Greinar þriðjudaginn 22. september 1998

Forsíða

22. september 1998 | Forsíða | 604 orð

Clinton óstyrkur en missti ekki stjórn á skapi sínu

MYNDBANDSUPPTAKA af fjögurra klukkustunda yfirheyrslu Kenneths Starrs, sérskipaðs saksóknara, yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta vegna sambands hans við Monicu Lewinsky reyndist ekki jafn fréttnæm og sögusagnir höfðu verið um. Meira
22. september 1998 | Forsíða | 348 orð

Erfiðir tímar blasa við veikri stjórn Perssons

VINSTRIFLOKKURINN og Kristilegi demókrataflokkurinn eru óumdeilanlegir sigurvegarar sænsku kosninganna, en sænskir jafnaðarmenn horfast í augu við ósigur aldarinnar. Flokkurinn, sem ekki þekkir annað en 42-53 prósenta fylgi hlaut 36,6%. Í leiðara í Dagens Nyheter var bent á að rétt væri að Göran Persson forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Meira
22. september 1998 | Forsíða | 220 orð

Schäuble næsti kanslari?

ÞEGAR aðeins fimm dagar eru til kosninga í Þýskalandi virðist mjórra á mununum á milli stóru flokkanna tveggja, Jafnaðarmannaflokksins SPD, og Kristilegra demókrata CDU, en nokkru sinni, svo skömmu áður en Þjóðverjar kjósa nýtt þing. Meira

Fréttir

22. september 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

25 ára afmæli Menntaskólans í Kópavogi

TUTTUGU og fimm ár eru liðin í dag, þriðjudaginn 22. september, síðan Menntaskólinn í Kópavogi var settur í fyrsta sinn árið 1973. Í tilefni af afmælinu verður jarðhæð, lokaáfangi verknámshúss, tekin í notkun, Kjötiðnaðardeild skólans formlega opnuð og brauðbúð sem er gjöf frá Landssambandi bakarameistara, Klúbbi bakarameistara og Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, formlega afhent skólanum. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Aðalfundur Sagnfræðingafélagsins

AÐALFUNDUR Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn þriðjudagskvöldið 22. september kl. 20.30 í húsi Sögufélags í Fischersundi. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf en að þeim loknum mun Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur flytja erindið Galdramál á Alþingi á 17. öld. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 366 orð

Aðeins þrjú útköll á árinu

ÞYRLUBJÖRGUNARSVEIT varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli er æ sjaldnar beðin um aðstoð við leitarflug eða björgun almennra borgara. Þyrlur varnarliðsins voru aðeins kallaðar út í tvö skipti á síðasta ári og á þessu ári hafa þær þrisvar verið kallaðar út til leitar- eða björgunarstarfa. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 428 orð

Alfarið á móti alþjóðaskipaskrá

SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur er alfarið á móti alþjóðaskipaskrá af þeirri ástæðu að hún muni hafa það í för með sér að innlendum farmönnum muni fækka svo mjög að þeir verði nánast ekki til á flotanum í kjölfarið, að sögn Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann segir jafnframt að félagið muni berjast gegn slíkum hugmyndum með þeim ráðum sem tiltæk séu. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Árétting

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í fyrradag sagði að "fjármálaráðherra Alþýðuflokksins hafði á sínum tíma forystu um staðgreiðslukerfi skatta og eitt skattþrep". Staðgreiðsla skatta kom til framkvæmda í fjármálaráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi formanns Alþýðuflokksins. Meira
22. september 1998 | Erlendar fréttir | 439 orð

Átök brjótast út í Kuala Lumpur

TIL átaka kom í gær í miðborg Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, milli óeirðalögreglunnar og stuðningsmanna Anwars Ibrahims, fyrrverandi fjármálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra, sem var handtekinn á sunnudagskvöld og sakaður um að stefna öryggi landsins í hættu. Yfirvöld beittu einnig umdeildri öryggislöggjöf til að handtaka bandamenn Anwars. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 246 orð

Bann við eftirgerð á slagorði

SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað Sól-Víking hf., að nota slagorðið "Víking öl ­ betra með boltanum", þar sem um sé að ræða eftirgerð slagorðs keppinautar þ.e. Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, "Egils öl ­ gott með boltanum". Jafnframt er það mat ráðsins að auðkennið "Víking sterkur", brjóti ekki í bága við góða viðskiptahætti. Meira
22. september 1998 | Erlendar fréttir | 371 orð

Barátta í bréfaskiptum lögfræðinga

Bréfaskipti lögfræðinga Bills Clintons, Bandaríkjaforseta, og skrifstofu Kenneths Starrs, sérstaks saksóknara, bera þess vitni að forsetinn hafi reynt mjög á þolinmæði saksóknarans með því að neita ítrekað að bera vitni fyrir rannóknarkviðdómi um samband sitt við Monicu Lewinsky, að því er kemur fram í fréttaskeyti frá Associated Press. Meira
22. september 1998 | Erlendar fréttir | 1409 orð

Clinton og Starr þrættu um skilgreiningar Myndband með yfirheyrslu Kenneths Starrs yfir Bill Clintons Bandaríkjaforseta var sýnt

MYNDBANDIÐ umtalaða þar sem Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, flutti vitnisburð fyrir rannsóknarkviðdómi um samband sitt við Monicu Lewinsky var gert opinbert í gær og sýnt á fjölmörgum sjónvarpsstöðvum. Clinton sagði við upphaf vitnisburðar síns að það væri honum persónulega mjög "sársaukafullt" að ræða um svo "vandræðalegt" mál. Meira
22. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 171 orð

Dræm þátttaka í Kynslóðahlaupinu

UM 100 manns, á öllum aldri, tóku þátt í Kynslóðahlaupinu á Akureyri sem fram fór í Kjarnaskógi sl. sunnudag. Hlaupið var þreytt á tíu stöðum á landinu á sama tíma og var þátttaka víðast hvar heldur dræm. Grænn lífseðill, sem er samstarfsverkefni ÍSÍ og heilbrigðisráðuneytisins, stóð fyrir hlaupinu en markmiðið er að efla þátttöku almennings í hreyfingu og ástundun íþrótta. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Dælan á hliðina

ÓHAPP varð á bensínstöð Olís við Háaleitisbraut í gær þegar vörubíll seig ofan í skurð og bensíndæla á palli bílsins rann niður í skurðinn. Engin slys urðu og skemmdir ekki stórkostlegar. Verið er nú að endurnýja stöðina við Háaleitisbraut og er verkið langt komið. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 695 orð

Er beiting valds í meðferð réttlætanleg?

BEITING þvingunar og siðferði í starfi er yfirskrift ráðstefnu sem fer fram á Hótel Örk dagana 25.-26. september næstkomandi. Hún er haldin á vegum Samtaka starfsfólks á sólarhrings­ og meðferðarstofnunum fyrir börn og unglinga. Formaður undirbúningsnefndar er Þórunn Ólý Óskarsdóttir. "Viðfangsefni ráðstefnunnar er beiting þvingunar í meðferð og siðferði í starfi. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 823 orð

Erill en engin alvarleg mál

FÁIR voru á ferli í miðborg Reykjavíkur framan af föstudagskvöldi enda rigndi talsvert. Fátt var um unglinga undir útivistaraldri en þó voru einhverjir færðir í athvarf og síðan komið til síns heima. Talið er að um 1.200-1.500 manns hafi verið í miðborginni þegar flest var og ástandið ágætt. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Fagna möguleikum gagnafrumvarps

STJÓRN MS-félags Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi: "Stjórn MS félags Íslands fagnar þeim nýju möguleikum sem felast í gagnagrunnsfrumvarpi ríkisstjórnarinnar til að rannsaka, auka skilning og leita lækninga á sjúkdómum. Stjórnin treystir því að stjórnvöld búi svo um hnúta að almenningur þurfi ekki að óttast misnotkun upplýsinga. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 507 orð

Farið til Kalmykíu á föstudag

ÍSLENSKA skáklandsliðið heldur að öllu óbreyttu til Kalmykíu, sem er sjálfstjórnarlýðveldi í Rússlandi við Kaspíahafið, á föstudaginn kemur, en þar stendur til að halda 33. Ólympíumótið í skák að þessu sinni. Forseti landsins, sem á landamæri að Tsjetsjníu, Kírsan Iljúmzhínov, er jafnframt forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Fengu streptókokka af vatnsflösku

FJÓRIR eða fimm leikmenn handknattleiksliðs Íþróttabandalags Vestmannaeyja veiktust samtímis af hálsbólgu af völdum streptókokka á dögunum og segist Víðir Óskarsson, heilsugæslulæknir í Vestmannaeyjum, telja að þeir hafi smitast af því að drekka vatn úr sömu flösku. Meira
22. september 1998 | Erlendar fréttir | 425 orð

Félagi í Bændaflokknum fari með landbúnaðarmálin

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Jevgení Prímakov forsætisráðherra sögðust í gær vera að leggja lokahönd á myndun nýrrar stjórnar og buðu Gennadí Kúlík, bandamanni kommúnista, valdamikið ráðherraembætti. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Fótbrotnaði í vinnuslysi

MAÐUR á fimmtugsaldri fótbrotnaði í vinnuslysi síðdegis í gær vélsmiðjunni Gjörða á Grandagarði Slysið vildi þannig til að maðurinn missti 300 kg járnöxul á fótinn á sér, þegar hann bar öxulinn á búkka við annan mann. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Fulltrúar frá Vinnueftirlitinu komu til að meta aðstæður í Gjörða. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 383 orð

Framboðsnefndir skipaðar í öllum kjördæmum

ALÞÝÐUFLOKKUR, Alþýðubandalag og Kvennalisti hafa tekið ákvörðun um að skipa níu manna nefndir í öllum kjördæmum landsins til að undirbúa framboð í alþingiskosningunum í vor. Sumar nefndirnar hafa hafið störf, en tilnefningu í aðrar er ekki lokið. Kvennalistinn gerir kröfu um jafnrétti kynjanna á öllum sviðum framboðsins. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð

Fyrsta sýning haustsins

KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance Francaise, Austurstræti 3, sýnir miðvikudaginn 23. september kl. 21 fyrstu mynd haustsins. Það er myndin "Trois vies et un seule mort" eftir Raoul Ruiz. Raoul Ruis hefur haft mikil áhrif með kvikmyndagerð sinni en stíll hans þykir mjög persónulegur, segir í fréttatilkynningu. Hann er frá Chile og var einn af fremstu kvikmyndagerðarmönnum lands síns og hafði m. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 296 orð

"Gettu betur" verður áfram hjá RÚV

Á FUNDI forystumanna nemendafélaga í framhaldsskólum á sunnudaginn var ákveðið að ganga til samstarfs við Ríkisútvarpið um framkvæmd spurningakeppninnar "Gettu betur". Ferðastyrkur nemenda vegna keppninnar verður hækkaður, kynning á skólunum aukin og samráð haft við skólana um fyrirkomulag keppninnar. Meira
22. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 151 orð

Góð þátttaka í dokkardegi

FJÖLDI fólks tók þátt í dokkardegi sem haldinn var í blíðskaparveðri á laugardag. Stóru tjaldi var komið fyrir við flotbryggju norðan Torfunefs, en þar gátu gestir gengið um og fengið að bragða á ýmsu góðgæti, m.a. sjávarafurðum á meðan sjómannalögin dunuðu. Markaðsstemmning var á torgi við tjaldið og kenndi þar margra grasa. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 350 orð

Gripið til ýmissa öryggisráðstafana

UM tvöleytið aðfaranótt sunnudags var ráðist á sendil frá Domino's Pizza í anddyri fjölbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Er það í annað skipti á stuttum tíma sem ráðist er á sendil frá fyrirtækinu en í fyrra skiptið gerðist það á Seltjarnarnesi á mánudagskvöld í fyrri viku. Meira
22. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Hagyrðingakvöld í VMA

HAGYRÐINGAKVÖLD verður haldið í Gryfju Verkmenntaskólans á Akureyri miðvikudaginn 23. september og hefst dagskráin kl. 20.30. Þar munu 5 landsþekktir hagyrðingar leiða saman hesta sína, þeir Björn Þórleifsson, Stefán Vilhjálmsson, Pétur Pétursson, Hjálmar Freysteinsson og Ólafur Þórðarson. Allir eru velkomnir, jafnt ungir sem aldnir en aðgangseyrir er 200 krónur. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 710 orð

Hannes Hlífar efstur á svæðamótinu

HANNES Hlífar Stefánsson stórmeistari tryggði sér á laugardag sigur á svæðamóti Norðurlanda í skák, sem teflt var á Fjóni í Danmörku. Mótinu lauk með aukakeppnin um lokaröð keppenda, annars vegar í 1.-3. sæti og hins vegar 4.-6. sæti. Mótið var útsláttarkeppni, þar sem teflt var um þrjú sæti á heimsmeistaramóti alþjóðaskáksambandsins, sem teflt verður í Las Vegas, Bandaríkjunum, 29. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Haustmót T.R. 1998

HAUSTMÓT Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 27. september nk. kl. 14 og lýkur 21. október. Fyrirkomulag verður svipað og undanfarin ár en keppendum verður raðað í flokka með tilliti til skákstyrkleika og verða tefldar 11 umferðir í öllum flokkum. Í efstu flokkunum tefla allir keppendur við alla en neðsti flokkurinn verður opinn og er teflt eftir Monrad-kerfi. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 202 orð

Hugsanlega undirrituð í næsta mánuði

DRÖG að loftferðasamningi milli Rússlands og Íslands hafa legið fyrir um tíma og er jafnvel búist við að gengið verði frá samningnum í næsta mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu liggur samningur fyrir í stórum dráttum en ýmis útfærsluatriði eru ófrágengin og til skoðunar bæði hjá sérfræðingum samgönguráðuneytis og flugmálastjórnar. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Ísland verði tilraunamarkaður fyrir tækninýjungar

ÍSLAND á að verða tilraunamarkaður fyrir tækninýjungar í símaþjónustu með tilkomu nýs símafyrirtækis, Íslandssíma hf., á markaðinn. Fyrirtækið, sem er í eigu fjögurra aðila, hugbúnaðarfyrirtækisins OZ hf., Guðjóns Más Guðjónssonar, Skúla Mogensen og Arnars Sigurðssonar, mun bjóða upp á alhliða símaþjónustu, jafnt innanlands-, millilanda- og farsímtöl. Meira
22. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 402 orð

Kann best við mig í leikhúsi

SIGURÐUR Hróarsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og tekur hann formlega við starfinu um næstu áramót, en hann stefnir að því að koma til starfa um miðjan nóvember næstkomandi. Leikhúsráð ákvað að ráða Sigurð á fundi sínum á laugardag, en fjórir umsækjendur voru um stöðuna. Trausti Ólafsson, núverandi leikhússtjóri, lætur af störfum um áramót. Meira
22. september 1998 | Erlendar fréttir | 1815 orð

Kosningaóvissa að baki en stjórnaróvissa framundan Sænskir jafnaðarmenn hlutu verstu útreið í manna minnum í þingkosningunum á

"JAFNAÐARMENN hafa fengið verstu útreið í samtímasögu Svía," undirstrikaði Carl Bildt leiðtogi Hægriflokksins ákaft í samtali við fréttamenn á kosningakvöldið í sænska þinghúsinu. Hann var hins vegar óviljugri að horfast í augu við að hans eigin flokkur hafði ekki bætt við sig nema einu þingsæti frá síðustu kosningum, en gladdist yfir velgengni Kristilega demókrataflokksins. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

LEIÐRÉTT Ekki fyrsti fjölorkubíllinn SA

SAGT var í blaðinu sl. sunnudag að Toyota Prius væri fyrsti fjölorkubíllinn sem kæmi hingað til lands. Hið rétta er að Brimborg hf. flutti inn fyrsta fjölorkubílinn, Volvo V70, sem gengur jafnt fyrir gasi sem bensíni, sl. sumar. Byggiðn Í Staksteinum sl. laugardag, 19. september sl. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 231 orð

Lyfjatæknar styðja gagnagrunnsfrumvarpið

STJÓRN Lyfjatæknafélag Íslands styður frumvarp til laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði eins og það lítur út, "þó væntanlega megi gera einhverjar breytingar enn til bóta", segir í ályktun stjórnar félagsins. Meira
22. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 146 orð

Málstofa um Eystrasaltslöndin

ENDURHEIMT sjálfstæðis ­ saga og menning Eystrasaltslandanna er yfirskrift málstofu sem endurmenntunarnefnd Háskólans á Akureyri boðar til næstkomandi fimmtudag, 24. september, í stofu 25 í húsnæði háskólans við Þingvallastræti 23 og stendur hún frá kl. 17 til 20. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Málþing um kosningar til sambandsþings í Þýskalandi

SKOR þýsku og Norðurlandamála Háskóla Íslands, sagnfræðiskor Háskóla Íslands og Politica, félag stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands, standa að sameiginlegu málþingi miðvikudaginn 23. september í tilefni væntanlegra kosninga til sambandsþings í Þýskalandi. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Mikil aðsókn að íslenska skálanum

AÐSÓKN að heimssýningunni í Lissabon í Portúgal hefur verið mjög góð síðustu vikur og að sögn Jóns Ásbergssonar, forstjóra Útflutningsráðs, heimsækja nú um 100 þúsund manns sýningarsvæðið á hverjum degi. Hann segist ánægður með þá athygli sem íslenski sýningarskálinn hefur vakið og samkvæmt talningu aðstandenda sýningarinnar sé hann einn af 10 mest sóttu sýningarskálunum. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 202 orð

Mótmæla niðurskurði framlags til tónlistarkennslu

AÐALFUNDUR Samtaka tónlistarskólastjóra, haldinn að Kirkjubæjarklaustri 21.­23. ágúst 1998, vill vekja athygli á eftirfarandi: "Haustið 1996 breytti Reykjavíkurborg svo til fyrirvaralaust kennslukvóta margra tónlistarskóla í Reykjavík, skar af sumum og bætti við kvóta annarra. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Mælt með stækkun Nesjavallavirkjunar

SÉRSTAKUR starfshópur, sem falið var að skoða hugsanlega stækkun raforkuversins á Nesjavöllum hefur nú skilað skýrslu, sem lögð verður fyrir stjórnarfund veitustofnana á miðvikudag. Í skýrslunni er mælt með stækkun Nesjavallavirkjunar úr 60 í 90 megawött. Meira
22. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 135 orð

Mömmumorgnar

MÖMMUMORGNAR eru haldnir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju alla miðvikudagsmorgna frá kl. 10 til 12. Þessar stundir eru með frjálsu sniði, foreldrar geta komið og farið að vild og tekið þátt í því sem þeir kjósa. Tilgangurinn er að gefa foreldrum kost á að hittast, bera sig saman og kynnast öðrum sem standa í svipuðum sporum. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Námskeið um athyglisbrest og ofvirkni

FORELDRAFÉLAG misþroska barna stendur í samvinnu við barna- og unglingageðdeild Landspítalans og með stuðningi Öryrkjabandalags Íslands fyrir námskeiði um athyglisbrest og ofvirkni fyrir foreldra. Námskeiðið verður haldið í Gerðubergi helgina 3. og 4. október nk. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Nýr formaður Heimdallar

NÝ stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reyjkavík, var kjörin á aðalfundi fyrir skömmu. Ingvi Hrafn Óskarsson laganemi var kjörinn formaður félagsins, en fráfarandi formaður, Illugi Gunnarsson hagfræðingur, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Nýr prófessor við Háskóla Íslands

MEÐ bréfi menntamálaráðherra 26. ágúst sl. var háskólakennarastarfi Gísla Gunnarssonar í sagnfræði breytt í stöðu prófessors frá 1. desember 1997 að telja. Áður höfðu sérskipuð dómnefnd, heimspekideild Háskóla Íslands og háskólaráð samþykkt fyrir sitt leyti að Gísli færi í stöðu prófessors. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 1664 orð

Ný tækni gefur fyrirheit um ódýrari símtöl

NÝSTOFNAÐ fyrirtæki, Íslandssími hf., ætlar að bjóða lægra verð á símtölum hér á landi en hingað til hefur þekkst. Það mun að sögn forsvarsmanna félagsins einkum verða mögulegt vegna lítillar yfirbyggingar, meiri tækni og fárra starfsmanna. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 217 orð

Óvíst að lyftan verði sett upp aftur

LYFTAN á kví háhyrningsins Keikós í Klettsvík í Vestmannaeyjum hefur nú verið fjarlægð og er óvíst að hún verði sett upp aftur. Lyftan skemmdist í óveðri, sem gekk yfir á fimmtudag og föstudag. Bjarki Brynjarsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Vestmannaeyja og forstjóri félagsins sem stofnað hefur verið um rekstur Keikó-stofnunarinnar á Íslandi, Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Réttarholtsskóli meistari

NORÐURLANDAMÓT grunnskólasveita í skák fór fram í Gausdal í Noregi um helgina. Réttarholtsskóli, sem var fulltrúi Íslands, vann öruggan sigur á Norðurlandamótinu, hlaut 14 vinning af 20 mögulegum og sigraði í öllum sínum viðureignum. Í 2. sæti varð norsk sveit með 12 vinninga. Í liði Réttarholtsskóla voru: 1. Davíð Kjartansson 3/5 v. 2. Sveinn Þór Wilhelmsson 4/5 v. 3. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 593 orð

Risalaxi stolið lifandi um hábjartan dag

SVERRIR Hermannsson lenti í þeirri furðulegu uppákomu í Hrútafjarðará um helgina að landa "þeim stærsta laxi sem ég hef séð í vatni", koma honum með nokkrum erfiðismunum lifandi í klakkistu þar sem honum var síðan stolið nokkrum klukkustundum síðar, um hábjartan dag. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 263 orð

Samkeppnisráð bannar þvottavélarauglýsingu

SAMKEPPNISRÁÐ hefur með vísan til samkeppnislaga bannað Heklu hf. Electric að birta auglýsingu á GE þvottavélum með fyrirsögninni: "Með allt á hreinu," sem sýnir lítið barn ofan á þvottavél. Bannið er sett í ljósi þess að fyrirtækið hefur virt að vettugi tilmæli Samkeppnisstofnunar um að hætta birtingu auglýsingarinnar. Meira
22. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 200 orð

Samtök ferðaþjónustunnar að verða til

MIKLAR breytingar eru fyrirhugaðar á starfsemi Sambands veitinga- og gistihúsa, en fyrir aðalfundi þess liggja tillögur að stórfelldum lagabreytingum þar sem lagt verður til að nafni sambandsins verði breytt í "Samtök ferðaþjónustunnar". Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 305 orð

Sjálfstæðismenn mótmæla í borgarstjórn

BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins mótmæltu á fundi borgarstjórnar í vikunni áformum um að Heilsugæslustöðinni við Hverafold í Grafarvogshverfi yrði lokað þegar ný heilsugæslustöð rís í Spönginni norðar í hverfinu. Leggja þeir áherslu á að fleiri en ein heilsugæslustöð þjóni íbúum Grafarvogs í framtíðinni. Meira
22. september 1998 | Erlendar fréttir | 1041 orð

Skipst á lífsreynslusögum við yfirheyrslur

MONICA Lewinsky segir Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, hafa trúað sér fyrir því að hann ætti afar erfitt með að standast konur. Í vitnisburði fyrir rannsóknarkviðdómi í ágúst síðastliðinn hafði Lewinsky eftir Clinton að hann héldi skrá þar sem fram kæmi "hversu lengi hann hefði verið góður". Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 431 orð

Skrifstofan verður á Íslandi

FYRSTI ráðherrafundur Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í bænum Iqaluit á Baffinslandi í Kanada í lok síðustu viku, samþykkti m.a. aðgerðaáætlun um verndun hafsins á norðurskautssvæðinu. Samþykkt var að hrinda áætluninni í framkvæmd sem fyrst. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

Slepptu svörtum blöðrum

AMNESTY International stóð fyrir samstöðufundi á Austurvelli sl. laugardag til þess að mótmæla mannréttindabrotum í Kovosi. Fólk var hvatt til að klæðast svörtu til að sýna stuðning. Þá voru fundarmenn með svartar blöðrur sem sleppt var að fundinum loknum. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Slysagildra tekin af

GAMLA brúin yfir Hnúksá á Jökuldal var fjarlægð á dögunum og settir hólkar í staðinn. Brúin hefur verið slysagildra vegna þess hvað hún var mjó og og lá aðeins á ská í veglínunni, auk þess sem snjór safnaðist á veginn við hana og spillti færð um vetur. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 428 orð

Spilling og mannréttindabrot

FREMSTU skákmenn Breta eru að íhuga að hætta við þátttöku í 33. Ólympíuskákmótinu en það á að fara fram í Kalmykíu, bláfátæku, rússnesku sjálfstjórnarlýðveldi, sem er einkum nefnt í sambandi við spillingu og mannréttindabrot. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Staða rektors auglýst

LISTAHÁSKÓLI Íslands var formlega stofnaður í gær. Ákvað stjórn skólans, sem kom saman til fyrsta fundar síns í gærkvöldi, að auglýsa um næstu helgi stöðu rektors lausa til umsóknar. Pétur Einarsson, sem á sæti í stjórninni, Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 206 orð

Stolið úr ferðatöskum flugfarþega

FERÐATÖSKUR að minnsta kosti fjögurra flugfarþega á leið til Íslands frá Búdapest í Flugleiðavél sl. föstudag voru spenntar upp og stolið var verðmætum úr tveimur þeirra. Ólafur Briem, deildarstjóri þjónustueftirlits Flugleiða, segir að einhverjir tugir slíkra þjófnaða verði á hverju ári, en það sé þó lítið miðað við fjölda farþega og farangurinn sem fluttur er. Meira
22. september 1998 | Erlendar fréttir | 117 orð

Stór brot af sjávarbotni

LEITARMENN fundu um helgina hluta af lendingarbúnaði Swissair- þotunnar, sem fórst undan ströndum Nova Scotia 2. sept. sl., og eru það stærstu brotin sem fundist hafa úr braki vélarinnar til þessa. Bandarískt björgunarskip náði lendingarbúnaðinum upp úr sjónum á sunnudag. Flestir hjólbarðanna voru sprungnir, en loft var þó í nokkrum þeirra. Skipið náði einnig upp broti úr flugvélarbolnum. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 556 orð

Taka verður mið af andlegri líðan

REYKJAVÍKURBORG varð í síðustu viku aðili að Heilsulindarsamtökum Evrópu. Af því tilefni kom hingað til lands forseti samtakanna, dr. med. Christoph Kirschner, sem undirritaði samninginn fyrir hönd Evrópusamtakanna. Dr. Kirschner er fyrrverandi yfirlæknir virtrar heilsulindarstöðvar í Þýskalandi, sem er mikið sótt m.a. af stjórnmálamönnum. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 661 orð

Technopromexport fær frest fram á fimmtudag

FORSVARSMENN Technopromexport, rússneska fyrirtækisins sem sér um að leggja Búrfellslínu 3A, fóru þess á leit við Vinnumálastofnun félagsmálaráðuneytisins í gær að þeir fengju frest fram á fimmtudag til þess að skila afritum af launaseðlum rússneskra starfsmanna fyrirtækisins, en upphaflega var gert ráð fyrir því að þeir skiluðu afritunum í gær. Meira
22. september 1998 | Erlendar fréttir | 181 orð

Tíu handteknir

LÖGREGLAN á Norður-Írlandi handtók í gær sex manns og lögreglan á Írlandi fjóra vegna gruns um aðild að sprengjutilræðinu í Omagh 15. ágúst síðastliðinn þar sem 29 manns fórust og yfir 200 særðust. Meira
22. september 1998 | Erlendar fréttir | 339 orð

Tugir manna falla í flugskeytaárás á Kabúl

TVEIMUR flugskeytum var skotið á Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær en þá var enn verið að leita að lifandi og látnum eftir flugskeytaárás á sunnudag. Talið er, að 65 manns að minnsta kosti hafi farist í fyrri árásinni og um 200 særst. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Tveir í gæslu vegna innbrota

TVEIR menn voru á sunnudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 30 og 45 daga vegna innbrota um helgina og gruns um aðild þeirra að öðrum innbrotun. Mennirnir eru fæddir 1976 og 1978. Brotist var inn á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu um helgina, í íbúðarhús í Breiðholti, Hlíðunum og Seltjarnarnesi. Stolið var myndbandstækjum og ýmsum öðrum verðmætum. Meira
22. september 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Tvær stúlkur keppa í Finnlandi

ÁSHILDUR Hlín Valtýsdóttir og Berglind Hreiðarsdóttir héldu í gærmorgun til Helsinki til að keppa um titilinn Ungfrú Norðurlönd 3. október nk. í Finnlandi. Dagmar Íris Gylfadóttir bar sigur úr býtum í þessari keppni á sl. ári. Alls taka 10 stúlkur þátt í úrslitakeppninni, tvær frá hverju Norðurlandanna. Ísland hefur sigrað fimm sinnum í keppninni. Meira
22. september 1998 | Erlendar fréttir | 62 orð

Öryggistálmi heftir för varnarmálaráðherra

JAPANSKI varnarmálaráðherrann, Fukushiro Nukaga, varð fyrir því óhappi er hann kom á bifreið sinni til fundar við William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær, að öryggisverðir reistu fjarstýrðan tálma, sem stöðvaði för bifreiðarinnar eins og glöggt má sjá á myndinni. Meira
22. september 1998 | Smáfréttir | 85 orð

(fyrirsögn vantar)

FIMM félagar í NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbankans, voru dregnir úr lukkupotti og fá boðsmiða á gamanleikritið Hellisbúinn sem sýnt er í Íslensku Óperunni, en nöfn þeirra sem gerðust námufélagar fyrir 15. ágúst sl. fóru sjálfkrafa í lukkupottinn sem dregið var úr. Meira

Ritstjórnargreinar

22. september 1998 | Staksteinar | 321 orð

»Hvenær fær Keikó frelsi sitt? VIKURITIÐ Vísbending segir: "Allt tal um að há

VIKURITIÐ Vísbending segir: "Allt tal um að háhyrningurinn [Keikó] fái frelsi sitt við komuna hingað virðist eiga við lítil rök að styðjast." Blaðið segir auk þess að vel hafi farið um Keikó í Oregon og spyr: hver var hinn raunverulegi tilgangur með kostnaðarsömum flutningi hans úr einu búri í annað: Heim til ættingja við Ísland! Meira
22. september 1998 | Leiðarar | 671 orð

ÓVISSA OG ÓSTÖÐUGLEIKI

Leiðari ÓVISSA OG ÓSTÖÐUGLEIKI IÐURSTÖÐUR þingkosninganna í Svíþjóð á sunnudag benda til að óstöðugleiki og óvissa muni einkenna sænsk stjórnmál á næsta kjörtímabili. Meira

Menning

22. september 1998 | Leiklist | 708 orð

Að vera manneskja eða skítseiði

Leikgerð eftir Evu Sköld upp úr skáldsögu Astrid Lindgren. Íslensk þýðing: Þorleifur Hauksson. Söngtextar: Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bárður Smárason, Erlingur Gíslason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Grímur Helgi Gíslason, Hafsteinn Pétursson, Hilmir Snær Guðnason, Hjalti Rögnvaldsson, Magnús Ragnarsson, Ólafur Darri Ólafsson, Randver Þorláksson, Meira
22. september 1998 | Menningarlíf | 157 orð

Berlínarhöfundar í heimsókn

FJÓRIR þeirra sex berlínsku rithöfunda sem eiga smásögur í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar eru í heimsókn hér á Íslandi og með í för er forstöðumaður Bókmenntastofnunar Berlínar, dr. Ulrich Janetzky. Meira
22. september 1998 | Fólk í fréttum | 214 orð

Börn á frumsýningu

MARGT var um manninn á frumsýningunni á Dimmalimm í Iðnó á sunnudaginn og hvert sæti setið. Voru þar bæði ungir og aldnir, og var góður rómur gerður að sýningunni. Ásta Arnardóttir, leikstjóri sýningarinnar, segir að salurinn hafi verið sérstaklega góður, og börnin mætt svo prúðbúin og fín að þegar litið var yfir salinn var eins og hann væri þéttsetinn af prinsum og prinsessum. Meira
22. september 1998 | Fólk í fréttum | 502 orð

"Fimmtán aura húmor" Í dag koma út á myndbandi tvær stuttmyndir; "Gas" og "Negli þig næst". Þær eru eftir akureyrska hópinn

FILMUMENN eru tuttugu manns með brennandi áhuga á kvikmyndagerð. Hópurinn myndaðist í Verkmenntaskólanum á Akureyri og kom fyrsta stuttmyndin þeirra út 1992, og hét "Spurning um svar". "Skotinn í skónum" fylgdi á eftir og síðan þær ofannefndu. "Gas" er nýjasta myndin og hana sáu um fjögur þúsund manns í bíó. Myndir Filmumanna hafa verið mjög vinsælar frá upphafi. Meira
22. september 1998 | Fólk í fréttum | 39 orð

Fín á frumsýningu

LEIKARAPARIÐ Elizabeth Hurley og Hugh Grant sjást hér mæta til frumsýningar myndarinnar "Permanent Midnigt", eða Eilíft miðnætti, í New York 15. september síðastliðinn. Elizabeth Hurley leikur aðalhlutverk í myndinni ásamt þeim Ben Stiller og Maria Bello. Meira
22. september 1998 | Tónlist | 557 orð

Fjall flytur heim

Tríó Reykjavíkur lék Tríó op. 1 nr.1 eftir Beethoven og Dumky tríóið op. 90 eftir Dvorák. Sunnudag kl. 17. EINS og Esjan og Keilirinn þessi bjargföstu kennileiti höfuðborgarinnar hefur Tríó Reykjavíkur nú flutt frá Hafnarfirði, þar sem það hefur leikið árum saman, og inn fyrir borgarmörkin, með nýrri tónleikaröð tríósins í ágætum og vel hljómandi sal Fella- og Hólakirkju. Meira
22. september 1998 | Leiklist | 418 orð

Fyrir alla sem höfði geta haldið

Sjónleikur unninn upp úr sögu Muggs. Leikstjóri: Alda Arnardóttir. Leikarar: Harpa Arnardóttir, Ólafur Guðmundsson og Þorsteinn Bachmann. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Flytjendur tónlistar: Guðrún Birgisdóttir, flauta, Peter Máté, píanó. Leikmynd og búningar: Björg Vilhjálmsdóttir. Lýsing: Geir Magnússon og Jóhann Pálmason. Iðnó 20. september Meira
22. september 1998 | Margmiðlun | 660 orð

"Hann mun vel fyrir sjá"

MAGNÚS Björnsson heldur úti vefsíðunni Gleðitíðindunum á slóðinni http://www.exodus.com/ og fékk Son-verðlaunin fyrir skemmstu fyrir vefinn, útlit hans og innihald. Hann segir að vefurinn hafi verið um tvö ár í smíðum og fyrst farið á netið í apríl árið 1995. Magnús segist hafa góðan tíma til að vinna að honum og lagfæra, "ég er 72 ára, þá hefur maður tíma", segir hann. Meira
22. september 1998 | Fólk í fréttum | 44 orð

Ítölsk hönnun á Lewinsky

SÝNINGARSTÚLKA í líflegum kjól ítalska hönnuðarins Gattinoni á galatískusýningu í Moskvu á árlegri rússneskri tískuviku í fyrrahaust. Monica Lewinsky, sem átti vingott við Bill Clinton forseta Bandaríkjanna, hefur fallist á að koma fram á tískusýningu Gattinonis í Milanó í október. Meira
22. september 1998 | Fólk í fréttum | 161 orð

Klúbburinn opnaður með stæl

UM SÍÐUSTU helgi var opnaður nýr staður, Klúbburinn, á efri hæð gamla Ingólfskaffis, sem nú heyrir sögunni til. "Gamla Ingólfskaffi er dáið og búið og við erum að opna alveg nýjan stað," segir Guðmundur Guðmundsson skemmtanastjóri og plötusnúður. Mikið var um dýrðir á opnunarkvöldinu og margt um manninn eins og nærri má geta. Meira
22. september 1998 | Fólk í fréttum | 190 orð

Kokkurinn Chan Herra Góður (Mr. Nice Guy)

Framleiðendur: Leonard Ho. Leikstjóri: Sammo Hung. Handritshöfundar: Fibe Ma, Edward Tang. Kvikmyndataka: Raymond Lam. Tónlist: Peter Kam, J. Peter Robinson. Aðalhlutverk: Jackie Chan, Richard Norton, Miki Lee, Karen McLymont, Barry Otto. 87 mín. Bandaríkin. Myndform 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
22. september 1998 | Tónlist | 638 orð

Listamaður

Finnur Bjarnason og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Robert Schumann við kvæði eftir Kerner og Heine. Laugardaginn 19. september. NOKKRU eftir seinni heimsstyrjöldina kom Dietrich Fischer-Dieskau til Íslands á vegum Tónlistarfélagsins og hélt hér ljóðatónleika. Meira
22. september 1998 | Fólk í fréttum | 210 orð

Lífið fallegt í Toronto

KVIKMYND ítalska leikstjórans Roberto Benigni "Lífið er fallegt" var valin vinsælasta myndin á Kvikmyndahátíðinni í Toronto sem lauk á laugardag. Er það gamanmynd sem gerist í útrýmingarbúðum gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Meira
22. september 1998 | Skólar/Menntun | 225 orð

Námskeið fyrir karlmenn

KARLMENNSKAN heitir námskeið sem haldið verður nokkrum sinnum í vetur á vegum Leikmannaskóla kirkjunnar. Námskeiðið er einungis ætlað körlum enda verður þar fjallað um styrk karlmannsins og veikleika, tilfinningar og tjáningu, trú og efa. Námskeiðið verður haldið bæði á Akureyri og í Reykjavík. Meira
22. september 1998 | Menningarlíf | 210 orð

Nýjar bækur NIÐJATAL Krossaættar í Eyjafi

NIÐJATAL Krossaættar í Eyjafirði er kennt við bæinn Krossa í Árskógshreppi í Eyjafirði. Höfundurinn, Björn Pétursson, rekur sögu ættarinnar frá Þóru Jónsdóttur frá Krossum (1780­ 1862) og Gunnlaugi Þorvaldssyni frá Ingvörum í Svarfaðardal (1772­1831). Þau voru lengst af búendur á Hellu, sem er næsti bær við Krossa. Meira
22. september 1998 | Fólk í fréttum | 691 orð

Nýtt skákfélag hefur leikinn Skákmót á veitingastöðum teljast til tíðinda enda ekki á hverjum degi sem skákin færist úr

Á FÖSTUDAGINN var haldið hraðskákmót á skemmtistaðnum Grand Rokk í Reykjavík. Ekki er óvanalegt að sjá menn sitja þar í þungum þönkum yfir skákum dags daglega en heldur meiri tíðindi að flestir helstu stórmeistarar landsins séu mættir til leiks. Hrafn Jökulsson, forseti Skákfélags Grand Rokks, var tekinn tali og spurður um tilurð mótsins. Meira
22. september 1998 | Menningarlíf | 78 orð

Próftónleikar

DILJÁ Sigursveinsdóttir sópransöngkona og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari halda einsöngstónleika þriðjudagskvöldið 22. september kl. 20.30. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfararprófs Diljár frá Söngskólanum í Reykjavík og verða haldnir í Tónleikasal skólans, Smára, Veghúsastíg 7. Meira
22. september 1998 | Menningarlíf | 521 orð

Stofnun Listaháskóla Íslands orðin að veruleika

STOFNUN Listaháskóla Íslands var formlega staðfest ásamt skipulagsskrá fyrir skólann á fundi undirbúningstjórnar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í gær. Í lok fundar undirrituðu stjórnarmenn skipulagsskrána og menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, staðfesti hana. "Þar með er þessum áfanga náð. Allt vinnst þetta með tímanum," sagði hann að svo búnu. Meira
22. september 1998 | Fólk í fréttum | 532 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir

Hope Floats Þekkilegt fjölskyldudrama og átakamikið á stundum. Gena Rowlands stelur senunni. Töfrasverðið Warner-teiknimynd sem nær ekki gæðum né ævintýrablæ Disneymynda. Lethal Weapon 4 Gaman, gaman, hjá Gibson og Glover og áhorfendur skemmta sér með. Meira
22. september 1998 | Skólar/Menntun | 384 orð

Trúin fái að fullorðnast

FJÖLMÖRG ný námskeið verða í boði í vetur hjá Leikmannaskóla kirkjunnar. Námskeiðin eru opin fólki í öllum trúfélögum en grundvöllur skólans og hugmyndafræði byggist þó á kristinni trú, að sögn sr. Arnar Bárðar Jónssonar, fræðslustjóra Þjóðkirkjunnar og formanns stjórnar skólans. "Öll námskeiðin hafa tilvísun í kristna trú og ritninguna," segir hann ennfremur. Meira
22. september 1998 | Skólar/Menntun | 816 orð

Tölvur til að örva sköpunargáfu barnanna Börnin verði fær um að nota tölvuna á skapandi hátt í leik og starfi. Systkini eru

Börnin verði fær um að nota tölvuna á skapandi hátt í leik og starfi. Systkini eru sáttari við að skiptast á við tölvuna "ÞETTA eru einir af fyrstu leikskólunum sem fara af stað með skipulagða tölvukennslu," segja þær Ásdís Þorsteinsdóttir og Anna Stefánsdóttir, Meira
22. september 1998 | Menningarlíf | 1158 orð

Uppbrot í Berlín

VIÐ MUNUM aldrei vita það. Það er mátulegt á okkur. Nú verðum við að lifa með því, í þessum alheimi hins ólifða. Og fyrir einstaklinginn, aðeins fyrir hann, verður fortíðin að risavöxnu rými og framtíðin verður æ minni, framtíðin sem þó er að hefjast! Að hefjast og ljúka í þessu meðvitundarlausa brambolti, Meira

Umræðan

22. september 1998 | Bréf til blaðsins | 592 orð

Dularfullt íslenskt málverk

FRÓÐLEG grein birtit í Lesbók Mbl. eftir Júlíönu Gottskálksdóttur (12.9.98). Þar segir hún frá geometrískri afstraktlist á Íslandi um miðja þessa öld. Ég saknaði þess að hún skyldi ekki minnast á afstraktmyndir Finns Jónssonar frá 1924­25, en hér segir frá slíku verki íslensku, einnig máluðu fyrir 1930. Meira
22. september 1998 | Aðsent efni | 849 orð

Karfastofnar við Ísland

Á UNDANFÖRNUM dögum og vikum hefur því verið haldið fram opinberlega að karfastofninn sé að hrynja vegna stjórnlausra veiða útlendinga og afskiptaleysis stjórnvalda og til að kóróna vitleysuna skrái íslenskir skipstjórnarmenn karfaaflann ranglega til tegunda. Vegna þessa telur Hafrannsóknastofnunin að eftirfarandi skýringa sé þörf. Meira
22. september 1998 | Aðsent efni | 1265 orð

Neytendarétt verður að virða Óeðlileg tengsl, segir Jóhannes Gunnarsson, verða á milli hagsmunaaðila og eftirlitsaðila.

DRÖG heilbrigðisráðherra að frumvarpi til laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði hafa vakið mikil viðbrögð. Allir sem hugleitt hafa þetta mál gera sér grein fyrir að hér er um mjög mikilvægt mál að ræða og fjölmörg álitaefni sem þarf að taka afstöðu til. Meira

Minningargreinar

22. september 1998 | Minningargreinar | 376 orð

Gréta Líndal

Nú er lokið átta ára veikindum. Þetta er búið að vera þér langur tími. Í byrjun hefðu fáir séð svona mörg ár, en þú varst svo sterk, svo ákveðin í að þjálfa þig upp til að geta verið heima. Árin liðu og þú vannst þig alltaf út úr mótlætinu, vildir komast heim á Sunnuveginn til afa, sem dekraði við þig á alla lund. Síðastliðið vor var þrekið búið. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 442 orð

Gréta Líndal

Sumarið 1974, verzlunarmannahelgi og það er komið að hinni árlegu ferð fjölskyldnanna upp á Arnarvatnsheiði, nánar tiltekið að Arnarvatni hinu stóra. Við erum allmörg í för, tveir jeppar troðfullir af fólki, ungu sem öldnu. Í öðrum bílnum eru foreldrar mínir, ég sjálf og að sjálfsögðu Gréta Líndal og Guðmundur Árnason. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 216 orð

GRÉTA LÍNDAL

GRÉTA LÍNDAL Gréta Líndal fæddist 6. ágúst 1914 á Akureyri. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði hinn 13. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Líndal, bæjarfógeti á Akureyri, sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu, alþingismaður og bóndi á Svalbarði á Svalbarðsströnd, f. 5. 6. 1876, d. 14.12. 1931, og Bertha Hansen Líndal, f. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 549 orð

Magnús Þorsteinsson

Elsku pabbi minn. Mig langar að kveðja þig og um leið rifja upp ýmsar minningar úr uppvexti mínum á Akranesi og síðan í Reykjavík. Þú varst alltaf kletturinn, bjargið sem hægt var að treysta á, sjálfstæður og ljúfur og aldrei var skortur á heimilinu, hvorki á mat, ást, húsaskjóli, né öðru sem prýðir gott heimili. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 130 orð

Magnús Þorsteinsson

í dag kveðjum við kæran vin og starfsfélaga til margra ára, Magnús Þorsteinsson, bifreiðastjóra hjá Sementsverksmiðjunni hf. Betri starfsfélaga var ekki hægt að hugsa sér, skapgóður, glettinn, mátulega stríðinn, föðurlegur þegar við átti og greiðvikinn með afbrigðum. Kynslóðabil var ekki til í hans orðabók og voru yngri starfsmenn í góðum höndum þegar þurfti að þjálfa þá á bíl. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 575 orð

Magnús Þorsteinsson

Mig langar í nokkrum orðum að minnast föður míns, sem lést hinn 11. þessa mánaðar. Aðdragandinn var ekki langur eftir að í ljós kom að sjúkdómur, sem hann fékk fyrir tveimur árum, hafði tekið sig upp að nýju. Það er erfitt að sætta sig við fráfall hans aðeins tæpum tveimur árum eftir að móðir mín dó. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 312 orð

MAGNÚS ÞORSTEINSSON

MAGNÚS ÞORSTEINSSON Magnús Þorsteinsson fæddist á bænum Gröf í Lundarreykjadal 23. maí 1924. Hann lést á heimili sínu, Jörfabakka 12, Reykjavík, föstudaginn 11. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Jónsdóttir, húsmóðir, f. 2.4. 1890 á Litlu-Drageyri í Skorradal, d. 25.6. 1966, og Þorsteinn Magnússon, bifreiðastjóri, f. 29.11. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 537 orð

Óskar Georg Jónsson

Elsku Óskar. Nú er kall þitt komið, þú ert farinn frá okkur en kominn til Guðs. Þér líður vel núna og finnst okkur það gott að vita. Mig langar að skrifa þér nokkrar línur frá mér og mínum systkinum. Við vissum að þessi dagur rynni upp því þú varst búinn að vera svo veikur, en þegar föstudagurinn 10. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 105 orð

ÓSKAR GEORG JÓNSSON

ÓSKAR GEORG JÓNSSON Óskar Georg Jónsson var fæddur á Skarði, Skarðsströnd, Dalabyggð, 31. október 1915. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 12. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólína Sesselja Kristjana Ívarsdóttir, f. 29.6. 1866, d. 9.1. 1917 og Jón Hannesson, vinnumaður á Skarði, f. 1.2. 1876, d. 20.10. 1933. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 835 orð

Sigríður Fanney Jónsdóttir

Það er með miklum söknuði og ekki síður þakklæti sem ég kveð ömmu mína, Sigríði Fanneyju Jónsdóttur, eða ömmu Fanneyju eins og við barnabörnin hennar kölluðum hana. Hún var einstök kona og góð amma. Hún var aldamótabarn, fædd fyrir aldamótin síðustu, og lifði því ótrúlegar samfélagslegar breytingar. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 33 orð

SIGRÍÐUR FANNEY JÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR FANNEY JÓNSDÓTTIR Sigríður Fanney Jónsdóttir fæddist á Strönd á Völlum 8. febrúar 1894. Hún lést á hjúkrunardeild heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum 14. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaðakirkju 19. september. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 153 orð

Sverrir Einarsson

­ Í dauða hjá einstöku áfangastað á öræfum tímans vor sál stendur við. (Einar Ben.) Erfitt er að sætta sig við ótímabært fráfall vinar míns Sverris Einarssonar, héraðsdómara, sem í dag er borinn til grafar á 62. afmælisdegi sínum. Kynni okkar eru orðin löng allt frá fyrstu árum í menntaskóla og hafa þau styrkst með árunum. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 567 orð

Sverrir Einarsson

Sverrir Einarsson, góður vinur og starfsfélagi til margra ára, er fallinn frá eftir erfiða sjúkdómslegu í nokkra mánuði. Þegar ég heimsótti hann á sjúkrahúsi á liðnu sumri ræddi hann af áhuga um störf okkar að dómsmálum, starfsvettvang sinn og þau mál, sem þar kynnu að bíða hans. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 643 orð

Sverrir Einarsson

Lífið er vissulega undarlegt ferðalag og margbreytilegt í öllum myndum sínum. Aldrei hafði ég leitt hugann að því og raunar talið heldur ósennilegt, að í minn hlut kæmi að skrifa nokkur kveðjuorð til Sverris frænda míns að honum gengnum. En sú hefur samt orðið raunin, því miður. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 286 orð

Sverrir Einarsson

Elsku Sverrir. Mig langar til að skrifa til þín nokkur orð í kveðjuskyni. Það dimmdi yfir strax í vor þegar veikindi þín komu í ljós og erfiðast var að geta lítið sem ekkert gert til að gera þér lífið bærilegra. Það er ekki lítið sem á suma menn er lagt en líf þitt var ekki alltaf dans á rósum. Þú varst ekki allra en við nánari kynni kynntist ég þeim góða manni sem þú varst. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 75 orð

Sverrir Einarsson

Elsku afi. Mamma og pabbi sögðu mér að þú værir dáinn og farinn til guðs og englanna. Alltaf þegar ég var hjá þér í Reykjavík fórum við tveir saman með strætó niður í bæ og fengum okkur ís. Það fannst mér alltaf svo ofsalega gaman og líka allir bíltúrarnir sem við fórum í saman. Elsku afi, ég þakka þér fyrir þessar fáu en góðu stundir sem við áttum saman. Hvíl í friði. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 414 orð

Sverrir Einarsson

Sverrir Einarsson er fallinn frá um aldur fram. Hann var um langt skeið dómari í Sakadómi Reykjavíkur en varð dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómstóllinn tók til starfa um mitt ár 1992. Ég kynntist honum fyrst að nokkru marki þegar við urðum samstarfsmenn í þeim dómstóli. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 265 orð

SVERRIR EINARSSON

SVERRIR EINARSSON Sverrir Einarsson fæddist í Reykjavík 22. september 1936. Hann lést á heimili sínu, Úthlíð 5 í Reykjavík, 16. september síðastliðinn eftir stutta sjúkdómslegu. Hann var einkabarn hjónanna Einars Bjarnasonar, rafvirkjameistara, f. 6.9. 1904, d. 23.10. 1976, og Vilborgar Sverrisdóttur, húsfreyju, f. 5.3. 1912, d. 13. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 545 orð

Þorsteinn Magnússon

Elsku pabbi. Mig langar að skrifa nokkrar línur til þín í kveðjuskyni. Það er svo stutt síðan við sátum saman á Jörfabakkanum og spjölluðum saman og þrátt fyrir að þú hafir átt við veikindi að stríða bjóst ég nú ekki við því að þú færir svona fljótt. En nú ert þú farinn og eftir sitja minningarnar um þig og mömmu. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 139 orð

Örn Víðir Sverrisson

Elsku fallegi bróðir minn. Stórt skarð er nú komið í okkar stóra systkinahóp. Þú sem varst svo fallegur og góður, mikið á ég eftir að sakna þín og fallega brossins þíns. Góður guð gefi okkur styrk til að sætta okkur við missinn, guð gefi börnunum, sem þú elskaðir svo heitt, styrk, sem og mömmu og pabba. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 206 orð

Örn Víðir Sverrisson

Fugl þokast nær næstum vorlegur að vetri viðbúinn sumri með glit í vængjum Flýgur hátt í frelsi stundar að ónefndum degi loftmynd á vetrarvegi (Ágústína Jónsdóttir.) Elsku Öddi ­ Örn Víðir ­ örninn sem er floginn út í óravíddir alheimsins. Óþreyjufullur, fróðleiksfús, lífsþyrstur með augun svo falleg og skörp. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 137 orð

Örn Víðir Sverrisson

Hann Öddi skólabróðir okkar úr Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga er látinn. Hann lést í bifreiðaslysi mánudaginn 14. sept. sl. Það fyrsta sem kom upp í hugann er við fréttum af þessu hörmulega slysi, hvers vegna hann, þessi elskulegi maður í blóma lífsins? E.t.v. er það rétt sem sagt er: "Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 175 orð

Örn Víðir Sverrisson

Þegar einn vinur minn og leikfélagi hringdi í mig í vinnuna rétt fyrir klukkan fjögur hvarflaði ekki að mér að hann væri með slæmar fréttir en raunin var önnur, hann var að segja mér að einn úr hópnum okkar úr Leiklistarskóla BÍL, hann Örn, hefði látist í bílslysi þá um morguninn. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 130 orð

Örn Víðir Sverrisson

Vinur okkar og félagi, Örn Sverrisson, er látinn. Sár harmur er kveðinn að öllu áhugleikhúsfólki á Íslandi sem til hans þekktu. Örn var nemandi í Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga tvö fyrstu starfsárin og átti hann sinn þátt í því að móta hið ljúfa og skapandi andrúmsloft og þá innilegu samkennd milli nemenda og kennara sem er aðalsmerki skólans okkar í dag. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 216 orð

Örn Víðir Sverrisson

Mig langar í örfáum orðum að minnast þín, elsku Öddi minn. Þú varst einstakur og yndislegur drengur, fullur af lífsþrótti. Mér finnst hálfdapurlegt að sitja hér og skrifa þessar línur, ég hélt að við ættum fleiri ár eftir saman en svona er lífið, elsku Öddi minn. Ég man daginn sem þú fæddist eins og það hafi verið í gær. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 118 orð

Örn Víðir Sverrisson

Mig langar, elsku Öddi minn, að þakka þér fyrir samfylgdina og þakka þér fyrir hve yndislegur bróðir þú varst okkur öllum systkinum þínum, hve góður þú varst við mömmu og pabba og litlu augasteinana þína, þau Atla Heimi, Ingólf og Söru. Missir þeirra og okkar allra er svo mikill. Ég bið góðan guð að gefa okkur öllum styrk til að takast á við þennan mikla missi og þessa djúpu sorg. Meira
22. september 1998 | Minningargreinar | 228 orð

ÖRN VÍÐIR SVERRISSON

ÖRN VÍÐIR SVERRISSON Örn Víðir Sverrisson fæddist 29. ágúst 1965 í Tungu á Dalvík. Hann lést af slysförum 14. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Erna Hallgrímsdóttir, verkakona, f. 1933 og Sverrir Sigurðsson, múrari á Dalvík, f. 1928. Systkini Arnar eru: 1) Halla Kristín, f. 1953. 2) Emilía Kolbrún, f. 1955. 3) Hrafnhildur Hafdís, f. 1956. Meira

Viðskipti

22. september 1998 | Viðskiptafréttir | 384 orð

1.100 milljóna aukning fyrstu 6 mánuði ársins

GJALDEYRISTEKJUR af erlendum ferðamönnum hingað til lands á fyrstu sex mánuðum ársins jukust um 1.100 milljónir króna eða um 12,9% frá því á sama tíma í fyrra samkvæmt nýjum upplýsingum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisskil. Meira
22. september 1998 | Viðskiptafréttir | 93 orð

Álfaborg kaupir ÓM

BYGGINGAVÖRUVERSLUNIN Álfaborg hefur tekið yfir rekstur ÓM-búðarinnar á Grensásvegi. Össur Stefánsson, framkvæmdastjóri Álfaborgar, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækin hefðu átt í farsælu samstarfi um nokkura ára skeið og með sameiningunni nú væri hægt að tryggja aukið hagræði í rekstrinum: "Álfaborg hefur aðallega lagt áherslu á sölu flísa á meðan ÓM (Ódýri markaðurinn) hefur sérhæft Meira
22. september 1998 | Viðskiptafréttir | 164 orð

BA boðar myndun heimsbandalags

BREZKA flugfélagið British Airways Plc boðaði í gær stofnun hnattræns bandalags fimm flugfélaga undir vörumerkinu oneworld til að keppa við svokallað Star bandalag, sem United Airlines og fleiri flugfélög hafa komið á fót. Meira
22. september 1998 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Evrópsk bréf ná sér eftir áfall

EVRÓPSK hlutabréf féllu í verði í gær, en staðan lagaðist fyrir lokun þegar bandarísk hlutabréf náðu sér aftur á strik. Verðfall hófst vegna þess að verð japanskra hlutabréfa hafði ekki verið lægra í 12 ár í fyrrinótt, þar sem samkomulag um björgun japanskra banka virðist í hættu. Meira
22. september 1998 | Viðskiptafréttir | 65 orð

GM og Suzuki í bandalag

GENERAL Motors bílafyrirtækið og Suzuki, helzti framleiðandi smábíla í Japan, hafa myndað með sér bandalag, sem er liður í þeirri stefnu bandaríska fyrirtækisins að auka framboð á ódýrum bílum á nýjum mörkuðum. GM verður helzti hluthafi Suzuki Motor Corp. og eykur hlut sinn í 10% úr 3,3% með því að kaupa ný hlutabréf að andvirði 42,27 milljarða jena. Meira
22. september 1998 | Viðskiptafréttir | 353 orð

Hluti fjárins fluttur á brott úr héraði

ALMENN sauðfjárslátrun verður ekki hjá Slátursamlagi Skagfirðinga hf. á Sauðárkróki í haust. Bændurnir sem þar var slátrað fyrir leggja nú inn í sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga eða flytja fé sitt úr héraði, meðal annars á Blönduós, Hvammstanga og til Sláturfélags Suðurlands. Slátursamlagið á í fjárhagslegum erfiðleikum en framtíð þess er enn óráðin. Meira
22. september 1998 | Viðskiptafréttir | 241 orð

Lockheed semur um kaup á Comsat

LOCKHEED Martin Corp. hefur samþykkt að kaupa Comsat Corp. í tveimur áföngum með samningi upp á 2,7 milljarða dollara, sem mun krefjast lagasetningar áður en hægt verður að ganga að fullu frá samningnum. Meira
22. september 1998 | Viðskiptafréttir | 462 orð

Netverk semur við Telia-Mobitel

SÆNSKA símafélagið Telia-Mobitel hefur hafið markaðssetningu nýrrar þjónustu sem byggist á íslenska hugbúnaðinum MarStar frá Netverki hf. og mun m.a. kynna hann á kaupskipasýningu sem haldin verður í Hamborg á næstunni. Með þjónustunni gerir Telia skipum mögulegt að tengjast við tölvukerfi í landi í gegnum Inmarsat-C- eða Inmarsat A/B/M-gervihnattakerfin. Netverk hf. Meira
22. september 1998 | Viðskiptafréttir | 217 orð

Verðbréfaþing Íslands flytur í nýtt húsnæði

VERÐBRÉFAÞING Íslands hefur flutt í nýtt húsnæði á Engjateig 3 í Reykjavík en frá stofnun þingsins árið 1985 hefur starfsemi þess ávallt verið í húsakynnum Seðlabanka Íslands. Að sögn Stefáns Halldórssonar, framkvæmdastjóra VÞÍ, hefur verið stefnt að því um nokkurt skeið að koma starfseminni í eigið húsnæði til að gefa með skýrari hætti til kynna að þingið er ekki hluti af hinu opinbera. Meira

Daglegt líf

22. september 1998 | Neytendur | 438 orð

Eggjaskurnin sterkari og engin blóðegg

NÝLEGA var farið að selja vistvæn egg í KEA-verslunum á Akureyri og í Reykjavík en þau koma frá búinu Gerði. Það eru bræðurnir Haukur og Jóhannes Halldórssynir sem eru saman með þessa tilraunaframleiðslu. "Við höfum í auknum mæli verið að fá fyrirspurnir frá neytendum um egg frá hænum sem ekki eru í búrum og ákváðum því í tilraunaskyni að vera með um þúsund hænur í vistvænu umhverfi. Meira
22. september 1998 | Neytendur | 55 orð

Hársnyrtistofan Elíta

MARGRÉT Jónsdóttir og Þórunn Helga Guðbjörnsdóttir hárgreiðslumeistarar hafa opnað hársnyrtistofu í hjarta Smárans í Quelle húsinu við Dalveg 2, Kópavogi. Á sama stað hafa einnig opnað Fótaaðgerðarstofa Ellu Siggu og Chakra, nudd og heilunarstofa. Meira
22. september 1998 | Neytendur | 900 orð

Nýkaupsverslanir endurskipulagðar frá grunni PÍTSUR bakaðar á staðnum, hægt að velja ýmsar sælkera te- og kaffitegundir á

"VIÐ höfum verið að vinna að breytingum á Nýkaupsverslununum með aðstoð sérfræðinga frá arkitektastofu Charles Sparks Company í Bandaríkjunum en þeir sérhæfa sig í hönnun matvöruverslana," segir Finnur. Meira

Fastir þættir

22. september 1998 | Í dag | 29 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 22. september, verður sextug Edna Sólbrún Falkvard, Seljabraut 74, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti, laugardaginn 26. september kl. 19. Meira
22. september 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. júlí í Eyrarbakkakirkju af sr. Kristni A. Friðfinnssyni Bryndís Guðmundsdóttir og Ægir Guðmundsson. Heimili þeirra er að Smáratúni 8, Selfossi. Meira
22. september 1998 | Fastir þættir | 830 orð

Eigendaskipti á grunnskráðu hrossi ber að tilkynna

ÞAÐ er fátt verra fyrir hestamenn en að týna hestinum sínum og finna hann aldrei aftur. Þeir sem lenda í því segjast margir frekar vilja finna hann dauðan en frétta aldrei um afdrif hans. Sumir hætta aldrei að leita og velta fyrir sér hvort hestinum hafi verið stolið, hvort honum hafi verið slátrað eða hann seldur úr landi. Meira
22. september 1998 | Fastir þættir | 676 orð

Heimsmet í skeiði og Íslendingarnir í ham

NÚ Í fyrsta sinn fer hestur á skeiðmeistaramóti undir gildandi heimsmetstíma og voru þar að verki Karly Zingsheim og Fákur frá Holti sem runnu 150 metrana á 13,7 sekúndum. Angantýr Þórðarson sigraði í 250 metra skeiðmeistarakeppninni en Hinrik Bragason, sem keppir í fyrsta skipti eftir að hann lauk keppnisbanni, sigraði í 150 metra skeiðmeistarakeppninni. Meira
22. september 1998 | Dagbók | 670 orð

Í dag er þriðjudagur 22. september 265. dagur ársins 1998. Máritíusmesa. Orð da

Í dag er þriðjudagur 22. september 265. dagur ársins 1998. Máritíusmesa. Orð dagsins: Margir munu koma í mínu nafni og segja: "Ég er Kristur!" og marga munu þeir leiða í villu. (Matteus 24, 5. Meira
22. september 1998 | Fastir þættir | 300 orð

Safnaðarstarf Septembertónleikar Selfosskirkju

TÓNLEIKARÖÐ Selfosskirkju heldur áfram í dag, þriðjudaginn 22. september, kl. 20.30. Miklós Dalmai píanóleikari, búsettur á Flúðum, kemur fram á tónleikunum ásamt Ármanni Helgasyni klarinettuleikara. Á efnisskrá þeirra eru verk eftir R. Schumann, C. Debussy, L. Bernstein og L. Weiner. Ármann Helgason hefur framhaldsmenntun sína frá Englandi og Frakklandi. Hann hefur m.a. Meira
22. september 1998 | Í dag | 400 orð

Slæmt slátur

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Ég hef alltaf tekið slátur en er nú hætt því. Það er vegna þess að það er búið að eyðileggja vambirnar. Þessir pokar sem verið er að selja eru alveg ónothæfir. Ég keypti mér slátur í svona poka fyrir nokkru og það er ekki hægt að ná slátrinu úr þeim án þess að það verði að mauki. Meira
22. september 1998 | Í dag | 322 orð

Sveit Marvins varð bikarmeistari á sunnudaginn me

Sveit Marvins varð bikarmeistari á sunnudaginn með því að leggja sveit Ármannsfells að velli í jöfnum og spennandi úrslitaleik. Spilaðar voru fjórar 16 spila lotur, samtals 64 spil. Ármannsfellingar unnu tvær fyrstu loturnar og náðu 35 IMPa forskoti, en í þriðju lotunni unnu liðsmenn Marvins 30 IMPa til baka, svo aðeins munaði 5 IMPum á sveitunum þegar lagt var upp í síðustu 16 spila lotuna. Meira
22. september 1998 | Fastir þættir | 221 orð

Sölumiðstöð fyrir hross á Melgerðismelum

SÖLUMIÐSTÖÐ fyrir hross hóf starfsemi sína á Melgerðismelum í Eyjafirði í byrjun mánaðarins. Það er Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga sem reka sölumiðstöðina og er fyrirhugað að starfrækja hana í það minnsta til loka október að þessu sinni. Meira
22. september 1998 | Fastir þættir | 806 orð

Um Háskólann og ríkið "Ef ríkið breytir ekki afstöðu sinni hlýtur fyrr eða síðar að koma að því að Háskólinn verði að hækka

Ársskýrsla Háskóla Íslands er nú komin út í þriðja sinn. Í henni er að finna yfirlit um hið fjölbreytta starf skólans á síðasta ári og rekstur hans. Við lesturinn er ýmislegt sem vekur athygli. Fyrst ber að nefna að starfsemi skólans hefur aukist mjög mikið á flestum sviðum síðustu ár. Meira
22. september 1998 | Í dag | 494 orð

VÍKVERJA hefur borizt svohljóðandi bréf frá Sverri Jónssyni, Fornastekk 7:

VÍKVERJA hefur borizt svohljóðandi bréf frá Sverri Jónssyni, Fornastekk 7: "Góðan daginn Víkverji/Víkverjar. Einhvern veginn finnst mér að þið séuð a.m.k. tveir ef ekki fleiri sem skrifið þessa dálka. Meira
22. september 1998 | Í dag | 26 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 2.343 til styrktar Rauða

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 2.343 til styrktar Rauða kross Íslands. Þær heita Hanna Valgerður Þórðardóttir, Anna Sigríður Þórðardóttir, Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir og Röskva Vigfúsdóttir. Meira
22. september 1998 | Í dag | 25 orð

Þór Gísla ljósmyndari, Akureyri. Gefin voru saman 27. júní í A

Þór Gísla ljósmyndari, Akureyri. Gefin voru saman 27. júní í Akureyrarkirkju af sr. Svavari A. Jónssyni Erla Sigurðardóttir og Adam Chapman. Heimili þeirra er Kingaroy, Ástralíu. Meira

Íþróttir

22. september 1998 | Íþróttir | 78 orð

1:0 Á 6. mínútu vinnur Þórarinn Kristjánsson knöttinn rétt innan við mið

1:0 Á 6. mínútu vinnur Þórarinn Kristjánsson knöttinn rétt innan við miðju á vallarhelmingi KR og er fljótur að átta sig, sendir rakleitt inn fyrir flata vörn KR vinstra megin vallarins þar sem félagi hans Róbert Sigurðsson tekur á rás upp kantinn með boltann án þess að varnarmenn KR fái rönd við reist. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 164 orð

1:0 Fyrsta markið kom á 10. mínútu. Alexander Högnason átti þá laglega stungu

1:0 Fyrsta markið kom á 10. mínútu. Alexander Högnason átti þá laglega stungusendingu inn fyrir flata vörn Þróttar á Dean Martin sem átti ekki í vandræðum með að skora í hægra hornið. Martin virtist vera vel fyrir innan vörnina þegar sendingin kom, en aðstoðardómarinn veifaði ekki og því var markið dæmt gott og gilt. 2:0 Seinna mark Skagamanna kom á 26. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 68 orð

1:0 Steinar Guðgeirsson náði boltanum á miðsvæðinu og sendi út á Kristin Lá

1:0 Steinar Guðgeirsson náði boltanum á miðsvæðinu og sendi út á Kristin Lárusson á vinstri kantinum. Hann gaf fyrir markið á fjærstöng þar sem Ívar Bjarklind skallaði á Ívar Ingimundarson sem skoraði af öryggi. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 230 orð

Arnar bestur

Arnar Gunnlaugsson hefur slegið í gegn með Bolton í 1. deild á Englandi á tímabilinu, verið mjög ógnandi í sóknarleiknum og skorað grimmt en hann gerði tvö mörk um helgina. "Arnar Gunnlaugsson er besti leikmaður þessarar deildar," sagði Trevor Francis, knattspyrnustjóri Birmingham, Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 638 orð

Arsenal með meistaratakta gegn Man. United

MEISTARARNIR í Arsenal sýndu Manchester United í tvo heimana á heimavelli sínum, Highbury, á sunnudag og sigruðu 3:0. Arsenal var miklu sterkari aðilinn í leiknum og Alex Ferguson, framkvæmdastjóri United, gat ekki annað en hælt frammistöðu meistaranna. "Þeir voru miklu betri en við og áttu skilið að sigra. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með mína menn," sagði hann. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 487 orð

Atli Eðvaldsson, þjálfari KR Verðugt verkefni framundan

Við vissum vel að þeir myndu berjast, það kom ekki á óvart," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, að leikslokum í Keflavík. "Í seinni hálfleik lékum við með vindinn í bakið og áttum nokkur færi, en gekk ekki að skora. Það góða við þennan dag er að þrátt fyrir tapið erum við komnir í Evrópukeppni á næsta ári, sæti okkar er tryggt í ljósi úrslita í öðrum leikjum umferðarinnar. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 333 orð

Árni Gautur lék vel með Rosenborg

Árni Gautur Arason lék sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Árni var mjög öruggur og varði meðal annars glæsilega frá einum leikmanna Kongsvinger úr dauðafæri. Rosenborg vann auðveldan sigur, 4:0, á Kongsvinger og komst þar með í efsta sæti norsku deildarinnar því Molde tapaði á sama tíma fyrir Vålerengen, 3-1. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 395 orð

Bayern heldur sínu striki

BAYERN München heldur sínu striki í þýsku 1. deildinni og vann á sunnudaginn 5:3 sigur á Hamburger SV á sama tíma og meistarar Kaiserslautern náðu aðeins jafntefli í viðureign sinni við Nürnberg. Bayer Leverkusen er hins vegar að sækja í sig veðrið og vann 3:1 sigur á Borussia Dortmund sem á í mestu erfiðleikum nú í upphafi leiktíðarinnar. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 122 orð

Besti tími sögunnar í Berlín

BRASILÍUMAÐURINN Ronaldo da Costa náði besta tíma sögunnar í maraþonhlaupi á sunnudag er hann keppti í Berlínarmaraþoninu. Hann hljóp 42 km á 2:06.05 klst. og bætti þannig met Belayneh Dinsamo frá Eþíópíu, 2:06.50 klst., sem hann setti í Rotterdam fyrir tíu árum. Da Costa var aðeins að hlaupa maraþon í annað sinn á ævinni og var meira en mínútu á undan Kiprono Josephat frá Kenýa. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 390 orð

Blikar blésu á allar spár

ÞRÁTT fyrir að flestar spár væru í þá átt að KR-stúlkur sigruðu í bikarúrslitaleik KSÍ á Laugardalsvelli á laugardaginn voru Blikastúlkur ekki á þeim buxunum að láta það ganga eftir baráttulaust og uppskáru með baráttu 3:2 sigur. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 119 orð

Breiðablik - KR3:2

Laugardalsvöllur, Bikarkeppni KSÍ - úrslitaleikur kvenna, laugardaginn 19. september 1998. Mörk Breiðabliks: Sigríður Þorláksdóttir (27.), Erla Hendriksdóttir (36.), Margrét Ólafsdóttir (85.). Mörk KR: Sigrún Óttarsdóttir - sjálfsm. (52.), Olga Færseth (55.). Gult spjald: Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR, (40.) fyrir brot. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 167 orð

Brugðumst þegar á hólminn var komið

"ÉG veit ekki af hverju en við byrjuðum eiginlega ekki í leiknum fyrr en í seinni hálfleik," sagði Olga Færseth úr KR. "Við náðum að rífa okkur upp eftir hlé en það var ekki nóg því við slökuðum á þegar við vorum búnar að jafna ­ hleyptum þeim að vísu ekki inn í leikinn en spiluðum samt ekki af sama krafti og þegar við jöfnuðum. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 391 orð

Dásamlegt!

Víkingar voru að vonum kampakátir eftir að hafa tryggt sér sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili. "Það var dásamlegt að sjá knöttinn í netinu eftir skotið hans Sigga," sagði Marteinn Guðgeirsson fyrirliði eftir leikinn. "Við lögðum upp með það að við ætluðum að vinna og vissum að til þess hefðum við 90 mínútur. Við vorum staðráðnir í að berjast allan tímann og uppskárum eftir því. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 161 orð

Dormagen taplaust

BAYER Dormagen hefur byrjað tímabilið vel í þýsku 2. deildinni, hefur unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. Um helgina vann liðið Saarbr¨ucken 36:18 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 18:4. Daði Hafþórsson og Róbert Sighvatsson gerðu fimm mörk hvor fyrir Dormagen og Héðinn Gilsson tvö. "Þetta hefur farið ágætlega af stað hjá okkur. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 212 orð

Effenberg vill hætta að leika fyrir Þýskaland

STEFAN Effenberg, leikstjórnandi þýska knattspyrnuliðsins Bayern M¨unchen, vill hætta að leika með þýska landsliðinu, en hann var valinn í liðið á ný ekki alls fyrir löngu eftir að hafa verið úti í kuldanum síðan í heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum 1994, vegna ósæmilegrar hegðunar í garð áhorfenda. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 394 orð

Endasleppt hjá HK

DEILDARMEISTARAR KA hófu titilvörn sína í Digranesi er þeir mættu HK og unnu 23:19. HK hafði frumkvæðið allt fram í síðari hálfleik, en lokakaflinn var endasleppur og KA nýtti sér það og sigldi framúr. Staðan í hálfleik var 11:9 fyrir heimamenn. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 1184 orð

England Úrvalsdeild

Úrvalsdeild Mánudagur: Blackburn - Chelsea3:4 Chris Sutton 22, 81 vítasp., Sebastian Perez 58 ­ Gianfranco Zola 15, Frank Leboeuf 51. - vítasp., Tore Andre Flo 83, 86. 23.113. Rautt spjald: Perez (Blackburn) 68, Graeme Le Saux (Chelsea) 68. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 179 orð

"Erum gjörsamlega búnir að klúðra möguleikum okkar"

"Mér er ekki ljóst hvað gerðist," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, þegar hann var spurður um ástæður þess að heimamenn glutruðu forystunni niður. "Manni þykir þetta eiginlega með hreinum ólíkindum. Við byrjuðum vel í leiknum, skoruðum strax tvö mörk og hefðum getað rúllað yfir þá. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 650 orð

Eyjamenn töpuðu ekki stigi heima

EYJAMÖNNUM nægir jafntefli í síðustu umferð á KR-velli til að verja Íslandsmeistaratitilinn en meistararnir unnu vængbrotið lið Leifturs 2:0 í Vestmannaeyjum í fyrradag og töpuðu ekki stigi á heimavelli á tímabilinu. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 58 orð

Fékk ekki afmælisgjöfina

"ÉG vildi fá bikarinn í afmælisgjöf og bað liðið síðast um það í morgunmatnum en af því varð ekki og ég er ekkert sérlega ánægð með það," sagði Olga Soffía Einarsdóttir, leikmaður KR, eftir leikinn en hún átti 25 ára afmæli á laugardaginn. "Við getum svo sem vel verið sáttar með bikar fyrir sigur á Íslandsmótinu. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 258 orð

Fjör á Akureyri

Skallagrímur gerði góða ferð til Akureyrar um helgina og lagði KA að velli 5:4. Þeir fáu áhorfendur sem létu sjá sig á Akureyrarvelli, 25 greiddu aðgangseyri, fengu á sjá prýðilegan leik sem bauð upp á mörg mörk og mörg skemmtilegt tilþrif. Leikurinn var jafn framan af og sóttu liðin til skiptis án þess að skapa sér verulega hættuleg færi. KA skoraði fyrsta mark leiksins á 28. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 212 orð

Flo gerði gæfumuninn

NORÐMAÐURINN Tore Andre Flo tryggði Chelsea sigur á Blackburn, 4:3, í fjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Hann kom inn á sem varamaður þegar 14 mínútur voru eftir og gerði tvö mörk. Liðin misstu bæði leikmann útaf, Sebastian Perez hjá Blackburn og Graeme Le Saux hjá Chelsea. Gianfranco Zola kom Chelsea yfir eftir stundarfjórðung með marki beint úr aukaspyrnu. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 264 orð

Florence Griffith Joyner deyr úr hjartaslagi

BANDARÍSKI spretthlauparinn, Florence Griffith Joyner, heimsmethafi í 100 og 200 m hlaupi kvenna, lést í gær af völdum hjartaslags, aðeins 38 ára gömul. Joyner sem varð þrefaldur Ólympíumeistari í spretthlaupum á Ólympíuleikunum í Seoul fyrir tíu árum, vann 100 og 200 m hlaup með miklum yfirburðum auk þess að vera í sigursveit Bandaríkjanna í 4×100 m boðhlaupi. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 114 orð

Flugferð

SPENNAN var á suðumarki í lokaumferð 1. deildar, þegar FH, Fylkir og Víkingur börðust um að fylgja Breiðabliki upp í efstu deild. FH- ingar fögnuðu í Kaplakrika þar sem þeir gerðu jafntefli við Fylki, eftir að þeir fréttu að Víkingur og Stjarnan höfðu gert jafntefli í Víkinni. Þær fréttir voru ekki réttar, því að nokkrar mín. voru eftir í leiknum í Víkinni. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 218 orð

Formaður Leifturs var varamaður í Eyjum

ÞORSTEINN Þorvaldsson, formaður knattspyrnudeildar Leifturs, var einn þriggja varamanna liðsins í Vestmannaeyjum í fyrradag en hann hefur ekki leikið knattspyrnu síðan 1986 ­ var reyndar einn af lykilmönnum Leifturs um árabil. Markvörðurinn Þorvaldur Jónsson, sem lagði skóna á hilluna í fyrra, var líka á bekknum og svo Halldór Guðmundsson. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 365 orð

Framarar miklu sterkari á lokasprettinum

"ÞAÐ er varla hægt að fá jafn gott tækifæri til að sigra Fram eins og í kvöld. Bæði eru þeir með ákveðna pressu á sér um að þeir eigi að vinna mótið og svo voru þeir án Titovs. Því miður fannst mér sem leikmenn mínir hefðu ekki trú á því að þeir gætu sigrað. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 122 orð

FREDRIK Ljungberg byrjaði heldur en ek

FREDRIK Ljungberg byrjaði heldur en ekki með glæsibrag fyrir Arsenal. Hann var nýkominn inn á sem varamaður í leiknum við Man. Utd þegar hann skoraði þriðja mark liðsins með því að vippa yfir danska landsliðsmarkvörðinn Peter Schmeichel. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 346 orð

Gaman að ljúka tímabilinu á þennan hátt

ÞAÐ hefur verið lognmolla yfir þessu hjá okkur í síðustu umferðum, eftir að hafa sigrað í tíu leikjum í röð, þar af tveimur í bikarnum. En það var gaman að ljúka tímabilinu á þennan hátt, fyrir framan þessa frábæru áhorfendur sem hafa stutt okkur í allt sumar," sagði Hákon Sverrisson, fyrirliði 1. deildar meistara Breiðabliks, eftir stórsigurinn á HK. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 715 orð

HK - KA19:23

Íþróttahúsið Digranesi, Íslandsmótið í handknattleik - Nissandeildin, sunnudaginn 20. september 1998. Gangur leiksins: 1:0, 5:2, 5:5, 8:5, 9:8, 11:8, 11:9, 14:11, 15:12, 15:17, 17:18, 17:21, 18:23, 19:23. Mörk HK: Helgi Arason 4, Sigurður V. Sveinsson 4, Óskar Elvar Óskarsson 3, Stefán F. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 167 orð

Hættur að dæma og gaf peysuna

GUÐMUNDUR Stefán Maríasson dæmdi sinn síðasta leik á ferlinum í Keflavík á sunnudaginn er Keflvíkingar og KR-ingar áttust þar við í efstu deild karla, en fyrir nokkru hafði hann ákveðið að leggja flautuna á hilluna. Áður en leikurinn hófst fékk Guðmundur viðurkenningar og þakklætisvott frá Knattspyrnusambandi Íslands, Samtökum deildadómara og knattspyrnudeild Keflavíkur. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 459 orð

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbr

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra heilsaði upp á leikmenn Breiðabliks og KR fyrir úrslitaleik kvenna í bikarkeppninni og afhenti sigurlaunin að leik loknum. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 181 orð

Jafntefli á Nesinu

Nýliðar Gróttu-KR gáfu öllum spádómum langt nef þegar þeir gerðu jafntefli, 21:21, við FH í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi á sunnudagskvöld. Litlu mátti raunar muna að heimamenn hirtu bæði stigin úr leiknum, því skömmu fyrir leikslok höfðu þeir tveggja marka forystu, 21:19, en Hafnfirðingum tókst að jafna með því að skora tvö síðustu mörkin. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 382 orð

Jafntefli dugir skammt

"ÉG er mjög óánægður með þessi úrslit. Við byrjuðum frábærlega í leiknum, gerðum strax tvö góð mörk og þá héldu menn að þetta væri bara búið. Mér finnst þetta hreint ótrúlegt metnaðarleysi," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, eftir að lærisveinar hans misstu tveggja marka forystu niður í jafntefli, 2:2, á skömmum tíma í viðureign sinni gegn botnliði Þróttar á sunnudag. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 328 orð

JÓN Kristjánsson, þjálfari og leikmaðu

JÓN Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Vals, lék aðeins fyrri hálfleik við Stjörnuna á sunnudaginn. Meiðsli í baki hafa hrjáð hann svo að hann treysti sér ekki til að spila meira. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 681 orð

Keflvíkingar ekki af baki dottnir

KEFLVÍKINGAR sýndu KR-ingum enga gestrisni er þeir tóku á móti þeim, vonin um sæti í Evrópukeppninni að ári er enn fyrir hendi hjá þeim Suðurnesjapiltum og þótt sú von hangi saman með því að KR- ingar verði meistarar létu Keflvíkingar það ekki trufla sig. Allt frá upphafi léku þeir upp á sigurinn og verðskulduðu hann, þótt hann hefði vissulega getað orðið stærri en 1:0 því færin vantaði ekki. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 167 orð

Konurnar fá of mikla athygli!

Þjálfarar og forráðamenn í karlahandknattleik í Noregi eru mjög ósáttir við það hvað kvennahandknattleikurinn fær mikla athygli í norskum fjölmiðlum. Norskar sjónvarpsstöðvar ætla að sýna 10 leiki beint fram að jólum og þar af eru 7 úr kvennaboltanum, og 80­90% af umfjöllun fjölmiðla er um kvennaboltann. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 54 orð

Landsliðshópurinn

Markverðir: Reynir Þór Reynisson, KA Guðmundur Hrafnkelsson, Val Elvar Guðmundsson, FH Aðrir leikmenn: Róbert Sighvatsson, Dormagen Björgvin Björgvinsson, Fram Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu Valdimar Grímsson, Wuppertal Dagur Sigurðsson, Wuppertal Geir Sveinsson, Wuppertal Patrekur Jóhannesson, Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 574 orð

Lét vaða á rammann

ÞAÐ var mikil spenna í lokaumferð 1. deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn þar sem Víkingar tryggðu sér sæti í efstu deild með ævintýralegu marki miðvarðarins Sigurðar Sighvatssonar á lokamínútu leiksins gegn Stjörnunni. Þetta var fyrsta mark Sigurðar fyrir Víking í deildakeppni, en hann hefur leikið með liðinu undanfarin þrjú ár. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 219 orð

Markaregn austur á Reyðarfirði

Áhorfendum að leik KVA og Þórs, sem fram fór á Reyðarfirði á laugardag, var boðið upp á sannkallaða markaveislu. Hinar ótrúlegu lokatölur leiksins, 11:5, segja allt sem segja þarf um gæði leiksins en um skemmtanagildið efast líklega enginn. Þórsarar, sem voru fyrir leikinn löngu fallnir í 2. deild, gerðu fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 378 orð

Meistarajafntefli í Madrid

ÞAÐ mættust stálin stinn í aðalleik spænsku deildarinnar á Santiago Bernabeu-leikvanginum í Madríd er Evrópumeistarar meistaraliða, heimaliðið Real, mætti Barcelona og voru heimamenn svo sannarlega staðráðnir í að hefna fyrir 3:2 tapið á heimvelli á síðari hluta síðasta keppnistímabils. Þrátt fyrir að viljinn væri til staðar var það ekki nóg. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 630 orð

Mosfellingar voru heppnir

LIÐUM Aftureldingar og Selfoss hefur verið spáð ólíku hlutskipti á leiktíð handknattleiksmanna sem hófst á sunnudagskvöldið. Í ljósi þess var fróðlegt að fylgjast með viðureign þessara liða í fyrstu umferð og eftir þessum leik að dæma er ljóst að Selfyssingar verða sýnd veiði en ekki gefin takist Sigurjóni Bjarnasyni, þjálfara þeirra, Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 275 orð

Ólafur fagnaði sigri gegn Wuppertal

ÍSLENDINGALIÐIN Magdeburg og Wuppertal áttust við í þýsku deildinni í handknattleik um helgina. Ólafur Stefánsson og félagar í Magdeburg höfðu vinninginn, 32:26, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 16:11. Leikurinn fór fram í Magdeburg fyrir framan 5.000 áhorfendur. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 333 orð

Pétur í liði vikunnar

Pétur Marteinsson, fyrirliði Hammarby, var í liði vikunnar hjá sænska dagblaðinu Dagens Nyheter eftir leiki helgarinnar en Hammarby vann Norrköping 3:2 og er efst í 1. deild í Svíþjóð sem fyrr. Sex umferðir eru eftir og hafa nýliðar Hammarby haft forystuna síðan 14. júní en mótinu lýkur 8. nóvember. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 81 orð

Sogndal fær gott tilboð

BOTNLIÐIÐ Sogndal í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni hefur fengið tilboð frá ónefndu stórliði í Evrópu í hinn 21. árs gamla Erik Bakke. Tilboðið hljóðar upp á litlar 350 milljónir króna. Yrði fjárhagsleg afkoma félagsins tryggð um næstu framtíð en Sogndal er lítið félag sem er nánast fallið úr úrvalsdeildinni. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 33 orð

Spá 1. deildar kvenna

1. Stjarnan168 stig 2. Haukar161 stig 3. Víkingur120 stig 4. Valur115 stig 5. FH111 stig 6. ÍBV106 stig 7. Fram77 stig 8. KR/Grótta75 stig 9. KA29 stig 10. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 516 orð

SPENNA »Spennan er eitthelsta aðdráttaraflknattspyrnunnar

Vertíð íslenskrar knattspyrnu lýkur nú senn. Á flestum vígstöðvum var háð spennandi keppni þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu stundu. Þannig á það líka að vera og þar er komin ein stærsta skýringin á hinum gríðarlegu vinsældum knattspyrnunnar um víða veröld. Allt getur gerst, úrslitin eru aldrei ljós fyrirfram og spennan getur á köflum orðið ólýsanleg. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 367 orð

Stjörnumenn skelltu meisturum Vals

STJÖRNUMENN sýndu á sunnudaginn að þeir geta látið til sín taka á toppi 1. deildar og unnu Íslands- og bikarmeistara Vals sanngjarnt, 23:19, í Garðabænum. Valsmenn þurfa aftur á móti að taka sig á og læra hratt en það var greinilegt að skarð varnarjaxlanna Sigfúsar Sigurðssonar og Inga Rafns Jónssonar, sem verða ekki með Val í ár, verður vandfyllt. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 592 orð

Stutt milli hláturs og gráts

ÞAÐ getur oft verið skelfilega stutt milli hláturs og gráts, ekki síst í íþróttum. Á laugardag birtist þessi staðreynd í sinni tærustu mynd hjá stuðningsmönnum á Kaplakrika og í Víkinni. Á aðeins örfáum andartökum breyttist sigurgleði stuðningsmanna FH í örvæntingu og grátur, en á sama tíma brutust út gríðarleg fagnaðarlæti Víkinga í Fossvoginum yfir óvæntu sigurmarki á elleftu stundu. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 288 orð

Stúlkurnar í þriðja sæti

Íslenska kvennalandsliðið í golfi varð í þriðja sæti og karlaliðið í því fimmta og neðsta á Norðurlandamóti landsliða, sem fór fram í Kaupmannahöfn um helgina. Dönsku stúlkurnar urðu Norðurlandameistarar en Svíar sigruðu í karlaflokki. Íslensku kylfingarnir stóðu sig ekki sérlega vel í fjórleik, þar sem hvor slær sinn bolta en lægri höggafjöldi gildir. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 816 orð

Sverfur strax til stáls

Nokkrar breytingar hafa orðið á liðum Hauka og Stjörnunnar og þekktir leikmenn horfið af sjónarsviðinu en það þarf ekki að örvænta því á hverju ári skjótast aðrir upp í þeirra stað auk þess, sem eldri og reyndari leikmenn þreytast seint á að sýna gamla takta. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 487 orð

Sýnd veiði en ekki gefin

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik karla mætir Finnum í fyrsta leik sínum í undankeppni HM, í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi annað kvöld kl. 20.30. Síðari leikur liðanna fer fram í Helsinki á laugardag. Auk þessara liða eru Sviss og Ungverjaland í sama riðli og kemst aðeins efsta liðið í riðlinum á HM í Egyptalandi á næsta ári. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 109 orð

Umdeildur dómur

ÁKVÖRÐUN Gísla Jóhannssonar, dómara í leik Fram og ÍR, að láta gult spjald nægja sem refsingu við broti Ólafs Péturssonar, markvarðar Fram, á Sævari Þór Gíslasyni, var umdeild. Ólafur felldi Sævar vinstra megin við vítateiginn er sá síðarnefndi var kominn inn fyrir vörn Fram og stefndi út að endamörkum. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 721 orð

Unnið þrjá af fjórum titlum

"FRÁBÆRT, í einu orði," ­ sagt með áherslu á hverju atkvæði ­ var svar Jörundar Áka Sveinssonar, þjálfara Breiðabliks, þegar hann var spurður um leikinn. "Við spiluðum eins og við ætluðum okkur fyrir hlé þó að við hefðum ekki átt von á því að skora tvö mörk en það var samt notalegt. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 739 orð

Valur - Grindavík2:0

Hlíðarendi, Íslandsmótið í knattspyrnu - Landssímadeildin, 17. umferð 20. september 1998. Aðstæður: Suð-vestan strekkingur, gekk á með rigningarskúrum og hiti um 10 gráður. Völlurinn blautur. Mörk Vals: Salih Heimir Porca (17.), Arnór Guðjohnsen (33.). Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 95 orð

Veikindi í herbúðum Eyjamanna

HAUKAR taka á móti ÍBV í 1. deild karla á fimmtudagskvöld en leiknum var frestað sl. sunnudagskvöld vegna veikinda hjá ÍBV. "Mjög smitandi bakteríusýking, svonefndir streptókokkar, kom upp í byrjun liðinnar viku og var talið að allir í hópnum gætu átt á hættu að smitast en sex eða sjö veiktust," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, spurður um veikindin. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 104 orð

Verður erfitt

NJÁLL Eiðsson, þjálfari ÍR, sagði að eftir jafnteflið við Fram yrði liðið að sigra Skagamenn á laugardag til að forðast fall í 1. deild. "Við verðum bara að vinna. Það verður erfitt, því þeir eru að berjast um Evrópusæti, en við ÍR-ingar þekkjum þessa stöðu vel. Við og Þróttarar eigum erfiðari leiki fyrir höndum heldur en Grindavík og Valur. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 369 orð

Víkingar komnir í hóp hinna bestu á ný

Það mátti sjá tár á hvörmum fjölmargra áhorfenda á lokamínútunum í leik Víkings og Stjörnunnar í Víkinni á laugardaginn. Svo virtist sem heimamenn væru að kasta frá sér sæti í efstu deild með markalausu jafntefli og að enn yrði bið á því að hið fornfræga félag Víkingur kæmist í hóp þeirra bestu. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 341 orð

Þrátefli Fram og ÍR

Ekkert var skorað á þjóðarleikvanginum í Laugardal þegar lið Fram og ÍR tókust þar á síðastliðinn sunnudag. Fyrir vikið hafa Framarar gulltryggt áframhaldandi þátttöku sína í efstu deild næsta sumar, en nýliðarnir úr Breiðholti verða líklega að leggja ÍA á heimavelli um næstu helgi í sama tilgangi, liði sem enn heldur í vonina um að ná Evrópusæti (þ.e. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 380 orð

Þrettán mörk Blika Blikar gj

Blikar gjörsigruðu nágranna sína í HK, 13:0, í viðureign Kópavogsliðanna í lokaumferð 1. deildarinnar. Hjörvar Hafliðason, einn af skárri mönnum HK-liðsins, mátti hirða knöttinn þrettán sinnum úr netinu og HK-menn létu niðurlæginguna fara í taugarnar á sér í síðari hálfleiknum, þegar þrír þeirra fengu reisupassann, þótt einn til tveir brottrekstranna hefðu orkað tvímælis. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 428 orð

Þrjú dýrmæt stig til Valsmanna

VALSMENN náðu að halda uppi heiðri félagsins með 2:0 sigri á Grindvíkingum og gáfu þeim langt nef sem óska þess heitast að félagið falli úr efstu deild í fyrsta sinn. Þeir eru þó ekki alveg sloppnir við fall, en staða þeirra er mun vænlegri en hinna þriggja liðanna sem eru fyrir neðan þá á stigatöflunni. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 77 orð

(fyrirsögn vantar)

1:0Löng sending kom inn á vallarhelming Vals. Salih Heimir Porcafékk boltann á auðum sjó og lék inn í vítateiginn. Hann gaf sér góðan tíma áður en hann skoraði með hægri fótar skoti í hægra markhornið á 17. mínútu. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 116 orð

(fyrirsögn vantar)

Breiðablik - HK13:0 Atli Kristjánsson 6 (34., 35., 42. vsp., 64., 79. vsp., 86.), Bjarki Pétursson 3 (24., 37., 75.), Sævar Pétursson 2 (19., 88.), Eyþór Sverrisson 49. -. FH - Fylkir0:0 Víkingur - Stjarnan1:0 Sigurður Sighvatsson (90.). KVA - Þór11:5 Jóhann Benediktsson (9. vsp), Hermann Karlsson (27. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 137 orð

(fyrirsögn vantar)

Arnór Guðjohnsen og Lárus Sigurðsson, Val. Gestur Gylfason, Keflavík. Gunnleifur Gunnleifsson, KR. Hlynur Stefánsson, Ívar Ingimarsson, ÍBV. Páll Guðmundsson, Leiftri. Bjarki Stefánsson, Stefán Ómarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Salih Heimir Porca, Val. Meira
22. september 1998 | Íþróttir | 228 orð

(fyrirsögn vantar)

1:0 Bára Gunnarsdóttir sendi boltann langt inn fyrir vörn KR á 27. mínútu. Sigríður Þorláksdóttirtók á sprett, stakk varnarmenn KR af, náði boltanum, lék á Sigríði F. Pálsdóttur í marki KR og skoraði í autt markið. 2:0 Eftir innkast frá hægri á 36. mínútu fékk Margrét Ólafsdóttir boltann, lék laglega á varnarmann KR og komst upp að endamörkum við markteigshornið. Meira

Fasteignablað

22. september 1998 | Fasteignablað | 398 orð

Bandarísk og brezk hótel líta til Evrópu

BREZK og bandarísk hótelfyrirtæki leita að hótelum til að kaupa á meginlandi Evrópu, að sögn sérfræðinga og hótelhaldara. Sérfræðingar fyrirtækjanna telja að efnahagsskilyrði muni batna í Frakklandi og Þýzkalandi, en að draga muni úr vexti í Bretlandi. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 146 orð

Einbýlishús á Ártúnsholti

EINBÝLISHÚS á einni hæð hafa lengi verið vinsæll búsetukostur. Fasteignasalan Bifröst er nú með í sölu einbýlishús á einni hæð að Bröndukvísl 10 á Ártúnsholti. Húsið er steinsteypt, byggt 1983 og er 200 ferm. að stærð ásamt 55 ferm. tvöföldum bílskúr. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 185 orð

Endaraðhús við Hverafold

HJÁ fasteignasölunni Húsvangi er í einkasölu endaraðhús að Hverafold 6 í Grafarvogi. Húsið er rúmir 180 ferm. á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Það er steinsteypt, byggt 1987 og er á einni hæð. "Þetta er mjög fallegt hús, allar innréttingar sérsmíðaðar og gegnheilt parket á gólfum," sagði Pétur Bjarni Guðmundsson hjá Húsvangi. "Húsið skiptist þannig að svefnherbergin eru fjögur. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 128 orð

Fallegt hús við Hörgshlíð

HJÁ fasteignasölunni Miðborg er nú til sölu einbýlishús með aukaíbúð að Hörgshlíð 16. Þetta er gott einbýlishús á tveimur hæðum, steinsteypt, byggt 1957 og er 251 ferm. að stærð. "Þetta er fallegt hús á frábærum stað með góðri og fallegri lóð," sagði Anna Rósa Pálmarsdóttir hjá Miðborg. "Á aðalhæð hússins er forstofa, gestasnyrting, hol og borðstofa, stofa og eldhús og eitt herbergi. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 836 orð

Flótti til fortíðar eða sókn til framtíðar

HINN 1. júlí sl. tók ný Byggingareglugerð gildi hér á landi eftir talsvert strangar fæðingarhríðir, en förum ekki nánar út í það. Að sjálfsögðu tekur slík reglugerð til alls þess sem að húsbyggingu lýtur, en ekki er óeðlilegt að hér sé staldrað við þau atriði sem fjalla um lagnir og lagnaefni. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 192 orð

Glæsiíbúð við Klapparstíg

HJÁ fasteignasölunni Gimli er í einkasölu íbúð að Klapparstíg 29 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt af góðum efnum árið 1927. Íbúðin er öll á einni hæð, á þriðju hæð hússins, og er tæplega 200 ferm. að stærð. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 131 orð

Gott atvinnuhúsnæði við Langholtsveg

FASTEIGNASALAN Lundur er nú með til sölu verslunar- og skrifstofuhúsnæði að Langholtsvegi 82. Þetta er 315 ferm. húsnæði í steinsteyptu húsi, sem reist var 1963. "Þetta er sérlega gott verslunar- og skrifstofuhúsnæði við fjölfarna götu," sgði Hilmar Ævar Hilmarsson hjá Lundi. "Húsnæðið skiptist þannig að aðalhæðin er um 203 ferm. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 176 orð

Góð jörð í Borgarfirði

TÖLUVERÐ efirspurn er nú eftir jörðum. Hjá Fasteignamiðstöðinni er til sölu jörðin Miðfossar í Andakílshreppi í Borgarfirði. Jörðinni fylgir ekki framleiðsluréttur fyrir mjólk en þar var áður rekið eitt stærsta mjólkurbú landsins. Jörðinni fylgir heldur ekki bústofn eða vélar. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 174 orð

Hótel í Vestmannaeyjum

FASTEIGNASALAN Höfði hefur fengið í sölu Hótel Bræðraborg í Vestmannaeyjum. Hótelið stendur við Herjólfsgötu 4 og er steinhús, byggt 1982 og alls 965 ferm. að flatarmáli. Húsið er á þremur hæðum og er vel staðsett í Vestmanneyjabæ. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 883 orð

Húsnæðismál og verðbréfamarkaðurinn

HÚSBRÉF ganga kaupum og sölum á verðbréfamarkaði. Á þeim markaði ræðst hvert gengi bréfanna er, þ.e.a.s. hvað fæst fyrir þau. Ef framboð af húsbréfum er mikið leitar gengi þeirra upp, sem hefur í för með sér að afföll við sölu aukast. Afföll koma fram ef ávöxtunarkrafa húsbréfa er hærri en nafnvextir þeirra. Lítið framboð húsbréfa hefur hins vegar öfug áhrif, þ.e. þá leitar gengi þeirra niður. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 259 orð

Lítið einbýlishús í Smáíbúðahverfi

FASTEIGNASALA Íslands er með til sölu einbýlishús að Sogavegi 112. Um er að ræða timburhús sem er um 80 ferm. að flatarmáli fyrir utan ris, en húsið er kjallari, hæð og geymsluris. Húsið er járnklætt og stendur á ræktaðri lóð, sem er 680 ferm. að stærð. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 1648 orð

Stefnt að útvegun leiguíbúða fyrir um 15% háskólastúdenta Á vegum Félagsstofnunar stúdenta eru nú reknar tæplega 400 leiguíbúðir

NÝLEGA tók Félagsstofnun stúdenta í notkun 41 leiguíbúð í Skerjagarði við Suðurgötu í Reykjavík, nýjasta stúdentagarðinum, og í byrjun næsta árs verða 36 íbúðir til viðbótar teknar í notkun í síðari áfanga Skerjagarðs. Á næstu árum er ráðgert að ljúka við rúmlega 120 íbúðir í Ásgarði en þau hús standa við Eggertsgötu. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 317 orð

Stórt stálgrindarhús við Suðurhraun

TÖLUVERÐ hreyfing er nú á stálgrindarhúsum. Við Suðurhraun 1 í Garðabæ er fasteignasalan Kjöreign með til sölu stálgrindarhús, sem einnig er klætt með stáli. Alls er húsið um 6334 ferm. Lofthæð út við veggi er frá 5 metrum og upp í 8,5 metra og milliloft er í hluta hússins eða í 180 ferm. Ásett verð er 295 millj. kr., en leiga er hugsanleg. Hægt er að skipta húsinu í smærri einingar. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 144 orð

Tveir hrepptu umhverfisverðlaun Hvolhrepps

Hvolsvelli-Tveir garðeigendur á Hvolsvelli hrepptu að þessu sinni umhverfisverðlaun Hvolhrepps en þau voru afhent nýverið. Annars vegar voru það voru hjónin Guðjón Einarsson lögregluþjónn og Þuríður Kristjánsdóttir sem búa á Hlíðarvegi 13. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 304 orð

Umframeftirspurn einkennir fasteignamarkaðinn

MIKIL hreyfing hefur verið bæði á notuðu og nýju íbúðarhúsnæði að undanförnu og fram til ágústloka varð 30% aukning í innkomnum umsóknum um húsbréfalán vegna notaðra íbúða og 18,5% aukning vegna nýbygginga einstaklinga miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta endurspeglar vel þau umsvif, sem einkennt hafa fasteignamarkaðinn í ár. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 228 orð

Uppsveifla á Manhattan

SAMTÍMIS því að fasteignaverð stendur í stað í London heldur verð á fasteignum áfram að hækka í New York og voru hækkanir á tólf mánuðum til júlíloka álíka miklar og hækkanir í London tólf mánuðum áður. Meira
22. september 1998 | Fasteignablað | 215 orð

Yfir 500 leiguíbúðir stúdenta

HVERFI stúdentagarða á mótum Suðurgötu og Eggertsgötu í Reykjavík hefur risið hratt síðustu árin en þar hófst uppbygging fyrir rúmum tveimur áratugum þegar Hjónagarðar voru byggðir. Félagsstofnun stúdenta sér um uppbyggingu, rekstur og útleigu íbúða fyrir stúdentana, auk þess sem fyrirtækið rekur bóksölu, atvinnumiðlun, ferðaskrifstofu og kaffistofur, svo eitthvað sé nefnt. Meira

Úr verinu

22. september 1998 | Úr verinu | 152 orð

Átta skip fengu leyfi

ÁTTA íslensk skip hafa fengið heimild til veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum innan norsku fiskveiðilögsögunnar. Íslenskum skipum er heimilt að veiða 9 þúsund tonn af 202 þúsund tonna heildarkvóta sínum úr norsk- íslenska síldarstofninum innan norsku fiskveiðilögsögunnar. Af þeim skipum, sem sóttu um heimild til veiðanna, voru 14 sem uppfylltu þau skilyrði sem sett voru. Meira
22. september 1998 | Úr verinu | 481 orð

Kvótinn á Flæmingjagrunni líklega aukinn

MIÐAÐ við þróun í veiðum á Flæmingjagrunni og yfirlýsingar íslensku sendinefndarinnar á ársfundi NAFO, sem lauk í Portúgal á föstudag, er líklegt að stjórnvöld auki heildarkvóta Íslendinga á Flæmingjagrunni á næsta ári. Meira
22. september 1998 | Úr verinu | 139 orð

Þjarmað að Røkke

NORSKI stórútgerðarmaðurinn Kjell Inge Røkke á í vaxandi erfiðleikum í Alaska en hugsanlegt er, að langstærsta verksmiðjuskipið í togaraflota hans, American Triumph, verði svipt veiðileyfi. Yrði það mikið áfall fyrir fyrirtæki Røkkes, Norway Seafood og Aker RGI. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.