Greinar fimmtudaginn 12. nóvember 1998

Forsíða

12. nóvember 1998 | Forsíða | 178 orð | ókeypis

Ekki sviptur embætti en saksóttur síðar?

BANDARÍSKI öldungadeildarþingmaðurinn Arlen Specter lagði til í gær að Bandaríkjaþing hætti við rannsókn á máli Bills Clintons forseta, sem leitt gæti til málshöfðunar til embættismissis, og greiddi fyrir því að forsetinn yrði sóttur til saka eftir að hann lætur af embætti í janúar árið 2001. Meira
12. nóvember 1998 | Forsíða | 266 orð | ókeypis

Hóta að innlima hernumin svæði

STJÓRN Ísraels staðfesti í gær samninginn við Palestínumenn um að hún flytti herlið sitt frá 13% Vesturbakkans til viðbótar í áföngum á næstu þremur mánuðum. Stjórnin setti þó ýmsa fyrirvara, sem gætu orðið til þess að samningnum yrði ekki komið í framkvæmd að fullu, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, Meira
12. nóvember 1998 | Forsíða | 592 orð | ókeypis

Senda 129 herflugvélar og liðsauka til Persaflóa

BANDARÍSKA varnarmálaráðuneytið ákvað í gær að senda 129 herflugvélar og 3.000 manna liðsauka til herstöðva við Persaflóa á næstu dögum og talið er mjög líklegt að Bandaríkjamenn grípi til hernaðaraðgerða gegn Írak vegna þeirrar ákvörðunar þarlendra stjórnvalda að slíta samstarfi við vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna, UNSCOM. Meira
12. nóvember 1998 | Forsíða | 147 orð | ókeypis

Stríðsloka minnst í París

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, og Elísabet Bretadrottning tóku í gær þátt í hátíðahöldum í París í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þjóðhöfðingjarnir lögðu blómsveiga að gröf óþekkta hermannsins, sem var jarðsettur undir Sigurboganum til minningar um þá sem féllu í styrjöldinni. Meira

Fréttir

12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð | ókeypis

3 mánaða fangelsisdómur fyrir fíkniefnasmygl

28 ÁRA gamall Íslendingur var á fimmtudag í síðustu viku dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Landsrétti Færeyja fyrir smygl á talsverðu magni fíkniefna, sem hann keypti í Danmörku og Amsterdam. Maðurinn varð uppvís að smyglinu þegar hann hugðist halda brott með íslensku skipi, sem hann vann á og var í slipp í Austurey. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 615 orð | ókeypis

64% lesa sunnudagsblað Morgunblaðsins

MORGUNBLAÐIÐ er að jafnaði lesið af 57% landsmanna á aldrinum 12-80 ára sérhvern útgáfudag, samkvæmt niðurstöðum fjölmiðlakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem gerð var 15.­21. október síðastliðinn. Í síðustu könnun var meðallestur á Morgunblaðinu 59%. Í könnuninni kemur fram að 64% lesa sunnudagsblað Morgunblaðsins. Meira
12. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 135 orð | ókeypis

Aðgöngumiði að EMU

GRÍSKA stjórnin lagði í gær fram fjárlög, sem eiga að gera ríkinu kleift að verða aðili að EMU, Evrópska myntbandalaginu, árið 2001. Fram að þessu hafa Grikkir verið eina aðildarþjóðin í Evrópusambandinu, sem ekki hefur uppfyllt EMU-skilyrðin. Meira
12. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 140 orð | ókeypis

Afmælishátíð Litlulaugaskóla

Laxamýri-Mikið var um dýrðir hjá Litlulaugaskóla í Reykjadal fyrir helgina þegar haldið var upp á 40 ára afmæli skólans. Boðað var til afmælisfagnaðar í skólanum og þangað var boðið öllum íbúum sveitarinnar sem og burtfluttum gömlum nemendum. Efnt var til sýningar á verkum nemenda sem og á eldri skólagögnum og höfðu margir gaman af að rifja upp minningar frá skólaárunum. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 246 orð | ókeypis

Afmælis- og aðalfundur Sambands iðnmenntaskóla

SAMBAND iðnmenntaskóla hélt aðalfund föstudaginn 30. október sl. í Eldborg, húsnæði Hitaveitu Suðurnesja. Jafnframt var haldið upp á fimmtíu ára afmæli sambandsins. Fundurinn hófst kl. 13.00 með setningu formanns sambandsins, Ingvars Ásmundssonar, skólameistara. Á fundinum voru mættir um sjötíu manns, fulltrúar framhaldsskóla þeirra sem aðild eiga að sambandinu, auk gesta, m.a. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 272 orð | ókeypis

Allt hlutafé ríkissjóðs í FBA verði selt á næsta ári

LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um að heimilt verði að selja allt hlutafé ríkissjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. (FBA). Frumvarpið er lagt fram í kjölfar þeirrar stefnumótunar ríkisstjórnarinnar að hraða beri sölu hlutafjár í FBA og að stefna beri að því að allt hlutafé ríkissjóðs í bankanum verði selt á fyrri hluta ársins 1999 ef aðstæður leyfa. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 214 orð | ókeypis

ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR SÖNGKONA

ANNA Þórhallsdóttir söngkona er látin, 94 ára að aldri. Anna fæddist 27. september árið 1904 á Höfn í Hornarfirði, dóttir hjónanna Þórhalls Daníelssonar, kennara og síðar kaupmanns og útgerðarmanns, og Ingibjargar Friðgeirsdóttur. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð | ókeypis

Áfram safnað fyrir Mið- Ameríku

ÁFRAM er opinn söfnunarreikningur Hjálparstarfs kirkjunnar vegna hörmunganna í Mið-Ameríku. Stjórn Hjálparstarfsins hefur þegar sent 1,5 milljónir króna til neyðarhjálpar og verður bætt við framlagið að lokinni jólasöfnuninni sem hefst fyrsta sunnudag í aðventu. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 243 orð | ókeypis

Ákveðið hverjir skipa framkvæmdastjórn

STARFSHÓPUR dómsmálaráðherra, sem vinnur að undirbúningi að nýju stjórnskipulagi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík í samræmi við tillögur í skýrslu VSÓ ráðgjafar frá 29. október síðastliðnum, hefur ákveðið hverjir muni skipa fimm manna framkvæmdastjórn embættisins að undanskildum framkvæmdastjóra rekstrar- og þjónustusviðs, en sú staða verður auglýst á næstu dögum. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð | ókeypis

Basar í Hlaðhömrum í Mosfellsbæ

FÉLAGSSTARF aldraðra í Mosfellsbæ heldur basar og kaffisölu laugardaginn 14. nóvember kl. 14­17 í Dvalarheimili aldraðra í Hlaðhömrum. Til sölu verða prjónavörur og jólavörur, þá verður einnig kynning á félagsstarfinu, m.a. bókbandi og tréskurði. Kór aldraðra, Vorboðarnir, syngur nokkur lög. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð | ókeypis

Betri heilsa og meiri hamingja á efri árum

FÉLAG eldri borgara mun næstu tvær helgar gangast fyrir námsstefnu þar sem fremstu menn halda erindi um ýmislegt, sem hefur áhrif á heilsufar fólks á efri árum. Bent er á mörg atriði, sem geta skapað fólki betri heilsu. Erindi flytja: Laugardag 14. nóvember kl. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál verða m.a. til umræðu: 1. Framleiðsla og sala á búvörum. 2. umr. 2. Hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 2. umr. 3. Viðauki við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 2. umr. 4. Þriggja fasa rafmagn. Fyrri umr. 5. Hvalveiðar. Fyrri umr. 6. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 156 orð | ókeypis

ÐKaupir allan hlut ÍS í Íshafi og Vinnslustöðinni

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Ker ehf., dótturfélag Olíufélagsins hf., gekk í gær frá kaupum á öllum hlutabréfum Íslenskra sjávarafurða hf. í Hlutabréfasjóðnum Íshafi hf. og Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Kaupverð er 650 milljónir króna. Nafnverð keyptra hluta í Hlutabréfasjóðnum Íshafi er tæpar 322 milljónir króna sem er um 56% af heildarhlutafé félagsins. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 657 orð | ókeypis

Ekki sótt um leyfi nógu snemma

ATLANTA sótti ekki nógu snemma um heimild til flugs inn í kínverska lofthelgi og lendingar í Peking, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér frá Kína. Félagið ráðgerði að fljúga þangað frá Íslandi með millilendingu í Moskvu í fyrradag með 234 farþega. Sækja ber um slíkt leyfi með minnst 15 daga fyrirvara og umsókn þeirra barst kínverskum loftferðayfirvöldum fyrst á þriðjudagsmorgni. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 203 orð | ókeypis

Evrópudagar í Perlunni

SKRIFSTOFUR sem sjá um Evrópuáætlanir þær er Íslendingar eiga aðgang að í gegnum EES-samninginn standa fyrir Evrópudögum í Perlunni dagana 13. til 15. nóvember. Skrifstofurnar munu þar kynna áætlanirnar auk þess sem kynnt verða verkefni sem Íslendingar hafa tekið þátt í. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

Fasanar í Laugardal

Í FJÖLSKYLDU- og húsdýragarðinum í Laugardal er að finna fjölmargar dýrategundir sem ýmist teljast til hús- eða villtra dýra. Alls eru þetta 22 tegundir sem eru allan ársins hring í garðinum en svo eru líka ýmsar fuglategundir sem eiga þar viðdvöl. Nýjustu meðlimir þessarar fjölbreyttu fánu eru 3 ungir fasanahanar sem komu í garðinn á föstudaginn. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð | ókeypis

Félagsfundur Samtaka lungnasjúklinga

SAMTÖK lungnasjúklinga halda annan félagsfund vetrarins í kvöld, fimmtudaginn 12. nóvember í Safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík og hefst fundurinn kl. 20. Þetta er fyrsti félagsfundurinn sem er haldinn eftir að Samtökin voru tekin inn í SÍBS, en það var gert á þingi SÍBS, sem haldið var á Reykjalundi í Mosfellsbæ helgina 24. og 25. október sl. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð | ókeypis

Fimm megavatta hola við Kröflu

NÝJASTA borholan sem lokið hefur verið við að bora á jarðhitasvæðinu við Kröflu gefur af sér 5 megavatta afköst og að sögn Ásgríms Guðmundssonar jarðfræðings hjá Orkustofnun hefur holan nú blásið í um hálfan mánuð. Hann sagði óvíst hvenær borholan yrði tekin í gagnið, en eftir á að prófa hana endanlega og athuga gæði gufunnar, sem hann segir líta út fyrir að vera viðunandi. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 376 orð | ókeypis

Fingraför tekin af viðskiptavinum

NÝR búnaður sem sinnir skráningu viðskiptavina er þessa dagana að komast í gagnið hjá líkamsræktarstöðinni World Class. Sambærilegur búnaður hefur verið til staðar í Hreyfingu frá því í byrjun september og hefur reynst vel. Meira
12. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 136 orð | ókeypis

Fjöldamorð í Búrúndí

HAFT er eftir vitnum, að herinn í Búrúndí hafi drepið 178 óbreytta borgara í þorpi fyrir sunnan höfuðborgina, Bujumbura, er hann var á eftir uppreisnarmönnum af hútúkynþætti. Ef rétt reynist er um að ræða mestu fjöldamorð í landinu síðan í borgarastyrjöldinni 1993 en hún kostaði 150.000 manns lífið. Tútsar ráða ríkjum í Búrúndí og hafa átt í friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 270 orð | ókeypis

Fjöldi barna tók fyrstu skóflustunguna

MIKILL fjöldi leikskólabarna tók fyrstu skóflustunguna að nýjum 330 fermetra leikskóla sl. þriðjudag en nýi skólinn verður byggður á næstu 10 mánuðum. Það var oddviti Gerðahrepps, Sigurður Ingvarsson, sem sagði nokkur orð í upphafi athafnarinnar en síðan tóku börnin til óspilltra málanna og ætluðu auðsjáanlega ekki að liggja á liði sínu við byggingu hins nýja skóla. Meira
12. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 77 orð | ókeypis

Fulltrúi í karlafræðum

NORRÆNIR ráðherrar jafnréttismála hafa ákveðið að koma á fót stöðu fulltrúa í karlafræðum við Norrænu rannsóknastofnunina í kvenna- og kynferðisfræðum í Ósló og mun hún vera hin fyrsta í heimi, að því er segir í frétt Norræna ráðherraráðsins. Hlutverk karlafulltrúans, sem tekur til starfa á næsta ári, verður að skipuleggja og samhæfa starf þeirra er stunda rannsóknir í karlafræðum. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð | ókeypis

Fyrirlestur Líffræðistofnunar

Á FÖSTUDAGSFYRIRLESTRI Líffræðistofnunar, 13. nóvember, flytur Jóhanna B.F. Weisshappel sjávarlíffræðingur erindi um fjölbreytileika og útbreiðslu marflóa innan Eusiridae-ættarinnar (Crustacea, Amphipoda) við Ísland. Erindið verður haldið á Grensásvegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12.20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð | ókeypis

Fyrirlestur um síþreytu og mikilvægi dagsbirtu

DR. DOWNING, sem er breskur læknir, heldur fyrirlestur á Hótel Loftleiðum í kvöld og laugardag um síþreytu og mikilvægi dagsbirtu á heilsuna. "Dr. Downing er sérfræðingur í næringar- og umhverfislækningum. Hann er höfundur bókarinnar Day light Robbery sem fjallar um mikilvægi dagsbirtu og sólarljóss á heilsuna og er annar tveggja höfunda bókarinnar Why M.E. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 867 orð | ókeypis

Hagnaður af að taka út atvinnutekjur sem arð hefur minnkað

INDRIÐI H. Þorláksson, skrifstofustjóri tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir að hagnaður af því að taka út atvinnutekjur sem arð í hlutafélögum hafi minnkað með lagabreytingu sem gerð var í vor. Hins vegar hljóti niðurstöður varðandi álagningu fjármagnstekjuskatts að verða til skoðunar í ráðuneytinu og hvort einhverjir vankantar séu á henni. Meira
12. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 359 orð | ókeypis

Hart deilt um innflutning á banönum til Evrópu

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, varaði Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, í gær við því að fyrirhuguð viðskiptahöft Bandaríkjamanna á vörur frá ESB-ríkjunum myndu skaða alvarlega samstarf Evrópu og Bandaríkjanna. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð | ókeypis

Háskólafyrirlestur um friðargæslu SÞ

DR. THANT Myint-U, fræðimaður við Trinity College í Cambridge- háskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands föstudaginn 13. nóvember kl. 16.15. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð | ókeypis

Heilsusetur Þórgunnar flytur

HEILSUSETUR Þórgunnar, sem starfrækt hefur verið undanfarin 6 ár, hefur flutt starfsemi sína í ný og betri húsakynni í Skipholti 50c. Laugardaginn 14. nóvember frá kl. 14­17 hefst starfsemin með opnu húsi og kynningu á eftirfarandi starfsemi: Svæðameðferð, ungbarnanuddi, heildrænu nuddi, hómópatíu, rafsegulmælingum, pólunarmeðferð og ráðgjafaþjónustu við skilnað, Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð | ókeypis

Heimilisbankanotandi á leið til London

Heimilisbankanotandi á leið til London Á DÖGUNUM var dregið úr nöfnum þeirra sem tengdir eru við Heimilisbanka Búnaðarbankann um helgarferð fyrir tvo til London. Vinninginn hlaut Sigurður Steindórsson, viðskiptavinur Grafarvogsútibús. Meira
12. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 177 orð | ókeypis

Herra Suðurland valinn á föstudagskvöld

Hveragerði-Herra Suðurland 1998 verður valinn úr hópi sjö þátttakenda á Hótel Örk næstkomandi föstudagskvöld. Undirbúningur fyrir keppnina stendur nú sem hæst en að vanda verður kvöldið allt hið glæsilegasta. Boðið verður uppá þríréttaðan hátíðarkvöldverð. Þema kvöldsins er í anda myndarinnar Men in Black. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Húsmæðrafélag Reykjavíkur með basar

HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavíkur heldur sinn árlega basar laugardaginn 14. nóvember á Hallveigarstöðum við Túngötu og hefst hann kl. 14. "Sem fyrr verður mikið úrval af fallegri og vandaðri handavinnu. Má t.d. nefna sokka, vettlinga, barnapeysur, inniskó, prjónaða og heklaða dúka, prjónuð leikföng, jóladúka, púða, svo og svuntur af öllum gerðum og stærðum að ógleymdu jólaföndri. Meira
12. nóvember 1998 | Óflokkað efni | 74 orð | ókeypis

Hverf er haustgríma

ANNAÐ ljóðakvöld vetrarins í Sigurhæðum-Húsi skáldsins verður í kvöld, miðvikudagskvöldið 11. nóvember. Þar sem það ber upp á fæðingardag Matthíasar Jochumsonar verður hans að sjálfsögðu minnst, en meginstef kvöldsins er að öðru leyti haustið og áhrif þess á ýmis skáld tuttugustu aldarinnar. Yfirskrit kvöldsins er sótt í vísu Hávamála: Nótt verður feginn/sá er nesti trúir. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð | ókeypis

Hver hefur rétt til að dæma Pinochet?

MÁLFUNDAFÉLAG alþjóðasinna heldur málfund um efnið: Heimsvaldasinnar hafa ekki rétt til að dæma Pinoceht; hverjir eru lærdómar af ríkisstjórn Allende í Chile 1970­73, föstudaginn 13. nóvember kl. 17.30 á Klapparstíg 26, 2. hæð. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð | ókeypis

Inntökuskilyrði orðin alþjóðleg lágmarkseinkunn

INNTÖKUSKILYRÐIN fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) gera ekki aðeins kröfur til aðildarríkjanna, heldur eru orðnar að "eins konar lágmarkseinkunn í efnahagslegu tilliti á alþjóðlegum vettvangi", að því er kom fram í ræðu, sem Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, flutti fyrir hönd Geirs H. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð | ókeypis

Íslandsflugsdeildin í skák 1998­99

FYRRI hluti Íslandsflugsdeildarinnar í skák fer fram dagana 13.­15. nóvember. Stærsti hluti keppninnar fer fram í Reykjavík en einn riðill í 4. deild verður tefldur á Akureyri verði næg þátttaka. 1. umferð mun hefjast kl. 20 föstudaginn 13. nóvember, 2. umferð kl. 10 laugardaginn 14. nóvember og 3. umferð kl. 17 sama dag. 4. umferð verður síðan tefld kl. 10 sunnudaginn 15. nóvember. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð | ókeypis

Jólakort Svalanna komið út

JÓLAKORT Svalanna er komið út en 25. starfsár Svalanna er í ár. Félagið Svölurnar er líknarfélag fyrrverandi og núverandi flugfreyja. Í ár rennur ágóði jólakortasölunnar m.a. til kvennadeildar Landspítalans sem fær rafskurðartæki að upphæð 769.000 kr. Það er notað til aðgerða á eggjaleiðurum kvenna vegna ófrjósemi. Múlaborg fær þroskaleikföng og tölvu með snertiskjá að upphæð 700. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð | ókeypis

Konum í Bosníu verði veittur stuðningur

KRISTÍN Ástgeirsdóttir, þingflokki óháðra, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um stuðning við konur í Bosníu. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela utanríkisráðherra að beina hluta þeirrar fjárhagsaðstoðar sem ætluð er til uppbyggingar í Bosníu á komandi árum til kvenna þar í landi í samvinnu við kvennasamtök. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð | ókeypis

Kristniboðssambandið með fjáröflunarátak

NÚ stendur yfir fjáröflunarátak á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og er með því leitast við að stækka hóp þeirra sem styðja vilja kristniboðs- og þróunarstarf SÍK. Kristniboðar sambandsins eru nú að störfum í Eþíópíu og Kenýa. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 620 orð | ókeypis

Kynnt verða á annað hundrað verkefni

Rannsóknarráð Íslands og Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna í samvinnu við Upplýsingaskrifstofur um Evrópusamstarf standa fyrir Evrópudögum í Perlunni dagana 13.­15. nóvember. Yfirskrift þessa átaks er Evrópa ­ markaðstorg þekkingar og sóknarfæra. Hjördís Hendriksdóttir er alþjóðafulltrúi RANNÍS. Meira
12. nóvember 1998 | Miðopna | 2142 orð | ókeypis

Lönd utan EMU þurfa að setja markið hærra en lönd innan þess Á hádegi 31. desember verður gengi sameiginlegrar myntar 11

AÐEINS 50 dagar eru þar til nýr gjaldmiðill verður tekinn í notkun í 11 af 15 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Innreið hins nýja gjaldmiðils vekur margar spurningar, en á ráðstefnu um áhrif hans á íslenskt efnahagslíf í gær kom í ljós að eining virðist ríkja um eitt; á íslensku skal hann heita evra. Meira
12. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 207 orð | ókeypis

Mannlíf enn í lamasessi í Mið- Ameríku

MANNLÍF er enn í lamasessi í Mið-Ameríkuríkjunum sem verst urðu úti er fellibylurinn Mitch fór yfir heimshlutann. Vatn og aur gerir borgarbúum í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras, erfitt fyrir að komast leiðar sinnar og liggja almenningssamgöngur enn að mestu leyti niðri. Áttu konurnar tvær á myndinni erfitt með að fóta sig í aurnum þegar þær reyndu að komast á milli húsa fyrr í þessari viku. Meira
12. nóvember 1998 | Miðopna | 931 orð | ókeypis

Margvísleg tækifæri fyrir Íslendinga

CARRÉ flutti erindi á ráðstefnu um áhrif evrunnar á íslenska hagsmuni, sem haldin var í gær. Hann fæddist árið 1944 í Saint-Brieuc í Frakklandi og lagði stund á hagfræði með sérstaka áherslu á hagmælingar við háskólann í París. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 282 orð | ókeypis

Meinatæknar hafa engan áhuga á endurráðningum

DEILA meinatækna og viðsemjenda þeirra fór í hnút á nýjan leik í gær og enginn þeirra réð sig til starfa á Landspítalanum eins og útlit var fyrir eftir samningalotu í fyrrakvöld. Nokkrir meinatæknanna hugðust hefja störf í gær og aðrir næstu daga, en þeir hættu við þegar í ljós kom að einum meinatæknanna var gert að sækja skriflega um stöðu sína. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 912 orð | ókeypis

Mikil vinna að annast ungbörn eftir fæðingu

JAFNRÉTTISNEFND Reykjavíkurborgar stóð í fyrra fyrir tilraun sem fólst í því að átta feður fóru í langt feðraorlof. Sjónvarpsmynd var gerð um verkefnið og verður hún sýnd í Ríkissjónvarpinu í lok þessa mánaðar. Einn þeirra feðra sem tóku þátt í verkefninu var Sigurjón Valmundarson slökkviliðsmaður, en hann og kona hans, Ásta S. Svavarsdóttir, eignuðust dóttur 8. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 180 orð | ókeypis

Milljón til hjálparstarfs í Mið- Ameríku

STJÓRN Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands ákvað á fundi sínum á þriðjudag að styðja við hjálparstarf Rauða krossins í Mið-Ameríku með einnar milljónar króna framlagi. Um er að ræða viðbót við tveggja milljóna króna framlag Rauða kross Íslands og 200 þúsunda króna framlag Akureyrardeildar. Framlag Rauða kross Íslands og deildanna er því orðið alls 3,2 milljónir króna. Meira
12. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 1022 orð | ókeypis

Minnisvarði um Willard Fiske afhjúpaður Grímseyingar og góðir gestir þeirra, alls um 100 manns, gerðu sér dagamun í gær, en

GRÍMSEYINGAR voru í hátíðarskapi þegar þeir tóku þátt í hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Hún hófst með því að afhjúpaður var minnisvarði um Willard Fiske, en það gerðu bræðurnir Jóhannes og Bjarni Magnússynir. Meira
12. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 119 orð | ókeypis

Mótmæla tillögum kjördæmanefndar

STJÓRNARFUNDUR í Samtökum sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra, haldinn á Blönduósi 9. nóvember, samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun: "Stjórn SSNV mótmælir framkomnum tillögum kosninga- og kjördæmanefndar að nýjum kjördæmum. Stjórnin álítur að landsbyggðarkjördæmin verði of stórar einingar landfræðilega. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð | ókeypis

Ný fataverslun í Mosfellsbæ

VERSLUNIN BASIC, tísku- og sportverslun, var opnuð á efri hæð verslunarmiðstöðvarinnar Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ, fimmtudaginn 5. nóvember. Í versluninni er boðið upp á fjölbreytt vöruval í tísku- og sportfatnaði fyrir aldurshópana 13­40 ára. Lögð er áhersla á að hafa á boðstólum fjölbreytta fatalínu fyrir þessa aldurshópa og fylgja tískusveiflum á markaði. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð | ókeypis

Nýtt þjóðminj· aráð skipað

Menntamálaráðherra skipaði hinn 3. nóvember sl. þjóðminjaráð til næstu fjögurra ára. Ráðið er þannig skipað: Gunnar Jóhann Birgisson, hrl., formaður, skipaður án tilnefningar, varaformaður Hjördís Ásberg, löggiltur endurskoðandi, Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, varamaður Jónína A. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 424 orð | ókeypis

"Okkur finnst gaman að tefla og tefla"

UNGMENNIN átta sem kepptu fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barna og unglinga í skák í Oropesa Del Mar á Spáni eru reynslunni ríkari eftir skemmtilega keppni. Íslensku keppendurnir eru á aldrinum 10 til 18 ára og af þeim hlaut Stefán Kristjánsson flesta vinninga eða sex af ellefu mögulegum. Keppti hann í flokki 16 ára og yngri. Meira
12. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 36 orð | ókeypis

Ófriðlegt í Djakarta

NÁMSMENN í Indónesíu halda enn uppi andófi gegn stjórnvöldum og kom til átaka milli þeirra og lögreglumanna í gær. Skutu þeir upp í loftið til að hindra námsmennina í að ná til þinghússins. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð | ókeypis

Ókeypis kynningarnámskeið í einbeitingu og hugleiðslu

RÖÐ kynningarnámskeiða í einbeitingu og hugleiðslu á vegum Sri Chinmoy miðstöðvarinnar hefst í kvöld, fimmtudag. Á námskeiðunum eru undirstöðuatriði einbeitingar og hugleiðslu útskýrð og lýst hver áhrif hugleiðslunnar eru. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 658 orð | ókeypis

Ólafur Arnalds tekur við norrænu umhverfisverðlaununum

EYÐIMERKURMYNDUN er ekki aðeins hitabeltisfyrirbæri, heldur er íslenskur uppblástur af sama toga. Niðurstöður dr.Ólafs Arnalds úr verðlaunaverkefni hans, "Jarðvegsvernd", hafa því alþjóðlega skírskotun, enda eru hann og samstarfsmenn hans aufúsugestir á alþjóðlegum ráðstefnum um jarðvegseyðingu til að miðla íslenskri reynslu. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð | ókeypis

Reykvískum konum boðið á Netkynningu

BORGARBÓKASAFN Reykjavíkur býður reykvískum konum upp á stutta kynningu á Internetinu í tilefni 75 ára afmælis safnsins fyrr á þessu ári. Almenningur hefur haft aðgang að Netinu í safninu síðan 1995 en í ljós hefur komið að fullorðnir karlmenn nota tölvurnar töluvert meira en konur á sama aldri. Því hefur verið ákveðið að hafa sérstaka kynningartíma fyrir konur fæddar 1965 og fyrr. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð | ókeypis

Rætt um fjárfestingu og arðsemi í ferðaþjónustu

FERÐAHÓPUR Gæðastjórnunarfélags Íslands heldur morgunverðarfund í Evrópsku gæðavikunni sem nú stendur yfir og lýkur 14. nóvember. Fundurinn verður á morgun, föstudag 13. nóvember, í Víkingasal Hótels Loftleiða og hefst kl. 8:15 og honum lýkur um kl. 10:00. Yfirskrift fundarins er: Fjárfesting í ferðaþjónustu ­ arðsemi eða hugsjón? Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð | ókeypis

Rætt um rafmagn, vetni og gas í samgöngum

RAFMAGN, vetni og gas ­ nýir valkostir í flutningum og samgöngum, er heiti á ráðstefnu og sýningu um umhverfisvænni farkosti en nú gefast sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 20. nóvember næstkomandi. Þar munu íslenskir og erlendir sérfræðingar fjalla um tækniútfærslur á umhverfisvænni farartækjum, um aðgerðir á næsta ári og stefnumótun. Meira
12. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 228 orð | ókeypis

Saka Kínverja um ögranir

STJÓRNVÖLD á Filippseyjum skýrðu frá því í gær, að þau hefðu skipað flota sínum í Suður-Kínahafi í viðbragðsstöðu vegna athafna Kínverja á umdeildu rifi. Kínverjar neita hins vegar ásökunum um, að þeir hafi gerst sekir um "laumulega innrás" og segja framkvæmdirnar á rifinu ekki beinast gegn neinum. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð | ókeypis

Samið um nýbyggingu og rekstur

FYRSTA verkefninu sem unnið er alfarið undir merkjum einkaframkvæmdar hér á landi var hleypt af stokkunum í gær. Um er að ræða nýbyggingu og rekstur Iðnskólans í Hafnarfirði. Leitað var eftir tilboði í alla þætti er snúa að starfsemi skólans utan kennslu. Mikill áhugi reyndist á verkefninu meðal einkaaðila. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 301 orð | ókeypis

Samtök ferðaþjónustufyrirtækja stofnuð

UM 180 manns sóttu stofnfund Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem haldinn var í gær. SAF eru hagsmunasamtök fyrirtækja í ferðaþjónustu. Í fréttatilkynningu frá samtökunum kemur fram að Steinar Logi Björnsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, hafi einróma verið kosinn formaður. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð | ókeypis

Samvinna um pakkadreifingu

FERÐAMÁLAMIÐSTÖÐ Eyjafjarðar hefur óskað eftir samvinnu við Hjálparstarf kirkjunnar um að koma jólapökkum frá íslenskum börnum til skila í Bosníu. Mun fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar þar, Auðunn Bjarni Ólafsson, sjá um að deila út pökkunum í samstarfi við þarlenda aðila. Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar stendur fyrir átakinu en það er liður í dagskrá sem nefnd er Norðurpóllinn. Meira
12. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 95 orð | ókeypis

Saumuðu barnaföt

Búðardal-Verslunin Dalakjör og Husqvarna umboðið buðu 1. nóvember sl. fólki í Dalasýslu að sauma barnahúfur og bangsa fyrir börn í Bosníu. Efni og tilsögn var ókeypis en tilgangurinn er að framleiða jólagjafir sem Hjálparstofnun kirkjunnar og Eimskip munu síðan sjá um að koma til þakklátra barna í Bosníu. Meira
12. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 209 orð | ókeypis

Scarlett deyr á dramatískan hátt

SCARLETT O'HARA, söguhetjan í bókinni Á hverfanda hveli (Gone With the Wind) mun láta lífið á dramatískan hátt í framhaldi bókarinnar, sem metsöluhöfundurinn Pat Conroy vinnur nú að. Margaret Mitchell skrifaði hina geysivinsælu skáldsögu fyrir rúmum 60 árum og leitað var til Conroys um ritun framhalds hennar eftir að hann hafði skrifað formála að afmælisútgáfu bókarinnar árið 1996. Meira
12. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 325 orð | ókeypis

Segir Bandaríkin ekki geta efnt loforð sín

BANDARÍKIN, mesti mengunarvaldur heims, geta ekki staðið við loforð sín um hversu mikið skuli dregið úr útblæstri svokallaðra gróðurhúsalofttegunda, að mati Roberts Reinstein, sem var aðalsamningamaður Bandaríkjastjórnar á Ríóráðstefnunni fyrir sex árum. Telur Reinstein að þetta verði til þess að draga úr mikilvægi samningsins sem nú er verið að vinna að á loftslagsráðstefnunni í Buenos Aires. Meira
12. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 350 orð | ókeypis

Segja Pinochet njóta algerrar friðhelgi

LÖGFRÆÐINGAR Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, sögðu í gær á fundi með fimm lávörðum, að samkvæmt breskum lögum nyti hann algerrar friðhelgi sem fyrrverandi þjóðhöfðingi. Sögðu þeir, að lögin hefðu jafnvel komið í veg fyrir málssókn á hendur Adolf Hitler í Bretlandi. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð | ókeypis

Skortur á dagmæðrum

MIKILL skortur er á vist fyrir börn hjá dagmæðrum í vesturbæ Reykjavíkur og miðbænum. Dagmæður þurfa starfsleyfi hjá Dagvist barna og er þeim heimilt að hafa að hámarki fimm börn í vist. Ástandið er betra í úthverfum borgarinnar. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð | ókeypis

Snarsnerist í hálkunni

STRÆTISVAGN snarsnerist í hálkunni sem myndaðist síðdegis í gær og lenti á ljósastaur eftir að hafa lent í árekstri við fólksbíl sunnan í Hraunsholtshæð í Garðabæ. Var vagnstjórinn að reyna að koma í veg fyrir aftanákeyrslu með þessum afleiðingum. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði varð hvorki farþegum né ökumönnum meint af og skemmdir voru ekki teljandi. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð | ókeypis

Stórmeistarar í "Fiske- afmæli" í Grímsey

SANNKÖLLUÐ hátíðarstemmning ríkti í Grímsey í gær, er eyjarskeggjar og góðir gestir af fastalandinu minntust fæðingardags Willards Fiske. Af því tilefni var afhjúpaður minnisvarði um Fiske, sem gefinn var af Kiwanisklúbbnum Grími í Grímsey. Willard Fiske var Bandaríkjamaður sem var uppi frá 1831­ 1904. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð | ókeypis

Stuðningur við flóttafólkið á Höfn

INGVAR Helgason hf. hefur stutt dyggilega við bakið á starfi Rauða kross Íslands fyrir flóttafólkið sem kom til Hafnar í Hornafirði fyrir rúmu ári með því að láta í té bifreið til verkefnisins án endurgjalds. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 299 orð | ókeypis

Sýnir kjóla úr skinni af landsel

Eggerti feldskera boðið að sýna í Kanada Sýnir kjóla úr skinni af landsel NÝ lína í samkvæmiskjólum úr selskinni, sem Eggert Jóhannsson feldskeri hannaði og framleiddi, verður sýnd á nokkrum stöðum í Kanada í næstu viku. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð | ókeypis

Tekinn með fíkniefni á Akureyri

KARLMAÐUR var handtekinn á Akureyri fyrr í vikunni en hann reyndist hafa í fórum sínum 5 grömm af hassi og 10 grömm af amfetamíni. Var maðurinn færður í fangahús vegna rannsóknar málsins. Við yfirheyrslu viðurkenndi hann að eiga fíkniefnin. Í tengslum við rannsókn málsins var annar maður handtekinn og viðurkenndi sá að eiga um helming efnanna. Meira
12. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 343 orð | ókeypis

Tekist á um eftirlaun handa Borís Jeltsín

ENGINN vafi leikur á því að nú hillir undir lok embættisferils Borísar Jeltsín Rússlandsforseta. Það hefur vakið upp ótal spurningar tengdar brotthvarfi hans úr embætti, m.a. um eftirlaunagreiðslur. Nú er sérskipuð nefnd neðri deildar rússneska þingsins, dúmunnar, Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð | ókeypis

Tíu hestar fluttir til Grænlands

TÍU hestar frá Íshestum ásamt fóðri og skeifum voru fluttir til Syðri-Straumfjarðar á vesturströnd Grænlands á þriðjudag en fram til þessa hafa engir hestar verið á staðnum. Að sögn Gunnars Arnarssonar, sem sá um flutningana, er það hótel í Syðri- Straumfirði, sem kaupir hestana til að auka fjölbreytni fyrir ferðamenn og bjóða þeim í útreiðartúr. Meira
12. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 577 orð | ókeypis

Togstreita vestnorræna svæðisins og Eystrasaltsins

"ÞYNGDARPUNKTURINN í norrænni samvinnu færðist til þegar farið var að leggja ofuráherslu á samstarfið við Eystrasaltslöndin," segir Valgerður Sverrisdóttir þingmaður. Hún segist hafa fundið fyrir að ýmsum þingmönnum í Norðurlandaráði þyki nóg komið og rétt að beina athyglinni í ríkara mæli að sjálfum kjarna samstarfsins, sem séu Norðurlöndin fimm og norrænu sjálfstjórnarsvæðin. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð | ókeypis

Tvær breiðþotur á kaupleigu

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur tekið á kaupleigu tvær Boeing 747-200 þotur hjá flugfélaginu Cathay Pacific í Hong Kong til tveggja ára. Að þeim tíma liðnum öðlast Atlanta rétt til að kaupa þoturnar, að sögn Hafþórs Hafsteinssonar flugrekstrarstjóra Atlanta. Verða í verkefnum hjá Iberia "Þessar þotur eru sennilega bestu vélarnar af 200-gerð sem hægt var að fá. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð | ókeypis

Tvö íslensk danspör keppa í Hollandi

Tvö íslensk danspör keppa í Hollandi ÍSLANDSMEISTARARNIR í 10 dönsum, Ísak Nguyen Halldórsson og Halldóra Ósk Reynisdóttir og Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, sem lentu í 2. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 213 orð | ókeypis

Viðræður við Kohl og Schröder

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hélt að afloknu þingi Norðurlandaráðs í Ósló til Bonn, þar sem hann mun í dag eiga fund með Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlara Þýzkalands. Á morgun hittir Davíð Gerhard Schröder, arftaka Kohls, en hann mun einnig ræða við Joschka Fischer utanríkisráðherra og Wolfgang Schäuble, Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

Vilja raunhæfar aðgerðir Íslands

Í LJÓSI þeirrar niðurstöðu sem nú hefur fengist í Bueios Aires, hvað varðar tillöguflutning Íslands um opna undanþágu frá ákvæðum Kyoto-bókunarinnar, skora Náttúruverndarsamtök Íslands á stjórnvöld að snúa sér nú að raunhæfum aðgerðum til að uppfylla þær skyldur sem rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar leggur á herðar Íslandi og öðrum iðnríkjum. Meira
12. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 334 orð | ókeypis

Vill draga úr aðstoð við Bosníu

TENGSLAHÓPURINN, sem sex ríki, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Rússland og Þýskaland, eiga aðild að, hefur gefið til kynna, að hann hafi hug á að draga úr alþjóðlegri aðstoð við Bosníu. Þá hefur hann einnig hvatt stjórnvöld í Bosníu til að byggja upp efnahagslífið í landinu og hótar raunar að hætta við hundruð milljóna króna framlög verði markaðsbúskapur ekki tekinn upp fljótlega. Meira
12. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 126 orð | ókeypis

Vígsla og 5 ára afmæli

Höfn-Ný og glæsileg sjúkraþjálfunaraðstaða var tekin formlega í notkun á Hornafirði á dögunum. Sjúkraþjálfunin, sem áður var til húsa í heilsugæslustöðinni, fær nú allt aðra og betri aðstöðu. Nú er aðstaða fyrir 2 sjúkraþjálfara og er öll hin fullkomnasta og að auki aðstaða fyrir starf með fötluðu börnum sem var ekki fyrir hendi á gamla staðnum vegna plássleysis. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð | ókeypis

Þjónusta við fatlaða

FULLTRÚAFUNDUR Landssamtakanna Þroskahjálpar verður haldinn að Flúðum dagana 13.­15. nóvember nk. Efni fundarins verður: Þjónusta við fatlaða í upphafi nýrrar aldar. Við setningu fundarins mun Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður og Ingunn Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Árborgar, flytja erindi um framtíðarsýn stjórnmálamanna í málefnum fatlaðra. Meira
12. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 252 orð | ókeypis

Ætlum að kippa þessu í lag

MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð kom verst út úr könnun menntamálaráðuneytisins á nýtingu starfstíma í framhaldsskólum. Skv. henni voru reglulegir kennsludagar í MH á síðasta skólaári alls 128 og skertir kennsludagar sjö. Skv. framhaldsskólalögunum frá 1996 á lágmarksfjöldi kennsludaga í framhaldsskólum að vera 145. Meira

Ritstjórnargreinar

12. nóvember 1998 | Leiðarar | 607 orð | ókeypis

HÖLDUM VÖKU OKKAR

RÁÐSTEFNA Barnaheilla um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum var haldin í Reykjavík í fyrradag, með þátttöku erlendra og íslenskra sérfræðinga á þessu sviði. Augljóst er, af þeim erindum sem flutt voru á ráðstefnunni, að víða er pottur brotinn og mörg vítin sem varast ber. Meira
12. nóvember 1998 | Staksteinar | 264 orð | ókeypis

»Köld eru kvennaráð YFIRSKRIFTIN hér að ofan er fyrirsögn á forystugrein DV. Þar segir að

YFIRSKRIFTIN hér að ofan er fyrirsögn á forystugrein DV. Þar segir að Kvennalistinn hafi ekkert lært af vondri byrjun hjá Samfylkingu félagshyggjufólks og sett fram kröfur sem útilokað virðist að ganga að. Illa af stað farið Meira

Menning

12. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 459 orð | ókeypis

Aldeilis stórmerkilegt!

Sköllótta söngkonan í Verslunarskólanum Aldeilis stórmerkilegt! LEITIÐ og þér munuð finna... maka yðar að lokum. Á hann kannski heima í sömu götu og þú? Á sömu hæð? Í sömu íbúð!? Ef svarið er já muntu skynja sama heim og Martin-hjónin í leikriti Eugene Ionesco, Sköllóttu söngkonunni. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 136 orð | ókeypis

Dularfullur fylgdarmaður

NÆTURSÖNGVAR er sjöund skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur.Auk skáldsagna hefur Vigdís sent frá sér bæði ljóðabækur og smásagnasöfn og hafa verk henanr verið þýdd á ýmis tungumál og komið út víða erlendis. Einnig hafa tvö verka hennar verið sviðsett. Vigdís hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 80 orð | ókeypis

Dönsk stórbók Einars Más

Dönsk stórbók Einars Más DANSKA bókaforlagið Vindrose mun um miðjan mánuðinn gefa út nokkurs konar stórbók með verkum Einars Más Guðmundssonar. Nefnist hún Reykjavíkurþríleikurinn (Reykjavik-trilogien) og inniheldur þrjár fyrstu skáldsögur Einars, Riddara hringstigans, Vængjaslátt í þakrennunum og Eftirmála regndropanna. Meira
12. nóvember 1998 | Myndlist | 502 orð | ókeypis

Enn um samruna hljóðs og myndar

FRAMMI fyrir verkum Finnboga Péturssonar (f. 1959) finnur maður glöggt að hljóðið getur skotist af vettvangi tónlistarinnar til að hreiðra um sig í myndlistinni. Til að nema slík umskipti til fullnustu þarf vitaskuld næman áhorfanda sem vílar ekki fyrir sér að sjá lengra en áþreifanlegt eða sýnilegt formið nær. Meira
12. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 56 orð | ókeypis

Friðsamur sessunautur

VIKTORÍA Svíaprinsessa sést hér sæl á svip, enda í góðum félagsskap handhafa friðarnóbelsverðlaunanna, Elie Wiesel. Myndin er tekin 9. nóvember sl. þegar stytta af stríðshetjunni Raoul Wallenberg var opinberuð fyrir utan hús Sameinuðu þjóðanna í New York. Wallenberg er sagður hafa bjargað lífi meira en 100 þúsunda ungverskra gyðinga á árunum 1944 og 1945. Meira
12. nóvember 1998 | Bókmenntir | 609 orð | ókeypis

Galgopaskapur og gálgahúmor

eftir Steinar Braga. Nykur. 1998 ­ 64 bls. SUM skáld taka upp þráð sem einhverra orsaka vegna hefur tapast. Í lok áttunda áratugarins og í upphafi þess níunda var nokkuð algengt að skáld lékju sér að orðum. Þau tókust á við þann klisjukennda afþreyingariðnað sem stundum er kallaður vitundariðnaður og mótuðu ljóðmál sitt með hliðsjón af honum og borgarveruleikanum. Meira
12. nóvember 1998 | Myndlist | 873 orð | ókeypis

Hugarflækjur módelsmiðsins

Opið alla daga nema mánudaga frá 14­18. Aðgangseyrir 200 kr. Til 15. nóv. "FYRIRMYND" er yfirskriftin á sýningu Katrínar Sigurðardóttur. Þetta er óneitanlega nokkuð furðuleg og óvænt sýning, sem getur vakið skemmtilegar pælingar. Meira
12. nóvember 1998 | Tónlist | 287 orð | ókeypis

HUGLJÚFIR TÓNAR

"Romantic melodies from Iceland - in the beautiful sound of the Panpipes," Guitar, flute and strings. Martial Nardeau (flauta), Tryggvi Hübner (gítar), Jóhann Ásmundsson (bassi), Þórir Úlfarsson (píanó) og annar hljóðfæraleikur. Útgefandi Lag og ljóð (L&L), Torfi Ólafsson, Þórir Úlfarsson. Hljóðritað í Stúdíó Stöðinni, sept. 1998. Upptaka og hljóðblöndun: Þórir Úlfarsson. Dreifing: Skífan ehf. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 347 orð | ókeypis

"Íslendingarnir koma"

"ÍSLENDINGARNIR koma!" segir í yfirskrift auglýsingar, sem eitt virtasta bókaforlag Þýzkalands (Hanser í München) birtir um þessar mundir í helztu prentfjölmiðlum landsins. Með þessu er forlagið að vekja athygli á því, að lesendahópur íslenzkra nútímabókmennta hefur verið að vaxa jafnt og þétt. Meira
12. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 102 orð | ókeypis

Íslensk fyrir myndarstúlka

Íslensk fyrir myndarstúlka FYRIRSÆTAN Elisabet D. prýðir forsíðu nýjasta heftis franska tískutímaritsins Vogue. Elisabet fær einnig stórt hlutverk á innri síðunum en þar birtast alls fimmtán myndir af henni teknar af ljósmyndaranum Mario Testino. Meira
12. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 163 orð | ókeypis

Keðjusagarmorðinginn snýr aftur

MAÐURINN með leðurandlitið hefur boðað komu sína á hvíta tjaldið á ný í tilefni af aldarfjórðungsafmæli sínu. Fyrsta myndin um Keðjusagarmorðingjann frá Texas var sýnd árið 1974 og alls urðu þær fimm talsins. Meira
12. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 178 orð | ókeypis

Lífið er stórkostlegt

Lífið er stórkostlegt "Lífið er fallegt" og verður sífellt fallegra í augum ítalska leikstjórans Roberto Benigni. Mynd hans "Lífið er fallegt" hefur unnið til ótal verðlauna síðan hún var frumsýnd á alþjóðavettvangi á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og var nú síðast valin framlag Ítalíu til Óskarsverðlaunanna árið 1999. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 55 orð | ókeypis

Ljóð og tónlist á Kakóbarnum

LJÓÐAKVÖLD og hljómleikar verða í kvöld, fimmtudaginn kl. 20, á Geysi Kakóbar. Fram koma ljóðalesararnir Þórarinn Torfi Finnbogason, Markús Bjarnason, Pétur Már Guðmundsson, Kristín Eríksdóttir (innan sviga Stína) og Þór Sigurðsson. Hljómsveitirnar Sofandi og trio dr. Benway sem leikur djass flytja tónlist. Heiðursgestur kvöldsins verður skáldkonan Kristín Ómarsdóttir. Aðgangur er ókeypis. Meira
12. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 68 orð | ókeypis

Marais látinn

Marais látinn FRANSKI leikarinn Jean Marais lést 9. nóvember sl. Leikarinn var 84 ára gamall og einn vinsælasti leikari Frakka, bæði í kvikmyndum og á sviði. Marais lék dýrið í leikritinu "Fríða og dýrið" í uppfærslu skáldsins Jean Cocteau árið 1946, en Cocteau var lærifaðir hans og sambýlismaður um margra ára skeið. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 133 orð | ókeypis

Málmblásarar leika sænsk samtímaverk

KVINTETT Corretto heldur tónleika í Norræna húsinu föstudaginn 13. nóvember kl. 20.30. Á efnisskránni er nær eingöngu sænsk samtímatónlist eftir Torbjörn Iwan Lundquist, Folke Rabe, Bo Nilson, Sven-David Sandström og Witold Lutoslawsky. Kvintett Corretto er málmblásarakvintett, stofnaður árið 1994. Kvintettinn hefur haldið sjálfstæða tónleika og komið fram við ýmis tækifæri, m.a. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 80 orð | ókeypis

Miðaldatónlist í Norræna húsinu

Miðaldatónlistarhópurinn ALBA heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Meðlimir ALBA hafa leikið saman síðan 1992 þegar Spánn var í fyrirrúmi á sýningu á listasafninu Louisiana i Kaupmannahöfn. Hópurinn hefur frá upphafi einbeitt sér að flutningi miðaldasöngva og tónlistar og er einn af fremstu hópum Norðurlanda. ALBA hefur haldið tónleika víða og leikið inn á fjölda hljómdiska. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 47 orð | ókeypis

Músagildra Agötu á Hvoli

LEIKFÉLAG Rangæinga frumsýnir sakamálaleikritið Músagildruna eftir Agötu Christie föstudaginn 13. nóvember kl. 21. Leiðbeinandi er Benedikt Árnason. Með aðalhlutverk fara Fjóla Jónsdóttir, Benóný Jónsson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Næstu sýningar verða: Laugardaginn 14. og föstudaginn 20. kl. 21 og sunnudaginn 22. nóvember kl. 20.30. Meira
12. nóvember 1998 | Bókmenntir | 63 orð | ókeypis

Nýjar bækur ANDARTAK ljúfsárra ára

ANDARTAK ljúfsárra ára, er fyrsta ljóðabók Matthíasar Henriksens. Í bókinni eru 60 ljóð frá árinu 1993­1998. Í kynningu segir: "Ljóðin eiga sér uppsprettu trúarlegra hugleiðinga, hugleiðinga um andleg málefni og um lífsins gang, m.a. af fréttum heimsmála og drauma. Meðal annars koma fyrir hugleiðingar um sorgina og dauðann. Meira
12. nóvember 1998 | Bókmenntir | 207 orð | ókeypis

Nýjar bækur BOX er eft

BOX er eftir Bubba Morthensog Sverri Agnarsson. Í bókinni er fjallað um allar helstu hnefaleikastjörnur fyrr og nú, t.d. Joe Louis, Rocky Marciano, Muhammad Ali, George Foreman, Mike Tyson, Evander Holyfield, Roy Jones, Oscar de la Hoya og Prinsinn ­ Naseem Hamed. Meira
12. nóvember 1998 | Bókmenntir | 167 orð | ókeypis

Nýjar bækur DÓMSDAGSFLASKAN

DÓMSDAGSFLASKAN er eftir Clive Gifford í þýðingu Björns E. Árnasonar eðlisfræðings. Bókin er fyrsta teiknimyndabók í nýlegum breskum bókaflokki um Doktor Séní og Óðu vísindamennina. Bókin er ætluð börnum á aldrinum 9­13 ára. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 203 orð | ókeypis

Nýjar bækur FRAKKLANDSSAGA er

FRAKKLANDSSAGA er eftirSölva Helgason (Sólon Íslandus 1820­1895). Jón Óskar sem lést fyrir skömmu, vann textann undir prentun upp úr handritum Sölva. Í kynningu segir að Frakklandssaga sé vafalaust eitthvert sérkennilegasta fyrirbrigði sem til er í íslenskri menningarsögu. Meira
12. nóvember 1998 | Bókmenntir | 64 orð | ókeypis

Nýjar bækur FYLGDU mér slóð

FYLGDU mér slóð er önnur ljóðabók Eysteins Björnssonar.Bókin skiptist í þrjá hluta: Tíbrá, Svipi og Heiðmyrkur. Fyrri ljóðabók hans, Dagnætur, kom út árið 1993. Eftir hann liggja einnig skáldsögurnar Bergnuminn, 1989, og Snæljós, 1996, ásamt smásögum og ljóðum í blöðum og tímaritum. Útgefandi er Bókaútgáfan Norðurljós. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 126 orð | ókeypis

Nýjar bækur GOTT og grænt

GOTT og grænt og Gott og sterkt eru matreiðslubækur eftir Ing-Mari Roug og Anniku Tidehorn. Gott og grænt geymir rúmlega sextíu auðveldar uppskriftir af ljúffengum réttum þar sem grænmeti er í aðalhlutverki en kjöt og fiskur er haft fremur sem meðlæti. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 153 orð | ókeypis

Nýjar bækur HÆSTVIRTUR forseti ­ g

HÆSTVIRTUR forseti ­ gamansögur af íslenskum alþingismönnum. Guðjón Ingi Eiríkssonkennari og Jón Hjaltason sagnfræðingur söfnuðu efni og ritstýrðu. Í bókinni eru fjölmargar gamansögur af landsfeðrum vorum í gegnum tíðina, m.a. Meira
12. nóvember 1998 | Bókmenntir | 68 orð | ókeypis

Nýjar bækur SUMARVORIÐ

SUMARVORIÐ er ljóðabók eftir Einar Sigurð. Þetta er önnur ljóðabók höfundar, áður kom út örljóðabókin Grammið, 1994. Í kynningu segir: Í bókinni eru 42 ljóð sem innihalda barnslegar lýsingar höfundar á uppgötvunum sínum á ástinni. Eins og höfundur sýnir fram á þá er ástin einföld og ekki endilega bundin annarri manneskju. Meira
12. nóvember 1998 | Bókmenntir | 173 orð | ókeypis

Nýjar bækur ÆVISAGA þorsksins - fi

ÆVISAGA þorsksins - fiskurinn sem breytti heiminum er eftir Mark Kurlansky í þýðinguÓlafs Hannibalssonar. Bókin fjallar um þau gríðarlegu áhrif sem þorskurinn hefur haft á samfélögin við Atlantshaf í þúsund ár. Ísland leikur eitt aðalhlutverkið í bókinni og setur sögu okkar í dramantískt samhengi við sögu umheimsins. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 61 orð | ókeypis

Nýjar ævisögur á Súfistanum

LESIÐ verður úr fimm nýjum ævisögum á Súfistanum, bókakaffi, Laugavegi 18, í kvöld kl. 20.30. Gylfi Gröndal les úr Ævisögu Þorvaldar í Síld og fisk, Saga athafnaskálds; Jakob F. Ásgeirsson les úr ævisögu Péturs Benediktssonar; Jón Múli Árnason les úr Þjóðsögum II; Már Jónsson les úr ævisögu Árna Magnússonar og Sveinn Skorri Höskuldsson úr ævisögunni Svipþing ­ minningaþættir. Meira
12. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 354 orð | ókeypis

Næstum því gjörningur

Næstum því gjörningur Á KAKÓBAR Geysishússins verður ljóðakvöld á Unglist '98 í kvöld kl. 20, undir titlinum Er ég kistusmiðinn kyssti, og segir Stína skipuleggjari uppákomunnar að það sé tilvitnun í dægurlagatextann um Sigga á Vatnsleysu sem dó. Meira
12. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 191 orð | ókeypis

Pönkið vék fyrir polka

VEGNA tæknilegra mistaka datt út hluti viðtals við Kormák Geirharðsson í blaðinu í gær og birtist því hluti viðtalsins hér aftur. Kormákur er spurður hvað sé sameiginlegt með myndunum. "Rokk í Reykjavík var barn síns tíma. Það var mikið að gerast í tónlistinni, eiginlega í fyrsta skipti sem allir voru komnir í bílskúrinn og farnir að æfa. Meira
12. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 126 orð | ókeypis

Reeve nær varla andanum

Reeve nær varla andanum ÞEGAR Christopher Reeve nær varla andanum í endurgerð Bakgluggans eða "Rear Window" er hann ekki að leika. Reeve, sem fór með hlutverk Supermans, er lamaður og háður öndunarvél síðan hann datt af hestbaki fyrir þremur árum og lét taka súrefnisslönguna úr sambandi áður en tökur á atriðinu hófust. Meira
12. nóvember 1998 | Bókmenntir | 384 orð | ókeypis

Rómantísk sýn

eftir Sverri Pálsson. Eigin útgáfa. 1998-120 bls. STUNDUM finnst manni eins og tíminn hafi numið staðar í bók, sest þar að og hreiðrað um sig og þrjóskist við að fara. Þarna líði honum vel. Þarna eigi hann heima. Töðugjöld eftir Sverri Pálsson er slík bók. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 1304 orð | ókeypis

Rússnesk andrómantík og bandarískur andsöngleikur Platonov í Málmey í íslenskri uppsetninguog Black Rider" í Kaupmannahöfn eru

LEIKÁRIÐ er komið á fulla ferð beggja vegna sundsins. Í borgarleikhúsinu í Málmey var leikrit Antons Tjekovs, Platonov, frumsýnt nýlega, undir leikstjórn Kjartans Ragnarssonar og þar koma Íslendingar mjög við sögu. Á Betty Nansen-leikhúsinu á Friðriksbergi gengur söngleikurinn Black Rider", byggður á sögu Williams Burroughs með tónlist Toms Waits. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 179 orð | ókeypis

Sólrún Bragadóttir á söngferðalagi um landið

SÓLRÚN Bragadóttir verður á tónleikaferð um landið næstu daga, ásamt meðleikara sínum, píanóleikaranum Margaret Singer. Fyrstu tónleikar þeirra verða í Félagsheimili Bolungarvíkur í dag, fimmtudag, kl. 20.30. Aðrir tónleikar verða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 17, í Stykkishólmskirkju mánudaginn 23. nóvember kl. 20.30 og í Hafnarborg í Hafnarfirði miðvikudaginn Meira
12. nóvember 1998 | Tónlist | 423 orð | ókeypis

SVEIFLA MEÐ SUÐRÆNUM SAFA TÓNLIST

Mike Mower, flautur og tenórsaxófón, ásamt Óskari Guðjónssyni á saxófóna, Eyþóri Gunnarssyni, píanó og kongótrommur, Jóni Rafnssyni, bassa, og Matthíasi M.D. Hemstock, trommur. Sunnudagskvöldið 8. nóvember. Meira
12. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 98 orð | ókeypis

Söguleg mynd á albúmi Springsteens

ÞAÐ ER saga á bakvið myndina af Bruce Springsteen sem prýðir fjögurra diska safn sem kemur út með kappanum vestanhafs í dag. Myndin var tekin baksviðs fyrir tónleika í Pennsylvaníu árið 1974 og sýnir lasburða og íhugulan Springsteen leggja sig í sófa. Meira
12. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 33 orð | ókeypis

Tónleikar í Afríku

Tónleikar í Afríku JANET Jackson brosir hér til ljósmyndara á Sandton Sun hótelinu í Jóhannesarborg á þriðjudaginn var. Tilefnið er tónleikaferð hennar um Suður-Afríku sem hefjast með tónleikum í Cape Town 14. nóvember. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 76 orð | ókeypis

Tónlistin gengur laus

NEMENDUR og kennarar Tónskóla Sigursveins fóru í ýmsar stofnanir og fyrirtæki og héldu stutta tónleika með yfirskriftinni "Tónlistin sleppur laus", á dögunum. Hólabrekkuskóli var ein þeirra stofnana sem heimsóttar voru. Þangað fóru þrettán hljóðfæranemendur ásamt kennurum sínum og léku á gítar, þverflautu, fiðlu, píanó, selló og steinaspil. Meira
12. nóvember 1998 | Menningarlíf | 40 orð | ókeypis

Tveir höfundar gestir Ritlistarhópsins

EYVINDUR P. Eiríksson og Kristjana E. Guðmundsdóttir verða gestir Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðarsafni í dag, fimmtudag, kl. 17­18, og lesa úr nýútkomnum ljóðabókum. Eyvindur les úr bók sinni Vertu og Kristjana úr bókinni Ljóðárur. Aðgangur er ókeypis. Meira
12. nóvember 1998 | Leiklist | 635 orð | ókeypis

Vírus og vandræði

Leikstjóri: Gunnar Helgason. Leikarar: Björk Jakobsdóttir, Dofri Hermannsson, Eggert Kaaber, Erla Ruth Harðardóttir, Hinrik Ólafsson, Jón St. Kristjánsson og Katrín Þorkelsdóttir. Leikmynd: Magnús Sigurðarson. Búningar: María Ólafsdóttir. Lýsing: Kjartan Þórisson. Hljóðmynd: Jón Ingvi Reimarsson. Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir. Hafnarfjarðarleikhúsið 11. nóvember. Meira

Umræðan

12. nóvember 1998 | Aðsent efni | 358 orð | ókeypis

Allt að 43% hækkun leikskólagjalda

Á FUNDI Skólanefndar Kópavogs 9. nóv. sl. var samþykkt tillaga meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um hækkun á leikskólagjöldum í Kópavogi. Almenn hækkun er um 14,5% sem þýðir hækkun upp á 3.150 krónur fyrir heilsdagsvistun. Þetta þýðir að launafólk þarf um 5.000 króna launhækkun aðeins til þess að mæta hækkunum bæjaryfirvalda á leikskólagjöldum. Meira
12. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 260 orð | ókeypis

Evróp ­ evra

UM NÆSTU áramót byrja aðildarríki myntbandalags Evrópu að reikna upphæðir eigin gjaldmiðils í nýjum sameiginlegum gjaldmiðli. Nafn hins nýja gjaldmiðils er "Euro". Orðið er fengið úr orðinu Europa. Margir eru þeirrar skoðunar að hentugast hefði verið að fara eins að hér á landi og kalla hinn nýja gjaldmiðil evró sem augljóslega er fengið frá íslenska orðinu Evrópa. Meira
12. nóvember 1998 | Aðsent efni | 586 orð | ókeypis

Fjölskyldan, orð og efndir

BÖRNIN eru dýrmætasta eign samfélagsins en þegar við skoðum hvernig tekið er á móti þessum nýju þegnum þá fer maður að efast um að það sé unnið miðað við þá staðhæfingu. Jafnvægi milli fjölskyldulífs og atvinnu Það er staðreynd að mikill meirihluti kvenna vinnur utan heimilis en samfélagið hefur ekki tekið tillit til þessara þjóðfélagsbreytinga. Meira
12. nóvember 1998 | Kosningar | 254 orð | ókeypis

Gunnar í 1. sæti

Á VORDÖGUM 1992 kynntist ég Gunnari I. Birgissyni foringja sjálfstæðismanna í Kópavogi. Þar fór maður mikill að burðum, heilsteyptur, fylginn sér og drengur góður. Hann þorir að taka ákvarðanir fyrir kjósendur sína þeim til hagsbóta. Hann ákvað að byggja Kópavogsbæ upp af rjúkandi rústum sem hugmynda- og framtakslausir vinstrimenn höfðu sofnað út frá. Meira
12. nóvember 1998 | Aðsent efni | 478 orð | ókeypis

Heilbrigðismál ­ sátt eða stöðugar deilur

FLEST okkar vilja eflaust vera stödd heima á Íslandi ef við þurfum á heilbrigðisþjónustu að halda. Almennt er það viðurkennt að við búum við góða heilbrigðisþjónustu, við höfum vel menntað hæfileikaríkt starfsfólk sem fylgist vel með í sínum greinum. En það er eitthvað að þegar þetta ágæta kerfi er reglulega í upplausn, jafnvel oft á ári, vegna verkfalla eða uppsagna starfsfólks. Meira
12. nóvember 1998 | Kosningar | 340 orð | ókeypis

Helgu Guðrúnu í 5. sæti

HELGA Guðrún Jónasdóttir er pólitísk baráttukona með sterka réttlætiskennd. Hún hefur tekið ákveðna málaflokka mjög föstum tökum og má þar til dæmis nefna atvinnumál, jafnréttismál og fjölskyldumál. Engin mál eru of umfangsmikil eða flókin fyrir þessa ungu hugsjónamanneskju sem ryður brautina til að auðvelda öðrum eftirförina. Meira
12. nóvember 1998 | Aðsent efni | 2483 orð | ókeypis

HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA? Nýsköpun í atvinnulífi, segir Stefán Ólafsson, þyrfti að fela í sér aukna fjölbreytni.

Í tveimur fyrri greinum mínum um stöðu byggðamála á Íslandi hef ég lýst búsetuþróuninni og rakið helstu orsakir þeirrar hnignunar sem nú blasir við á landsbyggðinni. Komið er að því að draga ályktanir um vænlegar aðgerðir til að breyta þróuninni. Meira
12. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1170 orð | ókeypis

Hver níðir skóinn?

PÉTUR Tyrfingsson, áfengisráðgjafi SÁÁ, ritar grein í sunnudagsblað Mbl. hinn 8. nóv. sl. undir heitinu "Ungt fólk og meðferð SÁÁ". Af lestri greinarinnar mætti ætla að maðurinn væri haldinn stjórnlausri reiði og að tilgangur greinarinnar sé sá einn að koma höggi á undirritaðan og þá stofnun sem ég veiti forstöðu. Meira
12. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1314 orð | ókeypis

Konur og íslensk stjórnmál Meirihluti þjóðarinnar er á þeirri skoðun,

Á NÆSTU vikum og mánuðum munu stjórnmálaflokkarnir ákveða framboðslista sína fyrir kosningarnar 8. maí næstkomandi. Nú verður sú breyting á að það aðhald sem Kvennalistinn hefur veitt frá árinu 1983 hvað varðar hlut kvenna á Alþingi mun hverfa. Hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir standa nú einir eftir á sviðinu. Meira
12. nóvember 1998 | Aðsent efni | 699 orð | ókeypis

Kynbundið misrétti í tómstunda- og íþróttastarfi

VERULEGRAR mismununar gætir milli kynja í tómstunda- og íþróttastarfsemi hér á landi. Þarf ekki annað en að líta til umfjöllunar fjölmiðla í þeim efnum. Sú skýring er oftast nefnd að karlar séu virkari en konur og áhugi almennings sé meiri á íþróttum karla en kvenna. Slík skýring tekur engan veginn til róta vandans sem margir telja að mótist af gamalgrónum viðhorfum. Meira
12. nóvember 1998 | Kosningar | 257 orð | ókeypis

Markús Möller á þing

SJÁLFSTÆÐISMENN í Reykjaneskjördæmi velja sér frambjóðendur til Alþingis á laugardaginn. Einn frambjóðendanna, Markús Möller, hagfræðingur, hefur starfað innan Sjálfstæðisflokksins um árabil og gefur nú loksins kost á sér til þingframboðs fyrir flokkinn. Málefnavinna Markúsar er aðdáunarverð. Hann nálgast hvert mál hleypidómalaust og rannsakar það af vandvirkni og skarpri greind. Meira
12. nóvember 1998 | Kosningar | 428 orð | ókeypis

Nú er tækifærið!

Sjálfstæðisfólk á Reykjanesi fær nú kjörið tækifæri til að velja hæfileikamikla konu í forystusæti framboðslista síns, Sigríði Önnu Þórðardóttur, formann þingflokks sjálfstæðismanna. Forysta hennar eykur og möguleika á að kona verði ráðherraefni flokksins að loknum kosningum. Ég vil og vekja athygli á þremur öðrum frambjóðendum: Þorgerði K. Meira
12. nóvember 1998 | Kosningar | 155 orð | ókeypis

Reykjanesbrautin

EITT brýnasta hagsmunamál okkar sem búum á Reykjanesi er breikkun þ.e. tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Allir þingmenn kjördæmisins hafa lofað að berjast fyrir þessu hagsmunamáli en við vitum hver árangurinn er. Nú hefur Gunnar I. Birgisson lagt fram fróðlegar tillögur um hvernig hægt sé að klára þetta mál fyrr en vegaáætlun ríkisins segir. Meira
12. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 408 orð | ókeypis

R-listinn ­ Dagvistun

Stefna R-listans í dagvistun er að mörgu leyti mjög einkennileg. R-listinn ætlar að taka í notkun tvo nýja leiksóla. Um það er í sjálfu sér allt gott um það að segja. Ég var að ræða þessi mál við vin minn sem á barn á leikskóla og eftir að hafa rætt við hann spyr ég sjálfan mig; hvað er R-listinn að gera í leikskólamálum? Það er augljóst að starfsfólk á leikskólum er alltof fátt. Meira
12. nóvember 1998 | Aðsent efni | 460 orð | ókeypis

Samhjálp til sjálfsbjargar

ÉG ER markaðssinni, en ekki af því að ég trúi á markaðinn eins og skurðgoð, heldur vegna þess að ég hef lært og reynt að frjáls markaður og sanngjörn löggjöf eru ótrúlega öflug tæki til að bæta hag fólks. En þótt frjáls markaður geti flutt fjöll, þá leysir hann ekki allan vanda. Hann dugar til dæmis ekki til að tryggja viðunandi kjör fyrir þá sem hafa skerta starfsorku. Meira
12. nóvember 1998 | Kosningar | 237 orð | ókeypis

Sigríður Anna - kjörinn leiðtogi

Reyknesingar standa frammi fyrir því í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar að velja nýjan leiðtoga til forystu. Í þá ábyrgðarstöðu ber að velja hæfileikaríkan einstakling með víðtæka reynslu og þekkingu úr þjóðlífinu. Til þess er Sigríður Anna Þórðardóttir best fallin að mínu mati. Meira
12. nóvember 1998 | Aðsent efni | 480 orð | ókeypis

Varanleg velferð

AÐ MÖRGU er að hyggja á stóru heimili. Íslenska heimilið hefur undir styrkri stjórn ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar verið að gera það gott á undanförnum árum. Að baki eru erfiðleikatímar atvinnuleysis og óstöðugleika, Heimilisfólkið nýtur almennt batnandi árferðis í auknum kaupmætti og tryggari afkomu. En eins og svo oft áður vilja ný vandamál skjóta upp kollinum að þeim eldri leystum. Meira
12. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1125 orð | ókeypis

Það er svo mörgu skrökvað

NÚVERANDI háskólarektor hefur þau misseri, sem hann hefur gegnt því embætti, ítrekað hvatt háskólamenn til aukinnar þátttöku í þeirri opinberu, málefnalegu rökræðu, sem fram þarf að fara í þjóðfélaginu og hann hefur réttilega lýst ómissandi til að lýðræðið geti verið virkt. Meira
12. nóvember 1998 | Kosningar | 367 orð | ókeypis

Þorgerði á Alþingi!

Í PRÓFKJÖRINU þann 14 nóvember nk. velja stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi sér framboðslista. Það er mikilvægt að þarna sé valinn sigurstranglegur listi sem skili góðum sigri í vor og efli rödd kjördæmisins á Alþingi. Ég er einn af mörgum sem fagnaði framboði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur því þarna fer fram einn hæfasti frambjóðandi ungs fólks í langan tíma. Meira

Minningargreinar

12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 154 orð | ókeypis

Arnfríður Jónsdóttir

Arnfríður Jónsdóttir, sú elskulega kona, er farin yfir móðuna miklu. Ég veit að heimkoma hennar verður björt og fögur. Ég þakka Guði fyrir að hafa kynnst henni. Arna á sérstakan sess í hjarta mer. Á erfiðum stundum í lífi mínu sýndi hún mér kærleik, sem ekki er hægt að lýsa sem skyldi. Þegar mér leið sem verst, tók hún mig í stóran og hlýjan faðm sinn. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 461 orð | ókeypis

Arnfríður Jónsdóttir

Til ömmu minnar. "Lífið er aðeins fordyrið að veislunni" las ég einhvers staðar. Ég sé þig fyrir mér á smáum ballskóm, með þykkt dökkt hárið uppsett ganga loksins eftir hetjulega baráttu inn í veisluna, stoltið uppmálað. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 316 orð | ókeypis

Arnfríður Jónsdóttir

Hinn 3. nóvember lést amma mín og langamma Jóhanns míns úr krabbameini. Sonur minn varð fjögurra ára hinn 2. nóvember og hún sagði að hún ætlaði að lifa þann dag. Þegar hún átti heima á Grýtubakka og við mamma og bróðir minn á Hjaltabakka var Grýtubakki mitt annað heimili. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 391 orð | ókeypis

Arnfríður Jónsdóttir

Elsku amma mín. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Ég man að það voru jól á Grýtubakkanum, ég fimm ára gamall og fékk fyrstu skíðin mín. Það var lítill snjór úti, þú hafðir gefið mér úlpu, húfu og vettlinga og þú hvattir mig til að fara út og prófa skíðin. Við bræðurnir fórum af stað, ég á skíðunum og hann á snjóþotu og vorum við úti fram á kvöld. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 462 orð | ókeypis

Arnfríður Jónsdóttir

Elsku Arna. Hvernig gastu gert mér þetta, að fara án þess að við ættum saman þó ekki væri nema eina kvöldstund, til að rifja upp góðar minningar og til þess að ég gæti þakkað þér öll elskulegheitin við mig, við Söndru, við vini mína og við móður mína, sem þú fagnaðir ávallt þegar hún kom í heimsókn á Fæðingarheimilið eins og hún væri hluti af þér. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 222 orð | ókeypis

Arnfríður Jónsdóttir

Með nokkrum orðum langar mig að minnast Örnu systur minnar, sem ég mat afar mikils. Ég ætla ekki að rekja ættir hennar eða æviferil, það gerir vonandi einhver annar. Hún var og verður alveg sérstök í mínum huga, nánast engum sem ég þekki lík. Hún kom ekki aftan að fólki, eins og sagt er. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 634 orð | ókeypis

Arnfríður Jónsdóttir

Elsku mamma mín. Nú ert þú búin að fá hvíldina. Ég veit að þú barðist og vildir vera lengur með okkur, vernda okkur og passa eins og þú ávallt gerðir, en þessi sjúkdómur var illviðráðanlegur í þínu tilfelli og fór hratt. Vegna þessara staðreynda má ég ekki vera eigingjörn, og ég þakka Guði að þú þurftir ekki að þjást meira. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 283 orð | ókeypis

ARNFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

ARNFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Arnfríður Jónsdóttir (Arna) fæddist á Dalvík 15. ágúst 1921. Hún lést á Landspítalanum 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Arngrímsson, útgerðarmaður og fiskmatsmaður á Dalvík, f. 4.7. 1893 á Grund í Svarfaðardalshreppi í Eyjafirði, d. 15.12. 1967 á Dalvík, og Sigurbjörg Ágústsdóttir, húsfreyja á Dalvík, f. 21. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 176 orð | ókeypis

Magnús Torfi Ólafsson

Magnús Torfi Ólafsson réðst til starfa í Bókabúð Máls og menningar árið 1963. Hann var deildarstjóri erlendu bókadeildarinnar fram til ársins 1971 er hann varð alþingismaður og menntamálaráðherra. Magnús var vel lesinn og hafði víðtæka þekkingu á erlendum bókmenntum, sögu og stjórnmálum. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 1617 orð | ókeypis

Magnús Torfi Ólafsson

Kynni okkar hófust á þeim árum sem tíðkanlegt var að kenna menn við heimabæ sinn. Einhver sagði: þetta er Magnús Torfi Ólafsson frá Lambavatni. Og ég hugsaði: Gaman að hafa alist upp á bæ sem ber jafnfagurt nafn. Ekki spillti nafn byggðarlagsins: Lambavatn á Rauðasandi. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 184 orð | ókeypis

Magnús Torfi Ólafsson

Magnúsi Torfa Ólafssyni varð ég málkunnugur veturinn 1945­46, litlu eftir að hann tók að rita erlendar fréttir í Þjóðviljann. Taldist hann þá vera á öðru námsári í læknisfræði, sem hann, sá ágæti námsmaður, hvarf síðan frá vegna féleysis, sér ekki að sársaukalausu. Allt frá fyrstu kynnum voru alþjóðamál helsta umræðuefni okkar og Ásmundar Sigurjónssonar. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 806 orð | ókeypis

Magnús Torfi Ólafsson

Magnús Torfi Ólafsson veitti leiðsögn mörgum sem reyndu að gera sér grein fyrir heimsmálum á eftirstríðsárunum þegar kalda stríðið var í algleymingi. Hann var vandaður blaðamaður sem lagði sig fram um að greina hismi frá kjarna og skoðaði einatt mál frá fleiri en einni hlið. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 533 orð | ókeypis

Magnús Torfi Ólafsson

Einn besti vinur minn frá æskuárunum, Magnús Torfi Ólafsson frá Lambavatni á Rauðasandi, hefur nú kvatt þennan heim. Mæður okkar voru systur og þótt góður spölur væri milli bæjanna þar sem við áttum heima hittumst við alloft, skrifuðumst meira að segja stundum á þegar við þurftum að segja hvor öðrum eitthvað og ferð féll á milli. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 779 orð | ókeypis

Magnús Torfi Ólafsson

Þó menn geri sér fulla grein fyrir eigin aldri, hrökkva þeir ævinlega við er vinir og kunningjar á svipuðum aldri falla frá. Þannig fór a.m.k. fyrir mér er ég frétti fráfall Magnúsar Torfa Ólafssonar. Þó ég vissi um veikindi hans grunaði mig ekki, þegar ég hitti hann fyrir nokkru, að svo stutt væri í lokin. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 361 orð | ókeypis

Magnús Torfi Ólafsson

Magnús Torfi var einn af ritstjórum Þjóðviljans þegar ég kom þar til starfa og sá maður sem öðrum fremur mótaði skrif blaðsins um alþjóðamál. Áreiðanlega var þá enginn maður starfandi við íslensk blöð sem bjó yfir drýgri þekkingu á pólitískum hæringum í heiminum en einmitt hann. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 615 orð | ókeypis

Magnús Torfi Ólafsson

Mig langar að minnast hans Torfa frænda míns með fáeinum fátæklegum orðum. Ég held að fyrsta minningin mín um hann sé frá því ég flaug vestur á Patreksfjörð með flugbátnum Katalínu, þegar hann Mangi var jarðaður. Þá var ég kannski þriggja ára og veröldin takmarkaðist af Bjössafjörunni, flugvellinum og Kron á Dunhaga. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 754 orð | ókeypis

Magnús Torfi Ólafsson

Magnús Torfi Ólafsson var fyrsti formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Félagið var stofnað á þeim sögulega degi 30. mars og ártalið var 1966. Það var á fundi á þeim stað sem þá hét Lídó við Skaftahlíð og Miklubraut. Félagsmenn urðu óðara um sex hundruð talsins, raunverulegir félagsmenn. Ekki bara nöfn í skrá. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 324 orð | ókeypis

MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON

MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON Magnús Torfi Ólafsson var fæddur á Lambavatni á Rauðasandi 5. maí 1923. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldóra Guðbjört Torfadóttir húsmóðir, f. 1884 í Kollsvík í Rauðasandshreppi, d. 1928, og Ólafur Sveinsson bóndi, f. 1882, í Gröf á Rauðasandi, d. 1969. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 373 orð | ókeypis

Sigurbjörg Aðalheiður Welbes

Ég sá Sigurbjörgu fyrst þriggja mánaða, er fjölskylda hennar kom til Íslands og lét skíra hana. Hún var skírð Aðalheiður eftir ömmu sinni en Sigurbjörg eftir langömmu sinni. Næst sá ég hana í maí í fyrra er hún flutti heim til Íslands ásamt systkinum sínum og móður. Fögnuðurinn var mikill því lengi höfðum við ekki sést. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 29 orð | ókeypis

SIGURBJöRG AÐALHEIÐUR WELBES

SIGURBJöRG AÐALHEIÐUR WELBES Sigurbjörg Aðalheiður Welbes fæddist í Lúxembborg 21. maí 1994. Hún lést á Barnaspítala Hringsins 23. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Árbæjarkirkju 30. október. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 883 orð | ókeypis

Sumarlína Margrét Kristjánsdóttir

Elsku amma. Mig langaði að skrifa þér nokkrar línur. Nú sit ég hér við eldhúsborðið heima í Suðurgötu 6, og skrifa til þín. Það er örugglega eitt það erfiðasta sem ég hef gert hér við þetta borð, því alltaf hefur maður bara setið hér og borðað, og borðað mikið, því aldrei mátti neinn vera svangur, Vegna þess að þú hefur sjálf þurft að þola að ekki væri til nógur matur fyrir alla áður fyrr. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 696 orð | ókeypis

Sumarlína Margrét Kristjánsdóttir

Elsku mamma mín er horfin á braut úr þessu lífi og skilur eftir svo margar og ljúfar minningar. Mig langar að minnast hennar í stuttu máli. Hún sagði mér svo margt úr bernsku sinni, bæði það sem Rósa amma hennar sagði henni, og sína reynslu. Hún var ekki nema 7 vikna þegar mamma hennar dó úr garnaflækju, og þær tvær einar heima. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 335 orð | ókeypis

Sumarlína Margrét Kristjánsdóttir

Elsku amma mín, það er erfitt að setjast niður og sætta sig við að þú sért farin frá okkur. Ósjálfrátt byrja fallegu minningarnar um þig að streyma um hugann, þú varst alltaf svo góð við alla, og hafðir svo mikla ást að gefa okkur. Oft sastu hjá okkur og sagðir sögur frá því þegar þú varst ung, þá fórstu að hlæja og tárin runnu niður kinnarnar þínar. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

SUMARLÍNA MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR

SUMARLÍNA MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR Sumarlína Margrét Kristjánsdóttir fæddist í Bolungarvík 27. mars 1915. Hún lést í Landspítalanum 22. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvalsneskirkju 31. október. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 596 orð | ókeypis

Súsanna Þórðardóttir

Með nokkrum línum langar mig að minnast Súsönnu Þórðardóttur, en leiðir okkar lágu fyrst saman er ég og Arnold sonur hennar hófum sambúð fyrir um það bil sautján árum. Mig grunaði strax að hér væri á ferð hörkudugleg og ákveðin kona, Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 274 orð | ókeypis

SÚSANNA ÞÓRÐARDÓTTIR

SÚSANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Súsanna Þórðardóttir fæddist í Borgarnesi 2. febrúar 1913. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Jóna Einarsdóttir frá Traðarhúsum á Eyrarbakka og Þórður Ingvarsson, söðlasmiður, en þau voru þá búsett í Borgarnesi. Súsanna átti tvær alsystur, sem báðar eru látnar. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 476 orð | ókeypis

Sveinn Tómasson

Elsku afi. Okkur langar til að kveðja þig með fáeinum orðum. Við eigum margar góðar minningar um þig og ömmu. Sterkasta minningin um þig er þegar þú varst með pontuna þína góðu og slóst úr henni á handarbakið okkar og tókst tóbakið upp í nefið þitt af litlum höndunum okkar. Þetta fengum við öll barnabörnin þín að prófa og síðar börnin okkar. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 519 orð | ókeypis

Sveinn Tómasson

Með nokkrum orðum langar okkur bræðurna að kveðja Svein langafa okkar. Það var á afmælisdegi langafa 1982 sem mamma og pabbi fluttu í Laugargötu 3 eða í sama hús og hann og langamma höfðu búið í í rúm 30 ár. Því nutum við þeirra forréttinda að fá að alast upp í návist þeirra. Meira
12. nóvember 1998 | Minningargreinar | 326 orð | ókeypis

SVEINN TÓMASSON

SVEINN TÓMASSON Sveinn Tómasson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri á Akureyri, fæddist á Bústöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 30. júlí 1904. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 7. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tómas Pálsson bóndi á Bústöðum og kona hans Þórey Sigurlaug Sveinsdóttir. Meira

Viðskipti

12. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 203 orð | ókeypis

Hækkanir vegna frétta um hagnað

LOKAGENGI evrópskra hlutabréfa hækkaði í gær vegna meiri hagnaðar nokkurra brezkra og þýzkra fyrirtækja en búizt hafði verið við, en hækkanirnar hefðu orðið meiri ef uppsveifla eftir opnun í Wall Street hefði ekki einskorðazt við hátæknifyrirtæki. Meira

Daglegt líf

12. nóvember 1998 | Neytendur | 138 orð | ókeypis

Dælur fyrir mjólkandi konur

Á MARKAÐ eru komnar nýjar tegundir af brjóstadælum fyrir mjólkandi konur. Dælurnar eru ýmist handdælur eða rafmagnsdælur. Samkvæmt upplýsingum Arnheiðar Sigurðardóttur, hjúkrunarfræðings og framkvæmdastjóra Ýmusar ehf., sem flytur dælurnar inn, líkist sogtaktur dælanna sogi barns, sem sýgur, sleppir brjóstinu og slakar á. Meira
12. nóvember 1998 | Neytendur | 190 orð | ókeypis

Ekki selt úrgangsgrænmeti úr Nýkaupi í Bónus

Raddir hafa heyrst um að grænmeti og ávextir sem seldir eru í Bónus hafi þá þegar verið til sölu fyrst í Nýkaup og jafnvel í Hagkaupi líka. Þessi orðrómur var borinn undir Árna Ingvarsson innkaupastjóra hjá Nýkaupi. Hann tók þessu fjarri. Meira
12. nóvember 1998 | Neytendur | 53 orð | ókeypis

Hollefni í nýjum umbúðum

Hollefni Ehf. hefur nýlega hafið kynningu og dreifingu á hinni vinsælu framleiðslu frá Healthcrafts í nýjum umbúðum undir vörumerkinu Hollefni. Einar Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Hollefnis, segir að með þessu skapist rými til verulegrar verðlækkunar sem skili sér til neytenda. Bætiefnin eru náttúrleg og ofnæmisprófuð og fást í 50 verslunum nú þegar. Meira
12. nóvember 1998 | Neytendur | 92 orð | ókeypis

Ísmolar og ný verslun

NÚ GETA viðskiptamenn 11­11 búðanna drukkið ískalda og svalandi drykki þegar heim kemur úr verslunarleiðangri helgarinnar. Settar hafa verið upp sérstakar ísvélar í 11­11 búðunum, sem framleiða ísmola sem fólk getur tekið heim með sér ókeypis þegar það fer úr búðinni. 11­11 búðunum fjölgar sífellt, ný verslun verður opnuð í dag við Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Meira
12. nóvember 1998 | Neytendur | 89 orð | ókeypis

Nýr þvegill og ræstivagn

FYRIRTÆKIÐ ENJO/Clean Trend hefur sett á markaðinn nýjan þvegil og ræstivagn. Fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu að þvegillinn henti fyrirtækjum sérstaklega vel. Þó henti hann einnig heimilum eins og eldri gerðin gerði. Grindin hefur verið hönnuð með tilliti til pressa í ræstivögnum, léttari og meðfærilegri en í eldri þveglinum. Einnig er fyrirtækið farið að bjóða ræstivagna. Meira
12. nóvember 1998 | Neytendur | 262 orð | ókeypis

Nýtt íslenskt fjölskylduspil á markað

FYRIRTÆKIÐ Fenris hefur gefið út nýtt íslenskt fjölskylduspil, Hættuspil. Þetta er fyrsta afurð Fenris en fyrirtækið ætlar að hasla sér völl á sviði tölvuleikjagerðar og er vinnsla þegar hafin á tveimur verkefnum á því sviði. Í Hættuspili er blandað saman tveimur spilakerfum. Meira

Fastir þættir

12. nóvember 1998 | Í dag | 36 orð | ókeypis

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 12. nóvember, veerður sjötugur Ragnar H. Hafliðason, málarameistari, frá Viðey, Vestmannaeyjum, nú til heimilis að Breiðvangi 23, Hafnarfirði. Ragnar og eiginkona hans, Sigríður Alda Eyjólfsdóttir, verða stödd í Minneapolis á afmælisdaginn. Meira
12. nóvember 1998 | Fastir þættir | 342 orð | ókeypis

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30 í safnaðarheimili Áskirkju. Sóknarprestur kynnir og fræðir um spámennina í Gamla testamentinu. Bústaðakirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altarisganga. Meira
12. nóvember 1998 | Fastir þættir | 88 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

ÞANN 9. nóvember sl. var spilaður 1 kvölds tvímenningur. 36 pör spiluðu, meðalskor var 364 stig. Bestu skor í N/S. Þorsteinn Jóensen/Unnar Atli Guðmundss.442 Björn Arnórsson/Hannes Sigurðsson426 Árni Magnússon/Eyjólfur Magnússon417 Sveinn Vilhjálmss./Jökull Kristjánsson386 Bestu skor. A/V. Vilhjálmur Sigurðss. jr./Daníel Sigurðss. Meira
12. nóvember 1998 | Fastir þættir | 139 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Borgarfj

Nú stendur yfir aðaltvímenningur félagsins og er þátttaka góð, spilað á sex borðum. Keppnin heitir nú Búnaðarbankamótið til heiðurs Búnaðarbankanum í Borgarnesi, sem styrkir starf félagsins af rausnarskap. Þegar keppnin er hálfnuð er lítil spenna á toppnum því þar hefur tyllt sér akkerispar félagsins til margra ára, þeir Örn Einarsson í Miðgarði og Kristján Axelsson í Bakkakoti. Meira
12. nóvember 1998 | Í dag | 21 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

Nína ljósmyndari. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Sigurði Arnarsyni Skúli G. Jónsson og Erla Karlsdóttir. Meira
12. nóvember 1998 | Í dag | 18 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

Nína ljósmyndari. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. september í Víðistaðakirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Guðbjörg Bjarnadóttir og Þorvaldur Daníelsson. Meira
12. nóvember 1998 | Í dag | 24 orð | ókeypis

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 12. nóvember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir og Guðmundur Sigurðsson, Hlíðarvegi 3, Kópavogi. Þau fagna tímamótunum með fjölskyldu sinni. Meira
12. nóvember 1998 | Dagbók | 948 orð | ókeypis

Í dag er fimmtudagur 12. nóvember 316. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er fimmtudagur 12. nóvember 316. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Spyr þú hina fyrri kynslóð og gef þú gaum að reynslu feðranna. (Jobsbók 8, 8.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss, Mælifell, Fukuyoshi Maru 68 og Breki fóru í gær. Meira
12. nóvember 1998 | Í dag | 440 orð | ókeypis

LESANDI Víkverja hringdi og sagði sínar farir ekki sléttar. Lesandi

LESANDI Víkverja hringdi og sagði sínar farir ekki sléttar. Lesandinn, sem er kona, hafði fengið einhvers konar umburðarbréf frá Flugfélagi Íslands um "Ladies Night", konukvöld á Kaffi Akureyri laugardaginn 21. nóvember næstkomandi. Í bréfinu segir: "Í samvinnu við Kaffi Akureyri hefur Flugfélag Íslands sett saman mjög skemmtilega pakkaferð til Akureyrar þann 21. nóvember nk. Meira
12. nóvember 1998 | Fastir þættir | 911 orð | ókeypis

Snobb óhjákvæmilegt? Getur verið að þessi hvimleiði uppskafningsháttur ­ snobbið ­ sé sprottinn af einhvers konar

Sönn saga úr daglega lífinu: Ung kona fór ekki alls fyrir löngu inn í "fína" verslun í Reykjavík og þóttist skynja að hún væri ekki talin sérlega spennandi viðskiptavinur. Ástæðan ef til vill sú að hún var klædd eins og, ja, má ég segja venjuleg kona? Þetta er myndarleg stúlka en var ekki sérstaklega tilhöfð í þetta skipti. Meira
12. nóvember 1998 | Í dag | 126 orð | ókeypis

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á opna Najdorf-mótinu í Buenos Aires um mánaðamótin. Gilberto Milos (2.575), Brasilíu, hafði hvítt og átti leik gegn heimamanninum Hernan Filgueira (2.400). 22. Rdxb5! - axb5 23. Rxb5 - Db8 24. Bxf6 - Bxf6 25. Hxd6 - Be7 26. Dxe5 - f6 27. Meira
12. nóvember 1998 | Í dag | 378 orð | ókeypis

Vonbrigði með Iðnó

ÉG og vinkona mín, fórum í Iðnó sunnudagskvöldið 8. nóvember. Er komið var í anddyrið var þar yfirfullt af fólki að bíða eftir að komast inn í salinn, ótölusett sæti. Hleypt var inn 20 mínútum fyrir sýningu, höfðu þá margir orðið að standa utandyra vegna þrengsla. Aðeins einn maður tók á móti miðum í inngöngudyrum í sal, þannig að mikil þrengsli mynduðust þar. Meira

Íþróttir

12. nóvember 1998 | Íþróttir | 474 orð | ókeypis

Allt í hers höndum í Garðabæ

ALLT var í hers höndum í Garðabænum í gærkvöld þegar Eyjamenn sóttu Stjörnuna heim og það var ekki fyrr en eftir mikinn darraðardans að Stjörnunni tókst að tryggja sér 27:24 sigur ­ sá munur er of stór miðað við gang leiksins því brugðið gat til beggja vona síðustu mínúturnar. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 539 orð | ókeypis

Arsenal steinlá fyrir Chelsea

CHELSEA, Manchester United, Leicester City, Blackburn og Everton tryggðu sér í gærkvöldi sæti í fjórðungsúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar. Stærstu tíðindin urðu á Highbury í Lundúnum þar sem meistarar Arsenal steinlágu fyrir Chelsea, 0:5. Stórleikur undanúrslitanna verður viðureign Tottenham og Man Utd. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 151 orð | ókeypis

Bjarki áfram hjá Brann

BJARKI Gunnlaugsson knattspyrnumaður afþakkaði tilboð enska annarrar deildar félagsins Preston North End á dögunum og segist ætla að leika með Brann á næstu leiktíð. "Ég vil ekki fara frá Brann án þess að hafa sannað mig," sagði Bjarki í viðtali við Bergens Tidende. "Ég get varla beðið eftir næsta keppnistímabili til að sýna hvað ég get," sagði Bjarki ennfremur. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 120 orð | ókeypis

Bjarki lék með varaliði Walsall

BJARKI Guðmundsson, markvörður Keflvíkinga, er á Englandi að sýna sig og sanna hjá 2. deildarliði Walsall. Hann fór utan um síðustu helgi og lék með varaliði félagsins gegn Shrewsbury í gær og þótti standa sig vel ­ hélt hreinu og Walsall vann 1:0. Að sögn Bjarnólfs Lárussonar, sem er samningsbundinn félaginu og fylgdist með leik varaliðsins, má búast við að Walsall bjóði Bjarka samning. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 320 orð | ókeypis

Bjarnólfur með tveggja ára samning við Walsall

Eyjamaðurinn Bjarnólfur Lárusson gerði á dögunum tveggja ára samning við enska 2. deildarliðið Walsall. Hann fór upphaflega til Hibernian í Skotlandi frá ÍBV og gerði eins árs samning. Í október sl. var hann leigður í mánuð til enska félagsins, sem síðan bauð honum tveggja ára samning. Bjarnólfur er búinn að spila níu leiki með Walsall síðan hann kom til félagsins. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 18 orð | ókeypis

Blak HM kvenna

Blak HM kvenna Osaka, Japan. Undanúrslit: Kína - Rússland3:0 (15:4 15:4 15:9)Kúba - Brasilía3:1 (15:10 4:15 15:11 1 Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 293 orð | ókeypis

BRENTFORD, lið landsliðsmannsins Hermann

BRENTFORD, lið landsliðsmannsins Hermanns Hreiðarssonar keypti í gær enn einn leikmanninn og þar með þann ellefta síðan Ron Noades keypti liðið á útmánuðum og tók sjálfur við stjórninni. Gavin Mahon frá Hereford er nýjasti leikmaðurinn, en Noades hefur gjörbreytt 3. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 226 orð | ókeypis

ENN og aftur bilaði leikklukkan í Valshe

ENN og aftur bilaði leikklukkan í Valsheimilinu og ættu forráðamenn félagsins að fara að athuga það af alvöru að láta gera við hana, eða skipta. Það er gjörsamlega óþolandi að þurfa stöðugt að vera í einhverju basli með hana. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 241 orð | ókeypis

Hertha lá á heimavelli

LEVERKUSEN batt enda á sigurgöngu Herthu Berlínar á heimavell í gærkvöldi með 0:1 sigri. Hollendingurinn Erik Meier gerði eina mark leiksins með skalla rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Fyrir leikinn hafði Hertha, lið Eyjólfs Sverrissonar landsliðsmanns, ekki beðið ósigur á heimavelli á þessu keppnistímabili. Þeir voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik, en nýttu ekki færin. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 330 orð | ókeypis

Ingimundur fékk blóm

Handknattleiksdeild Aftureldingar færði sínum gamla félaga Ingimundi Helgasyni, leikmanni HK, blómvönd fyrir leik liðanna í íþróttahúsinu að Varmá í gærkvöldi. Fleiri gjafir færðu Mosfellingar gestunum úr Kópavogi ekki, heldur sigruðu með sex marka mun, 32:26, eftir að hafa haft örugga forystu frá fyrstu stundu. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 28 orð | ókeypis

Í kvöld Handknattleikur

Handknattleikur 2. deild karla: Víkin:Víkingur - Fylkir20 Körfuknattleikur 1. deild karla: Kennarahásk.:ÍS - Fylkir20.15 Blak Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 273 orð | ókeypis

Knattspyrna England

England Deildarbikarkeppnin, fjórða umferð: Arsenal - Chelsea0:5 -Franck Leboeuf 35. vítasp., Gianluca Vialli 49, 73, Gustavo Poyet 65, 81. 37.562. Everton - Sunderland1:1 John Collins 74 ­ Michael Bridges 29. 28.132. Sunderland vann í vítaspyrnukeppni 5:4. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 243 orð | ókeypis

Mistök á mistök ofan LARS Walther trygg

Mistök á mistök ofan LARS Walther tryggði KA eins marks sigur, 26:26, á Gróttu/KR í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í gærkvöldi með marki 11 sekúndum fyrir leikslok. Sex sekúndum áður var dæmdur ruðningur á Einar B. Árnason, fyrirliða heimamanna, og voru nýliðarnir allt annað en kátir með það, en norðanmenn fögnuðu sigrinum og stigunum. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 120 orð | ókeypis

Ólafur skoraði átta

Ólafur Stefánsson og félagar í Magdeburg unnu mikilvægan sigur á heimavelli í gærkvöldi er þeir tóku á móti Niederw¨urzbach. Eftir að staðan hafði verið 10:11 í leikhléi fyrir gestina tóku heimamenn við sér og sigruðu 25:21. Ólafur var markahæstur í liði Magdeburg og raunar á vellinum með átta mörk, þaraf tvö úr vítaköstum. Magdeburg er komið í 10. sæti með 7 stig eftir sjö leiki. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 99 orð | ókeypis

Reynir enn meiddur

REYNIR Þór Reynisson, markvörður KA og landsliðsins, lék ekki með KA á móti Gróttu í gærkvöldi frekar en sl. sunnudag þegar liðið tók á móti Stjörnunni. Hann meiddist í hné áður en landsliðið hélt til Sviss og hefur lítið sem ekkert getað æft síðan. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 115 orð | ókeypis

Roy Evans mun víkja

ROY Evans hefur samþykkt að segja af sér sem annar framkvæmdastjóra Liverpool. Þetta kemur fram í enskum dagblöðum nú í morgun. Samkvæmt fréttum frá Liverpool átti Evans fund með stjórn úrvalsdeildarliðsins í gærkvöldi þar sem m.a. kom til álita að "hækka" Evans í tign og setja hann í annars konar stjórnunarstöðu hjá liðinu. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 137 orð | ókeypis

Steinar undir smásjánni hjá Brann

BRANN hefur verið að leita sér að miðverði og hefur Steinar Adólfsson fyrirliði Skagamanna verið undir smásjánni hjá því að undanförnu. Kjell Tennfjord, framkvæmdastjóri, hefur ráðfært sig við Teit Þórðarson fyrrverandi þjálfara Brann og núverandi þjálfara Flora Tallinn í Eistlandi um hugsanleg kaup á Steinari. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 767 orð | ókeypis

Valur - Selfoss25:15

Íþróttahús Vals að Hlíðarenda, 7. umferð 1. deildar karla í handknattleik, Nissan- deildin, miðvikudaginn 11. nóvember 1998. Gangur leiksins: 2:0, 4:1, 8:3, 10:7, 12:7,12:8, 17:8, 22:12, 23:15, 25:15. Mörk Vals: Daníel S. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 545 orð | ókeypis

Varði átta vítaköst

SEBASTÍAN Alexandersson, markvörður Fram, var hetja liðsins er hann varði átta vítaköst, þar af sex í síðari hálfleik, og lagði með frammistöðu sinni grunninn að öruggum þriggja marka sigri liðsins á Haukum, 27:24. Aldrei fyrr hefur markvörður í 1. deild karla varið svo mörg vítaköst í einum leik. Flest vítaköst í einum leik hafði Guðmundur Gunnarsson, markvörður ÍR, varið, sjö, gegn Val árið Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 294 orð | ókeypis

Þungu fargi létt af FH

ÞUNGU fargi var létt af FH-ingum og ekki síst þjálfaranum Kristjáni Arasyni er liðið vann sannfærandi sigur á afspyrnu slöku liði ÍR-inga, 29:22, í Kaplakrika. Þetta var annar sigur FH í átta leikjum og við sigurinn lyfti liðið sér úr botnsætinu. Stuðningsmenn FH hafa verið tryggir liði sínu í gegnum árin, en í gærkvöldi brá svo við að húsið var nánast tómt. Meira
12. nóvember 1998 | Íþróttir | 261 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Valsmenn áttu ekki í hinum minnstu erfiðleikum með að leggja hræðilega slaka Selfyssinga í gærkvöldi að Hlíðarenda. Eftir að hafa verið 12:7 yfir í leikhléi juku þeir forskot sitt í síðari hálfleik og er upp var staðið skildu tíu mörk liðin, 25:15. Sókn gestanna er ein sú slakasta sem undirritaður hefur séð enda var sóknarnýting liðsins aðeins 27% í öllum leiknum. Meira

Úr verinu

12. nóvember 1998 | Úr verinu | 685 orð | ókeypis

"RF á nýrri öld"

RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins kynnir stefnumótun sína í Listasafni Íslands kl. 17:15 í dag. Þar munu Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, Hjörleifur Einarsson, forstjóri RF, og Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, ávarpa gesti og boðið verður upp á veitingar. Meira
12. nóvember 1998 | Úr verinu | 253 orð | ókeypis

Vilja sóknareiningar í klukkutímum í stað daga

FÉLAG smábátaeigenda á Austurlandi hélt aðalfund sinn í Félagslundi, Reyðarfirði, fyrir skömmu. Í ályktun fundarins er skorað á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir breytingum á lögum um stjórn fiskveiða þannig að veiðum sóknardagabáta verði stjórnað með því að úthluta þeim sóknareiningum í klukkustundum í stað sóknardaga. Meira

Viðskiptablað

12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 592 orð | ókeypis

Aðlögunarhæfni er galdurinn

Umbúðamiðstöðin er nú í eigu Odda en var áður í eigu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, SH. Breytt eignaraðild að fyrirtækinu hefur fært því aukið frelsi í viðskiptum og selur það nú til dæmis ÍS, Íslenskum sjávarafurðum, þó nokkuð af öskjum og kössum, sem fyrirtækið gerði ekkert af á meðan það var í eigu SH. 70% af framleiðslu fyrirtækisins er fyrir sjávarútveginn. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 1947 orð | ókeypis

Allar forsendur fyrir auknum umsvifum

Líkur eru á að viðskiptatengsl Íslands og Kanada muni fara vaxandi á næstu árum. Í síðustu viku kynnti Finnur Ingólfsson, ásamt 40 manna viðskiptasendinefnd, íslenskt efnahagsumhverfi og atvinnulíf í kanadísku borginni Halifax í Nova Scotia fylki. Elmar Gíslason slóst í för með hópnum, fylgdist með kaupstefnunni og fræddist um vaxandi væntingar í Kanada. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 221 orð | ókeypis

Allir starfsmenn með þráðlausan síma

SKÝRR hf. hefur tekið í notkun nýja símstöð, sem keypt var af Landssímanum. Símstöðin, sem framleidd er af fyrirtækinu NORTEL í Kanada, er sérstök að því leyti að allir 140 notendur stöðvarinnar eru með þráðlaus DECT-símtæki og geta því alltaf verið í sambandi hvar sem er innan fyrirtækisins, sem rekið er í tveimur byggingum. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 1798 orð | ókeypis

Brautryðjandi á fullri ferð

NÝSKÖPUNARSJÓÐI atvinnulífsins hf. hafa borist mun fleiri umsóknir um þátttöku í nýsköpunarverkefnum en menn áttu von á þegar hann tók til starfa í upphafi ársins. Þessi viðbrögð sýna að góður grundvöllur er fyrir áhættufjárfestingum hérlendis. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 509 orð | ókeypis

Búum okkur undir viðvarandi erlenda samkeppni

KASSAGERÐ Reykjavíkur hf. hefur ekki haft byr í seglin undanfarin tvö ár. Kristján Jóhann Agnarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þó að fyrirtækið hafi séð það svartara. Hann segist alveg eins eiga von á því að sú samkeppni frá erlendum aðilum sem er á markaðnum í dag muni minnka en býr sig þó undir að hún geti orðið viðvarandi. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 133 orð | ókeypis

ÐVísitala neysluverðs hækkar

VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í nóvemberbyrjun 1998 var 184,1 stig og hækkaði um 0,3% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í nóvember var 187 stig og hækkaði um 0,3%. Meginástæðan fyrir breytingunni er rakin til 4,4% hækkunar á fötum og skóm, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 156 orð | ókeypis

ÐWinFirst lífeyristryggingar fáanlegar á Íslandi

THEODOR Scahlbetter, framkvæmdastjóri Wintherthur Europe Vie tryggingafélagsins í Lúxemborg, var staddur hér á landi fyrir skömmu. Við það tækifæri hélt hann fundi fyrir fjárfesta á Hótel Esju þar sem fjárfestingarþjónusta fyrirtækisins var kynnt. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 693 orð | ókeypis

Erlent fjármagn í íslenskan sjávar

Erlent fjármagn í íslenskan sjávarútveg? »MIKIL rólegheit hafa einkennt íslenskan hlutabréfamarkað undanfarin misseri og viðskipti lítil miðað við að markaðurinn nálgast nú að verða 200 milljarðar að stærð. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 538 orð | ókeypis

Erum stoltir af samstarfinu

Í SÍÐUSTU viku hófst útflutningur hraðsendinga TVG-ZIMSEN hér á landi undir merkjum United Parcel Service, UPS, stærstu hraðsendingarþjónustukeðju heims. Í samkomulaginu felst að allur rekstur UPS hraðsendinga á Íslandi er samkvæmt stöðlum og rekstrarháttum UPS keðjunnar. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 85 orð | ókeypis

Fjölmennt með Zig Ziglar umboðið

NÝLEGA tók Fjölmennt við umboði fyrir Zig Ziglar Corp. á Íslandi. Í fréttatilkynningu kemur fram að Zig Ziglar Corporation hefur náð mjög góðum árangri víða um heim með námskeiðum fyrir viðskiptalífið, s.s. sölu og þjónustunámskeiðum, námskeiðum í markmiðasetningu og námskeiðið Born to win. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 351 orð | ókeypis

Frá hugmynd til vöru

IÐNTÆKNISTOFNUN hefur gefið út ritið Frá hugmynd til vöru. Ritið er ætlað uppfinningamönnum, frumkvöðlum og hverjum þeim sem er með nýjar hugmyndir að vöru eða þjónustu. Í því er fjallað um þau skref sem stíga þarf ef ætlunin er að kanna gildi hugmyndarinnar og að hrinda henni í framkvæmd. Ritinu er skipt í þrjá kafla. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 397 orð | ókeypis

Gengur hægt að ná upp tapaðri markaðshlutdeild

Rekstur Plastos hefur verið þungur það sem af er árinu og langt frá væntingum stjórnenda í byrjun þessa árs. Í ársuppgjöri síðasta árs var tap á rekstrinum upp á 35 milljónir króna og í sex mánaða uppgjöri þessa árs var um 15 mkr. tap á rekstrinum að ræða. Erfiðan rekstur má að miklu leyti rekja til erfiðleika við að flytja í og koma sér fyrir í nýju húsnæði á sl. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 331 orð | ókeypis

Hefur siglingar milli Íslands, Noregs og Portúgals

NÝTT skipafélag í eigu íslenskra og portúgalskra aðila hefur hafið áætlunarsiglingar með saltfisk og frystan fisk milli Þorlákshafnar og Aveiro í Portúgal. Mun 2.400 tonna skip, Florinda, sigla á milli og verður um 23 daga hringferð að ræða með viðkomu í Álasundi í Noregi einnig. Skipið er væntanlegt hingað í fyrstu ferðinni næstkomandi laugardag. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 270 orð | ókeypis

Intel sakar Gates enn um hótanir

EINN yfirmanna örgjörvarisans Intel Corp. hefur ekki látið strangar yfirheyrslur lögmanns hugbúnaðarrisans Microsofts á sig fá og staðið fast við framburð sinn um að Microsoft hafi reynt að útrýma einum hugbúnaði Intel. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 747 orð | ókeypis

Nota sömu tækni og stærstu bankar í heimi

ROGER E. Lang, stofnandi og forstjóri bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Infinity, kom hingað til lands á dögunum og heimsótti m.a. fjármálastofnanirnar Kaupþing, FBA og Landsbankann, en Kaupþing og FBA hafa tekið í notkun hugbúnað frá Infinity sem meðal annars sér um áhættustjórnun fyrir fyrirtækin. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 129 orð | ókeypis

Nýir aðilar að KPMG Endurskoðun

TVEIR starfsmenn KPMG Endurskoðunar hf. hafa nýlega gerst aðilar að félaginu. Þeir eru Hildur Árnadóttir og Óskar Sverrisson. Hildur Árnadóttir er fædd 4. ágúst 1966 í Keflavík. Hún lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1991 og fékk löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 1995. Hildur hóf störf hjá félaginu í júní 1990. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 644 orð | ókeypis

Nýir starfsmenn hjá PricewaterhouseCoopers

ARNAR Hreinsson hóf störf á markaðssviði PricewaterhouseCoopers í október. Hann lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og MSc prófi í stjórnmálafræði með opinbera stjórnsýslu sem aðalgrein frá Aarhus University 1998. Áður en hann kom til starfa hjá PwC starfaði hann sem lögreglumaður á Akureyri. Arnar er fæddur 4. apríl 1971. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 143 orð | ókeypis

Nýr framkvæmdastjóri FVH

MARGRÉT Ása Þorsteinsdóttirhefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra FVH. Margrét er fædd árið 1973 og útskrifaðist frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands árið 1997. Hún hefur áður unnið hjá Suðurgarði hf., umboðsskrifstofu Flugleiða, Úrvals-Útsýnar, Tryggingu hf. og Happdrætti Háskóla Íslands á Selfossi og einnig hefur hún séð um bókhald og fjármál hjá Bros-Bolum ehf. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | -1 orð | ókeypis

Nýr sparisjóðsstjóri á Þórshöfn

Guðni Hauksson hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri við Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis. Guðni er fæddur árið 1963 og lauk námi í útgerðartækni frá tækniskólanum árið 1986 og fór síðar í Samvinnuháskólann að Bifröst og útskrifaðist þaðan árið 1990 með próf í rekstrarfræði. Að því námi loknu starfaði hann hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. við ýmis skrifstofu- og bókhaldsstörf. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 11 orð | ókeypis

NÝSKÖPUNARSJÓÐURBrautryðjandi á fullri ferð /6

NÝSKÖPUNARSJÓÐURBrautryðjandi á fullri ferð /6UMBÚÐIRÞrengingar á umbúðamarkaði /8HALIFAXAukin umsvif Íslendinga / Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 477 orð | ókeypis

Nýtt skipurit er hagkvæmnistæki

Plastprent hf. gengur nú í gegnum umtalsverðar breytingar á stjórnskipulagi og verið er að setja í gang nýtt upplýsingakerfi í fyrirtækinu. Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta hluta aðgerða til að koma lagi á reksturinn en hann hefur ekki gengið sem skyldi síðastliðin 2 ár. Fjölþættar ástæður liggja þar að baki, að hans sögn. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 111 orð | ókeypis

Samningur um Axapta

FÁLKINN hf. hefur gert samning við Þróun ehf. um kaup og gangsetningu á Axapta sem er nýtt viðskipta- og upplýsingakerfi á íslenska markaðnum. Í fréttatilkynningu frá Þróun kemur fram að fyrir 18 árum, árið 1980, hafi Fálkinn gert samning við Þróun um að þróa viðskiptahugbúnaðinn Birki fyrir Fálkann. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 174 orð | ókeypis

Siglingar hafnar fyrir varnarliðið

SKIPAFÉLAGIÐ Transatlantic Lines hefur hafið siglingar fyrir flutningadeild bandaríska hersins. Annað skip félagsins, Panayiota, lét úr höfn í Norfolk í Bandaríkjunum síðastliðinn laugardag og er væntanlegt til Njarðvíkur 15. nóvember næstkomandi. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 72 orð | ókeypis

Tilboði Efacec í aflspenna tekið

INNKAUPASTOFNUN Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Efacec í tvo 12,5 MVA, 33/11 kV aflspenna fyrir Aðveitustöð 9 á Reykjum í Mosfellsbæ, að upphæð 21.213.191 króna, verði tekið. Í tilboði Rafmagnsveitu Reykjavíkur átti Efacec í Portúgal hagstæðasta tilboðið, í samanburði við önnur tilboð, og uppfyllti allar kröfur í útboðslýsingu. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 191 orð | ókeypis

Tilboði Háfells í Staðahverfi tekið

STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu Hitaveitu Reykjavíkur og gatnamálastjóra um að taka tilboði Háfells hf. í gatnagerð og lagnir í Staðahverfi 5. áfanga, samkvæmt útboði. Heildartilboðsupphæð hljóðaði upp á 32.726.290 krónur, sem er 64,4% af kostnaðaráætlun fyrir verkið í heild. Stjórn Innkaupastofnunar leggur til við borgarráð að tilboði Háfells verði tekið. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 418 orð | ókeypis

Tugmilljóna samningar í burðarliðnum

SAMNINGAVIÐRÆÐUR íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Memphis, sem framleiðir markaðshugbúnaðarforritið Survey Explorer, við nokkur af stærri fyrirtækjum á Bretlandi eru á lokastigi. Fyrirhugaðir samningar Memphis við erlendu fyrirtækin eru sagðir geta numið tugum milljóna króna. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að ráða milli 10­20 starfsmenn í tengslum við vinnu við hugbúnaðinn á næstunni. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 140 orð | ókeypis

Vísitala

LÍTIL viðskipti áttu sér stað á Verðbréfaþingi Íslands í gær eða fyrir einungis 187 milljónir króna. Viðskipti á hlutabréfamarkaði námu alls 9 milljónum króna í átta félögum. Mest var verslað með hlutabréf Íslandsbanka eða fyrir 3,2 milljónir króna og lækkaði gengi bréfanna um 2,4%. Meira
12. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 144 orð | ókeypis

Þrengingar á umbúðamarkaði

Umbúðafyrirtækin Kassagerðin, Umbúðamiðstöðin, Plastprent og Plastos sjá fram á misgott gengi á þessu ári, og almennt er um minnkun á veltu að ræða. Ástæður eru, samkvæmt framkvæmdastjórum fyrirtækjanna, einkum harðnandi samkeppni hér innanlands, ekki síst vegna aukins innflutnings, breytingar á pökkunaraðferðum, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.