sambandi, hugsaði ég í fyrstu eins og sjálfsagt margir aðrir, enda herma síðustu fréttir að kykvendið atarna kunni mannamál. Meira
8. september 1998 | Fastir þættir | -1 orð

ÚRSLIT

Úrslit A-flokkur 1. Klakkur frá Búlandi, eigandi og knapi Vignir Jónasson, 8,59. 2. Hylur frá Efri-Múla, eigandi og knapi Sigurbjörn Bárðarson, 8,51. 3. Kjarkur frá Ásmúla, eigandi Ragnar K. Árnason, knapi Þórður Þorgeirsson, 8,59. 4. Brynjar frá Árgerði, eigandi Ragnar Valsson, knapi Sveinn Ragnarsson, 8,56. 5. Meira

Íþróttir

8. september 1998 | Íþróttir | 75 orð

0:1Eftir 2 mínútur og 25 sekúndur gerði íslenska vörnin mistök og bolti

0:1Eftir 2 mínútur og 25 sekúndur gerði íslenska vörnin mistök og boltinn barst til Nicolas Anelka, sem staddur var tveimur metrum frá miðju vítateigslínunnar. Hann lék sér um stund með boltann, lék á varnarmann og þrumaði síðan vinstra megin í markið. 0:2Edouard Cisse sendi laglega stungusendingu í gegnum vörn Íslands frá miðjum velli á 15. mínútu. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 116 orð

1:0 Rúnar Kristinsson tók aukaspyrnu við vallarmiðju vinstra megin ­ sen

1:0 Rúnar Kristinsson tók aukaspyrnu við vallarmiðju vinstra megin ­ sendi knöttinn hátt inn í vítateig, þar sem Ríkharður Daðason stökk upp rétt innan við vítateigslínu og skallaði knöttinn í mannlaust mark Frakka. Fabien Barthez, markvörður, var kominn langt út, en komst ekki að Ríkharði, þar sem Eyjólfur Sverrisson stóð á milli hans og Ríkharðs. 33. mín. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 51 orð

Alþjóðarallið

Lokastaðan í alþjóðarallinu 1. Sigurður B. Guðmundsson/Rögnvaldur Pálmason, Rover Metro3.12.51 klst 2. Páll H. Halldórsson/Jóhannes Jóhannesson, Mitsubishi3.14.06 3. Hjörtur P. Jónsson/Ísak Guðjónsson, Toyota3.18.06 4. Steingrímur Ingason/Karl Ásgeirsson, Honda3.25.14 5. Garðar Þ. Hilmarsson/Guðmundur Hreinsson, Nissan3.27.36 6. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 83 orð

Anja var hætt komin

HIN danska Anja Andersen, sem var kjörin besta handknattleikskona heims í fyrra, var hætt komin í leik með norsku liði sínu, Bækkelaget, í æfingaleik við Gjerpen um helgina. Hjarta hennar hætti næstum að slá, eða fór niður í 20 slög á mínútu. Hún hné niður eftir að hafa fengið högg á brjóstið. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 177 orð

Áttum engin svör

"ÉG viðurkenni fúslega að ég hefði verið ánægðari á þessari stundu hefðum við unnið," sagði Youri Djorkaeff, miðvallarleikmaðurinn snjalli sem leikur með Internazionale á Ítalíu. "Ástæðan fyrir því að við náðum aðeins jafntefli en ekki sigri var sú að íslenska liðið lék mjög sterkan og skipulagðan varnarleik sem við áttum fá svör við. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 399 orð

Baráttan er á milli fjögurra, liða, ekki þriggja

"Ég er ánægður með það hvernig menn mínir léku að þessu sinni, þeir gerðu eins og fyrir þá var lagt, vandamálið var bara íslenska vörnin sem var sterk við komumst ekki í gegnum," sagði Roger Lemerre, landsliðsþjálfari Frakka, sem stjórna liði sínu í fyrsta skipti í opinberu móti eftir að hann tók við í kjölfar sigurs Frakka á heimsmeistaramótinu í júlí sl. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 179 orð

Bartez var ekki skemmt

FABIEN Bartez markverði Frakka var ekki skemmt þegar hann talaði við blaðamenn eftir leikinn sem sóttu hart að honum með spurningum vegna marksins sem Ríkharður Daðason skoraði hjá honum og kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik. "Ég var valdaður af einum leikmanni íslenska liðsins og náði af þeim sökum ekki til knattarins. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 94 orð

Bikarinn afhentur á KR-velli

Síðustu tveir leikirnir í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu á keppnistímabilinu verða í kvöld. Íslandsmeistarar kvenna verða krýndir á KR-velli í kvöld en KR og Valur mætast í lokaumferðinni og er um hreinan úrslitaleik að ræða. Þá mætast Breiðablik og Stjarnan en báðir leikirnir hefjast kl. 18. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 313 orð

Bikarkeppni kvenna

Undanúrslit: Breiðablik - Stjarnan4:0 Kristrún Daðadóttir 2, Margrét Ólafsdóttir 2. Breiðablik mætir KR í úrslitaleik á Laugardalsvelli laugardaginn 19. september. 1. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 129 orð

Bolton mætir Hull

GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, Arnar Gunnlaugsson og samherjar, mæta Hull í annari umferð ensku deildarbikarkeppninnar. Crystal Palace með Hermann Hreiðarsson innanborðs, leikur gegn Bury. Dregið var í keppninni og er drátturinn þessi: Bournemouth - Wolves Blackpool - Tranmere Brentford - Tottenham Bristol City - Crewe Bury - Crystal Palace Sheffield Wednesday Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 489 orð

Ekki dónalegur félagsskapur á miðjunni

Rúnar Kristinsson fór mikinn á miðjunni í leiknum og atti kappi við ekki ómerkari menn en Didier Deschamps, Youri Djorkaeff og Zinedine Zidane, svo einhverjir séu nefndir. "Þetta var ekki dónalegur félagsskapur," sagði Rúnar brosmildur eftir leik. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 346 orð

Evrópukeppni landsliða

1. RIÐILL: Wales - Ítalía0:2 Diego Fuser 20, Christian Vieri 77. 23.160. H-Rússland - Danmörk0:0 35.000. 2. RIÐILL: Grikkland - Slóvenía2:2 Nikos Machlas 55. - vítasp., Costas Frantzeskos 58 ­ Zladko Zahovic 19, 63. 40.000. Georgía - Albanía1:0 Archil Arveladze 65. 35.000. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 977 orð

Frækileg framganga

Frækileg framganga Heimsmeistararnir frá Frakklandi riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Íslendinga á Laugardalsvellinum, þar sem 10.382 áhorfendur voru samankomnir. Sigmundur Ó. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 436 orð

Gaman að spila fyrir aftan svona lið

Birkir Kristinsson átti góðan leik í marki Íslands, varði m.a. vel í stöng áður en Dugarry fylgdi á eftir og skoraði, auk þess sem hann varði með fótunum frá Robert Pires í upplögðu færi á 42. mínútu. "Það var indælt að það varð ekki mark. Það var hættulegt færi. Hann var kominn í gegn, en nálgaðist markið aðeins á ská. Ég fór því bara á móti honum og reyndi að verja með fótunum, sem tókst. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 226 orð

GOLFHörð barátta í Eyjum

Björgvin Sigurbergsson úr Keili jók forskot sitt í stigakeppni GSÍ til landsliðs er hann sigraði í næstsíðasta móti Íslensku mótaraðarinnar, sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Björgvin háði harða baráttu við nafna sinn Þorsteinsson, sem hafði þriggja högga forskot á Keilismanninn er níu holur voru eftir. Þegar nafnarnir stóðu á 16. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 143 orð

Gross tók poka sinn

SVISSLENDINGNUM Christian Gross var vikið úr starfi knattspyrnustjóra Tottenham á laugardaginn eftir aðeins tíu mánuði við stjórnvölinn. Starf hans hefur ekki verið neitt sældarlíf þessa mánuði því er hann var kallaður til Lundúna var Tottenham í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar. Kraftar hans og leikmanna fóru í bjarga heiðri liðsins og sætinu í úrvalsdeildinni. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 93 orð

Hagur íslenskrar knattspyrnu vænkast í Líbanon

PÉTUR Hafliði Marteinsson, varnarmaður íslenska liðsins, var kátur í búningsklefa liðsins eftir leik og gerði að gamni sínu við blaðamann. Bein útsending á leiknum til útlanda var til umræðu og í því sté Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, á vettvang og hóf að þylja upp af miklum móð öll þau lönd, sem sýndu leikinn beint, þar á meðal Líbanon! "Líbanon," sagði Pétur þá fullur athygli. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 271 orð

Himinlifandi

Lárus Orri Sigurðsson stóð í ströngu í fimm manna varnarlínu íslenska liðsins og átti góðan leik. "Við vorum undir stanslausum þrýstingi allan tímann, en það voru ekki einungis þessir fimm öftustu sem unnu vel, heldur miðjumennirnir fyrir framan og þeir fremstu einnig. Liðsheildin var mjög sterk ­ og þannig náðum við jafntefli." Léku Frakkarnir eins og þú áttir von á? "Já, já. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 72 orð

Hópferð til Liverpool

Efnt verður til hópferðar á leik Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem fer fram sunnudaginn 4. október nk. Ferðin er á vegum Samvinnuferða- Landsýnar, en lagt verður upp frá Leifsstöð hinn 1. október og flogið aftur til Íslands skömmu eftir leikinn. Að auki verður farþegum gefinn kostur á að sjá annaðhvort leik Blackburn og West Ham eða Barnsley og Bolton á laugardeginum. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 742 orð

Hrollur fór um mig þegar við skoruðum

EYJÓLFUR Sverrisson leikur jafnan frammi fyrir miklum fjölda áhorfenda á heimavelli liðs síns í þýsku úrvalsdeildinni, Hertha Berlin, sem leikur á Ólympíuleikvangi borgarinnar. Þar er rúm fyrir um 80 þúsund áhorfendur í sæti. Eyjólfur segist aldrei hafa upplifað jafngóða stemmningu á Íslandi og ríkti á leiknum á laugardag. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 264 orð

Hræddir um að meiðast

Margra augu hvíldu á Nicolas Anelka, sem spilar með Arsenal á Englandi og mæddi nokkuð á honum í leiknum en hvað lagði þjálfarinn upp fyrir liðið? "Við áttum að brjóta mótherjanna niður strax og skora sem fyrst og það tókst. Það var gott að skora svona snemma en ég var ekki bara ánægður mín vegna, heldur fyrir allt liðið. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 183 orð

Ísland - Frakkland0:2

Akranes, Undankeppni Evrópumóts ungmennaliða, laugardaginn 5. september 1998. Aðstæður: Sól og gola, um 12 stiga hiti og völlur góður þrátt fyrir sumir leikmenn hafi átt erfitt með að fóta sig. Mörk Frakklands: Nicola Anelka (3.), Daniel Moriera (15.). Markskot: Ísland 5 ­ Frakkland 11. Horn: Ísland 7 ­ Frakkland 5. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 180 orð

Ísland - Frakkland1:1

Laugardalsvöllur, undankeppni Evrópukeppni landsliða, 4. riðill, laugardagur 5. september 1998. Aðstæður: Eins og bestur verður á kosið, logn, sól, fimmtán stiga hiti. Völlurinn mjög góður. Mark Íslands: Ríkharður Daðason (33.). Mark Frakklands: Chriustophe Dugarry (35.). Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 154 orð

Ísland í hlutverki Paragvæ

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari, segist hafa skoðað leik Frakklands og Paragvæ í 16- liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi í sumar á myndbandi er hann lá undir feldi fyrir viðureignina við liðið, sem varð síðar heimsmeistari. Hlutverk Íslendinga og Paragvæbúa var ekki ólíkt í leikjunum tveimur, en í báðum þeirra varð hlutskipti Frakkanna að sækja af miklum móð. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 224 orð

Ísland verður með í baráttunni

ÍSLENDINGAR og heimsmeistarar Frakka gerðu jafntefli í fyrstu viðureign liðanna í undanriðli Evrópukeppni landsliða, sem fram fór á Laugardalsvelli á laugardag. Liðin gerðu sitt markið hvort í leiknum, Íslendingar komust í 1:0 eftir ríflega hálftíma leik með skallamarki Ríkharðar Daðasonar, Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 235 orð

Íslenska mótaröðin

Næst síðasta stigamót ársins var haldið í Vestmannaeyjum um helgina. Leiknir voru þrír hringir, 54 holur. Karlar: 207­Björgvin Sigurbergsson, Keili 69 70 68. 209­Björgvin Þorsteinsson, GA 72 67 70. 211­Þórður Emil Ólafsson, Leyni 76 70 65. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 591 orð

Kýpurbúar lögðu Spánverja

FJÖLMARGIR leikir fóru fram í undanriðlum Evrópukeppni landsliða um helgina. Auk hinna óvæntu úrslita á Laugardalsvelli vekur athygli að Kýpurbúar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Spánverja, 3:2, á Kýpur, Tékkar rétt náðu að merja Færeyinga með umdeildu marki á lokamínútunum og bronslið Króata frá HM laut í gras fyrir Írum eftir að hafa misst tvo leikmenn af velli með rautt spjald. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 281 orð

Leiddist kraftleysið

JÓN B. Hrólfsson og Baldur Hlöðversson unnu flokk Norðdekk-bíla á Toyota Corolla, en í þessum flokki aka ódýrir bílar og takmarkaðar breytingar eru leyfðar á bílunum, sem allir aka á sömu dekkjum. Þeir félagar kepptu af hörku við Hjörleif Hilmarsson og Ágúst Guðmundsson um sigur í flokknum og höfðu betur. Keppa um meistaratitilinn í flokknum í síðasta mótinu. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 48 orð

Leikir í toppbaráttunni

TVEIR leikir verða í efstu deild karla í knattspyrnu í kvöld. ÍBV fær Fram í heimsókn til Vestmannaeyja og ÍA og Leiftur leika á Akranesi. Báðir leikirnir hefjast kl. 18.00. Þetta eru leikir sem frestað var úr 15. umferð 1. september vegna bikarúrslitaleiks ÍBV og Leifturs. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 127 orð

Lifði í voninni

Birkir Kristinsson, markvörður, sagðist hafa lifað í voninni er hann sat í markteig þegar Youri Djorkaeff vippaði yfir hann á 76. mínútu. Nokkrum augnablikum síðar gat hann þó lifað í voninni, því boltinn fór í þverslá. "Tilfinningin var ekki góð, en einhvern veginn hafði ég á tilfinningunni að Hemmi væri kominn inn í markið ­ Hemmi eða Pétur. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 510 orð

Mark í byrjun rústaði áætlunum á Akranesi

ÁHRIF eldmessu Atla Eðvaldssonar, þjálfara íslenska ungmennaliðs Íslands, áður en drengirnir hans gengu á hólm við franska jafnaldra sína, þegar liðin mættust á Akranesi á laugardaginn komu fyrir lítið því Frakkarnir náðu að skora eftir rúmar tvær mínútur og það gerði allar áætlanir þeirra íslensku að engu. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 225 orð

Martröð Norðmanna

NORÐMENN fengu óvæntan skell á heimavelli sínum í Ósló á sunnudag, þegar landslið þeirra í knattspyrnu tapaði fyrir Lettum, 3:1. Nils Johann Semb, nýráðinn landsliðsþjálfari, byrjar því ekki vel í undankeppni Evrópumóts landsliða. Norðmenn voru mjög sigurvissir fyrir leikinn, sérstaklega í ljósi sigurs Íslendinga á Lettum, 4:1, á Laugardalsvelli fyrir rúmum hálfum mánuði. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 27 orð

Meistaradeild kvenna

Fjölnir - ÍBV0:5 - Íris Sæmundsdóttir 2, Olga Stefánsdóttir 2, Sigríður Ása Friðriksdóttir. ÍA - Haukur1:2 Kristín Ósk Halldórsdóttir - Ásdís Petra Oddsdóttir og Hanna Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 689 orð

Meistararnir brotlentu í Reykjavík

FRÖNSK blöð fjalla nokkuð um landsleik Íslands og Frakklands í undankeppni Evrópumótsins sem fór fram á Laugardalsvelli sl. laugardag og endaði með jafntefli, 1:1. Eru blöðin á sammála um að úrslitin séu vonbrigði en um leið þörf áminning til liðsmanna um að tími sé til kominn að þeir komi niður á jörðina og horfi til framtíðar í stað þess sem liðið er. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 130 orð

Óánægja í Póllandi

PÓLVERJAR unnu Búlgari 3:0 í gær í undankeppni Evrópumótsins og voru að vonum glaðir enda knattspyrna þar í landi átt undir högg að sækja vegna fjárhagserfiðleika pólska knattspyrnusambandsins. "Mark, mark, mark, Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 480 orð

ÓNÆRGÆTNI »Óskiljanlegir gjörningar lyfjanefndar ÍSÍ að undanförnu

Óvæntar uppákomur geta kryddað lífið og íþróttir. En uppákomur sem eru ekki í takt við tímann, stað og stund, eru óþolandi. Ein slík óviðeigandi uppákoma átti sér stað á Laugardalsvellinum þegar Íslendingar og heimsmeistarar Frakka áttust við í einum stærsta íþróttaviðburði hér á landi. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 117 orð

Pétur kannaði aðstæður á Ítalíu

PÉTUR Hafliði Marteinsson kom til Svíþjóðar í gær eftir að hafa skoðað aðstæður hjá liði á Ítalíu. Fyrir helgi sagði hann við Morgunblaðið að AC Roma hefði óskað eftir að hann kæmi til viðræðna við forsvarsmenn félagsins eftir landsleikinn við Frakka og fór hann þangað á sunnudag en í gærkvöldi sagðist hann ekki geta staðfest hvort hann hefði farið til félagsins eða einhvers annars Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 262 orð

Sjötíu og fjórar mínútur án horns

HEIMSMEISTARAR Frakka fengu aðeins átta hornspyrnur á Laugardalsvelli á laugardaginn þrátt fyrir að hafa sótt ákaft. Þá fyrstu fengu þeir ekki fyrr en á 74. mínútu og á þeim rúma stundarfjórðungi sem eftir var af viðureigninni fengu heimsmeistararnir fimm hornspyrnur til viðbótar en náðu ekki að færa sér eina einustu þeirra sér í nyt. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 648 orð

Sný stoltur til Svíþjóðar

AUGU margra knattspyrnuunnenda beindust að frammistöðu íslenska varnarmannsins Péturs Hafliða Marteinssonar, fyrirliða sænska toppliðsins Hammarbys, enda hefur talsvert verið fjallað að undanförnu um áhuga erlendra stórliða á að fá hann í sínar raðir. "Ég er geysilega ánægður með þennan leik hjá okkur," sagði Pétur eftir leik. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | -1 orð

STAÐAN

STAÐAN KR 15 8 6 1 23 6 30ÍBV 14 9 2 3 34 14 29ÍA 14 7 4 3 23 17 25KEFLAVÍK 15 7 3 5 17 21 24LEIFTUR 14 6 3 5 18 16 21FRAM 14 4 4 6 16 16 1 Meira
8. september 1998 | Íþróttir | -1 orð

STAÐAN

STAÐAN KR 13 12 0 1 59 7 36VALUR 13 12 0 1 50 12 36BREIÐABLIK 13 8 2 3 28 11 26ÍBV 14 6 2 6 33 34 20STJARNAN 13 5 2 6 27 25 17ÍA 14 2 3 9 20 35 9 Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 350 orð

Stigamót IAAF

Moskva; Síðasta Gullmót alþjóða frjálsíþróttasambandsins. 400 m grindahlaup karla: 1. Stephane Diagana (Frakkl.)48,30 2. Dinsdale Morgan (Jamaíku)48,60 3. Samuel Matete (Sambíu)48,73 4. Eric Thomas (Bandar.)48,84 5. Ruslan Mashchenko (Rússl.)48,93 6. Bryan Bronson (Bandar.)48,94 7. Joey Woody (Bandar.)49,58 8. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 175 orð

Tékkar komu Færeyingum að óvörum

TÉKKAR mega þakka fyrir að hafa flogið frá Færeyjum með þrjú stig í farteskinu, en þeir gerðu umdeilt sigurmark á lokamínútum leiks síns við heimamenn í undankeppni Evrópumótsins á sunnudag. Lokatölur urðu 0:1. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 776 orð

Tveir í röð

SIGURÐUR Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason unnu alþjóðarallið annað árið í röð á Rover Metro, eftir þriggja daga þolraun og liðlega 300 km akstur á sérleiðum. Páll Halldór Halldórsson og Jóhannes Jóhanesson á Mitsubishi Lancer náðu öðru sæti. Þessar tvær áhafnir eru nú í lykilstöðu í slagnum um Íslandsmeistaratitilinn í rallakstri, þegar einu móti er ólokið. Hjörtur P. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 409 orð

Úkraína sigraði í "borgarastríðinu"

Úkraína lagði Rússland í fjórða riðli undankeppni Evrópumóts landsliða, sama riðli og Íslendingar leika í. Lokatölur urðu 3:2, en leikið var á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, frammi fyrir um 82 þús. áhorfendum, sem hvöttu heimamenn til dáða og gerðu Rússum lífið leitt. Þetta var fyrsti innbyrðis landsleikur þjóðanna eftir hrun gömlu Sovétríkjanna 1991. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 349 orð

Úrslitin hafa jákvæð áhrif á starfið

"Ég hef fengið nokkuð af hamingjuóskum frá erlendum starfsbræðrum, en fyrst og fremst hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð hér innanlands þar sem fólk hefur lýst yfir ánægju sinni með umgjörð leiksins og hversu vel hann hefði komið út á sjónvarpsskjánum og þannig verið góð landkynning," sagði Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 350 orð

Verða bara að halda sínu striki

Lárus Orri Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var gagnrýndur eftir leik við landslið Letta á Laugardalsvelli fyrir rúmum hálfum mánuði, sem Íslendingar unnu, 4:1. Var Lárus talinn á meðal veikari hlekkja liðsins. En varð hann var við þessa gagnrýni og hafði hún einhver áhrif á hvernig hann kom stemmdur til leiksins við Frakka? "Maður verður vitaskuld alltaf var við gagnrýni. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 176 orð

Vogts hættur eftir átta ára starf

BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, sagði starfi sínu lausu í gær en hann hefur verið harðlega gangrýndur eftir að Þjóðverjar féllu úr leik í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Frakklandi í sumar. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 170 orð

Vorum stálheppnir

"SEGJA má að við höfum verið stálheppnir að skora og jafna þannig leikinn. Við fengum ekki nema tvö til þrjú marktækifæri vegna þess hversu sterk íslenska vörnin var," sagði Frank Leboeuf. "Íslenska liðið berst vel, vörnin er aðal þess og óhætt að segja að það leiki með hjartanu frá upphafi til enda. "Ísland lék upp á jafntefli og uppskar samkvæmt því. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 721 orð

Væri ekkert í þessu landsliði ef ég gæti ekki skallað boltann

ÞEIR eru ekki margir markahrókarnir sem geta stært sig af því að skora gegn heimsmeisturum Frakka, liðinu sem fékk aðeins tvö mörk á sig í nýliðinni heimsmeistarakeppni og hefur einvala varnarmönnum á að skipa. Ríkharður Daðason fékk þó að kynnast tilfinningunni og viðurkennir að hann hafi aldrei upplifað annað eins. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 227 orð

Vörnin óvinnandi vígi

"ÍSLENSKA lið býr yfir miklum sterk og vörn þess var óvinnandi vígi og því náðum við ekki þeim úrslitum sem að var stefnt," sagði Lilian Thuram af yfirvegun eftir leikinn. "Við reyndum hvað við gátum til þess að leika í gegnum vörnina en ekkert gekk, við reyndum að leika í gegnum vörnina með stuttum sendingum og eins að leika hratt í gegnum vörnina en allt kom fyrir ekki. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 1046 orð

Vörnin var skotheld

GUÐJÓN Þórðarson landsliðsþjálfari hefur átt góðu gengi að fagna á þessu ári. Liðið hefur ekki tapað, unnið einn sigur og gert þrjú jafntefli. Öll þeirra hefur liðið gert við lið sem tóku þátt í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi í sumar. Það var því viðeigandi að síðasta jafnteflisviðureignin væri gegn sigurvegurum þess móts ­ Frökkum. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 395 orð

Þrír duttu í lukkupottinn í Moskvu

ÞRÍR íþróttamenn skiptu á milli sín rúmlega 70 milljóna króna verðlaunapotti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins að loknu síðasta Gullmótinu af sjö á þessu keppnistímabili er fram fór í Moskvu á laugardaginn. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 47 orð

Þrír kallaðir í lyfjapróf

MENN úr Lyfjanefnd Íþróttasambands Íslands mættu á Laugardalsvöllinn rétt fyrir landsleikinn gegn Frökkum og tilkynntu að þrír leikmenn íslenska liðsins yrðu kallaðir í lyfjapróf eftir leikinn. Dregið var úr leikmannahópi Íslands og voru þeir Þórður Guðjónsson, Helgi Kolviðsson og Steinar Adolfsson kallaðir í lyfjapróf. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 539 orð

Þurfum meiri tíma

Við erum með frekar nýtt lið, búnir að vera saman á þremur æfingum fyrir þennan leik og auðvitað tekur tíma að ná betur saman þar sem við erum að koma úr sitthvorri áttinni," sagði Atli Eðvaldson, þjálfari ungmennalandsliðsins og var þokkalega ánægður. "Við áttum okkar möguleika og ef einhverjir þeirra hefðu gengið eftir hefði þetta breyst og eflaust orðið betra. Meira
8. september 1998 | Íþróttir | 404 orð

(fyrirsögn vantar)

FEÐGININ Sigurður Óli Gunnarson og Elsa Kristín Sigurðardóttir þurftu að dóla lokadaginn á keppnisbíl sínum, því vélin var alveg við það að gefast upp.Elsa Kristín sofnaði á sérleið umKaldadal lengstu leið dagsins. Svaf hamaganginn af sér í 10 mínútur, sem hlýtur að vera einsdæmi í rallkeppni. Meira

Fasteignablað

8. september 1998 | Fasteignablað | 135 orð

Atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði

VALHÖLL er með til sölu um þessar mundir atvinnuhúsnæði að Drangahrauni 3 í Hafnarfirði. Þetta er klætt stálgrindarhús, byggt árið 1981. Um er að ræða 770 fermetra húsnæði í þessari eign á fyrstu hæð. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 287 orð

Bæirnir lifa af dreifbýlinu

"BÆIR og borgir lifa af dreifbýlinu en ekki öfugt," segir meðal annars í greinargerð sem Háskólinn á Akureyri tók saman um mikilvægi byggðar í dreifbýli. Er hún birt sem fylgiskjal í þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum árin 1998 til 2001. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 29 orð

Flugnanet yfir rúmunum

Flugnanet yfir rúmunum SVONA flugnanet eru kannski ekki með því allra nauðsynlegasta á Íslandi en þó eru hér staðir sem þetta gæti komið að gagni, t.d. nálægt vötnum á sumrin. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 265 orð

Frumlegir með litríkum sumarblómum

Hveragerði -Umhverfis- og skipulagsnefnd Hveragerðisbæjar veitir árlega nokkrum garðeigendum viðurkenningu fyrir lóðir sínar. Við veitingu viðurkenninganna var haft til hliðsjónar að lóðarfrágangur væri góður sem og umhirða garðsins. Einnig er tekið tillit til sérstöðu í plöntuvali eða mannvirkja á lóðinni. Í ár fengu eftirtaldir aðilar viðurkenningu. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 45 orð

Fyrsta íbúðin afhent

FYRSTA íbúðin í fjölbýlishúsinu við Lækjarsmára 4 í Kópavogi var afhent nýlega. Stefán Gunnarsson hjá Húsvirkik afhendir hér þeim Jónínu Snorradóttur og Guðjóni Sverri Guðmundssyni íbúð sína en það er fasteignasalan Húsakaup sem hefur annast sölu íbúða í Lækjarsmára 4. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 151 orð

Gott einbýlishús í Njarðvík

FASTEIGNAMIÐLUNIN er með til sölu um þessar mundir einbýlishúsið Kópubraut 2 í Njarðvík. Húsið er 152,9 fermetrar, á einni hæð, byggt árið 1980 og er steinhús. "Þetta er fallegt hús," sagði Oddrún Sverrisdóttir hjá Fasteignamiðluninni. "Húsið skiptist í flísalagða forstofu með fatahengi og snyrtingu. Síðan er komið inn í parketlagt hol, þaðan gengið inn í parketlagt sjónvarpshol. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 136 orð

Góð lítil íbúð í miðbænum

FASTEIGNASALAN Fold er með til sölu 40 fermetra íbúð á Öldugötu 41. Húsið er járnklætt timburhús í mjög góðu viðhaldi. Það var byggt árið 1923. Íbúðin sem um ræðir er í kjallara hússins og hefur öll verið endurnýjuð, þar með taldar raf- og vatnslagnir. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 142 orð

Góð sérhæð á Kirkjuteigi

EIGNAVAL er nú nýlega búið að fá í sölu sérhæð á Kirkjuteigi 33 í Reykjavík. Húsið er byggt árið 1961, það er úr steini klætt skeljasandi. Íbúðin sem um er að ræða er á fyrstu hæð. "Þetta er mjög glæsileg hæð og er húsið 124 fermetrar að stærð," sagði Berglind Björnsdóttir hjá Eignavali. "Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi og tvær stofur sem eru mjög stórar og bjartar. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 38 orð

Greiðsluerfiðleikar

ERFIÐLEIKAR vegna fjárfestinga í íbúðarhúsnæði hafa komið upp hjá mörgum húsbyggjendum. Grétar J. Guðmundsson gerir þá að umtalsefni, segir menn lenda í slíku af ýmsum orsökum og telir að umfjöllun um þá hafi stundum verið villandi. /2 Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 821 orð

Greiðsluerfiðleikar í góðæri

SAMKVÆMT mælingum hefur kaupmáttur aukist um 12­13% á undanförnu einu og hálfu ári. Fréttir af þessum toga eru ólíkt skemmtilegri en háar prósentutölur um atvinnuleysi, mikinn fjölda uppboða á íbúðarhúsnæði eða aðrar lýsingar á erfiðleikum fólks, sem voru algengar fyrir ekki svo löngu. Sem betur fer hefur mikil breyting orðið í þessum efnum og vonandi að framhald verði þar á. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 1411 orð

Heitt vatn gæti gefið ný ný atvinnutækifæri

FÆKKUN fólks í sveitum með minnkandi umsvifum í landbúnaði, fábreytt atvinnulíf, fá störf fyrir sérmenntað fólk og ýmsar félagslegar ástæður eru meðal ástæðna fyrir flutningi fólks frá dreifbýli til höfuðborgarsvæðisins. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 217 orð

Húsnæði og atvinna fyrir hendi

ÞRÓUN byggðar, fólksflutningar milli landshluta og fleira tengt búsetu og atvinnumöguleikum fámennra byggðarlaga er umfjöllunarefni viðtals við Guðmund B. Magnússon, oddvita Kaldrananeshrepps, og Þór Örn Jónsson, sveitarstjóra Hólmavíkurhrepps. Þeir telja báðir ýmsa möguleika á því að snúa við fólksfækkun í fámenninu. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 211 orð

Keypti landið fyrir tveimur áratugum

FYRIR rúmum 20 árum keypti Arnar Hannes Gestsson land í Kópavogi þar sem Byggir ehf. er nú að reisa fjögur verslunar- og skrifstofuhús á helmingi lóðarinnar sem félagið hefur til umráða í Hlíðasmára. Arnar segir að þetta svæði í Kópavoginum sé framtíðarsvæði til næstu þriggja áratuga. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 45 orð

Miðstöðvarryksuga

EKKI er allt sem sýnist þegar ryksugan er annars vegar og ekki alveg víst að hún sé alltaf allra meina bót þegar hreinlætið er annars vegar. Sigurður Grétar Guðmundsson setur fram hugmynd að miðstöðvarryksugu sem hann telur að gæti gefið mun heilnæmari árangur. /xx Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 28 orð

Pottar í loftinu

Pottar í loftinu SÁ pottur er ekki brotinn sem hangur öruggur uppi í krók á loftbita í eldhúsinu. Þar sem slíku er til að dreifa eru pottarnir skemmtilegt loftskraut. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 836 orð

Ryksugun er drullumall

Það var í fréttum nýlega að hreinlæti væri farið að skaða heilsu fólks, einkum barna. Þeir eru ábyggilega margir sem fussa við slíkum fréttum, hreinlæti hljóti alltaf að vera til góðs. Það er nú það. Hvers vegna lagði svarti dauði stóran hluta af íslensku þjóðinni í gröfina. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 54 orð

Skreytilist á stórmarkaði

FYRST birtist einn leggur út fyrir þakbrúnina og niður eftir veggnum, síðan annar og þeir voru orðnir þrír eða fleiri áður en yfir lauk. Þarna er hugmyndaflugið lausbeislað í skreytilistinni þegar forráðamenn vöruhúss í Seattle í Bandaríkjunum vildu vekja athygli vegfarenda á ýmsu innan dyra, trúlega aðallega skófatnaði og buxum! Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 31 orð

Staður fyrir matreiðslubækurnar

Staður fyrir matreiðslubækurnar MATREIÐSLUBÆKUR þurfa líka sitt pláss og ekki er verra að hafa þær svona alveg við hendina, án þess þó að hætta sé á að þær óhreinkist allar og kámist. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 303 orð

Stórt einbýli á útsýnisstað

SKEIFAN fasteignamiðlun er með einbýlishúsið Vesturberg 15 í sölu. Húsið er um 190 fermetrar, byggt 1974 og fylgir því 30 fermetra bílskúr. Húsið er vel staðsett uppá skóla og þjónustu. Húsið stendur á hæðinni yfir neðra Breiðholti og sést Snæfellsjölkull vel þegar bjart er. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 600 orð

Tekur næst gamla félagsheimilið í gegn

HANN hefur þegar gert upp eitt hús á Hólmavík og er nú að búa sig undir að taka fyrir það næsta, er raunar aðeins byrjaður. Magnús H. Magnússon lagði í það bjartsýnisverk í ársbyrjun 1996 að taka Riis hús í plássinu í gegn að utan sem innan og fimm mánuðum síðar opnaði hann veitingastað þar, Café Riis. Hafði ætlað sér að reka prjónastofu sem þar hafði lagt upp laupana en hitt varð ofan á. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 141 orð

Vandað einbýlishús í Hafnarfirði

FASTEIGNASALAN Ás er með í einkasölu einbýlishús í Birkibergi 40 í Hafnarfirði. Þetta er steinhús, byggt árið 1990. Það er á tveimur hæðum og alls að flatarmáli 299 fermetrar með innbyggðum bílskúr, stórum einföldum sem er 48 fermetrar að stærð. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 138 orð

Vandaður sumarbústaður á góðum stað

HJÁ Fjárfestingu fasteignasölu er nýlega kominn í einkasölu sumarbústaður í landi Klausturhóla í Grímsnesi. Bústaðurinn er byggður 1994, hann er 60 fermetrar að grunnfleti og er með svefnlofti sem er manngengt. Við bústaðinn er 100 fermetra verönd úr timbri. Sjálfur er bústaðurinn úr timbri og timburklæddur. Hann er í raun heilsárshús, mjög vel einangraður, t.d. er tvöföld gólfeinangrun. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 93 orð

Viðurkenningar fyrir fallegar lóðir

Blönduósi-Nýlega voru veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir á Blönduósi. Að þessu sinni hlutu viðurkenningu Fegrunarnefndar Blönduóss, hjónin Aðalbjörg Ingvarsdóttir og Vignir Einarsson Brekkubyggð 34 og Glaðheimar hf. sem rekur sumarhúsabyggð á bökkum Blöndu. Meira
8. september 1998 | Fasteignablað | 27 orð

Þótt sumarið hverfi á braut

Þótt sumarið hverfi á braut ÞÓTT sumarið hverfi okkur má gera ýmislegt til að minna á það, blómaskreytingar á veggjum, borðum og húsgögnum eru tilvaldar í þessu skyni. Meira

Úr verinu

8. september 1998 | Úr verinu | 130 orð

Dagur hafsins á laugardag

UNDIRBÚNINGUR að degi hafsins næstkomandi laugardag er vel á veg kominn. Lögð verður áherzla á að fyrirtæki og stofnanir, sem tengjast hafinu, opni dyr sínar fyrir almenningi þennan dag eða efni til atburða sem leiði huga sem flestra landsmanna að mikilvægi hafsins í öllu umhverfi okkar. Meira
8. september 1998 | Úr verinu | 527 orð

Viðvarandi taprekstur og slæmar horfur í veiðum

ÞEGAR Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri og Snæfellsbær tóku höndum saman ásamt fleiri aðilum í Snæfellsbæ um stofnun og rekstur Snæfellings, nýs útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækis í Snæfellsbæ, fyrir rúmum þremur árum, var markmiðið fyrst og fremst að tryggja báðum aðilum aukinn fisk til vinnslu. Þær áætlanir hafa á hinn bóginn ekki gengið upp sem skyldi og hefur yfirstjórn Snæfells hf. Meira
8. september 1998 | Úr verinu | 193 orð

Þorsteinn Pálsson óánægður með afstöðu Grænlendinga

"ÉG GET ekki sagt annað en að mér þyki miður að Grænlendingar hafi ekki tekið tillit til ráðgjafar Alþjóðahafrannsóknaráðsins í þessu efni," sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, aðspurður um álit sitt á laxveiðum Grænlendinga. Í Morgunblaðinu sl. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.