Greinar miðvikudaginn 28. október 1998

Forsíða

28. október 1998 | Forsíða | 155 orð

Beiðni saksóknarans hafnað

SPÆNSKI rannsóknardómarinn, sem óskaði eftir handtöku Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hafnaði í gær beiðni spænsks saksóknara um að hann félli frá kröfunni um að Pinochet yrði framseldur til Spánar. Meira
28. október 1998 | Forsíða | 214 orð

"Dómgreindarskortur"

RON Davies, ráðherra málefna Wales í brezku ríkisstjórninni, sagði í gær af sér í kjölfar atviks sem átti sér stað á mánudagskvöld, sem endaði með því að hann var rændur. Í afsagnarbréfi til Tonys Blairs forsætisráðherra segist Davies hafa orðið á "alvarlegur dómgreindarskortur". Meira
28. október 1998 | Forsíða | 330 orð

NATO ákveður að grípa ekki til loftárása í bili

TALSMENN Atlantshafsbandalagsins, NATO, sögðu í gær að ekki yrði gripið til loftárása á skotmörk í Júgóslavíu að sinni, en hótunin um slíkar aðgerðir stæði óbreytt ef stjórnvöld í Belgrad sinna því ekki sem skyldi að uppfylla alþjóðlegar kröfur um að endir verði bundinn á ofbeldisátök í Kosovo-héraði. Meira
28. október 1998 | Forsíða | 53 orð

Prímakov í stað Jeltsíns til Vínar

JEVGENÍ Prímakov, forsætisráðherra Rússlands, ræðir við Viktor Klima, kanzlara Austurríkis, í Hofburg-höllinni í Vín í gær. Prímakov mætti í stað Borís Jeltsíns Rússlandsforseta á vinnufund með fulltrúum austurrísku ríkisstjórnarinnar, sem fer með forsæti í ráðherraráði Evrópusambandsins um þessar mundir, og háttsettum fulltrúum framkvæmdastjórnar sambandsins. Meira
28. október 1998 | Forsíða | 353 orð

Schröder heitir markvissum umbótum

GERHARD Schröder hlaut í gær sannfærandi stuðning á nýsamankomnu þingi Þýzkalands til að taka við forystu nýrrar ríkisstjórnar sem sjöundi kanzlari landsins frá því lýðræði var endurreist þar fyrir hálfri öld. Meira

Fréttir

28. október 1998 | Innlendar fréttir | 265 orð

30 kennarar á Seltjarnarnesi segja upp

UM 30 kennarar við Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa sagt upp störfum vegna óánægju með launakjör. Kennararnir hætta störfum 1. febrúar nk. hafi ekki tekist samningar milli þeirra og bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Viðræður hafa staðið milli deiluaðila, en þær hafa ekki leitt til samninga. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 274 orð

30% verðlækkun til refabænda

30% verðlækkun til refabænda VERÐ á minka- og refaskinnum lækkaði nokkuð á síðasta skinnauppboði í Kaupmannahöfn. Arvid Kro, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýrabænda, segir að verð hafi farið lækkandi á uppboðum í september og október og nemi lækkunin um 30% frá í júní, bæði á refa- og minkaskinnum. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

39 milljónir umfram fjárveitingu

Í GREINARGERÐ borgarverkfræðings vegna framkvæmda við Iðnó kemur fram að gert var ráð fyrir 40 milljóna kostnaði á árinu en útlit er fyrir að kostnaður verði 79 milljónir. Heildarkostnaður vegna endurbyggingarinnar er því áætlaður 241 milljón miðað við verðlag í september sl. í stað 205 milljóna. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Afhenda mótmæli

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA verða afhentar í dag undirskriftir rúmlega 1.400 manns vegna óánægju með samskipti starfsmanna á Sjúkrahúsi Suðurlands og stjórnenda stofnunarinnar. Ingibjörg Sigtryggsdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi, segir að undirskriftirnar verði afhentar ráðherra í ráðuneytinu kl. 9.30. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Alþjóðadagur í Háskólanum

ALÞJÓÐADAGUR Háskólans er nú haldinn 3. árið í röð á vegum Stúdentaráðs, Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins og Landsskrifstofu Leonardó í samvinnu við erlenda skiptistúdenta. Kynningin fer fram í Odda fimmtudaginn 29. október kl. 12­17. Markmið alþjóðadagsins er að kynna fyrir stúdentum möguleika til náms og starfa erlendis. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 247 orð

Annmarkar á meðferð við sölu ríkisjarða

JARÐADEILD landbúnaðarráðuneytisins, sem sýslar með jarðir í ríkiseign, er gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluendurskoðun, en könnuð voru leiga, kaup og sölur jarða svo og ábúendaskipti sem deildin sá um árin 1993-1997. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Áritað fyrir stuðningsmenn

LANDSLIÐIÐ í handknattleik kemur víða við og tók síðastliðinn laugardag á móti aðdáendum sínum í Kringlunni í Reykjavík. Þar veittu liðsmenn eiginhandaráritanir og kynntu um leið maltið frá Agli Skallagrímssyni sem stutt hefur við bakið á liðinu. Hefur Patrekur Jóhannesson áreiðanlega fengið að skrifa nafnið sitt nokkrum sinnum fyrir stuðningsmenn. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Banni aflétt af Atlanta

BRESK flugmálayfirvöld hafa afturkallað stöðvun á flugi nokkurra flugvéla Atlanta fyrir bresk flugfélög. Athugun eftirlitsmanna frá flugöryggissviði Flugmálastjórnar og bresku flugmálastjórnarinnar leiddi í ljós að meðhöndlun varahluta hjá Atlanta er með fullnægjandi hætti. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Biðlisti kærumála styttist

RÚMLEGA 500 kærumál bíða nú afgreiðslu yfirskattanefndar en á sama tíma í fyrra voru um 670 kærumál óafgreidd. Fyrir þremur árum biðu 950 mál og fyrir fjórum árum 1300. Stefnt er að því að á fyrri hluta næsta árs verði mál komið í það horf að kærumál verði afgreidd innan lögboðinna tímamarka. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Bílvelta við Miklaholtssel

SMÁJEPPI með tvo innanborðs fór út af veginum við Miklaholtssel í Eyja- og Miklaholtshreppi á mánudagskvöld og valt. Hvorki ökumann né farþega sakaði, en báðir voru í bílbeltum. Bifreiðin var óökufær á eftir. Mikil hálka er á þessum slóðum og hvetur lögreglan í Stykkishólmi vegfarendur til að fara varlega. Meira
28. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 144 orð

Börnin skoða bangsa

FJÖLDI gesta sótti Amtsbókasafnið á Akureyri heim í gær, en þá var hátíðlegur haldinn svonefndur bangsadagur. Margir gestanna tilheyrðu yngstu kynslóðinni, enda bangsar kærir mörgum í þeirra hópi. Í tilefni dagsins var efnt til sýninga á bangsabókum og þá voru bangsar í öndvegi, en þá höfðu velunnarar safnsins lánað. Þá gekk ört á gúmmíbangsana sem gestum var boðið að bragða á. Meira
28. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Davíðsvaka í Deiglunni

DAVÍÐSVAKA verður í Deiglunni annað kvöld, fimmtudagskvöldið 29. október. Davíðsvakan er fjórða bókmenntakvöldið sem Gilfélagið stendur fyrir í samvinnu við ýmsar stofnanir og einstaklinga í landinu. Dagskráin verður flutt í viðeigandi umhverfi og er tónlist, bæði lifandi og af snældum, ljóðalestur og örlítil hugleiðing um Davíð og verk hans. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 373 orð

Doktor í sálfræði

JÓN Friðrik Sigurðsson lauk doktorsprófi í sálfræði síðastliðið sumar frá Institute of Psychiatry við King's College, University of London. Doktorsritgerðin ber heitið: "Alleged false confessions among Icelandic offenders: An examiniation of some psychological, Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

ÐEBÍ með 2,5% eignarhlut í Landsbanka

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Brunabótafélag Íslands (EBÍ) stóð á bak við kaup Vilhjálms Bjarnasonar viðskiptafræðings á hlutafé í Landsbanka Íslands hf. í þriðja tilboðsflokki hlutafjárútboðs bankans fyrr í þessum mánuði. Eignarhaldsfélagið keypti þannig fimmtíu milljónir að nafnvirði eða 128 milljónir að markaðsvirði. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Einar Hjalti gerði jafntefli við Rússann Iljushin

Í ANNARRI umferð heimsmeistaramóts barna og unglinga gerði Einar Hjalti Jensson jafntefli við sterkan, rússneskan, alþjóðlegan meistara, Alexei Iljushin (2.470), sem er einn af stigahæstu skákmönnum mótsins. Stefán Kristjánsson sigraði Pontus Carlsson frá Svíþjóð í flokki 16 ára og yngri. Í flokki 14 ára og yngri tapaði Halldór B. Halldórsson fyrir Spánverjanum J. Meira
28. október 1998 | Miðopna | 2899 orð

Einkaréttur síður fýsilegur fyrir vikið? Lagastofnun HÍ telur að veiting einkaréttar á rekstri miðlægs gagnagrunns á

Ýmsar lagfæringar þarf að gera á gagnagrunnsfrumvarpinu að áliti Lagastofnunar Háskóla Íslands Einkaréttur síður fýsilegur fyrir vikið? Lagastofnun HÍ telur að veiting einkaréttar á rekstri miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði þurfi ekki endilega að stríða gegn samkeppnisreglum EES-samningsins. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 364 orð

Fáir eignaskiptasamningar afgreiddir

ÖLL viðskipti með fasteignir munu leggjast af um áramótin ef frestur til að þinglýsa eignaskiptasamningi verður ekki framlengdur. Að sögn Magnúsar Sædal, byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar, er búið að fara yfir um 700 fasteignir hjá embættinu en það er lítið brot af þeim samningum sem þarf að yfirfara og þinglýsa. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Fjarskiptasafn í gömlu loftskeytastöðinni

FJARSKIPTASAFN Landssíma Íslands verður opnað í Reykjavík í dag og í gær voru þeir Snorri Björnsson og Hreinn Kristjánsson að festa merki á gömlu Loftskeytastöðina á Melunum þar sem safnið verður til húsa. Liðin eru 80 ár frá því Loftskeytastöðin tók til starfa en Póstur og sími samdi við Háskólann um kaup á húsinu árið 1996. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Fjárskaði í Eyja- og Miklaholtshreppi

FJÁRSKAÐI varð í Eyja-og Miklaholtshreppi síðastliðinn fimmtudag, þegar veturinn gekk í garð á Snæfellsnesinu. Bændur uggðu ekki að sér og fæstir höfðu tekið fé í hús, þegar bylur skall á. Þegar veðrinu slotaði snemma á föstudagsmorgun, var farið að leita að fénu. Meira
28. október 1998 | Erlendar fréttir | 169 orð

Fleiri óska framsals Pinochets

FRAMSALS Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er nú óskað til Svíþjóðar, Frakklands og Sviss, auk Spánar en beiðni dómstóla þar í landi var orsök þess að Pinochet var handtekinn í London fyrir rúmri viku. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Gengið eftir Hitaveitustokknum

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld eftir Hitaveitustokknum frá Rafstöðinni niður í Öskjuhlíð. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20 og með SVR inn undir Rafstöð. Þaðan gengið kl. 20.30 eftir Hitaveitustokknum niður í Öskjuhlíð að Perlunni. Þar verður val um að ganga niður í Hafnarhús eða fara með SVR. Allir eru velkomnir. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Gilsfjörður formlega opnaður

SAMGÖNGURÁÐHERRA, Halldór Blöndal, mun formlega opna veg yfir Gilsfjörð fyrir almennri umferð næstkomandi föstudag, 30. október. Athöfnin fer fram klukkan 15.30. Klæðning hf. er aðalverktaki við gerð brúar og vegar yfir Gilsfjörð. Framkvæmdir hófust í mars 1996 og er nú að mestu lokið. Gerð grjótvarnar og lagningu bundins slitlags á aðalveginn lauk fyrr í mánuðinum. Meira
28. október 1998 | Erlendar fréttir | 296 orð

Gæti valdið "hörmulegri eyðileggingu"

FELLIBYLURINN Mitch, sem er einn mesti fellibylurinn sem sögur fara af í Atlantshafslægðinni, gekk yfir Karíbahaf í gær og stefndi að ströndum Mið-Ameríku með miklu regni, sem óttast er að geti valdið mannskæðum aurskriðum og flóðum. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 667 orð

Hefja starf með ungum mæðrum

Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands býður í kvöld, miðvikudagskvöld, til kynningarfundar á starfi með ungum mæðrum. Sara Margrét Sigurðardóttir er í forsvari fyrir starfsemina. "Upphaflega er hugmyndin komin frá grunnskólakrökkum sem komu í heimsókn til Rauða krossins. Meira
28. október 1998 | Landsbyggðin | 158 orð

Hjálparsveit skáta í Aðaldal 20 ára

Hjálparsveit skáta í Aðaldal 20 ára Laxamýri-Opið hús var um helgina hjá Hjálparsveit skáta í Aðaldal vegna tuttugu ára afmælis sveitarinnar. Félagar buðu upp á stóra afmælistertu og drykki en margir urðu til þess að sækja þá heim til þess að sjá þann búnað sem Hjálparsveitin hefur á að skipa. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Hætt við lendingu á Akureyri vegna bilunar

FOKKER 50 vél Flugfélags Íslands, í áætlunarflugi frá Reykjavík til Akureyrar, þurfti að hætta við lendingu á Akureyrarflugvelli vegna bilunar í aðvörunarbúnaði vængbarða vélarinnar í gærmorgun. Bilunin kom upp í aðflugi að Akureyrarflugvelli og orsakaði að ekki var hægt að nota vængbörðin, sem gegna því hlutverki að minnka lendingarhraðann. Meira
28. október 1998 | Erlendar fréttir | 374 orð

Íslandsvinur á kanslarastóli

ÞEGAR Gerhard Schröder, sem í gær var formlega kjörinn kanslari Þýskalands, var í heimsókn á Íslandi í nóvember í fyrra sem forsætisráðherra Neðra-Saxlands orðaði Ingimundur Sigfússon, sendiherra Íslands í Þýskalandi, það við hann að þeim hjónum, Ingimundi og Valgerði Valsdóttur, myndi þykja gaman að gefa honum einhvern lítinn grip til minningar um Íslandsförina. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 317 orð

Kröfu um ómerkingu var hafnað

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær samkeppnisráð af kröfu Greiðslumiðlunar hf. ­ Visa Ísland um að felldur yrði úr gildi sá úrskurður, sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála kvað upp, að greiðslukortafyrirtækjum væri skylt að nema úr gildi ákveðna skilmála í samstarfssamningum við greiðsluviðtakendur. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Lenti í Reykjavík án þess að nota vængbörð

FOKKER-flugvél frá Flugfélagi Íslands varð að lenda án þess að hafa vængbörð niðri á Reykjavíkurflugvelli klukkan hálftíu í gærkvöld. Vélin var á leið til Hafnar í Hornafirði en var snúið við. Var það í annað skipti sem sama vél frá félaginu varð að lenda án þess að nota vængbörð, Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Lesið úr nýjum skáldverkum á Grandrokk

FÉLAGSSKAPURINN Besti vinur ljóðsins stendur fyrir skáldakvöldi á Grandrokk við Klapparstíg miðvikudagskvöldið 28. október kl. 21. Þar munu fimm rithöfundar lesa úr bókum sem væntanlegar eru fyrir jólin. Eftirtaldir rithöfundar koma fram: Guðrún Eva Mínervudóttir, Sigfús Bjartmarsson, Sigurður Pálsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Þórarinn Eldjárn. Meira
28. október 1998 | Landsbyggðin | 221 orð

Loðnubræðsla og fiskiskip til sýnis í Helguvík

Fræðsluátak útvegsmanna á ári hafsins: Loðnubræðsla og fiskiskip til sýnis í Helguvík Keflavík-"Það má segja að það hafi verið stöðugur straumur af fólki í allan dag sem hefur áhuga á að skoða skipið og búnað þess," sagði Sigurður Samúelsson, Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Lyf sýnd á Grand Hóteli

LYFJAFRAMLEIÐENDUR og lyfjainnflytjendur voru með umfangsmikla sýningu á lyfjum á Grand Hóteli í Reykjavík um helgina. 36 birgjar apóteka tóku þátt í sýningunni, sem bar yfirskriftina "Í apótekinu 1999". Jafnframt var haldin ráðstefna fyrir starfsfólk apóteka þar sem ýmsir sérfræðingar fluttu erindi um notkun lyfja og árangur af lyfjameðferð. Meira
28. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Lýst eftir vitnum

BIFREIÐINNI NN-147, sem er af gerðinni Daihatsu Charade árgerð 1991, græn að lit, var stolið frá heimili eiganda aðfararnótt sunnudagsins 18. október sl. Bifreiðin fannst utan vegar á móts við Ásgarð í Svalbarðsstrandarhreppi. Þeir sem geta gefið upplýsingar eða hafa séð til ferðar bifreiðarinnar á milli kl. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

Lögbann á aðgerðir í Straumsvíkurhöfn

SÝSLUMAÐURINN í Hafnarfirði lagði um sexleytið í gær lögbann á aðgerðir Sjómannafélags Reykjavíkur á hafnarbakkanum í Straumsvík, en félagið stöðvaði löndun úr flutningaskipinu Hanseduo á miðnætti í fyrrinótt vegna deilna um kjör sjómanna um borð. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 679 orð

Lögbannsbeiðni samþykkt

BEIÐNI Vinnuveitendasambands Íslands til sýslumannsins í Hafnarfirði í gær fyrir hönd Eimskipafélagsins um lögbann vegna aðgerða Sjómannafélags Reykjavíkur, sem á miðnætti í fyrrinótt stöðvaði losun úr flutningaskipinu Hanseduo í Straumsvíkurhöfn, var samþykkt undir kvöldmat. Skipið er í eigu þýskrar útgerðar, en Eimskip hefur það á leigu til flutninga, m.a. fyrir Íslenska álfélagið. Meira
28. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Mikill og góður skíðasnjór í Ólafsfirði

MIKILL og góður snjór er nú kominn í skíðabrekkurnar á skíðasvæðinu í Tindaöxl í Ólafsfirði. Búið er að troða brekkurnar og gera þær vel úr garði og telja forsvarsmenn skíðadeildar Leifturs að aðstæður séu nú eins og þær gerast bestar yfir háveturinn. Skíðasvæðið verður opnað formlega í dag, miðvikudaginn 28. október og verður frítt í fjallið fyrsta daginn. Meira
28. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 268 orð

Mikil umsvif í Menntasmiðju kvenna

UM þessar mundir stunda 22 konur nám í dagskóla Menntasmiðju kvenna á Akureyri. Menntasmiðjan hefur gert samning við Svæðisráð Norðurlands eystra um styrkveitingu vegna þeirra námskvenna sem eru á atvinnuleysisskrá, en þær konur gera samning við Svæðisvinnumiðlun um að stunda virka starfsleit í tengslum við námið og halda bótum á námstímanum. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Námskeið í sálrænni skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands gengst fyrir námskeiði í sálrænni skyndihjálp 28. október og 3. nóvember nk. Kennt verður frá kl. 19­23. Námskeiðið er ætlað öllum 15 ára og eldri sem áhuga hafa á sálrænni skyndihjálp. Væntanlegir þátttakendur þurfa ekki að hafa neina fræðilega þekkingu né reynslu á þessu sviði. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Númer klippt af bifreiðum

LÖGREGLAN Í Kópavogi er nú farin að klippa númer af bifreiðum hverra eigendur hafa ekki fært þær til aðalskoðunar. Sagði vakthafandi varðstjóri í gær, að þessar aðgerðir væru nú gerðar af fullum krafti. Meira
28. október 1998 | Erlendar fréttir | 579 orð

Nyrup ýjar að þjóðaratkvæði um EMU

DÖNSKU Maastricht-undanþágurnar frá þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, og frá varnarsamstarfi voru töluvert til umræðu um helgina. Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra hefur nú í fyrsta skipti viðrað möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu, án þess að segja þó hvenær það gæti orðið. Í gær gaf hann þó í skyn að það gæti orðið frekar fyrr en seinna. Meira
28. október 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Ný heilsugæslu og hjúkrunarstofa

Selfossi-Lionsklúbburinn Ægir hefur afhent Sólheimum í Grímsnesi nýja heilsugæslu- og hjúkrunarstofu sem unnið hefur verið að síðastliðin tvö ár. Ný og fullkomin tæki til sjúkraþjálfunar hafa verið keypt svo sem meðferðarbekkir, hitapottar með bökstrum, tveggja handa trissa með lóðum, rimlar og dýnur. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 412 orð

Nýr upplýsingasími um aldamótavandann í notkun

NÝR upplýsingasími um vandamálið 2000 hefur verið tekinn í notkun og standa Landssíminn og fjármálaráðuneytið sameiginlega að honum. Símanúmerið er 8002000 og er þar að finna almennar upplýsingar fyrir stærri sem smærri tölvunotendur um þann vanda er tengist tölvum þegar árið 2000 gengur í garð. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Popp í Reykjavík frumsýnd í gær

Popp í Reykjavík frumsýnd í gær KVIKMYNDIN "Popp í Reykjavík" var frumsýnd í Bíóborginni í gærkvöld. Í myndinni koma fram ríflega 20 íslenskar hljómsveitir sem hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi og eru sumar þeirra að hasla sér völl erlendis. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Rafeindavirkjun í 70 ár

Á ÞESSU ári er iðngreinin rafeindavirkjun (áður útvarpsvirkjun, skriftvélavirkjun og símvirkjun) 70 ára. Þá er Félag útvarpsvirkja 60 ára en það félag var til margra ára sameiginlegt félag meistara og sveina. Upp úr því voru síðan stofnuð tvö félög, Félag rafeindavirkja (launþegafélag) og Meistarafélag rafeindavirkja (vinnuveitendafélag). Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 206 orð

Ráðstefna um notkun Netsins við hönnun og framkvæmdir

TÖLVUTÆKNIFÉLAG Íslands heldur ráðstefnu um notkun Netsins við hönnun og framkvæmdir fimmtudaginn 29. október á Hótel Sögu. "Á ráðstefnunni verður fjallað um reynslu og framtíðarsýn hönnuða og tæknimanna sem hafa verið leiðandi í tölvunotkun hér á landi og munu þeir varpa kastljósinu að Netinu. Lögð verður áhersla á að fá fram sjónarmið ólíkra fagsviða og tengingu þeirra með Netinu. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 165 orð

Reglur stjórnar verði lagðar fram

MINNIHLUTI Sjálfstæðisflokks hefur óskað eftir að borgarstjóri leggi fram í borgarráði samþykkt og starfsreglur fyrir væntanlega miðborgarstjórn en meirihluti borgarstjórnar hefur samþykkt að henni verði komið á. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 207 orð

Rætt um starfsmat

FULLTRÚAR meinatækna á blóð- og meinefnafræðideild Landspítalans og starfsmannaskrifstofu Ríkisspítala hittust á fundi í gær en uppsagnir 47 af 60 meinatæknum á deildinni taka gildi um mánaðamót náist ekki samningar í deilunni. Meira
28. október 1998 | Erlendar fréttir | 410 orð

Sátt um að Prímakov leysi forsetann af

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti var í gær fluttur á Barvikha-heilsuhælið, þar sem hann á að hvílast um óákveðinn tíma, að sögn Dmitris Jakúshkín, talsmanns forsetans. Segir hann forsetann úrvinda úr þreytu. Fyrr um daginn átti Jeltsín fund með Jevgení Prímakov forsætisráðherra, sem fór í stað forsetans til fundar við leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins í gær. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Séra Birgir Ásgeirsson settur í embætti

"Til hamingju með daginn, kæri söfnuður ­ og til hamingju með daginn, kæri bróðir." Með þessum hlýlegu orðum ávarpaði biskupinn yfir Íslandi, herra Karl Sigurbjörnsson, íslenska söfnuðinn í Kaupmannahöfn og sr. Birgi Ásgeirsson sóknarprest hans, sem biskup kom til að setja inn í embættið á sunnudag. Sr. Meira
28. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 39 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
28. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 320 orð

Skautasvellið við Krókeyri opnað

SKAUTASVELLIÐ við Krókeyri á Akureyri var opnað í fyrsta sinn á þessum vetri í gærkvöld. Ekki hefur verið hægt að opna svellið svo snemma mörg síðustu ár, en vetur settist að óvenjusnemma að þessu sinni. Svellið verður opið fyrir almenning frá kl. 19 til 21 alla virka daga og frá kl. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Skólakeppni Tónabæjar hafin

Í FÉLAGSMIÐSTÖÐINNI Tónabæ er að hefjast hin árlega Skólakeppni milli Hlíðaskóla, Háteigsskóla, Austurbæjarskóla, Álftamýraskóla og Tjarnarskóla. Keppt verður í spurningakeppninni Hvað er leikið (Actionary), stelpur keppa í fótbolta og strákar í körfubolta. Föstudaginn 6. nóvember verður verðlaunaafhending á Skólakeppniballi þar sem hljómsveitir munu halda uppi stuði. Meira
28. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 378 orð

Skrifað undir samninga um samstarf safna

SAMSTARFSSAMNINGAR milli annars vegar Listasafns Íslands og Listasafnsins á Akureyri og hins vegar Minjasafnsins á Akureyri og Þjóðminjaráðs voru undirritaðir við opnun sýningar á verkum sem Listasafnið á Akureyri hefur eignast síðustu fimm ár. Meira
28. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 353 orð

Smábátaeigendur sitji ella heima á kjördag

AÐALFUNDUR í svæðafélaginu Kletti, félagi smábátaeigenda frá Ólafsfirði austur á Tjörnes, sem haldinn var á Akureyri í gær, samþykkti samhljóða að beina því til smábátaeigenda um allt land að sitja heima á kjördag þegar kosið verður til Alþingis í maí á næsta ári, Meira
28. október 1998 | Erlendar fréttir | 953 orð

Stafar Schröder hætta af "leynikanslaranum"?

GERHARD Schröder var kjörinn kanslari Þýskalands, þriðja mesta efnahagsveldis heims, á þingi landsins í gær með 351 atkvæði gegn 287. Þetta er í fyrsta sinn eftir síðari heimsstyrjöldina sem kanslari fær öll atkvæði stjórnarflokkanna í kanslarakjöri á þýska þinginu. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 210 orð

Tilboði Feðga ehf. tekið í aðveitustöð

ÁKVEÐIÐ var á fundi borgarráðs í gær að taka tilboði Feðga ehf. í byggingu aðveitustöðvar 10 á Kjalarnesi fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Tilboð Feðga ehf. var næstlægst, eða 82,93% af kostnaðaráætlun, en þar sem lægstbjóðandi óskaði eftir að verða leystur undan tilboði sínu var ákveðið að ganga til samninga við Feðga. Meira
28. október 1998 | Erlendar fréttir | 802 orð

Tilfinningaþrungnar og ákafar viðræður

Á FUNDI Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, og Benjamíns Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, í Wye Mills í Bandaríkjunum var þess vandlega gætt að fregnir af gangi viðræðnanna bærust ekki til fjölmiðla. Þegar samkomulag þeirra var í höfn fékk dagblaðið The New York Times nokkra háttsetta embættismenn til að greina frá því sem gerðist bak við tjöldin. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 213 orð

Um 30% aukning í september

LIÐINN septembermánuður er sá söluhæsti í sögu Gelmer SA Iceland Seafood í Frakklandi og nam söluaukningin tæpum 30% borið saman við september 1997. Aukin sala sjávarafurða fyrirtækisins nam 7% fyrstu níu mánuði þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 477 orð

Undanþága vsk-laga tók ekki til notaðra vélsleða

VÉLSLEÐAR geta ekki talist vélknúin ökutæki í skilningi 10. gr. virðisaukaskattslaga nr. 50/1988 eins og ákvæðið hljóðaði fram að breytingu árið 1993. Sýknaði Hæstiréttur því á fimmtudag íslenska ríkið af kröfum Bifreiða og landbúnaðarvéla hf. um endurgreiðslu ofgreidds virðisaukaskatts af þessum sökum sem og vegna skattlagningar lántökukostnaðar. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Útafakstur í hálku

ÖKUMAÐUR bifreiðar með einn farþega ók útaf veginum við Kaldá á Snæfellsnesi á sunnudag. Lenti bifreiðin á hliðinni við ána eftir 3­4 metra fall og telur lögreglan á Stykkishólmi það mikið happ að mennirnir, sem báðir eru um þrítugt skyldu sleppa ómeiddir eftir útafaksturinn og telur fullvíst að bílbeltanotkun hafi komið í veg fyrir alvarlegt slys. Meira
28. október 1998 | Landsbyggðin | 445 orð

Velkomin um borð!

Þorlákshöfn var einn þessara staða. Sigurður Bjarnason, skipstjóri og formaður undirbúningsnefndarinnar, setti hátíðina og við það tækifæri lék Lúðrasveit Þorlákshafnar nokkur lög. Bátarnir Arnar ÁR 55, Friðrik Sigurðsson ÁR 17 og Sæberg ÁR 20 voru til sýnis ásamt lóðsbátnum Ölver. Um borð voru bátsverjar og sýndu þeir gestum hvernig vélar og búnaður virkuðu, en allt var haft í gangi. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Vigdís velgjörðarsendiherra UNESCO

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, verður í dag útnefnd velgjörðarsendiherra hjá UNESCO, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna. Aðalforstjóri UNESCO setur Vigdísi inn í embættið síðdegis í dag í aðalstöðvum stofnunarinnar í París, en Vigdís mun starfa í þágu tungumáladeildar stofnunarinnar, sem nýverið hefur verið sett á laggirnar. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 256 orð

Vilja umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun

HREPPSNEFND Fljótsdalshrepps hefur samþykkt ályktun þar sem mælt er með því að framkvæmt verði lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Nefndin beinir því ennfremur til Landsvirkjunar og stjórnvalda að beita sér fyrir því að mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar verði framkvæmt með lögformlegum hætti. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Vilja varðveita reykháfinn að Kletti

ÞRÍR íbúar Reykjavíkur í Laugarnesi, listamennirnir Kolbrún Björgólfsdóttir, Magnús Kjartansson og Hrafn Gunnlaugsson, hafa skrifað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og beðið hana að kanna hvort finna megi reykháf Klettsverksmiðjunnar nýtt hlutverk í stað þess að rífa hann. Segja þau að hann sé nánast orðinn, í augum sínum, eins og hluti af landslaginu. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 339 orð

VSÍ vill ekki lækka atvinnutryggingagjald

FRAMKVÆMDASTJÓRI Vinnuveitendasambands Íslands hefur kynnt fjármálaráðherra hugmynd um að fallið verði frá fyrirhugaðri lækkun atvinnutryggingagjalds á næsta ári sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu. Vilja vinnuveitendur að Atvinnuleysistryggingasjóður geti vaxið í góðæri en minnkað á erfiðleikaskeiðum. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 999 orð

Yfir fjögur þúsund manns skrifuðu dagbók Viðbrögð landsmanna við Degidagbókarinnar 15. október sl. hafa verið góð.

Viðbrögð landsmanna við Degi dagbókarinnar 15. október hafa verið góð Yfir fjögur þúsund manns skrifuðu dagbók Viðbrögð landsmanna við Degidagbókarinnar 15. október sl. hafa verið góð. Þjóðminjasafninu hafa þegar borist yfir fjögur þúsund dagbækur dagsins og vitað er um enn fleiri dagbækur sem eru á leiðinni. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Yfirlýsing frá Lögreglufélagi Reykjavíkur

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Lögreglufélagi Reykjavíkur: "Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur harmar alla þá neikvæðu umræðu sem átt hefur sér stað á undanförnum misserum varðandi málefni lögreglunnar og embætti lögreglustjórans í Reykjavík. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 473 orð

Þrjátíu íbúar á Hofsósi gætu misst vinnu

ÚTLIT er fyrir að um þrjátíu íbúar á Hofsósi missi atvinnu sína á næstunni vegna þess að bátur sem gerður hefur verið út á skelfisk meðal annars á Húnaflóa hefur ekki fengið úthlutað skelfiskleyfi þar á yfirstandandi kvótaári. Viggó J. Einarsson, útgerðarmaður bátsins, segir að um lögleysu sé að ræða og málinu verði fylgt eftir til Brussel ef þess gerist þörf. Meira
28. október 1998 | Innlendar fréttir | 329 orð

Þvottabjörn leyndist í gámi með nuddpottum

ÞEIM brá heldur en ekki í brún í gær, strákunum sem voru að hjálpa Bergi Hjaltasyni, framkvæmdastjóra hjá Metró Norman, að losa gám frá Toronto í Kanda, þegar loðin skepna birtist þeim á vörubretti með nýjustu sendingunni af nuddpottum. Meira

Ritstjórnargreinar

28. október 1998 | Staksteinar | 356 orð

»Reykingar kvenna ÞRJÁR KONUR flytja á Alþingi tillögu til þingsályktunar um

ÞRJÁR KONUR flytja á Alþingi tillögu til þingsályktunar um sérstakt átak til að draga úr reykingum kvenna, sem hafa stóraukizt með tilheyrandi aukningu tóbakstengdra sjúkdóma. Í tillögunni segir m.a.: "Verði sjónum einkum beint að stúlkum og ungum konum þannig að takast megi að koma í veg fyrir að stúlkur hefji reykingar og þær sem byrjaðar eru hætti." Evrópumet í reykingum Meira
28. október 1998 | Leiðarar | 683 orð

SKRIÐUR Á SÖLU RÍKISFYRIRTÆKJA

LeiðariSKRIÐUR Á SÖLU RÍKISFYRIRTÆKJA INKAVÆÐING ríkisfyrirtækja er komin á fullan skrið og á föstudag hefst sú umfangsmesta til þessa, en þá verður boðinn út 49% hlutur í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA). Söluverðmætið er áætlað 4,7 milljarðar króna, sem þýðir, að heildarmarkaðsverð bankans er um 9,5 milljarðar. Meira

Menning

28. október 1998 | Fólk í fréttum | 258 orð

Af siðmenntuðum hundum í New York

Lives of the Monster Dogs. Hundalíf. Eftir Kirsten Bakis. 291 bls. Hodder & Stoughton, London, árið 1997. Mál og menning 1.535 krónur. ÁRIÐ er 2009. 150 "ófreskjuhundar" koma með þyrlum til New York-borgar og ætla að setjast þar að. Hundarnir ganga uppréttir og geta talað með aðstoð raddhermis sem er græddur í barka. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 262 orð

Brosið sem hvarf

Ljósmyndabók. "The End of Innocence." Lok sakleysis. Ritstjóri Liz Jobey. 268 bls. Scalo, Zurich - Berlín - New York, árið 1997. Mál og menning. 4.395 krónur. Í þessu frábæra myndasafni eru myndir frá ljósmyndadeild EMI hljómplötufyrirtækisins í London frá árunum 1959 til 1972. Deildin sá um kynningar og gerð heimildarmynda um popptónlistarfólk fyrirtækisins. Meira
28. október 1998 | Bókmenntir | 1025 orð

BÖRN TÍMANS

eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur. Forlagið, Reykjavík 1998, 300 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. HVERNIG er það líf sem einungis er lifað í núinu? Þar sem strikað er yfir fortíðina í eitt skipti fyrir öll og lífinu skipt í kafla sem hægt er að ljúka og afgreiða á þann veg að einn taki óháður við af öðrum? Er slíkt líf mögulegt eða felur það sjálfkrafa í sér andhverfu sína, Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 259 orð

Campbell krafin um himinháar skaðabætur

SVO VIRÐIST sem Fríða hafi breyst í algjöra ófreskju. Í það minnsta hefur fyrrverandi ritari fríðleikssprundsins Naomi Campbell höfðað mál gegn því upp á að minnsta kosti 140 milljónir og ber því við að hún hafi verið misnotuð af fyrirsætunni. Meira
28. október 1998 | Menningarlíf | 188 orð

Dansverkasamkeppni í Borgarleikhúsinu

ÍSLENSKI dansflokkurinn gengst fyrir dansverkasamkeppni í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Átta danshöfundar eiga verk í keppninni: Guðmundur Helgason, Jóhann Freyr Björgvinsson, Lára Stefánsdóttir, Margrét Gísladóttir, Nadia Banine, Ólöf Ingólfsdóttir, Ragna Sara Jónsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú bestu verkin, að mati dómnefndar. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 80 orð

Depardieu gæti misst heiðursorðuna

GERARD Depardieu gæti misst frönsku heiðursorðuna, sem er æðsta viðurkenning í Frakklandi, vegna ölvunaraksturs og segir hann í nýlegu viðtali: "Ég myndi skila henni með ánægju." Yfirmenn orðuveitingarnefndarinnar eru þegar farnir að leggja á ráðin um að refsa kvikmyndaleikaranum. Depardieu var sakfelldur í maí fyrir að keyra ölvaður á mótorhjóli. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 79 orð

Einstök brúða

HÉR sést leikkonan Elizabeth Taylor brosa sínu blíðasta enda er fyrir framan hana einstök brúða sem líkist leikkonunni eins og hún var fyrr á árum. Það er aðeins til ein svona brúða í heiminum og skartar hún demöntum, en eins og allir vita er Elizabeth fræg fyrir steinasöfnun sína í gegnum árin. Meira
28. október 1998 | Bókmenntir | 710 orð

Frá A til B og aftur til baka

eftir Franz Kafka, Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson þýddu, Mál og menning, Reykjavík 1998, 251 bls. Verð: 3.310 kr. TIL að komast frá A til B verður fyrst að fara helming þeirrar vegalengdar en áður þó helming þess helmings og þannig áfram útí hið óendanlega og því kemst maður aldrei til B þótt manni miði áleiðis. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 477 orð

Gerist á staðnum

SVEIM Í SVART/HVÍTU er á dagskrá Unglistar '98 í Loftkastalanum í kvöld kl. 20.30. Þá er svokölluð "ambient" tónlist leikin undir tveimur klassískum hljóðlausum myndum í svart/hvítu. Myndirnar eru Pandora's Box eftir G.W. Pabst frá árinu 1928 og frá 1924 verður sýnd kvikmyndin Siegfriedeftir meistara Fritz Lang. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 193 orð

Hefur einhver áhuga?

ÁSAKANIR á hendur Jerry Seinfeld um að ræna hug og hjarta nýgiftrar konu í blöðum vestanhafs hafa ekki rænt kappann svefni. Síðast sást til Seinfelds þar sem hann hafði leigt íþróttavöllinn Shea Stadium til að skemmta sér ásamt vinum sínum, en New York Mets lánaði Jerry völlinn síðastliðinn laugardag svo hann gæti leikið sér með bolta í góðra vina hópi. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 477 orð

Heimur ungra, hvítra karlmanna

MARGIR upprennandi rithöfundar eiga sér þann draum að komast að í Hollywood þar sem hvert handrit að bíómynd getur gefið meira í aðra hönd en flesta getur dreymt um. Nú herma nýjustu fregnir frá Hollywood að æskudýrkun draumaverksmiðjunnar sé ekki eingöngu bundin við persónur hvíta tjaldsins heldur verði höfundarnir að vera ungir að árum og helst karlkyns. Meira
28. október 1998 | Menningarlíf | 574 orð

Heitt afrískt blóð og jökulkuldi norðursins mætast

SHUTTLE Band, hljómsveit þriggja suður-afrískra tónlistarmanna og þriggja norrænna, heldur tónleika í Íslensku óperunni í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21. Þetta verða einu tónleikar hljómsveitarinnar hér á landi en þeir eru hluti af Shuttle 99, sem er stórt verkefni á sviði listamannaskipta milli Suður-Afríku og Norðurlandanna, styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 615 orð

Hermenn Spielbergs

HERSVEIT Tom Hanks í stórmynd Spielbergs "Björgun óbreytts Ryans" lendir ósjaldan í kröppum dansi. Meðlimum sveitarinnar er ætlað að vera þverskurður af þeim ungu bandarísku hermönnum sem létu lífið fjarri ættjörð sinni fyrir óljósan málstað og innblásnir af ósannfærandi hetjumóð. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 65 orð

Hitchcock á frímerki

GEFIÐ hefur verið út frímerki með Alfred Hitchcock, en 18 ár eru liðin síðan hann féll frá. Frímerkjaröðin "Goðsagnir Hollywood" hefur áður státað af Humphrey Bogart, James Dean og Marilyn Monroe. Venjulega er fólk utan Bandaríkjanna útilokað frá röðinni, en gerð var undantekning með Hitchcock vegna framlags hans til kvikmyndagerðar í Bandaríkjunum. Hann fæddist 13. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 404 orð

Í takt og trega

Fyrsti geisladiskur sveitarinnar Lo-Fi. Lo-Fi er Friðgeir Eyjólfsson sem sér um alla forritun, tölvuvinnslu og upptöku. Öll lög eru eftir Lo-Fi. Hljóðblöndun var í höndum Lo-Fi og Vigfúsar Magnússonar. Cash money brothers sáu um útgáfu en Japis dreifir. Meira
28. október 1998 | Bókmenntir | 1553 orð

Mikilvægt framlag til íslenskra lögfræðibókmennta

eftir Gunnar G. Schram. Háskólaútgáfan 1997. DR. Gunnar G. Schram prófessor er mikilvirkur höfundur lögfræðirita. Á síðustu árum hafa komið út eftir hann ritin Umhverfisréttur, mikið brautryðjandaverk, Ágrip af þjóðarétti, fyrsta rit um það efni hér á landi. Ennfremur Evrópubandalagið og Evrópska efnahagssvæðið, sem einnig mega teljast brautryðjandaverk. Meira
28. október 1998 | Menningarlíf | 159 orð

Nýjar bækur NÆTURGALINN er f

NÆTURGALINN er fyrsta skáldsaga Jóns Karls Helgasonar. Í kynningu segir: "Næturgalinn gerist á bjartri sumarnótt í Reykjavík. Höfundurinn situr við gluggann og stelst í bréfin sem gengu á milli Helga og Kristínar sumarið 1901. Meira
28. október 1998 | Kvikmyndir | 344 orð

Sjöunda hrekkjavakan

Leikstjóri Steve Miner. Handrit Robert Zarpia. Tónlist Marco Beltrani. Kvikmyndatökustjóri Daryn Okada. Aðalleikendur Jamie Lee Curtis, Adrian Arkin, Josh Hartnett, Michelle Williams, Janet Leigh, LL Cool J. 85 mín. Bandarísk. Dimension Films. 1998. Meira
28. október 1998 | Menningarlíf | 429 orð

Slá í gegn í New York

Helgi Tómasson og San Francisco ballettinn voru hlaðnir lofi í stórblaðinu New York Times í kjölfar sýningar flokksins í City Center hinn 20. þessa mánaðar. Í umfjöllun blaðsins er hátíðarsýningu ballettflokksins lýst sem því áhugaverðasta sem í boði er í danslist heimsborgarinnar og því haldið fram fullum fetum að undir stjórn Helga Tómassonar sé San Francisco ballettinn kominn í hóp fárra Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 440 orð

Truman og Carrey eiga eitt sameiginlegt

Truman og Carrey eiga eitt sameiginlegt "STUNDUM læðist að mér illur grunur og ég lít í kringum mig og velti því fyrir mér hvort einhver sé að festa mig á filmu," segir Jim Carrey í viðtali við breska kvikmyndatímaritið Empire. "Vinir mínir segja gjarnan: "Róaðu þig, það veit enginn um þig. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 173 orð

Truman vinsælastur

STÓRMYNDIN "The Truman Show" eða Truman-þátturinn fór beint í efsta sæti yfir mest sóttu kvikmyndir hérlendis um síðustu helgi þegar hún var frumsýnd. Það þurfti svo sem ekki að koma mörgum á óvart því myndin hefur fengið mikið umtal, Meira
28. október 1998 | Leiklist | 753 orð

Tsjekov, Pedersen og vaxtarbroddur leikhússins

eftir Anton Tsjekhov. Íslensk þýðing: Geir Kristjánsson. Leikgerð: Guðjón Pedersen og Hafliði Arngrímsson. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Leikarar: Egill Heiðar Anton Pálsson, Hinrik Hoe Haraldsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Kjartan Guðjónsson (gestaleikari), Laufey Brá Jónsdóttir, María Pálsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Stefán Karl Stefánsson. Meira
28. október 1998 | Menningarlíf | 211 orð

Tvennir tónleikar framundan

UNGLINGAHLJÓMSVEIT Listaskóla Stokkhólmsborgar (Stockholm Stads Kulturskolas Ungdomssinfonietta) heldur tónleika í Víðistaðakirkju í dag, miðvikudag, og í Norræna húsinu á föstudag. Í Víðiðstaðakirkju hefjast tónleikar hljómsveitarinnar og Kammersveitar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar kl. 19.30. Á efnisskránni er m.a. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 237 orð

Töfrandi konur ná ekki Gæðabæ

PLEASANTVILLE og Practical Magic voru best sóttu kvikmyndirnar í bíóhúsum vestra um síðustu helgi og munaði mjög litlu á aðsókn þeirra tveggja. "Pleasantville", sem er fyrsta kvikmynd leikstjórans Gary Ross, rétt hafði vinninginn með 9 milljón dollara hagnað um helgina, en "Practical Magic" fylgdi fast í kjölfarið með 8,8 milljón dollara hagnað. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 500 orð

Undarlegt hanastél

Magical Dust, geisladiskur hljómsveitarinnar On Earth. On Earth eru Marteinn B. Þórðarson, Sigurður Baldursson og Dan Cassidy. Öll lög á geisladisknum eru eftir On Earth. Forritun og hljóðvinnsla er í höndum Marteins Bjarnars og Sigurðar. Earth Music gefur út. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 165 orð

Villt dýr fest á filmu

NÝLEGA fór fram ljósmyndakeppni í London þar sem keppt var um bestu náttúrulífsmyndirnar í mörgum flokkum. Keppnin ber nafnið BG Wildlife Photographer of the Year 1998 og er stærsta keppni sinnar tegundar. Yfir 200 ljósmyndir bárust til keppninnar víðs vegar að úr heiminum. Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkrar af verðlaunamyndum keppninnar. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 691 orð

Vondi karlinn heillar

FRIÐRIK útskrifaðist frá Leiklistarskólanum í vor, og hefur síðan verið á fjölum Borgarleikhússins án þess að vera fastráðinn. Hann leikur nörðinn Eugene í Grease, um síðustu helgi var frumsýnt leikritið Ofanljós þar sem hann leikur átján ára drenginn Edward og um jólin verður Pétur Pan frumsýndur og þar fer Friðrik með titilhlutverkið. Meira
28. október 1998 | Fólk í fréttum | 79 orð

Þrumuskot af himnum

Í FÓTBOLTALEIK í Jóhannesarborg á sunnudaginn gerðust undur og stórmerki þegar suður- afrísku liðin Maroka Swallows og Jomo Cosmos léku á George Gohg-leikvellinum. Sex leikmenn slösuðust í leiknum en ekki voru það átökin á vellinum sem orsökuðu mannfellinn, heldur elding sem laust niður á leikvöllinn þegar liðin voru að spila. Meira
28. október 1998 | Menningarlíf | 839 orð

Ævisögur og barnabækur í öndvegi hjá Skjaldborg

ÆVISÖGUR, endurminningar og barna- og unglingabækur skipa öndvegi í útgáfu Skjaldborgar. Á kröppum öldufaldi eru viðtöl við fjóra landskunna sjósóknara sem Jón Kr. Gunnarsson skráir. Hér er rætt við fjóra kunna sjómenn, þá Gísla Jóhannesson frá Gauksstöðum í Garði, Jón Magnússon á Patreksfirði, Guðmund Árnason á Sauðárkróki og Gunnar Magnússon í Reykjavík. Meira

Umræðan

28. október 1998 | Aðsent efni | 1466 orð

Á kóðavegi og heim aftur

"SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum mun Alþingi á næstu vikum ræða frumvarp til laga sem breyta munu fyrirkomulagi kosninga á Íslandi. Hugmyndin er sú, að öllum þeim, sem ósammála eru stefnu stjórnvalda á hverjum tíma, er ætlað að sækja um kosningaleyfi til kosningastjóra ríkisins. Meira
28. október 1998 | Aðsent efni | 492 orð

Ásýndarvandi læknastéttar

MÖRGUM Íslendingum, sem búsettir eru erlendis, þykja furðu sæta fréttir að heiman af harðri andstöðu formanns Læknafélags Íslands og ýmissa forvígismanna íslenskrar læknastéttar við áform Íslenskrar erfðagreiningar hf. um risavaxið, íslenskt rannsóknarverkefni í þágu læknavísindanna. Meira
28. október 1998 | Aðsent efni | 738 orð

"EES-samningurinn og stjórnarskráin"

STEFÁN Már Stefánsson prófessor ritar grein í Mbl. 13. október sl. með þessari fyrirsögn, sem mig langar til að vekja athygli á, þótt seint sé. Hann getur álits fjögurra lögfræðinga sem komust að því að EES-samningurinn færi ekki í bága við íslensku stjórnarskrána, en hann var einn af fjórmenningunum. Meira
28. október 1998 | Aðsent efni | 150 orð

Ég mótmæli!

ÉG ER 19 ára og útskrifaðist vorið 1997 úr Öskjuhlíðarskólanum. Ég var með þroskaheftum krökkum í bekk í 11 ár. Ég vil fara í framhaldsskóla, með ófötluðum í bekk, því ég kann að lesa, skrifa og reikna. Ég vildi fara í Borgarholtsskóla og sótti um hann strax um vorið, en komst ekki inn og fékk hvergi annars staðar pláss. Ég byrjaði í Fullorðinsfræðslu fatlaðra haustið eftir. Meira
28. október 1998 | Aðsent efni | 458 orð

Í fyrsta sinn!

FYRIR ellefu árum, skömmu fyrir kosningar árið 1987, sat ég kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi. Ræða eins frummælandans, einu konunnar sem ég man eftir í ræðupúltinu, sat eftir í huga mínum þegar ég hélt heim en ræðan fjallaði um unga fólkið, framtíðina og menntun. Meira
28. október 1998 | Aðsent efni | 754 orð

Mengun hugarfarsins og búferlaflutningar

ÁRIÐ 1996 var ákveðið að skrifstofa samstarfshóps um verndun lífríkis á norðurslóðum, CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna), yrði flutt frá Ottawa í Kanada til Íslands. Íslensk stjórnvöld ákváðu að starfsemin yrði sett niður á Akureyri og starfa þar nú 2­3 starfsmenn. Meira
28. október 1998 | Aðsent efni | 575 orð

Réttarbætur fyrir fórnarlömb læknamistaka

Á SÍÐUSTU árum hefur komið skýrt í ljós að ekki eru í nægilega góðu horfi málefni þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir tímabundinni eða varanlegri örorku vegna rannsóknar eða meðferðar á sjúkrahúsi, heilsugæslustöð eða dvalarstofnun fyrir sjúklinga. Kvartað hefur verið undan seinagangi í kerfinu, erfiðleikum við að afla gagna, erfiðri sönnunaraðstöðu, lágum bótum og svo mætti lengi telja. Meira
28. október 1998 | Bréf til blaðsins | 213 orð

Steinn og Drottinn

SILJA Aðalsteinsdóttir skrifar (DV 17. okt.) um Stein Steinar í tilefni þess að hann hefði orðið níræður 13. október ef honum hefði enst aldur. Hún tilfærir eftirfarandi ljóðlínur í pistli þessum: "Þín visna hönd sem vann þér ei til matar skal velta þungum steini úr annars braut. Meira
28. október 1998 | Aðsent efni | 445 orð

Velferð frelsisins

Sjálfstæðisflokkurinn hefur á þessum áratug náð fram mikilvægustu markmiðum sínum á sviði efnahags- og atvinnumála, með frelsi, samkeppni og stöðugleika að leiðarljósi. Samfara því hefur efnahagslegt umhverfi okkar breytt um ásýnd. Munar þar mestu það frelsi sem leyst hefur haftabúskap af hólmi. Þetta hefur m.a. Meira
28. október 1998 | Aðsent efni | 1175 orð

Vinnuvernd við línulögn

Í MORGUNBLAÐINU sl. þriðjudag birtist grein eftir Guðmund Gunnarsson, formann Rafiðnaðarsambandsins, undir fyrirsögninni "opið bréf til embættismanna". Þar er að finna ásakanir í garð starfsmanna stofnana sem komið hafa að máli Technoprome export, þar á meðal Vinnueftirlits ríkisins. Meira
28. október 1998 | Aðsent efni | 558 orð

Virkjanaskrímslið

AÐ undanförnu hefur orðið vaxandi umræða um "hagnýtingu" hálendisins og þeirra auðlinda sem þar er að finna. Undirritaður hefur á síðustu tveimur áratugum notið þeirra forréttinda að ferðast talsvert um þetta hálendi, bæði sumar og vetur. Slíkt lætur fáa ósnortna sem reynt hafa. Sú víðátta, kyrrð og fegurð sem víða blasir ennþá við er nokkuð sem gefur lífinu aukna vídd og aukið gildi. Meira
28. október 1998 | Aðsent efni | 405 orð

Virkjun eða verndun hálendis

Á UNDANFÖRNUM vikum hefur verið vönduð umfjöllun um virkjanaframkvæmdir á hálendinu hér í blaðinu. Með aðstoð tölvutækni hefur okkur verið sýnt hvernig landið mun breytast við þau gríðarlega stóru uppistöðulón sem nauðsynleg eru vegna framkvæmdanna. Er stóriðjan okkur virkilega svo nauðsynleg að við þurfum að eyðileggja það sem sem eftir er af öræfum landsins til að gera hana að veruleika. Meira
28. október 1998 | Bréf til blaðsins | 312 orð

Volvo og jafnaðarstefna

VIÐ HLIÐ leiðara Morgunblaðsins 24. október sl. sem fjallar um fátækt á Íslandi birtist forkostulegt Reykjavíkurbréf. Þar hreykja höfundar sér yfir sköpunarmætti íslensku þjóðarinnar. Slíkt er ljúft að lesa en beiskur keimur fylgir þegar betur er að gáð. Meira

Minningargreinar

28. október 1998 | Minningargreinar | 281 orð

Arinbjörn Þórarinsson

Ungur maður, myndarlegur og snaggarlegur heimsækir systur sína sem var að eignast erfingja. Hann snarast inn úr dyrunum til að kíkja á þennan litla frænda sinn og þegar hann lítur hann augum viðhefur hann gamanyrði að hætti sinnar ættar, en þessir tveir menn, annar nýfæddur en hinn kominn til þroska átta sig snemma á því að þeir eru vinir og verða það til lífstíðar. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ARINBJÖRN ÞÓRARINSSON

ARINBJÖRN ÞÓRARINSSON Arinbjörn Þórarinsson var fæddur á Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi 9. janúar 1929. Hann lést á Landspítalanum 12. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 23. október. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 185 orð

Benedikt Skúlason

Látinn er hér í Kaupmannahöfn Benedikt Skúlason. Það eru um það bil 15 ár síðan ég kynntist Benna hér, og aftur seinna er hann bjó hjá mér um tíma. Síðan sá ég hann sjaldan, ekki fyrr en við urðum nágrannar og heimsótti hann mig alltaf annað slagið. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 319 orð

Benedikt Skúlason

Elsku bróðir. Þegar ég sest niður og skrifa til þín mína hinstu kveðju finnst mér skrítið til þess að hugsa að einn úr okkar stóra systkinahópi skuli ekki lengur vera á meðal okkar. Þó vissum við að hverju stefndi og þegar ég fékk fréttir af andláti þínu fylltist ég reiði og beiskju út í lífið og tilveruna. En það bráði af og minningarnar um þig, Benni minn, fóru að streyma fram. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 236 orð

Benedikt Skúlason

Mágur minn og vinur Benedikt Skúlason er látinn. Ég kynntist Benna eins og hann var ávallt kallaður í Reykjavík 1973. Við hittumst af og til en leiðir skildi um 1978. Þráðurinn var að nýju tekinn upp árið 1982 er við báðir fluttum til Kaupmannahafnar með stuttu millibili. Þá varð mér strax ljóst að Benni átti við töluverð veikindi að stríða. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 166 orð

BENEDIKT SKÚLASON

BENEDIKT SKÚLASON Benedikt Skúlason var fæddur í Reykjavík 11. janúar 1955. Hann lést 17. október síðastliðinn á Fredriksberg-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Benedikt var sonur hjónanna Skúla Benediktssonar, íslenskukennara frá Efra- Núpi í Miðfirði, f. 19.3. 1927, d. 12.1. 1986, og Rögnu Svavarsdóttur frá Akureyri, f. 5.12. 1931, d. 14.2. 1998. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 859 orð

Guðbjörg Dúa Jakobsdóttir

Til eru þeir sem ala aldur sinn fjarri fósturjörð eða fæðingarsveit en varðveita tungutak og menningu bernskuslóða betur en þeir sem aldrei fóru að heiman. Guðbjörg Jakobsdóttir, sem í dag verður jarðsungin frá Garrisonkirkju í Kaupmannahöfn, var ein þeirra. Hún var prestsdóttir frá Holti undir Eyjafjöllum, en sr. Jakob faðir hennar var einnig fyrsti skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 185 orð

GUÐBJÖRG DÚA JAKOBSDÓTTIR

GUÐBJÖRG DÚA JAKOBSDÓTTIR Guðbjörg Jakobsdóttir fæddist í Holti undir Eyjafjöllum 23. nóvember 1920. Hún lést 21. október síðastliðinn í Kaupmannahöfn. Foreldrar hennar voru Jakob Ó. Lárusson, prestur, Pálssonar hómopata, f. 7.7. 1887, d. 17.9. 1937, og kona hans Sigríður Kjartansdóttir, Einarssonar prests í Holti, f. 6.2. 1885, d. 30.7. 1960. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 220 orð

Hólmfríður Lára Þorsteinsdóttir

Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull. Nú er ég búinn að brjóta og týna. (Jónas Hallgrímsson) Elsku systir mín! Það er svo sárt að kveðja þig svona fljótt, þig sem varst aðeins 55 ára gömul og áttir eftir að gera svo margt í lífinu. Ég sakna þín mikið. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 372 orð

Hólmfríður Lára Þorsteinsdóttir

Það bar bráðan að, Lára hefur kvatt. Minning hennar er mér hugstæð þó ég hafi aðeins þekkt hana í hundrað og þrjátíu daga. Lára taldi sig hafa frá mörgu að segja ef mig vantaði efni í bók og var það fyrsta sem hún bar upp við mig í sumar. Ég bar það fljótt af mér og varð hugsað til Jobs í Jobsbók Gamla testamentisins. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 227 orð

Hólmfríður Lára Þorsteinsdóttir

Elsku Lára frænka, nú ertu frá okkur farin langt fyrir aldur fram. Enginn af okkur átti von á að veikindin þín tækju svona skamman tíma. Ég trúi því að nú sértu heil og hamingjusöm með syni þína tvo, Steina og Gunnar, þér við hlið, sem þú saknaðir og syrgðir svo mikið. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 176 orð

HÓLMFRÍÐUR LÁRA ÞORSTEINSDÓTTIR

HÓLMFRÍÐUR LÁRA ÞORSTEINSDÓTTIR Hólmfríður Lára Þorsteinsdóttir fæddist í Vorsabæ, A-Landeyjum, Rangárvallasýslu, 29. janúar 1943. Hún lést 16. október síðastliðinn á Landspítalanum. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Gunnarsson og kona hans Bergþóra Magnea Haraldsdóttir. Þau eru bæði látin. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 722 orð

Jón Óskar

Ég er meðal ykkar. Og ég horfi á mig, þar sem ég stend í dyrunum. (J.Ó.) Á Akranesi snemma árs 1933, að mig minnir, urðu fyrstu fundir og orðaskipti Jóns Óskars Ásmundssonar, þá ellefu ára, og mín, sex ára að aldri. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 1434 orð

Jón Óskar

Í ritdómi um fyrstu ljóðabók Jóns Óskars, Skrifað í vindinn, komst ég svo að orði: "Ég man ekki eftir að hafa lesið jafngóða frumsmíð eftir íslenskt ljóðskáld síðan Kvæði Snorra Hjartarsonar komu út 1944." Enga spádómsgáfu þurfti til að sjá að þar fór skáld sem setja myndi svip á þróun íslenskrar ljóðlistar næstu áratugi, entist honum líf og heilsa. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 2177 orð

Jón Óskar

Frelsi er orðið sem mér er efst í huga þegar ég færi fátæklegar línur á blað í þakklætisskyni og virðingar við minn besta vin meðal skálda og rithöfunda. Frelsi til að lifa, frelsi til að skrifa. Síðustu sólarhringa hefi ég flett verkum góðvinar míns fram og aftur: lesið ljóð hér og ljóð þar, kafla og annan úr skáldverkum hans (minningabókunum), greinar, þýðingar, smásögurnar. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 608 orð

Jón Óskar

Við kynntumst Jóni Óskari fljótlega eftir að við komum heim frá námi í útlöndum 1952 og hrifumst af sögum hans og kvæðum sem hann var að byrja að gefa út um þessar mundir. Bæði var form þeirra nýstárlegt en ekki síður boðskapurinn sem logaði af samúð með þeim sem máttu sín minna víðsvegar um heiminn. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 501 orð

JÓN ÓSKAR

JÓN ÓSKAR Jón Óskar fæddist á Akranesi 18. júlí 1921. Hann lést á heimili sínu Ljósvallagötu 32 í Reykjavík 20. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásmundur Jónsson sjómaður og rafvirki, f. 28.5. 1892, d. 11.10. 1945, og kona hans Sigurlaug Einarsdóttir húsmóðir, f. 18.6. 1890, d. 23.12. 1974. Systkini Jóns eru: Margrét, f. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 85 orð

Karólína Jóhannesdóttir

Karólína Jóhannesdóttir Nú breiðir jörðin út fannhvítan faðminn, og fegurstu stjörnur skína. Hvít og gljáandi mjöllin minnir á mjúku armana þína. Um slíkar nætur er enginn einn, sem elskar, vakir og biður. Ég heillast af lífsins tign og töfrum. Hver tilfinning mín er friður. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 236 orð

Karólína Jóhannesdóttir

Nú hefur Línu frænku verið gefin eilíf hvíld, eftir langt og blessunarríkt ævistarf og langa sjúkdómslegu. Vafalaust hefur hún þráð hvíldina þó við sem eftir sitjum söknum hennar og þess lífsmáta sem með henni er genginn. Lína frænka, móðursystir okkar, skipar mikilvægan sess í uppvexti okkar systkinanna. Mjög náið samband var milli systranna og voru þær alla tíð einlægar vinkonur. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 138 orð

Karólína Jóhannesdóttir

Þær minningar sem ég á um langömmu, eða löggu eins og ég kallaði hana iðulega, eru mér kærar. Ég man hana eins og hún var þegar amma Fríður var að setja í hana permanent í eldhúsinu í Birkilundinum eða þegar hún var að lesa fyrir mig fallegu söguna, sem Dídí frænka á, um Tuma í Álfheimum. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 256 orð

Karólína Jóhannesdóttir

Það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við setjumst niður til að votta ömmu Karólínu virðingu okkar er hugtakið gæska. Alltaf var hún þolinmóð, skammaðist aldrei, sama hversu lætin voru mikil, í mesta lagi komu frá henni blíðlegar ávítur sem við krakkarnir tókum ekki síður mark á. Amma ólst upp í Flatey og árin þar voru henni ætíð ofarlega í huga og deildi hún með okkur minningum þaðan. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 338 orð

Karólína Jóhannesdóttir

Elsku Lína-amma mín er dáin. Litla fallega amman mín með englahárið. Ein fyrsta minning mín um þig er þegar þú fórst með mig í Lystigarðinn. Sýndir mér blómin, trén, fuglana og gosbrunninn. Þú áttir nefnilega heima rétt hjá Lystigarðinum og þær voru margar ferðirnar þangað sem við fórum saman. Ég var oft hjá þér og Jóhanni afa á Eyrarlandsveginum og þaðan á ég fullt af yndislegum minningum. T.d. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 186 orð

KARÓLÍNA JÓHANNESDÓTTIR

KARÓLÍNA JÓHANNESDÓTTIR Karólína Jóhannesdóttir fæddist í Flatey á Skjálfanda 6. maí 1908. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Baldvin Jóhannes Bjarnason, hreppstjóri og kennari í Flatey, og María Gunnarsdóttir frá Vík á Flateyjardal. Systkin: Guðrún, f. 1907, d. 1970; Árni, f. 1911, d. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 174 orð

Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen

Hæ amma mín, ég veit að þú heyrir til mín. Mér fannst gaman að koma til þín á sjúkrahúsið, þú gafst mér konfektmola, því alltaf áttirðu eitthvað í skúffunni þinni. Alltaf stóð til að bjóða þér í sunnudagaskólann en núna veit ég að þú ert búin að fara þangað og ég veit að þú ert núna búin að fara upp á fjöll og sjá Höllina okkar. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 29 orð

KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR ODDSEN

KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR ODDSEN Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen var fædd 22. desember 1922. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 23. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaðakirkju 3. október. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 235 orð

Nanna Guðmundsdóttir

Hún Nanna er dáin. Fregnin barst og eitthvað slokknaði innan í mér við þessa fregn. Hún Nanna sem alltaf hafði sýnt mér svo mikla umhyggju og hafði verið mér sem móðir. Hún kom alltaf austur þegar eitthvað var að gerast í mínu lífi, kom á afmælisdaginn minn þegar ég var tíu ára og gaf mér falleg föt, sendi mér fallegar gjafir á jólum, Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 602 orð

Nanna Guðmundsdóttir

Nanna, móðursystir mín, var fædd í Ólafsvík og bjó þar fyrstu æviárin. Sjö ára gömul, skömmu eftir andlát föður síns, fluttist Nanna til Reykjavíkur ásamt móður sinni og systkinum. Tveimur árum seinna var hún send í sveit að bænum Skála undir Eyjafjöllum. Ætla má að Nönnu hafi líkað dvölin að Skála vel, þar sem vera hennar þar varð lengri en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 38 orð

NANNA GUÐMUNDSDÓTTIR

NANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Nanna Guðmundsdóttir fæddist í Ólafsvík 24. ágúst 1929. Hún lést á heimili sínu hinn 17. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafía Katrín Sveinsdóttir og Guðmundur Þórðarson skipstjóri. Útför Nönnu fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 27. október síðastliðinn. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 180 orð

Óskar Jón Sigurðsson

Mig langar að minnast afa Óskars með örfáum orðum. Við áttum margar góðar stundir saman t.d. þegar ég var lítil og við dvöldum í sumarbústað á Laugarvatni, þú hafðir alltaf tíma til að spila mínigolf og þú kenndir mér eina kapalinn sem ég kann. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 228 orð

Óskar Jón Sigurðsson

Elsku pabbi minn. Nú ertu kominn í faðminn til mömmu sem þú þráðir svo ákaft. Þín lífslöngun hvarf alveg með henni, sársauki þinn og kvalir eru horfnar og nú líður þér vel. Það var okkur öllum erfitt að Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 136 orð

Óskar Jón Sigurðsson

Kæri afi minn, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég fékk alltaf að sofa hjá þér, til dæmis í Miðvanginum og í Boðahlein, jafnvel á Hrafnistu. Alltaf var jafngaman að sofa hjá þér og ég, þú og amma spiluðum ólsen, ólsen og þið leyfðuð mér oftast að vinna og við horfðum oft á fótboltann saman. Ef það var fótbolti á virkum dögum hringdi ég í þig og hjálpaði þér að setja fótboltann á. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 384 orð

ÓSKAR JÓN SIGURÐSSON

ÓSKAR JÓN SIGURÐSSON Óskar Jón Sigurðsson fæddist á Búlandi Vestmannaeyjum 2. febrúar 1921. Hann lést í Landspítalanum 19. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason múrari fæddur 28. október 1884, dáinn 12. apríl 1959, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsmóðir, f. 27. september 1891, d. 22. nóvember 1981. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 179 orð

Sonja Hólm

Sonja Hólm hafði til að bera eftirsóknarverðan eiginleika sem ekki er öllum gefinn. Hún var samkvæm sjálfri sér. Þannig kom meitlaður vilji hennar, ákveðni og áreiðanleiki, sem gerði hana einn af hæfustu leiðsögumönnum landsins, greinilega fram eftir að hún veiktist og vitað var að hverju dró. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 933 orð

Sonja Hólm Ingimundardóttir

Hidda systir er dáin. Fáir þekktu hana undir því nafni, það voru bara við systurnar þrjár sem kölluðum hana Hiddu. Sonja var einstaklega sterkur persónuleiki, há og glæsileg með þetta mikla svarta hár; hún hafði svo sterka viðveru að hún skar sig allstaðar úr. Hún hafði mikla réttlætiskennd og sterka útgeislun, hennar skoðanir voru alltaf einstakar, oft ögrandi en alltaf kitlandi ferskar. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 383 orð

Sonja Hólm Ingimundardóttir

Kær vinkona okkar í áratugi, Sonja Hólm Ingimundardóttir, er látin langt um aldur fram. Hún virtist hraust og var full af lífskrafti alla tíð og enginn kom kjarklaus né svartsýnn af hennar fundi, því slík var staðfesta hennar og bjartsýni að hún sá nánast aldrei hindranir á leiðinni að settu marki. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 132 orð

SONJA HÓLM INGIMUNDARDÓTTIR

SONJA HÓLM INGIMUNDARDÓTTIR Sonja Hólm Ingimundardóttir fæddist í Reykjavík 3. mars 1940. Hún lést 22. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elín Hólmfreðsdóttir Líndal, f. 24.8. 1917, d. 16.11. 1984. Faðir hennar var Ingimundur Jónsson, f. 21.7. 1913, d. 13.6. 1973. Þau skildu. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 111 orð

Þórunn Sigríður Kristjánsdóttir

Elsku systir og mágkona, með söknuð í hjarta kveðjum við þig og þökkum fyrir allar góðar minningar um þig. Borgþóri manni þínum og fjölskyldu allri vottum við okkar dýpstu samúð. Verið þið sæl! Nú held ég heim, því hér er mér orðið kalt. ­ Mér er sama um borgina og blöðin og bílana ­ og þess kyns allt. Heima er miklu hreinna loft. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 507 orð

Þórunn Sigríður Kristjánsdóttir

Á fjórða tug aldarinnar bjó alþýða við lakari kjör en nú til dags. Sjávarþorpin í kring um landið fóru ekki varhluta af erfiðleikunum, bágum kjörum og atvinnuleysi. Það var því ekki létt verk að brauðfæða stóra fjölskyldu, hvað þá að veita henni önnur lífsgæði, sem í dag eru svo sjálfsögð að fólk veitir því ekki athygli. Kristján F. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 72 orð

Þórunn Sigríður Kristjánsdóttir

Hún amma okkar er dáin eftir erfið veikindi. Við viljum þakka fyrir allar góðu stundirnar okkar saman. Hún passaði okkur oft og ævinlega fannst okkur gaman. Við spiluðum Ólsen ólsen og fengum eitthvað gott að borða. Því miður fékk litla systir okkar ekki að kynnast ömmu Gógó, en hún var mikið hjá ömmu á spítalanum með mömmu. Við kveðjum þig með söknuði. Bless amma mín. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 223 orð

Þórunn Sigríður Kristjánsdóttir

Gógó mín, mig langar að þakka þér fyrir svo margt. Sérstaklega þegar þú hljópst undir bagga með að gæta Halldóru minnar á daginn á meðan við Óli vorum í vinnunni. Það var á þeim tíma er við áttum heima á Írabakkanum og þú, Borgþór og amma bjugguð á Jörfabakkanum að Halldóra fékk að vera hjá ykkur. Meira
28. október 1998 | Minningargreinar | 207 orð

ÞÓRUNN SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR

ÞÓRUNN SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Þórunn Sigríður Kristjánsdóttir fæddist í Merki í Vopnafirði 26. október 1933. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. október síðastliðinn. Þórunn var dóttir hjónanna Kristjáns F. Friðfinnssonar, f. 6.5. 1896, d. 29.2. 1952, og Jakobínu Þ. Gunnlaugsdóttur, f. 15.8. 1892, d. 3.5. 1978. Meira

Viðskipti

28. október 1998 | Viðskiptafréttir | 268 orð

Ávöxtunarkrafa hækkar

ÁVÖXTUNARKRAFA verðtryggðra skuldabréfa hefur hækkað undanfarna daga en síðan fjármálaráðherra heimilaði Lánasýslu Ríkisins hinn 15. október sl. að nota allt að tveimur milljörðum króna til þess að kaupa á markaði og innleysa spariskírteini ríkissjóðs til langs tíma, hefur ávöxtunarkrafan farið stiglækkandi. Meira
28. október 1998 | Viðskiptafréttir | 579 orð

Eignarhlutur félagsins nemur samtals 2,5%

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Brunabótafélag Íslands (EBÍ) stóð á bak við kaup Vilhjálms Bjarnasonar viðskiptafræðings á hlutafé í Landsbanka Íslands hf. í þriðja tilboðsflokki hlutafjárútboðs bankans fyrr í þessum mánuði. Eignarhaldsfélagið keypti þannig fimmtíu milljónir að nafnvirði eða 128 milljónir að markaðsvirði. Meira
28. október 1998 | Viðskiptafréttir | 628 orð

Ekki er búist við frekari lækkunum

GENGI íslensku krónunnar hefur á einni viku lækkað um rúmlega 1% og er það nú svipað og var í byrjun ársins. Seðlabankastjóri og sérfræðingar á fjármálamarkaði telja lækkunina eiga sér eðlilegar orsakir og ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. Á markaðnum er jafnvel búist við því að gengi krónunnar muni styrkjast á næstu mánuðum. Meira
28. október 1998 | Viðskiptafréttir | 244 orð

Hækkanir vegna vona um lægri vexti

VIÐSKIPTI voru lífleg á evrópskum mörkuðum í gær vegna bjartsýni á vaxtalækkanir og góðrar byrjunar í Wall Street. Í gjaldeyrisviðskiptum átti dollarinn erfitt uppdráttar í Evrópu gegn marki og jeni. Í London hækkaði FTSE 100 1,9%, eða 99,7 punkta, í 5331,2 -- hæsta gengi síðan 8. september. Meira
28. október 1998 | Viðskiptafréttir | 261 orð

Microsoft sakar Netscape um klæki

MICROSOFT hefur sakað Netscape Communications Corp. um að hafa lagt fyrir sig gildru með því að nota fund fyrirtækjanna 1995 til að afla gagna, sem bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti notað í rannsókn sinni á því hvort Microsoft bryti gegn lögum gegn hringamyndunum. Meira
28. október 1998 | Viðskiptafréttir | 291 orð

Starfsmönnum ríkisfyrirtækja boðin hagstæð kjör

FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur lagt á það áherslu þegar hún hefur komið að einkavæðingu ríkisfyrirtækja að starfsmönnum sé boðið að kaupa hlutabréf á sama gengi og almenningi en jafnframt sé þeim boðið upp á hagstæðari greiðslukjör, segir Hreinn Loftsson, formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Meira

Fastir þættir

28. október 1998 | Fastir þættir | 433 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Starf fyrir 10­12 ára börn kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða kl. 13­17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja.TTT-starf (10­12 ára) kl. 16.30. Samverustund eldri borgara kl. 14. Bænastund, veitingar. Meira
28. október 1998 | Fastir þættir | 37 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

NÚ ER lokið fjórum umferðum í aðalsveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Sigurður Steingrímsson87Vinir78Friðbjörn Guðmundsson77Guðjón Jónsson73Anna G. Nielsen71Alls taka fjórtán sveitir þátt í mótinu. Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu. Meira
28. október 1998 | Fastir þættir | 414 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Gosi e

HALLGRÍMUR Sveinsson á Hrafnseyri sendi þættinum langan pistil um Bridsfélagið Gosa á Þingeyri, en félagið varð fertugt í vetur. Hluti bréfsins fer hér á eftir: Bridsfélagið Gosi á Þingeyri í Dýrafirði er orðið fertugt, en félagið var formlega stofnað 18. marz 1958 og er ekki vitað annað en það sé elsta starfandi bridgefélag á Vestfjörðum. Stofnfélagar voru 31 talsins. Meira
28. október 1998 | Fastir þættir | 464 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Opna Kópavogsmótið, Stórmót Bridsfélags Kópavogs og Sparisjóðs Kópavogs, var haldið laugardaginn 24. október. Verðlaun hlutu: Jóhann Stefánsson ­ Guðmundur Baldursson44 Vilhjálmur Sigurðss., jr. ­ Gunnlaugur Sævarss.44 Birna Stefnisdóttir ­ Aðalsteinn Steinþórsson35 Hrólfur Hjaltason ­ Oddur Hjaltason35 Erlendur Jónsson ­ Sveinn R. Meira
28. október 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn Lára Long. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Grafarvogskirkju af sr. Vigfúsi Þór Erna Kristín Ágústsdóttir og Ólafur Már Magnússon. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
28. október 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. ágúst sl. í Víðistaðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Þórlaug Hildibrandsdóttir og Sigurður H. Svavarsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Meira
28. október 1998 | Fastir þættir | 780 orð

Góð frammistaða íslensku liðanna í Evrópukeppninni

Í fyrsta skipti tóku tvö íslensk lið þátt í Evrópukeppni taflfélaga í skák. Íslandsmeistarar Taflfélags Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir tóku um helgina þátt í undankeppninni. Liðin náðu góðum árangri, þótt sigurinn félli rússneska liðinu í skaut. Meira
28. október 1998 | Í dag | 476 orð

Góð þjónusta hjá Orkunni

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: Kæri Velvakandi. Ég verð að segja þér sögu af ótrúlegri þjónustu. Ég var að kaupa bensín á sjálfsgreiðslustöð Orkunnar við Eiðistorg, mánudaginn 19. október kl. 15.40. Þegar ég var búinn að dæla á bílinn vildi ég fá kvittun en hún kom ekki þótt ég styddi á þann takka sem vísaði til þess. Meira
28. október 1998 | Dagbók | 679 orð

Í dag er miðvikudagur 28. október, 301. dagur ársins 1998. Tveggja postulamessa.

Í dag er miðvikudagur 28. október, 301. dagur ársins 1998. Tveggja postulamessa. Orð dagsins: En hver sá, sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast. (Postulasagan 2, 21.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss og Ryuo Maru 28 fóru í gær. Meira
28. október 1998 | Fastir þættir | 729 orð

Listamenn með skoðanir Ástæðan er ekki skortur á skoðunum heldur hefur sú mynd mótast á undanförnum árum að persónulegar

RITHÖFUNDURINN og leikarinn Guðmundur Ólafsson vakti máls á því við móttöku barnabókaverðlauna Vöku-Helgafells í haust að sjaldan væri leitað álits barnabókahöfunda á málefnum líðandi stundar. Gerði hann því skóna að skoðanir barnasagnapennanna þættu litlu skipta í hinni háalvarlegu þjóðfélagsumræðu sem stöðugt viðgengst í fjölmiðlum landsins. Meira
28. október 1998 | Í dag | 25 orð

Ljósmyndarinn Lára Long. Gefin voru saman 15. ágúst í Seljakir

Ljósmyndarinn Lára Long. Gefin voru saman 15. ágúst í Seljakirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Valgerður Sigurjónsdóttir og Sigmundur Felixson. Heimili þeirra er í Dalseli 33, Reykjavík. Meira
28. október 1998 | Í dag | 433 orð

MÁTTLEYSI löggæslunnar gagnvart síendurteknum brotum á banni við áf

MÁTTLEYSI löggæslunnar gagnvart síendurteknum brotum á banni við áfengisauglýsingum hérlendis er slíkt, að það er hætt að heyra til tíðinda, þegar áfengisauglýsingar, í dulargervi eða purkunarlausar birtast í blöðum, útvarpi, sjónvarpi eða tímaritum. Meira
28. október 1998 | Í dag | 22 orð

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með hlutaveltu kr. 1.600 til styrktar Ba

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með hlutaveltu kr. 1.600 til styrktar Barnaspítala Hringsins. Þau heita Elísabet Alma Guðrúnardóttir, Trausti Atlason og Anna Guðrún Ragnarsdóttir. Meira

Íþróttir

28. október 1998 | Íþróttir | 74 orð

Axel þjálfar ÍR- stúlkur

AXEL Axelsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður í handknattleik, var í gærkvöldi ráðinn þjálfari 1. deildarliðs ÍR í handknattleik kvenna í stað Jens Gunnarssonar, sem varð að hætta sökum anna. ÍR-liðið var endurreist nú í sumar, og er hugur í forráðamönnum liðsins þrátt fyrir að fyrstu fjórir leikirnir í deildinni hafi tapast. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 333 orð

Björgvin og Kristinn báðir tveimur höggum yfir pari

BJÖRGVIN Sigurbergsson úr Keili og Kristinn G. Bjarnason úr GR hófu keppni í gær á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Það eru fjölmargir kylfingar, rétt um 600, sem reyna fyrir sér í mótinu en það fer fram á fimm völlum. Þeir félagar keppa á Perlada-vellinum á norðaustur Spáni, sem er par 72. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 129 orð

Bolton komst áfram

GUÐNI Bergsson lék að nýju með Bolton í gærkvöldi er félagið lagði Norwich í vítaspyrnukeppni í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar. Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var staðan jöfn 1:1, en Bolton hafði betur, 3:1 í vítaspyrnukeppni. Arnar Gunnlaugsson lék með Bolton, náði ekki að skora og var skipt út af fyrir Dean Holdsworth seint í framlengingunni. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 279 orð

Borðtennis Stigamót BTÍ

Stigamót BTÍ Fyrsta stigamót BTÍ, Íslandsflugsmótið fór fram um síðustu helgi. Helstu úrslit: Meistaraflokkur karla: 1. Guðmundur Stephensen, Víkingi 2. Dennis Madsen, KR 3. Ingólfur Ingólfsson, KR 4. Kjartan Briem, KR Guðmundur sigraði Dennis í mjög skemmtilegum og tilþrifamiklum úrslitaleik. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 335 orð

Dublin til Blackburn

Dion Dublin, framherjinn snjalli hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Coventry City, er að öllum líkindum á leið til Blackburn Rovers í sömu deild fyrir 790 milljónir króna. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð leikmannsins, en hann á sjálfur eftir að semja um kaup og kjör. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 271 orð

Einar Páll í Val

EINAR Páll Tómasson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður norska 1. deildarliðsins Raufoss, hefur gengið til liðs við Valsmenn. Einar Páll skrifaði undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarliðið á mánudag, en hann er öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda eftir að hafa leikið upp yngri flokka félagsins og með meistaraflokki í nokkur ár. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 175 orð

Fimmta sæti í Svíþjóð

Eva Dögg Sigurðardóttir og Gunnar Thorarensen, bæði úr Ármanni, kepptu á alþjóðlegu þolfimimóti í Svíþjóð um helgina og lentu bæði í fimmta sæti. Keppendur voru frá fimm þjóðum auk þeirra íslensku og var keppt í hópum, parakeppni, þremenningi og einstaklingskeppni. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 375 orð

Fjögur Reykjavíkurfélög sameinast um skíðaþjálfun

Fjögur íþróttafélög úr Reykjavík; ÍR, KR, Fram og Víkingur, hafa gert með sér samstarfssamning um skíðaþjálfun til næstu fimm ára. Þetta samstarf hefur haft vinnuheitið Skíðalið Reykjavíkur og er í samráði við Skíðaráð Reykjavíkur. Það munu allir keppa undir sínu félagsmerki í mótum hér innan héraðs en undir nafni Reykjavíkur á mótum á landsvísu. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 870 orð

Guðjón og Guðni með 50% árangur

Guðjón Þórðarson og Guðni Kjartansson eru einu landsliðsþjálfarar Íslands í knattspyrnu sem hafa náð 50% árangri með landsliðið fyrir utan Joe Devene, sem stjórnaði liðinu einu sinni og fagnaði sigri í eina landsleiknum 1949. Síðan Tony Knapp tók við stjórn liðsins 1974 hafa 11 þjálfarar verið með liðið í samtals 191 landsleik. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 29 orð

Í kvöld Handknattleikur

Handknattleikur 1. deild karla Ásgarður:Stjarnan - HK20 Kaplakriki:FH - KA20.30 Selfoss:Selfoss - ÍBV20 Seltjn.:Grótta/KR - Haukar20 Valsheimili:Valur - ÍR20.30 Varmá:Afturelding - Fram20 1. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 14 orð

Íshokkí NHL-deildin

Íshokkí NHL-deildin Toronto - Pittsburgh0:2 Colorado - Phoenix1:5 Ameríski fótboltinn NFL-deildin Kansas City - P Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 131 orð

JAVIER Clemente, fyrrverandi land

JAVIER Clemente, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar í knattspyrnu, hefur tekið við stjórninni hjá Real Betis, en hann er fjórði þjálfari liðsins frá lok liðins tímabils. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 105 orð

O'Meara kylfingur ársins

BANDARÍSKI kylfingurinn Mark O'Meara hefur verið útnefndur kylfingur ársins af PGA ­ heimssamtökum atvinnukylfinga. Útnefningin er enn ein skrautfjöðrin í hatt O'Mearas, því velgengni hans á árinu hefur verið með ólíkindum og honum tókst m.a. að sigra bæði á breska og bandaríska meistaramótinu. O'Meara hlaut alls 130 stig. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 203 orð

PETER Böve, þjálfara hollens

PETER Böve, þjálfara hollenska liðsins RKC Waalwijk, hefur verið sagt upp störfum vegna lélegs árangur liðsins í 1. deildinni. Liðið er í neðsta sæti eftir tíu umferðir, hefur gert þrjú jafntefli en tapað öðrum leikjum. Ton Verkerk, aðstoðarþjálfari, mun taka við liðinu þar til nýr þjálfari verður ráðinn. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 91 orð

Prímakov hyggst lækka skatta

JEVGENÍ Prímakov, forsætisráðherra Rússlands, boðaði í gær lækkun skatta til að lífga við iðnað í landinu. Hann sagði jafnframt að ríkið hefði mikilvægu hlutverki að gegna við stjórn efnahagsmála og bætti því við að hinn frjálsi markaður væri alls ekki sú töfralausn sem menn vildu vera láta. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 853 orð

Prófraun þegar Afturelding mætir Fram

"MÉR finnst Íslandsmótið hafa farið vel af stað, keppnin er jöfn og skemmtileg þar sem liðin hafa verið að reyta stig hvert af öðru og ekkert þeirra hefur tekið afgerandi forystu," segir Gunnar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og þjálfari kvennaliðs Gróttu/KR í 1. deild. Í kvöld hefst keppni á nýjan leik í 1. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 499 orð

Stóðhestar Denver komnir á siglingu

STÓÐHESTARNIR frá Denver hafa sýnt í undanförnum leikjum að ekki verður auðvelt að taka af þeim meistaratitilinn. Liðið hefur unnið alla sjö leiki sína og virðist vera í sérflokki ásamt víkingunum frá Minnesota það sem af er. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 116 orð

Viktor stóð sig vel

VIKTOR Kristmannsson, 14 ára fimleikamaður úr Gerplu, sigraði á tveimur áhöldum á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í Danmörku um helgina. Viktor hlaut 8,875 stig fyrir æfingar sínar á bogahesti og sigraði og það gerði hann einnig á tvíslánni, hlaut 8,625 stig. Auk gullverðlauna á fyrrgreindum áhöldum komst hann í úrslit í hringjum og á svifrá. Meira
28. október 1998 | Íþróttir | 122 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

28. október 1998 | Úr verinu | 49 orð

350.000 FYRIR FISKINN

SKIPVERJAR á Bjarna Ólafssyni AK fengu þrjá túnfiska í flottrollið nýlega, þegar þeir voru á kolmunnaveiðum fyrir austan. Þetta voru vænir fiskar og hér er Torfi Þórarinsson með einn þeirra, sem vóg 250 kíló og var seldur frystur til Japan fyrir 1.400 krónur kílóið, eða 350.000 krónur. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 165 orð

Afkastamikill frystibúnaður

ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Sólbakki ehf. í Keflavík hefur undirritað kaupsamning við Kælismiðjuna Frost hf. um kaup á öllum kæli- og frystibúnaði fyrir nýsmíði félagsins í Kína. Mjög öflugt frystikerfi af fullkomnustu gerð er frá Sabroe og er það hannað fyrir sjálfvirka plötufrysta, frystilest skipsins, sjókælikerfi og fyrir ísframleiðslu um borð. Kælimiðill er ammoníak. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 1563 orð

Efla færni íslenskra skipstjórnarmanna

Skipstjórnarnám hefur verið í endurskoðun á undanförnum misserum. Í haust hóf sjávarútvegsbraut göngu sína við Stýrimannaskólann og sex framhaldsskóla um allt land. Víðir Sigurðsson, skólameistari Stýrimannaskólans, sagði Þórunni Sveinbjarnardóttur frá nýbreytni í skipstjórnarnámi og nauðsyn þess að efla færni og þekkingu íslenskra skipstjórnarmanna. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 31 orð

Efni Viðtal 3 Hilmar Daníelsson framkvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norðurlands Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna

Hilmar Daníelsson framkvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norðurlands Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Menntun 5 Skipstjórnarnám gert aðgengilegra og samræmt áfangakerfinu Markaðsmál 6 Eystrasaltsríkin farin að laga sig að markaðskerfinu Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 141 orð

Eistar veiða minna af fiski

FISKAFLI Eistlands hefur minnkað mikið undanfarin ár og á það einkum við um veiðar á fjarlægari slóðum. Úthafsflotinn veiddi um 230.000 tonn árið 1991 en nú er afli þessa flota kominn niður í 34.700 tonn. Þessi floti hefur nú verið einkavæddur og um leið hefur skipunum fækkað úr 75 í 31 frá 1991 til 1996. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 85 orð

Enn engin aukning

AFLAHEIMILDIR til þorskveiða á St. Lawrence-flóa við austurströnd Kanada verða ekki auknar, að sögn Davids Andersons sjávarútvegsráðherra, en stjórnin leyfði veiði 3.000 tonna af þorski í flóanum á þessu ári. Sérfræðingar telja auknar veiðar geta stöðvað eðlilegan viðgang þorskstofna, sem ekki hafa náð sömu stærð og áður en veiði var bönnuð á St. Lawrence-flóa árið 1993. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 912 orð

Eystrasaltsríkin farin að laga sig að markaðskerfinu

UMSKIPTIN, sem orðið hafa í Eystrasaltslöndunum, frá miðstýrðum áætlunarbúskap yfir í markaðsbúskap, hafa leitt til þess, að verulega hefur fækkað í fiskiskipaflotanum og veiðin dregist mikið saman. Eftir sem áður eru sjávarútvegur og fiskiðnaður mikilvægar atvinnugreinar í öllum löndunum þremur og að undanförnu hefur útflutningur frá þeim heldur verið að aukast. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 1210 orð

Herja í austurveg

Eftir að ÍS var keypt út úr Fiskmiðlun Norðurlands hefur verið unnið að endurmati á starfsemi fyrirtækisins sem hingað til hefur sérhæft sig í útflutningi þorskhausa til Nígeríu. Stefnan hefur verið sett á viðskipti við Rússland og alþjóðleg viðskipti með sjávarafurðir, Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 156 orð

Kvótalitlir sameinast

HAGSMUNASAMTÖK útgerðarmanna kvótalítilla skipa voru stofnuð á Hótel Loftleiðum á sunnudag. Á stofnfundinum voru lögð fram drög að reglum samtakanna og farið yfir markmið þeirra. Félagar í samtökunum eru útgerðarmenn sem stundað hafa veiðar í atvinnuskyni en hafa ekki nægan kvóta til að stunda veiðarnar án flutnings aflaheimilda. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 114 orð

KYNNISFERÐ TIL MEXÍKÓ

ÚTFLUTNINGSRÁÐ skipuleggur ferð til Mazatlán í Mexíkó, í samstarfi við J. Hinriksson og Netagerð Vestfjarða, 18.-25. nóvember nk. Tilgangur ferðarinnar er m.a. að kynna forráðmönnum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hvaða möguleikar eru til rekstrar í Mazatlán, sem er umsvifamikill útgerðarstaður í Sinaloa-fylki á Kyrrahafsströnd Mexíkó. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 802 orð

Miklir nýir möguleikar í samskiptum milli skipa

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Netverk hf. hefur hannað búnað til að bæta samskipti við skip í gegnum gervihnött. Hugbúnaðurinn gerir skipum kleift að vera í lifandi sambandi hvar og hvenær sem er með mun minni tilkostnaði en áður. Þá býður hann upp á ótal möguleika í rekstri og öryggi fiskiskipa, sem og persónulegum samskiptum skipverja við fjölskyldur sínar í landi. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 182 orð

Mun minni afli Eystrasaltsríkja

FISKAFLI Eystrasaltsríkjanna hefur farið minnkandi á undanförnum árum eða frá því Sovétríkin leystust upp. Við það hafa veiðar á úthöfunum dregizt verulega saman, en afli í Eystrasalti aukizt að sama skapi. Lettar eru mesta fiskveiðiþjóðin af löndunum þremur, en árið 1996 veiddu þeir um 143.000 tonn. Það skiptist nokkurn veginn jafnt milli veiða í Eystrasalti og á fjarlægari slóðum. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 259 orð

Norðmenn auka veiðar á hvölum

ÞEGAR litið er á tölur sumarsins yfir hvalaskoðun og hvalveiðar í Noregi, kemur í ljós umtalsverð aukning í báðum atvinnugreinum. "Tölurnar segja það sem segja þarf. Hvalveiðar og hvalaskoðun þrífast ágætlega hlið við hlið sem tvær mikilvægar atvinnugreinar," segir Sveinn Guðmundsson, upplýsingafulltrúi High North Alliance. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 140 orð

NÝTT SKIP TIL FÁSKRÚÐSFJARÐAR

NÝTT skip hefur bæst í fiskiskipaflota Fáskrúðsfirðinga og hefur nýja skipið hlotið nafnið Hoffell SU. Skipið er smíðað í Hollandi árið 1981 og er 792 brúttótonn. Skipið var lengt árið 1992 og er um 53 metra langt. Þá var aðalvél skipsins einnig endurnýjuð, sem er MAK, 2.940 kílóvött. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 186 orð

Ólafur sér um upplýsingarnar

ÓLAFUR Þór Jóhannsson hefur unnið hjá SÍF frá því í apríl 1996 sem forstöðumaður upplýsingamála, En hann er kynntur lesendum nýjasta fréttabréfs SÍF, Saltaranum. Ólafur er fæddur á Hólum í Laugarnesi en er alinn upp í austurbæ Reykjavíkur. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 121 orð

Pungar á markaði

Á ÍSLANDSMARKAÐI hf. í Reykjavík kennir ýmissa grasa. Auk hefðbundinna fisktegunda má bjóða í svínalundir og -hryggi, svo að dæmi séu tekin, og hefur mátt kaupa hrútspunga í þessum mánuði. Að sögn Andrésar Helga Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Íslandsmarkaðar, hefur framboð kjötafurða verið nokkuð stöðugt á markaðnum í rúmt ár. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 308 orð

Seldu fiskafurðir fyrir milljarð í september

LIÐINN septembermánuður er sá söluhæsti í sögu Gelmer SA Iceland Seafood í Frakklandi og nam söluaukningin tæpum 30% borið saman við september 1997. Aukin sala sjávarafurða fyrirtækisins nam 7% fyrstu níu mánuði þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 189 orð

Sævar endurkjörinn

ÞRÍR nýir fulltrúar voru kosnir í Sambandsstjórn Sjómannasambands Íslands til næstu tveggja ára á aðalfundi SSÍ, sem nýlokið er. Það eru Bergur Þorkelsson, Reykjavík, Jóhannes Ragnarsson, Reykjavík og Kristján Gunnarsson, Keflavík. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 468 orð

Tregari loðnuveiði

FJÖLDI skipa er nú á loðnumiðunum austur af Langanesi en þrjú skip fengu þar góðan afla fyrir síðustu helgi. Slæmt veður hefur verið á þessum slóðum síðustu daga og skipin ekkert getað aðhafst fyrr en í fyrrinótt. Birgir Sigurðsson, stýrimaður á Berki NK, sagði í spjalli við Verið í gærmorgun að lítið hefði komið upp úr krafsinu, aðeins um 150 tonn í þremur köstum. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 211 orð

Umhverfisstefna og menntamálin rædd

AÐALFUNDUR Landssambands íslenskra útgerðarmanna verður haldinn dagana 29.­30. október nk. í Súlnasal Hótels Sögu. Fundurinn hefst á morgun, fimmtudag, kl. 14 með ræðu formanns LÍÚ, Kristjáns Ragnarssonar, og ávarpi Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 414 orð

Vilja skapa "eðlilegan" rekstrargrundvöll á ný

HAGSMUNASAMTÖK útgerðarmanna kvótalítilla skipa voru stofnuð á Hótel Loftleiðum á sunnudag. Á stofnfundinum voru lögð fram drög að reglum samtakanna og farið yfir markmið þeirra. Félagar í samtökunum eru útgerðarmenn sem stundað hafa veiðar í atvinnuskyni en hafa ekki nægan kvóta til að stunda veiðarnar án flutnings aflaheimilda. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 620 orð

"Þarf að styrkja landvinnsluna"

VEIK staða landvinnslunnar og verðmyndun á fiski undir áhrifum kvótakerfisins var til umræðu á opnum fundi Samtaka fiskvinnslu án útgerðar sem haldin var í tengslum við aðalfund samtakanna á föstudag. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á fiskveiðistjórnunarkerfið og létu fundarmenn í ljós áhyggjur af sífellt minna framboði af fiski fyrir fiskvinnslu í landi. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 319 orð

Þorskfille "provencale"

NÚ LEGGUR Smári Valtýr Sæbjörnsson lesendum Versins til uppskrift að þorski á suðrænan hátt. Þorskurinn hefur ekki verið vinsæll til matreiðslu hér heima nema saltaður og siginn fyrr á tímum. Við höfum lengst af tekið ýsuna fram yfir þorskinn og selt þann gula úr landi. Meira
28. október 1998 | Úr verinu | 197 orð

ÞRJÚÞÚSUND SKOÐUÐU SKIPIN

FJÖLDI fólks þáði boð útgerðarmanna í Reykjavík um að skoða skip og kynna sér starfsemi tengda sjávarútvegi á laugardag. Tvö af stærri skipum íslenska fiskiskipaflotans, Pétur Jónsson RE og Þerney RE, voru þá til sýnis fyrir almenning, fyrirtæki og stofnanir kynntu starfsemi sína, auk þess sem boðið var upp á léttar veitingar og skemmtiatriði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.