Greinar laugardaginn 10. október 1998

Forsíða

10. október 1998 | Forsíða | 307 orð

Árásir heimilaðar um helgina?

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, vill að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykki um helgina að heimila herafla bandalagsins að hefja árásir á skotmörk í Serbíu til að binda enda á hernaðaraðgerðir Serba í Kosovo, að sögn stjórnarerindreka í Brussel í gær. Meira
10. október 1998 | Forsíða | 67 orð

Kosningar sniðgengnar

STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í Aserbaídsjan efndu í gær til mótmælagöngu í Bakú, höfuðborg landsins, og sögðust ekki ætla að viðurkenna úrslit forsetakosninga, sem fram fara á sunnudag. Fimm flokkar hafa ákveðið að sniðganga kosningarnar og saka Haydar Alíjev forseta um að hafa undirbúið stórfelld kosningasvik til að halda embættinu. Um 10. Meira
10. október 1998 | Forsíða | 283 orð

Prodi segir af sér

ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í gær eftir að hafa beðið ósigur í atkvæðagreiðslu á þinginu um tillögu þess efnis að þingið lýsti yfir stuðningi við stjórnina. Tillagan var felld með aðeins eins atkvæðis mun og þar með féll 55. stjórn Ítalíu eftir síðari heimsstyrjöldina. Meira
10. október 1998 | Forsíða | 302 orð

Rússar óska eftir matvælaaðstoð

JEVGENÍ Prímakov, sem hefur nú verið forsætisráðherra Rússlands í mánuð, viðurkenndi í gær að hann vissi ekki enn hvaðan stjórnin gæti fengið fé til að fylla upp í fjárlagagatið og binda enda á fjármálakreppuna í landinu. Hann neyddist ennfremur til þess að óska eftir matvælaaðstoð frá Evrópusambandinu (ESB). Meira
10. október 1998 | Forsíða | 109 orð

Sharon í utanríkisráðuneytið

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, tilkynnti í gær að Ariel Sharon, fyrrverandi varnarmálaráðherra, yrði næsti utanríkisráðherra landsins. Sharon á að stýra viðræðum við Palestínumenn, sem hefjast í Bandaríkjunum í næstu viku, ásamt Netanyahu sem sjálfur hefur gegnt utanríkisráðherraembættinu síðan í janúar. Meira

Fréttir

10. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 690 orð

"Alltaf spennt þegar Kristján kemur heim"

"ÉG er alltaf spennt þegar Kristján kemur heim," sagði Fanney Oddgeirsdóttir, móðir Kristjáns Jóhannssonar, þar sem hún sat í stofunni heima í Möðruvallastræti 5 og spjallaði við son sinn í gærmorgun. "Það er bara verst að svona spenna fer svo illa í mig, maður er orðinn svo aldraður," sagði hún. Tónleikar Kristjáns verða í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag, laugardaginn 10. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 270 orð

Athugasemd

UNDANFARNA daga hafa birst greinar í Morgunblaðinu eftir þá Brynjólf Bjarnason, Kristján Ragnarsson og Jón Sigurðsson þar sem vitnað er til orða minna um kvótakerfið. Þessi ummæli mín féllu í viðtali sem birtist nýverið í Útvegi, fréttabréfi Landssambands íslenskra útvegsmanna. Ekki er víst að allir þeir sem lásu þessar greinar hafi aðgang að Útvegi. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 234 orð

Ábyrgð á eigin málum

EFTIR samning ríkis og kirkju um fjármál, sem undirritaður var í byrjun september, hefur kirkjan afsalað sér eignar- og umráðarétti yfir jarðeignum sem hún hefur haft umráð yfir. Í staðinn þiggur hún framlög til starfseminnar, m.a. fyrir laun tiltekins fjölda starfsmanna miðað við fjölda meðlima þjóðkirkjunnar. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Álftaveiðar rannsakaðar á þremur stöðum

SÝSLUMAÐURINN á Hvolsvelli hefur fengið upplýsingar frá Náttúrufræðistofnun um ákveðin félagasamtök og veitingahús, sem Náttúrufræðistofnun telur víst að hafi boðið upp á álftir í veislum og á sælkera- og villibráðakvöldum síðastliðna tvo vetur. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 700 orð

Bann talið skerðing á tjáningarfrelsi

Ákært var vegna texta í auglýsingunum þar sem segir "6,2%... nú er Egill STERKUR" og í sumum útgáfunum er bætt við "í Ríkinu þínu í öllum landshlutum". Ekki var ágreiningur um málavexti heldur um hvort birting umræddra auglýsinga hafi verið brot gegn ákvæðum áfengislaga. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 156 orð

Bíll eyðilagðist á Langárbrú

FÓLKSBÍLL gjöreyðilagðist þegar hann rakst harkalega á brúna yfir Langá á Mýrum laust eftir kvöldmat í gær. Hjón voru í bílnum með tvö börn og voru öll í beltum. Kvörtuðu þau um stirðleika eftir að bíllinn hafði kastast til. Meira
10. október 1998 | Erlendar fréttir | 177 orð

Blair í Hong Kong

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom í gær til Hong Kong, en borgin er síðasti viðkomustaðurinn í opinberri heimsókn hans til Kína. Við komuna sagði hann að Hong Kong, sem var undir breskri stjórn þar til á síðasta ári, hefði myndað brú milli Bretlands og Kína. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Boðið um borð í fiskiskip

ÍSLENSKIR útvegsmenn bjóða landsmenn velkomna um borð í skip sín víðs vegar um landið í októbermánuði. Tilgangurinn er að gefa fólki kost á að kynna sér skip og vinnslu af eigin raun. Skipstjórnarmenn taka á móti almenningi og áhugafólki um útgerðarmál og freista þess að glæða áhuga þess og auka þekkingu á undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Meira
10. október 1998 | Erlendar fréttir | 214 orð

Bretum og Grikkjum stefnt fyrir brot á umhverfislöggjöf

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, greindi frá því í gær að hún hygðist stefna brezkum og grískum stjórnvöldum fyrir Evrópudómstólinn fyrir að brjóta umhverfislöggjöf sambandsins, og að í undirbúningi væri að stefna einnig þýzkum stjórnvöldum fyrir hliðstæðar sakir. Meira
10. október 1998 | Landsbyggðin | 135 orð

Brúðkaupsveisla á Breiðafirði

Brúðkaupsveisla á Breiðafirði Stykkishólmi-Brúðhjónin María Valdimarsdóttir og Lárus Hannesson gengu í hjónaband laugardaginn 3. október sl. í Stykkishólmskirkju og var það sóknarpresturinn Gunnar Eiríkur Hauksson sem gaf þau saman. Það sem var óvenjulegt við brúðkaupið var að brúðkaupsveislan fór fram úti á Breiðafirði. Meira
10. október 1998 | Erlendar fréttir | 389 orð

Deilur um skattastefnu útkljáðar um helgina

ÞÝZKI Jafnaðarmannaflokkurinn SPD og flokkur græningja stefna að því að hafa lokið viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok næstu viku. Flokkarnir hafa gefið sér þessa helgi til að útkljá ágreining um skattastefnu, sem talið er að sé það svið sem flokkarnir eigi hvað erfiðast með að ná saman um. Meira
10. október 1998 | Erlendar fréttir | 266 orð

Dollari og jen í trylltum dansi

ÓVISSA og ráðleysi voru einkennandi á fjármálamörkuðunum í gær vegna stöðugs gengisfalls dollarans en um tíma hafði það fallið um 17% gagnvart japönsku jeni á aðeins tveimur sólarhringum. Gengishækkun jensins vekur líka furðu. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 305 orð

"Draugaskipið" er talið vera rússneskt álskip

TALIÐ er að skipsflakið, sem varðskipið Ægir tók í tog í fyrradag 50 sjómílur norðaustur af Glettingi, sé rússneskur kapalbátur sem tilheyrt hafi rússneska sjóhernum. Skipið er allt smíðað úr áli og segir Helgi Hallvarðsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, að það renndi stoðum undir þá kenningu að það hafi tilheyrt sjóhernum. Meira
10. október 1998 | Erlendar fréttir | 225 orð

Dæmdur í fimm ára netbann

DÓMARI í New York hefur ákveðið að banna manni, sem hefur játað að hafa safnað klámmyndum af börnum og reynt að dreifa þeim á alnetinu, að nota netið í fimm ár. Thomas Baskind, 29 ára fyrrverandi tryggingasala, verður meinaður aðgangur að netinu og fylgst verður með síma- og greiðslukortareikningum hans, að sögn dómarans. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

ÐFlugleiðir semja við Lufthansa

FLUGLEIÐIR hf. hafa samið við þýska flugfélagið Lufthansa um samstarf í fargjaldamálum. Talið er að samningurinn muni styrkja stöðu Flugleiða á meginlandi Evrópu og þá sérstaklega í Þýskalandi. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 757 orð

Efasemdir um að "Solid'Air" fái flugrekstrarleyfi

TALSMAÐUR fyrirtækisins "Solid'Air" í Lúxemborg, sem hafði auglýst að það myndi hefja áætlanaflug yfir Atlantshafið frá Findel-flugvelli í desember næstkomandi ­ eða um það leyti sem Flugleiðir hyggjast hætta flugi þangað ­ viðurkenndi á blaðamannafundi í Lúxemborg í gær að fyrirtækið ætti við viss vandamál að stríða og að þar sem það hefði enn ekki fengið formlegt rekstrarleyfi væri ástæða til Meira
10. október 1998 | Fréttaskýringar | 2298 orð

Ekki bara skóli...

Á einni öld hefur Miðbæjarskólinn hýst margskonar starfsemi, þótt hann hafi lengstum gegnt hlutverki skóla. Hildur Friðriksdóttir setti sig í hlutverk veggja skólans og ímyndaði sér að þeir hefðu eyru. Til þess að rekja söguna studdist hún við bæklinginn Miðbæjarskólinn 100 ára, sem Guðjón Friðriksson hefur tekið saman, og aðrar heimildir. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Enn vinnur Þröstur

ÞRÖSTUR Þórhallsson vann sína fjórðu skák í röð þegar Ísland gerði jafntefli við Kasakstan á Ólympíuskákmótinu í Kalmykíu í gær. Íslenska sveitin hefur 22 vinninga eftir 10 umferðir en Rússar eru efstir með 27 vinninga. Sveit Bandaríkjanna hefur hálfum vinningi minna. Þessar þjóðir mættust í gær og skildu þá jafnar. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 1092 orð

Forseti þingsins kjörinn úr hópi leikmanna

NÝTT kirkjuþing sem kjörið var í sumar kemur til fyrsta fundar síns á mánudag en þingið verður sett með guðsþjónustu í Dómkirkjunni á sunnudagskvöld. Ný lög um starfsemi þjóðkirkjunnar tóku gildi um síðustu áramót sem þýða talsverðar breytingar á störfum kirkjuþings. Í ár eru liðin 40 ár frá því kirkjuþing kom fyrst saman, í október 1958. Meira
10. október 1998 | Fréttaskýringar | 311 orð

Frumkvöðull á ýmsum sviðum

SAGA Námsflokka Reykjavíkur og Miðbæjarskólans hefur verið samofin nánast í 60 ár þegar skólinn fékk aðstöðu í Miðbæjarskólanum. Fyrsti forstöðumaður Námsflokkanna var Ágúst Sigurðsson. Að sögn Guðrúnar Halldórsdóttur sem veitt hefur Námsflokkunum forstöðu síðan 1972 hefur meginviðfangsefnið verið að veita þeim úrlausn mála, sem ekki hafa fengið fræðslu, Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Frumvarp um hávaðamengun endurflutt

HJÖRLEIFUR Guttormsson, þingflokki óháðra, og fleiri þingmenn hafa endurflutt þingsályktunartillögu frá því á síðasta þingi um úttekt á hávaða- og hljóðmengun. Efni tillögunnar er að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram víðtæka úttekt á hávaða- og hljóðmengun hérlendis og leggja fyrir næsta þing niðurstöðu hennar og tillögur til úrbóta. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Fulltrúar á kirkjuþingi

KIRKJUÞING situr 21 kjörinn fulltrúi. Níu þeirra eru prestar en 12 úr hópi leikmanna. Kirkjuþingsfulltrúar voru kjörnir í sumar og sitja í fjögur ár. Þeir eru: Leikmenn: Bjarni Grímsson Guðmundur K. Magnússon Gunnar Sveinsson Hallgrímur Magnússon Helgi K. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Fundir í safnaðarheimili Háteigskirkju

FUNDIR kirkjuþings fara að þessu sinni fram í safnaðarheimili Háteigskirkju, en mörg undanfarin ár hefur þingið fengið inni og notið góðs atlætis í Bústaðakirkju. Áður voru fundirnir um skeið haldnir í Hallgrímskirkju og þar áður í Neskirkju. Þannig má segja að kirkjuþingsfundir séu í rólegheitum færðir á milli kirkna og safnaðarheimila borgarinnar. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 439 orð

Gengið að öllum kröfum verkalýðsfélaganna

RÚSSNESKA fyrirtækið Technopromexport hefur fallist á allar kröfur Félags járniðnaðarmanna og Rafiðnaðarsambandsins um leiðréttingu launa útlendra starfsmanna sinna. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 435 orð

Glæðist á sjóbirtingsslóðum

VEIÐI hefur glæðst á sjóbirtingsslóðum síðustu daga, miklar rigningar hafa trúlega hvatt nýjan fisk til að ganga og örvað þá legnu til að hreyfa sig eftir agni. Hópur sem lauk veiði í Tungufljóti á fimmtudag lenti í hörkugóðri hrotu og náði 32 birtingum og einum laxi. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 345 orð

Góður árangur íslenskra danspara

ÁTTA íslensk danspör tóku þátt í þremur opnum danskeppnum sem haldnar voru rétt fyrir utan London á Englandi. Það voru keppnirnar London-Open, Imperial og International. Íslendingar stóðu sig vel eins og þeir hafa gert á undanförnum árum. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Gögnin afhent

Morgunblaðið/ ÞorkellGögnin afhent EINAR S. Hálfdánarson lögfræðingur (t.h.) fékk í gær afhent gögn um styrkveitingar til iðnfyrirtækja frá Iðnlánasjóði eftir að hafa unnið mál gegn sjóðnum, fyrst fyrir Héraðsdómi og síðan Hæstarétti, á grundvelli upplýsingalaga. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 1760 orð

Hakkaföll og reiknirit Mikil áhersla er lögð á að gögn í gagnagrunni um heilsufarsupplýsingar séu dulrituð. Árni Matthíasson

DULRITUN á sér langa sögu og með elstu dæmum sem menn þekkja er dulritun Cesars á bréfum sem hann sendi frá Gallíu þar sem hann hliðraði stöfum stafrófsins til hægri um þrjú sæti til að koma í veg fyrir að óviðkomandi gætu lesið skilaboðin kæmust þeir yfir þau. Þannig ritaði hann D í stað A, E í stað B og þar fram eftir götunum. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 283 orð

Hátíð við upphaf kirkjuþings

HÁTÍÐ sem markar upphaf nýs kirkjuþings hefst í Dómkirkjunni klukkan 20 á sunnudagskvöld. Kirkjuþing stendur á ýmsum tímamótum þar sem nú eru 40 ár liðin frá því fyrsta kirkjuþing var haldið, í ár starfar það í fyrsta sinn eftir nýjum lögum um málefni kirkjunnar og með nýjum biskupi. Guðsþjónustan er öllum opin. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 396 orð

Heilbrigðisráðuneytið hefur mætt gagnrýni

"ÉG tel frumvarpið núna bera þess merki að heilbrigðisráðuneytið hafi tekið stór skref til að mæta þeim sem gagnrýnt hafa frumvarpið og ráðuneytið hefur fundið það tjáningarform sem leiðir til eins mikillar sáttar og mögulegt er," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, aðspurður um breytt drög gagnagrunnsfrumvarps. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Heimasíða Geðhjálpar opnuð

GEÐHJÁLP hefur opnað heimasíðu á Netinu. Þar er að finna upplýsingar um það helsta sem er á döfinni í geðheilbrigðismálum. Ítarleg umfjöllun er um gagnagrunnsfumvarpið og ljósi varpað á ýmsar hliðar þess sem ekki er fjallað um annars staðar. Fjölmörgum spurningum er svarað og hægt er að senda inn fleiri spurningar. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 925 orð

Helstu breytingar á frumvarpi um gagnagrunna á heilbrigðissviði

HELSTU breytingar frá frumvarpi til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði sem lagt var fram á 122. löggjafarþingi eru þessar skv. yfirliti heilbrigðisráðuneytisins: 1.Gerð er grein fyrir þeim markmiðum laganna að heimila gerð og starfrækslu miðlægs gagnagrunns með ópersónugreinanlegum heilsufarsupplýsingum í þeim tilgangi að auka þekkingu til þess að bæta heilsu og efla Meira
10. október 1998 | Fréttaskýringar | 297 orð

Hentar ekki lengur sem skólahúsnæði

STARFSEMI Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er til húsa á 1. og 2. hæð í norður- og vesturálmu Miðbæjarskólans, en Námsflokkar Reykjavíkur nýta alla jarðhæðina og suðurálmuna. Þá hafa nokkrir bekkir úr Menntaskólanum í Reykjavík aðstöðu í fáeinum skólastofum meðan beðið er eftir nýju húsi. Gerður G. Meira
10. október 1998 | Fréttaskýringar | 350 orð

Heppinn að hafa afburðakennara

PÉTUR Guðmundsson byggingarverkfræðingur hóf nám í 8 ára bekk árið 1935 og gekk í Miðbæjarskólann alla sína barnaskólatíð. Kennari okkar öll árin var Oddný Sigurjónsdóttir. Hún var skörulegur kvenmaður, einn af forgöngumönnum kvenréttinda og mikill ferðalangur," segir Pétur. Talsvert félagslíf var í skólanum. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Húsaleigubætur verði skattfrjálsar

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingflokki jafnaðarmanna, vill að húsaleigubætur verði skattfrjálsar líkt og vaxtabætur og mælti fyrir frumvörpum til laga sem hafa það að markmiði á Alþingi í vikunni. Meðflutningsmenn eru Bryndís Hlöðversdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir, þingflokki Alþýðubandalags, Guðný Guðbjörnsdóttir og Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista, og Ásta R. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 292 orð

Hvaða gögn fara í grunninn?

EKKI er tekið á því í gagnagrunnsfrumvarpi heilbrigðisráðherra hvaða heilsufarsupplýsingar verða fluttar í gagnagrunninn og engin nákvæm svör eru fáanleg um það. Í greinargerð segir að gert sé ráð fyrir að inn í grunninn fari aðallega flokkaðar og kóðaðar upplýsingar sem koma megi í tölulegt form. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Hvalreki á Suðurnesjum

LÖGREGLUNNI í Keflavík var tilkynnt um hvalreka í landi Bakkakots í Leiru í gær. Tegund hvalsins er andarnefja, en ekki er vitað nánar um stærð hennar eða aldur. Náttúrufræðistofnun var gert viðvart og mun sérfræðingur hennar kanna hræ hvalsins eftir helgina. Meira
10. október 1998 | Erlendar fréttir | 179 orð

Hægriflokkurinn einangraður

RÍKISSTJÓRN Görans Perssons stóð léttilega af sér vantrauststillögu Hægriflokksins á sænska þinginu á fimmtudag enda ákváðu hinir mið- og hægriflokkarnir þrír að styðja hana ekki. Er niðurstaðan sögð álitshnekkir fyrir Carl Bildt, leiðtoga Hægriflokksins, sem hafi ekki uppskorið annað en að einangra flokkinn. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Japis styrkir körfuboltasýningar

ÍSLENSKA útvarpsfélagið, Sýn og Japis hafa gert með sér viðamikinn samning um kostun á útsendingum frá NBA-körfuboltanum. Samningurinn gildir frá byrjun leiktímabilsins 6. nóvember nk. og felur í sér að Japis kostar allar útsendingar frá NBA á Stöð 2 og Sýn. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Jarðborinn keyptur í Mýrdalinn

Jarðborinn keyptur í Mýrdalinn Fagradal. Morgunblaðið. PÁLMI Andrésson fyrverandi bóndi í Kerlingadal í Mýrdal hefur fest kaup á þrjátíu ára gömlum jarðbor. Með bornum er hægt að bora 5 og 10 tommu holur að þvermáli. Að sögn Pálma hafa verið boraðar 300 metra djúpar holur með bornum. Meira
10. október 1998 | Smáfréttir | 34 orð

JÓEL Pálsson og hljómsveit spila í tónlistarverslun Japis, La

JÓEL Pálsson og hljómsveit spila í tónlistarverslun Japis, Laugavegi 13, milli kl. 14 og 15 til að kynna nýútkomna hljómplötu sína, Prím. Hljómsveit Jóels skipa Hilmar Jensson, gítar, Matthías Hemstock, trommur og Gunnar Hrafnsson, gítar. Meira
10. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 2011 orð

Jóhann Konráðsson Eftir Gísla Sigurgeirsson

Það gerðist fyrir langt um löngu á Suður- Brekkunni á Akureyri. Ungur drengur var að vaga þar um móana í aðgerðarleysi þegar degi var tekið að halla. Hann var langur eftir aldri og ógnarmjór, klæddur í hnébuxur, kot og moldarbrúna háleista, að þess tíma sið. Litur sokkanna var víst valinn af tillitssemi vð mæður þess tíma. Meira
10. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 229 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11 í safnaðarheimili. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Æskulýðsfundur kl. 17 í kapellu. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar. Sálmur nr. 116 lesinn og íhugaður með yfirskriftinni bænir og angur. Mömmumorgunn í safnaðarheimili frá kl. 10 til 12 á miðvikudag. Meira
10. október 1998 | Landsbyggðin | 106 orð

Kiwanismenn gefa fjarskiptatæki

Húsavík-Kiwanisklúbburinn Skjálfandi á Húsavík færði Björgunarsveitinni Garðari nýlega að gjöf fjarskiptatæki sem kosta um 500 þús. kr. Sigurgeir Aðalgeirsson afhenti gjöfina með þeim orðum að tækin myndu koma þeim vel við æfingar en vonandi þyrfti að nota þau sem sjaldnast í neyð. Meira
10. október 1998 | Fréttaskýringar | 464 orð

Kominn á heimaslóðir á ný

ÞRÁINN Guðmundsson fyrrverandi skólastjóri var um tvítugt þegar hann hóf kennslu í Miðbæjarskólanum árið 1954. Rúmum 40 árum seinna er hann aftur kominn í skólann en starfar nú sem eignafulltrúi. Meðan við göngum um gamla skólahúsnæðið rifjar hann upp atburði og minnisstæða hluti. "Í þessari stofu kenndi fröken Sigríður. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Kvikmyndasýningar fyrir börn

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru alla sunnudaga kl. 14 og nk. sunnudag verður sýnd finnska ævintýramyndin Rölli. Í fréttatilkynningu segir: "Rölli er leikin finnsk ævintýramynd sem hefur verið afar vinsæl í Finnlandi. Svið gamalla ævintýra og nútímahrellis fyrir börn fléttast saman. Þarna er fjallað á skemmtilegan hátt um umhverfis- og náttúruvernd. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Körfuboltavefur á á Netinu

MORGUNBLAÐIÐ á Netinu hefur opnað sérstakan vef sem tileinkaður er körfubolta. Á Körfuboltavefnum er að finna upplýsingar um öll lið og alla leikmenn úrvalsdeildar karla, stöðutöflu, umferðatöflu og lýsingar á öllum leikjum. Á vefnum verður fylgst með gangi leikja í úrvalsdeildinni og úrslit birt um leið og leikjum lýkur. Meira
10. október 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Landsbankinn á Selfossi 80 ára

Selfossi-Landsbankinn á Selfossi hélt nýverið upp á 80 ára afmæli útibúsins. Af því tilefni bauð bankinn bæjarbúum og öðrum gestum að koma við í húsakynnum sínum þar sem bornar voru fram veitingar. Barnakór Selfosskirkju söng og skemmti gestum ásamt umferðarálfinum Mókolli. Í upphafi störfuðu aðeins þrír menn í útibúinu við þröngan aðbúnað, í tveimur herbergjum. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

LEIÐRÉTT Ranglega farið með nafn

RANGLEGA var farið með nafn Sigurðar Rúnars Friðjónssonar, oddvita Dalabyggðar, í hluta umfjöllunar um viðhorf sveitarstjórnarmanna til breytinga á kjördæmaskipaninni. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Misritun í uppskrift Í UPPSKRIFT að "Bestu gulrótarköku í heimi" í Daglegu lífi í gær misritaðist magn lyftidufts. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 244 orð

Lengri brautir og meira athafnarými

"HÉR er mjög ólíku saman að jafna því á Gardemoen eru tvær mun lengri flugbrautir en á Fornebu þar sem er ein þokkaleg braut, meira athafnarými á flughlöðum og fleiri stæði," sagði Halldór Friðriksson, flugstjóri hjá Flugleiðum, en hann flaug í gær ásamt Bjarna Frostasyni flugmanni til Óslóar og lenti á hinum nýja velli. Þeir fljúga B 757-200 þotum. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Ljósmyndasýning í Listhúsi Ófeigs

FRÍÐA Jónsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í dag, laugardag, kl. 14. Fríða Jónsdóttir lærði ljósmyndun við Brevard Community College í Florida. Hún hefur haldið tvær samsýningar í Bandaríkjunum og eina hérlendis. Ljómyndirnar eru allar af konum utan ein og má segja að hver mynd sé draumur og/eða upplifun. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Markaðssetning hefst á harðkornadekkjum

SÝNING hefur verið opnuð í Kringlunni á harðkornadekkjum. Harðkornadekk eru íslensk uppfinning sem sótt hefur verið um einkaleyfi fyrir í öllum helstu iðnríkjum heims. Á sýningunni verða kynntir helstu kostir harðkornadekkja, niðurstöður rannsókna varðandi viðnám á ís og slit á vegum. Með sýningunni í Kringlunni hefst markaðssetning á harðkornadekkjum hér á landi. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Málþing um lífsýnasöfn

SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskólans og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi gangast fyrir málþingi um lífsýnasöfn þriðjudaginn 13. október kl. 17­19 í Odda, stofu 101. Rætt verður um söfnun, vörslu, meðferð og nýtingu lífsýna m.a. frá vísindalegu, lagalegu og siðfræðilegu sjónarmiði og með hliðsjón af drögum um frumvarpi til laga um þetta efni. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 796 orð

Með ungu fólki ­ fyrir ungt fólk

Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir (FKB) gengst fyrir málþingi undir yfirskriftinni Með ungu fólki ­ fyrir ungt fólk í Þjóðarbókhlöðunni í dag. Sóley S. Bender, lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði, stóð að stofnun fræðslusamtakanna og hefur verið formaður frá upphafi. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 530 orð

Meiri áhersla lögð á fjárhagslegt tjón

DÓMSMÁLARÁÐHERRA kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögunum. Frumvarpið fer nú til þingflokka stjórnarflokkanna og verði það samþykkt þar verður það lagt fram á Alþingi og stefnt að afgreiðslu þess í vetur, að sögn Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 630 orð

Mikil aukning í farþegaflutning- um milli ára

Á ÁRLEGUM markaðsáætlanafundi Flugleiða, sem haldinn var í vikunni með svæðisstjórum markaðssvæða, var staðfest umtalsverð aukning í starfsemi félagsins á milli ára. Af þessu tilefni var rætt við þrjá þátttakendur á fundinum. Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs, segir árangur félagsins verulegan. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Mótuð verði ný fjölskyldustefna

MENNINGAR- og friðarsamtök íslenskra kvenna hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Opinn fundur, haldinn á vegum Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna 7. október 1998 á Vatnsstíg 10, skorar á stjórnvöld að hefjast nú þegar handa um mótun fjölskyldustefnu á algjörlega nýjum grunni þar eð núverandi réttarstaða foreldra á vinnumarkaði er óviðunandi sökum glundroða, Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð

MR Norðurlandameistari

Norðurlandamót framhaldsskólasveita var haldið hér á landi um síðustu helgi. Fulltrúi Íslands að þessu sinni var Menntaskólinn í Reykjavík, sem sigraði á Íslandsmóti framhaldsskólasveita sl. vor. Úrslit mótsins sýndu enn einu sinni þá sterku stöðu sem íslenskir unglingar hafa í skákheiminum, því Menntaskólinn í Reykjavík vann öruggan sigur, hlaut 9 vinning í 12 skákum. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Námskeið um hugljómun

NÁMSKEIÐ er nefnist Hugljómun sjálfsþekkingar verður haldið í Bláfjöllum 15. til 18. október. Markmið námskeiðsins er að þátttakandinn öðlist milliliðalaust reynslu af sannleikanum. Charles Berner, bandarískur eðlisfræðingur og jógameistari, þróaði árið 1968 aðferð er sameinar aldagamla hugleiðslutækni þar sem hugleidd er spurning og tjáð til félaga. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 210 orð

Námstefna um þrávirk lífræn efni

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ gengst nk. mánudag fyrir námstefnu um þrávirk lífræn efni. Námstefnan er innlegg ráðuneytisins í umræðuna um ár hafsins sem nú stendur yfir. Umræðuefnið er nátengt mengun hafsins því þessi efni, sem eru skaðleg ef þau finnast í of miklum mæli, safnast fyrir í hafinu og mengar þar lífríkið. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Nýir menn í kirkjuráð

NÝTT kirkjuráð verður kosið á kirkjuþingi. Það skipa tveir leikmenn og tveir prestar en biskup er í forsæti. Í kirkjuráði hafa setið séra Hreinn Hjartarson, séra Sigurjón Einarsson, fyrrverandi prófastur, Helgi K. Hjálmsson og Gunnlaugur Finnsson. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Orðabókin

Dulkóðun í eina átt: Umbreyting orða eða talna í óskiljanlega runu af táknum sem ekki er hægt að rekja til baka með greiningarlykli. Gagnagrunnur: Skipulagt kerfi til að geyma tölvuskráð gögn, skipa þeim niður, vinna úr þeim og endurheimta þau. Meira
10. október 1998 | Erlendar fréttir | 511 orð

Pólitískri útlegð Sharons opinberlega lokið

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær, þegar hann tilkynnti að Ariel Sharon, fyrrverandi varnarmálaráðherra, yrði næsti utanríkisráðherra Ísraels að Sharon væri sá maður sem "best hentaði í embættið". Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 262 orð

Ráðherrar út af Alþingi

"RÁÐHERRAR mega ekki eiga sæti á Alþingi. Þó eiga þeir rétt á að taka þátt í umræðum eins oft og þeir vilja og svara fyrirspurnum." Þannig hljóðar málsgrein sú sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, vill að verði bætt við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Ráðstefna um barnamenningu

RÁÐSTEFNA um barnamenningu verður haldin í Norræna húsinu í dag, laugardag, á vegum samtakanna BIN-Norden. Ráðstefnan hefst kl. 10 og fyrstur talar Jón Karl Helgason, en erindi sitt kallar hann: Eru bókmenntir til? Fulltrúar stjórnar BIN kynna rannsóknir sínar og starf samtakanna. Eftir hádegi ræðir Bryndís Gunnarsdóttir, kennari, um barnamenningu. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Rússneskt álskip

ÁLETRANIR á rafmagnstengiboxum benda til þess að skipsflakið sem varðskipið Ægir tók í tog í fyrradag sé rússneskt og sennilega hefur það verið notað sem kapalskip á vegum sjóhersins. Svo virðist sem skipið hafi flotið á tromlunni, því engin loftrými eru sjáanleg. Flakið er úr áli, um 13 metra langt og 4,5 metrar á breidd. Meira
10. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Sana-völlurinn heyrir sögunni til

BÆJARRÁÐI Akureyrar hefur borist erindi frá Hafnasamlagi Norðurlands þar sem fram kemur að í desember nk. verði Sana-völlurinn ekki lengur til afnota fyrir íþróttafélög í bænum. Þessi ákvörðun er til komin vegna fyrirhugaðra framkvæmda við vesturbakka Fiskihafnarinnar. Þórarinn B. Meira
10. október 1998 | Erlendar fréttir | 211 orð

Saramago gagnrýnir Páfagarð

JOSE Saramago, sem í fyrradag varð fyrstur portúgalskra rithöfunda til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels, varði í gær kommúníska hugmyndafræði sína og gagnrýndi Páfagarð en þar á bæ hafa menn verið allt annað en ánægðir með verk Saramagos. "Ég þurfti ekki að hætta að vera kommúnisti til að vinna Nóbelsverðlaunin," sagði Saramago í gær. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 213 orð

"Sáttahönd til gagnrýnenda"

FRUMVARP um gagnagrunnsfrumvarp á heilbrigðissviði var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að með breytingum á frumvarpinu sé rétt fram sáttahönd til þeirra sem gert hafa athugasemdir við það. "Þær hafa allar verið mjög gagnlegar og ég tel að með þeim breytingum sem hér eru kynntar eigi að nást mjög víðtæk sátt um þetta frumvarp. Meira
10. október 1998 | Erlendar fréttir | 368 orð

Segir Jeltsín haldinn elliglöpum

RÚSSNESKUR sálfræðingur, Míkhaíl Vínogradov, segir í viðtali við breska blaðið Daily Telegraph, að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, þjáist líklega af elliglöpum. Hann sé sjúkur, geri sér ekki grein fyrir eigin athöfnum og ráði ekki við þær. Hefur hann að vísu ekki skoðað Jeltsín en segist draga þessa ályktun af því, sem hann hafi séð til hans í sjónvarpi. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Senn haldið í grunnbúðir

FJALLGÖNGUMENNIRNIR úr Fiskakletti í Hafnarfirði, sem munu klífa Ama Dablam í lok þessa mánaðar, hafa nú lokið aðlögun sinni að mestu í fjallasölum Himalaja og halda í grunnbúðir Ama Dablam á næstu dögum. Í fyrradag gengu þeir á fjallið Kala Pattar, sem er 5.545 metrum yfir sjávarmáli. Þar slógu allir leiðangursmenn persónuleg hæðarmet sín. Meira
10. október 1998 | Erlendar fréttir | 1021 orð

Skriða sem ekki verður stöðvuð?

FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í fyrradag að hefja ótímabundna rannsókn á meintum ávirðingum Bill Clintons, forseta Bandaríkjanna, og kom það ekki á óvart. Repúblikanar eru í meirihluta í deildinni en auk þess var 31 demókrati hlynntur rannsókninni, þeirri þriðju í sögu Bandaríkjanna, af ýmsum ástæðum. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð

Skylt að afhenda upplýsingar um styrki

HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál um að Einar S. Hálfdánarson lögmaður ætti rétt á að fá aðgang að upplýsingum um styrkveitingar úr Iðnlánasjóði. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Slegið á létta strengi

ÞAU slógu á létta strengi, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kristján Jóhannsson, á æfingu í gær, fyrir tónleika sem hefjast í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Þetta eru minningartónleikar um Jóhann Konráðsson, föður Kristjáns, sem lést árið 1982, en hann hefði orðið áttræður síðastliðið haust. Meira
10. október 1998 | Landsbyggðin | 53 orð

Steingrímur St.Th. sýnir í Eden

STEINGRÍMUR St.Th. Sigurðsson opnar 91. málverkasýningu sína í Eden í Hveragerði í dag, laugardag, kl. 16. Á sýningu Steingríms að þessu sinni eru 30 verk. Sýningin er opin virka daga kl. 9­19, laugardaga er opið til kl. 21, sunnudaga til kl. 20. Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. október kl. 21. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 257 orð

Stjórn BSRB andvíg gagnagrunni

STJÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja varar eindregið við að frumvarp um miðlægan gagnagrunn verði samþykkt. Í samþykkt sem stjórnin hefur gert segir að frumvarpið komi til með að hafa áhrif á frelsi til rannsókna- og vísindastarfsemi auk þess sem margvísleg álitamál komi til með að vera uppi varðandi persónuvernd. Meira
10. október 1998 | Erlendar fréttir | 165 orð

Stór fjöldagröf fundin í Bosníu

FJÖLDAGRÖF sem fannst nálægt bænum Zvornik í Bosníu í vikunni er talin sú stærsta sem fundist hefur eftir Bosníustríðið, en þar eru sennilega um 300 múslimar grafnir, að því er embættismenn skýrðu frá í gær. Meira
10. október 1998 | Erlendar fréttir | 121 orð

Sölumaður mannslíffæra handtekinn

LÖGREGLAN í Róm handtók í vikunni Bandaríkjamann sem grunaður er um að stunda sölu mannslíffæra á Netinu. Er talið að maðurinn sé hluti af bandarískum glæpahring sem staðið hefur að ólöglegri sölu líffæra úr fólki frá Indlandi, Kína, Kambódíu og löndum Suður-Ameríku. Segir í frétt AP-fréttastofunnar að maðurinn sé 48 ára gamall Los Angeles-búi. Meira
10. október 1998 | Erlendar fréttir | 104 orð

Talebanar sleppa fimm Írönum

ÍRANSKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að talebanar í Afganistan hefðu sleppt úr haldi fimm Írönum og sent þá heim á leið. Kom fram í frétt íranska ríkissjónvarpsins að lausn mannanna væri afrakstur milligöngu sendiherra Írans í Saudi- Arabíu og Afgana sem búsettur er í Saudi-Arabíu. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð

Tekjur maka hafi ekki áhrif

LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um að tekjur maka hafi ekki áhrif á tekjutryggingu lífeyrisþega. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Ásta R. Jóhannesdóttir, þingflokki jafnaðarmanna, og mælir hún fyrir frumvarpinu í næstu viku. Meira
10. október 1998 | Landsbyggðin | 191 orð

Tjón einstaklinga á tækjum verður bætt

STJÓRN Akranesveitu hefur ákveðið að bæta einstaklingum tjón sem þeir urðu fyrir vegna spennuhækkunar rafmagns 30. september sl. Þetta ætlar hún að gera þrátt fyrir að stjórnin telji að bótaskylda sé óljós. Ákvörðun um þetta er tekin í samráði við Vátryggingafélag Íslands, tryggingafélag Akranesveitu, og er tjónið bætt án viðurkenningar á bótaskyldu. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 3435 orð

Undir lás og slá

Hvernig verður nafnleynd tryggð við söfnun heilsufarsupplýsinga í miðlægan gagnagrunn? Hversu örugg er dulkóðun? Hvaða eftirlit verður haft með starfsemi grunnsins? Ómar Friðriksson lýsir nýjum kröfum heilbrigðisyfirvalda um lágmarksöryggi gagnagrunnsins og hugmyndum Íslenskrar erfðagreiningar um nafnleyndarkerfi grunnsins. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Upplýst samþykki

Hvað er upplýst samþykki skjólstæðinga við vísindamenn og heilbriðisþjónustuna? Á morgun verður 8. gr. frumvarps um gagnagrunninn, sem fjallar um réttindi sjúklinga, skoðuð í ljósi siðfræði rannsókna um upplýst samþykki og sjálfræði einstaklingsins. Meira
10. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Verðbréfadagar Búnaðarbankans

Verðbréfadagar Búnaðarbankans VERÐBRÉFADAGAR voru haldnir í útibúi Búnaðarbankans á Akureyri í vikunni, þar sem kynntir voru áhugaverðir fjárfestingarkostir. Ráðgjafar Búnaðarbankans Verðbréfa ásamt starfsfólki útibúsins veittu ráðgjöf um verðbréf og verðbréfasjóði. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 577 orð

Þjóðhagslegur ávinningur 92 milljarðar 1966­1997

ÞJÓÐHAGSLEGUR ávinningur af þeirri stóriðjustefnu sem Landsvirkjun hefur haft veg og vanda af sem raforkusöluaðili á árabilinu 1966­1997 nemur um 92 milljörðum króna að núvirði á verðlagi ársins 1997 og er þá miðað við 4% reiknivexti sem eru rúmlega meðalraunvextir Landsvirkjunar á þessu tímabili. Þessi ávinningur jafngildir um 0,5% af vergri landsframleiðslu á hverjum tíma á umræddu tímabili. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Þröstur vann fjórðu skákina í röð

ÍSLENSKA sveitin á ólympíuskákmótinu í Elista í Kalmykíu tefldi við Kasakstan í 10. umferð í gær. Að sögn Áskels Arnar Kárasonar, fréttaritara blaðsins á mótinu, voru menn nokkuð bjartsýnir fyrir þessa viðureign, þótt andstæðingarnir séu með jafnt lið, sem er átta sætum ofar en Ísland, skv. styrkleikaröðinni. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 716 orð

Öryggi tryggt með samspili margra þátta

HJÁ Skýrr hf. er sennilega að finna stærsta miðlæga gagnagrunn sem komið hefur verið á fót hér á landi. Athyglisvert er að skoða reynslu Skýrr af starfrækslu grunnsins og hvernig öryggi upplýsinganna er tryggt þegar rætt er um að koma á fót miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Meira
10. október 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

(fyrirsögn vantar)

Í tilefni aldarafmælis Guðmundar G Hagalíns rithöfundar birtir Lesbók greinar, þar sem fjallað er um manninn og ritverk hans og einnig samtal við Unni Hagalín. Dagur Dagbókarinnar haldinn í vikunni Leikrit um Miklabæjar - Solveigu frumsýnt í Þjóðleikhúsinu "Ég reyni að gera mitt besta á hverjum degi, Meira

Ritstjórnargreinar

10. október 1998 | Staksteinar | 355 orð

»Fordæmin í máli Technopromexport VINNAN, málgagn Alþýðusambands Íslands, fjal

VINNAN, málgagn Alþýðusambands Íslands, fjallar í leiðara um þau mál, sem komið hafa upp vegna rússneska verktakafyrirtækisins Technopromexport að undanförnu, en fyrirtækið hefur eins og kunnugt er af fréttum unnið að uppsetningu raflínu, svokallaðri Búrfellslínu 3A. Meira

Menning

10. október 1998 | Fólk í fréttum | 98 orð

Aftur og nýbúnir

Á MEÐAN kvikmyndaáhorfendur streyma til að sjá stórmyndina Björgun óbreytts Ryan, með Tom Hanks í aðalhlutverki undir leikstjórn Steven Spielbergs, eru kapparnir með annað verkefni í bígerð um seinni heimsstyrjöldina. Meira
10. október 1998 | Margmiðlun | 440 orð

Á hvolf, á hlið og í hringi

Forsaken, leikur fyrir Nintendo 64 frá Acclaim. FYRIRTÆKIÐ Acclaim hefur hefur átt miklum vinsældum að fagna vegna leikja sinna og þá ekki síst þrívíddarleikja. Leikurinn Forsaken er þar engin undantekning. Meira
10. október 1998 | Fólk í fréttum | 77 orð

Beðið eftir Van Gogh

HÉR sést listaneminn Helen Burnham frá New York University skoða sjálfsmynd listamannsins Vincent Van Gogh frá 1886. Sýning á verkum listamannsins stendur nú yfir í National Gallery í Washington, en hún hófst 4. október. Myndirnar koma frá Van Gogh safninu í Amsterdam og mun sýningin standa fram í janúar. Meira
10. október 1998 | Fólk í fréttum | 589 orð

Byssur og kynlíf

STÓRBORGARLÖGGAN (Metro) var sýnd sl. laugardag með Eddie Murphy í aðalhlutverki. Maður bjóst að vísu við miklu frá Eddie en þetta lenti út í venjulegum reyfara og má kalla það synd og skömm fyrir svo góðan leikara sem Eddie er. Hann leyfði sér engan afburða munnsöfnuð, eins og hann er vanur, og var að eltast við fallega konu af meiri áhuga en hann sýndi bófunum. Meira
10. október 1998 | Fólk í fréttum | 145 orð

Dularfull málsókn Frasiers

KELSEY Grammer, sem leikur hinn vammlausa dr. Crane í Frasier, hefur höfðað mál gegn netfyrirtækinu Internet Entertainment Group sem er frægast fyrir að selja einkamyndband með Pamelu Anderson og Tommy Lee. Er það orðið eitt söluhæsta "klámmyndband" allra tíma. Ekki hefur fengist uppgefið út á hvað málshöfðunin gengur. Meira
10. október 1998 | Fólk í fréttum | 108 orð

Elvis lifir!

NÚ er best að halda niðri í sér andanum því það hefur sést til Elvis Presley. Nei, það var ekki á einhverjum hamborgarastað í Memphis eða í kristalskúlu spákonunnar, heldur á myndbandi. Meira
10. október 1998 | Fólk í fréttum | 578 orð

Endurkoma úr geimnum

ÁRIÐ 1995 skilaði vísindatryllirinn Species rúmlega 100 milljónum dollara í tekjur og fyrir Frank Mancuso jr., framleiðanda myndarinnar, var það ekki erfið ákvörðun að gera framhaldsmynd um svipað efni. Hann segir að í byrjun hafi það ekki verið ætlunin að gera aðra mynd og lykillinn að velgengni sé að endurgera ekki sömu myndina aftur og aftur. Meira
10. október 1998 | Fólk í fréttum | 214 orð

Hatrammir vinir Stærsta sort (XXL)

Framleiðendur: Alain Goldman. Leikstjóri: Ariel Zeitoun. Handritshöfundar: Florence Quentin. Kvikmyndataka: Philippe Pavans de Ceccatty. Tónlist: Goran Bregovic. Aðalhlutverk: Machel Boujenah, Gérard Depardieu, Gina Lollobrigida, Elsa Zylberstein, Gad Elmaleh. 92 mín. Bandaríkin. Skífan 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
10. október 1998 | Margmiðlun | 385 orð

Hvað um Windows CE?

Eins og getið er í greininni um Psion 5 notar hún eigin stýrikerfi, EPOC32, sem er 32 bita fjölvinnslustýrikerfi. Önnur vinsæl smátölva, PalmPilot, notar einnig eigið stýrikerfi, PalmOS. Hvort tveggja er vitanlega eitur í beinum Microsoft sem setti saman sérstaka fituskerta útgáfu af Windows, Windows CE, til að bregðast við þessu. Meira
10. október 1998 | Fólk í fréttum | 148 orð

Hættuleg móðir Fullkomna mamman (The Perfect Mother)

Framleiðandi: Colleen Nystedt. Leikstjóri: Peter Levin. Handritshöfundur: Karen Clark. Kvikmyndataka: Jan Kiesser. Tónlist: Mark Snow. Aðalhlutverk: Tine Daly, Ione Skye, Dee Wallace Stone. 89 mín. Bandaríkin. Bergvík 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
10. október 1998 | Fólk í fréttum | 680 orð

Höfundur í lygavef

HOWARD Spitz (Kelsey Grammer) er rithöfundur sem skrifar sakamálasögur undir dulnefninu Vance Kirby, en sögurnar hans eru í einu orði sagt lélegar. Þær eru reyndar svo lélegar að útgefandinn hans neitar harðlega að gefa út nýjustu söguna hans. Þetta er mikið vandamál fyrir Howard því hann er margbúinn að lofa lánardrottnum sínum fyrirframgreiðslunnni sem hann átti von á fyrir söguna. Meira
10. október 1998 | Fólk í fréttum | 314 orð

Karlmenn ekki eins erótískir ­ að ofan

FATAFELLUDANSMÆR í New York tapaði áfrýjun til hæstaréttar Bandaríkjanna vegna málshöfðunar gegn borgaryfirvöldum í kjölfar þess að þau hafa bannað dansmeyjum að bera sig að ofan. Fatafellan, sem kallar sig "Vanessa Doe", hélt því fram að þetta væri mismunun, þar sem henni væri meinað að fara úr að ofan en ekkert þætti athugavert við að karldansarar gerðu slíkt hið sama. Meira
10. október 1998 | Fólk í fréttum | 616 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Bíórásin6.00, 12.35, 2.00 Lævís og lipur (Kind Hearts and Coronets '49). Ein af hinum klassísku, bleksvörtu, hábresku satírum, gjarnan kenndum við framleiðandann, Ealing Studios, frá því um miðbik aldarinnar. Alec Guinness óborganlegur í hlutverkum átta fórnarlamba í erfðamáli. Meira
10. október 1998 | Leiklist | 773 orð

Lykt í leikhúsi

Höfundur: David Hare. Þýðandi: Árni Ibsen. Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Leikarar: Friðrik Friðriksson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Föstudagur 9. október. Meira
10. október 1998 | Fólk í fréttum | 73 orð

Reynolds á hausnum

LEIKARINN Burt Reynolds, sem síðast var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Boogie Nights, hefur nú samið við skuldunauta sína um að greiða skuldir sínar upp á næstu þremur árum, en gjaldþrotamál hans var fyrir rétti í West Palm Beach í Flórída. Meira
10. október 1998 | Fólk í fréttum | 363 orð

Síðasta karlavígið fallið

"HUGMYNDIN hafði kviknað aftur og aftur og við erum fyrst að ná þeim þroska núna að okkur sé treystandi fyrir lærlingum," segir Karl Ágúst Úlfsson og brosir karlrembulega. Hann iðrast svo greinilega og bætir við: "Nei, svona í alvöru þá var það farið að þrengja að okkur að hafa ekki möguleika á kvenpersónum án þess að það væri í hálfkæringi. Meira
10. október 1998 | Margmiðlun | 988 orð

Öflug og handhæg vasatölva Fátt er leiðinlegra en sitja á flugstöð eða í flugvél að mestu aðgerðalaus þegar tímanum mætti verja

FYRR á árinu héldu stjórnendur Phillips í Evrópu markaðsfund hér á landi. Meðal gesta þar var Simon Bambach, forsvarsmaður jaðartækjasviðs Phillips í Evrópu. Í spjalli við Morgunblaðið lét hann þau orð falla að í viðskiptaheimi nútímans skipti einstaklingsframleiðni mestu máli; það skipti öllu að fylgjast vel með; að vera í sambandi hvaðan sem er hvenær sem er. Meira
10. október 1998 | Margmiðlun | 309 orð

(fyrirsögn vantar)

Intel hefur í nógu að snúast; í vikunni kynnti fyrirtækið nýjan 450 MHz Pentium II örgjörva sem kallast Xeon og nýjustu fréttir herma að fyrirtækið stefni að því að miða Pentium II í átt að 500 MHz. Xeon- örgjörvinn er ætlaður fyrir netþjóna, enda er hann með mjög aukið biðminni og verðlagður eftir því. Meira

Umræðan

10. október 1998 | Aðsent efni | 2739 orð

Andrúmsloft á geðdeildum

ÞAR sem hann sat í bílnum og starði á spegilsléttan Hvalfjörðinn velti hann því fyrir sér hvort æðarkollurnar sem lónuðu á haffletinum skildu angist hans. Það var síðsumarskvöld, eitt af þessum kyrru ágústkvöldum sem fá mann til að staldra við og hlusta á andardrátt náttúrunnar allt í kring. Hann var á leið með föður sínum til Reykjavíkur þar sem átti að leggja hann inn á geðsjúkrahús. Meira
10. október 1998 | Bréf til blaðsins | 172 orð

Auðlindin og almúginn

DAVÍÐ Oddsson talar nú fjálglega um að veita almenningi tækifæri til að kaupa hlut í úvegsfyrirtækjum svo allir geti grætt á auðlindinni. Hver er þessi almenningur? Eru það e.t.v. þeir, sem höfðu það litlar tekjur að þeir græddu engan tekjuskatt fyrir síðustu skattalækkun, Meira
10. október 1998 | Aðsent efni | 283 orð

Bændur í órétti?

ÞAÐ ófremdarástand sem ríkt hefur á þjóðvegum landsins sökum lausagöngu búfjár hefur að sumra áliti stafað af ábyrgðarleysi bænda. Þeir hafa hvorki þurft að bíða fjárhagslegt tjón af því að missa búfé sitt fyrir bifreiðar né greiða ökumanni eða bifreiðareiganda bætur. Þvert á móti hafa þeir oftast hagnast á óhöppunum. Meira
10. október 1998 | Bréf til blaðsins | 140 orð

Fleiri ferðamenn

HÉR á eftir koma ábendingar undirritaðs um hvernig fjölga megi erlendum ferðamönnum á landsbyggðinni. Flestir erlendir ferðamenn ferðast á ódýrustu fargjöldum Flugleiða og eiga þar af leiðandi aðeins rétt á "stop over" í þrjá sólarhringa í annarri leiðinni. Svo skammur tími gefur þeim ekki tækifæri til að fara langt út fyrir borgarmörkin. Meira
10. október 1998 | Aðsent efni | 626 orð

Geðheilbrigði og mannréttindi

ALÞJÓÐLEGUR geðheilbrigðisdagur 10. október er að þessu sinni helgaður geðheilbrigði og mannréttindum. Það er ekki að ófyrirsynju. Það vita allir að mannréttindi geðveiks fólks voru áður lítils virt og um það geymir sagan mörg átakanleg dæmi. Sem betur fer hefur orðið mikil breyting á aðstæðum, umönnun og meðhöndlun geðveikra. Meira
10. október 1998 | Bréf til blaðsins | 458 orð

Hafa íslenskir knattspyrnumenn ekkert vit á fótbolta? Sveini Guðjónssyni:

Í ÁRLEGU lokahófi knattspyrnumanna útnefndu leikmenn efstu deildar David Winnie, varnarmann úr KR, besta leikmann sumarsins. Við val sitt hafa leikmenn sjálfsagt stuðst við reynslu sína á knattspyrnuvellinum og komist að þeirri niðurstöðu að Winnie hafi verið sá leikmaður, sem erfiðast var að leika gegn á nýliðinni leiktíð. Meira
10. október 1998 | Bréf til blaðsins | 460 orð

Kenna þarf sjónvarpsmönnum á klukku

GETUR ekki einhver kennt útsendingarstjórum ríkissjónvarpsins á klukku? Eða eru þeir allir svo önnum kafnir við að spila tónlistarmyndbönd frá Jóni í Skífunni þar sem engilsaxneskir poppsöngvarar engjast eins og maðkar á öngli og hrína brunasöngva og ástarbrímarapp á besta tíma fyrir kvöldfréttir? Brjóta með því samþykkt útvarpsráðs, Meira
10. október 1998 | Aðsent efni | 445 orð

Mannréttindi og geðheilbrigði

Í FYRRA var alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn helgaður málefnum barna og unglinga. Í kjölfar dagsins hefur heilmikil umræða og vinna farið af stað á geðheilbrigðisstofnunum. Endanlegar tillögur Drög að tillögum um úrbætur í málefnum barna og unglinga sem kynntar voru í fyrra af starfshópi skipuðum af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra eru nú orðnar endanlegar. Meira
10. október 1998 | Aðsent efni | 524 orð

Miðbæjarskólinn 100 ára

Í DAG, 10. október, verður haldið upp á 100 ára vígsluafmæli Miðbæjarskólahússins. Þennan sama dag fyrir einni öld var húsið vígt með viðhöfn og skólinn tók til starfa. Bygging skólans markaði tímamót í fræðslumálum Reykjavíkur og húsið hefur alla tíð síðan verið miðstöð mennta- og menningarmála. Meira
10. október 1998 | Aðsent efni | 524 orð

R-listinn og heilsugæsla í Grafarvogi

HINN 8. september sl. voru heilbrigðisráðherra afhent mótmæli yfir 1.000 Grafarvogsbúa gegn áformum um að leggja niður heilsugæslustöðina við Hverafold, þegar ný heilsugæslustöð rís í Spönginni, norðar í Grafarvogshverfi. Vildu þeir að fleiri en ein heilsugæslustöð þjónaði íbúum Grafarvogs í framtíðinni. Meira
10. október 1998 | Aðsent efni | 513 orð

Sinnum forvörnum!

ÞAÐ eru engin ný sannindi að hollt, fjölbreytt mataræði og hreyfing sé hverjum manni nauðsynleg til að halda sem bestri heilsu, bæði líkamlegri og andlegri. Á undanförnum árum hefur orðið mikil vakning í þá átt að auka forvarnir og reyna að koma í veg fyrir sjúkdóma. Landssamtökin Beinvernd á Íslandi voru stofnuð í Reykjavík að tilhlutan landlæknis í þessu skyni í mars 1997. Meira
10. október 1998 | Aðsent efni | 556 orð

Stefnumótun í málefnum geðsjúkra

Í DAG er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Kjörorð dagsins eru "mannréttindi og geðheilbrigði" og með þeim orðum er m.a. vakin athygli á þeirri hættu að almenn mannréttindi séu fyrir borð borin hjá þeim sem eiga við geðsjúkdóm að stríða. Fjölbreytt dagskrá verður í Reykjavík í tilefni dagsins og Kiwanismenn munu selja K-lykilinn um land allt. Meira
10. október 1998 | Aðsent efni | 437 orð

Ungir sprotar

AÐ GEFNU tilefni langar mig að hreyfa við atriðum sem ég tel að skipti miklu máli varðandi batahorfur og eðlilegt líf hjá ungum einstaklingum sem hafa greinst með geðsjúkdóm. Það er ekki sama á hvaða aldri einstaklingur er þegar hann veikist í fyrsta sinn. Meira

Minningargreinar

10. október 1998 | Minningargreinar | 164 orð

Bjarni Sigurðsson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 126 orð

BJARNI SIGURÐSSON

BJARNI SIGURÐSSON Bjarni Sigurðsson fæddist á Vigdísarstöðum 12. ágúst 1910. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 28. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Sigurður Bjarnason, f. 1.1. 1880, d. 29.12. 1940, bóndi á Vigdísarstöðum, og Ingibjörg Daníelsdóttir, f. 19.11. 1879, d. 11.10. 1970. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 142 orð

Björg Jóhanna Jónsdóttir

Elsku Björg, nú kveð ég þig og vil þakka þér fyrir allar samverustundirnar sem við áttum saman, það var alltaf svo gott og notalegt að koma að Miðbælisbökkum því móttökurnar voru alltaf svo hlýjar og góðar. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 211 orð

Björg Jóhanna Jónsdóttir

Elsku Björg amma, mér þykir svo leitt að þú ert farin. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar okkar saman og allt sem þú hefur kennt mér. Það var alltaf svo gott að koma og fá að kúra hjá þér í rúminu þínu. Þú hafðir svo gaman af því þegar ég kom með Kalla kanínu í sveitina. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 264 orð

Björg Jóhanna Jónsdóttir

Í fáum orðum viljum við kveðja kæra vinkonu, Björgu Jóhönnu Jónsdóttur. Elsku Björg, þótt þú værir búin að vera slöpp til heilsunnar um langt skeið þá veldur alltaf frétt af fráfalli góðrar vinkonu alltaf trega og söknuði, en vekur jafnframt upp góðar minningar frá liðnum árum. Við kynntumst þér árið 1992 þegar leiðir barna okkar lágu saman. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 213 orð

Björg Jóhanna Jónsdóttir

Æi mamma, af hverju? spurði ég þegar mamma sagði mér að Björg amma væri dáin. Hún sem ætlaði til Ísafjarðar næsta sumar, eins og við Anita Björg fórum saman í sumar, en við fórum alla leið vestur á Flateyri þar sem amma átti heima þegar hún var ung. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 375 orð

Björg Jóhanna Jónsdóttir

Haustlaufin falla, kveður sumar og vinirnir með. Ég staldra við og hugsa um liðna tíma. Reglulegur partur af tilverunni er að skreppa út að Bökkunum að leika við frændsystkinin. Óskar frændi og Björg gefa sér alltaf tíma til að spjalla við okkur systkinin. Við finnum að við erum meðal vina og bindumst böndum kærleika og vináttu sem fært hefur styrk og yl í gegnum árin. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 264 orð

BJÖRG JÓHANNA JÓNSDÓTTIR

BJÖRG JÓHANNA JÓNSDÓTTIR Björg Jóhanna Jónsdóttir, Miðbælisbökkum, Austur-Eyjafjöllum, fæddist í Vestmannaeyjum 2. ágúst 1924. Hún lést 2. október síðastliðinn. Foreldrar Bjargar voru Jón Magnússon, skósmiður á Flateyri, f. 22.4. 1895, d. 29.4. 1957, og Elín María Jónsdóttir, húsmóðir, f. 24.12. 1903, d. 16.11. 1977. Systkin Bjargar: 1) Guðjón, f. 1.8. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 690 orð

Guðlaug Sveinbjörnsdóttir

Sveinbjörn, faðir Laugu, var bróðir Ingvars afa míns og nafna og var kært með þeim bræðrum og þeirra fjölskyldum. Eins og fjölmargir strákar nutum við bræðurnir þeirrar gæfu að fá að fara í sveit á sumrin og vorum í Uppsölum hver á eftir öðrum. Egill var þar 1951-1954, ég tók við árið 1955 og var fram til 1961, en Guðmundur Ómar 1960-1964. Þetta voru miklir dýrðardagar hjá okkur öllum. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 1056 orð

Guðlaug Sveinbjörnsdóttir

Á þessu blíða og lognværa hausti hefur náttúran skartað spariklæðum í allri sinni litadýrð. Alltaf kemur þó að því að laufin falla og blómin deyja. Við vitum að það verður ekki umflúið. Hitt var óvænt og sviplegt, að hún Lauga vinkona mín skyldi slást í för með því sem hnigið hefur til moldar á þessu hausti. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 92 orð

GUÐLAUG SVEINBJöRNSDÓTTIR

GUÐLAUG SVEINBJöRNSDÓTTIR Guðlaug Sveinbjörnsdóttir fæddist í Uppsölum, Hraungerðishreppi, Árnessýslu, 14. júní 1927. Hún lést á heimili sínu 4. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Friðbjörg Jónsdóttir, f. 30. júlí 1883, d. 27. maí 1964, og Sveinbjörn Björnsson, f. 5. september 1887, d. 4. nóvember 1953, bóndi í Uppsölum. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 452 orð

Herbert Gíslason

Nú er hann Herbert Gíslason fallinn frá, Hebbi eins og hann var jafnan kallaður. Fyrstu kynni mín af Herberti voru þegar ég sem lítill drengur fékk að fara með ömmu minni og afa í ferðalag ásamt flokki "Óháðra borgara" í Hafnarfirði. Þar sá ég þennan mann fyrst og ég man að ég spekúleraði mikið í honum því hann var stór maður frekar, hafði skrítið göngulag og lá frekar hátt rómur. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 26 orð

HERBERT GÍSLASON

HERBERT GÍSLASON Herbert Gíslason fæddist í Neskaupstað 28. desember 1927. Hann varð bráðkvaddur mánudaginn 21. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 9. október. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 154 orð

Hólmfríður Þórdís Ingimarsdóttir

Elsku amma mín, nú ertu komin til Karls afa, en þar veit ég að þér líður vel. Þú varst alltaf svo góð við mig. Ég vil kveðja þig með orðum Sigurðar Helga Guðmundssonar, Ástarkveðja. Ég kveð um ást og kveðju sendi ég þér og kvöldgolan flytur þér óminn frá hjarta mér. Þú varst mér sólin er vermdi hinn veika reyr vaktir það allt sem án hennar birtu deyr. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 526 orð

Íris Eggertsdóttir

Elsku hjartans Íris frænka. Það er mikill söknuður í hjörtum okkar er við skrifum þessar línur. Það dynja yfir mann margar spurningar en fátt um svör. Það er sárt er veikindin ná yfirhöndinni og enginn mannlegur máttur getur gert neitt til að lækna. Erfitt er að hugsa sér það að þú sért farin yfir móðuna miklu. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 334 orð

Íris Eggertsdóttir

Nú þegar elskuleg Íris okkar er borin til hinstu hvílu viljum við minnast hennar í nokkrum orðum. Aldrei grunaði okkur þegar þú greindist með krabbamein fyrir ári síðan að svona myndi fara. Lífið án þín er snautt en minningarnar sem við eigum lifa. Við kynntumst fyrst er við unnum saman hjá byggingarvöruverslun Kaupfélags Suðurnesja, Járn og skip. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 461 orð

Íris Eggertsdóttir

Elsku Íris. Aldrei hefðum við getað ímyndað okkur að svo fljótt kæmi að kveðjustund. Við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Nú stöndum við vanmáttug. Þetta er svo óréttlátt, svo ótrúlegt, svo sárt að horfa á eftir vinkonu og ungri móður í blóma lífsins. Það var erfitt að vera í fjarlægu landi þegar þú greindist með krabbamein og háðir baráttu þína við þennan illvíga sjúkdóm. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 148 orð

Íris Eggertsdóttir

Íris Eggertsdóttir fæddist á Akranesi, hinn 24. nóvember 1971. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 5. október 1998. Foreldrar hennar eru Eygló Björg Óladóttir, f. 16.8. 1945, og Eggert B. Sigurðsson, f. 12.10. 1929. Íris ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, Kristni Þorsteinssyni, f. 28.12. 1944 frá 6 ára aldri í Keflavík. Hálfbræður hennar eru: Viðar, f. 18.12. 1979, d. 24. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 298 orð

Íris Eggertsdóttir

Fyrir utan glugga blæs nú harður haustvindur sem þyrlar upp ótölulega mikilli mengd fallinna trjálaufa. Laufa sem fyrir svo skömmu glöddu augað með skrúði sínu og fegurð, en nú er eins og náttúran öll taki á sig hjúp dauða og dvala. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 1402 orð

Íris Eggertsdóttir

Það leitar margt á hugann þegar ég horfi til baka við fráfall æskuvinkonu minnar Írisar Eggertsdóttur. Rúmlega 21 ár er síðan ég kynntist henni Írisi. Ég man daginn sem þú fluttir á Birkiteiginn eins og það hafi verið í gær. Ég var úti að hjóla þegar ég heyrði einhvern kalla á mig. Ég leit við og sá þá þig. Ég hafði hitt þig einu sinni áður í fermingarveislu hjá henni Lilju hálfsystur minni. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 412 orð

Íris Eggertsdóttir

Gamall maður stendur í dag við gröf elskaðrar einkadóttur sinnar. Hann er niðurlútur, enda er byrði hans þung, hann horfir á eftir sólargeislanum sínum og gröfin er dimm. Við hlið hans er eiginmaðurinn trúi og dyggi, sem stóð eins og klettur við hlið konu sinnar í þeirri orrahríð sem að henni var gerð með veikindum hennar. Sonurinn litli, tæplega fjögurra ára, er í öruggum höndum á erfiðri stund. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 120 orð

Íris Eggertsdóttir

Vertu sanngjarn, vertu mildur. Vægðu þeim, sem mót þér braut. Bið þinn guð um hreina hjarta. Hjálp í lífsins vanda og þraut. Treystu því að þér á herðar. Þyngri byrði ei varpað er. En þú hefur afl að bera. Orka blundar, næg er þér. Þerraðu kinnar þess er grætur. Þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 370 orð

Íris Eggertsdóttir

Að setjast niður og skrifa minningargrein um þig, elsku Íris mín, er erfiðara en tárum taki. Það voru alger forréttindi að fá að eiga hlutdeild í lífi þínu, mun ég ávallt þakka guði fyrir þá gjöf. Þú gafst syni mínum alla þína ást og þú settir allt þitt traust á hann. Þú varst besta mamma sem hægt var að óska sér fyrir litla ömmustrákinn minn. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 653 orð

Íris Eggertsdóttir

Elsku Íris, þegar ég kynntist þér fyrst og allri þeirri lífsgleði sem ávallt fylgdi þér hefði ég aldrei getað séð fyrir að ég ætti eftir að setjast niður til að skrifa grein til minningar um þig. Og þótt ég vildi segja svo margt er erfitt að finna hugsunum sínum orð á stundum sem þessari. Þakklæti er mér þó ofarlega í huga en engin orð gætu nokkru sinni komið því til skila á fullnægjandi hátt. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 255 orð

Íris Eggertsdóttir

Elsku Íris mín, ekki trúði ég að þessi illkynjaði sjúkdómur drægi þig til dauða. En við vitum að þú lifir þó svo að þú sért burt farin frá okkur. Ég á erfitt með að skrifa þessar línur því tárin renna niður vanga mína í sorg minni. Þú varst svo yndislega góð dóttir og góð húsmóðir, svo ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér í ríki föðurins. Ó, þú barðist hetjulega við sjúkdóm þinn. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 158 orð

Íris Eggertsdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 173 orð

Íris Eggertsdóttir

Nú er búið að taka elsku Írisi systur mína frá mér og mörgum öðrum. Vonandi fer hún til betri heima. Við áttum margar góðar stundir saman. Það var alltaf gott að sjá bílinn hennar fyrir utan húsið og að hún var komin í heimsókn. Þegar ég var kominn með lubba þá langaði hana mest til að ná í skæri og klippa mig stutt. En ég tók það aldrei í mál. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 260 orð

Jens Guðmundsson

Ef ég væri skáld myndi ég núna setjast við og yrkja ljóðabálk um Jens á Reykhólum. En ég er ekki skáld og því get ég bara sett á blað nokkrar línur til minningar um þennan stórbrotna mann sem nú er genginn á fund feðra sinna. Jens kenndi mér og fleiri systkinum mínum þegar við fórum að sækja skóla á Reykhólum. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 346 orð

Jens Guðmundsson

Afi var stór maður í augum okkar barnabarnanna. Hann var líkamlega stór og sterkur, með svo þykkar hendur að við gátum fram á unglingsár falið hnefana í lófum hans. Hann var líka stór andlega, hafði skoðanir og hugsjónir sem hann beitti sér fyrir eftir mætti. En hann var fyrst og fremst stór í lífi okkar. Öll höfum við notið þess að vera hjá honum og ömmu til lengri eða skemmri tíma. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 842 orð

Jens Guðmundsson

Heiðursmaður er genginn. Á tímamótum sem þessum koma fram í hugann minningar frá löngu liðnum árum, heiman úr sveitinni okkar sem nú kveður einn af sínum dugmestu sonum, Jens Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóra á Reykhólum. Þar í sveit fæddist hann, þar sleit hann barnsskónum, þar átti hann alla tíð lögheimili og starfaði þar mestan hluta ævinnar og þar kvaddi hann þennan heim 29. sept. sl. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 454 orð

Jens Guðmundsson

Þá er hann Jens minn blessaður tilbúinn til brottfarar og kvaddur af vinum og venslafólki. Ég náði tali af honum daginn fyrir brottför hans. Aðeins brugðum við á glettna umræðu, en samt fann ég að mikið var honum brugðið frá því sem venjulegt var. Án sérstaks tilefnis eða hugboðs um, hversu framorðið var á lífshlaupi hans, minntist ég á þessa ófrávíkjanlegu brottför okkar allra. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 419 orð

Jens Guðmundsson

Það var í janúar 1964 að ég fluttist í Reykhólasveitina til tilvonandi eiginmanns, Jóns Snæbjörnssonar og foreldra hans, Unnar og Snæbjarnar á Stað. Það liðu ekki margir dagar þangað til ég var drifin inn að Reykhólum í heimsókn til Jens Guðmundssonar og Jóhönnu Ebenezerdóttur. Ég var ung og kvíðin, öllum ókunnug, en kvíðinn var óþarfur í þetta sinn. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 527 orð

Jens Guðmundsson

Kynni okkar Jens ná aftur til þess tíma er ég gekk hjá honum í barnaskóla. Menntun barna í Reykhólasveit var þá með þeim hætti að þau byrjuðu í skóla 9 ára gömul og luku fullnaðarprófi 12 eða 13 ára. Hópnum var skipt upp í yngri og eldri deild sem voru til skiptis í skólanum, 3 mánuði á ári hvor hópur. Jens var eini kennarinn og sá um alla kennslu frá árunum 1947 til 1970. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 593 orð

Jens Guðmundsson

Kennarar víða á Íslandi hafa ekki eingöngu lagt sig fram við kennslustörf í lélegum húsakynnum og sumir lagt fram fé úr eigin sjóðum til úrbóta fyrir nemendurna. Einn þeirra var sá er hér skal minnst. Eitt áhugamál ungmennafélaga Reykhólasveitar var að reisa steinsteypta sundlaug. Árið 1947 var Jens Guðmundsson orðinn skólastjóri í heimasveit sinni. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 405 orð

Jens Guðmundsson

Gott er að eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti við fólk á lífsleiðinni, en sérstakt er að eignast raunverulega vini. Þegar Jens Guðmundsson skólastjóri er nú allur erum við sammála um það í fjölskyldu minni að við höfum misst vin og velgjörðarmann. Kynni mín af Jens hófust með því að ég var í heimsókn hjá sóknarpresti og skólafélaga mínum, séra Sigurði H. Guðmundssyni. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 284 orð

JENS GUÐMUNDSSON

JENS GUÐMUNDSSON Jens Guðmundsson fæddist á Kinnarstöðum í Reykhólasveit 24. október 1914. Hann lést 29. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Helgason, bóndi á Skáldstöðum, f. 9.11. 1880, d. 30.1. 1958, og kona hans Jóhanna Magnúsdóttir, f. 15.5. 1891, d. 14.4. 1973. Systkini: Magnús, f. 17.1. 1919, d. 15.11. 1992; Helgi Kristján, f. 3. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 820 orð

Jón Valgeir Illugason

Valgeir frændi minn var fæddur í Reykjahlíð og átti heima þar alla tíð. Þar bjuggu foreldrar hans og stunduðu búskap. Í Reykjahlíð bjuggu þá þrír bræður og ein systir undir sama þaki í nýbyggðu steinhúsi, börn Einars Friðrikssonar og Guðrúnar Jónsdóttur sem höfðu keypt Reykjahlíð og fluttst þangað frá Svartárkoti í Bárðardal með börnum sínum og vinnufólki 1895. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 180 orð

JÓN VALGEIR ILLUGASON

JÓN VALGEIR ILLUGASON Jón Valgeir Illugason var fæddur í Reykjahlíð 11. mars 1916. Hann lést fimmtudaginn 1. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Friðrika Hallgrímsdóttir, f. 2. maí 1876 á Grænavatni, d 26. maí 1960, og Illugi Arinbjörn Einarsson, bóndi í Reykjahlíð, f 7. ágúst 1873 í Svartárkoti, d. 20. apríl 1935. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 580 orð

Magnea Helga Ágústsdóttir

Það eru forréttindi barna að fá að vaxa upp við ást og hlýju ömmu sinnar og afa eins og það er lán en ekki sjálfsagt að halda fullri heilsu ævina á enda. Ömmu Möggu þótti ákaflega vænt um barnabörnin sín og barnabarnabörnin. Hún eignaðist alls 5 barnabörn og 3 barnabarnabörn. Fátt hefði glatt hana meira en að fá að sjá það fjórða sem von er á í heiminn innan tíðar. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 210 orð

MAGNEA HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR

MAGNEA HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR Magnea Helga Ágústsdóttir fæddist í Hemlu í Vestur-Landeyjum hinn 16. janúar 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þann 28. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágúst Andrésson, f. 31. ágúst 1885, d. 16. janúar 1965 og Ingibjörg Magnúsdóttir frá Vatnsdal í Fljótshlíð, f. 28. mars 1885, d. 25 október 1945. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 220 orð

Sigríður Jóna Ólafsdóttir

Elsku hjartans amma okkar. Þú hefur verið hluti af lífi okkar systra frá því að við munum fyrst eftir okkur. Minningin um þig er ljóslifandi þar sem þú stendur í eldhúsinu við vöfflujárnið að baka heimsins bestu vöfflur, eða situr með prjónana þína og hlustar á útvarpið. Við systurnar vorum heppnar að fá að dvelja hjá ykkur afa á sumrin. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 465 orð

Sigríður Jóna Ólafsdóttir

Í dag kveðjum við Sigríði Jónu Ólafsdóttur í Selfosskirkju. Mig langar með örfáum orðum að minnast þeirrar góðu konu, því þegar að kveðjustundinni er komið rifjast upp svo margar ljúfar minningar. Sigríður var mér og minni fjölskyldu sérstaklega góð alla tíð. Ég kynntist Sigríði fyrir 24 árum þegar ég kom fyrst til þeirra hjóna, Péturs og hennar, austur á Selfoss, sem verðandi tengdadóttir þeirra. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 311 orð

Sigríður Jóna Ólafsdóttir

Okkur systkinin langar í fáum orðum að minnast ömmu okkar, Sigríðar J. Ólafsdóttur eða Sigríðar ömmu eins og við kölluðum hana alltaf. Þegar við vorum lítil kom amma oft norður að passa okkur. Þá sagði hún okkur margar sögur frá því hún var lítil stelpa í Haganesi og eins sagði hún okkur frá þegar hún var síldarstúlka á Siglufirði og þá var nú fjör. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 279 orð

SIGRÍÐUR JÓNA ÓLAFSDÓTTIR

SIGRÍÐUR JÓNA ÓLAFSDÓTTIR Sigríður Jóna Ólafsdóttir var fædd 31. júlí 1912 í Efra-Haganesi, Fljótum í Skagafirði. Hún lést á Ljósheimum, Selfossi, 1. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson bóndi í Efra-Haganesi, ættaður frá Eyri í Kjós, og kona hans Jórunn Stefánsdóttir, bónda í Efra-Haganesi. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 131 orð

Sigurður Ríkharð Þorsteinsson

Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi. Við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur og langar að minnast þín með eftirfarandi ljóði, sem ort var um ævi þína: Nú hefur fallið úr fjallinu bjarg, fölbleikur sumarsins gróður. Langur oft dagur, en lagni sem barg, lífsstarfi, föður og móður. Þar út í blámóðu leið ykkar lá, í litrófi framtíðar sýna. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 137 orð

SIGURÐUR RÍKHARÐ ÞORSTEINSSON

SIGURÐUR RÍKHARÐ ÞORSTEINSSON Sigurður Ríkharð Þorsteinsson fæddist í Ólafsvík 16. janúar 1926. Hann lést á Landspítalanum 28. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Guðmundsson og Kristín Sigurgeirsdóttir, en auk Sigurðar eignuðust þau þrjú börn, Steinunni, búsett í Ólafsvík, Geir, búsettur í Hafnarfirði og Guðrúnu sem lést á barnsaldri. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 993 orð

Sigurður R. Þorsteinsson

Hinn 28. september sl. andaðist á Landspítalanum Sigurður R. Þorsteinsson, Grundarbraut 28 hér í Ólafsvík. Sigurður hafði um 10­11 mánaða skeið átt við vanheilsu að stríða og var því bundinn við spítalann allan þennan tíma þar sem hann svo lést á 73. aldursári. Hann stundaði vinnu sína, við veiðarfæragerð hér í bæ, samfellt fram á sl. haust þegar hann veiktist. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 265 orð

Sigurður R. Þorsteinsson

Dugnaður og hreinskiptni var það fyrsta sem kom upp í hugann þegar ég settist niður til að rita nokkur orð um Sigurð Þorsteinsson. Diddi í Efstabæ, en svo var Sigurður yfirleitt kallaður, var fæddur og uppalinn í Ólafsvík og bjó þar alla tíð. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 177 orð

Sigurður R. Þorsteinsson

Elsku afi, nú er guð búinn að sækja þig. Alltaf var gaman að heimsækja ykkur ömmu til Ólafsvíkur. Það voru ófáar ferðirnar á róluvöllinn og á netaverkstæðið með þér, afi. Þú sagðir okkur margar sögur og raulaðir fyrir svefninn vísur sem við geymum í huga okkar. Það eru góðar minningar sem við eigum úr bílskúrnum hjá ykkur ömmu. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 164 orð

Sigurrós Gísladóttir

Sigurrós Gísladóttir var fædd í Steinholti, Fáskrúðsfirði, 24. september 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. október síðastliðinn eftir stutta legu þar. Foreldrar hennar voru Gísli Eiríksson, bóndi í Steinholti, Fáskrúðsfirði, og kona hans, Guðrún Ólafsdóttir. Sigurrós átti þrjá bræður: Guðjón, Sigurbjörn og Kristin, en Kristinn er einn eftirlifandi af systkinunum. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 306 orð

Sigurrós Gísladóttir

Elsku hjartans amma mín er dáin. Þegar ég nú minnist hennar koma fram í hugann frá æsku minni og uppvaxtarárum allar góðu stundirnar okkar saman. Þá vorum við búsettar á Fáskrúðsfirði og amma bjó í Brekkugerði. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 333 orð

Sverrir B. Guðmundsson

Látinn er mágur minn Sverrir Guðmundsson, Brunnum 25, Patreksfirði. 28. febrúar sl. átti hann 60 ára afmæli, hélt upp á það með sínum allra nánustu, en um svipað leyti greindist hann með alvarlegan sjúkdóm, og er nú frá okkur farinn. Sverrir var einstakur maður, mikill öðlingur. Prúður, ljúfur og notalegur í viðmóti. Vinnusamur, mikill dugnaðarforkur og völundur við hvað sem var. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 88 orð

Sverrir B. Guðmundsson

Elsku pápi minn. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Það gladdi mig mjög þegar þú baðst mig að vera með Blíðfara í sumar og ég vona að það hafi glatt þig líka. Þótt þú værir orðinn mikið veikur þá fylgdistu alltaf vel með mér. En það sem ég vil segja um þig, elsku pápi, er að betri föður er ekki hægt að eignast og ég vona að Eyi bróðir hafi tekið vel á móti þér þar sem þú ert. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 138 orð

Sverrir B. Guðmundsson

Jæja elsku besti pabbi minn. Nú ertu loksins búinn að fá þína hinstu hvíld, og ég veit að þér líður svo vel, ég veit að Eyi bróðir tekur vel á móti þér. Á svona stundum rennur svo margt í gegnum hugann og minningar um þig fylla huga minn. Elsku pabbi, ég mun sakna þín svo sárt. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 120 orð

Sverrir B. Guðmundsson

Elsku afi okkar, okkur þykir afskaplega vænt um þig. Við munum aldrei gleyma þegar þú varst stundum að skamma okkur. Ég mun alltaf hafa í huga mínum þegar þú kallaðir mig skassið þitt. Og þegar þú varst alltaf að segja strákunum að hafa hreint í bílskúrnum og þegar þú veiktist pössuðu þeir alltaf að hafa hreint í honum og muna að gera það enn. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 151 orð

Sverrir B. Guðmundsson

Jæja, elsku pabbi minn. Þá ertu loksins búinn að fá friðinn og ég veit að nú líður þér vel og að það hefur verið tekið vel á móti þér hinum megin. Á þessari stundu rennur margt í gegnum hugann og allar þær hugsanir mun ég geyma í hjarta mér. Ó, elsku pabbi minn, hafðu ekki áhyggjur af Ástu, Jóhanni, Þorbirni og Sverri, ég mun passa þau voðalega vel eins og þú baðst mig um. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 716 orð

Sverrir B. Guðmundsson

Kæri bróðir. Margar ljúfar minningar leita á hugann þegar ég sest niður til þess að reyna að koma á blað þakklæti til þín fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig, systkini okkar og ekki síst foreldra allt til hinsta dags þeirra. Eins og áður hefur komið fram varst þú elstur okkar. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 148 orð

SVERRIR BREIÐFJöRÐ GUÐMUNDSSON

SVERRIR BREIÐFJöRÐ GUÐMUNDSSON Sverrir Breiðfjörð Guðmundsson, Brunnum 25 Patreksfirði, var fæddur hinn 28. febrúar 1938 á Sellátranesi við Patreksfjörð. Hann lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 4. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Lúter Sigurðsson og eiginkona hans Hjördís Þórarinsdóttir. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 291 orð

Tómas Jónsson

Kæri afi, sem hinstu kveðju langaði mig að skrifa nokkrar línur til þín, Tómasar afa, sem var bátsmaður á Karlsefni, kom og fór, veðurbarinn í andliti, með sterklegar hendur og hafið í augunum. Sjórinn og þú voruð eitt í mínum huga en þá veröld þekkti ég svo lítið og kannski einmitt þess vegna fylgdi þér ákveðinn ævintýraljómi. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 544 orð

Unnur A. Hagalín

Sumt fólk er þeim eðlisþáttum gætt, að bæði börn og svo kallaðir málleysingjar laðast að þeim umfram aðra. Hún Unnur hans afa, eins og við kölluðum Unni jafnan, var gædd þessum hæfileika í ríkum mæli. Þau afi áttu alltaf hund og framan af var jafnan kisa á heimilinu líka, að maður tali nú ekki um í þá tíð, er hænsnin vöppuðu hjá þeim, öll með viðeigandi nöfnum og svarandi með gaggi og látum, Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 567 orð

Unnur A. Hagalín

Það var á árunum 1963­1964. Unnur og Guðmundur Hagalín höfðu ákveðið að reisa nýbýlið Mýrar í landi Kleppjárnsreykja í Reykholtsdal. Reykdælir sáu æ oftar bregða fyrir konu á gráum Gypsy-jeppa. Hún stóð fyrir framkvæmdum fyrir hönd þeirra hjóna með reisn í fasi, skýra sýn á framtíðina í Reykholtsdal. Enginn fór í grafgötur um vilja þessarar konu. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 181 orð

Unnur A. Hagalín

Unnur Hagalín er látin. Ég átti með henni og afa mínum, Guðmundi Gíslasyni Hagalín, margar góðar minningar. Unnur var sérstæður persónuleiki með leiftrandi kímnigáfu og reyndist afa mínum einstæð kona. Hún var honum sannur andlegur félagi og hafði einstakt lag á að eiga við sérviskuna í honum, sem ekki öllum var gefið. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 234 orð

Unnur A. Hagalín

Elsku amma, okkur systkinin langar í nokkrum orðum að minnast þín og allra góðu stundanna okkar saman. Það var svo gaman að koma í heimsókn til þín í sveitina sem við kölluðum alltaf svo þótt þar væru engin dýr ef frá er talinn hundurinn Hákon. Þá dekraðir þú svo við okkur að mömmu og pabba hefur eflaust stundum þótt nóg um. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 293 orð

UNNUR ARADÓTTIR HAGALÍN

UNNUR ARADÓTTIR HAGALÍN Unnur Aradóttir Hagalín var fædd 16. september 1911 í Reykjavík. Hún lést á dvalarheimilinu Kumbaravogi 29. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ari Þórðarson, kaupmaður í Borgarnesi og í Reykjavík, fæddur 26. nóvember 1876, dáinn árið 1942, og Þóra Þuríður Sigurðardóttir frá Garðhúsum í Reykjavík, fædd 14. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 257 orð

Unnur Hagalín

Unnur Hagalín var eftirminnileg kona. Við munum hana tággranna og toginleita, með blik í auga, hressa og gamansama. Unnur og Guðmundur Hagalín voru afar samrýnd, en hún sá þó jafnan skoplegu hliðarnar á manni sínum, og latti hann ekki heldur hvatti þegar hann komst á flug í sögustundunum. Greip þá gjarnan inn í ef henni fannst vanta eitthvað upp á söguna. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 91 orð

ÞORGRÍMUR STARRI BJÖRGVINSSON

ÞORGRÍMUR STARRI BJÖRGVINSSON Þorgrímur Starri Björgvinsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, var fæddur 2. desember 1919. Foreldrar hans voru Björgvin Árnason, bóndi í Garði, og Stefanía Þorgrímsdóttir frá Starrastöðum í Skagafirði af Reykjaættarkvísl Hólmfríðar Jónsdóttur á Mælifelli. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 239 orð

Þórdís Benediktsdóttir

Elsku amma, mig langar að minnast þín með fáeinum orðum. Þú hefur nú fengið hvíldina sem þú þráðir svo heitt síðustu árin og sameinast elskuðum Kalla afa sem lést fyrir sextán árum. Margs er að minnast frá heimsóknum mínum að Smáhömrum og síðustu árin til þín á Aðalgötuna í Hólminum. Í Hólminum áttir þú heima síðustu sextán árin, hjá foreldrum mínum, og þar áttir þú gott og öruggt skjól. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 640 orð

Þórdís Benediktsdóttir

Sunnudaginn 27. september sl. lést ömmusystir mín, Þórdís Benediktsdóttir, 96 ára að aldri, en hún bjó lengi á Smáhömrum í Steingrímsfirði. Ég dvaldist þrjú sumur frá tíu ára aldri á Smáhömrum hjá henni og Karli eiginmanni hennar og hafði ákaflega gott af því og finnst því meira til þessa skeiðs koma í endurminningunni sem það fjarlægist í tímanum. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 1200 orð

Þórdís Benediktsdóttir

Smáhamrar við Steingrímsfjörð í Strandasýslu. Það varð strax um aldamótin síðustu bjart yfir þessu bæjarnafni í hugum þeirra manna er þar þekktu til. Á Smáhömrum var rekinn umsvifamikill búskapur til lands og sjávar. Þar var flest stærra í sniðum og með meiri myndarbrag en títt var á öðrum bæjum í nálægum byggðarlögum. Það var blómagarður á þeim bæ. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 565 orð

Þórdís Benediktsdóttir

Mig langar að minnast ömmu minnar Þórdísar Benediktsdóttur frá Smáhömrum. Á sjötta ári fór ég í sveitina til ömmu og afa og var það fyrsta sumarið sem var aðeins það fyrsta af átta farsælum sumrum, ég gat varla beðið eftir vorinu, þegar skóla lauk að komast til ömmu og afa í sveitina, því þar var svo gott að vera. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 1237 orð

Þórdís Benediktsdóttir

Dísa á Grænavatni var komin heim fullnuma úr húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal þegar við Jónas bróðir vorum sendir vorið 1933 í sveit hjá frændfólkinu á Grænavatni, með sanngjarnar einkunnir úr barnaskóla Seyðfirðinga upp á vasann og slatta af kartöflugrasi og kargaþýfi Vopnfirðinga í taugum frá lærdómsríkum sumardvölum í fæðingarplássinu. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 497 orð

Þórdís Benediktsdóttir

Föðursystur minni Þórdísi, sem nú er látin á 97. aldursári eftir margra ára heilsuleysi og erfiða banalegu, kynntist ég náið þegar ég fór að vera í sveit hjá henni og Karli á Smáhömrum í byrjun fjórða áratugarins. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 92 orð

Þórdís Benediktsdóttir

Dísa langamma bjó niðri hjá ömmu minni og afa í Stykkishólmi. Ég man best eftir henni ömmu minni þegar ég fór niður til hennar og spurði hana kannski um mynd, þá þurfti ég bara að lýsa fólkinu á myndinni og þá vissi hún strax hverjir það voru. Þá sagði hún mér oft sögu eða fór með vísu um fólkið á myndinni. Alltaf fékk ég brjóstsykur eða súkkulaði hjá Dísu ömmu. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 203 orð

ÞÓRDÍS BENEDIKTSDÓTTIR

ÞÓRDÍS BENEDIKTSDÓTTIR Þórdís Benediktsdóttir var fædd 13. júlí 1911 á Grænavatni í Mývatnssveit. Hún lést á heimili sínu 1. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Solveig Jónsdóttir og Benedikt Guðnason. Þórdís var elst fjögurra dætra þeirra. Systur hennar eru: Þorgerður, f. 5.4. 1916, Þórhildur, f. 1.5. 1922, og Sigrún, f. 18.7. 1930. Meira
10. október 1998 | Minningargreinar | 250 orð

ÞÓRDÍS BENEDIKTSDÓTTIR

ÞÓRDÍS BENEDIKTSDÓTTIR Þórdís Benediktsdóttir fæddist 4. febrúar 1902 að Smáhömrum í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu. Hún lést í St. Franciskusspítala í Stykkishólmi 27. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Benedikt Guðbrandsson, bóndi á Smáhömrum, f. 27. september 1868, og Elinborg Steinunn Jónatansdóttir frá Mýrum í Eyrarsveit, f. 28. Meira

Viðskipti

10. október 1998 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Dalurinn stöðugri, hlutabréf hækka

DOLLARINN treysti stöðu sína í gær, en stóð enn illa að vígi eftir mikla lækkun gegn jeni á fimmtudag. Skuldabréf lækkuðu í verði í Bretlandi, Þýzkalandi og Sviss vegna tortryggni í garð baktryggingarsjóða. Þetta var annar dagur ótta," sagði hagfræðingur Bankers Trust. Meira
10. október 1998 | Viðskiptafréttir | 134 orð

ÐJólasýning í Laugardalshöll

JÓLAHÖLLIN er yfirskrift sýningar um jólahald landsmanna sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 20. til 22. nóvember næstkomandi. Á sýningunni munu fyrirtæki kynna allt til jólanna, þ.m.t. mat- og drykkjarvörur, fatnað, úr og skartgripi, leikföng, tölvur, hugbúnað o.fl. Meira
10. október 1998 | Viðskiptafréttir | 31 orð

ÐLeiðrétting

MISSKILJA mátti upplýsingar sem komu fram í töflu, sem birtist í viðskiptablaði í fyrradag, yfir breytingar á stjórnskipulagi yfirstjórnar Ó. Johnson & Kaaber hf. og Heimilistækja hf. Hér birtist taflan rétt. Meira
10. október 1998 | Viðskiptafréttir | 120 orð

Fleiri til höfuðborgarsvæðisins

TÆPLEGA 44 þúsund breytingar á lögheimili einstaklinga voru skráðar í þjóðskrá á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs samkvæmt heimildum Hagstofunnar. 23.694 manns fluttu innan sama sveitarfélags, 14.109 milli sveitarfélaga, 3.075 til landsins og 2.922 frá því. Á tímabilinu fluttust því 153 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Meira
10. október 1998 | Viðskiptafréttir | 383 orð

Fyrirtækin sökuð um að hindra eðlilega samkeppni

BANDARÍSKA alríkisstjórnin hefur höfðað mál á hendur Visa USA og MasterCard International og sakar þau um að standa í vegi fyrir eðlilegri samkeppni. Eru þessi fyrirtæki langstærstu greiðslukortafyrirtækin í Bandaríkjunum með um 75% markaðarins. Meira
10. október 1998 | Viðskiptafréttir | 306 orð

Færri verða varir við erfiðleika

Í NÝRRI könnun, sem fyrirtækið Pricewaterhousecoopers gerði fyrir Morgunblaðið á því hvort fólk hefði orðið vart við erfiðleika og samdrátt í ár hjá fyrirtækinu sem það vinnur hjá, svaraði rúmlega fimmtungur aðspurðra eða 21,1% játandi. Miðað við sambærilega könnun frá því á sama tíma í fyrra er um marktæka lækkun að ræða, en þá var sambærilegt hlutfall 27,8%. Meira
10. október 1998 | Viðskiptafréttir | 212 orð

Ísland seðlalaust innan 5 ára

RAFRÆN viðskipti munu veita Íslendingum og öðrum smáþjóðum mikil sóknarfæri á næstu árum. Þetta kom m.a. fram í ræðu Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á ráðherrastefnu OECD um rafræn viðskipti sem lauk í Ottawa í Kanada í gær. Finnur benti á að mesti vöxtur í heimsviðskiptum væri í greinum þar sem fjarlægðir skiptu ekki máli. Meira
10. október 1998 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Portúgalar og Írar lækka vexti

PORTÚGALAR og Írar hafa farið að dæmi Spánverja og lækkað vexti. Portúgalsbanki lækkaði vexti á skuldabréfum í endursölu í 4% úr 4,5%, sem er mesta lækkun í þrjú ár. Skömmu síðar lækkaði írski seðlabankinn vexti á skuldabréfum í endursölu í 4,94% úr 6,19%. Meira
10. október 1998 | Viðskiptafréttir | 378 orð

Styrkir stöðu félagsins í Þýskalandi

FLUGLEIÐIR hf. hafa samið við þýska flugfélagið Lufthansa um samstarf í fargjaldamálum. Samningurinn mun styrkja stöðu Flugleiða á meginlandi og sérstaklega í Þýskalandi. Flugleiðir fljúga daglega til Frankfurt og Hamborgar á sumrin og vonast forráðamenn félagsins til að samstarfið verði til þess að straumur þýskra ferðamanna til Íslands stóraukist. Meira
10. október 1998 | Viðskiptafréttir | 255 orð

Uppsagnir í bandarískum hergagnaiðnaði

ÞRIÐJA helzta hergagnafyrirtæki Bandaríkjanna, Raytheon Co., hyggst skera niður störf um 14.000 fyrir árslok 1999 og spár sérfræðinga um hagnað á þriðja ársfjórðungi munu ekki standast að sögn fyrirtækisins. Meira

Daglegt líf

10. október 1998 | Neytendur | 490 orð

Íslenskir tómatar betri að gæðum en þeir útlendu

HJÁ Matvælarannsóknum í Keldnaholti er nú verið að vinna að verkefni um gæði grænmetis. Lögð er áhersla á að rannsaka gæði grænmetis út frá sjónarhóli neytenda. Rannsóknin stendur í heilt ár þar sem gæðin geta verið mismunandi eftir árstímum. Að sögn Ólafs Reykdal matvælafræðings sem vinnur að rannsókninni ásamt Vali N. Meira
10. október 1998 | Neytendur | 56 orð

Nýir pastaréttir

HEILDVERSLUNIN Daníel Ólafsson ehf. hefur sett á markað fjórar nýjar tegundir af Rdolfo Pasta Quick-pastaréttum, sem einungis tekur fimm mínútur að matreiða. Réttirnir eru Pasta parmesana- núðlur í ostasósu, Pasta ai funghi- núðlur með sveppasósu, Pasta Carbonara-núðlur með skinkusósu og Pasta ai broccoli-núðlur með broccoli-sósu. Hægt er að bera réttina fram sér eða með meðlæti. Meira
10. október 1998 | Neytendur | 106 orð

Tinna velur Garnverslun ársins 1998

GARNABÚÐIN Tinna í Hafnarfirði veitti nýlega garndeild Hagkaups í Skeifunni viðurkenninguna Garnverslun ársins 1998. Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi árangur í þjónustu og sölu, en allar þær 60 verslanir sem selja garn frá Tinnu koma til greina við valið. Síðastliðin ár hefur garndeildinni í Skeifunni verið stýrt af Grétu Jónsdóttur, sem er vel að sér í prjónaskap. Meira
10. október 1998 | Neytendur | 248 orð

Þjónustan hefur hækkað um 2% á einu ári

Í byrjun október kannaði Samkeppnisstofnun hvað kostar að láta hreinsa nokkrar algengar gerðir fatnaðar og gluggatjöld. Kannað var verð hjá 27 efnalaugum á höfuðborgarsvæðinu. Í könnuninni var hvorki lagt mat á þjónustu fyrirtækjanna né gæði hreinsunarinnar heldur var eingöngu um verðsamanburð að ræða. Sambærileg könnun var gerð í október á síðastliðnu ári. Meira

Fastir þættir

10. október 1998 | Í dag | 31 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 10. október, eru fimmtugir tvíburabræðurnir Guðni Eiríksson, tæknifræðingur, Rauðalæk 41 og Tryggvi K. Eiríksson, viðskiptafræðingur, Hjálmholti 10. Eiginkonur þeirra eru Helga Kr. Ásgeirsdóttir og Ágústa Tómasdóttir. Meira
10. október 1998 | Í dag | 25 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 10. október, verður fimmtugur Þorgils Jónasson, sagnfræðingur, Kambaseli 44, Reykjavík. Eiginkona hans er Vilborg Bjarnadóttir. Þau hjónin verða að heiman. Meira
10. október 1998 | Í dag | 45 orð

75 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 10. október, verður sjötíu og fimm

75 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 10. október, verður sjötíu og fimm ára Ingólfur Aðalsteinsson, veðurfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Hitaveitu Suðurnesja, Kirkjusandi 3, íbúð 401, Reykjavík, áður til heimilis að Borgarvegi 28, Ytri- Njarðvík. Eiginkona hans er Ingibjörg Ólafsdóttir. Þau hjónin verða að heiman í dag. Meira
10. október 1998 | Dagbók | 623 orð

Aflagrandi 40.

Í dag er laugardagur 10. október, 283. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ill áform eru Drottni andstyggð, en hrein eru vingjarnleg orð. (Orðskv. 15, 26.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Hanse Wall ogPescaberbes Dos fór í gærkvöldi. Meira
10. október 1998 | Fastir þættir | 1015 orð

Andlit draumsins

ÞEGAR maður sofnar og hverfur á vald svefns og drauma, líður maður inn í heim sem byggir tilveru sína á duldum öflum, óljósum meiningum og krafti sem vakan getur einungis útskýrt með táknum, myndrænum merkingum. Í þessum heimi er Draumalandið mest áberandi sem skýr miðill upplýsinga en er samt óskýr í framsetningu og þvoglukenndur að mati margra. Meira
10. október 1998 | Fastir þættir | 280 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Meistaraflokkur ­ m

Stjórn BSÍ hefur ákveðið að hleypa af stokkunum Meistaraflokks-mótaröð. Þátttakan er að hámarki 30 sterk pör, sem verða valin af BSÍ. Frestur til að skrá sig rennur út föstudaginn 16. október kl. 17. Þátttökugjald er 10.000 kr. á mann fyrir öll mótin. Þátttökugjöld renna í verðlaunasjóð. Útreikningur verður með Butler-fyrirkomulagi. Meira
10. október 1998 | Fastir þættir | 1247 orð

Guðspjall dagsins: Hvers son er Kristur? (Matt. 22.)

Guðspjall dagsins: Hvers son er Kristur? (Matt. 22.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
10. október 1998 | Í dag | 18 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 10. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Valdís Blöndal og Birgir Frímannsson, Barðaströnd 27, Seltjarnarnesi. Meira
10. október 1998 | Fastir þættir | 468 orð

Hvað er gersveppaóþol

Spurning: Af hverju stafar gersveppaóþol? Svar: Um sveppaóþol (gersveppaóþol) eru mjög skiptar skoðanir og þess vegna er ekki einfalt mál að svara þessari spurningu. Meira
10. október 1998 | Í dag | 134 orð

HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom up

HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á Ólympíuskákmótinu í Elista. Hollenski stórmeistarinn góðkunni Jan Timman (2.655) hafði hvítt og átti leik gegn Magomedov (2.540) frá Azerbadsjan. Svartur er manni undir en virðist vera að ná honum til baka með ágætri stöðu. Meira
10. október 1998 | Fastir þættir | 1460 orð

Hæfði dýrið í fyrsta skoti

UNDANFARIN tólf ár hefur Vignir, sem er mikill skotveiðiáhugamaður, farið á elgsveiðar til Svíþjóðar. Vignir fer alltaf á sama stað til veiða, á stórt skógarsvæði sem er á mörkum J¨amtlands og Lapplands og heitir Tannsjörevir. Meira
10. október 1998 | Fastir þættir | 730 orð

Íslenskt mál

Sprott Sterka sögnin að spretta er myndarleg og fer reglulega eftir þriðju hljóðskiptaröð: spretta -spratt - spruttum - sprottinn. Viðtengingarháttur nútíðar er "þótt ég spretti", myndaður með óbreyttu hljóði af 1. kennimynd; viðth.þát. Meira
10. október 1998 | Í dag | 286 orð

Í sveitakeppni eða rúbertubrids er einfalt að spila

Útspil: Tígulfimma. Skoðum öryggisspilamennskuna fyrst. Sagnhafi tekur á tígulás og trompar tígul. Tekur svo tromp tvisvar og spilar síðan ÁK og þriðja laufinu. Hann reiknar með að gefa slag á laufdrottningu, en ætlar þá að fá í staðinn fría íferð í spaðann, Meira
10. október 1998 | Fastir þættir | 1525 orð

Í þorpi hinna ósýnilegu

ÞAÐ var fyrir algera tilviljun að ég heyrði um samtökin Children's International Summer Villages, CISV. Frænka mannsins míns og barna var meðal ensku krakkanna sem komu. Við höfðum aldrei hitt en mamma hennar hringdi og sagði okkur frá því að dóttir hennar, hún Kate, væri á leið til Íslands á vegum þessara samtaka. Meira
10. október 1998 | Í dag | 440 orð

KUNNINGI Víkverja benti á að nú hefði verið ákveðið að færa til Hri

KUNNINGI Víkverja benti á að nú hefði verið ákveðið að færa til Hringbraut vegna húss, sem ekki væri risið, en þegar leysa þyrfti vanda íbúa húsa, sem þegar stæðu við Miklubraut, létu aðgerðirnar á sér standa. Meira
10. október 1998 | Fastir þættir | 532 orð

Safnaðarstarf Kvöldmessa í Laugarneskirkju FJÓ

FJÓRÐA veturinn í röð býður söfnuður Laugarneskirkju til sinnar mánaðarlegu kvöldmessu þar sem ljúfir djasstónar renna saman í lofgjörð og bæn. Fjöldi fólks hefur gert kvöldmessur Laugarneskirkju að föstum punkti í tilveru sinni og sótt þangað andlega næringu og styrk. Sunnudaginn 11. október verður kvöldmessa mánaðarins kl. 20:30 en djassinn hefst í húsinu kl. 20:00. Meira
10. október 1998 | Í dag | 398 orð

Sá yðar sem syndlaus er

ÞEGAR nú "farísear og fræðimenn" á þjóðþingi þeirra Bandaríkjamanna eru móðir og másandi, nær froðufellandi uppteknir við það misserum saman að hneykslast og ákæra forseta sinn fyrir framhjáhald, þá koma ofanrituð orð Jesú í hugann. Og framhaldið er þetta: "Þegar þeir heyrðu þetta, fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir og konan stóð í sömu sporum. Meira
10. október 1998 | Fastir þættir | 895 orð

Virðing við neytendur Er hægt að tryggja að fjölmiðlar Murdochs fái frið til að flytja vandaðar fréttir af því sem hugsanlega

Heiðarleiki er mikilvægasti þátturinn í starfi blaða- og fréttamanna. Lesendur og hlustendur verða að geta treyst því að ekkert sem borið er á borð fyrir þá í fjölmiðlum sé vísvitandi ekki sannleikanum samkvæmt. Blaðamaður má engum vera háður nema eigin samvisku. Og hún verður að vera hrein. Alltaf. Meira

Íþróttir

10. október 1998 | Íþróttir | 134 orð

1. deild karla, Nissandeildin:

Handknattleikur 1. deild karla, Nissandeildin: Laugardagur: Ásgarður:Stjarnan - Fram16.30 Sunnudagur: Austurberg:ÍR - KA20 Kaplakriki:FH - Haukar20 Selfoss:Selfoss - HK20 Valsheimili:Valur - ÍBV20 Varmá:Afturelding - Grótta-KR20 Körfuknattleikur Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 142 orð

Bevis á Skagann

Körfuknattleiksfélag ÍA hafur gengið frá samningum við bandaríska leikmanninn David Bevis um að hann leiki með félaginu út leiktíðina í úrvalsdeildinni. Bevis lék sem kunnugt er með Ísfirðingum á síðasta keppnistímabili og var valinn besti erlendi leikmaður deildarinnar. Hann er væntanlegur til Akraness á mánudaginn. Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 249 orð

Fyrsti ráshópur í sviginu í Park City

THOMAS Sykora frá Austurríki varð efstur að stigum í heimsbikarkeppninni í svigi síðasta tímabil og er því efstur á heimslistanum þegar nýtt tímabil hefst í Park City í næsta mánuði. Landi hans, Thomas Stangassinger, er annar og norski ólympíumeistarinn Hans-Petter Buraas þriðji. Kristinn Björnsson er í 15. sæti og er því síðasti maður inn í fyrsta ráshóp. Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 346 orð

Íslendingar með í Brasilíu

Halldór Svavarsson og Ingólfur Snorrason karatemenn keppa á heimsmeistaramótinu í Rio de Janeiro í Brasilíu um aðra helgi og eru þeir fyrstu Íslendingarnir sem taka þátt í heimsmeistaramóti í íþróttinni. Halldór tekur þátt í -70 kg flokki en Ingólfur í +80 kg flokki, sem er þyngsti flokkur mótsins, auk þess að vera á meðal keppenda í opnum flokki. Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 157 orð

Jankov· ic tekur við Grindavíkurliðinu

MILAN Stefán Jankovic hefur verið ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Grindvíkinga, sem leika í efstu deild karla, til næstu tveggja ára. Hann tekur við starfinu af Guðmundi Torfasyni sem hefur verið með liðið sl. þrjú ár. Jankovic, sem er orðinn 38 ára og hefur verið leikmaður Grindvíkinga sl. sjö ár, ætlar sér ekki að leika með liðinu heldur einbeita sér alfarið að þjálfuninni. Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 397 orð

Kristinn Björnsson verður í sviðsljósinu

SJÓNVARPIÐ hefur tryggt sér sýningarrétt á flestum heimsbikarmótunum í alpagreinum í vetur og mun sýna beint frá þeim flestum. Þar verður Ólafsfirðingurinn Kristinn Björnsson í sviðsljósinu í svigmótunum. Fyrsta beina útsendingin verður frá fyrsta svigmóti vetrarins í Park City í Bandaríkjunum 22. nóvember. Kristinn verður þar á meðal keppenda. Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 26 orð

Kynningarfundur hjá skíðadeild KR

FÉLAGSLÍFKynningarfundur hjá skíðadeild KR Skíðadeild KR verður með kynningarfund í félagsheimili KR í Frostaskjóli mánudaginn 12. október kl. 20.30. Haust- og vetrarstarf deildarinnar verður kynnt. Allir velkomnir. Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 47 orð

Körfuknattleikur Eggjabikarinn

Eggjabikarinn Fyrri leikir í 16-liða úrslitum: Skallagrímur - Tindastóll67:64 Valur - KFÍ66:69 Þór Þorl. - ÍA74:71 Knattspyrna England Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 145 orð

Lama í stöðu Barthez

MARKVÖRÐURINN Bernard Lama mun verja mark Frakka í Evrópuleik gegn Rússum í Moskvu í dag. Hann tekur stöðu Fabien Barthez, sem er meiddur. Lama, sem leikur með Paris St Germain, var varamarkvörður Barthez í HM. Lama hafði ekki verið valinn í leikmannahóp Frakka fyrir Evrópuleikinn, heldur var ætlunin að Lionel Charbonnier, markvörður Glasgow Rangers, yrði varamarkvörður. Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 430 orð

Leikurinn í Jerevan liður í hátíðarhöldum

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu kom til Jerevan í Armeníu á sjöunda tímanum í gærkvöldi eftir mjög þægilegt flug með þotu Íslandsflugs. Lagt var af stað á níunda tímanum í gærmorgunn frá Keflavík og tók ferðin því rúmlega níu klukkustundir, en vélin millilenti í Riga í Eistlandi til að taka eldsneyti. Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 425 orð

Nafn styrktaraðila er aðalmálið

Fjárhagsstaða flestra norskra handknattleiksliða er afar bág um þessar mundir. Meðal þessara liða eru Norrøna og Drammen, sem Bjarki Sigurðsson lék með í fyrra og Gunnar Gunnarsson þjálfaði. Einkum eru það karlaliðin sem eiga erfitt með að ná endum saman í rekstri sínum, en kvennaliðin standa betur að vígi, þar sem mun meiri aðsókn er á kvennaleiki en karlaleiki. Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 146 orð

Njáll áfram hjá ÍR

NJÁLL Eiðsson verður áfram þjálfari ÍR-inga, en sem kunnugt er féll ÍR úr efstu deild knattspyrnunnar í sumar. Hann tók við liðinu í 1. deild 1997 og fór með það upp í efstu deild, en dvölin þar var stutt að þessu sinni. Liðið hafnaði í næstneðsta sæti og hlaut 18 stig eins og Valsmenn sem sluppu við fall á hagstæðari markamun. Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 170 orð

Nýr Bislett-leikvangur í Ósló

EINN þekktasti frjálsíþróttavöllur Evrópu, Bislett-leikvangurinn í Ósló, verður líklega rifinn næsta haust og í hans stað byggður nýr og stærri völlur á sama stað. Verður hann líklega tilbúinn árið 2001. Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 775 orð

Tekur tíma að stilla strengina

FJÓRÐA umferð 1. deildar karla fer fram á sunnudag. Nokkuð hefur verið um óvænt úrslit í fyrstu þremur umferðunum, enda haustbragur á leik flestra liðanna. Liðin eru töluvert breytt frá síðustu leiktíð og því eðlilegt að það taki nokkurn tíma að stilla saman strengina. Flestir eru þó á því að Framarar séu með besta liðið og kemur ekki á óvart að það hafi unnið fyrstu þrjá leikina. Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 397 orð

VALDIMAR Grímsson var markahæstur

VALDIMAR Grímsson var markahæstur í liði Wuppertal með 8 mörk þegar liðið vann Wallau- Massenheim Frankfurt, 27:25, í á miðvikudag. Dagur Sigurðssongerði þrjú mörk en Geir Sveinssonvar ekki á meðal markaskorara. Meira
10. október 1998 | Íþróttir | 136 orð

Þrír landsliðsmenn Sviss neita að leika gegn Íslandi

ÞRÍR sterkir leikmenn svissneska landsliðsins í handknattleik neita að leika með landsliði gegn Íslandi í undankeppni heimsmeistaramótsins eftir tæpan hálfan mánuð vegna deilna við landsliðsþjálfarann. Meira

Sunnudagsblað

10. október 1998 | Sunnudagsblað | 505 orð

Var sá stóri stærstur?

Því hefur verið fleygt að lax einn sem Alan Bercovic veiddi í Búbót í Vatnsdalsá sé stærsti lax sem veiddist í íslenskri laxveiðiá í sumar. Hann er bókaður í veiðibók árinnar sem 28 punda, en Pétur Pétursson, annar leigutaka árinnar, sem var viðstaddur er laxinn var dreginn, segir að vigt sem innbyggð var í háfskaftið hafi vegið laxinn 30 pund. Meira

Úr verinu

10. október 1998 | Úr verinu | 91 orð

Dýrt grálúðukíló

ÚTGERÐ sem hefur gert talsvert út á grálúðu sá að komið var inn á Kvótaþing sölutilboð á grálúðu fyrir 70 krónur kílóið. Útgerðin gat ekki séð á þeim upplýsingum sem bárust frá Kvótaþingi hvaða magn var í boði en sendi inn kauptilboð þar sem óskað var eftir 300 tonnum af grálúðu fyrir 70 krónur. Útgerðin fékk það magn sem í boði var, 1 kíló af grálúðu. Meira
10. október 1998 | Úr verinu | 201 orð

Gengið frá sameiningu fiskmarkaða

GENGIÐ hefur verið frá sameiningu Fiskmarkaðs Hafnarfjarðar og Fiskmarkaðs Suðurnesja. Sú sameining kemur í kjölfar þess að hætt hefur verið við sameiningu Faxamarkaðar í Reykjavík og Fiskmarkaðsins í Hafnarfirði. Sameining Faxamarkaðar og Skagamarkaðsins stendur hins vegar áfram. Meira
10. október 1998 | Úr verinu | 350 orð

Hámarkar heildartekjur þjóðarinnar

FORSTJÓRI Þjóðhagsstofnunar, Friðrik Már Baldursson, telur, í viðtali við fréttabréf LÍÚ, Útveginn, að kvótakerfið sé í grundvallaratriðum gott kerfi. "Ég held að heildartekjur þjóðarbúsins verði hámarkaðar með fiskveiðistjórnunarkerfi eins og við erum með, kerfi þar sem heildaraflinn er ákvarðaður með skynsömum hætti og honum skipt í framseljanlegar aflaheimildir," segir hann í viðtalinu. Meira
10. október 1998 | Úr verinu | 201 orð

Óarðbær þorskkvóti

NÝLEGA ákvað fiskveiðinefndin um veiðar í Eystrasalti að Pólverjar mættu veiða 26.500 tonn af þorski árið 1999 en það er 3.000 tonnum minna en í ár. Maciej Dlouhy, forseti Fiskveiðiráðs Póllands, segir skerðinguna þýða að þorskveiðarnar verði óhagkvæmar og hagnaður af þeim ótryggur, að því er kemur fram í dagblaðinu Dziennik Baltycki, sem gefið er út í hafnarborginni Gdansk. Meira
10. október 1998 | Úr verinu | 2709 orð

"Þeir minnstu og veikustu heltast fyrst úr lestinni"

Mikil óánægja með Kvótaþing meðal útgerðarmanna og fiskverkenda "Þeir minnstu og veikustu heltast fyrst úr lestinni" Kvótaþing Íslands hefur verið harðlega gagnrýnt innan útgerðar og fiskvinnslu frá því þingið tók til starfa 1. september sl. Meira

Lesbók

10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð

100 ÁRA AFMÆLIS HAGALÍNS MINNST Í GUNNARSHÚSI

Í TILEFNI aldarafmælis Guðmundar Gíslasonar Hagalíns, 10. október, efnir Rithöfundasamband Íslands til minningardagskrár í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, á morgun, sunnudag, kl. 16. Stefán Júlíusson flytur erindið Kynni mín af Hagalín, Guðrún Helgadóttir rifjar upp gamlar minningar, Eyvindur P. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1033 orð

AF SÚKKULAÐI

Ég fór í bíó um daginn sem auðvitað er ekki í frásögur færandi. Þetta var ein af föstum ferðum mínum til að fylgjast með stórleikaranum Bruce Willis fremja hetjudáðir sínar blóðugum upp á hvirfil, einfaranum sem nú um stundir verður ásamt James Bond að koma í stað þeirra Tarzans, Roy Rogers og Triggers og fleiri genginna hetja, blessuð sé minning þeirra. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 189 orð

ÁTTA DANSHÖFUNDARKEPPA

ÞRETTÁN umsóknir bárust um þátttöku í danshöfundasamkeppni Íslenska dansflokksins og valdi samkeppnisnefnd, skipuð Katrínu Hall, listrænum stjórnanda dansflokksins, Lauren Hauser ballettmeistara og Birgittu Heide listdansara, átta af umsækjendunum til þátttöku í keppninni. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3463 orð

Barómetið Barómetið eftir Hagalín birtist fy

EINAR skipstjóri snaraðist fram úr lokrekkju í lyftingunni á fiskiskútunni Hildi, er lá fyrir tveim akkerum á Langeyrarhöfn í Ingjaldsfirði. Hann geispaði hátt, klóraði sér á hálsinum og leit síðan á áttstrenda skipsklukkuna. "Hálf sjö. Bráðum vökuskipti. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 442 orð

BLAND Í POKA

Þóra Guðmundsdóttir arkitekt og hótelstýra á Seyðisfirði hefur tekið að sér umsjón með Listaklúbbi Leikhúskjallarans í vetur. Listaklúbburinn hóf vetrarstarf sitt sl. mánudagskvöld með upplestri leikhópsins Bandamanna úr Rafmagnsmanninum, væntanlegri skáldsögu Sveins Einarssonar. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4674 orð

DAGUR DAGBÓKARINNAR DAGBÓKIN - PERSÓNULEG TJÁNING

Á DEGI dagbókarinnar verður kallað eftir gömlum dagbókum og öðrum persónulegum heimildum sem vitað er að enn eru í fórum fjölmargra Íslendinga. Jafnframt verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni á dagbókum í vörslu handritadeildar Landsbókasafns og þar verður Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 268 orð

EFNI

Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundur fæddist 10. október 1898. Í tilefni aldarafmælis hans er í hluta Lesbókarinnar fjallað um manninn og ritverk hans. Höfundurinn og verk hans eftir Erlend Jónsson Samtal við Unni Hagalín Herrann og höfuðskepnurnar eftir Matthías Johannessen Skáld frá Lokinhömrum eftir Indriða G. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1937 orð

"ÉG REYNI AÐ GERA MITT BESTA Á HVERJUM DEGI" Helgi Tómasson, ballettstjóri San Francisco-ballettsins, heimsótti Kaupmannahöfn

"ÉG hef ekki gert þetta í mörg ár," segir hann brosandi, þegar púðurkvastinn skreppur úr höndum hans. Danski sjónvarpsmaðurinn, sem er að fara að taka viðtal við Helga Tómasson, rétti honum púðrið svo hann gæti aðeins farið yfir andlitið til að þóknast betur myndavélinni. Helgi talar enn reiprennandi dönsku eftir fjögurra ára Danmerkurdvöl í æsku. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 725 orð

FIMMTÁN ÞÚSUND HANDRITSNÚMER Í HANDRITADEILD

HANDRITADEILD Landsbókasafns Íslands er elsta handritasafn landsins og rekur upphaf sitt allt aftur til ársins 1846. Það ár seldi frú Valgerður Jónsdóttir Landsbókasafni geysiverðmætt handritasafn sitt. Valgerður var ekkja tveggja biskupa, þeirra Steingríms Jónssonar og Finns Jónssonar, og átti því eitt stærsta og verðmætasta einkasafn á 19. öld. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1080 orð

Herrann og höfuðskepnurnar Matthías Johannessen hefur gerst skrifað um verk Guðmundar G. Hagalín, einkum um Kristrúnu í

LESENDUR sjá gömlu konuna í baðstofunni í Hamravík, sem var í senn athvarf hennar, viðmiðun og stytzta leiðin að hinum háa tróni. Kristrún í Hamravík er ekki öll, þar sem hún er séð, en það er himnafaðirinn ekki heldur. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 165 orð

HÓPURINN sem stendur að Degi dagbókarinnnar fyrir hönd Þjóðminjasafns og Lan

HÓPURINN sem stendur að Degi dagbókarinnnar fyrir hönd Þjóðminjasafns og Landsbókasafns. Í honum er (talið frá vinstri) Kári Bjarnason, Sigurborg Hilmarsdóttir, Sigurður Gylfi Magnússon, Hallgerður Gísladóttir og Gunnar Hersveinn.HANDRITIÐ er ritað árið 1764. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 35 orð

Hverf þú til átthaga

GUÐMUNDUR Hagalín var orðlagður ræðumaður og tók oft til máls á opinberum fundum og samkomum. HAGALÍN ásamt Sigurði Nordal en ritgerð Nordals Samhengið í íslenskum bókmenntum hafði mikil áhrif á hann. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4563 orð

"Hverf þú til átthaga þinna og reyndu að finna þar sjálfan þig"

VETURINN 1971 til 1972 flutti Guðmundur G. Hagalín rithöfundur 24 fyrirlestra í Háskóla Íslands um íslenska bókmenntasögu. Þeir hafa aldrei verið gefnir út, eins og ætlunin var, en eru til vélritaðir á gul A5-blöð með ýmsu kroti skáldsins. Fyrirlestrarnir eru afar hnýsileg menningarsöguleg heimild. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1347 orð

Höfundurinn og verk hans Eftir Erlend Jónsson

GUÐMUNDUR Gíslason Hagalín fæddist 10. október 1898 í Lokinhömrum í Arnarfirði. Foreldrar hans voru Gísli Kristjánsson, bóndi og skipstjóri, og kona hans, Guðný Guðmundsdóttir. Voru bæði af vestfirskum stórbændum og útvegsmönnum komin. Má rekja ættir þeirra um Vestfjörðu allt aftur til landnáms. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1393 orð

INN Í EILÍFÐ ALDA

HÚN ER ekki margmál ­ "augun eru henni sem tungan öðrum". Hann er heillaður ­ skal glaður hrópa nafn hennar svo hátt að heyrist til hæstu tinda. Síðan ætlar hann að eiga hana, jafnvel þó hvíslað verði í hverju horni að hann sé að taka niður fyrir sig. Hann varðar hins vegar ekkert um auð og ættir ­ það er hún sem skiptir máli. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1295 orð

"Karlmanns styrkleiki"

Í EINNI af frægari skáldsögum Guðmundar G. Hagalíns, Sturla í Vogum (1938), er að finna þetta biðilsbréf: Kæra Þorbjörg! Ég get ekki sloppið að heiman, því kallinn er lasinn og klárlega af sér genginn eftir þetta stúss, sem hann hefur mátt standa í. Ég held hann sé mestan part kominn yfir í annan heim, svona í þankanum. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 43 orð

Karlmanns styrkleiki

EITT einkennið á mörgum sögum Hagalíns er breytilegt sjónarhorn frásagnarinnar. HAGALÍN á göngu í Austurstræti ásamt tengdasyni sínum, Guðmundi Pálssyni leikara. FRÁ útför Guðmundar Gíslasonar Hagalíns sem gerð var frá Reykholtskirkju. Hann hvílir í kirkjugarðinum þar. RITHÖFUNDURINN heldur á barnabarni sínu. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1078 orð

Konur og kýr Eftir Kristínu Viðarsdóttur

UNGUR drengur kemur til sumardvalar í sveit þar sem hann þekkir engan. Hann er litinn hornauga af heimamönnum vegna þess að hann er úr kaupstað, enginn sýnir honum hlýju eða skilning og hann saknar móður sinnar afar sárt. Hin aðkomumanneskjan á bænum, Reykjavíkurstúlkan Fía, sem er talsvert eldri en drengurinn, áreitir hann kynferðislega eftir að hafa unnið traust hans með móðurlegum blíðuhótum. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 388 orð

LANDSLAG SKYNJUNARINNAR

LANDSLAG skynjunarinnar er yfirskrift sýningar á verkum norska myndlistarmannsins Terje Risbergs, sem hefst í dag, laugardag, kl. 16, í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Sendiherra Noregs á Íslandi, Knut Taraldset, mun opna sýninguna. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 184 orð

LEIKHÚSÆVINTÝRI FYRIR BÖRN

LEIKHÓPUR á vegum Furðuleikhússins frumsýnir nú á sunnudag leikhúsævintýrið Sköpunarsöguna í Neskirkju kl. 11 árdegis. Leikhópurinn hefur verið að velta fyrir sér spurningunni Hvernig þetta skyldi nú hafa verið þegar Guð skapaði heiminn? og spunnið og leikið sér með sköpunarsögu Biblíunnar að leiðarljósi. Útkoman var leikhúsævintýrið, þar sem látbragði, texta og dansi er tvinnað saman. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 541 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 29 orð

Skáld frá Lokinhömrum

GUÐMUNDUR kynntist snemma við hafið og hóf sjóróðra kornungur. HAGALÍN tekinn tali í útvarpsþættinum Bókavöku (1969-70). Stjórnendur þáttarins voru Indriði G. Þorsteinsson (tv.) og Jóhann Hjálmarsson. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2624 orð

Skáld frá Lokinhömrum Eftir Indriða G. Þorsteinsson

SEGJA má að Lokinhamrar í Arnarfirði hafi aldrei talist vera í þjóðbraut, hvorki á nítjándu öld, þegar Guðmundur Gíslason Hagalín fæddist þar, eða síðar á tímum sífellt liðugri samgangna, sem hefur fylgt framförum tuttugustu aldar. Guðmundur Hagalín fæddist 10. október 1898, sonur hjónanna Gísla Kristjánssonar, bónda og skipstjóra, og Guðnýjar Guðmundsdóttur Hagalín. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 160 orð

SKRISTRÚN Í HAMRAVÍK Á HLJÓÐBÓK HLJÓÐBÓKAKLÚBBURINN vinnur að útgáf

HLJÓÐBÓKAKLÚBBURINN vinnur að útgáfu á Kristrúnu í Hamravík eftir Guðmund Gíslason Hagalín, í tilefni þess að liðin er öld frá fæðingu hans. Höfundur les sjálfur fyrri hlutann og Árni Tryggvason þann síðari. Guðmundur las fyrri hluta bókarinnar, Fal og Anítu, hjá Ríkisútvarpinu árið 1977. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 748 orð

Stríð einstaklingsins

MAÐURINN og máttarvöldin, skáldsaga Norðmannsins Olav Duun, kom út í þýðingu Guðmundar Gíslasonar Hagalíns 1959. Í lok bókar ritar Hagalín Nokkur orð um höfundinn og þýðinguna. Eftirmálinn verður að teljast fróðlegur. Hann segir okkur ekki aðeins mikið um Olav Duun, viðfangsefni hans og stíl, heldur líka Hagalín sjálfan. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 20 orð

Stríð einstaklingsins

Stríð einstaklingsins MÝRUM í Reykholtsdal sumarið 1967. Greinarhöfundur ásamt Hagalín og Unni. Að baki er hundurinn Blundur. Ljósmynd Ragnheiður Stephensen. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 102 orð

SVEFNEYJABÓNDINN

Lauguðu sig í ljósi sólar lautir, melar, klettar, hólar. Hafið lýsti helgum frið. Sjófuglarnir sváfu á bárum, svifu bátar knúðir árum, fram á yztu fiskimið. Svefneyjabóndinn sat í næði, er sveinar komu um lygnan græði og Eggert sögðu liðið lík. Upp stóð þá hinn aldni þulur, íslenzkur í skapi og dulur. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 59 orð

UPPGÖTVUN

Að vera einn úti í náttúrunni er eins og að fá kyrrð heimsins beint í æð. Ég lá í fjallshlíðinni og hlustaði á lækjarniðinn sem ljómaði í eyru mín líkt og fegursta tónverk Það var eins og vitund mín vaknaði af dvala. skynjunin varð næmari. Fuglasöngur í fjarska varð eins og englakór. Þvílík fegurð móðir náttúra. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 145 orð

Þótti vænt um fólk

HAGALÍN og Unnur í faðmi fjölskyldu, barna, barnabarna og tengdabarna. Frá vinstri: Þór Hagalín með Unni Huld, Snorri Hermannsson, Sigríður Hagalín, Björn Vignir Sigurpálsson, Kristín Ólafsdóttir, Guðmundur Pálsson, Guðmundur Hagalín yngri, Sigríður Óskarsdóttir Hagalín, Unnur Hagalín og Hrafnhildur Guðmundsdóttir Hagalín með Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1151 orð

Þótti vænt um fólk og var ákaflega mannblendinn

UNNUR Hagalín, þá ekkja Guðmundar Gíslasonar Hagalíns, dvaldist á öldrunarheimilinu Kumbaravogi, í næsta nágrenni við son sinn Þór Hagalín, tengdadótturina Sigríði Óskarsdóttur og börn þeirra á Eyrarbakka, þegar ég heimsótti hana nokkrum dögum eftir að hún varð 87 ára. Hún fæddist 16. september 1911. Unnur lést 29. september sl. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1348 orð

Þunglyndi sem flogteygðir fingur

"BÆRINN Neshólar stendur yst á nesinu milli Hamrafjarðar og Djúpafjarðar..." Þannig hefst smásaga Guðmundar Gíslasonar Hagalíns, "Þáttur af Neshólabræðrum", sem birtist fyrst í sagnasafninu Veður öll válynd árið 1925. Saga þessi lýsir mannlífi við ysta haf, baráttu við ofsafengin náttúruöfl, þunglamalegum manneskjum sem búa yfir bældum sársauka, þegja, þjást og sturlast. Meira
10. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 37 orð

(fyrirsögn vantar)

Í tilefni aldarafmælis Guðmundar Gíslasonar Hagalíns rithöfundar sem er í dag birtir Lesbók allmargar greinar þar sem fjallað er í senn um manninn og ritverk hans. Rakstur úti í náttúrunni. Milli manns og hunds var ávallt vinátta. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.