Greinar þriðjudaginn 17. nóvember 1998

Forsíða

17. nóvember 1998 | Forsíða | 197 orð

Deilt um framsal Öcalans

Deilt um framsal Öcalans Róm. Reuters. ÍTALSKIR ráðamenn áttu í gær fundi með fulltrúum tyrknesku stjórnarinnar sem krefst framsals kúrdíska skæruliðaleiðtogans Abdullah Öcalan en hann var handtekinn í Róm í síðustu viku. Um 1. Meira
17. nóvember 1998 | Forsíða | 483 orð

Hóta árás standi Írak ekki við orð sín

BANDARÍSKI varnarmálaráðherrann, William Cohen, ítrekaði í gær að Bandaríkjamenn myndu gera árás á Írak fyrirvaralaust, ef Saddam Hussein, forseti Íraks, bryti loforð sitt um fullt samstarf við vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna, SÞ. Starfsmenn ýmissa stofnana SÞ héldu í gærkvöldi aftur til Íraks en þeir voru fluttir á brott fyrir helgi vegna hættunnar á loftárásum Bandaríkjamanna. Meira
17. nóvember 1998 | Forsíða | 180 orð

Ísraelar seinka afhendingu lands

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að afhendingu landsvæðis á Vesturbakkanum yrði seinkað þar til Yasser Arafat, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, drægi til baka hótanir um að Palestínumenn tækju aftur upp vopnaða frelsisbaráttu. Arafat lýsti því yfir í gær að Palestínumenn myndu ekki víkja af braut friðar. Meira
17. nóvember 1998 | Forsíða | 423 orð

Malasíumenn æfir vegna umummæla Gores

SPENNA milli Bandaríkjamanna og gestgjafanna í Malasíu skyggði á tilkynningu Bandaríkjanna og Japans um 10 milljarða dollara aðstoð til Asíulanda í Kuala Lumpur í gær, þar sem fundur leiðtoga aðildarríkja Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja (APEC) hefst í dag. Meira

Fréttir

17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 774 orð

25% verða einkennalaus af lyfjameðferð

Í kvöld, þriðjudaginn 17. nóvember, hefst námskeið fyrir aðstandendur fólks með geðklofa og geðhvörf. Námskeiðin sem haldin eru á vegum Geðhjálpar verða í formi fimm fyrirlestra og eftir jól verða stuðningshópar með leiðbeinanda. Kristófer Þorleifsson geðlæknir heldur í kvöld fyrsta fyrirlesturinn en hann fjallar um geðklofa. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð

50 ár frá vígslu Fossvogskirkju Á LAUGARDAG var

50 ár frá vígslu Fossvogskirkju Á LAUGARDAG var þess minnst með sérstakri hátíðardagskrá, að 50 ár eru liðin frá vígslu Fossvogskirkju. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, heiðraði vígsluminnið með nærveru sinni og Karl Sigurbjörnsson biskup flutti ávarp og bæn. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 294 orð

"Aðkoman var skelfileg"

Á ANNAN tug slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Eskifjarðar og Reyðarfjarðar fékk lítið að gert þegar full hlaða af heyi og fjárhús brunnu til grunna í gær á bænum Stóru-Breiðuvík í fyrrum Helgustaðahreppi á Reyðarfirði. 244 kindur brunnu inni í eldsvoðanum og mikið hey í samliggjandi hlöðu auk heys, sem var utan við hlöðuna. Þá brann einnig dráttarvél, sem stóð við fjárhúsdyrnar. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 434 orð

Annasöm helgi

Í NÓGU var að snúast hjá lögreglumönnum í höfuðborginni um helgina. Alls eru færð til bókunar 470 verkefni af ýmsu tagi. Nokkuð var um átök milli einstaklinga inná veitingastöðum án þess að hægt sé að tilgreina ástæður átaka hér. Karlmaður slasaðist er hann kastaðist af bifhjóli sem hann mun hafa tekið ófrjálsri hendi að morgni sunnudags. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 397 orð

Ágætis varnarsigur

KRISTJÁN Pálsson hafnaði í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi og kvaðst í gær sáttur við þau úrslit. "Ég held að þetta sé ágætis varnarsigur," sagði hann. "Þegar litið er á kjörsókn og þær blokkeringar, sem eiga sér stað þegar svona smölun á sér stað í kjördæminu, eiga minni sveitarfélög í vök að verjast. Meira
17. nóvember 1998 | Miðopna | 1270 orð

Á Ísland að undirrita Kyoto-bókunina?

RÍKISSTJÓRNIN mun á næstu dögum taka til umfjöllunar hvort Ísland eigi að gerast stofnaðili að Kyoto- bókuninni, en ákvörðun um það verður að liggja fyrir eigi síðar en 15. mars nk. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra vill ekki gefa upp hvaða tillögu hann ætlar að leggja fyrir ríkisstjórnina, en segir að íslensk stjórnvöld verði m.a. Meira
17. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 409 orð

Árás afstýrt á síðustu stundu

ÁRÁS Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á Írak var afstýrt á síðustu stundu um helgina. Hér á eftir fer lýsing á gangi atburða í réttri tímaröð. Föstudaginn 13. nóvember gerir Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lokatilraun til að fá Saddam Hussein, forseta Íraks, til að falla frá ákvörðun sinni um að Írakar hættu öllu samstarfi við vopnaeftirlitsmenn SÞ. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Átta ungmenni tekin við hassreykingar í Hafnarfirði

LÖGREGLAN í Hafnarfirði stóð átta unga fíkniefnaneytendur að verki í húsleit á tveimur stöðum í bænum um helgina. Áhöld og fíkniefni voru gerð upptæk á báðum stöðum. Á laugardagskvöld fór lögreglan inn í blokkaríbúð í Norðurbænum og handtók fjögur ungmenni sem sátu þar að hassreykingum. Gerð voru upptæk áhöld og um 20 grömm af hassi. Meira
17. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 1355 orð

Bill Clinton og Saddam Hussein runnu báðir af hólmi

BILL Clinton Bandaríkjaforseti ákvað um helgina að gefa Írökum annað tækifæri til að standa við loforð sín um fullt samstarf við vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna, UNSCOM, þótt margir ráðherra hans viðurkenndu að mjög ólíklegt væri að Írakar myndu gera nefndinni kleift að sjá til þess að gereyðingarvopn þeirra yrðu eyðilögð. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Bindindishelgi fjölskyldunnar

BINDINDISHELGI fjölskyldunnar verður um næstu helgi, dagana 21. og 22. nóvember. Um þessa helgi verður með ýmsum hætti minnst á forvarnarmátt fjölskyldunnar og hún hvött til þess að halda hópinn að gera sér glaðan dag á heilbrigðan hátt. Verðlaunasamkeppni verður um sköpunarverk þau sem upp úr helginni kunna að spretta og skemmtidagskrá verður á sunnudag í Stangarhyl 4, segir í fréttatilkynningu. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 466 orð

"Byrjaði fyrir átta árum að kenna strákunum"

"ÉG byrjaði að fljúga sem flugfreyja árið 1969 hjá Loftleiðum, flutti til Lúxemborgar árið 1972, hef verið hjá Cargolox frá árinu 1979 og byrjaði fyrir átta árum að kenna strákunum þetta," sagði Salvör Th. Sverrisson í Lúxemborg í samtali við Morgunblaðið en hún starfar við að kenna flugmönnum Cargolux viðbrögð á neyðarstundu. Meira
17. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Bætum samfélagsþjónustuna

STEFÁN Ólafsson prófessor kynnir skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um viðhorf Íslendinga til velferðarríkisins á opnum fundi á vegum Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar í Deiglunni Kaupvangsstræti í dag, þriðjudag 17. nóvember, kl. 16.30. Þetta er fyrsti fundurinn á vegum BSRB undir kjörorðinu "Bætum samfélagsþjónustuna" en fundir verða haldnir um allt land á næstunni. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13 í dag. Eftir atkvæðagreiðslu verða eftirfarandi þingmál á dagskrá: 1. Hækkun kvóta Íslendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 3. umr. 2. Viðauki við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 3. umr. 3. Framleiðsla og sala á búvörum. 3. umr. 4. Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997. Ein umr. 5. Meira
17. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 199 orð

"Danni rauði" í forystu franskra græningja

DANIEL Cohn-Bendit, hinn þýzkborni leiðtogi námsmannauppþotanna í Frakklandi í maí 1968, var atkvæðamesti þátttakandinn í flokksþingi franska græningjaflokksins "Les Verts" um helgina og steig þar með á eftirminnilegan hátt aftur á svið franskra stjórnmála. Meira
17. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 287 orð

Deilt um innflytjendur

ÞÝZKIR græningjar gagnrýndu í gær harkalega samstarfsmenn sína í ríkisstjórn, jafnaðarmenn, fyrir að vilja setja hömlur við aðflutningi fólks til Þýzkalands og fordæmdu jafnframt nauðungarflutning fjölbrotaunglings frá Bæjaralandi til Tyrklands. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Delta kaupir framleiðslu- og þróunareiningu

KAUP lyfjafyrirtækisins Delta hf. á framleiðslu- og þróunareiningu Lyfjaverslunar Íslands hf. eru á lokastigi. Samkvæmt fyrirhuguðum samningi tekur Delta við framleiðslu- og þróunareiningu Lyfjaverslunar um næstu áramót. Í staðinn fær Lyfjaverslunin hlut í Delta. Hafa samningar verið undirritaðir með fyrirvara, meðal annars samþykki hluthafafunda beggja félaga. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 308 orð

Dunn-bræðurnir látnir á Englandi

RICHARD Dunn, fyrrverandi yfirmaður Thames- og Sky-sjónvarpsstöðvanna bresku, og bróðir hans, David, yfirskurðlæknir í Cambridge, létust fyrir skemmstu á Englandi. Báðir voru á sextugsaldri, Richard 54 ára og David 59 ára. Dunn-bræðurnir áttu íslenska móður, Guðlaugu Jóhannesdóttur Dunn, sem fæddist í Reykjavík 1914. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Ekki ástæða til frekari aðgerða

RAGNAR H. Hall hæstaréttarlögmaður, sem var settur ríkislögreglustjóri til að kanna hvarf hálfs kílós af amfetamíni úr vörslu ávana- og fíkniefnadeildar lögreglustjóraembættisins í Reykjavík, hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til frekari aðgerða í málinu. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Ekki hægt að uppfylla skilyrði Kvennalista

FORYSTUMENN Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins greindu fulltrúum Kvennalista frá því á fundi stýrinefndar sl. sunnudag, vegna undirbúnings að sameiginlegu framboði, að ekki væri hægt að uppfylla skilyrði Kvennalistans um að fá eitt af þremur efstu sætum í öllum kjördæmum. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Ekki lengur viðbúnaður

ALMANNAVARNIR í Hveragerði aflýstu svokölluðu viðbúnaðarstigi vegna jarðskjálftahættu um kvöldmatarleytið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni seint í gærkvöldi var allt með kyrrum kjörum á jarðskjálftasvæðinu. Þar vildu menn þó ekki fullyrða að hrinan væri gengin yfir. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Er á batavegi

NÍU ára drengurinn, sem slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann á Miklubraut í föstudagskvöld, er á batavegi, að sögn svæfingalæknis á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Drengurinn hlaut slæma höfuðáverka og er haldið sofandi í öndunarvél, en líklegt er að hann losni úr henni bráðlega, að sögn læknis. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Fagnar sölu ríkisins á 49% hlut í FBA

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá SUS: "Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna fagnar sölu ríkisins á 49% hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Þessi sala er stór áfangi í einkavæðingu fjármálamarkaðarins hér á landi og er hún stærri en öll samanlögð sala í 16 einkavæðingarverkefnum sem Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur staðið fyrir. Viðbrögð rúmlega 10. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 297 orð

Fékk það næst besta

GUNNAR I. Birgisson, oddviti í bæjarstjórn Kópavogs, hafnaði í öðru sæti í prófkjörinu, en bauð sig fram í það fyrsta. "Þetta leggst þokkalega í mig," sagði Gunnar í gær. "Ég fékk ekki sætið, sem ég óskaði eftir, en ég fékk það næst besta og er sáttur við það." Gunnar sagði að hann liti svo á að þessi úrslit sýndu að þátttakendur í prófkjörinu hefðu viljað breytingu á listanum. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Félagsfundur hjá Samtökum um líknandi meðferð

SAMTÖK um líknandi meðferð voru stofnuð 16. apríl sl. Fyrsti félagsfundur samtakanna verður haldinn fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20 í húsi Krabbameinsfélags Íslands 4. hæð. Á fundinum mun Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir, kynna fyrirhugaða starfsemi líknardeildar í Kópavogi. Eftir kynningu verða umræður og léttar veitingar í boði. Allir velkomnir. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 408 orð

Fjórða sætið framar björtustu vonum

ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir, yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar Ríkisútvarpsins, kvaðst í gær mjög ánægð með að hafa náð fjórða sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi á laugardag. "Þetta kom mjög þægilega á óvart," sagði hún. "Fyrirfram fannst mér raunhæfur möguleiki að ná sjötta sætinu. Innst inni gerði ég mér vonir um að ná fimmta sætinu. Meira
17. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Fjórir frambjóðendur tilkynnt þátttöku

FJÓRIR frambjóðendur höfðu nú um helgina tilkynnt þátttöku í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Upphaflega var framboðsfrestur vegna prófkjörsins til 15. nóvember sl. en Valdimar Bragason sem sæti á í prófkjörsnefnd sagði ekki útilokað að fleiri gætu tilkynnt þátttöku í þessari viku. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Fræðslufundur fyrir foreldra ungs fólks í vímuefnavanda

SÁÁ efnir til fræðslu- og umræðufundar fyrir foreldra ungs fólks í vímuefnavanda þriðjudaginn 17. nóvember. Fundurinn verður haldinn í göngudeild SÁÁ, Síðumúla 3­5, og hefst kl. 19. Aðgangur er ókeypis. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 208 orð

Fundur um forvarnir og vímuefnamál

FORELDRA- og kennarafélag Breiðholtsskóla (FOK) heldur fund um forvarnir og vímuefnamál í Breiðholtsskóla þriðjudaginn 17. nóvember kl. 20. Á fundinn mætir Eiríkur Pétursson sem er í forvarnadeild lögreglunnar og verður með fræðslu fyrir aðstandendur barna sem eru í Breiðholtsskóla. Rætt verður um hvernig hægt er að draga úr því að börn og unglingar leiðist út í fíkniefni. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Fundur um stefnu- og samfylkingarmál

STJÓRNMÁLAFÉLAG Menntaskólans að Laugarvatni stendur fyrir fundi í kvöld, þriðjudagskvöldið 17. nóvember, með þingmönnum Alþýðubandalags og Alþýðuflokks ásamt fulltrúa Kvennalista þar sem kynnt verða stefnumál og setið fyrir svörum varðandi samfylkingarmál og fleira. Meira
17. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Fyrirlestur um hvali og hvalveiðar

"UM hvali og hvalveiðar í menningu norrænna útvegsbænda 900 ­ 1900" er heiti fyrirlesturs sem dr. Ole Lindquist flytur í sal Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti í dag, þriðjudaginn 17. nóvember og hefst hann kl. 17. Í fyrirlestrinum verður m.a. fjallað um þróun réttarskipunar á norrænum strandsvæðum, mat á hvölum og "alin" sem mælieiningu í því sambandi, veiðiaðferðir, s.s. Meira
17. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 148 orð

Góðar gjafir til dvalarheimilis

Hellu-Nýlega komu saman á Dvalarheimilinu Lundi fulltrúar nokkurra félaga og fyrirtækja sem hafa á þessu ári stutt heimilið með fjárframlögum og öðrum gjöfum. Gefendum var þakkaður góðvilji og stuðningur en fjárframlögin fóru öll til tækjakaupa í nýinnréttaðri aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun. Hún er staðsett í kjallara hússins og er rekin sem sjálfstæð eining, þ.e. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1070 orð

Greiður aðgangur erlendra áhrifa að öldum ljósvakans

NIÐURSTÖÐUR á athugun nemenda í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands á útvarpsefni í íslensku hljóðvarpi voru kynntar á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar og Útvarpsréttarnefnd á laugardag, en það var haldið í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Meira
17. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 426 orð

Habibie segist reiðubúinn að flýta forsetakjöri

ALLT var með kyrrum kjörum í Indónesíu í gær, og svo virtist sem lát hefði orðið á verstu óeirðunum í landinu síðan í maí. Enn má þó sjá skriðdreka og brynvarða bíla við forsetahöllina og þúsundir hermanna gæta þinghússins og annarra mikilvægra bygginga. Stúdentar stóðu fyrir friðsamlegum mótmælum í höfuðborginni Djakarta í gær en ekki kom til átaka. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 470 orð

Harðasta prófkjör sem ég hef verið í

ÁRNI M. Mathiesen þingmaður mun leiða lista sjálfstæðismanna í næstu kosningum á Reykjanesi. Hann náði fyrsta sæti í prófkjöri flokksins á laugardag og sagði í gær að þetta væri harðasti prófkjörsslagur, sem hann hefði tekið þátt í. "Ég er auðvitað ánægður með niðurstöðuna," sagði hann. "Atkvæðamagnið var meira en ég hafði þorað að vona og þátttakan í prófkjörinu meiri en ég átti von á. Meira
17. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 172 orð

Heimareykta hangikjötið

TIL SVEITA lifir sá siður enn góðu lífi að reykja kjöt. Hangikjötið fær töluvert öðru vísi keim ef það er heimareykt eins og kallað er. Það stafar sennilega af því að reykt er í stærra rými og reykurinn verður því ekki eins megn og þegar reykt er í ofnum. Hitinn verður líka hærri og þar er reykt samfellt í fjóra sólarhringa. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Heinesen á bíótjaldinu

ÁGÚST Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri, heldur fyrirlestur undir heitinu "Heinesen á bíótjaldinu" þriðjudagskvöldið 17. nóvember kl. 20 í stofu 201 í Odda á vegum Félags íslenskra háskólakvennna. Ágúst mun ræða um mynd sína Dansinn sem byggð er á smásögu færeyska skáldsins William Heinesen. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Höfundarréttur að lyfjalýsingu fyrir EFTA dómstóli

FYRIR EFTA-dómstólnum í Lúxemborg var á miðvikudag munnlegur flutningur í máli sem snýst um hvort innflytjandi lyfja eigi höfundarrétt að lýsingu á lyfinu, sem hann hefur tekið saman og dreift til viðskiptamanna sinna og hvort annar innflytjandi geti þess vegna ekki notað lýsinguna við sölu lyfsins. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 251 orð

Hönnun Tjörnessvegar langt komin

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segir að ákvörðun um vegarlagningu fyrir Tjörnes hafi verið tekin fyrir löngu og hönnun vegarins sé langt komin. Hann telur að önnur sjónarmið eigi að ráða lagningu vega en hugsanlegar virkjanir. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1484 orð

"Íslensk tunga er til í allt nema ástleysi"

"ÞÓRARINN Eldjárn er löngu landskunnur af skáldskap sínum og ritstörfum. Verk hans eru afar fjölbreytt og óhætt að segja að hann skrifi fyrir alla þjóðina. Fyrir þá sem eru að feta sig óstyrkum fótum í heim Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Jólakort Félags heyrnarlausra

FÉLAG heyrnarlausra hefur hafið sölu á jólakortum til styrktar félaginu. Kortin prýða myndir eftir heyrnarlausa listamenn og í þeim eru jólakveðjur á íslensku og á táknmáli. Kortin eru til sölu á skrifstofu félagsins á Laugavegi 26, 4. hæð, og einnig munu félagsmenn ganga í hús og selja. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Jólakort KFUM og KFUK

JÓLAKORT KFUM og KFUK eru nú komin á markað. Hönnuð voru ný kort fyrir þessi jól. Hönnuður er Bjarni Jónsson, myndlistarmaður. Andvirði af sölu kortanna rennur til æskulýðsstarfs KFUM og KFUK en félögin munu fagna 100 ára afmæli strax í upphafi næsta árs. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Kastaði sér í gólfið er bóman gekk inn í stýrishúsið

Selfossi.Það þykir ótrúleg mildi að tveir menn hafi sloppið ómeiddir þegar kranabíll og fóðurflutningabíll skullu hvor framan á annan við Bjarnastaði í Grímsnesi á sunnudag. Bílarnir voru ekki á mikilli ferð þegar þeir skullu saman en mikil hálka var á veginum þannig að ekki var hægt að afstýra árekstrinum. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn ÞÓR

ÞÓRARINN Egill Sveinsson aðstoðarkaupfélagsstjóri á Akureyri og stjórnarmaður í knattspyrnudeild KA var rangfeðraður í íþróttablaði Morgunblaðsins á laugardag. Velvirðingar er beðist á mistökunum. Íslendingarnir koma! RANGT mun hafa verið sem fram kom í frétt um velgengni íslenzkra nútímabókmennta í Þýzkalandi á bls. 35 í blaðinu sl. fimmtudag, 12. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Leitað að myndum af dansi

KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Nýja Bíó leitar að myndefni af dansi. Fyrirtækið undirbýr um þessar mundir heimildarþætti um sögu dans á Íslandi og leitar að lifandi myndum, ljósmyndum, málverkum og teikningum af dansi. Þættirnir, sem eru fyrir sjónvarp, spanna sögu dans í íslensku samfélagi frá landnámi og fram til vorra daga. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 479 orð

Leyfi til niðurrifs bíður deiliskipulags

VINNA stendur nú yfir við deiliskipulag stjórnarráðsreitsins svonefnda, þ.e. Arnarhvál og nágrenni. Áform eru uppi um að rífa gamla Hæstaréttarhúsið við Lindargötu og að stjórnarráðið byggi þess í stað hús á milli Arnarhváls og íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar. Að kröfu bygginganefndar Reykjavíkur var niðurrifi Hæstaréttarhússins frestað þar til deiliskipulag reitsins lægi fyrir. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Lést við köfun

UNGUR maður lést við köfun í höfninni í Garði á laugardag. Hann hét Rúnar Bárður Ólafsson, fæddur 15. mars 1962, til heimilis í Hólmgarði 2b í Keflavík. Rúnar Bárður var ókvæntur og barnlaus. Hann var að kafa ásamt köfunarkennara og öðrum nemanda er slysið varð, en ekki er ljóst hvað olli því. Rannsóknarlögreglan í Keflavík hefur málið til rannsóknar. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Lilja Karitas keppir í "Drottning heims"

LILJA Karitas Lárusdóttir, Fegurðardrottning Reykjavíkur sem hafnaði í þriðja sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands í vor, keppir um titilinn "Drottning heims" eða "Queen of the World" í Bonn í Þýskalandi sunnudaginn 22. nóvember nk. Meira
17. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 160 orð

Lúsjkov stofnar flokk

BORGARSTJÓRINN í Moskvu, Júrí Lúsjkov, tilkynnti í gær að hann hygðist stofna stjórnmálahreyfingu. Hann neitaði hins vegar að veita ákveðið svar við spurningunni um hvort hann hygðist hella sér út í forsetaslaginn árið 2000 en gengið hefur verið út frá því sem vísu síðustu vikur að hann bjóði sig fram í forsetakosningunum. Meira
17. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 747 orð

Lýðræði keypt dýru verði Handtaka Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur beint sjónum manna að því hvaða skilyrðum

HANDTAKA fyrrverandi einræðisherra Chile, Augustos Pinochets, í London og framsalskröfur æ fleiri ríkja, hafa vakið heimsathygli. Það hefur hins vegar vafist fyrir Evrópubúum hvers vegna hann hafi ekki verið ákærður í heimalandi sínu, maður sem sakaður er um þjóðarmorð og pyntingar í Chile á árunum 1973 til 1989. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Lögreglustjóri til starfa á ný

Morgunblaðið/Þorkell Lögreglustjóri til starfa á ný BÖÐVAR Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, mætti til starfa í gær eftir hálfs árs veikindaleyfi. Starfsfólk embættisins tók á móti honum og færði honum blóm fyrsta vinnudaginn. Óskar Bjartmarz og Böðvar Bragason eru fremst á myndinni. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Málþing um þorskinn og þróun þjóðvelda

MÁLÞING verður haldið miðvikudaginn 18. nóvember kl 16 í stofu 101 í Odda og er yfirskriftin: "Þorskurinn og þróun þjóðvelda við norðanvert Atlantshaf." Frummælendur verða tveir kanadískir sjávarútvegssagnfræðingar og einn íslenskur, þeir James Candow, sem vinnur fyrir Parks Canada, rithöfundurinn Mark Kurlansky og Jón Þ. Þór sagnfræðingur. Meira
17. nóvember 1998 | Miðopna | 1313 orð

Minna um jarðhræringar í Ölfusi og Hveragerði en almannavarnan

BAKVAKT verður hjá almannavarnanefndum í Hveragerði og Ölfushreppi og vakt er áfram á Veðurstofu Íslands vegna jarðskjálftanna sem verið hafa í Ölfusi og Hveragerði síðan á föstudag. Nokkuð hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu, segir í frétt frá Almannavörnum ríkisins. Meira
17. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Neyttu fíkniefna á veitingastað

TVEIR menn voru handteknir á veitingastað á Akureyri á laugardagskvöld, en þeir höfðu orðið uppvísir að amfetamínneyslu á staðnum. Dyraverðir urðu áskynja um athæfi mannanna og höfðu samband við lögreglu sem kom á staðinn og handtók þá. Þeir voru færðir í fangahús og við yfirheyrslu viðurkenndu þeir að hafa neytt fíkniefna. Óverulegt magn fannst í fórum þeirra. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 347 orð

Niðurstaðan vonbrigði

ÁRNI Ragnar Árnason þingmaður hafnaði í sjötta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, en hann var í fjórða sæti framboðslista flokksins í síðustu þingkosningum. Hann sagði í gær að þessi niðurstaða væri vonbrigði. "Mér finnst árangur minn ekki nægilega góður," sagði Árni Ragnar. "Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Opinn borgarafundur um miðhálendi Íslands

OPINN borgarafundur um miðhálendi Íslands verður haldinn á Hótel Borg miðvikudaginn 18. nóvember kl. 20.30. Framsögumenn eru: Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður, en hann er einnig fundarboðandi, Umhverfisstefna á miðhálendinu, Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur Rannsóknarstofu landbúnaðarins, Gróður og jarðvegsrof á miðhálendinu, Jón Albert Sigurbjörnsson, Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Óbyggðanefnd auglýsir eftir lögfræðingi

FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur auglýst eftir lögfræðingi í fullt starf til að starfa fyrir óbyggðanefnd. Óbyggðanefnd er ætlað að leysa úr álitaefnum um eignar- og afnotaréttindi utan eignarlanda á svokölluðum þjóðlendum og er gert ráð fyrir að nefndin ljúki störfum fyrir árið 2007. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ráðstefna um ung- og smábarnavernd

HALDIN verður ráðstefna um ung- og smábarnavernd á vegum barnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur miðvikudaginn 18. nóvember. Ráðstefnan verður á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 9. Meðal annars verður fjallað um mataræði íslenskra barna, járnskort barna, áhættuþætti varðandi vöggudauða, svefn og svefnvandamál og greiningu þroskavandamála. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 412 orð

Ritstjóraskipti á DV

ÖSSUR Skarphéðinsson alþingismaður hefur hætt starfi sínu sem annar ritstjóra DV og hefur Óli Björn Kárason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, verið ráðinn ritstjóri í hans stað frá næstu áramótum. Össur segir að ákvörðunin helgist af því að honum finnist hann sjálfur vera orðinn hluti af atburðarás sem er fréttaefni, þ.e. átökum í Reykjavík um framboð samfylkingar vinstri manna. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð

Rætt um ákveðna peningaupphæð í auglýsingar

ÖSSUR Skarphéðinsson alþingismaður segir ekki vera einingu um það milli A-flokkanna í Reykjavík hvort halda eigi prófkjör. Þó sé rætt um að prófkjörsleiðin verði líklega valin í Reykjavík og hugsanlega þremur öðrum kjördæmum. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Rör fór inn um botn bíls

LITLU mátti muna að mikið slys yrði þegar rör í rörahliði stakkst upp um botninn á bíl sem ók yfir hliðið skammt frá Hornafirði í gærkvöldi. Þrír voru í bílnum þegar slysið varð. Rörið stöðvaðist í miðjum síls bílsins en svo virðist sem suða í hliðinu hafi gefið sig. Að sögn lögreglu var þetta nýr bíll og er hann talsvert mikið skemmdur. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

SÁÁ fær 15 milljónir frá VR

FULLTRÚAR Verslunarmannafélags Reykjavíkur, þeir Magnús L. Sveinsson, formaður félagsins, og Pétur A. Maack varaformaður, komu færandi hendi í heimsókn á sjúkrahúsið Vog í byrjun þessarar viku. Þar afhentu þeir Þórarni Tyrfingssyni, formanni SÁÁ, 15 milljóna króna framlag úr sjúkrasjóði VR. Það rennur til byggingar á nýjum álmum við Vog, sem hýsa munu göngudeild og meðferðardeild fyrir ungt fólk. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Sálfræðistöðin 15 ára

SÁLFRÆÐISTÖÐIN sf. varð 15 ára 11. nóvember sl. Hún er fyrsta einkafyrirtækið sem stofnsett var á sviði sálfræði á Íslandi, segir í fréttatilkynningu. Sálfræðistöðin hefur sinnt meðferð bæði fyrir einstaklinga og hjón en einnig sérhæft sig í námskeiðahaldi. Meira
17. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 257 orð

Schröder vill styrkja tengslin við fleiri ráðamenn en Jeltsín

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, hét því í gær að Þjóðverjar myndu aðstoða Rússa svo að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, féllist á efnahagsaðgerðir þeirra og greiddi út lán sem Rússum hefur verið heitið. Hins vegar væri sá tími liðinn að Þjóðverjar veittu umfangsmikla efnahagsaðstoð. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 443 orð

Siv og Hjálmar efst á Reykjanesi

SIV Friðleifsdóttir alþingismaður lýsti því yfir á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins á Reykjanesi um helgina að hún sæktist eftir því að verða kjörinn varaformaður Framsóknarflokksins. Siv og Hjálmar Árnason alþingismaður voru kjörin í fyrsta og annað sæti listans á kjördæmisþinginu. Meira
17. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 168 orð

Skógræktarfélag Borgarfjarðar 60 ára

SKÓGRÆKTARFÉLAG Borgarfjarðar minnist 60 ára afmælis síns með afmælisfagnaði á Hótel Borgarnesi 22. nóvember nk. kl. 15. Þangað eru velkomnir félagar, vinir og velunnarar félagsins. Skógræktarfélag Borgarfjarðar var stofnað 5. nóvember 1938. Stofnfélagar urðu nær 60 og á næstu árum fjölgaði félögum og urðu þeir yfir 300. Meira
17. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 155 orð

Skrautlegur Valsárskóli

HINN skrautlegi Valsárskóli við Svalbarðseyri á Svalbarðsströnd hefur vakið athygli vegfarenda, en sveitarstjórinn Árni Kr. Bjarnason segir að almenn ánægja sé með litavalið og menn segi hann venjast vel. Húsið er um 1.200 fermetrar að stærð og var arkitekt Sigríður Sigþórsdóttir. Í skólanum eru rúmlega 70 nemendur í 1. til 10. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 737 orð

Skæðadrífa loftsteina eins og stjörnuhröp

SVEIMUR loftsteina, svokallaðra Leoníta, mun að líkindum verða fyrir jörðinni á braut hennar um sólu í kvöld. Síðast fór jörðin í gegnum svipaðan sveim loftsteina árið 1966 og er talið að þá hafi meira en hundrað þúsund stjörnuhröp sést á einni klukkustund frá þeim stöðum á jörðu þar sem skilyrði voru best. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð

Spilin alkort og lomber kennd

FÉLAG eldri borgara, Þorraseli, Þorragötu 3, ætlar miðvikudaginn 18. nóvember að spila og kenna gömlu spilin lomber og alkort. "Alkort mun vera með elstu spilum á Íslandi. Taldi Eggert Ólafsson á 18. öld alkort innlend spil, enda þótt nafnið beri með sér útlendan keim. Meira
17. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Stolið úr sjoppunni

BROTIST var inn í Menntaskólann á Akureyri aðfaranótt laugardags. Sá eða þeir sem þar voru á ferð brutu upp glugga á húsi Möðruvalla og héldu sem leið lá að verslun nemenda. Höfðu þeir á brott með sér um 15 þúsund krónur. Óverulegar skemmdir voru unnar við innbrotið. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Stundaskránni breytt KENNARAR og nemendur brutu

Stundaskránni breytt KENNARAR og nemendur brutu víða upp hefðbundna stundaskrá í gær og héldu upp á dag íslenskrar tungu á margvíslegan hátt. Nemendur Austurbæjarskóla brugðu á leik í tilefni dagsins eins og fjölmörg önnur skólabörn víða um land. Meira
17. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 163 orð

Stunginn með hnífi í bakið

KARLMAÐUR var stunginn í bakið í samkvæmi snemma á sunnudagsmorgun í húsi norðan Akureyrar. Daníel Snorrason lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri sagði að betur hefði farið en áhorfðist. Tilkynnt var um atburðinn til lögreglu um kl. 7 á sunnudagsmorgun. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 594 orð

Tveir nýir frambjóðendur meðal fjögurra efstu

ÁRNI M. Mathiesen þingmaður varð í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, sem haldið var á laugardag. Auk Árna sóttust eftir fyrsta sætinu Gunnar I. Birgisson, sem hafnaði í öðru sæti, og Sigríður Anna Þórðardóttir, sem hafnaði í því þriðja. Nokkuð afgerandi munur var á efstu þremur frambjóðendunum í baráttunni um efsta sætið. Árni fékk 4. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Tæpar 40 milljónir á fjórum árum

RISNUKOSTNAÐUR Pósts og síma var tæplega 40 milljónir króna á árunum 1993 til 1996 að báðum árum meðtöldum. Þetta kemur fram í skriflegu svari Halldórs Blöndals samgönguráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns jafnaðarmanna, en svarinu var dreift á Alþingi í gær. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 443 orð

Uni mjög vel niðurstöðum prófkjörsins

SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir þingmaður varð í þriðja sæti í prófkjörinu, en sóttist eftir því fyrsta. Hún kvaðst una þessari niðurstöðu vel eftir harða baráttu. "Ég er óskaplega glöð yfir því að þessu er lokið," sagði hún í gær. "Þetta hefur verið mjög hörð barátta. Ég sóttist eftir fyrsta sætinu. Það tókst ekki, en afar mjótt var á munum milli Gunnars Birgissonar og mín. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 591 orð

Uppbygging á tíu árum

ÁRMANNSFELL hf. hefur gert samning við eigendur Blikastaða í Mosfellsbæ um kauprétt á landi þeirra og auk þess óskað eftir samstarfi við Mosfellsbæ um skipulagningu svæðisins fyrir íbúðabyggð og atvinnuhúsnæði. Kaupréttarsamningurinn er háður þeim fyrirvörum af hálfu kaupenda að samningar takist m.a. við Mosfellsbæ um þau atriði sem nauðsynleg eru til að byggð geti risið á landinu. Meira
17. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 263 orð

Varar við hnignun atvinnulífs á landsbyggðinni

SAMBANDSSTJÓRNARFUNDUR Alþýðusambands Norðurlands sem haldinn var á Blönduósi um helgina varar við þeirri hnignun sem á sér stað í atvinnumálum víða á landsbyggðinni, með tilheyrandi fólksflótta. "Þeir sem muna ástandið sem var á landsbyggðinni í lok sjöunda áratugarins hljóta að þekkja einkennin. Meira
17. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 323 orð

Viðræðum hafnað

JEAN-Charles Okoto, utanríkisráðherra Lýðveldisins Kongó, hafnaði í gær alfarið tillögu Suður-Afríkumanna um að teknar verði upp viðræður við uppreisnarmenn í Kongó. Sagði hann "hina svokölluðu uppreisn" vera hreinræktaða innrás Rúanda- og Úgandamanna í Kongó. Uppreisnarmenn segjast hafa um þriðjung Kongós á sínu valdi og fara fram á beinar viðræður við Laurent Kabila, forseta landins. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Villibráðarveisla og vopnasýning

HIÐ íslenska byssuvinafélag gengst fyrir villibráðarveislu í samvinnu við Broadway næstkomandi laugardagskvöld, 21. nóvember. Húsið verður opnað kl. 19 og þá gefst gestum kostur á að skoða byssusýningu HÍB á Hótel Íslandi, þar sem sýnd verða mörg söguleg og merkileg vopn. Einnig verða skotfæraverslanir og fleiri hagsmunaaðilar með sýningarbása. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Vinningshafi í Netleik

Á DÖGUNUM stóðu Morgunblaðið á Netinu og Síminn-GSM fyrir Netleik í tilefni þátttöku Jóns Arnars Magnússonar í tugþrautarmótinu í Frakklandi. Sérstakur vefur var búinn til á íþróttavef mbl.is þar sem hægt var að fylgjast með því hvernig Jóni Arnari gekk. Einnig hafði verið safnað upplýsingum um sögu tugþrautar á Íslandi. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 307 orð

Vinnu hætt við Laugaveg 53b

ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun byggingarnefndar Reykjavíkurborgar um byggingarleyfi fyrir verslunar-, þjónustu- og íbúðarhús við Laugaveg 53b. Að sögn Óskars Bergssonar, formanns byggingarnefndar, mun skipulags- og umferðarnefnd taka málið upp á ný og að flýtt verði vinnu við deiliskipulag lóðarinnar. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 548 orð

Yfirlýsing Félags starfsmanna LÍ

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing. "Stjórn Félags starfsmanna Landsbanka Íslands lýsir furðu sinni á vinnubrögðum stjórnar Íbúðalánasjóðs og félagsmálaráðherra í málefnum Veðdeildar Landsbanka Íslands hf. Veðdeild Landsbanka Íslands var stofnuð með lögum nr. 1 hinn 12. janúar 1900. Hún hefur hefur þjónað Húsnæðisstofnun frá upphafi. Í Veðdeild Landsbanka Íslands hf. Meira
17. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 189 orð

Þrír Bosníumenn sakfelldir

SÉRSTAKUR stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu sakfelldi í gær tvo Bosníu-múslima og einn Bosníu-Króata fyrir ódæðisverk gegn serbnesku fólki í Celebici-fangabúðunum, nærri Konjic í Mið-Bosníu árið 1992. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 391 orð

Þvert á stefnu um dreifða eignaraðild

FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að ef það væri rétt sem fram hefði komið í fjölmiðlum um helgina að ákveðnir aðilar hefðu staðið fyrir kennitölusöfnun í þeim tilgangi að komast yfir stærri hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) en þeir annars gætu, gengi það þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar um að ná fram dreiðri eignaraðild að bankanum. Meira
17. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Æfðu viðbrögð við sprengjutilræði

ÆFÐ voru viðbrögð við hugsanlegu sprengjutilræði gegn bandaríska sendiráðinu í Reykjavík um hádegisbilið í gær. Þátt í æfingunni tóku lögreglan, Landhelgisgæslan og varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Æfingin hófst með því að bandarísk herþyrla lenti um hádegisbilið skammt frá Umferðarmiðstöðinni og út úr henni stukku 6 hermenn með alvæpni. Meira
17. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 345 orð

Öflugt félagslíf

NORÐURLANDSDEILD SÁÁ fagnaði tíu ára afmæli sínu með móttöku í húsakynnum sínum að Glerárgötu 20 á Akureyri fyrir helgi. Fjölmenni sótti félaga í deildinni heim af þessu tilefni, boðið var upp á veitingar og starfsemin kynnt. Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður deildarinnar, rakti söguna, en deildin fyrir norðan var stofnuð 1. Meira

Ritstjórnargreinar

17. nóvember 1998 | Staksteinar | 312 orð

»"Í kvenmannsleysi, kulda og trekki..." BÆJARINS bezta, Ísafirði, ger

BÆJARINS bezta, Ísafirði, gerir skarðan hluta kvenna á Alþingi og í ríkisstjórn að leiðaraefni: "Þetta er auðvitað ekki bjóðandi? En hverju er um að kenna?" spyr blaðið. Sprettutíð í kvennapólitík Meira
17. nóvember 1998 | Leiðarar | 660 orð

PRÓFKJÖR Í REYKJANESKJÖRDÆMI

PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, sem fram fór sl. laugardag, sýnir mikinn styrk Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Rúmlega 12.200 manns tóku þátt í röðun frambjóðenda í efstu sæti listans. Það er umtalsvert meira en aðstandendur prófkjörsins reiknuðu með. Þátttakan speglar ekki síður styrkleika þeirra, sem tókust á um efstu sætin. Meira

Menning

17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 829 orð

Að leita sjálfs sín í öðrum

um sagnaskáldskap Vigdísar Grímsdóttur eftir Kristínu Viðarsdóttur. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands. Ung fræði 1. Reykjavík 1997. 133 blaðsíður. ÁÐUR en lengra er haldið er ástæða til að geta þess að ritgerð sú sem hér verður fjallað um er fyrst til birtast í nýrri ritröð Bókmenntafræðistofnunar sem fengið hefur nafnið Ung fræði. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 296 orð

Afmælisrit Indriða Gíslasonar

Á DEGI íslenskrar tungu, 16. nóvember, kom út afmælisrit Indriða Gíslasonar, fyrrverandi prófessors við Kennaraháskóla Íslands, Greinar af sama meiði. Hafist var handa um að safna efni til þessarar bókar um það leyti sem Indriði varð sjötugur, hinn 27. júlí 1996. Greinar bárust frá 26 höfundum og bókin varð ríflega fjögur hundruð síður. Meira
17. nóvember 1998 | Leiklist | 387 orð

Allir undir grun

eftir Agötu Christie. Leiðbeinandi: Benedikt Árnason. Leikendur: Fjóla Jónsdóttir, Benóný Jónsson, Bergsveinn Theodórsson, Ásgerður Ásgeirsdóttir, Þorsteinn Ragnarsson, Hjördís Ólafsdóttir, Svavar Friðleifsson, Ingvar Guðbjörnsson. Leikmynd: Sigrún Jónsdóttir. Ljósahönnun: Elvar Bjarnason. Ljósamaður: Jón Sigurðsson. Förðun: Arndís Sveinsdóttir, Vigdís Guðjónsdóttir. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 694 orð

Alltaf að halda áfram Abstraktmálarinn Guðmund

ÞRÁTT fyrir að Guðmunda hafi verið að opna sýningu á nýjum verkum, er nýstrengdur og skjannahvítur strigi þegar kominn á trönurnar í stofunni; eins og áminning til listakonunnar um að ekki megi slá slöku við. Guðmunda ætlar samt ekki að láta hann þvinga sig til starfa. "Ég hugsa að ég máli ekki mikið á næstunni," segir hún. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 644 orð

Almenn viðhorf, hefðbundin sýn

"Íslenskar bókmenntir á 20. öld" eftir Heimi Pálsson. Prentvinnsla Prentsmiðjan Oddi hf. Vaka-Helgafell, Reykjavík 1998. 174 bls. Allmargir árgangar framhaldsskólanema hér á landi hafa lært íslenska bókmenntasögu af bók Heimis Pálssonar, bókmenntafræðings, Straumum og stefnum í íslenskum bókmenntum frá 1550, sem fyrst kom út árið 1978. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 122 orð

Augun opnast í Tókýó

KVIKMYND spánska leikstjórans Alejandro Amenabar Opnaðu augun eða "Open Your Eyes" var valin besta myndin á Kvikmyndahátíðinni í Tókýó. Hún fjallar um myndarlegan mann sem stingur undan besta vini sínum og verður svo að takast á við það að afmyndast í útliti. Verðlaunamyndin í Tókýó er oftast nær tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 200 orð

Bílstjórinn og stjarnan Vandskrifað (Just Write)

Framleiðandi: Heath Mclaughlin. Leikstjóri: Andrew Gallerani. Handritshöfundur: Stan Williamson. Kvikmyndataka: Michael D. Brown. Tónlist: Leland Boyd. Aðalhlutverk: Jeremy Piven, Sherlyn Fenn, JoBeth Williams, Wallace Shawn, Costas Mandylor, Alex Rocco, Yeardley Smith. 110 mín. Bandaríkin. Myndform 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 713 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsd

A Perfect Murder Peningar og framhjáhald trylla ástarþríhyrninginn. Úr því verður fín spennumynd sem sífellt rúllar uppá sig og kemur skemmtilega á óvart. The Horse Whisperer Falleg og vel gerð mynd á allan hátt, sem lýsir kostum innri friðar í samhljómi við náttúruna og skepnur. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 150 orð

Blóðmör og mysa á borðum

BÆNDAVEISLA félagsmiðstöðvarinnar í Frostaskjóli bauð nú fyrir skömmu til mikillar átveislu. Í boði var blóðmör og lifrarpylsa ásamt kartöflumús og rófustöppu. Fríður hópur ungmenna úr vesturbænum sat við langborð og gæddi sér á þessum vinsæla þjóðarrétti langt fram á kvöld. Skáluðu menn í íslensku bergvatni, mysu og nýmjólk á milli þess sem ræður voru fluttar um ágæti matarins. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 94 orð

Bókmenntakvöld í Þjóðleikhúskjallaranum

BÓKMENNTAKVÖLD verður haldið í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 20.30. Heiðursgestur kvöldins verður Roddy Doyle, einn þekktasti núlifandi rithöfundur Íra. Nýlega kom út verðlaunabók hans Paddy Clarke ha, ha, ha! Fyrir hana hlaut hann Booker-verðlaunin. Í fyrra kom út á íslensku bók hans Konan sem gekk á hurðir. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 158 orð

Bændur á Héraði koma saman

Það var margt um manninn og glatt á hjalla þegar bændur á Fljótsdalshéraði komu saman í Valaskjálf á bændahátíð. Dagskráin var fjölbreytt en Margrét Lára Þórarinsdóttir söng og Jóhannes Kristjánsson eftirherma kom fram. Veitt var viðurkenningin "Kjarkur og þor sveitanna" og fengu handhafar hennar grip með sama nafni sem hannaður var og smíðaður af Listiðjunni Eik á Miðhúsum. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 302 orð

Camilla var drottning í einn dag

Á LAUGARDAGINN hélt Karl Bretaprins upp á fimmtugsafmæli sitt með fjörugu teiti fyrir vini og vandamenn. Athygli vakti að ástkona hans til margra ára, Camilla Parker Bowles, var við hlið hans alla veisluna, en hún skipulagði veisluna fyrir ástmanninn í áveitasetri hans í Highgrove. Mættu ekki til veislunnar Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 136 orð

Duglegir bankaræningjar Newton-piltarnir (The Newton Boys)

Framleiðandi: Anne Walker- McBay. Leikstjóri: Richard Linklater. Handritshöfundar: Richard Linklater, Claude Stanush og Clark Lee Walker. Kvikmyndataka: Peter James. Tónlist: Bad Livers. Aðalhlutverk: Matthew McConaughey, Ethan Hawke, Skeet Ulrich og Vincent D'Onofrio. (94 mín.) Bandarísk. Skífan, nóvember 1998. Bönnuð innan 16 ára. Meira
17. nóvember 1998 | Skólar/Menntun | 594 orð

Eftirsóknarvert að vera saman

FORELDRAR barna í 9. bekk í Ölduselsskóla í Breiðholti í Reykjavík ákváðu að láta hendur standa fram úr ermum í vetur eftir að hafa verið latir í foreldrastarfi í 8. bekk. Hættan er að leiðir skilji með börnum og foreldrum á þessum árum og vildu foreldrarnir ekki falla í þá gryfju og stofnuðu eins konar útivistarklúbb foreldra og barna. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 233 orð

Eitraður kaleikur

GERALD Mangan er teiknari, skáld og gagnrýnandi (sjá teikningu) sem hefur nú ásamt John Whitworth valið í sýnisbókina From the Sonnet History of Modern Poetry (útg. Paterloo, 7,95 pund) þar sem birt eru svipmyndir í ljóðum af þekktum skáldum. Whitworth þykir fremur háðskur í ljóði um Seamus Heaney sem nefnist Rödd skáldsöngvarans. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 441 orð

Er mælt hér eitt orð...

Fleyg orð úr ljóðum Einars Benediktssonar. Gunnar Dal valdi. Prentvinnsla: Ásprent. 133 síður - Bókaútgáfan Hólar 1998. ORÐSNILLD er nú mjög í tísku, að minnsta kosti hjá bókaútgefendum sem láta dæmin tala. Nýjasta kverið er með fleygum orðum úr ljóðum Einars Benediktssonar. Ljóð Einars Benediktssonar geta ekki talist aðgengileg öllum. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 1065 orð

Fagur fugl á bók

eftir Ævar Petersen. Vatnslitamyndir eftir Jón Baldur Hlíðberg. 312 bls. Útgefandi: Vaka-Helgafell hf. Verð (tilboð) kr. 18.800. FYRR á árum voru til ágætis kennslubækur, sem lögðu grunn að almennri þekkingu á lífríki náttúrunnar. Þá vissi hvert mannsbarn, að rjúpan hefur loðnar tær, stokkandarsteggur var fegurstur fugla og kría með klofið stél. Meira
17. nóvember 1998 | Tónlist | 590 orð

Fjöður á andardrætti Drottins

Verk eftir Hildegard frá Bingen. Miðaldatónlistarhópurinn ALBA (Agnethe Christensen alt; Helen Davies, miðaldahörpur; Poul Høxbro, pípur, saltari og trumbur) ásamt félögum úr Vox Feminae undir handleiðslu Margrétar Pálmadóttur. Hallgrímskirkju, laugardaginn 14. nóvember kl. 17. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 252 orð

Fólk mikilla örlaga

BROTASAGA er eftir Björn Th. Björnsson. Anna Sveinsdóttir fæddist árið 1867 og var óskilgetin, hórbarn, eins og slík börn voru nefnd í þá tíð. Hún ólst upp hjá vandalausum en varð seinna saumakona í Reykjavík og í ensku hafnarborginni Hull uns hún fluttist til Vestmannaeyja þar sem hún varð seinna kunn sem Anna í Björgvin. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 172 orð

Frankenstein í pöddulíki Hermipöddur (Mimic)

Leikstjóri: Guillermo De Toro. Handrit: Matthew Robins og Guillermo De Toro. Byggt á sögu Donald A. Wollheim. Kvikmyndataka: Dan Laustsen. Aðalhlutverk: Mira Sorvino og Jeremy Northam. (104 mín.) Bandarísk. Skífan, nóvember 1998. Bönnuð innan 16 ára. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 625 orð

Fréttamaður fer á flug

ÁHORFENDUR sjónvarpsins kannast við andlit Jóhannesar Bjarna Guðmundssonar fréttamanns, en hann hefur starfað á fréttastofunni frá því síðasta vor. Nú er hann hins vegar að hverfa úr fréttunum og fara að fljúga innanlands hjá Flugleiðum. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 177 orð

Fyrirgefning syndanna í nýrri útgáfu í Þýskalandi

FYRIRGEFNING syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er nú komin út í nýrri innbundinni útgáfu í Þýskalandi hjá Steidl Verlag. Bókin kom fyrst út þar í landi árið 1995 hjá sama forlagi og hlaut lofsamlega dóma. Berliner Morgenpost sagði þá að sagan væri spennandi, lágstemmd og rituð á fágaðan hátt. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 174 orð

Góður rómur gerður að söng Keiths Reeds

KEITH Reed, söngvari og söngkennari frá Egilsstöðum, hélt einsöngstónleika við undirleik Julians Isaacs í grunnskólanum á Brúarási á Norður-Héraði mánudaginn 9. nóvember. Á efnisskránni voru amerískir negrasálmar, óperuaríur úr Don Giovanni eftir Mozart og Faust eftir Gounod. Einnig söng Keith Old man river úr söngleiknum Show Boat. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 324 orð

Greyið hann Seagal Föðurlandsvinurinn (Patriot)

Framleiðendur: Howard Baldwin, Patrick D. Choi, Nile Niami, Steven Seagal . Leikstjóri: Dean Semler. Handritshöfundur: David Ayer eftir bók William Heine. Kvikmyndataka: Stephen F. Windon. Tónlist: Stephen Edwards. Aðalhlutverk: Steven Seagal, Gailard Sartain, L.Q. Jones, Camilla Belle, Dan Beene. 110 mín. Bandaríkin. Myndform 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 671 orð

Harðvítug forræðisdeila

ÞAÐ LINNIR ekki látunum í kringum O.J. Simpson þótt hann sé minna áberandi í fjölmiðlum en áður. Á miðvikudag úrskurðaði áfrýjunardómstóll í Kaliforníu að ekki hefði átt að veita honum forræði yfir börnum sínum. Þarf því að taka málið fyrir á nýjan leik. Simpson kom fram í sjónvarpsþætti eftir úrskurðinn og lá ekki á skoðunum sínum. Morðingi á ekki að fá forræðið Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 209 orð

Hið mannlega og guðlega

KNUT Ødegård hefur sent frá sér nýja ljóðabók sem heitir Missa. Orðið er það sama og Messa og byggir skáldið bók sína á latneskum texta rómversk- kaþólsku messunnar (ordinarium missae): Kyrie, Gloria, Sanctus og Agnus dei. Að auki er inngangur, Salutatio. Meðal annarra tilvísana sem eru í bókinni má nefna að í Salutatio er vitnað í Darraðarljóð, eddukvæði úr Njálu. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 770 orð

Horft til sögualdar

Æviþættir fjörutíu og níu fornmanna eftir Gísla Jónsson. 160 bls. Bókaútgáfan Hólar. Prentun: Ásprent/Pob ehf. Akureyri, 1998. SÖGUÖLD kallast tímabilið frá stofnun Alþingis 930 til 1030. Þá gerast Íslendinga sögurnar. Þær eru, ásamt Eddukvæðum og Heimskringlu, hið eina sem Íslendingar hafa lagt til heimsmenningarinnar. Víst má margur una við minna. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 570 orð

Hríseyjarróður

Minnisblöð um mannlíf í Hrísey. eftir Ingólf Margeirsson. Vaka-Helgafell, 1998, 184 bls. INGÓLFUR Margeirsson er einn þeirra, sem átt hafa sumardvöl í Hrísey ásamt fjölskyldu sinni undanfarin ár og heillast af þessari perlu norðursins og mannlífi þar. Í átta þáttum bregður hann ljósi yfir þessa litlu byggð. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 882 orð

Hundrað prósent Hollywood-maður Michael Bay heitir hasarmyndaleikstjóri í Hollywood sem kominn er í fremstu röð með þremur

BANDARÍSKI hasarleikstjórinn Michael Bay er af nýrri gerð kvikmyndagerðarmanna í Hollywood sem orðið hefur áberandi á síðustu tveimur til þremur árum. Þeir hafa meira gaman af því að sprengja upp hluti en t.d. að skapa trúverðugar persónur. Meira
17. nóvember 1998 | Tónlist | 758 orð

Hvassbrýnd hæðni

Blásarakvintett Reykjavíkur og Gerrit Schuil fluttu verk eftir Danzi, Beethoven, Camilleri, Ibert og Parker. Laugardagurinn 14. nóvember, 1998. ÞRIÐJU tónleikarnir í hljómleikaröðinni Kammertónlist í Garðabæ, voru haldnir í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Garðbæinga í Vídalínskirkju sl. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 202 orð

Hver verður lárviðarskáld?

TED Hughes, lárviðarskáld Breta, lést sem kunnugt er í lok október. Hann var lárviðarskáld Bretlands og ekki bara það heldur eitt af mestu skáldum enskumælandi þjóða á þessari öld. Nú bollaleggja menn um hver verði arftaki hans, hreppi lárviðartignina. Mörg nöfn eru nefnd, meðal þeirra eru skopskáldið Wendy Cope, "leirskáldið" Benjamin Zephaniah og "stand-up" skáldið John Hegley. Meira
17. nóvember 1998 | Skólar/Menntun | 1395 orð

Hvílir á áhuga og góðum vilja foreldra Afskiptasamir og vinalegir foreldrar eru ekki slæmur kostur Bekkur er heppileg stærð

Afskiptasamir og vinalegir foreldrar eru ekki slæmur kostur Bekkur er heppileg stærð fyrir foreldra til að starfa með börnum BEKKJARSYSTKINI eru hópur og foreldrar þeirra eru annar hópur sem þarf að vinna saman vilji hann stuðla að vellíðan og samstöðu barna í bekknum. Meira
17. nóvember 1998 | Tónlist | 631 orð

Í húsi minninganna

Sameinaðir kórar: Hljómkórinn, Kammerkór Langholtskirkju, Kór Bústaðakirkju, Tónakórinn, Signý Sæmundsdóttir, Schola Cantorum og Marteinn H. Friðriksson fluttu andlega tónlist. Laugardag kl. 17.00. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 97 orð

ÍSLENSKA einsöngslagið 1 & 2 ­ Fagurt syngur sv

ÍSLENSKA einsöngslagið 1 & 2 ­ Fagurt syngur svanurinn er endurútgefin í nýrri umgjörð. Hún kom áður út árið 1994. Sverrir Guðjónsson, kontratenór, Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, Kolbeinn Ketilsson, tenór, Rannveig Fríða Bragadóttir, mezzósópran, Kristinn Sigmundsson, bassabaríton, Sólrún Bragadóttir, sópran, Garðar Cortes, tenór, Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | -1 orð

Jólaplatan í ár

CELINE Dion hefur nú sent frá sér plötuna "These Are Special Times", sem er þriðji diskur söngkonunnar á tveimur árum. Það telst mjög afkastamikið hjá listamanni sem henni, því yfirleitt senda tónlistarmenn aðeins einn disk frá sér á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem Celine Dion sendir frá sér jóladisk og inniheldur hann 16 jólalög, gömul og ný. Meira
17. nóvember 1998 | Tónlist | 529 orð

"Kammermúsikantísk" samvirkni

Kvintett Corretto flutti verk eftir Lutoslavskí, og Skandinavísku tónskáldin Lundquist, Rabe, Nilson og Sandström. Föstudagurinn 13. nóvember, 1998. ÞRÓUN lúðrablásturs á Íslandi er skemmtilegt sögurannsóknarefni, því hljóðfærasaga okkar Íslendinga hefst í raun með lúðrablæstri í kjölfar konungskomunnar 1874, en þá "marseraði" lúðrasveit danska sjóhersins um götur Reykjavíkur. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 299 orð

Kjólklæddi skrifstofumaðurinn

ÓVENJULEGT atvik gerðist í réttarsal í Lundúnum á þriðjudaginn var. Peter Young, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Morgan Greenfell-bankanum, mætti fyrir rétt vegna ákæru um að hafa haft meira en 200 þúsund pund af atvinnurekanda sínum. Ekki er þá öll sagan sögð því Young mætti fyrir réttinn í kvenmannsgervi. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 166 orð

Kunnar persónur lifna á ný

ALDREI að vita! er barnabók eftir Guðrúnu Helgadóttur. Aðalpersónur sögunnar, þau Eva, Áki og Ari Sveinn, eru lesendum að góðu kunnar úrfyrri bókum Guðrúnar, Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 133 orð

Lag fyrir markaðinn

LISTAMAÐURINN sem áður var þekktur undir nafninu Prince hefur næga ástæðu til að fagna eins og árið 1999 væri þegar upp runnið, því mikil eftirspurn er eftir lagi hans 1999 hjá auglýsingastofum vestanhafs. "Ég get ekki sagt annað en að ég vildi að ég væri Prince í dag," sagði einn tónlistarfrömuður í samtali við LA Times. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 490 orð

Landið og Landinn

HULDAR Breiðfjörð ferðaðist um Ísland í mesta skammdeginu síðast liðinn vetur. Góðir Íslendingar er afrakstur þeirrar ferðar en þar segir frá kynnum Huldars af landinu og Landanum. Bókin er ferðasaga, fórstu í ferðalagið til að skrifa bók? Hugmyndin að þessari bók var frekar óljós þegar ég lagði af stað og alveg fram í mitt ferðalag. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 66 orð

Lesið úr nýjum bókum á Súfistanum

LESIÐ verður úr fimm nýjum bókum á Súfistanum, bókakaffi, Laugavegi 18, í kvöld, þriðjudag kl. 20.30. Björn Th. Björnsson les úr skáldsögunni Brotasaga, Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson úr þýðingu sinni á Ameríku eftir Franz Kafka, Þorsteinn Gylfason les úr greinasafni sínu Réttlæti og ranglæti, Sveinbjörn I. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 493 orð

Lífið heldur áfram

ÞAÐ sem enginn sér er nýútkomin bók Gunnhildar Hrólfsdóttur. Aðalsögupersónurnar eru tveir krakkar á þrettánda ári, þau Laufey og Benni, sem eiga heima í blokk í Breiðholtinu. Hér er á ferð ellefta bók Gunnhildar fyrir börn og unglinga og að þessu sinni tekur hún á erfiðum málum eins og kynferðislegri misnotkun, óreglu á heimili og föðurmissi. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 674 orð

Líkamshlutar á svölunum

AUGUN í bænum heitir skáldsagan sem hlaut Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness á þessu hausti. Hún er nú komin út. Þetta er fyrsta skáldsaga Sindra Freyssonar sem hefur lengi vakið athygli fyrir verk sín, bæði sögur og ljóð, en einnig hefur hann skrifað leikrit sem frumsýnt var í Stúdentaleikhúsinu. Meira
17. nóvember 1998 | Myndlist | 246 orð

Ljósmyndir Ujuukulooqs

Sýning á myndum Johns Hoegh. Til 18. nóvember. UJUUKULOOQS, öðru nafni John Hoegh, var Grænlendingur sem lifði frá 1890 til 1966 og bjó lengst af í bænum Qaqortoq á Grænlandi, en þar var hann járnsmíðameistari og frammámaður í bæjarfélaginu. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 484 orð

Meinlæti og ofgnótt

eftir Karen Blixen, Úlfur Hjörvar þýddi, Bjartur, Reykjavík, 1998, 102 bls. DILLANDI kvenlegur hlátur endurómar í Gestaboði Bebette eftir Karen Blixen þar sem öfgum 19. aldar er slegið upp í veislu, kjötkveðjuhátíð þögulla skrílsláta, dýrðlegrar upphafningar fíngerðustu nautna. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 418 orð

Nafn mitt er núll

eftir Kjartan Árnason. Örlagið. 1998 - 55 bls. HRINGRÁS tilverunnar er mörgum skáldum hugleikið viðfangsefni. Í henni er fólgið haldreipi, regla í heimi sundrungar og áttleysis. Vikan er slík hringrás því að ný hefst þá er einni lýkur. Í þetta samhengi ber að setja bók Kjartans Árnasonar 7 ævidagar. Hún hverfist meira og minna um þessa hringhugsun. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 357 orð

Nektin óskaplega vandræðaleg í fyrstu

NICOLE Kidman viðurkennir að henni hafi fundist vandræðalegt að koma fram á Evuklæðunum í Bláa herberginu sem slegið hefur í gegn í West End í Lundúnum. Jafnframt segist hún hafa misst spéhræðsluna þegar leið á og að henni hafi fundist nektaratriðið eiga fullkomlega heima í verkinu. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 605 orð

Njósnum sleppt í kjarnorkumynd

FÁTT er minnisstætt úr dagskrám sjónvarpa í síðustu viku. Að vísu kom Enn ein stöðin á sínum tíma og virðist sá þáttur eiga að bera það orðspor að í íslensku sjónvarpi séu jafnvel íslenskir þættir. Af hinum innlendu þáttunum fer engum sérstökum sögum nema hvað heimsóknir til persóna í pólitík, sem sofa saman, hafa tekist vel og verður þeirra getið þegar fjórða parið er komið á skjáinn. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 77 orð

Nýjar bækur AÐ handan ­ Bók um líf

AÐ handan ­ Bók um lífið eftir dauðann er eftir Grace Rosher í þýðingu sr. Sveins Víkings. Bókin er helguð þeim sem harma látinn vin og velta fyrir sér spurningunni um framhaldslíf. "Boðskapur bókarinnar er bjartur og fagur og hverjum manni hollt og hugbætandi að vermast við sólskin hans," segir þýðandi í eftirmála. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 69 orð

Nýjar bækur ANDVÖK

ANDVÖKUR ­ Nýtt úrval Stephans G. Stephanssonarer Finnbogi Guðmundssonhefur valið. Í kynningu segir að Nýtt úrval ljóða eflir enn kynnin við eitt höfuðskálda á íslenska tungu og hin fjölbreyttu yrkisefni þess. Dr. Finnbogi Guðmundsson, frv. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 185 orð

Nýjar bækur BLIKKTROMMAN

BLIKKTROMMAN er eftir Günter Grass, í þýðingu Bjarna Jónssonar, leikhúsfræðings. Þetta fyrsta bindi af þremur. Blikktromman er saga Óskars sem rifjar upp sérkennilega og viðburðaríka ævi sína en aðeins þriggja ára ákveður hann að hætta að vaxa. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 102 orð

Nýjar bækur ÉG er skínandi sól

ÉG er skínandi sól er eftir Elías Hauk Snorrason. Í kynningu segir að hann skrifi og miðli leiðbeinanda sínum Dívu. Bókin er um líf hans og leiðir til að lifa kærleiksríkara lífi, í trú á sjálfan sig, í traustri gleði og kærleika. Einnig er kennt að hugleiða með innra ljósi. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 150 orð

Nýjar bækur FJÓSAKONA fór út í hei

FJÓSAKONA fór út í heim. Sjálfsmynd, skáldskapur og raunveruleiki í ferðasögum Önnu frá Moldnúpi er eftir Sigþrúði Gunnarsdóttur. Bókin er 2. bindi í ritröði Bókmenntafræðistofnunar, Ung fræði. Hún er byggð á BA-ritgerð Sigþrúðar um ferðasögur Önnu frá Moldnúpi og fyrsta fræðilega umfjöllunin um sögu henna. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 96 orð

Nýjar bækur FÓRNFÚS ást

FÓRNFÚS ást er eftir Bodil Forsberg í þýðingu Skúla Jenssonar. Í kynningu segir að höfundur sé löngu kunnur fyrir bækur sínar sem einkennast af hraða, spennu og ást. Ung stúlka neyðist til að flýja föðurland sitt. Á flóttanum verður hún fyrir voðaskoti og missir sjónina. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 189 orð

Nýjar bækur GEFÐU mér veröldina af

GEFÐU mér veröldina aftur ­ Um sjálfsævisöguleg skrif Íslendinga á átjándu og nítjándu öld með hliðsjón af hugmyndum Michels Foucault er eftir Eirík Guðmundsson. Bókin er 55. bindi í ritröð Bókmenntafræðistofnunar Studia Islandica, en ritstjóri er Vésteinn Ólason. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 90 orð

Nýjar bækur LEIKRITIÐ Solv

LEIKRITIÐ Solveig eftir Ragnar Arnalds er sýnt í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Í kynningu segir: "Ragnar birtir hér töluvert ólíka mynd af Miklabæjar-Solveigu en þá sem munnmælin og þjóðsagan segja frá enda umhverfist Solveig í augum samtímamanna í hataða fordæðu með aðstoð hálærðra manna. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 162 orð

Nýjar bækur NÓTTIN blíð

NÓTTIN blíð er eftir F. Scott Fitzgerald í þýðingu Atla Magnússonar. Bókin er öðrum þræði sjálfsævisöguleg og var Fitzgerald níu ár að ljúka henni. Hér segir frá Dick Diver, bandarískum geðlækni, sem kemur til Evrópu í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 120 orð

Nýjar bækur RENUS í hjarta

RENUS í hjarta er eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Bandaríkjamaður kemur til Íslands undir því yfirskini að selja heilsuvörur. Maðurinn er þó í rauninni einn af æðstu mönnum alþjóðlegs eiturlyfjahrings og erindi hans er að myrða 22 ára íslenska stúlku, en faðir hennar sveik Bandaríkjamanninn á árum áður. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 168 orð

Nýjar bækur RIST í mold og mar

RIST í mold og mar eru æviminningar Ragnars Þorsteinssonar skipstjóra, bónda og rithöfundar. Í kynningu segir: "Æviminningar Ragnars Þorsteinssonar greina frá harðri lífsbaráttu og miklum kjarki óvenjulegs manns. Átta ára tekur Ragnar að vinna fyrir sér hjá vandalausum. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 93 orð

Nýjar bækur SALÓMON svarti

SALÓMON svarti og Bjartur er sjálfstætt framhald barnasögunnar um Salómon svarta eftir Hjört Gíslason. Í kynningu segir: "Mér sýnist strákarnir vera á góðri leið með að gera fjárhúsið hans Skúla í Smiðjubæ að dýragarði. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 188 orð

Nýjar bækur SLÉTTUÚLFURINN

SLÉTTUÚLFURINN er eftir þýska NóbelsverðlaunahöfundinnHermann Hesse í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Í kynningu segir: "Líklega hefur engin þýsk bók hlotið aðra eins útbreiðslu og þessi. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 168 orð

Nýjar bækur TÁR paradísarf

TÁR paradísarfuglsins er eftir Einar Örn Gunnarsson. Ungur maður skrifar látinni móður sinni bréf. Í bréfunum, sem eru eins konar játningabréf, lýsir hann ískyggilegu lífi sínu á bersöglan og ágengan hátt. Hann sér veröldina og lögmál hennar í vægast sagt einkennilegu ljósi. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 156 orð

Nýjar bækur TVEGGJa heima skil

TVEGGJa heima skil hefur að geyma ljóð og ljósmyndir eftir Björn Erlingsson. cp gamalt sveitafólk við sögu sem kann þá list besta að lifa í sátt við Guð og menn. Við landið, veðráttuna og unga fólkið sem oftast er í kapphlaupi við tímann, án þess að vita með vissu í hverju keppnin er fólgin. En gamla fólkið heldur sínu striki. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 114 orð

Nýjar bækur VERTU er l

VERTU er ljóðabók eftir Kópavogsskáldið Eyvind P. Eiríksson. Í bókinni er að finna 36 ljóð í fjórum aðalþáttum, s.s. rúnakviðu í þrisvar sinnum átta erindum, eða þrem ættum hins upprunalega rúnastafrófs norrænna þjóða, ný Völustef. Þá eru þýðingar á ljóðum fjögurra af helstu skáldum Filistea og Drúsa. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 190 orð

Nýjar bækur ÞORSTEINN Valdimarsson

ÞORSTEINN Valdimarsson - Ljóð er XII. bindi í ritröðinni Íslensk rit. Ritstjórar eru Ásdís Egilsdóttir og Helga Kress. Bókin hefur að geyma úrval ljóða Þorsteins, frumort og þýdd. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 141 orð

Nýjar hljómplötur

PÍANÓ hefur að geyma gamlar hljóðritanir sem Rögnvaldur Sigurjónsson gerði fyrir Ríkisútvarpið árið 1958, en Rögnvaldur varð áttræður á þessu ári. Á plötunni eru Krómatísk fantasía og fúga eftir J. S. Bach, 1961, Wanderer fantasía eftir F. Schubert og 1973, Sonata op. 58 í H moll eftir Fr. Chopin. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 70 orð

Nýjar hljómplötur DIDDÚ ­

DIDDÚ ­ Klassík hefur að geyma margar af vinsælustu aríum óperunnar í flutningi Diddúar, s.s. eftir Rossini, Puccini, Strauss, Sieczynski, Händel, Verdi, Dvorák og Carl Orff. Undirleik annast Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Robin Stapleton. Meira
17. nóvember 1998 | Leiklist | 749 orð

RADDIR EINSEMDARINNAR

Þrír einþáttungar eftir Samuel Beckett. Íslensk þýðing: Árni Ibsen og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Leikstjórn og hljóð: Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Leikarar: Róbert Arnfinnsson, Ásta Arnardóttir og María Ellingsen. Leikmynd og lýsing: Snorri Freyr Hilmarsson. Tónlist: Pétur Grétarsson. Iðnó 15. nóvember 1998. Meira
17. nóvember 1998 | Skólar/Menntun | 313 orð

Ráðstefna um símenntun á vinnumarkaði

DAGANA 19. og 20. nóvember nk. standa Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Nordens Folkliga Akademi (NFA) í Gautaborg fyrir norrænni ráðstefnu á Flughóteli í Keflavík. Umræðuefnið er símenntun á vinnumarkaði og auk íslenskra fyrirlesara munu norrænir gestir flytja erindi um það sem er að gerast í símenntun á vinnumarkaði hinna Norðurlandanna. Hvernig verður vinnumarkaður 21. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 208 orð

Reyndra manna ráð

LEIKSTJÓRINN Woody Allen er ekki ókunnur úr fréttaflutningi af kynlífshneykslum. Muna menn eftir allri umræðunni um hann þegar samband hans við fósturdóttur sína, Soon-Yi, komst í hámæli. Vegna reynslu sinnar telur Allen að hann geti ráðlagt Bill Clinton í máli hans og Monicu Lewinsky. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 512 orð

Sannleikurinn verður að ráða í blekkingunni

Í NÝJUSTU skáldsögu Fríðu Á. Sigurðardóttur, Maríuglugganum tekst höfundur m.a. á hendur að lýsa þeim veruleika, sem blasir við augum þegar gróin hugmyndakerfi, sem veitt hafa manninum öryggi og aðhald eru hrunin. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 63 orð

Sigurður og Vovka í tónleikaferð

SIGURÐUR Bragason, barítonsöngvari og Vovka Ashkenazy, píanóleikari, halda tónleika á Norðurlöndum á vegum plötuútgáfunnar Arsis Classics. Fyrstu tónleikarnir verða í Munch-safninu í Ósló í kvöld, þriðjudag, síðan í Klettakirkjunni í Helsinki föstudaginn 20. nóvember og að lokum í Sívalaturni í Kaupmannahöfn, sunnudaginn 22. nóvember. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 79 orð

Síðustu upptökur Starrs

RICHARD Dreyfuss hefur aldrei haldið sig til hlés þegar stjórnmál eru annars vegar. Það þurfti því ekki að koma neinum á óvart þegar hann stóð fyrir upplestri á einleiknum "Síðustu upptökur Starrs". New York Daily News greinir frá því að leikritið gerist í framtíðinni og þar sé Starr í fangabúningi þegar hann skrifar æviminningar sínar og heitir því að ná sér niðri á Clinton. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 263 orð

Skárra en að líta út eins og Marty Feldman

"HÚN LÍTUR út eins og Uma Thurman, syngur eins og Björk og drekkur eins og fiskur," er upphafið á umfjöllun um Móeiði Júníusdóttur í tónlistartímaritinu Q. Útsendari tímaritsins tekur viðtalið á Íslandi og talar um rauðvínsdrykkju á einni af "svalari krám Reykjavíkur". Hann segir gleðskapnum hafa lokið með leiðsögn um plötusafnið hennar þegar komið var fram undir morgun. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 1348 orð

Skipulagður og sigurviss

Ævisaga I eftir Dag B. Eggertsson. 333 bls. Vaka-Helgafell. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1998. STEINGRÍMUR Hermannsson var löngum þekktur maður og umdeildur. Ævisögu hans hefur því verið beðið með eftirvæntingu. Hvað segir hann? Og hvað segir hann ekki? Þannig er að vonum spurt. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 253 orð

Skólinn hættulegur heilsunni

Heilbrigðisyfirvöld í Salzburg ákváðu að loka skólanum þegar kennari við hann lést úr hvítblæði fyrir skömmu. Áður höfðu kennari og nemandi látist úr sama sjúkdómi. Við skoðun kom í ljós að eiturefnið PCB, sem safnast fyrir í fituvef manna og dýra, var að finna í miklu magni í skólabyggingunni. Meira
17. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 194 orð

Skúrkur í löggubúningi Góður vondur gæi (Good Bad Guy)

Framleiðendur: Ezio Greggio, Roger La Page. Leikstjóri: Ezio Greggio. Handritshöfundur: Rudy De Luca og Ezio Greggio. Kvikmyndataka: Massimo Zeri. Tónlist: John Dickson. Aðalhlutverk: Pat Asanti, Ron Carey, Carmine Caridi, Rudy De Luca, Dom DeLuise, Ezio Greggio, Jessica Lundy. 110 mín. Ítalía. Myndform 1998. Myndin bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 158 orð

Sköpunarsagan í kirkjum og skólum

FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir um þessar mundir leikritið Sköpunarsagan í skólum og kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag, þriðjudag, verða fjórar sýningar: í Laugarneskirkju, kl. 9, 10 og 11.30 og í Engidalsskóla í Hafnarfirði kl. 13. Leikhópur á vegum Furðuleikhússins velti fyrir sér hvernig það hafi verið þegar Guð skapaði heiminn og spann og lék sér með sköpunarsöguna úr Biblíunni. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 106 orð

Spunadjass í Iðnó

TÓNLEIKAR með yfirskriftinni Frjáls er í fjallasal verða í Iðnó í dag, þriðjudag, kl. 21. Á tónleikunum koma fram söngkonan Tena Palmer, gítarleikararnir Hilmar Jensson og Pétur Hallgrímsson, slagverksleikararnir Matthías Hemstock og Pétur Grétarsson, píanóleikararnir Kjartan Valdemarsson og Eyþór Gunnarsson og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 107 orð

Sögur af villtum íslenskum dýrum

VARGATAL er eftir Sigfús Bjartmarsson. Í bókinni er brugðið upp mynd af íslensku vörgum og sagðar sögur af harðneskjulegu lífi þessara dýra: Hvítabjörn, valur, minkur, brandugla, tófa, svartbakur, landselur, útselur, kjói, hrafn, smyrill, skúmur, haförn, háhyrningur, sílamáfur, brúnrotta, snæugla. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 62 orð

Tauþrykk í Sneglu

SNEGLA Listhús stendur fyrir kynningu á handþrykktum töskum eftir Björk Magnúsdóttur, textílhönnuð, í Gluggum Listhússins, dagana 13.­30. nóvember. Björk Magnúsdóttir lauk námi frá MHÍ 1986 og hefur unnið að textílhönnun síðan. Töskurnar eru allar unnar á bómullar-sléttflauel. Snegla Listhús er á horni Klapparstígs og Grettisgötu og er opið virka daga kl. 12­18, laugardadga kl. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 883 orð

Tilraun um ástina

eftir Jón Karl Helgason. Bókaútgáfan Bjartur 1998. 94 bls. SÖGUMAÐUR í Næturgalanumhefur það fyrir satt að "[n]æst því að nærast á fjarlægðum og skorti, magnast ástin í laumuspili" (30). Þessi staðhæfing kjarnar viðfangsefni þessarar stuttu skáldsögu eða nóvellu: Næturgalinn, eins og nafnið gæti gefið til kynna, fjallar, a.m.k. Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 129 orð

Tjarnarkvartettinn á háskólatónleikum

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðvikudaginn 18. nóvember kl. 12.30 syngur Tjarnarkvartettinn íslensk lög við ljóð íslenskra skálda. Tjarnarkvartettinn er blandaður kvartett skipaður þeim Rósu Kristínu Baldursdóttur, sópran og stjórnanda, Kristjönu Arngrímsdóttur alt, Hjörleifi Hjartarsyni tenór og Kristjáni Hjartarsyni bassa. Kvartettinn hefur starfað saman í u.þ.b. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 214 orð

Trú á tækni og framfarir

RAFMAGNSMAÐURINN ­ Nú birtir í býlunum lágu er fyrsta skáldsaga Sveins Einarssonar. Undirtitill bókarinnar er sóttur í Vorvísur Hannesar Hafstein frá 1911. Um síðustu aldamót er ungur piltur að vaxa úr grasi austur í Skaftafellssýslu. Hann er settur til mennta og lætur hrífast af fyrirheitum upprennandi tæknialdar. Meira
17. nóvember 1998 | Tónlist | 594 orð

Tvær listaþjóðir

Á efnisskrá voru verk eftir Beethoven og Mozart. Flytjendur voru Guðrún Birgisdóttir, Auður Hafsteinsdóttir, Svava Bernharðsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Sunnudagurinn 15. nóvember, 1998. Meira
17. nóvember 1998 | Kvikmyndir | 355 orð

Tvær úr Tungunum

Leikstjóri: Nick Hurran. Handrit: Kay Mellor. Kvikmyndatökustjóri: David Odd. Tónlist: Ed Shearmur. Aðalhlutverk: Brenda Blethyn, Julie Walters, Kris Kristofferson. Capitol. 1997. VIÐ erum tvær úr Tungunum og til í hvað sem er, var sungið á árum áður og textinn á ágæta vel við tvær miðaldra konur úr verkalýðsstétt í þessu breska krabbameinsdrama, Stelpukvöldi, Meira
17. nóvember 1998 | Menningarlíf | 162 orð

Van Gogh- sýningu lokað vegna verkfalls

STARFSFÓLK í Orsay-listasafninu í París ákvað um helgina að halda áfram í verkfalli, sem staðið hefur í viku. Eru dyr safnsins því lokaðar en þar á að standa yfir sýning á 85 verkum Vincents van Goghs og Jean-Francois Millet, sem var lærifaðir hans. Með verkfallinu vill starfsfólkið mótmæla launum og vinnuaðstöðu í safninu. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 212 orð

Veflist Guðrúnar J. Vigfúsdóttur

VIÐ vefstólinn ­ Starfsvettvangur Guðrúnar J. Vigfúsdóttur í hálfa öld. Lifandi vefnaðarlist í máli og myndum er skráð af Elísabetu Þorgeirsdóttur rithöfundi. Í kynningu segir: "Guðrún fæddist í Eyjafirði 1921 og lærði vefnaðarkennslu á Hallormsstað. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 1200 orð

Þögular samræður orðanna

ÉG UPPLIFÐI expressionismann í Þýskalandi og súrrealismann í Frakklandi. Hver hefur heyrt um það nú? Það eina sem lifir er vel skrifaður texti," sagði Halldór Laxness í einu af fjölmörgum sjónvarpsviðtölum sem við hann voru höfð. Íslendingar trúa þessum orðum: "Það eina sem lifir er vel skrifaður texti. Meira
17. nóvember 1998 | Skólar/Menntun | 342 orð

Ævintýraferð á Reykjanesið

HÉR á eftir fer túlkun úr Ölduselsskóla á ferðalagi foreldra og barna á Reykjanesið: Sunnudaginn 18. október tóku foreldrar nemenda í 9. bekk í Ölduselsskóla sig saman og buðu börnum sínum með sér í ævintýraferð út á Reykjanes. Tæplega 40 manns mættu eldhress í yndislegu veðri á björtum sólskinsdegi við skólann. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 351 orð

"Örlögin eru stundum undarleg" BÆKUR

Frásagnir og minningar. Þórir S. Guðbergsson. Viðmælendur: Halldór S. Gröndal, Jóna Rúnar Kvaran, Rannveig Böðvarsson, Róbert Arnfinnsson og Sigríður Þorvaldsdóttir. 167 bls. Ljósmyndir: Nærmynd, Reykjavík, Prentvinnsla Oddi hf. Hörpuútgáfan 1998. Meira
17. nóvember 1998 | Bókmenntir | 44 orð

(fyrirsögn vantar)

Kappar og kvenskörungar Gísla Jónssonar/2 Sannleikurinn verður að ráða Fríða Á. Sigurðardóttir/3 7 ævidagar Kjartans Árnasonar/3 Líkamshlutar Sindra/4 Land Huldars/5 Bókmenntasaga Heimis/6 Næturgali Jóns Karls/6 Að leita sjálfs sín í öðrum Bók Kristínar um Vigdísi/7 Umsögn um ævisögu Steingríms/8 Lífið heldur áfram Gunnhildur Hrólfsdóttir/8 Meira

Umræðan

17. nóvember 1998 | Aðsent efni | 931 orð

Bjargvættur fyrirtækja og stofnana?

Í UMHVERFI þar sem síaukinn hraði og þróun á sér stað er þörf fyrir nýjar stjórnunaraðferðir til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja jafnt á heimamarkaði sem heimsmarkaði. Ein af þeim nýju stjórnunaraðferðum sem meðal annars hafa verið árangursríkar í Ameríku er Supply Chain Management (SCM), þar sem markmiðið er að ná hámarkshagræðingu í heildarbirgjakeðjunni, Meira
17. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1093 orð

Eyjabakkar ­ opið bréf til hugsandi Íslendinga

MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um ýmsa virkjunarkosti á hálendi okkar það sem af er hausti. Hefur einna hæst borið umræðuna um Eyjabakkalónið og nýtt miðlunarlón við Norðlingaöldu. Sem gamall Austfirðingur, sérfróður um fjölgun jurta og vistfræðilega plöntulífeðlisfræði, get ég ekki lengur orða bundist um Eyjabakkana og fyrirhugaðar framkvæmdir þar. Meira
17. nóvember 1998 | Aðsent efni | 643 orð

Fíkniefni og ábyrgð á eigin lífi

Skynsamir menn hljóta að vera sammála um að einstaklingurinn eigi að hafa frelsi til athafna, svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Með því að viðurkenna það frelsi viðurkennum við að ríkið getur ekki bannað honum að fara sjálfum sér að voða. Það er einfaldlega ekki framkvæmanlegt. Meira
17. nóvember 1998 | Aðsent efni | 452 orð

Höfuðborg og landsbyggð, ein heild?

ÉG VERÐ að játa að vissulega hef ég komið við í Reykjavík með óreglulegu millibili síðustu tvo áratugina í ýmsu erindagjörðum. Ekki get ég sagt að þar færi ég um blómleg héruð eða vænleg til búskapar, því kom mér á óvart að þar er til húsa ráðuneyti það sem fer með landbúnaðarmál, auk velflestra sérsambanda íslenskra bænda, yfirdýralækni, Rannsóknastofu landbúnaðarins, Bændahöllina, yfirkjötmat, Meira
17. nóvember 1998 | Aðsent efni | 423 orð

Lítil athugasemd vegna tveggja orða í viðtali Persónulega held ég, seg

LAUGARDAGINN 14.11.1998 birtir Morgunblaðið gagnmerkt viðtal við Þór Vilhjálmsson dómara þar sem hann fer yfir reynslu sína af alþjóðlegum dómarastörfum. Í viðtalinu er stuttlega vikið að málinu Thorgeirson against Iceland, sem mér er nokkuð vel kunnugt því ég rak það sjálfur með ómetanlegri aðstoð Tómasar Gunnarssonar hrl., bæði fyrir Mannréttindanefnd og Mannréttindadómstóli Evrópuráðsins. Meira
17. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1214 orð

Meðalbóndi býr til 4 störf í þéttbýli

Mikið hefur verið rætt og ritað um hinn mikla fólksflótta frá hinum dreifðu byggðum landsins, enda um alvörumál að ræða. Þessi flótti hefur eðlilega aukist í réttu hlutfalli við aukna eftirspurn eftir vinnuafli á Faxaflóasvæðinu. Meira
17. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 700 orð

Meinleg fáfræði eða gróðasjónarmið

ENGU er líkara en að þrátt fyrir mikla fræðslu takist mönnum að halda í óverðskulduð völd með blekkingum og mögnuðum áróðri sem þeim tekst jafnvel að láta þá borga sem verið er að leika með. Sannast það m.a. á útsmognum auglýsingum íslenskra útvegsmanna í blöðum og sjónvarpi, en þar er um að ræða óhemjudýra síbylju sem látin er dynja á þjóðinni úr öllum áttum. Meira
17. nóvember 1998 | Aðsent efni | 754 orð

Ofbeldiskvóti fullnýttur við Miklubraut

Það eru ekki lög eða reglugerðir um kvóta sem heimila ofbeldi og valdníðslu opinberra valdhafa eða embættismanna gagnvart þegnum landsins. Valdníðingar fara að mörkum hegningarlaga, þeir nota það lögfræðimark. En valdafíknin getur leikið þá grátt og þeir misstigið sig í valdastiganum. Borgarstjóri hefur ofmetnast af hröðu valdaskeiði og notar einræðisvald í borgarmálefnum. Meira
17. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1633 orð

Tak sæng þína og gakk

Á DÖGUNUM birtist frétt á Stöð 2 um stórkostlegar framfarir kínverskrar fimleikastúlku sem hálsbrotnaði og lamaðist á Friðarleikunum sem haldnir voru í New York fyrr á þessu ári. Í fréttinni var talað við endurhæfingarlækni stúlkunnar og taldi hann að stúlkan myndi ekki ganga framar nema til kæmu meiri háttar framfarir í læknavísindum. Meira
17. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1235 orð

Umræðuhvetjandi bókmenntir

"HEIMIR Pálsson ritar sögu íslenskra bókmennta á 20. öld," og "Mikilvægt að nálgast samtímann í bókmenntakennslu" eru yfirskriftirnar (í Morgunblaðinu 15. okt. 1998) á kynningarviðtali, afrakstri af samtali ónafngreinds blaðamanns við höfund bókarinnar Sögur, ljóð og líf, sem út er komin á þessu ári. Meira
17. nóvember 1998 | Aðsent efni | 725 orð

Það er svo mörgu skrökvað

Hér er endurbirt grein Jóns Sigurðssonar vegna mistaka, sem urðu við birtingu hennar í laugardagsblaði Morgunblaðsins. Höfundur og lesendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum, sem urðu af tæknilegum ástæðum. HÉR VERÐUR fram haldið frá fyrri grein að segja frá dæmum af því, hvernig er skrökvað að almenningi. Meira
17. nóvember 1998 | Aðsent efni | 970 orð

Þá er það bara dautt

ÞANNIG orðaði einn af kollegum mínum afstöðu sína til gagnagrunns og Íslenskrar erfðagreiningar á dögunum. Ég sagði að hann gæti ekki sagt svona, það væri alltof mikið undir. Með sjálfum mér velti ég því fyrir mér hvort kollegi minn væri ekki alveg í tengslum við fólkið í landinu. Ég fer mjög víða og hitti fólk í landinu, held fyrirlestra um heilsu, ábyrgð og þekkingu og er á pólitískum fundum. Meira
17. nóvember 1998 | Aðsent efni | 466 orð

Þingmanni svarað

HINN 30. október sl. skrifaði Hjálmar Jónsson alþingismaður grein í Morgunblaðið um skýrslu nefndar um úttekt á lífskjörum bænda í hefðbundnum landbúnaði 1989­1996. Í grein sinni hafði þingmaðurinn "allt á hornum sér" varðandi skýrsluna og sagði m.a. að úrræði skýrsluhöfunda um sértækar aðgerðir til að auka tekjur þeirra sem stunda landbúnað væru öðrum þræði uppvakningar. Meira

Minningargreinar

17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 417 orð

Einar Sigurjónsson

Elsku afi minn. Nú er henni lokið, baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm sem staðið hefur síðustu mánuði. Ekki datt mér í hug að þetta tæki svona stuttan tíma. Það er svo stutt síðan þú varst hress og kátur að leggja mér lífsreglurnar. Söknuðurinn er mikill og til að huggast verð ég bara að trúa því að við munum hittast aftur síðar. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

EINAR SIGURJÓNSSON

EINAR SIGURJÓNSSON Einar Sigurjónsson fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1920. Hann lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 14. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 20. október. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 181 orð

Jóhann Árni Sævarsson

Kveðjustund við æskumann, sem allt í einu er horfinn, dáinn, er stund sem enginn óskar sér að upplifa. Eftir stendur sorg, tóm og biturð. Svo streyma minningarnar fram og þær ásamt mætti vináttu og hlýju, Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 234 orð

Jóhann Árni Sævarsson

Með örfáum orðum langar mig til að minnast vinar míns og bekkjarfélaga, Jóhanns Árna Sævarssonar. Honum kynntist ég síðastliðið haust er við hófum báðir nám við Kennaraháskóla Íslands. Strax fyrsta daginn varð mér ljóst að þarna hafði ég eignast nýjan vin. Við töluðum saman eins og við hefðum þekkst í mörg ár. Við áttum eftir að þvælast mikið saman næstu tvo mánuði, bæði í skólanum og utan skóla. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 241 orð

Jóhann Árni Sævarsson

Það er oft erfitt að trúa staðreyndum lífsins, sérstaklega er erfitt að trúa því að ungur maður í blóma lífsins sé skyndilega látinn. Maður finnur fyrir smæð sinni og vanmætti. Fyrir tæpum fjórum árum þegar faðir minn lést skrifaði Jóhann Árni minningargrein um hann þar sem hann sagði: "Ég ætlaði ekki að trúa því að þú værir farinn án þess að kveðja, Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 163 orð

Jóhann Árni Sævarsson

Elsku besti karlinn minn. Nú lengur þú ert ei hér ei oftar í faðmi mér ég finna má aftur þig. Nú þegar þú farinn ert burt er mitt hjarta sem tómt og þurrt ég sjá þig ei lengur fæ. Svo fyllist mitt hjarta á ný er ég man eftir öllu því sem prýddi minn elskaðan son. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 189 orð

Jóhann Árni Sævarsson

Það var dimmur dagur þegar okkur í 1.B var tilkynnt að Jóhann væri látinn. Stórt skarð hafði verið höggvið í samhentan hóp. Eitt andartak stóð tíminn kyrr æddi síðan inn um glugga og dyr hreif burt vonir, reif upp rætur einhvers staðar engill grætur. (Bubbi Morthens.) Mikil og sterk vináttutengsl höfðu myndast þrátt fyrir stutt kynni. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 239 orð

Jóhann Árni Sævarsson

Það mun taka langan tíma að átta sig á því að góður vinur okkar, Jóhann Árni Sævarsson, sé dáinn. Fyrir aðeins viku komum við saman eins og svo oft áður, horfðum á sjónvarp með veitingar í hendi og skemmtum okkur vel. Kvöldinu lauk ekki fyrr en morguninn eftir, eftir mikla ánægjustund. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 313 orð

Jóhann Árni Sævarsson

Jónsmessa 1976. Lítill stúfur við móðurbrjóst. Grannir fingur, mjósleginn kroppur. Sæla, friður, ylur og öryggi. Væntumþykjan fyllir loftið. Allir fagna þessum litla dreng. Ekki síst ég, "fjarskyldi frændinn", og á milli okkar mynduðust tilfinningabönd sem vöruðu æ síðan. Tíminn leið. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 366 orð

Jóhann Árni Sævarsson

Farinn er góður drengur. Óvæntur og miskunnarlaus er dauðinn og nú hefur hann höggvið svo nálægt mér. Við Jói vinur minn höfðum þekkst í tæp tuttugu ár. Þriggja og fjögurra ára strákar í Miðtúninu sem stigum spor okkar saman út í lífið. Engin orð fá lýst þeim tilfinningum sem gripu um sig er ég frétti af láti hans. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 368 orð

Jóhann Árni Sævarsson

Jóhann Árni Sævarsson Þú leist hann, þegar lýsti af lífs hans fyrsta degi. ­ Svo mörg þú smábörn mundir og mismun greindir eigi. En hjarta mitt sló hraðar og hörmungunum gleymdi það frægðar drauma dreymdi. Þú sást hann vappa um vengi og veita mörgu gætur. ­ Þú vissir veika byrjun og vanans djúpu rætur. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 158 orð

JÓHANN ÁRNI SÆVARSSON

JÓHANN ÁRNI SÆVARSSON Jóhann Árni Sævarsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1976. Hann lést af slysförum 8. nóvember síðastliðinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Foreldrar hans eru hjónin Sævar H. Jóhannsson, skrifstofumaður, f. 16.7. 1949, og Svandís Árnadóttir, launagjaldkeri, f. 15.1. 1950, bæði frá Reykjavík. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 33 orð

JÓHANNES L. STEFÁNSSON

JÓHANNES L. STEFÁNSSON Jóhannes Líndal Stefánsson fæddist að Kleifum í Gilsfirði 9. júní 1910. Hann lést á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal 6. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Garpsdalskirkju 14. nóvember. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 418 orð

Jóhannes Stefánsson

Ég get ekki látið vera að rifja upp nokkur minningabrot úr bernsku minni vegna andláts Jóhannesar Stefánssonar á Kleifum. Kleifadvölin nokkur sumur hafði mikil og mótandi áhrif á mig. Fyrsta sumarið sem ég var á Kleifum var þegar búið að ráða vinnustúlku til inniverka og fékk ég því að vera útivið enda léleg til allra húsverka í þá daga. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 259 orð

Jón Theodór Hansson Meyvantsson

Látinn er í Reykjavík móðurbróðir minn Jón Meyvantsson úr krabbameini aðeins 70 ára, sem er ekki hár aldur í dag. Jón eða Nonni frændi, eins og við systurnar kölluðum hann, var langyngstur sinna systkina og það nálægt okkur að árum, að hann var okkar félagi frekar en móðurbróðir. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 138 orð

JÓN THEODÓR HANSSON MEYVANTSSON

JÓN THEODÓR HANSSON MEYVANTSSON Jón Theodór Hansson Meyvantsson fæddist í Reykjavík 4. apríl 1928. Hann lést á Landspítalanum 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ástríður Guðmundsdóttir, f. á Skarði í Lundarreykjadal 27. apríl 1886, d. 30. júní 1943, og Kristján Friðrik Meyvant Hansson skipstjóri, f. í Reykjavík 16. maí 1880, d. 27. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 124 orð

Jón Th. Meyvantsson

Elsku afi minn. Ég á margar góðar minningar um þig. Ég man þegar ég var lítil og þú gafst mér bunka af umslögum til að teikna á. Og þegar þú varst að taka í nefið settirðu alltaf tóbakið á handarbakið og tókst það í nefið í einni bunu. Ég man það svo vel. Svo líka einu sinni þegar ég kom í heimsókn sá ég prjónavél og þú varst þarna og varst að prjóna. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 126 orð

Jón Th. Meyvantsson

Afi minn var alltaf góður við mig. Hann fór oft með mér, pabba og systur minni að veiða. Við fórum í Hítarvatn fyrir einu ári og aftur þetta árið að veiða. Við ætluðum að fara árlega, en því miður komst hann bara í tvær með okkur öllum. En við ætlum að halda áfram að fara þangað. Það verður auðvitað tómlegra að fara að veiða án afa. Og afi átti mjög góðan bíl sem hægt var að sofa í. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 164 orð

Jón Th. Meyvantsson

Mánudagsmorguninn 9. nóvember barst okkur sú frétt að afi okkar væri dáinn eftir löng og ströng veikindi. Hver hefði trúað því að afi færi svo rosalega fljótt frá okkur, nýorðinn sjötugur og á besta aldri. Hann afi var frábær afi og fór oft og mörgum sinnum með okkur í veiðiferðir. Síðasta veiðin sem hann fór í var þegar hann fór með okkur í Hítarvatn í júní á þessu ári. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 33 orð

Jón Th. Meyvantsson

Jón Th. Meyvantsson Elsku afi minn, uppi í himnaríki ertu nú þar sem guð passar þig og verndar. Ég veit að þú engill verður því þú varst svo góður við alla. Gabriella Unnur Kristjánsdóttir. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 160 orð

Jón Th. Meyvantsson

Leiðir skilur og samfylgdinni er lokið, komið er að kveðjustund. Við í fjölskyldunni þökkum fyrir vináttuna sem þú sýndir okkur. Jón var ávallt hreinskilinn og heill í samskiptum og glaður á góðri stund. Ég man þegar Jón vann í Ferjukoti við laxveiðar á árunum '50­'52, þá kom hann í heimsókn í Hraundal að heimsækja unnustu sína, systur mína. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 238 orð

Jón Th. Meyvantsson

Elsku afi minn. Það kom mér ekki beint á óvart þegar pabbi hringdi í mig snemma á mánudagsmorguninn og tilkynnti mér að þú værir farinn frá okkur. Þótt þú værir búinn að vera svona veikur allan þennan tíma, sérstaklega seinustu 5­6 mánuði, þá léstu á engu bera. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 342 orð

MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON

MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON Í æviágripi um Magnús Torfa Ólafsson hér í blaðinu féll niður fyrra nafn sonar hans, Ingimundar Tryggva. Leiðréttist þetta hér með. Magnús Torfi Ólafsson var fæddur á Lambavatni á Rauðasandi 5. maí 1923. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 3. nóvember síðastliðinn. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 355 orð

Sigrún Stefánsdóttir

Það er fagur nóvembermorgunn. Síminn hringir, kunnugleg rödd. Þetta er Jón. "Blessuð viltu setjast." En það er svo sem ekki nýtt að Jón ávarpi mig þannig þegar mikið er í húfi. En nú var óvenjumikill þungi í röddinni og óöryggi. "Hún Sigrún okkar er dáin." Mig setti hljóða eitt augnablik. Og áfram hélt hann. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 28 orð

SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR

SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR Sigrún Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 10. maí 1942. Hún lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 31. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 10. nóvember. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 676 orð

Svanhvít Pálsdóttir

Elsku mamma mín, ég trúi varla að þú sért farin frá okkur. Ótal minningar sækja á mig, þú varst besta móðir sem nokkurt barn gat hugsað sér. Ég gat alltaf leitað til þín með öll mín vandamál, þú varst alltaf til staðar og leystir úr þeim af mikilli ánægju. En ég var nú ekki ein um að leita til þín, þeir voru ófáir bæði úr okkar fjölskyldu og utan hennar líka. Meira
17. nóvember 1998 | Minningargreinar | 27 orð

SVANHVÍT PÁLSDÓTTIR

SVANHVÍT PÁLSDÓTTIR Svanhvít Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 20. júní 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 3. nóvember. Meira

Viðskipti

17. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 284 orð

EarthWeb og fleiri slá í gegn í Wall Street

ÞRJÚ fyrirtæki hafa boðið hlutabréf til sölu í fyrsta sinn í Wall Street með frábærum árangri, sem sýnir að eftirspurn eftir nýútgefnum hlutabréfum hefur ekki verið meiri í marga mánuði. Mesta athygli vakti árangur EarthWeb Inc., sem var rekið með tapi þegar það tók til starfa á Netinu. Hlutabréf fyrirtækisins hækkuðu um allt að 45 dollara í verði. Meira
17. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 266 orð

Efnadeild Zeneca til sölu

BREZKI risinn Imperial Chemical Industries segir að hann kunni að hafa áhuga á að kaupa hluta sérefnafyrirtækis, sem fyrrverandi samstarfsaðili, lyfjafyrirtækið Zeneca Group, hefur sett í sölu. Þar sem ICI er skuldum vafið fyrirtæki hefur það hins vegar ekki áhuga á að eignast alla Zeneca deildina, sem sérfræðingar telja að muni kosta um einn og hálfan milljarð punda. Meira
17. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 269 orð

Fjárfest í fyrirtækjum á VÞÍ

Búnaðarbankinn hefur sett á markað nýjan hlutabréfasjóð sem ber nafnið ÍS-15 og er Úrvalsvísitala Verðbréfaþings Íslands (VÞÍ) viðmiðunarvísitala sjóðsins. Stefna sjóðsins er að fjárfesta í stærstu fyrirtækjunum á VÞÍ og stærri fyrirtækjum sem væntanleg eru inn á Aðallista þingsins. Markmið sjóðsins er að skila betri ávöxtun en sem nemur hækkunum Úrvalsvísitölu. Meira
17. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 245 orð

Gates snýr vörn í sókn

BILL GATES hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að útiloka sig frá réttarhöldunum gegn Microsoft til að geta hagrætt vitnisburði hans frá því áður en réttarhöldin hófust. Ummæli Gates komu fram í sjónvarpsviðtali og með þeim rauf hann þögn sína í málinu síðan réttarhöldin hófust fyrir mánuði. Áður höfðu 2. Meira
17. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Hlutabréf til kaupenda

Undirbúningur að útgáfu hlutabréfa í Landsbanka Íslands er á lokastigi og geta kaupendur átt von á að fá þau send á næstu dögum. Gunnar Viðar, lögfræðingur hjá Landsbankanum, segir að rúmlega 12 þúsund hafi tekið þátt í hlutabréfakaupum bankans, sem stóð frá 9.-23. september, en einhverjar eignabreytingar hafi átt sér stað síðan útboði lauk. Meira
17. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 310 orð

Íslenskir fjárfestar eiga 40% hlutafjár

NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnulífsins hf. og Kaupþing hf. gengu í gær frá kaupum á hlutafé í fyrirtækinu BioProcess AS, North Sea Centre, sem hyggst reisa verksmiðju til framleiðslu og nýtingu á örþörungum í Höfnum á Suðurnesjum. Keflavíkurverktakar, sem höfðu áður gengið frá þátttöku í BioProcess, juku nú hlut sinn og eiga alls 25% í fyrirtækinu. Meira
17. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Jákvæð áhrif frá hækkun Dow

HÆKKUN í Wall Street stuðlaði að hækkuðu gengi evrópskra hlutabréfa í gær. Vonir um lægri vexti, sem höfðu jákvæð áhrif á verð hlutabréfa, höfðu neikvæð áhrif á dollar, sem þegar hafði lækkað vegna minni spennu við Persaflóa. Þar sem víst er talið að bandaríski seðlabankinn lækki vext í dag og Írakdeilan hefur hjaðnað lækkaði dalurinn um rúma tvo pfenninga og þrjú jen. Meira
17. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 241 orð

Leigir Mýflugi farkost til verksins

ÍSLANDSFLUG hefur ákveðið að leigja Mýflugi eina Dornier-vél félagsins til að sinna áætlunarflugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur, jafnframt því sem félagið hættir flugi á leiðinni. Samningurinn er til eins árs og tekur gildi 1. desember næstkomandi. Meira
17. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 190 orð

News Corp í öldudal

ÁSTÆÐUR Ruperts Murdochs fyrir því að gera Fox Entertainment Group að aðskildu fyrirtæki hafa skýrzt vegna þess að móðurfyrirtæki Fox, News Corp., hefur skýrt frá því að hagnaður hafi minnkað um 18% í 196 milljónir dollara á þremur mánuðum til septemberloka vegna niðursveiflu í blaðaheiminum og byrjunartaps gervihnatta- og kapalfyrirtækja. Meira
17. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 301 orð

Rækjuframleiðsla aðalástæða aukningar

FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hagnaðist um 67 milljónir króna á nýliðnu rekstrarári fyrirtækisins, 1. september 1997 til 31. ágúst 1998, og þar af er tap af reglulegri starfsemi rúmar 10 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað nam 291 m.kr. á tímabilinu en það er 32 milljóna króna betri afkoma en á síðsta rekstrarári, samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu. Meira
17. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 292 orð

Skyn semur við Netverk

Skyn semur við Netverk HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Skyn ehf. hefur gert samning við Netverk hf. um samstarf við gerð fjarlækningabúnaðar og markaðssetningu á slíkum búnaði erlendis. Skyn ehf. selur fjarlækningabúnað fyrir skip og báta. Meira
17. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 187 orð

Viðvörun frá Booker öðru sinni

BOOKER Plc, hið bágstadda og bókmenntasinnaða, brezka matvörufyrirtæki, hefur sent frá sér aðra afkomuviðvörunina á sex mánuðum og hlutabréf þess hafa fallið í verði. Stuart Rose aðalframkvæmdastjóri var ráðinn fyrir fimm vikum til að valda umskiptum hjá fyrirtækinu, en nú hefur hann sent frá sér viðvörun, sem er síðasta áfallið af mýmörgum sem fyrirtækið hefur orðið fyrir. Meira

Daglegt líf

17. nóvember 1998 | Neytendur | 84 orð

Allt að 50% meiri ending

DURACELL setti nýlega á markað rafhlöðuna "Duracell Ultra", aflmikla rafhlöðu með innbyggðum orkumæli. Um er að ræða rafhlöðu í stærðunum AA og AAA. Umrædd rafhlaða er sérhönnuð fyrir orkufrek tæki. Í fréttatilkynningu frá umboðsaðila Duracell á Íslandi, Hrísnesi ehf. Meira
17. nóvember 1998 | Neytendur | 211 orð

Býflugnagleraugu með styrkleika

KOMIN eru á markað gleraugu með styrkleika sérstaklega hönnuð með þarfir íþróttamanna í huga. Gleraugun, sem eru frá bandaríska fyrirtækinu Oakley, eru með svonefndu býflugnalagi þannig að þau sveigjast aftur með andlitinu. Sjónsvið notendanna er því mun meira en væru þeir með hefðbundin gleraugu. Meira
17. nóvember 1998 | Neytendur | 178 orð

Nýjar straufríar skyrtur frá Eterna

HERRAGARÐURINN hefur hafið innflutning á nýrri tegund bómullarskyrtna frá Eterna. Hér er um að ræða 100% bómullarskyrtur sem setja má í þurrkara. Í fréttatilkynningu frá Herragarðinum segir að upp sé komin draumastaða fyrir íslenska karlmenn sem hafa til þessa þurft að strauja sjálfir eða konur sem eiga karla sem nenna því ekki. Meira
17. nóvember 1998 | Neytendur | 250 orð

Ný spil frá Fjarðarfelli

FJARÐARFELL hefur gefið út fimm ný spil, Blanko, Blanko Junior, Sögustund, Leikmeistarinn og Orðaleit. Blanko er krossorðaspil sem er sagt bæði fjörugt og skemmtilegt fjölskylduspil með íslenskum stöfum. Blanko Junior eða "Fyrsti orðaleikurinn minn", er líka skemmtilegt og þroskandi barnaspil sem æfir börn að þekkja stafina og lesa og tengja orð við mynd. Meira

Fastir þættir

17. nóvember 1998 | Í dag | 35 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 17. nóvember, verður fimmtug Lilja Dóra Eyþórsdóttir, Laugarvatni. Eiginmaður hennar er Sigurður Sigurðsson. Þau hjónin taka á móti gestum föstudaginn 20. nóvember í sal barnaskólans á Laugarvatni eftir kl. 20. Meira
17. nóvember 1998 | Í dag | 40 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, verður fimmtugur Matthías Guðm. Pétursson, tryggingam., Ásbúð 100, Garðabæ. Í tilefni þess tekur hann ásamt sambýliskonu sinni, Margréti Tómasdóttur, á móti gestum í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, milli kl. 17.30 og 20 á afmælisdaginn. Meira
17. nóvember 1998 | Fastir þættir | 474 orð

Áskirkja.

FRÆÐSLUKVÖLD verður í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 18. nóvember í safnaðarsal kirkjunnar kl. 20.30. Efni kvöldsins verður: Að búa ein/einn. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir flytur erindi um efnið, en að því loknu verða fyrirspurnir og umræður. Sr. Anna Sigríður mun fjalla m.a. um þann vanda sem fólk þarf að horfast í augu við, þegar það verður eitt eftir skilnað, dauðsfall eða vegna annarra orsaka. Meira
17. nóvember 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júní í Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Erla Sigurjónsdóttir og Sævar Sigurðsson. Heimili þeirra er að Stafnesvegi 20, Sandgerði. Meira
17. nóvember 1998 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst sl. í Selfosskirkju af sr. Þóri Jökli Þorsteinssyni Sigríður G. Björnsdóttir og Jón Birgir Kristjánsson. Heimili þeirra er að Vallholti 6, Selfossi. Meira
17. nóvember 1998 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. október í Þingeyrarkirkju af sr. Valdimar Hreiðarssyni Theodóra S. Theodórsdóttir og Hafliði Þ. Kristjánsson. Heimili þeirra er að Brekkugötu 5, Þingeyri. Meira
17. nóvember 1998 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

Nína ljósmyndari. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. ágúst í Laugarneskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Rut Guðnadóttir og Þorkell Guðmundsson. Heimili þeirra er í Engihjalla 9. Meira
17. nóvember 1998 | Dagbók | 715 orð

Í dag er þriðjudagur 17. nóvember, 321. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er þriðjudagur 17. nóvember, 321. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ég veit, að þú megnar allt, og engu ráði þínu verður varnað fram að ganga. (Jobsbók 42, 2.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Stapafell, Hvítabjörn, Mælifell, Kyndill, Faxiog Goðafoss komu í gær. Meira
17. nóvember 1998 | Í dag | 353 orð

Jólaglögg!

NÚ FER senn í hönd tími jólaundirbúnings og annars sem því fylgir. Eitt af því er svokallað "jólglögg" vinnustaða. Í mínum huga er jólaglögg notaleg stund með félögum eða vinum þar sem dreypt er á heitum drykk og smákökur á borðum, en þetta virðist á mörgum vinnustöðum hafa snúist upp í andhverfu sína með einu allsherjar fylliríi og öllum þeim vandræðum sem svoleiðis samkomum fylgja. Meira
17. nóvember 1998 | Dagbók | 123 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 íþróttagrein, 8

Kross 2LÁRÉTT: 1 íþróttagrein, 8 sakar um, 9 eimurinn, 10 óhreinka, 11 blóms, 13 beiskt bragð, 15 hestur, 18 mannvera, 21 hreinn, 22 aflaga, 23 klampinn, 24 laus við fals. Meira
17. nóvember 1998 | Fastir þættir | 663 orð

Lagt til að stöðu minni verði kollvarpað

"TRÚNAÐARBRESTUR sá er kominn er upp milli mín og Kristins Guðnasonar helgast af tvennu. Annars vegar finnst mér hann standa ómaklega að framboði sínu til formanns. Örfáum dögum fyrir formannskjörið hringir hann í mig og leggur áherslu á að hann fari ekki fram á móti Bergi Pálssyni, sitjandi formanni. Meira
17. nóvember 1998 | Fastir þættir | 876 orð

Málefnaleg samstaða en ólga út af formannskjöri

HROSSABÆNDUR héldu sinn aðalfund á Hótel Sögu í síðustu viku þar sem afgreiðsla málefnanna gekk greiðlega en meiri tíðindi urðu hinsvegar í stjórnarkjöri. Sitjandi formaður, Bergur Pálsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs að athuguðu máli. Meira
17. nóvember 1998 | Fastir þættir | 45 orð

Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Þeir bestu af mörgum góðum

Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Þeir bestu af mörgum góðum Á EFRI myndinni er ræktunarmaður ársins 1998 Jón Bergsson ásamt syni sínum Bergi sem verið hefur virkur í starfinu með föður sínum. Á þeirri neðri hampar Sigurður Sigurðarson Alsvinn gripnum sem knapi ársins fær til varðveislu í eitt ár. Meira
17. nóvember 1998 | Í dag | 24 orð

Mynd Þór Gísla. ljósmyndari Akureyri. BRÚÐKAUP. Gefin

Mynd Þór Gísla. ljósmyndari Akureyri. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. júlí í Silfrastaðakirkju í Skagafirði af sr. Svavari A. Jónssyni Jenný Karlsdóttir og Magnús Jóhannesson. Meira
17. nóvember 1998 | Fastir þættir | 293 orð

Ólafur og Hermann Lárussynir sigruðu á Suðurnesjum

14. nóvember - 49 pör. BRÆÐURNIR Ólafur og Hermann Lárussynir sigruðu í Stórmóti Munins og S/L eftir hörkukeppni. Spilaður var tvímenningur með monrad-fyrirkomulagi, fjórtán umferðir í tveimur lotum, samtals 56 spil, þ.e. 4 spil milli para. Hjördís Sigurjónsdóttir og Kristján Blöndal leiddu mótið lengst af en gáfu eftir á lokasprettinum og enduðu í 2. sæti. Meira
17. nóvember 1998 | Í dag | 84 orð

STÖÐUMYND D SVARTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND D SVARTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á svæðamóti í Andorra sem nú stendur yfir. Spánverjinn Daniel Garcia-Ilundain (2.485) var með hvítt, en Englendingurinn brögðótti, Tony Miles(2.590), hafði svart og átti leik. 34. - Hxh3+! 35. Kg1 (35. Meira
17. nóvember 1998 | Fastir þættir | 847 orð

Um bókavertíð "Útgefendur standa á þröskuldinum hjá prentaranum og veina upp yfir sig að þeir verði að ná í búð fyrir efsta dag.

Þá er hin árlega bókavertíð hafin og eins og á öllum vertíðum rennur æði á menn, öðruvísi gengi þetta ekki upp. Sviðið birtist okkur einhvernveginn svona: Rithöfundar og skáld bíða. Meira
17. nóvember 1998 | Í dag | 206 orð

Vestur hittir á eitrað útspil gegn slemmu suðurs, e

Sagnhafi stingur upp tíguldrottningu, en austur á kónginn. Suður drepur og tekur ÁK í spaða, en austur hendir hjarta í síðari spaðann. Vestur á því slag á tromp. Hvernig myndi lesandinn nú spila? Hér er um að ræða spilastef sem reyndir spilarar þekkja: Sagnhafi verður að henda niður tveimur tíglum heima í hjartadrottningu og fjórða lauf blinds. Meira
17. nóvember 1998 | Fastir þættir | 756 orð

VETRARSKÝ· LING

Loksins er veturinn mættur á svæðið með allt sitt hafurtask. Hausthreingerningu trjánna er rétt að ljúka, þau eru að fella síðustu laufblöðin og vinalegar haustlægðir sjá um að feykja blöðunum á haf út. Norðlendingar hafa ekki farið varhluta af vetrarkomunni, þar er allt á kafi í snjó og ekki þarf að hafa neinar áhyggjur af viðkvæmum gróðri, snjórinn sér um vetrarskýlinguna á þeim bæjunum. Meira
17. nóvember 1998 | Fastir þættir | 841 orð

Vinnur Hellir sinn fyrsta titil?

Taflfélagið Hellir hefur örugga forystu að loknum fyrri hluta Íslandsflugsdeildarinnar. HELLIR er efst í fyrstu deild að loknum fyrri hluta deildakeppni SÍ sem fram fór um helgina. A-sveit Hellis er með 27 vinninga af 32 og hefur 3 vinnings forskot á Íslandsmeistarana, A-sveit Taflfélags Reykjavíkur, sem er í öðru sæti með 23 vinning. Meira
17. nóvember 1998 | Í dag | 360 orð

ÞAÐ VAKTI nokkra athygli í síðustu viku, þegar upplýst var að e

ÞAÐ VAKTI nokkra athygli í síðustu viku, þegar upplýst var að eignarhaldsfélag Olíufélagsins hf. hefði keypt hlutabréf Íslenzkra sjávarafurða í Íshafi hf. og í Vinnslustöðinni. Þegar Morgunblaðið spurði Geir Magnússon, forstjóra Olíufélagsins hf. Meira
17. nóvember 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Öflun fjár og markaða mikilvægustu verkefnin

"STÆRSTA verkefni stjórnar Félags hrossabænda um þessar mundir eru tvímælalaust markaðsmálin og er ég þá að tala um bæði markað fyrir lífhross og sláturhross. Þetta eru nátengdir hlutir því með fækkun hrossa léttir mjög á þeirri spennu sem nú er í greininni og verður hugsanlega þá svigrúm til að fá hærra verð fyrir hrossin. Meira

Íþróttir

17. nóvember 1998 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA STJARNAN -HAMAR

1. DEILD KARLA STJARNAN -HAMAR 76: 64BREIÐABL. -ÞÓR Þ. 100:102ÍR -SELFOSS 90: 51STAFHOLTST. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA VÍKINGUR -FYLKI

2. DEILD KARLA VÍKINGUR -FYLKIR 16: 16HÖRÐUR -FJÖLNIR 22: 23VÖLSUNGUR -BREIÐABLIK 19: 26ÞÓR AK. -BREIÐABLIK 23: 23HÖRÐUR -FJÖLNIR 20: 29 ÞÓR AK. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 744 orð

Aðeins Árni og Broddi fengu gull

BRODDI Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson voru einu íslensku keppendurnir sem náðu að krækja sér í gullverðlaun á alþjóðlega stigamótinu sem fram fór í TBR-húsinu um helgina. Broddi og Árni lögðu Svein Sölvason og Tryggva Nielsen í úrslitum í tveimur lotum, 15:9, 15:10. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 382 orð

ALAN Shearer, fyrirliði Newcast

ALAN Shearer, fyrirliði Newcastle og enska landsliðsins, meiddist í leiknum gegn Sheffield Wednesday og varð að fara af leikvelli í hálfleik. Hann getur því ekki farið fyrir landsliðinu í vináttuleik gegn Tékkum annað kvöld. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 438 orð

AUÐUNN Jónsson fékk silfurverðlau

AUÐUNN Jónsson fékk silfurverðlaun í 125 kg flokki á heimsmeistaramótinu, sem fór fram í Úkraínu um helgina. Rússinn Maxim varð sigurvegari. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 144 orð

Á réttri leið

Auðvitað er ég hundfúll yfir að tapa, ég er það alltaf, sérstaklega í úrslitaleikjum," sagði Guðmundur Bragason, þjálfari og leikmaður Grindavíkinga eftir leikinn. "Ég er þó að sama skapi ánægður með að þetta var góður leikur hjá okkur og það er allt á réttri leið, ætli þetta hafi ekki verið einn af betri leikjum okkar í langan tíma," sagði Guðmundur. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 243 orð

Bragðdauft á Selfossi

Þegar Selfyssingar fengu FH-inga í heimsókn reiknuðu flestir með hörku viðureign, þar sem liðin verma bæði neðri hluta deildarinnar og hvert stig er dýrmætt. Leikurinn var hins vegar frekar bragðdaufur og leikmenn liðanna náðu aldrei að sýna sínar bestu hliðar. Baráttuleysi einkenndi bæði lið og leikurinn náði aldrei að verða spennandi þó svo að nokkuð jafnt hafi verið á tölum nánast allan Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 104 orð

Bræðurnir saman í hópnum

ÞÓRÐUR, Bjarni og Jóhannes Guðjónssynir voru um helgina í fyrsta sinn saman í leikmannahópi í opinberum knattspyrnuleik. Aðeins Þórður kom þó við sögu. "Ég fékk tvisvar gult spjald og hvorugt fyrir brot en dómarinn ræður og ég verð í banni í næsta leik," sagði Þórður við Morgunblaðið en hann og samherjar hans í Genk gerðu jafntefli, 2:1, í nágrannaslag við St. Truiden. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 214 orð

Cruyff segir að Van Gaal sé stefnulaus

JOHAN Cruyff, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Barcelona, gagnrýndi landa sinn og núverandi þjálfara Barcelona, Louis van Gaal, harðlega fyrir helgi. Sagði hann m.a. að liðið væru stefnulaust undir stjórn van Gaals. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 563 orð

Damon frábær

DAMON Johnson, Bandaríkjamaðurinn í liði Keflvíkinga, tók til sinna ráða í úrslitaleik eggjabikarkeppninnar á sunnudaginn. Eftir að meistararnir tvö undanfarin ár lentu 16 stigum undir í fyrri hálfleik, 27:11, tókst þeim að laga leik sinn til muna og eftir að Johnson fór í gang fyrir alvöru áttu Grindvíkingar litla möguleika því drengurinn lék stórkostlega og var allt í öllu. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 759 orð

Dion Dublin með þrennu á The Dell

ASTON Villa heldur enn toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Á laugardag skellti Villa botnliði Southampton, 1:4, á útivelli og annan leikinn í röð var markahrókurinn Dion Dublin í aðalhlutverki ­ gerði þrennu. Manchester United er ekki langt undan eftir sigur á Blackburn og hefðbundið markalaust jafntefli varð niðurstaðan í nágrannaslag Arsenal og Tottenham. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 261 orð

Djúpt á villunni

ÞAÐ var nokkuð djúpt á fyrstu villu Grindvíkinga í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þrátt fyrir að leika ágæta vörn voru Grindvíkingar mjög lítið brotlegir þannig að dómararnir sáu ekki ástæðu til að dæma villu á þá fyrr en 9 mínútur og 19 sekúndum betur voru til leikhlés. Þá var staðan 29:19 fyrir Grindavík. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 84 orð

"Dónárleikar" 2004?

UMSÓKN Austurríkis og Ungverjalands um að halda í sameiningu lokakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu árið 2004 er gerð í fullri alvöru að sögn Beppo Mauharts, forseta knattspyrnusambands Austurríkis. Einnig hafa Spánverjar og Portúgalar lýst áhuga á að halda keppnina. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 390 orð

Elber hetja Bayern

BRASILÍSKI framherjinn Elber hefur staðið sig vel með Bayern M¨unchen í vetur og það var engin undantekning þar á um helgina þegar Bayern vann Stuttgart 2:0. Hann lagði upp bæði mörk Bayern, sem hefur nú fimm stiga forskot á Bayer Leverkusen, sem er í öðru sæti. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 22 orð

England Úrvalsdeild

England Úrvalsdeild Mánudagur Nottingham Forest - Derby2:2 Dougie Freedman 58., Pierre van Hooijdonk 63. - Tony Dorigo 56. vsp., Horacio Carbonari 73. 24.014. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 176 orð

Evrópukeppnin Meistaradeildin

A-riðill: Fotex Veszprém - Alpi Prato37:22 Badel Zagreb - Montpellier25:24 Staðan: Badel Zagreb220058:434 Fotex Veszprém210154:432 Montpellier210145:422 Alpi Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 693 orð

Fá ekki að stinga af Haukar töpuðu sínu fyrsta leik

"VIÐ vorum ákveðnar í að láta þær ekki stinga af í deildinni og það var líka kominn tími til eftir ég veit ekki hvað marga tapleiki fyrir þeim," sagði Gerður Beta Jóhannsdóttir, sem var markahæst hjá Val í 22:17 sigri á Haukum í Hafnarfirði á sunnudaginn þegar Haukastúlkur töpuðu sínum fyrsta leik í vetur. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | -1 orð

FRAM 9

FRAM 9 7 0 2 257 220 14VALUR 9 7 0 2 222 191 14UMFA 9 6 1 2 236 215 13KA 9 6 0 3 228 218 12HAUKAR 9 4 1 4 254 247 9ÍBV 9 4 1 4 209 205 9STJARNAN Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 446 orð

Fyrsti sigur Celta á Real í Madrid í rúm 50 ár

CELTA Vigo er eina liðið sem enn hefur ekki tapað leik í sænsku 1. deildinni. Um helgina markaði liðið ákveðin tímamót í sögu sinni með því að vinna Real Madrid 2:1 á Bernabeu-leikvanginum í Madrid. Þetta var fyrsti sigur liðsins á þessum fræga velli í rúm fimmtíu ár, eða síðan 1. febrúar 1948. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 715 orð

Fær útrás í íþróttunum

SIGURÐUR Þorbjörn Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga í körfuknattleik, er án efa einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins. Hann er á þriðja ári með karlaliðið og það hefur verið sérlega sigursælt undir hans stjórn, vann allt sem hægt var að vinna í hitteðfyrra, varð Eggjabikarmeistari í fyrra og aftur í ár og auðvitað er stefnan sett á að vinna allt í ár. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 405 orð

Hallgrímur í miklum ham í marki ÍR

ÍR-INGAR lögðu Stjörnuna, 27:23, á sunnudaginn og eru nú næstir á eftir Garðbæingum í töflunni, einu stigi á eftir, og einu stigi á undan FH. Bæði lið skoruðu úr fyrstu sókn sinni en síðan fór sóknarnýtingin hratt niður á við og staðan var 2:2 eftir tæplega átta mínútna leik. Garðbæingar áttu sérlega erfitt með að finna rétta leið í markið, það sem vörn ÍR tók ekki varði Hallgrímur. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | -1 orð

HAUKAR

HAUKAR 8 7 0 1 180 153 14FRAM 8 6 1 1 218 170 13STJARNAN 8 6 1 1 220 183 13VALUR 8 5 1 2 180 157 11VÍKINGUR 8 4 2 2 193 181 10FH 7 2 1 4 162 149 5 Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 44 orð

Haustmót SR

Haustmót Skotfélags Reykjavíkur í loftskammbyssu var haldið 9. nóvember 1998. Úrslit urðu sem hér segir, en hæsta mögulega stigagjöf er 600 stig: 1. Guðmundur Kr. Gíslason548 2. Kjartan Friðriksson519 3. Gunnar Sigurðsson512 4. Guðmundur H. Christensen497 5. Vignir J. Jónasson492 6. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 635 orð

HK - Fram25:35

Íþróttahúsið Digranesi, 9. umferð 1. deild karla, Nissan-deildarinnar, sunnudaginn 15. nóvember 1998. Gangur leiksins: 2:2, 2:6, 6:9, 7:13, 11:16,12:21, 17:30, 18:32, 20:34, 25:35. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 7/2, Óskar Elvar Óskarsson 4, Alexander Arnarson 4, Stefán Freyr Guðmundsson 4, Gunnar Már Gíslason 3, Guðjón Hauksson 2, Helgi Arason 1. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 512 orð

Hvergi af baki dottnir

Það vantaði herslumuninn hjá drengjunum að vinna okkur," sagði Broddi Kristjánsson eftir að hann og Árni Þór Hallgrímsson höfðu lagt Svein Sölvason og Tryggva Nielsen í tveimur lotum í úrslitaleik í tvíliðaleik karla, 15:9, 15:10. "Við lékum ágætlega enda þurftum við á því að halda því þeir veittu okkur mikla mótspyrnu og voru reiðubúnir að taka frumkvæðið yrði okkur á. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 410 orð

Höfðum meiri sigurvilja

Við höfðum meiri sigurvilja og það var meiri örvænting hjá þeim enda erfitt að vinna upp mun," sagði Erlingur Richardsson, sem átti góðan leik fyrir Val í 28:22 sigri á Haukum í hörkuleik í Hafnarfirði á sunnudaginn en sigurinn færir Val upp að hlið Fram í efsta sæti, sem er þó enn með betri markahlutfall. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 232 orð

Kantsjelskis með sigurmark

Rússinn Andrej Kantsjelskis skoraði sigurmark Glasgow Rangers í 2:1 sigri á Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Liðið hefur nú sex stiga forskot á Kilmarnock þegar 14 leikjum er lokið. Kantsjelskis, sem var keyptur frá Fiorentina fyrir 5,5 milljónir punda sl. sumar, gerði markið sem réð úrslitum þegar átta mínútur voru til leiksloka. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 268 orð

KRISTJÁN Halldórsson þjálfari 1. deildar liðs

KRISTJÁN Halldórsson þjálfari 1. deildar liðs ÍR í handknattleik karla hélt uppá fjörutíu ára afmæli sitt á sunnudaginn með því að stjórna liði sínu til öruggs sigurs á Stjörnunni. KYNNIRINN á leiknum var líflegur og skemmtilegur þó svo hann hafi gleymt sér nokkrum sinnum. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 140 orð

Landsglíman

Önnur Landsglíma ársins var haldin að Laugarvatni á laugardaginn. Úrslit voru þessi: Karlarstig 1. Ingibergur Sigurðsson, Víkverja 6 2. Lárus Kjartansson, HSK 5 3. Pétur Eyþórsson, Víkverja 4 4. Sigmundur Þorsteins, Víkverja 3 Í karlaflokki sigraði Ingibergur nokkuð örugglega eftir harðsnúna viðureign við Lárus. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 234 orð

Létt hjá Fram

Framarar færðust upp í efsta sæti 1. deildarinnar og HK-menn niður í það neðsta, eftir ójafnan leik liðanna í Kópavoginum sl. sunnudagskvöld. Reyndar var fátt sem gat gefið til kynna að þessi lið ættu sæti í sömu deild, yfirburðir gestanna voru það miklir og HK-liðið mátti þakka fyrir að sleppa með tíu marka tap 35:25 Framarar náðu snemma fjögurra marka forskoti, 6:2, Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 290 orð

Ljúfur sigur

Vörnin hjá okkur var hræðileg fyrstu tíu mínúturnar en lagaðist eftir það. Sóknin var ekki sem verst þó svo við lékjum ekki eins og við getum best," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, eftir úrslitaleikinn í fyrirtækjabikarnum á sunnudaginn. "Það hefur oft verið talað um okkur sem eitthvert stórskotalið. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 323 orð

Marseille í góðum gír

Marseille hefur verið á mikilli siglingu í frönsku deildinni. Um helgina sigraði liðið Lens 1:0 og hefur nú fjögurra stiga forskot á Bordeaux á toppi deildarinnar. Liðið hefur leikið 14 leiki án taps og verður að teljast til alls líklegt í baráttunni um meistaratitilinn. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 179 orð

Merson, Wright og Dublin á Wembley

Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englands, mun líklega tefla fram þremur gamalkunnum leikmönnum er lið hans leikur vináttuleik gegn Tékkum á Wembley á morgun. Það eru þeir Paul Merson, Ian Wright og Dion Dublin. Merson og Wright eru yfir þrítugt og Dublin, sem hefur skorað fimm mörk fyrir Aston Villa í tveimur leikjum, verður þrítugur í apríl á næsta ári. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 427 orð

MISTÖK »Undirbúningur fyrir Ungverjaslaginn hefði getað verið lengri

FRAMUNDAN eru tveir afar þýðingarmiklir leikir gegn Ungverjum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í Egyptalandi 1999. Fyrri leikurinn verður í Laugardalshöllinni í næstu viku og síðan verður haldið til Ungverjalands þar sem leikið verður í borginni Nyireghaza sem er í austurhluta landsins, við landamæri Úkraínu. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 381 orð

Norðurlandamót

INGÓLFUR Snorrason náði bestum árangri íslensku keppendanna á Norðurlandamótinu í kumete sem fram fór í Stokkhólmi um helgina. Hann hafnaði í fjórða sæti í +80 kg flokki. En þeir Jón Ingi Þorvaldsson og Konráð Stefánsson voru ekki í fremstu röð. Ingólfur komst í undanúrslit í +80 kg flokki og mætti þar Jarle Sorken frá Noregi, sem varð tvöfaldur Norðurlandameistari um helgina. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 112 orð

Pétur besti varnarmaðurinn í Svíþjóð

PÉTUR Marteinsson, fyrirliði Hammarby í sænsku deildinni á nýliðnu tímabili, var kjörinn besti varnarmaður deildarinnar í lokahófi Knattspyrnusambands Svíþjóðar í Stokkhólmi í gærkvöldi. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í fréttum klukkan 22. Mattias Asper hjá AIK var kjörinn besti markvörðurinn. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 520 orð

Rafmögnuð spenna í jólabænum

HÁVAÐASAMASTI handboltaleikur vetrarins í jólabænum Akureyri fór fram sl. sunnudagskvöld er KA-menn tóku á móti Aftureldingu. Spennan var rafmögnuð, enda leikurinn í járnum frá upphafi til enda og trumbuslagarar úr Mosfellsbænum gerðu sitt til að yfirgnæfa heimamenn í flutningi á verkinu Litli trommuleikarinn. Um skeið fór tónverkið úr böndunum og var þá leitað til lögreglunnar. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 207 orð

Ribbeck kallar á Christian Wörns

Erich Ribbeck, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur kallað á Christian Wörns, varnarleikmann hjá París St. Germanin, á ný í landsliðshópinn. Wörns, sem var rekinn af leikvelli í leik gegn Króatíu í HM, hefur tekið út tveggja leikja bann. Hann leikur því líklega við hliðina á Lothar Matth¨aus í vörninni er Þjóðverjar mæta Hollendingum í vináttulandsleik Gelsenkirchen á miðvikudaginn kemur. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 151 orð

Sérsambönd útnefna karl og konu

FRAMKVÆMDASTJÓRN Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, hefur samþykkt þau tilmæli til sérsambanda að þau tilnefni frá og með þessu ári tvo íþróttamenn, karl og konu, sem íþróttamenn sína í lok hvers árs. Til þessa hafa sérsamböndin aðeins tilnefnt einn íþróttamann í hverri grein. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 168 orð

Sigursteinn í viðræðum við ÍA og KR

SIGURSTEINN Gíslason hefur ekki ákveðið næstu skref sín í knattspyrnu. Samningur hans við ÍA er útrunninn og hefur hann átt í viðræðum við félagið um nýjan samning en auk þess hefur hann rætt við KR með samning í huga. Genk í Belgíu hafði augastað á Sigursteini í haust en skyndilega vantaði félagið framherja og samdi við Bjarna Guðjónsson. Því varð ekki úr að Sigursteinn færi þangað. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 229 orð

Stefnir á Ólympíuleikana

Það vakti nokkra athygli í haust þegar Tómas Viborg Garðarsson badmintonmaður, sem búið hefur í 16 ár í Svíþjóð, valdi þann kost að keppa fyrir Ísland í badminton og gefa sænska landsliðið upp á bátinn. Þrátt fyrir að vera Íslendingur átti hann rétt á að leika við hönd Svíþjóðar þar sem hann hefur búið mestan hluta ævi sinnar þar í landi. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 211 orð

Sveiflur á laugardegi

Miklar sveiflur voru í undanúrslitaleikjunum tveimur á laugardaginn. Njarðvíkingar voru 43:30 yfir í leikhléi á móti Grindvíkingum en þeir gulklæddu gerðu 27 stig gegn aðeins sex stigum Njarðvíkinga fyrri hluta síðari hálfleiks og náðu forystunni sem þeir héldu til leiksloka. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 454 orð

Syrtir í álinn hjá Essen

Valdimar Grímsson lék mjög vel, gerði 11 mörk, þar af 5 úr vítakasti, er Wuppertal gerði jafntefli, 28:28 við baráttuglaða leikmenn Gummersbach sem leika af mikilli innlifun og áhuga þrátt fyrir að félagið sé nánast gjaldþrota og þeir hafi ekki fengið laun mánuðum saman. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 328 orð

UMFG - Keflavík81:88

Laugardalshöll, úrslitaleikur Eggjabikarkeppninnar, sunnudaginn 15. nóvember 1998. Gangur leiksins: 0:2, 6:2, 12:11, 27:11, 35:22, 35:30, 36:35, 43:37, 48:41, 53:46, 53:53, 57:60, 61:69, 79:82, 79:87, 81:88. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 427 orð

Víkingur - Stjarnan24:34

Víkin, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, 8. umferð, laugardaginn 14. nóvember 1998. Gangur leiksins: 0:1, 1:2, 3:2, 3:7, 5:10, 6:13, 8:14, 8:16, 11:17, 13:17, 13:20, 15:24, 18:25, 18:31, 22:31, 23:33, 24:34. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 423 orð

Þrjú lið jöfn

Þróttur Reykjavík skellti KA tvívegis á Akureyri um helgina, 3:1 og 3:0. Það má segja að lið KA hafi komið á óvart þar sem það náði að krækja í stig en það er í fyrsta skipti í rúmt ár sem KA vinnur stig af Þrótti. Það var Kanadamaðurinn Mike Perra sem skoraði 13 stig í leiknum og var allt í öllu hjá KA. Meira
17. nóvember 1998 | Íþróttir | 274 orð

(fyrirsögn vantar)

FANNEY Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í handknattleik, og félagar hennar í norska liðinu Tertnes eru komin í undanúrslit EHF-keppninnar í handknattleik. Liðið vann Saglik Kastamonu43:21 og 32:25 um helgina. Meira

Fasteignablað

17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 650 orð

Bótaábyrgð eiganda og húsfélags

EIGANDI í fjöleignarhúsi getur eins og allir aðrir menn orðið skaðabótaskyldur gagnvart þeim sem verður fyrir tjóni. Það er meginregla að maður ber ekki skaðabótaábyrgð á tjóni nema það verði rakið til saknæmra og ólögmætra athafna hans eða athafnaleysis, þ.e. almennu skaðabótareglunni. Hins vegar getur ábyrgð byggst á hlutlægum grundvelli, þ.e. án sakar. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 240 orð

Bryggjuhverfi

FYRSTU íbúðarhúsin í Bryggjuhverfi við Gullinbrú eru farin að rísa. Þar er að verki byggingafyrirtækið Byggðaverk, sem byggir í fyrsta áfanga tólf íbúða fjölbýlishús og fjórtán raðhús við Básbryggju. Húsin standa á bakkanum við bátahöfnina og því rétt út við sjóinn. Byrjað var á framkvæmdum í ágúst. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 186 orð

Dýrasta hótel heims rís í Las Vegas

NÚ ER verið að reisa hótel í Las Vegas í Bandaríkjunum, sem að sögn verður það dýrasta í heiminum, en byggingakostnaðurinn er áætlaður um 1,9 milljarðar dollara eða um 133 milljarðar ísl. kr. Í hótelinu verða 3000 herbergi, spilavíti með 140 spilaborðum, 2600 spilakassar og sérstakt spilavíti fyrir þá útvöldu. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 150 orð

Einbýlishús á tveimur pöllum

HJÁ fasteignasölunni Fjárfestingu er til sölu einbýlishús á tveimur pöllum við Álfaskeið 125 í Hafnarfirði. Er það 186 fermetrar að stærð og byggt fyrir áratug. Ásett verð er 15,9 milljónir króna. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 195 orð

Einbýlishús í Garðabæ með góðu útsýni

VEL skipulagt einbýlishús á einni hæð við Grenilund 9 í Garðabæ er nú til sölu hjá fasteignasölunni Miðborg og segir Jón Finnbogason sölumaður að húsið sé innst í botnlanga götunnar og með mjög góðu útsýni. Nýjar innréttingar eru í innri forstofu og eldhúsi og ýmsar aðrar endurbætur segir hann hafa verið gerðar á húsinu. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 397 orð

Fasteignasalan Frón flutt að Síðumúla 2

FASTEIGNASALAN Frón flutti aðsetur sitt fyrir skömmu og er nú komin í 280 ferm. húsnæði á annarri hæð að Síðumúla 2 í Reykjavík. "Við erum núna í mjög glæsilegu húsnæði, sem er mun stærra en það, sem við höfðum áður. Öll aðstaða er mun betri, þannig að við getum veitt viðskiptavinum okkar betri þjónustu en áður," sagði Finnbogi Kristjánsson, fasteignasali hjá Fróni. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 289 orð

Gott hús og fljótlegt í byggingu

BJÁLKAHÚS eru fljótlegur og hentugur byggingarmáti og segist Hallbjörn Hjartarson á Skagaströnd geta mælt með þessari aðferð og byggingarefni. Hann valdi bjálkahús þegar Kántrýbær var reistur á ný á liðnu vori eftir að sá eldri skemmdist í eldi. Hann segir reynsluna góða af húsinu en framleiðandinn er finnskt fyrirtæki. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 113 orð

Hagnaður af heimilum aldraðra Í Bretlandi

McCARTHY & STONE, breskt byggingarfyrirtæki, sem sérhæfir sig í smíði og sölu heimila aldraðs fólks, hefur skýrt frá því að hagnaður þess hafi aukist um 54% í 28,5 milljónir punda og segir að ástandið í atvinnugreininni sé ágætt þrátt fyrir óvissar framtíðarhorfur í greininni á næstu árum. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 46 orð

Heitt vatn í Hólminum

AÐVEITUÆÐ fyrir heitt vatn er komin til Stykkishólms. Sigurður Grétar Guðmundsson fjallar um lagnasýninguna í bænum fyrir skömmu, en þar kynntu lagnamenn í máli og myndum, hvað gera þyrfti til þess að bæjarbúar gætu nýtt sér sem bezt gæði heita vatnsins. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 589 orð

Hitinn streymir til Stykkishólms

ÞRÁTT fyrir að jarðhiti finnist víðast hvar á landinu eru samt til kortlögð "köld" svæði, þar er ekki búist við því að finnist nýtanlegur jarðvarmi. Það sýnir best hvað við eigum orðið framúrskarandi jarðvísindamenn að þeir eru nú að þefa uppi sjóðheitar vatnsæðar á "köldum" svæðum og nú eru það Hólmarar sem duttu í lukkupottinn. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 316 orð

Hólmarar undirbúa komu hitaveitu

HITAVEITA tekur til starfa í Stykkishólmi á næsta ári. Áætlað er að hefja vinnu við dreifikerfi veitunnar í mars 1999 og ljúka því í nóvember sama ár. Áður en íbúar bæjarins geta tengst hitaveitunni þurfa þeir að gera mismiklar ráðstafnir heima fyrir. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 311 orð

Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum til sölu

HÚSNÆÐI Hótel Valaskjálf hf. og félagsheimilisins Valaskjálf á Egilsstöðum er nú til sölu, en sölu annast Lögfræðiþjónusta Austurlands á Egilsstöðum. Hótelálman skiptist í þrjár hæðir með 21 gistiherbergi og borðsal, samtals 1.048 ferm. Í kjallara eru m. a. geymslur og þvottaaðstaða, auk þess sem hluti hans er innréttaður sem kennslustofur og er sá hluti kjallarans leigður út. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 149 orð

Hæð í tvíbýli við Jöldugróf

FASTEIGNASALAN Kjöreign hefur nú til sölu efri hæð í tvíbýlishúsi við Jöldugróf 22 í Reykjavík en hún er innst í Fossvogshverfinu. Neðri hæð hússins er steypt en sú efri úr timbri. Dan Wiium, fasteignasali í Kjöreign, segir húsið innst í lokaðri götu, vel staðsett og útsýni gott. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 484 orð

Hönnunarkostnaður sparast í alverktöku

ÞENSLA er í byggingariðnaðinum á Hellu. Unnið er að byggingu þriggja tiltölulegra stórra mannvirkja, íþróttahúss fyrir bæjarfélagið og skattstofu fyrir ríkið, en Rangá ehf. tók þessar byggingar að sér í alverktöku, auk þess sem þrjú flutningafyrirtæki byggja saman hús yfir starfsemina. Samtals eru húsin tæpir 2.500 fermetrar að stærð. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 387 orð

Kaupmannahöfn bætir stöðu sína

KAUPMANNAHÖFN sækir stöðugt á sem vettvangur viðskipta og efnahagslífs á alþjóðavísu. Í ár er borgin í 21. sæti á lista yfir eftirsóttustu borgirnar, þegar evrópsk fyrirtæki standa frammi fyrir því að velja stað fyrir nýtt útibú fyrir starfsemi sína erlendis. Í fyrra var Kaupmannahöfn í 25. sæti í röð eftirsóttustu borganna í þessu tilliti. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 256 orð

Málverkasýning hjá Höfða

HJÁ Fasteignasölunni Höfða hefur verið tekin upp sú nýbreytni að halda málverkasýningu í húsakynnum fasteignasölunnar á Suðurlandsbraut 20 í Reykjavík. Sýnd eru um 20 verk og eru myndirnar allar til sölu. Listamaðurinn heitir Kristinn Már Pálmason og málar með akríl á striga. Myndirnar eru fjölbreyttar og gefa skrifstofunni hlýlegan blæ. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 1686 orð

Mikil ásókn í fyrstu íbúðirnar og raðhúsin í Bryggjuhverfi

HÚS á sjávarlóðum hafa ávallt haft mikið aðdráttarafl fyrir fólk hér á landi. Mikill áhugi á fyrstu íbúðunum í Bryggjuhverfi við Gullinbrú kemur því ekki á óvart, enda verður nálægðin við sjóinn mikill þáttur í þeirri stemmningu, sem fylgir hverfinu. Hverfið verður þrískipt, það er í íbúðarsvæði, atvinnu- og verslunarsvæði og svo smábátahöfn. Stór og fallegur garður verður á íbúðarsvæðinu. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 30 orð

Múruð eyja með skúffum

Múruð eyja með skúffum ÞESSI eldhúseyja er sérstök fyrir það að hún er múruð að utan en með þægilegum skúffum. Enginn háfur er fyrir ofan hana heldur kröftug lofræsting í loftinu. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 192 orð

Stór verslunarhæð við Fossháls

MEIRI hreyfing er nú á atvinnuhúsnæði en verið hefur um langan tíma. Hjá fasteignasölunni Stóreign er nú til sölu 812 ferm. verslunarhúsnæði á jarðhæð við Fossháls 1 í Reykjavík. Var það byggt sem sýningarsalur fyrir bíla, en að undanförnu hefur verið þar til húsa verslunin Hreysti. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 39 orð

Tjón og bótaskylda

HLUTLÆGAR bótareglur, sem ekki gera sök að skilyrði, teljast almennt til undantekninga og þurfa jafnan að byggjast á sérstökum sjónarmiðum og réttlætingu, segir Sandra Baldvinsdóttir lögfræðingur, sem fjallar um bótaábyrgð eigenda og húsfélags í fjöleignarhúsum. Meira
17. nóvember 1998 | Fasteignablað | 310 orð

Umsvif á fasteignamarkaði sjaldan verið meiri en í ár

UMSVIF á fasteignamarkaði eru mun meiri, það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra, eins og teikningin hér til hliðar ber með sér. Þannig voru innkomnar umsóknir um húsbréfalán vegna notaðs húsnæðis nær 27% meiri á fyrstu tíu mánuðum þessa árs og nær 13% meiri vegna nýbygginga einstaklinga. Allt stefnir því í, að fasteignaviðskipti verði með allra mesta móti í ár. Meira

Úr verinu

17. nóvember 1998 | Úr verinu | 98 orð

Góð veiði línubáta

TVEIR línubátar lönduðu á annað hundrað tonnum af bolfiski á Fáskrúðsfirði í síðustu viku. Fjölnir GK 7 landaði 64 tonnum eftir fimm lagnir og Hrafnseyri ÍS 10 um 50 tonnum eftir sex lagnir. Aflanum var öllum ekið til Grindavíkur til vinnslu en Vísir hf. og Þorbjörn hf. í Grindavík gera skipin út. Meira
17. nóvember 1998 | Úr verinu | 436 orð

Rannsóknir á áhrifum togveiða mikilvægar

KÓRALBELTI eru yfirleitt ekki á algengustu togslóðum, enda á takmörkuðum svæðum við Ísland, að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Hann segir hins vegar enga ástæðu til að efast um að kóralsvæði hafi skaðast í einhverjum mæli vegna notkunar togveiðarfæra. Meira
17. nóvember 1998 | Úr verinu | 116 orð

Reiknilíkön í fiskeldi

PÁLL Jensson, prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur um rannsóknir á notkun reiknilíkana við áætlanagerð og skipulagningu á rekstri fiskeldisstöðva í stofu 101 í Lögbergi, miðvikudaginn 18. nóvember kl. 17. Rannsóknir Páls voru að hluta til unnar við verkfræðiskólann í Halifax í Kanada í samvinnu við fiskeldisfyrirtæki í New Brunswick. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.