Greinar fimmtudaginn 22. október 1998

Forsíða

22. október 1998 | Forsíða | 347 orð

Milosevic krafinn skýringa

EFTIRLITSMENN Vesturveldanna í Kosovo reyndu í gær að sannreyna fregnir þess efnis að átök hefðu blossað upp á tveimur stöðum í Kosovo-héraði fyrr í vikunni. Fundi Wesleys Clarks, yfirmanns herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, með Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, Meira
22. október 1998 | Forsíða | 348 orð

Netanyahu hótar að slíta viðræðunum við Arafat

ÍSRAELAR hótuðu í gær að slíta viðræðunum við Palestínumenn í Bandaríkjunum, sökuðu bandarísku milligöngumennina um að hafa gengið á bak orða sinna og Palestínumenn um að beita undanbrögðum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, setti Palestínumönnum úrslitakosti í gærkvöldi og sagðist slíta viðræðunum ef þeir yrðu ekki við kröfum hans fyrir klukkan tvö í nótt. Meira
22. október 1998 | Forsíða | 76 orð

Virt og dáð af alþjóð

Virt og dáð af alþjóð GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú var jarðsungin frá Hallgrímskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, jarðsöng. Hann sagði í minningarorðum um Guðrúnu Katrínu að hún hefði verið virt og dáð af alþjóð. Um 900 manns voru viðstaddir útförina. Meira

Fréttir

22. október 1998 | Innlendar fréttir | 353 orð

2­5.000 kr. árstekjur á hektara

MIÐAÐ við áætlanir um það hvert verði markaðsverð á losunarkvóta á tonni af koltvísýringi eftir að Kyoto-bókunin um losun gróðurhúsalofttegunda kemst í framkvæmd, má gera ráð fyrir að landeigendur gætu haft 2-5.000 króna tekjur árlega af hverjum hektara sem þeir ræktuðu upp ef ákveðið verður að gefa viðskipti á kvótanum frjáls. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

55 tilboð í eyðijörð

MARGIR hafa hug á því að eignast eyðijörðina Laugaból við Ísafjörð. Laugaból er ríkisjörð og auglýsti Ríkiskaup hana til sölu í lok september og byrjun október. 55 tilboð bárust í jörðina. Að sögn Guðmundar I. Guðmundssonar, skrifstofustjóra hjá Ríkiskaupum, var æðarvarp á jörðinni. Hæsta tilboðið var um 5,5 milljónir kr. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 384 orð

95 milljónir spöruðust vegna mistaka

VEGNA mistaka Þjóðverja borguðu íslensk stjórnvöld um 95 milljónum króna of lítið fyrir land undir sendiráðsbyggingu í Berlín sem keypt var í sumar, að sögn alnetsútgáfu þýzka dagblaðsins Taz. Deilur standa milli borgaryfirvalda og fasteignasölufyrirtækis sem sá um sölu landsins fyrir borgina um það hver beri ábyrgð á mistökunum. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Athugasemd við frétt

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Námsgagnastofnun: "Vegna fréttar Ríkissjónvarpsins 18. október sl. þar sem staðhæft var að námsefni til tölvukennslu í grunnskólum væri af skornum skammti vill Námsgagnastofnun koma eftirfarandi á framfæri. Námsgagnastofnun hefur nú á boðstólum 90 kennsluforrit í ýmsum námsgreinum og stöðugt bætast fleiri við. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 366 orð

Ákvörðunin hafi ekki áhrif á verkefni

ÞÓRÐUR Friðjónsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu, segir að mestu máli skipti að ákvörðun meirihluta bæjarráðs Hafnarfjarðar um að hætta þátttöku í Jarðgufufélaginu muni ekki hafa áhrif á þau verkefni sem unnið hefur verið að. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

Bakarar kynna "skólabakarí"

NÚ STENDUR yfir kynningarátak í bakaríuum um land allt sem nefnist Skólabakarí. Bakarí og verslanir sem taka þátt í átakinu kynna almenningi holl brauð sem góðan valkost í nesti fyrir nemendur í skólum landsins. Átakið er á vegum Landssambands bakarameistara og Samtaka iðnaðarins og stendur til 2. nóvember nk. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 330 orð

Bankaeftirlit Seðlabankans skoðar málið

BANKAEFTIRLIT Seðlabanka Íslands ætlar að skoða hvort ákvæði í verðtryggðum skuldabréfum sparisjóðanna um að höfuðstóll skuldar geti ekki lækkað niður fyrir grunnvísitölu viðkomandi bréfs stangist á við lög og koma á framfæri athugasemdum verði niðurstaðan sú að þetta ákvæði sé ekki í samræmi við lög. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Bilun í símakerfi

BILUN í Múlastöð olli því að símasambandslaust varð á þjónustusvæði stöðvarinnar í gærkvöldi í tæplega klukkustund. Hjá bilanaþjónustu Landssímans fengust þær upplýsingar að gert hefði verið við bilunina og símasambandi komið á um klukkan 21.10 í gærkvöldi. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Bílvelta í Blönduhlíð

FÓLKSBIFREIÐ valt í mikilli hálku fyrir neðan bæinn Höskuldsstaði í Blönduhlíð fyrir hádegi í gær. Ökumaður og tveir farþegar voru í bifreiðinni og sakaði engan. Allir voru í bílbeltum og sagði lögreglan að bílbeltanotkunin hefði skipt sköpum fyrir ökumann og farþegana. Bifreiðin er talsvert skemmd. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Bílvelta í Fagradal

BÍLVELTA varð í Fagradal í Suður- Múlasýslu um klukkan 16.30 í gær. Einn maður var í bílnum, hann var í bílbelti og slapp nánast ómeiddur. Bíllinn er töluvert skemmdur, að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði. Mikill krapi og bleyta var á veginum þegar slysið varð. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Bóluefni búið í bili

ALLT bóluefni við inflúensu er uppurið eins og sakir standa, en von er á nýrri sendingu í næstu viku að sögn Haraldar Briem, sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. "Það hefur verið óskaplega kröftug svörun að þessu sinni við áskorun um að fólk láti bólusetja sig við infúensu," sagði hann. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 362 orð

Bretar ljá máls á sérevrópskum varnarher

GEORGE Robertson, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í gær að Evrópa þyrfti á sérevrópskum varnarher að halda til að geta tekið á sínum vandamálum án aðstoðar Bandaríkjamanna. Hefur ráðherrann þar með tekið undir stuðning Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, við aukið varnarhlutverk Evrópusambandsins (ESB). Fögnuðu frönsk stjórnvöld þessari stefnubreytingu Breta í gær. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Bæklingurinn "Til hamingju pabbi" endurútgefinn

FÉLAGIÐ Börnin og við á Suðurnesjum, sem er áhugafélag um brjóstagjöf, hefur endurútgefnið bæklinginn "Til hamingju pabbi". Bæklingurinn var áður útgefinn árið 1994. Um er að ræða 20 síðna fræðslurit fyrir verðandi og núverandi feður. Höfundur að handriti er Sólveig Þórðardóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. Ritið er til sölu á flestum heilsugæslustöðvum landsins og kostar 400 kr. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 65 orð

Eftir flóðið

FLÓÐIN miklu í Bangladesh kostuðu um 1.500 manns lífið og milljónir manna misstu heimili sitt. Nú eru þau um garð gengin en sjónin, sem við blasir, er víða skelfileg. Þar sem áður var frjósamt akurlendi eru nú sand- og aurflákar svo langt sem augað eygir. Mun það ekki auðvelda landsmönnum lífsbaráttuna auk þess sem heita má, að stórflóð séu orðin árviss í landinu. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Einelti og ofbeldi í skólum kannað

BANDALAG íslenskra sérskólanema, Iðnnemasamband Íslands og Félag framhaldsskólanema eru þátttakendur í alþjóðlegu rannsóknarverkefni um félagslegt umhverfi í skólum á framhaldsskólastigi. Í rannsókninni felst meðal annars rannsókn orsökum ofbeldis og eineltis, og hefur Menntaskólinn í Kópavogi verið valinn til þátttöku í rannsókninni. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Ekki með í Smáralind

TÍSKUVERSLUNIN Sautján hefur ásamt systurverslunum dregið sig úr samningaviðræðum við verslunarmiðstöðina Smáralind sem verið er að reisa í Kópavogi. Í gær gengu eigendur Sautján frá samningi við Eignarhaldsfélag Kringlunnar, um langtímaleigu á 700 fermetra rými á annarri hæð Kringlunnar. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 461 orð

Embættismannanefnd tekur skýringar gildar

Morgunblaðið sagði frá því í síðustu viku að sérfræðinganefnd sem vinni á grundvelli Félagsmálasáttmála Evrópu hafi enn fundið að því í nýlegri umsögn um skýrslu Íslands að réttur manna til að standa utan félaga sé ekki nægilega Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 363 orð

EMU ekki lokatakmark ESB

VIKTOR Klima, kanzlari Austurríkis, sem verður gestgjafi aukafundar leiðtoga ESB um helgina, sagði í ávarpi til Evrópuþingsins í gær að hann vildi að út úr þessum leiðtogafundi kæmu skýr skilaboð til borgara ESB um að hin sameiginlega Evrópumynt, sem verður að veruleika með stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) um næstu áramót, væri ekki takmark í sjálfu sér. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Endurbætur í Suðurgötugarði

Á NÆSTUNNI má gera ráð fyrir nokkru raski í kirkjugarðinum við Suðurgötu vegna framkvæmda og eru aðstandendur og aðrir sem leggja leið sína í garðinn beðnir að virða truflanir sem af því kunna að hljótast til betri vegar, segir í fréttatilkynningu. Meira
22. október 1998 | Landsbyggðin | 252 orð

Endurgerð gamalla húsa í Flatey heldur áfram

Stykkishólmur- Miklar breytingar hafa orðið á gömlu húsunum í Flatey á Breiðafirði síðustu 20 árin eða svo. Hvert húsið af öðru hefur verið gert upp og fært til fyrra horfs. Nú er mjög gaman að koma til Flateyjar og ganga um gamla þorpið og virða fyrir sér húsin sem hafa verið endurgerð og minna á forna frægð. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Erindi um hreinsiefni úr mör

MÁLSTOFA efnafræðiskorar raunvísindadeildar Háskóla Íslands verður haldin föstudaginn 23. október kl. 12.20 í stofu 158, VR-II, Hjarðarhaga. Ragnar Jóhannsson, Iðntæknistofnun, flytur erindi: Vistvænni kostur úr kindamör: Markmið verkefnisins var að leggja grunn að vinnsluferli fyrir framleiðslu á umhverfisvænum hreinsiefnum til að hreinsa olíu og tjöru af bifreiðum og vélum. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Farsíminn fannst í seinni leit

BIRGIR Leó Ólafsson á Selfossi týndi farsíma sínum við leitir í Landmannaafrétti 20. september síðastliðinn. Tveimur vikum seinna fann Sigurjón Eiríksson farsímann við eftirleitir í úfnu landi í Valafelli og reyndist enn vera rafmagn á rafhlöðum hans. Birgir Leó hafði gert sér ferð til að leita símans skömmu eftir að hann uppgötvaði að hann hefði týnt honum við leitir. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fimm fluttir á slysadeild

HARÐUR þriggja bíla árekstur varð á vegamótum Þrengslavegar og Suðurlandsvegar um klukkan 21 í gærkvöld. Ökumaður einnar bifreiðarinnar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahús Reykjavíkur og reyndist hann vera með alvarlega áverka en ekki í bráðri lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu. Sjúkrabílar fluttu fjóra slasaða til Reykjavíkur. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 336 orð

Fimmtán starfsreglur samþykktar

FIMMTÁN nýjar starfsreglur voru settar á þrítugasta kirkjuþingi sem lauk í gær en þær koma í stað ýmissa laga sem falla úr gildi um næstu áramót í framhaldi af setningu laga um stöðu, stjórn og starfshætti kirkjunnar sem tekið hafa gildi. Þá afgreiddi kirkjuþing 12 ályktanir um fjölmörg málefni. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 178 orð

Fjárlagafrumvarp samþykkt

ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í gær fjárlagafrumvörp, sem ná til þriðjungs útgjalda ríkisins og nema 500 milljörðum dala, andvirði 34.000 milljarða króna. Öldungadeildin samþykkti átta af 13 fjárlagafrumvörpum fyrir fjárhagsárið, sem hófst 1. október, með 65 atkvæðum gegn 29. Áður hafði fulltrúadeildin samþykkt frumvörpin með miklum meirihluta atkvæða, 333 gegn 95. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 132 orð

Foreldranna leitað

EKKI hefur tekist að hafa uppi á foreldrum hvítvoðungsins, sem fannst í plastpoka fyrir utan íbúðablokk í Ósló á þriðjudagsmorgni. Drengnum hafa hins vegar borist margar gjafir á sjúkrahúsið þar sem hann er nú og ófáir hafa boðist til að ættleiða hann. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Foreldraþing á Suðurlandi

SAMTÖK foreldrafélaga á Suðurlandi gangast fyrir foreldraþingi í Félagsheimilinu Þingborg laugardaginn 24. október. Nokkur erindi verða flutt á þinginu og mun Hrólfur Kjartansson fjalla um skólastefnu og endurskoðun aðalnámskrár, Jónína Bjartmarz, formaður Heimilis og skóla, mun fjalla um hlutverkaskipti og Berglind Hilmarsdóttir, bóndi og foreldri, um siðvit. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 831 orð

Forsetafrúin kvödd í Hallgrímskirkju

ÚTFÖR Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar var gerð frá Hallgrímskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands jarðsöng. Athöfninni var sjónvarpað og útvarpað um allt land. Meira
22. október 1998 | Miðopna | 701 orð

Framkvæmdir að hefjast við fyrstu nýbyggingarnar

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að nýbyggingum Háskólans á Akureyri á morgun, föstudag, og á eftir kynna stjórnendur og hönnuðir líkan og teikningar af nýju háskólabyggingunum. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

Full afköst nálægt áramótum

GANGSETNING álbræðslu Norðuráls hf. á Grundartagna gengur samkvæmt áætlun, að sögn Kenneths Petersons, framkvæmdastjóra og eiganda Columbia Ventures Corporation, móðurfélags Norðuráls. Um helmingur kera verksmiðjunnar er nú þegar kominn í gang og segist Peterson gera ráð fyrir að verksmiðjan verði komin í fullan rekstur í lok þessa árs eða í byrjun næsta árs. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 110 orð

Fulltrúar Kóreuríkja ræðast við

FULLTRÚAR Norður- og Suður- Kóreu settust að samningaborði í Genf í gær í von um að rjúfa þann vítahring, sem friðarviðræður ríkjanna hafa verið í. Eiga fulltrúar Kínverja og Bandaríkjamanna einnig aðild að viðræðunum en fáir gera sér miklar vonir um árangur. Strandar einkum á þeirri kröfu N-Kóreustjórnar, að bandaríska herliðið í S-Kóreu, 37. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Fundur um borgaralega fermingu

KYNNINGARFUNDUR fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu vorið 1999 og aðstandendur þeirra verður haldinn laugardaginn 24. október kl. 11­12.30. Fundurinn verður í Kvennaskólanum, Fríkirkjuvegi 9, nýbyggingu, 1. hæð, stofum 2, 3 og 4. Á fundinum verður næsta námskeið Siðmenntar til undirbúnings borgaralegri fermingu kynnt. Meira
22. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 160 orð

Grunnskólakennarar stofna félag

FÉLAG grunnskólakennara var stofnað á Akureyri nýlega og á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar í gær var Sigurjón Magnússon, kennari í Glerárskóla, kjörinn formaður félagsins. Að félaginu standa kennarar í öllum sex grunnskólum bæjarins og eiga þeir allir fulltrúa í stjórn þess. Alls eru um 150 grunnskólakennarar á Akureyri. Meira
22. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Hagyrðingakvöld og söngskemmtun

LIONSKLÚBBUR Akureyrar stendur fyrir hagyrðingakvöldi og söngskemmtun í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit á morgun, föstudaginn 23. október, kl. 21.00. Allur ágóði af skemmtuninni rennur til byggingar sundlaugar við Kristnesspítala. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 592 orð

Hefur leitað til umboðsmanns Alþingis

JÓN Kristjánsson fiskifræðingur hefur leitað til umboðsmanns Alþingis til að fá svör um umsókn sína til sjávarútvegsráðuneytisins um leyfi til fiskifræðilegra rannsókna. Jón segir bagalegt að fá ekki svör þar sem hann hafi atvinnu af því að stunda rannsóknir og ráðgjöf tengda fiskveiðum. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 340 orð

Heilsufar Jelstíns "eðlilegt"

EINN af talsmönnum Borís Jeltsín, forseta Rússlands, sagði í gær, að hann væri við eðlilega heilsu og vísaði á bug fréttum um, að henni hefði hrakað. Voru teknar röntgenmyndir af Jeltsín á sjúkrahúsi í Moskvu í gær en dr. Rob Niven, breskur sérfræðingur í brjóstholssjúkdómum, segist furða sig á því sé það rétt, að hann sé aðeins með berkjukvef. Meira
22. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 279 orð

Heim með 25 verðlaun

MJÓLKUR- og kjötvörur frá KEA náðu frábærum árangri í Danmörku fyrr í haust, annars vegar á fagsýningu matvælaiðnaðarins á Norðurlöndum og hins vegar dönsku landskeppninni um gæði mjólkurafurða. Vörurnar frá Íslandi sópuðu að sér verðlaunum. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 240 orð

Her sendur gegn skæruliðum í A-Kongó

BANDAMENN Laurents Kabila, forseta Kongós, í sunnanverðri Afríku hétu í gær að senda herlið gegn skæruliðum í austurhluta landsins. Var það niðurstaða fundar, sem þeir héldu í Harare, höfuðborg Zimbabwe. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 333 orð

Hundruð illa haldin vegna brunasára

HJÁLPARSTARFSFÓLK reyndi í gær að lina þjáningar fólks sem skaðbrenndist í "olíuleiðsluvítinu" sem olli dauða að minnsta kosti 700 manns í Nígeríu á sunnudag. Var fjölmennt lið hjálparstarfsmanna frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Rauða krossinum og Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO), sem send voru sérstaklega til Nígeríu vegna eldanna, Meira
22. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Ingibjörg Sólrún formaður

INGIBJÖRG Sólrún Ingimundardóttir hefur tekið við formennsku í Sjálfstæðisfélagi Akureyrar og er þetta í fyrsta sinn í sögu félagsins sem kona gegnir þessu embætti. Með Ingibjörgu Sólrúnu eru í stjórn Sigurður Harðarson varaformaður, Helgi Vilberg ritari, Knútur Karlsson gjaldkeri og Hilmar Þór Óskarsson meðstjórnandi. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 207 orð

Íslensk tónlist flutt í kirkjunni

Fyrir athöfnina var fluttur sálmforleikur um sálm sem aldrei var sunginn eftir Jón Nordal. Schola cantorum flutti "Heyr, himna smiður" eftir Kolbein Tumason við lag Þorkels Sigurbjörnssonar. Vox feminae flutti "Maístjörnuna" eftir Halldór Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Íþróttadagur Íþóttafélagsins Aspar

ÍþRÓTTAFÉLAGIÐ Ösp gengst fyrir íþróttakynningu í íþróttahúsi ÍFR, Hátúni 14, laugardaginn 24. október kl. 13­17. Þjálfarar hinna ýmsu íþróttagreina verða á staðnum og tilbúnir að svara spurningum um starf og æfingar hjá félaginu. Boðið verður upp á léttar veitingar á vægu verði. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 227 orð

JÓN ÓSKAR

JÓN Óskar rithöfundur lést 20. október síðastliðinn á heimili sínu í Reykjavík, 77 ára að aldri. Jón Óskar fæddist á Akranesi 18. júlí 1921 og voru foreldrar hans Ásmundur Jónsson, sjómaður og rafvirki, og Sigurlaug Einarsdóttir húsmóðir. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1940 og stundaði eftir það fimm ára nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Meira
22. október 1998 | Landsbyggðin | 490 orð

Kirkja frá upphafi kristni endurbyggð á Geirsstöðum

Vaðbrekku, Jökuldal-Ákveðið hefur verið að endurbyggja kirkju og túngarð frá upphafi kristni sem stóð á Geirsstöðum í landi Litla-Bakka í Hróarstungu á Norðurhéraði. Framkvæmdaraðili við endurbyggingu kirkjunar verður Minjasafn Austurlands en verkið verður fjármagnað að miklu leyti af sjóðum Evrópubandalagsins í gegnum sjóð sem kenndur er við Rafael, Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Kínverskir fjölmiðlamenn í heimsókn

SENDINEFND kínverskra fjölmiðlamanna var stödd í heimsókn hér á landi í síðustu viku og kynnti hún sér ýmis íslensk fyrirtæki og stofnanir. Að sögn Hannesar B. Hjálmarssonar hjá Útflutningsráði Íslands hafði Útflutningsráð með höndum undirbúning og skipulagningu heimsóknarinnar, en auk þess að kynna sér starfsemi Útflutningsráðs heimsóttu gestirnir meðal annars utanríkisráðuneytið, Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Kringlukast í Kringlunni

KRINGLUKAST hófst í gær í verslunum og flestum þjónustufyrirtækjum í Kringlunni. Á Kringlukasti eru fyrirtækin í verslunarmiðstöðinni með sérstök tilboð og lögð er áhersla á að einungis sé boðið upp á nýjar vörur þannig að ekki er um útsölu að ræða, segir í fréttatilkynningu. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 304 orð

Leitað samkomulags um veiðar og stjórnun

VIÐRÆÐUR íslenzkra, norskra og rússneskra embættismanna um lausn á deilunni um veiðar íslenzkra skipa í Smugunni í Barentshafi hófust í Moskvu í fyrradag. Að sögn Ingvards Havnen, talsmanns norska utanríkisráðuneytisins, er gert ráð fyrir að fundinum verði haldið áfram í dag. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 184 orð

Lögbroti tekið sem hetjudáð

EMBÆTTISMENN í Króatíu rannsökuðu í gær hvort bankakona nokkur hefði brotið lög um bankaleynd með því að skýra dagblaði frá innstæðum eiginkonu Franjo Tudjmans forseta. Margir Króatar líta hins vegar á konuna sem hetju og telja að rétt hafi verið af henni að greina frá innstæðunum. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 894 orð

Margþætt eftirlit með finnskum gagnagrunnum

Tölfræðiprófessorinn Timo Hakulinen leggur í samtali við Kristján Jónsson áherslu á að öryggi í finnskum gagnagrunnum sé tryggt með því að vandlega sé fylgst með því hver fái þar upplýsingar, hvert markmiðið sé og hvað verði um upplýsingarnar þegar búið sé að nota þær. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 401 orð

Marxistar ráðherrar í fyrsta sinn í 50 ár

MASSIMO D'Alema, fyrrverandi kommúnisti og núverandi leiðtogi stærsta vinstriflokksins á ítalska þinginu, tilkynnti í gær að hann hefði myndað 56. ríkisstjórn Ítalíu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þykir tíðindum sæta að meðal ráðherra í nýju stjórninni eru marxistar, í fyrsta sinn í hálfa öld. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 673 orð

Matur og umhverfi

MATVÆLA- og næringarfræðingafélag Íslands efnir til árlegs Matvæladags síns laugardaginn 24. október næstkomandi. Að venju er haldið upp á daginn með daglangri ráðstefnu. Yfirskrift ráðstefnunnar er Matur og umhverfi. Ráðstefnan er haldin á Fosshótel KEA og er öllum opin. Fundarstjóri er Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 206 orð

Málþing um heilsu og starfsumhverfi tónlistarmanna

ÍSLENSKUR tónlistardagur er laugardaginn 24. október nk. Í tilefni dagsins verður málþing um heilsu og vinnuumhverfi tónlistarmanna á vegum FÍH. Þingið verður í Rauðagerði 27 kl. 13.30 og hefur FÍH boðið norskum sérfræðingi Knud Olseng hingað heim af þessu tilefni. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 463 orð

McCurry segir "heimskulegt" framferði Clintons afar "gremjulegt"

MIKE McCurry, fyrrverandi fréttafulltrúi Hvíta hússins, varði í fyrrakvöld ummæli sín, þess efnis að Bill Clinton Bandaríkjaforseti væri "afar hæfileikaríkur leiðtogi" en að "heimskulegt framferði hans í einkalífinu væri mjög gremjulegt", sem hann lét falla í umræðum að lokinni framsögu er hann hélt í Pittsburgh á mánudag. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Mikill reykur frá sorpbrennslu

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík fékk í gær kl. 11.23 tilkynningu um mikinn reyk frá gróðrarstöðinni við Lambhaga fyrir ofan Reykjavík. Þar var verið að brenna sorpi og hafði reykurinn myndast vegna plastpoka, sem óvart hafði farið á eldinn, að sögn slökkviliðsins. Slökkt var í eldinum á nokkrum mínútum og hlaust enginn skaði af utan reyk- og sjónmengun. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 440 orð

Mikilvægt innlegg í umræðu um nýtingu náttúruauðlinda

FINNUR Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, segir að ræða Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, á fundi með framsóknarmönnum í síðustu viku, þar sem Halldór kvaðst hlynntur Eyjabakkalóni, en ekki komi til greina að fórna Þjórsárverum eða eyðileggja Dettifoss með virkjunum, Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Mótmæla vínveitingum á íþróttakappleikjum

"FRAMKVÆMDANEFND Stórstúku Íslands, IOGT, mótmælir harðlega þeirri ákvörðun borgaryfirvalda að heimila vínveitingar í íþróttahúsum og í tengslum við íþróttakappleiki," segir í ályktun frá framkvæmdanefndinni.. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Móttaka á Bessastöðum

ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norðurlanda fóru til Bessastaða að lokinni útför Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur þar sem framreiddur var hádegisverður í boði forseta Íslands. Viðstaddir voru m.a. ráðherrar í ríkisstjórn Íslands og nánasta fjölskylda Guðrúnar Katrínar. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Mynd um Grikkland sýnd á aðalfundi

AÐALFUNDUR Grikklandsvinafélagsins Hellas verður haldinn í Norræna húsinu föstudaginn 23. október kl. 20.30. Þar verða á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Að lokinni dagskrá aðalfundar verður sýnd sjónvarpskvikmynd um Grikkland hið forna sem tekin var á söguslóðum þar syðra í fyrrasumar af kvikmyndafélaginu Loka. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Myndverk afhent Alþingi að gjöf

NÝLEGA var haldin í Reykjavík ráðstefna um samvinnu norrænna mannréttindastofnana á Netinu. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur frá stofnun 1994 verið aðili að samstarfi norrænu mannréttindastofnananna. Árið 1995 samþykkti Norðurlandaráð að styrkja upplýsingasamstarf á sviði mannréttinda. Með tilkomu Netsins hafa hugmyndir fólks um slíka samvinnu tekið algjörum stakkaskiptum. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Nafnið Norður- Hérað staðfest

SAMEINAÐ sveitarfélag Jökuldals-, Hlíðar- og Tunguhrepps hefur fengið nafnið Norður-Hérað og hefur það verið staðfest af Félagsmálaráðuneytinu. Íbúar sveitarfélagsins völdu þetta nafn samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor í almennri skoðanakönnun er þá fór fram. Sveitarstjórnin samþykkti síðan að leita eftir umsögn Örnefnanefndar um þetta nafn og samþykkti nefndin það fyrir sitt leyti. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Norrænir þjóðhöfðingjar við útförina

ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norðurlandanna voru viðstaddir útför Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Þeir fóru af landi brott síðdegis í gær eftir að hafa vottað Ólafi Ragnari Grímssyni og fjölskyldu hans samúð sína í boði á Bessastöðum. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Nýr forstöðumaður ráðinn

ÓLAFUR Þ. Stephensen hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans. Ólafur er fæddur árið 1968. Hann lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og MSc- prófi í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics and Political Science árið 1994. Hann hefur verið blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 1987. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 464 orð

Ráðstefnur og fundir í Viðeyjarskóla

Ráðstefnur og fundir í Viðeyjarskóla Í VIÐEYJARSKÓLA er á vetrum leigð út aðstaða fyrir fundi, ráðstefnur og námskeið og er hægt að taka á móti allt að 40 manns en auk þess hafa kórar fengið að æfa í húsinu. Að sögn Þóris Stephensen staðarhaldara, er skólinn búinn öllum helstu tækjum til fundarhalda af þessari stærð. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 213 orð

Ríkið sýknað af kröfu um endurgreiðslu jöfnunargjalds

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu Daníels Ólafssonar ehf. sem krafðist endurgreiðslu jöfnunargjalds, sem stefnandi taldi sig hafa ofgreitt af innfluttum frystum og forsteiktum frönskum kartöflum frá 1988-1992. Stefnandi reisti kröfu sína á því að álagning bæði 190% og síðar 120% jöfnunargjalds, samkvæmt reglugerð nr. 109/1988 og nr. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 741 orð

Samningur við HR verði endurskoðaður

MAGNÚS Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri Garðabæjar, eru sammála um að samningur við Hitaveitu Reykjavíkur um kaup á heitu vatni verði endurskoðaður. "Við viljum vera þátttakendur í þeirri umræðu, sem er að hefjast og verður á næstu árum varðandi endurskipulagningu í orkumálum," sagði Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri Garðarbæjar. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 437 orð

Segir Lafontaine hafa haft miðjustefnu Schröders undir

JOST Stollmann, sem hafnaði boði um að taka við embætti efnahagsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Þýzkalands eftir að hafa beðið lægri hlut í valdatogstreitu við Oskar Lafontaine, formann Jafnaðarmannaflokksins SPD, gagnrýndi hinn verðandi fjármálaráðherra harkalega í blaðaviðtali í gær. Einnig varð hinn nýi stjórnarsáttmáli SPD og Græningja fyrir mikilli gagnrýni úr ýmsum áttum. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 268 orð

Sérspám fjölgar úr 3.744 í 8.000 á tveimur árum

ÁÆTLAÐ er að sérspár veðurþjónustu Veðurstofu Íslands verði nálega tvöfalt fleiri í ár samanborið við síðasta ár eða 6.800 talsins en þær voru 3.744 í fyrra. Gert er ráð fyrir að sérspám Veðurstofunnar fjölgi enn á næsta ári og verði 8.000 alls. Þetta kemur fram í verkefnavísum fjármálaráðuneytisins en í því riti er að finna ýmsar árangursmælingar á starfsemi ríkisins. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 500 orð

Sirkushesturinn Snati er uppátækjasamur og líklega gáfaðri en fles

Sirkushesturinn Snati er uppátækjasamur og líklega gáfaðri en flestir hestar Opnar hlöðuna og býður hinum hestunum hey Sirkushesturinn Snati er mörgum hæfileikum gæddur. Hann hlýðir skipunum og bendingum, en tekur einnig upp á ýmsu sem er húsbónda hans ekki að skapi. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Skilaði sér sjálfur heim

SEXTÁN ára piltur, sem umfangsmikil leit var gerð að á Barðaströnd, skilaði sér heim kl. 11 í gærmorgun en leit hafði þá staðið að honum frá því kvöldið áður. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði fór pilturinn að heiman frá sér kl. 16 í fyrradag og hófst leit að honum síðar um daginn og tóku þátt í henni björgunarsveitarmenn með leitarhunda. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Staða kvenna í háskólasamfélaginu

ÞORGERÐUR Einarsdóttir verður gestur á rabbfundi Rannsóknarstofu í kvennafræðum fimmtudaginn 29. október. Kynntar verða niðurstöður könnunar á stöðu kvenna meðal fræðimanna og háskólakennara á Norðurlöndum. Könnunin bendir til þess að jafnréttismálum miði hægt innan háskólasamfélagsins og jafnvel hægar en annars staðar í þjóðfélaginu. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 1287 orð

Stilling og reisn í stríðinu stranga

HÉR fer á eftir minningarræða biskups Íslands, herra Karls Sigurbjörnssonar, við útför Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar í gær. Vaktu minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vakir þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 258 orð

Sækja Talebanar Bin Laden til saka?

TALEBANAR, sem ráða ríkjum í meginhluta Afganistans, eru, að sögn sendifulltrúa þeirra í Bandaríkjunum, reiðubúnir til að leiða Osama Bin Laden, sem grunaður er um hryðjuverk, fyrir rétt í Afganistan geti fulltrúar Bandaríkjastjórnar lagt fram haldgóðar sannanir fyrir aðild hans að hryðjuverkum. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 501 orð

Telur 12% líkur á olíu eða gasi í setlögum nyrðra

SÉRFRÆÐINGUR norska olíufélagsins Statoil í olíuleit telur að að minnsta kosti 12% líkur séu á að olía eða gas finnist í vinnanlegu magni í setlögunum norðan við landið en telur jafnframt litlar líkur á að möguleikarnir veki áhuga stórra alþjóðlegra olíufélaga. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 303 orð

Telur stjórnunarreynslu sína vanmetna

ÞORSTEINN Njálsson læknir, sem er einn af tíu umsækjendum um embætti landlæknis, telur að stöðunefnd, sem taldi hann ekki uppfylla skilyrði auglýsingar um stöðuna um víðtæka stjórnunarreynslu og hann því ekki talinn hæfur, hafi ekki metið stjórnunarreynslu sína sem skyldi. Meira
22. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Tvö námskeið

UM ÞESSAR mundir heldur Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands tvö námskeið á Akureyri. Námskeiðið "Nýskipan rafmagnsöryggismála" verður haldið á föstudag, 23. október, frá kl. 13 til 17. Það er einkum ætlað verk- og tæknifræðingum en er opið öllum sem vilja kynna sér málið. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Um 60 milljónir í vinninga

Í FYRSTA sinn verður dregið um sjöfaldan potti hjá Lottó á laugardag. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár, er gert ráð fyrir að hæsti vinningur verði 40 milljónir en heildarvinningar um 60 milljónir. "Þetta er hæsta upphæð til þessa," sagði Vilhjálmur. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 381 orð

Útlit fyrir að bæði kyn verði send

FRAMKVÆMDASTJÓRI Skáksambands Íslands segir útlit fyrir að átta börn, fimm drengir og þrjár stúlkur, taki þátt í Heimsmeistaramóti barna í skák fyrir Íslands hönd, sem hefst á Spáni á laugardag. "Ákveðið var á stjórnarfundi Skáksambandsins í síðustu viku að senda fimm stráka á heimsmeistaramótið. Meira
22. október 1998 | Miðopna | 1530 orð

Vaxtalögin gera ekki ráð fyrir "vísitölug

Mega lánveitendur verðtryggðra lána tryggja sig með einhverjum hætti gagnvart lækkun vísitölu. Þessar spurning vaknar eftir að fram kom að til væru skuldabréf á markaði með skilmálum um "vísitölugólf", þ.e.a.s. að vísitala sem miðað væri við yrði aldrei lægri en grunnvísitala, þ.e. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Vegakirkjur með dagskrá fyrir ferðamenn

FRÆÐSLU- og þjónustudeild kirkjunnar hefur nýlega kynnt fyrir próföstum landsins hugmynd um vegakirkju. Með því er átt við að kirkjur í þjóðbraut eða þar sem ferðamenn koma gjarnan við verði opnar og bjóði reglulega upp á fyrirfram auglýsta dagskrá, andakt, tónleika eða annað slíkt. Málið verður tekið til umræðu á prófastafundi á næsta ári. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 424 orð

Vilja réttarhöld yfir Pinochet í Bretlandi

BRESKIR þingmenn hvöttu ríkisstjórnina til þess í gær að tryggja, að Augusto Pinochet hershöfðingi og fyrrverandi einræðisherra í Chile yrði dreginn fyrir lög og dóm hvað sem liði væntanlegri framsalskröfu Spánverja. Líklegt er, að ýmis samtök og einstaklingar höfði sérstakt mál á hendur Pinochet en í Chile hefur handtaka hans valdið miklum skjálfta í stjórnmálum landsins. Meira
22. október 1998 | Erlendar fréttir | 86 orð

Vill mála bæinn bláan

NORSKI listamaðurinn Bjørn Elvenes hefur lagt til að heimabær hans, Sortland í Norður-Noregi, verði málaður blár áður en nýtt árþúsund gengur í garð. Tillaga listamannsins hefur fengið góðan hljómgrunn hjá bæjarbúum og embættismönnum, sem fjalla um hugmyndir að framkvæmdum í tilefni af aldamótunum. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Vinningshafar á þýskum dögum

DREGIð hefur verið í happdrættisleik Þýskra daga sem haldnir voru í Perlunni dagana 24.­27. september. Nálega sautján þúsund svör bárust Þýsk-íslenska verslunarráðinu. Vinningshafar eru: Ferð fyrir tvo til Hamborgar með Flugleiðum og gisting á SAS Radisson hótelinu Hamborg: Sunna Lilja Björnsdóttir, 8 vikna þýskunámskeið hjá Goethe- stofnun, með flugi: Vigdís Helga Eyjólfsdóttir, Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 386 orð

Von á 500 Írum um helgina

FIMM hundruð Írar eru væntanlegir hingað til lands á föstudag. Írarnir koma hingað með leiguflugi á vegum Samvinnuferða- Landsýn og dvelja í fjóra daga. Að sögn Helga Jóhannssonar framkvæmdastjóra Samvinnuferða-Landsýn er þetta líklega í fyrsta sinn sem svo stór þota full af írskum ferðamönnum kemur hingað til lands. Meira
22. október 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Þrír nýir fulltrúar í kirkjuráði

NÝTT kirkjuráð var kosið í gær á lokafundi kirkjuþings en í því sitja ásamt biskupi tveir leikmenn og tveir prestar. Það skipa nú leikmennirnir Guðmundur K. Magnússon prófessor og Hallgrímur Magnússon læknir, séra Dalla Þórðardóttir og séra Hreinn Hjartarson. Fyrir í kirkjuráði voru Helgi K. Hjálmsson, Gunnlaugur Finnsson, séra Sigurjón Einarsson og séra Hreinn Hjartarson. Meira

Ritstjórnargreinar

22. október 1998 | Leiðarar | 547 orð

FJÁRFESTINGAR LÍFEYRISSJÓÐA

ÞAÐ ER EINSTAKLEGA ánægjulegt, hve íslenzka lífeyrissjóðakerfið hefur eflzt undanfarin ár. Eignir þess námu alls 353 milljörðum króna í lok ársins 1997 (307 milljörðum í árslok 1996) og höfðu vaxið á árinu um 12,8% að raungildi miðað við hækkun neyzluverðsvísitölu. Raunávöxtun þessara eigna lífeyrissjóðanna var 8,1% á árinu en 7,9% að frádregnum rekstrarkostnaði. Meira
22. október 1998 | Staksteinar | 301 orð

SRauðvínssósíalistar ÞEGAR sósíalistar fóru að "sýna óhóflegar uppatilhneigi

ÞEGAR sósíalistar fóru að "sýna óhóflegar uppatilhneigingar", segir í grein eftir Jóhannes Sigurjónsson í Degi, "og farnir að kaupa sér leðurmublur voru þeir kallaðir sófakommar... Upp úr því mélinu fóru þeir að sjá púðrið í jafnaðarmennskunni." Kratapúður Meira

Menning

22. október 1998 | Myndlist | 930 orð

Alheimsálfan og heimur veirunnar

Opið 14 til 18. Sýningin stendur til 26. október. INGA Þórey veltir fyrir sér ólíkum sjónarhornum á veröldina á sýningunni sem nú stendur í Listasafni ASÍ. Þar fer mest fyrir málverkum sem birta eins konar huglæga mynd af heimi veirunnar og annarra sjúkdómsvalda. Þar fara ógnvekjandi sjúkdómar: Afrísk svefnsýki, hundaæði og malaría. Meira
22. október 1998 | Fólk í fréttum | 281 orð

Áratugur hins hallærislega Brúðkaupssöngvarinn (Wedding Singer)

Framleiðendur: Jack Giarraputo, Robert Simonds. Leikstjóri: Frank Coraci. Handritshöfundar: Tim Herily. Kvikmyndataka: Tim Suhrstedt. Tónlist: Teddy Castelluci. Aðalhlutverk: Adam Sandler, Drew Barrymore, Christine Taylor, Allen Covert, Matthew Glave. 92 mín. Bandaríkin. Myndform 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
22. október 1998 | Fólk í fréttum | 487 orð

Bítur Tyson frá sér?

Bítur Tyson frá sér? MIKIL eftirvænting ríkir meðal áhugamanna um hnefaleika vegna endurkomu þungavigtartröllsins Mikes Tysons sem fékk hnefaleikaréttindi sín aftur á mánudag eftir 15 mánaða bann. Ástæðan fyrir því að hann var sviptur réttindunum var að hann beit Holyfield tvisvar illilega í eyrað í viðureign þeirra. Meira
22. október 1998 | Fólk í fréttum | 217 orð

Flataskóli fertugur

Flataskóli fertugur FLATASKÓLI á sér merka sögu, en hann hét upphaflega Barnaskóli Garðahrepps. Á frumbýlisárum Garðahrepps var Flataskóli helsti samkomu- og fundastaður hreppsins, og þar var aðsetur sveitarstjórans, Ólafs G. Einarssonar, núverandi forseta Alþingis. Meira
22. október 1998 | Menningarlíf | 268 orð

Frumflytja íslenskt kórverk í kvöld

Hér á landi er nú staddur finnnski Kammerkórinn Dominante. Kórinn hefur þegar komið fram þrisvar undanfarna daga, við guðsþjónustu í Langholtskirkju, á tónleikum í Skálholti og á þriðjudaginn tróðu kórfélagar óvænt upp í Sundlauginni í Laugardal. Lokatónleikar kórsins verða í Langholtskirkju í kvöld og verður þar m.a. Meira
22. október 1998 | Fólk í fréttum | 132 orð

Fær rúmlega 1,2 milljarða í laun

Fær rúmlega 1,2 milljarða í laun ÞÓTT Julia Roberts nái ekki að skáka þeim 20 milljónum dollara eða 1.450 milljónum króna sem Tom Cruise, Mel Gibson, Harrison Ford og Bruce Willis hafa fengið í launaumslaginu fyrir kvikmyndir sínar, er hún ekki langt undan. Dagblaðið Variety greinir frá því að Roberts fái 17 milljónir dollara eða 1. Meira
22. október 1998 | Menningarlíf | 41 orð

Gunnar Ingibergur sýnir í Lóuhreiðri

Í LÓUHREIÐRI stendur yfir sýning Gunnars Ingibergs Guðjónssonar á vatnslitamyndum. Í fréttatilkynningu segir að Gunnar sé aðallega þekktur fyrir olíumálverk sín. Hann hefur haldið fjölmargar sýningar hér á landi. Sýningin, sem er sölusýning, stendur til 15. nóvember. Meira
22. október 1998 | Menningarlíf | 748 orð

Jón Óskar Eftir Jóhann Hjálmarsson

SKRIFAÐ í vindinn hét fyrsta ljóðabók Jóns Óskars (1953) en áður hafði komið frá honum smásagnasafnið Mitt andlit og þitt (1952). Höfundarferill Jóns Óskars er fjölbreyttur þótt okkur sé tamast að líta á hann sem ljóðskáld. Meira
22. október 1998 | Fólk í fréttum | 154 orð

Leifur heppni lifir

Leifur heppni lifir SÍÐAN 1964 hefur forseti Bandaríkjanna árlega útnefnt 9. október dag Leifs Eiríkssonar. Í Minnesota-fylki er hann frídagur, og þá leggja Íslendingar, og stöku Norðmenn sem enn vilja eigna sér kappann heppna, rauðan, hvítan og bláan blómsveig við styttuna af Leifi sem stendur í Sjómannasafninu í Hampton. Meira
22. október 1998 | Fólk í fréttum | 57 orð

Leit að opnustúlku aldamótanna hafin

AMY Campbell frá Bridgeville í Pennsylvaníu situr fyrir hjá ljósmyndaranum Eric Smith í langferðabíl tímaritsins Playboy. Bíllinn verður á ferðalagi um Bandaríkin í sex mánuði með viðkomu í 47 borgum. Á hverjum stað verða konur ljósmyndaðar vegna leitar að opnustúlkunni fyrir janúar árið 2000. Konan sem sigrar hlýtur 14 milljónir að launum. Meira
22. október 1998 | Fólk í fréttum | 992 orð

Lifandi persónur mótaðar í leir

AARDMAN Animations er í röð fremstu hreyfimyndafyrirtækja heimsins í dag, en stuttmyndir frá fyrirtækinu hafa þrisvar hlotið Óskarsverðlaun. Michael Rose er framleiðandi hjá fyrirtækinu sem hefur höfuðstöðvar sínar í Bristol á Englandi. Fyrirtækið var stofnað árið 1972 af Peter Lord og David Sproxton. Meira
22. október 1998 | Menningarlíf | 128 orð

Listvefnaðarsýning í Borgarnesi

SNJÓLAUG Guðmundsdóttir opnar sýningu á vefnaði og flóka í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi á morgun, laugardag. Snjólaug er fædd árið 1945, hún lauk vefnaðarkennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1965 og kenndi síðan vefnað við Hússtjórnarskólann að Varmalandi í 9 ár. Síðastliðin 12 ár hefur Snjólaug unnið við vefnað og handverk. Meira
22. október 1998 | Fólk í fréttum | 52 orð

Marilyn til sölu

Marilyn til sölu JEFFERY Archer, rithöfundur og fyrrverandi formaður breska Íhaldsflokksins, stillir sér upp við brot úr listaverkasafni sínu sem sett var á sölu á þriðjudag. Hann á geysilega verðmætt safn þar sem eru m.a. Meira
22. október 1998 | Menningarlíf | 65 orð

Martin Isepp heldur "meistaranámskeið"

PÍANÓLEIKARINN og stjórnandinn Martin Isepp, heldur "Meistaranámskeið" (master class) á vegum Söngskólans í Reykjavík, fyrir söngvara og píanóleikara dagana 24.­29. október kl. 11­18 daglega. Námskeiðið fer fram í Tónleikasal Söngskólans SMÁRA, Veghúsastíg 7. Meira
22. október 1998 | Fólk í fréttum | 193 orð

Meira öskur Öskur 2 (Scream 2)

Framleiðendur: Cathy Konrad og Marianne Maddalena. Leikstjóri: Wes Craven. Handritshöfundur: Kevin Williamson. Kvikmyndataka: Peter Deming. Tónlist: Marco Beltrami. Aðalhlutverk: Neve Campbell, Courtney Cox, Jamie Kennedy og David Arquette. (120 mín.) Bandarísk. Skífan, október 1998. Bönnuð innan 16 ára. Meira
22. október 1998 | Fólk í fréttum | 255 orð

MYNDIR DAGSINS

DAGSKRÁ Norrænu barnamyndahátíðarinnar er fjölbreytt í dag en hér verða aðeins taldar upp nokkrar af þeim myndum sem sýndar eru. Frá Noregi kemur myndin Jakten på nyresteinen eða Nýrnasteinninn eltur. Leikstjóri er Vibeke Idsøe. Meira
22. október 1998 | Menningarlíf | 79 orð

Nýjar bækur TÖÐUGJÖLD er ljóð

TÖÐUGJÖLD er ljóðabók eftirSverri Pálsson, fyrrverandi skólastjóra á Akureyri. Ljóðin eru flest frumsamin, þó eru fáein þýdd úr erlendum málum. Þetta er önnur ljóðabók höfundar. Hin fyrri, Slægjur, kom út árið 1994 og er uppseld, segir í fréttatilkynningu. Eftir Sverri liggja að auki nokkrar lausmálsbækur, einkum um söguleg efni, svo og þýðingar. Meira
22. október 1998 | Tónlist | 592 orð

Skínandi norðurljós

Musica antiqua flutti tónlist eftir Dario Castello, Salomone Rossi, Matthew Locke, Georg Friedrich Händel, Johan Helmich Roman og Georg Philipp Telemann. Þriðjudagskvöld kl. 20.30. HLJÓÐLÁT sindra norðurljósin, og hljótt er um hina árlegu Norðurljósahátíð sem nú er haldin í fjórða sinn. Meira
22. október 1998 | Fólk í fréttum | 83 orð

Stærsta tyggjókúlan

Stærsta tyggjókúlan TYGGJÓIÐ var teygt á sunnudaginn í New York en þá fór fram heimsmeistarakeppnin í tyggjókúlublæstri. Þátttakendur voru á aldrinum 10-18 ára og komu hvaðanæva úr Bandaríkjunum. Meira
22. október 1998 | Menningarlíf | 38 orð

Tónleikar í Egilsstaðakirkju

TÓNLEIKAR verða í Egilsstaðakirkju á morgun, föstudag, kl. 20. Efnisskrá er flutt af kennurum og nemendum skólans, blönduð söng og hljóðfæraleik. Tónlistarskólinn á Egilsstöðum stendur fyrir þessum tónleikum sem verða einu sinni í mánuði í vetur. Meira
22. október 1998 | Fólk í fréttum | 86 orð

Vaka vann tölvu

MOGGINN á Netinu og aðstandendur kvikmyndarinnar Sporlausteftir Hilmar Oddsson stóðu nýlega fyrir Sporlaust-leik á mbl.is. Þar gátu athugulir kvikmyndaunnendur spreytt sig á spurningum um atriði úr kvikmyndinni og leikara hennar. Vaka Sigmarsdóttir var ein af fjölmörgum þátttakendum og sú sem datt í lukkupottinn. Meira
22. október 1998 | Bókmenntir | 436 orð

Þingeyrarskóli

Hallgrímur Sveinsson tók saman. Vestfirska forlagið. Hrafnseyri 1998, 108 bls. ÁRIÐ 1997 var ein öld liðin síðan reglulegt skólahald hófst á Þingeyri við Dýrafjörð. Hefur skólinn starfað óslitið síðan að einu ári undanskildu. Ekki er þetta stór skóli. Meira
22. október 1998 | Fólk í fréttum | 215 orð

(fyrirsögn vantar)

Kvikmyndir Saga óskilabarnsins Toms Jones er breskur myndaflokkur í fimm þáttum sem hefst í Sjónvarpinu 2. nóvember. Er hann byggður á sígildri sögu Henrys Fieldings um æsileg ævintýri ungs manns á 18. öld og ferðir hans um England í leit að hinni einu sönnu ást. Meira

Umræðan

22. október 1998 | Aðsent efni | 664 orð

Á hvaða leið ert þú?

Á HVAÐA leið ert þú? "Á hraðferð gegn um lífið" gæti verið svar okkar margra, sem í borginni búum. Meira að segja börnin eiga svo annasamt líf í borgarsamfélaginu, að tóm fyrir köllun þeirra, hinn frjálsa leik, virðist þverrandi. Úr einu í annað þjótum við ­ en sjaldnast fjölskyldan saman. Og hvert er markmiðið með önnum okkar? "Að lifa af", segir einhver, eða kannski "að eiga gott líf". Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 2233 orð

ÁLVER EðA HORNSTRANDIR 21. ALDAR?

FULLYRT er, að með hliðsjón af þeirri þróun, sem verið hefur á undanförnum árum, muni á Austurlandi fækka um 800 manns á næstu 5 árum og um 25% á næstu 10, að öllu óbreyttu. Tilgangur virkjananna Orka fallvatnanna og jarðhiti hefur verið talin auðlind Íslands næst eftir gæðum lands og sjávar. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 637 orð

Bankaþjónusta fyrir alla

Í UMRÆÐUNNI um hagræðingu og sparnað í bankakerfinu nefna stjórnmálamenn, og nú í seinni tíð einnig eigendur bankanna, helst dýrt og óhagkvæmt þjónustunet, það er útibúanet banka og sparisjóða. Mælikvarðinn sem notaður er, og hver sérfræðingurinn á eftir öðrum étur upp, er að 1500 íbúar séu um hvert útibú á Íslandi á meðan 2200 Danir deili hverju útibúi í Danmörku. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 701 orð

Byggðastefnu í stað veiðileyfagjalds Alvarlegast

FYRIR rúmum þremur mánuðum var tekin ákvörðun á aukalandsfundi Alþýðubandalagsins um sameiginlegt framboð með Alþýðuflokki og Kvennalista fyrir næstu Alþingiskosningar. Sú ákvörðun leiddi þegar í stað til úrsagna úr Alþýðubandalaginu og allstór hópur yfirgaf flokkinn, þar á meðal tveir alþingismenn hans og sá þriðji batt enda á samstarf við hann. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 410 orð

Efnahagslegur aðbúnaður hefur ekki batnað

Í HÓPRANNSÓKN Hjartaverndar á árunum 1967­1990 hafa verið gerðar félagslæknisfræðilegar kannanir. Þátttaka var 75-80% af þeim er boðaðir voru til rannsóknar. Jafnframt kannaður hagur þeirra er höfðu verið fjarverandi frá starfi 29 daga eða lengur á ári vegna veikinda og samanburður gerður á högum og aðbúnaði þeirra og annarra þjóðfélagshópa. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 614 orð

Enn talar þjóðin

ÞÁ HEFUR þjóðin enn og aftur tjáð hug sinn í hvalveiðimálinu. Skoðanakönnun framkvæmd af Gallup á Íslandi í þessum mánuði sýnir meira en 80% fylgi meðal landsmanna fyrir því að hefja hvalveiðar að nýju. Aðeins um 10% landsmanna lýsa andstöðu við hvalveiðar í sömu könnun. Niðurstaðan er á sömu nótum og verið hefur í skoðanakönnunum undanfarin ár. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 1007 orð

Er kjördæmamálið að klúðrast?

NÝVERIÐ voru kynntar opinberlega hugmyndir nefndar forsætisráðherra um jöfnun vægis atkvæða landsmanna í þingkosningum. Hér er um að ræða mikilsvert málefni sem varðar grundvöll lýðræðis og mannréttinda í landinu. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 531 orð

Er kvótakerið hagkvæmt?

ÍSLENDINGAR þurfa á góðu og skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi að halda. Þannig getum við búið í haginn fyrir áframhaldandi nýtingu sjávar. Í þessu sambandi getur maður velt því fyrir sér hvort kerfi framseljanlegra aflaheimilda, kvóta, eins og við búum við í dag hafi leitt af sér ákveðna hagkvæmni í íslenskri útgerð. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 854 orð

Er sérkennslan ranglæti?

HVAÐ veldur því að réttur nemenda til sérkennslu er ekki lengur lögboðinn? Hvað veldur því að grundvallarbreytingar hafa orðið í grunnskólalögum frá 1995 þannig að þar er útrýmt öllum ákvæðum um sérkennslu? Ný skólastefna: heiltæk? Hugmyndafræðina má rekja til skólastefnu sem af fylgjendum sínum er nefnd heiltæk. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 624 orð

Forsætisráðherra erfiður öldruðum og öryrkjum

EKKI veit ég hvort háttvirtum forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, er sjálfrátt í afstöðu sinni til aldraðra og öryrkja. Á baksíðu Morgunblaðsins 6. október er haft eftir honum að öryrkjar hafi ekki orðið útundan í góðærinu; þeir hafi notið góðs af auknum kaupmætti vegna hærri bóta og lágrar verðbólgu þótt þeir hafi ekki hlotið sömu hækkanir og þeir hópar sem mest hafa borið úr býtum vegna Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 1113 orð

Frumkvöðull að miðlægum kosningagagnagrunni gefur sig fram

TÍMI nýs landnáms á Íslandi er að hefjast. Landið sjálft er reyndar numið en nú er einstaklega gott lag fyrir frumkvöðla að fóstra þjóðarhug og líkama á völlum miðlægra gagnagrunna. Sem stendur mun Ísland vera eina lýðræðisríkið sem ætlar að bjóða upp á rekstur slíkra fyrirtækja, aðallega vegna góðrar liðveislu forsætisráðherra, Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 659 orð

Hlustaðu á mig

Algengasta spurningin sem ég er spurður varðandi stam er hversu margir það eru sem stama. Stam er talið vera vandamál hjá nálægt 1% allra fullorðinna samkvæmt erlendum rannsóknum og þrír fjórðu hlutar þeirra eru karlmenn. Það má því búast við því að á þriðja þúsund Íslendinga stami. Sumum þykir þetta ótrúlega há tala, en það er líklega vegna þess hve leynt margir fara með vandamálið. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 438 orð

Hverfislögregla er framfaraskref!

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur nú sett á fót sérstaka hverfalöggæslu í Reykjavík og er það hið merkasta framtak. Það sýndi sig þegar sérstök hverfislöggæsla var rekin í efri hverfum Reykjavíkurborgar, að borgarar og fyrirtæki kunnu vel að meta það að hafa "sína menn" í hverfinu. Menn sem fólkið þekkti og treysti til að takast á við staðbundna löggæsluþörf. Meira
22. október 1998 | Bréf til blaðsins | 398 orð

ITC og umhverfið

ENGUM sem ferðast um landið okkar, Ísland, dylst að við búum í fögru og hreinu landi, landi þar sem tærir lækir renna niður hlíðar blárra fjalla eða spretta upp við rætur þeirra. Fyrir ekki mörgum árum var ekki til hugtakið umhverfisvænn í okkar ástkæra ylhýra máli, enda ekki von því að menn gengu um landið eins og gæði þess væru ótakmörkuð. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 851 orð

Nokkur orð um einelti

NÝLEGA heyrði ég í fréttum að umboðsmaður barna á Alþingi hefði kallað íslensk ungmenni til fundar um einelti. Með fréttinni fylgdi að einelti í skólum ykist og kennarar horfðu oft hjálparlausir upp á eða tækju jafnvel þátt í aðförunum sjálfir. Þetta hryggir mig; upplýst nútímaþjóðfélag ætti ekki að þurfa að þola slíkt. Meira
22. október 1998 | Bréf til blaðsins | 245 orð

Svanadráp

MORÐINGJAR í íslenskri náttúru, dulbúnar glaðbeittar hetjur, sem níðast á friðhelgi lífs, telja sig nú misrétti beitta fái þeir ekki að svala fýsnum sínum, þurrka út rjúpustofninn, drepa svani, tákn friðhelgi og fegurðar, tákn lífsins sem við tignum í villtri náttúru. Tákn friðar og ástar. Skotveiðifélagið kærir að ekki megi drepa síðustu rjúpuna. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 1450 orð

SVAR TIL FORMANNS MS-FÉLAGS ÍSLANDS

VIÐTAL sem birtist fyrir nokkru við mig í DV hefur vakið upp hörð viðbrögð forsvarsmanna MS-sjúklinga. Ég er ekki undrandi á því. Nauðsynlegt er að ég skýri nokkuð hvað ég var í rauninni að segja. Fyrirsagnir og áherslur í viðtalinu eru ekki frá mér og þeim hefði ég vafalaust reynt að breyta ef viðtalið hefði verið borið undir mig áður en það var birt. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 1042 orð

Tvöfaldan asna með lambinu

MIG langar að stinga mér aðeins til sunds í hið straumþunga fljót sem skilur á milli þeirra sem smjatta áfergjulega á góðu borðvíni og dásama vínmenninguna og hinna sem básúna bindindi og segja menn feiga ef þeir taka fyrsta sopann. Tilefnið má rekja til játningar gamals vinar og bekkjarbróður, Skapta Hallgrímssonar, hér í blaðinu nýverið (Mbl. 3. okt. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 1051 orð

Um notkun hugtaksins einkaleyfis

Upphaf einkaleyfalaga og notkun hugtaksins einkaleyfis fyrr og síðar Það mun hafa verið seint á 18. öld að hugtakið einkaleyfi kemur fyrst fyrir í rituðu máli (Minnisverð tíðindi, Íslenska Landsuppfræðingar-Félag: Leirárgörðum, 1796- 1808). En fyrsta frumvarp um einkarétt til uppfinninga hér á landi var flutt árið 1875. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 866 orð

Vill þjóðin hvalveiðar?

Í MORGUNBLAÐSGREIN Einars K. Guðfinnssonar laugardaginn 3. október lýsir þingmaðurinn þeirri skoðun sinni að hefja skuli hvalveiðar hér við land við fyrsta tækifæri í samræmi við ummæli aðalritara Sameinuðu þjóðanna við hæstvirtan utanríkisráðherra í fyrri viku, þ.e. að þjóðir heimsins ættu að hafa óskorað vald til að nýta auðlindir sínar með sjálfbærum hætti. Einar K. Meira
22. október 1998 | Aðsent efni | 1241 orð

"Þetta er ekkert flókið"

Lítil samanburðarsaga: ,Segjum svo að ég eigi jörð á Norðurlandi en hafi ekki haft möguleika á að nýta hana sökum þess að mig skortir nauðsynleg tæki til þess. Nú kemur til mín maður sem vill fá að nýta jörðina og telur sig eiga rétt á því vegna þess að hann hefur yfir áðurgreindum tækjum að ráða. Meira

Minningargreinar

22. október 1998 | Minningargreinar | 404 orð

Aðalsteinn Eggertsson

Við hjónin vorum í fríi á Spáni þegar okkur barst sú harmafregn að Aðalsteinn væri látinn. Nokkrum dögum áður höfðum við heimsótt hann á spítalann til þess að kveðja hann og þá áttum við góða og hugljúfa stund með honum. Við ræddum um sameiginleg áhugamál og hann virtist furðu hress eftir atvikum. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 412 orð

Aðalsteinn Eggertsson

Miðvikudaginn 14. október skartaði sjóndeildarhringur okkar Reykvíkinga sínu fegursta. Nýfallinn snjór í Bláfjöllum, Esjan orðin gráhærð, ótal skýjabólstrar, rauðir að lit, hringuðu sig eftir himninum og sólsetrið útaf Skerjafirðinum líkt og eldhnöttur tyllti sér niður til að hvíla lúin bein. Þennan sama dag lést Aðalsteinn Eggertsson. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 189 orð

AÐALSTEINN EGGERTSSON

AÐALSTEINN EGGERTSSON Aðalsteinn Eggertsson, stórkaupmaður var fæddur í Reykjavík hinn 22. ágúst 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. október síðastliðinn. Aðalsteinn var sonur hjónanna Eggerts Kristjánssonar, f. 6.10. 1897, d. 28.9. 1966, og Guðrúnar Þórðardóttur, f. 29.5. 1901, d. 8.4. 1987. Systkini Aðalsteins: 1) Gunnar, f. 18.8. 1922, d. 11. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 437 orð

Anna Kristín Halldórsdóttir Thomsen

Mig langar til að senda ömmusystur minni kveðju og þakkir fyrir að hafa fengið að umgangast hana og kynnast. Mér er svo margt minnisstætt viðkomandi Önnu frænku, og það sem er líka svo ánægjulegt er hversu ljóslifandi þessar minningar eru. Ég man þegar Selma systir mín fékk að fara í sveit til Önnu og Tomma í Hjörsey. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 34 orð

ANNA KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR THOMSEN

ANNA KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR THOMSEN Anna Kristín Halldórsdóttir Thomsen fæddist á Vémundarstöðum við Ólafsfjörð 14. maí 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 16. október. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 657 orð

Arnbjörg Guðlaugsdóttir

Minningin lifir í hjarta mínu er ég horfi til baka til fyrri ára, er ég var send til Öddu stóru systur minnar, þá unglingur, og átti að létta undir með henni er hún var að eignast sín fyrstu börn. Ég var nú ekki farin að huga mikið að eldamennsku né öðrum heimilisstörfum, en hafði nú séð undirstöðuatriðin hjá móður okkar. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 28 orð

ARNBJöRG GUÐLAUGSDÓTTIR

ARNBJöRG GUÐLAUGSDÓTTIR Arnbjörg Guðlaugsdóttir var fædd í Stóra-Laugardal 17. júní 1930. Hún lést á sjúkrahúsi Patreksfjarðar 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Patreksfjarðarkirkju 29. ágúst. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 114 orð

Bragi Ingólfsson

Mig langar að minnast Braga, tengdaföður míns, sem hefði orðið fimmtíu og eins árs í dag, 22. október. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og þá sérstaklega Braga og Arnar. Það er varla að maður trúi því ennþá að þú sért farinn frá okkur. En ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og minning þín mun lifa. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 24 orð

BRAGI INGÓLFSSON

BRAGI INGÓLFSSON Bragi Ingólfsson fæddist á Húsavík 22. október 1947. Hann lést 11. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 18. september. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 338 orð

Einar Sigurjónsson

Einar var Vestmannaeyingur, fæddur þar og uppalinn og bjó þar alla sína ævi. Hann hóf ungur störf við sjómennsku og var lengi vélstjóri á bátum frá Eyjum. Hann hafði sérstakan áhuga á vélum og öllu sem viðkom vélbúnaði, hugsaði mikið um þau mál og hafði á þeim yfirgripsmikla þekkingu. Einar hóf snemma þátttöku í útgerð og eignaðist með fleirum vélbátinn Sigurfara VE. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 1023 orð

Einar Sigurjónsson

Það má segja að Seljaland hafi verið fjölbýlishús þess tíma, en það er mikill fjöldi fólks sem hefur búið að Seljalandi um lengri eða skemmri tíma. Fjölskylda Einars fluttist að Hólum og síðar að Höfðabrekku, en að því kom að faðir Einars fór að byggja við Vestmannabraut. Einar byrjaði 9 ára í skóla, en höfnin, bátar og sjósókn átti hug hans allan svo að við lá að lærdómurinn sæti á hakanum. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 29 orð

EINAR SIGURJÓNSSON

EINAR SIGURJÓNSSON Einar Sigurjónsson fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1920. Hann lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 14. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 20. október. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 961 orð

Gísli Erasmusson

Sr. Hjörtur Hjartarson jarðsöng og samkór Ásaprestakalls söng við athöfn Gísla sem fór fram skv. gömlum samningi milli sr. Hjartar og hins látna. Var þar harðbannað að flytja venjulega líkræðu. Þess í stað talaði sr. Hjörtur um kynnin við hinn látna og skoðanir hans á málefnum, mönnum og pólitík. Þótti ræðan með ágætum og brostu margir undir henni og vel það. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 73 orð

GÍSLI ERASMUSSON

GÍSLI ERASMUSSON Gísli Erasmusson í Kotey, var fæddur 5. apríl 1918. Hann lést 23. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Erasmus Árnason, f. 4. júní 1873, d. 26. nóvember 1953 og Ragnhildur Sveinsdóttir, f. 6. september 1884, d. 18. júlí 1969. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 392 orð

Gríma Ólafsdóttir

Kæra frænka. Þótt ljóst hafi verið í nokkurn tíma að hverju stefndi brá mér þegar ég fékk tíðindin að þú værir látin, en þá var ég stödd erlendis. Ég hafði verið hjá þér tveimur dögum áður og þá sem ávallt tókst þú vel á móti okkur og fagnaðir sérstaklega Höllu Björk dóttur minni. Þegar litið er til baka er margs að minnast. Þú sem ein af "systrunum sex" komst sterkt inn í líf mitt. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 360 orð

Gríma Ólafsdóttir

Elsku mamma mín. Þá er stóra stundin runnin upp, stund sem þú varst farin að þrá svo ósköp mikið. En það er svo skrítið í þessu lífi að þó maður telji sig undir það búinn að sjá á eftir manneskju sem stendur manni svo nálægt, þá er maður það bara alls ekki þegar að því loks kemur. Síðastliðna daga hafa rifjast upp fyrir mér liðnu stundirnar sem við áttum saman, bæði góðar og slæmar. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 293 orð

GRÍMA ÓLAFSDÓTTIR

GRÍMA ÓLAFSDÓTTIR Gríma Ólafsdóttir fæddist að Brú í Biskupstungum 18. janúar 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Vilborg Loftsdóttir, frá Stóra- Kollabæ í Fljótshlíð, f. 8.8. 1894, d. 16.4. 1966 og Ólafur Guðnason frá Brú í Biskupstungum, f. 23.6. 1887, d. 18.9. 1965. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 191 orð

Guðrún Katrín

Guðrún Katrín Þorbergsdóttir var lengi vinnufélagi okkar í BSRB- húsinu en um árabil gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Póstmannafélags Íslands. Guðrún Katrín var góður starfsfélagi. Hvernig sem á stóð, Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 447 orð

GUÐRÚN KATRÍN Þorbergsdóttir

Í forsetakosningunum 1996 kynntist þjóðin Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur sem við kveðjum í dag hinstu kveðju. Framganga hennar í aðdraganda kosninganna vakti þjóðarathygli. Hún kunni vel að feta einstigið milli þess að standa við hlið frambjóðandans, manns síns, og gegna sjálfstæðu hlutverki í framboðinu. Hlutverk forsetamaka er hvergi skilgreint né skráð. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 39 orð

GUÐRÚN KATRÍN ÞORBERGSDÓTTIR

GUÐRÚN KATRÍN ÞORBERGSDÓTTIR GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum 12. október síðastliðinn. Hún var 64 ára gömul þegar hún lést, fæddist 14. ágúst 1934. Útför hennar fór fram frá Hallgrímskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 465 orð

Halldóra Ó. Guðmundsdóttir

Hún Dóra frænka er dáin, rúmlega níræð. Í mínum huga var hún einstök kona, kvenskörungur. Tæpitungulaust og skörulegt málfar hennar og handatiltektir ­ ef mikið lá við ­ mun mér seint úr minni líða, enda þoldi hún ekki hik og roluhátt. Ef henni blöskraði úrræðaleysi og vesaldómur til verka, einkum karlkynsins, kom gjarnan lýsingarorðið "mélráfa". Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 449 orð

Halldóra Ó. Guðmundsdóttir

Halldóra Ólöf Guðmundsdóttir föðursystir okkar var höfðingleg kona, ákveðin í skoðunum, fasið reist og örlætið mikið. Gulllituð ballerína til að festa í telpubarm og sápa með dýrlegri ilman en áður hafði fundist á æskuheimili okkar tengjast henni í bernskuminningum okkar. Dóra frænka var þá nýkomin frá hinum miklu Sovétríkjum og færði okkur börnunum þessar dýrindisgjafir. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 291 orð

HALLDÓRA ÓLöF GUÐMUNDSDÓTTIR

HALLDÓRA ÓLöF GUÐMUNDSDÓTTIR Halldóra Ólöf Guðmundsdóttir fæddist á Mosvöllum í Önundarfirði 29. apríl 1906. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Bjarnason bóndi á Mosvöllum, f. 24.3. 1877 á Saurum í Álftafirði, d. 26.3. 1964 í Reykjavík, og kona hans Guðrún Jóna Guðmundsdóttir, f. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 449 orð

Hákonía Jóhanna Pálsdóttir

Móðir mín var samvinnuþýð og myndarleg kona, vildi öllum vel, tók málstað þeirra er minna máttu sín, og vildi gera gott úr öllu. Þetta verða fátækleg orð frá mér, aðrir hafa gert þeim betur skil. Mér þótti svo óskaplega vænt um hana mömmu og bar mikla virðingu fyrir henni. Virðingu sem við vorum báðar meðvitaðar um, en þannig var líka tíðarandinn í þá daga. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 31 orð

HÁKONÍA JÓHANNA PÁLSDÓTTIR

HÁKONÍA JÓHANNA PÁLSDÓTTIR Hákonía Jóhanna Pálsdóttir fæddist á Hamri á Barðaströnd 4. ágúst 1907. Hún lést á sjúkrahúsi Patreksfjarðar 24. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stóra-Laugardalskirkju 4. apríl. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 388 orð

Sverrir Breiðfjörð Guðmundsson

Ekki ætla ég mér að bæta um það sem þegar hefur verið verið ritað um mág minn Sverri Guðmundsson. Hins vegar hefi ég hug á að bæta við lítilli frásögn um okkar síðustu fundi. Hún var líkust handleiðslu atvikaröðin sem varð til þess að ég heimsótti þau hjón á Patró sl. vetur og gisti hjá þeim eina nótt. Meira
22. október 1998 | Minningargreinar | 33 orð

SVERRIR BREIÐFJöRÐ GUÐMUNDSSON

SVERRIR BREIÐFJöRÐ GUÐMUNDSSON Sverrir Breiðfjörð Guðmundsson fæddist á Sellátranesi við Patreksfjörð 28. febrúar 1938. Hann lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 4. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Eyrarkirkju á Patreksfirði 10. október. Meira

Viðskipti

22. október 1998 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Lækkanir í kjölfar hækkana í Evrópu

FLESTAR kauphallavísitölur í Evrópu lækkuðu í gær, þar sem fjárfestar hirtu gróða eftir hækkanir að undanförnu. Ekki bætti úr skák að eftir sæmilega byrjun hafði Dow vísitalan í Wall Street lækkað um 0,5% þegar viðskiptum lauk í Evrópu. Í London lækkaði FTSE 100 um 0,9% efir mikla hækkun daginn áður. Meira

Daglegt líf

22. október 1998 | Neytendur | 102 orð

Borðbúnaðardagar í Heimsljósi

NÚ standa yfir borðbúnaðardagar í versluninni Heimsljósi að Suðurlandsbraut 54, Reykjavík. Í tilefni þess er veittur 20% afsláttur af öllum borðbúnaði, þar með talin matar- og kaffistell, hnífapör og fylgihlutir, glös og krúsir. Meira
22. október 1998 | Neytendur | 123 orð

Kjúklingatilboð á afmæli Fjarðarkaups

HALDIÐ verður upp á 25 ára afmæli Fjarðarkaups um helgina. Einn liður í hátíðarhöldum í tilefni afmælisins er kjúklingaútsala í dag. Seld verða 10 tonn af frosnum kjúklingi fyrir 387 kr. kg. Öskjur með jarðarberjum eru seldar á 85 kr. Meira
22. október 1998 | Neytendur | 278 orð

Lítið spurt um grænmetisfæði

NEYTANDI hafði samband við Neytendasíðuna og vildi fá að vita af hverju ekki væri boðið upp á sömu valkosti fyrir grænmetisætur á MacDonalds og Kentucky fried á Íslandi og í Bretlandi. Pétur Þ. Pétursson, markaðsstjóri hjá MacDonalds, segir að boðið sé upp á grænmetisborgara í fæstum af 24.000 Mac Donalds veitingahúsum í 114 löndum í heiminum. Meira
22. október 1998 | Neytendur | 47 orð

Morgunblaðið/Golli Tilbúið smurt brauð OSTABÚÐI

Morgunblaðið/Golli Tilbúið smurt brauð OSTABÚÐIN í Nýkaup í Kringlunni hefur tekið upp þá nýjung að bjóða upp á tilbúið smurt brauð. Hér er Björk Óskarsdóttir smurbrauðsdama með sýnishorn af úrvalinu en boðið er upp á 15 tegundir. Stykkið kostar 298 krónur en tvö brauð í boxi 589 krónur. Meira
22. október 1998 | Neytendur | 506 orð

Nýru eru herra mannsmatur

EKKI er óeðlilegt að taka mið af því við eldamennskuna að árstíðunum fjórum fylgja mismunandi fersk matvæli. Engum blandast heldur hugur um að haustið er tími sláturgerðar og innmatar af ýmsu tagi. Eftir sláturgerðina ætti því að hvetja neytendur til að velta því fyrir sér hvernig hægt er að nýta innmatinn með mismunandi hætti. Meira
22. október 1998 | Neytendur | 65 orð

Prezel- kringlur

PREZEL er nýjung hér á landi en þekkist vel erlendis eins og t.d. í Þýskalandi, þar sem kringlurnar eru gjarnan saltar og bornar fram með svaladrykkjum. Prezel fæst með birkifræjum, sesamfræjum, kúmeni eða án nokkurs krydds. Hægt er að smyrja kringlurnar með sultu, marmelaði eða setja ost og skinku á milli. Prezel fæst í ölllum Nýkaupsverslunum nema í Grafarvogi og kostar stykkið 89 krónur. Meira
22. október 1998 | Neytendur | 93 orð

Stíflulosandi efni

HAFIN er sala á nýjum stíflulosara, Pressure Plumber, sem er "umhverfisvænn og losar stíflur í niðurföllum án þess að nota sýrur eða önnur skaðleg efni", eins og segir í fréttatilkynningu. Efnið virkar þannig að þegar það kemst í snertingu við vatn, þenst það út og myndar svokallaða staðbylgju. Staðbylgjan notar vatnið í niðurfallinu sem stimpil og þrýstir því niður í niðurfallið. Meira

Fastir þættir

22. október 1998 | Í dag | 48 orð

40 ÁRA afmæli.

40 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 22. október, verður fertugur Bragi V. Bergmann, kynningarfulltrúi og knattspyrnudómari, Möðruvallastræti 6, Akureyri. Sambýliskona hans er Dóra Hartmannsdóttir. Þeir sem vilja samgleðjast Braga á þessum tímamótum eru velkomnir í Gamla- Lund við Eiðsvöll á Akureyri, laugardaginn 24. október næstkomandi, milli 16 og 18. Meira
22. október 1998 | Í dag | 33 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 22. október, verður fimmtug Ólöf Jónsdóttir, skrifstofumaður, Smyrlahrauni 41, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Gísli Karlsson, framkvæmdastjóri. Þau hjónin dvelja í sumarhúsi á Spáni og senda bestu kveðjur þaðan. Meira
22. október 1998 | Í dag | 36 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 21. október, verður fimmtugur Guðmundur Sigurjónsson málarameistari, Sjávargrund 13b, Garðabæ. Eiginkona hans er Ragnhildur Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Þau taka á móti gestum í Stjörnuheimilinu Ásgarði í Garðabæ, föstudaginn 23. október kl. 20. Meira
22. október 1998 | Fastir þættir | 106 orð

A-V

A-V Halldór Kristinsson ­ Sigurður Kristjánsson371 Hannes Ingibergsson ­ Anton Sigurðsson369 Kristinn Gíslason ­ Margrét Jakobsdóttir369 Lárus Hermannsson ­ Eysteinn Einarsson349 Meðalskor var 312. Mánudaginn 12. október spiluðu einnig 30 pör Mitchell-tvímenning. Árangur efstu para. Meira
22. október 1998 | Fastir þættir | 251 orð

A-V

ÞRIÐJA og síðasta umferðin í minningarmóti Kristmundar Þorsteinssonar og Þórarins Andrewssonar var spiluð mánudaginn 19. október. Hæstu skor það kvöld náðu eftirtalin pör. N-S Ólafur Ingimundarson ­ Sverrir Jónsson262 Friðþjófur Einarss. ­ Guðbrandur Sigurbergss.250 Njáll G. Sigurðsson ­ Bjarni Óli Sigursveinss. Meira
22. október 1998 | Í dag | 452 orð

ÁHUGAMANNALEIKFÉLÖG keppa um það árlega að komast á svið Þjóðleikhúss

ÁHUGAMANNALEIKFÉLÖG keppa um það árlega að komast á svið Þjóðleikhússins með sýningar sínar. Sérstök dómnefnd velur þá sýningu, sem fær að baða sig í sviðsljósum Þjóðleikhússins og þykir leikfélögunum jafnan nokkuð til um þetta val. Áhugamannaleikfélögin taka líka oft til sýningar verk, sem Þjóðleikhúsið hefur áður sýnt, en á því er nú orðin skemmtileg undantekning. Meira
22. október 1998 | Fastir þættir | 98 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarss. Félag eldri borgara

Það spiluðu 28 pör þriðjudaginn 13. okt og röð efstu para varð þessi: N/S Þórarinn Árnas. ­ Þorleifur Þórarinss.391 Ásthildur Sigurgíslad. ­ Lárus Arnórss.387 Eysteinn Einarss. ­ Lárus Hermannss.365 A/V Bent Jónss. ­ Valdimar Láruss.378 Stígur Herlufsen ­ Guðm. Guðmundss.354 Ingiríður Jónsd. Meira
22. október 1998 | Fastir þættir | 132 orð

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarssonar Frá Bridgefélagi

AÐALTVÍMENNINGUR BK hófst s.l. fimmtudag. Staðan efstu para eftir 1. kvöld (5 umferðir): Magnús Aspelund ­ Steingrímur Jónasson 59 Ragnar Björnsson ­ Sigurður Sigurjónson 44 Jón St. Meira
22. október 1998 | Fastir þættir | 72 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn

Nú er lokið þriggja kvölda Butler-tvímenningi með sigri Halldórs Aspar/Magnúsar Magnússonar og Sigurjóns Jónssonar. Keppnin var ansi jöfn og sveiflur urðu hjá nokkrum pörum. Úrslit urðu eftirfarandi: Sigurjón Jónsson ­ Halldór Aspar/Magnús Magnússon187 Ævar Jónasson ­ Jón Gíslason186 Trausti Þórðarson ­ Ingimar Sumarliðason184 Heiðar Sigurjónsson ­ Vignir Meira
22. október 1998 | Fastir þættir | 167 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Gunnlaugur Sævarsson og Karl G. Karlsson sigruðu í hausttvímenningnum, sem lauk sl. mánudagskvöld. Þeir áttu hæstu skorina í 3 kvöld af fjórum en lokastaðan varð þessi: Karl Karlsson - Gunnlaugur sævarsson68Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson57Garðar Garðarsson - Heiðar Sigurjónsson47Svala Pálsd. Meira
22. október 1998 | Fastir þættir | 73 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Magnús E. ísl

Íslandsmeistari í einmenningi 1998 varð Magnús E. Magnússon með 1948 stig eftir mjög jafna og spennandi keppni. Röð efstu manna: 2.Kristján Blöndal1920 3.Brynjar Jónsson1886 4.Kristinn Kristinsson1870 5.Erla Sigurjónsdóttir1866 Þetta er í þriðja sinn sem Magnús verður Íslandsmeistari í einmenningi. Meira
22. október 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. júlí sl. í Keldnakirkju, Rangárvöllum, af sr. Sigurði Jónssyni, Þórunn Óskarsdóttir og Friðrik Sölvi Þórarinsson. Heimili þeirra er að Smáratúni 20, Selfossi. Meira
22. október 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst í Háteigskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Ágústa María Árnadóttir og Hjörleifur Valsson. Heimili þeirra er í Noregi. Meira
22. október 1998 | Í dag | 242 orð

Eftir hindrun á hindrun ofan, endar suður sem sagnhafi

Dobl austurs á fjórum laufum var til úttektar og það hefði verið skynsamlegt að leyfa AV að spila fjóra spaða, en suður ákvað að "fórna" í fimm lauf. Spilið kom upp í keppni á Spáni fyrir nokkrum árum, og þar byrjaði vestur á því að taka fyrstu tvo slagina á ÁG í spaða, en skipti síðan yfir í tígul. Vill lesandinn nú taka við. Meira
22. október 1998 | Dagbók | 677 orð

Í dag er fimmtudagur 22. október 295. dagur ársins 1998. Orð dagsins: B

Í dag er fimmtudagur 22. október 295. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Bogi kappanna er sundur brotinn, en máttfarnir menn gyrðast styrkleika. (Fyrri Samúelsbók 1, 4.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss, Lette Lill, Erik Kosan og Yasu Maru 28 fóru í gær. Meira
22. október 1998 | Dagbók | 122 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 brumhnap

Kross 2LÁRÉTT: 1 brumhnappar, 8 hefja upp, 9 brotna, 10 mánaðar, 11 haldist, 13 pílára, 15 karlfugl, 18 sundfuglar, 21 bein, 22 slöngvuðu, 23 mjúkan, 24 geðslag. Meira
22. október 1998 | Fastir þættir | 867 orð

Leti njóti sannmælis "Við eigum víst líka að meðtaka hvað vinnufíklarnir séu mikilvægir; án þeirra færi allt á hvolf. Málið er

OFT hefur verið borið ómaklegt lof á lygina en minna hefur borið á því að hæfileg leti nyti sannmælis hér á landi. Auðvitað er það rétt að taumlaus leti er ein af dauðasyndunum og Adam og Evu var refsað fyrir erfðasyndina með því að skikka þau til að vinna fyrir brauðinu í svita síns andlitis. Meira
22. október 1998 | Í dag | 27 orð

Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann. Gefin voru saman 25. júlí í

Gefin voru saman 25. júlí í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Sigríður Kristín Ingvarsdóttir og Skúli Hermannsson. Heimili þeirra er að Hjallabraut 17, Hafnarfirði. Meira
22. október 1998 | Fastir þættir | 599 orð

Safnaðarstarf Kyrrðarstundir í Grafarvogskirkju

SÍÐASTLIÐINN vetur var boðið upp á kyrrðarstundir í Grafarvogskirkju. Þar sem þessar stundir voru allvel sóttar hafa þær einnig verið á dagskrá nú í haust. Boðið er upp á altarisgöngu, fyrirbænir og Hörður Bragason leikur á orgel. Að lokinni stundinni frammi fyrir altarinu er boðið upp á léttan hádegisverð. Meira
22. október 1998 | Í dag | 69 orð

STÖÐUMYND B HVÍTUR mátar í fjórða leik.

STÖÐUMYND B HVÍTUR mátar í fjórða leik. STAÐAN kom upp á Ólympíuskákmótinu í Elista um daginn í viðureign tveggja skákmanna frá fyrrum Sovétríkjum: A. Guseinov(2.510) hafði hvítt og átti leik gegn A. Fedorov(2.600). Svartur lék síðast 29. ­ Dd6­c6 í tapaðri stöðu. 30. Meira
22. október 1998 | Í dag | 531 orð

Velferðarþjóðfélagið?

Á DÖGUNUM var Alþingi Íslendinga sett með eftirminnilegum hætti með þöglum mótmælum öryrkja. Þar sem ég er öryrki og móðir fjögurra yndislegra einstaklinga, þá get ég ekki annað en spurt: Eru ráðamenn þessarar þjóðar að bíða eftir því að öryrkjar og aldraðir leggi sér hunda- og kattamat til munns eins og raun varð þegar velferðarríkið Svíþjóð hrundi? Samt hafa öryrkjar og aldraðir mun meira Meira

Íþróttir

22. október 1998 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA VÖLSUNGUR -ÖGRI

2. DEILD KARLA VÖLSUNGUR -ÖGRI 20: 20VÍKINGUR -HÖRÐUR 35: 11FJÖLNIR -FYLKIR 16: 17ÞÓR AK. -ÖGRI 29: 9BREIÐABLIK -HÖRÐUR 25: 19ÞÓR AK. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 130 orð

600 peyjar á Akureyri

LEIKIÐ verður í Íslandsmóti 3. og 5. aldursflokks í handknattleik um helgina. Mest verður eflaust um að vera á Akureyri þar sem fyrsta mót vetrarins í 5. aldursflokks drengja fer fram, en búist er við að allt að sex hundruð peyjar leiki þar handknattleik með liðum sínum. Fyrsta mót vetrarins í 5. flokki kvenna verður hins vegar í umsjá Fram. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 39 orð

Aðalfundur hjá Ármanni

Aðalfundur Júdódeildar Ármanns fer fram í fundarsal ÍSÍ í Laugardal þriðjudaginn 3. nóvember kl. 19. Venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundur FH Aðalfundur FH verður haldinn í dag, miðvikudaginn 29. október í Kaplakrika og hefst kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 287 orð

"Alltaf erfiðasta leiðin"

Valdimar Grímsson var afar óhress með tapið fyrir Svisslendingum. "Við vissum það að með því að ná góðum úrslitum hér hefðum við aðeins þurft að vinna heimaleikina við Sviss og Ungverjaland til að tryggja okkur farseðilinn til Egyptalands. Það er eins og það sér landlægt, að við þurfum alltaf að fara erfiðustu leiðina að settu marki. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 183 orð

Arnar vekur áhuga nokkurra úrvalsdeildarliða

ARNAR Gunnlaugsson hefur vakið athygli í framlínu Bolton í vetur og hafa nokkur lið úr úrvalsdeildinni sýnt honum áhuga ef marka má umsagnir fjölmiðla. Hann er markahæsti leikmaður Bolton með tíu mörk og þar af hefur hann gert níu mörk í 12 deildarleikjum. Á heimasíðu Bolton í gær var greint frá áhuga Blackburn Rovers á íslenska framherjanum. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 71 orð

Áhorfendur fögnuðu Júlíusi

ÞAÐ var ekki klappað mikið fyrir leikmönnum íslenska liðsins er þeir voru kynntir fyrir leikinn í Aarua. Það var ekki fyrr en leikmaður fjórtán var kynntur til sögunnar, síðastur liðsmanna, að áhorfendur fögnuðu. Það var kannski ekki nema eðlilegt, því að leikmaðurinn er Júlíus Jónasson, sem leikur með St. Ottmar hér í Sviss. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 356 orð

Árni Gautur hélt hreinu í Meistaradeild Evrópu

Árni Gautur Arason var öryggið uppmálað í marki Rosenborg þegar norska liðið vann Galatasaray frá Tyrklandi 3:0 í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi. Rosenborg er efst í riðlinum með fimm stig og var Árni Gautur, sem varð fyrsti Íslendingurinn til að leika í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, að vonum ánægður í leikslok. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 249 orð

Árni Gautur hitti Cllaudio Taffarel

Árni Gautur Arason, sem lék í fyrsta sinn í marki Rosenborg í Meistaradeild Evrópu gegn Galatasaray í gærkvöldi, hitti í fyrrakvöld markvörð liðsins, Claudio Taffarel, en hann er einn þekktasti markvörður heims og varð m.a. heimsmeistari með Brasilíumönnum 1994 og hafnaði í öðru sæti með liðinu á HM í Frakklandi í sumar. Taffarel hefur leikið 112 landsleiki fyrir þjóð sína. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 113 orð

Besti leikur Sviss

Gunnar Andrésson, sem leikur með Amicitia Z¨urich, sagði að Svisslendingar hefðu náð að sýna það besta sem þeir geta gegn Íslendingum. "Þeir léku mjög vel í seinni hálfleik og náðu góðri sóknarnýtingu sem réð úrslitum, skoruðu sautján mörk úr tuttugu og þremur sóknarlotum. Þeir skutu ekki nema í upplögðum færum, þannig að þeir voru lengi með knöttinn í sóknarleik sínum. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 161 orð

Bjarni ánægður með aðstæður hjá Genk

Bjarni Guðjónsson, leikmaður Newcastle og íslenska ungmennalandsliðsins í knattspyrnu, æfir með Genk í Belgíu þessa dagana en belgíska félagið hefur hugleitt að leigja hann jafnvel út tímabilið. "Ég veit ekki hvað verður en mér líst mjög vel á allt hérna," sagði Bjarni við Morgunblaðið í gær, aðspurður um framhaldið. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 235 orð

Ein stærsta sýningin frá upphafi

FIMLEIKASAMBANDIÐ gengst fyrir hátíðarsýningu á laugardaginn í tilefni af 30 ára afmæli sambandsins. Um er að ræða eina stærstu sýningu sem haldin hefur verið hér á landi en um 150 manns munu taka þátt í henni. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 469 orð

EKKERT verður af því að franska liðið Me

EKKERT verður af því að franska liðið Metz kaupi ítalska sóknarmanninn Michele Padovanofrá Crystal Palace eins og til stóð. Kappinn stóðst ekki læknisskoðun hjá liðinu, er illa tognaður á vinstra hné og segir læknir Metz að hann þurfi í uppskurð og verði ekki orðinn góður fyrr en eftir hálft ár. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 516 orð

Fannst kominn tími til að breyta aðeins til

"Ég var mjög stoltur þegar Eyjamenn höfðu samband við mig enda eru þeir með besta liðið hér á landi," segir Baldur Bragason, knattspyrnumaður, sem undirritað hefur tveggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara ÍBV um að leika með liði þeirra. Baldur hefur undanfarin fimm ár leikið með Leiftri, en við lok keppnistímabilsins nú í haust rann samningur hans við félagið út. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 591 orð

Ferguson vill meira

Manchester United tók dönsku meistara Bröndby í kennslustund í gærkvöldi og vann 6:2 í Kaupmannahöfn. Sigurinn minnti á glæsta tíma enska liðsins á sjöunda áratugnum þegar George Best var upp á sitt besta en United er efst í D-riðli Meistaradeildar Evrópu með fimm stig og hefur gert flest mörk í keppninni. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 681 orð

Framfarir með reglusemi og ástundun

UNGIR frjálsíþróttamenn úr FH gerðu það gott á Norðurlandamótum unglinga sl. sumar. Jón Ásgrímsson vann spjótkastkeppni í flokki 20 ára og yngri og Sveinn Þórarinsson gerði slíkt hið sama í 400 m grindahlaupi. Silja Úlfasdóttir varð í þriðja sæti í 400 m hlaupi og loks stóð Þórey Edda Elísdóttir á efsta palli í stangarstökki á móti 20­22 ára. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 356 orð

Gefur 210 spaða

ALLIR nemendur þriðja bekkjar í Langholtsskóla, Vogaskóla, Hvassaleitisskóla og Laugarnesskóla í Reykjavík fengu glaðning í síðasta mánuði frá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur, sem færði öllum nemendum þessa aldurshóps badmintonspaða að gjöf, auk þess að krakkarnir fá að æfa badminton sér og fjölskyldum sínum að kostnaðarlausu næstu þrjú árin. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 112 orð

Hammerby á enn von

HAMMERBY gerði jafntefli 1:1 við Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og er í öðru sæti með 39 stig þegar þrjár umferðir eru eftir, en AIK er efst með 41 stig. Pétur Marteinsson lék allan leikinn með Hammerby en fékk að líta gula spjaldið í lokin sem þýðir að hann verður í leikbanni í næsta leik. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 139 orð

Hnífi hent í Baggio

DINO Baggio, leikmaður ítalska liðsins Parma, segist hafa fengið hníf eða einhvern oddhvassan hlut í sig rétt undir lok leiks Parma og Wisla í Póllandi í fyrrakvöld. Hann greip um höfuð sér á 80. mínútu og var leiddur af velli og saumaður. "Hann var með sauma í höfðinu eftir leikinn og ef þetta er rétt verðum við að komast að því hver gerði þetta. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 632 orð

Hræðilegt að horfa á

ÞÓRÐUR Guðjónsson leikur ekki með Genk í kvöld þegar belgíska liðið tekur á móti Mallorka í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Hins vegar má gera því skóna að íslenski landsliðsmaðurinn verði með í seinni leiknum eftir hálfan mánuð en sem kunnugt er meiddist hann í byrjun landsleiksins við Rússa fyrir viku. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 17 orð

Í kvöld Körfuknattleikur

Eggjabikarkeppnin 8-liða úrslit, fyrri leikir: Grindavík: UMFG - ÍA20 Strandgata:Haukar - Keflavík20 Hlíðarendi:Valur - Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 81 orð

ÍR-ingar efstir í drengjaflokki

FYRSTA umferðin í 1. deild A-riðils í drengjaflokki var leikin í Íþróttahúsi Hagaskólans um síðustu helgi. Óhætt er að segja að byrjunin gefi fyrirheit um spennandi keppni í þessum flokki. ÍR tryggði sér efsta sætið með eins stigs sigri á KR í lokaleiknum. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 722 orð

Íslendingar féllu á sama bragði og Ungverjar

ÞAÐ var ekki handknattleikur til að hrópa húrra fyrir sem Íslendinga sýndu gegn Svisslendingum hér í Aarau. Leikurinn, sem átti að vinna, tapaðist, 23:25. Íslensku leikmennirnir náðu sér aldrei á strik og þeir féllu á sama bragði og Ungverjar er þeir sóttu Svisslendinga heim á dögunum eftir að hafa unnið þá með ellefu mörkum í Veszprem ­ sigurvissu og vanmati. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 385 orð

Katja Seizinger líklega frá keppni í vetur

Miklar líkur eru á að þrefaldur ólympíumeistari kvenna í alpagreinum, þýska stúlkan Katja Seizinger, verði frá keppni í vetur vegna alvarlegra meiðsla á hné. Hún meiddist á báðum hnjám á æfingu á Ítalíu í sumar og hafa margir óttast að hún hætti keppni í kjölfarið. "Ég held hún keppi ekkert í vetur," sagði Wolfgang Maier, landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Þýskalands í gær. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 100 orð

Keflavík - KR44:67

Íþróttahúsið í Keflavík. Gangur leiksins: 4:0, 4:2, 14:13, 24:21, 30:30, 40:41, 40:67, 44:67. Stig Keflavíkur: Guðrún Karlsdóttir 10, Marín Rós Karlsdóttir 9, Kristín Blöndal 8, Anna María Sveinsdóttir 6, Kristín Þórarinsdóttir 5, Harpa Magnúsdóttir 4, Bára Lúðvíksdóttir 2. Fráköst: 19 í vörn - 12 í sókn. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 122 orð

"Kom mér á sporið"

VIGDÍS Ásgeirsdóttir var í Langholtsskóla árið 1986 þegar forráðamenn TBR gáfu sextíu níu ára börnum badmintonspaða og það voru fyrstu kynni hennar af badmintoníþróttinni. Nú, tólf árum síðar, á Vigdís að baki tvo Íslandsmeistaratitla í einliðaleik í badminton. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 268 orð

KR-ingar á sigurbraut

Sigurganga KR-stúlkna heldur áfram og þær halda efsta sætinu eftir sannfærandi sigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Keflavík í gærkvöldi. Eftir jafnan fyrri hálfleik og upphafsmínútur í þeim síðari var eins og allur vindur væri úr Keflavíkurstúlkunum þær settu ekki stig í heilar 11 mínútur á meðan vesturbæjarliðið setti 26 stig og tryggði sér þar með öruggan og sanngjarnan sigur í Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 93 orð

Landsliðsmenn horfðu á

FJÓRIR fyrrverandi landsliðsmenn í handknattleik, Gunnar Andrésson, Gústaf Bjarnason, Magnús Sigurðsson og Rúnar Sigtryggsson, sem allir leika í Sviss og Þýskalandi, komu til móts við íslenska landsliðið í gær og voru á meðal áhorfenda á landsleik Íslands og Sviss í Aarau. Gunnar leikur með Amicitia í Z¨urich, Gústaf og Magnús eru hjá 2. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 456 orð

"Margt sem veldur mér áhyggjum"

Þetta voru gífurleg vonbrigði. Við ætluðum okkur að ná í tvö stig hér í Aarau, eða að minnsta kosti eitt stig. Taka þannig stórt skref í átt að heimsmeistarakeppninni í Egyptalandi næsta sumar. Því miður hafðist það ekki. Eftir þennan leik verð ég hreinlega að segja að það er margt sem veldur mér miklum áhyggjum. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 171 orð

Meiri undirbúningur

ÍSLENSKA drengjalandsliðið heldur til Póllands á laugardaginn, þar sem liðið tekur þátt í riðlakeppni Evrópumóts U17-ára landsliða. Mótherjar Íslands að þessu sinni eru Holland, gestgjafarnir Pólland og Liechtenstein. "Ég veit lítið um styrkleika hinna þjóðanna og er því ekki fær um að meta möguleika okkar á því að komast áfram," sagði Magnús Gylfason þjálfari liðsins. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 1013 orð

Meistaradeild Evrópu

A-RIÐILL Aþena, Grikklandi: Olympiakos - Ajax1:0 Alexis Alexandris 38. 80.000. Olympiakos: 31-Dimitris Eleftheropoulos; 3-Kyriakos Karataidis, 5-George Amanatidis, 6-Ilias Poursanidis, 7-Stelios Giannakopoulos, 9-Sinica Gogic (24 Peter Ofori- Quaye 74.), 11-Predrag Djordjevic, 18-Vassilis Karapialis (4-Andreas Niniadis 86. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 331 orð

Meistarar með Malmö

TVEIR íslenskir knattspyrnumenn, þeir Ómar Jóhannsson og Guðmundur Mete, sem báðir eru sautján ára, urðu sænskir meistarar með unglingaliði Malmö FF í síðustu viku, þegar liðið lagði Djurgåden í úrslitaleik í Jönköping, 3:1. "Ég held að breiddin hafi skipt mestu máli. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 491 orð

"Ósáttur við hvernig við vorum afgreiddir"

Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari Íslands, var ómyrkur í máli eftir leikinn gegn Svisslendingum og ekki á eitt sáttur við dómara leiksins sem voru frá Slóveníu, þá Darko Repensek og Janko Pozeznik. "Það var mjög sárt að tapa hér í Aarau og þá sérstaklega vegna þess að dómararnir settu svip sinn á leikinn, sem var ljótur. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 178 orð

Óvænt í Helsinki Finnsku meistararnir í HJK Helsinki un

Óvænt í Helsinki Finnsku meistararnir í HJK Helsinki unnu Benfica óvænt 2:0 fyrir framan 25 þúsund áhorfendur í Helsinki. Kaiserslautern gerði góða ferð til Hollands og vann PSV Eindhofen 2:1 og tók þar með örugga forystu í riðlinum. Anti Muurrinen, þjálfari HJK, var í sjöunda himni yfir frammistöðu liðsins. "Ég er vanur að tala mikið en nú er ég nánast orðlaus. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 366 orð

Óvænt sundmet

HERMANN Unnarsson og Jón Oddur Sigurðsson, sem keppa fyrir sunddeild Njarðvíkur, komu við sögu á sundmóti Ægis í Sundhöllinni um síðustu helgi með því að setja ný met í sínum aldursflokkum. Báðir sögðu þeir að metin hefðu komið sér á óvart. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 249 orð

Rushfeldt með þrennu Norski framherjinn Sigurd Rushfeld

Rushfeldt með þrennu Norski framherjinn Sigurd Rushfeldt var hetja Rosenborgar er hann gerði öll þrjú mörkin á móti tyrkneska liðinu Galatasaray í B-riðli í Þrándheimi. Mörkin gerði hann á 22 mínútna kafla í síðari hálfleik. Árni Gautur Arason lék í marki norska liðsins og stóð sig vel. Rosenborg er efst í riðlinum með fimm stig, en Galatasaray er með fjögur. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 175 orð

Sex mörk Þróttar gegn KR

Íslandsmeistarar KR í 2. flokki karla fengu stóran skell gegn Þrótti þegar liðin mættust í síðasta leik A-riðilsins í Haustmótinu. KR-ingum nægði jafntefli til að tryggja sér sæti í úrslitaleik mótsins gegn Val, en skemmst er frá því að segja að Þróttarar gjörsigruðu vesturbæjarliðið 6:1 eftir að staðan hafði verið 2:0 í leikhléi. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 197 orð

Sigurmark Lens á elleftu stundu FRÖNSK

Sigurmark Lens á elleftu stundu FRÖNSKU meistararnir RC Lens unnu fyrsta leik sinn í E-riðli með því að leggja Panathinaikos 1:0 að velli í Frakklandi. Sigurmarkið kom er aðeins tíu mínútur voru til leiksloka. Wagneau Eloi, sem kom inn á sem varamaður, gerði það eftir aukaspyrnu Michael Debeves. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 64 orð

Skemmdiskotklukku

Einn leikmaður Keflavíkurliðsins í drengjaflokki, sparkaði í skotklukku sem notuð var í Íþróttahúsi Hagaskólans, þar sem leikið var í drengjaflokki í körfuknattleik um síðustu helgi. Klukkan fór úr sambandi og ekki reyndist unnt að koma henni í gang að nýju. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 81 orð

Svefnlitlir leikmenn Betis

LEIKMENN Spánska liðsins Real Betis voru ekki ánægðir með flugvallarstarfsmenn í heimabæ sínum á Spáni í fyrrakvöld. Liðið lék við Willem II í Hollandi í Evrópukeppni félagsliða á þriðjudaginn og gerði 1:1 jafntefli. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 143 orð

Sviss - Ísland25:23

Aarau, undankeppni HM í Egyptalandi, miðvikudagurinn 21. október 1998. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 2:2, 4:4, 4:7, 7:10, 9:10, 8:11, 10:11, 12:14, 14:14, 16:16, 19:16, 20:17, 21:20, 23:20, 23:22, 24:23, 25:23. Mörk Sviss: Carlos Lima 7, Iwan Ursic 6/2, Martin Rubin 6, Urs Scharer 3, Pascal Jenny 1, Matthias Zumstein 1, Michael Suter 1. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 138 orð

Tilbreytingin bar ekki árangur

EFTIR hádegisverð í gær settist íslenska landsliðið í handknattleik niður og fór enn einu sinni yfir leik Svisslendinga og Ungverja í undankeppni HM af myndbandi, en leikurinn, sem fram fór í Sviss, endaði með sigri heimamanna. Var ekki laust við að einhverjir leikmenn íslenska liðsins hefðu fengið nóg af því að horfa á upptöku frá þessum leik. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 297 orð

VIÐ sögðum frá því á þriðjudaginn að Hel

VIÐ sögðum frá því á þriðjudaginn að Helgi Bragason körfuknattleiksdómari hefði slitið hásin. Þegar Pétur R. Sigurðsson framkvæmdastjóri KKÍ hringdi í hann til að tilkynna honum að alþjóðasambandið hefði sett hann á tvo leiki í Evrópukeppninni var Helgiá slysavarðsstofunni og afþakkaði. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 55 orð

Þjálfari Rauðu stjörnunnar hættur

MILORAD Kosanovic, þjálfari Rauðu stjörnunnar, sagði starfi sínu lausu í gær í kjölfar 2:1 tapsins á móti Lyon frá Frakklandi í Evrópukeppni félagsliða í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram í Búkarest í Rúmeníu vegna ástandsins í Kosovo en júgóslavneska félagið brást fljótt við afsögn þjálfarans og réð aðstoðarþjálfarann Vojin Lazararevic í staðinn. Meira
22. október 1998 | Íþróttir | 265 orð

Þokast í rétta átt

Íslenska landsliðið í knattspyrnu heldur áfram að bæta stöðu sína á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Á nýjum lista, sem birtur var í gær og tekur yfir síðastliðinn mánuð, hefur íslenska liðið hækkað um þrjú sæti frá því í september, er nú í 62. sæti en var í 65. sæti fyrir mánuði. Alls hefur íslenska liðið hækkað um tíu sæti á þessu ári. Meira

Úr verinu

22. október 1998 | Úr verinu | -1 orð

"Andstaðan við Kvótaþing kemur ekki á óvart"

"ÉG TEL að Verðlagsstofa skiptaverðs muni hjálpa okkur verulega við að ná utan um verðmyndunina, sérstaklega bind ég vonir við gagnaöflun, svo og að tilkoma hennar verði til að gerðir verði verðsamningar við sjómenn. Meira
22. október 1998 | Úr verinu | 954 orð

Í fullu samræmi við það sem lagt var af stað með

"ÞAÐ er mikilvægt að menn hafi það í huga að lagasetningin um kvótaþing og Verðlagsstofu skipaverðs er forsenda friðar á vinnumarkaði, forsenda kjarasamninga og það verða þess vegna ekki gerðar neinar þær breytingar á þessari löggjöf sem aðilar að kjarasamningum eru ekki ásáttir um. Það er líka mikilvægt að menn gefi nýrri löggjöf tíma. Allar breytingar hafa í för með sér ákveðið rask. Meira
22. október 1998 | Úr verinu | 113 orð

Vélskólanum gefnar iðntölvur

VÉLSKÓLA Íslands voru færðar iðntölvur og skjáborð að gjöf frá raftæknideild Fálkans hf. nýverið. Búnaðurinn nýtist vel við kennslu en tækniþróun í sjávarútvegi er ör og nauðsynlegt að vélstjórar tileinki sér notkun nýjustu tækja, segir í fréttatilkynningu frá Vélskólanum. Iðntölvurnar verða m.a. notaðar við eftirmenntun vélstjóra. Meira

Viðskiptablað

22. október 1998 | Viðskiptablað | 690 orð

770 milljarða króna tekjur á síðasta ári

ÞAÐ voru fulltrúar frá alþjóðlegu endurskoðunarskrifstofunni Arthur Andersen sem fengnir voru til að taka þátt í verðmati á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, áður en yfirlýst hlutafjárútboð hefst á næstu vikum. Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinnar tegundar í heiminum með 110 þúsund starfsmenn á sínum snærum, sem starfa á 400 skrifstofum í um 80 löndum. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 135 orð

Altek

VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands námu alls 40 milljónum í gær. Mest var verslað með bréf Flugleiða, alls 14 milljónir króna og Eimskipafélagsins, fyrir 9 milljónir. Gengissveiflur voru óverulegar. Heildarviðskipti dagsins námu 1.326 milljónum. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 167 orð

Bílasala minnkar í Bretlandi

FORD-bifreiðafyrirtækið gerir ráð fyrir að bílamarkaðurinn í Bretlandi dragist saman um 150.000 bíla á næsta ári, en kveðst ekki sjá fyrir sér samdrátt á við þann sem gerði vart við sig í byrjun þessa áratugar. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 166 orð

ÐAltek selur til Kanada

VERKFRÆÐISTOFAN Altek hefur samið við kanadíska álframleiðandann ALCAN um sölu á tveimur nýjum framleiðslutækjum að verðmæti 35 milljónir króna. Að sögn Jóns Hjaltalíns Magnússonar, framkvæmdastjóra Alteks, er um að ræða sjálfvirk tæki sem notuð verða við framleiðslu í skautsmiðju nýs álvers sem verið er að reisa í Alma í Kanada. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 714 orð

ÐOfstjórn í umhverfismálum

»KOSTNAÐUR íslenskra fyrirtækja vegna stjórnvaldsfyrirmæla á sviði umhverfismála fer vaxandi og forsvarsmenn fyrirtækja telja að stjórnkerfið á þessu sviði sé þungt í vöfum, jafnvel ósveigjanlegt. Í mörgum tilvikum er t.d. ekki ljóst til hvaða opinbers aðila á að snúa sér og upplýsingagjöf stjórnvalda á sviði umhverfismála virðist vera ófullnægjandi. Þetta kemur m.a. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 376 orð

Frekari hlutabréfakaup ekki útilokuð

EKKI er loku fyrir það skotið að Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, EBÍ, muni kaupa hlut í fleiri tryggingafélögum er starfa á Íslandi en nýverið keypti félagið 0,8% hlut í Sjóvá Almennum fyrir um 100 milljónir króna auk lítils hlutar í Tryggingamiðstöðinni. Nafnverð bréfanna sem keypt voru í Sjóvá Almennum eru tæpar fimm milljónir á genginu 21,0. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 176 orð

Hagnaðurinn nemur 104 milljónum króna

HAGNAÐUR Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. fyrstu átta mánuði ársins 1998 nam 104 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 108 milljónir en var 100 milljónir fyrstu átta mánuði ársins 1997. Veltufé frá rekstri var 212 milljónir en 171 m.kr. árið á undan. Eigið fé félagsins var 541 m.kr. 31. ágúst og eiginfjárhlutfall var 25,7%. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 431 orð

Komið á rannsóknarnámi á sameiginlegum sviðum

HÁSKÓLI Íslands og hugbúnaðarfyrirtækið Hugvit hf. hafa skrifað undir almennan samstarfssamning og samning um uppbyggingu þekkingar á sviði skjalastjórnunar. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Háskólanum og Hugviti segir að markmiðið með samningunum sé að byggja upp og efla hugbúnaðariðnað hér á landi með sérstakri áherslu á skjalastjórnun. Í yfirlýsingunni segir að Háskólinn og Hugvit hf. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 1364 orð

Lagfæra þarf fjármagnstekjuskattinn Samtök fjárfesta hafa um árabil verið brjóstvörn lítilla fjárfesta og sparifjáreigenda

SAMTÖK fjárfesta munu berjast með oddi og egg gegn öllum hugmyndum um hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þau telja auk þess nauðsynlegt að ná fram lagfæringu á núgildandi lögum á skattlagningu fjármagnstekna á þá leið að skatturinn leggist á nettótekjur en ekki brúttótekjur eins og nú er. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 12 orð

LÍFEYRISSJÓÐIR Erlendar fjárfestingar/2

LÍFEYRISSJÓÐIR Erlendar fjárfestingar/2VEFSÍÐAÍslendingur hjá CNN fær verðlaun/5EMU OG EVRANNýtt hagkerfi í u Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 147 orð

Margir velja ÁRNÝ

FJÖLMÖRG fyrirtæki hafa undanfarið gengið til samstarfs við Nýherja um ráðgjöf og undirbúning vegna ársins 2000. Þar má nefna KEA, Útgerðarfélag Akureyringa, Íslenskar sjávarafurðir, Íslandsbanka og Fjórðungssjúkrahús Akureyringa. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 776 orð

Mánaðarlegar sveiflur hafa ekki áhrif

ÞRÁTT fyrir niðursveiflu á fjármálamörkuðum heimsins sem hófst í júlí síðastliðnum, en sýnist vera að lagast á ný, virðast íslenskir lífeyrissjóðir ekki hafa dregið úr fjárfestingum sínum erlendis, þó ljóst sé að einhverjir haldi að sér höndum tímabundið. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 567 orð

Mikill heiður fyrir hönnunardeildina

VEFSÍÐA um kalda stríðið á vef CNN-fjölmiðlafyrirtækisins, http: //CNN.com/SPECIALS/cold.war, var valin síða vikunnar í hinu virta bandaríska hönnunartímariti Communication Arts í síðustu viku. Stefán Kjartansson, grafískur hönnuður, er yfirmaður hönnundardeildar hjá margmiðlunardeild CNN, CNN- interactive, sem sér um útgáfu fréttamiðilsins http://CNN.com. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 201 orð

Námstefna Xplor International

Námstefna Xplor International ALÞJÓÐASAMTÖKIN Xplor International héldu námstefnu á Grand Hotel Reykjavík í síðustu viku. Samtökin eru átján ára gömul og hafa sinnt fræðslu og kynningarmálum þeirra sem starfa í skjalavistun og stafrænni vinnslu skjala. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 256 orð

Netverk á kaupskipasýningu í Evrópu

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Netverk tók nýlega þátt í stærstu kaupskipasýnigu í Evrópu sem haldin er á þessu ári, SMM 98, sem fram fór í Hamborg. Fór sýningin fram í 12 sýningarskálum og um 1.200 fyrirtæki víðsvegar að úr heiminum sóttu hana og sýndu framleiðslu sína. Í fréttatilkynningu frá Netverki segir að segja megi að Netverk hafi verið þátttakandi í þremur básum á sýningunni. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 663 orð

Nýir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar

KRISTJÁN Erlendsson læknir. hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri samstarfsverkefna hjá Íslenskri erfðagreiningu og verður verksvið hans að stjórna samskiptum við samstarfslækna. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 255 orð

Nýr fjármálastjóri og markaðsstjóri hjá Silfurtúni ehf.

Á UNDANFÖRNUM mánuðum hefur verið unnið að endurskipulagningu Silfurtúns ehf. í Garðabæ til að mæta auknum verkefnum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Ráðinn hefur verið fjármálastjóri til félagsins og nýr markaðsstjóri, samhliða því að opnuð verður markaðsskrifstofa í Englandi. Friðrik R. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 2055 orð

Nýtt hagkerfi í uppsiglingu Frá og með næstu áramótum verður EMU- svæðið eitt myntsvæði og í raun nýtt hagkerfi, skrifar Arnar

STOFNUN Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) um næstu áramót mun marka upphaf að miklum breytingum í peningamálum Evrópuríkja. Ellefu af 15 ríkjum Evrópusambandsins verða með frá upphafi. Helstu breytingar sem verða við stofnun EMU eru þær að nýr sameiginlegur gjaldmiðill ­ evra ­ verður tekinn upp á öllu EMU-svæðinu og sameiginleg peningamálastefna verður tekin upp sem Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 259 orð

Pearson selur Madame Tussauds vaxmyndasafnið

BREZKA fjölmiðlafyrirtækið Pearson Plc hefur selt vaxmyndasafnið Madame Tussauds stjórnendum fyrirtækisins fyrir 352 milljónir punda. Um leið má vera að samningur um að Pearson kaupi bandaríska útgáfufyrirtækið Simon & Schuster af Viacom fyrir 4,6 milljarða dollara sé í hættu. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 83 orð

Stansted- og Gatwick-flugvellir stækkaðir

BREZKI flugvallarrekandinn BAA Plc hefur kunngert 200 milljóna punda stækkun Stansted-flugvallar við London og stefnir að að því að stækka Gatwick-flugvöll á næsta ári. Fyrirtækið ætlar að sækja um leyfi til framkvæmda, sem eiga að tryggja að 40 milljónir farþega geti farið um næststærsta flugvöll Lundúna á ári, samanborið við 28 milljónir nú. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 980 orð

Stjórnunarkenningar lýsa samkeppnisumhverfinu Sjónarhorn Kenningar sjórnunarfræðanna eru ekki sprottnar úr einhverju tómarúmi,

TIL AÐ skilja hvað er að gerast í heimi stjórnenda í dag er gott að líta um öxl og virða fyrir sér þær kenningar sem hafa mótað viðhorf stjórnenda. Og eins og við munum sjá þegar við rýnum í þær, eru þessar kenningar ekki sprottnar upp úr tómarúmi, heldur eru þær mjög í takt við þær aðstæður sem voru ráðandi á hverjum tíma. Það má t.d. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 534 orð

Tvöfaldar verslunarrýmið í Kringlunni

TÍSKUVERSLUNIN Sautján hefur ásamt systurverslunum dregið sig úr samningaviðræðum við verslunarmiðstöðina Smáralind, sem verið er að reisa í Kópavogi. Í gær gengu eigendur Sautján frá samningi við Eignarhaldsfélag Kringlunnar, um langtímaleigu á 700 fermetra rými á annarri hæð Kringlunnar. Um er að ræða rýmið þar sem Kvikk hf. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 84 orð

WB eykur hagnað Time Warner

ÞAR sem Warner Bros. jók hagnað sinn um 53% jókst hagnaður Time Warners verulega á þriðja ársfjórðungi að sögn fyrirtækisins, sem hefur um leið skýrt frá betri afkomu í öllum deildum í fyrsta skipti í tvö ár. Meira
22. október 1998 | Viðskiptablað | 163 orð

Yfirtekur Microsoft De La Rue?

DE LA RUE Plc, helzti framleiðandi peningaseðla í heiminum, kveðst engin formleg tilmæli hafa fengið um yfirtöku og vill ekkert segja um blaðafrétt þess efnis að hugbúnaðarrisinn Microsoft Corp búi sig undir að bjóða í fyrirtækið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.