Greinar laugardaginn 31. október 1998

Forsíða

31. október 1998 | Forsíða | 137 orð

Arafat ræðir öryggisráðstafanir

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, átti í gær fund með öryggisráðgjöfum sínum til að ræða aðgerðir til að stemma stigu við hermdarverkum íslamskra öfgamanna, í kjölfar sprengjutilræðis á Gaza-svæðinu á fimmtudag. Meira
31. október 1998 | Forsíða | 297 orð

Jákvæð viðbrögð á mörkuðunum

GENGI hlutabréfa á Wall Street í Bandaríkjunum tók kipp í gær eftir að nýjar spár sýndu viðunandi efnahagsstöðu og eftir að sjö helstu iðnríki heims (G7) kynntu samkomulag sem þau hafa komist að um aðgerðir í efnahagsmálum, sem ætlað er að styrkja stöðu alheimsfjármálakerfisins og binda þannig enda á efnahagsöngþveitið sem óttast hefur verið að gæti orðið að alheimskreppu. Meira
31. október 1998 | Forsíða | 156 orð

Spænskur dómstóll gefur grænt ljós

ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Madríd á Spáni hafnaði í gær þeim rökum spænskra ríkissaksóknara að dómarinn Baltasar Garzon hefði engan rétt til að rannsaka ódæðisverk sem framin voru í valdatíð Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile. Meira
31. október 1998 | Forsíða | 580 orð

Svíar syrgja 60 ungmenni eftir bruna

SVÍÞJÓÐ er í dag mörkuð sorg eftir að 60 ungmenni á aldrinum þrettán ára til þrítugs létust í bruna samkomuhúss í Gautaborg. Vildi lögregla þar ekki láta neitt uppi um eldsupptök í gærkvöldi, en eftir því sem leið á daginn dró úr getgátum um íkveikju. Meira

Fréttir

31. október 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

25 starfsmönnum veðdeildarinnar sagt upp

LANDSBANKI Íslands hefur sagt upp 25 starfsmönnum veðdeildar bankans við Suðurlandsbraut, en veðdeildin hefur um langt árabil annast ýmsa þjónustu við Húsnæðisstofnun ríkisins. Í frétt frá Landsbanka Íslands kemur fram að Húsnæðisstofnun verði lögð niður frá og með áramótum og Íbúðalánasjóður taki við stjórn húsnæðismála. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Allir eiga að vera dýravinir

GREINILEGT er að drápið á þvottabirninum frá Kanada í vikubyrjun hefur vakið hörð viðbrögð. Þrír ungir drengir komu á ritstjórnina í gær og báðu blaðið að birta bréf sem þeir höfðu skrifað í tilefni af þessum atburði. Með fylgdi teiknimynd af þvottabirninum. Bréfið er svohljóðandi: "Við erum bekkjarbræður í 4. bekk í Langholtsskóla. Meira
31. október 1998 | Erlendar fréttir | 173 orð

Allt að 50 hafa farist

FELLIBYLURINN Mitch, sem hefur valdið allt að 50 dauðsföllum í Mið-Ameríku, var í gær skilgreindur sem hitabeltisstormur og óveðrið hélt áfram að valda flóðum og skriðuföllum á stóru svæði. Vindhraðinn hafði minnkað í 64 km á klst. í gær en var 295 km þegar hann var mestur fyrr í vikunni. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Athugasemd við grein

ATHUGASEMDIR vegna greinar Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, í Morgunblaðinu 30. október 1998: "Við viljum leiðrétta misskilning greinarhöfundar þegar hann segir að sýslumaðurinn í Hafnarfirði eigi bróður í ábyrgðarstöðu hjá ÍSAL. Meðal 510 starfsmanna ÍSAL á sýslumaðurinn í Hafnarfirði engan bróður. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

Baðhúsið ehf. og Seljahlíð stóðust gæðakröfur

VATNSSÝNI úr heitum pottum á dvalarheimili aldraðra við Seljahlíð og í Baðhúsi ehf. í Brautarholti voru einu staðirnir sem stóðust gæðakröfur við prófun Hollustuverndar ríkisins á vatni úr heitum pottum hjá nokkrum líkamsræktarstöðvum í Reykjavík í byrjun október. Sex staðir stóðust ekki kröfur en nöfn allra staðanna fengust í gær hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 538 orð

Barnahús tekið formlega í notkun

BARNAHÚS var fomlega tekið í notkun í gær. Markmið með opnun hússins er að bæta aðstoð og þjónustu við börn sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Í húsinu verður faglegt samstarf þeirra sem bera ábyrgð á vinnslu og úrlausn kynferðisbrotamála. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Barnfóstrunámskeið hjá RKÍ

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands gengst fyrir barnfóstrunámskeiði fyrir nemendur fædda 1984­1986. Markmiðið er að þátttakendur fái aukna þekkingu á börnum og umhverfi þeirra og öðlist þannig aukið öryggi við barnagæslu, sgeir í fréttatilkynningu. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

Bastesen fær ekki að heimsækja Keikó

STEINAR Bastesen, þingmaður á norska stórþinginu og fyrrverandi hvalveiðimaður, fær ekki leyfi hjá Free Willy-Keikó samtökunum til að fara og skoða Keikó í kvínni í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Hallur Hallsson, fulltrúi samtakanna á Íslandi, segir að samtökin vilji ekki blanda sér í umræðuna um það hvort Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á ný eða ekki. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Benedikt Sveinsson tekur við stjórn

BENEDIKT Sveinsson, forstjóri Íslenskra sjávarafurða hf. (ÍS), mun á næstunni flytja vestur um haf og taka við yfirstjórn Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtækis ÍS í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um tímabundna ákvörðun að ræða og hefur verið ákveðið að stjórnarformaður ÍS, Hermann Hansson, taki að sér aukin verkefni í fjarveru Benedikts. Meira
31. október 1998 | Erlendar fréttir | 220 orð

Bættum stjórnarháttum heitið

FORSETI slóvakíska þingsins skipaði í gær nýja ríkisstjórn, sem hefur heitið því að standa að miklum umskiptum í landinu í því skyni að koma því sem fyrst aftur í fremstu röð þeirra ríkja sem bíða aðildar að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópusambandinu (ESB). Meira
31. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Dröfn sýnir í Svartfugli

DRÖFN Guðmundsdóttir myndhöggvari opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Svartfugli á morgun, laugardaginn 31. október. Hún sýnir verk unnin i gler og kallar sýninguna Land -s- lag. Sýningin stendur til 15. október næstkomandi og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. Dröfn er ein af listakonunum sem sýndu verk sín í galleríinu í síðasta mánuði. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Dönsk barnamynd í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga. 1. nóvember verður danska stuttmyndin Hvernig við eignuðumst nágranna eða "Hvordan vi fik vores naboer" sýnd kl. 14. Í fréttatilkynningu segir að myndin sé eldfjörug leikin dönsk mynd um venjulega fjölskyldu sem bregður sér í sjóræningjagervi og tekur fátæka ferðamenn höndum. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Ð2.000 m útivistarverslun

EINAR Sigfússon eigandi Sportkringlunnar ehf. og eigendur Þors ehf. hyggjast opna nýja 2.000- 2.200 fermetra útivistarverslun í tengibyggingu Kringlunnar sem fyrirhugað er að taka í notkun næsta haust. Það er einkahlutafélagið Dalir sem stendur að rekstri nýju verslunarinnar en félagið er í eigu ofangreindra aðila. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Eigendaskipti á Stíl

NÝVERIÐ tók Steinunn Björnsdóttir við rekstri kvenfataverslunarinnar Stíls á Skólavörðustíg 4a, Reykjavík, af þeim Elínu Sigurgeirsdóttur og Vigdísi Bjarnadóttur. Verslunin Stíll hefur verið rekin sl. 12 ár og þar af sl. 5 ár á Skólavörðustíg 4a þar sem verslunin verður áfram til húsa. Verslunin selur fatnað fyrir konur frá 25 ára aldri. Meira
31. október 1998 | Miðopna | 1508 orð

Einstæðri framkvæmd lýkur

Mikil saga liggur að baki vegarins yfir Gilsfjörð sem opnaður var formlega fyrir almennri umferð í gær og framkvæmdin er um margt sérstök. Helgi Bjarnason stiklar á stóru um sögu undirbúnings og framkvæmda. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 187 orð

Engar greiðslur hafa borist FÉLÖGIN tíu, sem léku í efstu deild karla í knattspyrnu á síðustu leiktíð, hafa enn ekkert fengið

FÉLÖGIN tíu, sem léku í efstu deild karla í knattspyrnu á síðustu leiktíð, hafa enn ekkert fengið greitt fyrir sjónvarpsréttinn sem seldur var þýska fyrirtækinu UFA sl. vor. Fyrsta greiðslan af þremur átti að koma í júlí. Nemur heildarskuld UFA við félögin um 15 milljónum króna. Meira
31. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 122 orð

Fagnar áliti nefndar um lífskjör bænda

STJÓRN Búnaðarsambands Eyjafjarðar fjallaði á fundi í vikunni um álit nefndar landbúnaðarráðherra um úttekt á lífskjörum bænda í hefðbundnum landbúnaði 1989 til 1996 og var í megindráttum sammála niðurstöðum hennar þótt nokkur atriði þættu orka tvímælis. Fagnaði stjórnin áliti nefndarinnar um lífskjör bænda. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 243 orð

Fjölmennt þing Iðnnemasambandsins

56. ÞINGI Iðnnemasambands Íslands lauk sunnudaginn 25. október sl. Þingið stóð í þrjá daga og sóttu það fjölmargir iðn- og starfsnámsnemar víðsvegar af landinu. Helstu umfjöllunarefni að þessu sinni voru að vanda málefni iðnnema, menntamál og kjaramál. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Fjölskyldudagar á Miðbakkanum

FJÖLSKYLDUDAGUR verður haldinn á Miðbakka í dag, laugardag, þar sem ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar verður gert fyrir fjölskylduna. Um síðustu helgi var árabáturinn, eimreiðin og leiktækin tekin í hús fyrir veturinn. Botndýrin úr höfninni eru ekki lengur höfð að staðaldri í grunna bakkanum vegna frosthættu en áfram verður hægt að sjá þau í sælífskerunum ásamt þörungagróðri. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Fjölskyldudagur í Gjábakka

HINN árlegi Fjölskyldudagur verður í Gjábakka laugardaginn 31. október. Á Fjölskyldudegi í Gjábakka, sem er félagsheimili eldri borgara í Kópavogi, hefur skapast sú hefð að bjóða með sér börnum sínum, barnabörnum, öðrum ættingjum og vinum, segir í fréttatilkynningu. Meira
31. október 1998 | Miðopna | 764 orð

Fordæmi Norðurlandaþjóða mikilvægt

UMBOÐSMENN barna á Norðurlöndum héldu árlegan samráðsfund í Reykjavík í gær og fyrradag. Fundurinn er sá fjórði sem haldinn hefur verið frá því til þeirra var stofnað árið 1995. Fundinn sátu, auk Þórhildar Líndal, umboðsmanns barna á Íslandi, umboðsmenn barna í Svíþjóð og Noregi, þau Louise Sylwander og Trond Waage, og formaður Barnaráðs í Danmörku, Per Schultz Jörgensen. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fuglaskoðun við Hvaleyralón

FUGLAVERNDARFÉLAG Íslands stendur fyrir vettvangsfræðslu og fuglaskoðun við Hvaleyralón í Hafnarfirði á morgun kl. 11­13. Safnast verður saman við dælustöðina á nýja hafnargarðinum, framkvæmdir skoðaðar og athugað hvernig fuglalíf þróast og dafnar samhliða þessum miklu framkvæmdum. Við Hvaleyrarlón má oft sjá ýmsar tegundir af vaðfuglum, máfum og öndum auk skarfa á veturna. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Harður árekstur á Miklubraut

ÞRÍR voru fluttir á slysadeild eftir allharða aftanákeyrslu á Miklubrautinni milli Réttarholtsvegar og Grensásvegar kl. 21 í gærkvöld. Meiðsli hinna slösuðu voru þó ekki alvarleg, að sögn lögreglu. Slysið vildi til með þeim hætti að ekið var aftan á kyrrstæða bensínlausa bifreið, sem stóð á Miklubrautinni. Báðar bifreiðarnar skemmdust mikið og þurfti að draga þær burt með kranabíl. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Haustþing svæðafélaga KÍ

SVÆÐAFÉLÖG Kennarasambands Íslands í Reykjavík og á Reykjanesi halda sameiginlegt haustþing á Hótel Loftleiðum laugardaginn 31. október frá kl. 10­16. Á þinginu verða fyrirlestrar um ýmis efni. Óðinn Pétur Vigfússon, kennari, fjallar um ímynd kennara, Herdís Egilsdóttir, kennari, um 40 ára kennsluferil sinn og Ólafur Guðmundsson, skólastjóri, um samhæfða skólastefnu o.fl. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Hrina árekstra í Reykjavík

Á ANNAN tug árekstra voru tilkynntir til lögreglunnar í Reykjavík eftir kl. 14 í gær. Flestir voru minniháttar og gat lögreglan sér til um að orsaka væri að leita í vondum birtuskilyrðum, þar sem sólin blindar ökumenn auðveldlega nú þegar hún er lágt á lofti. Kl. 10.20 varð harður árekstur á gatnamótum Egilsgötu og Snorrabrautar. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Iðnó án opinberra styrkja ­ Athugasemd

LEIKHÚSSTJÓRI Loftkastalans hefur undanfarna daga kvartað sáran í fjölmiðlum vegna þess sem hann telur vera styrkveitingar Reykjavíkurborgar til Leikfélags Íslands sem rekur menningarstarfsemi í Iðnó. Leikhússtjórinn telur að 11 milljónum hafi verið veitt í styrk til Leikfélagsins í formi sviðsbúnaðar. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Indversk tónlist í FÍH-salnum

Á VEGUM verkefnisins Tónlist fyrir alla, verða tónleikar í FÍH-salnum, Rauðagerði 27, í dag, laugardag, kl. 17.30. Á tónleikunum koma fram sarodleikarinn Bruce Hamm, tablatrommuleikarinn Steingrímur Guðmundsson og rafbassaleikarinn Birgir Bragason. Á efnisskránni verður frumsamin tónlist þar sem byggt er á samruna indverskrar, íslenskrar og evrópskrar hefðar. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 876 orð

Í fyrsta sinn sem erlend olíufélög sýna áhuga

BANDARÍSKT olíufélag hefur lýst áhuga á að kanna gögn Orkustofnunar með það í huga að hefja olíuleit innan lögsögu Íslands ef gögnin gefa tilefni til þess, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Þá hefur evrópskt olíufélag einnig lýst áhuga sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent olíufélag sýnir rannsóknagögnum Orkustofnunar áhuga. Meira
31. október 1998 | Erlendar fréttir | 196 orð

Jeltsín á heilsuhæli

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hélt í gær til hvíldardvalar á heilsuhæli við Svartahaf, eftir að hafa átt fund með Jevgení Prímakov forsætisráðherra, að því er embættismenn í Kreml greindu frá. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Jólamerki Thorvaldsensfélagsins komin

arappJÓLAMERKI Thorvaldsensfélagsins eru nú komin. Um áratuga skeið hafa jólamerki Thorvaldsensfélagsins sett svip sinn á jólapóst landsmanna og hafa margir af þekktustu myndlistarmönnum landsins lagt félaginu lið við gerð jólamerkjanna. Að þessu sinni prýðir mynd Sigrúnar Eldjárn "Jólin nálgast" merki félagsins. Allur ágóði af sölu merkjanna fer, eins og áður, til styrktar börnum. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð

Kaupfélagi Eyfirðinga breytt í fjögur hlutafélög

REKSTUR Kaupfélags Eyfirðinga verður færður yfir í nokkur hlutafélög og samþykkti stjórn KEA í gær að fela Eiríki S. Jóhannssyni kaupfélagsstjóra að vinna að þessum breytingum. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar KEA, segir þetta mestu stefnumarkandi ákvörðun sem tekin hefur verið varðandi félagið frá árinu 1906 þegar horfið var frá pöntunarfélagsforminu. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Kirkju- og kaffisöludagur Húnvetningafélagsins

HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ verður með messu og kaffisölu sunnudaginn 1. nóvember í Kópavogskirkju. Messan hefst kl. 14 og verður prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson og organisti er Þorvaldur Björnsson. Margir leikmenn taka þátt í messunni. Eyjólfur R. Meira
31. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 435 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili kl. 11 á morgun, opið hús frá kl. 10.30 til 12. Guðþjónusta kl. 11, útvarpsguðsþjónusta, látinna minnst. Kór Akureyrarkirkju syngur. Biblíulestur í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar á mánudagskvöld, sálmur 80 lesin og íhugaður með yfirskriftinni: Fyrirbænir og þakklæti. Mömmumorgunn í Safnaðarheimili frá 10 til 12 á miðvikudag. Meira
31. október 1998 | Erlendar fréttir | 593 orð

Kjósa Bandaríkjamenn um afstöðu til forsetans? Bandaríska þjóðin gengur að kjörborðinu á þriðjudaginn og velur sér m.a. þingmenn

KOSNINGARNAR á þriðjudag eru margþættar og misjafnt eftir ríkjum um hversu mörg embætti er kosið. Að þessu sinni verður kosið um öll 435 sæti fulltrúadeildar þingsins, 34 sæti öldungadeildarinnar, 36 ríkisstjórar verða valdir auk þess sem 46 ríki af 50 kjósa í æðstu stöður stjórnsýslu sinnar. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Kosið verður 8. maí nk.

KOSIÐ verður til Alþingis 8. maí nk. Þegar stjórnskipunarlögum var breytt árið 1995 samþykkti Alþingi bráðabirgðaákvæði þar sem segir að kjósa skuli annan laugardag í maí árið 1999 hafi þing ekki verið rofið áður. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 1231 orð

Kvennalistakonur taka ákvörðun í dag um þátttöku

Nokkur óvissa ríkir um niðurstöðu landsfundar Kvennalistans í samfylkingarmálum í dag en síðdegis er stefnt að endanlegri ákvörðun um hvort Kvennalistinn eigi að taka þátt í sameiginlegu framboði. Meiri líkur virðast þó á því að þær samþykki að ganga til liðs við samfylkinguna. Arna Schramkynnti sér stöðuna í samfylkingarmálum. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Leiðrétting

Í GREIN frá Sjómannafélagi Reykjavíkur í Morgunblaðinu sl. föstudag urðu þau mistök að því var haldið fram að bróðir sýslumannsins í Hafnarfirði gegndi ábyrgðarstöðu hjá Íslenska álfélaginu hf. Þetta er rangt og var byggt á röngum upplýsingum. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

Leiðrétt tafla

Leiðrétt tafla VEGNA mistaka birtust rangar tölur í töflu með úttekt um deilu meinatækna í blaðinu s.l. fimmtudag. Hér birtist taflan rétt um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 314 orð

Miðlun gerir athugasemd við 118

MIÐLUN ehf. hefur sent Samkeppnisstofnun erindi þar sem gerðar eru athugasemdir við rekstur Landssímans á upplýsingaþjónustunni 118. Miðlun telur að Landssíminn veiti þar margvíslegar aðrar upplýsingar en um símanúmer og heimilisföng. Einnig gerir fyrirtækið athugasemd við söfnun net- og veffanga Landssímans á vefrænni símaskrá fyrirtækisins. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Mígreni í erfðarannsóknir?

MÍGRENISAMTÖKIN halda fræðslufund í Gerðubergi, Breiðholti, næstkomandi þriðjudagskvöld 3. nóvember kl. 20. Fyrirlesari er dr. Kári Stefánsson. Hann mun fjalla um spurninguna hvort mígreni eigi erindi í erfðarannsóknir. Mígrensamtökin eru tuttugu ára á þessu ári. Af því tilefni er unnið að afmælisblaði sem verður kynnt á fundinum, svo og starfsemi félagsins. Meira
31. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Námstefna á Akureyri

NÁMSTEFNA Skólastjórafélags Íslands verður haldin á Akureyri dagana 6. til 8. nóvember næstkomandi. Viðfangsefni námstefnunnar eru tvö. Hið fyrra er: Tími til stjórnunar ­ sjálfstæði skóla. Erindi flytja Hegle Vreim formaður norska skólastjórafélagsins og dr. Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri Reykjavíkur. Meira
31. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 648 orð

Nokkur hlutafélög stofnuð um reksturinn

STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga samþykkti á fundi í gær að færa rekstur félagsins inn í nokkur hlutafélög og hefur Eiríki S. Jóhannssyni kaupfélagsstjóra verið falið að vinna að því. Hlutafélögin verða til að byrja með að fullu í eigu Kaupfélags Eyfirðinga, sem áfram verður rekið sem samvinnufélag, en síðar er gert ráð fyrir að félög í skyldum rekstri geti komið til samstarfs við hlutafélögin. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ný heimasíða fyrir menntamálaráðuneytið

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur tekið í notkun nýja og aðgengilegri heimasíðu þar sem meðal annars birtast úrskurðir og svör ráðuneytisins við erindum og allt útgefið efni þess. Stefnt er að því að hægt verði að fylla út umsóknir um styrki eða annað sem sótt er um til ráðuneytisins á vefnum. Björn Þór Jónsson tölvunarfræðinemi hefur unnið að hönnun nýju heimasíðunnar. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Ný stjórn BHM kjörin á aukaaðalfundi

NÝ stjórn Bandalags háskólamanna var kjörin á aukaaðalfundi bandalagsins sem haldinn var í Hlégarði í Mosfellsbæ í gær. Til fundarins var boðað vegna samstarfsörðugleika í fráfarandi stjórn og var samkomulag um að enginn úr fyrri stjórn gæfi kost á sér í nýju stjórnina. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð

Rammasamningur um hugbúnaðarnámskeið

PRENTTÆKNISTOFNUN og Ríkiskaup undirrituðu nýlega rammasamning um hugbúnaðarnámskeið. Samningurinn felur í sér afslátt til þeirra ríkisfyrirtækja sem eiga aðild að rammasamningnum, segir í fréttatilkynningu. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Ráðstefna um nýjung í loftræstingu

RÁÐSTEFNA um nýjung í loftræstingu atvinnuhúsnæðis, svo sem skrifstofu- og verslunarhúsnæðis og skóla, verður í dag, laugardaginn 31. október. Ráðstefnan sem er á vegum Lagnafélags Íslands og verður haldin í fyrirlestrasal Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7, klukkan 14. Meira
31. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Reyklaust í Hagkaup

HAGKAUP á Akureyri verður reyklaus vinnustaður frá 1. nóvember. Vakin er athygli á þessu í frétt frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis, en þar kemur fram að ánægjulegt sé að þessi ákvörðun hafi verið tekin á svo fjölmennum vinnustað. Hagkaup á Akureyri bætist þar með í hóp þeirra fyrirtækja sem velja það að vera reyklaus. Meira
31. október 1998 | Erlendar fréttir | 258 orð

Rongji bindur vonir við Evrópumyntina

ZHU Rongji, forsætisráðherra Kína, tjáði Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), í gær að kínversk stjórnvöld byndu "miklar vonir við stöðugleika" hinnar sameiginlegu Evrópumyntar, evrósins. Santer er nú í sex daga opinberri heimsókn í Kína, en það er í fyrsta sinn sem forseti framkvæmdastjórnar ESB fer í slíka heimsókn frá því árið 1985. Meira
31. október 1998 | Erlendar fréttir | 1187 orð

"Salurinn eins og sprengja hafi sprungið" Fréttin um brunann barst hratt um hverfið og fólk streymdi að þar sem björgunarmenn

"HVAÐ gerir maður? Það eru engar reglur til að fara eftir við svona aðstæður", segir Sten Schääf björgunarmaður í samtali við fréttamenn, en hann var einn þeirra fyrstu sem komu að brennandi samkomustaðnum í Hisinge í Gautaborg. Það fer tvennum sögum af aðkomunni á staðnum. Meira
31. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Samið við Sjóvá-Almennar

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti í gær að ganga til samninga við Sjóvá-Almennar tryggingar hf. um vátryggingar fyrir Akureyrarbæ, stofnanir hans og fyrirtæki. Alls bárust 6 tilboð í vátryggingar fyrir Akureyrarbæ, en tilboð voru opnuð í síðustu viku. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Samstarf við skoska háskóla undirbúið

FORNLEIFASTOFNUN Íslands gengst um helgina fyrir samræðum íslenskra og skoskra fornleifafræðinga um samstarf stofnunarinnar við fjóra háskóla í Skotlandi. Stofnunin hefur nú fengið nýtt húsnæði til afnota, á Bárugötu 3 í Reykjavík. Meira
31. október 1998 | Erlendar fréttir | 249 orð

Serbar sagðir hafa gert árásir á þorpsbúa

SERBNESKAR hersveitir drápu þorpsbúa í Kosovo og kveiktu í húsum þeirra fyrr í vikunni, þrátt fyrir loforð Slobodans Milosevic Júgóslavíuforseta um brottflutning herliðs úr héraðinu, að því er frönsk læknasamtök greindu frá í gær. Meira
31. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Sérútbúinn hnakkur til kennslu

ÞROSKAHJÁLP á Norðurlandi eystra hefur fært Fullorðinsfræðslu fatlaðra á Akureyri sérútbúinn hnakk vegna kennslu fatlaðra í námstilboði sem kallað er: Jafnvægis- og líkamsþjálfun á hestbaki. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Skýringa endurbyggingarnefndar óskað

BORGARRÁÐ hefur óskað eftir skýringum frá endurbyggingarnefnd Iðnó á því hverju sæti að kostnaður við bygginguna hefur farið um fjörutíu milljónir króna fram úr áætlunum og hvers vegna ekki hafi verið leitað eftir fjárveitingu frá borgarráði þegar ljóst var að kostnaðurinn yrði umfram áætlanir. Meira
31. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 165 orð

Spænsk kvikmynd í Borgarbíói

KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar sýnir nú um helgina spænsku kvikmyndina Kvikt hold, nýjustu mynd hins rómaða leikstjóra Pedros Almodóvars en hann skrifaði einnig handritið eftir sögu Ruth Rendell. Almodóvar á að baki margverðlaunar myndir eins og Konur á barmi taugaáfalls, Bittu mig, elskaðu mig og Kika. Myndin Kvikt hold er sýnd sunnudaginn sunnudaginn 1. nóvember kl. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð

Starfsmaður brenndist mjög illa

STARFSMAÐUR Rafveitu Akureyrar brenndist illa á höndum og í andliti er skammhlaup varð í spennistöð sem maðurinn var að vinna í sl. fimmtudag. Starfsmaðurinn, Jósep Sigurjónsson, var að vinna við tengingu á 11.000 volta streng og við skammhlaupið varð sprenging með miklum blossa og hita og kastaðist Jósep til vegna þrýstingsins. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Söfnunarátak til stuðnings

KOMIÐ er að söfnunarátaki til stuðnings garðinum Skrúði á Núpi, viðhaldi og endurnýjun. "Von stjórnar framkvæmdasjóðs Skrúðs er sú að sem flestir leggi þessu máli lið með því að rita nafn sitt í Hollvinaskrá Skrúðs og sýni á þann hátt brautryðjendunum þakklæti sitt. Meira
31. október 1998 | Erlendar fréttir | 680 orð

Tutu varar við harðstjórn

DESMOND Tutu erkibiskup, formaður Sannleiks- og sáttanefndarinnar í Suður-Afríku, hvatti í gær alla íbúa landsins til að sætta sig við niðurstöður nefndarinnar, sem birtar voru í 3.500 síðna skýrslu í fyrradag, þótt ýmsar afhjúpanir hennar væru sársaukafullar fyrir þjóðina. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 265 orð

Tvö erlend olíufélög sýna áhuga á olíuleit

TVÖ erlend olíufélög hafa sent stjórnvöldum erindi þar sem þau lýsa yfir áhuga á því að kanna til hlítar líkur á því að olía finnist innan íslenskrar lögsögu. Annað fyrirtækið er lítið, bandarískt olíufélag, en hitt er evrópskt. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa fulltrúar bandaríska olíufélagsins komið hingað til lands til undirbúnings sínu erindi. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Umdæmi Læknavaktarinnar stækkar

LÆKNAVAKTIN s.f. mun frá 1. nóvember nk. kl. 00.00, reka vaktþjónustu heimilislækna utan dagvinnutíma allt árið um kring fyrir þjónustusvæði heilsugæsluumdæmanna í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Hafnarfirði. Á vakttíma mun læknavaktin sinna móttöku frá kl. 17.00-23.00 alla virka daga og 09.00-23.30 um helgar og frídaga. Símaráðgjöf og vitjunum verður sinnt frá kl. 17. Meira
31. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Útilistaverk sett upp í Belgíu

ÚTILISTAVERK eftir Alexöndru Cool og Sólveigu Baldursdóttur myndhöggvara á Akureyri var sett upp í Vollezele rétt utan við Brussel í Belgíu í ágúst síðastliðnum. Verkið er unnið í belgískan stein og samanstendur af fjórum súlum, sem hver um sig er tveir metrar á hæð auk steinborðs og bekkja. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 1551 orð

Varalögreglustjóri fær rík ítök í daglegri stjórnun Í SKÝRSLU VSÓ Ráðgjafar um stjórnskipulag lögreglustjóraembættisins í

Nýtt skipurit, sem dómsmálaráðherra sagðist í gær stefna að að tæki gildi í upphafi næsta árs, gerir ráð fyrir að varalögreglustjóri beri að mestu ábyrgð á daglegum rekstri lögreglustjóraembættisins en að lögreglustjórinn sinni stefnumörkun, markmiðssetningu og þróunarvinnu, jafnframt því sem lögreglustjóri og varalögreglustjóri verði hvor um sig staðgengill hins. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 351 orð

Varalögreglustjóri fær veigamikið hlutverk

STEFNT er að því að nýtt skipurit lögreglustjóraembættisins í Reykjavík taki gildi um næstu áramót. Samkvæmt því verður varalögreglustjóra falið veigamikið hlutverk við daglegan rekstur embættisins en lögreglustjóranum verður einkum ætlað að sinna stefnumótun og þróunarstarfi. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 713 orð

Veglegir tónleikar á 30 ára afmæli

Selkórinn syngur með SinfóníunniVeglegir tónleikar á 30 ára afmæli Selkórinn heldur tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Langholtskirkju kl. 17 í dag. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 216 orð

Vegurinn um Gilsfjörð opnaður

Vegurinn um Gilsfjörð opnaður HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra opnaði í gær veginn yfir Gilsfjörð, milli Vesturlands og Vestfjarða, til almennrar umferðar með formlegum hætti. Framkvæmdum við þessa mestu vegsjávarfyllingu landsins er nú að ljúka en vegurinn hefur verið opinn umferð flesta daga í rúmt ár. Meira
31. október 1998 | Erlendar fréttir | 166 orð

Viagra fyrir konur sem karla

NORSKA lyfjaeftirlitið hefur samþykkt, að getuleysislyfið Viagra fari á markað í Noregi og verður það fáanlegt fljótlega eftir áramót. Það verður hins vegar ekki aðeins ætlað karlmönnum, heldur konum líka. Meira
31. október 1998 | Erlendar fréttir | 324 orð

"Yndislegt í þyngdarleysinu"

BANDARÍSKA geimferjan Discovery var á braut um jörðu í gær og gekk allt að óskum hjá öldunngum John Glenn og hinum sex í áhöfninni. Ætluðu íbúar borgarinnar Perth í Ástralíu að minna hann á frægðarförina 1962 með því að hafa öll ljós logandi er hann brunaði yfir borgina að næturlagi eins og þeir gerðu fyrir 36 árum. Meira
31. október 1998 | Innlendar fréttir | 242 orð

Öflugt eftirlit hérlendis

REGLULEGT eldvarnaeftirlit er öllum atvinnubyggingum og samkomuhúsum hérlendis. Bjarni Kjartansson, umsjónarmaður Eldvarna, segir að öflugasta eftirlitið sé hins vegar með skemmtistöðum. Hann kveðst ekki sjá ástæðu til gagngerrar úttektar á þessum málum þegar hann var inntur eftir því hvort hinn hörmulegi bruni á skemmtistað í Gautaborg í fyrradag ýtti undir slíka úttekt. Meira
31. október 1998 | Óflokkað efni | 34 orð

(fyrirsögn vantar)

FORMANNAFUNDUR Verkamannasambands Íslands sem haldinn var á Akureyri í vikunni, lýsir í ályktun um kjaramál, vanþóknun sinni á því misgengi sem átt hefur sér stað í launaþróun og réttindamálum einstakra hópa launafólks í þjóðfélaginu Meira

Ritstjórnargreinar

31. október 1998 | Staksteinar | 427 orð

»Er það ekki sérkennilegt? "EINS lengi og elstu menn muna, þá hefur krafa um ú

"EINS lengi og elstu menn muna, þá hefur krafa um úrbætur í samgöngumálum á Vestjörðum verið uppi á borðinu. Vestfirðingum hefur þótt miða vægast sagt hægt í þeim málum, þó ekki sé verið að lasta það sem gert hefur verið." Þannig hefst leiðari Vestra, sem gefinn er út á Ísafirði. Meira

Menning

31. október 1998 | Fólk í fréttum | 556 orð

Afmilljónaðir Íslendingar

ÍSLENSKA þjóðfélagið býður sjónvörpunum þremur upp á harða samkeppni. Að vísu sækja sjónvörpin mikið af dagskárefni sínu til þjóðfélagsins, eins og efnið í "Enn eina stöðina" eða eintal Marteins Mosdals, sem gæti verið skemmtilegra af því hann er nú einu sinni einn af okkar allra bestu grínköllum ásamt þeim stöðvarköllum. Meira
31. október 1998 | Margmiðlun | 897 orð

Denni í tímaflakki á skjánum

TÍMAFLAKKARINN heitir leikur sem Dímon hugbúnaðarhús sendir á markað á næstu dögum. Leikurinn hefur verið kallaður fyrsti íslenski ævintýraleikurinn, en hann er grafískur að allri gerð og byggist á að stýra persónum um skjáborðið, safna hlutum og leysa þrautir. Meira
31. október 1998 | Fólk í fréttum | 630 orð

Fönkið er eitrað

"BANDIÐ er eiginlega tveggja ára. Við kölluðum okkur Mími og kepptum í Músíktilraunum, þar sem við fengum verðlaun fyrir gítarleik, hljómborðsleik og bassaleik. Eftir það gerðist ósköp lítið hjá Mími, þar til fyrir nokkrum mánuðum að fönkkóngurinn Fíri kom og sagði okkar að hætta að spila "fusion" tónlist, eða bræðing, og snúa okkur að fönkinu. Meira
31. október 1998 | Fólk í fréttum | 669 orð

Hélt ekki vatni yfir útkomunni

Næturlífið í Reykjavík er skoðað með augum Páls Óskars Hjálmtýssonar sem er óborganlegur í helsta stjörnuhlutverki myndarinnar Popps í Reykjavík. Pétur Blöndal talaði við hann m.a. um öfund, kynlíf, fyllirí, hneykslun og frægð. Meira
31. október 1998 | Fólk í fréttum | 117 orð

Hrekkjavaka í MH

HREKKJAVAKA hélt innreið sína í Menntaskólann í Hamrahlíð á fimmtudag þegar leiklistarfélagið í skólanum stóð fyrir uppákomu á léttu nótunum. "Það var fargað svolítið miklu af nautsblóði, innmat, lifur og allskyns viðbjóði," segir Ketill Gunnarsson, forseti Nemendafélagsins. Meira
31. október 1998 | Fólk í fréttum | 568 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Bíórásin8.00 og 20.00 Svefninn (Sleeper, '73) Woody Allen, í einni af fyrstu myndum sínum, vaknar árið 2273 í eftir tveggja alda mók í hraðfrystinum. Allt er breytt, föðurlandið orðið einræðisríki. Styðst mikið við látbragðsleik, brandararnir fáskipaðri en venjulega. Skemmtileg engu að síður. Meira
31. október 1998 | Margmiðlun | 327 orð

Nóg af vondum köllum til að drepa (aftur)

Medievil, leikur fyrir PlayStation frá SCEE Cambridge. Sony Computer Entertainment Europe gefur út. SONY GAF nýlega út leikinn Medievil. Medievil er svokallaður Platform-leikur í fullri þrívídd þar sem spilendur berjast við óvini af mörgum gerðum. Meira
31. október 1998 | Fólk í fréttum | 619 orð

Skapandi verkefni góð leið til útrásar

"VIÐ HÖFUM lagt áherslu á að virkja ungt fólk til umræðu um eiturlyf með því að standa fyrir skapandi verkefnum og búa þannig til umræðugrundvöll," segir Gyða Sigríður Björnsdóttir sem ásamt Höskuldi Schram hefur stýrt átaki á vegum Hins hússins og Íslands án eiturlyfja. Helsti styrktaraðili er Eimskipafélag Íslands. Bjarga fólki úr sjónum Meira
31. október 1998 | Menningarlíf | 299 orð

SKÁLDSAGA FRÍÐU Á. Á TÉKKNESKU

SKÁLDSAGA Fríðu Á. Sigurðardóttur, Meðan nóttin líður, kom fyrir skömmu út í Tékklandi í þýðingu Helenu Kadeckovu, í útgáfu Mlada Fronta-forlagsins. Bókin var tilnefnd til tékkneskra verðlauna sem besta erlenda þýðingin. Sonnettur Shakespeares vann með eins atkvæðis mun en ákveðið var að saga Fríðu fengi sérstök aukaaðalverðlaun, segir í fréttatilkynningu. Meira
31. október 1998 | Fólk í fréttum | 388 orð

Stressandi að sitja með hljómsveitunum

"ÉG ER mjög ánægður með viðtökurnar," segir Ágúst Jakobsson leikstjóri myndarinnar Popp í Reykjavík. "Ég var afar stressaður yfir því að hafa allar hljómsveitirnar á frumsýningunni. Þarna voru allir aðalleikararnir, ef svo má segja, en myndin virtist koma þeim flestum skemmtilega á óvart. Ég veit ekki hverju fólk átti von á," segir hann og hlær. Meira
31. október 1998 | Fólk í fréttum | 98 orð

Svipt titlinum

LEJLA Sehovic er ekki glöð á svip enda lítil ástæða til þess. Hún var kjörin Ungfrú Króatía í fegurðarsamkeppni á dögunum, en var svipt titlinum í Zagreb á sunnudaginn var. Lejla er af múslimaættum og telur hún það ástæðuna fyrir því að hún var svipt titlinum. Meira
31. október 1998 | Fólk í fréttum | 49 orð

Tveir sköllóttir

FRANSKI landsliðsmaðurinn Frank Leboeuf virðist vera búinn að jafna sig eftir jafnteflið við Íslendingana. Að minnsta kosti brá hann á leik og stillti sér upp með grasker fyrir ljósmyndara á æfingu með Chelsea í gærmorgun. Var það í tilefni af hrekkjavökuhátíðahöldunum sem hefjast í Frakklandi í dag. Meira
31. október 1998 | Fólk í fréttum | 842 orð

Víkingasveitin hélt að sér höndum

"MENN voru eitthvað að tala um að lögreglan hefði komið," segir Barði Jóhannsson aðspurður um frumsýningarpartíið í nýja kvikmyndaverinu í Loftkastalanum. "Það var samt ekkert ofbeldi," bætir hann við og hlær. "Það var ekki eins og víkingasveitin hefði mætt með reyksprengjur og úða." Hann bætir við með ótuktarsvip: "Það hefði nú verið hressandi samt. Meira

Umræðan

31. október 1998 | Aðsent efni | 685 orð

Að aflífa trúnaðarmann

FORSTÖÐUMAÐUR Vinnueftirlits ríkisins sendir mér svargrein í Morgunblaðið nýlega. Þar tekst honum í mjög löngu máli að komast hjá því að svara einu einasta af þeim atriðum sem ég hef ásakað hann og stofnun hans um og afgreiðir það sem ég hef sagt um þetta á yfirlætisfullan hátt að þar sé ég að ausa skömmum yfir fólk. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 1170 orð

Atvinnumál farmanna

AÐ UNDANFÖRNU hefir nokkuð verið fjallað um málefni íslenskra farmanna í fjölmiðlum. Að mínu viti hefir sú umfjöllun verið of takmörkuð við einstaka þætti þess vandamáls sem farmenn standa frammi fyrir í atvinnulegu tilliti. Í upphafi er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þeirri óheillaþróun sem orðið hefir í atvinnumálum farmannastéttarinnar á þessum áratug, t.d. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 740 orð

Bjarni Hafþór ­ ekki meir, ekki meir

ENN og aftur þeysist Bjarni Hafþór fram á ritvöllinn, líklega til að sannfæra landslýð enn betur um ágæti þeirrar tilhögunar sem er höfð varðandi kvótamálin. Miðvikudaginn 21. október er hann bjartsýnn og brattur, horfir fram á betri tíma, hann segir að vaxandi sátt sé um sjávarútveginn og nú sé betri tíð með blóm í haga. Meira
31. október 1998 | Bréf til blaðsins | 351 orð

Bændur gerðir að þrælum

ORÐIÐ góðæri lætur illa í eyrum í landi, þar sem heil stétt er þrælkuð. Þrælahald hefur verið fordæmt um allan hinn siðmenntaða heim en nú undir lok tuttugustu aldarinnar viðgengst það hér á Íslandi. Eða hvað er hægt að kalla það annað að bændur eru neyddir til að selja vörur sínar á svo lágu verði að einn fjórði hluti þeirra lifir undir fátæktarmörkum en hinn hlutinn rétt dregur fram lífið. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 464 orð

Fáein orð um virkjanir og verndun hálendis Við þurfum ekki að "eyðileg

AÐ UNDANFÖRNU hafa orðið allmiklar umræður í blöðum um virkjanir á hálendinu. Það er vissulega af hinu góða því þar er á ferðinni stórmál sem þörf er á að ræða vandlega. Vissulega fylgja vatnsaflsvirkjunum ýmiss konar óæskileg umhverfisáhrif, en það á ekki síður við um aðrar vinnsluaðferðir raforku. Því má ekki gleyma. Yfirleitt hefur mér fundist það helsti gallinn á umræðunni hversu þröng hún er. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 531 orð

Framfarir og árangur

SÍÐUSTU tvö kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft ríkisstjórnarforystu. Þetta hefur verið eitt mesta framfaraskeið sem íslensk þjóð hefur lifað. Ekkert bendir til annars en að svo megi verða áfram ef þess er gætt að haldið sé á málum af sömu festu og ábyrgð og verið hefur í stjórnartíð flokksins. Það þarf ekki að fara langt aftur í tímann til að allt önnur mynd blasi við. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 402 orð

Gunnar Birgisson í 11. sæti

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið skipaði í ársbyrjun 1996 nefnd til að gera tillögur um hvernig væri unnt að standa að forgangsröðun í heilbrigðismálum. Í nefndinni sátu sex fulltrúar frá stjórnmálaflokkunum, fimm fulltrúar frá heilbrigðisþjónustunni, einn fulltrúi frá Neytendasamtökunum og einn fulltrúi frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, auk landlæknis sem var formaður nefndarinnar. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 1144 orð

Herör gegn þjóðarböli ­ Fíkniefni burt úr þjóðfélaginu

EINN mesti vágestur í íslenzku þjóðfélagi um þessar mundir er návist fíkniefnanna. Þessi plága teygir anga sína um allt samfélagið og skilur eftir sig dauða og tortímingu, örkuml og gapandi sár. Og helst þar sem mestur er skaðinn ­ hjá unga fólkinu okkar. Þessi plága er að verða alvarlegri með hverjum deginum sem líður. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 706 orð

Mengun hugarfarsins eða jafnvægi hugans

KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri okkar á Akureyri, skrifaði hugleiðingu um búferlaflutninga og mengun hugarfarsins í Morgunblaðið sl. þriðjudag (28. október). Tilefnið er viðtal við Snorra Baldursson líffræðing um starfsemi skrifstofu samstarfshóps um verndun lífríkis á norðurslóðum (skammstöfun á ensku er CAFF) en Snorri hefur verið framkvæmdastjóri þessarar skrifstofu sl. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 411 orð

Nám á nýrri öld

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands og Hollvinasamtök Háskóla Íslands hafa ráðist í söfnunarátak með það að markmiði að vekja athygli á slæmum tölvuskorti Háskólans og að safna tölvum, forritum og öðrum tölvutengdum búnaði. Ástæðan er einföld. Tölvukostur Háskóla Íslands er í dag orðinn það lakur að við óbreytt ástand verður ekki unað. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 2083 orð

Nokkur atriði um rannsókn Geirfinnsmálsins

UMRÆÐAN um svokallað Geirfinns- og Guðmundarmál hefur nú aftur skotið upp kollinum. Annars vegar er þar um að ræða kröfu um að fá endurupptekinn dóm Hæstaréttar í málinu og hins vegar beiðni um að rannsakað verði og upplýst hvernig staðið hafi verið að gerð leirmyndar og hver hafi verið tildrögin að því að Magnús Leópoldsson og þrír aðrir menn voru hnepptir í gæsluvarðhald. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 863 orð

Persónuupplýsingar söluvara

HEILBRIGÐISUPPLÝSINGUM hefur verið deilt með fyrirtækjum sem engin ástæða er til að fái slíkar upplýsingar. Á vinnustöðum eru settar upp myndbandsupptökuvélar til að fylgjast með starfsmönnum, tölvupóstur er lesinn og símtöl hleruð. Fyrirtæki draga saman upplýsingar um fjárhagsstöðu og persónuupplýsingar og selja óviðkomandi aðilum, oft án vitundar eða leyfis viðkomandi einstaklinga. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 1354 orð

Rannsóknir í herkví hagsmuna?

ÞAÐ ERU þekkt sannindi að valdhafar allra tíma hafa reynt með ýmsum ráðum að hafa áhrif á skoðanir vísindamanna, þekkingarleit þeirra og rannsóknaniðurstöður. Fyrir aðeins fáum árum viðurkenndi t.d. kaþólska kirkjan formlega, að jörðin væri hnöttótt og snérist í kring um sólu, andstætt því sem valdhafar hennar héldu fram af mikilli hörku fyrr á öldum. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 618 orð

Samgöngubætur í Reykjaneskjördæmi

MÁLEFNALEG barátta fyrir bættum samgöngum er mikilvæg því gott vegasamband er undirstaða atvinnulífs og byggðarlaga. Greiðir flutningar hráefnis, aðfanga og afurða, og aðgangur fólks og fyrirtækja að þjónustu, vörum og markaði er grundvöllur þróttmikillar atvinnustarfsemi, góðra lífskjara og blómlegs mannlífs. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 296 orð

Sterkan leiðtoga í fyrsta sætið

PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið 14. nóvember nk. þar sem kjósendum gefst tækifæri til að velja framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Leiðtogi flokksins í Reykjanesi, Ólafur G. Einarsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram og því verður að velja flokknum nýjan foringja. Gunnar I. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 795 orð

Til sjávar og sveita

Á SÍÐUSTU árum hefur margt farið á verri veg í stjórn landsins. Sú glansmynd sem stjórnarherrarnir reyna af alefli að bregða upp fyrir væntanlega kjósendur er ákaflega brothætt sem kemur sér fremur illa fyrir þá þar sem nú líður að alþingiskosningum. Meira
31. október 1998 | Bréf til blaðsins | 371 orð

Umferðarhraði og fleira

TVÖ BRÉF Guðvarðar Jónssonar í Morgunblaðinu nýlega vöktu athygli mína. Vil ég þakka honum fyrir þau og tel af eigin reynslu að það sem hann lýsir sé rétt, því miður. Ég er víst einn af "sleðunum" í umferðinni sem stundum er á minnst því að ég er yfirleitt á löglegum hraða, en alloft undir hámarkshraða þegar aðstæður, svo sem, beygjur, brekkur, mjóar brýr, veður, birta, búfé í nánd o.m.fl. Meira
31. október 1998 | Aðsent efni | 1587 orð

Öldin okkar

NÚ SKRÁMIR mér ljós nokkurt fyrir augum, sagði karlinn, og var þetta fyrirboði trúskiptanna. Árið 2000 er framundan. Ritað stendur um trú, von og kærleik. Íslendingar tóku trú árið 1000, eiga von 2000, kærleikurinn verður vonandi kominn 3000. Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár. Óðinn og Þór ekki viðurkenndir lengur. Snorri goði var klár maður og þó gat hann litlu spáð um næstu 1000 árin. Meira

Minningargreinar

31. október 1998 | Minningargreinar | 228 orð

Björgvin Guðlaugsson

Kæri afi, ég trúi ekki enn að þú sért farinn. Við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Ég ætlaði að bjóða þér með mér sem siðgæðisverði til Þýskalands á næsta ári til að sjá tilvonandi barnabarnabarn þitt, og hitta konuna sem sendi þér ástarbréfið sem ég þýddi fyrir þig! Það var svo gaman þegar þú komst fyrir jólin í fyrra, þegar ég var nýbúin að eignast smá hvolp. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 102 orð

Björgvin Guðlaugsson

Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði og trega, nú ertu allt í einu farinn, en við munum geyma minningu þína í hjarta okkar. Minningu um alla bíltúrana sem við fórum, stoppuðum á fallegum stað og fengum okkur kók og póló. Þegar þú passaðir okkur og söngst fyrir okkur Lúlla bía, þegar við fórum að sofa. Elsku afi, nú ertu kominn til guðs á himnum þar sem amma tekur á móti þér. Við söknum þín. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 48 orð

Björgvin Guðlaugsson

Björgvin Guðlaugsson Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (H. Pétursson.) Elsku afi, hvíl í friði. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 56 orð

Björgvin Guðlaugsson

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku langafi, megi guð og englar geyma þig. Þín langafabörn Birgitta Rós, Sigvaldi Aron, Ragnhildur Birta og Hildur Ýr. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 166 orð

Björgvin Guðlaugsson

Hann afi okkar er dáinn, hann sem alltaf var svo hress og kátur að maður bjóst ekki við að þú færir svona fljótt til ömmu í himnaríki. Þótt þú gengir ekki heill til skógar var þetta mjög mikil sorgarfrétt. Núna þegar við komum austur til mömmu og pabba kemur þú ekki til að hitta okkur og langafabörnin sem þú gafst þér svo mikinn tíma til að tala við. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 286 orð

Björgvin Guðlaugsson

Elsku pabbi minn, allt í einu er komið að kveðjustund. Margar ljúfar minningar leita á hugann. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Þegar ég nú minnist þín koma fram í hugann minningar frá æsku minni og uppvaxtaárum, um allar góðu stundirnar okkar saman, Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 222 orð

BJÖRGVIN GUÐLAUGSSON

BJÖRGVIN GUÐLAUGSSON Björgvin Guðlaugsson frá Lynghaga fæddist í Reykjavík 22. desember 1923, en fluttist að Giljum í Hvolhreppi 1927. Hann lést 17. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaugur Bjarnason, f. 18.8. 1889, d. 15.4. 1984, og Láretta Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 11.5. 1894, d. 19.9. 1978. Systkini hans eru: 1) Sigmar, f. 1922, d. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 348 orð

Hallfríður Stefanía Axelsdóttir

Látin er tengdamóðir mín Stefanía Axelsdóttir og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Um 1925 fluttist Stefanía ásamt foreldrum og systkinum að Stóragerði í Hörgárdal. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 188 orð

Hallfríður Stefanía Axelsdóttir

Í dag kveðjum við elskulegu ömmu okkar með söknuði. Þegar við horfum til baka rifjast upp margar góðar minningar. Það voru alltaf hlýjar móttökur sem við fengum í litla húsinu í Hlaðbrekku 1. Alltaf voru heimatilbúnar kökur á borðum og var séð til þess að allir fengju meira en nóg. Oft vorum við leystir út með nytsömum prjónafatnaði svo sem leistum eins og hún kallaði sokka, húfum og treflum. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 215 orð

Hallfríður Stefanía Axelsdóttir

Elsku amma, nú er kallið komið og þið afi hittist loks á ný. Þú skilur eftir söknuð í hjörtum okkar en góðar minningar sitja eftir. Það eru ekki margir sem hafa afa og ömmu í næsta húsi hinum megin við götuna en þess urðum við systkinin aðnjótandi. Skrefin urðu ófá á milli húsa, enda alltaf gott að koma yfir til ykkar afa sem höfðu nægan tíma til að spjalla og spila. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 189 orð

Hallfríður Stefanía Axelsdóttir

Við viljum minnast ömmu okkar, Stefaníu Axelsdóttur, er lést 16. október síðastliðinn. Amma fæddist að Melgerði 26. júlí 1913. Hún var elst sex barna Lilju Hallgrímsdóttur og Axels Guðmundssonar. Stefanía amma var mikið fyrir garðrækt og gat tímunum saman dundað í garðinum hvort sem það var við gróðursetningu blóma og trjám eða við ræktun matjurta. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 159 orð

HALLFRÍÐUR STEFANÍA AXELSDÓTTIR

HALLFRÍÐUR STEFANÍA AXELSDÓTTIR Hallfríður Stefanía Axelsdóttir fæddist 26. júlí 1913 í Bændagerði í Lögmannshlíðarsókn. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 16. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Axel Guðmundsson og Lilja Hallgrímsdóttir sem bjuggu lengst af í Stóragerði í Myrkárdal. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 302 orð

Jón Óskar

Skáldið og tónlistarmaðurinn Jón Óskar er látinn. Ég hitti hann aðeins einu sinni, árið 1994, er hann las upp ljóð sitt um kaffihúsin í París; sem birtist síðan í ritinu Ljóð og laust mál; 60 ára afmæli Hressingarskálans. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 427 orð

Jón Óskar

Þú kvaddir, vinur, á dánardegi Sölva Helgasonar, sama Sölva og þú margt fyrir löngu ritaðir prýðisgóða heimildabók um. Hreifst ég mjög af verki þínu og varð það upphaf kynna okkar. Sölvi Helgason var okkur báðum mjög kært áhugamál og þú gerðir honum betri skil en nokkur annar. Fyrir það vil ég þakka þér og einnig þinni listakonu, Kristínu, fyrir hennar hlut í verki þínu. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 31 orð

JÓN ÓSKAR

JÓN ÓSKAR Jón Óskar fæddist á Akranesi 18. júlí 1921. Hann lést á heimili sínu Ljósvallagötu 32 í Reykjavík 20. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 28. október. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 1273 orð

Sonja Hólm Ingimundardóttir

Elsku Sonja mín, elsku hetjan mín. Þú varst svo sérstök, enginn hefur né verður neitt líkur þér. Hvarvetna sem þú fórst, vaktirðu athygli. Há, grönn, dökk á brún og brá og ekki breyttist það, er þú sást á gula fjallabílnum þínum, ljómandi af öryggi og lífshamingju. "Ég er þekkt sem konan með svarta hárið," sagðir þú og hlóst. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 34 orð

SONJA HÓLM INGIMUNDARDÓTTIR

SONJA HÓLM INGIMUNDARDÓTTIR Sonja Hólm Ingimundardóttir fæddist í Reykjavík 3. mars 1940. Hún lést 22. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 28. október. Jarðsett var í heimagrafreit á Lækjarmóti í Víðidal. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 171 orð

Sóley Sveinsdóttir

Ég vil með nokkrum orðum minnast Sóleyjar Sveinsdóttur, sem nú er látin í hárri elli. Það var ætíð gott að heimsækja hana á heimili hennar við Gránufélagsgötu á Akureyri og sú hlýja sem sem ég ávallt mætti þar var einstök. Það var aðdáunarvert hversu snyrtilegu og fallegu hún hélt heimili sínu þrátt fyrir það að vera nánast blind. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 32 orð

SÓLEY SVEINSDÓTTIR

SÓLEY SVEINSDÓTTIR Sóley Sveinsdóttir fæddist á bænum Deplum í Stíflu 12. júní 1904. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 21. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 29. október. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 214 orð

Sumarlína Margrét Kristjánsdóttir

Elsku amma okkar er dáin og langar okkur að minnast hennar með nokkrum orðum. Amma var alltaf svo hress, og urðum við aldrei vitni að því að hún væri í fýlu eða vondu skapi. Amma var alltaf að segja okkur sögur, lesa fyrir okkur og sýna okkur myndir og höfðum við öll gaman af. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 238 orð

Sumarlína Margrét Kristjánsdóttir

Okkur langar í örfáum orðum til að kveðja ástkæra ömmu okkar sem var svo hógvær og lítillát en gaf þó svo mikið. Elsku amma, það var mikið áfall að frétta að þú værir farin frá okkur. Jafnvel þó þú værir komin á þennan aldur og að við þessu hefði mátt búast er erfitt að hugsa sér lífið án þín. En nú ertu búin að fá hvíldina miklu, sem þú varst eflaust farin að þrá. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 424 orð

Sumarlína Margrét Kristjánsdóttir

Stuðlaberg norðurstranda stendur örugglega enn á gömlum merg, en að Margréti Kristjánsdóttur genginni er jafn örugglega stórt skarð höggvið í það stuðlaberg. Það er engum ofsögum sagt að þessi kona stóð uppi sem stuðlaberg og kiknaði hvergi, þrátt fyrir ýmislegt mótlæti sem henni mætti á lífsins leið. Nokkurra vikna gömul missti hún móður sína. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 412 orð

Sumarlína Margrét Kristjánsdóttir

Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér. Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf. Með landnemum sigldi hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma, hún vakti er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 501 orð

Sumarlína Margrét Kristjánsdóttir

Sumarlína Margrét Kristjánsdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 174 orð

SUMARLÍNA MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR

SUMARLÍNA MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR Sumarlína Margrét Kristjánsdóttir fæddist í Bolungarvík 27. mars 1915. Hún lést í Landspítalanum 22. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Jóhann Sigurðsson, f. 7.10. 1892 í Miðhúsum í Reykjafjarðarhreppi, Ís., d. 27.11. 1915, og Una Guðbrandsdóttir, f. 20.10. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 341 orð

Teitur Björnsson

Þetta erindi Davíðs kom mér í hug er ég frétti að látinn væri bóndinn og félagsmálafrömuðurinn Teitur Björnsson á Brún eftir langt og giftudrjúgt ævistarf í þágu stéttar sinnar og héraðs. Teitur naut ekki annarrar menntunar en þeirrar sem tveggja vetra nám í Héraðsskólanum á Laugum veitti, en skóli lífsins reyndist honum notadrjúgur. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 246 orð

Teitur Björnsson

Mig langar í nokkrum fátæklegum orðum að minnast öðlingsins Teits Björnssonar sem sem lést síðastliðinn mánudag. Mér er það ævinlega minnisstætt er ég hitti Teit í fyrsta sinn. Það var á aðalfundi Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar. Hann var formaður félagsins en ég ungur bóndi, nýtekinn við mínu búi. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 679 orð

Teitur Björnsson

Teitur Björnsson, bóndi á Brún í Reykjadal, er látinn. Með honum er genginn einhver besti fulltrúi bænda og bændamenningar íslenskrar. Kringum síðustu aldamót voru Þingeyingar í forystu í mörgum framfaramálum. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 436 orð

Teitur Björnsson

Afi okkar, Teitur bóndi á Brún, er látinn. Blessuð sé minning hans. Við systkinin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í túnfætinum hjá afa og ömmu á Brún. Við kynntumst afa því vel og í daglegu amstri lærðum við af mikilli þrautseigju, dugnaði og reynslu hans. Hann var vænn maður og hvort sem um var að ræða leik eða störf var alltaf stutt í glettnina. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 338 orð

TEITUR BJÖRNSSON

TEITUR BJÖRNSSON Teitur Björnsson var fæddur á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu 14. október 1915. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. október síðastliðinn; banamein hans var krabbamein. Foreldrar hans voru hjónin Elín Tómasdóttir frá Stafni, f. 2.10. 1880, d. 17.9. 1953, og Björn Sigtryggsson frá Hallbjarnarstöðum, f. 9. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 337 orð

Þóra Jónsdóttir

Elsku mamma. Nú þegar þú ert dáin er mér efst í huga þakklæti fyrir ástina og umhyggjuna sem ég fékk öll þau ár sem ég bjó hjá ykkur pabba. Þú hvattir mig alltaf til að framkvæma það sem ég vildi gera og þú studdir mig í einu og öllu. Sem fósturbarn þitt hvattir þú mig ávallt til að hafa samband við mína réttu foreldra og eflaust hefur þér fundist ég gera of lítið af því. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 81 orð

Þóra Jónsdóttir

Elsku amma okkar. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin. Hjá þér fengum við ást og hlýju og skipti hegðun okkar þar engu máli. Við gátum alltaf hlegið með þér og brauðið þitt var besta brauð í heimi. Nú er tómlegt að koma inn í húsið okkar, því íbúðin þín er tóm og ekkert sprell á neðri hæðinni. Þakka þér fyrir allt, elsku amma, og kysstu afa frá okkur. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 77 orð

Þóra Jónsdóttir

Ég mun seint gleyma hlýjum og útbreiddum faðmi minnar elskulegu ömmu. Hún kenndi mér svo margt og var alltaf til staðar þegar ég þurfti á því að halda. En nú líður henni vel og afi er hættur að bíða, það átti aldrei vel við hann, blessaðan. Minningin lifir. Ragnheiður Bergdís Bergþórsdóttir. Meira
31. október 1998 | Minningargreinar | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

31. október 1998 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Bankaeftirlitið kannar hlutabréfakaup

BANKAEFTIRLIT Seðlabanka Íslands mun kynna sér kaup Vilhjálms Bjarnasonar á 50 milljóna króna hlut í Landsbankanum, segir Jóhann Albertsson, yfirlögfræðingur Bankaeftirlits Seðlabankans. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands stóð á bak við kaup Vilhjálms Bjarnasonar á hlutafé í Landsbankanum. Meira
31. október 1998 | Viðskiptafréttir | 325 orð

Boða stofnun nýrrar dreifingarmiðstöðvar

MATVÆLAFYRIRTÆKIN Ágæti, Kaupfélag Eyfirðinga, Kjötumboðið, Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkursamsalan í Reykjavík, Osta- og smjörsalan, Sölufélag garðyrkjumanna og Sláturfélag Suðurlands, hafa stofnað félag um stofnun nýrrar dreifingarmiðstöðvar í Reykjavík fyrir kæli- og frystivörur en frá miðstöðinni verður vörum dreift til viðskiptavina um allt land. Meira
31. október 1998 | Viðskiptafréttir | 129 orð

ÐBandarískt fyrirtæki vill kaupa 10% í Flögu hf.

HLUTHAFAFUNDUR í hugbúnaðarfyrirtækinu Flögu hf. gaf stjórn fyrirtækisins heimild til að ganga til samninga við bandarískt fyrirtæki um markaðssamvinnu og hlutafjárkaup. Jafnframt var ákveðið að auka hlutafé í fyrirtækinu úr 36 í 42 milljónir króna eða um tæp 17% vegna fyrirhugaðra hlutafjárkaupa bandaríska fyrirtækisins. Meira
31. október 1998 | Viðskiptafréttir | 88 orð

ÐFerðaskrifstofa Íslands flytur

ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja starfsemi Ferðaskrifstofu Íslands úr Skógarhlíð í húsnæði móðurfélagsins, Úrvals­Útsýnar, í Lágmúla. Að sögn Harðar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Úrvals ­ Útsýnar, er ekki um formlega sameiningu fyrirtækjanna að ræða, heldur miða breytingarnar fyrst og fremst að því að ná fram auknu rekstrarhagræði m.a. Meira
31. október 1998 | Viðskiptafréttir | 112 orð

Héðinn hækkar um 26,7%

VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands námu tæpum 57 milljónum króna í gær. Mest viðskipti voru með bréf Eimskipafélagsins fyrir 10,5 milljónir króna. Héðinn ­ smiðja hækkaði mest, eða um 26,7%. Verð bréfa SR-mjöls lækkaði um 8,8%. Gengi flestra fyrirtækja lækkaði í gær, þá sérstaklega sjávarútvegsfyrirtækja. Meira
31. október 1998 | Viðskiptafréttir | 220 orð

Hækkanir eftir fund sjö helztu iðnríkja

TALSVERÐAR hækkanir urðu á evrópskum verðbréfamörkuðum í gær eftir góða byrjun í Wall Street og fund sjö helztu iðnríkja heims, G7, sem samþykktu 90 milljarða dollara aukafjárveitingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF. Meira
31. október 1998 | Viðskiptafréttir | 309 orð

Hættir siglingum til St. Pétursborgar

MARAS Linija, dótturfélag Eimskips, hefur ákveðið að hætta viðkomum í St. Pétursborg vegna breytinga á efnahagsástandi í Rússlandi og samdráttar í flutningum af þeim sökum. Ákvörðunin verður endurskoðuð næsta vor en Maras Linija mun sem fyrr sigla vikulega til Riga í Lettlandi og bjóða flutningaþjónustu til og frá Rússlandi um Riga. Meira
31. október 1998 | Viðskiptafréttir | 500 orð

Opna 2.200 fermetra verslun í Kringlunni

EINAR Sigfússon, eigandi Sportkringlunnar ehf., og eigendur Þors ehf. hyggjast opna nýja 2.000- 2.200 fermetra útivistarverslun í tengibyggingu Kringlunnar sem fyrirhugað er að taka í notkun næsta haust. Það er einkahlutafélagið Dalir sem stendur að rekstri nýju verslunarinnar en félagið er í eigu ofangreindra aðila. Meira

Daglegt líf

31. október 1998 | Neytendur | 52 orð

Handverksmarkaður á Eiðistorgi

KVENFÉLAGIÐ Seltjörn á Seltjarnarnesi stendur fyrir handverksmarkaði í dag milli klukkan 10 og 17. Handverksfólk víðs vegar af landinu sýnir þar og selur fjölbreytt úrval af handunnum vörum. Má nefna bútasaum, gler- og trévöru, keramik og myndlist. Kvenfélagið verður með kaffi- og vöfflusölu á staðnum. FRÁ markaðinum í fyrra. Meira
31. október 1998 | Neytendur | 645 orð

Íslendingar að læra á hvítlauk

Íslendingar að læra á hvítlauk NÝJUM kynslóðum fylgja gjarnan nýir siðir og á það ekki hvað síst við um neysluvenjur. Elsta lifandi kynslóðin í landinu þekkti t.d. Meira
31. október 1998 | Neytendur | 54 orð

Tússlitir fyrir textíl

KRISTHAL ehf. hönnunarstúdíó hefur fengið umboð fyrir Pantone Textile Color System og Pantrone Tria System. Um er að ræða alþjóðlegt litakerfi, sem notað er innan textíl- og tískuiðnaðarins, innanhússhönnun og arkitektúr. Kerfið inniheldur 1.757 liti að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Pantone Tria System er safn mismunandi tegunda af tússlitum. Meira

Fastir þættir

31. október 1998 | Í dag | 25 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 31. október, verður sextugur Baldur Sveinn Scheving, Torfufelli 11, Reykjavík. Baldur og eiginkona hans, Conny Hansen, verða erlendis á afmælisdaginn. Meira
31. október 1998 | Í dag | 32 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Næstkomandi mánudag, 2. nóvember, verður sjötug Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Ásbraut 9, Kópavogi. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar á Ægisgrund 20, Garðabæ, sunnudaginn 1. nóvember frá kl. 15. Meira
31. október 1998 | Í dag | 34 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í gær, föstudaginn 30. október, varð sjötugur Bjarni Hansson frá Kirkjubóli í Langadal. Hann tekur á móti gestum í dag, laugardag, í Múrarasalnum, Síðumúla 25, Reykjavík, á milli kl. 18 og 22. Meira
31. október 1998 | Fastir þættir | 907 orð

Asnar og lambakjöt Óheflaðir landabruggarar og berserkir, nýskriðnir út úr moldarkofum? Nei, vel upplýst, nútímaleg þjóð og því

Fjölmargir (svo gripið sé til alkunns frasa stjórnmálamanna) hafa komið að máli við mig vegna Viðhorfsgreina minna um áfengi í sumar. Allir lýst ánægju með þær. Þeir sem tjáð sig hafa á prenti eru aftur á móti ekki jafn glaðir í bragði. Mér er boðskapurinn ekki heilagur. Meira
31. október 1998 | Fastir þættir | 84 orð

A­V

A­V Óli Þór Kjartansson ­ Kjartan Ólason198 Randver Ragnarsson ­ Pétur Júlíusson197 Skafti Þórisson ­ Elías Guðmundsson182 Næsta miðvikudagskvöld, hinn 4. nóvember, verður svo haldið áfram í tvímenningi og eru allir hvattir til að koma og taka þátt. Meira
31. október 1998 | Fastir þættir | 85 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfir

Fjórtán pör spiluðu Howell-tvímenning fimmtudagskvöldið 29. október síðastliðinn. Kristín Þórarinsdóttir og Sveinbjörg Harðardóttir náðu hæsta skorinu og er þetta í annað sinn á skömmum tíma sem þær verða hlutskarpastar. Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu: Kristín Þórarinsd. Meira
31. október 1998 | Fastir þættir | 76 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfj

Þriðjudagskvöldið 27. október var spiluð fjórða umferðin í aðaltvímenningi BRE. Úrslit urðu þessi: Sigurður Freysson ­ Jóhann Bogason31 Óttar Guðmundsson ­ Einar Þorvarðarson30 Björn H. Guðmundss. ­ Magnús Valgeirss.27 Ásgeir Metúsalemss. ­ Kristján Kristjánss. Meira
31. október 1998 | Fastir þættir | 1026 orð

Eldur lagður í draum

HAUSTSÓLIN brennir hnúka og lauf með láréttum geislum sínum og blindar bílstjóra á förnum vegi. Landið logar í þverrandi litum sumars og blossar úr byssum veiðimanna kynda undir elddansinn rétt áður en hvít kápa vetrar leggst yfir og stöðvar þetta symfón elds við ís. Brennumenn draumsins eru hinsvegar alltaf á ferðinni og enginn stöðvar þá, hvorki tími né kul. Meira
31. október 1998 | Fastir þættir | 669 orð

Eru geðsjúkdómar arfgengir?

Forvarnir Spurning: Í þeirri miklu umræðu sem hefur verið undanfarið um Íslenska erfðagreiningu og miðlægan gagngrunn vaknar sú spurning hvort geðsjúkdómar séu arfgengir. Meira
31. október 1998 | Fastir þættir | 1650 orð

Guðspjall dagsins: Jesús prédikar um sælu. (Matt. 5.)

Guðspjall dagsins: Jesús prédikar um sælu. (Matt. 5.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Meira
31. október 1998 | Fastir þættir | 1309 orð

Hvað borða Andrés Önd og félagar? Eitt kvöldið þegar Sigrún Davíðsdóttir var að útbúa kvöldmatinn fyrir þrjá sérfræðinga um

Meðan þeir biðu eftir kvöldmatnum sátu þeir allir við matarborðið og lásu Andrés Önd og það dróst ekki upp úr þeim orð. Athyglin var algjörlega bundin við lestrarefnið. Alex, bandarískur tólfáringur sem ekki kann orð í íslensku, var alveg jafn upptekinn af lestrinum og Ari jafnaldri hans og fimmtánáringurinn Kjartan, sem hafa íslensku að móðurmáli. Meira
31. október 1998 | Fastir þættir | 498 orð

Hvað er kuml?

Menning ­ listir 1. Hver hlaut Aresteion - evrópsku bókmenntaverðlaunin í ár? 2. Hver hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár? 3. Nýlega var frumsýnt leikrit eftir alþingismann í Þjóðleikhúsinu. Hvað heitir höfundurinn og hvað heitir leikritið? Saga Meira
31. október 1998 | Í dag | 475 orð

ITT er það sem virðist ekki lúta neinum markaðslögmál

ITT er það sem virðist ekki lúta neinum markaðslögmálum hér á landi og það er verðlagning veitingahúsa á áfengi. Verð á víni í smásölu er líklega hið hæsta í Evrópu. Það þarf ekki að fara til hefðbundinna vínneysluríkja á borð við Frakkland og Ítalíu til að finna vín sem er ódýrt samanborið við það sem íslenskir neytendur þurfa að greiða. Meira
31. október 1998 | Dagbók | 435 orð

Í dag er laugardagur 31. október 304. dagur ársins 1998. Orð dagsins: V

Í dag er laugardagur 31. október 304. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera. (Galatabréfið 6, 7.) Skipin Hafnarfjarðarhöfn: Ostrovets og Hrafn Sveinbjarnarson fóru í gær. Meira
31. október 1998 | Fastir þættir | 804 orð

Íslenskt mál

SÖGNIN að sjá er orðin eitt af fátæktarorðum nútímans. Og er þá illa farið með stutt og laggott sagnorð. Vandfarið er með vænan grip, vottast það með sanni: sjálega konu, seglprútt skip og samviskuna í manni, kvað einhver góður hagyrðingur. Það er líka vandfarið með orðin, ekki síður góðu orðin. Meira
31. október 1998 | Í dag | 27 orð

Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann. Gefin voru saman 25. júlí í

Gefin voru saman 25. júlí í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Sigríður Kristín Ingvarsdóttir og Skúli Hermannsson. Heimili þeirra er að Hjallabraut 17, Hafnarfirði. Meira
31. október 1998 | Fastir þættir | 764 orð

ParmigianoReggiano

HINN eini sanni Parmesan-ostur á lítið sameiginlegt með þeirri óspennandi iðnaðarvöru sem seld er í duftformi í staukum og dollum í kæliborðum verslana. Parmigiano er framleiddur í stórum hleifum er vega tugi kílóa þótt yfirleitt sé hann seldur niðurskorinn í smærri sneiðar, neytendum til hægðarauka. Meira
31. október 1998 | Fastir þættir | 735 orð

RUNNAMURA

Hann bíður við straum vorsins hlustar á flaum sumarsins, bíður og hlustar, uns haustblöðin berast til eyrna með hraða ljóðsins. Þetta litla ljóð eftir Þorgeir Þorgeirsson lækni ber heitið Haustblöð. Mér finnst það lýsa vel hughrifum kyrrðar og angurværðar, sem grípa mann oft á haustin. Meira
31. október 1998 | Fastir þættir | 1146 orð

Safnaðarstarf Kirkjudagur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

NÆSTKOMANDI sunnudag er hinn árlegi kirkjudagur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði. Vegna endurbyggingar kirkjunnar fer allt helgihald safnaðarins fram annars staðar þennan sunnudag. Barnasamkoma verður í húsi KFUM og K við Hverfisgötu og hefst hún kl. 11. Hátíðarguðsþjónusta verður í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 14. Meira
31. október 1998 | Í dag | 171 orð

ÚRSLIT Íslandsmótsins í tvímenningi verða spiluð nú

ÚRSLIT Íslandsmótsins í tvímenningi verða spiluð nú um helgina í Bridshöllinni í Þönglabakka 1 í Mjódd. Spilamennska hefst kl. 11 í dag og stendur fram eftir kvöldi, en mótinu lýkur annað kvöld. Núverandi Íslandsmeistarar eru Sverrir Kristinsson og Símon Símonarson. Hér er spil frá mótinu í fyrra, sem gaf þeim félögum toppskor: Austur gefur; allir á hættu. Meira
31. október 1998 | Í dag | 610 orð

Veðsetning aflaheimilda

ÞAÐ mun ekki hafa komið neinum á óvart þegar Kristján Pálsson, alþingismaður Reyknesinga, upplýsti við eldhúsdagsumræður að það hefðu verið bankar og lánasjóðir sem þröngvuðu Alþingi til að samþykkja lög, sem heimiluðu veðsetningu á aflaheimildum, þótt að því væri látið liggja að óskin væri útvegsmanna. Meira

Íþróttir

31. október 1998 | Íþróttir | 129 orð

Arsenal leigir Caballero

ARSENAL hefur leigt argentínska sóknarmanninn Sabian Caballero frá Serro Portino í Paragvæ í því skyni að skerpa sóknarleik liðsins. Gildir leigusamningurinn út tímabilið og er í honum ákvæði þess efnis að Arsenal geti keypt hann fyrir 240 milljónir króna ef félaginu sýnist svo. Caballero er tvítugur og afar efnilegur, að sögn Arsene Wengers, knattspyrnustjóra Arsenal. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 51 orð

Ágúst hjá Brentford

ÁGÚST Gylfason, knattspyrnumaður sem verið hefur hjá Brann í Noregi, er um þessar mundir við æfingar hjá enska 3. deildarliðinu Brentford, sem Hermann Hreiðarson leikur með. Ágúst er með lausan samning við Brann. Ray Lewington, þjálfari Brentford, segir það skýrast á næstunni hvort Ágúst verður áfram hjá félaginu. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 178 orð

Bikarkeppni HSÍ, karlar:

Handknattleikur Bikarkeppni HSÍ, karlar: Laugardagur: Strandgata:Haukar - FH16.15 Selfoss:Selfoss - HK16.30 Valshús:Valur C - Afturelding18.15 Víkin:Víkingur B - Fjölnir16.30 Sunnudagur: Austurberg:ÍR B - Valur B17.30 Ásgarður:Stjarnan - Fram20 Seltj. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 89 orð

Denilson óslípaður

JAVIER Clemente, fyrrum landsliðsþjálfari Spánar og nýráðinn þjálfari Real Betis, segir að dýrasti knattspyrnumaður heims, hinn ungi Denilson frá Brasilíu, eigi mikið eftir ólært. Clemente segir að knattspyrnan í Brasilíu sé allt öðruvísi en á Spáni. Hér eru svo ungir menn venjulega ekki í aðalliðum sinna félaga. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 257 orð

Eggjum kastað að Inter

Leikmenn Internazionale frá Mílanó fengu heldur óblíðar viðtökur áhangenda sinna á miðvikudagskvöld fyrir viðureignina gegn 3. deildarliðinu Castel di Sangro í ítölsku bikarkeppninni. Ástæðan var tapleikur Inter gegn Juventus um síðustu helgi, en þar þótti lítið fara fyrir leikgleði og þrótti milljónamæringanna gegn vaskri sveit Juventus, Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 436 orð

Einvígi í Suzuka

ÚRSLITIN í heimsmeistaramótinu í Formúla 1 kappakstri ráðast í nótt. Þá takast á Mika Hakkinen frá Finnlandi á McLaren og Michael Schumacher frá Þýskalandi á Ferrari. Ferrari hefur ekki unnið titil í nítján ár og McLaren hefur verið í sjö ára þurrð hvað titla varðar. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 619 orð

Eykur súrefnisflutning fimmfalt

LOKS þegar sérfræðingar eru farnir að hylla undir lausn á því hvernig greina megi hvort íþróttamenn noti HGH-vaxtarhormóna (Human growth hormone) og EPO (erythropoetin; eykur súrefnisflutningsgetu blóðsins) til þess að auka styrk sinn lítur út fyrir að annað og erfiðara efni sé að ryðja sér til rúms hjá íþróttamönnum. Það er talið enn hættulegra en ofangreind efni og þykir ýmsum nóg um. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 345 orð

FORRÁÐAMENN Aston Villa

FORRÁÐAMENN Aston Villa sendu í gær símbréf til Coventry þar sem þeir báðu um leyfi til að ræða við sóknarmanninn Dion Dublin. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 746 orð

Hafa ekki fengið krónu fyrir sjónvarpsréttinn

FÉLÖGIN tíu, sem léku í efstu deild karla á síðustu leiktíð, hafa enn ekkert fengið greitt fyrir sjónvarpsréttinn sem seldur var þýska fyrirtækinu UFA sl. vor, þótt fyrsta greiðslan af þremur hefði átt að koma í júlí og sú síðasta nú um mánaðamótin. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 230 orð

Keppir Guðrún um "Gullpottinn"?

ALÞJÓÐA Frjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur ákveðið dagskrá "Gullmótanna" á næstu sumri og verður sú breyting nú að öll mótin sex fara fram á miðvikudegi. Er það gert til þess að auðvelda rétthafa sjónvarpsefnisins, þýska fyrirtækinu Ufa, að selja sjónvarpsréttinn. Líkt og í sumar fara þau fram í Ósló, Róm, Mónakó, Z¨urich, Brussel og Berlín. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 118 orð

KFÍ - Snæfell67:76

Íþróttahúsið á Torfunesi: Íslandsmótið í körfuknattleik, úrvalsdeild karla, 5. umferð föstudaginn 30.október 1998. Gangur leiksins: 0:4, 2:8, 7:16, 21:22, 23:32, 30:37, 35:38, 40:38, 40:44, 47:45, 51:50, 52:60, 58:63, 63:69, 67:76. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 83 orð

Knattspyrna Evrópukeppni drengjaliða

Evrópukeppni drengjaliða Pólland: Ísland - Liechtenstein1:1 Magnús Þorsteinsson, Keflavík. Pólland - Holland1:0 Pólland varð sigurvegari í riðlinum með sjö stig og fer áfram í úrslitakeppnina í Tékklandi, sem verður í apríl. Holland fékk fjögur stig, Ísland þrjú og Liechtenstein eitt. Frakkland Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 554 orð

Kveðjustund í Hafnarfirði

HAFNARFJARÐARLIÐIN Haukar og FH mætast í íþróttahúsinu við Strandgötu í dag í 32- liða úrslitum bikarkeppni HSÍ, sem jafnframt er fyrsta umferð keppninnar. Mörgum finnst furðulegt að lið úr efstu deild skuli mætast í fyrstu umferð og ekki síst þegar lið úr sama bæjarfélaginu mætast. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 66 orð

Málþing um fjármál íþróttafélaga

FULLTRÚARÁÐ Víkings heldur aðalfund í Víkinni laugardaginn 31. október kl. 12.30. Í kjölfar fundarins eða kl. 13 hefst málþing á vegum ráðsins þar sem fjallað verður um fjármál íþróttafélaganna og stöðu þeirra í dag með hugsanlegri samvinnu eða breytingu á rekstarformi í huga. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 126 orð

Sex leiki í Bandaríkjunum

KVENNALANDSLIÐ í körfuknattleik er á förum til Bandaríkjanna, þar sem liðið mun leika sex leiki gegn háskólaliðum 2. til 9. nóvember. Þetta verkefni kom með stuttum fyrirvara og eftir að hafa kannað hug landsliðsstúlkna ákvað Körfuknattleikssamband Íslands að þiggja boðið. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 249 orð

Svæðisvörn bar árangur

Snæfellingar gerðu góða ferð til Ísafjarðar, lögðu þar heimamenn, 76:67, og komu í veg fyrir að liðsmenn KFÍ kæmust upp í efsta sæti úrvalsdeildarinnar. Það var fyrst og fremst sterk svæðisvörn leikmanna Snæfells sem færði þeim sigurinn. Með henni náðu þeir að slá öll vopn úr höndum heimamanna, þar á meðal náðu skyttur þeirra sér aldrei á strik. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 263 orð

Þyngdarflokkar frekar en aldursflokkar

Frakkinn Philippe Troussier, landsliðsþjálfari Japans í knattspyrnu, vill að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, komi á alþjóða keppni yngri liða í þyngdarflokkum frekar en aldursflokkum til að koma í veg fyrir svindl. Troussier var á Asíukeppni U-19 ára liða í Taílandi og er sannfærður um að sum liðin voru með eldri leikmenn en leyfilegt var. Meira
31. október 1998 | Íþróttir | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

Sunnudagsblað

31. október 1998 | Sunnudagsblað | 928 orð

Ekki hægt að virða Rússa að vettugi

Í HÖFUÐSTÖÐVUM Evrópuherstjórnar (SHAPE) Atlantshafsbandalagsins rétt hjá bænum Mons í Belgíu situr nú rússneskur herforingi ásamt nokkrum aðstoðarmönnum. Hann hefur aðsetur í tvílyftu kassalaga húsi þar sem rimlar eru fyrir gluggum á neðri hæðinni. Meira
31. október 1998 | Sunnudagsblað | 461 orð

Horfur á góðri laxavertíð 1999

PRÝÐISGÓÐAR horfur eru fyrir laxveiðivertíðina 1999 eftir því sem Sigurður Guðjónsson framkvæmdastjóri Veiðimálastofnunar sagði í samtali við Morgunblaðið nýverið. Sigurður sagði ekki hæfa að nefna tölur í þeim efnum, en þau teikn, sem á lofti væru, væru yfirleitt góð. Laxveiði á stöng var 38% meiri í sumar sem leið heldur en sumarið 1997, en uppistaðan í aflanum var eins árs lax úr sjó. Meira

Úr verinu

31. október 1998 | Úr verinu | 253 orð

Ástæða til hóflegrar bjartsýni

Í EFNAHAGSÁLYKTUN aðalfundar LÍÚ, sem samþykkt var í gær, segir m.a. að skilyrðin í hafinu hafi verið fremur hagstæð á þessu ári. Verð á fiskafurðum í mikilvægustu markaðslöndum Íslendinga hafi hækkað og eftirspurn sé mikil. Innlent verðlag hafi almennt verið frekar stöðugt og verð á olíu hafi lækkað á árinu. Meira
31. október 1998 | Úr verinu | 367 orð

"Mikilvæg stefna í umhverfismálum"

"VIÐ tókum hér mjög mikilvæga stefnu í umhverfismálum, sem við eigum eftir að útfæra, hvernig verði mæld og mörkuð, en við meinum þau átta boðorð, sem við setjum okkur hér. Það er svo eindreginn vilji þessa fundar að samtökin beiti sér fyrir því, að útvegurinn sem slíkur verði miklu meira afgerandi og taki að sér stjórn á skólamálum sjávarútvegsins," sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍU, Meira
31. október 1998 | Úr verinu | 225 orð

Varað við mismunun

"ÞAÐ má því ekki koma til þess undir nokkrum kringumstæðum að eignaraðild að útgerð valdi mismunun í rétti til veiðiheimilda," sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, á aðalfundi samtakanna. Kristján var þá að ræða um hugmyndir forsætisráðherra um æskilega almenna eignaraðild að sjávarútvegsfyrirtækjum. Meira
31. október 1998 | Úr verinu | 709 orð

Þeir sem auðlindina nýta eiga að stjórna veiðunum

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráherra, varaði alvarlega við hugmyndum um alþjóðleg yfirráð fyrir auðlindum hafsins á aðalfundi LÍÚ í gær. "Ég hef ávallt verið þeirrar skoðunar að stjórn fiskveiða eigi að vera sem næst þeim sem nýta auðlindina. Krafan um aukið alþjóðlegt samráð er hins vegar skiljanleg. Meira

Lesbók

31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 447 orð

Á LÍÐANDI STUND

Á LJÓSMYNDASÝNINGU World Press Photo árið 1998, sem opnuð verður í Kringlunni í dag, er að finna myndir, sem óháð, alþjóðleg dómnefnd valdi í 41. keppni World Press Photo. Keppnin er sú stærsta í heimi og ber vitni mestum metnaði á sviði fréttaljósmyndunar. Á sýningunni er fjallað um forsíðufréttirnar og málefni líðandi stundar sem og málefni á borð við náttúruna og listir. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1074 orð

BLANDA AF ÞVÍ "AÐ VERA MEÐ" OG GRÆSKULAUSU ÞJÓÐHÁTTAPOPPI

Á Sjónþinginu, sem er í umsjón Íslensku menningarsamsteypunnar art.is í samstarfi við listadeild Gerðubergs, mun listamaðurinn sýna úrval af verkum sínum á skyggnum, jafnframt því sem hann situr fyrir svörum hjá spyrlum þingsins. Spyrlarnir að þessu sinni eru þeir Gunnar J. Árnason listfræðingur og Þorgeir Þorgeirson rithöfundur og gestastjórnandi er Gunnar Smári Egilsson blaðamaður. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1055 orð

BREZKU LEIKHÚSLJÓNIN Í SAVOY

Arthur Sullivan: Gilbert og Sullivan forleikirnir (Cox and Box, The Sorcerer, HMS Pinafore, The Pirates of Penzance, Patience, Iolanthe, Princess Ida, The Mikado, Ruddigore, The Yeomen of the Guard, The Gondoliers & The Grand Duke.) Royal Ballet Sinfonia u. stj. Andrews Penny. NAXOS, 8.554165. Upptaka: DDD, London 1/1997. Útgáfuár: 1998. Lengd: 69:41. Verð (Japis): 699 kr. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 311 orð

efni 31. okt

Vestmenn og Garðarshólmi er heiti greinar eftir Axel Kristinsson og segir hann í upphafi að Garðarshólmi sé undarlegt nafn á stóru landi og leiðir líkur að því að nafngiftin eigi við afmarkað svæði og þá sérstaklega það sem ár í Aðaldal mynda. Vestmenn - svo var nefnt allt fólk vestan Noregs og það fólk var sennilega á Íslandi í allnokkrum mæli fyrir aðallandnámsbylgjuna. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1096 orð

ENN NORRÆN STEFNA Bókastefnunni í Gautaborg er lokið og var hún vel sótt. KRISTÍN BJARNADÓTTIR fylgdist með því sem hæst bar og

FJÓRIR íslenskir orðsins menn voru á mælendaskrá bókastefnunnar í Gautaborg sem lauk á sunnudaginn var. Áður hefur verið greint frá pallborðsumræðum með Ólafi Gunnarssyni og Hallgrími Helgasyni, en þeir heilluðu dágóðan áheyrendahóp á fyrsta degi stefnunnar, fimmtudaginn 22. október. Síðdegis á laugardag mættu Árni Bergmann og Matthías Johannessen til leiks. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1702 orð

FEÐUR EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON Það er mikill munur á því að vera pater familias eins og það hét fyrr á dögum, svo virðulegt sem

Flestum þykir líklega afkáralegt að tala um móðurland, en á hinn bóginn ekki föðurland. Föðurhlutverkið hefur alltaf verið félagslegt en móðurhlutverkið náttúrlegt. Orðið móðir vísar til róta; móðurmál; faðerni til innihalds. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 119 orð

FEIGÐARFÖR

Svaf ein kona forðum fast þá feigð hún leit. Sitt gefið nafnið Guðrún fékk og gnótt hér veit. Hún fékk í svefni fyrir spurt: Þú ferðast burt. Ég batt við stein hér stæltan hest, sem stíga á. Þótt styggur verði hamur hans það hemja má. Og annað fyrir augu ber, sem auðnast þér. Þú veist að hrímköld Hörgá sést; ég hjálpa þér. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1076 orð

"FRAMLEIÐSLAN OG VITLEYSAN"

ÞEGAR allar hvalstassjónir, síldarstassjónir og önnur stórvirki voru horfin af Seyðisfirði í gamla daga þá héldu íbúarnir samt áfram að vera fínir menn og ráða yfir verslunum og ganga með stífan flibba í burstuðum skóm. En undirstöðuatvinnuvegur var enginn að bera þetta og gárungarnir sögðu að þeir lifðu af því að selja hver öðrum skósvertu og stívelsi. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 374 orð

GAMALT OG NÝTT Í DÓMKIRKJUNNI

TVENNIR tímar mætast á tónleikum í Dómkirkjunni á sunnudag. Flutt verða verk eftir meistara barokktímans, Purcell, Telemann og Händel, og frumflutt verk íslensku tónskáldanna Þorkels Sigurbjörnssonar og Hildigunnar Rúnarsdóttur. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 176 orð

GESTUR Í HEIMAHÖFN - BROT

Ég er allsstaðar gestur í heimahöfn, því heimurinn er minn gangnakofi, mitt gönguskarð mitt gjábakkaskjól. Gestur og heima ­ sem glaður kemur og glaður fer, á hér fáein spor ­ og stundarlangt strit undir stjörnum og sól. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 66 orð

HAUSTRÓSIN

Í skógarins rökkvuðu rósemd, er roðnaði hnígandi sól, ég sagði þér sögu af rósunum rauðu sem silfraður haustmáninn ól. Þú hlustaðir hugfangin á mig og héldum við skóginum frá... en leiddumst í nærveru nakinna skugga uns náttmyrkrið skollið var á. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2660 orð

HÖFÐINGJAR OG HARMSÖGULEGAR PERSÓNUR GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN Vegna tengsla við Skálholt varð Bræðratunga þrívegis vettvangur

Við hverfum aftur til miðalda. Um afkomendur Eyfröðar landnámsmanns í Tungu er ekki getið en eitthvað fyrir árið 1000 býr þar höfðinginn Ásgrímur Elliðagrímsson. Sá var Mosfellingur að ætterni, afkomandi Ketilbjarnar hins gamla og systursonur Gissurar hvíta. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1645 orð

ÍS; EKKI BARA KALDUR KLAKI EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON

ÍSINN er óaðskiljanlegur hluti norðurslóða, hvort sem er á landi eða sjó. Hann er ótrúlega fjölbreyttur og varðar alla jarðarbúa miklu. Sumarlangt er hafísinn á öllu pólsvæðinu en teygir sig einnig með norðurjaðri stóru meginlandana og suður með ströndum þeirra og nyrstu eyja norðursins. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 475 orð

LANGT INN Í AUÐNINNI

Langt inn í auðninni lyng og mosi grær og lágvaxið kjarr hjá vatninu bláa. Í lág bak við hól er lind ein silfurtær, í lundinum fagra, hjá steininum gráa. En steinninn sá grái, er stórmerkur steinn. Hann stendur í lundi hjá vatninu bláa. Líkur er hann kirkju og liggur þarna einn í láginni grænu hjá fjallinu háa. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 165 orð

MANHATTANFÓLK

Ó, þið Manhattanfólk, sem talið í klisjum og eruð í sífelldu tímahraki. Orð ykkar eru skýrslugerð. Á daginn er allt slétt og fellt. Andlit ykkar er brosandi marmari. En þegar nóttin kemur með sinn þunga andardrátt, og hugur ykkar fyllist af annarskonar spurn en þeim sem hægt er að svara með súlnaritum og skýrslum. Þá hvað.. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 236 orð

MÁLÞING UM JÖKUL JAKOBSSON OG VERK HANS

LEIKFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir málþingi og pallborðsumræðum á Litla sviði Borgarleikhússins sunnudaginn 1. nóvember kl. 15. Jökulsvaka er til heiðurs Jökli Jakobssyni leikskáldi. Erindi flytja Árni Ibsen, leikskáld og leiklistarfræðingur, Oddur Björnsson, leikskáld, Jón Viðar Jónsson, leiklistargagnrýnandi og Magnús Magnússon, sjónvarpsmaður frá BBC, Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 201 orð

NÚTÍMINN OG NÁTTÚRAN Í FÆREYSKRI MYNDLIST

YFIRSKRIFT sýningar á verkum þrettán núlifandi færeyskra myndlistarmanna, sem verður opnuð í austursal Kjarvalsstaða í dag kl. 16, er á frummálinu Framsýning, Føroysk nútíðarlist. Sýningin er sett upp í samvinnu Listasafnsins í Færeyjum, Listasafns Reykjavíkur og Listasafnsins á Akureyri. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 613 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 418 orð

NÝ BASSARÖDD Á AFMÆLISTÓNLEIKUM SELKÓRSINS

Selkórinn á Seltjarnarnesi, ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Langholtskirkju í dag klukkan 17 í tilefni 30 ára afmælis kórsins. Tónleikarnir eru tileinkaðir minningu frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur fyrrverandi forsetafrúar og áður bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi. Einsöngvararnir eru Þuríður G. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 234 orð

NÝJA KYNSLÓÐIN Í NORRÆNUM ARKITEKTÚR

SÝNING á verkum ungra norrænna arkitekta, sem ber yfirskriftina Nýja kynslóðin í norrænum arkitektúr, verður opnuð í vestursal Kjarvalsstaða í dag, laugardag, kl. 16. Sýningin var framlag Norðurlandanna á arkitektúrtvíæringnum í Feneyjum 1996 og var unnin af Byggingarlistasafni Finnlands í samráði við systurstofnanir þess á öðrum Norðurlöndum en fyrir Íslands hönd tók byggingarlistardeild Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 402 orð

SAGA NORMANNA

Dudo of St. Quentin: History of the Normans. Translated into English by Eric Christiansen with introduction and notes. The Boydell Press 1998. Mennta- og menningargrundvöllur þeirra ríkja sem mynduðust í Evrópu á ár- og miðöldum var kristin tunga kirkjunnar, latínan. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 163 orð

SIGURJÓN ÓLAFSSON Í ÖLLUM SÖLUM HAFNARBORGAR

Í HAFNARBORG hafa allir sýningarsalir verið teknir undir umfangsmikla yfirlitssýningu á verkum Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara. Sýningin verður opnuð í dag kl. 16 og verða þar verk allt frá æskuverkum og fram á síðustu æviár Sigurjóns. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 141 orð

STYTTUR SÆMUNDAR VALDIMARSSONAR Í SÖLUM GERÐARSAFNS

YFIRLITSSÝNING á verkum Sæmundar Valdimarssonar verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16. Sýningin ber heitið "Sæmundur Valdimarsson og styttur hans" og er Guðbergur Bergsson rithöfundur sýningarstjóri. Á sýningunni eru 80 verk í einkaeign og opinberri eigu sem gefa ágætis yfirlit yfir listferil Sæmundar, segir í fréttatilkynningu. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3189 orð

STÆRÐFRÆÐAFÉLAG Í HÁLFA ÖLD EFTIR JÓN RAGNAR STEFÁNSSON Íslenzka stærðfræðafélagið var stofnað 31. október 1947 til heiðurs

"Föstudaginn 31. október 1947, sem er sjötíu ára afmælisdagur dr. Ólafs Daníelssonar, komu saman á heimili hans nokkrir menn og stofnuðu með sér félag. Tilgangur félagsins er sá að stuðla að samstarfi og kynnum þeirra manna hér á landi, sem lokið hafa háskólaprófi í stærðfræðilegum greinum. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4532 orð

VESTMENN OG GARÐARSHÓLMUR

Garðarshólmur er undarlegt nafn á 103.000 km2 eylandi. Þó hafa Íslendingar trúað því lengst af að þetta hafi landið þeirra verið kallað í öndverðu. Garðar Svavarsson, sem svo á að hafa nefnt landið, hefur víst ekki þjáðst mjög af lítillæti. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2302 orð

VISTMENNING EFTIR MARÍU H. MAACK

UMHVERFISMÁL skjóta upp kollinum á margvíslegan hátt. Á Edinborgarhátíðinni var til dæmis í fyrra fluttur grænmetisballett (Ballet vegetal) í nafni umhverfisverndar og Myndhöggvarafélag Reykjavíkur heldur glæsilega sýningu á umhverfislistaverkum fyrir þá sem fara eftir strandlengju höfuðborgarinnar í sumar og njóta náttúru og menningar. Meira
31. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 682 orð

ÞEGAR SJÓNTAUGINNI OG HEYRNARTAUGINNI SLÆR SAMAN

SNORRI Sigfús Birgisson, tónskáld og píanóleikari, og Halldór Ásgeirsson, myndlistarmaður, hafa komið á stefnumóti tónlistar og myndlistar á Kjarvalsstöðum. Sýning þeirra verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16, í miðrými og utandyra. "Tónlist og myndlist tengjast, eftir því hvernig maður lítur á það, annars vegar mjög mikið og hins vegar ekki neitt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.