Greinar fimmtudaginn 17. september 1998

Forsíða

17. september 1998 | Forsíða | 182 orð

Berisha hvetur til allsherjarmótmæla

FATOS Nano, forsætisráðherra Albaníu, sagði á fréttamannafundi á skrifstofu sinni í Tirana í gærkvöld að stjórn sín nyti enn stuðnings almennings sem réttkjörin ríkisstjórn landsins. Hann ítrekaði ásakanir sínar á hendur Sali Berisha, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, þess efnis að hann hefði reynt að ræna völdum í átökunum um helgina. Meira
17. september 1998 | Forsíða | 408 orð

Clinton segist ekki íhuga afsögn

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hvatti almenning og Bandaríkjaþing í gær til að hætta að velta sér upp úr smáatriðum um samband hans við Monicu Lewinsky. Fréttamenn fengu í gær fyrsta tækifærið til að beina spurningum til forsetans eftir að skýrsla Kenneths Starrs um Lewinsky-málið var birt, er Clinton kom fram á blaðamannafundi með Vaclav Havel, forseta Tékklands, Meira
17. september 1998 | Forsíða | 84 orð

ETA-skæruliðar leggja niður vopn

ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, lýsti í gær yfir "varanlegu og algjöru" vopnahléi sem taka á gildi í dag. Skæruliðarnir hétu því að láta af öllum ofbeldisverkum en þeir hafa orðið yfir 800 manns að bana síðustu þrjá áratugi. Meira
17. september 1998 | Forsíða | 150 orð

Mamma með í slaginn

"MÆÐUR gegna mikilvægu þjóðfélagshlutverki," segir Karin Persson og fullyrðir að mæður, sem hafi ráð á og tækifæri til að vera heima hjá börnum sínum fram að þriggja ára aldri, eigi að gera það. Þessi orð lét hún falla í samtali við sænskt blað sem svar við fullyrðingu sonar síns Görans Perssons, forsætisráðherra Svía og leiðtoga Jafnaðarmanna, Meira
17. september 1998 | Forsíða | 226 orð

Rúblan fellur en Jeltsín segir botninum náð

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, greindi Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, frá því í gær að allt væri að færast í eðlilegt horf í Rússlandi eftir efnahagsþrengingar síðustu vikna. Jeltsín tilnefndi þrjá nýja aðstoðarforsætisráðherra í gær og eru þeir allir samflokksmenn Tsjernomyrdíns, fyrrverandi forsætisráðherra. Meira

Fréttir

17. september 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð

Að halda röddinni hreinni og tjá sig skilmerkilega

ROZ Comins raddþjálfari heldur málstofu á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands og Félags talkennara og talmeinafræðinga föstudaginn 18. september kl. 16.00. Málstofan nefnist: Að halda röddinni hreinni og tjá sig skilmerkilega Í fréttatilkynningu segir: "Röddin er okkur nauðsynleg til þess að við getum tjáð okkur í töluðu máli og beitt henni sem tæki til náms og kennslu. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 357 orð

Aðild að ESB ekki áformuð á næsta kjörtímabili

EKKI eru ráðgerðar breytingar á aðild Íslands að NATO á næsta kjörtímabili en framtíðarmarkmiðið hlýtur að vera að Ísland geti staðið utan hernaðarbandalaga, er meðal þess sem segir í málefnaskrá sameiginlegs framboðs Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista, en forystumenn flokkanna kynntu hana opinberlega í gær. Meira
17. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 139 orð

Ásprent-POB fær nýja og öfluga heftivél

ÁSPRENT-POB hefur nýlega fest kaup á öflugri heftivél sem býður upp á þann möguleika að hefta t.d. bæklinga, tímarit og annað með lykkjuhefti. Þá sker vélin það sem prentað er með þrískera sem gerir allan frágang betri og eins hentar það sem prentað er vel í möppur. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 486 orð

Breytt hegðun í nýju umhverfi

HÁHYRNINGURINN Keikó er nú farinn að éta 60 kíló af fiski á dag og er búist við því að hann muni verða farinn að éta allt að 75 kíló þegar sjórinn í Klettsvík fer að kólna fyrir alvöru. Fylgst er náið með hvalnum og sagði Beverly Hughes, stjórnandi Keikó-stofnunarinnar, að hegðun hans hefði breyst mjög frá því sem var í sædýrasafninu í Newport í Oregon. Meira
17. september 1998 | Erlendar fréttir | 190 orð

Býr sig undir að verða handtekinn

ANWAR Ibrahim, fyrrverandi fjármála- og aðstoðarforsætisráðherra Malasíu, sagði í gær að lögreglan hefði handtekið enn einn af fyrrverandi aðstoðarmönnum hans. Er þetta fimmta handtakan er tengist ásökunum, um óviðurkvæmilega hegðun í kynferðismálum, landráð og spillingu, á hendur Anwar og félögum hans. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

C-17 þotan ferðbúin um hádegi

VERIÐ er að leggja lokahönd á viðgerð flutningaflugvélar bandaríska hersins, C-17, í viðhaldsstöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli þar sem þessi mynd var tekin í gær. Ráðgert er að vélin haldi héðan um hádegisbil í dag til Englands, þaðan til Þýskalands og snúi loks til Bandaríkjanna á ný með viðkomu á Englandi og Íslandi. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Dagskrá hjá Guðspekisamtökunum

GUÐSPEKISAMTÖKIN standa fyrir dagskrá á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 19. september kl. 11­13 og 15­18. Meðal gesta er ástralski guðspekikennarinn Ananda Tara Shan, sem er stofnandi Guðspekisamtakanna. Í fyrrihluta dagskrárinnar heldur Tarajyoti Govinda, rithöfundur og sálfræðingur, erindi með yfirskriftinni Kreppa jarðarinnar; englaríkið og viska frumbyggjanna. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Endurbætt hljóðkerfi í Bíóborginni

UNDANFARIÐ hefur verið unnið að endurbótum á hljóðkerfi Bíóborgarinnar. Af þessu tilefni hafa Sambíóin ákveðið að halda sérsýningu á kvikmyndinni Armageddon í dag, fimmtudag, til að kynna áhorfendum nýja kerfið. Í fréttatilkynningu segir m.a. að hljóðkerfið sem sett hafi verið upp sé eitt hið fullkomnasta sem völ sé á í nokkru kvikmyndahúsi. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

Evrópsk flugfélög fá tilboð í árekstravara

BANDARÍSKA rafeindafyrirtækið AlliedSignal hefur gert 20 flugfélögum, einkanlega í Evrópu, tilboð í árekstravara í flugvélar þeirra. Alls hafa þessi félög um 200 flugvélar í rekstri. Skylt verður að hafa árekstravara í flugvélum í Evrópu frá ársbyrjun árið 2000. Er þar átt við vélar sem taka 30 farþega eða fleiri og vega yfir 15 tonn. Meira
17. september 1998 | Erlendar fréttir | 269 orð

Eymd og örvænting á flóðasvæðunum

HUGSANLEGT er, að flóðin í Suður-Mexíkó séu einhverjar mannskæðustu náttúruhamfarir í landinu á þessari öld. Kemur þetta fram í opinberri skýrslu, sem birt var í fyrradag, en þar segir, að vitað sé um 407 menn látna og líklegt, að lík 849 manna annarra séu grafin í aurskriðunum. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Ferðakaupstefna í Laugardalshöll

ÁRLEG ferðakaupstefna Vestur- Norðurlanda, Vestnorden Travel Mart, var sett í þrettánda skipti í gær í Ráðhúsinu í Reykjavík, en kaupstefnan er haldin í Laugardalshöll að þessu sinni. Kaupstefnan stendur til 18. september og þar munu á þriðja hundrað fulltrúar fyrirtækja frá yfir tuttugu löndum kaupa og selja ferðir til Vestur-Norðurlandanna þriggja, Íslands, Grænlands og Færeyja. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Féll í Geysi og brenndist

MAÐUR brenndist illa á báðum fótum er hann féll ofan í hverinn Geysi í Haukadal síðdegis í gær. Maðurinn var fluttur með einkabíl búnum hvítum veifum til Reykjavíkur á neyðarmóttöku Landspítalans. Var hann með vatn til kælingar í bílnum. Að sögn vakthafandi læknis hlaut maðurinn 2. stigs bruna á fótum en líðan hans var eftir atvikum. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 531 orð

Fín útkoma í Flekkunni

MJÖG góð útkoma var í Flekkudalsá á Skarðsströnd í sumar, en vertíðinni lauk þar nýverið. Þar veiddust 230 laxar, en alls er veitt á þrjár stangir og veiðitíminn aðeins 70 dagar en ekki 90-100 eins og víðast er lenska. Að sögn Ómars Blöndal Siggeirssonar, eins leigutaka árinnar, var meðalþunginn hærri heldur en gengur og gerist í Dölunum og stærsti laxinn var 24 pund. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 770 orð

Fjórir þingmenn stofna Þingflokk óháðra

Í BRÉFI til forseta Alþingis í gær segja fjórmenningarnir að þessi ákvörðun tengist breyttum aðstæðum í íslenskum stjórnmálum, þar sem þeir flokkar sem þeir hafi boðið sig fram fyrir eða í samstarfi við, hafi nú horfið frá því að efna til framboðs í eigin nafni og á grundvelli eigin stefnu í komandi alþingiskosningum. Meira
17. september 1998 | Miðopna | 1903 orð

Fjölskyldumál sett í öndvegi Tólf mánaða fæðingarorlof, ótekjutengdar barnabætur, ný jafnréttislög, jafnréttisstofnun, komugjöld

Málefnaskrá sameiginlegs framboðs þriggja flokka lögð fram Fjölskyldumál sett í öndvegi Tólf mánaða fæðingarorlof, ótekjutengdar barnabætur, ný jafnréttislög, jafnréttisstofnun, komugjöld í heilsugæslu afnumin, endurskoðuð vinnulöggjöf, aðkoma sjóðsfélaga að stjórn lífeyrissjóða, Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 235 orð

Flugbrautin í Þórsmörk nærri horfin

Flugbrautin í Þórsmörk nærri horfin FLUGBRAUTIN í mynni Húsadals í Þórsmörk sópaðist svo gott sem í burtu nýverið þegar varnargarður, sem halda átti Markarfljóti frá vellinum, brast. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

Fyrirlestur um hveraörverur

LÍFFRÆÐISTOFNUN heldur fyrsta föstudagsfyrirlestur sinn föstudaginn 18. september í húsakynnum Líffræðistofnunar að Grensásvegi 12, stofu G-6 og hefst það kl. 12.20. Erindið flytur Jakob K. Kristjánsson rannsóknaprófessor og nefnist erindið Íslenskar hveraörverur ehf.: Sérleyfi til hagnýtra rannsókna. Hér fylgir útdráttur úr erindinu: "Fyrirtækið Íslenskar hveraörverur ehf. Meira
17. september 1998 | Erlendar fréttir | 397 orð

Færeyingar hvika ekki frá sjálfstæðisáformum

FÆREYSK stjórnvöld hafa ítrekað þá ætlun sína að stefna að sjálfstæði eyjanna, þrátt fyrir bætt samskipti við Dani og hvatningu Poul Nyrups Rasmussens forsætisráðherra, um að flýta sér hægt. Leggur Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, þó á það áherslu að breið samstaða þurfi að nást um málið á meðal Færeyinga. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Góður gangur við Búrfells- línu 3A

FRAMKVÆMDIR hafa gengið vel við Búrfellslínu 3A eftir að samningar tókust í vinnudeilunni milli rússneska fyrirtækisins Technopromexport og íslenskra stéttarfélaga fyrir viku eftir þriggja daga vinnustöðvun. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, voru 83 möstur af 253 komin upp í gær eða um þriðjungur mastranna. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Göngufólk í Seljahverfi

GÖNGUHÓPUR félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels byrjar aftur laugardaginn 19. september. Mæting er eins og venjulega alla laugardaga kl. 10.30 við félagsmiðstöðina. Rúna Íris Guðmundsdóttir, íþróttakennari, leiðir hópinn og býður gamla sem og nýja félaga velkomna. Meira
17. september 1998 | Erlendar fréttir | 205 orð

Hafnar skammtímaúrræðum

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að Bretar gætu ekki skýlt sér fyrir þeim vindum, sem nú blésu um efnahagslífið í heiminum, en hann kvaðst vera andvígur einhverjum skammtímaúrræðum vegna hás gengis pundsins og hárra vaxta. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Hefur farið í göngur 51 haust

JÓN E. Kjerúlf, bóndi á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, hefur farið í göngur fimmtíu og eitt haust. Að sögn Jóns hefur aðeins fallið úr eitt haust vegna þess að þá var hann með botnlangabólgu. Jón hefur alltaf farið Rana, sem er svæðið innan frá Eyvindarfjöllum út að Fjallakvísl og Eyvindará niður að Jökulsá á Dal. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Heilbrigði og lífskjör könnuð

SPURNINGALISTAR vegna viðamikillar könnunar á heilbrigði og lífskjörum Íslendinga hafa verið sendir fólki um allt land. Meðal annars verður athugað hvort heilbrigðiskerfið standi undir því fyrirheiti að vera jafn opið öllum, en fyrri könnun hefur leitt í ljós vísbendingar um að svo sé ekki. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Herjólfur fari hægar

FERJAN Herjólfur mun framvegis hægja á ferðinni þegar siglt er fram hjá Klettsvík til hafnar í Vestmannaeyjum og frá vegna háhyrningsins Keikós. Sævaldur Elíasson, skipstjóri á Herjólfi, sagði í gær að borist hefðu tilmæli í gærmorgun um að hægja á ferðinni og orðið yrði við þeim. Meira
17. september 1998 | Landsbyggðin | 1277 orð

"Hér skiptir hver einstaklingur máli"

HÚN lætur ekki mikið yfir sér starfsemin sem nú fer fram að Hlíðardalsskóla í Ölfusi og margir sem vita sjálfsagt ekki hvað fram fer innan veggja þessa fyrrum skóla aðventista á Íslandi. Nú dvelja að Hlíðardalsskóla rúmlega 80 manns, Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 660 orð

Hinn dæmigerði ritari er að hverfa

NÝLEGA lauk aðalfundi og árlegri ráðstefnu Evrópusamtaka ritara í Madrid. Alls sóttu 16 íslenskir félagsmenn fundinn en 38 eiga aðild að samtökunum á Íslandi. Margrét Óskarsdóttir er kynningarfulltrúi Íslandsdeildar samtakanna. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Hjólað fyrir krabbameinssjúk börn

FYRIR stuttu efndi fyrirtækið Nói-Siríus til Kellogg's daga í Perlunni. Meðal þess sem gestum var boðið upp á var að hjóla á þrekhjóli til styrktar börnum með krabbamein. Mælt var hversu langt þátttakendur hjóluðu og hét Nói-Siríus 500 kr. í styrktarsjóð SKB fyrir hvern kílómetra. Um 500 gestir tóku þátt og söfnuðust samtals 300.000 kr. Meira
17. september 1998 | Erlendar fréttir | 274 orð

Hljóðritinn stöðvaðist áður en þotan fórst

KOMIÐ er í ljós, að hljóðriti svissnesku MD-11 þotunnar, sem fórst við Nova Scotia 2. september sl., stöðvaðist sex mínútum áður en flugvélin hrapaði í hafið. Engu að síður er búist við að hljóðritinn, sem varðveitir samtöl í stjórnklefa þotunnar, muni auðvelda rannsóknarmönnum að gera sér mynd af þeim vanda, sem flugmennirnir glímdu við. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 1105 orð

"Horfðum á eldglæringar standa út úr hreyflinum"

"NOKKRU eftir að kviknaði í öðrum heyflinum ávarpaði flugstjórinn farþega, sagðist vera í vandræðum með annan hreyfilinn og að hann hefði í öryggisskyni ákveðið að lenda. Á meðan horfðum við sem sátum við vænginn á eldglæringar standa út úr hreyflinum," sagði Axel Ómarsson í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Hreindýr í skotfæri

ÞAÐ er tilkomumikil sjón þegar stór hreindýrahjörð rennur fyrir í skotfæri og gaman að fylgjast með dýrunum fara bítandi yfir og heyra baulið í þeim. Í þetta skiptið var skyttan aðeins vopnuð myndavél og festi hópinn á filmu þar sem hann fór bítandi yfir í Svartöldu við Aðalbólsveg á Fljótsdalsheiði. Þessi mynd átti að birtast á bls. Meira
17. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 270 orð

Hrossaútflutningur beint frá Akureyri

HROSSAÚTFLYTJENDUM á Norðurlandi býðst nú ný þjónusta á vegum Eimskips, en nýverið hófst beinn útflutningur hrossa frá Akureyri til viðkomuhafna Eimskips í Evrópu. Í gær var átta hrossum skipað um borð í Dettifoss í Akureyrarhöfn og verða þau send til Þýskalands og Danmerkur. Meira
17. september 1998 | Erlendar fréttir | 870 orð

Hugsjónahungur fitar kristilega demókrata Flest bendir til að kristilegum demókrötum muni ganga vel í sænsku þingkosningunum um

FYLGISAUKNING Kristilega demókrataflokksins vekur mesta athygli á lokaspretti kosningabaráttunnar og flokksleiðtoginn Alf Svensson er enn innblásnari en venjulega af velgengninni. Skoðanakannanir benda til að flokkurinn meira en tvöfaldi fylgi sitt miðað við kosningarnar 1994, þegar hann rétt skreið yfir lágmarkið, fari úr 4,1 prósenti og yfir tíu prósent. Meira
17. september 1998 | Erlendar fréttir | 68 orð

Höfuðborg í kafi

Reuters Höfuðborg í kafi ÞESSI sýn af Dhaka, höfuðborg Bangladesh, blasti við Sheikh Hasina, forsætisráðherra landsins, er hann tók sér far í gær með þyrlu til að kynna sér skemmdir af völdum flóða í landinu undanfarnar vikur og mánuði. Hafa flóðin í Bangladesh valdið gífurlegum skaða á landbúnaði, iðnaði og landslagi um allt landið. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 299 orð

Íhuga kaup á tveimur rafmagnsjeppum

LANDSVIRKJUN hefur fest kaup á litlum rafmagnsbíl til notkunar í innanbæjarakstri og íhugar jafnframt kaup á tveimur litlum rafmagnsjeppum til staðbundinnar notkunar í grennd við virkjanir. Smábíllinn er af gerðinni Peugeot 106 og er sá fjórði sem keyptur er hingað til lands. Hinir þrír eru í eigu Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitu Akureyrar og Landssímans. Meira
17. september 1998 | Erlendar fréttir | 299 orð

Íranir auka enn umsvif hersins

HERDEILDIR frá níu héruðum Írans eru nú á leið til landamæranna við Afganistan, að sögn íranska hersins, og munu taka þátt í heræfingum þar sem hefjast sennilega á laugardag. Verða þá hátt á þriðja þúsund íranskir hermenn samankomnir við landamærin, en spenna milli landanna hefur verið að aukast að undanförnu. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 598 orð

Jafntefli varð á öllum borðum

FYRRI skákin í þriðju umferð á svæðamóti Norðurlanda í skák var tefld í gær í Munkebo á Fjóni í Danmörku. Nú eru aðeins sex keppendur eftir á mótinu og komast sigurvegararnir í þeim þremur einvígjum, sem nú standa yfir, beint í úrslitamót heimsmeistarakeppninnar. Sú keppni fer fram í borg spilavítanna, Las Vegas í Bandaríkjunum. Meira
17. september 1998 | Miðopna | 1169 orð

Kanna mun á notkun heilbrigðisþjónustu Hafin er gerð viðamikillar könnunar sem ætlað er að gera úttekt á heilbrigði og

RÚNAR Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði á námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, stjórnar verkefninu, sem nefnist Heilbrigði og lífskjör Íslendinga. Ásamt honum sjá um það Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í læknisfræði, Tryggvi Þór Herbertsson, lektor og hagfræðingur, Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Kennsla um alnetið í Nýja músíkskólanum

NÝI músíkskólinn hefur flutt starfsemi sína frá Laugavegi í félagsheimili Fylkis í Árbæ. Flutningurinn er m.a. í samræmi við niðurstöður í greinargerð um málefni tónlistarskóla á vegum Reykjavíkurborgar. Þar kom fram að verulegur skortur væri á framboði tónlistarkennslu í úthverfum borgarinnar. Nýi músíkskólinn er nú á sínu fjórða starfsári og hefst kennsla í honum 21. september nk. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Konur og neytendavald

RÁÐSTEFNA Húsmæðrasambands Norðurlanda verður haldin á Hótel Loftleiðum 18.­20. september. Konur og neytendavald er yfirskrift ráðstefnunnar og verða þátttakendur 120 talsins frá öllum Norðurlöndunum. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

LEIÐRÉTT Ekki borgarstarfsmenn Í

Í myndatexta á bls. 4 í gær var sagt frá malbikunarframkvæmdum við Elliðavatn og sagði að mennirnir á myndinni væru borgarstarfsmenn. Þetta er ekki rétt heldur eru þeir starfsmenn Hlaðbæjar-Colas. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Erik, ekki Einar Í frétt í blaðinu sem birtist á þriðjudag, var Erik Júlíus Mogensen á einum stað sagður Einar. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Lést í umferðarslysi

MAÐURINN sem lést í umferðarslysi í Svarfaðardal á mánudagsmorgun hét Örn Víðir Sverrisson, til heimilis að Karlsbraut 17 á Dalvík. Örn Víðir var 33 ára, fæddur 29. ágúst árið 1965. Hann lætur eftir sig þrjú börn. Örn Víðir var farþegi í bifreið sem fór út af Svarfaðardalsvegi, við bæinn Hrafnsstaði skammt sunnan Dalvíkur um kl. 5 á mánudagsmorgun. Meira
17. september 1998 | Erlendar fréttir | 520 orð

Líklegast að Bondevik sitji áfram

VEIKINDI Kjell Magne Bondeviks, forsætisráðherra Noregs, hafa ýtt mjög undir vangaveltur um hvort ríkisstjórn hans muni sitja út árið en á næstu mánuðum bíður hennar fjárlagaumræða, sem talið var á fyrstu mánuðum stjórnarinnar, að myndi fella hana. Eitt mesta átakamálið eru hinar umdeildu foreldragreiðslur til þeirra sem vilja vera heima hjá börnum sínum. Meira
17. september 1998 | Erlendar fréttir | 358 orð

Lykilmenn Gorbatsjovs til æðstu áhrifa

Þrír af lykilmönnum í stjórn Míkhaíls Gorbatsjovs, þáverandi Sovétforseta, gegna lykilhlutverkum í nýrri ríkisstjórn Rússlands, að sögn stjórnmálaskýrenda. Gorbatsjov hefur borið lof á þá síðustu daga. Jevgení Prímakov forsætisráðherra, Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Margir í bankanum vissu um reikninginn

TÓMAS Árnason, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að margir þáverandi starfsmenn Seðlabanka Íslands hafi vitað að reikningur fyrir endurskoðun barst bankanum undirritaður af Sigurði Þórðarsyni og Halldóri V. Sigurðssyni heitnum, þáverandi ríkisendurskoðanda, og að reikningurinn hafi einnig verið ræddur í bankaráði. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Málþing um ungt fólk og forvarnir

FORVARNAVERKEFNIÐ "20,02 hugmyndir um eiturlyf" stendur fyrir málfundi laugardaginn 19. september á Kakóbarnum Geysi í Hinu húsinu. Markmið fundarins er að gefa ungu fólki tækifæri á að kynna sínar skoðanir á forvarnaverkefninu og einnig að kynna nokkur af þeim verkefnum sem ungt fólk hefur staðið að hingað til, segir í fréttatilkynningu. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 353 orð

Meiri viðskipti forsenda lækkunar gjaldskrár

VEGNA ummæla Þórólfs Árnasonar, forstjóra Tals, í Morgunblaðinu í gær vill Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafulltrúi Landssímans, gera eftirfarandi athugasemd: "Þórólfur heldur því fram að einungis á einni þjónustuleið bjóði Landssíminn lægra verð en Tal. E.t.v. hefur hann ekki séð nýju gjaldskrána sem tekur gildi í dag, fimmtudag, en allir sem kynna sér málið sjá að þetta er einfaldlega rangt. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Milljónatjón vegna vatnsleka

MIKLAR skemmdir urðu í húseignum við Sléttuveg 15-17 í Reykjavík þegar vatnsinntak fór í sundur snemma í gærmorgun. Sex íbúðir skemmdust auk sameiginlegs 150 fermetra salar. Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt á staðinn og fékk Vatnsveituna til að loka fyrir vatnið. Talið er að vatnið hafi streymt um ganga og gólf í um klukkustund áður en skaðans varð vart. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Mison hlífðargas frá Ísaga

UM ÞESSAR mundir er Ísaga hf., dótturfyrirtæki AGA, að setja á markað hlífðargas sem nefnt er Mison og segir í fréttatilkynningu að það valdi minni mengun en sú gastegund sem Ísaga hefur hingað til boðið upp á, Fogon. Helsti kostur Mison hlífðargassins er að það dregur úr ósonmengun. Meira
17. september 1998 | Erlendar fréttir | 190 orð

Monica Lewinsky sögð KGBnjósnari

KÍNVERSKIR fjölmiðlar hafa ekki þagað um vandræði Bills Clintons Bandaríkjaforseta frekar en aðrir og líklega hafa óvíða verið settar fram ævintýralegri tilgátur um hvað að baki liggi. Þannig segir vinsælt slúðurrit að Monica Lewinsky, sem átti í kynferðissambandi við forsetann, hafi í raun verið sovéskur njósnari. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Norræn samstaða, hlutleysið og kalda stríðið

DR. VALUR Ingimundarson, sagnfræðingur, heldur fyrirlestur á aðalfundi Sögufélagsins á laugardag, sem ber heitið "Á mörkum samstöðu og hlutleysis: Norðurlöndin og kalda stríðið." Fundurinn hefst kl. 14:00 í Þjóðarbókhlöðu og er öllum opinn. Meira
17. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 379 orð

Nýrri öld mætt af dirfsku

ATVINNUMÁLANEFND Akureyrar hefur hleypt af stokkunum verkefninu Stefnumótun í atvinnumálum fyrir Akureyri. Gert er ráð fyrir að tillögum verið skilað um áramót. Verkefnisstjóri er Berglind Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Atvinnumálaskrifstofu, en ráðgjafar eru þeir Sævar Kristinsson og Karl Friðriksson frá Iðntæknistofnun. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Ný stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna

Á SAMBANDSSTJÓRNARFUNDI ungra jafnaðarmanna á sunnudaginn var kjörin ný framkvæmdastjórn Sambands ungra jafnaðarmanna. Eftirfarandi einstaklingar skipa nýja stjórn: Kolbeinn H. Stefánsson, bókmenntafræðinemi, formaður, Hrafnkell Tjörvi Stefánsson, stjórnmálafræðinemi, 1. varaformaður, Gestur Páll Reynisson, stjórnmálafræðinemi, 2. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Ofsaakstur á bifhjóli

REYKJAVÍKURLÖGREGLUNNI mistókst að stöðva ökumann bifhjóls, sem ók á ofsahraða um götur austurborgarinnar um eittleytið í fyrrinótt. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, sem hugðist hafa afskipti af honum. Jók hann ferðina og ók yfir nokkur gatnamót gegn rauðu ljósi á ofsahraða áður en hann hvarf lögreglunni sjónum. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Opið hús hjá SKB

NÝTT starfsár hófst hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna 1. september sl. Undanfarna vetur hefur verið opið hús fyrir félagsmenn á skrifstofunni á Suðurlandsbraut 6 einu sinni í hverjum mánuði og verður svo einnig nú í vetur. Meira
17. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Rommí á Renniverkstæðið

KRISTJÁN Sverrisson rekstraraðili Bing Dao-Renniverkstæðisins á Akureyri, hefur gert samkomulag við Iðnó í Reykjavík, um sýningar á leikritinu Rommí á Renniverkstæðinu í byrjun næsta árs. Kristján sagði ráðgert að Rommí yrði fyrsta verkið sem sett yrði upp á Renniverkstæðinu á nýju ári og það sýnt 5-6 helgar. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Rætt um utanríkismál

ÞRIÐJI og síðasti fundur í röðinni opnum umræðufundi sem Stefna, félag vinstri manna, efnir til verður fimmtudaginn 17. september. Fjallað verður um utanríkismál undir yfirskriftinni Ísland og umheimurinn. Fundarstjóri verður Svanhildur Kaaber kennari. Frummælendur verða Ingunn Anna Jónasdóttir kennari, Stefán Pálsson sagnfræðingur og Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 357 orð

Segja stefnu Landssíma hamla útbreiðslu

DAGSKRÁ Barnarásarinnar, sem send hefur verið út á breiðbandi frá 1. maí síðstliðnum, verður send út á örbylgju í opinni dagskrá á rás Íslenska sjónvarpsfélagsins og hugsanlega einnig hjá Omega í nokkrar vikur frá og með laugardegi eða sunnudegi. Breiðbandssendingum verður þó einnig haldið áfram. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Síðasti Golfinn gengur út

ÞRIÐJI og síðasti Golfinn gekk út í sumarflöskuleik Coca-Cola á Íslandi miðvikudaginn 2. september sl. Það var Ingibjörg Kristjánsdóttir, 15 ára Hafnfirðingur, sem datt í lukkupottinn. Ingibjörg er því þriðji Íslendingurinn sem vinnur Golf í sumarflöskuleik Coca-Cola í sumar. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 291 orð

Skólastjórinn hefur látið af störfum

SAMKOMULAG hefur verið gert milli Grétars Unnsteinssonar, skólastjóra Garðyrkjuskólans í Reykjum í Ölfusi, og landbúnaðarráðuneytisins um að hann láti af störfum skólastjóra og taki við störfum skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Stuðningur við ÍE

HEILBRIGÐISSTOFNUNIN á Húsavík boðaði til opins fundar á Hótel Húsavík laugardaginn 12. september sl. um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þar mættu forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og fóru yfir málið og svöruðu fyrirspurnum. Meira
17. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Tvö golfmót

TVÖ golfmót verða haldin á Jaðarsvelli, golfvelli Golfklúbbs Akureyrar um komandi helgi. Ariel Ultra-mót verður haldið á laugardag, en því varð að fresta um síðustu helgi vegna veðurs. Spilaðar verða 18 holur með og án forgjafar, í karla-, kvenna- og unglingaflokkum. Á sunnudag, 20. september verður firmakeppni. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 569 orð

Undrast stefnu vinstri flokkanna í öryggismálum

DR. KLAUS- Peter Klaiber, yfirmaður stjórnmáladeildar Atlantshafsbandalagsins, segist undrast það atriði nýbirtrar málefnaskrár samfylkingar vinstri manna að vilja draga úr nærveru bandaríska hersins hér á landi og segir að hann hefði fremur skilið það ef hreyfing með þessi stefnumál hefði verið stofnuð fyrst eftir fall Berlínarmúrsins. Dr. Meira
17. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Útilistaverkið Yggdrasill í Hrísey

ÚTILISTAVERKIÐ "Yggdrasill" eftir David Hebb var afhjúpað í Hrísey um helgina. Verkið er um fjórir metrar í þvermál og þriggja metra hátt, staðsett við bestu aðstæður úti í náttúru Hríseyjar. Eiginleikar þess fela í sér að það muni geta fallið og hrörnað, jafnvel horfið á vit náttúrunnar innan nokkurra ára. Meira
17. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 202 orð

Verður rekin í fatahreinsun

ÁKVEÐIÐ hefur verið að ganga til samninga við Fatahreinsunina Þernuna um rekstur vínbúðar ÁTVR á Dalvík á grundvelli tilboðs fyrirtækisins. Að sögn Skúla Haraldssonar hjá Ríkiskaupum er stefnt að því að opna vínbúð á staðnum í febrúar á næsta ári. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 319 orð

Vilja auka flugsamgöngur milli Grænlands og Íslands

RÍKISSTJÓRNIR Íslands og Grænlands vilja efla flugsamgöngur milli landanna og auka samstarf á vettvangi ferðamála. Mestur áhugi er fyrir því að skiptast á reynslu, upplýsingum og þekkingu á sviði upplýsingatækni í sambandi við ferðamál. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

VÍ-MR- dagurinn ekki haldinn í ár

SKÓLASTJÓRI Verslunarskóla Íslands og rektor Menntaskólans í Reykjavík hafa ákveðið að hinn árlegi VÍ-MR-dagur verði ekki haldinn hátíðlegur í ár. Halda átti daginn hátíðlegan nk. föstudag en forsvarsmönnum nemenda var tilkynnt í gær um að deginum yrði aflýst. Ragnheiður Torfadóttir, rektor MR, vildi ekki tjá sig um ástæður þess að deginum hefði verið aflýst. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 348 orð

VSÍ hvetur ríkisstjórnina til virkari efnahagsstjórnar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun framkvæmdastjórnar Vinnuveitendasambands Íslands: "Vinnuveitendasambandið hefur fyrr á þessu ári hvatt til aðhalds í efnhagsstjórn og í því sambandi lagt höfuðáherslu á fjölþættar aðgerðir til að auka þjóðhagslegan sparnað. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 282 orð

Þýðir allt að 7% tekjuauka

STJÓRN Dagvistar barna í Reykjavík hefur til athugunar að hækka gjaldskrá á leikskólum borgarinnar frá og með næstu áramótum og voru tillögur þar að lútandi ræddar á fundi stjórnarinnar í gærmorgun, en afgreiðslu frestað. Meira
17. september 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Öryggismálastefna samfylkingar undarleg

YFIRMAÐUR stjórnmáladeildar Atlantshafsbandalagsins og aðstoðarframkvæmdastjóri bandalagsins, dr. Klaus-Peter Klaiber, segist undrast þá stefnu samfylkingar vinstrimanna, sem kynnt var síðdegis í gær, að draga eigi úr umsvifum bandaríska hersins hér á landi. Dr. Meira
17. september 1998 | Erlendar fréttir | 140 orð

Öryggisráðið undirbýr ályktun

CHRIS Hill, erindreki Bandaríkjastjórnar í Kosovo-deilunni, átti fund með sendiherrum í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel í gær. Ónafngreindur heimildarmaður Reuters hjá NATO lét hafa eftir sér að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna undirbyggi nú tillögu að ályktun um ástandið í Kosovo- héraði. Meira

Ritstjórnargreinar

17. september 1998 | Staksteinar | 308 orð

»Aldraðir á Íslandi GUÐRÚN Helgadóttir rithöfundur segir í grein í DV "að mi

GUÐRÚN Helgadóttir rithöfundur segir í grein í DV "að mikið vanti á að vistmenn elliheimila [á Íslandi] fái þau hjálpartæki sem þeir þurfi til að geta lifað sæmilegu lífi". Ófögur dæmi Meira
17. september 1998 | Leiðarar | 547 orð

GREIÐSLUR VEGNA BIÐLISTA

BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði hafa tekið upp þá nýjung í félagslegri þjónustu að greiða foreldrum tveggja ára barna og eldri, sem eru á biðlistum eftir leikskólavist hjá bænum, 11 þúsund krónur á mánuði þar til nægilegt framboð er á vistun fyrir þau. Um 200 börn eru nú á biðlistum, en hafin verður bygging tveggja nýrra leikskóla á næsta ári. Meira

Menning

17. september 1998 | Fólk í fréttum | 200 orð

Aretha Franklin söngvari allra tíma

SÖNGKONAN með sprengikraftinn í raddböndunum, Aretha Franklin, var valin besti söngvari allra tíma af 175 tónlistarstjörnum á öllum aldri og af öllu þjóðerni. Aretha Franklin, sem er þekktust fyrir lagið "Respect" frá árinu 1967, varð hlutskarpari en Frank Sinatra, sem varð öðru sæti, Ray Charles, sem varð í þriðja sæti, og John Lennon, sem varð í fjórða sæti. Meira
17. september 1998 | Menningarlíf | 182 orð

Björg Ísaksdóttir sýnir í Gerðubergi

Í MENNINGARMIÐSTÖÐINNI í Gerðubergi verður opnuð sýning á vatnslita- og olíumyndum Bjargar Ísaksdóttur föstudaginn 18. september kl. 16.30. Við opnunina syngur Gerðubergskórinn undir stjórn Kára Friðrikssonar, Meira
17. september 1998 | Fólk í fréttum | 429 orð

Björk slæst í hópinn

ÁÆTLAÐ er að kvikmyndin Popp í Reykjavík verði frumsýnd í lok október og að geisladiskur komi út um miðjan október með sömu yfirskrift. Björk Guðmundsdóttir er ein af þeim íslensku tónlistarmönnum sem verða með nýtt lag á diskinum, en ekki hefur verið ákveðið hvaða lag það verður, Meira
17. september 1998 | Menningarlíf | 1360 orð

"Erum ekki að tapa okkur í væntingum"

HVERNIG byrjaði þetta samstarf ykkar? Harry: "Við kynntumst í Tónlistarakademíunni í tengslum við stúdentafélagið og félagslífið. Það var ekki fyrr en eftir að við höfðum lokið náminu að Ólafur kom til mín með sínar hugmyndir um verkefni fyrir hljómsveit og sagði mér frá upptökum sem hann hafði gert á Meira
17. september 1998 | Fólk í fréttum | 121 orð

Fjör fyrstu helgina

EINS og sagt hefur verið frá í blaðinu var fyrsti skemmtistaður landsins fyrir samkynhneigða, "Spotlight", opnaður á föstudagskvöldið var. Að sögn Hafsteins Þórólfssonar heppnaðist fyrsta kvöldið vonum framar. Flestir voru með boðsmiða en samt var talsverð örtröð við dyrnar. Meira
17. september 1998 | Menningarlíf | 604 orð

Fróðleikur og ættfræði

HÚNVETNINGA saga Gísla Konráðssonar er meðal útgáfubóka Máls og myndar á árinu. Tímabilið sem um er fjallað er 1681­ 1850 og er ritið 1.140 blaðsíður í þremur bindum. Stofn sögunnar má rekja til ársins 1833 og er frá Jóni Espólín en Gísli lauk henni og jók mjög við rit Espólíns. Meira
17. september 1998 | Fólk í fréttum | 124 orð

Gibson á von á sjöunda barninu

Gibson á von á sjöunda barninu MEL Gibson og eiginkona hans Robyn eiga von á barni, samkvæmt USA Today. Það verður sjöunda barn þeirra hjóna, en fyrir eiga þau Hannah, sem er 17 ára, tvíburana Christian og Edward, sem eru 16 ára, Will, sem er 14 ára, Louis, sem er 10 ára, og Milo, sem er 8 ára. Meira
17. september 1998 | Menningarlíf | 750 orð

Hljómandi leirlistaverk

TOSHIKO Takaezu hafði þegar stillt upp nokkrum af verkunum þegar Morgunblaðsmenn bar að garði. Hún gekk á milli þeirra, færði til hluti svo afstaða þeirra breyttist innbyrðis. Bætti við einum hlut, fjarlægði annan. Tók svo nokkur skref aftur á bak og virti fyrir sér heildina. Verk Toshiko Takaezu láta ekki mikið yfir sér í einfaldleik sínum. Meira
17. september 1998 | Fólk í fréttum | 362 orð

Innan um fræga karla

AF HVERJU ætli myndir eftir Pál hafi verið valdar? "Ætli þeim hafi ekki bara líkað myndirnar mínar, og það er voða gaman því Leica er toppurinn, viðurkenndustu og bestu myndavélar sem framleiddar eru," segir Páll hress með þessa viðurkenningu. "Ég er búinn að nota Leica undanfarin 15 ár, allar myndir sem ég tek á 35 mm filmu, þessa venjulegu, tek ég á Leica. Meira
17. september 1998 | Menningarlíf | 167 orð

Kuran Swing í Kaffileikhúsinu

HLJÓMSVEIT Kuran Swing heldur tónleika í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum fimmtudagskvöldið 17. september kl. 20.30. Sérstakur gestur tónleikanna er Magnús Eiríksson. Kuran Swing er skipað þeim Szymoni Kuran fiðluleikara, Birni Thoroddsen gítarleikara, Ólafi Þórðarsyni gítarleikara og Bjarna Sveinbjörnssyni kontrabassaleikara. Á efnisskránni eru m.a. Meira
17. september 1998 | Myndlist | 1207 orð

Listamaðurinn sem kom ekki inn úr kuldanum

Til 25. október í Gerðubergi/Til 30. september hjá Sævari Karli. Aðgangur ókeypis ENN eitt Sjónþingið var haldið laugardaginn 5. september í Gerðubergi að viðstöddu fullu húsi gesta. Að þessu sinni var Kristinn Guðbrandur Harðarson látinn rekja úr sér garnirnar í hálfan annan tíma undir lágværu mali litskyggnuvélarinnar. Meira
17. september 1998 | Menningarlíf | 310 orð

Norræn goðafræði á kínversku

BÓK um norræna goðafræði er komin út í Kína og er höfundur hennar Lin Hua, fyrrum starfsmaður sendiráða Kínverja á Íslandi og í Danmörku. Það er erfitt að gera sér í hugarlund, þegar menn hitta Lin Hua, að hann sé kominn á sjötugasta og annað aldursárið. Meira
17. september 1998 | Menningarlíf | 157 orð

Norræn ráðstefna um söfn

Í NORRÆNA húsinu verður haldin ráðstefna sem hefur yfirskriftina Söfn í nútíð og framtíð, og hefst föstudaginn 18. nóvember kl. 9.30. Á námsstefnunni verður m.a. tæpt á spurningunum: Hvaða hlutverki vilja söfn gegna í nýju viðhorfi sem menntamálaráðuneytið hefur boðað: Nám skal vera æviverk?; og Hvernig söfn sinna símenntun landsmanna? Anders Björklund safnstjóri við Sjöhistoriska safnið Meira
17. september 1998 | Fólk í fréttum | 129 orð

Oksana Baiul lærir af mistökunum

SKAUTADROTTNINGIN Oksana Baiul virðist hafa bætt ráð sitt eftir að hún hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir ölvunarakstur. Hún greindist með of mikið magn af áfengi í blóðinu þegar hún ók á tré í janúar árið 1997. Viðurlög við brotinu voru fræðslunámskeið um misnotkun áfengis og 25 klukkustunda vinna í almannaþágu, sem Baiul leysti með því að sýna listdans á góðgerðarsýningum. Meira
17. september 1998 | Menningarlíf | 105 orð

Selló- og orgelleikur á Norðurlandi

INGA Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Hörður Áskelsson orgelleikari halda tvenna tónleika í kirkjunum á Siglufirði og Ólafsfirði um næstu helgi. Á Siglufirði laugardaginn 19. september og á Ólafsfirði sunnudaginn 20. september. Báða dagana kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Vivaldi, Saint-Saëns, Rheinberger, Pál Ísólfsson og Áskel Jónsson. Meira
17. september 1998 | Kvikmyndir | 305 orð

Siggi í Hollívúdd

Leikstjóri Simon Wincer. Handrit Keith A. Walker. Tónlist Basil Poledouris. Kvikmyndatökustjóri Robbie Greenberg. Aðalleikendur Jason James Richter, Lori Petty, Jayne Atkinson, Michael Madsen, Michael Ironside, August Schellebrg, Keiko. 110 mín. Bandarísk. Warner Bros. 1993. Meira
17. september 1998 | Kvikmyndir | 589 orð

Síðasti sonurinn

Leikstjóri Steven Spielberg. Handrit Robert Rodat. Tónlist John Williams. Kvikmyndatökustjóri Janusz Kaminski. Aðalleikendur Tom Hanks, Tom Sizemore, Edward Burns, Vin Diesel, Barry Pepper, Adam Goldberg, Jeremy Davies, Giovanni Rubisi, Matt Damon, Ted Danson, Dennis Farina, Harve Presnell. 170. mín. Bandarísk. Dreamworks. 1998. Meira
17. september 1998 | Fólk í fréttum | 185 orð

Steve Martin enn í sárum

VINIR leikarans Steves Martins segja að hann hafi verið óhuggandi þegar sambandi hans og leikkonunnar Anne Heche lauk fyrir fjórum árum. "Hann var gjörsamlega í rusli," segir leikstjórinn Nora Ephron. Anne Heche tók upp samband við leikkonuna Ellen DeGeneres eins og frægt er orðið, en Steve Martin er ennþá ólofaður. Meira
17. september 1998 | Fólk í fréttum | 336 orð

Stikkfrí fær góða dóma í Noregi

STIKKFRÍ var frumsýnd um síðustu helgi í Noregi og er það fyrsta sýning myndarinnar erlendis fyrir utan kvikmyndahátíðir. Búið er að ganga frá því að hún verði sýnd í 20 öðrum löndum, ýmist í kvikmyndahúsum eða sjónvarpi. 20 hátíðir framundan Meira
17. september 1998 | Fólk í fréttum | 282 orð

Svarthvít siðferðisgildi ofurhetjunnar úr sögunni

ÞAÐ kannast eflaust flestir við hina svokölluðu "bresku innrás" í flóru bandarískrar popptónlistar sem átti sér stað þegar Bítlarnir komu fram á sjónarsviðið á sjöunda áratugnum. Undanfarið hefur það hins vegar komið í hlut breskra rithöfunda að ráðist inn í bandaríska neysluþjóðfélagið og hafa þeir gert teiknimyndablöðin vestra að skotmörkum sínum. Meira
17. september 1998 | Menningarlíf | 36 orð

Söngur og lestur í Kaffistofu Gerðarsafns

UPPLESTUR á vegum Ritlistarhóps Kópavogs verður haldinn í Gerðarsafni í dag, fimmtudag, kl. 17­18. Gestir verða að þessu sinni Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, núverandi formaður Rithöfundasambands Íslands, og Anna Pálína Jónsdóttir, söngkona. Meira
17. september 1998 | Fólk í fréttum | 102 orð

Tapaði málinu

SÆNSKI kaupmaðurinn Harry Franzen er heldur þungur á svip þegar hann les niðurstöðu dómsúrskurðar í máli hans gegn sænska ríkinu, en dómurinn var kveðinn upp 15. september síðastliðinn. Harry vildi fá að selja vín í hverfisverslun sinni og fór í mál til að berjast gegn einkaleyfi sænska ríkisins á áfengissölu. Meira
17. september 1998 | Menningarlíf | 1873 orð

Vaxandi áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis

Þeir sem sátu þingið í Skálholti eru eingöngu þýðendur á Evrópumál, á Norðurlandamál, þýsku, ensku, spænsku, litháísku og hollensku. Allir voru þátttakendur sammála um hversu kærkomið tækifæri slíkt þing væri þeim og vafalaust ekki oft sem umræður fara allar fram á íslensku þar sem samankomnir eru jafnmargir af jafnmörgum þjóðernum. Meira
17. september 1998 | Fólk í fréttum | 106 orð

Vortískan á haustdögum

TÍSKUHÚSIN kynna vortískuna á haustdögum, og sl. mánudag kynnti tískuhönnuðurinn Nicole Smith vortískuna 1999 í New York. Hópur bandarískra tískuhönnuða stendur nú fyrir sýningum á vortískunni og er það í fyrsta skipti sem þeir eru á undan evrópskum félögum sínum með vorlínuna. Meira
17. september 1998 | Fólk í fréttum | 518 orð

Öll að hressast eftir hastarlegt bráðaofnæmi

ÍRIS Hrund Þórarinsdóttir, sem er 15 ára, tekur þátt í úrslitakeppni Elite sem fram fer í Nice í Frakklandi í kvöld. Það hefur gengið á ýmsu meðan á dvöl hennar í Frakklandi hefur staðið. Hún fékk bráðaofnæmi í síðustu viku, var flutt með hraði á spítala og gat í fyrsta skipti í gær tekið virkan þátt í undirbúningi fyrir lokakvöldið. Meira

Umræðan

17. september 1998 | Aðsent efni | 431 orð

Borgin og Barnaspítalinn

LOKS sér nú fyrir enda á langri bið eftir Barnaspítala. Einhverra hluta vegna hefur sérhannað sjúkrahús fyrir börn orðið á eftir í forgangsröðun í uppbyggingu heilbrigðisstofnana. Það er því gleðiefni að verið sé að ráðast í byggingu þessa langþráða húss. Meira
17. september 1998 | Aðsent efni | 408 orð

Breytingar á Útflutningsráði Íslands

UM NÆSTU áramót fellur úr gildi skattur sá sem runnið hefur til Útflutningsráðs Íslands, markaðsgjaldið svo nefnda. Skattur þessi er lagður á fyrirtæki í landinu og reiknaður af veltu fyrirtækja. Um þennan skatt hefur staðið mikill styrr. Fyrirtæki sem ekki hafa sóst eftir þjónustu Útflutningsráðs hafa gagnrýnt þessa þvinguðu skattheimtu. Meira
17. september 1998 | Aðsent efni | 1480 orð

Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

MARGAR spurningar vakna, þegar rætt er um einn miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Af umræðu og blaðaskrifum undanfarnar vikur og mánuði er býsna erfitt að greina raunverulegt efni þessa stórmáls og því ekki úr vegi að minnast fleygra orða Halldórs Kiljan Laxness úr Innansveitarkróníku: "Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, Meira
17. september 1998 | Aðsent efni | 889 orð

Gleymum ekki Afríku

FRAMLÖG iðnríkjanna til alþjóðlegs hjálparstarfs hafa farið lækkandi á undanförnum árum. Frá 1992 til 1996 hafa þau lækkað um 17% og mesta lækkunin hefur orðið í framlögum til hjálparstarfs í Afríku. Svo virðist sem Afríka sé að gleymast þrátt fyrir að um 40% íbúa í sunnanverðri álfunni búi við sára fátækt. Meira
17. september 1998 | Aðsent efni | 649 orð

Nýrnabilun hjá börnum

LANGVINN nýrnabilun hjá börnum var jafnan banvæn á árum áður en framfarir í læknisfræði á síðustu tveimur áratugum hafa orðið til þess að horfur hafa batnað verulega. Oft bila nýrun smám saman á mörgum árum en í öðrum tilfellum minnkar starfsemin mun hraðar. Í vestrænum ríkjum greinast árlega 2­4 börn á hverja milljón íbúa með nýrnabilun á lokastigi. Meira
17. september 1998 | Aðsent efni | 982 orð

Prestskosningar ­ ný aðferð

Á LIÐNU ári setti Alþingi kirkjunni nýja heildarlöggjöf. Á vegum kirkjunnar nú er unnið að reglugerðasmíð sem kirkjuþing mun fjalla um þegar það kemur saman í október. Þar á meðal eru reglur um val á presti. Kirkjuþing 1997 komst að þeirri niðurstöðu að fimm manna valnefnd skipuð þremur fulltrúum prestakalls, vígslubiskupi og prófasti komi sér saman um hvern skipa skuli í embætti prests. Meira
17. september 1998 | Aðsent efni | 1157 orð

Sverrir og samtökin

ÞEGAR stjórn Samtaka um þjóðareign kom saman til fyrsta fundar var rætt um það að Samtakanna kynni að bíða það hlutskipti að fara með málstað sinn út í kosningar. Við öðru var ekki að búast. Kvótamálið er mesta deiluefni síðustu áratuga og ekkert mál hefur skipt íslenzku þjóðinni eins upp í öndverðar fylkingar eftir að deilan um hersetuna risti niður úr húðinni með þjóðinni. Meira
17. september 1998 | Aðsent efni | 755 orð

Tvær skýrar leiðir

GÓÐU heilli eru nú liðnir þeir tímar þegar menn töluðu tæpast um þjóðarhag án samlíkinga sem oftar en ekki virtust sóttar í heilbrigðisskýrslur, sem á þeim tíma ku hafa legið á fráleitustu glámbekkjum, svo vitnað sé í Davíðssálma hina nýjustu. Því var það að í þann tíð ortu athafnaskáld um bólgur í verðlagi, rýrnun á gjaldmiðli og uppdráttarsýki í atvinnuvegum. Þetta voru daprir tímar. Meira

Minningargreinar

17. september 1998 | Minningargreinar | 474 orð

Ásmundur Hallgrímsson

Ásmundur Hallgrímsson, fyrrverandi kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík, er látinn langt um aldur fram. Hann hafði ekki gengið heill til skógar um allnokkurt skeið og þjáðist af hjartveiki. Ásmundur fór ungur til sjós eins og ættfeður hans höfðu gert í áranna rás. Hann stundaði sjó á bátum, togurum og farskipum. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 27 orð

ÁSMUNDUR HALLGRÍMSSON

ÁSMUNDUR HALLGRÍMSSON Ásmundur Hallgrímsson fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1937. Hann lést á heimili sínu 7. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 15. september. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 314 orð

Friðrik Jón Ásgeirsson Jóhannsson

Það var alltaf gaman að heimsækja Frikka afa. Hann var hress með eindæmum og ástúðlegur og bauð okkur alltaf hjartanlega velkomin, en ekki bara með orðum. Um leið og stigið var inn á heimili hans fylgdi fjöldi kossa og faðmlaga í kjölfarið. Og þegar kveðjustund rann upp endurtók sagan sig. Við skemmtum okkur oft eftir á við að segja hvort öðru hve marga kossa okkur auðnaðist að fá. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 146 orð

Friðrik Jón Ásgeirsson Jóhannsson

Í dag kveðjum við hann Friðrik frænda, sem er látinn 84 ára að aldri. Stóri glæsilegi systkinahópurinn frá Auðkúlu í Arnarfirði er þannig sameinaður á ný, en samrýndari hóp var vart að finna. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá Friðriki og systkinum en erfiðleikarnir virtust veita þeim aukinn styrk og jákvæði. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 845 orð

Friðrik Jón Ásgeirsson Jóhannsson

Ég vil í grein þessari minnast Friðriks J.Á. Jóhannssonar eða Frikka eins og hann var oft nefndur, sem lést á Vífilsstaðaspítala að morgni 9. september sl. Við erum venslaðir þannig að ég er kvæntur dóttur hans Jóhönnu sem Friðrik og kona hans Sólveig gáfu hjónunum Bjarna bróður Friðriks og Guðlaugu systur Sólveigar til ættleiðingar. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 586 orð

FRIÐRIK JÓN ÁSGEIRSSON JÓHANNSSON

FRIÐRIK JÓN ÁSGEIRSSON JÓHANNSSON Friðrik Jón Ásgeirsson Jóhannsson var fæddur á Auðkúlu við Arnarfjörð 28. nóvember 1913. Hann lést á Vífilstaðaspítala 9. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Jónsson, f. 14. júlí 1877, d. 8. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 155 orð

Guðrún Hjördís Þórðardóttir

Elsku langamma. Guð hefur nú tekið þig frá okkur og á arma sína. Ég veit að hann mun sjá vel um þig, og nú mun þér líða vel aftur. En það verður skrítið að koma í Arnarsmárann án þess að þú takir á móti mér. Það var alltaf svo gott að koma til þín og langafa. En mér þykir svo leitt að hafa ekki fengið að kynnast þér betur og fengið að eiga fleiri ár með þér. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 212 orð

Guðrún Hjördís Þórðardóttir

Komið er að kveðjustund þó ótrúlegt sé og erfitt að hugsa sér að yndisleg frænka mín og besta vinkona sem ég hef eignast um ævina sé horfin af sjónarsviðinu. Minningar hrannast upp. Allt frá því við vorum smátelpur vorum við svo lánsamar að njóta væntumþykju mæðra okkar, Bjargar og Björneyjar, í garð hvor annarrar, Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 340 orð

Guðrún Hjördís Þórðardóttir

Þegar ég sest niður og minnist Hjördísar Þórðardóttur eða Hjöddu mágkonu, eins og hún var jafnan nefnd í minni fjölskyldu, koma margar myndir fram í hugann. Hún giftist Vilhjálmi móðurbróður mínum og varð þá eins og mágkona okkar allra en þau voru svo samrýnd að það var oftast talað um Hjöddu og Villa í sama orðinu. Allt frá barnsárum mínum hefur minningin um hana verið til. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 393 orð

Guðrún Hjördís Þórðardóttir

Elsku amma Hjödda. Þú varst alltaf svo fín og sæt. Þú fylgdist vel með öllu sem var að gerast í kringum þig, hvort sem það voru íþróttir eða bara það sem barnabörnin þín tóku sér fyrir hendur. Það var alltaf hægt að tala við þig eins og bestu vinkonu af því þú hlustaðir vel og skildir mann alveg. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 526 orð

Guðrún Hjördís Þórðardóttir

Elsku amma mín. Það var sólskinsdagur þar sem ég var nýkomin aftur til Bandaríkjanna eftir smá dvöl hér á landi, ég var að fara yfir leiklistina en hugur minn var ekki beinlínis við það sem ég var að gera af því að þú varst alltaf að koma upp í huga minn. Ég fór utan með kvíða þar sem þú varst orðin svo veik. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 618 orð

Guðrún Hjördís Þórðardóttir

Elsku amma mín. Það er svo stutt síðan ég kvaddi þig og fór aftur út. Ég hefði þá aldrei trúað að þú ættir svona skammt eftir. Ég var svo bjartsýn á að þú mundir sigrast á veikindum þínum og hlutirnir verða aftur eins og þeir áttu að vera. Þú stóðst þig líka alveg eins og hetja. Mér fannst mjög erfitt að vera erlendis þegar veikindi þín komu upp í júlí. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 550 orð

Guðrún Hjördís Þórðardóttir

Elsku amma. Ég kveð þig með trega en yndislegar minningar ylja mér um hjartarætur. Söknuður minn er mikill, en ég er þakklátur fyrir að hafa verið þeirra gæfu aðnjótandi að eiga þi sem ömmu. Minningarnar hrannast upp á stundu sem þessari, um þig, elsku amma, eða amma í Brúnó, eins og við kölluðum þig oftast. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 763 orð

Guðrún Hjördís Þórðardóttir

Árstíðirnar koma og fara, sólríkt og hlýtt sumar hefur kvatt, fyrstu svölu haustvindarnir blása, og nýjar fannir sáust í Esjunni í liðinni viku. Náttúran býr sig undir komandi vetur. Við erum áhorfendur að hinu eilífa tifi tímans, lífi og dauða. En þegar ástvinur deyr erum við samt alltaf óviðbúin að taka missinum og sorginni. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 355 orð

Guðrún Hjördís Þórðardóttir

Mig langar aðeins í örfáum orðum að minnast ástkærrar tengdamóður minnar Hjördísar Þórðardóttur. Þegar ég kynntist eiginkonu minni fyrir tæpum tíu árum, tók þessi sómakona mér strax opnum örmum, mér fannst eins og ég væri einn af sonum hennar. Sá ég þegar að þar fór kona stolt, sem bar sig ákaflega vel, heimili þeirra Vilhjálms bar ríkan vott um ákaflega næmt fegurðarskyn. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 583 orð

Guðrún Hjördís Þórðardóttir

Í dag kveðjum við elskulega og trygga vinkonu okkar, Hjördísi, með miklum söknuði. Ekki óraði okkur hjónin fyrir því að það væri okkar síðasta símtal 8. sept sl. Erfitt er að sætta sig við fráfall hennar sem bar svo snöggt að. Okkar vinskapur spannar rúma hálfa öld og aldrei hefur borið skugga þar á. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 211 orð

Guðrún Hjördís Þórðardóttir

Í dag kveðjum við hana Hjöddu, sem var nágrannakona okkar í tæp 30 ár. Okkar vinskapur byrjaði þegar við vorum að byggja í Breiðholtinu. Það tókst strax gott samband á milli okkar hjónanna. Mennirnir okkar höfðu sama áhugamál, þ.e. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 155 orð

Guðrún Hjördís Þórðardóttir

Á kveðjustund vil ég þakka þér, elsku Hjödda, þau 35 ár sem við höfum átt samleið. Ég var aðeins sex ára þegar hún Laula þín kom inn í líf mitt og kynnti mig fyrir þér, þessari frábæru mömmu. Þér sem alltaf varst með húmorinn í farteskinu, tilbúin að taka þátt í hinum ýmsu uppátækjum okkar og alltaf til staðar. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 142 orð

Guðrún Hjördís Þórðardóttir

Elsku mamma, nú ert þú farin frá okkur svona fljótt, þó svo að þú hafir verið mikið veik og staðráðin í að sigra, en það fór á annan veg því vegir Guðs eru órannsakanlegir. Minningarnar fljúga í gegnum hugann og eru þær allar ljúfar því þú varst stoð og stytta ef eitthvað bjátaði á og ávallt hægt að leita ráða hjá þér því þú varst svo réttlát og hreinskilin, máttir aldrei neitt aumt sjá, Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 136 orð

Guðrún Hjördís Þórðardóttir

Elsku amma mín. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa. Þið voruð vön að passa mig á meðan mamma var í vinnunni. Hjá ykkur hef ég lært svo margt og, amma, ég veit að þú naust þess að dekra við mig. Við skemmtum okkur svo vel saman, þú gast alltaf hlegið að bröndurunum mínum, spilaðir við mig fótbolta, last fyrir mig og sagðir mér sögur. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 258 orð

GUÐRÚN HJÖRDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR

GUÐRÚN HJÖRDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR Guðrún Hjördís Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 25. október 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Bjarnason, f. 11.9. 1896 í Syðri-Vík, d. 20.11. 1983, og Björney G. Jónsdóttir, f. 4.6. 1902 í Götu í Árskógshreppi, d. 28.10. 1956. Bræður Hjördísar eru Pálmi, f. 18.4. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 150 orð

Óli Geir Höskuldsson

Elsku Óli Geir minn. Nú ert þú farinn frá mér og öllum þeim sem elskuðu þig og kunnu að meta þinn vinskap. Í mínum augum varst þú alltaf ljúfi, góði, feimni strákurinn sem öllum líkaði vel við og enginn hafði neitt illt um að segja. Þú varst alltaf svo eðlilegur og laus við alla sýndarmennsku en einmitt þann eiginleika hef ég alltaf kunnað best við í fari þínu. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 34 orð

Óli Geir Höskuldsson

Óli Geir Höskuldsson Óli Geir, nú ertu farinn og kemur ekki aftur í þennan heim en um síðir kemur að endurfundum, það er víst. Óli, ég mun sakna þín. Guð geymi þig. Örn Sævar (Össi). Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 112 orð

Óli Geir Höskuldsson

Óli Geir Höskuldsson Ég get ekki sungið neitt gleðilag nú er grátraust í haustsins kiljum. Og altaf styttir hinn stutta dag. ­ Stormur á fjöllum með víkingsbrag, og ólga í hafsins hyljum. Mér verður svo grátsamt og gleðifátt, og geigskuggar yfir mig færast. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 44 orð

Óli Geir Höskuldsson

Þetta er svo óréttlátt gagnvart þér og öllum þeim sem elskuðu þig að þú sért búinn að yfirgefa okkur. Vonandi líður þér betur á þeim stað sem þú ert á núna. Minningarnar um þig, elsku Óli minn, lifa í hjarta mínu. Pétur. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 58 orð

Óli Geir Höskuldsson

Óli, þú munt ávallt vera í huga mér og með mér hvert sem ég fer. Við áttum okkar tíma saman og núna ert þú sá sem horfir á okkur og verndar. Ég mun ávallt hugsa til þín og aldrei gleyma. Dauðinn gerir okkur öll að englum gefur okkur vængi mjúka sem arnarklær. (Jim Morrison) Markús Fry. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 169 orð

Óli Geir Höskuldsson

"Hann Óli Geir er látinn," sagði vinur minn mér þegar hann sótti mig í skólann á fimmtudaginn. Já, og þetta var ekki lélegur brandari eins og ég var að vona, heldur blákaldur veruleikinn, eins kaldur og yfirþyrmandi og hann getur frekast orðið. Umferðin hafði tekið líf besta vinar míns rétt áður en hann varð tvítugur. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 135 orð

Óli Geir Höskuldsson

Ég vaknaði á fimmtudagsmorguninn við símtal sem ég átti erfitt með að trúa að væri satt, en það var satt. Óli Geir var dáinn. Ég kynntist Óla fyrst þegar við vorum litlir að æfa fótbolta með Breiðabliki og í ellefu eða tólf ára bekk þegar hann byrjaði í Digranesskóla. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 88 orð

Óli Geir Höskuldsson

Nú ertu farinn frá okkur. Mér finnst þetta svo ósanngjarnt. Af hverju þú? En sumir hlutir eru einfaldlega óútskýranlegir og nú sit ég eftir með fullt af frábærum minningum um þig. Hvernig þú spilaðir á bassann þinn, hvernig þú brostir og hvað þú varst hreint út sagt frábær og meiriháttar góður vinur. Það leið ekki ein sekúnda sem þú stóðst ekki með vinum þínum. Jafnt í blíðu og stríðu. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 126 orð

Óli Geir Höskuldsson

Að morgni 10. september hringdi síminn og í ljós kom að þetta var símtal sem ég aldrei mun gleyma. Mér var sagt frá því að hann Óli Geir væri látinn. Ég gat í fyrstu ekki trúað því að Óli væri farinn og við gætum aldrei séð hann aftur. Sorgin og sársaukinn eru ofsaleg því það var alltaf gott að sjá þig. Við áttum alltaf svo góðar stundir saman og upplifðum svo margt í sameiningu. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 168 orð

Óli Geir Höskuldsson

Elsku Óli Geir minn. Ég get ekki með orðum lýst hvað það tekur mig sárt að þú sért farinn frá okkur. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Ég kynntist þér fyrir tæplega tveimur árum sem einum af mörgum vinum Garðars. Ég man að mér fannst þú dálítið öðruvísi en hinir. Þú varst svo rólegur og hlédrægur. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 189 orð

Óli Geir Höskuldsson

Óli Geir. Þegar ég frétti að þú værir farinn frá okkur vissi ég ekki hvernig ég ætti að bregðast við. Ég trúði þessu ekki. Það er svo margt sem mig langar að segja en kem bara ekki öllu frá mér núna. En á þessum alltof stutta tíma gerðum við mest, en þetta leið bara of fljótt Ég man þegar við hittumst og kynntumst í MK. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 56 orð

Óli Geir Höskuldsson

Kæri vinur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hvíl í friði, kæri vinur. Sendi öllum ástvinum Óla mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórarinn (Tóti). Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 251 orð

Óli Geir Höskuldsson

Mig langar til að segja nokkur orð um hann Óla Geir minn sem fallinn er nú frá langt fyrir aldur fram. Nú lifir aðeins minningin um hann í huga mér og hjarta. Ég og Óli minn áttum margar góðar stundir saman heima og heiman. Óli Geir var einn besti vinur sem hægt var að eiga. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 107 orð

Óli Geir Höskuldsson

Með fáeinum orðum langar mig til þess að kveðja góðan vin minn Óla Geir Höskuldsson. Það var svo gaman þegar við vinirnir vorum allir saman heima hjá þér yfirleitt og áttum þar margar af bestu stundum lífs okkar. Þú varst alltaf sá traustasti og þér gat maður treyst fyrir öllu. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 67 orð

Óli Geir Höskuldsson

Óli Geir Höskuldsson var vinur sem reyndist okkur öllum vel og það getur enginn tekið frá okkur þær stundir sem við áttum með Óla. Við viljum senda öllum sem eiga um sárt að binda vegna þessa voðalega slyss innilegar samúðarkveðjur en sérstaklega þó foreldrum hans og systkinum. Minning hans lifir með okkur að eilífu. Hann var einn af þessum hörðu. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 28 orð

ÓLI GEIR HÖSKULDSSON

ÓLI GEIR HÖSKULDSSON Óli Geir Höskuldsson fæddist í Reykjavík 18. september 1978. Hann lést af slysförum 10. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 16. september. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 304 orð

Sigríður Einarsdóttir

Elsku Sigga. Nú er víst komið að kveðjustund, því nú ertu á leið til landsins eilífa þar sem við lendum öll að lokum. Þar áttu eftir að hitta marga ástvini eins og systur þínar og á eflaust eftir að verða glatt á hjalla hjá ykkur systrunum, loksins sameinuðum að nýju, en ekki er nema ár síðan elsta systirin í hópnum kvaddi þetta jarðlíf. Biðjum við Guð að blessa ykkur öll þarna hinum megin. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 29 orð

SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR

SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR Sigríður Einarsdóttir fæddist á Bakka á Akranesi 28. október 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 6. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 14. september. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 336 orð

Sigrún Gísladóttir

Elsku amma í Löngó, eins og þú varst ævinlega kölluð af okkur barnabörnunum, nú er lífshlaup þitt á enda runnið og þú ert komin til afa. Hann hefur eflaust tekið þér opnum örmum og nú líður þér vel. Við sem eftir sitjum eigum dásamlegar minningar um yndislega ömmu sem ekki verða frá okkur teknar. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 280 orð

Sigrún Gísladóttir

Amma Sigrún er dáin. Þannig vildi til að ég eignaðist Ívar, son minn, á afmælisdaginn hennar fyrir rúmum tveimur árum. Hún skynjaði það samt ekki sökum sjúkdóms sem hrjáð hefur hana lengi og þrjú undanfarin ár hefur hún lítið getað tjáð sig. Ýmsar minningar koma upp í hugann. Oft dvaldi ég í Löngumýrinni hjá henni og afa Sigmundi. Alltaf var gott að koma til ömmu. Meira
17. september 1998 | Minningargreinar | 120 orð

SIGRÚN GÍSLADÓTTIR

SIGRÚN GÍSLADÓTTIR Sigrún Gísladóttir fæddist á Kleifarstöðum á Barðaströnd 29. apríl árið 1918. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 12. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Ólafsson og Steinunn Ólafsdóttir. Þeim varð sex barna auðið og var Sigrún yngst þeirra. Hin hétu Hallfríður, Ólafur, Gunnar, Ingvi og Ósk, öll látin. Meira

Viðskipti

17. september 1998 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Hækkanir fyrir ræðu Greenspans

EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu nokkuð í verði í gær vegna stöðugs ástands í Wall Street, þótt viðskipti væru dræm vegna þess að beðið var eftir bandarískum stefnumótunarræðum. Frönsk og þýzk bréf hækkuðu um 0,85% og 0,4%, en í London hækkaði lokagengi um 0,2% og svipuð staða var í Wall Street, þar sem Dow komst í yfir 8000 á þriðjudag. Meira
17. september 1998 | Viðskiptafréttir | 278 orð

Microsoft opinberlega orðið stærsta fyrirtæki heims

MICROSOFT er opinberlega orðið stærsta fyrirtæki heims, aðeins 23 árum eftir að skólabræðurnir Bill Gates og Paul Allen stofnuðu það í hótelherbergi í Albuquerque. Hugbúnaðarrisinn hefur keppt við annað bandarískt fyrirtæki, General Electric, um fyrsta sætið í allt sumar, og heildarverðmæti útgefinna hlutabréfa Microsofts er nú orðið meira en GE í fyrsta skipti. Meira

Daglegt líf

17. september 1998 | Neytendur | 42 orð

Breyttur hársvarðarvökvi

BÚIÐ er að breyta og endurbæta hársvarðarvökva SD auk þess sem hann er kominn í nýjar umbúðir. Í fréttatilkynningu frá SD sjávar­ og jurtasmyrslum kemur fram að vökvinn gefi raka og næri hársvörðinn en um er að ræða 100% náttúruafurð. Meira
17. september 1998 | Neytendur | 36 orð

Hársnyrtistofan Elíta

MARGRÉT Jónsdóttir og Þórunn Helga Guðbjörnsdóttir hárgreiðslumeistarar hafa opnað hársnyrtistofu í hjarta Smárans í Quelle húsinu við Dalveg 2, Kópavogi. Á sama stað hafa einnig opnað Fótaaðgerðarstofa Ellu Siggu og Chakra, nudd og heilunarstofa. Meira
17. september 1998 | Neytendur | 543 orð

Notið betri dekkin að framan fyrir framhjóladrifna bíla

ÞAÐ fer að líða að því að bifreiðaeigendur fari að huga að hjólbarðaskiptum fyrir veturinn. En hvernig á að velja dekk undir bílinn? Á að setja slitnu dekkin undir bílinn að framan eða nota betri dekkin frekar og setja þau slitnu að aftan? "Þetta fer allt eftir því hvort bíllinn er framhjóladrifinn eða ekki," segir Björn Pétursson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Meira
17. september 1998 | Neytendur | 412 orð

Notið nýmjólk á grasgrænu

Hvernig má ná blýantsstrikum af nýmáluðum vegg og grasgrænu úr íþróttabuxum úr bómull? "Skjót viðbrögð skipta miklu máli þegar blettir í fötum eða gólfteppum eru annars vegar. Best er að fjarlægja bletti sem allra fyrst og alls ekki þvo fatnað í þvottavél fyrr en búið er að meðhöndla blettina. Ýmsa bletti í fötum eins og t.d. Meira
17. september 1998 | Neytendur | 63 orð

Póstverslun með hannyrðavörur

STOFNUÐ hefur verið ný póstverslun á Íslandi. Fyrirtækið heitir Margaretha en það hefur umboð fyrir sænska póstverslunarfyrirtækið Ateljér Margaretha, sem er stærsta fyrirtæki á Norðurlöndum á sínu sviði. Í fréttatilkynningu frá Margaretha kemur fram að í vörulista sé að finna hannyrðir fyrir byrjendur og fagfólk. Listanum er dreift til fólks því að kostnaðarlausu. Meira
17. september 1998 | Neytendur | 203 orð

Strípur og hárlitun með lífrænum efnum

MISMUNANDI litaðar strípur í hári hafa verið í tísku um árabil. Eina þekkta náttúrulega aðferðin til að lýsa hár hefur verið að láta sólina skína á það. En þótt sólin skíni glatt getur fólk ekki fengið mismunandi litaðar rendur í hárið líkt og hægt er að biðja um á hárgreiðslustofum, þar sem slíkir litatónar hafa fram til þessa verið gerðir með kemískum hárlitunarefnum. Meira

Fastir þættir

17. september 1998 | Í dag | 40 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, 17. september, verður sjötugur Eiríkur Runólfsson, fyrrv. fangavörður, Eyrargötu 5, Eyrarbakka. Eiginkona hans er Stefanía Þórðardóttir. Þau og fjölskylda þeirra taka á móti ættingjum og vinum laugardaginn 19. september í Samkomuhúsinu Stað, Eyrarbakka, frá kl. 15-18. Meira
17. september 1998 | Í dag | 23 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 17. september, verður sjötugur Jakob Valdimarsson, vélvirki, frá Hraunsholti, Löngufit 18, Garðabæ. Hann verður að heiman í dag. Meira
17. september 1998 | Í dag | 51 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 17. september, verður sjötíu og fimm ára Sigríður Guðjónsdóttir, Bláhömrum 2, Reykjavík. Hún verður að heiman í dag, en tekur á móti gestum sunnudaginn 20. september, í fundarsal Bláhamra 2-4 á milli kl. 16 og 19. Hún vonast til að sjá sem flesta. Gjafir vinsamlega afþakkaðar. Meira
17. september 1998 | Fastir þættir | 923 orð

Afmælissýning LÍF

ENDA þótt unnt sé að finna margs konar efni til að ræða um í frímerkjaþáttum, reynist sumartíminn eðlilega ódrjúgur í þeim efnum. Segja má og, að þann tíma noti frímerkjasafnarar eins og aðrir til að hvíla sig frá tómstundaiðju vetrarins og hugsi þá um önnur hugðarefni, sem tengjast sumrinu. En nú haustar að, og þá beinist hugurinn aftur að frímerkjasöfnun eða öðrum tómstundastörfum. Meira
17. september 1998 | Í dag | 25 orð

Á morgun, föstudaginn 18. september, verður sjötug Ólöf Þórarins

Á morgun, föstudaginn 18. september, verður sjötug Ólöf Þórarinsdóttir, Álfheimum 8, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum að Þorragötu 3 (Þorraseli) á afmælisdaginn frá kl. 18. Meira
17. september 1998 | Fastir þættir | 129 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14­17. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altarisganga. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Meira
17. september 1998 | Fastir þættir | 235 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsso

Vetrarstarfið hófst sl. mánudagskvÖld með eins kvölds tvímenningi. 22 pör mættu og var spilaður Mitchell. Lokastaðan í N/S: Ólafur Jakobss. ­ Sveinn Kristjánss.253Halldór Magnússon ­ Þorsteinn Erlingss.241Anna G. Nielsen ­ Guðlaugur Nielsen239 Lokastaðan í A/V: Ágúst Benediktss. ­ Rósant Hjörleifss. Meira
17. september 1998 | Fastir þættir | 102 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Reykjaness

Úrslitaleikurinn í bikarkeppni Reykjaness fer fram nk. föstudag í Hraunsholti í Hafnarfirði. Kópavogsbúar eiga báðar sveitirnar í úrslitunum en til úrslita spila að þessu sinni sveitir Ármanns J. Lárussonar og Murads Serdar. Svæðamót Reykjaness í tvímenningi 1998 Svæðamótið verður spilað 26. september nk.í Hraunsholti í Hafnarfirði og hefst spilamennskan kl. 10. Meira
17. september 1998 | Fastir þættir | 99 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Vetrarstarfið hófst mánudaginn 14. sept. sl. Spilaður var eins kvölds tvímenningur, Mitchell. 28 pör mættu, meðalskor 312 stig. Bestu skor í N/S Björn Arnórss. ­ Hannes Sigurðss.397 Guðm. Guðmundss. ­ Gísli Sveinss.375 Jóhannes Guðmannss. ­ Unnar Atli363 Bestu skor í A/V Þorsteinn Jóensen ­ Kristinn Karlss.356 Dúa Ólafsd. Meira
17. september 1998 | Fastir þættir | 44 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnes

MÁNUDAGINN 14. september komu 10 pör og var spilaður tvímenningur. Úrslit urðu þessi: Birkir ­ Svavar138 Karl ­ Gunnlaugur122 Gísli ­ Jóhannes120 Randver ­ Svala118 Næsta mánudag tökum við aðra upphitun, en síðan tekur alvaran við á fullu. Meira
17. september 1998 | Í dag | 35 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. ágúst í Slotskirken í Skanderborg, Danmörku af sr. Niels Peter Sørensen Pia Nielsen og Jóhann Berg Kjartansson. Heimili þeirra er í Skanderborg. Á myndinni eru börn þeirra Andreas, Sif og Selma. Meira
17. september 1998 | Í dag | 403 orð

Fyrirspurn

ÉG ER eldri borgari og lagði leið mína í Glæsibæ þar sem verið var að opna aðstöðu fyrir félagsstarf aldraðra. Ég hafði það á tilfinningunni að ég væri ekki velkomin þar vegna þess að ég var ekki nógu vel klædd, en ég var mikið klædd vegna kvefs. Er þessi félagsskapur fyrir alla eða aðeins fyrir sérstaka, þ.e. vel klædda? Svar óskast. Eldri borgari. Meira
17. september 1998 | Dagbók | 679 orð

Í dag er fimmtudagur 17. september 260. dagur ársins 1998. Lambertsmessa. Orð d

Í dag er fimmtudagur 17. september 260. dagur ársins 1998. Lambertsmessa. Orð dagsins: Þá kallaði Jesú hárri röddu: "Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!" Og er hann hafði þetta mælt, gaf hann upp andann. (Lúkas 23, 44. Meira
17. september 1998 | Fastir þættir | 827 orð

Leiksoppur við völd "Ef við heimtum að leiðtogar okkar séu betri fyrirmyndir og sætti sig við meiri birtu en venjuleg mannleg

OKKUR var leyft að skyggnast inn í leynilega afkima í húsakynnum voldugasta manns í heimi. Við kynntumst íbúunum í sögulegum helgidómi Bandaríkjamanna og þekktum okkur sjálf í þeim. Breyskar manneskjur, í stöðugum vandræðum með kirtlastarfsemina, hræddar við glefsandi fréttahauka og myndavélarnar. Enginn sérstakur tignarbragur yfir einkalífinu. Meira
17. september 1998 | Í dag | 374 orð

NÚ ER lokasprettur Íslandsmótsins í knattspyrnu framundan og ljóst a

NÚ ER lokasprettur Íslandsmótsins í knattspyrnu framundan og ljóst að keppnin verður æsispennandi bæði á toppi og botni úrvalsdeildarinnar. Og enn einu sinni er sú eilífa spurning á allra vörum, verður þetta ár KR-inga? Þeir hafa ekki orðið meistarar í 30 ár og finnst víst æði mörgum að kominn sé tími til að breyta því. Meira
17. september 1998 | Dagbók | 3453 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira
17. september 1998 | Fastir þættir | 101 orð

(fyrirsögn vantar)

FIMMTUDAGINN 10. sept. 1998 spiluðu 18 pör Mitchell. Úrslit urðu þessi: NS: Ólafur Ingvarsson ­ Jóhann Lúthersson257 Óliver Kristófersson ­ Sigurleifur Guðjónsson247 Sæmundur Björnsson ­ Magnús Halldórsson235 AV: Jón Andrésson ­ Stígur Herlufsen235 Ingigerður Jónsdóttir ­ Jóhanna Gunnlaugsd. Meira

Íþróttir

17. september 1998 | Íþróttir | 290 orð

Bikarinn til Breiðabliks

Breiðablik lagði Val 3:1 í bikarúrslitaleik 2. flokks kvenna, sem fram fór á Valbjarnarvellinum sl. laugardag. Þar með er ljóst að Breiðablik og ÍBV tryggðu sér stærstu titlana í þessum aldursflokki, en Blikar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja ÍBV að velli í Eyjum, í undanúrslitaleik liðanna. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 429 orð

Birgir Leifur og Kristinn eygja von

Birgir Leifur Hafþórsson og Kristinn G. Bjarnason léku báðir yfir pari á öðrum degi í forkeppni að úrtökumóti aðalmótaraðar Evrópu. Birgir Leifur lék á 75 höggum og Kristinn á 73, en báðir léku þeir við erfiðar aðstæður ­ Birgir Leifur í miklum vindi á Five Lakes-vellinum norðaustur af Lundúnum og Kristinn í skúra- og hvassviðri á Woodbury Park í nágrenni Exeter í suðvesturhluta Englands. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 179 orð

Björgvin verður á faraldsfæti

ATVINNUMANNSFERILL Björgvins Sigurbergssonar í golfi hefst formlega innan mánaðar. Hann hefur leik á Norðurlandamóti landsliða, sem eru eingöngu skipuð áhugamönnum, í dag, en mótinu lýkur um helgina. Björgvin heldur til Portúgals hinn 30. september nk., þar sem hann æfir fyrir forkeppni að úrtökumóti evrópsku mótaraðarinnar, sambærilegri keppni og Birgir Leifur Hafþórsson og Kristinn G. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 162 orð

Fylkir upp íA-deildina

Fylkir tryggði sér sæti í A-deild á Íslandsmótinu í 2. flokki karla, þegar lokaumferð deildarinnar var leikin sl. fimmtudag. Fylkir sigraði Grindavík á útivelli, 1:5, og Þróttur varð að sætta sig við þriðja sætið, þrátt fyrir sigur á FH. Fylkir færist því upp í A-deild ásamt ÍBV, sem lagði Selfoss 10:3 í lokaleik mótsins sl. sunnudag. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 282 orð

Gunnar skoraði 50 mörk

SJÁLFSAGT eru þeir ekki margir sem fara í skóna hans Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, sextán ára leikmanns með þriðja flokki ÍBV. Gunnar Heiðar afrekaði það í sumar að skora fimmtíu mörk í sextán leikjum á Íslandsmótinu fyrir ÍBV sem hafnaði í 2. sæti B-deildarinnar og tryggði sér sæti í efstu deild, ásamt sigurvegurunum Þór. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 181 orð

Hef unnið átta til tíu tíma á dag

BJÖRGVIN Sigurbergsson segist spenntur að sjá hvernig leikur hans þróast við þann aukna æfingatíma sem hann fær við að gerast atvinnumaður. "Ég hef ekki haft neina aðstöðu til að æfa og því hlakka ég til að sjá hvort ég taki miklum framförum þegar ég fer að æfa reglulega. Ég hef alltaf unnið átta til tíu tíma á dag, farið þá í golf á kvöldin og síðan tók fjölskyldan við. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 972 orð

Hvorki fyrirspurnir né annað í augsýn

Norskir fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá bágri stöðu norskra knattspyrnufélaga. Í fyrradag var sagt að Lilleström skuldaði sem samsvarar um 40 millj. kr. eftir fyrri hluta ársins og þyrfti að selja bestu leikmennina þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Kristinsson færi fremstur í flokki. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 369 orð

Ísland upp um fimm sæti á FIFA-listanum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur færst upp um fimm sæti á nýjasta FIFA-styrkleikalistanum sem kom út í gær ­ er nú í 65. sæti. Í desember í fyrra var Ísland í 72. sæti og 70. sæti á listanum í ágúst. Jafnteflið á móti heimsmeisturum Frakka og sigurinn á Lettum, 4:1, gera það að verkum að Ísland færist upp um fimm sæti. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 546 orð

Jafntefli í öllum leikjum

JAFNTEFLI varð í öllum fjórum fyrstu leikjum 1. umferðar A og B riðla Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Juventus náði ekki að sigra Galatasaray á heimavelli, norsku meistararnir í Rosenborg náðu stigi í Bilbao og hollenska stórliðið Ajax frá Amsterdam mátti sætta sig við skiptan hlut í Zagreb. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 172 orð

Kennir áhugasömum réttu handtökin

Badmintonsamband Íslands hefur gefið út kynningarbækling undir yfirskriftinni "Velkomin í badminton." Í bæklingnum er farið yfir helstu undirstöðuatriði íþróttarinnar og fólki auðveldað að stíga fyrstu skrefin. Að sögn Jafets Ólafssonar, formanns Badmintonsambands Íslands, er bæklingurinn gefinn út í útbreiðsluskyni og einnig til að kenna áhugasömum spilurum réttu handtökin. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | -1 orð

Knattspyrna Meistaradeild Evrópu 1. umferð: A-RIÐILL:

Meistaradeild Evrópu 1. umferð: A-RIÐILL: Oporto: Porto - Olympiakos2:2 Zlatko Zahovic 64., Mario Jardel 82. - Stylianos Giannakopoulos 87., Sinica Gogic 90. 37.000. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 419 orð

Magnús skoraði öll mörkin

KEFLVÍKINGAR hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í 3. flokki karla á Valbjarnarvelli með því að leggja Valsmenn 5:2. Magnús Sverrir Þorsteinsson, fimmtán ára gamall drengjalandsliðsmaður, var hetja Keflavíkurliðsins, því hann skoraði öll fimm mörk liðs síns. Staðan var 3:0 í leikhléi og Magnús var búinn að bæta við fjórða marki sínu, þegar Valsmenn náðu loks að komast á blað. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 551 orð

Marksúlurnar komu í veg fyrir sigur Arsenal

ENSKU meistararnir í Arsenal gerðu 1:1 jafntefli við franska liðið RC Lens í E-riðli og voru í raun óheppnir að ná ekki öllum stigunum þremur úr þeirri viðureign sem fram fór í Frakklandi. Hollendingurinn Marc Overmars kom Arsenal yfir í upphafi seinni hálfleiks þegar hann komst einn inn fyrir frönsku vörnina eftir sendingu frá Frakkanum Emmanuel Petit. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 66 orð

Ríkharður í 7. sæti

RÍKHARÐUR Daðason, leikmaður Viking, hefur gert 13 mörk í norsku deildinni og er nú í 7. sæti á lista yfir markahæstu menn. Sigurd Rushfeldt, Rosenborg, er efstur með 23 mörk. Aðrir íslenskir leikmenn á markalistanum eru Tryggvi Guðmundsson, Tromsö, (8 mörk), Helgi Sigurðsson, Stabæk (4), Bjarki Gunnlaugsson, Brann (3), Rúnar Kristinsson, Lilleström, (2), Auðun Helgason, Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 126 orð

Samstarf KR og Enic í burðarliðnum

Alþjóðlega fjárfestingarfyrirtækið Enic plc, sem hefur aðsetur í Lundúnum, hefur að nýju tekið upp viðræður við knattspyrnudeild KR um aðild að rekstri meistaraflokks. Viðræðurnar fara fram á sama tíma og fréttir berast af fjárfestingum fyrirtækisins í evrópskum knattspyrnuliðum. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 91 orð

Sex erlendis frá í 30 manna hópi

GUÐNI Kjartansson, þjálfari íslenska unglingalandsliðsins (U-18), valdi í vikunni þrjátíu manna leikmannahóp sem tekur þátt í lokaundirbúningi liðsins fyrir leiki liðsins í Evrópumótinu í Frakklandi. Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum, en athygli vekur að sex leikmenn úr hópnum eru félagsbundnir erlendis. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 822 orð

Skrýtið að þurfa ekki að hengja á sig svuntuna

Björgvin Sigurbergsson, 29 ára húsasmiður sem hefur stundað golf í á hálfan annan áratug hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gerast atvinnumaður í íþróttinni. Hann hyggst flytja heimili sitt til Þýskalands ásamt eiginkonu sinni, Heiðrúnu Jóhannsdóttur, og tveimur börnum ­ Guðrúnu Brá, 4 ára, Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 101 orð

Spáð falli

"VIÐ vorum ekki að spila vel og við gáfum þeim allt of mikinn tíma," sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, fyrirliði 3. flokks Vals. "Ég held að ef við hefðum náð að jafna leikinn í 1:1, þá hefði þessi leikur þróast allt öðruvísi, en eftir að Keflvíkingar skoruðu sitt annað og þriðja mark, var vonin lítil fyrir okkur. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 1199 orð

Stefnum að fullkomnun Gí

"Það er yfirlýst stefna mín og Jóns Arnars að hann bæti sig og við höfum verið að leiða líkum að því að það dugi okkur á verðlaunapall á stórmótum, eins og heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum," segir Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnar Magnússonar, þegar hann er inntur eftir hvaða markmið þeir hafi sett sér næstu misseri og ár. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 57 orð

Styrktarmót hjá Keili

GOLFKLÚBBURINN Keilir í Hafnarfirði hyggst halda tvö opin golfmót til að styrkja Björgvin Sigurbergsson í atvinnumennskunni. Ætlunin er að halda fyrra mótið næstkomandi laugardag, en ef veður verður ekki mönnum að skapi er hugsanlegt að það verði fært yfir á sunnudag ­ þ.e.a.s. ef veðurspáin er hagstæð. Síðara mótið verður síðan haldið um aðra helgi. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 515 orð

Sviptingar á Old Trafford

EKKI vantaði dramatíkina og spennuna á Old Trafford þar sem Manchester United tók á móti Barcelona. Eftir að heimamenn höfðu verið betri í fyrri hálfleik og skorað tvö mörk gegn engu marki gestanna, snerist dæmið við í þeim síðari. Þá jöfnuðu leikmenn Barcelona leikinn áður en David Beckham kom United yfir á ný með frábæru marki beint úr aukaspyrnu á 64. mínútu. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 280 orð

Valdimar með stórleik og 11 mörk

VALDIMAR Grímsson átti stórleik og skoraði 11 mörk fyrir Wuppertal sem sigraði Dutenhofen í 2. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld, 20:16, en leikurinn fór fram á heimavelli Wuppertal. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 250 orð

Við verðum að treysta á ungu strákana í 2. flokki

LEIFTUR verður án átta lykilmanna þegar liðið sækir Íslands- og bikarmeistara ÍBV heim í 17. og næst síðustu umferð Íslandsmótsins á sunnudag auk þess sem Páll Guðlaugsson þjálfari tekur út leikbann. Peter Ogaba, Páll V. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 108 orð

Víkingargengu afleikvelli

LIÐ Víkings í 5. flokki drengja hjá B-liðum, gekk af velli til að mótmæla dómi í leik liðsins við KR í Haustmóti KRR í leik liðanna sem fram fór þann 6. þessa mánaðar á Víkingsvellinum. Að sögn starfsmanns KSÍ voru forráðamenn Víkings óánægðir með að dómarinn skyldi ekki hafa dæmt mark, þegar Víkingar töldu að knötturinn hefði farið í gegn um gat á marknetinu. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 66 orð

Þriðji tapleikur Vals

"Þetta er þriðji úrslitaleikurinn sem við töpum á síðustu þremur vikum og það er óneitanlega súrt," sagði Laufey Ólafsdóttir, fyrirliði 3. flokks Vals, en Valsliðið tapaði fyrir ÍBV í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í þessum aldursflokki. Þá leika nokkrar stúlkur í 2. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 52 orð

(fyrirsögn vantar)

17. september 1998 | Íþróttir | 31 orð

(fyrirsögn vantar)

Reuters Glæsimark BeckhamsDENNIS Beckham skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu fyrir Manchester United gegn Barcelonaí Meistaradeildinni í gærkvöldi. Hann spyrnti boltanum, sem sveif yfir varnarvegg andstæðingannaog hafnaði efst í vinstra markhornið. Meira
17. september 1998 | Íþróttir | 40 orð

(fyrirsögn vantar)

Reuters LEIKMENN Barcelona fagna hér öðru marki liðsins sem Brasilíumaðurinn Giovani gerði úrvítaspyrnu og jafnaði gegn Manchester United í 1. umferð Meistardeildar Evrópu á Old Traffordí gærkvöldi. Leiknum lauk með jafntefli, 3:3, eftir að United hafði komist í 2:0. Meira

Úr verinu

17. september 1998 | Úr verinu | 255 orð

Mokafli á færin

Skagaströnd-Mokafli hefur verið á færi að undaförnu þegar gefið hefur á sjó frá Skagaströnd. Trillurnar eru að fá óvenju fallegan fisk kringum Skallann sem er rif sem gengur í vestur frá Skaganum. Hafa menn verið að koma með allt upp í fimm tonn eftir daginn einir á bát. Meira
17. september 1998 | Úr verinu | 368 orð

Ósanngjarnt að miða við brúttótonnastærð skipa

MISRÆMI í brúttótonnaskráningu skipa er meginástæðan fyrir breytingum á reglugerð um rækjuveiðar fyrir Norðurlandi. Eins og fram kom í Verinu í gær hafa skipstjórar og áhafnir 14 rækjuskipa mótmælt breytingum á reglugerð um veiðar með rækjuvörpu sunnan línu sem dregin er sunnan 6640 fyrir Norðurlandi. Með breytingunum er bátum með aflvísi lægri en 2. Meira
17. september 1998 | Úr verinu | 345 orð

Vísindanefnd NAFO leggur til 30 þúsund tonna afla

VÍSINDANEFND Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnunarinnar (NAFO) hefur lagt til að heildarrækjuafli aðildarríkja stofnunarinnar á Flæmingjagrunni á næsta ári verði 30.000 tonn. Allsherjarráð NAFO ræðir nú álit vísindanefndarinnar sem og tillögu Íslendinga um kvótastýrðar veiðar á Flæmingjagrunni. Meira

Viðskiptablað

17. september 1998 | Viðskiptablað | 296 orð

Anna Murdoch segir sig úr stjórn News Corp.

ANNA, eiginkona Ruperts Murdochs, sem hefur sótt um skilnað, hefur sagt sig úr stjórn News Corp samkvæmt talsmanni fyrirtækisins. Rupert Murdoch fer lofsamlegum orðum um konu sína, sem hefur setið í stjórn fyrirtækisins síðan 1990, í bréfi til hluthafa fyrirtækisins er fylgir ársskýrslu þess. Murdoch hjónin hafa verið gift í 31 ár. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 187 orð

Disney býst við minni hagnaði

Disney býst við minni hagnaði New York. Reuters. WALT DISNEY Co. hefur varað við því að hagnaður á fjórða ársfjórðungi muni minnka um 31% vegna verulega minni hagnaðar af Disney-kvikmyndaverinu og neyzluvörudeild fyrirtækisins. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 448 orð

Dreifð eignaraðild verður tryggð

KAUPÞING hf. hefur keypt 14% hlut í Kögun hf. af Gunnlaugi M. Sigmundssyni, framkvæmdastjóra félagsins, og fjölskyldu hans. Hann hefur auk þess selt 12% hlut til ýmissa fyrirtækja og einstaklinga en mun ásamt eiginkonu sinni halda eftir 5% eignarhlut í fyrirtækinu. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 186 orð

ÐSkífan og Spor sameinast SKÍFAN ehf.

SKÍFAN ehf. hefur keypt allt hlutafé Spors ehf. Þegar verður hafist handa um sameiningu fyrirtækjanna og gera samkeppnisyfirvöld ekki athugasemd við hana, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Skífunni. Kaupin eru liður í nýrri stefnumótun Íslenska útvarpsfélagsins hf. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 109 orð

ENIC fær hlut í FC Basel

BREZKA fjárfestingarfélagið ENIC Plc hefur keypt hlut í svissneska knattspyrnuliðinu FC Basel. ENIC, sem á ráðandi hlut í þremur evrópskum knattspyrnufélögum, greiddi 1 milljón svissneskra franka, eða 712.800 pund, fyrir 55,5% hlut í FC Basel Marketing AG, fyrirtæki sem UBS AG og fleiri svissneskir fjárfestar stofnuðu í fyrra til að gæta hagsmuna FC Basel. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 16 orð

FJÁRMÁLSparisjóðurinn í Keflavík á sporið /4

FJÁRMÁLSparisjóðurinn í Keflavík á sporið /4HUGBÚNAÐURÁtta taka þátt í Venture Iceland /6TORGIÐFramboð hlutabréfa eykst verulega / Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 682 orð

Fleiri bankar hugað að lengdum afgreiðslutíma

TALSMENN banka og sparisjóða hafa mismunandi skoðanir á hugmyndum um lengdan afgreiðslutíma útibúa og afgreiðslna, ekki síst um helgar. Sumir hafa verið að athuga möguleika á að lengja tímann, þó ekki um helgar, en aðrir telja ekki þörf á lengri afgreiðslutíma útibúanna, segja að fólk geti notað hraðbankana allan sólarhringinn. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 93 orð

Hefur Sony áhuga á Newcastle?

SONY fyrirtækið í Japan hefur vísað á bug blaðafréttum um að það hafi boðið 220 milljónir punda í enska knattspyrnufélagið Newcastle United. Brezka blaðið Sunday Mirrorhafði hermt að fulltrúar Sony hefðu setið á undirbúningsfundum með fjármálaráðgjöfum knattspyrnuliðsins. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 1131 orð

Hvaða áhrif hefur aukið framboð hlutabréfa?

EFTIR að milliuppgjör fyrirtækja birtust hefur velta hlutabréfa á Verðbréfaþingi Íslands minnkað og verð lækkað. Verð hlutabréfa hefur lækkað um nálægt 5% frá því sem hæst varð um miðjan ágúst og hefur sú hækkun sem varð á hlutabréfum í vor og sumar að mestu gengið til baka. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 78 orð

Hættir hjá Lánasjóði landbúnaðarins

LEIFUR Kr. Jóhannesson hefur ákveðið að hætta störfum sem framkvæmdastjóri Lánasjóðs landbúnaðarins 1. mars næstkomandi. Stjórn sjóðsins mun innan skamms auglýsa stöðuna lausa til umsóknar. Leifur tók við starfi framkvæmdastjóra Stofnlánadeildar landbúnaðarins í byrjun árs 1984 og gegndi því til ársloka 1997 er Stofnlánadeildin var lögð niður. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 142 orð

Interpublic hyggst ekki bjóða í Man. Utd.

BANDARÍSKI auglýsingarisinn Interpublic Group hefur borið til baka frétt um að hann íhugi tilboð í enska knattspyrnuliðið Manchester United, sem hefur þegar samþykkt 623,4 milljóna punda tilboð BSkyB, gervihnattasjónvarpsstöðvar Ruperts Murdochs. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 199 orð

Lána Norðuráli 700 milljónir króna

LANDSBANKI Íslands hf. hefur lánað Norðuráli hf. á Grundartanga 10 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 700 milljónum íslenskra króna. Í kjölfarið lækkar lánveiting til Norðuráls, samkvæmt lánasamningi við tólf alþjóðlegar lánastofnanir, sem þessu nemur. Endurfjármögnunin veitir Norðuráli aukinn sveigjanleika og möguleika til hagræðingar, segir í fréttatilkynningu. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 106 orð

Líflegt á hlutabréfamarkaði

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í gær námu alls 1.181 milljónum króna. Mest voru viðskipti á langtímamarkaði skuldabréfa, alls 662 milljónir króna, og á peningamarkaði alls 415 milljónir króna. Samkvæmt tilkynningu frá Verðbréfaþingi voru viðskipti með hlutabréf nokkuð lífleg og námu alls 104 milljónum króna. Mest voru viðskipti með bréf Íslandsbanka 23 mkr., þá Nýherja 22 mkr. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 320 orð

Nýir starfsmenn Kaupþings Norðurlands

MEÐ AUKNUM umsvifum Kaupþings Norðurlands hf. hafa nokkrar breytingar orðið á liðssveit félagsins. Fjórir nýir starfsmenn hafa komið til liðs við það síðustu mánuði og verða þeir kynntir hér á eftir. BRYNJAR Þór Guðmundssonhefur verið ráðinn ráðgjafi í fjármálum einstaklinga auk þess sem hann annast kaup og sölu hlutabréfa. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 218 orð

Nýir starfsmenn við Samvinnuháskólann

RUNÓLFUR Ágústsson hefur verið ráðinn aðstoðarrektor við Samvinnuháskólann á Bifröst. Hann lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 1992 og stundaði nám við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla, í Evrópurétti, samningatækni, umhverfisrétti og alþjóðaviðskiptarétti það ár. Runólfur öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi á árinu 1998. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 225 orð

Ný tölvutækni á svæðisskrifstofum VÍS

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands og Nútíma samskipti ehf. hafa undirritað samning um tölvuvæðingu svæðisskrifstofa VÍS um land allt. Er notast við nýja tækni sem byggist á "Thin Client"-hugmyndafræðinni sem sparað getur allt að 57% af rekstrarkostnaði venjulegra tölvuneta, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Nútíma samskiptum. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 1634 orð

Sparisjóðurinn aftur á sporið

Sparisjóðurinn í Keflavík virðist aftur vera kominn á sporið eftir margra ára erfiðleika. Fortíðarvandamálin hafa verið hreinsuð út og stjórnskipulagi breytt. Helgi Bjarnason ræddi við Geirmund Kristinsson sparisjóðsstjóra um breytingar í atvinnulífi Suðurnesja og starfsemi sparisjóðsins. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 167 orð

Tryggingafélögin hagnast um 1,6 milljarða

ÍSLENSKU vátryggingafélögin högnuðust um tæpa 1,6 milljarða króna á síðasta ári en árið áður nam hagnaður þeirra 1,2 milljörðum kr. Skýringuna á auknum hagnaði er að finna hjá Viðlagatryggingu sem skilaði 469 milljóna króna hagnaði á síðasta ári á móti 95 milljónum árið áður. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 1991 orð

Verkefni sem skilar sér í skýrari rekstri

Útflutningsráð Íslands stóð nýlega fyrir Fjárfestingarþinginu Venture Iceland í annað sinn. Átta fyrirtæki tóku þátt í verkefninu sem miðar að því að kynna íslenskan upplýsingaiðnað fyrir innlendum og erlendum fjárfestum. Elmar Gíslason kynnti sér þátttakendur, vörur þeirra og markmið. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 246 orð

Þrír bankar í Noregi sameinast í stórbanka

STJÓRNIR Kreditkassen, Fokus Bank og Postbanken í Noregi hafa náð samkomulagi um sameiningu eftir samningaviðræður, sem staðið hafa í margar vikur. Gert er ráð fyrir að með myndun nýs og sameinaðs stórbanka muni sparast um einn milljarður norskra króna og að 700 starfsmenn missi atvinnuna. Meira
17. september 1998 | Viðskiptablað | 325 orð

Öll fyrirtæki í Kópavogi á Netið

ATVINNUMÁLANEFND Kópavogs hefur gert samning við Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) og Landnema ehf. um gerð margmiðlunarefnis sem vistað verður á Upplýsingavef Kópavogsbæjar. Um er að ræða þéttofinn upplýsingavef um mannlíf og atvinnustarfsemi í Kópavogi og er ætlunin að búa til upplýsingabanka fyrir Kópavog, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.