Greinar þriðjudaginn 27. október 1998

Forsíða

27. október 1998 | Forsíða | 349 orð | ókeypis

Ferð Jeltsíns til Austurríkis aflýst

LÆKNAR Borís Jeltsíns Rússlandsforseta sögðu honum í gær að hætta við ferð sína til Austurríkis, sem var ráðgerð í dag, og taka sér frí til að ná sér af "þróttleysi". Embættismenn í Kreml sögðu að Jevgení Prímakov forsætisráðherra myndi fara til Vínar í stað forsetans til að sitja fund með leiðtogum ríkja Evrópusambandsins. Meira
27. október 1998 | Forsíða | 130 orð | ókeypis

Íhlutun afstýrt?

SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, hefur samþykkt að flytja serbneskar her- og lögreglusveitir úr Kosovo-héraði og standi hann við orð sín fyrir klukkan 19 í dag er líklegt að Atlantshafsbandalagið (NATO) geri ekki loftárásir á skotmörk í Júgóslavíu eins og bandalagið hafði hótað, að sögn stjórnarerindreka í Brussel í gær. Meira
27. október 1998 | Forsíða | 101 orð | ókeypis

Kohl lætur af embætti

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, lætur af embætti í dag þegar Gerhard Schröder verður formlega kjörinn eftirmaður hans á þinginu. Kohl var við völd í rúm sextán ár og lengur en nokkur annar kanslari Þýskalands eftir síðari heimsstyrjöldina. Roman Herzog, forseti Þýskalands (t.v.), sæmdi hann æðstu orðu þýska ríkisins á síðasta degi hans í kanslaraembættinu. Meira
27. október 1998 | Forsíða | 196 orð | ókeypis

Mánudagar ekki lengur til mæðu

ÞRENGINGARNAR í japönsku efnahagslífi hafa valdið því, að Japanir eru fullir svartsýni á framtíðina og þora engu að eyða af ótta við, að enn muni syrta í álinn. Nú hefur verið ákveðið að snúa þessu við og lausnin felst í því að flytja ýmsa frídaga í miðri viku yfir á mánudaga. Meira
27. október 1998 | Forsíða | 256 orð | ókeypis

Netanyahu hélt velli á þinginu

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hélt velli í gær þegar ísraelska þingið greiddi atkvæði um tillögu þess efnis að þingið lýsti yfir vantrausti á stjórnina vegna samkomulagsins um að Ísraelar drægju herlið sitt frá 13% Vesturbakkans til viðbótar. Tillagan var felld með 21 atkvæði gegn átta. Meira
27. október 1998 | Forsíða | 76 orð | ókeypis

Ný framsalsbeiðni berst

SAKSÓKNARI í Sviss fór þess á leit við Breta í gær að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, yrði framseldur til Sviss vegna pyntinga og morðs á námsmanni af svissneskum ættum. Saksóknarinn er að rannsaka mál vinstrisinnaðs námsmanns, sem hvarf í Buenos Aires í maí 1977, en hann flúði þangað eftir að hafa sætt pyntingum í Chile. Meira

Fréttir

27. október 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð | ókeypis

4 skiptu fyrsta vinningnum

FJÓRIR skiptu með sér sjöföldum fyrsta lottóvinningi síðastliðinn laugardag og koma rúmar 9,5 milljónir í hlut hvers. Alls var fyrsti vinningur rúmar 38 milljónir króna. Þrír vinningsmiðanna voru seldir í Reykjavík, hjá Happahúsinu í Kringlunni, KK-vídeói við Háaleitisbraut og Vídeóljóninu við Dunhaga og fjórði miðinn hjá Spaðanum á Dalvík. Meira
27. október 1998 | Miðopna | 1624 orð | ókeypis

Aðföng með 50% innkaupa dagvöru á landsvísu

EINS og fram hefur komið kaupir verslanakeðjan 10­11 nú alla þurrvöru sína úr vörudreifingarmiðstöð Baugs hf., Aðföngum. Í stað þess að versla við marga heildsala eru nú allar þurrvörur sóttar á einn stað, Meira
27. október 1998 | Erlendar fréttir | 350 orð | ókeypis

Afríska þjóðarráðið ásakað

SANNLEIKS- og sáttanefndin í Suður-Afríku hyggst ásaka Afríska þjóðarráðið (ANC), sem fer með völd í landinu, fyrir mannréttindabrot á tímum aðskilnaðarstefnunnar, en það var einmitt ANC sem setti nefndina á fót í því skyni að græða sár milli hvítra manna og svartra. Meira
27. október 1998 | Erlendar fréttir | 235 orð | ókeypis

Ahern viðurkennir að tímamörkum verði ekki náð

BERTIE Ahern, forsætisráðherra Írlands, viðurkenndi í fyrsta sinn opinberlega á sunnudag að tímamörkum, sem Belfast-friðarsamkomulagið setur fyrir stofnun samstarfsráða stjórnvalda Norður- Írlands og Írlands, verður ekki náð. Samkvæmt samkomulaginu á samstarfsráðið að hefja störf fyrir 31. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 1049 orð | ókeypis

Alnetið breytir ekki fjölmiðlanotkuninni

Þó að alnetið opni leið að fréttamiðlum um allan heim kjósa notendur þess yfirleitt þekkta fjölmiðla úr eigin menningarheimi og á eigin tungumáli. Hugmyndir um alþjóðavæðingu og yfirráð enskunnar á alnetinu eru því að nokkru leyti goðsagnir, segir Lóa Aldísardóttir fjölmiðlafræðingur í samtali við Helga Þorsteinsson Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 334 orð | ókeypis

Alvarlegar athugasemdir við verklag

FLUGMÁLASTJÓRN gerði í síðustu viku alvarlegar athugasemdir við verklag flugfélagsins Atlanta um meðferð varahluta án þess að sjá ástæðu til að grípa til jafnalvarlegra aðgerða og flugmálayfirvöld á Bretlandi fyrir helgi. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Alvarlegt vinnuslys í Svartsengi

STARFSMAÐUR Hitaveitu Suðurnesja var fluttur alvarlega slasaður á Sjúkrahús Reykjavíkur eftir vinnuslys í orkuveri 4 í Svartsengi um miðjan dag í gær. Hann slasaðist illa á ökkla og að lokinni aðgerð í gærkvöld upplýsti læknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að erfitt væri að segja um endanlegan árangur. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð | ókeypis

Ákveðið að efna til prófkjörs

KJÖRDÆMISÞING framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra ákvað um helgina að viðhafa prófkjör við uppröðun á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu fyrir næstu alþingiskosningar. Ákveðið var að framboðsfrestur skyldi renna út kl. 20 mánudaginn 30. nóvember nk. og að prófkjörið færi fram dagana 16. og 17. janúar nk. Meira
27. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 110 orð | ókeypis

Bangsadagur

BANGSADAGUR verður á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag, þriðjudaginn 27. október, en um 150 norræn bókasöfn halda daginn hátíðlegan. Bangsadagur hefur verið haldinn í Bandaríkjunum og Bretlandi lengi, en bangsinn Teddy er nefndur eftir Theodore Roosevelt, forseta Bandaríkjanna, sem fæddur var þennan dag. Meira
27. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 110 orð | ókeypis

Beitti rafmagnsstuðtæki og pipargasi

KARLMAÐUR var handtekinn á Akureyri á laugardagsmorgun og hald lagt á rafmagnsstuðtæki og pipargas á úðabrúsa sem hann hafði í fórum sínum. Nóttina áður hafði lögreglu borist ábending um ferðir mannsins, en hann hafði þá verið farþegi í bifreið og tekið þar upp þessi tól sín og beitt þeim á farþega í bílnum. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 514 orð | ókeypis

Benda á gagnsemi dreifðra gagnagrunna

STOFNUÐ hafa verið samtökin Mannvernd, sem eru samtök um persónuvernd og rannsóknarfrelsi. Tilgangur Mannverndar er að vernda friðhelgi einkalífs og frelsi til rannsókna. Á stofnfundi samtakanna 19. október sl. var dr. Sigmundur Guðbjarnarson, fyrrverandi háskólarektor, kosinn formaður, en Pétur Hauksson, læknir og formaður Geðhjálpar, kosinn varaformaður. Meira
27. október 1998 | Landsbyggðin | -1 orð | ókeypis

Bensínstöð á Brú á Jökuldal hefur verið lögð niður

Vaðbrekku, Jökuldal-Bensínstöð Olíufélagsins Esso á Brú á Jökuldal hefur verið lögð niður. Þessi þjónusta Esso á Brú hefur verið rekin í um sjö ár. Að sögn Stefáns Guðbergssonar hjá fasteigna- og framkvæmdadeild Olíufélagsins Esso er ástæða þess að bensínstöðinni á Brú var lokað sú að sá sem rak bensínstöðina vildi ekki reka hana lengur. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 301 orð | ókeypis

Boðið upp á áskrift að lottóinu

NÚ ER hægt að gerast áskrifandi að leikjum Íslenskrar getspár, það er, Lottói 5/38, Jóker og Víkingalottói. Áskriftargjaldið er innheimt gegnum Eurocard- eða Visakort viðkomandi. Aðeins eru innheimtar 4 vikur á mánuði, jafnvel í þeim tilvikum sem útdrættir eru 5, en það gerist fjórum sinnum á ári. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð | ókeypis

Byr VE kominn úr breytingum í Póllandi

BYR VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum á sunnudag eftir umfangsmiklar breytingar í Póllandi þar sem skipið var útbúið fyrir túnfiskveiðar. Skipið var stækkað um 85%, er nú um 40 metra langt og um 9 metra breitt og mælist um 465 tonn. Auk þess var settur í skipið búnaður til túnfiskveiða og til frystingar á túnfiski. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð | ókeypis

Djassað í Ráðhúsinu

DJASSTÓNLEIKAR verða í Ráðhúsinu Reykjavík í kvöld, þriðjudag, kl. 20. Fram koma hljómsveitir úr tónlistarskóla FÍH undir stjórn Björns Thoroddssen, Tómasar R. Einarssonar, Ólafs Jónssonar og Sigurðar Flosasonar. Ein hljómsveitin er sjálfstæð og er það Tríó Ómars Guðjónssonar, segir í fréttatilkynningu. Aðgangur er ókeypis. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð | ókeypis

Einar Hjalti gerði jafntefli við FIDE-meistara

FYRSTA umferð á heimsmeistaramóti barna og unglinga var tefld í Oropesa Del Mar á Spáni á sunnudag. Bestum árangri Íslendinganna náði Einar Hjalti Jensson þegar hann gerði jafntefli við FIDE-meistarann Giorgi Bakhtadze frá Georgíu sem er með 2.395 skákstig. Einar Hjalti teflir í elsta flokki á mótinu, en þar eru keppendur 89, þar af 74 með alþjóðleg skákstig. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 537 orð | ókeypis

Einkaleyfi getur samrýmstreglum í EES-samningnum

ÞJÓÐARRÉTTUR stendur ekki í vegi fyrir því að löggjafinn geti metið það svo að upplýsingar í miðlægum gagnagrunni teljist ópersónugreinanlegar, að því er fram kemur í álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem stofnunin hefur unnið fyrir Íslenska erfðagreiningu. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð | ókeypis

Eldurí bílskúr

SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík barst tilkynning um eld í bílskúr á Seltjarnarnesi kl. 11 á sunnudagsmorgun. Þar hafði neisti hlaupið í innréttingu á bíl, sem verið var að gera við í skúrnum. Engin meiðsl hlutust af og skemmdir voru minniháttar. Slökkviliðið slökkti eldinn og reykræsti síðan bílskúrinn. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð | ókeypis

Engir þingfundir þessa viku

ENGIR þingfundir verða á Alþingi þessa viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku. Er með henni verið að gefa þingmönnum kost á því að fara út í kjördæmin og hitta kjósendur sína. Næsti þingfundur Alþingis verður því mánudaginn 2. nóvember nk. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 264 orð | ókeypis

Erfið samskipti starfsmanna og stjórnenda

UM 1.400 manns, íbúar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, hafa skrifað undir mótmælaskjal vegna samskiptaörðugleika milli stjórnenda Sjúkrahúss Suðurlands og lækna og langrar biðar sem er eftir læknisviðtölum. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 571 orð | ókeypis

Fáir á ferli í miðborginni um helgina

HELGIN var mjög friðsæl hjá lögreglu og útköll fá. Þegar svo verður gefst lögreglumönnum meiri tími til að sinna frumkvæðisvinnu sem oftast tengist umferðinni. Í nokkrum umferðarverkefnum helgarinnar kom í ljós að aðilar voru annað hvort undir áhrifum áfengis eða að fíkniefni fundust í bifreiðum þeirra. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

Fíkniefni fundust í bifreiðum

LÖGREGLAN hafði á föstudag afskipti af ökumanni þar sem hann ók bifreið sinni með þokuljósum þótt slík skilyrði væru ekki fyrir hendi. Við skoðun lögreglu fannst hass í bifreiðinni og áhöld til slíkrar neyslu. Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir á lögreglustöð. Að morgni sunnudags hafði lögreglan afskipti af ökumanni á Hverfisgötu. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð | ókeypis

Fjallað um grunnhugmyndir erfðafræðinnar

ENDURMENNTUNARNEFND Meinatæknafélagsins stóð fyrir Erfðafræðinámskeiði dagana 16., 17., 23. og 24. október. Á námskeiðinu var fjallað um grunnhugmyndir erfðafræðinnar, ýmsar rannsóknir á erfðafræði sjúkdóma og krabbameina, litningarannsóknir, umhverfi og erfðir, ættfræði krabbameina, erfðabreyttar lífverur í lyfjaiðnaði, erfðabreytt dýr í tilraunavísindum, Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 474 orð | ókeypis

Fjörutíu og sjö meinatæknar hætta um mánaðamót

47 AF 60 meinatæknum á blóð- og meinefnafræðideild Landsspítalans hyggjast láta af störfum nú um mánaðamót takist ekki samkomulag í viðræðum þeirra við starfsmannaskrifstofu Ríkisspítalanna. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð | ókeypis

Fræðslufundur SPOEX

SPOEX ­ Samtök psoriasis- og exemsjúklinga halda fræðslufund miðvikudaginn 28. október kl. 20 á Grand Hóteli við Sigtún. Fundarefni er m.a. erindi Helga Valdimarssonar prófessors um arfgengi psoriasis. Kristján Erlendsson, læknir frá Íslenskri erfðagreiningu, mun m.a. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð | ókeypis

Fuglar á filmu

Fuglar á filmu SJÁLFSAGT er að nýta skemmtilega birtu góðviðrisdags á hausti til að fanga á filmu og ekki verra að gera það hjá "fyrirsætum" í fuglalífi Reykjavíkurtjarnar. Þar og reyndar víða á Suðurlandi hefur verið ákjósanlegt ljósmyndaveður síðustu daga og er því spáð fram eftir vikunni. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð | ókeypis

Fyrirlestur um fitusýrur sjávarfangs

GUÐMUNDUR G. Haraldsson efnafræðingur heldur fyrirlestur á vegum Vísindafélags Íslendinga í Norræna húsinu miðvikudaginn 28. október 1998 kl. 20:30. Fyrirlesturinn nefnist: Fituefni með háu innihaldi ómega-3 fjölómettaðra fitusýra. Í fréttatilkynningu segir: "Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur einkenna fitu sjávarfangs. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð | ókeypis

Fyrirlestur um þróun mynda miðstigs

DR. JÓN Axel Harðarson flytur fyrirlestur sem nefnist "Forsaga og þróun mynda miðstigs og efsta stigs í íslensku" í boði Íslenska málfræðifélagsins fimmtudaginn 29. október kl. 17:15 í stofu 311 í Árnagarði. Jón Axel Harðarson lauk BA- prófum í latínu og íslensku frá Háskóla Íslands 1981 og 1982. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

Gera á sértækan gróða fyrirtækja upptækan Vinstrihreyfingin ­ grænt framboð, er vinnuheiti nýs stjórnmálaafls á vinstri væng

NÝJA framboðið var kynnt á Kornhlöðuloftinu á sunnudag og þar sátu fyrir svörum aðstandendur undirbúningshópsins. Meðal þeirra voru þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Hjörleifur Guttormsson, varaþingmennirnir Guðrún Helgadóttir, Árni Steinar Jóhannsson, Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Halla Linker hættir sem ræðismaður

HALLA Linker hefur að eigin ósk látið af störfum sem aðalræðismaður Íslands í Los Angeles í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur hún gegnt starfinu frá 1980. Áður hafði eiginmaður hennar, Hal Linker, það með höndum um árabil, en hann lést 1980. Meira
27. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 155 orð | ókeypis

Heimasíða sett upp til kynningar

VINNA við stefnumótun í atvinnumálum á Akureyri á vegum atvinnumálanefndar bæjarins stendur nú yfir, en verkefninu var hleypt af stokkunum um miðjan september síðastliðinn. Fjöldi manns frá ýmsum greinum atvinnulífsins tekur þátt í starfi vinnuhópa við verkefnið, en áhersla var lögð á að fá fulltrúa frá breiðum hópi fyrirtækja og stofnana í því skyni að ná til sem flestra atvinnugreina í bænum. Meira
27. október 1998 | Erlendar fréttir | 210 orð | ókeypis

Hófsamir þjóðernissinar áfram við stjórn í Baskalandi

HÓFSAMIR þjóðernissinnar í Baskalandi héldu völdum í héraðskosningum á sunnudag og hófust handa í gær við að mynda nýja samsteypustjórn sem gert er ráð fyrir að muni leika aðalhlutverk í tilraunum á næstu vikum og mánuðum til að tryggja frið í héraðinu. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð | ókeypis

Hópþjálfun Gigtarfélags Íslands

SEINNI önn haustsins hefst mánudaginn 2. nóvember og er öllum velkomið að vera með. "Í boði eru mismunandi hópar. Má þar nefna létta leikfimi, hryggiktarhóp, vefjagigtarhóp, kínverska leikfimi, vatnsþjálfun og nú í haust bjóðum við í fyrsta sinn upp á jóganámskeið sem er aðlagað einstaklingum með gigt. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð | ókeypis

Hressileg vetrarbyrjun

VETUR með hvassviðri og snjókomu hefur gengið í garð norðanlands og sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þetta nokkuð hressilega byrjun á vetrinum. Spáð er áframhaldandi snjókomu á Norðurlandi í dag en björtu áfram syðra. Meira
27. október 1998 | Erlendar fréttir | 242 orð | ókeypis

"Hvers konar manneskjur eru þetta?"

SERBNESKIR hermenn skutu á fólk, sem var að fylgja 11 ára gömlum dreng til grafar á sunnudag í Kosovo en þeir höfðu orðið honum að bana deginum áður. Serbnesku hermennirnir skutu Shemsi Buzaku á laugardag þegar hann var að höggva við í eldinn ásamt föður sínum og frænda skammt frá heimili sínu. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð | ókeypis

Ísinn á Tjörninni ótraustur

LÖGREGLAN í Reykjavík vill koma þeirri ábendingu til foreldra og forráðamanna barna, að enn er ótímabært að skauta á ísnum á Reykjavíkurtjörn. Þótt Tjörnina hafi lagt í kuldanum undanfarna daga er hún enn varhugaverð og því er ekki óhætt að fara út á ísinn fyrr en hann er orðinn þykkari. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð | ókeypis

Íslenskir læknar koma tvisvar við sögu í Lancet

Í NÝJASTA tölublaði breska læknablaðsins The Lancet eru tvær greinar um rannsóknir á erfðafræði brjóstakrabbameins og koma íslenskir sérfræðingar við sögu beggja rannsóknanna. Annars vegar er um að ræða rannsókn þá sem Jórunn Eyfjörð, Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 318 orð | ókeypis

Kandídatar hvattir til að taka þátt í opinberri umræðu

BRAUTSKRÁNING kandídata frá Háskóla Íslands fór fram við hátíðlega athöfn í Háskólabíói á laugardag. Alls 182 kandídatar brautskráðust en auk þess luku 22 starfsréttindanámi úr guðfræði-, heimspeki- og félagsvísindadeild. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, sagði m.a. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 465 orð | ókeypis

Kemur ekki á óvart í ljósi atburðarásarinnar

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að mismunandi launaþróun á almennum markaði og hjá opinberum starfsmönnum og bankamönnum komi ekki á óvart. Þróunin hafi verið fyrirséð í ljósi atburðarásarinnar frá því samningar voru gerðir á síðasta ári. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð | ókeypis

Lagði bílnum á réttum stað

SJÖTÍU og tveggja ára ellilífeyrisþegi og fyrrverandi iðnaðarmaður í Reykjavík, sem fór í bæinn á laugardag, lagði bíl sínum utan við spilasal Háspennu í Hafnarstræti. Átti það eftir að reynast honum happadrjúgt. "Hann rölti fyrst inn í opið hús hjá LÍÚ en fór síðan niður á höfn til að skoða skip sem þar voru til sýnis hjá útvegsmönnum," segir m.a. í frétt frá Happdrætti Háskólans. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT Álver og Austfirðir Þau

Þau mistök urðu við birtingu sl. sunnudag á grein Sveins Jónssonar "Álver eða Hornstrandir 21. aldar", að nokkrar línur féllu niður. Réttur er kaflinn þannig: "Þeir, sem eru á móti framkvæmdunum, verða að réttlæta það með því að annað komi í staðinn. Annað er óábyrg afstaða. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð | ókeypis

Leiðtogar Grænlands og Færeyja heimsækja Reykholt

ANFINN Kallsberg lögmaður Færeyja og Jonathan Motzfeldt formaður grænlensku landstjórnarinnar héldu af landi brott um helgina ásamt fylgdarliði sínu en þeir höfðu dvalið hér á landi í nokkra daga vegna fundar við m.a. Davíð Oddsson forsætisráðherra. Að loknum fundahöldum um helgina, eða á sunnudag, var haldið af stað til Borgarfjarðar þar sem m.a. var komið við í Reykholti. Meira
27. október 1998 | Erlendar fréttir | 438 orð | ókeypis

Litlar líkur taldar á loftárásum

FRESTUR, sem Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, hefur verið gefinn til að flytja burt serbneska heraflann frá Kosovo rennur út í dag. Sandy Berger, öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði um helgina, að hugsanlega reyndist óhjákvæmilegt að beita valdi ef Milosevic stæði ekki við gerða samninga en fréttaskýrendur eru þó sammála um, að NATO-ríkin muni reyna að komast hjá því í lengstu lög. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 208 orð | ókeypis

Markaðsverð bankans 9,5 milljarðar

UMFANGSMESTA einkavæðing sem fram hefur farið á Íslandi til þessa hefst næstkomandi föstudag, 30. október, þegar sala á 49% hlutafjár í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, hefst. Heildarhlutafé FBA er 6.800 milljónir króna og er nafnverð þess sem nú verður selt 3.332 milljónir króna. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð | ókeypis

Málstofa á Bifröst

HANSÍNA B. Einarsdóttir framkvæmdastjóri flytur fyrirlestur á málstofu Samvinnuháskólans miðvikudaginn 28. október. Fyrirlesturinn nefnir hún: Geymsluþol menntunar, síbreytilegar þarfir vinnumarkaðar á 21. öldinni. Málstofan hefst kl. 15.30 í hátíðarsal Samvinnuháskólans á Bifröst og eru allir velkomnir. Meira
27. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 66 orð | ókeypis

Mikil snjór í Víkurskarði

Mikil snjór í Víkurskarði MJÖG mikill snjór er á Víkurskarði og mun meiri en menn eiga að venjast á þessum árstíma. Víkurskarðið var opið fram á sl. laugardagskvöld en á sunnudagsmorgun var orðið ófært en þá var þar snjókoma og skafrenningur, líkt og sl. föstudag. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð | ókeypis

Mynd um unga vísindamenn

ALLIANCE Française, Austurstræti 3, sýnir kvikmyndina "Les Palmes de M. Schutz, eftir Claude Pinoteau, miðvikudaginn 28. október kl. 21. Hún segir frá Pierre og Marie Curie sem uppgötvuðu radíumið og fengu fyrir það Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1903. Myndin er frá 1997. Sýningin er ókeypis og opin öllum svo fremi sem sæti leyfa. Myndin er sýnd á frönsku án texta. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð | ókeypis

Námskeið fyrir hjálparliða

HJÁLPARLIÐ Sjálfsbjargar lsf. stendur fyrir námskeiði fyrir þá sem hafa hug á að gerast hjálparliðar dagana 6.­7. nóvember nk. í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni 12 í Reykjavík. "Sams konar námskeið var haldið fyrir ári en ætlunin er að fá enn fleiri til starfa. Hjálparliðar á skrá hjá Hjálparliði Sjálfsbjargar lsf. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 601 orð | ókeypis

Námslán undir framfærslu og því ólögleg

RÉTTINDASKRIFSTOFA stúdenta hefur fyrir hönd eins skjólstæðings síns beðið svonefnda vafamálanefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna að endurskoða úthlutað námslán til hans vegna þess að það dugi ekki til náms- og framfærslukostnaðar og standist því ekki lög. Fram kemur í bréfi Réttindaskrifstofunnar að skv. lögum nr. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð | ókeypis

Norrænn samningur um ríkisborgararétt

UNDIRRITAÐUR hefur verið norrænn samningur um framkvæmd tiltekinna ákvæða um ríkisborgararétt. Samningurinn felur í sér að norrænir ríkisborgarar öðlast sérstök réttindi þegar sótt er um ríkisborgararétt í öðru norrænu ríki. Lögheimili í einu norrænu ríki er í vissum tilvikum metið til jafns við lögheimili í öðru norrænu ríkis sem sótt er um ríkisborgararétt í. Meira
27. október 1998 | Landsbyggðin | 166 orð | ókeypis

Nýir eldvarnaeftirlitsmenn

Reykholtsdal-Hjá Brunamálastofnun er nýlokið eldvarnaeftirlitsnámskeiði en það var Brunamálaskólinn sem sá um framkvæmd námskeiðsins. Á slíku námskeiði er kennt og fjallað um skipulags- og byggingalög, loftræstikerfi, vatnsúðakerfi, val og notkun á handslökkvitækjum, útgönguleiðir og lýsingar, fræðsla fyrir skóla og almenning o.m.fl. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð | ókeypis

Nýr formaður kjörinn

AÐALFUNDUR Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar var haldinn mánudaginn 19. október í Alþýðuhúsinu. Formaður félagsins, Hafrún Dóra Júlíusdóttir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður, eins urðu nokkrar breytingar á stjórn félagsins. Í stjórn voru kosnir: Jón Kr. Óskarsson formaður, Gísli Ó. Valdimarsson varaformaður, Hörður Zóphaníasson gjaldkeri, Steindór Ögmundsson ritari. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 706 orð | ókeypis

Ólíklegt að þau geti valdið mönnum skaða

NÁTTÚRULEG eiturefni í matvælum var yfirskrift erindis Þorkels Jóhannessonar, prófessors og forstöðumanns Rannsóknastofu Háskólans í lyfjafræði, á haustfundi Hollustuverndar ríkisins og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð | ókeypis

Reykjavík sigraði í 1. umferð

1. UMFERÐ í Evrópukeppni taflfélaga var tefld á sunnudag í Narva í Eistlandi. Skáksveit Taflfélags Reykjavíkur sigraði skáksveit Ilford Chess Club frá Englandi með 3,5 vinn. gegn 2,5. Margeir Pétursson, Þröstur Þórhallsson og Árni Ármann Árnason gerðu jafntefli, Jón Viktor Gunnarsson og Björgvin Jónsson sigruðu í sínum skákum en Igors Rausis tapaði. Sveit Taflfélags Hellis sat yfir í 1. Meira
27. október 1998 | Erlendar fréttir | 287 orð | ókeypis

Reynt að fá Pinochet látinn lausan

LÖGFRÆÐINGAR chilíska hershöfðingjans Augustos Pinochets leituðu í gær til dómstóls í London til að fá hann lausan en hann er nú í eins konar stofufangelsi á sjúkrahúsi í borginni. Halda þeir því fram, að hann njóti friðhelgi sendimanna og spænsk yfirvöld hafi engan rétt til að sækja hann til saka fyrir það, sem gerðist í Chile á sínum tíma. Meira
27. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 223 orð | ókeypis

Rifkelsstaðir II fegursta býlið

Eyjafjarðarsveit Rifkelsstaðir II fegursta býlið Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. UMHVERFISNEFND Eyjafjarðarsveitar veitir árlega verðlaun fyrir fegursta býlið í sveitinni, að mati nefndarinnar. Meira
27. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 277 orð | ókeypis

Samgöngur við Grímsey röskuðust í vonskuveðri

VONSKUVEÐUR hefur verið í Grímsey síðustu daga og hafa samgöngur við meginlandið raskast mikið af þeim sökum. Ferjan Sæfari kom til eyjarinnar skömmu eftir hádegi í gær, en hafði þá ekki komist frá því í byrjun síðustu viku og ekkert hafði verið flogið frá því á þriðjudag í liðinni viku. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 443 orð | ókeypis

Samræmd skráning tekin upp um næstu áramót

UM NÆSTU áramót verður tekin upp ný samræmd skráning vistunarupplýsinga á íslenskum sjúkrahúsum, en nokkurt ósamræmi hefur verið á skráningu milli sjúkrahúsa. Ætlunin er að bæta skráningu á dag- og göngudeildum og taka upp betri skráningu á biðlistum. Samræmd skráning er forsenda fyrir gerð þjónustusamninga við sjúkrahús, en heilbrigðisráðuneytið vill gera slíka samninga. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 180 orð | ókeypis

Skipan efstu sæta óbreytt

KJÖRDÆMISÞING framsóknarmanna á Austurlandi samþykkti um helgina framboðslista framsóknarmanna í Austurlandskjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar og skipar Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fyrsta sæti. Jón Kristjánsson, alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis, skipar annað sætið og Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri hið þriðja. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 250 orð | ókeypis

Skotveiðimönnum heimilaður aðgangur til reynslu

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur opnað nokkrar jarðir í eigu ríkisins fyrir skotveiðimönnum á yfirstandandi rjúpnaveiðitímabili 1998. Um er að ræða 11 eyðijarðir í umsjá jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins og Skógræktar ríkisins og er ráðstöfunin til reynslu á yfirstandandi rjúpnaveiðitímabili. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð | ókeypis

Starf með ungum mæðrum

UNGMENNADEILD Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands hyggur á starf með ungum mæðrum. Ætlunin er að koma til móts við ungar mæður með því að miðla fræðslu um ýmis málefni s.s. barnauppeldi, umönnun, skyndihjálp, fjármál, menntun o.fl. Hugmyndin er að skapa vettvang fyrir ungar mæður til að hittast og miðla af reynslu sinni. Kynningarfundur verður miðvikudagskvöldið 28. október kl. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 715 orð | ókeypis

Stendur til að efla útgáfustarfsemi

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi var stofnað árið 1948 og á því 50 ára afmæli nú í ár. Fyrsti formaður félagsins var Ásgeir Ásgeirsson þá alþingismaður og síðar forseti Íslands. Ingvi S. Ingvarsson var nýlega kjörinn formaður félagsins. "Nýlega var kjörin ný stjórn félagsins og það er vilji stjórnarmanna að efla starfsemina eftir því sem tök eru á og fé fæst til. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð | ókeypis

Svavar Sigmundsson skipaður

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Svavar Sigmundsson forstöðumann Örnefnastofnunar Íslands til fimm ára frá 1. nóvember næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu kemur fram að þetta sé í samræmi við umsögn stjórnar Örnefnastofnunar Íslands. Auk Svavars sóttu Guðrún Ása Grímsdóttir, Kristján Eiríksson og Orri Vésteinsson um stöðuna. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð | ókeypis

Sviðsettu bílrán á bensínstöð

TVEIR ungir menn reyndu á sunnudag að sleppa við að borga reikninginn á bensínstöð við Fífuhvammsveg í Kópavogi með því að sviðsetja bílrán. Strax komst upp um athæfið og tók lögreglan í Reykjavík mennina fasta við Kringluna eftir að hafa fengið lýsingu á bifreið þeirra. Málið bar til með þeim hætti, að ungur maður kom á bensínstöð í Kópavogi og bað um eldsneyti á bíl sinn fyrir 1.200 krónur. Meira
27. október 1998 | Erlendar fréttir | 659 orð | ókeypis

Umdeild bók um Díönu prinsessu vekur hörð viðbrögð í Bretlandi

TALSMENN bresku konungsfjölskyldunnar reyndu í gær að lægja öldur sem risu um helgina þegar útdráttur úr nýrri bók, sem sýnir Díönu prinsessu í harla neikvæðu ljósi, var birtur í The Mail on Sunday. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Ungverski sirkusinn ekki til Íslands

UNGVERSKI sirkusinn, sem áformað var að kæmi hingað til lands og stæði fyrir sýningum í byrjun nóvember, neyddist til að hætta við áform sín. Ástæðan var sú að ekki höfðu borist nægar bókanir til þess að Íslandsferð borgaði sig fyrir hópinn sem er rúmlega 20 listamenn af ýmsu tagi. Meira
27. október 1998 | Erlendar fréttir | 1084 orð | ókeypis

Úrslitaorrusta framundan í Quebec Búist er við að komandi kosningar í Quebec- fylki verði barátta upp á pólitískt líf og dauða

LOUICEN Bouchard, núverandi fylkisstjóri og leiðtogi flokks aðskilnaðarsinna, sagði fyrir nokkru að ef aðskilnaðarsinnar töpuðu þessum kosningum væri öllu lokið fyrir þeim. Í viðtali við dagblaðið Le Devoir, óopinbert málgagn aðskilnaðarsinna, Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð | ókeypis

Útboð fyrir áramót

HLUTABRÉF í fjárfestingarfélagi um knattspyrnudeild meistaraflokks KR verða ef að líkum lætur boðin almenningi til kaups í opnu útboði fyrir áramót. Björgólfur Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar KR og stjórnarformaður fjárfestingarfélagsins, sem nefnist KR-Sport, sagði í gær að Búnaðarbankinn Verðbréf og Verðbréfastofan myndu sjá um framkvæmd útboðsins. Meira
27. október 1998 | Landsbyggðin | 140 orð | ókeypis

Útför Ragnars Björnssonar

Hvammstanga-Útför Ragnars Björnssonar, fyrrverandi dómorganista og síðar skólastjóra Nýja tónlistarskólans í Reykjavík, fór fram frá Hvammstangakirkju þriðjudaginn 20. október. Ragnar var fæddur í Torfustaðahúsum á Miðfjarðarhálsi hinn 27. mars 1926 og fluttist ungur með foreldrum sínum, Birni G. Björnssyni og Sigrúnu Jónsdóttur, til Hvammstanga, þar sem hann ólst upp. Meira
27. október 1998 | Erlendar fréttir | 1520 orð | ókeypis

Veikur forseti, veikt forsetaembætti

MYND af Borís Jeltsín Rússlandsforseta í formalínkrús prýddi forsíðu rússnesks fréttatímarits í síðustu viku og segir líklega meira en mörg orð um álit Rússa á heilsufari forsetans. Sumum þykir ef til vill nóg um þann skort á virðingu fyrir æðsta stjórnanda landsins sem myndin ber vott um, Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð | ókeypis

Verð á þorskblokk fer lækkandi

NOKKURRAR sölutregðu á sjávarafurðum virðist farið að gæta á mörkuðum í Evrópu. Verð á þorskblokk hefur gefið nokkuð eftir og lækkað um allt að 7% þó erfitt sé að meta hvort sú verðlækkun sé varanleg vegna mjög lítilla viðskipta að undanförnu. Verð á landunnum afurðum eins og flökum og flakabitum hefur á hinn bóginn ekki lækkað. Meira
27. október 1998 | Erlendar fréttir | 515 orð | ókeypis

Viðtökur blendnar í Ísrael og Palestínu

VIÐTÖKUR við samkomulaginu sem Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, og Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, undirrituðu í Bandaríkjunum á föstudag hafa verið blendnar heimafyrir. Til mótmæla kom bæði í Ísrael og Palestínu um helgina. Meira
27. október 1998 | Erlendar fréttir | 406 orð | ókeypis

Vilja lækkun vaxta og samræmda efnahagsstefnu

LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) lögðu á óformlegun fundi í Austurríki um helgina ríka áherslu á mikilvægi þess að reynt yrði að afstýra heimskreppu. Í yfirlýsingu leiðtoganna segir að innan ESB sé að finna efnahagslegan stöðugleika þótt aðrir heimshlutar eigi við vandamál að stríða. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 35 orð | ókeypis

Vinnuslys í Garðey

Vinnuslys í Garðey MAÐUR slasaðist á höfði um borð í Garðey SF þar sem báturinn lá í Höfn í Hornafirði í gær. Var hann fluttur til Reykjavíkur þar sem talið var að hann hefði meiðst alvarlega. Meira
27. október 1998 | Innlendar fréttir | 280 orð | ókeypis

Yfir 200 milljóna kr. tekjuaukning

STÖÐUM í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur í ár fjölgað um 108 frá í fyrra og tekjur fyrstu níu mánuði ársins eru rúmum 200 milljónum króna meiri en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í svari Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Siv Friðleifsdóttur alþingismanni um verslunarrekstur í flugstöðinni. Meira
27. október 1998 | Landsbyggðin | 340 orð | ókeypis

Þemadagar í Grunnskóla Grindavíkur

Grindavík-Þemadagar voru haldnir í Grunnskólanum í Grindavík dagana 21.-24.október. Yfirskrift daganna var Hraustir krakkar með hausinn í lagi" sem krakkarnir höfðu sjálf valið og unnu nemendur skólans að verkefnum tengdum íþróttum, heilsu og hollustu þessa daga. Nemendur í 10. Meira

Ritstjórnargreinar

27. október 1998 | Staksteinar | 309 orð | ókeypis

»Skuldir greiddar niður VIÐSKIPTABLAÐIÐ fagnar því í forystugrein að fyrsta

VIÐSKIPTABLAÐIÐ fagnar því í forystugrein að fyrsta fjárlagafrumvarp Geirs H. Haarde gerir ráð fyrir því að skila ríkisbúskapnum með tekjuafgangi og borga ríkisskuldir umtalsvert niður. Krónískur vandi Meira
27. október 1998 | Leiðarar | 595 orð | ókeypis

VERNDUN LÍFRÍKIS NORÐURSLÓÐA

STARFSHÓPUR um verndun lífríkis á norðurslóðum, CAFF (Conservation af Arctic Flora and Fauna), stendur nú á tímamótum vegna nýrrar stefnumótunar Norðurskautsráðsins. Hópurinn, sem starfrækir skrifstofu á Akureyri, vinnur m.a. að 1) Skýrslu um ástand og horfur í lífríki norðurslóða. Meira

Menning

27. október 1998 | Kvikmyndir | 738 orð | ókeypis

Á milli lífs og dauða

Höfundur: Friðrik Erlingsson. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson. Leikmynd: Ólafur Engilbertsson. Tónlist: Pétur Grétarsson. Leikendur: Hjalti Rögnvaldsson, Ingvar E. Sigurðsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jóhanna Jónas, Gunnar Helgason, Þröstur Guðbjartsson, Steinn Ármann Magnússon, Ágústa Skúladóttir. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 219 orð | ókeypis

Ástríkur og Steinríkur gegn Sesari

SÖGUHETJUR úr teiknimyndum eru farnar að skjóta upp kollinum í sífellt fleiri leiknum stórmyndum. Nýlega lék gamanleikarinn Leslie Nielsen sérvitringinn hr. Magoo og Brendan Fraser sveiflaði sér í lendaskýlu um frumskóginn í "George of the Jungle". Fleiri myndir eru í vændum. Tökur standa yfir á myndinni "The Real Inspector Gadget" með Matthew Broderick í aðalhlutverki. Meira
27. október 1998 | Leiklist | 640 orð | ókeypis

Boðskapurinn um fegurra mannlíf

Söngtextar: Bertolt Brecht. Þýðing: Þorsteinn Gylfason. Sönglög: Paul Dessau, Hanns Eisler og Kurt Weill. Val laga: Sif Ragnhildardóttir. Leiktexti: Þorsteinn Gylfason og Þorsteinn Þorsteinsson. Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir. Svið og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Tónlistarstjórn: Karl O. Olgeirsson. Hljóðfæraleikur: Árni Scheving og Karl O. Olgeirsson. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 157 orð | ókeypis

Dansað við símatónlist

"Funkdagar" í Menntaskólanum í Kópavogi Dansað við símatónlist AGAR" voru haldnir í Menntaskólanum í Kópavogi um helgina og var mikið um skrýtnar og skemmtilegar uppákomur af því tilefni. Þeir hófust á fimmtudag með stórtónleikum skólasveita í bland við sveitir á borð við Funkmaster 2000 og S-MITH. Meira
27. október 1998 | Menningarlíf | 219 orð | ókeypis

Fimmta skáldsaga Fríðu Á. Sigurðardóttur

MARÍUGLUGGINN er fimmta skáldsaga Fríðu Á. Sigurðardóttur. Í kynningu á bókarkápu segir: "Hún fékk það verkefni að gera kirkjuglugga. Maríu með soninn, sögðu þeir sem pöntuðu, en eftir nokkrar tilraunir liggur henni við örvæntingu. Meira
27. október 1998 | Tónlist | 744 orð | ókeypis

Finnskt, ferskt og fágætt

Verk eftir Bach, Rautavaara, Mist Þorkelsdóttur (frumfl.), Sibelius og Kuula. Dominante kórinn frá Finnlandi u. stj. Seppos Murtos. Langholtskirkju, fimmtudaginn 22. október kl. 20.30. HÆTTAN gagnvart núverandi grósku íslenzks tónlistarlífs og þroska er tvíþætt. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 1194 orð | ókeypis

Geggjun upp á nýtt Bandaríski leikstjórinn Gus Van Sant hefur endurskapað næstum ramma fyrir ramma eitt af meistaraverkum

TALSVERÐ umræða hefur orðið á meðal kvikmyndagerðarmanna og allra þeirra sem áhugasamir eru um kvikmyndir um það uppátæki leikstjórans Gus Van Sant (Mitt eigið Idaho, "Good Will Hunting") að kvikmynda upp á nýtt Geggjun eða "Psycho" Alfred Hitchocks. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 314 orð | ókeypis

Góð tilfinning að ná til fólks

Góð tilfinning að ná til fólks TORUN Lian frá Noregi hlaut verðlaun Norrænu barnamyndahátíðarinnar fyrir kvikmynd sína Bare skyer beveger stjernene. Það er fyrsta mynd hennar í fullri lengd, en áður hefur hún gert tvær stuttmyndir. Meira
27. október 1998 | Menningarlíf | 431 orð | ókeypis

Íslensk ljóð á norsku

Ungur rithöfundur og ljóðaunnandi í Noregi, Kristján Breiðfjörð, hefur sent frá sér safn þýðinga á ljóðum þriggja íslenskra höfuðskálda, þeirra Steins Steinarr, Jóns úr Vör og Hannesar Péturssonar. Kristján á íslenskan föður en norska móður og hefur verið búsettur í Noregi frá ellefu ára aldri. Meira
27. október 1998 | Tónlist | 592 orð | ókeypis

KYRRÐ OG GÁSKI

Ítalskar fornaríur og sönglög eftir ókunna höfunda, Arne, Atla Heimi Sveinsson og Brahms. Ingveldur Ólafsdóttir mezzosópran; Atli Heimir Sveinsson, píanó. Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi, sunnudaginn 25. október kl. 17. Meira
27. október 1998 | Menningarlíf | 39 orð | ókeypis

Lítil ævintýri í Galleríi Nema hvað

ÞORGERÐUR Jörundsdóttir sýnir í Galleríi Nema hvað á Skólavörðustíg 22c í dag, þrjú lítil ævintýr, segir í fréttatilkynningu. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14­18 og lýkur henni sunnudaginn 8. nóvember. Meira
27. október 1998 | Skólar/Menntun | 1331 orð | ókeypis

Margar leiðir fyrir Íslendinga Fréttir af möguleikum Íslendinga vegna EES munu birtast reglulega í blaðinu Markmiðið er að bæta

Fréttir af möguleikum Íslendinga vegna EES munu birtast reglulega í blaðinu Markmiðið er að bæta úr skorti á upplýsingum um evrópsk samstarfsverkefni Meira
27. október 1998 | Menningarlíf | 99 orð | ókeypis

Myndbandssögur Þorsteins Joð

NÚ stendur yfir sýning Þorsteins Joð í herrafataverslun GK við Laugaveg. Þorsteinn sýnir fjórar myndbandasögur í sjónvarpstæki, tvær frá Reykjavík, ein frá San Francisco og ein frá Armeníu. Sögurnar eru: "Þetta er alltsaman óráðin gáta." Eggert Magnússon listmálari, Reykjavík, október 1997. "Hann er á himnum, hvar heldur þú að hann sé. Meira
27. október 1998 | Menningarlíf | 152 orð | ókeypis

Norrænn tónlistarstyrkur

FONK, Fonden för Nordiska Konserter, er sjóður, sem stofnaður hefur verið til að styrkja norræna samvinnu í tónlistarflutningi og verður fyrsta úthlutun úr sjóðnum nú í nóvember. Tónlistarmaður eða tónlistarhópur á hverju Norðurlandanna getur sótt um styrk til sjóðsins, Meira
27. október 1998 | Menningarlíf | 175 orð | ókeypis

Nýjar bækur ENGIN spor

ENGIN spor er skáldsaga eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Í kynningu segir að þetta sé sakamálasaga þar sem áhersla er lögð á fléttuna og persónur en minna gert með átök og hraða atburðarás. Sagan fer rólega af stað en spennan eykst og þolinmóðum lesendum er launað með óvæntum lausnum þegar líða tekur á. Meira
27. október 1998 | Menningarlíf | 202 orð | ókeypis

Nýjar bækur FRÖKEN Peabody hlotna

FRÖKEN Peabody hlotnast arfur er eftir Elizabeth Jolley í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar rithöfundar sem einnig ritar eftirmála. Þetta er fyrsta bók skáldkonunnar sem kemur út á íslensku. Rúnar Helgi hefur áður þýtt úrval ástralskra smásagna. Meira
27. október 1998 | Menningarlíf | 128 orð | ókeypis

Nýjar bækur KONAN með hundinn

KONAN með hundinn er eftir Anton Tsjekhov í þýðingu Árna Bergmann sem einnig ritar eftirmála. Anton Tsjekhov er ávallt nefndur einna fyrstur þegar spurt er um fremstu meistara smásögunnar í heimsbókmenntunum. Meira
27. október 1998 | Menningarlíf | 164 orð | ókeypis

Nýjar bækur SIGURJÓN Ólafsson ­ Æ

SIGURJÓN Ólafsson ­ Ævi og list er fyrra bindi í ritverkinu og er hér í fyrsta sinn gerð úttekt á ferli þessa mikilvirka og fjölhæfa listamanns, sem var einn helsti brautryðjandi módernismans í íslenskri höggmyndalist. Meira
27. október 1998 | Menningarlíf | 77 orð | ókeypis

Ný nótnahefti NÍU íslensk

NÍU íslensk þjóðlög fyrir söngrödd og píanó er í útsetningu Fjölnis Stefánssonar. Lögin eru: Krummakvæði, Úr Grýlukvæði, Litlu börnin leika sér, Vísur Vatnsenda-Rósu, Kvölda tekur sest er sól, Syngur lóa, Sumri hallar, Mangi raular, Gneggjar hestur, Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 113 orð | ókeypis

Oprah Winfrey hefur mest áhrif

Oprah Winfrey hefur mest áhrif OPRAH Winfrey var nýlega valin áhrifamest í skemmtanaiðnaðinum vestra af tímaritinu Entertainment Weekly. Winfrey, sem stjórnar spjallþáttum og er leikkona, kvikmyndaframleiðandi og rithöfundur, stal efsta sætinu af Steven Spielberg sem féll í annað sætið. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 122 orð | ókeypis

Pryor heiðraður fyrir gamanleik

RICHARD Pryor gat aðeins setið þögull í hjólastólnum sínum og endrum og eins veifað hægri hendinni þegar fjölmargir sviðsspaugarar og leikarar komu fram honum til heiðurs síðastliðið fimmtudagskvöld. Pryor er þungt haldinn vegna mænusiggs. Rain dóttir hans sagði að gamanleikarinn hefði eigi að síður verið djúpt snortinn. Meira
27. október 1998 | Tónlist | 657 orð | ókeypis

Scheving og Strayhorn í Hafnarborg

Árni Scheving víbrafón, Þórir Baldursson píanó, Gunnar Hrafnsson bassa og Alfreð Alfreðsson trommur. Gestur kvartettsins var Rosemary Kajioka flautuleikari. Verk eftir Billy Strayhorn og Duke Ellington. Hafnarborg, fimmtudagskvöldið 22. október 1998. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 141 orð | ókeypis

Setning Unglistar '98

Á FÖSTUDAGSKVÖLD var Unglist '98 sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í sjöunda sinn. Eins og flestir vita er Unglist listahátíð unga fólksins sem runnin er undan rifjum ungmenna í samstarfi við Hitt húsið. Listastelpan Berglind Ágústsdóttir setti hátíðina, en hún hefur bæði unnið við Hitt húsið og einnig verið mjög virkur þátttakandi í Unglistahátíðum síðustu ára. Meira
27. október 1998 | Menningarlíf | 140 orð | ókeypis

Sigrún V. Gestsdóttir á háskólatónleikum

HÁSKÓLATÓNLEIKAR hefjast nú á nýjan leik og verða fyrstu tónleikarnir miðvikudaginn 28. október kl. 12.30 í Norræna húsinu. Þá syngur Sigrún Valgerður Gestsdóttir við undirleik Sigursveins Magnússonar lög við ljóð Halldórs Laxness eftir íslensk tónskáld. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 162 orð | ókeypis

Slater uppivöðslusamur ­ í kvikmyndum

Slater uppivöðslusamur ­ í kvikmyndum CHRISTIAN Slater segist hafa tekið sig á eftir að hafa komist ítrekað í kast við lögin á undanförnum árum. Hann hefur verið handtekinn fyrir að hafa skotvopn í fórum sínum um borð í flugvél, fyrir ölvunarakstur og fyrir að beita kærustu sína ofbeldi. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 106 orð | ókeypis

Snákamaðurinn svakalegi

Snákamaðurinn svakalegi KÍNVERJINN Liu Lang lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann hefur nú árum saman þjálfað sig í hinum ýmsu kúnstum sem koma flestum framandlega fyrir sjónir. Lang ferðast víða og sýnir listir sínar, en hann er þekktur í heimalandinu sem Snákamaðurinn. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 395 orð | ókeypis

Stutt Óþolandi nágrannar FOX s

Stutt Óþolandi nágrannar FOX sjónvarpsstöðin er ekki ofarlega á vinsældalista íbúa Ada sýslunnar í Idaho fylki. Ástæðan er sú að sjónvarpsstöðin leigði þar hús í því markmiði að gera þátt um óþolandi tillitslausa nágranna með leynilegri myndavél. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 776 orð | ókeypis

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir SBÍÓBORGI

A Perfect Murder Peningar og framhjáhald trylla ástarþríhyrninginn. Úr því verður fín spennumynd sem sífellt rúllar upp á sig og kemur skemmtilega á óvart. The Horse Whisperer Falleg og vel gerð mynd á allan hátt, sem lýsir kostum innri friðar í samhljómi við náttúruna og skepnur. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 697 orð | ókeypis

Sögur sagðar frá sjónarhóli barnsins

NORÐMENN og Danir sópuðu til sín verðlaununum í lokahófi Norrænu barnamyndahátíðarinnar 1998, en verðlaun eru nú veitt í fyrsta skipti í tuttugu ára sögu hátíðarinnar. Í flokki langra, leikinna bíómynda hlaut norska kvikmyndin Bare skyer bevæger stjernene fyrstu verðlaun, en leikstjóri hennar er Torun Lian. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 263 orð | ókeypis

Tilbúnar minningar Borg rökkursins (Dark City)

Framleiðendur: Andrew Mason, Alex Proyas. Leikstjóri: Alex Proyas. Handritshöfundar: Alex Proyas, Lem Dobbs, David S. Goyer. Kvikmyndataka: Dariusz Wolski. Tónlist: Trevor Jones. Aðalhlutverk: Rufus Sewell, Jennifer Connelly, Kiefer Sutherland, Richard O'Brien, William Hurt, Ian Richardson, Bruce Spence, Colin Friels. 92 mín. Bandaríkin. Myndform 1998. Meira
27. október 1998 | Tónlist | 755 orð | ókeypis

Til dýrðar fyrirgefningunni

Verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jórunni Viðar, Jón Ásgeirsson (þ.ám. frumfl.) og Atla Heimi Sveinsson. Hörður Áskelsson, orgel; Dómkórinn u. stj. Marteins H. Friðrikssonar; Signý Sæmundsdóttir sópran; Marteinn H. Friðriksson, orgel. Dómkirkjunni, sunnudaginn 24. október kl. 17. Meira
27. október 1998 | Menningarlíf | 476 orð | ókeypis

Tilvist mannsins

MARLÍÐENDUR heitir nýútkomin ljóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson. Titill verksins er fenginn úr Eyrbyggju en þar mælir Geirríður svo við Gunnlaug: "Það vildi ég, að þú færir eigi heim í kveld, því að margir eru marlíðendur; eru og oft flögð undir fögru skinni...". "Það má skilja þetta orð á ýmsa vegu," segir Jóhann. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 64 orð | ókeypis

Tíska unga fólksins

Á LAUGARDAGINN héldu nemar í fatahönnunardeild Iðnskólans tískusýningu í Ráðhúsinu í tengslum við Unglist '98. Undanfarin ár hefur verið mikill áhugi á þessum sýningum en nú voru öll met slegin. Ráðhúsið var yfirfullt og höfðu gestir orð á því að aldrei hefði sýningin verið glæsilegri og flíkurnar fallegri. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 255 orð | ókeypis

Undanfari tónlistar unga fólksins

Undanfari tónlistar unga fólksins Í KVÖLD kl. 20 verða á vegum Unglistar '98 djasstónleikar í Ráðhúsinu, þar sem hljómsveitir úr tónlistarskóla FÍH munu leika undir stjórn Sigurðar Flosasonar. Sveitirnar eru fimm talsins og munu spila mjög fjölbreytta djasstónlist, þar sem víða verður komið við í tíma og hljóði. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 355 orð | ókeypis

Uppgjör við fortíðina

Leikstjóri: Jacob Grønlykke. Handritshöfundar: J. Grønlykke og Hans A. Lynge. Aðalhlutverk: Rasmus Lyberth, Vivi Nielsen og Anda Kristiansen. Nordisk film 1998. ÞESSI kvikmynd, sem nefnist Hjarta ljóssins á íslensku, er sú fyrsta í fullri lengd sem gerð er á Grænlandi. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 114 orð | ókeypis

Verðlaun í Hestahvíslaraleik

Verðlaun í Hestahvíslaraleik Á DÖGUNUM stóðu Morgunblaðið á Netinu og Sambíóin fyrir leik á mbl.is í tilefni þess að stórmyndin Hestahvíslarinn var frumsýnd. Myndinni leikstýrir Robert Redford og fer hann jafnframt með aðalhlutverk. Meira
27. október 1998 | Fólk í fréttum | 145 orð | ókeypis

Það jafnast ekkert á við...

Skítamórall í Njálsbúð Það jafnast ekkert á við... "ÞAÐ jafnast ekkert á við sveitaball," söng Ómar Ragnarsson. Þótt hann væri fjarri gamni á lagstúfurinn vel við um ballið sem haldið var á Njálsbúð um síðustu helgi. Þar tróðu gleðigjafarnir í Skítamóral upp og var troðfullt út úr dyrum. Meira

Umræðan

27. október 1998 | Aðsent efni | 1000 orð | ókeypis

Aðförin að Flateyri

FÖSTUDAGINN 2. október 1998 kom umhverfisráðherra fram í sjónvarpinu til að skýra landsmönnum frá því að vinnu að snjóflóðavarnargörðum á Flateyri væri lokið, og að þeir hefðu kostað 300 milljónir króna. Hvað felst í þeirri fjárhæð er ekki upplýst, en engin sundurliðun á kostnaði við framkvæmdirnar hefir verið gefin upp, og þannig óljóst hvað hann telur að sé innifalið í þeim kostnaðarlið. Meira
27. október 1998 | Bréf til blaðsins | 740 orð | ókeypis

Afnema þyrfti þjóðkirkjuna

ÞJÓÐKIRKJAN er tímaskekkja. Fólk í dag vill ráða sinni trú sjálft. Þó svo að flestir séu skráðir í þjóðkirkjuna við fæðingu eru Íslendingar ekki kirkjuræknir. Skoðanakannanir Gallup undanfarin ár hafa sýnt að meirihluti landsmanna vill aðskilnað ríkis og kirkju. Á þetta hefur verið lögð áhersla af Samtökum um aðskilnað ríkis og kirkju, SARK. Hins vegar er þetta spurning um hvernig aðskilnað. Meira
27. október 1998 | Bréf til blaðsins | 142 orð | ókeypis

Biðst afsökunar á einelti

ÉG VIL þakka Kristínu Vilhjálmsdóttur grein hennar á bls. 44 í Morgunblaðinu sl. fimmtudag um einelti. Sjálfur hef ég reynslu af einelti sem gerandi og tel það mér til ævarandi skammar að hafa látið leiðast út í að ofsækja saklausa skólasystur mína í barnaskóla. Kristín segist ekki hafa verið beðin fyrirgefningar af neinum ofsækjenda sinna. Meira
27. október 1998 | Aðsent efni | 532 orð | ókeypis

Framtíðarsýn íslensks sjávarútvegs

ÞAÐ getur oft verið gaman að spá, sérstaklega um framtíðina. Þegar spáð er nógu langt fram í tímann man enginn eftir spánni og þess vegna langar mig að spá hvernig sjávarútvegur á Íslandi verður eftir tuttugu ár, árið 2018. Ég ætla að bera þessa spá saman við það hvernig sjávarútvegurinn er nú og hvernig hann var árið 1978. Meira
27. október 1998 | Aðsent efni | 960 orð | ókeypis

Frelsi eða forsjá?

ÉG HEF áður hér á síðum Morgunblaðsins auglýst eftir því að útgerðarmenn tækju þátt í málefnalegri umræðu um fiskveiðistjórn og fagna þess vegna grein Guðrúnar Lárusdóttur í blaðinu s.l. laugardag, enda þótt ég sé ekki sammála henni í öllum atriðum. Meira
27. október 1998 | Aðsent efni | 718 orð | ókeypis

Langþreyttir fangaverðir segja upp

FANGELSI er orð sem mörgum hnykkir við að heyra, fólki finnst dulúð hvíla yfir orðinu og það megi enginn vita hvað er gert í fangelsi. Þeir sem hafa misstigið sig í þjóðfélaginu lenda í fangelsi og verða að dvelja þar uns dómi þeirra er lokið, fangelsið verður því heimili þeirra sem dóm fá. Meira
27. október 1998 | Aðsent efni | 849 orð | ókeypis

Nýtt afl

ÞEGAR ég ólst upp í Kópavogi fyrir þremur áratugum voru bíóferðir sjaldgæfari en nú er. Aðalhasarinn fólst í að taka þátt í "skiptimarkaði" á teiknimyndablöðum, toga í hárið á stelpunum, slást og hlaupa um eftir að slökkt var. Vinsælasta mynd æskuáranna var gladíatoramyndin "Synir þrumunnar". Var reynt eftir efnum og ástæðum að sjá þá mynd sem oftast. Meira
27. október 1998 | Bréf til blaðsins | 349 orð | ókeypis

R-listinn ­ svik?

FYRIR síðustu borgarstjórnarkosningar gagnrýndi ég R-listann fyrir mörg svikin loforð. Í einni grein minni gagnrýndi ég þá fyrirætlan að "selja" Félagsbústöðum hf. leiguíbúðir borgarinnar. Þar sagði ég m.a. Meira
27. október 1998 | Aðsent efni | 963 orð | ókeypis

Sameiningarsukk "félagshyggjunnar"

ÉG MAN vel fyrstu kynni mín af verkalýðsbaráttunni. Það var á sextánda aldursári mínu, þá var verkfall sem fór víst fyrir ofan garð og neðan hjá mér, nema hvað að einn daginn sem ég stend við vinnu mína kemur inn um dyr þáverandi vinnustaðar míns hópur manna og fór fyrir honum maður fyrirmannlega búinn í ljósum frakka og stífpressuðum fötum. Meira
27. október 1998 | Aðsent efni | 501 orð | ókeypis

Sjálfstætt Ísland með forystu í vottun íslenskra matvæla

UNDANFARIN ár hefur verið nokkur umræða um gæðavottun íslenskra matvæla. Vottun snýst fyrst og fremst um það að framleiðslan sé umhverfisvæn hvað varðar veiðar og vinnslu sjávarafurða og hreinleika íslenskra landbúnaðarafurða, ræktun og úrvinnslu. Meira
27. október 1998 | Aðsent efni | 244 orð | ókeypis

Stutt svar til Stefáns í Steðja

MÉR þykir nauðsynlegt að koma á framfæri þessum athugasemdum vegna skrifa Stefáns Eggertssonar bónda í Steðja í Reykholtsdal í Mbl. þann 21. október. Deilurnar um legu Borgarfjarðarbrautar hafa staðið yfir í langan tíma öllum hlutaðeigandi til raunar og skaða. Meira
27. október 1998 | Aðsent efni | 835 orð | ókeypis

Stöndum vörð um stjórnarskrána

ÖLL ríki, jafnt Ísland sem önnur, eiga sér stjórnarskrá. Þessi skrá er byggð upp og samin til að viðhalda lögum og rétti hvers einstaklings. Forsenda hennar byggir á samheldni og virðingu fyrir þeim lögum sem fyrirfinnast í hverju ríki. Án stjórnarskrár yrðu engin lög, ekki einu sinni ólög, heldur eingöngu upplausn. Góð stjórnarskrá byggist upp á mati einstaklinga á því besta fyrir hvern og einn. Meira
27. október 1998 | Aðsent efni | 726 orð | ókeypis

Tvöföldun Reykjanesbrautar á aldamótaári

MIKIÐ hefur verið talað og jafnvel lofað varðandi tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar. Til þessa hefur þó líitið orðið úr nema orðin ein. Samt eru flestir íbúar suður- og innnesja sammála um það, að þessi framkvæmd yrði hin mesta lyftistöng fyrir allt athafnalíf á svæðinu. Meira
27. október 1998 | Aðsent efni | 621 orð | ókeypis

Um meinlegar missagnir

SEM framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands og um leið fyrrverandi alþingismaður get ég ekki látið hjá líða að leiðrétta ýmsar missagnir sem ég hefi séð og heyrt að undanförnu. Sú fyrsta og sem máske svarar sér sjálf kemur fram í lítt yfirvegaðri grein Einars Grétars Björnssonar í Morgunblaðinu 15. okt. Meira

Minningargreinar

27. október 1998 | Minningargreinar | 549 orð | ókeypis

Elsebeth Vilhjálmsson

Elsebeth Vilhjálmsson var færeysk kona, f. 8. nóvember 1910, d. 6. október 1998. Hún kom ung til Íslands í atvinnuleit. Hún var greind, jafnvíg á dönsku, íslensku og móðurmál sitt. Hún vann lengi val á hótelum og kynntist þá ýmsum furðufuglum, skáldum og eftirminnilegu fólki. Hún giftist góðum manni, Jóni Vilhjálmssyni, ættuðum frá Selvogi. Þau bjuggu lengi á Hofsvallagötu 18 í Reykjavík. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 31 orð | ókeypis

ELSEBETH VILHJÁLMSSON

ELSEBETH VILHJÁLMSSON Elsebeth Vilhjálmsson var fædd í Hvalba í Færeyjum 8. nóvember 1910. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 16. október. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 50 orð | ókeypis

Guðrún Björg Sigurjónsdóttir

Kveðja til langömmu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Elsku langamma, þín er sárt saknað. Birgir Örn, Helgi Þór og Ágúst Björn. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 200 orð | ókeypis

Guðrún Björg Sigurjónsdóttir

Það hefur alltaf verið svo gott að koma á Nesveginn til Bjössa og Gunnu. Ég man svo vel eftir því þegar ég var yngri og fór til þeirra í heimsókn, yfirleitt með mömmu, pabba og ömmu Emmu, systur hans Bjössa. Síðan liðu árin og amma Emma dó þegar ég var aðeins 11 ára, það var mikill missir. Ósjálfrátt fóru þau Bjössi og Gunna í hlutverk ömmu Emmu. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 76 orð | ókeypis

Guðrún Björg Sigurjónsdóttir

Augað mitt og augað þitt ó þá fögru steina mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber. Steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnenda Rósa.) Elsku besta amma, guð og góðu englarnir geymi þig. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 114 orð | ókeypis

Guðrún Björg Sigurjónsdóttir

Varir ekki gull að eilífu? Sú spurning kom upp í huga mér þegar pabbi lét mig vita af andláti þínu. Ég vissi að þér hafði hrakað síðustu mánuðina en ég bar samt þá von í brjósti mér að þú myndir hressast og við myndum brátt hittast aftur. Því miður rættist ekki sú ósk mín. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 138 orð | ókeypis

Guðrún Björg Sigurjónsdóttir

Bjössi og Gunna hafa verið í huga mínum og systkina minna sem afi og amma. Fyrir tæpum tveimur árum fæddist mér dóttir, Ásdís Birna. Ekki leið á löngu þar til Bjössi og Gunna komu ásamt dætrum sínum í heimsókn og umvöfðu okkur hlýju sinni. Síðan þá hefur leið okkar feðgina oft legið út á Nesveg. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 294 orð | ókeypis

Guðrún Björg Sigurjónsdóttir

Elsku Gunna amma er látin. Nú þegar komið er að kveðjustund langar okkur systkinin að minnast þín með nokkrum orðum. Þegar við kveðjum svo góða og yndislega ömmu eins og þú varst er erfitt að koma orðum niður á blað, þar sem minningarnar eru svo margar sem koma upp í huga okkar. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 385 orð | ókeypis

Guðrún Björg Sigurjónsdóttir

Guðrún Björg Sigurjónsdóttir er látin. Þótt hún hafi átt við vanheilsu að stríða síðustu árin kom kallið okkur á óvart. Á heimili okkar var hún alltaf kölluð Gunna og eiginmaður hennar, Björn Halldórsson, Bjössi. Þau hjónin voru sérlega samrýnd. Hvert sem annað þeirra fór var hitt ekki langt undan, því þótti sjálfsagt að tengja nöfnin þeirra saman. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 335 orð | ókeypis

GUÐRÚN BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR Guðrún Björg Sigurjónsdóttir fæddist á Seyðisfirði 16. apríl 1922. Hún lést á heimili sínu 15. október síðastliðin. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Oddsson, f. 11.11. 1887, d. 14.11. 1966 og Hallfríður Hermannsdóttir, f. 6.9. 1887, d. 12.4. 1956. Systkini hennar voru: Hulda, f. 15.10. 1912, d. 12.12. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 414 orð | ókeypis

Kristján Högni Pétursson

Hann Högni frændi minn er dáinn. Ég hef misst góðan vin og vegna þess að ég hef ekki tök á að fylgja honum til grafar vil ég minnast hans með nokkrum orðum. Ég kynntist honum afabróður mínum ekki almennilega fyrr en ég bjó hjá honum og Ebbu sumarið 1988. Þá var ég farin í menntaskóla til Reykjavíkur en var hjá þeim um sumarið. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 33 orð | ókeypis

KRISTJÁN HÖGNI PÉTURSSON

KRISTJÁN HÖGNI PÉTURSSON Kristján Högni Pétursson frá Ósi fæddist í Bolungarvík 23. október 1911. Hann lést í Sjúkrahúsi Ísafjarðar 19. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólskirkju í Bolungarvík 24. október. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 365 orð | ókeypis

Ólafur Magnússon

Mig langar að minnast látins heiðursmanns, sem var samstarfsmaður minn um margra ára skeið. Þegar ég tók við starfi forstjóra hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur í ársbyrjun 1985 var Ólafur Magnússon í hópi elstu og hæfustu starfsmanna Kirkjugarðanna. Hans aðalstarf var akstur líkflutninga- og útfararbifreiða stofnunarinnar, auk yfirumsjónar með líkbrennslu. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 113 orð | ókeypis

ÓLAFUR MAGNÚSSON

ÓLAFUR MAGNÚSSON Ólafur Magnússon fæddist í Vestmannaeyjum 10. júlí 1922. Hann lést á Landspítalanum 18. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson, f. 16.2. 1897, d. 8.8. 1927, og Þórdís Ólafsdóttir, f. 20.9. 1897, d. 17.1. 1976. Systkini hans: Guðmunda Magnúsdóttir og Magnús Martheinsson. Ólafur átti tvö börn: 1) Bragi Sævar, f. 22.6. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 279 orð | ókeypis

Petra Landmark

Þegar haustið skartar sínum fegurstu litum og snjóað hefur í fallegu fjöllin sem umlykja Siglufjörð, kvaddi Petra Landmark þetta líf, þrotin að kröftum. Minngar streyma fram, bæði ljúfar og sárar, en þannig er lífið. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 27 orð | ókeypis

PETRA LANDMARK

PETRA LANDMARK Petra Landmark fæddist á Akureyri 24. apríl 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 10. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 16. október. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 845 orð | ókeypis

Sólveig Elín Pálsdóttir

Þá er komið að kveðjustund. Nú er hún "Solla vinkona" okkar sofnuð svefninum langa. Núna eigum við Jón Kristinn ekki oftar eftir að skreppa í heimsókn uppá elliheimili til hennar, setjast á rúmstokkinn og fletta myndaalbúmunum, skoða nýjustu fjölskyldumyndirnar, eins og var fastur liður í heimsóknunum, áður en Solla náði í veitingarnar, kaffi fyrir mig, malt og appelsín fyrirJón, Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 27 orð | ókeypis

SÓLVEIG ELÍN PÁLSDÓTTIR

SÓLVEIG ELÍN PÁLSDÓTTIR Sólveig Elín Pálsdóttir var fædd í Neskaupstað 5. ágúst 1918. Hún lést 18. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Norðfjarðarkirkju 26. október. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 1001 orð | ókeypis

Þorgrímur Starri Björgvinsson

Starri í Garði frændi minn og vinur lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur aðfaranótt hins 5. þ.m. Andlát hans kom ekki á óvart, því banvænn sjúkdómur hafði gert aðför að honum. Lífsganga hans var líka orðin æðilöng og ströng að sama skapi, því oft lá honum fjall í fang og mörg örlagaveðrin hafi hann af sér staðið. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 31 orð | ókeypis

ÞORGRÍMUR STARRI BJöRGVINSSON

ÞORGRÍMUR STARRI BJöRGVINSSON Þorgrímur Starri Björgvinsson fæddist í Garði í Mývatnssveit 2. desember 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 5. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skútustaðakirkju 10. október. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 467 orð | ókeypis

Þóra Jónsdóttir

Andlátsfregnir berast, tíminn staldrar við og um hugann fara minningar um horfna vini. Liðnar samverustundir rifjast upp og saknaðartilfinningar blandaðar þakklæti taka völdin. Ég kynntist Þóru Jónsdóttur fyrir um það bil 10 árum þegar ég fór með manni mínum í árlega heimsókn hans til Stöðvarfjarðar en þar átti hann góðar mágkonur og stjúpdóttur og seinna barnabörn. Meira
27. október 1998 | Minningargreinar | 231 orð | ókeypis

ÞÓRA JÓNSDÓTTIR

ÞÓRA JÓNSDÓTTIR Þóra Jónsdóttir fæddist í Bessastaðagerði í Fljótsdal 13. apríl 1921. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Jóhannsson, bóndi á Hvalnesi, f. 15.11. 1890, d. 26.3. 1953, og Kristín Steinunn Sigtryggsdóttir, f. 28.8. 1898, d. 2.10. 1966. Systkini Þóru: 1) Steinunn, f. 27.3. 1924. Meira

Viðskipti

27. október 1998 | Viðskiptafréttir | 171 orð | ókeypis

44% í Skýrr selt til almennings

STEFNT er að sölu á 44% hlut ríkisins og Reykjavíkurborgar í Skýrr í næsta mánuði. Að sögn Skarphéðins Berg Steinarssonar, ritara framkvæmdanefndar um einkavæðingu, mun ríkisjóðurm, Reykjavíkurborg og Rafmagnsveita Reykjavíkur standa sameiginlega að sölu 44% hlutafjár í Skýrr. Verður stefnt að almennri sölu hlutafjárins líkt og á 49% hlutafjár í FBA. Meira
27. október 1998 | Viðskiptafréttir | 172 orð | ókeypis

ÐÁTVR semur við Plastos

PLASTOS Umbúðir hf. hafa samið um sölu á plastpokum til Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Um er að ræða samning til eins árs með möguleika á framlengingu til eins árs til viðbótar. Ríkiskaup höfðu umsjón með útboðinu og var meðfylgjandi mynd tekin þegar samningar voru undirritaðir. Meira
27. október 1998 | Viðskiptafréttir | 86 orð | ókeypis

Fyrirtæki í farsímaverðstríði

BREZKA stórverzlanakeðjan ASDA Group Plc hefur boðið farsíma með 30% afslætti og helzti óháði fasteignasmásalinn í Bretlandi hefur boðið sams konar afslátt. Fyrirtækið, Carphone Warehouse, segist enn fremur ætla að ganga skrefi lengra en ASDA með sértilboðum. Carphone Warehouse ætlar að lækka verð á Cellnet EasyLife tæki í 69,99 pund úr 99,99 pundum á sama hátt og ASDA. Meira
27. október 1998 | Viðskiptafréttir | 236 orð | ókeypis

Hækkanir þakkaðar Þjóðverjum

LOKAGENGI mældist yfirleitt hærra í evrópskum kauphöllum í gær og hækkaði þýzka hlutabréfavísitalan um 2,85%. Í gjaldeyrisviðskiptum varð ekkert úr hækkun dollars gegn marki þegar þýzkur seðlabankamaður gerði lítið úr líkum á því að þýzkir vextir yrðu lækkaðir. Veikari dollar hafði ekki áhrif á DAX vísitöluna og lokagengi hennar mældist 4577,74 punktar. Meira
27. október 1998 | Viðskiptafréttir | 96 orð | ókeypis

Lufthansa óttast ekki árið 2000

LUFTHANSA-flugfélagið hefur sagt að það geti haldið uppi flugi á öruggan hátt 1. janúar 2000 þótt keppinautar félagsins óttist vírus vegna ártalsins 2000. Hollenzka KLM-flugfélagið sagði fyrir helgi að ekki væri víst að það gæti flogið heilu og höldnu þennan dag vegna þess að stjórnvöld hefðu ekki gert viðunandi ráðstafanir til að tryggja öryggi á flugvöllum og í lofti gegn vírusnum. Meira
27. október 1998 | Viðskiptafréttir | 61 orð | ókeypis

Nissan tapar

NISSAN Motor Co, annar mesti bílaframleiðandi Japans, gerir ráð fyrir hreinu tapi upp á 33 milljarða jena, eða 284 milljónir dollara, á sex mánuðum vegna taps á hlutabréfum fyrirtækisins. Forstjóri Nissans, Kanemitsu Anraku, sagði hins vegar að haldið væri áfram framkvæmd áætlunar um endurskipulagningu, sem mundi draga úr skuldum fyrirtækisins og koma því aftur á réttan kjöl. Meira
27. október 1998 | Viðskiptafréttir | 159 orð | ókeypis

Opna stór verslun í Kringlunni

SAM-BÍÓIN munu opna nýja tónlistar- og afþreyingarverslun, SAM-tónlist, í Kringlunni nk. föstudag. Í versluninni verður fjölbreytt úrval af myndböndum, geisladiskum, myndgeisladiskum og tölvuleikjum. Verslunin verður í sama húsnæði og tónlistarverslunin Mekka er nú, en stefnt er að því að auka vöruúrval til muna. Meira
27. október 1998 | Viðskiptafréttir | 715 orð | ókeypis

Söluverðmætið nemur 4,7 milljörðum króna

UMFANGSMESTA einkavæðing sem fram hefur farið á Íslandi til þessa hefst næstkomandi föstudag, 30. október, þegar sala á 49% hlutafjár í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, hefst. Heildarhlutafé FBA er 6.800 milljónir króna og er nafnverð þess sem nú verður selt 3.332 milljónir króna. Meira

Daglegt líf

27. október 1998 | Neytendur | 52 orð | ókeypis

Hreinsilögur og glerhreinsir

FRIGG hefur endurvakið hreinsilöginn Dofra og sent frá sér nýjan glerúða. Í fréttatilkynningu segir að Dofri sé alhliða hreinsilögur blandaður með salmíaki. Hann sé mjög drjúgur í notkun og öflugur. Gluggahreinsirinn er endurbættur Fix-rúðuúði. Hann hentar vel til þrifa á speglum, rúðum, sjónvarps- og tölvuskjám, kæliskápahurðum, glerjuðum flísum o.fl. Meira
27. október 1998 | Neytendur | 421 orð | ókeypis

Rjúpnaverð ekki komið á dagskrá enn

VERÐ á rjúpu liggur ekki fyrir enn sem komið er og að sögn Jóns Þ. Einarssonar kaupmanns í Sunnukjöri verða þau mál tæplega á dagskrá fyrr en fyrstu vikuna í desember. Fjölmargir landsmenn telja jólin ekki fullkomin nema að rjúpur séu á borðum á aðfangadagskvöld og umræður og vangaveltur um væntanlegt verð á steikinni eru árvisst fyrirbæri. Meira

Fastir þættir

27. október 1998 | Fastir þættir | 464 orð | ókeypis

Áskirkja.

ÁRLEGUR Hallgrímsdagur verður haldinn hátíðlegur í Hallgrímskirkju í kvöld, 27. október, sem er dánardægur Hallgríms Péturssonar. Dagskrá kvöldsins hefst með guðsþjónustu kl. 20.30. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar, séra Sigurður Pálsson þjónar fyrir altari og Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Meira
27. október 1998 | Fastir þættir | 95 orð | ókeypis

Bridsfélag eldri borgaraí Kópavogi

Þriðjudaginn 20. okt. sl. spiluðu 30 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Sæmundur Björnss. ­ Magnús Halldórss.360Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundsson351Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarsson330Lokastaða efstu para í A/V: Guðm. Magnússon - Kristinn Guðmundss. Meira
27. október 1998 | Fastir þættir | 58 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfi

Á fimmtudagskvöldum er alltaf spilaður eins kvölds tvímenningur hjá Bridgefélagi Breiðfirðinga. Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu fimmtudagskvöldið 22. október: Guðlaugur Sveinsson ­ Lárus Hermannsson106 Gunnlaugur Karlsson ­ Ásmundur Örnólfsson 98 Ólöf H. Þorsteinsdóttir ­ Sveinn R. Eiríksson 84 Kristinn Kristinsson ­ Vilhjálmur Sigurðsson jr. Meira
27. október 1998 | Fastir þættir | 99 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Munin

Síðasta miðvikudagskvöld var spilaður eins kvölds tvímenningur, þ.e. vanir ­ óvanir, þar sem vanir spilarar spiluðu með óvönum spilurum. Spilað var um bridsbókina "Standard 1", þrjú efstu sætin fengu hana í verðlaun, þ.e. aðeins þeir óvönu. Mótið gekk vel fyrir sig og þátttaka var með ágætum. Meira
27. október 1998 | Fastir þættir | 44 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarf

Spiluð var 3. umferð í aðaltvímenningi félagsins 20. október. Úrslit urðu þannig: Auðbergur ­ Hafsteinn24 Andrés ­ Þorbergur23 Atli ­ Jóhann15 Staðan eftir 3 umferðir er þessi: Ásgeir ­ Kristján53 Andrés Þorbergur42 Auðbergur ­ Meira
27. október 1998 | Í dag | 20 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndari Nína. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst í Háteigskirkju af sr. Halldóri Gröndal Halldór Vagn Hreinsson og Guðrún Sjöfn Axelsdóttir. Meira
27. október 1998 | Í dag | 26 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. september í Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Ásta Björk Árnadóttir og Sólberg S. Bjarnason. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
27. október 1998 | Í dag | 27 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Borgarneskirkju af sr. Þorbirni Hlyni Unnur Heiða Gylfadóttir og Þröstur Friðberg. Heimili þeirra er að Hrafnaklettum 4, Borgarnesi. Meira
27. október 1998 | Í dag | 23 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. júlí sl. í Seyðisfjarðarkirkju af sr. Kristjáni Róbertssyni Eyrún Einarsdóttir og Pétur Blöndal. Heimili þeirra er í New York. Meira
27. október 1998 | Fastir þættir | 726 orð | ókeypis

Enn um gagnrýni "Nýjar hugmyndir og ný hugtök mæta einhvers konar tregðulögmáli og eru lengi að síast inn í bókmenntalega

Talsverð umræða hefur farið fram um gagnrýni í haust. Í þremur þáttum í Útvarpinu, þar sem listamenn og gagnrýnendur af ýmsum sviðum ræddu málin, mátti greina vissa meginhugmynd um það hvernig gagnrýni ætti að vera, Meira
27. október 1998 | Fastir þættir | 636 orð | ókeypis

Fjórir með tíma undir gildandi meti

KAPPREIÐAR voru spennandi á árinu, á því leikur enginn vafi. En kappreiðaspennan er ekki alveg úti því fjórum sinnum náðist tími undir gildandi Íslandsmeti og væntanlega heimsmeti í 150 metra skeiði sem er 13,8 sekúndur. Snýst nú spennan í fyrsta lagi um hver þessara fjögurra tíma verður staðfestur sem heimsmet og í öðru lagi hver þessara þriggja tíma verður staðfestur sem Íslandsmet. Meira
27. október 1998 | Fastir þættir | -1 orð | ókeypis

Freistandi og fjölbreytt úrval hestabóka á Netinu

NOKKUÐ hefur dregið úr útgáfu hestabóka á Íslandi á undanförnum árum og hefur tilfinnanlega vantað fræðsluefni um hesta fyrir fróðleiksfúsa hestamenn. Útgáfa bóka sem tengjast hestum hefur mikið til snúist um hestamenn og viðtöl við þá á síðustu árum. Ekki hefur heldur verið um auðugan garð að gresja í bókaverslunum hér á landi ef fólk hefur haft áhuga á erlendum hestabókum. Meira
27. október 1998 | Dagbók | 715 orð | ókeypis

Í dag er þriðjudagur 27. október, 300. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er þriðjudagur 27. október, 300. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum. (Matteus 6, 1. Meira
27. október 1998 | Í dag | 236 orð | ókeypis

Kemur úr hörðustu átt

MÉR þykir það koma úr hörðustu átt þegar Pétur Blöndal, alþingismaður, fer fram á hækkun launa þingmanna. Segir hann það sé vegna þess að vel menntað og hæft fólk fáist ekki til starfa á Alþingi nema launin séu hækkuð. En þessi sami maður var fyrir stuttu síðan að berjast fyrir því að sjómannaafslátturinn yrði felldur niður. Meira
27. október 1998 | Í dag | 25 orð | ókeypis

Ljósmyndari Nína. Gefin voru saman 8. ágúst í Áskirkju af sr.

Ljósmyndari Nína. Gefin voru saman 8. ágúst í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Harpa B. Bragadóttir og Mohamed Nadhir. Heimili þeirra er að Hverfisgötu 59. Meira
27. október 1998 | Fastir þættir | 1026 orð | ókeypis

Stundum svolítið klikkaður en feiknafljótur og getur vafalaust meira

ÉG VISSI ekki einu sinni hvað heimsmetið var í 150 metra skeiði áður en ég fór þennan sprett," sagði hestamaðurinn kunni, Karly Zingsheim, þegar hann var spurður hvort hann hafi búist við að slá núgildandi heimsmet á Fáki frá Holti á skeiðmeistaramótinu á Lipperthof í Þýskalandi í september. Meira
27. október 1998 | Fastir þættir | 509 orð | ókeypis

Vilja fetið inn og slá saman vilja og geðslagi

FAGRÁÐ í hrossarækt mun leggja til að fet verði tekið inn í dóm á kynbótahrossum. Verði það með þeim hætti að fetið verði sýnt, gefin einkunn, sem ekki verður tekin inn í aðaleinkunn eða kynbótamatseinkunn hrossins. Þetta verði gert í eitt til þrjú ár til þess m.a. að finna út arfgengi fetsins og að þeim tíma liðnum verði ákveðið hvort fet verður tekið inn í heildardóm hrossanna. Meira
27. október 1998 | Í dag | 337 orð | ókeypis

Þegar Samband ísl. samvinnufélaga var og hét lýsti einn helzti

Þegar Samband ísl. samvinnufélaga var og hét lýsti einn helzti talsmaður þess yfir því, að ekki væri óeðlilegt að SÍS hefði um þriðjung matvöruverzlunar á höfuðborgarsvæðinu. Mörgum þótti nóg um þá yfirlýsingu sem var talin til marks um, að Sambandið hygðist leggja undir sig allt, sem það kæmist yfir, og yfirlýsingin fyrrnefnda dæmi um "heimsveldastefnu" SÍS í íslenzku viðskiptalífi. Meira

Íþróttir

27. október 1998 | Íþróttir | 103 orð | ókeypis

1. deild kvenna: UMFG - UMFN59:34

UMFG - UMFN59:34 Íþróttahúsið í Grindavík, Íslandsmótið í 1. deild kvenna, laugardaginn 24. október 1998. Gangur leiksins: 2:7, 13:17, 22:17, 24:19 30:21, 33:23, 47:30,53:32, 59:34. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 98 orð | ókeypis

Ameríski fótboltinn NFL-deildin

NFL-deildin Detroit - Minnesota13:34 Denver - Jacksonville37:24 Green Bay - Baltimore28:10 St. Louis - San Francisco10:28 Miami - New England12:9 Eftir framlengingu. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 259 orð | ókeypis

Beckenbauer helsta von Þjóðverja

Franz Beckenbauer, forseti Bayern M¨unchen, var kjörinn varaformaður Knattspyrnusambands Þýskalands á aðalfundi þess um helgina með það fyrir augum að hann taki síðan við forsetaembættinu af Egidius Braun, sem ætlar að hææta eftir þrjú ár, og lyfti þýskri knattspyrnu í efstu hæðir á ný. Braun, sem er 73 ára og hefur verið forseti sambandsins frá 1992, var endurkjörinn til næstu ára. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 141 orð | ókeypis

Birmingham byrjaði vel

"Þeir unnu okkur með góðum leik í fyrri hálfleik þegar öll barátta var í lágmarki hjá okkur og þó að við næðum henni upp aftur í síðari hálfleik var það of seint," sagði Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Tindastóls, eftir að lið hans hafði tapað síðari leiknum við Njarðvíkinga í átta liða úrslitum Eggjabikarsins 84:73, á sunnudaginn. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 290 orð | ókeypis

Bæjarar komnir á bullandi siglingu

Bæjarar eru komnir á bullandi siglingu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og um helgina tóku þeir meistara Kaiserlautern í bakaríið á Ólympíuleikvanginum í M¨unchen. 63.000 áhorfendur á vellinum sáu algera yfirburði heimamanna í leiknum, sem lyktaði 4:0. Fremstur í flokki fór brasilíski framherjinn Giovane Elber, sem skoraði tvö mörk og lagði upp hin tvö. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 292 orð | ókeypis

Efnt til hlutafjárútboðs í KR-Sport

Hlutabréf í KR-Sport ehf., fjárfestingarfélagi um rekstur og fjármögnun meistaraflokks KR í knattspyrnu, verða að öllum líkindum boðin almenningi til kaups í opnu útboði fyrir áramót. Búnaðarbankinn Verðbréf og Verðbréfastofan hf. munu sjá um framkvæmd útboðsins og er þessa dagana unnið að nauðsynlegri gagnaöflun og samningum. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 240 orð | ókeypis

Eigum enn von

Íslendingar áttu ekki í erfiðleikum með Svisslendinga í seinni leik liðanna í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í handknattleik og unnu 25:19 í Laugardalshöll á sunnudag. Guðmundur Hrafnkelsson gaf tóninn með frábærri markvörslu, fékk fjórða markið á sig þegar liðlega sex mínútur voru til hlés. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 298 orð | ókeypis

Eldhætta í Hagaskóla

ÞAÐ má segja að leikið hafi verið fyrir luktum dyrum í íþróttahúsi Hagaskólans þegar Reykjavíkurliðin ÍS og Þróttur áttust við á laugardaginn en lið Þróttar skellti ÍS í fimm hrina leik sem tók 108. mínútur. Hvort sem því var um að kenna að Eldvarnaeftirlitið hafði innsiglað áhorfendastúku íþróttahússins var leikurinn í meira lagi eldfimur þar sem fjögur gul spjöld sáust og eitt rautt. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 1455 orð | ókeypis

EM U-16 ára

Holland - ÍSLAND0:0 Pólland - Liechtenstein1:0 England Úrvalsdeild: Blackburn Rovers ­ Arsenal1:2 Damien Johnson 64 - Nicolas Anelka 25, Emmanuel Petit 39. Rautt spjald: Chris Sutton (Blackburn) 85 27.012. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 770 orð | ókeypis

Finnar geta enn sett strik í reikninginn

Úrslitarimma við Ungverja um sæti í úrslitakeppninni eftir öruggan en ekki nógu stóran sigur á Svisslendingum Finnar geta enn sett strik í reikninginn Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 38 orð | ókeypis

Haustmaraþon FM

Haldið sl. laugardag í köldu veðri: 1. Sigurður Pétur Sigmundsson3:06.01 2. Pétur Helgason3:16.22 3. Svanur Bragason3:28.02 4. Þórhallur Jóhannesson3:30.32 5. Halldór Guðmundsson3:32.36 6. Trausti Valdimarsson3:33.20 7. Magnús Guðmundsson3:33.28 8. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 91 orð | ókeypis

Heimsbikarinn Stórsvig karla

Stórsvig karla Sölden, Austurríki: 1. Hermann Maier (Austurríki)2.10,74 (1.05,12/1.05,62) 2. Stephan Eberharter (Austurríki)2.12,43 (1.05,99/1.06,35) 3. Heinz Schilchegger (Austurríki)2.13,08 (1.06,14/1.06,94) 4. Christian Mayer (Austurríki)2.13,13 (1.06,64/1.06,49) 5. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 715 orð | ókeypis

Hjartað sló feilpúst

FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Subary Legacy náðu framúrskarandi árangri í sinni fyrstu rallkeppni á Bretlandseyjum á laugardaginn. Börðust við framandi sérleiðir í skógum Wales og ekki síst veður og vinda. Stormur gekk yfir keppnissvæðið, þannig að áhorfendur áttu stundum fótum fjör að launa. Feðganir urðu í 11. sæti, en 120 bílar hófu keppnina. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 64 orð | ókeypis

ÍS - ÍR85:53

ÍS - ÍR85:53 Stúdínur höfðu nokkra yfirburði í leinum, staðan í leikhléi var 39:25. Signý Hermannsdóttir var stigahæst í liði ÍS, gerði 21 stig, og Alda L. Jónsdóttir gerði 20. María Leifsdóttir gerði 14 stig og Lovísa Guðmundsóttir 13 og raunar skoruðu allir leikmenn ÍS stig í leiknum. Hjá ÍR var Guðrún A. Sigurðardóttir stigahæst með 13 stig og Gréta M. Grétarsdóttir gerði 10. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 31 orð | ókeypis

Íslandsmótið

Karlar: ÍS - Þróttur2:3 (15-11, 3-15, 16-14, 16-17, 9-15) Staðan ÍS3218:3149:1268 Þróttur2206:2117:826 Þróttur Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 184 orð | ókeypis

Ísland - Sviss25:19

Laugardalshöll, undankeppni heimsmeistarakeppninnar í handknattleik karla, sunnudaginn 25. október 1998. Gangur leiksins: 2:0, 2:1, 4:1, 4:3, 10:3, 10:6, 12:6, 14:6, 14:8, 15:8, 17:10, 17:13, 18:14, 21:14, 22:16, 24:19, 25:19. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 424 orð | ókeypis

KR - Valur72:66

Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, síðari leikir í 8-liða úrslitum Eggjabikarkeppninnar, sunnudaginn 25. október 1998. Gangur leiksins: 6:10, 23:21, 28:32,35:33,47:44, 64:54, 72:66 Stig KR: Lijah Perkins 14, Keith Vassel 14, Marel Guðlaugsson 13, Eiríkur Önundarson 12, Jakob Sigurðsson 6, Magni Hafsteinsson 5, Óskar Kristjánsson 4, Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 93 orð | ókeypis

Léttir fyrir HSÍ

Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, var ánægður með sigurinn. "Þessi sigur var mikill léttir fyrir okkur hjá HSÍ. Ég er mjög ánægður með strákana, þeir börðust eins og hetjur allan tímann. Fyrri hálfleikurinn var frábær og nú er að fylgja sigrinum eftir með því að leggja Ungverja. Við fengum góðan stuðning áhorfenda og það hefur alltaf sitt að segja. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 252 orð | ókeypis

Lippi í skýjunum eftir sigur Juve

Marcello Lippi, þjálfari Juventus, var í skýjunum eftir góðan leik liðsins og 1:0 sigur á Inter í ítölsku deildinni á sunnudag. "Ég hef endurheimt lið mitt," sagði hann en Juve, sem byrjaði tímabilið ekki vel, er komið í 1. sætið á eftir Fiorentina. "Baráttan var frábær," sagði Lippi. "Þetta var besti leikur Juve á tímabilinu og jafnvel einn sá besti á undanförnum árum. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 507 orð | ókeypis

Lögðum grunninn í fyrri hálfleik

Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari var sáttur við sigurinn en hefði viljað hann stærri. "Dómararnir voru okkur alls ekki hliðhollir og gerðu mörk mistök sem kostuðu okkur mörk. Þeir voru að dæma á okkur leiktöf en Svisslendingar fengu á sama tíma að hanga í sókn nánast eins og þeir vildu. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 106 orð | ókeypis

Markamunur ræður

VERÐI lið efst og jöfn að stigum í riðli heimsmeistarakeppninnar gildir markamismunur liðanna sem hlut eiga að máli. Ef Ísland, Sviss og Ungverjaland ljúka keppni með átta stig ræður markamunur úr innbyrðis leikjum en markatala í leikjum Finnlands gildir ekki. Sviss er með 15 mörk í mínus, Ísland fjögur mörk í plús og Ungverjaland 10 mörk í plús fyrir utan leiki Finnlands. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 69 orð | ókeypis

Matth¨aus á skíði og sektaður

LOTHAR Matth¨aus, miðvörður Bayern M¨unchen, hefur ekki leikið undanfarnar þrjár vikur vegna meiðsla en kappinn skellti sér engu að síður á skíði sem félagið sætti sig ekki við og sektaði hann um 10.000 þýsk mörk, liðlega 400.000 kr. Matth¨aus var boðið að taka þátt í sjónvarpsþætti sem var tekinn upp í skíðabrekkunum í Sölden í Austurríki sl. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 256 orð | ókeypis

Múrarinn byrjar vel

Austurríski skíðakappinn Hermann Maier byrjaði keppnistímabilið með öruggum sigri í stórsvigi heimsbikarsins, sem fram fór í Sölden í Austurríki á sunnudag. Hann náði besta brautartímanum í báðum umferðum og var tæpum tveimur sekúndum á undan Stephan Eberharter. Austurríkismenn sýndu að þeir ætla sér stóra hluti í vetur eins og í fyrra, því þeir áttu fjóra fyrstu á sunnudaginn. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 121 orð | ókeypis

NHL-deildin

Leikir aðfaranótt laugardags Tampa Bay - Los Angeles3:2 Detroit - Toronto3:5 Florida - Vancouver0:5 Buffalo - Washington0:1 Nashville - Calgary3:4 Leikir aðfaranótt sunnudags Philadelphia - NY Rangers2:2 Montreal - Detroit0:3 NY Islanders - Buffalo5:4 Ottawa - Carolina1:3 Pittsburgh - Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 249 orð | ókeypis

Norskur sigur í stórsviginu

Norska stúlkan Andrine Flemmen hóf keppnistímabilið með sigri í opnunarmóti heimsbikarsins ­ stórsvigi sem fram fór á jöklinum í Sölden í Austurríki á laugardaginn. Hún varð þar með fyrst norskra kvenna til að sigra í stórsvigi heimsbikarsins. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 193 orð | ókeypis

Ofurdeild ekki lengur á dagskrá

HELSTU knattspyrnufélög Evrópu vilja vinna með Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, að hugmyndum sambandsins um breytta Meistaradeild og segja að ofurdeild fyrir tilstilli fyrirtækisins Media Partners sé ekki á dagskrá. Þetta var niðurstaða þriggja tíma fundar talsmanna félaganna og UEFA í gær og er litið á hana sem mikinn sigur fyrir UEFA. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 179 orð | ókeypis

O'Leary tók boði Leeds

David O'Leary var ráðinn knattspyrnustjóri Leeds eftir markalaust jafntefli liðsins við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Samningurinn er til tveggja og hálfs árs og er talið að árslaun hans verði í kringum 600.000 pund, um 72 millj. kr. "Ég ætla ekki að flýta mér. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 165 orð | ókeypis

Ríkisstjórnin heitir stuðningi við knattspyrnuna

Yevgeny Primakov, forsætisráðherra Rússlands, sagði í gær að ríkisstjórnin ætlaði að leggja sitt af mörkum til að bæta árangur og ímynd rússneska landsliðsins í knattspyrnu en það tapaði síðast 1:0 fyrir Íslandi í riðlakeppni Evrópukeppninnar á Laugardalsvelli fyrir hálfum mánuði. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 281 orð | ókeypis

RÚNAR Jónsson kvað sérleiðirnar

RÚNAR Jónsson kvað sérleiðirnar hafa verið einstaklega skemmtilegar, en beygjurnar hefðu verið viðsjárverðar, þar sem blindbeygjur voru á hverju strái. Rúnarkvaðst því stundum hafa þurft að bíða nokkrum sekúndubrotum lengur en ella með að stíga gjöfina í botn en ef hann væri í keppni hér heima, þar sem hann þekkir aðstæður betur. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 520 orð | ókeypis

Sannkölluð draumabyrjun

JÓHANN Birnir Guðmundsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, lék fyrsta heila leik sinn með enska 2. deildar liðinu Watford um helgina og sló heldur betur í gegn. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2:2 jafntefli á móti Port Vale á heimavelli. "Þetta var sannkölluð draumabyrjun. Það eina sem skyggði á var að við náðum ekki að sigra," sagði Jóhann við Morgunblaðið. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 51 orð | ókeypis

Santos meistari

BRASILÍSKA liðið Santos varð meistari í Suður-Ameríkukeppni félagsliða um helgina, gerði markalaust jafntefli við Rosario Central frá Argentínu að viðstöddum 45.000 áhorfendum eftir að hafa unnið fyrri leikinn heima 1:0. Þetta var fyrsti meistaratitill Santos síðan 1984 en liðið var sigursælt á árum áður þegar Pele, lék með því. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 387 orð | ókeypis

Skrautsýning fimleikafólks

Fimleikasambandið gekkst á laugardaginn fyrir hátíðarsýningu í Laugardalshöll í tilefni af þrítugsafmæli sambandsins. Rúmlega 150 þátttakendur á aldrinum 7 til 34 ára tóku þátt í sýningunni. Fyrri hluti sýningarinnar var að stærstum hluta helgaður áhaldafimleikum, en flest besta fimleikafólk landsins sýndi listir sínar. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 479 orð | ókeypis

SKÝRT »Vera kann að vel hafi gengið gegn Ungverjum síðustu ár

Það á ekki fyrir íslenska landsliðinu í handknattleik að liggja að fara auðveldari leiðina í lokakeppni á stórmóti. Undanfarin ár hefur liðið lent í kröppum dansi, stundum náð að bjarga sér á elleftu stundu, en einnig hafa leikmenn og þjálfari orðið að bíta í það súra epli að sitja eftir með sárt ennið. Er þar skemmst að minnast þátttöku Íslands í undankeppni Evrópumótsins í síðustu þrjú skipti. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 145 orð | ókeypis

Slæm kaup í Bjarka!

SJÓNVARPSSTÖÐIN TV2 valdi kaup Brann á Bjarka Gunnlaugssyni frá Molde ein af þremur verstu kaupum ársins. Bjarki sem var seldur fyrir háa fjárhæð hefur átt við þrálát meiðsl að stríða og hefur ekki náð sér á strik hjá Brann. Blaðamaður Bergens Tidende undraði sig á því hvernig hann hafi staðist læknisskoðun þegar hann var keyptur til Brann á miðju tímabili. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 881 orð | ókeypis

Sterk liðsheild skapaði færin

Liverpool lék einn besta leik sinn í nokkurn tíma þegar liðið tók Nottingham Forest í kennslustund á Anfield Road og vann 5:1 í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Táningurinn Michael Owen var í sviðsljósinu og gerði fjögur mörk en Roy Evans, annar knattspyrnustjóri Liverpool, beindi athyglinni frá miðherjanum. "Michael stóð sig mjög vel en liðsheildin skapaði færin," sagði hann. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 384 orð | ókeypis

Stjarnan - Valur30:27

Íþróttahúsið í Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, 4. umferð, laugardaginn 24. október 1998. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3:3, 6:4, 6:6, 8:6, 8:8, 9:10, 11:10, 12:12, 14:12, 14:13, 14:14, 16:15, 16:18, 19:18, 21:19, 23:20, 23:23, 24:24, 26:24, 27:26, 30:26, 30:27. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 514 orð | ókeypis

Stórleikur Brynjars

Brynjar Gunnarsson skoraði glæsilegt mark fyrir Moss í sigri liðsins á Lilleström, 3:4. Hann vann knöttinn á miðjum vellinum, geystist upp völlinn, lék á tvo varnarmenn Lilleström og sendi knöttinn í fjærhornið. Heiðar Helguson lék fyrri hálfleikinn fyrir Lilleström og þótti slakur en Rúnar Kristinsson komst ágætlega frá sínu og lagði upp þriðja mark Lilleström. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 359 orð | ókeypis

Stúlkurnar sáu rauða spjaldið

Heitt var í kolunum hjá kvenfólkinu um helgina og var rauða spjaldið fjórum sinnum hafið á loft, þar af tvívegis í Safamýrinni þar sem Haukar sigruðu Fram, 25:24, í miklum baráttuleik og tvö í Víkinni þar sem heimasæturnar unnu öruggan 21:12 sigur á ÍR. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 236 orð | ókeypis

Sýndum styrk

"Við vitum alveg hvað við getum og sýndum það í þessum leik," sagði Dagur Sigurðsson, leikstjórnandi íslenska liðsins. "Við sýndum að við erum í ágætri æfingu enda erum við að leika góðan handbolta á köflum. Nú horfum við fram á veginn. Það eru tveir erfiðir leikir eftir og þó að það séu Ungverjar eigum við að geta unnið þá í báðum leikjunum. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 476 orð | ókeypis

Tókst með herkjum í Garðabæ

MEÐ herkjum tókst Stjörnunni að binda enda á sigurgöngu Valsstúlkna í Garðabænum á laugardaginn því það var ekki fyrr en undir lokin að Garðbæingum tókst að knýja fram 30:27 sigur. Fyrir vikið tók Stjarnan 2. sæti deildarinnar af Val, sem situr nú í því þriðja. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 100 orð | ókeypis

Ungverjar sigurstranglegastir

Peter Bruppacher, þjálfari Sviss, sá sæng Svisslendinga upp reidda eftir tapið í Laugardalshöll, en var raunsær. "Þetta voru eðlileg úrslit hér á Íslandi," sagði hann við Morgunblaðið. "Vörnin var ekki góð hjá okkur í fyrri hálfleik og sömu sögu er að segja af markvörslunni en seinni hálfleikur var í lagi hjá okkur. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 270 orð | ókeypis

Við förum til Egyptalands

"Þetta var mikill vinnusigur," sagði Valdimar Grímsson sem var marka hæstur íslensku leikmannanna með 7 mörk. "Við vorum ákveðnir í að selja okkur dýrt og gerðum það, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auðvitað hefðum við viljað vinna stærra eftir að hafa komist í 10:3 um miðjan fyrri hálfleik. En það er kannski til of mikils ætlast. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 351 orð | ókeypis

Við verðum að vera bjartsýnir

Júlíus Jónasson stóð sig vel í vörninni í landsleik Íslands og Sviss í handknattleik í fyrradag og gerði tvö mörk í röð með þrumuskotum um miðjan fyrri hálfleik. "Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik í fyrri leiknum en enn betur að þessu sinni og það sem meira máli skiptir, við héldum höfði út leikinn. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 151 orð | ókeypis

Þórður að semja við Genk

ÞÓRÐUR Guðjónsson er að ganga frá nýjum samningi við Genk sem vann Westerlo, 3:0, um helgina og er í efsta sæti belgísku deildarinnar. "Ég geri ráð fyrir að skrifa undir samning í vikunni, samning sem gildir út tímabilið 2003 með þeim fyrirvara að ég geti verið laus á hverju ári," sagði Þórður við Morgunblaðið í gær. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 293 orð | ókeypis

Þurfum þrjú stig gegn Ungverjum

"Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn en mikið vill meira. Við hefðum því átt að vinna með meiri mun miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. Fyrri hálfleikurinn var góður og þá fengum við aðeins sex mörk á okkur, en 13 mörk í síðari hálfleik. Þá héldu þeir jöfnu við okkur. Það var of mikil sveifla hjá okkur á milli hálfleikja," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska liðsins. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 196 orð | ókeypis

Öruggt hjá Grindavík

Fyrirfram var búist við öruggum sigri Grindavíkurstúlkna en fyrri hálfleikur gaf ekkert slíkt til kynna. Gestirnir úr Njarðvík leiddu í fyrri hálfleik lengstum og það var ekki fyrr en þrjár mínútur voru til loka fyrri hálfleiks að Grindavíkurstúlkur náðu að jafna, 17:17. Það var lítið sem ekkert sem gladdi augað í fyrri hálfleik og hreint út sagt ótrúlegt hvað leikurinn var leiðinlegur á að horfa. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 144 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Áhugaleysi var það sem fyrst og fremst einkenndi seinni leik KR og Vals. Fyrri leikinn höfðu KR-ingar unnið með 35 stiga mun þannig að Valur hefði þurft að sigra í þeim síðari með 36 stiga mun og það á útivelli. Menn höfðu greinilega ekki trú á slíku og úrslitin urðu eftir því, 72:66. Það var ansi fátt sem gladdi augað. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 110 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Johnson fór á kostum Keflvíkingar tryggðu sér réttinn til að leika í undanúrslitum þegar þeir sigruðu Hauka frá Hafnarfirði í síðari leik liðanna í Keflavík, 101:94, og því samanlagt 2:0. Damond Johnson fór á kostum í leiknum, gerði 38 stig og áttu Haukar í miklum erfiðleikum með að stöðva þennan frábæra leikmann. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 89 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

27. október 1998 | Íþróttir | 133 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

RÓBERT Sighvatsson var með 100 prósent skotnýtingu í leiknum við Sviss. Hann gerði þrjú mörk af línu og síðan fiskaði hann tvö vítaköst. DAGUR Sigurðsson gerði þrjú mörk úr fjórum skottilraunum. Hann átti eina misheppnaða sendingu og tvisvar var dæmd á hann ólögleg "blokkering" í sókn. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 140 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

"Þetta var erfiður leikur og við áttum í sömu erfiðleikum í sókninni og í fyrri leiknum," sagði Alexandre Ermolinskij, þjálfari Skagamanna eftir að lærisveinar hans biðu lægri hlut, 79:81, fyrir Grindvíkingum í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslitunum á sunnudagskvöld. Gestirnir höfðu lengstum forystu en heimamenn komust fyrst yfir þegar örskammt var til leiksloka. Meira
27. október 1998 | Íþróttir | 425 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

ARNAR Gunnlaugsson, leikmaður Bolton, er fjórði markahæsti leikmaður ensku 1. deildarinnar. Hann hefur gert 11 mörk.Hughes hjá WBA er markahæstur með 15 mörk. Meira

Fasteignablað

27. október 1998 | Fasteignablað | 247 orð | ókeypis

Atvinnuhúsnæði á hafnarsvæði

MEIRI eftirspurn er nú eftir atvinnuhúsnæði en verið hefur lengi. Hjá Eignamiðluninni er til sölu atvinnuhúsnæði að Fiskislóð 94 í Reykjavík. Þetta er steinhús á tveimur hæðum, alls 740 ferm. að stærð og byggt 1989. Húsið er á hafnarsvæðinu og getur það selst í einu eða tvennu lagi. Meira
27. október 1998 | Fasteignablað | 190 orð | ókeypis

Falleg raðhús í Mosfellsbæ

HJÁ fasteignasölunni Valhöll er til sölu raðhúsalengja að Blikahöfða 2-8 í Mosfellsbæ. Endahúsin eru 145 ferm. og millihúsin 140 ferm. Öll húsin eru með innbyggðum bílskúr og steinsteypt. "Þetta eru falleg hús á góðum útsýnisstað, m.a. með útsýni til Esjunnar og yfir Sundin," sagði Bárður Tryggvason hjá Valhöll. "Húsin eru byggð úr steyptum, einangruðum einingum. Meira
27. október 1998 | Fasteignablað | 300 orð | ókeypis

Fiskhöllin við Tryggvagötu til sölu

HJÁ fasteignasölunni Ásbyrgi er til sölu öll húseignin Tryggvagata 10. Húsið er steinsteypt og byggt 1918. Alls er húsið 509 ferm. og skiptist í skrifstofueiningu, sem er 346 ferm. á tveimur hæðum og 163 ferm. lagerhúsnæði á neðri hæð. Meira
27. október 1998 | Fasteignablað | 175 orð | ókeypis

Glæsilegt einbýlishús í Seláshverfi

FREMUR lítið hefur verið um einbýlishús í Seláshverfi á markaðinum að undanförnu. Hjá fasteignasölunni Miðborg er nú til sölu glæsilegt einbýlishús við Heiðarás 27. Það er 289 ferm. að stærð og auk þess fylgir því 42 ferm. bílskúr. Húsið var byggt 1984 og er steinsteypt. Meira
27. október 1998 | Fasteignablað | 703 orð | ókeypis

Góð staða að hluta

Markaður er þar sem framboð og eftirspurn mætast. Á fasteignamarkaði mætast seljendur og kaupendur. Þeir semja um verð þar til þeir enda í verði sem báðir sætta sig við. Flestir sem keypt hafa húsnæði þekkja það ferli sem fara þarf í gegnum við kaup. Meira
27. október 1998 | Fasteignablað | 252 orð | ókeypis

Jarðir til sölu

TALSVERÐ ásókn er ávallt í bújarðir, en marga dreymir um að komst í sveit. Það er hins vegar ekki auðvelt, því að til þess þarf töluvert fjárhagslegt bolmagn. Þetta kemur fram í viðtali við Magnús Leópoldsson, fasteignasala í Fasteignamiðstöðinni, hér í blaðinu í dag, en á söluskrá hjá honum eru um 80 jarðir víðs vegar um landið. Meira
27. október 1998 | Fasteignablað | 38 orð | ókeypis

Mismunandi aðstæður

STAÐAN á fasteignamarkaðnum er vissulega björt, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. En það á einungis við um höfuðborgarsvæðið og helztu þéttbýlisstaði. Víða á landsbyggðinni á fólk enn í erfiðleikum, ef það vill selja. Meira
27. október 1998 | Fasteignablað | 108 orð | ókeypis

Niðursveifla í breskum byggingariðnaði

VAXANDI áhyggjur af breskum efnahagsmálum hamla nýjum byggingarframkvæmdum samkvæmt skýrslu bresku landmælingastofnunarinnar, RICS. Dregið hefur úr framkvæmdum á síðasta ársfjórðungi og ekki eru horfur á að úr rætist á næstunni. Minnst er spurt eftir atvinnuhúsnæði og eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði hefur minnkað í fyrsta skipti í fimm ár. Meira
27. október 1998 | Fasteignablað | 413 orð | ókeypis

Reiknað með 7% meiri fjárfestingum í íbúðarhúsnæði næsta ár

FJÖLDI þeirra íbúða, sem lokið er við árlega hér á landi, hefur ekki sveiflazt mjög mikið á undanförnum árum, ef undan er skilið botnárið 1995, eins og teikningin hér til hliðar ber með sér, en hún sýnir fjölda íbúða eftir byggingarstigi á landinu allt frá árinu 1980. Lokið er við rúmlega 1.600 íbúðir á ári eða um 1,5% af íbúðastofninum, sem var um 102.000 íbúðir 1. desember í fyrra. Meira
27. október 1998 | Fasteignablað | 507 orð | ókeypis

Riftun vegna leiguvanskila

LEIGUSALI getur rift leigusamningi ef leigjandi greiðir ekki leiguna eða framlag til sameiginlegs kostnaðar, á réttum gjalddaga og sinnir ekki innan 7 sólarhringa skriflegri áskorun leigusala um greiðslu, enda hafi slík áskorun verið send eftir gjalddaga og leigusali þar tekið fram að hann muni beita riftunarheimild sinni. Við riftun er samningurinn felldur úr gildi. Meira
27. október 1998 | Fasteignablað | 546 orð | ókeypis

Salerni sem skilur að fast og fljótandi

Þegar borgarbúinn drífur sig úr borgarstressinu um helgar, hvort sem er að vori, sumri eða hausti, finnst honum fátt fallegra en að sjá stóð á beit eða kindur renna af fjalli, jafnvel heimskulegar kýrnar verða til að bæta lundina og minnka stressið. Þarna gengur búsmalinn um hagana til að bíta fylli sína, kindur og kýr leggjast til jórturs, síðan af stað aftur til að afla meiri næringar. Meira
27. október 1998 | Fasteignablað | 1957 orð | ókeypis

Talsverð ásókn í góðar bújarðir en kaup á þeim mikil fjárfesting

"ÞEIR ERU margir, sem ala með sér þann draum að komast í sveit til þess að búa þar á góðri bújörð og í rauninni miklu fleiri en mig óraði fyrir í upphafi. Það er hins vegar ekki auðvelt, því að til þess þarf töluvert fjárhagslegt bolmagn, en góð jörð, sem er vel hýst, vel búin tækjum og með góðum kvóta kostar gjarnan 25-35 millj. kr." Meira
27. október 1998 | Fasteignablað | 281 orð | ókeypis

Tilkomumikið hús á útsýnisstað

HJÁ fasteignasölunni Bifröst er nú til sölu gott einbýlishús við Dalhús 82. Húsið er á tveimur hæðum, alls 193 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr. Húsið stendur á góðum útsýnisstað neðst í botnlanga. Meira
27. október 1998 | Fasteignablað | 148 orð | ókeypis

Virðulegt einbýlishús í Vesturbæ

EIGNAVAL er með í sölu 230 ferm. einbýlishús á Sólvallagötu 30. Þetta er steinhús, byggt 1927 í funkisstíl. Húsið er á þremur hæðum og mögulegt er að gera tveggja til þriggja herbergja íbúð á neðstu hæð með sérinngangi. Meira

Úr verinu

27. október 1998 | Úr verinu | 97 orð | ókeypis

Fengu síld við Eldey

ÁGÆT síldveiði var á svokölluðu Eldeyjarsvæði, suðvestur af Reykjanesi, á laugardag. Víkingur AK landaði um 460 tonnum og Elliði GK um 500 tonnum af síld á Akranesi í gær. Að sögn skipstjórnarmanna er talsvert að sjá af síld á svæðinu en hún er nokkuð blönduð. Þeir segja oft síldveiði á Eldeyjarsvæðinu í nóvember og desember en lítið hafi verið veitt þar síðustu ár vegna smásíldar. Meira
27. október 1998 | Úr verinu | 195 orð | ókeypis

Hafnartindi breytt

NÝVERIÐ kom Hafnartindur SH 99, mikið happafley, til heimahafnar í Rifi á ný eftir umfangsmiklar breytingar. Á þennan 15 tonna bát hafði verið sett bæði perustefni og rekkverk til að koma í veg fyrir sjógang yfir hann, auk annarra minniháttar lagfæringa. Á síðustu misserum hefur mátt greina aukna bjartsýni meðal sjómanna og útvegsmanna í Rifi. Meira
27. október 1998 | Úr verinu | 737 orð | ókeypis

LÍÚ á lóðaríi

Í MORGUNBLAÐINU birtist nýverið gríðarstór auglýsing frá LÍÚ með slagorðinu "það lóðar á betri tímum". Auglýsingin er sögð liður í "Fræðsluátaki" samtakanna og er það ástæða til þess að ég tel mig knúinn til að leita eftir frekari skýringum. Meira
27. október 1998 | Úr verinu | 829 orð | ókeypis

Sjómenn óttast álagningu veiðileyfagjalds

ÓTTI sjómanna við álagningu veiðileyfagjalds í óbreyttu fiskveiðistjórnunarkerfi kom skýrt fram á fundi Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, um veiðileyfagjald og verðlagsmál á laugardaginn var. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands (FFSÍ), sagði í framsögu sinni að einhvers konar auðlindagjald verði innleitt á Íslandi á næstu öld. Meira
27. október 1998 | Úr verinu | 407 orð | ókeypis

Verðið á þorskblokk lækkar um 5% til 7%

NOKKURRAR sölutregðu á sjávarafurðum virðist farið að gæta á mörkuðum í Evrópu. Verð hefur verið mjög hátt í langan tíma vegna eftirspurnar umfram framboð og ráð er fyrir því gert að í kjölfarið dragi almenningur fiskneyzlu eitthvað saman og snúi sér að ódýrari matvælum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.