Greinar þriðjudaginn 1. desember 1998

Forsíða

1. desember 1998 | Forsíða | 91 orð

Búddamunkar takast á

MUNKAR úr búddísku Chogye- reglunni slást hér við innganginn að hofi reglunnar í Seoul í Suður- Kóreu í gær. Ástæðan fyrir slagsmálum hinna annars friðsömu munka eru átök ólíkra hópa um hverjum beri að fara með forystu í reglunni, sem er þúsund ára gömul og sú stærsta í landinu. Meira
1. desember 1998 | Forsíða | 246 orð

Clinton boðar stóraukna aðstoð

BILL Clinton Bandaríkjaforseti lagði til í gær að Bandaríkin legðu til 400 milljónir dollara ­ um 28 milljarða króna ­ aukalega í aðstoð við heimastjórn Palestínumanna, og hann hvatti önnur ríki til að auka líka við efnahagsaðstoð við Palestínumenn, þar sem gott efnahagsástand myndi efla friðinn á þeim svæðum sem Ísraelar og Palestínumenn deila um. Meira
1. desember 1998 | Forsíða | 340 orð

Dómskerfi Chile sjái um mál Pinochets

JOSE Miguel Insulza, utanríkisráðherra Chile, lagði í gær að spænskum ráðamönnum að sjá til þess að Augusto Pinochet yrði ekki framseldur til Spánar, þar sem hann myndi ekki fá sanngjarna málsmeðferð. Insulza sagði að eftirláta ætti dómskerfi Chile að rétta yfir einræðisherranum fyrrverandi. Meira
1. desember 1998 | Forsíða | 48 orð

Kosið í Quebec

GRÝLUKERTI hanga neðan úr kosningaveggspjaldi í bænum Jonquiere í Quebec-fylki í Kanada, þar sem kosið var til fylkisþings í gær. Lucien Bouchard brosir breitt á spjaldinu, en hann er leiðtogi flokks frönskumælandi aðskilnaðarsinna, Parti Quebecois. Búizt var við að sá flokkur hrósaði sigri í kosningunum. Meira
1. desember 1998 | Forsíða | 163 orð

Þýzk-franski "öxullinn" efldur

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, og Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, komu í gær saman til fyrsta þýzk-franska leiðtogafundarins eftir að Schröder tók við embætti. Eftir fundinn tjáði Schröder fréttamönnum að þrátt fyrir að Frakkar styddu viðleitni Þjóðverja til að fá fjárframlög sín til sameiginlegra sjóða Evrópusambandsins lækkuð, Meira
1. desember 1998 | Forsíða | 246 orð

Öcalan vill fyrir alþjóðlegan rétt

ÍTALSKA stjórnin, sem leitar nú logandi ljósi að lausn á deilunni um hvað gera skuli við kúrdíska skæruliðaforingjann Abdullah Öcalan, sagði í gær að hægt væri að draga hann fyrir alþjóðlegan dómstól, en ekki væri búið að finna út úr því hvernig það gæti gerzt. Öcalan sjálfur er reiðubúinn að koma fyrir alþjóðlegan rétt vegna þess, að hann er viss um að geta sannað sakleysi sitt. Meira

Fréttir

1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

120 ár frá vígslu fyrsta vitans

ÞESS er minnst í dag, 1. desember, að liðin eru 120 ár frá því að fyrsti viti í eigu hins opinbera, Reykjanesviti, var formlega tekinn í notkun. Á 6. áratugnum lauk uppbyggingu vitakerfisins að mestu leyti en þá hafði ljósvitahringnum verið lokað. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 712 orð

Aðstandendurnir þurfa líka hjálp

Parkinsonsamtökin 15 áraAðstandendurnir þurfa líka hjálp ALLS er talið að fjögur til fimm hundruð manns séu haldin Parkinsonveiki hér á landi, að sjálfsögðu á mjög mismunandi stigi. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Áfram lágmarksútsvar á Seltjarnarnesi

SIGURGEIR Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segist ekki eiga von á því að breyting verði á útsvarsprósentunni í sveitarfélaginu að svo stöddu, en á Seltjarnarnesi er lágmarksútsvar, 11,24%. Meira
1. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Á slysadeild eftir harðan árekstur

TVEIR voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir harðan árekstur á þjóðveginum skammt norðan Akureyrar, við afleggjara að Blómsturvallavegi um kl. 16.30 á sunnudag. Um var að ræða aftanákeyrslu og eru báðir bílarnir mikið skemmdir. Ungur maður missti lítillega framan af tveimur fingrum í vinnuslysi í trésmiðjunni Berki á Akureyri á laugardag. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 465 orð

Bankastjórarnir fengu um 500 milljónir

ÓUPPGERÐAR lífeyrisskuldbindingar allra starfsmanna Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands voru tæplega 8 milljarðar í lok ársins 1997. Þar af var hlutur starfandi bankastjóra í báðum bönkunum um 464 millj. kr. Þetta kemur fram í tveimur skriflegum svörum Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Baráttufundur ekki málþing

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá stjórn Hálendishópsins sem stóð að fundinum í Háskólabíói á laugardag: "Vegna yfirlýsinga stjórnarformanns Landsvirkjunar, Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, í fjölmiðlum um almennan fund um verndun miðhálendisins, sem haldinn var í Háskólabíó laugardaginn þann 28. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Barnadeild Hringsins fær styrk

SAMBÍÓIN og Coke á Íslandi héldu sérstaka styrktarsýningu sl. laugardag til handa barnaspítala Hringsins, á nýjustu afurð Disney, Mulan. Á sýningunni fengu allir krakkar gjafir frá Vífilfelli og í hléi hélt HK sýningu á Tae Kwan Do. Allir gestir fengu að auki Coke frá Vífilfelli og popp frá Sambíóunum. Allar tekjur af sýningunni sem námu samtals 135. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Bensínverð lækkar í dag

ÖLL olíufélögin lækka eldsneytisverð frá og með deginum í dag. Lækkun bensínverðs nemur 1,70 krónum á lítra. Verð á dísilolíu lækkar um 50 aura og verð á olíu til skipaflotans lækkar um 1 krónu hver lítri. Olíufélagið reið á vaðið í gær og tilkynnti um þessar lækkanir. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 182 orð

Bitnar hart á félagsmönnum

STÉTTARFÉLAGIÐ Dagsbrún og Framsókn gagnrýnir harðlega ráðgerða hækkun útsvars í Reykjavík. Halldór Björnsson, formaður félagsins, segir að félagið líti á þessi áform sem brot á þeim kjarasamningum sem félagið stóð að. Þetta muni bitna hart á félagsmönnum því stærstur hluti þeirra sé búsettur í Reykjavík. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Borgin í erfiðri stöðu

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segist telja miður að Reykjavíkurborg skuli þurfa að hækka útsvar. Hann bendir hins vegar á að borgin sé í erfiðri stöðu og minnir á að mikil skuldasöfnun hafi verið hjá borgarsjóði áður en núverandi meirihluti tók við. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Borgin sveipuð ljósadýrð

Morgunblaðið/Ásdís JÓLALJÓSIN setja nú óðum svip sinn á höfuðborgina ásamt öðrum skreytingum sem tilheyra jólahátíðinni sem nálgast, en í svartasta skammdeginu og dimmviðrinu sem verið hefur undanfarna daga varpar ljósadýrðin kærkominni birtu á mannlífið. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Dounreay brátt lokað

DOUNREAY-endurvinnslustöðinni í Norður-Skotlandi verður lokað snemma á næstu öld. Þrátt fyrir að endurvinnslu geislavirkra efna verði hætt í Dounreay mun það ekki minnka verulega það magn sem Bretar losa árlega af geislavirkum efnum í hafið. Að sögn dr. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 983 orð

Dounreay stöðin líður undir lok Lokun Dounreay hefur lítil áhrif á magn geislavirkra efna í hafinu

KJARNORKUIÐNAÐUR Í BRETLANDI ­ ÁHRIF Á NORÐURLÖND Dounreay stöðin líður undir lok Lokun Dounreay hefur lítil áhrif á magn geislavirkra efna í hafinu Kjarnorkuendurvinnslustöðin við Dounreay í Norður-Skotlandi hefur verið mjög umdeild og harkalega gagnrýnd fyrir ónógt öryggi og losun g Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Dregið verður 24. desember

HAPPDRÆTTI Krabbameinsfélagsins er ein mikilvægasta fjáröflunarleið félagsins. Fræðsla um krabbamein og krabbameinsvarnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir í skólum, stuðningur við krabbameinssjúklinga, leit að krabbameinum og rannsóknir eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið. Í jólahappdrættinu fá konur heimsendan miða en í sumarhappdrættinu karlar. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 295 orð

Dulbúin skattheimta í Reykjavík

EKKI stendur til að hækka útsvar í Garðabæ þar sem það verður áfram lægst, 11,24%, eins og á Seltjarnarnesi og í Vestmannaeyjum. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að afkoma bæjarsjóðs sé knöpp vegna aukinna verkefna og stefnt er að hækkun þjónustugjalda, þ.ám. leikskólagjalda og aðgangseyris á sundstaði, snemma á næsta ári. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 285 orð

Efast um vopna hléssamkomulag

EFASEMDIR eru um að samkomulag um vopnahlé í Lýðveldinu Kongó, sem undirritað var í París um helgina, verði annað og meira en orðin tóm, þar eð skæruliðar sem berjast gegn Kongóstjórn voru ekki hafðir með í ráðum. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Eigið fé verði ekki undir 70%

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um að færa niður eigið fé nýs orkufyrirtækis borgarinnar þannig að eiginfjárhlutfall þess verði ekki undir 70%. Jafnframt er gert ráð fyrir að fyrirtækið greiði lækkunina með skuldabréfaútgáfu og að tryggt verði að greiðslubyrði þeirra valdi ekki hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins eða að arðgreiðslur til eigenda íþyngi rekstrinum. Meira
1. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 254 orð

Ekki allir gefið upp vonina

EKKI hafa allir útgerðarmenn nótaskipa gefið upp vonina um frekari loðnuveiði fyrir jól, því bæði Súlan EA og Þórður Jónasson EA héldu á loðnumiðin á ný í gær. Kristinn Snæbjörnsson, stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Súlunni, sagði í samtali við Morgunblaðið áður en hann hélt frá Akureyri að hann myndi reyna fyrir sér á Kolbeinseyjarsvæðinu en þar var skipið við veiðar í síðustu viku. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Ekki enn sótt um skráningu

EKKI hefur enn verið sótt um skráningu á nafni Frjálslynda lýðræðisflokksins hjá Hagstofu Íslands. Ekki liggur því fyrir hvort Hagstofan samþykkir þetta nafn. Sem kunnungt er hefur Sverrir Hermannsson og fleiri stofnað Frjálslynda flokkinn og Ástþór Magnússon og fleiri hafa skráð og eiga nafnið Lýðræðisflokkurinn. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Engin umræða um hækkun í Mosfellsbæ

Í MOSFELLSBÆ er útsvarið 11,79% og að sögn Jóhanns Sigurjónssonar bæjarstjóra hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hækkun og sagði hann enga umræðu hafa átt sér stað um það. "Eins og staðan er núna er því óbreytt útsvar, en það er auðvitað augljóst að það er töluverður útgjaldaauki hjá okkur eins og öðrum sveitarfélögum. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 472 orð

Fasteignaskattar lækka um 0,046%

BORGARRÁÐSFULLTRÚAR Reykjavíkurlistans hafa lagt fram tillögu um lækkun fasteignaskatts fyrir íbúðarhúsnæði úr 0,421% af fasteignamati í 0,375% frá og með árinu 1999. Jafnframt að tekið verði upp sorphirðugjald vegna íbúðarhúsnæðis og að í fyrstu verði miðað við fjölda og stærð íláta en síðar verði gjaldið miðað við þyngd sorps og fjölda íláta. Lagt er til að gjaldið verði sex þús. Meira
1. desember 1998 | Landsbyggðin | 102 orð

Fellahreppur leigir tölvubúnað

Fellahreppur leigir tölvubúnað TÖLVUSMIÐJAN ehf., Austurlandi, gerði nýlega samning við Fellahrepp, vegna grunnskólans, hreppsskrifstofunnar og leikskólans, um leigu á tölvubúnaði til þriggja ára. Um svonefnda rekstrarleigu er að ræða. Með samningi þessum tók Fellahreppur á leigu á annan tug tölva. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 318 orð

Fleiri forsendur en efnahagslegar

"ÞAÐ ER ekkert launungarmál að sem fjármálaráðherra var ég hallur undir sænska aðild að EMU, því þá hafði ég aðeins efnahagslegar forsendur í huga. Sem forsætisráðherra skipta fleiri forsendur máli", sagði Göran Persson forsætisráðherra Svía er hann spjallaði við gesti í sænska sendiráðinu í Kaupmannahöfn á föstudaginn. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 268 orð

Forsætisráðherra gagnrýnir hækkun útsvars í Reykjavík

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gagnrýndi á Alþingi í gær tillögur R-listans um hækkun útsvars Reykvíkinga og sagði að með því væri verið að taka í burtu skattalækkun ríkisstjórnarinnar sem launþegahreyfingin hefði treyst á. Páll Pétursson félagsmálaráðherra kvaðst hins vegar ósammála forsætisráðherra og taldi eðlilegt að sveitarfélögin fullnýttu útsvarið til að mæta fjárhagshallanum. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 136 orð

Fríverzlunarsamningur við PLO

RÁÐHERRAR utanríkisviðskiptamála EFTA-ríkjanna fjögurra, Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein, undirrituðu í gær fríverzlunarsamning við heimastjórn Palestínumanna. Formlegar viðræður um sambærilegan samning við Egypta hefjast í dag en ráðherrarnir lýstu því yfir að búizt væri við að viðræður um fríverzlunarsamning EFTA við Kanada verði til lykta leiddar um mitt næsta ár. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Fullveldissamkoma stúdenta

HÁTÍÐARSAMKOMA stúdenta í tilefni af 80 ára afmæli fullveldis Íslendinga verður haldin í dag, þriðjudaginn 1. desember, og hefst hún með messu kl. 11 í kapellu aðalbyggingar þar sem Bolli Gústafsson vígslubiskup þjónar fyrir altari og Bolli Bollason guðfræðinemi predikar. Kl. 13 leggja stúdentar blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar og Guðrún Eva Mínervudóttir flytur minni Jóns Sigurðssonar. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 186 orð

Fylgishrun danskra jafnaðarmanna

FYLGI danskra jafnaðarmanna er hefur ekki verið minna í aldarfjórðung ef marka má skoðanakönnun, sem Berlingske Tidende birti á sunnudag. Fylgistapið miðað við kosningarnar í mars er 9% meðan Venstre hefur bætt við sig tæplega jafnmörgum prósentustigum. Ljóst þykir að hinn nýi leiðtogi Venstre, Anders Fogh Rasmussen, hefur náð athygli Dana og trausti. Í kosningunum 11. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 234 orð

Fyrsta umtalsverða lækkunin í 17 mánuði

VERÐLAG sjávarafurða lækkaði um 1,5% í nóvember og er það fyrsta umtalsverða lækkun á sjávarafurðum síðan í júní 1997, þegar vísitalan lækkaði um 2,5%, en verðlag sjávarafurða hefur farið ört hækkandi frá þeim tíma, að því er fram kemur í Hagvísum sem Þjóðhagsstofnun gefur út. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 271 orð

Færir borgarsjóði tæpan milljarð króna á ári

Samþykkt var á aukafundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gærkvöld að hækka útsvarshlutfall á næsta ári í 11,99% úr 11,24%. Er gert ráð fyrir að þetta færi borgarsjóði um 970 milljónir króna á ári. Einnig var samþykkt tillaga meirihlutans um að eigið fé hins nýja orkufyrirtækis verði fært niður. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 175 orð

Gagnrýniverð útgjaldaþensla

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, segir það vonbrigði hvernig fjármál sveitarstjórnarstigsins í landinu hafi verið að fara úr böndunum. Gríðarlegur halli hafi verið á rekstri sveitarfélaga í fyrra og áframhaldandi hallarekstur verði á þessu ári. Meira
1. desember 1998 | Landsbyggðin | 199 orð

Gangmál ánna samræmd

Vaðbrekka, Jökuldal-Fjárræktarfélög á Norður-Héraði gangast fyrir á þessum dögum að samræma gangmál áa hjá bændum í félögunum. Þetta er gert til að hægt sé að stunda markvissari kynbætur á suðfjárstofninum hjá félagsmönnum. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 231 orð

Getur gagnast í baráttu við eyðni

MARGRÉT Guðnadóttir prófessor segir að tilraunir sem hún gerði með bólusetningu gegn visnu í sauðfé sýni að það sé hægt að búa til bóluefni gegn hæggengnum veirusjúkdómi eins og eyðni. Bóluefni sem hún bjó til gefur tilefni til að ætla að komin sé fram öflug vörn gegn visnu/mæðiveiki í sauðfé, sem er skæður sjúkdómur og veldur miklu tjóni á meginlandi Evrópu. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 286 orð

Gæti valdið óróa á vinnumarkaði

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra óttast að fyrirhuguð hækkun útsvars í Reykjavík geti orðið til þess að valda óróa á vinnumarkaði og tefla stöðugleika í efnahagsmálum í tvísýnu. Hann gagnrýnir aðdraganda málsins. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

Heilbrigðisstéttir og fortíðin

JÓN Ólafur Ísberg, sagnfræðingur, flytur fyrirlestur í boði Sagnfræðingafélags Íslands miðvikudaginn 2. desember sem hann nefnir: "Heilbrigðissaga og félagssaga." "Fundurinn er haldinn í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð í hádeginu kl. 12. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

HELGI HANNESSON

HELGI Hannesson, kennari og fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, er látinn, 91 árs að aldri. Helgi fæddist 18. apríl árið 1907 að Dynjanda í Grunnavíkurhreppi, sonur Hannesar Helgasonar sjómanns og Jakobínu Ragnheiðar Guðmundsdóttur. Helgi lauk unglingaskóla á Ísafirði og kennaraprófi árið 1931. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 263 orð

Hlaut fyrstu verðlaun á þekktri matvælasýningu

MIKIL söluaukning hefur verið á reyktum laxi frá Íslenskum matvælum­Pharmaco hf. í Bandaríkjunum undanfarið og nemur söluaukningin frá október 1997 til október 1998 79%, en laxinn er seldur í hundruðum verslana á austurströnd Bandaríkjanna. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 399 orð

Hyggja ekki á brottför frá öryggissvæðinu

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, gaf í gær til kynna að hann væri tilbúinn að hefja friðarviðræður við Sýrlendinga að nýju, eftir þriggja ára hlé, ef engin skilyrði fylgdu slíkum viðræðum. Meira
1. desember 1998 | Miðopna | 774 orð

Hægt að búa til bóluefni gegn hæggengum veirusýkingum

MARGRÉT Guðnadóttir, forstöðumaður Rannsóknarstofu í veirufræði, hefur búið til bóluefni gegn visnu/mæðiveiki í sauðfé. Hún segir að tilraun hafi sýnt að bóluefni komi að gagni í baráttu gegn þessum sjúkdómi. Hún telur jafnframt að árangur af tilrauninni bendi til þess að hægt sé að búa til bóluefni gegn eyðniveirunni. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 313 orð

Högg í andlit verkalýðshreyfingarinnar

MAGNÚS L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, segir að fyrirhuguð hækkun á útsvari Reykvíkinga sé óskaplegt högg í andlit verkalýðshreyfingarinnar. "Það liggur alveg ljóst fyrir að þegar verkalýðshreyfingin var að gera kjarasamninga á síðasta ári var markmiðið með þeim launahækkunum, sem þá var samið um, Meira
1. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Jólaljósin tendruð á Randerstrénu

FJÖLMENNI tók þátt í athöfn á Ráðhústorgi á laugardag, en þá voru ljós kveikt á jólatrénu sem er gjöf til Akureyringa frá vinabænum Randers í Danmörku. Skömmu áður voru ljós tendruð á jólatré við Akureyrarkirkju og lýsingarbúnaði við kirkjutröppurnar, en Kaupfélag Eyfirðinga hefur í um hálfa öld gefið bæjarbúum þá lýsingu. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Jónatan Livingston Mávur 10 ára

VEITINGAHÚSIÐ Jónatan Livingston Mávur er 10 ára í dag, þriðjudag. Veitingahúsið hefur alla tíð verið til húsa í Tryggvagötu 4-6. Ýmislegt verður gert til hátíðarbrigða í tilefni af afmælinu. Boðið verður upp á sérstakan hátíðarmatseðil afmælisvikuna. Uppistaða matseðilsins er villibráð, en Jónatan Livingston Mávur hefur sérhæft sig í villibráðarréttum. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 790 orð

Jöfn ellilaun fyrir 67 ára og eldri

SAMTÖK eldri sjálfstæðismanna leggja til að felld verði úr gildi þau ákvæði í lögum um almannatryggingar sem varða ellilífeyri og heimildir þeim tengdar til hækkunar og skerðingar. Í staðinn komi ný ákvæði um eftirlaun til allra 67 ára og eldri og nemi þau 80 þúsund krónum á mánuði fyrir hvern einstakling. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Kópavogur með 11,99% útsvar

BÆJARSTJÓRN Kópavogs samþykkti síðastliðinn föstudag að útsvar yrði óbreytt á næsta ári, en það er nú 11,99%. Að sögn Sigurðar Geirdal bæjarstjóra hefði hins vegar verið þörf á hækkun útsvarsins. "Nú á eftir að koma þessu endanlega saman, en þessi mismunur er ennþá til, úr 11,99 upp í 12,04 sem er heimilt. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 80 orð

Kveikt í moskum í Indónesíu

TRÚARDEILUR blossuðu upp á ný í Indónesíu í gær, er kristin ungmenni lögðu eld að moskum og öðrum byggingum múslima í borginni Kupang. Fyrr um daginn höfðu kristnir stúdentar mótmælt vaxandi deilum milli trúarhópa og kynþátta í landinu. Klerkar hvöttu í gær múslima til að reyna ekki að hefna harma sinna. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

LEIÐRÉTT

Í blaðinu Jólamatur, föndur og gjafir sem út kom síðastliðinn laugardag víxluðust tvær myndir af börnum sem voru að tala um jólin. Myndin af Þórdísi Höllu Jónsdóttur birtist með texta Nönnu Hermannsdóttur og myndin af Nönnu birtist með texta Þórdísar Höllu. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Einnig misritaðist nafn annars barns, hið rétta er Ragnar Auðun Árnason, ekki Auðunn. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Lést í bílslysi

MAÐURINN, sem lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 27. nóvember sl., eftir bílveltu á Ólafsvíkurvegi við Urriðabrú aðfaranótt þriðjudagsins 24. nóvember, hét Magnús Guðlaugsson, Hjallabraut 3, Ólafsvík, nú til heimilis í Lautarsmára 3, Kópavogi. Magnús var fæddur 19. maí árið 1952 og lætur eftir sig sambýliskonu og eitt barn. Meira
1. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 396 orð

Lifandi grenitré með jólaljósum stolið

"MÉR finnst þetta alveg ótrúlega lágkúrulegt," sagði Ragnar Breiðfjörð Ragnarsson, eigandi Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands á Akureyri, en lifandi grenitré með jólaljósum var stolið af lóð fyrirtækisins um helgina. Grenitréð var sagað í sundur niðri við jörð og klippt var á rafmagnssnúruna þar sem hún lá inn um glugga. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 345 orð

"Lítum svo á að það ríki friðarskylda"

"ÞAÐ blasir auðvitað við að við mótmælum fyrirhugaðri hækkun útsvars í Reykjavík og óskum eftir því að það verði fallið frá henni," sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, aðspurður um viðbrögð ASÍ við boðaðri hækkun meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur á hækkun útsvars úr 11,24% í 11,99%. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Læknavaktin sf. í nýju og stærra húsnæði

TEKIÐ hefur verið í notkun nýtt húsnæði Læknavaktarinnar sf. við Smáratorg 1 í Kópavogi. Er það um 300 fermetrar og umtalsvert stærra en aðstaðan sem vaktin hafði í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík, að sögn Atla Árnasonar, læknis og formanns Læknavaktarinnar. Yfir 50 læknar annast vaktþjónustuna auk hjúkrunarfræðinga og móttökuritara. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Lögreglan lýsir eftir sjónarvottum

MIÐVIKUDAGINN 25. nóvember sl. kl. 14.26 varð ungur piltur, á línuskautum, fyrir bifreið við norðurenda Gullinbrúar. Þeir sem kunna að hafa verið sjónarvottar að þessu slysi, eða kunna frá einhverju að segja það varðandi, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík, sími 5699200 eða í síma 5670111. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 597 orð

Markmiðið að efla sjálfstraust félagsmanna

ALÞJÓÐLEGU þjálfunarsamtökin ITC, International Training in Communication, sem starfa að því að auka hæfni félagsmanna í hvers kyns samskiptum, fagna 60 ára afmæli um þessar mundir og íslensku landssamtökin 25 ára starfsafmæli. Alþjóðaforseti ITC, E. Meira
1. desember 1998 | Landsbyggðin | 243 orð

Málefni atvinnulausra

Á FUNDI stjórnar- og trúnaðarmannaráðs Verkalýðsfélags Húsavíkur miðvikudaginn 25. nóvember sl. voru málefni atvinnulausra til umræðu. Megn óánægja kom fram hjá fundarmönnum með framkvæmd vinnumiðlunar á félagssvæðinu og voru menn sammála um að þjónusta við atvinnulausa væri langt frá að vera viðunandi eftir að þjónusta var að mestu leyti færð frá Húsavík til Akureyrar. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 61 orð

Minnir á alnæmisógnina

MAÐUR klæddur eins og Mathatma Gandhi, sem leiddi frelsisbaráttu Indverja um miðja öldina, vekur athygli á alþjóða alnæmisdeginum sem er í dag, 1. desember. Hefur maðurinn komið sér fyrir við svokallað alnæmisskrímsli í inversku borginni Bombay en hvergi eru jafn margir smitaðir af HIV-veirunni og á Indlandi. Er talið að þeir séu á milli þrjár og fimm milljónir. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 313 orð

Morðingja enn leitað

LÖGREGLUMENN í Texas leita enn fanga sem flýði af dauðadeildinni svokölluðu í Huntsville fyrir helgi. Yfir sextíu ár eru liðin frá því að dauðadæmdum fanga tókst að sleppa úr fangelsi í Texas. Fanginn Martin Gurule, var dæmdur til dauða árið 1992 fyrir að myrða veitingahúsaeiganda. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1005 orð

Niðurskurður þjónustu eða hækkun útsvars

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að ástæður þess að borgarstjórnarmeirihlutinn hefur lagt fram tillögu um hækkun útsvars úr 11,24% í 11,99% fyrir árið 1999 séu tvíþættar. Annars vegar hafi ríkið allt frá 1990 velt auknum verkefnum yfir á sveitarfélögin og ásælst tekjur þeirra í sífellt auknum mæli. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 466 orð

Norska stjórnin í Schengen-vanda

NORSKA stjórnin er komin í erfiða stöðu vegna Schengen-samkomulags Noregs og Íslands við Evrópusambandið, ESB. Allir þrír stjórnarflokkarnir eru yfirlýstir andstæðingar samningsins en meirihlutinn á norska Stórþinginu er hins vegar fylgjandi honum. Meira
1. desember 1998 | Landsbyggðin | 134 orð

Nýr flygill vígður á Húsavík

Húsavík-Tónlistarskólinn á Húsavík hefur fengið nýjan Kawai-flygil með 212 cm langri hörpu. Gerrit Schuil píanóleikari vígði hljóðfærið um síðustu helgi með flutningi nokkura píanóverka. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 238 orð

Ný ríkisstjórn tekur við í Kambódíu

SAMSTEYPUSTJÓRN fyrrverandi andstæðinga tók formlega við völdum í Kambódíu í gær, eftir 17 mánaða stjórnarkreppu. Hun Sen, formaður Þjóðarflokks Kambódíu, (CPP) verður áfram forsætisráðherra, en Norodom Ranariddh prins, leiðtogi FUNCINPEC-flokksins, sem Hun Sen steypti af stóli annars forsætisráðherra í fyrra, hefur þegar tekið við embætti forseta þingsins. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 204 orð

Nýr samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla

MENNT, samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla, var stofnuð á föstudag en markmið Menntar er að efla menntun einstaklinga, stuðla að öflugu atvinnulífi, efla samkeppnishæfni fyrirtækja og hæfni starfsmanna og treysta stöðu þeirra á vinnumarkaði. Um leið hefur starfi Sammenntar og Starfsmenntafélagsins verið slitið. Meira
1. desember 1998 | Landsbyggðin | 112 orð

Nýr snjóblásari á Siglufjarðarflugvöll

STARFSMENN Siglufjarðarflugvallar fá nýjan snjóblásara um áramót til að annast snjóruðning. Flugvöllur bæjarins lokaðist dögum saman í áhlaupi í haust þegar vél gamla snjóblásarans bræddi úr sér. Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að keyptur hefði verið nýuppgerður snjóblásari frá Bandaríkjunum. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Opinn fundur í Þingvallabænum

TVEIR síðustu fundirnir í fundalotu Árna Johnsen alþingismanns í Suðurlandskjördæmi verða í dag og á morgun. Í dag, fullveldisdaginn, verður fundur í Þingvallabænum klukkan 14. Þar verða frummælendur Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, og Árni Johnsen. Síðasti fundurinn verður í Njálsbúð í Landeyjum kl. 21 á miðvikudagskvöld. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 610 orð

Ólíklegt að hægt verði að lögsækja Pinochet í Chile

STJÓRNVÖLD í Bretlandi og Chile neituðu á sunnudag fréttum breskra fjölmiðla þess efnis að þau hefðu samið um að Bretar leystu Augusto Pinochet úr haldi gegn því að einræðisherrann fyrrverandi yrði sóttur til saka í Chile. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 220 orð

Óljóst hve margir fengu afnot af íbúðinni

SAMTALS 40 manns fengu afnot af íbúð Búnaðarbanka Íslands í Lundúnum á árunum 1994 til 1997 samkvæmt minnisbókum bankans frá árunum 1996 til 1997 og tölvuskrá bankans um þá sem gistu í íbúðinni árin 1994 og 1995. Af þessum fjörutíu voru 7 almennir starfsmenn, 19 yfirmenn aðrir en bankastjórar, 3 bankastjórar, 4 bankaráðsmenn og 7 aðrir. Þetta kemur m.a. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 180 orð

Óttast töluvert manntjón

SEX manns að minnsta kosti fórust í öflugum jarðskjálfta á afskekktri eyju í austurhluta Indónesíu aðfaranótt mánudagsins. Var hann 7,6 stig á Richter-kvarða og óttast er, að tala látinna eigi eftir að hækka. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 271 orð

Prímakov frestar fjárlagaumræðu

RÚSSNESKA stjórnin frestaði í gær fjárlagaumræðum um hálfan mánuð en þær áttu að hefjast í gær. Er það talið til marks um það hve erfiðlega stjórninni gengur að finna lausnir á efnahagskreppunni sem dundi yfir landið í lok sumars. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 541 orð

Reykjavíkurlistinn hefur pólitískan kjark

BORGARFULLTRÚAR Reykjavíkurlistans sökuðu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að koma ekki fram með neinar tillögur til lausnar á fjárhagsvanda borgarinnar þegar Sjálfstæðismenn gagnrýndu fyrirhugaða útsvarshækkun meirihlutans og þá fyrirætlan að færa niður eiginfjárhlutfall nýs orkufyrirtækis sem til verður með samruna Hitaveitu- og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 231 orð

Rúmar 632 milljónir króna

BEIN fjárframlög ríkisins til SR- mjöls á árunum 1993, 1994 og 1996 voru samtals rétt rúmar 632 milljónir króna á verðlagi þessa árs. Framlögin voru í formi yfirtekinna skuldbindinga og samkvæmt dómsniðurstöðum. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari Geirs H. Haarde fjármálaráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar, þingmanns Alþýðubandalags. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 449 orð

Samband milli heilsufars barna og þjóðfélagsstöðu foreldra

RÁÐSTEFNA um nýjungar og þróun í lýðheilsu og læknisfræði var haldin í gær í Reykjavík í tilefni af því að Ólafur Ólafsson landlæknir lét þá af störfum en Sigurður Guðmundsson tekur við embættinu í dag. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sagði ráðstefnuna vel sótta en þar voru fluttir yfir 20 fyrirlestrar. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 292 orð

Samfylking tapar 6% fylgi

FYLGI samfylkingar jafnaðarmanna minnkar úr 22,3% í 16% samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið á fylgi stjórnmálaflokkanna. Fylgi Frjálslyndra mælist 2,8% og er óvíst um hlutföll milli Frjálslynda flokksins og Frjálslynda lýðræðisflokksins. Fylgi vinstraframboðsins, mælist 3,7%. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 289 orð

SEiturlyf áfram ólögleg í Sviss

SVISSLENDINGAR felldu tillögu um að lögleiða eiturlyf með 73,9% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðlu um helgina. Andstaðan gegn tillögunni var meiri en búist var við. Fylgismenn hennar kenndu því meðal annars um að eiturlyfjaneytendur hefðu ekki haft fyrir því að kjósa og tillagan hefði þar með orðið af mikilvægum stuðningi. Meira
1. desember 1998 | Miðopna | 2273 orð

Sérkenni íslenskrar stjórnskipunar

Flest lýðræðisríki samtímans eiga sér ritaða stjórnarskrá. Bretland er þar undantekning. Það breytir því auðvitað ekki að þar í landi eru til grundvallar stjórnskipunarreglur líkt og annars staðar, en þær eru að miklu leyti óskráðar, Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Sjálfstætt fólk bók 20. aldar

BRESKI rithöfundurinn Fay Weldon telur Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness vera bestu bókina sem skrifuð hefur verið á þessari öld. Weldon er ein fjölmargra sem breska blaðið Independent fékk til að velja bestu bókina. Segir hún margar ástæður fyrir vali sínu, m.a. þá að Sjálfstætt fólk minni sig á söguleg rússnesk skáldverk frá síðustu öld. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Sjö gefa kost á sér

SJÖ bjóða sig fram í prófkjöri Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra, sem fram fer 16.­17. janúar. Framboðsfrestur rann út í gær. Þeir eru Árni Gunnarsson, Flatatungu, Skagafirði, Birkir Jónsson nemi, Sauðárkróki, Elín Líndal, bóndi Lækjamóti, Húnavatnssýslu, Herdís Sæmundsdóttir, Sauðárkróki, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Höllustöðum, Sverrir Sveinsson, Siglufirði, Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 248 orð

Skattahækkun harðlega mótmælt

FUNDUR formanna landssambanda innan Alþýðusambands Íslands, sem haldinn var í gær, mótmælir harðlega fyrirhugaðri skattahækkun meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og skorar á borgarstjórn að hverfa frá þessum fyrirætlunum. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 214 orð

"Snöggt högg í skamma stund"

JARÐSKJÁLFTI upp á 3,8 á Richter, sem átti upptök sín um 6 km norðnorðaustan við Krísuvík eða á mótum Sveifluháls og Kleifarvatns, fannst í gær klukkan 10.41. Nokkrir vægari eftirskjálftar komu í kjölfarið, en búist var við að hrinunni linnti að sólarhring loknum. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Spánverjar hóta að stoppa Schengen

SPÁNVERJAR hafa hótað því að hindra staðfestingu Schengen-samkomulagsins milli Evrópusambandsins og Íslands og Noregs verði ekki búið að ganga áður frá samkomulagi um greiðslur landanna í þróunarsjóð ESB. Meira
1. desember 1998 | Landsbyggðin | 98 orð

Strákarnir frá Blönduósi og stelpurnar frá Siglufirði sigruðu

NEMENDUR grunnskólanna á Norðurlandi vestra héldu sitt árlega knattspyrnumót á dögunum í íþróttahúsinu á Blönduósi. Flestir skólar á svæðinu sendu lið til keppni og eftir margan svitadropann stóðu stúlkurnar í Grunnskóla Siglufjarðar og piltarnir í grunnskólanum á Blönduósi uppi sem sigurvegarar. Meira
1. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 355 orð

Strætisvagnar á ferðinni um helgar

BÆJARBÚAR virðast kunna vel að meta þá nýjung Strætisvagna Akureyrar að bjóða upp á helgarakstur, en hann hófst nú um liðna helgi. Fram til þessa hafa vagnarnir einungis verið í ferðum á virkum dögum. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1485 orð

Tekjur borgarsjóðs hækka um 970 milljónir kr. á ári

MEIRIHLUTI borgarstjórnar í Reykjavík hefur gert það að tillögu sinni að útsvarsprósentan í borginni hækki um 0,75 prósentustig úr 11,24% í 11,99% og mun það færa borgarsjóði 970 milljónir króna í auknar tekjur á næsta ári samkvæmt áætlunum. Þar með hækkar útsvarsprósentan úr leyfilegu lágmarki samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga í nærfellt lögleyft hámark sem er 12,04%. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Tvær 13 ára stúlkur áreittar alvarlega

LÖGREGLAN í Hafnarfirði óskar eftir vitnum sem gætu aðstoðað við rannsókn máls sem varðar alvarlega kynferðislega áreitni, sem átti sér stað á Skólabraut á móts við Lækjargötu í Hafnarfirði sunnudagskvöldið 29. nóvember um klukkan 19. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 276 orð

Tyrkjaher varar stjórnmálamenn við

TYRKNESKI herinn, sem er mjög valdamikill í Tyrklandi, birti í gær yfirlýsingu þar sem hann varaði stjórnmálamenn við að draga hann með einhverjum hætti inn í stjórnmálabaráttuna í landinu. Í yfirlýsingu frá herráðinu eru stjórnmálamenn hvattir til að "sýna nauðsynlega aðgát" í ummælum sínum vegna þeirra viðræðna, sem nú eiga sér stað með myndun nýrrar stjórnar fyrir augum. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 571 orð

Úr dagbók lögreglu

MEIRA bar á eldri borgurum í miðbænum á föstudag en oft áður. Líklega tengist það því að algengt er að fólk sæki hin ýmsu jólatilboð veitingahúsanna sem flest eru á miðborgarsvæðinu. Rólegt var í miðbænum þetta kvöld. Fleiri voru á ferli á laugardag og kom þá til einhverra átaka milli einstaklinga án þess að teljandi meiðsl hlytust af. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 555 orð

Vandamál sem lausna er leitað við

EITT af þeim vandamálum sem framleiðendur kjarnorku og endurvinnslu geislavirkra efna standa frammi fyrir er hvað þeir eigi að gera við hágeislavirk úrgangsefni. Kjarnorkuframleiðendur í heiminum hafa gripið til ólíkra aðferða, og sumar þjóðir hafa frestað vandamálinu með bráðabirgðageymslum á meðan þær þróa betri geymsluaðferðir. Meira
1. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 205 orð

Verkefni fyrir sveitarfélög

KAUPFÉLAG Eyfirðinga dregur sig út úr rekstri Minjasafnsins á Akureyri um næstu áramót, en KEA tók þátt í stofnun þess árið 1962 ásamt Akureyrarbæ og sýslunefnd sem þá var. Bærinn hefur átt 3/5 hluta, KEA og sýslunefndin, síðar héraðsnefnd, 1/5 hluta hvor. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 367 orð

Vilja afdráttarlausa játningu

REPÚBLIKANAR og demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings deila enn um hvort svipta eigi Bill Clinton forsetaembættinu en nokkrir þingmenn repúblikana sögðu um helgina að réttara væri að samþykkja vítur á forsetann ef hann viðurkenndi afdráttarlaust að hann hefði borið ljúgvitni um samband sitt við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1119 orð

Vilja efla samstöðu um verndun hálendisins

HÚSFYLLIR var í Háskólabíói á baráttufundi um verndun miðhálendisins sem haldinn var á vegum náttúruverndarsamtaka, útivistarfélaga og einstaklinga á laugardaginn var. Talið er að á annað þúsund manns hafi mætt á fundinn en markmiðið með fundarhöldunum var að efla samstöðu um verndun miðhálendisins. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Vilja málefnalega umræðu

Vilja málefnalega umræðu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun; "Fundur Félags um verndun hálendis Austurlands hvetur til málefnalegrar og drengilegrar umræðu um verndun og nýtingu náttúruauðlinda á Austurlandi. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1138 orð

Vitnisburður um uppgjöf R-listans

INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að sú ákvörðun borgarstjórnarmeirihluta R-listans að leggja til nánast hámarksálagningu útsvars í Reykjavík sé í raun vitnisburður um að meirihlutinn hafi gefist upp við að ná tökum á fjármálastjórn borgarinnar. Meira
1. desember 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Vínveitingaleyfi afturkölluð?

Í tillögunni segir að ítrekaðar fréttir hafi borist af meintum skattsvikum einstakra vínveitingahúsa í Reykjavík og að þrátt fyrir að verulegur árangur hafi náðst á undanförnum árum hvað varðar skil á opinberum gjöldum þá sé ljóst að enn sé víða pottur brotinn og að kröfur borgarinnar hafi ekki verið uppfylltar. Meira
1. desember 1998 | Erlendar fréttir | 360 orð

Þjóðverjar vilja frekari frest

ÞÝZK stjórnvöld hyggjast á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsins í dag leggja til að gildistöku fyrirhugaðs afnáms tollfrjálsrar verzlunar innan sambandsins verði frestað. Talsmaður stjórnarinnar staðfesti í samtali við brezka blaðið The Daily Telegraph að Gerhard Schröder kanzlari hefði beðið fjármálaráðherrann Oskar Lafontaine að hvetja til frestunar, Meira

Ritstjórnargreinar

1. desember 1998 | Staksteinar | 352 orð

»Launakerfi á ríkisstofnunum FÉLAGSTÍÐINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana, SF

FÉLAGSTÍÐINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana, SFR, gera að umræðuefni nýtt og endurbætt launakerfi í framkvæmd. Í LEIÐARA félagstíðindanna segir m.a.: "Í síðustu kjarasamningum urðu aðilar sammála um að taka upp nýtt launakerfi. Tilgangur með breytingunni var tvíþættur. Meira
1. desember 1998 | Leiðarar | 679 orð

leiðariÚTSVARSHÆKKUN OG KJARASAMNINGAR EGAR STÆRSTU landss

leiðariÚTSVARSHÆKKUN OG KJARASAMNINGAR EGAR STÆRSTU landssambönd ASÍ gengu frá kjarasamningum árið 1997 gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu ­ til að greiða fyrir sátt á vinnumarkaði ­ sem fól í sér lækkun tekjuskatta í þremur áföngum: 1,1% l997, 1,9% 1998 og 1% árið 1999. Meira

Menning

1. desember 1998 | Bókmenntir | 653 orð

Að gera heiminn kannski svolítið betri

GUÐRÚN Helgadóttir rithöfundur sendi á dögunum frá sér nítjándu barnabókina. Aldrei að vita! heitir hún. "Þetta er sú síðasta af þríbók um þrjá vini, Evu, Ara Svein og Áka, og það er Áki sem segir þessa sögu. Eva sagði þá fyrstu, Ekkert að þakka! og Ari Sveinn sagði aðra söguna, Ekkert að marka! Þetta er saga af þremur Reykjavíkurkrökkum. Meira
1. desember 1998 | Fólk í fréttum | 355 orð

Að taka myndbönd úr bankanum

ÁÐUR fyrr var æði margt til í útlöndum sem ekki sást á Íslandi. Það hefur breyst jafnt og þétt í gegnum tíðina og eru Íslendingar nú mjög vel með á nótunum þegar að tækninýjungum og afþreyingu kemur. Og í rauninni stórfurðulegt að hinir rólegu Frakkar, sem helst vilja sötra kaffibolla sér til dægrastyttingar, geti skákað Íslendingum í þeim málum. Meira
1. desember 1998 | Myndlist | 311 orð

ALLEGORÍUR

Til 2. desember. Opið alla daga frá kl. 11­23.30. MÁLVERK Guðrúnar Láru ­ Gláru ­ búa eins og öll list yfir ákveðnum möguleikum. Þegar við tölum um "góða" list eða "slæma" er í því mati ávallt fólgin spurningin; í hvaða átt er hægt að þróa það sem fyrir augu ber? Hið góða við list Gláru er hve skammt hún er komin á leið tæknilega; hið slæma er kúrsinn sem hún velur sér. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 629 orð

Alltaf heillast af bjartsýni aldamótakynslóðarinnar

SVEINN Einarsson rithöfundur hefur gefið út sína fyrstu skáldsögu er nefnist Rafmagnsmaðurinn ­ Nú birtir í býlunum lágu. Efni bókarinnar er að mestu í bréfasöguformi og segir þar frá fátækum bóndasyni, sem heldur til náms í Kaupmannahöfn í rafmagnsverkfræði upp úr síðustu aldamótum. Sveinn segir að sagan sé örlagasaga, sem hafi leitað á sig í á annan áratug. Meira
1. desember 1998 | Fólk í fréttum | 148 orð

Allt það versta sem gat hent gerðist

LEIKKONURNAR Anne Heche og Ellen DeGeneres segja að þær hafi verið lokaðar úti í Hollywood eftir að þær "komu út úr skápnum" í viðtali í LA Times. Segja stöllurnar að þær hafi fengið ósanngjarna meðferð hjá stærstu kvikmyndafyrirtækjum borgarinnar og komið hafi verið fram við þær af óvirðingu. "Allt það sem ég óttaðist að myndi henda gerðist," segir DeGenereris. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 614 orð

Andblær hins liðna

Eftir Svein Skorra Höskuldsson. Mál og menning, Reykjavík, 1998. SVEINN Skorri Höskuldsson skrifar hér um forfeður sína, afa, ömmur, foreldra og raunar einnig nokkur fleiri ættmenni og óskylda. Sögusviðið er aðallega Skorradalurinn, nánar tiltekið dalbotninn. Einkum Vatnshorn, æskustöðvar sögumanns, en einnig aðrir bæir í Fitjasókn, s.s. Bakkakot, Sarpur og Fitjar. Meira
1. desember 1998 | Fólk í fréttum | 187 orð

Á JAGGER VON Á FLEIRI BÖRNUM?

AUGU ljósmyndara fylgja nú Jagger-hjónunum eftir hvert sem þau fara eftir að óstaðfestur orðrómur um yfirvofandi skilnað þeirra náði síðum dagblaða. Oft hefur því verið fleygt að erfiðleikar séu í sambúð þeirra hjóna, enda hefur Jagger verið orðaður við margar konur í gegnum tíðina. Meira
1. desember 1998 | Menningarlíf | 106 orð

Ástand í Galleríi Sævars Karls

NÚ stendur yfir "ástand" í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti. Í fréttatilkynningu segir að samvera ástandsfólksins, þeirra Steingríms Eyfjörð, Guðlaugs Kristins Óttarssonar og Margrétar Haraldsdóttur Blöndal, hafi hafist í sýningunni Stöð til stöðvar í Nýlistasafninu í september sl. Meira
1. desember 1998 | Fólk í fréttum | 513 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsd

Mulan Teiknimyndirnar frá Disney gerast ekki mikið betri. Fín saga, tónlist og teikningar. Pottþétt fjölskylduskemmtun. The Avengers Njósnaskopmynd, flatneskjulega leikstýrt, svo illa skrifuð að hin yfirleitt trausta leikaraþrenna (Fiennes, Connery, Thurman) veldur einnig vonbrigðum. Brellurnar fá stjörnuna. Meira
1. desember 1998 | Menningarlíf | 78 orð

Brotahöfuð og 101 Reykjavík

SKÁLDSÖGURNAR Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn og 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1999. Úr því verður skorið á fundi dómnefndar í Kaupmannahöfn 26. janúar nk. hver hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1999. Þau eru að upphæð 350.000 danskar krónur. Meira
1. desember 1998 | Menningarlíf | 681 orð

Einfaldleikinn, kyrrðin og litirnir

MYNDLISTARMAÐURINN Pétur Gautur sýnir nú 33 verk í Galleríi Borg í Síðumúla 34. Þau eru öll unnin með olíulitum á striga á þessu ári. Þetta er fimmta stóra einkasýning Péturs Gauts hér á landi en hann hefur auk þess haldið þrjár einkasýningar í Danmörku og tekið þátt í nokkrum samsýningum. "Þessi sýning er beint framhald af sýningu sem ég hélt hér í Galleríi Borg fyrir nákvæmlega einu ári. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 949 orð

Engar málamiðlanir

Höfundur dr. Laura Schlessinger. Þýdd af Súsönnu Svavarsdóttur. Bókaútgáfan Vöxtur 1998. Á FRUMMÁLINU heitir þessi bók Ten Stupid Things Women do to Mess up Their Lives. Það að gera mistök (jafnvel án þess að læra neitt af því) virðist fylgja mannkyninu, bæði konum og körlum, en í bók sinni beinir Laura Schlessinger sjónum sérstaklega að konum. Meira
1. desember 1998 | Tónlist | 602 orð

Engin áhætta

Verdi: Aríur úr óperunum La Forza del destino, La Traviata og I Vespri Siciliani. Rossini: Aría úr Il barbiere di Siviglia. Puccini: Aríur úr Gianni Schicchi og La Bohéme. Bellini: Aría úr Norma. Dvorák: Aría úr Rusalka. Orff: Söngur úr Carmina Burana. J. Strauss: Aría úr Die Fledermaus. Handel: Aríur úr Rinaldo og Alcina. Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 672 orð

Fjósakona fór út í heim

FJÓSAKONA fór út í heim er heiti á nýrri bók eftir Sigþrúði Gunnarsdóttur, undirtitill bókarinnar er: Sjálfsmynd, skáldskapur og raunveruleiki í ferðasögum Önnu frá Moldnúpi. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan, gefur bókina út og er hún önnur í ritröðinni Ung fræði. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 752 orð

FRÁ TÓMLEIKA TIL TRÚARVISSU

Eftir Gunnar Dal. 101 bls. Bókaútg. Vöxtur. Prentun: Oddi hf. 1998. GUNNAR Dal hefur ekki átt samleið með öðrum skáldum. Ég kaus að fara aðra leið, segir hann í upphafi ljóðsins Skáldalaun. Það er þó varla að formið hafi skapað honum þá sérstöðu. Ljóð hans og stíll er ekki svo frábrugðið því sem gerist og gengur hjá öðrum skáldum af hans kynslóð. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Frumherji í utanríkisþjónustu

PÉTUR Ben. er ævisaga Péturs Benediktssonar eftir Jakob F. Ásgeirsson. Í kynningu segir: "Pétur Benediktsson setti á sinni tíð mikinn svip á íslenskt þjóðlíf, sonur þingskörungsins Benedikts Sveinssonar og bræður hans létu mjög að sér kveða: Sveinn í sjávarútvegi og Bjarni í stjórnmálabaráttunni. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 408 orð

Fylgdu mér slóð

FYLGDU mér slóð er heiti á nýrri ljóðabók eftir Eystein Björnsson, áður hefur hann gefið út skáldsöguna Bergnuminn '89, ljóðabókina Dagnætur '93 og skáldsöguna Snæljós árið 1996. Ljóðabókin Fylgdu mér slóð skiptist í þrjá hluta: Tíbrá, Svipir og Heiðmyrkur. Í fyrsta hlutanum, Tíbrá, eru 14 ljóð. Þar leitar höfundur bernskunnar og minninga úr bernsku, söknuðurinn er áberandi. Meira
1. desember 1998 | Menningarlíf | 82 orð

Gítarmaður á Snæfellsnesi og í Dölum

KRISTJÁN Eldjárn gítarleikari fór um Snæfellsnes og Dali dagana 23.­27. nóvember sl., á vegum tónlistarátaksins "Tónlist fyrir alla". Kristján kynnti hljóðfæri sitt fyrir grunnskólanemum á Snæfellsnesi og hélt tónleika. Á efnisskrá tónleikanna voru verk eftir Johann Sebastian Bach eða fiðlusónata nr. 2 í a-moll. Þá komu verk eftir Leo Brouwer, úr Le Decameron Negro (El arpa de guer). Meira
1. desember 1998 | Tónlist | 595 orð

Guðspjall Ettu Cameron TÓNLIST

Etta Cameron ásamt tríói Ole Kock Hansen: Ole Kock, píanó, Gunnar Hrafnsson, bassa, og Guðmundur Steingrímsson, trommur. Kór Bústaðakirkju undir stjórn Guðna Guðmundssonar. Bústaðakirkja 27. nóvember 1998 Meira
1. desember 1998 | Fólk í fréttum | 159 orð

Gúrkutíð brjóstastækkana Bobbingarnir (Breast Men)

Framleiðandi: Guy Riedel. Leikstjóri: Lawrence O'Neil. Handritshöfundur: John Stockwell. Tónlist: Dennis McCarthy. Aðalhlutverk: David Schwimmer og Chris Cooper. (91 mín.) Bandarísk. Skífan, nóvember 1998. Bönnuð innan 12 ára. Meira
1. desember 1998 | Fólk í fréttum | 70 orð

Hauskúpa á hjólum

FYRIRSÆTAN Sandra Harter sést hér kanna nýstárlegt farartæki sem er eins og sambland af bíl og mótorhjóli, enda á þremur hjólum. Farartækið er kallað "dauðahöfuðs-hjólið" eða "Death's Head-Motorbike" og er sýnt í Essen í Þýskalandi á sýningunni "Essen Motor Show 98" sem hefst á föstudag. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 887 orð

Höfundurinn og flokkurinn

"KÍNA eftir lok kalda stríðsins er ein af öfgum hugmyndafræði gærdagsins. Það er í raun "safn sósíalískra ríkja". Og fyrst það er ennþá til er þar enn að finna viðhorf sem hafa sprottið af aldalangri aðlögun að sögu, stjórnmálum og siðferði. Þetta hefur að ýmsu leyti haft góð áhrif á kínverskar bókmenntir, en einnig komið þeim illa. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 1744 orð

Í ástríðufullu sambandi við tungumálið

BÓKMENNTASAGA samtímans er erfitt verkefni, jafnvel vonlaust. Að minnsta kosti gerir nálægðin það að verkum að yfirsýn er takmörkuð. Athugun verður því að beinast að einu broti í senn og reyna þannig að varpa ljósi á önnur brot í von um einhverja yfirsýn. Hér er ætlunin að fjalla eilítið um skáldsögur samtímans. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 682 orð

Í draumi lífsins

FYRIR jólin í fyrra kom út skáldsagan "Bróðir minn og bróðir hans" eftir sænska rithöfundinn Håkon Lindquist, í þýðingu Ingibjargar Hjartardóttur. Sagan fjallar um viðkvæm málefni, ástir samkynhneigðra, án nokkurra upphrópana eða samfélagsfordæmingar. Lýst er djúpum mannlegum tilfinningum og miklum harmi, hulu er lyft af vel varðveittu leyndarmáli. Meira
1. desember 1998 | Skólar/Menntun | 323 orð

Jólakort eftir íslensk börn á vefnum

ÍSLENSKA menntanetið ismennt.is hefur opnað jólakortavef með myndum eftir grunnskólanemendur. Af vefnum verður hægt að senda tilkynningar í tölvupósti um að jólakort bíði þeirra úti á vefnum. Jólakortavefur var fyrst opnaður á menntanetinu skömmu fyrir jól í fyrra og reyndist hann vinsæll. Meira
1. desember 1998 | Menningarlíf | 126 orð

Jólasýning í Galleríi Fold

ÁRLEG jólasýning verður opnuð í Galleríi Fold á Rauðarárstígnum laugardaginn 5. desember. Að þessu sinni verður hún í tveimum hlutum: Í baksalnum verða verk gömlu meistaranna, en í fremri hluta gallerísins verður úrval verka núlifandi listamanna. Frá 1.­16. desember verður opið í Galleríi Fold frá kl. 10­18 alla daga nema sunnudaga, en þá verður opið frá kl. 13­18. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 355 orð

Kaldhæðni og kerskni

Eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku. Íslenska bókaútgáfan 1998 ­ 43 bls. LJÓÐIN í þessari sjöundu ljóðabók Ragnars Inga eru, eins og skilja má, jarðbundin. Þau eru hvöss og myrk án þess þó endilega að vera þunglyndisleg. Kaldhæðnin er aldrei langt undan. Sum ljóðin eru náttúrumyndverk sem standa ein sér eða eru ofin saman við ákveðinn boðskap. Meira
1. desember 1998 | Kvikmyndir | 349 orð

Kínverskur kvenskörungur

Leikstjórar Tony Bancroft, Barry Cook. Handritshöfundur Robert D. Dan Souci. Tónskáld Jerry Goldsmith og Matthew Wilder (lög). Teiknimynd. Aðalraddir Ming-Na Wen, Eddie Murphy, Lea Salonga, Harry Fierstein, Donny Osmond, B.D. Wong. 88 mín. Bandarísk. Walt Disney 1998. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 355 orð

Laus við tilfinningasemi

Kristján Jóhann Jónsson, Símon Jón Jóhannsson og Valgerður Benediktsdóttir tóku saman. Oddi prentaði. Vaka-Helgafell 1998 - 196 síður. 4.860 kr. PERLUR í skáldskap Laxness er tilvitnanabók eða kjarnyrðasafn úr skáldsögum, leikritum, minningasögum og ljóðum Halldórs Laxness, tilvitnanir úr greinasöfnum hans eru væntanlegar seinna. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 286 orð

Ljónið fer á flakk

eftir Helga Guðmundsson. Ólafur Pétursson myndskreytti. Mál og menning, 1998. - 101 s. SIRKUS Marína er í heimsókn á Íslandi og þar er Leópold aðalljón stóra stjarnan. Leópold leiðist hins vegar óskaplega og vill sleppa út og það tekst honum á ævintýralegan hátt. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 238 orð

Lýsti Íslandi með sænskum augum

SÆNSKI rithöfundurinn Sven O. Bergkvist lést nýlega í Stokkhólmi. Hann kom nokkrum sinnum til Íslands og skrifaði tvær bækur um kynni sín af landi og þjóð: Åt H¨acklefj¨all ­ långt senare (Tidens Förlag 1964) og På vulkanens brant (með myndum eftir Bert Olls, Rabén & Sjögren 1975). Síðari bókin er reyndar aukin og endurbætt úrgáfa hinnar fyrri. Meira
1. desember 1998 | Fólk í fréttum | 602 orð

Margt breyst á 20 árum

"STAÐA kvikmyndagerðar á Íslandi var allt önnur fyrir 20 árum," segir Jón Þór Hannesson, framkvæmdastjóri Saga Film. "Þá hafði enginn trú á því að hægt væri að lifa af kvikmyndagerð. Mér var bara klappað á öxlina og svo var ég spurður hvort konan mín væri ekki örugglega í fullri vinnu. Meira
1. desember 1998 | Tónlist | 321 orð

Með helgum hljóm

Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur. Einsöngur: Björk Jónsdóttir; orgel: Þórhildur Björnsdóttir. Upplestur: Arnar Jónsson. Stjórnandi: Sigrún Þorgeirsdóttir. Hallgrímskirkju, sunnudaginn 29. nóvember kl. 17. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 698 orð

Merkisár sögunnar

Atburðir og ártöl frá öndverðu til okkar daga eftir Jón R. Hjálmarsson. 68 bls. Útg. Mál og mynd. Prentun: Viðey ehf. 1998. JÓN R. Hjálmarsson er höfundur margra bóka, flestra um íslensk efni en nokkurra einnig um almenna sögu. Í þessari síðustu bók sinni tekur hann saman sögulegt yfirlit sem hann byggir mestmegnis á ártölum. Meira
1. desember 1998 | Tónlist | 598 orð

Messías

Einsöngvararnir Signý Sæmundsdóttir, Alina Dubik, Garðar Cortes og Loftur Erlingsson og kammersveit fluttu Messías eftir Handel, undir stjórn Natalíu Chow. Sunnudagurinn 29. nóvember 1998. Meira
1. desember 1998 | Skólar/Menntun | 1545 orð

"Mér finnst Svíarnir eiginlega líkastir okkur" Fyrirsögnin er niðurstaða Elínar og Helgu, nemenda í Verslunarskólanum.

Fyrirsögnin er niðurstaða Elínar og Helgu, nemenda í Verslunarskólanum. Sjálfsmynd Norðurlandabúa var viðfangsefni námstefnunnar HINN 3.-13. nóvember var haldin námstefna í Reykjavík á vegum Nordplus-junior, sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Nafn hennar var Sjálfsmynd Norðurlandabúa eða Nordisk identitet. Meira
1. desember 1998 | Fólk í fréttum | 54 orð

Mjúkur í næstu mynd

NÆST þegar Tom Hanks birtist á hvíta tjaldinu getur verið að fólki bregði í brún. Í myndinni "The Green Mile" leikur hann fangavörð sem er í mýkra lagi. Hanks ætlar því að borða miklu fleiri ostborgara en venjulega til að passa í hlutverkið, og lætur ekki illa af þeim undirbúningi. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Morð með hnífi og gaffli

Eftir Árna Þórarinsson, Mál og menning, Reykjavík, 1998, 202 bls. BLAÐAMAÐURINN Einar, sem er söguhetja og sögumaður skáldsögunnar Nóttin hefur þúsund augueftir Árna Þórarinsson, er full fljótur á sér þegar hann slær upp fyrirsögninni "Morð með hnífi og gaffli" - enda sú morðaðferð vandkvæðum bundin af augljósum ástæðum. Meira
1. desember 1998 | Fólk í fréttum | 950 orð

Móa komin heim frá Englandi "Erum

MÓA stofnaði bandið sitt fyrir tveimur árum og síðan hefur það spilað víða. Fyrst nýlega hélt hún með strákunum í tónleikaferðalag þar sem þau spila svo til á hverju kvöldi. "Við höfum spilað á dálítið skrítnum stöðum, og bara eitt og eitt kvöld sem kynningu fyrir iðnaðinn, en það fólk metur tónlist öðruvísi en hinn almenni áheyrandi sem við vorum að spila fyrir í þessari ferð. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 112 orð

Nýjar bækur

STOFA kraftaverkanna er ljóðabók eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson. Ljóðabókin skiptist í tvo hluta. Annars vegar er ljóðaflokkur frá Grænlandi og hins vegar eru minningar bundnar við ýmsar stundir og staði. Í kynningu segir: "Ljóð Sveinbjarnar eru opin og auðlesin, en leyna á sér. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 134 orð

Nýjar bækur ANNA, Hanna og Jóhanna

ANNA, Hanna og Jóhanna er eftir sænska rithöfundinn Marianne Fredriksson í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur. Í kynningu segir að þetta sé örlagasaga þriggja kynslóða kvenna, sona þeirra og elskhuga, mæðra og dætra, og gerist á miklum umbrota- tímum, frá síðari hluta 19. aldar og fram til okkar daga. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 193 orð

Nýjar bækur ÁRNI Magnússon ­ ævisa

ÁRNI Magnússon ­ ævisaga er eftir Má Jónsson sagnfræðing. Í kynningu segir að fáir menn hafi öðlast þvílíkan sess í íslenskri þjóðarvitund sem Árni Magnússon, handritasafnarinn mikli sem bjargaði ómetanlegum þjóðargersemum og lagði grunninn að endurreisn íslenskrar menningar. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 75 orð

Nýjar bækur EINS og skugginn

EINS og skugginn er eftir Andrés Indriðason. Í kynningu segir að saga Andrésar sé spennusaga sem gæti átt sér hliðstæðu í íslenskum veruleika. Vera, 18 ára stúlka í Reykjavík, er yfirheyrð af lögreglunni vegna slyss sem verður um hánótt. Yfirheyrslan leiðir í ljós margt óþægilegt sem hefur fylgt Veru eins og skugginn. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 66 orð

Nýjar bækur ENGIN venjuleg Valdís

ENGIN venjuleg Valdís er eftir Bergljótu Hreinsdóttur. Í kynningu segir: "Valdís er fimm ára og yngst í stórum systkinahópi. Hún er hugmyndarík og tekur þátt í að upplýsa dularfullt sakamál ásamt Matthíasi, besta vini sínum. Oftast er líf og fjör en sorgin kemur líka við sögu." Útgefandi er Mál og menning. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 161 orð

Nýjar bækur ÉG vildi að ég kynni a

ÉG vildi að ég kynni að dansa er greinasafn eftir Guðmund Andra Thorsson. Í kynningu segir: "Ásýnd Íslendinga, sígildar bókmenntir, þjóðhátíðargleði á Þorláksmessu, skapsmunir kattarins ellegar einsemd þess sem þráir að falla í faðm en kann ekki að dansa. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 108 orð

Nýjar bækur FALLIÐ fram af fj

FALLIÐ fram af fjalli er fimmta Útkallsbók Óttars Sveinssonar. Í kynningu segir að fjórir áhrifamiklir atburðir séu efni bókarinnar þar sem spenna og tilfinningaleg átök einkenna frásögnina. Byggt er á viðtölum við söguhetjurnar, þá sem í hremmingunum lentu, björgunarfólki og aðstandendur. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 131 orð

Nýjar bækur FRÆNKUTURNINN

FRÆNKUTURNINN er barnabók eftir Steinunni Sigurðardóttur. Í kynningu segir: "Sigurður á heima í húsi við sjóinn hjá pabba sínum og mömmu. Húsið er hátt og mjótt og á hæðunum fyrir ofan búa frænkur hans. Þess vegna kallar pabbi hans húsið stundum Frænkuturninn. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 19 orð

Nýjar bækur GOSI ­ Bambi

Nýjar bækur GOSI ­ Bambi eru tvær sígildar sögur í nýrri útgáfu. ÞýðandiStefán Júlíusson. Útgefandi Setberg. Verð 399 hvor bók. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 118 orð

Nýjar bækur HEFURÐU farið á hestba

HEFURÐU farið á hestbak? er fyrsta skáldsaga Önnu Dóru Antonsdóttur, myndskreytt af Freydísi Kristjánsdóttur. Í kynningu segir að þótt sagan sé einkum ætluð börnum á aldrinum 8-13 ára eigi hún erindi til fólks á öllum aldri. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 79 orð

Nýjar bækur KEIKÓ ­ hvalur í heims

KEIKÓ ­ hvalur í heimsreisuer eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur rithöfund. Höfundar myndmáls eru Hallgrímur Ingólfssonog Aðalsteinn Svanur Sigfússon. Í kynningu segir: "Í bókinni er saga frægasta hvals í heimi reifuð í máli og myndum. Bókin er sérstaklega ætluð börnum á aldrinum 6­12 ára. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 128 orð

Nýjar bækur KERLING vill hafa nokk

KERLING vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn er ævintýri myndskreytt af Guðrúnu Hannesdóttur. Sagan er sótt í Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Í kynningu segir: Einu sinni voru karl og kerling í koti sínu. Þau voru svo snauð að þau áttu ekkert fémætt til í eigu sinni nema snúð einn úr gulli á snældu kerlingar. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 138 orð

Nýjar bækur LOKAÐU augunum

LOKAÐU augunum og hugsaðu um mig er þriðja ljóðabók Kristínar Ómarsdóttur. Í kynningu segir: "Í ljóðum Kristínar Ómarsdóttur er ástríða engri lík. Ekki ástríða óhamingjunnar, ástríða sem steypir fólki í glötun, heldur hamingjusöm, þróttmikil ástríða, laus við alla sektarkennd. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 125 orð

Nýjar bækur MATARÁST

MATARÁST er eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Matarást er íslenskt alfræðirit um mat og hráefni til matargerðar, ávexti og grænmeti, krydd og bragðefni, kjöt og fisk. Í bókinni er öllum grunnaðferðum matreiðslu lýst ítarlega, svo og matargerð annarra landa og heimshluta, og sagt frá hvers kyns framandlegum og kunnuglegum réttum og hráefnum. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 112 orð

Nýjar bækur MÁLFRÍÐUR og tölvuskrí

MÁLFRÍÐUR og tölvuskrímslið er eftir Sigrúnu Eldjárn. Í kynningu segir: Í bókinni segir frá ævintýrum Málfríðar og Kuggs. Í þessari nýju sögu segir frá því þegar Kuggur fær dag einn tölvubréf frá Málfríði sem býður honum að koma og líta á nýjan hugbúnað. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 104 orð

Nýjar bækur MYRKAR fígúrur

MYRKAR fígúrur er ljóðabók eftir Sjón. Í kynningu segir að þessi ljóðabók beri öll bestu einkenni höfundarins. Hún sé leikandi létt en þó dulúðug og myrk. Hún sé kankvís og frumleg. Samt kveður hér við nýjan tón. Sjón lítur í kringum sig og sér að í heiminum búa fleiri fígúrur en skáldið. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 108 orð

Nýjar bækur PERLUR í skáldskap Lax

PERLUR í skáldskap Laxnesshefur að geyma á annað þúsund tilvitnanir í verk Nóbelsskáldsins og er þeim skipt niður í um eitt hundrað efnisflokka. Kristján Jóhann Jónsson, Símon Jón Jóhannsson og Valgerður Benediktsdóttir völdu tilvitnanir í bókina. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 104 orð

Nýjar bækur SAGA af stúlku

SAGA af stúlku er eftir Mikael Torfason. Í kynningu segir að sagan segir frá Auði Ögn Arnarsdóttur, 17 ára Reykjavíkurmær sem hefur ekki hugmynd um í hvorn fótinn hún á að stíga. Hún veit bara að hún ein getur fundið rétta taktinn. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 91 orð

Nýjar bækur SIGURÐUR drekabani

SIGURÐUR drekabani er eftir norska rithöfundinn Torill Thorstad Hauger í þýðingu Sólveigar Brynju Grétarsdóttur. Sagan er framhald af spennusögunum Í víkingahöndum og Flóttinn frá víkingunum. Hér er sögð saga höfðingjasonarins sem vingaðist við þræla í fyrri bókunum. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 102 orð

Nýjar bækur STAKIR jakar

STAKIR jakar er fyrsta ljóðabók af fjórum eftir Árna Larssonsem áætlað að gefa út fram að árinu 2001. Í bókinni eru 54 sjálfstæð ljóð sem gerð hafa verið á síðari árum. Í kynningu segir: Hugsjónir eru eins og smokkar. Við blásum þær ekki upp heldur "fílum" hugsjónir í botn meðan þær eru í notkun. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 134 orð

Nýjar bækur TÓTA og Tíminn

TÓTA og Tíminn eftir Bergljótu Arnalds er komin út í annað sinn. Bergljót hefur m.a. skrifað sögu um Stafakarlana. Tóta og Tíminn kom fyrst út fyrir jólin í fyrra. Í tilefni af útgáfunni var byggð fimm metra há standklukka og var notað í hana á þriðja þúsund bóka. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 97 orð

Nýjar bækur ÚR málmi e

ÚR málmi er kver um höggmyndir Arnar Þorsteinssonar með texta á íslensku og ensku eftir Aðalstein Ingólfsson og ljósmyndum eftir Guðmund Ingólfsson. Í kynningu segir að kverið sé gefið út í tengslum við sýningu á verkum eftir Örn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sem safnið bauð til fyrr á þessu ári. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 101 orð

Nýjar bækur VAFAMÁL ­

VAFAMÁL ­ Ritgerðir um stjórnmálaheimspeki og skyld efni er eftir Atla Harðarson.Þetta er 5. ritið í ritröðinni Íslenzk heimspeki. Vafamál fjallar um ýmis álitamál í stjórnmálaheimspeki Vesturlanda. Höfundur ræðir og skýrir grundvallaratriði í stjórnmálahugsun eldri spekinga, m.a. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 126 orð

Nýjar bækur VEGURINN blái

VEGURINN blái er ljóðabók eftir Orkneyjaskáldið George Mackay Brown í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, sem einnig ritar eftirmála. George Mackay Brown (1921-1996) er þekktasta skáld Orkneyja. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 180 orð

Nýjar bækur VOÐASKOTIÐ

VOÐASKOTIÐ er eftir Önnu Dóru Antonsdóttur. Í kynningu segir að sagan sé 19. aldar mannsins Hans Baldvinssonar, sem fæddur var að Upsum 10. desember 1819 og bjó alla sína tíð á Upsaströnd. 14 ára gamall var hann viðriðinn voveiflegt mannslát þar sem vinnukona varð fyrir byssuskoti. Meira
1. desember 1998 | Menningarlíf | 126 orð

Nýjar hljómplötur FRAM í heiðanna

FRAM í heiðanna ró er með 21 lagi Karlakórsins Heimis úr Skagafirði. Á plötunni er úrval vinsælla laga og ljóða sem kórinn hefur flutt að undanförnu, en kórinn var stofnaður 27. desember árið 1927. Á plötunni eru m.a. lögin: Fram í heiðanna ró, Vorsól, Dúddi í Skörðugili, Hófadynur, Mansöngur, Íslands lag og Þótt þú langförull. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 668 orð

Nýtt Andvökuúrval

Nýtt úrval. Stephan G. Stephansson. Finnbogi Guðmundsson valdi. Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík 1998, 313 bls. MÉR er minnisstætt þegar ég sveinsstauli í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri varð fyrir þeirri upplifun að íslenskukennarinn las upp kvæði eftir Stephan G. Stephansson. Það voru fyrstu kynni mín af skáldinu. Meira
1. desember 1998 | Menningarlíf | 110 orð

Ofjarlinn í Borgarleikhúsinu

OFJARLINN (Le Cid) eftir Frakkann Pierre Corneille, verður annar leiklestur Sígildra ljóðleika í þýðingu Helga Hálfdanarsonar hjá Leikfélags Reykjavíkur. Lesið verður á Litla sviði Borgarleikhússins, á morgun, miðvikudag, kl. 20. Pierre Corneille (1606-1684) er eitt höfuðleikskálda Frakka ásamt Jean Racine og Jean Baptiste Moli`ere. Hann lagði grunninn að sígildri leikritun Frakka. Meira
1. desember 1998 | Fólk í fréttum | 203 orð

Owen leikmaður ársins

ÍSLENSKI Liverpool-klúbburinn fór í pílagrímsferð til Bretlands um helgina að fylgjast með sínum mönnum spila við Blackburn Rovers í úrvalsdeildinni. Það reyndist ekki vera nein fýluferð því Paul Ince og Michael Owen tryggðu rauða hernum sigur á Anfield Road. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 276 orð

Óþarfa áhyggjur

eftir Kristínu Steinsdóttur. Myndir: Áslaug Jónsdóttir. Æskan, 1998. ­ 47 s. RÓSA og Pétur eru góðir vinir. Hún er í þriðja bekk og hann í öðrum. Rósa á sér sína eigin lýsingu á litum daganna eftir því hvernig þeir koma henni fyrir sjónir þar sem mánudagar eru gráir og næstum svartir en dagarnir lýsast svo eftir því sem á vikuna líður. Meira
1. desember 1998 | Fólk í fréttum | 611 orð

Persónuleg upplifun

Tónleikar Bjarkar Guðmundsdóttur í Palladium-leikhúsinu í Lundúnum. Undirleikarar voru íslenski strengjaoktettinn og Ed Bell. Margrét Kristín Blöndal og hljómsveit hennar, Bikarmeistararnir, og M-ziq hituðu upp. Tónleikarnir voru þeir næstsíðustu í ferð Bjarkar um Bretland að þessu sinni. Haldnir sunnudagskvöldið 29. nóvember. Áheyrendur ríflega 2.000. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 778 orð

Risið upp

"EINN helsti kostur átjándu aldarinnar felst í því að það er ekkert sem talar sérlega mikið til manns frá þeim tíma. Fyrir vikið ímyndaði ég mér að það gæti verið skemmtilegt ferðalag að skoða þennan tíma í sögu þjóðarinnar," segir Einar Kárason sem sent hefur frá sér skáldsöguna Norðurljós sem gerist á myrkum tímum Íslandssögunnar, átjándu öld. Meira
1. desember 1998 | Fólk í fréttum | 196 orð

Rómantísk gamanmynd? Woo (Woo)

Framleiðendur: Beth Hubbard Michael Hubbard. Leikstjóri: Daisy von Scherler Mayer. Handritshöfundur: David C. Johnson. Kvikmyndataka: Jean Lepine. Tónlist: Michael Colombier. Aðalhlutverk: Jada Pinkett Smith, Tommy Davidson, Dave Chappelle. Paula Jai Parker. 90 mín. Bandaríkin. Myndform 1998. Myndin bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
1. desember 1998 | Menningarlíf | 75 orð

Sellómergð

maYFIR 1.000 sellóleikarar frá sjö þjóðlöndum komu saman í Kobe í Japan um helgina til að leika á góðgerðartónleikum til að safna fé til uppbyggingar borgarinnar eftir jarðskjálftann mikla 1995. Talið er að aldrei hafi jafnmargir sellóleikarar verið samankomnir á einum stað. Meira
1. desember 1998 | Tónlist | 573 orð

Sinfónísk kammertónlist

Tríó Reykjavíkur og gestaleikararnir Ragnhildur Pétursdóttir og Junah Chung fluttu verk eftir Emil Thoroddsen, Webern, Schubert og Brahms. Sunnudaginn 29. nóvember. TRÍÓ Reykjavíkur, sem í eru félagarnir Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Peter Máté, héldu sína þrítugustu og fimmtu tónleika í Hafnarborg en að þessu sinni fengu þau til liðs við sig tvo strengjaleikara, Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 645 orð

Sjávarnytjar við Ísland

Sjávarnytjar við Ísland eftir Gunnar Jónsson, Karl Gunnarsson og Ólaf Karvel Pálsson. Mál og menning 282 bls. BÓKIN Sjávarnytjar við Ísland er merkileg og góð bók. Í henni er saman kominn ótrúlegur fróðleikur um allar okkar helztu nytjategundir í sjónum. Alls er fjallað um 56 tegundir þar og eru þar margar nýjar tegundir sem til skamms tíma hafa lítið sem ekkert verið nytjaðar. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 245 orð

Skammarlegt einkalíf Dalís

IAN Gibson heitir írskur rithöfundur búsettur á Spáni sem hefur unnið sér það til frægðar að skrifa bókina Hið skammarlega líf Salvadors Dalís (The Shameful Life of Salvador Dalí, útg. faber and faber, 764 síður auk fjölda myndasíðna), en þar er fyrst og femst fjallað um einkalíf málarans og Gölu konu hans. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Skvaldrið í skáldsögunni

Saga af ólukkutilfelli eftir Önnu Dóru Antonsdóttur, eigin útgáfa, Reykjavík, 1998, 207 bls. SÖGULEGAR skáldsögur og heimildaskáldsögur eru í mikilli uppsveiflu á Íslandi. Þetta helst í hendur við almenna þörf fyrir að endurskoða fortíðina, finna upprunann, staðsetja sig í tímanum og sögunni. Meira
1. desember 1998 | Fólk í fréttum | 869 orð

Sköpunargleðin í fyrirrúmi

MARGT var um manninn í Laugardalshöllinni á sunnudaginn var þegar fatahönnunarkeppni unglinga í 8.-10. bekk grunnskóla fór fram. Þema keppninnar var Fegurð og frelsi og tóku yfir 200 unglingar þátt í keppninni og voru rúmlega 130 flíkur sýndar í keppninni. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 930 orð

Sléttuúlfurinn á íslensku

FYRIR hundrað tuttugu og einu ári fæddist þýski rithöfundurinn Hermann Hesse. Hann byrjaði ungur að skrifa og fékkst við allar tegundir bókmennta nema leikritun. Eftir hann liggja einnig teikningar og vatnslitamyndir og tónlist var honum mjög hugleikin. Tónlistarþekking hans nýttist honum við skriftirnar því stundum byggði hann ritverk sín upp eins og tónverk. Meira
1. desember 1998 | Kvikmyndir | 358 orð

Snotur mynd en engin tímamót

Leikstjóri og handrit Ferzan Ozpetek. Tónlist Aldo De Scalzi, Pivio. Kvikmyndatökustjóri Pasquale Mari. Aðalleikendur Alessandro Gassman, Fransesca D'Aloja, Carlo Cecchi, Halil Ergün, Serif Sezer, Mehmet Gunsur. 100 mín. Tyrknesk/ítölsk/spönsk. 1997. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 459 orð

Spennubók

eftir Þorgrím Þráinsson. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Lestur handrits og prófarkar: Þórunn Hafstein. Kápuhönnun: Auk. hf. Auglýsingastofa ­ Þórarinn Gylfason. Útgefandi: Fróði hf. 1998 ­ 174 síður. Meira
1. desember 1998 | Menningarlíf | 23 orð

Sýningum lýkur

Sýningum lýkur Gallerí Horn MÁLVERKASÝNINGU Guðrúnar Láru Halldórsdóttur, Gláru, lýkur á morgun, miðvikudag. Sýningin er opin alla daga kl. 11­24, en sérinngangur kl. 14­18. Meira
1. desember 1998 | Fólk í fréttum | 43 orð

Sæl með skartgrip

ÞÝSKA fyrirsætan Claudia Schiffer sést hér brosa blítt til ljósmyndara við opnun skartgripaverslunar í Ankara í Tyrklandi á föstudaginn var. Claudia bar stærðarinnar demantshálsmen um hálsinn í tilefni dagsins og segir ekki í sönglagi að demantar séu bestu vinir Meira
1. desember 1998 | Menningarlíf | 240 orð

Tímarit TÍMARIT Máls og menningar,

TÍMARIT Máls og menningar, 4. hefti 1998 er komið út. Í þessu hefti eru birt ljóð eftir Matthías Johannessen, Arthúr Björgvin Bollason, Stefán Snævarr, Jón Egil Bergþórsson og Þorlák Karlsson og sögur eftir Elísabetu K. Jökulsdóttur og Guðberg Bergsson. Meira
1. desember 1998 | Myndlist | 405 orð

Tjaldað yfir hugmyndir

Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9­21, föstud. til 19 um helgar kl. 12­16.30. Til 31. des. HANNES Lárusson hefur verið all-atkvæðamikill í myndlistarlífi Reykjavíkur undanfarin ár, hefur sjálfur sýnt og staðið fyrir ýmsum uppákomum og viðburðum, rekið gallerí, skrifað greinar og haldið erindi um stöðu listarinnar og samfélagsins yfirleitt. Meira
1. desember 1998 | Menningarlíf | 75 orð

Tveir kórar í Selfosskirkju

Unglingakór Selfosskirkju kom fram á tónleikum í Selfosskirkju 24. nóvember síðastliðinn ásamt Vörðukórnum sem að stofni til er skipaður fólki úr uppsveitum Árnessýslu. Kórarnir eiga það sameiginlegt að kirkja er þeirra tónlistarhús en Skálholtskirkja býður upp á mjög góðan hljómburð, líkt og Selfosskirkja. Einsöngvari Vörðukórsins var, Björg Jónsdóttir. Meira
1. desember 1998 | Menningarlíf | 239 orð

Tvær Sónötur á Háskólatónleikum

HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 2. desember kl. 12.30. Þá leika saman á flautu og píanó þær Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari, og Iwona Jagla, píanóleikari. Verkin sem þær leika eru tvö, bæði eftir Carl Philipp Emanuel Bach (1714­ 1788). Fyrra verkið er Sónata í B-dúr. Síðara verkið nefnist "Samtals-sónatan". Meira
1. desember 1998 | Skólar/Menntun | 616 orð

Vildu helst fresta svefninum til heimkomu

EMMA Rahm býr í Stokkhólmi. Hún hefur ekki komið áður til Íslands. Andreas Dalsegg frá Noregi fannst námskeiðið á Íslandi alveg frábært. Sérstaklega fannst honum gaman að hitta nemendur frá hinum Norðurlöndunum, þeir hefðu átt frábærar stundir saman. "Við lærðum mikið um hin Norðurlöndin og sögu þeirra. "Mér finnst menning þessara landa mjög lík. Meira
1. desember 1998 | Menningarlíf | 277 orð

Weldon velur Sjálfstætt fólk

BRESKI rithöfundurinn Fay Weldon telur Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness vera bestu bókina sem skrifuð hefur verið á þessari öld. Weldon er ein fjölmargra sem breska blaðið Independent fékk til að velja bestu bókina. Segir hún margar ástæður fyrir valinu sínu, þeirra á meðal sú að Sjálfstætt fólk minni sig á söguleg rússnesk skáldverk frá síðustu öld. Meira
1. desember 1998 | Kvikmyndir | 258 orð

Öðruvísi indíánamynd

Leikstjóri: Chris Eyre. Handritshöfundur: Sherman Alexie. Aðalhlutverk: Adam Beach, Evan Adams, Gary Farmer og Irene Bedard. Miramax 1998. FYRSTA kvikmyndin í fullri lengd sem framleidd er af indíánum Norður-Ameríku er lítil, falleg og skemmtileg. Meira
1. desember 1998 | Bókmenntir | 170 orð

(fyrirsögn vantar)

Ég hélt líka í norðurátt, yfir heiðarnar miklu og fjöllin, og fuglarnir og dýrin urðu vinir mínir; máríátlur, hrafnar, fálkar; svo voru refir stundum á ferli; þeir voru tortryggnir, oftast einir á ferð, varir um sig, þeir minntu á sjálfan mig, ég skildi einsemd þeirra, hvernig þeir voru vakandi fyrir hverri hreyfingu og öllu óvæntu sem varð á vegi þeirra... Meira

Umræðan

1. desember 1998 | Aðsent efni | 948 orð

Að negla eða ekki að negla

ÉG ER þeirrar náttúru að þykja leiðinlegt að sjá nýtilega hluti skemmast, sér í lagi þegar hægt er að koma í veg fyrir skemmdirnar. Gildir þá einu hvort ég á hlutinn eða einhver annar. Því rennur mér ákaflega til rifja að heyra að kostnaður við að laga götur eftir skemmdir af völdum negldra hjólbarða nemi u.þ.b. 200 milljónum eftir hvern vetur, samkvæmt því sem gatnamálastjóri í Reykjavík segir. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 646 orð

Á vit framtíðar

EINS og alþjóð er kunnugt fer um þessar mundir fram mikil uppstokkun í íslenskum stjórnmálum. Ber þar hæst að flokkar á vinstrivæng hafa ákveðið að fylkja saman liði í næstu alþingiskosningum. Ungt félagshyggju- og jafnaðarfólk hlýtur að fagna þessari þróun sem vonandi mun leiða til þess að á Íslandi rísi stór og öflugur vinstristjórnmálaflokkur, eins og víða hefur gerst. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 963 orð

Blekkingar undir Jökli

Í SUMAR sem leið (11. júní), skrifaði ég grein í Lesbókina, sem bar heitið Hellnar í hálfa öld. Þar rifjaði ég upp mannlífsmyndir frá því um miðja öldina og stöðu sjávarplássins fyrr og nú. Engin vísindaleg úttekt heldur skrifuð sjálfum mér og vonandi öðrum til einhverrar skemmtunar og fróðleiks. Altént fékk ég góð viðbrögð og vil nota tækifærið og þakka fyrir mig. Meira
1. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 379 orð

Er einn flokkur meira en nóg?

ÞAÐ líður varla sá fréttatími þessar vikurnar að ekki sé þar talað við stjórnmálamenn. Alltaf gefst eitthvert tilefni til að spyrja ráðherra og þingmenn álits á atburðum líðandi stundar og enginn slær hendinni á móti því að komast í fjölmiðla. Samt sem áður er sjaldnast verið að ræða pólitík. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 693 orð

Eru samtök eldri borgara tímaskekkja?

ÞEGAR samtök eldri borgara voru stofnuð voru félagsmál fullorðins fólks í algerri kyrstöðu. Og ekki bara félagsmál aldraðra, heldur var öll félagsstarfsemi í landinu stöðnuð og hafði nánast verið í óbreyttu formi alla öldina. Spurningin er hvort það félagsform, þetta staðnaða skipulag, sem samtök eldri borgara fengu í arf og tóku upp, svaraði kröfum tímans. Félag er stofnað. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 589 orð

Frumburðarrétturinn hefur verið af okkur tekinn

ÞRÁINN Jónsson frændi minn á Egilsstöðum er löngu þjóðkunnur maður fyrir glettni, greind og græskuleysi. Hann er þó jafnþekktur fyrir atorku, dugnað, áræði og áreiðanleika. Steingrímur Hermannsson orðaði það vel með því að segja: Hann er drengskaparmaður. Ég átti símtal við Þráin fyrir nokkru um stjórnmál og talið barst að svívirðunni sem viðgengst í skömmtun á aðgangi að sjávarauðnum. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 2012 orð

GAGNAGRUNNSMÁLIÐ OG GUÐFRÆÐIN

GAGNAGRUNNSMÁLIÐ sem mikið hefur verið til umræðu í samfélaginu síðustu mánuði snýst ekki hvað síst um þá spurningu hvaða siðfræðilegu forsendur við getum lagt til grundvallar ákvörðunum þegar ekki er vitað með vissu hverjar afleiðingarnar munu verða. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 1612 orð

ÍSLAND OG LOFTSLAGSÞINGIÐ Í BUENOS AIRES

LOFTSLAGSÞINGIÐ í Buenos Aires stóð í nær tvær vikur 2.-14. nóvember. Slíkt þing er árlegur viðburður samkvæmt ákvæðum Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Að þessu sinni snerist það að miklu leyti um niðurstöðu síðasta ársþings sem kennt er við Kyótó, þar sem sérstök bókun var gerð við samninginn. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 1044 orð

Íslensk tunga á nýrri öld

VAFALAUST hafa allir áttað sig á að margmiðlun í tölvun og fjölmiðlun er ein þeirra byltinga í samskiptatækni sem þegar hafa valdið grundvallarbreytingum í menningarmiðlun eða því sem nefnt hefur verið á ensku intercultural communication. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 2053 orð

JÓNSHÚS ­ STARFSEMI Í KREPPU Forseti Alþingis, Ólafur G. Einarsson, hefur hafnað því með bréfi til Félags íslenskra stúdenta í

JÓNSHÚS ­ STARFSEMI Í KREPPU Forseti Alþingis, Ólafur G. Einarsson, hefur hafnað því með bréfi til Félags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn, að stjórn Jónshúss verði sett af, en þess krafðist stjórnin í opnu bréfi til forseta Alþingis. Ólafur G. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 686 orð

Keikó ­ metnaðarfullt vísindaverkefni

Í SEPTEMBER síðastliðnum fylgdist fólk um allan heim með því þegar C-17 risaþota bandaríska flughersins lenti í Vestmannaeyjum með frægasta hval heims innanborðs. Keikó, sem var fangaður undan ströndum Íslands fyrir 20 árum, var loks á heimaslóðum á ný. Flutningurinn til Íslands tókst vel og Keikó hefur aðlagast aðstæðum í Vestmannaeyjum jafnvel betur en menn áttu von á. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 1136 orð

Kjarnaborun á Suðurskautsjökli

ÞÝSKUR geimfari, sem tók þátt í einni af geimferðum Bandaríkjamanna fyrir nokkrum árum, var spurður í lok leiðangursins hvað honum hefði þótt tilkomumest að sjá út um glugga ferjunnar. "Suðurskautslandið," svaraði hann að bragði. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 904 orð

Miðlægar spurningar um gagnagrunn

UNDANFARIÐ hafa menn ítrekað beint til mín spurningum sem varða afstöðu mína og þjóðkirkjunnar til gagnagrunnsfrumvarpsins og gagnrýnt "grafarþögn kirkjunnar". Það er rétt að biskup Íslands og önnur stjórnvöld þjóðkirkjunnar hafa ekki fjallað formlega um þetta mikilvæga mál, enda því ekki verið vísað til þeirra til umsagnar. Meira
1. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 774 orð

Opið bréf til Borgarráðs Reykjavíkur Varðar hávaðamengun o.fl. við fjölfarnar götur í Reykjavík

Í FRÉTTUM Morgunblaðsins 25. og 26. nóvember og í ritstjórnargrein sama blaðs 26. nóvember er sagt frá bréfi Ólafs Ólafssonar landlæknis til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra varðandi umferðarhávaða við Miklubraut, greint frá viðbrögðum borgarstjórans og rætt um hugsanleg úrræði. Af því tilefni viljum við taka fram eftirfarandi: 1. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 346 orð

R-listinn rænir Reykvíkinga skattalækkuninni

R-LISTINN með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í broddi fylkingar hefur ákveðið að Reykvíkingar fái ekki að njóta þeirrar lækkunar tekjuskatts, sem allir landsmenn áttu að fá frá og með áramótum. Um leið og skattalækkun ríkisstjórnarinnar tekur gildi hækkar R-listinn útsvarið um 6,7%, úr 11,25% í 11,99%. Þannig hækka skattar um 22.500 krónur á ári hjá fjölskyldu með 250 þúsund króna mánaðartekjur. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 923 orð

Skaðleg áhrif eiturlyfjaneyslu

AÐ LEYFA eiturlyfjaneyslu hér á landi og annars staðar væri uppgjöf með tilheyrandi afleiðingum, ekki bara fyrir neytendur heldur og ekki síður aðstandendur þeirra og almenning. Afleiðingarnar yrðu enn meiri þjáning en nú er, fleiri fórnarlömb, stóraukin þörf meðferðarrýmis og kostnaður úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 1263 orð

Sækeisarinn

FYRIR stuttu komu saman í Reykjavík, svo sem venja þeirra er með reglulegu millibili, hinir íslensku sægreifar. Á tímum þegar heimsveldi eiga undir högg að sækja í heiminum og kúgun landeigenda á leiguliðum er að hverfa stefna hinir íslensku sægreifar ótrauðir fram í að byggja upp leiguliðakerfi í sjávarútvegi undir forystu keisara síns. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 793 orð

Til vopna

ÞAÐ HEFIR áður hent er menn bjuggust til bardaga að þeim hefir orðið laus skóþvengur ­ og ekki komið að sök. Og nú þegar Frjálslyndi flokkurinn hefir bundið sinn þveng er mál til komið að láta að sér kveða og grípa til vopna gegn háskalegasta óréttlæti, sem íslenzkri þjóð hefir nokkru sinni verið búið. Óréttlæti, þar sem örfáum útvöldum er afhentur á silfurfati lunginn úr auðæfum Íslands. Meira
1. desember 1998 | Aðsent efni | 502 orð

Varðandi ummæli heilbrigðisráðherra 26. nóvember sl.

ÞAÐ er mikil umræða um skort á hjúkrunarfræðingum til starfa en við teljum að ástæðurnar sé ekki að finna innan námsbrautar í hjúkrunarfræði. Talað er um að það þurfi að útskrifa fleiri hjúkrunarfræðinga úr Háskóla Íslands. Til þess að það sé mögulegt þarf að huga að ýmsum atriðum: 1. Meira

Minningargreinar

1. desember 1998 | Minningargreinar | 739 orð

Bryndís Sigurðardóttir

Bryndís Sigurðardóttir tengdamóðir mín er látin 87 ára að aldri. Hún kvaddi með þeim hætti er hún hafði oft í seinni tíð látið í ljós að hún óskaði sér. Hún vaknaði snemma að morgni 19. nóvember, en var ekki komin á fætur, þegar hún leið út af og var látin. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 485 orð

Bryndís Sigurðardóttir

Ég kynntist Bryndísi Sigurðardóttur fyrir tæpum 30 árum þegar ég varð tengdadóttir hennar. Það var gaman að kynnast þeim Gísla og Bryndísi, þau voru svo yndislega samhent hjón að fleiri mættu þar eftir líkja. Það sem einkenndi heimili þeirra fyrst og fremst var frábær snyrtimennska og hún var svo sannarlega Bryndísi í blóð borin. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 266 orð

Bryndís Sigurðardóttir

Elsku amma. Það er ekki auðvelt að setjast hér niður og skrifa til þín nokkrar línur, þú varst og ert svo stór hluti af okkar lífi. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Minningarnar eru margar, hvað það var gott að koma til þín og afa, það var alltaf hægt að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera, Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 286 orð

BRYNDÍS SIGURÐARDÓTTIR

BRYNDÍS SIGURÐARDÓTTIR Bryndís Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 8. júlí 1911. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 19. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þuríður Pétursdóttir frá Brúsastöðum í Þingvallasveit og Sigurður Árnason vélstjóri frá Vestur-Botni í Patreksfirði. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 1111 orð

EIRÍKUR A. GUÐJÓNSSON

Elsti unglingurinn sem ég þekki varð níræður 25. nóvember sl. Þetta er hann Eiríkur vinur minn Guðjónsson. Eiríkur var fæddur á nyrsta bæ í Strandasýslu, sunnan undir fjallinu Geirhólmi þar sem heitir í Skjalda-Bjarnarvík. Fimmtán ára fluttist hann með foreldrum sínum til Þaralátursfjarðar, sem er norðan við Geirhólminn og í Ísafjarðarsýslu. Þar var hann til 1937. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 162 orð

Guðjón Ó. Hansson

Guðjón afi er dáinn. Hugurinn farinn upp í skýin. Aldrei hægt að hlæja með þér aftur. Þér sem fannst svo gaman að hlæja. Það var enginn annar afi sem hristist eins mikið og þú þegar þú byrjaðir að hlæja. Afi með silfurlitaða hárið á rauða bílnum, þú sem ert að keyra núna hjá Guði því þú varst alltaf að keyra bíl. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 475 orð

Guðjón Ó. Hansson

Elskulegur faðir okkar er látinn. Síðasta árið var honum erfitt vegna veikinda. Fyrir hann var því kallið kærkomið. Það að halda reisn sinni allt til dauðadags er guðsgjöf. Faðir okkar átti rætur sínar að rekja á Snæfellsnes og í Borgarfjörð. Þær rætur voru sterkar sem þangað lágu. Uppvaxtarárin voru honum erfið. Móðir hans deyr þegar hann er ennþá ungabarn, aðeins tveggja ára. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 900 orð

Guðjón Ó. Hansson

Látinn er í Reykjavík Guðjón Ó. Hansson, bifreiðarstjóri og ökukennari, 77 ára að aldri. Guðjón var fæddur í Ólafsvík og ólst þar upp til tólf ára aldurs. Tveggja ára missti hann móður sína og ólst því upp hjá ömmu sinni til tíu ára aldurs. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 182 orð

Guðjón Ó. Hansson

Elsku afi minn, það kemur margt upp í huga minn og margs er að minnast. Minningar sem aldrei munu gleymast innst í hjarta mínu. Ég minnist þess þegar ég var lítil stelpa og þú komst alltaf á aðfangadag til mín með jólapakka. Ég var alltaf svo spennt og fékk fyrst að taka upp pakkann frá þér og Láru. Þið hugsuðuð svo vel til allra. Nú ert þú kominn til hennar Láru, afi minn. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 369 orð

GUÐJÓN Ó. HANSSON

GUÐJÓN Ó. HANSSON Guðjón Ó. Hansson fæddist í Ólafsvík 26. júlí 1921. Hann lést í Landspítalanum hinn 23. nóvember síðastliðinn. Móðir hans var Kristín Bjarnadóttir frá Barði í Ólafsvík. Guðjón kvæntist 1950 Guðrúnu Brynjólfsdóttur frá Sólheimum í Hrunamannahreppi, f. 24.3. 1931. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Guðmundsson frá Sólheimum, f. 10.2. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 467 orð

Jónas Gíslason

"Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesú Krist og hann krossfestan." Þessi orð Páls postula koma í huga minn er ég virði fyrir mér lífshlaup sr. Jónasar Gíslasonar vígslubiskups. Hann bar alla tíð á einlægan hátt frelsara sínum vitni og vildi að sem flestir kæmust til þekkingar á sannleikanum, Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 384 orð

Jónas Gíslason

Þegar kemur að kveðjustund og litið er til baka við lát góðs vinar, er sem liðin tíð renni um hugann líkt og kvikmynd. Þessi sýn nær yfir áratuga skeið af sannri vináttu og hlýhug séra Jónasar Gíslasonar og Arnfríðar konu hans til okkar og barna okkar. Jónas var afskaplega fágaður í framkomu og léttur á sér þegar hann gaf okkur hjóninn saman fyrir rúmum tuttugu árum. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 413 orð

Jónas Gíslason

Fyrir rúmum áratug fóru nokkrir áhugamenn um boðun kristinnar trúar að hittast í hádeginu á mánudögum. Fundað var í veitingahúsum í Reykjavík og fundarmenn voru víðsvegar að úr þjóðfélaginu. Þeir áttu það allir sameiginlegt að vilja efla trú og bænalíf í lífi sínu og meðal samferðamanna. Félagsskapur þessi fékk nafnið Norðurljósin og var starfsemin öflug um margra ára skeið. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 37 orð

Jónas Gíslason

Kveðja frá Hólum Þótt skógur fölnaði og lauf fykju, stóð stofninn traustum rótum í garði lifandi trúar. Ræðan felst í skammdegisþögn: ­ Uppgefst aldrei, upp, ofar, upp til ljóssins upp, upp, þín sál... ­ Bolli Gústavsson. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 598 orð

Jónas Gíslason

Við andlát sr. Jónasar Gíslasonar, vígslubiskups, er margs að minnast en þó ekki síður svo ótal margt að þakka. Hin eiginlegu kynni mín af Jónasi hófust fyrst fyrir alvöru, þegar við hjónin fluttum upp á Akranes upp úr 1960. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 692 orð

Jónas Gíslason

Ég kynntist Jónasi Gíslasyni lítillega á skólaárum mínum hér í Reykjavík og þá helzt af því að ég stráklingurinn var að deila við guðfræðinginn um trúmál, þar sem ég var áreiðanlega af ærnum vanefnum að verja spíritismann sem Jónas hafði vægast litlar mætur á. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 871 orð

Jónas Gíslason

Gamall lærimeistari er fallinn í valinn eftir langvinn veikindi. Margs er að minnast á slíkum stundum, og minningarnar hrannast upp. Þegar ég gerðist nemandi hans í guðfræðideildinni, hafði ég aðeins kynnst honum af afspurn, auk þess að hafa lesið eftir hann ágrip af kirkjusögu fyrir gagnfræða- og framhaldsskóla, skemmtilega bók, sem hann gerði fremur lítið úr, Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 471 orð

Jónas Gíslason

Markverð störf Jónasar Gíslasonar um ævina voru fjölþætt og mun þeim verða lýst af þeim sem best þekkja. Hann var sóknarprestur heima og erlendis, prófessor við Háskóla Íslands og að lokum vígslubiskup í Skálholti, hinn fyrsti biskup þar eftir nærfellt tveggja alda hlé. Samtímis og samtvinnað embættum þessum var starf hans að margvíslegum félagsstörfum mikið og árangursríkt. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

JÓNAS STURLA GÍSLASON

JÓNAS STURLA GÍSLASON Jónas Sturla Gíslason fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholti 28. nóvember. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Númi Sigurðsson

Okkur langar að minnast góðs manns sem nú er látinn, saddur lífdaga. Við kynntumst Núma Sigurðssyni þegar hann tók að venja komur sínar á æskuheimili okkar, Árbakka við Elliðaár, á áttunda áratugnum. Hann varð fljótt vinur fjölskyldunnar og alltaf velkominn enda bæði velviljaður og gamansamur. Hann hafði áhuga á því sem við vorum að fást við hverju sinni og tók oft þátt í leikjum með okkur. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 73 orð

NÚMI SIGURÐSSON

NÚMI SIGURÐSSON Númi Sigurðsson fæddist 21. maí 1916. Hann lést 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Sigurður Guðmundsson og Jóna Kristjana Símonardóttir. Númi var fæddur og uppalinn á Kirkjubóli í Mosdal við Arnarfjörð. Hann var næstelstur tíu systkina sem öll lifa hann. Númi kvæntist 20. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 34 orð

SIGVALDI FANNDAL TORFASON

SIGVALDI FANNDAL TORFASON Sigvaldi Fanndal Torfason fæddist í Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu 2. júlí 1922. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 19. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 28. nóvember. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 160 orð

Sigvaldi F. Torfason

Elsku afi, nú ertu farinn og við söknum þín svo sárt því þú varst alltaf svo góður við okkur. Síðan ég fæddist hefur þú verið svo stór partur af lífi mínu. Það var alltaf svo gott að fá að gista hjá þér og ömmu þegar við vorum í pössun hjá ykkur. Þið voruð líka alltaf að tala um hvað það væri gaman að hafa okkur. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 565 orð

Sigvaldi Torfason

Þessar línur úr kvæði Stefáns frá Hvítadal komu mér í hug, er ég gekk út úr Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi fimmtudaginn 19. nóvember eftir að hafa litið til bróður míns, er hvíldi meðvitundarlaus á banabeði, en hann lést nokkrum klukkustundum síðar. Þegar út kom var vetrarmyrkrið að leggjast yfir. Inni var erfiðu sjúkdómsstríði að ljúka. Það dimmdi í huga mér. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 973 orð

Sævar Pálsson

Við Sævi vorum miklir mátar. Hann breiddi alltaf út faðminn þegar við hittumst og fagnaði á mjög eftirminnilegan hátt. Hann var þroskaheftur en hafði einstakan persónuleika. Hann var líka svo ljúfur og oftast glaður. Fyrstu fjörutíu og eitthvað árin sín átti hann sjávarþorpið Suðureyri sem sinn örugga stað í tilverunni. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Sævar Pálsson

Kær vinur er horfinn af sjónarsviðinu. Ég kynntist Sævari Pálssyni fyrir um það bil sjö árum á vinnustað mínum í Háskólabíói en þar hafði Sævar líka skyldum að gegna. Það var ekki sjálfgefið að eignast vináttu Sævars en þegar hún var fengin var hún einlæg og fölskvalaus. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 297 orð

Sævar Pálsson

Strax frá því að við vorum litlir tókum við eftir því að Sævi var öðruvísi en aðrir; hann var miklu skemmtilegri. Hann var frábær ferðafélagi og í raun ómissandi. Það var alltaf eins og það vantaði eitthvað þegar Sævi var ekki með. Við höfðum gaman af honum og hann passaði alltaf upp á að það væri allt í lagi með okkur. Hann var pottþéttur. Meira
1. desember 1998 | Minningargreinar | 114 orð

SÆVAR PÁLSSON

SÆVAR PÁLSSON Sævar Pálsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 17. janúar 1942. Hann lést á Landspítalanum 21. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Svanhvít Ólafsdóttir húsmóðir og Páll Friðbertsson, útgerðarmaður og forstjóri (d. 1989). Meira

Viðskipti

1. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 277 orð

Áætlaður hagnaður 100 milljónir

OPIN kerfi hf. gera ráð fyrir að hagnaður móðurfélagsins nemi um 100 milljónum króna eftir skatta á næsta ári og að velta félagsins verði rúmir tveir milljarðar króna. Að sögn Frosta Bergssonar, framkvæmdastjóra Opinna kerfa, var gefin út áætlun fyrir árið í ár á svipuðum tíma í fyrra. Meira
1. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 72 orð

BA og AA kaupa í Iberia

FLUGFÉLÖGIN British Airways og American Airlines munu kaupa 10% hlut í spænska flugfélaginu Iberia fyrir 59 milljarða peseta, eða 29 milljarða íslenskra króna. Josep Pique iðnaðarráðherra sagði að salan fæli í sér 58 milljarða peseta fjármagnsaukningu. Að sögn ráðherrans munu BA og AA stofna sameignarfélag, sem tekur við 10% hlutnum, og verður samningur undirritaður 2. Meira
1. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 126 orð

BP hefur áhuga á hlut Mobil í Evrópu

BRITISH PETROLEUM mun líklega kaupa hlut Mobils í 5 milljarða dollara sameignarfyrirtæki þeirra í Evrópu þegar og ef Mobil og Exxon sameinast, en með kostakjörum. BP og Mobil í Evrópu mynduðu með sér bandalag 1996 og komu á fót sameiginlegu benzínsölu- og olíuhreinsunarfyrirtæki. BP fékk 70% hlut í því fyrirtæki, en einnig var komið á fót smurningsfyrirtæki undir yfirráðum Mobils. Meira
1. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 220 orð

Evrópsk bréf falla verulega í verði

EVRÓPSK hlutabréf féllu verulega í verði í gær eftir 125 punkta lækkun í Wall Street á fyrsta klukkutímanum eftir opnun. Dollar lét undan síga gegn marki, þar eð dregið hefur úr líkum á evrópskri vaxtalækkun. Hráolíuverð hefur ekki verið lægra síðan 1973 og sumir spá enn meiri verðlækkunum. Meira
1. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 123 orð

FBA lækkar um 3,8%

VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands námu 111 milljónum króna í gær. Mest viðskipti voru með hlutabréf Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, rúmar 40 milljónir króna. Lokagengi FBA var 1,75 sem er 3,8% lækkun frá föstudeginum, fyrsta viðskiptadegi með bréf félagsins á Verðbréfaþingi. Meira
1. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 355 orð

Hluthöfum ráðlagt að hafna sameiningu

SAMEINING Algroup og Viag var gagnrýnd í Lex-dálki Financial Times á mánudag. Lex-dálkurinn er mikið lesinn í fjármálaheiminum og skoðanir sem koma þar fram teknar alvarlega. Hluthöfum í Algroup og Viag var ráðlagt að samþykkja ekki sameiningu svissneska og þýska fyrirtækisins á aðalfundum fyrirtækjanna í maí. Það eru litlar líkur á að hluthafar komi í veg fyrir sameininguna. Meira
1. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 116 orð

Pearson færir út kvíarnar í Evrópu

BREZKA fjölmiðlafyrirtækið Pearson Plc hermir að útvarps- og sjónvarpsdeild þess falizt eftir 30 af hundraði í Unidad Editorial, útgefanda El Mundo á Spáni, fyrir allt að 43,6 milljónir punda. Recoletos hyggst einnig kaupa 50% hlut í Economica SGPS í Portúgal af Grupo Media Capital fyrir 5,6 milljónir punda. Meira
1. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 120 orð

TM og Trygging með 26,9%

SAMANLÖGÐ markaðshlutdeild vátryggingafélaganna Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Tryggingar hf. er 26,9% samkvæmt upplýsingum frá Vátryggingaeftirliti Íslands. Félögin hafa tilkynnt um sameiginlegt eignarhald og stefnt er að samruna þeirra í eitt félag, sem verður þriðja stærsta vátryggingafélagið hér á landi. Meira
1. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 360 orð

Tólf félög út af Aðallista

TÓLF félög á Aðallista Verðbréfaþings Íslands, sem ekki uppfylla lengur öll skilyrði fyrir áframhaldandi veru á Aðallistanum, flytjast af listanum yfir á Vaxtarlista þingsins í dag. Félögin eru Fóðurblandan hf., Jökull hf., Kaupfélag Eyfirðinga svf., Plastprent hf., Sæplast hf., Skinnaiðnaður hf., Samvinnuferðir- Landsýn hf., Slátufélag Suðurlands svf. Meira
1. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 460 orð

Verður stærsti banki heims

DEUTSCHE BANK AG kveðst hafa samþykkt 10,1 milljarðs dollara, eða um 707 milljarða íslenskra króna, yfirtöku Bankers Trust með samningi um stofnun stærsta banka heims. 5.500 störf verða lögð niður í New York og London. Meira

Daglegt líf

1. desember 1998 | Neytendur | 168 orð

Greitt verður fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir

HJÁ þremur endurvinnslustöðvum Sorpu, við Jafnasel, Bæjarflöt og Dalsel í Kópavogi, hefur verið opnað fyrir móttöku á skilagjaldsskyldum einnota umbúðum í umboði Endurvinnslunnar hf. Um eða upp úr mánaðamótum munu allar endurvinnslustöðvarnar hafa tekið upp þessa þjónustu. Meira
1. desember 1998 | Neytendur | 97 orð

Ítölsk jólakaka

ÍTALSKA jólakakan panetone er komin til Íslands. Að sögn innflytjandans, Franks A. Cassata hjá Kísli hf. eru engin jól á Ítalíu án panettone og vill hann gera Íslendingum kleift að komast á bragðið. Kakan kemur með mismunandi bragði og fæst í öllum verslunum Nóatúns og verður afgreidd í aðrar verslanir strax og pantanir berast. Meira
1. desember 1998 | Neytendur | 95 orð

Krem fyrir mjólkandi mæður

KOMIÐ er á markað nýtt krem, Kamillosan, sem ætlað er til notkunar á bleiusvæði og geirvörtum kvenna með börn á brjósti, en einnig á útbrot, þrútin húðsvæði og exem. Í frétt frá innflytjanda, Ísfarm ehf., segir að kremið sé mjög milt og þolist því vel á húð barna og jafnvel ungbarna. Meira

Fastir þættir

1. desember 1998 | Í dag | 31 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 2. desember, verður sjötugur Stefán Karlsson, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Hann tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar, Laufásvegi 13, á afmælisdaginn kl. 17-19. Meira
1. desember 1998 | Í dag | 27 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 1. desember, verður sjötíu og fimm ára Jóhann F. Guðmundsson, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Eiginkona hans er Lára Vigfúsdóttir. Þau eru að heiman. Meira
1. desember 1998 | Í dag | 37 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 1. desember, verður sjötíu og fimm ára Friðdóra Jóhannesdóttir, Brekkugötu 20, Hafnarfirði. Í tilefni þess tekur hún á móti ættingjum og vinum þann 5. desember kl. 16 í sal Haukahússins í Hafnarfirði. Meira
1. desember 1998 | Í dag | 265 orð

Athugasemd við "Rabb" í Lesbók

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Það er grundvallar misskilningur hjá Árna Arnarsyni í "Rabbi" Lesbókar Morgunblaðsins hinn 14. nóvember sl., að maðurinn sé dýr. Hann segir: "Maðurinn er eina dýrið sem drepur og kvelur einstaklinga af sinni eigin tegund án neinnar sérstakrar ástæðu og fær út úr því ánægju." Tilvitnun lýkur. Biblían, orð Guðs, kennir að Guð skapaði manninn. 1. Meira
1. desember 1998 | Í dag | 331 orð

AUGLÝSING sú, sem Landsvirkjun birti í dagblöðunum þremur sl. l

AUGLÝSING sú, sem Landsvirkjun birti í dagblöðunum þremur sl. laugardag, sama dag og fundur var haldinn í Háskólabíói til varnar hálendinu, hefur vakið bæði athygli og spurningar. Stjórnarformaður Landsvirkjunar upplýsti í Morgunblaðinu í fyrradag, að auglýsingin hefði verið birt vegna þess, að Landsvirkjun hefði ekki fengið tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri á fundinum. Meira
1. desember 1998 | Fastir þættir | 627 orð

Aukin fjölbreytni og mikil hvatning

Skólastjórar skólanna á Hvanneyri og Hólum, Magnús B. Jónsson og Jón Bjarnason, voru að vonum ánægðir eftir að þeir höfðu undirritað samning skólannna í reiðskemmunni á Hólum að viðstöddu fjölmenni. Magnús sagði að hvað skólanum á Hvanneyri viðkæmi þá víkkaði þessi samningur fræðasvið búvísindadeildar. Þetta hefur kannski meira að segja fyrir nemendurna sjálfa en skólann sem slíkan. Meira
1. desember 1998 | Fastir þættir | 94 orð

A/V

Fimmtudaginn 19. nóv. spiluðu 24 pör. Hæsta skor í N/S: Albert Þorsteinsson ­ Alfreð Kristjánsson284 Jón Stefánsson ­ Sæmundur Björnsson258 Hjálmar Gíslason ­ Ragnar Halldórsson241 A/V Jón Andréss. ­ Guðmundur Guðmundss. Meira
1. desember 1998 | Fastir þættir | 95 orð

Bridsfélag eldri borgaraí Kópavogi

Þriðjudaginn 24. nóv. sl. spiluðu 24 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Fróði Pálsson ­ Þorleifur Þórarinss.271Helga Helgad. ­ Ólafur Lárusson263Eysteinn Einarss. ­ Lárus Hermannsson236Lokastaða efstu para í A/V: Sæmundur Björnss. ­ Jón Stefánsson267Sæbjörg Jónasd. Meira
1. desember 1998 | Fastir þættir | 346 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridgefélag Reykjav

ÞRIÐJUDAGINN 24. nóvember var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með forgefnum spilum. 20 pör spiluðu 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör í hvora átt voru: NS Stefanía Sigurbjörnsd. ­ Jóhann Stefánss.270 Halldóra Magnúsd. Meira
1. desember 1998 | Fastir þættir | 170 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reykjaví

Föstudaginn 27. nóvember var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Monrad Barómeter með þátttöku 26 para. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Brynjar Jónsson ­ Böðvar Magnússon+89 Guðlaugur Sveinss. ­ Magnús Sverriss.+87 Þórður Sigfússon ­ Torfi Ásgeirsson+61 Frímann Stefánsson ­ Páll Þórsson+53 Birna Stefnisd. Meira
1. desember 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. september í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Ingibjörg Leifsdóttir og Hörður Grétar Gunnarsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
1. desember 1998 | Dagbók | 691 orð

Í dag er þriðjudagur 1. desember, 335. dagur ársins 1998. Fullveldisdagurinn. O

Í dag er þriðjudagur 1. desember, 335. dagur ársins 1998. Fullveldisdagurinn. Orð dagsins: En ég hef margt að segja yður, en þér getið ekki borið það nú. (Jóhannes 15, 12.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss, Núpur BA, Vestmannaey og Hansiwall komu í gær. Meira
1. desember 1998 | Fastir þættir | 389 orð

Mikil fjölgun í reiðkennarastétt

EF ALLT fer eins og upp er lagt með bætast ellefu nýir reiðkennarar í hóp þeirra sem fyrir eru. Í gær var síðasti dagur á tólf daga námskeiði á Hólum fyrir reiðkennaraefni sem væntanlega fá C-réttindi sem er fyrsta gráðan af þremur sem reiðkennarar eru flokkaðir í. Þeir félagsmenn í Félagi tamningamanna sem hafa þjálfararéttindi hafa heimild til að sækja þessi námskeið. Meira
1. desember 1998 | Fastir þættir | 492 orð

Reiðnám á háskóla stigi orðið að veruleika Mikilvægt skref fyrir þróun hestamennsku og reiðkennslu var stigið í síðustu viku á

Bændaskólinn á Hvanneyri og Hólaskóli gera með sér samning Reiðnám á háskóla stigi orðið að veruleika Mikilvægt skref fyrir þróun hestamennsku og reiðkennslu var stigið í síðustu viku á Hólaskóla þegar skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri kom ásamt fríðu föruneyti norður og undirritaður var tímamótasamningur m Meira
1. desember 1998 | Fastir þættir | 513 orð

Safnaðarstarf Aðventuhátíð Bergmáls í Háteigskirkju

LÍKNAR- og vinafélagið Bergmál verður með aðventuhátíð í Háteigskirkju sunnudaginn 6. desember kl. 16. Að vanda verður vönduð dagskrá. Prestur kirkjunnar, sr. Tómas Sveinsson, flytur hugvekju. Kirkju- og barnakór Bústaðakirkju undir stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar syngja. Almennur jólasálmasöngur. Að athöfn lokinni verður veitingasala í safnaðarheimili kirkjunnar. Gleðilega hátíð. Meira
1. desember 1998 | Fastir þættir | 742 orð

Um upplýstan orðræðuhátt "Að enn séu draugar upplýsingarinnar á sveimi haldandi dauðahaldi í ljós skynseminnar andspænis myrkri

JÓNAS Hallgrímsson skrifaði ekki ýkja mikið um skáldskap eða fagurfræðileg efni en það sem hann þó lét frá sér fara á því sviði er talið hafa haft mikil áhrif ­ og það raunar með endemum. Meira
1. desember 1998 | Fastir þættir | 965 orð

Þröstur sigraði í Wrexham

18.­26. nóvemberÞröstur Þórhallsson sigraði á mótinu ásamt Svíanum Stellan Brynell. Þeir hlutu 6 vinning af 9 mögulegum. ÞRÖSTUR Þórhallsson vann Martinovsky frá Bandaríkjunum í síðustu umferð Owens Corning skákmótsins í Wrexham í Wales sem lauk fyrir helgina. Þar með náði Þröstur Svíanum Brynell að vinningum og deildi með honum efsta sætinu á mótinu. Meira
1. desember 1998 | Í dag | 65 orð

(fyrirsögn vantar)

MORGUNBLALÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100. Meira

Íþróttir

1. desember 1998 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA STAFHOLTST. -FY

1. DEILD KARLA STAFHOLTST. -FYLKIR 78: 69SELFOSS -HÖTTUR 107: 70BREIÐABL. -HÖTTUR 90: 45STJARNAN -ÍS 60: 67ÍR -HAMAR 98: 82 ÞÓR Þ. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA ÍR -KA 15:

1. DEILD KVENNA ÍR -KA 15: 25HAUKAR -ÍBV 24: 18STJARNAN -FRAM 29: 21FH -VÍKINGUR 15: 17VALUR -KA 22: 14 HAUKAR 9 8 0 1 204 171 16STJARNAN 9 7 1 1 249 204 15VALUR Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA UMFN -GRINDAVÍ

1. DEILD KVENNA UMFN -GRINDAVÍK 66: 52KR -KEFLAVÍK 57: 41ÍR -ÍS 52: 63 KR 8 8 0 0 549 352 16ÍS 8 5 0 3 476 396 10KEFLAVÍK 8 4 0 4 430 466 8GRINDAVÍK 8 3 0 5 4 Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA FJÖLNIR -ÖGRI

2. DEILD KARLA FJÖLNIR -ÖGRI 33: 17VÍKINGUR -BREIÐABLIK 31: 23ÖGRI -FYLKIR 13: 48 VÍKINGUR 7 6 1 0 199 125 13BREIÐABLIK 8 5 1 2 208 177 11ÞÓR AK. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 178 orð

Arnar skoraði tvö gegn Bury

ARNAR Gunnlaugsson heldur áfram að skora með liði Bolton, sem vann sinn þriðja leik á einni viku er það lagði Bury, 4:0, á heimavelli á laugardaginn. Þar með hefur Arnar skorað 13 mörk í 1. deildinni á leiktíðinni og er á meðal markhæstu manna. Með góðum árangri í liðinni viku hefur Bolton færst upp í 5. sætið, hefur 34 stig eftir að hafa verið fallið niður í miðja deild fyrir skömmu. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 330 orð

Áhorfendur fögnuðu sínum mönnum

KYNNINGIN á leikmönnum fyrir leik var með nokkuð öðrum hætti en við eigum að venjast heima. Íslenska liðið hljóp fyrst inn á völlinn og var kynnt hratt og örugglega en síðan komu Ungverjarnir einn af öðrum og voru kynntir hver og einn um leið og hann hljóp inn á, ekki ósvipað og gert er í NBA-körfuboltanum. Það þarf vart að taka fram að áhorfendur fögnuðu sínum mönnum vel. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 263 orð

Áttu ekki svar við krafti Bæjara

Bayern M¨unchen átti ekki í miklum erfiðleikum með að sigra N¨urnberg um helgina og er með tveggja stiga forystu í þýsku deildinni auk þess sem liðið á leik til góða. Bayern vann 2:0 og sömu úrslit urðu í leik Leverkusen og Duisburg en Leverkusen er í öðru sæti. Giovane Elber og Bixente Lizarazu skoruðu fyrir Bayern hvor í sínum hálfleiknum að viðstöddum 63. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 632 orð

Besta staða hjá West Ham í tólf ár

FORYSTA Aston Villa í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar er komin niður í eitt stig eftir leiki helgarinnar. Leikmenn Aston Villa náðu aðeins jafntefli, 2:2, við Nottingham Forest á útivelli eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. Manchester United lagði Leeds 3:2 á heimavelli á sunnudag og heldur sig í humátt á eftir Villa. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 215 orð

Betra liðið tapaði

Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, var að vonum ekki ánægður eftir leikinn og sagði að það hefði mikla þýðingu fyrir handboltann í nánustu framtíð að landsliðið verði hvorki með á HM né á næstu Ólympíuleikum, "Eins og gefur að skilja þá hefur það mikil áhrif í nánustu framtíð að komast ekki á HM, en þegar til lengri tíma er litið held ég framtíðin sé björt. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 109 orð

Bikarmót Karatesambandsins

Þriðja og síðasta bikarmót ársins í kumite fór fram á sunnudaginn í Laugardalshöll. Helstu úrslit á mótinu urðu eftirfarand: Karlar: 1. Ingólfur Snorrason, UMFS 2. Ólafur Nielsen, Þórshamri 3. Jón Ingi Þorvaldsson, Þórshamri Konur: 1. Sif Grétarsdóttir, Fylkir 2. Sólveig K. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 72 orð

Blatter vill flýta HM

SEPP Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, vill flýta Heimsmeistarakeppninni í Suður-Kóreu og Japan 2002, hafa hana í maí og fram í júní frekar en á regntímanum í Suðaustur- Asíu í júní og fram í júlí. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 324 orð

Burðarás með landsliðinu en í verkfalli í NBA

Þetta var alls ekkert auðvelt," sagði Martin M¨u¨ursepp, framherji Eistanna og NBA-liðsins Phoenix Suns í Bandaríkjunum. Hann er 24 ára, 207 cm á hæð og gerði 41 stig í leiknum. "Íslensku leikmennirnir gerðu margar þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og okkur gekk ekkert að stöðva það. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 637 orð

Efstu liðin stóðust álagið

ÞUNGU fargi var létt af þjálfurum efstu liða í 1. deild kvenna um helgina þegar fram fóru mikilvægir leikir ­ Andrés Gunnlaugsson þjálfari efsta liðsins Hauka, sem ekki hefur getað teflt fram sínu sterkasta liði að undanförnu vegna meiðsla, fagnaði 24:18 sigri á ÍBV í Hafnarfirðinum og í Garðabænum vann næstefsta lið deildarinnar, Stjarnan, öruggan 29:21 sigur á Fram. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 456 orð

EINAR EINARSSON er hættur að

EINAR EINARSSON er hættur að þjálfa karlalið Hauka í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Í tilkynningu frá Haukum segir að ástæður uppsagnarinnar séu trúnaðarbrestur og samskiptaörðugleikar. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 107 orð

Ekkert ófremdarástand hjá Real

LORENZO Sanz, forseti Real Madrid, eyddi um helgina öllu tali um að ófremdarástand ríkti hjá félaginu, sem er í áttunda sæti í spænsku deildinni. "Þegar við töpum einum eða tveimur leikjum er talað um ófremdarástand en tilfellið er að við eigum heimaleik við Salamanca til góða, leik sem við eigum að fagna sigri í og þrjú stig færðu okkur að toppnum. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 1376 orð

England

Úrvalsdeildin: Arsenal - Middlesbrough1:1 Nicolas Anelka 89. - Brian Deane 6. 38.075. Liverpool - Blackburn2:0 Paul Ince 30., Michael Owen 33. 41.753. Man. United - Leeds United3:2 Ole Gunnar Solskjær 45., Roy Keane 46., Nicky Butt 77. - Jimmy-Floyd Hasselbaink 29., Harry Kewell 52. 55.172. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 155 orð

Enn möguleiki á ÓL-sæti

Enn möguleiki á ÓL-sæti ÞRÁTT fyrir að íslenska landsliðið í handknattleik komist ekki á HM í Egyptlandi er enn möguleiki á sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Sydney árið 2000. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 379 orð

FRANK Lampard er ekki til sö

FRANK Lampard er ekki til sölu segir Harry Redknapp, knattspyrnustjóri West Ham en Tottenham hefur boðið 4 millj. punda í leikmanninn. "Lampard er til sölu, ekki einu sinni fyrir átta milljónir punda," sagði Redknapp sem er á mikilli siglingu með félag sitt þessa dagana. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 104 orð

Furðu auðveldur sigur

MAARTEN van Gent, hinn hollenski þjálfari Eistanna, var mjög ánægður með sigur sinna manna, en viðurkenndi að hann hefði verið furðu auðveldur. "Ég hef skýringu á því. Íslenska liðið er nýkomið frá erfiðum leik í Hollandi þar sem það lék vel og var því mjög þreytt í dag. Það kom fram í slæmri hittni í langskotunum, en þreytan kemur strax fram í verra miði leikmanna," sagði van Gent. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 220 orð

Færði pabba sínum sigur í afmælisgjöf

Austurríska stúlkan Alexandra Meissnitzer færði föður sínum góða afmælisgjöf á sunnudaginn er hún sigraði í risasvigi kvenna í Lake Louise á sunnudag. Hún tók þar með forystuna í stigakeppni heimsbikarsins. Landa hennar, Renate Götschl, sigraði í fyrstu tveimur brunmótum vetrarins sem fram fóru á sama stað á föstudag og laugardag. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 147 orð

HERMANN Hauksson, framherji ísl

EISTNESKIR áhorfendur, sem fjölmenntu á leikinn og voru ríflega fimmtíu, héldu að verið væri að óska Hermanni til hamingju með afmælið og sungu hástöfum "Happy birthday to you", eða til hamingju með afmælið. EISTARNIR settu skemmtilegan svip á leikinn og sungu hástöfum á áhorfendabekkjunum. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 106 orð

Ísland - Eistland79:100

Laugardalshöll, Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik, laugardaginn 28. nóvember 1998: Gangur leiksins: 0:2, 5:4, 10:10, 18:18, 23:28, 28:28, 31:35, 37:42, 43:46, 45:46, 52:56, 52:65, 56:72, 61:77, 71:92, 79:100. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 397 orð

Íslandsmótið Reykjavíkur Þróttur vann létt

Reykjavíkur Þróttur vann létt Þróttur Neskaupstað sótti ekki gull í greipar nafna sinna í Reykjavík um helgina og tapaði tvívegis 3:0. Í fyrri leiknum voru gestirnir aðeins með á nótunum í fyrstu hrinunni sem að endaði 15:13. Síðan urðu alger kaflaskil þar sem að heimaliðið hafði öll ráð og vann næstu tvær hrinur auðveldlega. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 324 orð

Juventus og AC Milan töpuðu stórt

Bologna fagnaði fyrsta heimasigrinum á Juventus í 24 ár þegar liðið vann Ítalíumeistarana 3:0 um helgina. Michele Paramatti gaf tóninn þegar á þriðju mínútu, skallaði í netið eftir aukaspyrnu frá Giuseppe Signori. Fjórum mínútum síðar bætti Signori öðru marki við og Davide Fontolan rak síðasta naglann í kistu gestanna upp úr miðjum hálfleiknum. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 131 orð

Komið til Sibernik í Króatíu

ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik leikur gegn Króötum í riðlakeppni Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik annað kvöld. Þetta er áttundi leikur Íslands í riðlinum, en fyrstu sjö hafa allir tapast, nú síðast gegn Eistum í Laugardalshöllinni á laugardag. Íslenska liðið hélt utan í gærmorgun og lenti í Zagreb um kvöldmatarleytið að staðartíma. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 217 orð

Leist ekki á blikun

"ÞETTA var mjög erfiður leikur og ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá var mér ekkert farið að lítast á blikuna þegar Íslendingar löguðu stöðuna í 21:20," sagði Szilárd Kiss aðstoðarþjálfari Ungverja "Íslendingar eru með gott lið þó svo þeir hafi ekki leikið sérlega vel í dag. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 141 orð

NHL-deildin

Leikir aðfaranótt laugardags Boston - Montreal5:1 Philadelphia - TOronto4:3 St. Louis - San Jose2:4 Tampa Bay - Florida1:2 Detroit - Vancouver7:1 Pittsburgh - NY Rangers2:2 Eftir framlengingu. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 300 orð

NM landsliða hefst á Spáni árið 2000

Keppni verður í fyrsta sinn á Norðurlandamóti landsliða í knattspyrnu eftir tvö ár. Þetta var ákveðið í gær á fundi formanna- og framkvæmdastjóra norrænu knattspyrnusamtakanna í Kaupmannahöfn. Keppt verður á sérstöku móti á Spáni í febrúar auk hefðbundinna leikja heima og heiman. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 277 orð

Óslóúrvalið hafði betur

Bestu borðtennismenn í Reykjavík fengu að spreyta sig gegn félögum sínum frá Noregi þegar Óslóúrvalið í borðtennis heimsótti þá til Reykjavíkur um helgina. Reyndar voru þeir norsku með Kínverja meðferðis, Guan Liang, sem talinn er einn af fimmtíu bestu borðtennisleikurum í Kína og æfir í tvo mánuði í Noregi en við honum hafði enginn roð. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 1107 orð

Réð ekki við neitt í lokin

ÞORBJÖRN Jensson landsliðsþjálfari var ekki ánægður að leik loknum sem vonlegt er. Hann hafði stefnt að því að koma liðinu á heimsmeistaramótið í Egyptalandi, en það mistókst. "Auðvitað er ég vonsvikinn og það er eðlilegt að maður verði fyrir vonbrigðum því við ætluðum okkur til Egyptalands en okkur tókst það ekki," sagði Þorbjörn. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 308 orð

Ronaldo meiddur til frambúðar?

Brasilíumaðurinn Ronaldo sagði um helgina að hann gæti neyðst til að sleppa leikjum vegna varanlegra meiðsla í hné. "Stuðningsmennirnir eiga rétt á að vita að ég er ekki sami leikmaður og í fyrra og ég get ekki leikið alla leiki okkar. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 838 orð

Skipbrot í seinni hálfleik

Fyrir leikinn hafði íslenska liðið tapað fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni, nú síðast gegn Hollendingum á miðvikudag. Væntingar fyrir leikinn á laugardag voru samt nokkrar, enda Eistar með lið af svipuðum styrkleika og það íslenska. M.a. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 318 orð

Skíðastökk

Skíðastökk Lillehammer, 120 m pallur: 1.Martin Schmitt (Þýskal.)268,8 stig (127,5-136,0 metres) 2.Janne Ahonen (Finnlandi)261,1 (124,5-130,0)3.Sven Hannawald (Þýskal.)251,1 (126,5-128,0)4.Kasuyoshi Funaki (Japan)232,3 (117,5-121,0)5. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 1374 orð

Svartur dagur í Nyiregyháza

ÞAÐ var svartur dagur í sögu íslensks handknattleiks á sunnudaginn er íslenska landsliðið tapaði 24:20 fyrir Ungverjum í síðasta leik riðlakeppninnar fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Egyptalandi næsta vor. Íslenska landsliðið verður ekki meðal keppenda þar. Það er sem sagt langt í næsta stórmót hjá landsliðinu, nema hvað Evrópukeppnin verður á næsta ári. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 340 orð

Thomas Stangassinger var bestur í Aspen

THOMAS Stangassinger frá Austurríki sigraði í svigi heimsbikarsins í Aspen á laugardaginn. Frakkinn Amiez, sem var með 2. besta tímann eftir fyrri umferð, varð annar og Tom Stiansen, Noregi, þriðji. Kristinn Björnsson féll úr keppni í fyrri umferð eins og margir fleiri, enda brautin mjög erfið. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 392 orð

UEFA óskar eftir liðsinni gegn auðhringum

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur óskað eftir liðsinni ráðamanna í Evrópu í baráttu gegn því að knattspyrnulið komist í eigu alþjóðlegra auðhringa. Slík þróun gæti orðið til mikils skaða fyrir knattspyrnuna og því sé rétt að gera allt sem unnt sé til að sporna gegn því að auðhringir eigi mörg félög. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 200 orð

Ungverjal. - Ísland24:20

Íþróttahöllin í Nyiregyháza í Ungverjalandi, 4. riðill forkeppninni heimsmeistaramótsins í Egyptalandi 1999, sunnudaginn 29. nóvember 1998. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 4:5, 8:5, 8:7, 10:7, (11:8), 11:10, 12:11, 14:11, 16:13, 19:15, 21:17, 21:20, 24:20. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 34 orð

Úrslitaleikur:

HM karla Úrslitaleikur: Ítalía - Júgóslavía3:0 (15-12, 15-5, 15-10). 3. sætið: Kúba - Brasilía3:1 (12-15, 15-6, 15-11, 15-12) 5. sætið: Rússland - Holland3:0 (15-7, 15-12, 15-12) 7. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 224 orð

Van Gaal áfram hjá Barcelona

Louis van Gaal fékk að heyra það eftir að Barcelona gerði jafntefli, 3:3, við Manchester United og komst þar með ekki áfram í Meistaradeild Evrópu og óánægjuraddir stuðningsmanna voru enn háværari eftir 1:0 tap fyrir Atletico Madrid í spænsku deildinni um helgina. Hins vegar sagði Joan Gaspart, varaformaður Barcelona, að þjálfarinn yrði áfram. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 206 orð

Vialli glaður með sitt hlutskipti

GIANLUCA Vialli, knattspyrnustjóri Chelsea, segist kunna vel við hlutverk sitt og hann njóti þess að vera þjálfari og vera í veigaminna hlutverki sem leikmaður en áður. "Þótt ég telji mig enn eiga talsvert erindi sem leikmaður þá tel ég mig ekki vera fullkomlega samkeppnisfæran við þá leikmenn sem ég hef í fremstu víglínu hjá liði mínu." Þetta sagði Vialli m.a. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 485 orð

VONBRIGÐI »Ekki nóg að ætla sér hlutina, athafnir verða að koma í stað orða

Tjaldið er fallið fyrir framan íslenska handknattleikskarla, landsliðsþjálfarann og stjórn Handknattleikssambands Íslands. Framan við sitja stuðningsmenn landsliðsins, "strákanna okkar", eftir og geta vart leynt vonbrigðum sínum. Niðurstaðan liggur fyrir; Íslendingar taka ekki þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik á næsta ári í fyrsta sinn síðan keppnin fór fram í V-Þýskalandi 1982. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 596 orð

Þetta er mikið áfall

Valdimar Grímsson hafði margoft lýst því yfir að íslenska landsliðið myndi komast á HM í Egyptalandi og því voru vonbrigðin mikil eftir leikinn. "Því miður tókst þetta ekki. Mér fannst eins og við værum að taka leikinn í okkar hendur undir lokin þegar við náðum muninum niður í eitt mark. Þá var bara eins og öllu væri kastað frá okkur. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 814 orð

"Þetta var slakt, mjög slakt hjá okkur"

FRIÐRIK Ingi Rúnarsson, nýráðinn aðstoðarþjálfari körfuknattleikslandsliðsins, var allt annað en ánægður eftir leikinn. Hann sagðist hafa verið þokkalega sáttur við fyrri hálfleik, en seinni hálfleikur hefði verið skelfilegur. "Hann hreinlega leystist upp hjá okkur og þeir jörðuðu okkur með fimmtán til tuttugu stigum. Þetta var slakt, mjög slakt hjá okkur," sagði Friðrik við Morgunblaðið. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 197 orð

Æfir með norska landsliðinu í Geilo

KRISTINN og æfingafélagi hans Svíinn Martin Hansson fara til Geilo á föstudag og æfa með norska A-landsliðinu í viku. "Þeir buðu okkur Hansson að æfa með sér og við þáðum það með þökkum. Það verður gott að æfa með þeim, enda ætla þeir að frysta brekkuna og æfa á glerhörðum snjó til að undirbúa sig fyrir mótið í Sestriere," sagði Kristinn, sem kom heim til Lillehammer fra Bandaríkjunum í gær. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 713 orð

Ætlaði að hætta eftir HM

"ÉG er fyrst og fremst ferlega sár yfir því að okkur skyldi ekki takast að tryggja okkur sæti á HM í Egyptalandi. Ég var búinn að ákveða að fara þangað og ljúka mínum landsliðsferli þar; ná góðum árangri þar og hætta með glans," sagði Júlíus Jónasson fyrirliði íslenska liðsins eftir tapið fyrir Ungverjum. Meira
1. desember 1998 | Íþróttir | 63 orð

Öll sæti á HM tryggð

NÚ liggur ljóst fyrir hvaða 24 þjóðir keppa um heimsmeistaratitilinn í handknattleik í Egyptalandi 1.­15. júní á næsta ári. Gestgjafar Eypta og heimsmeistarar Rússa þurftu ekki að taka þátt í undankeppninni en hinar 22 þjóðirnar eru: Svíþjóð, Spánn, Þýskaland, Júgóslavía, Króatía, Danmörk, Frakkland, Noregur, Ungverjaland, Makedónía, Kína, S-Kórea, Kúveit, Sádi-Arabía, Túnis, Alsír, Nígería, Meira

Fasteignablað

1. desember 1998 | Fasteignablað | 194 orð

Arabískur auðmaður kemur Planet Hollywood til hjálpar

AUÐMAÐURINN og fjárfestirinn Al Waleed prins frá Saudi-Arabíu hefur endurfjárfest 45 milljónir dollara í Planet Hollywood International í sama mund og hin bágborna veitingahúsakeðja hefur skýrt frá vaxandi tapi. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 144 orð

Einbýli á einni hæð í Grafarvogi

FASTEIGNASALAN Miðborg hefur nú til sölu húseign við Vesturfold, rúmlega 200 fermetra einbýlishús að meðtöldum góðum bílskúr. Húsið stendur í útjaðri byggðar og er þaðan fallegt útsýni. Húsið skiptist í forstofu, hol, parketlagðar stofur, þrjú rúmgóð svefnherbergi sem eru teppalögð og hjónaherbergi með parketi. Sjónvarpslagnir eru í öllum herbergjum. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 645 orð

Endurmenntun og heitt vatn úr krana

EINHVERS staðar úr grárri forneskju er til saga af ungum efnispilti norður í landi sem lagðist niður á milli þúfna og grét sáran. Ástæðan var sú að hann horfði á eftir hnarrreistum jafnöldrum sínum sem héldu suður til að setjast á skólabekk, sjálfur mátti hann sitja eftir vegna fátæktar. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 212 orð

Gott hús við Marbakkabraut

FULLBÚIÐ einbýlishús við Marbakkabraut í Kópavogi er til sölu hjá Valhöll. Það er á tveimur hæðum, 215 fermetrar að stærð með innbyggðum rúmlega 30 fermetra bílskúr. Þórarinn M. Friðgeirsson sölumaður segir húsið vel frágengið og með vönduðum innréttingum. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 81 orð

Handhæg geymsla

HÆGINDASTÓLLINN sem sést hér á myndinni gekk í endurnýjun lífdaga þegar húsmóðurinni á heimilinu hugkvæmdist að sauma þennan vasa sem minnir helst á tösku og hengja á arma stólsins. Í vösunum má geyma ýmsa hluti eins og blöð, handavinnudót eða leikföng barnanna. Hafa má þá úr ýmsum efnum en vasinn hér á myndinni er úr hör, einnig mætti hafa hann mynstraðan. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 323 orð

Handhægir rakamælar fyrir stein og timbur

HANDHÆGIR rakamælar fyrir stein og timbur koma á auðveldan hátt í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir. Samey hefur hafið sölu á rakamælum sem sérstaklega eru ætlaðir til að mæla raka í veggjum, lofti, gólfi o.fl. Frá þessu er skýrt í fréttatilkynningu frá Samey. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 93 orð

Hankar fyrir allar stærðir og lengdir

ÞEIR allra minnstu í fjölskyldunni þurfa ekki að standa á tám til að ná upp í þessa snaga sem ætlaðir eru fyrir yfirhafnir. Snagarnir, sem eru þrjátíu og sex að tölu, eru ekki aðeins hentugir öllum aldurshópum á heimilinu heldur virka þeir sem skemmtilegt veggjarskaut í forstofunni. Í rauninni er hugmyndin afar einföld. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 655 orð

Hvaða lagnaefni á að nota?

ÞEGAR hitaveita kemur í bæjarfélag sem hefur verið kynt með rafmagnsþilofnum eða olíu/rafmagnskötlum og allt neysluvatn er upphitað, er næsta víst að einhverjir þurfi alveg ný hita- og neysluvatnskerfi og aðrir þurfi að gera verulegar endurbætur á eldri kerfum. Allir þurfa að fá sér varmaskipti og tilheyrandi stjórntæki fyrir neysluvatnið, þar sem ekki er hægt að drekka vatnið úr veitunni. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 107 orð

Íburður eða smekkleysa?

ALLIR gera ráð fyrir, að Peking, höfuðborg Kína, breyti um yfirbragð með batnandi efnahag á næstu árum. En þurfa nýjar byggingar að vera svona áberandi og jafnvel æpandi í útliti? Kínverjar eiga mjög gamla og glæsilega byggingarhefð, sem auðvelt ætti að vera að láta koma fram í nýbyggingum nú á dögum. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 81 orð

Klemmur geta líka verið til augnayndis

ÞÓTT þær láti ekki mikið yfir sér að öllu jöfnu geta klemmur verið til að gleðja augað ef þær fá rétta meðhöndlun eins og þær sem við sjáum hér. Sá eða sú sem hefur skreytt þessar klemmur hefur fengið væna útrás fyrir listræna hæfileika sína með því að mála klemmurnar í ýmsum litum og munstrum og saman mynda þær mjög skemmtilega heild. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 79 orð

Kýr og kanínur upp á vegg

MYNDIR, hvort sem þær eru á vegg eða þeim er stillt upp í hillu, gleðja ávallt augað, það er að segja ef þær eru góðar. Myndefnið getur verið margvíslegt, landslag, mannamyndir eða myndir þar sem myndefnið er óhlutstætt. Dýr hafa verið vinsælt viðfangsefni listamanna og er enn. Dýramyndir eins og þær sem hér sjást hafa verið mjög í tísku að undanförnu og lífga upp á umhverfið. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 107 orð

Köflótt kommóða

ÞEGAR gerðir eru upp gamlir eða illa meðfarnir hlutir er spurning hvort gera eigi hlutinn upp í upprunalegri mynd eða fara einhverja allt aðra leið. Hér er hugmynd að því hvernig hægt er að gera upp kommóðu sem er upprunalega mjög einföld og látlaus að allri gerð en verður við breytinguna bæði frumlegri og líflegri í útliti. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 289 orð

Mat á íbúðarhúsnæði hækkar almennt um 5%

FASTEIGNAMAT er ekki nýtt af nálinni hér á landi. Upphaf þess má rekja til tíundarlaganna frá árinu 1096, sem sett voru að tilhlutan Gissurar Ísleifssonar biskups, en þá var hér fyrst lögmæltur eignarskattur. Nú er ný fasteignamatsskrá gefin út 1. desember ár hvert. Þar eru skráðar allar fasteignir og áætlað matsverð þeirra miðað við staðgreiðslu í nóvembermánuði. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 245 orð

Nýbyggingar við Stórhöfða

TÖLUVERT er nú byggt af atvinnuhúsnæði. Við Stórhöfða í Reykjavík hefur Ármannsfell hf. hafið framkvæmdir við sex hús, sem hvert um sig er um 2000 ferm. að flatarmáli eða samtals 12.000 ferm. Ætlunin er að afhenda fyrstu tvö húsin síðla næsta sumars, en byrja á næstu tveimur húsunum í vor og á síðustu tveimur húsunum síðari hluta næsta sumars. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 54 orð

Nýstárleg uppsetning

HÉR gefur að líta fremur nýstárlega uppsetningu á spegli í baðherbergi. Venjulegur myndarammi hefur verið hengdur upp á vegg fyrir ofan handlaugina og inni í honum hangir nettur spegill sem er ef til vill alveg nógu stór fyrir eigandann. Þetta er skemmtileg hugmynd um það hvernig brjóta má upp annars hversdagslegt umhverfi mannsins. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | -1 orð

Nýtt byggingafyrirtæki í Borgarbyggð

STOFNAÐ hefur verið nýtt byggingafyrirtæki í Borgarbyggð sem heitir Sólfell. Að fyrirtækinu standa nokkrir af fyrrum starfsmönnum og eigendum Byggingafélagsins Borgar sem varð gjaldþrota fyrir skömmu. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 370 orð

Raðhús við Hamratanga í Mosfellsbæ

MOSFELLSBÆR hefur mikið aðdráttarafl fyrir marga. Sérbýlið hefur verið þar áberandi en fjölbýlishús í minnihluta. Útsýni í Mosfellsbæ er mikið og fjallahringurinn gefur umhverfinu sérstakan blæ. Óvíða eru útivistarmöguleikar meiri. Úr bænum er ekki nema stundarfjórðungs akstur upp i Skálafell, eitt bezta skíðasvæði landsins. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 615 orð

Ráðgjafarstöð hættir

RÁÐGJAFARSTÖÐ Húsnæðisstofnunar ríkisins verður lögð niður um næstu áramót, um leið og stofnunin sjálf. Ráðgjafarstöðin var sett á laggirnar á árinu 1985. Í upphafi var gert ráð fyrir að starfsemi stöðvarinnar yrði tímabundin og að henni yrði hætt í lok fyrsta ársins. Úr þessu teygðist þó og ekki að ástæðulausu. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 178 orð

Rúmgott hús við Eyktarás

HJÁ fasteignasölunni Ási er til sölu íbúðarhús á tveimur hæðum við Eyktarás 14 efst í Árbæjarhverfinu. Verðið er 17,8 millj. kr. og er húsið veðbandalaust. Kári Halldórsson hjá Ási segir gott útsýni til vesturs út á Snæfellsnes úr efri hæð hússins en það er alls 243 ferm. að meðtöldum 36 ferm. bílskúr sem gengur inn í efri hæðina. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 192 orð

Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi endurbyggt

Stykkishólmi-Sjávarpakkhúsið sem stendur á einum fallegasta stað við höfnina í Stykkishólmi hefur nú verið endurbyggt. Þar bætist við eitt húsið í viðbót í hóp gamalla húsa sem hafa verið endurbyggð í gamla miðbænum. Húsið keyptu þeir Emil Þór Guðbjörnsson og Valtýr Friðgeir Valtýsson af Stykkishólmsbæ vorið 1997. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 90 orð

Stálið komið inn í eldhús

NÚTÍMALEGIR hönnuðir hafa á undanförnum árum notað stálið mikið við gerð húsgagagnanna sinna og hafa þeir haft ýmis önnur efni með eins og gler og við. Nýjungarnar sem nú ber mest á í stálinu er að finna í eldhúsinnréttingum sem eru gjarnan meira og minna allar úr stáli og það á einnig við um eldhústæki eins og ísskápa og ofna hvort sem það eru örbylgjuofnar eða bakaraofnar svo dæmi séu tekin. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 119 orð

Stigi sem gegnir ýmsum hlutverkum

HVER segir að það þurfi venjulegan stiga til að komast upp í kojuna? Hér gefur að líta hugmynd að því hvernig hægt er að útfæra stigann á annan hátt. Hér er um tréstiga að ræða sem hefur verið málaður í öðrum lit en kojan sjálf til að skapa meiri litagleði í herberginu. Til að gera stigann öruggari hafa verið settar járnsúlur sitthvorum megin við hann svo hann hreyfist síður. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 194 orð

Stórt raðhús við Löngumýri í Garðabæ

HJÁ fasteignasölunni Bifröst er til sölu rúmlega 300 fermetra raðhús við Löngumýri 6 í Garðabæ. Húsið er með innbyggðum bílskúr. Það er á þremur hæðum og var byggt fyrir 10 árum. Fyrirkomulag hússins er þannig, að á jarðhæð eru forstofa með teppum og hol með parketi og er þaðan innangengt í tvöfaldan bílskúr. Innaf holinu er lítil einstaklingsíbúð með eldhúskróki og litlu baðherbergi. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 1515 orð

Tólf þúsund fermetra atvinnuhúsnæði að rísa við Stórhöfða

MIKIL breyting hefur orðið á atvinnuhúsamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu frá því fyrir nokkrum árum. Þá var gríðarlegt framboð af slíku húsnæði og ekki ofsagt, að nokkrir tugir hektara stæðu óseldir. En betra efnahagsástand og meiri umsvif í atvinnulífinu hafa haft í för með sér miklu meiri eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði en áður og því er þetta húsnæði nánast allt selt. Meira
1. desember 1998 | Fasteignablað | 91 orð

Útsaumaðir púðar aftur í tísku

PÚÐAR hafa jafnan verið vinsælir til skrauts. Hér áður fyrr mátti sjá útsaumaða púða á öðru hverju heimili á Íslandi og ekki nóg með það heldur voru heilu rokokósettin gjarnan með útsaumuðu áklæði og ekki má gleyma klukkustrengjunum góðu. Þau sem erfðu landið voru þó ekki alveg eins hrifin af þessum myndarskap. En sagan endurtekur sig í sífellu. Meira

Úr verinu

1. desember 1998 | Úr verinu | 701 orð

"Vinnubrögð útvegsmanna með ólíkindum"

Á FORMANNARÁÐSTEFNU Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, sem haldin var á Höfn í Hornafirði fyrir helgina, komu fram skiptar skoðanir á störfum úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna og var nefndin m.a. gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilegt tillit til afurðaverðsþróunar sjávarafla. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.