Greinar laugardaginn 19. desember 1998

Forsíða

19. desember 1998 | Forsíða | 155 orð

Gos í Grímsvötnum ógnar ekki mannvirkjum

GOS hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli í gærmorgun, á sama stað og gaus 1983 og 1934. Gosið nú er talið mun stærra en 1983. Mökkinn frá eldstöðvunum lagði í allt að 10 km hæð. Ekki er talin hætta á svo miklu hlaupi úr Grímsvötnum, að ógnað geti mannvirkjum á Skeiðarársandi. Meira
19. desember 1998 | Forsíða | 154 orð

Hillary hvetur til sátta

HILLARY Rodham Clinton, eiginkona Bills Clintons Bandaríkjaforseta, bað manni sínum griða í gær, í þann mund er umræður hófust í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um fjórar ákærur á hendur forsetanum sem leitt gætu til embættismissis. Hvatti hún þingmenn til sátta og bað þá að láta af "sundurlyndisanda". Meira
19. desember 1998 | Forsíða | 452 orð

Saddam segist ekki gefa eftir

SADDAM Hussein, leiðtogi Íraks, lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi í gær að Írakar myndu hvorki "semja né krjúpa" fyrir kröfum Sameinuðu þjóðanna um að fá að stunda vopnaeftirlit í Írak. Hvatti hann þjóð sína til að standa saman gegn "útsendurum Satans". Nokkrum stundum síðar hófust árásir Bandaríkjamanna og Breta á Írak að nýju, þriðja daginn í röð. Meira

Fréttir

19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

2,6 milljarða afgangur

MEIRIHLUTI fjárlaganefndar Alþingis gerir ráð fyrir því að tekjuafgangur ríkissjóðs á næsta ári verði um 2,6 milljarðar í stað 1,9 milljarða eins og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1999 frá því í haust. Meira
19. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 523 orð

50 milljónir í ferðir á ári

ÞORVALDUR Ingvarsson, lækningaforstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, segir að forsvarsmenn sjúkrahússins hafi góða von um að barnadeild þess flytji í nýbyggingu, sem reist hefur verið sunnan núverandi húsa, næsta haust. Samkvæmt áætlun, sem reyndar hefur ekki formlega verið breytt hefði barnadeildin átt að flytja í ný húsakynni 2. janúar næstkomandi. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1309 orð

Aflahlutdeild og veiðiheimild notuð á víxl í lögum 1990

FYRSTA umræða um tvenn stjórnarfrumvörp sem lögð voru fram vegna dóms Hæstaréttar nýverið hófst á Alþingi í gærmorgun. Var búist við að hún stæði langt fram eftir kvöldi. Um er að ræða annars vegar breytingu á lögum um fiskveiðistjórnun en niðurstaða réttarins var sú að lögin stæðust ekki jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 294 orð

Athugasemd frá Landssímanum

EFTIRFARANDI athugasemd hefur borist Morgunblaðinu frá Landssímanum: "Í grein Morgunblaðsins um samkeppni í millilandasímtölum, sem birtist síðastliðinn fimmtudag, eru tvö atriði, sem þarfnast leiðréttingar. Í fyrsta lagi er haft eftir Þórólfi Árnasyni, forstjóra Tals, að í gangi sé "ákveðið ferli til þess að semja um aðgang fyrirtækisins að dreifikerfi Landssímans, þ.e. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 471 orð

Á leið í nýtt óróatímabil

GOSVIRKNIN undanfarin ár í Vatnajökli gefur vísbendingu um að nýtt óróatímabil gosstöðva undir Vatnajökli sé að hefjast, að sögn Guðrúnar Larsen jarðfræðings á Raunvísindastofnun. Gosið nú er hið sextugasta í röð gosa sem örugglega er vitað um á Grímsvatnakerfinu síðan 1200. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 340 orð

Ekki líkur á stóru hlaupi

GOSIÐ í Grímsvötnum í Vatnajökli hélst nokkuð stöðugt fram eftir degi í gær, og var gosmökkurinn álíka stór klukkan 16.30 og hann var um morguninn. Lögregla og Vegagerðin stóðu vakt beggja vegna brúarinnar yfir Skeiðará í nótt. Vatnshæð í Skeiðará breyttist ekkert í gærkvöldi og eru ekki taldar líkur á hlaupi, sem ógni mannvirkjum. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 344 orð

Eldingum laust niður í gosmökkinn

Eldingum laust niður í gosmökkinn GOSMÖKKURINN frá Grímsvötnum náði yfir 10 km hæð í gær. Aska, gufa og íshröngl þeyttust hátt í loft upp og öðru hverju laust eldingum niður í gosmökkinn. Hins vegar sást ekki hraun koma frá eldstöðvunum. Meira
19. desember 1998 | Erlendar fréttir | 927 orð

Eyðilögðu skýli fyrir fjarstýrðar flugvélar

BANDARÍKJAMENN og Bretar sögðu í gær að árásir þeirra á skotmörk í Írak hefðu valdið verulegu tjóni á hernaðarmannvirkjum og vígvélum Saddams Husseins Íraksforseta. Bretar sögðu að breskar herþotur hefðu m.a. eyðilagt skýli fyrir fjarstýrðar flugvélar sem hefðu verið hannaðar til að bera efna- og sýklavopn í árásum á nágrannaríki Íraks. Meira
19. desember 1998 | Erlendar fréttir | 86 orð

"Eyðimerkurrefurinn" hvorki tófa né Rommel HVORKI er það tófan se

"Eyðimerkurrefurinn" hvorki tófa né Rommel HVORKI er það tófan seiga né hinn goðsagnakenndi hershöfðingi sem stýrði hersveitum Þjóðverja í Norður-Afríku í heimsstyrjöldinni síðari, sem gaf yfirstandandi hernaðaraðgerð í Írak nafnið sem hún ber í gögnum herja Bandaríkjanna og Bretlands, "Eyðimerkurrefur". Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Face flytur

VERSLUNIN Face hefur flutt í nýtt húsnæði á Laugavegi 39 en verslunin var áður til húsa í Kringlunni. Face er sérverslun með förðunarvörur fyrir fagfólk sem og áhugafólk um förðun. Verslunin veitir þjónustu um val á förðunarvörum og býður upp á alla almenna förðun sem og litgreiningu. Face rekur einnig Förðunarskóla Face. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Fordæma loftáraásir

SAMTÖK herstöðvaandstæðinga fordæma harðlega loftárásir Breta og Bandaríkjamanna á Írak. Í fréttatilkynningu segir: "Þessar loftárásir eru beint framhald viðskiptabannsins og bitna eins og það fyrst og fremst á almenningi í landinu auk þess sem þær valda spennu milli ríkja og þjóða og stofna heimsfriðnum í hættu. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Fordæma loftárásir á Írak

UNGIR sósíalistar fordæma loftárásir Bandaríkjanna og Bretlands á Írak og krefjast þess að þær verði stöðvaðar strax, "vopnaeftirliti" verði hætt og fullveldi Íraks virt, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir að þeir krefjist þess að ríkisstjórn Íslands hætti að styðja árásir á Írak. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 728 orð

Forvarnastarfið mikilvægt

UNDANFARNA haustmánuði hafa Almannavarnir ríksins staðið fyrir fjórðungsfundum m.a. til þess að kynna nýtt innra skipulag stofnunarinnar. Almannavarnir ríksins hafa starfað síðan árið 1962. Fyrst var starf þeirra eingöngu í sambandi við hernaðarvá, en árið 1985 var lögunum breytt þannig að nú taka Almannavarnir ríkisins einnig til náttúruhamfara og á annarri vá. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 327 orð

Framlag ríkis til kvikmyndagerðar aukið

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra undirrita í dag, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, samkomulag við fimm helstu hagsmunafélög í kvikmyndagerð um að efla íslenska kvikmyndagerð á næstu árum. Í því felst meðal annars að framlag ríkisins til Kvikmyndasjóðs hækkar um 40 milljónir á milli ára, frá því í ár og fram á það næsta. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 448 orð

Framleiðendur tapa um 100 milljónum króna

SÖLUSAMTÖKIN hafa að undanförnu getað selt nokkuð af frystri loðnu frá síðustu vertíð á Rússlandsmarkaði. Vegna gengisfalls rúblunnar hefur verðið verið 25-40% lægra í dollurum en fékkst í vor. Áætla má að framleiðendur innan stóru sölusamtakanna, Íslenskra sjávarafurða og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, verði af hátt í 100 milljónum kr. vegna verðlækkunarinnar eins og staðan er nú. Meira
19. desember 1998 | Erlendar fréttir | 253 orð

Færeyjar fá nýjan samning við ESB

Eftir samningaviðræður í Þórshöfn milli færeyskra embættismanna og fulltrúa frá ESB hefur ESB fellt niður þær hömlur á innflutning frá Færeyjum sem ekki töldust í samræmi við ákvæði reglna Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) um viðskiptafrelsi. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 442 orð

Galsi frá Sauðárkróki metinn á 14 milljónir

Íhuga að kaupa sér hlut í stóðhesti Galsi frá Sauðárkróki metinn á 14 milljónir ÞRJÚ hrossaræktarsambönd eru með drög að samningi um kaup á stóðhestinum Galsa frá Sauðárkróki til skoðunar en hann er í eigu Þjóðverjans Andreasar Trappe og Baldvins Ara Guðlaugssonar. Meira
19. desember 1998 | Landsbyggðin | 93 orð

Gangasöngur í Grunnskólanum í Hveragerði

Gangasöngur í Grunnskólanum í Hveragerði Hveragerði-Sá skemmtilegi siður hefur lengi verið við lýði í Grunnskólanum í Hveragerði að nemendur safnast saman einu sinni á dag í miðrými skólans og syngja jólalög á aðventunni. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 32 orð

Gosmyndir á mbl.is

Gosmyndir á mbl.is Á VEF Morgunblaðsins á Netinu er nú að finna sýningu á ljósmyndum af gosinu í Grímsvötnum í Vatnajökli. Á vefnum er einnig fréttasamantekt af gosinu og fréttir frá eldsumbrotunum 1996. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 517 orð

Gosmökkurinn sást víða

GOSMÖKKURINN frá eldgosinu í Grímsvötnum sást víða af landinu í gær, enda voru veðurskilyrði hagstæð. Talið er að mökkurinn hafi náð 10-11 kílómetra hæð í gær. Mökkurinn sást vel úr hæstu blokkum í Reykjavík. Hann sást úr Borgarfirði, sunnan af Faxaflóa og um allt sunnanvert landið. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 463 orð

Heldur fótgangandi til Danmerkur en í lest

Daginn eftir lestarslysið í Noregi Heldur fótgangandi til Danmerkur en í lest Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. "DAGURINN hefur verið bölvanlegur," segir Sveinn Guðmundsson, sem í fyrradag lenti í lestarslysi í Noregi ásamt þremur börnum sínum. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Hellir með átak í kvennaskák

TAFLFÉLAGIÐ Hellir mun á næstunni standa fyrir sérstöku átaki til að efla skákþátttöku stúlkna og kvenna. Átakið hefst á Jólapakkamóti Hellis, sem haldið verður sunnudaginn 20. desember kl. 14 í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1. Þar verður tekið á móti skráningu stúlkna og kvenna í félagið. Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í mótinu til að skrá sig til þátttöku í þessari nýju starfsemi. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1834 orð

Hrogn í hringiðu einkavæðingar

GENGI á hlutabréfum sem selja á starfsmönnum fyrirtækisins Stofnfisks hf. við einkavæðingu þess hefur verið nefnt 1,4. Samkvæmt útreikningum Lúðvíks Bergvinssonar alþingismanns, sem gagnrýnt hefur aðdraganda einkavæðingarinnar, er það gengi tvöfalt á við það sem upphaflega var ákveðið á fyrirtækið þegar átti að einkavæða það í sumar. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 342 orð

Hvað um flutning annarra stofnana

RAGNAR H. Hall hæstaréttarlögmaður, sem flutti mál starfsmanns Landmælinga fyrir Hæstarétti, segir að nú liggi fyrir dómur Hæstaréttar um að ákvörðunin um flutning Landmælinga til Akraness sé ólögmæt og þar af leiðandi eigi umhverfisráðherra næsta leik í stöðunni. Meira
19. desember 1998 | Landsbyggðin | 59 orð

Íþróttaskólabörn á Blönduósi í jólafrí

Blönduósi-Börnin eru þessa daganna að fara í jólafrí frá skólanum. Það verður líka frí í Íþróttaskóla ungmennafélagsins Hvatar á Blönduósi sem Berglind Björnsdóttir íþróttakennari hefur haft umsjón með í vetur fyrir tíu ára krakka og yngri. Í síðasta íþróttatíma fyrir jól gerðu krakkarnir sér dagamun, settu upp jólasveinahúfur og fengu jólasveina í heimsókn. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Jólaball Bjarnarins

JÓLABALL Bjarnarins, skautafélags, verður haldið í Skautahöllinni sunnudaginn 20. desember kl. 18.30­20. Á dagskrá verður m.a. listskautasýning og jólasveinar koma í heimsókn. Aðgangseyrir er 400 kr. og innifalið í verðinu er pizza og gosdrykkur. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Jóladagskrá í Húsdýragarðinum

Í FJÖLSKYLDU- og húsdýragarðinum verður margt um að vera um helgina. Á laugardaginn 19. desember kl. 13 spila ungir meðlimir úr Harmonikufélagi Reykjavíkur jólalög og um sama leyti hefst Sigurður Gíslason, matreiðslumaður í Perlunni, handa við að skera út listaverk úr ís. Kl. 14 leikur Lúðrasveitin Svanur nokkur jólalög og kl. 15 mætir Skyrjarmur. Á sunnudaginn 20. Meira
19. desember 1998 | Landsbyggðin | 63 orð

Jólagjafir til Bosníu

Grundarfirði-Börn í leikskólanum í Grundarfirði komu ásamt leikskólakennrum í Vöruflutningamiðstöð Ragnars og Ásgeirs að afhenda jólapakka til barna í Bosníu. Ragnar og Ásgeir munu flytja pakkana fyrir eigin reikning til Reykjavíkur, en þaðan fara þeir til jólasveinsins á Akureyri, sem flýgur með þá suður í Evrópu. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Jólasveinar dreifa jólatrjám fyrir skáta

HJÁLPARSVEIT skáta í Garðabæ hefur fengið vaska jólasveina til liðs við sig til að dreifa jólatrjám heim til viðskiptavina sinna á tröllauknum hjálparsveitarbílum. Í fréttatilkynningu segir að Hjálparsveit skáta í Garðabæ fjármagni starfsemi sína með sölu á jólatrjám og flugeldum. Meira
19. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Jólatónar, kirkjan opin frá kl. 18 í dag, laugardag og fram eftir kvöldi, hljóðfæraleikur, einsöngur, kórsöngur, ljóð og sögur. Allir velkomnir. Jólatré sunnudagaskólans verður í Safnaðarheimili kl. 11 á morgun, sunnudag. Guðsþjónusta kl. 17 á sunnudag, Kór Lundarskóla syngur í messunni, stjórnandi Elínborg Loftsdóttir. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Krossgátubókin komin út

ÚT er komin Krossgátubók ársins 1999. Bókin hefur komið út árlega um langa hríð og notið vinsælda þeirra sem fást við krossgátur. Bókin er 68 blaðsíður að þessu sinni. ÓP-útgáfan gefur bókina út. Prentun og bókband annaðist Prentsmiðjan Grafík. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

LEIÐRÉTT

RANGT var farið með nafn dóttur Kristjáns Jóhannssonar söngvara í blaðinu í gær þegar hún var sögð heita Fanney. Hið rétta er að stúlkan heitir Rannveig og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Myndabrengl Meira
19. desember 1998 | Erlendar fréttir | 735 orð

Lífið gekk sinn vanagang þrátt fyrir sprengjuregn

AÐ MINNSTA kosti 25 Bagdadbúar hafa látið lífið og 75 til viðbótar særzt í flugskeyta- og loftárásum Bandaríkjamanna og Breta á Írak, að sögn Umeed Mubarak, heilbrigðisráðherra Íraks, en mjög erfitt hefur reynzt að fá staðfestar fréttir af raunverulegu mannfalli. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1136 orð

Magnús Tumi Guðmundsson sérfræðingur í Grímsvötnum virti fyrir s

EKKI er talin yfirvofandi hætta á hlaupi úr Grímsvötnum í kjölfar gossins sem hófst þar í gærmorgun. Upptök gossins eru við suðurströnd Grímsvatna sjálfra, á svipuðum slóðum og gos kom upp á 1983 og 1934. Um hádegi í gær, þegar flogið var yfir jökulinn, gaus á þremur stöðum úr sprungu sem er talin um 1 km löng og um 300 metra breið. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

Mesta fólksfjölgun í ár síðan 1991

MANNFJÖLGUN á Íslandi á þessu ári hefur verið sú mesta síðan 1991 en samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á Íslandi 1. desember síðast liðinn, voru 275.277 einstaklingar búsettir hérlendis. Þar af voru karlar 137.880 talsins og konur 137.397 talsins. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Mikill áhugi á að skoða gosið TALSVERÐUR áhugi er hjá alm

Mikill áhugi á að skoða gosið TALSVERÐUR áhugi er hjá almenningi á flugferðum upp að gosstöðvunum í Grímsvötnum. Íslandsflug og Flugfélag Íslands fóru hvort sína ferðina með farþega í gær og í dag eru ákveðnar a.m.k. þrjár ferðir að Grímsvötnum. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Minna á bann við áfengisauglýsingum

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ og heilbrigðisráðuneytið hafa sent dreifibréf til forsvarsmanna allra fjölmiðla þar sem vakin er athygli þeirra á banni við hvers konar auglýsingum á áfengi og einstökum áfengistegundum. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Mótmæli gegn loftárásum á Írak

HÚMANISTAFLOKKURINN stóð í gærmorgun fyrir mótmælastöðu við utanríkisráðuneytið vegna loftárása Bandaríkjamanna og Breta á Írak. "Húmanistar lýsa andstyggð á þessum glæp gagnvart hrjáðri þjóð þar sem hundruð þúsunda barna hafa látist vegna viðskiptabanns á liðnum árum. Árásir þessar eru tengdar viðskiptahagsmunum og pólitískri stöðu mála í Bandaríkjunum. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Ný GSM stöð í Kringlunni

OPNUÐ hefur verið ný GSM-stöð í Kringlunni í Reykjavík en kvartað hefur verið undan lélegu GSM sambandi í nokkrum verslunum þar. Landssíminn opnaði stöðina á fimmtudagskvöld. Radíóbylgjur eiga ekki alls staðar greiða leið í gegnum þykka veggi verzlunarmiðstöðvarinnar og hefur því borið á sambandsleysi af þeim sökum. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Nýr leikskóli í Grafarvogi

NÝR leikskóli var formlega tekinn í notkun í Grafarvogi í Reykjavík en það eru Lyngheimar við Mururima. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði leikskólann og naut við það aðstoðar Guðrúnar Júlíu og Sigurðar Ýmis sem með henni eru á myndinni. Inga Maren Rúnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir nafnið Lyngheimar. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Nýtt skip smíðað í Chile

ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Huginn ehf. í Vestmannaeyjum undirritaði í gær samning við skipasmíðastöðina Asmar í Chile um smíði og kaup á nýju fiskiskipi. Um er að ræða skip, sem stunda mun veiðar í nót og flottroll og kemur það í stað nótaskipsins Hugins VE, sem er í eigu fyrirtækisins. Skipið sem smíðað verður í Chile verður með stærri skipum íslenzka fiskiskipaflotans. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 435 orð

Óljóst hver eigi að greiða fyrir framkvæmd prófsins

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur til athugunar hvernig standa eigi að greiðslum fyrir svokallað þrípróf fyrir þungaðar konur. Þrípróf mælir ákveðin efni í blóði kvenna sem, ásamt aldri konunnar, gefa til kynna líkurnar á að fóstrið sé með Down's-heilkenni eða annan alvarlegan litningagalla. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 360 orð

Ráðherra segir flutningi haldið áfram

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær að ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra frá 3. júlí árið 1996 um að flytja starfsemi Landmælinga Íslands til Akraness um næstu áramót sé ólögmæt. Í dómsniðurstöðunni segir að á meðan umhverfisráðherra hafi ekki aflað sér lagaheimildar um flutning Landmælinga til Akraness verði að fallast á að hann sé ólögmætur. Meira
19. desember 1998 | Miðopna | 1819 orð

Rekstur og hagræðing á tímum aðhaldsaðgerða

MEÐ nýju stjórnskipuriti fyrir Ríkisspítala 1995 var lækningasviðum spítalans fækkað og sviðsstjórar gerðir ábyrgir fyrir að halda rekstri sviða innan ramma fjárhagsáætlana en jafnframt gert að tryggja að almenningur fengi þá þjónustu sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 451 orð

Reykjavíkurlistinn staðfesti útsvarshækkunina

BORGARSTJÓRN Reykjavíkur vísaði frá tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fallið yrði frá hækkun útsvars á næsta ári en tillagan kom fram við umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár á borgarstjórnarfundi á fimmtudag. "Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að staðfesta fyrri ákvörðun um hækkun útsvarshlutfalls í Reykjavíku úr 11,24% í 11,99%," sagði m.a. Meira
19. desember 1998 | Landsbyggðin | 149 orð

Reyklaus skóli á Hellissandi

Hellissandi-Er það ekki fréttaefni fyrir Morgunblaðið að skólinn okkar skuli vera reyklaus? spurðu nemendur Grunnskólans á Hellissandi fyrir stuttu, við höfum oft séð svoleiðis í blöðunum. Fréttaritari hélt það nú. Viltu þá ekki koma og taka af okkur mynd? spurðu þau. Meira
19. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 153 orð

Reynt að koma rekstri af stað sem fyrst

ALLT kapp verður lagt á að koma rekstri af stað að nýju hjá ullariðnaðarfyrirtækinu Foldu á Akureyri, en félagið var úrskurðað gjaldþrota fyrr í vikunni. Ólafur Birgir Árnason hæstaréttarlögmaður, skiptastjóri í þrotabúinu, sagði að viðræður stæðu yfir og hann væri vongóður um að tækist að koma rekstrinum af stað aftur. Meira
19. desember 1998 | Landsbyggðin | 104 orð

Samkoma í tilefni útgáfu Kvískerjabókar

Hnappavöllum-Nýlega var haldin samkoma í Hofgarði í Öræfum í tilefni útkomu Kvískerjabókar. Bókin er til heiðurs systkinunum á Kvískerjum en eins og vitað er eru Kvískerjabræður í hópi merkustu vísindamanna Íslands þótt sjálfmenntaðir séu. Meira
19. desember 1998 | Erlendar fréttir | 320 orð

Samkomulag loksins í höfn

LVF, einn af öfgahópum sambandssinna á Norður-Írlandi, hóf í gær að afhenda yfirvöldum vopn sín. Ríður LVF á vaðið að þessu leyti og er talið að samtökin setji með gerðum sínum allmikinn þrýsting á leiðtoga Írska lýðveldishersins (IRA) að hefja afvopnun fyrir sitt leyti. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Samningsdrög undirrituð

DRÖG þau að nýjum samningi um aðild Íslands og Noregs að Schengen-vegabréfasamstarfinu, sem samkomulag náðist um milli samningamanna beggja ríkja og fulltrúa Evrópusambandsins 27. nóvember síðastliðinn, voru undirrituð í gær. Meira
19. desember 1998 | Erlendar fréttir | 1041 orð

Samskipti Rússa og vesturveldanna sögð í hættu Harkaleg viðbrögð rússneskra stjórnvalda við aðgerðum Breta og Bandaríkjamanna

VARAÐ var við því í gær að árásir Breta og Bandaríkjanna á Írak gætu skaðað verulega samskipti ríkjanna við Rússa, og þannig þurrkað út í einu vetfangi þann árangur sem náðst hefur í sáttaátt frá endalokum kalda stríðsins. Meira
19. desember 1998 | Erlendar fréttir | 838 orð

Segja hann ekki hafa logið "eiðsvarinn"

BOB Livingston, leiðtogi repúblikana og væntanlegur forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, viðurkenndi í fyrradag, að hann hefði haldið fram hjá konu sinni nokkrum sinnum. Féll þessi játning eins og sprengja í þinginu, sem var að búa sig undir að fjalla um málshöfðun á hendur Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa logið til um kvennamál sín. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 332 orð

Seinagangur gagnrýndur

UTANDAGSKRÁRUMRÆÐA fór fram á fimmtudag vegna fyrirspurnar Rannveigar Guðmundsdóttur, þingflokki jafnaðarmanna, til iðnaðarráðherra um virkjunarleyfi til handa Hitaveitu Suðurnesja en hitaveitan vill reisa 30 megavatta gufuaflsvirkjun. Gagnrýndi þingmaðurinn að umsókn Hitaveitunnar hefði borist fyrir þrem árum og enn hefði ráðuneytið ekki svarað. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 256 orð

Skógræktin braut jafnréttislög

KÆRUNEFND jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að ráðning forstöðumanns Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins í febrúar síðastliðnum hefði brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga. Er þeim tilmælum beint til Skógræktar ríkisins að fundin verði viðunandi lausn á málinu. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 269 orð

Snerist einungis um endurgreiðslu oftekinna gjalda

DÓMUR Hæstaréttar í máli S. Óskarssonar gegn íslenska ríkinu vegna oftekins jöfnunargjalds á franskar kartöflur sem fyrirtækið tapaði sneri eingöngu að kröfu um endurgreiðslu á ofteknum gjöldum, en tekur ekki til hugsanlegra skaðabóta sem fyrirtækið kynni að telja sig eiga rétt á. Skaðabótakröfur fyrnast á tíu árum. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Staðið verði við kjarasamninga

BSRB og nokkur stéttarfélög innan vébanda þess vilja árétta að staðið verði í hvívetna við þá kjarasamninga sem í gildi eru og að réttindi starfsfólks og atvinnuöryggi verði tryggð, segir í frétt frá þeim í framhaldi af samningum um yfirtöku ríkisins á rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Styrkur til vökudeildar Barnaspítala Hringsins

Í STAÐ þess að senda út jólakveðjur til viðskiptavina sinna ákvað Lyfjaverslun Íslands hf. að styrkja gott málefni í ár. Fyrir valinu varð vökudeild Landspítalans og afhenti Þór Sigþórsson, forstjóri Lyfjaverslunar Íslands, þeim tæki að verðmæti um 300.000 krónur til að mæla galllitarefnið bilirubin sem veldur gulu hjá ungabörnum. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð

Sviðin njóti sértekna

NAUÐSYNLEGT er að einstök svið Ríkisspítala fái sjálf að njóta sértekna sinna, að mati Kristjáns Sigurðssonar, sviðsstjóra kvenlækningasviðs Ríkisspítala, í grein um rekstur og hagræðingu en um næstu áramót verða 50 ár liðin frá stofnun fæðinga- og kvensjúkdómadeildar Landspítala. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 285 orð

Tilkomumikil sjón

"ÞETTA var tilkomumikil sjón og skemmtileg. Það virtist vera einn aðalstrókur upp og síðan aðrir smærri fyrir vestan og austan," sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra í viðtali við Morgunblaðið þegar hann steig úr úr flugvél Flugmálastjórnar eftir ferð yfir gosstöðvarnar í Grímsvötnum um 13.20 í gær. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 268 orð

Tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag dóm Héraðsdóms Vesturlands um 10 mánaða fangelsi, þar af 7 mánuði skilorðsbundið, yfir manni á fertugsaldri, sem framdi kynferðisbrot gagnvart 4 ára telpu. Maðurinn kom að nóttu óboðinn inn á heimili ættingja sinna í kaupstað á Vesturlandi sumarið 1997. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1371 orð

Töldum 60 blossa á 20 mínútum

GOSIÐ í Grímsvötnum nú er á sama stað og gaus 1934 og 1983. Gosið fyrir tveimur árum ­ sem hófst mánudagskvöldið 30. september 1996 ­ var um það bil tíu kílómetrum norðan Grímsvatna, í Gjálp, á sama stað og gaus 1938. Gosið 1934, sem hófst 30. mars, var allstórt, stóð í um það bil viku, og hlaup varð í Skeiðará. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 606 orð

Umhverfisráðherra skorti lagaheimild til ákvörðunar

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær að ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra frá 3. júlí árið 1996 um að flytja starfsemi Landmælinga Íslands til Akraness um næstu áramót væri ólögmæt. María G. Hafsteinsdóttir, starfsmaður Landmælinga, sem sætti sig ekki flutninginn, höfðaði málið en það hefur verið rekið af Bandalagi háskólamanna. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, flutti málið. Meira
19. desember 1998 | Erlendar fréttir | 420 orð

Umræður á þingi í skugga árása á Írak

FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings greiðir í dag atkvæði um hvort hefja eigi málsókn til embættismissis á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa gagnrýnt harðlega að umræða um hugsanlega brottvikningu forsetans úr embætti fari fram í þinginu á sama tíma og hernaðaraðgerðir standa yfir gegn Írak, Meira
19. desember 1998 | Erlendar fréttir | 197 orð

Vopnaðar háþróuðum sprengjubúnaði

Vopnaðar háþróuðum sprengjubúnaði TORNADO TORNADO-sprengjuþoturnar bresku sem notaðar voru í árásum á Írak í gær og á fimmtudagskvöld eru þær sömu og notaðar voru í Flóastríðinu fyrir sjö árum en þær eru nú vopnaðar afar þróuðum sprengjum sem stýrt er á skotmark sitt með hitastýrðum leysigeisla. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Yfirlýsing frá Íslandi- Palestínu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Félaginu Ísland- Palestína: Vegna fréttar í ríkissjónvarpinu skal tekið fram, að Félagið Ísland- Palestína stóð ekki fyrir mótmælum í Ráðhúsinu á afmælisdagskrá í tilefni af Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna 10. desember, en að því var látið liggja í frétt sjónvarpsins. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Þreifingar yfir helgina

FULLTRÚAR Kvennalistans í viðræðunefnd Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista um sameiginlegt framboð í Reykjavík gengu á fund formanna A-flokkanna í gær. Á fundinum gerðu kvennalistakonur grein fyrir stöðunni og ástæðum þess að þær gengu af fundi í kjörnefndinni sl. miðvikudagskvöld þegar viðræðurnar runnu út í sandinn. Meira
19. desember 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Þrettán fái heiðurslaun listamanna

MENNTAMÁLANEFND Alþingis hefur lagt til að 13 listamönnum verði veitt heiðurslaun listamanna á næsta ári. Þetta eru sömu listamennirnir og fengu heiðurslaun á árinu sem er að líða. Í hópinn vantar hins vegar Halldór Laxness skáld sem lést í febrúar sl. Ekki er gerð tillaga um að annar listamaður fylli hans skarð. Meira
19. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Þýskur fjöllista maður í Deiglunni

ANDRÉ Tribbenesse, fjöllistamaður frá Hamborg, opnar sýningu á verkum sínum í Deiglunni í dag, laugardaginn 19. desember kl. 16. Hann dvelur nú í gestavinnustofu Gilfélagsins þar sem hann vinnur að verkefni sem hann hóf hér á landi á síðasta ári og felst í athugun á norður- evrópskum eyðisvæðum, en einnig tengir hann inn í listsköpun sína búsetuskilyrði sem fólk t.d. Meira

Ritstjórnargreinar

19. desember 1998 | Staksteinar | 388 orð

»Landhelgisgæslan UM ÞESSAR mundir eru liðin fimm ár frá því er Hafsteinn Hafs

UM ÞESSAR mundir eru liðin fimm ár frá því er Hafsteinn Hafsteinsson settist í stól forstjóra Landhelgisgæslunnar. Af því tilefni rifjar hann upp óskir og fyrirheit og leggur mat á árangur í Gæslutíðindum, fréttabréfi Landhelgisgæslu Íslands og Sjómælinga Íslands. Meira
19. desember 1998 | Leiðarar | 656 orð

SAMEIGINLEG YFIRSTJÓRN SJÚKRAHÚSA

LeiðariSAMEIGINLEG YFIRSTJÓRN SJÚKRAHÚSA EÐ SAMNINGI þeim, sem undirritaður var í fyrradag á milli ríkisins og Reykjavíkurborgar verða töluverð þáttaskil í rekstri stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Á grundvelli hans hefur verið ráðinn nýr forstjóri, sem mun hafa á hendi æðstu framkvæmdastjórn beggja sjúkrahúsanna. Meira

Menning

19. desember 1998 | Menningarlíf | 427 orð

23 hlutu styrki í viðurkenningarskyni

ÚTHLUTAÐ hefur verið í fyrsta skipti úr Bókasafnssjóði höfunda sem tók til starfa 1. janúar 1998. Í ár voru veittir styrkir í viðurkenningarskyni til 23 höfunda, samtals 6,5 milljónir. Sérstakar heiðursviðurkenningar vegna framlags síns til íslenskra bókmennta hlutu höfundarnir Árni Björnsson, Einar Bragi og Kjartan Guðjónsson myndlistarmaður. Heiðursviðurkenningar að upphæð kr. 500. Meira
19. desember 1998 | Margmiðlun | 503 orð

Crash Bandicoot slær í gegn ­ aftur

Sony PlayStation Europe gefur út nýjasta leikinn í Crash Bandicoot- röðinni í samvinnu við Naughty Dog. Leikurinn ber heitið Crash Bandicoot: Warped og er framhald af Craash Bandicoot 2. Hann er leyfður fyrir alla aldurshópa. Meira
19. desember 1998 | Fólk í fréttum | 191 orð

Dauðinn undir mistilteini

FLESTAR konur vilja rekast á Brad Pitt undir mistilteininum en hann leikur Dauðann í nýjustu mynd sinni "Meet Joe Black". Hann hafði aðeins betur en Harrison Ford sem nýlega var valinn "kynþokkafyllsti núlifandi maður" af tímaritinu People. Þótt aldursmunurinn á þeim sé verulegur var mjótt á mununum. Meira
19. desember 1998 | Fólk í fréttum | 561 orð

Draumurinn rætist

Gúndi Gunnarsson syngur eigin lög við texta eftir sig og föður sinn, Gunnar B. Jónsson. Gúndi syngur. Vilhjálmur Guðjónsson sá um útsetningar, upptöku, upptökustjórn og hljóðblöndun, lék á gítar, hljómborð, klarinett, Dobro-gítar, buzuki, forritaði bassa og trommur og söng bakraddir. Meira
19. desember 1998 | Fólk í fréttum | 612 orð

Drottning hinnar fjölsnærðu danstónlistar

TÓNLISTARBLÖÐ í Bretlandi og Bandaríkjunum gefa plötu Möggu Stínu, "An Album", mjög góða dóma, en platan er gefin út af fyrirtækinu Ear, sem er ný útgáfa á vegum One Little Indian í eigu Bjarkar Guðmundsdóttur. Í Evening Standard skrifar Max Bell að fyrsta platan sem gefin sé út af fyrirtæki Bjarkar sé með "íslenskri kvenhetju með sinn eigin stíl. Meira
19. desember 1998 | Margmiðlun | 845 orð

Falleg tölva fyrir venjulegt fólk Apple-fyrirtækið er komið á kúrsinn eftir hremmingar undanfarinna ára. Andrés Magnússon tók

FÁAR TÖLVUR hafa vakið aðra eins athygli og iMac tölvan frá Apple. Það er kannski ekki að undra, því víst er um það, að vélin er um margt afar sérstök í útliti jafnt og innvolsi. Ekki skiptir heldur minna máli, að þessi vél ein og sér hefur blásið nýju lífi í Apple, sem margir spáðu hægum og sársaukafullum dauðdaga ekki alls fyrir löngu. Meira
19. desember 1998 | Margmiðlun | 320 orð

Fjör í Linux-heimum

ÞAÐ ER nóg að gerast í Linux- heimum og reyndar hefur þetta ár verið mikið Linux-ár. Fyrir skemmstu bárust fréttir af því að Apple tölvuframleiðandinn myndi láta Linux fyrir PowerPC fylgja einni af tölvum sínum, Oracle 8 gagnagrunnurinn er væntanlegur fyrir Linux og fyrir skemmstu kom út Linux-útgáfa af Informix. Meira
19. desember 1998 | Margmiðlun | 275 orð

Hugo snýr aftur

Hugo snýr aftur SKÓGARÁLFURINN Hugo er gríðarlega vinsæll víða í Evrópu til að mynda á hinum Norðurlöndunum, og hefur að auki haslað sér völl í öðrum heimsálfum. Hugo er um tíu ára gamall ættaður frá Danmörku, en nýtur líklega einna mestra vinsælda í Svíþjóð, þar sem sjónvarpsþáttur með honum telst vinsælasti þáttur sögunnar. Meira
19. desember 1998 | Menningarlíf | 712 orð

Íslensk tónlist fyrir einleiksfiðlu

ÍSLENSK tónlist fyrir einleiksfiðlu er heiti nýútkominnar geislaplötu Rutar Ingólfsdóttur fiðluleikara. Á plötunni, sem Íslensk tónverkamiðstöð gefur út, eru fimm verk eftir jafnmörg íslensk tónskáld, þá Jón Leifs, Hallgrím Helgason, Magnús Blöndal Jóhannsson, Atla Heimi Sveinsson og Tryggva M. Baldvinsson. Meira
19. desember 1998 | Margmiðlun | 237 orð

Íslenskur Championship Manager

VINSÆLASTI tölvuleikur allra tíma hér á landi, að frátöldum þeim leikjum sem dreift er ókeypis, er eflaust fótboltaleikurinn Championship Manager. Fyrir skemmstu kom út íslensk útgáfa leiksins þar sem sýslað er með íslenska leikmenn. Meira
19. desember 1998 | Fólk í fréttum | 73 orð

Lewinsky með sambönd

Lewinsky með sambönd MONICA Lewinsky hefur sambönd í kvikmyndaiðnaðinum ef marka má jólahátíð sem kvikmyndafyrirtækið Shooting Gallery hélt í New York. Þar mætti hún í fylgd Jonathans Marshalls lögfræðings fyrirtækisins sem framleiddi m.a. myndina "Sling Blade". Meira
19. desember 1998 | Fólk í fréttum | 698 orð

Læt stemmninguna ráða Breski tónlistarmaðurinn Edward Upton sem gengur einnig undir nafninu DMX Krew hyggst troða upp á Akureyri

GAGNRÝNENDUR víða um heim eru þegar farnir að tína saman markverðustu plötur ársins að þeirra mati og þá er oft nefnd til sögunnar Nu Romantix með breska tónlistarmanninum Edward Upton. Listamannsnafn hans, sem er meðal annars notað á plötunni, er DMX Krew og undir því nafni treður hann upp á Akureyri í kvöld og Kaffi Thomsen í Reykjavík annað kvöld. Meira
19. desember 1998 | Menningarlíf | 1054 orð

"Nú er tónlistin búin að fá lögheimili í Kópavogi"

TÓNLISTARHÚSIÐ stendur austan Listasafns Kópavogs, Gerðarsafns, í jaðri Borgarholtsins, en við hlið Tónlistarhússins mun síðar rísa Safnahús með aðstöðu fyrir bókasafn bæjarins og Náttúrufræðistofu. Saman munu þessar byggingar mynda Menningarmiðstöð í Kópavogi. Meira
19. desember 1998 | Fólk í fréttum | 494 orð

Orrustan hafin

ORRUSTAN um verðlaunastytturnar er hafin í Hollywood og voru það Björgun óbreytts Ryans og Truman-þátturinn sem fóru í fylkingarbrjósti fram á vígvöllinn þegar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru gerðar opinberar á fimmtudag. Báðar þykja þær sigurstranglegar og voru tilefndar sem besta dramatíska kvikmyndin. Meira
19. desember 1998 | Fólk í fréttum | 569 orð

Óhemju fjölbreytt og skemmtileg rokkskífa

Magnyl, breiðskífa rokksveitarinnar Botnleðju. Botnleðju skipa þeir Heiðar Örn Kristjánsson gítarleikari og söngvari, Haraldur Freyr Gíslason trymbill, Ragnar Páll Steinsson bassaleikari og Kristinn Gunnar Blöndal orgelleikari. Lög og textar eftir þá félaga. Rafn Jónsson stýrði upptökum, Ken Thomas sá um upptökur að öðru leyti og hljóðblöndun. Strengjaútsetningar eru eftir Ólaf Gauk. Meira
19. desember 1998 | Margmiðlun | 318 orð

Risinn á Netinu

ENGU stórfyrirtæki hefur gengið betur að fóta sig í netheimum en IBM, risanum sem margir spáðu falli fyrir fáum árum. Undir stjórn nýs forstjóra, Lou Gerstners, hefur IBM snúið vörn í sókn með góðum árangri, eins og sannast kannski best á stöðu fyrirtækisins hvað varðar viðskipti á Netinu. Meira
19. desember 1998 | Fólk í fréttum | 288 orð

Súkkat fjölgar sér

SÖNGTVÍEYKIÐ Súkkat hefur haft heldur hljótt um sig síðustu ár, enda eru þrjú ár síðan þeir félagar Hafþór Ólafsson og Gunnar Örn Jónsson sendu síðast frá sér plötu. Þeir hafa þó verið að iðja við tónlist á þessum tíma og öðru hvoru hafa þeir troðið upp með Magnúsi Þór Jónssyni, Megasi, undir samheitinu Megasukk. Meira
19. desember 1998 | Fólk í fréttum | 526 orð

Tónlistin togar

Tónlistin togar SNEMMA á þessum áratug var mikið að gerast í íslensku rokki. Meðal þeirra hljómsveita sem duglegastar voru við tónleikahald var rokksveit úr Reykjavík sem kallaðist Bleiku bastarnir og þótti söngspíra sveitarinnar, Björn Baldvinsson, venju fremur spræk á sviði og lífleg. Meira
19. desember 1998 | Bókmenntir | 592 orð

Við þröskuld fullorðinsáranna

eftir Friðrik Erlingsson. 240 bls. Iðunn, Reykjavík 1998. "ÉG ER stjarna, blikandi stjarna. Ég er ungbarn á grafarbakka og öldungur í vöggu, bæði fiskur á himni og fugl í sjó; ég er stelpa að innan, en strákur að utan, saklaus á líkama, sekur í sálinni. Meira
19. desember 1998 | Fólk í fréttum | 446 orð

Vönduð og skemmtileg jólaplata

Jólasveinarnir okkar allir sem einn. Ýmsir söngvarar flytja lög eftir Rafn Jónsson og Rúnar Þórisson um íslensku jólasveinana. Textar eru eftir Kristján Hreinsson. Söngvarar eru Halldór Gylfason, Magnús Þór Sigmundsson, Ómar Ragnarsson, Eggert Pálsson, Guðlaugur Viktorsson, Jóhann Sigurðarson, Sævar Sverrisson, Örn Árnason, Rúnar Örn Friðriksson og Snörurnar (Eva Ásrún, Helga Möller, Meira
19. desember 1998 | Margmiðlun | 133 orð

(fyrirsögn vantar)

INNBYGGÐ í leikinn er kynning á nýjasta ævintýri Universal að Crash frátöldum, Spyro the Dragon, líkt og kynning á Crash var í Spyro. Til að komast í kynninguna á að gera eftirfarandi á titilskjánum: Upp, upp, niður, niður, vinstri, hægri, vinstri, hægri, kassinn. Meira

Umræðan

19. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 778 orð

Afskræming Mannréttindayfirlýsingar SÞ

Á FIMMTÍU ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna hinn 10. des. var haldinn stofnfundur Félags til varnar mannréttindum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hvatamenn þessa voru Gréta Gunnarsdóttir, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu, og Björn Friðfinnsson, fv. ráðuneytisstjóri, en markmið félagsins er m.a. að vinna að jafnrétti og stuðla að umburðarlyndi manna á meðal. Meira
19. desember 1998 | Aðsent efni | 835 orð

Rauði krossinn beitir sér í mannúðarmálum

Í MORGUNBLAÐINU 16. desember sl. birtist grein eftir Björn Jónsson þar sem gagnrýnt er að Rauða kross hreyfingin hefur beitt sér fyrir að sett verði alþjóðlegt bann við jarðsprengjum. Af hverju bann? Björn telur að jarðsprengjur gegni mikilvægu hlutverki í landvörnum fátækra ríkja, t.d. Meira
19. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 276 orð

R-listinn kominn í hundana aftur

FYRIR síðustu borgarstjórnarkosningar gáfu flokkarnir okkur kjósendum kost á að leggja fyrir þá spurningar á vefsíðum Morgunblaðsins. Ein spurninganna hljóðaði efnislega þannig, að fyrirspyrjandi vildi forvitnast um afdrif peninga, sem innheimtust sem hundaskattur og hvaðan fjármagn kæmi til að standa undir ýmiss konar framkvæmdum fyrir hestamenn, s.s. reiðstíga, göng undir götur og vegi o.s.frv. Meira
19. desember 1998 | Aðsent efni | 2192 orð

Um túlkun hæstaréttardóms

UM FÁTT hefur verið meira rætt á vettvangi þjóðmálanna undanfarnar vikur en dóm Hæstaréttar 3. desember s.l. í máli Valdimars Jóhannessonar. Sakarefni dómsmálsins varðar málefni sem mikill ágreiningur er um á vettvangi stjórnmálanna og margir bera þar heitar tilfinningar í brjósti. Þessar kringumstæður hafa sett mjög mark sitt á umræður um dóminn og hvað í honum felist. Meira
19. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 667 orð

Ömmustelpa

EITT af því sem er svo spennandi við jólin er að lesa einhverjar af þeim bókum sem koma í jólabókaflóðinu. Í ár byrjaði ég á barnabókinni Ömmustelpa eftir Ármann Kr. Einarsson. Hún fjallar um tímabil í lífi lítillar stelpu sem elst mikið upp hjá ömmu sinni og afa. Það var margt sem bókin vakti mig til umhugsunar um en ég vil sérstaklega nefna þau þrjú atriði sem snertu mig mest. Meira

Minningargreinar

19. desember 1998 | Minningargreinar | 435 orð

Albert Kristjánsson

Albert Kristjánsson var sonur Hannesar Kristjánssonar sem fæddur var að Ytri-Tungu á Tjörnesi árið 1883. Hannes flutti 5 ára gamall til Vesturheims með foreldrum sínum og var því einn af landnemunum á bökkum Winnipegvatns. Móðir Alberts var Elín Þórdís Magnúsdóttir frá Sleðbrjót í Norður-Múlasýslu. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 51 orð

ALBERT KRISTJÁNSSON

ALBERT KRISTJÁNSSON Prófessor Albert Kristjánsson frá Gimli, Manitoba, Kanada, lést mánudaginn 7. desember 74 ára að aldri. Hann var fæddur í Gimli, 17. desember 1923. Eftirlifandi kona hans er Joan Muriel McPherson. Þau eignuðust fjögur börn, Linda Joan, William Hannes, Donna May og Ellen Muriel. Útförin hefur farið fram í Winnipeg. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 230 orð

Guðni Björgvin Högnason

Það er margt sem kemur upp í hugann þegar litið er til baka og farið í huganum yfir allar þær stundir sem maður hefur átt með honum Björgvini í Laxárdal. Ég tel það viss forréttindi að hafa fengið að kynnast eins miklu náttúrubarni eins og honum. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 396 orð

Guðni Björgvin Högnason

Þrek og hógværð eru orð, sem eiga við þegar minnst er Björgvins í Laxárdal. En sjálfsagt munu aðstæður og umhverfi, sem búið er við langa ævi, hafa á manninn áhrif og móta hann nokkuð. Ég hygg að þeir sem koma í fyrsta sinn á heiðríkum degi á brúnina í Kragaskarði stingi við fótum, Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 458 orð

Guðni Björgvin Högnason

Að Guðna Björgvini Högnasyni gengnum hefur þeim fækkað sem ólust upp við þjóðhætti sem við er nú lifum eigum einungis kost á að kynnast með bóklestri. Foreldrar hans, Högni Guðnason og Ólöf Jónsdóttir, fluttu að Laxárdal árið 1919. Þar ólst hann upp í hópi systkina og fósturbróður. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 264 orð

GUÐNI BJÖRGVIN HöGNASON

GUÐNI BJÖRGVIN HöGNASON Guðni Björgvin Högnason fæddist í Austurhlíð í Gnúpverjahreppi 31. desember 1912. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 12. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Högni Guðnason, f. 10. október 1884, d. 27. desember 1972, og Ólöf Jónsdóttir, f. 30. október 1882, d. 26. maí 1957. Systkini hans voru Jón Gísli, f. 13. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 611 orð

Jón Magnússon

Vinur minn og frændi, Jón frá Borgargerði, eins og ég kallaði hann alltaf þegar ég var lítill, hefur nú kvatt þetta jarðsvið og er þar genginn góður drengur og traustur maður. Hann var fæddur á Stekkjarflötum í Austurdal í Skagafirði sama stað og ég fæddist töluvert seinna, en í Borgargerði í Norðurárdal í Skagafirði ólst hann upp, þar sem foreldrar hans bjuggu, þau Kristín ömmusystir mín, Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 193 orð

JÓN MAGNÚSSON

JÓN MAGNÚSSON Jón Magnússoon fæddist á Stekkjarflötum, Austurdal, Skagafirði, 13. júní 1919. Hann lést á Kristnesspítanla 14. desemeber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Kristjánsdóttir frá Ábæ og Magnús Magnússon fæddur á Merkigili í Austurdal, Skagafirði. Jón átti tvo bræður sem báðir eru látnir. Þeir voru: Kristján, f. 7.6. 1912, d. 3.7. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 521 orð

Kristján Pálsson

Okkur langar til að minnast ástkærs afa okkar sem er látinn eftir erfið veikindi. Mikið eigum við eftir að sakna hans afa okkar en hann er örugglega feginn að vera leystur frá erfiðum veikindum. Alltaf var jafn gaman að koma í Hrannargötuna til afa og ömmu. Við sjáum afa fyrir okkur þar sem hann sat á stólnum við ofninn og reykti pípuna sína í rólegheitum. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 452 orð

Kristján Pálsson

Hann móðurafi okkar, Kristján Pálsson frá Ísafirði, er látinn. Sjúkralega hans var stutt, aðeins ein vika. En hann afi okkar átti margar sjúkralegurnar að baki, enda var hann ekki góður til heilsunnar eftir sjóslysið sem hann lenti í 1941, árið sem hún amma Munda gekk með hana mömmu okkar. En þrátt fyrir heilsuleysið sem hrjáði hann alla daga síðan bjó afi yfir miklum lífskrafti og bjartsýni. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 28 orð

KRISTJÁN PÁLSSON

KRISTJÁN PÁLSSON Kristján Pálsson fæddist á Ísafirði 24. september 1916. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 30. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ísafjarðarkirkju 5. desember. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 322 orð

Margrét Selma Magnúsdóttir

Jæja, amma, nú skilja leiðir okkar að sinni. Mér verður hugsað til þeirra mörgu góðu stunda sem við áttum saman, og ég er þakklátur fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu njótandi að hafa átt jafn góða að og þig. Strax í vöggu tókst þú mig að þér, meðan mamma mín var í sínu námi, og var ég á heimili ykkar mín fyrstu ár og tengdi það okkur sterkum, órúfanlegum böndun. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 297 orð

Margrét Selma Magnúsdóttir

Elskuleg amma okkar er dáin og viljum við systkinin kveðja hana með fáeinum orðum. Á sorgarstundu er gott að ylja sér við ljúfar minningar sem við eigum svo ótalmargar um "ömmu á Sauðó". Alltaf var hún svo góð og umhyggjusöm og fylgdist með öllu sem var að gerast hjá okkur krökkunum. Skipti þá ekki máli hvað það var; námið, íþróttirnar eða tónlistarskólinn. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 345 orð

Margrét Selma Magnúsdóttir

Hún amma hefur kvatt okkur. Við vissum að hún gæti ekki sigrast á veikindum sínum, von um bata minnkaði jafnt og þétt og óðum styttist í kveðjustundina. Þótt vitað væri í hvað stefndi var fréttin af andláti ömmu þung og sorgleg. Það er erfitt að kveðja gott fólk og amma var góð kona sem vildi allt fyrir mig og hin barnabörnin sín gera og hún hafði mikinn metnað fyrir okkar hönd. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 566 orð

Margrét Selma Magnúsdóttir

Elsku amma, nú ert þú laus við þær þjáningar sem þú hefur þurft að bera síðustu árin og vonandi líður þér betur núna, þó kvartaðir þú aldrei og sýndir mikið æðruleysi og dugnað. Það er búið að vera erfitt að horfa upp á þig fara svona illa að geta ekki gengið og ekki talað við okkur, því við vissum að þú hafðir margt að segja okkur og vildir alltaf fylgjast með okkur. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 316 orð

MARGRÉT SELMA MAGNÚSDÓTTIR

MARGRÉT SELMA MAGNÚSDÓTTIR Margrét Selma Magnúsdóttir fæddist í Héraðsdal, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, 13. ágúst 1926. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína María Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 10.8. 1893, d. 13.6. 1988 og Magnús Helgi Helgason, f. 21.12. 1896, d. 31.12. 1979. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 67 orð

Sigurður Finnbogason

Elsku Siggi. Mín hinsta kveðja til þín. Ég leita orða, leita nær og fjær, ljóð að flytja þér á mildum tónum, þér, sem skuggi dauðans fölva fær og fram á veginn horfir döprum sjónum. Handan við sorg og harmköld veðraský himinn er blár, svo tær og fagur. Sólin mun aftur brosa björt og hlý, brátt fer að skína vonadagur. (Hjálmar Jónsson. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 338 orð

Sigurður Finnbogason

Fallinn er frá fyrir aldur fram mætur maður, Sigurður Finnbogason. Margs er að minnast á þessum tímamótum. Frá fjögurra ára aldri hef ég meira og minna verið með annan fótinn inni á heimili Sigga og Signýjar. Siggi, faðir Sigrúnar, æskuvinkonu minnar, reyndist mér alla tíð alveg sérstaklega vel. Þegar ég var 15 ára gömul fluttu foreldrar mínir tímabundið í annan landshluta. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 699 orð

Sigurður Finnbogason

Nú þegar jólin nálgast, hvarf kær vinur og æskufélagi yfir móðuna miklu, aðeins 52 ára gamall. Hann kenndi sér meins um miðja nótt og var allur skömmu síðar. Lífi hans varð ekki bjargað þrátt fyrir alla nútímatækni. Eftir sitja eiginkonan og börnin sem syrgja ástríkan eiginmann, föður og vin. Við Sigurður vorum jafnaldrar og áttum heima í sama húsi frá fæðingu og fram á fullorðinsár. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 400 orð

Sigurður Finnbogason

Kæri Siggi! Mig langar að skrifa niður örfá orð að leiðarlokum nú þegar þú ert farinn á braut svo skyndilega. Ég kom inn í fjölskyldu þína fyrir rúmum einum og hálfum áratug og fór að skreppa til Ísafjarðar oft á sumrin og haustin og venja komur mínar til ykkar í Sunnuholti 6. Alltaf var jafn gott að koma þangað, þar sem lífsgleði og hressileiki var til staðar. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 463 orð

Sigurður Finnbogason

Sumarbústaður utanvert við Hjalla í Skötufirði var reistur í sumar. Ég hef oft hugsað um þennan draum hans Sigga að eignast hús í þessu hrjóstruga snarbratta landi. En skilningurinn er að koma. Staðurinn var hluti af lífi hans, hluti af tryggðinni við sveit afa síns og föður, þar sem hann dvaldi á sumrum í uppvexti sínum hjá afa ömmu og Steingrími. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 434 orð

Sigurður Finnbogason

"Lát ekki öldur hafsins skilja okkur að, og árin, sem þú varst hjá okkur, verða að minningu. Þú hefur gengið um meðal okkar, og skuggi anda þíns hefur verið ljós okkar. Heitt höfum við unnað þér. En ást okkar var hljóð og dulin mörgum blæjum. En nú hrópar hún á þig og býst til að standa nakin fyrir augliti þínu. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 349 orð

Sigurður Finnbogason

Jólin eru að ganga í garð og ljósin sem þeim tilheyra lýsa upp skammdegið en lífsljósið hans Sigga Finnboga er slokknað. Skuggar saknaðar og trega setjast að í hjörtum ástvina hans og jólalögin, sem hafa sína sérstöku stemmningu, fylla nú hugann söknuði. Það var í janúar 1996 á Kanarí sem við kynntumst. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 277 orð

Sigurður Finnbogason

Kæri frændi. Kynni okkar á vegferð þessa lífs hafa því miður verið lítil en þau voru ánægjuleg. Þú munt alltaf í minningunni í mínum huga vera lífsglaður maður sem ávallt sást bjartari hlutann á hinu daglega amstri. Kynni okkar hafa í raun aðallega verið með tvennum hætti. Ég átti þess kost ungur að aldri að búa hjá foreldrum þínum á Ísafirði þar sem þú varst þá unglingur á heimilinu. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Sigurður Finnbogason

Fyrstu kynni mín af fjölskyldunni í Sunnuholtinu voru vorið 1991 þegar þau tóku að sér að vera stuðningsfjölskylda fyrir fatlaðan son minn, Jóhann. Þá hófust kynni af einstaklega samhentri fjölskyldu, kynni sem ég vildi ekki hafa misst af. Það komu allir að því að vera með drenginn; Siggi, Signý, börnin, tengdadóttirin og barnabarnið og það er erfitt að minnast Sigga án þess að hafa þau öll með. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 144 orð

Sigurður Finnbogason

Siggi Boga látinn. Við þessa frétt varð ég harmi sleginn og hafði ekki vitað betur en hann væri við bestu heilsu en þetta minnir okkur enn einu sinni á hversu stutt er á milli lífs og dauða. Sigurð hafði ég þekkt lengi og starfað með við beitningu á Guðnýju ÍS og einnig gerðum við út Einar ÍS sem við áttum saman í um 10 ár. Sigurður var einstakt ljúfmenni og heilsteyptur maður. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 340 orð

Sigurður Finnbogason

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Síðastliðinn laugardagsmorgun hringir vinur minn, hann Siggi Sveins, og færir mér þá harmafregn að vinur okkar, Siggi Boga, hafi látist þá um nóttina. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 202 orð

Sigurður Finnbogason

Sigurður Finnbogason fæddist á Ísafirði 10. janúar 1946. Hann lést 12. desember síðastliðinn. Foreldrar voru Sigríður Þórarinsdóttir og Finnbogi Pétursson frá Hjöllum í Skötufirði. Systur Sigurðar eru Sigrún, fædd 1942, Stefanía, fædd 1950, og Hallveig, fædd 1951. Sigurður kvæntist Signýju Rósantsdóttur, fædd 12. nóvember 1945, frá Ási í Hörgárdal 9. september 1967. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 338 orð

Sigurður Finnbogason

Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahil Gibran.) Nú þegar allir eru sem óðast að undirbúa komu ljóssins og friðarins brá yfir fjölskyldu æskuvinkonu minnar dimmum skugga. Faðir hennar, hann Siggi, lést skyndilega að morgni 12. desember sl. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 550 orð

Vigfúsína Bjarnadóttir

Henni Sínu frænku minni þótti vænt um alla sem hún þekkti og lét sér annt um þá. Þess vegna þótti öllum vænt um hana. Og hún breyttist aldrei. Hún var alltaf eins. Faðir minn, sem ólst upp í sama húsi og hún bjó í, segir þetta líka; að Sína hafi alltaf verið eins. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 316 orð

Vigfúsína Margrét Bjarnadóttir

Elsku Sína. Fregnin af andláti þínu kom á óvart því þú varst það hress, en þú varst búin að skila þínu hlutverki og vel það. Mig langar í fáum orðum að rifja upp kynni mín af þér, sem voru mjög góð í alla staði. Þegar ég flyt á Eyrarbakka 1986 og fer að búa með Vigfúsi, kynnist ég þér. Það er erfitt að flytjast á nýjan stað og þekkja engan, en þú gerðir þennan tíma auðveldari fyrir mig. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 168 orð

Vigfúsína Margrét Bjarnadóttir

Elsku Sína frænka. Þegar ég vaknaði í morgun sagði pabbi mér að þú værir dáin. Mér brá mjög mikið. Þegar ég var að koma í heimsókn til þín baðstu mig stundum að fara út í sjoppu fyrir þig og kaupa eina kók og einn brjóstsykurspoka. Stundum keypti ég líka ís fyrir þig sem þú ætlaðir að traktera gesti á. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 312 orð

VIGFÚSÍNA MARGRÉT BJARNADÓTTIR

VIGFÚSÍNA MARGRÉT BJARNADÓTTIR Vigfúsína Margrét Bjarnadóttir fæddist á Ísafirði 5. október 1906. Hún lést á Sólvöllum, Eyrarbakka hinn 12. desember síðastliðinn. Móðir hennar var Sigurborg Sumarlína Magnúsdóttir, f. 19. apríl 1866 í Kálfavík í Ögursókn við Ísafjarðardjúp. Hún lést 7. nóvember 1914 á Eyrarbakka. Faðir Vigfúsínu var Bjarni Vigfússon, f. Meira
19. desember 1998 | Minningargreinar | 617 orð

Vigfúsína M. Bjarnadóttir

Háöldruð lést Vigfúsína Margrét Bjarnadóttir í rúmi sínu á Sólvöllum á Eyrarbakka aðfaranótt 12. desember síðastliðins. Vigfúsína, eða Sína eins og hún hefur alltaf verið kölluð, var fríð kona, fremur lágvaxin, grönn og smágerð. Meira

Viðskipti

19. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Dollarinn stöðugri eftir lægð

DOLLARINN varð stöðugri í Evrópu síðdegis í gær eftir mestu lægð gegn marki og jeni í sex vikur og olíuverð lækkaði í innan við 10 doillara tunnan um tíma. Íraksmálið og viðsjár á Kóreuskaga hurfu í skugga réttarhalda gegn Clinton forseta. Meira
19. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 176 orð

Hagnaðurinn minnkar umtalsvert á milli ára

HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðsins Auðlindar nam 32,7 milljónum króna fyrstu sex mánuði rekstrarársins, frá 1. maí til 31. október, samaborið við 223 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hefur hagnaður sjóðsins því dregist saman um rúm 85%. Fjármunatekjur Auðlindar námu 118,5 milljónum króna fyrstu sex mánuði rekstrarársins samanborið við 370 milljónir króna sama tímabil í fyrra. Meira
19. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 189 orð

Hlutafé aukið um 50 milljónir

Á HLUTHAFAFUNDI í Tryggingamiðstöðinni hf. sem haldinn var á fimmtudag var samþykkt að hækka hlutafé félagsins um allt að 50.699.042 krónur þannig að það hækki úr kr. 182,4 milljónum króna í rúmar 233 milljónir. Hlutafjárhækkunina skal alla nýta til skipta á útistandandi hlutafé í Tryggingu hf. að nafnverði kr. 203.599.696, samkvæmt samkomulagi stjórna Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Tryggingar Meira
19. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 250 orð

Markaðsverðmætið 18 milljarðar

HLUTABRÉF í deCode Genetics, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hafa hækkað mikið í verði að undanförnu og var lokaverð á fimmtudag 10,7 dollarar fyrir hvern hlut. Þetta þýðir að markaðsverðmæti fyrirtækisins er tæpir 18 milljarðar. Í útboði á Íslandi í mars á þessu ári var gengi bréfa í deCode 5 dollarar. Meira
19. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 428 orð

Starfsmenn og velunnarar fá forkaupsrétt

ÚTBOÐ á nýju hlutafé í Hans Petersen hf. hefst þriðjudaginn 22. desember. Fjárhæð útboðsins er 9.165.768 krónur á genginu 3,60 en á hluthafafundi í maí var samþykkt heimild til að auka hlutafé félagsins um 10%. Búnaðarbankinn Verðbréf hefur umsjón með útboðinu. Meira
19. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 456 orð

Stefnt að hagræðingu og lækkun kostnaðar

NÝ HEILDARSAMTÖK lífeyrissjóða, Landssamtök lífeyrissjóða, voru stofnuð í Reykjavík í gær. Samtökunum er ætlað að koma í stað þeirra tvennra samtaka, sem starfað hafa að málefnum lífeyrissjóðanna á undanförnum áratugum, Landssambands lífeyrissjóða og Sambands almennra lífyeyrissjóða. Meira
19. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Verndun eignaréttinda í iðnaði

A&P LÖGMENN, danska einkaleyfastofan Plougmann, Vingtoft & Partners og Gunnar Örn Harðarson véltæknifræðingur hafa stofnað einkahlutafélag sem mun sérhæfa sig í ráðgjöf um vernd eignaréttinda á sviði iðnaðar. Félagið sem hefur hlotið nafnið A&P Einkaleyfi ehf. mun hefja starfsemi 1. janúar 1999 og verður aðsetur þess fyrst um sinn á skrifstofu A&P Lögmanna í Borgartúni 24, Reykjavík. Meira

Daglegt líf

19. desember 1998 | Neytendur | 155 orð

Colman's sinnep aftur fáanlegt

VERSLUNIN Pipar og salt hefur nú fengið á ný Colman's Mustard, en sinnep frá því merki hefur ekki verið fáanlegt síðan í fyrra. Áður flutti Pipar og salt þessa sinnepstegund inn en nú er það heildsala Ásgeirs Sigurðssonar fem annast það. Meira
19. desember 1998 | Neytendur | 85 orð

Íslenskur villibráðarkraftur

NÚ FYRIR jólin kom á markaðinn frá OSCAR nýr kalkúnakraftur og íslenskur villibráðarkraftur í neytendapakkningum. Villibráðarkrafturinn er sérstaklega framleiddur fyrir íslenska villibráð úr uppskriftum af íslensku villibráðarsoði (rjúpu, gæs, hreindýrum) í samvinnu við meistarakokkana Úlfar Finnbjörnsson, Sturlu Birgisson og Hallgrím I. Meira
19. desember 1998 | Neytendur | 139 orð

Kaffi og tíska hjá Sævari Karli

SÆVAR Karl hefur bryddað upp á ýmsum nýjunum í verslun sinni í Bankastræti nú fyrir jólin. Í versluninni þar er nú til sölu vönduð gjafavara tengd kaffi og te sem hentar vel í jólapakkann. Sævar Karl hefur á þessu ári boðið viðskiptavinum sínum upp á espresso kaffi frá Lavazza í verslun sinni. Meira
19. desember 1998 | Neytendur | 79 orð

Leiðrétting við verðkönnun á jólatrjám

RANGT var farið með tvær tölur í könnun á verði jólatrjáa fyrir skömmu. Jólatréssalan við Landakot og IKEA selur norðmannsþin í stærðinni 151­175 cm á 3.490 kr. og í stærðinni 176­200 cm á 4.490 kr. Þessi jólatréssala er því með lægsta verðið á norðmannsþin í þessum tveimur stærðarflokkum. Meira
19. desember 1998 | Neytendur | 153 orð

Tannkrem fyrir þá sem vilja hætta að reykja

KOMIÐ er á markaðinn nýtt tannkrem, NIKOdent, fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Í upplýsingum um NIKOdent segir að það geti hjálpað fólki að hætta að reykja með hefðbundnum og náttúrlegum innihaldsefnum tannkremsins. Meira

Fastir þættir

19. desember 1998 | Í dag | 25 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 19. desember, er fimmtugur Sigurður Ásgeirsson, tæknifræðingur, Háaleitisbraut 15, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Steingrímsdóttir. Þau hjónin eru að heiman. Meira
19. desember 1998 | Í dag | 31 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Hinn 21. desember verður Rafn Hafnfjörð, prentsmiðjustjóri sjötugur. Eiginkona hans er Kristín Jóhannsdóttir. Þau taka á móti vinum og vandamönum á Grand Hóteli, 4. hæð, kl. 17­19 nk. mánudag. Meira
19. desember 1998 | Í dag | 37 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 19. desember, verður sjötugur Hreinn Þorvaldsson, múrarameistari, Kleppsvegi 82, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Sigurborg Jónasdóttir. Þau hjón taka á móti gestum í dag frá kl. 20­23 á Grand Hóteli við Sigtún. Meira
19. desember 1998 | Í dag | 40 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Næstkomandi sunnudag, 20. desember, verður sjötíu og fimm ára Margrét Sigurjónsdóttir, Brimhólabraut 5, Vestmannaeyjum. Þann dag munu hún og eiginmaður hennar, Elías Gunnlaugsson, og fjölskyldur þeirra taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu v/Strandveg í Vestmannaeyjum frá kl. 16­19. Meira
19. desember 1998 | Í dag | 46 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 20. desember, verður níræður Fritz Abendroth. Hann er í heimsókn um þessar mundir hjá dóttur sinni, Moniku Abendroth hörpuleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau taka á móti gestum í dag, sunnudag, á heimili Moniku, Kirkjubraut 21, Seltjarnarnesi, milli kl. 14 og 17. Meira
19. desember 1998 | Fastir þættir | 749 orð

Að elda kalkún

VERÐSTRÍÐ undanfarinna daga á kalkúnakjöti hefur leitt til að líklega verður kalkúnn á borðum margra fjölskyldna um hátíðarnar. Það vefst hins vegar fyrir mörgum hvernig best sé að matreiða kalkúna þannig að úr verði dýrindis máltíð. Meira
19. desember 1998 | Fastir þættir | 1593 orð

Aðventa Jólasöngvar í Neskirkju JÓLASÖNGVAR ve

JÓLASÖNGVAR verða í Neskirkju sunnudag kl. 14. Þá verður breytt út af hefðbundinni guðsþjónustu og góðir gestir fengnir í heimsókn. Að þessu sinni mun kór Melaskóla syngja undir stjórn Jóhönnu Bjarnadóttur og Ekkókórinn undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar við undirleik Sólveigar Jónsson. Katrín Guðleifsdóttir kristniboði segir frá jólaminningu í Eþíópíu. Meira
19. desember 1998 | Fastir þættir | 103 orð

AV

Fimmtudaginn 10. des. sl. spiluðu 20 pör Mitchell tvímenning. NS Rafn Kristjánsson ­ Oliver Kristóferss.281 Jón Andréss. ­ Guðmundur Guðmundss.244 Jón Stefánsson ­ Sæmundur Björnsson240 AV Hannes Ingibergsson ­ Anton Sigurðsson246 Ólafur Ingvarsson ­ Jóhann Lúthersson243 Þorvarður Guðmundss. Meira
19. desember 1998 | Fastir þættir | 317 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridgefélag Reykjav

Þriðjudaginn 16. var síðasta spilakvöld þriðjudagskvölda BR fyrir jól. 18 pör spiluðu Monrad Barómeter. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Guðmundur Baldursson - Jens Jensson+55 Magnús Þorsteinss. - Guðmundur Vestmann+26 Guðbjörn Þórðarson - Jón Ingþórsson+21 Guðmundur Skúlas. - Jón Viðar Jónmundss. Meira
19. desember 1998 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. júlí í Kjarvalslundi í Skorradal af sr. Sigríði Guðmundsdóttur Harpa Rut Harðardóttir og Sigurður Holdahl Einarsson. Heimili þeirra er í Osló í Noregi. Meira
19. desember 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. október í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ af sr. Jóni Þorsteinssyni Vildís Bjarnadóttir og Eiríkur Ingi Böðvarsson. Heimili þeirra er að Vættaborgum 6, Reykjavík. Meira
19. desember 1998 | Fastir þættir | 902 orð

Draumurinn hvíti

TÍÐIR tímans kristallast í heilögum tíðum jóla og myndinni af fannhvítri jörð í blankalogni þar sem hlý birta jólaljósa berst frá manni til manns en úr fjarskanum óma klukkur sem kalla til hárra tíða. Þetta er draumurinn um hvít jól sem margur ber í sinni og margan dreymir að Guð gefi börnum sínum um þessi jól. Meira
19. desember 1998 | Í dag | 499 orð

EKKI Á morgun heldur hinn, þriðjudaginn næsta, eru vetrarsó

EKKI Á morgun heldur hinn, þriðjudaginn næsta, eru vetrarsólstöður. Þá er stytztur dagur á hringferð ársins. En birtan sækir í sig veðrið; hrekur smám saman myrkrið út úr sólarhringnum. Takmarkið er náttlaus voraldarveröld; gróðurríki í blóma á Jónsmessu að vori. Dagurinn eftir vetrarsólhvörf, næsti miðvikudagur, er sjálf Þorláksmessan, séríslenzkur hátíðisdagur. Meira
19. desember 1998 | Fastir þættir | 291 orð

Fimm sortir á hendi

ALLT er þegar þrennt er segir máltækið og það er undirtónninn í nýju spili sem nefnist Þrennan. Spilinu var raunar dreift fyrir jólin í fyrra í mýflugumynd en fæst nú í flestum verslunum. Snýst það um að finna þrjú spil sem mynda þrennu og er þá valið úr spilum með fjóra mismunandi eiginleika, tákn, lit, fjölda og mynstur. Meira
19. desember 1998 | Fastir þættir | 1250 orð

Guðspjall dagsins: Vitnisburður Jóhannesar. (Jóh. 1.)

Guðspjall dagsins: Vitnisburður Jóhannesar. (Jóh. 1.) »ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 14. Börn úr Fossvogsskóla flytja helgileik. Meira
19. desember 1998 | Fastir þættir | 559 orð

Hvað er munnangur?

Spurning: Áhyggjufull móðir hringdi: Dóttir mín hefur verið með munnangur frá því hún fæddist, en hún er nú tvítug. Þetta lýsir sér þannig að hún fær stór sár inn í munninn, sem eru oft í viku til tíu daga. Svo lagast þetta á milli. Við höfum leitað til lækna en án árangurs. Meira
19. desember 1998 | Dagbók | 469 orð

Í dag er laugardagur 19. desember 353. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er laugardagur 19. desember 353. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. (Sálmarnir 66, 9.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Kyndill fór í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Tjaldur kom í gær. Meira
19. desember 1998 | Fastir þættir | 131 orð

Óhefðbundin kalkúnafylling með ítölskum brag

Óhefðbundin kalkúnafylling með ítölskum brag Format fyrir uppskriftir Meira
19. desember 1998 | Fastir þættir | 438 orð

Stórmeistararnir í efstu sætum

14.­22. des. ­ Aðgangur ókeypis. ÞEGAR fjórum umferðum er lokið á mótinu eru stórmeistararnir farnir að raða sér í efstu sætin og í kjölfar þeirra koma alþjóðlegu meistararnir. Hins vegar eru það íslensku skákmennirnir sem hafa náð bestum árangri miðað við skákstig. Meira
19. desember 1998 | Í dag | 700 orð

Svar til Moshe

ÞANN 12. des. sl. barst bréf til Velvakanda frá Moshe Okon í Jerúsalem, þar sem hann lýsir hópi kappsfullra Íslendinga í skrúðgöngu í miðborg Jerúsalem í þeim tilgangi að sýna stuðning við Ísraelsríki á fimmtugasta afmæli þess. Einnig veltir hann fyrir sér ýmsum spurningum sem mér er ljúft að svara og um leið fæ ég tækifæri til að leiðrétta það sem rangt er farið með í bréfi hans. Meira
19. desember 1998 | Í dag | 417 orð

Svar til Þórhildar

ÞÓRHILDUR Þórmundsdóttir andmælir í Velvakanda 4. desember sl. bréfi mínu í Velvakanda 1. des. sl. Ég trúi því að allt það sem Biblían, orð Guðs, kennir sé sannleikur. Jesús segir í Jóhannesar guðspjalli 5, 46-47. "Ef þér tryðuð Móse, munduð þér líka trúa mér því um mig hefur hann ritað. Meira
19. desember 1998 | Í dag | 304 orð

VÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf frá Guðbjörgu Gunnarsd

VÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf frá Guðbjörgu Gunnarsdóttur hjá kynningardeild Landssímans. Víkverji hefur að undanförnu kvartað yfir því að GSM-samband sé ekki alltaf nógu gott í borginni, það vilji rofna. Landssíminn þekkir þetta vandamál og þakkar Víkverja ábendingarnar. Meira
19. desember 1998 | Fastir þættir | 3335 orð

Það á að gefa börnum brauð...

Í HUGA okkar nútímamanna eru jólin fæðingarhátíð frelsarans. En löngu fyrir Kristsburð héldu menn hátíð og gerðu sér dagamun af ýmsu tilefni, einmitt á þessum árstíma, í nánd við vetrarsólhvörfin. Spurnir af slíkum hátíðum eru frá elstu tímum og meðal hinna frumstæðustu þjóða sem nú lifa. Meira
19. desember 1998 | Fastir þættir | 1585 orð

Þeir feimnustu í bekknum

Í FYLGDARLIÐI herra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á ferð hans til Ítalíu í byrjun nóvembermánaðar, á því ári sem nú er senn liðið, voru tveir gamlir bekkjarbræður úr öðrum bekk B í Hagaskóla veturinn 1961­62; herra Karl Sigurbjörnsson, biskup íslensku þjóðkirkjunnar, og Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra. Meira

Íþróttir

19. desember 1998 | Íþróttir | 95 orð

1. deild kvenna Grindavík - ÍS56:65

Grindavík - ÍS56:65 Íþróttahúsið í Grindavík, 1. deild kvenna, föstudaginn 18. des. 1998. Gangur leiksins: 4:4, 12:11, 12:21, 14:23 18:27 23:35, 35:48, 41:53, 48:59. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 153 orð

Aftur sigur hjá Kjus

NORSKI skíðakappinn Lasse Kjus sigraði í bruni á heimsbikarmóti í Val Gardena á Ítalíu í gær og var þetta annar sigur hans í röð, en hann sigraði einnig í Val d'Isere á laugardaginn var. Í gær var Kjus um sekúndu á undan Austurríkismönnunum Werner Franz og Hermann Maier, sem nældu í silfrið og bronsið. Kjus sýndi að frammistaða hans fyrir viku var engin tilviljun. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 132 orð

ARRIGO Sacchi, þjálfari Atletic

ARRIGO Sacchi, þjálfari Atletico, sagði að ekkert væri hæft í þeim fréttum að Juninho væri á leiðinni frá liðinu. ÚR herbúðum Real Madrid berast þær fréttir að svo geti farið að Davor Suker og Fernando Morientes séu á förum frá liðinu. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 462 orð

Birkir bættist í Íslendingahópinn hjá Bolton

Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, fór til Bolton í gær og skrifaði undir samning sem gildir til 17. apríl á næsta ári með möguleika á framlengingu, en eins getur Birkir farið mánuði fyrr. Colin Todd, knattspyrnustjóri 1. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 504 orð

Bjarnólfur í sviðsljósinu

BJARNÓLFUR Lárusson hefur vakið athygli með Walsall í 2. deild ensku knattspyrnunnar en í október gerði hann samning við það til tæplega tveggja ára eða fram á sumar árið 2000. Liðinu hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og á líðandi tímabili, er í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Lárusi Orra Sigurðssyni og samherjum hans í Stoke en Walsall tekur einmitt á móti efsta liðinu í dag. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 40 orð

Blak Bikardráttur

Bikardráttur Búið er að draga í 8-liða úrslit í bikarkeppninni. KARLAR Þróttur R. - Stjarnan ÍS - KA b Þróttur N. og KA sitja yfir. KONUR KA - Þróttur N. Víkingur - KA b ÍS og Þróttur R. setja yfir. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 103 orð

Grindavík - KFÍ108:81

Íþróttahúsið í Grindavík, DHL-deildin, 11. umferð, föstud. 18. des. 1998. Gangur leiksins: 5:9, 21:15, 31:21, 43:36, 55:42, 62:50, 87:66, 95:69, 101:75 108:81 Stig Grindavíkur: Warren Peeples 25, Guðmundur Bragason 14, Guðlaugur Eyjólfsson 14, David Garcia Navalon 12, Páll Axel Vilbergss. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 72 orð

Handknattleikur

Þýskaland Freiburg - Bochum1:1 Zoubaier Baya 50. - Sebastian Schindzierlorz 90. 22.500. Dortmund - Stuttgart3:0 Heiko Herrlich 38., Vladimir But 48., Bachirou Salou 69. 61.000. Belgía Lierse - Genk1:1 England Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 334 orð

ÍTALSKI sóknarmaðurinn Paolo Di Can

ÍTALSKI sóknarmaðurinn Paolo Di Canio sem leikur með Sheffield Wednesday virðist týndur og tröllum gefinn. Hann tekur nú út 11 leikja bann sem hann fékk fyrir að hrinda dómara í leik liðsins við Arsenal fyrr í vetur og er hann að verða búinn að taka út bannið, má leika 26. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 114 orð

Landsliðsþjálfara Rússa sagt upp

ANATOLY Byshovets, landsliðsþjálfara Rússlands í knattspyrnu, var sagt upp störfum í gær eftir aðeins fimm mánuði í starfi. "Byshovets hafði hvorki skipulag né áætlun sem gaf okkur von í framtíðinni og því ákvað stjórn Knattspyrnusambands Rússlands nær einróma að segja honum upp," sagði Vladimir Radionov, framkvæmdastjóri sambandsins. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 441 orð

Lasse Kjus tók forystuhlutverkið

NORÐMAÐURINN Lasse Kjus tryggði sér efsta sætið í stigakeppni heimsbikarsins með því að sigra í bruni í Val Gardena á Ítalíu í gær. Þetta var annar sigur hans í bruni í röð. Hann hefur staðið sig mjög vel það sem af er tímabilinu og virðist jafnvígur á allar fjórar alpagreinarnar, svig, stórsvig, risasvig og brun. Þýska stúlkan Hilde Gerg sigraði í bruni kvenna í Veysonnaz í Sviss. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 196 orð

Leiftur með sex útlendinga

LEIFTURSMENN hafa verið að leita fyrir sér erlendis að leikmönnum og er ljóst að sex útlendingar verða í liði þeirra næsta sumar. Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, var í Brasilíu fyrir skömmu og samdi þar við tvo Brasilíumenn, sóknarmann og miðjumann. Þeir eru 24 og 26 ára og léku með sama liði í Sao Paulo. Þeir eru væntanlegir til Íslands í byrjun febrúar. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 2564 orð

Litlar breytingar og engar tilraunir

Fjórða Evrópukeppni landsliða í handknattleik hefst með forkeppni í vor. Ísland hefur aldrei komist í úrslitakeppnina en úr þessu er eina vonin um sæti á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu 2000 fólgin í góðum árangri á EM. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfara, um stöðuna. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 113 orð

Skíði Heimsbikarinn:

Heimsbikarinn: Veysonnaz, Sviss: Brun kvenna: Hilde Gerg (Þýskalandi)1.41,13 Pernilla Wiberg (Svíþjóð)1.41,55 Bibiana Perez (Ítalíu)1.41,63 Alexandra Meissnitzer (Austurríki)1.41,92 Regine Cavagnoud (Frakklandi)1.42,06 Florence Masnada (Frakklandi)1.42,20 Regina Haeusl (Þýskalandi)1. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 258 orð

Stórleikur Grindvíkinga

"ÞAÐ er ekkert annað eftir en deildin hjá okkur og því ekki um neitt annað að ræða en að standa sig hér í kvöld. Þeir voru fyrir ofan okkur en við skiptum um sæti við þá og erum komnir í fjórða sætið. Við urðum að rífa okkur upp eftir tapleikinn í bikarnum og mætum bara grimmir til leiks á nýju ári", sagði Guðmundur Bragason, þjálfari Grindvíkinga, að leik loknum. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 202 orð

Stúdínur betri í Grindavík

TVEIR leikir fóru fram í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og unnust báðir á útivelli. ÍS vann Grindavík 59:48 í Grindavík og Keflavík vann ÍR í Seljaskóla 54:48. Það mátti búast við spennandi leik hjá Grindavík og ÍS ef mið hefði verið tekið af síðasta leik þessara liða sem var í byrjun vikunnar. Meira
19. desember 1998 | Íþróttir | 216 orð

Vilja Van Gaal burt

ÞRÁTT fyrir hávær hróp stuðningsmanna Barcelona um að stjórn félagsins láti hollenska þjálfarann Louis van Gaal taka pokann sinn, ákvað stjórnin á fundi í vikunni að reka hann ekki ­ að svo stöddu. Örleg van Gaal geta ráðist í dag, en þá leikur Barcelona á útivelli við Valladolid, sem hefur tapað fyrir Barcelona í átta af síðustu níu leikjum sínum heima. Meira

Úr verinu

19. desember 1998 | Úr verinu | 1321 orð

Verð flestra tegunda hefur hækkað mikið

BRÆLA hefur verið mikil upp á síðkastið og gert litlum bátum og skipum erfitt fyrir, en sums staðar hefur þó verið ágæt veiði ­ þegar gefið hefur á sjó. Afurðaverð er mjög hátt, og hefur svo verið mest allt árið. Hátt verð er einmitt það sem einkennir árið einna helst, að mati Ólafs Þórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Suðurnesja. Meira

Lesbók

19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 78 orð

AÐVENTA

Í fjólubláu rökkri finn ég hálfgleymdan ilm af laufabrauði og glansandi rauðum eplum heyri rödd í útvarpsmessu segja frá skínandi stjörnu yfir Betlehem og ungbarni í jötu og sé hana sitja á rúmi lotna í herðum með glampa frá lýsandi kerti í hálfblindum augum ömmu mína. Höfundurinn vinnur hjá Námsgagnastofnun. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1119 orð

ALLSGÁÐUR Á JÓLUNUM

ÞETTA var rétt fyrir jólin. Dagarnir dimmir og stuttir en þó langir í öllum erli aðventunnar. Hlýir sunnanvindar blésu yfir höfuðborgina regni og dumbungi, pollar á götum og óvíst hvort snjórinn legði sína líknandi hönd yfir allan grámann og ruslið í rennusteininum og færði okkur inn í þennan ævintýraheim handan staðar og stundar sem jólin eru. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 225 orð

ALLT MITT LÍF ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON ÞÝDDI

Að horfa á ána gerða úr tíma og vatni og muna um leið að tíminn er önnur á, vita að við erum týnd líkt og áin og að andlitin hverfa sem leiftur á vatni. Vita að vökudraumar sofa ekki, séu þeir annar draumur og það að dauðinn sem við óttumst svo mikið, Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1083 orð

ALVARLEGUR UNDIRTÓNN EN FULLT AF ÓLÍKINDUM

HENRIK Ibsen skrifaði Pétur Gaut á Ítalíu vorið og sumarið 1867 og kom leikritið út sama ár. Það vakti þegar mikla athygli og hefur í áranna rás hlotið heiðurssess í norskum og norrænum bókmenntum. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2905 orð

ÁHRIFAMESTI HURÐARSKELLUR LEIKLISTARSÖGUNNAR

ÁHRIFAMESTI HURÐARSKELLUR LEIKLISTARSÖGUNNAR Hann er lágvaxinn og gráhærður, breiðleitur og kíminn. Ekki allsendis ólíkur Henrik Ibsen, ef sett væru á hann viðeigandi gleraugu og hattur. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 5613 orð

"Á MIKLABÆ SVO MARGT TIL BER" EFTIR RAGNAR FJALAR LÁRUSSON

UM ÞESSAR mundir eru nöfn Solveigar og sr. Odds frá Miklabæ á margra vörum. Leikritahöfundar og sagnaskáld hafa séð til þess, og þar á ég við leikrit Ragnars Arnalds; Solveig, sem nú er á fjölum Þjóðleikhússins og Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 387 orð

BERNSKUJÓL

Ekkert fær svipt mig bernskujólunum mínum. Þau búa í hjarta mínu unz yfir lýkur, kyrr og frjó. Lítill snáði og gömul kona leiðast úr Austurbæ og niður í Miðbæ yfir troðna hjarnbreiðu í stillilogni á vit klukknahljómsins. Þarna er lítil og forn dómkirkja í bæ sem nefnist borg. Þau setjast í sitt vanasæti við næstfremsta gluggann norðanvert. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2176 orð

ERTU EKKI ALLTAF AÐ SKRIFA? SMÁSAGA EFTIR EINAR MÁ GUÐMUNDSSON

Þá bjó ég við Lokastíginn en hafði vinnuaðstöðu við Grettisgötuna. Lokastígur er staðsettur í borginni miðri en undarlega falinn. Ég ímyndaði mér stundum að sólin væri lítill bolti. Hún valt niður götuna. Litlir krakkar hentu henni á milli sín. Ég leigði tvö herbergi í kjallara við Grettisgötuna. Leigan var ódýr, staðurinn góður með öll sín undirgöng og bakgarða. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1116 orð

HARMLEIKUR HINS VENJULEGA FÓLKS Jólasýning Þjóðleikhússins er Brúðuheimili eftir Henrik Ibsen í þýðingu Sveins Einarssonar.

ALLS taka þrettán leikendur þátt í uppfærslunni, þar með talin sex börn, sem fara með hlutverk þriggja barna hjónanna Þorvaldar og Nóru, sem leikin eru af Baltasar Kormáki og Elvu Ósk Ólafsdóttur. Önnur hlutverk eru í höndum Eddu Heiðrúnar Backmann, Pálma Gestssonar, Þrastar Leós Gunnarssonar, Halldóru Björnsdóttur og Margrétar Guðmundsdóttur. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 34 orð

HAUST

Dimmir að hausti, sortna sævardjúpinsinni af fegurð hvert eitt blóm er rúið.Nú eru fjöllin klædd í hvíta hjúpinn,kuldi í lofti ­ sumarið er búið.Höfundurinn var sjómaður og bjó í Naustavík við Steingrímsfjörð. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 56 orð

HRAÐKAUP JÓLANNA

Staurblankir gleðigjafar fá pakkað í jólapappír Kreditkortið til tímans þunga niðs Allt er falt í innkaupakörfum: Bækur, rjúpur og blóðmör Jólatré í næsta nágrenni skyggir á glugga Það fellur til jarðar í réttlátri reiði jólasveinsins Óborganlegt inná Kreditkort tískunnar Jólaköttur sprettir úr Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3573 orð

HRUNI Í ÁRNESÞINGI VALDASETUR Á ÞJÓÐVELDISÖLD OG PRESTSETUR Í MARGAR ALDIR EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON

Frá þéttbýlinu á Flúðum er aðeins snertuspölur upp að Hruna, en eftir að nýr vegur var lagður upp eftir sveitinni á greiðfærara landi vestan Högnastaðaása er Hruni ekki í alfaraleið með sama hætti og Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 76 orð

JÓL

Endur fyrir löngu voru jól Mamma þvoði okkur hátt og lágt Og þegar hún færði okkur í mjallahvítan nærbolinn signdi hún okkur fyrst þá komu þau Jólin Eins og mamma hefði sveiflað töfrasprota Litla íbúðin okkar fylltist hátíðleika sem lá í loftinu eins og angandi ilmvatnslykt Og allt varð svo skínandi bjart líkt og Jesú sjálfur Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2095 orð

JÓLAMINNING EFTIR GUÐMUND L. FRIÐFINNSSON

ÉG STEND á hlaðinu heima og horfi út í rökkrið, sem sígur yfir hægt og hægt. Vesturfjöllin hafa lagt yfir sig reykbláa möttulinn sinn og komin með blóm í hárið. Yfir eru rekkjutjöld dvínandi dags. Það er aðfangadagur jóla. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 318 orð

JÓLATÓNLEIKAR SINFÓNÍUNNAR OG GESTA Í HÁSKÓLABÍÓI

JÓLATÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í Háskólabíói í dag kl. 15. Gestir hljómsveitarinnar verða einsöngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, Níels Bjarnason, Rúnar Pétursson, Steinn Einar Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Drengjakór Laugarneskirkju og Skólakór Garðabæjar, auk fiðlunemenda Lilju Hjaltadóttur sem leika munu einleik. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3473 orð

KASTALI BLAÐAKÓNGSINS Á TÖFRAHÆÐUM EFTIR HALLDÓR ÞORSTEINSSON

HEARST-kastalinn á Töfrahælðum var reistur á hæstu brún Santa Luciufjalla í stærðar landareign, sem George Hearst, faðir Williams Randolphs Hearsts, hafði á sínum tíma keypt af Mexikana nokkrum fyrir lygilega lítinn pening, Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 69 orð

KOSSINN HELGI HÁLFDANARSON ÞÝDDI

Kvöldstjarnan björt af himni horfir dreymin, úr húmi skógar ungmær spurði feimin: "Stjarna, seg mér hvað uppheims engill hyggur er ást í leynum fyrsta kossinn þiggur." Og himins dóttir henni galt að svari: "Þá horfir sæll til jarðar engla-skari sem þar sitt eigið yndi speglast lætur; einungis Dauðinn hverfur frá og grætur. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 117 orð

KRISTINN SYNGUR Í FAUST

KRISTINN Sigmundsson syngur á nýjum geisladiski frá Harmonia Mundi sem inniheldur þætti Schumanns við leikritið Faust eftir Göthe. Meðal annarra söngvara í útgáfunni má nefna William Dazeley og Camillu Nylund. Stjórnandi er Philippe Herreweghe. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 340 orð

LJÓSBLIK Anna María Þórisdóttir þýddi.

Hér hef ég verið áður fyrren ekki veit ég hvenær.Ég þekki varpans væna grasog sæta, skrýtna ilminn nem,ölduslátt og birtuna frá sjónum.Þú hefur áður verið mín,hve langt er síðan veit ég ei,en þegar svalan sveif hér hjáþú sveigðir hálsinn...þá var sem fortjald félli fráog fortíð birtist mér. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 165 orð

MADAME SANS GÉNE

MYND af málverki Braga Ásgeirssonar; Madame Sans Géne frá 1974, er í nýútkomnu dagatali listasafna, sem Listasafn Íslands á aðild að, en málverkið er í eigu þess. Rakel Pétursdóttir hjá Listasafni Íslands sagði að safnið hefði sent ljósmyndir af málverkum í þetta dagatal í nokkur ár. Að dagatalinu standa listasöfn víða um heim, en það er gefið út af Museums & Galleries Marketing Ltd. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1963 orð

NAPÓLEON Á HÁKONARSTÖÐUM EFTIR FRANK PONZI

Í JANÚARMÁNUÐI síðastliðnum barst mér í pósti brúnt umslag með gamalli vatnslitamynd. Eftir að hafa í áranna rás verið brotið saman og flett sundur var blaðið farið í sundur í brotunum og barst mér í hendur í fjórum hlutum. Á hverjum blaðhluta var hluti af sundurlimuðum hesti og knapa. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 435 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3399 orð

NÝÁRSDAGUR VIÐ PÝRAMÍDANA Í TEOTIHUACAN

SKÖMMU eftir sólarupprás hinn 26. júlí samkvæmt gregoríönsku tímatali stóð ég á Breiðgötu dauðans við pýramídana í Teotihuacan utan við Mexíkóborg. Við höfðum lagt af stað eldsnemma og það var rúmt í bílnum ­ sérhver hafði sæti fyrir sig ­ sem er ekki sjálfgefið í borg, þar sem í lítinn Volkswagen-leigubíl, Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 150 orð

SVO RÍS UM ALDIR ÁRIÐ HVURT UM SIG

Svo rís um aldir árið hvurt um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu. Mér er það svo sem ekki neitt í neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig. Eitt á eg samt, og annast vil eg þig, hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu, er himin sér, og unir lágri jörðu, og þykir ekki þokan voðalig. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2478 orð

TAUMLAUS VEIZLUGLEÐI

Á 12. öld var almennt farið að kalla þrettándann "þríkóngahátíð", og enn þann dag í dag er víða haldið upp á 6. janúar með miklu glensi og gamni, þótt menn slepptu ekki alveg eins fram af sér beizlinu og fram kemur á þessu málverki. Meira
19. desember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 5229 orð

"VITUÐ ÉR ENN..."

Íslendingar eru oft hégómlega upp með sér þegar einhver útlendingur veitir þeim athygli eða nefnir þá á nafn fremur lofsamlega, hampar bókarfi þeirra eða sýnir honum einhverja ræktarsemi. Þó er hér gæðum misskipt. Mörgum yfirsést það sem stærst er og merkast í þessum efnum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.