Greinar miðvikudaginn 9. desember 1998

Forsíða

9. desember 1998 | Forsíða | 263 orð

Góðu dagarnir eru liðnir

"VIÐ getum ekki lengur treyst á þá auðsuppsprettu, sem olían er. Þeir dagar eru liðnir og þeir koma ekki aftur." Þetta var boðskapur Abdullah, krónprins í Sádi-Arabíu, á fundi hjá efnahagsráði Persaflóaríkjanna. Hvatti hann til aukins einkaframtaks og sagði, að almenningur yrði að venja sig af því að vera algerlega upp á ríkið kominn. Meira
9. desember 1998 | Forsíða | 112 orð

Lokaslagur verjenda Clintons

LÖGMENN Hvíta hússins hófu í gær lokaslaginn fyrir því að afstýra því að efnt verði til málshöfðunar til embættismissis á hendur Bill Clinton forseta. Þeir sögðu dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings að forsetinn harmaði að hafa villt um fyrir fjölskyldu sinni og þjóð, en að brot hans réttlætti ekki málshöfðun. Meira
9. desember 1998 | Forsíða | 202 orð

Mafíuásakanir ósannaðar

BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, birti í gær 1.275 síður af skjölum sem hún safnaði áratugum saman um söngvarann og leikarann góðkunna, Frank Sinatra, sem lézt fyrir rúmlega hálfu ári, 82 ára að aldri. Vonazt hafði verið til að í skjölunum kæmu fram upplýsingar sem tækju af vafa um tengsl Sinatras við mafíuna og fleiri vafasöm mál sem útbreiddur orðrómur var um á meðan hann lifði. Meira
9. desember 1998 | Forsíða | 306 orð

Mælist til breytinga á kjarnavopnastefnu

JOSCHKA Fischer, utanríkisráðherra Þýzkalands, hvatti í gær Atlantshafsbandalagið (NATO) til að sýna gott fordæmi í baráttunni gegn útbreiðslu gereyðingarvopna í heiminum með því að lýsa því yfir að það muni ekki beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði. Meira
9. desember 1998 | Forsíða | 163 orð

Skyndirannsóknir leyfðar

TAREQ Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Íraks, sagði í gær að Írakar væru tilbúnir að aðstoða vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna við skyndirannsóknir á stöðum, þar sem grunur leikur á að gereyðingarvopn hafi verið falin, að því tilskildu að þær fullnægðu þeim skilyrðum sem áður hefði verið samið um við Sameinuðu þjóðirnar. Meira

Fréttir

9. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 156 orð

387% munur á barnaklippingu

MIKILL verðmunur reyndist vera á þeirri þjónustu sem hársnyrtistofur veita í verðkönnun sem Neytendasamtökin gerðu hjá 27 hársnyrtistofum á Vestfjörðum, Eyjafjarðarsvæðinu og Selfossi. Könnunin var gerð 25. nóvember síðastliðinn. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 316 orð

50 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar SÞ

UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ um mannréttindastarf á Íslandi verður opin í Tjarnarsal Ráðhússins frá kl. 14­19 fimmtudaginn 10. desember í tilefni af 50 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Þar verða einnig til sýnis ljósmyndir úr ljósmyndamaraþoni sem ungmenni frá Félagsmiðstöðvum Íþrótta- og Tómstundaráðs Reykjavíkur tóku þátt í, Meira
9. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 193 orð

Aðventukvöld í Svalbarðs- og Grenivíkurkirkjum

AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Svalbarðskirkju á Svalbarðsströnd fimmtudagskvöldið 10. desember og hefst það kl. 20.30. Dagskráin er sniðin fyrir alla fjölskylduna og eru flytjendur á öllum aldri. Kirkjukór Svalbarðs- og Laufáskirkju syngur undir stjórn Hjartar Steinbergssonar. Börn úr Valsárskóla sýna helgileik um fæðingu frelsarans og hafa kennarar skólans umsjón með flutningnum. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Afmælishátíð í tilefni Mannréttindayfirlýsingar SÞ

HÚMANISTAFLOKKURINN stendur fyrir afmælishátíð fimmtudaginn 10. desember í tilefni af 50 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hátíðin er haldin í Risinu, Hverfisgötu 105, og hefst kl. 20. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 689 orð

Alls bárust hundrað tillögur

ÍKVÖLD, miðvikudaginn 9. desember, verða í Listasafni Íslands kynnt úrslit í hönnunarsamkeppni Fagráðs textíliðnaðarins. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir verðlaunin. Sævar Kristinsson er framkvæmdastjóri fagráðsins. Meira
9. desember 1998 | Erlendar fréttir | 201 orð

Alþýðuþing Líbýu ræðir líklega Lockerbie

ALÞÝÐUÞING Líbýu kom saman í gær og var gert ráð fyrir að Lockerbie-málið yrði rætt á þingfundinum, sem talið er að geti varað í marga daga. Alþýðuþingið, sem er æðsta löggjafar- og framkvæmdavald í Líbýu, verður að samþykkja formlega ákvörðun stjórnvalda í Lockerbie-málinu, en mikill þrýstingur er nú á Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu, um að framselja tvo Líbýumenn, Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Atvinnulausir fái desemberuppbót

VERKAMANNAÉLAGIÐ Hlíf hefur gefið út yfirlýsingu þar sem segir að ekki sé minni þörf fyrir fjárhagslegan stuðning við atvinnulausa nú en undanfarin ár og telur með ólíkindum ef ekki er hægt að verða við þeim sjálfsögðu tilmælum að atvinnulaust fólk fái hliðstæða desemberuppbót og annað launafólk. Meira
9. desember 1998 | Erlendar fréttir | 334 orð

Atvinnuleysi jókst í nóvember

HIÐ svokallaða "bandalag í þágu atvinnu" sem Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, hét í kosningabaráttunni að koma á hlaut í gær jákvæð viðbrögð þýzkra fjölmiðla og sérfræðinga en kanzlarinn hóf í fyrradag viðræður við háttsetta fulltrúa aðila vinnumarkaðarins um áætlunina. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Á ferðinni í Firðinum

EINBEITNIN skín úr svip þessara ungu hljóðfæraleikara sem urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins í Hafnarfirði í skammdeginu. Ekki er alveg útilokað að tónlistarfólkið unga hafi verið að koma af hljómsveitaræfingu, þar sem upprennandi snillingar hafi látið jólalögin hljóma. Meira
9. desember 1998 | Erlendar fréttir | 304 orð

Árás á mannræningja var í bígerð

HÖFUÐ fjögurra Vesturlandabúa, sem vopnaðar tsjetsjenskar sveitir tóku í gíslingu fyrir tveimur mánuðum, fundust í gær í vegarkanti í Tsjetsjníu. Lík mannanna hafa ekki fundist. Þrír þeirra voru breskir en einn nýsjálenskur og unnu þeir að uppsetningu símkerfis í höfuðborginni Grozní er þeim var rænt í byrjun október. Meira
9. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 164 orð

Bikarmót að hefjast

BIKARMÓT Skákfélags Akureyrar hefst í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 fimmtudaginn 10. desember og hefst kl. 19.30 en verður svo framhaldið sunnudaginn 13. desember næstkomandi. Atskákmóti Skákfélags Akureyrar er nýlokið og fór Þór Valtýsson með sigur af hólmi með 7,5 vinninga, Sigurður Eiríksson varð í öðru sæti með 7 vinninga og Jón Björgvinsson með 6 vinninga í þriðja sæti. Meira
9. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 191 orð

Blaðinu verið vel tekið

VIKUBLAÐIÐ Vikudagur, sem gefið er út á Akureyri, átti eins árs afmæli um helgina og af því tilefni var gestum og gangandi boðið að sækja skrifstofur blaðsins við Glerárgögu á Akureyri heim sl. laugardag. Nýr Dagur ehf. gefur út Vikudag, framkvæmdastjóri er Hjörleifur Hallgríms og ritstjóri Þórður Ingimarsson. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 354 orð

Breskir fótboltaáhangendur boðnir til Íslands

FLUGLEIÐIR ætla að bjóða sextán "karlmannlegum" breskum fótboltaáhangendum til Íslands í apríl næstkomandi og eiga þeir meðal annars að keppa við fótboltalið flugfélagsins sjálfs. Samkeppni er nú í gangi á vefsíðu Flugleiða og á síðum sextán breskra fótboltaliða, meðal annars Aston Villa, Leeds United, Newcastle, Westham og Sheffield Wednesday, Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 35 orð

Börn teikna jólakort

HEIMILISTÆKI hefur hafið sölu á jólakortum. Kortin eru til í fimm mismunandi útfærslum, öll með myndum sem börn á Barnaspítala Hringsins teiknuðu. Allur ágóði af sölu kortanna fer til styrktar Barnaspítala Hringsins. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 18 orð

Dagskrá Alþingis

9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Dagur soroptimista á morgun

ALÞJÓÐASAMBAND Soroptimista eru samtök kvenna sem starfa í 113 löndum. Markmið þeirra er meðal annars að vinna að mannréttindum öllum til handa og einkum að því að bæta stöðu kvenna. Í Soroptimistasambandi Íslands starfa nú 16 klúbbar og koma klúbbfélagar allir úr mismunandi starfsgreinum. Meira
9. desember 1998 | Landsbyggðin | 297 orð

Danskur sendikennari starfar á Vesturlandi í vetur

Stykkishólmi-Í Stykkishólmi hefur dvalið í mánaðartíma danskur sendikennari og starfað við grunnskólann. Fyrir þremur árum ákvað danska ríkisstjórnin að styðja við dönskukennslu á Íslandi með því að kosta árlega stöður þriggja sendikennara. Í vetur starfar sendikennari á Vesturlandi í fyrsta skipti. Meira
9. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Djass í Deiglunni

JAZZKLÚBBUR Akureyrar efnir til djasskvölds í Deiglunni fimmtudagskvöldið 10. desember og hefst það kl. 21. Fram koma Ellen Kristjánsdóttir, söngkona, Eyþór Gunnarsson, píanó- og bongótrommuleikari, Guðmundur Pétursson, gítarleikari, og Tómas R. Einarsson, bassaleikari. Meðal efnis sem þessir listamenn flytja eru lög af tveimur nýjum plötum sem þeir eru að senda frá sér um þessar mundir. Meira
9. desember 1998 | Erlendar fréttir | 305 orð

Ecevit skili umboðinu

HELSTI leiðtogi íslömsku stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi, Recai Kutan, skoraði í gær á vinstrimanninn Bulent Ecevit að skila umboði sínu til að mynda nýja samsteypustjórn og sagði ljóst að hann myndi ekki fá nægjanlegan stuðning á þinginu. Suleyman Demirel, forseti landsins, veitti Ecevit umboðið í vikunni sem leið eftir að minnihlutastjórn Mesuts Yilmaz féll vegna ásakana um spillingu. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 445 orð

Einkaframkvæmd um hjúkrunarheimili

FORVAL hefur verið auglýst vegna útboðs um einkaframkvæmd á byggingu, rekstri og fjármögnun hjúkrunarheimilis í Reykjavík. Leitað er að aðilum til þátttöku í lokuðu útboði. Þeir þurfa að vilja selja heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu þjónustu sem felst í því að leggja til og reka í 25 ár hjúkrunarheimili fyrir 60 aldraða sjúklinga með öllu því sem til þarf. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 284 orð

Einkaleyfi brot á jafnræðisákvæði?

BRYNDÍS Hlöðversdóttir, alþingismaður og lögfræðingur, telur hugsanlegt að einkaleyfi til gerðar og starfrækslu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði stangist á við jafnræðisákvæði stjórnarskrár og ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi í ljósi dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu varðandi úthlutun veiðiheimilda. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Ekið á umferðarljós

MIKLAR skemmdist hlutust af þegar jeppabifreið var ekið á umferðarljós á mótum Kársnesbrautar og Sæbólsbrautar í Kópavogi í gærmorgun kl. 6.20. Ökumann og farþega sakaði ekki en draga þurfti bifreiðina mikið skemmda á brott með krana. Kalla þurfti út starfsmann frá Rafmagnsveitunni og viðgerðarmann umferðarljósanna til að lagfæra skemmdir á þeim. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 329 orð

Ekki ástæða til breytinga en sjálfsagt að ræða málið

KRISTINN H. Gunnarsson, alþingismaður, sem er nýgenginn úr Alþýðubandalaginu í Framsóknarflokkinn, segir að sjálfsagt sé að ræða mál er varði nefndasetu hans við Alþýðubandalagið hafi það áhuga, en Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, segir í samtali við Morgunblaðið í gær, Meira
9. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

eldri borgara AÐVENTUSAMKO

AÐVENTUSAMKOMA eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtudaginn 10. desember, og hefst hún kl. 15. Samveran hefst á stuttri helgistund, en gestur fundarins er Tryggvi Gíslason skólameistari. Nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri leika á píanó ásamt kennara sínum, Guðnýju Erlu Guðmundsdóttur. Boðið verður upp á veitingar. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Engin afstaða til sameiningar

STJÓRN Íslenskra sjávarafurða hf. tók ekki afstöðu til hugmynda um samvinnu eða sameiningu við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. eða samstarf við norska sjávarútvegsfyrirtækið Norway Seafood á fundi sínum í gær, að sögn stjórnarformanns fyrirtækisins. Formaðurinn fundaði með starfsfólki fyrirtækisins eftir fundinn og stjórnarmenn og fulltrúar stórra hluthafa réðu ráðum sínum fram á kvöld. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fagna sölu ríkisbanka

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar Samtaka fjárfesta, almennra hlutabréfa- og sparifjáreigenda: "Stjórn Samtaka fjárfesta fagnar þeirri stefnu stjórnvalda að selja ríkisbankana til almennings í mjög dreifðri sölu. Þannig er komið til móts við félagsmenn Samtaka fjárfesta sem flestir eru smáir. Meira
9. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 224 orð

Fataúthlutun og fjárhagsaðstoð fyrir jólin

HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri mun fyrir þessi jól eins og mörg hin fyrri leitast við að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem eiga við fjárhagslega erfiðleika að etja. Aðstoðað verður með tvennu móti, annars vegar með því að bjóða upp á notaðan fatnað endurgjaldslaust og hins vegar með fjárhagsaðstoð. Fatamarkaður Hjálpræðishersins á Hvannavöllum 10 verður opinn á föstudag 11. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Flatarmál ekki tilgreint á reikningum

KONA, sem hitaveita Hveragerðis var dæmd til að endurgreiða gjald sem innheimt hafði verið í um 30 ár vegna vatnsnotkunar í bílskúr sem aldrei var byggður, segir að aldrei þar til í fyrra hafi komið fram á reikningum það flatarmál sem verið var að innheimta fyrir og á því hafi dómur Héraðsdóms Suðurlands verið byggður. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 294 orð

Framkvæmdum skipt í þrjá áfanga

ENDURBYGGINGU Reykjavíkurflugvallar verður skipt upp í þrjá áfanga. Stefnt er að því að framkvæmdir við fyrsta áfangann, endurbætur á austur-vesturbraut, hefjist næsta sumar. Framkvæmdir við lokaáfangann, endurbyggingu norður-suðurbrautar og flughlaða, eiga að hefjast árið 2002 og vera lokið sama ár. Kostar 1,5-1,6 milljarða króna Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Frásögn stúlkna af áreiti ósönn

RANNSÓKN lögreglunnar í Hafnarfirði hefur leitt í ljós að frásagnir tveggja unglingsstúlkna sem kváðust hafa verið beittar kynferðislegu áreiti við Lækjarskóla í Hafnarfirði 30. nóvember sl., voru rangar frá upphafi. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Frumvarp birt á heimasíðu

BIRT hefur verið á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála, sem ríkisstjórnin hefur fallist á að lagt verði fram sem stjórnarfrumvarp. Megintilgangur frumvarpsins er að styrkja réttarstöðu brotaþola, auk þess sem gerðar eru tillögur um nokkrar breytingar á lögum um meðferð opinberra mála, sem ekki þola bið, Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar

ÞINGMENNIRNIR Hjörleifur Guttormsson, Kristín Ástgeirsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson lögðu í gær fram á Alþingi tillögu til rökstuddrar dagskrár um að vísa til ríkisstjórnarinnar frumvarpi til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði og taka fyrir næsta mál á dagskrá Alþingis. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1650 orð

Fyrirsjáanlegur halli 1,6 milljarðar króna

Miklir fjárhagserfiðleikar Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur Fyrirsjáanlegur halli 1,6 milljarðar króna Bæði stóru sjúkrahúsin í Reykjavík glíma nú við fjárveitingarvaldið um framlög næsta árs. Talsmenn þeirra segja mikið vanta til að tryggja megi óbreyttan rekstur. Meira
9. desember 1998 | Landsbyggðin | 286 orð

Fyrsti framboðslisti samfylkingar A-flokkanna

Reyðarfirði-Fyrsti framboðslisti samfylkingar A-flokkanna og Kvennalista var lagður fram fyrir Austurlandskjördæmi á Reyðarfirði sl. sunnudag. Jóhann Geirdal, varaformaður Alþýðubandalagsins, Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, varaþingmaður Kvennalista, voru mætt á fundinn. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Gengið úr Sundahöfn inn í Elliðaárvog

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld meðfram hafnarbökkum í Sundahöfn og ströndinni úr Kleppsvík inn í Elliðaárvog. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20 með rútu inn að Hrafnistu, Laugarási. Þaðan verður farið kl. 20 og gengið niður á athafnasvæði Samskipa við Holta- og Vogabakka og með ströndinni inn í Elliðaárvog. Meira
9. desember 1998 | Miðopna | 858 orð

"Góður tími til að hætta"

Magnús Einarsson yfirlögregluþjónn í Kópavogi lætur af störfum um næstu áramót eftir 40 ára starf í lögreglunni. Örlygur Sigurjónsson komst að því að Magnús hóf störf í lögreglunni í Reykjavík hinn 15. janúar árið 1958, þá 21 árs gamall Meira
9. desember 1998 | Erlendar fréttir | 493 orð

Gæti þurft að falla frá friðarsamningi

STJÓRNMÁLAMENN í Ísrael, jafnt stjórnarsinnar sem stjórnarandstæðingar, spáðu því í gær að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra myndi aðeins geta bjargað stjórn sinni með því að falla frá friðarsamkomulaginu við Palestínumenn. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð

Harma aukna neyslu vímuefna

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tillaga frá haustþingi Umdæmisstúku nr. 1 sem er samband templara á Suðurlandi. Þar voru samþykktar tvær tillögur. Önnur tillagan er almenn hvatning vegna minnkandi bindindis og ógæfu er því fylgir. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 554 orð

Heilbrigðisnefnd Alþingis þríklofin í afstöðu sinni

ENN er mikil andstaða meðal þingmanna stjórnarandstöðu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um gagnagrunn á heilbrigðissviði, en önnur umræða um frumvarpið hófst á mánudag og hélt áfram í allan gærdag og fram eftir kvöldi. Meira
9. desember 1998 | Landsbyggðin | 117 orð

Heilsuhæðin

Fjölbreytt þjónusta á Heilsuhæðinni í Hveragerði. Heilsuhæðin Hveragerði-Nýir eigendur hafa nú tekið við rekstri Heilsuhæðarinnar í Hveragerði, Austurmörk 4. Heiðrún Ólafsdóttir og Agnar Þór Agnarsson bjóða viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytta þjónustu. Meira
9. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Heimasíða með hagnýtum upplýsingum

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur opnað heimasíðu með netfangi www.hdne.is. Á síðunni er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um dómstólinn, svo sem umdæmi hans, skiptingu hans í þinghár, fasta þingstaði, þingtíma reglulegra dómþinga svo og réttarhlé dómsins. Þar er einnig að finna lög og reglugerðir sem varða dómstólinn og starfsemi hans. Meira
9. desember 1998 | Erlendar fréttir | 458 orð

Hindra öryggishagsmunir sjálfstæði Færeyja?

DANSKIR sérfræðingar í varnar- og öryggismálum eru ósammála um hvort varnarhagsmunir Dana og annarra Atlantshafsríkja kunni að koma í veg fyrir fullt sjálfstæði eyjanna. Fjallað er um þetta í Jyllands-Posten í framhaldi af frétt blaðsins um að Bandaríkin hafi rekið fjarskiptastöðvar í Færeyjum í kalda stríðinu með leyfi danskra yfirvalda, þvert á loforð þeirra síðarnefndu. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð

Hjartavernd gefinn sumarbústaður

Hjartavernd gefinn sumarbústaður RANNVEIG Magnúsdóttir hefur gefið Hjartavernd sumarbústað sinn ásamt lóðinni sem honum tilheyrir. Sumarbústaðurinn er í landi Valla, áður í Kjalarneshreppi, en nú innan borgarmarka Reykjavíkur, segir í fréttatilkynningu. Meira
9. desember 1998 | Erlendar fréttir | 549 orð

Hlutverk NATO í breyttum heimi rætt

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gær aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) til að sameinast í baráttu gegn nýrri ógn sem stafar af gereyðingarvopnum og víkka sjóndeildarhring sinn svo hægt sé að ræða almennar spurningar um þá vá sem ógnar öryggi í heiminum. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 555 orð

Íbúðareigendur torveldi innbrotsþjófum aðgengi

TVEIR menn voru handteknir á mánudag og aðfaranótt þriðjudags fyrir þrjú innbrot inn á heimili í miðbænum og í vesturbænum. Í fyrradag var brotist inn á heimili við Miklubraut og stolið þaðan verðmætum fyrir um eitt hundrað þúsund krónur. Hafði þjófurinn brotist inn um aðaldyr íbúðarinnar að degi til þegar húsráðendur voru að heiman og látið greipar sópa. Hann hefur ekki náðst enn. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 320 orð

Íslenskt hjartalyf leyft í Þýskalandi

BÚIÐ er að viðurkenna hjartalyf sem íslenska lyfjafyrirtækið Omega Farma hefur þróað og framleiðir, á lyfjamarkaði í Þýskalandi. Verið er að kynna lyfið þar í landi um þessar mundir, að sögn Friðriks Steins Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Omega Farma, og kveður hann forsvarsmenn fyrirtækisins bjartsýna á frekari landvinninga á Evrópumarkaði. Meira
9. desember 1998 | Miðopna | 634 orð

Jafnrétti og forréttindi

NOKKUÐ hefur borið á því í umræðum undanfarna daga um dóm Hæstaréttar í svokölluðu kvótamáli, að sumir þeirra, sem hafa tjáð sig um efni dómsins, hafa talið sig eiga erfitt með að túlka hann og draga af honum ályktanir. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Jólafundur hjá Styrk

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðtandenda þeirra, heldur jólafund 10. desember kl. 20.30 í Kiwanishúsinu á Engjeteigi 11, Reykjavík. Sigurður Ragnarsson, prestur í Mosfellsbæ, flytur jólahugvekju, Ragnhildur Rúriksdóttir, leikkona, les upp, Kór Snælandsskóla syngur. Stjórnandi er Heiðrún Hákonardóttir. Undirleikari er Lóa Björk Jóelsdóttir. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Jólahúsið opnað

Jólahúsið opnað Í BJÁLKAHÚSI neðst við Smiðjuveg í Kópavogi hefur verið opnuð heilsárs jólaverslun. Í fréttatilkynningu segir: "Verslunin er sú eina sinnar tegundar á suðvesturhorni landsins og er hugmynd að umgjörð rekstursins sótt til þess háttar verslana sem reknar hafa verið í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Karlmaður lét lífið í umferðarslysi

KARLMAÐUR á fimmtugsaldri beið bana þegar jeppi sem hann ók fór út af þjóðveginum á Moldhaugnahálsi skammt norðan Akureyrar um kl. 11 í gærmorgun. Svo virðist, að sögn lögreglu á Akureyri, sem maðurinn hafi misst vald á bílnum, en honum var ekið í norður í átt frá Akureyri. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Kostnaður á kjörtímabilinu 86,2 milljónir

KOSTNAÐUR vegna verkefna á vegum framkvæmdanefndar um einkavæðingu á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið 86,2 milljónir króna. Samtals hafa verið seld hlutabréf í eigu ríkisins fyrir tæpa sex milljarða króna og er kostnaðurinn því 1,42% af heildarsöluverðinu. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Árna Stefánssonar, Þingflokki jafnaðarmanna. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Kvöldvaka tileinkuð Færeyingasögu

Kvöldvaka tileinkuð Færeyingasögu ÖGMUNDUR Helgason, forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns, fjallar um Færeyingasögu á kvöldvöku Ferðafélagsins í kvöld og verður farið á söguslóðir hennar í Færeyjum. Líklegast er að sagan sé skrifuð á Íslandi skömmu eftir 1200 en atburðir hennar gerast á tímabilinu frá miðri 10. öld og fram á þá 11. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

LEIÐRÉTT

Þau mistök urðu í Morgunblaðinu í gær við myndbirtingu frá söng Kristjáns Jóhannssonar í Kringlunni, að sama myndin birtist tvisvar, en sú sem hér birtist féll niður. Beðizt er afsökunar á þessum mistökum. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 478 orð

Líkur á að greiða þurfi áfram í sjóðinn

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir það orðið ljóst að ekki náist friður varðandi kröfur Spánar um áframhaldandi greiðslur EFTA-ríkjanna í þróunarsjóð, sem styrkt hefur fátækari svæði innan Evrópusambandsins, nema samningar náist sem væntanlega hafi í för með sér einhverjar greiðslur í sjóðinn. Meira
9. desember 1998 | Erlendar fréttir | 192 orð

Ljósin kviknuð í geimstöðinni

Ljósin kviknuð í geimstöðinni Houston. Reuters. FJÖLÞJÓÐLEGA geimstöðin vaknaði til lífsins í fyrrakvöld þegar tveir bandarískir geimfarar tengdu rafkapla á milli rússnesku og bandarísku einingarinnar á mettíma. Tók það aðeins fjórar klukkustundir en búist hafði verið við, að geimgangan stæði í sex eða sjö stundir. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð

Lögreglan í Reykjavík atyrt vegna handtöku

EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur atyrt lögreglustjórann í Reykjavík fyrir hvernig lögreglumenn stóðu að handtöku fertugrar konu síðastliðið sumar, en hún kærði meinta ólögmæta handtöku og frelsisviptingu í kjölfarið. Embætti ríkissaksóknara stóð að rannsókn málsins með aðstoð embættis ríkislögreglustjóra og er niðurstaða rannsóknarinnar sú að ekkert verði frekar aðhafst í málinu. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

Mannanafnaskrá á Netinu

SKRÁ yfir mannanöfn, þ.e. eiginnöfn karla og kvenna og millinöfn, hefur verið birt á heimasíðu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Ný lög um mannanöfn, nr. 45/1996, tóku gildi hinn 1. janúar 1997. Samkvæmt lögunum skal mannanafnanefnd semja skrá um þau eiginnöfn og millinöfn sem heimil eru. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

Mótmæla skattahækkunum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun miðstjórnar Samiðnar vegna skattahækkana sveitarfélaga: "Við gerð síðustu tveggja kjarasamninga beitti Samiðn sér fyrir því að skapa forsendur fyrir stöðugu verðlagi og auknum kaupmætti launafólks. Til að ná þessu markmiði lagði Samiðn áherslu á að kaupmáttaraukningin kæmi að hluta til í gegnum breytingar á skattakerfinu. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Mæðrastyrksnefnd fær leikföng

HAUKUR Bachmann, framkvæmdastjóri I. Guðmundssonar ehf., afhenti þeim Unni Jónasdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar og Bryndísi Guðmundsdóttur, starfsmanni nefndarinnar, um 300 jólapakka í gær. Í pökkunum eru ný leikföng fyrir stráka og stelpur á aldrinum 5­8 ára og eiga þau eflaust eftir að gleðja marga yfir jólin. Meira
9. desember 1998 | Erlendar fréttir | 305 orð

NATO hvatt til aðstyðja stjórnarandstöðu í Serbíu

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gær ríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) til að styðja lýðræðissinnaða stjórnarandstæðinga í Serbíu til að greiða fyrir varanlegum friði í Kosovo-héraði. Meira
9. desember 1998 | Landsbyggðin | 199 orð

Nýtt gæsluvallarhús við Brekkustígsvöll í Njarðvík

Keflavík-Nýtt gæsluvallarhús var nýlega tekið í notkun á Brekkustígsvelli í Njarðvík sem er elsti skipulagði gæsluvöllurinn í Reykjanesbæ og var á árum áður frægur fyrir leiktæki sem á vellinum voru. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð

Oftekin gjöld endurgreidd

HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur hefur endurgreitt hátt á fjórða hundrað fyrirtækjum á eftirlitssvæði sínu oftekin eftirlitsgjöld að upphæð 7,2 milljónir króna vegna áranna 1995 og 1996 í samræmi við samkomulag þar að lútandi milli Reykjavíkurborgar, Vinnuveitendasambands Íslands og Verslunarráðs. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Opinn ársfundur Samvinnuháskólans

SAMVINNUHÁSKÓLINN á Bifröst heldur opinn ársfund í Gallerí á Grand Hótel, Reykjavík, Sigtúni 38, í dag, miðvikudaginn 9. desember, kl. 16.30. Samkvæmt nýjum háskólalögum sem gengu í gildi um áramót ber að halda slíka fundi og heldur Samvinnuháskólinn hann nú í fyrsta skipti. Kynntar verða nýjungar skólans nú í vetur, þar með talin fjarnámsdeild skólans og símenntunarstofnun. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Óbreytt líðan

FARÞEGI bifreiðarinnar, sem fór út af veginum við Hrútafjarðarháls á sunnudagskvöld, liggur enn á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur með alvarlega mænu- og hálsáverka. Að sögn aðstoðarlæknis á heila- og taugaskurðdeild eru vonir bundnar við að sjúklingurinn verði fluttur af gjörgæsludeild yfir á heila- og taugaskurðdeild í lok vikunnar. Meira
9. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 160 orð

Rúin inn að skinni

ÞRÖSTUR Jónasson bóndi á Sílalæk í Aðaldal hefur haft í nógu að snúast síðustu mánuði en hann er einn þeirra manna sem fara á milli bæja til að rýja fé nágranna sinna. Frá því í október hefur Þröstur rúið um 2200 kindur en til viðbótar sér hann um ullarmat. Þröstur sagði það hafa færst í vöxt að rúið sé á haustin og þá í kringum þann tíma að fé er tekið á hús. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 401 orð

RÚV með í norrænni sjónvarpsrás í Bandaríkjunum

ÚTSENDINGAR hefjast í mars á næsta ári á nýrri norrænni sjónvarpsrás í Bandaríkjunum. Ríkisútvarpið mun taka þátt í henni og hefur skuldbundið sig til að leggja fram a.m.k. 40 klukkutíma af sjónvarpsefni á ári. Um er að ræða bæði fréttatengt efni og efni almenns eðlis. Nýja rásin kemur til með að heita Scandinavian Channel. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Sameiningarhátíð skólabarna í Skagafirði

KVEIKT verður á jólatrjám við alla grunnskóla í Skagafirði fimmtudaginn 10. desember kl. 11. Þá fara einnig allir nemendur 4. bekkjar í sveitarfélaginu út í Sólgarðaskóla í Fljótum, en þar verður dagskrá í tilefni sameiningar ellefu sveitarfélaga í eitt í júní sl. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Samráð Kvennalistans boðað til fundar

SAMRÁÐ Kvennalistans hefur verið boðað til fundar nk. laugardag til að ræða framboðsmál hreyfingarinnar við A-flokkana. Að sögn Ingibjargar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Kvennalistans, liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort einhver formleg tillaga verður lögð fyrir fundinn. Meira
9. desember 1998 | Erlendar fréttir | 157 orð

Samruna frestað?

FJÁRMÁLASTJÓRI New York- borgar sagði í fyrradag, að fresta bæri fyrirhuguðum samruna þýska bankans Deutsche Bank og bandaríska bankans Bankers Trust þar til skorið hefði verið úr kröfum fórnarlamba Helfararinnar á hendur fyrrnefnda bankanum. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Samþykktu að rifta kjarasamningunum

FÉLAGSMENN í Dagsbrún/Framsókn, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, hafa samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða að heimila riftun kjarasamninga við borgina. Á kjörskrá voru 928 en 240 greiddu atkvæði, eða 26%. Samþykkir riftun voru 88% þeirra sem þátt tóku en 9,5% voru á móti. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 490 orð

Senda ekki upplýsingar um sína sjúklinga í grunninn

"VIÐ undirrituð, læknar, skorum á Alþingi að samþykkja ekki fyrirliggjandi frumvarp um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði," segir í áskorun 108 lækna sem send var alþingismönnum í gær. Í bréfinu segjast læknarnir ekki munu senda upplýsingar um sjúklinga sína í hinn væntanlega miðlæga gagnagrunn nema samkvæmt skriflegri ósk þeirra. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Sérstök nefnd fjalli um dóm Hæstaréttar

SVAVAR Gestsson, þingflokksformaður Alþýðubandalags, hefur ásamt öðrum þingmönnum þingflokksins og þingkonum Samtaka um kvennalista lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um kosningu sérstakrar nefndar vegna dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Skemmtun til styrktar börnum í Mið- Ameríku

HALDIN verður skemmtun í Háskólabíói laugardaginn 12. desember til styrktar SOS-barnaþorpunum í Mið-Ameríku. Þar munu skemmta hljómsveitirnar Unun, Súkkat, Jagúar og Magga Stína og sýrupolkahljómsveitin Hringir ásamt Radíusbræðrum og Hallgrími Helga. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Skóvinnustofa Halldórs opnuð á ný

SKÓVINNUSTOFA Halldórs Guðbjörnssonar, Hrísateigi 19 við Sundlaugaveg, hefur verið opnuð á nýjan leik. Í fréttatilkynningu frá Halldóri segir að hann bjóði upp á allar almennar hækkanir og viðgerðir og hann geri jafnframt við reiðtygi, töskur og fleira. "Er með gott úrval af mannbroddum, leppum, reimum og áburði. Geri við meðan beðið er," segir þar jafnframt. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 401 orð

Skuldsetning veikir stöðu nýja orkufyrirtækisins

INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að með skuldsetningu hins nýja orkufyrirtækis í Reykjavík, sem ætlunin er að taki til starfa um áramót með samruna Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sé verið að veikja fyrirtækið og gera því erfiðara um vik að sinna þeim verkefnum sem því var ætlað að sinna. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Stangast einkaleyfi á við stjórnarskrá?

BRYNDÍS Hlöðversdóttir alþingismaður telur hugsanlegt að einkaleyfi til gerðar og starfrækslu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði stangist á við jafnræðisákvæði stjórnarskrár og ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi í ljósi dóms Hæstaréttar um svokallað kvótamál. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 779 orð

Stjórnarandstæðingar vilja stöðva sölu hlutabréfa

FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra sagði í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær, um útboð á hlutafé í bönkum, að ekkert svigrúm væri til aðgerða til að sporna við kennitölusöfnun vegna sölu hlutafjár í Búnaðarbanka Íslands, jafnvel þótt menn teldu ástæðu til þess, þar sem áskriftartímabilið væri hafið og lyki á föstudag. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

Stofnfundur félags til varnar mannréttindum

Á 50 ÁRA afmæli mannréttindayfirlýsingarinnar fimmtudaginn 10. desember verður stofnað félag til að fyrirbyggja misrétti á grundvelli kynþáttar, litarháttar, þjóðernis, uppruna eða trúarbragða og stuðla þannig að jafnrétti á Íslandi og eðlilegri þróun þjóðfélagsins, eins og segir í fréttatilkynningu. Meira
9. desember 1998 | Landsbyggðin | 156 orð

Sýningarsalur fyrir bíla og málverk

Borgarnesi-Svanur Steinarsson hefur tekið í notkun bílasýningarsal í húsnæði Framköllunarþjónustunnar við Brúartorg í Borgarnesi. Svanur er með Toyota-umboðið á Vesturlandi og kvaðst nú vera kominn í beint tölvusamband við Toyota-umboðið í Reykjavík sem auðveldaði öll sölumál. Meira
9. desember 1998 | Erlendar fréttir | 463 orð

Talið að mælt verði með málshöfðun

LÖGFRÆÐINGAR Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, tóku í gær til við vörn í máli hans fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar en þeir hafa til þess tvo daga, 30 klukkustundir samtals. Henry Hyde, formaður nefndarinnar, sagði í fyrradag, að margt benti til, að nefndin myndi greiða um það atkvæði síðar í vikunni hvort Clinton hefði þrisvar sinnum brotið svo alvarlega af sér, Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Thorvaldsens-konur gefa vökvadælur

Thorvaldsens-konur gefa vökvadælur NÝLEGA afhentu konur í Thorvaldsensfélaginu starfsfólki Barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur höfðinglega gjöf sem er fimm vökvadælur af fullkomnustu gerð. Gjöf þessi mun auðvelda meðferð bráðveikra barna og þeirra sem þurfa til lengri tíma flóknar vökva- og lyfjagjafir. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 180 orð

Tillaga um að kaupa allt að 100 leiguíbúðir

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að borgin auki hlutafé sitt í Félagsbústöðum hf. um allt að 100 milljónir. Hlutafjáraukningin er vegna kaupa á allt að 100 nýjum leiguíbúðum. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að óska eftir lánsheimildum hjá stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins af þeim heimildum, sem koma til endurúthlutunar hjá stofnuninni á þessu ári. Meira
9. desember 1998 | Miðopna | 1340 orð

Uppfyllir gagnagrunnsfrumvarpið skilyrði kvótadómsins? Í kvótadómnum taldi Hæstiréttur að takmarkaður aðgangur að auðlindum

Sú hlið hugmyndarinnar um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði sem hvað mestur styrr hefur staðið um er veiting einkaréttar til allt að tólf ára. Hingað til hefur helst verið fjallað um einkaréttinn út frá sjónarhóli samkeppnisreglna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Meira
9. desember 1998 | Erlendar fréttir | 226 orð

Vilja leyfa einræktun líffæra

BRESKIR vísindamenn lögðu í gær til við stjórnvöld, að þau leyfðu notkun mannsfósturs við einræktun og þá í þeim tilgangi að lækna alvarlega sjúkdóma. Yrði þá um að ræða ræktun á einstökum líffærum eða vefjum, sem kæmu í stað annarra sjúkra eða skemmdra. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 197 orð

Vísir í Grindavík kaupir 51% í Búlandstindi

ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Vísir hf. í Grindavík hefur eignast 51% hlut í Búlandstindi hf. á Djúpavogi. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis og nýr stjórnarformaður Búlandstinds, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki ræða um kaupverð né af hverjum hlutaféð var keypt. Hann sagði aðeins að keypt hefði verið af fyrrverandi meirihluta. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Vörubílspallur hafnaði inni í hesthúsi

PALLUR af malarflutningabíl hafnaði inni í hesthúsi við Drífubakka í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ síðdegis í gær eftir að pallfestingarnar á bílnum brotnuðu þegar verið var að dreifa úr honum hlassi. Að sögn Guðfinns Vilhjálmssonar, sem var í hesthúsinu þegar óhappið varð, mátti engu muna að pallurinn lenti á honum sjálfum og hestum sem voru í húsinu. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Yfir 700 umsóknir um kvóta

Á ÁTTUNDA hundrað umsóknir höfðu borist sjávarútvegsráðuneytinu um veiðileyfi og veiðiheimildir síðdegis í gær. Rúmlega 300 umsóknir bárust ráðuneytinu í fyrradag þannig að ekkert lát virðist á umsóknum um kvóta. Ekki hefur verið ákveðið hvenær eða hvernig umsóknunum verður svarað. Meira
9. desember 1998 | Innlendar fréttir | 388 orð

Yfirlýsing

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Valdimari Jóhannessyni: "Vegna rangtúlkana á opinberum vettvangi á dómi í máli mínu gegn sjávarútvegsráðherra vil ég taka fram eftirfarandi: Dómurinn er afar skýr. Aðeins þeir sem vilja víkja sér undan afleiðingum hans reyna að túlka hann með öðrum hætti en rétt er. Meira
9. desember 1998 | Erlendar fréttir | 198 orð

Þjóðaratkvæðagreiðsla 2001?

DANSKA ríkisútvarpið hafði í gær eftir Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur, að sennilega yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) árið 2001. Nýlegar skoðanakannanir hafa bent til, að fylgjendum EMU-aðildar í Danmörku hafi fjölgað. Samkvæmt niðurstöðum breskrar skoðanakönnunar er meirihluti Breta enn andsnúinn EMU- aðild. Meira

Ritstjórnargreinar

9. desember 1998 | Leiðarar | 591 orð

DREIFÐ EIGNARAÐILD

BANKAR og verðbréfafyrirtæki hafa undanfarið auglýst að þau vilji kaupa kauprétt fólks að hlutafé í Búnaðarbanka Íslands, sem ríkisvaldið er nú að selja. Samkvæmt útboðsreglum á hver einstaklingur rétt á að kaupa fyrir 500 þúsund krónur á genginu 2,15, en boð í slíkan hlut í Búnaðarbankanum var komið í 2,52 áður en sala hlutabréfanna hófst. Meira
9. desember 1998 | Staksteinar | 265 orð

»Streitudemparar Sigmundur Guðbjarnason prófessor skrifar um streitu [líkams

Sigmundur Guðbjarnason prófessor skrifar um streitu [líkamsástand sem skapast af andlegu og líkamlegu álagi] og streitudempara í hjarta í málgagn eldri borgara, Listin að lifa. Meðal þess sem hann segir stilla streitudemparana er hófleg líkamsrækt og neyzla á fiski eða lýsi. Andlegt og líkamlegt álag Meira

Menning

9. desember 1998 | Menningarlíf | 67 orð

Aðventustund í Skálholtskirkju

SKÁLHOLTSKÓRINN heldur sína árlegu aðventustund í Skálholtskirkju annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21 ásamt gestakór, sem að þessu sinni verður kirkjukór Mosfellsprestakalls. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Loftur Erlingsson og Margrét Stefánsdóttir, Monika Abendroth leikur einleik á hörpu og Jóhann Stefánsson leikur á trompet. Meira
9. desember 1998 | Fólk í fréttum | 1003 orð

Alan eða Alanis?

HÚN er stelpa. 10 ára er hún orðin sjónvarpsseríustjarna. 14 ára með permanent og plötusamning við MCA. Þetta litla vinsæla barn er kanadíska gelgjudanspoppunglingastjarnan Alanis. Í dag býr Alanis í Bandaríkjunum. Í dag er Alanis orðin stór. Hún er ekki lengur litla unglingastjarnan sem þegar hafði sungið inn á tvær plötur 18 ára. Núna er hún Alanis Morissette. Núna er hún heimsfræg. Meira
9. desember 1998 | Fólk í fréttum | 968 orð

Á stefnumót við konur í geimnum Sumar bækur eiga til að týnast í jólabókaflóðinu bara vegna þess að þær eru gamlar. En þær þurfa

MEÐAN þjóðin bíður í viðbragðsstöðu eftir að afsláttarstríðið hefjist á jólabókamarkaðnum eru alltaf einhverjir sem leita hentugri lausna á jólagjafakaupunum. Nískupúkinn og sparigrísinn vita hvar ódýrustu bækurnar fást: Hjá fornbókasalanum. Því miður fer þeim ört fækkandi. Þeir hafa orðið hálfútundan í öllu "góðæðinu" eins og gárungarnir kalla það. Meira
9. desember 1998 | Menningarlíf | 79 orð

Bókmenntakynning á Reyðarfirði

Reyðarfirði-Á vegum Leikfélags Reyðarfjarðar var haldin bókmenntakynning sunnudaginn 6.des í Félgaslundi. Lásu þar upp úr verkum sínum höfundarnir Dagur B. Eggertsson, Auður Jónsdóttir, Gerður Kristný, Sigurður Pálsson og Sindri Freysson. Einnig var lesið upp úr verkum Þórarins Eldjárns og Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Meira
9. desember 1998 | Fólk í fréttum | 254 orð

Brooks fór ekki tómhentur heim

Billboard-verðlaunin 1998 Brooks fór ekki tómhentur heim BILLBOARD-verðlaunin eru veitt árlega þeim listamönnum sem eiga söluhæstu plöturnar og mest leiknu lögin ár hvert. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 413 orð

BROS OG HLÁTUR

­ brjálað fjör. Káputeikning: Halla Kristín Einarsdóttir. Prentvinnsla: Ásprent/POB ehf. Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar. 1998. ­ 88 síður. VISSULEGA er erfitt að höndla fyndni. Einum vekur hlátur er annan snertir ekki. Uppeldi; þjóðerni; kyn; aldur; allt skiptir þetta máli. Meira
9. desember 1998 | Fólk í fréttum | 121 orð

Cantona á flótta með apa og munk

HVAÐ eiga talandi api, munkur og Eric Cantona sameiginlegt? Jú, þeir leika allir í nýju myndinni "Mookie", sem frumsýnd er í dag í Frakklandi. Franski fótboltakappinn Eric Cantona sagði bless við Manchester United á sínum tíma og ákvað að leggja leiklistina að fótum sér og sleppa boltanum. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 682 orð

Ekki fullsmíðaður!

Eftir Þórð Helgason. Mál og menning, 1998. ­ 133 s. EFNI sögunnar er mjög nærtækt í íslensku samfélagi, þ.e. sumarvinna unglings að nafni Jens, sem lendir í að verða handlangari hjá byggingarmeistara í nýju hverfi í Reykjavík. Heitið er tvírætt því bæði getur verið um að ræða vinnuna en ekki síður er Jens sjálfur að verða "tilbúinn undir tréverk" sem einstaklingur. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 151 orð

Ekki meir! Ekki meir!

Eftir Clive Gifford. Hannað af Russell Punter. Teiknað af Geo Parkin. Þýðandi: Björn E. Árnason. Ritstjóri: Jane Chisholm. Prentað í Englandi. Útgefandi: Hávellir ehf. 1997 48 síður. Æ! Æ! Hvers vegna er verið að eyða prentsvertu og vinnu í slíkt verk? Það er mér með öllu óskiljanlegt. Meira
9. desember 1998 | Fólk í fréttum | 783 orð

Goðsögn í lifanda lífi

Stuttmyndin Hagamúsin verður sýnd kl. 22 í kvöld á sjónvarpsstöðinni National Geographic. Í framhaldi af því stendur til að sýna hana í 110 löndum um allan heim. Pétur Blöndal talaði við Þorfinn Guðnason sem er þegar byrjaður að vinna að næstu mynd og er hún ekki síður spennandi. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 507 orð

Gullið skærast?

Höfundur máls og mynda: Torill Thorstad Hauger. Þýðing: Sólveig Brynja Grétarsdóttir. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Mál og menning 1998. ­ 235 síður. GÓÐAR bækur vekja lesanda fögnuð, laða fram hugsun, er hann ber með sér síðan í þroskamalnum. Svo er um þetta verk. Höfundur lætur afskræmdan hrokann og skilning takast á, glíma, unz annað aflið liggur óvígt eftir. Meira
9. desember 1998 | Menningarlíf | 229 orð

Gunnar Guðbjörnsson syngur einsöng

TENÓRSÖNGVARINN Gunnar Guðbjörnsson syngur einsöng með Mótettukór Hallgrímskirkju á jólatónleikum föstudaginn 11. og sunnudaginn 13. desember nk. og mun Hjálparstarf kirkjunnar njóta ágóða af tónleikunum. Meira
9. desember 1998 | Menningarlíf | 74 orð

Hátíðatónleikar þriggja kóra

KVENNAKÓR Hafnarfjarðar, Karlakórinn Þrestir og Heldri kór Þrasta halda hina árlegu jólatónleika í Víðistaðakirkju á morgun, fimmtudag kl. 20.30, og fimmtudaginn 17. desember kl. 20.30. Kórarnir syngja hátíðalög og í lok tónleikanna syngja kórarnir nokkur lög saman. Stjórnandi kvennakórsins og Heldri kórs Þrasta er Guðjón Halldór Óskarsson og undirleikari er Hörður Bragason. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 417 orð

HIÐ STERKA KYN

Endursagnir: Robert Leeson. Myndir: Axel Scheffler. Þýðing: Guðni Kolbeinsson. Prentun: Viðey ehf. Bókband: Flatey hf. Útgefandi: Æskan ehf. 1998 ­ 80 síður. SAGNAÞULUM leika orð á tungu öld af öld. Sum grípur vindurinn og feykir í gleymskuhylinn. Þau geta verið glæst og lofi krýnd, þá þau leika við eyra, en reynast samt hol og því leikföng vindsins. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 376 orð

Horft og hugsað

KRISTÍN Ómarsdóttir skrifar allra handa skáldskap, ljóð, smásögur, skáldsögur og leikrit. Þetta árið sendir hún frá sér ljóðabókina Lokaðu augunum og hugsaðu um mig. Ljóðin eru fjölbreytt, frá því að vera lítil mynd í að vera eins konar saga og allt þar á milli. Skyldi vera öðruvísi að skrifa ljóð? "Já, það er dálítið öðruvísi, maður stjórnar þeim ekki svo glatt. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 648 orð

Í leit að týndu barni

en þú mátt kalla mig Bóbó. Eftir Þorvald Þorsteinsson. Kápa og myndskreytingar: Guðjón Ketilsson. Bjartur, 1998, 117 bls. ÞORVALDUR Þorsteinsson vakti verðskuldaða athygli fyrir barnabókina Skilaboðaskjóðuna sem kom út fyrir einum þrettán árum. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 686 orð

Íslenskir flugvirkjar

Öryggi í öndvegi. Saga flugvirkjunar á Íslandi. Safn til Iðnsögu Íslendinga, XIII. bindi eftir Lýð Björnsson. Ritstjóri: Ásgeir Ásgeirsson. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1998, 240 bls. Meira
9. desember 1998 | Myndlist | 1804 orð

Í speglasal samtímalistar

Opið alla daga nema mánudaga frá 11­17 til 31. janúar. SAMTÍMALISTASAFNIÐ í Osló er ungt að árum, var stofnað fyrir tíu árum og opnað almenningi 1990. Safnið skilgreinir samtímalist sem alla list eftir síðari heimsstyrjöld og því er ætlað að gefa yfirlit yfir myndlist bæði erlenda og innlenda. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 303 orð

Liljur vallarins

Ljóðárur eftir Kristjönu Emilíu Guðmundsdóttur. Gerður Helga Helgadóttir teiknaði myndir, Grímur Marínó Steindórsson hannaði kápu. Ásprent/pob, Akureyri. Ásútgáfan Akureyri 1998 ­ 74 bls. LJÓÐÁRUR er fjórða bók skáldsins. Hún skiptist í þrjá kafla: Létt flýgur ljóðið, Daggartárin perla og Svo björt ertu móðir. Það er heildarblær yfir tveim fyrri hlutum bókarinnar. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 78 orð

Lífsbók listamanns

LAUSNARSTEINN ­ Lífsbók mín eftir Steingrím St.Th. Sigurðsson er komin út. Í kynningu útgefanda segir m.a.: "Hressileg og á köflum hrikaleg ævisaga þessa kröftuga listamanns sem hefur átt fleiri en eina konu, barist við Bakkus og haldið næstum hundrað málverkasýningar í öllum landshlutum. Það þekkja allir Steingrím, þennan skorinorða sagnaþul. Hann lifir lífinu í botn af hjartans einlægni. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 530 orð

Ljós eilífðar ­ eða þögnin á undan fyrsta orðinu

AÐALSTEINN Ásberg Sigurðsson hefur þýtt úrval ljóða eftir Orkneyjaskáldið George Mackay Brown, og nefnist safnið Vegurinn blái. George Mackay Brown, sem lést í ársbyrjun 1996, yrkir um nútímann á klassískan hátt með skírskotun til sögu og fortíðar. Mörg ljóðanna sækja minni sín til Íslendingasagna, einkanlega í Orkneyinga sögu; en ótal fleiri vísanir eru sóttar í sígildar bókmenntir okkar. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 689 orð

Með frægu fólki

179 bls. Stoð og styrkur. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1998. BÓK ÞESSI er gefin út til styrktar Barnaspítala Hringsins og forvarnastarfi meðal barna. Eins og gerist og gengur um víða veröld er leitað til fræga fólksins þegar safna skal fé til góðra málefna. Í þessu dæminu gerir fræga fólkið þó meira en að ljá nöfn sín til styrktar góðum málstað. Meira
9. desember 1998 | Fólk í fréttum | 196 orð

Mulan heldur fyrsta sætinu

LITLAR breytingar eru á listanum frá síðustu viku og trónir teiknimyndin Mulan frá Disney-fyrirtækinu ennþá í fyrsta sætinu. Hin ljóshærða Mary er lífseig í skammdeginu og fer aftur upp í annað sætið eftir að hafa verið í því þriðja í síðustu viku. Þorvaldur Árnason hjá Sambíóunum segir að úrslit listans komi sér ekki á óvart. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 51 orð

Nýjar bækur BRÁÐUM koma dýrðleg jó

BRÁÐUM koma dýrðleg jól er myndabók fyrir börn. Ragnheiður Gestsdóttir hefur tekið saman jólasöngva sem kynslóðirnar raula saman um hver jól og skreytt klippimyndum. Bæði er um að ræða gömlu vinsælu jólalögin og nokkur nýrri. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 32 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 1.680 kr. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 128 orð

Nýjar bækur DAGBÓK Bridget Jones

DAGBÓK Bridget Jones er eftir Helen Fielding í þýðingu Sigríðar Halldórsdóttur. Í kynningu segir: "Dagbók Bridget Jones hefst á nýjársdag með tilheyrandi áramótaheitum og lýkur í desemberlok ári síðar og gefur upplýsingar um hvaðeina sem gerist í lífi þessarar ungu, einhleypu bresku konu í millitíðinni. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 71 orð

Nýjar bækur GETTU hve mikið é

GETTU hve mikið ég elska þig er myndabók fyrir börn eftir breska höfundinn Sam McBratney í þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar.Anita Jeram myndskreytir. Í kynningu segir að sagan segi frá litla og stóra héranum sem metast um hvorum þykir vænna um hinn, en eins og þeir komast að er erfitt að leggja mælikvarða á ástina. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 144 orð

Nýjar bækur ÍSLENDINGAR dagsins

ÍSLENDINGAR dagsins er afmælisdagabók sem Jónas Ragnarsson hefur tekið saman. Við hvern dag eru birt nöfn kunnra Íslendinga sem fæddir eru þann dag og orð í lausu eða bundnu máli eftir eitthvert afmælisbarna dagsins. Einnig eru birt rithandarsýnishorn á annað hundrað Íslendinga. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 106 orð

Nýjar bækur KAUPMANNAHAFNARBÓKIN ­

KAUPMANNAHAFNARBÓKIN ­ Borgin við sundið er eftir Tryggva Gíslason. Í kynningu segir: "Kaupmannahöfn var höfuðborg Íslands um margra alda skeið og er enn sú erlenda borg sem flestir Íslendingar leggja leið sína um, enda býður hún upp á flest sem hugurinn girnist: fjölskrúðugt mannlíf, söfn og sögufrægar minjar, Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 72 orð

Nýjar bækur NE-hei! sagði Einar Ás

NE-hei! sagði Einar Áskell er myndabók eftir Gunilla Bergström í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Þetta er þetta átjánda bókin sem hún íslenskar um þessa söguhetju. Í kyninngu segir að flestir kannist við Einar Áskel en nú er hann óþekkur að borða vegna þess að hann hefur ekki tíma. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 102 orð

Nýjar bækur REYNISTAÐABRÆÐUR

REYNISTAÐABRÆÐUR eftirGuðlaug Guðmundsson kemur út á ný. Bókin kom fyrst út árið 1968. Í kynningu segir að örlög Reynistaðabræðra og fylgdarmanna þeirra, sem urðu úti á Kili haustið 1780, hafi verið greypt í þjóðarsálina í rúmar tvær aldir. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 77 orð

Nýjar bækur SJÓRÆNINGJAR

SJÓRÆNINGJAR er fræðslubók eftir breska höfundinn Philip Steele í þýðingu Haraldar Nelson. Í kynningu segir að í bókinni sé fróðleikur fyrir börn og unglinga um sögu sjóræningja sem sigldu um heimshöfin fyrr á tímum og velt upp ótal spurningum eins og: Hvers vegna gerðust svo margir heiðarlegir sæfarar sjóræningjar? Á Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 47 orð

Nýjar bækur SKOÐAÐU líkama þinn

SKOÐAÐU líkama þinn er fræðslubók fyrir börn í þýðingu Guðrúnar Svansdóttur líffræðings. Í kynningu segir að ungum börnum sé kennt að þekkja eigin líkama í gagnlegum texta með aðstoð mynda og glæruramma. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er prentuð í Kína og kostar 1.490 krónur. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 61 orð

Nýjar bækur TÁR úr steini

TÁR úr steini er myndabók eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson, með myndskreytingu eftir Önnu Vilborgu Gunnarsdóttur. Í kynningu segir: "Sagan segir af litlum tröllastrák sem villist í þoku, kemst ekki heim fyrir sólarupprás og verður að steini." Ævintýrið er úr samnefndri kvikmynd Sveinbjörns. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 68 orð

Nýjar bækur VINALEITIN

VINALEITIN er myndabók fyrir börn eftir Eirík Brynjólfsson. Sagan segir frá einmana hagamús sem leggur af stað að leita sér að vini. Það getur verið erfitt fyrir litla mús að spjara sig meðal stóru dýranna en þegar allir eru tilbúnir að rétta hjálparhönd gengur allt betur, segir í kynningu. Útgefandi er Mál og menning. Meira
9. desember 1998 | Menningarlíf | 102 orð

Nýjar hljómplötur BA

BARNAGÆLUR er með söngSkólakórs Kársness. Stjórnandi er Þórunn Björnsdóttir. Á plötunni eru 27 sígildar íslenskar söngperlur og þekkt erlend kóralög. Kórnum til aðstoðar eru nokkrir hljóðfæraleikarar og eru þeir flestir úr röðum núverandi og fyrrverandi kórfélaga. Meira
9. desember 1998 | Menningarlíf | 74 orð

Nýjar hljómplötur MELÓNUR og vínbe

MELÓNUR og vínber fín er með lögum Jóns Múla Árnasonarvið ljóð Jónasar Árnasonar. Á plötunni eru 18 þekkt lög: Ágústkvöld, Það sem ekki má, Stúlkan mín, Brestir og brak, Hvað er að?, Augun þín blá, Sérlegur sendiherra, Sjómenn íslenskir erum við, Gettu hver hún er, Án þín, Ljúflingshóll, Við heimtum aukavinnu, Ástardúettinn, Meira
9. desember 1998 | Menningarlíf | 76 orð

Nýr skáldskapur á Grandrokki

BESTI vinur ljóðsins heldur skáldakvöld á Grandrokki við Klapparstíg í kvöld, miðvikudag, kl. 21. Auður Jónsdóttir les úr skáldsögunni Stjórnlaus lukka, Árni Þórarinsson flytur kafla úr bókinni Nóttin hefur þúsund augu, Vigdís Grímsdóttir les úr bókinni Nætursöngvar, Jón Karl Helgason les úr bókinni Næturgalinn, Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 792 orð

Óbyggðirnar kalla

Fallið fram af fjalli, Óttar Sveinsson, Íslenska bókaútgáfan, 1998, 256 bls. FALLIÐ fram af fjalli er fimmta bókin í bókaflokki Óttars Sveinssonar, Útkall. Bækurnar eru byggðar á viðtölum, frásögnum fólks sem hefur lent í svaðilförum, lýsingum á björgunaraðgerðum sem oftast eru þekktar úr nýlegum fréttum fjölmiðla. Meira
9. desember 1998 | Menningarlíf | 65 orð

Pentti Holappa Finlandiaverðlaunahafi

PENTTI Holappa fær Finlandia- bókmenntaverðlaunin að þessu sinni. Þau fær hann fyrir skáldsögu sína Mynd af vini og er verðlaunaupphæðin 150.000 finnsk mörk. Það var leikarinn Liisa-Maija Laaksonen sem valdi bókina úr flokki sex tilnefndra skáldsagna. Þetta er í fimmtánda sinn sem verðlanin eru veitt en þau eru talin helstu bókmenntavertðlaun í Finnlandi. Meira
9. desember 1998 | Tónlist | 798 orð

Rödd að handan

Donatoni: Fili; C.P.E. Bach: Sónata í g; Sciarrino: D'un faune; Boulez: Sónatína; Schumann: Þrjár rómönsur Op. 94; Atli Ingólfsson: POST SCRIPTUM (frumfl.). Þuríður Jónsdóttir, flauta, altflauta og pikkólóflauta; Stefano Malferrari, píanó. Digraneskirkju, mánudaginn 7. desember kl. 20.30. Meira
9. desember 1998 | Fólk í fréttum | 256 orð

Skordýrin tróna efst en hrollurinn sækir á

DISNEY-MYNDIN "A Bug's Life" hélt fyrsta sætinu um síðustu helgi, hún skaust á toppinn um þakkargjörðarhelgina þegar hún var frumsýnd. Nýjasta myndin, Psycho, fylgdi í kjölfarið og kemst hún í hóp þeirra fimm kvikmynda sem mest hafa verið sóttar helgina eftir þakkargjörðarhátíðina, en miðasala er yfirleitt frekar slök þá helgi. Meira
9. desember 1998 | Fólk í fréttum | 127 orð

Skuggahlið frægðarinnar

AÐDÁENDUR eru misaðgangsharðir við átrúnaðargoð sín en líklega eru fáir harðari af sér en þeir sem elta spjallþáttastjórnandann David Letterman á röndum. Nú síðast var Nellie Shirley, sem er 39 ára starfsmaður póstsins í Honea Path, dæmd í endurhæfingu eftir að hún var handtekin í garðinum við heimili Lettermans í New Canaan í september. Meira
9. desember 1998 | Kvikmyndir | 343 orð

Sovésk söguskoðun

Leikstjóri og handritshöfundur Pavel Chukhrai. Tónsmiður Vladimir Dashkevich. Kvikmyndatökustjóri Igor Tolstunov. Aðalleikendur Vladimir Mashkov, Ekaterina Rednikova, Misha Philipchuk. 95 mín. Rússnesk. Mosfilm 1997. Meira
9. desember 1998 | Fólk í fréttum | 176 orð

Spilling í Evrópu Brjálaði Sex (Crazy Six)

Framleiðendur: Tom Karnowski, Schmoeller. Leikstjóri: Albert Pyun. Handritshöfundur: Galen Yulen. Kvikmyndataka: George Mooradian. Tónlist: Tony Riparetti. Aðalhlutverk: Rob Lowe, Ice-T, Mario Van Peebles, Burt Reynolds, Nana Milicevic. 93 mín. Bandaríkin. Myndform 1998. Myndin bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
9. desember 1998 | Menningarlíf | 36 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU Magnúsar Þorgrímssonar á eld- og reykbrenndum leirkerum lýkur á sunnudag. Stöðlakot er opið daglega frá kl. 14­18 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. Mokkakaffi Sýningu Þórodds Bjarnasonar lýkur nú á föstudag. Meira
9. desember 1998 | Fólk í fréttum | 158 orð

Söngelsk Öskubuska Öskubuska (Cinderella)

Framleiðsla: Mike Moder. Leikstjórn: Robert Iscove. Handrit: Robert L. Freedman. Tónlist: Richard Rodgers. Aðalhlutverk: Brandy, Jason Alexander og Whoopy Goldberg. 84 mín. Bandarísk. Sam- myndbönd, nóvember 1998. Öllum leyfð. ÞESSI mynd er sjónvarpsuppfærsla Disney fyrirtæksins á söngleik hins fræga tvíeykis Rodgers og Hammerstein á ævintýrinu fræga um Öskubusku. Meira
9. desember 1998 | Menningarlíf | 897 orð

Upplýstur foss

Ólafur Elíasson lauk námi frá Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn árið 1995. Hann á íslenska foreldra, er fæddur og uppalinn í Danmörku og er nú búsettur í Berlín. Á sínum stutta ferli hefur hann haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 312 orð

Úr ríki náttúrunnar

Eftir Bent Jörgensen. Teikningar: Birde Paulsen. Skjaldborg, 1998 ­ 46 síður. SJÓNVARPSMYNDIR sem sýna lifnaðarhætti dýra hafa orðið mjög vinsælar á undanförnum árum og ekki ósennilegt að það geti kveikt áhuga á að gefa út bækur sem sýna ýmislegt einkennilegt eða athyglisvert úr ríki náttúrunnar. Meira
9. desember 1998 | Fólk í fréttum | 189 orð

Vandamál unglinga Skaparinn (The Maker)

Framleiðendur: Andrew Lazar, Demtri Samaha, Schmoeller. Leikstjóri: Tim Hunter. Handritshöfundur: Rand Ravich. Kvikmyndataka: Robert Taczanowski. Tónlist: Paul Buckmaster. Aðalhlutverk: Matthew Modine, Marie Lousie- Parker, Jonathan Rhys-Meyer, Michael Madsen, Fairuza Balk, Jesse Borrego. 90 mín. Bandaríkin. Myndform 1998. Myndin bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 273 orð

Vera á Hondu

eftir Andrés Indriðason. Æskan, 157 bls. ANDRÉS Indriðason er nokkuð afkastamikill höfundur, hvort heldur sem er leikrita- eða skáldsagnahöfundur. Í skáldsögum hans, sem teljast til barnabókmennta, eru persónurnar venjulegt fólk í venjulegum íslenzkum veruleika. Þær eru samsettar, ekki bara góðar eða vondar, heldur hafa margar hliðar. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 399 orð

Þegar kynhvöt vaknar

eftir Miriam Stoppard í þýðingu Hálfdanar Ómars Hálfdanarsonar. Teikningar: Sally Artz. Íslenzka bókaútgáfan 1998. MIRIAM Stoppard hefur verið einn af vinsælustu rithöfundum í læknastétt í Bretlandi árum saman og gefið út fjölmargar bækur sem eiga það flestar sameiginlegt að miðla fróðleik um læknisfræðileg efni til almennings. Í nokkrum af bókum hennar hefur kynlíf borið á góma. Meira
9. desember 1998 | Menningarlíf | 78 orð

Þrír hlutu styrk úr Söngvarasjóði FÍL

ÞRÍR söngvarar hafa hlotið styrk úr Söngvarasjóði FÍL, Félag íslenskra leikara, sem styrkir unga og efnilega söngmenn til framhaldsnáms, svo og starfandi söngvara til frekari menntunar í listgrein sinni. Styrki hlutu : Hulda Björk Garðarsdóttir, Svava Ingólfsdóttir og Hjörtur Hreinsson. Úthlutunarnefnd sjóðsins skipa þau Stefán Arngrímsson, Ingveldur G. Meira
9. desember 1998 | Bókmenntir | 492 orð

ÆVISAGA HESTS

eftir Ann Sewell. Þýðandi: Jóhanna G. Erlingsson. Myndskreyting: Dinah Dryhurst. Skjaldborg, 1998 ­ 168 síður. FAGRI Blakkur er sígild bresk saga sem upphaflega kom út árið 1877. Höfundurinn, Ann Sewell, var kvekari og er þetta eina bók hennar sem orðið hefur fræg. Meira
9. desember 1998 | Menningarlíf | 47 orð

Ævisögur kynntar

BÓKAKYNNING á vegum Minja og sögu verður haldin í Norræna húsinu í dag kl. 17. Jakob F. Ásgeirsson les úr bók sinni, Pétur Ben, og svarar fyrirspurnum og Dagur B. Eggertsson les úr bók sinni, Steingrímur Hermannsson, ævisaga. Steingrímur og Dagur svara fyrirspurnum að lestrinum loknum. Meira

Umræðan

9. desember 1998 | Aðsent efni | 719 orð

Baráttan um fiskinn

Á UNDANFÖRNUM misserum hafa verið í gangi nokkrar deilur á milli aðila í sjávarútvegi. Annarsvegar smábátaeigenda, sem gjarnan kalla stórútgerðarmenn sægreifa, og svo aftur stórútgerðarmanna (aðalráðamanna í LÍÚ, með Kristján Ragnarsson á oddinum), sem kalla smábátaeigendur (trillukarla) frekjudalla, vegna þess að þeir vilja stærri hlut en 3% af leyfðum veiðikvóta. Meira
9. desember 1998 | Aðsent efni | 961 orð

Félagshyggjufólk, lausnarorðið er réttlæti

ÞAÐ er lífsnauðsynlegt fyrir stjórnmálahreyfingu að hafa á bak við sig heilsteypta hugmyndafræði sem lýsir á víðtækan hátt hvers konar þjóðfélag hreyfingin leitast við að skapa. Lengst af hefur hugmyndafræði vinstrimanna í Evrópu átt rætur sínar að rekja til heimspeki Marx sem byggist á Meira
9. desember 1998 | Aðsent efni | 695 orð

Fiskveiðistjórnun á villigötum

UM fátt hafa orðið illvígari deilur síðustu árin en það kerfi fiskveiðistjórnunar sem verið hefur hér við lýði undanfarin 15 ár. Margir hafa gegnum árin haldið fram þeirri skoðun að 5. grein laga um fiskveiðistjórnun stangist á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Um það held ég þó að allir hljóti að vera sammála að hér þurfi að vera einhvers konar stjórn á fiskveiðum. Meira
9. desember 1998 | Aðsent efni | 788 orð

Geta seljendur hlaupist undan ábyrgð?

NOKKUR umræða hefur verið í fjölmiðlum vegna útsölu þrotabús Radíóbúðarinnar fyrir nokkru og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis núna á hlutum sem voru í eigu Radíóbúðarinnar. Það sem hefur vakið eftirtekt er einhliða yfirlýsing þrotabúsins í auglýsingum þess efnis að ekki sé tekin ábyrgð á þeim hlutum sem til sölu eru, þrátt fyrir ákvæði laga um eins árs frest til að fá úrbætur vegna galla. Meira
9. desember 1998 | Aðsent efni | 511 orð

Guði sé lof fyrir hæstarétt

NÝLEGUR dómur Hæstaréttar í máli Valdemars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu er tímamótadómur. Rétturinn kveður upp afdráttarlausan dóm í einu mikilvægasta deilumáli og réttlætismáli landsmanna. Um leið gegnir Hæstiréttur sínu æðsta hlutverki, sem er að túlka stjórnarskrá lýðveldisins og veita löggjafa og framkvæmdavaldi nauðsynlegt aðhald. Meira
9. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 473 orð

Hugleiðing um nýtingu hálendisins

HÁLENDI Íslands er meðal þess, sem við eigum tiltölulega ósnert af manna höndum. Það hefur að mestu leyti verið eins og það er enn þá nú á dögum frá örófi alda. Slíkt er ekki hægt að segja um láglendissvæðin á landinu, því að þau hafa tekið miklum breytingum vegna búsetu manna. Því er nauðsynlegt fyrir alla, hvort sem þeir hafa barið hálendið augum eða ekki, að taka ákvörðun um nýtingu þess. Meira
9. desember 1998 | Aðsent efni | 861 orð

Hæstiréttur og fiskveiðar

DÓMUR Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannssonar gegn sjávarútvegsráðuneytinu hefur vakið mikla athygli. Dóminn má auk þess túlka á ýmsa vegu, og því er víst, að um hann mun verða rætt og ritað um langa framtíð. Meira
9. desember 1998 | Aðsent efni | 2402 orð

Höfuðborg í vanda

REYKJAVÍK er höfuðborg í vanda sem birtist í útþynntri byggð, splundraðri miðborgarstarfsemi, versnandi almenningssamgöngum, vítahring bílanotkunar, versnandi ástandi umhverfismála og hnignun miðborgarsvæðis. Orsakir vandans eru grandvaraleysi í skipulagsmálum og vanræksla á stefnumótun til langs tíma. Aðdragandi Frá myndun þéttbýlis á 18. Meira
9. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 476 orð

Kíkt á kvótann

EINHVERS staðar las ég að fiskveiðistjórnarkerfi okkar sé það besta í heimi, ég sé enga ástæðu til að rengja það. En þó ég sé ómenntaður og aldraður, tel ég mig hafa fullan rétt til að hafa skoðun, en ég álít mig hafa heilbrigða hugsun. Meira
9. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 132 orð

Lína til "Víkverja"

GÓÐAN daginn og takk fyrir dálkinn "þinn". Í pisli þínum 1. des. sl. minnist þú á niðurstöður um stéttaskiptingu á Íslandi sem lýsi sér í verri heilsu barna "lágstéttarfólks", og ég get ekki orða bundist. Hversu langt á forsjárhyggjan að ganga? Er hægt að taka fram fyrir hendur foreldra í uppeldi barna? Sjálfur hef ég haft einfaldar áherslur í lífinu. Meira
9. desember 1998 | Aðsent efni | 1251 orð

Málefni grunnskólans

Í DAGBLAÐINU Degi birtist 2. desember sl. afar sérkennilegt viðtal við Eirík Jónsson, formann Kennarasambands Íslands. Þar er m.a. vitnað til þeirra ummæla er ég lét falla á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 27. nóvember sl. Meira
9. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 182 orð

Sælla er að gefa... blóð en...

EN HVAÐ? Þiggja blóð? Víst er sælla að vera aflögufær og geta gefið blóð, en vera í þeim sporum að þiggja blóð. Þó er það svo að margir þurfa á þessari dýrmætu gjöf blóðgjafanna að halda. Íslenskir blóðgjafar sem af fúsum og frjálsum vilja gefa blóð sitt þegar til þeirra er leitað, eru ein af nauðsynlegum undirstöðum heilbrigðiskerfisins. Meira
9. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 462 orð

Tækniskaut og meinkon án erfða

Í UPPHAFI skapaði Guð himin og jörð og manninn eftir sinni mynd, eftir Guðs mynd. Einnig segir í Mósebók að Drottinn hafi talað til Arons og segir: Ef einhver niðja þinna nú eða í komandi kynslóðum, hafi lýti á sér þá skal hann eigi ganga fram til þess að bera fram mat Guðs síns, sama hver lýtin eru, örkuml, kláði, útbrot, herðakistill, eða sé dvergvaxin, því hann vanhelgi dóma sína, Meira
9. desember 1998 | Aðsent efni | 645 orð

Vinnuumhverfi í byggingariðnaði

UNDANFARNAR vikur hefur verið mikil umræða í þjóðfélaginu um rússneskt fyrirtæki sem unnið hefur að línulögn fyrir Landsvirkjun. Fyrirtækið hefur verið uppvíst að því að hlunnfara starfsmenn sína í launum, vinnuaðstöðu og aðbúnaði. Þau vinnubrögð sem fyrirtækið hefur beitt, þ.e. að láta starfsmenn sína bera hluta af þeim kostnaði sem í framkvæmd verksins felst, er víða þekkt í Evrópu. Meira
9. desember 1998 | Aðsent efni | 1456 orð

ÞAÐ SEM HJÁLMAR LÉT ÓSAGT UM NÝFUNDNALANDSÞORSKINN

DRAP aflareglan Nýfundnalandsþorskinn? spyr Hjálmar Vilhjálmsson í grein í Morgunblaðinu 3. nóvember sl. Ekki svarar hann spurningunni í greininni, en segir að stofninn hafi fallið af tveimur orsökum aðallega: 1. Nýliðunarspá gekk ekki eftir. 2. Ekki tókst að framfylgja aflareglunni. Meira

Minningargreinar

9. desember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ÁRNBJÖRG ÁRNADÓTTIR

ÁRNBJÖRG ÁRNADÓTTIR Árnbjörg E. Concordía Árnadóttir fæddist í Reykjavík 10. júlí 1906. Hún lést á kvennadeild Landspítalans 21. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 2. desember. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 361 orð

Árnbjörg Eberta Concordía Árnadóttir

Þegar ég hugsa til æskuáranna er mér minnisstætt hversu nákomnar systurnar Día og Unnur voru, þær heyrðust daglega, og studdu hvor aðra í daglegu amstri. Þegar móðir mín lést var Día mér innan handar, ég gat hringt til hennar og fengið leiðbeiningar ef mig vantaði. Día hringdi iðulega til að athuga hvernig okkur gengi og sýndi þannig hversu kærleiksrík hún var í garð fjölskyldu systur sinnar. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 581 orð

Bjarni Jóhann Guðmundsson

Elsku afi minn, mig langar að minnast þín og fræða aðra um minningar mínar um þig. Þó svo að veikindi þín hafi gefið okkur tíma til að undirbúa okkur fyrir fráfall þitt var þetta mikið áfall fyrir mig. Við áttum eftir að gera svo margt saman, t.d. ætlaðir þú að koma með mér í bíltúr og skoða verkstæðið mitt. Ég veit að það gladdi þig þegar ég sagði þér að verkstæðið væri í Kópavogi þ.e.a.s. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 365 orð

BJARNI JÓHANN GUÐMUNDSSON

BJARNI JÓHANN GUÐMUNDSSON Bjarni Jóhann Guðmundsson fæddist í Stykkishólmi 15. júlí 1919. Foreldrar hans voru Guðmundur Þórólfsson trésmiður, f. 18.1. 1887 í Litluhlíð á Barðaströnd, d. 17.11. 1921, og kona hans, Þorgerður Sigurðardóttir, f. 2.11. 1879 á Hellissandi, d. 14.12. 1964. Systkini Bjarna eru: Jónína, f. 3.11. 1902, d. 22.5. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 430 orð

Elís G. Viborg

Elís G. Viborg trésmíðameistari, sem nú hefur kvatt vini sína og vandamenn, var einstakur maður. Hógvær var hann og hjartahlýr, gekk hljóðlega um og vann verk sín af mikilli nákvæmni og með einstakri umhyggju. Það eru fáir menn sem ég þekki sem kalla mætti með sanni þúsundþjalasmiði en það var Elís vissulega. Lengi vann hann við trésmíðar, t.d. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 285 orð

Elís G. Viborg

Þú leiðir oss, Drottinn, að lindunum hreinu. Þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól. Um tíma þó syrti, þá bráðum aftur birtir, þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól. (Þýð. Óskar Ingimarsson.) Elís vinur okkar er kvaddur í dag. Hann fékk kærkomna lausn frá erfiðu veikindastríði, þar sem engin von var um bata. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 443 orð

Elís G. Viborg

Elís bróðir minn var einn af sex bræðrum fæddum á Flateyri við Önundafjörð, ásamt einni systur sem fædd var á Ísafirði. Foreldrar okkar voru hjónin María Hálfdánardóttir og Guðmundur Pétursson, trésmiður, og áttu þau heima á Ránargötu 5. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 451 orð

Elís G. Viborg

Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns. Hann var mikill sóma-, hugvits- og hagleiksmaður. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var gert af mikilli vandvirkni. Hann var trésmíðameistari að mennt og vann við það í mörg ár, en síðustu 23 árin vann hann við hugðarefnin sín, en það var að brýna. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 185 orð

Elís G. Viborg

Elsku afi, nú leggst þú í þína hinstu hvílu, þarft ekki að berjast lengur við lífið, sem þótti ekki ávallt létt. Við munum alltaf minnast þín sem yndislegs afa okkar. Þú varst alltaf svo flottur og fínn, leist alltaf jafn unglega út. Þú varst alltaf rólegur og yfirvegaður, það líkaði okkur vel, og var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn í Barmahlíðina. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 153 orð

Elís G. Viborg

Elsku afi, um leið og ég kveð þig alltof snemma langar mig að þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa mér, hvort sem það var að laga hjólið ef það sprakk á því eða eitthvað annað. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 272 orð

ELÍS G. VIBORG

ELÍS G. VIBORG Elís P.G. Viborg trésmíðameistari var fæddur á Flateyri við Önundarfjörð 27. júlí 1918. Hann lést á Landspítalanum að kvöldi 1. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Hálfdánardóttir, f. 28. október 1889, d. 14. febrúar 1980, og Guðmundur Pétursson, f. 10. mars 1891, d. 21. apríl 1993. Systkini hans eru: Guðrún Hagvaag, f. 12. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 498 orð

Gísli Guðmundsson

Við fráfall Gísla Guðmundssonar vörubílstjóra hverfur af sjónarsviði minnisstæður fulltrúi þeirrar stéttar vörubílstjóra í Hafnarfirði, sem setti svip á bæjarlífið á árum áður, en þeir önnuðust þá ýmsa þjónustu fyrir bæjarbúa og fyrirtæki. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 195 orð

GÍSLI GUÐMUNDSSON

GÍSLI GUÐMUNDSSON Gísli Guðmundsson fæddist í Reykjavík 26. júní 1916, en fluttist til Hafnarfjarðar 1920 frá Litla-Saurbæ í Ölfusi. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans, sem lengst áttu heima á Hverfisgötu 6 í Hafnarfirði, voru hjónin Guðrún Sigurðardóttir frá Króki í Ölfusi, f. 21. sept. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 297 orð

Grímur Pálsson

Látinn er í hárri elli móðurbróðir okkar, Grímur Pálsson frá Hjálmsstöðum í Laugardal. Í honum áttum við glaðan og góðan frænda sem okkur þótti öllum vænt um. Hann og kona hans, Helga Valtýsdóttir frá Seli í Landeyjum, koma mjög við sögu í kærustu bernskuminningum okkar. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 30 orð

GRÍMUR PÁLSSON

GRÍMUR PÁLSSON Grímur Pálsson fæddist á Hjálmsstöðum í Laugardal 13. apríl 1907. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 8. desember. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 572 orð

Jón Haraldsson

Árið 1951 hóf Jón Haraldsson búskap ásamt eiginkonu sinni, föðursystur okkar, Hildigunni Valdimarsdóttur, á Teigi í Vopnafirði. Þar bjuggu þau um skeið í tvíbýli með foreldrum okkar, Gunnari og Sólveigu, og var þá lagður grundvöllur að samvinnu og vináttu þessara fjölskyldna sem enst hefur ævilangt. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 129 orð

Jón Haraldsson

Er þú hverfur á braut til annarra heima vil ég þakka þér fyrir þau augnablik er við áttum saman. Þau skipti sem ég kom við á Einarsstöðum eða við hittumst af einhverju tilefni hjá dóttur þinni mætti ég þér sem barni náttúrunnar sem þú varst með sanni og er minning mín hæverska þín, þín glaða ásýnd og hreinleiki hugans. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 302 orð

JÓN HARALDSSON

JÓN HARALDSSON Jón Haraldsson fæddist 11. nóvember 1924 í Reykjavík. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 30. nóvember síðastliðinn, eftir mánðarlöng veikindi. Foreldrar hans voru hjónin Lára Jónsdóttir frá Grund í Eyjafirði, fædd 27. júní 1898, d. 16. ágúst 1960 og Haraldur Briem Björnsson fæddur 7. feb. 1902, d. 17. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 1024 orð

Páll A. Pálsson

Nú er afi Páll búinn að kveðja þennan heim, tuttugu árum á eftir ömmu Dísu. En þar sem tíminn er í mínum augum afstæður langar mig til að minnast þeirra beggja því ég kynntist þeim báðum vel. Amma og afi bjuggu alltaf í "Þormóðsbrekkunni" rétt fyrir ofan fótboltavöllinn ásamt pabba og bróður hans. Meira
9. desember 1998 | Minningargreinar | 146 orð

PÁLL Á. PÁLSSON

PÁLL Á. PÁLSSON Páll Ásgrímur Pálsson skipstjóri fæddist í Héðinsfirði 25. apríl 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 26. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Páll Þorsteinsson, sem lést í snjóflóði 12. apríl 1919, og Helga Erlendsdóttir. Páll átti eina systur, Soffíu, f. 20. febrúar 1917, d. 25. maí 1990. Meira

Viðskipti

9. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 112 orð

ÐUmtalsverð viðskipti með hlutabréf SÍF

UMTALSVERÐ viðskipti hafa átt sér stað með hlutabréf í SÍF hf. í vikunni eða fyrir alls kr. 20.705.000 að nafnverði. Á mánudag seldi Lífeyrissjóður verslunarmanna hlutabréf í félaginu að nafnverði 8 milljónir króna. Við söluna lækkaði eignarhlutur lífeyrissjóðsins um 1%, úr 5,09% í 4,09%. Þá sendu Framleiðendur ehf. Meira
9. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 247 orð

Financial Times fjallar um íslenskan snyrtivörumarkað

HEILDVERSLUN Halldórs Jónssonar hefur tryggt sér umboð fyrir framleiðsluvörur japanska snyrtiframleiðandans Shisheido hér á landi. Fjallað er um sókn Shisheido á mörkuðum í Evrópu í fjármálablaðinu Financial Times og segir að á Íslandi vaxi markaður fyrir kremvörur um 7% á ári. Meira
9. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 116 orð

GSM í Austurlöndum fjær

LANDSSÍMI Íslands hf. hefur að undanförnu gert reikisamninga við nokkur farsímafélög í Austurlöndum fjær og geta GSM-notendur í kerfi Landssímans nú notfært sér þjónustu þessara fyrirtækja. Í fréttatilkynningu kemur fram að frá og með 10. desember geta viðskiptavinir Landssímans notfært sér þjónustu Mandarin Communications Ltd., "SUNDAY" í Hong Kong. Meira
9. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 390 orð

Markaðsátak skilar tvöfaldri sölu á einu ári

SALA á fersku íslensku lambakjöti frá Kjötumboðinu/Goða í heilsubúðir í Bandaríkjunum hefur gengið vel í ár og hefur salan tvöfaldast frá því í fyrra þegar kjötið var fyrst kynnt á markaðnum. Árangurinn er að þakka öflugri markaðssetningu fyrirtækisins ytra síðastliðin tvö haust sem hófst með utanför Magnúsar Vers Magnússonar, fyrrverandi sterkasta manns heims, Meira
9. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 349 orð

Ný stjórn hyggst snúa taprekstri í hagnað

VÍSIR hf. í Grindavík hefur eignast 51% hlut í Búlandstindi hf. á Djúpavogi. Greint var frá kaupunum á aðalfundi Búlandstinds sem haldinn var í gær. Á fundinum kom fram að taprekstur varð á rekstrarári félagsins upp á rúmlega 194 milljónir króna og að skuldir jukust úr einum milljarði í rúmlega 1,6 milljarða. Fjórir nýir stjórnarmenn hafa tekið sæti í stjórn félagsins. Pétur H. Meira
9. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 189 orð

Samruni felldur á aðalfundi Skála

ÍSAK Ólafsson, sveitarstjóri á Þórshöfn, hefur verið kjörinn stjórnarformaður Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. Hann tekur við af Reinhard Reynissyni sem látið hefur af stjórnarstörfum í félaginu. Frá þessu var gengið á hluthafafundi á mánudag. Fyrir fundinum lá einnig tillaga um að sameina félagið Skálum ehf. Meira
9. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Samsung og Daewoo vilja losa sig við tugi deilda

Ríkisstjórn Suður-Kóreu reynir um leið að hrinda af stað endurskipulagningarherferð með því að tilkynna að fjölskyldureknar fyrirtækjasamsteypur (kallaðar chaebol) hygðust afla 58 milljarða dollara með erlendum fjárfestingum, fjármagnsaukningu og sölu eigna. Meira
9. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 200 orð

ScottishPower sækir til Bandaríkjanna

SCOTTISHPOWER, stærsta veitufyrirtæki Skotlands, hefur samið um kaup á bandarísku almenningsveitunni PacificCorp á vesturströnd Bandaríkjanna fyrir um 7,9 milljarða dollara í hlutabréfum, eða 553 milljarða íslenskra króna. Meira
9. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 371 orð

Skýrar leikreglur verða að gilda

HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands hf., telur að dómur Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu hafi leitt til réttaróvissu og geti haft truflandi áhrif á starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Hann segir þá skyldu hvíla á löggjafanum að eyða þessari óvissu hið fyrsta og telur afar brýnt að það verði gert fyrir árslok. Meira
9. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 426 orð

SPRON hækkar, Landsbanki og Íslandsbanki bjóða afturvirkt

Bankar og fjármálastofnanir héldu áfram í gær að bítast um kennitölur og kauprétt fólks í þeim tilgangi að kaupa út á hann hlut í Búnaðarbanka Íslands. Fjárvangur býður besta kaupgengið, eða 2,54, og á eftir því Handsal með 2,52, þá Kaupþing Norðurlands með 2,50. Í gær bættist SPRON í hóp næsthæstu bjóðenda, einnig með gengið 2,50. Meira
9. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 227 orð

Tal um lægri vexti styrkir stöðuna

TAL um óvenjumikla vaxtalækkun Englandsbanka í þessari viku styrkti stöðu brezkra hlutabréfa í gær og gróf undan gengi punds. Bati eftir lægsta olíuverð í 12 ár hafði jákvæð áhrif, en viðskipti voru treg vegna gætni út af efnahagsveikleikum og undirbúningi evrunnar. Fyrsta aukning atvinnuleysis í Þýzkalandi í tæpt ár jók áhyggjur af efnahagsvanda Evrópu og styrkti stöðu skuldabréfa. Meira

Fastir þættir

9. desember 1998 | Fastir þættir | 98 orð

A-V

Síðastliðinn fimmtudag var spilað fyrra kvöldið af tveim sjálfstæðum tvímenningskappleikjum í svonefndum aðventubrids. Árangur efstu para: N-S Leifur Kristjánsson ­ Heimir Tryggvason211 Freyja Sveinsdóttir ­ Sigríður Möller192 Þórður Björnss. ­ Birgir Örn Steingrímss.169 A-V Meira
9. desember 1998 | Fastir þættir | 431 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Bústaðakirkja. Kirkjustarf aldraðra. Síðasta samvera fyrir jól hefst í kirkjunni kl. 14. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Jólasamvera eldri borgara kl. 12. Meira
9. desember 1998 | Í dag | 285 orð

Á ÞRIÐJUDAG í síðustu viku, hinn 1. desember, minntumst við

Á ÞRIÐJUDAG í síðustu viku, hinn 1. desember, minntumst við Íslendingar þess með margvíslegum hætti að þann dag átti þjóðin 80 ára fullveldisafmæli. Hér í Morgunblaðinu birtist á sunnudag í síðustu viku merk grein eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing í tilefni þessara tímamóta og hinn 1. desember birtist fyrsta greinin af fjórum eftir Pál Þórhallsson blaðamann um fullveldi í 80 ár. Meira
9. desember 1998 | Fastir þættir | 138 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

Nú er aðeins ein umferð eftir í aðalsveitakeppninni og er skemmst frá því að segja að baráttunni um fyrsta sætið er lokið. Þar getur nú enginn skákað sveit Drafnar, en hins vegar eiga 5 sveitir möguleika á öðru eða þriðja sæti. Meira
9. desember 1998 | Fastir þættir | 66 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

ÞÁ ER tveimur umferðum lokið í barometernum og staðan hefir breyzt nokkuð. Staða efstu para er nú þessi: Heimir Tryggvason ­ Árni Már Björnsson706Gísli Tryggvason ­ Árni Már Björnss.706Jón Sigtryggsson ­ Skafti Björnsson691Flosi Ólafsson ­ Sigurður Ólafsson659Árni Halldórss. ­ Þorsteinn Sigurðss. Meira
9. desember 1998 | Fastir þættir | 141 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn

Dagana 28. október til 18. nóvember var haldinn fjögurra kvölda tvímenningur með þátttöku 16 para og var lokastaðan þessi: Í fyrsta sæti urðu Karl G. Karlsson, Gunnlaugur Sævarsson og Arnór Ragnarsson með 624 stig. Í öðru sæti urðu Jóhannes Sigurðsson, Gísli Torfason og Birkir Jónsson með 591 stig. Í þriðja sæti urðu Óli Þór Kjartansson og Kjartan Ólason með 562 stig. Meira
9. desember 1998 | Fastir þættir | 109 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Silfurstigamót á Eg

Laugardaginn 5. des. hélt Bridsfélag Fljótsdalshéraðs silfurstigamót í samvinnu við Pizza 67 á Egilsstöðum. Þátttaka var góð, 22 pör. Spilaður var barometer, 2 spil á milli para, og fór spilamennskan fram á Brúarloftinu. Pizza 67 styrkti mótið mjög myndarlega með pizzaveislu og gaf einnig mjög veglega gripi í verðlaun. Eftir mikla og spennandi baráttu urðu úrslitin þessi: Meira
9. desember 1998 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. maí í Glerárkirkju af sr. Gunnlaugi Garðarssyni Erla Björg Guðmundsdóttir og Mikael Jóhannesson. Heimili þeirra er að Litla-Garði, Akureyri. Meira
9. desember 1998 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. júlí í Akureyrarkirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Guðrún Skírnisdóttir og Kjartan Guðmundsson. Heimili þeirra er að Fróðasundi 9, Akureyri. Meira
9. desember 1998 | Dagbók | 709 orð

Í dag er miðvikudagur 9. desember, 343. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er miðvikudagur 9. desember, 343. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Afla þér visku, afla þér hygginda! Gleym eigi og vík eigi frá orðum munns míns! (Orðskviðirnir 4, 5.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss, Trinket og Reykjafoss fóru í gær. Meira
9. desember 1998 | Í dag | 637 orð

Jóladagatalið

Í GÆR hóf jóladagatalið göngu sína í Sjónvarpinu. Ég verð reyndar að játa að að mér læddist grunur þegar ég festi kaup á dagatalinu sjálfu, og jú, hér er á ferðinni endurtekið efni frá 1991. Með það í huga að umrætt dagatal er selt á tæpar 400 kr. sem renna til gerðar innlends dagskrárefnis fyrir börn, þá finnst mér þetta vægast sagt ódýr lausn. Meira
9. desember 1998 | Dagbók | 120 orð

Kross 1LÁRÉTT: 1 slæpast, 4 bind

Kross 1LÁRÉTT: 1 slæpast, 4 binda, 7 brennur, 8 svífum, 9 hnöttur, 11 hina, 13 forboð, 14 jurt, 15 gamall, 17 smáskip, 20 töf, 22 ferma, 23 hagvirkni, 24 synja, 25 vitlausa. Meira
9. desember 1998 | Í dag | 44 orð

Söknuður MIKIÐ sakna ég Elínar sem svaraði símanum á Sjúkrah

MIKIÐ sakna ég Elínar sem svaraði símanum á Sjúkrahúsinu Vogi og tók á móti mér þegar ég lagðist þar inn. Einlægni hennar og fallega brosið hennar hlýjaði manni innanbrjósts. Er ég viss um að margir alkóhólistar eru sammála mér. Við söknum þín Elín. Sjúklingur. Meira
9. desember 1998 | Dagbók | 3567 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

9. desember 1998 | Íþróttir | 184 orð

Anja sýknuð vegna ummæla um dómara

Æðsti dómstóll íþróttahreyfingarinnar í Noregi hefur fellt úr gildi eins mánaðar keppnisbann sem danska handknattleikskonan Anja Andersen var dæmd í á dögunum ­ vegna ummæla sem hún hafði um einn dómara í blaðaviðtali. Áður hafði dómstóll handknattleikssambandsins dæmt Önju í keppninsbann vegna ummæla sinna á þeim forsendum að hún hefði með þeim skaðað íþróttina. Meira
9. desember 1998 | Íþróttir | 813 orð

Celta gaf Liverpool engin grið á Anfield

Leikmönnum og stuðningsmönnum Liverpool varð ekki að ósk sinni að liðinu tækist að snúa slæmri stöðu upp í sigur í síðari leiknum við Celta Vigo á Anfield Road í gær. Spánverjarnir unnu verðskuldaðan 1:0 sigur og komust því í átta liða úrslit Evrópukeppni félagsliða á markatölunni 4:1. Ísraelsmaðurinn Haim Revivo skoraði eina mark leiksins á 57. Meira
9. desember 1998 | Íþróttir | 61 orð

Fjórtán á sjúkralista hjá Arsenal

ARSENAL getur ekki teflt fram fjórtán af sínum bestu leikmönnum er liðið mætir gríska liðinu Panathinaikos í Meistaradeild Evrópu í kvöld í Grikklandi. Meðal þeirra leikmanna sem eru á sjúkralista eða í leikbanni eru Tony Adams, Dennis Bergkamp, Nigel Winterburn, Lee Dixson, Ray Parlour, Patrik Vieira og Emmanuel Petit. Martin Keown og Remi Garde eru tæpir. Meira
9. desember 1998 | Íþróttir | 503 orð

Hleyp ekki og kjafta í karlinn

Bræðurinir Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl eru allir á samningi hjá einu og sama félaginu, Genk í Belgíu, en eiga enn eftir að leika saman í liði. Bjarni og Þórður hafa leikið saman í landsliðinu og þeir hafa hvor um sig leikið með Jóhannesi Karli, en aldrei allir þrír saman. Þeir segja að faðir þeirra, Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari, hafi haft mikil áhrif á þá sem knattspyrnumenn. Meira
9. desember 1998 | Íþróttir | 133 orð

Ísland mætir Ungverjalandi í Svíþjóð

ÍSLAND, Ungverjaland, Frakkland og Svíþjóð eru í A-riðli á heimsbikarmótinu í handknattleik sem fer fram 15. til 20. mars á næsta ári. Í B-riðli eru Noregur, Egyptaland, Þýskaland og Rússland. Keppnin fer fram í áttunda sinn og er um boðsmót að ræða, þar sem bestu liðum heims er boðin þátttaka, en árangur í heimsmeistarakeppninni er höfð til hliðsjónar í því efni. Meira
9. desember 1998 | Íþróttir | 219 orð

Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða

Evrópukeppni félagsliða Parma, Ítalíu: Parma - Glasgow Rangers3:1 Abel Balbo 47, Stefano Fiore 63, Enrico Chiesa 67. - vítasp. ­ Joerg Albertz 29. 22.000. Rautt spjald: Sergio Porrini, Rangers (45.). Parma vann samtals 4:2. Bologna, Ítalíu: Real Betis - Bologna1:0 Oli Alvarez 3. Meira
9. desember 1998 | Íþróttir | 14 orð

Körfuknattleikur 1. deild kvenna

Körfuknattleikur 1. deild kvenna UMFN - KR31:87 Handknattleikur Bikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit: Víkingur - Í Meira
9. desember 1998 | Íþróttir | 450 orð

ROY Hodgson sem rekinn var frá Blac

ROY Hodgson sem rekinn var frá Blackburn á dögunum er nú orðaður við þýska liðið Stuttgart. DEAN Saunders, landsliðsmaður Wales, sem lék með Sheff. Utd., er farinn til portúgalska liðsins Benfica. Meira
9. desember 1998 | Íþróttir | 3454 orð

Skagaþrenningin á enn eftir að leika saman í liði

Bræðurnir frá Akranesi, Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir eru allir á samningi hjá Genk í Belgíu Skagaþrenningin á enn eftir að leika saman í liði Meira
9. desember 1998 | Íþróttir | 119 orð

Skíðaferill Seizingers á enda?

ÞÝSKA skíðadrottningin Katja Seizinger verður ekki með í heimsbikarkeppninni í vetur og heldur ekki á heimsmeistaramótinu í Vail í febrúar. "Þetta keppnistímabil er búið hjá mér," sagði Seizinger í gær. Hún varð tvöfaldur ólympíumeistari í Nagano og sigraði í heimsbikarkeppninni samanlagt síðasta vetur. Hún hefur unnið á 36 heimsbikarmótum. Meira
9. desember 1998 | Íþróttir | 131 orð

Wenger semur til 2002

ARSENE Wenger, hinn franski framkvæmdastjóri Englands- og bikarmeistara Arsenal, hefur skrifað undir nýjan samning við liðið sem gildir til ársins 2002. Wenger gerðist stjóri Arsenal í september 1996 og hefur síðan náð frábærum árangri með liðið. Meira

Úr verinu

9. desember 1998 | Úr verinu | 114 orð

BJÖRG JÓNSDÓTTIR ÞH ÚR BREYTINGUM

BJÖRG Jónsdóttir ÞH kom til heimahafnar á Húsavík fyrir skömmu eftir viðamiklar breytingar í skipasmíðastöðinni Nausta í Gdynia í Póllandi. Skipið var lengt um 12 metra miðskips. Eftir lenginguna verður lest skipsins þrískipt og einangruð fyrir ísfisk. Á milliþilfari verður einnig til sérstakt rými fyrir löndunardælu, ísvél og kæli- og loftpressur. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 754 orð

Eftirspurn eftir nílaraborra fer vaxandi í Evrópulöndum

INNFLUTNINGUR á nílaraborra til Evrópu hefur vaxið mikið á síðustu árum og eftirspurnin fer vaxandi. Kemur hann að mestu leyti frá Austur-Afríku og er farinn að skipta töluverðu máli í efnahagslífi sumra ríkja þar. Það var þeim því mikið áfall þegar Evrópusambandið ákvað á síðasta ári að banna innflutning á ferskum fiski þaðan vegna kólerufaraldurs. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 120 orð

Eldisþorskur til sölu

VERSLANAKEÐJAN Tesco setti eldisþorsk á markað í Bretlandi í nóvember og er það í fyrsta sinn sem eldisþorskur er seldur í smásölu þar í landi. Tesco flutti inn 30 tonn af þriggja ára gömlum eldisþorski frá Noregi. Meðalþyngd þorsksins var 2,7 kíló. Eldisþorskurinn er seldur í 50 verslunum í Lundúnum og nágrenni. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 78 orð

Endurbótum frestað á Nýja-Sjálandi

STJÓRN Nýja-Sjálands hyggst fresta gildistöku breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem miða að því að sjávarútvegurinn axli ábyrgð á stjórnun kerfisins. Frestinn á að nýta til þess að leyfa almenningi að koma á framfæri athugasemdum við tillögurnar. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 175 orð

ESB leggur til minni afla

TILLÖGUR ráðgjafanefndar Evrópusambandsins (ESB) um fiskveiðistjórnun árið 1999 kveða á um meiri niðurskurð í heildarafla en undanfarin ár, en þær liggja til grundvallar ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um leyfilegan heildarafla á næsta ári. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 79 orð

Færeyingar fá auknar heimildir

STJÓRNVÖLD í Noregi og Færeyjum náðu á mánudag samkomulagi um kvóta Færeyinga í norskri fiskveiðilögsögu á næsta ári, að því er kemur fram í skeyti frá fréttastofunni Ritzau. Samkvæmt samkomulaginu fá Færeyingar að veiða mun meira af svokölluðum rússakvóta sínum í norskri landhelgi á næsta ári. Þorskkvóti þeirra verður 4.000 tonn en á yfirstandandi ári er hann 1.500 tonn. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 336 orð

Hrókeringar hjá SVN

Í NÝJASTA fréttabréfi Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað (SVN) er sagt frá mannabreytingum á skrifstofunni og nokkrir starfsmenn kynntir. GUÐNÝ Bjarkadóttir hefur tekið við starfi skrifstofustjóra en Þórður M. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 83 orð

"HRÆRARAR" HJÁ BORGEY

ÞEIR Þórir Snorrason og Wiktor W. Baranowski, starfsmenn Borgeyjar hf. á Hornafirði, eru sérlegir "hrærarar" síldarvinnslu fyrirtækisins. Í saltsíldarverkun þarf reglulega að hræra í körunum til að forðast vanverkunarbletti og samlímingu og til að tryggja jafnan pækilstyrk. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 1255 orð

"Höfum alltaf verið sjálfum okkur nógir"

ÚTGERÐAR- og fiskvinnslufyrirtækið Skinney hf. á Höfn í Hornafirði var stofnað árið 1968. Fyrirtækið var eingöngu í útgerð fram til ársins 1987 þegar það hóf fiskverkun sem hefur síðan þá verið sífellt stærri þáttur í rekstri fyrirtækisins. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 171 orð

Leyfilegur heildarafli ESB minnki mikið

TILLÖGUR ráðgjafanefndar Evrópusambandsins (ESB) um fiskveiðistjórnun árið 1999 kveða á um meiri niðurskurð í heildarafla en undanfarin ár, en þær liggja til grundvallar ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um leyfilegan heildarafla á næsta ári. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 324 orð

Mikil umsvif í Alaska

VIÐVARANDI skortur er á þorski á mörkuðunum og engar líkur eru á, að á því verði mikil breyting á næstu árum. Hér við Ísland hefur stofninn þó verið í vexti en mikill niðurskurður hefur verið boðaður í Barentshafi og ekkert bendir til, að þorskstofninn við Nýfundnaland sé að rétta úr kútnum. Ekki þarf heldur að hafa mörg orð um ördeyðuna í Norðursjó. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 148 orð

Minna af ferskfiski til Breta

INNFLUTNINGUR Breta á ferskum fiski hefur dregist nokkuð saman á þessu ári. Á fyrstu 8 mánuðum ársins nam innflutningurinn samtals um 49 þúsund tonnum, samanborið við 52 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Er þá átt við allar tegundir utan skelfisks. Bretar kaupa mest af ferskum fiski af Færeyingum eða um 15 þúsund tonn á þessu ári. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 153 orð

Minna af frystum fiski til Breta

INNFLUTNINGUR Breta á frystum fiski dróst nokkuð saman á fyrstu 8 mánuðum ársins eða alls um 12 þúsund tonn. Alls fluttu Bretar inn um 120 þúsund tonn af frystum fiski á tímabilinu, samanborið við rúm 132 þúsund tonn á sama tíma á síðasta ári. Norðmenn eru hvað stórtækastir allra þjóða í sölu frosinna afurða til Bretlands. Til ágústloka fluttu Norðmenn samtals um 34. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 154 orð

Mótmælir stjórnun skelfiskveiða

FUNDUR haldinn í stjórn Verkalýðsfélagsins Fram, Skagafirði, lýsir þungum áhyggjum yfir því atvinnuástandi sem er að skapast á Hofsóssvæðinu, m.a. vegna þess að báti þaðan er meinað að stunda skelfiskveiðar á miðum við Hornstrandir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fram. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 152 orð

Noregur og ESB semja

NOREGUR og Evrópusambandið hafa náð samkomulagi um gagnkvæmar veiðiheimildir innan lögsögu beggja aðila. Litlar breytingar eru frá gildandi samkomulagi fyrir þetta ár, en þó verður um niðurskurð í heildarafla á þorski og ýsu að ræða. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 127 orð

Ný flotbryggja í Ólafsvík

VERIÐ ER að taka í notkun nýja aðstöðu fyrir smábáta í Ólafsvíkurhöfn en nýverið var sett niður 40 metra flotbryggja við suðurgarðinn. Flotbryggjan mun bæta mjög alla aðstöðu fyrir bátana í höfninni en við hana verða leigð út 20 legupláss. Mögulegt er að lengja bryggjuna um 20 metra og fást þá 12 pláss til viðbótar. Á bryggjuna verður settur upp búnaður til rafmagnssölu. Króli ehf. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 402 orð

Nýtt hafrannsóknaskip í smíðum í Chile

HAFIN er smíði nýs hafrannsóknaskips fyrir Íslendinga í skipasmíðastöðinni Asmar í Chile, en áætlað er að verkinu ljúki í september á næsta ári. Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Hafrannsóknastofnunar, var á ferð í Chile nýverið og við það tækifæri smellti Magnús Þór Hafsteinsson af honum mynd við skrokk hins nýja skips, sem er óðum að taka á sig mynd, eins og sjá má. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 157 orð

Perústjórn kynnir fimm ára áætlun

RÍKISSTJÓRN Perú hefur lagt fram áætlun um stjórnun fiskveiða og sjálfbærar veiðar til fimm ára, eða til 2003, að því að greint er frá í Fishing News. Ludwig Meier, sjávarútvegsráðherra, hefur lagt land undir fót að kynna forráðamönnum í sjávarútvegi í Perú hina nýju áætlun og fá viðbrögð þeirra við henni. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 74 orð

Rafbjörg selur vinnuflotgalla

RAFBJÖRG hefur hafið sölu á vinnuflotgöllum frá Sundridge í Englandi. Gallarnir eru sérstaklega léttir, 100% vatnsheldir og hafa verið vinsælir í Englandi og Skandinavíu undanfarin ár. Hægt er að fá gallana sem samfesting eða jakka og buxur. Rafbjörg er einnig með ýmsan annan fatnað frá Sundridge eins og snjósleðagalla og kuldasamfestinga. Hægt er að fá gallana úr öndunarefni sem hleypir út raka. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 240 orð

Saltfiskverkunin Snoppa tekur til starfa í Ólafsvík

NÝVERIÐ hóf starfsemi í Ólafsvík ný saltfiskverkunarstöð. Stöðin heitir Snoppa og dregur nafn sitt af bæjarhlutanum sem næstur er elsta hafnarsvæðinu við norðurgarð. Þar var íbúðarbyggð hér áður en síðar eitt helsta athafnasvæði bæjarins. Það er Snoppa ehf. sem rekur fiskverkunina en aðaleigendur hennar eru Kristján Krisjánsson, Agnar og Sigtryggur Hafsteinssynir og Hafsteinn Engilbertsson. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 230 orð

Smjörsteiktur þorskur

AÐ ÞESSU sinni er það Þráinn Júlíusson, matreiðslumaður á veitingahúsinu Rauðará-steikhús, sem leggur lesendum Versins til uppskrift af smjörsteiktum þorski með eggaldinmauki og ferskum aspas. Þorskurinn hefur jafnan verið nokkuð vanmetinn matfiskur og oftar en ekki etinn sigin eða saltaður. Þráinn sannar hér að sá guli er ekki síðri á bragðið en blessuð ýsan eða lúðan. Uppskriftin er fyrir 4. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 327 orð

Spurn eftir frystri síld hvergi nærri annað

MUN minna verður flutt út af frystri síld á þessu ári en í fyrra vegna lítillar veiði á vertíðinni. Útflutningur Íslenskra sjávarafurða hf. á frystri síld það sem af er árinu nemur aðeins 10% af því sem flutt var út á síldarvertíðinni í fyrra. Hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna nær framleiðslan ekki helmingi þess magns sem fryst hafði verið á sama tíma í fyrra. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 113 orð

Svalbarði SI úr endurbótum

SKIP Siglfirðings ehf., Svalbarði SI, kom til heimahafnar á Siglufirði fyrir skömmu eftir gagngerar endurbætur. Af því tilefni var bæjarbúum boðið að skoða skipið og þiggja veitingar áður en skipið hélt á miðin, að þessu sinni á þorskveiðar. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 51 orð

TROLLIÐ BÆTT

ÞEIR höfðu snör handtök, skipverjarnir á togaranum Klakki SH, þegar trollið kom inn rifið á dögunum og bætti þá hver sem vettlingi gat valdið. Grænjaxlarnir fengu síðan að taka í eina og eina kríulöpp. Trollbætingar eru mikil vísindi en þar skapar æfingin meistarann eins og í öðru. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 1300 orð

"Verðum að laga okkur að náttúrusveiflum"

SÍLDIN hefur löngum sett svip sinn á atvinnulífið í byggðarlögum Austanlands. Borgey hf. í Hornafirði hefur síðustu ár verið ein helsta síldarvinnslustöð landsins. Eftir mikla fjárhagslega endurskipulagningu á árinu 1993 lögðu stjórnendur fyrirtækisins áherslu á að vinna uppsjávarfisk og saltfisk. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 156 orð

Verkaður fiskur

BRETAR flytja tiltölulega lítið inn af verkuðum sjávarafurðum en til ágústloka nam þessi innflutningur samtals um 1.500 tonnum. Það er lítið eitt minna magn en á sama tíma síðasta árs þegar innflutningurinn nam um 1.600 tonnum. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 164 orð

Vilja selveiðar í íslenskri landhelgi

SAMTÖK útgerðarmanna í Noregi (Fiskbatredernes Forbund) hafa farið fram á að norsk stjórnvöld fari þess á leit við íslensk stjórnvöld að leyfi fáist til selveiða á rekís innan landhelgi Íslands. Erindi þessa efnis hefur verið sent sjávarútvegsráðuneyti Noregs. Meira
9. desember 1998 | Úr verinu | 354 orð

Þokkalegt á línuna

"ÞAÐ HEFUR gengið vel á línunni og skipin fengið upp undir 15 tonn á dag," sagði Örn Þ. Þorbjörnsson, skipstjóri á Garðey SF, en hann var á línuveiðum í Kolluál þegar Verið spjallaði við hann um aflabrögðin í gær. "Aflinn hefur verið þokkalega vel ýsublandaður og fiskurinn góður. Við fengum 75 tonn í síðasta túr eftir fimm og hálfan sólarhring á veiðum. Meira

Ýmis aukablöð

9. desember 1998 | Dagskrárblað | 112 orð

Af einni strönd á aðra

CARMEN Electra er nú á fullu að undirbúa flutning af einni ströndinni á þá næstu. Leikkonan sem íklæddist sundbol og bjargaði mönnum í þáttunum Strandverðir sem sýndir eru í Sjónvarpinu hefur ákveðið að ganga til liðs við annan sjónvarpsþátt sem einnig hefur strandlíf að yrkisefni. Nýi þátturinn heitir "Hyperion Bay" og mun Electra leika dóttur tölvuforstjóra sem kallar ekki allt ömmu sína. Meira
9. desember 1998 | Dagskrárblað | 109 orð

Borgaði Scrooge of mikið?

ROGER Daltrey segir að Tim litli í Jólaævintýri Dickens hafi það bara nokkuð náðugt. Daltrey, sem var áður söngvari rokksveitarinnar The Who, fer með hlutverk Scrooge í leikriti eftir sögunni og segir að hún minni sig á fátækt sína í æsku. Meira
9. desember 1998 | Dagskrárblað | 145 orð

Dauð kona á snaga ófyndin

PETER Berg úr Chicago-sjúkrahúsinu er búinn að fá sig fullsaddan á spítalalífinu. "Ég ætla að hætta í þáttunum í janúar," segir Berg sem er 36 ára og hefur leikið lækninn Billy Kronk síðan árið 1995. Hann er þó ekki horfinn af sjónarsviðinu því hann skrifar handrit að og leikstýrir "Very Bad Things" sem frumsýnd verður í næsta mánuði í Bandaríkjunum. Meira
9. desember 1998 | Dagskrárblað | 170 orð

Ekki fyrir góðlegasta andlitið

BAMBA-verðlaunin fyrir árið 1998 voru veitt í Karlsruhe í Þýskalandi fyrir skömmu. Verðlaunin eru ekki veitt fyrir góðlegasta andlitið eða ljúfustu framkomuna þótt það gæti maður haldið af nafngiftinni. Verðlaunin þykja ein þau merkilegustu í fjölmiðlaheiminum í Evrópu og eru veitt verðlaun í fjölmörgum flokkum. Meira
9. desember 1998 | Dagskrárblað | 87 orð

Hemmi Gunn í beinni

HEMMI Gunn var nýlega með beina útsendingu frá Egilsstöðum. Hún var liður í sunnudagsdagskrá sem Hemmi verður með á Bylgjunni í vetur. Útsendingin fór fram á Hótel Héraði og var Hemmi í samstarfi við nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum og Félag eldri borgara en þeir voru gestir hans í útsendingarsalnum. Meira
9. desember 1998 | Dagskrárblað | 471 orð

Kúnstin er hrokaleysi

SIGGI HALL er alltaf jafnvinsæll sjónvarpsmaður og birtist hann aðdáendum sínum fyrir jólin og á nýju ári. Í desember verða sýndir tveir jólaundirbúningsþættir með kappanum á Stöð 2, en þeir eru báðir endursýndir. Annar fjallar um konfektgerð og hinn um rjúpur og laufabrauðsútskurð í Þingeyjarsýslu. Meira
9. desember 1998 | Dagskrárblað | 160 orð

Leit að fjarstýringu

SÓDÓMA Reykjavík er gamanmynd Óskars Jónassonar sem styttir Íslendingum stundir á Þorláksmessu á Bíórásinni. Hún fjallar á gráglettinn hátt um leit græskulauss pilts að sjónvarpsfjarstýringu sem móðir hans má ómögulega án vera. Umdeildur nóbelshöfundur Meira
9. desember 1998 | Dagskrárblað | 317 orð

Mikill heiður

LEIKKONAN Erla Ruth Harðardóttir er mörgum gamalkunn. Hún hefur ekki látið mikið á sér bera undanfarið, en skýtur nú skyndilega upp kollinum í Spaugstofunni. Eins og sjónvarpsáhorfendur hafa tekið eftir hafa tveir spaugarar bæst í hópinn, og það kvenkyns, en fyrir valinu urðu Erla Ruth og nýútskrifaða leikkonan Linda Ásgeirsdóttir. Meira
9. desember 1998 | Dagskrárblað | 87 orð

Sandler í launaflokki Carrey

ADAM Sandler sló í gegn í Brúðkaupssöngvaranum og nýjasta mynd hans Vatnsdrengurinn þar sem hann er hlaupatík fyrir hafnaboltalið en reynist sjálfur búa yfir miklum hæfileikum varð enn vinsælli. Hann er því á góðri leið með að komast í flokk launahæstu leikara í Hollywood. Hann fær 12,5 milljónir dala fyrir næstu mynd, Nicky litla, og enn hærri upphæð þá mynd sem fylgir í kjölfarið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.