Greinar föstudaginn 13. nóvember 1998

Forsíða

13. nóvember 1998 | Forsíða | 299 orð

Hætti við kvöldverðarboð á síðustu stundu

HEILSUFAR Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, var sem fyrr aðalumræðuefnið að loknum tveggja klukkustunda löngum fundi hans með Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, í Kreml í gær en þangað hefur Jeltsín ekki komið í tvær vikur. Meira
13. nóvember 1998 | Forsíða | 208 orð

Meðganga eykur gáfurnar

MEÐGANGA virðist auka gáfur kvenna og hugsanlega til frambúðar. Hefur það komið í ljós við rannsóknir á dýrum, að kynhormónarnir, sem mikið er af meðan á meðgöngu og brjóstagjöf stendur, efla þær heilastöðvar, sem fást við nám og minni. Meira
13. nóvember 1998 | Forsíða | 223 orð

Slitnar upp úr fjárlagaviðræðum

SLITNAÐ hefur upp úr samningaviðræðum norsku ríkisstjórnarinnar við Verkamannaflokkinn um fjárlög næsta árs en áður höfðu viðræður stjórnarinnar við Hægriflokkinn og Framfaraflokkinn siglt í strand. Sagði Einar Steensnæs úr Kristilega þjóðarflokknum að fjárlagagerðinni yrði haldið áfram. Meira
13. nóvember 1998 | Forsíða | 541 orð

Talið æ ólíklegra að friðsamleg lausn finnist

BANDARÍKIN sendu í gær enn frekari liðsafla til Persaflóa vegna yfirvofandi hernaðarátaka við Írak. Var m.a. um að ræða tólf B-52 sprengjuflugvélar og tólf F-117 orustuþotur en William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, varaði Íraka við því í gær að yrði tekin ákvörðun um hernaðaríhlutun mættu þeir eiga von á "umfangsmiklum" loftárásum á höfuðborgina Bagdad. Meira
13. nóvember 1998 | Forsíða | 138 orð

Vill ná upp líkum úr Estonia

HÁLFOPINBER nefnd í Svíþjóð hefur lagt til, að reynt verði að ná upp líkum þeirra, sem fórust með ferjunni Estonia í Eystrasalti 1994. Með ferjunni fórust 852 menn og hafa lík 757 þeirra ekki fundist. Talið er, að þau séu flest enn um borð í skipinu. Aðeins 95 komust lifandi af í þessu mesta sjóslysi í Evrópu frá stríðslokum. Liggur skipið á um 100 metra dýpi. Meira

Fréttir

13. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 316 orð

10.290 milljarðar í efnahagslífið

STJÓRNARFLOKKURINN í Japan hefur skýrt frá því í grófum dráttum hvernig verja skuli um 5.740 milljörðum ísl. kr. til að örva efnahagslífið og bæta úr miklum lánsfjárskorti. Meginhluta fyrrnefndrar fjárhæðar verður varið til ýmissa opinberra framkvæmda en auk þess verður almennur tekjuskattur lækkaður um rúmlega 2.200 milljarða ísl. kr. á næsta ári. Meira
13. nóvember 1998 | Miðopna | 4000 orð

Alþjóðlegt innkaupafyrirtæki nauðsyn

Odd Reitan dvaldi löngum í matvöruverslun föður síns í Þrándheimi sem barn og segist hafa ákveðið 14 ára að aldri að koma á fót keðju slíkra verslana. Þessi 47 ára Norðmaður er nú forstjóri Reitangruppen sem keypti á dögunum 20% hlut í Baugi, eignarhaldsfélagi Hagkaups, Nýkaups og Bónuss. Skapti Hallgrímsson hitti Odd í Þrándheimi og komst m.a. Meira
13. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 78 orð

Andlitslyfting á Hótel Örk

Hveragerði-Undanfarið hefur verið unnið að því að endurbæta vistarverur á Hótel Örk. Búið er að skipta um gólfteppi á öllum göngum og sölum hótelsins og nú prýðir ganga gólfteppi sem er sérofið í Bretlandi með merki Lykilhótelakeðjunnar. Ennfremur er verið að mála og lagfæra herbergi hótelgesta. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 333 orð

Athugun á málfari í útvarpi kynnt á Málræktarþingi

Á MÁLRÆKTARÞINGI, sem Íslensk málnefnd og Útvarpsréttarnefnd standa fyrir á laugardag, verða meðal annars kynntar niðurstöður athugunar á notkun íslensks máls í 11 útvarpsstöðvum. Athugunin var unnin af 11 nemendum Ara Páls Kristinssonar, forstöðumanns Íslenskrar málstöðvar, í námskeiði í íslensku á námsbraut í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands. Á sama tíma föstudaginn 23. Meira
13. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 637 orð

Á ekki orð til að lýsa ástandinu Þórir Guðmundson, yfirmaður upplýsingamála Rauða krossins í Asíu, segist aldrei hafa orðið

"ÁSTANDIÐ í Norður-Kóreu er mjög alvarlegt. Vannæring er almenn og börnin munu bera þess merki allt sitt líf," segir Þórir Guðmundsson, yfirmaður upplýsingamála Alþjóða Rauða krossins í Asíu. Hann er nýkominn frá Norður- Kóreu en þangað fór hann ásamt Astrid Heiberg, forseta Alþjóðasambands Rauðakrossfélaga, til að kynna sér ástandið. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð

Banaslys á Suðurlandsvegi

TÆPLEGA fertugur karlmaður beið bana í umferðarslysi í gærmorgun, þegar bifreið hans lenti á flutningabíl með tengivagn á Suðurlandsvegi við brúna yfir Gljúfurá við Kotströnd, um miðja vegu milli Hveragerðis og Selfoss. Karlmaður í annarri bifreið slasaðist í sama árekstri og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð á Landsspítalanum. Meira
13. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 95 orð

Basar á Dvalarheimilinu Ási

Hveragerði-Árlegur jólabasar heimilisfólksins á Dvalarheimilinu Ási/Ásbyrgi, Hveragerði, verður haldinn í föndurhúsinu Frumskógum 6b sunnudaginn 15. nóvember. Opið verður milli klukkan 13 og 16. Á basarnum verður margt góðra muna sem allir eru unnir af heimilisfólkinu. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Basar á Hrafnistu

ÁRLEGUR viðburður á Hrafnistu er basar heimilisfólksins. Hann verður í ár laugardaginn 14. nóvember kl. 13­17 og mánudaginn 16. nóvember kl. 10­16. Á basarnum verður á boðstólum fjölbreytt handavinna heimilisfólksins. Fær hver og einn andvirði þeirra muna sem hann hefur unnið. Heitt kakó og vöfflur verða einnig í boði. Allir velkomnir. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Basar í dag og á morgun

BASAR verður haldinn í Þjónustustöðinni Hæðargarði 31 í dag, föstudag, frá kl. 10 og á morgun, laugardag, frá kl. 12. Báða dagana verður opið til kl. 16.30. Ýmiss konar handavinna verður til sölu svo sem prjónaðir barnasokkar, húfur, sokkar, vettlingar, ýmsir hlutir úr perlum, máluð kort og nælur úr fiskbeini svo eitthvað sé nefnt. Veitingar verða auk þess seldar í dag milli kl. Meira
13. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 62 orð

Bestu myndir verðlaunaðar

Drangsnesi-Efnt var til ljósmyndasamkeppni um bestu mynd Bryggjuhátíðar sem haldin var á Drangsnesi í sumar. Þema ljósmyndasamkeppninnar var myndir teknar á Bryggjuhátíðinni. Bárust margar mjög góðar myndir í keppnina. Nýlega voru verðlaun afhent í ljósmyndasamkeppninni. Verðlaunin, veglegar ljósmyndabækur, voru gefin af Sparisjóði Strandamanna. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 278 orð

Brýnt að koma böndum á vaxandi eftirspurn

MIKILL viðskiptahalli er talinn alvarlegasti veikleikinn í stöðu þjóðarbúsins um þessar mundir að því er fram kemur í haustskýrslu Seðlabankans um þróun, horfur og stefnu í efnahags- og peningamálum, sem kemur út í dag. Áætlað er að viðskiptahallinn verði um 40.00 milljónir í ár eða 6,6% af landsframleiðslu. Meira
13. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 304 orð

Deilur ríkja verði ekki leystar með hótunum um hernað

WANG Yingfan, varautanríkisráðherra Kína, hélt í gær fyrirlestur um utanríkisstefnu Kínverja í Norræna húsinu á vegum alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Hann sagði að kínverska stjórnin legði megináherslu á að standa vörð um fullveldi Kína og stuðla að varanlegum friði, stöðugleika og hagsæld í heiminum. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Disneydagar í Kringlunni

KRINGLAN hefur verið klædd í jólabúning. Í dag og á morgun býður Kringlan upp á Disneydaga. Mikki og Mína koma í heimsókn og gefa eiginhandaráritanir ásamt því að sitja fyrir á mynd með áhugasömum. "Nýkaup verður með myndbandið "Jólaævintýri Mikka" á tilboðsverði ásamt því að bjóða upp á myndatöku kl. 16­16.30 og 17­17.30 alla dagana. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 345 orð

Dæmi um 40.000 kr. gjald fyrir heilsdagsvistun

DÆMI eru um að dagmæður taki rúmlega 40 þúsund kr. á mánuði fyrir heilsdagsvistun eins barns. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að mikill skortur er á dagmæðrum, einkum í vesturbænum og miðbænum. Olga Björk Ómarsdóttir dagmóðir, sem á sæti í stjórn Samtaka dagmæðra, segir ófremdarástand ríkja í þessum málum. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Efstu menn kosnir á morgun

EFSTU menn á lista Framsóknarflokksins á Reykjanesi, sem koma til með að leiða listann í alþingiskosningunum í vor, verða kjörnir á aukakjördæmisþingi flokksins á morgun. Nokkuð ljóst þykir að alþingismennirnir Siv Friðleifsdóttir og Hjálmar Árnason, sem voru í fyrsta og öðru sæti listans síðast, verða þar áfram. Meira
13. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Ein milljón í Norðurpólinn

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær erindi frá Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar vegna fjárhagsáætlunar vegna Norðurpólsins-jólaævintýris á Akureyri. Heimilaði bæjarráð umhverfisdeild bæjarins að aðstoða við framkvæmd verkefnisins, en kostnaður deildarinnar vegna þessa má þó ekki fara yfir eina milljón króna. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Erindi um nýmyndun próteina

ÁSGEIR Björnsson, sérfræðingur á rannsóknarstofu Íslenskrar erfðagreiningar, mun halda erindi sem hann nefnir: Hvernig stöðvast nýmyndun próteina? að Lynghálsi 1, laugardaginn 14. nóvember. Erindið hefst kl. 14 og að því loknu verður opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skoða rannsóknarstofur Íslenskrar erfðagreiningar. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Meira
13. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Félagar úr Samlaginu sýna verk sín

KYNNING á verkum félaga Samlagsins stendur yfir í Landsbankaglugganum á Akureyri. Sýningarglugginn er inni í aðalútibúi bankans og varir hver kynning í fjórar vikur. Samlagið er gallerí í Grófargili þar sem list- og listhandverk er selt. Alls eru félagar 13 talsins, en þrír til fjórir félagar verða með verk sín í glugganum í viku í senn en þá er skipt um. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Félag dönskukennara 30 ára

ÞESS er nú minnst að þrjátíu ár eru liðin frá því Félag dönskukennara var stofnað. Félagið er fagfélag dönskukennara á Íslandi á grunn- og framhaldsskólastigi. Meðal markmiða félagsins er að efla samstarf dönskukennara, að vinna að bættri aðstöðu til dönskukennslu á Íslandi og vera fræðsluyfirvöldum til ráðuneytis um málefni sem lúta að dönskukennslu. Meira
13. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Fjölbreytt sýning

HÁRSNYRTISTOFAN Medulla á Akureyri á tíu ára afmæli um þessar mundir og í tilefni af því efndi starfsfólk hennar í samvinnu við fleiri til mikillar sýningar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju um helgina. Auk þess að sýna allt það nýjasta í hárgreiðslu var heilt brúðkaup sett á svið og sýnt allt sem því tilheyrir. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 307 orð

Fleiri heimsækja vef Morgunblaðsins

FLEIRI heimsækja vef Morgunblaðsins á Netinu mbl.is en visir.is, sem er vefur Frjálsrar fjölmiðlunar. 53,4% heimsækja mbl.is en 46,6% heimsækja visir.is. Þetta kemur fram í fjölmiðlakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. Könnunin leiðir einnig í ljós að 45% svarenda segjast nota Netið. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Fundur um Njálu

Í Hlíðarenda á Hvolsvelli verður í kvöld kl. 21 opinn fundur um Njálu, þar sem Jón Böðvarsson íslenskufræðingur mun fjalla um efnið. Þessi fundur er í fundaröð semÁrni Johnsen alþingismaður stendur fyrir um þessar mundir á Suðurlandi. Árni mun á fundinum fjalla um Njálusetrið. Framsögumenn munu síðan svara fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Förðunarkeppni á Kaffi Reykjavík

HIN árlega Förðunarkeppni Make up for ever verður haldin í fimmta sinn laugardaginn 14. nóvember nk. á Kaffi Reykjavík í samvinnu við útvarpsstöðina FM 95,7 og Farða ehf. Að þessu sinni er þema keppninnar Madonna. Er þar vísað til hinnar heimsþekktu söngkonu. Þetta er í fimmta sinn sem förðunarkeppni Make up for ever er haldin og hefur ákveðið þema verið notað fyrir hverja keppni. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 165 orð

Góð aðsókn að sýningu landslagsarkitekta

AÐSÓKN að sýningu Félags landslagsarkitekta í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið góð að sögn Reynis Vilhjálmssonar formanns félagsins, en sýningin var opnuð síðdegis á laugardag í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Á sýningunni eru sýnishorn af verkum íslenskra landslagsarkitekta síðustu 45 árin eða allt frá því Jón H. Björnsson hóf störf hér á landi fyrstur íslenskra landslagsarkitekta. Meira
13. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Guðmundur ráðinn þjónustustjóri

GUÐMUNDUR Jóhannsson, framkvæmdastjóri Straumrásar á Akureyri, hefur verið ráðinn þjónustustjóri Landssímans á Norðurlandi eystra, meðaðsetur á Akureyri. Guðmundurvar valinn úr hópi25 umsækjendaen hann tekur viðstöðunni af Ársæli Magnússyni,sem nýlega lét afstörfum fyrir aldurs sakir. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Handunnir munir til sölu

HEIMILISFÓLK á Elliheimilinu Grund verður með sýningu og sölu á munum sem það hefur unnið laugardaginn 14. nóvember frá kl. 13­17. Þar verða til sölu munir sem tálgaðir hafa verið úr beini og tré, saumaðir, prjónaðir og unnir úr ull. Handverk heimilismanna er mikil alþýðulist og á basarnum verða seldir sokkar, treflar, listmunir og jólavörur. Kaffiveitingar verða á staðnum. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 280 orð

Hittu nánustu aðstoðarmenn Mandela forseta

HÓPUR Íslendinga, sem nú er í heimsreisu með Heimsklúbbi Ingólfs, er um þessar mundir á ferð frá Suður-Afríku áleiðis til Ástralíu og er Sidney næsti áfangastaður. Ferðafólkið hitti í fyrradag nánustu aðstoðarmenn Nelsons Mandela, forseta Suður- Afríku, en forsetinn, sem boðist hafði til að hitta hópinn sjálfur, forfallaðist á síðustu stundu. Meira
13. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 228 orð

Hreppsnefnd hafnaði áskoruninni

HREPPSNEFND Ljósavatnshrepps í S-Þingeyjarsýslu átti í vikunni fund með fulltrúum þeirra sveitunga sinna í Norður Köldukinn, sem skrifuðu á dögunum undir áskorun til hreppsnefndar þess efnis að hreppamörkin yrðu færð til suðurs. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Jólakort Gigtarfélags Íslands komin út

JÓLAKORT Gigtarfélags Íslands eru komin út. Á kortunum í ár eru myndir eftir listamennina Sólveigu Eggerz Pétursdóttur og Brian Pilkington. Félagið hefur einnig til sölu önnur kort og eldri. Kortin eru seld á Skrifstofu félagsins í Ármúla 5 en einnig er hægt að panta kort og fá þau send heim. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til styrktar starfsemi félagsins. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 186 orð

Jólakort Íslandsdeildar Amnesty International

ÍSLANDSDEILD Amnesty International er að hefja sölu á jólakortum ársins 1998 og vonast samtökin til að sem flestir sameini stuðning við brýnt málefni fallegri jólakveðju með kaupum á kortum frá Amnesty International. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Jólakort Rauðakrosshússins

RAUÐAKROSSHÚSIÐ, neyðarathvarf fyrir börn og unglinga, hefur gefið út jólakort í fjáröflunarskyni og er um að ræða kort eftir Halldór Pétursson sem áður var gefið út árið 1963. Fjóla Sigmundsdóttir, ekkja listamannsins, veitti góðfúslegt leyfi til að gefa kortið út að nýju án endurgjalds. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Kaldá hefur jólakortasölu

LIONSKLÚBBURINN Kaldá í Hafnarfirði er um þessar mundir að hefja árlega jólakortasölu og eins og undanfarin jól mun allur ágóði renna til líknarmála. Kortið prýðir teikning eftir Ingibjörgu Eldon Logadóttur en hún hefur myndskreytt jólakort Lionsklúbbsins og er þetta þriðja árið í röð. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 186 orð

Kertasala Leoklúbba um helgina

LEOKLÚBBARNIR á Íslandi standa fyrir sölu á kertum til styrktar börnum með geðræn vandamál helgina 13.­15. nóvember. Norræna Leohreyfingin hefur verið með átak í gangi til styrktar börnum með sjúkdóma. Íslenska Leohreyfingin ákvað að málefnið sem yrði styrkt hér á landi yrði "Börn með geðræn vandamál". Ágóðinn verður notaður til tækjakaupa fyrir barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Meira
13. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Kirkjudagur

KIRKJUDAGUR verður í Akureyrarkirkju næsta sunnudag, 15. nóvember, í tilefni af vígsluafmæli kirkjunnar. Dagskráin hefst með sunnudagaskóla kl. 11 um morgunin, en hátíðarmessa verður kl. 14. Prestar kirkjunnar annast messugjörð en Kór Akureyrarkirkju syngur ásamt Barna- og unglingakór kirkjunnar. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 565 orð

Kohl lýsir áhuga á Íslandsferð í vor

HELMUT Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, mun að sögn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra sennilega þiggja boð um að koma til Íslands á vori komanda eða snemmsumars. Þetta yrði fyrsta heimsókn Kohls til Íslands, en hann tjáði Davíð í viðræðum þeirra á skrifstofu kanzlarans fyrrverandi í þinginu í Bonn í gær, að sig hefði frá unga aldri langað til að skoða landið. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð

Kosið á morgun

PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi fer fram á morgun, laugardaginn 14. nóvember. Á fundi sem yfirkjörstjórn í Reykjaneskjördæmi átti með frambjóðendum 28. október sl. var dregið um röðun þeirra á prófkjörseðlinum. Röðun þeirra verður þannig: Árni R. Árnason, Kópavogi, Gunnar I. Birgisson, Kópavogi, Markús Möller, Garðabæ, Þorgerður K. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 233 orð

Krefjast biðlaunaréttar

MEINATÆKNARNIR sem sagt hafa upp störfum á rannsóknastofu Landspítalans í blóðmeina- og meinefnafræði hyggjast ekki koma aftur til starfa nema biðlaunaréttur þeirra verði tryggður, en forstjóri Ríkisspítala segir meinatæknana hafa afsalað sér biðlaunaréttinum með uppsögnum sínum. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Kvenmannsnafnið Hlökk samþykkt

MANNANAFNANEFND hefur fellt þann úrskurð að kvenmannsnafnið Hlökk fullnægi skilyrðum 1. málsgreinar 5. greinar laga um mannanöfn og verði fært á mannanafnaskrá. Tildrög þess að málið kom til kasta nefndarinnar voru þau að Þröstur Helgason og Hrönn Marinósdóttir ákváðu að skíra dóttur sína nafninu Hlökk. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Kvikmyndasýningar fyrir börn

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Hinn 15. nóvember kl. 14 verður finnska kvikmyndin Hundaþjófar sýnd. Þetta er leikin mynd um þrjá tólf ára drengi sem finna hund lokaðan inni í yfirgefnum bíl. Lögreglan neitar að opna bílinn þar sem eigandinn finnst ekki. Drengirnir taka þá til sinna ráða og stela hundinum að næturlagi til að bjarga lífi hans. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Kvikmyndir á mbl.is

LESENDUR mbl.is geta nú nálgast upplýsingar um flest það sem varðar kvikmyndir og myndbönd. Á forsíðu mbl.is er hægt að smella á hnappinn Kvikmyndir innan flokksins Dægradvöl til að tengjast kvikmyndavefnum. Einnig er hægt að slá inn slóðina http://www.kvikmyndir.is Eigendur og ábyrgðarmenn vefjarins eru þeir Gunnar Ingvi Þórisson og Helgi Páll Helgason. Meira
13. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 284 orð

Lafontaine til Brussel?

TALSMENN Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, sögðu í gær ekkert til í þeim fréttum að þýsk stjórnvöld beittu sér nú mjög fyrir því að Þjóðverji tæki við stöðu forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins árið 2000. Voru uppi háværar getgátur um það að fjármálaráðherrann Oskar Lafontaine hygði á flutning til Brussel en talsmaður Schröders sagði þær fregnir "fáránlegar vangaveltur. Meira
13. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 136 orð

Líf og fjör hjá séra Sveini

Tálknafirði-Á hverjum sunnudagsmorgni streymir fjöldi barna og fullorðinna að prestsetrinu á Tálknafirði til þess að sækja kirkjuskólann hjá sr. Sveini Valgeirssyni. Í kirkjuskólanum er líf og fjör, og á presturinn auðvelt með að ná athygli gestana með leik og söng. Hann bregður sér í mörg hlutverk m.a. er brúðuleikhús á dagskránni. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Líklegt að tölvunefnd skoði málið

TÖLVUNEFND mun að öllum líkindum athuga hvort notkun búnaðar sem skráir viðskiptavini líkamsræktarstöðvanna World Class og Hreyfingar stríði gegn lögum um persónuvernd. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að í búnaðinum er sérstakur nemi sem leggur fingrafar viðskiptavina á minnið og tengir það nafni viðskiptavinarins og sérstöku númeri um leið. Meira
13. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 183 orð

Málflutningi lokið í lávarðadeildinni

ÆÐSTI dómstóll á Bretlandi lauk í gær við að hlýða á málflutning um hvort handtaka Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, í Bretlandi 16. október síðastliðinn hefði verið lögleg eða ekki. Sagði Slynn lávarður, yfirmaður fimm manna lagadómstóls lávarðadeildar breska þingsins, sem er æðsta dómstig í Bretlandi, að úrskurður dómsins yrði kynntur "í fyllingu tímans". Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 247 orð

Menning í þágu byggðastefnu

FUNDARMENN á opnum fundi menningarmálanefndar Sjálfstæðisflokksins í fyrrakvöld voru sammála um það að uppbygging menningarmiðstöðva á landsbyggðinni gæti orðið áhrifaríkur þáttur í byggðastefnunni og að kanna ætti hvort ekki ætti að gera hana að kosningamáli Sjálfstæðisflokksins í komandi Alþingiskosningum. Meira
13. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 552 orð

Metnaður í starfi ráðsins Berlind Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu Norðurlandaráðs segir byltingu hafa orðið á

"NORÐURLANDARÁÐ ætlar sér að gefa tóninn og hafa frumkvæðið," segir Berglind Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn, þegar hún er innt eftir hlutverki ráðsins. Í gær lauk þingi þess í Osló. Við þinglok í gær var kosinn nýr forseti ráðsins, Gun Hellsvik þingmaður sænska Hægriflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 611 orð

Mikil óánægja með framkvæmd kjarasamninga

MIKIL óánægja með framkvæmd kjaramála og starfsmannastefnu Ríkisspítala kom fram á fundi sem stjórn Bandalags háskólamanna efndi til með háskólamenntuðum starfsstéttum á Ríkisspítölum á Landspítalanum í gær. Meira
13. nóvember 1998 | Miðopna | 163 orð

Morgunblaðið/Skapti Engir hausar skornir len

Morgunblaðið/Skapti Engir hausar skornir lengur á Lade gaard ODD Reitan, stofnandi og forstjóri Reitangruppen, í höfuðstöðvum fyrirtækisins; Lade býlinu í Þrándheimi. Myndin að baki honum er eftir málarann Tidemann frá árinu 1846. Reitan segir um myndina: "Þetta atvik gerðist árið 994. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Mótefni við lifrarbólgu á þrotum

MÓTEFNIÐ gammaglóbúlín, sem notað er við lifrarbólgu, er á þrotum hjá héraðslækninum í Reykjavík. Að sögn Lúðvíks Ólafssonar, héraðslæknis í Reykjavík, kemur þetta ekki að sök þar sem bóluefnið við lifrarbólgu er til og gefur bestu vörnina. Að sögn Lúðvíks hefur það gerst áður að bólu- eða mótefni hafi vantað. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Námskeið um barnaslys og skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands heldur námskeið um algeng slys á börnum og hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir þau og vera viðbúnir þegar þau gerast. Námskeiðið sem er 6 stundir er haldið hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins, Fákafeni 11, mánudaginn 16. nóvember og miðvikudaginn 18. nóvember frá kl. 20­23. Á námskeiðinu er m.a. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Ný DoReMi verslun í Mosfellsbæ

DoReMi opnaði nýja verslun í Kjarnanum í Mosfellsbæ fimmtudaginn 5. nóvember. Þetta er sjötta DoReMi barnafataverslunin en fyrir eru DoReMi verslanir á tveimur stöðum í Reykjavík, á Laugaveginum og í Faxafeni, og að auki eru DoReMi verslanir Í Hafnarfirði, Keflavík og Vestmannaeyjum. Opnunartilboð munu verða í versluninni um helgina. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Ný ljósmyndastofa á Seltjarnarnesi

KRISTJÁN E. Einarsson og Ruth Melsted hafa opnað ljósmyndastofu á Seltjarnarnesi. Kristján hefur starfað við ljósmyndun frá árinu 1978 og hann var fréttaljósmyndari hjá Morgunblaðinu. Eftir nám í ljósmyndun í Gautaborg í Svíþjóð starfaði Kristján sem ljósmyndari hjá Fróða hf. við tímaritaljósmyndun og var ljósmyndari Gestgjafans frá 1987 til 1996. Meira
13. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 58 orð

Reuters

Reuters Leigubátastjórar í verkfalli GONDÓLARÆÐARI siglir fram hjá flota leigubáta, sem tepptu umferð um nokkur síki Feneyja í gær. Voru skipstjórarnir í samúðarverkfalli með með leigubílstjórum í Róm. Efnt var til verkfallsins, sem lauk reyndar í gær, vegna fyrirætlana yfirvalda um að gefa leigubílaakstur frjálsan. Meira
13. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 353 orð

Saka Ísraela um brot á friðarsamningum

STJÓRN Ísraels bauð í gær út smíði 1.025 íbúða í umdeildu hverfi gyðinga í Austur-Jerúsalem daginn eftir að hafa staðfest samninginn um frekari brottflutning ísraelskra hersveita frá Vesturbakkanum með nokkrum fyrirvörum. Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) mótmæltu útboðinu harðlega og sögðu það ganga í berhögg við friðarsamninga þeirra við Ísraela. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Samkeppni á vegum Heilbrigðistæknifélags Íslands

HEILBRIGÐISTÆKNIFÉLAG Íslands, HTFÍ, efnir til samkeppni um besta fræðilega erindið í heilbrigðistækni. "Vinningashafinn verður styrktur til að fara með erindi sitt á 11. norrænu-baltísku ráðstefnuna í heilbrigðistækni sem haldin verður 6. til 10. júní 1999 í Tallinn, Eistlandi. Nánari upplýsingar um samkeppnina má finna á heimasíðu HTFÍ: http://www.nervus. Meira
13. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 242 orð

Samvinna Blairs og Ashdowns

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að samningurinn, sem hann hefði gert við Paddy Ashdown, leiðtoga frjálslynda demókrata, leiddi af sér nánustu samvinnu breskra stjórnmálaflokka í meira en hálfa öld. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 650 orð

Séríslenskar siðareglur félagsráðgjafa

STÉTTARFÉLAG íslenskra félagsráðgjafa (SÍF) heldur upp á Evrópudag félagsráðgjafa með sérstöku Siðaþingi á Hótel Loftleiðum í dag. Á Siðaþinginu verður megináhersla lögð á kynningu og umfjöllun um nýjar séríslenskar siðareglur fyrir félagsráðgjafa. Árshátíð félagsráðgjafa fer fram eftir þingið í kvöld. Nanna K. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 202 orð

Sigga Beinteins gefur út barnaplötu

BARNAPLATAN Flikk Flakk er væntanleg í verslanir 20. nóvember nk. Hér er á ferðinni nýjasta plata söngkonunnar Sigríðar Beinteinsdóttur. Þetta er þriðja plata söngkonunnar og í þetta sinn sendir hún frá sér barnaplötu en áður hafa komið út plöturnar Desember og Sigga. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Sigurgeir myndar fyrir Life

SIGURGEIR Jónasson ljósmyndari í Vestmannaeyjum á þrjár ljósmyndir í nóvemberhefti bandaríska tímaritsins Life. Þar er á fjórum blaðsíðum fjallað um komu háhyrningsins Keikó til Vestmannaeyja í máli og myndum. Greinin fjallar á gagnrýninn hátt um flutning Keikós til Íslands og spurt í fyrirsögn hvort allt þetta umstang fyrir einn hval sé réttlætanlegt. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Sjö varaþingmenn á Alþingi

SJÖ varaþingmenn eiga nú sæti á Alþingi og hafa átt síðustu viku. Þeir eru Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir sem situr fyrir Magnús Árna Magnússon þingmann Alþýðuflokks í Reykjavík, Ólafur Hannibalsson sem situr fyrir Einar Odd Kristjánsson þingmann Sjálfstæðisflokks í Vestfjarðakjördæmi, Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Skólinn skreyttur á ári hafsins

Skólinn skreyttur á ári hafsins SJÖ ára krakkar í Austurbæjarskóla hafa skreytt veggi á göngum skólans með myndum sem þau hafa teiknað og málað af nytjafiskum við Ísland. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 338 orð

Slapp naumlega undan 30 tonna bjargi

LJÓST er að andartak hefur skilið á milli feigs og ófeigs er Jón Bjarni Geirsson, rannsóknarlögreglumaður á Ísafirði, slapp ómeiddur, þegar um 30 tonna bjarg lenti rétt fyrir aftan bifreið hans um áttaleytið í gærmorgun. Jón Bjarni var á leið inn Ísafjarðardjúpið og ók fyrir fjallið Óshorn, þegar grjótskriða féll úr Óshlíðinni og laskaði bifreiðina mikið. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Slasaðist í bílslysi

ÍSLENSKUR maður slasaðist í andliti og á hendi við árekstur tveggja bíla í Flórída í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Mágur hans, sem er Bandaríkjamaður, lést í slysinu og einnig ökumaður hins bílsins. Íslendingurinn var fararstjóri í nýafstaðinni Bandaríkjaferð kvennalandsliðs Íslands í körfuknattleik. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 454 orð

Sótt var um leyfi 17. júlí

FLUGREKSTARSTJÓRI Atlanta segir það alrangt sem Morgunblaðið hafði eftir heimildum frá Kína í blaðinu í gær, að Atlanta hafi sótt of seint um leyfi vegna leiguflugsferðar félagsins fyrir Úrval-Útsýn til Kína. Segir hann félagið hafa fyrst sent upplýsingar 5. maí í vor til tengiskrifstofu erlendra flugfélaga í Peking og aftur 17. júlí. Meira
13. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Spurningakeppni

SPURNINGAKEPPNI á vegum Kvenfélagsins Baldursbrár verður í safnaðarsal Glerárkirkju föstudaginn 13. nóvember og hefst kl. 21. Að þessu sinni keppa trillukarlar, eldri borgarar, prestar, Frostrásin, Dagur, Vélsmiðja Steindórs, Ásprent og Karlakór Akureyrar-Geysir. Aðgöngumiðinn kostar 400 krónur og gildir jafnframt sem happdrættismiði, í hléi verða seldar veitingar. Meira
13. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 963 orð

Spurning hvort ráðamenn átti sig á valdastöðu Bandaríkjanna

BÝSNAVETUR í bandarískri pólitík er brátt á enda, að hyggju Jóns Baldvins Hannibalssonar, sendiherra Íslands í Washington, sem flutti erindi um bandarísk stjórn- og efnahagsmál á aðalfundi landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins á Hótel Sögu í gær. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Superman með Sinfóníunni

EINNI helstu hetju yngstu kynslóðarinnar, Superman eða Ofurmenninu, er fátt óviðkomandi og í vikunni hefur hún troðið upp á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói. Eru þeir ætlaðir nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskólanemum. Efnisskráin er sniðin með þennan aldurshóp í huga en það er í verki H.K. Meira
13. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 347 orð

Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði opnað

SVEITAHÓTELIÐ í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd verður opnað formlega á morgun, laugardag. Hjónin Anny Larsdóttir og Jónas Halldórsson í Sveinbjarnargerði eiga og reka Sveitahótelið, en þau hófust handa í marsmánuði síðastliðnum að breyta kjúklingasláturhúsi á staðnum í gistiheimili. Alls eru 12 herbergi á Sveitahótelinu, öll tveggja manna og með baði. Meira
13. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 33 orð

Sýningu lýkur

Sýningu lýkur SÝNINGU Drafnar Guðmundsdóttur í Galleríi Svartfugli í Grófargili lýkur um helgina. Verkin á sýningunni eru unnin í gler og kallar hún sýninguna Land-s-lag. Galleríið er opið frá kl. 14 til 18. Meira
13. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Tónleikar að Rimum

SAMKÓR Svarfdæla heldur tónleika sunnudagskvöldið 15. nóvember kl. 21. að Rimum í Svarfaðardal. Sungin verða lög eftir Sigfús Halldórsson, skandínavískar trúbadoravísur og syrpa af sjómannalögum svo fátt eitt sé nefnt. Tónleikagestir geta fengið sér kaffi og smákökur í boði kórsins á meðan á tónleikum stendur. Einsöngvarar með kórnum eru Kristjana Arngrímsdóttir og Þórarinn Hjartarson. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 248 orð

Um 1.250 manns á hjónanámskeið

FRÁ haustinu 1996 hafa verið haldin námskeið í Hafnarfjarðarkirkju um hjónaband og sambúð undir yfirskriftinni: "Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð." Góð þátttaka hefur verið í námskeiðunum og eru þátttakendur nú orðnir rúmlega 1.250 með þeim sem þátt hafa tekið á liðnu hausti. Hefur námskeiðið einnig verið haldið á Akureyri og víðar um landið. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 615 orð

Undirritum ekki nema Ísland nái sínu fram

ÚTILOKAÐ er að Ísland undirriti Kyoto-bókunina við loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðana nema þau sjónarmið í því sambandi sem íslenzk stjórnvöld hafa fært fram á ráðstefnunum í Kyoto í fyrra og nú síðast í Buenos Aires hljóti almenna viðurkenningu. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Útför Magnúsar Torfa Ólafssonar

ÚTFÖR Magnúsar Torfa Ólafssonar, fyrrverandi ráðherra, var gerð frá Langholtskirkju í Reykjavík í gær að viðstöddu fjölmenni. Sr. Halldór Reynisson jarðsöng og organisti var Reynir Jónasson. Úr kirkju báru kistu hins látna þau Karl Jónasson, Anna Einarsdóttir, Sveinn Ólafsson, Einar Bragi, Gunnar Eyjólfsson og Ingimundur Magnússon. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Útgáfu dansleikur Sálarinnar

Útgáfu dansleikur Sálarinnar SÁLIN hans Jóns míns heldur útgáfudansleik í Sjallanum á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld, í tilefni af því að ný tvöföld geislaplata hljómsveitarinnar kemur út í dag. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 325 orð

Úttekt feri fram á útlánatöpum tveggja banka

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingflokki jafnaðarmanna, mælti fyrir tillögu til þingsályktunar á Alþingi í gær um að viðskiptaráðherra láti fara fram úttekt á útlánatöpum Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands á árunum 1993 til 1997. Meira
13. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 208 orð

Varað við aðskilnaði

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að nýja þingið í Skotlandi gæti orðið stökkpallur fyrir aðskilnaðarsinna ef skoskum þjóðernissinnum vegnaði vel þegar kosið verður til þess í maí nk. Meira
13. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 121 orð

Veðurspámaður á vit feðranna

Hnausum í Meðallandi-Í vetrarbyrjun hefur lengi verið spáð fyrir veðri hér í Meðallandi og lengi hefur Morgunblaðið birt spádóminn undir nafnleynd. En nú er þessu lokið og við dauðann að sakast. Er nafnbirting nú viðeigandi að leiðarlokum. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1579 orð

Viðskiptahalli og vöxtur útlána verulegt áhyggjuefni Mikill og vaxandi viðskiptahalli er alvarlegasti veikleikinn í stöðu

Þjóðarbúskapurinn Ný skýrsla Seðlabankans um stöðu og horfur í efnahags- og peningamálum Viðskiptahalli og vöxtur útlána verulegt áhyggjuefni Mikill og vaxandi viðskiptahalli er alvarlegasti veikleikinn í stöðu þjóðarbúsins um þessar mundir að mati Seðlabankans. Spáð er að hallinn verði nærri 40 milljarðar kr. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Vill Baug í alþjóðlegt innkaupafyrirtæki

ODD Reitan, forstjóri norska fyrirtækisins Reitangruppen, sem keypti á dögunum 20% hlut í Baugi, eignarhaldsfélagi Hagkaups, Nýkaups og Bónuss, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að nauðsynlegt sé fyrir litlar matvælaverslanakeðjur í Evrópu að taka höndum saman um að stofna alþjóðlegt innkaupafyrirtæki. Meira
13. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 350 orð

Vonast eftir viðunandi lausn innan skaplegra tímamarka

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir að hann vonist til þess að viðunandi lausn finnist á deilunni um auðlindagjald innan skaplegra tímamarka. Hann segir að á sama hátt og og útgerðir eigi heimtingu á að jafnræðissjónarmiða sé gætt um gjaldtöku af rétti til nýtingar fiskistofna annars vegar og nýtingar orkulinda og annarra auðlinda hins vegar, Meira
13. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 345 orð

Þemavika í Grunnskólanum í Borgarnesi

Borgarnesi-Stundaskrá var lögð til hliðar í Grunnskólanum í Borgarnesi vikuna 26.-30. október sl, en tíminn helgaður vináttu, samskiptum og vímuvörnum. Viðfangsefnum nemenda var skipt eftir aldri. Fjölluðu verkefni yngri nemenda fyrst og fremst um vináttu, samvinnu og samkennd. Nemendur 1.-4. Meira

Ritstjórnargreinar

13. nóvember 1998 | Staksteinar | 287 orð

»Ísland og umheimurinn ÞAÐ BER vott um aukinn íslenzkan metnað, segir í for

ÞAÐ BER vott um aukinn íslenzkan metnað, segir í forystugrein Dags, að Íslendingar sækjast nú eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðannna. Sem og að þeir taka senn við formennsku í Evrópuráðinu. Alþjóðlegt samstarf Meira
13. nóvember 1998 | Leiðarar | 597 orð

ÓVEÐURSSKÝ VIÐ PERSAFLÓA

OVEÐURSSKÝIN hrannast nú upp á ný við Persaflóann vegna deilna Sameinuðu þjóðanna og Íraksstjórnar vegna þeirrar ákvörðunar Saddams Husseins að slíta allri samvinnu við vopnaeftirlitsmenn SÞ. Þeir eru allir farnir frá landinu og borgarar vestrænna ríkja hafa verið hvattir til að yfirgefa Írak hið fyrsta, svo og Kúveit og Ísrael. Meira

Menning

13. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 259 orð

Allir út á Golf

Skítamórall í bílakaupum Allir út á Golf EF menn sjá nýja Golf-bíla með númerunum SKIMO-1 og upp í 5 á ferð í bænum þurfa þeir ekki að velkjast í vafa um hverjir þar eru á ferð. Nefnilega liðsmenn hljómsveitarinnar Skítamórals. Meira
13. nóvember 1998 | Myndlist | 382 orð

Álfkona græðir landið

Opið á verslunartíma. Til 19. nóvember. HARPA Björnsdóttir hefur komið víða við og er einkum kunn fyrir málverk og grafíkmyndir. En nú bregður svo við að hún sýnir myndröð af tólf ljósmyndum. Það má kalla þetta sviðsettar ljósmyndir, en í því felst að ljósmyndin skrásetur gjörning listamannsins. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 37 orð

Áskell Másson hlýtur norrænan styrk

NOMUS, Norræna tónlistarnefndin, veitir styrki til tónlistarverkefna samtals að upphæð kr. 344 þús. sænskar krónur til norrænna tónlistarverkefna. Meðal þeirra sem hljóta styrk er Áskell Másson fyrir tónverkið FIN, 25 þús. kr. sænskar. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 114 orð

Dagur áhugaleikhússins

DAGUR áhugaleikhússins á Íslandi er laugardaginn 14. nóvember nk. Í tilefni dagsins ætlar Bandalag íslenskra leikfélaga að gangast fyrir málþingi um stöðu og horfur áhugaleikhússins í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14. þann sama dag. Formaður bandalagsins, Einar Rafn Haraldsson, setur þingið og flytur stutt ávarp. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 295 orð

Dýrlingatónlist í Hallgrímskirkju

Miðaldatónlistarhópurinn ALBA, ásamt félögum úr Vox Feminae, heldur tónleika í Hallgrímskirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Tónleikarnir eru á vegum Norðurljósa, tónlistarhátíðar Musica Antiqua. Flutt verður tónlist eftir þýsku abbadísina Hildegard von Bingen, sem uppi var á árunum 1098­1179 og á hún því 900 ára fæðingarafmæli í ár. Meira
13. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 197 orð

Enn af ofurlögmönnum Grishams Sætabrauðsdrengurinn (The Gingerbread Man)

Leikstjórn: Robert Altman. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Embeth Davidtz og Robert Downey jr. 107 mín. Bandarísk. Háskólabíó, október 1998. Bönnuð innan 16 ára. ENDALAUS hellingur hefur verið framleiddur af sjónvarpsefni og kvikmyndum um lögfræðinga sem flækjast inn í glæpamál og má segja að um sé að ræða sérstaka kvikmyndategund, lögfræðingahasarinn. Meira
13. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 63 orð

Franskar í New York

CATHERINE Deneuve og dóttir hennar, Chiara Mastroianni, mættu fínar í tauinu til verðlaunaafhendingar í New York á dögunum. Chiara er dóttir Deneuve og ítalska leikarans Marcellos Mastroiannis sem lést í árslok 1996. Ekki fóru þær mæðgur til einskis til New York því Catherine Deneuve fékk verðlaun fyrir kvikmyndaleik og fyrir þátt sinn í að brúa bil milli ólíkra menningarheima. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 47 orð

Fyrirlestrar í MHÍ

ANNA Fjóla Gísladóttir, ljósmyndari, heldur fyrirlestur í Laugarnesi, mánudaginn 16. nóvember kl. 12.30. Fyrirlesturinn fjallar um nokkrar þekktar konur úr ljósmyndasögunni. Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistarmaður, heldur fyrirlestur í Barmahlíð, Skipholti 1, miðvikudaginn 18. nóvember kl. 12.30. Í fyrirlestrinum fjallar Ósk um eigin myndlist og sýnir skyggnur. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 1419 orð

GAMALT SAFN Í NÝJUM BÚNINGI Statens Museum for Kunst, danska ríkislistasafnið, hefur fengið nýja viðbyggingu og gamla byggingin

GAMLA safnahúsið á horni Sølvgade og Øster Voldgade er eins og söfn áttu að vera á þeim tíma þegar það var opnað 1896. Glæsileg, kassalaga bygging, sem fyllti gestinn ákveðinni lotningu, en bauð ekki upp á langtíma viðveru í safninu eða aðra nálgun listarinnar en bara að skoða listaverkin. Listunnendur nútímans vilja annað og meira. Meira
13. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 636 orð

Gamlar hetjur á nýjum tímum

Í THE Avengers eru endurgerðir einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sjöunda áratugarins, þættirnir um njósnaparið Emmu Peel (Uma Thurman) og John Steed (Ralph Fiennes). Þau stökkva 30 ár fram í tímann og fara að takast á við vandamál tíunda áratugarins árið 1999. Steed er kallaður í hina alleynilegustu leyniþjónustu Breta til þess að rannsaka dularfulla atburði. Veðrið er orðið stjórnlaust. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 265 orð

Hamingjuránið í Bæjarsveit

LEIKDEILD Umf. Íslendings frumsýnir í Brún, Bæjarsveit, Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors laugardaginn 14. nóvember kl. 21, en þann dag er Bandalagsdagur íslenskra leikfélaga. Bengt Ahlfors er einna þekktastur í heimalandi sínu fyrir revíur og létta gamanleiki. Hann hefur samið á þriðja tug sviðsleikrita, sjónvarpsleikrita og revía. Nokkur verk hans hafa verið sýnd hér á landi, m.a. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 116 orð

Hildur Waltersdóttir sýnir í Bílar & list

HILDUR Waltersdóttir, listmálari, opnar málverkasýningu í sýningarsal Bílar & list, Vegamótastíg 14, Reykjavík, laugardaginn 14. nóvember kl. 17. Sýningin ber yfirskriftina Dýr-Leikur. Hildur Waltersdóttir útskrifaðist með B.F.A gráðu frá listadeild Rockford College, Illinois í Bandaríkjunum árið 1994. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 1283 orð

Hin sanna nútímatónlist

ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Smekkleysa er umsvifamikið fyrir þessi jól og á meðal þess sem fyrirtækið gefur út er röðin Frjálst er í fjallasal með tilraunakenndri djasstónlist. Tvær plötur eru komnar út í röðinni og þrjár væntanlegar. Umsjónarmaður útgáfunnar fyrir hönd Smekkleysu er Hilmar Jensson, sem einnig kemur við sögu á plötunum, leikur inn á fjórar þeirra. Meira
13. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 219 orð

Hverjum klukkan glymur

"ER NORRÆN kvikmyndagerð í svo djúpum öldudal að það eigi að hringja viðvörunarbjöllunum?" er spurt í grein í Berlingske Tidende undir fyrirsögninni "Eitthvað er að á Norðurlöndum". Þar er fjallað um myndirnar sem sýndar voru á Norrænum dögum á fertugustu kvikmyndahátíðinni í Lubeck og segir að vissulega megi greina frumleika í kvikmyndagerð en hann sé ekki endilega gæðastimpill ef hann er Meira
13. nóvember 1998 | Myndlist | 329 orð

Ísland með austurlenskum augum

Opið virka daga frá kl. 10­18. Laugardaga kl. 14­18, sunnudaga kl. 14­17. Til 22. nóv. ZHANG Hong er kínversk listakona sem sýnir í Gallerí Fold 28 málverk. Hún mun hafa heimsótt Ísland síðastliðinn vetur og eru sum málverkin sem hún sýnir landslagsmálverk sem hún hefur unnið eftir upplifunum sínum af íslenskri náttúru. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 104 orð

Jólasýningar í Leikbrúðulandi

RYKIÐ verður dustað af jólasveinunum í Leikbrúðulandi enn einu sinni og verður fyrsta sýningin nú á sunnudag kl. 15 á Fríkirkjuvegi 11. Næstu sýningar verða 22. og 29. nóvember og sunnudaginn 6. desember. Brúðuleikurinn Jólasveinar einn og átta var frumfluttur árið 1975 en er nú sýndur í endurgerðri útgáfu. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 85 orð

Kynning á Sumrinu '37

ÁÐUR en sýning hefst á leikritinu Sumrinu '37 eftir Jökul Jakobsson í kvöld, föstudag, mun Jón Viðar Jónsson, leikhúsfræðngur og gagnrýnandi, flytja erindi um stöðu Jökuls í íslenskri leikritun. Hann mun fjalla um helstu verk Jökuls og leggja sérstaka áherslu á Sumarið '37. Jón Viðar þekkir vel til verka Jökuls Jakobssonar, hann annaðist heildarútgáfu þeirra og bjó þau til prentunar árið 1994. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 275 orð

Leif Segerstam hlýtur verðlaunin

FINNSKI stjórnandinn og tónskáldið Leif Segerstam hlaut í gær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Í umsögn dómnefndar var sagt að hann hefði á starfsferli sínum verið "óþreytandi að koma norrænni tónlist á framfæri" og hefði "með sprengikrafti og yfirburða tónkennd tekið að sér hin flóknustu verkefni". Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 88 orð

Lúðraveitin Svanur fær safn dixeland-nótna að gjöf

GUÐJÓN Einarsson básúnuleikari og Kristján Kjartansson trompetleikari hjá Lúðrasveitinni Svani munu afhenda Vilborgu Jónsdóttur, núverandi formanni, safn dixeland-nótna laugardaginn 14. nóvember kl. 20.30. Tilefnið er 68 ára afmæli Lúðrasveitarinnar Svans. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 1316 orð

"Lygi er ekki lygi nema haugalygi sé"

ALÞINGISMAÐURINN Ormur Karlsson, formaður fjárlaganefndar, og Pálína kona hans búa um stundarsakir á hóteli, þar sem þau eru búin að selja ofan af sér og nýja húsið er enn ekki tilbúið. Þingmaðurinn er ekki við eina fjölina felldur og til þess að geta átt leynilegan ástarfund með Ástríði Thomsen, Meira
13. nóvember 1998 | Bókmenntir | 331 orð

Nýjar bækur FURSTINN er ef

FURSTINN er eftir Niccoló Machiavelli og er nú endurútgefinn. Ásgrímur Albertsson þýddi bókina og samdi skýringar og efirmála. Í kynningu segir: "Bókin er leiðarvísir handa furstum og hvernig halda skuli völdum og auka þau, hvaða brögðum beri að beita og hvaða sögulega lærdóma sé hægt að draga. Meira
13. nóvember 1998 | Bókmenntir | 108 orð

Nýjar bækur Í GARÐI konu minnar

Í GARÐI konu minnar er önnur ljóðabók Guðjóns Sveinssonar,fyrri bókin, Með eitur í blóðinu, kom út árið 1991. Í bókinni eru 51 ljóð, bæði hefðbundin og óhefðbundin (órímuð), og skiptist hún í fimm kafla sem nefnast: Í garði konu minnar, Ilmstígar, Litir við slóð, Sálumessa og Urður og Skuld. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 143 orð

Nýjar hljómplötur ELDDANSINN

ELDDANSINN er önnur hljómplata hljómsveitarinnar Rússíbanar og hafa þeir sjálfir útsett lögin. Fyrri platan, Rússíbanar, kom út í fyrra. Í hljómsveitinni eru Einar Kristján Einarsson, gítar, búsúkí; Guðni Franszon, klarínettur; Jón skuggi, kontrabassi; Kjartan Guðnason, Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 88 orð

Nýjar hljómplötur SÓL í eldi

SÓL í eldi er með nýjum lögumHeimis Sindrasonar við texta þekktra ljóðskálda, eins og Tómasar Guðmundssonar, Davíðs Stefánssonar, Jóns Óskars og Ara Harðarsonar. Á plötunni er einnig upprunaleg útgáfa af Hótel Jörð í flutningi Heimis og Jónasar frá 1966 og lagið Söknuður af plötunni Fagra veröld. Meira
13. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 160 orð

Ofbeldi á Bretlandseyjum Dad Savage

Framleiðsla: Gwynneth Lloyd og Robert Jones. Leikstjórn: Betsan Morris Evans. Handrit: Steve Williams. Kvikmyndataka: Gavin Finney. Tónlist: Simon Boswell. Aðalhlutverk: Patric Stewart, Kevin McKidd, Helen McCrory og Joe McFadden. 100 mín. Bresk. Háskólabíó, október 1998. Bönnuð innan 16 ára. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 119 orð

Óperan Tristan og Isolde hjá Wagner- félaginu

RICHARD Wagner-félagið sýnir óperuna Tristan og Isolde í Norræna húsinu laugardaginn 14. nóvember kl. 13. Þórður Harðarson, prófessor og yfirlæknir, mun fjalla um óperuna í stuttu máli áður en sýningin hefst. Sýnd verður uppsetning frá Festspielhaus í Bayreuth frá árinu 1982. Hljómsveitarstjóri er Daniel Barenboim. Leikstjórn, sviðs- og búningahönnun er í stjórn Jean-Pierre Ponnelle. Meira
13. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 109 orð

REM í Stokkhólmi

REM í Stokkhólmi BANDARÍSKA hljómsveitin REM hélt tónleika í Stokkhólmi 9. nóvember sl. Lítið heyrðist frá hljómsveitinni í talsverðan tíma þar til nýjasta plata hennar "Up" kom út. Meira
13. nóvember 1998 | Bókmenntir | 667 orð

SADÍSK KÁTÍNA

eftir Roddy Doyle, Sverrir Hólmarsson þýddi, Vaka-Helgafell, Reykjavík, 1998, 102 bls. VIÐHORF barna til náungans einkennist af gleðiríkum sadisma, stríðni, nautninni að kvelja. Ef sú fullyrðing á ekki við um börn í nánasta umhverfi passar hún að minnsta kosti við stráka í verki Roddys Doyles, Paddy Clarke ha, ha, ha. Meira
13. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 605 orð

Seiðandi dans og heitar tilfinningar

UNGUR, myndarlegur Kúbverji, Rafael Infante (Chayanne), kemur til Houston í Texas og blæs nýju lífi í næstum því gjaldþrota dansskóla þar sem hann fer að vinna. Jafnvel eigandinn, John Burnett (Kris Kristofferson), öðlast að nýju áhugann, sem hann var búinn að missa. Meira
13. nóvember 1998 | Bókmenntir | 223 orð

Skondnar skyndimyndir

eftir Halldóru Thoroddsen. Þursaútgáfan 1998 ­ 44 bls. KALDHÆÐNISLEG sjálfskoðun kemur víða fram í þessari stuttu ljóðabók, án nokkurrar biturðar eða eymdarhjals. Ljóðin eru mörg kankvís og sýna atburði og persónur í nýstárlegu ljósi. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 27 orð

Steinvör Bjarnadóttir sýnir í Gallerí Jörð

STEINVÖR Bjarnadóttir opnar sýningu á olíu- og vatnslitamyndum í Gallerí Jörð, Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, á morgun, laugardag. Sýningunni lýkur sunnudaginn 29. nóvember. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 98 orð

Styrktartónleikar Caritas í Kristskirkju

CARITAS á Íslandi, hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar) efnir til tónleika í Kristskirkju, Landakoti, sunnudaginn 15. nóvember kl. 17. Tónleikar eru til styrktar nýbyggingu og sundlaug fyrir endurhæfingu á Reykjalundi Flytjendur eru: Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari; Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari; Einar Jóhannesson, klarinettuleikari; Helga Þórarinsdóttur, víóluleikari, Meira
13. nóvember 1998 | Bókmenntir | 187 orð

Sumar í lífi ungs Íslendings

PARÍSARHJÓL er fyrsta skáldsaga Sigurðar Pálssonar. Í kynningu segir: "Í þessari áhrifamiklu og fallegu sögu segir frá sumri í lífi ungs íslensks myndlistarmanns, Viktors Karlssonar. Hann tekst á við mikla sorg þegar sú manneskja sem stendur honum næst deyr skyndilega. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 74 orð

Sýningin Hljómur í Galleríi Horninu

GUÐRÚN Lára Halldórsdóttir, Glára, opnar sýningu á olíumálverkum í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, laugardaginn 14. nóvember kl. 16. Glára stundaði nám við MHÍ, málaradeild, 1982­86. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar, m.a. í Nýlistasafninu, og tekið þátt í samsýningum. Glára hefur vinnustofu á Sólheimum í Grímsnesi. Sýningin ber yfirskriftina Hljómur og stendur til miðvikudagsins 2. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 21 orð

Sýningum lýkur

Sýningum lýkur Gallerí Stöðlakot SÝNINGU Steinþórs Marinós Gunnarssonar, Haf og land, lýkur nú á sunnudag. Stöðlakot er opið daglega frá kl. 14­18. Meira
13. nóvember 1998 | Menningarlíf | 68 orð

Söng-leikir á Höfn

SÖNGSKEMMTUNIN Söng-leikir verður í Hafnarkirkju, Höfn í Hornafirði, mánudaginn 16. nóvember kl. 20.30. Það eru þau Ingveldur Ýr Jónsdóttir sópransöngkona og píanóleikarinn Gerrit Schuil sem flytja munu lög úr söngleikjum, kvikmyndum og leikritum. Efnisskráin inniheldur lög úr íslenskum leikritum, s.s. Meira
13. nóvember 1998 | Bókmenntir | 449 orð

Tímaleysið í Hrísey

ÞAR sem tíminn hverfur heitir nýútkomin bók Ingólfs Margeirssonar rithöfundar en undirtitillinn er Minnisblöð um mannlíf í Hrísey. Í bókinni lýsir höfundurinn í máli og pennateikningum upplifun sinni af Hrísey og kynnum sínum af forvitnilegu fólki. Meira

Umræðan

13. nóvember 1998 | Aðsent efni | 470 orð

Að vera Íslendingur

Í HAUST var umræðuþáttur í sjónvarpinu um hvað það er að vera Íslendingur. Þessi þáttur vakti mig mjög til umhugsunar. Allir þátttakendur voru sammála um að tungumálið væri það sem framar öðru gerir okkur að Íslendingum á tímum þar sem fjölmiðlun og hluti listsköpunar fer fram á erlendum tungumálum. Meira
13. nóvember 1998 | Aðsent efni | 602 orð

Áhugaleikfélög ­ hugmyndabanki og heilnæmur félagsskapur

FYRIR rúmum tveimur árum ákvað ég að söðla um í lífinu og fór í 1. bekk Kennaraháskóla Íslands. Meirihluta nemendanna í bekknum mínum hefði ég getað átt sjálf, aldursins vegna. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir, enda allnokkur ár síðan ég sat síðast í skóla. Bekkjarfélagar mínir voru stórkostlegir og virtist aldur ekki skipta þá neinu máli. Mér leið frá fyrsta degi vel í félagsskap þeirra. Meira
13. nóvember 1998 | Kosningar | 284 orð

Árna Mathiesen í forystu!

Mikilvægt er að hæfur einstaklingur veljist til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi. Árni M. Mathiesen hefur marga þá kosti sem þurfa að prýða slíkan einstakling. Árni er dýralæknir frá Edinborgarháskóla og fisksjúkdómafræðingur frá Stirlingháskóla í Skotlandi. Áður en hann settist á þing aflaði hann sér haldbærrar reynslu í atvinnulífinu á þeim vettvangi. Meira
13. nóvember 1998 | Kosningar | 553 orð

Árna M. Mathiesen til forystu

LAUGARDAGINN 14. nóvember nk. verður haldið opið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjaneskjördæmi. Í framboði eru ellefu hæfir einstaklingar, en ljóst er að ekki verður nema hluti þeirra útvalinn. Árni M. Mathiesen er einn þeirra þriggja sem sækjast eftir fyrsta sætinu. Tel ég hann vera bestum kostum búinn til að leiða listann í þingkosningunum á ári komanda. Meira
13. nóvember 1998 | Aðsent efni | 317 orð

Caritas safnar fyrir Reykjalund

FLESTUM er sameiginlegt, hvort sem horft er þröngt í eigin barm eða vítt til samfélagsins í heild, að tryggja sér og sínum öryggi, nýta hug og hönd. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Hugvit hans hefur, sem betur fer, þróast í fleiri farvegi en þá, sem að brautstriti lúta, svo mikilvægir sem þeir þó eru. Meira
13. nóvember 1998 | Aðsent efni | 831 orð

Fimmta rammaáætlun ESB ­ mörg sóknarfæri

TENGSL íslenskra vísindamanna við starfsbræður þeirra í Evrópu hafa stóraukist frá því þátttaka hófst í rammaáætlun Evrópusambandsins (ESB) um rannsóknir og tækniþróun. Á sama tíma halda áfram mikil og vaxandi samskipti við starfsbræður vestanhafs og á Norðurlöndunum. Meira
13. nóvember 1998 | Aðsent efni | 769 orð

Fullgild atkvæði

ENN á ný hafa hagsmunir flokka og stjórnmálamanna verið teknir fram yfir grundvallaratriði á Íslandi. Nefnd sem skipuð var fulltrúum allra stjórnmálaflokka hefur nú skilað af sér tillögum er varða breytingar á kosningalögum og kjördæmaskipan. Meira
13. nóvember 1998 | Aðsent efni | 559 orð

Grænir valkostir

UM FÁTT hefur verið meira rætt að undanförnu en stefnuna í stóriðjumálum og náttúruspjöll á hálendinu af völdum virkjanaframkvæmda. Við Íslendingar búum við þær aðstæður að í landinu eru miklir möguleikar til vistvænnar orkunýtingar í vatnsföllum og háhitasvæðum sem gjarnan er með réttu vitnað til sem undirstöðu framtíðar atvinnuuppbyggingar. Meira
13. nóvember 1998 | Kosningar | 332 orð

Helgu Guðrúnu í 5. sætið!

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjaneskjördæmi efnir til opins prófkjörs 14. nóvember nk. vegna vals á framboðslista sínum fyrir komandi alþingiskosningar. Æskilegt er að listann skipi í bland fólk með reynslu af stjórnmálum sem og nýtt fólk með ferskar hugmyndir. Helga Guðrún Jónasdóttir stjórnmálafræðingur er einn nýliðanna sem gefa kost á sér í prófkjörinu. Meira
13. nóvember 1998 | Aðsent efni | 545 orð

Ingibjörg Sólrún ­ Dapurlegt yfirklór

Á SÍÐASTA borgarstjórnarfundi vakti undirritaður athygli á því að Ingibjörg Sólrún borgarstjóri hefur þegið nær 1,5 milljónir króna í laun fyrir að sitja sex fundi hafnarstjórnar. Á þeim fundi svaraði borgarstjóri litlu um málið. Meira
13. nóvember 1998 | Aðsent efni | 328 orð

Í tilefni dagsins

ÞEGAR kvöldin fara að lengjast og vetrarmyrkrið leggst yfir landið fer áhugaleikhúsfólk að hugsa sér til hreyfings. Hin skæða leikhúsveira sem legið hefur í dvala yfir sumarið fer á kreik og um allt land má sjá fólk úr ólíkustu starfstéttum, hópast í leikhúsin til að æfa leikrit. Fyrst eru haldnir fundir, það þarf að ráða leikstjóra, velja leikrit og síðan hefjast æfingar. Meira
13. nóvember 1998 | Kosningar | 354 orð

Kristján er traustsins verður

Ég hef kynnst mörgum þingmönnum í gegnum tíðina og margir hafa reynst okkur Garðmönnum vel. Það er mitt álit að Kristján Pálsson sé í hópi þeirra þingmanna sem staðið hafa sig hvað best í þjónustu fyrir okkur. Það hefur verið einstaklega gott að leita til hans með málefnin. Hann hefur tekið á þeim af fullri alvöru og krafti og leyst þau fljótt og vel. Meira
13. nóvember 1998 | Kosningar | 275 orð

Markús Möller í 2. sæti

Það er mikið fagnaðarefni að Markús Möller hagfræðingur í Seðlabankanum hefur gefið kost á sér í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi. Markús er einstaklega traustur og duglegur. Hann hefur með málflutningi sínum sýnt svo ekki verður um villst að hann er einarður baráttumaður fyrir skoðunum sínum. Meira
13. nóvember 1998 | Aðsent efni | 424 orð

Nú er lag til að auka hlut kvenna í íslenskum stjórnmálum

Á SÍÐASTLIÐNU vori samþykkti Alþingi þingsályktun um fræðslu- og kynningarátak til að auka hlut kvenna í íslenskum stjórnmálum. Í framhaldi af því hefur félagsmálaráðherra nú fyrir skömmu skipað nefnd til að skipuleggja aðgerðir í því skyni að bæta hlut kvenna á vettvangi stjórnmálanna. Meira
13. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 309 orð

Opið bréf til kjósenda

KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands hefur frá fyrstu tíð látið stjórnmál og stjórnmálaþátttöku kvenna til sín taka. Félagið hóf starf sitt á baráttunni fyrir kosningarétti kvenna og átti drjúgan þátt í að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Nú, nær heilli öld síðar, er enn langt í land að konur séu jafnir þátttakendur í stjórnmálastarfi og karlar. Meira
13. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 332 orð

Opið bréf til Þorvalds Jóhannssonar, fr.kv.stj. Samtaka sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi

Í PALLBORÐSUMRÆÐUM á málþingi um áhrif virkjana norðan Vatnajökuls á náttúru og efnahag 31. október sl. sagðir þú aðspurður um það, hvort vissa væri fyrir því að álbræðsla á Reyðarfirði yrði til þess að fólki fjölgaði í landsfjórðungnum, að það yrði að láta reyna á það. Meira
13. nóvember 1998 | Aðsent efni | 542 orð

Rannsóknir - nýsköpun - framfarir í atvinnulífi

Á UNDANFÖRNUM árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með stjórn mennta- og vísindamála í landinu. Með stöðugleika í efnahagslífi hafa á þessum tíma opnast möguleikar á að efla rannsóknar- og þróunarstarf og ötullega hefur verið unnið að því. Meira
13. nóvember 1998 | Aðsent efni | 533 orð

Réttum kjör öryrkja og aldraðra

Við teljum okkur búa í velferðarþjóðfélagi. Við teljum að á Íslandi ríki góðæri. Við stærum okkur af því að hér á landi séu tekjur á einstakling með því hæsta sem þekkist í veröldinni. Við erum ánægð með sjálf okkur, eða hvað? Þótt almennt efnahagsástand í þjóðfélaginu sé í þeim dúr sem að framan er lýst, þá er því miður margt hér í ólagi. Meira
13. nóvember 1998 | Kosningar | 301 orð

Stofnun Hafnasamlags Suðurnesja

Kristján Pálsson hefur fyrr með störfum sínum fyrir hafnirnar á Suðurnesjum sýnt, að hann ber hag þeirra fyrir brjósti og má þar minna á stóran þátt hans í að koma af stað byggingu Helguvíkurhafnar sem nú er orðin ein af mikilvægari loðnulöndunarhöfnum landsins. Ég get því með góðri samvisku hvatt alla menn sem vilja kjördæminu vel að kjósa Kristján í 2. Meira
13. nóvember 1998 | Aðsent efni | 557 orð

Þess vegna er ég að andskotast í kvótamálinu

ÞÓTT ég hafi menntun og þekkingu til að gagnast við að leysa fjölmörg viðfangsefni verður framboð mitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi á laugardaginn óhjákvæmilega tengt baráttu minni innan Sjálfstæðisflokksins í kvótamálinu. Ég hef fullyrt að í framseljanlegum einkakvóta fælist gjöf til þeirra sem fá hann ókeypis. Meira

Minningargreinar

13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 288 orð

Anna Þórhallsdóttir

Mig langar til að minnast vinkonu minnar, Önnur Þórhallsdóttur. Hún var fædd og uppalin á Hornafirði. Þegar komið var inn í herbergi hennar á Hrafnistu blöstu við á veggjum innrömmuð heiðursskjöl sem henni höfðu hlotnast um ævina. Virðing sem henni hefur verið sýnd fyrir ýmis afrek. Sem dæmi má nefna skjal heiðursborgara Hafnar í Hornafirði. Hún lærði söng á yngri árum. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 384 orð

Anna Þórhallsdóttir

Anna Þórhallsdóttir söngkona frá Höfn í Hornafirði er komin heim. Hennar hinsti áfangastaður er umvafinn hornfirskum fjöllum; blámi jöklanna er ólýsanlegur eins og hann blasir við frá þorpinu sem hún ólst upp í og þar var hugurinn alltaf þrátt fyrir áralanga fjarvist. "Ég á Hornafjörð," sagði hún gjarnan kímin á svip og sannanlega átti Hornafjörður hana. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 539 orð

Anna Þórhallsdóttir

Anna frænka, eins og við kölluðum hana ævinlega, var ömmusystir okkar systkina og var hún á margan hátt sérstök og eftirminnileg kona. Við umgengumst hana mikið, enda höfðu málin þróast þannig í gegnum tíðina að hún leitaði mikið til pabba okkar varðandi flest sín mál. Hún var ákaflega stoltur Íslendingur og var óþrjótandi við að dásama land og þjóð. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 419 orð

ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR

ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR Anna Þórhallsdóttir söngkona fæddist á Höfn í Hornafirði 27. september 1904. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. nóvember síðastliðinn á 95. aldursári. Anna var áður til heimilis á Birkimel 8b, Reykjavík. Anna var næstelst átta barna þeirra hjóna, Ingibjargar Friðgeirsdóttur frá Garði í Fnjóskadal, f. 1873, d. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 450 orð

Guðjón Þór Ólafsson

Það var þriðjudaginn 3. nóvember sem mamma hringdi í mig og sagði að nú væri haldið að stundin færi að renna upp. Afi myndi líklega kveðja innan sólarhrings. Það fór um mig skrýtin tilfinning. Ég vissi að tíminn hans afa hjá okkur væri farinn að styttast en ég vildi samt ekki trúa því að hægt væri að segja svo nákvæmlega til um það hvenær hann legði augun aftur hinsta sinni. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 406 orð

Guðjón Þór Ólafsson

Það er ekki nóg fyrir stjórnmálaflokka að hafa stjórnmálamenn til að ná árangri. Þeir þurfta líka sína vélvirkja sem gæta þess að tannhjól flokksins geti snúist. Vinur okkar Guðjón Þ. Ólafsson sem nú er kvaddur var slíkur vélvirki félagshyggjunnar fyrir Alþýðubandalagið á Akranesi. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 152 orð

Guðjón Þór Ólafsson

Kæri vinur. Í dag þegar við kveðjum þig alltof fljótt er okkur efst í huga þakklæti fyrir hjálpsemi, vináttu og tryggð liðinna ára. Allar góðu samverustundirnar með þér og Jónu bæði austur í bústað, í "Lundinum" ykkar græna upp við Skarðsheiði, þar sem þið sköpuðuð ykkur eigin Paradís svo ekki sé minnst á allar samverustundirnar í Rein þar sem allt vitnar um hagleik handa þinna. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 371 orð

Guðjón Þór Ólafsson

Nú á þessum vetrardögum barst sú fregn að Guðjón Ólafsson, góður félagi og vinur, væri fallinn fyrir hendi óvægins sjúkdóms. Sú frétt kom þó ekki með öllu á óvart, Guðjón hafði um nokkurt skeið átt í glímu við það ofurefli, er að lokum sigraði hann. Mig minnir að fundum okkar Guðjóns hafi fyrst borið saman í Rein, félagsheimili sósíalista á Akranesi í kringum 1970. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 310 orð

Guðjón Þór Ólafsson

Það er erfitt að kveðja vin sinn og félaga langt fyrir aldur fram. Guðjóni Þ. Ólafssyni og konu hans Jónu Kr. Ólafsdóttur kynntist ég fljótlega eftir að ég kom hingað til Akraness og þau kynni hafa varað alla tíð síðan. Guðjón var einlægur félagshyggjumaður og tilbúinn að leggja mikið af mörkum vegna hugsjóna sinna. Það gerði hann m.a. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 369 orð

GUÐJÓN ÞÓR ÓLAFSSON

GUÐJÓN ÞÓR ÓLAFSSON Guðjón Þór Ólafsson vélvirkjameistari fæddist í Reykjavík 2. júlí 1937. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur E. Bjarnleifsson, f. 28.5. 1898, d. 28.12. 1946, og Brandís Árnadóttir, f. 4.8. 1900, d. 14.7. 1973. Systkini Guðjóns Þórs eru Kristín Ásta, húsmóðir, f. 15.9. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 544 orð

Gylfi Þór Magnússon

Að kveldi föstudagsins 6. nóvember barst mér sú harmafregn til Ameríku að vinur minn Gylfi Þór Magnússon væri látinn. Fréttin olli mér djúpri sorg, söknuði og eftirsjá og minningarnar streymdu fram í hugann. Við Gylfi kynntumst upp úr 1980 þegar báðir störfuðu erlendis, Gylfi í Hamborg fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og undirritaður í Englandi fyrir Sjávarafurðadeild Sambandsins. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 655 orð

Gylfi Þór Magnússon

Það að skrifa bók er eins og að velta við flögum, voru orð skáldsins um leið og það fletti upp gömlum gólfflísum með öðrum fætinum. Nú þegar staldrað er við og hugsað til baka þá flettist upp hvert minningalagið af öðru þar til komið er að fyrstu kynnum okkar Gylfa Þórs, besta drengs sem ég hef kynnst og einlægasta vinar sem ég hef átt. Það var í landsprófi í þá tíð. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 333 orð

Gylfi Þór Magnússon

Í barnæsku lærast mörg orð sem eru rík af merkingu. Eitt þeirra er orðið frændi. Af ljúfri reynslu er þetta orð mér hugstætt. Það segir margt án orðaflaums og skrúðmælgi. En í dag er komið að kveðjustund við kæran frænda, Gylfa Þór Magnússon, sem lést langt um aldur fram hinn 6. nóvember síðastliðinn. Þingvallavatnið var svo blátt, víðátturíkt og gjöfult af fiski. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 240 orð

Gylfi Þór Magnússon

Það er með miklum söknuði sem við kveðjum í dag góðan vin. Gylfi Þór var einn sá besti maður sem við höfum kynnst. Hann tók alltaf á móti okkur með opnum faðmi, bros á vör og kossum á báðar kinnar. Gylfi var ákaflega hjartahlýr og barngóður maður og er sorgin mikil hjá börnum í fjölskyldunni. Hann eyddi ófáum stundum með dóttur okkar, Jóhönnu Björgu, spilaði við hana og dansaði. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 89 orð

Gylfi Þór Magnússon

Mig langar til þess að skrifa nokkur orð til hjartagóða pabba míns, sem mér þykir svo vænt um. Elsku pabbi. "Erfiðleikarnir eru aðeins andlegs eðlis. Ég trúi, að ég yfirvinni þá ­ ég mun sigra þá." "Ég megna allt í Kristi." Þú átt að temja þér jákvæða hugsun. Ekkert er misheppnað. Þessi orð geymdir þú í Nýja testamentinu þínu og mér finnst þau lýsa þér svo vel. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 358 orð

Gylfi Þór Magnússon

Hann Gylfi frændi er dáinn. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Maðurinn var staddur í mínum húsum aðeins mánuði áður og áttum við saman yndislegar stundir á afmæli Siggu Dóru og Bjargar tengdamóður. Þetta getur bara ekki verið satt, hugsaði ég með mér. Á örfáum mínútum rifjuðust upp fyrir mér kynni mín af þessum einstaka manni. Ávallt á hlaupum og hafði mikið að gera en gaf sér alltaf tíma. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 625 orð

Gylfi Þór Magnússon

Fyrir rúmlega 30 árum kynntumst við Gylfa Þór, er hann kom til sumardvalar í München í Þýzkalandi sem skiptinemi á vegum viðskiptadeildar HÍ. Fór hann þá í starfskynningu hjá Seidl-brauðverksmiðjunni, sem var ein sú stærsta þar í landi. Þjóðverjar kunnu nú lagið á slíkum piltum og vissu hvað gagnaðist þeim. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 344 orð

Gylfi Þór Magnússon

Mikill drengskaparmaður í blóma lífsins er skyndilega kallaður yfir móðuna miklu. Á svipstundu er sem heimurinn breytist. Allt sem áður var svo sjálfsagt og eðlilegt er farið og kemur ekki aftur. Og fjölskyldan, vinirnir og starfsfélagar sitja hljóðir eftir og reyna að ná nýjum áttum. Minningarnar hrannast upp. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 320 orð

Gylfi Þór Magnússon

Góður félagi, bekkjarbróðir og vinur er fallinn frá langt um aldur fram. Á snöggu augabragði var Gylfi Þór Magnússon hrifinn frá okkur. Í hjörtum okkar ríkir tómleiki, sorg og söknuður. Svipmyndir liðins tíma koma í hugann. Við áttum samleið í skátahreyfingunni á æsku- og unglingsárunum og vorum bekkjarbræður í Menntaskólanum í Reykjavík. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 429 orð

Gylfi Þór Magnússon

Af hverju Gylfi, uppáhaldsfrændi okkar systranna? Það eru margar spurningar sem vakna á stundu sem þessari og er okkur það óskiljanlegt hvers vegna svona yndislegur maður er kallaður frá okkur. Gylfi var mikill gleðigjafi og einn af þeim sem var sífellt í góðu skapi. Hann var drífandi og hafði einstaka samskiptahæfileika til að lyfta fólki upp og koma því í gott skap. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 639 orð

Gylfi Þór Magnússon

"Mér þykir svo gaman að vera kominn aftur af fullum krafti inn í stjórnunarhópinn, kominn að norðan, kominn frá Moskvu og búinn að koma mér almennilega fyrir," sagði Gylfi Þór við mig í samtali okkar daginn fyrir andlát sitt. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 297 orð

Gylfi Þór Magnússon

"Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín." (Kahlil Gibran.) Ástkæri faðir. Það er sérstakt að skrifa þér þessa kveðju. En þetta þarftu að vita. Það er þrennt, sem veitir okkur öllum svo mikinn styrk. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 292 orð

Gylfi Þór Magnússon

Orð fá ekki lýst þeirri sorg er gagntók okkur við fréttina af skyndilegu og ótímabæru fráfalli Gylfa Þórs Magnússonar. Kynni okkar systkinanna af Gylfa hófust þegar þau Sigríður Dóra, frænka okkar, og hann fóru að draga sig saman stuttu eftir að Gylfi hóf störf hjá Húsgagnaverksmiðjunni Valbjörk á Akureyri. Frá fyrstu tíð varð hann einn af okkur. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 351 orð

Gylfi Þór Magnússon

Hann Gylfi Þór frændi og vinur er látinn. Þessi harmafregn barst okkur hjónum á föstudagskvöld sl. og hefur ekki vikið úr huga okkar síðan. Gylfi ólst upp í faðmi ástríkrar fjölskyldu, fyrst á Blómvallagötu þá í Barmahlíð og síðar í Stigahlíð hér í borg. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 221 orð

GYLFI ÞÓR MAGNÚSSON

GYLFI ÞÓR MAGNÚSSON Gylfi Þór Magnússon fæddist í Vestmannaeyjum 20. desember 1942. Hann lést af slysförum 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Guðmundur Guðbjartsson, vélstjóri í Reykjavík, f. 17. mars 1899, d. 14. júní 1976, og Sigríður Guðrún Benónýsdóttir, húsmóðir, f. 12. nóv. 1915. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 793 orð

Hjörtur Sigurðsson

Í dag, 13. nóvember, hefði Hjörtur Sigurðsson föðurbróðir minn orðið sextugur ef hann hefði lifað. Hjörtur ólst upp á venjulegu sveitaheimili þess tíma, margir í heimili og fleiri fjölskyldur búsettar í sama íbúðarhúsi. Hann ólst upp með foreldrum sínum, þeim Marínu Baldursdóttur og Sigurði Sigurgeirssyni, og þrem bræðrum, þeim Sigurgeiri, Baldri og Atla. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 28 orð

HJÖRTUR SIGURÐSSON

HJÖRTUR SIGURÐSSON Hjörtur Sigurðsson fæddist í Lundarbrekku í Bárðardal 13. nóvember 1938. Hann lést af slysförum 19. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 24. október. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Júlíus Smári Baldursson

Elsku Smári minn. Ég settist niður kvöldið eftir að ég fékk þessa sorglegu frétt og skrifaði þessi fátæklegu orð á blað. Þetta kom sem reiðarslag því þótt við höfum oft heyrt þegar þú varst lítill að börn með svona sjúkdóm næðu ekki háum aldri var sú skoðun löngu breytt. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 148 orð

Júlíus Smári Baldursson

Margar yndislegar minningar rifjast upp í huganum þegar við minnumst ljúfs drengs sem fallinn er frá alltof fljótt. Minningar um drengs em alltaf var kátur og hress þegar við komum í heimsókn á Tungusíðuna og þegar öll fjölskyldan kom saman, nú síðast á ættarmóti síðastliðið sumar. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 246 orð

Júlíus Smári Baldursson

Elsku Brói. Ég minnist þín með sáran söknuð í hjarta. Maður trúir því varla að þú sért farinn. Eða kannski vill maður ekki trúa því, svona er maður eigingjarn. Þegar ég hugsa til baka til allra góðu minningana þá tárast ég svo mikið og sakna þín svo sárt. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 140 orð

Júlíus Smári Baldursson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 427 orð

Júlíus Smári Baldursson

Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Sum ykkar segja: Í heimi hér er meira af gleði en sorg og aðrir segja: "Nei, sorgirnar eru fleiri." En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 248 orð

Júlíus Smári Baldursson

Elsku besti frændi og vinur. Við urðum harmi slegin þegar við fengum þá sorgarfrétt að Guð hafði tekið þig svo skyndilega til sín, elsku besta frændann okkar. Ég gleymi aldrei þeim degi þegar ég sá þig fyrst, þá varstu eins og lítill brothættur böggull í faðmi stoltrar móður og pabbi þinn stóð þar hreykinn hjá ykkur. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 232 orð

Júlíus Smári Baldursson

Elsku drengurinn minn, nú þegar þú ert farinn sitjum við sem eftir erum og minnumst þín og þökkum fyrir árin sem við fengum að hafa þig hér hjá okkur. Ég mun alltaf minnast þess þegar þú fæddist, svo lítill og veikburða en samt svo fallegur. Þú varst frumburður foreldra þinna sem umvöfðu þig ást og umhyggju og létu þig aldrei skorta neitt. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 465 orð

Júlíus Smári Baldursson

Nú ert þú farinn elsku bróðir. Skarð hefur myndast í eininguna sem staðið hefur að þér. Þú hefur verið til staðar alla mína ævi. Þú hefur verið til staðar frá því ég fór fyrst að muna eftir mér og hefur fylgt mér og mínum minningum alla tíð. Það er ekki fyrr en nú á síðustu árum sem leiðir okkar hafa skilið. Ég fór í skólann og þú tókst það skref að fara að heiman. Fram að því vorum við saman. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 396 orð

Júlíus Smári Baldursson

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) "Hinn sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér." Þessi orð úr Spámanninum komu upp í huga minn er ég fékk upphringingu sl. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 149 orð

Júlíus Smári Baldursson

Elsku Smári minn, það er svo ótrúlegt að þú skulir vera farinn frá okkur. Það var svo margt sem við áttum ógert. En í minningunni eru margar góðar stundir sem við áttum saman, þú varst alltaf til í eitthvert sprell og það þurfti ekki mikið til að fá þig til að brosa. Allt það sem við gerðum, sundlaugarævintýri, bókabúðarferðir og svo margt fleira er geymt í minningunni. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 109 orð

JÚLÍUS SMÁRI BALDURSSON

JÚLÍUS SMÁRI BALDURSSON Júlíus Smári Baldursson fæddist á Akureyri 8. september 1970. Hann lést 7. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Baldur Ragnarsson rafverktaki frá Hólmavík og Þorgerður Fossdal frá Akureyri. Júlíus Smári á tvær systur. 1) Thelmu Baldursdóttir, f. 2.5. 1973. Sambýlismaður hennar er Friðbjörn Benediktsson, f. 21.10. 1968. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 224 orð

Karen Andrésson

Það er laugardagurinn 7. nóvember og klukkan er hálfátta að íslenskum tíma jafnt sem breskum þegar tilkynning berst mér til Englands um fráfall ömmu Karenar. Þar með höfðu veikindin orðið henni yfirsterkari. Tilfinningar eru blendnar því amma hafði þjáðst sína hinstu daga og ljóst var að hún næði ekki bata aftur. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 390 orð

Karen Andrésson

Þá er elsku amma farin og óneitanlega er þær ýmsar hugsanirnar og minningarnar sem flögra um huga minn við fráfall hennar. Amma var mér sérstökum böndum bundin sem erfitt er að lýsa. Við deildum mörgum stundunum enda tóku hún og afi mjög virkan þátt í uppeldi mínu. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 319 orð

Karen Andrésson

Góð kona er gengin. Elskuleg tengdamóðir mín, Karen Andrésson, hefur kvatt þennan heim á sínu 97. aldursári og ég efast ekki um að jafn trúuð og kirkjurækin sem hún var muni hún finna sér góðan stað á sínu æðra tilverustigi. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 170 orð

Karen Andrésson

Nú er hún Karen mín farin frá okkur eftir erfiða sjúkdómslegu, þar sýndi hún sinn mikla kjark og þrautseigju eins og þegar hún tókst á við lífið. Hún sýndi okkur gott fordæmi með lífi sínu, með skörungsskap og oft miklum húmor, hún var mjög lagin við að láta fólki líða vel í návist sinni og koma af stað samræðum þar sem hún naut sín til fullnustu. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 286 orð

KAREN ANDRÉSSON

KAREN ANDRÉSSON Karen Andrésson, fædd Sörensen, húsmóðir, Vesturgötu 12, Reykjavík, fæddist í Árósum í Danmörku hinn 18. júní 1902, yngst fjögurra systkina. Hún andaðist á Landakotsspítalanum 7. nóvember. Karen var dóttir hjónanna Sörens Johannesar Mariusar Sörensen, f. í Árósum 26.9. 1870, d. 1941, og Camillu Marie Vater, f. í Viborg 17.6. 1870, d. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 464 orð

Ólína Valgerður Sigvaldadóttir

"Betra er gott mannorð en góð ilmsmyrsl og dauðadagur betri en fæðingardagur." ­ Pred, 7:1. Hvernig getur það verið? Hvernig getur dauðinn verið betri en lífið. Ef þú hefðir getað kosið, hefðir þú frekar viljað lifa, þó að þú vegna aldurs og veikinda þráðir hvíldina. Þegar við lifum sköpum við okkur mannorð ­ gott eða slæmt. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 422 orð

Ólína Valgerður Sigvaldadóttir

Elsku amma mín. Mig langar að kveðja þig í örfáum orðum. Margs ber að minnast og margt er að þakka. Já, við erum þakklát fyrir að fá að hafa þig svo lengi hjá okkur. Þú varst alltaf svo duleg, amma mín, eins og það að stofna Litlu kaffistofuna rúmlega fimmtug. En hana stofnaðir þú 4. júní 1960 og vannst þar alveg sleitulaus til loka árs 1982. Ég var svo heppin að vinna þar með þér í nokkur sumur. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 303 orð

Ólína Valgerður Sigvaldadóttir

Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur, ég á eftir að sakna þín, en ég veit að þú ert komin á góðan stað, til afa. En við vorum heppin að hafa þig svona lengi hjá okkur, það vantaði bara fjóra daga upp á níræðisafmælið þitt. Þú hefur alltaf verið svo dugleg kona, aldrei látið neitt stoppa þig, þó að sjóninni væri farið að hraka. Þú fórst allar þínar ferðir gangandi eða í strætó. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 224 orð

Ólína Valgerður Sigvaldadóttir

Elsku amma mín, nú ertu farin til afa aðeins 4 dögum fyrir 90 ára afmælið þitt. Það er erfitt að setjast niður og skrifa um þig. Það er frá svo miklu að segja. Ég vil bara þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Meðal annars þegar ég var að vinna hjá þér á Litlu kaffistofunni sem þú stofnaðir sjálf. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 157 orð

Ólína Valgerður Sigvaldadóttir

Á vegferð okkar gegnum lífið eru samferðamennirnir margir og ólíkir. Sumir geisla af lífsorku, góðmennsku og glaðværð, þannig var Ólína. Við andlát hennar koma í hugann margar dýrmætar minningar. Ég kynntist henni á Kanaríeyjum árið 1975 en þar var hún á ferðalagi ásamt sonardóttur sem nokkrum árum síðar varð eiginkona mín. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 132 orð

ÓLÍNA VALGERÐUR SIGVALDADÓTTIR

ÓLÍNA VALGERÐUR SIGVALDADÓTTIR Ólína Valgerður Sigvaldadóttir fæddist á Hrauni í Árneshreppi 12. nóvember 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurlína Jónsdóttir og Sigvaldi Jónsson, en mánaðargömul fór hún til fósturforeldra Guðrúnar Jónsdóttur og Guðmundar Arngrímssonar að Eyri í Ingólfsfirði. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 318 orð

Skúli Birgir Kristjánsson

Í dag kveð ég vin minn og félaga frá barnæsku, Skúla B. Kristjánsson, frá Skálmarnesmúla í Austur- Barðastrandarsýslu en hann lést 5. þ.m. langt fyrir aldur fram fyrstur af okkur félögum af Múlanesinu en við vorum fimm, allir á svipuðum aldri. Við byrjuðum allir saman sem ungir drengir í barnaskóla og uppfrá því hélst vinátta sem aldrei bar skugga á. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 131 orð

Skúli Birgir Kristjánsson

Við leiðarlok rifjast margt upp í samskiptum okkar Skúla. Við höfum mikið til fylgst að í gegnum lífið, unnið saman á mörgum stöðum og á bátum. Tvö ár unnum við saman hjá Aðalbraut, síðan lágum við oft á grenjum í Múlasveitinni og var alveg sama í hvernig samstarfi maður var með Skúla, alltaf var hann sami gæðamaðurinn. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 293 orð

Skúli Birgir Kristjánsson

Skúli Kristjánsson, vinur minn, er fallinn frá langt um aldur fram, eftir erfið veikindi. Við kynntumst fyrir um 15 árum og það var alltaf notalegt að vera nálægt Skúla. Skúli var harðduglegur og öruggur sjómaður, kunni vel til verka og var einkar ósérhlífinn. Hann fiskaði af lagni og ekki var hávaðanum fyrir að fara, enda líkaði öllum vel við Skúla, sem reru með honum. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 108 orð

Skúli Birgir Kristjánsson

Við sitjum saman hér á Kaffivagninum nokkrir félagar hans Skúla Kristjánssonar. Eflaust situr hann hjá okkur og slær úr pípunni sinni. Það eru fáar persónur sem maður hefur kynnst á lífsgöngunni jafn göfuglyndar og greiðviknar. Þú gerðir meira en gleðja okkur. Rólyndi þitt var mörgum gott fordæmi og sögur þínar frá Barðaströnd og nesjunum, sem voru þér svo kær. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 371 orð

Skúli Birgir Kristjánsson

Nú er vetur genginn í garð og þú sem unnir sveitinni þinni á einstakan hátt ert horfinn inn í eilífðina. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Erfitt er að sjá á eftir þér, kæri frændi, og allt of snemma hverfur þú frá okkur. Það er margs að minnast þegar hugsað er til baka. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 100 orð

SKÚLI BIRGIR KRISTJÁNSSON

SKÚLI BIRGIR KRISTJÁNSSON Skúli Birgir Kristjánsson sjómaður fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1946. Hann andaðist á heimili sínu 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórdís Magnúsdóttir og Jón Finnbogason, fyrrverandi bóndi á Skálmarnesmúla. Systkini Skúla eru Finnbogi, f. 1950; Kolbrún, f. 1955, og Nanna Áslaug, f. 1960. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 246 orð

Skúli B. Kristjánsson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Hinn 5. nóvember síðastliðinn andaðist kær vinur okkar, Skúli Kristjánsson sjómaður, eftir stranga baráttu við harðskeyttan sjúkdóm. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 461 orð

Skúli Kristjánsson

Skúli, mágur og frændi okkar, er látinn. Það er með trega sem við kveðjum hann sem hrifinn er burt frá fjölskyldu sinni langt um aldur fram. En minningarnar munu lifa og um hann eigum við einungis góðar minningar. Skúli ólst upp á Skálmarnesmúla í Múlasveit sem nú nefnist Reykhólahreppur og var sá staður honum ákaflega kær, sem og sveitin öll. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 310 orð

Sólveig Hjálmarsdóttir

Elsku Solla systir. Manstu þegar þú hoppaðir upp í fangið á pabba og hann söng "Ég berst á fáki fráum fram um veg"? Þegar við lékum okkur í fjörunni á Dalvík, teiknuðum heilu blokkirnar og glæsileg einbýlishúsin í sandinn. Hoppuðum í parís, fórum í yfir, upp fyrir öllum og í pílu um hálfa Dalvík. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 536 orð

Sólveig Hjálmarsdóttir

Elsku Solla. Nú er komið að kveðjustund. Mín fyrsta minning um þig er síðan við vorum litlar stelpur, ég nýlega flutt til Dalvíkur í Sunnuhvol, en þar hafðir þú áður búið. Náinn vinskapur okkar hófst á unglingsárunum og hefur varað æ síðan. Við höfum gengið í gegnum marga gleðina saman og reyndar sorg líka. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 520 orð

Sólveig Hjálmarsdóttir

Hvað leitar á hugann þegar kær vinur á besta aldri deyr? Æði er það margt, en endar alltaf eins, af hverju hún, ung kona á besta aldri? Ég kynntist Sollu fyrir rúmum 20 árum er ég fluttist til Dalvíkur en Jóna mín og Solla hafa verið nær óaðskiljanlegar vinkonur frá barnæsku. Okkur varð strax vel til vina og hélst það alla tíð. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 511 orð

Sólveig Hjálmarsdóttir

Í sumar, eftir að sýnt var hve hörð glíma Sollu við erfiðan sjúkdóm yrði og óvíst um hvort hefði betur, sóttu fast á mig minningar frá æsku okkar og uppvaxtarárum á Dalvík. Eins er mér farið nú. Í frábærri ræðu sem var blanda af töluðu máli og söng, rifjaði hún upp á fertugsafmæli mínu hvernig við, þá smástelpur, kynntumst. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 24 orð

Sólveig Hjálmarsdóttir

Sólveig Hjálmarsdóttir Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfur et sama; en orðstírr deyr aldregi hveims sér góðan getr. (Úr Hávamálum) Þakka samfylgdina. Þín systir Þórdís. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 549 orð

Sólveig Hjálmarsdóttir

Hún Solla okkar Hjálmars hefur þreytt flugið til Paradísar. Við kynntumst henni fyrst í Tónlistarskólanum á Akureyri við söngnám. Þá urðum við "söngsystur" og síðar félagar í "hinu íslenska Brussufélagi". Hún kom utan úr Hrísey, í hvaða veðri sem var, til að syngja og við lærðum það fljótt að þessi kona lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 222 orð

SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR

SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR Sólveig Hjálmarsdóttir fæddist á Akureyri 23. október 1951. Hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sólveig Eyfeld f. 17. apríl 1924, d. 12. maí 1981 og Hjálmar B. Júlíusson f. 16. september 1924. Sólveig átti fimm systkin. Þau eru; Þórdís f. 1950, Unnur María f. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 89 orð

SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR

Orð á blaði mega sín lítils þegar góður vinur fellur frá. Samt langar okkur til að þakka Sollu fyrir allar góðar stundir og allt sem hún gaf okkur meðan hún lifði. Um leið viljum við senda öllum sem sakna hennar sárt kveðju í von um að við getum gefið hvert öðru styrk í sorg okkar og söknuði. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 331 orð

Unnur Guðjónsdóttir

Unnur Guðjónsdóttir er látin. Mikill kvenskörungur er fallinn frá. Í örfáum orðum langar okkur fjölskylduna að kveðja þessa mætu konu, sem í gegnum lífið gaf okkur svo mikið og var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hún kom. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 453 orð

Unnur Guðjónsdóttir

Í dag kveðjum við ástkæra frænku og vinkonu, Unni Guðjónsdóttur. Minningarnar hrannast upp þegar ég lít til baka og reyni að festa á blað það sem fer í gegnum hugann. Unnur var sjálfstæð og ákveðin kona, síung í anda en umfram allt alveg bráðskemmtileg. Hún var kraftmikil og fjölhæf, góður leikari, saumakona, listakokkur, Týrari og krati af Guðs náð. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 184 orð

Unnur Guðjónsdóttir

Að ætla sér að kveðja hana Unni með örfáum orðum er erfitt, því minningarnar flykkjast að, bæði úr leikhúsinu og ekki síður frá því þegar komið var við á Ljósalandi, setið yfir kaffibolla og spjallað. Þá bauð hún gjarnan upp á "tertu- kuntu" eða "gimbrarláfu" með. Gullkornin og sögurnar sem þar ultu fram, og undirritaður engdist sundur og saman af hlátri, verða ekki rifjaðar upp hér. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 947 orð

Unnur Guðjónsdóttir

Hún Unnur móðursystir mín er látin. Lífshlaup hennar verður ekki tíundað í þessum fátæklegu orðum né tala forfeðra eða niðja. Hefði ég sagt henni að ég ætlaði að lýsa henni frá mínum bæjardyrum, draga fram nokkur minningabrot frá liðinni tíð, þá hefði hún sjálfsagt sagt: "Settu yfir greinina lúkurnar úr sjónvarpinu sem vara börn og viðkvæmt fólk við efninu. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 838 orð

Unnur Guðjónsdóttir

"Ég hendi þá kjúklingnum aftur í frystinn og þið étið hann bara seinna," sagði Unnur þegar ég neyddist til að afþakka hjá henni matarboð vegna þess að sjálf átti ég von á gestum. Ég hef nagað mig í handarbökin síðan, því heilsu Unnar hrakaði eftir þetta og stóð þá matarboðið ekki aftur til boða. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 126 orð

UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR

UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR Unnur Guðjónsdóttir var fædd í Vestmannaeyjum 25. júní 1913. Hún lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja aðfaranótt 1. nóvember sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Jónsson frá Sandfelli í Vestmannaeyjum og Ingveldur Unadóttir. Foreldrar Guðjóns voru Jón Valdason og Þuríður Jónsdóttir frá Steinum. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 432 orð

Þorgeir Rúnar Kjartansson

Þeir voru ekki árennilegir Júpítersmenn þegar þeir stóðu á sviði og á manni skullu voldugar brasskviður, satýrískar sýrufléttur í bland við þungstígt tja-tja-tja: hún var full af ofsafenginni gleði og tömdu frelsi þessi músík, full af fýsnum, full af eldi og myrkri og örvæntingu; og þeir stóðu þarna í röð þungir á brún með rörin sín menn á öllum aldri, Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 105 orð

Þorgeir Rúnar Kjartansson

Fingur hreyfast ekki lengur. Saxinn er þagnaður, en minningin lifir. Minning um góðan dreng sem átti tón. Tón sem hreif fjöldann en var svo brothættur. Þorgeir var vinur vina sinna. Hann var gleðigjafi hvort heldur var í líflegum samræðum um ótrúlegustu málefni eða sem spunameistari með titrandi blað milli tanna. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 490 orð

Þorgeir Rúnar Kjartansson

Látinn er fyrir aldur fram vinur minn, skólabróðir og samferðamaður Þorgeir Rúnar Kjartansson sagnfræðingur. Þrátt fyrir að hafa alist upp í sömu götunni og verið samferða allan barna- og unglingaskólann tókust ekki kynni með okkur Þorgeiri fyrr en leiðir okkar lágu saman á skólabekk í Menntaskólanum við Tjörnina sem þá hét. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 795 orð

Þorgeir Rúnar Kjartansson

"Enginn veit allt sem Þorgeir gerði." Þessi orð féllu í vinahópi þegar lát Þorgeirs Rúnars spurðist. Að morgni dags 6. nóvember féll hann fyrir krabbameini. Þá var stödd hjá honum ástin hans, Rúna, eins og hún hefði verið send af örlögunum til að fylgja honum síðasta æviskeiðið til að bæta fyrir það óverðskuldaða harðræði sem honum var skammtað. Þorgeir var góðgjarn maður. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 1116 orð

Þorgeir Rúnar Kjartansson

Þorgeir Kjartansson átti tilfinningapúður í heila flugeldaverksmiðju. Hugmyndir hans voru eftir því, fagrar, háleitar, skrautlegar, óvæntar, ótrúlegar. Þær náðu að kristallast, á meðan hann lifði, í stórsveitinni Júpíters. Meira
13. nóvember 1998 | Minningargreinar | 170 orð

ÞORGEIR RÚNAR KJARTANSSON

ÞORGEIR RÚNAR KJARTANSSON Þorgeir Rúnar Kjartansson lést 6. nóvember á Landspítalanum. Hann fæddist 26. nóvember 1955, sonur Valgerðar Jónsdóttur frá Skálholtsvík í Hrútafirði og Kjartans Jóhannessonar frá Herjólfsstöðum í Álftaveri. Kjartan er nú látinn. Þau bjuggu í Karfavogi 34. Unnusta Þorgeirs og sambýliskona var Rúna Knútsdóttir Tetzschner. Meira

Viðskipti

13. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 59 orð

10% lækkun hlutabréfa

RÚMLEGA 10% lækkun varð á gengi hlutabréfa Olíufélagsins á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Viðskipti á hlutabréfamarkaði námu alls 53 milljónum króna, mest með bréf Tryggingamiðstöðvarinnar, 15 mkr., Eimskipafélagsins, 9 mkr., og Haraldar Böðvarssonar, 8 mkr. Viðskipti með hlutabréf Flugleiða námu tæplega 4 milljónum og hækkaði gengi bréfanna um 3,5%. Meira
13. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 174 orð

16,5 milljóna króna hagnaður

HAGNAÐUR Fiskmarkaðar Suðurnesja hf. (FMS) nam 16,5 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins samkvæmt árshlutauppgjöri. Hagnaður af rekstri félagsins var 27,7 milljónir og eftir fjármagnsliði 28 mkr. Skattar námu 9,3 milljónum og áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 2,2 millj. Hagnaður tímabilsins er því 16,5 milljónir. Meira
13. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 220 orð

Dollar og olía fara hækkandi vegna Saddams

GENGI dollars hækkaði og olía hækkaði í verði í Evrópu í gær vegna aukinnar hættu á hernaðaraðgerðum gegn Írak. Skuldabréf hækkuðu einnig vegna ástandsins og hlutabréf stóðu illa að vígi vegna vonbrigða með fyrirætlanir stjórnarflokksins í Japan um að örva efnahagslíf landsins. Meira
13. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 237 orð

ÐFlugfélagið fækkar ferðum til Egilsstaða

FLUGFÉLAG Íslands hefur ákveðið að fella niður fjórar ferðir í viku á milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Breytingin á vetraráætluninni tekur gildi frá og með 16. nóvember næstkomandi. Ákvörðunin kemur í kjölfar athugasemda sem Íslandsflug sendi Samkeppnisstofnun í september. Meira
13. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 97 orð

ÐHlutafjárútboði í FBA lokið

SALA ríkisins á 49% eignarhlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins lauk í gær. Alls voru boðnar út 3.322 milljónir króna að nafnverði á genginu 1,4 sem jafngildir söluverðmæti upp á 4,7 milljarða króna. Almenningi og lögaðilum gafst kostur á að skrá sig fyrir hlutabréfum fyrir allt að 3 milljónum króna að nafnverði, eða 4,2 milljónum að söluverði. Meira
13. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 204 orð

Hlutabréf gætu farið á markað

SIGURGEIR Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir að samtökin hljóti að velta fyrir sér í alvöru hvort bjóða eigi hluti í Hótel Íslandi og Hótel Sögu á almennum markaði. Sigurgeir segir að ýmislegt geti flýtt fyrir þeirri þróun að hlutabréf hótelanna, sem eru í eigu Bændasamtaka, verði sett á markað. Meira
13. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 311 orð

Mikil sala eBay vestra

FÁ bandarísk fyrirtæki hafa sett hlutabréf í sölu með eins góðum árangri og uppboðsfyrirtækið eBay á alnetinu. Vefsíða eBay er notuð til að kaupa og selja forngripi, mynt, frímerki og minnisverða hluti. Meira
13. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Námskeið um arðsemi fjárfestinga

NÆSTKOMANDI mánudag hefst námskeiðið "Arðsemi fjárfestinga" hjá Endurmenntunarstofnun HÍ. Í fréttatilkynningu frá Endurmenntunarstofnun segir að námskeiðið sé ætlað stjórnendum og öðrum sem leggja þurfa mat á arðsemi fjárfestinga. Á námskeiðinu verða efnistök eftirfarandi: 1. Fjárfestingarfræði: Vaxtareikningur og tímagildi peninga. Helstu aðferðir við mat á arðsemi fjárfestinga. Meira
13. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 145 orð

Óvíst um framtíð Byggt og búið í Kringlunni

ÓVÍST er um framtíð verslunarinnar Byggt og búið í Kringlunni vegna fyrirhugaðrar stækkunar verslunarmiðstöðvarinnar. Byggingavöruverslunin Byko á og rekur Byggt og búið. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Byko, segir að gert sé ráð fyrir að leggja tengibyggingu yfir í nýjan hluta verslunarmiðstöðvarinnar þar sem Byggt og búið er nú og því sé ekki ljóst hvort verslunin verði áfram í Kringlunni. Meira
13. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 613 orð

Tilgangurinn að verja eigendahagsmuni félagsins

OLÍUFÉLAGIÐ á nú eftir kaup á hlutabréfum úr eigu Íslenskra sjávarafurða hf. beint og óbeint tæplega 31% hlut í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum og er langstærsti einstaki hluthafinn. Forstjóri Olíufélagsins segir að kaup á hlutabréfum í Hlutabréfasjóðnum Íshafi og Vinnslustöðinni sé meðal annars gerð til að verja hagsmuni Olíufélagsins sem hluthafa í félögum sem Íshaf á í. Meira

Fastir þættir

13. nóvember 1998 | Fastir þættir | 868 orð

40 sveitir í deildakeppni SÍ um helgina

Búast má við harðri keppni Íslandsmeistaranna í Taflfélagi Reykjavíkur og Hellis DEILDAKEPPNI Skáksambands Íslands hefst í kvöld. Deildakeppnin er eitt fjölmennasta skákmót, sem fram fer hér á landi og að þessu sinni verða þátttakendur fleiri en nokkru sinni fyrr. Keppt verður á 128 borðum í fjórum deildum, þannig að keppendur í hverri umferð verða 256. Meira
13. nóvember 1998 | Í dag | 31 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 13. nóvember, verður sjötug Magðalena M. Kristjánsdóttir, Grundarbraut 6, Ólafsvík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum laugardaginn 14. nóvember að Árskógum 6-8 frá kl. 16. Meira
13. nóvember 1998 | Í dag | 47 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Mánudaginn 16. nóvember verður sjötugur Jóhannes Guðni Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Íshússfélags Ísfirðinga hf., Túngötu 11, Ísafirði. Í tilefni þessara tímamóta ætlar Jóhannes og eiginkona hans, Guðríður J. Matthíasdóttir, að taka á móti gestum í kaffisal Íshúsfélags Ísfirðinga hf., á milli klukkan 15-18, laugardaginn 14. Meira
13. nóvember 1998 | Í dag | 21 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 13. nóvember, verður níræð Astrid Þorsteinsson, fyrrverandi hjúkrunarfræðingur, Hrafnistu, Hafnarfirði. Astrid verður að heiman í dag. Meira
13. nóvember 1998 | Fastir þættir | 56 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsmót Munins og

Árlegt bridsmót Bridsfélagsins Munins í Sandgerði og Samvinnuferða/Landsýnar verður haldið á laufgardaginn og hefst spilamennskan kl.10. Spilað er eftir Monrad fyrirkomulagi. Keppnisstjóri verður Sveinn R. Eiríksson. Keppnisgjald er 6.000 kr. fyrir parið. Skráning er í símum 5879360 BSÍ, 4213632 Garðar, 4237628 Víðir og 4227230 Þröstur. Meira
13. nóvember 1998 | Fastir þættir | 27 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmót kvenna í

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmót kvenna í tvímenningi Íslandsmót kvenna í tvímenningi verður haldið helgina 21.­22. nóvember. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða isbridgeÊislandia.is. Meira
13. nóvember 1998 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

Nína ljósmyndari. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Garðakirkju Halla Árnadóttir og Þórður Grétar Kristjánsson. Heimili þeirra er í Álfholti 56-D, Hafnarfirði. Meira
13. nóvember 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. september í Háteigskirkju af sr. Haraldi Magnúsi Kristjánssyni Astrid Boysen og Hermann Arason. Heimili þeirra er að Trönuhjalla 21, Kópavogi. Meira
13. nóvember 1998 | Í dag | 35 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 13. nóvember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli Torfhildur Steingrímsdóttir og Sigurður H. Þorsteinsson, Arnarhrauni 4, Hafnarfirði. Þau eru stödd í Orlando á Flórída og halda þar upp á daginn með fjölskyldu og kunningjum. Meira
13. nóvember 1998 | Dagbók | 659 orð

Í dag er föstudagur 13. nóvember, 317. dagur ársins 1998. Briktíumessa. Orð dag

Í dag er föstudagur 13. nóvember, 317. dagur ársins 1998. Briktíumessa. Orð dagsins: Varðveit mig sem sjáaldur augans, fel mig í skugga vængja þinna. (Sálmarnir 17, 8.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Thore Lone, Kyndill og Kristrún komu í gær. Meira
13. nóvember 1998 | Í dag | 446 orð

KUNNINGI Víkverja brá sér á dögunum í Íslensku óperuna að sjá

KUNNINGI Víkverja brá sér á dögunum í Íslensku óperuna að sjá Hellisbúann og hafði gaman af. Tvennt var það þó sem kunningjanum fannst furðulegt og raunar fleiri leikhúsgestum. Fyrir það fyrsta fannst mörgum hálf hallærislegt að ekki skuli selt í númeruð sæti á leiksýninguna. Meira
13. nóvember 1998 | Fastir þættir | 434 orð

Safnaðarstarf 50 ára vígsluminni Fossvogskirkju

Á ÁRI hverju koma yfir 100 þúsund manns til athafna í húsakynnum Fossvogskirkju auk þess mikla fjölda sem leggur leið sína í kirkjugarðinn. Á morgun, laugardaginn 14. nóvember, kl. 17, verður þess minnst við hátíðlega athöfn í Fossvogskirkju að 50 ár eru liðin frá því að útfararkirkjan var vígð. Meira
13. nóvember 1998 | Í dag | 222 orð

Til umhugsunar

HVERNIG líkar rjúpnaneytendum að borða rjúpur sem hundar eru búnir að vera með í kjaftinum, eins og sást á mynd á forsíðu Morgunblaðsins, sunnudaginn 8. nóvember sl.? Halda menn að tennur hundanna fari ekki í gegnum ham fuglanna? Halda neytendur að munnvatn hunds sé aðeins í fiðri fuglanna? Og hvað um efnainnihald munnvatns hunds með bráð í kjaftinum? Hugsi hver fyrir sig. Lesandi. Meira
13. nóvember 1998 | Fastir þættir | 109 orð

(fyrirsögn vantar)

A/V: Birgir Sigurðsson ­ Lárus Arnórsson362 Alfreð Kristjánsson ­ Tómas Sigurjónsson362 Hilmar Valdimarsson ­ Magnús Jósefsson354 Mealtal312 Mánudaginn 9. nóv. spiluðu 28 pör Mitchell tvímenning. Meira

Íþróttir

13. nóvember 1998 | Íþróttir | 237 orð

Árni Þór og Broddi gáfu tóninn

ANDREW Ryan kynntist fyrst íslensku badmintoni í gegnum landsliðsmennina Árna Þór Hallgrímsson og Brodda Kristjánsson. Hann sagði að þeir hefðu verið verðugir fulltrúar þjóðarinnar, í raun gefið tóninn, og þeir báru honum líka vel söguna. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 78 orð

Ástralar keppa á NM

ÁSTRALAR og Bandaríkjamenn verða meðal þátttakenda á Norðurlandamóti stúlkna 21 árs og yngri, sem fram fer hér á landi í byrjun ágúst á næsta ári. Að auki munu Þjóðverjar taka þátt í mótinu ásamt landsliðum Íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Ástralar taka sæti Hollands, sem ekki verður með að þessu sinni. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 192 orð

Átta stúlkur eru með landsforgjöf

HVORKI fleiri né færri en átta stúlkur úr unglingaflokki í golfi eru með skráða meistaraflokksforgjöf í sumarlok og hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri. Sextán konur luku sumrinu með landsforgjöf og var helmingur þeirra gjaldgengur í unglingaflokki, átján ára gamlar eða yngri. Listinn er eftirfarandi, aldur á árinu í sviga. Kristín Elsa Erlendsd. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 152 orð

Deildin er veikari en í fyrra

"Mér sýnist fyrsta deildin vera mun veikari nú heldur en í fyrra. Valsmenn og Framarar voru þá með mjög sterk lið, en þau virðast nú vera dottin út og það sama má segja um ÍR-inga. Að mínu mati eru það fjögur lið sem eitthvað geta í þessari deild," sagði Elías Halldórsson, fyrirliði Aftureldingar í 4. flokki. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 161 orð

Duranona ekki með gegn Ungverjum

SAMKVÆMT fréttum í þýska handknattleikstímaritinu Handball Woche er landsliðsmaðurinn Róbert Julian Duranona með rifinn vöðva í kálfa í hægri fæti. Verður hann fjarri keppni næstu vikur, samkvæmt frásögn blaðsins, en Duranona meiddist í leik Eisenach og Grosswallstadt fyrir rúmri viku og hefur ekki leikið síðan. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 192 orð

Er lyfjastríðið tapað?

BARÁTTAN gegn notkun ólöglegra lyfja meðal íþróttamanna verður töpuð þegar að Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 kemur verði ekki hægt að framkvæma lyfjapróf með því að taka eingöngu blóðprufur af íþróttamönnum, segir David Cowan, yfirmaður rannsóknarstofu Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, í Lundúnum. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 440 orð

Evans sagði starfi sínu lausu hjá Liverpool

Roy Evans hætti í gær sem annar knattspyrnustjóri Liverpool og hafnaði boði um að taka við öðru starfi hjá enska úrvalsdeildarfélaginu í knattspyrnu en hann hefur verið hjá því í 33 ár. "Ég vil ekki vera fluga á veggnum og það er öllum fyrir bestu að ég fari," sagði hann. "Félagið hefur alltaf haft forgang hjá mér og því var þessi ákvörðun tekin. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 206 orð

Evrópska mótaröðin í fyrsta sinn á Íslandi

UM HELGINA verður árlegt alþjóðamót í badminton í TBR-húsunum en að þessu sinni er það liður í evrópsku mótaröðinni og er það í fyrsta sinn. Tilkynnt hefur verið um þátttöku 16 erlendra badmintonspilara frá sex löndum, Hollandi, Sviss, Austurríki, Englandi og Svíþjóð auk þess sem Lithái búsettur hér á landi keppir á mótinu og allir bestu badmintonspilarar landsins. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 271 orð

EYJÓLFUR Sverrisson kom inná sem

EYJÓLFUR Sverrisson kom inná sem varamaður hjá Herthu Berlín, er liðið tapaði heima fyrir Leverkusen, 1:0. Leikmenn Herthu hafa ekki skorað í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 121 orð

Fengu góðan gest

UNGT frjálsíþróttafólk úr ÍR fékk góðan gest í heimsókn til sín fyrir stuttu, þegar Guðrún Arnardóttir, margfaldur Íslandsmethafi, meðal annars í grindahlaupi, leit inn á æfingu og leiðbeindi áhugasömum krökkum um hvernig stökkva ætti yfir grindurnar. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 610 orð

Fimm sinnum valinn besti maður liðsins

ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður skoska liðsins Hibernian, hefur leikið vel það sem af er leiktíðinni. Hann heftur leikið alla fjórtán leikina á tímabilinu og fimm sinnum verið valinn besti leikmaður liðsins. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 344 orð

Framtíðin er björt

"ÉG held að þessir strákar, sem nú eru í fjórða flokki, og því fjórtán og fimmtán ára, tilheyri sterkustu árgöngum sem komið hafa fram í íslenskum handbolta í mörg ár og ég held að þeir sem starfa að landsliðsmálum fyrir HSÍ ættu að gefa þessum strákum sérstakan gaum, því hér er kominn góður kjarni í sterku landsliði," segir Jóhannes Bjarnason, unglingaþjálfari hjá KA. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 130 orð

Geymt en ekki gleymt

Fjórði flokkur karla hjá KA stóð upp sem sigurvegari í 2. umferð Íslandsmótsins hjá B-liðum, en leikið var í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. KA tryggði sér sigur í deildinni með því að leggja FH að velli 18:17 eftir að FH-ingar höfðu leitt með eins marks mun í leikhléi, 9:8. Sömu lyktir urðu á fyrstu umferð mótsins, KA varð sigurvegari eftir eins marks sigur gegn FH. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 70 orð

Handknattleikur

1. deild kvenna: FH - ÍBV23:18 Þórdís Brynjólfsdóttir 5, Guðrún Hólmgeirsdóttir 5, Dagný Skúladóttir 4 ­ Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Marie Axelsson 5. 2. deild karla: Víkingur - Fylkir16:16 Körfuknattleikur 1. deild karla: ÍS - Fylkir72:67 Blak Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 24 orð

Í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Vestm.:ÍBV - Grótta/KR20 BLAK 1. deild karla: KA-hús:KA - Þróttur R.19.30 Nesk.:Þróttur N. - Stjarnan20 1. deild kvenna: KA-hús:KA - Þróttur R. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 426 orð

KA-piltar hræðast fátt meira en kirkjutröppurnar

KA-menn hrepptu efsta sætið í 2. umferð Íslandsmótsins í fjórða flokki karla sem haldið var í íþróttahúsi Digranesskóla í Kópavogi um síðustu helgi. Segja má að lið norðanmanna, sem sigraði með yfirburðum í 1. umferðinni, hafi verið í nokkrum sérflokki, því falldraugurinn elti hin liðin fjögur fram að síðasta leik. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 296 orð

Markvörðurinn með sigurmark Willst¨att

"ÞETTA var gríðarlega spennandi og jafn leikur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunni. Þá var það markvörður okkar sem tryggði sigurinn," sagði Gústaf Bjarnason, leikmaður Willst¨att, eftir sigur, 21:20, á útivelli á Göppingen í suðurhluta 2. deildar í Þýskalandi. Með Göppingen leikur Rúnar Sigtryggsson. Staðan í hálfleik var jöfn, 11:11. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 319 orð

Notuðu "heimagerða" blöndu

Allir keppendur hollenska reiðhjólaliðsins TVM, níu að tölu, sem tóku þátt í Frakklandskeppninni á sl. sumri notuðu ólögleg efni í þeim tilgangi að bæta árangur sinn. Þessar upplýsingar koma fram í 200 blaðsíðna skýrslu sem send hefur verið dómstóli er fæst við mál liðsins í Frakklandi. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 372 orð

Schmeichel hyggst fara frá Man. Utd.

DANSKI landsliðsmarkvörðurinn Peter Schmeichel tilkynnti í gær að hann hygðist yfirgefa herbúðir enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United eftir þetta keppnistímabil. Schmeichel hyggst þó ekki leggja skóna á hilluna, heldur færa sig til liðs í Evrópu þar sem ekki er leikið jafnört og í Englandi. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 133 orð

Sigtryggur í mark KA

SIGTRYGGUR Albertsson er á ný tekinn við markmannsstöðunni hjá 1. deildar liði KA í handknattleik. Reynir Þór Reynisson, markvörður KA og landsliðsins, er meiddur á hné. Atli Hilmarsson, þjálfari KA, segir að ekki sé ljóst hversu alvarleg meiðsl Reynis séu, það komi í ljós við speglun í dag. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 119 orð

Slakir í fyrstu leikjunum

"VIÐ vorum mjög slakir í leikjunum í gær og sömuleiðis í fyrri hálfleiknum gegn Aftureldingu. Við teljum okkur hins vegar vera með nógu gott lið fyrir fyrstu deildina og þangað setjum við stefnuna í næstu umferð," sagði Finnur Eiríksson, markvörður og fyrirliði Víkings, sem hafnaði í fjórða sæti í 1. deild og þarf að leika í 2. deild í næstu umferð. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 45 orð

Snókerspilari í bann

JAPANSKUR sknókerspilari hefur verið dæmdur í tveggja ára bann fyrir að taka inn vaxtarhórmóna. Maðurinn, Junsuke Inoue ­ 58 ára, er einn elsti íþróttamaðurinn sem hefur fallið á lyfjaprófi. Aðeins tveir japanskir íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi áður, einn 1986 og annar 1991. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 244 orð

Styrkleikalistinn breytist stöðugt

Styrkleikalistinn í badminton breytist stöðugt. Þegar Árni Þór Hallgrímsson og Broddi Kristjánsson voru að reyna við lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í Barcelona 1992 voru þeir um tíma í 17. sæti í tvíliðaleik auk þess sem Broddi náði best að fara niður í 40. sæti og Árni Þór í 62. sæti. Þegar lokalistinn var birtur voru þeir í 30. sæti í tvíliðaleik, Broddi í 82. sæti og Árni Þór í 89. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 1560 orð

Sveinn í hópi 14 útvalinna í heiminum

Ólympíusamhjálpin telur líklegt að badmintonspilarinn Sveinn Sölvason verði á meðal þátttakenda á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu árið 2000 og frá september sem leið og fram yfir leikana fær hann 1.200 dollara, um 84.000 kr., í styrk frá henni á mánuði upp í kostnað vegna nauðsynlegs undirbúnings. Auk þess fær hann greiddan ferðakostnað vegna þátttöku í ákveðnum mótum. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 198 orð

Sveinn stefnir á ÓL í Sydney

SVEINN Sölvason badmintonmaður úr TBR stefnir að þátttöku á Ólympíuleikunum í Sydney eftir tvö ár. Hefur hann dvalist í Danmörku frá því síðsumars við æfingar auk þess að taka þátt í mótum með góðum árangri. Sveinn er um þessar mundir í 136. sæti heimslista badmintonkarla og ætlar sér að ná niður fyrir 100. sæti áður en þetta ár er úti. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 602 orð

SVEINN SÖLVASON STEFNIR Á ÓL Í SYDNEY Ætla niður fyrir 100 á afrekalistanum fyrir jól

SVEINN Sölvason, tvítugur stúdent, er efnilegasti badmintonmaður landsins. Hann lék til úrslita í einliðaleik karla á Íslandsmótinu fyrr á árinu, Andrew Ryan hefur mikla trú á honum og vill allt fyrir hann gera og stefnan er sett á Ólympíuleikana í Sydney í Ástralíu árið 2000. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 79 orð

ÚRSLIT Fjórði flokkur karla, 2. umferð 1. deildar á Íslandsmótinu í handknattleik.

Fjórði flokkur karla, 2. umferð 1. deildar á Íslandsmótinu í handknattleik. Laugardagur Afturelding-HK22:21Víkingur-ÍR17:12KA-Afturelding20:16HK-Víkingur20:14Viktor Arnarsson skoraði tíu mörk fyrir Víkinga, en þau dugðu skammt. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 112 orð

Vésteinn Sveinsson, ÍA

"Ég veit það ekki, það eru til svo margir góðir. Ætli Shaquille O'Neill hjá Los Angeles Lakers sé ekki í mestu uppáhaldi hjá mér. Hjá liðunum hér heima eru það hins vegar Damon Johnson hjá Keflavík og David Bevis sem leikur með ÍA. Þeir eru báðir snöggir og skora mikið af stigum." Birkir M. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 184 orð

Þjóðverjar gefa frí vegna EM

Þýska handknattleikssambandið hefur ákveðið að ganga gegn fyrri samþykkt sinni og gera hlé á keppni í 1. og 2. deild þar í landi í janúar árið 2000 vegna lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem fer fram í Króatíu í þeim mánuði. Áður hafði sambandið ítrekað fyrri afstöðu um að ekki yrði gert hlé á deildarkeppninni vegna mótsins, en þetta verður í fyrsta skipti sem það er haldið svo snemma árs. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 144 orð

Þorbjörn ánægður með Ólaf

Nú lék Ólafur eins og ég þekki hann," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, en hann var á meðal áhorfenda á leik Magdeburg og Niederw¨urzbach í fyrrakvöld. Ólafur Stefánsson landsliðsmaður var besti maður Magdeburg í leiknum, sem liðið vann 25:21, og gerði átta mörk. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 225 orð

Þórður samdi við Norrköping

ÞÓRÐUR Þórðarson, sem leikið hefur í marki ÍA undanfarin ár, gekk í gær frá tveggja ára samningi við sænska liðið Norrköping. Hann tekur þar stöðu Birkis Kristinssonar, landsliðsmarkvarðar, sem annaðhvort semur við norska liðið Lilleström eða heldur heim á leið og leikur með íslensku liði næsta sumar. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 125 orð

Þrefalt hjá Framstúlkum

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í fimmta flokki stúlkna var leikin helgina 24. og 25. síðasta mánaðar í Íþróttahúsi Fram við Safamýri. Skemmst er frá því að segja að Framstúlkur báru sigur úr býtum í keppni A-, B- og C-liða. Lokaröð liðanna varð þessi: A-LIÐ: 1. Fram, 2. ÍR, 3. Grótta, 4. FH, 5. Haukar, 6. Stjarnan, 7. Fjölnir, 8. KA, 9. Fylkir, 10. HK, 11. Meira
13. nóvember 1998 | Íþróttir | 65 orð

(fyrirsögn vantar)

Vertíðarlok í VestmannaeyjumYNGRI aldursflokkar ÍBV í knattspyrnu héldu upp á góðan árangur ísumar með veglegu lokahófi í Týsheimilinu fyrir skömmu, en áranguryngri flokka félagsins hefur aldrei verið jafn góður og í ár. Meira

Úr verinu

13. nóvember 1998 | Úr verinu | 828 orð

"Íslenska kerfið er ekki góð fyrirmynd"

ARTHÚR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, varar við því að gengið verði of langt í að kynna ágæti íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis erlendis. Fiskveiðistjórnunarkerfið varð Arthúri helst að umtalsefni í setningarræðu sinni á aðalfundi sambandsins sem hófst í gær. Meira
13. nóvember 1998 | Úr verinu | 140 orð

Mikill fiskur hjá Grundfirðingum

Togarinn Hringur SH 535 hefur farið ellefu veiðiferðir frá 1. september síðastliðnum, "kvótaáramótunum. Hinn 10. nóvember síðastliðinn landaði togarinn 95 tonnum og er aflinn í þessum ellefu veiðiferðum orðinn 1.120 tonn. Langstærstur hluti þessa afla er þorskur. Hér er um aflaverðmæti fyrir tæpar 90 milljónir króna að ræða svo hásetahluturinn er orðinn dágóður. Meira
13. nóvember 1998 | Úr verinu | 114 orð

Samið um styrk í Noregi

NORGES Fiskarlag, hagsmunasamtök í norskum sjávarútvegi, og norska ríkið hafa náð samkomulagi um opinberan stuðning við útgerðina á næsta ári. Verður hann rúmlega milljarður ísl. kr. og heldur lægri en á yfirstandandi ári. með samkomulaginu urðu einnig nokkrar breytingar á tekjutryggingu sjómanna en hún verður á bilinu 19.000 til 21. Meira
13. nóvember 1998 | Úr verinu | 557 orð

Verðið á bátum er fáránlega hátt

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, sagðist á aðalfundi LS í gær reiðubúinn til þess að skoða framlengingu laga um úthlutun úr jöfnunarpotti til aflamarksbáta í eitt ár. Á undanförnum árum hefur verið beint til þeirra verulegum hluta af 5. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

13. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 696 orð

"Allt sem ég hef að gefa..."

"ÉG GEF hvorki vegna þess að það er fallegt né vegna þess að ég er góður. Ég gef vegna þess að annars gæti ég ekki lifað," segir Gérard Lemarquis, frönskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands, en blaðamaður frétti að hann gæfi sig allan í kennsluna. "Ég þoli ekki að sjá nemendum mínum leiðast. Meira
13. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 924 orð

Einfalt, nákvæmt og notadrjúgt fyrir nútíma heimsborgara

Hönnun danska arkitektsins Alfreds Homanns hefur notið vaxandi vinsælda bæði vestan hafs og austan undanfarin ár. Anna G. Ólafsdóttir komst að því í spjalli við Alfred á Íslandi fyrir skömmu að þar á klassískt yfirbragð og notagildi drjúgan hlut að máli. Meira
13. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 15 orð

FRAMTAKSSAMAR KONUR SEM VILJA MINJASAFN Í GARÐABÆ/2

FRAMTAKSSAMAR KONUR SEM VILJA MINJASAFN Í GARÐABÆ/2SAFNAR PLÖTTUM/3SAMBÖND VELTA Á GJÖFINNI/4JÁKVÆÐ SAMVINNA Í MIÐGARÐI/6HÖNNUN FYRIR HEIMSBORGARA/8 Meira
13. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1174 orð

Framtakssamar konur vilja minjasafn í Garðabæ

"VIÐ KGB-konur eru víðsýnar og látum okkur fátt vaxa í augum eftir lagfæringarnar á Garðakirkju," segir Katrín Eiríksdóttir, formaður Kvenfélags Garðabæjar, og lítur kankvís á stöllur sínar Erlu Bil Bjarnardóttur Meira
13. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 530 orð

Gæti ekki gefið honum neitt nema ef til vill rófu

ÆVINTÝRI Grimmsbræðra geyma boðskap um mannlega hegðun og ætlunarverk. Sagan um rófuna í þýðingu Theodórs Árnasonar segir frá bræðrum sem báðir tveir gefa kóngi sínum gjafar. Hugurinn að baki er þó ólíkur og ræður það úrslitum um afleiðingarnar: Einu sinni voru tveir bræður sem báðir voru hermenn; annar þeirra var ríkur og hinn fátækur. Meira
13. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1503 orð

Jákvæð og árangursrík samvinna í Miðgarði

Fjölskyldumiðstöð í Grafarvogi Jákvæð og árangursrík samvinna í Miðgarði Í nýjasta hverfi borgarinnar í Grafarvogi hefur um eins árs skeið verið rekin fjölskylduþjónustan Miðgarður, þar sem saman eru komnir fagaðilar af nánast öllum sviðum samfélagsaðstoðar. Meira
13. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 397 orð

Jólasveinarnir fara til klæðskerans

EIGA íslensku jólasveinarnir að líta út sem luralegir fjallabúar í bændafötum í 18. aldar stíl? Á að tína til einhverja garma á þá fyrir jólin, götóttar peysur og aðra fataræfla? Eða væri ráð að finna þeim einhvern nýjan stíl? Útlenski jólasveinninn velkir ekki útliti sínu fyrir sér. Fatastíll hans á rætur í biskupsklæðum heilags Nikulásar. Meira
13. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 385 orð

Safnari af lífi og sál

JÓLAPLATTARNIR frá Bing og Gröndahl hafa verið gefnir út síðan árið 1895. Víða um heim er þeim safnað og svo mun vera hér á landi. Unnur Þórðardóttir, fyrrum garðyrkjukona sem býr í Hveragerði ásamt eiginmanni sínum Ólafi Steinssyni, hefur safnað jólaplöttum og ýmsu öðru um langt árabil. "Ég hef náð í alla platta frá árinu 1900. Næstum hundrað platta. Þetta er svolítið gaman. Meira
13. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1237 orð

Sambönd velta á gjöfinni HVERSU ÞUNGT VEGUR GJÖFIN Í LÍFINU? Hversu þýðingarmikið er að gefa af sjálfum sér. Gunnar Hersveinn

DÆMI: Leikarinn fer fagmannlega með hlutverkið, kennarinn kann vissulega efnið og blaðamaðurinn aðferðina við að taka viðtöl. En eitthvað skortir á til að fullgera verk þeirra, áhorfandanum leiðist, nemandinn hugsar um eitthvað annað og lesandinn missir fljótlega áhugann. Hvað er að? Mögulegt svar: Gjöfina skortir. Þeir gefa ekki af sjálfum sér. Eitthvað heldur aftur af þeim. Meira
13. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 683 orð

Þrautir geta verið leyndar gjafir

"ÞAÐ þarf engin auðæfi til að geta gefið, aðeins örlæti. Umhugsunarlaust örlæti met ég mest og þá sem tjalda því sem til er og geta slegið með því upp veislu," segir Edda Heiðrún Backman leikari, "níska er hinsvegar einhver leiðinlegasti galli sem fyrirfinnst hjá fólki. Meira

Lesbók

13. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 864 orð

AUÐN, VATN, ÍS OG ELDUR Franska útgáfan Opus 11

FRANSKA útgáfan Opus 111 hyggst gefa út geisladisk með upptökum Sverris Guðjónssonar á íslenskum þjóðlögum sem hann hefur útsett og fært í miðaldabúning. Undirleikur á lögunum er einfaldur, lúta, gamba, flauta og einfalt slagverk, en sum laganna eru án undirleiks og nokkur gregórsk söngverk er að finna á disknum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.