Greinar þriðjudaginn 10. nóvember 1998

Forsíða

10. nóvember 1998 | Forsíða | 96 orð

Gagnrýna mengunarviðskipti

Reuters Gagnrýna mengunarviðskipti MEÐLIMIR í umhverfisverndarsamtökunum World Wildlife Fund (WWF) setja í gervi Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, og Keizo Obuchis, forsætisráðherra Japans, á svið uppboð, Meira
10. nóvember 1998 | Forsíða | 185 orð

Litlar líkur á málshöfðun

REPÚBLIKANAR leita nú að nýjum leiðtoga eftir óvænta afsögn Newts Gingrich, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en hver sem eftirmaður hans verður virðast nú litlar líkur á því að þingið samþykki málshöfðun til embættismissis á hendur Bill Clinton forseta. Meira
10. nóvember 1998 | Forsíða | 358 orð

Líkur á hernaðarárásum taldar hafa vaxið til muna

LIÐSMENN vopnaeftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna í Írak, UNSCOM, héldu í gær áfram að yfirgefa landið í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnar Saddams Husseins að hætta öllu samstarfi við nefndina. Bandaríkjastjórn íhugar að grípa til stýriflaugaárása á hernaðarleg skotmörk í Írak vegna þessa og George Robertson, varnarmálaráðherra Bretlands, Meira
10. nóvember 1998 | Forsíða | 245 orð

Vaxandi ótti um farsóttir

HJÁLPARSTARFSMENN í Hondúras og Níkaragva vara við því að hungur og farsóttir gætu fjölgað dauðsföllum af völdum fellibylsins "Mitch", en nú þegar hefur verið staðfest að yfir tíu þúsund manns hafi farizt í þeim löndum Mið-Ameríku, sem fellibylurinn gekk yfir í síðustu viku. Um þrettán þúsund manna er enn saknað. Meira
10. nóvember 1998 | Forsíða | 180 orð

"Verarhlé" í stað jóla í Birmingham

JÓLIN verða áfram jólin hjá flestum Bretum en í Birmingham, annarri stærstu borg Bretlands, hefur verið ákveðið, að þessi mesta hátíð kristinna manna skuli heita "vetrarhlé" af tillitssemi við fólk, sem alls ekki játar kristna trú. Meira
10. nóvember 1998 | Forsíða | 94 orð

Wallenbergs minnzt

Reuters Wallenbergs minnzt VIKTORÍA prinsessa af Svíþjóð aðstoðaði í gær Dag Sebastian Åhlander, sendifulltrúa Svía hjá Sameinuðu þjóðunum (t.h.), við að vígja minnismerki um Raoul Wallenberg fyrir framan höfuðstöðvar SÞ í New York. Wallenberg er talinn hafa veturinn 1944-1945 bjargað allt að 100. Meira

Fréttir

10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Aðalfundur Hollvinafélags guðfræðideildar

AÐALAFUNDUR Hollvinafélags guðfræðideildar verður haldinn þriðjudaginn 10. nóvember í stofu V í aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst hann kl. 17.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og umræða um markmið og verkefni félagsins. Í stjórn Hollvinafélags guðfræðideildar eru séra Gunnar Rúnar Matthíasson, sem er formaður, séra Árni Pálsson og séra Bára Friðriksdóttir. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Atvinnulausum fjölgar

ATVINNULAUSUM á Norðurlandi eystra hefur fjölgað nokkuð að undanförnu. Um síðustu mánaðamót voru 379 manns á skrá í kjördæminu, samkvæmt yfirliti frá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra, 256 konur og 123 karlar. Í lok september voru 328 manns á atvinnuleysisskrá, 246 konur og 183 karlar. Atvinnulausum fjölgaði í öllum stærstu sveitarfélögunum. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1064 orð

Á fund páfa í Páfagarði Hugmyndir um sýningu á Íslandi árið 2000 á skjölum Páfagarðs, sem tengjast fyrstu öldum kristni hér á

ÓLAFUR Ragnar Grímsson átti viðræður við Jóhannes Pál páfa II ásamt Karli Sigurbjörnssyni biskup Íslands og Þorsteini Pálssyni dóms- og kirkjumálaráðherra og þeir ræddu einnig við Sodano kardínála, forsætisráðherra Páfagarðs. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ágæt síldveiði í flottroll

SÍLDVEIÐAR í flottroll gengu vel um helgina og landaði Beitir NK 500 tonnum af síld á Neskaupstað á laugardag. Tvö skip voru við veiðarnar í Héraðsflóadýpi í gær, Beitir NK og Þorsteinn EA en Huginn VE landaði um 300 tonnum á Seyðisfirði í gær. Að sögn Guðmundar H. Guðmundssonar, skipstjóra, fékkst aflinn í tveimur hölum. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Áhugafélag um heimafæðingar

ÁHUGAFÉLAG um heimafæðingar verður stofnað miðvikudaginn 11. nóvember kl. 21 í Skólabæ, Suðurgötu 26, Reykjavík. Tilgangur með stofnun félagsins er að fræða verðandi foreldra um heimafæðingar, benda á ljósmæður sem taka á móti börnum í heimahúsum og fleira. Á dagskrá verður kynning á félaginu og hlutverki þess. Að því loknu verða kaffiveitingar og umræður. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 331 orð

BHM býður meinatæknum aðstoð

MEINATÆKNAR, sem sagt hafa upp störfum á Rannsóknastofu Landspítalans í blóðmeina- og meinefnafræði, áttu í gær stuttan fund með fulltrúum Ríkisspítalanna. Var þeim afhent svar við bréfi þeirra frá því um helgina, þar sem kemur fram að ekki verði hægt að koma til móts við meinatækna í þeim sex liðum sem óskað var eftir í bréfi meinatækna. Meira
10. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Blaðberar í erfiðleikum

BLAÐBERAR Morgunblaðsins á Akureyri hafa síðustu daga lent í nokkrum erfiðleikum við blaðburðinn. Mikill snjór er kominn fyrir norðan og er víða ógreiðfært heim að þeim húsum þar sem tröppur hafa ekki verið mokaðar. Er það eindregin ósk blaðbera að húsráðendur hreinsi tröppur heim að húsum sínum og geri þeim starfið þannig léttara. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð

Bolvíkingar yfirgáfu þingið

FULLTRÚAR Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur gengu út af 32. þingi A.S.V. sem haldið var um síðustu helgi eftir að formaður félagsins hafði lesið upp yfirlýsingu fulltrúanna þess efnis að Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur mundi ekki starfa lengur innan A.S.V. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 335 orð

Breytingar án efnislegra röksemda

BORGARFULLTRÚAR Reykjavíkurlistans felldu á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld tillögu Sjálfstæðisflokksins um að fresta samþykkt á breytingum á stjórnsýslu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Telja þeir breytingarnar gerðar án efnislegra röksemda en borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans segja breytingarnar lið í nútímavæðingu stjórnsýslunnar. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 259 orð

Dró úr tannátu um 75% á 12 árum

MEÐALFJÖLDI skemmdra, tapaðra og fylltra tanna af völdum tannátu hjá 12 ára börnum í Reykjavík minnkaði frá því að vera rúmlega 8 tennur á barn skólaárið 1981 til 1982 í rúmlega 2 tennur að meðaltali 1993 til 1994. Samkvæmt þessu hefur tíðnin minnkað um 75 prósent á tólf árum. Þetta kemur fram í grein eftir Kristínu Gígju Einarsdóttur tannlækni sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Dælustöð við Hringbraut

REGNVATNI af Hringbrautinni hefur verið veitt út í suðurenda Tjarnarinnar en nú er verið að reisa þar neðanjarðardælustöð sem dæla mun vatninu eftir leiðslu í brunn í Tjarnargötu. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra er þetta gert til að forðast mengun í syðri enda Tjarnarinnar. Meira
10. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 300 orð

Efasemdir um klukkustundar fund með Obuchi

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hvílist nú á sveitasetri sínu skammt frá Moskvu en hann sneri á sunnudag heim eftir vikudvöl við Svartahaf. Á morgun, miðvikudag, er ætlunin að hann taki á móti Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, sem kemur í tveggja daga heimsókn til Rússlands. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 358 orð

Egill Jónsson ekki fram á ný

EGILL Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, lýsti því yfir á laugardag að hann hygðist ekki gefa kost á sér í þingkosningunum, sem fram fara á næsta ári. Á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi á laugardag var ákveðið að halda prófkjör í janúar. Þrír hafa ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti listans í komandi þingkosningum. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 482 orð

Ekki áhugi fyrir samstarfi við Frið 2000

AÐSTANDENDUR Norðurpólsins á Akureyri, sem vinna að því að setja upp Jólaland, heimili jólasveinsins í hjarta bæjarins, standa jafnframt fyrir pakkasöfnun meðal íslenskra barna, sem stefnt er að að fljúga með til stríðsþjáðra barna í Kosovo fyrir jólin. Meira
10. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 332 orð

Ekki neglt fyrir neina glugga

FÁTT bendir til þess að negla þurfi fyrir glugga svonefnds Ketilhúss, en skilningur kom fram í máli stjórnmálamanna á starfsemi Gilfélagsins að mati formanns þess, Þórgnýs Dýrfjörðs, á fundi um framtíð Gilfélagsins sem haldinn var um helgina með þessari yfirskrift. "Ég er mjög ánægður með viðbrögðin og leyfi mér að vona að viðunandi lausn finnist," sagði Þórgnýr. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ellen Kristjánsdóttir í Iðnó

ELLEN Kristjánsdóttur heldur tónleika í Iðnó nk. þriðjudagskvöld en tilefni tónleikahalds hennar að þessu sinni er að um þessar mundir er að koma út nýr geisladiskur tríósins sem auk Ellenar er skipað af Guðmundi Péturssyni og Tómasi R. Einarssyni. Disknum hefur verið gefið nafnið "Ellen Kristjánsdóttir læðist um". Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Engin hlutabréfaviðskipti

ENGIN viðskipti voru með hlutabréf Sæplasts hf. á Aðallista Verðbréfaþings Íslands í gær, annan daginn í röð. Valdimar Smárason, stjórnarformaður Sæplasts, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Morgunblaðið en samkvæmt heimildum blaðsins óskaði fyrirtækið eftir því við VÞÍ á föstudag að viðskipti með hlutabréf yrðu stöðvuð vegna væntanlegrar fréttatilkynningar frá fyrirtækinu. Meira
10. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 360 orð

Fann til slappleika við lendingu

JOHN Glenn, heimsins elsti geimfari, sagði á fréttamannafundi á sunnudag að hann væri ekki alveg eins léttur í spori nú og hann var í þyngdarleysinu úti í geimi. Glenn, sem er 77 ára gamall, sneri ásamt sex manna áhöfn geimskutlunnar Discovery aftur til jarðar á laugardag en þrjátíu og sex ár liðu á milli geimferða hans. Árið 1962 varð Glenn fyrstur allra til að fljúga á sporbaug um jörðu. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 381 orð

Fámennt í miðborginni vegna veðurs

Fámennt var í miðborginni aðfaranótt laugardags enda veður lítt fallið til útiveru. Fimm ungmenni voru flutt í athvarf og 3 fluttir á slysadeild vegna áverka sem þeir höfðu hlotið eftir átök. Fjórir voru handteknir vegna ölvunar. Um helgina voru 26 ökumenn kærðir vegna hraðaksturs og 13 vegna ölvunaraksturs. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 283 orð

Finsk jazzsveit heldur ferna tónleika

FINNSKI gítarleikarinn Hasse Walli leikur á Íslandi dagana 11.­14. nóvember ásamt tríói sínu. Hasse Walli fæddist árið 1948. Hann byrjaði að leika á jazztrommur þegar hann var níu ára, lék á trommur í átta ár og skipti þá yfir í gítar. Árið 1966 var honum boðið í vinsælustu hljómsveit Finnlands á þeim tíma, Jormas, sem hann ferðaðist mikið með á Norðurlöndum. Meira
10. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Fjórir á slysadeild

FJÓRIR voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gærmorgun, ökumaður og farþegar í fólksbíl sem ekið var suður Ólafsfjarðarveg. Þegar komið var rétt norður fyrir Möðruvelli missti ökumaður stjórn á bílnum í mikilli hálku og lenti hann út af veginum, fór niður allháan kant og endaði ofan í bæjarlæknum. Bíllinn er að sögn varðstjóra lögreglunnar nærri ónýtur. Meira
10. nóvember 1998 | Miðopna | 1335 orð

Fjölmiðlar hafa ekki rétt til að segja frá öllu

TÍMARITIÐ Allt sagði nýlega frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í skaðabótamáli sem uppkomin börn höfðuðu á hendur föður sínum. Fyrirsögn greinarinnar var "Líkamleg og andleg kúgun á bak við luktar dyr". Ekki voru aðilar nafngreindir í greininni en börnin telja að þekkja megi á málavöxtum hverjir eigi í hlut. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð

Fullkomin ljósmyndaþjónusta á Húsavík

LJÓSMYNDASTOFA Péturs á Húsavík hefur fengið nýja og fullkomna framköllunarvél svo hún býður upp á framköllunarþjónustu eins og hún gerist best hér á landi og munu aðeins Akureyri og Reykjavík geta boðið sams konar þjónustu. Meira
10. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Fulltrúar reynslusveitarfélaga bera saman bækur

FULLTRÚAR reynslusveitarfélaga landsins komu saman til fundar á Akureyri nýlega. Alls eru sveitarfélögin nú átta sem sinna verkefnum á ýmsum sviðum. Fyrri hluta dags var farið yfir stöðu verkefna almennt, en á þeim síðari voru málefni fatlaðra tekin sérstaklega fyrir. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fundur um málefni langveikra barna

UMHYGGJA, félag til stuðnings langveikum börnum, boðar til samráðsfundar með félagsmönnum, foreldrafélögum og öðru áhugafólki um málefni langveikra barna. Fundurinn verður haldinn í safnaðarsal Hallgrímskirkju miðvikudaginn 11. nóvember kl. 20.30. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Glæstur bólstur

Morgunblaðið/Ágústa Ú. Edwald SKÝJABÓLSTRAR í öllum litum og af mörgum gerðum hafa oft og iðulega prýtt himininn yfir suðvesturhorninu á þessu hausti. Þessi glæsti bólstur baðaði sig í síðdegissólinni í síðustu viku og í fjarska má greina austurhlíðar Esjunnar. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 317 orð

GYLFI ÞÓR MAGNÚSSON

GYLFI Þór Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf., lést föstudaginn 6. nóvember síðastliðinn. Gylfi fæddist í Vestmannaeyjum 20. desember 1942 og voru foreldrar hans Magnús Guðmundur Guðbjartsson, vélstjóri og framkvæmdastjóri, og Sigríður Guðrún Benónýsdóttir húsfreyja. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 557 orð

Hátíðarstemmning í Afragola

ÞAÐ ríkti hátíðarstemmning í Afragola, bæ í útjaðri Napólí, þegar Ólafur Ragnar Grímsson kom þangað á laugardag og leit inn í fiskbúð í eigu fjölskyldu sem selt hefur íslenskan saltfisk í eina og hálfa öld. Nokkur hundruð íbúar Afragola höfðu safnast saman á torgi utan við búðina og búið var að reisa pall fyrir móttökuathöfnina. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

Hjálmar sækist ekki eftir 1. sæti

HJÁLMAR Árnason alþingismaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi í komandi alþingiskosningum og sækjast ekki eftir fyrsta sætinu á listanum. Segist hann styðja Siv Friðleifsdóttur alþingismann í til áframhaldandi setu í fyrsta sætinu. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Hlíðarskóli sigraði í Skólakeppni Tónabæjar

HIN árlega Skólakeppni Tónabæjar fór fram dagana 26. október til 7. nóvember 1998 milli sex skóla í hverfinu. Nemendur Hlíðaskóla hlutu titilinn Skólameistarar Tónabæjar 1998 og einnig titilinn besta stuðningsliðið. Austurbæjarskóli hafnaði í öðru sæti og Tjarnarskóli í þriðja sæti. Verðlaunaafhending fór fram í Tónabæ föstudaginn 7. Meira
10. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 219 orð

Hóta að myrða fyrrverandi gísla

ÍRÖNSK hreyfing hefur hótað því að ráða fyrrverandi bandaríska gísla af dögum ef þeir snúa aftur til Írans. Námsmenn, sem styðja Mohammad Khatami, forseta landsins, hafa lagt til að 52 Bandaríkjamönnum, sem herskáir námsmenn héldu í gíslingu í bandaríska sendiráðinu í Teheran árið 1979, verði boðið í heimsókn til landsins. Afturhaldssamir andstæðingar Khatamis hafa lagst gegn tillögunni. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Íbúðarhús við Kálfatjörn stórskemmt

ÍBÚÐARHÚS að Kálfatjörn í Vatnsleysustrandarhreppi stórskemmdist í eldi aðfaranótt mánudags. Slökkvilið Reykjanesbæjar var kvatt á staðinn klukkan 1.20 og var þá mikill eldur í húsinu. Fullorðin kona er þar til heimilis en hún var að heiman. Rannsóknarlögreglan í Keflavík hóf í gærmorgun að grafast fyrir um upptök eldsins og kvað útilokað þá að slá nokkru föstu um þau. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 557 orð

KEA kaupir hús Jóns Ásbjörnssonar

KEA ætlar að opna aðra verslun í Reykjavík KEA kaupir hús Jóns Ásbjörnssonar KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur keypt hús Jóns Ásbjörnssonar hf. sem stendur við Geirsgötu niðri við höfn í Reykjavík. KEA áformar að setja þar á stofn matvöruverslun. Kaupverðið er 200 milljónir og verður húsið afhent KEA 1. febrúar nk. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 800 orð

Kemur til greina að borgin selji eða leysi hlut sinn til sín

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði við gangsetningu raforkuvers á Nesjavöllum á sunnudag að nú væri komin upp staða, sem gerði að verkum að velta þyrfti fyrir sér eignaraðild Reykjavíkurborgar að Landsvirkjun. Ingibjörg Sólrún sagði í gær að þar kæmi tvennt til greina, að borgin seldi hlut sinn eða leysti hann til sín með einhverjum hætti. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 388 orð

Koma hugsanlega aftur í lokaprófanir

"VIÐ lukum nauðsynlegum prófunum fyrir Boeing en komum hugsanlega aftur eftir nokkrar vikur vegna prófana fyrir flugmálastjórn Bandaríkjanna sem eru nauðsynlegar áður en vélin fæst skráð til farþegaflugs í lok janúar," sagði John Corrigan, verkefnisstjóri tilraunaflugs á nýrri þotu Boeing, 757-300, í samtali við Morgunblaðið í gær. Lauk prófunum í lendingum og flugtökum í gær í Keflavík. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Kona og tvö börn flutt á slysadeild

KONA og tvö börn voru flutt á slysadeild á Akureyri eftir að bíll sem þau voru í fór út af veginum í mikilli hálku á Ólafsfjarðarvegi í gær. Á stuttum kafla vegarins var mikill hálkublettur. Að sögn lögreglu valt bíllinn ekki en kastaðist til þegar út af veginum var komið. Meiðsli konunnar og barnanna voru ekki talin alvarleg. Bíllinn var talsvert skemmdur. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Kynningarfundur með frambjóðendum

SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Garðabæjar boðar til kynningarfundar með frambjóðendum í prófkjöri flokksins á Reykjanesi. Fundurinn verður haldinn í félagsmiðstöðinni Garðalundi í Garðaskóla þriðjudaginn 10. nóvember nk. og hefst kl. 20. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 31 orð

LEIÐRÉTT Rangt nafn Í MYNDARTEXT

LEIÐRÉTT Rangt nafn Í MYNDARTEXTA með mynd af Múlasystkinum sem fylgdi með bókarkafla úr Þjóðsögum Jóns Múla Árnasonar sl. sunnudag var Guðríður Árnadóttir ranglega nefnd Guðrún. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
10. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 613 orð

Lítill skilningur á nýtingu sjávarauðlinda

Á ÁRI hafsins eru sjávarútvegsmál til umræðu á 50. þingi Norðurlandaráðs í Ósló. Davíð Oddsson forsætisráðherra kom með djarfyrta yfirlýsingu í stefnuræðu norrænu forsætisráðherranna. Í framsöguræðu norrænu forsætisráðherranna á þingi Norðurlandaráðs sagði Davíð Oddsson að nýting auðlinda hafsins væri nátengd menningu og hefðum vesturnorræna svæðisins. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Loðdýrafóður greitt niður um 45 millj.

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu Guðmundar Bjarnasonar landbúnaðarráðherra um að leggja til við fjárlaganefnd Alþingis að fóður til loðdýraræktar verði greitt niður á næsta ári um 45 milljónir króna. Ástæðan fyrir þessu er erfiður rekstur í loðdýrarækt í kjölfar verðlækkunar á skinnum. Verðlækkunina má rekja til versnandi efnahagsástands í Asíu og Rússlandi. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Mannbjörg þegar lítill trébátur sökk

MANNBJÖRG varð þegar lítill trébátur, Breiðavík SH 253 frá Ólafsvík, sökk úti fyrir Rifi síðdegis á sunnudag. Beiðni um aðstoð barst Landhelgisgæslunni kl. 16.30 um talstöð bátsins. 20 mínútum síðar var tilkynnt um að maðurinn væri kominn um borð í Smyril frá Grundarfirði. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 32 orð

MEÐ blaðinu í dag fylgir auglýsingablað um verðbréfadaga Búnaðarbankans í út

MEÐ blaðinu í dag fylgir auglýsingablað um verðbréfadaga Búnaðarbankans í útibúum bankans að Laugavegi 3, Vesturgötu 54 og Hótel Sögu dagana 11.­13. nóvember. Auglýsingunni er dreift í Reykjavík, vestan Snorrabrautar og á Seltjarnarnesi. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Meirihlutaviðræður hafnar

Sjálfstæðisflokkur á Austur- Héraði hefur oddaaðstöðu eftir að meirihlutasamstarf Framsóknar og F-lista félagshyggju klofnaði í síðustu viku. Að sögn Sigrúnar Harðardóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, var ákveðið að hefja formlegar samstarfsviðræður við fulltrúa Framsóknarflokks en rætt var við aðila beggja flokka um helgina. Sigrún kvaðst bjartsýn á að viðræður þessar skiluðu árangri. Meira
10. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 317 orð

Mikil umferð um Dalasýslu

Búðardal-Í sumar jókst umferð í Dalasýslu aukist til muna. Ber þar margt til. Nefna má Hvalfjarðargöng sem stytta leiðina frá Búðardal til Reykjavíkur um fjórðung og Gilsfjarðarveg sem gerbreytti samgöngum við Vestfirði og fjölmargt sem vakið hefur athygli ferðamanna og héraðið hefur upp á að bjóða. Meira
10. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 360 orð

Morðingjar forsætisráð herra dæmdir til dauða

FIMMTÁN fyrrverandi yfirmenn í hernum voru á sunnudag dæmdir til dauða fyrir morðið á fyrsta forsætisráðherra Bangladesh, Sheik Mujibur Rahman, árið 1975. Þrír menn létust og um eitt hundrað særðust í átökum stjórnarandstæðinga og stuðningsmanna stjórnarinnar í gær og þurfti lögregla að beita táragasi og kylfum til að skilja fylkingarnar að. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 251 orð

Námstefna um öryggisstjórnun

GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG Íslands (GSFÍ) heldur námstefnuna Öryggisstjórnun ­ deilum ábyrgð og ávinningi, fimmtudaginn 12. nóvember á Hótel Loftleiðum. Námstefnan er hluti af evrópskri gæðaviku sem GSFÍ skipuleggur árlega aðra vikuna í nóvember. Á námstefnunni verður fjallað um öryggisstjórnun í fyrirtækjum. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 245 orð

Nýtt debetkort ­ Valkort

ÍSLANDSBANKI hefur gefið út nýtt debetkort sem nefnist Valkort og gefur viðskiptavinum bankans margs konar valmöguleika og fríðindi, þar á meðal afslátt af greiddum skuldabréfavöxtum og val á útliti kortsins. Ýmis nýmæli önnur eru í þessari þjónustu en megináhersla er lögð á sveigjanleika og að fólk geti valið sér sínar eigin leiðir til hagræðingar og aukinnar þjónustu. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Opið hús hjá skógræktarfélögunum

SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN halda fræðslu- og myndakvöld í húsi Ferðafélagsins, Mörkinni 6, þriðjudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Þetta er þriðja opna hús skógræktarfélaganna í haust en þau eru haldin í samvinnu við Búnaðarbankann. Sagt verður frá væntanlegri ljóðabók Guðjóns Sveinssonar frá Mánabergi. Meira
10. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 225 orð

Prófastur vísiterar Ingjaldshólsprestakall

Hellissandi-Fyrr á árum vísiteruðu prófastar kirkjur og söfnuði árlega. Í seinni tíð hefur dregið úr vísitasíum prófasta enda ekki jafnmikil þörf fyrir þær. Prófastsdæmin hafa auk þess stækkað og núorðið er langtum fyrirhafnarmeira fyrir prófasta að vísitera kirkjur prófastsdæmanna því flest hafa þau stækkað mikið á síðustu áratugum. Þannig er t.d. Meira
10. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 534 orð

Ráðherra viðurkennir samkynhneigð

JOHN Prescott, aðstoðarforsætisráðherra í Bretlandi, gagnrýndi í gær bresku pressuna fyrir að hnýsast um of í einkalíf stjórnmálamanna en breski landbúnaðarráðherrann Nick Brown neyddist um helgina til að viðurkenna að hann væri samkynhneigður eftir að fyrrverandi elskhugi hans reyndi að selja gulu pressunni í Bretlandi sögu sína. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 508 orð

Reglubundið fraktflug milli Íslands og Evrópu að hefjast

MK-FLUGFÉLAGIÐ, sem sérhæfir sig í fraktflugi, byrjar næstkomandi sunnudag vikulegt fraktflug frá Íslandi til Evrópu. Þá hefur félagið sótt um að hefja reglulegar ferðir milli Íslands og Bandaríkjanna. Félagið fékk flugrekstrarleyfi hérlendis í febrúar og hefur tvær DC 8-62 þotur í þjónustu sinni sem bera 40 tonn hvor. Meira
10. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 313 orð

Reynt að blása lífi í friðarferlið á Norður- Írlandi

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, átti í gær fund með Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin, í London í því skyni að blása lífi í friðarferlið á Norður-Írlandi sem er í pattstöðu vegna deilunnar um afvopnun öfgahópa. Meira
10. nóvember 1998 | Miðopna | 1608 orð

Réttlætið þarf að vera sýnilegt

Lögmönnum og dómurum var orðið heitt í hamsi er ráðstefnu um ímynd og veruleika dómstóla lauk á laugardag. Örlygur Steinn Sigurjónsson hlýddi á lögspekingana, en líklegt má telja að önnur ráðstefna verði haldin innan skamms. Að þessu sinni stöldruðu menn við gagnrýni á Hæstarétt, virðingu og ímynd dómstóla, fjölmiðlaumræðu og margt fleira. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1035 orð

RSK hefur stefnt Landsbankanum

Yfirvöld og bankar deila um aðgang að upplýsingum í bönkum og um bankaleynd RSK hefur stefnt Landsbankanum Mál hafa komið til kasta dómstóla þar sem reynir á kröfu yfirvalda til aðgangs að viðskiptaupplýsingum í bönkum og sparisjóðum. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð

Rætt um að sýna forn skjöl úr Páfagarði árið 2000

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sagði eftir fundinn að páfi hefði fallist á það boð Íslendinga að senda fulltrúasveit kardínála til Íslands árið 2000 og forsætisráðherra Páfagarðs hefði staðfest þetta síðar í viðræðum við Íslendinga. "Þar fæddist einnig sú hugmynd að Íslendingar og Páfagarður efni í sameiningu til mikillar sýningar á Íslandi árið 2000, ef tíminn er nægur. Meira
10. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 324 orð

Rætt um gildi fornleifarannsókna

Egilsstaðir-Framfarafélag Fljótsdalshéraðs stóð fyrir fundi þar sem rætt var gildi fornleifarannsókna með tilliti til Austurlands sem landshluta. Jóhanna Bergmann, forstöðumaður Minjasafns Austurlands, rakti sögu fornleifarannsókna, viðhorf til þeirra í gegnum söguna og mikilvægi þeirra til dagsins í dag. Meira
10. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 1065 orð

Segir ástæðulaust að breyta stefnunni í Evrópumálum Evrópska myntbandalagið og öryggismál í Eystrasaltslöndunum settu svip á

"ÞÓ Efnahags- og myntbandalag Evrópu sé í augsýn hafa umræðurnar hér ekki gefið ástæðu til að Íslendingar endurskoði afstöðu sína til Evrópusambandsins og Efnahags- og myntbandalags Evrópu," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að loknum umræðum norrænu forsætisráðherranna og fjármálaráðherranna á sunnudagskvöldið í Ósló. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 589 orð

"Sé ferðina í ljóma"

FIMMMENNINGARNIR, sem stóðu á tindi fjallisins Ama Dablam í Himalayafjöllunum þann 20. október sl. og aðstoðarmenn þeirra eru komnir til landsins eftir velheppnaða en erfiða ferð. "Ég sé ferðina bara í ljóma, þetta gekk svo vel allan tímann. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Skóflustunga verður tekin á fimmtudag

FJÁRÖFLUN SÁÁ með SÁÁ- kortinu er lokið og segir Theódór S. Halldórsson, framkvæmdastjóri SÁÁ að söfnunin hafi í heildina gengið vel. "Okkur finnst viðtökur hafa verið góðar og aukist eftir því sem hefur liðið á tímann," segir hann en um 10 daga fjáröflunarátak var að ræða. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Sköpunin er umræðuefnið

AMKIRKJULEG ráðstefna ungs fólks um sköpunina verður haldin í Skálholti dagana 10.-17. nóvember. Ráðstefnan er haldin á vegum EYCE, sem er samkirkjulegt starf ungs fólks í Evrópu, í samstarfi við ÆSKR sem er Æskulýssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastdæmum. Sr. Sigurður Arnarson er annar tveggja fulltrúa ÆSKR á ráðstefnunni. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 544 orð

Stundum er lagt mat á umsækjendur

LAGT hefur verið fram í borgarráði svar borgarverkfræðings við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hvaða reglur gildi hjá Reykjavíkurborg um úthlutun íbúðalóða. Var fyrirspurnin borin upp í framhaldi af úthlutun lóða við Bakkastaði í Staðahverfi síðastliðið vor þar sem einstaklingar fengu úthlutað fleiri en einni lóð. Meira
10. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 719 orð

Tekur raunsæi fram yfir einstrengingslegar hugsjónir

BOB Livingston, sem nú þykir líklegastur til að taka við af Newt Gingrich sem forseti bandarísku fulltrúadeildarinnar, sagði á sunnudag, að repúblikanar yrðu að komast að samkomulagi við Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, og aðra demókrata á næsta ári. Það væri skynsamlegra en að reyna að segja þeim fyrir verkum í öllu, sem lyti að löggjafarstarfinu. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 243 orð

Tæplega þrjár milljónir króna söfnuðust

NIÐURSTÖÐUR söfnunarinnar "Börn hjálpa börnum", sem ABC hjálparstarf stóð fyrir með baukasöfnun í vor liggja nú fyrir. Samtals söfnuðust 2.984.166 kr. og var allur kostnaður og vinna við söfnunina gefin. Söfnunarféð hefur verið sent til Indlands og hefur því verið ráðstafað á eftirfarandi hátt: 1.987.436 kr. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Útgáfuhátíð iðnnema

ÚTGÁFUHÁTÍÐ var haldin hjá Iðnnemasambandi Íslands nú fyrir helgi, þar sem sambandið kynnti bókina Með framtíðina að vopni ­ Hreyfing iðnnema ­ nám og lífskjör í 100 ár eftir Helga S. Guðmundsson. Útgáfuhátíðin var haldin í nýjum húsakynnum Iðnnemasambandsins að Hverfisgötu 105. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 206 orð

Varar við mengunarhættu af ferðamönnum

FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði við gangsetningu raforkuvers Nesjavallavirkjunar á sunnudag að náttúruspjöll og mengun myndu stóraukast vegna ferðamanna ef aukna áherslu þyrfti að leggja á ferðaþjónustu vegna þess að horfið yrði frá stóriðjuáformum. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

Verði fjárhagslega sjálfstæð stofnun

STEFNT er að því að breyta á næstunni rekstrarfyrirkomulagi á rannsóknastofum Ríkisspítala þannig að þær verði aðskildar frá öðrum rekstri, hafi sjálfstæða stjórn og fjárhag og standi undir sér fjárhagslega. Þorvaldur Veigar Guðmundsson lækningaforstjóri segir stefnt að því að breytingarnar komi að einhverju leyti til framkvæmda um næstu áramót. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Viljayfirlýsing undirrituð

UNDIRRITUÐ hefur verið viljayfirlýsing milli Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar og Mitsubishi Heavy Industries um að komi til stækkunar á Nesjavallavirkjun, muni verða samið um kaup á samskonar vélbúnaði og keyptur var fyrir þann áfanga sem tekinn var í notkun sl. sunnudag. Meira
10. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 641 orð

Víkingarnir fundu ekki Ameríku fyrstir

EINN mest lesni rithöfundur Kanada, umhverfisverndarsinninn Farley Mowat, hefur gefið út bók þar sem hann heldur því fram að norrænir menn hafi ekki verið fyrstir Evrópumanna til að finna Ameríku, heldur hafi það verið óþekktur þjóðflokkur frá Bretlandseyjum, hugsanlega frá Norður-Skotlandi, sem hann nefnir "Albana". Meira
10. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 236 orð

Æskulýðsstarf í kirkjunni með miklum blóma

Skagaströnd-Það má með sanni segja að það fari fram lifandi starf í kirkjunni á Skagaströnd. Séra Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur stendur þar fyrir trúarlegu starfi af atorku og einbeitir sér ekki síst að æskulýðsstarfi. Þannig er kirkjuskólinn sívinsæll meðal yngstu kynslóðarinnar á sunnudagsmorgnum en þar mæta börn frá eins og hálfs árs og upp úr. Meira

Ritstjórnargreinar

10. nóvember 1998 | Leiðarar | 629 orð

ÍSLENZK HEIMSÓKN TIL PÁFA

ÞAÐ VAR stór stund í Íslands sögu þegar Jóhannes Páll II páfi heimsótti landið í júnímánuði árið 1989, fyrstur páfa í sögu kristninnar. Ekki einungis vegna þess að hann er leiðtogi stórrar og sterkrar kirkju, sem hefur spannað veröldina alla í bráðum tvö þúsund ár. Meira
10. nóvember 1998 | Staksteinar | 280 orð

»Kostnaður við ríkisjarðir meiri en tekjurnar AÐ MATI Ríkisendurskoðunar er

AÐ MATI Ríkisendurskoðunar er tímabært að endurskoða löggjöf um ríkisjarðir. Stjórnsýsluendurskoðun á jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins leiðir í ljós að mikið skortir á að rekstur jarðanna standi fjárhagslega undir sér. Löggjöf þarf að endurskoða Meira

Menning

10. nóvember 1998 | Menningarlíf | 171 orð

700 ára silkidregill

BRESKIR sérfræðingar sýna kínverskan silkidregil, sem verður til sýnis í British museum frá næstu mánaðamótum og fram í apríl á næsta ári. Dregillinn var málaður árið 1321 á Yuan-tímabilinu og nefnist "Dásemdir náttúrunnar". Er hann sagður einn afar fárra sem til eru. Safnið keypti hann af breskum safnara fyrir 380.000 pund, um 44 milljónir ísl. kr. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 823 orð

Að ganga í augun

eftir Sindra Freysson, Vaka-Helgafell, Reykjavík, 1998, 255 bls. SINDRI Freysson sendi árið 1992 frá sér ljóðabókina Fljótið sofandi konur sem ekki sætti neinum tíðindum og ári seinna smásagnasafnið Ósýnilegar sögur sem þótti fyrir ýmsar sakir ekki vel heppnað. Fyrsta skáldsaga hans, Augun í bænum, hlaut Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og er nýkomin út. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 876 orð

Af Þistlum og Ströndungum

I Saga byggðar á Langanesi frá landnámi til 1918. eftir Friðrik G. Olgeirsson. Útg.: Þórshafnarhreppur. Reykjavík, 1998, 400 bls. TITILL þessa pistils er fenginn úr þessari bók og skilst mér að svo kalli sig stundum íbúar Þistilfjarðar og Langaness. Meira
10. nóvember 1998 | Skólar/Menntun | 1490 orð

Almennur áhugi á málinu er ekki goðsögn Á 3. hundrað orðum er flett upp á dag í Orðabankanum á Netinu 47 orðanefndir fagfélaga

Á 3. hundrað orðum er flett upp á dag í Orðabankanum á Netinu 47 orðanefndir fagfélaga starfa núna á landinu RÁÐGJÖF og þjónusta er veigamikill þáttur í starfsemi Íslenskrar málstöðvar en starfsmenn hennar svara fyrirspurnum um íslenskt mál og veita ráð og leiðbeiningar um málfarsleg efni, oftast í síma en einnig í tölvupósti og bréflega. Meira
10. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 780 orð

BÍÓIN Í BORGINNISæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir

Popp í Reykjavík Gagnleg og skemmtileg mynd fyrir þá sem hafa gaman af rokki og vilja vita hvað var á seyði í þeim efnum sumarið 1998. Þeir sem ekki hafa gaman að rokki geta samt skemmt sér bærilega. A Perfect Murder Peningar og framhjáhald trylla ástarþríhyrninginn. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 529 orð

Brestir hinna fullorðnu

eftir Mats Wahl. Íslensk þýðing: Hilmar Hilmarsson. Mál og menning 1998, 219 bls. MATS WAHL er sænskur verðlaunahöfundur sem skrifar bækur fyrir börn og unglinga. Hann hefur t.a.m. hlotið Norræn bókavarðaverðlaun, þýsk barnabókaverðlaun og Reykjavíkurborg veitti þýðanda hans, Hilmari Hilmarssyni, verðlaun fyrir bestu þýðingu á barnabók árið 1992. Meira
10. nóvember 1998 | Menningarlíf | 57 orð

BRÉF breska rithöfundarins Rudyards Kiplings

BRÉF breska rithöfundarins Rudyards Kiplings verða boðin upp í London í næstu viku en í þeim spyrst hann fyrir um örlög sonar síns, Johns, sem lét lífið í heimsstyrjöldinni síðari, 17 ára gamall. Kipling fékk ekki staðfestingu á dauða hans fyrr en tveimur árum síðar. Orti Kipling ljóðið "Have you news of my boy Jack?" um soninn týnda. Meira
10. nóvember 1998 | Menningarlíf | 31 orð

Dagskrá um Einar Kárason á Súfistanum

Dagskrá um Einar Kárason á Súfistanum DAGSKRÁ um Einar Kárason verður á Súfistanum, Laugavegi 18, kl. 20.30 í kvöld, í tilefni þess að í dag kemur út ný skáldsaga eftir Einar, Norðurljós. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 600 orð

Einæðingar

eftir Viktor Arnar Ingólfsson, höfundur gefur út, 1998, 264 bls. ÞAÐ eru engar lestir á Íslandi og engin spor, í það minnsta engin lestarspor, en snemma á öldinni voru tvær eimreiðar í förum milli Öskjuhlíðar og Reykjavíkurhafnar. Önnur þeirra stendur til minja á höfninni og mynd af henni prýðir skáldsögu Viktors Arnars Ingólfssonar, Engin spor. Meira
10. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 170 orð

Ekkert stenst samanburðinn við Elsu

HÆFILEIKAKEPPNI grunnskólanna á Akranesi fór fram í vikunni og stóð keppnin milli Grundaskóla og Brekkubæjarskóla. Söngvarakeppnin Hátónsbarkinn hefur farið fram undanfarin 12 ár. Að þessu sinni var ákveðið að taka inn fleiri greinar en sönginn. Skipulögð var allsherjar hæfileikakeppni þar sem keppt var í tveimur flokkum, söngvarakeppninni Hátónsbarkanum og skemmtiatriði kvöldsins. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 573 orð

Ekki er allt sem sýnist

NÝLEGA sendi Guðrún Eva Mínervudóttir frá sér smásagnasafnið Á meðan hann horfir á þig ertu María mey. Sögurnar eru tuttugu talsins og fjalla margar um samskipti kynjanna og kynslóðanna. Sögurnar eru það líkar að það er auðvelt að lesa þær hverja á eftir annarri. Meira
10. nóvember 1998 | Menningarlíf | 366 orð

Ég er meistarinn í Vasa

VERÐLAUNALEIKRITIÐ Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Guðmundsdóttur Hagalín var frumsýnt í Wasaleikhúsinu í Vasa í Finnlandi þann 22. október sl., í leikstjórn Ásdísar Skúladóttur. Í hlutverki meistarans er Sigurður Karlsson en þetta er annað leikárið sem hann starfar við Wasaleikhúsið. Aðrir leikendur í sýningunni eru Ann-Luise Bertell og Tobias Zilliacus. Tónlistin í verkinu er m.a. Meira
10. nóvember 1998 | Skólar/Menntun | 406 orð

Fimmta rammaáætlun ESB kynnt

ÍSLENSKAR upplýsingaskrifstofur um Evrópumál kynna áætlanir og styrki, sem Íslendingum gefst kostur á, í Perlunni 13.­15. nóvember. Verkefni, sem unnin eru á sviði Evrópusamstarfs, og árangur, sem af þeim hefur orðið, verður einnig kynnt. Ráðstefna um rammaáætlanir ESB Í tengslum við Evrópudaga í Perlunni halda KER og RANNÍS ráðstefnu á Hótel Loftleiðum 13. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 769 orð

Fjölhæfur og dugmikill

Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk eftir Gylfa Gröndal. 309 bls. Útg. Forlagið. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1998. ÞORVALDUR Guðmundsson hóf snemma verslunarstörf. Hann byrjaði sem sendill. Sautján ára bauðst honum að gerast verslunarstjóri hjá öflugu fyrirtæki. Nítján ára keypti hann sér drossíu og varð þar með yngsti bíleigandi á landinu. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 759 orð

Fótatuskur

EINS og steinn sem hafið fágar, heitir annað bindi skáldævisögu Guðbergs Bergssonar, en það fyrra, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar, kom út á síðasta ári og hlaut mikið lof og margar viðurkenningar. Guðbergur Bergsson kvað sér fyrst hljóðs í bókmenntum á Íslandi árið 1961 með skáldsögu og ljóðabók. Meira
10. nóvember 1998 | Tónlist | 592 orð

Frá Bæheimi og Mæri

Tónlist eftir tékklensku tónskáldin Bohuslav Martinú, Antonín Dvorák og Leos Janacek. Sunnudagskvöld kl. 20.30. ÞAÐ var góð hugmynd, og tilbreyting í annars nokkuð formfastri tónleikaflóru höfuðborgarsvæðisins að efna til tónleika með verkum frá einu landi. Þannig fæst öðru vísi sýn á tónlistina ­ hægt að leita eftir þjóðlegum einkennum eða andstæðum, þróun í tíma o.s.frv. Meira
10. nóvember 1998 | Menningarlíf | 252 orð

Frumflutningur á Háskólatónleikum

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðvikudaginn 11. nóvember kl. 12.30 leikur Kolbeinn Bjarnason á flautur verk eftir nútímahöfunda. Verkin eru Fantasía fyrir bassaflautu eftir danska tónskáldið Hans-Henrik Nordström, "Í svörtu og hvítu" fyrir flautu frá árinu 1978 eftir Hjálmar H. Ragnarsson og loks Sen I fyrir flautu frá árinu 1984 eftir japanska tónskáldið Toshio Hosokawa. Meira
10. nóvember 1998 | Tónlist | 727 orð

Fuðrandi flauturunur

Kummer: Grand trio brilliant Op. 67; Copland: Dúó f. flautu og píanó; Atli Heimir Sveinsson: Þrjú íslenzk lög; Hindemith: Flautusónata; F. & K. Doppler: Fantasía um Rigoletto Op. 38. Trio Romance (Gruðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau, flautur; Peter Máté, píanó.) Fella- og Hólakirkju, sunnudaginn 8. nóvember kl. 20:30. Meira
10. nóvember 1998 | Menningarlíf | 127 orð

Fyrirlestur og námskeið í MHÍ

LINDA Björg Árnadóttir hönnuður heldur fyrirlestur um mynsturhönnun fyrir fatnað miðvikudaginn 11. nóvember kl. 12.30 í Barmahlíð Skipholti 1. Námskeið Námskeið um túlkun og þróun myndlistar síðustu áratugi hefst mánudaginn 16. nóvember. Námskeiðið er í tengslum við sýningu Listasafn Íslands á úrvali verka frá Museet for samtidskunst í Osló. Meira
10. nóvember 1998 | Tónlist | 539 orð

Glæsilegir upphafstónleikar

Alina Dubik og Gerrit Schuil. Fluttu ljóðasöngva eftir Fauré, Tsjajkovskíj, Rímskíj-Korsakov, Borodin og Glinka. Sunnudaginn 8. nóvember. LJÓÐATÓNLEIKAR Gerðubergs hafa verið starfræktir í tíu ár og sl. sunnudag voru fyrstu tónleikar ellefta stafsársins haldnir, en á þeim komu fram mezzosópransöngkonan Alina Dubik og píanóleikarinn Gerrit Schuil. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 535 orð

"Hinn frægasti kappi í heimi"

FRAKKLANDSSAGA eftir förumanninn Sölva Helgason er komin út en Jón Óskar rithöfundur vann textann undir prentun uppúr handritum Sölva,sem varðveitt eru íLandsbókasafni. Bókina prýða sýnishornúr handritum Sölva aðFrakklandssögu. Íhenni er einnig ítarlegur formáli JónsÓskars, skýringar ogathugasemdir. Meira
10. nóvember 1998 | Kvikmyndir | 324 orð

HUGLJÚF BILUN

Leikstjórar: Bobby Farelly og Peter Farelly. Handritshöfundar: B. Farelly, P. Farelly, Strauss og Decter. Aðalhlutverk: Cameron Diaz, Ben Stiller og Matt Dillon. 20th Century Fox. 1998. Meira
10. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 96 orð

Höfundur Batmans látinn

TEIKNARINN Bob Kane lést í vikunni sem leið á 83ja aldursári. Kane vann sér það helst til frægðar að vera höfundur ofurhetjunnar Batmans. Í upphafi teiknimyndaferils síns vann Kane aðallega teiknimyndir með dýrum í aðalhlutverki en þegar á tvítugsaldri ákvað hann að breyta um stíl og þá fæddist ofurhetjan Batman sem hvert mannsbarn þekkir. Meira
10. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 952 orð

JOHN FRANKENHEIMER

EFTIR mörg mögur ár hvað afrek snertir á hvíta tjaldinu, var gamli refurinn, hann John Frankenheimer heldur betur að minna á sig. Nýjasta mynd hans, Ronin, komst á toppinn um hríð í síðasta mánuði, sú eina af verkum leikstjórans til að ná því heiðurssæti og jafnframt sú fyrsta sem nær þeim árangri af myndum með Robert De Niro í aðallhutverki. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 151 orð

Júnídagar á Íslandi

FINNSKI rithöfundurinn Henrika Ringbom (f. 1962) var á ferð á Íslandi í sumar og hefur nú skrifað langa frásögn frá Íslandsdvölinni í blaðið Kontur 3/98. Ringbom segir frá hrellingum sínum í gistiherbergi Norræna hússins, en þar varð hún fyrir óþægilegu símaáreiti sem varð þess valdandi að hún varð að flytja heim til nýja forstjórans, landa síns Riitu á Grenimel. Meira
10. nóvember 1998 | Kvikmyndir | 664 orð

Leiksoppar skíthæla

Höfundur: Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri: Viðar Víkingsson, leikmynd: Gunnar Bjarnason, leikarar: Pálmi Gestsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Friðrik Friðriksson o.fl. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 172 orð

Ljóðskáld flekklausari

FELIX Post, læknir við Moudsley-sjúkrahúsið í London, hefur undanfarin tvö ár kannað ævisögur og aðrar heimildir um rúmlega hundrað þekkta enska og bandaríska karlrithöfunda. Niðurstaða hans er sú að ljóðskáldin séu langlífari, drekki minna og skilji ekki eins oft. Þetta kemur á óvart því að algengasta viðhorfið til skáldanna hefur verið að þau fari illa með sig og deyi ung. Meira
10. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 92 orð

Loðinn, námfús og vinsæll

NÝTT leikfang frá fyrirtækinu Tiger Electronics er að gera allt vitlaust vestra þessa dagana og er talið að það verði vinsælasta jólagjöfin í ár. Loðdýrið Furby er ekkert venjulegt leikfang, því dýrið talar sitt eigið tungumál og hægt er að kenna því tungumál eigandans. Er eftirspurnin eftir Furby slík að búast má við handalögmálum í búðum þegar jólin nálgast. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 458 orð

Lokur dragast frá

eftir Henning Mankell. Íslensk þýðing: Gunnar Stefánsson. Mál og menning 1998, 215 bls. DRENGURINN sem svaf með snjó í rúminu er þriðja bókin um hinn móðurlausa Jóel sem býr einn með föður sínum í litlum bæ í Norður-Svíþjóð. Hinar eru Hundurinn sem hljóp upp til stjörnu (1992) og Skuggarnir lengjast í rökkrinu (1994). Meira
10. nóvember 1998 | Kvikmyndir | 474 orð

Maurar og menn

Leikstjórar: Erik Darnell og Tim Johnson. Handrit: Todd Alcott, Chris Weitz og Paul Weitz. Leikraddir: Woody Allen, Sharon Stone, Gene Hackman, Christopher Walken, Anne Bancroft, Sylvester Stallone, Danny Glover ofl. DreamWorks SKG. 1998. Meira
10. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 412 orð

Niður hlíðina

Hljómsveitin Unun hélt útgáfutónleika í Veitingahúsinu 22 sl. föstudagskvöld. Hljómsveitina skipa Gunnar Lárus Hjálmarsson gítarleikari, Ragnheiður Eiríksdóttir, söngvari og gítarleikari, Birna Helgadóttir hljómborðsleikari, Viðar Hákonarson bassaleikari og Þorvaldur Gröndal trommuleikari. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 94 orð

Nýjar bækur 7 ÆVIDAGAR

7 ÆVIDAGAR er ljóðabók eftirKjartan Árnason. Bókin skiptist, líkt og vikan, í sjö kafla sem þó bera ekki nöfn vikudaganna. Í 7 ævidögum eru jafn mörg ljóð og dagarnir eru í febrúar. Þetta er fimmta bók höfundar en eftir hann hafa komið út smásögur, skáldsaga, örleikrit og ljóðabókin Dagbók Lasarusar sem út kom árið 1986. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 170 orð

Nýjar bækur DAUÐARÓSIR

DAUÐARÓSIR er önnur skáldsaga Arnalds Indriðasonar. Þetta er spennusaga úr samtímanum og hefst með því að lík ungrar stúlku finnst í blómahafinu á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu skömmu eftir þjóðhátíðardaginn. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 130 orð

Nýjar bækur GÓÐIR Íslendingar

GÓÐIR Íslendingar er fyrsta bók Huldars Breiðfjörðs, 26 ára Reykvíkings. Ungur Reykvíkingur sem sjaldan hefur komið út fyrir borgarmörkin ákveður um hávetur að beina lífi sínu á nýjar brautir; kveðja Kaffibarinn, kaupa Lapplanderjeppa og halda í tveggja mánaða hringferð um Ísland þar sem jeppinn er bústaður hans. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 53 orð

Nýjar bækur HÁRFÍNAR athugasemdir

HÁRFÍNAR athugasemdir er önnur ljóðabók Halldóru Thoroddsen. Fyrri bók hennar, Stofuljóð, kom út árið 1990. Halldóra er fædd 1950 og býr í Reykjavík. Í bókinni eru 33 ljóð. Útgefandi er Þursaútgáfan í Reykjavík. Kápumynd er eftir höfundinn. Bókin er til sölu í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi. Verð: 1.795 kr. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 134 orð

Nýjar bækur KÓNGAR í ríki sínu og krummin

KÓNGAR í ríki sínu og krumminn á skjánum er 10. bók Hrafnhildar Valgarðsdóttur.Bókin er sjálfstætt framhald af fyrri bókum um Kónga í ríki sínu sem út komu árið 1995 og 1997. Í kynningu segir: Vinirnir Lalli og Jói, sem eru orðnir 11 ára, búa í sjávarþorpi þar sem dýrin og náttúran öll er eðlilegur hluti af tilverunni. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 201 orð

Nýjar bækur LÍFSGLEÐI ­ minningar

LÍFSGLEÐI ­ minningar og frásagnir er skráð af Þóri S. Guðbergssyni. Í bókinni rifja fimm þekktir Íslendingar upp liðnar stundir og lífsreynslu. Í kynningu segir: Sr. Halldór Gröndal segir frá persónulegri reynslu og hvernig hann, með krafti bænarinnar, komst til starfa á ný. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 126 orð

Nýjar bækur NÁVÍGI á hvalaslóð

NÁVÍGI á hvalaslóð er unglingabók eftir verðlaunahöfundinn Elías Snæland Jónsson. Í kynningu segir: Í bókinni segir frá Inga og Helenu, hressum krökkum sem kynnast á Netinu. Ingi ferðast um höfin blá með foreldrum sínum sem vinna við rannsóknir á hvölum og þar gengur á ýmsu. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 149 orð

Nýjar bækur PADDY Clarke ha, ha, h

PADDY Clarke ha, ha, ha! er eftir írska verðlaunahöfundinn Roddy Doyle í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Paddy Clarke er forvitinn, uppátektasamur og fundvís á spaugilegar hliðar mannlífsins. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 246 orð

Nýjar bækur SIGLFIRSKUR annáll

SIGLFIRSKUR annáll er þriðja bók Þ. Ragnars Jónassonar í flokknum Úr Siglufjarðarbyggðum.Þ. Ragnar hlaut Menningarverðlaun Siglufjarðar fyrir þá fyrstu sem út kom 1996, Siglfirskar þjóðsögur og sagnir, en önnur bókin nefnist Siglfirskir söguþættir og kom hún út í fyrra. Í bókinni Siglfirskur annáll dregur Þ. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 147 orð

Nýjar bækur STAFKARLARNIR

STAFKARLARNIR eftir Bergljótu Arnalds komu fyrst út árið 1996 og kemur nú út í þriðja sinn. Af því tilefni hefur fyrirtækið Virago sf. lagt út í framleiðslu á teiknimyndaþáttum fyrir sjónvarp sem verða sýndir í þættinum Stundinni okkar í vetur. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 165 orð

Nýjar bækur TEITUR tímaflakkari

TEITUR tímaflakkari er eftir Sigrúnu Eldjárn. Í kynningu segir: "Inni í dimmu og drungalegu skógarþykkni stendur skuggalegt hús. Þar býr Tímóteus uppfinningamaður með tilraunadýrum sínum. Öllum stendur stuggur af þessum dularfulla manni en enginn veit hvað hann hefur í huga. Meira
10. nóvember 1998 | Skólar/Menntun | 314 orð

Nýjar bækur VERKEFNAHEFTI við Dernede I D

VERKEFNAHEFTI við Dernede I Danmark er nýtt kennsluefni í dönsku. Heftið er nýtt verkefnasafn við myndbandið Dernede I Danmark sem gert var í norrænu samstarfi fyrir nokkrum árum. Á myndbandinu eru þrettán þættir og í verkefnaheftinu eru æfingar við hvern þátt sem miða að því að styrkja danska tungu í sessi. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 189 orð

Nýjar bækur ÞAR sem tíminn hverfur

ÞAR sem tíminn hverfur ­ Minnisblöð um mannlíf í Hríseyer eftir Ingólf Margeirsson. Í bókinni lýsir Ingólfur upplifun sinni af Hrísey, kynnum sínum af eyjarskeggjum og ferðum um eyna. Rifjaðir eru upp atburðir frá liðinni tíð og spjallað við samferðamenn með óvenjulega sýn á lífið. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 97 orð

Nýjar bækur ÖMMUSTELPA

ÖMMUSTELPA er ný og endurbætt útgáfa eftir Ármann Kr. Einarsson. Nýjar teikningar prýða bókina eftir bróðurson Ármanns, listamanninn Úlfar Örn valdimarsson. Ömmustelpa hlaut Barnabókarverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur árið 1978 og hafði dómnefnd valið hana bestu barnabók ársins á undan. Dr. Meira
10. nóvember 1998 | Menningarlíf | 199 orð

Nýjar hljómplötur ÍSLANDSTÓNAR 3 ­

ÍSLANDSTÓNAR 3 ­ romantic melodies from Iceland inniheldur 11 íslensk lög, leikin á flautu, gítar, panflautu og píanó í strengjaútsetningu. Það er Torfi Ólafssontónlistarmaður, sem gefur plötuna út í samvinnu við Þóri Úlfarsson. Meira
10. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 127 orð

Nýr Ali

Nýr Ali WILL Smith hefur sett stefnuna á að glíma við metnaðarfyllri hlutverk upp á síðkastið. Hann leikur á móti Gene Hackman í "Óvini ríkisins" eða "Enemy of the State" og jafnvel ennþá meira krefjandi hlutverk er innan seilingar. Meira
10. nóvember 1998 | Menningarlíf | 186 orð

Ný skáldsaga eftir Einar Kárason

NORÐURLJÓS er eftir Einar Kárason. Sagan gerist á átjándu öld og segir frá því að í heiminn er borinn drengurinn Svartur, sonur dugandi hjóna í blómlegri sveit vestanlands. Þótt hann fæðist á öld stórubólu og móðuharðinda eru þeir hörmungaratburðir ýmist liðnir eða ókomnir, í landinu er gæfutíð. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 537 orð

Ódauðlegar bækur

ÞESSA dagana koma bækur út fleiri en venjulega, en sú þróun hefur orðið að bókaútgáfan dreifist meir en áður á árið og er það vel. Einkum eru það þó fræði- og handbækur sem eru sendar á markað utan við hinn hefðbundna útgáfutíma sem miðast við bækur til jólagjafa. Bókaklúbbar hafa sótt í sig veðrið með stóraukinni kiljuútgáfu. Meira
10. nóvember 1998 | Menningarlíf | 63 orð

Ólöf Pétursdóttir sýnir í Hár og list

Ólöf Pétursdóttir sýnir í Hár og list NÚ stendur yfir sýning Ólafar Pétursdóttur í Gallerí Hár og list, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Á sýningunni, sem er áttunda einkasýning Ólafar, eru 29 vatnslitamyndir unnar á þessu ári og eru flestar þeirra úr Hafnarfirði. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9­18 og um helgar kl. 14­18 og lýkur þriðjudaginn 17. Meira
10. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 38 orð

Óvenjulegur kjóll frá Veru Wang

Óvenjulegur kjóll frá Veru Wang HÉR sýnir fyrirsæta dökkan spagetti-kjól úr blúndum, sem borinn er við afar lítinn blúndu boleró-jakka. Fötin hannaði tískuhönnuðurinn Vera Wang og er myndin tekin á vortískusýningu Wangs í New York á föstudaginn var. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 424 orð

Saga Laugarness hjá Íslensku bókaútgáfunni

ÍSLENSKA bókaútgáfan gefur út sjö bækur á þessu ári. Fyrr á árinu kom út ný útgáfa Vegahandbókar í áttunda sinni frá því 1973. Miklar breytingar voru gerðar á bókinni frá fyrri útgáfu, sérstaklega vegna tilkomu Gilsfjarðarbrúar og Hvalfjarðarganga, en þær framkvæmdir leiddu af sér miklar breytingar á númerakerfi Vegagerðarinnar sem Vegahandbókin byggist á. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 556 orð

Siðprúðar og samkynhneigðar

Eftir Elizabeth Jolley. Rúnar Helgi Vignisson þýddi. Strandhögg, Garðabæ, 1998. 176 bls. ÁSTRALSKAR bókmenntir hafa lítt verið kynntar hérlendis að öðru leyti en því að Rúnar Helgi Vignisson hefur áður þýtt safn ástralskra smásagna sem kom út fyrr á þessu ári. Einnig komu út ekki alls fyrir löngu íslenskar þýðingar ástralskra unglingabóka. Meira
10. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 97 orð

Skautadrottning í Playboy

Skautadrottning í Playboy SKAUTADROTTNINGIN austur-þýska, Katarina Witt, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hún sigraði tvisvar í listdansi á skautum á Ólympíuleikunum og er fyrsta íþróttastjarnan sem situr nakin fyrir í Playboy. "Ég hefði ekki gert þetta fyrir tíu árum," segir Witt, sem er 32 ára, í samtali við USA Today. Meira
10. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 103 orð

"Skrokkurinn" lék með Scwharzenegger

JESSE "skrokkur" Ventura, sem sigraði í ríkisstjórakosningunum í Minnesota á dögunum, á skrautlega fortíð og hefur spreytt sig á fleiru en fjölbragðaglímu um dagana. "Skrokkurinn" hefur nokkrum sinnum farið með aukahlutverk í kvikmyndum, þar á meðal í myndum Arnolds Schwarzeneggers "Predator" og "The Running Man". Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 468 orð

Spor í vegferð

Frásagnir af eftirminnilegum atburðum og skemmtilegu fólki. Bragi Þórðarson, Hörpuútgáfan 1998 ­ 200 bls. HÖFUNDUR er fyrir margt löngu orðinn landskunnur fyrir frásagnir sínar, sem hann hefur gefið út í bókum, auk þess lesið margar þeirra í útvarpi. Bækur hans eru í allt á annan tug. Blöndukúturinn er nýjasta bók hans. Hún geymir ellefu mislangar frásagnir. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 1024 orð

Svo skal böl bæta...

eftir Einar Kárason. Umbrot og prentvinnsla: Oddi hf. Mál og menning, Reykjavík 1998. 289 bls. Grettir Ásmundarson og saga hans eru nálæg í nýrri skáldsögu Einars Kárasonar, Norðurljós. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 284 orð

Tímarit HAUSTHEFTI Skírnis

HAUSTHEFTI Skírnis 1998 er komið út. Í heftinu eru tvær greinar þar sem hugað er að stöðu heilbrigðishugmynda í nútíð og fortíð. Stefán Hjörleifsson gagnrýnir þá tæknihyggju sem einkennir læknanám og bendir á menningarlegar afleiðingar hennar. Meira
10. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 83 orð

Tískan í óperunni

Tískan í óperunni TÍSKUVIKA hófst á föstudaginn var í Kiev í Úkraínu. Tískunni var ekki í kot vísað í Kiev, heldur var óperuhús borgarinnar fengið fyrir sýningarnar. Fjölmargir tískuhönnuðir hvaðanæva úr heiminum sýndu fatnað í óperuhúsinu í Kiev og má á meðfylgjandi myndum sjá brot af opnunarsýningunni. Meira
10. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 52 orð

Undrahöld yngismeyjarinnar

Undrahöld yngismeyjarinnar VÆNTANLEG tengdadóttir fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs hefur áhuga á undirfötum. Í það minnsta auglýsir hún undrabrjóstahaldara með brosi á vör í auglýsingu þar sem skilaboðin eru að vart endist konum ævin í að prófa öll þau stórfenglegu undrabrjóstahöld sem framleidd eru. Meira
10. nóvember 1998 | Myndlist | 260 orð

Við ströndina

Opið alla daga frá 14­18. Til 15. nóvemer. Í STÖÐLAKOTI sýnir Steinþór Marínó Gunnarsson tuttugu og eina mynd sem eru unnar með krít og vatnslitum. Að eigin sögn leitar Steinþór að myndefni frá æskuslóðum, frá ströndinni og hafinu. Yfirskrift sýningarinnar er "Haf og land". Flest verkin eru unnin á síðustu tveimur árum, en þó eru innan um myndir sem eru frá síðasta áratug. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 1174 orð

Vönduð og vegleg útgáfa

Árna saga biskups. Lárentíus saga biskups. Söguþáttur Jóns Halldórssonar biskups. Biskupa ættir. Guðrún Ása Grímsdóttir gaf út. 496 bls. Hið íslenzka fornritafélag. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1998. Meira
10. nóvember 1998 | Bókmenntir | 606 orð

Ævin er eftir

Valin ljóð eftir Mark Strand. Hallberg Hallmundsson sneri á íslensku. Stensill prentaði. Brú 1998. 78 síður ­ 1.490 kr. HALLBERG Hallmundsson hefur á undanförnum árum snúið sér æ meir að þýðingum á ljóðum bandarískra skálda og skálda annarra þjóða og hefur glettnislega (eins og honum er lagið) talað um þýðingarnar sem "sjúkdóm" sinn. Meira

Umræðan

10. nóvember 1998 | Aðsent efni | 911 orð

Atgervisflótti frá Landspítalanum

Hverjir verða eftir til að sinna sjúklingum á Ríkisspítölum, spyr Einar G. Torfason, þegar deilum þar lýkur? DEILUR stjórnar Rsp. við starfsfólk sitt eru að verða eins reglubundið fyrirbæri og gangur tungls og sólar. Stutt er síðan deilur Rsp við lækna og hjúkrunarfræðinga voru til lykta leiddar með varanlegum atgervisflótta. Meira
10. nóvember 1998 | Kosningar | 335 orð

Árna M. Mathiesen í fyrsta sæti

Árni M. Mathiesen hefur á undanförnum bráðum átta árum öðlast gríðarmikla reynslu í störfum sínum á þingi og í nefndum þingsins. Hann hefur ekki farið hamförum um völlinn, heldur gengið til verks ákveðinn og án bægslagangs ­ og látið verkin tala... Meira
10. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1139 orð

BÚSETA Á LANDSBYGGÐINNI Í HÆTTU

ÞETTA er fyrsta grein mín af þremur um stöðu byggðamála á Íslandi. Ég mun greina frá nokkrum niðurstöðum rannsókna sem ég hef unnið fyrir Byggðastofnun á síðustu misserum og draga af þeim ályktanir um stefnumótun á sviði byggðamála. Ég mun færa rök fyrir því að búseta á sumum svæðum landsbyggðarinnar sé nú í meiri hættu en áður hefur verið á eftirstríðsárunum. Meira
10. nóvember 1998 | Aðsent efni | 822 orð

Deilum ábyrgð og ávinningi

GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG Íslands heldur að venju hina árlegu Evrópsku gæðaviku dagana 10.­14. nóvember nk. Gæðavikan er haldin í öðrum löndum Evrópu á sama tíma, og er hún haldin að frumkvæði Evrópusamtaka gæðastjórnunarfélga (EOQ) og í samvinnu við Evrópusambandið (EU). Meira
10. nóvember 1998 | Aðsent efni | 670 orð

Framsóknarflokkurinn og utanríkismálin

ALLT frá því að Bandaríkjamenn fóru fyrst að falast eftir herbækistöðvum á Íslandi hefur meginþorri forystumanna og fylgjenda Framsóknarflokksins verið tvístígandi í þessu máli og oftar en hitt valdið titringi hjá forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og sjálfum Bandaríkjamönnum. Meira
10. nóvember 1998 | Kosningar | 615 orð

Góð kynni af Sigríði Önnu

SIGRÍÐUR Anna varð oddviti í sveitarstjórn Eyrarsveitar 1978 í hreinum meirihluta sjálfstæðismanna í Grundarfirði. Sigríður var mjög fylgin sér í málum sveitarfélagsins, og það munaði mikið um hana ­ þó hún sé ekki nema "spönn yfir um sig". Er mér m.a. minnisstæður dugnaður hennar í málefnum heilsugæslu og grunnskólans. Meira
10. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1063 orð

Göbbels-tækni LÍÚ

ENGINN efast um það að Göbbels náði langt fyrir nasista með áróðri sínum í Hitlers-Þýskalandi. Árangurinn varð þó Þýskalandi til mikillar ógæfu og sömuleiðis glæpahyskinu sjálfu að lokum. Þetta kemur eflaust fleirum en mér í hug við áróðursstríð Landssambands íslenskra útvegsamanna og bandingja þeirra, ráðamanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, Meira
10. nóvember 1998 | Kosningar | 419 orð

Helgu Guðrúnu í 5. sæti!

Til þess að eðlileg þróun í jafnréttismálum verði að veruleika verður að blanda sjónarmiðum beggja kynja inn í alla stefnumótun. Í nýrri skoðanakönnun sem Gallup á Íslandi gerði nú fyrir stuttu kom fram að 80% landsmanna vilja aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Meira
10. nóvember 1998 | Aðsent efni | 563 orð

Hlutverk bænda í landgræðslu og skógrækt

Á UNDANFÖRNUM árum hafa birst nokkrar greinar í Morgunblaðinu eftir Herdísi Þorvaldsdóttur þar sem hún fjallar um landgræðslu og skógrækt á Íslandi. Svo virðist sem Herdís sé langt frá öllum raunveruleika í umfjöllun sinni um þau mál og á sl. Meira
10. nóvember 1998 | Aðsent efni | 952 orð

Lagafrumvarpi fagnað

VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp til innheimtulaga. Markmiðið með frumvarpinu er að setja ákveðnar meginreglur um innheimtu til hagsbóta fyrir neytendur, m.a. til að draga úr óeðlilegum kostnaði skuldara vegna innheimtuaðgerða, t.d. með því að takmarka með reglugerð hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Meira
10. nóvember 1998 | Aðsent efni | 340 orð

Lögreglan elskar ekki óhikað

"ELSKIÐ óhikað..." segir í auglýsingum sem ætlað er að koma í veg fyrir að fullorðnir kaupi áfengi handa unglingum sem ekki hafa náð sextán ára aldri. Lögreglan tekur þátt í þessari auglýsingaherferð, sem er vissulega af hinu góða. Samkvæmt lögum er lögreglunni ætlað að vernda unglinga jafnt og aðra borgara. Meira
10. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 459 orð

Nokkur orð um happdrættin

LENGI hef ég gengið með það í huganum að skrifa nokkur orð um happdrættin, sem eru allnokkur hér á landi ­ eins og kunnugt er. Nú verður loks úr þessu,og mér léttir stórum við að geta tjáð mig um málið. Það er ekki hollt að byrgja lengi inni það, sem manni liggur á hjarta. Gerum við það, erum við ósjálfrátt sammála því, sem okkur finnst innst inni, að hvorki sé rétt né sanngjarnt. Meira
10. nóvember 1998 | Kosningar | 719 orð

Prófkjör á Reykjanesi

Árni M. Mathiesen skipaði annað sætið og sækist nú eftir því fyrsta, sem losnar við brotthvarf Ólafs G. Einarssonar. Er það eðlilegur hlutur, að hann hreppi það sæti svo mjög hefur hann vaxið af störfumm sínum, bæði innan og utan Alþingis. Hann hefur reynst farsæll þingmaður. Meira
10. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 521 orð

Sala undir eftirliti?

VIÐ lifum í neysluþjóðfélagi og sem neytendur höfum við komið okkur upp öflugri neytendavernd á flestum sviðum. Hollustuvernd ríkinsins og Lyfjaeftirlitið standa sig t.d. með eindæmum vel þegar kemur að verndun neytandans hvað varðar mat, lyf og vítamín. Inn fyrir landsins steina fer ekki bætiefni sem í stórfelldum skömmtum gæti hugsanlega skaðað mann með margra ára neyslu. Meira
10. nóvember 1998 | Kosningar | 458 orð

Sigríði í fyrsta sæti Ellen Ingvadóttir, 1301537129 formaðu

Mikið fagnaðarefni er að fjórar konur taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi, þaraf ein sem býður sig fram í fyrsta sæti. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, hefur farsæla þingmennsku að baki, reynslu sem styður það sterkum rökum að hún leiði listann í næstu þingkosningum ­ að hún hljóti brautargengi í fyrsta sæti. Meira
10. nóvember 1998 | Aðsent efni | 649 orð

"Snillingar" stíga dansinn

ÉG SÉ að þessa dagana telur gamall félagi minn í kvikmyndagerð, að hann hafi verið beittur nokkru harðræði út af vali á kvikmynd til Óskarsverðlauna, en eins og kunnugt er, þá miðast allar athafnir í landinu á menningarsviði við, að þær hafi þróast og séu sprottnar úr pólitískri þrönghyggju og beri því að verja þær í líf og blóð fyrir utanaðkomandi áhrifum. Meira
10. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1322 orð

UM RÁÐGJAFARFERLI HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR OG FRJÁLS SKOÐANASKIPTI

LAUGARDAGINN 31. október sl. skrifaði Magnús Jónsson veðurstofustjóri hugleiðingar sem hann nefnir "Rannsóknir í herkví hagsmuna?" Þar heldur hann því fram að vísindamenn í dag starfi við þau skilyrði að hagsmunasamtök og stjórnvöld ofsæki þá svo að þeim sé meinað að tjá sig um málefni líðandi stundar sem frjálsir menn væru. Meira
10. nóvember 1998 | Aðsent efni | 689 orð

Upplýsingaveita fyrir ungt fólk

ON the Move er upplýsingaveita á veraldarvefnum, ætluð ungu fólki er hyggur á nám, vinnu eða starfsþjálfun í Evrópu. On the Move er samstarfsverkefni átta þjóða í Evrópu sem hafa hannað upplýsingaveitu og umfjöllun fyrir ungt fólk sem er að velta fyrir sér námi eða starfi innan evrópska efnahagssvæðisins. Meira
10. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1100 orð

Verður tannskemmdum útrýmt á Íslandi?

MJÖG hefur dregið úr tannskemmdum meðal skólabarna á Íslandi á síðasta áratug, þrátt fyrir að sykurneysla landsmanna hafi síður en svo minnkað. Ástæðan fyrir þessu er talin margþætt. Saga tannskemmda á Íslandi Ef saga tannátu á Íslandi er skoðuð, þá virðist hún hafa verið nær óþekkt vandamál allt til loka 18. aldar ef marka má af fornleifum. Meira
10. nóvember 1998 | Kosningar | 272 orð

Öryggismál sjómanna

Á ALÞINGI hefur Kristján Pálsson tekið sérstaklega á öryggismálum sjómanna og fylgt þeim málum mjög vel eftir. Þar ber sérstaklega að nefna stöðugleikamál fiskiskipa en samkvæmt sérstakri úttekt sem Siglingastofnun Íslands lét gera, þá voru þau mál í algjörum ólestri árið 1995. Meira

Minningargreinar

10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 622 orð

Aðalsteinn Ólafsson

Vorið 1925 flyst fjölskyldan í Miklagarð í sömu sveit og þaðan í Melgerði 1934. Aðalsteinn vann að bústörfum hjá foreldrum sínum þar til 1944, þá fer hann að búa í félagi við Sigfús bróður sinn og mágkonu á parti af Melgerði til ársins 1955. Stundaði svo ýmiskonar störf, var mjólkurbílstjóri 1958- 1960. Flyst þá til Akureyrar og vann lengst af við löndun hjá Útgerðarfélagi Akureyringa til 1980. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 31 orð

AÐALSTEINN ÓLAFSSON

AÐALSTEINN ÓLAFSSON Aðalsteinn Ólafsson var fæddur á Skriðu í Saurbæjarhreppi 21. desember 1917. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 27. október. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 505 orð

Hanna Guðfinnsdóttir

Á göngu okkar gegnum lífið kynnumst við mörgum, til er fólk sem gefur okkur orku og gleði og af þess fundi fer maður alltaf glaður í sinni og með léttari lund, ein af þeim var Hanna Guðfinnsdóttir sem nú er kvödd. Ég átti því láni að fagna að geta kallað hana vinkonu mína. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 28 orð

HANNA GUÐFINNSDÓTTIR

HANNA GUÐFINNSDÓTTIR Hanna Guðfinnsdóttir var fædd á Eyrarbakka 15. nóvember 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 3. nóvember. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 422 orð

Hansína Jónsdóttir

Hansína missti móður sína mjög ung og var þá komið í fóstur til Stefáns Jóhannessonar, smiðs og bónda í Stóradal í Saurbæjarhreppi, og konu hans, Margrétar Jónsdóttur, og var Hansína hjá þeim til fermingaraldurs. Eftir það vann hún á ýmsum stöðum og safnaði sér fyrir skólagjaldi í Húsmæðraskólann á Laugalandi. Útför Hansínu fór fram frá Akureyrarkirkju 14. sept. síðastliðinn. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 24 orð

HANSÍNA JÓNSDÓTTIR

HANSÍNA JÓNSDÓTTIR Hansína Jónsdóttir fæddist á Akureyri 16. desember 1919. Hún lést 9. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 14. september. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 511 orð

INGA VALFRÍÐUR EINARSDÓTTIR

Í dag er Inga Valfríður Einarsdóttir frá Miðdal 80 ára. Snúlla, eins og hún hefur ætíð verið kölluð meðal vina og vandamanna, er fædd 10. nóvember árið 1918, yngst níu barna hjónanna Einars Guðmundssonar og Valgerðar Jónsdóttur frá Miðdal í Mosfellssveit. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 139 orð

Karólína Jóhannesdóttir

Þær minningar sem ég á um langömmu, eða löggu eins og ég kallaði hana alltaf, eru mér kærar. Ég man hana eins og hún var þegar amma Fríður var að setja í hana permanent í eldhúsinu í Birkilundinum eða þegar hún var að lesa fyrir mig fallegu söguna sem Dídí frænka á um Tuma í Álfheimum. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 31 orð

KARÓLÍNA JÓHANNESDÓTTIR

KARÓLÍNA JÓHANNESDÓTTIR Karólína Jóhannesdóttir fæddist í Flatey á Skjálfanda 6. maí 1908. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 20. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 28. október. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 611 orð

Már Lárusson

Eftir eldgosið í Heimaey árið 1973 fluttu nokkrar fjölskyldur frá Vestmannaeyjum hingað austur til Neskaupstaðar. Í þeirra hópi voru Guðlaug Pálsdóttir og Már Lárusson ásamt fjórum ungum dætrum sínum. Már hafði stundað sjómennsku í rúman áratug í Vestmannaeyjum, en var kominn í land og orðinn verkstjóri í frystihúsinu Eyjabergi og var nú ráðinn sem yfirverkstjóri í frystihúsi Síldarvinnslunnar hf. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 26 orð

MÁR LÁRUSSON

MÁR LÁRUSSON Már Lárusson fæddist á Fáskrúðsfirði 10. febrúar 1936. Hann lést á Landspítalanum 25. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 2. nóvember. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 93 orð

Ragnar Árnason

Elsku afi. Við þökkum þér allar stundirnar sem við áttum með þér, alla ást þína, umhyggju og þroska sem þú gafst okkur. Við viljum kveðja þig með ljóði eftir Örn Arnarson sem allra skálda best hefur ort um íslenska sjómenn: Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við yztu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma lönd. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 142 orð

RAGNAR ÁRNASON

RAGNAR ÁRNASON Ragnar Árnason fæddist 2. október 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ágústa Gunnlaugsdóttir, f. 1.8. 1895, d. 13.11. 1980, og Árni Valdimarsson, f. 2.9. 1896, d. 2.9. 1980. Systkini Ragnars eru Sverrir, f. 1920; Emma, f. 1925; Haukur, f. 1931 og Unnur, f. 1932. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 677 orð

Sigrún Stefánsdóttir

Sigrún var vinkona mín. Ég hitti hana í fyrsta skipti á ganginum í Hamrahlíð 17. Hún kynnti sig fyrir mér og spurði mig að nafni. Ég sagðist heita Kristjana og hún bauð mér inn. Sigrún var nýflutt í húsið og spurði hvernig mér líkaði að búa þarna. Hún spurði hvort ég væri heyrnarlaus og ég sagðist hafa fæðst heyrnarlaus og ég væri líka sjónskert. Hún sagði að það væri gaman að kynnast mér. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 144 orð

Sigrún Stefánsdóttir

Með örfáum orðum langar mig að minnast Sigrúnar Stefánsdóttur. Henni kynntist ég fyrir tíu árum er hún kom inn í líf bróður míns, Jóns Jónassonar. Sigrún var hreinskiptin kona, glaðleg og lét ekki bugast þótt á móti blési, en það gerði oft í hennar lífi. Hún aðstoðaði bróður minn mikið og vel, fyrir það er ég mjög þakklát. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 726 orð

Sigrún Stefánsdóttir

Þó að dauðinn sé leiðin okkar allra kemur hann manni samt ævinlega á óvart. Þegar ég kvaddi Sigrúnu tveimur kvöldum áður en andlát hennar bar að sagðist hún bráðum mega skreppa út af spítalanum og koma í heimsókn. Við höfðum haft þann sið í um tuttugu ár að eyða saman einu kvöldi á nokkurra vikna fresti. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 139 orð

Sigrún Stefánsdóttir

Við félagar í Daufblindrafélaginu viljum þakka Sigrúnu Stefánsdóttur fyrir góð kynni þessi fáu ár sem við fengum að þekkja hana. Hún var mjög dugleg að miðla til okkar ýmsu, sem var til hagsbóta fyrir okkur. Sárt er að missa hana, því að stuðningur hennar var ómetanlegur. En þó er harmur Jóns mestur, því að hún stóð sem klettur við hlið hans meðan heilsan leyfði. Meira
10. nóvember 1998 | Minningargreinar | 119 orð

SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR

SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR Sigrún Stefánsdóttir var fædd í Reykjavík 20. maí 1942. Hún lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur aðfaranótt 31. október síðastliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Stefanía Sigurjónsdóttir, f. 19.6. 1920, og Stefán Bjargmundsson, f. 11.1. 1920, d. 1.10. 1957. Meira

Viðskipti

10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 154 orð

BA áfram í stríði við Lufthansa

BREZKA flugfélagið British Airways mun halda áfram baráttu sinni gegn þýzka flugfélaginu Lufthansa þrátt fyrir synjun frá eftirlitsyfirvöldum í Þýzkalandi og ESB. BA fékk þau svör frá þýzkum eftirlitsyfirvöldum að þau væru of önnum kafin til að svara kæru félagsins vegna þess að Lufthansa hefði brotið samkeppnisreglur á leiðinni Frankfurt- München. Meira
10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Breytingar hjá Íslenskum aðalverktökum

ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. hafa tekið upp nýtt stjórnskipurit. Starfsemi félagsins skiptist nú í þrjú svið, þ.e. framkvæmdasvið, fjármálasvið og rekstrarsvið og eignaumsýslu. Þessi breyting felur m.a. í sér ný starfsheiti forstöðumanna og tilfærslu milli sviða. Auk þess hefur nýr forstöðumaður fjármálasviðs verið ráðinn til félagsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 320 orð

Clariant og Ciba mynda evrópskan efnarisa

CIBA SG sérefnafyrirtækið fræga og keppinauturinn Clariant AG hafa samþykkt samruna, sem verður til þess að komið verður á fót stórveldi í atvinnugrein, þar sem þrýstingur í átt til samþjöppunar er mikill. Meira
10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 239 orð

Dollar hækkar gegn jeni

HLUTABRÉF lækkuðu í verði í evrópskum kauphöllum síðdegis í gær eftir slaka byrjun í Wall Street. Dollar styrktist gegn marki og jeni og komst yfir 120 jen vegna nýrra vona um að ólga á mörkuðum hjaðni senn. Miðlarar töldu að nýr styrkur dalsins gæti verið stundarfyrirbæri, en ummæli Greenspans seðlabankastjóra um minni ótta á mörkuðum virðast hafa haft áhrif. Meira
10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 819 orð

Fjárfestir í öðrum verðbréfasjóðum

BÚNAÐARBANKI Íslands hf. undirritaði samning um stofnun dótturfyrirtækis í Lúxemborg sem ber nafnið BI Management Company S.A. og samstarfssamning þess félags við franska bankann Credit Agricole Indosuez, Luxembourg, (CAIL) í gær. BI Management Company er ætlað að reka deildaskiptan verðbréfasjóð, BI Investment Funds, sem fjárfestir í öðrum sjóðum, sem er nýjung á Íslandi. Meira
10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 356 orð

Fjölgun samstarfsaðila til skoðunar

STJÓRNARFORMAÐUR Reiknistofu bankanna segir að fullur vilji sé til að auka þjónustu hennar við aðra aðila á fjármálamarkaði, að svo miklu leyti sem sú þjónusta sé ekki veitt í samkeppni við önnur fyrirtæki á markaðnum. Hann bendir á að þar sem starfsemi Reiknistofunnar sé flókin og um viðkvæmar upplýsingar að ræða taki tíma að undirbúa breytingar á starfseminni. Meira
10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Fyrsta sívala bíóið í London

BÍÓKEÐJAN UCI hyggst opna fyrsta sívala kvikmyndahúsið í heiminum í London 1. janúar 2000. Sýnt verður á 14 sýningartjöldum í byggingunni, sem verður steinsnar frá hinni umdeildu aldamótahvelfingu, miðpunkti hátíðahalda í tilefni nýs árþúsunds. Fjórtán salir hinnar sérstæðu byggingar eiga að taka 3.200 áhorfendur í sæti. Meira
10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 79 orð

Færri Saab Gripen-flugvélar pantaðar

SÆNSKI landvarnaráðherrann, Björn von Sydow, hefur sagt að sænska stjórnin kunni að panta færri en 204 orrustuþotur frá flugiðnaðarfyrirtækinu Saab AB eins og um hefur verið samið vegna niðurskurðar á herútgjöldum. Meira
10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Gögn á glámbekk á Netinu

TVEIR starfsmenn bandaríska vinnumálaráðuneytisins voru of önnum kafnir þegar Ray Stone hringdi og sagðist sjá upplýsingar um atvinnu í október á Netinu. Þriðji ráðuneytismaðurinn svaraði þeim sem hringdi. "Ég heyrði að honum brá þegar hann sá það sem ég benti honum á," sagði Stone. Ráðuneytið hafði í ógáti birt atvinnutölur á Netinu einum degi á undan áætlun. Meira
10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 159 orð

Hvers vegna AOL valdi Microsoft

EINN yfirmanna America Online Inc. hefur borið fyrir rétti að hann hafi ekki valið netskoðunarbúnað Microsoft Corp. handa milljónum viðskiptavina sinna af tæknilegum ástæðum. David Colburn, sem situr í stjórn AOL og er aðalfulltrúi fyrirtækisins í viðræðum við Microsoft, Meira
10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 292 orð

Mitsubishi fækkar störfum vestra um 22%

MITSUBISHI Motors Corp. hyggst fækka 5.400 starfsmönnum sínum í Bandaríkjunum um 1.000, eða 22%, á næstu þremur árum og er það liður í endurskipulagningu starfsemi fyrirtækisins í heiminum að sögn forsvarsmanna þess. Meira
10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Renault og Fiat til samstarfs

RENAULT, bílaframleiðandinn franski, og Fiat bílaverksmiðjurnar á Ítalíu hafa samþykkt að sameina málmsteypusmiðjur sínar í fyrirtæki með tekjur upp á 11 milljarða franka, eða 1,98 milljarða dollara, á ári. Meira
10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Routledge á 90 millj. punda

ROUTLEDGE, kunnur útgefandi fræðilegra tímarita og fræðibóka í Bretlandi, hefur verið seldur minni keppinaut, Taylor & Francis, fyrir 90 milljónir punda. Hlutabréfum í Taylor & Francis var komið í sölu í maí þegar fyrirtækið hafði aflað 14 milljóna punda til að færa út kvíarnar. Meira
10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 235 orð

Rúmlega 35 mkr. hagnaður

SKÝRR hf. hagnaðist um 35,3 milljónir króna fyrstu 9 mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 24,3 mkr. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Veltufé frá rekstri var 112 mkr. sem er 18 mkr. hækkun frá árinu áður. Rekstrartekjur félagsins námu 780 millj. kr., sem er 14% hækkun frá sama tímabili í fyrra. Eigið fé félagsins 30. Meira
10. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Rætt um alþjóðavæðingu atvinnulífsins

HIÐ ÁRLEGA Viðskiptaþing Verslunarráðs Íslands verður haldið miðvikudaginn 10. febrúar 1999. Þema þingsins er alþjóðavæðing atvinnulífsins. Undirbúningur þingsins stendur nú yfir og þrír hópar hafa verið stofnaðir í því skyni samkvæmt upplýsingum frá Verslunarráðinu. Einn fjallar um mannauðinn, annar um starfsskilyrði atvinnulífsins og hinn þriðji um möguleika og markaði. Meira

Daglegt líf

10. nóvember 1998 | Neytendur | 1112 orð

Hávaði ­ heyrn og vellíðan

HÁVAÐAMENGUN er fyrirbæri sem fólk í nútíma þjóðfélagi hefur í ríkara mæli verið að velta fyrir sér og reyna að bregðast við þannig að hávaðinn valdi sem minnstu áreiti. Það er kunnara en frá þurfi að segja að hávaði hefur áhrif á heyrn. Hitt vita færri að önnur hljóð í umhverfinu, t.d. stöðugur niður, lágtíðnihljóð og fleira geta haft áhrif á líkamlega og andlega líðan. Meira
10. nóvember 1998 | Neytendur | 49 orð

Jólamagasín í Magasín

HIÐ árlega Jólamagasín hefur opnað í Magasín og eins og fyrri ár verður margt í boði. Í fréttatilkynningu segir: "Mikið og fjölbreytt úrval af jólavöru á lágu verði sem og úrval af gjafavöru, leikföngum, húsbúnaði, bökunarvörum og fleiru. Í Jólamagasín fást kort, kerti og jólapappír í úrvali. Meira
10. nóvember 1998 | Neytendur | 73 orð

Lífrænt ræktuð vín frá Ítalíu

KARL K. Karlsson heildverslun hefur hafið innflutning á lífrænt ræktuðu rauðvíni og hvítvíni frá Fontana di Papa á Ítalíu. Heita vínin Castelli Romani. Í fréttatilkynningu frá heildversluninni segir að vínin séu framleidd skv. evrópskum reglugerðum um lífrænt ræktuð vín. Castelli Romani-vínin eru því framleidd án þess að skordýraeitur eða önnur ólífræn efni séu notuð. Meira
10. nóvember 1998 | Neytendur | 267 orð

Nýir rafhlöðukassar

Það vita flestallir að ekki má fleygja notuðum rafhlöðum hvar sem er, þær geta orsakað mikla mengun í jarðveginum, sumir liggja þó á þessu lúalaginu. Því verður ekki nógsamlega brýnt fyrir fólki að fara með ónýtar rafhlöður á bensínstöðvar, þar sem tekið er á móti þeim, en setja þær alls ekki í heimilisruslafötuna. Meira
10. nóvember 1998 | Neytendur | 163 orð

Skosk framleiðsla sem dekrar við bragðlaukana

JOSEPH Walker í Skotlandi stofnaði fjölskyldufyrirtækið Walker Shortbread árið 1898 af. Nú, hundrað árum síðar, er fyrirtækið orðið með virðulegri smákökuframleiðendum undir stjórn afkomenda Jóseps heitins Walkers. Smákökurnar eða kexið er selt hjá Pipar og salti á Íslandi og er í mjög auðþekktum kassa með skosku munstri. Meira

Fastir þættir

10. nóvember 1998 | Í dag | 25 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. nóvember, verður sjötug Ólafía Jónsdóttir, ljósmóðir frá Hólmavík. Hún tekur á móti gestum á Árbæjarbletti 4 frá kl. 15. Meira
10. nóvember 1998 | Í dag | 35 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. nóvember, verður áttræð Inga Valfríður Einarsdóttir (Snúlla) frá Miðdal, Hábergi 5, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Sigurður Ólafsson, söngvari og hestamaður, sem lést 1993. Hún verður að heiman í dag. Meira
10. nóvember 1998 | Í dag | 39 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. nóvember, verður níræður Björn Ingi Stefánsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Grandavegi 47, Reykjavík. Björn og eiginkona hans, Þórunn Sveinsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum á Grandavegi 47, 10. hæð frá kl. 16-19 í dag. Meira
10. nóvember 1998 | Fastir þættir | 500 orð

Áskirkja.

SAFNAÐARFÉLAG Langholtskirkju heldur fund í Safnaðarheimili Langholtskirkju í kvöld, þriðjudag 10. nóvember, kl. 20.30, þar sem fjallað verður um gagnagrunnsmálið í ljósi kristinnar siðfræði. Guðfræðingarnir Jón Pálsson og Stefán Karlsson flytja erindi og að þeim loknum verða fyrirspurnir og umræður. Kaffiveitingar á vægu verði. Meira
10. nóvember 1998 | Fastir þættir | 100 orð

Bridsfélag eldri borgaraí Kópavogi

Þriðjudaginn 3. nóv. sl. spiluðu 28 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Þorleifur Þórarinss. ­ Þórarinn Árnason366Eysteinn Einarsson ­ Lárus Hermannsson365Jón Stefánsson ­ Alfreð Kristjánss.358Lokastaða efstu para í A/V: Sæmundur Björnsson ­ Magnús Halldórss.370Anton Sigurðsson ­ Hannes Ingibergss.351Guðm. Meira
10. nóvember 1998 | Fastir þættir | 81 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfj

Lokastaðan að loknum fimm umferðum í aðaltvímenningnum varð á þessa leið: Ásgeir Metúsalemsson ­ Kristján Kristjánsson104 Auðbergur Jónsson ­ Hafsteinn Larsen53 Óttar Guðmundsson ­ Einar Þorvarðarson49 Sigurður Freysson ­ Jóhann Bogason44 Næstu tvö þriðjudagskvöld verður spiluð hraðsveitarkeppni. Meira
10. nóvember 1998 | Fastir þættir | 130 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Landstvímenningur 2

Landstvímenningurinn verður spilaður 20. nóvember nk. Eins og síðasta ár standa Norðurlöndin saman að keppninni. Í ár eru Svíar við stjórnvölinn. Fyrirkomulagið er mjög metnaðarfullt og tæknin nýtt til hins ýtrasta. Úrslitin verða reiknuð á Netinu eftir hverja umferð, þannig að heildarstaðan liggur fyrir jafnóðum. Meira
10. nóvember 1998 | Fastir þættir | 1223 orð

Er komið endimörkum vaxtarins?

ALLT sem fer upp kemur aftur niður" er spakmæli sem erfitt er að hrekja. Markaður fyrir íslensk reiðhross í Þýskalandi hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum og lengi vel stöðugur vöxtur þar til á síðasta ári þegar sala hrossa dróst saman um 23% og vangaveltur um hvort toppnum væri náð. Meira
10. nóvember 1998 | Fastir þættir | 97 orð

Félag eldri borgara stofnar skákfélag

FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er jafnt og þétt að útbreiða starfsemi sína meðal eldri borgara í Ásgarði, Glæsibæ. Hinn 21. september var stofnuð skákdeild að tilhlutan Sigurðar Pálssonar. Helgi Ólafsson stórmeistari og Ágúst Sindri Karlsson, forseti skáksambands Íslands, mættu á fundinn og lýstu ánægju sinni með þessa nýju deild og buðu fram ýmsa aðstoð við hana. Meira
10. nóvember 1998 | Fastir þættir | 697 orð

Hannes Hlífar Íslandsmeistari í skák 1998

Hannes Hlífar Stefánsson varð Íslandsmeistari í skák í fyrsta sinn. Hannes Hlífar Stefánsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í skák 1998 með góðum endaspretti, en hann vann síðustu fjórar skákirnar. Sigur Hannesar kemur í sjálfu sér ekki á óvart, en er með ólíkindum miðað við stöðuna á mótinu eftir sjö umferðir. Meira
10. nóvember 1998 | Í dag | 311 orð

Hugmyndir til að afla fjár

PÁLL Pétursson var í sjónvarpinu um daginn að biðja um hugmyndir til að afla fjár til uppbyggingar hjá SÁÁ, sem er mjög nauðsynlegt. Nú er verið að tala um að byggja eigi upp á svæði Leifs rauða, það fer mikill peningur í það, það væri nær að nota þann pening í uppbyggingu fyrir SÁÁ, það er nauðsynlegra. Meira
10. nóvember 1998 | Dagbók | 692 orð

Í dag er mánudagur 1. nóvember 1. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Mér v

Í dag er mánudagur 1. nóvember 1. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Mér var hrundið, til þess að ég skyldi falla, en drottinn veitti mér lið. (Sálmarnir 118, 13.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hanse Duo og Dettifoss fóru væntanlega í gær. Meira
10. nóvember 1998 | Fastir þættir | 218 orð

Léleg þátttaka í Íslandsmótum um helgina

6.­7. október. AÐEINS 7 pör tóku þátt í Íslandsmóti yngri spilara og 12 pör í flokki eldri spilara sem fram fór um helgina. Sigurbjörn Haraldsson og Guðmundur Halldórsson sigruðu nokkuð örugglega í yngri flokknum en athygli vakti að enginn spilaranna var úr Reykjavík eða nágrannabyggðarlögunum. Meira
10. nóvember 1998 | Í dag | 377 orð

STJÓRNMÁL taka á sig ýmsar myndir. Í laugardagsblaði Morgunb

STJÓRNMÁL taka á sig ýmsar myndir. Í laugardagsblaði Morgunblaðsins var frá því skýrt að þeir hefðu setið á fundi, forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og forsætisráðherra Ítalíu, Massimo D'Alema. Fyrirsögnin á fréttinni um viðræður þeirra var svohljóðandi: "Stækkun Nato eitt af umræðuefnum Ólafs Ragnars og D'Alemas. Meira
10. nóvember 1998 | Í dag | 122 orð

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur Þetta endatafl kom upp á Fontys stórmótinu í Tilburg í Hollandi sem lauk í síðustu viku. Rússinn Peter Svidler(2.710) hafði hvítt og átti leik gegn heimamanninum Loek Van Wely (2.635). Meira
10. nóvember 1998 | Fastir þættir | 852 orð

Uppgjör við þrjóta "Íslenskir frammámenn heilsa líka Li Peng og félögum hans og við vitum öll ástæðuna. Þeir telja sig ekki hafa

YFIRLEITT komast þeir undan réttvísinni, blóðhundarnir sem misnota völd sín og láta pynta og myrða eigin þegna. Öldin sem er að líða verður meðal annars kennd við grimmdarverk og fjöldamorð í nafni hugmyndafræði. Meira
10. nóvember 1998 | Í dag | 206 orð

Vestur trompar út gegn sex spöðum suðurs. Suðu

Vestur trompar út gegn sex spöðum suðurs. Suður gefur; allir á hættu. 7654 D9 ÁD109 K42 ÁKD1082 ÁK10 G6 D6 ­ ­ ­ 1 spaðiPass 3 lauf Pass 3 tíglarPass 3 spaðar Pass 4 hjörtuPass 6 spaðar Allir pass Sagnir þarfnast skýringa. Meira
10. nóvember 1998 | Dagbók | 3574 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

10. nóvember 1998 | Íþróttir | 457 orð

1. DEILD KONUR Valur - Fram18:24

Íþróttahúsið að Hlíðarenda, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, 7. umferð, laugardaginn 7. nóvember 1998. Gangur leiksins: Sigurlaug Rúnarsdóttir 6/3, Gerður Beta Jóhannsdóttir 4/1, Anna G. Halldórsdóttir 2, Þóra B. Helgadóttir 2, Lilja Valdimarsdóttir 2, Sonja Jónsdóttir 1, Eivor Pála Blöndal 1. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 481 orð

Aðeins Englendingar í byrjunarliði Aston Villa

Aston Villa hefur ekki byrjað keppnistímabilið eins vel og nú síðan 1932, en með samsetningu annarra liða í ensku úrvalsdeildinni í huga hefur ekki síður vakið athyli að byrjunarliðið er eingöngu skipað enskum leikmönnum. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 117 orð

AIK sænskur meistari

AIK frá Stokkhólmi varð sænskur meistari í knattspyrnu um helgina. Liðið vann Örgryte 1:0. Á sama tíma tapaði Helsingborg, sem var efst fyrir lokaumferðina, fyrir H¨acken, sem þegar var fallið, 2:1. AIK hlaut 46 stig, tveimur stigum meira en Helsingborg. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 66 orð

Ástralska rallið

Úrlsit:klst. 1. Tommi Makinen (Finnl.) Mitsubishi3:52.48,7 2. Carlos Sainz (Spáni) Toyota3:53.05,2 3. Didier Auriol (Frakkl.) Toyota3:53.13,7 4. Colin McRae (Bretl.) Subaru3:53.20,3 5. Juha Kankkunen (Finnl.) Ford3:53.44,8 Staðanstig 1. Tommi Makinen (Finland) Mitsubishi58 2. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 561 orð

Betra liðið á að vinna

"VIÐ bitum á jaxlinn og náðum að halda í við þær en svo gekk allt upp - enda á betra liðið að vinna," sagði Jóna Björg Pálmadóttir, sem skoraði flest mörk Fram í 24:18 sigri á Val á Hlíðarenda á laugardaginn en úrslitin réðust samt ekki fyrr að loknum miklum barningi eftir hlé. Með sigrinum tók Fram 2. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 522 orð

Bæjarar eru óstöðvandi

FÁTT virðist geta komið í veg fyrir að Bayern München verði þýskur meistari. Þótt aðeins séu búnar 11 umferðir í deildinni virðast margir þeirrar skoðunar að nú snúist baráttan aðeins um næstu sæti fyrir neðan, til að komast í Meistaradeildina og UEFA-keppnina, og að falla ekki. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 1656 orð

England

Úrvalsdeildin: Arsenal - Everton1:0 Nicolas Anelka 6. 38.088. Leeds United - Sheffield Wednesday2:1 Jimmy Floyd Hasselbaink 39. Jonathan Woodgate 61. - Andy Booth 3. 30.012. Man. United ­ Newcastle 0:0 54.154. West Ham United - Chelsea1:1 Neil Ruddock 4. - Celestine Babayaro 75. 26.023. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 408 orð

Enn sigra Eyjamenn á heimavelli!

Lið ÍBV og FH mættust í Eyjum á sunnudagskvöld. Hlutskipti FH- inga er nokkuð annað heldur en fyrir ári þegar þeir mættu til Eyja efstir í deildinni, með fullt hús stiga. Þá fóru leikar jafnir, en nú verma FH-ingar botninn með þrjú stig, eftir að hafa tapað fyrir Eyjamönnum, 23:20, í líflegum leik í Eyjum. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 1866 orð

Ég hef ágætis "tilraunadýr"

Þegar ég fékk tilboðið frá Amicitia Zürich var ég ákveðinn í að breyta til og reyna eitthvað nýtt. Við hjónin stóðum á tímamótum, vorum bæði að ljúka námi ­ ég í tækniskóla og Tóta sem hjúkrunarfræðingur," sagði Gunnar Andrésson, fyrrverandi leikstjórnandi liðs Aftureldingar og Fram, þegar Morgunblaðið ræddi við hann og Þórunni Garðarsdóttur, sem lék handknattleik með kvennaliði Fram. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 134 orð

Fiorentina vísað úr UEFA- keppninni

AGANEFND knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur vísað ítalska liðinu Fiorentina úr UEFA-keppninni. Ástæða er sú að í síðari leik liðsins í keppninni gegn svissneska liðinu Grasshoppers var flugeldi kastað úr áhorfendastúkunni sem fór í Philipppe Lament aðstoðardómara leiksins. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 232 orð

Fjórða tap KFÍ í röð Ísfirðingar töpu

Ísfirðingar töpuðu sínum fjórða leik í röð þegar góðkunningjar þeirra í KR mættu vestur í Ísjakann á Ísafirði á sunnudagskveld. Úrslit leiksins réðust á lokasekúndunum eftir að heimamenn höfðu unnið upp nýtján stiga forystu gestanna og breytt stöðunni úr 63:82 í 86:86 á sjö mínútna kafla. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 808 orð

Fram - Valur23:24

Framhús, Íslandsmótið í handknattleik karla - Nissandeildin, laugardaginn 7. nóvember 1998. Gangur leiksins: 5:2, 5:7, 7:10, 9:10, 9:11, 11:13, 14:17, 17:18, 20:21, 23:23, 23:24. Mörk Fram: Gunnar Berg Viktorsson 9/6, Magnús A. Arngrímsson 3, Róbert Gunnarsson 3, Guðmundur H. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 316 orð

Fyrsta mark Sigurðar fyrir Dundee United

SIGURÐUR Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, komst á blað á meðal markaskorara Dundee United þegar hann jafnaði, 2:2, á móti Motherwell í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Owen Coyle gerði bæði mörk gestanna, á 8. og 50. mínútu, en Billy Dodds skoraði fyrir heimamenn skömmu eftir hlé og Sigurður skallaði í netið eftir klukkutíma leik. "Það var kominn tími til," sagði Sigurður við Morgunblaðið. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 243 orð

Fýluferð Barcelona

Barcelona fór fýluferð til Oviedo ­ tapaði 2:1 og mistókst að komast í efsta sæti deildarinnar. Tapið þykir mikið áfall fyrir liðið og ekki síst hollenska þjálfarann Louis van Gaal, sem einnig varð að sætta sig við tap í Meistaradeild Evrópu fyrir Bayern í síðustu viku. Eins og gegn Bayern komst liðið í 1:0 en missti það forskot niður í lokin. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 369 orð

Gabriel Batistuta stútaði Venezia

FIORENTINA endurheimti efsta sæti ítölsku deildarinnar með því að vinna Venezia, 4:1 á sama tíma og liðið var dæmt úr leik í Evrópukeppninni. Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta gerði tvö marka liðsins. Hann hefur nú gert tíu mörk í átta leikjum. Juventus varð að sætta sig við jafntefli á móti Udinese, 2:2 og AC Milan gerði sömuleiðis jafntefli við Inter, 2:2. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 382 orð

Galkauskas Gintas var allt í öllu

AFTURELDING er efst í 1. deild karla í handknattleik að sjö umferðum loknum. Liðið sótti Hauka heim á sunnudag og sigraði nokkuð örugglega. Lokatölur urðu 31:28 og gerði Galkauskas Gintas tólf mörk fyrir gestina auk þess sem hann átti hlut að máli í sjö mörkum til viðbótar. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 366 orð

Grindvíkingar að ná sér á strik Þetta er bú

Grindvíkingar að ná sér á strik Þetta er búið að vera erfitt undanfarið eftir fjögur töp. Það var skrekkur í okkur, sérstaklega í byrjun fyrri hálfleiks, við sýndum góða baráttu en þetta var basl hjá okkur í fyrri hálfleik. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 471 orð

Guðmundur og Júlíus í aðalhlutverkum

GÓÐ markvarsla Guðmundar Hrafnkelssonar og stórleikur Júlíusar Gunnarssonar var það sem réð úrslitum er Valur sigraði Fram, 23:24, í Framhúsinu á laugardaginn. Guðmundur varði alls 21 skot og Júlíus gerði 10 glæsileg mörk. Valur er því kominn í toppbaráttuna, með tíu stig eins og Fram sem er í öðru sæti. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 190 orð

Hlynur til Leifturs eða Vals

HLYNUR Birgisson, sem hefur leikið með Örebro í Svíþjóð í fjögur ár, er á heimleið. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið ekki alveg komið á hreint hvort hann kemur til með að búa á Akureyri eða í Reykjavík. "Leiftursmenn hafa rætt við mig og ég hugsa að ég leiki með þeim ef ég fer norður. Ef ég sest að í Reykjavík mun ég leika með 1. deildar liði. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 401 orð

Hörkuleikur hjá Stjörnunni

EFTIR leiki helgarinnar er staðan óvenju jöfn og spennandi í handboltanum og engu líkara en það hafi verið samantekin ráð að haga úrslitunum á þann veg að þjappa liðunum saman. Þannig náði Stjarnan að halda aftur af KA-mönnum og fikra sig nær toppnum með því að sigra nokkuð örugglega í leiknum á Akureyri, 30:28. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 154 orð

Ingibergur fékk tvenn gullverðlaun

INGIBERGUR Sigurðsson úr Ármanni, Glímukóngur Íslands síðustu þrjú árin, hefur einbeitt sér að júdó síðustu mánuði og keppti um helgina á opna írska meistaramótinu. Þar gerði hann sér lítið fyrir og sigraði í -100 kílógramma flokki og skellti sér síðan í opna flokkinn og sigraði einnig þar. Tvö gull til fyrrverandi glímukappa. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 328 orð

Íslandsmótið 1. deild karla:

Þróttur N. - ÍS1:3 (15:9, 10:15, 9:15, 13:15)Þróttur N. - ÍS3:1 (15:11, 9:15, 15:11,16:14)Staðan: ÍS53212:7254:22812 Þróttur Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 280 orð

Jafnt í botnslag í Digranesi

Mikilvægum leik HK og Gróttu/KR í Digranesi á sunnudagskvöldið lauk með jafntefli, 25:25. Bæði lið vildu að sjálfsögðu vinna því staða þeirra í deildinni er slæm. HK-menn leiddu lengst af í fyrri hálfleik og virtust vera á góðri leið með að vinna. Staðan í hálfleik var 13:8 og ekkert sem benti til að baráttulítið vesturbæjarlið myndi stríða frískum og baráttuglöðum HK-mönnum. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 99 orð

Knattspyrnuferð til Englands

DAGANA 27. til 30. nóvember efnir ferðaskrifstofan Samvinnuferðir- Landsýn til knattspyrnuferðar til Liverpool og Manchester. Flogið er til Dublin á föstudegi og gist þar eina nótt. Síðan er siglt frá Dublin til Liverpool, þar sem gist verður. Möguleiki er á því að sjá leik Liverpool og Blackburn. Á sunnudeginum býðst farþegum að fara til Manchester og sjá leik Manchester Utd. og Leeds. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 161 orð

Kongsvinger vill Steinar

Norska liðið Kongsvinger mun í dag gera Steinari Adolfssyni, varnarmanni Skagamanna tilboð að sögn Steinars. Hann sagðist lítið vita um hvernig tilboðið yrði, en forráðamenn liðsins hefðu haft samband við ÍA og sagst ætla að senda tilboð á þriðjudaginn. Þórður Þórðarson, markvörður ÍA, gekk ekki frá samningi við sænska liðið Norrköping í gær eins og vonir stóðu til. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 76 orð

Liverpool vildi fá Indriða Sigurðsson aftur

INDRIÐI Sigurðsson, piltalandsliðsmaður í KR, fór til Liverpool á sunnudag og verður ytra í hálfan mánuð. Han æfði með félaginu fyrir skömmu og átti þá að vera í viku en dvölin var framlengd um fimm daga þegar Liverpool frétti af áhuga Manchester United á pilti. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 1282 orð

Lítill munur á efstu og neðstu liðum

Um þriðjungur er af leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á líðandi tímabili og vekur athygli að Aston Villa, félag sem stillir eingöngu upp enskum leikmönnum í byrjunarliði, er í efsta sæti. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 379 orð

Loksins tókst það hjá Keflvíkingum

KEFLVÍKINGAR halda efsta sætinu í úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir að hafa lagt Hauka 71:89 á sunnudaginn. Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga á Haukum í deildinni síðan Sigurður Ingimundarson fór að þjálfa Keflvíkinga, en þetta er þriðja ár hans með liðið. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 297 orð

Miklar sveiflur Njarðvíkingar un

Njarðvíkingar unnu baráttuglaða Borgnesinga, 86:98, í skemmtilegum en mjög sveiflukenndum leik í Borgarnesi á sunnudagskvöld. "Þetta var sérkennilegur leikur og mikið basl," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga. "Við unnum þennan leik vegna þess að við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel og við vorum okkur mjög meðvitandi um stöðu Borgnesinga og vanmátum þá ekki. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 273 orð

Naumt á Hlíðarenda Litlu munaði að

Litlu munaði að Valsmenn næðu að stela sigrinum af Snæfellingum á síðustu mínútunum í leik liðanna á sunnudagskvöld. Segja má að Grikkinn í liði Snæfells hafi gert vonir Valsmanna að engu og sigur Snæfells var staðreynd, 77:81. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 890 orð

Norðurlandamótið forsenda framfara

Hugmynd um deildarkeppni félagsliða á Norðurlöndum eftir þrjú ár er góðra gjalda verð, að mati þjálfara sem rætt var við. Þeir voru á einu máli um mikilvægi keppninnar og sögðu í samtali við Val B. Jónatansson að nauðsynlegt væri fyrir íslenskan handknattleik að leita nýrra leiða til að auka verkefni íslenskra liða á erlendum vettvangi. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 138 orð

Nýr kennari hjá GR

NÝR golfkennari hefur verið ráðinn hjá Golfklúbbi Reykjavíkur að sögn Garðars Eyland, formanns klúbbsins. Hann heitir Joe Mackie og var kennari hjá GA í fyrrasumar en þar áður var hann hjá GR. Sigurður Pétursson hefur verið golfkennari hjá GR undanfarin ár, en samningurinn við hann var ekki endurnýjaður að þessu sinni. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 473 orð

PIERRE van Hooijdonk lék með

DAVE Bassett, knattspyrnustjóri Forest, gagnrýndi hollenska leikmanninn meðan á verkfallinu stóð en hældi honum fyrir frammistöðuna í 1:0 tapi liðsins fyrir Wimbledon. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 105 orð

Sé ekki eftir að hafa komið

HÚSVÍKINGURINN Jóna Björg Pálmadóttir hefur átt stóran þátt í góðu gengi Framstúlkna og skorar grimmt. Jóna Björg, sem er 22 ára, er að stíga sín fyrstu spor í efstu deild kvenna eftir 14 ár með Völsungi á Húsavík. "Það eru mikil viðbrögð að spila í efstu deild. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 355 orð

Sigurvilji Þórsara réð úrslitum

Það sem ef til vill lýsir best leik Skagamanna og Þórsara á sunnudagskvöldið eru ummæli formanns körfuknattleiksdeildar ÍA, Sigurðar Sverrissonar, þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hvort varanlegar gangtruflanir væru komnar í Skagavélina? "Ég tel óhugsandi að það sé hægt að spila tvo svona lélega hálfleiki í röð," sagði Sigurður. En raunin varð sú. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 149 orð

Sóttu markvörð út í bæ

Lið ÍBV og Víkings mættust í Eyjum á sunnudag og sigruðu Víkingar örugglega í leiknum, 26:31. Lið ÍBV varð fyrir blóðtöku rétt áður en leikurinn hófst því markvörður liðsins, Lukrecija Bokan, varð fyrir meiðslum í upphitun ­ tognaði illa og gat ekki hafið leikinn. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 482 orð

SPENNANDI »Allir virðast geta unnið alla í úrvalsdeildinni í körfuknattleik

KEPPNI í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefur verið óvenju jöfn og spennandi það sem af er og lofar góðu fyrir veturinn. Svo virðist sem allir geti unnið alla og óvænt úrslit eru daglegt brauð. Nú síðast voru það Þórsarar frá Akureyri sem gerðu sér lítið fyrir og lögðu Skagamann á Akranesi, liðið sem byrjaði svo vel og var í efsta sæti eftir fjórar umferðir. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 607 orð

Stefnan sett á Bandaríkin

KRISTINN Gústaf Bjarnason er fæddur á Akranesi 11. september 1971 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Önnu Gunnlaugsdóttur og Bjarna Gústafssyni. Hann er trúlofaður Sigrúnu Ólafsdóttur og eiga þau eina dóttur, Katrínu, sem fæddist 19. september. Hann reyndi á haustdögum að komast að í evrópsku mótaröðinni í golfi en þrátt fyrir að leika ágætlega tókst það ekki hjá honum. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 604 orð

Valur - Snæfell77:81

Hlíðarendi, 6. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, DHL-deilarinnar, sunnudaginn 8. nóvember 1998. Gangur leiksins: 6:6, 14:14, 19:22,25: 35,31:35, 44:49, 50:58, 58:67, 77:79, 77:81. Stig Vals: Kenneth Richards 32, Bergur Emilsson 18, Kjartan Orri Sigurðsson 10, Guðmundur Björnsson 9, Hjörtur Þ. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 381 orð

Verður Duranona frá um tíma?

RÓBERT Julian Duranona lék ekki með Eisenach um helgina er liðið tapaði 24:19 á heimavelli fyrir Sigurði Bjarnasyni og félögum í Bad Schwartau. Duranona meiddist á hægri kálfa í leik gegn Grosswallstadt í síðustu viku og er jafnvel talið að hann sé með slitinn vöðva. Það gæti þýtt að hann verði frá í nokkrar vikur. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 137 orð

Þórður góður

ÞÓRÐUR Guðjónsson stóð sig vel þegar Genk vann Ekeren 3:2 í belgísku deildinni á sunnudag en eftir 13 umferðir eru Br¨ugge og Genk efst með sín 29 stigin hvort. Þetta var annar leikur Þórðar og samherja á fjórum dögum en þeir gerðu jafntefli á Mallorka sl. fimmtudagskvöld. Meira
10. nóvember 1998 | Íþróttir | 413 orð

(fyrirsögn vantar)

KRISTJÁN Brooks, sem lék með ÍR í efstu deild knattspyrnunnar sl. sumar, hefur ákveðið að leika með Keflvíkingum næsta tímabil. ÁSGEIR Halldórsson, varnarmaður hjá Fram, hefur gengið til liðs við Víking. Meira

Fasteignablað

10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 186 orð

Álitsgerðir kærunefnda

Sameiginleg ársskýrsla kærunefnda fjöleignarhúsamála og húsaleigumála vegna ársins 1997 er nýkomin út. Þau tæpu þrjú ár, sem nefndirnar hafa starfað, hefur fjöldi mála, sem beint hefur verið til nefndanna árlega, verið nokkuð stöðugur eða um níutíu mál hjá kærunefnd fjöleignarhúsamála og í kringum tólf hjá kærunefnd húsaleigumála. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 1403 orð

Byggðaskipulag hér á landi ætti að mótast meira af loftslaginu

ÞEGAR við kvörtum yfir veðrinu og óskum okkur til suðlægra landa, er okkur hollt að hugsa til þeirrar staðreyndar, að um milljarður manna býr í borgum, sem kalla má vetrarborgir, það er þar sem meðalhiti kaldasta mánaðarins er undir frostmarki. Auk kuldans fást íbúar margra þessara borga einnig við mikinn snjó, illiviðri og skammdegi. Eitt eiga allflestar þessara borga samt sameiginlegt. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 205 orð

Byggingar á norðurslóðum

ÍSLENDINGAR gera of lítið af því að laga húsakost sinn að aðstæðum og staðháttum hér á norðurslóðum. Tízkan í í húsbyggingum og skipulagi er sterkari. Þetta kemur fram í viðtalsgrein við Árna Ólafsson, arkitekt og skipulagsstjóra Akureyrarbæjar, hér í blaðinu í dag. Þannig er harla lítið fjallað um sérstakar aðstæður hér í reglugerðum um byggingar- og skipulagsmál. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 183 orð

Diageo sleppir ekki Gleneagles- hótelinu

BREZKA mat- og drykkjarvörufyrirtækið Diageo Plc hefur ákveðið að sleppa ekki hendinni af Gleneagles, hinu fræga skoska lúxushóteli, og golfvöllum þess. John McGrath forstjóri sagði að of lág tilboð hefðu borizt, en Gleneagles hefur 234 herbergi og golfvellir hótelsins eru þrír. Sérfræðingar telja að um 100 milljónir punda eigi að fást fyrir hótelið. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 242 orð

Einbýlishús á Kjalarnesi

HJÁ fasteignasölunni Fold er nú til sölu einbýlishús á einni hæð að Furugrund í Lykkjulandi á Kjalarnesi. Þetta er timburhús, byggt 1996. Húsið er 125 ferm., en að auki fylgir steyptur grunnur undir 65 ferm. bílskúr. Þar að auki er leyfi fyrir að byggja aðra byggingu á lóðinni, t. d. hesthús, en lóðin er 3.200 ferm. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 177 orð

Gott timburhús við Laugarnesveg

FASTEIGNASALAN Óðal er nú með í einkasölu rúmgott hús að Laugarnesvegi 57. Þetta er timburhús, klætt með vandaðri klæðningu. Það var byggt 1944 og er tvær hæðir og kjallari, samtals rúmir 200 ferm. Séríbúð er í kjallara, þriggja herbergja með sérinngangi og sérþvottahúsi. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 31 orð

Góðar krukku í eldhús

Góðar krukku í eldhús ÞAÐ ER upplagt að hafa krukkur af þessu tagi til taks í eldhúsinu. Ef þær eru ekki merktar þá væri hægt að merkja þær sjálfur á listrænan" hátt. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 396 orð

Gæðakerfi í lagnagreinum

SÍÐUSTU misseri hafa Samtök iðnaðarins staðið fyrir uppsetningu gæðastjórnunarkerfis fyrir blikksmiðjur og pípulagningameistara. Er þetta kerfi byggt á sams konar gæðakerfi í Noregi en staðfært miðað við íslenskar aðstæður. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 878 orð

Húsfundir

ALLIR eigendur í fjöleignarhúsum eiga óskoraðan rétt á að eiga og taka þátt í öllum ákvörðunum, er varða sameignina, bæði innan húss og utan og um sameiginleg málefni, sem snerta hana, beint og óbeint. Á það m.a. við um fyrirkomulag, útlit, breytingar, hvers kyns framkvæmdir, endurbætur, viðhald, rekstur og um hagnýtingu sameignar o.fl. Meginreglur um töku ákvarðana Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 189 orð

Leiga fyrir skrifstofur stórhækkar í Málmey

LEIGA skrifstofuhúsnæðis í Málmey í Svíþjóð hefur hækkað um 50% á tveimur árum samkvæmt dönskum viðskiptafréttum. Er nú farið að leigja skrifstofur fyrir 1500 sænskar krónur fermetrann á ári samanborið við aðeins 1000 s.kr. að meðaltali 1996. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 230 orð

Nýlegt parhús í Kópavogi

HJÁ fasteignasölunni Húsvangi er í einkasölu parhús að Grófarsmára 32 í Kópavogi. Þetta er tvílyft steinhús, byggt 1995. Alls er húsið tæpir 240 ferm., þar af er bílskúrinn 25 ferm. "Þetta er mjög glæsilegt hús," sagði Pétur B. Guðmundsson hjá Húsvangi. "Á aðalhæð sem er efri hæð er anddyri með náttúrsteinflísum. Einnig eru slíkar flísar á stofu, borðstofu, holi og gestasnyrtingu. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 179 orð

Nýtt atvinnuhúsnæði við Krókháls

MEIRI hreyfing er nú á atvinnuhúsnæði en verið hefur lengi. Hjá fasteignasölunni Eignaval er til sölu skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði að Krókhálsi 5c,d og e, samtals 4500 fermetrar. Þetta eru sambyggð hús, steinsteypt, sem nú eru í byggingu. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 339 orð

Sveiflur í ávöxtunar- kröfu húsbréfa

ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hefur verið afar lág í haust og hinn 21. október sl. náði hún sögulegu lágmarki, en þann dag komst hún niður í 4,65%. Þar sem vextir á húsbréfum eru 4,75%, þýddi þetta í reynd, að húsbréf voru þá seld á yfirverði. Síðan hefur ávöxtunarkrafan hækkað á ný og var í gær 4,81% Ávöxtunarkrafan hefur tekið töluverðum breytingum á undanförnum tólf mánuðum. Hinn 10. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 45 orð

Umhverfi og virkjanir

ÞAÐ ER sjálfsagt að fara að með gát við virkjun fallvatna, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Hins vegar virðist okkur Íslendingum vera í blóð borið visst ofstæki í hverju máli og ekki fer umræðan um virkjanir varhluta af því. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 928 orð

Umhverfisslys skapaði náttúruperlu

FRAM til þessa hefur það verið talinn einn dýrmætasti fjársjóður þessa lands að eiga orku í fallvötnum og varma í iðrum jarðar. Meðan aðrar þjóðir verða að brenna olíu eða kolum til að hita og lýsa hýbýli sín, höfum við "hreina" orku sem ekki mengar og fleiri og fleiri staðir eru að verða "heitir" hérlendis í staðinn fyrir "kaldir", Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 159 orð

Vandað parhús við Skólagerði

"Þetta er fallegt og vandað hús," sagði Örlygur Smári hjá Miðborg. "Gegnheilt stafaparket er á flestum gólfum í húsinu, sem er á tveimur hæðum. Á aðalhæðinni, sem er efri hæð, er sjónvarpshol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymsla. Á neðri hæð er gengið inn í forstofu, og síðan inn í hol, stofu og eldhús með fallegri viðarinnréttingu. Þar er einnig geymsla og þvottahús með bakinngangi. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 39 orð

Vatnskælikerfi

Á RÁÐSTEFNU Félags lagnamanna fyrir skömmu var fjallað um notkun kalds vatns til kælingar í húsum. Þar kom fram, að fjárfestingarkostnaður í vatnskælikerfum er um 60% af fjárfestingu í venjulegum loftræstilögnum og rekstur þeirra líka miklu ódýrari. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 626 orð

Vatnskælikerfi kemur í stað loftræstikerfis

FJÁRESTINGARKOSTNAÐUR í vatnskælikerfum er um 60 % af fjárfestingu í venjulegum loftræstilögnum. Þar að auki er rekstur vatnskælikerfis talinn vera aðeins um helmingur af rekstrarkostnaði loftræstikerfis. Kom þetta fram í erindi, sem Guðni Jóhannesson prófessor við byggingatæknideild KTH, verkfræðiháskólans í Stokkhólmi, flutti á ráðstefnu, sem Lagnafélag Íslands gekkst fyrir skömmu. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 246 orð

Vistvænar byggingar, sjálfbært umhverfi

VISTVÆNAR byggingar og sjálfbært umhverfi eru viðfangsefni nýjasta tölublaðs af tímaritinu Arkitektúr, verktækni og skipulag, sem kom út fyrir skömmu. Í leiðara segir Gestur Ólafsson ritstjóri m. a. að sl. Meira
10. nóvember 1998 | Fasteignablað | 741 orð

Þegar undirstöðuna vantar

ÓNEITANLEGA slær nokkuð skökku við að þörf skuli vera á að halda sérstaka ráðstefnu um fátækt hér á landi, eins og gert var fyrir nokkru, á sama tíma og uppgangur er sagður á flestum sviðum. Þetta er og þegar umsvif á fasteignamarkaði eru töluvert meiri en verið hafa lengi. Meira

Úr verinu

10. nóvember 1998 | Úr verinu | 912 orð

Betri starfsmenntun eflir jákvæða ímynd

UM 90 manns, fulltrúar verkalýðsfélaga alls staðar af landinu, mættu til ráðstefnunnar til þess að ræða stöðu greinarinnar, kjör fiskverkafólks og möguleika til starfsmenntunar, auk þess að þeim voru kynntar tækninýjungar í Meira
10. nóvember 1998 | Úr verinu | 121 orð

Nýr Aron ÞH til Húsavíkur

NÝR ARON ÞH kom til heimahafnar á Húsavík í vikunni í stað þess sem seldur var til Jökuls hf. á Raufarhöfn og nú heitir Reistarnúpur ÞH. Nýja skipið er smíðað í Strandby í Danmörku árið 1990 en var keypt frá Fotø í Svíþjóð þar sem það stundaði togveiðar. Skipið er úr stáli, yfirbyggt og um 120 lestir. Meira
10. nóvember 1998 | Úr verinu | 239 orð

Vilja eflda menntun fiskverkafólks

SAMTÖK Fiskvinnslustöðva (SF) samþykktu á aðalfundi sínum í september sl. tillögur um fræðslu fiskverkafólks á framhaldsskólastigi. Þar er m.a. lagt til að boðið verði upp á tveggja anna fiskvinnslubrautir í þeim sex framhaldsskólum, sem nú þegar bjóða kennslu á sjávarútvegsbraut. Meira

Lesbók

10. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1001 orð

Frískur og fjölbreyttur

Bókmenntatímaritið Andblær hefur nú komið út samfellt í fjögur ár. Geir Svanssonkynnti sér útgáfuna og velti fyrir sér innihaldi 8. heftis. SKAMMÆI íslenskra bókmenntatímarita endurspeglar ekki endilega gæði þeirra og hafa mörg ágæt tímarit lagt upp laupana að ósekju. Meira
10. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 847 orð

Menningarróttækni

MENNINGARRÓTTÆKNI hefur sett mikinn svip á bókmenntir og þjóðfélagsumræðu í Danmörku undanfarna öld, enn meira áberandi hefur þetta þó verið í Noregi, einkum á árunum milli stríða. Mot dag hét áhrifamesti hópurinn. Þessir straumar hafa vitaskuld borist til Íslands, og sett sterkan svip á íslenskt menningarlíf, allt frá dögum Brandesar og lærisveina hans, m.a. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.